98
Skátafélagið Landnemar Starfsskýrsla fyrir tímabilið 1.1.2010 til 31.12. 2010 Auk þess: Lög og ýmis önnur fylgiskjöl Lagt fram á aðalfundi 10. mars 2011.

Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

  • Upload
    others

  • View
    10

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar

Starfsskýrsla fyrir tímabilið

1.1.2010 til 31.12. 2010

Auk þess:

Lög og ýmis önnur fylgiskjöl

Lagt fram á aðalfundi 10. mars 2011.

Page 2: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur
Page 3: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 1 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

Skátafélagið Landnemar Starfsskýrsla fyrir tímabilið 1. janúar 2010 til 31. desember 2010

Efni:

1. Félagsstjórn ....................................................................................................................................................... 3

2. Skipan félagsins ................................................................................................................................................. 3

3. Starfið í félaginu ................................................................................................................................................ 4 Afmæli félagsins 9. janúar .............................................................................................................................. 4

Félagsútilega Úlfljótsvatni .............................................................................................................................. 6

Aðalfundur 2010 ............................................................................................................................................. 7

Sveitarútilega Víkinga ..................................................................................................................................... 7

RS Gangan 2010 ............................................................................................................................................. 7

DS. Vitleysa .................................................................................................................................................... 8 Sumardagurinn fyrsti ....................................................................................................................................... 8

Ylströndin ....................................................................................................................................................... 9

Uppskeruhátíð foringja.................................................................................................................................... 9

17. júní ............................................................................................................................................................ 9

Landnemamót.................................................................................................................................................. 9 Útilífsskóli Landnema ..................................................................................................................................... 9

Sumardagskrá Landnema 2010 ....................................................................................................................... 9

World Scout MOOT – Kenya ....................................................................................................................... 10

Rekkaskátaferð – Kilke – Finnland ............................................................................................................... 11

Afmælismót kvenskáta .................................................................................................................................. 12

Foringjaútilega í Lækjarbotnum .................................................................................................................... 12 Innritun 4. september .................................................................................................................................... 12

Hverfahátíð Samtaka ..................................................................................................................................... 12

Félagsfundur ................................................................................................................................................. 13

Í sjöunda himni 2010 ..................................................................................................................................... 13

Forsetamerkið................................................................................................................................................ 13

Page 4: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 2 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

Félagsútilega ................................................................................................................................................. 14

Þórshamar ..................................................................................................................................................... 14

Dagsferð Þórshamars og Sleipnis .................................................................................................................. 14

Deildarútilega Fálkaskáta .............................................................................................................................. 15

Bland í poka .................................................................................................................................................. 15

Huginn & Muninn ......................................................................................................................................... 15 Sveitarstarf Víkinga ...................................................................................................................................... 15

Jólafundur ..................................................................................................................................................... 15

Jólakvöldmatur foringja ................................................................................................................................ 16

Starfsmannamál ............................................................................................................................................. 16

Eldri Landnemar ........................................................................................................................................... 16

Gilwell hringurinn ......................................................................................................................................... 16 Námskeið ...................................................................................................................................................... 17

Foringjaþjálfun 1 ........................................................................................................................................... 17

Foringjaþjálfun 2 ........................................................................................................................................... 17

Landvættir ..................................................................................................................................................... 17

Gilwell........................................................................................................................................................... 18

Húsnæðið – útleiga ........................................................................................................................................ 18 Breytingar á stjórn ......................................................................................................................................... 18

Landnemar í blöðum ..................................................................................................................................... 18

Landnemar á vefnum .................................................................................................................................... 18

Könnun meðal foreldra ................................................................................................................................. 20

Fjármál félagsins ........................................................................................................................................... 20 Aðalfundur BÍS og Skátaþing ....................................................................................................................... 20

4. Starfsáætlun til 2013 ........................................................................................................................................ 21

5. Félagatal .......................................................................................................................................................... 22

6. Lög skátafélagsins Landnema ......................................................................................................................... 25

7. Viðaukar .......................................................................................................................................................... 28

Page 5: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 3 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

1. Félagsstjórn Félagsstjórnin var í upphafi árs 2010 þannig skipuð:

Arnlaugur Guðmundsson ................ Félagsforingi Maríus Jónasson ................ Aðstoðarfélagsforingi Ingibjörg Ólafsdóttir .............................. Gjaldkeri Fríða Björk Gunnarsdóttir ............................ Ritari Sigurgeir Bjartur Þórisson ............. Meðstjórnandi

Ingibjörg Ólafsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Heiðrún Ólafsdóttir kjörin í hennar stað. Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skipti stjórnin með sér verkum á nýjan leik og var hún þannig skipuð eftir það:

Arnlaugur Guðmundsson ................ Félagsforingi Maríus Jónasson ................ Aðstoðarfélagsforingi Heiðrún Ólafsdóttir ................................ Gjaldkeri Fríða Björk Gunnarsdóttir ............................ Ritari Sigurgeir Bjartur Þórisson ............. Meðstjórnandi

Meðstjórnandi er jafnframt fulltrúi skátafélagsins í stjórn SSL, Sjálfseignarstofnunarinnar Skátaheimili Landnema.

2. Skipan félagsins Í ársbyrjun 2010 var skipan félagsins með þessum hætti:

Drekaskátar ....... 7, 8, & 9 ára

Anna Eir Guðfinnudóttir .. sv.for. Huginn Muninn Elísa Lind Finnbogad. . . a.sv.for. Huginn Muninn Daníel Cassata ............. a.sv.for. Huginn Muninn Sigursveinn Friðriksson .. a.sv.for. Huginn Munin Fálkaskátar ... 10, 11 & 12 ára Andrés Þór Róbertsson ................ sv.for. Duraþór Kári Brynjarsson ........................ a.sv.for. Duraþór Kristinn Arnar Sigurðsson ......... a.sv.for. Duraþór Fríða Björk Gunnarsdóttir ......... sv.for. Þórshamar Hulda Rós Helgadóttir ........... a.sv.for. Þórshamar Hróbjartur Arnfinnsson .......... a.sv.for. Þórshamar Ásgeir Valfells ....................... a.sv.for. Þórshamar Jóhann Orri Briem ........................ sv.for. Sleipnir Hulda Tómasdóttir .................... a.sv.for. Sleipnir Bryndís Bjarnadóttir .................. a.sv.for. Sleipnir Eysteinn Þórðarson .................... a.sv.for. Sleipnir Már Másson Maack ................... a.sv.for. Sleipnir Dróttskátar ...... 13, 14, & 15 ára

Stefán Freyr Benónýsson ............. sv.for. Víkingar Sigurgeir Bjartur Þórisson ........ a.sv.for. Víkinga Atli Steinarsson......................... a.sv.for. Víkinga Viktoría Sigurðardóttir.............. a.sv.for. Víkinga Rekkaskátar .... 16, 17, & 18 ára Jónas Grétar Sigurðsson ................... sv.for. Plútó Róverskátar .......... 19 til 22 ára Ekki sérstakur sveitarforingi, sjá neðar.

Í byrjun nýs starfsárs, í september 2010, var foringjaskipanin með þessum hætti:

Drekaskátar Freysteinn Oddsson ......... sv.for. Huginn Muninn Mathilda Follend. . ........ a.sv.for. Huginn Muninn Birgir Viðar Birgisson ..... fl.for. Huginn Muninn Freyja S. Sverrisdóttir. ...... fl.for. Huginn Muninn Ólafur Valfells .................. fl.for. Huginn Muninn Árdís I. Jóhannsdóttir ....... fl.for. Huginn Muninn Freysteinn flutti til Norður í nóvember og tók þá Fríða Björk Gunnarsdóttir við sveitarforingja-starfinu. Fálkaskátar Sigurgeir Bjartur Þórisson ........ sv.for. Þórshamar Kári Brynjarsson .................... a.sv.for. Þórshamar Flokksforingjar:

Kristinn Arnar Sigurðsson Hlynur Steinsson Heiða Marey Magnúsdóttir Hjördís Þóra Elíasdóttir

Hulda Tómasdóttir ........................ sv.for. Sleipnir Bryndís Björnsdóttir .................. a.sv.for. Sleipnir Flokksforingi:

Orri Ómarsson Dróttskátar Elmar Orri Gunnarsson ................ sv.for. Víkingar Jóhanna Gísladóttir .................. a.sv.for. Víkingar Rekkaskátar Jónas Grétar Sigurðsson ................... sv.for. Plútó Hulda Rós Helgadóttir ................... a. sv.for. Plútó Róverskátar Starfrækt var sameiginleg, opin róverskátasveit með félögum víða að af landinu og var Elmar Orri Gunnarsson í sveitarráði sveitarinnar. Jóhanna Gísladóttir var í forsvari fyrir alþjóahóp sveitarinnar.

Page 6: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 4 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

3. Starfið í félaginu Hér á eftir er stiklað á helstu atburðum í starfi félagsins á tímabilinu.

Afmæli félagsins 9. janúar Þann 9. janúar voru 60 ár liðin frá því að skáta-sveitin Landnemar var stofnuð í skátaheimilinu við Snorrabraut, en frá þessari sveit dregur félagið nafn sitt þótt ræturnar liggi víðar. Að þessu tilefni var setta á laggirnar sérstök afmælisnefnd sem í áttu

sæti: Arnfinnur Jónsson, Arnlaugur Guðmundsson, sem var formaður, Elmar Orri Gunnarsson, Haukur Haraldsson, Hulda Rós Helgadóttir, Kári Brynjarsson, Sigrún Sigurgestsdóttir og Sigurgeir Bjartur Þórisson. Haldið var upp á afmælið á mjög veglegan hátt. Dagsskráin var frekar flókin og hófst hún með ratleik í Öskjuhlíðinni. Á meðan rat-leikurinn fór fram var móttaka fyrir opinbera gesti í skátaheimilinu þar sem sett hafði veri upp svolítil sýning úr félagsstarfinu og loks var vegleg afmælis-kvöldvaka með afmæliskaffi og fór hvorutveggja fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Nefndin skipti með sér verkum og ábyrgðasviði:

Maríus Þór Jónasson og Haukur Haraldsson höfðu veg og vanda af því að merkja skátaheimilið að utan og var merkingin, flennistórt Landnemamerki ásamt skátaliljunni og smáranum, komið fyrir utan á norðurgafli miðhússins þannig að merkingin blasir við frá Hamráhlíðinni og er félaginu til sóma. Eru merkin úr svartlituðu stáli.

Í stuttu máli má segja að afmælið hafi heppnast mjög vel. Þátttaka í ratleiknum hefði mátt vera meiri og svo hefði verið gaman að sjá borgarstjóra og einhvern borgarfulltrúa .en það kom ekki að sök.

Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson heiðraði Landnema með nærveru sinni, bæði í móttökunni, á skátaskemmtuninni og í afmælis-kaffiveislunni, enda starfaði hann um skeið í Landnemum SFR á sínum yngri árum.

Boðunin tókst í alla staði mjög vel mættu á fjórða hundrað gestir milli kl. 14 og 18. Við þetta tækifæri bárust félaginu margar gjafi og varaskátahöfðingi heiðraði félagsforingja f.h. allra félagsmanna með þjónustumerki BÍS, Gylltu liljunni og smáranum.

Boðsgestir:

Klukkan: Landnemar, skátar og

foreldrar Sérstakir gestir, stjórnir

BÍS & SSR, félagaforingjar, samtaka, skóastjórar,

prestar, valdir SSL félagar

Aðrir gestir, allir gamlir skátar úr hverfinu, allir starfandi

skátar í Reykjavík, foreldrar skáta í Landnemum og aðrir

SSL félagar

13:00

Víðavangsleikur í Öskjuhlíð. Leiknum lýkur í

MH. 14:00

Móttaka í H9, Sögusýning opnuð. Standandi kaffi.

15:00

Skátaskemmtun með kvöldvökusniði. Að hætti Landnema. Í MH.

16:15

Afmæliskaffiveisla. Í MH.

17:00

Opið hús í Háuhlíð 9. Sögusýning, sýning á myndum, búnaði, búningum o.þ.h. Einnig myndauppsökum úr starfinu í dag.

Flokkur: Áb. Nefndarmenn 1. Ratleikurinn KB SBÞ HRH 2. Skemmtunin, afmæliskaffið, boðunin HH AUJ EOG HRH 3. Móttaka, sýning, húsnæðið AG SS HH EOG AUJ

Page 7: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 5 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

MYND 1 – SKÁTAHÖFÐINGI AFHENDIR GJÖF

MYND 2 – FÉLAGSFORINGI SÝNIR FORSETA SKÁTAHEIMILIÐ OG VERÐLAUNAGRIPI

Drekar, flokkur eldri Landnema, gaf félaginu nýjan félagsfána sem Haukur Haraldsson hafði hannað og Jóna Sveinsdóttir saumað. Fánastöngin sjálf var hins vegar smíðuð af þeim Hilmir Arnórssyni og Erni Sigurðssyni.

MYND 3 – NÝR FÉLAGSFÁNI AFHENTUR

Verður þessum heiðursmönnum seint þakkað fram-takið.

MYND 4 – DREKAR, MAGNÚS HAUKUR, LÁRUS, HILMIR OG ARNFINNUR

MYND 5 – KVÖLVDÖKUSTEMMNING

MYND 6 – DREKASKÁTAR MEÐ SKEMMTIATRIÐI

MYND 7 – GAMLIR MUNIR SKOÐAÐIR, MAGNÚS STEPHENSEN, GUÐBJÖRG KONA HANS, HAUKUR, ATLI SMÁRI OG BERGUR

Þess má geta hér að Magnús Stephensen var heiðursfélagi Landnemadeildar SFR.

Page 8: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 6 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

MYND 8 – FRÍÐA BJÖRK SKER TERTUSNEIÐ

Sérstaka athygli vakti sérstök sýning á skátamunum eins Landnema, sem féll frá fyrir nokkrum árum, Gylfa Þórs Magnússonar. Á þeirri sérstöku sýningu voru persónulegir munir, skjöl og munir tengdir Landnemum svo og Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Þá var u.þ.b. 100 ljósmyndum úr safni Gylfa varpað á vegg til sýningar.

Félagsútilega Úlfljótsvatni Landnemar fóru í árlega félagsútilegu að Úlfljóts-vatni helgina 29. til 31. janúar 2010. Útilegan var með hefðbundnu sniði nema e.t.v. það að fána-athöfnin á laugardagsmorgni var kl. 8:30 í stað 9:30 eða svo og var því nær myrkur þegar fáni var dreginn að húni í margra stiga frosti og svolítilli golu. Annars lék veðrið við þessa u.þ.b. 60 skáta sem tóku þátt í útilegunni. Þá setti undanúrslita-leikur í Evrópukeppni landsliða í handknattleik svolítið strik í reikninginn á laugardagseftirmiðdegi en ekki létu þó allir þá spennu á sig fá og sóttu spennu í „Fly-Fox“ sem Jónas Grétar og Sigurgeir útbjuggu úr klifurturninum og langt austur á tún.

MYND 9 – Í BIÐRÖÐINNI FYRIR KLIFURTURNINN

MYND 10 – SPENNANDI OG SKEMMTILEGT

MYND 11 – Á HVOLFI, STEFÁN OG HULDA RÓS

Page 9: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

Aðalfundur 2010 Aðalfundur skátafélagsins Landnemar var haldinn 24. febrúar 2010. Haukur Haraldsson stjórnaði fundinum en fundarritari var Fríða Björk Gunnars-dóttir. Úr stjórn gekk Ingibjörg Ólafsdóttir en Heiðrún Ólafsdóttir var kjörin í hennar stað.

Stjórnin lagði fram tillögu að nýjum lögum fyrir félagið og var tillagan samþykkt með smávægilegri breytingu. Þá var lögð fram ný stefna fyrir félagið en að henni hafði verið unnið frá haustmánuðum. Að þeirri vinnu höfðu komið nemendur í verkefnis-stjórnun hjá EHÍ, foringjaráð og svo stjórnin sjálf. Þetta er fyrsta stefnan sem samþykkt er fyrir Skátafélagið Landnema.

Sveitarútilega Víkinga Víkingar fóru í sveitarútilegu í Hleiðru helgina 19. til 21. febrúar. Voru um 16 þátttakendur í útilegunni.

Skátarnir fengu að upplifa ekta vetrarferð og var nægur snjór úti. Fyrsta kvöldið var farið út í snjóinn og búnar til brautir í brekkuna til að renna sér í.

MYND 12 - VETRARFERÐ

MYND 13 - AÐ LEIK

Síðan var snjórinn dustaður af fötunum og búin til þurrkaðstaða í litla rýminu sem er inn í Hleiðru. Einn foringjanna skaddaði sig á hné og fór í bæinn,

upp á gjörgæslu þar sem saumað var fyrir sárið. Daginn eftir var svo hlaupið aftur út í snjóinn áður en myrkrið skall á. Meðal annars ákváðu skátarnir að fara í hike og skoða umhverfið hinum megin við vatnið. Einnig hófust þau handa við að bræða snjó svo eitthvað drykkjarvatn væri í skálanum og einnig svo hægt væri að sjóða sér mat. Góðum gestum bar að garði allan daginn og komu meðal annars hugdjarft þríeyki sem hafði nýlokið við þá svaðilför að klífa Esjuna en hún líktist á þeim degi risastórum snjóhaug. Um kvöldið tóku skátarnir því rólega þar sem farið var að hvessa og héldu sig innandyra. Þar var haldið uppi léttri stemmingu og tekin nokkur lög. Nokkrir skátar létu þó ekki veðrið fara í sig og grilluðu sér hátíðarkvöldverð. Morguninn eftir var tekið til í skálanum og við skiluðum honum af okkur í betra standi en við komum að honum líkt og sönnum Landnemum sæmir.

RS Gangan 2010 Hin árlega RS ganga var haldin 5.-7. mars. Samtals tóku 7 Landnemar þátt í göngunni. Hér fylgir frásöng Huldu Rósar:

Rs. Gangan 2010

Þrjú vaskleg ungmenni, Eysteinn úr Landnemum, Hulda Rós úr Landnemum og Hallveig Kristín úr Skjöldungum, lögðu leið sína upp í Dalakot eitt föstudagskvöldið í mars 2010. Tilgangur ferðar-innar var að taka þátt í Rs. Göngunni, árlegri göngukeppni meðal skáta sem var haldin uppi á Hellisheiði. Ungmennin voru afar spennt fyrir helg inni, óvissan beið þeirra en eitt var markmiðið: að eiga skemmtilega helgi með vinum í náttúru Hellisheiðarinnar. Undirrituð verður þó að viður-kenna að sigur í keppninni var þeim ofarlega í huga. Þau voru sannfærð um að NWA (Niggers With Attitude, en það var nafn liðs þeirra) væri besta liðið en það atti þó kappi við þrjú önnur sterk lið.

Í Dalakoti komu þau sér fyrir ásamt hinum liðun-um. Póstur núll var þetta kvöld en hann fól í sér að skipuleggja alla gönguna. Liðin ákváðu gönguleiðir laugar- og sunnudags, settu niður tímaplan, fundu hnit póstanna, tóku stefnur og gerðu hæðalínurit, allt eftir bókinni. Þegar allri skipulagningu var lokið lögðust liðin til svefns. Á laugardegi var vaknað snemma og haldið af stað. Veðrið sýndi ekki sínar bestu hliðar fram eftir degi en rigning, slabb og rok voru einkennandi fyrir gönguna framan af. (Einhver lið lentu í ógöngum og þurftu að taka óvænta sundspretti þar sem leysingavatn hafði safnast fyrir.) Þegar ofar dró á heiðina varð rigningin að snjókomu. Það er á slíkum stundum sem maður áttar sig á því hve lítils maður má sín í náttúru Íslands. Skyggni var ekki mikið og voru NWA aðeins útbúnir áttavita en komust þó heilu og höldnu í Innstadal þar sem meðlimir liðsins fóru að kannast við sig. Í dalnum áttu liðsmenn góðar

Page 10: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 8 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

stundir, þeir renndu sér niður langar brekkur, klifu aðrar, leystu jarðfræðipóst og sigpóst í klettum dalsins ásamt því að auka kunnáttu sína í meðferð snjóflóðaýla. Eftir það héldu þeir að Miðdal og Fremstadal í átt að Litla-Skarðsmýrarfjalli þar sem þeir ætluðu að leysa seinasta póst dagsins. Liðs-menn héldu þó fljótt í átt að Þrym þar sem þeir gerðu sér grein fyrir því að þeir myndu ekki ná að leysa þann póst á réttum tíma. Í Þrym áttu liðin öll gott kvöld, kjötsúpa var á boðstólnum og sungið var fram eftir kvöldi. Háttatími nálgaðist og liðsmenn NWA skelltu upp tjaldi bak við skálann þar sem þeir sváfu um nóttina.

Skátarnir þrír vöknuðu úthvíldir á sunnudeginum eftir góða nótt í tjaldinu. Snjóað hafði um nóttina og komust liðsmenn út með herkjum. Haldið var snemma af stað og var fyrsti póstur uppi á Litla-Skarðsmýrarfjalli. Eftir þá fjallgöngu héldu liðs-menn niður í Fremstadal og í átt að Hveragerði. Skyggni var ekki mikið en útbúnir góðum áttavita voru NWA óstöðvandi. Einhverjum kynni að finn-ast það skrýtið, en á þessari göngu leið skátunum sem best; ganga á ókunnar slóðir í djúpum snjó með hvítt fyrir augum og áttavita í hendi fyllti þá ánægju og kjarki. Eftir nokkra stund komu NWA niður í fallegt gil þar sem þeir klöngruðust áfram eftir bestu getu í snjónum. Í gilinu komu þeir að síðasta pósti dagsins. Verkefnið var að búa til snjólistaverk. Það áttu liðsmennirnir auðvelt með og bjuggu til einstakan snjókarl í gati í klettum gilsins en hægt er að sjá þetta gat þegar keyrt er í Kömbunum. Þegar þessum pósti var lokið hélt liðið í átt að Árhólmum við Rjúpnabrekkur. Þar fengu skátarnir góðar mót-tökur og var þeim skutlað í Hveragerði þar sem þeir hvíldu lúin bein uns hin liðin bar að garði. Þegar allir voru komnir var mikil og kærkomin pítsuveisla en til að toppa daginn skelltu allir sér í sund. Eftir góða hvíld í lauginni voru úrslitin tilkynnt: NWA höfðu unnið Rs. Gönguna árið 2010! Í verðlaun voru páskaegg en skátarnir fengu einnig nafn sitt á göngubikarinn sjálfan.

Þá var ekkert eftir nema að halda heim á leið. Skát-arnir voru alsælir með frábæra göngu í góðra vina hópi. Markmiði helgarinnar var náð: liðsmenn áttu svo sannarlega skemmtilega helgi í fjölbreyttri nátt-úru Hellisheiðarinnar.

Hulda Rós Helgadóttir

DS. Vitleysa DS Vitleysa er alvöru skátamót sem haldið var helgina 26.-28. mars. Mótið var eins konar arftaki útilífshelgarinnar sem ekki hafði sést í þó nokkurn tíma hér. Frumkvöðlar mótsins voru tveir Landnemar sem höfðu þá einföldu hugsjón að halda loksins alvöru mót handa dróttskátum þar sem lögð væri áhersla á útivist. Þeir hóuðu saman góðum hópi fólks úr hinum ýmsu félögum og eftir nokkra

mánuði bar vinnan ávöxt sem var svo sætur að bíta í. Á mótið skráðu sig 48 þátttakendur. Þeir voru úr 8 félögum. Sá sem hafði komið lengstu leið til að sækja mótið kom meira að segja alla leið úr Héraðsbúum. Einnig voru 20 starfsmenn að annast mótið og því má segja að þarna voru svo sannarlega einstaklingar úr öllum skátafélögum höfuðborgar-innar.

Mótið var sett í Lækjarbotnum við heldur óhefðbundna fánaathöfn og var farið í tyrkneskan fótbolta til að setja keppnina. Keppendur tjölduðu síðan ýmist eða skriðu upp í rúm inn í Lækjar-botnum og héldu svo á vit draumanna. Morguninn eftir vöknuðu þátttakendurnir eldsnemma, skófluðu í sig hafragraut og héldu út á vit ævintýranna. Förinni var haldið í átt að heiðinni og áfanga-staðurinn var Dalakot. Á leiðinni lentu skátarnir í misdjörfum og krefjandi ævintýrum á póstastöðvum þar sem leysa átti hin ýmsu verkefni. Þeir sem höfðu arnaraugu gátu einnig komið auga á aukapósti á leiðinni. Veðrið var með öllu frábært og enginn villtist, meiddist né gafst upp. Á loka-metrunum voru þátttakendur neyddir til að taka jógaæfingar með markið í augnsýn og síðan mátti sjá þá hlaupa lokametrana. Þegar þátttakendur komu upp í Dalakot beið þeirra heit kjötsúpa og hún var ekki lengi að hverfa. Um kvöldið var haldin frábær kvöldvaka og síðan héldu skátarnir aftur út að tjalda og hvíldu sig eftir erfiðan dag. Daginn eftir tók við þeim sjóðandi heitur hafragrautur og fjársjóðsleit þar sem leitað var að ekta gröfnum fjársjóð. Eftir spennandi leik var þrifið og mótinu slitið. Þar fengu allir þátttakendur verðlaun í boði bæjarins bestu en einnig fengu efstu þrjú sætin öll verðlaun. Í fyrsta sæti lenti Dróttskátasveitin Víkingar úr Landnemum og sýndi að hraði er ekki alltaf það sem skiptir mestu máli það þarf einnig að sýna örlítinn vott af þolinmæði. Í næstu tveimur sætum á eftir með tærnar rétt fyrir aftan hælana á Víkingum voru tveir flokkar sem stóðu sig eins og hetjur úr skátafélaginu Ægisbúum. Mótið gekk mjög vel að öllu leiti og verður haldið aftur 2011 með nýja staðsetningu en sama hugarfar. Ég óska Víkingum hér með en einu sinni til hamingju með sigurinn.

Sigurgeir Bjartur Þórisson

Sumardagurinn fyrsti Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur að venju. Landnemar fylktu liði frá Arnarhóli eins og þeir hafa gert undanfarin ár. Nokkrir skátar úr félaginu lögðu fánaborg SSR lið. Þetta voru þau: Kári, Kristinn, Viktoría, Bryndís, Hulda T., Hulda Rós, Óskar og Hlynur.

Skátamessan var að vanda haldin í Hallgrímskirkju. Þetta árið unnu Landnemar ekki göngubikarinn heldur Segull sem átti það skilið enda með

Page 11: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 9 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

feiknaflotta skáta í göngunni. Landnemar voru þó einnig flottir og létu vel í sér heyra með göngusöngvum og hrópum.

Ylströndin Margir Landnemar tók svo þátt í dagskrá á vegum SSR um kvöldið í Nauthólsvík.

Þangað komu skátar frá Stór-Reykjavíkursvæðinu og skemmtu sér vel saman við leik og störf.

MYND 14 – VARÐELDURINN UNDIBÚINN

Dagskránni lauk með varðeld að skátasið. Eftir formlega dagskrá hittust nokkrir skátar í kakói í skátaheimili Landnema.

Uppskeruhátíð foringja 21.-23. maí eða:

Leynilega foringjaferðin norður á Akureyri

Á föstudegi var mæting upp í skátaheimili og var farið á þremur bílum. Mætt voru: Jonni, Elmar, Hulda Rós, Hulda Tomm, Bryndís, Anna Eir, Andrés, Kári, Stebbi, Sigurgeir, Atli, Siggi, Viktoría, Ásgeir V og Kiddi, einnig hittum við Eika, Silju og drengina þeirra. Við lögðum undir okkur heila tjaldflöt á Hömrum og settum upp fínustu tjaldbúð með slackline. Á laugadeginum var hópnum skipt í þrjá hópa og við fórum í ljósmynda maraþon. Maraþonið endaði með því að við hittumst í Hrafnagilslaug. Eftir sundið fórum við og fengum okkur ís hjá Eika og Silju og skoðuðum beljurnar þeirra. Um kvöldið fórum við í rúbbý og slackline. Á sunnudeginum skiptum við hópnum niður og sumir fóru í Munkaþverá að klifra en sumir fóru í bæjarferð og ís í Brynjuís. Eftir það sameinaðist hópurinn á ný og stefnan var tekin á Mývatn þar sem við fórum í bað í Torfagjá. Á mánudeginum fóru sumir aftur í klifur en sumir fóru í eitthvað annað. Einhvern tíman var tjaldbúðin tekin saman og farið í sund í Akureyrarlauginni. Eftir það fengum við okkur pizzu og keyrðum heim í blíðskapar veðri.

Jónas Grétar Sigurðsson

17. júní Foringjar í félaginu tóku þátt í fánaborg SSR og í dagskrá í Hljómskálagarðinum með þrautabraut og klifurvegg SSR og hjálpuðum við ýmis störf.

Landnemamót Í ár héldu Landnemar sitt árlega skátamót í Viðey, Viðeyjarmótið. Mótsstjóri var einn yngsti Land-neminn, Atli Smári Ingvarsson, en hann gekk til liðs við félagið haustið 2009 eftir að hafa starfað lengi í SFR og Dalbúum. Aðstoðarmótsstjóri og jafnframt starfsmaður mótsins var Hulda Rós Helgadóttir, gjaldkeri var Skúli Arnlaugsson, dag-skrárstjóri var Viktoría Sigurðardóttir tjaldbúða-stjóri var Jónas Grétar Sigurðsson, kynningarmála-stjóri var Fríða Björk Gunnarsdóttir, tæknistjóri var Alexander J.E. le Sage og verslunarstjóri var Helga Kristín Ólafsdóttir.

Mótið tókst í flesta staði mjög vel og skilaði félaginu nokkrum tekjum. Sjá nánar í skýrslu mótsstjórnar.

Útilí fsskóli Landnema Sumarið 2010 ráku Landnemar Útilífsskóla í eigin nafni í annað sinn. Skólastjóri var Sigrún Hrönn Halldórsdóttir en aðrir starfsmenn voru Jónas Grétar Sigurðsson, Kári Brynjarsson og Mathilda Follend. Haldin voru þrjú námskeið auk þess sem starfsmenn skóland lögðu drjúgan skerf við að taka til í geymslum skátaheimilisins.

Við Útilífsskólann fengu auk þess nokkrir yngri Landnemar vinnu á vegum Vinnuskóla Reykja-víkurborgar, eða þau Árdís I. Jóhannsdóttir Sigur-sveinn Árni Friðriksson, Árni Einar Marselíusarson Daníel Atli Cassata Sírnisson, Hlynur Steinsson, Heiða Marey Magnúsdóttir, Óskar Helgi Þorleifs-son og Hjördís Þóra Elíasdóttir.

Sumardagskrá Landnema 2010 Sumarið 2010 var gerð önnur tilraun til að standa fyrir fastri sumardagskrá fyrir skáta í félaginu. Var boðið upp á mismunandi dagskrá fyrir aldurs-skeiðin.

Drekaskátum var boðið í heimsókn á Landnemamót í Viðey.

Dagskrá fyrir fálkaskáta (10 til 12 ára) var í formi undirbúningskvölda fyrir Landnemamót. Þau voru haldin á þriðjudögum klukkan 18:00 til 20:00. Þar var farið í atriði sem skipta máli að allir kunni á mótinu. Einnig gátu foreldrar komið og talað við fararstjóra ef einhverjar spurningar eru um ferðina.

Page 12: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 10 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

1. júní Uppskeruhátíð Landnema 8. júní Tjaldbúðarlíf 15. júní Trönubyggingar 22. júní Búnaður og það allra nauðsynlegasta

Dróttskátasveitin Víkingar nutu sumarsins. Umsjón með dagskránni höfðu sveitarforingjarnir Stefán, Sigurgeir og Atli.

Dagskráin hófst alltaf klukkan 19:00 í Háuhlíð 9, nema annað hafi verið tekið fram.

8-10. júní Foringjaþjálfun 1

16. júní Gönguferð upp á Esju

23. júní Undirbúningur fyrir Landnemamót

24-27. júní Landnemamót

30. júní Óvissusig á óvissustigi

7. júlí Klifur í HSSR

14. júlí Sund í Laugardalslaug

16.-18. júlí Útilega

21. júlí Óvissa í Háuhlíð 9

28. júlí Fundur í umsjón Heiðu Marey

11. ágúst Undirbúningur foringjaþjálfunarinnar

17-19. ágúst Foringjaþjálfun 2

Hér á eftir er frásögn af sumarstarfinu:

Sumarstarf Landnema hófst fyrsta miðvikudaginn í júní með óvissuratleik, þar var bundið fyrir augun á skátunum og þeir skildir eftir innan bæjarmarka með lista yfir hluti sem þau urðu að verða sér út um. Leikurinn gekk vel og eftir hann kíktu skátarnir í ísbúð.

Yfir sumarið fóru skátarnir svo saman í sund, horfðu á mynd, fóru í klifur og sig, elduðu úti og æfðu sig í hinum ýmsu bindingum.

Lokapunkturinn í sumarstarfinu var útilega á Úlfljótsvatni. Þar reistu skátarnir sér flotta tjaldbúð á slóðum Álfasar tígurs. Það var ekki beðið með dagskrána enda óborganlegt veður. Skátarnir fóru beint í vatnasafaríið og svo var útbúinn hádegis-matur á gasprímusum. Því næst var farið í klifurturninn og skátarnir settu upp eigið klifur og sig og léku sér eins og þeim listi. Foringjar höfðu haldið á Selfoss til að kaupa hluti fyrir kvöldið sem þótti vanta en Álfas bölvaði okkur með ógæfu og á leiðinni fóru foringjarnir útaf veginum en allir voru í bílbeltum og slasaðist enginn sem betur fer.

Foringjar voru fluttir á sjúkrahús og komu svo kátir aftur eftir að læknir hafði staðfest að þeir væru en á lífi. Á meðan söfnuðu skátarnir sér efni í varðeld svo hægt væri að grilla. Skátarnir sáu síðan um kvöldvöku fyrir staðhaldarann og beint eftir hana var haldið í hjólaferð að rólunni handan vatnsins. Þar sveifluðu skátarnir sér þar til þeim svimaði og var haldið heim á leið. Álfas tígur bölvaði hins vegar skátana með ógæfu og auk bílveltu lenti drengur úr flokknum í því óhappi að hendast af hjólinu. Drengurinn var þó með hjálm og skaðaði hann ekki en sagðist verkja í höndina. Það kom í ljós að hún væri brotinn og fór foringi með drenginn til Reykjavíkur ásamt sjúkraliðum af Selfossi. Daginn eftir fóru skátarnir svo út á báta og var buslað í vatninu þar til rútan kom að ná í rest. Útilegan heppnaðist frábærlega og viljum við þakka staðhöldurum Úlfljótsvatns og hinu duglega starfsfólki sem vinnur á vegum heilbrigðisstofnanna á Selfossi fyrir að eyða svona miklu púðri í okkur. Þótt okkur þyki ólíklegt að þeir beri þennan texta nokkurn tíman augum.

Sigurgeir Bjartur Þórisson

World Scout MOOT – Kenya BÍS stóð fyrir ferð Róverskáta á alheimsmót Rover-skáta sem að þessu sinni var haldið á Rowallan Scout Camp 15 km frá Jomo Kenyatta International Airport í Nariobi.

MYND 15 - LANDNEMABLÓMARÓSIR Í KENYA

Tveir hressir Landnemar, þær Fríða Björk Gunnars-dóttir og Hulda Rós Helgadóttir voru meðal þátt-takenda og fer frásögn Fríðu af ferðinni hér á eftir:

Kenýaferð Fríðu og Huldu

27. júlí lögðum við ásamt 13 öðrum í langferð til þess að fara á Rover Moot í Kenýa. Ferðin byrjaði á flugi til London þar sem við biðum allan daginn á flugvellinum til þess að ná tengifluginu til Kenýa. Þar var okkur ítrekað ruglað saman við flugvallar-starfsmenn og vorum mjög oft beðnar um leið-

Page 13: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 11 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

beiningar og fleira í þeim dúr. Flugið til Kenýa var næturflug og lentum við eldsnemma um morguninn á Jomo Kenyatta flugvellinum í Nairobi. Menn-ingarsjokkið var gífurlegt enda var allur munaður sem eigum að venjast ekki til staðar eða mun verri þarna.

MYND 16 - Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP

Mótið sjálft var haldið í Rowallan camp sem er við hliðina á stærsta fátækrahverfi Nairobi, Kibera. Þaðan fórum við strax daginn eftir í ferð þar sem öllum var skipt í þrjá hópa sem fóru á mismunandi staði. Við og Laufey Ægisbúi vorum saman í flokki og hópurinn okkar, um 500 manns eða 10 fimmtíu skáta sveitir, fórum til Kaiyaba sem er rétt hjá Nyeri, bænum þar sem gröf BP er. Þar vorum við í 5 daga og gerðum ýmislegt, heimsóttum skóla, miðbaug og plöntuðum trjám í skógi, skoðuðum vatnsaflsvirkjun og fórum að leiði BP ásamt því að fara til Paxtu, seinasta dvalarstaðar hans. Svo héldum við aftur til Nairobi þar sem allir skátarnir eyddu nokkrum dögum saman á mótinu. Þar var margt brallað og við kynntumst ýmsum skemmti-legum skátum en þó einna helst Áströlunum. Eftir mótið fór íslenska sveitin í safaríferð sem byrjaði í Masaii Mara, stærsta þjóðgarði Kenýa þar sem við gistum í tvær nætur á tjaldhóteli. Þar sáum við öll helstu dýrin og heimsóttum Masaii þorp. Eftir það tók við dagskeyrsla upp að Viktoríuvatni, til bæjarins Kisumu. Þar sigldum við á vatninu og gistum á fínasta hóteli bæjarins, sem var byggt 1974 og ekkert hafði verið gert fyrir það síðan, sem sagði e.t.v. eitthvað um ástand þess! Eftir stutta en ánægjulega dvöl þar héldum við að þjóðgarðinum Lake Nakuru og sáum flamingó fugla og nashyrninga, já og tvöfaldan regnboga. Þar gistum við eina nótt í smáhýsum á tjaldsvæði rétt hjá. Næsta dag var haldið aftur til Nairobi þar sem við fórum í ABC barnaþorp, skoðuðum perluverk-smiðju og fórum í gíraffa og fílagarð. Flestir héldu svo heim föstudagsmorguninn 13. ágúst nema Fríða og Vigdís sveitarforingi því Fríða veiktist og þurfti að fara á spítala. Þær flugu svo heim næsta mánu-dag eftir helgi í Nairobi þar sem það bjargaði þeim alveg að þekkja nokkra skáta, ásamt safarí bílstjór-unum okkar sem gerðust einkabílstjórar í þessari

hættulegu borg. Þessi ferð var alveg mögnuð og skildi ýmislegt eftir sig, bæði góðar minningar og slæmar.

Fríða Björk Gunnarsdóttir

Rekkaskátaferð – Kilke – Finnland Hópur Landnema fór á dróttskátamót í Kilke í Finnlandi og stóð ferðin frá 27. júlí til 8. ágúst. Fararstjóri var Elmar Orri Gunnarsson fer frásögn hans af ferðinni hér á eftir:

Nokkrir sprækir skátar í félaginu héldu á landsmót finnskra skáta sem haldið var í Evo sem er norðan við Helsinki. Í hópnum voru þau Sigursveinn Árni Friðriksson, Bryndís Björnsdóttir, Viktoría Sigurðardóttir, Hulda Tómasdóttir, Jónas G. Sigurðsson, Kristinn Arnar Sigurðsson, Kári Brynjarsson, Stefán Freyr Benónýsson, Sigurgeir B. Þórisson, Atli Steinar Siggeirsson, Elmar Orri Gunnarsson, Dagbjört Helga Eiríksdóttir (Hamar), Tómas Ken Magnússon (Vífill) og Bergur Ólafsson (Skjöldungur). Einnig var sveit frá Hraunbúum á mótinu sem fylgdi okkur í fluginu og var hann á sama torgi á mótinu.

Ferðin hófst eldsnemma að morgni 27. júlí á hópferðamiðstöðinni. Þrátt fyrir að hluti hópsins áttu í erfiðleikum við að koma bílnum í gang eftir baðið í Reykjadal komust allir í rútuna á réttum tíma. Flogið var til Helsinki og þaðan var farið beint á mótssvæðið. Hópurinn hafði verið í sambandi við finnskt kvenskátafélag og deildi með þeim tjaldbúð. Félagið er frá Helsinki, nánar tiltekið Vartiovuoren Tytot og fararstjóri þeirra hét Kaisa Havola. Mótið var formlega sett daginn eftir með mikilfenglegri setningarathöfn. Þar voru meðal annars notast við báta, eld, fimleikafólk og dularfulla tónlist. Mótssvæðið sjálft var mjög frábrugðið því sem við venjumst á landsmótum hérna heima. Auðvitað var það staðsett í miðjum skógi og var hún talsvert dreifðari þannig það voru ekki bara nokkrir sentímetrar milli tjaldanna. Þau voru heldur ekki í beinum röðum heldur tjaldað vítt og breitt um svæðið. Í rauninni réðst það aðallega að því hvar voru tvö tré þar sem hægt var að binda tjaldið í og sæmilega slétt jörð milli þeirra.

Dagskráin sem mótið bauð upp var nokkuð metnaðarfull. Eitt dagskrásvæðið bauð upp á ýmiss konar handverk og var járnsmiðjan eitt af því sem vakti sérstaka athygli. Annað svæði var helgað vatninu. Þar var hægt að fara á báta, kafa og busla í vatninu. Skátarnir fengu líka tækifæri til þess að ganga á vatninu í stórum, upp blásnum kúlum. Áhugaverðasta svæðið var hins vegar það sem innihélt klifurveggi, kassaklifur, línudans, loftdýnu, sig, þrautabrautir og ýmislegt annað sem heillaði íslensku skátana. Verðið á mótinu var yfir heildina litið mjög gott en það gekk óveður yfir svæðið einn daginn og það var dagurinn sem hópurinn hélt af

Page 14: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 12 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

stað í hike. Skátarnir gistu í mjög litlu tjaldi og má með sanni segja það allt plássið hafi verið nýtt um nóttina. Íslenski hópurinn kynnti land og þjóð á alþjóðardegi mótsins og buðum finnskum skátum upp á íslenskt skyr, harðfisk og lýsi. Þessi blanda fór mjög mismunandi í þá sem þetta smökkuðu en það fannst að minnsta kosti einn sem fannst eitthvað af þessu gott á bragðið.

Þegar hópurinn kom til Helsinki hreiðraði hann um sig á gistiheimili sem var staðsett nálægt miðbæn-um. Mikil hamingja umlauk hluta hópsins þegar ljóst var að McDonalds staður var í næsta nágrenni og sumir leyfðu sér að slátra nokkru þúsund kaloríum í einni máltíð. Hópurinn fór saman í vatnsrennibrautagarð og flestir misstu sig í búðum bæjarins. Þegar ferðin var á enda héldu þeir Kári, Jónas og Atli áfram til Frakklands í klifurferð.

Elmar Orri Gunnarsson

Hópurinn gerði myndband um ferðina.

Afmælismót kvenskáta BÍS stóð fyrir skátamóti í tilefni þess að 100 ár voru liðin síðan frá því að kvenskátastarf hófst í heiminum. Í mótsstjórn voru eingöngu stúlkur, mótsstjóri var Hrönn Bjargar Harðardóttir. Mótið var haldið á Úlfljótsvatni dagana 5. til 8. ágúst. Einungis 6 Landnemar, þau Freyja Sóllilja Sverris-dóttir, Heiða Marey Magnúsdóttir, Egle Sipaviciute, Hlynur Steinsson, Birgir Viðar Birgisson og Ólafur Valfells, sóttu mótið og fóru þau fararstjóralaus, en mótið bauð upp á það. Margir dróttskátar voru á sama tíma í ferð til Finnlands og tveir Róveskátar í Kenya á sama tíma.

Foringjaútilega í Lækjarbotnum Hin árlega foringjaútilega var að þessu sinni, eins og oftast áður, haldin í Lækjarbotnum helgina 27.-29. ágúst. Fór dagskráin fram bæði utanhúss og innan eins og sjá má af myndunum. Veðrið lék við Landnema og reykurinn frá varðeldi kvöldsins steig lóðrétt til himins.

MYND 17 - ÚTIFUNDUR

MYND 18 - INNIFUNDUR

Markmiðið með útilegunni er að leggja línurnar fyrir næsta starfsár, ákveða árgjald, foringjaskipan o.fl. í þeim dúr. Heppnaðist útilegan með ágætum.

Innritun 4. september Innritun var samkvæmt venju í byrjun september. Að þessu sinni voru Landnemar á tveimur stöðum: Á hverfahátíð á Klambratúni (Miklatúni), þar sem boðið var upp á kassaklifur, kynningu á félaginu og innritu og svo loks í skátaheimilinu sjálfu þar sem skrifstofan og heimilið voru opin.

Hverfahátíð Samtaka Hverfissamtök Hlíða og Miðbæjar stóðu fyrir hverfahátíð sem haldin var á Miklatúni. Landnemar sáu um að tjalda stóra tjaldinu þar sem mest öll dagskrá hátíðarinnar fór fram. Einnig vorum við með kynningarbás þar sem við skráðum nýja félaga og endurskráðum þá gömlu.

MYND 19 – FRÁ KASSAKLIFRINU

Fyrir utan tjaldið buðum við upp á kassaklifur og var það mjög vinsælt. Það slys varð á hverfa-hátíðinni að lítið barn féll við og snerti með kinn brennheitan stálbakka sem notaður var undir grillkol vegna pylsusteikinga. Var farið með það hið snarasta á bráðamóttöku LSHS í Fossvogi og verða ekki neinir eftirmálar af þessu.

Page 15: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 13 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

MYND 20 - PYLSUGRILLSTANDUR

Félagsfundur Fyrsti félagsfundurinn var svo haldinn í tvennu lagi 9. september. Þar var skipt niður í sveitir og funda-tímar vetrarins fastsettir.

Í sjöunda himni 2010 Rekkaskátasveitin Plútó hélt sítt árlega rekka-skátamót í Þrymheimum í október. Dagskránni lauk með hinu árlega vörðuhlaupi á sunnudeginum þar sem Hulda Rós Helgadóttir sigraði í kvennaflokki. Hér er stutt frásögn af þessum atburði:

Helgina 22.-24. október héldu Landnemar opna rekkaskátamótið Í sjöunda himni en einu sinni og var mótið einstaklega vel sótt. Þar komu saman skátar úr öllum áttum og áttu notalega helgi í Þrymheimum. Á föstudagskvöldinu var farið með nokkur lambalæri út og þau grafinn og látin sjóða í hveraleir fyrir hátíðarmáltíð á laugardegi. Inn í skálanum var hins vegar kveikt upp í, spilað á gítar og haldið var uppi notalegri stemmingu. Á laugar-deginum var svo komið að dagskránni. Í boði var þrenns konar dagskrá. Í fyrsta lagi var svokölluðum erkihaugum boðið upp á það að liggja í skálanum yfir allan daginn og halda lífi í kamínunni. Hins vegar voru það hinir svokölluðu haugar sem ætluðu sér ágætis göngu í Reykjadal þar sem fólk gæti svo farið úr öllu og baðað sig í hinni yndislegu náttúru-laug. Síðan voru það hetjurnar sem ákváðu að ganga inn í Reykjadal væri ekki nóg til að svala þeirra gönguþorsta og stefndu en hærra. Þær ákváðu að vakna eldsnemma um hádegisbil og ganga upp á Skeggja áður en þær myndu svo hitta fyrir Haugana í Reykjadal í heitu baði. Eftir góða göngu og fyrir

suma góða setu voru lambalærin grafin upp og þau borin fram ásamt gómsætri bernaise sósu og bök-uðum kartöflum. Það fór enginn hungraður í rúmið það kvöld. Mótinu var síðan slitið með hinu klassíska vörðuhlaupi áður en fólk hélt þreytt en þó ánægt aftur í bæinn eftir góða helgi.

Sigurgeir Bjartur Þórisson

Forsetamerkið Þann 23. september afhenti forseti Íslands forseta-merkið í 45 sinn við hátíðlega athöfn í Bessa-staðakirkju. Í þetta sinn fengu 2 Landnemar forseta-merkið en það voru Jónas Grétar Sigurðsson og Sigurgeir Bjartur Þórisson.

MYND 21 – VIÐ AFHENDINGUNA

MYND 22 – JÓNAS GRÉTAR OG SIGURGEIR MEÐ FORSETAHJÖNUNUM

Er þeim hér með óskað til hamingju auk þess sem aðrir Landnemar eru hvattir til að feta í þeirra spor.

Page 16: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 14 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

Félagsútilega Þann 8. til 10. október var fyrsta félagsútilega nýs skátaárs Landnema haldin. Að þessu sinni var farið í Skorradal. Þátttakendur voru um 50 skátar.

MYND 23 – VIÐ FÁNAATHÖFN

Veðrið lék við Landnema þessa helgi eins og þessar tvær myndir, frá fánaathöfn og af Skorradalsvatni bera glögglega með sér.

MYND 24 - SKORRADALSVATN

Dróttskátarnir voru ferjaðir inn i Hvalfjörð og gistu fyrri nóttina í Botnsdal. Gengu síðan „Síldarmanna-götur“ yfir í Skorradal. Var það lengra en sumir töldu og erfiðara. Aðrir þátttakendur komu með rútu beint í Skátafell.

Hér á eftir er stutt frásögn:

Þann 8. október lögðu Landnemar að stað í félags-útilegu að Skorradal. Það var mikið stuð í rútunni á leiðinni þangað. Á miðri leiðinni var hent út nokkrum dróttskátum við Botnsdal í Hvalfirðinum. Það voru 7 hressir skátar með foringjum sínum Elmari og Jóhönnu. Þessir skátar tóku dótið sitt og byrjuðu á því að skipta sér í tvo hópa, eldiviðar-hópinn og tjaldhópinn. Þá byrjuðu þessir tveir hópar að gera sitt verk í kolsvörtu myrkri með vasaljós að hendi. Þegar komið var nóg af eldiviði og tjaldið loksins komið upp byrjuðum við að kinda upp tjaldið og búa okkur til pulsu-pasta í kvöldmat. Þegar maturinn var búinn drógum við um það hverjir myndu þvo upp og hinir komu sér fyrir. Þegar allir voru búnir að koma sér fyrir borðuðum við eftirrétt og fórum snemma að sofa því það var stór dagur framundan. Þegar við vöknuðum byrjuðum við að pakka saman dótinu og koma því uppí bíl. Þegar það var búið að búa til nesti og allt var orðið snyrtilegt á svæðinu lögðum við að stað í fjallgönguna yfir í Skorradal. Fyrsti parturinn var langerfiðastur og við stoppuðum því oftast upp fjallið. Á meðan, til þess að stytta okkur tíman, réðum við nokkrar gátur sem bæði foringjar og skátar réðu. Þegar komið var upp byrjaði veðrið að

verða betra og betra. Skátarnir stoppuðu voðalega lítið ofaná fjallinu. En þegar við stoppuðum fengum við okkur smá hressingu og fylltum á vatns-brúsanna þegar tækifæri gafst. Mikil mýri var á fjallinu og blotnuðum við því mjög mikið í fæturna en ekki gátum við stoppað útaf því. Á leiðinni datt einn skáti ofaní drulluleðju, tveir skátar blotnuðu illa í fæturna og einn datt oft í þúfum á leiðinni :) Margar beygjur voru niðri við fjallið,og þá byrjuðu veðmálin um það hvort skátaskálinn væri eftir næstu beygju eða ekki. Mörg hús voru á leið okkar en ekkert þeirra var skálinn sem við vorum að leita að :(. Sumir byrjuðu því að gefast upp og klósettvandamálin byrjuðu. Það komu slæmar & góðar fréttir. Þær slæmu voru að foringjarnir hefðu ruglast á sumarbústaðahverfum og var því vega-lengdin breytt úr 12km og í 27km. Voru því margir þreyttir skátar vonbrigðir að heyra þær. Góðu fréttirnar voru að það væri bíll að koma að ná í okkur, en samt ekki alveg strax, aðra góða frétt fengum við að vita, heitur pottur beið okkar á leiðarenda og allir urðu þá soldið glaðir. Eftir svolítinn tíma náðu skátarnir að sannfæra skátann sem var búin að gefast upp til þess að halda áfram göngunni. Skátarnir voru soldið duglegir og vildu klára gönguna fótgangandi. Þegar komið var í skálann voru ekki allir með sundföt og fóru því allir dróttskátarnir í heitt og gott fótabað. Síðan var borðaður kvöldmatur, kvöldvaka, vígsla, ágætur næturleikur og síðan var farið að sofa. Daginn eftir pökkuðu skátarnir saman dótinu sínu og þrifið var skátaskálann. Í þessari ferð kom hinn innri skáti svo sannarlega fram og þetta mun því vera einn eftir-minnilegasti atburður hjá þessum dróttskátum.

Egle og Anna Sigríður

Þórshamar Fálkaskátasveitin Þórshamar hóf störf haustið 2010, voru þá í henni 13 börn. Starfið var margbreytilegt og hafa krakkarnir gert og upplifað margt á þessum stutta tíma. Við byrjuðum starfið á klifri í Öskjuhlíðinni, kenndum þeim að poppa yfir opnum eld og fórum með þau í dagsferð í Maríuhella. Margir fleiri viðburðir urðu á árinu sem mætti nefna s.s. heimsókn Radíóskáta og frábær deildarútilega og í lok starfsársins voru 19 börn starfandi með sveitinni og þó ekki öll úr hinni upprunalegu uppröðun.

Dagsferð Þórshamars og Sleipnis Farið var í dagsferð með fálkaskátasveitinni Sleipni í Maríuhella í Heiðmörk. Ferðin var ekki nægilega auglýst ef marka má mætinguna en það voru einungis börn úr Þórshamri sem mættu og þótt það væri ekki nema 4 þátttakendur var ákveðið að fara samt. Við héldum út að strætóskýli á sunnudags-

Page 17: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 15 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

morgni einungis til að átta okkur á því að nýja strætókerfið gerði ráð fyrir því að strætó gengi ekki fyrr en um hádegisbil. Skátarnir létu það ekki stöðva sig og fóru á einkabílum og lögðu þeim í hæfilegri fjarlægð frá Hellinum svo ferðin yrði nú einhver ganga fyrir skátana. Farið var ofan í Maríuhella og saga hellana sögð krökkunum. Gengið var svo aftur að bílunum og ferðin enduð á pönnukökuáti og kakódrykkju í skátaheimilinu. Ferðin var góð þó fámenn væri.

Deildarútilega Fálkaskáta Farið var ásamt fálkaskátasveitinni Sleipni í deildarútilegu í Vífilsbúð í Heiðmörk. Það mættu í kringum 15 börn þar af 13 úr Þórshamri. Á fyrsta kvöldi útilegunnar var skátunum sýnt um svæðið og farið var í morðingjaleikinn. Krakkarnir róuðu sig síðan niður og fóru í háttinn. Daginn eftir léku krakkarnir svolítið lausum hala í dagsbyrjun en síðan var farið með þau út í hike og gengið út í óvissuna. Fundinn var hinn ágætasti staður til þess að fara með börnin í leikinn í þeim litla snjó sem lá á jörðinni. Eftir að krakkarnir fóru að verða svangir og kuldinn fór að ná til þeirra var snúið aftur upp í skálann. Þar nærðu skátarnir sig og haldið var uppi óformlegri dagskrá fram að kvöldmat. Í kvöld-matnum var skálin svo fylltur af hamborgaralykt og borðuðu allir nægju sína. Síðan var haldinn kvöld-vaka og ákveðið að þessu sinni að hafa enga gítara. Nei skátarnir höfðu einungis úggúlele og harmo-nikku sér í hönd og heppnaðist kvöldvakan mjög vel. Kvöldvökuna sóttu góðir gestir og fengu þeir börnin með sér í hina ýmsu stólaleiki og skemmtu sér allir konunglega. Eftir stólaleikinn var farið út í næturleik og komu skátarnir svo inn í hlýjuna fengu sér kakó og fóru í háttinn. Daginn eftir var farið allsherjar hreingerningar og var skálinn þrifinn hátt og lágt. Útilegan heppnaðist mjög vel að öllu leiti og enginn virtist minna en sáttur þegar farið var heim.

Bland í poka BÍS stóð fyrir Gleðihelgi að Laugum í Skælingsdal 5. til 7. nóvember. Þetta var námskeið fyrir félags- og foringjaráð sem tókst í alla staði vel. Þátttakendur frá Landnemum voru Fríða björk Gunnarsdóttir, Elmar Orri Gunnarsson, Mathilda Follend og Daníel Másson auk þess sem Haukur Haraldsson var með dagskrárpóst.

Huginn & Muninn Vígsla og gistikvöld Drekaskáta í Háuhlíð 12.-13. nóvember.

MYND 25 – HRESSIR DREKASKÁTAR MEÐ MATHILDI, FORINGJA SÍNUM

Sveitarstarf Víkinga Sveitarstarf Ds. Víkinga var hið alfínasta árið 2010. Farið var í nokkra þætti útieldunar, hnútavinnu og þá sérstaklega í kringum uppsetningu sigs og klifurs.

Dagsferðir Farið var í dagsferð að Tröllafossi þar sem skátarnir sigu fram af bjarginu. Það urðu smá erfiðleikar en ekkert sem skátarnir réðu ekki við og ákveðið var að enda þá dagsferð með pylsuáti í skátaheimilinu.

Jólafundur 19. desember síðastliðinn, þegar allir voru vel komnir í jólaskapið, héldu Landnemar sinn árlega jólafund. Þangað mættu hressir skátar á öllum aldri.

Fundurinn byrjaði klukkan tvö og þá var skipt niður í flokka. Flokkarnir áttu að undirbúa skemmtiatriði og fengu hálftíma til að ákveða og æfa. Síðan var haldin hefðbundin skátakvöldvaka. Spilað var og sungin mörg kunnugleg lög. Inn á milli voru krakkarnir svo með skemmtiatriðin sem þau voru nýbúin að æfa.

MYND 26 - INNI VAR HLÝTT OG NOTALEGT

Page 18: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 16 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

MYND 27 – PÓSTALEIKUR Í FROSTI

Þau stóðu sig frábærlega og þetta heppnaðist allt saman vel. Allir fóru glaðir heim í jólaskapi.

Jólakvöldmatur foringja Jólamatur Landnema var hátíðlegur og flottur og haldinn í skátaheimilinu. Mjög margir mættu, foringjar og fleiri eldri skátar og borðuðu góðan mat í góðra vina hópi. Í lok kvölds fengu þeir sem höfðu aldur til afhent bréf þar sem þeim var boðið á Rauða námskeiðið og skapaði þessi flotta umgjörð mikla spennu með skátanna.

Starfsmannamál Anna Eir Guðfinnudóttir og Elmar Orri Gunnarsson voru starfmenn félagsins allt árið. Síðari hluta ársins var Anna Eir þó einungis með þrifin, enda í ströngu námi í HÍ. Elmar Orri var verkefnisstjóri í ýmsum verkum allt árið og sinnti skrifstofustörf-unum. Sinnti hann ýmsum störfum, skipulagði og stjórnaði af röggsemi.

Sigrúnar Hrönn Halldórsdóttir var ráðin skólastjóri Útilífsskóla Landnema og stjórnaði honum með dyggri aðstoð Jónasar Grétars Sigurðssonar og Mathildu Follend. Sigurgeir Bjartur Þórisson og Stefán Freyr Benónýsson önnuðust sumardagskrá félagsins.

Hulda Rós Helgadóttir var ráðin sem verkefnastjóri félagsins yfir sumarmánuðina og starfaði sem slík við Landnemamót og ýmsa aðra viðburði.

Eldri Landnemar Eldri Landnemar funduðu óreglulega á laugar-dagsmorgnum og héldu áfram að spjalla yfir morgunkaffi, um gamla tíma og nýja, skátastarf þá og nú. Fyrir þessu stóð hópur sem nefnir sig Dreka en skátaflokkur með þessu nafni var í fyrstu Land-nemasveitinni 1950. Drekar hafa komið nálægt öðrum atburðum á vegum félagsins á liðnum árum m.a. árlegri húfuútilegu – sem væri svipur hjá sjón án þeirra.

MYND 28 – HENRY OG BERGUR, ÚR FYRSTU LANDNEMASVEITINNI

MYND 29 – ÓLAFUR EGILSSON, ÚR DREKUM Í FYRSTU LANDNEMASVEITINNI, VAR LENGI SENDI-HERRA Í KÍNA OG FÆRIR HÉR DREKUM KÍNVERSK DREKABINDI

MYND 30 – PÁLL GÍSLASON, FYRRVERANDI SKÁTA-HÖFÐINGI VAR GESTUR Á EINUM FUNDINUM

Gilwell hringurinn Hringurinn hafði aðsetur til fundahalda í skáta-heimili Landnema eins og árið áður.

Page 19: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 17 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

Námskeið Landnemar stóðu fyrir námskeiðum sem kölluð voru Foringjaþjálfun 1 og 2.

Foringjaþjálfun 1 Þjálfunin stóð yfir í þrjá daga frá þriðjudeginum 8. júní til fimmtudagsins 10. júní. Í hópnum voru þau Hjördís Þóra, Ólafur, Hlynur, Birgir, Sigursveinn, Kristinn Arnar, Óskar, Freyja og Heiða. Takmark helgarinnar var að lifa við frumstæðar aðstæður.

Meðferðis var ýmiss konar búnaður til þess að setja upp skýli í skóginum og útbúa aðstöðu til þess að elda mat. Öll matargerð fór fram á opnum eldi eins og sjá má á myndum frá ferðinni. Eldamennskan heppnaðist vel enda var ágætt veður megnið af tímanum og þegar byrjaði að dökkna yfir þá var annað skýli einfaldlega búið til þannig að allir gætu setið undir dúk ef það byrjaði að rigna. Þegar öll aðstaða var kominn upp fengu flokkarnir, sem voru tveir, það verkefni að súrra vaðslöngvu. Mismun-andi hugmyndir voru innan hópsins hvernig best væri að útbúa vaðslöngvu sem myndi drífa langt enda sást það á þeim mismunandi útfærslum sem flokkarnir gerðu. Þegar skátarnir höfðu lokið verkefninu var auðvitað athugað hvor vaðslangan væri dyggðugari sem slík en það má deila um það hvor hafði sigur úr bítum.

Seinna um kvöldið kom hópur foringja í heimsókn og vildi auðvitað fá að gorta sig á frábærri kunnáttu í súrringum og vígavopnagerð. Það ævintýri endaði ekki betur en svo að við fyrsta skot úr þeirri vaðslöngvu brotnaði hún í tvennt svo ekki varð meira um sjóferð þá.

Svæðið þótti henta einstaklega vel fyrir þennan atburð og var kostnaður í algjöru lágmarki. Ef það ætti að halda svipaðan viðburð seinna meir væri skemmtilegt að hjóla með hópinn til og frá Hafravatni. Fyrir skáta á þessum aldri er sumarið tvímælalaust vannýtt tækifæri því þar er hægt að stunda skátastarf sem erfiðara er að útfæra að verti til eins og tjaldbúðalíf, frumbyggjastörf og ýmiss konar vatnadagskrá. Umsjónarmenn námskeiðsins voru þeir Stefán Freyr og Elmar Orri.

Foringjaþjálfun 2 Eins og fyrri foringjaþjálfun sumarsins þá stóð atburðurinn frá þriðjudegi til fimmtudags eða dagana 17. til 19. ágúst. Hópurinn sem tók þátt var heldur minni en síðast en hann saman stóða af þeim Hjördísi, Heiðu, Hlyni og Birgi. Elmar Orri hafði umsjón með námskeiðinu. Markmið þjálfunarinnar var að hópurinn yrði hæfur til þess að skipuleggja einfalda útilegu. Hópurinn byrjaði að skipuleggja ferðaáætlun, taka til búnað og kaupa í matinn á

þriðjudeginum en þau gistu í skátaheimilinu um kvöldið.

Daginn eftir hófu þau ferðina sem þau skipulögðu miðað við nokkrar forendur sem þau fengu frá leiðbeinenda þjálfunarinnar. Stefna var tekin á Þrist en til þess að komast þangað fór hópurinn með strætó upp í Mosfellsbæ og þaðan gengu þau yfir Mosfellsdalinn. Á leiðinni voru nokkrir lykil staðir sem ákveðnir voru fyrirfram þar sem þau sendu SMS á leiðbeinandi og fengu til baka verkefni sem þau þurftu að leysa. Hluta af þeim verkefnum sem flokkurinn vann á leiðinni er að finna hér fyrir neðan. Þegar flokkurinn kom upp í Þrist var slegið upp tjaldi og allir gerðu sig kláran fyrir svefninn. Um kvöldið kom leiðbeinandinn til þeirra og gisti með þeim yfir nóttina. Morguninn eftir dreif allur hópurinn sig í bæinn eftir vindasama nótt.

Landvættir Fyrstu helgi í október var foringjaþjálfun kennd við Landvætti haldin við Fossá í Hvalfirði. Elmar Orri, Jónas Grétar og Grímur stóðu fyrir þessu ásamt Henry A. Hálfdánarsyni frá Mosverjum.

MYND 31 - OFIÐ MERKI ÞJÁLFUNARINNAR

Þátttakendur gerðu sín eigin skýli í skóginum og voru þau nokkuð misjöfn að gæðum.

MYND 32 - VIÐ VARÐELDINN

Námskeiðið byggðist upp á frumbyggjastörfum og þótti takast vel.

Hér er stutt frásögn:

Við byrjuðum á því að mæta uppí skátaheimili um kvöldið,við fengum foreldra til að skutla okkur upp

Page 20: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 18 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

við Fossá, þegar við komum á staðinn byrjuðum við að skoða okkur um. Krakkarnir og foringjarnir byrjuðu að skipta sér í 3-4 hópa og hver hópur fékk eina kistu með dóti til að setja upp gabehugen, við vorum látin búa til fána og timbur kubb með merkinu okkar. Þegar því lauk byrjuðum við að elda pasta og það heppnaðist mjög vel. Það sváfu allir mjög vel í gabehugeninu sínu, síðasta daginn skelltu nokkrir sér sund í vatninu sem var rétt hjá tjaldsvæðinu,þeir fóru í blautbúning og fóru ofan í, þeim fannst mjög kalt, þann dag eftir sundferðina fórum við að pakka saman og fara heim, þetta var mjög skemmtileg og fræðandi útilega :D

Hjördís Þóra Elíasdóttir

Gilwell Andrés Þór Róbertsson lauk Gilwell þjálfun sinni og fékk ein-kennin afhent við hátíðlega athöfn 7. mars 2010. Við ósk-um Andrési Þór til hamingju með árangurinn.

Til gamans má svo geta þess að Andrés Þór var starfsmaður Gilwell Park í London sumarið 2010.

Elmar Orri Gunnarsson og Stefán Freyr Benonýs-son fóru á Gilwell námskeið fyrir skátaforingja. Hófst námskeiðið á Úlfljótsvatni helgina 12. til 15. ágúst og því lýkur svo á sama stað helgina 4.-6. mars 2011.

Húsnæðið – útleiga Skátaheimilið í Háuhlíð 9 var leigt út á árinu frá áramótum til vors og svo aftur frá byrjun september og til áramóta. Frístundastarf Hlíðaskóla, Hlíða-skjól, var rekið á virkum dögum í húsinu og höfðust 60-70 börn þar við á daginn á vetrarönn en mun færri á haustönn. Nokkuð var um útleigu til hópa.

Funduðu stjórnarmenn (AG og MÞJ) og verkefnis-stjóri (EOG) með starfsmönnum ÍTR um veturinn og var fjallað um samstarfið, það sem bæta mátti í húsnæðinu og annað sem máli skipti. Gerður var verkefnalisti og þurrkað út af honum þegar verki var lokið og nýjum verkum bætt á eftir þörfum. Samstarf þetta gekk vel og var ánægjulegt fyrir báða aðila og varð húnæðið og öll aðstaða til

rekstur skáta- og frístundastarfs betri eftir. Starfsmaður frá heilbrigðiseftirlitinu kom í heimsókn og gerði nokkrar athugasemdir og benti á leiðir til úrbóta. Var það einkum að þrif væru ekki nógu tíð. Þá kom starfsmaður frá eldvarnar-eftirlitinu og benti á hvað betur ætti að fara varðandi brunavarnir.

Breytingar á stjórn Talsvert rót var á stjórn félagsins þetta starfsár. Stuttu eftir að Heiðrún Ólafsdóttir var kjörin í stjórn ákvað hún að flytja til Grænlands og dveljast þar sumarlangt. Sagði hún því starfi sinu lausu í maí. Leitaði stjórnin þá til Bryndísar Maríu Leifsdóttur, skáta úr Heiðabúum í Keflavík um að leysa Heið-rúnu af hólmi. Tók hún vel í það og leysti gjald-kerastarfið með prýði. Fljótlega eftir innritun um haustið flutti svo Maríus aðstoðarfélagsforingi til Noregs en verkfræðistofan sem hann starfar hjá tók að sér langtímaverkefni þar í landi og stjórnar hann því. Ekki tókst að manna stöðu aðstoðarfélags-foringja og naut félagsforingi mikils liðsinnis starfs-manns félagsins.

Landnemar í blöðum Sú nýbreytni var tekin upp í Hlíðum, Holtum og Norðurmýri að gefa út Hverfisblað. Ritstjóri þess og ábyrgðamaður er Heiðrún Ólafsdóttir, sú hin sama og starfaði með Landnemum sem barn og unglingur og var svo kjörin í stjórn Landnema á aðalfundinum í mars 2010. Svolitlar upplýsingar birtust um félagið í fyrsta tölublaði og svo aftur stutt frásögn í 3ja tölublaði í nóvember. Þarna er kominn vettvangur til að birta fréttir af félags-starfinu mánaðarlega, en blaðið er borið út gjald-frjálst í öll hús á svæðinu og er því kærkomin viðbót.

Landnemar á vefnum Skátafélagið Landnemar halda úti vefsíðu á slóðin www.landnemi.is.

Þar eru aðgengilegar ýmsar upplýsingar um félagið auk þess handhægar krækjur er í áhugaverða síður.

MYND 34 - HEIMASÍÐAN

Efst á síðunni eru sjö flipar til að auðvelda notand-anum leit að upplýsingum. Til vinstri á síðunni er

MYND 33 – ANDRÉS ÞÓR

Page 21: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 19 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

svo dagatal sem sýnir það sem næst er á dagskrá hjá félaginu, sjá mynd 35:

MYND 35 – STARFSÁÆTLUN - SÝNISHORN

Með því að smella á Félagið kemur ný valmynd:

MYND 36 - UM FÉLAGIÐ

MYND 37 - KORT SEM SÝNIR STAÐSETNINGU

Undir flipanum Skipulag félagsins er að finna ýmis nytsöm skjöl svo sem merki félagins, Lög skátafélagsins, stefnur félagsins í ýmsum málum,

s.s. umhverfisstefna, stefna í foreldrasamstarfi, starfsmannastefna, stefna um fjármál og eignir, tryggingar og forvarnir. Þá eru þar einnig áætlanir

Page 22: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 20 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

s.s. starfsáætlanir, nýliðunaráætlun, útivistaráætlun, eineltisáætlun og forvarnaráætlun en þessi stefna og þessar áætlanir hafa verið unnar af stjórn og foringjaráði á undangengnum tveimur árum. Þarna er líka að finna skipurit félagsins og upplýsingar um hlutverk þess.

Könnun meðal foreldra Elmar Orri Gunnarsson stóð fyrir könnun meðal foreldra og birti niðurstöður í skjali sem ber heitið Skýrsla um starfið í Landnemum jan 2011, sjá fylgiskjal.

Fjármál félagsins Fjárhagur Landnema er allgóður. Rekstrartekjur aukast enn á milli ára, nú um rétt rúm 13%. Rekstrarkostnaður jókst um 6% frá árinu áður. Hagnaður sem hlutfall af tekjum var um 13%. Rekstrartekjur voru rúmar 11 milljónir og munar þar mestu um húsaleiguna sem gaf 31% teknanna. Þá skiluðu Landnemamótið og Útilífsskólinn góð-um hagnaði, einkum þó mótið. Þá naut félagið rekstrarstyrks frá Reykjavíkurborg sem SSR úthlut-aði auk þess sem borgin greiddi laun flestra sem unnu við Útilífsskólann.

Stærstu útgjaldaliðirnir eru vegna félagsstarfsins, útilegur, skátamót og svo launakostnaður. Rekstrar-kostnaður vegna skátaheimilisins var verulega lægri en árið áður.

Launakostnaður hækkaði svolítið milli ára, eða nálægt 5%. Annast SSR launagreiðslur og launa-bókhald fyrir félagið fyrir aðrar greiðslur en til verktaka.

Aðalfundur BÍS og Skátaþing Aðalfundur BÍS og Skátaþing 2010 voru haldin í Sjálandsskóla í Garðabæ 19. - 20. mars 2010.

Verulegar umræður urðu um tillögu að nýjum lögum fyrir BÍS en ekki náðist samstaða um tillöguna og var henni vísað frá. Starfsáætlun BÍS 2010 til 2014 var samþykkt. Svokölluð „BÍS helgi“, þar sem eitthvað fer fram á vegum BÍS, er að jafnaði fyrsta helgi hvers mánaðar og var félögum bent á að taka tillit til þess í sínum starfsáætlunum..

Nýr skátahöfðingi var kosinn, Bragi Björnsson. Voru tveir í framboði, Bragi og Hrólfur Jónsson. Var kosningin spennandi og skildi eitt atkvæði í lokin.

Með skátakveðju, f.h. félagsstjórnar

félagsforingi

Page 23: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 21 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

4. Starfsáætlun til 2013

Tímabil Ár 2010-2011 2011-2012 2012-2013

September – desember Innritun

Félagsfundur

Félagsútilega / Vígsla

Sveitarútilegur

Forsetamerki

JOTA / JOTI

2. nóvember afmæli

Jólafundur

Innritun

Félagsfundur

Félagsútilega / Vígsla

Sveitarútilegur

Forsetamerki

JOTA / JOTI

2. nóvember afmæli

Jólafundur

Innritun

Félagsfundur

Félagsútilega / Vígsla

Sveitarútilegur

Forsetamerki

JOTA / JOTI

2. nóvember afmæli

Jólafundur

Janúar – apríl Afmæli

Félagsútilega

22. febrúar

Aðalfundur

Fjölskylduferð

Sveitarútilegur

Foringjaútilega

1. sumardagur

Afmæli

Félagsútilega

22. febrúar

Aðalfundur

Fjölskylduferð

Sveitarútilegur

Foringjaútilega

1. sumardagur

Afmæli

Félagsútilega

22. febrúar

Aðalfundur

Fjölskylduferð

Sveitarútilegur

Foringjaútilega

1. sumardagur

Maí – ágúst 17. júní

Landnemamót Viðey

Jamboree Svíþjóð

Foringjaútilega

17. júní

Landnemamót Viðey

Landsmót Úlfljótsvatni -

100 ára afmælismót

Foringjaútilega

17. júní

Landnemamót Viðey

Rekkaskátaferð „út vil eg“

Foringjaútilega

Page 24: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 22 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

5. Félagatal

Kennitala Nafn Gata og nr. Pnr. Bæjarfélag 160591-2699 Alexander Jean Edvard le Sage de Fontenay Háteigsvegur 8 105 Reykjavík 260798-2439 Alexander Jón Másson Hjálmholti 4 105 Reykjavík 261200-2360 Alexander Máni Einarsson Hörgshlíð 6 105 Reykjavík 260999-2309 Andrea Rún Einarsdóttir Safamýri 56 108 Reykjavík 180689-3469 Andrés Þór Róbertsson Hraunbær 40 110 Reykjavík 141187-2879 Anna Eir Guðfinnudóttir Eggertsgata 18 101 Reykjavík 030500-3180 Anna Hildur Björnsdóttir Önnudóttir Barmahlíð 54 105 Reykjavík 130697-2409 Anna Sigríður Hannesdóttir Leifsgata 22 101 Reykjavík 030999-2909 Anna Sigrún Gunnarsdóttir Háaleitisbraut 17 108 Reykjavík 160342-2859 Arnfinnur U. Jónsson Stóragerði 10 108 Reykjavík 260802-2160 Arngrímur Alex Birgisson Drápuhlíð 21 105 Reykjavík 210745-7269 Arnlaugur Guðmundsson Vesturgötu 34 101 Reykjavík 011298-2309 Aron Örn Eyþórsson Stórholt 33 105 Reykjavík 091043-2899 Atli Smári Ingvarsson Hjallahlíð 25 270 Mosfellsbær 100292-2119 Atli Steinar Siggeirsson Háaleitisbraut 33 108 Reykjavík 310300-2170 Auður Ester Gestsdóttir Stigahlíð 4 105 Reykjavík 030496-2999 Árdís I. Jóhannsdóttir Drápuhlíð 24 105 Reykjavík 221294-3009 Árni Einar Marselíusarson Fellsmúla 10 108 Reykjavík 011193-3079 Ásgeir Valfells Hamrahlíð 13 105 Reykjavík 150294-2749 Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Langahlíð 11 105 Reykjavík 190296-3269 Ásta Kristín Þórsdóttir Mávahlíð 47 105 Reykjavík 120982-3709 Baldur Gunnarsson Hófgerði 200 Kópavogur 210496-2549 Birgir Viðar Birgisson Beykihlíð 8 105 Reykjavík 070899-2809 Bjarni Jorge Gramata Barmahlíð 44 105 Reykjavík 250700-3180 Bjartur Brynjason Stigahlíð 68 105 Reykjavík 270801-2770 Björgvin Viðar Þórðarson Blönduhlíð 5 105 Reykjavík 110193-2389 Bryndís Björnsdóttir Stigahlíð 93 105 Reykjavík 030172-3299 Bryndís María Leifsdóttir Hjallabrekku 36 200 Kópavogur 130298-3039 Cheila Vanessa Silva Nunes Pinto dos Santos Meðalholt 19 105 Reykjavík 080399-2009 Dagur Steinn Guðfinnusson Reykjahlíð 12 105 Reykjavík 240985-2769 Daníel Másson Hjálmholt 4 105 Reykjavík 191146-2129 Eggert Lárusson Markarvegur 16 108 Reykjavík 020697-3779 Egle Sipaviciute Skipholt 45 105 Reykjavík 150299-3149 Elías Snær Torfason Grænahlíð 17 105 Reykjavík 201291-2679 Elísa Lind Finnbogadóttir Háleitisbraut 43 108 Reykjavík 201188-2029 Elmar Orri Gunnarsson Grettisgötu 11 101 Reykjavík 250597-2829 Emelía Góa Briem Bólstaðarhlíð 3 105 Reykjavík 061098-2169 Erling Róbert Eydal Úthlíð 3 105 Reykjavík 110299-2659 Eva Guðný Óskarsdóttir Safamýri 57 108 Reykjavík 110991-2079 Eysteinn Þórðarson Blönduhlíð 5 105 Reykjavík 011051-6939 Finnbogi Finnbogason Naustabryggja 3 110 Reykjavík 020296-3139 Freyja Sóllilja Sverrisdóttir Víðihlíð 43 105 Reykjavík 050587-2319 Freysteinn Oddsson Grænuhlíð 5 105 Reykjavík

Page 25: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 23 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

260491-2539 Fríða Björk Gunnarsdóttir Háleitisbraut 17 108 Reykjavík 220888-3129 Grímur Snorrason Skúlagata 62 105 Reykjavík 201098-2039 Guðrún Ástrós Bergsveinsdóttir Birkihlíð 34 105 Reykjavík 131097-3289 Guðrún Lind Stefánsdóttir Flókagötu 7 105 Reykjavík 300599-2309 Haraldur B Ingólfsson Gunnarsbraut 45 105 Reykjavík 310845-3969 Haukur Haraldsson Njálsgötu 100 105 Reykjavík 050558-5849 Heiða Björk Vignisdóttir Grettisgötu 11 101 Reykjavík 080289-2869 Heiða Kristín Másdóttir Hjálmholt 4 105 Reykjavík 030196-3849 Heiða Marey Magnúsdóttir Eskihlíð 10 105 Reykjavík 261190-3549 Helga Kristín Ólafsdóttir Fannafold 61 112 Reykjavík 121299-2679 Hera Björg Birkisdóttir Álftamýri 28 108 Reykjavík 291198-2609 Hildur Iðunn Sverrisdóttir Víðihlíð 43 105 Reykjavík 100496-2759 Hjördís Þóra Elíasdóttir Háaleitisbraut 44 108 Reykjavík 110396-2609 Hlynur Steinsson Markarvegur 15 108 Reykjavík 261191-3189 Hróbjartur Arnfinnsson Stigahlíð 2 105 Reykjavík 250356-2399 Hrönn Þormóðsdóttir Goðheimum 9 104 Reykjavík 171195-2419 Hugi Ólafsson Hólmgarður 29 108 Reykjavík 031084-2459 Hulda Lárusdóttir Logafold 140 112 Reykjavík 090991-2569 Hulda Rós Helgadóttir Safamýri 35 108 Reykjavík 261293-2859 Hulda Tómasdóttir Barmahlíð 48 105 Reykjavík 190259-3909 Ingibjörg Ólafsdóttir Sólheimar 54 104 Reykjavík 010601-2230 Ingunn Anna Finnbjörnsdóttir Vesturberg 100 111 Reykjavík 160893-2309 Ísabella Katarína Márusdóttir Bergstaðastræti 22 101 Reykjavík 010799-2959 Ísak Sölvi Ingvaldsson Drápuhlíð 8 105 Reykjavík 150497-2059 Jarþrúður Iða Másdóttir Fjölnisvegi 1 101 Reykjavík 010491-2829 Jóhann Orri Briem Bólstaðarhlíð 3 105 Reykjavík 050389-2519 Jóhanna Gísladóttir Hallveigarstígur 6 101 Reykjavík 200691-2459 Jón Einar Jóhannsson Bergþórugötu 6b 101 Reykjavík 230501-3350 Jón Gunnar Ólafsson Bólstaðarhlíð 44 105 Reykjavík 130999-2209 Jón Ingvar Valberg Háaleitisbraut 56 108 Reykjavík 131100-3450 Jón Klausen Safamýri 87 108 Reykjavík 250990-2439 Jónas Grétar Sigurðsson Hesthamrar 16 112 Reykjavík 040500-3240 Júlíana Dögg Omarsdóttir Chipa Háaleitisbraut 113 108 Reykjavík 050599-2729 Jökull Jóhann Ársælsson Háaleitisbraut 97 108 Reykjavík 300999-2479 Katla Kristjánsdóttir Óðinsgata 2 101 Reykjavík 080498-2259 Katrín Inga Haraldsdóttir Álftamýri 36 108 Reykjavík 050693-2369 Kári Brynjarsson Stigahlíð 68 105 Reykjavík 201295-2389 Kormákur Sigurðsson Háaleiti 26 108 Reykjavík 080295-2279 Kristinn Arnar Sigurðsson Hesthamrar 16 112 Reykjavík 110401-3530 Kristín Arna Árnadóttir Bogahlíð 12 105 Reykjavík 150900-2550 Kristrún Kristinsdóttir Háaleitisbraut 36 108 Reykjavík 270454-4619 Lárus Óli Þorvaldsson Logafold 140 112 Reykjavík 171249-2369 Magnús Jónsson Brúnastaðir 67 112 Reykjavík 170565-5849 Maríus Þ. Jónasson Bergstaðarstræti 46 101 Reykjavík 280790-4359 Mathilda Follend Eggertsgötu 22, 206A 101 Reykjavík 060291-3069 Már Másson Maack Fjölnisvegi 1 101 Reykjavík

Page 26: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 24 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

290393-2999 Orri Ómarsson Meðalholt 5 105 Reykjavík 031096-3169 Ólafur Valfells Hamrahlíð 13 105 Reykjavík 041296-2249 Óskar Helgi Þorleifsson Birkihlíð 12 105 Reykjavík 121266-2459 Patrick Anders Ingemar Hassel Zein Hringbraut 15 220 Hafnarfjörður 241293-2549 Perla Hafþórsdóttir Bergþórugötu 7 101 Reykjavík 041001-2670 Pétur Guðni Kristinsson Eskihlíð 20a 105 Reykjavík 180593-2849 Róbert Smári Björnsson Lerkihlíð 15 105 Reykjavík 270297-2189 Sandra Zak Skaftahlíð 36 105 Reykjavík 160700-2380 Sara Líf Sigurbergsdóttir Háaleitisbraut 135 108 Reykjavík 160992-2639 Sigurgeir Bjartur Þórisson Fellsmúla 7 108 Reykjavík 210994-2389 Sigursveinn Árni Friðriksson Háleitisbraut 36 108 Reykjavík 130603-2970 Snorri Kárason Flókagata 14 105 Reykjavík 300888-2599 Snorri Maríusarson Bergstaðarstræti 46 101 Reykjavík 280802-2390 Stefán Bjartur Kristjánsson Barmahlíð 27 105 Reykjavík 230490-2799 Stefán Freyr Benonýsson Engihjalla 1 200 Kópavogur 070596-2969 Steinunn Ólína Hafliðadóttir Bólstaðarhlíð 8 105 Reykjavík 300599-2819 Úlfur Breki Pétursson Flókagata 56 105 Reykjavík 111102-3090 Verónika Sigurðardóttir Teuffer Stangarholti 16 105 Reykjavík 240693-2839 Viktoría Sigurðardóttir Laufásvegi 4 101 Reykjavík 210346-7599 Víking Eiríksson Kringlan 85 103 Reykjavík 270100-2360 Þorgrímur Erik Þuríðarson Rodríguez Nönnugata 8 101 Reykjavík 241198-2279 Þorsteinn Davíð Stefánsson Langahlíð 11 105 Reykjavík 250200-2770 Þóra Björk Þórsdóttir Stigahlíð 59 105 Reykjavík

Page 27: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 25 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

6. Lög skátafélagsins Landnema Kafli A – Heiti félagsins, starfssvæði og markmið

1. GREIN – NAFN OG STARFSSVÆÐI Félagið heitir Skátafélagið Landnemar.

Heimili þess og starfssvæði er í Reykjavík, eftir nánari ákvörðun Skátasambands Reykjavíkur.

2. GREIN – AÐILD AÐ SAMTÖKUM Félagið er aðili að Bandalagi íslenskra skáta og Skátasambandi Reykjavíkur og starfar eftir lögum þeirra.

3. GREIN – MARKMIÐ OG LEIÐIR Markmið félagsins er að þroska börn og ungt fólk til að verða ábyrgir, sjálfstæðir og virkir einstaklingar í þjóðfélaginu. Markmiðum sínum hyggst félagið ná meðal annars með:

• Hópvinnu til að þroska tillitssemi, samstarfshæfileika, ábyrgð og stjórnunarhæfileika. • Útilífi til að efla líkamsþrek og vekja áhuga á náttúrunni og löngun til að vernda hana. • Viðfangsefnum af ýmsu tagi til að kenna skátum margvísleg nytsöm störf, sjálfum þeim og öðrum til

heilla. • Þátttöku í alþjóðastarfi skátahreyfingarinnar til að gefa skátum tækifæri til að kynnast ungu fólki frá

öðrum löndum, háttum þess og menningu.

Kafli B – Félagsaðild og skyldur

4. GREIN – AÐILD OG SKYLDUR FÉLAGA Til að gerast félagi þarf viðkomandi að vera á öðru grunnskólaári við innritun eða eldri. Leyfi foreldris eða forráðamanns þarf sé viðkomandi ekki sjálfráða.

Hver og einn telst félagi ef félagsstjórn eða fulltrúi hennar hefur samþykkt inntökubeiðni hans, skráð hann í félagatal og tekið við greiðslu árgjalds.

Félagi sem ekki stendur skil á árgjaldi til félagsins er ekki fullgildur félagi.

Gerist félagi brotlegur við lög þessi eða spillir áliti félagsins að mati félagsstjórnar getur hann sætt brottrekstri úr félaginu. Skal þá félagsstjórn tilkynna viðkomandi það skriflega.

Kafli C– Stjórnun félagsins

5. GREIN – AÐALFUNDUR Aðalfundur fer með æðstu stjórn í málefnum skátafélagsins Landnema. Aðalfundur félagsins skal haldinn í febrúarmánuði ár hvert. Rétt til setu á aðalfundi hafa:

Með atkvæðisrétti:

• Allir fullgildir félagar sem verða 15 ára á árinu og eldri. • Stjórn Sjálfseignarstofnunarinnar skátaheimili Landnema (SSL).

Án atkvæðisréttar, með málfrelsi og tillögurétt:

• Allir fullgildir félagar í skátafélaginu Landnemum og félagar SSL. • Fulltrúar stjórna BÍS og SSR. • Sérstakir boðsgestir stjórnar.

Page 28: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 26 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

6. GREIN – BOÐUN AÐALFUNDAR Aðalfundur skal boðaður skriflega með minnst tveggja vikna fyrirvara til atkvæðisbærra manna og telst tölvupóstur gilt fundarboð til þeirra sem hafa netföng. Á sama tíma skal tilkynnt um fundinn skriflega í skátaheimili Landnema. Stjórn SSL er ábyrg fyrir tilkynningu um fundinn til félaga í SSL. Stjórnum BÍS og SSR skal tilkynnt um fundinn með tölvupósti með a.m.k. 2ja vikna fyrirvara. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.

7. GREIN – VERKEFNI AÐALFUNDAR Verkefni aðalfundar eru:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana. 3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til umræðu og samþykktar. 4. Fulltrúi stjórnar SSL gerir lauslega grein fyrir starfi og fjárhagsstöðu SSL. 5. Lagabreytingar. 6. Kosning félagsforingja. 7. Kosning fjögurra skáta í stjórn félagsins. 8. Kosning eins skoðunarmanns reikninga. 9. Önnur mál.

Lög þessi, sem og lög SSL skulu liggja frammi á aðalfundi.

8. GREIN – STJÓRN Stjórn félagsins skal skipuð fimm skátum; félagsforingja, aðstoðarfélagsforingja, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. Félagsforingi skal vera eldri en 21 árs. Gjaldkeri félagsins skal vera fjárráða. Stjórnin er kosin til eins árs í senn.

Stjórn félagsins heldur fundi þegar þurfa þykir. Einu sinni í mánuði hið minnsta, nema yfir sumarmánuðina.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar skal haldinn innan tveggja vikna frá aðalfundi.

Skoðunarmenn reikninga eru tveir, annar kosinn á aðalfundi til eins árs í senn, en hinn er gjaldkeri Skátasambands Reykjavíkur.

9. GREIN – VERKASKIPTING STJÓRNAR

Félagsforingi:

• Er fulltrúi félagsins út á við. • Boðar og stjórnar fundum félagsstjórnar. • Fylgir eftir ákvörðunum aðalfunda, foringjaráðsfunda og stjórnarfunda. • Skipar foringja og embættismenn félagsins í samráði við aðstoðarfélagsforingja. • Útbýr erindisbréf til starfshópa eftir þörfum hverju sinni. • Gerir ráðningarsamninga við starfsmenn félagsins í samræmi við ákvörðun stjórnar.

Aðstoðarfélagsforingi:

• Sér um rekstur og skipulagningu félagsstarfsins og hefur reglubundið eftirlit með skátastarfinu í félaginu.

• Stjórnar foringjaráðsfundum félagsins. • Heldur utan um foringjaþjálfun. • Heldur utan um dagskrá félagsins. • Hefur umsjón með því að atburðir félagsins séu undirbúnir og auglýstir tímanlega. • Sér um viðurkenningamál félagsins. • Aðstoðarfélagsforingi gegnir störfum félagsforingja í forföllum hans.

Gjaldkeri:

• Varðveitir félagssjóð og annast greiðslu reikninga.

Page 29: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 27 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

• Sér um öll fjármál félagsins og hefur eftirlit með sjóðum félagsins, smærri sem stærri. • Annast umsjón með tryggingum félagsins og eigum þess.

Ritari:

• Skal halda gjörðabók um alla félagsstjórnarfundi og merka atburði í sögu félagsins. • Skal varðveita allar útfylltar fundargerðabækur úr félaginu, t.d. flokksbækur og sveitarbækur. • Annast bréfaskriftir fyrir félagið. • Sér til þess að fundargerðir stjórnar- og foringjaráðsfundar séu ritaðar og ber ábyrgð á varðveislu þeirra

og gerir þær aðgengilegar á vefnum eftir nánari ákvörðun stjórnar. • Varðveitir afrit af þeim fundargerðum sveita- og flokksfunda sem ritaðar eru.

Meðstjórnandi:

• Hefur umsjón með skátaheimili félagsins, þ.m.t. þrifum og viðhaldi. • Er fulltrúi stjórnar Landnema í stjórn Sjálfseignarstofnunarinnar Skátaheimili Landnema (SSL). • Sér um að taka upp mál sem varðar báðar stjórnir og veita upplýsingar eftir því sem þarf til að greiða

fyrir samskiptum stjórnanna.

Sameiginlega ber stjórn ábyrgð á stefnumótun félagsins, fjárreiðum, mannauði og uppbygginu aðstöðu fyrir félagið. Einnig upplýsingagjöf innan og utan félagsins, samstarfi við önnur félög og samtök, félagatali o.fl.

Stjórn félagsins er heimilt að setja reglugerðir um einstaka þætti félagsstarfsins, t.d. fjármál, blaðaútgáfu, skemmtanahald, skálaferðir o.þ.h. Um slíkar reglugerður skal fjallað á aðalfundi og þær staðfestar.

10. GREIN – VIÐBRÖGÐ VIÐ ÓFYRIRSÉÐUM STARFSLOKUM Hætti stjórnarmaður störfum einhvern tíma milli aðalfunda kýs foringjaráð félagsins að fengnum tillögum stjórnar annan í hans stað til bráðabirgða fram að næsta aðalfundi.

11. GREIN – STARFSMENN Stjórn félagsins er heimilt að ráða starfsmann, einn eða fleiri. Hún ákveður starfssvið og starfskjör.

12. GREIN – FORINGJARÁÐ Í félaginu starfar foringjaráð sem í eiga sæti félagsstjórn og allir foringjar félagsins, aðstoðarsveitarforingjar og æðri. Foringjaráð heldur fundi einu sinni í mánuði að jafnaði nema yfir sumarmánuðina. Foringjaráð skipuleggur starfs félagsins og ákveður árgjald þess. Aðstoðarfélagsforingi stjórnar fundum foringjaráðs.

13. GREIN – SKIPUNARBRÉF Hætti foringi eða embættismaður störfum, ber honum að skila öllum gögnum ásamt skipunarbréfi sínu til viðkomandi foringja eða félagsstjórnar.

Kafli D – Önnur ákvæði

14. GREIN – SLIT Á FÉLAGINU Hætti félagið störfum, skal Sjálfseignarstofnuninni skátaheimili Landnema (SSL) falin umsjá eigna þess, þar til það hefur störf á ný. Leggist starfsemi beggja félaganna niður, skal Skátasambandi Reykjavíkur falin umsjá eignanna. Skulu þær þá notaðar til heilbrigðrar æskulýðstarfsemi í samráði við stjórn Bandalags íslenskra skáta þar til skátastarf verður endurvakið á starfssvæðinu.

15. GREIN – LAGABREYTINGAR Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skulu berast stjórn félagsins fyrir 15. janúar ár hvert og skulu birtar í fundarboði. Lögum þessum verður aðeins breytt ef tveir þriðju hlutar kosningarbærra fundarmanna greiða atkvæði með lagabreytingartillögum. Ákvörðun um slit á félaginu tekur ekki gildi nema fimm sjöttu hlutar kosningarbærra fundarmanna greiði atkvæði með slitum félagsins.

Þannig samþykkt á aðalfundi 24.2.2010

Page 30: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar 28 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010

7. Viðaukar Skýrsla mótsstjórnar Landnemamóts

Skýrsla um Útilífsskóla Landnema

Skýrsla um starfið í Landnemum jan 2011

Víkingar – Gilwell

Page 31: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Dróttskátasveitin Víkingar

Veturinn 2010-2011

Sveitarforingjar

Elmar Orri Gunnarsson

Jóhanna Gísladóttir

Page 32: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

2

Efnisyfirlit Inngangur ..................................................................................................................................... 3

Undirbúningsstarf ......................................................................................................................... 4

Foringjaþjálfun við Hafravatn ..................................................................................................... 5

Foringjaþjálfun í Mosfellsdal ...................................................................................................... 6

Starfið - fyrir áramót...................................................................................................................... 7

Mæting................................................................................................................................... 19

Stöðumat um áramótin ............................................................................................................... 20

Dagskrá fyrir áramót.................................................................................................................... 23

Pælingar um skátastarf ................................................................................................................ 24

Page 33: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

3

Inngangur

Í upphafi starfsárs byrjuðum við á því að skoða hvað það væri sem okkur fannst mætti bæta í starfi

sveitarinnar. Þeim atriðum er greint frá hér fyrir neðan en það tókst mis vel að uppfylla þessi

markmið enda sum þeirra þess eðlis að lengri tími þarf að líða áður en hægt er að greina áhrif

starfsins okkar í vetur. Gaman væri samt að skoða eftir eitt til tvö ár hvernig þessir krakkar eru staddir

í skátastarfi út frá þessum markmiðum. Þó er nauðsynlegt að hafa í huga að það eru ótal fleiri þætti

sem hafa áhrif á þau en skátastarfið sem þau stunda aðeins örfáa tíma á viku.

Undirbúa skátana undir að geta tekist á við leiðtogastöður í framtíðinni

Skapa aðstæður svo að einstaklingar sem eru félagslega sterkir geti notið sýn auk þess að styrkja þá

sem ekki hafa þá persónueiginleika sem æskilegt er að foringi hafi (sjá skilgreiningu í „Stefnu

Landnema í foringjaþjálfun“). Þetta þarf að vera áhersla í upphafi starfsins svo að flokkakerfið geti

tekið á sig rétta mynd yfir veturinn.

Koma upp flokkakerfinu í sveitinni

Skátarnir sem hafa starfað áður í sveitinni hafa starfað í einni sveit. Það hefur leitt af sér að í hópnum

er einn stór kjarni sem samanstendur af börnum sem allir eru í sama skólanum. Þetta hefur samt leitt

til þess að þeir sem ekki tilheyra þessum hópi eru mynda tvístraðan jaðarhóp sem á erfitt með að

skapa góð tengsl við sveitina vegna þess hve stór kjarnahópurinn er nú þegar. Einnig er ljóst að þeir

skátar sem eru að koma nýir upp í dróttskátana hafa einnig ekki kynnst flokkakerfinu í sínum sveitum.

Ástæðuna má rekja til þess að þeim skortir að flokksforinginn hafi reynslu sem hann getur miðlað til

flokkanna.

Skapa lýðræði í sveitinni

Það skiptir höfuð máli að skátarnir fá að ákveða sjálf hvað þau gera á skátafundum. Þó er nauðsynlegt

að koma með hugmyndir sem þeirra reynsluheimur nær ekki yfir. Einnig er það sveitarforingjans að

hvetja skátana til þess að stunda öflugt skátastarf og að öll verkefnin eru innan ramma skátastarfsins.

Sú leið sem við fótum í þessu var að vera með stýrt val þannig að við settum skýran ramman.

Foringinn setur rammann en skátarnir fá algjörlega frjálst val innan hans. Sú gryfja sem hætt er á að

foringjar falla mjög gjarnan í er að fara að taka fyrirfram ákvarðarnir og stýra síðan umræðunni

þannig að ákvörðunin falli á þann veg sem hann var þegar búinn að sjá fyrir. Þetta vil ég kalla falst

lýðræði og hættan er að búa til fólk sem verða fylgjendur frekar en leiðtogar.Þess vegna er skárra að

skilgreina ramman en ráða skátunum að velja innan hans.

Page 34: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

4

Skapa ábyrgðarkennd hjá einstaklingum

Þar sem hópurinn hafði aðallega starfað sem ein heild áður fyrr hafði ábyrgðin aðallega verið hjá

sveitarforingjanum. Helsta tækið sem við viljum nota til þess að gera skátum í sveitinni kleift að axla

meiri ábyrgð er að láta þau fara að vinna eftir flokkakerfinu. Ef það gengur illa að láta þau vinna í

flokkum, föstum hópum, er hægt að ná svipuðum árangri fram með því að mynda minni vinnuhópa

utanum einstaka verkefni.

Bjóða fleirum að taka þátt

Okkur var alveg ljóst í upphafi að við ætluðum að standa fyrir fyrirmyndar skátastarfi sem gæti vakið

áhuga hjá fleiri börnum en þeim sem nú þegar eru í félaginu. Þrátt fyrir þá neikvæðu ímynd sem börn

á þessum aldri hafa um skátahreyfinguna þá viljum við gera tilraun til þess að kynna starfið fyrir 8. og

9. bekk í Hlíðaskóla og Háteigsskóla.

Undirbúningsstarf

Eftir að hafa gert stöðumat á þeim einstaklingum sem störfuðu með sveitinni veturinn 2009-2010 var

ákveðið að gera átak í foringjaþjálfun fyrir þennan aldurshóp sumarið 2010. Skipulögð voru tvö

foringjanámskeið og einnig fékk skólastjóri útilífsskólans þau tilmæli að útfæra starfi útilífsskólann

þannig að þeir sem unnu þar fengu sem mest að kynnast því að vera í ábyrgðarhlutverki sem foringi á

námskeiðum sumarsins.

Page 35: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

5

Foringjaþjálfun við Hafravatn

Þjálfunin stóð yfir í þrjá daga frá þriðjudeginum 8. júní til fimmtudagsins 10. júní. Í hópnum voru þau

Hjördís Þóra, Ólafur, Hlynur, Birgir, Sigursveinn, Kristinn Arnar, Óskar, Freyja og Heiða. Takmark

helgarinnar var að lifa við frumstæðar aðstæður. Meðferðis var ýmiss konar búnaður til þess að setja

upp skýli í skóginum og útbúa aðstöðu til þess að elda mat. Öll matargerð fór fram á opnum eldi eins

og sjá má á myndum frá ferðinni. Eldamennskan heppnaðist vel enda var ágætt veður megnið af

tímanum og þegar byrjaði að dökkna yfir þá var annað skýli einfaldlega búið til þannig að allir gætu

setið undir dúk ef það byrjaði að rigna. Þegar öll aðstaða var kominn upp fengu flokkarnir, sem voru

tveir, það verkefni að súrra vaðslöngvu. Mismunandi hugmyndir voru innan hópsins hvernig best væri

að útbúa vaðslöngvu sem myndi drífa langt enda sást það á þeim mismunandi útfærslum sem

flokkarnir gerðu. Þegar skátarnir höfðu lokið verkefninu var auðvitað athugað hvor vaðslangan væri

dyggðugari sem slík en það má deila um það hvor hafði sigur úr bítum. Seinna um kvöldið kom hópur

foringja í heimsókn og vildi auðvitað fá að gorta sig á frábærri kunnáttu í súrringum og

vígavopnagerð. Það ævintýri endaði ekki betur en svo að við fyrsta skot úr þeirri vaðslöngvu brotnaði

hún í tvennt og ekki varð meira um sjóferð þá.

Svæðið þótti henta einstaklega vel fyrir þennan atburð og var kostnaður í algjöru lágmarki. Ef það

ætti að halda svipaðan viðburð seinna meir væri skemmtilegt að hjóla með hópinn til og frá

Hafravatni. Fyrir skáta á þessum aldri er sumarið tvímælalaust vannýtt tækifæri því þar er hægt að

stunda skátastarf sem erfiðara er að útfæra að verti til eins og tjaldbúðalíf, frumbyggjastörf og ýmiss

konar vatnadagskrá. Umsjónarmenn námskeiðsins voru þeir Stefán Freyr og Elmar Orri.

Page 36: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

6

Foringjaþjálfun í Mosfellsdal

Eins og fyrri foringjaþjálfun sumarsins þá stóð atburðurinn frá þriðjudegi til fimmtudags eða dagana

17. til 19. ágúst. Hópurinn sem tók þátt var heldur minni en síðast en hann saman stóða af þeim

Hjördísi, Heiðu, Hlyni og Birgi. Elmar Orri hafði umsjón með námskeiðinu. Markmið þjálfunarinnar var

að hópurinn yrði hæfur til þess að skipuleggja einfalda útilegu. Hópurinn byrjaði að skipuleggja

ferðaáætlun, taka til búnað og kaupa í matinn á þriðjudeginum en þau gistu í skátaheimilinu um

kvöldið.

Daginn eftir hófu þau ferðina sem þau skipulögðu miðað við nokkrar forendur sem þau fengu frá

leiðbeinenda þjálfunarinnar. Stefna var tekin á Þrist en til þess að komast þangað fór hópurinn með

strætó upp í Mosfellsbæ og þaðan gengu þau yfir Mosfellsdalinn. Á leiðinni voru nokkrir lykil staðir

sem ákveðnir voru fyrirfram þar sem þau sendu sms á leiðbeinandi og fengu til baka verkefni sem þau

þurftu að leysa. Hluta af þeim verkefnum sem flokkurinn vann á leiðinni er að finna hér fyri r neðan.

Þegar flokkurinn kom upp í Þrist var slegið upp tjaldi og allir gerðu sig kláran fyrir svefninn. Um

kvöldið kom leiðbeinandinn til þeirra og gisti með þeim yfir nóttina. Morguninn eftir dreif allur

hópurinn sig í bæinn eftir vindasama nótt.

Ferðasaga

Við byrjuðum á því að taka strætó, en misstum að honum og tókum annan hálftíma seinna uppá

Ártún svo þar hittum við fílamanninn og hann flaug með okkur í Draumaland, það var líka

sykurpúðaland en Hjördís borðaði það allt. Næst en ekki síst fórum við í ríki appelsínu kóngsins,

Marselíus Marsípan, og Hjördís át hann. Svo allt í einu týndum við fílamanninum og við vorum í

lífshættu en þá kom stór örn og bjargaði okkur og flaug með okkur til Selfoss og Hjördís át alla þar

nema Unni. Meðan voru Hlynur, Birgir og Heiða fóru í tebolla hjá Jósefínu Könguló. Við snérum

tímanum við og fórum í göngu yfir fjöllin en það var svo þreytandi að einhyrningarnir hjálpuðu okkur

að komast að Þrist. ENDIR ;D

Heiða, Hjördís, Birgir og Hlynur

Page 37: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

7

Lag flokksins

Eitt sinn fór ég í fjallgöngu,

hélt beint uppá Reykjafell,

Þegar ég komst uppá topp

fékk ég mér mysing!

Trallala trallala (x3)

Ég fékk mér mysing

Höldum áfram á Æsustaðafjall,

gengum yfir vetramýrabraut,

Þegar ég komst upp á topp

fékk ég mér marylandkex.

Trallala trallala (x3)

Ég fékk mér marylandkex

Svo gengum við niðrá Þrist,

gengum yfir ár og brýr,

drukkum öll ab-mjólk

og komumst upp í Þrist.

Trallala trallala (x3)

Við komumst upp í Þrist!

Starfið - fyrir áramót

Skátasveitin samanstendur af 18 dróttskátum og tveimur sveitarforingjum. Fundirnir voru haldnir á

miðvikudögum klukkan 19:15 og voru tveggja til þriggja tíma langir. Ákveðið var að lengja fundar-

tímana til þess að tryggja að skátarnir gætu leyst verkefnin á sínum hraða. Hugmyndin á bak við það

var að þá væri það þeirra frumkvæði sem ræður ferðinni og sveitarforingjarnir þurfa ekki að píska

sveitina áfram til þess að geta klárað á réttum tíma.

Sveitarráð var starfandi í sveitinni og í því sitja sveitarforingjarnir auk flokksforingja úr hverjum flokki.

Þessir foringjar voru kosnir af flokknum og var hugmyndin að kjósa aftur eftir áramót. Þó að sveitin

hefur unnið mörg verkefni í flokkum hefur aðeins einum flokki tekist almennilega að virkja þessa

verkaskiptingu. Flokksforingjarnir sitja í foringjaráði Landnema eins og flokksforingjar úr öðrum

sveitum í félaginu.

Í upphafi vetrar var sett á stofn síða á samskiptavefnum Facebook sem heitir „Ds. Víkingar“. Þessa

síðu hafa sveitarforingjarnir notað til þess að veita skátunum upplýsingar um útilegur og viðburði.

Sérstaklega hefur það reynst vel að auglýsa viðburði á vegum bandalagsins og annarra hópa á

síðunni. Þannig hvetjum við skátana til þess að taka þátt í opnum viðburðum og kynnast dróttskátum

úr öðrum félögum. Við sendum út SMS skilaboð fyrir nokkra fundi í upphafi annar til þess að minna

Page 38: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

8

þátttakendurnar á hvað átti að gera á skátafundinum. Þetta átti sérstaklega við um þá fundi þegar

hugmyndin var að vera utanhúss. Þegar við hættum að senda út skilaboð fyrir skátafundi dróst

mætingin greinilega saman og þess vegna vöndum við okkur á að senda út skilaboð fyrir alla fundi.

Þetta leiddi til betri mætingar en gallinn er að með þessu er í raun verið að draga úr ábyrgðinni hjá

skátunum sjálfum þar sem þau þurfa ekki sjálf að muna eftir fundinum.

8. september

Skátunum var skipt í flokka sem kepptu í nokkrum þrautum. Takmark fundarins var að efla liðsheild

sveitarinnar og leyfa börnunum að kynnast. Markmið fyrstu þrautarinnar var að kveikja eld sem væri

nægilega stór svo bandspotti brann í sundur sem strengdur var u.þ.b. 40 cm fyrir ofan eldstæðið.

Næst fórum við í staurakast þar sem drumbi var kastað eins langt að auðið var ef tveimur skátum í

hverjum flokk. Sá sem kastaði lengst vann sigur fyrir flokkinn sinn. Þriðja þrautin var þannig að börnin

áttu að hella úr fötu sem strengdir voru í fjórir bandspottar. Takmarkið var að hella vatninu úr fötunni

og hitt ákveðið skotmark. Skátarnir fundu aðra aðferð en við höfðum hugsað til þess að ná vatninu úr

fötunum. Einfaldlega með því að hrista böndin og þannig gusaðist vatnið út um allt. Bæta mætti

þrautina með því að hafa leiðbeiningarnar þannig að skátarnir þyrftu að hella vatninu ofan í aðra

fötu. Þannig eru þau tilneydd til þess að vinna saman sem hópur ef þau hyggjast leysa þrautina.

Síðasta þrautin var þannig að flokkurinn fékk tvær 1,5 metra langar spýtur til þess að komast á milli

nokkra kassa. Enginn úr flokknum mátti snerta jörðina annars urðu allar að byrja aftur. Yfir heildina

litið gekk póstaleikurinn vel fyrir sig og allir virtust skemmta sér sæmilega.

Eftir leikinn fóru flokkarnir á stuttan fund og ákváðu hvaða viðfangsefni ætti að glíma við fyrir áramót.

Sveitarráðið fékk síðan það verkefni að setja saman grófa dagskrá fyrir veturinn.

Tvö ný börn mættu á fundinn og voru þau vinir eins skátans sem hafði verið í starfandi með félaginu í

nokkur ár. Þrátt fyrir að þau virtust bæði njóta sýn á fundinum hélt aðeins annað þeirra áfram starfi.

Page 39: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

9

15. september

Skátarnir lærðu að nota exi en kunnu fyrir að beita hnífum og sögum. Við hlóðum bálköst sem síðan

var notaður til þess að elda spænskan pastarétt. Lýsing á því hvernig maður ber sig að við

eldamennskuna og uppskrift er hér fyrir neðan. Sveitarráðið sá um að skipta milli sín verkum og

kaupa inn það sem vantaði fyrir fundinn. Þetta skipulag var notað fyrir þá fundi þar sem við bökuðum

eða elduðum.

Aðferð

Mælum með því að notuð sé miðstærð af murikku og að eldað sé yfir opnum eldi.

Hitið olíu á pönnunni

Setjið lauk út á og eldið þangað til hann er orðinn gylltur

Bætið út á gulrótum (eða papriku), pylsum, hvítlauk

Kryddið með timjan og rósmarín

Steikið þetta í ca. 10-15 mín og setjið síðan balsamik edik út á og leyfið því að gufa upp

Setjið maukaða tómata og tómatpúrru út á pönnuna og látið sjóða í ca. 15-20 mín

Saltið og piprið eftir smekk

Pastað er soðið í sér potti og það er hægt að blanda því saman við eða bera fram sitt í hvoru

lagi eftir smekk.

Uppskrift fyrir ca. 8:

1 kg Pasta

4 dósir Tómatmauk

4 dósir Tómatpúrra

5 stk Gulrætur

15 stk Pylsur

3 stk Laukur

4 stk Hvítlauksgeirar

Salt, pipar, timjan, rósmarín, olía og

balsamik edik

Page 40: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

10

22. september

Sveitinni var skipti tvo hópa sem tóku að sér eitt verkefni hvor. Annar hópurinn lærði að kveikja á

prímus. Bensínprímusinn var e-ð óþýður við okkur þannig skátunum gafst ekki tækifæri til þess að

læra á hann í þetta sinn. Þegar það var búið suðum við gulrótatertur í potti. Hinn helmingurinn fékk

verkefnið að grafa varðeldastæði í garðinum. Gekk það ágætlega en hópur skáta mætti líka daginn

eftir til þess að klára verkið.

Dróttskáti frá Garðbúum mætti á fundin með sveitarforingjanum sem heitir Ólafur. Strákurinn var

talsvert yngri en þeir sem voru fyrir í sveitinni og komast ekki mikið inn í hópinn.

Foringjaþjálfun Landvætta

Við byrjuðum á því að mæta uppí skátaheimili um kvöldið,við fengum foreldra til að skutla okkur upp

við Fossá, þegar við komum á staðinn byrjuðum við að skoða okkur um.Krakkarnir og foringjarnir

byrjuðu að skipta sér í 3-4 hópa og hver hópur fékk eina kistu með dóti til að setja upp gabehugen,

við vorum látin búa til fána og timbur kubb með merkinu okkar. Þegar því lauk byrjuðum við að elda

pasta og það heppnaðist mjög vel,Það sváfu allir mjög vel í gabehugeninu sínu,síðasta daginn skelltu

nokkrir sér sund í vatninu sem var rétt hjá tjaldsvæðinu,þeir fóru í blautbúning og fóru ofan í, þeim

fannst mjög kalt, þann dag eftir sundferðina fórum við að pakka saman og fara heim,þetta var mjög

skemmtileg og fræðandi útilega :D

Hjördís Þóra Elíasdóttir

Page 41: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

11

29. september

Hugmyndin var að elda pizzu úti í Duch oven en vegna vonds veðurs ákváðum við að baka hana inni.

Skátarnir skemmtu sér konunglega við að baka dularfullar pizzur með als konar furðulegum

samsetningum af áleggi. Sumir skátanna voru óvirkari en aðrir og var nokkur greinilega hægt að sjá

hverjir voru skeleggu týpurnar í hópnum og hverjir reyndu frekar að komast undan ábyrgð.

6. október

Fundurinn var sá síðasti fyrir félagsútileguna þannig við undirbjuggum okkur fyrir hana auk þess að

elda súkkulaðikökur og hræra saman búðing. Skátarnir tóku saman tjald og annan búnað sem þeir

ætluðu að hafa meðferðis í gönguferðinni. Að lokum skoðuðum við leiðina á korti og hámuðum í

okkur sætindin.

Page 42: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

12

Félagsútilega Landnema 8. til 10. október - Fjallgangan mikla

Þann 8. október lögðu Landnemar að stað í félagsútilegu að Skorradal. Það var mikið stuð í rútunni á

leiðinni þangað. Á miðri leiðinni var hent út nokkrum dróttskátum við Botnsdal í Hvalfirðinum. Það

voru 7 hressir skátar með foringjum sínum Elmari og Jóhönnu. Þessir skátar tóku dótið sitt og byrjuðu

á því að skipta sér í tvo hópa, eldiviðarhópinn og tjaldhópinn. Þá byrjuðu þessir tveir hópar að gera

sitt verk í kolsvörtu myrkri með vasaljós að

hendi. Þegar komið var nóg af eldiviði og

tjaldið loksins komið upp byrjuðum við að

kinda upp tjaldið og búa okkur til pulsu-pasta í

kvöldmat. Þegar maturinn var búinn drógum

við um það hverjir myndu þvo upp og hinir

komu sér fyrir. Þegar allir voru búnir að koma

sér fyrir borðuðum við eftirrétt og fórum

snemma að sofa því það var stór dagur

framundan. Þegar við vöknuðum byrjuðum

við að pakka saman dótinu og koma því uppí bíl. Þegar það var búið að búa til nesti og allt var orðið

snyrtilegt á svæðinu lögðum við að stað í fjallgönguna yfir í Skorradal. Fyrsti parturinn var lang

erfiðastur og við stoppuðum því oftast upp fjallið. Á meðan, til þess að stytta okkur tíman, réðum við

nokkrar gátur sem bæði foringjar og skátar réðu. Þegar komið var upp byrjaði veðrið að verða betra

og betra. Skátarnir stoppuðu voðalega lítið ofaná fjallinu. En þegar við stoppuðum fengum við okkur

smá hressingu og fylltum á vatnsbrúsanna þegar tækifæri gafst. Mikil mýri var á fjallinu og blotnuðum

við því mjög mikið í fæturnar en ekki gátum við stoppað

útaf því. Á leiðinni datt einn skáti ofaní drulluleðju, tveir

skátar blotnuðu illa í fæturna og einn datt oft í þúfum á

leiðinni :) Margar beygjur voru niðri við fjallið,og þá

byrjuðu veðmálin um það hvort skátaskálinn væri eftir

næstu beygju eða ekki. Mörg hús voru á leið okkar en

ekkert þeirra var skálinn sem við vorum að leita að :(.

Sumir byrjuðu því að gefast upp og klósettvandamálin

byrjuðu. Það komu slæmar & góðar fréttir. Þær slæmu

voru að foringjarnir hefðu ruglast á

sumarbústaðahverfum og var því vegalengdin breytt úr

12km og í 27km. Voru því margir þreyttir skátar

vonbrigðir að heyra þær. Góðu fréttirnar voru að það

Page 43: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

13

væri bíll að koma að ná í okkur,en samt ekki alveg strax,aðra góða frétt fengum við að vita,heitur

pottur beið okkar á leiðarenda og allir urðu þá soldið glaðir.Eftir svolítinn tíma náðu skátarnir að

sannfæra skátann sem var búin að gefast upp til þess að halda áfram göngunni. Skátarnir voru soldið

duglegir og vildu klára gönguna fótgangandi. Þegar komið var í skálann voru ekki allir með sundföt og

fóru því allir dróttskátarnir í heitt og gott fótabað. Síðan var borðaður kvöldmatur,kvöldvaka,vígsla,

ágætur næturleikur og síðan var farið að sofa. Daginn eftir pökkuðu skátarnir saman dótinu sínu og

þrifið var skátaskálann. Í þessari ferð kom hinn innri skáti svo sannarlega fram og þetta mun því vera

einn eftirminnilegasti atburður hjá þessum dróttskátum.

Egle og Anna Sigríður

13. október

Fundinum var tekið með spekt og ró eftir gönguferðina miklu sem skátarnir þurftu að þola. Við

bökuðum kökuna sem kláraðist ekki í félagsútilegunni vegna þreytu þátttakenda og fengum

Skjöldunga í heimsókn. Saman átu Skjöldungar og Landnemar súkkulaðikökuna af bestu list. Eins og

oft áður reyndist erfiðast að ganga frá eftir verkefnið en það hófst fyrir rest.

20. október

Á fundinum settu flokkarnir niður á blað það sem þau vildu gera við herbergin sín og er niðurstaðan

hér fyrir neðan. Í lok fundarins fóru allir upp á loft og við tókum stuttan morðingjaleik áður en við

slitum fundinum.

Ds. Gyðjur

Ætla að mála skápinn í herberginu sínu bleikan og mála regnboga á vegginn. Flokksmerkið

þeirra er eins og súperman merkið.

Page 44: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

14

Ds. Bifröst

Flokksmerki þeirra er bíll. Þeir ætla að mála herbergið sitt á næstu fundum. Hugmyndir hafa

komið upp um að hafa það röndótt.

Ds. Grímur

Ætla að vera búnar að hanna flokksmerki fyrir næsta fund. Þær ætla að mála flokksmerkið í

loftið á sínu herbergi og mála alla veggina í mismunandi litum.

27. október

Fundurinn var afboðaður vegna veikinda Jóhönnu en sjálfur var ég staddur erlendis.

3. nóvember

Flokkarnir fengu úthlutað flokksherbergi sem þeir máttu mála og byrjuðu þeir á því að setja niður

hugmyndir á blað. Eftir nokkurn tíma tókst nokkrum að byrja á verkefninu en enginn komst neitt

sérstaklega langt á þessum fundi.

10. nóvember

Skátarnir byrjuðu þar sem frá var horfið á síðasta fundi. Mörgum tókst að komast vel á veg en aðrir

höfðu ekki jafn mikinn áhuga á verkefninu. Sérstaklega hjá Valkyrjum sem notuðu megnið af

fundinum til þess að ræða hvaða flokksnafn yrði endanlega fyrir valinu. Í lok fundarins hét flokkurinn

Gyðjur.

17. nóvember

Greinilega kominn smá þreyta í liðið það komust ekki það margir á fundinn. Markmiðið var að klára

alla málningarvinnu í herbergjunum en það tókst ekki. Ákveðið var að taka einn fund í viðbót til þess

að klára herbergin en síðan verður breitt um viðfangsefni. Í lokinn tíndum við saman áhöld og búnað

sem við ætluðum að nota í sveitarútilegunni næstu helgi.

Page 45: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

15

Sveitarútilega í Mosa

Við hittumst uppi í skátaheimili

um fimm leytið og þurftum að

bíða í smá stund eftir nokkrum

einstaklingum sem ekki verða

nefndir hér. Útilegu hópurinn

samanstóð af Hlyni, Bigga,

Steinunni, Egle, Góu, Önnu,

Elmari og Jóhönnu. Pabbi Eglear

keyrði okkur upp í skála á Risa bíl. Við keyrðum í 2 og hálfan tíma en komumst ekki alveg alla leið á

bílnum vegna snjóskafla á veginum. Þá kom sér vel að Elmar var á jeppa sem kom okkur gegnum

snjóskaflinn og að skálanum.Þegar við komum loksins í skálann var mjög kalt inni í honum svo við

kveiktum á gömlu kamínunni og á kertunum. Þegar það var orðið hlýtt inni í skálanum fórum við að

týna saman matinn og bræða snjó í vatn. Augljóslega var mikill músagangur í skálanum því að útum

Allt húsið voru þessir litlu músakúkar. Svona músakúkar sem líta út eins og súkkulaðimolar og maður

er næstum búinn að borða en kemst svo að því að það er ekki súkkulaði molar og maður verður svo

svekktur. Þannig urðu nokkrir einstaklingar mjög svekktir. Eftir matinn var dregið fram spilið Trivial

Pursuit Disney og vip spiluðum það langt fram á nótt, höldum við allavega. Við vissum ekki alveg hvað

tímanum leið því að Elmar hafði tekið af okkur allar klukkur og stillt þær vitlausar. Þegar allir höfðu

fengið nóg af því að láta Elmar og Jóhönnu rústa sér í Trivial Pursuit Disney fórum við að sofa. Sumar

stelpurnar voru samt ekki svo ánægðar með að þurfa að sofa í neðri kojunni því Elmar hafði sagt þeim

að stundum skriðu þær ofan í svefnpokana á nóttunni og við höfðum nýlega náð mús sem við

hentum út. Við skírðum hana Shifu vegna kung fu hæfileika hennar. Við vöknuðum næsta dag, (við

hroturnar frá einstaklingi sem ekki verður nefndur hér) því miður, róleg því engin mús hafði skriðið

ofan í svefnpokann. Við fengum okkur morgunmat, klæddum okkur í útiföt og fórum svo út í

Page 46: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

16

fjallgöngu-gönguferð. Við komum að brekku sem var algjörlega þakin í snjó og það var mikið verið að

henda fólki niður þessa brekku. Þegar öllum var orðið kalt héldum við áfram upp fjallið þar til við

komum að annarri brekku þar sem við hentum hvor öðru niður aftur. Steinunni, Góu og Egle voru

orðnar of þreyttar til að halda áfram svo að þær fóru aftur niður í

skálann. Restin af hópnum hélt áfram upp fjallið. Þegar við komust

loksins upp á fjallið stoppuðum við í smá stund til að ná andanum.

Síðan héldum við af stað niður. Fjallið var mjög bratt og var þakið í

snjó svo að við gátum rennt okkur niður fjallið. Það hafði tekið

okkur 1 tíma að komast upp á toppinn en tók okkur 15 mín að

komast niður. Þegar við komum niður í skálann var hann orðinn

hlýr. Egle og Anna steiktu hamborgara og beikon og svo fengum

við gesti. Þegar við vorum búin að borða tókum við aðra umferð af

Trivial Pursuit Disney. Svo fórum við að sofa. Daginn eftir vöknuðum við, tókum saman dótið okkar,

og keyrðum í Borgarnes. Á leiðinni höfðum við hlustað á Femínísku lögin hans Elmars svo að við

vorum ánægð með að fara í sund. Eftir sundið keyrðum við til Reykjavíkur og allir fóru heim og lifðu

hamingjusamir til æviloka.

Hlynur Steinsson

25. nóvember

Fundurinn var sá síðast sem átti að fara í málningarvinnu í flokksherbergjunum. Sú skemmtilega

uppákoma varð þegar við vorum ný byrjuð að einn skátanna tókst að hella úr málningarfötu yfir

teppið á ganginum. Við réðumst strax í verkið og tókst að hreinsa teppið það vel að enginn hefur

spurt um atvikið. Flokkarnir kláruðu að mála herbergin þó það mætti alltaf gera e -ð örlítið meira.

Sveitin ákvað að nota síðustu fundina fyrir jól í almennt jólastúss og rólegheit. Hugmyndir af dagskrá

næstu þriggja funda voru í samræmi við þessa stefnu.

1. desember

Við hófum fundinn á liða Twister. Liðið sem hafði síðasta manninn eftir á spilaborðinu vann leikinn og

var útsláttarkeppni milli hópana. Eftir leikinn var jólafjáröflunin kynnt til leiks og var þónokkur áhugi í

hópnum. Einn flokksforingjana tók að sér að hnoða piparkökudeig heima fyrir næsta fund.

Page 47: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

17

8. desember

Á fundinum voru bakaðar piparkökur og við höfðum skipulagt okkur þannig að einn skátinn í sveitinni

hafði hnoðað deigið fyrir fundinn þannig það var tilbúið. Skátarnir voru mismunandi duglegir við

baksturinn og sumir notuð megnið af fundinum í sófanum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að

reyna virkja þá sem fastir voru í sófanum gekk það ekki. Mér finnst það reyndar vera þannig að það er

ekki hægt að neyða neinn til þess að taka þátt á skátafundinum. Áhuginn þarf að koma frá

einstaklingunum sjálfum. Við skiptum kökunum þannig á milli að þeir sem tóku þátt í verkefninu

fengu mest en allir fengu að smakka.

15. desember

Síðasti fundurinn átti að vera e-ð sérstakt til þess að slíta þessari önn. Ákveðið var að fara á kaffihús

niðri í bæ og drekka í sig jólastemminguna. Hópurinn hittast á Hlemm og við gengum þaðan niður

Laugarveginn og enduðum með því að fá okkur kakóbolla á Eymundsson. Þar sátum við og skoðuð

jólabækurnar og sötruðum kakó. Þannig lauk starfinu þessa önn.

Page 48: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

18

Sleepover dróttskáta

Starfið eftir áramót hófst á því að sveitin gisti uppi í skátaheimilinu. Skátarnir tóku að sér alþrif á

heimilinu sem var fjáröflun fyrir ferðir sem krakkarnir eru að fara á vegum skátana og þó sér í lagi

Alheimsót í Svíþjóð. Um kvöldið var bökuð pizza og horft á bíómynd. Hluti hópsins hékk síðan langt

fram á nótt og spilaði. Daginn eftir var hafist handa við að þrífa allt heimilið þannig það var hægt að

halda upp á afmæli Landnema á sunnudaginn.

Page 49: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

19

Mæting Í skátasveitinni eru 18 starfandi skátar og er meðalmæting á skátafundi tólf. Línuritið hér að neðan

sýnir hvernig mætingin var í vetur. Sveitarforingjar eru ekki taldir með í þessum tölum og einn fundur

var afboðaður (27. október) og er ekki sýndur í línuritinu.

Listi yfir meðlimi sveitarinnar

Anna Sigríður Hannesdóttir

Árdís I. Jóhannsdóttir

Ásta Kristín Þórsdóttir

Birgir Viðar Birgisson

Egle Sipaviciute

Emelía Góa Briem

Freyja Sóllilja Sverrisdóttir

Guðrún Lind Stefánsdóttir

Heiða Marey Magnúsdóttir

Hjördís Þóra Elíasdóttir

Hlynur Steinsson

Hugi Ólafsson

Jarþrúður Iða Másdóttir

Kormákur Sigurðsson

Ólafur Valfells

Óskar Helgi Þorleifsson

Sandra Zak

Steinunn Ólína Hafliðadóttir

Meðalmæting á fund voru 12 skátar (nákvæmlega: 12,43).

0

2

4

6

8

10

12

14

16

18

20

Mæting

Page 50: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

20

Stöðumat um áramótin

Foreldrakönnun

Stutt lýsing á niðurstöðum könnunarinnar:

Áhugi foreldra að taka þátt í starfinu: Skalinn var 0-5 og meðaltalið var 2,8. Níu foreldrar töldu starfið

í sveitinni vera mjög gott, fimm merktu við að starfið væri gott og einn sagði starfið vera sæmilegt að

hans mati. Átta foreldrar skáta í sveitinni sögðu að barnið sitt starfaði ekki með öðrum æskulýðs- eða

íþróttafélögum en Landnemum. Fjórir starfa með einu og þrír með tveimur öðrum æskulýðs- eða

íþróttafélögum en skátunum.

Fundatímar

Við lentum oft í því að skátarnir komu ekki á fund vegna atburða sem áttu sér stað í félags-

miðstöðvum. Við könnuðum hvort önnur kvöld vikunnar væru betri en ákveðið var að halda

fundatímanum óbreyttum.

Frumkvæði og áhugi

Eitt af því sem hefur ekki tekist almennilega í starfi sveitarinnar er að kalla fram frumkvæði skátanna í

sveitinni. Helsta verkfærið sem við höfum til þess að kalla eftir því er gegnum sveitarráðið. Þar er

nauðsynlegt að finna e-ð verkefni sem vekur áhuga allra í sveitinni. Verkefnið þarf að vera þannig að

það er margþætt þannig allir geti fundið e-ð við hæfi. Einnig er nauðsynlegt að afraksturinn sé

áþreifanlegur og að allir skátarnir geti verið stoltir af sínu framlagi.

Alheimsmót

Stór hluti sveitarinnar ætlar á alheimsót í Svíþjóð næsta sumar eða samtals 12 skátar. Þetta eru: Anna

Sigríður, Árdís, Ásta, Birgir, Egle, Freyja, Heiða, Hlynur, Iða, Ólafur og Óskar. Lítill undirbúningur hefur

átt sér stað innan Öskju, Jamboree sveitarinnar, en við vildum sjálf ekki hafa viðburðinn of mikið í

brennidepli í starfi sveitarinnar til þess að svekkja ekki þá sem munu ekki komast á mótið. Einhver

misbrestur var í upplýsingunum sem við fengum vegna þess að fyrst héldum við að það væri hlutverk

Jamboree sveitarinnar að sjá um sjáraflanir svo það yrði ekki missamræmi milli félaga sem væru í

sveitinni en þegar allt kom til alls þá var svo ekki. Þess vegna var stefna tekin á fjölda fjáraflana næstu

mánuði.

Page 51: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

21

Fjáraflanir og foreldrasamstarf

Stefnt er að því að halda að jafnaði tvær fjáraflanir á mánuði til þess að safna upp í ferðir á vegnum

skátanna. Þetta eru ýmiss konar fjáraflanir ein og klósettpappírssala, dósasöfnun, páskaeggjasala og

kleinubakstur. Til þess að virkja allan hópinn og gera sumar af þessum fjáröflunum mögulegar verður

meiri áhersla lögð á foreldrastarf en áður hefur verið gert. Eftir áramót er hugmyndin að halda

reglulega foreldrafundi þar sem lagðar verð línurnar í fjáröflunum og fleira sem tengist starfinu.

Upplýsingaflæði

Helstu annmarkar sem foreldrar í félaginu í heild sáu hjá félaginu var að upplýsingaflæði til foreldra

var ekki nægilega gott. Við viljum taka á því á tvo mismunandi vegu. Annars vegar með því að halda

reglulega foreldrafundi eins og komið var inn á hér fyrir ofan og hins vegar með reglulegum tölvu-

póstsendingum á foreldrahópinn. Þannig getum við líka náð til þeirra sem taka ekki virkan þátt í

foreldrastarfinu auk þess að bjóða þeim sem hafa áhuga á því að komast nær starfinu.

Hvað varðar upplýsingaflæði til skátanna þá hefur gengið vel að nota Facebook síðuna og er það sá

vettvangur sem virkar til þess að koma upplýsingum til þessa aldurshóps. Við sendum nokkrum sinnu

sms á allan hópinn til þess að minna á fundinn og segja hvað við værum að fara að gera. Það skilað

betri mætingu og ætlum við að halda áfram að boða fundina þannig.

Page 52: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

22

Flokkakerfið

Flokkakerfið er aðeins komið upp í snefilmagni eins og staðan er í dag. Yngri stelpurnar eru þær sem

virka best sem flokkur og hefur þeim tekist að virka sem slíkur þegar reynt hefur verið á það. Eldri

stelpurnar eiga erfiðara með að halda sér við efnið þegar þær eru einar og virðist vanta að einhver í

hópnum taki frumkvæði til þess að drífa starfið áfram. Strákarnir glíma við svipað vandamál en þar er

nóg af orku og það vellur út úr þeim hugmyndirnar. Það sem vantar í þann flokk er að einhver stýri

allri þessari orku þannig að þeir vinni að einhverju sem þeir sjá síða afraksturinn af þegar verkefninu

lýkur. Ef það tækist myndu þeir líklega hafa meiri ánægju af starfinu en það skiptir samt öllu máli að

þetta sé unnið á þeirra forsendum og að þeir fái að njóta sín þegar verkefnið er unni – það má ekki

stöðva gamanið þó það megi hafa áhrif á hvernig því er beitt.

Hvatakerfi

Enn höfum við ekki tekið upp neitt hvatakerfi fyrir dróttskátana. Spurningin er hvernig hvatakerfi gæti

virkað fyrir þennan aldur og hvernig væri best að útfæra það þannig það hafi verðmætagildi í augum

skátana. Síðan má taka annan pól í hæðina – hvort það sé rétt að hafa hvatakerfi í efnislegu formi

fyrir þennan aldur eða í skátastarfi yfir höfuð. Kostur sem gæti fylgt því að hafa hvatatákn sem færu á

skátaskyrtuna væri að það gæti gefið skyrtunni meira gildi fyrir skátann. Hvernig hvatakerfi er

hentugt fyrir skáta á þessum aldri er verðugt verkefni og er e-ð sem við viljum hafa bak við eyrað á

komandi mánuðum.

Stundvísi

Oftar en ekki voru skátarnir að tínast inn einn af öðrum fyrsta hálftímann. Þetta getur verið afar

óþægilegt þegar fram í sækir auk þess að skapa hefð í sveitinni sem er erfiðara að leiðrétta eftir því

sem rótfestan eykst. Þannig viljum við leiðrétta þetta og vera skýr á því að allir þurfa að mæta á

réttum tíma sérstaklega þegar við ætlum að fara eitthvert á fundunum eins og í Öskjuhlíðina eða

Nauthólsvík.

Page 53: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

23

Dagskrá fyrir áramót

Útieldun (15. sept til 6. okt)

15. sept Eldað á opnum eldi á murikku – uppskrift

22. sept Búa til eldstæði og sjóða gulrótaköku á bensín og gas primusi

29.sept Baka pizzu í duch oven

6. okt Baka súkkulaðiköku í dutch oven

8. til 10. okt Lokaverkefni verður í félagsútilegunni

Flokksverkefni (13. okt til 10. nóv)

13. okt Hanna flokksherbergi

20. okt Vinna í flokksherbergjum

27. okt Vinna í flokksherbergjum

3. nóv Vinna í flokksherbergjum

10. nóv Vinna í flokksherbergjum

12. til 14. nóv Lokaverkefni - Sveitarútilega í Mosa

17. okt Vinna í flokksherbergjum

25. okt Klára flokksherbergi

Jólin koma!

1. des Twister og skipuleggja fjáraflanir

8. des Piparkökur

15. des Kaffihúsafundur

19. des Jólafundur Landnema

Page 54: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

24

Pælingar um skátastarf

Hvað er að vera skáti?

Gjarnan lítur fólk svo á að allir þeir sem starfa með skátafélögum hljóti að vera skátar. Jafnvel vilja

sumir ganga svo langt að telja börn sem starfa með sumarnámskeiðum félaganna skáta. Spurningin

sem ég vil bera fram er hvort það sé hægt að þrengja þetta hugtak örlítið og skoða hvers við getum

krafist af manneskju svo hún teljist sannur skáti. Hugmyndin sem ég vil styðja mig við er túlkun mín á

bókinni Skátahreyfingin eftir BP.

Það má vel vera að hver sem gengur til liðs við skátafélag í borg eða bæ getir nánast undir eins kallað

sig skáta án þess að mæta miklum mótbárum frá starfandi skátum eða öðrum. Þrátt fyrir það lærist

ekki að vera skáti á einni nóttu miðað við þá manngildishugsjón sem BP lagði í starfið. Hann taldi að

með því að leggja stund á skátastarf og tileinka sér þá góðu siði sem það temur mönnum geti þeir átt

auðveldara með að öðlast farsæld í lífinu. Þetta lýsir sér ágætlega í orðum hans: „Eitt skref í áttina til

hamingjunnar er að gera þig heilbrigðan á meðan þú ert ungur, svo að þú getir orðið þarfur maður og

þannig notið lífsins“. Margir hafa haft orð á því að skátahreyfingin eigi sér rætur að rekja til hugsjóna

Forn-Grikkja og enska hefðarmannsins. Ég mun víkja að báðum þessum hugmyndum og tefla síðan

fram vangaveltum um samsvarandi hugmyndir sem sjást í riddarauppeldinu og skátahreyfingunni. Að

lokum langar mig að reifa nokkur atriði sem mér finnst að hnykkja þurfi á þegar við ígrundum hvað er

merkingarbært við að vera sannur skáti.

Ekki getur það talist vera furðuefni að BP byggi hugmyndir sínar, um fyrirmyndir drengjanna, á siðum

breskra hefðarmarmanna þess tíma. Þýðing enska orðsins gentleman er best gerð grein fyrir með

orðinu drenskap. Sigurður Nordal gerir skemmtilega grein fyrir þessu í pistli sem hann skrifaði í

Skátahandbókina (1974) en þar segir hann að það sé frygð fyrir íslenska æsku að fegursta hugsjón

þjóðarinnar skuli vera kennd við hana. Ég kann ekki að fara með nákvæmlega hvað fellst í þessari

hugsjón en það er aðallega þrennt sem flýgur mér til hugar sem einkenna áhrifin sem koma úr þessari

átt. Fyrst ber að nefna hreinlæti. Skátar skulu temja sér að vera vel til fara og klæðst fötum eftir

aðstæðum hverju sinni. Hreinlæti er þáttur af þessu en það er ekki nóg að vera vel til fara heldur þarf

hann einnig að huga að hreinlæti líkamans. Heilsan er þáttur sem þarf einnig að huga vel að og

regluleg hreyfing er lykilatriði í því að halda líkamanum hraustum. Skátinn þarf að temja sér góða siði

hvað varðar líkamsstöður og varast ósiði sem geta valdið líkamanum skaða. Þriðju áhrifin sem hægt

er að rekja til hefðarmannsins og kristallast í hugmyndum BP um góðan skáta er sómasamleg

framkoma. Skáti ætti að vera kurteis, heiðarlegur og hafa mannasiði til þess að bera. Það er ekki að

undra að BP leggur mikla áherslu á þessi atriði enda segir hann sjálfur að margt megi rekja til

klæðaburðar og framkomu einstaklinga.

Page 55: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

25

Í Grikklandi til forna taldist siðfræði, sem var í rauninni hluti stjórnspekinnar, vera sú þekkingargrein

sem skoðaði endanlegasta markmið mannsins og borgarríkisins. Áður hefur komið fram að venjis t

ungmenni góðum siðum sem skátar eigi þeir greiðari leið að farsældinni seinna meir. Þetta rímar við

hugmyndir Forn-Grikkja því endanlegasta markmiðið var að hljóta farsæld. Til þess að öðlast hana

þurftu menn að gerast dyggðugir og breyta eftir því. Skiptar skoðanir voru hvort maðurinn þurfti líka

að njóta einhverja ytri gæða en við skulum ekki fara nánar út í þá sálma. Dyggðirnar skiptast í

vitrænar og siðrænar dyggðir. Þær fyrr nefndu er hyggindi og vit mannsins en það eru mun frekar

hinar siðrænu dyggðir sem við tölum um sem dyggðir mannsins í daglegu tali nú á dögum. Margar

þeirra eru sýnilegar í hugmyndum manna um skáta. Ef við skoðum dyggðirnar hófsemi, geðprýði,

réttlæti, sannsögli, vinátta, stórhugur og mátulegan metnað þá getum við speglað nokkurn veginn

skátalögin eins og þau eru í dag. Helst verður útundan að skáti sé náttúruvinur, fljótt á litið finn ég

ekki neina hliðstæðu í siðfræði Forn-Grikkjanna. Mögulega er útskýringin að þeir voru nær náttúrunni

í daglegu lífi og þetta hafi komið sem sérstök áhersla þegar skátahreyfingin var stofnuð vegna þess að

þörfin var til staðar hjá börnunum vegna þéttbýlisþróunarinnar sem átti sér stað á tímum

iðnbyltingarinnar. Þetta má sjá á þessum lista hér að neðan.

Hófsemi – nýtinn

Geðprýði – glaðvær

Réttlæti – traustur, réttsýnn

Sannsögli – heiðarlegur

Vináttan – samvinnufús, hjálpsamur, tillitssamur

Stórhugur, mikillæti, mátulegur metnaður – sjálfstæður

Ég held að sannur skáti gæti vel talist dyggðugur maður að skapi Aristótelesar. Annað í fari þessa

manns er svolítið sem skátar ættu að tileinka sér. Hann var þekktur fyrir að fara með nemendum

sínum út í garð og láta þá skríða á fjórum fótum til þess að beina almennilega athyglinni að

umhverfinu. BP lagði mikil áherslu á að skátar væru eftirtektarsamir á alla þætti í umhverfi þeirra,

stóra sem smáa, og gætu greint frá því ef einhver myndi spyrja. Til þess að geta greint frá þessum

atriðum, sérstaklega sem varða náttúruna, þarf skátinn að geti flokkað þá hluti sem fyrir augu ber

niður í nákvæma flokka. Þannig getur hann gert betur grein fyrir því sem hann sá með því að segja

víðir í stað þess aðeins að nefna tré og jafnvel getur hann verið enn nákvæmari og nefnt grávíðir.

Þannig getur hann miðlað upplýsingum á skýran hátt þannig að ekki er um að villast hvað hann

meinar.

Hina riddaralegu dyggðir koma fyrir á ýmsum stöðum í hugmyndum BP og bersýnilega sést að hann

leitar mikið í þeirra smiðju. Riddaralegu dyggðirnar eru guðrækni, hugrekki og kurteisi. Þegar skáta-

Page 56: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

26

hreyfingin var stofnuð og BP gaf út bókina Scouting for boys skrifaði hann heilan kafla um guðrækni

og við skulum fjalla sérstaklega um þann þátt. Honum fannst skipta miklu máli að skátar væru trúaðir

og það sést með skrifum hans þegar hann segir: „Sá sem ekki trúir á guð og breytir í samræmi við

það, er ekki góður maður. Því eiga skátar að vera guðræknir“. Við megum samt ekki gleyma í hvaða

samhengi bókin var skrifuð og túlka allan boðskapinn út frá nokkrum línum eða einum kafla. Bókin

var ætluð breskum strákum og er þjóðkirkjan þar í landi, breska þjóðkirkjan, byggð á kristnum og

Lútherskum gildum. BP ferðaðist víða um heiminn og kynntist menningu ýmissa þjóða. Ég er ekki viss

um að þegar hann setti skátahreyfinguna í Bretlandi á laggirnar hafi hann séð fyrir sér að hún yrði

alþjóðleg. Riddararnir voru alheimsbræðralag eins og skátarnir urðu en gegna þó öðru hlutverki.

Þegar hugmyndir BP höfðu þróast út í að skátarnir gætu verið alheimsbræðralag boðaði hann ekki trú

heldur mun frekar frið. Með þá víðu sýn sem hann hafði á heiminn, miðað við samtímamenn hans ,

hlýtur hann að hafa gert sér grein fyrir því að það var ekki hægt að byggja upp alheimsbræðralag á

einni ákveðinni trú sem átti að stuðla að friði í heiminum. Þannig held ég að það væri mun nær lagi að

túlka þetta sem svo að BP hvetji ungmenni til þess að leita samfæringar sinnar eða köllunar og fylgja

henni svo þau ráfi ekki um stefnulaus í lífinu.

Tveir aðrir þættir í fari riddaranna sem eiga augljóslega samleið með hugmyndum okkar um skáta er

sjálfstæði og hjálpsemi. Maður sem er sjálfum sér nógur og kann að lifa í náttúrunni á því sem hún

hefur upp á að bjóða getur talist sjálfstæðari en ef hann skortir þessa hæfileika. Maður sem getur

ekki lifað án þess að samfélagið styðji hann, um nokkra stund, er alltaf bundinn samfélaginu. Samt

sem áður verður að segjast að það er jafn mikilvægt fyrir manninn að gera lifað í náttúrunni og að

geta lifað í samfélagi með öðrum. Mikilvægur þáttur í samfélagi manna er samhugur meðal þeirra

sem í því búa. Sem þýðir í rauninni að láta sér varða þjáningu og skort annarra. Þetta lýsir sér í því að

geta gefið tíma sinn til þess að hjálpa öðrum og gerast örlátur ef þú átt gnótt af einhverju sem aðra

skortir. Þannig er góðverk stór þáttur í því sem skáti þarf að tileinka sér til að hægt sé að kalla hann

sannan.

Víkjum nú að öðrum þáttum sem sannur skáti ætti að búa yfir. Glaðværð er mikilvægur hluti af því að

teljast góður skáti, þó verður að haga því eftir aðstæðum hverju sinni. Erfiðisverk verður mun

auðveldara ef það er unnið með bros á vör. Þannig ættu skátar að vinna verk sín til þess að gera þau

viðráðanlegri en líka vegna þess að skapið er smitandi. Þegar maður er þungur í þönkum hefur það

áhrif á allan hópinn sem hann tilheyrir. Þannig er það ekki bara sá fýldi sem þyngir sína eigin vinnu

heldur verður birgðin einnig þyngri fyrir þá sem með honum starfa. Blessunarlega er gleðin líka

þessum hæfileikum gædd þannig hún breiðist um hópinn frá þeim sem hana ber líkt og það fyrr

nefnda.

Page 57: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

27

Virðing er annað sem skiptir máli í fari skátans. Í fyrsta lagi þarf hann að bera virðingu fyrir sjálfum sér

sem er nokkurs konar lykill að virðingu frá öðrum. Sá sem ber virðingu fyrir sjálfum sér er einnig

líklegri til þess að geta borið virðingu fyrir öðrum, þó það sé ekki skilyrði. Þetta tvennt hefur mikil

áhrif á það hvernig skátinn upplifir sjálfan sig og út frá því ræðst val hans. Þannig geta margir vitað

hvernig sannur skáti ætti að bregðast við en aðeins þeir sem hafa nægilega virðingu fyrir sjálfum sér

og öðrum sýna það í breytni sinni. Augljóslega er það nauðsynlegur hluti af því að geta kallast sannur

skáti því ekki er nóg að sýna góðan hug heldur þarf það að endurspeglast í gjörðum hans. Þriðja

tegundin af virðingu sem skátinn þarf að tileinka sér er virðing fyrir náttúrunni. Með þessu er átt við

að hann þurfi bæði að huga að því hvernig hann nýtir náttúruna og umgengst hana.

Þrátt fyrir boðin í skátaheitinu og skátalögunum eru þau aðeins leiðavísir að því hvernig skátinn ætti

að haga lífi sínu. Hann þarf sjálfur að meta það hvernig hans hugmyndir um góðan skáta eru og lifa

samkvæmt því. Þetta er stór hluti af því að vera fullnuma skáti, að sýna það sjálfstæði að geta beitt

þeirri gagnrýnu hugsun sem þarf til þess að gera upp hug sinn um hvað það er sem raunverulega er

rétt og gott í sjálfu sér. Einstaklingur sem tekur skátalögin eins og þau eru og lifir algjörlega eftir þeim

án þess að hafa ígrundað af hverju hann gerir það og hvort það sé rétt að haga lífi sínu svona getur

varla talist sannur skáti. Honum skortir sjálfstæði því hann er aðeins að fara eftir handleiðslu boða og

banna sem aðrir hafa sett niður og ákvarðað að sé rétt út frá þeim.

Nauðsynlegt er að þeir sem taka sér fyrir hendur að gerast skátar og hljóta viðeigandi vígslu átti sig á

því markmiði sem þeir setja sér með þessu heiti. Þannig lofa þeir sjálfum sér að stefna að því að

gerast betri manneskjur og geta nýtt sér þær hugmyndir sem skátahreyfingin stendur fyrir til þess að

móta sín eigin markmið.

„Aðrir drengir bera virðingu fyrir sönnum skátum og fullorðnir vita, að þeir geti treyst þeim; vita að

þeir bregðast ekki skyldu sinni, þótt mikið sé í húfi fyrir þá, þekkja þá líka að því að vera glaða og reifa,

þótt þeir eigi við hina mestu erfiðleika að etja.“ - Baden Powell

Page 58: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

28

Verðleiki skátafélaga

Á öllum þeim skátaþingum, ef ég man rétt, sem ég hef sótt hefur borið á góma hvernig réttast væri

að skipta eða telja atkvæði skátafélaganna. Mig langar aðeins að velta þessu fyrir mér þó ég fái

hálfgert óbragð í munninn við að hugsa til umræðu sem skapast of á þessum þingum. Fyrst vil ég

skoða hvernig við háttum stjórnmálum innan hreyfingarinnar. Bandalag íslenskra skáta samanstendur

af skátafélögum vítt og breitt um landið. Þessi félög senda fulltrúa á skátaþing sem er æðsta vald

hreyfingarinnar. Ég myndi halda að það sé foringjaráð, stjórn eða félagsforingi sem ákveður hverjir

fara með atkvæði félagsins á þinginu. Jafnvel gæti það verið að oftast sé það þannig að stjórnin eða

félagsforinginn taki þessa ákvörðun.

Flestir sjá að við byggjum stjórnkerfið ekki upp á hreinu lýðræði en þá er spurningin hvort þetta geti

flokkast sem fulltrúalýðræði. Ég segið að svo sé ekki vegna þess að ég efast stórlega um að allir þeir

sem taldir eru sem skátar fái að segja skoðun sína á því hverjar þeir vilja hafa sem fulltrúa sinn á

þinginu. Þó að stjórnir og félagsforingjar skátafélaganna séu lýðræðislega kjörin þá hafa ekki allir

skátar í félaginu kosningarétt á aðalfundum félaganna. Samkvæmt mínum skilningi á fulltrúalýðræði

getur skátahreyfingin ekki talist vera slíkt vegna þess að það er misræmi milli félaga hvernig þeir velja

fulltrúa sína og að í fæstum tilfellum geta allir þeir sem skráðir eru í félagið tekið þátt í þessu vali.

Hér skiptir máli að kosningaréttur skátanna innan félagsins ræðst ekki af því hvort þau teljist sem

börn samkvæmt skilgreiningu landslaga. Hjá sumum félögum er það þannig að sum börn innan

félagsins fá atkvæði á aðalfundi þeirra en önnur ekki. Sumstaðar er miðað við gamla dróttskáta-

aldurinn, 15 ára, en spurningin er hvort við séum þannig að mismuna þeim börnum sem eru yngri á

þennan hátt. Á þennan hátt erum við a.m.k. búin að stíga það skref að gefa sumum börnum rétt til

þess að greiða atkvæði á aðalfundum en öðrum ekki. En er þetta réttlætanlegt? Foreldrar eða for-

ráðamenn eru ábyrgir fyrir börnum þangað til þau eru talin sjálfráða, þetta er skýrt í lögum. Þannig

skil ég að atkvæði barna sem ekki eru sjálfráða en hafa þó atkvæði á fundi hljóta að vera í höndum

forráðamanna þeirra. Víkjum þá aftur að spurningunni sem við bárum fram hér að ofan um það hvort

við mismunum börnum sem eru yngri en 15 ára með því að gefa þeim eldri rétt á atkvæði. Í raun er

það þannig að við mismunum þeim og forráðamönnum þessara barna vegna þess að það telst ekki

vera sjálfráða, ekki síður en 17 ára gamalt barn.

Af þessu leiðir að við erum í rauninni ekki með fulltrúarlýðræði sem virkar. Núna vaknar hins vegar

önnur spurning í kollinum á mér. Hvort hugmyndin á bakvið þetta ákvæði laga bandalagsins var

kannski ekki að skapa lýðræði innan skátahreyfingarinnar heldur aðallega til þess að skipta völdum

milli skátafélaganna. Þarna er munurinn sá að ef þú leggur upp með að skapa lýðræði í þeim skilningi

sem greint var frá hér að ofan byggist það á atkvæði einstaklinganna sem mynda samfélagið. Hin

Page 59: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

29

aðferðin gengur í rauninni út á að nota fjölda félagsmanna skátafélaganna sem mælikvarða til þess að

skera úr um verðleika þeirra. Ef við viljum fara þessa leið – vegna þess við teljum hana vera rétta til

dæmis vegna þess að hreyfingin gæti ólíklega tryggt nægilega þátttöku ef hún byggði stjórnkerfi sitt á

lýðræði – gæti samt verið ganglegt að spyrja okkur út frá hverju við metum verðleika skátafélaga.

Ein leiðin til þess að meta verðleika skátafélaga er vissulega með því að telja virka skáta í félaginu. Ef

sú leið er farin verður að sjá til þess að allir noti sömu mælistikuna þegar meta á það hvaða skátar

teljast vera virkir. Við erum samt sem áður að spyrja okkur að verðleika skátafélaga og þess vegna vil

ég spyrja hvort skátafélag sem telur hundrað manns í litlu samfélagi sé minna verðugt sem félag en

skátafélag sem telur fimmhundruð manns en er í tíu sinnum stærra samfélagi. Þannig er minna

félagið hlutfallslega stærra miðað við það samfélag sem það tilheyrir. Þetta fær mig til að efast um að

fjöldi virkra skáta í skátafélagi sé góður mælikvarði á verðleika skátafélags. Í rauninni er mjög erfitt að

búa til kvarða sem getur mælt þetta á réttlátan hátt. Þess vegna held ég að réttasta lausnin sé að

telja öll skátafélög verðug ef þau standa fyrir góðu skátastarfi og rekstur félagsins sé til sóma. Til þess

að þetta geti gengið eftir þarf framkvæmdarvald hreyfingarinnar að sinna eftirlitshlutverki til þess að

ganga úr skugga um að félögin uppfylli þær kröfum sem skátaþing setur sem skilyrði góðs skátastarfs

og reksturs félagsins.

Page 60: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

30

Betra Gilwell

Hér á eftir ætla ég að reifa nokkrar hugmyndir um hvernig hægt væri að útfæra Gilwell þjálfunina á

annan hátt en hún fer fram í dag.

Skátar sem sækja þjálfunina þurfa að hafa mikla reynslu af skátastarfi til þess að hafa gagn af

námskeiðinu. Ástæðan er fyrst og fremst sú að reynslan er efniviðurinn sem þú kemur með á

námskeiðið til þess að vinna úr. Ef reynsla er of rýr mun hún ekki duga til þess að skátinn njóti

námskeiðsins til fulls. Miða ætti við að skáti sem hefur sinnt skátastarfinu sínu af dug undanfarin

fimm ár, sótt námskeið og sóst eftir þeim ábyrgðarstöðum sem honum hafa boðist ætti að vera mjög

vel undirbúinn til þess að takast á við þær áskoranir sem bíða á Gilwell.

Þjálfunin þarf að vera krefjandi fyrir hvern þann sem sækir Gilwell skólann. Þannig nýtist hún best

þeim skátum sem sækja Gilwell. Takið samt eftir því að með þessu þarf erfiðleiki þjálfunarinnar að

vera afstæður því manneskjur eru mismunandi undir það búnar að takast á við þjálfun af þessu tagi.

Samt sem áður ætti alltaf að krefjast mátulegs metnaðar af öllum þeim sem á annað borð ákveða að

hefja þjálfunina. Þetta er hægt að gera á ýmsa vegu og ég mun kasta nokkrum hugmyndum um þetta

fram seinna í kaflanum.

Þegar komið er að námskeiðinu sjálfu þá held ég að fyrst mætti skoða í hvaða formi fræðslan fer

fram. Á námskeiðinu sem ég sótti voru þetta aðallega fyrirlestrar og reyndar hafði ég setið marga

mjög svipaða fyrirlestra um sum þau viðfangsefni sem voru tekin fyrir. Fyrsta breytingin sem ég

myndi gera er að banna glærusýningar. Aðeins það að nota þá tækni sem flestir þekkja úr

skólakerfinu sem klassísk kennslustund setur strik í reikninginn. Þannig verður upplifunin á

námskeiðinu áþekk þeirri sem einstaklingurinn kannast við úr skólanum. Næst myndi ég reyna að

breyta þessu frá því að vera að mestu leyti fyrirlestrar þar sem einn miðlar reynslu til hinna yfir í að

vera samtal allra í hópnum. Því staðreyndin með námskeiði af þessu tagi er að mikil reynsla býr í

hópnum sem getur nýst honum við að dýpka skilning þeirra á efni sem þeir hafa fjallað um áður.

Annað mikilvægt hlutverk sem Gilwell gegnir í skátahreyfingunni er að varðveita hefðir hennar.

Þannig verða ráðamenn þjálfunarinnar á hverjum tíma að vera stöðugt að láta reyna á hvort þessar

hefðir séu enn gildar því annars vill kjarninn fúna og tilgangur hefðanna glatast. Ef við erum farinn að

halda uppi siðum og venjum þeirrar sjálfra vegna þá höfum við glatað miklum fj ársjóði. Gilwell er

kjörinn staður til þess að miðla þessum siðum og venjum áfram en það þarf að gera þannig að

þátttakendur öðlist dýpri vitneskju þessar hefðir.

Page 61: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

31

Starf sveitarinnar sem slíkrar á milli þess að fyrri helginni lýkur og þess að seinni helgin hefst mætti

hugleiða betur. Tvær megin ástæður eru fyrir því að ég held að sveitin sem slík ætti að hittast einu

sinni til tvisvar á þessu tímabili. Fyrri ástæðan er sú að þannig geta flokkarnir stutt hvorn annan og

miðlað hugmyndum á milli sín. Hin ástæðan er sú að ef þátttakendur fá tækifæri til þess að ræða um

þau einstaklingsverkefni sem þeir hafa valið sér veitir það þeim bæði aðhald og tækifæri til þess að

reifa skoðanir sínar við hvert annað. Þannig gefst þeim tækifæri til þess að bera saman sjónarhorn

annarra við sitt eigið og þannig getur niðurstaðan verið þroskaðri en ella.

Einstaklingsverkefnið barst í tal hér að ofanverðu en ég vil skoða örlítið hvernig hægt væri að breyta

því þannig að það samræmist betur þeirri hugmynd sem ég kom inn á snemma í þessari grein. Það er

að þjálfunin sé krefjandi fyrir alla þá sem sækja hana. Þetta gerist að hluta til sjálfkrafa í flokkastarfinu

þar sem þeir sem hafa mesta frumkvæðið fá að láta reyna á krafta sína. Hitt tækifærið til þess að

mæta væntingum hvers og eins er að breyta örlítið uppsetningunni á einstaklingsverkefninu. Þannig

að markmiðið sé að hluta til ákveðið fyrirfram eða í samráði við leiðbeinendur. Þátttakendurnir sjálfir

sjái sjálfir um að velja leiðina sem þeir ákveða að fara til þess að ná þessu markmiði. Þannig getur

þetta verkefni orðið fjölbreyttara og nýst skátunum og jafnvel hreyfingunni í heild sinni betur.

Núna hef ég ekki upplifað sjálfur seinni helgi námskeiðsins og það gæti vel verið að eitthvað af þeim

hugmyndum sem ég hef sett fram hér að ofan séu ekki marktækar vegna þess. Þrátt fyrir það vona ég

að þetta geti nýst við að halda áfram að þróa þjálfunina þannig hún geti gagnast öllum þeim sem

hana sækja. Í lokinn verð ég að hnykkja á því að mér fannst ég læra heilan helling á þessum tíma sem

ég stundaði Gilwell þjálfunina. Oft vill það vera þannig að ef maður kemur í þjálfun sem þessa með

því hugarfari að læra eitthvað nýtt eru tækifærin óteljandi.

Page 62: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur
Page 63: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Viðeyjarmót 2010 - Frumbyggjar

Skýrsla mótsstjórnar

Page 64: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

2

Efnisyfirlit Inngangur...........................................................................................................................................3

Skráning .............................................................................................................................................4

Kynningar...........................................................................................................................................4

Fjárhagur ...........................................................................................................................................5

Dagskrá..............................................................................................................................................5

Tjaldbúð.............................................................................................................................................7

Tækni.................................................................................................................................................7

Jonnabiti ............................................................................................................................................8

Samstarfsaðilar.................................................................................................................................10

Til næstu stjórnar .............................................................................................................................10

Lokaorð............................................................................................................................................12

Page 65: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

3

Inngangur

Skátafélagið Landnemar hélt sitt árlega skátamót í Viðey helgina 24.-27. júní 2010. Að þessu sinni var

þema mótsins „Frumbyggjar“. Undirbúningur mótsins hófst óbeint í nóvember 2009 en þá var þemað

valið og hugmyndum varpað upp. Þann 15. apríl var mótsstjórn formlega stofnuð af Arnlaugi

Guðmundssyni, félagsforingja Landnema. Í mótsstjórn sátu átta skátar: Atli Smári Ingvarsson, mótsstjóri,

Hulda Rós Helgadóttir, aðstoðarmótsstjóri, Viktoría Sigurðardóttir, dagskrárstjóri, Jónas Grétar

Sigurðsson, tjaldbúðarstjóri, Helga Kristín Ólafsdóttir, verslunarstjóri, Alexander Jean Edward le Sage de

Fonteney, tæknistjóri, Fríða Björk Gunnarsdóttir, kynningarmálastjóri og Skúli Arnlaugsson, gjaldkeri.

Allir þessir skátar eru Landnemar nema Helga Kristín en hún kemur úr Skátafélaginu Hamri. Fríða Björk

og Jónas Grétar höfðu starfaði í mótsstjórn mótsins 2009. Flestir meðlimir stjórnarinnar höfðu um sig

starfshóp sem vann að nauðsynlegum verkefnum fyrir mótið. Mótsstjórnin fundaði reglulega fram að

móti en aðstoðarmenn meðlima stjórnarinnar mættu einnig á fundi sem veitti betri yfirsýn. Þá má

minnast á Elmar Orra Gunnarsson og Hauk Haraldsson en þeir hafa mikla reynslu af mótshaldi ssem

þessu og aðstoðuðu meðlimi stjórnarinnar við ýmis atriði. Undirbúningur mótsins fólst m.a. í

vinnuhelgum sem haldnar voru í

skátaheimili Landnema en þá var

öllum boðið sem vettlingi gátu valdið.

Á helgunum var unnið að framkvæmd

mótsins, aðallega að tjaldbúðarhluta

þess. Hulda Rós var einnig starfsmaður

Landnema um sumarið og gat

aðstoðað við innkaup eða framkvæmd

ýmissa þátta.

Viktoría dagskrárstjóri blæs í frumbyggjahornið.

Page 66: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

4

Skráning

Skráning fór fram á heimasíðu mótsins, landnemamot.wordpress.com. Þetta árið voru alls um 250 skátar

skráðir, annaðhvort í sveitum eða sem einstaklingar. Í ár voru 11 sveitir skráðar og með þeim voru

fararstjórar, tveir fyrir hverja sveit yfir 10 manns en fleiri með stærri sveitum. Í upphafi var skráning mjög

lítil og örfáir voru skráðir þegar fyrri skráningarfresturinn, 1. júní, rann út. Þá ákvað mótsstjórn að lengja

frestinn að 15. júní og hella sér í kynningar fyrir mótið. Það átak tókst með ágætum og skráningum rigndi

inn. Þótt fresturinn hafi orðið til fjölgunar í skráningu mætti benda á að hann var heldur nærri móti,

aðallega að því leyti að félög bættu við og breyttu skráningum fram á seinasta dag.

Kynningar

Kynningarmál fyrir mótið í ár gengu í flesta staði mjög vel. Almenn kynning hófst á því að veggspjöldum

og bæklingum var dreift á öll félög á skátaþingi. Tölvupóstur var sendur út á öll félög á landinu stuttu

seinna og hópur á vefsíðunni facebook.com var stofnaður. Heimasíða mótsins var uppfærð en það þrufti

dálítið að pressa á tækninefnd að

búa til nýja borða og fleira í stíl

við þema ársins. Facebook

hópnum var svo af og til sendur

skilaboð og sást það vel á

sveiflum í fjölda heimsókna inná

síðu mótsins. Þetta er því mjög

sniðugt tæki fyrir mót næsta árs.

Þó mætti leggja meiri áherslu á

Ýmsir viðburðir á frumbyggjavígvelli.

Page 67: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

5

skráningarfrestinn og hvetja félög betur að skrá sig fyrir gefinn skráningarfrest. Veggspjöld voru prentuð

í Office1 sem var mjög ódýrt en mótsbókin sjálf var prentuð hjá Offset myndum. Hún hefði mátt vera

prentuð fyrr en illa gekk að fá alla til að skrifa í hana. Pressa þarf á undirbúningshópana fyrr. Lógó

mótsins fékk blönduð viðbrögð en flestum líkaði það vel. Einstaka skátum fannst það of dökkt og

drungalegt. Armböndin voru mjög flott en sum þeirra voru "gölluð" þar sem illa gekk að festa þau með

naglbítnum. Mótsblaðið tókst afar vel og er skemmtileg viðbót við mótið. Það var prentað í kofa á móti

klósettunum líkt og árið áður. Upphaflega átti að gefa út þrjú eintök en svo óheppilega vildi til að

prentarinn bilaði þegar gefa átti út þriðja eintakið. Þau urðu því tvö.

Fjárhagur

Fjárhagur mótsins var í góðu lagi og skilað mótið hagnaði. Það er mikil framför að fá hópa frá félögum,

hópa með fararstóra sem annast greiðslu mótsgjalds fyrir allan hópinn, veit fyrirfram hvað það eru

margir sem koma o.þ.h. Það er þó ýmislegt sem hefði mátt vera betra og vert er að athuga fyrir næsta

mót. Sem dæmi má taka að mótsgjaldi var ekki eitt heldur háð komu- og jafnvel brottfarartíma, hvort

menn voru í mat og þá hve lengi, hvernig menn komu og fóru (með ferjunni eða ekki) o.þ.h. Einnig þarf

að tryggja að allar innborganir og greiðslur fari um reikning mótsins en ekki ýmist reikning Landnema

eða mótsins. Skerpa þarf á því að þeir sem afgreiða í búðinni taki posakvittanir og láti kvitta fyrir úttektir

á posamiðana.

Dagskrá

Undirstaða dagskrárinnar þetta árið voru dagskrárþorpin en aðallega var unnið með 3 þorp:

vatnadagskrárþorp, föndurþorp, og loftdagskrárþorp. Í vatnadagskránni voru flekar byggðir, í

Page 68: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

6

föndurþorpinu var m.a. föndrað vinabönd og hljóðfærið didjeridu, í dagskrárþorpinu fóru skátarnir í fly

fox og sig. Fótboltamót var heill dagskrárliður á laugardeginum. Einnig var í boði að byggja

trönubyggingar á laugardeginum en undirtektir voru ekki miklar. Þá var einn dagskrárliðurinn „Ýmsir

viðburðir á frumbyggjavígvelli“ og samanstóð hann af hinum ýmsu keppnum milli félaga. Í heildina séð

gekk dagskráin afar vel og margar nýjar hugmyndir komu fram í ár.

Okkur bárust nokkrar athugasemdir sem vert er að hugsa um. Varðandi fótboltamótið fengum við þær

athugasemdir að það væri e.t.v of langt og þyrfti eitthvað annað að vera í gangi á meðan fyrir þá sem

ekki hafa áhuga á fótbolta. Reyndar var í boði að taka þátt í frumbyggjaleikjum í ár á meðan mótinu stóð

en þó hefði mátt auglýsa það betur og skapa meiri stemningu í kringum þá. Sú hugmynd kom fram að

gera fótboltamótið þá aðeins skátalegra, og mynda aðeins meira skátastemningu í kring um það, t.d.

spila í tevum og hafa mótið meira sem skemmtun frekar en keppni.

Kajakferðir voru í boði.

Page 69: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

7

Tjaldbúð

Skipulagningin var mjög svipuð og árin á undan, svæðinu var skipt niður milli félaga og sjúkragæslan og

stóru tjöldin voru á sama stað og áður. Mesta vesenið

á hverju ári er að sjálfsögðu að koma öllu dótinu út í

eyjuna og svo úr henni en það tókst með prýði þó svo

að við höfum verið langt fram eftir nóttu að koma

dótinu upp í heimili eftir mótið. Helsti gallinn við

verkefnin sem féllu á tjaldbúðarnefndina var skortur á

starfsfólki sem hægt var að senda í verkefni svo að

þau lentu öll á mjög fáum aðilum. Tjöldin fóru samt

sem áður öll upp ásamt upplýsingatöflunni og

aðstöðu fyrir plötusnúð á bryggjuballinu. Það sem fór

ekki upp voru vegvísarnir. Þá skorti eldivið fyrir

Sólstöðubálið og aðalvarðeldinn. Á næsta ári þarf að

hugsa sérstaklega út í það að taka með eldivið fyrir

bálin.

Tækni

Tæknistjórn Landnemamóts í Viðey 2010 tókst með prýðindum að sinna öllum sínum skyldum.

Tæknistjóri mótsins var Alexander Jean Edvard le Sage de Fontenay en með aðstoð Jóhanns Orra Briem

við ýmist og hjálp Kalla (Karl Sigurðsson) við hljóðkerfi mótsins gekk allt með fínasta móti.

Eftirminnilegust var æsispennandi hraðbátaferð í leit að snúrum sem vantaði rétt fyrir bryggjuballið. Ber

Fótboltamótið sló í gegn.

Page 70: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

8

að benda á að í ár var því sleppt að leggja rafmagn í dagskrártjaldið. Þetta var mjög gáfuleg breyting að

mati tæknistjóra og vill hann benda mótsjórnum næsta og næstu landnemamóta að einfalda hlutina

frekar en að flækja þá. Tæknistjórn vill þakka tjaldbúðarnefnd fyrir að koma upp plötusnúðsskýli,

Benedikti Oddssyni fyrir að lána DJ græjur og Magnúsi Jónssyni fyrir framlenginasnúrur sem entustu og

entust. Einnig ber að þakka öllum hinum sem sýndu hjálpsemi.

Jonnabiti

Jonnabiti gekk vel fyrir sig í ár. Þátttaka í matarúthlutun var heldur minni en síðasta ár og því minna

umfang. Auk þess voru vörur pantaðar frá Stórkaupum og þeir sendu vörurunar niður á bryggju sem

þýddi minni fyrirhöfn en í fyrra. Einnig gátum við skilað mörgu sem varð afgangur af eftir mótið en miklu

munaði um það. Pizzur, nammi og gos var aðallega keypt í Bónus vegna kostnaðar.

Hér eru nokkrir punktar um reksturinn. Næstu mótsstjórnir mættu taka tillit til þeirra:

• Á mótinu var fólk ekki duglegt að borða hafragraut! Aðeins tveir hópar opnuðu pakkann sinn. Ef til vill

mætti gera ráð fyrir að færri fá sér graut ef annað er í boði.

• Meira gos mætti kaupa fyrir næsta mót, fólk drekkur meira en maður myndi halda, sérstaklega eftir

bryggjuball.

Ef keypt er matarolía væri gott að fá hana í litlum flöskum sem væru merktar.

• Í ár var heldur lítið af tortilla-pönnukökum, hefði mátt gera ráð fyrir 2 á mann í staðinn fyrir 1,5.

• Eitt „vandamál“: margir telja að þeir séu mikilvægari en aðrir og óðu í nammi og gos á Jonnabita án

þess að nokkur væri til staðar. Við þessu þarf að gera ráðstafanir til að slíkt komi ekki fyrir aftur! Þó fólk

skilji eftir klink hér og þar ruglar þetta yfirsýn og ef einhverjir gera þetta gætu fleiri byrjað á því sama.

Page 71: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

9

Lausn við þessu gæti verið að kaupa t.d. hengilás á kistu sem aðeins starfsmaður Jonnabita hefði aðgang

að svo tala þyrfti við hann ef um neyðartilvik væri að ræða.

Gera mætti skýrari reglur um aldurstakmark á kvöldin. Dróttskátar vildu fá leyfi til að koma í tjaldið en

mörgum rekkaskátum fannst nóg að hafa sitt aldursstig. Finna þarf góða niðurtöðu í þetta mál.

Mjög gott að vera með tvo pizzaofna. Pizzur hafa greinilega skipað sér sess á Landnemamóti og tveir

ofnar styttu biðina eftir pizzum heilmikið.

Starfsmenn stóðu sig frábærlega og góð stemning var í tjaldinu

Vöfflur: slá ekki pizzunum út en komu sterkari inn en í fyrra enda var mótið styttra og enginn

starfsmannamatur.

Matseðillinn fékk mikið hrós þótt mörgum hafi fundist vanta grjónagrautinn.

Nýjung fyrir næsta mót: Samlokan sem kom fram á Euro mini jam, HeilsuBOMBAN! (grilluð samloka

með rjómakúlum)

Líf og fjör var á bryggjuballi þar sem dansað var undir harmónikkutónum.

Page 72: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

10

Samstarfsaðilar

Líkt og fyrri ár áttum við mest samstarf við Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur, forstöðukonu Viðeyjar, og

ferjufélagið Eldingu, en þar fór Guðlaugur Ottesen Karlsson rekstrarstjóri fyrir félaginu. Samstarfið var

afar gott líkt og fyrri ár. Guðlaug leyfði skátunum að hafa frjálsar hendur í framkvæmd mótsins og

Guðlaugur var mjög samvinnufús þegar kom að því að ferja dót til og frá eyjunni. Þakkir eru færðar þeim.

Hér mætti einnig nefna Stórkaup sem

samstarfsaðila. Allar vörur í Jonnabita

voru keyptar hjá þeim og var afar gott að

geta skilað þeim vörum sem of mikið var

keypt af. Þakkir eru einnig færðar

Stórkaupi. Þá mætti þakka Skátafélaginu

Vífli fyrir lánið á kajökum í dagskrá ásamt

Hraunbúum fyrir lánið á flotvestum.

Til næstu stjórnar

Stjórnin rak sig á nokkur vandamál í framkvæmd mótsins sem sum mætti rekja til reynsluleysis í

framkvæmd stórra móta en eru samt sem áður atriði sem vert er að athuga.

Stjórnin mætti kynna sér samninginn sem gerður hefur verið við Eldingu. Í ár voru margir

almennir gestir í veislum í eyjunni sem fengu ávallt forgang í land, sem virtist undarlegt fyrir

mörgum. Skátarnir borga minna í ferjugjald og fá því minni þjónusti hjá félaginu. Þetta mætti

endurskoða, sérstaklega ef mikið er um veislur á sama tíma og mótið. Í ár töfðust flutningar

skáta mjög mikið, bæði á laugardagskvöldið og á sunnudeginum sem skapaði spennu og jafnvel

Fly fox var einn dagskrárliður.

Page 73: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

11

reiði meðal foreldra skáta. Ef samningnum verður ekki breytt ætti að láta þátttakendur mótsins

vita af fylgikvillum hans.

Útilífsskólinn var með útilegu á sama tíma og mótið. Þar sem margir starfsmenn útilífsskólann

tóku þátt í undirbúningi mótsins var mikill missir að geta ekki haft það starfslið sem hafði verið

gert ráð fyrir; allir starfsmennirnir þurftu að taka vinnu útilífsskólans fram fyrir mótið. Að þessu

sinni var útilegan í Viðey sem var örugglega mjög gaman fyrir krakka útilífsskólans en skapaði

dálitla óreiðu á svæðinu sjálfu og kreppu fyrir starfsmenn sem bæði höfðu unnið í undirbúningi

mótsins og unnu fyrir útilífsskólann. Næsta sumar mætti jafnvel ræða um samstarf við BÍS í

þessum málum og hafa mótið og útileguna sitt hvora helgina.

Skráningu sveita í mat mætti vera óafturkræf eða hafa frest til úrsagnar. Nú í ár var heil sveit

sem hætti við að vera í mat daginn fyrir mótið, en það skapaði vandræði þar sem búið var að

kaupa í matinn. Tilkynna mætti félögunum þetta þegar skráning opnar.

Fyrir skráningu starfsmanna á mótið mætti vera skráningarfrestur líkt og fyrir sveitir (en þó

styttri frestur). Starfsmenn skráðu sig fram á seinasta dag og gerði m.a. erfiðara fyrir að boða á

starfsmannafundi og skipta verkum meðal þeirra.

Í ár var skráningarfrestur færður til 15. júní til að auka þátttöku. Það virkaði mjög vel, 1. júní var

e.t.v. of snemmt en 15. júní var í það seinasta. Sveitarforingar hringdu inn á hverjum degi til að

breyta skráningum. Einnig mætti þrýsta vel á sveitir að borga fyrirfram en það hjálpar mikið fyrir

öll innkaup og útgjöld.

Hér mætti benda á að skilgreina stjórnunarstöður betur og hvaða verkefni eiga við hvaða

verkefnahóp og slíkt. Tjaldbúðaskoðun mætti taka sem dæmi en óljóst er hvort hún tilheyri

tjaldbúð eða dagskrá.

Page 74: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

12

Lokaorð

Í heild tókst mótið afar vel og á fundi fararstjóra í lok móts virtust nær allir ánægðir með framkvæmd

mótsins. Landnemamót í Viðey hefur skapað sér sess sem skemmtilegt og nær ómissandi skátamót.

Vonandi verður það svo næstu ár og áratugi.

Gott er að slaka á eftir skemmtilegt mót.

Page 75: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

13

FRÁVIK

Föstudaginn 25. júní kom upp atvik sem ekki var hægt annað en að taka alvarlega og með föstum tökum.

Meðlimir í vatnapósti töldu póststjórann á að sigla á fleka yfir í Sundahöfn. Þetta var ákveðið án vitundar

dagskrárstjóra. Mjög óáræðanlegt samband var haft við hjálparsveitarmann á vakt og voru menn mjög

tvísaga um öll samskipti þar á milli. Alla vega varð ekkert úr eftiliti hjálparsveitarinnar.

Flotvesti voru til staðar, en allar stærri gerðirnar voru í notkun, enda voru flotvestin eingöngu ætluð fyrir

busl í víkinni. Engin björgunarvesti voru þar. Skipti engum togum að drengirnir taka einn flekann og róa

yfir og aftur til baka eftir einhver erindi í landi. Sjálfur var ég við jarðaför í landi og fæ fréttirnar í

erfisdrykkjunni, er ég hafði kveikt á símanum. Ég flýtti mér strax niður á bryggju og fékk strax far með

hjálparsveitinni og höfðu þá þegar þeir mótstjórnarmeðlimir, sem voru á staðnum, haldið fund um

uppákomuna. Fékk ég strax fund með póststjóranum, aðstoðarmótsstjóra og staðarhaldara. Að honum

loknum þótti mér einhlýtt að póststjóranum yrði vísað í land af mótsstað. Eftirá kom í ljós að mótsstjórn

hafði fjallað um málið án mín og komist að sömu niðurstöðu með öllum greiddum atkvæðum nema einu.

Staðarhaldari kom daginn eftir og tjáði mér að hún hefði gefið sínum yfirmanni skýrslu um málið og fyrst

málið hefði verið leyst strax á þennan hátt yrðu engin eftirmæli að borgarinnar hálfu. Fundur var haldinn

eftir nokkurn tíma með foreldrum og póststjóra, en það leystist ekkert á þeim fundi. Elmar tók að sér að

vera milligöngumaður á milli foreldra og stjórnar Landnema og er þessu því lokið að hálfu mótsstjórnar.

Atli Smári Ingvarsson

mótsstjóri

Page 76: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

14

Matseðill

Fimmtudagur

24. júní Föstudagur

25. júní Laugardagur

26. júní Sunnudagur

27. júní

Morgunmatur

Brauð, hafragrautur,

Cherios og kornflex

Brauð, hafragrautur,

Cherios og kornflex

Brauð, hafragrautur,

Cherios og kornflex

Hádegismatur Pulsupasta Tortilla Samlokur

Kaffitími Kex, djús, ávextir og annað gotterí

Kex, djús, ávextir og annað gotterí

Kvöldmatur Kjúklingur Hamborgarar

Kvöldkaffi Kex, kakó og

ávextir Kex, kakó og

ávextir Kex, kakó og

ávextir

Page 77: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skýrsla Útilífsskóla Landnema 2010

Kynning Kynnt var í Álftamýrarskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla og Austurbæjarskóla. Haft var samband við

stjórnendur skólanna sem gáfu leyfi fyrir því að kennarar dreyfðu bæklingum í bekki hjá börnum

fædd ´98 - ´02. Í flestum skólum var vel tekið við þessu en það var aðeins hikað með þetta í

Háteigsskóla. Einnig voru hengd upp plaköt sem SSR útbjó, í skólunum og helstu verslunum á

svæðinu. Tekin var ákvörðun um að fara ekki inní sjálfa bekkina með kynningu eins og flestir aðrir

útilífsskólar gera.

Haft var samband við heimasíðuna www.hlidar.com um að auglýsa fyrir okkur en þau voru

einstkalega hjálpsöm og settu inn frétt með mynd fyrir okkur og sendu fréttina á póstlistann sinn.

Að senda e-mail á þáttakendur útilífsskólans frá seinasta ári þætti mér góð kynningarleið en í ár tókst

mér ekki að komasti yfir e-mailin síðan í fyrra. Vonandi fer þetta betur að ári liðnu þar sem listarnir

eru nú útprentaðir í möppu.

Það er alltaf hægt að bæta úr kynningarmálum. Félagið mætti auglýsa útilífsskóla sinn betur, ef

skólastjóri er ekki ráðinn fyrr. Þá væri hægt að kynna hann á hverfahátíðum og öðrum svolíkum

samkomum. Einnig mætti auglýsa hann betur meðal starfandi skáta í félgaginu. Foringjar mættu

hvetja sín börn til þess að taka þátt í útilífsskólanum og kynna þetta sem sumarstarf félagsins. Einnig

mætti nýta sér það að stór hluti markhóps okkar er í frístundaheimili í húsnæði okkar.

Plaköt SSR eru umdeild. Sumar raddir segja að það komi ekki nægar upplýsingar fram á þeim og að

myndin segi auk þess lítið um það sem útilífsskólinn stendur fyrir. Ef SSR bætir ekki úr þessu væri það

sterkur leikur að félagið myndi útbúa sín eigin plaköt til þess að setja upp. Árbúar eru með sín eigin

auglýsingaplaköt sem hafa texta og margar litlar myndir. Þetta tel ég betri kost en SSR plakatið. Þetta

þyrfti ekki að vera dýrt í framkvæmd, hægt væri að hanna þetta a flottan hátt og prenta svo út í fína

litaprentara félagsins. Ef auglýsingin er minni og flottari eru meiri líkur á því að búðir séu tilbúnar til

þess að hafa hana uppi hjá sér.

Starfsmannanámskeið

Starfsmannanámskeið SSR er hiklaust eitthvað sem nýtist vel í starfi. Mæting Landnema hefði mátt

vera betri en það var einhver óvissa í því hverjir myndu vinna hjá okkur en þetta er sama vandamál og

í fyrra. Það þarf því að ganga frá ráðningum fyrr.

Fimm starfsmenn luku þessu námskeiði með fullu, Sigrún, Jónas, Mathilda, Heiða Marey og Óskar.

Page 78: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Námskeið og Dagskrá Dagskráin í ár var með mjög svipuðu móti og í fyrra. Sumarið skiptist upp í fjögur tveggja vikna

námskeið. Seinna námskeiðið endaði svo með einar náttar útilegu, þ.e. frá fimmtudegi til föstudags.

Þó er hægt að skrá sig aðeins á aðra vikuna. Námskeiðin voru eftirfarandi daga:

Námskeið 1 Námskeið 2 Námskeið 3

14.-18. júní

21.- 25. júní

28.júní-2.júlí

5.-9.júlí

12.-16.júlí

19.-23. júlí

Námskeiðin byrjuðu klukkan níu á morgnanna og stóðu til 16. Í ár var ákveðið að bjóða ekki upp á

gæslu fyrir og eftir námskeiðin. Það virtist ekki vera mikill söknuður af foreldranna hálfu þar sem það

var heldur ekki mikil ásókn í gæslu í fyrra. Mitt mat er það að halda því áfram að bjóða ekki upp á

gæslu. Hún er ekki að koma með nægar tekjur inn miðað við hvað hún er lítið nýtt af foreldrum og

kostar marga vinnutíma. Eftir ströngustu reglum ættu alltaf að minnsta kosti tveir að vera með gæslu

vegna reglna um að fullorðinn einstaklingur sé aldrei einn með barni . Í sumar var alltaf starfsmaður í

húsinu frá 8.30 – 16.30 og gerðum við frekar lítið úr því ef börnin mættu of snemma eða voru sótt

seint, ef það var innan þessara marka. Þetta finnst mér allt í góðu til þess að vega á móti því að bjóða

ekki upp á gæslu. Ef félagið vildi á annað borð halda áfram að vera með gæslu þyrfti að hækka verðið

á henni svo það væri hægt að borga starfsmönnum laun á meðan á henni stæði.

Að sama hætti og í fyrra buðu Landnemar Garðbúum og Skjöldungum með sér í klifur og sig á

þriðjudögum í annarri vikunni. Auk þess var heilmikið samstarf á millli þessara félaga í sumar. Þegar

eitthvað félag hafði fáa þáttákendur samræmdum við dagskránna okkar og vorum saman yfir daginn

þar til haldið var heim á leið.

Ákveðið var að sleppa síðasta námskeiðinu þar sem lítil skráning var á það og flestir starfsmennirnir í

útlöndum á skátamóti. Í stað þess að heimilið tekið í gegn, málað og þrifið.

Meðfylgjandi er dagskrá námskeiðanna í sumar.

Útilegur Fyrsta útilegan var haldin í Viðey, önnur á Úlfljótsvantni og sú þriðja í Lækjarbotnum. Landnemar

ásamt Skjöldungum voru útilegustjórar í útilegunni í Viðey. Sú útilega var á sama tíma og

Landnemamót, það hafði sína kosti og galla. Það var mat stjórnenda útilífsskólanna eftir þessa útilegu

Page 79: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

að betra væri að halda útilegur þar sem samgöngumöguleikar væru betri. Annars gekk dagskrá

útilegunnar mjög vel, eina vandamálið var tíminn sem það tók koma svona mörgum manneskjum og

farangri yfir í eyjuna, svo er bara ein strætóleið sem gengur niður í Klettagarða og hún fer á 30

mínútna fresti.

Önnur útilegan var haldin á Úlfljótsvatni. Hún gekk mjög vel enda erfitt fyrir útilegu á Úlfljótsvatni að

klikka. Skoðun margra er að útilegurnar á Úlfljótsvatni séu bestar, ég er ekki frá því að það sé mikið til

í því. Ég held að Úlfljótsvatnsútilegurnar sitji lengst í krökkunum og þau séu ánægðust að kom heim

úr þeim og séu þannig líklegri til þess að vilja koma aftur að ári liðnu.

Þriðja útilegan í Lækjarbotnum gekk líka mjög vel en þetta er í fyrsta skipti sem útilífsskólinn fer í

útilegu þangað. Það er hægt að nota svæðið þar á skemmtilegan hátt, en við fórum í hike uppá

„fjallið“ og aðrir fóru og heimsóttu leikvöllinn hjá Waldorfsskóla, þarna er hægt að síga og ekki

skemmdi fyrir krökkunum að krækiberin voru farin að láta sjá sig.

Óhöpp Engin mikilsháttar óhöpp urðu í sumar. Í Lækjarbotnaútilegunni fékk ein stelpan, Auður

Sveinbjörnsdóttir okkar bolta beint framan á litla fingur í boltaleik á pósti. Hún fann aðeins til en hélt

leiknum áfram. Um kvöldið var komin mikil bólga í fingurinn og liðinn svo við fórum til Vigdísar Vífils

sem bjó mjög vel um fingurinn og spelkaðu hann. Hringt var í móður Auðar og þær ákváðu að Auður

væri áfram í útilegunni og að hún fengi verkjalyf. Þegar við komum í bæinn fórum við vel yfir málin og

móðir Auðar fór með hana á slysó til þess að athuga hvort fingurinn væri brotinn. Það kom í ljós að

svo var. Auður var komin úr gifsi innan tveggja vikna.

Endurbætur Það er margt sem hægt er að gera betur finnst mér. Ráðningar starfsmanna þurfa að miðast af því

hver getur unnið á meðan öll námskeiðin standa yfir. Það er ekki hægt að vera með námskeið þegar

ekki er nóg af starfsmönnum í vinnu.

Það sem má hugsa um fyrir næsta sumar er að fá gsm síma frá útilífsskólanum. Það eru allflestir

útilífsskólar með sitt eigið gsm símanúmer. Þetta væri mjög góður kostur til þess að skilja einkalíf frá

vinnu. Að sama skapi væri hægt að útbúa sér e-mail fyrir útilífsskólann.

Í sumar átti að nita útilífsskólann sem foringjaþjálfun fyrir vinnuskólastarfsmennina. Forsenda fyrir

þessu er að það sé um þetta rætt áður en þau taka við vinnunni svo þau viti hvað þau eru að fara að

gera. Þetta var líka frekar erfitt þar sem á sumum vikum voru of fá börn og í þeirri næstu bættust við

Page 80: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

fleiri og þá þurfti að búa til nýja flokka. Þetta er eitthvað sem vel er hægt að útfæra og þetta er

klárlega hugmynd sem hægt er að nýta vel.

Starfsmenn Í sumar voru ráðnir þrír starfsmenn eldri en 18 ára. Tveir fengu laun frá Reykjavíkurborg en sá þriðji

frá skátafélaginu sjálfu, en sá starfsmaður var einungis ráðinn hluta af sumrinu. Einn starfsmaður var

ráðinn í gegnum Vinnumiðlun ungs fólks, yngri en 18ára, svo hann fékk líka laun frá Reykjavíkurborg.

Ráðnir voru 10 starfsmenn frá Vinnuskóla Reykjavíkur.

Starfsmenn frá Vinnumiðlun

Sigrún Hrönn Halldórsdóttir 120989-2789

Jónas Grétar Sigurðsson 250990-2439 Kári Brynjarsson

Starfsmaður frá Landnemum Mathilda Follend 280790-4359

Starfsmenn frá Vinnuskólanum Árdís Ilmur Jóhannsdóttir 030496-2999

Árni Einar Marselíusarson 221294-3009

Birgir Viðar Birgisson 210496-2549

Daníel Atli Cassata Sírnisson 240794-3149

Heiða Marey Magnúsdóttir 030196-3849

Hlynur Steinsson 110396-2609

Óskar Helgi Þorleifsson 041296-2249

Sigursveinn Árni Friðriksson 210994-2389

Page 81: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Starfsmannahaldið gekk í alla staði mjög vel. Eins og áður kemur fram mætti hinsvega ganga frá

ráðningum fyrr og taka til greina við ráðningar hversu lengi fólk getur unnið. Eða ef það getur ekki

unnið allan tíman þarf að finna afleysingamann.

Það þarf að brýna fyrir starfsmönnum sumarsins að á meðan þeir vinna hjá útilífsskólanum eru þeir á

launum og það eru gerðar aðrar kröfur til þeirra en í „venjulegu sjálfboða“ skátastarfi. Þar á meðal

eru auknar kröfur um stundvísi, samviskusemi og frumkvæði. Sumir starfsmannanna eiga erfitt með

að venjast þessu og því þarf þetta að vera á hreinu í byrjun sumars. Einnig þurfa starfsmenn að gera

skil á milli vinnu sinnar og einkalífs eða annarra starfa innan skátahreyfingarinn. Mikið var um það í

sumar að starfsmenn voru að vinna við undirbúning Landnemamóts á vinnutíma.

Þátttaka

Stelpur og Strákar

1998 1999 2000 2001 2002 samtals

Vika 1 1 2 2 5

Vika 2 2 6 2 10

Vika 3 1 3 1 7 2 14

Vika 4 1 1 3 8 1 14

Vika 5 1 4 5

Vika 6 1 1 3 5

samtals 3 7 5 28 10 53

Strákar 1998 1999 2000 2001 2002 samtals

Vika 1 2 1 3

Vika 2 2 6 1 9

Vika 3 1 3 4 1 9

Vika 4 1 1 5 7

Vika 5 1 4 5

Vika 6 1 1 2

samtals 3 7 22 3 35

Page 82: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Stelpur 1998 1999 2000 2001 2002 samtals

Vika 1 1 1 2

Vika 2 1 1

Vika 3 1 3 1 5

Vika 4 3 3 1 7

Vika 5

Vika 6 3 3

samtals 5 6 7 18

Í sumar voru skráð 35 börn á námskeið sem dreifðust yfir vikurnar. 12 stelpur og 23 strákar.

Lokaorð Sumarið gekk í mjög vel. Í raun vonum framar. Auðvitað vonuðust allir til þess að þáttakan yrði ennþá

betri en það ætti auðvitað að vera markmið fyrir hvert ár. Nú vorum við jú með betri skráningu

heldur en í fyrra og vonast ég til þess að skráning muni aukast með þessu móti ár hvert. Miðað við

aðra útilífsskóla þá er útilífsskóli Landnema alveg búinn að skrá sig á blaðið. Í sumum útilegum og

námskeiðum voru Landnemar með stærri hóp en aðrir útilífsskólar sem hafa verið starfræktir í fjölda

ára.

Ég hugsa að allir séu sammála um það að það geri skátaheimilinu og starfinu hjá okkur bara betra að

hafa starfsemi í húsinu á sumrin.

Sigrún Hrönn Halldórsdóttir

Með fylgja eintök af bréfum til foreldra

Page 83: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Kæru foreldrar og forráðamenn! Við bjóðum börnin ykkar velkomin í Útilífsskóla Landnema. Hér að neðan er dagskráin á námskeiðinu og upplýsingar um þann útbúnað sem þarf að hafa meðferðis hvern dag.

Mánudagur 14.júní Farið verður í kynningarleiki og aðra skemmtilega leiki. Póstaleikur fyrir hádegi og eftir hádegi verður farið í skátaólympíuleika. Nágrenni skátaheimilisins rannsakað.

Þriðjudagur 15. júní Í dag löbbum við í Öskjuhlíðina og förum að klifra og síga. Ef til vill verður kíkt á útsýnið frá Perlunni í leiðinni.

Miðvikudagur 16. júní Farið verður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Börnin mega taka með sér pulsur og pulsubrauð til að grilla á staðnum, útilífsskólinn sér um meðlætið.

Fimmtudagur 17. Júní Enginn útilífsskóli í dag en vonum að sjá sem flesta niðrí bæ.

Föstudagur 13. júní Óvissuferð í anda Amazing Race!

Mánudagur 21. júní Í dag verður farið í vettvangsferð í Hjálparsveit skáta.

Þriðjudagur 22. júní Í dag er hjólaferð og hjólað verður í sund. Allir þurfa því að koma með hjól, hjálm og sundföt. Vinsamlegast látið vita ef krakkarnir geta ekki, af einhverjum ástæðum, hjólað.

Miðvikudagur 23. júní Farið verður í bæjarferð, kíkt á höfnina, farið í leiki í Hljómskálagarði og Ráðhúsið heimsótt.

Fimmtudagur 24. júní – Föstudagur 25. júní Útilífsskóli Landnema ásamt öðrum útilífsskólum í Reykjavík fara saman í útilegu. Í þetta skiptið ætlum við að fara í heimsókn á skátammót, Landnemamót, úti í Viðey. Farið verður með strætó niður að höfn á fimmtudagsmorgninum og komið til baka kl. 16:00 á föstudeginum. Nánari upplýsingar um útilegu verða útvegaðar þegar nær dregur. Dagskrá er gerð með fyrirvara um breytingar. Við munum snæða nesti þrisvar yfir daginn alla daga og því þurfa börnin að hafa meðferðis þrjú nesti. Munið að hafa það hollt og gott. Ennfremur er mikilvægt að senda börnin klædd eftir veðri. Það er ágætt fyrir börnin að hafa meðferðis bakpoka fyrir nesti sem þau geta borið á bakinu því við borðum stundum fjarri skátaheimilinu

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Sigrúnu í síma 848-7276 eða Jonna í síma 690-7607. Skátakveðja, stjórnendur Útilífsskólans

Page 84: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Kæru foreldrar og forráðamenn! Við bjóðum börnin ykkar velkomin í Útilífsskóla Landnema. Hér að neðan er dagskráin á námskeiðinu og upplýsingar um þann útbúnað sem þarf að hafa meðferðis hvern dag.

Mánudagur 28.júní Farið verður í kynningarleiki og aðra skemmtilega leiki. Póstaleikur fyrir hádegi og eftir hádegi verður farið í skátaólympíuleika. Nágrenni skátaheimilisins rannsakað.

Þriðjudagur 29. júní Í dag göngum við í Öskjuhlíðina og förum að klifra og síga. Ef til vill verður kíkt á útsýnið frá Perlunni í leiðinni.

Miðvikudagur 30. júní Farið verður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Börnin mega taka með sér pulsur og pulsubrauð til að grilla á staðnum, útilífsskólinn sér um meðlætið.

Fimmtudagur 1.júlí Í dag verður farið í Nauthólsvík Leyfilegt er að bursla í Nauthólsvíkinni ef veður leyfir svo börnin verða að mæta með föt í samræmi við það.

Föstudagur 2.júlí Óvissuferð í anda Amazing Race!

Mánudagur 5.júlí Í dag förum við í heimsókn í Hjálparsveit skáta Kópavogi.

Þriðjudagur 6.júlí Í dag er hjólaferð og hjólað verður í sund. Allir þurfa því að koma með hjól, hjálm og sundföt. Vinsamlegast látið vita ef krakkarnir geta ekki, af einhverjum ástæðum, hjólað.

Miðvikudagur 7.júlí Farið verður í bæjarferð, kíkt á höfnina, farið í leiki í Hljómskálagarði og Ráðhúsið heimsótt.

Fimmtudagur 8.júlí – Föstudagur 9. júlí Útilífsskóli Landnema ásamt öðrum útilífsskólum í Reykjavík fara saman í útilegu. Nánari upplýsingar um útilegu verða útvegaðar þegar nær dregur Dagskrá er gerð með fyrirvara um breytingar. Við munum snæða nesti þrisvar yfir daginn alla daga og því þurfa börnin að hafa meðferðis þrjú nesti. Munið að hafa það hollt og gott. Ennfremur er mikilvægt að senda börnin klædd eftir veðri. Það er ágætt fyrir börnin að hafa meðferðis bakpoka fyrir nesti sem þau geta borið á bakinu því við borðum stundum fjarri skátaheimilinu

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Sigrúnu í síma 848-7276 eða Jonna í síma 690-7607. Skátakveðja, stjórnendur Útilífsskólans

Page 85: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Kæru foreldrar og forráðamenn! Við bjóðum börnin ykkar velkomin í Útilífsskóla Landnema. Hér að neðan er dagskráin á námskeiðinu og upplýsingar um þann útbúnað sem þarf að hafa meðferðis hvern dag.

Mánudagur 12. júlí Farið verður í kynningarleiki og aðra skemmtilega leiki. Nágrenni skátaheimilisins rannsakað.

Þriðjudagur 13. júlí Í dag munum við fara upp í Öskjuhlíð í klifur og sig. Einnig munum við kanna leiðir okkar um skóginn mikla.

Miðvikudagur 14. júlí Í dag förum við í sund í Árbæjarlaugina og skemmt sér þar. Muna að koma með sundfötin með sér.

Fimmtudagur 15. júlí Farið verður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Börnin mega taka með sér pulsur og pulsubrauð til að grilla á staðnum, útilífsskólinn sér um meðlætið.

Föstudagur 16. júlí Óvissuferð í anda Amazing race en munum við vera með öðrum Útilifsskólum.

Mánudagur 19. júlí Í dag verður farið í Bæjarferð. En þá förum við að dorga ásamt því að skoða Ráðhúsið og Hljómaskálagarðinn.

Þriðjudagur 20. júlí Í dag er hjólaferð og hjólað verður í sund. Allir þurfa því að koma með hjól, hjálm og sundföt. Vinsamlegast látið vita ef krakkarnir geta ekki, af einhverjum ástæðum, hjólað.

Miðvikudagur 21. júlí Í dag verður farið í Tilraunalandið mikla sem er í Norræna Húsinu og muna krakkarnir geta gert ýmsar tilraunir og séð ýmislegt skemmtilegt.

Fimmtudagur 22.júlí – Föstudagur 23. júlí Útilífsskóli Landnema ásamt öðrum útilífsskólum í Reykjavík fara saman í útilegu. Nánari upplýsingar um útilegu verða útvegaðar þegar nær dregur Dagskrá er gerð með fyrirvara um breytingar. Við munum snæða nesti þrisvar yfir daginn alla daga og því þurfa börnin að hafa meðferðis þrjú nesti. Munið að hafa það hollt og gott. Ennfremur er mikilvægt að senda börnin klædd eftir veðri. Það er ágætt fyrir börnin að hafa meðferðis bakpoka fyrir nesti sem þau geta borið á bakinu því við borðum stundum fjarri skátaheimilinu

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Sigrúnu í síma 848-7276 eða Jonna í síma 690-7607. Skátakveðja, stjórnendur Útilífsskólans

Page 86: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur
Page 87: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Starfsskýrsla

janúar 2011

Elmar Orri Gunnarsson

Page 88: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur
Page 89: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Huginn og Muninn

Sveitarforingi: Fríða Björk Gunnarsdóttir Aðstoðarsveitarforingi: Mathilda Follend

Flokksforingjar: Freyja, Árdís, Ólafur og Birgir

9 skátar eru skráðir í sveitina um áramótin samkvæmt félagatalinu. Þeir sem eru í sveitinni eru:

Arngrímur Alex Birgisson

Björgvin Viðar Þórðarson

Ingunn Anna Finnbjörnsdóttir

Jón Gunnar Ólafsson

Kristín Arna Árnadóttir

Pétur Guðni Kristinsson

Snorri Kárason

Stefán Bjartur Kristjánsson

Verónika Sigurðardóttir Teuffer

Meðalmæting á fund var 7 skátar (nákvæmlega: 7 ,4).

Stutt lýsing á niðurstöðum könnunarinnar:

Áhugi foreldra að taka þátt í starfinu: Skalinn var 0-5 og meðaltalið var 3,5 . Allir forleldrarnir sem tóku þátt í

könunninni merktu við að starfið væri gott eða mjög gott. Allir skátarnir sem eiga foreldra sem tóku þá tt í

könnuninni merktu við að börnin störfuðu með einu eða tveimur öðrum æskulýðs - eða íþróttafélögum.

0

2

4

6

8

10

12

14

Mæting

Page 90: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Sleipnir

Sveitarforingi: Hulda Tómasdóttir Aðstoðarsveitarforingi: Bryndís Björnsdóttir

Flokksforingjar: Orri

10 skátar eru skráðir í sveitina um áramótin samkvæmt félagatalinu. Þeir sem eru í sveitinni eru:

Anna Hildur Björnsdóttir Önnudóttir

Auður Ester Gestsdóttir

Bjarni Jorge Gramata

Bjartur Brynjason

Cheila Vanessa Silva Nunes Pinto dos Santos

Erling Róbert Eydal

Guðrún Ástrós Bergsveinsdóttir

Hildur Iðunn Sverrisdóttir

Kristrún Kristinsdóttir

Þóra Björk Þórsdóttir

Meðalmæting á fund var 9 skátar (nákvæmlega: 8 ,67).

Stutt lýsing á niðurstöðum könnunarinnar:

Áhugi foreldra að taka þátt í starfinu: Skalinn var 0-5 og meðaltalið var 3,14. Allir forleldrarnir sem tóku þátt í

könunninni merktu við að starfið væri gott eða mjög gott. Allir skátarnir sem eiga foreldra sem tóku þátt í

könnuninni merktu við að börnin störfuðu með einu eða tveimur öðrum æskulýðs - eða íþróttafélögum.

0

2

4

6

8

10

12

14

16

Mæting

Page 91: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Þórhamar

Sveitarforingi: Sigurgeir Bjartur Þórisson Aðstoðarsveitarforingi: Kári Brynjarsson

Flokksforingjar: Kristinn, Hlynur, Heiða og Hjördís

20 skátar eru skráðir í sveitina um áramótin samkvæmt félagatalinu. Þeir sem eru í sveitinni eru:

Alexander Jón Másson Alexander Máni Einarsson Andrea Rún Einarsdóttir Anna Sigrún Gunnarsdóttir Aron Örn Eyþórsson Dagur Steinn Guðfinnusson Elías Snær Torfason Eva Guðný Óskarsdóttir Haraldur B Ingólfsson Hera Björg Birkisdóttir

Jón Ingvar Valberg Jón Klausen Júlíana Dögg Omarsdóttir Chipa Jökull Jóhann Ársælsson Katla Kristjánsdóttir Katrín Inga Haraldsdóttir Sara Líf Sigurbergsdóttir Úlfur Breki Pétursson Þorgrímur Erik Þuríðarson Rodríguez Þorsteinn Davíð Stefánsson

Meðalmæting á fund var 13 skátar (nákvæmlega: 12,69).

Stutt lýsing á niðurstöðum könnunarinnar:

Áhugi foreldra að taka þátt í starfinu: Skalinn var 0-5 og meðaltalið var 3,42. Allir forleldrarnir sem tóku þátt í

könunninni merktu við að starfið væri gott eða mjög gott nema einn sem merkti við að starfið væri sæmilegt að

hans mati. Níu af tólf skátum sem eiga foreldra sem tóku þátt í könnuninni merktu við að börnin störfuðu með

einu öðru æskulýðs- eða íþróttafélögum hinir þrír eru aðeins virkir í skátastarfi.

0

2

4

6

8

10

12

14

16

18

Mæting

Page 92: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Víkingar

Sveitarforingi: Elmar Orri Gunnarsson Aðstoðarsveitarforingi: Jóhanna Gísladóttir

18 skátar eru skráðir í sveitina um áramótin samkvæmt félagatalinu. Þeir sem eru í sveitinni eru:

Anna Sigríður Hannesdóttir Árdís I. Jóhannsdóttir Ásta Kristín Þórsdóttir Birgir Viðar Birgisson Egle Sipaviciute Emelía Góa Briem Freyja Sóllilja Sverrisdóttir Guðrún Lind Stefánsdóttir Heiða Marey Magnúsdóttir Hjördís Þóra Elíasdóttir

Hlynur Steinsson Hugi Ólafsson Jarþrúður Iða Másdóttir Kormákur Sigurðsson Ólafur Valfells Óskar Helgi Þorleifsson Sandra Zak Steinunn Ólína Hafliðadóttir

Meðalmæting á fund var 12 skátar (nákvæmlega: 12,43).

Stutt lýsing á niðurstöðum könnunarinnar:

Áhugi foreldra að taka þátt í starfinu: Skalinn var 0-5 og meðaltalið var 2,8 . Níu foreldrar töldu starfið í sveitinni

vera mjög gott, fimm merktu við að starfið væri gott og einn sagði starfið vera sæmilegt að hans mati. Átta

skátar í sveitinni starfa ekki með öðrum æskulýðs- eða íþróttafélögum.Fjórir starfa með einu og þrír með

tveimur öðrum æskulýðs- eða íþróttafélögum en skátunum.

0

2

4

6

8

10

12

14

16

18

20

Mæting

Page 93: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Rs. Plútó

Sveitarforingi: Jónas Grétar Sigurðsson Aðstoðarsveitarforingi: Hulda Rós Helgadóttir

13 skátar eru skráðir í sveitina um áramótin samkvæmt félagatalinu. Þeir sem eru í sveitinni eru:

Atli Steinar Siggeirsson Árni Einar Marselíusarson Ásgeir Valfells Bryndís Björnsdóttir Hulda Tómasdóttir Ísabella Katarína Márusdóttir Kári Brynjarsson Kristinn Arnar Sigurðsson Orri Ómarsson Róbert Smári Björnsson Sigurgeir Bjartur Þórisson Sigursveinn Árni Friðriksson Viktoría Sigurðardóttir

Meðalmæting á fund var 6 skátar (nákvæmlega: 6 ,18).

Stutt lýsing á niðurstöðum könnunarinnar:

Áhugi foreldra að taka þátt í starfinu: Skalinn var 0-5 og meðaltalið var 3. Allir foreldrarnir sem tóku þátt í

könunninni merktu við að starfið væri gott eða mjög gott. Þrír skátar sem eiga foreldra sem tóku þátt í

könunninni merktu við að börnin störfuðu með engu öðrum æskulýðs- eða íþróttafélögum en einn starfaði með

einu öðru félagi.

0

2

4

6

8

10

12

14

Mæting

Page 94: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Skátafélagið Landnemar – Heildarniðurstöður

Hér eru upplýsingar úr félagatalinu eins og það var í janúar 2011:

Drekaskátar 9 Fálkaskátar 30 Dróttskátar 19 Rekkaskátar 14 Róverskátar 19 Eldriskátar (>22ára) 20 Samtals 111

Samtals tóku 44 foreldrar þátt í könnuninni. Hér er greint frá helstu niðurstöðum.

1 ár27%

2 ár23%

3 ár20%

4 ár14%

5 ár2%

6 ár eða lengur

14%

Hvað hefur barnið vera lengi starfandi í félaginu?

Mjög ábótavant2%

Ábótavant5%

Sæmilegt45%

Gott41%

Mjög gott7%

Hvernig finnst þér upplýsingaflæði frá félaginu?

Page 95: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Mjög ábótavant0%

Ábótavant0%

Sæmilegt5%

Gott50%

Mjög gott45%

Hvernig myndir þú lýsa skátaheimilinu?

Mjög ábótavant0%

Ábótavant0%

Sæmilegt4%

Gott57%

Mjög gott39%

Hvernig myndir þú lýsa gæðum starfsins?

Page 96: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Nokkrar athugasemdir sem foreldrarnir komu með um starfið:

Árgjaldið: mér finnst verðið mjög hátt miðað við að það þarf annaðhvort að borga fyrir gistingu aukalega

og/eða sjá barni sínu fyrir nokkrar máltíðir fyrir útílegur.

Upplýsingaflæði: Það er nátengt skipulagi, sem er líka svolítið ábótavant... villandi eða ekki nógu vel orðuð

skilaboð. Við lentum líka í því að viðburður var auglýstur, en enginn mætti; fundum engar upplýsingar um að

viðburður var aflýstur.

Mér finnst allt utanumhald varðandi starfið vera betur skipulagt en áður, meiri upplýsingagjöf auðveldara að ná

í ábyrgðarmenn o.s.frv. Takk fyrir það.

Að barnið kynnist heilbrigðum lífsstíl með áherslu á útiveru og útilegur - að geta verið við lítil þægindi úti í

náttúrunni og lært að „bjarga“ sér.

Væri gaman að fá reglulega fréttir um það sem er í gangi og hvað þið eruð að gera á fundum.

Passa uppá einelti verði ekki innan hreyfingarinnar og huga vel að því að engin verði útundan og finnist hann

afskiptum á fundum, útilegum og alls staðar sem skátarnir eru saman.

Að skátar vinni samkvæmt skátareglunum og að börnin hafi gaman af því að því að vera í skátunum .

Að horfa á CD eða myndir á fundi finnst mér ekki mjög skátalegt, k rakkar horfa meira en nóg á sjónvarp og

tölvur heima. Kannski er þetta umbun fyrir gott starf, en þetta finnst mér ekki gott. Fara meira í gamla og góða

skátaleiki.

Það er að tileinka sér þessi „týpísku“ skátagildi.

Að barninu mínu líði vel í góðra manna hópi og þroskist um leið og sér í lagi félagsþroska og umhverfisþroska.

Page 97: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur
Page 98: Skátafélagið Landnemarlandnemi.is/wp-content/uploads/2013/01/Ársskýrsla... · 2013. 1. 25. · Skátafélagið Landnemar 7 Skýrsla stjórnar 31. des. 2010 Aðalfundur 2010 Aðalfundur

Landnemasöngurinn: Skátar við skulum

skátalög halda,

skapa og byggja upp Landnemadeild.

Kjörorðið kunna,

kostum að unna

knáir að störfum sem djarfhuga heild.

Áfram, allir við viljum

efla deildarinnar hag.

Við viljum allir vinna,

vonum hennar sinna

vanda okkar hjartalag.

Landnemahrópið: Heill, gæfa gengi.

Landnemar lifi lengi.

B–R–A–V–Ó.

Bravó, bravó, BRAVÓ!

Landnemar voru stofnaðir sem skátasveit í Skátafélagi Reykjavíkur hinn 9. janúar 1950. Breytt í

skátadeild 3. desember 1955 og með sameiningu við deildina Úlfynjur, úr Kvenskátafélagi

Reykjavíkur, í Skátafélagið Landnemar hinn 29. mars 1969. Skátaheimili Landnema við

Snorrabraut 60 var vígt 22. febrúar 1986. Það var selt vorið 2000. Skátaheimili Landnema við

Háuhlíð 9 var vígt 9. janúar 2001.