12
Starfsáætlun leikskólans Stekkjaráss fyrir árið 2011

Starfsáætlun leikskólans Stekkjaráss fyrir árið 2011í hvetjandi Hvernig við Skóli sem lærir starfsumhverfi vinnum saman Styðjandi, Lýðræðislegt Starfsumhverfi . 6 Skýringar

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Starfsáætlun leikskólans Stekkjaráss fyrir árið 2011í hvetjandi Hvernig við Skóli sem lærir starfsumhverfi vinnum saman Styðjandi, Lýðræðislegt Starfsumhverfi . 6 Skýringar

Starfsáætlun leikskólans Stekkjaráss fyrir árið 2011

Page 2: Starfsáætlun leikskólans Stekkjaráss fyrir árið 2011í hvetjandi Hvernig við Skóli sem lærir starfsumhverfi vinnum saman Styðjandi, Lýðræðislegt Starfsumhverfi . 6 Skýringar

2

Efnisyfirlit

Efnisyfirlit ............................................................................................................................................................................................................ 2

Inngangur ............................................................................................................................................................................................................. 3

Hlutverk Stekkjaráss ............................................................................................................................................................................................. 4

Stefnukort Stekkjaráss .......................................................................................................................................................................................... 5

Skýringar á stefnukorti Stekkjaráss ....................................................................................................................................................................... 6

Mælikvarðar og viðmið ......................................................................................................................................................................................... 7

Símenntun/starfsþróun leikskólans Stekkjaráss ..................................................................................................................................................... 8

Skóladagatal ....................................................................................................................................................................................................... 10

Úr sjálfmatsskýrslu ............................................................................................................................................................................................. 11

Verkefnalisti og leiðir ......................................................................................................................................................................................... 12

Page 3: Starfsáætlun leikskólans Stekkjaráss fyrir árið 2011í hvetjandi Hvernig við Skóli sem lærir starfsumhverfi vinnum saman Styðjandi, Lýðræðislegt Starfsumhverfi . 6 Skýringar

3

Inngangur

Samkvæmt lögum um leikskóla (90/2008) skal leikskólastjóri gefa árlega út sérstaka starfsáætlun þar sem gerð er grein fyrir árlegri starfsemi skólans.

Starfsáætlunin hefur að geyma stefnukort skólans en á því koma fram megin áherslur hans. Það tekur mið af stefnukortum bæjarins, skólaskrifstofu og

skólanámskrá leikskólans. Stefnukortinu er skipt upp í fjóra eftirfarandi þætti: Þjónusta, fjármál, ferlar og mannauður. Megin áherslur fyrir hvern þátt eru

settar fram í stikkorðum en nánari útskýring á hvað stendur á bakvið stikkorðin er að finna í starfsáætluninni.

Í starfsáætluninni eru einnig settir fram mælikvarðar á megin áherslurnar, þau viðmið sem skólinn setur sér og þær aðferðir sem notaðar verða til að kanna

hvort viðmiðunum verður náð. Einnig er samantektarkafli sjálfsmatsskýrslunnar í starfsáætluninni og verkefnalisti fyrir árið 2011 settur fram. Verkefnalistinn

byggir á þeim umbótaverkefnum og viðhaldsverkefnum sem skólinn leggur áherslur á árið 2011 en þau verkefni ákvarðast af endurmati skólans. Samkvæmt

lögum um leikskóla (90/2008) skal hver leikskóli meta árangur sinn með kerfisbundnum hætti og í aðalnámskrá leikskóla (1999) er sagt að hver skóli skuli

gera sjálfsmat og sjálfsmatinu skuli lokið með skýrslu.

Það er vonandi að starfsáætlun þessi sé auðskiljanleg og gefi þær upplýsignar sem henni er ætlað að gefa.

Starfsáætlun er yfirfarin af starfsmönnum og foreldraráði leikskólans Stekkjaráss.

Alda Agnes Sveinsdóttir,

leikskólastjóri Stekkjaráss

Page 4: Starfsáætlun leikskólans Stekkjaráss fyrir árið 2011í hvetjandi Hvernig við Skóli sem lærir starfsumhverfi vinnum saman Styðjandi, Lýðræðislegt Starfsumhverfi . 6 Skýringar

Hlutverk Stekkjaráss er að tryggja leikskólabörnum sem bestu uppeldisskilyrði með tilliti til þarfa einstaklinga og áhugasvið

og eins. Leikskólinn Stekkjarás lítur á barnið sem hæfan einstakling sem þarf tækifæri til

Hlutverk Stekkjaráss

Hlutverk Stekkjaráss er að tryggja leikskólabörnum sem bestu uppeldisskilyrði með tilliti til þarfa einstaklinga og áhugasvið

lítur á barnið sem hæfan einstakling sem þarf tækifæri til að tjá s

lýðræðislegu umhverfi.

4

Hlutverk Stekkjaráss er að tryggja leikskólabörnum sem bestu uppeldisskilyrði með tilliti til þarfa einstaklinga og áhugasviðs hvers

tjá sig á margvíslegan hátt í

Page 5: Starfsáætlun leikskólans Stekkjaráss fyrir árið 2011í hvetjandi Hvernig við Skóli sem lærir starfsumhverfi vinnum saman Styðjandi, Lýðræðislegt Starfsumhverfi . 6 Skýringar

5

Stefnukort Stekkjaráss

Kennarinn, Ánægðar Þjónusta Menntun við Fagmennska barnið, umhverfið fjölskyldur Hvernig við sköpum allra hæfi í fyrirrúmi frábært skólasarf

Ábyrg kostnaðar- Fjármál Reglulegt áætlun Hvernig við tryggjum kostnaðareftirlit góða nýtingu fjármuna Virk starfsáætlun Námshvetjandi Ferli Hugmyndir barnsins Virkt byggð á sjálfsmati umhverfi Hvernig við náum verkefni dagsins upplýsingaflæði skólans árangri og hagkvæmni

Starfsánægja Mannauður í hvetjandi Hvernig við Skóli sem lærir starfsumhverfi vinnum saman

Styðjandi, Lýðræðislegt Starfsumhverfi

Page 6: Starfsáætlun leikskólans Stekkjaráss fyrir árið 2011í hvetjandi Hvernig við Skóli sem lærir starfsumhverfi vinnum saman Styðjandi, Lýðræðislegt Starfsumhverfi . 6 Skýringar

6

Skýringar á stefnukorti Stekkjaráss

Þjónusta - Hvernig við sköpum frábært skólasarf. Kennarinn, barnið, umhverfið. Á Stekkjarási störfum við eftir starfsaðferðum Reggio Emilia sem m.a. lítur á barnið sem hæfileikaríkan einstakling. Að nám barnsins fari fram með aðstoð kennaranna þriggja þ.e. kennara (fyrirmynd og samstarfsaðili), barnið (barnið sjálft lærir af eigin reynslu sem og í samskiptum við önnur börn) og umhverfið (örvandi og námshvetjandi umhverfi). Ánægðar fjölskyldur. Á Stekkjarási viljum við stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan þeirra sem eru í okkar skólasamfélagi. Menntun við allra hæfi. Á Stekkjarási lítum við á börnin sem sjálfstæða og skapandi einstaklinga. Við hlustum á hugmyndir þeirra að verkefnum og aðlögum námið að hæfni þeirra og möguleikum. Fagmennska í fyrirrúmi. Á Stekkjarási leggjum við áherslu á virðingu í samskiptum, virka hlustun og að hver og einn skipti máli í skólasamfélaginu. Lögð er áhersla á gott samstarf við foreldraráð leikskólans. Fjármál – Hvernig við tryggjum góða nýtingu fjármuna. Ábyrg kostnaðaráætlanagerð. Á Stekkjarási er unnin starfsáætlun með tilliti til þess fjármagns sem skólinn hefur til ráðstöfunar. Leitast er eftir hagstæðustu innkaupum hverju sinni. Reglulegt kostnaðareftirlit. Á Stekkjarási er fylgst reglulega með útgjöldum og leitast eftir því að rekstur sé sem hagkvæmastur. Ferli – Hvernig náum við árangri og hagkvæmni. Virk starfsáætlun byggð á sjálfmati skólans. Á Stekkjarási er unnið sjálfsmat og á grundvelli þess er starfsáætlun byggð. Námshvetjandi umhverfi. Á Stekkjarási er unnið markvisst að þroskavænlegu og námshvetjandi umhverfi m.a. með innsetningum kennara, ljósmyndum og skráningum. Hugmyndir barnsins, verkefni dagsins. Á Stekkjarási eru verkefnin valin út frá áhugasviði barnanna, hugmyndum þeirra og rannsóknum. Starfið er skipulagt út frá skráningum á leik barnanna og því eru einkunnarorð skólans: “Hugmyndir barnsins, verkefni dagsins”. Virkt upplýsingaflæði. Á Stekkjarási eru upplýsingar aðgengilegar öllum í skólasamfélaginu. Heimasíða skólans er virk og þar er hægt að lesa starfsáætlanir o.fl. Foreldrar eru upplýstir reglulega t.d. á foreldrafundum, í samtölum og með tölvupósti. Mannauður – Hvernig við vinnum saman Styðjandi, lýðræðislegt starfsumhverfi. Á Stekkjarási fær hæfni hvers og eins að njóta sín með verkefnum við hæfi. Við lærum saman, fræðum hvort annað, styðjum og styrkjum. Starfsánægja í hvetjandi starfsumhverfi. Á Stekkjarási er virk símenntunaráætlun og starfsfólk hvatt til starfsþróunar. Skóli sem lærir. Á Stekkjarási er lögð áhersla á hlutdeild allra í skólasamfélaginu. Við lærum hvert af öðru í samskiptum, gagnrýnum og endurmetum til framfara.

Page 7: Starfsáætlun leikskólans Stekkjaráss fyrir árið 2011í hvetjandi Hvernig við Skóli sem lærir starfsumhverfi vinnum saman Styðjandi, Lýðræðislegt Starfsumhverfi . 6 Skýringar

7

Mælikvarðar og viðmið

Meginmarkmið Mælikvarði Viðmið 2011 Aðgerð Þjónusta

Kennarinn, barnið, umhverfið Hlutfall foreldra sem þekkja starfsaðferðir skólans. Hlutfall starfsmanna sem vinna eftir starfsaðferðum skólans.

90% 95%

Viðhorfskönnun meðal foreldra Viðhorfskönnun meðal starfsmanna

Ánægðar fjölskyldur Hlutfall foreldra sem eru ánægðir með leikskólann. Hlutfall nemenda sem eru ánægðir með leikskólann.

90% 90%

Viðhorfskönnun meðal foreldra Viðhorfskönnun meðal nemenda

Menntun við allra hæfi Hlutfall foreldra sem telja að viðfangsefni leikskólans uppfylla námsþörf barnsins síns. Hlutfall starfsmanna sem telja sig veita nemendum nám við hæfi.

90% 90%

Viðhorfskönnun meðal foreldra Viðhorfskönnun meðal starfsmanna

Fagmennska í fyrirrúmi Hlutfall réttinda kennara => 66,6%

Starfsmannasamningar

Fjármál Ábyrg kostnaðaráætlanagerð Frávik frá kostnaðaráætlanagerð. 0.0% Niðurstaða úr fjárhagsbókhaldi Reglulegt kostnaðareftirlit Skoðað. 1. sinni í

mánuði Skráning á innliti í fjárhagseftirlit

Ferli Námshvetjandi umhverfi Fjöldi innsetninga á önn. 3 Fjöldi innsetninga er talinn Hugmyndir barnsins verkefni dagsins Hlutfall nemenda sem telja að hugmyndir þeirra fái notið sín í

starfinu. 90% Viðhorfskönnun meðal nemenda

Virkt upplýsingaflæði Virk heimasíða uppfærð 1. í viku Hlutfall starfsmanna sem eru ánægðir með upplýsingaflæði Heimsóknir á heimasíðuna

100% 95% 2500 heims per.mán

Heimasíða skoðuð.bls

Mannauður Styðjandi lýðræðislegt starfsumhverfi Hlutfall starfsmanna sem tekur þátt í símenntun

Hlutfall starfsmanna sem telur sig fá stuðning frá samstarfsmönnum

100% 90%

Þátttöku starfsmanna í símenntun. Viðhorfskönnun meðal starfsmanna

Starfsánægja Hlutfall starfsmanna sem eru ánægðir í starfi 90% Viðhorfskönnun meðal starfsmanna Skóli sem lærir Hlutfall starfsmanna sem telur sig taka þátt í mótun

leikskólastarfsins. 90%

Viðhorfskönnun meðal starfsmanna

Page 8: Starfsáætlun leikskólans Stekkjaráss fyrir árið 2011í hvetjandi Hvernig við Skóli sem lærir starfsumhverfi vinnum saman Styðjandi, Lýðræðislegt Starfsumhverfi . 6 Skýringar

8

Símenntun/starfsþróun leikskólans Stekkjaráss Símenntunaráætlun, helstu áherslur og markmið símenntunar Símenntunaráætlun skólans tekur mið af skólastefnu Hafnarfjarðar, starfsmanna-, jafnréttis- og forvarnarstefnu, sem og annarri stefnumótun bæjarins er varðar starfsfólk Stekkjaráss. Símenntunaráætlunin er ætlað að vera styðjandi við starfsáætlun og skólanámskrá skólans og er gerð með hliðsjón af veikleikum, styrkleikum og sýn skólans. Markmiðið er m.a.að efla starfsfólk í starfi, gefa því tækifæri til starfsþróunar og viðhalda faglegri þekkingu í samræmi við síbreytilegar kröfur og breytingar í starfsumhverfinu. Mikilvægt er fyrir skólann sem náms- og uppeldisstofnun að starfsmannahópurinn sé samstilltur og að starfsgleði ríki og leggjum við áherslu á það í símenntunaráætluninni .

Afrakstur símenntunaráætlunar árið 2009 Sótt var um kr. 461.000,- í símenntunarsjóð en skólinn fékk úthlutað kr. 214.000,- Mistök voru gerð í umsókninni fyrir árið 2010 en þau voru, að sýna hófsemi í styrkumsókn til náms- og kynnisferðar til Svíþjóðar. Það sýndi sig að þeir skólar sem sóttu um mikið fengu meira. Í ár var allt kapp lagt á að koma starfsmannahópnum til Svíþjóðar og því fór megnið af peningnum sem fékkst úr símenntunarsjóðnum í þá ferð. Skyndihjálparnámskeiðið sem var fyrir alla starfsmenn skólans var keypt og haldið samkvæmt áætlun í janúar 2010. Þar með var peningurinn búinn og áform um að kaupa inn fræðslu um jafnréttismál, tónlist og skapandi starf, umhverfismennt og samvinnu og samstarf féllu því niður. Annað sem áætlað var í símenntunaráætlun og var kostað af öðru en símenntunarsjóði stóðst.

Fjöldi Starfsmanna 53

Þátttakendur

Lýsing á símenntun

Markmið

Tímabil

Tímafjöldi

Kostnaður á mann

Kostnaður alls

Kostnaður sóttur í símennt- unarsjóð

Ábyrgð

Allt starfsfólk

Starfsdagur - Námskeið "Að lifa að innan skólans". Fjallað m.a. ýmsa þætti sem undirbyggja starfsánægju og gleði auk þess sem leiðir til að laða fram jákvæðni eru kenndar og ræddar. Fyrirkomulag: Fyrirlestur, skrifleg verkefni, umræður og virk þáttaka

Að auka starfsgleði, bæta samskipti og starfsfólk hafi jákvæðari viðhorf til breytinga í starfsumhverfi sínu

3.jan

2,5klst.

1.509

80.000

80.000

Alda Agnes

Deildarstjórar Starfsmannafundur febrúar og mars - Námskeið "Markviss foreldraviðtöl" Fjallað m.a. um skipulag og framkvæmd foreldraviðtala, samtalstækni, virka hlustun og að eiga við erfitt fólk. Fyrirkomulag: Fyrirlestur, hópvinna, æfingar og hlutverkaleikir

Að gera vinnubrögð við foreldraviðtöl samræmdari. Að auka sjálfsöryggi deildarstjóra og bæta samskipti við foreldra.

8. febrúar og 8. mars

4 klst. (2 tímar í senn)

8.000 80.000 80.000 Alda Agnes

Allt starfsfólk Starfsdagur - Fyrirlestur " Skráningar í leikskólastarfi sem matsaðferð" . Fyrirkomulag: Fyrirlestur og umræður.

Að auka hæfni starfsfólks í uppeldisfræðilegum skráningum og dýpka skilning þess á starfsaðferðum skólans (Reggio Emilia)

25.feb 2,5 klst. 943 40.000 40.000 Alda Agnes

Allt starfsfólk Starfsdagur - "Stöðvavinna sem starfsaðferð". Fyrirlestrur, umræður og hópavinna unnið af starfsfólki skólans.

Að gefa starfsfólki svigrúm til faglegrar umræðu um starfsaðferðir skólans og uppeldissýn. Að nýliðar í starfsliðinu fái jafningjafræðslu um Reggio Emilia og starfsaðferðirnar

25.feb 2 klst. 0 0 0 Alda Agnes

Allt starfsfólk Starfsmannasamtöl. Að hver starfsmaður skoði sjálfan sig í starfi, setji sér markmið hvað varðar starfsþróun og geti komið með ábendingar um hvað má betur fara í starfsumhverfi hans.

feb.-apríl ca 1/2 klst. á starfsm.

0 Unnið á vinnu tíma. 0 Alda Agnes

Page 9: Starfsáætlun leikskólans Stekkjaráss fyrir árið 2011í hvetjandi Hvernig við Skóli sem lærir starfsumhverfi vinnum saman Styðjandi, Lýðræðislegt Starfsumhverfi . 6 Skýringar

9

Allt starfsfólk Starfsmannafundur - " Tónlist í leikskólanum" Kynning á tónlistarstarfi leikskólans Vallarsel og umræður

Að vekja áhuga starfsfólk skólans til að nota tónlist markvissara í starfi. Endurmat sýnir að þessi námsþáttur hefur ekki átt stóran sess í starfinu hingað til og þarf að bæta það.

5.apr 1,5-2 klst. 755 40.000 40.000 Alda Agnes

Allt starfsfólk Skipulagasdagur - "Viðhorf og virðing" Starfsfólk rýni inn á við, kanni viðhorf sín og viðmót þegar þegar farið er yfir starfs- og forvarnaráætlun skólans, skólanámsskrá og jafnréttisstefnu bæjarins. Umræður í litlum og stórum hóp. Einstaklingsverkefni.

Að starfsfólk rýni í þær áætlannir sem skólinn hefur með opnum hug - t.d. Sjáum við alltaf "hið hæfa barn"

23.maí 2-3 klst. 0 0 0 Alda Agnes

Allt starfsfólk Starfsmannfundur - "Gaman Saman" Hópeflisþjálfun sem byggir upp jákvæða sjálfsmynd hópsins og fordómaleysi í samskiptum. Fyrirkomulag: Hópeflisleikir, leiklistaræfingar og hláturjóga.

Að hrista saman hópinn, hlægja og sprella saman.

3.maí 1 - 1,5 klst. 755 40.000 40.000 Alda Agnes

Allt starfsfólk Starfsmannafundur - "Að leika og læra í náttúrunni" Kynning á útikennslu leikskólans Álfheima

Að kynna fyrir starfsfólki útkennslu og hvernig megi tengja nátttúru og umhverfi enn frekar inn í starfið á Stekkjarási

6.sep 1 -1,5 klst. 943 50.000 50.000 Alda Agnes

Allt starsfólk Skipulagsdagur - "Hvert stefnum við, hvað viljum við verða ? " Endurmat á skólastarfinu, staðan tekin og ný markmið sett. Hópavinna

Að starfsfólk endurmeti starfið, skoði þau markmið sem sett hafa verið og ákveði hvert skal stefna

okt. 0 0 Unnið á vinnutíma 0 Alda Agnes

Allt starfsfólk Skipulagsdagur - "Glöggt er gests augað" Leikskólar sem starfa í anda Reggio Emilia heimsóttir

Að starfsfólk kynnist starfi á öðrum leikskólum sem vinna eftir sömu uppeldissýn.

nóv. 4 klst. 0 0 0 Alda Agnes

Allt starfsfólk Starfsmannafundur - "Salsa-sveifla" Starfsfólki boðið upp í dans og taka þar með skref út fyrir öryggismottuna

Að upplifa eitthvað nýtt saman, skemmta sér og auka samkennd

6.des 1 klst. 943 50.000 50.000 Alda Agnes

Allt starfsfólk "Fræðandi föstudagar" - Starfsfólk skiptist á að semja og flytja stutt fræðsluerindi í kaffitímanum á föstudögum

Að stuðla að samvinnu, ábyrgð, frumkvæði og fagmennsku

Allt árið 0 0 0 Alda Agnes

Allt starfsfólk Námskeið, fyrirlestrar og faghópsfundir á vegum skólaskrifstofu.

Starfsfólk hvatt til að sækja námskeið og fyrirlestra sem Skólaskrifstofan býður upp á .

Allt árið 0 Skólaskrifstofa sendur straum af kostnaðinum.

0 Alda Agnes

Allt starfsfólk Fagfundir Endurmat síðasta skólaárs leiddi í ljós þörf starfsfólks fyrir meiri tíma til faglegrar umræðu. Áætlað að 30 sæki 5 fagfundi á ári

Annan hvern mánuð

1 klst. 11.972 395.075,- 395.075,- Alda Agnes

Áætlaður kostnaður alls: 775.074.- Áætlaður kostnaður sem sótt er um í símenntunarsjóð: 775.074.-

Page 10: Starfsáætlun leikskólans Stekkjaráss fyrir árið 2011í hvetjandi Hvernig við Skóli sem lærir starfsumhverfi vinnum saman Styðjandi, Lýðræðislegt Starfsumhverfi . 6 Skýringar

10

Skóladagatal

Jan Feb Mars Apríl Maí Júní Júlí Ág Sept Okt Nóv Des

Þjónusta Ferð elstu barna út í náttúruna X Þrettándinn, jólin kvödd. X Þorrablót/þorrasýning X Öskudagsgrímuball X Dagur leikskólans X Íþróttadagur barnanna X Foreldraviðtöl X X X Útskriftarferð elstu barnanna X Útskrift elstu barnanna X Sveitaferð foreldrafélagsins X Sumarhátíð X Bjartir dagar X Kynningarfundir fyrir nýja foreldra X Foreldrafundir x Hljóm 2 tekið af elsta árgangi X X X Alþjólegi bangsadagurinn x Dagur íslenskrar tungu X Syngjandi jól, fyrir elstu börnin sem vilja X Börn fædd 2006 sækja jólatré X Börn fædd 2007 skreyta jólaþorp X Börn fædd 2005 fara í Sívertsenhús X Jólaleikrit í boði foreldrafélagsins X Jólaball foreldrafélagsins X Fjármál Rekstarlíkan klárað X Ferli Viðhorfskönnun meðal foreldra X Viðhorfskönnun meðal nemenda X Sjálfsmatsskýrsla kláruð X Starfsáætlun kláruð X Virkt upplýsingaflæði X X X X X X X X X X X X Mannauður Símenntunaráætlun gerð X Skipulagsdagar X X X X X Skólamánskrá unnin/endurmetin X X X X Viðhorfskönnun meðal starfsmanna X

Page 11: Starfsáætlun leikskólans Stekkjaráss fyrir árið 2011í hvetjandi Hvernig við Skóli sem lærir starfsumhverfi vinnum saman Styðjandi, Lýðræðislegt Starfsumhverfi . 6 Skýringar

11

Úr sjálfmatsskýrslu

Niðurskurður á eftirvinnutímum og skortur á fjármagni til skólans hefur mjög mikil áhrif á allt endurmat nú á ár. Öll samræða starfsmanna hefur minnkað,

starfsmannafundum hefur fækkað og fjármagn til að vinna sérstakar viðhorfskannanir er ekki í boði. Endurmatsskýrsla þessi ber þess merki. Samt sem áður

var starfið metið jöfnum höndum á starfsmannafundum, deildafundum, deildastjórafundum og á fundum samráðsteymis leikskólans eins og kostur var á. Mat

sem fram fer með slíkum hætti er að mestu bætt jafnóðum eftir því sem við á og á þetta til dæmis við um ef vandamál koma upp á milli starfsmanna, um erfiða

hegðun barna og svo framvegis. Hver deild tók saman annál fyrir starfsárið 2009 – 2010 en slíkir annálar gefa gott yfirlit yfir starfsemi starfsársins.

Starfsmannaviðtöl voru tekin við alla starfsmenn á vorönn. Stöðvavinnan var endurmetin á starfsmannafundi 11 maí 2010. Í júní var gerð viðhorfskönnun

meðal starfsfólks sveitarfélaga af Hjördísi Sigursteinsdóttur sem kannaði líðan, heilsu og starfstengd viðhorf. Fékkst sérstök niðurstaða fyrir starfsfólk

Stekkjaráss sem nýttist við endurmat en ekki nema að hluta til upp í mælikvarðana bæði vegna þess að svarhlutfall starfsmanna var innan við 50% og

könnunin tók ekki til allra þeirra spurninga sem gert er ráð fyrir í mælikvörðum og viðmiðum í starfsáætluninni. Viðhorfskönnun meðal elstu barnanna leiddi

það m.a. í ljós að ekki gekk nógu vel að auka tilfinningu barnanna fyrir því að þau réðu einhverju í leikskólanum. Starfsfólk taldi sig hafa breytt orðræðunni í

því augnarmiði en árangurinn varð síður en svo góður því hlutfall þeirra barna sem töldu sig einhverju ráða í leikskólanum hafði minnkað. Ekki var gerð

viðhorfkönnun meðal foreldra, hvort tveggja vegna fjárskorts og tímaskorts. Því vantar allar þær mælingar þar sem gert er ráð fyrir að gerð sé viðhorfskönnun

meðal foreldra í mælikvörðum og viðmiðum í starfsáætlun. Þar sem stöðvavinnan er ein af okkar helstu starfsaðferðum er lögð áhersla á að hún sé endurmetin

á hverju ári. Í ár var skoðað sérstaklega hvort þær umbætur sem lagðar voru fram á fyrra ári hafi komið til framkvæmda. Almennt telur starfsfólk sig vera á

réttri leið en lögð voru fram umbótarverkefni. Það sem læra má af endurmati á símenntunarsáætluninni er að sækja vel í sjóðinn því þeir fiska sem róa. Við

endurmat á Svíþjóðarferðinni kom fram að hún þjappaði starfsmannahópnum saman, nýjar humyndir fengust og staðfesting fékkst á góðu starfi Stekkjaráss.

Varðandi þá þætti sem mældir voru í mælikvörðum og viðmiðum þá eru á flestum markiðum náð eða svona næstum því en taka verður tillit til lítillar svörunar

starfsmanna í viðhorfskönnuninni. Það sem kemur verst út er hlutfall réttinda kennara, hlutfall barna sem telja sig ráða einhverju í leikskólanum og einnig

hafði heimsóknum á heimasíðu skólans fækka niður fyrir 2500 á mánuði. Það er spurning hvaða áhrif það hefur haft á fjölda heimsókna þegar heimasíða

skólans var ekki lengur sem upphafssíða í tölvum leikskólans. Það voru alltof fáir þættir mældir þar sem ekki var gerð könnun meðal foreldra og

starfsmannakönnunin var takmörkuð.

Október, 2010

Alda Agnes Sveinsdóttir

Page 12: Starfsáætlun leikskólans Stekkjaráss fyrir árið 2011í hvetjandi Hvernig við Skóli sem lærir starfsumhverfi vinnum saman Styðjandi, Lýðræðislegt Starfsumhverfi . 6 Skýringar

12

Verkefnalisti og leiðir Þjónusta: Kynning á starfsaðferðum

skólans Kynna til foreldra starfsaðferðir skólans, með því að senda tölvupósta með fræðslu tvisvar á haustönn og tvisvar á vorönn.

Foreldrasamstarf Vinna með foreldraráði skólans. Efla foreldra til að koma inn í starf leikskólans til dæmis með því að bjóða á vinnustaði, koma í heimsókn o.s.frv. kynna nýja starfsmenn fyrir foreldrum með markvissum hætti.

Auka hlutfall fagmenntaðra í starfsmannahópnum

Halda kynningu fyrir verðandi leikskólakennara.

Móttaka nýrra starfsmanna Bæklingur til nýrra starfsmanna nýttur, leiðbeiningarviðtöl með reglulegu millibili á fyrstu mánuðum.

Samstarf leik- og grunnskóla

Fundur með aðilum úr Hraunvallaskóla og Áslandsskóla. Raunhæf áætlun um samstarf gerð. Reyna að pressa á grunnskólana að standa við gerða áætlun. Halda fund með stjórnendum skólanna og fara ofan í tilgang samstarfsins fyrir bæði skólastigin.

Starf í anda Reggio Emilia Símenntunaráætlun sem stuðlar að dýpkun starfsaðferða Reggio Emilia t.d. með tilliti til tónlistar og annarra þroskaþátta sem vert er að leggja meiri áherslu á. Fræðandi föstudagar halda áfram. Gefa starfsmönnum svigrúm til að fara á námskeið til Reggio Emilia á Ítalíu. Efla okkur í skráningum.

Auka tilfinningu barna um að þau ráði einhverju í leikskólanum

Láta hugmyndir barnanna vera ríkjandi í verkefnavali nemenda og tala um það við þau þegar unnið er að hugmyndum þeirra þegar það á við. Starfsfólk sé meðvitað um lýðræðisleg vinnubrögð og að það séu ekki kennararnir sem ráða eingöngu heldur börnin líka.

Góð ímynd skólans Vanda móttöku gesta. Hafa virka heimasíðu. Útbúa kynningarefni, þýða upplýsingar um skólann yfir á ensku og birta á heimasíðunni. Standa fyrir kynningu til útskriftanema í kennslufræðum háskólanna.

Kynna nýja starfsmenn fyrir foreldrum

Senda tölvupóst á foredra þegar nýir starfsmenn byrja á deildinni eða eru um einhvern tíma inn á deild í afleysingum.

Viðhorfskönnun meðal foreldra til að kanna hug foreldra til skólans.

Gera viðhorfskönnun meðal foreldra apríl 2011. Hafa hana einfalda en góða þannig að fljótlegt verði að svara henni og reyna að ná minnst 80% svörun.

Ferli: Viðhalda góðu upplýsingaflæði til foreldra

Virk heimasíða og fjölskyldusíður, nota tölvupóstsendingar til foreldra og setja upp auglýsingar á hurð eða töflu. Uppfæra netföng foreldra reglulega.

Starfsmannahandbók Skipa nefnd sem safnar efni sem til er í starfsmannahandbók leikskólans og safnar eða býr til það efni sem ekki er þegar til.

Jafnréttisáætlun Endurskoða jafnréttisáætlun leiksólans.

Vanda aðlögun. Skoða aðlögun og passa að hausti sé full mannað á deildum þegar aðlögun hefst.

Mannauður: Stuðla að starfsánægju og samheldni starfsmann

Hópefli meðal starfsmanna, meira framboð af huggulegheitum svo sem snarli í kaffistofu, öflug skemmtinefnd. Auka hrós milli starfsmanna. Að stjórnendur séu sýnilegri á deildum, starfsmannaviðtöl, virka símenntunaráætlun, fræðandi föstudaga og stunda viðurkennandi samskipti.

Viðhalda upplýsingaflæði til starfsmanna

Hafa starfsmannasíðu mjög virka. Setja á síðuna fundagerðir, fréttir og tilkynningar.

Virk símenntun Gera raunhæfa símenntunaráætlun. Hvetja fólk til að sækja sér menntun. Skólinn reynir að sýna sveigjanleika eins og hann getur til að fólk geti sótt símenntun hvort sem er erlendis eða hérlendis. Gera símenntunarskrá fyrir alla starfsmenn skólans.

Lýðheilsa starfsmanna Reynt verði með öllum ráðum að grunnbúnaður sé til staðar í skólanum s.s. starfsmannastólar og grunnkennslugögn.