48
VIZKUSTYKKI VORÖNN 2010

Vizkustykki - Vorönn 2010

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Skólabla[ Fjölbrautaskóla Su[urnesja. Annan tölubla[ skólaársins 2009-2010

Citation preview

Page 1: Vizkustykki - Vorönn 2010

VIZKUSTYKKI VORÖNN 2010

Page 2: Vizkustykki - Vorönn 2010

2 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Í BLAÐINU

010 HljóðneminnEyrún Ösp kom, sá og sigraði á flottustu Hljóðnemakeppni frá upphafi

018 Suðurnesjasveitin Hjálmar í viðtaliHvað segja þeir um lögleiðingu kannabis?

021 LjósmyndaþátturTekinn af Sölva Logasyni

031 Framúrskarandi FSingarFSingar meikaða

032 Viðtal við Hörpu Jóhannsdóttur18 mánaða heimstúr með Björk

036 Götutískan í FSGunnar opnar fataskápinn

044 Útskriftarferð AðalsinsLíf, fjör og bólgnir ökklar á Tenerife

006 Gettu Betur og MORFÍs

008 Stelpu- og karlakvöld

011 Hljóðnemaball

012 Bíómyndalisti

016 Hraðaspurningar

017 Troðslukeppni

028 Amor í stjörnum

035 Plötulisti

Í blaðinu leynast 10 Biggar

í felum.

Getur þú fundið þá?

Page 3: Vizkustykki - Vorönn 2010

3 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Það er svo gaman að hafa tekist ætlunarverk sitt. Eftir alla þá vinnu sem við í ritstjórn höfum lagt á okkur í gegnum síðustu tvær annir erum við alveg himinlifandi með afraksturinn og gjörsamlega elskum lífið upp fyrir haus. Við höfum lært margt, kynnst nýju fólki og síðast en ekki síst skemmt okkur stórkostlega meðan vinnu við blaðið stóð yfir. Ég fer allavega sáttur út í sumarið. Það er ljóst.

Núna er komið að nýju fólki til þess að elska lífið upp fyrir haus, skemmta sér stórkostlega, læra og kynnast nýju fólki. Þú. Hættu að efast og kýldu á það. Taktu virkan þátt í félagslífinu. Ég er ekki bara að tala um ritstjórn. Það er margt í boði. Skemmtinefnd, íþróttanefnd eða listafélagið Vox Arena. Þú getur meira að segja stofnað þinn eigin klúbb. Kvikmyndaklúbb, stuttmyndaklúbb eða þess vegna skákklúbb.

Fáðu félaga þína eða stelpurnar í lið með þér í Beer-Cup, slátrið andstæðingunum í M16 eða láttu ljós þitt skína í Hljóðnemanum því áður en þú veist eru þessi framhaldsskólaár liðin. Þetta er tíminn til þess að njóta sín og síðast en ekki síst skemmta sér.

Mér langar ekkert að tala meira. Takk allir sem hjálpuðu okkur að gera þetta að því sem þetta er, gangi þér sem allra best í prófunum og njóttu sumarsins. Bæ.

Vizkustykki Vorönn 2010

ÚtgefandiNemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Ritstjóri og ábyrgðarmaðurBjarki Rúnarsson

RitstjórnÁstrós Skúladóttir Bjarki Rúnarsson Dagmar Rós Skúladóttir Hildur Björk Pálsdóttir Kristín Sigurðardóttir Lovísa Kjartansdóttir Snædís Anna Valdimarsdóttir Sölvi Logason

Hönnun og umbrotRonnie & Trousers

PrentunSamskipti

Upplag1000 eintök

Forsíða

MódelArnór Ingvi Traustason Sunneva Fríða Böðvarsdóttir

Ljósmyndari og vinnslaSölvi Logason

Hár og förðunRitstjórn

StaðurNesjar

LeIÐARI Bjarki Rúnarsson

Page 4: Vizkustykki - Vorönn 2010

4 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

RITSJóRN

Dagmar Rós Skúladóttir Sölvi Logason Hildur Björk PálsdóttirBjarki Rúnarsson

Page 5: Vizkustykki - Vorönn 2010

5 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Lovísa Kjartansdóttir Ástrós Skúladóttir Snædís Anna Valdimarsdóttir Kristín Sigurðardóttir

Page 6: Vizkustykki - Vorönn 2010

6 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Heppnin ekki með okkur í þetta skiptiðVonbrigði keppenda okkar í Gettu Betur og MORFÍs voru mikil eftir tvo næma ósigra í báðum keppnum. Hársbreidd vantaði upp á að þetta dytti okkar megin en það er dagur eftir þennan dag og við gerum bara betur á næsta ári.

Gettu BeturÞeir Andri Þór, Bergur og Hafþór Ingi Guðberg höfðu lagt mikið á sig fyrir þessa keppni og æft af krafti en það var ekki nóg. Þeir mættu sterku liði Fjölbrautaskólans úr Breiðholti og töpuðu naumlega. Keppnin var spennandi frá upphafi til enda en það var Beyoncé Knowles sem felldi strákana. Skemmtilegar pælingar komu svo í ljós eftir keppnina. Ef að liðin í keppninni hefðu verið 30, en ekki 31 eins og núna varð raunin þá hefði stigahæsta tapliðið fengið að halda áfram í 16. liða úrslit og væri því leik okkar manna ekki lokið þrátt fyrir tap.

MorfísFSingar fjölmenntu til þess að fylgjast með ræðuliði FS þetta árið en miklar væntingar höfðu verið bundnar við það. Lengi vel héldum við að þeir ætluðu ekkert að mæta til leiks. Enda enginn Garðbæingur í húsinu þegar keppnin átti að byrja á meðan FSingar höfðu troðfyllt salinn. Þeir félagar Arnar Már, Karl Daníel eða Kalli, Kristinn Ásgeir og Sigfús Jóhann sátu eftir með sárt ennið þegar tilkynnt hafði verið að FGingar sigruðu keppnina. Tveir dómarar dæmdu þó Fjölbrautaskóla Suðurnesja sigur, en samkvæmt nýrri reglu MORFÍs dró einn dómari lið FG til sigurs. Reglan gengur út á það, að dæmi einn dómari öðru liðinu minna en 50 stiga sigur umfram hina tvo dómarana, dregur sá dómari það lið til sigurs. Fari stigagjöf hans yfir 50 stiga ,,múrinn”, gildir hefðbundna tveggja dómara reglan. Sigfús Jóhann var þó valinn ræðumaður kvöldsins og getum við þó huggað okkur við eitthvað í ljósi hrakfaranna.

GeTTU BeTUR & MORfÍS

Page 7: Vizkustykki - Vorönn 2010
Page 8: Vizkustykki - Vorönn 2010

8 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

STeLPUKVÖLD & KARLAKVÖLD

Stelpukvöld Hátt í 120 stelpur létu sjá sig á Stelpukvöldi NFS sem haldið var fyrir áramót. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg og stóð fjörið langt fram á háttatíma. Kynlífsfræðingurinn Sigga Dögg steig á svið og fræddi stúlkurnar um kynlíf og allt því tengt. Stelpurnar höfðu um nóg að spyrja og hefur kvöldið ef til vill glatt nokkra heppna unnusta. Súkkulaðigosbrunnur, ávextir og áfengislausir kokteilar voru á boðstólum en þá stigu einnig á svið hljómsveitirnar Songbird og Death of a Scuba Fish sem tóku nokkur lög. Kvöldið var til styrktar ungum dreng, Sigfinni Pálssyni og ákvað NFS að tvöfalda upphæðina sem stelpurnar gáfu og fékk hann því 60.000 í sinn hlut sem koma sér örugglega vel að notum í baráttunni við meinið.

KarlakvöldKarlarnir verða að fá eitthvað eins og stelpurnar og var því haft samband við Gylfa nokkurn Ægisson og hann beðinn um að skemmta strákunum. Einnig var horft á uppistand þar sem sagt var frá yfirburðum okkar karlmanna í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur á meðan við gæddum okkur yfir pítsum og drukkum gos eins og sönnum karlmanni lystir.

Page 9: Vizkustykki - Vorönn 2010

9 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Hákon Stefánsson, 19 ára nemi í FS fór út í eitt ár sem skiptinemi. Hann kom sér fyrir í höfuðborg tísku og ljúffengrar matargerðar. Við erum auðvitað að tala um París. Við fengum strákinn í viðtal og spurðum hann út í dvöl sína þarna úti.

Hvað fékk þig til þess að verða skiptinemi og afhverju valdirðu Frakkland?Systir mín fór sem skiptinemi þegar ég var 12 ára og

eftir það var ég staðráðinn í að fara sjálfur. Ég valdi

Frakkland því ég ætlaði mér alltaf að verða kokkur

og þar sem Frakkland er land góðs matar þá var það

bara tilvalið.

Er ekki erfitt að vera svona lengi í burtu frá fjölskyldu og vinum?Jújú það er alltaf erfitt að vera frá sínum nánustu

en ég gerði mitt besta að hugsa bara ekki til Íslands.

Lykilinn að þessu var að skera sig algjörlega bara frá

Íslandi og bara njóta þess að vera í París. Eitt ár er

ekki svo langur tími, mig langaði nú bara vera lengur

þarna úti, þetta var alltof fljótt að líða fannst mér.

Hvernig var skólinn þarna úti? Hvað varstu að læra? Skólakerfið í Frakklandi er töluvert öðruvísi en hér

heima. Þar eru bara bekkjakerfi og í raun ekkert val.

Það eru bara þrjár stúdentsbrautir. Ég var í Premier

ES sem er í raun fyrsta árið á eins konar félags-/

hagfræðibraut. Fögin í sjálfu sér voru ekkert mikið

öðruvísi og margt af því sem ég lærði úti er ég að

læra aftur núna hér í FS. Ég fór ekki þangað beint

til að læra eitthvað ákveðið heldur fór ég þangað

aðallega til að kynnast menningunni, enda einingalega

séð þá græddi ég voða lítið á þessu. Ég fékk bara

nokkrar einingar fyrir árið mitt þarna og ef eitthver

er að hugsa sér að fara í svona prógram með þeim

tilgangi að fá einingar þá er hann algjörlega að miskilja

markmiðið.

Hvað gerðiru í frítíma þínum?Ég stundaði aðallega fótbolta með liði rétt þar sem ég

átti heima. En um helgar fórum við fjölskyldan oft uppí

bústað sem var fyrir utan París.

Hvernig var ,,fjölskyldan” þín þarna úti?Ég var eins heppinn og ég gat mögulega verið með

fjölskyldu. Ég var búin að gefa mér mikilar vonir um

hvernig fjölskyldu ég vildi og þær voru allar uppfylltar.

Strax frá fyrsta degi leið mér eins og heima hjá mér

og fljótlega var ég orðinn einn af fjölskyldunni.

Hvernig tóku Frakkarnir á móti þér? Þekkja þeir mikið til Íslands?Mér var strax tekið vel inní bekkinn og líka fótboltaliðið

en þeim þótti það samt engan veginn merkilegt að

ég væri Íslendingur. Það eru náttúrulega svo margir

útlendingar í Frakklandi að einhver Íslendingur þykir

í raun ekkert merkilegur. Þeir eins og flestar aðrar

þjóðir, alveg skemmtilega fáfróðir um Ísland. Ég

gleymi því ekki þegar ég var í landfræði og við vorum

að tala um Noreg og þegar krakkarnir heyrðu að

þeir væru bara átta milljónir, þeim fannst það svaka

sniðugt og gerðu smá grín af því að Norðmennirnir

væru ekki einu sinni 10 milljónir. Á meðan lét ég bara

lítið fara fyrir mér útí horni því ég ætlaði sko ekki að

segja þeim að við værum ekki einu sinni hálf milljón.

Eru stelpurnar með brúska undir höndunum?Nei, mjög einfalt svar og þetta er bara einhver

goðsögn held ég. Þær stelpur sem ég var í kringum

voru það ekki. París eru nú borg tískunnar og ég held

frönsku dömurnar hafa fattað það á endanum að það

er ekki í tísku að vera með brúsk undir höndunum.

Hvernig líkaði þér maturinn?Matarmenning Frakka er svo fjölbreytt að ég hef

örugglega ekki smakkað 1/10 af öllu því sem þeir hafa

uppá að bjóða. Það var margt sem var mjög gott og

mig bara dauðlangar í aftur en aftur á móti blessaðir

ostarnir þeir meiga nú bara vera myglaðir þarna í friði.

Það var nú alltaf gaman þegar ég notaði íslenskar

aðferðir við að borða franskan mat eins og þegar ég

setti sultu og vínber á ostin (t.d. camembert). Þeir

gera ennþá grín af mér í dag að ég borði ost með

sultu.

Skemmtilegasta minningin frá Frakklandi?

Fyrsti skóladagurinn var mjög skemmtilegur, því í

fyrsta lagi var ég þarna bara einhver gæji sem engin

þekkti og ég skildi ekki neitt sem fólkið var að segja!

Þarna sat ég horfði á varirnar á kennaranum hreyfast

en samt heyrði ég ekki neitt. Hún var örugglega búin

að tala í svona 20 mín um eflaust eitthvað merkilegt

og það ég eina sem ég heyrði var: Góðan dag. Í

öðrulagi var það að heyra kennarana segja nafnið

mitt. Þeir lásu alltaf mjög hratt yfir og þegar þeir komu

að mér þá stoppuðu þeir, litu á nafnið aftur eins og

þeir héldu að þetta væri einhver stafsetningavilla,

þegar þeir gátu ekki fundið neitt sem gæti hugsanlega

átt að standa þarna sögðu þeir hikkandi: Aaakooonn?

Og þetta átti við um þá alla. Ég var orðin svo þreyttur

á að leiðrétta þá á endanum að ég leyfði fólkinu bara

að kalla mig Akon.

fRAKKLAND

Page 10: Vizkustykki - Vorönn 2010

10 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Söngkeppni okkar FSinga, Hljóðneminn, verður stærri með hverju árinu. Með alla þá tækni og rétta fólkið er hægt að gera allt. Það er hægt að segja að Hljóðneminn í ár hafi verið sá allra stærsti í sögu FS, bæði hvað varðar aðsókn, tæknilegu hliðina og ekki má gleyma keppendunum sjálfum. Rúmlega 700 manns troðfylltu skólann, sem hafði verið breytt í sannkallaða hljómleikahöll. Atriði kvöldsins voru 16. Lög með hljómsveitum á borð við the Fray,Bítlunum og Nightwish hljómuðu við góðar undirtektir áhorfenda. Kynnar kvöldsins voru þeir Bergur Ebbi og Dóri DNA og héldu þeir uppistand að þeirra hætta í dómarahléinu en dómarar voru Einar Kani Bárða, Baldur Sparisjóður og Védís Hervör tónlistarkona með meiru og þess má geta að hljómsveitin Segulbandið spilaði undir. Úrslit kvöldsins komu fáum á óvart. Eyrún Ösp Ottósdóttir sigraði Hljóðnemann 2010 verðskuldað enda þrusu góð söngkona þar á ferð. Hún söng lagið Hear You Me með hljómsveitinni Jimmy Eat World. Bjarki Már Viðarsson spilaði undir á gítar ásamt Kristjóni Frey Hjaltested. Þau fengu glæsilega vinninga fyrir 1. sætið og tóku þátt í söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var á Akureyri fyrir hönd okkar FSinga. Í öðru sæti lentu Íris Einarsdóttir og Hildur Björk Pálsdóttir en Íris söng lagið Never Say Never með the Fray og í þriðja sætinu lenti Lára Björg Grétarsdóttir en hún flutti lagið Nutshell með Alice in Chains. Annars heppnaðist kvöldið fullkomlega og úr varð stórkostleg skemmtun fyrir áhorfendur. Maður bíður bara spenntur eftir næsta Hljóðnema. Ætlar þú að taka þátt?

HLJóÐNeMINN

Page 11: Vizkustykki - Vorönn 2010

11 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

HLJóÐNeMABALLIÐÞað var útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann sem þeytti skífum á Hljóðnemaballinu. Strákarnir í skólaþættinum Hnísunni lýstu ballinu með þessum orðum: Sveittasta, sóðalegasta og fjölmennasta ball í sögu skólans. Fyrir þá sem sáu ekki þáttinn þá er smá kaldhæðni í þessu en ballið í sjálfu sér heppnaðist ágætlega og skemmtu þeir sér sem mættu eflaust mjög vel.

Page 12: Vizkustykki - Vorönn 2010

12 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Pulp Fiction Tarantino mynd sem er algjört must að sjá, 4 sögur sem blandast saman á áhugaverðan hátt.

Fight ClubÞað er bannað að tala um Fight Club...

PsychoKlassísk Hitchcock mynd, ef þú vilt horfa á góðan sálfræðitryllir þá er þessi mynd málið.

Inglourious Basterds Klárlega ein besta myndin sem kom út 2009. Maður sér seinni heimsstyrjöldina í algerlega öðru ljósi. Lúmskt fyndin.

Shawshank RedemptionSaga um tvo menn í fangelsi og tengslin sem þeir mynda innan veggjanna. Frábær mynd sem allir verða að sjá.

Sin City Segir sögur úr hinum hrottalega bæ, Basin City. Mjög spes mynd en svakalega góð.

Goodfellas Sagan um Henry Hill og hvernig hann kemst á toppinn. Must-See mafíu mynd.

The Shining Ekkert hræðilegra en Jack Nicholson í brjálæðiskasti. Hryllingsmynd sem klárlega skorar hátt.

Some Like It HotEin besta grínmynd allra tíma, Jack Lemon og Tony Curtis þykjast vera konur til að fela sig fyrir mafíósum og hitta þar Marilyn Monroe

American Beauty Frábær mynd um algerlega brenglaða fjölskyldu í úthverfum Bandaríkjanna.

Eternal Sunshine Of A Spotless Mind Ein af fáum myndum Jim Carrey sem er ekki grínmynd og ein af hans bestu myndum að mínu mati.

The Lion KingKlassísk Disney mynd sem allir kannast við, karakterar sem maður aldrei gleymir. Mun alltaf vera í hópi uppáhalds myndanna minna.

BÍóMYNDALISTINNTinna Bergmann

Page 13: Vizkustykki - Vorönn 2010

13 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

BUSAVeLDIÐArnar Már Daviðsson

Sunnubraut var eins og risastór höll sem gnísti faðmi sínum langt yfir landið endilangt. Ég sá aðaldyr Fjölbrautaskóla Suðurnesja birtast fyrir mér í þokunni og ég gekk rösklega beint áfram innum aðaldyr Fjölbrautarskólans. Ný skriðinn úr barmi grunnskólans geng ég rausnarlega inn í drama þrungið andrúmsloftið sem herjaði að framhaldsskóla lífinu.

Ég lufsaðist um eins og einhver ellilífeyrisþegi sem að átti sér engan samastað í þessum fáránlega stóra samfélagi og leitaði mér að viðkunnanlegu sæti innan skólans.

Svo var það sætaskipan sem að sást úr órafjarðlægð og auðveldlega var hægt að greina á milli “lúða” og “elítunnar” sem að “bæ the wei”, gjörsamlega áttu staðinn. Mér var sagt hvernig vinahópar tvístruðust eftir borðum, eða héldu saman og voru þar að leiðandi útskúfuð frá þessu samfélagi sem að við köllum “framhaldskólinn”. Elítan hélt sig í harða-horninu við sviðið. Ég reyndi að eigna mér samastað með þessum strákum, öllum þessum kempum sem að gjörsamlega eignuðu sér allt sem á vegi þeirra varð, allt frá lufsum til sæta inní kennslustundum – það var hægara gert en sagt, í raun var það eiginlega ómögulegt.

Fólkið sem að eignuðu sér borð við stigann brosti til mín vingjarnlega en reyndust svo verða mínir helstu óvinir þegar að ég ætlaði að setjast niður. Svo bar ég augum stúlkunum sem að sátu fyrir miðju salarins og í hægra horninu. Fallegu lufsurnar, í flottu fötunum með andlit og líkama sem að gætu brætt hvern og einn innan veggja FS sem völsuðu um gangana eins og að þær hefðu ekkert betra að gera heldur en að táldraga strákana endalaust – það var fjarlægur draumur að eigna sér sæti þar, enda lét ég kyrrt við liggja og gekk hratt og rösklega fram hjá þeim.

Já lífið virkaði töff og kúl, fyrir alla nema busa-greyin sem áttu sér engan samastað innan FS. Forboðin fegurð og tanaðir kappar voru þeir sem að stjórnuðu, ekki eitthvert busa-grey sem var nýlega skriðið úr barmi grunnskólans þar sem að hann stjórnaði öllu!

Aðallinn var skipaður af MORFÍs köppum og fólki sem að sat í stjórn NFS.

Og svo bar til að það ætti að velja nýnema í stjórn, sem að virkar fyrir busaaugað eitthvað virkilega spennandi og heillandi. “Það að vera í stjórn gæti opnað svo mikið fyrir mann”,

hugsuðu menn og aðrir sem að voru nýir innan skólans. Þessi titill reyndist svo bara vera einhverskonar „hylming“ yfir það sem að við í hversdagslífinu köllum gengilbeinu eða „tík.“ Ég, þetta saklausa grey bauð mig nú samt fram til nýnema í stjórn og tapaði naumlega, sem að reyndist mér svo gott – það vill enginn vera kenndur við tík stjórnarinnar, eða það er að minnsta kosti mín skoðun.

Enn já, við skulum sleppa taumnum aðeins á dramatíkinni, menntaskólalífið þar sem að stundar gaman verður að lengri tíma samböndum og fjörið er botnlaust er staðurinn til þess að vera á þegar að maður er á tánings árunum. Þetta reyndist ekki alveg vera satt í fyrstu, en svo liðu tímarnir og þessi „busa-ímynd“ fór að mótast.

Svo leið á busaballið og þetta var allt að koma! Byrjaði ballið á því að „spotta“ þessa líka hrikalega fallegu stelpu sem að valsaði um staðinn eins og að hún ætti hann, og viti menn! Ég, busagreyið dett í þennan líka hörku slellissimó! Öllum til mikillar undrunar sit ég uppi með ljóshærða þokkagyðju sem að vildi ekki sleppa takinu á kappanum og kappinn ekki henni. En öllum unaði fylgir einhver óþveri!

Sú staðreynd lá í loftinu að hún var VERZLINGUR! Stundaði nám við Verzló! Þetta voru óskemmtilegar fréttir sem að færðust mér stundarfjórðungi eftir að þetta hefði átt sér stað! Ég var búinn að handsama eitt stykki gullmola,

Enn nei, þessi undurfagra stúlka reyndist svo líka vera Verzlingur! Ekki að þeir séu eitthvað verri, og við erum „par“ enn þann dag í dag en þetta þótti ekki sómasamlegt

meðal samnemenda minna í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, að hafa slefað upp í erkifjendur þeirra, VERZLING! Svo að ég lét lítið fyrir mér fara daginn eftir ballið.Unaðurinn varð þó meiri þegar að mér var tilkynnt að MORFÍs-lið FSinga þyrfti á nýju blóði að halda. Svo að ég lét á reyna og mætti í prufur sem að gengu sómasamlega.

En nóg um það, mér finnst ekki gaman að smjaðra um fyrir mér með einhverskonar hetju sögum, vindum okkur beint í merg málsins.

Lífið var ekkert sérstaklega auðvelt í FS fyrir eitthver busagrey. Busaveldið reyndist því miður ekki vera neitt veldi. Meira svona titill sem að átti að draga fólk að skólanum. Og það var einmitt það sem að dró mig einnar helst að skólanum, veldið sem reyndist svo vera ekki neitt! Þetta var ekkert nema sómasamleg lygi og góð leið til þess að hylma yfir þeim hryllingi sem að busarnir þurftu að sætta sig við innan FS. Fjölbrautaskólinn er það besta sem að þú munt ganga í gegnum, enn allar fæðingar eru erfiðar og þetta er gott dæmi um það, epískt ritmál og súrealískt málfar var það eina sem að kom mér áfram.

Og hver er ég? Það er eitthvað sem að þú munt aldrei koma til með að vita. En af því að ég er nú busi, þá hefurðu eflaust látið slæma skoðun á mig dynja, Grindvíkingur sem Suðurnesja maður. Enn eitt skaltu þó vita, að ég elska ykkur öll.

Page 14: Vizkustykki - Vorönn 2010

GRUNNNÁM VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 31. MAÍ

NÁMSGREINAR Í GRUNNNÁMI:

• BSc í byggingafræði• BSc í íþróttafræði• BSc í lögfræði• BSc í sálfræði

• BSc í tæknifræði• BSc í tölvunarfræði• BSc í verkfræði• BSc í viðskiptafræði

• Diplómanám í iðnfræði• Diplómanám í kerfisfræði

Kynntu þér námið á www.hr.is

Háskólinn í Reykjavík er framsækinn rannsóknarháskóli sem býður nemendum og starfsfólki kraftmikið og alþjóðlegt starfsumhverfi. Mikil áhersla er lögð á persónu-leg tengsl nemenda og kennara, en þau hafa frá upphafi verið grundvallarþáttur í starfi HR.

HR hefur skapað sér sérstöðu sem háskóli atvinnulífsins og er í dag stærsti tækni- og viðskiptaháskólinn á landinu. Við skólann starfa margir af fremstu vísindamönnum landsins, en einnig er stór hluti kennara skólans jafnframt starfandi í atvinnulífinu.

Page 15: Vizkustykki - Vorönn 2010

15 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

GRUNNNÁM VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 31. MAÍ

NÁMSGREINAR Í GRUNNNÁMI:

• BSc í byggingafræði• BSc í íþróttafræði• BSc í lögfræði• BSc í sálfræði

• BSc í tæknifræði• BSc í tölvunarfræði• BSc í verkfræði• BSc í viðskiptafræði

• Diplómanám í iðnfræði• Diplómanám í kerfisfræði

Kynntu þér námið á www.hr.is

Háskólinn í Reykjavík er framsækinn rannsóknarháskóli sem býður nemendum og starfsfólki kraftmikið og alþjóðlegt starfsumhverfi. Mikil áhersla er lögð á persónu-leg tengsl nemenda og kennara, en þau hafa frá upphafi verið grundvallarþáttur í starfi HR.

HR hefur skapað sér sérstöðu sem háskóli atvinnulífsins og er í dag stærsti tækni- og viðskiptaháskólinn á landinu. Við skólann starfa margir af fremstu vísindamönnum landsins, en einnig er stór hluti kennara skólans jafnframt starfandi í atvinnulífinu.

HR

Edda Rós SkúladóttirViðskiptafræði

Undirbjó framhaldsskólinn þig vel fyrir námið í HR?

Edda: Já og nei. Ég var á náttúrufræði- og listnámsbraut í FS en ákvað að velja mér viðskiptafræði í HR. Það er auðvitað allt góður undirbúningur að einhverju leyti en eini viðskiptafræðitengdi undirbúningurinn sem ég nældi mér í var stærðfræðin, en hún er nú góður undirbúningur fyrir allt, ekki satt?

Einar: Já ég tel að FS hafi staðið sig mjög vel í að undirbúa mig undir námið mitt í HR. Áður en ég byrjaði í FS var ég með mjög sterkar hugmyndir hvert ég stefndi og valdi áfanga í FS eftir því og sé sko ekki eftir því. Það hefur komið upp nokkrum sinnum tilvik í tíma þar sem ég glotti og þakka meistara Ægi Karli fyrir það sem hann hefur kennt mér, því ég hef getað rifjað upp það sem ég lærði t.d. í tímum hjá honum um heilastarfssemi og margt fleira, og það hefur hjálpað mér að skilja og komast í gegnum efnið.

Hver er uppáhalds tíminn/fagið þitt í HR? Edda: Ég er hrifnust af kúrsum sem tengdir eru markaðsfræði á einhvern hátt. Viðskiptasiðfræði finnst mér líka spennandi, en það er eitthvað sem hefur farið framhjá mörgum viðskiptafræðingum síðustu ára, sbr. ástandið í dag.

Einar: Umm.. Það er sko erfitt að segja. Ég hef farið í mjög fjölbreytta áfanga og því erfitt að gera uppá milli þeirra. En ef ég ætti að reyna að velja einhvern einn, þá held ég að Rannsóknaraðferðir og tölfræði námskeiðið hafi staðið uppúr á síðasta ári. Þar lærðum við um hvernig rannsóknir eru framkvæmdar, marga mögulegar leiðir og fengum að framkvæma okkar eigin rannsókn, þar sem ég skellti mér í grunnskólana í Reykjanesbæ og gerði skemmtilega tilraun með 7.bekk.

Er eitthver sérstök ástæða fyrir því að þú valdir HR í stað HÍ?

Edda: Ég skoðaði báða skólana en var fljót að velja einstaklingsmiðaðra nám fram yfir að vera kennitala á blaði í stórum bíósal. Í HR er líka meir um verkefnaskil sem hjálpar þér að skilja námsefnið betur. Hópavinna er mikil og þú kynnist ótrúlega mörgu og misjöfnu fólki í gegnum hana.

Einar: Þegar ég var að velja mér nám var ég mjög tvístígandi hvert ég skyldi stefna, þar sem þetta er í fyrsta skipti sem sálfræði er kennd við HR. Ég hafði alltaf mikinn áhuga á að fara í HR þar sem skólinn er mjög metnaðargjarn og hvetjandi. Ég valdi HR fyrst og fremst útaf því að ég vildi læra í minni hópum og hafa tækifæri á persónulegu námi og tækifæri til að leita til kennara. HR gefur sig einnig út fyrir nýsköpun og frumkvöðlastarf og metnaðurinn á bak við sálfræði námið hjá þeim er mikill og góður. Þeir hafa farið nýjar leiðir við skipulagningu sálfræðinámsins og hefur HR algjörlega staðist væntingar mínar.

Hvernig er félagslífið í HR frábrugðið félagslífinu í FS?

Edda: Það sem er sameiginlegt er að það er alltaf eitthvað um að vera. Ég myndi helst nefna að vísindaferðirnar hvern föstudag eru frábrugðnar því sem tíðkast í FS. Þá eru ýmis fyrirtæki heimsótt (eitt í hverri viku), þau kynna starfsemi sína og bjóða nemendum upp á léttar veigar og veitingar. Síðan drífa allir sig niðrí bæ og dansa fram eftir nóttu.

Einar: Félagslífið í FS hefur komist á flug nú síðustu ár og er það töluvert betra nú en þegar ég byrjaði í FS. Helsti munurinn á milli félagslífsins er að í HR er hver deild skólans er með sitt eigið nemandafélag sem stendur fyrir eigin viðburðum, stundum eitt og sér, en stundum í samvinnu með nemandafélögum annarra deilda. Stærsti munurinn er þó Vísindaferðirnar sem eru haldnar með reglulegu milli bili þar sem okkur er boðið í fyrirtæki sem kynna fyrir okkur fyrirtækið og oftast fylgja með góðar veigar, sem eru af og til í vökvaformi. Svo er það náttúrlega bekkjapartýin.

Hvað ætlarðu að gera eftir háskólanám?

Edda: Það fer eiginlega eftir því hvenær ég ætla mér að ljúka háskólanámi (haha) en ég er ekkert hætt eftir viðskiptafræðina. Eitt er víst og það er að ég ætla mér að ferðast...út um allar trissur.

Einar: Ég stefni að mennta mig frekar í sálfræði. Ég stefni á masters- eða doktorsnám í klínískri sálfræði. Hvar ég ætla að læra er ekki alveg á hreinu, en það er mjög spennandi kostur að fara út og læra, þá helst til Bandaríkjanna, Bretlands eða Norðurlandana

Eitthvað sem þú vilt ráðleggja nýstúdentum sem leggja leið sína í háskólann á næstunni?

Edda: Ég myndi kynna ykkur skólana vel og það sem þeir hafa upp á að bjóða. Sama námið hentar ekki öllum og þið eruð fljót að finna á ykkur hvað á vel við. Ef þið veljið ekki rétt nám, skiptið þá frekar yfir í eitthvað annað í stað þess að ströggla í einhverju sem þið hafi engan áhuga á. Það liggur ekkert á, lífið er rétt að byrja!

Einar: Að gera sitt allra besta og hafa trú á því sem þið takið ykkur fyrir hendur. Vera kröfuharður á sjálfan sig og setja sér háleit en raunsæ markmið, því þetta er tækifæri manns að læra það sem maður hefur áhuga á. Einnig vil ég hvetja ykkur til þess njóta þess að vera í skóla, því það er svo mikið sem maður lærir hér, bæði námslega séð og reynslulega, en ekki bara einkunnir. En að lokum vil ég benda nýstúdentum á að lýta á þann pening sem fer í skólagjöld sem fjárfestingu í framtíðinni en ekki sem hverja aðra óþarf eyðslu.

Einar Trausti Einarsson Sálfræði

Page 16: Vizkustykki - Vorönn 2010

16 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Hefurðu gert eitthvað dónó í mömmu og pabba rúmi? KannskiMegan Fox eða Beyonce? Megan FoxEf þú værir fluga á vegg á hvaða vegg værirðu? Heima hjá Megan FoxBesti tónlistarmaður allra tíma? Gæjarnir í DiktaHvenær misstirðu sveindóminn? 10. bekkHver er drauma konan þín? Inga Lind KarlsdóttirHvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Flugmaður Sumar eða vetur? SumarHvaða gellu í skólanum værir þú til í að sofa hjá? Ja ég veit það ekki, bara einhverri

María Ben Jónsdóttir Ofaná eða undir? OfanáSefurðu nakin? JáErtu stressuð? JáHvað drekkurðu á djamminu? Uuu.. ekki vodkaEf þú værir dýr hvaða dýr myndirðu vilja vera? HesturEitthvað alveg hrikalega vandræðalegt sem þú hefur lent í? PassHefurðu gert eitthvað dónó í mömmu og pabba rúmi? NeiMegan Fox eða Beyonce? Megan FoxHvenær misstirðu meydóminn? Uu 16 áraHver er heitasti busastrákurinn í FS? Arnar hahahaHver er drauma maðurinn þinn? BeckhamHvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? FlugmaðurHnetusmjör eða sulta? OjjÚtlit eða persónuleiki? Útlit

Bjarki Már Viðarsson Ofaná eða undir? UndirSefurðu nakinn? JáHorfirðu á klám? JáHvað drekkurðu á djamminu? Hvítan RússaMegan Fox eða Beyonce? BeyonceFinnst þér Vizkustykki kjánalegt nafn? NeiEf þú værir fluga á vegg á hvaða vegg værirðu? Æfingu hjá Blink 182Besti tónlistarmaður allra tíma? Thomas Matthew DelongeHvenær misstirðu sveindóminn? 14 áraHver er heitasta busastelpan í FS? Shit ég veit það ekkiHver er drauma konan þín? Jennifer AnistonHvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Tónlistarmaður...rokkstjarna!!!Hnetusmjör eða sulta? BæðiÚtlit eða persónuleiki? Bæði

Guðmundur Egill Bergsteinsson Ofaná eða undir? OfanáSefurðu nakinn? StundumErtu stressaður? SemíStatus? Status! Haha Ég veit það ekkiEf þú værir dýr hvaða dýr myndirðu vilja vera? Panda

Helga Þórunn Pálsdóttir Ofaná eða undir? UndirSefurðu nakinn? Já, nei, stundum HAHAHA!Horfirðu á klám? NeiErtu stressuð? Smá heheheHvað drekkurðu á djamminu? VodkaHefurðu gert eitthvað dónó í mömmu og pabba rúmi? Mmm jaaaá. HahaMegan Fox eda beyonce? Megan FoxFinnst þér Vizkustykki kjánalegt nafn? NeineiHvenær misstirðu meydóminn? 10. bekkHver er heitasti busastrákurinn í FS? Binni, nei hann er ekki busi! HahaHver er drauma maðurinn þinn? David BeckhamHvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Forseti Íslands Hvaða gæja í skólanum værir þú til í að sofa hjá? KristjóniÚtlit eða persónuleiki? Persónuleiki

HRAÐASPURNINGAR

Page 17: Vizkustykki - Vorönn 2010

17 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

fS Í eSB?Við FS-ingar tvíræðum ekkert hlutina. Við gerum þá bara og þegar okkur er boðið 5 þingsæti á Evrópuþinginu þá segir maður einfaldlega, „já“! Þannig var nú það á haustönninni að við fengum boð frá Evrópu um að senda 5 manns til Kaupmannahafnar og taka þátt í þinginu sem gestir fyrir hönd Íslands.

Þann 27. október flugu Arnþór, Bjarki, Hildur Björk, Ingimundur og Sævar ásamt Ægi Karl kennara út fyrir landssteinanna og lentu eins og áður var nefnt í Köben. Þá fórum við í lestarflakk og á Strikið sjálft áður en hópnum var þjappað saman. Þar var okkur skipt í hópa eftir þeim umræðuefnum sem okkur var úthlutað. Farið var í ratleik í miðbæ Köben og svo sötrað heitt kakó að leik loknum. Þá var okkur komið fyrir á heimilum fólks sem við höfðum jú aldrei fyrr séð á ævinni. Gaman.

En þá að þinginu. Það hófst með setningu í þinginu sjálfu þar sem hver þjóð fór með stutt ávarp. Gaman er að segja frá því að Finnar halda því fram að þeir eigi jólasveininn og að

fyrsti kvenforseti í Evrópu sé í Finnlandi. En eins og við vitum mæta vel er jólasveininn í Esjunni og Vigdís okkar Finnbogadóttir fyrst allra kvenna í heiminum til að öðlast forsetatign í lýðræðislegum kostningum. Eftir þingið var farið með sínum hóp í vel valið húsnæði og umræður hófust. Í þetta fóru svo tveir dagar. Þegar því var lokið bárum við okkar frumvarp fram í Ráðhúsinu á Ráðhústorginu og það var svo samþykkt eða ekki. Fjögur voru samþykkt, einu synjað.

Margt annað var þó gert en blaðrað um öryggismál, menntamál eða umhverfisvandamál.

Meðal annars var farið á heimaslóðir Hamlets, Kronborg kastala og skoðað alþjóðlega listasafnið Louisiana sem kom skemmtilega á óvart.

Ráðstefnunni var svo slitið með öllu tilheyrandi, dansiballi ásamt góðum drykkjum. Þetta var samt sem áður skemmtileg ferð og gaman að sjá hvernig svona þingstörf fara fram. Við vorum sátt með okkar framlag til þingsins og mælum eindregið með svona prógrami. Þetta er í annað sinn sem FS sendir nemendur á svona ráðstefnu. Sú fyrri var í Vín og var þar fjallað um öryggismál fyrir rúmum tveim árum.

NFS og 88 Húsið sameinuðu krafta sína og stóðu fyrir troðslukeppni þann 5. febrúar. Góð mæting var í Toyota-höllina og sá fólk alvöru troðslur en líka misheppnað skopp inn á milli. Gísli Steinar Sverrisson sigraði keppnina enda vel af því kominn. Hann sýndi flotta takta, tróð frá vítalínu og tróð yfir Almar svo eitthvað sé nefnt.

TROÐSLUKePPNI

Eyþór Eyjólfsson

Gísli Steinar SverrissonGuðjón Þorberg Guðjónsson

Page 18: Vizkustykki - Vorönn 2010

18 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Hjálmar er ein okkar vinsælasta reggae hljómsveit hér á landi. Hún var stofnuð árið 2003 en hefur breyst þó nokkuð síðan. Þeir hafa gefið frá sér 4 plötur og núna síðast sendu þeir frá sér plötuna IV og fékk platan frábærar viðtökur. Vizkustykkið hitti Sigga og Steina upp í Andrew’s leikhúsi áður en þeir spiluðu á MARS-ROKKI NFS og spurðum við þá spjörunum úr. Hjálmar skipa einnig Kidda, Helga og Valda. Hafa alltaf verið þeir sömu í Hjálmum ? Til eru þrjár útgáfur af hljómsveitinni og þetta er sú þriðja . Siggi, Steini og Kiddi hafa verið allan tíman, fyrst var með þeim trommuleikari sem heitir Kiddi Snær og bassaleikari sem heitir Petter. Þannig gerðu þeir fyrstu plötuna árið 2004, sem heitir ‘Hljóðlega af stað’. Árið 2005 hætti Kiddi Snær trommari , þá kom nýr trommuleikari sem heitir Nisse og er sænskur og einnig nýr hljómborðsleikari sem heitir Morke. Þá voru þeir orðnir þrír sænskir og þrír íslenskir. Þeir sex gerðu saman plöturnar ‘Hjálmar’ og ‘Ferðasót’. Eftir þessar plötur hættu Nisse og Morke og kom Helgi og Valdi í stað þeirra. Í dag saman standa þeir af Sigga, Steina, Kidda, Helga og Valda. Af hverju nafnið Hjálmar ?Þetta gerist á Reykjanesbrautinni. „Við sátum í bíl á Reykjanesbrautinni og fannst þetta fyndið og skemmtilegt nafn en svo meikaði þetta bara sens “ Segir Siggi okkur. Kemur ykkur alltaf vel saman ?„Já, eiginlega alltaf “ Segja þeir báðir. Þeir eru ekki saman dagsdaglega, en ef svo væri þá töldu þeir að þeir yrðu komnir með leið á hvor öðrum fljótt, en þrátt fyrir það þá eru þeir samt ágætis vinir. Þeir fara stundum saman út á land og skemmta sér. Það er oft fylgjandi því að þeir séu að fara að spila.

Hver af ykkur semur lögin og textana ?Steini og Siggi semja aðallega lögin og textana. „ Ég fæ aðallega innblástur úr heitu hverunum á hveravöllum og svo er staður rétt við vatnajökul bak við Snæfell, sem ég man ekki hvað heitir, en það er oft líka þaðan” Segir Steini og þeir hlægja.

Eru textarnir ykkar frá hjartanu eða út í loftið ?„Þeir eru frá hjartanu og utan úr loftinu” segir Steini með einlægni. Siggi bætir við að textarnir fjalli yfirleitt um eitthvað ákveðið. Textarnir eru mjög persónulegir og nota þeir persónulega reynslu í yrkisefnið

Hlustið þið á ykkar eigin tónlist?„Nei, helst ekki” segja þeir báðir og fara að hlægja. Fóruð þið allir í tónlistarskóla ? Þeir segja að allir séu búnir að fara í tónlistarskóla en mismikið. Það er greinilegt að þeir hafa þetta allir í sér. Var eitthver af ykkur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja ? Siggi og Kiddi voru í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en Steini kemur austur frá Hallormsstað. Á ykkar yngri árum langaði ykkur alltaf að vera tónlistarmenn ? „ Já “ segja þeir einróma og hlægja. Áttuð þið von á svona góðum viðbrögðum eins og þið fenguð þegar þið gáfuð út síðustu plötu ? „Alveg eins” segja þeir. Þeir áttu miklu meira von á þessum góðu viðbrögðum núna heldur en þegar þeir gáfu út fyrstu plötuna. Þegar þeir gáfu út fyrstu plötuna áttu þeir ekki von á neinu og segjast bara hafa verið að gera hana fyrir þá sjálfa. Það er gaman að bæta því við að fyrsta platan þeirra var valin rokkplata ársins. Styðjið þið lögleiðingu kannabis? „Jájá, alveg eins, alla veganna ef ekki þá finnst mér að ætti að banna áfengi, annað hvort að banna allt eða ekkert” segir Steini. Stefnið þið á að markaðssetja ykkur erlendis ?Þeim finnst það ekki skipta miklu máli. Þeir eru ekki í þessum ‘meik’ draumum lengur og hafa í raun aldrei verið það. „Við erum ekkert að rembast við að meika það en ef það gerist þá gerist það” segir Steini. Þeir hafa samt sem áður spilað mikið erlendis, m.a. í Svíþjóð, Rússlandi, Noregi , Danmörku , Jamaíka, Eistlandi , Færeyjum og fleira og hafa fengið góðar viðtökur frá þessum löndum.

Hvernig var Jamaíka ferðin ? „Snilld” segja þeir báðir í kór. Þar tóku þeir upp plötu. Þeir gerðu þó mikið annað þar en að semja og spila tónlist. Þeir fóru á ströndina og á jettskí. Siggi segist hafa farið á kanó og svo fóru þeir einnig í „ Bláa Lónið” þar sem myndin Blue Lagoon var tekin upp.

Söfnuðu þið allir mottu í mars?„Nei ég gleymdi því, ég er oft með mottu en ég bara gleymdi því núna” segir Steini. Siggi var búinn að safna skeggi þannig hann gat bara rakað restina af.

fÁ INNBLÁSTUR fRÁ HeITU HVeRUNUM Á HVeRAVÖLLUM

Page 19: Vizkustykki - Vorönn 2010

19 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

HJÁLMAR

Page 20: Vizkustykki - Vorönn 2010

skoðaðu – Pantaðu

www.opticalstudio.is

skoðaðu – Pantaðu

www.opticalstudio.is

Page 21: Vizkustykki - Vorönn 2010

21 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

MódelHera Sól HarðardóttirFrans ElvarssonArnar Már DavíðssonÁsgeir Elvar Garðarsson

LjósmyndariSölvi Logason

StílistarRitstjórn

Förðun:Hafdís Ásta GuðmundsdóttirRitstjórn

Sérstakar þakkirGuðrún Mjöll StefánsdóttirMassiH.punkturinnElegansHeilbrigðisstofnun SuðurnesjaManhattanHinrik Óskarsson

skoðaðu – Pantaðu

www.opticalstudio.is

skoðaðu – Pantaðu

www.opticalstudio.is fULLKOMNUN

Page 22: Vizkustykki - Vorönn 2010

22 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Page 23: Vizkustykki - Vorönn 2010

23 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Page 24: Vizkustykki - Vorönn 2010

24 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Page 25: Vizkustykki - Vorönn 2010

25 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Page 26: Vizkustykki - Vorönn 2010

26 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Page 27: Vizkustykki - Vorönn 2010

27 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010Fullkomnun?

Page 28: Vizkustykki - Vorönn 2010

28 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

AMOR Í STJÖRNUNUM

Ástrós Skúladóttir

LjónFyrir kynlíf: „Er svona heitt hérna inni eða er þetta bara ég?”

Eftir kynlíf: „Var ég ekki frábær?”

MeyjaFyrir kynlíf: „Hér ætla ég að vera í kvöld, það kemur pottþétt einhver að reyna við mig.”

Eftir kynlíf: „Ég þarf að þrífa lakið.”

VogFyrir kynlíf: „Ef að ég ætti rós fyrir hvert skipti sem ég myndi hugsa um þig, þá væri ég í eilífð að ganga í gegnum garðinn minn.”

Eftir kynlíf: „Mér fannst þetta gott ef þér fannst það.”

SporðdrekiFyrir kynlíf: „Heim til þín eða mín?”

Eftir kynlíf: „Ég ætti kannski að opna handjárnin.”

HrúturFyrir kynlíf: „Það er kviknað í mér! Má ég hlaupa í gegnum úðarann þinn?”

Eftir kynlíf: „Okei, gerum þetta aftur!”

NautFyrir kynlíf: „Ég varð bara að koma og tala við þig. Fegurð er minn veikleiki.”

Eftir kynlíf: „Ég er svangur- geturðu rétt mér pítsuna.”

TvíburarFyrir kynlíf: „Þú ert köld/kaldur eins og ís elskan, leyfðu mér að bræða þig.”

Eftir kynlíf: „Hefurðu séð fjarstýringuna?”

KrabbiFyrir kynlíf: „Geturðu lánað mér tíkall, ég þarf að hringja í mömmu og segja henni að ég sé búin að finna manneskjuna sem ég ætla að giftast.”

Eftir kynlíf: „Hvenær giftum við okkur?”

BogmaðurFyrir kynlíf: „Halló. Ég er að skrifa lokaritgerð um það fallega í heiminum. Má ég taka viðtal við þig?”

Eftir kynlíf: „Ekki hringja í mig—ég hringi í þig.”

SteingeitFyrir kynlíf: „Hefurðu alltaf verið svona sæt/-ur eða þurftirðu að vinna að því?”

Eftir kynlíf: „Ertu með nafnspjald?”

VatnsberiFyrir kynlíf: „Þú ert heit/-ur. Þú hlýtur að vera ástæðan fyrir hlýnun jarðar.”

Eftir kynlíf: „Reynum núna án fata!”

FiskarFyrir kynlíf: „Ertu jafn falleg/-ur að innan eins og þú ert að utan?”

Eftir kynlíf: „Hvað sagðirðu aftur að þú hétir?”

Page 29: Vizkustykki - Vorönn 2010
Page 30: Vizkustykki - Vorönn 2010

30 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

ÞeMADAGAR & fLØDeSKUMKennsla var brotin upp í febrúar enda allir orðnir hundleiðir á endalausri bekkjarsetu og þemadagarnir því kærkomnir. Þemað í ár var „áhugamál“ og var því margt í boði eins og yoga, fléttugerð, fluguhnýtingar, ástralskur fótbolti og bingó svo eitthvað sé nefnt. Veðrið lék ekki við okkur þessa dagana eins og sjá má á einni myndinni. Flødeskum var því frestað um tíma en var svo haldið og myndaðist kósý kaffihúsastemming þar sem trúbadorarnir Forsetarnir spiluðu og ýmis önnur skemmtiatriði fóru fram.

Page 31: Vizkustykki - Vorönn 2010

31 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

fRAMúRSKARANDI fS-INGAR

Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir að spila fótbolta? Ég var 8 ára gömul þegar ég byrjaði að æfa fótbolta.

Hvert er uppáhaldsliðið þitt í ensku deildinni? Manchester United

Er framtíðarstefnan að spila í atvinnumennsku í útlöndum? Já ég reyni að stefna á það, er það ekki draumur allra fótboltaiðkenda?

Ef þú fengir að velja með hvaða liði þú myndir spila, hvaða lið væri það? Ég er nú ekki mikið fróð um kvennaknattspyrnu í heiminum, en ætli ég myndi ekki kjósa að spila með einhverju sterku liði í atvinnumannadeildinni í Bandaríkjunum.

Finnst þér fótboltinn hefta félagslífið þitt? Nei. Það er mikið félagslíf að vera í fótbolta. Flestar vinkonur mínar eru með mér í fótboltanum og við finnum okkar alltaf eitthvað skemmtileg að gera. Annars stunda ég annarskonar félagslíf meira á veturna en sumrin, þá er bara fótboltinn nr. 1,2 og 3.

Hvort myndirðu ,,deita” Ronaldo eða Beckham? Klárlega Beckham. Hann er búinn að vera í uppáhaldi síðan ég var 7 ára.

Hvernig er tilfinningin að vera valin Íþróttamanneskja Grindavíkur? Þessi tilfinning er alveg yndisleg, alltaf ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir árangur sinn.

Hvernig undirbýrðu þig undir leik? Ég er ekki með neina rútínu sem ég geri fyrir leik en ég reyni þó að sjá vel um mig, borða vel og vera vel sofin.

Hvað er flottasta hreyfingin (move-ið) sem þú hefur gert inn á vellinum? úff.. erfitt að velja úr þeim öllum, en ég verð nú að velja hjólhestinn sem ég tók ´97, það var svakalegt, jú og svo fjórföldu skærin áður en ég setti hann af 30 metra færi upp í vinkilinn. Neinei, ég er ekki mikill skrautleikmaður, bara venjulegur vinnuhestur sem reynir að spila einfalt.

Hver er uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit þinn/þín? Massive Attack og Nick Cave

Afhverju ákvaðstu að vaða út í tónlistina? Vegna þess að hún er góð.

Hvenær byrjaðirðu að spila? Byrjaði á píanói þegar ég var 10 ára og tveimur árum seinna fór ég að læra á gítar.

Hvernig var tilfinningin að vinna Músíktilraunir? Bara mjög góð.

Hver eru framtíðarplönin með tónlistina? Spila meir, upptökur og vonandi einhverntíman útgáfa.

Ímyndaðu þér að þú sért nýbúinn að spila á tónleikum, ert með 5 grúppíur í annarri hendi en ískaldan bjór í hinni, hvort velurðu? Líkurnar á að ég væri með bjór í annarri eru meiri en að ég væri með grúppíur í hinni þannig að ég vel bjórinn.

Finnst þér þú hafa ofurkrafta þegar þú stendur upp á sviði og spilar á melódikuna? Já , mér finnst ég geta fært fjöll.

Hvað þarf hinn fullkomni áhorfandi að hafa? Áhuga til að hlusta.

Ein í lokin fyrir stelpurnar, ertu mikill kvennabósi? Nei, alls ekki.

Brynjar Leifsson Tónlistarmaður

Elínborg IngvarsdóttirKnattspyrnukona

Page 32: Vizkustykki - Vorönn 2010

32 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Fyrrverandi FSingurinn Harpa Jóhannsdóttir er 22 ára gömul og stundar nám við Listaháskóla Íslands ásamt því að starfa sem kennari og lúðrasveitarstjórnandi við Tónlistarskólann í Reykjanesbæ. Harpa fór á 18 mánaða tónleikaferðalag um heiminn með Björk, sem meðlimur 10 stelpna brass hljómsveit hennar, Wonderbrass, en Harpa spilar á básúnu. Meðal annars spilaði hún með Arcade Fire, fór á fílabak, trúlofaði sig í Balí og verslaði megnið af jólagjöfunum á Inka markaði í Perú. Vizkustykki fékk að skyggnast örlítið lengra inn í ferðasögu Hörpu þó auðvitað gildi lögmál tónleikaferðalaga, „what happens on tour, stays on tour.“

Fjölskylduhagir:Er í sambúð og trúlofuð Thelmu Björk Jóhannesdóttur, sem var einmitt ritstýra Vizkustykkis einhverntíman fyrir löngu....

Þín besta minning úr FS: Það mun vera námsmaraþonið á síðustu önninni. Maður kemst alltaf í skemmtilegt ástand eftir sólahringsvöku. Vakan var líka einkar minnisverð af því að þá var hringt í mig og mér tilkynnt að ég væri að fara á túr með Björk. Þannig að ég var í mikilli gleði-/andvökuvímu þann sólarhringinn. Og fyrir utan það hvað var gaman, uppbyggjandi leikir sem höfðu ekkert nema góð áhrif á ritgerðasmíðir. Ég var svo heppin á síðustu önninni minni, var bara í 3 eða 4 áföngum og þar af einum myndlistaráfanga, þannig að ég þurfti ekkert að læra þessa nótt. En náði samt að starta uppsetningu Aðalsblaðsins og var mjög stolt af því.

Uppáhalds tónlist/tónlistarmaður? Það eru margir sem ég hlusta á, allt sem inniheldur gott grúf. En Portishead hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi.

Ef þú mættir hitta hvern sem er, hver yrði fyrir valinu? Ég hitti svo marga og er ánægð með það, en ég nota þessa spurningu og segi að mig langar mjög mikið að fara á Portishead tónleika. Ég var mjög nálægt því einu sinni þegar Portishead túraði á sama tíma og við með Björk á Bretlandi í fyrra. Þau spiluðu í sama húsi og við í Manchester og hefðum við mætt deginum áður

þá hefði ég séð þau og sama gerðist þegar við mættum til London. Það eina sem ég fékk úr uppúr krafsinu var blað sem hékk uppá vegg með dagskrá tónleikadags þeirra i Manchester.

Hvað myndirðu spyrja hann/hana? Ég myndi bara hlusta og njóta...kannski fella nokkur tár. Og ef ég yrði svo heppin að fá að hitta bandið þá myndi ég segja ,,Takk fyrir að vera til.”

Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir að læra á básúnu? Ég var 10 ára þegar ég byrjaði að blása í lúður, fyrst á trompet en gafst uppá því eftir 4 ár og færði mig yfir á bariton horn (sem er eflaust það fallegasta hljóðfæri sem til er) en vegna þess að það vantaði básúnuleikara í Léttsveitina

þegar ég var í 10. bekk þá bætti ég við básúnu og æfði á þessi tvö í um 3 ár og hætti þá alveg á bariton og hélt áfram á básúnunni.

Hvernig kom það til að þú fórst að túra með Björk? Það var þannig að Ragga, aðstoðarkona Bjarkar, hringdi í mig einn daginn og bað mig að koma í smá áheyrnarprufu því Björk var að leita að stelpum á aldrinum 20-30 sem spila á brass-hljóðfæri til þess að spila inn á tvö lög á væntanlegu plötu hennar, Volta sem kom út í apríl 2007. Ég veit að Valdís sem var með mér á túrnum skellti á Röggu þegar hringt var í hana því hún hélt þetta væri djók, en ég var búin að heyra af því að Björk var að leita að stelpum þannig að ég sló til og mætti í áheyrnarprufu. Prufan var nú frekar „casual“, mætti heim til

OfUR-HARPA

Page 33: Vizkustykki - Vorönn 2010

33 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Bjarkar og við spjölluðum, ásamt Röggu, lítillega um hvað ég væri að gera í lífinu og spilaði síðan eitt lag. Á þessum tímapunkti var ekki komið á hreint hvort það yrði farið á túr þó það hafi verið á planinu. Það var allt í vinnslu þá. Þetta hefur verið í sept/okt 2006. En svo var það einmitt í námsmaraþoninu okkar í Aðlinum þegar Ragga hringdi í mig og bauð mér að koma á túr með þeim í 18 mán. Þannig hófst það nú J

Varstu aðdáandi tónlistar Bjarkar áður en þú fórst að spila með henni? Já kannski pínu, ekkert meira en hver annar Íslendingur. Átti held ég eina eða tvær plötur með henni og hlustaði á hana af því að mér fannst ég þurfa þess af því að hún er íslensk. En nú á ég flestar, ekki allar, plöturnar og er tónlistin hennar ein af mínum uppáhalds í dag.

Hvernig lýsirðu þessari lífsreynslu, að fara á 18 mánaða tónleikaferðalag með frægustu söngkonu Íslands? Þetta er auðvitað lífsreynsla sem ég mun ávallt muna eftir og eflaust bera saman við. Best við þetta allt saman er að hafa fengið þetta æðislega tækifæri fyrir ungan tónlistarmann eins og mig, að fá að taka þátt í svona stóru tónleikaferðalagi. Það eru mjög litlar líkur á því að svona stórt tónleikaferðalag komi uppí hendurnar á mér á næstunni, ef það kemur.

Það sem stendur upp úr eru allar þær borgir og öll þau lönd sem við heimsóttum. Nú aðeins 22 ára hef ég farið til fleiri landa en meðal manneskja heimsækir á sinni ævi. Ég er búin að upplifa allmörg menningarsjokk og þá sérstaklega þegar við vorum í Asíu og S-Ameríku. T.d. voru tvær í hópnum (báðar ljóshærðar) sem urðu fyrir aðkasti frá heimafólki í Perú. Þær voru á rölti í miðbænum og ákváðu að ganga aðeins út fyrir aðalmiðbæjarkjarnann til að losna undan túristafílingnum. En þær voru ekki komnar langt þegar fólk byrjaði að kalla á þær allskonar uppnefnum. Auðvitað vitum við ekkert hvað var sagt en þær gátu greint á tóni fólksins hvað þau voru að segja. Áreitið ágerðist því lengra sem þær fóru og ákváðu þær að snúa við þegar stór hópur af skólakrökkum var farinn að vera frekar óhugnanlegur.

Það var frekar spes að vera í S-Ameríku og þá sérstaklega fyrir okkur íslensku stelpurnar í Wonderbrass. Björk er algjör dýrlingur í augum S-Ameríkubúa og auðvitað kveikti fólk á okkur á röltinu í borgunum, ljóshærðar, fölar og bláeygar stelpur. Við skárum okkur mikið út úr og þar af leiðandi urðum við fyrir dálitlu áreiti þarna suðurfrá. En ekkert slæmt svosem, kannski orðið svolítið böggandi þegar leið á ferðina. Annars er S-Ameríka alveg æðisleg heimsálfa, spennandi menning sem við fengum beint í æð.

Við fórum til dæmis öll hamförum á risastórum Inka markaði í Perú, það fengu allir eitthvað frá Perú í jólagjöf þetta árið. Hentaði mjög vel þar sem síðasta stopp fyrir jólin var einmitt í S-Ameríku.

En mesta menningarsjokkið var í Kína þegar mér og Thelmu var boðið lítið stúlkubarn til sölu á markaði. Það var frekar sárt að horfa upp á það! En á þessum tíma túrsins var Thelma komin í vinnu fyrir Björk og Barney við það að kenna og passa dóttur þeirra, svona Mary Poppins vinna. Og annað merkilegt í Kína, við vorum semsagt í Sjanghæ þar sem mikil fátækt er, en eitt sinn sátum við Thelma í almenningsgarði og nutum kaffis og sólar þegar við tókum eftir því að það var eldri kona í fjarlægð að taka myndir af okkur. Sem var svo sem algeng reynsla, að lenda í ókunnugri ljósmyndatöku. En þessi gamla kona þóttist ekkert vera að gera þegar við litum á hana, varð hjákátleg, og við buðum henni þá að koma til okkar og spjalla og taka mynd ef hún vildi, hún var líka svo mikil dúlla. En þá kom það uppúr krafsinu að hún hafði svo sjaldan verið í nálægð við hvítt fólk að hún varð að taka mynd af okkur. Hún sagðist vera Landafræðiprófessor en það

gerði enn þá meiri lukku að hitta okkur frá svona fjarlægum slóðum! Hún fékk á endanum að taka nokkrar myndir af okkur og kynnti okkur fyrir eiginmanni sínum og dóttur sinni.

Page 34: Vizkustykki - Vorönn 2010

34 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Svona gæti ég endalaust talið upp, en ég veit að ég þyrfti auka 100 blaðsíður til að koma því fram. Svo fer ég bara eftir lögmáli tónleikatúra sem er „What happens on tour stays on tour”! :)

Var komið fram við ykkur hljóðfæraleikarana eins og stjörnur líka? Ég veit ekki hvað skal segja. Við fengum auðvitað algjört „royal treatment“ allan tímann sem varð síðar frekar hefðbundið fyrir okkur. Við gistum alltaf á 5 stjörnu hótelum og það var pínu fyndið þegar leið á túrinn að eitt sinn gistum við á 3 stjörnu hóteli og við vorum öll frekar fúl. Það er auðvelt að venjast þessu góða. Til að byrja með gistum við stelpurnar tvær og tvær í herbergi en það gekk engan veginn, þannig að eftir fyrsta legg túrsins vorum við komnar í sérherbergi. Það var mikill munur. Það var of mikið að vera með sömu manneskjunni alla daga 24 tíma sólarhringsins, maður þurfti sitt prívasí. Því inn á milli gistum við í rútum þegar við keyrðum á milli staða í Evrópu og Ameríku.

Ég neita því ekki að við fengum allar kikk útúr því að vera dekraðar drottningar eða allavega prinsessur. Við gátum alltaf labbað fremst í raðir á skemmtistöðum og þurftum sjaldnast að borga fyrir áfengi. Fólk hafði mikinn áhuga á okkur fannst þetta allt rosa merkilegt. Við vorum alltaf að komast meira og meira að því hversu stór Björk er útí heimi. Hér heima finnst okkur hún bara vera lítil sæt söngkona sem við mætum á Laugaveginum. En allstaðar útí heimi er hún risastór og á tímabili var lífvörður með okkur sem fylgdi henni hvert sem hún fór.

Þetta var algjör lúxus túr. Við spiluðum einungis þrenna tónleika á viku og þar inn á milli þræddum við þær borgir sem við vorum stödd í. Þeir sem höfðu unnið með Björk sl. 20 ár og voru með okkur á túrnum sögðu að þetta hafði verið besti túrinn sem þeir höfðu verið á. Það myndaðist mikil fjölskyldustemning í hópnum og allir voru frekar nánir. Eiginlega allir tónleikatúrar eru erfiðir því þá spila hljómsveitir kannski 6 kvöld í viku í 2 mánuði og gera ekkert annað þangað til hann er búinn og allir búnir á því. En hjá okkur var mikill tími til að vera saman og njóta lífsins. Einn af mínum uppáhaldsstöðum í heiminum er Bali, þar dvöldum við í viku á milli þess að túra í Ástralíu-Nýja Sjálandi og Asíu. Við kölluðum þetta þrælabúðir Bjarkar því það eina sem ætlast var til af okkur á þessari viku var að liggja með tærnar uppí loftið og fara í ævintýraferðir um eyjuna, fórum t.d. á fílabak. Og það æðislegasta við Bali ferðina var að ég og Thelma trúlofuðum okkur með hringum sem við keyptum í silfurverksmiðju á staðnum.

Hvað er það minnisstæðasta sem þú upplifðir á tónleikaferðalaginu? Það er auðvitað svo rosalega margt. Það fyrsta sem mér dettur í hug eru allir tónleikarnir sem ég sá hjá öðrum hljómsveitum sem voru að túra á sama tíma og við. Það var mjög skemmtilegt að við vorum samferða mörgum hljómsveitum sem voru að túra á sama tíma. T.d. Arcade Fire, þau spiluðu á vel flestum tónlistarhátíðunum sem við vorum á. Þannig að ég hef séð þau mjög oft og reyndar spiluðum við brass stelpurnar með þeim á tvennum tónleikum, einum í Sviss og einum í Ástralíu. Það var frekar mikið kikk.

Muntu koma til með að spila meira með Björk í framtíðinni? Það væri auðvitað algjört æði að fá að spila en ég efa það. Hún er þannig tónlistarmaður að hún er aldrei föst í sama farinu, hún er snillingur að finna nýtt fólk til þess að vinna með. Þó hún vinni alltaf með sama kjarnanum af fólki þá er alltaf nýtt fólk á hverri plötu. Og þemað á síðustu plötu var einmitt brass og þess vegna var ég þar. En eins og ég segi þá hefði ég ekkert á móti því að spila aftur með henni. Við stelpurnar á túrnum tölum stundum um það hversu gaman það væri að spila eina tónleika í viðbót, fara t.d. til Finnlands í viku, spila eina tónleika og hitta og vera með öllu fólkinu sem við vorum með á túrnum.

"Hvað er framundan hjá þér í tónlistinni?” Ég var að hefja nám við Listaháskóla Íslands og þar er ég á braut sem heitir Mennt og Miðlun og er þetta einskonar kennaranám í tónlist, hvernig hægt er að miðla og kenna tónlist öðruvísi en gert er vanalega. Þar mun ég einnig leggja áherslu á slagtækni og hljómsveitarstjórnun. Þá er ég einnig kennari og lúðrasveitarstjórnandi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem hjálpar mikið til við námið. Hvað framtíðina varðar þá er hún nú frekar óljós, ég sé það alveg fyrir mér að kenna litlum ormum að læra á lúður og stjórna hljómsveitum, það er lang skemmtilegast.

Hverju þakkar þú velgengni þinnar í tónlist?Ég veit ekki hvað skal segja, mér finnst þetta allt saman ein stór tilviljun og hefur áhuginn á tónlistariðkun komið mér áfram.

Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? Keep on rockin‘ in the free world!

Page 35: Vizkustykki - Vorönn 2010

35 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

PLÖTULISTINN

Nú 10 árum seinna er alltaf hægt að finna lög með rotweiler hundunum sem slá í gegn, hvort sem þú ert að rúnta eða í partýi, þessi plata er einfaldlega eitthvað sem allir raula ósjálfrátt með. Klárlega plata sem maður verður að hlusta á og ég dreg það í efa að það sé nokkur maður þarna úti sem hefur það ekki.

Deamon Days - GorillazDemon days kom út árið 2005 og er önnur platan sem Damon Albarn, oft kenndur við Blur sendir

frá sér með teiknimyndahljómsveitinni Gorillaz. Þetta er afar chillaður diskur en á honum eru lög eins og Feel good inc., Dare og Dirty Harry. Það er hægt að hlusta á þennan disk við öll tilefni og það má segja að stefna disksins sé blanda af hip hop-i og alternetive rock-i allt með rafmögnuðu ívafi. Þessi plata er svokölluð concept plata, þ.e.a.s. flest lögin renna saman og er mjög gott flæði í plötunni. Bilað nett ‘beat’ í lögunum og ég heyri alltaf eitthvað nýtt í hvert skipti sem ég hlusta á þessa plötu.

Halldór Laxness - MínusHin sí stefnubreytilega hljómsveit Mínus gaf frá sér Halldór Laxness árið 2003 og var það þriðja breiðskífa

hljómsveitarinnar. Hún er mýkri en plöturnar sem komu á undan en samt sem áður er þetta eðal graðhesta harðkjarna rokk sem fer illa í flestar mömmur, og ekki bara mömmur því í kjölfarið á þessari plötu var umfjöllunin um þá svo mikil og ekki af því góða að þeir urðu bannaðir í öllum skólum landsins. Þegar ég var 12 ára uppgötvaði ég Mínus og Halldór Laxness var það fyrsta sem ég heyrði frá þeim. Eftir það kolféll þá fyrir ‘sex, drugs and rock n’roll’ lífsstílnum og varð mikill Mínus aðdáandi. Svo mikill að ég þráði ekkert heitar en að líta út eins og skítug útflúruð rokkstjarna. Lög sem fólk ætti að kannast við af þessari plötu eru lög eins og romantic exorcism, angel in disguise, my name is cocaine og the long face

De-loused in the comatorium - Mars VoltaMars Volta samanstendur af söngvaranum Cedric Bixler og gítar snillingnum Omar

Rodriguez og á bakvið þá er oft kallað Mars Volta bandið en það er ekkert fast line up. Öll lögin á þessari plötu tengjast á einn hátt eða annan og maður tekur oft ekki eftir lagaskiptum- concept plata. Lögin eru mismunandi og fara úr því að vera eins mínútna sýrutripp, t.d. í laginu Tira Me A Las Aranas og svo eru lög sem eru eins og 12 mínútna rússíbani sem fer úr grimmu gítarrúnki yfir í einhvern sýruheim og svoí eitthvað psychadelic og svo meira gítarrúnk og á einhvern óskiljanlegan hátt smellur þetta allt saman eins og í laginu Cicatriz E.S.P sem er að mínu mati besta lag plötunnar.

Diskurinn er ekki eftir neinni ákveðnari tónlistarstefnu heldur er hann algerlega eftir þeirra eigin huga. Til að flokka þetta niður í einhverjar stefnur er þetta ein stór blanda af hörðu rokki/pönki, psychadelic gítarsólóum, freestyle jazzi og allskyns sýrutrippum sem tengja mörg lögin saman. Þessi diskur er allra tíma uppáhaldið mitt og ég get hlustað á hann endalaust. mæli eindregið með því að fólk gefi sér klukkutíma og 45 sekúndur til að hlusta á þennan disk frá upphafi til enda. Og ef þú ætlar að gera það er gott að taka það fram að maður fattar oftast ekki tónlist Mars Volta í fyrstu tilraun.

Xxx Rotweiler hundar - XXX Rotweiler hundarÞarf að segja meira en ‘mamma þín, mamma þín… BEYGLA’ eða bara ‘ÞÉR ER EKKI BOÐIÐ!’. Þú ert ekki

maður með mönnum nema þú þekkir a.m.k. eina rímu af þessum disk. Hann kom út árið 2000 og sló vægast sagt í geng, ég held að það sé ekki til unglingur á Íslandi sem var ekki spillt með þessum disk, ég lærði alla vegana öll lögin utan af… og þar af leiðandi helling af nýjum blótsyrðum.

en á heildina litið er þetta frábær plata eins og hún leggur sig.

Ef þú telur þig vera rokkara og hefur ekki hlustað á þessa plötu ertu ekki rokkari. En ef þú ert lítið fyrir harða tónlist myndi ég samt láta mig hafa það og reyna að hlusta á eitthvað af þessu og hver veit, kannski þú umturnist, kannski ekki- þú getur alla vegana sagst hafa reynt.

Hljóðlega af stað - HjálmarÞað gleður alltaf mitt litla Keflavíkurhjarta (Þó það séu bara tveir Reyknesingar í hljómsveitinni) að heyra

talað um Hjálma svo það er eflaust klisja að setja þá á svona lista, en EF það er einhver þarna úti sem hefur aldrei hlustað á Hjálma eða bara heyrt útvarpssmellina af nýjustu plötunni þeirra (IV) sem hafa tröllriðið íslensku útvarpi, þá mæli ég eindregið með því að sá hinn sami taki sig til í andlitinu og kynni sér ‘Hjálmana okkar’ aðeins betur.

Hljóðlega af stað kom út árið 2004 og öllum til mikillar undrunar flaug þessi diskur á topp íslensku sölulistanna og var valin rokkplata ársins 2004 á Íslensku tónlistaverðlaununum (skemmtilegur titill fyrir reggae hljómsveit).

Að mínu mati eru öll lögin á þessari plötu frábær en í fljótu bragði má nefna lög sem margir ættu að kannast við eins og Varúð, Kindin Einar og Borgin, sem er yfirleitt uppklappslagði þeirra á tónleikum = með betri lögum Hjálma.

Ef þér finnst gaman að hlusta á tónlist áttu að vera búinn að heyra þessa plötu, ef ekki ættirðu að gera það og ef þér finnst tónlist leiðinleg þá gæti þessi plata jafnvel breytt þeirri skoðun.

Ásgeir Elvar Garðarsson

Page 36: Vizkustykki - Vorönn 2010

36 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

GÖTUTÍSKAN Í fSGunnar Sigfússon er sautján ára Sandgerðingur og telst til eins af tískukónga FS. Uppáhalds fatabúð Gunnars er Smash og hann tekur Pharrell Williams til fyrirmyndar í klæðaburði. Vizkustykki fékk að gægjast í fataskápinn hans Gunnars.

Nafn: Gunnar Borgþór Sigfússon

Fæðingardagur: 7. júlí 1992

Hjúskaparstaða: Á föstu

Uppáhalds flík: Hvíti Levi‘s bolurinn

Verslar þú frekar í útlöndum en á íslandi? Nei, en ég versla mikið í USA þegar ég fer þangað.

Hvar verslaru oftast? Smash, Noland og Brim.

Dýrasta flíkin sem þú átt? Carhartt jakkinn.

Kaupirðu mikið af merkjavörum? Já, frekar.

Ætlarðu að vinna við tísku í framtíðinni? Ég stórefa það.

Hver veitir þér innblástur í klæðnaði? Pharrell Williams.

Uppáhalds fatabúð? Smash.

Verðurðu oft vitni að tískuslysum? Mjög oft.

Skipta fötin máli við val á maka? Nei, bara að hún sé snyrtilega klædd.

Hver er heitasti kennarinn í FS? Marta Goða.

Bolur: Levi‘sGolla: 17 Buxur: Levi‘sHálsmen: Götumarkaði í FlórídaDerhúfa: LidsSkór: Ameríku

Bolur: SmashPeysa: BrimGallabuxur: Levi‘sSkór: DeresHúfa: Lids

Bolur: Levi‘sGolla: UrbanStuttbuxur: MohawksSkór: DeresHúfa: Bri

Page 37: Vizkustykki - Vorönn 2010

37 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Bolur: AeropostaleBuxur: Levi‘sSkór: SmashDerhúfa: Urban

Bolur: SmashJakki: SmashBuxur: Levi‘sDerhúfa: DCSkór: Foot Locker

Bolur: SmashPeysa: BrimGallabuxur: Levi‘sSkór: DeresHúfa: Lids

Page 38: Vizkustykki - Vorönn 2010

38 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

FSingar voru sigursælir á framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum og unnu til margra verðlauna. Ásmundur Ernir, Una María, Ólöf Rún, Sunna Sigríður og Una María kepptu fyrir okkar hönd og vann FS stigakeppnina, það er mótið sjálft í heild sinni. Langbest-kvöld voru haldin þrisvar yfir vorönnina og var fullt út fyrir dyrum í öll skiptin. Á meðan fólkið gæddi sér á pítsum var meðal annars horft á þriðja þátt Hnísunnar, hlustað á uppistandarana Berg Ebba og Ara Eldjárn og trúbadorinn Helga Val.

Rapparinn Móri mætti á svæðið og tók nokkur lög.

Þú verður að passa þig á þessum!

Jóhann Alfreð mætti á sal og skemmti nemendum skólans yfir hádegismatnum.

Það er alltaf stuð hjá Leó!

BLANDÍPOKA

Page 39: Vizkustykki - Vorönn 2010

39 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Um 100 FSingar fóru norður á Akureyri á Söngkeppni framhaldsskólanna til að hlusta á Eyrúnu okkar Ösp flytja framlag okkar í keppninni.

Í mars söfnuðu karlmenn á landinu mottu og ákvað NFS að borga 1000 krónum til styrktar átakinu á hvern þann sem mundu mæta með mottu upp á svið í lok mánaðarinns. Sumir þurftu þó hjálp maskara.

Page 40: Vizkustykki - Vorönn 2010

40 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

STúDeNTAR Hver er eftirminnilegasta minningin þín úr FS? Hmm.. ætli það sé ekki þegar ég tók þátt í Hljóðnemanum á busaönninni, glæsilegur dansari þar á ferð. Höhömm.

Hver er uppáhalds kennarinn þinn úr FS? Hmm ætli það séu ekki Þorvaldur og Sara Harðar.

Hvers heldurðu að þú munir sakna mest þegar þú ert farin héðan? Gleðitilfinningunni við að sjá nafn kennaranna minna á veikindatöflunni.

Karitas Heimisdóttir - 20 áraHvernig er svo tilfinningin að vera að útskrifast? Hún er mjög góð. Fínt að vera næstum búin að ljúka þessum áfanga í lífi mínu. Ég get nú alveg viðurkennt það að ég á nú eftir að sakna þess að vera í skólanum.

Ertu eitthvað búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Nei, í rauninni ekki alveg. Ég hef verið að skoða ýmislegt sem er í boði í HÍ en hef því miður ekki komist að endanlegri niðurstöðu hvað ég vil taka mér fyrir hendur. Þó hefur mannfræðin og sálfræðin mikið heillað mig. En ég held að ég byrji á því að vinna smávegis og gera það sem mér finnst skemmtilegast í augnablikinu, sem er að sauma. Hver er eftirminnilegasta minningin þín úr FS? Busunin mín var rosa skemmtileg og gekk ég í gegnum hana fyrir allan peninginn. Mörg böll á vegum NFS standa líka uppúr þar á meðal Hermannaballið haustönn 2007, ef ég man rétt.

Hver er uppáhalds kennarinn þinn úr FS? Það mun vera hin æðislega Sara Harðar og hinn frábæri Þorvaldur. Þau eru best! Hvers heldurðu að þú munir sakna mest þegar þú ert farin héðan? Ég held að það muni vera félagsskapurinn. Það svo mikið af fólki sem maður hefur kynnst í gegnum skólann og ég á eftir að sakna þess að hitta það fólk ekki alltaf á ganginum eða í hádeginu. Oft er talað

Elín Guðmundsdóttir - 19 áraHvernig er svo tilfinningin að vera að útskrifast? Hún er æðisleg. Er mjög fegin að vera loksins að klára þetta, en á sama tíma er ég svolítið kvíðin fyrir framhaldinu!

Ertu eitthvað búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Nei ekki alveg. Mig langar í viðskiptafræði eins og er en ég verð líklega búin að skipta um skoðun á morgun!

Hver er eftirminnilegasta minningin þín úr FS? Úff þessi er erfið. Ætli það séu ekki starfshlaupin. Gula liðið stendur alltaf fyrir sínu.

Hver er uppáhalds kennarinn þinn úr FS? Þeir eru tveir; Haukur Ægis, því hann er svo fyndinn og Þorvaldur, því hann er vægast sagt snillingur

Hvers heldurðu að þú munir sakna mest þegar þú ert farin héðan? Ég held ég eigi eftir að sakna þess hve auðvelt allt er á meðan maður er í FS. Ekkert stress og endalausir sénsar.

Ásta Dagmar Jónsdóttir - 19 áraHvernig er svo tilfinningin að vera að útskrifast? Stórkostleg!

Ertu eitthvað búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Nei ég hef ekki hugmynd.. Ætli ég reyni ekki að vinna bara á meðan ég ákveð betur hvað ég ætla að læra. Langar samt svolítið að fara til Danmerkur í háskóla.

um að alvara lífsins byrji eftir útskrift. Við þá tilhugsun saknar maður ljúfa lífsins í FS miklu meira.

Elías Kristjánsson - 21 ársHvernig er svo tilfinningin að vera að útskrifast? Hún er frábær, búinn að dreyma um þetta í mörg ár :)

Ertu eitthvað búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Býst við því að ég fari bara beint í Háskóla!

Hver er eftirminnilegasta minningin þín úr FS? Vá þessi er rosalega erfið, en það fyrsta sem mér datt í hug var þegar Helgi Ara fór uppá svið á nærbuxunum og fór að éta Cherrios. Held að þetta hafi verið í einhverju starfshlaupinu. Hef sjaldan hlegið jafn mikið.

Hver er uppáhalds kennarinn þinn úr FS? Vona að þetta verði birt eftir próf :) Það er Gummi Grétar, Ragnheiður Ásta og Haukur Ægis.

Hvers heldurðu að þú munir sakna mest þegar þú ert farinn héðan? Maður á eftir að missa af öllu slúðrinu :) Maður fréttir allt í FS. Svo er félagsskapurinn líka algjör snilld.

Sverrir Birgisson - 20 áraHvernig er svo tilfinningin að vera að útskrifast? Tilfinningin að vera að útskrifast er nú bara nokkuð góð. Ég er ekki alveg að trúa þessu af því að mér finnst ég vera ný byrjaður í skólanum. Tíminn líður of hratt.

Page 41: Vizkustykki - Vorönn 2010

41 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Ertu eitthvað búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Já eiginlega, ég ætla í HÍ í annaðhvort byggingar eða véla verkfræði í haust.

Hver er eftirminnilegasta minningin þín úr FS? Eftirminnilegasta minningin er svolítið vond. Ég og nokkrir aðrir gerðum ógeðsdrykk í hádeginu og létum ónefndan skiptinema frá ónefndu landi drekka hann. Við lugum að honum að þetta væri þorramatur, hann var mikið búinn að tala um að honum langaði svo að smakka þorramat. Drykkurinn var algjört ógeð og lyktin hroðaleg. Svipurinn á honum eftir á var epic, gleymi þessu seint.

Hver er uppáhalds kennarinn þinn úr FS? Uppáhaldskennari. Mjög erfitt að gera upp á milli þar sem að margir eru í uppáhaldi hjá mér. En ég ætla að segja Einar Trausti Spænska.

Hvers heldurðu að þú munir sakna mest þegar þú ert farinn héðan? Ég mun sakna þess mest hvað það er þægilegt í alla staði að vera í FS. Núna þarf maður að fara að byrja að læra þegar maður byrjar í háskóla.

Rósant Friðrik Skúlason - 21 áraHvernig er svo tilfinningin að vera að útskrifast? Hún er ótrúlega góð!

Ertu eitthvað búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Ég ætla að taka mér frí fram á næsta ár og fara þá í háskóla hvort sem það er hér á Íslandi og þá í HR eða erlendis til Danmerkur.

Hver er eftirminnilegasta minningin þín úr FS? Erfitt að segja... Ætli það sé ekki þegar við fórum að hrekkja Versló fyrir úrslitin í MORFÍs, það var mögnuð ferð!

Hver er uppáhalds kennarinn þinn úr FS? Klárlega Ragnheiður Ásta.

Hvers heldurðu að þú munir sakna mest þegar þú ert farinn héðan? Ég er voðalega feginn að losna héðan, þannig það er enginn söknuður!

Page 42: Vizkustykki - Vorönn 2010

42 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Þær voru ekki af verri endanum hljómsveitirnar sem stigu á svið á MARS ROKKI NFS sem haldið var í Andrew’s leikhúsinu. Dikta og Hjálmar léku fyrir fullum sal gegn mjög vægu gjaldi, 1000 krónur sem er ekki slæmt miðað við vinsældir þessara banda, heldur í raun hlægilegt. Þakið ætlaði að rifna af húsinu það myndaðist það mikil stemming í lokin og áhorfendur vildu einfaldlega meira!

MARS-ROKK

Page 43: Vizkustykki - Vorönn 2010

43 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

STARfSHLAUP

Page 44: Vizkustykki - Vorönn 2010

44 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Miðvikudaginn 6. janúar lögðu 34 fyrrverandi og núverandi nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja leið sína upp í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar var framundan hin merkilega útskriftarferð sem allir höfðu beðið eftir með óþreyju.

Ferðalagið tókst vel og voru allir frekar sáttir með það að vera loksins komnir í sólina á Tenerife. Hótelið leit vel út þegar við komum þangað en ekki stóð það undir væntingum þegar átti að tékka okkur inn því Spánverjarnir voru varla ensku talandi. Hópurinn hélt ró sinni og allir komust að lokum í herbergi. Fólk fór að sóla sig og versla helstu nauðsynjar. Búð beint á móti sem seldi mjólk og McDonalds í göngufæri.

Fyrstu daga var sólað og kvöldin og næturnar notaðar til að skoða miðbæinn nánar. Einn meðlimur tók fyrsta kvöld með svo miklu trompi að hann endaði á sjúkrahúsi og var haltur það sem eftir var ferðar. Krakkarnir voru sannir Íslendingar að strax á þriðja degi var kallað okkur á fund og sagt okkur að margar kvartanir hefðu borist og við vorum nú á skilorði.

Fljótlega fengu flestir leið á sundlaugabakkanum svo það var ákveðið að fara í hópferð í vatnsrennibrautagarð þar sem flestir fóru og skemmtu sér konunglega. Þetta var ekki eina hópferðin því við fengum tilboð að fara í siglingu á flottu skipi með fríum drykkjum og mat. Við fórum og þegar komið var að bátnum brá okkur heldur betur. Þetta var einhver eftirlíking af skipinu úr Pétri Pan og fríu drykkirnir var öl með matnum. Ekki vildi betur en að sumir fóru í lengri skoðunarferð í bæinn kvöldinu áður og voru ekki í ástandi til að fara í siglingu án þess að æla. Ferðin endaði samt ágætlega eftir að allir fengu sér sundsprett.

Miðvikudaginn 13. janúar fóru 30 ferðalangar sáttir heim í kuldann meðan fjórir dvöldust í 10 daga í viðbót.

úTSKRIfTARfeRÐ

Page 45: Vizkustykki - Vorönn 2010

45 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Útlit augabrúna og augna skiptir mjög miklu máli. Af hverju? Jú, einfaldlega því á þann stað horfum við fyrst þegar við eigum í samskiptum við annað fólk. Ef þú litar á þér augabrúnirnar, mæli ég

með að þú litir þær með þeim lit sem samsvarar þínum háralit. Ljóshærðar stúlkur eiga sem dæmi ekki að vera með svartar augabrúnir. Apótekin selja liti í augabrúnir frá RefectoCil, en þeir eru til í nokkrum litum eins og ljósbrúnum, brúnum og svörtum svo eitthvað sé nefnt. Sjálf vel ég mér þann ljósbrúna og brúna, og blanda þeim saman. Ég hef það fyrir reglu að láta litinn ekki liggja lengi í þar sem ekkert er ófagurra en oflitaðar augabrúnir.

Kanebo Sensai augnbrúnapenninn er hið fullkomna tól til að gera brúnina náttúrulega og virðast þéttari. Þar sem við viljum forðast teiknaðar augabrúnir er mikilvægt að ýta

ekki fast, heldur strjúka lauslega yfir brúnina. Ég mæli eindregið með lit nr. EB01.

Síðast en ekki síst er gott að nota gel í augabrúnirnar. Með gelinu ýkir þú brúnirnar þannig að þær líti út fyrir að vera þykkari. Greiddu þær upp á við, en þó aðeins á ská.

Á mynd eitt má sjá ólitaða augabrún.

Á mynd tvö hefur litur frá RefectoCil verið settur

Á mynd þrjú er búið að nota augabrúnapennann og gelið.

Dagkremið frá Estée Lauder er æðislegt og í algjöru uppáhaldi, strákar geta meira að segja notað það! Það er með sólarvörn (SPF 15), heldur húðinni rakri og með örlitlum lit sem gefur húðinni

náttúrulegan frískleika. Enga stund tekur að skella því á og er það því hentugt fyrir stelpur sem vakna rétt áður en skólinn hefst! Það er algjör óþarfi að vakna kl. 7 og púðra sig í bak og fyrir meðan maður getur borið þetta á sig 5 mínútum fyrir tíma!

Það er vægast sagt leiðinlegt að vakna með eina stóra rauða bólu á nefinu. Ég er nýbúin að kynnast hyljaranum frá Helena Rubinstein, og þvílíkt undur! Þið sem notið gullpennana lifið enn í blekkingu!

Hyljarinn hennar Helenu er dýr en fyrir vikið vinnur hann sína vinnu, og meira en það.

Það ætti að vera skráð í lög að stelpum beri skylda að eiga 2-3 fallega kinnaliti. Yfirleitt set ég brúnan kinnalit með sanseringu á undan og dreifi honum yfir kinnbeinið. Þar á eftir nota ég annað

hvort bleikan eða ferskjulitaðan kinnalit frá MAC og set rétt aðeins á „epli“ kinnarinnar. Ég á mér einn sanseraðan kinnalit í algjöru uppáhaldi, og það er synd að hann sé ekki til á Íslandi. Hann er frá Physicians Formula og er m.a. til í Target, Walmart og CVS. Ef þú ert á leið til BNA eða þekkir einhvern sem er að fara, fáðu að sníkja einum með!

Einnig mæli ég með lituðu varasölvunum frá MAC. Það er mjög gott að eiga svona þar sem þú færð bæði litinn og salvann saman í einu boxi. Svo er hann líka með sólarvörn (SPF15). Ekki skemmir fyrir hve flottir litir eru í boði, en Gentle Coral og Fuchsia Fix eru þeir flottustu!

UPPÁHALDKAReNAR LINDAR

Page 46: Vizkustykki - Vorönn 2010

46 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Sérstakar þakkirAlexandra Jóhanna Bjarnadóttir Andri Steinn Harðarson Andri Þór Ólafsson Anna Guðrún Heimisdóttir Arnar Bergmann Sigurbjörnsson Arnar Páll Brynjarsson Arnór Ingvi Traustason Ásgrímur Rúnarsson Bergur Theódórsson Bjarki Brynjólfsson Diljá Heimisdóttir Eyrún Ösp Ottósdóttir Guðmann Kristþórsson Gunnhildur Gunnarsdóttir Gunnlaug Guðmundsdóttir Hrefna Harðardóttir Ingibjörg Árný Kristmundsdóttir Ingimundur Guðjónsson Íris Einarsdóttir Íris Guðmundsdóttir Jón Gunnar Sæmundsson Júdit Sophusdóttir Karen Lind Tómasdóttir Lára Ingileif Henrysdóttir Lukasz Malesa Magdalena Margrét Jónsdóttir Maríanna Einarsdóttir Marko Valdimar Stefánsson Ósk Jóhannesdóttir Ottó Freyr Gunnarsson Róbert Þór Tóbíasson Sigurður Jónsson Stefán Erlingsson Sunna Kristín Gunnlaugsdóttir Sunneva Fríða Böðvarsdóttir Telma Dís Ólafsdóttir Víkurfréttir Þórarinn Gunnarsson

GeRÐ BLAÐSINS

Page 47: Vizkustykki - Vorönn 2010

47 VIZKUSTYKKI - VORÖNN 2010

Sjóarinn Síkáti í Grindavík 3.-6. júní

Bíladagar á Akureyri 17.-20. júní

Sólseturshátíð í Garði 25.-27. júní

Landsmót hestamanna í Skagafirði 27. júní til 4. júlí

Hróarskelda í Danmörku1.-4. júlí

Rock Werchter í Belgíu 1.-4. júlí

Írskir dagar á Akranesi2.-4. júlí

Eistnaflug á Neskaupstað 8.-10. júlí

Verslunarmannahelgin 29. júlí til 2. ágústÞjóðhátíð í Eyjum Neistaflug á Neskaupstað Ein með öllu á Akureyri Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi Innipúkinn í Reykjavík

Sumarið er tíminn! Veðrið er æði, birta nær allan sólarhringinn og vetrarþunglyndið hverfur. Við getum eytt tímanum úti með vinum, farið í fótbolta, golf eða rennt okkur á hjólabretti og höfum ekki áhyggjur af neinu. Enginn skóli, engin heimavinna, engin próf. Lífið gæti ekki verið betra. Ekkert jafnast á við útilegurnar í okkar frábæra umhverfi. Roadtrip, tónlistin í botni, tjald, varðeldur, grill og gítarinn. Ahh maður fær bara gæsahúð. Við tókum saman þær helstu útihátíðir sem verða í sumar og vonandi sérðu þér tíma í að kíkja á sem flestar. Gleðilegt sumar!

Gay Pride í Reykjavík 5.-8. ágúst

Fiskidagurinn Mikli á Dalvík 6.-8. ágúst

Menningarnótt í Reykjavík 21. ágúst

Danskir Dagar í Stykkishólmi 20.-22. ágúst

Sandgerðisdagar26.-27. ágúst

Leeds Festival í Englandi 27.-29. ágúst

Ljósanótt í Reykjanesbæ 2.-5. september

SUMARIÐ 2010

Page 48: Vizkustykki - Vorönn 2010