40

Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Tímarit Lyfjafræðingafélags Íslands

Citation preview

Page 1: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 2: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 3: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 4: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 5: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012

5Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2012

FÉLAGIÐ

Það tekur óhemju mikinn tíma og kostar mikla fjármuni að þróa ný lyf og eftir miklar rannsóknir er lyf sett á markað með öllu sem því fylgir. Í framhaldinu skráum við aukaverkanir, fylgst er með stöðugleika lyfjaformsins, geymsluþoli og þar fram eftir götunum. Unnið er að því að auka öryggi með því að koma í veg fyrir að fölsuð lyf komist í umferð, mikið er lagt í að rekjanleiki í flutningskeðjunni sé til staðar og geymsluskilyrði lyfja séu rétt. Við afgreiðslu lyfs til sjúklings, er þess gætt að rétt lyf sé afgreitt og með réttum notkunarleiðbeiningum. Við látum ekki frá okkur lyf nema allt sé í lagi. Mikilvæg og markviss verkefni, allt frá þróun mólikúls þar til tilbúið lyf nær til sjúklings. Hvað tekur þá við? Sjúklingurinn er búinn að fá í hendurnar lyfið sem skrifað var upp á, af réttum gæðum og með réttum skömmtunarleiðbeiningum. Hvernig notar hann lyfið og hvaða lyf önnur? Er hætta á milliverkunum? Notar hann lyfið rétt? Notar hann of mikið eða of lítið? Ef sjúklingur tekur ekki lyfin sín, hver er ástæða þess? Notar sjúklingur lyf til lengri tíma sem einungis átti að vera tímabundin meðferð?Á hverju ári eru milljónir manna um allan heim lagðir inn á sjúkrahús vegna rangrar lyfjanotkunar og mörg dauðsföll tengjast rangri lyfjanotkun. Talið er að í Bandaríkjunum nemi árlegur kostnaður vegna innlagna á sjúkrahús í kjölfar rangrar lyfjanotkunar um milljarð bandaríkjadala. Á opnunarhátið FIP í Amsterdam í haust, kom fram að mat alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar er að meira en 50% lyfja séu ekki notuð rétt. Þeim getur verið ávísað eða þau afgreidd á óviðunandi hátt auk þess sem sjúklingar geta tekið þau á rangan hátt. Í nágrannalöndum okkar er verið að vinna í að koma á, því sem á íslensku

er kallað Yfirferð lyfja (Medication review), fyrir sjúklinga. Í Svíþjóð bera heilsugæslulæknar ábyrgð á því að bjóða öllum sem eru 75 ára og eldri og nota meira en 5 lyf, upp á Yfirferð lyfja. Í Danmörku stendur yfir rannsókn þar sem 4.000 sjúklingum í Kaupmannahöfn verður boðið upp á Yfirferð sinna lyfja í apótekum borgarinnar. Niðurstöðu þeirrar rannsóknar er að vænta næsta vor. Í Noregi hefur verkefni sem felur í sér Yfirferð lyfja íbúa á ákveðnum dvalarheimilum skilað svo góðum árangri að það hefur verið útvíkkað yfir í heimahjúkrun á sömu svæðum. Tölur hafa ekki verið gerðar opinberar en læknar, sjúklingar og lyfjafræðingar hafa lýst ánægju sinni með verkefnið. Til þess að sjúklingar eldri en 75 ára í Finnlandi eigi rétt á greiðsluþátttöku frá hinu opinbera vegna lyfja sem eru skömmtuð, þurfa þeir að samþykkja Yfirferð sinna lyfja. Hér kemur að enn einu hlutverki lyfja-fræðingsins. Við erum sérfræðingar um lyf og okkar hlutverk er ekki bara mikilvægt í ferlinu frá þróun og þar til sjúklingur fær lyf í hendurnar, heldur ekki síður þegar kemur að réttri lyfjanotkun. Á Íslandi gætum við, líkt og nágrannaþjóðir okkar, byrjað á að veita öllum sem eru 75 ára og eldri og nota fleiri en 5 lyf, Yfirferð sinna lyfja. Þannig getum við lagt lóð á vogarskálarnar svo lyf, sem eytt hefur verið gríðarlegum fjármunum í að þróa og tryggja gæði þeirra í gegnum alla virðiskeðjuna, gagnist sjúklingnum sem allra best. Lyf lækna, líkna og bæta lífsgæði. Röng notkun lyfja er sóun á fjármunum og getur í verstu tilfellum stofnað lífi og heilsu sjúklinga í hættu.

Aðalheiður Pálmadóttir, formaður LFÍ

Formannsþankar

Medication review has been defined as ‘a structured, critical examination of a patient’s medicines with the objectives of reaching an agreement with the patient about treatment, optimising the impact of medicines, minimising the number of medication – related problems and reducing waste.’ http://www.npc.nhs.uk/review_medicines/intro/index.php

Yfirferð lyfja – hlutverk lyfjafræðingsins

Page 6: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 7: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012

7Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2012

FÉLAGIÐfélags. Félög apótekara voru lögð niður í framhaldi breytingarinnar á lyfjalögunum, þannig að nú er LFÍ eina félag lyfjafræðinga á Íslandi. LyfjafræðisafniðLFÍ og Apótekarafélag Íslands (AÍ) stofnuðu sameiginlega minjanefnd 1978. Hún starfaði ötullega að söfnun muna og minja tengdum sögu lyfjafræðinnar á Íslandi. Árið 1985 var Lyfjafræðisafnið stofnað og minjanefndin varð stjórn safnsins. Fjós og hlaða við Nesstofu á Seltjarnarnesi, vöggu lyfja- og læknisfræði á Íslandi, var keypt undir starfsemina 1986. Hlaðan var rifin, nýtt hús byggt í staðinn og fjósið endurbyggt. Þannig var húsið vígt á 60 ára afmæli LFÍ 5. desember 1992. LFÍ, SÍL og AÍ fluttu skrifstofur sínar í húsið þá um haustið. Lyfjafræðisafnið var vígt 1994. Lyfjafræðisafnið er sjálfseignarstofnun með sjálfstæðan fjárhag en stjórn þess er kosin á aðalfundi LFÍ.

Útgáfumál Fyrst var rætt um útgáfu félagsblaðs á aðalfundi LFÍ í febrúar 1934, en tillaga þar að lútandi var felld á fundinum. Á árunum 1946–1948 kom út tímaritið Farmasía sem gefið var út af apótekurum og lyfjafræðingum, en ritstjóri þess var Matthías Ingibergsson. Alls komu út þrjú tölublöð af Farmasíu. Tímarit um lyfjafræði (TUL) kom fyrst út á vegum LFÍ 1966. Vilhjálmur G. Skúlason var fyrsti ritstjóri þess. Tímaritið hefur komið út óslitið síðan en útgáfutíðnin hefur þó verið breytileg. Regluleg útgáfa fréttabréfs hófst á vegum félagsins 1979. Fréttabréfið kom út fast að því mánaðarlega til 1994 en hefur komið óreglulega út síðan þar sem TUL, heimasíða félagsins og tölvupóstur hafa tekið að mestu við hlutverki þess. SÍL stóð einnig að útgáfu fréttabréfs meðan það félag starfaði.LFÍ opnaði heimasíðu á Netinu 1998 og er hún nú m.a. vettvangur tímaritsins.Í tilefni af 50 ára afmæli LFÍ 5. desember 1982 gaf félagið út Lyfjafræðingatal. Aftur réðst félagið í útgáfu Lyfjafræðingatals sem koma átti út í tilefni 70 ára afmælis félagsins árið 2002, en útgáfan dróst nokkuð af óviðráðanlegum orsökum.

Merki félagsinsFrumhugmynd að merki LFÍ átti Helga Vilhjálmsdóttir lyfjafræðingur árið 1972. Eggert Sigfússon lyfjafræðingur útfærði hugmynd hennar og þannig birtist hún á kápu TUL 1974. Endanlega útgáfu merkisins vann síðan Kristján Linnet lyfjafræðingur og hefur það verið notað þannig frá 1979.LFÍ setti sér siðareglur 1989 og siðanefnd var fyrst kosin 1997.

Húsnæðismál og starfsmennFraman af hafði Lyfjafræðingafélag Íslands ekki yfir neinu föstu húsnæði að ráða. Formaður sá um að varðveita gögn félagsins og fundir voru oftast haldnir í apótekum. Herbergi var tekið á leigu undir skrifstofu að Suðurlandsbraut 6 árið 1969. LFÍ, Apótekarafélag Íslands og Lífeyrissjóður apótekara og lyfjafræðinga keyptu í sameiningu húsnæði að Öldugötu 4 árið 1978. Þar var félagið til húsa þar til lífeyrissjóðurinn var lagður niður 1990. Félagið var til húsa í leiguhúsnæði við Eiðistorg til 1992 þegar það flutti í húsnæði Lyfjafræðisafnsins þar sem það hefur haft aðsetur síðan.

Starfsmaður var ráðinn til félagsins fyrst 1982 og hafa 1-2 starfsmenn starfað hjá því nær óslitið síðan.

OrlofshúsFélagið byggði sumarbústað, sem seinna fékk nafnið Lyfjakot, í landi Þórisstaða í Grímsnesi 1984. Seinna fékkst ákvæði í samninga við vinnuveitendur að greiða ákveðið hlutfall launa í orlofssjóð, sem annast m.a. rekstur sumarbústaðarins og útvegar félagsmönnum aðgang að sumarbústöðum og fleiri úrræðum til ferðalaga um landið.

Sjóðir Eftirlauna- og styrktarsjóður lyfja-fræðinga var stofnaður 1940, en honum var breytt í Lífeyrissjóð apótekara og lyfjafræðinga 1956. Lífeyrissjóðurinn starfaði til 1990 en var þá sameinaður Lífeyrissjóði verslunarmanna. Fæðingarorlofssjóður var stofnaður 1989. Honum var síðan breytt í sjúkrasjóð þegar skyldur hans færðust endanlega allar til hins opinbera.

Menningarsjóður lyfjafræðinga var stofnaður 1967. Honum var meðal annars ætlað að annast kaup á bókum og tímaritum fyrir lyfjafræðinga. Það varð til þess að bókasafn tók til starfa á vegum félagsins 1969. Bókasafnið er nú í eigu Lyfjafræðisafnsins. Vísindasjóður tók til starfa 1996 og tók við hlutverki menningarsjóðs.

Fræðslusjóður var stofnaður 1996 þegar LFÍ var afhent 2/3 hlutar eigna lyfsölusjóðs sem stofnaður hafði verið til að jafna aðstöðu apóteka. Fræðslusjóði er fyrst og fremst ætlað að veita styrki til lyfjafræðinga til að bæta lyfjafræðilega þjónustu við almenning.

Fræðslunefnd og Dagur LyfjafræðinnarFræðslunefnd hefur lengi starfað á vegum félagins. Hún hefur gegnt mikilvægu hlutverki í endurmenntun lyfjafræðinga með leshringjum, nám-skeiðum og ráðstefnum.

Dagur lyfjafræðinnar var fyrst haldinn 4. desember 1982 í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Hann hefur verið haldinn árlega síðan og er mjög mikilvægur þáttur í starfi félagsins.

Félagið í dagÞegar Lyfjafræðingafélagið var stofnað fyrir réttum 80 árum síðan voru félagarnir aðeins 8, allir starfsmenn apóteka á Reykjavíkursvæðinu. Ein kona var meðal stofnfélaga og sjö karlar. Í dag eru félagarnir yfir 430 og tæplega tveir þriðju eru konur. Tæpur þriðjungur félaganna starfar í apótekum og rúmlega þriðjungur í tengslum við lyfjaiðnaðinn. Um 18% starfar hjá hinu opinbera einkum í Háskóla Íslands, sjúkrahúsum og Lyfjastofnun. Í öðrum störfum og ekki í starfi eru um 13%. Lyfjafræðingafélag Íslands hefur því augljóslega tekið miklum breytingum á þeim 80 árum sem liðin eru frá stofnun þess.

Það sem hér birtist um sögu Lyfjafræðingafélags Íslands er, eins og segir í fyrirsögn, aðeins ágrip þar sem stiklað er á stóru. Greinin er byggð að verulegu leyti á samnefndri grein í Lyfjafræðingatali 1760 – 2002. Upplýsingar hafa einkum verið sóttar í fundargerðabækur félagsins, fréttabréf þess, ársskýrslur og Tímarit um lyfjafræði.

Nóvember 2012

Alþjóðlegt samstarf• Aðild að Nordisk Farmaceutunion (NFU) í september 1945.

• Samstarfið var stopult í fyrstu en þó samfellt frá 1967. • Meðan SÍL starfaði sá það félag um samskiptin við NFU.

• Aðild að Alþjóðasamtökum lyfjafræðinga, FIP frá árinu 1971

• EuroPharm Forum 1992- 2010 – LFÍ meðal stofnfélaga• Almar Grímsson lyfjafræðingur fyrsti forseti

samtakanna.

Page 8: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 9: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 10: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012

10 Tímarit um lyfjafræði tölublað 1 - 2012

FÉLAGIÐ

DAGUR LYFJAFRÆÐINNARFélagið og framtíðin

Formaður LFÍ setti dag lyfjafræðinnar með því að fjalla um félagið í fortíð og framtíð. Þar kom fram að Lyfjafræðingafélag Íslands var stofnað 5. desember 1932 og voru stofnfélagar 8 talsins. Félagið var þá stéttarfélag með stöðlun forskrifta og samvinnu milli apóteka sem helsta baráttumál og fyrsti kjarasamningur félagsins leit dagsins ljós í febrúar 1942. Stéttarfélag íslenskra lyfjafræðinga (SÍL) var svo stofnað 1984 og var tilgangurinn að aðskilja faglegt starf og stéttarfélagsmál en árið 2000 var SÍL sameinað

LFÍ og stofnuð sérstök kjaradeild innan LFÍ. Sameiginleg minjanefnd LFÍ og apótekarafélagsins var stofnuð 1978 og lyfjafræðisafnið 1985. Tímarit um lyfjafræði kom fyrst úr árið 1966 og heimasíða félagsins var opnuð árið 1998. Dagur lyfjafræðinnar var fyrst haldinn 4. desember 1982 og hefur verið haldinn síðan. Fór formaðurinn yfir hverjir væru í stjórn LFÍ og í nefndum og stjórnum hjá félaginu ásamt hlutverki LFÍ. Að lokum rakti formaðurinn hvað væri framundan hjá félaginu. Þá taldi formaðurinn upp heiðursfélaga LFÍ og tilnefndi þann nýjasta, Kristínu Einarsdóttur, fyrir ötult og fórnfúst starf í þágu félagsins og íslenskrar lyfjafræði. Í tilefni af 80 ára afmæli félagsins var Lyfjafræðisafninu gefin vegleg gjöf en það eru ljósmyndir af safninu og einstökum hlutum þess, sem einnig er ætlað félaginu til notkunar. Fulltrúar safnsins veittu gjöfinni viðtöku.

Lyfjastefna til ársins 2020Fjallað var um áherslur í stjórnarráðinu við stefnumótun og áætlanagerð, um tengingu velferðarstefnu og heilbrigðisáætlunar og verklag við endurskoðun lyfjastefnunnar og aðgerðaráætlunarinnar. Fram kom að leiðarljós fyrir alla stefnumótun og áætlanagerð innan stjórnsýslunnar á næstu árum væri að einfalda, fækka og samþætta lögbundnar stefnur og áætlanir með því m.a. að bæta yfirsýn og vinnubrögð og tengja stefnumótun og áætlanagerð betur við fjárlagagerð og koma á

nýju verklagi sem lifir milli ríkisstjórna. Rík áhersla væri lögð á samráð og framtíðarsýn heilbrigðisáætlunarinnar væri „Að allir íbúar landsins búi við vellíðan, heilbrigði og jöfnuð.“ Að lokum kom fram að endurskoðun lyfjalöggjafar muni bíða þar til eftir útgáfu lyfjastefnunnar, þar sem lagatextanum þarf að breyta til samræmis við stefnuna.

Dagur lyfjafræðinnar og

80 ára afmæli LFÍ 17. nóvember 2012 í Rúgbrauðsgerðinni

Dagur lyfjafræðinnar

Fundarstjóri Anna Lára Steingrímsdóttir

10:00 Félagið og framtíðin Aðalheiður Pálmadóttir formaður LFÍ 10:30 Lyfjastefnan til ársins 2020 Inga Arnardóttir lyfjafræðingur hjá Velferðarráðuneytinu 11:00 Nýtt greiðsluþátttökukerfi Guðrún B. Elíasdóttir og Margrét Rósa Kristjánsdóttir hjá SÍ 11:20 Upplýst og ábyrg umfjöllun Hvar er rödd lyfjafræðinga í umræðunni og hvernig getum við lagt meira til málanna, Anna Lára Steingrímsdóttir lyfjafræðingur. 11:35 Hádegishlé og Veggspjaldasýning 12:25 Samvinnuverkefni Frumtaka og LFÍ Lyf við lifrafbólgu C Sigurður Ólafsson sérfræðingur í meltingarlækningum. 12:45 Samheitalyfjamarkaður og framtíðarsýn Actavis Guðbjörg Edda forstjóri Actavis 13:15 Lyfjagát – pharmacovigilance - Ásdís Björk Friðgeirsdóttir frá Lyfjastofnun og Solveig H. Sigurðardóttir, gæðastjóri Icepharma. 13:45 Kaffihlé 14:00 Klíniskar lyfjarannsóknir Vistor (fyrirlesari nánar kynntur síðar) 14:30 Afhending viðurkenninga HÍ og LFÍ Már Másson deildarforseti Lyfjafræðideildar HÍ 14:40 Saga lyfjafræðinnar á Íslandi og afhending afmælisgjafar til félaga LFÍ Unnur Björgvinsdóttir Actavis 15:00 Lokaorð Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands

80. ára afmælishátíð 19:00 Fordrykkur í boði Actavis 19:40 Borðhald Veislustjóri: Gunnar Steinn Aðalsteinsson et al. Hátíðarræða Pétur Magnússon Skemmtidagskrá og létt erindi yfir matnum Ína Valgerður Pétursdóttir flytur vel valin lög Ari Eldjárn kíkir við og slær á létta strengi

Við þökkum styrktaraðilum okkar fyrir að hjálpa okkur að gera þennan viðburð glæsilegan og skemmtilegan. Til hamingju með daginn lyfjafræðingar

Page 11: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012

11Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2012

FÉLAGIÐNýtt greiðsluþátttökukerfi

Áætlað er að nýtt greiðsluþátttökukerfi verði innleitt á næsta ári. Rætt var um þjónustugáttir SÍ, Réttindagátt sem er fyrir einstaklinga og inniheldur upplýsingar um m.a. lyfjakort og afsláttarkort og Gagnagátt sem er fyrir rekstraraðila, s.s. heilbrigðisstarfsmenn, birgja og apótek. Þá var rætt um nýtt greiðslu-þátttökukerfi sem ætlað er að auka jöfnuð einstaklinga, óháð sjúkdómum. Er því ætlað að draga úr útgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda en mun jafnframt auka

útgjöld þeirra sem nota lítið af lyfjum. Lyfjagagnagrunnur SÍ mun halda utan um kostnað einstaklinganna og apótek munu fá svör í rauntíma.

Upplýst og ábyrg umfjöllunFram kom að mikið er af upplýsingum á netinu og víðar og margir að tjá sig um hin ýmsu málefni. Fólk vilji lesa greinar frá fagfólki en oft sé erfitt fyrir leikmann að greina á milli skoðana og faglegra upplýsinga. Fjallað var um nauðsyn þess að fagfólk taki þátt í umræðunni og að gera upplýsta og faglega umfjöllun aðgengilegri fyrir leikmenn og á máli sem leikmenn skilja. Lyfjafræðingar

voru hvattir til að leggja sitt að mörkum til að auka gæði upplýsinga og leyfa almenningi að njóta þekkingar þeirra.

Minnst var látinna félaga á árinu, þeirra Sigurjóns Guðjónssonar og Magnúsar Valdimarssonar, með mínútuþögn.

Lifrarbólga C. Ný lyf – ný framtíðarsýnLifrarbólga C er ein algengasta orsök skorpulifrar og algeng ábending fyrir lifrarígræðslu. Tilfellum fer fjölgandi hérlendis en miklar framfarir í lyfjameðferð hafa verið á undanförnum árum og enn betri meðferðir eru í augnsýn, þar sem hægt verður að lækna sjúklinga með styttri meðferð og lyfjum sem hafa færri aukaverkanir. Farið var yfir lyfjameðferðirnar, hvað hefur breyst og komandi nýjungar. Ef veiran er ekki mælanleg eftir 24 vikur frá

meðferðarlokum er sjúklingurinn talinn læknaður.

Samheitalyfjamarkaðurinn og framtíðarsýn ActavisFram kom að árlega má spara um 30 milljarða dollara í heiminum með því að auka notkun samheitalyfja. Notkunin væri að aukast um 10% árlega þar sem þjóðir eru að verða fjölmennari og fólkið eldra, nýir markaðir að opnast með aukinni kaupgetu og einkaleyfi að renna út í þróuðum löndum. Rætt var um að kröfur yfirvalda væru stöðugt að aukast og erfitt gæti reynst að tryggja nægt framboð lyfja. Forgangsmál væri fyrir samheita-

lyfjaiðnaðinn að skapa sjálfbæran innri markað fyrir samheitalyf og biosimilars, hlúa að markaðsaðgengi í Evrópu og að bæta regluverk. Að lokum kom fram að samheitalyf væru lykillinn að sparnaði þegar einkaleyfi rennur út.

LyfjagátRætt var um hvað lyfjagát væri, reglugerðir henni lútandi og hverjir sinntu henni hjá Lyfjastofnun. Einnig kom fram að nýtt rafrænt eyðublað var tekið í notkun hjá stofnuninni í maí sl. Fjöldi tilkynninga um aukaverkanir hefur aukist mikið frá fyrra ári og eru þær orðnar 812 talsins það sem af er ári.Í lyfjagát frá sjónarhóli umboðsaðila markaðs-leyfishafa (MLH) var fjallað um ábyrgð MLH, ábyrgð umboðsmanns MLH, gæðakerfi, hvað á að tilkynna, hvernig tilkynningarnar berast umboðsmanni, hindranir og lyf með sérstakar öryggisupplýsingar.

Klínískar lyfjarannsóknir Vistor EncodeFram kom að rannsóknarferli lyfja tekur 10 – 15 ár. Þjónustan fæli í sér að velja rannsakendur og rannsóknarsetur, að sjá um samninga og fjármál og að undirbúa og sjá um að senda umsóknir um klínískar rannsóknir til viðeigandi yfirvalda. Einnig sæi fyrirtækið um umsjón og vöktun rannsóknanna og að þjálfa starfsfólk á rannsóknarsetrum. Um 78 rannsóknir væru í

gangi eða lokið og rætt var um kosti þess að gera klínískar rannsóknir á íslandi.

Afhending viðurkenninga HÍ og LFÍ

Þrír einstaklingar hlutu viðurkenningu HÍ og LFÍ. Ingunn Harpa Atladóttir fyrir besta námsárangur 1. árs nema, Katrín Alma Stefánsdóttir fyrir besta námsárangur á BS prófi og Ásdís Hjálmsdóttir fyrir besta námsárangur á MS prófi á árinu.

Saga lyfjafræðinnar á Íslandi og afhending afmælisgjafar til félaga LFÍ

Í ritnefnd um sögu lyfjafræði á Íslandi eru Unnur Björgvinsdóttir, Anna Birna Almarsdóttir og Kristín Einarsdóttir. Unnur og Anna Birna sögðu frá ritun Sögu um lyfjafræði sem áætlað er að komi út að ári liðnu og að nú gefst lyfjafræðingum kostur á að kaupa bókina í forsölu og

fá nafn sitt ritað í heillaóskaskrá fyrir 8.000 kr. Lyfjafræðingum var gefið sérrit um menntun lyfjafræðinga á Íslandi í tilefni 80 ára afmælis LFÍ. Formaður LFÍ þakkaði ritnefnd fyrir eljuna og fyrir að hafa ekki gefist upp á verkinu og hvatti alla lyfjafræðinga til að kaupa bókina í forsölu.

Lokaorð Í lokaorðum sínum rifjaði Kristín Ingólfsdóttir upp gamla tíma, þegar félagið var að byggjast upp og gamla nema við Háskólann. Ræddi hún um lyfjafræðinámið, þróun þess og mikilvægi þess að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Lyfjafræðideildin þurfi að þjóna atvinnu-lífinu sem best og benti hún á sprota-fyrirtæki sem eru afrakstur samstarfs kennara og nemenda við deildina. Að lokum óskaði hún félaginu heilla á þessum

merku tímamótum.

Um 100 manns mættu til að hlýða á fyrirlestra dagsins. Mikil ánægja var með fyrirlestrana meðal þátttakenda og eiga allir þeir sem stóðu að því að gera daginn fróðlegan og ánægjulegan þakkir skildar.

Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri TUL

Page 12: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 13: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 14: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012

14 Tímarit um lyfjafræði tölublað 1 - 2012

FRÆÐIN

Sjúkdómar hafa fylgt manninum frá upphafi vega. Baráttan við sjúkdóma og leit að lyfjum til að lækna og líkna er samofin sögu mannsins. Upphaf lyfjafræðinnar má rekja til gróðurs jarðar og hafa plöntur, ýmist ferskar eða þurrkaðar (drogar) verið notaðar til lækninga frá alda öðli. Fyrstu vestrænu lyfin komu á markað fyrir rétt rúmlega hundrað árum og síðan þá hefur verið stöðug framþróun og lyfin eru mikilvægur þáttur í lífi margra. Stór hluti mannkyns hefur hins vegar ekki aðgang að lyfjum og reiðir sig nær eingöngu á droga. Áhugi Vesturlandabúa á náttúrulyfjum og náttúruvörum hefur einnig aukist mikið síðustu áratugi og framboð á náttúruvörum er gífurlegt.

Hver er munurinn á lyfjum, náttúru-lyfjum, jurtalyfjum og öðrum náttúru-vörum/ fæðubótarefnum?Náttúruefni er að finna í lyfjum, náttúrulyfjum, jurtalyfjum, náttúru-vörum/fæðubótarefnum, markfæði og snyrtivörum. Það getur verið snúið fyrir leikmann að átta sig á hver munurinn er á þessu. Hugtökum er oft ruglað saman og þau notuð sitt á hvað eins og um sama vöruflokk sé að ræða.A.m.k. þriðjungur vestrænna lyfja inniheldur virk innihaldsefni sem eiga rætur sínar að rekja til náttúrunnar þ.e. plantna, dýra og örvera. Þar á meðal eru mörg krabbameinslyf eins og t.d. paklitaxel, vínkristín, doxórúbicín og trabectedín.

LyfLyf innihalda hrein og efnafræðilega skilgreind efni, í vel skilgreindum skammtastærðum, og gerðar eru miklar kröfur til framleiðsluferils þeirra, virkni og öryggis áður en markaðsleyfi er veitt frá yfirvöldum. Lyf eru samþykkt til notkunar við ákveðnum sjúkdómum s.k. ábendingum og þeim þurfa að fylgja ítarlegar upplýsingar um eiginleika lyfsins og fylgiseðill sem inniheldur upplýsingar til neytenda (Lyfjalög nr. 93/1994).

NáttúrulyfNáttúrulyf innihalda eitt eða fleiri virk efni sem koma fyrir í náttúrunni og í styrk sem ekki er umtalsvert hærri en finnst í náttúrunni. Náttúrulyf eru oftast útdrættir (e. extracts) þ.e. blanda margra efna. Hrein einangruð efnasambönd teljast ekki til náttúrulyfja. Náttúrulyf þurfa markaðsleyfi frá yfirvöldum og gerðar eru miklar kröfur til framleiðsluferils þeirra og um gæðaeftirlit. Innihalds-efni náttúrulyfja eiga að vera óbreytt milli framleiðslulota þ.a. neytandinn getur verið viss um að fá alltaf sama skammt af náttúrulyfinu. Náttúrulyf eru einungis ætluð til inntöku eða staðbundinnar notkunar á húð og slímhúð og við vægum sjúkdómum. Ekki eru gerðar eins miklar kröfur til náttúrulyfja um virkni og öryggi eins og gert er fyrir önnur lyf. Þó verður að liggja fyrir staðfesting á klínísku notagildi þ.e. að niðurstöður vísindalegra rannsókna sýni fram á að náttúrulyfið nýtist mönnum í baráttunni við sjúkdóma eða hafi fyrirbyggjandi áhrif (Reglugerð nr. 142/2011). Fá náttúrulyf eru á markaði á Íslandi og má finna upplýsingar um þau í Sérlyfjaskránni (www.serlyfjaskra.is).

Jurtalyf Jurtalyf innihalda einungis virk innihaldsefni sem eru eitt eða fleiri jurtaefni, fullbúin jurtalyf eða samsetningu eins eða fleiri slíkra jurtaefna/jurtalyfja sem ætluð eru mönnum. Ekki þarf að sækja um markaðsleyfi fyrir jurtalyfjum en sækja þarf um einfalda skráningu. Til þess að skrá jurtalyf þurfa niðurstöður vísindalegra rannsókna um virkni og öryggi að liggja fyrir eða vísað í langa hefð (a.m.k. 30 ár og þar af 15 ár í Evrópu). Gögn um hefðbundna notkun jurtalyfs eru talin fullnægjandi, þ.e. þegar staðfest hefur verið að lyfið er ekki skaðlegt við tilgreindar notkunaraðstæður og þegar hægt er að álykta á grundvelli

notkunar í lengri tíma og reynslu að lyfið hafi lyfjafræðileg áhrif og virkni. Gerðar eru víðtækar kröfur um gæðaeftirlit jurtalyfja. Jurtalyf hafa ábendingar sem hefð er fyrir, sem vegna samsetningar og tilgangs eru ætluð og hönnuð til notkunar án eftirlits læknis vegna greiningar, ávísunar eða meðhöndlunar. Þau eru eingöngu ætluð til notkunar í samræmi við nánar uppgefinn styrk og skammt (Reglugerð nr. 142/2011).Með náttúrulyfjum og jurtalyfjum þarf að fylgja ítarleg samantekt á eiginleikum lyfsins og fylgiseðill sem hefur að geyma allar helstu upplýsinar fyrir neytandann líkt og gildir um lyf. Það er heimilt að merkja og auglýsa ábendingar náttúru- og jurtalyfja sem samþykktar hafa verið hverju sinni (Reglugerð nr. 142/2011).

Aðrar náttúruvörur Aðrar náttúruvörur eru flokkaðar sem fæðubótarefni (Lög um matvæli nr. 93/1995; Reglugerð nr. 624/2004). Fæðubótarefni geta innihaldið vítamín, steinefni, amínósýrur, ýmiss konar jurtablöndur og oft flóknar blöndur marga efna. Fæðubótarefni mega ekki innihalda efni sem teljast til lyfja skv. lyfjalögum. Það eru almennt ekki gerðar kröfur af hálfu yfirvalda um að framleiðandi sýni fram á virkni, öryggi eða framleiðslugæði fæðubótarefna og þar með náttúru-vara. Það er þó skylt að tilkynna markaðssetningu fæðubótarefna til Matvælastofnunar. Gengið er út frá því að upplýsingar á umbúðum séu réttar en ekki er þörf á að leggja fram gögn því til staðfestingar. Þetta setur mikla ábyrgð á neytandann, því raunin er að gæði náttúruvara sem eru á markaði eru afar misjöfn. Það er ekki heimilt að auglýsa ábendingar þ.e. að fæðubótarefni eða náttúruvörur lækni, lini eða fyrirbyggi sjúkdóma eða sjúkdómseinkenni. Brögð eru þó á því að farið sé í kringum þessa reglugerð og lyfjafræðileg áhrif fæðubótarefna auglýst með óbeinum hætti.

Náttúrulyf, jurtalyf og náttúruvörurHver er munurinn á þessum flokkum og er notkunin byggð á vísindum, hefð eða markaðssetningu?

Sesselja ÓmarsdóttirElín Soffía Ólafsdóttir

Page 15: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012

15Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2012

FRÆÐIN

Hvað er það sem neytendur ættu að hafa í huga varðandi náttúrulyf, jurtalyf og aðrar náttúruvörur ? Algengt er að náttúru- og jurtalyf og aðrar náttúruvörur séu notaðar við erfiðum og krónískum sjúkdómum t.d. til að auka áhrif meðferðar og upphefja aukaverkanir. Það getur verið varhugavert ef sjúklingar í erfiðum meðferðum stunda sjálfslækningar og sjálfsskömmtun. Ávallt skal vega og meta hver ávinningur og áhætta er af viðbótarmeðferðum og velta þeirri spurningu upp hvort löng notkun og hefð sé ávísun á öryggi og virkni.

Virkni, gæði og öryggiVirkniÞekking á efnafræði og framleiðslu náttúru-, jurtalyfja og fæðubótarefna er mikilvæg til að hægt sé að draga ályktanir um virkni þeirra. Oft eru rannsóknir á verkunarmáta og rannsóknir á virkni í mönnum af skornum skammti. Niðurstöður rannsókna sem gerðar eru á frumum í rækt eða á tilraunadýrum er ekki hægt að yfirfæra á menn, þó þær geti gefið vísbendingar um verkun.

GæðiInnihaldsefni plantna eru breytileg eftir því um hvaða plöntulíffæri er að ræða s.s. rót, fræ, blöð eða blóm, vaxtarstað, uppskerutíma og meðhöndlun eftir uppskeru og vinnsluaðferð við framleiðslu. Þess vegna er nauðsynlegt að staðla náttúruvörur og jurta- og náttúrulyf þannig að neytandinn geti gengið að því vísu að hann fái sömu efni og í sama magni í hvert sinn. Gæðaeftirlit með náttúrulyfjum og jurtalyfjum er strangt en mikilvægt er að framkvæma grasafræðilega greiningu, greina virk innihaldsefni og greina aukaefni í plöntuefninu t.d. örverur, skordýr, skordýra- og plöntueitur, þungmálma o.fl. Það hefur komið fyrir að mistök hafi átt sér stað við söfnun plantna og eitraðar plöntur hafi verið notaðar óvart í náttúruvörur með skelfilegum afleiðingum. Það hefur líka borið á því að lyfjaefnum sé blandað í vörurnar til að auka virkni þeirra eða að styrkur náttúruefna sé ekki í samræmi við það sem gefið er upp um að þær innihaldi. Ráðlagðir dagsskammtar náttúru- og jurtalyfja standa á umbúðum og

ætlast er til að neytendur fari eftir þeim. Það er erfiðara að átta sig á skammtastærðum sem gefnar eru upp fyrir náttúruvörur því oft kemur ekki fram á umbúðum hvort þær innihaldi droga, útdrætti eða svo til hrein efni, aðeins plöntunöfnin. Það er því ágætt að hafa í huga að taka ekki inn of stóra skammta og að meira er ekki alltaf betra!

ÖryggiÞví er stundum haldið fram að allt sem kemur úr náttúrunni sé hollt og gott og að lyf sem framleidd eru í lyfjaverksmiðjum séu slæm. Til þess að lyf fái markaðsleyfi þurfa að fylgja ítarlegar upplýsingar um virkni, öryggi og gæði en virkni ýmissa náttúrefna er rómuð án þess að sýnt hafi verið fram á virkni þeirra, öryggi eða gæði. Það verður einnig að hafa í huga að mörg mikilvirk lyfjaefni hafa fundist í náttúrunni t.d. morfín og paklitaxel og eru nú notuð í lyf. Einnig að mörg helstu eiturefni sem þekkjast finnast líka í náttúrunni t.d. rícín og stryknín. Noti sjúklingar náttúru-, jurtalyf eða aðrar náttúruvörur er nauðsynlegt að segja heilbrigðisstarfsfólki frá notkuninni. Aukaverkanir náttúruvara eru að stórum hluta óþekktar og oft gera neytendur sér ekki grein fyrir þeim og ef þeir gera það vita þeir ekki hvert þeir eiga að tilkynna þær. Allnokkur náttúrulyf, jurtalyf og náttúrvörur geta aukið blæðingarhættu eins og t.d. hvítlaukur og ginkgo biloba (musteristré) og því ætti að forðast inntöku þeirra a.m.k. tveimur vikum fyrir aðgerðir. Milliverkanir eru jafnframt að miklu leyti óþekktar. Milliverkanir á milli t.d. náttúrulyfs/náttúruvara og lyfs geta valdið því að virkni lyfs eykst þ.e. að blóðstyrkur lyfsins eykst og það getur valdið hærri tíðni aukaverkana og jafnvel eiturverkunum; eða að náttúruvaran minnkar virkni lyfs þ.e. að blóðstyrkur verður lægri og lyfjameðferðin verður árangursminni eða gagnslaus. Jóhannesarjurt (jónsmessurunni) er t.d. náttúrulyf sem milliverkar við mörg lyf og eykur styrk sumra þeirra en lækkar styrk annarra. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að sum náttúrulyf og náttúruvörur geta hugsanlega haft áhrif á frásog lyfja frá meltingarvegi og þar með blóðstyrk lyfja sem tekin

eru um munn. Þar má nefna ispaghula og birkiösku.

Verið gagnrýnin á upplýsingar og ekki taka óþarfa áhættuÞað er mikið framboð af ýmiss konar náttúruvörum sem auglýstar eru sem allra meina bót.

Ef verkunin er talin lyginni líkust á hún yfirleitt ekki við rök að styðjast.

Það eru mýmörg dæmi um að í auglýsingum sé vísað í reynslusögur einstaklinga, langa hefð og sögu. Stundum eru niðurstöður rannsókna einnig rangtúlkaðar og gefið í skyn að náttúruvaran búi yfir ákveðinni virkni án þess að búið sé að sýna fram á það á vísindalegan hátt. Að trúa því að eitthvað virki, getur valdið mælanlegum áhrifum og er það þekkt sem svokölluð lyfleysuáhrif. Það eru mörg náttúrefni sem hafa lyfjafræðileg áhrif en ekki næstum því öll sem seld eru undir þeim formerkjum. Það ber að hafa í huga að þeir sem halda á lofti og auglýsa ákveðnar náttúruvörur eða aðrar ógagnreyndar meðferðir eiga oft einhverra hagsmuna að gæta, oft fjárhagslegra hagsmuna. Þeir t.d. selja vöruna eða þjónustu tengda henni. Það eru því ekki alltaf hlutlausar upplýsingar sem neytendum eru veittar. Því ráðleggjum við fólki að vera óhrætt við að leita upplýsinga sjálft eða hjá heilbrigðisstarfsfólki og að vera gagnrýnin. Látið heilbrigðisstarfsfólk vita af notkun náttúrulyfja, jurtalyfja, annarra náttúruvara og fæðubótarefna. Ekki taka óþarfa áhættu og ráðfærið ykkur við heilbrigðisstarfsfólk um inntöku náttúrulyfja, jurtalyfja eða annarra náttúruvara meðan á krabbameinsmeðferð stendur.

Að lokum viljum við benda á nokkrar heimasíður sem gott er að skoða: www.mskcc.org/aboutherbs; www.nccam.nih.gov; www.ema.europa.eu; www.naturaldatabase.com;

Dr. Sesselja Ómarsdóttir, dósent í lyfja- og efnafræði náttúruefna við Háskóla Íslands Dr. Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við Háskóla Íslands

Þetta setur mikla ábyrgð á neytandann, því raunin er að gæði náttúruvara sem eru á markaði eru afar misjöfn

Page 16: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 17: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012

17Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2012

FRÆÐIN

Ný lög (nr. 45/2012) voru samþykkt 1. júní sl. þar sem gerðar voru breytingar á lyfjalögum nr. 93/1994 og lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008. Lögin hafa í för með sér:

1. Nýtt greiðsluþátttökukerfi lyfja 2. Nýtt fyrirkomulag S-merktra lyfja 3. Aðgang lækna og sjúklinga að

Lyfjagagnagrunni landlæknis.

Sá hluti laganna sem snýr að aðgangi lækna og sjúklinga að Lyfja-gagnagrunni landlæknis tók gildi 1. október sl. en nýlega ákvað þingið að fresta gildistöku nýs greiðslu-þátttökukerfis til 1. janúar 2013 og íhugar nú að fresta henni enn frekar þar sem ljóst er að innleiðing þeirra viðamiklu breytinga sem fylgja nýju greiðsluþátttökukerfi tekur lengri tíma en áætlað var. Gagnrýnt hefur verið að í því greiðsluþátttökukerfi sem gilt hefur er ekkert þak á lyfjakostnaði sjúkratryggðs einstaklings auk þess sem núverandi fyrirkomulag feli í sér mismunun á grundvelli sjúkdóma. Tilgangurinn með nýju greiðsluþátttökukerfi er að auka jafnræði sjúklinga og einfalda kerfið. Þá er hinu nýja kerfi ætlað að tryggja þeim sem nota mest af lyfjum meiri greiðsluþátttöku sjúkratrygginga en þeim sem nota minna af lyfjum auk þess að tryggja ákveðið þak á heildarlyfjakostnað sjúkratryggðra einstaklinga.Í gildandi greiðsluþátttökukerfi greiðir sjúkratryggður einstaklingur tiltekið

hlutfall upp að hámarki fyrir hverja lyfjaávísun en ekkert hámark er á heildarlyfjakostnaði hans. Í nýju kerfi er gert ráð fyrir ákveðnum þrepum þannig að sjúkratryggður greiði lyfjakostnað að fullu í fyrsta þrepi, þegar ákveðinni fjárhæð er náð greiðir hinn sjúkratryggði hluta af kostnaði en greiðsluþátttaka sjúkratrygginga eykst í þrepum eftir því sem lyfjakostnaður viðkomandi eykst. Þegar kostnaður hefur náð tilteknu hámarki getur hinn sjúkratryggði fengið fulla greiðsluþátttöku það sem eftir lifir af tólf mánaða tímabili. Tólf mánaða tímabil einstaklings hefst þegar fyrstu lyfjakaup eiga sér stað. Gert er ráð fyrir að öll þau lyf sem sjúkratryggingar hafa hingað til tekið þátt í að greiða, að hluta eða fullu, falli undir nýja greiðsluþátttökukerfið. Allt frá því að lögin voru samþykkt í júní sl. hefur stýrihópur unnið að innleiðingu nýs greiðsluþátttökukerfi lyfja og öðrum lagabreytingum sem því fylgdu. Í stýrihópnum eru auk fulltrúa ráðuneytisins fulltrúar frá Embætti landlæknis, Lyfjagreiðslunefnd, Lyfjastofnun, og Sjúkratryggingum Íslands. Verkáætlanir, innleiðing og framkvæmd einstakra þátta hafa verið hjá viðkomandi stofnunum og vinnuhópum á þeirra vegum. Mesta vinnan hefur verið hjá Sjúkra-tryggingum Íslands en þar hafa 6 vinnuhópar starfað að einstökum þáttum málsins. Mikil reglugerðarvinna fylgir breytingunni. Semja þarf tvær nýjar reglugerðir um greiðsluþátttöku

sjúkratrygginga í lyfjakostnaði og um lyfjagreiðslugrunn SÍ og breyta eftirfarandi sex reglugerðum:

• Reglugerð um endurgreiðslu á umtalsverðum kostnaði við læknishjálp, lyf og þjálfun

• Reglugerð nr. 213/2005 um lyfjagreiðslunefnd

• Reglugerð nr. 111/2001 um gerð lyfseðla og ávísun lyfja

• Reglugerð nr. 91/2001 um afgreiðslu lyfseðla, áritun og afhendingu lyfja

• Reglugerð nr. 426/1997 um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir

• Reglugerð nr. 422/1992 um greiðslu öldurnarstofnana fyrir heilbrigðisþjónustu

Þessi reglugerðarvinna er langt komin og klárast að mestu á næstu vikum. Þar sem gildistaka laganna er ennþá 1. janúar þá hefur verið unnið eftir áætlun sem gerði ráð fyrir ákveðinni bráðabirgðalausn sem tæki gildi um áramótin. Ljóst var að mikil óánægja var um þennan stutta undirbúningstíma. Þann 1. nóvember mun velferðarnefnd fá nýja verk- og tímaáætlun þar sem allir verkþættir og ábyrgðaraðilar eru tilteknir. Áætlun þessi var unnin með aðkomu allra fulltrúa samkvæmt og að beiðni velferðarnefndar. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir innleiðingu kerfisins í byrjun maí og standa vonir til þess að nefndin fresti gildistöku laganna í samræmi við það.

Nýtt greiðsluþátttökukerfi lyfja

Frá Velferðarráðuneytinu

tekur gildi á næsta ári

Page 18: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012

18 Tímarit um lyfjafræði tölublað 1 - 2012

FÉLAGIÐ

Að þessu sinni kom í hlut Íslendinga að halda NFU fund ársins. Hótel Natura í Reykjavík var fundarstaður þessa árs og voru þáttakendur 15 talsins, eða 3 frá hverju Norðurlandanna, nema Finnland með 2 þátttakendur og Noregur með 4. Auk formanns, varaformanns og framkvæmdastjóra komu 3 stjórnarmenn í LFÍ á fundinn eftir því sem vinna þeirra gaf svigrúm til, þær Hulda Harðardóttir, Elínborg Kristjánsdóttir og Guðríður Steingrímsdóttir.

Fundurinn hófst með hádegisverði þann 6. september, og svo var blásið til dagskrár, sem Aðalheiður formaður opnaði og stýrði. Í samræmi við áralanga hefð var rætt um hvað gerst hefði í löndunum fimm síðan síðasti NFU fundur var haldinn.

Síðan síðast

Thony Björk, formaður sænska félagsins gerði grein fyrir því helsta frá frændum vorum Svíum. Þaðan eru helstu fréttirnar þær að stéttin öll getur sameinast um það markmið að lágmarka lyfjatengd vandamál, og skapa hvata til að hágæða lyfjafræðileg þjónusta fái blómstrað. Einnig er markmið að hafa betri stjórn á sölu lausasölulyfja utan apóteka, lögfesta rétt til lyfjayfirferðar (medicingennemgang) og veita sjúklingunum sjálfum stjórn á sjúkraskrám sínum. Í Svíþjóð eiga allir sem eru yfir 75 ára og nota meira en 5 lyf rétt á að farið sé í gegnum lyfin þeirra. Þetta var lögfest í september 2012. Sænska lyfjafræðingafélagið hefur auglýst í blöðunum til að vekja athygli á að lyfjatengd vandamál geti fylgt lyfjanotkun og þau geti verið erfið og jafnvel hættuleg. Læknar bera ábyrgð á yfirferð yfir lyfin, en skulu vinna með öðrum læknum, lyfjafræðingum, hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðis-stéttum. Sala lausasölulyfja utan apóteka er ekki alltaf lögum samkvæmt, og hefur félagið því lagt til að reglur verði hertar varðandi lyfjasölu annars staðar en í apótekum.

Ásókn í lyfjafræðinám er lítil, og auðvelt er fyrir lyfjafræðinga að fá vinnu í sænskum apótekum.

Apótekskeðjan Boots hafði mikil plön um landvinninga í Svíþjóð og kom dótturfélag sænska lyfjafræðingafélagsins að því verkefni. Ætlunin var að 100 Boots apótek yrðu í

Svíþjóð, en þau urðu flest 8, og þar af eru 4 þegar orðin gjaldþrota. Boots setti upphaflega upp skrifstofu í Svíþjóð, en henni hefur verið lokað og nú fá þessi 4 apótek slíka þjónustu frá Englandi. Verðsamkeppni er komin á milli apóteka.

Antje Marquardsen formaður Pharma-Danmark sagði frá því helsta sem gerst hefur í Danmörku. Fjöldi félagsmanna er enn að aukast. Fjöldi þeirra sem vinna í apótekum fer þó hægt minnkandi á meðan fjöldi sjúkrahúslyfjafræðinga innan félagsins eykst nokkuð hratt. Um það bil fimmtungur félagsmanna eru ekki lyfjafræðingar og það hlutfall fer hækkandi. Háskólarnir í Álaborg og Árósum bjóða nú upp á lyfjatengdar námslínur sem þó teljast ekki vera lyfjafræði og PharmaDanmark hefur fengið eitthvað af félagsmönnum af þessum námslínum.

Í Danmörku hefur sjónum verið beint að atvinnuleysi undanfarið, og breytingar orðið sem miða að því að minnka þann tíma sem fólk getur verið á atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysi meðal nýútskrifaðra er mikið. Félagið hefur veitt fólki stuðning með yfirlestri umsókna og viðtalsþjálfun.

Ný ríkisstjórn vill frekar tala um nútímavæðingu apóteka í Danmörku en lyfjadreifingarfrelsi, og leggur einnig áherslu á að engin útgjaldaaukning megi eiga sér stað. Öryggi sjúklinga er forgangsatriði, og ríkisstjórnin beinir sjónum að því hvað skuli gerast innan spítalanna og hvað utan. PharmaDanmark hefur lagt til að ávísanarétti lyfjafræðinga í líkingu við þann sem til dæmis er í Bretlandi verði komið á. Apótekin í Kaupmannahöfn hafa tekið að sér yfirferð lyfja fyrir 4000 íbúa á öldrunarstofnunum og fá 450 danskar krónur fyrir hverja yfirferð. Þau reikna með að finna um það bil 300 villur í þessum yfirferðum. Sjónum hefur mjög verið beint að sameiningarmálum innan Kaupmannahafnarháskóla. Þar hefur Lyfjafræðisviðið verið sameinað heilbrigðisvísindasviði. Tove Ytterbø, formaður norska lyfjafræðingafélagsins sagði frá því helsta sem gerst hefur í Noregi. Þar er félagið komið með punktakerfi fyrir endurmenntun og hafa stórir endur-menntunarskipuleggjendur sótt um viður-kenningu á því sem þeir bjóða upp á.

NFU fundurinnReykjavík, september 2012

Page 19: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 20: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 21: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 22: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 23: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 24: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 25: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 26: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 27: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 28: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 29: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012

29Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2012

FÉLAGIÐ

Undanfarin ár hefur staðið yfir vinna við ritun á Sögu lyfjafræði á Íslandi. Verkið er samstarf Lyfjafræðingafélags Íslands, Lyfjafræðideildar HÍ og Lyfjafræðisafnsins, sem öll eiga fulltrúa í ritnefnd, en verkið er skrifað af Hilmu Gunnarsdóttur, sagnfræðingi. Í ritinu verða kaflar um menntun í lyfjafræði, apótek, lyfjaframleiðslu og stjórnun lyfjamála í landinu frá upphafi til vorra daga. Hér verður því um mikinn feng að ræða fyrir lyfjafræðingastéttina í landinu. Nú er svo komið að vinna við ritun verksins er vel á veg komin og áætlað að hægt verði að gefa út bók um Sögu lyfjafræði á Íslandi haustið 2013.

Sérrit um Menntun lyfjafræðinga á Íslandi er nú gefið út í tilefni af 80 ára afmæli LFÍ og um leið minnst þess að 30 ár eru liðin frá upphafi kandidatsnáms í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Verkið hefur hingað til verið fjármagnað með styrkjum úr Fræðslujóði LFÍ. Til að geta lokið verkinu gefst öllum lyfjafræðingum kostur á að kaupa bókina í forsölu og fá nafn sitt ritað í Heillaóskaskrá fyrir 8000 kr. Einnig verður fyrirtækjum boðið að kaupa styrktarlínur með firmamerki.

Ritnefnd um Sögu Lyfjafræði á Íslandi;Anna Birna Almarsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Unnur Björgvinsdóttir.

Ný heimasíða Lyfjafræðingafélags Íslands var sett í loftið í kringum 80 ára afmælishátíð félagsins. Heimasíða félagsmanna hefur verið mörgum hugleikin undanfarin ár og ákvað því núverandi stjórn LFÍ að gaman væri að skarta nýrri og betri heimasíðu í tilefni 80 ára afmælisárs félagsins.

Útlit og uppsetning hafa verið uppfærð sem og uppfærsla á kerfinu sem liggur að baki síðunnar til að auðvelda uppfærslur á efni. Síðan hefur einnig verið gerð aðgengilegri fyrir félagsmenn og verður aðgangur að lokaða svæði félagsmanna mun einfaldari en áður hefur verið. Stefnt verður á að ný tölublöð TUL verði aðgengileg á opnu svæði

en eins og áður verður hægt að finna myndir úr félagsstarfi sem og fundargerðir, og margt fleira á lokaða svæði síðunnar. Leiðbeiningar um aðgengið að lokaða svæðinu verða senda út í tölvupósti til félagsmanna um leið og síðan hefur verið tekin í gagnið. Föstudagspistillinn verður á sínum stað og áfram verður hægt að nálgast upplýsingar um sumarhús til leigu á vegum félagsins. Leitast var við að halda í sama efni sem áður hefur verið á heimasíðunni en að færa það í nýjan búning. Við vonumst til þess að breytingarnar á vefsíðunni falli vel í kramið hjá félagsmönnum og allir njóti góðs af.

Stjórn LFÍ

Lyfjafræðisafnið vill vekja athygli félagsmanna á tækifæriskortum safnsins. Upplagt að nota sem jólakort. Hægt er að kaupa kortin á skrifstofu LFÍ.Verð kortanna er 300 krónur.

Lyfjafræðisafnið er opið almenningi yfir sumartímann. Á veturna geta hópar fengið að skoða safnið samkvæmt samkomulagi.

Stjórn Lyfjafræðisafnsins

Bók um sögu lyfjafræði á Íslandi á leiðinni

Ný heimasíða LFÍ

LyfjafræðisafniðTækifæriskort á 300 kr.

Page 30: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 31: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 32: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 33: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012

33Tímarit um lyfjafræðitölublað 1 - 2012

FÉLAGIÐ

Kjarasamningur LFÍ við SA vegna lyfjaframleiðenda:Kjarasamningur okkar við Actavis er ótímabundinn og virkar sem markaðslaunasamningur. Við höfum möguleika á að kalla til fundar hvenær sem einhverjar breytingar verða á hinum almenna markaði.

Samningafundur haldinn 8. júní 2011:Kjarabætur: Á fundinum kom fram að allir ættu að að hafa hlotið kjarabætur á þessu ári sem nema a.m.k. almennum hækkunum á vinnumarkaði:• A.m.k. 4,25% launahækkun á þessu ári

(hækkunin kemur í síðasta lagi til framkvæmdar með júní launum)

• Eingreiðslu sem nemur 50.000 kr.. (en frádráttur kemur til ef starfsmaður hefur hlotið launahækkun eftir 1. mars)

• Orlofsuppbót 2011 kr.. 26.900 kr..• Almennt hafi starfsmenn fengið hækkanir á

síðasta ári (2010) sem nemur a.m.k. 2,5%

Veikindi barna • Þá er vilji hjá Actavis að fjölga dögum sem

foreldri er heimilt að verja til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri úr 10 dögum í 12.

Sjúkr.asjóður• Reynt var að fá hækkaða prósentuna sem

vinnuveitandi greiðir í sjúkr.asjóð (úr 0,75% í 1%) en við erum talin hafa svo góðan veikindarétt að ekki er vilji fyrir þeirri hækkun.

Desemberuppbót og orlofsuppbót• eins og á hinum almenna markaði.

Markaðslaunasamningur eða ekki• Í umræðunni kom fram að það er talið einskorða

launahækkanir við samningshækkanir ef þær eru niður njörvaðar í kjarasamningi en frekar möguleiki á að semja um meiri hækkanir í launaviðtölum. Þá á einnig að vera möguleiki á að óska eftir fundi þar sem farið er yfir launaþróun starfsmanns innan fyrirtækisins ef hann telur á sig hallað í þeim efnum. Á næsta ári eru almennar fyrirhugaðar launahækkanir sem nemur 3,5% í febrúar og 3,25% á árinu 2013, ath ekki bundið í okkar samningi.

Könnun gerð meðal framleiðslu-lyfjafræðinga, júní 2011• Við viljum gjarnan heyra frá ykkur hvort þið

teljið líkur á að semja um meira en þetta eða minna, svo við vitum hvort við eigum að leggja línurnar eins fyrir alla og þá munu líklega fáir fá meiri hækkanir en samningsbundnar hækkanir eða hvort fólk treystir sér sjálft til að semja um þetta eða meira. Endilega látið í ykkur heyra því við viljum tala röddu sem flestra félagsmanna á fundum okkar með SA.

Kjarasamningur LFÍ við SA vegna apóteka:Kjarasamningur við apótekin undirritaður í nóvember 2011. Ótímabundinn samningur og virkar sem markaðslaunasamningur. Við höfum möguleika á

að kalla til fundar hvenær sem einhverjar breytingar verða á hinum almenna markaði.Launabreytingar 2011 og 2013• 1. nóvember 2011: Grunnhækkun 5% fyrir

þá starfsmenn sem eru í starfi hjá sama launagreiðanda 31. október 2011. Frá henni dragast hækkanir á launum f.o.m. 1. júlí 2010 t.o.m. 31. október 2011.

• 1. maí 2013: Grunnhækkun 2,5% fyrir þá starfsmenn sem eru í starfi hjá sama launagreiðanda 30. apríl 2013. Frá henni dragast hækkanir á launum f.o.m. 1.maí 2012 t.o.m. 30. apríl 2013.

Eingreiðsla vegna dráttar á samingsgerð• Lyfjafræðingar sem fá hækkun 1. nóvember

2011 vegna ofangreinds ákvæðis fá einnig greidda eingreiðslu, kr. 50.000, 1. febrúar 2012.

Desember- og orlofsuppbætur Desemberuppbót:• 2011: 48.800 kr. + sérstakt álag 15.000 kr.• 2012: 50.500 kr.• 2013: 52.100 kr.

Orlofsuppbót :• 2011: 26.900 kr. + sérstakt álag 10.000 kr.• 2012: 27.800 kr.• 2013: 28.700 kr.

Desember- og orlofsuppbót frá 2014• Starfsmenn fá greidda desember- og

orlofsuppbót í samræmi við aðalkjarasamninga SA á almennum vinnumarkaði. Heimilt er í ráðningarsamningi að semja um að fella uppbætur inn í mánaðarlaun starfsmanns eða semja um annan greiðsluhátt.

Starfsmannaviðtal• Lyfjafræðingur á rétt á viðtali við yfirmann einu

sinni á ári um störf sín og hugsanlega breytingu á starfskjörum. Óski starfsmaður eftir viðtali skal það veitt innan tveggja mánaða og niðurstaða viðtalsins liggi fyrir innan mánaðar.

Veikindi barna og leyfi af óviðráðanlegum ástæðum• Fyrstu sex mánuði í starfi hjá vinnuveitanda er

foreldri heimilt að verja 2 dögum fyrir hvern unninn mánuð til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið. Eftir 6 mánaða starf verður rétturinn 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Foreldri heldur dagvinnulaunum sínum svo og vaktaálagi þar sem það á við.

• Það er sameiginlegur skilningur aðila, að með foreldri sé einnig átt við fósturforeldri eða forráðamann, sem er famfærandi barns og komi þá í stað foreldris.

• Starfsmaður á rétt á leyfi frá störfum þegar um óviðráðanlegar (force majeure) og brýnar fjölskylduástæður er að ræða vegna sjúkdóms eða slyss sem kr.efjast tafarlausrar nærveru starfsmanns.

• Starfsmaður á ekki rétt á launum frá vinnuveitanda í framangreindum tilfellum, sbr. þó ákvæði 1. mgr.

Page 34: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 35: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 36: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 37: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 38: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012

38 Tímarit um lyfjafræði tölublað 1 - 2012

FÓLKIÐ

Ágætu lyfjafræðingar

Eins og fram kemur í ritstjórnarpistli er ætlunin að hafa fastan pistil fyrir félagsmenn þar sem þeir geta sent inn greinar sem fjalla um það efni sem þeim liggur á hjarta hverju sinni. Ætlunin er að pistillinn verði ein síða, ca. 800-1000 orð, ásamt mynd af pistlahöfundi og annarri mynd sem pistlahöfundur ætlar með greininni, ef hentar. Pistlahöfundur ber ábyrgð á efni pistilsins.

Þar sem um er að ræða fyrstu útgáfu með þessu formi og félagsmenn hafa enn ekki fengið tækifæri til að senda inn grein fylgir hér smá umfjöllun frá ritstjóra TUL um málefni sem búið er að vera greinarhöfundi mjög ofarlega í huga um nokkurt skeið.

Koffín í matvælum/drykkjumÁrið 2008 var reglum um notkun koffíns í matvælum/drykkjum breytt, þ.e. koffín var skilgreint sem matvæli frá Evrópu, óháð magni, og í framhaldinu var reglum á Íslandi breytt. Breytingin var á þann veg að hámarksmagn koffíns í vöru féll ekki lengur undir flokkun Lyfjastofnunar á því hvort varan félli undir skilgreiningu á lyfi heldur varð á valdsviði stofnana sem fjalla um matvæli. Engin takmörk voru sett á það hversu mikið koffín mátti vera í drykkjarvöru á Íslandi heldur þurfti eingöngu að merkja vörurnar sérstaklega með viðvörun, „Inniheldur mikið koffín“ ef þær innihéldu meira magn koffíns en 150mg/líter. Viðvörunarmerkingin má vera á öllum Norðurlandamálum, nema finnsku, og á ensku og þarf að bera við augu um leið og nafn vörunnar. Þetta hefur

svo verið útfært hjá framleiðendum þannig að merkingin er iðulega aftan á vörunni ásamt nafni vörunnar með mun minna letri en framan á vörunni og hafa þeir komist upp með þetta hjá löggjafanum. Þarna er að mínu mati klárlega verið að gæta hagsmuna framleiðendanna en ekki neytandans. Hugmyndafræði löggjafans með því að tengja varúðarmerkinguna nafni vörunnar er í mínum huga til að hafa upplýsingarnar þar sem neytandann sér þær strax við kaup á vörunni. Það að framleiðendur hafa komist upp með að fara fram hjá þessu með því að endurtaka nafn vörunnar á bakhlið vörunnar og hafa varúðarmerkinguna þar er til skammar fyrir löggjafann og segir mér að þeir sem fjölluðu um málið vissu ekki hvaða efni þeir voru með í höndunum og virkni þess. Þeir hefðu kannski átt að spyrja sig hvers vegna framleiðendum var svo mikið í mun að hafa varúðarmerkinguna á vörunum á bakhliðinni, hver gæti tilgangurinn mögulega verið annar en sá að fela hana fyrir neytendum. Á drykkjarvörum sem innihalda meira magn koffíns en 150mg/líter eru einnig iðulega upplýsingar um að varan sé ekki ætluð börnum, ófrískum konum eða konum með barn á brjósti sem óneitanlega minnir á okkar málaflokk, lyfin. Lyf má nær eingöngu selja í apótekum og hafa fyrir aftan afgreiðsluborð en drykkir sem ekki eru ætlaðir framangreindum vegna líflyfjafræðilegrar verkunar mega vera innan um gos í verslunum og með varúðarmerkingu sem mörg börn og jafnframt margt fullorðið fólk skilja ekki vegna tungumálsins. Í lok árs 2009 sendu Neytendasamtökin Embætti landlæknis erindi þar sem m.a. var lýst yfir áhyggjum samtakanna með sölu á þessari vöru, ekki síst til barna og unglinga. Þar var þess óskað að embættið fylgdist með og skráði þau tilfelli sem bærust heilbrigðisþjónustunni og rekja mætti til neyslu drykkjanna. Í svari frá Embætti landlæknis kom fram að ekki var talið framkvæmanlegt að skrá slík tilfelli með ábyrgum hætti. Neytendasamtökin hafa í framhaldi af þessu unnið að því að svo mikilvægar upplýsingar sem varúðarmerkingar til neytenda verði framan á vörunni, þar sem neytandinn sér þær strax, og á móðurmálinu. Einnig eru Neytendasamtökin að beita

sér fyrir því að settar verði reglur um sölu matvöru sem ekki er ætluð börnum, líkt og gildir um aðra vöru sem ekki er ætluð börnum, s.s. lyf, tóbak og áfengi. Neytendasamtökin sendu erindi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem vakin var athygli á málinu og óskaði eftir að eitthvað yrði gert. Þurfti tvívegis að ítreka erindið en nú loks hefur borist svar þar sem ráðuneytið tekur undir með Neytendasamtökunum að upplýsingar um koffíninnihald séu mikilvægar fyrir neytendur. Þar sem í mínum huga er um alvarlegt heilsufarslegt vandamál að ræða, þar sem börn hafa verið flutt á bráðamóttöku með koffíneitrun, hefur það komið mjög á óvart hvað áhugi fyrir málefninu virðist lítill, bæði meðal almennings og þeirra sem um málaflokkinn fjalla. Lýsir þa sér m.a. í því hversu langan tíma það tók ráðuneytið að svara erindi Neytendasamtakanna. Er það vegna þess að öllum er sama um að virk efni eru í svo stórum skömmtum í matvælum að þau hafa lyfjafræðilega verkun eða er ekki skilningur á því um hvað málið snýst, af hverju er okkur sama um heilsu barnanna okkar og hvað verið er að setja í drykkina þeirra? Einnig er áhugavert að velta fyrir sér svari Embættis landlæknis, gildir þetta um allt sem embættinu er ætlað að fylgjast með og skrá eða var í þessu tilfelli bara ekki áhugi á málinu? Hvað sem veldur verður vonandi eitthvað gert í málinu áður en fréttir á Íslandi fara að verða eins og í USA þar sem „Monster orkudrykkurinn er sagður hafa dregið fimm manns til bana á síðastliðnum þremur árum samkvæmt skýrslum sem læknar og fyrirtæki hafa skilað inn til matvæla- og lyfjastofnunar bandaríkjanna, FDA.“ (The New York Times, October 22, 2012). Danir hafa nú þegar bannað neyslu þessara drykkja í sumum skólum, þar sem börn sem neyta þeirra þykja missa einbeitingu og eru ekki virk í skólastarfinu (RUV, frétt 9. okt. 2012) og Livsmedelverket í Svíþjóð kallar eftir að hámarksmagn koffíns í orkudrykkjum, tyggigúmmí og fæðubótarefnum verði skilgreint (Dagens Nyheter, 23.10.2012). Er þetta a.m.k. mál sem við lyfjafræðingar getum og ættum að skoðun á, á grundvelli okkar sérfræðiþekkingar á virkni efna.

Pistill félagsmannaRegína Hallgrímsdóttir

Page 39: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012
Page 40: Tímarit um lyfjafræði - 1. tbl. 2012