Afburðanemendur Bráðger börn Meyvant Þórólfsson febrúar 2008 1

Preview:

Citation preview

AfburðanemendurBráðger börn

Meyvant Þórólfssonfebrúar 2008

1

Bráðger börn...

Hver eru þau?

Hafa þau öll sömu einkenni eða eru þau ólík?

Eru þau fædd svona eða skipta umhverfi og aðstæður máli?

Hvaða úrræði hæfa bráðgerum nemendum?

Hvað hefur verið gert á Íslandi í málum bráðgerra barna?

2

Vert að skoða eða rannsaka nánar...sbr. lesefni• “Students at risk”, “At-risk schools”• “Students at promise”• Náms-félags- og tilfinningaþroski

margvíslegur• Fjölskylduaðstæður - áhrif uppalenda• “Giftedness: Unidimensional or

multidimensional”• “Intellectually gifted – Creatively talented

(gifted)”• “The invisible gifted”• Að finna bráðgera: “Multiple measures”• “Programs for gifted and talented”

3

Bráðger börn...

4

Bráðger börn...

5

Bráðger börn...

6

Umræða og aðgerðir á Íslandi...

• Umræða um afburðanemendur og úrræði fyrir þá þekkt frá 8. og 9. áratug síðustu aldar (Bragi Jósepsson o.fl.).

• Samstarfsverkefnið Bráðger börn – verkefni við hæfi 2001-2004

• Skýrsla starfshóps fræðsluráðs Reykjavíkur í maí 2004

• Einkum þrennt til skoðunar og umræðu: Hvað á að kalla hópinn, hvernig á að skilgreina hann og hvernig úrræði eru við hæfi?

7

Hvað getum við kallað þennan

nemendahóp? Erlend heiti: • very able, high ability, gifted og talented oftast notuð,

einnig stundum precocious

• Vandræðagangur með val á viðeigandi orðum endurspeglar skiptar skoðanir um hvernig á að skilgreina hópinn

Íslensk heiti:• Afburðanemendur, afburðagreind börn, bráðger börn,

námshestar...Orðið bráðger er nálægt orðinu precocious í merkingu

8

Lýsing á Ólafi helga Noregskonungi...

• Var hann snjallur í máli, bráðger að öllum þroska, bæði afli og visku, og hugþekkur var hann öllum frændum sínum og kunnmönnum, kappsamur í leikum og vildi fyrir vera öllum öðrum sem vera átti fyrir tignar

sakir hans og burða.

9

Lýsing á Ólafi helga Noregskonungi...

• Vert umhugsunar að uppeldislegar aðstæður vega mikið: “The single most effective help parents can give towards future giftedness is the early encouragement and enrichment of language. Vygotsky (in Wertsch, 1990) suggested that with specific provision and mediation (adult guidance, especially through language) children can learn at a far greater speed

than otherwise.“

- Joan Freeman 2000

10

Social constructivism (Félagsleg hugsmíðikenning) – Lev Vygotsky• Öll hegðun og kúltúr manneskjunnar eru

háð flóknu félagslegu kerfi – “socio-cultural”

• Svæði raunverulegs þroska (e. zone of actual development) og svæði óráðins þroska (e. zone of proximal development), “þroskasvæðið”

• Virkni ZPD eins og blómknappar sem bíða eftir að springa út, búa þarf réttu félagslegu eða menningarlegu aðstæðurnar (námsaðstæður) til að öflugt nám/menntun eigi sér stað.

11

Vinnupallafyrirkomulag og nám sem byggir á félagslegum samskiptum

• Vinnupallafyrirkomulag (e. scaffolding). Samspil inntaks og viðfangsefna eins og bygging þar sem vinnupallar og verkfæri eru til staðar.

• Hugmyndin sú að mikill stuðningur sé fyrir hendi í upphafi (tungumálið lykilatriði), en ábyrgð á náminu færist smátt og smátt yfir á herðar barnsins.

• Gagnkvæm samvinna við mótun og uppbyggingu þekkingar (e. collaborative learning).

12

Skilgreiningar – sbr. sýn manna á eðli

mannlegrar greindar • Hefð að vísa til hárrar greindar skv. greindarprófum.• Vaxandi tilhneiging að tala um mismunandi

greindarsvið eða "greindir" samanber svonefnda fjölgreindakenningu.

• Einstaklingar missterkir hvað varðar ólíkar “greindir”, sumir hafi t.d. sérstaka samskiptahæfileika, aðrir rök- og stærðfræðihæfileika, enn aðrir sérstaka listræna hæfileika eða hæfileika til að beita líkama sínum og til eru þeir sem skera sig til dæmis úr vegna sérstaklega fullkomins viðskiptavits.

13

“Excellence in Cities” (EiC)

• ‘Gifted’ learners refer to those pupils who are particularly able in one or more subjects in the statutory school curriculum eg. science, languages, English, maths.

• ‘Talented’ learners refer to those pupils who have outstanding abilities or the potential for it, in art and design, leadership, music, PE, or performing arts such as dance and drama.

• EiC targets gifted and talented work at the top 5 to 10 per cent of pupils in any school, regardless of the overall ability profile of pupils.“

14

Joan Freeman o.fl.

• Ekki víst að öll bráðger börn “geri vart við sig” og upplýsingar um hæfileika og getu alltaf ófullkomnar.

• Engan veginn öruggt að afburðahæfileikar barna komi skýrt fram í því umhverfi sem þeir tilheyra.

• Aðstæður og umhverfi stundum þannig háttað að hæfileikar barna og áhugi hafi ekki fengið þá örvun sem til þurfti og jafnvel verið kæfðir (ath. sbr. Vygotsky ZPD).

• Sumir einstaklingar “ofvitar” á einu sviði, sbr. söguna um Rain man (Raymond). H. Gardner líkir slíku við fjall sem gnæfir upp úr flatlendi.

15

Skilgreining starfshóps fræðsluráðs ReykjavíkurBráðger börn eru líklegri en önnur börn til að: • sýna óvenju snemma miðað við aldur mikla hæfileika á

einu eða fleiri sviðum• hafa sterka innri áhugahvöt og námsárangur sem skýrist

ekki síður af eigin náms- og rannsóknarhvöt og þjálfun en áhrifum umhverfisins

• geta unnið úr framandi upplýsingum og geta yfirfært þekkingu, reynslu og innsæi á framandi aðstæður

• hugsa óhlutbundið og eiga auðvelt með að leysa framandi og óvænt verkefni

• fá hlutfallslega háar einkunnir í prófum og öðru námsmati• vera næm á aðstæður, sýna hluttekningu eða samhygð

(e. empathy) og hafa áhuga á samfélagsmálum

16

Skilgreining starfshóps fræðsluráðs Reykjavíkur

frh:

• vera gagnrýnin og koma auga á ósamræmi eða ósamkvæmni

• vinna skipulega og kerfisbundið• heillast svo af ákveðnum sviðum náms eða

námsgreinum að þau geti ekki stillt sig um að kafa dýpra eða æfa sig meira

• vera rökföst og hafa áhuga á orsakasamhengi• vera óvenju skapandi og hugmyndarík• eiga auðvelt með að tjá hugsanir og hugmyndir • sýna leiðtogahæfileika og sætta deilur• sýna óvenjulega mikla hæfileika í listum, hönnun eða

íþróttum-2004

17

Bráðger börn stjórnast fremur af innri áhugahvöt (intrisic motivation) en ytri áhugahvöt• Hugsa því líklega ekki þannig:

– “Kemur þetta á prófinu?”– “Ég ætla að ná 8. Segðu mér bara

hvað ég þarf að læra. Kenndu mér aðferðina og ég reyni að ná þessu.”

• Heldur þannig:– “Prófið er gallað, það eru tveir

svarmöguleikar réttir miðað við...”– “Hættum ekki fyrr en við fáum

botn í þetta...”

18

Úrræði...

• Dýpkun náms. Búnar aðstæður til dýpkunar í námi, en samt í samvinnu við aðra

• Breikkun náms. Fleiri viðfangsefni úr sama efni

• Hröðun í námi. Ljúka t.d. skyldunámi fyrr en aðrir.

• Tillögur starfshóps fræðsluráðs: Skólar efli þekkingu meðal starfsmanna á bráðgerum börnum og þörfum þeirra, úrræðum, mögulegum kennsluaðferðum og viðfangsefnum sem hæfa.

19

Úrræði

Fjölmagir möguleikar:• Lausnir þrauta, kynningar,

nemendur undirbúa kennslu og kenna öðrum, tengsl út fyrir veggi skólans...

20

Úrræði

21

Verkefnið Bráðger börn – verkefni við hæfi• Samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur,

Heimilis og skóla og Háskóla Íslands 2001-2004. • Nemendur af miðstigi upphaflega valdir út frá árangri í

samræmdum prófum og mati skólanna.• Þátttakendur sóttu námskeið við Háskóla Íslands, fyrst

við raunvísindadeild, síðar við fleiri deildir (6-30 í hópi)• Þátttökugjald hliðstætt því sem greitt var fyrir

tómstundanámskeið hjá ÍTR. • Almenn ánægja samkvæmt könnun sem gerð var í apríl

2003. Helstu athugasemdir eru varðandi tímasetningar, inntak einstakra námskeiða og það að foreldrar þurfa að greiða fyrir þátttöku.

• Meðal ábendinga sem fram komu: “Slíkar aðstæður bjóðast ekki í venjulegu skólastarfi, því hópur bráðgerra barna þar er ekki nógu stór”

22

Rannsóknir (PISA, TIMSS o.fl....), Júlíus Björnsson:• Breiddin í frammistöðu íslensku nemendanna minni en

hjá öðrum þátttökuþjóðum

• 9 % íslenskra nemenda náðu árangri í þrepi 5 (hæst) í PISA en 18% finnskra nemenda. 4% íslenskra nemenda voru í þrepi 0 en 1,7% finnskra. Túlkað þannig að við ættum að geta staðið okkur betur gagnvart efsta hópnum, allt að 20% nemenda.

• Ekki virðast tengsl á milli bekkjarstærða og árangurs.

23

Rannsóknir (PISA, TIMSS o.fl....), Júlíus Björnsson:

• Þættir sem virðast skipta máli: Stuðningur kennara og námsþrýstingur, tengsl kennara og nemanda og agaandrúmsloft.

• Tilgáta Júlíusar: Það sem gert er fyrir einn hóp nemenda gagnast einnig öðrum. Æskilegt að hafa það að leiðarljósi.

24

Nokkrar heimildir

• Heimildir• Freeman, Joan (1994). Some Emotional Aspects of Being Gifted.

Journal for the Education of the Gifted, 17(2), 180-197. • Freeman, Joan (1998). Educating the Very Able. Current

International Research. London. Ofsted http://www.joanfreeman.com/mainpages/freepapers.htm

• Meyvant Þórólfsson-vefur http://starfsfolk.khi.is/meyvant/Bradger.htm .

• Smutny, Joan, F. (2003). Gifted Education. Promising Practices. Bloomington. Phi Delta Kappa Educational Foundation.

• Ziegler, Albert og Heller, Kurt A. (2000). Conceptions of Giftedness from a Meta-Theoretical Perspective. International Handbook of Giftedness and Talent. Önnur útgáfa. Heller, Mönks o.fl. ritstýrðu. Elsevier Science Ltd.

• Excellence in Cities: http://www.bristol-lea.org.uk/policies/eic.html • Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristjana Stella Blöndal.(2005).

Brotthvarf ungmenna frá námi og uppeldisaðferðir foreldra: Langtímarannsókn. Tímarit um menntarannsóknir 2, bls. 11-25.

25

Recommended