13
ÍBÚAÞING UM SJÁLFBÆRA ÞRÓUN Í MOSFELLSBÆ LÁGAFELLSSKÓLA, 9. FEBRÚAR 2010 Almennt um þingið Íbúaþing um sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ var haldið í tengslum við vinnu bæjaryfirvalda við endurskoðun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ og þeirri framsetningu aðgerðaráætlunar sem nú stendur yfir og bæjaryfirvöld munu horfa til fyrir næstu árin. Tilgangurinn var að leita eftir skoðunum og hugmyndum íbúa varðandi sjálfbæra þróun sveitarfélagsins, og hafa þær til hliðsjónar við endurskoðunina. Þingið var haldið í sal Lágafellsskóla þriðjudagskvöldið 9. febrúar 2010 og var boðað til þess með auglýsingu í bæjarblaðinu Mosfellingi, greinarskrifum í sama blaði, á heimasíðu bæjarins www.mos.is, á samskiptavefnum Facebook og með sérstöku tölvuboðsbréfi til félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja í Mosfellsbæ. Starfsmenn Mosfellsbæjar unnu að framkvæmd þingsins en nutu ráðgjafar Sævars Kristinssonar viðskiptafræðings og rekstrarráðgjafa hjá ráðgjafarfyrirtækinu Netspor um fyrirkomulag og framkvæmd, og var hann í hlutverki fundarstjóra á þinginu. Íbúaþingið stóð frá kl. 20:00-22:00 með einu kaffihléi þar sem boðið var uppá kaffiveitingar og niðurskorna ávexti. Jóhanna B. Magnúsdóttir formaður Verkefnisstjórnar Staðardagskrár 21 í Mosfellbæ opnaði íbúaþingið og bauð fundarmenn velkomna og fór yfir þá vinnu sem þegar hafði farið fram. Sævar Kristinsson tók síðan við fundarstjórn og leiddi þátttakendur í gegnum AirOpera aðferðafræðina til að finna þá þætti sem fundrmenn teldu mikilvægasta í þróun sjálfbærs samfélags í Mosfellsbæ á komandi árum Þátttakendur voru um 30. Hér á eftir fylgja helstu niðurstöður íbúaþingsins þar sem fram koma þær áherslur sem þátttakendur vilja sjá þróast í sjálfbæru samfélagi í Mosfellsbæ á komandi árum.

Íbúaþing um sjálfbæra þróun

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Samantekt um Íbúaþing um sjálfbæra þróun

Citation preview

ÍBÚAÞING UM SJÁLFBÆRA ÞRÓUN Í MOSFELLSBÆ

LÁGAFELLSSKÓLA, 9. FEBRÚAR 2010

Almennt um þingið

Íbúaþing um sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ var haldið í tengslum við vinnu bæjaryfirvalda við endurskoðun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ og þeirri framsetningu aðgerðaráætlunar sem nú stendur yfir og bæjaryfirvöld munu horfa til fyrir næstu árin.

Tilgangurinn var að leita eftir skoðunum og hugmyndum íbúa varðandi sjálfbæra þróun sveitarfélagsins, og hafa þær til hliðsjónar við endurskoðunina.

Þingið var haldið í sal Lágafellsskóla þriðjudagskvöldið 9. febrúar 2010 og var boðað til þess með auglýsingu í bæjarblaðinu Mosfellingi, greinarskrifum í sama blaði, á heimasíðu bæjarins www.mos.is, á samskiptavefnum Facebook og með sérstöku tölvuboðsbréfi til félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja í Mosfellsbæ.

Starfsmenn Mosfellsbæjar unnu að framkvæmd þingsins en nutu ráðgjafar Sævars Kristinssonar viðskiptafræðings og rekstrarráðgjafa hjá ráðgjafarfyrirtækinu Netspor um fyrirkomulag og framkvæmd, og var hann í hlutverki fundarstjóra á þinginu.

Íbúaþingið stóð frá kl. 20:00-22:00 með einu kaffihléi þar sem boðið var uppá kaffiveitingar og niðurskorna ávexti.

Jóhanna B. Magnúsdóttir formaður Verkefnisstjórnar Staðardagskrár 21 í Mosfellbæ opnaði íbúaþingið og bauð fundarmenn velkomna og fór yfir þá vinnu sem þegar hafði farið fram. Sævar Kristinsson tók síðan við fundarstjórn og leiddi þátttakendur í gegnum AirOpera aðferðafræðina til að finna þá þætti sem fundrmenn teldu mikilvægasta í þróun sjálfbærs samfélags í Mosfellsbæ á komandi árum

Þátttakendur voru um 30.

Hér á eftir fylgja helstu niðurstöður íbúaþingsins þar sem fram koma þær áherslur sem þátttakendur vilja sjá þróast í sjálfbæru samfélagi í Mosfellsbæ á komandi árum.

Auglýsing um íbúaþing

um sjálfbæra þróun

sem birtist í

2.tbl. 9.árg Mosfellings

föstudaginn 5. febrúar 2010

Grein formanns Verkefnissjórnar

Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ

sem birtist í

1.tbl. 9.árg Mosfellings

föstudaginn 15. janúar 2010

Auglýsing sem send var með

tölvupósti til félagasamtaka,

íbúasamtaka, stofnana og

fyrirtækja í Mosfellsbæ.

Dagskrá og verklag

Dagskrá þingsins var nánar tiltekið sem hér segir:

19:30 Húsið opnað.

20:00 Þátttakendur boðnir velkomnir og inngangur um tilgang þingsins (Jóhanna B. Magnúsdóttir)

20:10 Greining á mikilvægustu þáttum sjálfbærrar þróunar í Mosfellsbæ að mati þátttakenda Við þá vinnu var notuð Air Opera aðferðafræðin undir stjórn Sævars Kristinssonar. Niðurstaða sem uppí töfluformi.

21:00 Kaffihlé

21:10 Unnið í hópavinnu með mikilvægustu þættina með World Café fyrirkomulagi. Kynningar verða milli þess sem hóparnir skipta um viðfangsefni.

Þátttakendur dragi fram eftirfarandi:

� Hver er framtíðarsýn ykkar málaflokk ? � Hverjar eru mikilvægustu aðgerðir sem fara þarf út í ? � Hvaða árangri gætu þær skilað ? � Hvað þarf að gera til að hrinda þeim í framkvæmd ?

21:50 Samantekt

22:00 Fundarslit

Fyrir kaffi: Air Opera

Útskýring á Air Opera aðferð:

Heitið er í raun skammstöfun, sem stendur fyrir: Analysis, Ideas, Results, Own thoughts, Pair thoughts, Explain, Ranking, Arrange.

Air Opera aðferðin hentar vel þar sem sameinast þarf um leiðir að settu marki á skömmum tíma þar sem raddir allra fái að heyrast og sjónarmið allra fái að njóta sín. Kallað er eftir áliti þátttakenda á því hvaða leiðir og áherslur séu mikilvægastar í framhaldsvinnu verkefnisins og komist er að niðurstöðu sem flestir eru sammála um.

Framkvæmd:

Fyrrihluti þingsins, fyrir kaffihlé, fór þannig fram, að þátttakendur skiptu sér niður í hópa, og ræddu sín á milli hvaða þættir sjálfbærrar þróunar væru mikilvægastir. Hóparnir voru fimm, og skilaði hver hópur að lokum af sér fjórum seðlum, þar sem þessi meginatriði að mati hópsins voru sett fram, eitt á hverjum seðli. Seðlarnir 20 fóru upp á veggtöflu og fulltrúar hópanna útskýrðu niðurstöður sínar.

Þá voru hóparnir látnir gefa atriðunum einkunn eftir mikilvægi. Það fór þannig fram að hver hópur fékk fjóra „plúsa“ til að úthluta, og mátti bara nota einn þeirra á atriði sem hann hafði sjálfur sett fram. Þegar þessi einkunnagjöf lá fyrir voru fjarlægð af töflunni þau atriði, sem enga plúsa höfðu fengið.

Fundarstjóri fór síðan yfir töfluna og endurraðaði í samráði við þingheim þeim seðlum sem eftir stóðu, þannig að saman röðuðust þættir sem heyrðu saman. Urðu þannig til 5 aðal-málaflokkar, sem fengu heitin:

• Samfélag og umhverfi • Lífsgæði • Vistvænar samgöngu

• Umhverfisvitund • Lýðræði

Flokkun málefna Hvejir eru mikilvægustu þættirnir sem við viljum sjá þróast í sjálfbæru samfélagi í Mosfellsbæ á komandi árum?

Fjöldi + segir til um hversu margir hópar völdu viðkomandi tillögu.

a b c d e

Samfélag og umhverfi

Lífsgæði

Vistvænar samgöngur

Umhverfisvitund

Lýðræði

1 Hagkvæm landnýting, varðveita náttúrugæði og auðlindir með hag komandi kynslóða að leiðarljósi. ++++

Fjölskylduvænn bær – þjónusta í þína þágu ++

Vistvænar samgöngur, reiðhjól/stígar, umhverfisvæn orka +

Umhverfisfræðsla í skólunum +

Gegnsætt lýðræði +

2 Umhverfið í öndvegi – uppbygging í sátt við umhverfið ++

Huga að grunnþörfum allra aldurshópa ++

Vistvænar samgöngur +++

Umhverfisfræðsla fyrir alla. Vitundarvakning. +

Íbúalýðræði, áhrif íbúa tryggð ++

3 Áætlanir unnar með tilliti til lífsgæða komandi kynslóða - fjármál, umhverfi +++

Lýðheilsa +

Öruggt umhverfi fyrir gangandi, hjólandi, öruggt aðgengi fyrir alla. ++

Flokkun sorps gerð auðveldari og ráðstöfun þess gerð sýnilegri. +

Íbúalýðræði á raunhæfum nótum. Frumkvæði bæði frá íbúum og bænum. +

4 Heilsuklasi +

Aðrar hugmyndir sem komu fram: *Sjálfbærar samgöngur *Þátttaka íbúa í mótun samfélagsins, gott upplýsingaflæði! *Fyrirtæki sjái hag í að taka þátt – aðgengilegar upplýsingar, leiðsögn, samningar/rammasamningar *Stuðningur við útikennslu skóla- og menntastofnana *Fræðsla um orkunotkun – innflutt orka, orkunotkun sýnileg, orkuvirðing *Lýðheilsa í öndvegi – þroskavænleg uppeldisskilyrði *Aðstaða fyrir ferðamenn *Umhverfi fyrir alla *Standa vörð um ósnortna náttúru *Nytjamarkaður (skiptimarkaður) *Skipulag og þjónustuframboð miðast við að draga úr umferð – áherlsa á almenningssamgöngur *Virk þátttaka íbúa í þróun samfélagsins. Skilvirk og opin stjórnsýsla.

Eftir kaffi: World Café Eftir kaffihlé: 5 málefnaborð/-hópar, skv. niðurstöðu fyrrihluta þingsins. Þáttakendur völdu sér hóp til að taka þátt í og ræddu málefnið í 30 mínútur, en að þeim tíma loknum skiptu allir um borð og ræddu annað málefni. Af hálfu stjórnandans var ætlast til að í umræðunum kæmi fram sýn þátttakendanna á eftirtalin atriði fyrir hvern málaflokk: Framtíðarsýn – Mikilvægustu aðgerðir – Árangur – Framkvæmd.

Á hverju borði voru ritarar, sem tóku niður helstu atriði umræðnanna á tölvu, en einnig var einn úr hópnum látinn handskrifa umræðupunkta á stór blöð, þannig að næsta grúppa sem kom að borðinu gat séð hvað þeir sem áður voru við borðið höfðu verið að ræða.

Minnipunktar borðritara Samfélag og umhverfi.

Fyrri hópur:

1) Hver er framtíðarsýn ykkar málaflokks ? a. Leggja áherslu á sérstöðu Mosfellsbæjar: b. Bær í sveit

2) Hverjar eru mikilvægustu aðgerðir sem fara þarf út í ?

a. Verndun auðlinda: Náttúran, landið, vatnið, mannlífið. 3) Hvaða árangri gætu þær skilað ?

a. Betri lífsgæði 4) Hvað þarf að gera til að hrinda þeim í framkvæmd ?

a. Fræðsla b. Stefnumótun.

Seinni hópur:

• Skipulag taki mið af sjálfbærni. • Reiðhjólastígar verði samgönguæðar – ekki bara upp á punt. • Byggðin þarf að vera þétt, samt ekki með háhýsum, nærþjónusta þarf að vera góð. Fullklára þarf bæði eldri hverfi og

nýbyggingarsvæði. • Vernda grænu svæðin, passa sérstaklega þau sem eru með hverfisvernd, ekki fórna þeim fyrir hagsmuni einstakra aðila. • Til að hjólreiðar verði raunhæfur ferðamáti þurfa að vera hjólreiðabrautir meðfram stofnbrautum - helstu leiðum. • Ef fleiri ferðast í strætó verða samskipti fólks meiri og jákvæðari. • Árangur: Betra mannlíf – fjárhagslegur ávinningur – fallegri bær – betri ímynd – hækkað fasteignaverð – lengri framtíð.

Lífsgæði. 1) Hver er framtíðarsýn ykkar málaflokks ?

a. Vel skipulagt samfélag með þjónustu í göngufæri. Hægt að ganga í skólann, þétting byggðar. Byggja upp innan bæjarins. Unga fólkið flytji í gömlu húsin og eldra fólkið í jaðarbyggðirnar. Nota bílinn sem minnst. Eðlileg endurnýjun í hverfum, betri nýting á skólum. Skipulögð þjónusta fyrir aldraða nýtt og skipulögð í þeirra þágu.

b. Heilsuklasi styrkir samfélagið og fólkið sem þar býr. Útivist, auðvelt að stunda útivist í Mosfellsbæ. Standa vörð um lífsgæði fyrir alla. Byggja upp betri atvinnutækifæri, byggja upp miðbæ. Öfluga nærþjónusta í okkar umhverfi, á við um alla þjónustu fyrir allan aldur. Styðja við unglingana og þeirra þarfir.

2) Hverjar eru mikilvægustu aðgerðir sem fara þarf út í ?

a. Nýta landið betur, nýta það sem til er, eins og til dæmis skólabyggingar, allar byggingar. b. Setja á fót unglingamiðstöð þar sem veitt yrði ráðgjöf og fræðsla. Koma á góðri aðstöðu fyrir eldri borgara varðandi

lýðheilsu og félagsstarf. Skipuleggja ákveðna þjónustu vel. Góð heilsugæsla mikilvæg. 3) Hvaða árangri gætu þær skilað ?

a. Betri og lengri nýting á húsnæði. Minni mengun. Skila sparnaði. Betri og meiri lífsgæði. b. Bætt lífsgæði, halda betur utan um ákveðna hópa. Fá Lýðheilsustofnun til að vera með í útfærslum á lífsgæðum.

Heilsueflandi. 4) Hvað þarf að gera til að hrinda þeim í framkvæmd ?

a. Byggja þjónustukjarna fyrir eldra fólk. b. Byggja þjónustukjarna fyrir eldri borgara og unglinga. c. Heilsuklasi: d. Byggð upp atvinnustarfsemi. Byggt upp heilsucentral þar sem fólk getur búið.

Lykilpunktar: Nýta betur mannauðinn og þær byggingar sem til eru. Efla nærþjónustu. Hugsa um grunnþarfir allra

Vistvænar samgöngu.

1) Hver er framtíðarsýn ykkar málaflokks ?

a. Draga úr mengun b. Auka hlutdeild vistvænna samgangna c. Öflugri almenningssamgöngur d. Nýta innlenda orkugjafa og endurnýjanalega e. Gera hjólreiðar að raunhæfum ferðamáta, hjólreiðastígar meðfram stofnbrautum og milli sveitarfélaga.

2) Hverjar eru mikilvægustu aðgerðir sem fara þarf út í ? a. Þétt og samfelld byggð gerir almenningssamgöngur hagkvæmari b. Öflugt og vir(k)t svæðisskipulag þar sem vistvænar samgöngur skipa stóran sess. c. Viðhorfsbreyting og vitundarvakning t.d. betri nýting ökutækja með samakstri (samferda.is)

3) Hvaða árangri gætu þær skilað ? a. Minnka mengun b. Aukin lífsgæði og meiri lýðheilsu c. Þjóðfélagslegur ávinningur af vistvænum samgöngum d. Fjárhagslegur ávinningur

4) Hvað þarf að gera til að hrinda þeim í framkvæmd ? a. Stefnumótun til að hrinda vistvænum samgöngum í framkvæmd b. Fjármagn til að hrinda áætluninni í framkvæmd c. Hið opinbera verði í fararbroddi hvað varðar vistvænar samgöngur d. Hvatar, t.d. niðurgreiðsla á strætófargjöldum, niðurfelling vsk., lægri tollar og aðrar gulrætur þegar um vistvænar

samgöngur er að ræða

Umhverfisvitund. 1) Hver er framtíðarsýn ykkar málaflokks ?

a. Allir séu meðvitaðir um mikilvægi umhverfis. b. Virðing fyrir umhverfinu. c. Skerðum ekki auðlindir og möguleika komandi kynslóða.

2) Mikilvægustu aðgerðir:

a. Fræðsla og þjálfun allra aldurshópa. Sorpflokkun, augljós orkunotkun. 3) Hvaða árangri gætu þær skilað ?

a. Betra sjálfbært samfélagslag. b. Sparnaður.

4) Hvað þarf að gera til að hrinda þeim í framkvæmd ?

a. Hæfir leiðbeinendur. Skýr og skiljanleg markmið. b. Stefnumótun, fjármagn til að hrinda niðurstöðunni í framkvæmd. c. Aðferð til að ná markmiðum. d. Líftímagreining. e. Skipuleg endurgjöf.

Spjall: Má maðurinn ekki nýta þótt það gangi á umhverfið? Hver á að sjá um jarðgerð, einstaklingur í blokk eða fyrirtæki sem allan búnað? Er vistvænn lífsstíll alltaf efnahagslega hagkvæmur?

Lýðræði. 1) Hver er framtíðarsýn ykkar málaflokks ?

a. Raunhæft, gegnsætt, skilvirkt b. Þátttaka almennings í ákvarðanatöku

2) Hverjar eru mikilvægustu aðgerðir sem fara þarf út í ?

a. Upplýsingamiðlun, skilvirk, útvarpa hundum, gagnvirkni, kostningar um stærri mál.

3) Hvaða árangri gætu þær skilað ? a. Sýnileg niðurstaða, almenn þátttaka. b. Ánægðari íbúar.

4) Hvað þarf að gera til að hrinda þeim í framkvæmd ? a. Erfitt í framkvæmd – nauðsynlegt að finna leiðir. b. Sveitarfélagið þarf að hafa frumkvæði og vera hvetjandi. c. Eyrnamerkja ákveðna upphæð f. Ákveðin svæði fyrir íbúa að ráðstafa til framkvæmda (ekki í léttar veitingar). d. Fræðsla í skólana um lýðræði. e. Stofna hverfasamtök.