44
Skissubók 2010 - Norge Guðmundur R Lúðvíksson

Skissubok fra Noregi 2010

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Skissubok sem gerd var i Noregi 2010

Citation preview

Skissubók 2010 - Norge

Guðmundur R Lúðvíksson

Það er ekkert eins hallærislegt í hinum djúpa myndlistarheimi eins og að taka sér penna og pensla í hönd og skissa upp það sem fyrir augu ber. Lægra er ekki hægt að komast í metorðastiga myndlistaspegúlanta nútímans. Það er geðveikislega púkó og ber vott um vonda myndlistarlegainnrætingu viðkomandi. Gamaldags og ekki í nokkrum takti við trumbuslátt elítunnar. Miklu fínna er bara að eiga digital ljósmyndavél eða digital video vél og fótósjoppa öll herlegheitin, og kasta svo upp á vegg. En, það getur líka verið æði gaman að vera hallærislegur í þessu leikhúsi listarinnar. Vera svona eins og hvíslarinn í grifjunni - sem engin sér, nema leikarinn, sem ekki kann rulluna sína. Jú, hvíslarinn kann líklega alla rulluna utanbókar og gæti leikið öll hlutverkin og það án hvíslarans ? Bæði pennar og penslar fengu að kenna á veru minni sumarið 2010, á meðan ég var í Noregi. Þótt myndirnar hér falli sennilega ekki undir neina list eða listburði eru þær samt sá grunnur sem allir myndlistamenn þurfa að ganga í gegnum á námsárum sínum. Sumir hafa getu aðrir ekki. Sumir halda þessu við, aðrir ekki. Margir geta ekki, og kanski þess vegna er þetta svo hallærislegt og púkó ? Aðalatriðið er þó, þetta veitir ánægju á stað og stund. Upplifunin verður nærri. Og stundum standa myndirnar fyrir sínu þótt oftast sjái þær engin nema sá er þær gerir. Hér leyfi ég aftur á móti öllum sem það vilja, að sjá þessar skissur - úr minnisbókinni minni.

SKISSUBÓKFRÁ

NOREGIGUÐMUNDUR R LÚÐVÍKSSON

2010

Skissubók 2010 - Norge

Guðmundur R Lúðvíksson