8
NÁM erlendis Unnið í samvinnu við SÍNE Guðrún Guðlaugsdóttir [email protected] S íne er rúmlega fimmtíu ára gamalt félag, opið öllum þeim sem stunda nám sitt erlendis og reiðir sig að all- mestu leyti á félagsgjöld til að standa undir rekstri sínum,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson, leik- ari og formaður SÍNE. „Okkar markmið á þessu ári er að fjölga félagsmönnum og virkja þá enn frekar í starfinu. Tilgangur fé- lagsins er að vera í forsvari fyrir námsmenn erlendis og standa vörð um þeirra hag.“ Hvernig standa málefni stúdenta erlendis núna? „Segja má að LÍN hafi á vissan hátt sett tóninn síðastliðið vor, þegar lækkuð var grunnframfærsla stúd- enta erlendis um nokkur prósent – eftir svæðum þó hve mikið. Þetta var gert án þess að vinna hefði verið lögð í útreikinga á framfærslu stúdenta erlendis. Við hjá SÍNE bindum miklar von- ir við vinnuna framundan hjá LÍN. Þar er nú verið að reikna út fram- færsluþörf stúdenta erlendis eftir svæðum. Verið er að búa til að- ferðafræði til að reikna þetta út. Við vonum að vandað verði til þessa verks og niðurstaðan verði að hægt sé að framfleyta sér við nám erlendis – og að sú vinna verði gagnsæ.“ Veistu til að stúdentar erlendis hafi þurft að hætta námi vegna námslánalækkunar? „Já, við höfum fengið inn á skrif- stofu SÍNE mörg skeyti frá náms- mönnum erlendis, þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum og þá sérstaklega frá þeim sem lentu hvað verst í niður- skurðinum síðastliðið vor. SÍNE á fulltrúa í stjórn LÍN, en fulltrúar stjórnvalda eru hinsvegar í meiri- hluta. Við reynum eftir bestu getu að koma skilaboðum áleiðis til LÍN í gegnum okkar fulltrúa. Þess má geta að SÍNE er í sam- starfi við námsmannahreyfingar annars staðar á Norðurlöndum og er markmiðið að stofna á þessum vetri norræn samtök til að miðla þekkingu og efla samstarf á milli landanna. Einnig er SÍNE með nýja heimasíðu í bígerð. SÍNE er líka í samvinnu við Rannís, sem heldur utan um það verkefni, að vinna að upplýsingasíðu um nám erlendis.“ Var sjálfur námsmaður erlendis Hvers vegna sóttist þú eftir for- mennsku hjá SÍNE? „Ég var sjálfur námsmaður er- lendis í fjögur ár og veit hversu gott það er að fá tækifæri til þess að læra á erlendri grundu. Ég skil vel stöðu námsmanna í því samhengi. Þetta starf hjá SÍNE tekur óneitanlega mikinn tíma, en þar sem þetta er mitt hjartans mál, þá er það í lagi. Ég fór ekki að verða virkur í þessu starfi fyrr en námi mínu lauk. Þá átt- aði ég mig á að þetta batterí sé til og til staðar til að þjóna námsmönnum. Mig langar að leggja mitt af mörk- um. Vonandi get ég haft jákvæð áhrif á starfsemi SÍNE í samvinnu við félagsmenn og stjórnarmenn. Það er mín einlæg von að Íslend- ingar geti nýtt sér tækifæri til náms erlendis, sama hvort þeir koma frá efnamiklum heimilum eða ekki. Að allir hafi tækfæri til að stunda nám í útlöndum.“ Hvernig var efnahagurinn hjá þér þegar þú varst í náminu þínu? „Ég stundaði nám hjá Juilliard- listaháskólann í New York, var þar á leiklistarbraut skólans. Ég útskrif- aðist árið 2011 með leiklistargráðu B.F.A. Lánið lék við mig hvað skóla- gjöldin sjálf snerti, ég fékk skóla- styrk í gegnum skólann, annars hefði þetta aldrei gengið upp hjá mér, þar sem ekki er lánað að fullu fyrir skóla- gjöldum. Ég var ekki með sterkt fjárhagslegt bakland og skil því þá sem eru í sömu stöðu. Ég var með grunnframfærslu frá LÍN og studdi mig við það. Ég veit hvað miklu skiptir að fá góð og hagstæð lán. Ég var fjögur ár í námi í New York, árin 2007 til 2011. Þetta var erfitt því allt lánaumhverfi breyttist á þessum ár- um. Ég kom með talsverðar skuldir á bakinu frá því námi.“ Lánsamur eftir útskrift En hvernig hefur þér gengið að fá vinnu sem leikari? „Þetta kemur í sveiflum en ég hef verið mjög lánsamur eftir útskrift. Það þýðir þó ekki að treysta á að það vari að eilífu. En sem betur fer hef ég ekki bara áhuga á að leika sjálfur, heldur hef ég áhuga á menningu og listum yfirhöfuð og ólíkum vettvangi listsköpunar. Ég get vel hugsað mér bæði að kenna, leikstýra og taka þátt í uppbyggingu listsköpunar á Ís- landi. Þar er mikið starf fram- undan.“ Hefur kvikmyndin Svartur á leik hjálpað þér á listabrautinni? „Hún hefur hjálpað mikið. Í raun má segja að það, að ég hafi verið námsmaður erlendis á þessum tíma í New York, hafi hjálpað til þess að ég fékk hlutverk mitt. Ég hitti leik- stjóra myndarinnar, sem var sjálfur námsmaður á svipuðum tíma og ég í kvikmyndanámi í New York. Ég hitti hann í þeirri borg og hann bauð mér í leikprufu. Út frá því fékk ég hlut- verkið í kvikmyndinni Svartur á leik. Velgengni þeirrar myndar hefur gef- ið kvikmyndaferli mínum það „start“ sem raun ber vitni.“ Hvað er á döfinni hjá þér í kvik- myndabransanum? „Frumsýndar hafa verið tvær kvikmyndir á þessu ári sem ég leik í. Annars vegar Vonarstræti, þar sem ég leik eitt af þremur aðal- hlutverkum. Sú mynd er núna fram- lag Íslands til Óskarsverðlauna í ár. Svo var heimsfrumsýning nýlega í London á myndinni Dracula Untold, sem framleidd var hjá Universal Pictures. Sú mynd hefur vermt topp- sætið á aðsóknarlista kvikmynda- húsa í heiminum að undanförnu. Þetta ár hefur því verið gjöfult fyrir mig á leiklistarferlinum. Framundan hjá mér eru nokkur verkefni sem ég má ekki nefna opinberlega að sinni, þar sem samningamál eru ekki í höfn. Svo er ég ávallt að senda leik- prufur út um heim, sem verið er að bjóða út til leikara. Stór hluti af minni vinnu fer í leikprufur. Góður maður sagði eitt sinn við mig: „Vinn- an er að fara í leikprufur – verkefnið er fríið.“ Einnig er ég að kenna í Verslunarskólanum, hef umsjón með valfagi þar. Ákaflega gaman er að koma þannig á heimaslóðir, en ég tók stúdentspróf frá þeim skóla.“ Nám erlendis mikilvægt Hvernig rímar þessi vinna öll við fjölskyldulífið? „Það gengur almennt ágætlega þó vinnutími sé afar óreglulegur. Það er ákveðinn skilningur á því fyrir- komulagi heima fyrir. Það er nauð- synleg forsenda fyrir svona starfi.“ Hefur reynsla þín á námi og starfi erlendis mikið að segja fyrir for- mennsku þína hjá SÍNE? „Þetta er mikilvægt starf og þýð- ingarmikið er að hafa sjálfur upp- lifað þær aðstæður sem námsmenn búa við erlendis, til að hafa á því skilning. Ég lít svo á að það sé ákveð- in skylda okkar sem höfum fengið tækifæri til að nema erlendis að skila okkar þekkingu á einhvern hátt til baka, út í íslenskt samfélag og at- vinnulíf. Sú þekking er nauðsynleg fyrir íslenskt samfélag, til að breikka og dýpka skilning okkar á umheim- inum. Ekki síst þar sem við búum á eylandi langt norður í höfum. Sú þekking sem þannig er aflað vinnur gegn einangrun. Þess vegna er þýð- ingarmikið fyrir okkar að senda ungt fólk til náms á erlendum vettvangi. Í ljósi þessa vonumst við hjá SÍNE til þess að stjórnvöld sýni málefnum námsmanna erlendis skilning.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Nám erlendis er samfélagsnauðsyn Málefni SÍNE hafa verið í brennidepli í talsverðan tíma Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari er formaður SÍNE, en hann stundaði nám í leiklistarfræðum við Juilliard-listaháskólann í New York í fjögur ár Reynsla „Það er mín einlæg von að Íslend- ingar geti nýtt sér tækifæri til náms er- lendis, sama hvort þeir koma frá efnamiklum heimilum eða ekki,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari.

Mblsine

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Nám erlendis

Citation preview

Page 1: Mblsine

NÁMerlendisUnnið í samvinnu við SÍNE

Guðrún Guðlaugsdó[email protected]

Síne er rúmlega fimmtíu áragamalt félag, opið öllumþeim sem stunda nám sitterlendis og reiðir sig að all-

mestu leyti á félagsgjöld til aðstanda undir rekstri sínum,“ segirÞorvaldur Davíð Kristjánsson, leik-ari og formaður SÍNE.

„Okkar markmið á þessu ári er aðfjölga félagsmönnum og virkja þáenn frekar í starfinu. Tilgangur fé-lagsins er að vera í forsvari fyrirnámsmenn erlendis og standa vörðum þeirra hag.“

Hvernig standa málefni stúdentaerlendis núna?

„Segja má að LÍN hafi á vissanhátt sett tóninn síðastliðið vor, þegarlækkuð var grunnframfærsla stúd-enta erlendis um nokkur prósent –eftir svæðum þó hve mikið. Þetta vargert án þess að vinna hefði verið lögðí útreikinga á framfærslu stúdentaerlendis.

Við hjá SÍNE bindum miklar von-ir við vinnuna framundan hjá LÍN.Þar er nú verið að reikna út fram-færsluþörf stúdenta erlendis eftirsvæðum. Verið er að búa til að-ferðafræði til að reikna þetta út. Viðvonum að vandað verði til þessaverks og niðurstaðan verði að hægtsé að framfleyta sér við nám erlendis– og að sú vinna verði gagnsæ.“

Veistu til að stúdentar erlendishafi þurft að hætta námi vegnanámslánalækkunar?

„Já, við höfum fengið inn á skrif-

stofu SÍNE mörg skeyti frá náms-mönnum erlendis, þar sem þeir lýsayfir áhyggjum og þá sérstaklega fráþeim sem lentu hvað verst í niður-skurðinum síðastliðið vor. SÍNE áfulltrúa í stjórn LÍN, en fulltrúarstjórnvalda eru hinsvegar í meiri-hluta. Við reynum eftir bestu getu aðkoma skilaboðum áleiðis til LÍN ígegnum okkar fulltrúa.

Þess má geta að SÍNE er í sam-starfi við námsmannahreyfingarannars staðar á Norðurlöndum og ermarkmiðið að stofna á þessum vetrinorræn samtök til að miðla þekkinguog efla samstarf á milli landanna.Einnig er SÍNE með nýja heimasíðuí bígerð. SÍNE er líka í samvinnu viðRannís, sem heldur utan um þaðverkefni, að vinna að upplýsingasíðuum nám erlendis.“

Var sjálfur námsmaður erlendisHvers vegna sóttist þú eftir for-

mennsku hjá SÍNE?„Ég var sjálfur námsmaður er-

lendis í fjögur ár og veit hversu gottþað er að fá tækifæri til þess að læraá erlendri grundu. Ég skil vel stöðunámsmanna í því samhengi. Þettastarf hjá SÍNE tekur óneitanlegamikinn tíma, en þar sem þetta ermitt hjartans mál, þá er það í lagi.

Ég fór ekki að verða virkur í þessustarfi fyrr en námi mínu lauk. Þá átt-aði ég mig á að þetta batterí sé til ogtil staðar til að þjóna námsmönnum.Mig langar að leggja mitt af mörk-um. Vonandi get ég haft jákvæðáhrif á starfsemi SÍNE í samvinnuvið félagsmenn og stjórnarmenn.

Það er mín einlæg von að Íslend-ingar geti nýtt sér tækifæri til námserlendis, sama hvort þeir koma fráefnamiklum heimilum eða ekki. Aðallir hafi tækfæri til að stunda nám íútlöndum.“

Hvernig var efnahagurinn hjá þérþegar þú varst í náminu þínu?

„Ég stundaði nám hjá Juilliard-listaháskólann í New York, var þar áleiklistarbraut skólans. Ég útskrif-aðist árið 2011 með leiklistargráðuB.F.A. Lánið lék við mig hvað skóla-gjöldin sjálf snerti, ég fékk skóla-styrk í gegnum skólann, annars hefðiþetta aldrei gengið upp hjá mér, þarsem ekki er lánað að fullu fyrir skóla-gjöldum. Ég var ekki með sterktfjárhagslegt bakland og skil því þásem eru í sömu stöðu. Ég var meðgrunnframfærslu frá LÍN og studdimig við það. Ég veit hvað mikluskiptir að fá góð og hagstæð lán. Égvar fjögur ár í námi í New York, árin2007 til 2011. Þetta var erfitt því alltlánaumhverfi breyttist á þessum ár-um. Ég kom með talsverðar skuldir ábakinu frá því námi.“

Lánsamur eftir útskriftEn hvernig hefur þér gengið að fá

vinnu sem leikari?„Þetta kemur í sveiflum en ég hef

verið mjög lánsamur eftir útskrift.Það þýðir þó ekki að treysta á að þaðvari að eilífu. En sem betur fer hefég ekki bara áhuga á að leika sjálfur,heldur hef ég áhuga á menningu oglistum yfirhöfuð og ólíkum vettvangilistsköpunar. Ég get vel hugsað mérbæði að kenna, leikstýra og taka þátt

í uppbyggingu listsköpunar á Ís-landi. Þar er mikið starf fram-undan.“

Hefur kvikmyndin Svartur á leikhjálpað þér á listabrautinni?

„Hún hefur hjálpað mikið. Í raunmá segja að það, að ég hafi veriðnámsmaður erlendis á þessum tíma íNew York, hafi hjálpað til þess að égfékk hlutverk mitt. Ég hitti leik-stjóra myndarinnar, sem var sjálfurnámsmaður á svipuðum tíma og ég íkvikmyndanámi í New York. Ég hittihann í þeirri borg og hann bauð mérí leikprufu. Út frá því fékk ég hlut-verkið í kvikmyndinni Svartur á leik.Velgengni þeirrar myndar hefur gef-ið kvikmyndaferli mínum það „start“sem raun ber vitni.“

Hvað er á döfinni hjá þér í kvik-myndabransanum?

„Frumsýndar hafa verið tværkvikmyndir á þessu ári sem ég leik í.Annars vegar Vonarstræti, þar semég leik eitt af þremur aðal-hlutverkum. Sú mynd er núna fram-lag Íslands til Óskarsverðlauna í ár.Svo var heimsfrumsýning nýlega íLondon á myndinni Dracula Untold,sem framleidd var hjá UniversalPictures. Sú mynd hefur vermt topp-sætið á aðsóknarlista kvikmynda-húsa í heiminum að undanförnu.Þetta ár hefur því verið gjöfult fyrirmig á leiklistarferlinum. Framundanhjá mér eru nokkur verkefni sem égmá ekki nefna opinberlega að sinni,þar sem samningamál eru ekki íhöfn. Svo er ég ávallt að senda leik-prufur út um heim, sem verið er aðbjóða út til leikara. Stór hluti af

minni vinnu fer í leikprufur. Góðurmaður sagði eitt sinn við mig: „Vinn-an er að fara í leikprufur – verkefniðer fríið.“ Einnig er ég að kenna íVerslunarskólanum, hef umsjón meðvalfagi þar. Ákaflega gaman er aðkoma þannig á heimaslóðir, en ég tókstúdentspróf frá þeim skóla.“

Nám erlendis mikilvægtHvernig rímar þessi vinna öll við

fjölskyldulífið?„Það gengur almennt ágætlega þó

vinnutími sé afar óreglulegur. Það erákveðinn skilningur á því fyrir-komulagi heima fyrir. Það er nauð-synleg forsenda fyrir svona starfi.“

Hefur reynsla þín á námi og starfierlendis mikið að segja fyrir for-mennsku þína hjá SÍNE?

„Þetta er mikilvægt starf og þýð-ingarmikið er að hafa sjálfur upp-lifað þær aðstæður sem námsmennbúa við erlendis, til að hafa á þvískilning. Ég lít svo á að það sé ákveð-in skylda okkar sem höfum fengiðtækifæri til að nema erlendis að skilaokkar þekkingu á einhvern hátt tilbaka, út í íslenskt samfélag og at-vinnulíf. Sú þekking er nauðsynlegfyrir íslenskt samfélag, til að breikkaog dýpka skilning okkar á umheim-inum. Ekki síst þar sem við búum áeylandi langt norður í höfum. Súþekking sem þannig er aflað vinnurgegn einangrun. Þess vegna er þýð-ingarmikið fyrir okkar að senda ungtfólk til náms á erlendum vettvangi. Íljósi þessa vonumst við hjá SÍNE tilþess að stjórnvöld sýni málefnumnámsmanna erlendis skilning.“

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Nám erlendis er samfélagsnauðsyn� Málefni SÍNE hafa verið í brennidepli í talsverðan tíma � Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari er formaðurSÍNE, en hann stundaði nám í leiklistarfræðum við Juilliard-listaháskólann í New York í fjögur ár

Reynsla „Það er míneinlæg von að Íslend-ingar geti nýtt sértækifæri til náms er-lendis, sama hvort þeirkoma frá efnamiklumheimilum eða ekki,“segir Þorvaldur DavíðKristjánsson leikari.

Page 2: Mblsine

NÁMerlendis76MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014

Ásgeir [email protected]

Fyrr á árinu gerðu Eimskip ogSamband íslenskra nás-manna erlendis með sér sam-starfssamning. Felur samn-

ingurinn m.a. í sér að félagsmeðlimirSÍNE fá sérstök afsláttarkjör af bú-slóðaflutningum.

Þórunn Marinósdóttir er for-stöðumaður Viðskiptaþjónustu Eim-skips og segir hún allt gert til aðtryggja námsmönnum hagstæð kjörá flutningum, veita þeim vandaðaráðgjöf og snurðulausa þjónustu. Aðflytja út í heim með búslóðina ogfjölskylduna getur verið stórt verk-efni en með rétta undirbúningnumog góðri aðstoð verður ferlið allt ein-faldara.

Bókastaflar og bílarAð sögn Þórunnar eru það ekki

hvað síst námsmenn með fjölskyldursem taka búslóðina, og jafnvel bíl-inn, með sér út í nám. Sumum dugiað koma öllu sínu fyrir í ferðatöskumen í öðrum tilvikum sé besti kost-urinn að taka með húsgögn heim-ilismeðlima og margt annað semþarf til að geta haldið heimili á nýj-um stað.

Sumir sjá t.d. fram á að þurfa aðtaka með sér mikið safn af bókum ogfer strax að verða óhagkvæmt aðtaka þær með í farangrinum þegarflogið er. Aðrir sjá fram á langa dvölerlendis og reikna það út að best séað taka húsgögnin með frekar en aðinnrétta nýtt heimili erlendis.

Sendingin getur verið allt frá þvíað vera aðeins ein palletta upp ífjörutíu feta gám. „Hvort sem pal-letta eða heill gámur verður fyrirvalinu önnumst við flutningana alla

leið frá dyrum á Íslandi og að dyrumá áfangastaðnum. Flutningabílarkoma með tóman gáminn að heimiliviðskiptavinarins sem svo sér sjálfurum að raða þar inn eigum sínum. Efum pallettu er að ræða þarf aðeinsað skilja hana eftir á gangstéttinnisvo bílstjórar okkar geti sett trilluundir og tekið inn í bíl. Sé óskað eftirmeiri þjónustu, við t.d. burð á bú-slóðinni, getum við einnig veitt þáþjónustu.“

Framtíðar-viðskiptavinirGámurinn eða pallettan er því-

næst flutt niður á höfn, um borð ínæsta skip og áleiðis yfir hafið. Þeg-ar skipið kemur í höfn erlendis ann-ast starfsmenn Eimskips eða toll-miðlarar tollafgreiðslusendingarinnar og gámurinn eðapallettan er flutt áfram á áfangastað.„Ekki má gleyma því að Eimskip villgjarnan flytja alla námsmenn heimaftur að loknu námi og auðga þannighóp vel menntaðs fólks á Íslandi.Eimskip lítur á alla námsmenn semsína framtíðar-viðskiptavini og þvíer afar mikilvægt að reynsla náms-manna af búslóðaflutningum meðEimskip sé góð og traustvekjandi,“segir Þórunn.

Afar mikilvægt er að gera ít-arlega lista yfir það sem flutt er. Erþægileg leið að skrá, samhliða þvíað pakkað er niður, t.d. fjölda kassaúr eldhúsi, stofu eða svefnherbergiog tilgreina sérstaklega muni áborð við listaverk og skartgripi.„Því vandaðri sem þessi skrá er, þvíbetra,“ segir Þórunn. „Þá þarf aðtryggja allar búslóðasendingar.Eimskip getur séð um milligönguum tryggingu eða eigandi gert þaðsjálfur í gegnum sitt trygginga-félag.“

Eins og Tetris að raða í gáminnVerður líka að ganga mjög vand-

lega frá öllu því sem fer í gáminn.„Á öllum tímum árs má eiga von á áþví því að siglingin yfir Atlantshafiðtaki á, og alveg sérstaklega yfirvetrartímann. Verður því að búaþannig um húsmuni og kassa aðekkert geti farið á hreyfingu. Inní ígámunum eru festingar sem nota átil að tjóðra niður staka muni ogverður að raða öllu vandlega. Þettagetur verið krefjandi Tetris ef lág-

marka á hættuna á að hlutir fari áhreyfingu.“

Í flestum löndum gildir sú al-menna regla að búslóðir bera engatolla. Undantekning á þessu geturverið ef fólk setur í gáminn húsmunieða aðrar vörur sem eru nýjar, ogyfirleitt miðað við að tollur leggist ámuni sem fólk hefur átt í skemmritíma en í eitt ár. „Ef stakir munireru yngri en eins árs er einfalt ferliað greiða af þeim tilskilin gjöld ogþarf bara að muna að geyma kvitt-anirnar.“

Allt frá pallettu upp ífjörutíu feta gám� Með góðri leiðsögn og réttum undirbúningi þurfa búslóðaflutn-ingar milli landa ekki að vera svo erfiðir � Reiknivél á netinu hjálp-ar fólki að velja rétta stærð af gámi m.v. stærð búslóðarinnar ogvanda verður til verka þegar húsmununum er raðað í gáminn

Morgunblaðið/RAX

Námsgögn Sumir verða að takameð sér stóra bókastafla í námið.

Búslóðir fólks geta verið mis-stórar og á meðan ein fjöl-skylda þarf stærri gerð af gámigetur önnur fjölskylda látiðminni gáminn duga eða jafnvelbara eina til tvær pallettur. „Áheimasíðu Eimskips er að finnahandhæga reiknivél til að áætlahversu mikið rúmmál búslóðintekur,“ útskýrir Þórunn.

Siglingaáætlun Eimskipsliggur fyrir langt fram í tím-ann. Er Eimskip með sjö skip íreglulegum áætlunum og þar afsigla fimm til Evrópu og tvö

eru með viðkomu í Norður-Ameríku tvisvar í mánuði.Flutningstíminn í vesturátt tilPortland er um níu dagar enmun styttri þegar siglt er tilEvrópu.

Að sögn Þórunnar þarf ekkiað panta gáminn með miklumfyrirvara og hafa búslóðir for-gang um borð í flutningaskipEimskips. Þarf fólk þó að gætaþess að gefa sér nægan tíma tilað fylla gáminn og ganga frátilheyrandi pappírum í tíma, tilað missa ekki af næsta skipi.

Níu daga á leiðinni vesturMorgunblaðið/Eyþór

Við tökum svefninn alvarlega.

Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni,góðu handverki, stöðugum prófunumog vandlega völdum efnum.Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinná meira en 85 ára rannsóknum og þróun.

duxiana.com

DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950

Gæði og þægindi síðan 1926

DU

X®,

DU

XIA

NA®

and

Pas

cal®

are

regis

tere

dtr

adem

arks

ow

ned

by

DU

XD

esign

AB

201

2.

Page 3: Mblsine

77MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014

Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700

Veldu viðhaldsfríttPVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar

Nýjung - viðhaldsfrítt þakkantsefni PVC gluggar og hurðir

PGV Framtíðarform er stöðugt að leita að nýjungum semgætu hentað erfiðum veðurskilyrðum hér á landiViðhaldsfría þakkantsefnið hefur hlotið frábærar viðtökurog greinilegt að mikil þörf eru á slíkri nýjung.

Barnalæsing - Mikil einangrunCE vottuð framleiðsla - Sérsmíði eftir málumGlerjað að innan - Áratuga ending - Næturöndun

Ljósmynd / Eimskip

Morgunblaðið/Ómar

Þarfaþing Námið getur tekið mörg ár og vissara að búa vel á meðan.

Morgunblaðið/Golli

Fljótlegt Búslóðagámar njóta forgangs þegar gámaskipin eru fermd.

Þjónusta „Hvort sempalletta eða heill gám-ur verður fyrir valinuönnumst við flutn-ingana alla leið frá dyr-um á Íslandi og að dyr-um á áfangastaðnum,“segir Þórunn.

Page 4: Mblsine

78MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014

F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð

Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · [email protected] · www.rafver.is

2 eða 4 hraðaBor- og skrúfvélar

14,4 og 18 volt

Frábær ending á rafhlöðum

ASCD W4

■ 18 volta■ Kraftur 158 Nm■ Fyrir ¼" skrúfbita■ 2200 rpm■ Þyngd: 1,5 kg

ASCM 18 QX

■ 18 volta■ 4 hraðar■ Tvær patrónur■ Kolalaus mótor■ Kraftur 90 Nm■ Þyngd: 2,0 kg

með fjölskyldur leiti frekar í nám áhinum Norðurlöndunum þar semþeir geta þar reiknað með meiristuðningi í félagslega kerfinu en eft.d. væri haldið til Bretlands eðaBandaríkjanna. Að sama skapi ervæntanlega meiri áskorun fyrirfólk með maka og börn að haldameð allt sitt hafurtask í nám í fjar-lægum og framandi heimsálfum.“

Upphæðir eftir aðstæðumÍ aðalatriðum veitir LÍN lán fyr-

ir framfærslu nemenda annars veg-ar og fyrir skólagjöldum hins veg-ar. Upphæð framfærslunnar tekurmið af framfærslukostnaði í hverjulandi fyrir sig og þannig eru veitthærri námslán þar sem dýrara erað búa en lægri mánaðarleg upp-hæð annars staðar. Til viðbótar eruveitt lán fyrir ferðakostnaði ogbóka- og efniskaupum, en þar erekki um verulegar fjárhæðir aðræða.

Skólagjaldalán mega ekki verayfir ákveðnu hámarki á öllumnámsferlinum og er þetta hámarkbreytilegt eftir námslandi. Í Banda-ríkjunum er t.d. hámark skóla-gjaldalána nú 44.100 dalir eða um5,3 milljónir króna miðað við gengidagsins í dag. Við dýrustu há-skólana vestan hafs gengur fljótt áþessa heimild ef námsmaðurinnnýtur engra námsstyrkja hjá skól-anum. Námsmenn verða því aðhafa þetta í huga þegar þeir skipu-leggja nám sitt til framtíðar.“

Hrafnhildur bendir jafnframt áað skipulag námsins fellur ekkialltaf alveg að reglum sjóðsins, t.d.ef um launað starfsnám er um aðræða, en þá er það skoðað sér-staklega í hverju tilviki fyrir sig.Eins getur gerst að skipting skóla-ársins í annir og kennsluár reynistólík því sem algengast er á Vest-urlöndum og reynir þá LÍN að

Ásgeir [email protected]

Lánasjóður íslenskra náms-manna býður upp á ým-iskonar lánamöguleikahanda þeim sem stefna á

nám erlendis. Reglurnar eru aðmestu svipaðar og þær reglur semgilda um lán til náms á Íslandi, enþó með nokkrum minniháttar und-antekningum sem nemendur ættuað kynna sér vel.

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir,framkvæmdastjóri LÍN, segir aðundanfarin ár hafi eitthvað dregiðúr umsóknum um lán vegna námserlendis, en það sé í takt við þannsamdrátt sem á sér stað í umsókn-um vegna námslána almennt. „Viðerum að sjá fækkun umsækjenda íheildina. Varð mikil fjölgun nem-enda í háskólanámi árin eftir hrunen sú bylgja virðist nú vera smámsaman að ganga til baka.“

Þá má greina áhugaverðar breyt-ingar á þeim hópi námsmanna sem

stundar nám sitt erlendis. „Hefurtil að mynda orðið veruleg fækkuná umsóknum um lán vegna náms íDanmörku, mögulega vegna þessað sumir íslenskir námsmenn eigaþar kost á námsstyrkjum frádanska ríkinu. Við höfum séð tölu-verða aukningu í áhuga á lækna-námi í Ungverjalandi og nú síðastSlóvakíu og á þessu skólaári hefurorðið tvöföldun á fjölda lánþegasem stunda nám í Kína. Gerist þaðá sama tíma að fækkun er í hópiþeirra íslensku námsmanna semmennta sig í Japan.“

Stærstur hluti íslenskra náms-manna erlendis leitar í nám íSkandinavíu og svo hjá enskumæl-andi þjóðum á Vesturlöndum, ss. íBandaríkjunum og Bretlandi. „Þáer alltaf töluverður fjöldi semmenntar sig í Þýskalandi sem ogHollandi.“

Fjölskyldugerðin virðist líka verabreytileg eftir námslandinu og ættiekki að koma á óvart. „Má reiknameð að þeir námsmenn sem eru

koma til móts við nemendur einsog frekast er unnt. Miklu máliskipti að hafa samband við sjóðinnef einhver vafi leikur á því hverréttindi og skyldur námsmannsinseru.

Er námið lánshæft?Þarf iðulega að undirbúa námið

með góðum fyrirvara. Til viðbótarvið umsóknarferlið við sjálfaskólana verður að tryggja að námiðsé lánshæft. „Sjóðurinn lánar fyrirformlegu háskólanámi við al-

þjóðlega viðurkennda háskóla er-lendis og þarf námið að vera skipu-lagt sem fullt nám,“ útskýrirHrafnhildur og segir að ef ekki hafiverið áður veitt lán vegna náms viðumræddan skóla verði námsmað-urinn að framvísa nauðsynlegumgögnum svo stjórn sjóðsins geti lagmat á hvort skólinn og námið sélánshæft. „Til viðbótar við há-skólanám er einnig mögulegt að fánámslán fyrir sérnámi af ýmsumtoga, s.s. ýmiskonar starfsnámi ogiðnnámi.“

Fækkun í Danmörkuen fjölgun í Kína� Þeir sem stefna á nám erlendis verða að kynna sér vel réttindisín hjá LÍN og undirbúa sig vel � Hægt að fá lán fyrir skólagjöldumog tungumálanámi, en þó háð ákveðnum skilyrðum

Eitt það besta við að stunda nám erlendis er aðlæra nýtt tungumál. Reyndar færist í vöxt að skól-ar um allan heim bjóði upp á alþjóðlegt nám þarsem kennt er á ensku en að vissum skilyrðum upp-fylltum er hægt að fá framfærslulán fyrir tungu-málanámi einu sinni á námsferlinum hjá lánasjóðn-um.

„Lán fyrir tungumálanámi er veitt í eitt, tvö eðaþrjú misseri eftir málsvæði, þar sem nemendur fá

lengri tíma til að læra fjarskyld mál eins og arab-ísku eða kínversku. Er sú krafa gerð að tungu-málanámið fari fram við útlendingadeild háskólaog sé til þess að búa námsmanninn undir formlegtháskólanám sem fer fram á viðkomandi tungumáli.Standa þessi lán ekki til boða vegna náms í Noregi,Danmörku eða Svíþjóð eða í enskumælandi löndumenda reiknað með að flestir hafi ágætan grunn íþeim málum eftir stúdentsnámið.“

AFPVerðmæti Lánasjóðurinn getur hjálpað til við tungumálanám í ákveðnum tilfellum. Kátur karl og kameldýr.

Hvað með að skerpa á arabískunni?

NÁMerlendis

Page 5: Mblsine

79MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014

Ármúla 38 | Sími 588 5010Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-14

BROT AF ÞVÍ BESTA...Allroom Air One þráðlausir hátalatar

„Superior performance“Audio Test, Austria 5-13

„The best wireless speaker wehave heard in its class“ Lyd &Bilde, Norway, 2-2014

Best AirPlay Speaker £400+2013!What HiFi?, oct-13

„Impressively high fidelityaudio... fashionablepackage.“ Technology Tell

5 stars and Group TestWinner!What HiFi!, UK

„A triumph"HiFi & Musik

„Looks great, sounds brilliant“TAP! magazine

„You won't believe yourears!“ Video Magazine

audiopro.com

Morgunblaðið/Golli

Bakhjarl Hjá LÍN er hægt að fálán fyrir náminu, að því gefnu aðnámið samræmist reglum sjóðs-ins. „Sjóðurinn lánar fyrir form-legu háskólanámi við alþjóðlegaviðurkennda háskóla erlendis ogþarf námið að vera skipulagt semfullt nám,“ segir HrafnhildurÁsta Þorvaldsdóttir.

Hrafnhildur segir að mögulega verði á næstuárum ráðist í breytingar á fyrirkomulagilána vegna náms erlendis. Við síðustu endur-skoðun á úthlutunarreglum sjóðsins, síðast-liðið vor, voru upphæðir framfærslu lækk-aðar í þónokkrum fjölda námslanda, aðhámarki 10%. Hrafnhildur lýsir þessarilækkun sem leiðréttingu á upphæð fram-færsluláns þar sem myndast hefði skekkja íframfærslugrunni LÍN yfir langt tímabi.Segir hún tímabært að endurskoða fram-færslu erlendis enda sanngirnismál að fram-færsla námsmanna á Íslandi og erlendis séalls staðar sú sama að teknu tilliti til kostn-aðarauka eða hagræðis sem kann að fylgjabúsetu erlendis.

Lengi vel hafi framfærsluupphæðirnar er-lendis tekið nokkuð óreglulegum breyt-ingum á milli ára, stundum í takt við verð-bólguþróun í hverju landi fyrir sig ogstundum ekki. „Þegar nýtt námsland hefurkomið til skoðunar hefur LÍN leitað viðmið-unar í tölum sænska lánasjóðsins en þar farareglulega fram verðlagskannanir í samstarfivið sendiráð Svíþjóðar um allan heim,“ segirHrafnhildur. „Nú hefur sænski lánasjóðurinntilkynnt að hann, líkt og aðrir lánasjóðir áNorðurlöndunum, muni lána til náms erlend-is miðað við framfærslu í heimalandinu enmeð viðbótarstuðningi í formi ferða- og hús-næðisstuðnings.“

Að sögn Hrafnhildar hefur stjórn lána-sjóðsins ákveðið að skoða betur framfærslu-grunn LÍN erlendis og hefur fengið til liðsvið sig óháða aðila við þá skoðun. Niðurstaðaþeirrar úttektar ætti að liggja fyrir í upphafinæsta árs og verða þá til skoðunar í næstuúthlutunarreglum LÍN fyrir árið 2015-2016.

Hugsanlegarbreytingarhandan viðhornið

Page 6: Mblsine

80MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014

NÁMerlendis

Ásgeir [email protected]

Ásgeir Bjarni Lárussonstundaði allt sitt há-skólanám erlendis, og ekkibara í einu landi heldur

tveimur. „Ég lýk stúdentsprófi fráMenntaskólanum í Kópavogi árið2007 og held beint af stað sama árí nám í framleiðslu- og rek-starverkfræði í útibúi Árósahá-skóla í bænum Herning. Það auð-veldaði ögn þessa ákvörðun aðforeldrar mínir höfðu futt út tilDanmerkur ári áður og bjuggueinmitt í Árósum en voru svo fluttaftur til baka til Íslands þegar éghafði lokið tveimur námsárumúti.“

Ekki nafli alheimsinsÁsgeir undi sér vel í Herning þó

hann segi bæinn kannski ekkivera nafla alheimsins. Þaðan erum klukkustundarferðalag til Ár-ósa og vegalengdin til Kaup-mannahafnar ögn styttri en fráReykjavík til Akureyrar. „Þettareyndist miklu betri staður en éghafði búist við, námið sjálft varvitaskuld gott en fyrir utan skóla-stofuna var margt í boði. Herninger ekki stór bær en „huggulegur“,mikill íþróttabær og miðstöð fyrirýmsa stóra íþrótta- og tónlistar-viðburði. Góður andi var meðalnemendanna og oft mikið fjör ástúdentabarnum.“

Að sögn Ásgeirs voru það flutn-ingar foredra hans til Danmerkursem urðu til þess að hann fór aðskoða af alvöru þann mögueika aðlæra verkfræðina annars staðar ená Íslandi. „Ég hafði fengið inni hjáHáskólanum í Reykajvik og áttinánast bara eftir að borga skóla-gjöldin þegar ég uppgötva þennanskóla. Ég kveikti strax á perunniað það væri eftir miklu meira aðsækjast ef ég myndi ljúka gráð-unni í öðru landi þar sem ég fengiað kynnast nýjum hlutum og nýjufólki.“

Bachelor-gráðan tók þrjú oghálft ár og tók þá við stutt vinnu-törn hjá ekki amalegra fyrirtæki

en Bang & Olufsen. „Sem hluti afnáminu hafði ég verið i starfs-þjálfun hjá þeim og unnið loka-verkefnið mitt undir verndarvægB&O. Mín beið áhugavert verkefnihjá þeim að náminu loknu en fljót-

lega hélt ég áfram til Bretands ímeistaranám.“

Mastersgráða í hvelliNú lá leiðin í Háskólann í War-

wick. „Mastersnámið tók tólf mán-

uði, og er það í dag vaninn viðflesta breska háskóla.

Fyrir vikið var námsálagiðmeira og kannski minni tími til aðdrekka í sig menninguna ogmannlifið á staðnum, en engu að

síður ánægjulegur og gefanditími.“

Ásgeir segir greinilegastamuninn á Warwick og Herningað í breska skólanum var nem-endahópurinn mun fjölbreyttari.„Danir voru í yfirgnæfandimeirihluta í Herning en fólk fráöllum heimshornum í meirihlutaí Warwick. Um leið fylgdu skól-anum ýmsar breskar háskóla-hefðir og virkt félagslíf en afturvarð hraðinn í náminu til þess aðlítill tími gafst fyrir annað enbókalestur.“

Varð Háskólinn í Warwick fyrirvalinu út af náminu frekar enstaðsetningunni. Warwick er íBretlandi miðju og svæðið frekarrólegt en fjarri því líflaust.„Námsbrautin þóti mjög góð og áþessum tíma var háskólinn aðmælast með þeim bestu í Bret-landi, þó eitthvað hafi þeim hrak-að í mælingunum síðan þá.“

Í dag er Ásgeir kominn afturtil Íslands, ánægður með náms-gráðurnar og ekki síður með þáreynslu sem dvölin erlendis veittihonum. Er ekki laust við að hannsé orðinn ögn danskur og ögnbreskur eftir samtals fimm ár íútlandinu, og hafi tileinkað sérsumt það besta frá báðum þjóð-um.

Áætlanagerð og stundvísi„Maður kemst t.d. að þvi þegar

búið er erlendis að Íslendingarhafa sín sérkenni og ekki endi-lega alltaf góð. Þurfti ég fljótt aðvenjast því í Danmörku að Dan-inn er ákaflega stundvís og geriráætlanir langt fram í tímann. Ís-lendingurinn, vitaskuld, er ámargan hátt villtari, og fylgir„þetta reddast“-reglunni.“

Hann segir líka dvölina erlend-is til þess gerða að kenna náms-manni aukið sjálfstæði. „Þegar úter komið upplifir maður fljótt aðöryggisnetið er ekki lengur þaðsama og í heimalandinu og jafn-vel einföldustu hlutir geta orðiðflóknir og erfiðir. Verður maðurað temja sér ákveðna úrræðasemitil að takast á við allt það semgetur komið upp.“

„Eftir miklu meira að sækjast ef égmyndi ljúka gráðunni í öðru landi“� Eignaðist vini frá öllum heimshornum í samtals fimm ára löngu háskólanámi í Danmörku og Bretlandi� Ásgeir Bjarni vann lokaverkefið í bachelornáminu í Danmörku undir verndarvæng Bang & Olufsen

Ljósmynd / Víkurfréttir

Félagar Ásgeir með vinum sínum úr náminu í Bretlandi. Nemendahópurinn þar var mjög fjölþjóðlegur.

Tækifæri „Ég kveiktistrax á perunni að þaðværi eftir miklu meiraað sækjast ef ég myndiljúka gráðunni í öðrulandi þar sem ég fengiað kynnast nýjum hlut-um og nýju fólki,“ seg-ir Ásgeir.

Með mastersgráðuna i vasanum hefði Ásgeir ef-laust getað fundið sér vinnu hvar sem er í heim-inum. Hann valdi þó að snúa aftur til Íslands. „Einsog það virðist vera mikið ævintýri að fara út íheim eftir að hafa búið alla ævi á Íslandi þá verðurþað ævintýralegt að uppgötva Ísland á ný eftirlanga fjarveru erlendis. Ég hafði fylgst úr fjarskameð öllu því sem gerst hafði í samfélaginu ogáhugavert að koma aftur og sjá þær breytingarsem höfðu orðið þessi fimm ár sem ég var í burtu.“

Ásgeir segir ekki hafa verið erfitt að smella aft-ur inn í íslenskt samfélag og auðvelt að taka uppþráðinn þar sem frá var horfið með vinum og ætt-

ingjum. „Þegar ég var úti, sérstaklega fyrstu miss-erin, fannst mér stundum eins og ég væri að missaaf öllu með því að vera ekki á Íslandi. Ég gat séð áFacebook að vinirnir voru að skemmta sér og upp-lifa alls kyns tímamót í lífinu. Þegar ég skaustheim til Íslands um jól og í sumarfríum uppgötvaðiég hins vegar að þrátt fyrir allt það sem ég var aðmissa af uppi á Íslandi var ég að upplifa eitthvaðannað, og oft mikið meira, í útlandinu. Þegar égsvo kom heim voru vinirnir enn á sínum stað, ogþau sambönd sem höfðu skipt mig mestu þegar éghélt út í heim voru enn óbreytt, nema hvað ég varreynslunni ríkari.“

Ísland ævintýralegt eftir langa fjarveru

Page 7: Mblsine

82MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014

NÁMerlendis

Ásgeir [email protected]

Ásdís Sigurðardóttir og unnusti hennarJón Pétur Jóelsson völdu Noreg semsitt námsland eftir að hafa vegið vand-lega og metið þann félagslega stuðn-

ing sem þau og börn þeirra myndu fá á meðaná náminu stæði.

Ásdís er með BSc-gráðu í vélaverkfræði fráHÍ en Jón Pétur er með BSc-gráðu í líftæknifrá HA. Bæði leggja þau stund á mastersnám íÞrándheimi við alþjóðlega háskólann NTNUen áður bjó fjölskyldan á Akureyri.

„Við vildum bæði stunda okkar framhalds-nám erlendis og sáum fram á að tækifæriðværi nú eða aldrei á meðan börnin eru ekkieldri. Við sáum líka fram á að verandi með tvöbörn yrði mikilvægt fyrir okkur að stundanámið þar sem stutt væri vel við bakið á barna-fólki og því vænlegast að við fyndum okkur há-skóla á Norðurlöndunum.“

Lengi að fá full réttindi í Danmörku

Segir Ásdís að margir áhugaverðir háskólarhafi komið til greina, hver öðrum betri, en fjöl-skylduvænt umhverfið í Noregi hafi gert út-slagið. „Við sáum t.d. fram á það að ef við sett-umst að í Danmörku þá myndum við aðeins fá25% barnabætur fyrsta hálfa árið, svo 50% ogþannig koll af kolli og ekki verða komin meðfull réttindi í félagslega kerfinu fyrr en eftirtveggja ára dvöl. Í Noregi fá Íslenskir for-eldrar hins vegar full bótaréttindi á fyrstadegi, og til viðbótar fá námsmenn ókeypis leik-skólapláss.“

Einnig spilaði inn í að auðveldara var aðflytja fjölskyldubílinn inn til Noregs. „Éghringdi í viðkomandi yfirvöld í hverju landi ogfékk reglurnar á hreint og sá að innflutningurbílsins yrði mun flóknari og dýrari ef viðmyndum velja Danmörku. Í Noregi getum viðhaft okkar íslenska bíl í tvö ár, eða einmittþann árafjölda sem við erum í námi. Bíllinn fer

svo aftur til baka til Íslands með okkur meðNorrænu.“

Það innsiglaði ákvörðunina að NTNU gatlofað Ásdísi og Jóni fjölskylduíbúð. „Við feng-um boð um skólavist á öllum þeim stöðum þarsem við sóttum um. Ég hringdi til Þrándheims,

sagði fulltrúum skólans hvernig málum varháttað og sagði þeim að NTNU yrði fyrir val-inu ef við gætum stólað á að fá fjölskylduíbúð áskólagörðum. Degi síðar fékk ég loforð fráskólanum um íbúðina og þar með var ákvörð-unin endanlega tekin.“

Byrja snemma að finna sumarvinnu

Ásdís lætur vel af gæðum námsins og þykirvistin sömuleiðis fjarskagóð hjá frændum okk-ar í austri. Er hún jafnvel á því að meira sé fyr-ir fjölskylduna gert en ef þau hefðu valið aðtaka mastersnámið á Íslandi. Tókst bæði Jóniog Ásdísi líka að tryggja sér sumarvinnu og aðsögn eru norsku launin ekkert til að kvarta yf-ir. „Er gaman að segja frá því að ég þurfti aðsækja um sumarvinnuna strax í byrjun vetrar,og var í atvinnuviðtölum í október og nóv-ember. Fyrirtækin hér taka þessar sum-arráðningar greinilega alvarlega og hafa áþeim langan fyrirvara.“

Hjálpar líka að fleiri íslenskar fjölskyldureru í námi við skólann, hópurinn samheldinnog allir af vilja gerðir að hjálpa og veita góðráð. Er heldur ekki svo langt að ferðast til Ís-lands sem þýðir að stundum má leita til ætt-ingja þar um vel metinn stuðning. „Kom húnmóðir mín þannig í heimsókn til okkar í þrjárvikur í sumar til að passa stelpurnar á meðanleikskólinn var lokaður. Gátum við Jón þá ámeðan unnið ótruflað í gegnum sumarfríið.“

Fundu fjölskylduvænt nám í Noregi� Eftir að hafa skoðaðvandlega og borið samanstuðning við barnafólk áNorðurlöndunum varð úrað Ásdís Sigurðardóttir ogfjölskylda settu stefnunabeinustu leið á Noreg

Buna Iðunn, Ásdís og Freyja á skíðum, rétt eins og er til siðs hjá heimamönnum.

Undur Iðunn og Freyja við Trollstigen.

Upplifun Iðunn, Ás-dís, Jón Pétur ogFreyja á ferðalagium Noreg. Landiðer stórt og fagurt ogmörg tækifæri tilútivistar.

Námið við NTNU fer fram á ensku en Ás-dís segir norskuna samt koma fljótt ígegnum daglegt amstur heimilismeð-lima. Hún var ánægð með að þurfa ekkiað taka TOEFL, alþjóðlega enskuprófið,til að senda inn með háskólaumsókninni.„Það var ein af ástæðum þess að við höfð-um ekki áhuga á námi í Bretlandi eðaBandaríkjunum, Þýskalandi eða Hol-landi, því auk þess að eiga þar von á alltöðruvísi félagslegri þjónustu fyrir börninþá nenntum við hreinlega ekki suður tilReykjavíkur til að taka þetta próf,“ segirÁsdís glettin.

Aðspurð segir hún að það hafi gengiðmjög áreynslulaust að aðlagast norskusamfélagi og siðum. „Þetta hefur veriðofboðslega þægilegur tími allt frá því viðkomum hingað fyrst. Við höfum eignastokkar norsku vini í gegnum skólann ogreynt að temja okkur ýmsa siði Norð-manna eins og að stunda útivist af mikl-um krafti.“

Ásdís segir að Norðmennirnir séu svoduglegir við útivistina að nærri láti aðsumir samnemenda hennar komi ágönguskíðunum í skólann. „Allir virðasteiga fjallakofa þar sem þeir verja frítímasínum um helgar og skella sér á skíði. Viðreynum að vera dugleg og fara meðbörnin í brekkurnar í kringum Þránd-heim eða Lillehammer þegar tækifærigefst og væri gaman að verja góðri helgií „hytte“ einhverntíma í vetur.“

Þá þykir Ásdísi það líka mikill kosturvið Noregsdvölina hversu stutt er til ann-arra landa og ekki dýrt að fljúga hingaðog þangað í Evrópu. „Bekkurinn skelltisér t.d. í hræódýra ferð til Póllands, ör-stutt að aka til Svíþjóðar og flugmiðinn tilLundúna kostar alls ekki mikið.“

Samt segir Ásdis vistina ekki það góðaað ekki komi til greina að snúa aftur tilÍslands eftir námið. Tengingin við Íslander sterk og Akureyri staðurinn þar semhjartað slær. „En við erum opin fyrir ölluog leyfum framhaldinu að ráðast af þvíhvaða möguleikar bjóðast okkur eftirnámið. Við sjáum alltént fram á að ef viðílengjumst hér í Noregi þá verðum viðfljótari að safna fyrir fyrstu innborgun áíbúð.“

„Ofboðslegaþægilegur tími“

Page 8: Mblsine

84MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014

NÁMerlendis

Ásgeir [email protected]

Haraldur Sveinn Rafnar er núá þriðja ári í læknisfræði-námi í Slóvakíu. Hannstundar námið við Come-

nius University í Bratislava enlæknadeildin, Jessenius Faculty ofMedicine, er í smáborginni Martin.

Þá ákvörðun að halda til Slóvakíu ínám bar brátt að. Haraldur hafðilokið stúdentsprófi frá Mennta-skólanum í Reykjavík, þreytt inn-tökupróf í læknadeild en naumlegamisst af plássi. „Ég sá því fram á aðhefja nám í lífefna- og sameinda-líffræði við HÍ um haustið. En þágerist það að faðir minn rekur auguní örlitla frétt í einu dagblaðanna umað þá um sumarið fari fram á Íslandiinntökupróf í læknanámið i Slóvakíu.Ég slæ til, næ prófinu og er kominnút til Slóvakíu viku síðar.“

Hefðu verið mistök að fara ekki

Haraldur segir það hafa verið auð-velda ákvörðun að taka stökkið út.„Það hefðu verið mikil mistök aðgrípa ekki þetta óvænta tækifæri.“

Er hann með fyrstu Íslending-unum til að stunda læknisfræðinám íSlóvakíu en undanfarin ár hefurtöluverður straumur nema legið ílæknisnám í Ungverjalandi. SegirHaraldur námið vera fyrsta flokksog fyllilega sambærilegt við lækn-isfræðinámið á Íslandi. Að náminuloknu hefur Haraldur réttindi til aðstarfa sem læknir hvar sem er í Evr-ópu. Hann segist geta hugsað sér aðstunda sérfræðinám í Bandaríkj-unum þegar námstímanum í Slóvak-

íu lýkur og fari svo að hann viljistarfa þar við lækningar þarf hannað standast bandarískt réttindapróf.

„Hér við deildina er mælt með þvíað nemendur stundi starfsþjálfunsjötta ársins í því landi þar sem þeirhyggjast vinna að námi loknu ogvonast ég til að fá inni hjá íslenskumspítala þegar þar að kemur.“

Haraldur lítur svo á að til viðbótarvið góða þekkingu í læknavísindumsé hann að öðlast aukið forskot ogverðmætan persónulegan þroskameð því að stunda námið erlendis.Hann hafi þannig þurft að laga sigað nýjum aðstæðum í fjarlægu landi,læra nýtt tungumál og kynnastöðruvísi samfélagsgerð. „Kennslan

fer fram á ensku en fljótlega í nám-inu er ætlast til að nemendur séubúnir að ná nægilegum tökum á sló-vakísku til að geta sinnt stofugangimeð heimamönnum. Aðstæður kallaá það að maður ýti sjálfum sér útfyrir þægindarammann og leggi sigenn meira fram.“

Þá er vistin í Slóvakíu skemmtilegog gefandi og ekki amalegt fyrirsprækan og ungan pilt frá Íslandi aðkynnast Slóvökunum náið. „Ég hefaðlagast nokkuð vel og náð ágætumtökum á málinu, ekki síst vegna þessað ég byrjaði strax að reyna aðblandast heimamönnum. Sumumhættir til, og sé ég það t.d. greinilegahjá norsku samnemendunum, að

blanda mest geði við fólk frá eiginheimalandi en hika við að fara einirút á meðal Slóvakanna. Ef mennslysast til að halda sig með sínum„ættbálki“ eru þeir þeim mun lengurað kynnast almennilega því nýja um-hverfi sem þeir eru komnir í.“

Með margar kærustur?Haraldur leigir herbergi í gömlu

húsi af öldruðum hjónum og læturvel af vistinni. Hann segir gamlakarlinn stunda það reglulega aðspyrja tíðinda og grennslast fyrirum hvort íslenski læknaneminn séekki örugglega kominn með nokkrarkærustur í bænum. „Leigusalarnireru hið ljúfasta fólk, og Slóvakarraunar almennt vandaðir og gest-risnir.“

Segist Haraldur aldrei hafa fundiðfyrir mikilli heimþrá eða menningar-legum núningi. „Maður verður aðmuna, þegar komið er á svona stað,að hlutirnir eru ekki endilega eins ogheima en þurfa ekki að vera verrifyrir það. Sá sem fer t.d. á slóvak-ískan hamborgarastað gæti orðiðfyrir vonbrigðum, og haldið þar meðað allur matur í landinu væri vondur,en ef þeir kunna ekki að gera ham-borgara vel þá er örugglega einhverannar réttur að hætti heimamannasem má njóta í staðinn, ef menn baraþora að vera nógu ævintýragjarnirog prófa sig áfram.“

Þá hefur það ýmsa kosti að verabúsettur svona mitt í Evrópu. „Eftækifæri gefst er ekki langt í rót-grónar menningarborgir, hvortheldur sem leiðin liggur til Brat-islava, Prag eða Vínarborgar, Búda-pest eða Kraká.“

Ýtt út fyrir þægindarammann� Íslendingur í læknanámi í litlum bæ í miðri Slóvakíu lætur vel af bæði náminu og heimamönnum� Kennslan fer fram á ensku en ætlast til að nemendur læri slóvakísku og geti sinnt stofugangi

Brattir Haraldur með föður sínum Karli Ólafssyni. Myndin er tekin þegarforeldrar Haralds heimsóttu unga námsmanninn í hjarta Evrópu.

Öðruvísi Eins og við er aðbúast er kemur margt í Sló-vakíu íslendingum spánsktfyrir sjónir. Haraldur meðlíkamsræktarstöð bæjarins íbaksýn.

Langar dvalir erlendis eigaþað til að þroska fólk. Meðþví að verja tíma í framandiumhverfi gefst oft tækifæritil að líta inn á við, speglaeigin siði og venjur í nýjusamfélagi og sjá tilverunafrá fleiri en einu sjón-arhorni.

Haraldur segir að þegarhann líti til baka hafi hannverið óttalegur krakki þegarhann kom fyrst til Slóvakíurétt rúmlega tvítugur.

„Eitt af því sem svonadvöl kennir fóki er að mann-eskjan er eins sama hvertvið ferðumst. Þó svo aðtungumálaörðugleikar komistundum í veg fyrir að viðgetum skilið hvert annað ogsiðir í sumum löndum getivirst mjög framandi, þá erfólk samt alltaf fólk.“

Sér Haraldurekki eittaugnablik eftir þeirriákvörðun að hafa valið há-skólanám erlendis. „Ef valiðstendur á milli þess að læratiltekna námsgrein eðastunda tiltekna iðju á Íslandieða í útlöndum ætti fólk hik-laust að fara út.“

„Ættu hik-laust aðfara út“