5
Lög Stúdentafélags Kennó, SKHÍ I. Nafn, aðsetur og tilgangur 1. gr. Félagið heitir Stúdentafélag Kennó. skammstafað SKHÍ. 2. gr. Allir stúdentar við leik- og grunnskólakennarafræði eru gjaldgengir í félagið. Félagsgjöld eru 3500 krónur fyrir eitt skólaár. 3. gr. Aðsetur stjórnar SKHÍ skal vera í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. 4. gr. Stjórn SKHÍ skal gæta menningarlegra og félagslegra hagsmuna stúdenta í hvívetna og vera málsvari stúdenta jafnt innan Menntavísindasviðs HÍ sem utan. 5. gr Stjórn SKHÍ skal leitast við að taka þátt í samstarfi hvers konar sem tengist starfsemi félagsins. II. Stjórn SKHÍ 6. gr. Stjórn SKHÍ er framkvæmdastjórn félagsins. Í Stjórn SKHÍ sitja sjö kjörnir fulltrúar. Sex fulltrúar skulu kjörnir á aðalfundi sbr. IV. kafla laga þessara. Einn fulltrúi skal kjörinn á haustfundi sbr. IV. kafla laga þessara. Auk þessa skal kjörinn varamaður á aðalfundi félagsins 7. gr. Fráfarandi formaður Stjórnar SKHÍ boðar fráfarandi Stjórn SKHÍ ásamt nýkjörnum fulltrúum til fundar eigi síðar en 7 dögum eftir að aðalfundi er lokið. Fráfarandi formaður situr í forsæti og stýrir fundinum. Fyrsti varamaður skal taka sæti meðstjórnanda á fundinum. 8. gr. Að loknum fyrsta fundi eftir aðalfund tekur ný stjórn til starfa og umboð fráfarandi stjórnar fellur niður. Réttkjörin stjórn SKHÍ skal tilnefna stúdenta til setu í ráðum og nefndum á vegum skólans.

Lög Kennó

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Lög Stúdentafélagsins Kennó

Citation preview

Page 1: Lög Kennó

Lög Stúdentafélags Kennó, SKHÍ I. Nafn, aðsetur og tilgangur 1. gr. Félagið heitir Stúdentafélag Kennó. skammstafað SKHÍ. 2. gr. Allir stúdentar við leik- og grunnskólakennarafræði eru gjaldgengir í félagið. Félagsgjöld eru 3500 krónur fyrir eitt skólaár. 3. gr. Aðsetur stjórnar SKHÍ skal vera í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. 4. gr. Stjórn SKHÍ skal gæta menningarlegra og félagslegra hagsmuna stúdenta í hvívetna og vera málsvari stúdenta jafnt innan Menntavísindasviðs HÍ sem utan. 5. gr Stjórn SKHÍ skal leitast við að taka þátt í samstarfi hvers konar sem tengist starfsemi félagsins. II. Stjórn SKHÍ 6. gr. Stjórn SKHÍ er framkvæmdastjórn félagsins. Í Stjórn SKHÍ sitja sjö kjörnir fulltrúar. Sex fulltrúar skulu kjörnir á aðalfundi sbr. IV. kafla laga þessara. Einn fulltrúi skal kjörinn á haustfundi sbr. IV. kafla laga þessara. Auk þessa skal kjörinn varamaður á aðalfundi félagsins 7. gr. Fráfarandi formaður Stjórnar SKHÍ boðar fráfarandi Stjórn SKHÍ ásamt nýkjörnum fulltrúum til fundar eigi síðar en 7 dögum eftir að aðalfundi er lokið. Fráfarandi formaður situr í forsæti og stýrir fundinum. Fyrsti varamaður skal taka sæti meðstjórnanda á fundinum. 8. gr. Að loknum fyrsta fundi eftir aðalfund tekur ný stjórn til starfa og umboð fráfarandi stjórnar fellur niður. Réttkjörin stjórn SKHÍ skal tilnefna stúdenta til setu í ráðum og nefndum á vegum skólans.

Page 2: Lög Kennó

9. gr. Formaður er forsvarsmaður félagsins, boðar til funda stjórnar SKHÍ og stýrir þeim. Formaður kemur fram fyrir hönd stúdenta og gætir hagsmuna þeirra út á við. Hann hefur yfirumsjón með félagslífi stúdenta í samráði við stjórn SKHÍ. 10. gr. Varaformaður er staðgengill formanns og sinnir störfum formanns í fjarveru hans. Hann skal vera fomanni innan handar í störfum sínum. Varaformaður er formaður nefndar um endurskoðun á lögum félagsins skv. 41. gr. 11. gr. Ritari skráir fundargerðir stjórnar SKHÍ. Ritari heldur gerðarbók um starfsemi ráðsins og varðveitir skjalasafn þess. Ritara ber að tryggja að stúdentar hafi greiðan aðgang að fundargerðum. Hann hefur yfirumsjón með útgáfustarfsemi félagsins. Ritara ber að afhenda eintök af prentuðu efni til varðveislu á bókasafni Menntavísindasviðs, Stakkahlíð. Ritara ber að varðveita eintök af prentuðu efni í skjalasafni Stúdentaráðs. Ritara ber að birta fundargerðir stjórnar SKHÍ á vefsíðu félagsins. 12. gr. Gjaldkeri hefur umsjón með fjárreiðum félagsins í samráði við stjórn SKHÍ. Gjaldkeri hefur eftirlit með fjárreiðum allra nefnda og ráða á vegum félagsins. Gjaldkeri skal birta rekstraryfirlit á fyrsta fundi hvers mánaðar. Gjaldkeri skal standa skil á fjárreiðum félagsins á aðalfundi þess. 13. gr. Skemmtanastjóri skal hafa umsjón með skemmtinefnd. 14. gr. Vefsíðustjóri skal hafa yfirumsjón með heimasíðu félagsins. 15. gr. Varamaður hefur rétt til að sitja stjórnarfundi án atkvæðaréttar. Í forföllum annarra stjórnarmanna skal hann taka sæti þeirra á fundum stjórnar. 16. gr. Sérhver meðlimur skemmtinefndar skal taka á sig ábyrgð og skipulag á að minnsta kosti einum viðburði yfir kjörtímabilið. 17. gr. Á fundum stjórnar SKHÍ ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum. Falli atkvæði jafnt skal tillaga endurskoðuð. 18. gr.

Page 3: Lög Kennó

Stjórn SKHÍ semur starfsáætlun vetrarins sem kynnt skal á haustfundi. III. Félagslíf 19. gr. Í byrjun hvers skólaárs skal Stjórn SKHÍ taka á móti nýstúdentum og kynna þeim starfsemi félagsins. 20. gr. Árshátíðarnefnd er kosin á haustfundi. Árshátíð félagsins skal halda á vormisseri ár hvert. Formaður árshátíðarnefndar skal vera tengiliður við stjórn SKHÍ. Árshátíðarnefnd skal leggja fram starfs- og fjárhagsáætlun til stjórnar SKHÍ. IV. Aðalfundur og aukaaðalfundur, kjör til stjórnar SKHÍ 21. gr. Aðalfundur er æðsta vald Stúdentafélags Kennó. 22. gr. Aðalfund skal halda í mars ár hvert. Til aðalfundar skal boðað með samþykki stjórnar SKHÍ tveimur vikum fyrir aðalfund, á auglýsingatöflum skólans, vefsíðu félagsins og með tölvupósti. 23. gr. Sérhver félagsmaður SKHÍ er kjörgengur og með kosningarétt á aðalfundi. Einfaldur meirihluti skal ráða úrslitum á aðalfundi. 24. gr. Framboðum skal skila til Stjórnar SKHÍ í síðasta lagi einni viku fyrir aðalfund. Formaður skal ásamt vefsíðustjóra, þegar framboðsfrestur er útrunninn, birta nöfn frambjóðenda á vefsíðu félagsins, auglýsingatöflu skólans og með tölvupósti. 25. gr. Dagskrá aðalfundar skal vera svohljóðandi: 1. Setning aðalfundar 2. Kjör fundarstjóra 3. Kjör fundarritara 4. Skýrsla fráfarandi formanns 5. Kynning ársreikninga 6. Lagabreytingar 7. Kosning til nýrrar stjórnar og skemmtinefndar. 8. Önnur mál 9. Fundi slitið. 26. gr.

Page 4: Lög Kennó

Kosningar til stjórnar SKHÍ skulu fara fram á aðalfundi . Stjórn SKHÍ skipar tvo óháða kosningastjóra, sem ekki eru í framboði, í kjörstjórn. Kjörstjórn stjórnar skipulagi kosninga ásamt talningu kjörseðla. Á aðalfundi skal kosið í eftirfarandi embætti stjórnar SKHÍ: 1. Formaður 2. Varaformaður 3. Ritari 4. Gjaldkeri 5. Formaður skemmtinefndar / Skemmtanastjóri 6. Vefsíðustjóri 7. Varamaður Á aðalfundi skal kosið í eftirfarandi embætti skemmtinefndar: 1. Umsjónarmaður vísindaferða 2. Meðstjórnandi skemmtinefndar 27. gr. Séu frambjóðendur til stjórnar SKHÍ einn til hverrar stöðu skal litið svo á að þeir séu sjálfkjörnir til setu í stjórn SKHÍ án kosningar. 28. gr. Sitjandi stjórn hefur rétt til að boða til aukaaðalfundar með tveggja vikna fyrirvara en að öðru leyti með sama hætti og til aðalfundar. V. Haustfundur 29. gr. Haustfund skal halda í september ár hvert. Til haustfundar skal boðað með samþykki stjórnar SKHÍ, með viku fyrirvara, á auglýsingatöflu skólans, á vefsíðu félagsins og með tölvupósti. 30. gr. Dagskrá haustfundar skal vera svohljóðandi: 1. Setning fundar 2. Kosning fundarstjóra 3. Kosning fundarritara 4. Áætlun vetrarins kynnt 5. Kosning fulltrúa fyrsta árs stúdenta í stjórn 6. Kosning fjögurra fulltrúa í árshátíðarnefnd 7. Kosning í önnur tilfallandi embætti 8. Önnur mál 9. Fundi slitið VI. Reikningar 31. gr. Reikningsár Stúdentafélags Kennó skal vera í samræmi við starfstíma stjórnar SKHÍ.

Page 5: Lög Kennó

32. gr. Sitjandi gjaldkeri skal kynna ársreikninga á aðalfundi félagsins. VII. Lagabreytingar 33. gr. Lögum félagsins skal breyta á aðalfundi eða á aukaaðalfundi. Tillögur að lagabreytingum skulu berast Stjórn SKHÍ í síðasta lagi 14 dögum fyrir aðalfund eða aukaaðalfund. Til að lagabreytingar öðlist gildi þarf samþykki 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi eða aukaaðalfundi. 34. gr. Lög Stúdentafélags Kennó skulu tekin til endurskoðunar af Stjórn SKHÍ árlega. Samþykkt á aðalfundi Stúdentaráðs Kennó, 31 / 03 / 2011