16
11. JANÚAR 2013 2. tölublað 3. árgangur VIKUBLAÐ – NORÐURLAND ALTERNATORAR OG STARTARAR Í BÍLA Flestar gerðir á lager. Viðgerðir og bilanagreining Ásco ehf - Glerárgata 34b v/ Hvannavelli · 600 Akureyri · Ísland · Sími: 461 1092 · E-mail: [email protected] BÍLARAFMAGN VARAHLUTIR RAFGEYMAR ALPINE HLJÓMFLUTNINGSTÆKI ÁSCO ÁSCO ÁSCO ECO-TECH 28V, 165A ALTERNATOR Í BÁTA Hleður 80% af fullum afköstum í lausagangi (127A) ® Öryggi kostar peninga Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA ekur nú á og hefur til fullra afnota nýjan Land Rover sem KEA festi nýverið kaup á fyrir á þrettándu milljón króna. Halldór segist sjálfur ekki rétti aðilinn til að tjá sig fyrir hönd KEA um málið en bendir á að bifreiðahlunnindin séu hluti af ráðningarsamningi og vísaði á stjórnarformann til svara þegar Akureyri vikublað grennslaðist fyrir um málið. Stjórnarformaður KEA, Hannes Karlsson, segir að í samræmi við ráðn- ingarsamning við Halldór sé KEA nú að endurnýja fimm ára gamla bifreið sína sem framkvæmdastjóri hafi haft til afnota og hafi greitt skatta af í samræmi við bifreiðahlunnindamat ríkisskatt- stjóra. Spurður um verðmæti jeppans staðfestir Hannes að Landroverinn kosti rúmar 12 milljónir og sé keyptur hjá B&L. Eldri bifreið Halldórs hafi verið tekin upp í. Spurður hvort félag með þó ekki meiri veltu en KEA hafi þótt nauðsyn að kaupa bíl sem er með þeim dýrustu í flotanum svarar Hannes að ekki hafi verið nauðsynlegt að kaupa svo dýran bíl, en félagssvæði KEA sé stórt og víðfemt þannig að gott sé að aka um það á góðum og öruggum bíl. Allar upplýsingar um laun og hlunnindi framkvæmdastjóra komi fram í ársskýrslu félagsins. Stjórnarformaður KEA bætir við að mikil velta hafi ekki einkennt fjár- festingarfélög á Íslandi á undanförnum árum, kaup og sala hafi verið í algjöru lágmarki. „Eignarstaða KEA er sterk og afkoman þokkaleg og á ég ekki von á öðru en svo verði áfram,“ segir Hannes. a NÚ ÞEGAR JÓLIN hafa kvatt sitja þó enn sumir eftir með ummerki þeirra. Séra Örn Friðriksson og kona hans Álfhildur reisa um hver jól þorp inn- andyra sem samanstendur meðal annars af meira en 100 húsum og 180 trjám. Ekkert vit er að taka þetta strax niður, segir séra Örn. Völundur Ál hjólapallar / veggjapallar Akralind 8 Sími: 564 6070 www.kvarnir.is Veðurnet / Öryggisnet Áltöppur / stigar Akralind 8 Sími: 564 6070 www.kvarnir.is Mikið úrval af steypuíhlutum Járnabakkar Vatnsþéttiborðar Sökkuldúkur Undirlegg Plötustólalengjur Bindivír Ofl. Akralind 8 Sími: 564 6070 www.kvarnir.is Mótaplötur á góðu verði! 50 250 300 x - cm Akralind 8 Sími: 564 6070 www.kvarnir.is Ál tröppur / Ál stigar Ál búkkar og ástönd Sérsmíðum stiga og tröppur ef óskað er

Völundur Öryggi kostar peningafotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/01/2tbl_3argangur... · og tognanir en einnig nokkur úlnliðsbrot og ökklabrot. Hildigunnur Svav - ardóttir,

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • 11. janúar 20132. tölublað 3. árgangur v i k u b l a ð – N o r ð u r l a N d

    ALTERNATORAR OG STARTARAR Í BÍLA Flestar gerðir á lager. Viðgerðir og bilanagreining

    Ásco ehf - Glerárgata 34b v/ Hvannavelli · 600 Akureyri · Ísland · Sími: 461 1092 · E-mail: [email protected]

    BÍLARAFMAGNVARAHLUTIRRAFGEYMARALPINE HLJÓMFLUTNINGSTÆKI

    ÁSCOÁSCOÁSCOECO-TECH 28V, 165A ALTERNATOR Í BÁTA Hleður 80% af fullum afköstum í lausagangi (127A)

    ®

    Öryggi kostar peningaHalldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA ekur nú á og hefur til fullra afnota nýjan Land Rover sem KEA festi nýverið kaup á fyrir á þrettándu milljón króna. Halldór segist sjálfur ekki rétti aðilinn til að tjá sig fyrir hönd KEA um málið en bendir á að bifreiðahlunnindin séu hluti af ráðningarsamningi og vísaði á stjórnarformann til svara þegar Akureyri vikublað grennslaðist fyrir um málið.

    Stjórnarformaður KEA, Hannes Karlsson, segir að í samræmi við ráðn-ingarsamning við Halldór sé KEA nú

    að endurnýja fimm ára gamla bifreið sína sem framkvæmdastjóri hafi haft til afnota og hafi greitt skatta af í samræmi við bifreiðahlunnindamat ríkisskatt-stjóra. Spurður um verðmæti jeppans staðfestir Hannes að Landroverinn kosti rúmar 12 milljónir og sé keyptur hjá B&L. Eldri bifreið Halldórs hafi verið tekin upp í.

    Spurður hvort félag með þó ekki meiri veltu en KEA hafi þótt nauðsyn að kaupa bíl sem er með þeim dýrustu í flotanum svarar Hannes að ekki hafi

    verið nauðsynlegt að kaupa svo dýran bíl, en félagssvæði KEA sé stórt og víðfemt þannig að gott sé að aka um það á góðum og öruggum bíl. Allar upplýsingar um laun og hlunnindi framkvæmdastjóra komi fram í ársskýrslu félagsins.

    Stjórnarformaður KEA bætir við að mikil velta hafi ekki einkennt fjár-festingarfélög á Íslandi á undanförnum árum, kaup og sala hafi verið í algjöru lágmarki. „Eignarstaða KEA er sterk og afkoman þokkaleg og á ég ekki von á öðru en svo verði áfram,“ segir Hannes. a

    Nú þegar jóliN hafa kvatt sitja þó enn sumir eftir með ummerki þeirra. Séra Örn Friðriksson og kona hans Álfhildur reisa um hver jól þorp inn-andyra sem samanstendur meðal annars af meira en 100 húsum og 180 trjám. Ekkert vit er að taka þetta strax niður, segir séra Örn. Völundur

    Ál hjólapallar / veggjapallar

    Akralind 8Sími: 564 6070www.kvarnir.is

    Veðurnet / ÖryggisnetÁltöppur / stigar

    Ál hjólapallar / veggjapallar

    Akralind 8Sími: 564 6070www.kvarnir.is

    Mikið úrval af steypuíhlutumJárnabakkar Vatnsþéttiborðar

    SökkuldúkurUndirlegg

    Plötustólalengjur Bindivír Ofl.

    Mikið úrval af steypuíhlutum

    Kranar og mót

    Akralind 8Sími: 564 6070www.kvarnir.is

    Mótaplötur á góðu verði!50 250 300x - cm

    Akralind 8Sími: 564 6070www.kvarnir.is

    Ál tröppur / Ál stigarÁl búkkar og ástönd

    Sérsmíðum stiga og tröppur ef óskað er

  • 2 11. janúar 2013

    Aðeins einn Norðlendingur bauð sig framOddviti VG í Norðvesturkjördæmi, Jón Bjarnason, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu fyrir flokkinn en átta manns buðu sig fram í prófkjöri sem fram fer með póstkosningu sem stendur til 28. jan-úar. Aðeins einn maður búsettur á Norðurlandi bauð sig fram, Trausti Sveinsson frá Bjarnargili í Fljótum.

    FrambjóðeNdur eru

    Finnbogi Rögnvaldsson, Borg-arnesi, 5.-6. sæti.

    Lárus Ástmar Hannesson, Stykk-ishólmi

    Lilja Rafney Magnúsdóttir, Súg-andafirði, 1. sæti

    Matthías Sævar Lýðsson, Húsavík á Ströndum, 3.-4. sæti.

    Ragnar Frank Kristjánsson, Hvanneyri, 3.-6. sæti.

    Reynir Eyvindarson, Akranesi, 3.-6. sæti.

    Trausti Sveinsson, Bjarnargili í Fljótum, 1.-6. sæti.

    Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Kleppjárnsreykjum, 3.-6. sæti.

    Þá vekur athygli að enginn býður sig fram í annað sætið. a

    2-4 hálkuslys á dagBæjarbúar segja að sjaldan hafi verið staðið verr að hálkuvörnum á Akureyri og í vetur. Bæjarstjóri segir veturinn sérlega erfiðan, en allir séu að gera sitt besta

    „Nú er að sjá hvort hitabylgjur vik-unnar nái að vinna á uppsöfnuðum svellavanda bæjarins. Ég hreinlega man ekki eftir að hafa séð annað eins, það kostar að hreinsa ekki um helgar og láta snjóinn troðast niður,“ segir Jón Ingi Cæsarsson, fyrrum for-maður skipulagsnefndar á Akureyri og varaformaður umhverfisnefndar á vefsíðu sinni.

    Hann er í hópi fjölmargra Akur-eyringa sem hafa fordæmt ónógar hálkuvarnir í bænum í vetur. Gagn-rýnin snýr ekki síst að því hve erfitt hefur verið fyrir gangandi vegfar-endur að komast leiðar sinnar. Gang-

    stéttir fyrir framan leikskóla hafa sem dæmi langtímum saman verið svelli lagðar án þess að salti eða sandi hafi verið beitt en umbætur sáust loks í þeim efnum nú í vikunni. Slys hafa verið tíð og kostað bein-brot. Bænum er legið á hálsi fyrir að sinna ekki málaflokknum sem skyldi, e.t.v. vegna þess hve miklir peningar fara í snjómoksturinn sjálfan. Öllum ber saman um að aðstæður hafi verið einstaklega erfiðar í vetur.

    Blaðið spurði Eirík Björn Björg-vinsson, bæjarstjóra, hvort hann væri sjálfur sáttur við hálkuvarnir það sem af er. Hann svaraði ekki

    spurningunni beint en sagði að unnið hafi verið að hálkuvörnum í samræmi við aðstæður og tíðarfar.

    „Þessi vetur hefur verið okkur mjög erfiður og það eru allir að leggja sig fram um að gera þetta sem best og öruggast.“

    Spurður um þörf á úrbótum svarar bæjarstjóri: „Við erum alltaf að leita leiða til að bæta þjónustu við íbúa og fögnum öllum góðum ábendingum. Starfsmenn Fram-kvæmdamiðstöðvar taka við slíkum ábendingum og koma þeim í réttan farveg.“

    Þeir sem selja mannbrodda eða gorma undir sóla hafa þó grætt á ástandinu en æ algengara er að sjá fólk með slíkan útbúnað, m.a. er-lenda ferðamenn. Bent er þó á að þegar vatn fljóti yfir óslétt svell dugi sá búnaður ekki.

    Pétur Halldórsson útvarpsmaður segir í athugasemd á netinu að hann furði sig á því í vetur hve gangstéttir og stígar hafi verið illa hreinsaðir.

    Jón Ingi segir að göngustígurinn sem hann noti mest milli heimilis og vinnu hafi síðast verið mokaður fyrir

    jól, meðfram Hjalteyrargötunni við Vífilfell. „Þetta er algjörlega óboð-legt.” a

    Krefja ríkið um stuðningÁkvörðun um fjárfestingu í iðjuveri á Bakka liggi fyrir í maí 2013

    „Augljóst má vera að miðað við fjárhagsstöðu sveitarfélagsins er óraunhæft að auka útgjöld nema til komi auknar tekjur, sem koma eingöngu með nýrri starfsemi eða auknum sköttum. Við styðjum nýja starfsemi en hugnast ekki auknar álögur á íbúa Norðurþings. Ef ekki kemur til þess að ríkisvaldið styðji við frekari uppbyggingu á Bakka er að okkar mati ljóst að sveitarfé-lagið þarf að segja upp starfsfólki á næstu misserum,“ segir í sér-stakri bókun tveggja bæjarfulltrúa Norðurþings þegar fjárhagsáætl-un sveitarfélagsins var samþykkt skömmu fyrir jól.

    Bæjarfulltrúarnir tveir sem skrifa undir bókunina eru Friðrik Sigurðs-son, Þ-lista og Trausti Aðalsteinsson, V-lista.

    Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2013 er gert ráð fyrir að A-hluti, fyrir utan sjóði í A-hluta, skili tekjuafgangi fyrir fjármagnsliði sem er um 79 m.kr. en niðurstaða sam-stæðu sveitarfélagsins skili afgangi að upphæð 99 m.kr. Að teknu tilliti til fjármagnsliða sé afkoman fyrir A-hluta neikvæð upp á 53 m.kr. og fyrir samstæðu sveitarfélagsins neikvæð upp á 94 m.kr. Veltufé frá rekstri er 150 m.kr. fyrir A hluta og 322 fyrir samstæðu Norðurþings. „Þetta er niðurstaða nefnda og ráða sveitarfé-lagsins sem hafa eftir fremsta megni reynt að hagræða í rekstri sveitar-félagsins án þess að til verulegrar þjónustuskerðingar komi. Þess ber að geta að árið 2013 er fimmta árið í röð sem umtalsverð óvissa er um þróun tekna sveitarfélagsins. Þessi staða gerir það að verkum að gæta verður ýtrasta aðhalds í rekstri,“ seg-ir í fundargerð bæjarstjórnar.

    „Allir sem til þekkja eru með-vitaðir um að það sem skiptir máli fyrir framtíðar rekstur sveitarfé-lagsins og burði þess til að þjónusta

    íbúa þess er öflugt atvinnulíf með tilheyrandi hagvexti. Það er trú meirihluta bæjarstjórnar að sam-staða um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í Þingeyjarsýslum skili árangri á árinu 2013. Fjárfesting í orkufrekum iðnaði mun skila veru-legum tekjum inn í samfélagið og styrkja tekjugrunn þess varanlega

    til langs tíma. Ákvörðun um fjár-festingu í iðjuveri á Bakka liggur fyr-ir í maí 2013. Það er mat meirihluta bæjarstjórnar að við þau tímamót sé nauðsynlegt að taka upp áætl-un þessa þar sem öllum samning-um verður lokið og upplýsingar um framkvæmdir liggja fyrir bæði er varðar kostnað og tíma.“ a

    Snorri stefnir á þingSnorri Óskarsson, brottrekinn kennari í Brekkuskóla og trúar-leiðtogi, hyggst bjóða sig fram til þingstarfa undir merkjum kristinna stjórnmálasamtaka.

    Kristin stjórnmálasamtök hyggj-ast bjóða fram til bæði þings og borgarstjórnar í komandi kosning-um og „bæta þar úr sárri vöntun á kristnum baráttuvettvangi, enda er ásókn veraldlegra hreyfinga mjög áberandi hér á síðustu árum og mörg vígi kristin siðferðis fallin, umfram allt þau sem varða líf ófæddra barna“

    eins og kemur fram á vefsíðunni http://krist.blog.is/blog/krist.

    Um Snorra segir þar:„Snorri Óskarsson, kenndur við

    Betel, hefur einn fárra Íslendinga á síðari tímum orðið fyrir því, sem kallað er Berufsverbot, þ.e. misst starf sitt sem kennari við skóla á Ak-ureyri, vegna viðhorfa sinna, sem á engan hátt komu þó inn á skólastarf-ið. Að sögn kunnugra er mjög líklegt, að hann vinni það mál sitt, sem hann heyr nú gegn skólayfirvöldum þar vegna ólögmætrar uppsagnar.“ a

    FærðiN kostar FórNir, tognanir, beinbrot og jafnvel örkuml. Völundur

    V

    ölun

    dur

    Íbúar NorðurþiNgs virðast treysta á orkufrekan iðnað á Bakka og segir í fundar-gerð bæjarstjórnar að samstaða um orkufrekan iðnað muni brátt skila árangri

    Götur Glærar af svelliSamkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri koma 2-4 slasaðir daglega á slysa- og bráðamóttöku vegna hálkuslysa. Oftast eru áverkar mat og tognanir en einnig nokkur úlnliðsbrot og ökklabrot.  Hildigunnur Svav-ardóttir, framkvæmdastjóri bráða-, fræðslu- og gæðasviðs á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir ljóst að margar götur í íbúahverfum hafi verið glærar af svelli upp á síðkastið og mismikið sandað ef nokkuð sums staðar.

    Vefsíður unnar rafrænt í gegnum netið

    Tilboð á vefstofan.netÞað skiptir ekki máli hvar þið búið á landinu

    þið sendið bara gögn og myndirwww.vefstofan.net - [email protected]

  • ÍSLE

    NSK

    A S

    IA.IS

    SFG

    502

    78 0

    6/10

    - L

    jósm

    yndi

    r: H

    ari

    islenskt.is

    VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐUHjónin Helgi og Hildur reka garðyrkjustöðina Gufuhlíð í Reykholti og

    rækta þar agúrkur. Gufuhlíð er fjölskyldufyrirtæki. Áður höfðu foreldrar

    Helga stundað garðyrkju á staðnum frá árinu 1965. Ræktunin í Gufuhlíð

    er vistvæn, gúrkurnar eru ræktaðar í vikri og er lífrænum vörnum

    beitt á plönturnar. Gróðurhúsin eru hituð upp með hveravatni.

  • 4 11. janúar 2013

    Draupnisgötu 6 // Sími 464 0000 // [email protected]

    Við sjáum um framrúðuskipti á bílum af öllum stærðum og gerðum. www.kraftbilar.is

    Samherji ekki hættur styrkveitingumMargrét Ólafsdóttir, aðstoðar-kona Þorsteins Más Baldvinsson-ar, forstjóra Samherja, segist geta fullvissað bæjarbúa um að Sam-herji sé ekki hættur styrkveitingum til samfélagsmála. Félagið sé hins vegar ekki reiðubúið til að gefa út neitt um málið fyrr en þegar líður á mánuðinn.

    Tilefni fyrirspurnar blaðsins til Margrétar skýrist af því að ólíkt því sem verið hefur undanfarið veitti fyrirtækið enga styrki til samfélags-

    mála milli jóla og nýárs. Styrkirnir hafa hlaupið á hundruðum milljóna þegar allt er lagt saman síðustu ár. Hafa styrkirnir ekki síst verið notað-ir til niðurgreiðslu á íþróttaþátttöku ungmenna en sú umræða hefur m.a. skapast í netheimum undanfarið hvort skýra megi dráttinn og óviss-una nú með því að fyrirtækið sætir lögreglurannsókn.

    Afkoma Samherja hefur hins vegar verið mjög góð á árinu og gríðarhagnaður af starfsemi. a

    Fulltrúi vill senda meirihlutann á endurmenntunarnámskeiðViðbygging Árskóla þýðir að að skuldir sveitarfélagsins Skagafjarðar fara upp fyrir 150% af árlegum tekjum, þungur rekstur verður enn erfiðari, að sögn sveitarstjórnarfulltrúa

    Sigurjón Þórðarson sveitarstjórn-arfulltrúi í Skagafirði og fyrrum þingmaður hefur sent Innanríkis-ráðuneytinu bréf þar sem hann mót-mælir staðhæfingum meirihlutans í Skagafirði harkalega. Deilan hverf-ist um að ekki er enn búið að setja saman fjármögnunarsamning vegna viðbygginar við Árskóla á Sauðár-króki en ákvörðum um hana var tekin 7. mars 2012. Telur Sigurjón að meirihluti framsóknarmanna og VG hafi haft í frammi bæði „misvísandi og villandi upplýsingagjöf“.

    Í bréfinu sem sent er sem viðbrögð

    vegna umsagnar Sveitarfélagsins Skagaf jarðar vegna kæru Sig-urjóns sem vill aðgang að gögn-um sem hann segist ekki hafa fengið vegna málsins segir

    m.a. að forkastanlegt sé að halda því fram að hann sem sveitarstjórnarfull-trúi sé ekki aðili máls. „Það viðhorf hlýtur að kalla á snör viðbrögð inn-anríkisráðuneytisins og að það verði

    séð til þess að þeir sem bera ábyrgð á svari Sveitarfélagsins Skagafjarð-ar fái endurmenntun í sveitarstjórn-arlögunum. Endurmenntun væri jákvæð nálgun innanríkisráðuneyt-isins, sem hefur lagt áherslu á eflingu gagnsærrar stjórnsýslu og það að setja góð og gild lýðræðisleg vinnu-brögð á oddinn,“segir í bréfinu.

    Meirihluti Vg og Framsóknar í sveitarstjórn Skagafjarðar hefur frá upphafi formlegrar ákvörðunar um viðbyggingu við Árskóla þann 7. mars 2012, haft í frammi bæði misvísandi og villandi upplýsingagjöf, en ákvörðun

    um framkvæmdirnar var tekin með neðangreindum fyrirvara: “Tillaga þessi er samþykkt með fyrirvara um fjármögnun. Fyrir liggur að Kaupfé-lag Skagfirðinga hefur boðist til að lána fjármagn til verksins, án vaxta og afborgana á meðan á byggingar-tíma stendur. Nánari útfærsla láns-fjármögnunar og úttekt á mögulegum fjármögnunarkostum til lengri tíma verður falin sveitarstjóra og byggingarnefnd Árskóla.”

    Framkvæmdirnar leiða til þess að sögn Sigurjóns að skuldir sveitar-félagsins muni fara upp fyrir 150%

    af árlegum tekjum og gera þungan rekstur erfiðari.

    „Það sem eftir stendur að fá fram í dagsljósið eru drög að þeim fjár-mögnunarsamningi, sem Sveitarfé-lagið Skagafjörður gerði við KS, og formaður byggðaráðs, Stefán Vagn Stefánsson, upplýsti í viðtali við DV þann 31. ágúst sl. að væru tilbúin. Óskað er eftir liðsinni ráðuneytis-ins við að fá aðgang að umræddum gögnum, en þegar drögin liggja fyrir, þá tel ég að málið liggi ljóst fyrir og ekki þörf á frekari atbeina Innanrík-isráðuneytisins,“ skrifar Sigurjón. a

    sigurjóN þórðarsoN

    Aldraðir fluttir til vegna vatnslekaStórtjón varð vegna vatnsleka í nýju hjúkrunarheimili, Lögmannshlíð á Akureyri, í gærmorgun. Vatnslögn að brunaslöngu fór í sundur með þeim afleiðingum að vatn flæddi um eina af fimm álmum hjúkrunarheimilisins. Slökkvilið Akureyrar var kallað út og fékk aukamannskap til að loka fyrir inntak hússins og hreinsa upp

    vatnið. Öll gólf voru dúklögð. Íbúar voru sofandi þegar lekinn

    varð og var þeim bent á að halda kyrru fyrir í rúmum sínum á meðan mesta vatnið var hreinsað upp. Svo voru íbúarnir fluttir í annan hluta húsnæðisins. Þá var kallað eftir að-toð verktaka til að koma húsnæðinu í stand. a

    Fagra FjallasýNiN okkar hefur víða vikið fyrir ýtusköflum af stærstu gerð. Sumir þeirra endast jafnvel langt fram á vor. Völundur

  • 6 11. janúar 2013

    – Leiðari –

    Kommúnisti í Mývatnssveit

    Netið er eins og Bandaríkin. Þar má finna bæði allt það besta og allt það versta í veröldinni. En sé leitað á réttum stöðum er vandfundin betri upplýs-ingaveita og ódýrari en netheimar.

    Þeir sem ljúka námsgráðum með aðstoð Internets-ins eru þakklátir tæknibyltingunni. Fjarnám er oft sniðið sérstaklega að þörfum hvers og eins og veitir þannig mörgum Íslendingnum færi á innihaldsríkara lífi og nýjum tækifærum, burtséð frá búsetu, svo fremi sem netsamband og tölva sé fyrir hendi. En þótt Netið bæti líf okkar margra er Netið einnig vettvangur fyrir ranghugmyndir, ofbeldi og sora.

    Í gamla daga í Mývatnssveitinni var skipulag með hefðbundnum og gamaldags hætti. Mamma sá um heim-ilið þangað til við börnin urðum fullorðin en pabbi vann úti, við ýmis störf. Þetta var fyrir daga neyslubyltingar-innar, áður en Íslendingar fóru að kaupa tilbúin matvæli í búðum. Heimilin voru framleiðsluverksmiðjur og varla gafst tími hjá húsmæðrum fyrir annað en bráðaverk sérhvers sólarhrings en örsjaldan gáfust þó „stolnar stundir“ yfir kaffibolla. Þær voru oft nýttar til smáheim-sókna í næstu hús. Ég man eftir samræðum mömmu og nágrannakvenna, ýmist heima eða á nálægum bæjum, þar sem mál voru rædd og krufin yfir kaffibolla og hálfum sykurmola. Oftast var samræðan þannig að fimm ára drengur mátti hlusta á, en þegar alvörumál voru til umfjöllunar var ég gjarnan beðinn að fara upp á háaloft að leika eða gefa hundinum bein úti á plani.

    Fyrir kom að ég þóttist fara en fór ekki. Leyndist þá í grennd við eldhúsgættir og hleraði það sem ég mátti ekki heyra. Einu sinni heyrði ég að nú væru ekki bara tveir heldur þrír kommúnistar búsettir í Mývatnssveit. Lá andvaka næstu nótt. Vissi ekkert hvað kommúnisti var en ályktaði að þeir myndu sveitinni brátt eyða. Þær höfðu verið svo alvarlegar í málrómnum, mamma og vinkona hennar.

    Nú fara fáir foreldrar í næsta hús til að spjalla, við förum bara á Netið. En allir ættu að minnast þess að ungar sálir fara líka á Netið, jafnvel oftar en foreldrana grunar. Þar geta börn orðið fyrir áreiti og áföllum nema leiðsögn sé í boði um frumskóginn. Drekka má kaffi og leiðsegja á sama tíma.

    Eftirlitslaus netnotkun barna er ekki jákvætt nú-tímafrelsi. Lífið er margskonar en það gæti verið ágætis markmið að halda fegurð þess fremur en ljótleika að börnunum þangað til þau hafa þroska til að kljást við erfiðustu þversagnir þess.

    Löngu fyrir tíma Internetsins var nógu erfitt að ótt-ast kommúnistana forðum, einn að nóttu, þótt atvikið sé brandari í dag.

    Björn Þorláksson

    ritstjóri

    akureyri vikublað 2. tölublað, 3. árgaNgur 2012Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi @ fotspor.is.framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as @ fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar @ fotspor.is. Ritstjóri: Björn Þorláksson. Myndir: Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. netfang: bjorn @ akureyrivikublad.is, Sími: 862 0856.Umbrot: Völundur Jónsson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 13.500 eintök. dreifing:

    13.500 eintök ókeypis – Um allt norðUrland

    Viltu segja skoðun þína?Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu-póst á [email protected] eða hringið í síma 862 0856.

    loF og last vikuNNar

    loF fær gleraugnabúðin í Kaupvangi á akureyri fyrir framúrskarandi þjónustu, segir kona sem sendi blaðinu bréf. Hún fór í gleraugnabúðina með barnabarn sitt eftir að umgjörð á gleraugum hafði brotnað. Barnabarnið fékk nýja umgjörð sem honum var bætt. „Ég man ekki eftir að hafa fengið svona góða þjónustu lengi. Ég mæli 100% með þessari búð og mun ekki versla annars staðar,“ segir konan...

    loF fá þeir sem keyptu flugeldana hjá björgunarsveitunum um áramót og á þrettándanum, segir karl.

    last fá þeir sem skutu upp flugeldum og sprengdu tertur með miklum hávaða langt fram á kvöld á þrettándanum, segir kona sem býr við Oddeyrargötu á akureyri. Hún er í hópi þeirra sem lenti í að ung börn vöknuðu ítrekað við lætin og urðu skelfd. Hóf er best á öllu og skoða þarf tímasetningar, segir konan...

    last fá þeir hundaeigendur sem ekki sjá um að þrífa upp skítinn eftir þá á almannafæri, segja karlar sem stukku á starfsmann akureyrar vikublaðs í sundi nýverið og var mikið niðri fyrir. Segja þeir að ástandið á göngustígum norðan Glerár sé „gjörsamlega óþolandi“ eftir leysingarnar undanfarið. Margt gamalt og miður skemmtilegt hafi þá komið upp og annað nýtt

    bæst við. Brýna verði eigendur gæludýra til að sjá þannig um þau að ekki bitni á lífsgæðum almennra borgara...

    last fá þeir sem áttu að sjá um kynningu á þrettándabrennu Þórs, segir maður sem varð af gleðinni. Hann segist sem dæmi hafa farið inn á vefsíðuna Visit akureyri en ekkert séð um brennuna. Hélt hann að hún færi fram um kvöldið en missti svo af. akureyri vikublað fékk enga tilkynningu um brennuna og virðist því sem taka megi undir raddir um að betur hefði mátt auglýsa þennan góða viðburð...

    loF fær Kastljós fyrir vandaða umfjöllun um barnaníðing í vikunni. er óhætt að segja að þörf séu á auknu átaki meðal þjóðarnnar til að vernda líf barna...

    lÍFrÍkið Eyþór IngI jónsson

    gráþrösturiNN er eiNN þeirra fugla sem heimsækir garða á Akureyri á veturna. Hann er árviss flækingur hér, þ.e. er ekki fastur varpfugl á Íslandi. Hann er fallegur og mjög ákveðinn. Honum þykir afar gott að fá ávexti, sérstaklega perur og epli. Þessi var daglegur gestur í garði í Munkaþverárstræti í 5 mánuði í fyrra.

    aðseNd greiN Sindri Geir ÓSkArSSOn

    Það vitum við öllTímabil olíu og annarra jarðefnaelds-neyta er að renna sitt skeið. Um óend-urnýjanlega orkulind er að ræða svo að á einhverjum tímapunkti kemur sú staða upp að öll olía jarðarinnar klár-ast. Þetta vitum við öll, þetta eru langt því frá að vera ný sannindi. Við vitum hvað þarf að gera til að tak-ast á við þennan vanda: halda áfram þróun nýrra orkugjafa og nýrra farartækja með sjálf-bærni að leiðarljósi.

    Við vitum líka hvaða áhrif brennsla olíu og notk-un jarðefnaeldsneyta hafa á umhverfi okkar. Íshellan á Norðurpólnum hefur aldrei verið minni en sumarið 2012 og er nú 3 milljón ferkílómetrum minni en eðlilegt þykir. Til að setja þá tölu í samhengi er það minnkun á við 30 Íslönd. Aukin tíðni mannskæðra storma og 40 þúsund hitamet í Banda-ríkjunum árið 2012 eru allt hluti af þessari þróun, en það vitum við öll. Við vitum líka að árið 2010 láku 780 milljón lítrar af olíu í Mexíkóflóa og að lífríkið þar mun seint ná bata. Þetta eru engin ný sannindi.

    Erum við gerendur?Þegar ég hlaut fræðslu um einelti í grunn-skóla var hlutlausi áhorfandinn settur til jafns við gerandann, hann veit og skilur hvað er í gangi en aðhefst ekkert. Hugs-anlegur verndari, sá sem veit að eineltið er rangt en gerir ekkert, var líka settur til

    jafns við gerandann, aðgerðar-leysi er það sama og samþykki.

    Þegar ég fylgist með um-ræðunni um olíuleit Íslendinga velti ég fyrir mér stöðu okkar gagnvart jörðinni. Við vitum að olíuvinnsla á Drekasvæðinu mun leiða til aukinnar meng-unar í heiminum, við vitum að vistkerfi heimsins mega

    ekki við því, við gerum samt ekki neitt. Þessi skipting í gerendur, stuðningsað-ila, hlutlausa áhorfendur, hugsanlega verndara og verndara, þegar rætt er um einelti, á líka við hér. Allir sem sjá vandann en þegja eru gerendur gagnvart jörðinni. Allir sem vita að aukin vinnsla og brennsla olíu mun valda óbætanleg-um skaða á jörðinni og lífsskilyrðum okkar, en vilja samt að Ísland gerist olíu-þjóð, eru gerendur gagnvart lífríki dýra, umhverfi og auðlindum jarðar

    Hræsni okkar.Við erum meðal fremstu þjóða heims í nýtingu vatns- og jarðvarmaorku og stærum okkur af því á alþjóðavett-vangi hve umhverfisvæn orkufram-leiðsla okkar er. Nú stendur til að taka u-beygju frá því og hella okkur í einn óumhverfisvænasta orkuiðnað jarðar. Kasta burtu náttúruperlu- og hrein-leikastimplinum varanlega. Gróðinn, ef hægt er að kalla hann svo, er sá að við sjáum norskan olíusjóð í hillingum. Ísland er samt sem áður ein ríkasta og best setta þjóð heims, það er staðreynd. Okkur langar bara í meira, sama hvað það kostar. Jörðin er ekki einnota en við komum fram við hana líkt og svo sé. Því skora ég á þig, kæri lesandi, sem veist hver vandinn er, og veist hvað þarf að gera til að hægja á honum, að hugsa þig vel um. Vilt þú samt sem áður að Ísland bori eftir olíu? Skiptir hagvöxtur meira máli en framtíðarvelferð alls heimsins? Er réttur þinn til að ganga á auðlindir jarðar svo komandi kynslóðir standi uppi snauðar óskorðaður?

    Höfundur er háskólanemi

    sindri Geir óskarsson

  • www.gilbert.is

    Úrsmíðameistari okkar missir aldrei einbeitingunaVegna annálaðrar einbeitingar, nákvæmni og 45 ára reynslu, tryggir úrsmíðameistarinn gæði íslensku úranna.

    Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari og alþekktur fagmaður grandskoðar hvert einstakt úr áður en það yfirgefur verkstæði okkar.

    JS úrin eru íslensk hönnun og framleiðsla, sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts, þar sem viðskiptavinir geta komið og hitt úrsmiðina sem setja saman úrin þeirra.

    Úrvalið af JS úrum hefur aldrei verið meira og ættu flestir að geta fundið íslenskt úr við sitt hæfi en úrvalið má skoða á vefsíðu www.gilbert.is eða www.jswatch.com.

  • 8 11. janúar 2013

    Traustur Sparisjóður í eigu heimamanna síðan 1879

    ábyrg bankastarfsemi síðan 1879

    Sparisjóður Höfðhverfinga | Sími 460 9400 | [email protected] | www.spsh.is

    Heitt á könnunni Hjá sparisjóðnum!Nú er eitt ár liðið frá því að Sparisjóðurinn Glerárgötu 36 var opnaður.

    Við þökkum þær góðu og jákvæðu viðtökur sem við höfum fengið.

    Að því tilefni bjóðum við í kaffi og með því föstudaginn 11. janúar.

    Komdu og kynntu þér hvað við getum gert fyrir þig!

    Kveðja, starfsfólk Sparisjóðsins á Akureyri.

    Opið virka daga kl. 9-16

    Vínartónleikar í HofiÞann 6. janúar 2013 efndi Kvenna-kórinn Embla til tónleika í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Kórinn naut atfylgis hljómsveitar, sem í efnisskrá tónleikanna er kölluð Salonghljómsveit Akureyrar. Slíkar

    hljómsveitir má finna víða. Þær geta haft á að skipa allt frá þremur hljóð-færaleikurum upp í tíu og hljóðfæra-skipanin getur verið með ýmsum hætti. Salonghljómsveitir leika til dæmis fyrir gesti í mat- eða danssölum, á skemmtistöðum eða skemmtiferða-skipum, svo nokkuð sé nefnt. Þær voru tíðar við hirðir fyrri alda og einnig í tónlistarborginni Vín, ekki síst á blómatíma hinna sívinsælu vínarvalsa.

    Salonghljómsveit Akureyrar var skipuð níu hljóðfæraleikurum að þessu sinni, sem vonandi verð-ur ekki það síðasta, sem hún læt-ur frá sér heyra. Ármann Helgason lék á klarinett, Ásdís Arnardóttir á selló, Gunnlaugur T. Stefánsson á

    kontrabassa, Helga Kvam og Ingvi Rafn Ingvason á slagverk, Lára Sóley Jóhannsdóttir á fiðlu, Petrea Óskarsdóttir á þverflautu, Thomas R. Higgerson á píanó og Vilhjálm-ur I. Sigurðarson á trompet. Leik-ur sveitarinnar var almennt góður og vel þéttur. Fyrir kom nokkuð tíðum, einkum fyrir hlé, að hljóð-færaleikurinn varð of hávær. Helst var það trompetinn, sem yfirgnæfði og á stundum svo, að aðrir flytjendur nutu sín engan veginn. Þetta lag-aðist mikið í seinni hluta og var þá langoftast að fullu skaplegt. Nokkr-ir smágallar komu fram í leik, svo sem hjá blásurum, en einnig hjá strengjum. Þetta var smávægilegt og heildarframmistaðan slík, að fullt tilefni ætti að vera til frekari tilrauna og áframhaldandi starfs á þessu sviði.

    Hljómsveitin flutti nokkur verk-anna á efnisskránni ein. Best fóru henni úr hendi tvö verk eftir Johann Strauss, yngri: „Perpetuum mobile“, þar sem blæbrigði voru vel útfærð, en smágalla brá fyrir hjá blásurum, og „Csárdás“, en í því verki var leikur hljómsveitarinnar vel þéttur og með góðum blæbrigðum og þeim við hæfi.

    Auk salonghljómsveitarinnar

    naut Kvennakórinn samvinnu við einsöngvarana Öldu Ingibergsdóttur, sópran, og Hauks Steinbergssonar, tenórs. Bæði stóðu sig vel, en liðu of oft fyrir það, sem þegar hef-ur verið getið: Of háværan hljóð-færaleik. Alda átti í nokkurri glímu við hljómsveitina í „Ættjarðarlagi“ eftir Emmerich Kálmán, og hið sama átti við bæði hana og Hauk í dúett í „Ástarsöng“ eftir sama höfund, en bæði lögin eru með texta eftir Þor-stein Gylfason. Þetta var fyrir hlé, en í síðari hluta fluttu þau enn eitt laga Emmerichs Kálmáns við texta Þorsteins Gylfasonar: „Svölusöng“ og náðu þá talsvert vel að njóta sín.

    Kvennakórinn Embla er skipaður

    sextán konum. Hann hefur iðulega glatt eyru tónlistarunnenda á Akur-eyri. Því olli það nokkurri furðu, hve óstyrkur hann virtist í fyrri hluta tónleikanna. Í ljós kom eftir hlé, að kórinn hafði liðið fyrir það sama og einsöngvararnir: Of mikinn þrótt hljómsveitarinnar. Þetta kom í ljós þegar í fyrsta verkinu í seinni hluta; valsasyrpunni „Sögur úr Vínarskógi“ eftir Johann Strauss, yngri. Eftir þennan flutning efldist kórinn allt til loka, er hann flutti aðra valsasyrpu eftir sama höfund: „Dóná svo blá“, og var þá orðinn þéttur og þróttmikill, eins og honum er eðlilegt að vera. Þetta fundu áheyrendur og báðu með áköfu lófataki um meira og fengu

    það. Hljómsveitin lék Radzinsky-marsinn af fjöri og allir klöppuðu að boði og bendingum stjórnandans.

    Hann var Roar Kvam, stjórnandi Kvennakórsins Emblu. En Roar gerði meira en að stjórna kór, hljóm-sveit og einsöngvurum. Hann útsetti líka alla efnisskrána fyrir kórinn og hljómsveitina. Svo er gjarnan með stjórnendur salonghljómsveita. Út-setningar fyrir þá hljóðfæraskipan og flytjendur aðra, sem að koma, eru tíðast ekki auðfundnar, svo að stjórnandinn verður að vinna verkið sjálfur. Roar hefur iðulega sannað hæfni sína í þessu efni og gerði það líka hér – og vonandi ekki í síðasta skiptið. a

    Svífðu meðÍ nútímasamfélagi er ekki sjálfgefið að sækja samveru sem fyllir mann notalegri tilfinningu og gleði og leiði það af sér að maður skemmti sér alls hugar.

    Laugardaginn 5. janúar s.l. blés Karlakórinn Heimir til árvissr-ar þrettándagleði í Miðgarði í Varmahlíð. Skemmtun þessi hefur um árabil verið hluti af starfsemi kórsins og sögur af henni borist víða um völl. Að þessu sinni sótti undir-ritaður gleði þessa í annað sinn og var ekki laust við að eftirvæntingar gætti í huga hans.

    Þó komið væri að Miðgarði í fyrra fallinu streymdi þá þegar að, úr öll-um áttum, prúðbúið fólk í hátíðar-skapi. Ljóst varð að hér yrði margt um manninn og dróg ekki úr stemn-ingunni. Nú voru mörg andlit orðin kunnugleg, gott var að hitta mann og annan, móttaka og endurgefa góðar óskir um gleðilegt ár og þakka fyrir það liðna.

    Húsið fylltist og þegar klukkan sló upphaf var búið að bæta við stól-um þar sem hægt var. Ljóst var að einhverjir urðu að standa. Formaður kórsins, Gísli Frostason, bauð gesti velkomna, þakkaði þeim komuna og óskaði góðrar skemmtunar. Kórinn gekk í salinn, ásamt undirleikara, og viðtökur létu ekki á sér standa. Heldur bættist í lófatakið þegar stjórnandinn gekk á svið. Stefán R. Gíslason var nú aftur kominn við stjörnvölinn eftir nokkurt hlé. Það var eins og salurinn fagnaði því innilega.

    Í orðum kynna kvöldsins gætti nokkurrar gamansemi, sem kórinn er orðlagður fyrir, og sló tóninn fyrir kvöldið. Kórinn söng af ákveðni, fór vel með þann kraft sem hann býr yfir, sem og mýkt, og fylgdi stjórnanda sínum vel. Sá var greinilega í essinu sínu þetta kvöld. Óskar Pétursson söng einsöng í tveimur lögum fyrir hlé á sinn einstaka hátt. Þá söng Ari Jóhann Sigurðsson einnig einsöng og gerði það vel.

    Eftir fyrri hluta söngs kórmanna steig Einar K. Guðfinnsson á stokk sem ræðumaður kvöldsins. Í máli hans kom fram að hann á ættir að rekja að Skörðugili, var þar í sveit um árabil sem og við störf í verslun Bjarna Har. Hann rifjaði upp eitt og annað í orðum sínum og notaði reynslu sína og upplifun til að gæða mál sitt lífi og gáska. Fórst honum það vel úr hendi. Var salurinn vel með á nótunum, ríkti vaxandi glað-værð undir orðum hans sem og í hléi þar á eftir.

    Að því loknu var aðeins losað um formlegheit, stjórnandinn sett-ist sjálfur við flygilinn og nokkr-ir kórmenn settust við trommur, hristur, gítar og bassa. Þá bættust og við tveir lúðrablásarar. Síðast en ekki síst kom á sviðið Guðrún Gunnarsdóttir, með sína ljúfu rödd, þekkilegu framkomu og bros. Sveifla var í lagavalinu sem þau Guðrún, og Óskar Pétursson, nýttu til hins ítrasta þegar þau lögðu kórnum lið með röddum sínum. Óskar lá ekki á liði sínu frekar en fyrri daginn. Þegar kom að síðasta lagi fyrir aukalög hafði sveiflan náð tökum á gestum í sal.

    Eftir nokkur aukalög og af-hendingu rósa, tók salurinn undir með kórnum í laginu Nú árið er liðið. Hátíðleiki lags og texta bland-aðist glaðværð kvöldsins, var vel valinn endapunktur á afar ánægju-legri skemmtun þar sem kór, með um fimm hundruð raddir, söng fram þá sameiginlegu ósk að eignast enn eitt gleðilegt ár, góðar og blessaðar tíðir.

    Yfirheiti þessarar gleði var Svífðu með og er óhætt að segja að hún hafi náð til hjartans. Er varla hægt að fara fram á meira. Karlakórnum Heimi er með þessum fátæku orð-um þakkað fyrir þennan gleðiauka í upphafi árs sem án efa á eftir að svífa með viðstöddum langt inn í nýja árið.

    Ágúst Ólason

    Haukur ÁgústssonSkrifar tónleikagagnrýni

  • FURUVELLIR 5 · AKUREYRI · SÍMI 461 5000GARÐARSBRAUT 9 · HÚSAVÍK · SÍMI 464 1515

  • 10 11. janúar 2013

    aðseNd greiN inGvi rAfn inGvASOn

    Bíð enn eftir tannlæknagóð-gerðaruppákomuTónlistarfólk íslenskt er magnað. Við eigum hæfileikafólk og hljómsveit-ir á hverju strái eins og; Of Mon-sters and Men, Sóleyju, Ólaf Arnalds, Sigurrós, Mezzoforte, Jakob Magn-ússon, Magnús Eiríksson, Atla Örvarsson, Björk og Kristin Sigmundsson. Sí-fellt bætast fleiri í hóp-inn og er það óumdeilt að tónlist og tónlistarkennsla varðveitir og bætir við okk-ar menningararf.

    Því miður er það stundum þannig að þeir sem standa að tónleikum og bera ábyrgðina fá síðast borgað eða aldrei eins og á góðgerðartónleikum ýmisskonar. Ég er ennþá að bíða eftir því að það verði t.d. tannlæknagóð-gerðaruppákoma þar sem kannski nokkrir heppnir fá ókeypis tann-viðgerð eða aðrir sem þurfa ekki að borga þegar bíllinn bilar næst.

    Samkvæmt rannsókn Ágústs Einarssonar, prófessors, kemur fram

    að fyrirtæki í tónlistargeiranum velta um 6, 5 milljörðum króna á ári. Í bók Ágústs, Hagræn áhrif tón-

    listar, kemur einnig fram að um 5 þúsund manns starfi við menningarmál og fram-lag menningar til lands-framleiðslu sé 4%. Það er meira en veitustarfssemi í landinu og þrefalt meira en landbúnaður annarsvegar og ál- og kísiljárnfram-leiðsla hinsvegar.

    Ég vil að ríkið endurgreiði er-lendu tónlistarfólki hluta upptöku-kostnaðar sem fellur til á Íslandi. Það er nú gert fyrir kvikmyndaiðnað í landinu og er það vel. Mín trú er sú að það eigi bara eftir að aukast að erlendir tónlistarmenn komi oftar til að taka upp hér á landi.

    Höfundur er tónlistarmaður, Akureyri, sækist eftir 2.-4. sæti

    á lista Sjálfstæðisflokks á Norðausturlandi.

    Íris í FlóruNú eru síðustu forvöð að sjá sýningu Írisar Ólafar Sigurjónsdóttur í Flóru en sýning hennar nefnist „Drósir og draumar”. Hún sýnir textílverk og skart úr hráefni úr ýmsum áttum sem lifað hefur tímana tvenna og þrenna. Gamlir efnisbútar, perlur og prjál eru efniviður nýrra drauma og drósir koma við sögu.

    Íris Ólöf Sigurjónsdóttir er textíl-hönnuður og textílforvörður að mennt. Menntuð í Osló og London. Hún er safnstjóri Byggðasafnsins á Dalvík og samfara safnastarfinu vinnur hún að textílhönnun á vinnustofu sinni í Svarfaðardal þar sem hún hefur búið sl. 10 ár. Íris Ólöf hefur tekið þátt í fjöl-

    mörgum samsýningum s.s hjá Hand-verki og Hönnun en sýningin í Flóru er þriðja einkasýning Írisar.

    Sýningin er öllum opin á opnunar-tíma Flóru mánudaga til föstudaga kl. 11-13 og 16-18 og laugardaga kl. 13-16 og stendur til laugardagsins 13. janúar 2013. a

    Kristinn G. opnar myndlistasýningu í Mjólkurbúðinni

    „Hvað sem annars má segja um þessi verk verður því með engu móti haldið fram, með réttu, að þeim hafi verið hróflað upp í skyndi eða í óðagoti. Eins og sum ykkar muna ef til vill var fyrst skorið til þeirra fyrir rúmum þrjátíu árum og stundum hefi ég sýnt ykkur hluta úr þeim eða frumparta. Fyrst vorið 1982. Þau verk hafa síðan lifað sjálfstæðu lífi. En nú loksins hef-ur mér auðnast það eftirlæti að koma verkunum til annarrar meðvitundar. Þau eru orðin eins og mig minnir ég hafi ætlað þeim í upphafi án þess ég muni það glöggt, enda er fátítt að nokkuð verði það sem því var ætlað.

    Þar sem þetta verkefni hefur tekið mig þrjátíu ár og ég að nálg-ast áttrætt er ekki talið líklegt ég ljúki öðru slíku verki. Er þó langlífi í ættum sem að mér standa, bæði svarfdælskum og þingeyskum.

    Þess vegna má, held ég , lofa ykk-ur því, að með þessu ljúki útskornu , grafísku og þrykktu lífi mínu en það hefur verið með nokkrum fádæmum og fólgið í þessum dúkristum, sem

    hér hefur verið raðað saman til að byggja þessi kostulegu verk, sem eiga sér ekki marga sálufélaga.

    Hvað sem því líður er ég heldur feginn því, að nú er lokið bjástrinu og ég hefi komið þessum dúkskurði á nýtt tilverustig.” segir Kristinn.

    Kristinn G. Jóhannsson (1936) varð stúdent frá MA 1956 og lauk kennara-prófi 1962. Starfaði við kennslu og skólastjórn á Patreksfirði, Ólafsfirði og Akureyri tæpa fjóra áratugi. Nam myndlist á Akureyri, í Reykjavík og í Edinburgh College of Art.

    Efndi til fyrstu sýningar sinn-ar á Akureyri 1954 en sýndi fyrst í Reykjavík 1962 í Bogasal Þjóðminjasafnsins og tók sama ár , fyrsta sinni,þátt í Haustsýningu FÍM í Listamannaskálanum við Austur-völl. Hefur síðan sýnt oft og víða heima og erlendis. a

    Samhengi hlutanna í listasafninuSjónlistamiðstöðin á Akureyri heils-ar nýju ári á morgun, laugardaginn 12. janúar kl. 15, með opnun sýn-ingarinnar Samhengi hlutanna í Listasafninu á Akureyri. Þar sýna Finnur Arnar Arnarsson og Þórar-inn Blöndal splunkuný verk gerð af mikilli alúð með blandaðri tækni. Ferill þessara góðvina hefur fléttast saman um áratugaskeið í bæði leik og starfi og varpar sýningin ágætu ljósi á þau margvíslegu viðfangsefni sem þeir félagar hafa tekið sér fyrir hendur í gegnum tíðina.

    Þórarinn hefur gengið með þá einföldu og heillandi hugmynd í maganum að smíða fullkomnasta form tilverunnar, nefnilega kúlu, inn í Sjónlistamiðstöðina.

    Mikilvægi þessa hnattar, sem hefur böglast nokkuð fyrir Þórarni, verður þó varla nógsamlega áréttað, því valið á hnettinum hefur leitt af sér sannkallaða töfrasmíð; vinnu-stofu listamannsins sem rúmast sjálf innan í hveli. Fyrir hvert nýtt

    verkfæri eða efnivið, sem Þórarinn telur nauðsynlegt að koma sér upp á vinnustofunni í kúlunni, verður jafnframt að endurskapa sérhvern nýjan hlut sem þannig er kominn til sögunnar. Og þannig áfram koll af kolli allt þar til fullsmíðaður hnöttur hefur fæðst af öðrum langtum stærri.

    Finnur Arnar teflir fram nokkrum sjálfstæðum verkum sem þó eiga í nánu samtali sín í milli. Enda þótt Finnur geri sér mat úr sínu nánasta umhverfi og hverdagslegu hjakki er inntakið í verkunum allt annað en léttúðlegt, því þau varða meginstef í okkar tilvistarlegu vegferð; líf og dauða, sköpun og tortímingu og hinn hverfula tíma sem heldur okkur öll-um í ósýnilegum greipum. Stór mynd af fjalli vekur t.d. hughrif um tíma-skeið sem er ólíkt stærra í sniðum heldur en tími mannsins við hlið þess.

    Sýningin stendur til til 3. mars og er opið alla daga nema mánudaga og þriðjudaga frá kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis. a

    ingvi rafn ingvason

    verkiN eru orðiN eins og mig minnir ég hafi ætlað þeim í

    upphafi, segir Kristinn

  • 1111. janúar 2013

    Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, [email protected]

    www.vfs.is

    Iðnaðarvélar fyrir fagmenn

    Bandsagir frá kr. 115.000.-

    Slípibelti 75x2000 3 ph kr. 168.800.-

    Strætóferðir um Norður og NorðausturlandNýjungar urðu í almenningssam-göngum á Norður- og Norðaust-urlandi 2. janúar sl. þegar Strætó hóf akstur á svæðinu. Þrjár leiðir eru í boði: Siglufjörður – Akureyri, Egilsstaðir- Akureyri og Þórshöfn - Akureyri í gegnum Húsavík.

    Panta þarf sérstaklega ferðir til Ásbyrgis, Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar með minnst fjögurra tíma fyrirvara.

    Á vef Strætó, www.straeto.is er hægt er að kynna sér tímaáætlanir og hve mörg gjaldsvæði liggja á milli þeirra. Þar er einnig að finna reikni-vél til að reikna út verð á milli staða

    Hagkvæmast er að kaupa farið á straeto.is en utan höfuðborgarsvæð-isins er hægt að borga með debet- eða kreditkorti. Farmiðar verða seldir á völdum stöðum í þéttbýliskjörnum á svæðinu. a

    Knapi ársinsKnapi ársins hjá Létti árið 2012, er Baldvin Ari Guðlaugsson. Baldvin er öllum hestamönnum kunnur og er búinn að vera í fremstu röð knapa í áraraðir.

    Baldvin hefur verið valinn knapi ársins hjá Létti undanfarin ár enda ötull og árangursríkur keppnis-maður. Árið 2012 keppti Baldvin á flestum mótum Léttis sem og mótum

    hér í kring með mjög góðum árangri. Meðal annars sigraði Baldvin stiga-keppnina í KEA mótaröðinni og bar sigur úr bítum í tölti og fjórgangiog var í öðru sæti í fimmgangi á vormóti Léttis. Baldvin er fjölhæfur knapi og frábær keppnismaður. Það er með mikilli gleði sem við sæmum Baldvin Ara, knapa ársins hjá Létti 2012 a

    Jakob Helgi íþróttamaður DalvíkurÍþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2012 er Jakob Helgi Bjarnason skíðamaður í Skíðafélagi Dalvíkur. Jakob Helgi Bjarnason hefur lagt mikið á sig til að ná langt í skíðaíþróttinni og er hann í fremstu röð í heiminum í sínum aldursflokki. Árið 2012 varð Jakob Helgi tvöfaldur Íslandsmeistari í karlaflokki þá 16 ára, hann var einnig bikarmeistari SKÍ í 15

    – 16 ára flokki og unglingameistari í svigi, alpat-víkeppni og samhliðasvigi.

    Íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkur byggðar óskar öllum þeim sem tilnefndir voru til hamingju með tilnefningar og Jakobi Helga til hamingju með að vera Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2012. a

    jakob Helgi bjarNasoN

    Sími: 575 1111 • [email protected]

    ÓRSVERKehf.

    Vantar þig vatn?Þjónustum m.a. bændur, sveitarfélög, sumarbústaðaeigendur og verktaka.

    Traustir og ábyrgir aðilar. Gerum verðtilboð ykkur að kostnaðarlausu.

    Við borum eftir vatni um land allt!

  • 12 11. janúar 2013

    Við eigum að hætta að tala um skilnaðarbörn sem fórnarlömbGullsmiðurinn, Íslandsmethafinn í bekkpressu forðum, kennarinn, Akureyringurinn, myndlistarkonan og móð-irin Inga Björk Harðardóttir er Konnari. Hún segir mikl-ar tilfinningar einkenna eðli Konnara og þær geta skipt sköpum þegar áföll steðja að. Inga Björk hefur lifað margt og farið víða á ævinni, ekki síst um lendur eigin huga. Í viðtali við Björn Þorláksson fer þessi baráttumanneskja yfir ábyrgð foreldra gagnvart skilnaðarbörnum og áhyggj-ur hennar gagnvart Akureyri, svo nokkuð sé nefnt

    „Ég er Akureyringur í ræturnar, pabbi er Hörður Kristinsson grasafræðingur, hann hefur starfað við Háskóla Íslands og Nátt-úrufræðistofnun. Mamma er Anna María Jóhannsdóttir, hún var lengst af ritari hjá SÍS og söngkona. Nú, móðurafi minn var Jóhann Konráðsson söngvari, amma mín, Fanney Oddgeirsdóttir frá Grenivík svo stiklað sé á stóru. Ég er yngri af tveimur systrum, fæddist eineggja tvíburi en systir mín lést skömmu eftir fæðingu. Vitneskjan um hana litar alla afmælisdaga ákveðnum trega.

    Eftir að mamma og pabbi skildu eign-aðist ég fjögur stjúpsystkini. Ég ólst upp í útlöndum fram á sjöunda ár, pabbi var þar við nám, fyrst í Þýskalandi og svo í Bandaríkjunum.“

    Talarðu þá þýsku?„Ég skil þýsku þegar ég heyri hana en

    á móti kom að ég átti erfitt með íslenskuna þegar við fluttum aftur hingað heim.“ en hef haldið enskunni alveg.

    Það hlýtur að hafa mótað þig með sérstök-um hætti að hafa dvalið utan landsteinanna í bernsku, ekki satt?

    „Jú, og það var ekki eins algengt þá og í dag að Íslendingar flyttu til útlanda. Þegar við komum heim tók ég fljótt eftir því að fólk glápti á mig. Mér fannst að það væri vegna bjagaðrar íslensku minnar þannig að ég þagnaði og þagði í nokkrar vikur. Það var örugglega í fyrsta og síðasta skipti á ævinni sem ég sagði ekki orð í langan tíma!“

    Þú ert sem sagt Konnari eins og þeir eru kall-aðir hér á Akureyri, hvað felst í því?

    „Það er góð spurning. Langafi, Konráð, var gullsmiður og synir hans voru kallað-ir Konnarar. Ég er stolt yfir því að vera Konnari en fólk hefur oft agnúast út í okkur, sennilega vegna þess að við látum dálítið oft í okkur heyra, erum ákveðin og skapstór.“

    Miklar tilfinningar?„Alveg gríðarlegar tilfinningar. Minn-

    ingar mínar um afa sem dó allt of snemma eru að hann var mjög fljótur að gleðjast, mjög fljótur að reiðast og mjög fljótur að fella tár. Þannig erum við. Kveikiþráðurinn í allar tilfinningar er stuttur. En ég held ég geti talað fyrir hönd okkar allra þegar ég segi að við erum líka öll fljót að iðrast ef við höfum gert einhverjum rangt til og líka fljót að fyrirgefa.

    Það er svolítið magnað að þessi Konnarasvipur virðist svo einkennandi að stundum sér ókunnugt fólk af löngu færi hver við erum. Það er ekki langt síða mað-ur vatt sér að mér í Bónus og sagði frekar ólundarlegur: Heldurðu að maður sjái ekki af smettinu á þér hver þú ert?! Ég spurði: Hvað meinarðu? Og hann svaraði: Heldurðu að maður sjái það ekki að þú sért Konnari.“

    sorgir og sigrarKannski þurfti miklar tilfinningar, ást á lífinu og baráttuhug til að lifa af bílslys sem Inga Björk lenti í árið 1984. Þá ók vörubíll á Austin Mini þar sem hún var farþegi í framsæti.

    „Það var með ólíkindum að ég skyldi lifa það slys af, ég var fimm vikur á sjúkra-

    húsi og hálft ár á hækjum en eftir þá reynslu er ég þakklát fyrir lífið og full bjartsýni gagnvart morgundeginum. Sama hvað á dynur.“

    Inga Björk var tvítug þegar hún ákvað að feta í fótspor langafa síns og læra gull-smíði í Svíþjóð. Hún flutti út með með manni sem var nokkru eldri en hún. Næstu fimm árum vörðu þau í Svíþjóð og eignuðust „yndislegan son sem býr hér í bænum og ég er óskaplega stolt af“. Um þá ákvörðun að fara í gullsmíði segist hún alltaf hafa haft mikla sköpunarþörf en einnig hafi búið að baki ákvörðunarinnar praktísk hugs-un, hvernig hægt væri að sameina list og afkomu.

    Námið gekk vel en árin úti voru að mörgu leyti erfið. Hún kynntist „krumlum alkóhólismans ansi hressilega“ í gegnum sambýlismann sinn og lauk sambúðinni. Þegar hún sneri heim aftur til Akureyrar hafi hún verið „ansi hressilega brotin á sál og líkama“ en ekki dugði að gefast upp. Hún hóf störf hjá Flosa gullsmið og starfaði við gullsmíði meira og minna fram til ársins 2005. Þá ákvað hún að söðla um, eða breyta til. Hún kláraði nám í Myndlistarskólanum á Akureyri og stundar nú meistaranám við HA í kennslufræðum. Hún hefur einnig ha-slað sér völl sem myndlistarmaður undan-farið og gullsmiðurinn hefur tekið sig upp í henni þar sem hún hóf aftur störf sem slíkur hjá Halldóri úrsmið á Glerártorgi. Í mars næstkomandi mun hún opna vinnustofu í

    glæsileg Fjölskylda

  • 1311. janúar 2013

    Flóru þar sem hún hyggst jöfnum höndum framleiða myndlist og gripi sem gullsmiður. Inga Björk er ekki sátt við þá þróun sem orðið hefur innan gullsmíðinnar.

    gullsmíðin breyst til hins verraFagið hefur breyst mjög hratt til hins verra að mínu mati og því er verk að vinna. Margir misgóðir gripir eru á markaði og gullsmiðir eru uppteknir við að reyna að laga gripi sem eru ekki vandaðir. En það er ekki hægt að laga grip sem er illa smíðaður að upplagi. En ég hef aftur gaman að þessari vinnu. Innan tíðar verð ég í fyrsta skipti á ævinni með mitt eigið gullsmíðaverkstæði og ef ég verð í stuði til að mála þá mála ég en ef ég dett í stuði fyrir gullsmíðavinnuna þá vinn ég við hana.

    Inga Björk segir að hún muni ekki verða með neina verksmiðjuframleidda gripi og nýti ekkert hráefni annað en gull, silfur, eðalsteina, leður, horn og bein.

    „Ég mun nýta mér námið í Svíþjóð til að smíða allt frá grunni, þá er ég að tala um lása, festingar, allt, kaupi sem minnst inn og ætla í raun að reyna að skapa mótvægi við öfugþróun síðari tíma. Svo fer ég hressilega aftur í tímann með því að smíða úr horni og leðri en þar liggur upphaf skartgripagerðar í heiminum.

    stærsta gleðinHvörf urðu í einkalíf Ingu Bjarkar fyrir tveimur árum þegar hún kynntist Jóni Óðni Waage. Þá hafði hún eignast tvö börn, annað ættleitt, með öðrum manni og varði sam-band þeirra í 19 ár. Jón Óðinn eða Ódi eins og hann er jafnan kallaður á Akureyri er landskunnur vegna þjálfunar hans, ekki síst í júdó og fyrri íþróttaafreka á þeim vettvangi. Sjálf á Inga Björk keppnisskapið sameiginlegt með Óda en hún keppti í gamla daga í kraftlyftingum og átti meðal annars íslandsmet í bekkpressu. Um rómantísk kynni Óda og Ingu Bjarkar segir hún að þau hafi hafist á facebook en áður en loginn rafræni kviknaði höfðu þau tvö þekkst í áratugi í gegnum sameiginlegt uppvaxt-arhverfi þeirra og íþróttir. En þá óraði þau ekki fyrir því að þau ættu eftir að búa undir

    sama þaki síðar.„Þegar við Ódi loks felldum hugi saman

    þá vorum við svo brotin að við þurftum í raun bæði á sálfræðingi að halda en hvor-ugt hafði efni á því þannig að ég hlustaði á hann og hann hlustaði á mig. Málið leyst, segir hún og hlær.“

    Og hvernig er lífið í dag?„Það er alveg yndislegt. Auðvitað hefur

    fólk sem skilur og er komið á okkar aldur átt margar góðar stundir með fyrri mök-um en það að kynnast nýjum manni hlýtur að gerast í nýju samhengi og okkur finnst báðum að við höfum loks fundið púslið sem vantaði.“

    Má álykta af því sem þú hefur áður sagt að í ykkar sambandi fari saman mikill metnaður og miklar tilfinningar?

    „Já, þegar við byrjuðum saman þá fund-um við strax að við vorum tvær brotnar sálir sem urðu að vera saman og það hefur tekist mjög vel að lappa upp á sjálf okkur. Við erum ótrúlega lík, algjör tilfinningarbúnt og dramadrottningar ef því er að skipta. Tilf-innignarnar eru úr öllu samhengi við það sem ég hef kynnst áður. Á jákvæðan hátt.“

    samsettar fjölskyldur áskorunEn hvernig er að mynda samsetta fjölskyldu úr öðrum? Felst nokkur áskorun í því ef vel á að ganga?

    „Já. Ódi á fjögur, þar af einn uppkominn son og ég þrjú og þar af eru fimm þessara barna á grunnskólaaldri. Þau eru því mikið hjá okkur öll og þetta er heilmikið púsl, við erum oft sjö hér heima í fjölskyldunni. Ódi er með skipt forræði, er með sína stráka 50% af tímanum en mínar stelpur eru meira hjá mér, fara aðra hvora helgi í fjóra daga til pabba síns. Við urðum snemma meðvituð um að þetta yrði gríðarlega erfitt að mörgu leyti enda eru skilnaðir sjaldnast það sem börnin biðja um. Það þarf að taka tillit til þess að börn lenda í þessum aðstæðum án þess að hafa nokkuð um þær að segja eða bera nokkra ábyrgð á skilnaðinum og því þarf að hlú að þeim og sinna þeim eins vel og hægt er.“

    Hvernig voru t.d. jólin?„Sko, strákarnir eru hjá mömmu sinni

    á aðfangadag en svo taka við raðir af jóla-boðum þannig að þau eru flest hjá okkur á jóladag og annan í jólum. Stelpurnar eru reyndar önnur hver jól hjá pabba þeirra þannig að í fyrra vorum við Ódi ein á að-fangadagskvöld og það var mjög sérstakt en samt notalegt. Svo skipuleggjum við þetta þannig að það eru alltaf einhverjir dagar þar sem strákarnir eru einir hjá okkur og einhverjir dagar þar sem stelpurnar eru einar. Það er slatti af dögum þar sem allir koma saman en við Ódi ein eigum líka slatta af helgum og það held ég að sé nauðsynlegt.“

    Þú bendir á á að börnin óski almennt ekki eftir skilnuðum foreldra sinna heldur þvert á móti – en getur barn í samsettri fjölskyldu fengið sitthvað nýtt fyrir sinn snúð? Það er ekki bara tap sem fylgir skilnaði – eða hvað?

    „Nei, einmitt. Við eigum að hætta að tala um skilnaðarbörn sem einhvers konar fórn-arlömb. Auðvitað er þetta oft erfitt en samt er skilnaður betri kostur en að alast upp með óhamingjusömum foreldrum, svo eitt dæmi sé tekið. Ég man sjálf þegar foreldrar mínir skildu í friðsemd að ég kynntist þeim upp á nýtt eftir skilnaðinn og á allt annan hátt. Ég fann líka að þeim leið báðum betur á eftir. Að auki öðlast skilnaðarbörn oft mikið nýtt bakland. Synir Óda græddu frá-bærar stjúpsystur og stóran stjúpbróður og dætur mínar græddu fjóra frábæra stjúp-bræður. Við erum svo heppin að systkina-hópunum tveimur kemur mjög vel saman.“

    akureyri og umheimurinnVið ræðum Akureyri og umheiminn. Inga Björk hefur sem fyrr segir búið í þremur erlendum ríkjum og sótt barn til hins fjórða. Hún hefur einnig búið á höfuðborgarsvæð-inu en best líkar henni í sinni gömlu heima-byggð, á Akureyri.

    „Ég pluma mig ekki á höfuðborgar-svæðinu. Það er svo útblásið og stressað. Snobb og yfirborðsmennska svífur yfir vötnunum. Ég kynntist mörgu góðu fólki í Reykjavík þegar ég bjó þar og á marga góða vini fyrir sunnan sem mér finnst gaman að heimsækja. En ég get ekki hugsað mér að búa þarna. Það eru hins vegar margir aðrir staðir á Íslandi sem ég gæti hugsað mér

    það. Mér leið mjög vel í Svíþjóð og gæti vel hugsað mér að búa víða erlendis. Við Ódi höfum í tvígang heimsótt góðan vin á Möltu sem er yndislegur staður. Akureyri er hins vegar líka yndislegur staður. Þótt ég hafi búið stóran hluta lífs míns utan Akureyrar á ég mínar rætur hér og vil hér helst búa.“

    Búin að missa bæinn úr höndum okkarEn hver eru sérkenni hinnar akureyrsku bæj-arsálar að mati Ingu Bjarkar?

    „Við Akureyringar erum innst inni óttalegir smáborgarar en samt dálítið á jákvæðan hátt. Við erum eins og stórt þorp sem veitir þó meiri þjónustu en ætla mætti í ekki fjölmennari bæ, við höfum ákveðnu hlutverki að gegna fyrir nágrannabyggð-irnar. Það sem mér finnst sorglegast við Akureyri er að við erum búin að missa bæinn úr höndum okkar. Einokunin sem fylgdi SÍS og KEA var auðvitað fáránleg en í ljósi breytinganna sem síðan hafa orðið má spyrja hve margar verslanir á Akur-eyri standa eftir í eigu heimamanna sjálfra? Nú hljóma ég kannski heimóttarlega en ég meina að við þurfum að skapa okar eigin störf og halda ágóðanum fyrir okkur. Bæði umhverfislega og hagrænt hlýtur að vera betra að eitthvað af framleiðslunni sem gengur kaupum og sölum sé búin til hér.

    Tökum bókabúðir sem eitt dæmi um breytinguna sem orðið hefur. Við vorum með margar bókabúðir hér ekki alls fyrir löngu, Bókabúð Jónasar, Huld, Bókabúð Eddu og Bókval, allt í eigu heimamanna. Nú er ekki ein einasta bókabúð hér í eigu heimamanna og sama má segja um kjörbúðir fyrir utan eina litla niðri í bæ.

    Litaland grét ég síðast, rótgróið fjöl-skyldufyrirtæki sem þjónustaði listamenn betur en nokkurt annað fyrirtæki. Nú er búið að selja Litaland þótt sama yndis-lega fólkið sé í búðinni er henni stjórnað að sunnan.“

    Þróunin er þó ekki bara bundin við Akureyri, hvort sem okkur líkar hún betur eða verr, held-ur alla heimsbyggðina. Stórfyrirtæki og keðjur eru að leggja undir sig heiminn.

    „Já, en einsleitnin sem fylgir þróuninni er synd. Fataúrval hér er t.d. hundleiðinlegt, það eru allar búðir meira og minna sem sama úrvalið. Á Möltu sá ég fyrir mér að þangað gæti maður farið og keypt arabísk föt eða afrísk en þar seldu allar búðir sömu fötin. Í verslunarmiðstöðinni voru fyrstu vörumerkin sem ég sá Next, Debenhams, McDonalds og Burger King. Dapurlegt.“

    Verðum að standa samanVið ræðum hrunið eitt andartak í lokin og stjórnmálin. Þau þarf að stokka upp hressi-lega að mati Ingu Bjarkar. Einn frændi hennar orðaði það þannig nýverið að stjórn-málamennirnir yrðu að læra að við séum öll að reyna að ryðja saman burt stórum steini úr götu, en það muni ekki takast fyrr en allir leggist á steininn frá sömu hlið.

    „Svo finnst mér eitt umhugsunarvert og það varðar síðasta mánuð. Í desember á hreinlega allt að gerast. Þá eru tónlistar-skólarnir með endalausa jólatónleika sem er yndislegt út af fyrir sig. Íþróttafélögin eru líka öll með jólamót og ýmsar uppákomur og skólarnir líka. Á sama tíma eru mörg börn í prófum og á háannatíma. Desember verður martröð. Það líður ekki ein einasta helgi í mánuðinum án skipulagðra upp-ákoma, við þurfum þetta ekki. Gleymum því ekki að það skiptir líka máli fyrir fjöl-skyldur að fá að vera saman í rólegheitum án formlegrar dagskrár. Hér finnst mér samfélagið í heild þurfa að skrúa sig niður.“

    Myndir Völundur Jónsson

    iNga björk og ódi tvö tilfinningabúnt sem fundu hvort annað.

  • 14 11. janúar 2013

    akadEmónar gErast þorpararSíðastliðinn föstudag safnaðist hópur af fólki saman í reisulegu húsi við Þórunnarstræti. Tilefnið var hvorki að mótmæla né að fagna, þótt vissulega hafi allveru-leg stemmning og eftirvænting í hópnum. Tilefnið var að taka saman allt það dót sem fylgir einu samfélagi fræðafólks og flytja það um set.

    AkureyrarAkademían hefur um árabil haft aðsetur í gamla húsmæðraskólanum sem hannaður var af Guð-jóni Samúelssyni. Og nú, sjö árum eftir að eljusam-ar konur komu á laggirnar samfélagi fræðafólks, hefur þessi vinnustaður slitið barnskónum, vaxið og þroskast. Andi gamla húsmæðra-skólans hefur án efa átt sinn þátt í að fóstra það starf sem hefur farið fram innan Ak-ureyrarAkademíunnar. Saga hússins hefur þjappað hópnum saman og gert hann að stöðugri einingu.

    nú er kominn tími til að kveðja húsmæðraskólann, þetta fallega og merki-lega hús. Hús sem hefur gegnt ótal hlutverkum síðan það var fyrst tekið í notkun árið 1945. enn eitt hlutverkið bíður þess og er ekki að efa að það muni hýsa næstu notendur af jafn mikilli væntumþykju og hlýhug og félagar í Akur-eyrarAkademíunni hafa fundið fyrir síðustu ár. Líkt og hirðingjar flytja þeir sig nú um set. Og þótt það hefði vissulega verið rómantískt að gera líkt og hirðingjarnir forðum og binda búslóðina á bakið og halda fótgangandi af stað yfir ána

    - þá bretti vaskur hópur Akademóna upp ermar og skófl-aði öllu því hafurtaski sem fylgir einu fræðasamfélagi upp í flutningabíl, sem ók því á áfangastað.

    Áfangastaðurinn er hinu megin Glerár í Bakkahlíð 39 þar sem áður var sambýli aldraðra. Og sambýli er ákaflega viðeigandi staður fyrir okkar lýðræðislega sam-félag. Þar starfa núna sjö manns og í nýja húsnæðinu

    er pláss fyrir fleiri. AkureyrarAkademían er fyrst og fremst vinnustaður þar sem hver og einn starfar

    sjálfstætt að sínu verkefni, hvort sem það er nám á framhaldsstigi, bókarskrif, sam-antekt þekkingar, rannsóknir eða mótun nýrra sjónarhorna. frjó hugsun og vönduð vinnubrögð blómstra í samneyti við aðra sem jafnvel vinna að ólíkum verkefnum. Sambýlið er því ekki aðeins vinnustaður heldur nauðsynlegur þáttur til að skapa þann jarðveg sem nærir starf hvers og eins.

    Leiðarljós AkureyrarAkademí-unnar er að vera brú milli fræða og samfélags og hefur félagið í gegn um árin haldið fyrir-lestra, nú síðast leiklesinn fyr-irlestur í Samkomuhúsinu sem jafnframt var fjáröflun fyrir Mæðrastyrksnefnd. félagið hefur staðið fyrir málþing-um og menningarviðburðum

    og fólk er ávalt velkomið að banka uppá og kynnast starf-

    seminni. vinnustaðurinn leggur því ekki einungis áherslu á sambýli við annað fræðafólk heldur sam-býli við alla. Alla í götunni okkar, alla í Þorpinu, alla á Akureyri!

    AndArtAk með Arndísi

    STOFNAÐ 1987

    Mál

    verk

    : Ú

    lfar

    Örn

    einstakteitthvað alveg

    Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | Sk ipholt 50a S ími 581 4020 | www.gal ler i l i s t . i s

    Bónstöð Óseyri 5

    Sækjum og sendum!

    Sími 844 0326 – [email protected]

    Vistvæn hreinsiefni og bón „Eco friendly“

    Lítill Mið StórÞvottur 1.500 2.000 2.500Alþrif 5.000 6.000 7000Djúphreinsun 7.000 9.000 11.000

    Helga kvamallskonar.is

    Gulrótarsalat upp á 10Þetta gulrótarsalat er frábært meðlæti með kjöti, en getur líka verið góður léttur kvöldmatur. Sem meðlæti hentar uppskriftin fyrir 4.

    gulrótarsalat » 750gr gulrætur » 4 msk ólífuolía » 1 laukur, fínsaxaður » 3 hvítlaukrif, marin » 1 rautt eða grænt chili, fræhreinsað

    og fínsaxað » 1 vorlaukur fínsaxaður » 1/2 tsk kóríander, malaður » 1/2 tsk kanill, malaður » 1 tsk paprikuduft » 1 tsk cumin, malað » 1 msk eplaedik » 1 msk hunang » börkur af 1 sítrónu » 1 dl grísk jógúrt eða sýrður rjómi » handfylli söxuð steinselja » 2-3 fíkjur eða döðlur

    Skerðu gulræturnar í bita eða sneiðar, um 1 cm á þykkt. Settu í pott með söltuðu vatni og láttu sjóða í um 8 mínútur eða þar til þær fara að mýkj-ast en eru samt enþá örlítið stökkar. Helltu vatninu af og leggðu til hliðar.

    Hitaðu olíuna í stórri pönnu á meðalhita og steiktu laukinn í 8-10 mínútur, eða þar til hann fer að brúnast. Bættu nú við gulrótunum og öllum innihaldsefnunum nema jógúrtinni/sýrða rjómanum. Veltu öllu vel í pönnunni til að blandist vel saman. Taktu af hitanum og láttu kólna smávegis. Settu í stóra skál, hrærðu jógúrtinni saman við og smakkaðu til með salti og nýmöluð-um svörtum pipar. Stráðu steinselj-unni yfir og þunnt sneiddum döðlum eða fíkjum áður en þú berð fram. a

    matargatIð flEIrI uppskrIftIr á www.allskonar.Is

    stuNdum verða einföldustu ætlanir að algjöru veseni. Völundur

  • TIL LEIGUNýr og glæsilegur salur með útsýni inn Eyjafjörðinn.

    Frábær salur fyrir:Jólahlaðborð, árshátíðir, ráðstefnu, tónleika ofl.

    Nýr og glæsilegur salur með útsýni inn Eyjafjörðinn.

    Frábær salur fyrir:Jólahlaðborð, árshátíðir, ráðstefnu, tónleika ofl.

    Upplýsingar í síma 4615551 eða sendið fyrirspurn á [email protected]

    HÓPASTARF AFLSINS ER AÐ

    HEFJASTBjóðum upp á sjálfshjálparhópa fyrir

    þolendur; konur, karla og ensku-mælandi konur, ef næg þátttaka næst.

    Self help group for women who talk english.

    Einkaviðtöl fyrir aðstandendur.

    Fólki er vinsamlegast bent á að skrái sig sem fyrst.

    AFLIÐ, SAMTÖK GEGN KYNFERÐIS- OG HEIMILISOFBELDI

    S: 857 5959 www.aflidak.iss a y n o . i s

    Vatnsveita - Rafveita - Hitaveita....sjálfsagt mál !

    Raunverð á raforkudreifingu hefur farið lækkandi á Akureyri undanfarin ár og er nú það lægsta á landinu. Sömuleiðis hefur raunverð hitaveitu lækkað mjög mikið síðastliðna áratugi og er með því lægsta á landinu einkum ef litið er til stóru þéttbýliskjarnanna. Meðal notandi hitaveitu hjá Norðurorku er því að greiða lægra verð heldur en ef hann væri notandi hjá veitum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi (að Seltjarnarnesi undanskildu).

    Þróun á verði rúmmetra heita vatnsinsBláa línan er verð samkvæmt verðskrá Norðurorku frá árinu 1985 til 2013 en í dag kostar hver rúmmetri 100 kr.Rauða línan sýnir verð rúmmetrans ef það hefði fylgt vísitölu neysluverðs frá árinu 1985 en það ár kostaði hver rúmmetri 50 kr. en væri 351 kr. í dag.

    Verð á rúmmetra kr. 50 árið 1985

    Helstu breytingar á verðskrá 2013Verðskrár Norðurorku má finna á heimasíðu fyrirtækisins www.no.is. Upplýsingar hér að neðan taka mið af almennri verðskrá heimila.

    Almennar forsendurBreytingar á verðlagi og þar með vísitölum hafa verið nokkrar frá lokum árs 2011 til loka árs 2012. Þannig hefur byggingavísitala hækkað um 3,5% (des. til des.) og launavísitala um 4,98% (nóv. til nóv.) og vísitala neysluverðs til verðtryggingar um 4,2% (des. til des.).

    RafveitaVerðskrá raforkudreifingar er óbreytt milli ára. Orkugjald á kWh er 4,45 kr. (5,58 m. vsk) en fastagjald á dag er 30,38 kr. (38,13 m.vsk). Raunverð raforkudreifingar hjá Norðurorku hefur farið lækkandi frá árinu 2005 og er í dag það lægsta á landinu.

    VatnsveitaVerðskrá vatnsveitu hækkar um 4,2% eða sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs frá desember 2011 til desember 2012. Vatnsgjald er 113,70 kr./m²/ár. Fast gjald á matseiningu 7.579,60 kr./ár.

    HitaveitaVerð á hverjum rúmmetra heita vatnsins hækkar um 2 kr. rúmmetrinn og fer í 100 kr. (109,14 m. umhverfis-og auðlindaskatti og vsk.), í Ólafsfirði þar sem hitastig vatnsins er lægra er rúmmetrinn á kr. 61,20 (66,79 m. sköttum). Fastagjald hitaveitu hækkaði ekki um síðustu áramót en hækkar nú um 4% og er 54,02 kr. á dag (57,80 kr. m. vsk.). Þetta þýðir að raunhækkun fyrir meðalheimili er aðeins 2,4%.Verð í Reykjaveitu hækkar í samræmi við samning við sveitarfélögin um uppbyggingu hennar þ.e. um 4,2% sem er hækkun neysluvísitölu og er verð kWst. í orkumælingu kr. 3,47 (3,79 m. umhverfis-og auðlindaskatti og vsk.).

    Umhverfis- og auðlindaskattur og virðisaukaskatturUmhverfis- og auðlindaskattur, sem tekinn var upp árið 2011, er nú kr. 0,126 kr. á hverja kílóvattstund og leggst á endaverð raforkusölu, auk 25,5% virðisaukaskatts. Umhverfis- og auðlindaskatturinn af sölu heita vatnsins er 2% auk 7% virðisaukaskatts.

    Norðurorka hf.Forverar Norðurorku eru þrjú veitufyrirtæki Akureyringa, Vatnsveita Akureyrar stofnuð árið 1914, Rafveita Akureyrar stofnuð árið 1922 og

    Hitaveita Akureyrar stofnuð árið 1977. Hitaveita Akureyrar og Vatnsveita Akureyrar sameinuðust árið 1993 og sjö árum síðar eða árið 2000 varð Norðurorka til með sameiningu Hita- og vatnsveitu Akureyrar og Rafveitu Akureyrar. Árið 2003 var félaginu breytt í hlutafélag og í dag eru eigendur þess sex sveitarfélög, Akureyrarbær, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur og Þingeyjarsveit.Norðurorka hf. rekur rafveitu á Akureyri og hita- og vatnsveitu á Akureyri, Hrísey, Eyjafjarðarsveit og á Svalbarðsströnd. Auk þess rekur Norðurorka hitaveitu á Ólafsfirði, Hörgársveit, Grenivík og í Þingeyjarsveit.

    Lækkandi verð á Akureyri

    1985

    1986

    1987

    1988

    1989

    1990

    1991

    1992

    1993

    1994

    1995

    1996

    1997

    1998

    1999

    2000

    2001

    2002

    2003

    2004

    2005

    2006

    2007

    2008

    2009

    2010

    2011

    2012

    2013

    350

    300

    250

    200

    150

    100

    50

    0

    Verð á rúmmetra vatnsVerð miðað við þróun vísitölu neysluverðs