28
2017- 2018 Leikskólinn Leikholt ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 Leikskólinn Leikholt Brautarholti, 801 Selfoss Sími: 486-5586 og 895-2995 Netfang: [email protected] Heimasíða: http://skeidgnup.is/efni/leikskolinn-leikholt

ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

2017-

2018

Leikskólinn Leikholt

ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS

2017-2018 Leikskólinn Leikholt

Brautarholti, 801 Selfoss

Sími: 486-5586 og 895-2995

Netfang: [email protected]

Heimasíða: http://skeidgnup.is/efni/leikskolinn-leikholt

Page 2: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

Ársskýrsla leikskólans Leikholts 2017-2018

Efnisyfirlit 1. ALMENNAR UPPLÝSINGAR ................................................................................................. 3

Gerð leikskólans, húsnæði og lóð ............................................................................................... 3 1.2 Saga leikskólans í Skeiða- og Gnúpverjahreppi ............................................................... 3

2. NÁMSKRÁ, STEFNA LEIKSKÓLANS ................................................................................... 4 2.1. Uppeldislegar áherslur...................................................................................................... 4 2.2. Dagskipulag .................................................................................................................. 5 2.3. Starfsmannastefna ......................................................................................................... 5 2.4. Foreldrasamstarf, foreldrafélag .................................................................................... 6

2.5. Matsaðferðir ..................................................................................................................... 6 2.6. Samstarf leik- og grunnskóla ........................................................................................ 6

2.7. Umhverfisstefna............................................................................................................ 7

2.8. Kennsluráðgjafi ................................................................................................................ 8 3. STARF LEIKSKÓLANS SÍÐASTLIÐIÐ ÁR ........................................................................... 8

3.1. Starf samkvæmt áætlun ................................................................................................ 8 3.1.2. Þemavinna vetrarins .................................................................................................. 8

3.1.3. Leikskóladagatalið – skólaárið 2017-2018 ................................................................... 9 3.1.4. Þróunar og nýbreytnistarf ....................................................................................... 14

3.1.5. Mat á starfinu .............................................................................................................. 17

3.1.6. Heimasíða. .................................................................................................................. 22

3.2. Börn leikskólans ......................................................................................................... 22 3.2.1 Innritun nýrra barna, útskrift ................................................................................... 22 3.2.2. Sérkennsla ............................................................................................................... 23

3.3. Starfsmannastefna leikskólans ....................................................................................... 24

3.3.1. Starfsfólk, menntun, stöðugildi ............................................................................... 24 3.3.2. Starfsmannaviðtöl, handleiðsla. .............................................................................. 24 3.3.3. Starfsmannaráðningar. ............................................................................................ 24

3.3.4. Fundir, skipulagsdagar ............................................................................................ 24 3.3.5. Símenntun, námskeið, fyrirlestrar, ráðstefnur......................................................... 25

3.4. Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings.......................................................................... 25 3.4.1. Kennsluráðgjafi ........................................................................................................... 25

3.4.2 Annað samstarf ............................................................................................................ 26 3.4.3 Foreldrasamstarf .......................................................................................................... 26 3.5.1.Fundir, samstarf, fræðsla og upplýsingagjöf................................................................ 26

3.6. Samstarf leikskóla og grunnskóla .................................................................................. 27 3.6.1. Fyrirkomulag samstarfs .......................................................................................... 27

3.7. Umhverfisstefna ............................................................................................................. 27 LOKAORÐ ............................................................................................................................... 27

Page 3: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 3 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

1. ALMENNAR UPPLÝSINGAR

Gerð leikskólans, húsnæði og lóð

Skeiða- og Gnúpverjahreppur er rekstraraðili

leikskólans Leikholts.

Leikskólinn Leikholt er starfræktur í reisulegu

húsi, í Brautarholti á Skeiðum, sem

upprunalega var byggt sem grunnskóli og

félagsheimili. Leikskólinn er að mestu leyti á

efri hæð hússins en nýtir anddyri, matsal og

íþróttasal daglega.

Leikholt er tveggja deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Börnunum er skipt í tvær deildir

yngri og eldri og heita deildarnar Hekla og Vörðufell. Vörðufell, er fyrir börn frá þriggja til sex ára.

Heimastofan þeirra er 58 m². Einnig hefur Vörðufell aðgang að Miðholti og svo öðrum svæðum sem eru

laus þá stundina. Hekla, er fyrir börn á aldrinum u.þ.b. eins árs til sex ára. Heimastofan þeirra er 39 m² en

einnig hafa þau aðgang að (Listaholti (26m²)), Dvergholti, Iðjuholti (13m²) og gangi. Það er því gott rými til

að skipta barnahópnum niður í smærri hópa. Matsalur (57m²) er á neðri hæðinni og þar er borðaður

morgunmatur, hádegismatur og síðdegiskaffi.

Leikskólinn fær mjög gott og rúmmikið pláss til starfseminnar og það eru forréttindi að fá að starfa í svona

góðu húsi. Efri hæð hússins er skipt í stofur, nöfn deildanna tveggja vísa í fjöll sem sjást út um gluggann á

þeim stofum, en hin rýmin eru með endinguna holt sem vísar í staðinn sem leikskólinn er staðsettur á,

Brautarholt.

Heildarrými leikskólans er um 419 m² þar af er leikrými um 180 m². Útileiksvæðið er 2400 m² og er tvískipt.

Efra leiksvæðið er 355 m² og neðra svæðið er 2045 m² ( neðra svæðið var girt af 9.-12.maí 2008).

1.2 Saga leikskólans í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Leikskólinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á sér nokkuð langa sögu. Leikskólinn Nónsteinn (gamla

Gnúpverjahreppi) var stofnaður af foreldrum 1981. Leikskólinn Leikholt (gamla Skeiðahreppi) var

stofnaður 1990, einnig af foreldrum. Hugsunin á bak við stofnun leikskólanna var að gefa börnunum

tækifæri á að hittast og leika sér saman og koma þannig í veg fyrir félagslega einangrun. Fyrstu starfsár

leikskólanna voru þeir starfræktir tvo daga í viku frá kl. 13:00-17:00, fyrir börn 2 til 6 ára. Starfstími

leikskólanna fylgdi starfstíma grunnskólanna.

Saga leikskólanna sýnir mjög öra þróun á uppeldis- og menntastarfi þeirra. Opnunartími og starfstími

lengdist í samræmi við óskir og þarfir foreldra. Í kringum 1995 fór að vera opið fjóra daga í viku og

opnunartíminn lengdist. Með auknum vistunartíma barna jókst starfið í leikskólanum og varð fjölbreyttara

Page 4: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 4 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

og meira skipulagt. Árið 2000, þegar Leikholt hóf starfsemi sína í eigin húsnæði í Brautarholti, var farið að

taka inn ársgömul börn.

Í ágúst 2005 voru gerðar breytingar á rekstrarfyrirkomulagi leikskólanna með þeim hætti að þeir voru

sameinaðir undir eina yfirstjórn (einn leikskólastjóri). Leikskólanum var þá deildaskipt, ein deild í

Brautarholti (Leikholt) og ein deild í Árnesi (Nónsteinn) með sitthvorn deildarstjórann.

Í ágúst 2007 var leikskólinn sameinaður undir eitt þak þegar hann fluttist í grunnskólahúsnæðið í

Brautarholti og fékk nafnið Leikholt. Til að byrja með voru tveir deildarstjórar en einn deildarstjóri frá 2011

til október 2016 og þá breytist aftur í tvo deildarstjóra yfir tveimur deildum, yngri og eldri.

2. NÁMSKRÁ, STEFNA LEIKSKÓLANS

2.1. Uppeldislegar áherslur

Starf leikskólans tekur mið af lögum um leikskóla nr. 90/2008 og Aðalnámskrá leikskóla sem tók gildi þann

12. júní árið 2011. Í 2 gr. laganna segir:

,,Í leikskólum skal velferð og hagur barna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Veita

skal börnum umönnun og menntun, búa þeim hollt og hvetjandi

uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Stuðla skal að því að nám fari

fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta.

Starfshættir leikskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, jafnrétti,

lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi, virðingu fyrir manngildi og

kristinni arfleifð íslenskrar menningar.“

Í leikskólanum okkar er unnið að námssviðum Aðalnámskrár (2011) út frá einkunnarorðum okkar sem eru:

Gleði, vinsemd og virðing. Áhersluþættir okkar í starfi eru leikur, ART, umhverfismennt, mál og alls kyns

læsi. Allir þessir þættir tengjast og skarast í daglegu starfi leikskólans.

Samkvæmt Aðalnámskránni eru námssvið leikskóla áhersluþættir í leikskólauppeldi. Námssviðin, þ.e. læsi,

sjálfbærni, heilbrigði og vellíðan, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun skarast og eru þau samofin

undirstöðuþáttum leikskólastarfs eins og í leik, hópastarfi, daglegri umönnun og almennri lífsleikni.

Markmið Leikholts eru:

• Að öllum börnum og starfsfólki líði vel í leikskólanum og að hér ríki gleði, vinsemd og virðing.

• Hver einstaklingur er einstakur og á að fá að njóta sín á eigin forsendum.

• Að stuðla að umburðarlyndi og víðsýni barna.

Einkunnarorð Leikholts eru: gleði, vinsemd og virðing

Við bjóðum góðan dag alla daga

Page 5: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 5 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

Ný aðalnámskrá leikskóla kom út í júní 2011 og innleiðing hennar hófst veturinn 2011-12. Vinna við

endurskoðun á námskrá Leikholts fór fram veturinn 2012-2013. Ný skólanámskrá Leikholts leit dagsins

ljós á haustmánuðum 2013. Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið

í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans, stefnan var gefin út vorið 2017 en stefnt er að gefa

skólanámskránna út vorið 2019.

2.2. Dagskipulag

Dagsskipulag Leikholts byggist á frjálsum leik, hópavinnu og daglegum venjum:

Vörðufell:

8:00 – 9:00 móttaka barna, (morgunmatur kl. 8:00-8:30) og frjáls leikur

9:00 – 9:50 frjáls leikur barna

9:50-10:00 ávextir og hópastund

10:00-11:40 hópavinna/Skólaheimsókn fimmtud./val föstudaga

11:40-12:00 samvera/söngstund

12:00-12:30 hádegismatur

12:30 – 12:50 hvíld (ART tími 3x í viku hjá næst elsta árgangi 12:30-13)

13:00– 15:00 útivist/frjáls leikur

15:00 – 15:30 síðdegishressing

15:30 – 16:00 frjáls leikur

Hekla:

8:00-9:00 móttaka barna (morgunmatur kl. 8:00-8:30) og frjáls leikur

9:00-10:00 hópastarf og ávaxtatími

10:00-11:00 útivist

11:00-11:30 handþvottur og salernisferðir/bleiuskipti

11:30-12:00 hádegismatur

12:00-15:00 hvíld og frjáls leikur/útivist

15:00-15:30 síðdegishressing

15:30-16:00 frjáls leikur

Hver hópstjóri sá um sitt hópastarf með sínum hópi. Hver hópstjóri gerði sitt hópastarf sýnilegt á Facebook

síðu leikskólans. Einn dag í viku í Vörðufelli var val. Í vali fá börnin að velja sér fjölbreytt viðfangsefni og

ekki það sama í hverri viku. Reynt er að hafa fá börn í hverju viðfangsefni.

2.3. Starfsmannastefna

Starfsmannastefna Leikholts er á þann veg að komið sé fram við einstaklinga af virðingu og umburðarlyndi.

Mikilvægt er að starfsfólk hafi ávallt vitneskju um verkefni sín og ábyrgð, að framlag hvers og eins sé metið

að verðleikum og að starfsfólki séu falin verkefni sem fela í sér ábyrgð og kröfur um metnað. Lögð er

áhersla á frumkvæði starfsmanna í faglegu starfi. Einnig er lögð áhersla á að starfsumhverfið sé aðlaðandi,

Page 6: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 6 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

veiti ánægju og vellíðan. Í starfsmannaviðtölum, sem tekin eru árlega, er rætt á opinskáan hátt um

starfssvið hvers starfsmanns, sérþekkingu hans og þörf fyrir fræðslu er áætluð.

2.4. Foreldrasamstarf, foreldrafélag

Kynningarfundur fyrir foreldra hefur verið haldinn í september ár hvert, á honum er farið yfir starf komandi

vetrar og helstu áherslur leikskólans kynntar. Árið 2016 var gefið út kynningarmyndband í tilraunaskyni og

því tekið vel, árið 2017 var planað að uppfæra myndbandið en gafst því miður ekki tími og því mun það

vera endurskoðað næsta vetur 2018 hvað verður gert til að kynna starfið fyrir foreldrum.

Skipulögð foreldraviðtöl eru við alla foreldra einu sinni á ári og er skipt þannig að foreldrar þeirra barna

sem fædd eru á fyrri parti árs koma í viðtal í nóvember. Foreldrar þeirra barna sem eru fædd seinni part

árs koma í viðtal í febrúar, að sjálfsögðu eru foreldraviðtöl oftar ef óskað er.

Við leikskólann starfar foreldrafélagið Leiksteinn og tekur það virkan þátt í ýmsum hátíðs- og tyllidögum

sem leikskólinn heldur uppá. Foreldrafélagið stendur í samstarfi við leikskólann og foreldrafélag

grunnskólans fyrir fyrirlestrum og kynningarefni sem nýtist foreldrum, börnum og starfsfólki.

Foreldrafélagið hefur einnig fengið hin ýmsu leikhús til að koma og halda sýningar fyrir börnin. Stjórn

foreldrafélagsins er einnig foreldraráð og það fær til umsagnar m.a. skóladagatal skólans og starfsáætlun.

Þennan vetur hafa leikskólastjóri og stjórn foreldrafélagsins fundað nokkrum sinnum og farið yfir þá

dagskrá sem foreldrafélagið kemur að: Jólaföndur foreldrafélagsins með Þjórsárskóla, glaðning frá

Jólasveini á jólaballi, glaðning í tunnuna á Öskudaginn, leiksýning og síðan Vorhátíð.

2.5. Matsaðferðir

Starfsemi leikskólans er í stöðugri endurskoðun og tekur starfsfólk leikskólans og foreldrar virkan þátt í að

meta starfið. Könnun var búin til á http://docs.google.com/forms/ fyrir foreldra og hún send. Könnunin

innihélt bæði spurningar með svörum á línulegum kvarða og síðan opin svör. Síðan voru starfsmenn teknir

í starfsmannasamtöl í júní. Starfsmenn voru beðnir um að svara nokkrum spurningum í Google forms og

þau svör var svo hægt að sýna í línuriti á skólanefndarfundi og kom það mjög vel út.

Í mati á skólastarfi eru 2 elstu árgangarnir spurðir nokkurra spurninga um starfið og farið yfir svörin á

starfsmannafundi um haustið og ýmsir þættir settir í umbótaáætlun

Í námsmati barna eru notaðir; Færniskema Leikholts, TRAS skimunartæki á málþroska 2-5 ára barna,

HLJÓM-2 greiningartæki sem kannar hljóðkerfisvitund elstu barnanna í leikskólanum, síðan er gripið í

íslenska smábarnalistann og íslenska þroskalistann, ásamt fleiri þroskalistum sem aðgangur er að í gegnum

Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, ef þörf er á. Íslenska málhljóðalistanum var bætt við í námsmat

barna, sérkennslustjóri metur börn sem þurfa sérkennslu í íslensku máli.

2.6. Samstarf leik- og grunnskóla

Með samstarfi leik-og grunnskóla undanfarinna ára hefur verið leitast við að byggja brú þar sem skólastigin

mætast og nýta sér það besta sem hitt hefur upp á að bjóða. Félagsleg og tilfinningaleg líðan barna, hvað

varðar flutning á milli skólastiga, er eitt af lykilatriðum sem hafa áhrif á velgengni og námsárangur í

Page 7: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 7 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

grunnskóla. Samstarf kennara skólanna gerir það að verkum að viðtökukennarinn þekkir styrkleika og

veikleika barnanna og getur því komið betur til móts við þarfir þeirra í upphafi grunnskólagöngunnar.

Elstu börn leikskólans heimsækja Þjórsárskóla, u.þ.b. átta sinnum í október og nóvember, u.þ.b. átta

sinnum febrúar til apríl og að lokum einn heilan dag í maí, ár hvert. Börnin í 1. bekk Þjórsárskóla koma í

heimsókn í Leikholt einu sinni fyrir áramót og einu sinni eftir áramót. Þetta skólaár fór skólahópur að auki

í eina skógarferð með yngsta stigi grunnskóla. Leikskólinn og yngsta stig grunnskóla buðu svo hvort öðru

á árhátíðar generalprufur.

Kennarar í báðum skólum, leik- og grunnskóla, leggja sig fram að brúa bilið á milli skólastiganna tveggja.

Veturinn 2015 tók Leikholt til dæmis tekið upp að vera með ART þjálfun í leikskólanum, vorið 2015 fengum

við Grænfánann og hvor tveggja er verið að nota í Þjórsárskóla. Í vetur hefur einnig verið starfrækt teymi

með fulltrúum úr báðum skólum að búa til sameiginlega mál- og lestrarstefnu fyrir sveitarfélagið (báða

skólanna). Öll þessi vinna og skólaheimsóknirnar stuðla að meiri samfellu á milli skólanna tveggja og gera

aðlögun leikskólabarnanna í grunnskólann mun betri og auðveldari.

2.7. Umhverfisstefna

Mikilvægt er að byrja strax í leikskóla að fræða börnin um umhverfið og náttúruna, því eins og máltækið

segir „lengi býr að fyrstu gerð“. Sú umhverfisstefna sem er viðhöfð í leikskólanum er á þann veginn að

börn fá að vera þátttakendur í að flokka rusl og fara með það í viðeigandi gáma. Flokkun og endurvinnsla

getur virst flókið ferli en markvisst er reynt að útskýra ferlið fyrir börnunum smátt og smátt eftir því sem

tækifæri og tilefni gefast. Ávallt er reynt að ræða við börnin um mikilvægi þess að sýna umhverfinu fyllstu

nærgætni og virðingu.

Leikskólinn Leikholt er umhverfisvænn og er ætíð stefnt að því að sýna umhverfinu fyllstu nærgætni og

virðingu. Við erum „Skóli á grænni grein“ og fengum við endurnýjun á Grænfánanum okkar þann 2. Júní

2017 á vorhátíð Leikholts.

Markmið:

• Að auka virðingu barna gagnvart náttúru og umhverfi.

• Að stuðla að breyttu viðhorfi í samfélaginu.

• Að flokka og endurnýta og minnka þannig magn þess sorps

sem frá okkur fer.

• Að fara sparlega með orku og vatn.

• Að nota umhverfisvænar vörur:

• Að auka skilning barna á hringrásum í náttúrunni.

Leiðir:

• Börnin eru frædd um náttúru, átthaga og umhverfi og þær

leiðir sem hægt er að fara til þess að varðveita og vernda landið okkar.

Page 8: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 8 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

• Með því að fræða foreldra og börn um umhverfisvernd er verið að reyna að fá sem flesta til liðs

við okkur við að vernda umhverfið.

• Pappír, plast og ál er flokkað og sent í endurvinnslu. Spilliefni eru flokkuð í spilliefnadall og skilað

til eyðingar. Matarafgangar eru nýttir sem fóður fyrir hænur.

• Farið er sparlega með rafmagn t.d. með því að slökkva ljós í ónotuðum stofum og passa að engin

raftæki séu í gangi að óþörfu.

• Verslað er inn með það í huga að sem flestar vörur séu umhverfisvænar.

• Ýmsar leiðir er hægt að fara til þess að auka skilning barna á hringrásum í náttúrunni t.d.:

o Með því að gera tilraunir

o Með því að leita að upplýsingum á netinu og í fræðibókum.

o Með því að fara í könnunarleiðangra í náttúrunni o.fl.

Með því að setja börnum gott fordæmi og leyfa þeim að taka þátt í umhverfisverndarstarfinu er verið að

kenna þeim umhverfisvæna lífshætti.-

Þessi umhverfisstefna var uppfærð árið 2016 og er Sigríður Björk Marinósdóttir (Sirrý) leikskólakennari

verkefnastjóri Grænfánaverkefnis Leikholts.

2.8. Kennsluráðgjafi

Við Skóla- og velfarnaðarþjónustu Árnesþings starfa tveir kennsluráðgjafar sem hafa það hlutverk að veita

leik- og grunnskólum ráðgjöf í hinum ýmsu málum. (Sjá nánar 3.4.1.)

3. STARF LEIKSKÓLANS SÍÐASTLIÐIÐ ÁR

3.1. Starf samkvæmt áætlun

Námskrá Leikholts var gefin út í júní 2009. Námskráin hefur verið öllum aðgengileg m.a. á heimasíðu

hreppsins (www.skeidgnup.is). Í júní 2011 kom út ný aðalnámskrá leikskóla frá menntamálaráðuneytinu.

Veturinn 2011-12 fór fram vinna við mótun og innleiðingu á nýrri námskrá leikskólans í samræmi við nýja

aðalnámskrá. Veturinn 2012-2013 hélt þessi vinna áfram og haustið 2013 leit ný skólanámskrá Leikholts

dagsins ljós. Veturinn 2015-2016 fór fram vinna með stefnu leikskólans og 2016 var hún sett upp í

skilmerkilegt form. Veturinn 2016-2017 og 2017-2018 fór fram vinna með skólanámskrána einnig en henni

verður lokið næsta skólavetur þann 2018-2019.

3.1.2. Þemavinna vetrarins

Fyrir áramót voru hefðbundin haustverk viðfangsefni barnanna í leikskólanum, þ.e. unnið var með haustið,

réttirnar, fjölmenningu, árstíðir, átthaga, umhverfismennt og annað sem hverjum hópi þótti áhugavert að

fræðast um. Þemað var fuglar, og var margt sem var spáð í fuglunum, tónlist, myndlist, umhverfismennt

og fleira.

Page 9: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 9 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

3.1.3. Leikskóladagatalið – skólaárið 2017-2018

Ágúst 2017

Sumarfrí leikskólans var í 5 vikur frá 1. júlí til 7. ágúst 2017. Ágúst mánuður er alltaf notaður mest í útveru

með börnunum (gönguferðir, vettvangsferðir, leikir og efniviður færður út). Tíminn er notaður til að

undirbúa skipulega starfið sem byrjar í september. Eitthvað af nýjum börnum byrja á haustin en við tökum

við börnum allan ársins hring eða um leið og þau verða eins árs.

Fyrsti starfsdagur var 17. ágúst 2017 og var sá dagur með Þjórsárskóla. Byrjuðum í Leikholti á

starfsmannafund og skipulagningu vetrarins, og fórum svo á sameiginlegan fyrirlestur um Barnavernd í

Árnesi, haldinn af Sigurjóni Árnasyni frá Velferðarþjónustu Árnesþings.

September 2017

Fyrsti öðruvísi dagurinn þetta skólaár var 14. september 2017 og var hann valinn af með lýðræðislegri

kosningu af börnunum á eldri deildinni, Vörðufell. Bókadagur var fyrir valinu að þessu sinni. Daginn eftir

þann 15. september 2017 var Réttarfrí þar sem réttað er í Skaftholtsréttum þennan föstudag og því lokað

í leikskólanum.

Page 10: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 10 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

Aðalfundur foreldrafélagsins Leiksteins var haldinn kl. 15:30 mánudaginn 18. september 2017 í gamla

eldhúsinu og var góð mæting af foreldrum á þann fund.

Þann 29. september 2017 var annar Öðruvísi dagur og fyrir valinu varð Skyrtu- og kjóladagur.

Október 2017

Fimmtudaginn 12. október 2017 var haldinn Bleikur dagur í tilefni átaks Krabbameinsfélagsins gegn

Brjóstakrabbameini hjá konum.

Föstudaginn 13. október 2017 var Haustþing 8. deildar FL og FSL og var þá leikskólinn lokaður og allir

starfsmenn fóru á Selfoss á Haustþing þar sem þeir hlustuðu á fyrirlestra, tóku þátt í námskeiðum með

öðrum starfsmönnum í leikskólum á Suðurlandi.

Þann 27. október ár hvert er Alþjóðlegur Bangsadagur – í ár héldum við upp á hann og mættu allir í

náttfötum og með bangsa þann dag.

Nóvember 2017

15. nóvember 2017 var annar starfsdagur þessa skólaárs. Þennan dag fórum við að skoða nýbyggðan

leikskóla í Hveragerði, Undraland. Síðan fórum við í bæinn og borðuðum saman og fórum svo í Kramhúsið

á mjög skemmtilegt námskeið með upphitun, músíkleikfimi, teatresport og hópefli og enduðum á

fræðsluinnleggi og svo dansi.

Fimmtudaginn 16. nóvember 2017 var Dagur íslenskrar tungu og var hann haldinn inn í sal með söngstund,

foreldrar voru velkomnir.

Vasaljósadagur var þann 24. nóvember 2017 og máttu

þá allir mæta með vasaljós í leikskólann.

Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur í

sveitinni, kom í heimsókn í leikskólann fjóra

miðvikudagsmorgna fyrir jól (22. nóv og næstu). Hann

söng lög með börnunum og sagði þeim sögur um vináttu

og kærleik. Börnin hlakka alltaf mikið til að sjá prestinn,

hlusta á hann og taka þátt í söng/sögustundum hans.

Desember 2017

Foreldrafélagið hélt jólaföndur með foreldrafélagi Þjórsárskóla í salnum í Brautarholti þann 1. desember

2017 frá 15:30-17:30. Sá viðburður tekur beint við af leikskólanum en leikskólinn tekur ekki þátt í þeim

viðburði.

Þann 8. desember 2017 var Jólasveinahúfudagur og mættu þá allir með jólasveinahúfu þann dag.

Þann 12. og 13. desember var farið í piparkökubakstur og að mála piparkökur.

Page 11: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 11 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

Þann 20. desember 2017 voru haldin Litlu jólin í Leikholti. Foreldrar, systkini og öðrum sem tengjast

börnunum er boðið að vera með. Að þessu sinni fengum við Miðnætti leikhúsið til að koma með álfana

Þuru og Þorra til að sýna okkur jólaleikrit og síðan voru þau með okkur á jólaballinu sem var haldið eftir

leikritið og stýrðu því. Eftir jólaballið var farið í matsalinn og bragðað á piparkökunum sem börnin bökuðu

og drukkið kakó. Þessi viðburður gekk mjög vel.

Jólafrí var hefðbundna rauðu daga og síðan var leikskólinn opinn 3 daga milli jóla á nýárs, þá daga mættu

9-10 börn.

Janúar 2018

Starfsdagur var síðan 2. janúar 2018 og var sá dagur nýttur í skipulagningu vorannar og starfsmannafund.

Dótadagur var föstudaginn 5. janúar 2018 og máttu þá allir koma með eitt dót að heiman. Dótadagur í

janúar er orðinn að hefð hér í Leikholti þar sem börnin vilja ólm koma með dótið sem þau fengu í jólagjafir

og sýna hinum.

Bóndadagur var þann 19. janúar 2018, öll börnin gerðu myndir til að fara með heim til feðra sinna. Á

blöðunum var líka skrifað eftir þeim hvað þau sögðu um feður sína, eins og t.d. „Hvað finnst pabba þínum

skemmtilegt að gera“ og „Hvað finnst honum leiðinlegt að gera“ og „Hvað er hann gamall“. Börnin fengu

síðan að smakka á þorramat í hádeginu við misgóðar undirtektir.

Öðruvísi dagur var 26. janúar 2018 og fyrir valinu var þá „Töff hrós dagur“ – þá máttu allir koma í því sem

þeim finnst töff og vera duglegir að hrósa hvort öðru.

Febrúar 2018

6. febrúar ár hvert er Dagur leikskólans, þetta árið var

hann haldinn hátíðlegur í salnum okkar góða.

Leikskólabörnin buðu eldri borgurum í sveitinni að

koma og hlusta á þau syngja og kynna sig. Eftir það var

boðið upp á bleika skúffuköku sem

Sjóræningjablómahópur bakaði fyrir þau.

Bollu-, Sprengi- og Öskudagur voru 12.-14. febrúar og voru haldnir með hefðbundnum hætti: Á

Bolludaginn voru kjötbollur í boði í hádeginu og rjómabollur í síðdegishressingu. Á Sprengidag var saltkjöt

og baunir í hádegismat og á Öskudaginn var haldið Öskudagsball sem foreldrar og aðrir góðir gestir mættu

á. Börnin fengu bækur úr tunnunni frá foreldrafélaginu og popp í pokum.

Konudagur var þann 18. febrúar 2018, öll börnin gerðu myndir til að fara með heim til mæðra sinna. Á

blöðunum var líka skrifað eftir þeim hvað þau sögðu um mæður sínar, eins og t.d. „Hvað finnst mömmu

þinni skemmtilegt að gera“ og „Hvað finnst henni leiðinlegt að gera“ og „Hvað er hún gömul“.

Öðruvísi dagur þann 23. febrúar 2018 var að þessu sinni „Blómadagur“ og máttu þá allir koma í einhverju

blómalegu.

Dagur leikskólans

Page 12: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 12 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

Starfsdagur 28. febrúar með Þjórsárskóla og var haldinn í Leikholti. Við byrjuðum á morgunkaffi og síðan

kom Ólafur Oddsson með kl. 9 og kenndi okkur listana að tálga. Eftir hádegi kom Hugrún Vignisdóttir

sálfræðingur og talaði við okkur um Trans börn.

Mars 2018

Okkur var boðið á General prufa Árshátíðar Þjórsárskóla þann 16. mars 2018 f.h. og fórum við með eldri

börnin á þá sýningu með skólabíl.

Við fögnum alþjóðalega Downs deginum 21. mars 2018 með því að klæðast mislitum sokkum til að sýna

samstöðu með fjölbreytileikanum

Öðruvísi dagur var 23. mars 2018 og var Búninga og kökudagurinn

fyrir valinu þennan dag.

Séra Óskar kom í heimsókn tvisvar sinnum fyrir páska þann 21. og 28.

mars 2018 og söng og sagði börnunum sögur. Börnin hafa líka gaman

af því að hitta Bláa fuglinn hans hann Konna sem kemur stundum með

honum í heimsókn.

Páskafrí var frá 29. mars til 2. apríl 2018

Apríl 2018

Blár dagur var haldinn föstudaginn 6. apríl 2018 til að vekja athygli á einhverfu.

Árshátíð Leikholts var haldin 18. apríl 2018 og var

þema árshátíðarinnar „fuglar“ og var hún vel

heppnuð og margir gestir komu að horfa á. Börnin

sýndu leikrit og sungu lög fyrir foreldra, systkini og

aðra góða gesti.

Starfsdagur var 20. apríl 2018 og þá var byrjað á

starfsmannfundi og síðan farið í vinnu með

skólanámskrána. Við fórum svo borðuðum í

Reykholti og heimsóttum síðan Bláskógaskóla á Laugarvatni og fengum að skoða

leik- og grunnskólann þar og útisvæðið þeirra, skýli og skógarsvæði.

Öðruvísi dagur var 27. apríl 2018 og var þá valinn „Bíó-Rugl dagur“.

Eldri börnin fengu að horfa á sundkeppni miðstigs í Skeiðalauginni.

Séra Óskar og Konni

Heklubörn

á Árshátíð

Page 13: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 13 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

Maí 2018

Heklubörn fóru í Lambaferð að Húsatóftum, Orma-, Bjöllu- og Flughópur fóru og Alli og Elin á Húsatóftum

tóku á móti okkur. Við fengum að sjá kind bera (lamb fæðast), halda á og klappa lömbum. Annað áhugavert

voru drullupollar, traktor og steinar á leiðinni.

Vörðufellsbörn fóru í Lambaferð á Vorsabæ og fengu gott veður báðar leiðir (börnin dugleg að ganga).

Börnin fengu að sjá hund, hesta, lömb og fjöruga kiðlinga og síðan voru pylsur grillaðar í hesthúsinu.

Guggusund var haldið í gegnum foreldrafélagið, af Guggu (Guðbjörg H. Bjarnadóttir frá Selfossi) og sóttu

mörg börn það námskeið, börnin fóru þá fyrr úr leikskólanum til að sækja námskeiðið í

Neslaug/Skeiðalaug. Leikskólinn hliðraði til síðdegishressingu svo börnin gætu verið búin að borða áður

en þau færu í sundið.

Júní 2018

Vorhátíð okkar var haldin 5. júní 2018. Vorhátíðin var haldin að mestu leyti úti því loksins fengum við

gott veður á Vorhátíðinni okkar. Við byrjuðum inni þar sem 2012 árgangurinn útskrifaðist í salnum og

kynntu fyrir okkur átthaga sína. Síðan var farið út og álfarnir Þura og Þorri komu og héldu fyrir okkur

leiksýningu í boði foreldrafélagsins. Síðan var hjólaþrautabraut sett upp á bílastæðinu (börnin komu með

hjólin sín), geitur og kanínu komu frá bænum Hæli í boði eins starfsmanns og fengu allir að klappa þeim.

Krítar og sápukúlur komu einnig frá foreldrafélaginu og í garðinum bauð leikskólinn upp á kaffi, djús og

kleinur.

Starfsdagur 6. júní 2018 var haldinn í Leikholti og var hann nýttur í vinnu með skólanámskrána,

foreldrahandbókina og fjarverusáttmála starfsmanna.

Útskriftarferð 2012 barna var farin 7. júní 2018 og var ferðinni heitið á Laugarvatn. Sjö útskriftarbörn og

tveir starfsmenn fóru með skólabíl og byrjuðu á að fara í Laugarvatnshelli og skoða þar. Leikskólarnir frá

Laugarvatni og Flúðum (Leikskóladeild Bláskógaskóla og Undraland frá Flúðum) voru með okkur í

útskriftarferð. Börnin fóru síðan á útivistarsvæði Bláskógaskóla þar sem þau buðu þeim öllum í hádegismat

og leiki. Síðan var farið í Efsta-Dal II og fengið sér ís áður en lagt var af stað tilbaka.

Útidótadagur var 13. júní 2018 og máttu þá allir koma með eitthvað útidót að heiman.

Síðasti dagur fyrir sumarfrí var 29. júní 2018.

Útskrift 2012 árg. Þura og Þorri Vorhátíð 2018

Page 14: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 14 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

3.1.4. Þróunar og nýbreytnistarf

Aðalnámskrá (2011) setti nýjan tón í leikskólastarfið með henni eru sett ný leiðarljós í leikskólastarfi. Settir

eru fram grunnþættir menntunar og námsvið leikskóla eru hugsuð og sett fram á annan hátt en áður.

Námssviðin, þ.e. læsi og samskipti, heilbrigði og vellíðan, sjálfbærni og vísindi og sköpun og menning

skarast og eru þau samofin undirstöðuþáttum leikskólastarfs eins og í leik, hópastarfi, daglegri umönnun

og almennri lífsleikni.

Skólaveturinn 2015-16 var unnið með stefnu leikskólans, áherslur og

skólanámskrána. Skólanámskráin er ókláruð og en unnið var í henni í

vetur og heldur sú vinna áfram næsta vetur. Eftir þá vinnu varð stefna

leikskólans þannig að í leikskólanum okkar er unnið að námssviðum

Aðalnámskrár (2011) út frá einkunnarorðunum okkar sem eru: Gleði,

vinsemd, og virðing. Áhersluþættir okkar í starfi eru Leikur, ART, Blær,

umhverfismennt, mál og alls kyns læsi. Allir þessir þættir skarast í

daglegu starfi leikskólans. Leikur er nám.

ART

Leikskólinn okkar fékk ART vottun þann 26. maí 2016 frá ART teyminu.

Þá höfðu 6 starfsmenn leikskólans farið á ART námskeið og haldið uppi

ART þjálfun með sínum hópi. Aðrir starfsmenn hafa fengið kynningu á

ART starfinu. Haustið 2016 fóru síðan 2 starfsmenn á ART námskeið og haldið var áfram að hafa ART hópa

í tveimur elstu árgöngunum. Þennan vetur höfðum við 8 ART þjálfa í húsi en bara tvo ART hópa (elstu

börn) var ekkert mál þótt einhver ART þjálfi veiktist, því við höfðum úrval af ART menntuðu afleysingafólki.

Í ART þjálfuninni er ákveðin orðræða sem þjálfast og smitast svo yfir á hina árgangana í starfinu. ART

stendur fyrir „Aggression Replacment Training“ og miðar að því að draga úr og fyrirbyggja óæskilega

hegðun með því að kenna félagsvæna hegðun. ART tekur til hegðunar, hugsunar og tilfinninga og byggir á

lögmálum hugrænnar atferlismeðferðar. Unnið er með félagsfærni (Skillstreaming), reiðistjórnun (Anger

control training) og umræðum um siðferðileg álitamál (Moral Reasoning). Með því að efla lífsleikninám í

leikskólanum er verið að vinna að markmiðum skólans og auka samfellu á milli leik- og grunnskóla þar sem

Þjórsárskóli hefur fengið vottun sem ART skóli.

Blær

Vináttuverkefnið Blær eða Fri for mobberi er

forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti.

Verkefnið byggir á ákveðinni hugmyndafræði

og gildum til að kenna góð samskipti og notast

er við bangsann Blæ. Blær var kynntur til leiks

í Vörðufelli vorönnina 2017, hann er bangsi

sem kemur í heimsókn í vinastund. Öll börnin í

Vörðufelli eiga einn lítinn Blæ bangsa sem þau geta nálgast ef þau

vantar knús eða huggun. Ákveðið kennsluefni er til og hafa sex

starfsmenn í leikskólanum farið á Vináttunámskeið og lögð er áhersla á umburðarlyndi, virðingu, umhyggju

og hugrekki.

Page 15: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 15 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

Þetta skólaár var eldri deildin með Blæ tíma eftir áramót þegar 12 vikna ART kennslunni var lokið. Við

prufuðum að láta Blæ taka við af ART eftir áramót. Okkur í Leikholti

finnst vináttuverkefnið Blær passa vel við ARTið okkar. En úr

könnunum kom að við gætum unnið meira með Blæ og einnig

tvinnað Blæ og ART saman. Hægt er að leita meiri upplýsingar um

Vináttuverkefnið inn á heimasíðu Barnaheilla:

http://www.barnaheill.is/vinatta/.

Umhverfismennt

Hér eru markmið Leikholts í Grænfánaverkefninu skólaárið 2017-2018:

Þema: Átthagar

Markmið 1: Að börnin læri að þekkja nærumhverfi leikskólans, s.s. helstu kennileiti og örnefni og finni

einhverja þjóðsögu sem tengjast þeim. Vinni svo verkefni tengdri þjóðsögunni og deili með samfélaginu.

Aðgerðir: Fara í skipulagðar gönguferðir a.m.k. 3var sinnum í mánuði. Fara á bókasafnið og finna bækur

eftir Jón Eiríksson, þar gætum við fundið þjóðsögur sem tengjast nærumhverfi leikskólans sem og

örnefnaskrá. Velja eina þjóðsögu og vinna verkefni henni tengdri og birta í fréttablaði hreppsins.

Tímarammi: Janúar 2018 – júní 2018

Markmið 2: Að vinna átthagaverkefni með útskriftarhóp. Börnin í útskriftarhópi eiga að læra að þekkja

nærumhverfi heimilis síns s.s. helstu kennileiti og örnefni og geti upplýst aðra.

Aðgerðir: Biðja foreldra um að fara í gönguferðir með börnin sín þar sem þau fræði þau um nærumhverfi

sitt og taki ljósmyndir. Foreldrar verði svo beðnir um að senda hópstjóranum myndirnar ásamt

upplýsingum um kennileitin/örnefnin. Hópstjórinn vinni svo að kynningum í PowerPoint með

útskriftarhópi sem svo verði sýndar með viðhöfn á vorhátíð leikskólans í júní 2018.

Tímarammi: Allur apríl 2018

Þema: Lífbreytileiki

Markmið 1: Að aðstoða fuglana í nærumhverfi leikskólans við fæðuöflun. Að

fræðast um það hvað fuglarnir kjósi að borða og hvar þeir kjósi að búa. Getum

við laðað að okkur fleiri fugla með því að búa til fuglahús? Búa til einfaldan

fæðuvef.

Aðgerðir: Að fræðast um fæðu fugla og fóðra þá samkvæmt því (nota

krummapallinn fyrir krumma). Er eitthvað sem við getum gefið þeim, af því

sem fellur til í leikskólanum? Búa til fuglahús. Fræðast um búsvæði fuglanna

og búa til einfaldan fæðuvef. Kanna hvað gerist ef einhver tegund er tekin út

úr fæðuvefnum.

Tímarammi: Nóvember 2017 – mars 2018

Page 16: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 16 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

Markmið 2: Að börnin læri að þekkja lífríkið í umhverfi sínu s.s. bæði gróður og dýr. Að börnin kanni

hvort að þau geti búið til skordýrahótel og laða þannig fleiri skordýr inn á skólalóðina.

Aðgerðir: Að fara í náttúrurannsóknarleiðangra um nánast umhverfi reglulega. Notast við bækur,

náttúruspjöld (heimatilbúin spjöld með myndum og fróðleik um dýr, skordýr og gróður) og

veraldarvefinn til þess að fræðast um lífríkið. Athuga hvað hægt er að finna um skordýrahótel á

veraldarvefnum og prófa að búa svoleiðis til.

Tímarammi: Apríl 2018 – 1. október 2018

Nýtt þema og markmið: Hnattrænt jafnfrétti

Markmið 1: Fræða börnin um ólíka

menningarheima og um aðstæður jafnaldra

þeirra í fjarlægum löndum.

Aðgerðir: Veraldarvefurinn, skoða bækur og

landakort, búa til veggspjöld, fána...

Tímarammi: Mars 2018 – júní 2018

Markmið 2: Að vinna markvisst með þjóðerni

barna og starfsfólks leikskólans

Aðgerðir: Fá foreldra barnanna til liðs við

okkur í upplýsingaröflun. Finna heimildir á veraldarvefnum. Búa til sýnileg verkefni sem hengd verða upp

t.d. landakort þar sem við merkjum inná.

Tímarammi: Nóvember 2017 – júní 2018

Markmið 3: Að fræðast um vörumerkinguna „Fair Trade“ eða sanngjarnir viðskiptahættir. Að athuga

hvort þær vörur sem leikskólinn kaupir inn séu merktar sanngjörnum viðskiptaháttum (Fair Trade), og

stinga upp á úrbótum ef þarf.

Aðgerðir: Fræðast um Fair Trade. Fara yfir helstu innkaupaliði leikskólans. Búa til úrbótaáætlun ef þarf.

Tímarammi: Janúar 2018 – júní 2018 (fer eftir stöðu mála í janúar 2018, fer á bið ef við erum enn að

vinna að nokkrum af fyrri markmiðum).

Læsisstefna

Eftir áramótin 2015-2016 var stofnað læsis teymi, í því voru þau Elín Anna, Haukur og Matta frá Leikholti

og svo Árdís, Kristín, Kjartan og Hafdís frá Þjórsárskóla. Teymið vann að drögum að bækling til að kynna

fyrir foreldrum, og er að vinna að færniskema til að fara eftir. Þessi vinna muna hélt áfram skólaárið 2016-

17 og var stefnt að því að ljúka þeirri vinnu vorið 2017 en tókst því miður ekki. Ekki náðist að finna að tíma

til að vinna að stefnunni þetta skólaárið og þarf því nýtt markmið að vera vorið 2019.

Leikur

Leikur er einn af áhersluþáttum okkar í stefnu leikskólans. Við notum leikinn til að kenna, til að læra og til

að rannsaka og uppgötva. Í frjálsa leiknum skapast oft miklar pælingar, umræður og mikil æfing í

félagsfærni. Frjálsi leikurinn er mjög mikilvægur og er því alltaf verið að passa upp á að það sé nægur tími

í dagsskipulaginu á hverjum degi fyrir frjálsa leikinn. Tíminn fyrir frjálsa leikinn þarf alltaf að endurmeta á

hverju ári.

Page 17: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 17 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

3.1.5. Mat á starfinu

Foreldrakönnun Í vor bjó leikskólastjóri til könnun í gegnum frítt forrit hjá google (docs.google.com/forms). Foreldrarnir

fengu senda slóðina og voru beðnir um að svara 14 valmöguleika spurningum og einni spurningu í lokin

þar sem foreldrar voru spurðir hvort þeir vildu bæta einhverju við.

Könnunin var send út 25. maí 2018 og var opin í tvær vikur. Ein áminning var send út áður en henni var

lokað. 31 barn var í vistun í leikskólanum þegar könnunin var send út og hún fór út með fyrirmælunum:

„Vinsamlegast svarið eitt foreldri á barn svo við getum ca. reiknað svarprósentu 😊 En ef þið eigið fleiri

en eitt barn í leikskólanum þá megið þið endilega skipta niður og svara eitt svar fyrir eitt barn. Ég hef

könnunina opna í ca. eina viku 😊“

Könnunin fékk 23 svör, sem gerir 74% svörun miðað við eitt svar á barn og 31 barn í heildina. Mikið er um

systkini í leikskólanum eða 17 börn af 31 eiga systkini í leikskólanum. En 74% svörun er ágæt og mjög

nálægt 80% svörun sem telst marktæk svörun.

Hér eru þættirnir sem spurt var út í könnunni:

• Móttöku barna í byrjun dags og kveðjur í enda dags

• Vináttuverkefnið Blæ

• Hvaða verkefni foreldrar kannast við úr Grænfánaverkefninu (upptalning)

• Útiveru barna í Leikholti

• Samstarf Leikholts og Þjórsárskóla

• Hvaða verkefni tengdum læsi skila sér heim (upptalning)

• Upplýsingaflæði

• Hvernig foreldrar nýta sér myndir sem leikskólinn setur á Facebook síðuna

• Hvort foreldrar geri sér grein fyrir hvað liggur á baki kosningu barnanna fyrir Öðruvísi daga

• Andann í Leikholti

• Fjölbreytileika matseðils

• Ánægju barnsins í Leikholti

• Annað (skrifleg svör

Á heildina litið kom leikskólinn mjög vel út út könnunni, flestir merktu við í „mjög vel“ eða „mjög ánægð-

ur/ánægð-ur“ valkostinn fyrir flest svör eða um 80-95%.

Verkefnin sem foreldrar könnuðust við úr Grænfána voru einna helst Flokkun úrgangs og Lífríki. Mjög fáir

könnuðust við aukaþemað okkar þennan vetur sem var Hnattrænt jafnrétti, eða bara 21,7% þeirra sem

svöruðu. Flestir könnuðust við Læsis tengd verkefnin okkar Lubba og TMT en færri við Bókasafnsferðir eða

um 30% þeirra sem svöruðu.

Varðandi myndir á Facebook þá svöruðu langflestir (74%) að þeir notuðu myndir sem umræðugrundvöll

við barnið sitt og næst var til að spyrja opinna spurninga og rifja upp nöfn barna og starfsmanna (48-30%).

Það sem við setjum í umbótaáætlun fyrir næsta vetur Út frá svörum þessarar foreldrakönnun eru þessar:

Page 18: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 18 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

• Að útskýra fyrir foreldrum mikilvægi þess að foreldrarnir sjái um að kveðja í lok dags, þar sem oft

getur myndast örtröð í lok dags þegar oft fara 10-20 börn í einu.

• Að kynna betur Grænafána verkefnin sérstaklega þegar við erum með nýtt þema eins og þessu

sinni Hnattrænt jafnrétti.

• Að fara oftar í Bókasafnsferðir og sýna myndir og texta frá ferðunum.

Starfsmannakönnun Þar sem ekki var farin þá leið að kaupa könnun eins og í gegnum skólapúlsinn, var ákveðið að

starfsmannasamtöl starfsmanna við leikskólastjóra myndu duga að þessu sinni. Allir starfsmenn svöruðu

einnig í viðtalinu 9 spurningum á spjaldtölvu og fengu þá tækifæri að ræða það svar við leikskólastjóra.

Þessum 9 spurningum svöruðu 10 starfsmenn sem starfandi voru þá við leikskólann í júní 2018, allt voru

það valmöguleika spurningar frá einum upp í fimm og voru svörin svo upp í línurit og sýnd á

starfsmannafundi og skólanefndarfundi haustið 2018.

Á heildina litið eru starfsmenn leikskólans mjög ánægðir eða ánægðir. Þeim líður vel í vinnunni og eru

ánægðir með þetta skólaárið. Ýmsar gagnlegar athugasemdir og ábendingar komu úr samtölunum:

• Gott væri að hafa starfsmannahandbók fyrir nýja starfsmenn

• Mætti passa betur upplýsingastreymi á milli deilda

o Einnig meiri samvinnu á milli deilda t.d. göngutúrar saman – saman í útiveru

• Góður starfsandi

• Áhugaverð vinna með Blæ, gaman að þróa hana áfram

• Vinnuálag frekar mikið og mikil veikindi í vetur

Allir starfsmenn tjáðu sig um þau námskeið sem þá langar að fara á næsta skólaári. Allir sögðu frá sínum

hugmyndum og hvað þeir myndu vilja sjá nýtt í leikskólanum sem gæti farið á innkaupalista fyrir næsta

vetur.

Það sem stóð helst upp úr þessum samtölum var starfsánægja allra og hve allir voru tilbúnir að aðstoða

þegar mikil veikindi voru í húsinu í vetur. Mikil samheldni er í starfsmannahópnum og mikill áhugi og

metnaður.

Það sem væri gott að setja í umbótaáætlun:

• Passa álag á hverjum starfsmanni, að verkefnaskipting sé jöfn

• Passa starfsmannafjölda, að það sé frekar rúmt í starfsgildum frekar en tæpt, það skapar óánægju

og álag að hafa starfsgildin tæp.

• Passa upplýsingastreymið á milli deilda, fundargerðir eftir deildarfundi og deildarstjórafundi.

Page 19: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 19 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

Innra mat barna í Vörðufelli á starfinu:

Spurningar: Mér líður svona þegar ég fer í:

xxxxxx

7 af eldri börnunum voru spurð spurninga hvernig þeim líði þegar þau fara í salinn, Listaholt, útivist,

Lubbastund, ART/Blæ, frjálsan leik, gönguferðir, skólaheimsóknir og söng- og ávaxtastundir:

Svörin voru mjög jákvæð og fengu flestir svarkostir broskarl nema Lubbastund fékk 6 broskarla en einn í

miðjunni, og Söng- og ávaxtastundir fengu 5 broskarla og 2 í miðjunni.

Síðan voru spurðar 5 opnar spurningar:

• Hvað finnst þér gaman að gera í leikskólanum?

• Hvað finnst þér gaman að gera í hópatímum?

• Hvað finnst þér gaman að gera í útiveru?

• Hverju viltu breyta?

• Hvað er leiðinlegt?

Svörin voru mörg og mismunandi 😊

Það sem mér finnst gaman: • Knúsa x2

• Gaman að knúsa Blæ

• Leika, leika í Bílaleik, leika í

Dúkkukrók

• Leika með búninga, Leika með

lego x2

• Æfa mig að lesa og lita og perla

• Í borðleikjum

• Rólegheit með bækur

• Að smíða úti

• Í salnum, og í Þrautabraut

• Í hreyfileikum eins og hókí pókí

• Teikna, Teikna regnboga

• Sofa

Gaman í Hópatíma: • Búningar – æfa fyrir

leikritið

• Fara í bókasafnið x2,

Hlusta á sögur

• Fara í Lubba stundir x3

• Leika sér með hljóðin og

stafina

• Numicon x2

• Allt í listaholti, Mála hjörtu

og blóm, Mála x2

• Alls konar leiki

• Þrautabraut í salnum

• ART

Gaman í Útiveru: • Róla x2

• Borða úti og grilla brauð

• Að leika með vinum

mínum

• Hjóladagur

• Klifra upp á þak

• Fara í göngutúr og hoppa

í pollunum

Hvað viljum við breyta: • Að fara fyrr heim

• Fá nýtt dót í valinu (eins og veiða fiska dótið)

• Fara meira í göngutúr

• Gera eitthvað öðruvísi í salnum

• Það var gaman í tónlistarhvíld hjá H.K, hafa hana oftar

• Vera sjálf í kaffitíma

Hvað er leiðinlegt? • Leiðinlegt að sofa

Page 20: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 20 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

Innra mat starfsmanna á starfinu Innra mat starfsmanna var skráð á starfsdegi um vorið 2018, hér eru punktarnir sem voru skráðir

Hvað höfum við gert vel í vetur?

• T.d. samvinna góð (Má samt vera fleiri

stundir þar sem allir (börn og

starfsmenn) eru saman).

• Nýr starfsmaður fékk frábærar

móttökur í Vörðufell (og Heklu)

• T.d. vinna með fuglaþema

• Myndlist í Heklu x2

• Hitaborð í matsal

• Leikritin á árshátíðinni

• Góður mórall

• Svo margt og mikið

• Öðruvísi dagar

• Vor- og Árshátíð

• Dugleg að nýta salinn

• Breyttir kaffitímar í Heklu tíminn f.h.

nýtist betur

• Börnunum líður vel

• Halda undirbúningstímunum

• Gott hvað leikskólinn getur keypt inn af

námsefni

• Tónlistarhvíld í Vörðufelli – spennandi

verkefni

• Yndislegt hvað allir eru til í að vinna

saman og hjálpast að þegar vantar í hús

• Jákvæðni starfsmanna og

starfsmannaandi frábær

• Sérkennslustjóri er að vinna mjög þarft

og flott starf

• Höfum ekki þurft að senda börn heim

v./undirmönnunar

• Munað eftir bókasafninu

• Deildarfundir komnir aftur

• Fullt af flottum útiverkefnum hjá elstu

börnum

Hvað hefði mátt betur fara?

• Meiri samvinna með nám – leiðir – allir í

sömu átt – en ekki að allir séu að vinna í

sömu málefnum (fjölbreytileiki nýttur

betur)

• Nota meira einingakubbana í Vörðufelli

• Heklubörn fara oftar í Vörðufell e.

Hádegi

• Vera með hópinn Bjöllurnar í Vörðufelli

• Samþætta betur ART og Blæ

• Vera dugleg að fara inn í leik með

börnunum

• Nýta leikinn t.d. til málörvunar,

nota/leggja inn TMT. Efla félagsfærni og

samskiptahæfni. Og svo finnst

börnunum bara gaman þegar fullorðnir

eru með í leiknum.

• Flokka þar enn betur ruslið

• Bæta flokkunaraðstöðu

• Meira upplýsingaflæði á milli deilda

• Skipuleggja og nýta betur stundir sem

gefast

o T.d. í tiltekt, frágang,

pappírsskurð, sortera leikföng,

þurrka af, yfirfara teikningar

barnanna

• Setja nýtt fólk betur inn í flokkunarferlið

• Skipuleggja betur þátttöku eldri barna

að fara út með rusl/pappír

• Vinna má enn meira með myndrænt

skipulag á báðum deildum

• Klára læsis stefnu

Page 21: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 21 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

Er eitthvað sem við viljum bæta?

• Meiri útikennslu

• Fjölbreyttari tónlist og leiklist (tjáningu,

listrænni sköpun)

• Meiri myndrænt skipulag

• Smá foreldraverkefni

• Einum starfsmanni langar að koma með

hundinn sinn reglulega í heimsókn

• Fleiri heimsóknir 1. bekkjar fyrsta

skólaár þeirra í grunnskóla til baka í

leikskólann

• Skrifa fundargerð á deildarfundum

• Hafa rusladag – allir út að tína rusl.

• Fagstjórar í myndlist, tónlist og

útikennslu fyrir báðar deildir

• Búa til stefnu um aga mál

• Nýta betur svæði í frjáls leiknum í

Vörðufelli, þ.e. bjóða t.d. upp á leik fyrir

ákv. hóp inn í Listaholti þegar það er

laust

• Vera duglegri að nota TMT í öllu

• Nota Langholt til leikja (bæði fyrir

Heklubörn og Vörðufellsbörn (t.d.

klóstettkubba, könnunarleik)

• Endurhanna Listaholt og nýta betur Ath.

Skápa í staðinn fyrir hillur

• Lækka vask í Listaholti og fá betri borð

til að vinna við

• Lengri vask inn á Hekluklósett fyrir fleiri

börn

Umbótaáætlun (eftir kannanir og innra mat) fyrir starfsárið 2018-2019 • Að útskýra fyrir foreldrum mikilvægi þess að foreldrarnir sjái um að kveðja í lok dags, þar sem oft

getur myndast örtröð í lok dags þegar oft fara 10-20 börn í einu.

• Að kynna betur Grænafána verkefnin sérstaklega þegar við erum með nýtt þema eins og að þessu

sinni Hnattrænt jafnrétti.

• Að fara oftar í bókasafnsferðir og sýna myndir og texta frá ferðunum.

• Passa álag á hverjum starfsmanni, að verkefnaskipting sé jöfn

• Passa starfsmannafjölda, að það sé frekar rúmt í starfsgildum frekar en tæpt, það skapar óánægju

og álag að hafa starfsgildin tæp.

• Passa upplýsingastreymið á milli deilda, fundargerðir eftir deildarfundi og deildarstjórafundi.

• Flokka þar enn betur ruslið

• Bæta flokkunaraðstöðu

• Samþætta betur ART og Blæ

• Vinna má enn meira með myndrænt skipulag á báðum deildum

• Meiri útikennslu

• Fagstjórar í myndlist, tónlist og útikennslu fyrir báðar deildir

• Búa til stefnu um aga mál

• Vera duglegri að nota TMT í öllu

• Nota svæðin betur í húsinu – skipta barnafjöldanum betur upp.

• Halda áfram með tónlistarhvíld hjá HK og hafa meira af tónlist

• Nýta salinn meira í alls konar

• Hafa fjölbreytt val

• Leyfa eldri börnunum í Vörðufelli að spreyta sig ein á borði í síðdegishressingu

Page 22: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 22 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

3.1.6. Heimasíða.

Í febrúar 2016 var tekin ákvörðun um að segja upp heimasíðunni og bæta upplýsingunum um leikskólann

frekar inn á skeidgnup.is og halda áfram að hafa hópasíðu á Facebook. Það sást greinilega á þessari tilraun

að þarna var búið að finna góða leið til að koma myndum og upplýsingum á framfæri við foreldra. Eftir að

Facebook síðan tók gildi þá hafa flestir foreldrar verið betur upplýstir um dagskrá leikskólans og getað

fylgst með starfinu. Við aðganginn bættust skólanefndarfulltrúar en eingöngu sem áheyrnafulltrúar og til

að fylgjast með starfi leikskólans í máli og myndum. Á heimasíðu skeidgnup.is má svo finna allar

upplýsingar til kynningar á leikskólanum svo sem leikskóladagatal, stefnu leikskólans, gjaldskrá, umsókn

um leikskólavist og margt fleira.

3.2. Börn leikskólans

3.2.1 Innritun nýrra barna, útskrift

Í ágúst 2017 byrjaði skólaárið með 29 börnum, 18 börnum í Vörðufelli (eldri deild) og 11 í Heklu (yngri

deild). Nýtt barn bættist við í ágúst í Vörðufell (fætt 2012). Síðar í ágústmánuði fóru restin af

skólabörnunum (3x fædd 2011, 3 hættu fyrir sumarfrí) í grunnskólann og urðu þá 26 börn eftir, 15 í

Vörðufelli og 11 í Heklu. í septembermánuði hætti eitt barn (fætt 2014), í Vörðufelli vegna flutninga og

voru því börnin 14 talsins til áramóta. Í Heklu bættist við eitt barn í september og annað í október (bæði

fædd 2016) og voru börnin því 13 til áramóta. Um áramót voru 4 börn í Heklu, fædd fyrri hluta árs 2015,

færð yfir í Vörðufell og urðu því börnin í Vörðufelli þá aftur 18 talsins frá áramótum til sumarfrís. Eftir

flutninginn á Heklubörnum í Vörðufell urðu börnin í Heklu bara átta en bættist fljótt við í byrjun janúar

eitt barn (fætt árið 2016), tvö börn í lok janúar (eitt 2017 og annað 2016). Eitt barn (fætt 2016) kom í Heklu

í febrúar og svo eitt að lokum í apríl (fætt 2016) og voru þá börnin 13 talsins í Heklu frá apríl til sumarfrís.

Í lok skólaársins 2017-2018 voru því börnin 31 talsins.

Skólaárið 2017-2018 útskrifuðust sjö börn um vorið (fædd 2012).

Búist er því við að barnafjöldinn verði um 25 í byrjun ágúst 2018

(eitt barn fætt 2017 byrjar í ágúst).

2012; 7

2013; 2

2014; 5

2015; 6

2016; 10

2017; 1

ALLS FJÖLDI NEMENDA EFTIR ÁRGÖNGUM

7

2

56

10

1

4

13

2

8

03

1 2

4

2 10

2

4

6

8

10

12

2012 2013 2014 2015 2016 2017

Fjöldi nemenda og kynjahlutfall í lok skólaárs 2017-2018

fjöldi kvk kk

Page 23: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 23 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

3.2.2. Sérkennsla

Haustið 2014 var ráðinn sérkennslustjóri í 60% starfshlutfall sem sér um sérkennslu í Leikholti. Í Leikholti

er áhersla lögð á að hefja markvissa íhlutun/sérkennslu um leið og grunur um frávik vaknar eða þörf talin

á viðbótarkennslu. Í mörgum tilfellum þurfa börn tímabundna íhlutun en önnur þurfa úrræði til lengri tíma.

Í Leikholti er lögð áhersla á að styðja við og efla málþroska allra barna. Börnin sem nutu sérkennslu

skólaárið 2017-2018 voru samtals 12 á haustönn og 9 á vorönn. En einnig voru nokkur börn sem nutu þess

að fá aukna kennslu með því að koma með í hópatíma og eru því talað um hjartabörn eins og sjá má á

verkferli sérkennslu (sjá mynd) sem útbúið var af sérkennslustjóra, leikskólastjóra og deildarstjórum vorið

2017.

Page 24: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 24 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

3.3. Starfsmannastefna leikskólans

3.3.1. Starfsfólk, menntun, stöðugildi

Stöðuhlutfall um áramót 2017/18:

Nafn Starfshlutfall

Leikskólastjóri 100 %

Sérkennslustjóri 60%

Deildarstjórar 200%

Leikskólakennari 74,4%

Leikskólakennari 56,25%

Leikskólakennari 80%

Leiðbeinandi 90%

Leiðbeinandi 61,25%

Leiðbeinandi 50%

Leiðbeinandi 61,25%

Leiðbeinandi 90%

Aðstoðarleiðbeinandi 81,25%

Aðstoðarmatráður/ræsting 90%

Aðstoðarmatráður/ræsting 90% - í

fæðingarorlofi

Samtals stöðugildi 7,63

3.3.2. Starfsmannaviðtöl, handleiðsla.

Í júní 2018 voru tekin starfsþróunarsamtöl við alla starfmenn leikskólans af leikskólastjóra og má sjá nánar

um það í kaflanum um Mat á skólastarfinu 3.1.5.

3.3.3. Starfsmannaráðningar.

• Starfsmaður byrjaði í eldhús/ræstingum í lok ágúst í hlutastarfi vegna veikindaleyfi fór svo í fullt

starf vegna veikindaleyfis og síðar fæðingarorlof í nóvember 2017

• Leiðbeinandi í 57,5% hætti í vinnunni vegna flutninga og náms í lok september.

• Leikskólakennari byrjaði að vinna í 56,25% stöðu í lok september.

• Leiðbeinandi byrjaði að vinna í 50% vinnu hjá okkur í lok október 2017 og fer síðan í 100% í

febrúar 2018.

• Leiðbeinandi byrjaði í vinnu í janúar 2018 í 61,25% og fór síðan í 100% vinnu í mars.

• Aðstoðarleiðbeinandi – leiðbeinandi með skerta starfsgetu hætti í lok febrúar 2018 vegna

flutninga.

3.3.4. Fundir, skipulagsdagar

Fundir leikskólastjóra og deildarstjóra voru haldnir eftir þörfum þegar vel stóð á oftast vikulega á

miðvikudögum kl. 13:00-14:00. Starfsmannafundir voru alltaf haldnir fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 16:00-

18:00 og voru fundirnir sjö talsins á þessum vetri (6.9.2017, 4.10.2017, 1.11.2017, 6.12.2017, 7.2.2018,

7.3.2018, 11.4.2018). Stundum er starfsmannafundi sleppt ef möguleiki er að hafa starfsmannafund á

starfsdegi.

Hlutfall starfsmanna

Leikskólakennari

leiðbeinandi

eldhús/ræsting

Leikskólastjóri

Sérkennslustjóri

Page 25: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 25 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

Fundir með ráðgjafa frá Skólaþjónustu Árnesþings hafa verið haldnir reglulega á skólaárinu.

Fundir leikskólastjóra, skólastjóra í Þjórsárskóla með sveitarstjóra hafa verið nokkrir á skólaárinu.

Deildarfundir deildanna voru of fáir og munum við reyna að bæta það næsta vetur.

Starfsdagar voru sex á skólaárinu að auki Haustþings. Um starfsdaganna má sjá betur í kafla 3.1.3 um

Leikskóladagatalið.

3.3.5. Símenntun, námskeið, fyrirlestrar, ráðstefnur

Leitast var við að leita þekkingar og símenntunar í tengslum við starfið með því að sækja námskeið og

fyrirlestra. Á haustþingi leikskólakennara voru margir fyrirlestrar í boði sem nýtast í starfi. Hér eru

fyrirlestrar sem starfsfólk leikskólans fór á:

• Raddbeiting og söngur – Kristjana Stefánsdóttir tónlistarmaður

• Kennum skapandi hugsun og frumkvæði – Björk Jakobsdóttir leikari

• Bland í poka sem bannað er að loka – ýmsir leikskólakennarar

• Kvíði fullorðinna – Sóley Dröfn sálfræðingur og forstjóri Kviðameðferðarstöðvar

• Námsferli leikskólabarna – Kristín Karlsdóttir Forstöðumaður RannUng

• Að vakna með ljótuna – Ingibjörg Gunnarsdóttir ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun

• Kynning á styrkjakerfi evrópusambandsins, Erasmus + - Andrés Pétursson frá Rannís

• Blómstrandi deildarstjórar – Kristrún Hafliðadóttir leikskólastjóri í Hulduheimum og Guðbjörg

Þorkelsdóttir leikskólastjóri í Krakkaborg

• Að ná tökum á streitu og jákvæð sálfærði – Ragnhildur Sigurðardóttir íþrótta- og heilsufræðingur

Aðrir fyrirlestrar og námskeið sem starfsfólk sótti veturinn 2017-2018:

• Vináttunámskeið Blær forvarnarverkefni gegn einelti á vegum Barnaheilla

• Tónlistarnámskeið í gegnum vináttunámskeið Blæs

• Samráðsfundur deildarstjóra á vegum Skólaþjónustu Árnesþings

• Leikskólastjórafundir á vegum Skólaþjónustu Árnesþings

• Trúnaðarmannafundir og námskeið á vegum FOSS

• Lubba námskeið

• Trúnaðarmannanámskeið og fundir á vegum Félag leikskólakennara

• Námskeið á vegum endurmenntunar HÍ: Námsumhverfi yngstu barnanna

• Samráðsfundir sérkennslustjóra á vegum Skólaþjónustu Árnesþings

• Námskeið á vegum endurmenntunar HÍ: Persónuvernd

• Jafnréttisfræðsla fyrir leikskólakennara á vegum Skólaþjónustu Árnesþings

• Námsstefna FSL á vegum FSL

Einnig var eitthvað um fræslu og símenntun á starfsdögum en um það má sjá betur í kafla 3.1.3 um

Leikskóladagatalið.

3.4. Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings

3.4.1. Kennsluráðgjafi

Kennsluráðgjafar og sálfræðingur starfa hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Starf kennsluráðgjafa

felst í almennri ráðgjöf og upplýsingasöfnun fyrir leikskólana, skipuleggur fundi, fyrirlestra, leiðbeinir með

Page 26: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 26 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

sérkennsluúrræði, situr skilafundi, veitir ráðgjöf í starfsmannamálum, o.fl. Skóla- og velferðarþjónustan

skipuleggur námskeið fyrir starfsfólk leikskóla og styður við þróunarstarf með ráðgjöf. Sálfræðingur hefur

veitt ráðgjöf til kennara og foreldra.

Talmeinafræðingur var ráðin til starfa sumarið 2015 hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Í

framhaldi af því hafa nokkrir nemendur sótt talþjálfun til talmeinafræðings sem fram fer utan skólans.

3.4.2 Annað samstarf

Leikskólinn hefur átt gott samstarf við sóknarprestinn, sr. Óskar í vetur og kom hann í nokkrar heimsóknir

í Leikholt fyrir jól og páska.

Leikskólinn er með sérstakan samning við Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands (EBÍ) frá haustinu

2007 um eldvarnir og fræðslu í leikskólanum. Elstu börnin taka virkan þátt í eftirlitshlutverkinu með því að

skoða reglulega flóttaleiðir, fylgjast með hvort neyðarljós logi, ganga um húsið til að vita hvar slökkvitæki

og reykskynjarar séu staðsettir o.fl.

3.4.3 Foreldrasamstarf

Foreldraviðtöl Skipulögð foreldraviðtöl eru tvisvar á ári, í nóvember og febrúar. Foreldrar þeirra barna sem fædd eru fyrri

part árs koma í viðtal í nóvember og foreldrar þeirra barna sem eru fædd seinni part árs í viðtal í febrúar.

Auk þess geta foreldrar óskað eftir viðtali eftir þörfum. Fyrir foreldraviðtöl, sérstaklega vegna

sérkennslumála, er erlendum foreldrum boðið upp á túlkaþjónustu og hefur einnig verið í boði að fá

símatúlkun. Til viðbótar eru allar almennar tilkynningar einnig þýddar yfir á ensku til að auðvelda skilning.

Foreldrar voru einnig duglegir að nota facebook síðu, hringja, nota tölvupóst og koma sjálfir til að afla sér

upplýsinga eða með einhver mál sem þurfti að afgreiða. Foreldrar barna sem eru í teymi vegna sérkennslu

fengu oftar fundi ca. á 8 vikna fresti.

Foreldrafélag Gott samstarf er á milli leikskóla og foreldrafélagsins, Leiksteins. Foreldrafélagið hefur ávallt verið tilbúið

að koma að viðburðum innan leikskólans. Þetta árið tók foreldrafélagið þátt í öskudagskemmtuninni, buðu

upp á leiksýningu og skipulögðu með okkur vorhátíðina. Stjórn foreldrafélagsins fer einnig með hlutverk

foreldraráðs. Foreldraráð fær m.a. skóladagatal og starfsáætlun til umsagnar. Foreldraráð fundaði með

leikskólastjóra að hausti og vori.

3.5.1.Fundir, samstarf, fræðsla og upplýsingagjöf

Foreldrafélagið var með aðalfund, mæting var dræm. Við ákváðum að hafa ekki kynningarfund á starfi

leikskólans heldur ætluðum að senda út kynningarmyndband eins og árið áður en gafst ekki tími til. Reynt

er að efla samstarf heimilis og leikskóla með ýmsum uppákomum m.a. degi íslenskrar tungu,

öskudagsballi, árshátíð og vorhátið, sem fjölskyldu barnsins er boðið á og hefur það í lang flestum tilfellum

þótt takast vel og verið vel sótt. Foreldrum er reglulega sendur tölvupóstur, fréttir og myndir settar inn á

facebook hóp leikskólans.

Page 27: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 27 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

3.6. Samstarf leikskóla og grunnskóla

3.6.1. Fyrirkomulag samstarfs

Heimsóknir elstu barna leikskólans í Þjórsárskóla hófust í október. Börnin fóru frá Leikholti með skólabíl á

fimmtudagsmorgnum fyrir kl 9:00 og komu tilbaka um kl 12:00. Hlé var gert á skólasamstarfi í desember

og janúar. Í febrúar og mars voru heimsóknirnar lengdar, börnin fengu að borða í Árnesi og komu til baka

í Leikholt rúmlega 13:00. Haukur Vatnar Viðarsson og Kristín Gísladóttir voru umsjónarmenn

skólasamstarfsins. Í samstarfi skipulögðu þau vinnuna með börnunum. Heimsóknirnar voru í október,

nóvember, febrúar og mars, við náðum að senda annan starfsmann með til kynningar á skólastarfinu, allir

starfsmenn fóru eitt skipti. Með því væri hægt m.a. að auka þekkingu kennara á milli skólastiga. Í maí var

börnunum síðan boðið í Þjórsárskóla með skólabíl að heiman og til baka og einnig var þeim boðið í

skógarferð einn dag með yngsta stigi Þjórsárskóla.

3.7. Umhverfisstefna

Umhverfisstefna skólans var gerð í samráði við umhverfisnefnd

nemenda sem hafa unnið að því á skólaárinu að skólinn fái

Grænfánann.

Umhverfisstefnu leikskólans er framfylgt með þeim hætti að mest

allur matarúrgangur leikskólans fer í hænurnar hennar Valgerðar

og Siggu Garðars á Húsatóftum og annað sorp flokkað að mestu til

endurvinnslu. Reynt er eftir fremsta megni að fara sparlega með vatn og rafmagn. Þegar sú ákvörðun var

tekin að verða „skóli á grænni grein“ var ákveðið í samráði við ræstinguna okkar að versla inn

umhverfisvænar vörur þegar það er hægt. Við dagleg þrif er notað vatn og lítið af sápu. Þannig endist

húðin á gólfunum t.d. betur. Um umhverfisstefnuna er hægt að lesa nánar í kafla 2.7 Umhverfisstefna og

í 3.1.4 um Nýbreytni og Þróunarstarf.

LOKAORÐ

Þegar ég rita þessi lokaorð í Ársskýrslu Leikholts fyrir skólaárið 2017-2018 undra ég mig á dagsetningunni.

Það er nefnilega kominn apríl á næsta skólaári og styttist óðum í skiladag á Ársskýrslu þessa árs. Þessi

skýrsla byrjað ekki í bígerð á skólaári 2017-2018 vegna þess að leikskólastjóri undirritaður var upptekinn

að leysa af inn á deild, eldhúsi og jafnvel ræstingum. Þegar ég lít tilbaka á skólaárið 2017-2018 hugsa ég

um veikindaveturinn mikla, mikla manneklu og álag á alla sem unnu í húsinu. En ég skrifaði þessa skýrslu í

pörtum þetta skólaár (2018-2019) fyrst í október/nóvember þegar starfið á þessu ári var komið í góðan

farveg, síðan eftir áramót eftir hátíðarnar, síðan aftur í mars eftir Lettlandsferð og mikla vinnu vegna

Erasmus + verkefni sem við ákváðum að taka þátt í, og að lokum í byrjun apríl náði ég að klára hana. Það

vekur kannski athygli lesandans hvers vegna ég rumpaði ekki skýrslunni af í haust, en ég vildi gera hana

vel en samt gera alla þá litlu marg þúsund hluti sem koma á borðið mitt sem leikskólastjóri. Þegar ég

skrifaði þessa skýrslu og leit yfir farinn veg sá ég dugnaðar starfsfólk, flotta og faglega vinnu, mikið og

metnaðarfullt endurmat á vinnunni og tilhlakkanir hjá starfsfólki og mér að takast á við nýtt starfsár.

Þetta var mitt þriðja starfsár sem leikskólastjóri í Leikholti og ég get með sanni sagt að það er mér mikil

heiður að segja að ég sé leikskólastjóri hér. Ég er alveg staðráðin í því að Leikholt sé falinn demantur ekki

Page 28: ÁRSSKÝRSLA LEIKHOLTS 2017-2018 · 2019-05-15 · Vetranna 2015-2016 – 2016-2017 og 2017-2018 hefur síðan námskráin verið í vinnslu og endurskoðun ásamt stefnu leikskólans,

Leikholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 28 Ársskýrsla 2017-2018

Leikskólastjóri

vegna þess að við séum fullkomin sem vinnum hér heldur vegna þessarar staðfestu allra að gera vel og

gera svo betur og betur og vera alltaf tilbúin að endurskoða, endurmeta og halda áfram.

Metnaður og fagmennska eru orðin sem mér detta helst í hug þegar ég lít tilbaka á skólaárið 2017-2018

og þrátt fyrir að næsta skólaár eigi stutt eftir þá er ég staðráðin að næsta skýrsla eigi eftir að sýna enn

betur hversu frábær leikskólinn Leikholt er. Ég vil þakka þeim sem gera leikskólann svona frábæran en það

eru að sjálfsögðu allt starfsfólkið, börnin og foreldrarnir.

Leikholt, 8. apríl 2019

__________________________________

Elín Anna Lárusdóttir

Leikskólastjóri

Mynd tekin af starfsmönnum Leikholts á einum Öðruvísi degi leikskólans skólaár 2017-2018 og var það

„Töff hrós dagurinn“