30
©1994 Egill B. Hreinsson Háskóli Íslands Verkfræðideild, Hjarðarhaga 6, 107 Reykjavík Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi Hlutverk, menntun og starf verkfræðinga og tæknifræðinga við þjóðfélagsbreytingar í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Egill B. Hreinsson Reykjavík, júní 1994

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

©1994 Egill B. Hreinsson

Háskóli Íslands Verkfræðideild, Hjarðarhaga 6, 107 Reykjavík

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi Hlutverk, menntun og starf verkfræðinga og tæknifræðinga við þjóðfélagsbreytingar í íslensku og alþjóðlegu samhengi.

Egill B. Hreinsson Reykjavík, júní 1994

Page 2: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

©1994 Egill B. Hreinsson

Efnisyfirlit 1. Inngangur.............................................................................................3 2. Tæknimenntun og framtíð íslensks atvinnulífs í alþjóðlegu

umhverfi...............................................................................................4 2.1. Íslenskt þjóðfélag liðinna áratuga og tæknileg þekking. ..........4 2.2. Breytingar á íslensku þjóðfélagi og tæknimenntun...................5 2.3. Breytingar í alþjóðlegu viðskipta- og tækniumhverfi ...............6 2.4. Möguleikar lítilla samfélaga í stórum heimi .............................7

3. Hefðbundið háskólanám í verkfræði...................................................8 3.1. Menntun verkfræðinga við Háskóla Íslands. Nokkur söguleg

atriði. ..........................................................................................8 3.2. Þróun náms í verkfræði við Háskóla Íslands 1974-1994 ..........8 3.3. Eðli og innihald klassísks verkfræðináms...............................12 3.4. Rannsóknir, menntun kennara og tengsl við atvinnulífið .......13 3.5. Breytt þörf fyrir tæknilega þekkingu og menntun...................15

4. Tillögur ýmissa aðila að endurbótum verkfræðinámsins..................16 4.1. Tillögur Verkfræðingafélags Íslands að nýskipan náms í

verkfræði ..................................................................................17 4.2. Tillögur ABET til úrbóta á námi í verkfræði ..........................18 4.3. Nokkrar hugmyndir og tillögur til umræðu innan

Verkfræðideildar......................................................................19 5. Endurskoðun verkfræðináms við Háskólann. Hugmyndir og

tillögur ...............................................................................................20 5.1. Núverandi samsetning verkfræðinámsins. ..............................20 5.2. Tillögur að endurskipulagningu námsins ................................21

6. Niðurstöður, samantekt og lokaorð ...................................................25 7. Tilvísanir og heimildir.......................................................................26 8. Viðauki ..............................................................................................27

Page 3: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 3 -

©1994 Egill B. Hreinsson

1. Inngangur

Miklar breytingar hafa átt sér stað í tæknilegu umhverfi nútímaþjóðfélagsins bæði hérlendis sem erlendis á undanförnum árum. Þjóðfélagið hefur orðið flóknara og tæknilegt innihald þess fjölbreyttara. Möguleikar einfaldrar magnúrvinnslu hráefna og mikilvægi náttúruauðlinda til að vera efnahagsgrunnur hafa hvarvetna minnkað, en áherslur færst t.d. til aukinnar sérhæfingar í notkun upplýsinga, þekkingar og fjarskipta. Þetta á bæði við á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi1. Minnkandi áherslur á þungaiðnað í þróuðum iðnaðarsamfélögum er e.t.v. hliðstæðar því að fiskur sem hráefni er ekki lengur sá efnahagslegi grunnur að íslensku þjóðfélagi sem hann var. Í stað hefur athyglin beinst að mörgum öðrum þáttum svo sem markaði, sérhæfðri úrvinnslu, gæðum o.sv.frv. Auk þess sem orðið hefur ljóst að leita þarf nýrra leiða til að renna stoðum undir íslenskt efnahagslíf í framtíðinni, ef takast á að forða því að landið færist úr fremstu röð varðandi t.d þjóðarframleiðslu á íbúa í það hlutverk að afla hráefnis fyrir meginlöndin til beggja handa. Verkfræðingar og tæknimenntun hafa gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu hins hefðbundna iðnaðarþjóðfélags Vesturlanda á undanförnum áratugum. Hin klassíska verkfræðimenntun hefur líka verið í nokkuð föstum skorðum einkum í stærri samfélögum með verulegan iðnað sem efnahagsgrunn. Íslendingar hafa til þessa fylgt hefðbundnum leiðum í þessari menntun þrátt fyrir sérstöðu íslensks þjóðfélags að mörgu leyti. Má þar nefna skort á útbreiddum iðnaði, smæð þjóðfélagsins, einhæfni í atvinnulífi o. sv. frv. Hvert verður hlutverk verkfræðinga í breyttu þjóðfélagi? Hvaða breytingar á menntun þarf að gera gagnvart breyttum þjóðfélagsaðstæðum? Hvernig er hægt að aðlaga menntun, sem í eðli sínu er alþjóðleg að nefndum íslensku aðstæðum? þetta eru dæmi um áleitnar spurningar í ljósi áðurnefndra breytinga. Stundurm er talað um að þessar breytingar feli í sér byltingar. Í stað iðnbyltingarinnar blasir nú við upplýsinga- og þekkingarbylting. Í stað einangrunar Íslands blasir við samruni eða sterk tenging við efnahagsheildir svo sem Evrópusambandið. Í stað hráefnisöflunar úr sjó, og þjónustu byggða á þeim efnahagsgrunni, blasir við leit að nýjum hlutverkum fyrir Ísland í framtíðinni. Getur það hlutverk falist í t.d. hugbúnaðargerð, ferðamannaiðnaði eða háþróaðri matvælaframleiðslu með markaðssetningu? Margir gera sér grein fyrir að engar einhlítar lausnir eða svör eru til, en ljóst er að lausnirnar krefjast að mörgu leiti nýrra aðferða og nýrrar hugsunar. Sú tíð er liðin

1 Sjá umfjöllun í heimildum nr 5, 6 og 8

Page 4: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 4 -

©1994 Egill B. Hreinsson

að verkefnin séu skilgreind og ráða þurfi bara tæknimenntaða menn til að leysa þau. Hlutverk tæknimenntaðara manna verður í æ ríkara mæli að búa til verkefnin, leysa þau og fylgja þeim til enda. Í þessari skýrslu verður fjallað um það hvernig ofangreindar breytingar kalla á nýja hugsun í tæknimenntun á Íslandi. Fjallað er um hvernig aðlaga má nám sem er í eðli sínu alþjóðlegt að þörfum íslensks þjóðfélags. Að lokum eru síðan gerðar tillögur um tilteknar úrbætur varðandi námið þannig að það mæti sem best settum markmiðum. Tillögurnar miðast einkum við nám í verkfræði en einnig með skírskotun til tæknifræðináms á Íslandi.

2. Tæknimenntun og framtíð íslensks atvinnulífs í alþjóðlegu umhverfi

Lítum fyrst stuttlega á helstu einkenni og þróun íslensks efnahagslífs og hvernig tæknileg sérþekking hefur verið notuð til lausnar viðfangsefna og eflingar atvinnulífs. 2.1. Íslenskt þjóðfélag liðinna áratuga og tæknileg þekking.

Eins og áður segir hefur efnahagslíf íslensku þjóðarinnar undanfarna áratugi byggst að miklu leyti á öflun hráefnis úr sjó til matvælaframleiðslu (sjávar-útvegi). Þrátt fyrir örsmæð íslensks þjóðfélags jafnvel í samanburði við önnur minni samfélög eins og hin Norðurlöndin, hefur byggst upp þjónusta, verslun og smærri iðnaður, sem myndað hefur ámóta samfélag og í nágrannalöndunum, a.m.k. á yfirborðinu. Byggð hafa verið upp hefðbundin tæknikerfi svo sem samgöngukerfi, fjarskiptakerfi, hitaveitukerfi og raforkukerfi auk allrar venju-legrar þjónustu svo sem í verslun, heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Tæknileg þekking hefur vitaskuld verið notuð á svipaðan hátt á Íslandi og í öðrum löndum við uppbyggingu þessara tæknikerfa, sem eru n.k. innviðir ("infrastructure") hvers þjóðfélags. Þannig hafa verk- og tæknifræðingar mjög starfað við uppbyggingu og þróun þessara kerfa og þekkingargrunnur verk-fræðinnar verið nýttur þar. Þótt íslenskt þjóðfélag sé um margt svipað og í nágrannalöndunum, hefur þó fyrir utan smæðina verið eftirfarandi munur: Ekki hefur þróast iðnaður með verulegu tækniinnihaldi á Íslandi eins og í mörgum nágrannalöndum. Slíkur iðnaður hefur einmitt fóstrað og viðhaldið tækniþekkingunni og tæknimenntuninni og verið einn helsti starfsvettvangur tæknimenntaðra manna í þessum löndum. Þar sem þessi iðnaður er öflugur hefur jafnvel hluti af menntun og þjálfun verkfræðinga farið fram "á vinnustað" eftir tiltekið grunnnám, einmitt vegna þarfa iðnaðarins fyrir að móta eigið starfslið og mannafla.

Page 5: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 5 -

©1994 Egill B. Hreinsson

Reyndar mótar einnig fyrir nýrri þróun í þessum málum erlendis á allra síðustu árum. Hefðbundnir tæknirisar sem fram til þessa hafa fóstrað bæði gróið sérhæft rannsóknarumhverfi og mótað sína eigin ungu verkfræðinga að loknu B. Sc. nám þeirra, hafa brotnað upp í minni eindir en með meiri markaðstengsl. Má þar nefna í Bandaríkjunum bæði tölvurisann IBM og fjarskiptarisann Bell Labs. Þessi stórfyrirtæki hafa til þessa verið vinnuveitendur sérhæfðra Ph.D. verkfræðinga sem aldir hafa verið upp í hefðbundnu háskólaumhverfi (eins og nánar verður rætt). Unnið hefur verið þar við mjög sérhæfðar rannsóknir við þróun nýjunga en oft án beinna tengsla við þarfir markaðsins. Þannig er svipuð þróun að eiga sér stað allstaðar: minnkun rekstrareininga, meiri tengsl við markaðinn og nauðsyn aukinnar breiddar í bakgrunni og menntun starfsmanna til að vega upp á móti sérhæfingunni. Sé starfsumhverfi tæknimanna á Íslandi skoðað t.d. fyrir u.þ.b. 10 - 30 árum má segja að það hafi einkennst af breidd hans til að spanna verkefni þjóðfélagsins, eins og þeim hefur verið lýst, enda hefur menntunin verið miðuð við þau. Segja má að hlutverk hans og starfsumhverfi hafi einkennst af eftirfarandi þáttum2: • Meiri eftirspurn eftir þjónustu var en sem svarar framboði á

tæknimönnum og verkefni voru næg. Takmörkuð samkeppni var milli tæknimanna og við aðrar stéttir.

• Tæknimaðurinn starfaði í lokuðu umhverfi íslensks þjóðfélags, þ.e.

eingöngu á innanlandsmarkaði. • Starf tæknimannsins naut virðingar og var vel launað. • Starf tæknimannsins einkenndist af (1) takmarkaðri tölvunotkun, (2)

hefðbundnum aðferðum. Lítum því næst á það hvernig þjóðfélagið gæti þróast á næstu árum og hvernig menntun og hlutverk tæknimanna mundi tengjast þeirri þróun. 2.2. Breytingar á íslensku þjóðfélagi og tæknimenntun

Eins og áður er vikið að má vænta breytinga á íslensku efnhagslífi í breyttum heimi. Uppbyggingu áðurnefndra tæknikerfa er að verulegu leiti lokið, þótt viðhald og endurbætur muni útheimta fé, þekkingu og mannafla að vissu marki. Vissulega munu þessi kerfi gegna nýju lykilhlutverki í þróun nýs þjóðfélags svo 2 Sbr. ráðstefnu um tæknimenntun (Heimild nr 3)

Page 6: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 6 -

©1994 Egill B. Hreinsson

sem nýtt fjarskiptakerfi með persónulegum farsímum, með ljósleiðurm, tölvusamskiptum o.sv.frv., en þessi kerfi eru þó fyrst og fremst grunnur sem önnur starfsemi byggir á og vaxtarbroddarnir vaxa upp úr. Viðurkennt er að fiskistofnarnir eru takmörkuð auðlind og magnvinnsla þeirra og magnsala beint á erlenda markaði getur ekki verið sá vaxtarbroddur, sem íslenskt þjóðfélag þarf til að mæta íbúafjölgun og tekjuaukningu til samræmis við nágrannalöndin. Hefðbundinn iðnaður er enn smár í sniðum, en stóriðja hefur lengi verið nefnd sem mögulegt framtíðartækifæri fyrir Ísland. Vert er að skoða örlítið nánar stóriðju og tæknimenntun þ.a.l. vegna þess hve mönnum hefur orðið starsýnt á hana sem framtíðartækifæri. Ekki verður hér reynt að meta hversu varanlegir þeir erfiðleikar eru sem hamlað hafa að stóriðjutækifæri hafi orðið að raunveruleika á undanförnum árum. Hins vegar virðist stóriðjan þess eðlis að hún útheimtir í stórum dráttum hefðbundna tækniþekkingu sem byggir á klassískri tæknimenntun, eins og hún er skilgreind hér á eftir. Vert er að hafa í huga að stóriðjan er þungaiðnaður, sem víða er á fremur á undanhaldi, á Vesturlöndum, m.a. vegna aukinnar áherslu á umhverfissjónarmið og framboðs þungavöru frá öðrum heimshlutum. Þetta hefur valdið því að margir hafa efast um að stóriða henti Íslandi sem framtíðaratvinnugrein vegna árekstra við umhverfissjónarmið og ímynd Íslands sem ferðamannaland og matvælaframleiðandi. Því má draga þátt stóriðjunnar þannig saman að hún muni skapa þörf fyrir hefðbundna tæknimenntaða menn og e.t.v einhverja sérhæfða nýja þjónustu, en óvíst er hver aukning hennar verður á Íslandi í framtíðinni. Bent hefur verið á að vaxtarmöguleikar á Íslandi í landbúnaði og sjávarútvegi séu takmarkaðir (heimildir 11 og 12) og því hefur verið leitað að öðrum auðlindum Íslands og mönnum orðið starsýnt á orkuiðnaðinn og orkulindir Íslands. Samfara þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í alþjóðlegu viðskiptalegu og tæknilegu umhverfi hefur verið bent á að sérhæfðar tæknilegar upplýsingar og markaðsupplýsingar og þekking séu nauðsynlegar til að skapa nægilegan virðisauka úr náttúruauðlindum (heimild 8). Lítum nánar á þær breytingar, sem eru að eiga sér stað á alþjóðavettvangi og hvaða áhrif þær geta haft. 2.3. Breytingar í alþjóðlegu viðskipta- og tækniumhverfi

Breytt staða íslensks þjóðfélags og efnahagslífs er hluti af breytingum, sem eiga sér stað í stærra samhengi. Segja má að breytingar í alþjóðlegu efnahagslífi einkennist m. a. af eftirtöldum þáttum:

Page 7: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 7 -

©1994 Egill B. Hreinsson

• Aukin sérhæfing og fjölbreytni í framleiðslu og þjónustu. • Stækkun markaða og afnámi viðskiptalegra og tæknilegra hindrana (ESB,

EES, GATT, NAFTA). • Aukin fjarskipti, flutningar og ferðalög og breikkun á alþjóðastarfsemi í

tækni, framleiðslu og viðskiptum. • Meiri alþjóðleg stöðlun í gæðakvörðum framleiðslu og þjónustu og minni

áhersla og mikilvægi staðsetningar þessara þátta. Meiri alþjóðleg barátta um staðla sem tæki til yfirráða á mörkuðum.

• Meiri áhersla á þjónustu, þekkingu, upplýsingar og ráðgjöf í framleiðslu,

verslun og viðskiptum. • Minnkandi möguleikar minni og stærri þjóðfélaga til að lifa einangrað í

eigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla orðið sérhæfð og fluttst þangað sem hún er ódýr (t.d vegna ódýrs vinnuafls í Austur-Asíu). Tölvur og fjarskipti hafa skapað nýjan iðnað og upplýsingaþjóðfélagið er á næsta leyti. Náttúruauðlindir skipta æ minna máli í efnahagslífi þjóða og mörg samfélög sem litlar eða engar náttúruauðlindir hafa hafa blómstrað á undanförnum áratugum, e.t.v. fyrst og fremst vegna mannauðsins sem fólginn er í dugnaði, þekkingu, menntun og atorku íbúanna (Dæmi: Japan, Hong Hong, Singapore, Suður-Kórea, Taiwan). Framleiðsluvörur verða sérhæfðari en áður og innihalda meira af þekkingu og upplýsingum, sem eru hluti af þeirri vöru og þjónustu sem boðin er. Einföld fjöldaframleiðsla í magni á erfiðara uppdráttar en áður og uppbygging sölu- og viðskiptaneta verður sífellt flóknari og fjölbreyttari. Of langt mál yrði að fara frekar yfir þessar þjóðfélagsbreytingar3. 2.4. Möguleikar lítilla samfélaga í stórum heimi

Unnt er að spyrja þeirrar spurningar hvað valdi því að einangraðar samfélags-heildir eigi erfitt uppdráttar í nýjum heimi. Hvers vegna lögðust einangruð byggðalög t.d. á Íslandi af, byggðalög sem í fyrri tíma áttu gott lífsviðurværi? Aukin fjarskipti og samgöngur áttu e.t.v. að gera þessum byggðalögum auð-veldara fyrir, en þekkt er sagan um fólkið sem flutti burt úr fjarlægu byggðalagi um leið og vegurinn og brúin voru lögð þangað. Þessi mótsögn er e.t.v. kjarninn í

3 Í bókum Alvins Toffler (heimild nr 5 og 6) er m.a. fjallað ítarlega um þessar þjóðfélagsbreytingar iðn - og tæknivæddra þjóðfélaga sem eru að eiga sér stað og munu eiga sér stað í framtíðinni. Sjá einnig t.d. bók Kenichi Ohmae.

Page 8: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 8 -

©1994 Egill B. Hreinsson

spurningunni um hlutverk og möguleika Íslands í komandi heimi. Mótsögning er sú að um leið og samgöngur og fjarskipti rjúfa einangrun þjóðfélags, breyta þau gildandi viðmiðun og staðli þess. Svarið felst í möguleika þess sem kynnist nýjum viðhorfum til að tileinka sér nýja þekkingu, taka frumkvæði og aðlagast hinum nýju viðhorfum. Goðsögnin um hinn tölvuvædda sveitabæ þar sem fjarvinnsla og hugbúnaðargerð fer fram fyrir aðila fjarlægs markaðar er einungis sönn, ef frumkvæði hefur leitt til hagkvæmni slíkrar fjarvinnslu. Á sama hátt getur tæknileg þekking og menntun í einangruðu samfélagi án frumkvæðis til að koma henni á markað ekki þrifist. Hér á eftir verður fyrst farið yfir helstu einkenni þess sem kalla mætt klassísk verkfræðimenntun, en síðan rætt um hvernig ofangreind viðhorf útheimta breytingar á þessu námi og nýtt hlutverk og menntun tæknimenntaðra manna á Íslandi.

3. Hefðbundið háskólanám í verkfræði

Hér verður fyrst fjallað stuttlega um sögulega þróun náms í verkfræði við Háskóla Íslands. Fjallað verður síðan um nokkur einkenni hefðbundins ("klassísks") náms. 3.1. Menntun verkfræðinga við Háskóla Íslands. Nokkur söguleg atriði.

Háskóli Íslands er stofnaður 1911 með sameiningu Prestaskólans við Lækna-skólann og kennslu í lögfræði. Á sama tíma var heimspekideild stofnuð og kennsla hófst í fornnorrænum fræðum og sögu. Fram að seinni heimsstyrjöldinni urðu íslendingar að sækja menntun sína í tæknilegum efnum erlendis. Var hún einkum sótt til Danmerkur og þýskalands þangað sem margir íslendingar höfðu sótt æðri menntun á öðrum sviðum. Kennsla í fyrrihluta verkfræði við Háskóla Íslands hófst um 1940 þegar aðstæður vegna seinni heimsstyrjaldarinnar komu í veg fyrir að íslenskir nemendur gættu farið erlendis til menntunar. Kennslan var í fyrstu aðeins til fyrrihlutaprófs og eftir sem áður þurftu nemendur að fara erlendis til að ljúka prófi í verkfræði. Það var svo árið 1969 sem ákvörðun var tekin um að hefja kennslu til lokaprófs í verkfræði við Háskóla Íslands. 3.2. Þróun náms í verkfræði við Háskóla Íslands 1974-1994

Page 9: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 9 -

©1994 Egill B. Hreinsson

Nám við Háskóla Íslands til lokaprófs í verkfræði hófst, eins og áður segir, um 1970. Námið var sniðið verulega að erlendri fyrirmynd á þeim tíma og síðan þá hefur það að mörgu leyti haldist tiltölulega lítið breytt með n.k. hefðbundnum hætti. Það var upphaflega sniðið eftir hliðstæðu námi í háskólum nágranna-landanna, enda hentaði það vel þörf fyrir tæknimenntun eins og hún var á þeim tíma, eins og að framan er vikið að. Lítum fyrst örstutt á tölulegt yfirlit yfir fjölda nemenda, sem hafa útskrifast með próf í verkfræði á undanförnum 20 árum og einnig á hvernig staðan og þróunin hefur verið undanfarin 5 ár varðandi þróun nemendafjölda í náminu. Eftirfarandi tafla (Tafla 1) sýnir fjölda útskrifaðra verkfræðinga frá Háskóla Íslands undanfarin 20 ár.

TAFLA 1 Fjöldi útskrifaðra verkfræðinga frá Háskóla Íslands 1974-1993

ár ByggingaverkfrVélaverkfrRafmagnsverkfrSamtals

1974 9 2 3 141975 8 1 5 141976 13 3 11 271977 5 6 6 171978 9 7 5 211979 23 7 10 401980 15 8 15 381981 12 12 12 361982 13 14 13 401983 8 9 12 291984 7 9 9 251985 14 9 14 371986 19 7 22 481987 12 13 13 381988 5 11 23 391989 16 10 18 441990 7 14 15 361991 8 28 12 481992 11 8 16 351993 18 23 17 58

Eins og sést á töflunni og eftirfarandi mynd (Mynd 1, sem sýnir myndrænt aftasta dálk töflu 1) hefur í heild verið sveiflukennd aukning í heildarfjölda útskrifaðra verkfræðinga undanfarin 20 ár að meðaltali um 4-5% á ári.

Page 10: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 10 -

©1994 Egill B. Hreinsson

Mynd 1 Heildarfjöldi brautskráðra verkfræðinga frá Háskóla Íslands 1974-1993

����������

������������

����

����������

������������

�������� ����� �������

�������

��������

������������ ���

���

�����

������

��� �����

������������

��������

�����

�������

��������

0

10

20

30

40

50

60

74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93

Fjöldinem-enda

Hins vegar hefur ekki verið nein umtalsverð aukning í fjölda nýnema á ofangreindu tímabili (1975 - 1993) eins og mynd 2 sýnir. Þannig virðast tiltölulega fleiri hafa útskrifast sem verkfræðingar á seinni árum heldur en var þegar nám til lokaprófs hófst, miðað við fjölda innritaðra nema við upphaf náms. Því virðist brottfall nemenda hafa farið minnkandi á tímabilinu 1974-1994. (Sjá nánar töflur í viðauka)

Page 11: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 11 -

©1994 Egill B. Hreinsson

Mynd 2 Heildarfjöldi nýskráðra verkfræðinema (nýnema)

við Háskóla Íslands 1974-1993

��������

�����

���

������������

�����

��������������

������������

��������

������ ����������

��� ���������� ���

��� ����������

�����������������

0

20

40

60

80

100

120

140

160

180

75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93

Fjöldinem-enda

Þessar tölur endurspegla þó ekki stöðuna nú, þar sem talsverðrar fækkunar gætir í fjölda þeirra sem skráðir eru í nám í verkfræði, eins og mynd 3 sýnir. 4

4 Tölur sem standa að baki mynd 3 eru fengnar úr Árbók Verkfræðingafélags Íslands 1992-1993, og eru sýndar í töflu í viðauka

Page 12: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 12 -

©1994 Egill B. Hreinsson

Mynd 3 Fjöldi nemenda skráður í námi í Verkfræði við Háskóla Íslands 1989-1993

0

50

100

150

200

250

300

1989 1990 1991 1992 1993

Byggingaverkfr

Vélaverkfr

Rafmagnsverkfr

Samtals

Karlar

Konur

Fjöldi

nemenda

3.3. Eðli og innihald klassísks verkfræðináms.

Verkfræði hefur stundum verið skilgreind sem beiting raunvísinda á vandamál í atvinnulífinu. Þetta er þó ekki rétt nema að hluta, þar sem verkfræðin sem sjálfstæð grein hefur sín eigin lögmál og reglur sem eiga sér ekki endilega hliðstæðu í raunvísindum. Þó þróaðist verkfræðinám á Íslandi og víðar í upphafi miðað við þessa hugmyndafræði og öll kennsla í upphafi verkfræðináms var í höndum raunvísindamanna. Að miklu leyti gildir þetta enn í dag. Hér á eftir verður skilgreint hugtakið "klassískt verkfræðinám" og eitt af einkennum þess er mikil áhersla á s.k. raunvísindalegar grunngreinar í upphafi náms. Kennsla þeirra er enn í höndum stærðfræðinga og eðlisfræðinga, en í samráði við Verkfræðideild. Lýst verður hér á eftir stuttlega hvernig háskólaumhverfi í "klassískri verkfræði" á Íslandi hefur að erlendri fyrirmynd þróast. Þróun þessi byggir á hliðstæðri þróun í nágrannalöndunum, m.a. í Bandaríkjunum, en þessa þróun má rekja allt aftur til Grinter-skýrslunnar 19555 og viðbragða Bandaríkjamanna við meintu forskoti Sovétmanna á þeim tíma í geimferðum (Sbr "Spútnik").

5 Sbr grein eftir C.D: Avers (tilvísun nr 2 í viðauka)

Page 13: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 13 -

©1994 Egill B. Hreinsson

Segja má að "klassískt nám í verkfræði" einkennist m.a. af eftirfarandi þáttum: • Mikil áhersla er á stærðfræði og eðlisfræði á fyrstu tveimur árum

námsins, án beinnar tengingar við eiginlegar verkfræðigreinar, sem eru á námsskrá á síðari árum námsins. Mjög takmörkuð tengsl nemandans eru líka við tækifæri atvinnulífsins, hvert hlutverk hans muni verða o.sv.frv.

• Námið skiptist að hefbundnum hætti upp í byggingar- rafmagns- og

vélaverkfræði, með nokkuð skörpum skilum á milli skora, enda þótt verkefni og starfsvettvangur á vinnumarkaðnum sé ekki lengur skiptur á þennan hátt nema að takmörkuðu leyti.

• Námið miðast við að ná færni í aðferðum raunvísinda til að leysa tækni-

verkefni, sem tengjast atvinnulífinu, en án mikillar skírskotunar til hag-nýtni, fjármögnunar eða ákvarðanatöku.

• Uppeldi og afstaða hins klassískt tæknimenntaða manns miðast við að

leysa verkefni sem þegar hafa verið skilgreind af öðrum, sem aðrir hafa ákveðið að þörf sé á að leysa og sem aðrir taka síðan við til að ákveða með framkvæmd. Dæmi um slíkt eru hvers konar hönnunarverkefni t.d. innan áður nefndra tæknikerfa.

• Menntunin elur á þeim hugmyndum (1) að til sé ein besta lausn á hverju

tækniverkefni, sem unnt sé að reikna út, (2) að aðferðir raunvísindanna við útreikninginn séu algildar og einhlýtar og (3) öll "mjúk mál" er tengjast vandamáli, lausn og lausnaraðferð séu verkefni annarra.

• Boðið er mjög takmarkað upp á rekstrarleg eða stjórnunarleg námskeið í

byggingar- og rafmagnsverkfræði, en í vélaverkfræðiskor eru þau mun stærri hluti af náminu.

Auk ofangreindra almennra einkenna má nefna að nám við Háskóla Íslands er nú 4 ára nám þ.e. 120 námseiningar til "lokaprófs í verkfræði". Eins og bent hefur verið á er lengd námsins mitt á milli þess að vera samsvarandi bandarísku og/eða ensku B.S. námi og M.S. námi. 3.4. Rannsóknir, menntun kennara og tengsl við atvinnulífið

Það eru fleiri atriði sem einkenna námið og lúta almennt að rannsóknum, tengslum við starfsvettvang verkfræðinga í atvinnulífið, bakgrunni kennara og háskólaumhverfið almennt.

Page 14: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 14 -

©1994 Egill B. Hreinsson

Í fyrsta lagi má nefna að langskólagengnir kennarar (með doktorspróf) sem sjálfir hafa verið aldir upp innan háskólaumhverfis ("akademíu") hafa annast skipulag náms í verkfræði og séð um kennslu, án þess að þessir kennarar hafi reynslu úr starfi í fyrirtækjum við beitingu verkfræðinnar í reynd samhliða kennslu. Spyrja má hvernig kenna eigi notkun verkfræði án þess að hafa reynslu af notkun verkfræði, enda hefur kennsla í verkfræði allt frá 7. áratugnum verið að fjarlægjast notkun verkfræði6. Vitaskuld er hér ekki verið að draga úr þýðingu þróaðra, sérhæfðra, vísindalegra rannsókna sem fylgja doktorsnámi í háskóla eða framhaldsrannsóknum á því sviði. Hins vegar er brýn nauðsyn að í náminu sé fjallað um notkun verkfræðinnar í reynd miðað við núverandi starfsumhverfi og starfsumhverfi framtíðarinnar. Segja má að hluti af skilgreiningu á hugtakinu "klassísk verkfræði" sé einmitt sú krafa í reynd að verkfræðikennarar skulu hafa doktorspróf og hafa starfað við rannsóknir, en ekki er gerð krafa um "starfsreynslu" (né heldur sérstakt nám) við tækni, markaðssetningu eða stjórnun í fyrirtækjum. Í öðru lagi má tiltaka námsferil nemenda í verkfræði, sem svipað gildir um. Þeir starfa ekki á meðan á námi stendur í beinum tengslum við fyrirtæki á tæknisviði en vinna venjulega öll sín verkefni innan vébanda háskólanna. Þetta gildir t.d. um nám í Háskóla Íslands. Þeir fá því ekki starfsþjálfun fyrr en í starfi nema s.k. verkþjálfun í sumarvinnu sem tíðkast hefur við Háskóla Íslands og víðar. Slík verkþjálfun felst þó tæpast í að kynnast hinu fjölbreytta eðli verkfræðistarfsins í reynd. Í þriðja lagi má svo nefna háskólaumhverfið almennt. Háskóli, almennt séð, er stofnun er víðast stendur á mjög gömlum merg og hefur sínar eigin hefðir sem margar eiga sér langa sögu. Slíkri stofnun er stjórnað á öðrum forsendum en þeim sem kannski skipta mestu máli í þróun hátæknifyrirtækja og nýsköpun. Rökrétt er að bera ofangreint fyrirkomulag saman við fyrirkomulag í öðrum greinum. Læknisfræði hefur stundum verið skoðuð með hliðsjón af þessu atriði. Læknisfræði má e.t.v. hliðstætt við verkfræði skilgreina sem beitingu lífvísinda á heilsufarsleg vandamál mannsins. Lítum á 2 atriði: (a) nemendur og (b) kennara. (a) Gagnstætt verkfræðinni er verulegur hluti námsins í læknisfræði unninn við beitingu fræðanna í raun, þ.e. inni á sjúkrahúsum í tengslum við sjúklingana, a.m.k. á seinni stigum námsins. Þetta er eins og áður segir annar háttur heldur en gildandi er í verkfræðináminu. Hvers vegna tíðkast þetta ekki í því námi? Spyrja má hvort nýútskrifaður verkfræðingur er fremur hæfur til að taka sjálfstætt á tæknilegu vandamáli en nýútskrifaður læknir á heilsufarslegu vandamáli án þess

6 Sbr grein eftir C.D: Avers (tilvísun nr 2 í viðauka)

Page 15: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 15 -

©1994 Egill B. Hreinsson

að hafa kynnst slíku í raun? Í báðum tilfellum getur verið um velferð og heilsu einstaklinga eða almennings að tefla! (b) Á sama hátt eru háskólakennarar í læknisfræði með bein tengsl við notkun fræðigreinarinnar í raun, gagnstætt því sem gildir oft um háskólakennara í verk-fræði. Kennararnir eru gjarnan starfandi læknar annað hvort sem yfirmenn inni á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum eða í einkalæknisþjónustu. Þannig hafa þeir yfirsýn yfir takmarkanir og möguleika á notkun fræðigreinarinnar í reynd og eru betur í stakk búnir til að meta hvernig æskilegt er að kenna nemendum. Á þessu sést að gjörólík lögmál hafa verið í gildi um tengsl nemenda og kennara við "beitingu fræðanna í reynd", í t.d. verkfræði og læknisfræði. Vaknar þá sú spurning hvort ekki sé æskilegt varðandi verkfræðinámið að horfa til fyrirmyndar í læknisfræði og innleiða einhverjar aðferðir sem þar hafa gefist vel. 3.5. Breytt þörf fyrir tæknilega þekkingu og menntun

Í íslensku þjóðfélagi, þar sem verið er að rjúfa viðskiptalega og menningarlega einangrun hafa hlutverk og störf verkfræðinga einkennst af eftirfarandi breyting-um á undanförnum árum: • Vaxandi samkeppni er á hefðbundnum sviðum og meira framboð er en

eftirspurn með auknum verkefnaskorti. • Vaxandi samkeppni er við aðrar stéttir. • Verkfræðingar eru að fara inn á ný starfssvið (hugbúnaður, tölvur) án

beinna tengsla við upphaflega menntun. Á næstu árum má vænta fleiri breytinga í sömu átt svo sem: • Störf tæknimanna og öflun atvinnutækifæra á alþjóðlegum markaði munu

aukast. • Notkun tölvu- og upplýsingatækni við hvers konar skilgreiningu og

úrlausn verkefna mun aukast. • Vaxandi áhersla verður á símenntun með stuttum námskeiðum og þjálfun

eftir að hefðbundnu námi lýkur. þetta þýðir að gera verður eftirfarandi almennar áherslubreytingar varðandi menntun tæknimanna.

Page 16: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 16 -

©1994 Egill B. Hreinsson

• Auka verður verulega áherslur á frumkvæði, hugmyndasmíð og

nýsköpunarhugsun í menntun tæknimanna. Hinn nýi tæknimaður verður að geta skapað sér eigin tækifæri og vinnu.

• Taka upp kennslu í markaðsfræði og sölumennsku og hvernig flytja má

hugmynd í gegnum rannsókna- og þróunarferil frá upprunalegri hugmynd til fullmótaðrar vöru eða þjónustu.

• Auka verður áherslu á alþjóðlegan starfsvettvang, t.d. með auknu

tungumálanámi og námi í þekkingar- og verkefnaútflutningi. • Auka verður áherslu á rekstrar- og stjórnunargreinar. Auk ofangreindra

greina má nefna stofnun og rekstur fyrirtækja, ofl. Í stuttu máli þarf hinn nýi íslenski tæknimaður að geta haft meira frumkvæði að sköpun atvinnutækifæra fyrir sjálfan sig og aðra, þar sem áhersla á "mjúkar" greinar yrði efld e.t.v. á kostnað ofuráherslu á sérhæfð svið í eðlisfræði og stærðfræði. Hafa ber í huga að tæknimaðurinn fær ekki hliðstætt uppeldi eftir að námi lýkur í hefðbundnum hátækniiðnaði á sama hátt og gerist í stærri iðnaðarsamfélögum og hann þarf að geta unnið sjálfstætt jafnvel fljótlega að loknu námi. Það er einmitt skorturinn á sérhæfðum iðnaði sem útheimtir breiðari menntun og fjölhæfari tæknimann eftir að menntun er lokið. Hinn nýi íslenski tæknimaður getur ekki búist við að geta gengið að vinnu hjá hefðbundnum fyrirtækjum eftir að námi er lokið, vegna þess að með aukninni samkeppni eru ekki endilega fyrirliggjandi verkefni sem þarf að ráða mann til að leysa. Hann þarf sjálfur að bjóða upp á lausn sem eykur fjárhagslegan ávinning við það fyrirtæki sem hann vill tengjast. Hann þarf einnig að geta samfært þann aðila sem hann ræður sig hjá að ráðning hans muni leiða til ávinnings fyrir fyrirtækið. Í rauninni þarf hinn nýi tæknimaður að búa sig undir að þurfa að hafa handbært og koma með með sér verkefni og drög að lausn þess á þann vettvang þar sem hann vill starfa. Gildir þá hið sama hvort sem sá vettvangur er stofnun eigin fyrirtækis, vinna sem verktaki eða ráðgjafi fyrir annað eða önnur fyrirtæki - eða sem hefðbundinn starfsmaður fyrirtækis.

4. Tillögur ýmissa aðila að endurbótum verkfræðinámsins

Til að bregðast við kröfum tímans og breyttum þjóðfélagsaðstæðum og breyttu hlutverki tækni í þjóðfélaginu hafa ýmsir aðilar sem koma að menntunarmálum

Page 17: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 17 -

©1994 Egill B. Hreinsson

og tækni gert tillögur og breytingar til úrbóta, og verða þær raktar stuttlega hér á eftir. Má þar nefna Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ), Háskóla Íslands, Mennta-málaráðuneytið og aðila innan Háskólans. VFÍ, Menntamálaráðuneytið og Verkfræðideild Háskóla Íslands stóðu á s.l. ári að úttekt Bandarískrar stofnunar, ABET (Accreditation Board For Engineering and Technology) á Verkfræðideild Háskóla Íslands. Innan Verkfræðideildar hafa einnig verið til umræðu óformlegar hugmyndir sem hér verða einnig raktar stuttlega.. Ofangreindar tillögur eru settar fram í skýrslu þessari svo unnt sé að hafa þær til hliðsjónar við mótun og ítarlega útfærslu á tillögum skýrsluhöfundar fyrir Verkfræðideild Háskóla Íslands. Lítum fyrst á tillögur VFÍ 4.1. Tillögur Verkfræðingafélags Íslands að nýskipan náms í verkfræði

Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) hefur gert tillögur um breytingar á námi í verkfræði sem nú verður gerð grein fyrir. Tillögur VFÍ voru kynntar og ræddar á aðalfundi félagsins 28. mars 1994 og síðan ræddar og samþykktar á sérstökum félagsfundi um þetta mál 28. apríl 1994. Tillögurnar í heild sinni eru meðfylgjandi í viðauka, en eru í stórum dráttum fólgnar í eftirfarandi þáttum: • Nám í verkfræði verði alls 5 ár eða 150 einingar og jafngildi MS gráðu. • Eftir 3,5 ára námsáfanga (105 ein.) verði boðið upp á starfsheitið

tæknifræðingur, en þessi áfangi jafngildi BS námi. • Aukin áhersla verði lögð á viðskipta- stjórnunar- og markaðsgreinar í

grunnnámi. • Dreifa skal bæði verkfræðigreinum og grunngreinum (t.d. stærðfræði og

eðlisfr.) á allan námstímann og bjóða upp á einstaklingsnámskeið. • Aukin verði tengsl milli námsins og atvinnulífsins og við fagfélög (VFÍ,

TFÍ) og endurmenntun verkfræðinga aukin. • Skólaár verði lengt, gerðar tilteknar forkröfur um námið og verkfræðingar

útskrifaðir almennt 2 árum yngri en nú er. • Sett verði rammalöggjöf um háskólastigið og stofnaður sérstakur

Tækniháskóli til menntunar tæknifræðinga og verkfræðinga.

Page 18: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 18 -

©1994 Egill B. Hreinsson

4.2. Tillögur ABET til úrbóta á námi í verkfræði

ABET (Acreditation Board for Engineering and Technology) gerði á árinu 1993 að tilhlutan Verkfræðingafeélags Íslands (VFÍ) úttekt á námi við Verkfræðideild Háskóla Íslands. Niðurstöðum úttektarinnar og úttektinni sjálfri er lýst í sérstakri skýrslu (1) en í stórum dráttum og stuttu máli má draga niðurstöður úttektarnefndar ABET fram í eftirfarandi upptalningu. Þar sem við erum að leita úrbóta, eru fyrst og fremt taldir upp þeir þættir þar sem úrbóta er þörf en síður það fjölmarga sem talið er gott og til fyrirmyndar samkvæmt skýrslunni. • Nám við deildina er að háum gæðaflokki og stenst vel og ríflega kröfur

ABET um bandarískt BS próf í verkfræði. • þótt útvíkkað verði MS námið við deildina (1 ár) er mælt með að halda 4

ára námskrá í stað 3 fyrir grunnnámið (BS). • Í byggingarverkfræði er m.a. skortur á breidd á nokkrum sviðum

(flutningatækni, umhverfi, vatns- og jarðvegsverkfræði) og tengslum við atvinnulífið.

• Í rafmagnsverkfræði er m.a. Þörf á sterkari heildarstjórnun og heildar-

endurskoðun námsins. Meiri efnafræðikennslu vantar og aukna rann-sóknaaðstöðu.

• Í vélaverkfræði er nefndur skortur á útgefnum grunnrannsóknum og

húsnæðisskortur vegna útvíkkunar og aukningu rannsókna. • Mælt er með auknu samstarfi verkfræðideildar og raunvísindadeildar um

grunnnám. Mælt er með nýju nafni í stað "lokaprófs í verkfræði" • þörf er á tölvuvæðingaráætlun um endurnýjun tölvubúnaðar með reglu-

legu millibili og verulega skortir á gæði tæknibókasafns vegna kennslu og rannókna í verkfræði.

• þörf er gagngerrar endurskoðunar á punkta- og launakerfi vegna allrar

kennslu og stjórnunar svo og vegna starfa deildarforseta og skorarfor-manna. Þörf er aukins starfsliðs á skrifstofu Verkfræðideildar.

Page 19: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 19 -

©1994 Egill B. Hreinsson

4.3. Nokkrar hugmyndir og tillögur til umræðu innan Verkfræðideildar.

Hér verða settar fram nokkrar óformlegar hugmyndir sem hafa verið ræddar innan Verkfræðideildar, fjallað um þær stuttlega og nokkur rök sem bent hefur verið á til stuðnings þessum hugmyndum. • Stytting fyrirlestra úr 45 múnútum í 35 mínútur eða 2x35 mínútur svo

þeir rúmist allir á stundaskrá fyrir hádegi. Í verkfræðinámi við Háskóla Íslands hefur fyrirlestrum fjölgað, m.a. vegna kennsluhvetjandi launa-kerfis og vinnumats við kennslu.

• Öll námskeið verði 3 einingar og öll misseri 15 vikur. Þar sem hver

námseining samsvarar 1 viku fullri vinnu nemanda, hvetur þessi tillaga til að fullt nám nemanda á hverju 15 vikna misseri samanstandi af 5 nám-skeiðum en ekki 6 eða 7 eins og komið hefur fyrir, þegar um styttri námskeið er að ræða. Í dag geta námskeið verið 1,2,3,4,eða 5 einingar. Þetta skapar einnig meiri sveigjanleika í vali valnámskeiða Einnig gerir þetta fyrirkomulag ráð fyrir að minnsta eining í verkfræðináminu samsvari í raun 3 vikna fullri vinnu (3 einingar).

• Gefnir verði möguleikar á sérhæfðum einstaklingsnámskeiðum (lesnám-

skeiðum), þar sem kennari feli nemanda að fara yfir tiltekið lesefni eða gera úttekt á tilteknu viðfangsefni með leit í bókum, tímaritum, ofl.

• Auk ofangreindra atriða má nefna hugmyndir um að fella niður verk-

þjálfun nemenda, en taka í stað upp sérstök námskeið og að breytakröfum um tilteknar lágmarkseinkunnir milli ára. Fleiri atriði mætti nefna, en verður ekki gert.

• Námið verði tvískipt á þann hátt að nemendur geti snemma í valið milli

fræðilegs, rannsóknatengds (akademísks) náms annars vegar og hins vegar hagnýtts náms, með meiri skírskotun til þarfa atvinnulífsins. Í rannsóknatengda náminu verði t.d. meiri áhersla lögð á fræðilegan grunn svo sem sérhæfðara stærðfræðinám og meiri fræðilegar rannssóknir á lokastigi námsins. Í hagnýta náminu verði meiri áhersla lögð á þarfir tengsl við atvinnulífið og þarfir hins breiða markaðar.

Page 20: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 20 -

©1994 Egill B. Hreinsson

5. Endurskoðun verkfræðináms við Háskólann. Hugmyndir og tillögur

Í ljósi ofangreindrar umfjöllunar um klassískt verkfræðinám, tillögur ABET, VFÍ o.fl., bakgrunn kennara, aðferðir við kennslu og starfsumhverfi hins nýja tæknimanns verða hér dregnar saman nokkrar tillögur skýrsluhöfundar um úrbætur á hinu klassíska verkfræðinámi sem til þessa hefur farið fram t.d. við Verkfræðideild Háskóla Íslands. Líta má að hluta á þessar tillögur sem nánari útfærslu á ábendingum t.d. ABET og VFÍ en einnig tillögur skýrsluhöfundar í kjölfar þeirrar umfjöllunar, sem þessi skýrsla lýsir. Sýnd verða dæmi um útfærslu þessara tillagna í einstökum atriðum. Lítum fyrst á núverandi sundurgreiningu og samsetningu námsins. 5.1. Núverandi samsetning verkfræðinámsins.

Í tvennum skilningi má flokka nám og námsgreinar í Verkfræðideild Háskóla Íslands miðað við núverandi fyrirkomulag þ.e. (1) eftir eðli og innihaldi námskeiða og (2) eftir sérhæfingu. Fyrri skiptingin gefur sundurliðun í (a) raunvísindaleg grunnnámskeið (b) Sérhæfð verkfræðinámskeið og (c) rekstrar- og stjórnunarnámskeið. Seinni skiptingin segir til um hvaða nemendur sækja námskeiðin. Lítum fyrst á fyrri skiptinguna. (a) Raunvísindaleg grunnnámskeið. Dæmi um slíkar greinar er stærðfræði,

eðlisfræði og aðrar grundvallargreinar raunvísinda, sem undirbúa fyrir frekara nám í sérhæfðum verkfræðigreinum og rekstrar- og stjórnunarlegum námskeiðum að einhverju leiti. Þessi námskeið hafa einkum verið á námskrá 1. og 2. árs við Verkfræðideild H.Í.

(b) Sérhæfð verkfræðinámskeið. Þetta er námsefni, sem gerir útskrifuðum

verkfræðingi kleyft að greina og leysa flókin tæknileg verkefni, Slík námskeið geta verið með fræðilegu eða hagnýrtu innihaldi eða blanda af þessum 2 þáttum.

(c) Rekstrar- og stjórnunarnámskeið. Slík námskeið fjalla t.d. um stjórnun,

skipulag, framleiðslu, sölumennsku, fjármál, bókhald, útflutning, frumkvæði, frumkvöðla, vöruþróun o.sv.frv.

Flokkun námskeiða eftir sérhæfingu gefur eftirfarandi skiptingu: (S.k. seinni skipting) (A) Grunnnámskeið. Námskeið sem allir verkfræðinemar verða að taka óháð

því í hvaða skor þeir stunda nám sitt. Meginhluti þessara námskeiða eru raunvísindaleg grunnnámskeið.

Page 21: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 21 -

©1994 Egill B. Hreinsson

(B) Skorarkjarni. Námskeið sem allir nemendur í tiltekinni skor verða að sækja, þ.e. s.k. "kjarni" eða "skyldugreinar".

(C) Fagsviðsgreinar. Námskeið sem nemendur á tilteknu fagsviði eða lína

innan skorar eru skyldugir að sækja. Núverandi7 fagsvið í vélaverkfræði eru: (V1) Iðnaðarverkfræði (V2) Burðarþolsfræði (V3) Varma og straumfræði og (V4) Stýri og reglunartækni. Núverandi fagsvið í rafmagnsverkfræði eru: (R1) Fjarskiptasvið, (R2) Iðnaðarsvið, (R3) Raforkusvið, (R4) Tölvusvið og (R5) Útgerðarsvið.

(D) Valgreinar. Námskeið sem nemendur í tiltekinni skor geta valið, og eru

kennd ef nægilegur fjöldi nemenda skráir sig til þátttöku eftir nánari reglum. Þessi námskeið geta verið innan eða utan þeirrar skorar, sem nemandinn er skráður í eða jafnvel utan Verkfræðideildar.

Í töflu I í lok skýrslunnar er sýnt yfirlit yfir námskeið við Verkfræðideild Háskólans og hvernig þau skiptast í flokka samkvæmt fyrri skiptingunni. Vissulega orkar slík flokkun alltaf eitthvað tvímælis, en í stórum dráttum kemur fram eftirfarandi skipting námskeiða:

Skipting námseininga á 1 og 2. ári verkfræðináms við Háskóla Íslands

Skor B V R B V R B V R B V R Samtals Með-Misseri 1. 2. 3. 4. einingar alt.Raunvísindaleg grunnnámsskeið 12 12 12 12 12 12 9 12 8 6 6 2 39 42 34 38,3Verkfræðinámsskeið 0 0 0 0 0 0 7 4 7 10 10 13 17 14 20 17Rekstrar- og stjórnunarnámsskeið 2 2 2 3 3 3 0 0 0 0 0 0 5 5 5 5SAMTALS EININGAR 14 14 14 15 15 15 16 16 15 16 16 15 61 61 59 60,3

Þannig sést á 1. og 2. námsári teljast 5 einingar af um 60 til rekstrar- og stjórnunarlegra námskeiða eða aðeins um 8 %. Engin almenn verkfræðileg kynningarnámskeið eru á 1. ári (né verkfræðinámskeið yfirleitt) en almenn verkfræðileg námskeið taka síðan við á 2 námsári. Á 3. og 4. ári er síðan byggt eingöngu upp af því sem kalla mætti verkfræðileg námskeið (sbr. töflu I) með rekstrar- og stjórnunarlegum námskeiðum (háð vali) en fyrst og fremst í Vélaverkfræðiskor. 5.2. Tillögur að endurskipulagningu námsins

Gerðar eru eftirfarandi tillögur um endurbætur á námi við Verkfræðideild Háskóla Íslands:

7 Sbr. kennsluskrá Háskóla Íslands 1994-1995. Í rafmagnsverkfræðiskor eru fagsviðin aðeins leiðbeinandi. Engin skipting greina fagsvið eru í Byggingarverkfræði

Page 22: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 22 -

©1994 Egill B. Hreinsson

1. Stutt er við tillögu VFÍ um 1 árs lengingu heildarnáms í verkfræði úr 4 árum í 5 þ.e. til að nemandi fái rétt til verkfræðiheitisins verður hann að ljúka sem svarar 150 eininga námi (MS)

Rökstuðningur: Nýútskrifaður verkfræðingur þarf í íslensku starfs-

umhverfi framtíðarinnar meira að geta bjargað sér sjálfur strax að námi loknu en verið hefur, án þess að fá uppeldi í hefðbundnum tæknikerfum eða iðnaði. Þess vegna má ekki slaka á innihaldi námsins í hefðbundnum greinum. Bæta þarf við rekstrar- og stjórnunargreinum, eins og nánar verður lýst, til að gera honum auðveldara að "búa til sín eigin vinnu", eins og vikið hefur verið að, þ.e. stofna fyrirtæki, starfa sjálfstætt í litlum einingum og koma á framfæri og fylgja strax til enda vænlegum verkefnum.

2. Ekki verði dregið úr raunvísindalegum grunnnámskeiðum, sem í dag eru

flestöll á fyrstu 2 árum námsins, en reynt þess í stað að dreifa þeim meira yfir á seinni ár námsins.

Rökstuðningur: Raunvísindalegar grunngreinar og sá þekkingargrunnur

sem þær veita eru styrkur verkfræðingsins og skapa honum sveigjanleika til að aðlagast nýrri tækni og nýjum verkefnum, sem jafnvel eru óþekkt á því tímaskeiði sem hann stundar nám. Nefna má stærðfræðina sem grundvallargrein, sem viðurkennt er að gegnir lykilhlutverki bæði vegna verkfræðinámsgreina sem á henni byggja og þeirrar almennu rökrænu þjálfunar sem hún veitir. Hins vegar þarf að rýma á fyrstu árum námsins fyrir öðru efni og því æskilegt að dreifa þessum greinum einnig á seinni hluta námstímans.

3. Aukið verði verulega við rekstrar- og stjórnunargreinar bæði á fyrstu 2

árum námsins og meira innihald rekstrar- og stjórnunargreina í heild sinni í náminu. Þetta á sérstaklega við um byggingar- og rafmagnsverkfræði, er gætu notað að hluta þá uppbyggingu rekstrargreina sem þegar hefur átt sér stað innan vélaverkfræðiskorar

Rökstuðningur og útfærsla: Bent hefur verið á nauðsyn þess að útskrifaðir

verkfræðingar hafi skilning á hinu viðskiptalega umhverfi og séu færir um að "búa sér til eigin vinnu", þ.e. skapa og fylgja hugmynd eða verkefni til enda. Því þarf á fyrstu árum námsins, og raunar í gegnum allt námið, að sá fræjum frumkvöðulsins, er getur stofnað eigin fyrirtæki og hefur skilning á þýðingu stjórnunar, sölumensku og markaðsstarfsemi, án þess þó að missa sjónar af mikilvægi tækninnar og djúpum skilningi á henni. Innan vélaverkfræðiskorar hafa verið þróaðar rekstrar- og stjórnunargreinar (hagverkfræði, gæðastjórnun, stjórnun fyrirtækja,

Page 23: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 23 -

©1994 Egill B. Hreinsson

framleiðslugreining ofl) sem hluti að fagsviði í iðnaðarverkfræði. Þessar greinar væri eðlilegt að nýta annaðhvort í því formi sem þær eru nú eða breyttu formi til að ná þeim markmiðum að innleiða rekstrar- og stjórnunargreinar í námið, ekki bara í vélaverkfræði heldur einnig í byggingar- og rafmagnsverkfræði. Þannig þyrfti að auka vægi markaðs- og stjórnunargreina á 1. og 2. ári námsins úr 5 einingum af 60 í 12-18 einingar af 60.

4. Settar verði nýjar verkfræðilegar kynningargreinar á fyrstu tvö ár námsins

til að gefa nemendum kost á að komast strax í snertingu við það hvað verkfræðin fjallar um.

Rökstuðningur: það er slæmt fyrir verkfræðinemann að þurfa að bíða þar

til kemur að 3. og 4. námsári eftir því að kynnast því hvað verkfræðin felur í sér og fjallar um og þeirri hvatningu sem felst í að vita eðli þeirra verkefna og þeirrar tækni sem gæti orðið starfsvettvangur verkfræðingsins. Þess vegna er mælt með að þróuð verði kynningarnásmskeið fyrir 1. námsár, sem gæti verið sameiginlegt fyrir byggingar-, rafmagns- og vélaverkfræðinema. Í þessu námskeiði yrðu sýnd dæmi um verkefni og vinnubrögð í tæknikerfum, tæknilegri nýsköpun og reynt að koma að þeirri hugsun að verkfræðin sé tæki til sköpunar nýjunga, verkefna og vinnu eftir að námi líkur fyrir hinn útskrifaða verkfræðing og aðra.

5. Slakað verði á "skorarmúrum" með ýmsum aðferðum og taki

verkfræðideildin sem slík mun meira stjórnunarlegt frumkvæði til skilgreiningar og umsjónar þverfaglegra námskeiða er snerti fleiri en eina skor. "Skorarmúra" væri æskilegt að lækka eða fjarlægja með því t. d. að:

(1) Setja upp nýja uppsetningu á kennsluskrá, þar sem hvatt er til

þverfaglegs vals námsgreina. Í öllum skorum er þegar gert ráð fyrir að hver nemandi setji sér námsáætlun þar sem hann velji samstæðar greinar miða við tiltekið heldarmarkmið. Þetta býður upp á röðun námskeiða úr mismunandi skorum í heildstæða námsáætlun

(2) Aukin verði samvinna skoranna t.d með áðurnefndu frumkvæði

Deildar. Dæmi um slíka samvinnu gæti verið framboð á rekstrar- og stjórnunarlegum námskeiðum úr Vélaverkfræðiskor fyrir hinar skorirnar 2 eða sameiginleg þróun slíkra námskeiða. Annað dæmi er teiknun með aðstoð tölvu sem kennt sem 2 násmskeið (08.41.62 og 08.42.07) í Byggingaverkfræði og V skor, er mætti sameina. Verkfræðideild þarf þannig að verða sterkari stjórnunaraðili í skipulagningu þverfaglegra námskeiða

Page 24: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 24 -

©1994 Egill B. Hreinsson

6. Sett er hér fram tillaga um það sem skýrsluhöfundur telur æskilega

skiptingu greina á 1. og 2. námsári milli verkfræði-, raunvísinda- og rekstrar- og stjórnunargreina:

Tillaga að skiptingu námseininga á 1 og 2. ári verkfræðináms við Háskóla Íslands

Skor B V R B V R B V R B V R Samtals Með-Misseri 1. 2. 3. 4. einingar alt.Raunvísindaleg grunnnámsskeið 10 10 10 10 10 10 5 5 5 5 5 5 30 30 30 30Verkfræðinámsskeið 2 2 2 2 2 2 5 5 5 5 5 5 14 14 14 14Rekstrar- og stjórnunarnámsskeið 3 3 3 3 3 3 5 5 5 5 5 5 16 16 16 16SAMTALS EININGAR 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 60 60 60 60

þannig er einingafjöldi rekstrar- og stjórnunarnámskeiða á 1-2. ári aukinn

úr 5 ein. í 16, raunvísindaleg grunnnámskeið verða færri á þessum árum sem nemur fækkun úr 38 ein. í 30 og verkfræðilegum námskeiðum fækkar úr 17 einingum í 14.

7. Sem dæmi um útfærslu á námsskrá samkvæmt lið nr 6 hér að framan er

sett fram tillaga að námsskrá í rafmagnsverkfræði á 1.- 2. misseri námsins: 1. misseri Stærðfræðigreining 1 3 einingar Línuleg algebra og rúmfræði 3 einingar Kynningarnámsskeið um verkfræði 3 einingar Eðlisfræði 1 3 einingar Greining rása 3 einingar Samtals: 15 einingar

2. misseri Stærðfræðigreining 2 3 einingar Töluleg greining 3 einingar Rekstrarfræði 1 3 einingar Forritun og tölvur 3 einingar Samskiptafræði8 3 einingar Samtals: 15 einingar

8 Hér er átt við námskeið sem kennir tjáningu eða samskipti fyrir tæknimenn þ.e. fer yfir teiknifræði (Myndræn tjáning) með og án tölva (Autocad ofl.)og skýrslugerð (Skrifleg tjáning) og framsögn (Munnleg tjáning). Þessi námsgrein getur flokkast hvort sem er sem verkfræðigrein eða stjórnunar- og rekstrargrein.

Page 25: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 25 -

©1994 Egill B. Hreinsson

8. Komið verði á fót s.k. stokkakerfi eins og tíðkast í vélaverkfræði, þ.e. kerfi sem takmarkar val valgreina á síðustu árum námsins. Þetta auðvelda stundatöflugerð og kemur á móts við þá staðreynd að fjöldi nemenda í verkfræði er takmarkaður og ekki er unnt að bjóða upp á allt það val sem æskilegt væri.

6. Niðurstöður, samantekt og lokaorð

Í þessari skýrslu er bent á miklar þjóðfélagsbreytingar sem í vændum eru á næstu árum sem fela einnig í sér verulegar þörf fyrir nýja hugsun varðandi hlutverk, menntun og starfsumhverfi tæknilegra menntaðs fólks á Íslandi.Efnahagsgrunnur íslensks þjóðfélags hefur til þessa byggst mjög á magnnýtingu náttúruauðlinda og heildsölu þeirra á erlenda markaði (dæmi: fiskur, orka, ál). Slíkur efnahagsgrunnur mun brátt verða úreltur, og er þegar orðinn það að hluta, þar sem upplýsingar, tækniþekking, markaðsþekking, tölvur, hugbúnaður verða í staðinn lykilorð varðandi möguleika á uppbyggingu efnahagsstyrks, hvort sem uppbyggingin á sér stað í tengslum við nýtingu náttúruauðlinda eða ekki. Náttúruauðlindir geta í mörgum tilfellum ekki lengur verið sá hornsteinn efnhags neinnar þjóðar sem þær voru, heldur fremur þekkingin sem fólgin er í hinum s.k. mannlega auði. Verkfræðimenntunin er lykilmenntun varðandi öflun þróun og viðhald efna-hagslega mikilvægrar þekkingar. Þetta á ekki hvað síst við um þau þjóðfélög, sem nú þróast hraðast efnahagslega, og mun gilda í meira mæli um Ísland. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir íslendinga að efla menntun, þekkingaröflun rannsóknir og þekkingarmiðlun á sviði tækni og verkfræði. Menntunin er þýðingarmikill lykill að uppbyggingu nýrra efnahagstækifæra fyrir landið, þegar magnsala á sjávar- og stóriðjuafurðum dugar ekki. Hún er að öllum líkindum lífsnauðsynleg til að takast á við það áfall sem fylgja mun breyttum heimi. Af þessum ástæðum er breyting á menntuninni nauðsynleg, og einnig ekki hvað síst afstaða til hennar. Mælt hefur verið með breytingum, sem hvetja nemendur til sjálfstæðari vinnubragða en áður, þar sem nemandinn (verkfræðingurinn) leggur ekki bara áherslu á framleiðsluna (verksmiðjur, vélar), sem hann er nú alinn upp til að hugsa um. Í nýjum heimi stórra efnahagsheilda er það reyndar þannig að virðisauki vegna sjálfrar framleiðslu er mjög takmarkaður og mjög lítill hluti heildarávinningsins í ferlinu: þróun, hönnun, framleiðsla, fjármögnun, markaðsstarfsemi, sala, þjónusta.9 (eða aðeins 10 - 25%). Verkfræðingar verða að sjá allan ferilinn sem rekstrar- og stjórnunarverkefni en með styrk þess sem hefur

9 Sbr Tilvísun 8 (Kenichi Ohmae)

Page 26: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 26 -

©1994 Egill B. Hreinsson

sýn og dýpt varðandi tæknina. Því verður verkfræðinámið að innhalda kennslu í rekstrar- og stjórnunargreinum, eins og bent hefur verið á. Verkfræðingar verða að læra að hugsa alþjóðlega og um markaðinn, en með styrk þess sem hefur góða undirstöðu í raunvísindum og stærðfræði. Fræjum þessa skilnings verður að sá snemma í náminu og því þurfa námskeið sem um slíkt fjalla að vera á fyrsta námsári. Auka þarf hlut slíks efnis í verkfræðináminu. Ekki verður hjá því vikist að minnast á afstöðu þjóðfélagsins til tæknilegs náms, tæknilegrar menntunar og notkun tæknilegrar þekkingar við atvinnusköpun. Afstöðu margra stjórnmálamanna og almennings hefur stundum verið lýst þannig að það sé þorskurinn sem standi undir þjóðfélaginu og borgi brúsann, en íslensk menning byggist að öðru leyti á orðsins list, bókmenntum og fornum arfi í því sambandi. Síðan geti raunvísindamenn og tæknimenn verið að leika sér í vísindaleik uppi í Háskóla. Þessi afstaða er e.t.v. barn síns tíma. Setja þarf slíkt nám (Verkfræði, Tæknifræði, Tölvunarfræði, raungreinar og skyldar greinar) meira á stall og gefa slíku námi viðurkenningu sem lykilnám fyrir efnahagslega framtíð landsins. Hvers vegna horfir íslendingurinn meira til fortíðar en til framtíðar? Á 50 ára afmæli lýðveldisins á þingvöllum hefði e.t.v. mátt setja upp hátæknilega flæðilínu frá Marel h/f í stað þess eða auk þess að salta síld!? Í umfjöllun Háskóla Íslands um íslenska menningu mætti e.t.v. lreggja áherslu á t.d. myndgreiningu á fiskflökum til jafns við t.d. fornar bókmenntir. Sveigjanleiki einstaklinga, stofnana jafnt sem þjóða nauðsynlegur til að lifa af breytingar. Þess vegna er aðlögun náms við Háskóla Íslands alltaf nauðsynleg til að mæta breyttum aðstæðum.

7. Tilvísanir og heimildir

(1) ABET: "Consultation/Evaluation of the Programs in Engineering at the University of Iceland", March 14-17, 1993; Final Report, Verkfræðideild Háskóla Íslands, 1994.

(2) C.D. (Denny) Avers: "Graduate Education in the USA - Meeting the

Needs of the Customers". Nordisk Industriseminar, Reykjavik 5. - 6. júní, 1994.

(3) Edgar Guðmundsson: "Framtíð tæknimenntunar á Íslandi í ljósi ABET

úttektar á Verkfræðideild - Viðhorf Verkfræðinga" Fyrirlestur á ráðstefnu á vegum Verkfræðingafélags Íslands, Reykjavík, 25. febrúar, 1994.

Page 27: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 27 -

©1994 Egill B. Hreinsson

(4) "Úttekt á Verkfræðideild Háskóla Íslands". Skýrsla unnin af úttektarnefnd, er skipuð var af þróunarnefnd Háskóla Íslands. Háskóli Íslands, þróunarnefnd nóvember 1987.

(5) Alvin Toffler: "Powershift; Knowledge, Wealth and Violence at the Edge

of the 21st Century" Bantam Press, New York,1990. (6) Alvin Toffler: "The Third Wave" Bantam Press, New York,1980. (7) Árbók Verkfræðingafélags Íslands 1992-1993, Verkfræðingafélag

Íslands, Reykjavík 1994. (8) Kenichi Ohmae: "The Borderless World; Power and Strategy in the

Interlinked Economy" Harper Collins Publishers, London 1990 (9) Kennsluskrá háskólaárið 1993-1994. Háskóli Íslands, Reykjavík 1993. (10) Kennsluskrá háskólaárið 1994-1995. Háskóli Íslands, Reykjavík 1994. (11) Ágúst Valfells: "Aftur til framtíðar; Ísland 2000 endurskoðað" Skýrsla

unnin fyrir Landsvirkjun, Reykjavík, maí 1990. (12) Ágúst Valfells: "Ísland 2000, Framleiðsla, fólksfjöldi, lífskjör" Skýrsla

unnin fyrir Landsvirkjun, Reykjavík, nóvember 1978.

8. Viðauki

TAFLA V1 Fjöldi nemenda skráður í námi í Verkfræði við Háskóla Íslands 1989-1993

ár ByggingaverkfrVélaverkfrRafmagnsverkfrSamtals Karlar Konur

1989 81 94 99 274 245 291990 85 108 90 283 252 311991 84 97 84 265 254 111992 86 116 69 271 235 361993 75 108 54 237 201 36

Page 28: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 28 -

©1994 Egill B. Hreinsson

TAFLA V2 Fjöldi nýnema í námi í Verkfræði- og Raunvísindadeild

við Háskóla Íslands 1975-1994

Nýnemar í verkfræði- og raunvísindadeildum Háskóla Íslands 1975-1975 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94

Byggingarverkfr. 41 26 29 31 32 33 46 52 33 34 49 34 19 43 41 33 30 33 29 15Vélaverkfræði 19 15 114 19 24 21 31 23 21 18 24 30 37 30 26 34 28 43 38 44Rafm.verkfræði 27 18 27 22 26 34 32 42 41 44 36 47 44 39 38 29 27 25 20 25Verkfræðideild 87 59 170 72 82 88 109 117 95 96 109 111 100 112 105 96 85 101 87 84

Stærðfræði 24 14 14 8 7 17 5 6 11 15 13 8 12 7 5 11 15 5 13 13Tölvunarfræði 10 8 11 18 34 75 75 84 101 125 107 50 39 35 30 44 30 39 42Eðlisfræði 8 9 9 6 5 5 9 10 10 7 7 7 6 6 10 8 15 20 11 13Eðlisverkfræði 1 0 2 1 1 0 1 2 4 1 1 1 3 3 1 2 0 3 3 0Jarðeðlisfræði 7 8 10 1 2 5 3 3 2 1 3 1 2 1 2 5 2 2 2 5Efnafræði 11 12 10 9 2 7 6 6 10 20 16 10 10 8 13 17 16 19 9 7Efnaverkfræði 6 5 4 3 1 5 2 5 5 6 3 9 3 5 0 4 1 1 4 5Lífefnafræði 5 8 11Matvælafræði 41 16 10 8 9 10 14 17 16 13 8 9 19 8 17 20 12 17Líffræði 53 51 46 35 38 29 28 32 28 39 43 52 39 52 43 53 48 61 52 61Jarðfræði 15 19 20 10 7 7 16 12 17 8 9 7 8 8 10 7 10 4 14 18Landafræði 16 13 9 8 6 15 15 13 14 10 16 10 13 6 14 15 16 13 17 18Raunv.deild 141 141 173 108 97 132 169 174 199 225 252 225 154 144 152 160 184 183 184 210

Page 29: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 29 -

©1994 Egill B. Hreinsson

Núverandi uppbygging verkfræðigreina á1. - 3. ári í rafmagnsverkfræði

������������� �������€i

�����

�����������

�����

� ���������

� ���������

� ���������

� ���������

���������

! ���������

"������ ��#��

�$���

���%��&��'

��%��(�)))�

"������ �

�**+, �� �#����$���

(��� ����€i��-�

(����.�'

���������//�

01��������#���

��2�

����3�'� �**�€singafr 1

����

�3#�4������€ri-����������

���������#��������

(����.�'���������//�

5����� +,� 3�'

6�+�����-�

(��� ��'47�������"$�

(����'������������

(����.�'���������//�

01�4��������2�

����3�'� �**�8��� ����

����

��8��� ���4� ������39���

námskeiða:

���:�������;�������.9�����2:��31���2���������

"$:�";����$9�����-:������.���-�������

��:��� 6���31�����$��:�$9�����������.������

���:�� ���������������//:���<��39���#�����%�

9�# �� ���

VerkfræðideildHáskóla Íslands

Skor B V R B V R B V R B V R B V R B V R

Nr. Misseri 1.

2.

3.

4.

5.

6.

Heiti námsgreinar Teg. Ein.

09.11.11 Stærðfræðigreining I R 4 4 4 4 09.11.12 Línuleg algebra og rúmfræði R 3 3 3 3 09.12.11 Forritun og tölvur R 2 2 2 2 09.21.11 Eðlisfræði I R 3 3 3 3 08.42.20 Hagfræði S 2 2 2 2 09.11.21 Stærðfræðigreining II R 4 4 4 4 09.11.23 Töluleg greining R 2 2 2 2 09.21.22 Eðlisfræði II R 4 4 4 4 08.41.61 Teiknifræði R 2 2 2 2 08.42.21 Rekstrarfræði 1 og lögfræði S 3 3 3 3 09.11.30 Stærðfræðigreining IIIa R 2 2 09.11.31 Stærðfræðigreining III R 3 3 3 09.11.32 Líkindareikningur og tölfræði R 2 2 2 2 09.21.34 Aflfræði II R 3 3 3 09.31.10 Almenn efnafræði I R 2 2 2 08.41.12 Greining burðarvirkja 1 V 3 3 08.41.41 Verkfræðileg jarðfræði V 2 2 08.41.62 Tölvuteiknun V 2 2 09.21.36 Eðlisfræði IIIv R 2 2 08.42.07 Tæknileg teiknun V 2 2

Page 30: Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi 94.pdfeigin viðskipta- og menningarheimi (Dæmi: Austur-Evrópa, Færeyjar). Þannig hefur viðskipta- og tækniheimurinn minnkað, framleiðsla

Tæknimenntun á Íslandi á háskólastigi - 30 -

©1994 Egill B. Hreinsson

08.42.24 Framleiðslutækni S 2 2 09.21.43 Rafeindatækni fastra efna R 3 3 08.43.01 Greining rása V 3 3 08.43.15 Vinnsla raforku og efnisfræði V 2 2 08.43.32 Mælitækni 1 V 2 2 09.11.41 Stærðfræðigreining IV R 3 3 3 09.11.40 Stærðfræðigreining IVa R 2 2 09.21.49 Varmafræði I R 3 3 3 08.41.11 Samfelldaraflfræði 1 V 3 3 08.41.21 Efnisfræði V 4 4 08.41.53 Samgöngutækni V 3 3 08.42.05 Sveiflufræði V 2 2 08.42.06 Efnisfræði V V 3 3 08.42.11 Burðarþolsfræði V1 V 3 3 08.42.63 Örtölvu- og mælitækni V 2 2 08.41.15 Burðarþolsfræði R V 2 2 08.43.02 Greining og uppbygging rása V 3 3 08.43.05 Rafsegulfræði V 3 3 08.43.12 Rafeindatækni 1 V 3 3 08.43.17 Tölrænar rásir V 2 2 08.41.13 Töluleg greining burðarvirkja V 3 3 08.41.22 Húsagerð V 3 3 08.41.23 Stálvirki V 3 3 08.41.31 Straumfræði 1 V 3 3 08.41.42 Jarðtækni og grundun 1 V 4 4 08.42.15 Vélhlutafræði 1 V 3 3 08.42.30 Framleiðslugreining S 3 3 08.42.33 Hagverkfræði S 3 3 08.42.44 Straumfræði V V 3 3 08.42.41 Varmafræði 2 V 3 3 08.43.03 Merkja- og upplýsingafræði 1 V 3 3 08.43.07 Sjálfvirk stýrikerfi V 3 3 08.43.09 Stafrænar rásir V 3 3 08.43.13 Rafeindatækni 2 V 3 3 08.43.21 Loftnet og bylgjuútbreiðsla V 3 3 08.41.43 Vega- og flugbrautagerð V 3 3 08.41.14 Greining burðarvirkja 2 V 2 2 08.41.63 Landmæling 1 V 3 3 08.41.24 Trévirki V 3 3 08.41.33 Vatnafræði V 2 2 08.42.16 Vélhlutafræði 2 V 3 3 08.42.26 Framleiðsla og tæknibúnaður S 3 3 08.42.43 Varmaflutningsfræði V 3 3 08.42.60 Sjálfvirk stýrikerfi V 3 3 08.43.81 Raftækni V 3 3 08.43.06 Merkja- og upplýsingafræði 2 V 3 3 08.43.14 Rafeindatækni 3 V 3 3 08.43.16 Rafmagnsvélar 1 V 3 3 08.43.18 Tölvutækni V 3 3 08.43.41 Raforkukerfi 1 V 3 3

Samtals einingar 14

14

14

15

15

15

16

16

15

16

16

15

16

15

15

13

15

15

Teg. : R= raunvísindaleg grunngrein, S= stjórnunar og rekstrargrein, V= verkfræðigrein, = dæmi um val valgreina