56
2011- 2014 6. AÐALFUNDUR 8.-9. MAÍ 2014 SKÝRSLA STJÓRNAR FÉLAGS GRUNNSKÓLAKENNARA

Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

2011-2014

6. AÐALFUNDUR 8.-9. MAÍ 2014

SKÝRSLA STJÓRNAR FÉLAGS GRUNNSKÓLAKENNARA

Page 2: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

2

EFNISYFIRLIT

STJÓRN FÉLAGS GRUNNSKÓLAKENNARA (FG) ........................................................................... 3

SKRIFSTOFA, STARFSMANNAHALD OG FJÁRMÁL FÉLAGSINS .............................................. 3

SVÆÐAFÉLÖGIN OG SAMRÁÐSFUNDIR .......................................................................................... 4

SKÓLAHEIMSÓKNIR OG FUNDIR MEÐ STJÓRNUM SVÆÐAFÉLAGA .................................... 4

SAMNINGANEFND ................................................................................................................................... 5

SAMSTARFSNEFND FG OG SNS ........................................................................................................... 8

SKÓLAMÁLANEFND ............................................................................................................................... 8

FUNDIR OG NÁMSKEIÐ MEÐ TRÚNAÐARMÖNNUM .................................................................... 9

HAUSTÞING SVÆÐAFÉLAGANNA ...................................................................................................... 9

ERLENT SAMSTARF ................................................................................................................................ 9

AÐALFUNDUR FG 2011 ......................................................................................................................... 10

LOKAORÐ ................................................................................................................................................ 20

VIÐAUKI 1 – FUNDARGERÐ ÁRSFUNDAR FG 2012 ....................................................................... 22

VIÐAUKI 2 – FUNDARGERÐ ÁRSFUNDAR FG 2013 ....................................................................... 28

VIÐAUKI 3 - STJÓRN, RÁÐ OG NEFNDIR FG .................................................................................. 33

VIÐAUKI 4 - YFIRLIT YFIR STÖRF SVÆÐAFÉLAGA 2011 - 2014............................................... 35

KFR ......................................................................................................................................................... 35

KR ........................................................................................................................................................... 37

KMSK ..................................................................................................................................................... 40

KS ............................................................................................................................................................ 42

SKÝRSLA STJÓRNAR KENNARAFÉLAGS VESTMANNAEYJA 2011-2014 ................................................... 44

KSNV ...................................................................................................................................................... 46

BKNE ...................................................................................................................................................... 48

KSV ......................................................................................................................................................... 50

KSA ......................................................................................................................................................... 51

KFV ......................................................................................................................................................... 52

VIÐAUKI 5 – FULLTRÚAR Í STJÓRNUM, RÁÐUM OG NEFNDUM ............................................ 54

FULLTRÚAR FG Í STJÓRNUM, RÁÐUM OG NEFNDUM Á VEGUM KÍ, RÁÐUNEYTA O.FL. 2011-2014 ......... 54

FULLTRÚAR FG Í STJÓRNUM, RÁÐUM OG NEFNDUM KÍ 2011-2014 ........................................................ 56

Page 3: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

3

SKÝRSLA STJÓRNAR FÉLAGS GRUNNSKÓLAKENNARA 2011-2014

STJÓRN FÉLAGS GRUNNSKÓLAKENNARA (FG)

Á 5. aðalfundi FG, sem haldinn var 17.-18. maí 2011 á Grand hóteli Reykjavík, voru eftirtalin

kjörin í stjórn félagsins:

• Ólafur Loftsson KFR formaður

• Baldur Þorsteinsson KFR

• Bergmann Guðmundsson KSNV

• Guðbjörg Ragnarsdóttir KR

• Hreiðar Oddsson KMSK

• Mjöll Matthíasdóttir BKNE

• Sigurður Halldór Jesson KS

Í varastjórn voru kjörin:

• Rósa Ingvarsdóttir KFR

• Ólafur E. Lárusson KV

• Þórunn Sif Böðvarsdóttir KR

• Hildur J. Agnarsdóttir KSA

• Þórdís Sævarsdóttir KMSK

• Margrét Guðbrandsdóttir KR

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar skiptu stjórnarmenn þannig með sér verkum:

• Formaður: Ólafur Loftsson KFR

• Varaformaður: Guðbjörg Ragnarsdóttir KR

• Gjaldkeri: Mjöll Matthíasdóttir BKNE

• Ritari: Hreiðar Oddson KMSK

• Meðstjórnendur: Baldur Þorsteinsson KFR, Bergmann Guðmundsson KSNV og

Sigurður Halldór Jesson KS

Á tímabilinu frá mars 2011 til dagsins í dag hafa verið haldnir um 34 stjórnar- og vinnufundir.

Frá árinu 2011 hefur sú breyting orðið á stjórn að Hreiðar Oddson hætti kennslu og hvarf til

annarra starfa, 13. ágúst 2013 tók Rósa Ingvarsdóttir sæti aðalmanns í stjórn í hans stað.

SKRIFSTOFA, STARFSMANNAHALD OG FJÁRMÁL FÉLAGSINS

Starfsmannamál félagsins eru með eftirfarandi hætti:

Formaður, Ólafur Loftsson, er í fullu starfi.

Varaformaður, Guðbjörg Ragnarsdóttir, er í fullu starfi.

Þjónustufulltrúi, Sesselja G. Sigurðardóttir, er í fullu starfi.

Aðalfundur FG samþykkti fjárhagsáætlun félagsins fyrir tímabilið 2011– 2014.

Page 4: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

4

SVÆÐAFÉLÖGIN OG SAMRÁÐSFUNDIR

Svæðafélög FG eru tíu. Þau gegna afar mikilvægu hlutverki í uppbyggingu félagsins. Stjórn hefur

lagt áherslu á að efla tengsl við svæðafélögin og innan svæðanna. Þrátt fyrir að heimasíðu FG og

svæðafélaganna sé ætlað að auka upplýsingagjöf til félagsmanna hefur virkni síðunnar verið í

lágmarki þar sem unnið var að því að stofna nýja vefsíðu.

Skv. lögum FG skal stjórn boða til samráðsfundar með formönnum svæðafélaga a.m.k. tvisvar á

ári. Samráðsfundur er stjórn til ráðuneytis um stjórnun félagsins, m.a. við undirbúning aðalfundar

og ársfunda. Stjórn tók þá ákvörðun í upphafi kjörtímabils að starfa náið með svæðaformönnum.

Samráðsfundir hafa því verið mun fleiri en lög gera ráð fyrir og hefur það reynst vel. Þegar þetta

er ritað hafa sextán samráðsfundir verið haldnir á kjörtímabilinu.

Ýmis mál eru rædd á samráðsfundunum en umfjöllun um kjaramál er fyrirferðarmest. Þar hafa

verið kynntar niðurstöður úr könnunum meðal félagsmanna og sameiginleg vinna samninga-

nefnda FG og SNS. Fundirnir eru góður vettvangur fyrir svæðaformenn að skiptast á skoðunum

og flytja fréttir úr starfi félaganna. Rædd eru haustþing svæðafélaganna, fjármál þeirra, skólamál,

trúnaðarmannanámskeið og fleira.

Það er stjórn félagsins mjög mikilvægt að hafa þann bakhjarl sem formenn og stjórnir svæða-

félaganna eru og vill stjórn FG nota tækifærið og þakka þeim samstarfið á liðnum árum.

Breytingar hafa orðið í röðum svæðaformanna á þessu kjörtímabili. Stjórnarskipti urðu í KSV

vegna færanlegrar formennsku. Rannveig Haraldsdóttir hætti en við tók Guðný Stefanía

Stefánsdóttir. Þorgerður Diðriksdóttir hætti sem formaður KFR og við tók Rósa Ingvarsdóttir. Þá

hætti Lára Halldóra Eiríksdóttir formaður BKNE og við tók Mjöll Matthíasdóttir. Þá hætti

Sigurlaug Konráðsdóttir formaður KSNV og við tók Bergmann Guðmundsson. Loks hætti Einar

Gunnarsson formaður KFV og við tók Valgarður Lyngdal Jónsson. Stjórn þakkar fyrrverandi

formönnunum góð störf fyrir félagið og óskar þeim velfarnaðar.

SKÓLAHEIMSÓKNIR OG FUNDIR MEÐ STJÓRNUM SVÆÐAFÉLAGA

Stjórn FG telur mjög mikilvægt að efla og styrkja tengsl við félagsmenn. Í þeim tilgangi hafa

formaður og varaformaður farið í fjölmarga skóla, kynnt félagið og svarað spurningum kennara.

Stjórn FG stefnir að því að heimsækja eins marga skóla og unnt er á kjörtímabilinu.

Á ferðum um landið funda formaður og varaformaður með stjórnum svæðafélaga til að efla

tengslin og heyra milliliðalaust frá stjórnunum hvernig gengur á þeirra félagssvæði, fá viðbrögð

við starfi FG auk þess að svara spurningum. Oft hefur skólaheimsóknum verið fléttað saman við

þessar heimsóknir. Formenn KFR, KR og KMSK hafa farið í margar heimsóknir í skóla á sínum

svæðum og hafa þær tekist vel. Þá hafa formenn BKNE, KSA, KSV, KS, og KV farið með

formanni og varaformanni FG í skólaheimsóknirnar á þessu kjörtímabili.

Page 5: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

5

SAMNINGANEFND

Samninganefnd FG skipa stjórn og fimm fulltrúar sem kjörnir eru á aðalfundi.

Á aðalfundinum voru eftirtalin kjörin í samninganefnd:

• Anna Lena Halldórsdóttir KR

• Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir KS

• Sigurjón Magnússon BKNE

• Sigurður Haukur Gíslason KMSK

• Þormóður Logi Björnsson KR

Til vara voru kjörin:

• Lilja Margrét Möller KFR

• Ásta Huld Henrysdóttir KMSK

• Elín Guðfinna Thorarensen KFR

• Bergþóra Þorsteinsdóttir KFR

Samninganefnd félagsins var því þannig skipuð:

• Ólafur Loftsson KFR formaður

• Anna Lena Halldórsdóttir KR

• Baldur Þorssteinsson KFR

• Guðbjörg Ragnarsdóttir KR

• Hreiðar Oddsson KMSK

• Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir KS

• Mjöll Matthíasdóttir BKNE

• Rósa Ingvarsdóttir KFR

• Sigurjón Magnússon BKNE

• Sigurður Halldór Jesson KS

• Sigurður Haukur Gíslason KMSK

• Þormóður Logi Björnsson KR

Í viðræðunefnd voru valin:

• Ólafur Loftsson KFR formaður

• Guðbjörg Ragnarsdóttir KR

• Hreiðar Oddsson KMSK / Rósa Ingvarsdóttir KFR

• Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir KS

• Sigurjón Magnússon BKNE

Formaður FG er jafnframt formaður samninganefndar.

Ritari nefndarinnar var kosin Mjöll Matthíasdóttir.

Page 6: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

6

Sú breyting varð á kjörtímabilinu að Rósa Ingvarsdóttir KFR tók sæti aðalmanns þegar Hreiðar

Oddson lét af störfum í stjórn. Hún situr einnig í viðræðunefnd.

Á kjörtímabilinu hefur hefur samninganefnd haldið rúmlega 50 bókaða fundi og vinnufundi. Því

til viðbótar eru svo fundir viðræðunefndar með eða án viðsemjanda.

Hlutverk samninganefndar er samkvæmt lögum félagsins:

• Að ganga frá endanlegri kröfugerð.

• Að annast gerð kjarasamninga.

• Að taka ákvörðun um hvort efna skuli til atkvæðagreiðslu um verkfall.

• Að taka ákvörðun um hvort undirrita eigi kjarasamning með fyrirvara um samþykki

félagsmanna og um hvort fresta skuli verkfalli.

Í maí 2011 var undirritaður nýr kjarasamningur milli Samninganefndar sveitarfélaga (SNS) og

FG.

Félagið náði markmiði að semja fyrir skólalok og gefa þannig félagsmönnum sínum tækifæri til

að taka afstöðu til nýs kjarasamnings fyrir sumarleyfi. Undirbúningi viðræðna var hagað með

þetta í huga. Að hálfu SNS var það yfirlýst stefna að semja ekki fyrr en samningum væri lokið á

almennum vinnumarkaði og að ekki yrði samið á öðrum nótum en þar yrði gert. Það gekk eftir og

var samningur SNS og FG á sömu nótum og aðrir samningar sem gerðir voru á almennum

markaði vikurnar þar á undan.

Í fyrsta sinn var kosið um nýjan kjarasamning á rafrænan hátt og tókst sú framkvæmd með

ágætum. Niðurstaðan var skýr:

Á kjörskrá voru 4536

Atkvæði greiddu 3317 eða 73,1 %

„Já“ sögðu 2857 eða 86,1 %

„Nei“ sögðu 352 eða 10,6 %

Auðir seðlar 108 eða 3,3 %

Auk launahækkana var í samningnum bókun um framtíðarsýn í skólamálum og skyldi unnið í

tveimur starfshópum að ákveðnum málefnum sbr. samkomulagið hér fyrir aftan:

Aðilar eru sammála um að halda áfram vinnu á grundvelli sameiginlegrar framtíðarsýnar í

skólamálum til ársins 2020, skv. sameiginlegum samningsmarkmiðum og markmiðum í

kjarasamningi aðila frá 2008.

Í því skyni munu aðilar skipa tvo starfshópa með fulltrúum beggja aðila til að halda áfram

þeirri vinnu sem lagður var grundvöllur að með vinnu starfshóps sem mótaði sameiginlega

framtíðarsýn í skólamálum til ársins 2020.

Page 7: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

7

Annar starfshópurinn mun m.a. fjalla um hlutverk kennara, innihald starfs þeirra og

breytingar á störfum, auk þróunar skólastarfs almennt.

Hinn starfshópurinn mun fjalla um vinnutímakafla kjarasamnings og önnur ákvæði sem

tengjast vinnutíma grunnskólakennara með það að markmiði að aðlaga hann að breyttum

kröfum til skólastarfs.

Stefnt er að því að aðilar nái samkomulagi um breytingar fyrir 31. desember 2011. Það

samkomulag verði borið undir félagsmenn FG í almennri atkvæðagreiðslu og skal

niðurstaða hennar liggja fyrir eigi síðar en 16. febrúar 2012. Samþykki félagsmenn FG þær

breytingar, taka þær gildi frá upphafi skólaársins 2012-2013. Felli félagsmenn FG

umræddar breytingar eða náist ekki samkomulag um breytingatillögur, fellur kjara-

samningurinn úr gildi frá 29. febrúar 2012 án sérstakrar uppsagnar.

Skemmst er frá því að segja að ekki tókst að semja á grundvelli þessa ákvæðis. Samninganefnd

félagsins fundaði með trúnaðarmönnum og kennurum um land allt og var ljóst að félagsmenn

vildu leggja mesta áherslu á að tryggja launahækkanir í mars 2013. Eftir nokkuð langt samninga-

þóf féllust samninganefndir FG og SNS á tillögu sáttasemjara til lausnar deilunni. Í henni fólst að

aðilar framlengdu viðræðuáætlun sína til 28. febrúar 2014, en kennarar fengu 4% hækkun launa

1. mars 2013.

FG og SNS lögðu mikla vinnu í að kanna vinnu grunnskólakennara. Fengin var utanaðkomandi

aðili til að stýra verkinu. Hann lét hátt í 100 grunnskólakennara víðs vegar af landinu halda

dagbók um vinnu sína. Þeir hittust síðan á sérstökum vinnufundi og báru saman bækur sínar. Að

auki var gerð viðamikil könnun meðal kennara um sama efni. Helstu niðurstöður þessarar vinnu

voru að grunnskólakennara vinna mun meira en þeir fá greitt fyrir, verkefnum þeirra hefur fjölgað

mikið á liðunum árum en tími kennara til að sinna verkefnum sínum minnkar stöðugt. Þetta var

sameiginleg niðurstaða samningsaðila.

Í kjölfarið framlengingar viðræðuáætlunar hófst vinna við endurmat á samningsmarkmiðum og

kröfugerð félagsins. Fundað var með trúnaðarmönnum, svæðaformönnum, svæðaþing heimsótt,

opnir fundir haldnir með kennurum og farið í fjölmargar skólaheimsóknir. Kjarakönnun var lögð

fyrir alla kennara og sérstök könnun fyrir trúnaðarmenn. Þátttaka í þessum könnunum var framar

vonum og tóku um 70% félagsmanna þátt. Stór barátufundur var haldinn í Iðnó haustið 2013 þar

sem samþykktar voru kjaraályktanir. Helstu niðurstaða allrar þessara vinnu var alveg skýr og kom

fram samhljóða í öllum fyrrgreindum þáttum:

• Leggja ber áherslu á leiðréttingu launa til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir

með sambærilega menntun og ábyrgð.

• Kanna skal hvað felst í hugmyndum sveitarfélaga með svokallaðri bindingu

vinnutímans án allra skuldbindinga.

• Sú skoðun var ríkjandi að skynsamlegt væri að bíða eftir að Bandalag háskólamanna

(BHM) og framhaldsskólakennarar kláruðu sína samningagerð.

Page 8: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

8

Samningsmarkmiðin eru einföld, skýr og sanngjörn: Við viljum sömu laun og aðrar stéttir með

sambærilega menntun og ábyrgð.

Þegar þetta er ritað í aðdraganda aðalfundar FG 2014 er ljóst að hugmyndir SNS varðandi

bindingu á vinnutíma voru að auka kennsluskyldu, afnema kennsluafslátt, hafa ótakmarkaða

gæslu og forfallakennslu svo eitthvað sé nefnt. Nú hafa bæði BHM og framhaldsskólakennarar

samið og er samninganefnd félagsins að kanna hvort leynst geti tækifæri í samningum framhalds-

skólakennara fyrir félagið, annars vegar vegna launaleiðréttingar og hins vegar vegna svokallað

vinnumats. FG hefur á undanförnum misserum rætt við SNS um leiðir til að bregðast við auknu

álagi og fjölgun verkefna sem kennurum er gert að sinna. Hugsanlega getur vinnumat leyst úr

þeim vanda og stuðlað að bættu starfsumhverfi grunnskólakennara.

SAMSTARFSNEFND FG OG SNS

Með breytingum á síðasta kjarasamningi þar sem Skólastjórafélag Íslands samdi sérstaklega urðu

til tvær samstarfsnefndir, ein fyrir hvorn samning.

Í samstarfsnefnd FG og SNS eru:

Ólafur Loftsson formaður FG og Guðbjörg Ragnarsdóttir varaformaður FG, Inga Rún Ólafsdóttir

forstöðumaður kjarasviðs sambands sveitarfélaga og Guðfinna Harðardóttir starfsmaður

kjarasviðs sveitarfélaganna. Breytingar urðu á tímabilinu og tóku Bjarni Ómar Haraldsson og Atli

Atlason við af þeim Guðfinnu og Ingu Rún. Að auki hafa lögmenn aðila sótt fundi ef þörf er á og

aðrir sérfræðingar. Mörg mál hafa komið til úrskurðar hjá nefndinni og stundum gengur hægt að

þoka málum í gegn þar. Þó verður að segja að samstarf aðila hefur verið með besta móti, þótt

stundum hrikti í. Nokkur erfið mál hafa komið upp og hafa flest verið leyst á vettvangi

samstarfsnefndar, en nokkur eru óleyst og eitthvað af þeim gæti endað fyrir dómstólum.

SKÓLAMÁLANEFND

Á aðalfundi Félags grunnskólakennara 2011 voru eftirtaldar kjörinnar í skólamálanefnd:

• Brynja Áslaug Sigurðardóttir KMSK

• Svava Þ. Hjaltalín BKNE

• Kristjana Hrafnsdóttir KMSK

• Lára Guðrún Agnarsdóttir KSV

• Þórdís Sævarsdóttir KMSK

• Þórunn Sif Böðvarsdóttir KFR

Til vara voru kjörnar:

• Guðbjörg Íris Atladóttir KFR

• Sara Gísladóttir KSNV

• Þóra Kristinsdóttir KFR

• Imke Schirmacher KMSK

• Guðbjörg Sigurðardóttir KFR

Page 9: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

9

Formaður var Guðbjörg Ragnarsdóttir, en sú hefð er komin á að varaformaður FG gegni því

hlutverki.

Þórunn Sif Böðvarsdóttir hætti strax í upphafi tímabils og við tók Guðbjörg Íris Atladóttir. Lára

Guðrún Agnarsdóttir fór í ársleyfi á ári tvö og kom Sara Gísladóttir í hennar stað á meðan.

Skólamálanefnd FG hélt 23 fundi á kjörtímabilinu en tók auk þess þátt í tveimur ársfundum FG

og ársfundum skólamálaráðs KÍ, ásamt samráðsfundum vegna kjaramála.

Hlutverk skólamálanefndar samkvæmt lögum Félags grunnskólakennara er:

• að fjalla um fagleg málefni og skólamál í samráði við stjórn félagsins og

skólamálaráð,

• að vinna að eflingu kennaramenntunar og endurmenntunar félagsmanna,

• að annast tengsl við fagfélög og sambærilegar nefndir annarra uppeldisstétta.

Störf skólamálanefndar FG mótast að mestu leyti af ákvörðunum aðalfundar FG en einnig berast

nefndinni ýmis mál frá stjórn FG, framkvæmdastjórn skólamálaráðs KÍ, menntamálaráðuneytinu,

sveitarfélögunum auk fjölda annarra aðila.

Stærstu verkefni nefndarinnar á milli aðalfunda var að fjalla um og gefa umsögn um breytingar á

lögum og reglugerðum. Þá sendi skólamálanefndin út nokkuð reglulega, með rafrænum hætti

„Skólamola“ þar sem fjallað var um ýmislegt er varðar starf kennara.

FUNDIR OG NÁMSKEIÐ MEÐ TRÚNAÐARMÖNNUM

Eitt af hlutverkum FG skv. lögum er að halda námskeið fyrir trúnaðarmenn FG. Þessi námskeið

eru haldin í upphafi skólaárs í samstarfi við svæðafélög. Þar er farið er yfir gildandi kjara-

samning. Auk þess eru til umfjöllunar önnur mál sem eru á döfinni. Má þar nefna vinnu-

umhverfismál, kjaramál, aðferðafræði við kjarasamningagerð, skólamál, undirbúning aðalfundar

FG, þing KÍ og fleira.

HAUSTÞING SVÆÐAFÉLAGANNA

Haustþing eru viðamestu verkefni svæðafélaganna úti á landi og jafnframt þau dýrustu.

Svæðafélögin hafa lagt mikla vinnu í að hefja þau aftur til fyrri vegs og virðingar. Forysta FG

telur mikilvægt að fara á öll haustþingin og hafa formaður og/eða varaformaður að öllu jöfnu

mætt. Haustþingin eru vel sótt og bera hvert sín séreinkenni. Öll eiga þau það sameiginlegt að

vera metnaðarfull og vel undirbúin. Ljóst er að enn frekar þarf að festa haustþingin í sessi.

ERLENT SAMSTARF

Norrænu kennarasamtökin

Page 10: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

10

Kennarasamband Íslands er aðili að Nordiska Lärarorganisationers Samråd - NLS. Félaginu er

skipt í nokkrar deildir, þar með talin grunnskóladeild. FG er aðili að þeirri deild NLS og sækir að

jafnaði tvo fundi á ári með fulltrúum annarra kennarasamtaka á Norðurlöndum. Á þessum

fundum er skipst á skoðunum um skólamál, sagt frá því helsta sem er á döfinni í skólamálum í

hverju landi fyrir sig og að auki er oft einblínt á eitt ákveðið efni sem er einskonar þema

fundanna. Á síðustu árum hafa fundirnir verið haldnir í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.

AÐALFUNDUR FG 2011

Ýmsar ályktanir voru samþykktar á síðasta aðalfundi félagsins.

Ályktun um að FG beiti sér fyrir að efla vægi list- og verkgreina í skólastarfi

5. aðalfundur FG 17. - 18. maí beinir því til stjórnar FG að hún og skólamálanefnd FG beiti sér

fyrir að efla vægi list- og verkgreina í skólastarfi almennt í samvinnu við KÍ. Að FG framkvæmi

þannig framtíðarsýn FG 2007 - 2020 sem unnin var í samstarfi við samband sveitafélaga og

Skólastjórafélag Íslands. Vinna skal framkvæmdaáætlun og greina frá henni á ársfundi FG 2012.

Leita skal til fagfélaga list- og verkgreina um samvinnu við slíka verkáætlun.

Við undirbúningsvinnu skal styðjast við niðurstöður úr könnun Pr. Anne Bamforde, „Arts and

cultural education in Iceland“ sem kom út á vegum Mrn 2009 og hefur nú verið íslenskuð. Einnig

skal hafa til hliðsjónar „Vegvísi fyrir listfræðslu“ frá 2007, skýrslu UNESCO frá heimsráðstefnu

um listfræðslu sem haldin var í Lissabon, og niðurstöður 2. ráðstefnu UNESCO sem haldin var í

Seoul í maí 2010, sem var til að fylgja eftir niðurstöðum úr Vegvísi fyrir listfræðslu.

Skólamálanefnd FG fundaði með forsvarsmönnum list- og verkgreina. Samin var ályktun sem

send var til allra skólastjórnenda í grunnskóla (viðauki). Einnig hafði félagið milligöngu um að

þessir aðilar fengju tækifæri til að ræða við kennara í HÍ um listkennslu.

Ályktun um að stjórn FG standi vörð um samningsbundna endurmenntun félagsmanna

Aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 vísar því til stjórnar FG að hún marki skýra stefnu um

mikilvægi sí- og endurmenntunar og réttindi félagsmanna til að sækja endurmenntun að eigin

vali í samræmi við faglegar þarfir.

Að stjórn FG stórefli umræður og hvatningu til skólastjórnenda og sveitarstjórna um mikilvægi

einstaklingsmiðaðrar endurmenntunar félagsmanna. Að lögð sé áhersla á að skólastjórnendur

uppfylli það hlutverk sitt að aðstoða félagsmenn við að sækja sér slíka menntun.

Mikil vinna hefur átt sér stað í fagráði sem skipað er fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu,

sveitafélögunum, háskólunum og KÍ. Guðbjörg Ragnarsdóttir situr fyrir hönd FG í fagráðinu. Á

næstunni mun verða opnaður vefur „upplýsingaveita“ sem er leitarvél sem aðstoðar fólk við að

finna nám og námsskeið. Þá hefur endurmenntun eða starfsþróun eins og hún er nefnd núna verið

endurskilgreind.

Page 11: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

11

Ályktun um aukið álag á kennurum

Aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 vill vekja athygli samninganefndar á aukinni rafrænni

vinnu/skráningu sem krafist er af kennurum í dag. Öll þessi vinna skerðir tíma til annarra

faglegra starfa kennara og skapar aukið álag.

Aðalfundur samþykkir að vísa þessari tillögu til samninganefndar.

Í kjarasamningsvinnu 2011 - 2013 var mikið unnið með þennan þátt. Má þar nefna bæði könnun

sem lögð var fyrir allra kennara auk þess sem 100 kennarar voru fengnir til að skrá niður vinnu

sína. Þeir voru síðan boðaðir á fund þar sem farið var yfir skráningar. Þar kom m.a. fram þessi

aukna krafa sem gerð er á kennara um skráningar. Áfram er leitað er leiða til að draga úr þessu

álagi.

Ályktun um greiðslur úr vinnudeilusjóði

Aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 beinir því til stjórnar KÍ að beita sér fyrir því að greiðslur úr

vinnudeilu sjóði verði undanþegnar sköttum, enda um tvísköttun að ræða.

Yfirskattanefnd hefur markað þá stefnu að félagsgjöld sem fyrirtæki greiða til samtaka

atvinnurekenda megi draga frá tekjuskattsstofni. Því teljast greiðslur úr vinnudeilusjóðnum til

skattskyldra tekna samkvæmt II.k.laga nr. 90/2003 og ekki er að finna neinar frádráttarheimildir

út af félagsgjöldum. Eina leiðin til breyta þessu er lagabreyting. Málið hefur í tvígang verið tekið

upp á Alþingi. Fyrst árið 2002 og svo aftur árið 2003 en í hvorugt skiptið hefur lagabreyting átt

sér stað og því fellur málið niður. Ekki er að finna neina heimild í tekjuskattslögum um að þessar

greiðslur séu undanþegnar skatti.

Ályktun um heimasíðu KÍ

Aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 beinir því til stjórnar FG að áfram skuli unnið að skilvirkri

uppfærslu á heimasíðu KÍ, undirsíðum FG og síðum svæðafélaga FG.

Mikilvægt er að fundargerðir allra nefnda og sjóða séu aðgengilegar á síðunni innan tveggja

vikna frá fundartíma.

Vinna við nýjan vef KÍ hófst með þarfagreiningu. Sú vinna reyndist tímafrek enda var markmiðið

að setja upp notendavæna síðu sem kæmi til móts við þarfir félagsmanna. Mikið var kvartað

undan því að erfitt væri að nálgast grundvallar upplýsingar um starfsemi KÍ og aðildarfélaganna á

gömlu síðunni. Gríðarleg vinna hefur farið í að smíða nýja heimasíðu, en hún var unnin í

samvinnu við AP Media. Ný heimasíða var tekin í gagnið 10. mars 2014. Enn er heilmikil vinna í

gangi við síðuna og verið er að bæta inn fundargerðum og fleiri gögnum. Síðan er lifandi og

stöðugt þarf að vinna í henni svo síðan úreldist ekki.

Ályktun um jöfnun hlutfalls kynja við kennslu í grunnskólum

Skólinn á að endurspegla samfélagið sem best. Þrátt fyrir ágætar tillögur sem samþykktar voru á

síðasta aðalfundi FG og á 4. þingi KÍ fyrir þremur árum hefur ekkert þokast í þá átt að jafna

Page 12: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

12

hlutfall kynjanna við kennslu. Aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 beinir því til stjórnar FG að hefja

samstarf við ríki og sveitarfélög um hvernig jafna megi kynjahlutfall meðal kennara. Fundurinn

beinir því til stjórnar FG að standa skil á stöðu mála á ársfundi 2012.

Ekki náðist að vinna þessa ályktun á tilsettum tíma, en árið 2013 var fundað með aðilum frá

menntamálaráðuneytinu, sambandi íslenskra sveitafélaga og aðila frá Háskóla Íslands um leiðir til

að ná þessu markmiði. Ákveðið var að leggja könnun fyrir karlmenn í leik-, grunn- og

framhaldsskóla og fá ábendingar. Þá var óskað eftir því að fá nöfn til frekari vinnu. Þátttaka var

allgóð og voru um hundrað aðilar tilbúnir til samstarfs. Til stendur að fara í þá vinnu nú í maí.

Ályktun um milliþinganefnd

5. aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 samþykkir:

að skipa milliþinganefnd sem fjalli um:

• stjórnkerfi félagsins

• samsetningu stjórnar

• fjölda svæðafélaga

• lög svæðafélaga

• fyrirkomulag tilnefninga og framkvæmd kosninga

• lög FG

Nefndin kynni tillögur sínar á ársfundi 2012 enda hafi þær þá þegar verið sendar stjórnum

svæðafélaga til kynningar. Samþykki ársfundur að áfram skuli unnið að tillögunum hefur stjórn

FG í samráði við nefndina, heimild til að boða til aukaaðalfundar FG árið 2013 í stað ársfundar.

Til fundarins skal boða á sama hátt og til aðalfundar með tilliti til fjölda, seturéttar og allra

tímafresta.

Milliþinganefnd FG hafði það hlutverk að fjalla um stjórnkerfi félagsins, samsetningu stjórnar,

fjölda svæðafélaga, lög svæðafélaga, fyrirkomulag tilnefninga og framkvæmd kosninga og lög

FG og átti nefndin að skila af sér tillögum á ársfund FG 2012.

Fyrsta skref nefndarinnar var að ræða samsetningu stjórnar FG og voru tillögur nefndarinnar

bornar undir stjórnir svæðafélaganna. Lagt var til að svæðaformenn myndi stjórn FG. Þá var lagt

til að sameina KV við KS. Ekki náðist samstaða um þessar tillögur, en það kom skýrt fram að

vilji er innan félagsins að efla hlutverk svæðafélaganna í stjórnun FG.

Ályktun um mótun breyttrar kennaramenntunar og kennarastarfsins

5. aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 tekur heils hugar undir samþykkt 5. þings Kennarasambands

Íslands um breytta kennaramenntun og kennarastarfið og hvetur bæði menntamálayfirvöld og

kennaramenntunarstofnanir til þess að fullmóta nýja kennaramenntun og kynna sem best og

víðast í samfélaginu. Þannig verði stuðlað að því að hæfir og áhugasamir einstaklingar af báðum

kynjum mennti sig til þess að verða kennarar.

Page 13: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

13

Ályktun var komið á framfæri við HÍ. Árið 2012 var kennaramenntunin komin í fastari skorður

en áður hafði verið, en hafa ber í huga að kennaramenntun þarf að vera í sífelldri þróun.

Ályktun um nefnd um framtíð Vonarsjóðs

Aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 beinir því til stjórnar FG að stofnuð verði nefnd til að ræða um

framtíð Vonarsjóðs í ljósi þess að kjarasamningar kennara og stjórnenda eru ekki lengur

sameiginlegir. Leitað verði eftir samstarfi þeirra aðila er að sjóðnum standa. Markmiðið verði að

kanna framtíðarfyrirkomulag sjóðsins m.t.t. hagsmuna og þarfa þessara hópa.

Myndaður var vinnuhópur með Skólastjórafélagi Íslands þar sem skoða átti ýmsar leiðir varðandi

framtíð Vonarsjóðsins. Fulltrúar FG voru Ólafur Loftsson og Rósa Ingvarsdóttir. Þegar vinnan

var að fara í gang kom í ljós að breyta þurfti úthlutunarreglum Vonarsjóðs verulega svo ekki

kæmi til þess að sjóðurinn tæmdist. Í kjölfarið voru ýmsir möguleikar skoðaðir varðandi

rekstrarform sjóðsins. Rætt var um að þrjár leiðir kæmu til greina. Óbreytt form, skipta honum í

tvennt (kennarahluta og stjórnendahluta), hafa einn sjóð í tveim deildum, kennarahluta og

stjórnendahluta. Þetta þarf að fá umfjöllun í nefnd á aðalfundi.

Ályktun um nýjar úthlutunarreglur Verkefna- og námsstyrkjasjóðs

Aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 beinir því til nýrra fulltrúa FG í stjórn Verkefna- og

námsstyrkjasjóðs - Vonarsjóðs að þeir endurskoði þær breytingar sem gerðar voru á

úthlutunarreglum Vonarsjóðs þar sem þær mismuna félagsmönnum eftir búsetu eftir að

ferðastyrkur var færður inn í heildarupphæð einstaklingsstyrksins.

Einstaklingsstyrkir í endurmenntunarsjóðum innan KÍ (VON FG og SÍ, VÍS FL og FSL) eru eins,

þ.e. ein tala á tveggja ára tímabili og allur kostnaður fer út af þeirri tölu. Eftir að tekið var upp

rafrænt kerfi fara allir styrkir til félagsmanna á kennitölu hvers og eins. Þetta er gert m.a. til að

auka gegnsæi í bókhaldi, auk þess sem sanngjarnt er að allir fái jafnt úr sjóðum þegar

sveitarfélögin greiða jafn mikið fyrir alla inn í sjóðinn. Einnig má geta þess að talan 125.000 var

ákveðin með það í huga að hægt væri að nýta hana í ferðastyrk innanlands fyrir alla hvort sem

fólk úti á landi fer til Reykjavíkur eða félagsmenn á höfuðborgarsvæðinu færu út á land.

Ályktun um sameiginlega fræðslu félagsmanna KÍ sem gegna trúnaðarstörfum

Í ljósi jákvæðrar reynslu af sameiginlegri fræðslu trúnaðarmanna KÍ á síðasta kjörtímabili,

beinir 5. aðalfundur Félags grunnskólakennara 17.-18. maí 2011 því til sambandsins að halda

áfram á sömu braut. Efla má félagsmálafræðslu fyrir félagsmenn í trúnaðarstörfum s.s. stjórnir

aðildarfélaga og nefndir með t.d. handbókum, námsskeiðum o.fl.

Efla má enn frekar þátttöku svæðafélaga FG í slíkri fræðslu sem síðan getur nýst öllum

félagsmönnum FG.

Þessi ályktun var unnin í fræðslunefnd KÍ. Í kjölfarið voru haldnir ellefu fræðslufundir víðsvegar

um landið sem ætlaðir voru trúnaðarmönnum og fulltrúum sem eiga sæti í stjórnum og

Page 14: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

14

félagsdeildum aðildarfélaganna. Fræðslunefnd KÍ lagði til á 6. þingi KÍ að slíkir fundir yrðu

haldnir árlega ásamt forystufræðslu í upphafi kjörtímabils.

Ályktun um samþykkt stjórnar FG á breytingum á úthlutunarreglum Vonarsjóðs

Aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 beinir því til nýrra fulltrúa FG í stjórn Vonarsjóðs að þeir beri

breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins undir stjórn félagsins til samþykktar áður en

breytingarnar taka gildi.

Þessari tillögu er vísað til milliþinganefndar sbr. 11. gr. reglna um Vonarsjóð.

Samkvæmt 11.grein í reglum Verkefna- og námsstyrkjasjóðs skulu reglur endurskoðaðar á

aðalfundi FG og SÍ. Stjórn sjóðsins hefur leitað samstarfs við formenn stjórna FG og SÍ ef um

breytingar á reglum sjóðsins er að ræða sbr. breytingar sem varð að gera á úthlutunarreglum

sjóðsins eins og fram kemur í bréfi til félagsmanna 27. mars 2013 þar sem formenn félaganna

skrifuðu undir bréf til félagsmanna og kynntu breytingarnar. Að öðru leyti hefur stjórn sjóðsins

heimild til að taka ákvörðun um styrkveitingar og upphæð styrkja skv. 7.grein í samræmi við

ákvæði 6. greinar reglna sjóðsins.

Ályktun vegna aukinnar ábyrgðar kennara

Aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 lýsir yfir þungum áhyggjum vegna aukinnar ábyrgðar og álags

á kennara. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hefur verið dregið mjög mikið úr stoðþjónustu við

nemendur og kemur það bæði niður á nemendum og kennurum.

Stuðst var við þessa ályktun í kjaraviðræðum á tímabilinu. Leitað hefur verið leiða til að draga úr

þessu mikla álagi en mikilvægt er að vinna áfram í þeim málum.

Áskorun til Alþingis um íslenskt táknmál

5. aðalfundur FG skorar á Alþingi Íslendinga að viðurkenna íslenskt táknmál sem móðurmál

heyrnarlausra.

Áskorun var komið á framfæri, en 27. maí 2011 var það lögfest að íslenskt táknmál er móðurmál

heyrnarlausra.

Áskorun til Sjúkrasjóðs KÍ vegna tannlækninga

Aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 skorar á stjórn Sjúkrasjóðs KÍ að endurskoða ákvörðun um að

hætta niðurgreiðslu vegna tannlækninga.

Áskoruninni var komið á framfæri við stjórn sjóðsins. Eftirfarandi grein var bætt við úthlutunar-

reglur sjóðsins og tók hún gildi 1. október 2013:

10. gr.

Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrki vegna kostnaðarsamra aðgerða eða meðferða sem

sjóðfélagi fer í samkvæmt læknisráði. Skilyrði fyrir styrkveitingu samkvæmt þessu ákvæði

Page 15: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

15

er að sjóðfélagi hafi fengið afsláttarkort hjá Sjúkratryggingum Íslands og að útlagður

kostnaður fari yfir 40.000 kr. umfram greiðslu frá Sjúkratryggingum. Þetta ákvæði gildir

ekki um tannlæknakostnað.

Áskorun til stjórnar Vonarsjóðs um bókakaup til faglegra nota

Aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 beinir því til stjórnar Vonarsjóðs að bókakaup til faglegra nota

verði viðurkennd sem þáttur.

Samkvæmt 3. grein í reglum Verkefna og námsstyrkjasjóðs er markmið sjóðsins að auka tækifæri

félagsmanna FG og SÍ til framhaldsmenntunar, rannsókna og þróunarstarfa. Stjórn Vonarsjóðs

áréttar að styrkur til bókakaupa er veittur í B- hluta sjóðsins þar sem styrkir vegna náms

innanlands miðast við einingafjölda í framhaldsnámi og gefur hver eining 5000 kr. En erlendis

gefur hver eining 7500 kr. Styrkur vegna eininga miðast við að styrkja félagsmenn vegna

kostnaðar við nám eins og bókakostnaðar og annars kostnaðar sem kann að falla til. Styrkur

vegna skólagjalda er greiddur úr A hluta sjóðsins.

Áskorun til sveitarfélaga um að standa vörð um lögboðna menntun nemenda

Aðalfundur FG 17.-18 . maí 2011 skorar á sveitarfélög að standa vörð um lögboðna menntun

nemenda.

Áskoruninni komið á framfæri við menntamálayfirvöld.

Áskorun um áhrif lengingar kennaranáms í fimm ár

5. aðalfundur Félags grunnskólakennara 17.-18. maí 2011 skorar á kjararáð KÍ að skoða áhrif

lengingar kennaramenntunar á kjaramál kennara og með hvaða hætti skuli leiðrétta kjör þess

vegna og standa vörð um áunnin réttindi.

Unnið var í anda þessarar ályktunar í kjarasamningsviðræðum. Viðræður standa ennþá yfir.

Áskorun um endur- og símenntun félagsmanna FG

Aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 skorar á sveitarstjórnir að stórauka fjármagn og framboð til

endurmenntunar og símenntunar félagsmanna FG.

Áskoruninni var komið á framfæri við sveitafélögin og var það hluti af kjaravinnu á tímabilinu.

Áskorun um greiðslu til leitarstöðva fyrir krabbameinsleit

Aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 skorar á stjórn KÍ að leita leiða til að hægt verð að greiða

krabbameinsleit beint til viðkomandi leitarstöðva eins og tíðkast hjá fjölda annarra stéttafélaga.

Persónuverndarlög gera það að verkum að ekki er hægt að greiða beint til viðkomandi leitar-

stöðva. Félagsmenn þurfa því að koma með kvittanir til KÍ.

Page 16: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

16

Áskorun um reglur um hámarksfjölda nemenda á hvern kennara

Aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 skorar á sveitastjórnir og stjórn FG að setja reglur um

hámarksfjölda nemenda á hvern kennara svo tryggja megi að stærð nemendahópa miðist við að

hver einstaklingur fái notið sín sbr. Skólastefnu KÍ 2011-2014.

Áskorun um reglur um hámarksfjölda nemenda á hvern náms- og starfsráðgjafa

Aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 skorar á sveitastjórnir og stjórn FG að setja reglur um

hámarksfjölda nemenda á hvern náms- og starfsráðgjafa, 300 nemendur á hvert stöðugildi.

Náms- og starfsráðgjafar standa vörð um velferð allra nemenda og sinna þörfum þeirra með

ráðgjöf hvað varðar nám, persónuleg málefni og náms- og starfsval sbr. Skólastefnu KÍ 2011-

2014.

Eins og fram hefur komið var lögð fyrir viðamikil könnun á starfsaðstæðum kennara og náms-og

starfsráðgjafa. Einn þáttur hennar fjallaði um hámarksfjölda á kennara og náms- og starfsráðgjafa.

Í kjaraviðræðum hefur þessi umræða ítrekað verið tekin upp t.d. var rætt um nemendagildi. Í

yfirstandandi kjaraviðræðum er kannað hvort náist saman um vinnumat líkt og samið var um

milli ríkis og framhaldsskólakennara.

Um aukastyrk fyrir félagsmenn vegna námsferða og námsskeiða

Aðalfundur FG 17.-18.maí 2011 beinir því til stjórnar Vonarsjóðs að sett verði inn svigrúm í

reglur sjóðsins vegna sérstakra þarfa umsækjanda t.d. kostnaðar vegna aðstoðarmanna og

táknmálstúlka.

Aðild að Verkefna- og námsstyrkjasjóð FG og SÍ, samkvæmt 2.grein reglna um sjóðinn eiga þeir

félagsmenn í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) sem greitt er fyrir í

sjóðinn. Í 6. grein sömu reglna segir að óheimilt sé að styrkja aðra en þá sem getið er um í 2.

grein. Stjórn sjóðsins getur því ekki orðið við þeirri beiðni að auka svigrúm félagsmannavegna

kostnaðar aðstoðarmanna og táknmálstúlka. Stjórn sjóðsins telur að um almennan rétt fatlaðra

einstaklinga sé að ræða sem ætti að vera tryggður í lögum. Stjórnin bendir í því tilefni á að í

reglugerð um persónulega talsmenn fatlaðs fólks (nr. 972/2013) kemur fram, í 6.grein, að

ráðuneytið endurgreiði persónulegum talsmönnum sannanlegan kostnað sem þeir bera af störfum

sínum fyrir fatlaðan einstakling. Greitt er fyrir launatap, ferðakostnað eða akstur samkvæmt

akstursdagbók, gistikostnað og annan kostnað sem sannanlega fellur til vegna aðstoðar við hinn

fatlaða einstakling. Er fötluðum félagsmönnum bent á að leita réttar síns þar.

Um aukið samstarf skólastiga, skólastofnana, æskulýðsfélaga og íþrótta- og tómstundafélaga

5. aðalfundur FG beinir því til stjórnar FG að félagið styðji við faglegt samstarf milli skólastiga,

skólastofnana, æskulýðsfélaga, íþrótta- og tómstundafélaga og stuðli þannig að þróun heildræns

menntasamfélags.

Að stjórn FG og skólamálanefnd FG setji fram stefnu varðandi aukið samstarf milli skólastiga, -

stofnana, íþrótta- og tómstundafélaga og auki fræðslu til skólastjórnenda og kennara og umræðu

um tækifærin sem þar liggja.

Page 17: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

17

Í auknu samstarfi felst t.d. meiri samfella í skólastarfi, aukið aðgengi barna og foreldra að

listfræðslu og íþrótta- og tómstundaiðkun. Það eykur jafnrétti barna til fjölbreytts náms og leiðir

til fjölskylduvænna menntasamfélags.

Styðja þarf sérstaklega við þá skóla sem þróa slíkt samstarf nú þegar og þá skóla sem hafa vilja

til að auka slíkt samstarf.

Eftir að hafa skoðað þessi mál í kjölinn er það niðurstaðan að ógjörningur sé að framfylgja

þessari ályktun. Til þess þarf að vera til staðar áhugi annarra sem að málinu koma og það er ekki

á færi félagsins að fylgja slíkri vinnu eftir á landsvísu.

Um endurmat á stjórnunarþætti kennarastarfsins í kjaraviðræðum

5. aðalfundur FG beinir því til stjórnar FG að hún beiti sér fyrir því í yfirstandandi

kjaraviðræðum við viðsemjendur að stjórnunarþáttur kennarastarfsins verði endurmetinn frá

grunni.

Samninganefnd hefur unnið að því að fá stjórnunarþátt kennarastarfsins endurmetinn. Nú er verið

að kanna hvort hægt er að útbúa vinnumat líkt og hjá framhaldsskólakennurum.

Um greiðslufyrirkomulag til félagsmanna FG vegna vettvangsnáms

Í kjölfar breytinga sem orðið hafa á greiðslufyrirkomulagi til félagsmanna FG vegna vettvangs-

náms, beinir 5. aðalfundur Félags grunnskólakennara 17.-18. maí 2011 því til stjórnar og

samninganefndar félagsins að það knýi á um viðræður við menntastofnanir um endurskoðun á

því.

Unnið var að þessari ályktun á kjörtímabilinu. Fundað var með HÍ og HA í samvinnu við Félag

leikskólakennara. Formenn FG og FL lögðu hugmyndir að samningsútfærslum fyrir báða skólana

þar sem kveðið var á um greiðslufyrirkomulag vegna vettvangsnáms. Megininntakið var að greitt

yrði pr. stund og að greiðsla færi milliliðalaust frá Háskólunum til viðtökukennara. Hvorki HÍ né

HA töldu sig geta samið á þeim nótum og í raun bárust félögunum aldrei formleg svör frá HA. HÍ

sendi frá sér einhliða yfirlýsingu þar sem kveðið var á um að tryggt væri að viðtökukennarar fái

greiðslur frá HÍ óskiptar.

Menntavísindasvið telur af því tilefni mikilvægt að það sé forsenda samninga þess við skóla

að sú greiðsla sem renni til skólanna renni óskipt til þeirra kennara sem helst sinna

nemendum og formlegu samstarfi við sviðið. Menntavísindasvið mun setja texta þess efnis

inn í næstu samninga við skóla.

Jafnframt mun sviðið vinna með hagsmunaaðilum, þ.m.t. ofangreindum félögum (FG og

FL) að þróun vettvangsnámsins með það að markmiði að góð sátt sé um útfærslur.

Ekki hefur unnist tími til að funda með HA vegna anna við kjaravinnu síðustu mánuði.

Page 18: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

18

Um greiðslur úr sjúkrasjóði

Aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 beinir því til stjórnar KÍ að beita sér fyrir að styrkir úr

sjúkrasjóði verði undanþegnir sköttum.

Lög og reglur gera það að verkum að slíkt er ekki gert fremur en úr vinnudeilusjóði.

Um samskiptagátt og reglubundin tjáskipti

5. aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 beinir því til stjórnar FG að hún opni og reki samskiptagátt

(spjallrás) og skipuleggi reglubundin tjáskipti á milli stjórnarmanna og hinna almennu félags-

manna sem og félagsmanna innbyrðis.

Frumskilyrði er að slík spjallrás sé í lokuðu umhverfi og þátttakendur skrifi undir nafni, á vef KÍ

undir Mínum síðum.

Í ljósi þess að svæðafélögin hafa mörg hver Facebook síður og lokaða hópa þar sem umræður eru

virkar, var ekki talið nauðsynlegt að setja slíka spjallrás á nýju síðu KÍ.

Um umhverfisstefnu FG

Lagt er til að FG setji sér umhverfisstefnu og vinni samkvæmt henni. Markmið með að FG setji

sér umhverfisstefnu er m.a. að:

• vera grunnskólum, svæðafélögum og öðrum samtökum kennara hvatning til að vinna

að umhverfismálum,

• vinna að sjálfbærri þróun, þ.e. að vinna að því að núlifandi kynslóðir skili jörðinni til

komandi kynslóða í því ástandi að möguleikar þeirra til að tryggja afkomu sína sé

ekki minni en núlifandi kynslóða. Hugað verði jafnt að umhverfisþáttum svo og

félagslegum og hagrænum þáttum.

Eftirfarandi var samþykkt á stjórnarfundi FG 14. janúar 2013 og sent stjórn KÍ til kynningar:

FG vill með umhverfisstefnu sinni vera grunnskólum, svæðafélögum og öðrum samtökum

kennara hvatning til að vinna að umhverfismálum, til umhverfisvænna lífshátta og til að

vinna að sjálfbærri þróun. Með því að vinna að sjálfbærri þróun er núlifandi kynslóðum gert

kleift að uppfylla þarfir sínar án þess að dregið séu úr möguleikum komandi kynslóða til að

mæta sínum þörfum. Í hverju verkefni sem unnið er í anda sjálfbærrar þróunar skal huga

jafnt að umhverfisþáttum, félagslegri velferð og hagrænum þáttum.

Markmið umhverfisstefnunnar eru:

• Við allar ákvarðanatökur, framkvæmdir, rekstur, innkaup og aðra starfsemi á

vegum FG skal leitast við að neikvæð áhrif fólk, umhverfi, náttúru séu í

lágmarki.

• Leggja skal áherslu á vistvæn innkaup á vörum, þjónustu, framkvæmdum og

ráðgjöf.

Page 19: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

19

• Dregið verði úr hvers kyns sóun verðmæta, myndun úrgangs og stuðlað að

endurnýtingu og endurvinnslu með góðri nýtingu hráefna og flokkun.

• Hvatt verði til notkunar vistvænna samgangna meðal starfsmanna og

félagsmanna FG, s.s. almenningssamgangna og hjólreiða.

• Þekking og vitund um umhverfismál og umhverfisvæna lífshætti verði aukin

með fræðslu til starfsmanna og félagsmanna.

• Félagsmenn verði hvattir til þess að vinna að umhverfismálum í skólastarfi og

að menntun til sjálfbærni.

Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar skal vera liður í daglegu starfi FG. Umhverfis-

stefnuna skal kynna fyrir starfsfólki og aðildarfélögum FG og vera öllum aðgengileg á vef

félagsins. Stefnuna skal endurskoða á þriggja ára fresti. Stjórn FG ber ábyrgð á

umhverfisstefnunni og framkvæmd hennar. Við framkvæmd stefnunnar skal leitast við að

hafa jafnræði allra og jafnrétti að leiðarljósi. Umhverfisstefna FG byggir á alþjóðlegum

samþykktum, íslenskum lögum, reglugerðum, áætlunum um umhverfismál og aðalnámskrá

grunnskóla og grunnþáttum menntunar.

FG hvetur og vill stuðla að því að allir grunnskólar setji sér umhverfisstefnu og vinni

samkvæmt henni.

Vegna skólastefnu KÍ

Aðalfundur FG 17.-18. maí 2011 leggur til að fundurinn samþykki að KÍ hafi eina heildstæða

skólastefnu. En einnig að unninn verði sérkafli fyrir FG ef önnur aðildarfélög fara þá leið.

Fundurinn felur skólamálanefnd FG að vinna að málinu og skila niðurstöðu á ársfundi FG árið

2012.

Þar sem skólastefna KÍ var unnin í nánu samstarfi við skólamálanefnd FG þótti ekki ástæða til að

bæta við sérkafla. Stefnt er að því að skólastefna sé sameiginleg öllum aðildarfélögum

Kennarasambandsins og eru því engar viðbætur frá FG í skólastefnunni sem samþykkt var á þingi

KÍ 1. – 4. apríl 2014.

Page 20: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

20

LOKAORÐ

Það er svolítið sérstakt að halda aðalfund 2014 og vera í miðjum kjaraviðræðum eins og árið

2008. Kjörtímabilið allt hefur einkennst að mikilli vinnu við gagnaöflun og undirbúning

kjarasamningsgerðar.

Félagið hefur verið í samfloti með öðrum stéttarfélögum frá árinu 2008. Ekki tókst að ná fram

samkomulagi um breytingar á þeim þáttum samningsins sem hafa áhrif á skólastarf árið 2012 eins

og væntingar stóðu til. Eftir mikla fundaherferð var það samdóma álit félagsmanna okkar að

réttast væri að tryggja launahækkanir árið 2012 og 2013. Það tókst eftir tillögu frá ríkis-

sáttasemjara.

Síðan þá hefur mjög mikil vinna verið í gangi af hálfu félagsins varðandi undirbúning

áframhaldandi kjaravinnu. Aldrei hafa jafn margir fundir verið haldnir, skólar heimsóttir eða jafn

margar kannanir verið gerðar, bæði kjarakannanir og kannanir á störfum kennara. Þetta allt hefur

staðfest það sem flestir vissu, að grunnskólakennarar þurfa að sinna miklu fleiri verkefnum heldur

en þeir hafa tíma til eða fá greitt fyrir. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hefur viðsemjandi okkar

aðeins eitt markmið: „láta kennara vinna eins og annað fólk“. Stjórn Sambands íslenskra

sveitafélaga hefur það að markmiði að auka kennsluskyldu kennara, afnema kennsluafslátt og

hafa ótakmarkaða gæslu og forfallakennslu. Einstaka sveitastjórnarmenn og jafnvel einn

bæjarstjóri hafa hótað því að verði ekki samið um þessa þætti í kjarasamningum verði að fara

dönsku leiðina, með sama ofbeldi og óréttlæti eins og danskir starfsbræður okkar lentu í.

Þessu hefur samninganefnd félagsins hafnað alfarið og kallað eftir faglegum rökum sveitar-

félaganna fyrir þessari nálgun. Hún hefur ekki fengist, enda snúast þessar áherslur ekki um að

gera góða skóla betri, heldur eru þetta eingöngu rekstrartillögur án mats á áhrifum á skólastarf.

Þeir eru til, bæði í röðum kennara og sveitastjórnamanna, sem vilja færa samskipti okkar og

viðsemjanda til fyrra horfs og flytja umræðuna til baka í skotgrafirnar - út á vígvöll fjölmiðlanna.

Á síðustu árum hefur okkur oft verið ögrað af sumum frammámönnum sveitarfélaganna og hefur

þeim þá verið svarað eftir því sem við á. Stundum hefur verið erfitt að sitja á sér að svara ekki

þeirri ómálefnalegu gagnrýni sem fram hefur komið. En í trausti þess að ný og bætt vinnubrögð

beri árangur, höfum við haldið stefnu okkar enn til streitu. Vissulega hefur hvarflar að manni að

nú sé nóg komið.

Núverandi forysta FG, stjórn, samninganefnd, skólamálanefnd og svæðaformenn hafa lagt ríka

áherslu á víðtækt samstarf við breiðan hóp kennara í undirbúningsvinnu samningsmarkmiða.

Öllum kennurum gafst kostur á að svara könnun sem m.a. lagði grunn að þeim áherslum sem

unnið hefur verið eftir við samningaborðið. Takist samningar á grundvelli þessa, eykur það

líkurnar á að sátt skapist um skólastarfið milli kennara, sveitarfélaga, foreldra og annarra sem að

þessum málum koma.

Page 21: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

21

Nú í apríl 2014 urðu tímamót hjá Kennarasambandi Íslands er Björg Bjarnadóttir varaformaður

KÍ og farsæll forystumaður í Félagi leikskólakennara til margra ára lét af störfum. Engum dylst

að framlag hennar til kennarastéttarinnar er ómetanlegt og fyrir hönd grunnskólakennara færum

við henni hjartans þakkir fyrir frábær störf á liðnum árum. Við varaformennsku í KÍ tekur

Aðalheiður Steingrímsdóttir sem hefur verið forystumaður í Félagi framhaldsskóla til margra ára.

Það er ljóst að á þessum aðalfundi verða nokkuð miklar breytingar á fólki í trúnaðarstörfum fyrir

félagið. Úr stjórn og samninganefnd hverfa nú margir sem hafa verið meira og minna í forystu-

sveit þessa félags frá árinu 2004. Einnig hafa orðið breytingar á svæðaformannahópnum sem í

auknum mæli er stjórn og samninganefnd til trausts og halds. Öllum þeim sem hafa verið í

trúnaðarstörfum fyrir félagið eru færðar innilegar þakkir fyrir þeirra mikla framlag.

Að lokum vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa komið að starfi félagsins á kjörtímabilinu

sem er að líða. Sesselju G. Sigurðardóttur þjónustufulltrúanum okkar fyrir dugnað og kraft,

samninganefnd, skólamálanefnd, svæðaformönnum, trúnaðarmönnum og öðrum sem lagt hafa

hönd á plóginn. Þið eigið mikið hrós skilið fyrir vasklega framgöngu.

F.h. stjórnar,

Ólafur Loftsson

formaður FG

Page 22: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

22

VIÐAUKI 1 – FUNDARGERÐ ÁRSFUNDAR FG 2012

Níundi ársfundur Félags grunnskólakennara haldinn fimmtudaginn 29. mars 2012 á Grand Hótel

Reykjavík, fundarsal Háteig A.

DAGSKRÁ ÁRSFUNDAR:

Ólafur Loftsson setur fundinn og fer yfir hverjir eiga seturétt á fundinum og fer yfir dagskrá

fundarins.

Nafnakall - fundarmenn kynna sig stuttlega.

Kosning starfsmanna: Fundarstjóri Mjöll Matthíasdóttir, fundarritari Hreiðar Oddsson. Mjöll

tekur við stjórn fundarins og býður gesti velkomna.

1. Ársskýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara

Ólafur Loftsson kynnir skýrslu stjórnar og fer yfir helstu þætti hennar.

Staða mála í kjaramálum. Sameiginlegri vinnu FG og SNS er skipt í tvo hópa,

kjaramálahóp og skólamálahóp. Samninganefnd er 12 manna og hennar beið að fara

beint í samningagerð eftir kosningu. Samningurinn síðast var samþykktur afgerandi

en vinnan sem fór í hönd gekk ekki sem skildi vegna anna hjá Sambandi íslenskra

sveitarfélaga (SNS). Þó eru merki um það að SNS sé full alvara í vinnunni og eru nú

að taka af skarið. Skólamálanefnd FG hefur tekið virkan þátt í sameiginlegu vinnunni

með SNS ásamt hefðbundnum verkefnum nefndarinnar.

Samráð við svæðaformenn skiptir miklu máli og veltir Ólafur upp spurningunni hvort

hægt sé að auka vægi svæðaformanna.

Trúnaðarmannafundir eru mikilvægir í starfi félagsins og eru haldnir reglulega. Nú er

verið að fara annan hring til trúnaðarmanna. Haustþingin eru vel sótt og voru þau

haustþing sem stjórn FG fór á mjög góð.

Útgáfumál FG og hvetur trúnaðarmenn og aðra til að halda sínum upplýsingum á

Mínum síðum réttum. Þar sem um er að ræða lokað svæði opnast miklir möguleikar

fyrir hluti eins og spjall og hugmyndabanka.

Heimsóknir erlendis á vegum FG og KÍ á liðnu ári og bendir á að samstarf félaga á

Norðurlöndum er mjög gott.

Breytingar á úthlutunarreglum Vonarsjóðs hafa verið kynntar félagsmönnum.

LSR var gagnrýndur eftir skýrslu um lífeyrissjóði. Mikil umræða er um sameiginlegt

lífeyrissjóðskerfi á landinu, en það þarf þó að gæta að áunnum réttindum.

Árið hefur snúist mikið um kjaramál sem og störf milliþinganefndar. Mikilvægt er að

í lok fundarins verð komin niðurstaða um tillögur milliþinganefndar.

Page 23: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

23

Ólafur þakkar öllum fyrir þau miklu og góðu störf sem félagsmenn hafa unnið fyrir félagið á

undanförnu.

2. Reikningar lagðir fram til kynningar

Mjöll Matthíasdóttir kynnti helstu niðurstöður reikninga FG og gerði grein fyrir fjárhagsstöðu

félagsins.

3. Umræða um ársskýrslu og reikninga

Orðið laust um skýrslu og reikninga

Sigurður Haukur: Gagnrýnir að spjallið sé ekki enn komið í gang þrátt fyrir að hafa verið lengi í

umræðunni og meðal annars kom fram á aðalfundi FG ábending um það. Á aðalfundi var einnig

rætt um uppfærslu á heimasíðu og að fundargerði væru gerðar opinberar nógu hratt og skilvirkt.

Umhverfisstefna var ákveðin á aðalfundi en ekkert bólar á henni. Aukakafli um sérstaka

skólastefnu FG í bæklingnum Skólastefna KÍ liggur ekki fyrir þrátt fyrir ákvörðun aðalfundar.

Hann minnir á ályktun um jöfnun kynja í störfum innan FG sem áttu að liggja fyrir á þessum

ársfundi. Gagnrýnir að skýrsla stjórna hafi ekki komið til fundarmanna fyrr. Það á að standa skil á

því ef verkefni sem stjórn eru lögð í hendur nást ekki en ekki þegja um það. Ályktanir afgreiddar

á aðalfundum hverfa of oft og er ekki sinnt.

Svar: Hvað heimasíðu varðar er hún á könnu KÍ. Hún er í vinnslu. Fundargerðirnar hafa hingað til

verið trúnaðarmál en stjórnarfundargerðir FG eru komnar á netið. Ábendingar frá síðasta ársfundi

eru réttmætar en margt hefur verið gert en sumt ekki náðst. Stjórn fer reglulega yfir ályktanir og

ákvarðanir frá aðalfundi og til er plagg um hvar þau mál standa, það hefði verið hægt að hengja

það aftan við ársskýrslu. Ákveðið var að setja ekki viðauka um FG inn í Skólastefnu KÍ enda hafa

önnur félög innan FG en FF lagt fram sérstakar stefnur. Hingað til hefur skýrsla stjórnar ekki

verið send fyrir ársfundi, en það er ekkert því til fyrirstöðu að slíkt fyrirkomulag verði ekki tekið

upp fyrir næsta ársfund.

Þorgerður: Gerir að tillögu sinna að stjórn FG útbúi starfslýsingar fyrir formann og varaformann

og kynni á næsta stjórnarfundi. Spyr hver ákvarðar laun starfsmanna FG og eftir hvaða formúlu er

farið.

Svar: Starfslýsingar eru til um formann og varaformann. Það þarf að endurskoða þær og kynna á

næsta stjórnarfundi. Laun starfsmanna miðast af kjarasamningum aðildarfélaga. Það fer svo eftir

stærð félaga hvar starfsmenn raðast í launatöflur.

Ólafur Lár: Styrkur úr vinnudeilusjóði til Færeyinga; Hvers vegna var verið að styrkja og hver

tekur slíka ákvörðun. Í skýrslu stjórnar er talað um lífeyrismál og hvetur hann stjórn FG að gæta

hagsmunum félagsmanna á komandi árum. Spyr hvort KÍ eigi fulltrúa í stjórn LSR.

Svar: Stjórn KÍ tekur ákvörðunina en hefð er fyrir því að félög á Norðurlöndum standi saman í

slíkum aðstæðum. Ólafur tekur undir með Ólafi Lár. um lífeyrissjóðina. Fyrir hönd KÍ situr

Eiríkur Jónsson í LSR.

Page 24: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

24

Þórdís bendir á að Mínar síður eru svolítið flóknar og mætti laga.

4. Vinna SNS og FG

Verið er að kynna niðurstöður könnunar SNS og FG. Uppi er hugmynd um að fá verkefnastjóra

til að halda utan um sameiginlega vinnu FG og SNS. Samskipti eru í gangi og þá helst um

skólamálahlutann. Vinnutímahlutinn í smá bið þar til línur verða skýrari í skólamálunum. Málefni

Vonarsjóðs vegna endurmenntunarmála eru í farvegi eins og bókun gerir ráð fyrir. Verið er að

skoða leiðir og jafnvel þá breytingu að skipta honum upp í sjóði eða deildir eftir félögum. Þá er

að ræða um aðkomu ríkisins að endurmenntun og skólaþróun.

Ólafur Lár. spyr um fjölda funda, en það er óklárt en hlaupa á tugum. Unnið er eftir formlegri

viðræðuáætlun sem er undirrituð af hlutaðeigandi.

Ingibjörg telur sig ekki nógu upplýsta þrátt fyrir að vera í samninganefnd. Ólafur þakkar

ábendinguna og tekur hana til greina.

5. Tillögur milliþinganefndar um stjórnskipulag FG

Á aðalfundi 2011 var ákveðið að skipa milliþinganefnd sem átti að fara yfir lög og skipulag FG.

Leggja átti fyrir á þessum fundi nú tillögur ef nefndin kæmist að niðurstöðu. Liggur fyrir að

nefndin leggur fram 3 tillögur að breytingum á skipulagi stjórnar FG.

Þorgerður Diðriksdóttir kynnir tillögur milliþinganefndar, og minnir á að til að fara í laga og

skipulagsbreytingar á FG þarf að ríkja sátt.

Sigurður Haukur kynnir kosti og galla leiðar 1.

Hópur eitt

Kostir Gallar

Betri aðkoma svæðaformanna að ákvarðanatöku

FG

Við sameiningu þá stækka þau og verða

landsfræðilega óhagstæð

Blönduð stjórn (svæðaformenn) Grasrót fjarlægist formenn í beinu framhaldi

Pennastrik að sunnan

Álag á svæðaformenn

Svæðaformenn í stjórn þarf að setja tímalengd á

setu svæðaformanns í stjórn

Haustþing, mikilvægt að halda í þau og trúnaðarmannakerfið er gott og ekki ástæða til að hrófla

við því.

Þorgerður kynnir kosti og galla leiðar 2.

Ítrekar að ekki hafi verið farið út í pælingar um að breyta nema vegna þess að áhugi er að gera

gott félag betra.

Hópur 2

Page 25: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

25

Kostir Gallar

Almennur félagsmaður kost á þingi, tenging

svæðaformanna við stjórn FG

Áhyggjur af stærð stjórnar (11 manns), útfærsla,

kostnaður, hlutverk, lög utan um tillögur

Betri tillaga en eitt ekki krafa um

fækkun/illskásti kosturinn

Val tíu formanna á fimm fulltrúa inn í stjórn og

áhyggjur af blokkum um hvern ætti að velja í

stjórn

Ekki krafa um stjórnunarsetu Val um formann, fyrir þing eða eftir úr þessum

hefur verið eftir á

Almenn kosning á aðalfundum Hvað um hina svæðaformennina sem ekki eru

inni

Breiðari stjórn Hamlandi að þurfa jafnvel að vera formaður og í

stjórn

Svæðaformenn gefa meiri réttindi inn í

svæðafélögin

Einangrun stjórnar

Blandað lýðræði Berjast um bitana

Hægt að taka fyrir hlutverk svæðafélaga Af hverju þarf svæðaformaður að taka sæti í

stjórn FG

Fælt góð formannsefni frá

Helga kynnir kosti og galla leiðar 3.

Hópur 3

Kostir Gallar - fleiri á móti en með

Auðveldar aðgengi fólks á minni svæðafélögum Félagsstörf á færri hendur

Tryggir að allir séu inni og þátttaka dreifðari Óbreytt form á svæðafélögum

Alger uppstokkun Dregur úr vægi grasrótar

Eykur vægi aðalfunda svæða Minna vægi aðalfundar FG

Eflir tengsl stjórnar við svæðafélögin Þrýstingur á að svæðafélögum yrði fækkað

Aukin vinna á svæðaformenn Ekki sett fram föst tala á svæðafélögum

Auðveldara aðgengi fólks úr minni

svæðafélögum

Mikið starf

Fulltrúar frá öllum svæðafélögum Álag á svæðaformönnum

Dreifðari þátttaka Bitna á svæðafélögunum

Strúktúr breyting

Almennur félagsmaður kemst ekki í stjórn

Ekki hægt að kjósa fólk úr öðrum

svæðafélögum

Misvægi atkvæða m.v. óbreytt svæðafélög

Page 26: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

26

Sumir til í svæðaformannssetu en ekki í stjórn

Minnkar aðgengi almennra félagsmanna

Misvægi í fjölda á baki hvers stjórnarmanns

Skerðir lýðræðislegan rétt til framboðs

Umræður

Þormóður spyr hvað milliþinganefnd hafi verið að gera? Þrjár keimlíkar tillögur koma frá

nefndinni sem miða allar að því að koma formönnum inn í stjórnina. Hvað með aðrar tillögur t.d.

að tryggja rétt svæðaformanna til aðkomu að félaginu. Hvað með að kjósa stjórnina almennri

félagskosningu eins og formann?

Þórdís spyr hver er forsenda þess að þessar leiðir eru farnar til að virkja félagsmenn.

Þorgerður talar um að fólk upplifi orðið samráð á ólíkan hátt. Munur á hvort um er að ræða

stjórnendur eða hagsmunaaðila. Hvernig er mögulegt að auka aðkomu svæðafélaga að stjórnun

FG. Um það snérist starf milliþinganefndar. Hún heldur að margir kennarar telji að uppbygging

FG sé í líkingu við stjórn KÍ þar sem formenn aðildarfélaga eiga sæti.

Sigurður Haukur hefur komið að lagabreytingavinnu félagsins í nokkur ár. Meðal annars í kjölfar

þess að fyrir lágu miklar breytingar á lögum á síðasta aðalfundi var ákveðið að stofna

milliþinganefnd. Nefndarmenn eru ekki sammála og því eru lagðar fram þrjár tillögur en það má

vel útfæra tillögurnar. En formenn eru kallaðir til þegar um meiriháttar ákvarðanir er að ræða og

því kemur hugmyndin um að tengja þá betur stjórninni.

Ólafur: Forsaga þessarar vinnu er að formenn svæðafélaga hafa oft upplifað að þeir væru ekki

nægilega miklir þátttakendur í ákvörðunum stjórnar. Reynt er að koma í veg fyrir það með að

upplýsa formenn svæðafélaga reglulega. Gott væri samt að tryggja á einhvern hátt að formenn

svæðafélaga hefðu lögfestan rétt/skyldur til að taka þátt í málum FG. Mikilvægt að fá kosti og

galla svona hugmynda til að vinna lögin og stefnuna í heild og á málefnalegan hátt.

Ólafur Loftsson ber undir fundinn tillögu:

Ársfundur FG 2012 samþykkir að stjórn FG og milliþinganefnd vinni áfram með þær tillögur sem

kynntar voru á ársfundinum, í ljósi þeirrar umræðu sem fram fór á fundinum og afstöðu stjórna

svæðafélaga.

Í framhaldi af því verður metið hvort heimild til boðunar auka aðalfundar 2013 verði nýtt, sbr.

samþykkt aðalfunda 2011 um milliþinganefnd.

Til máls tóku Guðný, Þormóður, Ólafur L, Þorgerður, Sigurður Haukur, Ólafur Lár, Þórdís,

Brynja, Lára.

Page 27: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

27

Tillagan borin upp til samþykktar

Já sögðu 17

Nei sögðu 3

6. Formlegum ársfundi slitið

Ólafur Loftsson þakkar fyrir ágætan fund. Stjórn mun auðvitað taka tillit til ábendinga og hvetur

til þess að ábendingum sé komið til stjórnar svo hægt sé að vinna úr þeim, einkum fyrir næsta

ársfund. Fundurinn virðist vera sammála um að ef milliþinganefnd finni ekki leið sem meirihluti

félagsmanna sé sátt um verður ekki boðið til auka aðalfundar.

Page 28: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

28

VIÐAUKI 2 – FUNDARGERÐ ÁRSFUNDAR FG 2013

Tíundi ársfundur Félags grunnskólakennara haldinn 11. - 12. apríl 2013 í Borgarnesi.

DAGSKRÁ ÁRSFUNDAR:

1. Ársskýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara

2. Reikningar lagðir fram til kynningar

3. Umræða um ársskýrslu og reikninga

4. Tillögur laganefndar FG

5. Kjaramál / skólamál

6. Formlegum ársfundi slitið

Ólafur Loftsson (ÓL), Hreiðar Oddsson (HO), Mjöll Matthíasdóttir (MM), Brynja Áslaug

Sigurðardóttir (BÁS), Þórdís Sævarsdóttir (ÞS), Guðbjörg Ragnarsdóttir (GR), Kristjana

Hrafnsdóttir (KH), Sigurður Haukur Gíslason (SHG), Sigurður Halldór Jesson (SHJ), Baldur

Þorsteinsson (BÞ), Þormóður Logi Björnsson (ÞLB), Bergmann Guðmundsson (BG), Sigurlaug

Konráðsdóttir (SK), Lára Halldóra Eiríksdóttir (LHE), Helga Tryggvadóttir (HT), Páll Erlingsson

(PE), Einar Gunnarsson (EG), Anna Lena Halldórsdóttir (ALH), Rósa Ingvarsdóttir (RI),

Guðbjörg Íris Atladóttir (GÍA), Guðný Stefanía Stefánsdóttir (GSS), Ingibjörg Þorleifsdóttir (IÞ),

Ólafur Einar Lárusson (ÓEL), Hildur Jórunn Agnarsdóttir (HJA).

ÓL býður fundarmenn velkomna og setur ársfundinn og fer yfir dagskránna. Rósa Ingvarsdóttir

kosinn fundarstjóri og Hreiðar Oddsson ritari.

1. ÓL fer yfir skýrslu stjórnar

Ársskýrslunni er ætlað að fara yfir það sem fer á fram á milli ársfunda. Ekki er skýrslan gefin út á

pappír af umhverfissjónarmiðum. Annað árið í röð fylgir samantekt frá svæðafélögum um starf

með. Almennt séð má segja að yfir starfsárið hafi verið meira að gera í skólamálanefndinni.

Gefnir hafa verið Skólamolar í veftímariti. Skólamálin og kjaramálin eru ein heild og því

mikilvægt að halda utan um skólamálin líkt og kjaramálin.

Búið er að fara og hitta trúnaðarmenn og kennara í skólum vítt um landið og mögulega hefur það

ekki verið gert nógu oft hér áður. Þessi stóri rúntur gerði ákvarðanatöku vegna kjaramála

auðveldari þó erfið væri. Þetta tekur langan tíma og kostar mikið skipulag. Spurning hvort svona

ferð sé ekki eitthvað sem gera ætti árlega, t.d. í kringum áramót.

Eins og áður reyna formaður og varaformaður að mæta á haustþingin til að hitta kennara og er

það mikilvægt. Umræður á þingunum voru góðar og áhugaverðar.

Erlenda samstarfið hefur verið með venjubundnu sniði. NLS ráðstefnan var haldin á Selfossi

síðastliðið sumar. Þar skiptast kennarar frá norðurlöndum á skoðunum og kynna sínar áherslur og

hvað er að gerast í hverju landi. Eins fóru ÓL og Þórður á fund í Hollandi þar sem 20 hæðstu

Page 29: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

29

þjóðir í PIZA koma saman og þar á pólitíkin, háskólasamfélagið og grunnskólasamfélagið að

koma saman. Þar var rætt um gæði í skólastarfi, laun, góður kennari, hvað er góður kennari og

fleira.

2. MM kynnir reikninga félagsins

Uppgjör við svæðafélögun eru stundum mismunandi þannig að stundum koma greiðslur til þeirra

í janúar en ekki fyrir áramót.

Kostnaður við samninganefnd eykst af eðlilegum ástæðum sem og kostnaður vegna funda með

trúnaðarmönnum.

Rýnihópurinn er stóri fundurinn sem haldinn var í Hafnarfirði í tengslum við könnunina vegna

starfa kennara.

3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

Almenn ánægja var með að stjórn framfylgir ályktunum. Kallað var eftir nánari upplýsingum um

áskoranir vegna nemendafjölda, bæði á kennara og náms og starfsráðgjafa og var því svarað til að

þetta hefði verið lagt inn hjá ríki og sveitafélögum og í kjaraviðræðum. Þetta gæti verið partur af

handbók en ekki endilega í kjarasamningi.

Umræður spunnust um laun og launadeild gjöld og hvernig FG greiði hlutdeild í KÍ húsinu?

Tekjur KÍ í heild af félagsgjöldum eru um 400 milljónir og þar af 44% frá félögum FG.

Þegar úthlutað er til baka til félaganna fær FG 36% úthlutað en FG er eina félagið sem fær

minna úthlutað en það dregur inn. 200 milljónir eru um það bil það sem verður eftir hjá KÍ

til rekstur Hússins, allir starfsmenn Hússins fá laun úr þeim potti. FG borgar meira inn í

samreksturinn, en þetta er hluti af samtryggingunni og ákveðið á þingi KÍ.Verið er að skoða

hvernig rekstur annarra stéttarfélaga er háttað en í fljótu bragði virðist rekstur KÍ vera

ákaflega hagstæður.

MM bendir á að vinnudeilusjóður styrkir ekki FG eða önnur félög vegna vinnudeilna. Í ljósi þess

að ekki er greitt inn í vinnudeilusjóðinn eins og ákveðið var á síðasta KÍ þingi.

Umræður um launalið hvað varðar starfsmenn og samninganefnd. Útskýrt var hvernig

launasetningin er og bent á að margir fundir og mikil vinna liggi á bak við vinnu samninga-

nefndar. Spurt var hvort ekki væri eðlilegt að óska eftir úthlutun úr vinnudeilusjóði til að mæta

kostnaði við samninganefnd. Búið er að gera það og hefur FG fengið það svar að sjóðurinn mun

ekki taka þátt í kostnaði við kjaradeilur eftir 2011 meðan ekki er greitt inn í hann. Bent er á að FG

er stöndugt og eins og svæðafélögin standa líka vel og því kannski erfiðara að sækja fast á

sjóðinn.

Page 30: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

30

4. Tillögur laganefndar FG

Ræddar voru hugmyndir og verkefni til að skoða hug fundargesta, en það er hlutverk laganefndar

að koma með tillögur að lagabreytingum fyrir næsta aðalfund. Rætt var um breytingar á

eftirfarandi lögum:

Eigum við að breyta 12. gr. laga FG en hún fjallar um samráðsfundi og er svo

hljóðandi: „Stjórn félagsins skal boða til fundar með formönnum svæðafélaga a.m.k.

tvisvar á ári. Samráðsfundur er stjórn til ráðuneytis um stjórnun félagsins.“ Á að

semja nýja grein eða breyta þessari? Almennar umræður um þetta, en flestir voru á

því að breyta greininni en semja ekki nýja, þ.e. samráðshlutann. Ein hugmyndin var

að setja að fundir ættu ekki að vera a.m.k. þrír en óski tveir eða fleiri svæðaformenn

eftir fundi skal halda hann.

Eiga kosningar allar að vera rafrænar eða á að halda fulltrúakosningum? Á að kjósa

formenn rafrænt en ekki aðra? Það eru kostir og gallar við hvoru tveggja. Flestir voru

þó á þeirri skoðun að það kerfi sem er við lýði nú sé ágætt.

Á að skýra og einfalda texta um kjörstjórn? Hópurinn var sammála um að best væri

að einfalda lög og hafa starfsreglur.

Fulltrúar í sjóði KÍ. Stjórnir FG og KÍ þarf að skrifa upp á reikninga þessara sjóða og

því þarf að vera ábyrgðartenging og því ætti að tilnefna í sjóði.

Á að samræma lög svæðafélaga FG? Umræður og töldu flestir gott að samræma hluta

laganna þó ekki á kostnað einkenna félaganna.

Sameining svæðafélaga í takt við önnur félög í KÍ? Umræður um þetta og töldu flestir

að kerfið væri gott eins og það er í dag.

Umræður um breytingar á lögum KÍ.

5. Kjaramál / skólamál

ÓL fór yfir stöðu mála. Rifjar upp hvað hefur verið lögð áhersla á í síðustu samningum og

samningalotum. Hvernig samskiptin við SNS og sáttasemjara voru nú eftir áramót. Fór yfir ýmis

gögn og glærur.

Í gangi er vinna þar sem verið er að greina sérkjarasamninga og hópar sem starfa eftir þeim hafa

óskað eftir fundum með ÓL og GR. Oft eru þessir hópar einangraðir og jafnvel eru trúnaðarmenn

ekki að mæta á fundi og samráðsvettvangs.

ÓL fór yfir sameiginlegan fund félaga í KÍ að undanskildum framhaldsskólanum þar sem meðal

annars voru viðraðar hugmyndir um sameiginlegar launatöflur og aukna samvinnu.

Page 31: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

31

Umræðuhópar

Rætt var um samflot KÍ sem heild: sameiginlega launatöflu, samningsmarkmið, lengingu

kennaranámsins, verkföll.

Samantekt

Horfa til sameiginlegrar gagnaöflunar, sjá hvernig samstarfið þróast svo sbr. FF.

Launatöflumál er spennandi en gefa lengri tíma til að skoða.

Andinn meira að sækja aura meira en ekki án þess að kasta hinu fyrir borð. Vera sveigjanleg. FG

mun ekki ljá máls á því að fara í einhvern stöðugleika nema ákveðnar leiðréttingar koma fram.

Vinna áfram inn á við í að aðstoða kennara við að afmarka starf sitt og tímann. Dropinn holar

steininn.

Benda á að hægt er að auka faglegt starf í skólunum með vannýtta ákvæði kjarasamningsins um

verkefnastjóra.

BÁS: Ef okkur tekst ekki að fá kennara til að virða sinn vinnutíma er alveg sama hvað við

semjum um kennarar fara alltaf fram úr tímanum.

Fara og hitta sveitarstjórnarmenn og leggja spilin á borðin.

6. 8. og 9. maí 2014 verður að öllum líkindum aðalfundur FG

Laganefndin á eftir að hittast og mun senda út hugmyndir fljótlega.

7. Önnur mál

a. Spurt um heimasíður svæðafélaga

ÓL þarfagreining KÍ er í vinnslu en gert er ráð fyrir að ný heimasíða verði opnuð í

ágúst.

b. Samin baráttukveðja til kennara í Danmörku

Jeres kamp er vores kamp!

Ársfundur Félags grunnskólakennara á Íslandi haldinn 11. apríl 2013 sendir dönskum

grunnskólakennurum baráttukveðjur.

Fundurinn harmar framkomu danskra sveitarfélaga og fordæmir harðlega verkbann,

sem sveitafélög settu á kennara. Það er algert einsdæmi á Norðurlöndum að

sveitafélög hafi gripið til slíkra aðgerða til að þvinga fram vilja sinn. Það er alger

óhæfa að svipta danska kennara sjálfsögðum réttindum sínum til að semja um

vinnuaðstæður sínar.

Page 32: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

32

Ársfundur FG tekur heils hugar undir áherslur danskra kennara um það að standa beri

vörð um gæði skólastarfs og tryggja kennurum nægan tíma til undirbúnings og

úrvinnslu kennslu. Sveitarfélögin verða að svara því hvernig minni tími til faglegra

starfa geti aukið gæði skólastarfs.

Ykkar barátta er okkar barátta!

Kær kveðja,

Ólafur Loftsson, formaður FG

8. Fundi slitið kl. 14:04

Page 33: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

33

VIÐAUKI 3 - STJÓRN, RÁÐ OG NEFNDIR FG

STJÓRN, NEFNDIR OG RÁÐ FG

2011 -2014

Stjórn:

Formaður: Ólafur Loftsson KFR

Varaformaður: Guðbjörg Ragnarsdóttir KR

Gjaldkeri: Mjöll Matthíasdóttir BKNE

Ritari: Hreiðar Oddsson KMSK / Sigurður Halldór Jesson KS

Meðstjórnandi: Baldur Þorsteinsson KFR

Bergmann Guðmundsson KSNV

Í varastjórn voru kjörin:

Rósa Ingvarsdóttir KFR

Ólafur E. Lárusson KV

Þórunn Sif Böðvarsdóttir KR

Hildur J. Agnarsdóttir KSA

Þórdís Sævarsdóttir KMSK

Margrét Guðbrandsdóttir KR

Samninganefnd:

Anna Lena Halldórsdóttir KR

Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir KS

Sigurjón Magnússon BKNE

Sigurður Haukur Gíslason KMSK

Þormóður Logi Björnsson KR

Í varastjórn voru kjörin:

Lilja Margrét Möller KFR

Ásta Huld Henrysdóttir KMSK

Elín Guðfinna Thorarensen KFR

Bergþóra Þorsteinsdóttir KFR

Stjórn KÍ:

Guðbjörg Ragnarsdóttir KR

Þorgerður L. Diðriksdóttir KFR / Rósa Ingvarsdóttir KFR

Varamenn:

1 Rósa Ingvarsdóttir KFR

2 Kristjana Hrafnsdóttir KMSK

Page 34: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

34

Skólamálanefnd:

Brynja Áslaug Sigurðardóttir KMSK

Svava Þ. Hjaltalín BKNE

Kristjana Hrafnsdóttir

Lára Guðrún Agnarsdóttir KSV

Þórdís Sævarsdóttir KMSK

Þórunn Sif Böðvarsdóttir KFR

Í varastjórn voru kjörin:

Guðbjörg Íris Atladóttir KFR

Sara Gísladóttir KSNV

Þóra Kristinsdóttir KFR

Imke Schirmacher KMSK

Kjörnefnd:

Elín Guðfinna Thorarensen KFR

Hrafnhildur Svendsen KMSK

Páll Erlingsson KR

Varamenn:

1. Theódóra Skúladóttir KFR

2. Dagný Kristinsdóttir KMSK

3. Ásta Björnsdóttir KMSK

Skoðunarmenn reikninga:

Einar Örn Daníelsson KR

Katrín Friðriksdóttir KMSK

Varamaður:

Einar Baldursson KMSK

Í stjórn Verkefna og námsstyrkjasjóðs (Vonarsjóðs):

Arndís Hilmarsdóttir KMSK / Theódóra Skúladóttir KFR

Inga María Friðriksdóttir KFR

Varamenn:

1. Theódóra Skúladóttir KFR

2. Bergþóra Þorsteinsdóttir KFR

Page 35: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

35

VIÐAUKI 4 - YFIRLIT YFIR STÖRF SVÆÐAFÉLAGA 2011 - 2014

KFR

Kennarafélag Reykjavíkur er svæðafélag fyrir grunnskólakennara í Reykjavík sem eru á fjórtánda

hundrað.

Stjórn KFR

Formaður: Rósa Ingvarsdóttir (Rimaskóli)

Varaformaður: Eiríka Ólafsdóttir (Vættaskóli - Borgir)

Gjaldkeri: Þórunn Steindórsdóttir (Sæmundarskóli)

Ritari: Ólöf Pálína Úlfarsdóttir (Foldaskóli)

Meðstjórnendur: Íris Reynisdóttir (Hlíðaskóli)

Eyþór Bjarki Sveinbjörnsson (Háaleitisskóli)

Guðlaug Björgvinsdóttir starfaði með stjórninni þar til í september að hún baðst undan stjórnar-

störfum vegna annarra starfa.

Aðalfundur

Aðalfundur KFR var haldinn 24. apríl 2013. Á honum voru venjuleg aðalfundarstörf og

kosningar til stjórnar, kjörnefndar og skoðunarmanna reikninga.

Trúnaðarmannafundir og námskeið

Námskeið fyrir nýja trúnaðarmenn var haldið með KMSK og KR í Kennarahúsinu við Laufásvegi

miðvikudaginn 25. september 2013. Á námskeiðinu sem haldið var í samstarfi við FG var farið

yfir hlutverk trúnaðarmanna, réttindi þeirra og skyldur.

Á hverju hausti er haldið námskeið á vegum FG fyrir trúnaðarmenn. Að þessu sinni var

námskeiðið haldið í Gerðubergi þann 4. september 2013. Á námskeiðinu var farið yfir stöðuna í

kjaramálum og ræddu trúnaðarmenn saman í hópum um áherslur í þeim efnum. Eftir hádegi fór

Ólafur Loftsson yfir helstu atriði í kjarasamningi kennara og svaraði spurningum sem upp komu.

Auk þessa voru haldnir 4 trúnaðarráðsfundir þar sem ýmislegt var rædd s.s. vinnuumhverfismál,

staða nemenda í borginni, kjaramál, málefni barna i borginni og félagsmál.

Skólaheimsóknir

Á skólaárinu heimsótti formaður KFR og varaformaður FG marga skóla á höfuðborgarsvæðinu til

að ræða um stöðuna í kjaramálum, hlusta eftir hugmyndum félagsmanna og svara þeim

spurningum sem uppi voru. Þessar heimsóknir tókust vel og voru gott veganesti fyrir samninga-

nefnd í sinni vinnu við gerð kjarasamnings.

Félagsstarf

Ákveðið var á aðalfundi að KFR að félagið stæði fyrir námskeiðum og gönguferðum til að þjappa

kennurum saman og efla félagsandann. Í framhaldið af því stóð félagið fyrir tveimur göngu-

Page 36: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

36

ferðum á árinu. Sú fyrri var á Reykjanes laugardaginn 11. maí 2013 og var Sigrún Jónsdóttir

Franklín fararstjóri. Seinni gönguferðin var farin á Fimmvörðuháls 17. ágúst 2013. Þrír

fararstjórar voru með í för, þau Linda Udegaard, Baldur Þorsteinsson og Vala Friðriksdóttir.

Fundir

Samstöðufundur kennara í Reykjavík vegna þess hversu lengi kennarar hafa verið samningslausir

var haldinn 20. september 2013 af grasrótarhópi kennara og aðstoðaði stjórn KFR við

undirbúning og greiddi tilfallandi kostnað.

Samráðsfundur stjórnar Kennarafélags Reykjavíkur og stjórnar Skólastjórafélags Reykjavíkur var

haldinn á árinu. Fundarefni voru meðal annars kjaramál kennara, skráningar í Mentor og

verklagsreglur þegar kennari er ásakaður um brot í starfi.

Fimmtudaginn 20. mars 2014 var haldinn fundur á Grand hótel í samstarfi við SAMFOK þar sem

fulltrúar frá þeim sjö flokkum sem bjóða fram í Reykjavík kynntu stefnumál sín í skólamálum og

sátu svo fyrir svörum kennara og foreldra.

Verkefni í samstarfi við skóla-og frístundaráð

Samstarfsverkefni á vegum fræðsluyfirvalda. Kennarafélag Reykjavíkur á fulltrúa í ýmsum

nefndum og ráðum á vegum Reykjavíkurborgar sem snerta fræðslumál og hefur tekið þátt í

fjölmörgum samstarfsverkefnum um skólamál.

Stjórn Kennarafélags Reykjavíkur átti tvo fulltrúa í undirbúningsnefnd öskudagsráðstefnunnar.

Þeir voru Rósa Ingvarsdóttir formaður KFR og Þórunn Steindórsdóttir gjaldkeri. Ráðstefnan bar

að þessu sinni heitið: „Já kennari“ og var haldin 5. mars á Hótel Hilton Reykjavík Nordica.

Formaður Kennarafélags Reykjavíkur situr sem áheyrnarfulltrúi í Skóla- og frístundaráð

Reykjavíkur.

Börnin í borginni er viðbragðs- og vöktunarteymi sem skipað er af borgarstjóra og er undir

forystu skóla- og frístundaráðs. Í því á sæti formaður KFR auk fulltrúa frá skólastjórafélaginu,

SAMFOK, ÍTR og velferðasviði.

Kennarafélag Reykjavíkur á ennfremur fulltrúa í eftirfarandi nefndum/starfshópum:

• Valnefnd vegna barnabókaverðlauna í bókmenntaborginni Reykjavík.

• Nefnd vegna þróunarstyrkja skóla- og frístundaráðs.

• Nefnd vegna íslenskuverðlauna í bókmenntaborginni Reykjavík.

• Nefnd um hvatningaverðlaun skóla- og frístundaráðs.

• Starfhópur um öskudagsráðstefnu skóla- og frístundaráðs.

Page 37: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

37

KR

Félagssvæði KR nær yfir Garðabæ (Álftanes meðtalið), Hafnarfjörð, Vatnsleysustrandarhrepp,

Reykjanesbæ, Gerðahrepp, Sandgerði og Grindavík.

Stjórnir

2011-2014

Formaður: Páll Erlingsson Grunnskóla Grindavíkur

Varaformaður: Margrét S. Þórisdóttir Lækjarskóla

Gjaldkeri: Guðrún S. Viðarsdóttir Hraunvallaskóla (2011-2013)

Ritari: Guðbjörg Ragnarsdóttir Flataskóla (2011-2013)

Elísabet Gunnarsdóttir Álftanesskóla (2013-2014)

Meðstjórnandi: Þormóður Logi Björnsson Akurskóla

Varamenn: Edda Guðmundsdóttir Hvaleyrarskóla (2011-2013)

Jóna Karólína Karlsdóttir Hraunvallaskóla (2011-2013 en ritari 2013-14)

Sigurbjörg Snjólfsdóttir (2013-14)

Formaður og stjórn eru kosin til tveggja ára, formaður annað árið og stjórnarmenn hitt árið á víxl.

Það var gert til að koma í veg fyrir að allir geti gengið samtímis úr stjórn á aðalfundi.

Stjórnarfundir KR eru fastsettir fyrsta mánudag hvers mánaðar á skólaárinu.

Starfsemi KR

Tímabilið 2011-14 hefur sannarlega verið viðburðarríkt í starfi KR þar sem meginþunginn hefur

verið á kjara- og réttindamál. Í samræmi við stefnu FG hafa svæðafélög og formenn þeirra verið

virkjuð í tengslum við kjaramálaumræðu og stefnumótun í kjaraviðræðum FG og SNS.

Trúnaðarmannafundir

Haldnir voru morgunfundir með trúnaðarmönnum í nóvember og febrúar hvert ár. Markmiðið

með fundunum var að halda sterkum tengslum stjórnar KR við hvern trúnaðarmann og skóla á

félagasvæðinu. Á fundunum var miklum tíma varið í réttindamál kennara í tengslum við aðgerðir

sem sveitafélög höfðu gripið til í hagræðingarskyni; s.s. fækkun kennara, sérkennslustundum

fækkað, fjölgun í bekkjum og sameining bekkja, samdráttur í starfsþróun kennara, stórfelldur

samdráttur á yfirvinnu og margt fleira sem viðkemur réttindum og kjörum kennara á félagasvæði

KR. Einnig var sérstaklega skerpt á að félagar héldu skráningu á allri vinnu sem ekki teldist

undirbúningur og úrvinnsla kennslu. Var brýnt fyrir félagsmönnum að sýna samstöðu og stuðning

innan sinna raða við að framfylgja því að ekki sé unnið umfram 9,14 nema tilkomi greiðslur fyrir

að öðrum kosti séu verk tekin af 9,14 listanum. Margir töldu sig eiga erfitt með að standast þá

þolraun. Þar bættist einnig við útfærsla á grein 2.1.6.3 í kjarasamningi (gamla bókun 5) í þeim

skólum sem tekið hafa upp það fyrirkomulag.

Hvert haust er haldið sérstakt námskeið fyrir trúnaðarmenn á vegum FG þar sem farið var yfir

gildandi kjarasamning og helstu atriði hvað varðar réttindi og skyldur í kennarastarfinu.

Námskeiðið er tveir dagar.

Page 38: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

38

Sú nýjung var tekin upp að fyrri daginn hittust allir trúnaðarmenn ásamt stjórn KR á umræðu-

fundi þar sem farið var markvisst yfir stöðuna í hverjum skóla og þau mál sem kunnu að koma

upp er varðar réttindamál kennara. Síðari dagurinn var síðan nýttur í yfirferð á kjarasamningi og

spurningum svarað um álitamál við útfærslu á kjarasamningi.

Skólaheimsóknir

Á tímabilinu 2011-14 hefur Kennarafélag Reykjaness lagt áherslu á að vera í góðu sambandi við

sína félagsmenn og farin var sú leið að formaður KR heimsótti alla skóla á félagasvæðinu a.m.k.

1 sinni. Það var gerður góður rómur að heimsóknunum þar sem hægt var að upplýsa félaga um

starfsemi svæðafélagsins og starf FG ásamt því að fá umræður um málefni og svara spurningum

sem helst brunnu á vörum félagsmanna. Suma skóla heimsótti formaður oftar ef þurfa þótti og

trúnaðarmenn óskuðu eftir. Þessir fundir hafa sannað mikilvægi sitt því félagið er tenging á milli

grasrótar og stjórnar FG.

Félagsstarf - námskeið - afþreying

Stjórn Kennarafélags Reykjaness tók þá ákvörðun að leggja áherslu á félagslega þátt kennara-

starfsins, mannrækt til að koma til móts við álag í árferðinu. Markmiðið með námskeiðunum var

og er að bjóða kennurum upp á afþreyingu og skemmtun sem lið í streitulosun sem tengist

starfinu og efla samkennd meðal kennara. Því var farið af stað til að bjóða upp á gönguferðir og

hellaskoðunarferðir með leiðsögn og ýmiskonar námskeið, s.s. Salsa, Zumba, jóga, matargerð,

listmálun, ásamt því að brydda upp á golfkennslu þeim að kostnaðarlausu og halda veglegt

golfmót í samstarfi við KMSK. Þetta hefur vakið mikla ánægju og hvetur stjórnina til dáða um að

halda áfram á þessari braut.

Upplýsingamiðlun

Kennarafélag Reykjaness hefur í 8 ár haldið úti heimasíðu fyrir félagsmenn. Á síðunni eru allar

helstu upplýsingar um starfsemi KR ásamt fundargerðum stjórnar, myndum frá félagsstarfinu,

trúnaðarmannalistar og tengslanet auk tenginga við skóla á félagasvæðinu. Einnig hefur KR

stofnað Fésbókarsíðu í nafni þess til að auðvelda upplýsingamiðlun til félagsmanna sinna og gefa

félagsmönnum tækifæri á að koma á framfæri skoðunum eða hleypa af stað umræðum um

málefni sem tengjast kennarastarfinu.

Samstarf KMSK, KFR og KR

Á haustmánuðum 2012 ákváðu KMSK, KFR og KR að vera í samstarfi með kynningar á Sjúkra-,

Orlofs- og Vonarsjóði og einnig á LSR veturinn 2012-13. Kynning á Sjúkrasjóði var í nóvember

2012 en hinar eftir áramót. Það verður að segjast eins og er að frekar fámennt var á þessum

kynningarfundum en þeir sem á annað borð mættu fengu góðar upplýsingar um stöðu sjóðanna,

úthlutunarreglur og greinargóð svör við spurningum sem félagar báru upp.

Samstarf FG og KR

Á tímabilinu 2011 -2014 hafa Félag Grunnskólakennara og svæðafélögin aukið samstarf sitt í

ýmsum málefnum tengdum kjara- og réttindamálum. Reglulega hafa trúnaðarmenn verið boðaðir

á fund með stjórn FG eða fulltrúum samninganefndar þar sem staða mála í samningaviðræðum

Page 39: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

39

við SNS hefur verið kynnt og leitað hefur verið eftir áliti, stuðningi eða til að svara spurningum

sem kunna að koma upp innan veggja skólanna. Með þessu móti hefur stjórn FG lagt áherslu á að

kynna fyrir félagsmönnum þau mál sem verið er að vinna í hverju sinni og á erindi við félags-

menn og um leið halda grasrótinni upplýstri um stöðu mála. Þar kemur tengslanet svæðafélag-

anna að góðum notum ásamt góðu og nánu samstarfi við FG.

Stjórn FG heldur reglulega samráðsfundi með formönnum svæðafélaganna og eru þeir að

meðaltali um 4 -5 á hverju ári.

Page 40: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

40

KMSK

Stjórnir 2011 - 2014

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var föstudaginn 6. maí 2011 í Smáranum Kópavogi var

Sigurður Haukur kosinn formaður og í stjórn voru Hreiðar Oddsson og Hrafnhildur Svendsen

kosin en fyrir voru Kristjana Hrafnsdóttir og Brynja Áslaug Sigurðardóttir.

Aðalfundur KMSK var haldinn 4. maí 2012. Sigurður Haukur kosinn formaður og Kristjana

Hrafnsdóttir og Róbert McKee voru kosin í stjórn en fyrir voru Hrafnhildur Svendsen og Hreiðar

Oddsson.

Á aðalfundi félagsins þann 8. maí var Kristjana Hrafnsdóttir kjörin sem nýr formaður KMSK og

Sigurður Haukur, sem ekki gaf kost á sér áfram, kvaddur og honum þökkuð góð störf. Hreiðar

Oddsson og Lísa Greipsson voru kosin í stjórn en fyrir var Róbert McKee. Þórdís Sævarsdóttir

tók sæti í stjórn fyrir Kristjönu.

Áður en ný stjórn kom saman hvarf Hreiðar Oddsson til annarra starfa. Í hans stað kom 1.

varamaður, Hrafnhildur Svendsen.

Trúnaðarmannafundir - námskeið

KMSK hélt öll árin trúnaðarmannanámskeið á Úlfljótsvatni. Námskeiðin gengu vel og var

almenn ánægja með þau. Gist var í eina nótt í hvert sinn.

16. febrúar 2012 var haldinn trúnaðarmannafundur í Turninum, þar sem farið var yfir stöðu

kjaramála. Einnig stóð KMSK fyrir gönguferð og stafgöngunámskeiði og á vormánuðum

golfnámskeiðum. Vorfagnaður KMSK var haldinn í framhaldi af aðalfundi félagsins, 4. maí.

Báðir viðburðir voru vel sóttir.

Félagsstarf, námsskeið og afþreying

Á vormánuðum stóð KMSK fyrir golfnámskeiðum fyrir félagsmenn sína og komust færri að en

vildu. Vorfagnaður félagsmanna KMSK í beinu framhaldi af aðalfundi. Þetta fyrirkomulag hefur

gefist vel.

Boðið var upp á fjölbreytt námskeið á tímabilinu, m.a. handverks-, hekl-, matreiðslu-,

stafagöngu- og golfnámsskeið. Í nóvember 2012 gerði KMSK skoðanakönnun á meðal

félagsmanna sinna um hverskonar námskeið KMSK ætti að standa fyrir. Um 10% félagsmanna

tóku þátt voru svör þeirra höfð til viðmiðunar. Ánægja var með þessi námskeið. KMSK stóð

einnig fyrir gönguferð árið 2011.

Í október stofnaði KMSK síðu á Facebook til að koma ýmsum upplýsingum á framfæri við

félagsmenn. Nauðsynlegt í ljósi þess að heimasíða FG, þar sem KMSK var með undirsíður, virkar

ekki.

Page 41: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

41

Seltjarnanesbær er enn við sama heygarðshornið og heldur skólanefndarfundi án þess að boða

áheyrnarfulltrúa kennara eins og skylt er skv. grunnskólalögum. Fundargerðir eru bókaðar en ekki

birtar á vef bæjarins eins og aðrar fundargerðir en samt eru þær teknar fyrir á bæjarstjórnar-

fundum. Formaður FG er kominn með málið til frekari vinnslu.

Í nóvember gerði KMSK skoðanakönnun á meðal félagsmanna sinna um hverskonar námskeið

KMSK ætti að standa fyrir. Um 10% félagsmanna tóku þátt og ætlar KMSK í framhaldi að standa

fyrir ljósmynda-, prjóna-, golf- og Sushinámskeiðum á vorönn 2013.

Á haustmánuðum stóð KMSK í samstarfi við Kennarafélag Reykjavíkur og Kennarafélag

Reykjaness fyrir lífeyriskynningum þar sem Eiríkur Jónsson fór yfir helstu atriði.

Page 42: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

42

KS

Félagssvæði Kennarafélags Suðurlands (KS) nær frá Þorlákshöfn í vestri til Kirkjubæjarklausturs

í austri. Félagsmenn starfsárið 2013 til 2014 voru 351.

Stjórnir 2011-2014

Stjórn KS 2011-2012 var þannig skipuð:

Sigurður Halldór Jesson formaður, Steinunn Alda Guðmundsdóttir varaformaður, Jórunn Helena

Jónsdóttir gjaldkeri, Kolbrún Guðmundsdóttir ritari og Jónas Bergmann Magnússon með-

stjórnandi.

Ný stjórn var kjörin á þingi KS 2012 til tveggja ára.

Stjórn 2012-2014 er þannig skipuð:

Sigurður Halldór Jesson formaður, Kolbrún Guðmundsdóttir varaformaður, Jónas Bergmann

Magnússon gjaldkeri, Íris Árný Magnúsdóttir ritari og Tómas Davíð Ibsen Tómasson

meðstjórnandi.

Þing

Kennarafélag Suðurlands stendur fyrir tveggja daga þingi ár hvert. Mikið af tíma og vinnu

stjórnar fer í að undirbúa þingið. Þingin 2011 og 2013 voru haldin á Hvolsvelli en þingið 2012

haldið að Flúðum. Uppbygging þings er í megindráttum þannig að það hefst á opnunarfyrirlestri

sem allir þinggestir sitja. Aðalfyrirlesarar okkar á þessum þingum hafa komið úr ýmsum áttum og

við val á fyrirlesara og umræðuefni hefur það verið haft að leiðarljósi að létta andann, auka

fagmennsku og lyfta anda félagsmanna. Að fyrirlestrinum loknum blásum við til aðalfundar KS

og um kvöldið er svo samsæti félagsmanna þar sem snæddur er hátíðarkvöldverður og málin

rædd. Þingdagur tvö er vinnustofur og fyrirlestrar fram yfir hádegi en í lok dags eru haldnir

faggreina- og stigafundir. Þingin hafa heppnast vel og kveðinn hefur verið góður rómur að þeim.

Þing KS eru mikilvægur vettvangur fyrir kennara á Suðurlandi til að hittast til skrafs og

ráðagerða.

Við höfum nýtt þingin til að halda aðalfundi KS og hefur það mælst vel fyrir. Formaður og

varaformaður FG hafa komið sem gestir á fundina og hefur það gefið félagsmönnum tækifæri til

fjörugra umræðna.

Trúnaðarmannafundir

Ár hvert eru trúnaðarmenn boðaðir til fundar til að tæpa á því helsta er við kemur réttinda- og

kjaramálum. Mæting hefur verið góð og höfum við verið heppin hér á Suðurlandinu hvað það

varðar að lítið er um trúnaðarmannaskipti. Trúnaðarmenn okkur eru öflugir og vel inni í

málunum. Trúnaðarmenn KS eru 17.

Samstarf

Í samstarfi við 8. dl. FL höfum við í KS haldið þrjá fræðslufyrirlestra. Hafa þeir verið ágætlega

sóttir og góður rómur kveðinn að þeim. Eins hafa stjórnir félaganna rætt um að halda

sameiginlegt þing en ekki hefur fundist flötur á því.

Page 43: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

43

Stjórn KS hefur nýlega fundað með Skólastjórafélagi Suðurlands og var þar tæpt á ýmsum málum

en mest var rætt um þing KS og framkvæmd þess. Vonandi verður þessi fundur ávísun á meira

samstarf okkar á milli.

Page 44: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

44

Skýrsla stjórnar Kennarafélags Vestmannaeyja 2011-2014

Stjórnir

2011- 2012: Helga Tryggvadóttir formaður, Þórdís Jóelsdóttir varaformaður, Lóa Hrund

Sigurbjörnsdóttir ritari, Ragnheiður Borgþórsdóttir gjaldkeri og M. Þóra Guðmundsdóttir

meðstjórnandi.

2012-2013: Helga Tryggvadóttir formaður, Lóa Hrund Sigurbjörnsdóttir varaformaður, Anna

Lilja Sigurðardóttir ritari, Lára Skæringsdóttir gjaldkeri og Jónatan G. Jónsson meðstjórnandi.

2013-2014: Helga Tryggvadóttir formaður, Sigurhanna Friðþórsdóttir varaformaður, Anna Lilja

Sigurðardóttir ritari, Lára Skæringsdóttir gjaldkeri og Jónatan G. Jónsson meðstjórnandi.

Varamenn öll árin: Bryndís Bogadóttir og Guðríður Jónsdóttir.

Starfsemi

Stjórn félagsins hefur fundað 8 sinnum á skólaári. Haldnir hafa verið fimm almennir félagsfundir

á tímabilinu þar sem viðfangsefnin hafa verið starfsemi og stefnumótun KV, kjaramál og

ýmislegt fleira. Formaður FG hefur verið gestur á tveimur þessara funda og varaformaður FG á

einum. Formaður félagsins situr sem fulltrúi kennara í fræðsluráði og hefur þar málfrelsi og

tillögurétt. Einnig sótti formaður samráðsfundi stjórnar FG og svæðaformanna og fundi sem

boðað er til með samninganefnd FG. Formaður sat í milliþinganefnd FG sem skilaði af sér

tillögum um breytingar á stjórn FG á ársfundi 2012. Þó svo að breytingarnar hafi ekki náð fram

að ganga þá er greinilegur vilji innan FG til að styrkja hlutverk og aðkomu svæðafélaganna að

stjórn og starfsemi FG.

Haustþing

Viðamesta verkefni KV eru árleg haustþing. Við undirbúning þinga eru þrjú af fimm skil-

greindum hlutverk félagsins samkvæmt lögum þess höfð að leiðarljósi; að efla samvinnu og

samstöðu félagsmanna, að vinna að endurmenntun og stuðla að þróun í uppeldis- og skólamálum.

Einnig hefur verið stefnt að því að viðfangsefni þinganna verði uppbyggileg fyrir félagsmenn,

bæði faglega og persónulega, og hefur stjórnin leitað ýmissa leiða til að ná þessum markmiðum.

Haustið 2011 var yfirskrift þingsins „skemmtilegt - gamalt og nýtt“ þar sem við fengum fræðslu

um húmor í starfi, kynntum okkur nýuppgert byggðasafn sveitarfélagsins og starfsemi Fab Lab.

Auk þess fræddumst við um sögu miðbæjarins.

Þingið 2012 fór fram á Íslandi þar sem við fórum í dagsferð og nutum þess sem Suðurlandið í

nálægð við Landeyjahöfn hefur upp á að bjóða. Dagskráin samanstóð af miklu hópefli og

sjálfsskoðun, bæði félagsins og einstaklinga.

Síðasta haustþing fékk yfirskriftina „heimska“ sem er vísun í að eingöngu heimafólk kom að

dagskrá þingsins og bæði fræðimenn innan og utan félagsins fjölluðu um áhugaverð málefni. Þrír

félagsmenn fjölluðu um meistaraverkefni sín sem fjölluðu um jákvæða sálfræði, starf skólastjóra

Page 45: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

45

og íslenskukennslu. Einnig fengum við erindi um sjófugla við Vestmannaeyjar, lífið í Eyjum á

tímum seinni heimstyrjaldarinnar og útilistaverk á eyjunni.

Í lok haustþinga er blásið til hófs, sem jafnan fellur vel í kramið hjá félagsmönnum.

Í gegnum tíðina hafa KV og Kennarafélag Suðurlands sameinast um haustþing af og til og er vilji

til þess að endurtaka leikinn, nú með því að fá KS í heimsókn til okkar. Þrátt fyrir vilja hefur ekki

enn fundist flötur á þessu máli, en vonandi kemst þetta á koppinn fyrr en síðar.

Trúnaðarmannafundir

Síðust ár hafa trúnaðarmenn félagsins sótt trúnaðarmannafundi á vegum Kennarafélags

Suðurlands á Hvolsvelli og hafa þeir fundir verði ákaflega gagnlegir og gott fyrir trúnaðarmenn

lítils félags að hitta kollega sína í norðri og ræða málin.

Upplýsingamiðlun

Stjórn KV hefur sent frá sér rafrænt fréttabréf einu sinni á ári. Önnur upplýsingamiðlun er oftast í

formi tölvupósta eða tilkynninga á kennarafundum, facebook síðu félagsins og/eða upplýsinga-

töflum.

Samstarf

KV var framkvæmdaaðili ásamt Grunnskóla Vestmannaeyja að tveggja daga námskeiði í Uppeldi

til ábyrgðar haustið 2011.

Í samstarfi við leikskólakennara og stjórnendur í leikskólum í Vestmannaeyjum var haldið

námskeið um skapandi hugsun í apríl 2014. Framhaldsskólakennurum og stjórnendum í

grunnskólanum var boðið á námskeiðið. Stefnt er að áframhaldandi samstarfi og að kennurum á

öllum skólastigum í Vestmannaeyjum verði boðin þátttaka í árlegum viðburði af þessu tagi.

Page 46: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

46

KSNV

Stjórnir

Stjórn KSNV skipuðu 2011 - 2012:

Sigurlaug Kr. Konráðsdóttir Árskóla, formaður, Fríða Eyjólfsdóttir Grunnskólanum austan Vatna,

gjaldkeri, Ragnheiður Sveinsdóttir Grunnskóla Húnaþings vestra, ritari, Anna Margrét

Valgeirsdóttir Blönduskóla og Þorbjörn Gíslason Grunnskóla Húnaþings vestra, meðstjórnendur.

Stjórn KSNV skipuðu árið 2012 - 2013:

Sigurlaug Kr. Konráðsdóttir Árskóla, formaður, og varaformaður og ritari er Ragnheiður

Sveinsdóttir Grunnskóla Húnaþings vestra. Gjaldkeri er Lína Dögg Halldórsdóttir

Grunnskólanum austan Vatna. Meðstjórnendur eru Anna Margrét Valgeirsdóttir Blönduskóla og

Guðrún Helga Jónsdóttir Grunnskólanum austan Vatna. Varamenn eru Bergmann Guðmundsson

Árskóla og Lilja Jóhanna Árnadóttir Blönduskóla.

Stjórn KSNV skipuð árið 2013:

Bergmann Guðmundsson Árskóla, formaður, Fríða Eyjólfsdóttir, Grunnskólanum austan Vatna,

gjaldkeri, Ragnheiður Sveinsdóttir Grunnskóla Húnaþings vestra, ritari, Helga Gunnarsdóttir

Höfðaskóla, meðstjórnandi og Laura Ann Howser Grunnskóla Húnaþings vestra, meðstjórnandi.

Varamenn eru Anna Margrét Valgeirsdóttir Blönduskóla og Sigurbjörg Bjarnadóttir Grunnskóla

Fjallabyggðar.

Starfsemi

Síðasta árið fundaði stjórn KSNV sjaldnar en áður. Fundaði var í apríl og aftur í september í

Varmahlíð. Ekki voru fleiri stjórnarfundir á starfsárinu en tölvusamskipti notuð eftir þörfum.

Haustþing

Aðalverkefni KSNV eru hin árlegu haustþing. Árið 2011 var það haldið Siglufirði og Ólafsfirði

(Fjallabyggð). Samkvæmt venju voru tveir fyrirlesarar á þinginu, þeir Guðni Olgeirsson frá

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Gordon McKenzie sem er þekktur skoskur skólastjóri.

Hann hélt tvo fyrirlestra þennan dag, annan um hvað einkennir frábæran kennara og hinn hvað

einkennir góðan stjórnanda. Á haustþinginu voru einnig rúmlega 20 málstofur/umræðuhópar þar

sem m.a. ýmsar nýjungar voru kynntar, faggreinakennarar hittust og skólar á svæðinu kynntu

verkefni sem þeir hafa unnið að. Auk þessa voru kynningar frá nokkrum fyrirtækjum sem selja

námsgögn. Þingið var einstaklega vel heppnað og sem fyrr voru þinggestir sammála um

mikilvægi haustþinga sem vettvang fyrir kennara til að hittast og efla sig faglega. Aðalfundur

KSNV var haldinn í kjölfar haustþingsins. Var hann vel sóttur og umræður málefnalegar. Þá hélt

KSNV árshátíð sína þennan dag.

Á Sauðárkróki í lok september 2012 var annað haustþing. Gríðarleg vinna liggur í undirbúningi

svona þings sem bæði felst í faglegum þáttum dagskrárinnar, svo og hagnýtum. Fyrir hádegi var

dagskrá ætluð öllum þátttakendum. Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness

flutti fyrirlestur um innleiðingu á nýrri aðalnámskrá, klæðskerasaumaðri símenntun o.fl. Síðan

fluttu tveir Norðmenn erindi um svokallað Vinaliðaverkefni, sem er norskt að uppruna, en

Page 47: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

47

grunnskólar í Skagafirði hafa tekið þetta verkefni upp, fyrstir skóla á Íslandi. Eftir hádegi voru

málstofur þar sem fjölbreytt efni var í boði. Kennarar í Grunnskólanum á Hólmavík óskuðu eftir

því að vera með okkur á haustþingi þetta árið.Að venju lauk dagskrá þingsins með árshátíð

KSNV.

Á stjórnarfundi í apríl 2013 var ákveðið að í stað hefðbundins haustþings þetta árið yrði tekið

þátt í ráðstefnunni „Samstarf og samræða allra skólastiga“ á Akureyri. Stjórnir KSNV og SNV

voru samstiga í þessu.

Trúnaðarmannafundir

Félagið hefur séð um framkvæmd trúnaðarmannafunda, m.a. í tengslum við þing KÍ og aðalfund

FG sá félagið um val á fulltrúum og undirbúning þingfulltrúa.

Þann 5. febrúar var fundur um kjaramál með Guðbjörgu Ragnarsdóttur, varaformanni FG, o.fl. og

27. febrúar var fræðslufundur á vegum Kennarasambands Íslands.

Í október í fyrra og í september voru trúnaðarmannanámskeið sem formaður og varaformaður FG

sáu um. Þá sótti formaður ársfund FG sem haldinn var í Borgarnesi.

Annað

Það er afar ánægjulegt að geta þess að KSNV hefur borist góður liðsauki. Á vordögum

samþykktu allir kennarar Grunnskólans á Hólmavík samhljóða að óska eftir flutningi úr

Kennarasambandi Vestfjarða og í Kennarasamband Norðurlands vestra. Ástæður fyrir þessu

nefndu þeir nokkrar og færðu rök fyrir máli sínu. Félag grunnskólakennara gerði ekki

athugasemdir við flutninginn og stjórnir viðkomandi svæðafélaga samþykktu hann samhljóða.

KSNV tekur fagnandi öllum sem vilja koma og bjóða Hólmvíkinga innilega velkomna í hópinn.

Félagið stóð fyrir árshátíð fyrir félagsmenn í kjölfar ráðstefnunnar á Akureyri.

Page 48: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

48

BKNE

Starfssvæði Bandalags kennara á Norðurlandi eystra nær frá Dalvík og austur á Bakkafjörð. Á

svæðinu starfa 25 grunnskólar, sumir á fleiri en einni starfsstöð. Félagsmenn undanfarin ár hafa

verið 460 - 480 talsins. Vegalengdir á félagssvæðinu setja mark sitt á starfið.

Stjórnir

Núverandi stjórn skipa: Mjöll Matthíasdóttir formaður frá hausti 2013, Helga Dögg Sverrisdóttir

varaformaður, Sigrún Ásmundsdóttir gjaldkeri, Anna Guðrún Jóhannesdóttir ritari og Inga S.

Matthíasdóttir meðstjórnandi.

Í varastjórn eru: Erla Rán Kjartansdóttir og Kristjana Ríkey Magnúsdóttir.

Nýr formaður er fyrst kjörinn til tveggja ára en að því loknu má endurkjósa hann til eins árs í

senn. Aðrir í stjórn og varastjórn eru kosnir til tveggja ára í senn. Árlega er kosið um tvo í stjórn

og annan varamanninn.

Eftirtalin hafa látið af stjórnarsetu á tímabilinu:

Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður frá 2008 til 2013, Elías Gunnar Þorbjörnsson, Jónína

Sveinbjörnsdóttir og Kristjana Ríkey Magnúsdóttir.

Aðalfund heldur félagið á haustin, oft í tengslum við haustþing.

Hausþing og ráðstefnur

Löng hefð er fyrir haustþingum á svæðinu. Mikið af tíma stjórnar fer í að undirbúa þau.

Undanfarin ár hefur haustþing oftast verið haldið í samstafi við félag stjórnenda FSNE. Þingið er

ýmist heill eða hálfur dagur, með sameiginlegum fyrirlestrum og kynningum. Þinggestir geta svo

valið um fjölda örfyrirlestra, málstofa og kynninga á ýmsu er snertir kennslu og skólastarf. Einnig

hefur verið í boði að sitja samráðsfundi þeirra sem kenna sömu námsgreinar. Samstarf BKNE og

FSNE hefur verið farsælt og styrkt haustþingin.

Á tveggja til þriggja ára fresti er haldin stór ráðstefna á Akureyri, Samræða allra skólastiga. Þau

ár sem hún er haldin falla haustþing niður en BKNE hefur verið aðili að ráðstefnunni og formaður

setið í undirbúningsnefnd. Haustið 2013 var yfirskrift ráðstefnunnar „Lærdómssamfélagið“.

Starfsfólk, leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, alls um 1300 manns sóttu fyrirlestra, málstofur

og kynningar margskonar. Þótti ráðstefnan vel heppnuð.

Trúnaðarmannafundir

FG heldur námskeið fyrir trúnaðarmenn hvert haust og er þátttaka ætíð góð.

Trúnaðarmenn eru 23 en í fjórum fámennum skólum eru einungis tengiliðir. Aðrir fundir með

trúnaðarmönnum eru ekki haldnir reglulega heldur er boðað til þeirra þegar þurfa þykir. Það er þá

helst þegar FG kallar til funda um réttinda- og kjaramál.

Page 49: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

49

Önnur starfsemi

Eins og fram hefur komið er starfssvæðið stórt. Það setur óneitanlega mark sitt á félagsstarfið.

Flestir fundir eru haldnir á Akureyri en þangað á mikill fjöldi félagsmanna stutt að sækja. Þá er

stjórn í tölvusambandi við trúnaðarmenn. Fréttabréf eru send öllum félögum í tölvupósti í

gegnum félagakerfi KÍ. Formenn hafa heimsótt nokkra skóla en þó ekki í þeim mæli sem vilji

hefur staðið til og ræður þar mestu langur ferðatími. Formaður eða fulltrúar úr stjórn hafa fylgt

fulltrúum FG þegar þeir hafa verið á ferðinni vegna funda eða skólaheimsókna.

BKNE stóð fyrir fræðslufyrirlestrum á tímabilinu um netnotkun barna og unglinga, voru þeir í

boði bæði á Akureyri og á Húsavík.

Þátttaka í starfi FG

Samráðsfundir stjórnar FG og svæðafélaganna eru reglulega og er þar m.a. fjallað um

sameiginleg mál svæðafélaga og réttinda- og kjaramál. Formaður eða staðgengill hans situr þessa

fundi. Eru þeir góður vettvangur til samskipta við stjórn FG og milli svæðafélaganna. Mikill

styrkur er að svona samráðsfundum. Þá hefur formaður sótt ársfundi FG á tímabilinu ásamt

kjörnum fulltrúum í nefndum FG sem búsettir eru á félagssvæði BKNE.

Page 50: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

50

KSV

Stjórn

Rannveig Haraldsdóttir / Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður

Helga Jónsdóttir varaformaður

Jón Heimir Hreinsson gjaldkeri

Helga Svandís Helgadóttir ritari

Guðrún Rakel Brynjólfsdóttir meðstjórnandi

Erna Höskuldsdóttir varamaður

Stjórn Kennarasambands Vestfjarða var kosin á aðalfundi KSV haustið 2011. Nokkrar breytingar

hafa orðið á stjórn í gegnum árin, Hafdís Gunnarsdóttir og Elvar Reynisson hættu störfum við

Grunnskólann á Ísafirði og fóru því sjálfkrafa út úr stjórn. Eins og staðan er núna er bara einn

varamaður í stjórn og verður bætt úr því á næsta aðalfundi.

Haustþing

Haustþing hafa verið haldin á hverju ári síðan núverandi stjórn tók við. Þingin hafa verið haldin á

Ísafirði og í Bolungarvík. Þessi þing hafa verið ágætleg sótt en betur má ef duga skal. Tillögur

stjórnar er meðal annars að haustþing verði haldið á tveggja ári fresti sem mun vonandi leiða til

þess að efla þingið hverju sinni.

Aðalfundur KSV hefur verið haldin að þingi loknu í hvert sinn en ekki nægilega vel sóttur.

Ýmsar breytingar eru fyrirhugaðar hjá KSV og er núverandi stjórn að vinna að lagabreytingum

fyrir aðalfund í haust.

Trúnaðarmannafundir

Trúnaðarmannafundir eru haldnir reglulega og hafa trúnaðarmenn verið duglegir að sækja

fundina. Tæpt er á því helsta er við kemur réttinda- og kjaramálum. Mæting hefur verið góð.

Page 51: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

51

KSA

Félagssvæði KSA nær frá Vopnafirði í norðri til Öræfa í suðri. Fjöldi félagsmanna er rétt undir

250. Grunnskólarnir eru 16, reknir af 9 sveitarfélögum.

Stjórnir

Formaður: Hildur Jórunn Agnarsdóttir, Hallormsstaðaskóla. Varaformaður: Ásthildur Kristín

Garðarsdóttir, Fellaskóla (2012-2014), Eydís Bára Jóhannsdóttir, Seyðisfjarðarskóla (2011-2012).

Ritari: Unnur Óskarsdóttir, Seyðisfjarðarskóla (2012-2014), Ásthildur Kristín Garðarsdóttir,

Fellaskóla (2011-2012). Gjaldkeri: Þráinn Sigvaldason, Grunnskóla Borgarfjarðar (2013-2014),

Haraldur Geir Eðvaldsson, Egilsstaðaskóla (2012-2013), Unnur Óskarsdóttir, Seyðisfjarðarskóla

(2011-2012). Meðstjórnandi: Kolbrún Erla Pétursdóttir, Seyðisfjarðarskóla (2012-2014), Helena

Rós Einarsdóttir, Fellaskóla (2011-2012). Varamaður: Dísa Mjöll Ásgeirsdóttir, Grunnskóla

Reyðarfjarðar (2012-2014), Haraldur Geir Eðvaldsson, Egilsstaðaskóla (2011-2012).

Stjórn KSA skipa fimm aðalmenn og einn til vara. Formaður og stjórn eru kosin til tveggja ára,

formaður í sérstakri kosningu. Stjórnarfundir eru haldnir að meðaltali einu sinni í mánuði á

skólaárinu og sitja einungis aðalmenn fundina.

Starfsemi

Að venju hefur aðal starfsemin verið í sambandi við árleg haustþing en einnig hafa kjaramál verið

ofarlega á baugi.

Haustþing

KSA stendur fyrir haustþingi á föstudegi í september ár hvert og fer stór hluti af vinnu og tíma

stjórnar í þann undirbúning. Þingið 2013 var haldið á Egilsstöðum, 2012 var það á Höfn í

Hornafirði í samstarfi við leikskólakennara og 2011 á Hallormsstað. Oftast byrja þau á

sameiginlegum fyrirlestri sem allir þinggestir sitja og síðan eru haldnir samráðsfundir ýmissa

kennarahópa. Eftir hádegi eru námskeið, málstofur og vinnustofur sem kennarar velja á milli og

þingdegi lýkur með kynningum á ýmsum verkefnum sem kennarar eru að vinna að í sínum

skólum. Að þingstörfum loknum heldur KSA aðalfund sinn og að kvöldi setjast menn að

hátíðarkvöldverði með tilheyrandi skemmtun. Stundum hefur hátíðarkvöldverður verið kvöldinu

áður því á fimmtudeginum eru trúnaðarmenn á fundi á þingstað. Við val á fyrirlesurum og

námskeiðum hefur verið leitað í ýmsar áttir með það að markmiði að auka fagmennsku kennara

og styrkja hann í starfi. Þingin hafa gefist vel og eru vel sótt. Þetta er eina árlega tækifæri

grunnskólakennara á Austurlandi að hittast og ræða málin.

Trúnaðarmannafundir - námsskeið

Árlega er haldið eins dags námskeið á vegum FG með trúnaðarmönnum í sambandi við

haustþingið, það er degi áður á þingstað, og þeim þá boðin gisting á vegum KSA. Er þá meðal

annars farið yfir gildandi kjarasamning og önnur atriði hvað varðar réttindi og skyldur í

grunnskólakennara. Einnig hafa verið haldnir fundir með trúnaðarmönnum og fulltrúa FG í

sambandi við kjaramál og hafa þá nokkrir trúnaðarmenn gjarnan setið við fjarfundabúnað í

heimabæ sínum. Trúnaðarmennirnir eru 16 og tengiliður er einn. Stór hluti trúnaðarmanna hefur

starfað sem slíkur í mörg ár.

Page 52: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

52

KFV

Flestir fundir eru tengdir undirbúningi haustþings.

Stjórnir

Formaður: Einar Gunnarsson, Grunnskólanum í Stykkishólmi

Varaformaður: Valgarður Lyngdal Jónsson, Grundaskóla

Gjaldkeri: Hólmfríður Ólafsdóttir, Grunnskólanum í Borgarnesi

Ritari: Sigrún Þorbergsdóttir, Brekkubæjarskóla

Stjórn Kennarafélags Vesturlands, starfsárið 2011 til 2012, var skipuð á aðalfundi félagsins í

Brekkubæjarskóla í október 2011. Breytingar urðu á stjórninni þar sem Valgarður Lyngdal

Jónsson, Grundaskóla, var kosinn inn í stjórnina í stað Kristins Péturssonar, Brekkubæjarskóla

sem lauk sinni stjórnarsetu. Kristinn var hálfnaður með sitt tveggja ára kjörtímabil og því tók

Valgarður við sæti hans til eins árs. Einar Gunnarsson, Grunnskólanum í Stykkishólmi var

endurkjörinn formaður félagsins. Sigrún Þorbergsdóttir, Brekkubæjarskóla, og Dagný

Þorsteinsdóttir, Brekkubæjarskóla, voru endurkjörnar til tveggja ára en Hólmfríður Ólafsdóttir,

Grunnskólanum í Borgarnesi, var hálfnuð með sitt kjörtímabil og sat því áfram í stjórn.

Haustþing

Verkefnin eru mörg í tengslum við haustþing. Unnið í samskiptum við Skólastjórafélag

Vesturlands í þeim efnum. Ákveðið var að hafa breytilega staðsetningu funda á milli ára. Helstu

erfiðleikar eru að fá starfsdag fyrir þing. Á tímabilinu komu fram óskir um að fjölga

örnámsskeiðum á haustþingum. Síðari haustþing var unnið í samstarfi við kennara sem lögðu

hönd á plóginn.

Trúnaðarmannafundir - námsskeið

Unnið var í samstarfi við FG árleg trúnaðarmannanámsskeið á haustdögum. Kennarafélag

Vesturlands stóð fyrir trúnaðarmannanámskeiði síðastliðinn september í samstarfi við Félag

Grunnskólakennara. Námskeiðið er fastur liður í starfi FG og nauðsynlegt til að allir

trúnaðarmenn svæðisins hittist og beri saman bækur sínar ásamt því að fá fræðslu í grunnstörfum

trúnaðarmanna. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara stýrði námskeiðinu og gaf

trúnaðarmönnum kost á ýmsum spurningum er koma upp í starfi trúnaðarmanns.

Þátttaka í starfi FG

Kennarafélags Vesturlands sækir reglulega og eru haldnir á vegum Félags grunnskólakennara. Í

forföllum Einars fór Valgarður í hans stað. Félagið lagði sitt af mörkum í stærri ákvörðunum FG.

Upplýsingamiðlun

Heimasíðumál félagsins voru rædd og tilraun var gerð til að virkja félagsmenn í að koma fréttum

og viðburðum til stjórnarmanna til að birta á heimasíðunni. Tilraunin gekk ekki upp og í kjölfarið

ákvað stjórnin að setja grunnupplýsingar um stjórnarmenn inn á heimasíðuna og bíða þar til ný

heimasíða KÍ opnar.

Page 53: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

53

Annað

Að lokum viljum við hvetja félagsmenn að vera meðvitaða um starfsemi félagsins og leita til

stjórnarinnar með málefni sem varða störf okkar. Félagsvitund okkar skiptir okkur máli og með

því að fjölga þeim kennurum sem taka þátt eflum við okkur sem stétt og þ.a.l. stöndum við

sterkar gagnvart ýmsum áskorunum sem á vegi okkar verða í framtíðinni.

Page 54: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

54

VIÐAUKI 5 – FULLTRÚAR Í STJÓRNUM, RÁÐUM OG NEFNDUM

Fulltrúar FG í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum KÍ, ráðuneyta o.fl. 2011-2014

BARNAMENNINGARSJÓÐUR

Guðbjörg Ragnarsdóttir

FAGRÁÐ MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIS UM SÍMENNTUN OG STARFSÞRÓUN KENNARA

Guðbjörg Ragnarsdóttir

MATSNEFND LEIK-, GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLA (LEYFISBRÉFANEFND)

Aðalmaður: Varamaður:

Ólafur Loftsson Guðbjörg Ragnarsdóttir

MENNTAMIÐJA

Guðbjörg Ragnarsdóttir

NÁMSLEYFASJÓÐUR SVEITARFÉLAGA OG ENDURMENNTUNARSJÓÐUR

Kristín Jónsdóttir

NEFND UM ENDURSKOÐUN ALMANNATRYGGINGALAGA

Varamaður:

Ólafur Loftsson

NÝ HÚSNÆÐISSAMVINNUFÉLÖG Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar

Rósa Ingvarsdóttir

RITSTJÓRN UPPLÝSINGAVEITU SAMSTARFSNEFNDAR UM SÍMENNTUN

Guðbjörg Ragnarsdóttir

SAMRÁÐSHÓPUR UM SKIL GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLA

Guðbjörg Ragnarsdóttir

SAMRÁÐSNEFND MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTISINS, SAMBANDS ÍSLENSKRA

SVEITARFÉLAGA, SKÓLASTJÓRAFÉLAGS ÍSLANDS OG FÉLAGS GRUNNSKÓLAKENNARA

Ólafur Loftsson

SAMRÁÐSNEFND UM LEIK- OG GRUNNSKÓLA Skipan nefndarmanna gildir til 15. febrúar 2014

Aðalmaður: Varamaður:

Ólafur Loftsson Guðbjörg Ragnarsdóttir

SAMSTARFSNEFND UM ENDURMENNTUN KENNARA

Aðalmaður: Varamaður:

Guðbjörg Ragnarsdóttir Ólafur Loftsson

Page 55: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

55

SAMSTARFSNEFND UM SÍMENNTUN / STARFSÞRÓUN LEIK-, GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLAKENNARA

Guðbjörg Ragnarsdóttir

SAMSTARFSNEFND VEGNA KJARASAMNINGA KÍ/LN

Aðalmaður: Varamaður:

Ólafur Loftsson Guðbjörg Ragnarsdóttir

STARFSHÓPUR UM EFLINGU FJÁRMÁLALÆSIS Í GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLUM

Mjöll Matthíasdóttir

STARFSHÓPUR UM MAT Á MENNTASTEFNU

Guðbjörg Ragnarsdóttir

STJÓRN BARNAMENNINGARSJÓÐS Skipaður til 14. október 2015

Guðbjörg Ragnarsdóttir

STJÓRN NÁMSGAGNASJÓÐS

Guðbjörg Ragnarsdóttir

STJÓRN NÁMSGAGNASTOFNUNAR 10. janúar 2012 til 10. janúar 2016

Aðalmaður: Varamaður:

Kristjana Hrafnsdóttir Sesselja G. Sigurðardóttir

STJÓRN NÁMSMATSSTOFNUNAR 2011-2015

Varamaður:

Sturla Þorsteinsson

STJÓRN RADDA (STÓRA UPPLESTRARKEPPNIN)

Sesselja G. Sigurðardóttir

STJÓRN ÞRÓUNARSJÓÐS NÁMSGAGNA 2011-2015

Guðbjörg Ragnarsdóttir

UNDANÞÁGUNEFND GRUNNSKÓLA

Aðalmaður: Varamaður:

Íris Reynisdóttir Rósa Ingvarsdóttir

VERKEFNASTJÓRN TIL AÐ FYLGJA EFTIR SKÝRSLU UM SKÁKKENNSLU Í GRUNNSKÓLUM

Aðalmaður: Varamaður:

Tómas Rasmus Anna Kristín Jörundsdóttir

Page 56: Skýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara 2011-2014

SKÝRSLA STJÓRNAR

SKÝRSLA STJÓRNAR 8. OG 9. MAÍ 2014

56

Fulltrúar FG í stjórnum, ráðum og nefndum KÍ 2011-2014

STJÓRN KÍ

Aðalmenn: Varamenn

Ólafur Loftsson Rósa Ingvarsdóttir

Guðbjörg Ragnarsdóttir Kristjana Hrafnsdóttir

Þorgerður L. Diðriksdóttir

FRAMBOÐSNEFND

Hjördís Þórðardóttir

FRÆÐSLUNEFND

Guðbjörg Ragnarsdóttir

JAFNRÉTTISNEFND

Hreiðar Oddsson / Baldur Þorsteinsson

KJARARÁÐ

Ólafur Loftsson

Sigurjón Magnússon

KJÖRSTJÓRN

Björk Helle Lassen

Magnea Antonsdóttir

SIÐARÁÐ

Mjöll Matthíasdóttir

SKOÐUNARMENN REIKNINGA

Ásta Benediktsdóttir

SKÓLAMÁLARÁÐ

Guðbjörg Ragnarsdóttir

STJÓRN ORLOFSSJÓÐS

Elís Þór Sigurðsson

Edda Guðmundsdóttir

Sigurður Halldór Jesson

STJÓRN SJÚKRASJÓÐS

Aðalmaður: Varamaður:

Margrét Þórisdóttir Inga María Friðriksdóttir

Árdís Jónsdóttir

Kristín Jónsdóttir