92
Hundrað +1 Tímarit um miðborgina frítt EINtAK # 02 vetur 2007/08

HUNDRAÐ +1

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Magazine for Reykjavík City Centre

Citation preview

Page 1: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1Tímarit um miðborgina

frítt EINtAK

#02vetur2007/08

Page 2: HUNDRAÐ +1

Laugavegur 1 101 Reykjavík 511 0991www.elm.is

Page 3: HUNDRAÐ +1

e L m d e s i g n

Page 4: HUNDRAÐ +1
Page 5: HUNDRAÐ +1
Page 6: HUNDRAÐ +1
Page 7: HUNDRAÐ +1
Page 8: HUNDRAÐ +1

Jól í Hundrað+1

þökkum góðar viðtökur við síðasta blaði

Hundrað+1 / 08

Kæri lesandi,

kuldaboli bítur í nef og putta og það fer

ekkert á milli mála að veturinn er kominn til

að gleðja okkur og hrella. Miðborgin býður

upp á margar skemmtilegar vetrarstundir,

skautaferðir á Tjörninni eru ævintýralega

spennandi þó að öndunum finnist örugg-

lega sitt um hamaganginn, og listasöfn,

bókasöfn og leikhús gefa fjölmörg tækifæri

til að upplifa alls konar ævintýri innandyra.

Jólaljósin eru farin að tindra yfir Lauga-

veginum og hlýja, notalega jólastemningin

nær brátt yfirhöndinni, jafnvel þó að veðrið

reyni sitt til að útvega snjóinn og kuldann

sem flestum finnst tilheyra þessari árstíð.

Brátt fyllist miðborgin af lífi sem nær há-

punkti á orláksmessu þegar allir borgarbúar

streyma niður í bæ til að klára síðustu

jólaverkin, sýna sig og sjá aðra.

Margir kvíða myrkrinu sem ríkir í kjölfar

ljóma jólanna en til þess er engin ástæða.

Vetrarhátíð tekur við með Safnanótt og

fjölda skemmtilegra viðburða við allra hæfi,

og bókabúðir og kaffihús eru enn meira

spennandi þegar þau bjóða upp á hlýlega

andstæðu hressandi kuldans úti.

Í öðru tölublaði Hundrað+1 er vetur í

borginni viðfangsefnið, hvort sem rignir

eða snjóar og hvort sem við erum úti eða

inni. Við þökkum frábærar viðtökur við

fyrsta blaðinu og hlökkum til að halda

áfram að vinna með þeim og fyrir þá sem

láta sig miðborgina varða.

Gleðileg jól og færsælt nýtt ár! Tómas Bolli og Brynhildur

Útgefandi G2media

ÁbyrgðarmaðurTómas Bolli Hafþórsson

ritstjóri og útlitshönnuðurTómas Bolli Hafþórsson

BlaðamaðurBrynhildur Björnsdóttir

MyndirHaukur Gunnarsson

Auglý[email protected]ími 693 7684

Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og myndabrengl. Verð á vörum getur breyst án fyrirvara.

Í samstarfi við

frá okkur

Page 9: HUNDRAÐ +1
Page 10: HUNDRAÐ +1

EfNISYfIrLIT

14 / ÞORPiÐ Í BORGiNNifríða í Litla-Skerjafirðinum

18 / KÍKT Í BæiNN...með Yesmine Olsson

20 / meiRa eN RauÐKálKokkar leggja til öðruvísi jólameðlæti

40 / GamalT OG NýTTViðtal við Höllu Bogadóttur í Kraum

Hundrað+1 / 10

66 / KaffiBOÐ OG áSTHnallþórur Heimilistóna

30 / ÍSleNSK HöNNuN tískuþáttur úr Þjóðmenningarhúsinu

48 / eRum Heimatískuþáttur úr Saltfélaginu

60 / STefNumóT viÐ PaRÍSfranska fjölskyldan á Klapparstíg

70 / miNNiNG úR miÐBORGÞorgrímur Þráinsson segir frá

84 / JóliN Í miÐBORGiNNi Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir

24 / Gull eÐa SilfuR?Ungir íslenskir skartgripahönnuðir

44 / amma, mamma OG éGÞrjár kynslóðir kanna listalífið

Page 11: HUNDRAÐ +1

L A U G AV E G U R 8 6 - 9 4 • 10 1 R E Y K J AV Í K • S Í M I 5 5 2 8 0 9 0

NIKE ADIDAS ORIGINALS AMERICAN APPAREL DR. DENIMKSUBIACNE JEANS THOMAS BURBERRY SURFACE 2 AIRANDERSON & LAUTH

7 ACNE GALLABUXUR OG EITT BELTI Á 22 MILLIMETRA TOGVÍR.

Page 12: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 12

ENgINN LENdIr í jóLakETTINum

HaTTuR – aNNeTTe GöRTzVerð kr. 19.900

eR Skólavörðustíg 5

SKóR – OxSVerð kr. 27.000

38 ÞReP laugavegi 49

PeySa – RayuReVerð kr. 17.500

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

HuGO xx – fyRiR KONuRVerð kr. 5.345

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

HálSfeSTi – NaTHalie cOSTeSVerð kr. 7.900

KiSaN laugavegi 7

TaSKa – BiaSiaVerð kr. 68.000

38 ÞReP laugavegi 49

laKKSTÍGvél – fRee laNceVerð kr. 59.990

eva laugavegi 91

PilS – iKKSVerð kr. 14.990

eva laugavegi 91

ySl – l´HOmmeVerð kr. 5.125

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

Page 13: HUNDRAÐ +1

Bankastræti 11 – 562 3244 Strandgötu 21 – 565 3200

Page 14: HUNDRAÐ +1

kíkT í hEImSókN

litla þorpið í miðri borginniFríða Jónsdóttir ljósmyndari býr í skemmtilegum kima miðborgarinnar. Hún hefur búið víða um heim

en fann húsið sitt í Litla-Skerjafirðinum fyrir tólf árum.

Hundrað+1 / 14

Page 15: HUNDRAÐ +1

„Ég er fædd og uppalin undir Eyjafjöllunum og sveitastelpan fann hvergi sumarið í

stórborginni fyrr en ég flutti hingað og þá kom sumarið og er búið að vera síðan. Það var

algjör uppgötvun að finna Litla-Skerjafjörðinn,“ segir Fríða. Húsið þarfnaðist töluverðra

endurbóta og Fríða og fjölskylda hennar hafa smám saman verið að taka það í gegn.

„Þegar maður byrjar er svo erfitt að hætta. Fyrst ákváðum við að taka einn vegg og áður

en varði vorum við búin að breyta öllu.“ Húsið heldur þó enn sínum gamla fallega stíl og

heimili Fríðu er einkar fallegt og fullt skemmtilegra muna. „Flest af þessu fæ ég í Góða

hirðinum en ég viðurkenni samt að vera veik fyrir sérstökum hlutum og blanda þeim þá

bara saman við það sem fyrir er.“

Það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því að Litli-Skerjafjörðurinn tilheyrir póst-

númerinu hundrað og einn enda er andinn þar meira eins og í litlu þorpi. Fríða segir

frábært samfélag í Litla-Skerjafirðinum. „Allir kannast við alla og helst verður að heilsa upp

á nýja nágranna og bjóða þá velkomna í hverfið að þorpsbúa sið. Skólabíllinn stoppar á

miðju túninu á veturna og svo heyrir maður í flugvélunum og veltir fyrir sér hvaðan þær

eru að koma, bara svona eins og í sveitaþorpi úti á landi. Maður verður ekkert var við að

maður sé í miðri borg. Nema vegna þess hvað það er þægilegt að rölta niður í bæ á tíu

mínútum, gegnum Hljómskálagarðinn.“

Þegar Fríða fer í bæinn, sem er oft, finnst henni gaman að labba Laugaveginn. „Sérstak-

lega núna þegar það er svo mikið af nýjum og skemmtilegum búðum. Svo er líka

gaman að setjast á kaffihús og kíkja á mannlífið og fá sér eitthvað gott. Um helgar finnst

mér frábært að fara á myndlistarsýningar. Annars er ég bara í því að draga í mig góða

miðborgarandann.“

Í desember nær Fríða sér alltaf í jólastemningu í miðborgina, og segir eina góða smur-

brauðsneið á Jómfrúnni ómissandi til að kalla fram jólastemninguna. „Jólin eru dásamleg

í miðbænum. Ég hef átt jól í Bandaríkjunum, í Belgíu, Noregi og úti um allt en jólin á

Íslandi eru sér á parti. Laugavegurinn á Þorláksmessu á sér engan sinn líka þegar þjóðin

öll hleypur niður í bæ að sýna sig og sjá aðra.“

Fríða skreytir heimili sitt snemma að færeyskum sið, en móðir hennar var frá Færeyjum.

„Við byrjum alltaf að skreyta húsið og garðinn 1. desember. Ég er alin upp við þetta,

mamma byrjaði alltaf snemma að skreyta fyrir jólin og skreytti jólatréð 15. desember.

Ég vil eiga Þorláksmessu algerlega fyrir mig, þá vil ég að allir pakkar séu komnir í stóru

jólapokana og allt tilbúið. Fyrstu helgina í desember höldum við svo stórt jólaboð fyrir

vini og vandamenn. Þá er opið hús og smurbrauð og jólahlaðborð og svoleiðis.“

Um þessi jól á Fríða eftir að gera jólagjafirnar handa fleirum en fjölskyldu og vinum

því hún hefur nú lagst í fatahönnun og bolir með ljósmyndum eftir hana eru til sölu

í Fótógrafíu á Skólavörðustíg. „Myndirnar á bolunum eru af bændunum úr sveitinni

minni undir Eyjafjöllum, glímuköppum, hverum, fossum og vatni.“ Fríða á ekki eftir að

sitja auðum höndum í nóvember og desember frekar en endranær og verður með opna

vinnustofu á föstudögum og laugardögum heima hjá sér að Hörpugötu 10. „Þá getur fólk

komið og skoðað bolina mína og svo verð ég líka með myndir, bæði eftir sjálfa mig og

vini mína.“ Þeir sem ekki hafa komið í Litla-Skerjafjörðinn, og auðvitað allir hinir líka, ættu

að grípa tækifærið og heimsækja þetta skemmtilega þorp inni í borginni um leið og þeir

líta við hjá Fríðu. Hún tekur áreiðanlega vel á móti þeim.

Hundrað+1 / 15

Page 16: HUNDRAÐ +1

ENgINN LENdIr í jóLakETTINum

Hundrað+1 / 16

SilfuRSKóR – JaNeT&JaNeTVerð kr. 20.990

eva laugavegi 91

KJóll – HaNNa deSiGNVerð kr. 29.990

HaNNa deSiGN laugavegi 22b

lyKlaKiPPa Verð kr. 1.890

3HæÐiR laugavegi 60

TaSKa – aNya HiNdmaRcHVerð kr. 34.990

3HæÐiR laugavegi 60

SeÐlaveSKi – BuRBeRRy Seðlaveski stórt, verð kr. 29.900Seðlaveski lítið, verð kr. 25.900

GK laugavegi 66

ilmvaTN – eScada Verð kr. 5.660

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

HaTTuR – BuRBeRRy Verð kr. 19.900

GK laugavegi 66

laKKSTÍGvél – a PaiRVerð kr. 39.900

GK laugavegi 66

JaKKi – HaNNa deSiGNVerð kr. 29.990

HaNNa deSiGN laugavegi 22b

Page 17: HUNDRAÐ +1
Page 18: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 18

Yesmine Olsson flutti frá Svíþjóð til Akureyrar og þaðan til Reykjavíkur. Hún festi hér rætur og á marga uppáhaldsstaði í miðborginni. Hún er hrifin af framandi mat og fer oft út að borða enda finnst henni úrval veitingastaða vera afar fjölbreytt í miðborginni. Yesmine eldar þó líka oft heima og hefur skrifað

matreiðslubókina Framandi og freistandi sem er nú fáanleg í flestum bókabúðum. HundRAð+1 slóst í bæjarför með Yesmine einn rigningardag í nóvember og fékk að vita hvert hún

fer þegar hún fer í bæinn.

kíkt í bæinnmeð yesmine

Page 19: HUNDRAÐ +1

í uppáhaldi...SvavaR öRN

„...er góður vinur minn og af því að við erum bæði svo upptekin er gott að kíkja til hans og fá te og strípur.”

ceNTeR Tryggvagötu 28

BeSTa SuSHi Í BæNum„Meiriháttar að grípa með sér og alls konar tegundir í boði. Best í

bænum og alls ekki dýrt heldur.”SuSHi laugavegi 2

liTRÍKT OG SKemmTileGT„flott húsgögn og veggteppi og líka hægt að fá fersk krydd frá

Indlandi sem ég nota mikið.”BOllywOOd laugavegi 30

auSTuR-iNdÍafélaGiÐ HVErfISGötU 56 „Rómantískur staður til að fara með manninum mínum á.”

muNTHe plus SimONSeN VAtNSStíG 3„Nokkrar uppáhaldsflíkurnar mínar eru úr þessari búð og ég kíki oft þangað inn til að sjá hvort

eitthvað nýtt er á boðstólum.”

ceNTeR trYGGVAGötU 28„Svavar Örn er rosalega góður vinur minn og af því að við eurm bæði svo upptekin er gott að

kíkja til hans og fá mér te og strípur í leiðinni.”

dOmO ÞINGHOLtSStrætI 5„Fiskisúpan í hádeginu klikkar ekki og stundum eru listamenn að spila á kvöldin og það finnst

mér mjög þægilegt, gaman að fara fyrst út að borða og á tónleika á eftir. Svo er alltaf eitthvað

spennandi í matinn.”

iNdiaN maNGO frAKKAStíG 12„Kósí á venjulegu kvöldi, manni líður ekki eins og maður sé á Íslandi. Eigandinn er svo geisl-

andi og leggur greinilega hjarta sitt í staðinn enda er þjónustan frabær. Svo finnst mér líka

gaman hvernig hann notar íslensk hráefni í indverska matinn, til dæmis svartfugl.”

101 HóTel HVErfISGötU 10„Mér finnst mjög gott að vinna á 101 og fer þangað ef ég þarf að vinna verkefni, fæ mér

kamillute og hugsa. Umhverfið er þægilegt og örvandi. Oft eru svo mikil læti á kaffihúsunum

en þar er alltaf rólegt.”

SilfuR póStHÚSStrætI 11„Á Silfur er gaman að fara þegar maður ætlar að halda upp á eitthvað með vinum sínum.

Maturinn er góður, innréttingarnar skemmtilegar og staðurinn mjög fínn.”

á NæSTu GRöSum LAUGAVEGI 22B „Ég fæ mér stundum hádegismat þar og finnst það æði enda hef ég verið fastakúnni í mörg ár.”

Hundrað+1 / 19

Page 20: HUNDRAÐ +1

grasker, rósakál og öðruvísi Waldorfsalat

Margir hafa tekið upp þá venju að prófa alltaf nýtt og spennandi kjötmeti til hátíðabrigða yfir jólin í staðinn fyrir rjúpur eða hamborgarhrygg. Meðlætið er þó gjarna það sama. Rauðkál og grænar

baunir standa alltaf fyrir sínu en breyta má líka út af venjunni með fleira en aðalréttinn. Við fengum þrjá mjög ólíka kokka til að gefa okkur hugmyndir að öðruvísi meðlæti með jólasteikinni.

SelJuRóTiN HefuR möRG aNdliTSæmundur Kristjánsson Á næstu grösum

Meðlæti með jólamat? Seljurótin hefur mörg andlit og hægt að nota

hana í alls konar ólíkt meðlæti. Ef hún er rifin

niður með fínu rifjárni er hægt að marinera hana

í salti, pipar og jómfrúrólífuolíu. Svo má sjóða

seljurótina í teningum í vatni eða rjómablandi

með lauk og hvítlauk og mauka hana og þá er

komin fyrirtaks mús sem gengur með öllu. Það

er líka hægt að skera hana í teninga og brúna og

þá er komin þriðja útgáfan. Allt þetta er hægt að

bera á borð í einu og enginn veit að þetta er ein

og sama rótin.

Hvað borðar þú á jólunum? Það er misjafnt en ég elska rósakál og nota það

alltaf með hátíðamat. Þá forsýð ég það til að ná

beiskjunni úr og svo finnst mér rosagott að svita

hvítlauk í potti, bæta rjóma út í og sjóða niður

og setja rósakálið svo út í og leyfa því aðeins að

malla saman.

Jólafastan Á næstu grösum?Á næstu grösum er alltaf boðið upp á hnetusteik

með sætri kartöflumús og rifnu hráu rauðkáli á

sunnudögum í aðventu.

GRaSKeR meÐ allS KyNS JólaKRyddi Í BlaNdLeifur KolbeinssonLa Primavera

Meðlæti með jólamat? Ef ég á að nefna eitthvert eitt meðlæti sem

mér finnst best um jólin, fjölbreytt og hægt að

nota á margvíslegan máta, þá er það grasker.

Hvort sem það er maukað, steikt, bakað í ofni í

stórum bitum og kryddað með hvítlauk, chilli,

myntu, oregano og líka sætum jólakryddum

eins og kanil. Þá er best að taka kanilstöng og

berja hana niður og krydda með henni en ekki

kanildufti og það er meiriháttar.

Hvað borðar þú á jólunum? Jólin hjá mér eru fjölskyldan og rjúpan. Rjúpan er

elduð á frekar nýmóðins hátt, brúnuð á beininu

og elduð í örfáar mínútur og soðið lagað úr

beinunum, ekki elduð á beinunum. Eftirrétturinn

er hins vegar ekki heilagur þó að rjúpan sé það.

Jólafastan á La Primavera?Á Primavera verðum við með okkar klassíska

jólamatseðil sem samanstendur af fjórum

forréttum á ítalskan máta, fjórum aðalréttum,

fjórum pastaréttum, meðal annars ravíólí fylltu

með graskeri og makkarónum, svolítið sætu, og

síðan eftirréttum og jólakökum frá Ítalíu.

KlaSSÍSKT waldORfSalaT Í SPaRiföTuNumHrefna Rós SætranFishmarket

Meðlæti með jólamat?Mér finnst klassíska meðlætið langbest en alltaf

gaman að breyta út af hefðinni og skipta til

dæmis út ávöxtunum í Waldorfsalatinu,setja

perur í staðinn fyrir epli og jarðarber í staðinn

fyrir vínber. Kartöflur, bæði soðnar og þessar

sykurbrúnuðu, er líka hægt að krydda með alls

konar skemmtilegum jólakryddum, til dæmis

kanil og engifer.

Hvað borðar þú á jólunum? Það er alltaf eitthvað nýtt en ekki endilega fram-

andi þó að matreiðslan geti orðið það. Í eftirrétt

bý ég alltaf til tiramisu. Við setjum ekki möndlu

í það heldur borðum „ris a la mande” í hádeginu

á jóladag. Möndlugjöfin er alltaf spil og svo

spilum við spilið á jóladaginn.

Jólafastan á Fiskmarkaðnum?Jólaseðillinn okkar verður smökkunarmatseðill

og þar verður hreindýr og alls konar jólalegt í

bland, eins og jólasushi, kannski með hreindýri

eða hráu hangikjöti og gröfnum laxi. Mér finnst

lax vera jólafiskurinn og hann verður líka örugg-

lega á jóladiskinum.

mEðLæTI mEð jóLamaT

Hundrað+1 / 20

Page 21: HUNDRAÐ +1

SæmuNduR leifuR HRefNa

Hundrað+1 / 21

Page 22: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 22

ENgINN LENdIr í jóLakETTINum

GallaBuxuR – G-STaRVerð kr. 13.990

G-STaR laugavegi 86-94

PeySa – S.N.S. HeRNiNG 1983Verð kr. 18.900

KRONKRON laugavegi 63

HuGO xy – fyRiR meNNVerð kr. 5.145

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

TaSKa – BuRBeRRyVerð kr. 45.900

GK laugavegi 66

TRefill OG HaNSKaR – G-STaRtrefill verð kr. 4.890

Hanskar verð kr. 3.990G-STaR laugavegi 86-94TRefill OG Húfa – filiPPa K

trefill verð kr. 15.900Húfa verð kr. 6.900GK laugavegi 66

HeRRaSKóR – OxSVerð kr. 22.900

38 ÞReP laugavegi 49

leÐuR lúffa – GaucHOVerð kr. 7.900

3HæÐiR laugavegi 60

Page 23: HUNDRAÐ +1

LAUGAVEGUR 86-94, S: 511-2007REYKJAVIK STORE

Page 24: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 24

guðbjöRg / auRumbanKaSTRæTi 4

Gull eÐa SilfuR? Bæði, en silfrið leyfir meira

uPPáHaldS STeiNN? Safír

JólaSiÐiR? Skatan, rjúpan og hangikjötið

JólaSKaRTiÐ Í áR? Brynju eða Sölku hálsmen og lokkar

JólaHlaÐBORÐ? Á Hótel Holti

íSLENSkIr SkarTgrIpahöNNuðIr

KjaRTan og ÁSTþóR / oRLaugavegi 37

Gull eÐa SilfuR? platína

uPPáHaldS STeiNN? Demantur

JólaSiÐiR? Mikið skreytt

uPPáHaldS SKaRT? Það sem við erum að búa til hverju sinni

uPPáHaldS KaffiHúS? Kaffivagninn við höfnina

Page 25: HUNDRAÐ +1

IQSkólavörðustíg 8

Page 26: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 26

eLíSabeT / ÁSbeRg deSignHveRFiSgöTu 52

Gull eÐa SilfuR? Silfur

uPPáHaldS STeiNN? Djúpalónsperla

JólaSiÐiR? Yngri strákurinn minn setur alltaf stjörnuna á tréð

uPPáHaldS SKaRT? Demantshringurinn hennar ömmu

HádeGiSmaTuRiNN? Egg í brauði hjá töntu á Barónsstígnum

íSLENSkIr SkarTgrIpahöNNuðIr

Tína jezoRSKi / jezoRSKi-guLLSmiðuRLaugavegi 48

Gull eÐa SilfuR? Gull

uPPáHaldSSTeiNN? turmalín

JólaSiÐiR? Vinna lengi og mikið

uPPáHaldS SKaRT? Marglita rennilásahálsmenið mitt

uPPáHaldS KaffiHúS? Lífrænt kaffi og kökur á Heilsugarðinum

Page 27: HUNDRAÐ +1
Page 28: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 28

ENgINN LENdIr í jóLakETTINum

filiPPa KSlaufa verð kr. 6.900Klútur verð kr. 5.900Bindi verð kr. 7.900GK laugavegi 66

TaSKa – meReTe fONNeSBeRGVerð kr. 29.900

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

HuGO BOSS – fyRiR meNNVerð kr. 4.935

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

SKóR – a PaiRVerð kr. 35.900

GK laugavegi 66

PilS – aNNeTTe GöRTzVerð kr. 32.900

eR Skólavörðustíg 3

HeRRa úR – JacqueS lemaNSVerð kr. 28.600

fRaNcH micHelSeN laugavegi 15

laKKSTÍGvél – STRaTeGiaVerð kr. 22.900

38 ÞReP laugavegi 49

HaNSKaR – GlOve STORyVerð kr. 6.890

SiGuRBOGiNN laugavegi 80TaSKa – SONia RyKiel

Verð kr. 85.000KiSaN laugavegi 7

Page 29: HUNDRAÐ +1

Laugavegi 7 • 101 ReykjavíkSími 561 6262 • www.kisan.is

Opið MÁN - FIM 10:30 - 18:00 FÖS 10:30 - 19:30 LAU 10:30 - 18:00

C O N C E P T S T O R E

KISAN - MAGAZINE - 26 x 23 cm - CMYK

Ker

ti

Annick Goutal, Votivo, Abahna, Compagnie de Provence, Gianna Rose

Annick Goutal, Votivo, Abahna, Compagnie de Provence, Gianna Rose

Heim

ilisvö

rur

Tse & Tse, Design House Stockholm, Rigmor Als, Tonfisk

Tse & Tse, Design House Stockholm, Rigmor Als, Tonfisk

Eins

tök

vers

lun

Ilmvö

tn

Tref

lar o

g sk

art Sonia Rykiel, Epice, Valeur, Pellini,

Isabel Marant, Nathalie Costes, Jerome Gruet ...Sonia Rykiel, Epice, Valeur, Pellini,

Isabel Marant, Nathalie Costes, Jerome Gruet ...

Peys

ur

Lam

par

Jielde, Heico, Tse & Tse,Design House StockholmJielde, Heico, Tse & Tse,Design House Stockholm

Barn

aföt

Bonpoint, Petit Bateau, Quincy, Finger in the nose, Simple Kids, Zorra, Maan, Zef, Bellerose …

Page 30: HUNDRAÐ +1

SPaKSmaNNSSPJaRiRbanKaSTRæTi 11

fYrIrSætA aNNa KRiSTÍN MYNDIr HauKuR GuNNaRSSON HÁr edda Sif HJá TONi&Guy förðUN GyÐa aGNaRSdóTTiR StíLIStI TómaS BOlli

Page 31: HUNDRAÐ +1
Page 32: HUNDRAÐ +1

elmLaugavegi 1

Page 33: HUNDRAÐ +1
Page 34: HUNDRAÐ +1

aNdeRSeN & lauTHmaia Laugavegi 86-94

Page 35: HUNDRAÐ +1
Page 36: HUNDRAÐ +1

áSTa cReaTive clOTHeSLaugavegi 33

Page 37: HUNDRAÐ +1
Page 38: HUNDRAÐ +1

STeiNuNNLaugavegi 40

Page 39: HUNDRAÐ +1
Page 40: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 40

kíkT í hEImSókN

nýir gripir í gömlu HúsiÍ elsta húsi borgarinnar, Húsi fógetans við Aðalstræti, kraumar í suðupotti íslenskrar hönnunar en þar var í maí opnuð ný verslun þar sem boðið er upp á allt það glænýjasta í íslenskri hönnun. Halla Bogadóttir

gullsmiður er framkvæmdastjóri verslunarinnar, sem er meira en bara verslun.

Page 41: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 41

„Þessi hugmynd kviknaði fyrir að minnsta kosti sex, sjö árum og þá í tengslum við Leifs-

stöð. Þá var hugmyndin að búa til íslenska hönnunarverslun sem væri okkar gluggi þar.

Þegar Minjavernd gerði þetta hús upp var jafnframt farið að leita eftir góðri hugmynd

að verslunarrekstri í viðbygginguna við þetta elsta hús í Reykjavík. Framkvæmdastjóri

Minjaverndar hafði heyrt af viðskiptaáætlun okkar, hafði samband og þá fór boltinn

að rúlla. Við fengum fjárfesta en auk þeirra lögðu þrjátíu hönnuðir til stofnfé í þetta

einkahlutafélag sem heitir Kraum. Auglýst var eftir framkvæmdastjóra, ég sótti um ásamt

mörgum öðrum og var ráðin en ég hafði verið með í þessu ferli frá upphafi enda var þetta

áhugamál mitt að við, íslenskir hönnuðir, kæmumst í stærri markað.“ Halla hafði rekið

verslun við Laugaveg í sex ár og fundið fyrir áhuga útlendinga á íslenskri hönnunarvöru.

„Mér fannst nauðsynlegt fyrir hönnuði að komast í þennan markað, við þurfum bæði að

ná í farþega af skemmtiferðaskipum og svo eru margir sem stoppa stutt í landinu og fara

þá ekki niður Laugaveginn. Margir fara í rútur sem keyra þá á helstu ferðamannastaðina

þar sem ekki hentar endilega að vera með svona verslun. Við vonumst til þess að

miðborgin fái aukið vægi í ferðamannaiðnaðinum og finnst við vera á besta stað hvað

það varðar.“ Halla vill sjá gömlu húsunum í borginni gert hærra undir höfði. „Þegar maður

ferðast til annarra borga þá leitar maður í gamla upprunalega hlutann til að kynnast sögu

þjóðarinnar. Ég held að ferðamenn vilji sjá hús eins og hér. Mér fyndist yndislegt að hérna

í miðborginni væri griðastaður gamalla húsa.“

Þegar undirbúningsvinnunni var svo til lokið leið ekki á löngu áður en Kraum tók til starfa.

„Við byrjuðum að vinna í mars og tókst með mikilli vinnu að opna þessa verslun í lok maí,

náðum að vera með opið í sumar, sem var ótrúlega gott. Þeir sem til þekkja segja að það

taki tvö til þrjú ár að búa til verslun þannig að við vitum að við eigum óplægðan akur og

finnum mikinn velvilja og áhuga á staðsetningunni, vörunni okkar og því hvað íslensk

hönnun er sérstök á margan hátt. Við höfum fengið tilboð að utan um að opna sams

konar verslun, sem er mikil viðurkenning.“ Í Kraum má fá fatnað, skartgripi og nytjahluti.

„Það var ákveðið að í þessari verslun yrði áherslan ekki á vörur sem flokkast undir list,

heldur frekar það sem flokkast sem hönnunarvara þó það sé nokkuð víðtækt orð. Hjá

okkur eru margir af okkar helstu hönnuðum, margir þeirra eru með verslanir annars

staðar en vilja samt taka þátt í þessu samstarfi. Það eru milli sextíu og sjötíu hönnuðir

sem eru að selja okkur vöruna sína.“

Halla segir það forréttindi að fá að starfa í Fógetahúsinu, elsta húsi Reykjavíkur. „Hér er

sérstakur andi, húsið fallegt og viðbyggingin mjög vel heppnuð og falleg líka.“ Aðspurð

segist hún ekki hafa orðið vör við framliðna en er samt ekki frá því að einhverjir séu á

sveimi. „Það segja okkur skyggnir menn að þeir hafi mætt fólki hér í húsinu. Minjavernd

reyndi að halda í allt sem var upprunalegt og nota hér ýmislegt sem hafði verið bjargað úr

öðrum húsum. Uppi á loftinu er til dæmis gamalt kirkjugólf úr Dómkirkjunni sem nýttist

ekki þar en nýtist hér. Ljósastæðin eru úr fyrsta húsinu sem fékk rafmagn í Reykjavík og

þannig mætti lengi telja. Það er því ekki ólíklegt að hingað hafi slæðst einhverjir andar

með. “ Og að sjálfsögðu verður jólalegt í eldgamla húsinu með glænýju gripunum. „Hér

verða á boðstólum jólavörur íslenskra hönnuða. Ætlunin er að nota efri hæð hússins

til sýningarhalds og í desember er fyrirhuguð sýning á húsgögnum eftir Erlu Sólveigu

Óskarsdóttur. Handverk og hönnun verður með jólasýningu í gamla húsinu svo hér verður

hægt að ganga að gamalli og glænýrri jólastemmingu, en reykvískri umfram allt.”

Page 42: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 42

fLoTTur á fErðaLagINu

feRÐaaTlaS – GRaPHic imaGeVerð kr. 6.300

KiSaN laugavegi 7

SKóR – cORNeliaNiVerð kr. 37.800

calvi laugavegi 85feRÐaTaSKa – PORScHe

Verð kr. 51.600calvi laugavegi 85

SOKKaR – aNTiPaSTVerð kr. 2.300

KiSaN laugavegi 7

feRÐaTaSKa – RimOwaVerð kr. 25.000

KiSaN laugavegi 7

PeySa – JOHN SmedleyVerð kr. 15.500

calvi laugavegi 85

PeySa – S.N.S. HeRNiNG 1984Verð kr. 18.900

KRONKRON laugavegi 63

HeRRa úR – a. ReymONdfRaNcH micHelSeN laugavegi 15

Gucci POuR HOmme iiVerð kr. 5.040

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

flauelSBuxuR – cORNeliaNiVerð kr. 18.800

calvi laugavegi 85

Page 43: HUNDRAÐ +1
Page 44: HUNDRAÐ +1

amma, mamma og égÞað skemmtilegasta sem ég veit er þegar við stelpurnar, amma, mamma og ég, gerum eitthvað saman. um daginn fórum við í lista- og menningarferð í miðborgina og það var alveg hrikalega gaman. Við fórum

fyrst í Þjóðleikhúsið og sáum Skilaboðaskjóðuna og svo á Listasafn Íslands að skoða málverk. Svo fengum við okkur heitt kakó á Kaffitári. Frábær dagur :)

Kær kveðja, Thelma LindMYNDIr HauKuR GuNNaRSSON fYrIrSætUr HRafNHilduR, aGNeS OG THelma liNd

Hundrað+1 / 44

Page 45: HUNDRAÐ +1

KÁpA kr. 46.900 – BiTTe Kai RaNd SKór kr. 20.900 – aRcHe PaRiS iq Skólavörðustíg 8 tASKA kr. 55.000 – JamiN PuecH KiSaN Laugavegi 7pELS kr. 498.000 – NOiR for BiRGeR cHRiSTiaNSeN SKór kr. 38.700 – fRee laNce iq Skólavörðustíg 8 tASKA kr. 46.700 – JamiN PuecH KiSaN Laugavegi 7

ÚLpA kr. 29.000 – BONPOiNT SKór kr. 9.900 – PéPe tASKA kr. 7.200 – mucHacHa KiSaN Laugavegi 7

Hundrað+1 / 45

Page 46: HUNDRAÐ +1

KÁpA kr. 46.900 – ivaN GRuNdaHl pEYSA kr. 11.900 – BiTTe Kai RaNd SKór kr. 21.900 – aRcHe PaRiS iq Skólavörðustíg 8ÚLpA kr. 29.000 – BONPOiNT SKór kr. 9.900 – PéPe tASKA kr. 7.200 – mucHacHa KiSaN Laugavegi 7

Hundrað+1 / 46

Page 47: HUNDRAÐ +1

SKYrtA kr. 14.900 og pEYSA kr. 9.900 – BiTTe Kai RaNd GALLABUxUr kr. 17.900 – ivaN RuNdaHl iq Skólavörðustíg 8 KjóLL kr. 8.100 – BONPOiNT KiSaN Laugavegi 7

Hundrað+1 / 47

Page 48: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 48

Hver er tilgangurinn með því að búa sér til fallegt heimili ef maður hefur svo aldrei tíma til að vera þar? Stundum verður

bara að búa til tíma til að hafa það huggulegt uppi í sófa og lesa góða bók. Kaffi getur maður sem best hellt upp á sjálfur og svo er ekkert mál að skreppa út í næstu búð eftir

nauðsynjum. Og það er ekkert rómantískara en kampavín og kertaljós – heima.

erum Heima

MYNDIr HauKuR GuNNaRSSON fYrIrSætUr elÍN öSP vilHJálmSdóTTiR OG KJaRTaN OTTóSSON HÁr SaNdRa HJá TONi&Guy förðUN GyÐa aGNaRSdóTTiR StíLIStI TómaS BOlli

Page 49: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 49

pEYSA OG KjóLL – aNdeRSeN&lauTH maia Laugavegi 86-94 GALLABUxUr, BOLUr OG pEYSA – acNe JeaNS BaSK Laugavegi 86-94

Page 50: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 50

pEYSA OG KjóLL – aNdeRSeN&lauTH maia Laugavegi 86-94 jAKKAföt, SKYrtA OG BINDI – Paul SmiTH ceNTRum Laugavegi 91

Page 51: HUNDRAÐ +1
Page 52: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 52

KÁpA – SamSö SamSö StíGVéL – a PaiR ceNTRum Laugavegi 91 jAKKI OG GALLABUxUr – aNdeRSeN&lauTH SKór – acNe JeaNS BaSK Laugavegi 86-94

Page 53: HUNDRAÐ +1
Page 54: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 54

jAKKAföt OG SKYrtA – aNdeRSeN&lauTH BaSK Laugavegi 86-94 KjóLL – aNdeRSeN&lauTH maia Laugavegi 86-94

Page 55: HUNDRAÐ +1
Page 56: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 56

viPP HaNdKlæÐiMedium verð kr. 3.000 Large verð kr. 4.500

SalTfélaGiÐ Grandagarði 2

fOcuS HNÍfaPöR 12 STKHannað af folke Arström 1955

Verð kr. 12.500SalTfélaGiÐ Grandagarði 2

hugguLEgT hEIma

HOuSe dOcTOR myNdaalBúm Verð kr. 3.900

SalTfélaGiÐ Grandagarði 2

PeuGeOT SalT- OG PiPaRKvöRNpiparkvörn 22 cm verð kr. 3.980Saltkvörn 18 cm verð kr. 3.450

KOKKa laugavegi 47

aBaHNa BaÐvöRuRfreyðibað verð kr. 3.250

fljótandi sápa verð kr. 1.950Sápa verð kr. 1.500 KiSaN laugavegi 7

vOTivO ilmKeRTi Verð kr. 3.400

KiSaN laugavegi 7

maTaROlÍuRrósmarín olía 236 ml verð kr. 740Oregano olía 236 ml verð kr. 680

Skalottlauk olía 236 ml verð kr. 680KOKKa laugavegi 47

HaleN möN SalTBlöNduRSjávarsalt verð kr. 550

Kryddblanda verð kr. 650reykt sjávarsalt verð kr. 790

KOKKa laugavegi 47

JólaTRéjólatré 20 cm verð kr. 1.100jólatré 15 cm verð kr. 850jólatré 10 cm verð kr. 650

KOKKa laugavegi 47

viPP á BaÐiÐKlósettbursti verð kr. 14.200Sápupumpa verð kr. 8.500

SalTfélaGiÐ Grandagarði 2

Page 57: HUNDRAÐ +1

KOKKA_BOLLAR_23x26 11/19/07 11:44 AM Page 1

Composite

C M Y CM MY CY CMY K

Page 58: HUNDRAÐ +1

Hvenær kemur snjórinn og frostið og skautasvell og sleðatíð og skíðafæri og snjókallar og snjóboltar og snjóhús og snjóskaflar og snjógallar og kuldaskór og hlýjar úlpur og mjúkar peysur og skrautlegir

vettlingar og þykkar sokkabuxur og ullarhosur og skemmtilegar húfur og heitt kakó og ristað brauð eftir langan dag úti að leika?

Hundrað +1 / 58

meiri snJó!

Page 59: HUNDRAÐ +1

Skólavörðustíg 20 – sími 561 5910 – www.hnokkaroghnatur.is

Page 60: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 60

kíkT í hEImSókN

stefnumót við parísVið Klapparstíg hefur fjölskylda frá Frakklandi gróðursett sínar rætur með það háleita markmið að bjóða Íslendingum upp á franskan mat eins og hann gerist bestur. Guy-fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir á

Íslandi og ætlar sér að halda íslensk jól enda segja þeir feðgarnir Roman og Jean-François að Íslendingar hafi tekið einstaklega vel á móti þeim.

Page 61: HUNDRAÐ +1

Við Klapparstíg, í húsinu sem áður hýsti ítalska veitingastaðinn Pasta Basta, hefur París

hreiðrað um sig. Ekki þó öll, heldur aðeins einn besti hluti hennar, sá hluti sem býður upp

á rómantík, fágun, franska menningu – og ekta franskan mat.

Veitingastaðurinn Le Rendez-vous, eða Stefnumótið, er rekinn af fjölskyldu frá París

sem tók sig upp og flutti til Íslands í þeim tilgangi einum að gefa Íslendingum kost á

því að borða úr alvöru frönsku eldhúsi. Aðeins eitt er frábrugðið – hér er næstum allt

hráefnið íslenskt enda vandfundið betra, að sögn feðganna Romans og Jean-François

Guy. „Allar uppskriftirnar eru franskar en við erum hrifin af íslensku hráefni og notum það

nær eingöngu í matinn,“ segir Roman. Eldamennskan er þó alfrönsk. „Það eru eingöngu

franskir kokkar í eldhúsinu. Pabbi er yfirkokkurinn og hann er með nokkra nema sér við

hlið frá Frakklandi. Við gerum allt frá grunni, engir súputeningar eða kjötkraftur,“ segir

Roman stoltur.

Guy-fjölskyldan bjó áður í París. Jean-François var lyfjaverkfræðingur en hafði lengi

látið sig dreyma um að opna veitingastað á framandi slóðum. „Á meðan við systkinin

vorum lítil hafði hann hins vegar ekki aðstæður til að taka slíka áhættu. Nú þegar við

erum orðin stór fannst okkur við hæfi að pabbi fengi að láta draum sinn rætast,“ segir

Roman og bætir því við að það hafi einmitt verið einn bróðirinn sem leiddi fjölskylduna

til Íslands. „Bróðir minn er ljósmyndari og átti starfs síns vegna mjög oft leið hér um.

Hann talaði alltaf svo fallega um land og þjóð að okkur fannst við verða að koma í

heimsókn og létum verða af því fyrir rúmlega ári. Og við heilluðumst svo að hér erum

við enn. Við erum sérstaklega hrifin af lífsgæðunum, landinu og fólkinu.“ Til lífsgæða

telur fjölskyldan einkum afslappað og vingjarnlegt andrúmsloft. „Fólk í hverfinu brosir

og spjallar og maður hittir marga sem maður þekkir úti á götu. Það eru lífsgæði sem er

ekki hægt að nálgast í stórborg eins og París þar sem fólk talar ekki saman utandyra.

Flestir fastagestirnir okkar eru íslendingar og það þykir okkur mjög vænt um. Við komum

hingað til að elda franskan mat fyrir Íslendinga, ekki útlendinga eða ferðamenn.“

Á jólaföstunni verður að sjálfsögðu boðið upp á hefðbundinn franskan jólamat á Le

Rendez-vous. „Við verðum með sérstakan matseðil, foie-gras (andalifrarkæfu) í forrétt,

íslenska villigæs, steikta á franskan hátt, í aðalrétt og í eftirrétt er súkkulaðidrumbkaka,

kaffi og ávextir. Það er erfitt að fá osta eins og við viljum hafa þá en auðvitað verða ostar

líka. Maturinn verður franskur en við ætlum að skreyta eins og Íslendingar gera,“ segir

Roman og bætir við að í París sé fólk hógværara í skreytingum. Hann segir að fjölskyldan

ætli að halda jólin hér, enda segi fólk að mikið verði að gera á veitingastaðnum á

jólaföstunni. „Við förum svo út og eyðum áramótunum með hinum tveimur bræðrum

mínum. Við höldum tvenn jól, á Íslandi og í París.“

Áform fjölskyldunnar eru stór og skemmtileg. Í garðskálanum verður Parísargarður, franskt

útikaffihús með litlum borðum úr smíðajárni sem feðgarnir vonast til að verði tilbúið

næsta vor. Einnig vinnur fjölskyldan með námsbrautum í frönsku í grunn- og menntaskóla

þar sem nemendurnir koma á staðinn og eiga franska kvöldstund. Fyrsta laugardag í

hverjum mánuði koma söngvarar úr Íslensku óperunni og syngja, óperur verða kynntar

og boðið upp á sérstakan óperumatseðil. Það er greinilegt að fjölskyldan frá Frakklandi er

komin til að vera og eflaust munu margir eiga við hana stefnumót við Klapparstíginn.

Hundrað+1 / 61

Page 62: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 62

Jólasveinninn notar diorHann er alltaf jafn rjóður í vöngum, skeggið þétt og fallegt og hressileikinn drýpur af honum. Hann valdi snemma sinn stíl sem milljónir manna um allan heim reyna að ná um hver jól. Hvert er leyndarmál hins mörghundruð ára gamla Sankti-Kláusar? Af hverju vilja allar mömmurnar kyssa hann? Enginn veit en með dior Homme dermo System þar sem bæði má fá rakakrem, afeitrunarmaska, hreinsikrem og

herrailmvatn getur þú látið þér líða vel og haldið andlitinu jafn fersku og hann.

diOR HOmme deRmO SySTemrakakrem

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

diOR HOmme deRmO SySTemDetox maski

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

diOR HOmme deRmO SySTemHreinsigel

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

diOR HOmme Eau de toilette 50 ml

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

Page 63: HUNDRAÐ +1
Page 64: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 64

LITLu jóLIN

SmáKöKuBaKSTuRVerð kr. 2.450

KOKKa laugavegi 47

dR. ducK – fiSHeR PRiceVerð kr. 4.900

KiSaN laugavegi 7

SæNGuRveRaSeTT – HOlly´SVerð kr. 4.890

HNOKKaR OG HNáTuR Skólavörðustíg 20

daGBóK – SiGNý KOlBeiNS Verð kr. 2.490

KiSaN laugavegi 7

maTaRSTell – HOlly´SBolli verð kr. 790Skál verð kr. 590

Diskur verð kr. 590HNOKKaR OG HNáTuR Skólavörðustíg 20

PeySa – miNi a TuReVerð kr. 5.990

HNOKKaR OG HNáTuR Skólavörðustíg 20

BaNGSi Verð kr. 18.500

KiSaN laugavegi 7

SKóR – PeTiTStígvél verð kr. 11.690

Skór verð kr. 8.990HNOKKaR OG HNáTuR Skólavörðustíg 20

Page 65: HUNDRAÐ +1

Sia Home FashionLaugavegur 86101 Reykjavík Sími 511 6606

Suma dreymir jólin, en hjá okkur verðurhann að veruleika......vorum að fá nýjar og vandaðar jólavörur

Page 66: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 66

Heimilistónar bJóða í kaffiMeðlimir hljómsveitarinnar Heimilistóna vita sem er að leiðin að hjartanu liggur gegnum magann. Þær brugðu því á það ráð að halda kaffiboð í tilefni af útkomu hljómdisksins Herra, ég get tjúttað, og

buðu þar upp á dýrindis hnallþóru, stolt hverrar húsmóður. Þær Katla Margrét, Elva Ósk, Ólafía Hrönn, Ragnhildur og Vigdís féllust á að gefa uppskrift að herlegheitunum og eins að leyfa myndatökur á einum

helgasta stað húsmóðurinnar, við kaffiborðið þar sem sögurnar fá vængi og leyndarmálin loga. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð og því fá myndirnar að tala sínu máli.

Page 67: HUNDRAÐ +1

Hin klassíska rjómaterta er eins konar samloka, þar sem svampbotni er hvolft

ofan á annan svampbotn og rjómi settur á milli og ofan á. Með árunum hefur

rjómatertan þróast og stundum eru tveir marensbotnar settir saman og

svampbotninum sleppt. Hin klassíska rjómaterta hefur breyst með árunum og

er hægt að finna í ýmiss konar myndum. Um miðja síðustu öld varð vinsælt að

setja ávexti úr dós á milli botnanna tveggja með rjómanum. Seinna varð vin-

sælt að blanda ýmiss konar súkkulaðigúmmolaði við rjómann og auka þannig

fjölbreytileika tertunnar. Einnig hefur þekkst að bleyta ögn upp í tertunni með

léttri skvettu af líkjör eða desertvíni.

Ekta rjómaterta í boði HeimilistónaMjög bragðgóð og einföld

2 svampbotnar (ljósir)

1 1/2 banani

1/2 dós perur

1/2 dós kokkteilávextir

jarðarber (má sleppa)

1/2 pottur rjómi

sérrí eða annar eftirlætislíkjör

Byrjið á því að bleyta botninn með smá safa úr dósunum eða vænum slurk af

sérrí eða líkjör. Stappið banana og kokkteilávexti og setjið á milli botnanna.

Þeytið rjómann og setjið hann á milli botnanna og ofan á. Saman við rjómann

má gjarna setja meiri líkjör eða saxað sælgæti að eigin vali.

Þegar rjóminn er kominn efst á botn er perunum raðað ofan á og síðan sett

kokkteilber og jafnvel jarðarber og skreytt eftir vild en gjarna ríkulega.

Múslíkökur fyrir þær sem umhugað er um heilsuna og línurnar1 bolli óristað múslí

½ bolli hveiti

½ bolli kókosmjöl

½ bolli fínt saxaðar þurrkaðar apríkósur

¼ bolli rúsínur

¼ bolli púðursykur

90 g smjör

2 msk. hlynsýróp

¼ tsk sódaduft

Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið léttilega tvær bökunarplötur. Blandið saman

múslí, hveiti, kókosmjöli, apríkósum, rúsínum og sykri. Bræðið smjör og sýróp

saman í litlum skaftpotti við vægan hita. Hrærið sódaduftinu varlega saman

við. Gerið dæld í þurrefnin og bætið smjörblöndunni saman við. Hrærið vel.

Setjið matskeiðar af deigi á plötuna en gætið þess að hafa um þumalfingurs-

lengd milli kaka svo þær festist ekki saman. Mótið hring með gaffli. Bakið í

10-15 mínútur eða þar til þær eru orðnar gullinbrúnar. Kælið á plötunum.

Hundrað+1 / 67

Page 68: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 68

Jólaást frá yslÁ aðventunni gefast mörg tækifæri til að sýna sig og sjá aðra enda er samkvæmislífið með blómlegra móti hjá flestum á þessum árstíma. Þá er ekki verra að geta skreytt

andlitið í takt við skínandi jólaljósin og nýja Love Collection línan frá YSL gerir það ekki bara þægilegt heldur skemmtilegt líka. Svo þarf ekki að vera með veski því varaliturinn

er greyptur í hjarta sem síðan má hengja um hálsinn og þá getur ástin tekið völdin.

ySl lOve cOllecTiONAugnskuggar verð kr. 6.950

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

ySl lOve cOllecTiONVaralitur verð kr. 2.370

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

ySl lOve cOllecTiONHálsmen með gloss verð kr. 4.850

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

ySl lOve cOllecTiONKinnalitur verð kr. 4.850

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

Page 69: HUNDRAÐ +1
Page 70: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 70

æSkumINNINgar ÞorgrímS ÞráINSSoNar úr 101 rEYkjavík

galdranorn í grJótaþorpinu!

Page 71: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 71

Ég stóð fyrir framan gamla, hrörlega bárujárnshúsið, vopnaður nokkrum

snjóboltum. Krakkarnir voru áreiðanlega að ljúga. Það bjó engin norn í

þessu húsi. Nornir voru bara til í ævintýrum. Bognar í baki, ófrýnilegar,

með ljóta bólu á risastóru nefinu. Og eitt langt hár upp úr bólunni. Þegar

ég kastaði fyrsta snjóboltanum í þakið hljóp krakkaskarinn í burtu í ofboði.

Mætti halda að þau hefðu séð draug. Skíthrædd við einn snjóbolta sem

dúndraðist í bárujárnið sem var eitt sinn rautt en núna ryðgað og götótt.

Ég kastaði öðrum snjóbolta í þetta dularfulla hús. Engin galdranorn,

enginn ótti, hjartað samt á harðaspani, viðbúið hinu versta sem gat

ekki verið svo slæmt. Ég ætlaði að verða heimsmeistari í spretthlaupi án

atrennu. Og hástökki og spjótvarpi og guðmávitahvað. Gæti stungið alla

af, líka nornir.

Krakkarnir kíktu á mig handan við ólík horn. Skildu ekkert í hugrekkinu.

Þau sem höfðu varað mig við. Ég trúði bara á Mjallhvíti og dvergana sjö,

Bláskjá og Prinsessuna á bauninni. Ekki nornasögur. Ég kastaði þriðja

snjóboltanum í litla, lúna þakið. Það bergmálaði í miðbænum. Samt var

skotið ekki fast. Kannski var húsið innantómt. Eða sært. Hver meiðir gömul

hús? Ævintýri eru bara ævintýri, nornir bara til í bókum og svoleiðisnokk.

Ég grýtti fjórða boltanum í húsið til að vinna hug og hjörtu hinna huglausu

vina minna sem létu sig nú hverfa fyrir fullt og allt. Þá gerðist það sem ég

hafði óttast en afneitað. Dyrnar opnuðust og nornin flaug út. Fullkomin

ævintýranorn, nema sýnu ófrýnilegri. Og lætin. Hvernig gat svona keng-

bogin, gömul kona verið svona hávær og hraðfleyg? Ég fraus. Heimsmetið

varð að bíða um sinn en spjótið hefði komið að góðum notum. Öskrin

náðu ekki bara eyrum mínum heldur ristu upp kviðarholið, nístu merg og

bein. Hvers vegna bjó norn óáreitt í miðbænum? Enginn hafði varað mig

við. Fyrr en í morgun. En hver trúir krakkabjánum? Ekki ég, jafnvel þótt þeir

væru vinir mínir.

Nornin nálgaðist eins og óð fluga. Orðin stungust inn í skjálfandi

hörundið. Hvað var að þessum fótleggjum, þessum snörpu, spretthörðu

leggjum sem ætluðu að leggja heiminn að fótum sér. Nornin virtist risastór.

Hún greip í annan handlegginn á mér og hristi mig til. Frussaði yfir mig

bölvuðum orðum. Ég beið bara eftir að bólan breyttist í gulbrúnt skrímsli

sem sliti úr mér hjartað. Ég heyrði ekkert, sá ekkert, komst ekkert, var bara

eins og skjálfandi hrísla sem var við það að fuðra upp. Þegar nornin hafði

fengið sína útrás eftir mína heiftarlegu árás lét hún staðar numið og starði

stíft í augu mér. Líklega til að sýna mér inn í annan heim sem logaði. Eld-

tungurnar sleiktu mig í framan. Að svo búnu staulaðist hún til baka, sýnu

léttari á sér.

Loksins þegar ég hafði losað steypuklumpana af fótunum áttaði ég mig

á því að buxurnar voru rennblautar og hlandlyktin yfirþyrmandi. Og ég

á opnu svæði. Troðfullur strætó, fólk á hlaupum, í innkaupum. Milljón

starandi augu störðu á blautar buxurnar. Forsíðufrétt Alþýðublaðsins blasti

við mér: Þorgrímur pissaði í sig. Það var löng leið heim að Hólavallagötu

þrjú. Af hverju gat fólk ekki haldið sig innandyra þegar hlandblautir

strákar gengu skömmustulegir heim til sín? Með staurfætur. Ótrúlegt

hvað hlandið brenndi hörundið. Ætlaði þessi þrautarganga engan endi

að taka? Landakotskirkja blasti við. Loksins. Rússneska sendiráðið eins og

risastórt og ósnertanlegt virki á horninu. Æpandi þögnin frá húsinu alltaf

jafn grunsamleg, gluggatjöldin með augu. Franska sendiráðið aðeins ofar,

Henry vinur minn vonandi upptekinn með bleika gospillu. Kannski úti í

stórfiskaleik eða fallin spýtan. En heima var stelpnaskari. Af hverju þurftu

allar vinkonur systra minna að vera í heimsókn í eina skiptið sem ég pissaði

í mig. Kannski hætti ég of snemma með bleiu. Ég læddist upp að húsinu,

heyrði hlátrasköll, hljómuðu eins og; hí, hí, hí á þig.

Mamma var að baka kleinur. Hefði frekar fundið lykt af skömmustulegri

heimkomu en heyrt mig læðast inn. Það hefði mátt rekja slóðina frá

galdranorninni. Dropa fyrir dropa. Ég laumaði mér inn í herbergi, fann

nýjar buxur og nærbuxur og sokka. Mig logsveið í lærin. Klósettdyrnar

voru opnar. Stelpurnar of uppteknar í stelpuleikjum. Hver tekur eftir fimm

ára snáða sem fer huldu höfði, aldrei þessu vant? Það var gott að geta læst,

það besta við daginn. Ég smeygði mér úr báðum brókunum, tróð þeim á

bak við þvottavélina eins neðarlega og ég gat.

Það er margs að minnast þegar hugurinn hvarflar aftur til áranna í

miðbænum. Ég fæddist reyndar að Tómasarhaga 37 en bjó við Landa-

kotstúnið frá tveggja til sjö ára aldurs. Það var dásamlegt. Nornin enn

ljóslifandi í minningunni, líka boltaspörkin á Landakotstúni, góði maðurinn

á Hólavallagötunni sem átti alltaf nammi og Landakotsskóli. Einkum

þegar ég brá óvart fæti fyrir drenginn sem steyptist á kaf í drullupoll á

skólalóðinni. Hvergi þurran þráð að finna. Og allt mér að kenna.

Þótt ég hafi búið á þrettán ólíkum stöðum um ævina, leita ég alltaf

ómeðvitað í miðbæinn, að degi til! Það er ljúft. Yfirleitt sami góði rúnturinn.

Dóttirin keyrð í Landakotsskóla, stutt hugleiðsla í kirkjunni, síðan kaffi og

félagsskapur á Kaffitár. Góður labbitúr er róandi þegar vel viðrar. Þótt ég

búi í 108 er ég jafnmikil miðbæjarmús og dreifbýlisrotta. Gæti þó helst

hugsað mér að búa í grennd við Landakotskirkju, ekki síst til að vera í

göngufæri við hjarta Reykjavíkur sem býður upp á óendanlega möguleika.

En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Galdranornin hlýtur að vera

löngu dauð.

Þorgrímur Þráinsson er rithöfundur og búsettur í Reykjavík.

Page 72: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 72

HÁLSMEN – SILfUr OG pErLUr verð kr. 24.000 HrINGUr – pErLUr OG 18K GULL verð kr. 250.000 HrINGUr – OrANGE SAfIr OG 18K GULL verð kr. 480.000 OR Laugavegi 37

Page 73: HUNDRAÐ +1

LAUGAVEGi 80 SÍMi 561 1330

Page 74: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 74

mEð bók og SæNg um og EfTIr jóLIN

TalaÐ úTJóNÍNa leóSdóTTiR

jónína Leósdóttir skrifaði hugleiðingar um fólk og samskipti í Nýtt líf í mörg ár og náði oft að

snerta við hugsunum og tilfinningum sem komu lesendum á óvart í sjálfum sér. í þessari bók heldur hún áfram og fjallar í léttum dúr um ýmsar hliðar mannlegra samskipta og er víst

að allir þeir sem hafa saknað hennar geta tekið gleði sína að nýju.

HöGGSTaÐuRGeRÐuR KRiSTNý

Gerður Kristný er ein fyndnasta kona landsins og þess sér vissulega stað í þessari ljóðabók

en hún yrkir líka á sérlega fallegan hátt um sorg og ást og sér hlutina í svo skemmtilegu

ljósi að það er ekki hægt annað en að hrífast af þessari bók.

NORNiN Í PORTOBellOPaulO cOelHO

Höfundur Alkemistans og fleiri áleitinna og ljóðrænna bóka um lífið og tilveruna spyr spurninga um kjarkinn til að standa með

sjálfum sér – eða því sem við erum að verða. Þessi saga gerbreytir hugmyndum lesandans

um ást, ástríðu, gleði og fórnir.

ÞúSuNd BJaRTaR SóliRKHaled HOSSeiNi

í metsölubókinni flugdrekahlauparinn var fjallað um örlög og vináttu karlmanna en í þessari bók fjallar höfundurinn um hlut-

skipti kvenna í Afganistan, sem er ömurlegra en hægt er að hugsa sér. Þrátt fyrir það er bókin fyrst og fremst hylling mannsandans og óður til kærleikans og ætti að falla áköfum lesendum flug-

drekahlauparans vel í geð.

hamingjusamaHVERNIG GERIRÐU

KONUNA ÞÍNA

hamingjusamaH

VER

NIG

GER

IRÐ

U

KO

NU

NA

ÞÍNA

hamingjusamaHVERNIG GERIRÐU

KONUNA ÞÍNA

ÞOR

GR

ÍMU

RÞR

ÁIN

SSON

EI

NG

ÖN

GU

F

YR

IR

K

AR

LM

EN

N

Þjálfaðu ástarvöðvann undir stýri. Fáðu ekki fullnægingu á undan konunni. Haltu þig í hæfilegri fjarlægð þegar konan er í verslunarham. En vertu klár

með kortið. Festu barnapíu eitt kvöld í viku svo þið losnið undan skyldustörfum. Ekki ræna augnablikum frá konunni sem hana langar að eiga með öðrum. Ef þú finnur ekki löngun til að fara í vinnuna skaltu skipta um starf. Það er óviðeigandi að spyrja konuna hvort hún hafi haldið framhjá. Þegar þú lærir þá tækni að viðhalda sæðinu, geturðu stundað samfarir eins

lengi og þú vilt. Láttu taka þig úr sambandi ef þið ætlið ekki að eignast fleiri börn. Teiknaðu upp það líf sem þig langar að lifa.

Þorgrímur Þráinsson er þriggja barna faðir og hefur verið kvæntur í sautján ár. Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusamaer hans tuttugasta bók.

,,Bráðskemmtileg lesning, full af hlýju og húmor; bók sem getur gert hvaða karlmann sem er að draumaprinsi sinnar konu.”Súsanna Svavarsdóttir

Getur þú gert konuna þína hamingjusama? Eða er hamingjan eingöngu undir hverjum og einum komin? Allir viljum við konu sem er syngjandi kát, geislar af sjálfsöryggi og ber sig eftir draumum sínum. Við karlmenn getum lagt okkur mun betur fram um að konan sé hamingjusöm, ekki síst með því að blómstra sjálfir.

Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama endurspeglar sýn höfund-arins á samskipti hjóna; kynlíf, uppeldismál, heilbrigði, persónulegan þroska og það frelsi að vera einstaklingur undir öllum kringumstæðum.

I S BN 978-9979-9607-3-7

9 7 8 9 9 7 9 9 6 0 7 3 7

ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSONÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON

Skemmtilegra kynlíf Fallegri samskipti Meira sjálfsöryggi

E I N G Ö N G U F Y R I R K A R L M E N N

Skemmtilegra kynlíf Fallegri samskipti Meira sjálfsöryggi

E I N G Ö N G U F Y R I R K A R L M E N N

HveRNiG GeRiRÐu KONuNa ÞÍNa HamiNGJuSama

ÞORGRÍmuR ÞRáiNSSONGetur þú gert konuna þína hamingjusama? Eða er hamingjan eingöngu undir hverjum og einum komin? Allir viljum við konu sem er syngjandi

kát, geislar af sjálfsöryggi og ber sig eftir draumum sínum. Við karlmenn getum lagt

okkur mun betur fram um að konan sé hamingjusöm, ekki síst með því að blómstra

sjálfir. um ást, ástríðu, gleði og fórnir.

fJórar bækur+1

Page 75: HUNDRAÐ +1

JÓLAGJAFIR HANDA ÖLLUM Í FJÖLSKYLDUNNI...

HANDA STÓRU SYSTUR

HANDA MÖMMU

HANDA FRÆNDA

HANDA PABBA

HANDA LITLA BRÓÐUR

HANDA AFAHANDA FRÆNKUHANDA ÖMMU

Laugavegi 56 Sími 551 7600 www.mikli.is

Page 76: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 76

HÁLSMEN – SILfUr verð kr. 9.200 EYrNALOKKAr – SIfLUr verð kr. 7.900 ArMBAND – SILfUr OG LEðUr verð kr. 9.500 áSBeRG deSiGN Hverfisgötu 52

Page 77: HUNDRAÐ +1

Laug

aveg

i 25

3. h

æð

mi 5

61 1

949

w

ww.

crea

tivec

loth

es.is

Page 78: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 78

Hún frá yslHún er bleik en ekki láta þig dreyma um að hún

sé eitthvað varnarlaus eða væmin. Hún er bleik og ákveðin, sterk og sjálfstæð. Hún er bleik og auðvitað sæt og skemmtileg en veit líka alveg hvað hún vill. Hún frá YSL er ilmvatn fyrir framtíðarkonuna 2008. Hún þarf að eiga varalit sem má festa í veskið eða beltið – eða bara um úlnliðinn ef hún nennir ekki einhverju óþarfa veseni. Hún ræður. Hún. Elle.

ySl elleGloss og ilmvatni verð kr. 8.950SiGuRBOGiNN laugavegi 80

ySl elleIlmvatni 50ml verð kr. 6.990

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

Page 79: HUNDRAÐ +1

Laugavegur 70

Sími 551 7151

www.gust.is

GuSt R e y k j a v í k d e s i g n

Page 80: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 80

HErrAÚr cHrONOGrApH AUtOMAtIc – zENOwAtcH BASEL verð kr. 265.000 KVENMANNSÚr – MOVADO verð kr. 128.600 fRaNcH micHelSeN Laugavegi 15

Page 81: HUNDRAÐ +1

Rósa E.R. Helgadóttir :: Verksmiðjan :: Skólavörðustíg 10 :: 101 Reykjavík :: gsm. 822 8214 :: [email protected]

GLÓBUS (armband og hringur)

Page 82: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 82

miðnæturangan frá diorÍ dimmasta skammdeginu fara ýmsar vættir á kreik. Svartasta miðnættið er töfrastund þegar allt getur

gerst og krydduð angan ævintýranna drýpur af köldum rúðunum. Midnight Poison eða miðnæturseiður heitir þessi ilmur og fylgihnöttur hans er jólakúla sem ber í sér varalit og gloss til að bregðast við öllum

aðstæðum. Galdraseiður og jólakúla – og þú ert ómótstæðileg um lágnættið.

diOR midNiGHT POiSONIlmvatni 50ml verð kr. 6.995

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

diOR liGHTHálsfesti með gloss verð kr. 7.770

SiGuRBOGiNN laugavegi 80

Page 83: HUNDRAÐ +1

Verksmiðjan // Skólavörðustíg 10 // www.tobba.is

Page 84: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 84

Jólin í miðborginni

Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir er framkvæmdastjóri samtakanna Miðborg

Reykjavíkur og hún lofar ljúfri aðventu í miðborginni. „Það verður að

sjálfsögðu mikið um að vera í desember, einkum þegar opnunartími

verslana lengist og söngur, tónlist og mannfjöldi setja svip sinn á bæinn.

Við ætlum að beita ýmsum ráðum til að ná fram ekta jólastemningu

í borginni, meðal annars með angan af negul, greni og eplum. Heitt

súkkulaði verður borið fram af Hjálpræðishernum víða um miðborgina

alla laugardaga fram að jólum.

Ýmsir hagsmunaaðilar í miðborginni taka þátt í því að gera jólastemn-

inguna sem mesta að sögn Sigrúnar Lilju. „Skógræktarfélag Reykja-

víkur leggur til jólatré á Torginu og við Hlemm og verða ljósin á þeim

tendruð 29. nóvember. Bílastæðasjóður hagar opnun bílastæðahúsa til

samræmis við opnun verslana. Félag kráareigenda verður til að mynda í

samstarfi við okkur á fimmtudögum þegar opið er til níu á kvöldin og þá

er sérstaklega verið að horfa til þeirrar fjölbreytni sem hægt er að upplifa

í miðborginni í mat, drykk og verslun.

Sérstök viðurkenning verður veitt þeim verslunar- og þjónustuaðila

í miðborg Reykjavíkur sem þykir hafa fallegasta og jólalegasta jóla-

gluggann og vert að hafa augun opin þegar ekið eða gengið er um

miðborgina til að geta myndað sér sína eigin skoðun. Öllum er velkomið

að senda inn ábendingar um jólalegasta gluggann. Vonandi gefur

Gluggagægir sér tíma til að vera með okkur og segja sína skoðun.

„Markmið félagsins Miðborg Reykjavíkur er meðal annars að vera

vettvangur samráðs þeirra sem láta sig málefni miðborgar Reykjavíkur

varða. Verkefnið er til eins árs en framhald af því ræðst af árangri og vilja

hagsmunaaðila til að taka þátt í uppbyggingunni,” segir Sigrún Lilja að

lokum og það verður spennandi að fylgjast með.

vIðTaL vIð SIgrúN LILju guðbjarTSdóTTur

Page 85: HUNDRAÐ +1
Page 86: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 86

uNique ScieNceBlue Lagoon gjafasett með algae & mineral vörum:

líkamsskrúbbi fyrir þurr húðsvæði, mildu og frískandi sturtugeli og mjúku rakakremi sem gengur hratt inn í húðina.

verð 7.990 kr.

HydRaTiNG 24H SeRumNærandi og rakagefandi, styrkir náttúrulegt varnarlag

húðarinnar og veitir þurri húð orku og aukið líf. Dregur úr streituáhrifum og veitir fallegt yfirbragð.

verð 6.890 kr.

aNTi-aGiNG day cReamNý formúla sem örvar náttúrulegt varnarkerfi húðarinnar

og verndar hana gegn óæskilegum áhrifum umhverfisins. Notist daglega á hreina húð.

verð 6.240 kr.

HúðHirða og HeilsubótÞó að ekki sé flagð undir fögru skinni er mikilvægt að hugsa vel um húðina, einkum eftir sólríkt sumar eins og það sem nú er að baki. Þeir sem fóru í Bláa lónið í sumar geta glaðst yfir því að gæða þess er

hægt að njóta inni á sínu eigin baðherbergi.

miNeRal mOiSTuRiziNG cReam Einstakt ofnæmisprófað ilm- og litarefnalaust rakakrem

sem hentar bæði andliti og á líkama og öllum húðgerðum, einkum þurri og viðkvæmri húð.

verð 3.480 kr.

aNTi-aGiNG NiGHT cReam Háþróað næturkrem sem veitir húðinni nauðsynlega orku til að hún endurnýi sig sjálf og dregur úr myndun á fínum

línum og hrukkum svo húðin öðlast sléttara og fyllra yfirbragð. Notist daglega á hreina húð.

verð 6.400 kr.

Silica mud maSKÞessi maski inniheldur kísil úr Bláa lóninu sem djúp-

hreinsar, fjarlægir dauðar húðfrumur og styrkir húðina. Húðin verður þéttari, silkimjúk og frískleg. Ofnæmispróf-

að, án ilm- og litarefna og hentar fyrir allar húðgerðir. verð 4.950 kr.

Page 87: HUNDRAÐ +1

i c e l a n d i c d e s i g nAðalstræti 10101 Reykjavík

Sími: 517 [email protected]

www.kraum.is

Opnunartími:Virkir dagar 09:00 til 18:00Fimmtudagar opið til 22:00Laugardagar og Sunnudagar 12:00 til 17:00

Jólaopnunartími:frá og með 13. desember opið til 22:00Þorláksmessa opið til 23:00Aðfangadagur jóla 9:00 til 12:00

Page 88: HUNDRAÐ +1

Hundrað+1 / 88

jóLAtré Stórt verð kr. 6.500 jóLAtré LítIð verð kr. 4.900 ENGLAr verð kr. 1.450 KErtAStjAKAr verð kr. 1.690SÍa Laugavegi 86-94

Page 89: HUNDRAÐ +1
Page 90: HUNDRAÐ +1

3HæÐiRLaugavegi 60a511 3123

38 ÞRePLaugavegi 49561 5813

maia Laugarveg 86-94552 6066

BaSK Laugavegi 86-94552 8090

Bláa lóNiÐLaugavegi 15420 8849

B.yOuNGBankastræti 11562 3244

ceNTRum Laugavegi 91512 1718

elm Laugavegi 1511 0991

eva Laugavegi 91512 1715

fRaNcH micHelSeN Laugavegi 15511 1900

fylGifiSKaR Laugavegi 51533 1303

GS SKóRLaugavegi 91512 1722

GuST Laugavegi 70551 7151

HNOKKaR OG HNáTuR Laugavegi 91512 1718

TONi&Guy Laugavegi 96511 6660

SÍa Laugavegi 86-94511 6606

KiSaN Laugavegi 7561 6262

OR Laugavegi 37551 6262}

KOKKaLaugavegi 47562 0808

KRON Laugavegi 48551 8388

KRONKRON Laugavegi 63562 8388

Hundrað+1 / 90

Page 91: HUNDRAÐ +1

MI‹BORGAR GJAFAKORTI‹

MI‹BORGAR GJAFAKORTI‹

Page 92: HUNDRAÐ +1

oyster perpetual yacht-master

rolex.com

Michelsen_230x260_09_07.qxd 12.9.2007 15:12 Page 1