20
VEGAGERÐIN Umferðarspá Milli lands og Eyja Friðleifur Ingi Brynjarsson 10/16/2012 Spá um þróun farþegaflutninga með ferju milli lands og Eyja til ársins 2032

Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

VEGAGERÐIN

Umferðarspá Milli lands og Eyja

Friðleifur Ingi Brynjarsson

10/16/2012

Spá um þróun farþegaflutninga með ferju milli lands og Eyja til ársins 2032

Page 2: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

1

Formáli

Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja, en þegar á

leið og milliniðurstöður útreikninga lágu fyrir varð mönnum ljóst að Landeyjahöfn takmarkar

stærð nýrrar ferju en ekki spá um farþega- eða bílafjölda.

Spáin átti í upphafi að vera mun ítarlegri þar sem tekið væri tillit til vikudaga út frá

raungögnum og ýmissa undirþátta farþega, bíla og vöruflutninga, en þar sem gagnsemi þess

var ekki jafn afgerandi og í upphafi var lagt upp með var spáin stytt og miðast nú eingöngu

við þróun heildarfarþegafjölda með Herjólfi.

Einnig hefði verið fróðlegt, ef tími hefði unnist til, að skoða vandlega nýtingu ferjunnar.

Ákjósanleg flutningsþörf: Þörf íbúa til að geta ferðast og flutt vörur og varning óhindrað milli

staða.

Tilgangur spárinnar

Tilgangur spárinnar er að meta mögulega þróun farþegafjölda milli lands og Eyja svo áætla

megi umfang ferjusiglinga til Eyja í framtíðinni.

Page 3: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

2

1.0 Þróun íbúafjölda í Vestmannaeyjum

Búseta í Vestmannaeyjum er mjög háð verðmætasköpun í fiskvinnslu og útgerð, eins og á svo

mörgum öðrum stöðum á Íslandi.

Þróun íbúafjölda í Vestmannaeyjum frá 1889 sýnir að fjölgun á sér stað í tveimur mjög

stórum stökkum þar sem koma nokkur ár stöðnunar inn á milli. Mestur íbúafjöldi verður árin

1971 – 1972 þegar íbúatalan fer vel yfir 5000, en eftir að eldgos verður í Eyjum árið 1973

hrapar íbúafjöldinn niður í um 4.400 manns. Árin á eftir hefst aftur tímabil með lítilli

aukningu fram til ársins 1990 en eftir það verður stöðugur samdráttur til ársins 2006, síðan þá

hefur íbúafjöldinn aftur tekið að vaxa, en rólega.

Mynd 1.

1.1 Spá um þróun íbúafjölda

Sé gert ráð fyrir að engar stórkostlegar breytingar eigi sér stað á lífríki sjávar og á

kvótakerfinu næstu 20 árin má ætla, með tilkomu nýrrar Landeyjahafnar, að framleiðni og

búsetuskilyrði í Eyjum batni á næstu árum. Þetta leiðir síðan til þess að íbúum muni fjölga á

spátímanum.

Erfitt er að gera sér grein fyrir hversu mikil aukningin verður á næstu árum en ekki er ólíklegt

að hún geti orðið á bilinu 0,25 – 1% á ári.

Með því að spegla neikvæða þróun síðustu 20 ára yfir í jákvæða, sjá mynd nr. 1, fæst 0,8%

árlegur vöxtur. Þetta leiðir til þess að árið 2032 verður íbúafjöldinn í kringum 5000 manns og

heildar fjölgun íbúa verður um 17% á tímabilinu, sjá meðfylgjandi línurit.

Page 4: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

3

2.0 Þróun farþegaflutninga með Herjólfi frá 1992

Landeyjahöfn opnaði 21.

júlí 2010.

Fram að opnun

hafnarinnar eða milli

áranna 1992 - 2009 óx

farþegafjöldinn um 5,8%

að jafnaði á ári en á milli

áranna 2009 og 2010 tók

vöxturinn mikinn kipp,

eins og sést á mynd nr.

2. þá jókst

farþegafjöldinn um

66,1% milli ára, enda

meira svigrúm til að

fjölga ferðum á dag.

Milli 2010 og 2011 varð

hins vegar 26,2% vöxtur. Mynd 2

2.1 Þróun farþegaflutninga eftir mánuðum frá 1992 - 2009

Ætla mætti, vegna þeirrar fylgni sem mælist milli farþegafjölda og heimsókna erlendra

ferðamanna til landsins (sjá kafla 5.0 hér á eftir) og þeirrar staðreyndar að þróun íbúafjölda í

Vestmannaeyjum hefur verið neikvæð frá 1990 að telja, sjá kafla 1, að helstu

ferðamannamánuðirnir júní, júlí og ágúst væru að e.t.v. að bera uppi þá aukningu sem mælst

hefur á tímabilinu. Sé hins vegar þróun einstakra mánaða skoðuð með því að draga fylgni-

línur við farþegafjölda hvers mánaðar sést á niðurstöðum þessa línurits að sama tilhneiging er

í öllum

mánuðum

ársins.

M.ö.o. að

þróun

farþega-

flutninga í

einstaka

mánuðum

sýnir litla

sem enga

fylgni við

íbúaþróun í

eyjum.

Mynd 3.

Þá getur aðeins eitt komið til greina, það er sú staðreynd að eyjabúar hljóta að vera að ferðast

oftar á milli lands og Eyja á sama tíma og heimsóknum ferðamanna fjölgar.

Ekki vannst tími til að kanna það hvort eyjaskeggjar ferðast meira v/þess að ferðum fjölgaði

eða hvort nýting ferjunnar jókst, á þessu tímabili.

Page 5: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

4

3.0 Farþegaflutningar miðað við árstíma

Á mynd nr. 4, kemur fram meðalhlutfall farþega í hverjum mánuði á tímabilinu 1992 – 2009.

Af þessari mynd má lesa, eins og búast mátti við skv. reynslu Vegagerðarinnar af

þjóðvegakerfinu almennt, að nokkur ójöfnuður er á milli mánaða þannig að sumarmánuðirnir

júní, júlí og ágúst eru lang stærstir með samanlagt um 47% af farþegaflutningum ársins að

jafnaði. Þar af er ágúst að jafnaði stærstur með um 17% af árlegri farþegaveltu og febrúar

minnstur með tæplega 4% af árlegum farþegaflutningum.

Mynd nr. 4

Ójöfnuður milli mánaða vex enn frekar, fyrsta heila árið, eftir opnun Landeyjarhafnar sbr.

mynd nr. 5. Þá sést að júní, júlí og ágúst eru áfram lang stærstir en heildar hlutfall þeirra vex

úr 47% í tæp 60% af farþegafjölda þess árs. Júlí mánuður var stærstur með rúm 20% af

farþegaveltunni en febrúar er áfram lægstur með einungis 2,4% af ársveltunni. Hér þarf að

hafa í huga að febrúar er stystur mánaða.

Mynd nr. 5

Page 6: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

5

4.0 Fjöldi farþega eftir vikudögum

Þar sem ákveðið var að takmarka vinnu við skýrsluna, eins og áður hefur komið fram, vannst

ekki tími til að kafa ofan í raungögn Herjólfs til að kanna hvort hægt væri að kalla fram fjölda

farþega eftir vikudögum heldur var ákveðið að nota nálgun með samanburði við

umferðarteljara í landi. Við val á samanburðarteljara var notuð svipuð aðferð og Vegagerðin

beitir á þjóðvegakerfið til þess að bera saman umferðarteljara með svipuð eðliseinkenni.

Þegar Vegagerðin flokkar bílaumferð eftir árstímum reiknar hún meðaltöl, skv. eftirfarandi: ÁDU = Ársdagsumferð = meðalumferð á dag alla daga ársins.

SDU = Sumardagsumferð = meðalumferð á dag mánuðina júní – september ár hvert.

VDU = Vetrardagsumferð = meðalumferð á dag mánuðina janúar-mars+desember ár hvert.

Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að beita nákvæmlega sömu aðferðarfræði á farþegafjölda

með Herjólfi þ.e. beint samband er milli umferðar og farþegaflutninga.

Meðalfjölda farþega á dag, alla daga ársins, mætti skammstafa sem ÁDF. Meðalfjölda

farþega á dag yfir sumartímann sem SDF og meðalfjölda farþega yfir vetrartímann sem VDF.

2011 tölur Herjólfs gefa því eftirfarandi, skv. þessari aðferð:

ÁDF = 765(farþega/dag) => er meðal farþegafjöldi í maí næst þessu hlutfalli.

SDF = 1.430(farþegar/dag) => er meðal farþegafjöldi í júní næst þessu hlutfalli.

VDF = 255(farþegar/dag) => er meðal farþegafjöldi í desember og janúar næst þessu hlutfalli.

Eðliseinkenni farþegaflutninga með Herjólfi er því ÁDF/SDF = 0,508. Með þetta hlutfall má

leita uppi umferðarteljara með svipað hlutfall og einkenni til að áætla með nokkuð góðri

nákvæmni hvernig vikuleg dreifing farþega verði með Herjólfi.

Nærtækast er þó að nota teljara á Landeyjahafnarvegi sjálfum þótt ÁDU/SDU hlutfall sé

örlítið hærra eða = 0,603 þá verður að horfa til þess hversu nátengdur þessi teljari er

umferðinni með Herjólfi.

Ekki vannst tími til að leiðrétta fyrir lokun Landeyjahafnar og siglingum til Þorlákshafnar.

Ath. skv. 2011og 2012 tölum má búast við því að u.þ.b. 4 farþegar séu á hvert ökutæki, sem

flutt er með Herjólfi. Út frá farþegatölum má því áætla fjölda ökutækja.

Þá fást eftirfarandi niðurstöður, m.v. 2011 farþegatölur:

ÁDF tímabil: Að jafnaði,skv. mynd nr.

6, má búast við því að sunnu- og

föstudagar séu stærstir með rúmlega

16% af vikudagsumferðinni, hvor

dagur. Þriðjudagar eru að jafnaði

lægstir með með rúmlega 12% hlut af

vikudagsumferðinni.

Mynd 6

Page 7: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

6

SDF tímabil: Áfram eru föstu- og

sunnudagar stærstir, skv. mynd nr. 7,

með rúmlega16% hlut í

vikudagsumferðinni, hvor dagur. Einnig

eins og áður eru þriðjudagar lægstir

með 12% hlut í vikudagsumerðinni.

Mynd 7

VDF tímabil: Skv. mynd nr. 8, kemur

upp allt önnur sviðsmynd en í hinum

tveimur á undan. Hérna eru það

miðvikudagar sem eru stærstir með

rúmlega 17% hlut í vikulegum

farþegatölum. Laugardagar eru aftur á

móti lægstir með tæplega 9% af

farþegafjöldanum í viku hverri.

Hér kann að spila inn í að hættara er við

því, m.v. núverandi skip, að ferðir um

Landeyjahöfn falli niður á veturna og því

verði að sigla til Þorlákshafnar í staðinn. Mynd 8

Þetta skekkir myndina aðeins og er jafnframt einn aðal ókosturinn við notkun

viðmiðunarteljara á Landeyjahafnarvegi. Hafa skal þó í huga að meðalfarþegafjöldinn á

veturna er tæplega 1/6 sumarumferðar og því skekkir þetta e.t.v. heildarmyndina ekki eins

mikið og ætla mætti, þótt vetrarmyndin sé allt öðruvísi.

5.0 Fylgni

Lítil fylgni er með íbúaþróun á öllu landinu og íbúaþróun í Vestmannaeyjum eða um 40%, sjá

mynd nr. 9. (ath.

grunnár vísitölu á mynd

nr. 9 er 1927).

Ef farþega-, íbúa- og

ferðamannafjölda er

breytt í vísitölur með

grunnárið 1994 = 100

má fá út að lítil sem

engin fylgni virðist vera

með fjölda farþega með

Herjólfi og þróun

íbúafjölda í

Vestmannaeyjum frá

árinu 1992 – 2011, sjá

mynd 10, hér á eftir. Mynd nr. 9

Page 8: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

7

Þegar, aftur á móti, komur erlendra ferðamanna til Íslands eru bornar saman við þróun

farþegafjöldans með Herjólfi, á áður nefndu tímabil mælist nokkur fylgni eða 69%. Þar sem

árin 2010 og 2011 voru óvenjuleg í þróun farþegafjölda með Herjólfi, vegna þess að

flutningar færðust til Landeyjahafnar árið 2010, var ákveðið að kanna fylgnina þegar horft

væri fram hjá þeim árum. Þá kemur í ljós að mun meiri fylgni eða 81%, sjá mynd 10 hér að

neðan.

Mynd nr. 10

Loks var rýnt í umferðartölur frá umferðarteljara í Þrengslunum á bilinu 1992 - 2009 og kom

það skýrsluhöfundi ekki á óvart að þar mældist mesta fylgnin milli farþegafjölda og umferðar

eða 90%.

Ljóst er, af þessum samanburði, að umferðartölur hafa hæsta forspárgildið um þróun

farþegafjölda með Herjólfi, enda náskyldar stærðir.

Fylgnin er reiknuð út með því að finna Pearsons-stuðulinn r

rxy = _______ NΣXY – (Σx)(ΣY)_____

√[ NΣX2– (Σ X)

2] [NΣY

2– (Σ Y)2]

Þar sem r2 segir til um hversu mikill hluti af breytingu á y skýrist af breytingu á x => %.

6.0 Mettun og ákjósanleg reikningsleg flutningsgeta

Hér á eftir er því velt upp hvort mettun geti átt sér stað í farþegafjölda með Herjólfi í náinni

framtíð.

Miðað við fyrirliggjandi gögn um fylgni er vel hægt að draga þá ályktun að farþegum til og

frá Vestmannaeyjum muni fjölga nokkuð óháð íbúaþróun þar til mettun nálgast.

En hvenær má búast við að alger mettun eigi sér stað og hver verður hún?

Page 9: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

8

Þrátt fyrir að í fortíðinni hafi farþegafjöldi með Herjólfi vaxið óháð íbúafjölda í Eyjum kemur

að þeim tímapunkti að íbúafjöldinn skipti meira og meira máli. Hvenær þetta gerist er háð

flutningsgetu þess skips eða skipa sem verða í flutningum milli lands og Eyja.

Skýrsluhöfundur miðar útreikninga sína við að stærð algerrar mettunar jafnist á við þann

fjölda bíla/farþega sem gæti ferðast óhindrað til og frá Eyjum eins og þangað lægi þjóðvegur

t.d. um brú eða göng.

Með síauknum fjölda ferðamanna er þó ekki víst að mettunarmörkin verði alveg lárétt, heldur

muni þau fylgja ,,trendinu" hlutfallslega.

Skv. rannsóknum/umferðarkönnunum Vegagerðarinnar er hlutfall erlendra ferðamanna í

umferðinni ca 6%, á ársgrundvelli. Hugsa má sér að það sé yfirfært á ímyndaðan þjóðveg til

Eyja þá gæti árlegur 7,5% vöxtur (sbr. vöxtur ferðamanna 1992 - 2011) leitt til um 0,5%

árlegs meðalvaxtar eftir að mettun næst v/íbúaþróunar. Það er því e.t.v. nær að kalla þetta

,,aðfellu“ í stað mettunar.

Það skal skýrt tekið fram að hér er einungis um fræðilega stærð að ræða þ.e. til þess að mettun

náist með ferju mætti t.d. kostnaður við að ferðast með Herjólfi ekki vera mikið meiri en sem

næmi þeim kostnaði sem félli til við að aka frá Eyjum í land. Framboð ferða þyrfti einnig að

aukast á sama tíma þ.e. tíðni ferða. Þrátt fyrir að þessi skilyrðum yrði fullnægt verður ávalt

óhagkvæmara að sigla en að aka þar sem að það tekur lengri tíma að sigla og slíkt eitt og sér

dregur úr ferðahvata.

Ef miða á við eitt skip þarf ákjósanleg flutningsgeta þess að vera slík að það geti tekið við

sambærilegum fjölda bíla og farþega sem kæmist um ímyndaðan þjóðveg til Eyja, á þeim tíma

sem það tekur skipið að sigla fram og til baka eða einn hring, t.d. yfir sumartímann sem

svarar til 1/3 hluta úr

ári. Það sem

skýrsluhöfundur

kallar mettun í

umferð/farþegafjölda

svarar því, í raun, til

ákjósanlegrar

flutningsgetu milli

lands og Eyja.

Skv. upplýsingum frá

Eimskip tekur það

u.þ.b. 3 (klst) fyrir

Herjólf að fara einn

hring. Til þess að

Herjólfur geti mætt

ákjósanlegri

flutningsþörf íbúa í Mynd 11

Eyjum verður skipið að geta flutt þann fjölda bíla og varnings sem færi á þremur

klukkustundum eftir þjóðvegi til Eyja, sbr. áður. Mynd nr. 11 sýnir hlutfallslega

klukkustundardreifingu umferðar um Landeyjahafnarveg sumarið 2011. Miðað við þessa

dreifingu þá þarf skipið að geta annað um 25% af heildarumferð yfir sólarhringinn, þegar hún

er mest. Eðli málsins samkvæmt tekur dreifingin mið af áætlun Herjólfs, en samanlagt 3klst

heildarhlutfallið kemur nokkuð heim og saman við rannsóknir Vegagerðarinnar á

hlutfallslegri dreifingu umferðar á þjóðvegakerfinu, sbr. upplýsingar á meðfylgjandi slóð:

http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Klukkustundarumferd_2008/$file/Klukkustundaru

mfer%C3%B0%202008.pdf

Page 10: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

9

6.1 Umferð um ímyndaðan þjóðveg til Eyja

ÁDU2011 um Landeyjahafnarveg var 259(bílar/sólarhring). Þyngdarpunktalíkingar (gravity-

líkön) Vegagerðarinnar gefa ÁDU frá 550 - 1100(bíla/sólarhr) eftir því hvaða ,,massa"-miðja

er notuð m.v. núverandi íbúafjölda í Eyjum og valin þéttbýli í landi. Þannig má gera ráð fyrir,

að ef þjóðvegur lægi til Eyja myndi ÁDU um Landeyjahafnarveg a.m.k. tvöfaldast frá því sem

nú er. Þegar farþegatölur eru reiknaðar út frá umferð eftir þjóðvegi verður að notast við það

viðmið sem fengist hefur út úr umferðarkönnunum Vegagerðarinnar, um heildar farþegafjölda

í hverjum bíl eða 2,6(farþ/bíl).

Ef gengið er út frá að mettun náist við 550(bíla/sólarhring) gæfi slíkur fjöldi rúmlega 520þús.

farþega á ári. Þetta eru tvöfalt fleiri farþegar en fóru með Herjólfi árið 2011. Frá kafla 4.0 fæst

ÁDF/SDF hlutfallið = 0,508 sem hefur í för með sér að vænta megi að farþegafjöldinn yfir

sumartímann við þessi mörk sé þá (550x2,6)/0,508 = 2.815(farþ./dag) að jafnaði. Ein ferð

yfir sumarið þarf því að geta annað 25% af þessum fjölda eða 705(farþegum/ferð).

Hér á eftir verður leitast við að rökstyðja að um lágmarks niðurstöðu er að ræða eða ÁDFmín.

Aðdráttarafl Vestmannaeyja, m.v. sambærileg sveitarfélög í landi, ætti að vera mun meira en

aðdráttarlíkingar gefa til kynna sbr. hér að neðan, en engu að síður verður að gera ráð fyrir

þessu sem mögulegri niðurstöðu í spám.

Ekki er gott að segja til um ástæðu þess að þyngdarpunktalíking gefur ,,lágt" ÁDU en erfitt

getur verið að velja viðmiðunarhóp sveitarfélaga í landi og hvaða fjarlægð á að nota þegar

reiknað er út úr líkingunni. Niðurstöður verða því oft mjög ónákvæmar og skv. reynslu

Vegagerðarinnar oftar en ekki lægri en raunin hefur orðið, sbr. umferðarspá um

Héðinsfjarðargöng.

Valdir voru 10 þéttbýlisstaðir í landi, sem væru sambærilegir við Vestmannaeyjar ef þangað

lægi vegur. Eitt skilyrðið var að hægt væri að notast við fasta umferðarteljara á þeim vegum,

að þeim stöðum sem valdir voru. Reiknað var út ÁDUyfirfært (með venjulegri interpolation)

sem samsvarar meðalumferð til Eyja, skv. þessum samaburði í meðfylgjandi töflu nr. 1 hér að

neðan.

Dæmi: Íbúafjöldinn í Vestmannaeyjum var við síðustu áramót 4194 =>

er ÁDUyfirfært = ÁDUraun x 4194/ (Íbúafjöldi viðmiðunarbæjar)

Tafla 1.

Eins og sést á töflu 1, gefur venjulegt meðaltal 10 sveitarfélaga í landi ÁDU til Eyja yfir

2000(bíla/sólarhring) eða um 5200(farþ./dag) => 1,9milljónir farþega á ári. Þetta þykir frekar

hátt og verður hér eftir kallað ADFmax, mesta mögulega farþegafjöldaþróunin.

Í ljósi þessa háa meðaltals var ákveðið að þrengja þenna hóp sveitarfélaga eða bæja enn frekar

og voru neðangreindir bæir, er síst þóttu svipa til aðstæðna í eyjum, teknir út:

Nr. Sveitarfélag Vegheiti Íbúafjöldi ÁDUraun ÁDUyfirfært

1 Egilsstaðir og Fellabær Norðfjarðarvegur (Fagridalur) 2659 788 12432 Fjallabyggð Ólafsfjarðarvegur (Múli) 2002 515 10793 Neskaupsstaður Norðfjarðarvegur (Oddskarð) 1488 414 11674 Stykkishólmur Stykkishólmsvegur 1104 381 14475 Akranes Akranesvegur (við Akrafjallsveg) 6638 2898 18316 Seyðisfjörður Seyðisfjarðarvegur (Fjarðarheiði) 659 308 19607 *Húsavík Norðausturvegur (vestan Húsavíkur) 2232 799 15008 Höfn í Hornafirði Hafnarvegur (við Hringveg) 1668 1113 27999 Borgarfjörður eystri Borgarfjarðarvegur (Vatnsskarð eystra) 85 74 3651

10 Dalvík Ólafsfjarðarvegur (Hámundastaðaháls) 1367 1137 3488*ÁDU leiðrétt fyrir gegnumstreymi Meðaltal 2017

Page 11: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

10

Egilsstaðir og Fellabær: Margar aðkomur að bænum, því er gegnumstreymi óþekkt.

Húsavík: Gegnumstreymi frá Tjörnesi óþekkt.

Höfn í Hornafirði: Vegna nálægðar við Nesjahverfi, sem eykur umferð.

Borgarfjörður eystri: Talinn ósamanburðarhæfur v/ smæðar, eykur umferð.

Dalvík: Gegnumstreymi frá Fjallabyggð og Svarfaðardal óþekkt.

Þá fæst nýtt venjulegt meðaltal sem gefur um 1500(bíla/sólarhring), 3.900(farþega/dag) eða

1,4 milljónir farþega á ári. Þessi stærð verður notuð sem viðmið til samanburðar í

áframhaldandi útreikningum.

Athygli vekur að lægsta ÁDUyfirfært skv. töflu 1 er um tvöfalt hærra en þyngdarpunktalíking

gefur.

Þótt nýtt meðaltal gefi trúverðugt gildi hafði skýrsluhöfundur grun um að ekki væri um

línulegt samband um að ræða. Það var því ákveðið að skoða nánar þá bæjarkjarna sem eftir

stóðu og varð þá til líking skv. veldisjöfnu á mynd nr. 12 með mjög góðan fylgnistuðul sem

eykur þá trú á að samband ÁDU við íbúafjölda í bæjum með eina aðkomu fylgi líkingu:

ÁDU = 243,77e(0,0004x)

, þar sem x = íbúafjöldi bæja, sjá meðf. mynd nr. 12. Líking gildir fyrir 500<x<7000.

Ath. fleiri bæir komu til greina í viðmiðinu eins og Djúpivogur, en höfðu ekki umferðarteljara

á aðkomu inn í bæinn, sbr. áður.

Mynd nr. 12

Þegar íbúafjöldi í Eyjum er settur inn í þessa líkingu fæst:

ÁDUnú = 1.310(bílar/sólarhring) = 3.400(farþ/dag).

ÁDU20ár = 1.810(bílar/sólarhring) = 4.700(farþ/dag).

Ákjósanlegasta flutningsgeta Herjólfs, spannar þá eftirfarandi svið, skv. þessu:

a. ÁDFmín 2.800(farþegar/dag) (ekki tekið tillit til fólksfjölgunar á spátíma)

m. ÁDFmeðal 3.400 – 4.700(farþ/dag) á spátímanum.

b. ÁDFmax 5.200 (farþ/dag) (ekki sérstaklega tekið tillit til fólksfjölgunar á spátíma en annars +17%)

Með einföldum líkindareikningi (Triangular distribution, sjá nánar kafla um líklegustu spána) fæst líklegasta

flutningsgeta/þörf:

ÁDFlíklegast nú = (a+4xm+b)/6 = 3.600(farþ/dag) => ein ferð á sumri = 900(farþ) a.m.t/dag

ÁDFlíklegast 20ár = (a+4xm+b)/6 = 4.470(farþ/dag) => ein ferð á sumri = 1.120(farþ) a.m.t/dag

Page 12: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

11

Nú þegar liggur fyrir ákjósanlegasta flutningsgeta Herjólfs = mettunarmörk er hægt að fara í

spána og sjá hvort hætta sé á að þessum mörkum verði náð á spátíma og þá hvort taka verði

tillit til þeirra í útreikningum.

Ljóst er að mikil fjölgun varð á fjölda farþega með tilkomu Landeyjahafnar þrátt fyrir mjög

litla aukningu á íbúafjölda í Eyjum, á sama tíma. Tilgáta skýrsluhöfundar er því sú að: mikil

óleyst flutningsþörf sé í kerfinu milli lands og Eyja.

Spár

7.0 Forsendur spár

Í upphafi gaf skýrsluhöfundur sér neðangreindar forsendur skv. pkt. 1 - 9.

1. Nýr Herjólfur verði tekinn í notkun, árið 2015.

2. Fjöldi ferða með Herjólfi og eða stærð skips hindri ekki eðlilega aukningu þ.e.

framboð ferða og stærð skips svari eftirspurn.

3. Kostnaður farþega haldist óbreyttur út spátímabilið, skv. forsendum

innanríkisráðuneytis.

4. Eftir árið 2015 munu siglingar til Þorlákshafnar leggjast af eða þeim fækkar það mikið

að ekki þarf að taka tillit til þeirra í spám þ.e. verði óverulegur hluti af heild.

5. Gert er ráð fyrir jöfnum línulegum- eða veldisvexti sem dreifist á 20 ára tímabil,

þannig að ,,óleyst flutningsþörf" (sjá kafla um mettun) mun koma fram á nokkrum

árum fremur en í einu stóru stökki. Stórt stökk er ekki mögulegt nema þannig skip, eitt

eða fleiri, næðu að svara eftirspurn fullkomlega strax í byrjun sbr. forsendupkt nr. 1.

6. Þar sem ferjuleiðin er ríkisstyrkt er spáin óháð markaðslegum aðstæðum svo sem

nýtingu ferjunnar þ.e. styrkurinn er pólitísk ákvörðun hverju sinni.

7. Íbúum í Eyjum muni fjölga um 17% á spátímanum.

8. Gert er ráð fyrir að næstu 20 ár verði sem næst normal ári m.v. síðustu 20 ár þ.e.

engar stórkostlegar breytingar verði á fiskveiðikerfinu t.d.

9. Ekki er hægt að byggja inn í spána náttúruhamfarir á borð við eldgos eða hrun í

fiskistofnum sem breyttu búsetuskilyrðum í Vestmannaeyjum til hins verra þ.e slíkt

mundi hvort eð er kollvarpa þessari spá.

Síðar varð ljóst að forsenda 2. var óraunhæf þar sem upplýst var við vinnslu spárinnar að

Landeyjahöfn ræður ekki við stærra skip en nú gengur milli lands og Eyja. Einnig væri

óraunhæft að reikna með fleiru en einu skipi vegna kostnaðar. Þar sem hvorugur kosturinn er

í kortunum mun flutningsgeta eins slíks skips að öllum líkindum ekki geta svarað ítrustu

kröfum um eftirspurn stóran hluta úr ári.

Líkurnar á að spáin gangi eftir riðlast því vegna þeirra takmarkana sem til koma varðandi

stærð skips og ferðafjölda.

Spáin er því sett fram með þeim annmörkum sem áður greindar skilyrðingar kunna að hafa í

för með sér.

Page 13: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

12

7.1 Óhindruð þróun farþegafjölda milli lands og Eyja (almennt):

Frá kafla 2.0 ,,Þróun farþegaflutninga með Herjólfi frá 1992“ og m.v. áætlaða þróun

farþegafjölda árið 2012 fæst að sá vöxtur sem varð í farþegafjölda á milli áranna 2009 og

2010 sýnir merki um að minnka um helming ár hvert eftir árið 2010.

Áætluð aukning milli áranna 2011 og 2012 er um 14% og milli áranna 2012 og 2013 er því

gert ráð fyrir um 7% vexti. Eftir árið 2013 er síðan misjafnt eftir spám hversu hratt dragi úr

vexti og einnig þá hvort.

Flestum ætti að vera kunnugt um að núverandi ferja var ekki hönnuð fyrir Landeyjahöfn, sem

leitt hefur til þess að oft hefur þurft að sigla mun lengri leið til Þorlákshafnar á veturna. Með

tilkomu nýrrar ferju er ristir ekki eins djúpt er því gert ráð fyrir að ferðir til Þorlákshafnar

leggist af eða þeim fækki mjög mikið.

Sú mikla aukning sem varð í farþegafjölda með Herjólfi, eftir opnun Landeyjahafnar, styður

þá tilgátu, sbr. kaflann um mettun, að mikil óleyst flutningsþörf er í kerfinu. Þetta leiðir líkur

að því að með einu stóru og góðu skipi, eða fleiri minni skipum, væri e.t.v. hægt að nálgast

mettunarmörk. Í slíkri stöðu myndi farþegafjöldinn aukast mjög hratt og jafnvel um tugi

prósenta á ári þar til mettunarmörkum yrði náð en eftir það tæki við mjög rólegur vöxtur er

fylgja myndi íbúa- og ferðamannaþróun ca. 0,5% á ári. Þar sem kostnaður við smíði og

rekstur slíkra skipa er vart á færi lítillar þjóðar um þessar mundir a.m.k., auk þess sem

óraunhæft væri að gera ráð fyrir að þessu sé hægt að ná með ferju, gerir þessi spá ekki ráð

fyrir að þetta ástand (eitt stórt stökk) muni skapast heldur muni vöxturinn verða línu- eða

veldisvöxtur, sbr. forsendur. Það er því gert ráð fyrir að eftirspurn verði svarað jafn óðum t.d.

með aukinni tíðni ferða og styttri umferðartíma (lestunar- og losunarími styttur, siglingarhraði

skips aukinn).

7.2 Lágspá (a)

Skýrsluhöfundur spáir því að eftir árið 2013, dragi úr árlegum vexti um eitt prósentustig milli

ára og eftir árið 2018 megi að lágmarki gera ráð fyrir föstum árlegum vexti er svipar til þess

er varð að meðaltali á ári á bilinu 1992 – 2009. Slíkur vöxtur fylgir líkingu sem gefur fasta

árlega aukningu upp á 5000(farþega/ár) eða um 15(farþ/dag), sjá meðf. líkingu:

y=5000x+C Þessi sviðsmynd þýðir, hlutfallslega

frekar lítinn vöxt eða 1,2% á ári frá

2018 að telja, en er aftur á móti

nokkuð í samræmi við ráðgerða

íbúaþróun í Eyjum. Aukning vegna

ferðamanna er ekki innifalin í þessari

spá.

Ekki verði gert ráð fyrir að umfram

aukning (orsökuð) muni eiga sér stað

með tilkomu nýs Herjólfs árið

Mynd nr. 13

2015, þrátt fyrir að mjög líklega verði

um slíkt stökk að ræða.

Þessi sviðsmynd er því metin minnsta mögulega þróun sem

skýrsluhöfundur gat hugsað sér, eða lágspá.

Á meðfylgjandi töflu 2, til vinstri sést að spáð er að farþegafjöldinn

geti orðið um 450 þúsund árið 2032 eða við lok spátímans. Tafla 2

Page 14: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

13

Minnsta möguleg mettun miðast að lágmarki við 520 þús farþega. Það er því engin þörf á að

taka tillit til mettunar í lágspá.

Spá um farþegafjölda eftir vikudögum, skv. lágspá, sjá viðauka I.

7.3 Miðspá (m)

Sé tekið mið af hlutfallslegum meðalvexti milli áranna 1992 – 2009, sem var 5,85% á ári

liggur beinast við að framreikna þetta hlutfall áfram út næstu 20 árin þar sem ekkert er í

spilunum sem gæti komið í veg fyrir slíka áframhaldandi þróun, verði hún óhindruð af

tæknilegum og fjárhagslegum

aðstæðum. Árlegur

meðalvöxtur í fortíð er þó ekki

endilega ávísun á slíkan vöxt í

framtíð. Það var því ákveðið að

skoða ,,trendið“ síðustu 20 árin,

sjá myndi nr. 14.

Þegar horft er til aukningar á

milli einstakra ára á sömu mynd

má sjá hver tilhneigingin er

(trendið) til minkandi vaxtar

sem svara 0,55% á ári eða

líkingu y = -0,0055x +C Mynd nr. 14

Með þetta í huga var innbyggt í

miðspána stuðull sem minnkar árlegan

vöxt um þetta hlutfall en þó er gætt að

því að árlegur vöxtur í miðspá verði

aldrei minni en árlegur vöxtur, skv.

lágspá, sem er 1,2%. Eins og sést, af

mynd nr. 14, er gert ráð fyrir að árlegur

vöxtur verði 7%, í upphafi en síðan

dregur úr honum jafnt og þétt um 0,55%

á ári, að undanskildu einu 15% stökki,

þegar nýr Herjólfur verður tekinn í

notkun árið 2015. Mynd nr. 15

M.v. þetta þá næst 1,2% markið árið

2024, en eftir það eykst umferðin

hlutfallslega skv. lágspá.

Niðurstaða miðspár er skv. mynd nr. 16.

Ekki verða birtar farþegatölur skv.

miðspá þ.e. hún þjónar aðeins

reiknislegum forsendum líklegustu

spárinnar (sjá hér á eftir), annað gildir um

lágspá og háspá því það eru sviðsmyndir

sem gert er ráð fyrir að geti komið upp,

sem neðri og efri mörk heildar spárinnar.

Mynd nr. 16

Page 15: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

14

Ár

Fjöldi

farþega

x 1000

2012 294

2017 509

2022 714

2027 1.002

2032 1.405

Hás

Í miðspá er gert ráð fyrir að farþegafjöldinn verði mestur 592 þúsund árið 2032. Ekki þarf að

taka tillit til mettunar þ.e. hún er áætluð langt fyrir ofan þetta eða að meðaltali 1.500 þús.

farþegar á ári, sjá kafla 6, um mettun.

7.4 Háspá (b)

Á tímabilinu 1992 – 2009 fjölgaði erlendum ferðamönnum um 7,5% á ári, að meðaltali. Skv.

kaflanum um fylgni mælist rúmlega 80% fylgni milli ferþegafjölda með Herjólfi og

heimsókna erlendra ferðamanna til landsins. Álega óx farþegafjöldinn með Herjólfi þó heldur

minna á sama tímabili eða 5,85%, sbr. miðspá.

Byggt á þessum sögulegu staðreyndum er því vandséð að sjá fyrir sér meiri vöxt, næstu 20

árin en 7,5%. En þegar horft er til þeirrar tilgátu að mikil óleyst ferðaþörf sé fyrir í kerfinu er

þessi sviðsmynd engu að síður ekki svo fjarlægur möguleiki ef ákjósanlegri ferðaþörf yrði

svarað, í heild eða að hluta til, þá er jafnvel enn brattari vöxtur mögulegur, sbr. raunvöxt milli

2009-2011.

Óvarlegt er þó að gera ráð fyrir meiri vexti í háspánni sérstaklega þegar það er tekið með í

reikinginn að reynt var að taka tillit til ,,orsakaðrar" aukningar v/ nýs Herjólfs.

Ef til vill er það ekki alveg sambærilegt en líkja má styttingu ferjuleiða við styttingu vega á

þjóðvegakerfinu, nokkuð sem Vegagerðin hefur mælt og rannsakað í fjölda ára. Orsökuð

umferð v/tilkomu Hvalfjarðarganga var metin á 35% og um 60% með tilkomu Múlaganga.

Þetta sýndi sig við opnun Landeyjahafnar að svipuð lögmál gilda um ferjuflutninga þ.e.

farþegafjöldinn jókst um 66% fyrst árið og 26% árið eftir. Þetta segir okkur að þegar leiðir eru

styttar, aðstaða og aðgengi batnar fjölgar ferðum á milli staða. Þetta mun klárlega eiga við

með tilkomu nýs Herjólfs þá ætti

aðstaða að batna og framboð af

ferðum að aukast, sem hvetur til

aukinna ferða m.v. að verð haldist

óbreytt, sbr. forsendur ráðuneytis.

Þótt orsakaður farþegafjöldi geti að

stórum hluta verið kominn fram, nú

þegar, á enn eftir að taka með í

reikninginn hvaða áhrif ný ferja kann

að hafa á farþegafjöldann þó ekki

væri nema fyrir það eitt að Mynd nr. 17 ferjuflutningar til Þorlákshafnar leggjast af. Í háspá væri það því ekki óeðlilegt að gera ráð

fyrir 20 – 25% stökki í farþegaflutningum með tilkomu nýrrar ferju er betur þjónar eyjabúum.

Niðurstaðan var því sú að ákveðinn var 7% árlegur vöxtur, eftir 2013 og 25% stökk árið 2015

með tilkomu nýrrar ferju, sjá mynd nr. 17.

Það hljómar vissulega mikið að gert sé ráð fyrir að farþegafjöldinn geti farið upp undir 1,5

milljón á næstu 20 árum, sjá töflu nr.3, hér til hliðar, þegar

horft er til þess að farþegafjöldinn stefnir aðeins í rétt tæpar

300 þús.nú í ár. Þetta þýðir því um fimmföldun á tímabilinu.

En til þess að setja þessar tölur í samhengi við umferð á

þjóðvegkerfinu má benda á að gert er ráð fyrir að árið 2011

hafi um 5,6milljónir manna farið um Hellisheiði og 4,8

milljónir manna um Hvalfjarðargöng. Í þessu samhengi, er því

einungis verið að gera ráð fyrir að háspáin nálgist ¼ hluta þess

fjölda eftir 20ár. Tafla 3

Page 16: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

15

Frá kafla um mettun fæst að mettunmax verði við 1,9milljóna farþega => er ekki þörf á að taka

tillit til mettunaráhrifa hér.

Spá um farþegafjölda eftir vikudögum, skv. háspá, sjá viðauka II.

7.5 Líklegasta þróunin

Þegar lág-, mið- og háspár hafa verið fengnar fram er líklegasta þróunin reiknuð út m.v.

niðurstöður þeirra þar sem miðspánni er gefið mest vægi eða 4/6 en hinum tveim 1/6.

Skýrsluhöfundur hefur oftast notast við fimmta part en í ljósi þeirra annmarka er upp eru taldir

í kaflanum forsendur má ætla að líklegustu mörkin liggi frekar nær lágspá en háspá. Segja má

að svolítið tillit hafi verið tekið til þess í

miðspáinni, þannig að með því að gefa

henni vægið 4/6 færist líklegasta

niðurstaðan enn frekar að lágspá, sjá nánar

skýringaruppdrátt hér til hliðar, ath. ekki í

kvarða.

Mynd 18 (Triangular distribution)

Miðað við fengnar niðurstöður úr lág-,

mið- og háspá er það mat

skýrsluhöfundar að líklegasta þróunin

verði eins og mynd nr. 18 sýnir, hér til

hliðar og gildin skv. töflu 4, hér fyrir

neðan.

Af töflu 4, má lesa að gert er ráð fyrir

726. þús. farþegum árið 2032 sem væri

rétt rúm tvöföldun á núverandi

farþegafjölda. Það er því ekki þörf á að

taka tillit til mettunar skv. þessu. Mynd 18

Tafla 4.

Spá um farþegafjölda eftir vikudögum, skv. líklegustu spá, sjá viðauka III.

Ár

Fjöldi

farþega

x 1000

2012 294

2017 446

2022 537

2027 620

2032 726

Líkl

egas

tasp

á

Page 17: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

16

8.0 Niðurstaða

Mynd 19

Sé gert ráð fyrir að þróun farþegaflutninga milli lands og Eyja verði innan marka lág- og

háspár þá eru tölfræðilega mestar líkur á að raunþróunin verði um og við ljósbláu línuna skv.

mynd nr. 19.

9.0 Eftirmáli

Eftir að hafa farið í gegnum þessa spá er það mat skýrsluhöfundar að núverandi farþegafjöldi

stjórnist e.t.v. frekar af framboði ferða en að eftirspurn sé svarað að fullu, en eins og áður

hefur komið fram þurfa rekstraraðilar auðvitað taka tillit til hagkvæmnisjónarmiða svo sem

nýtingar og umferðartíma skips.

Þegar sá mikli munur, sem er á milli farþegafjölda yfir vetrartímann annars vegar og

sumartímann hins vegar, er skoðaður kemur í ljós að hann er tæplega sexfaldur sbr. kafla um

magn flutnings eftir vikudögum. Það kann að leiða hugann að því hvort það geti verið betri

kostur í framtíðinni að stefna á tvö skip í rekstri milli lands og Eyja í stað eins. Með því væri

hægt að auka ferðatíðni og halda betri nýtingu á skipum í stað þess að vera með eitt skip sem

e.t.v. yrði hannað skv. sumarfarþegafjölda sem bæri það með sér að skipið yrði of stórt mestan

part ársins. Ef skipið væri hins vegar hannað eftir öðrum ársþriðjungum þá væri það, aftur á

móti of, lítið yfir sumartímann, eða 4 mánuði úr ári. Ef tvö skip væru í umferð mætti jafna út

þennan mikla mun með því að bæta inn öðru skipi yfir sumartímann en taka það svo úr rekstri

utan þess tíma.

Einnig mætti vera með eitt skip í farþegaflutningum og eitt skip er sinnti bara vöruflutningum.

Þriðji kosturinn, til að svara eftirspurn, væri sá að heimila öllum öðrum þar til bærum skipum

að leggjast að bryggju við Landeyjahöfn eins og gildir um allar aðrar hafnir landsins. Með

því væri létt álagi af Herjólfi og ferðaþörf Eyjabúa mætt. Ljóst er að höfnin er hönnuð sem

stórskipahöfn og því fylgja annmarkar en þá ætti að vera hægt að leysa amk að hluta til.

Page 18: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

17

Viðauki I Farþegafjöldi eftir vikudögum, skv. lágspá

Ár/mánuður Vikudagur Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar Laugardagar Sunnudagar

2017 Summa tot

Janúar 10.245 403 293 333 370 284 188 435

Febrúar 9.033 384 477 467 417 278 117 118

Mars 12.671 550 483 434 467 481 215 192

Apríl 18.248 606 647 426 446 583 721 807

Maí 31.869 758 657 999 909 1199 1338 1402

Júní 62.031 1523 1978 1948 2052 2123 2192 2691

Júlí 83.733 2581 2085 2542 2937 3312 2441 2877

Ágúst 75.794 3106 2096 1870 2260 2685 2378 2787

September 26.803 931 625 703 854 973 1119 1039

Október 19.942 633 491 480 552 674 671 927

Nóvember 13.242 330 500 507 507 696 166 351

Desember 11.832 182 173 498 435 558 350 426

Meðaltal 31.287 999 875 934 1.017 1.154 991 1.171

Lágspá

Ár/mánuður Vikudagur Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar Laugardagar Sunnudagar

2022 Summa tot

Janúar 10.927 430 312 355 395 303 200 464

Febrúar 9.635 410 508 498 445 297 125 126

Mars 13.514 586 515 463 498 513 229 205

Apríl 19.463 646 690 454 476 622 769 860

Maí 33.991 808 701 1066 970 1279 1428 1496

Júní 66.161 1624 2110 2078 2189 2264 2338 2871

Júlí 89.309 2753 2223 2712 3133 3532 2604 3069

Ágúst 80.841 3313 2235 1994 2411 2863 2536 2972

September 28.588 993 667 749 911 1038 1194 1108

Október 21.270 675 523 512 552 719 716 989

Nóvember 14.123 352 533 541 541 742 177 375

Desember 12.620 195 185 531 464 595 373 454

Meðaltal 33.370 1.066 934 996 1.082 1.231 1.057 1.249

Lágspá

Ár/mánuður Vikudagur Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar Laugardagar Sunnudagar

2027 Summa tot

Janúar 11.609 457 332 377 420 321 213 493

Febrúar 10.236 435 540 529 472 315 132 134

Mars 14.358 623 547 492 529 545 244 217

Apríl 20.678 687 733 483 506 661 817 914

Maí 36.113 859 744 1132 1030 1359 1517 1589

Júní 70.292 1725 2242 2207 2326 2405 2484 3050

Júlí 94.884 2925 2362 2881 3328 3753 2766 3260

Ágúst 85.888 3520 2375 2118 2561 3042 2694 3158

September 30.373 1055 709 796 968 1103 1268 1177

Október 22.598 717 556 544 552 763 761 1050

Nóvember 15.005 374 567 575 575 788 189 398

Desember 13.407 207 196 564 493 632 396 483

Meðaltal 35.453 1.132 992 1.058 1.147 1.307 1.123 1.327

Lágspá

Ár/mánuður Vikudagur Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar Laugardagar Sunnudagar

2032 Summa tot

Janúar 12.291 484 351 399 444 340 225 522

Febrúar 10.838 461 572 561 500 334 140 142

Mars 15.202 659 579 521 561 577 258 230

Apríl 21.893 727 776 511 536 700 865 968

Maí 38.235 909 788 1199 1091 1439 1606 1682

Júní 74.422 1827 2374 2337 2462 2547 2630 3229

Júlí 100.460 3097 2501 3050 3524 3973 2929 3452

Ágúst 90.935 3727 2514 2243 2712 3221 2852 3343

September 32.158 1117 750 843 1025 1167 1343 1246

Október 23.926 759 589 576 552 808 806 1112

Nóvember 15.887 396 600 609 609 835 200 421

Desember 14.195 219 208 598 522 670 420 511

Meðaltal 37.537 1.199 1.050 1.121 1.211 1.384 1.189 1.405

Lágspá

Page 19: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

18

Viðauki II Farþegafjöldi eftir vikudögum, skv. háspá

Ár/mánuður Vikudagur Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar Laugardagar Sunnudagar

2017 Summa tot

Janúar 13.895 547 397 451 502 385 255 590

Febrúar 12.252 521 646 634 565 377 158 160

Mars 17.185 745 655 589 634 652 291 260

Apríl 24.750 822 878 578 605 791 978 1094

Maí 43.224 1028 891 1355 1233 1627 1815 1902

Júní 84.133 2065 2683 2642 2784 2879 2974 3650

Júlí 113.568 3501 2827 3448 3984 4492 3311 3902

Ágúst 102.800 4213 2842 2536 3066 3641 3225 3780

September 36.354 1263 848 953 1158 1320 1518 1409

Október 27.048 858 665 652 749 914 911 1257

Nóvember 17.960 448 678 688 688 943 226 476

Desember 16.047 248 235 676 590 757 474 578

Meðaltal 42.435 1.355 1.187 1.267 1.380 1.565 1.345 1.588

Háspá

Ár/mánuður Vikudagur Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar Laugardagar Sunnudagar

2022 Summa tot

Janúar 19.488 767 557 633 705 540 357 827

Febrúar 17.184 731 907 889 793 529 222 225

Mars 24.103 1045 919 826 889 914 409 365

Apríl 34.713 1153 1231 810 849 1109 1371 1535

Maí 60.624 1442 1250 1901 1730 2282 2546 2667

Júní 118.001 2896 3763 3706 3904 4038 4171 5120

Júlí 159.285 4910 3966 4836 5587 6300 4644 5473

Ágúst 144.182 5909 3986 3556 4300 5107 4523 5301

September 50.988 1771 1190 1337 1624 1851 2129 1976

Október 37.936 1204 933 914 749 1282 1277 1763

Nóvember 25.189 629 951 965 965 1323 317 668

Desember 22.507 347 329 947 827 1062 665 810

Meðaltal 59.517 1.900 1.665 1.777 1.910 2.195 1.886 2.228

Háspá

Ár/mánuður Vikudagur Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar Laugardagar Sunnudagar

2027 Summa tot

Janúar 27.334 1076 781 887 988 757 501 1160

Febrúar 24.101 1025 1272 1247 1112 743 312 316

Mars 33.806 1466 1289 1159 1246 1282 573 512

Apríl 48.686 1617 1726 1136 1191 1556 1923 2152

Maí 85.029 2022 1753 2666 2426 3200 3571 3741

Júní 165.502 4062 5278 5197 5476 5663 5850 7181

Júlí 223.406 6887 5562 6783 7837 8836 6513 7677

Ágúst 202.223 8288 5591 4988 6031 7163 6343 7435

September 71.513 2485 1668 1875 2278 2596 2986 2771

Október 53.208 1688 1309 1282 749 1798 1791 2473

Nóvember 35.329 882 1334 1354 1353 1856 444 937

Desember 31.568 487 462 1329 1160 1489 933 1136

Meðaltal 83.475 2.665 2.335 2.492 2.654 3.078 2.645 3.124

Háspá

Ár/mánuður Vikudagur Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar Laugardagar Sunnudagar

2032 Summa tot

Janúar 38.337 1508 1095 1245 1386 1061 703 1627

Febrúar 33.803 1438 1784 1748 1560 1042 437 443

Mars 47.415 2056 1807 1626 1748 1799 804 718

Apríl 68.285 2268 2421 1594 1670 2182 2697 3019

Maí 119.258 2836 2458 3739 3403 4488 5008 5247

Júní 232.126 5698 7403 7290 7680 7943 8204 10071

Júlí 313.338 9660 7801 9514 10991 12393 9135 10767

Ágúst 283.628 11624 7842 6996 8458 10046 8897 10428

September 100.301 3485 2340 2629 3196 3641 4188 3887

Október 74.627 2368 1836 1798 749 2521 2512 3468

Nóvember 49.551 1237 1871 1899 1898 2603 623 1314

Desember 44.275 683 647 1864 1628 2089 1309 1593

Meðaltal 117.079 3.738 3.275 3.495 3.697 4.317 3.710 4.382

Háspá

Page 20: Milli lands og Eyjaeyjar.net/skrar/file/2014/umferdarspa-skyrsla-herjolfur.pdf1 Formáli Í upphafi var lagt af stað með að spá, fyrir umferð á milli lands og Vestmannaeyja,

19

Viðauki III Farþegafjöldi eftir vikudögum, skv. líklegasta spá

Ár/mánuður Vikudagur Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar Laugardagar Sunnudagar

2017 Summa tot

Janúar 12.158 478 347 395 440 337 223 516

Febrúar 10.721 456 566 555 495 330 139 140

Mars 15.037 652 573 516 554 570 255 228

Apríl 21.656 719 768 505 530 692 855 957

Maí 37.822 899 780 1186 1079 1423 1588 1664

Júní 73.618 1807 2348 2312 2436 2519 2602 3194

Júlí 99.375 3064 2474 3017 3486 3931 2897 3415

Ágúst 89.952 3687 2487 2219 2683 3186 2822 3307

September 31.810 1105 742 834 1013 1155 1328 1233

Október 23.668 751 582 570 655 800 797 1100

Nóvember 15.715 392 594 602 602 826 197 417

Desember 14.042 217 205 591 516 662 415 505

Meðaltal 37.131 1.186 1.039 1.108 1.207 1.369 1.177 1.390

Líklegasta spáin

Ár/mánuður Vikudagur Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar Laugardagar Sunnudagar

2022 Summa tot

Janúar 14.642 576 418 475 529 405 268 621

Febrúar 12.910 549 681 668 596 398 167 169

Mars 18.109 785 690 621 668 687 307 274

Apríl 26.080 866 925 609 638 833 1030 1153

Maí 45.548 1083 939 1428 1300 1714 1913 2004

Júní 88.656 2176 2827 2784 2933 3034 3133 3847

Júlí 119.673 3689 2979 3634 4198 4733 3489 4112

Ágúst 108.326 4440 2995 2672 3231 3837 3398 3983

September 38.308 1331 894 1004 1220 1391 1600 1485

Október 28.502 904 701 687 789 963 960 1325

Nóvember 18.925 472 715 725 725 994 238 502

Desember 16.910 261 247 712 622 798 500 609

Meðaltal 44.716 1.428 1.251 1.335 1.454 1.649 1.417 1.674

Líklegasta spáin

Ár/mánuður Vikudagur Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar Laugardagar Sunnudagar

2027 Summa tot

Janúar 16.908 665 483 549 611 468 310 717

Febrúar 14.909 634 787 771 688 459 193 195

Mars 20.912 907 797 717 771 793 355 317

Apríl 30.117 1000 1068 703 737 962 1190 1331

Maí 52.598 1251 1084 1649 1501 1979 2209 2314

Júní 102.377 2513 3265 3215 3387 3503 3618 4442

Júlí 138.195 4260 3441 4196 4848 5466 4029 4749

Ágúst 125.092 5127 3459 3086 3731 4431 3924 4599

September 44.237 1537 1032 1160 1409 1606 1847 1714

Október 32.914 1044 810 793 911 1112 1108 1530

Nóvember 21.854 545 825 838 837 1148 275 580

Desember 19.527 301 286 822 718 921 577 703

Meðaltal 51.637 1.649 1.445 1.541 1.679 1.904 1.636 1.933

Líklegasta spáin

Ár/mánuður Vikudagur Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar Laugardagar Sunnudagar

2032 Summa tot

Janúar 19.816 780 566 643 716 549 363 841

Febrúar 17.473 743 922 904 806 538 226 229

Mars 24.508 1063 934 840 904 930 416 371

Apríl 35.296 1172 1252 824 863 1128 1394 1560

Maí 61.643 1466 1271 1933 1759 2320 2589 2712

Júní 119.984 2945 3827 3768 3970 4106 4241 5206

Júlí 161.962 4993 4032 4918 5681 6406 4722 5565

Ágúst 146.605 6008 4053 3616 4372 5193 4599 5390

September 51.845 1801 1210 1359 1652 1882 2165 2009

Október 38.574 1224 949 929 1068 1303 1299 1793

Nóvember 25.613 639 967 982 981 1345 322 679

Desember 22.886 353 335 963 841 1080 677 824

Meðaltal 60.517 1.932 1.693 1.807 1.968 2.232 1.918 2.265

Líklegasta spáin