312
Samsæti heilagra

Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

Samsæti heilagra

Page 2: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR
Page 3: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

3

Reykjavík 20. október 2013

B. H. Ragnarsdóttir & G. Hauksdóttir Listasafn Íslands ! Fríkirkjuvegi 7, !101 Reykjavík Salur 0, kjallara.

Kæri Haraldur Jónsson,

þér er boðið að vera viðstaddur Samsæti heilagra í Reykjavík. !Við erum tvær myndlistarkonur sem búum hér og störfum. ! Við erum að undirbúa samsæti þar sem við bjóðum völdum einstaklingum til málsverðar og samræðna í Listasafni Íslands eina kvöldstund. Umfjöllunarefni samsætanna skýrast á næstu blaðsíðum. Í safninu er fyrsta sýningin í röð verka sem tilheyra þessari hugmynd. Sýningin miðlar samræðu fjögurra slíkra samsæta er við efndum til í París vorið 2012.

Við bjóðum þér í fimmta samsætið, sem haldið verður í Listasafninu. Það mun bætast í þann bálk samræðu sem við söfnum í. Það er einlæg ósk okkar að þú sjáir þér fært að mæta í Reykjavíkursamsætið.

Við bjóðum hverjum gesti að setja sig í hlutverk persónu sem okkur finnst áhugavert að eiga við samtal. Sumir þeirra eru látnir, sumir eru skáldsagnapersónur og aðrir eiga ekki heimangengt. Við tókum saman lista af fólki sem við teljum að hafi innlegg í umræðu sem við höfum áhuga á að leggja upp með. Þannig ákváðum við, út frá innsæi, að spyrða saman einstaklinga sem raunverulega eiga þess kost að þekkjast boðið og persónur sem ómögulegt er að heiðra okkur með nærveru sinni.

Page 4: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

4

Við bjóðum þér til samsætis þann 31. október en þá hefur einnig verið boðið:

Bas Jan Ader (myndlistamaður) sem Bas Jan Ader (...), !Erla Þórarinsdóttir (myndlistakona) sem Hilma af Klint (myndlistakona og spiritisti), Ingibjörg Magnadóttir (myndlistakona) sem Ernesto Cardinal (prestur og skáld), Kristín Ómarsdóttir (rithöfundur) sem Marilyn Monroe (listakona), ! Lára Halla Maack (geðlæknir) sem Katrín Thoroddsen (læknir), Maríus Hermann Sverrisson (söngvari), Artemisia Gentileschi (myndlistakona), ! Ólafur Ingi Jónsson (forvörður) sem Una Gísladóttir (húsmóðir), ! Sigrún Hrólfsdóttir (myndlistakona) sem Wassily Kandinsky (mynd- og tónlistamaður), Sigrún Pálsdóttir (sagnfræðingur) sem Þóra Pétursdóttir Thoroddsen (myndlistakona og kennari), Sveinbjörg Bjarnadóttir (ljósmyndari) sem Greta Garbo (leikkona), ! Þorgerður Ólafsdóttir (myndlistakona) sem George Sand (rithöfundur), ! Þóra Kristín Ásgeirsdóttir (blaðamaður) sem Elías Mar (rithöfundur), !Þórunn Valdimarsdóttir (sagnfræðingur og rithöfundur) sem Karen Blixen (rithöfundur), Bíbí Ólafsdóttir (miðill) sem ófædd manneskja framtíðar. Ófædd manneskja framtíðar hefur engar fyrirframgefnar hugmyndir um hlutverk eða valdakerfi. Hún er kynlaus og tímalaus og hefur hvorki hugmynd um hlutverk sitt né samfélag.

Þér, kæri Haraldur, er boðið hlutverk Ástu Sigurðardóttur skálds, vegna þess að þið deilið áköfum lífsþorsta og forvitni um tilveruna. Þið nálgist margslungin viðfangsefni ykkar af hugrekki og forðist ekki breyskleikann, berið þungar og léttar byrðar af viðlíka þokka. Við bjóðum þér að kasta af þér þinni eigin persónu að hluta til eða algerlega og nálgast samsætið á eigin forsendum og forsendum hlutverksins að svo miklu leyti sem þú kærir þig um og á þann hátt sem þú kýst að túlka það.

gunnhildur hauksdóttir
Page 5: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

5

Sjálfar munum við skiptast á að sitja boðin sem Dýrið og Ritarinn. Ritarinn er ritari hins ósagða, hún er kynlaus og hefur handanheimasambönd, hvort sem !þau eru skýr eða óskýr. Ritarinn mun sitja þögul öll samsætin með myndavél, bók og penna og skrásetja allt sem henni finnst koma fram í samsætunum en liggur milli hluta og er ósagt. Dýrum teflum við fram í verkinu sem þeim aðilum er leyfa sér að stjórnast af innsæinu, eðlisávísuninni og lundinni, án þess að ritskoða sig eða reyna að halda aftur af sér. Dýrið fylgir ekki reglum akademíunnar né félagslega samþykktum reglum um mannasiði. Dýrið býr til sínar eigin reglur í samskiptum og rökræðum, hefur sitt eigið tungumál og dvelur einatt í stund og stað.

Því miður getum við ekki staðið undir kostnaði við ferðalög eða gistingu heldur er einungis um að ræða mat og drykk eina kvöldstund. Hafir þú spurningar eða viljir þú koma einhverju á framfæri við okkur biðjum við þig að skrifa okkur.

Virðingarfyllst, !

Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir og Gunnhildur Hauksdóttir.

Page 6: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

6

Samsæti heilagra

Í Listasafni Íslands haustið 2013.

Kveikja þessa verks er löngun okkar til þess að gangast við dýrinu í sögu hins kvenlega. Við munum leitast við að samþykkja og fagna hugmyndinni um konuna sem dýr. Um leið viljum við tefla dýrinu saman við hefðina um samsæti hugsuða og listamanna þar sem ólíkir karakterar mætast og vefa á milli sín heima.

Í Parísarsamsætunum leituðum við aftur fyrir Póst-módernismann í þessu skyni og gerðum tilraun til að staldra við á þeim tíma sem Súrrealisminn var að ryðja sér rúms. Í Reykjavíkursamsætinu sækjum við til seinni hluta 19. aldar og aldamótanna. Við viljum rifja upp samfélagsleg áhrif íslenskra listakvenna og arfleifðina sem þær skildu eftir sig. Arfleið sem er ekki einungis til í söfnum listaverka heldur í áhrifum sem þær höfðu á framtíð sína í gegnum kennslu og mótun kynslóða sem í kjölfarið komu, ekki síst í gegnum kvenfélög og samfélagslegt frumkvöðlastarf sem byggði á samtakamætti, umhyggju og óeigingjarnri virkni. Við viljum fjalla um eiginleika þess; að gefa án þess að hika, að missa án eftirsjár og að öðlast með reisn. Svo vitnað sé í George Sand, 20. aldar listakonu sem tók sér rétt til þess að vera hvort tveggja, listamaður og fóstrandi kona.

„Gömul grísk goðsögn segir frá því að kona hafi fyrst allra teiknað. Hún stillti elskhuga sínum, sem var að leggja af stað í langferð, upp að vegg og dró útlínur hans. En sögnin er ekki táknræn fyrir stöðu kvenna í listasögunni því yfirleitt beið þeirra ekki hlutverk hins frumlega og skapandi listamanns, heldur öllu fremur fyrirsætunnar eða listgyðjunnar sem studdi listamanninn til dáða og veitti honum hinn eftirsótta innblástur.

... ![Þ]að sem var afdrifaríkast fyrir konur á Vesturlöndum var að hin listræna sköpun var lögð að jöfnu við getnaðinn. Alveg frá dögum grísku heimspekinganna og þar til það komst á hreint á 19. öld hvernig frjóvgun á sér stað var karlmaðurinn álitinn vera sá sem gaf líf eða kveikti lífsneistann, en hlutverk konunnar var einungis að bera fóstrið og næra. Karlmaðurinn var hinn skapandi einstaklingur í

Page 7: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

7

vísindum og listum og reyndar á öllum sviðum þjóðfélagsins. Konan var þiggjandi og þjónandi og það þótti stríða gegn eðli hennar að skapa ein. Og hið ríkjandi ástand styrkti svo sannarlega þá trú og ól á fordómum...“

(Hrafnhildur Schram. 2005. Huldukonur í íslenskri myndlist, bls.19-20)

Rót hugmyndarinnar um hina dýrslegu konu má rekja aftur til þess tíma þegar aðskilnaður sálar og líkama á sér stað í kenningum um mannlega tilvist. Samasemmerki var sett milli hins kvenlega og þess líkamlega/náttúrulega í kringum 400–600 f.Kr Þá komu fram hugmyndir manna eins og Xenophanes ogAugustine af Hippo. Samkvæmt þeim hugmyndum var hinu kvenlega skipað á dýrslegt og líkamlegt plan. Gildismat heilagrar þrenningar; maður, kona, barn, var allsráðandi. Konan er sú sem elur manni barn, fæðir líf og mjólkar. Í þessum hugmyndum er karlmaðurinn sál/hugur og konan jörð/líkami og hjónaband, sameining á þessum eiginleikum og fullkomnun mannsins. Þessar hugmyndir rötuðu í Biblíuna og hafa hreiðrað um sig í almennu gildismati fjöldans í gegnum tíðina og sögulega átt þátt í að rýra innlegg konunnar í samfélagi manna.

Í dag eru það að miklu leyti markaðsöflin sem ákvarða birtingarmynd frumhvatanna og líkama konunnar. Á þeim tíma sem við sækjum til fyrirmyndir samsætanna í París voru það karlkyns hugsuðir og listamenn sem höfðu konuna að táknmynd fyrir innra líf, sálarlíf, undirvitund og frumhvatir. Þá komu fram á sjónarsviðið örfáir kvenkyns listamenn sem fjölluðu um og birtu eigin mynd og má telja að í gjörningi þeirra hafi falist tvöfalt andóf, annars vegar andóf súrrealistanna við ríkjandi kerfi og hins vegar andóf konunnar sem geranda í umfjöllun um sjálfa sig innan heims sem hafði hana að viðfangsefni. Þessum hugmyndum og þeim spurningum sem þær vekja viljum við velta upp í frjálsu samhengi listarinnar.

Með því að taka okkur stöðu dýrs berum við saman stöðu konunnar, dýrsins og listamannsins. Tilraunin felst í því að taka okkur hið áskipaða hlutverk konunnar sem fulltrúa náttúrunnar og viðfangsefnis eða skjólstæðings hins ríkjandi kerfis og á þann hátt að brjóta okkur leið inn í veröld sem hefur konur að umfjöllunarefni. Við leitumst við að svara spurningunni um

Page 8: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

hvort listamaðurinn, sem sjálfviljugur tekur sér stöðu með dýri og konu, hafni þrepaskipan ríkjandi kerfis og hefji sig á þann hátt upp yfir kerfið. Styrkur listamannsins og valdefling felst í því að fjalla um og sýna á eigin forsendum það sem þegar er til staðar og eigna sér það.

Algerlega án þess að afneita eða hafna vitrænni veru konunnar viljum við taka þessar hugmyndir, endurheimta og setja í forgrunn. Við leitumst því við að gangast við og fagna þessari arfleið, frekar en að hafna henni. Greind dýrsins og innsæi, sem sögulega hafa verið bendluð við hið kvenlega, verða afhjúpuð eina kvöldstund í einu í heilögu samsæti.

Við munum skrásetja öll Samsætin vandlega í hljóði og kvikmyndum, teikningum og rituðum textum og safna þeim í bálk myndbands-, og hljóðverka.

B. H. Ragnarsdóttir & G. Hauksdóttir

Page 9: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

Völdum einstaklingum var boðið að setja sig í hlutverk persónu sem okkur fannst áhugavert að eiga við samtal. Sumar látnar, sumar skáldsagnapersónur og aðrar sem ekki áttu heimangengt. Við tókum saman lista af fólki sem við töldum að hefði innlegg í umræðu sem við höfðum áhuga á að leggja upp með. Þannig ákváðum við, út frá innsæi, að spyrða saman einstaklinga sem raunverulega áttu þess kost að þekkjast boðið og persónur sem eiga ekki möguleika á að heiðra okkur með nærveru sinni. Hér á eftir fer vitnisburður um fyrsta samsætið.

gunnhildur hauksdóttir
Page 10: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR
Page 11: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

31.10. 2013 Reykjavík

Samsæti heilagra

Page 12: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR
Page 13: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

13

Samsætið á sér stað að kvöldi til, í þetta sinn í björtum kjallara Listasafns Íslands við tjörnina í Reykjavík. Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN, GEORGE SAND, ELÍAS MAR, DÝRIÐ og RITARINN. Einnig eru ERNESTO CARDINALE og ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR væntanleg. Þau sitja við uppbúið hringborð, á því er hvítur dúkur borðbúnaður, matur og vín. Í kjallaranum er flygill og þau sitja umkringd listaverkum úr safneign Listasafnsins, m.a. settlegar myndir eftir Þóru Pétursdóttur Thoroddsen og teikningar eftir Rósku.

Þau heilsa hvert öðru, stuttur hlátur við og við.

HILMA AF KLINT: Blessaður, Hilma.

ERNESTO CARDINAL: Sæl Hilma.

ELÍAS MAR: [Afar lágt] Elías Mar

DÝRIÐ: Hverjir eru komnir?

Page 14: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

14

UNA GÍSLADÓTTIR: Una Gísladóttir.

DÝRIÐ: [Hlær stuttlega] Hverjir eru komnir?

WASSILY KANDINSKY: Wassily.

UNA GÍSLADÓTTIR: Sæll.

WASSILY KANDINSKY: Wassily.

ELÍAS MAR: Elías

WASSILY KANDINSKY: Elías, já. Wassily.

Léttur hlátur og óskýrt muldur um stund.

WASSILY KANDINSKY: [Við UNU GÍSLADÓTTUR] Ég ætla ekki að knúsa þig alveg af því að ég veit að það kemur, svona, hár á... Já.

Stuttur hlátur.

DÝRIÐ: Viljið þið hérna... Má bjóða ykkur — má bjóða ykkur drykk?

ELÍAS MAR og UNA GÍSLADÓTTIR skiptast á nokkrum óskýrum orðum.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já.

GEORGE SAND: Elskhugi Schumann og Gustav Flaubert og...

UNA GÍSLADÓTTIR og ELÍAS MAR muldra eitthvað.

GEORGE SAND: Já, já. George Sand.

Page 15: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

15

DÝRIÐ: Hún fékk sífilis líka?

ELÍAS MAR: Nei.

GEORGE SAND: Nei, hún var berk... hérna, með berkla.

DÝRIÐ: Já, alveg rétt.

Dálítið muldur og skark í glösum.

DÝRIÐ: Hvað má bjóða ykkur að drekka?

UNA GÍSLADÓTTIR: En ætlið þið ekki að setja glös á borðið?

DÝRIÐ: Ha?

Óskýrt muldur um stund. Glös eru lögð á borðið.

DÝRIÐ: Þær eru systur.

WASSILY KANDINSKY: Og líka...

DÝRIÐ: Já, það má kannski að hafa þær saman? Af því að það er, svona, eitthvað áhugavert... [Stutt þögn] Bæði eru þetta teikningar.

WASSILY KANDINSKY: Mmm, hmm...

DÝRIÐ: Svo er...

DÝRIÐ og WASSILY KANDINSKY halda áfram að ræða saman, en óskýrt. Það sama á við um UNU GÍSLADÓTTUR og ELÍAS MAR.

Page 16: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

16

ELÍAS MAR: Hvenær var þetta?

UNA GÍSLADÓTTIR: Í fyrradag.

ELÍAS MAR: Já...

Samtölin halda áfram, en óskýrt.

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég sá myndirnar...

ELÍAS MAR: Hvaða myndir?

Áfram óskýrt.

DÝRIÐ: Voru þið búin að koma á sýninguna áður?

WASSILY KANDINSKY: Já, ég kom á opnunina.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei. [Stutt þögn] Það er kveikt á öllu.

DÝRIÐ: Já, Kandinsky var hér.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Heyrðu, hérna er myndin.

Enn tala ELÍAS MAR og UNA GÍSLADÓTTIR saman, en óskýrt.

WASSILY KANDINSKY: Þessi var þarna uppi á sýningunni.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hún var uppi á sýningunni. Ég sá hana...

WASSILY KANDINSKY: ...um daginn.

Page 17: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

17

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...því hún er...

Samtal WASSILY KANDINSKY og ÞÓRU PÉTURSDÓTTUR THORODDSEN heldur áfram. Undir heyrist óskýrt í ELÍASI MAR og UNU GÍSLADÓTTUR.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég er ritstjóri Sögu... [Talar áfram, en óskýrt, hlær svo] Það eru til heilmiklar sögur um hana. Eða, nei, hana semsagt...

WASSILY KANDINSKY: Þig?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já. Og hérna...

ELÍAS MAR: En þarna...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, hérna, sko — ég hugsa að þetta sé fyrsta... [Óskýrt um stund] ...sko, af því að í Evrópu var náttúrulega...

Samtölin tvö blandast saman og verða óskýr. Oft heyrast einungis stutt brot.

WASSILY KANDINSKY: Þetta er svo svakalegt, bara, þetta er bara svona... [Gefur frá sér hrifningarhljóð] ...landslag.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það er alveg...

WASSILY KANDINSKY: Og smá svona...

Óskýrt um stund.

Page 18: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

18

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: En þetta er, semsagt, þetta er náttúrulega málað úti í Englandi, sko.

WASSILY KANDINSKY: Já, það er þess vegna sem að...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Já, þess vegna er þetta bara svona...

WASSILY KANDINSKY hlær. Samtölin eru áfram heldur óskýr.

ELÍAS MAR: Una! Þarna náðirðu mér — þarna náðirðu mér.

Hnífapörum er skellt á borðið. Orð í belg og biðu.

DÝRIÐ: Hvað má bjóða ykkur að drekka?

Engin bregst við spurningu DÝRSINS og samtölin halda áfram.

DÝRIÐ: Velkomin!

Áfram óskýrt.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þessar eru mjög fínar — þessar eru mjög fínar.

Enn óskýrt. ERNESTO CARDINAL gengur inn.

DÝRIÐ: Þetta er Ernesto Cardinal kominn.

RITARINN: Ég ætla...

Page 19: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

19

DÝRIÐ: [Grípur fram í] Ég ætla að hlaupa núna og sækja upptakara. Og...

WASSILY KANDINSKY: Já, þarftu að fara mjög langt?

DÝRIÐ: ...svo kem ég aftur.

WASSILY KANDINSKY: Það er hægt að nota lykil?

DÝRIÐ: Já, eða kveikjara...

Skyndilega hljómar stutt, hátt ískur eins og fídbakk úr hátölurum.

WASSILY KANDINSKY: Ég get opnað svona flösku með lykli. [Heldur áfram að tala, en óskýrt]

UNA GÍSLADÓTTIR opnar vínflösku.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Um UNU GÍSLADÓTTUR] Já, hann er að opna.

DÝRIÐ: Una!

UNA GÍSLADÓTTIR: Una?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Una er komin með kveikjara.

UNA GÍSLADÓTTIR: [Hlær stuttlega] Plastkveikjara.

DÝRIÐ: Sko, ég er þannig að ég verð að fá mér eina sígarettu áður en ég borða — það er bara þannig. Ef einhver vill koma með mér þá væri það voða gaman.

Page 20: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

20

ERNESTO CARDINAL: Já.

GEORGE SAND: Má maður skenkja í glös?

DÝRIÐ: Já, endilega. Við skulum bara hjálpast að. Annars verð ég bara eins og einhver þjónustustúlka hérna. Ég nenni...

GEORGE SAND: [Grípur fram í] Hver vill hvítt?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN spyr DÝRIÐ að einhverju, en óskýrt.

DÝRIÐ: Já. [Stutt þögn] Svona...

WASSILY KANDINSKY: Einhverjir eru að koma of seint.

DÝRIÐ: Má bjóða þér engiferöl?

WASSILY KANDINSKY: Eða vín?

DÝRIÐ: Eða vín? Eða vatn?

WASSILY KANDINSKY: Ég vil hvítvín.

GEORGE SAND: Já.

GEORGE SAND hellir í glas WASSILY KANDINSKY.

GEORGE SAND: Gjörðu svo vel.

ELÍAS MAR: Já, takk, hvítvín líka.

GEORGE SAND: [Á innsoginu] Hvítvín.

Page 21: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

21

GEORGE SAND hellir í glas ELÍASAR MAR.

GEORGE SAND: Una, hvítvín?

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, takk.

DÝRIÐ: Er einhver sem spilar á píanó?

Enginn bregst við spurningu DÝRSINS. ELÍAS MAR segir eitthvað, en óskýrt.

DÝRIÐ: [Ákveðnari] Er einhver sem kann á píanó?

ELÍAS MAR: ...ofvirkri fréttakonu.

WASSILY KANDINSKY: Ég kann ekki að spila á píanó.

HILMA AF KLINT: Ef Karen Blixen mætir.

DÝRIÐ: Ha?

HILMA AF KLINT: Ef Karen Blixen mætir.

ELÍAS MAR: Bíddu, Þóra, þú spilar vel á píanó.

DÝRIÐ: [Við HILMU AF KLINT] Hún kemur ekki, því miður.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég spila illa, er það ekki?

DÝRIÐ: Hún djammaði svo mikið.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: En ég get...

Page 22: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

22

DÝRIÐ: Hún djammaði í fimm daga eftir að hafa verið veik í fimm vikur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hver?

DÝRIÐ: Karen Blixen.

HILMA AF KLINT: Áttu glas handa mér...?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hvað! Kemur hún ekki eða? Djammaði í fimm daga eftir?

DÝRIÐ: Eftir að hafa verið veik í fimm vikur.

HILMA AF KLINT: Og hvað...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Voðalegar ýkjur eru þetta!

ELÍAS MAR: [Grípur fram í] Mér finnst þetta mjög ólíkt — ég sagði við Dýrið áðan — að mér finnst það mjög ólíkt Karen Blixen að láta þetta stoppa sig.

HILMA AF KLINT: Segðu!

WASSILY KANDINSKY: Hver...? Á hvaða staf byrjar nafn — íslenska nafnið hennar?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þ.

ELÍAS MAR hlær stuttlega.

WASSILY KANDINSKY: Já, einmitt.

Page 23: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

23

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bíddu... [Muldrar eitthvað óskýrt]

HILMA AF KLINT: En Marilyn?

DÝRIÐ: Ég veit það ekki. Það var ekki gott að — ekki gott að ráða það af bréfinu sem hún sendi. Hún sendi mjög langt... Eða hún sendi tvö falleg bréf.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: En Ásta?

WASSILY KANDINSKY: Ásta ætlaði að koma.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, Ásta ætlaði að koma. Ég gekk í skugga um það, sko.

WASSILY KANDINSKY: Ég, hérna, hitti hana í dag og hún var bara alveg eldhress og...

HILMA AF KLINT: [Hlær] Já, ég rakst á hana í Nýló í gær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

HILMA AF KLINT: Og við bara blikkuðum hvort annað.

HILMA AF KLINT og ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN hlæja stuttlega.

DÝRIÐ: Jæja, nú ætla ég að fá mér sígarettu. Eru allir með drykk?

WASSILY KANDINSKY: Já.

Page 24: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

24

GEORGE SAND: Já, mér sýnist það.

DÝRIÐ: Sko, við erum svo mörg að ég ætla ekkert að vera þjónn. Ég...

HILMA AF KLINT: [Grípur fram í] En eigum við ekki að skála?

DÝRIÐ: Jú, skálum og borðum og svona. En... [Stutt þögn] Já.

Þögn um stund. Ennþá hellt í glös.

GEORGE SAND: Dýrið er að sækja sér glas.

Einhver segir „já“ á innsoginu. Þau skála.

DÝRIÐ: Velkomin.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Takk fyrir boðið.

WASSILY KANDINSKY: Takk fyrir boðið.

Þau drekka.

DÝRIÐ: Ah! Þetta er ekki sem verst.

Óskýrt tal um stund.

DÝRIÐ: Eða að minnsta kosti þau ykkar sem reykja.

Stuttur hlátur.

WASSILY KANDINSKY: Það eru nú ekki allir.

Page 25: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

25

Öll fara út að reykja nema HILMA AF KLINT, WASSILY KANDINSKY, RITARINN og ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN sem sitja fjögur eftir og spjalla, til að byrja með óskýrt.

HILMA AF KLINT: Reykir þú ekki?

WASSILY KANDINSKY: Ekki neitt. Ég bara — alls ekki.

HILMA AF KLINT: Aldrei reykt?

WASSILY KANDINSKY: Jú, ég reyndi mjög mikið að vera að reykja, en ég bara — mér leið alltaf illa af því og svo hætti ég því bara.

HILMA AF KLINT: Já, ég var nú meira að hugsa um Wassily, sko.

WASSILY KANDINSKY: Já, Wassily. Hann hérna... [Stutt þögn] Honum leið líka alltaf illa — var alltaf að reyna að vera að reykja — en honum leið alltaf illa og svo bara hætti hann því.

HILMA AF KLINT: Svo hætti hann þessu bara?

WASSILY KANDINSKY: Já.

HILMA AF KLINT: Já, það er langskynsamlegast.

WASSILY KANDINSKY: Já. [Skellir upp úr]

HILMA AF KLINT: [Setningin er óskýr til að byrja með] ...eða eitthvað.

Page 26: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

26

WASSILY KANDINSKY: Hann lifði líka alveg svolítið lengi, sko, ekkert rosalega lengi, en hann... [Stutt þögn] Honum fannst ágætt að hætta að reykja bara.

HILMA AF KLINT: Hvað varð hann gamall?

WASSILY KANDINSKY: Hann varð, ö... [Stutt þögn] Sjötíu og... Nei, hann var ekki mjög gamall. Fæddur 1866, dó 1944. Hann hefur verið sjötíu og...

HILMA AF KLINT: Sjötíu og átta ára, já.

WASSILY KANDINSKY: ...átta ára.

HILMA AF KLINT: Það er nú bara ágætis aldur...

WASSILY KANDINSKY: Á þessum...

HILMA AF KLINT: ...í gamla daga. Já, er það ekki?

WASSILY KANDINSKY: Jú. Hann, sko, fæddist 16. desember og dó 13. desember, rétt áður en hann hefði orðið 78 ára. Þannig að hann var 77 ára.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

Hlátur RITARANS heyrist úr hljóðupptöku sem er í gangi.

WASSILY KANDINSKY: Kemur bara svona hlátur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Flissandi] Já.

WASSILY KANDINSKY: Hlátur út úr, hérna, vídeóinu.

Page 27: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

27

HILMA AF KLINT: Ó, er þetta verk?

WASSILY KANDINSKY: Já.

HILMA AF KLINT: Er þetta frá París?

WASSILY KANDINSKY: Já.

HILMA AF KLINT: Skemmtilegt.

WASSILY KANDINSKY: Ég kom, sko, þegar að...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Er þetta annað svona?

WASSILY KANDINSKY: Já, annað svona boð.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN hlær.

WASSILY KANDINSKY: Þetta er nú svolítið flott prójekt, svona, á svona dálítið stórum, svona, þremur, held ég, skjáum — eða, þú veist, tjöldum sem tengjast öll. [Snýr sér að RITARANUM] Er þetta ekki rétt hjá mér?

RITARINN svarar ekki.

WASSILY KANDINSKY: Þetta eru svolítið töff skjáir, á listasafninu, þessi tjöld. Eða bjuggu þið þau sérstaklega til?

HILMA AF KLINT: [Um RITARANN] Hann má ekki tala.

WASSILY KANDINSKY: Bjuggu þið þau til? Já.

Page 28: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

28

HILMA AF KLINT: Á maður að fara að skoða þetta?

WASSILY KANDINSKY: Já, er það ekki bara?

Þau fara og skoða sýninguna. Löng þögn varir þangað til einhver þeirra sem voru úti að reykja koma aftur inn. Á meðan heyrist lágt í hljóðupptökum af öðrum samsætum.

DÝRIÐ: Jæja, elskurnar. Oh, hvað er gott að sjá ykkur. [Stutt þögn] Já, Ásta er komin. Hún er úti að reykja — auðvitað.

Skark í glösum og hnífapörum. DÝRIÐ og ELÍAS MAR tala lágt sín á milli, en óskýrt.

ELÍAS MAR: Finnst þér það ekki?

DÝRIÐ: Jú, ertu ekki bara oft fínn?

ELÍAS MAR: Ha? Jú.

Stuttur hlátur og skark í borðbúnaði.

DÝRIÐ: Já, það er nú svona ýmislegt á þessu safni, sko. Það, til dæmis... Það er svo gott að vera hérna. Það má ekki drekka vín.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei.

DÝRIÐ: Það má ekki hafa kertaljós.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, einmitt.

Page 29: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

29

DÝRIÐ. En hvernig finnst ykkur að vera hérna í safninu þegar það er lokað.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ofsalega fínt bara.

WASSILY KANDINSKY: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Á innsoginu] Ofsalega fínt.

DÝRIÐ: Mér finnst það betra.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ha? Að vera í safninu?

DÝRIÐ: Þegar það er lokað.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, það ætti náttúrulega bara að loka þessu.

DÝRIÐ: [Á innsoginu] Já.

GEORGE SAND: Það er svona svolítið — það er svona mystískt.

DÝRIÐ: Já.

GEORGE SAND: Það er einhver skrýtin stemning í gangi.

DÝRIÐ: Það er draugur hérna, sko.

GEORGE SAND: Mmm...

Page 30: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

30

ELÍAS MAR: Er það?

DÝRIÐ: Já.

GEORGE SAND: Hvaða draugur er það?

DÝRIÐ: Við vitum það ekki. [Hlær stuttlega] En sumir halda að það sé Geirfinnur.

ELÍAS MAR: Nei, hann var alltaf í Klúbbnum.

DÝRIÐ: Já.

RITARINN hlær.

DÝRIÐ: [Byrjun setningarinnar óskýr] ...hafi átt Glaumbar.

ELÍAS MAR: Ha?

DÝRIÐ: Sigurbjörn í Klúbbnum.

ELÍAS MAR: Hafi átt?

DÝRIÐ: Glaumbar.

ELÍAS MAR: Glaumbæ.

DÝRIÐ: [Á innsoginu] Já, Glaumbæ. [Aftur eðlilega] Átti ekki Sigurbjörn í Klúbbnum það?

ELÍAS MAR: Glaumbæ? Ég er ekki viss.

DÝRIÐ: En, sko...

Page 31: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

31

ELÍAS MAR: [Grípur fram í] Þorsteinn Viggósson átti þetta einhvern tímann, en þá hét þetta reyndar eitthvað annað.

DÝRIÐ: Já, þetta var allavega — það er herbergi hérna sem á bráðum að opna, sem er múrað fyrir.

ELÍAS MAR: Þetta er örugglega einhver draugur úr gamla Ísfélaginu.

DÝRIÐ: Heldurðu það? Já. Sko, allavega, þessi draugur hellir upp á kaffi ef það er farið að tala um eitthvað — um módernisma — hann sé ekki það eina sem er til í listinni. Og ef maður talar um eitthvað svona — einhverja spennu inni á safninu — þá gerir hann eitthvað líka, þú veist, þá lokar hann hurðum og... [Stutt þögn, snýr sér að UNU GÍSLADÓTTUR] Við vorum bara að pæla í draugnum sem er hér — hvort það gæti ekki verið Geirfinnur — úr því að var það ekki Sigurbjörn í Klúbbnum sem rak einhvern stað hérna? Veistu það?

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég veit það ekki.

ELÍAS MAR: Þetta hét einhvern tímann Stork-klúbburinn. Það var eftir...

DÝRIÐ: [Yfir ELÍAS MAR] Ásta er komin

ELÍAS MAR: Nei, það var fyrir, það er náttúrulega...

ERNESTO CARDINAL: Ásta! Gaman...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

ERNESTO CARDINAL: ...að fá svona stórt...

Page 32: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

32

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já. Það er, hérna... Mér er nú ekki oft boðið í svona veislur.

ERNESTO CARDINAL: Nei.

GEORGE SAND: Fólk er svo grimmt.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

DÝRIÐ: Manst þú eftir skemmtistað sem var hérna í húsinu?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ég kom hérna. Ég sá Hárið hérna.

DÝRIÐ: Já, er það? [Stutt þögn] Heyrðu...

WASSILY KANDINSKY: Lékst þú í Hárinu?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Heyrðu...

DÝRIÐ: [Við HILMU AF KLINT] Heyrðu, Ásta er komin.

HILMA AF KLINT: Nei, Ásta! Ásta, sæl og bless. Ha! Má ég setjast hérna á móti þér?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já, já.

WASSILY KANDINSKY: [Byrjun setningarinnar óskýr] ...bara hér. [Stutt þögn] Gott kvöld.

HILMA AF KLINT: Sæl og blessuð.

Page 33: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

33

DÝRIÐ: Já, þá ætla ég að setjast bara hjá... [Stutt þögn] Kemst ég hérna hjá ykkur?

WASSILY KANDINSKY: Viltu vera hérna?

DÝRIÐ: Má ég það?

WASSILY KANDINSKY: Já.

DÝRIÐ: Já, hvað má bjóða ykkur að drekka?

ERNESTO CARDINAL og ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR tala saman lágum hljóðum.

DÝRIÐ: Ég er að pæla með hérna... Ég held — ég held að þið bara réttið mér diskana og ég set á. Viltu rétta mér þá?

HILMA AF KLINT: Jú, rosalega væri það næs. Eigum við að gera það svoleiðis?

DÝRIÐ: Já, er það ekki?

Nokkur samtöl, hvert yfir annað og óskýr. Einungis stutt brot auðgreinanleg.

DÝRIÐ: [Við ELÍAS MAR] Viltu meira?

ELÍAS MAR: Ha? Nei takk.

DÝRIÐ: Sko...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR og ERNESTO CARDINAL tala saman, en óskýrt.

Page 34: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

34

DÝRIÐ: Svo getur hitt gengið á milli — salatið og baunirnar — ef við bara látum það ganga.

HILMA AF KLINT: Já, kannski hnífa og gafla?

DÝRIÐ: Já.

GEORGE SAND: Er þetta þessi fræga kóríander ídýfa?

DÝRIÐ: Þetta er... Já, þessi ídýfa — hún er voða vinsæl á Nýlistasafninu.

GEORGE SAND: Já, einmitt.

DÝRIÐ: Hún var þar um daginn í boði.

Stuttur hlátur.

GEORGE SAND: Og hún gleymdist.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hvað er það?

WASSILY KANDINSKY: Nýlista...

DÝRIÐ: Ha?

GEORGE SAND: Hún gleymdist á Nýlistasafninu.

DÝRIÐ: [Byrjun setningarinnar óskýr] ...gestunum...

HILMA AF KLINT: [Undrandi] Ha?

GEORGE SAND: Takk fyrir.

Page 35: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

35

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: [Við ERNESTO CARDINAL] Já, það er gaman hvað þú ert búin að ná góðum tökum á íslenskunni.

ERNESTO CARDINAL: Já, mjög. Ég er mikill tungumálamaður og...

Hlátur.

DÝRIÐ: Þú ert það — orðsins maður.

ERNESTO CARDINAL: Ég er orðsins maður.

DÝRIÐ: Bíddu, samdir þú ekki ljóð um Marilyn Monroe einu sinni? Getur það verið eða?

ERNESTO CARDINAL: Jú.

DÝRIÐ: Ég held það nefnilega.

ERNESTO CARDINAL: [Við WASSILY KANDINSKY] Höfum við hist?

DÝRIÐ: Ég veit ekki hvort hún kemur. Við buðum henni.

HILMA AF KLINT: En hvað segirðu? Var svarið eitthvað órætt eða?

WASSILY KANDINSKY: Ég heiti Wassily.

ERNESTO CARDINAL: Wassily.

DÝRIÐ: Já, hún þakkaði voða vel fyrir bréfið og...

Page 36: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

36

WASSILY KANDINSKY: Wassily Kandinsky.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Kandinsky!

ERNESTO CARDINAL: Já, Ernestó kardínáli.

DÝRIÐ: ...það var bara silk — eins og silki. Og sú sem, sko, færði henni bréfið var líka svo falleg, hvernig hún kom. Þannig að ég veit ekki hvort að... [Stutt þögn] Það var einhver svona melankólía í því.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bíddu, nú, ég kann ekki að lesa þetta.

GEORGE SAND: Marilyn er alltaf sein. Alltaf...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR muldrar eitthvað óskýrt.

GEORGE SAND: ...þeir sem hana þekkja.

DÝRIÐ: En Greta Garbo — hún er í Jerúsalem og hún kemur ekki.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: She wants to be alone.

DÝRIÐ hlær.

DÝRIÐ: Allavega segist hún vera í Jerúsalem.

WASSILY KANDINSKY: [Byrjun setningar óskýr] ...tala þýskuna, sko, þó svo að móðurmál mitt sé...

DÝRIÐ: Og á ekki heimangengt.

Page 37: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

37

ERNESTO CARDINAL: En þú ert búinn að ná svo góðum tökum á íslenskunni.

WASSILY KANDINSKY: Já.

ERNESTO CARDINAL: Það er alveg magnað.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Eigum við að skipta yfir í annað tungumál?

ELÍAS MAR: Já, það er...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, það er...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það er... [Hlær stuttlega]

ELÍAS MAR: Takk.

GEORGE SAND: [Mjög lágt] Takk.

HILMA AF KLINT: Heyrðu, já...

WASSILY KANDINSKY: Jú, ég er náttúrulega...

DÝRIÐ: Heyrðu...

WASSILY KANDINSKY: Kandinsky...

DÝRIÐ: ...mikið af hrísgrjónum...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN og fleiri tala, en óskýrt.

ERNESTO CARDINAL: Ég var að spá, áður en við myndum byrja að borða...

Page 38: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

38

WASSILY KANDINSKY talar, en óskýrt.

ERNESTO CARDINAL: ...hvort við getum farið með borðbæn?

DÝRIÐ: Endilega.

UNA GÍSLADÓTTIR muldrar eitthvað óskýrt.

DÝRIÐ: Una mín, vilt þú ekki...?

WASSILY KANDINSKY: ...í fyrra lífi, einhvern veginn...

DÝRIÐ: Á maður að kalla þig Wassily eða Kandinsky?

WASSILY KANDINSKY: Já, já, bara Wasi — Wassily.

GEORGE SAND: Wasi!

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Wasabi? Wasabi kannski bara?

WASSILY KANDINSKY: Wasabi er svona — það er svona sérlega... [Stutt þögn] ...mikið bangsanafn.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

WASSILY KANDINSKY: Wasabi.

GEORGE SAND: Nei.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei.

WASSILY KANDINSKY: ...Wassily, Wassily, Wassily...

Page 39: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

39

Óskýrt muldur.

DÝRIÐ: Ég er ekki vön að borða svona. Það er svo langt síðan ég hef...

UNA GÍSLADÓTTIR hlær stuttlega.

ERNESTO CARDINAL: [Við ÞÓRU PÉTURSDÓTTUR THORODDSEN] Hef ég hitt þig, hérna...?

DÝRIÐ: [Mjög lágt] Gjörðu svo vel.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég er bara dóttir biskupsins á Íslandi.

ERNESTO CARDINAL: Já, já, já, já. Þú hefur ekkert...

GEORGE SAND: Takk.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, sennilega ekki.

ERNESTO CARDINAL: Hvað heitir þú?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þóra.

ERNESTO CARDINAL: Þóra. Ertu í myndlist?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ja, nei, bara svona að leika mér aðeins, sko.

ERNESTO CARDINAL: Leika þér?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

Page 40: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

40

DÝRIÐ: Hérna eru tvær myndir eftir þig.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, ekki — ekki sýna mér þær, sko.

Flest hlæja.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þetta er frekar erfitt fyrir, altso, mig inni í mér, sko. Hmm... En ég get ekki sagt ykkur frá því — af því að ég veit ekkert um...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR muldrar eitthvað óskýrt.

DÝRIÐ: Hvað! Ertu ekki ánægð með þessar myndir?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Jú, ég...

GEORGE SAND: Una, getur þú rétt mér, hérna, sósuna?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hvað er það? Eru það einhver...

DÝRIÐ: Sjálfshatrið...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...einhver blygðun?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það er sjálfshatrið, sko. [Stutt þögn] Í sinni tærustu mynd.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Er það sjálfshatrið? Hefur það litað, hérna...

DÝRIÐ: [Grípur fram í] Allt í lagi.

Page 41: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

41

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...byrja að mála...

UNA GÍSLADÓTTIR hlær.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...táknrænt — blóð...

HILMA AF KLINT: Til þess eru dúkarnir — að verja borðin.

WASSILY KANDINSKY: Halli. Nei, Ásta, meina ég. Nennirðu að setja...

HILMA AF KLINT: Halli Ásta?

WASSILY KANDINSKY: ...baunir eða?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

DÝRIÐ: Þetta er alveg rosalega gott.

Óskýrt muldur.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: En hvað táknar aftur græni liturinn í, hérna, litafræðinni þinni?

WASSILY KANDINSKY: Hann er svona andstæða, bara, við, hérna... [Lok setningarinnar óskýr]

ERNESTO CARDINAL: Já.

Óskýrt muldur.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...þetta er táknræna... Ég man úr [...] að gulur er svona sálfræðilega...

Page 42: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

42

WASSILY KANDINSKY: Já, gulur er svona — kallaður eccentric.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

WASSILY KANDINSKY: En grænn kallaður concentric.

GEORGE SAND: Eða fyrir geðveilu frekar.

ERNESTO CARDINAL: Já, setja semsagt vinstra niður og hægri upp.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bíddu, hvað, vinstra er eitthvað left, er það ekki? Vinstra er niður. Og hægri upp?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, svona.

ERNESTO CARDINAL: Vinstra niður...

ELÍAS MAR: Og hægri upp.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Niður, já, það er niður.

DÝRIÐ: Ófædda er ekki mætt.

ERNESTO CARDINAL: Dýrið verður kannski...

WASSILY KANDINSKY: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hvað gerir Dýrið?

Page 43: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

43

DÝRIÐ: Hvað segirðu? Hægri svona...

ELÍAS MAR: Já, þú átt að vera með hægri uppi.

DÝRIÐ: Já, ofan á.

ELÍAS MAR: [Hlæjandi] Já.

DÝRIÐ: Svona?

ELÍAS MAR: Nei, svona.

Þau þagna öll.

ERNESTO CARDINAL: Við biðjum þig, Guð, sama hvaða trúarbragða... [Stutt þögn] ...sama hvaða trúarbrögðum þú kemur frá — frá hvaða trúarbrögðum þú kemur — biðjum við þig um að blessa þessa samkomu, hvert og eitt okkar, biðjum þig um að taka frá okkur ótta og opna hjörtu okkar fyrir kærleikanum og vináttunni og viskunni, og við biðjum þig að blessa allan heiminn. Takk.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þurfamaður ert þú mín sál / þiggur af Drottni í sérhvert mál / fæðu þína og fóstrið allt / fyrir það honum þakka skalt. Ég er fulltrúi prestastéttarinnar hérna.

DÝRIÐ: [Mjög lágt] Þetta var fallegt.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Skál!

Öll skála og drekka. Síðan fylgir stutt þögn og svo óskýrt muldur í stutta stund.

Page 44: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

44

DÝRIÐ: Mikið ofboðslega er þetta fallegt.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, rosa flott.

Stutt þögn.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Við DÝRIÐ, mjög lágt] Geturðu rétt mér gaffal? Gaffal.

DÝRIÐ: Já, auðvitað.

Stutt þögn.

WASSILY KANDINSKY: Vá, þessi, hérna, dress — Nýló-dressing er alveg...

DÝRIÐ: [Grípur fram í] Finnst þér hún ekki góð?

WASSILY KANDINSKY: ...sjúklega góð.

ERNESTO CARDINAL: Eru þið oft að borða á Nýló?

HILMA AF KLINT: Þið verðið að setja þetta í bókina.

DÝRIÐ: Hmm?

HILMA AF KLINT: Uppskriftina.

GEORGE SAND: Bara svona einstaka sinnum.

RITARINN hlær.

DÝRIÐ: Í hvaða bók?

GEORGE SAND: Já.

Page 45: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

45

DÝRIÐ: Já. Já.

GEORGE SAND: Og hvað er í henni?

DÝRIÐ: Það er hérna...

HILMA AF KLINT: Bókinni?

DÝRIÐ: ...majónes...

HILMA AF KLINT: Já, einmitt.

WASSILY KANDINSKY: Dressingunni.

DÝRIÐ: ...og sýrður rjómi, steinselja, hvítlaukur og engifer — ekkert annað. Eða jú, jú.

WASSILY KANDINSKY: Kóríander?

DÝRIÐ: Hálf límóna og salt.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Er kóríander í þessari sósu?

DÝRIÐ: Nei.

WASSILY KANDINSKY: Nei, steinselja.

DÝRIÐ: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

HILMA AF KLINT: Heyrðu, þú ætlar að vera með alla skálina hjá þér.

DÝRIÐ: Hún er rosa góð.

Page 46: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

46

ERNESTO CARDINAL: Já, heyrðu...

Óskýrt muldur og hlátur.

ERNESTO CARDINAL: Þessir prestar.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það er til alveg frábær verslunarbók frá tímum Móðuharðindanna. Bara tveimur... Bara, ég held bara einu ári eftir Móðuharðindin.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hún semsagt greinir frá, hérna, innflutningi inn í landið. Það er alveg ótrúlegt að lesa það. Það er bara saffran og döðlur og bara, þú veist...

DÝRIÐ: Vá!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...bara eitthvað sem er ekki til hér á landi. Þetta er ritgerð í, hérna, Sögu og það er, sko, það er bara ótrúlegt.

DÝRIÐ: Fínasta fínt.

WASSILY KANDINSKY: Er einhver að reyna að komast inn?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Milljón krydd, bara, heimsins, sko.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Bara eftir Móðuharðindin?

Page 47: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

47

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, bara, sko, hvort það var ári eftir Móðuharðindin.

Undir heyrist óskýrt muldur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þetta er svo skrýtið — svo skrýtið — skrýtinn tími, skilurðu? Af því að það er eitthvað að gerast, sko, og svo er eitthvað sem exísterar í einhverri einangrun sem heldur bara áfram...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, einmitt.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...að lifa sínu lífi.

ELÍAS MAR: Þannig að harðindin voru byrjuð þegar að fólk var að...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

ELÍAS MAR: ...panta þetta...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Það kemur bara með.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þú veist, þannig að bara, þú veist, það er bara [...] og svo bara saffran og kransakökur og... [Hlær] Þetta er voða kreisí!

DÝRIÐ: Vá!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Algjörlega kreisí!

Page 48: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

48

UNA GÍSLADÓTTIR: Feneyja — Feneyjalestin nær hingað.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

DÝRIÐ: Ha?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, hún var náttúrulega...

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég sagði Feneyjalestin nær hingað.

DÝRIÐ: Já.

WASSILY KANDINSKY: Bara það var ákveðin...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, ég meina...

WASSILY KANDINSKY: ...sem bara hætti ekkert að panta þér saffran...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei.

WASSILY KANDINSKY: ...þó svo að hinir væru að deyja.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

WASSILY KANDINSKY: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, það er bara, þú veist, ég meina, þetta er — þetta er skjalfest. Þetta er innflutningsskýrsla...

Page 49: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

49

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...sem sko...

ELÍAS MAR: [Grípur fram í] Var þetta pantað fyrir harðindin?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, sérpantað, sko.

ELÍAS MAR: En var það fyrir? Af því að það var allt orðið svo...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Sko, ég — ég held að þetta sé eftir, sko.

ELÍAS MAR: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já. Ég held að það sé einmitt — það eru tíðindin, sko.

DÝRIÐ: Mmm... Hvaða ár voru Móðuharðindin?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Sautjánhundruð...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Áttatíu...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...áttatíu og sex.

DÝRIÐ: Sex, ókei.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Áttatíu og sex?

Page 50: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

50

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, sautjánhundruð áttatíu og...

WASSILY KANDINSKY: Þrjú?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Fjögur.

WASSILY KANDINSKY: Eða fjögur?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, áttatíu og fjögur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN hlær.

HILMA AF KLINT: Eftir þetta.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Áttatíu og þrjú, fjögur.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Áttatíu og fjögur.

WASSILY KANDINSKY: Það er sama og, semsagt... Það er talað um að Franska byltingin hafi orðið út af þessu.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ja, það er...

WASSILY KANDINSKY: [Hleypir ÁSTU SIGURÐARDÓTTUR ekki að] Það er þá fyrir, sko.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Sautjánhundruð áttatíu og fjögur. 1784.

WASSILY KANDINSKY: Já, þegar fólk var svangt.

Page 51: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

51

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það var uppskerubrestur.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Byrjaði sautjánhundruð áttatíu og þrjú og ...

WASSILY KANDINSKY: En ég man það, hérna, út af því að... [Óskýrt um stund] En, hérna, ég var sko í Seljaskóla.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Heyrðu, halló!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN hlær stuttlega.

WASSILY KANDINSKY: Vinkona mín.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Seljaskóla!?

Allir hlæja.

ERNESTO CARDINAL: Vinkona þín, hún Sigrún.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Vinkona þín.

WASSILY KANDINSKY: Hún var í Seljaskóla. Þar las ég um, hérna, Jón Steingrímsson og allt þetta mál...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

WASSILY KANDINSKY: ...árið nítjánhundruð...

Page 52: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

52

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Hlæjandi] Þetta dæmi allt saman.

WASSILY KANDINSKY: ...tvöhundruð árum síðar.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

WASSILY KANDINSKY: Í tilefni þess að það voru tvöhundruð ár liðin frá þessu atriði...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Flissandi] Atriði!

WASSILY KANDINSKY: ...þá fór hún að læra um þetta í Seljaskóla.

ERNESTO CARDINAL: Akkúrat.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Enn hlæjandi] Já.

WASSILY KANDINSKY: Og átti að gera svona mynd...

ERNESTO CARDINAL: Akkúrat!

WASSILY KANDINSKY: ...um, hérna, eldmessuna...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

WASSILY KANDINSKY: ...á svona brúnan maskínupappír — klippa út og svona — líma.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, líma, já.

Page 53: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

53

HILMA AF KLINT: [Byrjun setningarinnar óskýr] ...Íslendingar eru afkomendur eldprestsins...

Talað í belg og biðu, óskýrt.

WASSILY KANDINSKY: Ha?

HILMA AF KLINT: ...meira eða minna.

ELÍAS MAR: ...afleiðingar gosanna.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, já, einmitt.

ELÍAS MAR: Fyrst voru það Lakagígar sem öllu uppskerubresti...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

ELÍAS MAR: ...sem er sagt að hafi leitt til Frönsku byltingarinnar.

GEORGE SAND: Á meginlandinu...

ELÍAS MAR: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hitastigið í Evrópu lækkaði...

Óskýrt skvaldur.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...meðaltal eða, þú veist, yfir langt tímabil.

Meira skvaldur, síðan þögn.

Page 54: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

54

GEORGE SAND: Og svona sagan endurtekur sig bara aftur og aftur og aftur.

WASSILY KANDINSKY: Kannski hafa fullt af konum...

UNA GÍSLADÓTTIR: Það er uppskerubrestur sem var nóg til þess að...

GEORGE SAND: Ísland veldur usla.

Óskýrt um stund.

DÝRIÐ: Eyjafjallajökull — það hafa flestir áhuga á vínuppskeru í Evrópu og svoleiðis.

WASSILY KANDINSKY: ...söguskoðun...

GEORGE SAND: Hafði rosa víðtæk áhrif.

DÝRIÐ: Hmm...?

GEORGE SAND: Hafði rosa víðtæk áhrif.

ELÍAS MAR: Nei, ég held að þetta hafi ekki haft áhrif á...

Óskýrt um stund.

ELÍAS MAR: ...sko, Kötlugosið...

WASSILY KANDINSKY: Já, en ég var tíu ára 1983.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Tíu ára?

Page 55: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

55

WASSILY KANDINSKY: Vinkona mín, hún Sigrún, hún var tíu ára árið 1983.

Hlátur.

WASSILY KANDINSKY: ...og ég man reyndar eftir þessu — það var í tilefni 200 ára afmælis atburðanna...

DÝRIÐ: Já.

WASSILY KANDINSKY: ...sem hún hefur sagt mér frá þessu.

DÝRIÐ: Hefur hún ekki haldið sýningu um þig?

WASSILY KANDINSKY: Ha?

DÝRIÐ: Hefur hún ekki haldið sýningu um þig?

WASSILY KANDINSKY: Hún Sigrún?

DÝRIÐ: Já.

WASSILY KANDINSKY: Jú.

Óskýrt um stund.

DÝRIÐ: ...ykkar samtal.

WASSILY KANDINSKY: Við erum nýbúin að kynnast. Eða samt ekki, sko.

RITARINN hlær stuttlega.

Page 56: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

56

WASSILY KANDINSKY: Við erum búin að þekkjast mjög lengi en erum samt að kynnast á nýjan hátt, einhvern veginn, núna.

DÝRIÐ: Já.

ERNESTO CARDINAL: Og þessi Sigrún — er hún listakona líka?

RITARINN hlær.

WASSILY KANDINSKY: Já, hún er listakona.

ERNESTO CARDINAL: Já. Málari?

WASSILY KANDINSKY: Meðal annars, já.

ERNESTO CARDINAL: Já.

WASSILY KANDINSKY: Hún var einmitt að mála mynd eftir mig aftur núna upp á nýtt.

ERNESTO CARDINAL: Já, einmitt.

DÝRIÐ: Falsa?

WASSILY KANDINSKY: Ekki falsa heldur meira mála mynd af mynd...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, hún talaði um...

WASSILY KANDINSKY: ...sem ég gerði.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...já, að þetta væri fyrsta abstrakt-verkið sem...

Page 57: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

57

WASSILY KANDINSKY: Já...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Mála mynd af mynd!

WASSILY KANDINSKY: ...hún gerði það nú um daginn.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: En, en, þú...

DÝRIÐ: Hvað segir Hilma um það?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...þú gleymir því náttúrulega — þú gleymir Hilmu.

DÝRIÐ: Já.

WASSILY KANDINSKY: Hilma...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR segir eitthvað, en óskýrt.

WASSILY KANDINSKY: Hilma var alltaf í einhverju leynimakki með sín mál.

RITARINN hlær.

WASSILY KANDINSKY: Hún vildi ekkert sýna þetta á opinberum vettvangi. Hvaða pæling var það?

UNA GÍSLADÓTTIR: Var hún ekki þrjátíu...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR grípur fram í, en óskýrt.

HILMA AF KLINT: Hilma — Hilma — Hilma bara mátti ekkert vera að því að sýna verkin.

Page 58: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

58

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, mátti ekkert vera að sýna...

HILMA AF KLINT: Hilma — Hilma var... Nei, nei, hún átti alveg sig. Hilma var sko að mála fyrir mannkynið.

DÝRIÐ: Já.

HILMA AF KLINT: Ég var að mála fyrir mannkynið.

UNA GÍSLADÓTTIR: En þú vildir aldrei sýna fyrr en eftir... Það mátti ekki sýna verkin fyrr en 30 árum eftir dauða þinn.

HILMA AF KLINT: Sko, það var núna að rifjast upp af hverju — af hverju hún var nú að gera þessi verk. Hún var að gera hérna musteri og setja verkin í musteri.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Mmm, hmm... Þú málaðir í gegnum... Þú málaðir í gegnum stóru...

HILMA AF KLINT: [Grípur fram í] Ég þurfti bara að taka að mér að mála fyrir allt liðið. Hinar sem, hérna, voru með mér höfðu ekki dug í þetta — höfðu ekki burð í þetta.

DÝRIÐ: Nei.

HILMA AF KLINT: Þorðu ekki að sleppa sér. Skyldu ekki að maður átti bara sleppa sér inn í málverkið og láta það gerast.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, á maskínupappír einmitt.

RITARINN hlær.

Page 59: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

59

HILMA AF KLINT: Það var nú bara svona yfirleitt...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Mmm, hmm...

WASSILY KANDINSKY hlær.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þið voruð einmitt með þessa, hérna, [...] á maskínupappír.

WASSILY KANDINSKY: Mmm, hmm...

HILMA AF KLINT: Já, var það?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

HILMA AF KLINT segir eitthvað, en óskýrt.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já...

DÝRIÐ: Var það ekki alltaf kallað eitthvað annað? Það var ekki kallað maskínupappír þá, var það?

HILMA AF KLINT: Bara pappír...

DÝRIÐ: Já.

HILMA AF KLINT: Þetta er nú málað á striga — stóru myndirnar fyrir musterið. En svo finnst mér eiginlega inntakið, burtséð frá maskínupappír... [Ákveðin, næstum pirruð] Það á eftir að byggja musterið okkar. Ég skil ekki. Hér er maður búin að puða og puða og allir að taka þátt og geyma verkin í 50 ár og láta þau magnast. Og svo er búið að sýna og allir eru gapandi. Það er ekki enn búið að byggja þetta musteri!

Page 60: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

60

ERNESTO CARDINAL: Það er pólitíkin.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Musterið verður til þegar verkin koma saman. Þetta er...

HILMA AF KLINT: [Grípur fram í] Þau voru öll saman...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, nákvæmlega.

HILMA AF KLINT: En eigum við að fá musterið okkar?

WASSILY KANDINSKY reynir að komast að en ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR nær orðinu.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, alltaf — alltaf þegar þau koma saman — þetta er eins og í frímúrarareglunni...

DÝRIÐ: Já, já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þegar frímúrararnir koma saman þá verður musterið til...

DÝRIÐ: Kannski var...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, þeir — þeir mynda, sko...

DÝRIÐ: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...grunnstoðirnar í musterinu.

DÝRIÐ: Er það annars bara hús?

Page 61: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

61

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Annars eru þetta bara svona, hérna, svona burðarstoðar á stofni.

DÝRIÐ: Já.

WASSILY KANDINSKY: Hvað segirðu? Hvað myndar grunnstoðirnar?

Farsími byrjar að hringja.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Í frímúrarareglunni. Ekki að ég veit — ég sjálf er ekki frímúrari enda...

HILMA AF KLINT: Viltu passa þig á þessu!

RITARINN hlær.

HILMA AF KLINT: Ásta mín!

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ég, ég, ég, ég... Ég er reyndar með mjög slæma líkamlega reynslu af frímúrunum.

Hlátur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hvenær ertu fædd? Hvenær ertu fædd?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nítjánhundruð og þrjátíu.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: En bíddu. Er maðurinn þinn — er hann? — úr hverju er hann, þarna, barnsfaðir þinn?

Page 62: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

62

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Það vill svo skemmtilega til að barnsfaðir minn, sem er kannski ástæðan fyrir minni ógæfu, hérna, hann er blóðtengdur, hérna, Haraldi Jónssyni.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, en ég meina, úr hverju er hann? Af hverju er hann enn á lífi? Ég meina, það er svo langur tími liðinn.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Bíddu, þeir, þeir, þeir eru nú nokkrir.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég er að meina, þarna...

WASSILY KANDINSKY: [Grípur fram í] Þekktasta.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...einn sem er very much alive.

ERNESTO CARDINAL: Skáldið?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, skáldið!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það er eins og hann...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: [Grípur fram í] Já, hann er bara...

Page 63: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

63

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Það er eins og hann hafi bara...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: [Reynir að klára] Hann er bara

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...flust á milli heima.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já.

DÝRIÐ: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þetta er svo ótrúlegt. Maður — maður hugsar um þetta tímabil og þig...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Mmm...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...og manni finnst það vera í órafjarlægð...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Mmm, hmm...

WASSILY KANDINSKY: Mmm, hmm...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...tilheyra sögunni. Svo er hann bara sprangandi um í einhverjum Barbour jakka, með hatt og, þú veist, litla stelpu og... Maður er bara eitthvað, þú veist: Hvað gerðist eiginlega? [Hlær stuttlega] Þú veist...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Það er ljóðið.

Page 64: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

64

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Hlæjandi] Það er ljóðið.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Það er tími ljóðsins.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hann er bara ennþá...

WASSILY KANDINSKY: Allir frá þessum tíma eru farnir.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þetta er svo skrýtið!

WASSILY KANDINSKY: Allir hinir frá þessum tíma eru...

ELÍAS MAR: [Yfir WASSILY KANDINSKY] Já, Þorsteinn hafði vit á því að fá sér yngri konur...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þeir eru farnir, já.

ELÍAS MAR: ...til að halda sér við.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hann fékk sér ekkert, kannski — jú, hann fékk sér alveg yngri konu, en...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Önnur uppskera.

Hlátur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, en samt! Hann er... Hann er...

Page 65: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

65

HILMA AF KLINT: Er það þriðja?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þriðja, já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hann sækir það örugglega ekki til Laufeyjar, sko, held ég. Nú er ég að tala fram í tímann, sko.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

HILMA AF KLINT: En hvar er Marilyn Monroe?

ERNESTO CARDINAL: Á leiðinni.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...eins og alltaf.

DÝRIÐ: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Og ætlaði að koma í bæinn í gær.

Hlátur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nú?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hvar var hún?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hún er, hérna, eflaust uppi á Vatnasafninu eða eitthvað.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já!

Page 66: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

66

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Í kjallaranum...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Í kjallaranum?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...Roni Horn sem að, þú veist...

Hlátur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég hef sofið þarna undir þessu verki.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, þetta er dásamleg íbúð.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Mmm...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

WASSILY KANDINSKY: Já, hún er æði.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það er hægt að svona opna út í garð með því að stíga nokkur skref upp.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, það er, hérna... [Óskýrt um stund] Það voru alltaf útlendingar sem fóru í safnið og svo fóru þeir að kíkja inn.

Hlátur.

Page 67: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

67

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, svo fóru þeir að kíkja inn til, hérna...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: [Leikur útlendingana] „There is someone! There is someone!“

DÝRIÐ: [Hálfhlæjandi] Fiskur í fiskabúrinu.

HILMA AF KLINT: Þannig að Marilyn er að...

WASSILY KANDINSKY: Ég heyrði líka að Roni, Roni Horn, hefði verið bara: [Breytir röddinni aðeins] „Ö, hvað! Eru þið að búa til eitthvað eldhús og þvottavél og eitthvað hérna? Díses kræst! Fólk fer bara út að borða og fer bara með þvottinn í laundromat.“

ERNESTO CARDINAL: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, bara laundromat í...

MARGIR Í EINU: Í Stykkishólmi!

Hlátur.

WASSILY KANDINSKY: En það er samt, held ég, þvottavél og... [Hlær]

RITARINN hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það er þvottavél.

Meiri hlátur.

Page 68: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

68

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það er þvottavél inni á baði og svo er bara...

WASSILY KANDINSKY: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Fólk fer á gistiheimilið þar sem móðir, hérna, Hreiðars, Hreiðars Más rekur þarna.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, heyrðu mig!

ERNESTO CARDINAL: Jæja, heyrðu mig! Er það?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hvað heitir það? Brauð og bænir?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Er það?

WASSILY KANDINSKY: Ég fór á opnun... Eða vinkona mín, hún Sigrún, hún fór á opnunina á Vatnasafninu og þar var einmitt téður Hreiðar — mjög hress.

ERNESTO CARDINAL: Auðvitað!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Brauð og bænir.

DÝRIÐ: Af hverju haldið þið það?

WASSILY KANDINSKY: Það var auðvitað áður en allt...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já.

Page 69: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

69

WASSILY KANDINSKY: ...fór svona í vaskinn hjá honum.

DÝRIÐ: Af hverju haldið þið að þetta heiti Brauð og bænir?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Heitir það það?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Af því að hún náttúrulega frelsaðist. Þetta gengur allt út á það, sko.

WASSILY KANDINSKY: Hvað, hún er...?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hún frelsaðist. Hún var...

WASSILY KANDINSKY: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...kærð fyrir, sko, hérna, fjárdrátt.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Og fór hún þá í meðferð við fjárdrætti?

DÝRIÐ: Og frelsaðist hún þá?

Hlátur og skvaldur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég meina, já auðvitað! Ég meina, hvað, þú veist...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...klaustrið í Stykkishólmi...

Page 70: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

70

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hverjir halla sér...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hverjir halla sér að kristinni trú? Ég hef aldrei verið trúuð — hún Þóra.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég hef aldrei gefið neitt fyrir það.

ELÍAS MAR: Þú varst nú biskupsdóttir.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: [Á sama tíma og ELÍAS MAR] Og samt ertu biskupsdóttir.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, nei, já, ég var...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Og hvernig var þá, hérna, hvernig — hvernig... Þú fékkst nú alveg svona...

ELÍAS MAR: Fjölskyldan...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...í æsku — hvernig...

DÝRIÐ hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, þetta var bara intellektúalismi.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

Page 71: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

71

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þetta hafði ekkert með guð að gera. Og bara allt það.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Og svo...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Prestastéttin var ekkert, þú veist...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR talar, en óskýrt.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Mjög lágt] Nei, þetta var bara, þú veist...

WASSILY KANDINSKY talar, en óskýrt.

UNA GÍSLADÓTTIR: Voru það kynni þín af prestum sem...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég held að, bara, sko, á mínu heimili hafi, bara, prestar ekkert verið mjög, þú veist... Það var bara Grímur Thomsen og Benedikt Gröndal og eitthvað. Ég meina, það var ekkert — það var ekkert mikið af prestum. Ég man eftir einum enskum presti sem kom í heimsókn einhvern tímann og ætlaði að ná tali af pabba og, þú veist, ég ætlaði aldrei að losna við hann. Ég var með ástarbréf í — nýbúin að fá ástarbréf í hendurnar — og... Og, þú veist, ég hafði bara... Ég tengdi ekkert við þetta.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Og hef aldrei gert.

ERNESTO CARDINAL: Hittir þú einhvern tímann

Page 72: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

72

William Morris?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei. [Hlær] Ég held ekki.

UNA GÍSLADÓTTIR hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ekki svo ég muni.

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég held — ég held ekki.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég held ekki.

RITARINN hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: En, en, en það eru samt svona heimildir um að ég hafi gert það, en...

UNA GÍSLADÓTTIR: Þú hefur verið mjög nálægt honum.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hmm...?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þú hefur verið mjög nálægt honum.

DÝRIÐ: Varstu svolítið að fá þér að drekka?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég bara rakst aðeins utan í hann.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, rakst utan í hann.

Page 73: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

73

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hefurðu verið mikið fyrir sopann?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já. Og tekið vindil, svona, við tannpínu og svoleiðis.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Og mér finnst bara æðislegt að fá mér í glas og...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Og pabbi fékk sér eitt, fékk, drakk alltaf vín með matnum — á hverju kvöldi. Everyday drinking.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Faðir þinn var þér mjög kær, er það ekki rétt?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Jú, ég meina... Já. Jú.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ertu pabbastelpa?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, hann hélt mér fram, sko. Hann lét... Ég var betri í ensku en hann og hann lét mig tala fyrir sig. Sem var svolítið sérkennilegt, náttúrulega.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já.

Page 74: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

74

HILMA AF KLINT: ...meira af þessu?

DÝRIÐ: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: En það var bara af því að ég var óhrædd og hafði verið í Englandi og...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

DÝRIÐ: ...borða með skeið...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það var bara þannig.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hvað varstu lengi í Englandi?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég var... Sko, fyrst, hérna... Kannski tvö ár, eitthvað og... En náttúrulega alltaf í tengslum við, þú veist, enskumælandi fólk. Og ég var mjög góð í ensku.

DÝRIÐ: Fórstu ekki til Skotlands?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Jú, Skotlands, Edinborgar.

DÝRIÐ: Af hverju? Varstu að kaupa efni í föt eða hvað varstu að gera?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ja, sko, það hafði með, hérna, Guðrúnu Hjaltalín og manninn hennar að gera. Því þau voru þar. Og svo fór ég þaðan til London og hérna... Og...

Page 75: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

75

DÝRIÐ: En var þetta eitthvað svona spring break?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Á innsoginu] Ég veit það ekki.

DÝRIÐ: Eða, þú veist...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég meina, fólk mun örugglega vilja gera eitthvað meira úr þessu. En, ég meina, ég var bara að leita mér að karli, sko.

DÝRIÐ: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: En...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: [Grípur fram í] Sem þú fannst eða?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, sem ég sannarlega fann, en... En svo vilja aðrir gera meira úr því. En þegar ég sé þessar tvær myndir þá verð ég alveg miður mín. Og þetta er ekki alveg rétt og ég alveg...

DÝRIÐ: Í Skotlandi?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég man ekki hvenær ég málaði þær, en þetta er alveg hræðilegt.

UNA GÍSLADÓTTIR: Er þetta... [Lok setningarinnar óskýr]

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Jú, ætli það ekki bara. Ég hef bara aldrei séð þær áður.

Page 76: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

76

ELÍAS MAR: Nú, léstu bara einhvern listaskólastúdent mála þær fyrir þig?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Hlæjandi] Ég veit það ekki.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Fyrigefðu...

ERNESTO CARDINAL: Maður fer stundum í trans þegar maður er að skapa, sko.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Í hvaða merki ertu?

RITARINN hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég er fædd í október, held ég.

DÝRIÐ: Vog.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, vog þá.

DÝRIÐ: [Á innsoginu] Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, vog.

HILMA AF KLINT: Bíddu, ertu hvenær í október?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ha?

HILMA AF KLINT: Það fer nú eftir hvenær.

Page 77: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

77

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Annan október...

Orð í belg og biðu.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, þá ertu vogin, já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Einmitt. Eins og Oscar Wilde og Guðbergur og fleiri.

ERNESTO CARDINAL: Ingibjörg Magnadóttir.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ingibjörg Magnadóttir.

Hlátur.

ELÍAS MAR: Og Kristín Ómarsdóttir.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Kristín Ómarsdóttir.

DÝRIÐ: Gunnhildur Hauksdóttir, myndlistarkona.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já,

ERNESTO CARDINAL: Er hún líka vog?

DÝRIÐ: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ég á hins vegar afmæli á mjög, hérna, sérkennilegum degi — fyrsta apríl.

Hlátur.

Page 78: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

78

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Eins og amma mín.

ERNESTO CARDINAL: Djók!

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, April Fools' Day.

GEORGE SAND: [Með tilgerðarlegum enskum hreim] April Fools' Day.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ertu að meina þetta?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, árið 1930.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bíddu, hvað varstu gömul þegar þú kvaddir þennan heim?

WASSILY KANDINSKY: Ætli það hafi nú ekki svoleiðis merkingu?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Eða ég meina...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ég var, ég var, hérna... Nei, ég er náttúrulega sprelllifandi þannig að...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, bíddu...

Hlátur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hvenær muntu deyja? Ef þú sérð það fyrir þér.

Page 79: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

79

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Við erum að tala svona um, um, um, um...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Hvað heldurðu að þú lifir lengi?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ég hef það á tilfinningunni að það verði svona í kringum 1972, já.

WASSILY KANDINSKY: Sjötíu og tvö?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þá ertu, þá, fjörutíu og...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Eins. En...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Hvað heldurðu að verði þitt banamein?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ég veit það ekki, maður náttúrulega... Það verður eitthvað sem er í fljótandi formi, held ég.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Eitur?

DÝRIÐ: Krabbamein?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það er ekki í fljótandi... Eitur? Eitur?

Page 80: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

80

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, það er bara eitthvað svona...

WASSILY KANDINSKY: Þú lifðir aðeins lengur en það, held ég.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...eða eitthvað svona... [Stutt þögn] ...etanól.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Vín eitthvað? Vínandi?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR talar, en óskýrt.

WASSILY KANDINSKY: ...saft...

GEORGE SAND: En hefur það hrjáð þig, Ásta, að vera fædd á fyrsta apríl?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ég held það, sko. Það er bæði náttúrulega...

GEORGE SAND: Tók enginn þig alvarlega?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...ég eignaðist barn, náttúrulega, þegar ég var í Kennaraskólanum og það... Svo fer barnsfaðir minn, hérna — hann er einmitt frændi, hérna, Haraldar Jónssonar — fer þarna til náms til Jóhannes Geirs og fer til Kaupmannahafnar.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Jóhannes Geir listmálari?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

Page 81: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

81

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ókei.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Og hann...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Ég átti einu sinni...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: [Grípur fram í] Og við það, sko — án þess að ég ætli að fara í einhverja sjálfsvorkunn — þá fékk ég... [Óskýrt um stund] ...að lyfta glasi — þó ég sé bara í berjasaftinu — þá, hérna, þá brotnaði eitthvað inni í mér.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hvað? Hérna...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þegar barnsfaðir minn fór, sko.

WASSILY KANDINSKY: Já.

ELÍAS MAR: Nei, var það ekki þegar hinn Geir fór?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ég, ég, ég, ég... Ég reyndi að skaða mig út af honum, sko.

ELÍAS MAR: Ekki Jóhannes Geir.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ha?

GEORGE SAND: Hvað hét hann?

ELÍAS MAR: Það var hann Geir hérna...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Geir Kristjánsson.

Page 82: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

82

ELÍAS MAR: Geir Kristjánsson sem var...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Það er seinna, sko.

ELÍAS MAR: Sjarmörinn.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Jóhannes Geir og einhverjir fóru út...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Það er seinna.

HILMA AF KLINT: Hver er Geir Kristjánsson?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: En við vitum það ekki...

ELÍAS MAR: Nei.

HILMA AF KLINT: Hver er það?

ELÍAS MAR: Hann var svona stóra ástin í þínu lífi, er það ekki?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ha?

GEORGE SAND: Var hann Geirfuglinn?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ég er — eins og ég segi — ég er fædd þarna 1930 á danskri nýlendu og svo er ég að taka út minn kynþroska, sem sagt, þegar Ísland verður lýðveldi. Þannig að þetta er svona...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...Gísla Jónsson...

Page 83: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

83

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ég kem þarna inn í þetta.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...sem þú átt...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...gelgjuskeið sem varaði allan þennan tíma. Þetta íslenska gelgjuskeið.

DÝRIÐ: [Á innsoginu] Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ábyrgðarleysi og milli heimila.

ELÍAS MAR: En þú varst nú — varstu ekki alin upp í torbæ?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Jú, jú. [Heldur áfram, en óskýrt]

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, það var uppi á...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...að koma út, svona...

ELÍAS MAR: En þú manst að við vorum saman í Kennó?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já, ég man eftir því, já, já.

ELÍAS MAR: Ég, þú og Guðbergur.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já, já, já, já.

ELÍAS MAR: Manstu eftir því þegar þið voruð að fara í heimsókn til einhvers fólks úti í bæ sem var með okkur í

Page 84: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

84

skólanum og þið máttuð ekki — ég mátti ekki — nei, þú máttir ekki koma.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, nei, nei.

ELÍAS MAR: Það vildi enginn svona boðflennu eins og þig.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, nei, kellingarnar voru svo hræddar um kærastana, sko.

ELÍAS MAR: Nei, það var bara... Það bara þótti ekki fínt að hafa svona fólk eins og þig í húsum, þannig að þegar það var svona gat í tímum og svona, og við vorum að skjótast svona eitthvað — ætluðum að fara í einhverja heimsókn — þá var okkur hent út. Af því að fólk vildi ekki...

DÝRIÐ: Af hverju?

WASSILY KANDINSKY: Braggalýður?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, ég er utan af landi.

ELÍAS MAR: Af því að hún drakk illa — það móðgaði fólk.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

ELÍAS MAR: Er það ekki? Var það ekki þannig, Ásta?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Jú, jú, jú, jú, jú. Nei, ég meina, ég læt fólk alveg heyra það sem...

WASSILY KANDINSKY: Móðgaði þig, já, já, já.

Page 85: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

85

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, ég læt fólk bara heyra það ef það er með einhverjar meiningar. Það þýðir ekkert að vera að...

Óskýrt skvaldur um stund.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ég líka... Kvenréttindabaráttan, þú veist, hún liggur í láginni þegar, þú veist, hérna, þegar kosningarétturinn er kominn, sko, þá gerist ekkert, bara, fyrr en í kringum sextíu og átta.

ELÍAS MAR: En svo bjóstu í bragga, náttúrulega...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já, já, já...

ELÍAS MAR: ...og börn sem þú áttir með Þorsteini.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, og ég var svo í Kópavogi.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þetta var rosa flott á tölvuskjánum...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Það er voða erfitt þegar tvö skáld búa saman.

DÝRIÐ: Í Kópavogi?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

DÝRIÐ: Þurftir þú þá að fara á hesti í bæinn? Ég meina, var eitthvað...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, það var ekkert þarna.

Page 86: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

86

WASSILY KANDINSKY: Áttuði heima í Blesugrófinni?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, það er ekki — Blesugrófin er ekki í Kópavogi.

WASSILY KANDINSKY: Já, já, eða það er svona svona...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já... [Heldur áfram, en óskýrt]

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Hlær] Nei, ég vildi bara... Mig langaði ekkert...

WASSILY KANDINSKY: Hvar í Kópavoginum?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, við bjuggum, hérna...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég hugsaði þetta ekki þannig.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...í Vesturbænum.

DÝRIÐ: ...Blesugrófin...

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, nei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég nennti bara ekki að...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Í fallegu...

Óskýrt skvaldur.

Page 87: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

87

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þannig að þetta er svona....

WASSILY KANDINSKY: Í Vesturbænum?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

DÝRIÐ: Við sjóinn?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hann hefði verið fallegur svona gullsleginn.

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, nei, nei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, eða svona, já,

WASSILY KANDINSKY: Það voru einhverjir svona skringilegir fuglar sem áttu heima þarna...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, var svona...

WASSILY KANDINSKY: ...í Blesugrófinni.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já, já, ertu að meina, hérna, Nonni og Hallur og...

WASSILY KANDINSKY: Heiðar?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Heiðar.

WASSILY KANDINSKY: Nei, Já, þeir náttúrulega halda uppi þessu merki ennþá. En hérna...

Page 88: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

88

DÝRIÐ hlær.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Og líka Ívar — Ívar Valgarðsson og...

ELÍAS MAR: Nei, þeir búa ekki í Blesugróf — þeir búa í Elliðaárdalnum.

WASSILY KANDINSKY: Já. En kallast það ekki Blesugróf sem er þarna hinu megin við...

ELÍAS MAR: Jú, það er bara hverfi sem fátækt fólk byggði og hróflaði saman.

WASSILY KANDINSKY: Já, og er í Kópavogi!

ELÍAS MAR: Sem að síðar varð að... Nei.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, það er...

ELÍAS MAR: Það er ekki...

WASSILY KANDINSKY: Í Fossvoginum?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Við vorum ekki alveg viss um það, sko.

ELÍAS MAR: Nei.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei.

DÝRIÐ: Ertu að tala um þarna þar sem bláa sjoppan er, sem var kveikt í?

Page 89: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

89

ELÍAS MAR: Nei, bláa sjoppan, nei, nei, það er rétt hjá... Nei, nei. Nei, nei.

WASSILY KANDINSKY: Ég er ekki alveg að átta mig á því hvar...

HILMA AF KLINT: Á ég að...

WASSILY KANDINSKY: [Hálfhlæjandi] Ég held samt að ég viti það.

Óskýrt skvaldur.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já.

WASSILY KANDINSKY: Ég heyrði, sko, viðtal við konu sem átti heima þarna.

ELÍAS MAR: Blómey?

WASSILY KANDINSKY: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: En veistu hvað ég er að tala um?

UNA GÍSLADÓTTIR: Já...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Veistu hvað ég er að tala um? Flúrið utan um...

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, flúrið...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

Page 90: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

90

ELÍAS MAR: En það var ekki braggahverfi, sko, það var bara svona bráðabirgðahverfi sem síðan varð fast fyrir þá sem að komust...

WASSILY KANDINSKY: Já.

ELÍAS MAR: Og þá var víst slæmt.

WASSILY KANDINSKY: Þannig að þetta er í rauninni svona endirinn á Fossvoginum — byrjunin á Kópavoginum?

ELÍAS MAR: Ja, jú, jú, það má segja það. [Hálf hlæjandi] Ég er að reyna að átta mig á því.

WASSILY KANDINSKY: Hérna eiga Nonni og Heiðar heima, hérna er [...] og hérna er Blesugrófin og hérna er Fossvogurinn og Fossvogsskóli. Og hérna er, þú veist, bara BYKO og Smiðjuvegurinn.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Blesugrófin, hún er í, sko, tilheyrir Reykjavík.

ELÍAS MAR: Hún tilheyrir Reykjavík.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, þannig að...

WASSILY KANDINSKY: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Mjög falleg myndin. Mjög...

Óskýrt skvaldur, einungis stutt brot eru greinanleg.

WASSILY KANDINSKY: Ég veit bara að...

Page 91: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

91

ELÍAS MAR: Hjá?

WASSILY KANDINSKY: Ég vil vita...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Rifflaður, svartur galli...

UNA GÍSLADÓTTIR: Já.

ELÍAS MAR: Það er svo langt síðan ég hef komið í Blesugróf...

WASSILY KANDINSKY: Veit ég meira um Odessa?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

WASSILY KANDINSKY: Það er mjög spennandi borg...

ELÍAS MAR: [...]

WASSILY KANDINSKY: Það er svona sirkúsborg.

HILMA AF KLINT: Við Svartahafið?

WASSILY KANDINSKY: Já.

HILMA AF KLINT: Er mikill sirkús þar?

WASSILY KANDINSKY: Já.

HILMA AF KLINT: Hvernig stendur á því? Varstu í sirkús?

Page 92: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

92

WASSILY KANDINSKY: Nei, ég var bara — það var kona sem ég þekki sem var að lýsa þessu fyrir mér. Og punktur. Ég man ekki... [Óskýrt] ...nógu vel sjálf. En þetta er, þú veist, svona, já, við Svartahafið — þetta er svolítið heitt þarna.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...ég meina, virkar betur...

WASSILY KANDINSKY: Það er bara mjög mikið dýralíf, víst, í borginni. Og fólk er að taka af sér myndir þegar það er að gifta sig og þá eru allskonar dýr — krókódílar og kanínur og eitthvað svona — á myndunum.

DÝRIÐ: Já, er það? Villt?

WASSILY KANDINSKY: Í Odessa.

Óskýrt skvaldur.

WASSILY KANDINSKY: Já, þetta er svona [...] borg.

DÝRIÐ: Er það?

WASSILY KANDINSKY: Já, það er Rússland...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég ætla bara aðeins að klára...

WASSILY KANDINSKY: Var í Keisaradæminu, allavega þegar ég...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Er það ekki?

ERNESTO CARDINAL: Jú, absolút!

Page 93: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

93

DÝRIÐ: Já.

WASSILY KANDINSKY: En það er samt Rússland núna.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hvað — hvað eru margir gyðingar við borðið?

Þögn um stund.

DÝRIÐ: Ég er smá gyðingur.

HILMA AF KLINT: Ég er Svíi.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þú ert ekki með J í passanum þínum?

HILMA AF KLINT: Nei.

DÝRIÐ: Er einhver hérna gyðingur?

WASSILY KANDINSKY: Nei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...þetta var bara einhver prent...

GEORGE SAND: Nei, ég held ekki. Ekki það að ég sé neitt trúuð.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Mér líður stundum eins og gyðingi á Íslandi.

WASSILY KANDINSKY: Já.

GEORGE SAND: Já.

Page 94: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

94

WASSILY KANDINSKY: ...segja það.

GEORGE SAND: Og þú ert líka með stórt nef.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

ERNESTO CARDINAL: En upplifir þú það alveg, svona, sterkt að þú sért bara...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ja, ég kem náttúrulega með — ég kem með mjög rík tengsl við þjóðararfinn og, svona, forsögurnar og svona. Og við getum svosem sagt að Íslendingar séu gyðingar norðursins, sko.

ERNESTO CARDINAL: Já! [Hlær stuttlega]

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: En ég — já, ég er svona — ég er bara hérna í þessari borgarastétt.

DÝRIÐ: Já, þú, náttúrulega, Ásta.

ERNESTO CARDINAL: Ég hélt að þú værir að tala um vin þinn, Harald.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, nei, nei, nei, nei.

ERNESTO CARDINAL: En mér finnst það samt líka... Af því að mér finnst hann... [Setningin klárast sem óskýrt muldur]

DÝRIÐ: Hver?

ERNESTO CARDINAL: Hann er listamaður.

Page 95: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

95

WASSILY KANDINSKY: Nei, Haraldi líður ekki eins og gyðingi.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, nei. Eða, svona, ungverskum gyðingi kannski.

WASSILY KANDINSKY: Hvað segirðu?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ungverskum gyðingi.

Stuttur hlátur.

DÝRIÐ: Kannski ungverskur?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

WASSILY KANDINSKY: Hvernig er... Er einhver stigsmunur á því eða?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Það er smá stigsmunur.

WASSILY KANDINSKY: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: En, hérna, Hilma, hérna... Hvernig er... Hvernig var, hérna, samband ykkar, hérna, Rudolf Steiner háttað? Viltu kannski opna þig aðeins um það?

HILMA AF KLINT: Sambandið við Rudolf?

HILMA AF KLINT og WASSILY KANDINSKY hlæja stuttlega.

HILMA AF KLINT: Þegar Rudolf kom til Stokkhólms?

Page 96: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

96

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, og þú fórst... Þú fórst síðan til hans þarna seinna.

HILMA AF KLINT: Já, mig vantaði alltaf kennara.

ERNESTO CARDINAL: Ha? Voru þið alltaf að kela?

RITARINN hlær.

HILMA AF KLINT: Mig vantaði alltaf kennara.

Öll hlæja.

HILMA AF KLINT: Ég var náttúrulega bálskotin í Rudolf, en hann var ekki þesslegur...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei.

HILMA AF KLINT: ...að stunda svona skot.

UNA GÍSLADÓTTIR hlær.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: En mér finnst nú samt gott af þér að hafa ekki eyðilagt málverkin þín sem ég veit að þú gerðir.

HILMA AF KLINT: Guð...

DÝRIÐ: Hvað var hún að spá?

HILMA AF KLINT: Hvað var hún að spá?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hvað var hún að spá? Þú skrif... hættir bara að mála — skrifaðir þau bara niður í lýsingarorðum.

Page 97: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

97

DÝRIÐ: Já. Af hverju var hún að því? Var hann ekki líka spritúal?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ja, af því að hann var svona... Þetta er bara svona sértrú og þeir, bara, það er bara ein leið. Eins og í dag — eins og árið 2013.

HILMA AF KLINT: Ég man reyndar ekki eftir þessu svona.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ja, nei, nei. Þetta er... Fyrirgefðu.

HILMA AF KLINT: Já, þú getur...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

HILMA AF KLINT: En er þetta alveg alveg...?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já, já, ég heyrði þetta...

HILMA AF KLINT: ...alveg staðfest frá mér?

DÝRIÐ: ...staðfest...

RITARINN hlær.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þetta er í dagbókum — dagbókum þínum.

WASSILY KANDINSKY: Þau eru saman á sýningu núna í Berlín.

HILMA AF KLINT: Já.

Page 98: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

98

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

WASSILY KANDINSKY: Þú og Rudolf. Og líka, hérna... [Stutt þögn]

HILMA AF KLINT: Emma Kultz.

WASSILY KANDINSKY: Já, já. Og náttúrulega hann er aðal... Hann fer yfir, sko, Rudolf Steinar, náttúrulega, hann, hérna...

HILMA AF KLINT: Ertu að tala um sálfræðinginn?

WASSILY KANDINSKY: Já.

HILMA AF KLINT: Hann Karl...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Gustav?

WASSILY KANDINSKY: Ekki Karl Heinz Rubente.

ERNESTO CARDINAL: ...Jung?

HILMA AF KLINT: Jung, já. Djöng. Jung.

WASSILY KANDINSKY: Jung.

HILMA AF KLINT: Ég held að Jung hefði getað skilið mig.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Mmm...

ERNESTO CARDINAL: Mjög líklega. Það held ég líka.

Page 99: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

99

HILMA AF KLINT: Bara bölvað ólán að hitta ekki Jung.

ERNESTO CARDINAL: Já.

WASSILY KANDINSKY: Hann hefði örugglega... Þið hefðuð örugglega átt í ástarsambandi.

ERNESTO CARDINAL: Ja, eða allavega einhverri djúpvináttu...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Einhver snerting svona.

HILMA AF KLINT: Ég átti bara rosalega erfitt með svona karla.

WASSILY KANDINSKY: Já, já. Þú ert náttúrulega sænsk.

RITARINN hlær hátt.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hefurðu verið kennd við...

Læti og hlátur.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þú hefur verið kennd við einhvern mann eða?

HILMA AF KLINT: Já, það var einhver — einhver sem ég hreifst af. Það var svo skelfilegt — af hverju er ég búin að gleyma því?

WASSILY KANDINSKY: Já, vertu ekkert að tala um það.

Page 100: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

100

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Við erum mjög ólíkar hvað þetta varðar.

HILMA AF KLINT: Já, Ásta...

Hlátur.

HILMA AF KLINT: Ég var náttúrulega nunna... [Hlær] ...miðað við þig.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já. Áherslurnar eru bara misjafnar.

ERNESTO CARDINAL: Já, við höfum kynfrelsið og...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Og líkaminn er ekki helvíti.

ERNESTO CARDINAL: Nei.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ha?

ERNESTO CARDINAL: Nei, það er alveg satt.

HILMA AF KLINT: Ég fór bara að beita mér, sko, í myndlistinni. [Óskýrt] ...að eiga börn og karla sem vilja eiga með manni... Ég gat ekki staðið í því. Vinkonur mínar voru, sko...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

HILMA AF KLINT: En svo hittumst við Rudolf aftur.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já.

Page 101: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

101

HILMA AF KLINT: Ég heimsótti hann í...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Einmitt. Nítjánhundruð tuttugu og eitthvað, er það ekki?

HILMA AF KLINT: Jú, alveg löngu síðar.

Hnífapör og diskar skellast saman.

HILMA AF KLINT: Og það hafði töluverð áhrif á mig líka.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þú bjóst líka hjá honum þá...

HILMA AF KLINT: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: En fóruð þið eitthvað — fóruð þið alla leið?

RITARINN hlær.

ERNESTO CARDINAL: Mér finnst þetta of gróf spurning.

HILMA AF KLINT: [Áður en ERNESTO CARDINAL nær að klára] Auðvitað fórum við alla leið! Auðvitað fórum við alla leið!

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já.

HILMA AF KLINT: Ég hef alltaf farið alla leið.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Alla leið hvað?

Page 102: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

102

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, ég veit ekki hversu...

WASSILY KANDINSKY: [Grípur fram í] Hvað meinarðu, Ásta? Alla leið...

RITARINN hlær.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, það er bara...

WASSILY KANDINSKY: Ertu að meina með, hérna...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, ég meina bara eins og ég spurði. Ég meina, fólk bara túlkar náttúrulega... Veltir því bara...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Ef eitthvað neyðarlegt kemur upp þá getur alltaf einhver sagt: [Með mildri, tilgerðarlegri rödd] „Fallegur hundur!”

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

Öll hlæja.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: En ég, ég, ég get haldið ræðu um þennan hund ef að — ef að — ef að þess verður óskað.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, það væri fínt. Kannski núna af því að það er orðið dálítið vandræðalegt...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, fallegur hundur...

WASSILY KANDINSKY: En Ásta...

Page 103: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

103

GEORGE SAND: Nei, mér finnst þetta fyrst núna byrja að verða athyglisvert.

ERNESTO CARDINAL: Já, já.

ELÍAS MAR: Það er George Sand að...

Óskýrt skvaldur um stund.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, tölum aðeins — við skulum ekki fara að tala um hundinn.

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, ég held ekki.

Hlátur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: En ef þið þurfið að leiða hugann að því sem, hérna, liggur í loftinu þá skal ég tala um hundinn. Bara þannig að þið, þú veist, sé bara...

UNA GÍSLADÓTTIR: En það er gott — það er gott — það er gott að hafa hund.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Þó hann sé í mynd.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: En George Sand, hvað, hérna...

GEORGE SAND: En hvað, já...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þú hefur nú, hérna, átt þá nokkra, er það ekki?

Page 104: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

104

GEORGE SAND: Ég get ekki einu sinni borið nöfnin á þeim fram.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, þeir eru svo...

GEORGE SAND: Þeir eru svo margir.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Á innsoginu] Guð minn almáttugur!

ERNESTO CARDINAL: Það er algjör óþarfi.

GEORGE SAND: Já...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Ekki nógu sannfærð] Já. Segir prestur.

GEORGE SAND: Ég held að ég sé, svona, ánægðust með, sko, Gustav Flaubert.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

GEORGE SAND: Og Madame Bovary var, sko, spunnin upp eftir mér.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, einmitt.

GEORGE SAND: Já, það er svona mitt helsta... [Stutt þögn] ...skáldafrek. Ekki það að ég náttúrulega bara, þú veist, kom hvergi nálægt þessu, en hérna... Það sem var, svona, skrifað um mig — tel ég vera nú, svona á eldri árum.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, í dag.

Page 105: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

105

GEORGE SAND: Já, í dag.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

WASSILY KANDINSKY: Það er náttúrulega svolítið hardcore, sko.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: En Elías, þú — já, einmitt, hérna...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Ákveðin] Já, Elías, ætlar þú bara að þegja?

RITARINN hlær.

ELÍAS MAR: Heyrðu, heyrðu, heyrðu! Er ég ekki búinn að vera að stjórna hérna...

RITARINN hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Manipúlera undir...

Hlátur.

ELÍAS MAR: Reyna að fá fram ýmislegt athyglisvert.

WASSILY KANDINSKY: Það eru skipulagsmálin.

ELÍAS MAR: Þetta er nú frekar..

UNA GÍSLADÓTTIR: [Grípur fram í] Enda skáld, enda skáld.

Page 106: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

106

ELÍAS MAR: Ég meina, Una er alveg á [...] svona fúlskeggjuð og...

Öll hlæja.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...enda mjög hæversk — bara miðbæjarrotta og...

Öll hlæja.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Einmitt.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...sem hefur svosem ekki farið út fyrir landssteinana heldur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Veistu hver býr í húsinu þínu núna?

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Syngjandi] Hann heitir Gestur.

UNA GÍSLADÓTTIR: Gestur Ólafsson.

GEORGE SAND: Og hundurinn Matthildur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Enn syngjandi] Hann heitir Gestur... [Hættir að syngja] Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, hundurinn Matthildur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hundurinn Matthildur?

Page 107: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

107

DÝRIÐ: Bara þau tvö?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hundur?

RITARINN hlær.

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei. [...] Og dóttir þeirra.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þekkir þú hann persónulega eða?

UNA GÍSLADÓTTIR: Jú, jú.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Og hvað segir hann við þig þegar hann hittir þig? [Stutt þögn, breytir svo röddinni örlítið] „Lífið er yndislegt.”

RITARINN hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Er það ekki?

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, hann hefur ekki gert það.

ELÍAS MAR: Hver er þessi Gestur?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, þetta er, hérna...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Á hvaða tíma er þetta?

WASSILY KANDINSKY: Hvað?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, við erum að tala um, svona... [Stutt þögn] ...tíunda áratuginn.

Page 108: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

108

Lífið er yndislegt.

WASSILY KANDINSKY: Hvar er húsið?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bara Unuhús.

UNA GÍSLADÓTTIR: Unuhús.

WASSILY KANDINSKY: Já, já, já, já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Garðastræti 4.

WASSILY KANDINSKY: Að sjálfsögðu. Já, já, já.

HILMA AF KLINT: En þú byggðir húsið?

ERNESTO CARDINAL: Já.

HILMA AF KLINT: Var það ekki? [Stutt þögn] Nei.

UNA GÍSLADÓTTIR: Maðurinn minn gerði það.

RITARINN hlær.

ERNESTO CARDINAL: En hvar er — hvar er Erlendur núna?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hann er hjá tollinum.

ERNESTO CARDINAL: Hann er hjá tollinum ennþá?

RITARINN hlær.

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, Erlendur er í, er í, er í — er að bera út póstinn.

Page 109: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

109

ERNESTO CARDINAL: Já, jú, jú, jú. Hann er að bera út.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Vann hann ekki eitthvað hjá tollstjóranum líka?

UNA GÍSLADÓTTIR: Jú, svona, svona af og til, held ég, já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Svona undir það síðasta.

ELÍAS MAR: Hann þurfti náttúrulega peninga til að lána öllum þessum blönku listamönnum.

UNA GÍSLADÓTTIR: Jú, jú.

WASSILY KANDINSKY: Smitast þú ekkert af þessum sjúkdómum sem eru þarna í húsinu?

UNA GÍSLADÓTTIR: Það geri ég nú ekki.

WASSILY KANDINSKY: Nei.

UNA GÍSLADÓTTIR: Maður er líka orðin gömul.

WASSILY KANDINSKY: [Á innsoginu] Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Sko...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þú ert með mjög sterkt ónæmiskerfi.

Page 110: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

110

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, og taugaveikin náttúrulega herjar á, kannski, þá sem eru veikburða og...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Og eins líka spænska veikin — hún hafði ekki áhrif á mig heldur.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, nei.

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ertu — ertu fædd í Reykjavík eða? Eða svona... Maður veit ekkert...

Öll hlæja hátt og lengi. ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR reynir að halda áfram en kemst til að byrja með ekki að vegna hlátursins.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...það voru hrákadallar og, hérna, opin skolpræsi í Reykjavík þannig að ónæmiskerfið hefur styrkst mikið.

UNA GÍSLADÓTTIR: Það voru líka hrákadallar í mínu eigin húsi!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Enda ýmsir — ýmis drykkjuskapur sem fór þar fram og...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já.

Page 111: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

111

ELÍAS MAR: En segðu mér í hreinskilni, Una, fór þetta ekki í taugarnar á þér — þetta listamannapakk sem var að hanga þarna?

UNA GÍSLADÓTTIR: Þú var nú ekki svo mikið endilega þegar ég var upp á mitt besta, nei.

ELÍAS MAR: Nei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: En var það bögg eða?

UNA GÍSLADÓTTIR: Það fylgdi þessu svolítið...

ELÍAS MAR: Erlendur sonur þinn í vafasömum félagsskap...

UNA GÍSLADÓTTIR: Það fylgdi honum meira...

ELÍAS MAR: ...þessi hommi sem hann var og...

UNA GÍSLADÓTTIR: Það fylgdi honum meira seinna.

ELÍAS MAR: Ha?

UNA GÍSLADÓTTIR: Það fylgdi honum meira seinna, eftir að ég fór.

ELÍAS MAR: Þú hlýtur að hafa haft áhyggjur?

ERNESTO CARDINAL: [Grípur fram í] En varst þú eitthvað fyrir listir? Svona skáldskap og...

UNA GÍSLADÓTTIR: Ja, náttúrulega Grímur minn bjó í götunni fyrir neðan í einhvern tíma.

Page 112: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

112

ERNESTO CARDINAL: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Hélt þar sína sýningu...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Bíddu, Grímur — Grímur hérna...

UNA GÍSLADÓTTIR: Hann Ásgrímur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já. Hann bjó þarna í Vinaminni og var með vinnustofu þar.

UNA GÍSLADÓTTIR: Heldur betur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Grímur...

WASSILY KANDINSKY: Hann var nú heldur betur [...] — ég myndi nú ekki vera að hafa neinar áhyggjur af þessu.

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, ég myndi nú ekki fúlsa við því. Og svo náttúrulega bjuggu margir hjá mér sem voru auðvitað mikil listamannsefni.

WASSILY KANDINSKY: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Og rithöfundar.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Mestmegnis rithöfundar og skáld.

Page 113: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

113

GEORGE SAND: Það var kannski svona uppáhalds?

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, nei, ég þekkti Grím vel.

ERNESTO CARDINAL: Var Þórbergur ekki uppáhalds?

UNA GÍSLADÓTTIR: Hann var í — hann var nágranni minn í Grjótaþorpinu.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Það er dálítið gaman að því, hérna, einmitt, að fyrrverandi safnstjóri þessa safns hérna — Listasafns Íslands — hann var einmitt... Var síðan með skrifstofuna sína hérna á heimili þínu. Nei, hans Ásgríms, hérna uppi — hérna uppi á Bergstaðastræti.

UNA GÍSLADÓTTIR: Jú, jú.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Manstu ekki þetta allt saman?

UNA GÍSLADÓTTIR: Jú, jú. En það sem mér þykir eiginlega svolítið skrýtið — af því að ég er náttúrulega bara hér ein...

ERNESTO CARDINAL: Já.

HILMA AF KLINT: Erum við ekki...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...og svolítið út úr kú...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Við erum öll ein.

Page 114: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

114

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, ég veit það. En ég þekki nú fæst ykkar af [...] af því að ég er nú aðeins eldri. Nema hún Þóra mín.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Við vorum...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Af hverju hittust þið aldrei? Ég man aldrei eftir að hafa hitt þig.

RITARINN hlær.

UNA GÍSLADÓTTIR: Við hittumst oft, en við...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég...

RITARINN hlær áfram.

UNA GÍSLADÓTTIR: Við vorum bara á sitthvorum endanum í bæjarlífinu.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Að ég hafi verið hluti af einhverju öðru en þú eða?

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég held það nú. Ég var, svona, meira í skækjunum og...

Hlátur.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...hýsti þær og...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

Page 115: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

115

ERNESTO CARDINAL: En var Þórbergur ekki agalega skemmtilegur?

UNA GÍSLADÓTTIR: Hann var mjög skemmtilegur.

ERNESTO CARDINAL: Var hann ekki skemmtilegur?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Um ERNESTO CARDINAL] Heyrðu, bíddu, presturinn hefur tekið niður kollu sína.

ERNESTO CARDINAL: Nei, ég er bara aðeins að sýna ykkur yngri hlið á mér áður en ég...

RITARINN skellir upp úr.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Heyrðu, bíddu, ég hugsaði með mér: Er hann með hárkollu? Ég ætlaði að koma með hárkollu, en svo þorði ég því ekki.

ERNESTO CARDINAL: [Grípur fram í] Er hann með hárkollu? Hárkollu? Nei. Um hvað ertu að tala? Ertu að tala um hárkollu? Nei, bíddu...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: [Grípur fram í] Hún er bara á tímaflakki.

ERNESTO CARDINAL: Ég er bara

Öll hlæja.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Heyrðu, hvað — hvaða?

Page 116: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

116

RITARINN hlær.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ha?

ERNESTO CARDINAL: Við vorum að tala um Þórberg.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Hálf pirruð] Þórberg.

RITARINN hlær.

ERNESTO CARDINAL: Uppáhalds skáldið mitt á Íslandi — íslenska skáldið.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Er hann þýddur yfir á spænsku eða?

UNA GÍSLADÓTTIR: Málið var nú eiginlega...

ERNESTO CARDINAL: Já, já, já, já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Það var nú eiginlega Stefán frá Hvítadal sem var minn uppáhalds.

ELÍAS MAR: Já.

Hlátur og skvaldur. Um stund blandast tvær, aðskildar samræður hver annarri.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, nei.

ERNESTO CARDINAL: Hann var átrúnaðargoð Þórbergs.

Page 117: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

117

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, og ég held líka, sko, að til dæmis hann Erlendur minn var eiginlega fyrsti maðurinn sem viðurkenndi hans skáldskap.

ERNESTO CARDINAL: Sem?

UNA GÍSLADÓTTIR: Viðurkenndi hans skáldskap.

ERNESTO CARDINAL: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég er dekkri — ég litaði hárið á mér um daginn.

DÝRIÐ: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Enda sagði Stefán mér það oft: „Hann var sá sem ég treysti mest fyrir því. Hann var sá fyrsti sem leit á minn skáldskap...”

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, ég geri það bara sjálf.

UNA GÍSLADÓTTIR: „...og veitti mér þá tiltrú að ég væri skáld.”

ERNESTO CARDINAL: Já.

HILMA AF KLINT: Allir að gera það.

WASSILY KANDINSKY: Já, ég geri það.

DÝRIÐ: Já, ég geri alltaf...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, og ég geri bara svona og tjú, tjú, tjú.

Page 118: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

118

Skvaldur og hlátur í stutta stund.

WASSILY KANDINSKY: Varst þú líka skáld?

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, ég var ekki skáld.

RITARINN hlær.

WASSILY KANDINSKY: En hvað er að frétta af honum Finni? Það var einn Íslendingur sem kom við þarna aðeins í München þarna, svona...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Finnur Jónsson?

WASSILY KANDINSKY: Já, bara aðeins, svona...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já, hann var...

WASSILY KANDINSKY: ...okkar, hérna...

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég skildi það, ég meina, á mínum bæ...

WASSILY KANDINSKY: Svo fór hann víst heim og hætti bara.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, nei, hann fór bara að mála landslagsmyndir.

WASSILY KANDINSKY: Er það?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Það hafði lítið með það að gera.

Page 119: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

119

WASSILY KANDINSKY: Hafði það lítið með það að gera?

UNA GÍSLADÓTTIR: Já...

HILMA AF KLINT: Hvað kom fyrir hann?

UNA GÍSLADÓTTIR: Það sem að... Það sem Una fylgdist með — það er að segja ég — fylgdist með því sem mér þótti vænst af öllu, var að fá að sjá nýgræðinginn blómstra.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nýgræðing?

UNA GÍSLADÓTTIR: Nýgræðinginn blómstra. Sjá nýjar stefnur kvikna og verða að einhverju.

GEORGE SAND: ...svartan, þykkan makka...

UNA GÍSLADÓTTIR: En hún Þóra mín hér — hún var í þessu gamla.

ERNESTO CARDINAL: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Enda líka vel hýst.

GEORGE SAND: Nei, ég [...] svona.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

DÝRIÐ: Já.

GEORGE SAND: Og síðan hætti ekkert að vaxa.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Einmitt, hérna...

Page 120: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

120

UNA GÍSLADÓTTIR: Alla tíð síðan.

WASSILY KANDINSKY: Samt, hvernig var þetta? Hvernig var það að tala við Finn þegar hann kom aftur frá Evrópu eftir sína dvöl — með sínar myndir?

UNA GÍSLADÓTTIR: Það var náttúrulega alveg unaðslegt.

WASSILY KANDINSKY: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Hann hafði myndað sér stefnu sem við Erlendur töluðum oft um og var að grassera þarna úti.

WASSILY KANDINSKY: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Og við biðum spennt eftir því að sjá — sjá þær raunverulega blómgast hér. Því við vorum svo vön því að sjá í rauninni ekki neitt í þessu landi.

GEORGE SAND: Hvað er hún orðin gömul?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hún er sjö ára.

UNA GÍSLADÓTTIR: Að vísu hafði Grímur auðvitað sannfært okkur um að það væru nýjar stefnur úti í heimi.

WASSILY KANDINSKY: Já, hann var náttúrulega alveg, svolítið [...] á þessu.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, því að Þórarinn karlinn...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þórarinn B?

Page 121: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

121

ERNESTO CARDINAL: Þórarinn Böðvars?

UNA GÍSLADÓTTIR: Þórarinn B.

DÝRIÐ: Þorláksson.

UNA GÍSLADÓTTIR: Hann var svo fastur í þessu gamla.

DÝRIÐ: [Við ÞÓRU PÉTURSDÓTTUR THORODDSEN] Þú kenndir honum.

UNA GÍSLADÓTTIR: Þessu danska...

DÝRIÐ: Þú kenndir honum, Þóra.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Ósannfærð] Ja, bíddu, eru til heimildir fyrir því?

RITARINN hlær.

DÝRIÐ: Já, það er til mynd af því.

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég held það.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, er til mynd af því?

DÝRIÐ: Það sést...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Ákveðin] Ég lýsi eftir þeirri mynd!

UNA GÍSLADÓTTIR: Hún er nú...

Page 122: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

122

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hér með!

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég held að hún sé nú bara til...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hér með!

UNA GÍSLADÓTTIR: ...á Listasafni Íslands. Frá nítjánhundruð...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Bíddu! Bíddu, halló, nú skulum við... [Stutt þögn] Réttur er settur.

ERNESTO CARDINAL: Maður þarf ekki annað en að horfa á myndirnar.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, halló! Bíddu, horfa á hvaða myndir?

UNA GÍSLADÓTTIR: Hér nýlega var send Listasafni Íslands, mynd eftir Þórarinn B. Þorláksson...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...frá 1890...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...málað — máluð í skóla Þóru Pétursdóttur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, bíddu...

UNA GÍSLADÓTTIR: Þínum skóla.

Page 123: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

123

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Who says so?

Hlátur.

UNA GÍSLADÓTTIR: I say so!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Enginn! Enginn segir það.

RITARINN hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Enginn hefur neinar heimildir fyrir því.

DÝRIÐ: Heldurðu að hún sé fölsk eða?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Á sama tíma og DÝRIÐ] Geturðu slökkt á myndavélinni aðeins?

Hlátur.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Það er enginn ritskoðun. Það er enginn — ekkert, sko... Hér er allt uppi á borðum.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það er ekki í boði?

ERNESTO CARDINAL: Hún er að...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Nei, málið er... Málið er...

GEORGE SAND: ...endursemja söguna...

Page 124: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

124

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, málið er að Þórarinn...

WASSILY KANDINSKY reynir að komast að, en án árangurs.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...fer til Kaupmannahafnar...

RITARINN hlær.

HILMA AF KLINT: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þórarinn fer til Kaupmannahafnar...

UNA GÍSLADÓTTIR: Hvaða ár?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ja, ég man ekki hvenær það var.

UNA GÍSLADÓTTIR: Það hefur verið...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Man ekki...

Hlátur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, bíddu, bíddu. Gefðu mér smá sjens — gefðu mér smá sjens. Í það minnsta löngu áður en Þóra byrjar að kenna myndlist. Og þar... [Einhver maldar í móinn með líkamstjáningu] Jú, jú, hann gerir það.

UNA GÍSLADÓTTIR: Jú, hann gerir það.

Page 125: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

125

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Jú, hann gerir það.

UNA GÍSLADÓTTIR: Í bók...

Stutt þögn.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, en þá verður hann kannski fyrir einhverri inspírasjón...

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, nei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...og byrjar að mála.

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, nei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það er engin heimild fyrir því að Þóra hafi kennt Þórarni. Ég er búin að fara í gegnum allar heimildir...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: [Grípur fram í] Sigrún! Sigrún!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Frá..

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: [Grípur fram í] Sigrún! Sigrún!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Er slökkt á þessu?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, bíddu.

Page 126: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

126

ERNESTO CARDINAL: Hver er búin að fara í gegnum heimildir?

ELÍAS MAR: Sigrún.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Sigrún.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Ringluð] Ja, nei...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þóra.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Æ, kommon...

WASSILY KANDINSKY: Það er kona sem heitir Sigrún sem hefur skrifað bók um Þóru.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, ég...

WASSILY KANDINSKY: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, nei, já, ég er að vitna...

DÝRIÐ: Sagnfræðingurinn.

HILMA AF KLINT: Sagnfræðingur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...í konu sem veit pínulítið um mig.

WASSILY KANDINSKY: Já.

RITARINN hlær.

Page 127: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

127

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Ringluð] Ja, ég... Bíddu, hvernig, þú veist...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

Hlátur og skvaldur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hvernig á ég að tala hérna, skilurðu? Þetta er mjög mikilvægt, skilurðu? Þetta er mjög mikilvægt.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: [Ákveðin] Þú veist hvort þú kenndir honum eða ekki.

WASSILY KANDINSKY: Já, hún er að segja að hún hafi ekki gert það.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, bíddu, nú get ég alveg eins bara farið og hengt mig, skilurðu?

ERNESTO CARDINAL: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Af því að ég veit hvort ég heng — þú veist, ég meina — nei, ég veit það ekki.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, veistu...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Vegna þess að mér er ekki skapað að vita það.

DÝRIÐ: Nei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Og mér er ekki ætlað það hlutverk að vita það hér í kvöld.

Page 128: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

128

DÝRIÐ: Nei.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Svona hvort — hvort...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] En ég veit hinsvegar sjálf — verandi sú sem ég er í raun og veru — að það eru engar heimildir...

WASSILY KANDINSKY: Þóra.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...fyrir þessari kennslu.

Þögn um stund.

UNA GÍSLADÓTTIR: Nema...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Það vísar hver á annan.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, já, það getur vel verið.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já. Það getur vel verið? Bíddu...

UNA GÍSLADÓTTIR: [Grípur fram í] Í bók, hérna, seinni tíma bók sem var skrifuð af dóttur Þórarins B...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, já, það...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...og...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég...

Page 129: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

129

UNA GÍSLADÓTTIR reynir árangurslaust að komast að.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, ég... Ég held að þetta sé komið frá henni. En það vísar enginn í raunverulegar heimildir. Það vísa allir í þessa heimild dóttur hans. Og hvað var þetta — einn tími, tveir tímar — hvað var þetta?

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, málið var að hér í Reykjavík, hér áður...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hann fór fyrst til Kaupmannahafnar og þar varð hann fyrir inspírasjón.

UNA GÍSLADÓTTIR: Nú verð ég að segja svolítið.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

ERNESTO CARDINAL: Skiptir það einhverju máli?

UNA GÍSLADÓTTIR: Þóra mín, nú verð ég að segja svolítið.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: „Þóra mín.” Nú er bara byrja: „Þóra mín, sestu hérna og...”

UNA GÍSLADÓTTIR: Fyrirgefðu.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...hérna, já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Þórarinn fór síðar...

Page 130: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

130

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Ákveðin] Já, já, já.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...mjög lengi...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, en hann fór áður, fyrst til Kaupmannahafnar. Þar varð hann...

UNA GÍSLADÓTTIR: [Grípur fram í] Þar nam hann önnur fræði.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, en þar varð hann fyrir einhverri inspírasjón. Þar varð hann ekki — þar varð hann listmálari.

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, ekki...

DÝRIÐ: ...stutt síðan...

UNA GÍSLADÓTTIR: Hann kom til Íslands, vann hér í bókbandi.

ERNESTO CARDINAL: Í bókbandi?

UNA GÍSLADÓTTIR: Bókbandi í Ingólfsstrætinu.

ERNESTO CARDINAL spyr að einhverju, en óskýrt.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég er ekki tilbúin...

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei.

Page 131: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

131

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: En ég meina, en ég meina, hver er þessi — hver er þessi heimild? Það er engin heimild. Það er engin heimild!

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég fer í gegnum... Það sem ég er að segja við þig eru heimildir sem ég hef af fyrstu hendi. Bara í gegnum dagbækur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bíddu...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...og fimm...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það er enginn...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...fer Þórarinn út til þess að nema, þá fyrst kallar hann sig málara.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, en það er engin — engin heimild fyrir því að Þóra hafi verið...

WASSILY KANDINSKY: En getið þið útskýrt af hverju — af hverju þetta er eitthvað issjú?

DÝRIÐ: ...það er voðalega svona...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Af því — já, ég skal alveg útskýra það fyrir þér — hvort sem þetta er eða ekki, af því að ég held að þetta sé mjög veikur heimilda...

HILMA AF KLINT: ...tala við Kandinsky...

Page 132: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

132

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, af því — af því að... Já, ég er að tala við Kandinsky, sko.

WASSILY KANDINSKY: Sem er kennari.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, og, hérna... Og það sem er mjög merkilegt, hvort... Auðvitað kannski hefur hún kennt honum, skilurðu? En það er... Þetta gengur svolítið í gegnum...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei.

UNA GÍSLADÓTTIR: Þóra mín.

RITARINN hlær.

UNA GÍSLADÓTTIR: Annað hvort kenndirðu honum eða kenndirðu honum ekki.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, það er ekki — einmitt ekki þannig. Kenndi hún honum? Var hún áhrifavaldur í hans lífi?

UNA GÍSLADÓTTIR: Þóra mín.

UNA GÍSLADÓTTIR reynir að komast að en ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN hækkar róminn.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það eru engar heimildir. Halló! Það eru engar heimildir fyrir því...

RITARINN hlær.

Page 133: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

133

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það eru engar heimildir fyrir því...

UNA GÍSLADÓTTIR: Það er alveg vitað mál...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Una mín!

RITARINN hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það eru engar heimildir fyrir því.

UNA GÍSLADÓTTIR: Hann var í teikniskóla í Reykjavík. Hann var í teikniskóla í Reykjavík, 1890. Og þú kenndir teikningu meðal annars í Reykjavík.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, bíddu, Una, af hverju... Bíddu, Una, af hverju...

UNA GÍSLADÓTTIR reynir árangurslaust að komast að.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, en af hverju var aldrei minnst á hann? Af hverju minntist hún aldrei á hann? Ég meina, þetta er bara eitthvað svona... Þau hafa kannski hist einu sinni.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Í rökkurmistri...

WASSILY KANDINSKY: En þetta var svo lítill bær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já. Já, nei, hist kannski einu sinni á myndlistarnámskeiði ef hún hefur...

Page 134: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

134

ELÍAS MAR: Það er bara gaman ef hún hefur orðið áhrifavaldur í lífi...

Undir heyrist í ÁSTU SIGURÐARDÓTTIR, en óskýrt.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: En... Nú skal ég segja ykkur svolitla sögu, sko. Það má ekki halda fram konum nema tengja þær við stóra karlmenn.

GEORGE SAND: Má ekki halda fram?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei.

UNA GÍSLADÓTTIR: Ja, það hef ég...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bíddu, bíddu...

UNA GÍSLADÓTTIR: Það get ég alveg sagt að sé alveg rétt hjá þér.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já. Og þess vegna segja menn: „Þóra kunni ekki að teikna.” Veistu það, ég bara, sko... Ég ætla að skýra þetta út á eftir. Og þá segja menn: [Setur upp karlmannlegri rödd] „Hún kenndi frumkvöðl...” Þú veist, skilurðu? Þetta er allt svona, skilurðu? Ég meina þið sjáið þetta bara í...

ELÍAS MAR: En konur voru svolítið í því hlutverki að þær voru alltaf að þjóna undir karla. Og ef hún....

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þetta er merkilegt, sko.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég er að tala um...

Page 135: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

135

ELÍAS MAR segir eitthvað, en óskýrt. Enn heyrist í ÁSTU SIGURÐARDÓTTUR undir.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þóra, Þóra...

ELÍAS MAR: Af hverju leyfir þú henni ekki að eiga það?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ja...

ELÍAS MAR: Af hverju leyfir þú þér ekki að eiga það?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég vil leyfa... Ég vil leyfa henni að eiga það sem hún á — sannarlega á.

ELÍAS MAR: En þú veist ekki neitt um...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Æst, hækkar róminn] Jú! Ég veit nákvæmlega hvað hún á. Ég veit ekki um hvað hún á hugsanlega. Og ég ætla ekkert að, þú veist...

WASSILY KANDINSKY: Já.

ELÍAS MAR: En ertu ekki að útiloka...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...jump to a conclusion um eitthvað sem hún á hugsanlega. Ég sagði: Hér eru þrjátíu þúsund síður af bréfum sem lýsa ótrúlegri sýn og ótrúlegri, bara, svona einhverjum...

Skyndilega er barið tvisvar sinnum í borðið.

HILMA AF KLINT: Skál!

Page 136: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

136

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...skringilegri tilfinningu fyrir máli...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég sagði...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Heyrðu...

Sum þeirra skála.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...við skulum ekki vera að...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Pirruð] Heyrðu, bíddu, ertu að trufla mig í miðri setningu?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, nei, nei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Andskotinn hafi þig, Ásta.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, ég... Þetta er bara minn karakter. Ég, hérna, nenni ekkert að vera endalaust að kjafta. [Skellir upp úr]

Fleiri hlæja.

WASSILY KANDINSKY: Hún er svo móðg... Hún er svo móðgandi alltaf. Þess vegna er hún bara...

UNA GÍSLADÓTTIR: Ásta er — hún er svo góð. Hún er svo góð við sjálfa sig.

Page 137: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

137

ERNESTO CARDINAL: Ætlið þið að fara að reykja?

DÝRIÐ: Ég vil ekki...

Skvaldur og hlátur.

DÝRIÐ: Ég vil ekki missa af framhaldinu á þessu.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei.

GEORGE SAND: Þóra var í miðju tali.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, og hérna... Sko, málið er að ég verð svolítið pínulítil þegar ég horfi á þessar myndir, af því að þær eru mjög fallegar. Og ég veit ekki hvernig hún gat skapað þær vegna þess að...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: [Grípur fram í] Þetta er — þetta er dönsk birta.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...vegna þess að hún...

UNA GÍSLADÓTTIR: Haraldur, passaðu þig!

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR skellir upp úr.

UNA GÍSLADÓTTIR: Ásta, þegiðu!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...hún hafði ekki mikla hæfileika og hún fékk ótrúlegt tækifæri — ótrúlegt tækifæri. Hún fékk tveggja ára nám hjá helsta landslagsmálara Danmerkur, Vilhelm Kyhn. [Við UNU GÍSLADÓTTUR] Hvað, ert þú eitthvað að...

Page 138: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

138

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, ég sagði Kill.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN hermir eftir UNU GÍSLADÓTTUR með hæðnistóni. RITARINN skellir upp úr.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Og... En hún náði ekki tökum á þessu. Hún náði ekki tökum á bara, þú veist, fígúrtívu...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Dráttlistinni?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, ég meina, bara, á dráttlistinni, skilurðu? Og hún vissi það — hún ætlaði sér ekki neitt.

WASSILY KANDINSKY: Ásta.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hvað segirðu?

RITARINN hlær.

DÝRIÐ: Ásta mín...

UNA GÍSLADÓTTIR: Þóra mín, Þóra.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, bíddu, nei...

WASSILY KANDINSKY: En það er líka, sko...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, bíddu, bíddu, nei...

GEORGE SAND: Ná tökum á hverju, nákvæmlega? Á raunsæi? Hverju?

Page 139: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

139

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, ég meina á kröfum þess tíma, þú veist, í þessu umhverfi.

ELÍAS MAR: Hún er að segja að hún hafi haft minni hæfileika en tækifærin hennar sögðu til.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, ég meina, hún...

UNA GÍSLADÓTTIR: [Reynir árangurslaust að komast að] Ja, ég held að það sé...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég veit ekkert hvernig...

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég held að það sé...

ELÍAS MAR: En hún getur samt hafa skipt sköpum fyrir mann eins og Þórarinn B. Þorláksson, að hafa einhvern veginn gefið honum tækifæri þótt hann hafi...

UNA GÍSLADÓTTIR reynir enn að komast að, sem og aðrir. Samræðurnar verða enn óreiðukenndari um stund.

WASSILY KANDINSKY: ...kennara...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Við vitum ekkert um það!

ELÍAS MAR: Nei, ég er...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það er það sem við vitum ekki. Það er hver...

UNA GÍSLADÓTTIR: Mér finnst — mér finnst mjög

Page 140: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

140

ósanngjarnt að tala um Þórarinn eins og einhvern mikinn meistara.

WASSILY KANDINSKY: Nei, hann var líka bara...

UNA GÍSLADÓTTIR: [Grípur fram í] Málið er það að Þórarinn hafði við nákvæmlega sömu kjör og konur að búa þá. Þetta var mjög mikið óvirðingarstarf...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hvað þá? Að vera...

UNA GÍSLADÓTTIR: Að vera, sko, að stofna fjölskyldu sinni í þennan — þessa hættu — að vera listmálari.

HILMA AF KLINT: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Og hann hélt sína fyrstu sýningu 1990 — ég man mjög vel eftir henni.

ELÍAS MAR: Átjánhundruð og níutíu.

WASSILY KANDINSKY: Átjánhundruð og níutíu.

UNA GÍSLADÓTTIR: Fyrirgefið, árið 1900, ætlaði ég að segja.

Stuttur hlátur.

UNA GÍSLADÓTTIR: Og ég man mjög vel...

WASSILY KANDINSKY: [Með bandarískum hreim] Back in the 90's.

Page 141: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

141

UNA GÍSLADÓTTIR: ...eftir þessari sýningu og hann seldi enga mynd.

ELÍAS MAR: Hvað ertu að segja?

UNA GÍSLADÓTTIR: Hann seldi... Hann hélt líka aftur sýningu 1903 — eða nítjánhundruð og... fyrirgefið — ekki 1903 heldur 1906. Og hann innrammaði allar sínar myndir með sínum römmum sem hann fékk úr sínu eigin galleríi, sinni eigin listsölu. Og hann seldi heldur ekki neinar.

WASSILY KANDINSKY: Ég held að hann hafi ekki...

UNA GÍSLADÓTTIR: [Grípur fram í] Og hann seldi myndirnar með því að einhver keypti þær allar og hann setti þær á uppboð — þær voru gefnar upp og þær voru þar seldar.

HILMA AF KLINT: Hér á Íslandi?

UNA GÍSLADÓTTIR: Hér á Íslandi.

WASSILY KANDINSKY: Ég held að hann hafi ekki verið stór — stórhugi.

UNA GÍSLADÓTTIR: Aldrei. Og hann var — þótti líka frekar gamaldags.

WASSILY KANDINSKY: Já, og svona afturhaldssamur og...

UNA GÍSLADÓTTIR: Og ég vil bara benda á mynd...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur

Page 142: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

142

fram í] En bíddu, voru ekki flestir listmálarar...

UNA GÍSLADÓTTIR reynir árangurslaust að komast að.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Voru ekki flestir listmálarar á þeim tíma gamaldags?

HILMA AF KLINT: Leyfið henni að klára.

UNA GÍSLADÓTTIR: Myndin hérna fyrir aftan hana Þóru, hún er...

DÝRIÐ: Elías!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Fyrirgefið, hann Elías. Ég ætlaði að segja að myndin hennar Þóru fyrir aftan hann Elías — ætlaði ég að segja — hún er máluð með mjög svipuðum litum og þessi mynd sem er kópía af verki eftir Askevold, sem er máluð hér í [...] af Þórarni undir handleiðslu... [Stutt þögn] ...Þóru.

Stutt þögn, svo hlátur.

UNA GÍSLADÓTTIR: Og annað meira, að Listasafn Íslands á lítið verk núna sem var keypt hérna fyrir tveimur árum síðan...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Lágt] Díses! [Hækkar róminn] Veistu það, mér líður alveg hræðilega.

UNA GÍSLADÓTTIR: Það var mynd sem var... vatnslitamynd sem var máluð af... frá, frá... frá hér... frá

Page 143: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

143

Seltjarnarnesi eða frá — frá hérna Vesturbænum yfir til Bessastaða. Og það var mynd í sama dúr eins og Þóra málaði síðan á eftir.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ókei...

UNA GÍSLADÓTTIR: Sú mynd...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þetta er allt rétt og gott.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...var mjög — mjög fín.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, þetta er allt...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Heyrðu, heyrðu, leyfðu Unu að tala.

Þögn um stund.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, hvað segirðu? Sú mynd var...

UNA GÍSLADÓTTIR: Var mjög fínt myndlistarverk.

HILMA AF KLINT: Bíddu...

UNA GÍSLADÓTTIR: Og hún var í þeirri perspektíf sem Þórarinn málaði síðan eftir.

HILMA AF KLINT: Já, já.

WASSILY KANDINSKY: Þórarinn.

Page 144: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

144

UNA GÍSLADÓTTIR: Og hér er aldrei verið að tala um að Þórarinn sé stærri heldur en konan Þóra í sjálfu sér. Þau voru af mjög svipuðum — frá mjög svipuðum heimilum.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, nú ætla ég að fá bara aðeins að segja...

ERNESTO CARDINAL: Og sama...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, nú ætla ég aðeins að...

UNA GÍSLADÓTTIR: Já.

ERNESTO CARDINAL: Náttúrurómantíkin...

UNA GÍSLADÓTTIR: Danskur...

ERNESTO CARDINAL: Fyrirmyndin...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...Danska rómantíkin...

ERNESTO CARDINAL: ...þetta er alveg sama...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...sem var fimmtíu ára gamalt fyrirbæri.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, en, sko, þið... Ekki læsast inni í myndlistinni, sko.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, nei, við erum að tala um...

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, það er mjög...

Page 145: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

145

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...hugarfarið — við erum að tala um strauma tímans sem var [...] og hvernig Norðurlöndin...

UNA GÍSLADÓTTIR: Það var svo erfitt hér í Reykjavík, Þóra.

ERNESTO CARDINAL hlær.

ELÍAS MAR: En má ég bara spyrja, svona persónulegir intrestar...

HILMA AF KLINT: Þetta var nú bara af því að Wassily...

ELÍAS MAR: ...vinkonu minnar sem heitir Þóra Kristín. Þarna, er... Var Þórarinn B. Þorláksson svona leiðinlegur?

WASSILY KANDINSKY: Hann var pínku leiðinlegur, já.

ELÍAS MAR: Af hverju segirðu það?

WASSILY KANDINSKY: Hann var með stæla við Kjarval og, svona, með svona...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, að sjálfsögðu...

ELÍAS MAR: Jú, en hvað...

WASSILY KANDINSKY heldur áfram, en óskýrt.

ELÍAS MAR: Hvenær hefur þetta...

Page 146: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

146

UNA GÍSLADÓTTIR: Þetta er ekki rétt hjá þér.

ELÍAS MAR: ...eldri og yngri...

WASSILY KANDINSKY: Ég hef skrifað...

UNA GÍSLADÓTTIR: Wassily!

WASSILY KANDINSKY: Ég skrifaði ritgerð...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Sigrún, skrifaði...

WASSILY KANDINSKY: Vinkona mín...

UNA GÍSLADÓTTIR: Wassily!

RITARINN hlær.

UNA GÍSLADÓTTIR: Það er ekki rétt. Vegna þess að það er — það er — það er Þórarinn B. Þorláksson sem stofnaði...

GEORGE SAND: Við vonum að að þið verðið búin að leysa þessar sagnfræðideilur þegar...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...til að auka framgang...

GEORGE SAND: ...eftir, hérna, einn smók.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...í Danmörku.

WASSILY KANDINSKY: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Veistu

Page 147: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

147

það...

UNA GÍSLADÓTTIR: Og það er með því námi...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Sko, ég...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...sem, hérna, módernisminn kemur til Íslands.

WASSILY KANDINSKY: Já, já, það er rétt. En síðan...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hvernig gat Sigrún vinkona þín horft framhjá þessu?

WASSILY KANDINSKY: Það hefur kannski verið einhver gelgjugangur í henni, sko.

RITARINN hlær.

WASSILY KANDINSKY: ...eitthvað aðeins að, hérna...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Var þetta í Listaháskóla Íslands?

GEORGE SAND: [Við HILMU AF KLINT] Hilma, Hilma...

WASSILY KANDINSKY: Þetta var reyndar í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti sem hún skrifaði þessa ritgerð. En hérna...

GEORGE SAND: Þakka þér kærlega fyrir.

HILMA AF KLINT: Farðu vel með...

Page 148: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

148

Óskýrt skvaldur.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Heyrðu, ég held að það sé kominn tími á að reykja. George, má ég koma með þér?

GEORGE SAND: Já.

WASSILY KANDINSKY: Er George farinn?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Heyrðu, ég ætla að fá mér líka.

ERNESTO CARDINAL, ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR, GEORGE SAND OG UNA GÍSLADÓTTIR fara út að reykja.

WASSILY KANDINSKY: En þetta kemur alltaf aftur og aftur, þessi týpa sem er stór í byrjun en verður síðan einhvern veginn — kemst bara hingað og ætlar svoleiðis að halda þar og leyfir ekki neinum að fara framúr.

ELÍAS MAR: En er það ekki þannig með...

WASSILY KANDINSKY: Og það er svona...

ELÍAS MAR: ...alla listamenn?

WASSILY KANDINSKY: Nei, það er ekki rétt.

ELÍAS MAR: Að þeir stoppa... Jú, jú.

WASSILY KANDINSKY: Nei, en þeir fara...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN reynir árangurslaust að komast að.

Page 149: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

149

ELÍAS MAR: Ég hef aldrei nokkurn tímann vitað listamann sem reynir ekki svona aðeins... Og...

WASSILY KANDINSKY reynir að malda í móinn.

RITARINN: [Ákveðinn] Nei, nú ætlar ritarinn að...

Hasar og læti.

RITARINN: Fyrst að Dýrið er farið.

ELÍAS MAR: ...flestir...

RITARINN: Af því að...

ELÍAS MAR: ...viðurkenna að úr því verður merkilegustu...

RITARINN: Nei, þetta er ekki rétt!

ELÍAS MAR: ...vináttusambönd listasögunnar og bókmenntasögunnar...

RITARINN: Nei, þetta er alltof...

ELÍAS MAR: ...það er af því að...

RITARINN: ...mikil alhæfing...

ELÍAS MAR: ...fólk sér einhvern sem er að koma og taka yfir og þá fyllast allir afbrýðissemi...

RITARINN: Nei, þá gerir þú ráð fyrir því að allir stjórnist af ótta.

ELÍAS MAR: Nei, lífið er ekki svona svart og hvítt...

Page 150: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

150

RITARINN: Jú, jú. Lífið er miklu betra en þetta.

ELÍAS MAR: ...fólk er ekki svona svart og hvítt.

RITARINN: En ég þarf aðeins samt að segja, af því að nú ætla ég bara að... Nú verður ritarinn, bara, brýtur alveg frímúrararegluna. Fyrst að Dýrið fór. Þegar dýrið fer að reykja þá má ritarinn tala — það eru nýjar reglur, ókei? En þegar Dýrið kemur aftur, þá bara... [Smellir tungu í góm] Og enginn talaði hérna. Svo kemur það bara í ljós í þessu. [Bendir á upptökutækið] En, hérna, mér finnst ótrúlega áhugavert þessi svona... Þetta var svona debatt hérna, þú veist, um það... Það var svona pólitísk ákvörðun hvort að hún kenndi Þórarni eða ekki, út frá, sko, nokkrum sjónar... Hvort að Þóra — [við ÞÓRU PÉTURSDÓTTUR THORODDSEN] þú, Þóra — kenndir...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Frústreruð] Það eru bara engar heimildir um þetta.

RITARINN: ...Þórarni eða...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég hef ekki séð neinar heimildir um þetta.

RITARINN: Bíddu! Fyrirgefðu, burtséð frá því hvort það séu heimildir um það eða ekki...

WASSILY KANDINSKY: Mér finnst...

RITARINN: ...þá var það samt orðið, komið — mótífasjónin hjá þér var pólitísk. Af hverju ekki...

Page 151: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

151

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það er ekkert...

RITARINN: ...að leyfa henni að...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...pólitískt...

RITARINN: [Hækkar róminn] Jú, af hverju ekki að leyfa henni...

WASSILY KANDINSKY: Nei, hún var sagnfræðileg.

RITARINN: Af hverju ekki að leyfa...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, hún var algjörlega sagnfræðileg.

RITARINN: [Enn æstari] Nei, nei, nei, nei — hún var rosalega pólitísk.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, hún var...

RITARINN: Þetta voru...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...alls ekki pólitísk...

RITARINN: ...bara hápólitískar samræður...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Pirruð] Nei! Nei, ég sagði bara... Ég meina, Þóra er minn skjólstæðingur...

Page 152: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

152

RITARINN: [Grípur fram í] Og þá segir Elías...

WASSILY KANDINSKY: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég fann bara engar — engar — engar heimildir.

WASSILY KANDINSKY: Þú berð sagnfræðilega ábyrgð...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Og ég hefði bara...

WASSILY KANDINSKY: ...bara einhverja svona lykilpersónu sem hefði...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já. [Dimmir röddina] „Hún kenndi...”

WASSILY KANDINSKY: ...og það væri í rauninni henni að þakka...

RITARINN: Já, en það er ótrúlega pólitísk ákvörðun. Þú fannst ekki heimild um það. En... En hérna, Una vildi meina að það væri, þú veist, hún vildi meina að það væri heimild. Og svo einhvern veginn...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Hneyksluð] Vildi meina að það væri heimild? Hún var ekki með neina heimild.

RITARINN: [Grípur fram í] Svo einhvern veginn jánkaðist þú því og síðan...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég...

Page 153: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

153

RITARINN: ...síðan kemur Elías...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...jánkaðist ekki...

RITARINN: ...og segir: „Af hverju leyfir þú ekki...”

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bíddu, ég jánkaðist því ekki.

RITARINN: Jú, þú gerðir það.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei.

RITARINN: Það er sönnun fyrir því — ég get sannað það.

RITARINN hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, já, já...

RITARINN: Ég er Ritarinn.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég er, þú veist, það er... Það er engin — engin...

RITARINN: Þú sagðir...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...sönnun fyrir því...

RITARINN: „...já, kannski kenndi hún honum” ...

Page 154: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

154

HILMA AF KLINT: En ég skil ekki alveg af hverju þetta skiptir svona...

RITARINN: Nei.

HILMA AF KLINT: ...rosalega miklu máli. Er þetta...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, ég skal...

RITARINN: Mér finnst þetta skipta geggjað miklu máli.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég skal segja þér...

HILMA AF KLINT: Ég er aðeins að missa sjónar á...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Heyrðu, halló!

HILMA AF KLINT: Já, halló.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég skal segja þér af hverju þetta skiptir svona miklu máli.

HILMA AF KLINT: Já.

RITARINN: Svo skal ég segja þér líka þegar Þóra er búin...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það skiptir ekki máli fyrir Þórarinn B. Þorláksson. Þetta skiptir máli fyrir Þóru. Henni er haldið á loft... [Stutt þögn] ...sem maður segir kannski ekki...

Page 155: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

155

RITARINN: ...pólitísk ástæða...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...heldur loft. Henni er haldið á lofti að hluta til útaf þessu. Hún fær... Hún gulltryggir sér sess í myndlistarsögunni...

RITARINN: Af því að hún kenndi meistaranum.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...kenndi meistaranum.

HILMA AF KLINT: Og þú vilt ekki...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Og það er engin...

HILMA AF KLINT: ...samþykkja það?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...heimild fyrir því. Ég hef engar heimildir fyrir því.

HILMA AF KLINT spyr að einhverju, en óskýrt.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

RITARINN: Það er rosalega pólitísk ákvörðun.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég bara... Ég bara nálgast þetta bara algjörlega sem listamaður. Ég...

RITARINN: Nei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég finn engar heimildir fyrir því.

Page 156: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

156

RITARINN: Ja, nei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Halló, ég get ekki sagt neitt af því...

RITARINN: [Hlæjandi] Halló!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég hef engar meiningar um það.

RITARINN: Já.

HILMA AF KLINT: En þið sjáið bara, sko, kona getur ekkert verið á lofti á þessum tíma...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, þetta...

HILMA AF KLINT: Og...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Jú, jú, jú...

HILMA AF KLINT: Og...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hún getur...

HILMA AF KLINT: Og...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hún getur sannarlega...

WASSILY KANDINSKY: ...með biskupspabba...

Page 157: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

157

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Hækkar róminn] Hún getur sannarlega verið það — hún getur svo sannarlega verið það. Og henni var svo sannarlega haldið á loft.

WASSILY KANDINSKY: ...hún sagði...

HILMA AF KLINT: En, en, en — sem biskupsdóttur...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, sem konu.

HILMA AF KLINT: Ekki listrænt. Hvernig geturðu sagt að henni hafi verið haldið á lofti listrænt í landi þar sem eru engar listir?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bíddu, bíddu, bíddu — henni var haldið á lofti...

RITARINN: Ekki endilega listrænt...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Henni var haldið á loft...

RITARINN: ...haldið á loft...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...sem vitsmunaveru.

HILMA AF KLINT: Vitsmunavera?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, henni var sannarlega haldið á loft sem vitsmunaveru. Ég er bara að segja — og ég hef heimildir fyrir því, skilurðu? Ég, þú veist, þegar biskupinn...

Page 158: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

158

HILMA AF KLINT: [Grípur fram í] Giftist hún aldrei?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, bíddu.

HILMA AF KLINT: Giftist hún?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Jú, jú, hún giftist.

HILMA AF KLINT: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þegar biskupinn skrifaði: „Já, dóttir mín hafði orð fyrir mér...” og svona. Ég hef heimildir fyrir því. En þegar einhver segir: [Dimmir röddina] „Þóra kenndi Þórarni...” Þú veist... [Æst] Ég hef engar heimildir fyrir því. Ég verð bara að vera vísindamaður.

HILMA AF KLINT: Já, já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Kommon!

HILMA AF KLINT: Já, já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þetta er bara þannig.

HILMA AF KLINT: En mér finnst líka eitt samt — ásetningurinn — þegar það er verið, sko, að setja þetta í samhengi...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Frústreruð] Það er enginn ásetningur.

Page 159: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

159

HILMA AF KLINT: Nei, ekki hjá þér...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég er bara að skoða heimildir.

HILMA AF KLINT: ...heldur, þú veist, hvað við erum að nálgast.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

RITARINN: Nú má ég ekki segja...

HILMA AF KLINT: Já.

WASSILY KANDINSKY: En þú varst samt að segja að þú hefðir áhyggjur af því — af því að þú sást þessar myndir og þú hefðir áhyggjur af því...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Já, vegna þess að ég var að...

WASSILY KANDINSKY: [Grípur fram í] Þannig að þá spyr ég þig aftur: Hvernig líður þér sem vísindamanni núna?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Mér líður ekki rosalega vel.

WASSILY KANDINSKY hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég skal alveg viðurkenna það. Og vegna þess að...

WASSILY KANDINSKY: [Grípur fram í] Er þetta ekki... Er hægt að tala um þetta sem vísindi þegar þetta er

Page 160: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

160

huglægt mat og...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, nei, nei...

WASSILY KANDINSKY: ...það er alveg rétt sem Ritarinn er að segja...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, nei....

WASSILY KANDINSKY: ...þetta er pólitík.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þegar ég segi vísindi þá ég ég við...

WASSILY KANDINSKY: Þú getur ekki skýlt þér á bakvið við vísindi.

RITARINN hlær.

HILMA AF KLINT: Sko...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Sko, málið er að, hérna, að ég stóð frammi fyrir því að fara að rannsaka þrjátíu þúsund síður af dagbókum og bréfum.

DÝRIÐ: Vá!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Sem hafa varðveist eftir Þóru. Og þar eru, sko, massíf söguleg tíðindi...

DÝRIÐ: [Á innsoginu] Já.

Page 161: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

161

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...sem eru... [Snýr sér aftur að myndunum, sentímental] Þetta eru yndislegar myndir!

RITARINN: Þú færð alveg illt í hjartað af því að sjá þessar myndir.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, mér finnst...

RITARINN: [Grípur fram í] En af því að þær eru svo hefðbundnar eða?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég bara einhvern veginn, þú veist, ég var bara ekki...

WASSILY KANDINSKY: [Grípur fram í] Hélstu að þær væru...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei...

WASSILY KANDINSKY: ...að þú myndir strax geta séð einhverja vitleysu í fjarvíddinni eða?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, veistu það, ég var bara...

WASSILY KANDINSKY: Rannsakaðir þú þetta?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég bara var búin að fara í gegnum allt þetta bréfasafn og það var bara svo ótrúlegt... [Stutt þögn] ...sem þar var.

Page 162: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

162

DÝRIÐ: [Yfir síðustu orð ÞÓRU PÉTURSDÓTTUR THORODDSEN] Finnst þér myndlistin ekki skipta máli í hennar lífi?

RITARINN: Þannig að það...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Hleypir RITARANUM ekki að] Það varð allt í einu pínulítið lítið...

DÝRIÐ: Já, ég skil.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...einhvern veginn og...

RITARINN: Nei, það er ótrúlegur misskilningur, en ég verð samt að segja...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, bíddu, bíddu, nú ætla ég aðeins að segja...

WASSILY KANDINSKY: Ég er ekki búinn að lesa bókina hennar Sigrúnar sem er um Þóru...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: En þá fannst mér einhvern veginn...

WASSILY KANDINSKY: Ég ætla að fara strax að lesa hana.

HILMA AF KLINT hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...að hérna...

Page 163: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

163

DÝRIÐ: Áttu hana?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...nei, sko, af því að ég...

WASSILY KANDINSKY: Nei, en tengdapabbi minn á hana, ég veit það.

DÝRIÐ: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Tengdapabbi?

RITARINN: En bíddu, þú veist, þetta er... Nei, mér finnst þetta samt, þú veist, út af því að...

HILMA AF KLINT: [Flissandi] ...tengdapabbi hans Wassilys!

HILMA AF KLINT heldur áfram að tala yfir RITARANN, en óskýrt.

RITARINN: ...þetta er ótrúlegur tími — náttúrulega — bara, sko [...] elementið í þessu og bara hvernig maður horfir, þú veist, það er ekki...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, en, sko, það eru margir...

RITARINN: Það er hægt að...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...að mála... Það eru margir að mála svona myndir á þessum

Page 164: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

164

tíma — hlustaðu nú aðeins á mig. Það eru margir að mála, þú veist, karlar einkum, konur líka — þær voru að verða miklir myndlistarmenn. En það sem ég sá...

WASSILY KANDINSKY: [Grípur fram í] En þessar myndir eru ekkert að sýna hana — skilurðu? — sem einhvern svona...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, en það sem ég sá í þessu massífa bréfasafni var bara eitthvað sem ég, sem 19. aldar sérfræðingur, hafði aldrei séð. Ég sá bara tungumál, ég sá talmál, ég sá bara eitthvað rosalega merkilegt. Og mig langaði bara einhvern veginn að — í staðinn fyrir að segja: [Dimmir röddina] „Ja, hún var...”

WASSILY KANDINSKY: Já, þú tókst náttúrulega bara það sem...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Talar fyrst áfram með dimmri röddu, en skiptir svo aftur] ...þú veist...

WASSILY KANDINSKY: [Reynir að komast að] Þú tókst...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Mig langaði ekkert að segja það. Mig langaði bara að segja aðra sögu.

WASSILY KANDINSKY: Já.

DÝRIÐ: Já, en vitið þið hvað mér finnst...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Sorrý!

Page 165: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

165

WASSILY KANDINSKY: Þetta er náttúrulega marglaga og þú tókst bara það sjónarhorn sem vakti þinn áhuga.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, og líka...

DÝRIÐ: En vitið þið hvað mig langar til að segja? Mig langar að segja svolítið. Og það er það að ég skil alveg þitt sjónarmið, að þér finnst algjör óþarfi að vera eitthvað að upphefja Þóru — eða þig — fyrir að hafa verið málari eða að hafa kennt...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Nei, mér finnst það ekki óþarfi.

DÝRIÐ: Bíddu, leyfðu mér að klára.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Mér finnst það ekki óþarfi.

DÝRIÐ: Eða að hafa kennt einhverjum...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég fann bara eitthvað annað.

DÝRIÐ: Nei, ég skil alveg að þér finnst engin ástæða til þess að vera að segja: „Þóra er merkileg af því að hún kenndi Þórarni B. Þorlákssyni.” En... Það finnst mér vera mjög góður punktur. En svo finnst mér líka vera, svona, sko, ef að... Til dæmis, myndlistarmenn í dag, þeir eru mjög samfélagslegir. Og Hilma af Klint, hún var mjög andleg, þú veist, og það er ekkert... Á þessum tíma þá var — að vera myndlistarmaður var að vera flinkur málari. Og snillingur.

Page 166: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

166

Þau sem voru úti að reykja byrja að tínast aftur inn.

DÝRIÐ: En konurnar á þessum tíma, þær voru kannski mjög samfélagslega virkar. Og til dæmis Þóra Melsteð, sem hefur aldrei kallað sig myndlistarkonu eða litið á sig sem slíka...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Hálf hneyksluð] Nei, enda var hún það aldrei — enda var hún það aldrei.

RITARINN: Jú!

DÝRIÐ: ...hún stofnaði skóla — hún stofnaði...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég meina, hún teiknaði einhverjar myndir...

DÝRIÐ: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Er ég myndlistarkona þó ég hafi teiknað einhverjar...

RITARINN: Leyfðu Dýrinu að klára.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...myndir þegar ég var lítið barn?

RITARINN: Já, kannski.

DÝRIÐ: Í samtímanum...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Sko, málið er, hérna...

Page 167: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

167

DÝRIÐ: Jú!

RITARINN: Bíddu, þú þarft ekkert að vera svona viss um þetta.

DÝRIÐ: Í samtímanum þá eru margir myndlistarmenn að gera aðra hluti heldur en að mála.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, það voru mjög margir að teikna á þessum tíma. Börn voru að teikna...

DÝRIÐ: Já, já, já, já, enn þann dag í dag.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...þú veist, og á fyrri hluta 19. aldar, meira að segja...

UNA GÍSLADÓTTIR: Þetta er alveg rétt hjá þér.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...og, hérna, þú veist...

RITARINN og DÝRIÐ hlæja.

WASSILY KANDINSKY: Og þau voru...

UNA GÍSLADÓTTIR: Þau voru...

WASSILY KANDINSKY: ...ekki myndlistarmenn.

UNA GÍSLADÓTTIR: Þau voru...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég meina, það þarf ekki að líta á að þó eitthvað sé — einhver mynd sé teiknuð á 19. öld — að hún hafi... sé merki um

Page 168: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

168

myndlist. Ég meina...

DÝRIÐ: Nei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...það voru mjög margir að teikna á átjándu og nítjándu öld...

DÝRIÐ: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...þú veist, við megum ekki slíta...

DÝRIÐ: Það eru líka margir...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...þetta úr samhengi...

DÝRIÐ: ...myndlistarmenn...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...þó eitthvað hafi varðveist.

DÝRIÐ: Já, en það eru margir myndlistarmenn...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Við eigum ekki að láta varðveisluna, hérna, ráða því hvernig við lítum á hluti.

DÝRIÐ: Nei.

RITARINN: Við erum ekki að því. Þetta er virkilega misskilið hjá þér.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, mér finnst eins og...

Page 169: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

169

ERNESTO CARDINAL: [Grípur fram í] Hvað er þá góð myndlist? Hvernig skilgreinir maður það þá?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, ég...

ERNESTO CARDINAL: Erum við ekki komin í það?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...treysti mér nú ekki í það.

Barið í borðið.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég er bara að segja að þegar eitthvað er teiknað á 18. öld eða 19. öld þá er það ekki sjálfkrafa einhver myndlist af því að það er teiknað á þessum tíma.

DÝRIÐ: En það sem við erum að gera hérna...

ELÍAS MAR: [Grípur fram í] Ertu að meina svona...

ERNESTO CARDINAL: ...er myndlist, en við erum bara að tala...

WASSILY KANDINSKY: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: En það má ekki gleyma því að...

HILMA AF KLINT: Og borða!

DÝRIÐ: Já.

ELÍAS MAR: Þú varst þá föndrari, meira?

Þögn um stund.

Page 170: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

170

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Hálf móðguð] Heyrðu, þú ert nýkominn út úr reykpásu, er það ekki?

Hlátur og hávært skvaldur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, það sem ég — það sem ég er að segja hérna...

WASSILY KANDINSKY: Mér finnst eins og Elías Mar sér...

RITARINN: Hann fékk málið!

WASSILY KANDINSKY: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þetta er svona hómósexúal diss!

Hlátur.

ELÍAS MAR: Nei, mér finnst, sko...

WASSILY KANDINSKY: Elías er líka bara...

ELÍAS MAR: ...orðin svo...

WASSILY KANDINSKY: ...yfirlætisfullur...

RITARINN hlær.

WASSILY KANDINSKY: ...sem að, já...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Heyrðu, presturinn er kominn með Coco Chanel!

Page 171: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

171

Hlátur og læti.

RITARINN: Það er svo mikið gender-bender hérna, það er algjört...

Áfram hlátur og læti.

RITARINN: Ha!

ERNESTO CARDINAL: Ég hef alltaf kunnað vel við að mála mig...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Nei, það sem ég var að segja... Þær bentu mér á þessar báðar myndir sem eru eftir mig, sko.

ELÍAS MAR: Mmm...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Og ég sagði að bókin...

WASSILY KANDINSKY: [Grípur fram í] Ekki eftir þig?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Jú, sem eru eftir mig.

WASSILY KANDINSKY: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Og ég sagði bara að í bókinni liggur til grundvallar þrjátíu þúsund síður af skrifuðu efni. Og það eru svo merkilegar bókmenntir. Og merkilegt um, bara, svo ótrúlega margt sem sagnfræðin hefur aldrei snert á — um hreyfingu og...

Page 172: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

172

Skellur og svo stutt þögn.

RITARINN: En hérna...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bíddu! Og um talmál fólks, þú veist, þetta bara opnaði...

RITARINN: En Þóra mín!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég er 19. aldar sagnfræðingur...

RITARINN: Þóra mín!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...þetta opnaði fyrir mér...

RITARINN: Elsku Þóra mín, 19. aldar sagnfræðingurinn minn. Leyfðu mér nú að segja samt eitt. Þú talar, svona, svolítið gegn sjálfri þér. Þú segir... Á sama tíma segir þú: „Ég las þrjúhundruð þúsund síður af einhverju...”

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þrjátíu þúsund.

RITARINN: Eða whatever. Þetta eru einhverjar milljón síður sem eru...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það er ekkert bara whatever...

RITARINN: ...það er alveg bara, jú, nú skulum við bara, þú veist, aðeins whatever. „Ég bara las ótrúlega margar síður þar sem ég kynntist heimi sem er svo ríkur og mikill og góður einhvern veginn.”

Page 173: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

173

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

RITARINN: En á sama tíma þá er... þá, þú veist, er svona, þú veist... Bara það, eins og þessar ótrúlegu, svona einhvern veginn, þú veist... Og ég get alveg, ekkert eitthvað, ég meina, við vorum alveg að pæla í því, bara, að taka þessar myndir út. Þær eru alveg geggjað leiðinlegar einhvern veginn, þú veist, þær eru bara svona...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei...

DÝRIÐ: [Hneyksluð] Látið ekki svona!

RITARINN: Nei...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN reynir árangurslaust að komast að.

RITARINN: ...skalt þú ekki stoppa henni til varnar. Nei, ég segi bara svona, skiljiði? En ég veit samt — maður veit samt alveg, þú veist, það þarf að horfa á ákveðinn hátt til þess að bara geta, þú veist, teiknað. Ég meina, maður getur ekkert... Það þarf að — það þarf ákveðið svona tímaskyn og það þarf ákveðið svona skynbragð. Og á sama tíma og þú vast að gera lítið úr, þú veist, og segja...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég...

RITARINN: [Hækkar róminn] ...þú sagðir meira að segja orðið — að hún væri hæfileikalaus.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, vegna þess...

RITARINN: En á sama tíma varstu að lesa allar þrjátíu

Page 174: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

174

þúsund síðurnar sem voru svo miklir — sem voru svo víðar og miklar og miklar lendur þar og...

HILMA AF KLINT hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Jú, mér finnst mjög erfitt að horfa á þessi verk og segja...

RITARINN: Já, það er...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...að hún hafi verið hæfileikalaus, sko.

RITARINN: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég myndi ekki segja hæfileikalaus því ég, ég... [Ringluð] ...hvað það að hún væri...

WASSILY KANDINSKY: Stoppaðu aðeins — stoppa, stoppa, stoppa.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...drátthög.

RITARINN: Ekki dráttug?

WASSILY KANDINSKY reynir árangurslaust að komast að.

RITARINN: Það er það sem er þá hæfileikinn. Af því að þetta er nefnilega mótsögnin...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bíddu, bíddu...

Page 175: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

175

RITARINN: ...þarna er falin mótsögnin.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, bíddu, bíddu. Hérna, sko, hún var...

DÝRIÐ: Ásta.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...hérna, í myndlistarnámi...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

DÝRIÐ: Ert þú ekki alltaf með rauðan?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Og þar var...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Jú.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...ég meina...

ERNESTO CARDINAL: Það er spegill hérna.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég veit ekki hvernig þessar myndir urðu til, skilurðu? Og hún...

Hlátur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...hún kann ekki að teikna svona fínt. Nei, hún kann til dæmis ekki að teikna andlit og...

RITARINN: [Grípur fram í] Nei, þá teiknar hún bara ekki andlit.

Page 176: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

176

WASSILY KANDINSKY: Hvenær eru þessar myndir málaðar?

UNA GÍSLADÓTTIR reynir árangurslaust að komast að.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég veit ekkert hvenær...

RITARINN: Una! Hvenær voru þessar myndir málaðar?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég veit ekkert — hvernig...

RITARINN: Þú veist það.

DÝRIÐ: Ég skal bara gá.

WASSILY KANDINSKY: Ef við reynum að setja okkur inn í þetta hugarástand þá var náttúrulega brjálað í gangi á þessum tíma.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Mig langaði bara...

DÝRIÐ: ...hugarástand...

WASSILY KANDINSKY: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...til að tefla henni fram fyrir það sem hún...

WASSILY KANDINSKY: Og þið reynið að...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...virkilega...

Page 177: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

177

WASSILY KANDINSKY: Ég skil...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...hafði sérstöðu.

WASSILY KANDINSKY: Einmitt.

RITARINN: Það sem þú sást...

WASSILY KANDINSKY reynir árangurslaust að komast að.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Mjög æst] En samkvæmt sögunni átti ég að tefla henni fram sem einhverjum frumherja...

GEORGE SAND: Nei, nei, nei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...og einhverjum, þú veist...

GEORGE SAND: Kennara.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, kennara og einhverjum...

RITARINN: [Grípur fram í] Af hverju er ljótt að vera kennari? Það er svo fallegt að vera kennari.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, bíddu...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Af hverju...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bíddu, halló! Halló!

Page 178: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

178

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: [Ber í borðið] Af hverju þetta sjálfshatur?

Hlátur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Mig langaði að segja... Nei, ég er að...

RITARINN: [Ber í borðið] Halló!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég er að segja: [Áhersla á hverju orði] Mig langaði ekkert að tefla henni fram...

RITARINN: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...sem frumherja...

ERNESTO CARDINAL: Hættu þessu sjálfshatri!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...um eitthvað sem hún var, þú veist, svona sekondarí.

WASSILY KANDINSKY: Já, en var ekki bara...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Hleypir WASSILY KANDINSKY ekki að] Mig langaði til að tefla henni fram sem algjörum frumherja...

RITARINN: Í...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...og algjörum snillingi...

Page 179: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

179

RITARI: Hvað var það? Hvað var...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það var.. [Lækkar róminn örlítið] ...að skrifa.

RITARIN: Skrifa.

DÝRIÐ: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Og prósi.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, já.

RITARINN reynir árangurslaust að komast að.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Af því að ég hafði alveg, sko... [Snýr sér að...] Bíddu, ertu með rauðan varalit?

RITARINN: Ha!

ERNESTO CARDINAL: Suss! Ekkert, það má ekkert segja.

HILMA AF KLINT: Ásta...

GEORGE SAND: ...að blokkera myndavélina.

HILMA AF KLINT: Já, já, já, já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, en...

GEORGE SAND: En óháð — óháð — óháð þeim karlmönnunum sem hún gæti hafa kennt eða ekki.

Page 180: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

180

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ef ég fæ spegil...

DÝRIÐ: Já, hérna.

HILMA AF KLINT: Má lána Coco?

ERNESTO CARDINAL: Já.

RITARINN: Cardinale!

HILMA AF KLINT: ...við borðið...

DÝRIÐ: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...að Róska...

Skvaldur og hlátur.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: En hérna... En hérna, George, hérna... Hvernig væri að þú kannski segðir okkur aðeins frá þínu lífi, vegna þess að við erum búinn að vera að...

GEORGE SAND: Tala rosalega mikið...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...Þóra — Þóra er búin að vera að brjóta sjálfa sig niður...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bíddu, er ég búin að vera alveg rosalega...

Hlátur.

RITARINN: ...búin að vera að rústa þessu hérna...

Page 181: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

181

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Sjálfshatrið hefur blossað upp — skilurðu? — þú ert búin að vera að...

Hlátur og skvaldur yfir orð ÞÓRU PÉTURSDÓTTUR THORODDSEN.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég er bara búin að vera að... Ég er búin að stríða... Ég er búin að heyja stríð við raunveruleg öfl í þessu samfélagi.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, ég meina, þú vildir heldur ekkert — þú vildir heldur ekkert...

RITARINN: Hvað meinar þú?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ha?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þú varst líka á móti, hérna, bara lýðveldis, hérna...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég er...

UNA GÍSLADÓTTIR: Þóra...

RITARINN: Ertu konungssinni?

UNA GÍSLADÓTTIR: Þóra sagði...

RITARINN: Helvítið þitt!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei.

GEORGE SAND: En, sko, útaf því að hún...

Page 182: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

182

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Á hvað trúir...

RITARINN: Trúin var ekki...

UNA GÍSLADÓTTIR: Það þýðir það að hún hafi ekki verið raunverulega fylgjandi föður sínum í þeim efnum, allavega, að minnsta kosti.

WASSILY KANDINSKY: Já, hún sagði líka að það...

RITARINN: Þú vildir meina að pabbi hennar væri ekkert trúaður...

WASSILY KANDINSKY: ...faðir hennar hafi ekkert verið neitt sérstaklega trúaður...

RITARINN: ...það væri bara þetta að vera intellektúal...

WASSILY KANDINSKY: ...þetta var var bara status.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, það...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, þetta var...

Óskýrt skvaldur.

DÝRIÐ: Kannski táknfræði...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þetta var bara einhver siðfræði...

HILMA AF KLINT: ...farið í hringi, greinilega...

Page 183: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

183

UNA GÍSLADÓTTIR: Auðvitað hefur þetta verið — bara eins og á miðri síðustu öld — þá annað hvort varstu prestur, læknir eða...

WASSILY KANDINSKY: Lögfræðingur.

GEORGE SAND: Já.

WASSILY KANDINSKY: Já.

DÝRIÐ: Ernesto gaf mér þetta.

GEORGE SAND: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ernesto!

GEORGE SAND: En það sem mig langar til þess að gera er að gefa þessum, hérna, hatti aðeins meira væri — núna í fjarveru Karen Blixen sem er í Afríku...

DÝRIÐ: Nei, hún er í...

GEORGE SAND: ...eins og stendur.

DÝRIÐ: Jú!

GEORGE SAND: Hún er í Afríku.

DÝRIÐ: Já.

GEORGE SAND: Hún er í Afríku.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Er hún að [...] villidýr eða?

Page 184: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

184

GEORGE SAND: Og kannski, sá sem hefur hattinn má eiga orðið. Og mig langar, svona, aðeins...

DÝRIÐ: Já!

GEORGE SAND: ...að heyra meira frá honum, hérna, Elías Mar...

ELÍAS MAR: Já, hérna...

GEORGE SAND: ...og ástæðu...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, hvar er...

RITARINN: ...amman þín, þarna!

Hlátur.

RITARINN: Hvar er grand marínerið?

ELÍAS MAR: Grand marnier?

RITARINN: Já, af hverju ertu ekki kominn með grand marnier hér?

ELÍAS MAR: Er það? Drakk ég það?

RITARINN: Rosalega mikið, já.

DÝRIÐ: Það er að verða búið.

RITARINN: Jæja, það var alltaf á jólunum allavega.

ELÍAS MAR: Já, á jólunum. Það eru ekki alltaf jólin.

RITARINN: Nei.

Page 185: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

185

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei! Það eru ekki alltaf jólin.

Hlátur.

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, nákvæmlega!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bjóstu á Birkimel?

ELÍAS MAR: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Var þetta í miðstigaganginum eða?

ELÍAS MAR: Ætli það ekki? Ég hef aldrei hirt um svona smáatriði.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, nei, eins og miðstigagangur og...

Hlátur.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þú varst svona jaðarmaður — jaðarmaður í efri gangi.

Hlátur.

ELÍAS MAR: Ég lét lítið fyrir mér fara á miðgangi, en ég hugsaði samt bæði upp og niður.

DÝRIÐ: Svona mídíum...

Hlátur.

Page 186: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

186

ELÍAS MAR: Aðallega þar. Ég fjallaði lítið um miðganginn.

Hlátur.

ELÍAS MAR: Mér fannst hann vera...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

GEORGE SAND: ...rosalega...

ERNESTO CARDINAL: ...sendi græjur yfir.

WASSILY KANDINSKY: Já.

ELÍAS MAR: En það er gaman að vera með ykkur.

ERNESTO CARDINAL: Já, sömuleiðis.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, en bíddu, ætlar þú ekkert að segja okkur frá þér?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ætlarðu ekki...

RITARINN: Jú.

ELÍAS MAR: Hvað viljið þið vita um mig?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hvað með...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ja, bara þitt kynlíf.

RITARINN: Svafstu hjá Degi?

HILMA AF KLINT: Þú verður að segja...

Page 187: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

187

RITARINN: [Hækkar róminn] Svafstu hjá Degi? Ásta!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Degi! [Stutt þögn] Degi! Degi! Degi!

RITARINN: Sváfuð þið Dagur saman?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ég var aðeins að hitta hann — ég man þegar við vorum...

RITARINN: [Grípur fram í] Þið sváfuð svo þokkalega saman!

ELÍAS MAR: Það var hlýtt milli mín og Dags. Og það er til dæmis getið um það í nýlegri ævisögu Dags að ég hafi haft orð á því að hann væri vel vaxinn niður fyrir sig.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Jú, jú. Jú, jú.

ELÍAS MAR: En, hérna, ábyrgðarlaus...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Hvað þýðir það?

ELÍAS MAR: Fyrir neðan mitti.

GEORGE SAND: Stórt typpi.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Miðgangurinn — aftur miðgangurinn.

RITARINN: Miðgangurinn!

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já. En hérna segðu mér, það voru einhverjir neistar á milli þín og Guðbergs,

Page 188: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

188

þarna, þegar við vorum saman þarna í Kennaraskólanum.

ELÍAS MAR: Já, ég held nú samt ekki — við vorum ekkert elskendur, sko.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: En þið fóruð þarna saman...

RITARINN: Er þetta ekki allt svo kasúal þarna hjá ykkur...

Hlátur og læti.

ELÍAS MAR: Dagur elti okkur einhvern tímann til Portúgal.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þetta er æðislegt.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, þig og Guðberg?

ELÍAS MAR: Já.

GEORGE SAND: Hérna, þú verður eiginlega að beina myndavélinni inná við núna og kyssa hana.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ert þú...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ert þú mentor — ert þú mentor Guðbergs? Svona...

ELÍAS MAR: Nei, ég myndi nú ekki segja það.

Page 189: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

189

WASSILY KANDINSKY: Þú varst alveg svakalega góður í stafsetningu, er það ekki?

ELÍAS MAR: Ef þú skoðar okkar...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Er hann góður í stafsetningu?

ELÍAS MAR: ...okkar...

WASSILY KANDINSKY: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Veistu það, mér finnst — mér finnst það eitt það kynþokkafyllsta við karlmenn...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...Guðberg...

DÝRIÐ: Að vera góðir í stafsetningu?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Mér finnst það.

GEORGE SAND: Segir biskupsdóttirin!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, já, sem var betri í stafsetningu. Hvað finnst ykkur um það?

ELÍAS MAR: Ég vona að...

RITARINN: Hvað?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Karlmenn sem eru góðir í stafsetningu.

Page 190: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

190

RITARINN: Góðir í stafsetningu?

ELÍAS MAR: Kannski...

ERNESTO CARDINAL: Stafsetning og kynþokki?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

RITARINN: Ég hef aldrei hitt mann sem er góður í stafsetningu.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, mér finnst nefnilega...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR talar, en óskýrt.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Við ÁSTU SIGURÐARDÓTTUR] Halli!

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Halló! Hver er Halli hvað?

RITARINN: Halló!

Hlátur. Einhver öskrar hátt og teygir sérhljóðana: „Halló!”

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Stafsetning og kynþokki — er það ekki eitthvað svona...

WASSILY KANDINSKY: Ha?

Page 191: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

191

UNA GÍSLADÓTTIR: Er ekki ADHL...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Mér finnst... Mér finnst eitt það...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...stafsetning...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...kynþokkafyllsta sem ég veit...

RITARINN: Ásta, finnst þér það ekki...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...þú veist, ég var alltaf rosalega skotin í...

RITARINN: Var Þorsteinn frá Hamri ekki dálítið góður í stafsetningu?

ERNESTO CARDINAL: Er ekki eitthvað svona...

GEORGE SAND: Ég held...

RITARINN: Var það?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

DÝRIÐ: Og þú, Ásta!

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, stafsetning er náttúrulega mjög erótískur hlutur.

WASSILY KANDINSKY: Ég var að segja að hann hefði verið svo góður í stafsetningu, hann Elías Mar.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Sérstaklega þegar maður

Page 192: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

192

heyrir fólk tala og maður heyrir að það sé að segja eitthvað um stafsetningu.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: En ég meina...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...ufsilon og i...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...karlmenn sem eru góðir í stafsetningu...

RITARINN: ...eru gagnkynhneigðir...

ELÍAS MAR: Ég vann samt...

GEORGE SAND: En eigum við aðeins að hafa hattinn hérna, hjá Elías Mar?

Hávaði og læti.

ELÍAS MAR: Ég var mjög góður í stafsetningu.

Hlátur og áfram læti.

GEORGE SAND: Una!

WASSILY KANDINSKY: ...meira svona...

RITARINN: Una mín!

RITARINN reynir að varalita UNU GÍSLADÓTTUR. Margar, kaótískar samræður blandast hverri annarri um stund. Einungis örfá brot eru greinanleg.

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, Unu langar ekki í.

Page 193: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

193

ELÍAS MAR: Nei, mér fannst bara, sko, af því að ég hef verið að kíkja á Facebook eftir að ég...

GEORGE SAND: Þetta er sami varaliturinn á þér...

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég mála mig aldrei...

ELÍAS MAR: ...og af því að ég...

GEORGE SAND: Hann er svo dökkur...

WASSILY KANDINSKY: Já, ég skildi ekki þessa línu.

ERNESTO CARDINAL: Já, ég...

ELÍAS MAR: Ég skildi hana...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Jú, jú, jú...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...fara að mála sig...

ELÍAS MAR: Ég skildi hann nefnilega mjög vel.

RITARINN: Að það væri bara...

ELÍAS MAR: En...

RITARINN: ...afsakið mig, viljið þið...

ELÍAS MAR: En svo sagði hann bara...

RITARINN: ...má ég bjóða...

ELÍAS MAR: Ég var góður í stafsetningu...

GEORGE SAND: Nei, nei, nei, nei...

Page 194: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

194

ERNESTO CARDINAL: ...rosalega mikið máluð...

WASSILY KANDINSKY: ...og aftur með íslenskt mál, þó svo að hann hafi notað það, samt, á mjög skapandi hátt.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hey! Heyrðu...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Jú, þetta er...Wassily, þetta er náttúrlega mjög einfalt, það sem hann Jón Gunnar var að segja. Hann var bara að tala um að vera, þú veist, vera ekki...

WASSILY KANDINSKY: [Grípur fram í] Ég skildi þetta — þetta komment, sko. Mér fannst þetta samt, svona... Mér finnst... Ég er einlægur aðdáandi en mér fannst þetta ekki samt, svona...

ELÍAS MAR: [Grípur fram í] Mér fannst þetta mjög gott komment.

RITARINN: Hvað?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hvað?

RITARINN: Hvaða komment var þetta?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hvaða komment?

WASSILY KANDINSKY: Hann sagði að stjórnmál væri eins og að vera í leshring...

RITARINN: Já!

Page 195: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

195

WASSILY KANDINSKY: ...sem fjallaði bara um ...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, mér fannst það mjög gott.

RITARINN: [Æstur] Já, Jón Gnarr!

ERNESTO CARDINAL: Já, mér fannst það mjög gott komment.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég er enginn einlægur aðdáandi þó ég sé í fjölskyldunni.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, já.

ERNESTO CARDINAL: Ég er einlægur aðdáandi.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég er í fjölskyldunni, sko.

RITARINN: Hvaða fjölskyldu?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Jón Gnarr fjölskyldunni.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hvernig var það þá?

RITARINN: Er það þá bara [...] bara í fermingarveislum...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þú ert að tala um Sigrúnu, þá.

ERNESTO CARDINAL: Nei, Þóru.

Page 196: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

196

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, ég er bara að tala um...

GEORGE SAND: Hilma, er þetta þitt?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...þú veist, Einar Örn og...

HILMA AF KLINT: Nei.

DÝRIÐ: ...Ernesto...

UNA GÍSLADÓTTIR: Í stórfjölskyldunni?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

HILMA AF KLINT: Stórfjölskyldunni.

Ringulreið og læti.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: En það... Það, þú veist...

DÝRIÐ: Þetta er líka kardínáli.

WASSILY KANDINSKY: Já, því vinkona mín var í — er gift manni sem var í...

RITARINN: Gift inn í fjölskylduna?

WASSILY KANDINSKY: ...með þarna...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Við hvaða...

Page 197: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

197

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hvaða mann? Hvaða mann?

ELÍAS MAR: Sem var í hljómsveitinni...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Vinkona þín sem að...

Hlátur.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Vinkona þín sem að býr með honum...

RITARINN: Í Sykurmolunum eða?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, já, þú veist, en ég — við kusum samt ekki Besta flokkinn.

ELÍAS MAR: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Við hver?

WASSILY KANDINSKY: Hún er með bassaleikaranum í Sykurmolunum.

RITARINN: Þau eru hjón.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þetta eru hjón — eða vinkona mín...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: [Grípur fram í] Hjónin á Suðurgötunni!

RITARINN hlær.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Búa í húsi

Page 198: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

198

Burtonshjónanna.

Hlátur.

DÝRIÐ: Hvaða Burtons?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Burton.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Burton og Taylor.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Burton og Taylor.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Maríneraða húsið.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Maríneraða húsið, Burton og Taylor.

DÝRIÐ: Hvenær bjuggu þau þar?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það var þá.

ELÍAS MAR: Helga Backman og hérna...

DÝRIÐ: Já, já, Helgi Skúla?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég bý þar. Næst býð ég ykkur í, þú veist...

RITARINN: Hvar?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þar verður næsta...

Page 199: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

199

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hún!

DÝRIÐ: Það væri æðislegt.

RITARINN: Hvar?

DÝRIÐ: Æðislegt.

ERNESTO CARDINAL: Það var svo sorglegt hvað þau voru svo miklar...

RITARINN: Já, já, já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Stórir leikarar.

DÝRIÐ: Það lýst mér vel á.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Stórir leikarar, ha? Þetta er alveg svakalegt.

ERNESTO CARDINAL: ...á Suðurgötunni.

DÝRIÐ: Helga — Helgi og Helga. Það er alveg... Vá!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, ég meina... Þetta er náttúrulega bara mega eitthvað...

WASSILY KANDINSKY: Nei, það held ég ekki...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...eitthvað mega, sko.

WASSILY KANDINSKY: Nei, ég veit það ekki.

Page 200: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

200

ELÍAS MAR: Helgi og Helga hentu nú Ástu Sigurðar einhvern tímann út af Laugavegi 11.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, nei...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, það eru allir bara, hérna, sem maður hittir í...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ég er ekki búin að vera...

RITARINN: Allir hata Ástu Sigurðar!

GEORGE SAND: Nei, vitið þið hvað?

RITARINN: Enginn vildi hafa hana...

ELÍAS MAR: Nei, sko, þau vildu allavega ekki hafa einhverja vandræðagemsa.

GEORGE SAND: Ásta og Elías. Það sem gerðist var...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei...

WASSILY KANDINSKY: ...eitthvað mjög erfitt...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Helgi var náttúrulega... Helgi var náttúrulega svag fyrir mér, þannig að...

ELÍAS MAR: Mmm...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

GEORGE SAND: En Ásta, Ásta.

Page 201: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

201

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Og Helga, hún... [Lemur í borðið] ...þoldi það ekki. Nei, ég...

RITARINN skellir upp úr.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég — veistu það — mér finnst eins og ég sé stödd þarna í...

UNA GÍSLADÓTTIR hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...hvað heitir það? — þarna Vampyre — þarna Making of...

RITARINN: Buffy the Vampyre Slayer — ertu að meina það?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég er að meina...

UNA GÍSLADÓTTIR: Þú veist að Ásta var...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...making of — hérna...

UNA GÍSLADÓTTIR: Ásta var alltaf...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...hvað er Vampyre?

ELÍAS MAR: Ertu viss um að Helgi hafi ekki bara svag fyrir mér og þess vegna hafi hún...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hvað heitir aftur...

Page 202: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

202

RITARINN: Já!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Heyrðu!

RITARINN: Þarna kemur eitthvað.

WASSILY KANDINSKY: Gæti verið.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Við ÁSTU SIGURÐARDÓTTUR] Halli, hvað heitir aftur myndin um, hérna, Making of — hérna...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Það er enginn — það er enginn Halli við þetta borð.

RITARINN: Ásta mín, elskan mín.

ELÍAS MAR: Jú, hann er hérna. Halli!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN hlær.

ELÍAS MAR: Halli...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Heyrðu, hvað heitir...

RITARINN hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hvað heitir aftur...

UNA GÍSLADÓTTIR: Þetta er orðið brúðuleikhús.

Fleiri hlæja.

Page 203: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

203

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Sko, æi, hafiði séð myndina um Making of a — þú veist — Vampyre?

UNA GÍSLADÓTTIR: Brian? Brian?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ég var látin — ég var látin þegar þegar...

RITARINN: Já, ertu að meina eftir Anne Rice?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei.

RITARINN: Jú, eftir bókinni eftir Anne Rice?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei.

RITARINN: Jú, þú ert pottþétt að meina Interview With a Vampyre.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei.

RITARINN: Nei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég er ekki að meina það.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Anne Rice...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég er að meina, hérna....

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...og...

RITARINN: Jú, sem þarna Tom Cruise leikur...

Page 204: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

204

WASSILY KANDINSKY: Sean Penn leikur, hérna, söngvarann í...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég er ekki að tala um neinn Sean Penn.

WASSILY KANDINSKY hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég er bara að meina, þarna...

RITARINN: Nei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...ég held það sé hérna...

GEORGE SAND: This must be the...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...Willem Dafoe leikur einhvern svona...

WASSILY KANDINSKY: Ha?

UNA GÍSLADÓTTIR: Willem Dafoe?

RITARINN: Ha, bíddu, nú er... Hvað er þetta sem þú ert að meina?

ELÍAS MAR: Interview With a Vampyre?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei.

RITARINN: Nei, það er Tom Cruise og...

HILMA AF KLINT: ...Dafoe leikur í...

Page 205: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

205

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Sko, það er mynd...

RITARINN: Jú...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...og það er mynd gerð...

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, já...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það er mynd gerð um...

HILMA AF KLINT: Ehh...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...mynd, hérna, um einhverja Vampyre.

UNA GÍSLADÓTTIR: Antichrist?

HILMA AF KLINT: Antichrist?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, Antichrist?

Ringulreið um stund.

GEORGE SAND: ...vampíra?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, bíddu, það er mynd um...

UNA GÍSLADÓTTIR: [Grípur fram í] Þetta er ofan mínum skilningi, allt saman.

Page 206: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

206

DÝRIÐ: Ah, er þetta...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Heyrðu, má ég hringja í vin eða?

RITARINN: Já, nú má hringja í vin.

DÝRIÐ: Það má.

RITARINN: En spurðu salinn fyrst.

HILMA AF KLINT: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég meina, þetta er mynd um, semsagt, Making of — þú veist — Vampyre...

DÝRIÐ: Voru þetta þrjár myndir?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...hérna, eitthvað svona...

GEORGE SAND: Vampyre Diaries? Vampyre...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, svona...

RITARINN: Twilight?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, hérna...

UNA GÍSLADÓTTIR: Twilight?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...svona,

Page 207: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

207

Úkraína, nei, hérna, Ungverjaland eitthvað, þú veist, eitthvað...

RITARINN: Transylvaníu?

WASSILY KANDINSKY: Ertu að tala um, hérna, bara vampíruna?

RITARINN: Hvaða?

WASSILY KANDINSKY: Hvernig hugmyndin um vampíruna varð til eða?

UNA GÍSLADÓTTIR skellir upp úr og aðrir fylgja í kjölfarið.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Konseptið?

WASSILY KANDINSKY: Nei, ég er bara að reyna að skilja hvað hún er að meina.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hvaða hattur er þetta?

Hlátur.

GEORGE SAND: Hann er stórkostlegur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Mér finnst ekki hægt að ávarpa með — mann með svona hatt, sko.

WASSILY KANDINSKY: Núna er...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Rosalega eruð þið ómenntuð...

Page 208: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

208

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Segðu okkur...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...ef þið vitið ekki hvaða mynd þetta er.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Segðu okkur...

RITARINN: Hvaða mynd...

GEORGE SAND: Ertu að tala um Nosferatu?

WASSILY KANDINSKY: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, Making of Nosferatu.

WASSILY KANDINSKY: [Samtímis ÞÓRU PÉTURSDÓTTUR THORODDSEN] Nosferatu, já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Vassily, segðu okkur frá...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Þekkir einhver það? Nei, það þekkir auðvitað enginn það.

ERNESTO CARDINAL: Já, segðu okkur það. Það væri gaman að heyra...

RITARINN hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, já — jábabbaba...

GEORGE SAND: Dýr, er til meira vín?

Page 209: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

209

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

DÝRIÐ: Á ég meira vín, já.

GEORGE SAND: Er það?

WASSILY KANDINSKY: Og hún málaði alveg frábærar myndir.

GEORGE SAND: Nei, það er ekki á borðinu.

DÝRIÐ: Jú, það er ekki á... Jú, hérna.

GEORGE SAND: Er það?

RITARINN: Já.

WASSILY KANDINSKY: Semsagt, ég kom til München...

DÝRIÐ: Það er nóg til.

WASSILY KANDINSKY: ...og var ný...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: [Grípur fram í] Manstu hvað þú varst gamall þá?

WASSILY KANDINSKY: Ég var þrítugur.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já, já, já, já.

WASSILY KANDINSKY: Og ég var...

DÝRIÐ: Hvar varstu, segirðu?

WASSILY KANDINSKY: Ég tók...

Page 210: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

210

GEORGE SAND: [Við DÝRIÐ] Í München.

DÝRIÐ: Já.

WASSILY KANDINSKY: ...tók skarpa U-beygju í lífinu.

DÝRIÐ: Ókei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: München.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Við skilnaðinn eða?

WASSILY KANDINSKY: Nei, eh, sko, ég semsagt... Fjölskyldan mín — þau vildu að ég myndi verða lögfræðingur. Og ég varð lögfræðingur og viðskiptafræðingur. Og ég menntaði mig í því. En síðan, bara, þegar ég var, bara, að byrja að vinna sem slíkur, þá bara hætti ég. Ég sá bara að það var eitthvað annað — ég hafði bara einhverja aðra köllun. Ég flutti til München, fór í skóla þar — í myndlistarskóla — þegar ég var þrítugur.

ERNESTO CARDINAL: Þú byrjaðir að læra þrítugur?

WASSILY KANDINSKY: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Lágt] Vá!

ERNESTO CARDINAL: Varstu þá búinn að...

WASSILY KANDINSKY: Þá var ég búinn að læra... Þá var ég búinn að fara í lagaskóla og hérna...

Page 211: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

211

ERNESTO CARDINAL: En varstu búinn að vera að mála eða teikna eitthvað fyrir þennan tíma?

WASSILY KANDINSKY: Já, bara svona eins og krakkar gera og svona.

ERNESTO CARDINAL: Já.

WASSILY KANDINSKY: En hérna... En það bara, ég bara... Það helltist yfir mig einhver, hérna... [Stutt þögn] ...köllun.

ERNESTO CARDINAL: Já.

WASSILY KANDINSKY: Endaði skrifaði ég síðan, hérna, bókina um, hérna, hið...

UNA GÍSLADÓTTIR: Andlega í...

WASSILY KANDINSKY: ...andlega í listinni, vegna þess að ég var innblásinn af inn — innri þörf.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bíddu, hver gaf þá bók út?

WASSILY KANDINSKY: Hann. Hann sjálfur og bara, já...

ERNESTO CARDINAL: Ég, sagði hann.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þú!

HILMA AF KLINT: Wassily!

WASSILY KANDINSKY: Ég sjálfur — ég gaf hana

Page 212: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

212

sjálfur út.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: En segðu...

DÝRIÐ: Skrifaði hana.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: En segðu mér, hvenær varstu í fyrst...

WASSILY KANDINSKY: Ég var með félag. Við vorum nokkrir þarna...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Blaue...

WASSILY KANDINSKY: ...vinir okkar.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

ERNESTO CARDINAL: Varstu ekki með Paul Klee og...

WASSILY KANDINSKY: Jú.

ERNESTO CARDINAL: ...pedagókíska...

WASSILY KANDINSKY: Jú, það var bara eins og... eins og það væri einhver, sko, hérna, einhver andi og við værum, bara, innblásnir af — og við öll — innblásin af einhverju, sko, hérna, einhverju mjög sterku og órökrænu. Þannig að við bara... Og við, þú veist...

UNA GÍSLADÓTTIR: [Grípur fram í] Veistu hvaðan það kom?

Page 213: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

213

WASSILY KANDINSKY: Nei, það kom innan úr okkur, sko.

RITARINN: Kannski veit biskupinn...

UNA GÍSLADÓTTIR: Var einhver heimspeki...

RITARINN: ...eða prestsdóttirin.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...sem var í gangi?

WASSILY KANDINSKY: Já, það svona, náttúrulega þetta Blavatsky og guðspeki ákveðin og eitthvað svona. Og, hérna, það var, svona, einhver svona...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] En gæti það hafa komið annarstaðar innan úr ykkur?

ERNESTO CARDINAL: Já.

WASSILY KANDINSKY: ...einhver leit að einhverju öðru en efnislegu. Vegna þess að efnið sem við erum að — og efnis, hérna...

UNA GÍSLADÓTTIR: [Grípur fram í] En það getur ekki hafa verið frá amfetamíni, er það?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Var búið að — varstu eitthvað að fá þér í nös?

HILMA AF KLINT: Var þetta ekki meira kókaín?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN hlær stuttlega.

Page 214: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

214

WASSILY KANDINSKY: Ja, það var náttúrulega...

DÝRIÐ: Ópíum?

WASSILY KANDINSKY: ...hérna...

DÝRIÐ: Var ópíum?

WASSILY KANDINSKY: ...svona andi tímans.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...og eitthvað svona.

RITARINN: Það er eitt...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...ópíum...

RITARINN: [Við ÞÓRU PÉTURSDÓTTUR THORODDSEN] Á ég að fylgja þér?

Óskýrt skvaldur.

RITARINN: Já, ég ætla að gera það. Nei, ég ætla... Ég ætla bara... Ég ætla aðeins, bara, að fylgja þér.

RITARINN fylgir ÞÓRU PÉTURSDÓTTUR THORODDSEN á klósettið. Orð í belg og biðu, einungis brot heyrast um stund.

WASSILY KANDINSKY: En við vorum ekki heltekin af fíkn eins og fíklar verða. Það var ekki eins og við værum eitthvað gengi sem væri bara eitthvað að selja dóp og svona.

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei.

Page 215: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

215

WASSILY KANDINSKY: Heldur opnaði þetta, bara, greinilega fyrir, samt, einhverja svona...

UNA GÍSLADÓTTIR: Einhver svona — einhver svona útvíkkun.

WASSILY KANDINSKY: [Á innsoginu] Já.

GEORGE SAND: Það var svo mikið...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hvaða ár var þetta?

GEORGE SAND: ...í gangi á þessum tíma.

HILMA AF KLINT: Nákvæmlega.

UNA GÍSLADÓTTIR: Það er alveg rétt.

WASSILY KANDINSKY: Þetta var í byrjun 19. eða semsagt 20. aldar.

ERNESTO CARDINAL: Þetta var rosalegt...

GEORGE SAND: En þú og Malevich? Núna finnst mér...

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég held líka oft að það hafi...

GEORGE SAND: ... ég slæ ykkur svolítið oft saman.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...verið ákveðin uppgötvun...

WASSILY KANDINSKY: Við þekktumst ekki mikið.

Page 216: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

216

UNA GÍSLADÓTTIR: ...á ákveðnum, hérna...

GEORGE SAND: Þið þekktust ekki mikið?

UNA GÍSLADÓTTIR: ...eiginleikum...

WASSILY KANDINSKY: Nei, og hann var í, sko...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...geymdi með sér...

WASSILY KANDINSKY: ...konstrúktívismanum og meira í Rússlandi.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...ákveðinn kraft.

WASSILY KANDINSKY: En ég var...

GEORGE SAND: En hver gerir... [Lok setningar óskýr]

WASSILY KANDINSKY: Ha?

GEORGE SAND: Hver gerir... [Lok setningar óskýr]

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Það er bæði röntgenmyndin...

GEORGE SAND: Já, sem á að vera fyrsta abstrakt málverkið...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...ekkert vísindalegt eða tæknilegt...

HILMA AF KLINT: Nei.

GEORGE SAND: Núna veit ég ekki

Page 217: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

217

HILMA AF KLINT: ...vakning...

WASSILY KANDINSKY: Kandinsky...

UNA GÍSLADÓTTIR: Með fíkninni gastu fangað það.

WASSILY KANDINSKY: ...eða ég — ég gerði fyrsta abstrakt málverkið.

GEORGE SAND: Og er það gult?

WASSILY KANDINSKY: Nei, það heitir ekki [...] Það heitir bara...

UNA GÍSLADÓTTIR: Já.

WASSILY KANDINSKY: ...vatnslitamynd.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já.

GEORGE SAND: Það heitir bara vatnslitamynd?

WASSILY KANDINSKY: Já, það er frá nítjánhundruð...

ERNESTO CARDINAL: Já, ég held að þetta sé eins og, þú veist...

HILMA AF KLINT: ...Malevich — hann gerir...

ERNESTO CARDINAL: ...að núna er komin svona opin kynslóð...

HILMA AF KLINT: ...hvað — 1919 eða?

Page 218: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

218

ERNESTO CARDINAL: ...miklu opnari en...

GEORGE SAND: Nítjánhundruð og nítján, á sýningunni, sem var svo ótrúlega skemmtilega hengd upp — sem var talin vera fyrsta...

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég er ekkert ...

GEORGE SAND: ...hérna, módern art sýningin.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...formæður mínar...

RITARINN: Nei.

WASSILY KANDINSKY: Kandinsky var búinn að gera þetta. En, sko, Hilma af Klint er talin hafa, samt...

HILMA AF KLINT: Nítjánhundruð og átta.

WASSILY KANDINSKY: ...verið búin — 1908 og 1909 — að gera sín verk. En það var algjörlega aflokað og það sá það enginn, sko.

HILMA AF KLINT: En...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: En þau voru samt gerð og í dag, náttúrulega, ef maður horfir á... Þau eru á undan.

WASSILY KANDINSKY: Já, þá eru þau á undan.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

HILMA AF KLINT: En, en, en...

Orð í belg og biðu.

Page 219: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

219

WASSILY KANDINSKY: Það var bara svona rosalega....

HILMA AF KLINT: Samtímis!

WASSILY KANDINSKY: Ég er að segja það. Það var ekki rökrétt — þetta var ekki rökrétt — þetta var ekki eitthvað svoleiðis...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...skipti mér ekki svo mikið af því fólki sem...

WASSILY KANDINSKY: ...heldur var eins og það hafi komið einhver andi sem hefur bara fyllt fullt af fólki — það gerist ótrúlega oft í sögunni — fyllt fullt af fólki af sömu hugmyndinni. Og svo kemur hún bara fram...

DÝRIÐ: En var ekki líka málið að...

WASSILY KANDINSKY: ...mismunandi...

DÝRIÐ: ...það var búinn að vera friður í Evrópu svolítið lengi?

WASSILY KANDINSKY: Þarna?

DÝRIÐ: Já.

GEORGE SAND: Þetta var fyrir... Þetta var fyrir fyrri heimsstyrjöldina.

DÝRIÐ: Þetta var svolítið góður tími.

WASSILY KANDINSKY: Já.

Page 220: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

220

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, gamli heimurinn hvarf.

DÝRIÐ: Þetta var svolítið góður tími og fólk þurfti kannski ekki að vera svona praktískt, gat aðeins farið að hugsa og...

WASSILY KANDINSKY: Já, hann — hann átti náttúrulega peninga og svona.

DÝRIÐ: ...spekúlera.

WASSILY KANDINSKY: Ég held að foreldrar hans hafi ekkert...

HILMA AF KLINT: En vitiði...

WASSILY KANDINSKY: ...foreldrar mínir...

HILMA AF KLINT: Má ég bæta við einu sem gerist líka? Af því að þú segir tæknin sem kemur inn...

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég, ég...

HILMA AF KLINT: Bíddu, bíddu, ég ætla aðeins... Að það koma, hérna, ljósmyndin kemur inn. Og það er hægt að taka, sko, ljósmyndir af því sem er að gerast — það þarf ekki lengur að vera að mála og kópíera og búa til svoleiðis frásögn. Þannig að myndlistin, hún snýr sér meira að innra lífi...

WASSILY KANDINSKY: [Grípur fram í] Já, hún þurfti náttúrulega að bara uppgötva sig upp á nýtt.

DÝRIÐ: Já.

Page 221: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

221

HILMA AF KLINT: Já, ekki bara að hún þurfi, heldur hún fær leyfi — hún fær, sko, speis allt í einu. Hún þarf ekki að vera að vasast þarna — hún tekur bara næsta — getur alltaf verið að fást við eitthvað. Og í raun og veru er módernisminn alveg ofboðslega spírítístískur.

WASSILY KANDINSKY: Já.

ERNESTO CARDINAL: Hann er það.

HILMA AF KLINT: Og...

WASSILY KANDINSKY: En eins og ég er búinn að segja líka...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hann er það.

HILMA AF KLINT: Hann er bara það sem hann er.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Bara það sem hann er.

WASSILY KANDINSKY: Þetta var fullkomlega rökrétt framhald...

UNA GÍSLADÓTTIR: Það hefur nú afskaplega lítið...

WASSILY KANDINSKY: ...en samt svo — þú getur séð það í baksýnisspeglinum, þá var það...

UNA GÍSLADÓTTIR: Það sagði nú góður maður sem bjó hjá mér, að hann hefði nú afskaplega lítið með kvikmyndir að gera — spíritisminn.

Orð í belg og biðu.

Page 222: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

222

HILMA AF KLINT: Nei...

ERNESTO CARDINAL: Ef þú vissir...

WASSILY KANDINSKY: Við erum að tala...

UNA GÍSLADÓTTIR: [Stemningin róast] En hann sagði mér aftur á móti að kvikmyndin hefði haft mikil áhrif á Degas.

ERNESTO CARDINAL: En, já, hreyfinguna.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hreyfingin.

ERNESTO CARDINAL: En, sko, hérna, ef við...

UNA GÍSLADÓTTIR: Og kúbistana.

ERNESTO CARDINAL: ...ef þú þarft ekki lengur að vera að...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, en...

ERNESTO CARDINAL: ...mála þetta og reyna að ná þessu...

DÝRIÐ: Já, þarft ekki að...

ERNESTO CARDINAL: ...hvar — hvert ætlarðu að fara? Hvað...

UNA GÍSLADÓTTIR: Og sami — sami góði — sami góði maður sagði...

Page 223: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

223

DÝRIÐ: Þú þarft ekki lengur að mála sögu eða hreyfingu...

UNA GÍSLADÓTTIR: Sami góði maður sagði mér líka að það hefði orðið...

GEORGE SAND: Eða hérna.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...sprenging, vegna þess að allir við — allir þessir góðu málarar — þeir höfðu allir málað landslag og voru allir svona meira eða minna meðalmenn í því fagi.

RITARINN: Ertu að meina eins og Þóra?

HILMA AF KLINT hlær.

UNA GÍSLADÓTTIR: Svo snéru þeir sér að því að búa til þessi nýju — nýju sérkennilega víðu verk sem voru háð litum og teikningu og formum. Og þá springa þeir út.

WASSILY KANDINSKY: Já, en á sama tíma verður líka að segja að tónlistin var líka að opna upp.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN fer að flyglinum og byrjar að spila.

DÝRIÐ: Já!

UNA GÍSLADÓTTIR: Gríðarlega — gríðarlega mikið.

RITARINN: Vúhú!

DÝRIÐ: Æðislegt.

Page 224: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

224

WASSILY KANDINSKY: Og Kandinsky — eða ég semsagt — er bara alltaf að tala við þarna, hann, hérna, Schönberg, sko.

UNA GÍSLADÓTTIR: Malevich...

WASSILY KANDINSKY: Við erum alltaf að eitthvað að pæla í þessu...

UNA GÍSLADÓTTIR: Malevich vinur þinn var eflaust bara...

DÝRIÐ: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...litla akra.

WASSILY KANDINSKY: ...og ég var að brjóta niður, hérna...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Eins og hann gerði þegar hann kom til baka.

DÝRIÐ: Málverkið.

WASSILY KANDINSKY: ...representeisjónal, sko.

DÝRIÐ: Já.

GEORGE SAND: Einmitt.

WASSILY KANDINSKY: Þannig að saman vorum við... Hann gerði atónal og ég gerði abstrakt.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: En hvað með — hvenær varðstu fyrst vör við, hérna, samskiptin í...

Page 225: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

225

WASSILY KANDINSKY: Ja, það var þarna um nítjánhundruð og tíu, ellefu, sirka þegar við Gabriela vorum að byrja saman.

DÝRIÐ: Já.

WASSILY KANDINSKY: Gabriele.

UNA GÍSLADÓTTIR: Gabriele.

RITARINN: Ertu að meina Gabríela Friðriksdóttir eða?

Orð í belg og biðu.

RITARINN: Ha?

WASSILY KANDINSKY: Nei, nei, nei...

RITARINN: Bíddu, voru þið saman?

WASSILY KANDINSKY: Gabriele...

RITARINN: Mér finnst það ótrúlega magnað.

UNA GÍSLADÓTTIR: Jú.

WASSILY KANDINSKY: Gabriele...

DÝRIÐ: Heldurðu að það hafi eitthvað haft með það að gera að þú varst nýbyrjaður í svona kynlífssambandi?

RITARINN: Eitthvað dálítið svona...

WASSILY KANDINSKY: Nei, ég held að ég hafi ekki verið neitt rosalega....

Page 226: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

226

ERNESTO CARDINAL: Já, samskiptin...

RITARINN: Kyn...

WASSILY KANDINSKY: ...mikil...

RITARINN: Kynvera?

WASSILY KANDINSKY: Jú, en samt ekki, sko...

DÝRIÐ: Pottþétt!

RITARINN: Pottþétt!

WASSILY KANDINSKY: Jú, ég var það náttúrulega alveg. En, sko, samt, ég var sko svona...

ERNESTO CARDINAL: En þær eru svo nálægt, heilastöðvarnar...

WASSILY KANDINSKY: ...engin, svona, hérna...

DÝRIÐ: Tölur.

WASSILY KANDINSKY: ...hvað heitir það hérna? — einhver svona glaumgosi.

DÝRIÐ: Nei, en þú byrjar í sambandi við þessa konu.

WASSILY KANDINSKY: Já.

DÝRIÐ: Var það ekki...

RITARINN: [Hrópar] ...Þóra í píanóinu.

Page 227: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

227

WASSILY KANDINSKY: ...einhver veginn — mjög sterkt virðist hafa gerst.

DÝRIÐ: Já, þú hefur þá kannski farið að pæla meira skynrænt og...

WASSILY KANDINSKY: Ég meina, þá var ég með annarri — giftur einhverri annarri, sko, og það gerðist eitthvað saman. Hún var líka myndlistarkona.

RITARINN hlær stuttlega.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, en það sagði mér hann Erlendur minn...

WASSILY KANDINSKY: ...spenna í því, sko.

UNA GÍSLADÓTTIR: Hann sagði mér það nú, hann Erlendur minn...

DÝRIÐ: Hvað segirðu?

WASSILY KANDINSKY: Hann Erlendur.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, hann sýndi mér það á Listasafni Íslands...

WASSILY KANDINSKY: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...einmitt á þeirri sýningu sem við sjáum hérna í kvöld — að hún Þóra...

WASSILY KANDINSKY: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...og systir hennar...

Page 228: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

228

WASSILY KANDINSKY: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...teiknuðu eins og fyrir þeim var lagt og gerðu það bara mjög vel. En kannski óskuðu þær sér að gera eitthvað meira, eins og Erlendur minn segir alltaf að menn þurfi að gera.

ERNESTO CARDINAL: Heyrðu.

UNA GÍSLADÓTTIR: Tjá meira sinn innri mann. Og það gerði síðar hún Róska.

WASSILY KANDINSKY: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Og einmitt hér, inni á þessari sýningu hér, sjáum við hvernig teikningin er mjög svipuð. Annars vegar er hún frjáls. [Stutt þögn] Og hins vegar er hún eftir — eftir — eftir bókinni.

ERNESTO CARDINAL: Og hérna á móti hvort öðru.

ELÍAS MAR: Er þetta Róska?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Mmm, hmm...

WASSILY KANDINSKY: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Hérna uppi á vegg. Og það er einmitt það sem hann Erlendur minn barðist fyrir.

WASSILY KANDINSKY: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Að menn fengju að tjá sig og reyndu nú að víkka út þetta þrönga sjónarmið.

Page 229: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

229

WASSILY KANDINSKY: Mmm, hmm...

HILMA AF KLINT: Hugsaðu þér!

WASSILY KANDINSKY: Það var náttúrulega það sem...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...og hugsa þessa hluti upp á nýtt.

WASSILY KANDINSKY: ...það sem að... þetta... þessi leit inn í spírítisma náttúrulega, bara, gengur út á — að reyna að víkka og komast einhvern veginn út fyrir þessi skynfæri sem við erum föst í.

UNA GÍSLADÓTTIR: Eða veita...

WASSILY KANDINSKY: ...og finna...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...eða veita þessa ADHL útrás.

DÝRIÐ hlær.

WASSILY KANDINSKY: Já.

ERNESTO CARDINAL: Eða sko...

RITARINN: ADHL?

DÝRIÐ: ADSL?

RITARINN: Athyglisbrestur?

UNA GÍSLADÓTTIR: Hvað heitir það?

Page 230: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

230

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ADSL.

Öll hlæja.

RITARINN: ADHD.

Ringulreið og læti.

WASSILY KANDINSKY: ADHD. En ég meina, við vitum öll... Við vitum öll að það er eitthvað annað skynfæri. Við erum...

ERNESTO CARDINAL: Nei, það er...

WASSILY KANDINSKY: ...með eitthvað annað skynfæri.

RITARINN: [Við ÞÓRU PÉTURSDÓTTUR THORODDSEN] Kvelst vísindamaðurinn alveg bara...

ERNESTO CARDINAL: Það er ekkert beint annað skynfæri, held ég,

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bíddu, er ekki það sem við höfum alveg nóg eða?

UNA GÍSLADÓTTIR: Jú.

ERNESTO CARDINAL: En, þú veist, það sem við sjáum...

UNA GÍSLADÓTTIR: Já...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nægir mér alveg...

Page 231: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

231

UNA GÍSLADÓTTIR: Það nægir mér mjög...

GEORGE SAND: [Við ERNESTO CARDINAL] Viltu fá hattinn?

ERNESTO CARDINAL: Já, má ég fá hattinn?

WASSILY KANDINSKY: Það eru margir sem vilja...

DÝRIÐ: Ernesto!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, við viljum meira...

DÝRIÐ: Suss, suss, suss...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...í mínu umdæmi að það var alltaf verið að berja þær niður.

WASSILY KANDINSKY: Þóra.

DÝRIÐ: Hlustið á Kardinálann.

ERNESTO CARDINAL: Sko, málið er það að það er kannski ekki eitthvað annað skynfæri, heldur er það þannig að — að þegar við horfum á eitthvað og það fer inn í heilann...

WASSILY KANDINSKY: [Grípur fram í] Það er náttúrulega ekki búið að skýra það til fulls, bara, hvað gerist við þetta akkúrat...

ERNESTO CARDINAL: Við heyrum — við heyrum eitthvað og það fer inn í heilann. Og við finnum lykt og áferð og allt þetta. En það er...

Page 232: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

232

RITARINN: ...mikilvægt rými eitthvað.

ERNESTO CARDINAL: Það er — já, mjög mikilvægt og vanmetið — þarna, það er... Það er bara prósenta — viss prósenta — sem fer í framheilann sem [...] bara nýjasti heilinn okkar. Og það er bara brot af því. Restin er bara það sem við getum kallað undirvitund. Þú veist, og... og... bara, þú yrðir bara brjálaður ef þú fengir alla þá skynjun sem er — af því að augun, sko, heilinn sér í raun og veru miklu meira en við sjáum.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, ég er að lesa alvega brjálæðislega intresant bók...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR segir eitthvað, en óskýrt.

ERNESTO CARDINAL: Akkúrat. Og svo eru...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...sem reyndar er komin út fyrir minn dag...

ERNESTO CARDINAL: ...svo eru bara þessar síur...

WASSILY KANDINSKY: Já.

ERNESTO CARDINAL: ...og það er bara ákveðið sem þú færð...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hún heitir — hún heitir Always Dark.

WASSILY KANDINSKY: Já, og síurnar hjá sumum eru kannski frekar...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Sacks?

Page 233: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

233

WASSILY KANDINSKY: ...þétt ofnar. En hjá sumum...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Oliver Sacks?

WASSILY KANDINSKY: ...eru þær kannski svolítið...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Sacks?

ERNESTO CARDINAL: En ef þær eru...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...Sacks.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Oliver Sacks.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Sem er, jú...

RITARINN: Já, hann var einmitt...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hann var hérna.

WASSILY KANDINSKY: ...geðveiki...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bíddu, er hann Sacks?

WASSILY KANDINSKY: En það er náttúrulega...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Oliver Sacks.

WASSILY KANDINSKY: ...öll þessi frjósemi...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Sacks?

Page 234: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

234

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

WASSILY KANDINSKY: Allavega allir þessir frumkvöðlar hafa verið...

GEORGE SAND: Hlustum á hattinn.

WASSILY KANDINSKY: ...alveg á mörkunum.

ERNESTO CARDINAL: Alveg á mörkunum, mjög líklega, af því að...

Öll tala ofan í hvort annað í tvær sekúndur.

ERNESTO CARDINAL: ...of mikinn aðgang að bara...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég er að lesa bók....

ERNESTO CARDINAL: ...sem er bara — sem framheilinn einu sinni treystir sér ekki í að birta þér, sko.

WASSILY KANDINSKY: Ég var ekki geðveikur, sko.

RITARINN hlær.

WASSILY KANDINSKY: Ég var alveg snælduvitlaus.

ERNESTO CARDINAL: Nei, þú varst...

RITARINN: Nei.

WASSILY KANDINSKY: En ég var samt — af því að ég hélt traustataki í, þarna, lögfræðina og það — þá gat ég samt farið þarna, þú veist, svifið þarna upp á milli.

Page 235: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

235

ERNESTO CARDINAL: Já.

WASSILY KANDINSKY: En ég hélt mér samt fast.

ERNESTO CARDINAL: Akkúrat. En þetta er rosalegur svona — þetta er svolítið hættulegur leikur.

DÝRIÐ: Nei, verður maður ekki....

RITARINN: Nei...

DÝRIÐ: ...geðveikur ef maður er hræddur. Ef maður heldur að þetta sé hættulegur staður...

UNA GÍSLADÓTTIR: [Grípur fram í] Ég held að þetta sé svolítið — svolítið mikið í því...

DÝRIÐ: Ef maður heldur ekki að þetta sé hættulegur staður...

UNA GÍSLADÓTTIR: Vafist fyrir...

DÝRIÐ: ...þá held ég að maður...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Heyrðu, þú átt víst að þegja.

UNA GÍSLADÓTTIR: Það er það sem...

DÝRIÐ hlær.

UNA GÍSLADÓTTIR: Úthýsa ekki...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: You should shut up.

Page 236: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

236

UNA GÍSLADÓTTIR: ...úthýsa ekki skækjum.

DÝRIÐ: Ha?

ERNESTO CARDINAL skellir upp úr.

UNA GÍSLADÓTTIR: Úthýsa ekki drykkjufólki...

ERNESTO CARDINAL hlær áfram.

DÝRIÐ: Já.

GEORGE SAND: Úthýsa ekki skækjum?

UNA GÍSLADÓTTIR: ...heldur að reyna að hjálpa þeim...

WASSILY KANDINSKY: Já, þú varst akkúrat þar.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...til þess að hjálpa sér sjálf.

WASSILY KANDINSKY: Þú hafðir skilning á þessu.

UNA GÍSLADÓTTIR: Og þau...

RITARINN: Þú ert svo góð, Una mín.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...geta fengið útrás í því...

WASSILY KANDINSKY: Mmm...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...að lifa lífinu...

WASSILY KANDINSKY: Ef þeir bara fengju smá hlýju.

Page 237: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

237

UNA GÍSLADÓTTIR: [Ofan í orð WASSILY KANSINSKY] ...með þeim hætti sem þeim sýnist.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Og þess vegna ertu fyrirmynd Jóns Gnarr.

RITARINN: Þess vegna — þetta er það sem er kallað...

DÝRIÐ: Er það?

RITARINN: ...trú á mannkynið.

DÝRIÐ: Segir hann það — Una Gísladóttir?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ég segi það...

RITARINN: Hann bara...

WASSILY KANDINSKY: Ásta...

RITARINN: Ásta segir það.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já.

DÝRIÐ: Tvífarar.

RITARINN: Og hún hefur rétt fyrir sér.

DÝRIÐ: Já.

RITARINN: Ég vil meina það.

DÝRIÐ: Já.

RITARINN: Hún Ásta, sko.

Page 238: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

238

DÝRIÐ: Já.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Una... Una gaf tóninn.

DÝRIÐ: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Af því að það er ekki alltaf þannig að fólk praktíseri eftir, hérna...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Eftir munninum.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...orðum — orðum — orðum Guðs eða Krists.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Mmm, hmm...

RITARINN: Eða sínum eigin orðum einu sinni.

UNA GÍSLADÓTTIR: Eða geti — geti það yfirleitt. En maður þarf að reyna að finna út úr því og láta raunverulega verða að því sem þú vilt öðru fólki, það er að segja, góðvild og...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Mmm, hmm...

UNA GÍSLADÓTTIR: Og það er nákvæmlega það sem ég gerði.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Mmm, hmm...

UNA GÍSLADÓTTIR: Og sonur minn hélt því áfram.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Mmm, hmm...

WASSILY KANDINSKY: Og í pínulitlu húsi...

Page 239: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

239

UNA GÍSLADÓTTIR: Í pínulitlu rauðu húsi...

WASSILY KANDINSKY: ...var risastór heimur.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...var risastór heimur.

WASSILY KANDINSKY: Sem sannar það að það er ekki bara...

UNA GÍSLADÓTTIR: Og það...

WASSILY KANDINSKY: ...það sem við sjáum...

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, og það er líka raunverulega...

WASSILY KANDINSKY: ...sem skiptir máli.

UNA GÍSLADÓTTIR: Og ég man það — einhver sagði mér það löngu eftir að ég var dáin — að það var í litlu húsi...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Kom það fram á miðilsfundi?

Öll hlæja.

UNA GÍSLADÓTTIR: Það kom fram á miðilsfundi...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Það er að segja, mér var sagt það í gegnum allt...

ERNESTO CARDINAL: Ó, fyrirgefðu.

Page 240: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

240

RITARINN hlær.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...að í litlu húsi við Laugaveg — að vísu við Vesturgötu áður...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

WASSILY KANDINSKY: Hefur þú verið í...

RITARINN: Þetta er alveg eins og...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...þá var pínulítið heimili sem hét Smekkleysa.

DÝRIÐ: Ha?

RITARINN: Já.

WASSILY KANDINSKY: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Áður hét það Grammið.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

WASSILY KANDINSKY: Já, bakhús.

GEORGE SAND: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: Og það varð litli bjargvættur litla Íslands. Og þar gerðist ýmislegt sem var...

RITARINN: Á einum tíma.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, á einum tíma...

Page 241: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

241

ERNESTO CARDINAL: Smekkleysa á Laugaveginum? Baka til?

RITARINN: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...sem var mjög...

DÝRIÐ: Já, hliðina á ...

RITARINN: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...að menn tóku að sér marga skrýtna sveina og margar skrýtnar stúlkur. Og mörg þeirra hafa náð ansi langt í íslensku þjóðfélagi. Og náð langt út fyrir...

WASSILY KANDINSKY: Já, já, ábyggilega...

RITARINN: Landhelgina?

UNA GÍSLADÓTTIR: ...landsteinana.

RITARINN: Ertu að meina landhelgina?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Flissandi] Landhelgina?

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég er að tala um landhelgina.

RITARINN: Ertu að meina þúsund mílurnar?

Orð í belg og biðu.

UNA GÍSLADÓTTIR: Maður veit aldrei — maður veit aldrei um forsendurnar.

Page 242: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

242

RITARINN: Nei. Hvernig er þetta aftur með landhelgina?

UNA GÍSLADÓTTIR: En það er svolítið...

RITARINN: Þrjúhundruð mílur?

UNA GÍSLADÓTTIR: Maður þarf að gæta að því...

DÝRIÐ: Nei, nei, nei, nei.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...maður þarf að...

RITARINN: Tvöhundruð mílur?

UNA GÍSLADÓTTIR: ...halda utan um þannig fólk...

RITARINN: [Syngjandi] Hún fór út fyrir 200 mílur.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...svo það fái að þroskast og þróa sig.

DÝRIÐ: Já.

RITARINN: Ég er að spá í að fara að píanóinu.

UNA GÍSLADÓTTIR: Og mér var sögð sú saga að þegar þetta unga fólk kom fram af krafti þá vildu flestir þá niður kveða.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Mmm, hmm...

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég get ímyndað mér að það hafi verið mjög svipað því sem gerðist í Unuhúsi.

Page 243: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

243

ERNESTO CARDINAL: Mmm, hmm...

UNA GÍSLADÓTTIR: Allir vildu þessa stubba drepa.

ERNESTO CARDINAL: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: En það var einmitt í þessu litla húsi sem þetta fólk fékk að þróast. Og fékk að tjá sig...

RITARINN: Grasrótin.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...og fékk að öskra.

RITARINN: Manstu?

UNA GÍSLADÓTTIR: Og það var...

ERNESTO CARDINAL: Og fékk að öskra?

UNA GÍSLADÓTTIR: Það fékk að öskra.

ELÍAS MAR: Já.

DÝRIÐ: Já, öskrið...

UNA GÍSLADÓTTIR: [Hleypir DÝRINU ekki að] Og það var einmitt það sem gerðist — undrið gerðist — þetta fólk fór út um allan heim...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í, skeptísk] Var þetta — var þetta þannig?

Þögn, svo stuttur hlátur.

Page 244: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

244

RITARINN: Vísindamaðurinn, nú kemur vísindamaðurinn. Vísindamaðurinn er með hattinn.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...bara, þú veist, ég er ekki alveg...

RITARINN hlær.

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég veit allavega að þetta var í litlu húsi...

RITARINN: Það var rautt.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, bara eins og þetta hafi verið eitthvað svona merry-go-round eitthvað, þú veist, ég meina, hvaða...

UNA GÍSLADÓTTIR: Það var nákvæmlega svona. Ég veit það vegna þess að ég lifði það.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

DÝRIÐ: Af hverju haldið þið að fólk myndi frekar vilja vera vont og frekt og eigingjarnt...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei...

DÝRIÐ: ...en ekki...

WASSILY KANDINSKY: Mér finnst það ekki meika neinn sens...

ERNESTO CARDINAL: Fólk vill vel!

DÝRIÐ: Mér finnst...

Page 245: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

245

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...þú veist...

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég held að það sé að njóta lífsins eða...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...ég held bara að það sé...

DÝRIÐ: Nema það sé hrætt.

ERNESTO CARDINAL: Það eru fæstir!

DÝRIÐ: Nema það sé hrætt.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Sumir vilja bara vera vinsælir með stóra tónleika í Hörpunni, skilurðu?

DÝRIÐ: Já, kannski...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Og eru ekkert að pæla í að fara út fyrir landhelgina...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þetta snýst ekkert um það — það er ekki andstæða þess sem hann var að segja...

DÝRIÐ: Ja, heldurðu að það vilji ekki...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég er bara að segja ...

UNA GÍSLADÓTTIR: Andstæða hvers?

RITARINN: Ha?

Page 246: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

246

UNA GÍSLADÓTTIR: Hún eða hann?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, bíddu, ég — ég verð að fá boltann hérna — ég var að taka við boltanum.

DÝRIÐ: Jú.

WASSILY KANDINSKY: Þú getur kannski farið og hringt í Bubba Morthens og...

Ringulreið og læti, einungis örfáar setningar heyrast skýrt.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Eða Helga Björns!

UNA GÍSLADÓTTIR: Menn fengu að... [Stutt þögn] ...þróast.

Meiri læti.

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, nei, nei, nei — þetta var ekki þannig.

Áfram læti.

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, í litla húsinu gerðist það...

ERNESTO CARDINAL: Mér finnst það svo skiljanlegt. Mér finnst það svo sætt.

RITARINN: Hvað?

ERNESTO CARDINAL: Að þetta megi.

Page 247: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

247

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég held að þetta hafi ekkert verið þannig.

Ennþá ringulreið. RITARINN hlær.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei, hann var að tala um — hann var að tala um Grammið og...

RITARINN: Ég veit ekki hver...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég meina, ég er bara, þú veist... [Setur upp tilgerðarlega rödd] „Allir fengu að gera allt...”

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...og sveitaböll...

WASSILY KANDINSKY: Nei, hann var ekki að tala um þá. Hann var að tala um, þú veist...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Jú, ég held að þetta hafi bara verið massíft listaofbeldi.

WASSILY KANDINSKY: ...sem eru svona borgaralega...

RITARINN: [Undrandi] Í alvöru? Heldurðu það?

UNA GÍSLADÓTTIR: Lista...

WASSILY KANDINSKY: ...valda, eitthvað, dadada...

UNA GÍSLADÓTTIR: Hvað þýðir listaofbeldi?

WASSILY KANDINSKY: ...sem vilja...

Page 248: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

248

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bara að það hafi verið...

WASSILY KANDINSKY: ...banna, svona, róna og fyllibyttur sem að...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...er hann þá bara listamaður...

UNA GÍSLADÓTTIR: Það var enginn...

RITARINN: Ofboðslega...

UNA GÍSLADÓTTIR: Það voru — það voru allir á móti...

Ringulreið og læti.

WASSILY KANDINSKY: ...móti Þórbergi Þórðarsyni og, þú veist...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hvað voru margir að...?

WASSILY KANDINSKY: ...þetta er bara...

Læti.

WASSILY KANDINSKY: ...það hefur ekkert með Björgvin Halldórsson eða Bubba að gera.

Áfram læti.

ELÍAS MAR: ...samfélaginu, bara...

Page 249: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

249

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, það er það sem ég er að segja.

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég var bara — ég var bara...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, það er það sem ég er að segja. Það er það sem ég er að segja.

ELÍAS MAR: ...vera einhvern veginn aðal týpan í — aðal týpan í...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Heyrðu, þetta eru... Sko, þetta eru konur sem ég...

WASSILY KANDINSKY: Já, en það sem ég...

ELÍAS MAR: Þú velur þér...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...það sem ég...

ELÍAS MAR: ...eftir áhugamálum og svo vinnur þú þig upp mismunandi stiga.

DÝRIÐ: Ekki málið!

Hlátur og læti, einungis brot úr setningum heyrast skýrt.

ELÍAS MAR: ...og við veljum eða við tökum eitthvað alternatíf að verða...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...algjört bull...

Page 250: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

250

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei...

RITARINN: [Undrandi] Ertu að grínast?

Læti og hlátur, einungis brot heyrast.

ELÍAS MAR: ...það er einhverskonar félagsskapur...

RITARINN: Una mín, þú ert svo sæt!

Áfram læti.

RITARINN: Ertu að meina... Ertu að meina fána Íslands?

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég er að meina fána...

RITARINN: Ertu að meina — ertu að spyrja mig hvort ég hafi...

Áfram læti.

RITARINN: Ég get ekki svarað því Bryndís.

DÝRIÐ: Nei, ég var ekki að segja...

Áfram læti.

RITARINN: ...fáninn, sko, þú veist, Ísland.

GEORGE SAND: Er þetta Ísland?

RITARINN: Já, þetta er Ísland.

GEORGE SAND: Hvenær fékkstu þetta?

Page 251: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

251

ELÍAS MAR: Þau búa þarna...

RITARINN: Þegar ég var sextán ára.

GEORGE SAND: Einmitt.

Læti og hlátur.

GEORGE SAND: En, svona, með skilgreiningar...

RITARINN: Já.

GEORGE SAND: ...ég nenni ekki að tala um...

RITARINN: Jú, gerum það!

GEORGE SAND: Nei.

Ringulreið og hlátur, algjörlega ógreinanlegar samræður þvers og kruss í tvær mínútur, þangað til GEORGE SAND kallar á ÁSTU SIGURÐARDÓTTUR.

GEORGE SAND: Mig langaði til að segja, Ásta...

RITARINN: Ásta Sóllilja?

UNA GÍSLADÓTTIR: Ásta!

GEORGE SAND: Ásta!

UNA GÍSLADÓTTIR: Ásta mín.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

GEORGE SAND: Vissir þú að það var fyrir tíu árum síðan...

Page 252: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

252

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

GEORGE SAND: ...þegar, svona, fólk af ákveðinni kynslóð varð fyrst meðvitað um Ástu Sigurðardóttur? Og veistu af hverju það kom til?

ERNESTO CARDINAL: Af hverju?

GEORGE SAND: Út af því að hann Jón dauði...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Jón brauði?

RITARINN & GEORGE SAND: [Samtímis] Dauði!

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Jón dauði.

RITARINN: Jón dauði?

GEORGE SAND: Johnny Dead, Johnny Dead.

RITARINN: Jón Sæmundur.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Jón Sæmundur?

RITARINN: Já, Jón Sæmundur...

Hlátur og læti. Einungis stutt brot heyrast skýrt.

GEORGE SAND: Vitneskjan um Ástu, hún var í rauninni ekki til. Hún var ekki til...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, ég er búinn að...

Page 253: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

253

GEORGE SAND: ...fallega ljósmynd af þér, fyrirgefðu, ég ætla bara að segja þér það. Mér finnst það svolítið merkilegt í þessu í ljósi — í ljósi, svona, bara...

Áfram læti.

GEORGE SAND: ...fyrir tíu árum. Ég á ennþá þennan bol. Mér finnst þetta mjög flottur bolur.

WASSILY KANDINSKY: Já, hefur þú lesið...

Læti og hlátur, hellt í glös.

GEORGE SAND: Ásta! Ásta! Ásta! [Stutt þögn] Ásta!

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

Læti.

GEORGE SAND: ...þá kom Ásta aftur á sjónarsviðið — þá kom hún aftur á sjónarsviðið fyrir tilstilli myndlistarmanns.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, einmitt.

GEORGE SAND: Ég er að segja það — fyrir mínar sakir...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

GEORGE SAND: ...ég hefði ekki vitað...

Áfram læti.

ERNESTO CARDINAL: En hefðir þú ekki, ég meina...

Page 254: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

254

GEORGE SAND: Jú, jú, hún var til á bókasafninu. En það var ekki fyrr en ég sá þessa ljósmynd að það kviknaði einhver svona tenging við — út af því að þú varst...

Áfram læti. GEORGE SAND þykir ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR ekki sýna sér nægja athygli.

GEORGE SAND: [Hrópar] Ásta! Ásta!

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

GEORGE SAND: Þú ert á stuttermabol...

Hlátur og læti.

GEORGE SAND: En, þú veist...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hugsaðu þér!

GEORGE SAND: ...það er svona venjulega frekar neikvætt þegar fólk segir að eitthvað sé í tísku.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ha?

GEORGE SAND: Að vera í tísku. You are on a tíska — þannig er, þú veist, birtingarmynd þín í dag. Ljóðin þín eru ekki þekkt í dag.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Smásögurnar!

GEORGE SAND: Smásögurnar...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hefurðu lesið mig?

Page 255: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

255

GEORGE SAND: Ég hef lesið þig. Ég las þig mjög grimmt þegar ég var nítján ára.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

GEORGE SAND: Ég held að þú sért rosalega inspíreruð af mér.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já, já, já, já. Ég þekkti — ég þekkti reyndar ekki þín verk...

Ringulreið og læti. Ólíkar samræður blandast saman en hæst heyrist í GEORGE SAND og ÁSTU SIGURÐARDÓTTUR.

GEORGE SAND: Ég man ekki lengur hvað ég skrifaði. [Lægra] Ég var alltof upptekin af ástmönnum mínum.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hvað segirðu?

GEORGE SAND: Ég var alltof upptekin af ástmönnum mínum.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, en þú skrifaðir eitthvað?

GEORGE SAND: Ég skrifaði alveg heilan helling.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já, já.

GEORGE SAND: En...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ég veit ekki... Ég hef heyrt af þér en, sko, ég þekki ekki...

Óskýrt skvaldur.

Page 256: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

256

GEORGE SAND: Nei, ekki ég heldur. En ég ákvað að eignast börn ung og giftist mjög góðum karli sem ég skildi við þegar ég var 27 ára.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

GEORGE SAND: Og síðan eftir það þá byrjaði, svona, tilhugalíf mitt.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

GEORGE SAND: Sem stóð fram til dauðadags þegar ég var 71 árs.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR hlær.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: En hver er svona — hver er svona eftirminnilegasti maðurinn þinn?

GEORGE SAND: Chopin.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Chopin, já.

GEORGE SAND: Ofboðslega viðkvæmur og, hérna, svona sensetífur — tilfinningalega — maður. Svona, bara...

Ennþá meiri ringulreið.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ha? Hvað segirðu?

GEORGE SAND: Hann átti rosalega erfitt með mig alltaf hreint.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

Page 257: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

257

GEORGE SAND: Ég var of stórkarlaleg og...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

GEORGE SAND: ...of loðin — allt þetta.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, þú varst loðin undir höndunum, er það ekki?

GEORGE SAND: Ég var loðin undan höndunum.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, á fleiri stöðum?

GEORGE SAND: Ég var ekki með bringuhár, ég var ekki með yfirvaraskegg...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Nei. Fórstu ekki — fórstu ekki í vax eða neitt svona?

GEORGE SAND: Ekki á þessum tíma. Við erum að tala um — við erum að tala um 200 ár.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, ég veit.

GEORGE SAND: En svona... Mér finnst þetta bara mjög merkilegt þar sem þú situr við hliðina á Hilmu...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hilmu...

RITARINN: Það er ekki myndavélin sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Það er þetta tæki. [Bendir á hljóðupptökutæki sem hangir fyrir ofan borðið] Þetta tæki.

Áfram læti, einungis stutt brot úr setningum heyrast skýrt.

Page 258: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

258

RITARINN: Er ég með far á enninu eða?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Una!

ELÍAS MAR: Mér fannst það mjög skemmtilegt — það var búið að vekja upp í manni væntingar um að hún Þóra nafna mín væri...

RITARINN: Hver er með...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Mér finnst eins og þið séuð, sko [...] svo þið fáið að vera hérna.

RITARINN: Já, við erum...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hvar er, þarna, Halldór Björn? Hvar er Halldór Björn?

RITARINN: Hann er bara svona frændi.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Afi, afi.

RITARINN: Já, eða afi.

ELÍAS MAR: ...kröfur sem...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Bíddu, hvað er í gangi?

GEORGE SAND: Þú ert... Þú varst að klippa á þér toppinn.

UNA GÍSLADÓTTIR: Þetta er alveg satt, þarna...

Page 259: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

259

GEORGE SAND: ...varalitur — alltaf!

RITARINN: Er ég með?

GEORGE SAND: Nei, alltaf!

RITARINN: Alltaf?

UNA GÍSLADÓTTIR: ...Grammið...

RITARINN: Húðlitaðan.

GEORGE SAND: Nei...

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, ég man — ég man eftir — ég man...

Ringulreið og læti, en róast svo í örstutta stund.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, þetta var einhvern veginn svoleiðis — þetta var eitthvað annað.

RITARINN: Þú getur líka farið...

ELÍAS MAR: Karlarnir gátu farið, svona, meira...

Áfram læti, næstum alveg ógreinanlegt.

RITARINN: Cardinale!

GEORGE SAND: Rosalega góður, ég er með svo stóra...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, það var mjög sjaldgæft.

Page 260: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

260

Róast um stund en æsist svo upp aftur, einungis örfá brot heyrast skýrt.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Eru allskonar sögur þar eða?

WASSILY KANDINSKY: En ég er líka með frekar stóra...

Róast aftur.

GEORGE SAND: Eruð þið að fara?

WASSILY KANDINSKY: Já, já. Fáum okkur að reykja.

GEORGE SAND: Reykirðu?

WASSILY KANDINSKY: Ég vil koma með í sígarettu...

HILMA AF KLINT: Wassily!

RITARINN: Ekkert vera að reykja.

WASSILY KANDINSKY: Wassily er hættur að reykja.

RITARINN: Ég skal spila á píanóið á meðan allir fara út.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég skal spila á píanóið.

RITARINN: Ókei, við skulum spila saman á píanóið.

Page 261: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

261

Flestir fara út að reykja, tala saman á leiðinni og raddir þeirra hverfa smám saman. ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN og RITARINN fara að flyglinum og byrja að spila.

ELÍAS MAR: Amfetamín.

ERNESTO CARDINAL: Var þetta amfetamínið? Uss!

Óskýrt tal um stund.

ELÍAS MAR: Ég nefnilega keypti um daginn...

ERNESTO CARDINAL: Á útsölu?

ELÍAS MAR: Nei, á flóamarkaði í Danmörku.

ERNESTO CARDINAL: Er það?

ELÍAS MAR: Nei, það var, sko... Ég fékk mér svona veiðimanna, svona, þú veist...

RITARINN: [Syngjandi] Halló, halló, halló...

DÝRIÐ: [Við GEORGE SAND] Ég er að hugsa, á ég að taka... Ég er búin að segja margoft við Ritarann...

GEORGE SAND: Já.

DÝRIÐ: [Um hljóðupptökutækið] ...eigum við að taka þetta með okkur út? Af því að maður þarf alltaf að fara út að reykja.

GEORGE SAND: Og þá — þá — þá segir fólk svo mikið.

Page 262: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

262

DÝRIÐ: Já.

DÝRIÐ tekur niður upptökutækið.

GEORGE SAND: En, sko, ég held að það meiki sens því að núna — þegar samræðurnar eru að tvístrast á milli þriggja hópa — að láta bara mækinn ganga á milli...

DÝRIÐ: Sko...

GEORGE SAND: ...og rétta fólki mækinn.

DÝRIÐ: Sko, mækinn hefur bara verið í miðju borðsins. En...

GEORGE SAND: Kalla ekki bara mismunandi aðstæður eftir mismunandi aðferðum?

DÝRIÐ: Mér finnst það.

GEORGE SAND: Veistu það, ég hef ekkert fengið að, hérna, geta...

DÝRIÐ: Bíddu.

GEORGE SAND: ...talað um kynlíf...

DÝRIÐ: [Á innsoginu] Nei!

GEORGE SAND: ...eða um mína, hérna, áhugaverðu elskhuga.

DÝRIÐ: Það er slæmt mál.

Page 263: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

263

GEORGE SAND: Það er ofboðslega slæmt. Það er... Það skiptir ekki máli. Ég held að Þóra...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN og RITARINN standa við flygilinn — DÝRIÐ færir sig að þeim. Í hvert sinn sem ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN byrjar að spila setur RITARINN niður nótur sem ekki passa við tónlistina og hlær.

DÝRIÐ: En fallegt!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þegar ég set á D, þá ferð þú á einhvern allt annan tón.

RITARINN: Eyðilegg allt!

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Það er rifrildi hérna.

DÝRIÐ: En fallegt.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Má ég spila þetta?

RITARINN: Ég er að bíða eftir þér.

DÝRIÐ: Sjáðu, Ritari, hvað ég er að gera.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ókei.

RITARINN: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Má ég spila þetta eða?

Page 264: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

264

RITARINN: Ókei, þú spilar, Þóra mín.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Æ, bíddu, bíddu, bíddu. Já, ókei.

RITARINN: Ókei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN byrjar að spila en RITARINN truflar aftur.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, bíddu, bíddu... Heyrðu, hún ætlar að vera þarna.

DÝRIÐ: [Raular tvær nótur] Ég veit hvað þú ætlar að spila.

RITARINN spilar og DÝRIÐ raular.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, viltu ekki...

RITARINN: Já, fyrirgefðu, já, fyrirgefðu — ég biðst afsökunar.

Sagan endurtekur sig. ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN spilar en RITARINN truflar — DÝRIÐ hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Heyrðu, hún kemur alltaf.

DÝRIÐ hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Gengur burt] Heyrðu, ég bara, hérna, ég ætla að spila þetta á eftir.

Page 265: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

265

RITARINN: Þetta er bara allt ónýtt — lífið er búið.

DÝRIÐ: Á ég að spila hvað ég kann?

RITARINN: Já, koddu.

DÝRIÐ: Þú gerir svona.

RITARINN: Já, svona bara. Þóra, komdu kjánaprik.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Kjánaprik?

DÝRIÐ byrjar að spila og RITARINN fylgir.

DÝRIÐ: Bíddu. Já, gerum svona rand — bara frjálst.

RITARINN: Ég geri eins og þú.

RITARINN og DÝRIÐ spila vitleysu í stutta stund.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: En, sko, þið... Ég ætla að spila fyrir ykkur Bartók og þið viljið það ekki. Mér finnst það alvarlegt mál.

RITARINN: Við viljum það. Mér finnst svo alvarlegt að þú viljir ekki slaka aðeins á í þessu bara.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, má ég...

RITARINN: Mér finnst það rosalega alvarlegt mál.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: ...þá vera ein við píanóið...

Page 266: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

266

DÝRIÐ: Já, já.

RITARINN: Viltu það? Þráirðu það?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

RITARINN: Ókei, leyfum henni það.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, ég...

DÝRIÐ: Jú.

RITARINN: Jú, hún þráir það, hún vill það. Jú, gjörðu svo vel.

RITARINN og DÝRIÐ hætta að spila.

DÝRIÐ: Auðvitað.

RITARINN: Auðvitað.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég þyrfti náttúrulega að hafa nótur, sko.

RITARINN: Jú, plís.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei, nú ert alveg bara, hérna...

RITARINN hlær stuttlega. ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN byrjar að spila.

DÝRIÐ: Sko, ómurinn berst fram, ég ætla að fara og fá mér smók.

Page 267: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

267

RITARINN: [Um hljóðupptökutækið sem DÝRIÐ heldur á] Ég skal bara passa þetta.

DÝRIÐ: Nei, ég fer með þetta fram í umræðurnar.

RITARINN: Ókei.

DÝRIÐ: ...umræðurnar. Mér finnst þetta byrja eins og Fann ég á fjalli.

GEORGE SAND: Ha?

DÝRIÐ: Hún er að spila Bela Bartók.

RITARINN: [Í fjarska] ...

DÝRIÐ leggur af stað út þangað sem hinir eru að reykja. Á leiðinni heyrast samskipti ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN og RITARANS úr fjarlægð.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Slakaðu á! Slakaðu á!

RITARINN: Ég er slök.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN spilar á píanóið og hljómurinn smásaman hverfur. DÝRIÐ kemur út.

DÝRIÐ: Hæ, ég er aðeins...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Það er rosa gaman hjá okkur. Ertu að taka upp hérna líka?

DÝRIÐ: Já, mér finnst...

Page 268: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

268

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þá verðum við að vera í karakter, náttúrulega.

WASSILY KANDINSKY: Nei.

DÝRIÐ: Nei, nei. Þið bara gerið allt eins og þið viljið. Mér finnst það bara mikil synd að við þurfum alltaf að...

Óskýrt tal í stutta stund.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, hvað er hann — hvað er hann? Er hann, hérna, róman-kaþólskur eða?

ERNESTO CARDINAL: Sko, já, er það ekki? [Stutt þögn] Jú, jú.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Var hann skáld?

ERNESTO CARDINAL: Já. Og byltingarmaður.

Nokkrar ólíkar samræður blandast saman. Merst heyrist í DÝRINU og ELÍASI MAR.

ELÍAS MAR: En þér hefur ekki dottið í hug að bjóða Gladiu Space ?

DÝRIÐ: Nei.

ELÍAS MAR: [Hlæjandi] Manstu ekki eftir henni?

DÝRIÐ: ...með byssu...

GEORGE SAND: Bara Google Image.

DÝRIÐ: Algjör töffari.

Page 269: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

269

ELÍAS MAR: ...mamma þín [...] símtal út af Gladiu Space.

ERNESTO CARDINAL: Sko, alveg bara alltaf...

DÝRIÐ: En hún átti, sko... Rosa flott kona að flytja hérna inn á áttunda mars. En það þótti ekki gott að hún var með byssubelti.

ELÍAS MAR: hlær.

HILMA AF KLINT: ...spriklandi, ungur og örlátur og...

DÝRIÐ: Já, en, sko, við ræddum þetta áðan. Það er svolítið leiðinlegt — þetta er svo stórt hús. Og, þú veist, yfirleitt er bara upptökuvélin — hljóðupptakan á miðju borðinu. Svo fer fólk á klósettið og þá gerist eitthvað. En hérna förum við svo mikið langt, þú veist, að það er algjör synd að hafa ekki bara...

ELÍAS MAR: Ég hef ekki þorað að fara á klósettið af ótta við að upptökutækið væri líka þar.

UNA GÍSLADÓTTIR hlær.

DÝRIÐ: Það er ekki svoleiðis. En, sko, sá sem að ritar þetta allt saman upp, hann Snorri Páll, hann segir alltaf: „Ritarinn bregður sér frá á klósettið.”

UNA GÍSLADÓTTIR hlær.

DÝRIÐ: „Ritarinn sturtar niður.”

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Snorri Páll í Berlín?

Page 270: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

270

DÝRIÐ: Já.

ELÍAS MAR: Þá kemur ekki svona: „Elías Mar pissar sitjandi.”

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Kannski gerði hann það!

DÝRIÐ: Nei, það er...

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, á morgnana — ég geri það alltaf á morgnana.

ELÍAS MAR: Þetta er svo rosalegt debatt meðal femínista, sé ég á Facebook. Ég er nefnilega... [Óskýrt um stund, svo flissandi] Ég er að hvetja hann til að pissa standandi.

UNA GÍSLADÓTTIR: Pissar hann sitjandi?

ELÍAS MAR: Nei, sko, mér finnst... Mér finnst að ef maður er strákur þá sé það mannréttindi að fá að pissa standandi.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: ...líka með blöðruhálskirtil...

ELÍAS MAR: Ég myndi alltaf pissa standandi

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ég er að segja það, ég er að segja það.

UNA GÍSLADÓTTIR: Þegar ég pissa á morgnanna þá kemur kötturinn alltaf til mín og...

Page 271: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

271

DÝRIÐ: Nei, það er víst betra fyrir kirtilinn að pissa sitjandi.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...hann vill, þú veist...

ELÍAS MAR: Kúra við fæturna?

UNA GÍSLADÓTTIR: ...kúra við fæturna.

DÝRIÐ: En það er reyndar það eina sem ég öfunda menn af í lífinu — það er það...

UNA GÍSLADÓTTIR: Að geta bæði?

DÝRIÐ: ...að geta pissað standandi.

UNA GÍSLADÓTTIR: Og sitjandi!

DÝRIÐ: Þá getur maður verið úti að labba og...

UNA GÍSLADÓTTIR hlær.

ELÍAS MAR: Ég var svo reið...

GEORGE SAND: Það er til svona útivistar...

DÝRIÐ: Ég veit það — ég hannaði svona.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, já, það er nefnilega...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR hlær.

ELÍAS MAR: Það þýðir ekkert að vera með einhverja græju, þú veist, annað hvort getur maður það eða ekki. Ég var að labba — ég labba núna alltaf klukkutíma út í Gróttu á hverjum morgni. Ég er bara svona, þú veist, að

Page 272: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

272

íhuga stöðu mína og tilgang í lífinu. Og svo, hérna, lenti ég í því í gærmorgun — nei, það var í fyrradag — það var maður... [Hlær stuttlega] ...sem var að pissa bara á gangstíginn þegar ég kem labbandi.

DÝRIÐ: Klukkan hvað?

ELÍAS MAR: Bara svona klukkan níu eða eitthvað um morguninn.

DÝRIÐ hlær.

ELÍAS MAR: [Hlæjandi] Og það náttúrulega fauk svo ofboðslega í mig. Talandi um...

ELÍAS MAR: Sagðirðu ekkert?

ELÍAS MAR: ...Ástu Sigurðardóttur!

ERNESTO CARDINAL: Ég öskra á þá.

ELÍAS MAR: Nei, ég bara varð svo pirruð. Ég, bara, mig langaði til að sparka í rassinn á honum.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hvernig...

ELÍAS MAR: Þetta var bara eyðilegging á, einhvern veginn, fallegum morgni. Ég nennti ekki...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Bíddu, bíddu — Jökull, hann...

ELÍAS MAR: Þá þurfti maður einhvern veginn svona að líta undan og, þú veist...

Page 273: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

273

ERNESTO CARDINAL: Þeir pissa á húsið — ég bý á Þingholtsstræti — og þeir pissa á húsið og ég öskra út um gluggann. Bara... [Öskrar eitthvað óskýrt]

ELÍAS MAR: Það tekur á móti manni hlandlyktin og þeir eru einhvern veginn svona ánægjulegir, þú veist, með þetta, þú veist — og hvað á maður að gera? Á maður að labba í pissinu?

ERNESTO CARDINAL: Maður á að segja bara...

ELÍAS MAR: Á maður bara að segja: „Til hamingju með daginn!” En sko, einn sonur Ástu Sigurðardóttur bjó í kjallaranum hjá afa og ömmu á Hverfisgötunni. Og það var ægilegur mikill kærleikur á milli...

ERNESTO CARDINAL: Nei, þú þarft að fá eld.

HILMA AF KLINT: Eld? Takk, elskan, en...

ELÍAS MAR: ...og hann pissaði alltaf svona í nýfallin snjóinn — það var alltaf svona...

GEORGE SAND: Mmm, mér finnst það rosalega viðeigandi.

ELÍAS MAR: ...pollur þegar afi kom út á morgnana...

HILMA AF KLINT: Sko, við erum náttúrulega báðar í Stokkhólmi.

ELÍAS MAR: ...grípa pissumanninn...

UNA GÍSLADÓTTIR hlær.

Page 274: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

274

ELÍAS MAR: Og hann gerir það — það stendur þarna einhver maður og svona dæsir af ánægju með pissið sitt. Og afi tekur hann semsagt á öxlunum og ber hann niður að götunni og hendir honum: „Pissaðu hér!”

UNA GÍSLADÓTTIR hlær.

ELÍAS MAR: ...þá er þetta sonur hennar Ástu...

UNA GÍSLADÓTTIR hlær enn.

HILMA AF KLINT: ...og svo samsamar hann sig — hið ytra...

ERNESTO CARDINAL: Hann rofnar — þessi veggur — hann fer.

ELÍAS MAR: Nei, er hann ekki sonur Þorsteins?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þorsteins, já. Jökull, Jökull, sko...

ELÍAS MAR: ...er yngstur, sko...

UNA GÍSLADÓTTIR: Það er Björn — Björn, þarna, næsti...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Þau áttu fjögur börn.

ELÍAS MAR: Fjögur börn.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, það er einn sem er kírópraktor.

ELÍAS MAR: Já, það er Egill.

Page 275: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

275

UNA GÍSLADÓTTIR: Egill, já.

ELÍAS MAR: Hann er sonur, hérna...

UNA GÍSLADÓTTIR: Hann er þá sonur Þorsteins.

ELÍAS MAR: Hann er sonur Þorsteins og, hérna...

UNA GÍSLADÓTTIR: Já.

ELÍAS MAR: ...og það var verið að reyna að láta...

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, alveg rétt — alveg rétt.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Hann átti — já, þau eignuðust barn líka.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, já.

ELÍAS MAR: Og hún átti eitt barn sem...

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, já.

HILMA AF KLINT: ...katalóginn frá áttatíu og átta. En á sama tíma er hún að gera tillögur að...

UNA GÍSLADÓTTIR: Og kveikir í. [Hlær]

HILMA AF KLINT: ...temple...

ELÍAS MAR: Hann Þorsteinn, hann er...

HILMA AF KLINT: ...hofi...

UNA GÍSLADÓTTIR: Hann er algjört æði.

Page 276: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

276

DÝRIÐ: Já.

HILMA AF KLINT: Það eru til alveg, sko, allskonar...

ELÍAS MAR: ...rosalega mikið...

HILMA AF KLINT: ...módel af því.

ELÍAS MAR: Ég held að fólk...

Nú fer athyglin af samtali ELÍASAR MAR og UNU GÍSLADÓTTUR — DÝRIÐ færir sig að HILMU AF KLINT og ERNESTO CARDINAL.

DÝRIÐ: En hvað er þetta? Þetta er eitthvað aldamótadæmi.

HILMA AF KLINT: Þetta er rétt eftir aldamótin — þetta er í kjölfarið...

DÝRIÐ: Maður hefur heyrt, það var búinn að vera friður.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, já...

DÝRIÐ: Það var ekki búið að vera stríð.

HILMA AF KLINT: Það er líka annað sem gerist. Það er allur kólóníalisminn — hann opnast til Indlands og Kína. Það hefur rosa mikið að segja...

ERNESTO CARDINAL: Akkúrat.

HILMA AF KLINT: Og indversk, sko, búddisminn og [...] Krishnamurti og Steiner — sameinuð trúarbrögð.

Page 277: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

277

ELÍAS MAR: Það nær ekki...

UNA GÍSLADÓTTIR: Útbreiðslu?

ELÍAS MAR: Nei.

ERNESTO CARDINAL: ...hvaðan það kemur...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Það er bara spurning hvað það á að vera...

HILMA AF KLINT: ...það er bara nýaldar [...] einhverjar skrýtnar bækur og... best að halda því bara...

ERNESTO CARDINAL: En núna er svo...

Óskýrt skvaldur um stund.

DÝRIÐ: ...Stefan Zweig sem upplifir þetta. Hann upplifir aldamótin — hvað er þetta kallað? — ekki... Hvað er þetta kallað?

HILMA AF KLINT: Já.

DÝRIÐ: Endir aldarinnar.

UNA GÍSLADÓTTIR: Þá var, sko...

DÝRIÐ: Þá gerist eitthvað svona...

UNA GÍSLADÓTTIR: Það var semsagt Róska...

DÝRIÐ: Og hann upplifir þetta en svo upplifir hann líka heimsstyrjaldirnar tvær. Og þegar seinni heimsstyrjöldin kemur þá er hann svo, þú veist, þá er hann svo...

Page 278: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

278

UNA GÍSLADÓTTIR: ...leit upp til hans...

DÝRIÐ: ...trúi þessu ekki — þetta er ótrúlegt af því að hann var búinn að upplifa hitt líka.

UNA GÍSLADÓTTIR: Það var æðislega flott.

ERNESTO CARDINAL: Frið?

DÝRIÐ: Ekki frið heldur...

GEORGE SAND: Fyrri...

DÝRIÐ: Já, bara alla þessa hugsun og ljóðrænu og... [Stutt þögn] ...dýpt, já.

ERNESTO CARDINAL: ...efnisbrjálæði...

DÝRIÐ: Já, og það sem ég held — það er aldrei alvöru, sko, alvarlegt ofbeldi, skilurðu? Það er ekkert ofbeldi að drepa sér til matar.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já.

DÝRIÐ: Það sem er alvarlegt ofbeldi er svona — það á sér stað þegar fólk er að reyna eigna sér svæði, þú veist, það er bara orðið eitthvað annað, skilurðu? Eitthvað meira...

ERNESTO CARDINAL: Samt, territorial er náttúran, sko. Það er alveg...

DÝRIÐ: Já, en bara þegar...

Page 279: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

279

ERNESTO CARDINAL: Nei, hún er... Það er rosalega mikið í okkur — þetta — og dýrunum líka, ef við ætlum að... Þetta er gamla — bara dýraheilinn, sko.

DÝRIÐ: Já, en ég held að...

ERNESTO CARDINAL: Þetta er bara af því að, þú veist, framheilinn er ekki búinn að ná nógu miklum þroska.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, einmitt, einmitt, sem er náttúrulega alveg frábært...

DÝRIÐ: En ef þú værir dýr þá myndir þú bara eigna þér það mikið landsvæði sem...

ERNESTO CARDINAL: ...reyna að ná því mesta sem þú nærð...

HILMA AF KLINT: Já.

ERNESTO CARDINAL: Það er nefnilega málið. Það er þetta sem er að gerast... Manni langar rosalega að sýna á Listasafni Íslands. Svo sýnir maður á Listasafni Íslands...

HILMA AF KLINT: Og maður lítur ekkert út fyrir að vera neitt stór.

GEORGE SAND: Alls ekki.

DÝRIÐ: Já.

ERNESTO CARDINAL: Þú veist, þetta er það sem er svo rosalega, svona, ríkt í okkur og ekkert... Og það er alveg eðlilegt.

Page 280: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

280

DÝRIÐ: Og svo slær það saman með menningu.

HILMA AF KLINT: Ædendití.

DÝRIÐ: Svo slær það saman með menningu.

ERNESTO CARDINAL: Já, akkúrat.

ELÍAS MAR: Þegar, þarna, síðasta, þarna, viðtalið...

HILMA AF KLINT: Ég held að við séum aftur að fara, bara, svolítið svipaða... Og kannski förum við alltaf í gegnum svona hringi. Og akkúrat núna eru allir að leita að einhverju. En það er líka rosa... Og frjálshyggjan blómstrar. Og allt í einu er kannski hægt að slá á þetta.

DÝRIÐ: Já.

HILMA AF KLINT: Þá segja allir: „Ó, sjitt — þetta var allt á svo góðu róli.”

DÝRIÐ: Já.

ERNESTO CARDINAL: Já, já.

HILMA AF KLINT: Og kannski kemur þá bara svona ára dadaismans...

ERNESTO CARDINAL: Já.

HILMA AF KLINT: En þessi andlega leið hefur alltaf verið til — hún er svolítið eilíf.

DÝRIÐ: Já.

Page 281: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

281

HILMA AF KLINT: Og það er það sem maður leitar í — eða eitthvað sem varir...

DÝRIÐ: Já.

HILMA AF KLINT: Mér finnst sko myndlist — þegar ég fór til Egyptalands þá fattaði ég: Ókei, þetta er samtíminn.

DÝRIÐ: Já.

HILMA AF KLINT: Þetta — þetta lítur bara svona út.

DÝRIÐ: Já.

HILMA AF KLINT: Þetta eru svona varanleg gildi og það er ennþá verið að leita — lesa í þetta. Þetta er sama manneskjan — þetta er sama eilífðin.

ELÍAS MAR: En bara þetta atriði...

DÝRIÐ: Það er — ef þú hlustar á það — það er alltaf verið að teikna upp andlit með tónum. Teikna upp andlit af Guði.

ERNESTO CARDINAL: Já, já.

HILMA AF KLINT: Þetta eru hringir.

DÝRIÐ: Já.

HILMA AF KLINT: Þetta eru margir hringir.

DÝRIÐ: Hljóðin eru teiknuð — þau teikna upp mynd — þannig að, þú veist, líka hugmyndin um...

Page 282: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

282

UNA GÍSLADÓTTIR: Þú veist að það er mynd...

DÝRIÐ: Þannig að líka, þú veist, hugmyndin um tónlist og myndlist og skynjun... Hún er ekkert ný. Hún var örugglega, sko... Málverkið er kannski — einhver er að reyna að koma þessu áleiðis og svo kemur að því, þú veist, að fólki langar að, þú veist, túlka þetta á annan hátt — bara út af því að það er hægt.

ERNESTO CARDINAL: Akkúrat.

HILMA AF KLINT: En svo gleymum við, sko, eftir Nietzsche — „Guð er dauður!” — við hættum að...

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já.

HILMA AF KLINT: ...Vesturlandabúar...

ELÍAS MAR: Nei, þú...

HILMA AF KLINT: Ef við förum yfir til Indlands þá bara allt í einu... Guð er bara hér alls staðar — það eru allir að gera fyrir Guð það sem þau iðka. Og það er ekkert skrýtið: Divinity is walking on Earth. Það er svoleiðis.

DÝRIÐ: Já.

HILMA AF KLINT: Og þau lifa þannig. Þannig að um leið og maður leyfir því að gera... Sko, Rothko — rautt — dillemma. Fyrir hvern málar Rothko? Hann málar fyrir Guð.

DÝRIÐ: Mmm, hmm...

Page 283: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

283

ERNESTO CARDINAL: Já.

HILMA AF KLINT: Og hann getur ekki verið að sýna þetta á einhverju veitingahúsi þótt hann sé að fá mest í heimi fyrir það.

ERNESTO CARDINAL: Einmitt.

HILMA AF KLINT: Hann getur ekki gert það gagnvart verkinu.

DÝRIÐ: Nei.

HILMA AF KLINT: Vegna þess að það er inntakið í verkinu. Þannig að, sko, þegar við gerum... og allt mögulegt og það er algjörlega leyfilegt og allt... En við getum ekki gleymt hinu — því hver við gerum. Og það er bara það sem gleymdist svolítið. Og við...

ERNESTO CARDINAL: Já, og ég meina, það er ekki bara gleymt — á tímabili var þetta bara tabú. Þá var Guð tabú í listinni. Hugsið ykkur! [Hækkar róminn] Hugsið ykkur! Hvernig er það hægt?

HILMA AF KLINT: Það var verið að tala svoleiðis um mig, bara í maí þegar var verið að sýna, sko... Guð — guðlegt — hvaða vitleysa er þetta?

ERNESTO CARDINAL: Og alltaf þessi tenging við trúarbrögðin — alveg stöðug tenging við trúarbrögðin.

DÝRIÐ: Hver er líka... Hver einasta kynslóð er alltaf að segja að eitthvað sé dautt.

GEORGE SAND: Og líka síðan, hérna...

Page 284: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

284

ERNESTO CARDINAL: En Nietzsche sagði — Nietzsche sagði náttúrulega: „Mennirnir drápu hann.” Nietzsche sagði: „Mennirnir drápu hann.” Þú veist, hann sagði: „Guð er dauður, mennirnir drápu hann.” En, þú veist, ef mennirnir geta...

DÝRIÐ: Hann meinti það ekki...

ERNESTO CARDINAL: Nei, hann sagði: „Mennirnir drápu hann.” En þá, ef við — ef við getum drepið hann þá getum við fætt hann.

GEORGE SAND: Já, og hvað síðan — hvað sagði síðan Guð seinna meir, eftir tíma Nietzsche? „Nietzsche er dauður!”

ERNESTO CARDINAL: Já!

DÝRIÐ: Er það?

Hlátur.

ERNESTO CARDINAL: Já, nákvæmlega.

GEORGE SAND: Já, Guð.

ERNESTO CARDINAL: Gott hjá honum.

GEORGE SAND: Síðan stóð undir: Guð.

ERNESTO CARDINAL: Alveg rétt.

DÝRIÐ: Ps.

GEORGE SAND: „Nietzsche er dauður!”

Page 285: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

285

DÝRIÐ: Guð.

GEORGE SAND: Þetta, þú veist...

DÝRIÐ: [Sem Guð] „Bestu kveðjur.” [Hlær stuttlega]

GEORGE SAND: ...þetta fer allt saman í hringi.

DÝRIÐ: Akkúrat.

GEORGE SAND: [Sem Guð] „Sjáumst kannski þegar þú ert búinn að vera hundrað ár í hreinsunareldinum — hver veit? Hver veit?”

HILMA AF KLINT: Akkúrat. Þetta er bara tíminn sem það tekur. Það tekur tíuþúsund ár — það er líka allt í lagi.

GEORGE SAND: [Enn sem Guð] „Til þess að hugsa hvað þú sagðir. Taktu smá tíma í að hugsa um hvað þú sagðir.”

HILMA AF KLINT: Akkúrat.

DÝRIÐ: Og það eru allir...

HILMA AF KLINT: Ígrunda.

DÝRIÐ: ...ég meina, amman sem fæddist í torfkofanum sínum, skilurðu? Hún trúði líka á Guð — ekki sem...

UNA GÍSLADÓTTIR: Allt í lagi, en ég sagði alveg satt, sko...

Page 286: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

286

DÝRIÐ: ...vissi að hún gat ekki treyst þessum karli, hann var vondur við dýr...

HILMA AF KLINT: Já.

DÝRIÐ: ...og — fattið þið hvað ég á við? Hún vissi bara hluti. Hún vissi eitthvað sem var...

UNA GÍSLADÓTTIR: Og það var ekkert, sko, það skilaði sér ekki neitt. Það var náttúrulega alveg... En það er náttúrulega líka sjarminn við myndina.

GEORGE SAND: Eigum við að kíkja aftur?

Þau fara aftur inn í safnið. DÝRIÐ, HILMA AF KLINT og ERNESTO CARDINAL dragast aðeins eftir úr.

ERNESTO CARDINAL: Já, en mér finnst svo fallegt, ens og búddistar, þeir segja, þú veist: „Þú ert uppljómaður en þú ert á leiðinni þangað.” Skiljiði? “Þú ert...”

DÝRIÐ: [Hvíslar] Ég ætla að fara að pissa. [Afhendir HILMU AF KLINT hljóðupptökutækið] Getur þú tekið þetta?

HILMA AF KLINT og ERNESTO CARDINAL tala nú saman lágum hljóðum.

HILMA AF KLINT: Og þú ert það sem þú getur orðið.

ERNESTO CARDINAL: Já. Já, einmitt — einmitt!

HILMA AF KLINT: Þetta er líka bara eins og Marx sagði, sko.

Page 287: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

287

ERNESTO CARDINAL: Einmitt.

HILMA AF KLINT: Þú veist: Við erum þetta og það sem við getum orðið.

ERNESTO CARDINAL: Akkúrat, akkúrat.

HILMA AF KLINT: Þetta er alveg opið.

ERNESTO CARDINAL: Já.

HILMA AF KLINT: Þess vegna getum við ekki sagt að eitthvað sé eitthvað endanlegt.

ERNESTO CARDINAL: Nei.

HILMA AF KLINT: Það er alltaf pótensjal...

ERNESTO CARDINAL: Akkúrat, akkúrat.

HILMA AF KLINT: Og þangað förum við.

ERNESTO CARDINAL: Já, nákvæmlega.

HILMA AF KLINT: Og við rötum...

ERNESTO CARDINAL: Já, einmitt.

HILMA AF KLINT: ...einhvern veginn.

ERNESTO CARDINAL: Og mér finnst það líka svo gott að vita, bara, maður er uppljómaður. Þú veist, það er svo mikið líka, þú veist... Það er svo mikið verið að segja bara: Ókei, innsæið þitt, þú veist, bara, það er... Þú veist,

Page 288: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

288

þú þarft ekki að hlusta á prestinn þinn — eða skilurðu mig? Ef það er eitthvað [...] inni í þér þá bara — þá er það ekki. Því þú ert uppljómaður, þú veist.

HILMA AF KLINT: Já.

ERNESTO CARDINAL: Þú ert með sannleikann. [Stutt þögn] Það er svo gott að vita það.

HILMA AF KLINT: Já, maður verður bara að muna það, sko, minna sig á.

ERNESTO CARDINAL: Já, já.

HILMA AF KLINT: Og þá um leið — þá erum við öll uppljómuð.

ERNESTO CARDINAL: Já.

HILMA AF KLINT: Og þá erum við öll uppljómuð af því sama.

ERNESTO CARDINAL: Já, akkúrat.

HILMA AF KLINT: Og þetta sama, það er náttúrulega það sem við köllum Guð.

ERNESTO CARDINAL: Akkúrat, nákvæmlega.

HILMA AF KLINT: Það er...

ERNESTO CARDINAL: Nákvæmlega.

HILMA AF KLINT: Og hljómurinn.

Page 289: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

289

ERNESTO CARDINAL: Nákvæmlega.

HILMA AF KLINT: Og ómið og ljóm og...

ERNESTO CARDINAL: Já, nákvæmlega.

HILMA AF KLINT: Þetta er það.

ERNESTO CARDINAL: Akkúrat.

HILMA AF KLINT: Þetta er innbyggt í okkar taugakerfi.

ERNESTO CARDINAL: Já. Og við þekkjum það.

HILMA AF KLINT: Já. Það þarf ekkert að útskýra þetta öðruvísi. Bara að við þekkjum þetta.

ERNESTO CARDINAL: Já.

HILMA AF KLINT: Og það er alveg nóg.

ERNESTO CARDINAL: Já, nákvæmlega.

HILMA AF KLINT: Af því að við erum eins.

ERNESTO CARDINAL: Nákvæmlega, nákvæmlega, nákvæmlega.

HILMA AF KLINT: Já.

ERNESTO CARDINAL: Þetta er svo satt.

Í fjarska heyrist í hinum gestunum.

Page 290: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

290

ERNESTO CARDINAL: Já, við erum bara, þú veist, það sama. [Stutt þögn] Nákvæmlega sama, það er svo ótrúlega fallegt.

HILMA AF KLINT: All is one.

ERNESTO CARDINAL: Já.

HILMA AF KLINT: Mér finnst alltaf búddisminn — ég fer alltaf aftur og aftur, sko.

ERNESTO CARDINAL: Já, hann er svo flottur.

HILMA AF KLINT: Já.

ERNESTO CARDINAL: Hann er svo flottur.

HILMA AF KLINT: Já.

ERNESTO CARDINAL: Og hann segir líka þetta, eins og, þú veist... Þjáningin — hún er svona hraðferð inn í þroskann.

HILMA AF KLINT: Mmm, hmm...

ERNESTO CARDINAL: Og við eigum ekki að vera hrædd við þjáninguna. Það er svo mikið í nútímanum — allir að reyna að vera hamingjusamir og svona.

HILMA AF KLINT: Já, hamingjustig — hamingjupillur.

ERNESTO CARDINAL: Já.

HILMA AF KLINT: Já.

Page 291: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

291

ERNESTO CARDINAL: Bara, þú veist, að við þurfum ekki að vera hrædd við þessar tilfinningar. Þetta er bara hraðferðin.

HILMA AF KLINT: Mmm, hmm...

ERNESTO CARDINAL: Þetta eru bara — við erum bara í doktors — taka doktorsgráðuna núna í gegnum þessa þjáningu

DÝRIÐ kemur aftur af salerninu, blístrandi.

ERNESTO CARDINAL: Ég verð að pissa.

DÝRIÐ: Já.

HILMA AF KLINT: Doktor í mennsku.

ERNESTO CARDINAL: [Á leiðinni á klósettið] Doktor í mennsku.

DÝRIÐ: Hver er það?

HILMA AF KLINT: Bara við, sko.

DÝRIÐ: Já.

DÝRIÐ og HILMA AF KLINT ganga í áttina að hinum gestunum.

HILMA AF KLINT: Já, við erum öll einhvern veginn með þetta innbyggt, sko, í okkur — ekki satt?

Page 292: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

292

DÝRIÐ: Mann langar það. Mann langar einhvern veginn að reyna, þú veist, að... En, þú veist... Veistu hvað ég á við? Það er bara að gera eitthvað sem er bara einhvern veginn: „Já! Það er eitthvað...”

HILMA AF KLINT: Jú, það er eitthvað sem maður gerir vegna þess að mann langar til að gera það. Það er bara alveg feikinóg.

DÝRIÐ: Ef maður er alltaf með, sko, einhvern svona stíg að labba yfir lækinn. Og svo er maður alltaf: „Já, ég gæti farið þarna.” Eða, þú veist...

HILMA AF KLINT: Allskonar möguleikar.

DÝRIÐ: Já.

HILMA AF KLINT: Þessi eða hinn, hérna...

DÝRIÐ: Og svo finnur maður, þú veist, þarna — ég ætla að fara þennan veg. Og það er bara tilfinning. [Stutt þögn] Er það ekki?

DÝRIÐ hlær lágt og horfir ásamt ERNESTO CARDINAL á hina gestina.

DÝRIÐ: Æ, hvað þær eru sætar.

WASSILY KANDINSKY: [Úr fjarlægð] Ætlið þið ekki að koma inn?

DÝRIÐ: Jú. [Gengur af stað] Við vorum bara að horfa á ykkur öll — þið eruð svo falleg.

Óskýrt skvaldur.

Page 293: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

293

HILMA AF KLINT: ...eina — eina mynd af þessu.

Einhverjir raula.

WASSILY KANDINSKY: Hvernig endar þessi gjörningur?

RITARINn: Þegar Sigríður kemur og segir...

DÝRIÐ: Sko, þegar hljóðupptakan hættir eða þegar Sigríður kemur.

RITARINN: Já, Sigríður ætlaði, sko, að koma klukkan níu.

DÝRIÐ: Þessi græja er ótrúleg.

RITARINN: [Á innsoginu] Alveg ótrúleg.

DÝRIÐ: Hún bara heldur endalaust áfram.

RITARINN: Þessi — þessi þarna græja er líka ótrúleg.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Þetta er rosalegt.

DÝRIÐ: Þetta verður svolítið þykkt handrit.

Hlátur.

WASSILY KANDINSKY: Já, það mun einhver skrifa þetta allt upp?

DÝRIÐ: Já, já.

RITARINN: Já, svo verður þetta bók, sko.

Page 294: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

294

DÝRIÐ: Það er anarkisti — það er anarkisti í Berlín sem gerir það.

WASSILY KANDINSKY: Þetta er svo vel skipulagt hjá ykkur.

RITARINN: Orðrétt.

DÝRIÐ: Já.

Einhver dregur það í efa með svipbrigðum.

RITARINN: Ha? Nei, það er satt.

DÝRIÐ: Nú ætla ég að gera svolítið sem...

RITARINN: Á ég að sýna þér það?

DÝRIÐ: ...af því að það eru allir búnir að borða.

RITARINN: Viltu sjá?

WASSILY KANDINSKY: Mig langar að segja ákveðið, hérna...

RITARINN: Ha? Langar þig að sjá það?

WASSILY KANDINSKY: ...um, þú veist, hérna, um dópneysluna...

DÝRIÐ: Um?

WASSILY KANDINSKY: Dópneysluna á okkur.

DÝRIÐ: Já.

Page 295: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

295

RITARINN: Ókei, en...

GEORGE SAND: Ætlarðu að fara að réttlæta hana núna?

WASSILY KANDINSKY: Já. Það bara — það var einhver að segja að við hefðum verið eitthvað meiri dóphausar heldur en einhverjir aðrir.

RITARINN: Ha?

WASSILY KANDINSKY: Og, þú veist, það er örugglega rétt — við vorum alveg koldópaðir.

RITARINN: Já, sömuleiðis. [Hlæjandi]

WASSILY KANDINSKY: Og við öll.

DÝRIÐ: Já.

RITARINN: Sömuleiðis! Okkur finnst þú líka æðisleg.

WASSILY KANDINSKY: En það var örugglega hreinna — hreinna efni — það voru ekki eins óhrein efni. Og það var heldur ekki búið, sko, að setja svona mikla stimpla á eiturlyfjaneyslu, sko.

DÝRIÐ: Nei.

WASSILY KANDINSKY: Þannig að, þú veist, ég bara blæs á það að þetta hafi verið eitthvað slæmt. Þetta var bara æðislegt og sjúklega gaman.

GEORGE SAND: Ernesto!

Page 296: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

296

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hvað var svona sjúklega gaman?

WASSILY KANDINSKY: Að vera bara svona koldópaður.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já!

DÝRIÐ: En það hefur bara verið svona...

WASSILY KANDINSKY: Ha?

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Ertu hætt að taka upp?

DÝRIÐ: ...eða fara í jóga eða...

WASSILY KANDINSKY: Já, einmitt. Þetta var bara einhver aðferð og það voru ekkert allir — skilurðu? Þó svo að allir hafi verið jafn — eða skilurðu? — undir jafn miklum áhrifum eiturlyfja, þá voru ekki allir sem náðu að...

ERNESTO CARDINAL: Mér finnst...

UNA GÍSLADÓTTIR: Hvaða eiturlyfjatal er þetta?

RITARINN: Ópíum!

WASSILY KANDINSKY: ...að skapa þessi verk sem ég gerði, skilurðu? Þannig að, þú veist, það skiptir ekki máli.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, ég skil...

Page 297: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

297

WASSILY KANDINSKY: Þetta var bara einhver tíðarandi sem var í gangi og ég vil bara... Ég, bara, vil ekki — skilurðu? — hérna...

DÝRIÐ: Mér finnst þetta ekki skipta neinu máli.

WASSILY KANDINSKY: Þetta skiptir engu.

DÝRIÐ: Þetta er bara alveg eins og maður fer og sér eitthvað...

WASSILY KANDINSKY: Já.

DÝRIÐ: ...fer og sér eitthvað fjall — eða fer og sér eitthvað — og maður verður fyrir einhverjum áhrifum, eða, þú veist, maður fer og hlustar á einhverja tónlist og maður verður fyrir áhrifum...

UNA GÍSLADÓTTIR: Ég skrifaði um — ég skrifaði um hann. Ég get svarið það.

Óskýrt um stund.

ELÍAS MAR: En ég kynntist honum aldrei, en ég...

WASSILY KANDINSKY: En það er ekki — skrifaði ég það ekki í mína bók...

Áfram óskýrt.

RITARINN: Eða eitthvað svona: „Vinsamlegast athugið — áður en þið hefjist handa — hver niðurstaðan verður. Nú skulið þér vinsamlegast vera meðvitaðir um þessa niðurstöðu sem getur komið út úr því sem þér eruð um það bil að hefja að gera.”

Page 298: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

298

WASSILY KANDINSKY: Það sem eftir stendur er eitthvað sem er núna, hundrað árum síðar, einhvern veginn, eitthvað sem einhver er að miða við og það spratt bara...

Ringulreið, áfram óskýrt.

ELÍAS MAR: Já, já, ég trúi því alveg...

DÝRIÐ: Fólk getur líka sagt...

RITARINN: Skál.

HILMA AF KLINT: Skál.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Heyrðu, skál!

Skál og fagnaðarlæti.

UNA GÍSLADÓTTIR: Skál fyrir innlendri menningu...

GEORGE SAND: Og erlendri!

UNA GÍSLADÓTTIR: ...sem hefur móttekið erlenda menningu...

ERNESTO CARDINAL: Akkúrat.

GEORGE SAND: Já.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...en samt þrifist á eigin menningu.

DÝRIÐ: Já.

GEORGE SAND: Já, einmitt. Fallega mælt, Una.

Page 299: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

299

DÝRIÐ: En það eru engar reglur.

UNA GÍSLADÓTTIR: George.

RITARINN: Jú, það eru geggjað margar reglur.

ERNESTO CARDINAL hlær.

DÝRIÐ: Þær skipta engu máli.

ERNESTO CARDINAL: Það eru engar reglur.

RITARINN: Það er geggjað mikið af reglum.

GEORGE SAND: Af hverju?

RITARINN: Við getum bara ekki akkúrat fært hönd á þær núna.

DÝRIÐ: En þær skipta aldrei neinu máli í raun og veru — ekki þegar upp er staðið.

WASSILY KANDINSKY: [Við DÝRIÐ] En þetta er rosalega dökkur varalitur.

DÝRIÐ: Já, Ernesto gaf mér hann. Hvernig finnst ykkur hann klæða mig?

HILMA AF KLINT: Mjög vel.

WASSILY KANDINSKY: Hann klæðir þig mjög vel.

DÝRIÐ: Þig líka.

WASSILY KANDINSKY: Er það? Ég bara...

Page 300: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

300

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR: Já, þú ert með hann líka, er það ekki?

DÝRIÐ: Jú. Mér finnst hann klæða okkur allar mjög vel.

UNA GÍSLADÓTTIR: Mér finnst að Haraldur, hérna, hann...

ELÍAS MAR: [Grípur fram í] Mér finnst hann klæða Halla best.

UNA GÍSLADÓTTIR: Já, það er...

RITARINN: [Grípur fram í] Mér finnst Halli svo geggjað sexí núna að ég er, sko, bara að deyja..

Læti og hlátur um stund.

UNA GÍSLADÓTTIR: En Haraldur er með allt öðruvísi rauðan varalit heldur en þið.

DÝRIÐ: Nei, Ásta.

RITARINN: Nei, það er bara af því að Haraldur er svo allt öðruvísi sexí heldur en....

UNA GÍSLADÓTTIR: Það hlýtur að vera af því að...

ELÍAS MAR: Það er af því að Haraldur — Haraldur er með skeggrót, það myndar svona...

RITARINN: Í alvörunni!

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, hann er með, sko... Varaliturinn er annar.

Page 301: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

301

ELÍAS MAR: [Við UNU GÍSLADÓTTUR] En Óli, þú þorðir ekki að vera með svona varalit.

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei, ég, sko... Una er ekki með varalit — bara að segja þér það. Þannig er þetta!

ELÍAS MAR: Jú, nei — Una elskar varalit.

UNA GÍSLADÓTTIR: Nei.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hann þorir því ekki — hann þorir því ekki. Hann hefur ekki kysst mig síðan...

RITARINN: Hvenær kyssti hann þig?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hann hefur ekki kysst mig síðan...

RITARINN: Ó mæ god! Kysstust þið fyrir 20 árum?

Læti og hlátur um stund.

ELÍAS MAR: Kysstust Þóra Pétursdóttir og Ásta Sigurðar fyrir 20 árum?

RITARINN: Já, þær voru í sleik.

ELÍAS MAR: Er það?

RITARINN: Já.

ELÍAS MAR: En þær voru dauðar!

Page 302: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

302

WASSILY KANDINSKY: Þetta er, hérna, nýja fatalínan frá Kandinsky... [Við DÝRIÐ] Bryndís, þetta er fatalínan — Kandinsky fatalínan.

DÝRIÐ: Já, ég áttaði mig á því um leið og ég sá þig.

WASSILY KANDINSKY: Já, já.

RITARINN: Ha? Nei!

DÝRIÐ: Er hún að koma út? Ertu að fara að gefa hana út?

WASSILY KANDINSKY: Nei, hún er löngu komin út.

DÝRIÐ: Nú?

WASSILY KANDINSKY: [Á innsoginu] Já!

RITARINN hlær.

RITARINN: Mér finnst þetta geggjað skemmtilegt.

ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR og RITARINN hlæja.

WASSILY KANDINSKY: ... held ég. Nei, þetta eru Hollendingar.

HILMA AF KLINT: [Flissandi] Hollendingar og Svíar.

DÝRIÐ: Varstu þú alveg sáttur með þetta?

WASSILY KANDINSKY: Ha?

DÝRIÐ: Varst þú alveg sáttur með þetta?

Page 303: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

303

WASSILY KANDINSKY: Ja, ég meina, maður bara verður að sleppa takinu.

DÝRIÐ: Já.

WASSILY KANDINSKY: Ég meina, ég á ekki litina. Þeir eru bara... Mannkynið bara á allt — litina saman.

Læti um stund, orð í belg og biðu.

DÝRIÐ: Halló! Hafið þið séð, hérna, varalit og augnskugga?

HILMA AF KLINT: Þetta var algjörlega málið um aldamótin síðustu.

ERNESTO CARDINAL: Ekki taka svona langt...

UNA GÍSLADÓTTIR: ...svo miklar framfarir í vísindum...

GEORGE SAND: [Við ÞÓRU PÉTURSDÓTTUR THORODDSEN] Þú minnir mig svo mikið á Brynhildi leikkonu.

UNA GÍSLADÓTTIR: ...og líka, bara, eins og í sambandi við...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, já, heyrðu...

Óskýrt um stund.

GEORGE SAND: Eruð þið eitthvað skyldar?

Page 304: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

304

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Nei...

GEORGE SAND: Hún var leigusalinn minn lengi.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já, en, sko, málið er að Brynhildur...

ELÍAS MAR: [Grípur fram í] Áttu nokkuð óuppgerða leigu?

GEORGE SAND: Nei, engan veginn, ég var alveg...

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: [Grípur fram í] Brynhildur var, þú veist, ég meina, hún — hún mátti þola það að vera, þú veist, spyrt saman við mig. Við Brynhildur þekkjumst mjög vel.

GEORGE SAND: Já.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Eða við þekkjumst alveg...

Óskýrt um stund.

WASSILY KANDINSKY: Það er ekki búið að gera nógu mikið af, hérna...

Áfram óskýrt, orð í belg og biðu.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Mér finnst hún náttúrulega hundrað sinnum sætari en ég.

GEORGE SAND: Ha? Mér finnst þú sætari.

Page 305: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

305

UNA GÍSLADÓTTIR: Þetta var eins og í iðnaðarmannahverfinu...

DÝRIÐ: Mér finnst það líka.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ha?

WASSILY KANDINSKY: Hún er kannski smávaxnari.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hún er náttúrulega bara alveg, sko, svona lítil.

ELÍAS MAR: Þú getur tekið hana í nefið!

Læti um stund, svo er barið í borðið.

RITARINN: Vill einhver...

Óskýrt stutta stund.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Heyrðu, nú, bara, skál fyrir Rússlandskeisara!

ERNESTO CARDINAL: Jæja!

DÝRIÐ hlær.

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Já.

DÝRIÐ: Ókei.

UNA GÍSLADÓTTIR: Hefurðu farið í kapelluna í...

GEORGE SAND: Stöndum! Stöndum! Allir að standa!

Page 306: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

306

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Ég veit bara ekki — skál fyrir Rússlandskeisara.

HILMA AF KLINT: Fyrir Rússlandskeisara.

DÝRIÐ: Eigum við að standa upp?

ELÍAS MAR: Ertu þá að meina Pútín eða?

RITARINN: Ég veit ekki...

WASSILY KANDINSKY: Ertu að meina...

RITARINN: Skál fyrir Ingibjörgu sem er með maskara.

Læti um stund þangað til mörg þeirra hrópa: „Romanov!“

DÝRIÐ: Eigum við að segja einu sinni...

UNA GÍSLADÓTTIR: En af hverju ætti ég að skála fyrir honum?

Áfram læti, orð í belg og biðu.

UNA GÍSLADÓTTIR: En þetta er týpísk Þóra — alveg týpísk Þóra.

ERNESTO CARDINAL: Þessi Þóra? [Stutt þögn] Já, Þóra. Já.

RITARINN: Hóra!

UNA GÍSLADÓTTIR: Þóra!

RITARINN: Ha! Hóra?

Page 307: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

307

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Hóra! Húrra!

RITARINN: Hérna...

ELÍAS MAR: [Við RITARANN] Gunnhildur, ertu hætt að vera ritari.

RITARINN: Já, ég er algjörlega hætt að vera ritari. Ég er gjörsamlega búin að missa mig hérna.

Óskýrt um stund.

ERNESTO CARDINAL: [Við ELÍAS MAR] Ha? Í alvörunni?

ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR THORODDSEN: Romanov!

ERNESTO CARDINAL: Varstu hrædd við að...

Óskýrt um stund.

ERNESTO CARDINAL: Varstu hrædd við að segja eitthvað hrikalegt?

ELÍAS MAR: Nei, bara, ég vildi bara hafa varann á, skilurðu?

Áfram óskýrt.

ELÍAS MAR: Þegar maður er með svona geðveikt sexí konum eins og þið eruð...

RITARINN: Ó mæ god!

Page 308: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

308

Hlátur og orð í belg og biðu.

ELÍAS MAR: Að sjálfsögðu.

Áfram óskýrt um stund. Ólíkar samræður blandast saman og einungis stutt brot heyrast skýrt.

ERNESTO CARDINAL: [Við ELÍAS MAR] Hvar hitti ég þig með Bryndísi?

ELÍAS MAR: Bryndísi? Já, Biddý.

ERNESTO CARDINAL: Í sundi? Nei.

Óskýrt um stund.

ELÍAS MAR: Heyrðu, þú ert að eignast barn?

ERNESTO CARDINAL: Nei.

HILMA AF KLINT: Aþenu?

Stuttur hlátur.

ELÍAS MAR: En það var einhver kona sem hitti okkur í sundi...

ERNESTO CARDINAL: Já, ég hitti...

Áfram óskýrt, orð í belg og biðu.

Page 309: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR
Page 310: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR
Page 311: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR
Page 312: Samsæti heilagradvqlxo2m2q99q.cloudfront.net/000_clients/212229/file/31...2013/10/31  · Viðstödd eru HILMA AF KLINT, UNA GÍSLADÓTTIR, WASSILY KANDINSKY, ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR

B&G