16
Verndaðu húðina fyrir geislum sólarinnar Þegar kemur að því að hugsa vel um húðina er fátt mikilvægara en að vernda hana frá geislum sólarinnar. Vissulega þurfum við á okkar D-vítamín skammti að halda, en mikilvægt er að vernda húðina fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Notkun sólarvarnar er því mikilvæg, hvort sem við erum hér í gluggaveðrinu á Íslandi eða sleikjandi sólina á bekk annars staðar í heiminum. Ekki reykja Reykingar stuðla að öldrunareinkennum húðarinnar og auka hrukkumyndun. Reykingar hafa einnig þær afleiðingar að smágerðar blóðæðar í ysta lagi húðarinnar þrengjast og minnka þannig blóðflæði líkamans. Húðin verður fyrir súrefnisskorti og getur ekki tekið inn næringarefni sem eru henni mikilvæg. Andlitsnudd Til að viðhalda teygjanleika húðarinnar og virkja kollagenframleiðslu í andliti er gott að stunda andlitsnudd. Ekki má heldur gleyma að styrkja andlits- vöðvana og auðveldasta leiðin til þess er einfaldlega að brosa. Borðaðu hollan mat Með hollu matarræði má auka vellíðan og stuðla að heilbrigðara útliti. Ávextir, grænmeti, trefjarík fæða og magurt prótein hafa jákvæð áhrif á húðina. Dragðu úr streitu Stress og kvíði geta stuðlað að við- kvæmari húð og hrint af stað öðrum húðvandamálum, s.s. útbrotum og þurrki. Það er því óþarfi að auka stressið með húðvandamálum. Taktu frekar á vandanum sem fyrst og settu þér raun- hæf markmið og gefðu þér einnig tíma til að gera eitthvað sem þú nýtur. Umhirða húðar Kynningarblað Helgin 7-9. nóvember 2014 Fimm einföld ráð fyrir húðina Húðin er stærsta líffæri líkamans og eitt helsta hlutverk hennar er að vernda okkur gagnvart ýmsu utanaðkomandi áreiti. Það er því nauðsynlegt að hugsa vel um húðina og þarf alls ekki að vera flókið ferli. Hér má finna fimm einföld ráð sem stuðla að heilbrigðari húð. HáGæðA HÚðVÖRUR EXEM þURRKUR í HÚð PSORIASIS ENGIN ILM- EðA LITAREFNI FÆST Í APóTEKUM

Umhirða húðar 7 11 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Health magazine, lifestyle, snyrtivörur, heilsa, umhirða, Fréttatíminn, Ísland, Iceland

Citation preview

Page 1: Umhirða húðar 7 11 2014

Verndaðu húðina fyrir geislum sólarinnarÞegar kemur að því að hugsa vel um húðina er fátt mikilvægara en að vernda hana frá geislum sólarinnar. Vissulega þurfum við á okkar D-vítamín skammti að halda, en mikilvægt er að vernda húðina fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Notkun sólarvarnar er því mikilvæg, hvort sem við erum hér í gluggaveðrinu á Íslandi eða sleikjandi sólina á bekk annars staðar í heiminum.

Ekki reykjaReykingar stuðla að öldrunareinkennum húðarinnar og auka hrukkumyndun. Reykingar hafa einnig þær afleiðingar að smágerðar blóðæðar í ysta lagi húðarinnar þrengjast og minnka þannig blóðflæði líkamans. Húðin verður fyrir súrefnisskorti og getur ekki tekið inn næringarefni sem eru henni mikilvæg.

AndlitsnuddTil að viðhalda teygjanleika húðarinnar og virkja kollagenframleiðslu í andliti er gott að stunda andlitsnudd. Ekki má heldur gleyma að styrkja andlits-vöðvana og auðveldasta leiðin til þess er einfaldlega að brosa.

Borðaðu hollan matMeð hollu matarræði má auka vellíðan og stuðla að heilbrigðara útliti. Ávextir, grænmeti, trefjarík fæða og magurt prótein hafa jákvæð áhrif á húðina.

Dragðu úr streituStress og kvíði geta stuðlað að við-kvæmari húð og hrint af stað öðrum húðvandamálum, s.s. útbrotum og þurrki. Það er því óþarfi að auka stressið með húðvandamálum. Taktu frekar á vandanum sem fyrst og settu þér raun-hæf markmið og gefðu þér einnig tíma til að gera eitthvað sem þú nýtur.

Umhirða húðarKynningarblað Helgin 7-9. nóvember 2014

Fimm einföld ráð fyrir húðinaHúðin er stærsta líffæri líkamans og eitt helsta hlutverk hennar er að vernda okkur gagnvart ýmsu utanaðkomandi áreiti. Það er því nauðsynlegt að hugsa vel um húðina og þarf alls ekki að vera flókið ferli. Hér má finna fimm einföld ráð sem stuðla að heilbrigðari húð.

hágæða hÚðVÖRUR exem þURRkUR í hÚð PsoRiasis

Engin ilm- Eða litarEfni fÆST Í apóTekUM

Page 2: Umhirða húðar 7 11 2014

Mikilvægt er að nota rakakrem og rakagefandi snyrtivörur yfir vetrartímann. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages

Málmfríður Einarsdóttir, eigandi Carita snyrtingar í Hafnarfirði. Ljósmynd/Hari

umhirða húðar Helgin 7.-9. nóvember 20142

Húð getur verið viðkvæm fyrir kulda en þegar kalt er í veðri missir hún rakastig og því er mikilvægt að bera rakakrem á húðina í ríkulegu magni yfir vetrartímann. Þegar veturinn nálgast getur verið gott að fara í and-litshreinsun því húðin okkar breytist í takt við veðurfarsbreytingar. Það er því tilvalið að hefja veturinn með alveg tandurhreina húð.

Notkun rakakrems er mikilvæg yfir vetrartímann og ráðlagt er að nota krem sem leyfir húðinni að anda og kemur svitanum í burtu af yfir-borði húðarinnar. Á veturna getur verið gott að bæta við rakagefandi

snyrtivörum þegar kemur að húð-umhirðu. Serum er tilvalið að nota þegar jafna þarf áferð húðarinnar og auka virkni hennar því serum inni-heldur fjölda virkra innihaldsefna. Efnið kemur oftast í gelformi og til að ná hámarks virkni er best að nota serum undir andlitskrem.

Olíur hafa róandi áhrif á húðina og eru því tilvaldar við húðumhirðu yfir vetrartímann þegar húðin er mun viðkvæmari fyrir þurrki en yfir sumartímann. Segja má að olíur hafi gengið í endurnýjun lífdaga í snyrti-vöruheiminum nýlega, en nú búa þær yfir léttari áferð og fara hraðar inn

í húðina. Notkunarmöguleikar olí-unnar eru því orðnir neytendavænni.

Þurrar varir má oft tengja við kóln-andi veðurfar. Úrval varasalva er gríðarlegt og við val á slíkum er gott að hafa í huga að velja salva sem inni-heldur náttúruleg efni en forðast þá sem innihalda efni líkt og menthol og sterk ilmefni, en þau efni veita aðeins tímabundna vellíðunartilfinningu en næra ekki varirnar. Varaskrúbbur get-ur einnig verið góð lausn á varaþurrki, en flestir innihalda sykur sem er nátt-úrulegur rakagjafi og dregur úr raka-tapi. Forðast skal þó að skrúbba var-irnar of oft.

Litríkar húðvörur úr náttúrulegum efnum

H úðvörurnar frá Ole Hen-riksen hafa skapað sér sess í snyrtivöruflóru landsins og ekki að

ástæðulausu því vörurnar skera sig úr á margan hátt. Sú ástríða sem eigandi merkisins, Daninn Ole Hen-riksen, gefur vörum sínum hefur skapað honum nafn um allan heim og er hann í uppáhaldi meðal við-skiptavina og fjölmiðlafólks víðs vegar um heiminn. Hann er þekkt-ur fyrir glaðværan persónuleika og má segja að litríkar pakkningar á snyrtivörunum hans endurspegli hans frjálslega fas.

Húðvörur úr náttúrulegum og virkum efnumHúðvörur Ole Henriksen eru unnar úr náttúrulegum innihaldsefnum og einkennast af einfaldleika og skemmtilegri litadýrð og eru efnin án parabena. Vörurnar hafa ekki bara jákvæð áhrif á húðina heldur ber sérhver vara með sér sérstakan ilm sem gefur umhirðu húðarinnar nýja upplifun. Vörurnar eru allar

unnar úr virkum efnum sem finnast í náttúrunni og er það skoðun Ole Henriksen að fegurðin eigi að vera náttúruleg og án þjáninga. „Hann hefur það að leiðarljósi við hönnun línunnar að allir eigi að geta verið með fallega húð en það þurfi rétt efni fyrir hverja og eina húðgerð,“ segir Málmfríður Einarsdóttir, eig-andi Carita snyrtingar í Hafnarfirði, en þar er boðið upp á heildrænar Ole Hendriksen meðferðir.

Fjölbreytt vöruúrvalOle hefur frá upphafi haft það að leiðarljósi að allir geti verið með fal-lega húð og því er vöruúrvalið breitt svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í Ole Henriksen línunni er að finna andlitshreinsa, andlitsvötn, ser-um, andlitskrem, augnkrem, maska, kornakrem og ýmsar vörur fyrir lík-amann. Mikil rannsóknarvinna og sérþekking liggur að baki hverrar vöru sem hver er hönnuð til að takast á við eða meðhöndla ólík húðvanda-mál. Sítrus er afgerandi innihalds-efni hjá Ole Henriksen og áhrif

LIGHT UP THE ROOMWHEN YOU WALK IN.

YOUR BEST BEAUTIFUL

YOUR BEAUTIFUL BEST

NÝTT

• ORKUMEIRI OG JAFNARI HÚÐ Á AÐEINS 2 VIKUM

• DREGUR ÚR DÖKKUM BLETTUM OG JAFNAR HÚÐLIT Á AÐEINS 8 VIKUM

• FRÍSKAR OG VEKUR UPP HÚÐINA

• HEILBRIGÐARA OG UNGLEGRA ÚTLIT

OLAY REGENERIST LUMINOUSGEFUR HÚÐINNI

ÓAÐFINNANLEGAN HÚÐLJÓMA

www.medico.is

Vörn fyrir veturinn

Töfrakremið frá Arden8 stunda línan frá Elizabeth ArdenÞað eru hátt í hundruð ár síðaan 8 stunda kremið var framleitt af hinni einu og sönnu Elizabeth Arden. 8 stunda kremið er gott á exem, frunsur, þurrkubletti og kuldabletti. Það verndar húðina einstaklega gegn áhrifum óblíðra náttúruafla, óskakrem fyrir útivistar-fólk. Árangur er heilbrigt útlit og það má nota hvar sem er og eins oft og maður vill.

Page 3: Umhirða húðar 7 11 2014

umhirða húðarHelgin 7.-9. nóvember 2014 3

PHO

TOS

: JE

AN

-BA

PTIS

TE G

UIT

ON

- M

ART

ILLE

- VI

DA

L -

VIKT

OR

- VI

LF -

MEX

I - 6

3031

1 - 0

5/14

- SOTH

YS P

ARI

S, S

IÈG

E S

OC

IAL

ET

INST

ITU

T D

E BE

AU

TÉ, 1

28 RU

E D

U F

AU

BOU

RG S

AIN

T-H

ON

ORÉ

, 750

08 PA

RIS

. SI

REN

451

170

807

RCS

PA

RIS

. NO

N C

ON

TRA

CTU

AL

PIC

TURE

S.

* :

+ 40ML CLARITY LOTI ON); COMBINATI ON T O OILY SKIN (50 ML ACTIVE CREAM + 40ML PURITY CLEANSING MILK + 40ML PURITY LOTI ON) FOR … INSTEAD OF ….

R EIMBURSEMENT BY CASH DISC OUNT . FOR FULL TERMS ASK YOUR SOTHYS BEAUTICIAN .

Einstök meðferð fyrir

allar húðgerðir á �ottu verði

Sothys dagar í Ly�u 20% afsláttur

Sérfræðingar veita ráðgjöfFöstudaginn 07.nóvember Ly�a LágmúlaLy�a Smáratorgi

Laugardaginn 08.nóvemberLy�a Laugavegi

Fyrir blandaða/feita húð Fyrir venjulega/blandaða húð

Fyrir viðkvæma húð Fyrir húð með viðkvæmar háræðar

Á yfirborðinuHefur XP einstaka hæfni til að slétta yfirborð húðar.Dýpra í húðinni: undir hverri hrukku, framleiðir húðin látlaust sína eign Hyaluronic Sýru, besta og náttúru-legasta fylliefni sem til er!

Powercell raka-krem frá Helena RubensteinKraftmikið rakakrem með virku efnablöndunni í Powercell línunni. Styrkir, sléttir og stinnir yfirborð húðarinnar, gefur fallegan ljóma og bætir litarhátt. Má nota kvölds og morgna á hverjum degi. Fyrir 30 ára og eldri.

Powercell maski frá Helena RubensteinMaskann má nota tvisvar í viku fyrir öfluga yngingarmeðferð. Gefur góða samfelda rakagjöf í 48 stundir. Veitir góða vörn gegn daglegu áreiti. Sléttir, styrkir og stinnir húðina. Fyrir 30 ára og eldri.

Hydra intense rakamaski frá LancômeRakamaski sem fangar og heldur raka í hyrnislaginu og eykur rakamagn húðarinnar. Bíða í 5 mínútur. Fyrir eðlilega og blandaða húð.

Aquasource skin perfection frá Biot-hermNýtt í rakalínu Biotherm. Inniheldur hydra non-stop complex sem veitir 24 stunda rakagjöf og Aqua-keep virk formúla sem varð-veitir og gefur raka. Gott fyrir rakaþurrk, strekkta húð og ójafna áferð húðarinnar. Mýkir, eykur sveigjanleika húðarinnar og gefur fallegan ljóma.

Page 4: Umhirða húðar 7 11 2014

umhirða húðar Helgin 7.-9. nóvember 20144

Húðin er stærsta líffæri líkamans og verður fyrir miklu áreiti á hverjum degi. Góð húðumhirða er því eitt-hvað sem allir ættu að temja sér. Húðin okkar er þakin svitaholum og fer ekki eingöngu sviti þar í gegn, heldur fer húðfitan sömu leið. Hlut-verk hennar er að veita húðinni raka og vernda hana en farði getur hins vegar stíflað svitaholurnar svo húð-fitan safnast upp og eykur líkur á að bólur og fílapenslar spretti upp. Rósa Sigurðardóttir snyrtifræð-ingur segir að við hreinsun húðar-innar sé mikilvægt að hafa í huga að hreinsa hana vel bæði kvölds og morgna, sem og að nota vörur sem henta húðgerð hvers og eins. Einn-ig sé gott að nota sérstakan djúp-hreinsi einu sinni í viku.

Úrval húðhreinsivara eykst með ári hverju og hægt er að velja á milli fjölbreyttra vara sem henta mis-munandi húðgerðum. Krem, sápur, húðmjólk, serum og andlitsvatn eru dæmi um vörur sem í boði eru og því er ekki að undra að sumum fall-ist hendur við val á hreinsivörum. Af hverju ættum við til dæmis að nota andlitsvatn? „Andlitsvatn kemur jafnvægi á pH-gildi húðar og full-komnar hreinsun hennar,“ segir Rósa. Til að ná sem mestri virkni er gott að nota andlitsvatn undir krem og í lok hreinsunar.

Ein tegund húðhreinsivara sem hefur orðið sífellt meira áberandi upp á síðkastið er svokallað serum. Aðspurð hvort hægt sé að nefna ein-hverjar ástæður fyrir nýlegum vin-sældum þessa efnis segir Rósa að serumin hafi lengi verið á markaði en undanfarið hefur verið aukin vakning á því hversu mikilvægt er að nota góð serum, en þau séu sér-sniðin að rakaþörfum hvers og eins.

Húðgerðin skiptir þó lykilmáli við húðhreinsun. Konur með þurra húð ættu til að mynda að forðast vörur með miklu alkóhólmagni og þær sem eru með feita húð ættu að velja vörur með lágt sýrustig eða pH-gildi. Skemmtilegast er svo auðvitað að prófa sig áfram og finna þannig hvers konar húðvörur henta best.

Hugsum vel um húðina

Húðin er líffæri sem á það til að gleymastU mboðsaðili snyrtivöru-

merkisins Sothys á Ís-landi, Óm snyrtivörur ehf, hefur sett á markað

nýja kremlínu, Créme jour énerg-isante, sem er sérstaklega hönnuð með það í huga að örva orkustöðv-ar húðarinnar og vernda orkuforða hennar þannig að hún endurheimti æskuljóma sinn. Sérfræðingum inn-an rannsóknarteymis Sothys hefur tekist að sýna fram á orkugefandi eiginleika smágerðrar rótar sem kallast Siberiuginseng. Rótin geng-ur einnig undir nafninu „leynijurt Rússanna“ en ástæðan er sú að hún veitir náttúrulega orku sem þolir erfiðustu aðstæður á sama tíma og hún lagar sig að þörfum líkamans. Með notkun jurtarinnar hefur Sot-hys tekist að framleiða orkugefandi dag- og næturkrem sem ætlað er til

notkunar þegar húðin þarfnast til-breytingar.

Snyrtifræðingurinn Ýr Björns-dóttir bendir á að húðin sé við-kvæmt og flókið líffæri sem þurfi að hlúa vel að, en vill oft á tíðum gleymast. „Húðin er eitt stærsta líf-færi líkamans og gegnir þeim mik-ilvæga tilgangi að verja öll önnur líffæri okkar og vöðva. Húðin end-urspeglar heilbrigði okkar rétt eins og önnur líffæri og því er ekki síð-ur mikilvægt að fara reglulega til snyrtifræðinga í meðferðir og ráð-gjöf á vali réttra húðvara, rétt eins og við förum í skoðanir til sérfræð-inga tengdum öðrum mikilvægum líffærum.“

Ýr segir jafnframt að þegar kemur að því að velja vörur fyrir húðina er mikilvægt að taka tillit til þess hvern-ig líðan húðarinnar er þá stundina.

„Oft festumst við í sama kreminu allt árið um kring, kannski af því að áferðin, lyktin eða verðið hentar okk-ur. Húðin þarfnast hins vegar mis-munandi aðstoðar eftir árstíðum, veðurfarsbreytingum og atferlisþátt-um. Við þurfum öll á örvun og orku að halda í lífinu svo við stöndum ekki í stað og það er ekkert öðruvísi með húðfrumurnar okkar. Ef við nærum þær alltaf með sömu efnunum þá fara þær að slaka á vaktinni.“

Créme jour énergisante vörulínan frá Sothys er því afar hentug þegar húðin okkar þarf á breytingum og auka orkuskoti að halda og mælir Ýr með því að við hlustum á húðina okkar og séum óhrædd við að prófa nýjungar.

Unnið í samstarfi við

Óm snyrtivörur ehf.

Rósa Sigurðardóttir snyrtifræðingur

Snyrtifræðingurinn Ýr Björns-dóttir bendir á að húðin sé viðkvæmt og flókið líffæri sem þurfi að hlúa vel að, en vill oft á tíðum gleymast. Ljós-mynd/Hari

E pisilk serum veitir húðinni eina bestu næringu sem hún þarfnast og gefur henni

slétta og bjarta áferð. Episilk serum hentar vel undir farða og rakakrem.

Episilk serum er blanda af Hyal-uronic sýru og blöndunarefnum sem gefur þér fallegri húð.

Þegar þú notar Episilk þá fær húðin þín eðlilegan raka með því að binda 1000 falda vigt sína í vatni sem m.a. dregur úr hrukkum. Með aldrinum minnkar geta húðarinnar til að fram-leiða Hyaluronic sýru en það gerir það að verkum að útlit húðarinnar getur orðið óheilbrigt og hrukkótt. Þess vegna er mjög áhrifaríkt að bera Hyaluronic serum beint á hreina húð en með því gefur serumið húðinni það sem hún hefur tapað. Episilk er öflug snyrtivara sem hjálpar til við að við-halda ljóma og unglegu útliti. Hægt er að velja um þrjú serum sem eru hönn-uð til að mæta mismunandi þörfum:

Episilk náttúruleg húðnæring

Solla Eiríks á Gló segist „hrein-lega elska Episilk dropana“ og notar þá alltaf.

Marta Eiríksdóttir jógakennari: „Frábært að nota Episilk þegar mað-ur vill þetta extra fyrir húðina.“

Í desember koma 2 nýjungar frá Episilk; öflugt rakakrem og lotion, sem kemur fullkomnu rakajafnvægi

á húðina og er einstaklega gott að nota yfir Episilk serumið. Epis-ilk fæst í Heilsuhúsunum, Lifandi markaði, Gló Fákafeni og völdum verslunum Lyfju.

Unnið í samstarfi við

Heilsu ehf.

Episilk Serums™

n Aukin raki og mýkri húð

n Nærir og endurnýjar húðina

n Minnkar sýnileika öldrunar

n Gefur þéttari húð

n Laust við paraben

n Óerfðabreytt

n PHA dregur úr fínum línum og hrukkum, stinnir húðina og gefur henni mýkt

n Q10 öflug andoxunarblanda sem gefur húðinni djúpan raka, næringu og yngri áferð.

n IFL er blanda af Hyaluronic sýru og Pephta Tight sem er kraftur úr græn-þörungi og húðin verður silkimjúk og fínar línur hverfa.

Page 5: Umhirða húðar 7 11 2014

NÝR

WIDE-ANGLE FAN EFFECT MASCARAÁBERANDI AUGNHÁR, HRÍFANDI AUGU.

GRANDIÔSE

Fylli

r upp

í ná

ttúru

legar

eyðu

r.

TILKOMUMIKIL BREYTING: LENGIR OG ÞYKKIR AUGNHÁRIN SEM BLÆVÆNGUR,

GEFUR UNDURFAGRA SVEIGJU.

„SVANSHÁLS“ SPROTIBursti sem nær til allra

augnháranna.

Fylli

r upp

í ná

ttúru

legar

eyðu

r.

„SVANSHÁLS“ SPROTIBursti sem nær til allra

augnháranna.

Page 6: Umhirða húðar 7 11 2014

umhirða húðar Helgin 7.-9. nóvember 20146

Hreinsun: Grundvöllur húðumhirðu byggist á að hreinsa húðina daglega. Mikilvægt er þó að nota þar til gerðar vörur, en ekki venjulega handsápu sem getur þurrkað upp húðina.

Skrúbbun: Stundum dugar venjuleg hreinsun ekki til og þá er gott að notast við kornakrem sem mýkir húðina. Karl-menn hafa yfirleitt stærri húðholur en konur og því er húðskrúbbur tilvalinn fyrir karlmenn, auk þess sem hann mýkir skeggrót svo rakstur verður þægilegri.

Rakakrem: Mikilvægt er að viðhalda raka í húðinni og með því að bera

rakakrem á húðina eftir sturtuferðir og rakstur má koma í veg fyrir rakatap og rakstursbruna.

Verndun augna: Karlmenn eldast með öðrum hætti en konur. Í stað þess að fá smám saman fínar línur og hrukkur í kringum augun myndast öldrunarein-kenni í nokkrum stökkum, yfirleitt fyrst á augnsvæðinu. Með reglulegri notkun augnkrems er hægt að hægja á þessum öldrunareinkennum.

Verndun vara: Jafnt í sól sem frosti eiga varir til að þorna og góður vara-salvi er því öllum nauðsynlegur.

Karlar þurfa einnig að hugsa um húðina

Húðvörur fyrir herrana

Serum sem nærir

Karlmenn þurfa, líkt og konur, að hugsa vel um húðina og jaf-nvel enn betur, en rannsóknir

snyrtivörumerkisins Shiseido hafa sýnt að húð karlmanna inniheldur

mun meiri óhreinindi en húð kven-na. Flest húðvörufyrirtæki hafa því

sett á markað sérstakar vörulínur fyrir karlmenn, sem þeir eiga alde-ilis ekki að vera feimnir við að nýta sér. Hér má sjá fimm auðveld skref

við húðumhirðu fyrir karlmenn

Æsku Galdur er mesta snilld í andlitsvörum sem ég hef komist í tæri við. Hef prófað "milljón" krem og datt aldrei í hug að ég gæti notað olíu á andlitið á mér. Ég fann strax við fyrstu notkun hvað húðin mýktist og róaðist, síðan hefur hún orðið þéttari og liturinn náttúrulegur og fallegur. Hélt að þetta væri óskhyggja eftir svona stuttan tíma en dóttir mín hafði orð á því eftir tveggja daga notkun hvað húðin væri góð.Olían minnkar líka "poka" undir augum og eins með bólur, þær hjaðna á einum degi og sárin eftir þær sem myndast stundum, gróa mjög �jóttÉg varð hreinlega undrandi, hef aldrei séð svona �jóta og ö�uga virkni og hvað húðin geislaði að vellíðan. Mæli hiklaust með þessari undravöru sem Æsku Galdur er.

Heilsuhúsin, FK, Lyf og Heilsa, Ly�aver, Blómaval, Lifandi Markaður, Urðarapótek, Garðsapótek, Árbæjarapótek, Gamla Apótekið, Apótekarinn, Ly�a-Lágmúla, Smáratorgi og Villimey.is

Ný afurð frá Villimey

Lífrænn Æsku GaldurEr andlitsolía úr sérvöldum íslenskum jurtum sem nærir, stinnir og e�ir þéttleika húðarinnar. Olían ver húðina gegn kulda og frosti.Mildur ilmur jurtanna hefur róandi áhrif á hugann. Án allra rotvarnar-, ilm- og litarefna.

Sigrún Inga Birgisdóttir

Total perfector frá Biotherm hommeKremið veitir húðinni raka samstundis, ásamt því að jafna og slétta áferð húðarinn-ar. Hentar fullkom-lega fyrir grófa húð og húð með opnar húðholur.

Facial exfoli-ator frá Biot-herm hommeKornahreinsir sem djúphreinsar húðina á mildan hátt. Notist 1 – 2 sinnum í viku með vatni og hreinsið af húðinni. Frábær hreinsir til að fyrir-byggja inngróin hár. Hentar fyrir allar húðgerðir.

Daily Power Moisturiser frá Nip+manDaily Power Mo-isturiser er raki til daglegra nota fyrir alla sem vilja mjúka og heilbrigða húð. Raka-balm heldur húðinni mjúkri allan daginn.

Manotox frá Nip+manNip+Man Manotox er háþróuð formúla með LIFTONIN sem minnkar sýnilegar línur og hrukkur í andliti. Er einnig með góðum jurta-efnum sem slétta og mýkja yfirborð húðarinnar og gefa henni ferskt útlit.

Turbo Face wash frá Nip+manTurbo Face Wash er létt og djúp-hreinsandi gel sem gefur hreina og ferska húð. Má nota dag-lega í sturtunni og hentar vel í íþróttatöskuna.

Visible difference Good morning frá Elizabeth ArdenMorgun serum sem gefur húðinni samstundis kraft með kraftmikilli jurta-blöndu og A vítamíni. Serumið er sett yfir dagkremið og er einnig góður grunnur sem gefur farðanum jafna, fallega og þétta áferð.

One essential Losar húðina við eiturefni djúpt niður í húðinni þar sem stofnfrumurnar eru. Húðin fer á nýjan leik að endurnýjast eins og um unga húð sé að ræða.Eflir þá húðsnyrtivöru sem þú ert að nota allt að 4 sinnum.Húðin fær samstundis mikinn ljóma. Húðin verst betur þroskamerkjum.Þreytu merki hverfa, augn-svæðið verður unglegra.

Skin best krem frá BiothermRíkt af andoxunar-efnum og spirulina. Gefur húðinni fal-legan ljóma ásamt því að vernda og næra húðina. Fyrir-byggir öldrun húðar og vinnur á fínum línum og hrukkum. Viðheldur unglegri ásjónu húðar ásamt því að mýkja, slétta og veita góðan raka.

Forever youth liberator serum in creme frá YSLUppbyggjandi og gott krem fyrir húð sem sýnir ummerki skaða af völdum öldrunar, streitu og umhverfisþátta, til dæmis kulda. Kremið er tilvalið fyrir allar húðgerðir og þá sérstaklega fyrir mjög illa farna og viðkvæma húð.

Dreamtone serumkrem frá LancômeSerumkrem sem lagfærir litaójafn-vægi í húð, litabletti, dökk ör, roða og gefur mikinn ljóma. Má nota eitt og sér eða undir krem kvölds og morgna. Fyrir 25 ára og eldri.

Page 7: Umhirða húðar 7 11 2014

■ VEITIR HÚÐINNI NÆRINGU

■ GEFUR FRÍSKANDI LJÓMA

■ LÉTT OG FLAUELSMJÚK ÁFERÐ

NÆRING, ÞRÓTTUR, LJÓMI

NÝJUNG

FINNST ÞAÐ BESTA FYRIR ÞÍNA HÚÐ Í OLÍU?

BECAUSE YOU´RE WORTH IT.

Ytri áhrif og sífelldar veðrabreytingar í okkar norræna veðurfari geta verið þess valdandi að húðin virkar stíf og þurr. Þess vegna hefur L Oreal skapað nýju Nutri Gold línuna með einstaklega endurnærandi jurtaolíum. Fullkomin húðumhirða, sem gefur þér flauelsmjúka húð sem geislar

af þrótti.

NUTRI GOLD EXTRAORDINARY FACE OIL 3 dropar kvölds eða morgna ein og sér eða áður en þú berð á þig dagkrem. Olían smýgur létt inn í húðina án þess að skilja eftir sig fitutilfinningu og húð þín fær ljóma og öfluga næringu.

NUTRI GOLD OIL-CREAM Inniheldur örsmáa einangraða dropa af olíu, sem bráðna á húðinni. Kremið gefur ríkulega næringu og raka allan daginn.

Dekraðu við húðina með einstakri húðumhirðulínu.

Page 8: Umhirða húðar 7 11 2014

umhirða húðar Helgin 7.-9. nóvember 20148

Íslenskar gæðavörur frá Gamla ápótekinu án ilm- og litarefna

V örulínan frá Gamla apó-tekinu inniheldur fyrst og fremst íslenskar gæðavörur.

Vörurnar eru byggðar á gömlum upp-skriftum frá þeim tíma þegar krem og áburðir voru framleidd í apótek-um og má rekja fyrstu uppskriftir til ársins 1953. Í vörulínunni má finna ýmsar húðvörur, svo sem krem, olíur og áburði og eru allar vörurnar

lausar við ilm- og litarefni og fram-leiddar samkvæmt ströngustu gæða-kröfum. Vörurnar hafa verið þróaðar í samstarfi við húðsjúkdómalækna og lyfjafræðinga og eru unnar úr há-gæða hráefnum sem eru viðurkennd og vottuð af lyfjaiðnaðinum.

Vörurnar frá Gamla apótekinu eru upplagðar fyrir þá sem hafa þurra húð og þurfa góð mýkjandi og raka-

gefandi krem og ekki síst fyrir þá sem þola illa aukaefni í kremum. Vör-urnar henta jafnt konum sem körlum, auk þess sem vörulínan inniheldur einnig sérstakar vörur fyrir börn.

Vörur Gamla apóteksins fást í öll-um helstu apótekum.

Unnið í samstarfi við

Lyf og heilsu.

HúðvörurHýdrófíl Milt rakakrem fyrir andlit og líkama sem gefur góðan raka, er ekki feitt og rennur vel inn í húðina. Kremið hentar öllum húðgerðum og er til-valið undir farða. Inniheldur hvorki ilmefni né litarefni og ph gildi er 5,5. Fæst einnig án rotvarnarefna og án olíu.

HúðvörurKuldakrem Ver húðina fyrir kulda og inniheldur ekki vatn. Kremið ver húðina fyrir frosti og veðri. Hentar fyrir börn og fullorðna.

Húðvörur Eilíf æska Olíukenndur áburður sem hentar á þurra húð og sem nud-dolía. Húðolían hefur sannað ágæti sitt í gegnum árin og þykir þétta og stinna húðina.

BarniðBarnaolía Mild, róandi og mýkjandi olía til að setja í baðvatn eða bera á líkamann áður en farið er í sturtu eða bað. Gefur barninu ró og vellíðan og er tilvalin á þurra húð. Sniðugt er að nudda fætur barnsins með olíunni. Inniheldur hvorki ilmefni né litarefni líkt og aðrar vörur Gamla apóteksins. Inniheldur auk þess engin rotvarnarefni (paraben).

AndlitiðDagkrem Milt andlitskrem sem verndar húðina gegn óæski-legum áhrifum umhverfisins. Kremið er tilvalið undir farða og gefur húðinni hreint og fallegt yfirbragð. Hentar öllum húðgerðum.

AndlitiðFarðahreinsir Milt hreinsikrem fyrir við-kvæma og ofnæmisgjarna húð. Gott til að þrífa af farða og óhreinindi í húð.

AndlitiðNæturkrem Milt næturkrem sem veitir húðinni allan þann raka og næringu sem hún þarfnast. Húðin öðlast sléttara og fyllra yfirbragð. Hentar öllum húðgerðum.

AndlitiðHerrar andlits-skrúbbur Kornakrem fyrir karlmenn. Hreinsar burtu dauðar húðfrumur og stuðlar að heilbrigðri húð. Hentar öllum húðgerðum. Notist að hámarki tvisvar í viku.

AndlitiðHerrar andlitskrem Andlitskrem fyrir karlmenn sem gefur góðan raka, er ekki feitt og ver húðina fyrir daglegu áreiti. Hentar öllum húðgerðum. Kremið fæst einnig án olíu sem hentar fyrir feita húð.

BarniðBossakrem Zinkkrem er oft kallað í daglegu tali bossakrem. Mjúkur og græð-andi áburður sérstaklega hannaður fyrir viðkvæm svæði barns-húðarinnar og er helst notað á bleiusvæði og í húðfellingar barna. Heldur ertandi efnum frá húðinni og hentar því vel til varnar bleiu-bruna og þurrkar einnig upp svæði sem þess þurfa með. Hentar sérstaklega vel á sviða, útbrot og bleiubruna. Inniheldur hvorki ilmefni né litarefni líkt og aðrar vörur Gamla apóteksins. Bossa-kremið er auk þess laust við rotvarnarefni (paraben).

HúðvörurSárakrem Sótthreinsandi og græðandi krem á rispur, smásár, bleiuútbrot og minniháttar brunasár. Ómissandi á hvert heimili.

Page 9: Umhirða húðar 7 11 2014

FYRSTA FLOKKS HÁRVÖRURHÁRLÍNA ÞRÓUÐ AF FÆRUSTUHÁRSNYRTUM TREVOR SORBIE

- ÁN PARABENA

Áhrifaríkar húðvörur sem húðlæknar mæla með

Fyrir ári síðan fékk ég óútskýrð útbrot um augun og þorði varla að mála mig eða setja á mig krem. Þessi einkenni vörðu í um tvo mánuði. Ég las grein í tímariti um sýrukrem og fór í kjölfarið í næsta apótek og kom heim með augn- og andlitskrem frá NeoStrata fyrir byrjendur í notkun sýrukrema. 

Ofnæmið hvarf og ég ákvað eftir fyrstu pakkninguna að halda áfram að nota NeoStrata og keypti mér þá Bionic Face Serum, Bionic Eye Cream, Bionic Face Cream, Ultra Moisturizing Face Cream og Facial Cleanser frá NeoStrata. 

Á morgnana þá nota ég Bionic Face Serum, Bionic Eye Cream og skiptist á að nota Bionic Face Cream og Ultra Moisturizing Cream. Á nóttunni nota ég líka Bionic Face Serum og svo Renewal Cream. 

Það er skemmst frá því að segja að ég hef ekki fundið nein einkenni um augun og húðin mín er alltaf þétt og fín, full af raka. Næst er ég að hugsa um að bæta Daytime Protection inn í rútínuna. 

Mig langar svo til að halda áfram notkun minni á sýrukremum og á pottþétt eftir að færa mig upp í bláu línuna fljótlega. Það skemmir heldur ekki fyrir hversu drjúg kremin eru og hversu gott verðið er. 

bionic face creme

Page 10: Umhirða húðar 7 11 2014

umhirða húðar Helgin 7.-9. nóvember 201410

Hvernig á að undirbúa húðina fyrir förðun? Undirstaða fallegrar förðunar felst í því hvernig húðin sjálf er undirbúin. Hér eru fimm skref sem auð-velt er að fylgja svo förðunin njóti sín sem best.

Hreinsun og jöfnun á sýrustigi húðarinnar Við val á húðhreinsi er mikilvægt að hafa pH-gildi í huga. Náttúrulegt sýrustig húðarinnar er á milli 4,5 og 6 pH-gildis. Því lægri sem talan er, því hærra er sýrustigið. Húðin þarf hins vegar á vissu sýrustigi að halda til að hrinda frá sér bakteríum. Ef þú glímir ekki við nein húðvandamál er hentugast að nota húðhreinsi sem hefur svipað sýrustig og náttúrulegt sýrustig húðarinnar.

Yfirborð andlits og háls hreinsaðTil að koma í veg fyrir ójafna áferð förðunar er ráðlagt að hreinsa allar dauðar húðfrumur af andliti sem og hálsi. Gott er að nota húðsk-rúbb til að fjarlægja dauðar húðfrumur.

SerumSvo virðist sem hálfgert serum-æði hafi gripið um sig hér á landi og er það ekki að ástæðulausu. Þessi létti gelkenndi vökvi inniheldur mörg virk efni sem smjúga inn í húðina á örskotsstundu og þéttir þannig undirlag förðunarinnar.

Húðinni gefinn rakiÞó svo að serum veiti góðan raka er notkun rakakrems góður endapunktur til að tryggja húðinni góðan raka. Enn betra er að nota rakakrem með sólarvörn.

PrimerLokaskrefið í undirbúningi förðunar er notkun primers. Primer er hvorki raka-krem né farði, heldur gerir hann húðina silkimjúka, dregur úr glans, sléttir ójöfnur og heldur auk þess farðanum á sínum stað.

L ocobase kremin eru mýkj-andi krem fyrir þurra húð og exem. Þau gegna því hlut-

verki að viðhalda réttu rakastigi í húðinni og vernda gegn

umhverfisáhrifum eins og kulda og vatni sem geta þurrkað húðina. Kremin innihalda engin ilm- eða lit-arefni og eru þekkt sem fjölskyldu-krem því þau henta öllum, ungum sem öldnum,“ segir Jódís Brynjars-dóttir, markaðstengill hjá Vistor, sem sér meðal annars um markaðs-setningu Locobase á Íslandi.

Locobase kremin henta einstak-lingum með viðkvæma húð og hafa meðal annars hlotið viðurkenningu frá dönsku og sænsku astma- og of-næmissamtökunum. Til eru þrjár mismunandi gerðir af Locobase kremum, Locobase Fedtcreme, Locobase Repair og Locobase LPL.

Locobase Fedtcreme fyrir þurra og sprungna húðLocobase Fedtcreme inniheldur 70% fitu og er helst notað til þess að þétta varnarlag húðarinnar, draga úr rakatapi og koma jafnvægi aftur á húðina. Locobase Fedtcreme er mikið notað á þurra húð og exem. Kremið hentar bæði börnum og fullorðnum og er sérstaklega gott

fyrir þá sem þurfa að verja húðina gegn kulda og bleytu. Fedtcreme er einnig hægt að nota á þurrar hendur, varir og þurrk í andliti og augnlokum.

Locobase Repair fyrir þurra og skaddaða húðLocobase Repair inniheldur 63% fitu og er mjög gott á þurra og skaddaða húð. Repair er einnig mjög græð-andi og er því gott viðgerðarkrem á laskaða húð. Húðsjúkdómalæknar mæla með Locobase Repair fyrir börn og fullorðna með exem og til

Locobase verndar og mýkir húðina

Heilsuhúsið Kringlunni, Lágmúla og Laugavegi.

Snyrtifræðingur veitir ráðgjöf í Heilsuhúsinu Kringlunni laugardag

kl. 13-16.

25%afsl. af meiki og möskurum

að nota samhliða annarri húðmeð-ferð, til dæmis sterameðferð. Repair inniheldur sömu fituefni og húðin og hefur reynst vel við langvinnum húðvandamálum. Locobase Repair hefur verið mikið notað sem kulda-krem hjá börnum og útivistarfólki. Kremið hentar einnig afbragðsvel á aumar geirvörtur við brjóstagjöf og á rauða barnabossa. Líkt og önnur Locobase krem inniheldur Repair

engin ilm- eða litarefni, en auk þess er það laust við paraben.

Locobase LPL fyrir harða húðLocobase LPL inniheldur 49% fitu og er eingöngu ætlað á þykka, hreistraða og harða húð. LPL leysir upp og fjarlægir þykkt, hart hreist-urlag eins og til dæmis á hælum og á olnbogum. LPL inniheldur bæði mjólkursýru og própýlenglýkól sem

leysir upp og mýkir harða húð. LPL má aðeins bera á þau svæði sem þarfnast meðferðar og því skal ekki bera kremið á heilbrigða húð.

Locobase fæst í öllum helstu apó-tekum. Locobase Fedtcreme fæst í 30 g og 100 g túpum og einnig í krukkum með 350 mg. Locobase Repair fæst í 30 g, 50 g og 100 g túpum. Locobase LPL fæst í 100 g túpum og 490 g flöskum með dælu.

Jódís Brynjarsdóttir, markaðstengill hjá Vistor.

Page 11: Umhirða húðar 7 11 2014

Lífrænt vottaðar húðsnyrtivörur unnar úr hreinni íslenskri náttúru

Lífrænt dekur

Page 12: Umhirða húðar 7 11 2014

umhirða húðar Helgin 7.-9. nóvember 201412

Svokölluð BB krem hafa náð gífur-legum vinsældum í snyrtivöru-heiminum á síðastliðnum árum. BB stendur fyrir blemish balm, en hefur einnig verið markaðsett sem beauty balm. Kremið á uppruna sinn að rekja til sjöunda áratugs síð-ustu aldar og var upphaflega þróað af húðlækni í Þýskalandi í þeim til-gangi að vernda húð sjúklinga eftir andlitsaðgerðir. Á níunda áratugn-um náðu vinsældir BB kremsins til Suður-Kóreu og var einna helst komið á framfæri af þekktum leik-konum sem urðu táknmynd fyrir heilbrigða húð. Kremið hóf svo inn-

reið sína á vestrænan markað fyrir um það bil tveimur árum og var tek-ið opnum örmum.

BB krem líkist í raun rakakremi en hefur auk þess léttan lit. Kremið kemur yfirleitt í tveimur litatónum sem aðlaga sig svo að húðlit hvers og eins. Varan hentar konum sem kjósa að bera léttan farða og er það ef til vill ástæða þeirra gífurlegu vinsælda sem kremið hefur notið. Kostir BB kremsins eru þeir að hægt er að nota það eitt og sér en einnig yfir serum og rakakrem, sem og undir púður.

Nýlega voru svo CC krem kynnt til leiks. CC stendur fyrir Color

Control eða Color Correcting og er markmið kremsins að stuðla að full-komnu litarhafti húðarinnar og leið-rétta einkenni líkt og roða, þreytu og litabletti. CC kremið hefur ekki náð jafn mikilli útbreiðslu og BB kremið en það gæti vissulega breyst á komandi misserum.

BB krem – Töfralausn eða enn eitt æðið?

BB stendur fyrir Blemish Balm. Það lík-ist rakakremi en hefur auk þess léttan lit. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages

FACEBODYHOME

Laugar Spa snyrti- og nuddstofa www.laugarspa.isFinndu okkur á facebook: facebook.com/laugarspa

AN

TO

N &

BE

RG

UR

Hydra life BB krem frá DiorBB krem sem inniheldur formúlu ríka af pigmentum með leiðrétt-ingareigin-leikum. Gefur góða þekju sem jafnar húðlit og húðin verður náttúrulega fersk og ljómar.

Regenerist Luminous Skin Tone Perfecting Cream24 stunda Luminous Skin Tone Per-fecting kremið er algjör orkubomba fyrir húðina og gefur henni rosalega góðan raka. Kremið lýsir upp dökka bletti og jafnar húðlit með ótrúlegum árangri. Gefur húðinni óaðfinnan-legan húðljóma, ferskara útlit og silkimjúka áferð. Sjáanlegur munur á aðeins tveimur vikum og fullkominn árangur á átta vikum. Niðurstaðan er heilbrigðara og unglegra útlit.

Visible diffe-rence BB krem frá Elizabeth ArdenMilt, áhrifaríkt og hentar öllum húð-gerðum. Inniheldur formúlu úr lakkrísrótinni sem dregur úr dökkum blettum jafnframt því að hylja þá. Kemur í 3 litatónum sem aðlaga sig að lit húðarinnar.

BB kremfarði frá BourjoisBB krem með 16 stunda endingu. Mýkir, dregur úr þreytu og vinnur gegn öldrun húðarinnar. Gefur lang-varandi raka. Inniheldur SPF 20 og er parabenfrír.

BB krem frá GoshAllt í einu kremi, léttur farði, farða-grunnur og gefur raka. Létt þekja í 5 litatónum. Inniheldur jurtaformúlu sem vinnur á fínum línum og gefur húðinni orku. Innihldur SPF 15 og er ilmefnalaust.

City Miracle CC krem frá Lan-cômeKokteill virkra efna sem vernda húðina gegn utanaðkomandi áreiti, eins og skjöldur á húðina. Jafnar áferð og mýkir húðina. Gefur mikinn raka og er endingargóð næring sem veitir húðina heil-brigðan ljóma.

Aquasource BB krem frá Biot-hermBB kremið er létt litað og gefur húðinni nátt-úrulega og heilbrigða áferð. Gefur mikinn raka, sléttir og jafnar áferð húðarinnar og hún geislar af heil-brigði. Hentar öllum húðgerðum, einnig við-kvæmri húð. Inniheldur SPF 15.

Regenerist Luminous Dark Circle Correct-ing SwirlAugngel sem dregur úr dökkum blettum undir augum og öðrum mis-fellum í húðinni. Lýsir upp svæðið í kringum augun og gefur ferskara og unglegra útlit.

Finndu rétta tóninn

Page 13: Umhirða húðar 7 11 2014

Miracle Cream

Kremið sem umbreytir húð þinni frá fyrstu snertingu

Nýjung

UMBREYTIR HÚÐINNI

GEGN ÖLDRUNOG AÐLAGAST HÚÐLIT ÞÍNUM FULLKOMLEGA

/garniericeland

UMBREYTING Á AUGABRAGÐI

Einstök innihaldsefni í kreminu eru rík af örsmáum litarögnum, sem sjálfkrafa aðlaga sig að húð þinni • slétta • jafna • gefa húðinni óaðfinnanlegan ljómaFormúlan gegn öldrun inniheldur 7 virk innihaldsefni • stinnir húðina • dregur úr hrukkum og fínum línumPrófað á yfir 1500 konum með mismunandi húðgerð og húðlit.

Page 14: Umhirða húðar 7 11 2014

umhirða húðar

Helgin 7.-9. nóvember 201414

Húðin þarf dekur

Tonique douceur andlitsvatn frá LancômeRóandi og rakagefandi andlitsvatn sem gerir húðina hreina, ferska og silkimjúka. Fyrir eðlilega og þurra húð.

Forever youth libera-tor andlitsvatn frá YSLEinstaklega mjúkt andlits-vatn sem undirbýr húðina fyrir krem. Ljómi og gagnsæi húðarinnar eykst. Hentar öllum húðgerðum, viðkvæmum og þurrum.

Glycolic Scrub frá NIP+FABMildur skrúbbur með örperlum og 3% glycolic sýru sem slípa á mildan hátt. Ráðlagt fyrir allar húðgerðir nema allra viðkvæmustu.

Deep cleansing fix frá NIP+FAB Lúxus djúphreinsikrem sem hreinsar allan farða með nærandi og mýkjandi áhrifum almond olíu og tea tree olíu sem hreinsar húðholur. Einnig hægt að nota sem 10 mínútna rakamaska. Hægt að setja á bólur þar sem tea tree sefar og róar bólgur. Er með 3% glycolic sýru sem bætir ljóma.

www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu

Bækur Þorbjargar Hafsteinsdóttur hafa selst í meira en 200.000

eintökum um allan heim og hjálpað þúsundum karla og kvenna að bæta

líðan sína og líkamsástand.

LJÓMANDI!

„NORRÆNA LÍFSORKUGYÐJAN ...“

THE SUNDAY TIMES

ER ÓMISSANDI LEIÐARVÍSIR ALLRA

ÞEIRRA SEM VILJA ÖÐLAST

HRAUSTLEGRA OG UNGLEGRA ÚTLIT

MindBodyGreen

F orlagið gaf nýverið út bók eft-ir Þorbjörgu Hafsteinsdótt-ur sem ber heitið Ljómandi!

– Fallegri húð og unglegra útlit á 4 vikum. Þorgbjörg er hjúkrunar-fræðingur og næringarþerapisti og hefur slegið í gegn með bókum sín-um, sjónvarpsþáttum og bloggi um hvernig efla má lífsorkuna og halda í unglegt útlit. Ljómandi! – Fallegri húð og unglegra útlit á 4 vikum er fimmta bók Þorbjargar og situr bók-in nú í 3. sæti á metsölulista Forlags-ins. Bækur Þorbjargar hafa selst í yfir 200 þúsund eintökum um allan heim og hjálpað þúsundum manna og kvenna að bæta líðan sína og lík-amsástand.

Í bókinni er lögð áhersla á húð-ina og mikilvægi hennar þegar kemur að því að viðhalda unglegu útliti. Árið 2012 var Þorbjörg beð-in um að stjórna þáttum í danska ríkissjónvarpinu sem snerust um unglegt útlit og út frá þeim kvikn-aði hugmyndin að bókinni. „Þætt-irnir hétu Bótox eða brokkolí og fjölluðu um tvö lið sem höfðu það að markmiði að ná unglegra útliti á tíu vikum. Ég leiddi annað liðið og tók matarræði keppendanna í gegn og lagaði einnig meltingu og efldi afeitrunarhæfileika líkamans. Hitt liðið var leitt af lýtalækni sem einungis mátti nota sín verkfæri, til dæmis bótox og leysi,“ segir Þorbjörg.

Árangurinn hjá liði Þorbjargar lét ekki á sér standa. „Að 10 vikum loknum leit bótox hópurinn kannski betur út á yfirborðinu, en þau glímdu ennþá við ýmis vandamál líkt og svefnleysi og þurrk í húð-inni. Þessi keppni var í raun enn ein sönnunin á því að fegurðin kemur að innan frá. Ef þú vilt fá fallega og ljómandi húð þá er ekki nóg að hirða húðina utan frá með því að krema sig, næringin verður líka að koma innan frá með réttu mataræði, bæti-efnum, hreyfingu og góðum svefni.“

Við vinnslu bókarinnar heillaðist Þorbjörg af húðinni sem líffæri og

ekki síst sem skynfæri. Á þeim 25 árum sem Þorbjörg hefur starfað í heilsugeiranum hefur hún tileinkað sér ákveðna heimspeki sem felst í því hvernig andlitið getur sagt okkur til um ástand líffæra. „Andlitið skiptist upp í svæði sem standa fyrir mismun-andi líffæri. Ég get því lesið í andlit fólks og séð hvaða líffæri þarf að taka í gegn. Stuttar augabrúnir eru til dæmis merki um að vandamál sé að finna í skjaldkirtlinum.“

Í bókinni má meðal annars finna leiðarvísi að geislandi fallegri og heilbrigðri húð, hugmyndir að góð-um húðvörum og náttúrulegum meðferðum, fjölda uppskrifta að ljúffengum heilsuréttum, 28 teg-undir af ofurfæðu fyrir húðina, auk fjögurra vikna áætlun um afeitrun og uppbyggingu húðarinnar. Upp-haflega átt bókin einungis að vera í formi bæklings en raunin varð önnur. „Þetta varð svo spennandi verkefni því húðin er svo heillandi líffæri. Bókin varð því að eins konar húðbiblíu, eins og hún er kölluð í Danmörku. Í henni er að finna all-ar upplýsingar um húðina sem við þurfum á að halda í einni bók,“ segir Þorbjörg og bendir á að nánari upp-lýsingar um bókina og önnur verk-efni hennar má finna á Facebook-síðunni: Þorbjörg Hafsteinsdóttir.

Unnið í samstarfi við

Forlagið

Ljómandi! – Fallegri húð og unglegra útlit á 4 vikum

Þorbjörg Hafsteinsdóttir hefur gefið út bók um húðina þar sem meðal annars má finna leiðar-vísi að geislandi fallegri og heil-brigðri húð. Ljósmynd/Hari

Page 15: Umhirða húðar 7 11 2014

ÚTSÖLUSTAÐIR Á ÍSLANDI Aurum

Duty Free

Hagkaup - Kringlan og Smáralind

Lyf og heilsa - Kringlunni

Sigurboginn

Snyrtistofan Ágústa

Saga Shop

Steinunn

LOKSINS FÁANLEGT Á ÍSLANDI

Fyrsta og eina húðvaran í heiminum sem inniheldur þrjá frumuvaka, EGF, KGF og IL-1a sem eru framleiddir í byggplöntum. Frumuvakarnir eru náttúrulegir húðinni og stuðla að endurnýjun húðfrumna.

Tímaritið Harper’s Bazaar í Bretlandi valdiBIOEFFECT 30 DAY TREATMENT bestu húðmeðferðina árið 2013.

FYRIR EFTIR 30 DAGA

BIOEFFECT húðvörurnar frá íslenska líftæknifyrirtækinu Sif Cosmetics hafa á skömmum tíma tryggt sér sess sem eitt þekktasta íslenska vörumerkið á alþjóðlegum neytendamarkaði. Þúsundir ánægðra notenda um allan heim lýsa þeim sem húðvörum sem raunverulega virka. Hundruð greina hafa birst í virtum erlendum tímaritum á borð við Vogue, ELLE, Marie Claire o.�, um einstaka virkni, hreinleika og íslenskan uppruna BIOEFFECT. Þær hafa einnig hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna og viðurkenninga.

BIOEFFECT 30 DAY TREATMENT er ö�ug andlitsmeðferð sem vinnur á náttúrulegan hátt gegn hrukkum og fínum línum og endurnýjar unglegt og geislandi útlit húðarinnar.

BIOEFFECT 30 DAY TREATMENT

Greinileg minnkun á sýnilegum hrukkum hjá íslenskum notandaBIOEFFECT 30 DAY TREATMENT

Page 16: Umhirða húðar 7 11 2014

umhirða húðar Helgin 7.-9. nóvember 201416

BIOEFFECT húðvörurnar eru íslenskar hágæðavörur með ein-staka virkni sem byggja á 10 ára líftæknirannsóknum. BIOEFFECT 30 DAY TREATMENT er öflug 30 daga húðmeðferð með þremur mis-munandi frumuvökum, EGF, IL 1a og KGF, sem eru náttúrulegir húð-inni og hvetja endurnýjun hennar. Þessir frumuvakar eru í háum styrk í yngri húð og vinna saman að því að því að endurvekja ung-legt útlit. Rannsóknir hafa sýnt að hrukkur minnka um 34% að með-

altali við notkun BIOEFFECT 30 DAY TREATMENT.n Minnkar hrukkur og fínar línurn Sléttir húðinan Jafnar húðlit og gefur húðinni ljóman Vinnur gegn þynningu húðarinnar

BIOEFFECT 30 DAY TREATMENT er mjög einfalt og þægilegt í notkun. Það dugar að bera 3- 4 dropa á hreina húð á andliti og hálsi kvölds og morgna og nudda vel inn í húðina. Mælt er með því að húðmeðferðin sé notuð 1- 4 sinnum á ári, eftir ástandi húðarinnar.

EiginleikarVið þróun BIOEFFECT 30 DAY TREAT-MENT lögðu vísindamenn Sif Cosme-tics áherslu á að þróa nýja gerð af húðmeðferð sem ætluð væri til viðbótar við hefðbundna húðumhirðu. Einnig var megináhersla lögð á hreinleika en varan inniheldur einungis 11 innihalds-efni, engin rotvarnarefni, ilmefni né olíur.

Unnið í samstarfi við

Sif Cosmetics

©2013 El izabeth Arden, Inc.

Nærðu og verndaðu húðina þína fyr i r

breyt ingum í veðri með hinu goðsagnakennda

Eight Hour® kremi f rá El izabeth Arden.

Horfur á kuldatíma: fullkominn vörnVið spáum fallegri húð

EIGHT HOUR® CREAMSkincare Essentials

Öflug 30 daga húðmeðferðHrein húð

Forever yo-uth liberator hreinsifroða frá YSL Hreinsirinn byrjar sem fíngert krem sem umbreytist við snertingu við vatn í þétta og fíngerða froðu. Hún hreinsar öll óhreinindi, mýkir húðina og gefur raka og þægindi, hentar vel fyrir allar húðgerðir. Viðkvæma og þurra.

Galatéis Douceur hreinsi-mjólk frá LancômeFljótandi hreinsi-mjólk fyrir andlit og augu sem hreinsar burt farða og önnur óhreinindi á húðinni. Fyrir eðlilega og blandaða húð.

Biosource micellar water frá BiothermHreinsivara sem hreinsar hratt fyrir bæði andlit og augu. Fjarlægir allan farða af húðinni og hún verður hrein og frískleg. Gott er að nota á kvöldin til að fjarlægja farða af húðinni áður en næturkrem er borið á húðina. Veitir mýkt, þægindi og gefur frískleg áhrif. Hentar öllum húð-gerðum.

Visible Difference gentle hydrating cleanser frá Elizabeth ArdenHreinsar farða og óhreinindi á mildan hátt, inni-heldur kröftug, rakadræg efni sem halda raka í húðinni. Hentar fyrir þurra og viðkvæma húð.