40
RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B . ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected] NÝ HEIMASÍÐA - WWW.JONB.IS Þjónustuverkstæði útvegum bílaleigubíla CABAS tjónaskoðun Klapparhlíð - endaíbúð EIGN VIKUNNAR www.fastmos.is 586 8080 2. TBL. 13. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2014 DREIFT FRÍTT INN Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Í MOSFELLSBÆ, Á KJALARNESI OG Í KJÓS Mosfellingurinn Hjalti Úrsus Árnason framkvæmdastjóri Eldingar Hvetur alla til að láta drauma sína rætast 24 MOSFELLINGUR FMOS flytur í 4100 fermetra nýbyggingu Glæsileg vígsluathöfn í Háholtinu Framhaldsskólinn vígður 8 Nýtt húsnæði Framhaldsskólans í Mosfellsbæ var vígt með formlegum hætti föstudaginn 24. janúar. Nýbyggingin í Há- holti er um 4100 m2 og tekur um 400-500 nemendur. Í dag stunda um 270 nemendur nám við skólann sem hefur verið starfræktur í Brúarlandi frá árinu 2009. Húsið er einstaklega glæsilegt og samræmist áherslum skól- ans sem kennir sig við umhverfi og auðlindir. Skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ er Guðbjörg Aðalbergsdóttir. Á myndinni má sjá Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flytja ávarp við athöfnina. Mynd/Hilmar MENNTAMÁLARÁÐHERRA ÁVARPAR GESTI Í NÝJU HÚSNÆÐI SKÓLANS

2. tbl. 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblaðið Mosfellingur. 2. tbl. 13. árg. Fimmtudagur 30. janúar 2014. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós.

Citation preview

Page 1: 2. tbl. 2014

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]ý heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla cabas

tjónaskoðun

Klapparhlíð - endaíbúð

eign viKunnar www.fastmos.is

586 8080

selja...

2. tbl. 13. árg. fimmtudagur 30. janúar 2014 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

Mosfellingurinn Hjalti Úrsus Árnason framkvæmdastjóri Eldingar

Hvetur alla til að láta drauma sína rætast 24

MOSFELLINGUR

FMOS flytur í 4100 fermetra nýbyggingu • Glæsileg vígsluathöfn í Háholtinu

Framhaldsskólinn vígður8

Nýtt húsnæði Framhaldsskólans í Mosfellsbæ var vígt með formlegum hætti föstudaginn 24. janúar. Nýbyggingin í Há-holti er um 4100 m2 og tekur um 400-500 nemendur. Í dag stunda um 270 nemendur nám við skólann sem hefur verið starfræktur í Brúarlandi frá árinu 2009.

Húsið er einstaklega glæsilegt og samræmist áherslum skól-ans sem kennir sig við umhverfi og auðlindir. Skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ er Guðbjörg Aðalbergsdóttir. Á myndinni má sjá Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flytja ávarp við athöfnina.

mynd/hilmar

menntamálaráðherra ávarpar gesti í nýju húsnæði skólans

Page 2: 2. tbl. 2014

Útsala - Útsala - Útsala

Þarftu að kaupa eða selja bíl?

100bilar.is og isband.is • Þverholt 6, Mosfellsbæ

Vottorð fyrir burðarVirkismælingar

www.isfugl.is

MOSFELLINGUR: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426

Hilmar Gunnarsson(blaðamenn og ljósmyndarar)

Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, [email protected] Þór Ólason, [email protected] Örnólfsdóttir, [email protected]

Landsprent. 4.000 eintök Íslandspóstur.

: Mosfellingur ehf. Sunna Ósk Logadóttir

Tekið er við aðsendum greinum á [email protected]

og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar

skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.

Áföstudaginn var stór dagur í Mosfellsbæ. Nýtt skólahúsnæði

Framhaldsskólans í Mosfellsbæ var formlega vígt. Skólinn er því fluttur

úr elsta skólahúsnæði bæj-arins, Brúarlandi, í það nýjasta. Nýja byggingin er glæsileg í alla staði og verður mikil bæjarprýði. Í skólanum í dag eru um 270 nemendur en eiga

að geta orðið allt að 500. Ég efast ekki

um að það muni fjölga hratt í

skólanum á næstunni.

Nú er bara að vona að hundruð ung-menna eigi eftir að glæða miðbæinn lífi og efla þjónustu á svæðinu.

Þá á húsnæði skólans eflaust eftir að nýtast vel til ýmissa tónleika

og menningarviðburða. Skólahljóm-sveitin og Kaleo spiluðu við vígsluna og var góður rómur gerður af hljómburði í húsinu.

Þann 6. febrúar kl. 16-19 verður opið hús þar sem gestir geta

skoðað þessa nýjustu byggingu í bæjarfélaginu. Til hamingju Mosfellingar með glæsilegan skóla.

Glæsileg skólabygging

Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings

Umsjón: Birgir D. Sveinsson ([email protected])

- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2

HLÍÐARTÚN:Enn er það Sigurður Hreiðar sem segir frá mannvirkj-um í Lagafell Camp við lok heimsstyrjaldar og nú frá fjölskyldu sinni en hún bjó um tíma í baðhúsi hersins:

Baðhús hersins var tveir nokkuð stórir geimar, annar básaður niður í hæfilega sturtustærð og eitt herbergi með steinsteyptri voldugri þró, einkabaðkeri fyrir yfirmenn. Þarna settust foreldrar mínir að með okkur tvö yngri systkinin meðan verið var að koma upp húsum á Hulduhólum. Pabbi braut burtu básana og steypti upp í flóra á milli þeirra. Eldhús gerðu foreldrar mínir úr offísérabaðklefanum, pabbi setti lok á hjörum yfir baðþróna og hún reyndist hin besta kæligeymsla.Upphitun var kolaeldavél í eldhúsklefanum en kolaofn í íverurýminu. Kol þraut aldrei þá mánuði sem við urðum að dugast við þetta. Við krakkarnir vorum bara send út með fötur og hæfilegar skóflur og við skröpuðum upp botnana af kolabingjunum sem lágu á vissum stöðum þar sem herinn hafði geymt eldsneyti. Framan við þessar tvær vistarverur var bíslag. Þar var inngangur í herlegheitin, afdrep fyrir útiskó og útiföt og heimilistík-ina. Seinna eignaðist Lórens Lórens, ráðsmaður á Skála-túni og síðar mjólkurbílstjóri í

Mosfellssveit, þetta hús, nefndi Melgerði og betrumbætti á marga lund. Eftir hann fleiri eigendur, nú síðast Svanur Hafsteinsson, sem hefur gert húsið að augnayndi.Yst til vinstri á eldri myndinni sést á eld-húsið sem minnst var á í síðasta blaði.

Þar fyrir utan: Með tilliti til þess hneykslis sem nú geisar um heiminn að tvö klósett séu sett hlið við hlið í sama rými fyrir íþróttafólk í Sostjí má kannski geta þess að efst hægra megin á eldri myndinni sér veglegasta kamar braggahverfisins. Þar voru 5 setur hlið við hlið hvorum megin og ekki skilrúm á milli.

HéÐAN og þAÐAN

Page 3: 2. tbl. 2014

Þarftu að kaupa eða selja bíl?

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali

586 8080

selja...www.fastmos.is

586 8080 Sími:

rvk

Sími: 586-8080 - ww.fastmos.is

rvk

Page 4: 2. tbl. 2014

www.lagafellskirkja.is

Sunnudagur 2. febrúar Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11.00Sr. Skírnir Garðarsson

Miðvikudagur 5. febrúar Bænastund á Eirhömrum kl. 13.30 Sr. Ragnheiður Jónsdóttir

Sunnudagur 9. febrúar Fjölskylduguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl.11.00 - Sr. Ragnheiður Jónsdóttir

Sunnudagur 16. febrúar Taize - guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 20.00 - Sr. Skírnir Garðarsson

Miðvikudagur 19. febrúar Bænastund á Eirhömrum kl.13:30Sr. Skírnir Garðarsson

Sunnudagaskólinner í Lágafellskirkju á sunnudögum kl. 13.00

www.lagafellskirkja.is

kirkjustarfið

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64

HelgiHald næStu vikna

Mikill uppgangur í ferðaþjónustunniGistiheimilið á Minna-Mosfelli hlaut á dögunum titilinn „Travelers’ Choice 2014“ hjá TripAdvisor. Þar skilja ferðamenn eftir umsagnir og einkunnir um staði út um allan heim. Í fyrra var Minna-Mosfell í þriðja sæti á Íslandi í flokknum B&Bs and Inns en núna trónir gisti-heimilið á toppi listans. Glæsilegur árangur hjá þeim hjónum Guðrúnu Sigurðardóttur og Vali Þorvaldssyni.Þá kemur Hótel Laxnes einnig vel út en hótelið er meðal þeirra vinsæl-ustu á höfuðborgarsvæðinu. Nú yfir vetrartímann spila norðurljósin stórt hlutverk í vinsældunum.

Herrakvöld Lions haldið 14. febrúarHerrakvöld Lionsklúbbs Mosfells-bæjar fer fram föstudaginn 14. febrúar í Hlégarði. Um er að ræða aðalfjáröflun klúbbsins og verður skemmtunin með hefðbundnu sniði. Sjávarréttahlaðborð Vignis, málverkauppboð, happdrætti, söngur og almenn skemmtun.Veislustjóri kvöldsins er Sólmundur Hólm Sólmundarson, ræðumaður er Sr. Karl Matthíasson og um fjöldasöng sér Páll Helgason. Að undanförnu hefur klúbburinn m.a. gefið ný rúm á meðferðarheimilið að Hlaðgerðarkoti að andvirði einnar milljónar, 500 þúsund til hjálparstarfs kirkjunnar í Mos-fellsbæ, 300 þús. kr. styrkur vegna náttúruhamfara á Filippseyjum og 250 þús. í aðra styrki innanbæjar.

Óhætt er að segja að starfsemi Hollvinasamtaka Reykjalundar, sem stofnuð voru seint á síðasta ári, byrji vel. Í upphafi nýhafins árs gáfu tveir einstaklingar, sem ekki vilja láta nafn síns getið, hollvina-samtökunum peningagjöf sem notuð hefur verið til að endurnýja meginþorra allra vinnutölva sem starfsfólk Reykjalundar notar við dagleg störf.

Andvirði gjafarinnar var tæpar 28 milljónir króna og voru keyptar alls 144 HP tölvur frá Opnum kerfum, bæði borðtölvur og fartölvur auk tölva fyrir fundarherbergi heilbrigðisstofnunarinnar.

Hlutverk samtakanna að styðja við starfsemi ReykjalundarAlls hafa á fjórða hundrað manns gengið til liðs við Hollvina-

samtök Reykjalundar frá stofnun samtakanna 2. nóvember. Meg-inhlutverk samtakanna er að styðja við starfsemi Reykjalundar eins og kostur er í samráði við yfirstjórn stofnunarinnar með fjáröflun, fjárstuðningi frá hollvinum og öðrum aðilum sem vilja leggja starf-seminni lið.

Reykjalundur er stærsta endurhæfingarmiðstöð landsins sem þjónar landsmönnum öllum. Þar hafa þúsundir einstaklinga náð heilsu á ný eftir margvísleg áföll í lífinu. Meðalaldur sjúklinga er aðeins um 50 ár og er því ljóst hversu mikilvægu samfélagslegu hlutverki stofnunin gegnir í endurhæfingu sem leiðir til þess að sjúklingar nái heilsu á ný og komist aftur út á vinnumarkaðinn.

Höfðingleg gjöf til Hollvinasamtaka Reykjalundar • Tveir einstaklingar gáfu 28 milljónir

allar vinnutölvur endurnýjaðar

Gunnar Guðjónsson forstjóri Opinna kerfa, Haukur Leósson, formaður Hollvinasamtakanna, og Birgir Gunnarsson, forstjóri Reykjalundar.

Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylking-arinnar hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í kosningunum í vor en hann hefur setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá árinu 1993.

Af hverju ætlar þú að hætta?„Af hverju ekki? Ég hef setið í bæjar-

stjórn Mosfellsbæjar allt frá hausti 1993 en var vara bæjarfulltrúi kjörtímabilið þar á undan. Árunum 1994 til 2002 gegndi ég stöðu formanns bæjaráðs eða forseta bæj-arstjórnar, sat í skólanefnd grunnskóla sem síðar varð fræðslunefnd frá árinu 1990 til 2006 þar af formaður í átta ár. Einnig sat ég í skipulagsnefnd 2006 til 2010. Þessi störf hafa tekið stæðstan hluta af mínum frítíma þessi ár meðfram starfi mínu hjá því góða fyrirtæki sem ég hef starfað hjá í 30 ár. Það er því tími til kominn að sinna ýmsum öðr-um hugðarefnum mínum og er þar margt að velja úr,“ segir Jónas.

„Ég hafði hugsað mér að hætta við síð-ustu kosningar en aðstæður höguðu því þannig að ég gaf kost á mér eitt kjörtímabil til viðbótar. Það má vel vera að sumum þyki það of langur tími að sitja í bæjarstjórn í 20 ár. Að mínu mati er tímalengd í þessu samhengi nokkuð afstæð. Ég tel að frekar skuli horfa til þess hvort menn hafi erindi og eitthvað fram að færa og hafi þeir það ekki þá er eitt kjörtímabil of langur tími.“

Hvað stendur uppúr á þínum pólitíska ferli?

„Ég hef í sjálfu sér aldrei litið á mig sem pólitíkus heldur einstakling sem vill hafa áhrif á þróun þess samfélags sem ég, börn-in mín og barnabörn búum í. Ástæða þess að ég hóf afskipti af bæjarmálum á sínum

tíma var það ástand sem ríkti í skólamálum Mosfellsbæjar þá m.a.í húsnæðismálum grunnskólans. Lausnir í þeim málum, til að bregðast við fjölgun grunnskólabarna, fólust í lausum kennslustofum við skólann. Á þeim átta árum sem ég sat í meirihluta í bæjarstjórn var þeim vanda mætt með byggingu varanlegs skólahúsnæðis til að mæta fjölgun nemenda ásamt því að ein-setja grunnskólann.

Skólamálin hafa alla tíð verið mér hug-leiknust og hin síðari ár hef ég lagt mig fram um að halda þeim málum á lofti og veita meirihlutanum í bæjarstjórn málefnanlegt aðhald með ábyrgum hætti. Ég get nú ekki sagt annað en að ég hef haft af því nokkrar áhyggjur undanfarin ár hvert stefnir í hús-næðismálum skólanna hér í Mosfellsbæ og er ástandið farið að minna mig óþægilega mikið á það ástand sem ríkti þegar ég hóf afskipti af bæjarmálum.“

Hvað tekur við hjá þér?„Ég óttast ekki að verða í vandræðum

með að finna mér verkefni til að verja mín-um frítíma í enda eru hugðarefnin mörg. Ég verð þó að viðurkenna að ég mun dá-lítið sakna þessara starfa sem ég hef sinnt fyrir Mosfellsbæ og íbúa bæjarins. Góðar minningar munu þó fylgja mér frá þessum árum og þá ekki síst viðkynnin við allt það fólk sem ég hef haft samskipti og samstarf við í gegnum árin. Ég hef ekki orðið var við annað en að allt þetta fólk hafi unnið sín störf með hagsmuni bæjarins og íbúa hans að leiðarljósi þó menn hafi ekki alltaf verið sammála um leiðir, forgangsröðun og áherslur.

Þó ég ætli ekki að nefna nein nöfn í

þessu sambandi þá get ég ekki látið hjá líða að minnast á félaga minn Dunu, Guðnýju Halldórsdóttur, sem var ákaflega skemmtilegt og gefandi að vinna með en hún sat með mér í bæjarstjórninni í átta ár. Einnig félaga Hönnu Bjartmars sem hefur staðið við hlið mér sem klettur undan farin ár ýmist sem bæjarfulltrúi eða varamaður minn í bæjarstjórn.“

Jónas Sigurðsson gefur ekki kost á sér í vor •Skólamálin hafa verið hugleiknust

Hættir eftir 20 ára setu í bæjarstjórn Mosfellsbæjar

Page 5: 2. tbl. 2014

Míla tengir heimili landsins við Ljósveituna.

snerparétta leiðin

Page 6: 2. tbl. 2014

Eldri borgarar

Þjónustumiðstöðin EirhömrumJanúar og fEbrúarFimmtudagur 30. janúar gaMan SaMan börnin frá leikskólanum Hlaðhömrum koma og syngja. Hægt er að kaupa kaffi og meðlæti á 400 krónur eftir skemmtunina. Allir velkomnir.

Fimmtudagur 6. febrúar KÍKT fYrIr Horn. Farið verður í menningasetrið Gerðuberg í heimsókn. Mæting kl 13:30 í Þjónustumiðstöðinni Eirhömrum. Skráningar krafist. Allir velkomnir.

Föstudagur 7. febrúar fÉLagSVIST. Aðgangseyrir er 600 kr. innifalið er kaffi og meðlæti. Skráningar krafist. Allir velkomnir.

Fimmtudagur 13. febrúargaMan SaMan börnin frá leikskólanum Hlíð koma og syngja. Hægt er að kaupa kaffi og meðlæti á 400 krónur eftir skemmtunina. Allir velkomnir.

MyndlistanámskeiðEnn eru laus pláss á myndlistarnámskeiðin sem eru á mánudögum kl. 13:30 í kjallara Eirhamra. Frábært námskeið þar sem málaðar eru myndir með akrýl, olíu eða vatnslitum. Skráningar eru hjá forstöðu-manni þjónustumiðstöðvarinnar í síma 586-8014 eða 698-0090.

LeðursaumurVegna mikilla þátttöku í leðursaumi höfum við ákveðið að bæta við námskeiði og kennt verður bæði á miðvikudögum og fimmtudögum og byrjar kennsla í febrúar og eru því 2-3 sæti laus í viðbót!!!! Kennari er lærður fatahönnuður með mikla reynslu í leðurvinnu. Hugmyndin er að einblína á að endurvinna gamalt leður og er því tilvalið að fara að taka til og finna gömlu leðurjakkana og búta þá niður. Áætlað er að gera fóðraðar töskur og snyrtibuddur með rennilás. Þátttakendur þurfa að koma með saumavél og efni með sér. Þetta námskeið hentar jafnt byrjendum sem og lengra komnum.

Skráningar eru hjá forstöðumanni þjónustumiðstöðvarinnar í síma 586-8014 eða 698-0090. Kennari mun hringja í þátttakendur á næstu dögum til að staðfesta skráningu.

PostulínsnámskeiðByrjar þriðjudaginn 4. mars til og með 1. apríl (með möguleika à framhaldi) 16:00-19:00. Skráningar eru í þjónustumiðstöð eða hjá forstöðumanni þjónustumiðstöðv-arinnar í síma 586-8014 eða 698-0090.

Ásaumur/applekeringÁ þriðjudögum kl. 13:00 í handverkstofu ætlar Helga Thoroddsen að vera með leið-sögn í ásaumi. Þáttakendur þurfa að koma með allt efni, en tilsögnin er ókeypis.

aÐaLfUnDUr faMoS 2014Aðalfundur Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni verður haldinn í Hlégarði mánudaginn 17. febrúar og hefst kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Vert

er að vekja afhygli á því að óvenju margir eiga að ganga úr stjórn að þessu sinni. Því er áríðandi að vel sé mætt á fundinn. Ekki er síður ástæða til að benda félagsmönn-um á að starf í stjórn félags af þessu tagi hefur fjölbreytt og skemmtileg félagsleg samskipti í för með sér. Því er ástæða til að hvetja félaga að gefa kost á sér.

StundaskráMinnum á nýútgefna stundaskrá sem fylgdi síðasta Mosfellingi og einnig er hægt að nálgast hana í Þjónustumiðstöð. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, endilega komið og verið með okkur í félagstarfinu í vetur og rjúfum félagslega einangrun. allir velkomnir.

Skrifstofa þjónustumiðstöðvarinnar Eirhömrum er opin alla virka daga milli kl. 13:00-16:00. Allar upplýsingar og skráningar eru hjá forstöðumanni þjónustumiðstöðvar-innar í síma 586-8014 eða 698-0090.

Skrifstofa FaMos er opin á mánu-dögum milli kl. 14.00-15.00.

- Fréttir úr bæjarlífinu6

Samfylkingin mun stilla upp á listaÁ fjölmennum félagsfundi Samfylk-ingarinnar í Mosfellsbæ sem haldinn var laugardaginn 18. janúar var ákveðið einróma að stilla upp á lista fyrir bæjarstjórnar-kosningarnar í vor. Kosin var kjörnefnd sem skila mun tillögu að framboðslista til félagsfundar er tekur tillöguna til af-greiðslu. Oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ frá stofnun hennar, Jónas Sigurðsson, hefur tilkynnt að hann verði ekki í framboði í vor.

Uppstilling hjá Fram-sóknarflokknumFramsóknarfélagið í Mosfellsbæ hefur falið uppstillingarnefnd að gera tillögu að framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi bæj-arstjórnarkosningar í Mosfellsbæ sem fram fara 31. maí n.k. Uppstillingarnefnd hefur auglýst eftir áhugasömum frambjóðendum og tilnefningum um frambjóðendur til að taka sæti á lista Framsóknarflokksins. Rann sá frestur út í vikunni.

Fimmtán í prófkjöri SjálfstæðisflokksinsPrófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fer fram laugardaginn 8. febrúar. Kosið er á kosningaskrif-stofu flokksins í Krónuhúsinu kl. 10-19. Fimmtu-daginn 6. febrúar verður haldinn kynningarfundur á frambjóðendum í Hlégarði kl. 20. 15 frambjóðendur hafa skilað inn gildum framboðum til kjörnefndar fulltúaráðs. Sjálfstæðisfélagið aug-lýsir frambjóðendur sína í miðopnu blaðsins.

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri hefur lagt til við bæjarstjórn Mosfellsbæjar að skipað-ur verði starfshópur undir forystu hans sem hafi það hlutverk að undirbúa byggingu fjölnota íþróttahúss í bænum. Auk bæjar-stjóra skal bæjarráð tilnefna þrjá fulltrúa til setu í starfshópnum og Ungmennafélagið Afturelding einn.

Forsaga málsins er sú að íþrótta- og tómstundanefnd hefur undanfarin miss-eri unnið að forgangsröðun framkvæmda varðandi byggingu íþróttamannvirkja. Meðal annars hefur nefndin staðið fyrir íbúaþingi þar sem óskir um byggingu fjöl-nota íþróttahúss komu sterkt fram. Í því ljósi þykir nauðsynlegt að fara yfir mögu-

leika á byggingu slíks húss í Mosfellsbæ, meðal annars með því að afla upplýsinga á formlegan og skipulegan hátt frá hags-munaaðilum, segir í tillögunni sem rædd var á bæjarstjórnarfundi í gær.

Ekki spurning um hvort heldur hvenærAð sögn Haraldar er ekki spurning um

hvort slíkt hús verður byggt heldur aðeins hvenær, hvar og hvernig. Þess vegna er lagt til að skipaður verði starfshópur sem fari með það verkefni að koma með tillögu/ur um hvar byggt skuli fjölnota íþróttahús, af hvaða gerð og stærð, rekstrarform þess og hvenær. Slíkar tillögur skulu m.a. taka mið af vinnu íþrótta- og tómstundanefnd-

ar um forgangsröðun framkvæmda. Við ákvörðun um fjárfestingu vegna slíkra framkvæmdar er einnig rétt að hafa í huga að gera sérstakt mat á áhrifum hennar á fjárhag sveitarfélagsins, sbr. ákvæði 66. gr. sveitarstjórnarlaga. Við gerð slíks mats skal tekið tillit til annarra framkvæmda á vegum bæjarfélagsins og mat lagt á hvenær hægt er að hefja framkvæmdir, segir í tillögu bæjarstjóra.

Myn

dir/

a2f a

rkite

ktar

Mosfellsbær hefur undirbúning • Fimm manna starfshópur •Opinn fundur 11. febrúar

StarfShópur um fjölnota íþróttahúS

Þessu tengt þá mun Afturelding boða til opins fundar í Lágafells-

skóla um byggingu fjölnota íþróttahúss þriðjudaginn 11. febrúar næstkomandi.

Svona gæti fjölnota íþróttahúS litið út

Page 7: 2. tbl. 2014

Velkomin í heimsóknFimmtudaginn 6. febrúar milli kl. 16:00 og 19:00 bjóðum við í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ öllum í heimsókn

Skólinner byggður utan

um hugmyndafræðina sem birtist í kennsluháttunum.

Þeir miða að því að gera nemend-ur tilbúna fyrir síbreytilegt samfélag

21. aldarinnar. Í nýja húsinu er öll aðstaða eins og hún gerist best og

nú geta nemendur og kennarar loksins látið hugmyndafræð-

ina koma að fullu til framkvæmda.

Fram-haldsskólinn

í Mosfellsbæ býður upp á nám í fremstu röð og

framúrskarandi skólabrag. Þeg-ar nemendur voru beðnir um að

lýsa skólanum komu upp orð eins og: hamingja, virðing, samvinna, sjálfsöryggi og

jákvæðni.

Við

viljum því

hvetja ykkur til að

kíkja við og skoða

hið glæsilega nýja

hús og kynnast

lífinu í FMOS!

Myn

dir/

a2f a

rkite

ktar

10.bekkingar

og foreldrar/forráðamenn þeirra eru boðnir sérstak-

lega velkomnir.

Starfsmenn Framhaldsskólans

í Mosfellsbæ

Page 8: 2. tbl. 2014

Eva gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Eva Magnúsdóttir gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-ins í Mosfellsbæ 8. febrúar. Eva er formaður fræðslunefndar Mosfells-bæjar og hefur setið í nefndinni undanfarin 5 ár. Hún er jafnframt varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-ins í bæjarstjórn.Eva sat í stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar í 9 ár, þar af í 8 ár sem formaður, og leiddi þar uppbygg-ingu og stækkun deildarinnar. Eva er forstöðumaður hjá Mílu ehf. þar sem hún hefur starfað og setið í framkvæmdastjórn sl. 7 ár. Áður gegndi hún stöðu forstöðumanns almannatengsla Símans og var upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Eva er með MBA í viðskiptafræði og stjórnun auk BS gráðu í þjóð-háttafræði og háskólapróf í hagnýtri fjölmiðlun. Hún er gift Finni Sigurðssyni og eiga þau tvær dætur, 16 og 19 ára gamlar.

Karen Anna sækist eftir 7. sæti Karen Anna Sævarsdóttir gefur kost á sér í 7. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis-flokksins í Mosfellsbæ 8. febrúar.Karen Anna er nemi á þriðja ári við Menntaskólann við Sund. Hún er einnig fimleikaþjálfari hjá Fimleikadeild Aftureldingar. Karen Anna hefur verið í fimleika-deild Aftureld-ingar frá árinu 2006 sem iðkandi og þjálfari. Hún hefur einnig unnið hjá Mosfellsbæ á hverju sumri frá árinu 2009. „Ég óska eftir stuðningi Mosfellinga í 7. sætið til þess að taka þátt í uppbyggingu og vera rödd unga fólksins í bænum okkar. Ég hef mikinn áhuga á að leggja mitt af mörkum til uppbyggingar öflugs íþrótta- og félagsstarfs í bæjarfélag-inu sem er nauðsynlegt fyrir börn og unglinga sem eru framtíð okkar Mosfellsbæjar.“

- Vígsla Framhaldsskólans í Mosfellsbæ8

Dóra Lind stefnir á 4. sæti í prófkjöriDóra Lind Pálmarsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Dóra Lind er 29 ára gömul og hefur búið í Mosfellsbæ frá 16 ára aldri. „Mér líkar mjög vel að búa í Mosfellsbæ og ég ætla mér að stofna fjölskyldu hér með mínum sambýlismanni, honum Maríusi Þór Haraldssyni.“Dóra Lind starfar hjá Eflu verkfræði-stofu á byggingarsviði. „Ástæður þess að ég valdi Mosfells-bæ sem mína framtíðarbúsetu eru þær að hér er vingjarnlegt umhverfi, stutt í alla þjónustu, stutt í fallegu náttúruna sem umlykur Mosfellsbæ og síðast en ekki síst þá býr hér vingjarnlegt og skemmtilegt fólk. Ég trúi því að það sé hægt að nýta mína krafta í að gera Mosfellsbæ að enn öflugra samfélagi en það er nú þegar og þess vegna óska ég eftir stuðningi Mosfellinga í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.“

Nýtt húsnæði Framhaldsskólans í Mos-fellsbæ var vígt föstudaginn 24. janúar að viðstöddu fjölmenni. Með því lýkur tæplega sex ára vegferð frá því að samkomulag um stofnun skólans var undirritað þann 19. febrúar árið 2008 af menntamálaráðherra og bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Skólinn hóf starfsemi haustið 2009, framkvæmdir við húsið hófust í júní 2012 og hófst kennsla í húsinu nú í janúar.

Skólinn tekur um 400-500 nemendurVígsluathöfnin var einstaklega glæsileg

og þar var boðið upp á tónlistaratriði að hætti Mosfellinga. Skólahljómsveit Mos-fellsbæjar tók á móti gestum, nemendur í tónlistardeild Listaskólans léku og hljóm-sveitin Kaleo spilaði nokkur lög.

Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari bauð gesti velkomna, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hélt ávarp ásamt Ragnheiði Ríkharðsdóttur þingmanni og Haraldi Sverrissyni bæjar-stjóra. Pétur Guðmundsson forstjóri Eykt-ar afhenti að lokum Guðbjörgu formlega lyklavöld að húsinu.

Stærð byggingarinnar er um 4100 m2 og tekur hún um 400-500 nemendur. Húsinu er skipt í sex kennsluklasa eftir námsgreinum

eða námsgreinaflokkum og í hverjum klasa eru stór rými, lítil, opin og lokuð. Stundum er allur hópurinn saman í kennslustofunni en skiptist líka niður í minni hópa sem dreifast um klasann. Húsið er einstaklega glæsilegt og samræmist vel umhverfinu og áherslum skólans sem eru á umhverfi og auðlindir.

Mun hafa mikil áhrif á samfélagiðHaraldur Sverrisson, bæjarstjóri, sagði

við þetta tilefni að það hafi verið heillaskref að stofna skólann og að staða hans ætti eftir að styrkjast verulega um ókomin ár. „Skól-inn mun styðja vel við skólasamfélagið sem fyrir er og efla unga fólkið okkar til góðra verka. Tilkoma bæði svona glæsilegs húss og ennfremur þess stóra hóps af fólki sem kemur til með að starfa hér við kennslu og nám, í hjarta bæjarins, mun hafa mikil áhrif á það samfélag sem við búum“.

Mosfellsbær stendur að byggingu skólans ásamt ríkinu og leggur til 40% stofnkostn-aðar. Framkvæmdasýsla ríkisins sá um eftirlit með framkvæmdunum fyrir hönd mennta– og menningarmálaráðuneytisins og Mosfellsbæjar. Aðalverktaki hússins er Eykt ehf.

a2f arkitektar – arkitekta– og samræmingarhönnun, Birkir

Einarsson – landslagshönnun, Bryndís Bolladóttir – listskreyting, Drekafluga – lýsingarhönnun, Efla – hljóðhönnun, Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar – rafmagnshönnun, Verkís – burðarþols- og lagnahönnun, umhverfisvottun, VSI öryggishönnun og ráðgjöf - brunahönnun.

Hönnun

Fimmtudaginn 6. febrúar verður opið hús í skólanum kl. 16-19.

Opið Hús 6. febrúar

Skólinn hóf starfsemi í Brúarlandi 2009 •Lyklar að nýja húsnæðinu afhentir við athöfn

Framhaldsskólinn flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði

skólameistarinn tekur við lyklunum úr höndum forstjóra eyktar

Myn

dir/

Hilm

ar

ánægð með ný húsakynni

Myn

dir/

a2f a

rkite

ktar

Page 9: 2. tbl. 2014

Mosfellsbær gaf jarðlista-verk eftir einar grétarsson

kaleo tók lagið skólahljóMsveitin leikur

arkitektar hússins, aðalheiður og falk

listskreytingar eftir berglindi bolladóttur

frá vígsluathöfninni

glæsileg nýbygging

FMOS í nýtt húsnæði - 9

Page 10: 2. tbl. 2014

Theódór sækist eftir 5. sæti á lista Theódór Kristjánsson sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer laugar-daginn 8. febrúar næstkomandi. Hann hefur tekið virkan þátt í sveit-arstjórnarmálum í bænum frá árinu 2006, er formaður íþrótta- og tómstundanefnd-ar, varabæjarfulltrúi og í stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Theódór er kvæntur Maríu Páls-dóttur og eiga þau þrjú börn.

- Til hamingju með afmælið Skálatún10

Óbreytt gjaldskrá í leikskólunum ASÍ birti á dögunum verðkönnun á leikskólagjöldum 15 stærstu sveitarfélaganna. Fyrstu niður-stöður innihéldu villu í gjöldum Mosfellsbæjar en tölurnar hafa nú verið lagfærðar og kemur í ljós að gjaldskrá Mosfellsbæjar er langt í frá hæst, líkt og haldið var fram, fyrir 8 tíma vistun með fæði. Sveitarfélagið raðast talsvert aftar í samanburðin-um og er með óbreytta gjaldskrá frá fyrra ári. Í þessu samhengi er vert að taka fram að fyrir 9 tíma vistun eru gjöldin enn hagstæðari í Mos-fellsbæ en í öðrum sveitarfélögum. Þess má einnig geta að í saman-burðartölum SSH á skólamáltíðum er Mosfellsbær með lægsta verðið á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er verðskrá fyrir frístundasel þannig að grunngjald er næst lægt í Mosfells-bæ ásamt því að boðið er upp á klukkustundargjald eftir fyrstu 20 klukkustundirnar en það er ekki gert annarsstaðar. Bæjarstjórn samþykkti nú í desember að hækka frístundaávísanir úr 18 þúsund krónum upp í 25 þúsund krónur og tekur hækkunin gildi frá og með næsta hausti og verða slíkir styrkir þá svipaðir og í öðrum sveitarfélög-um á höfuðborgarsvæðinu.

Bætist í hópinn í Handverkshúsinu Breytingar verða í Handverkshúsinu í Þverholti í febrúar. Nýjar konur bætast í hópinn með nýjar vörur t.d fatnað og myndlist. Einnig er áætlað að hafa ýmiskonar námskeið í boði t.d. myndlist (olía og akríl) post-ulínsmálun, trétálgun, tréútskurð, beinútskurð, bútasaum og margt fl. Fyrirhuguð eru ýmiskonar konu-kvöld í léttum dúr, föndur eða mæta saman og taka lagið (söngur bætir og kætir). Pláss er fyrir tvær konur í föstu plássi til viðbótar á vinnustofu í myndlist eða öðru. Upplýsingar veita: Ásdís í síma 864-1202 og Sigrún í síma 894-0536

Í dag eru 60 ár liðin frá stofnun Skálatúns. Stórstúka Íslands keypti jörðina Skálatún í Mosfellssveit árið 1953. Það var svo 30. janúar árið 1954 sem sjálfseignarstofnunin Skálatúnsheimilið var stofnuð. Þann dag fluttu fyrstu þrjú börnin á Barnaheimili Templara við Skálatún eins og það hét þá og ætlunin var að þar myndu búa 17 börn og unglingar.

Í upphaflegri skipulagsskrá segir að tilgangur Skálatúnsheimilisins væri að reka barnaheimili, sérstaklega fyrir börn með þroskahömlun, fyrir alla aldurshópa. Fyrstu sex ár Skálatúns var aðeins eitt íbúðarhús þar sem bjuggu saman 23 íbúar ásamt flestum starfsmönnum heimilisins. Styrktarfélag vangefinna, nú Ás styrktarfé-lag, var stofnað árið 1958 og tveimur árum síðar gerðist það eignar- og rekstraraðili að starfseminni en Skálatún var þó áfram sjálfseignarstofnun.

Miklar breytingar hafa átt sér staðFram til ársins 1982 var stundaður bú-

rekstur á Skálatúni en þá var hann lagð-ur af og húsakostur nýttur til annarrar starfsemi Skálatúns. Á þessum árum fékk Skálatúnsheimilið styrk frá ríkinu auk þess sem einstaklingar og fyrirtæki hlúðu að heimilinu.

Frá þessum tíma og til dagsins í dag hafa átt sér stað miklar breytingar á húsnæði og starfsemi Skálatúns, starfsemin hefur fylgt þeirri þróun sem á sér stað í málefnum fatlaðra. Í dag eru fimm herbergja sambýli og tvö hús með samtals tíu íbúðum en það eru 37 íbúar búsettir í Skálatúni.

Þá er einnig á staðnum dagþjónusta, sundlaug, vinnustofur og skrifstofur. Margs konar búsetuform eru í boði í Skáltúni er það gert til þess að koma til móts við þarfir hvers og eins og þá þróun sem hefur verið í búsetumálum fólks með þroskahömlun. Vaxandi hluti starfseminnar er dagþjónusta og vinna.

Markmiðið að tryggja jafnréttiÍ stefnu og hugmyndafræði Skálatúns er

lögð áhersla á einstaklinginn og að veita einstaklingsmiðaða þjónustu, tryggja jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna og skapa skilyrði til að lifa eðlilegu lífi með vísan til laga um málefni fatlaðra og þeim alþjóðlegu skuldbinding-um íslenskra stjórnvalda við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Skálatún mætir

þessu ákvæði með rekstri sjálfstæðrar bú-setu og sambýla.

Sjálfsákvörðunarréttur er lykill að lífs-gæðum því hverjum manni er nauðsynlegt að fá að velja og hafa áhrif á eigið líf. Það er á ábyrgð starfsfólks að örva og þjálfa sjálfs-ákvörðunarrétt einstaklingsins og stuðla að því að fólk þekki valmöguleika sína og afleiðingar þeirra.

Fjölbreytt starfsemiDagþjónusta er samþætt í Skálatúni og

skiptast í vinnustofur og Skjól. Dagþjón-ustu/vinnu sækja 43 einstaklingar sem ýmist eru búsettir í Skálatúni eða annars staðar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þá sækir hluti fólks sem búsett er í Skálatúni dagþjónustu eða vinnu annars staðar.

Á vinnustofunum er fjölbreytt starfsemi þar sem meðal annars er unnið að pökkun í neytendaumbúðir fyrir ýmis fyrirtæki. Eitt af verkefnum Vinnustofanna er skönnun á

ljósmyndum eða slides-myndum. List og handverk skipa stóran sess í starf-

semi vinnustofanna og í handavinnustofu er unnið við vefnað, kortagerð og hönnun ýmissa textílmuna. Afraksturinn er til sölu í galleríinu á staðnum sem er opið alla virka daga. Fyrir jólin er svo haldinn veglegur jólamarkaður .

Skjólið hefur það að markmiði að veita fjölbreytta einstaklingsmiðaða þjónustu og veita tilboð sem byggja á löngunum og vali hvers og eins. Lagt er upp úr að mæta félagsþörf og að fólk upplifi vellíðan og slökun.

Nýlega voru tekin í notkun skynörvun-arherbergi sem byggja á hugmyndafræði „Snoezelen“. Styrkur úr Líknarsjóði Ögnu og Halldórs Jónssonar gerði uppbyggingu þeirrar aðstöðu mögulega. Megináherslan er á skynjun og samveru og að einstakling-urinn njóti sín á eigin forsendum og nái slökun og örvun á skilningarvitum.

Fyrstu börnin fluttu á Skálatún 30. janúar 1954 •Margs konar búsetuform í boði í dag

Skálatún 60 ára í dag

hressir íbúar á skálatúni ætla að fagna afmæli í kvöld

myndir úr starfinu

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Page 11: 2. tbl. 2014

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Page 12: 2. tbl. 2014

- Þorrablót Aftureldingar 201412

Sigrún Agnarsdóttir og Gunnar Ingi Gunnarsson.

Ketilbjölluhjónin Vala Mörk og Guðjón Svansson.

Kristján E. Jónsson og Elín Matthildur. Karen, Sigurpáll og Guðrún.Andrea Jónsdóttir og Davíð Baldur Sigurðsson.

Magnús Þorgeirsson og Ellý Björnsdóttir.Ragnhildur Ösp Sigurðardóttir og Kjartan Jónsson.Rúnar Kristinsson og Vigdís Beck.

Feðginin Rut Margrét og Guðjón Magnússon.

Auður og Ragga mættar á blót.Sigrún Másdóttir og Margrét Vilhjálmsdóttir.

Jóhannes Baldursson og Jónheiður Steindórsdóttir.

Vigdís Elín Vignisdóttir og Bjarni Þór Ólafsson.

Júníus Guðjónsson og Þóra Birna Pétursdóttir.

Unnur Pálmarsdóttir og Gylfi Már Ágústsson.

Frábær skemmtun í Íþróttahúsinu að Varmá •Stærsta fjáröflun ungmennafélagsins

Fjölmennt á Þorrablóti Aftureldingar

Skvísurnar við þorrablótsvegginn. Helga Dögg Reynisdóttir, Alfa Regína Jóhannsdóttir, Ingibjörg Skúladóttir, Sigríður Sveinbjörnsdóttir og Eydís Einarsdóttir.

Hafdís, Didda og Hafdís mættar til að blóta.

Helgi Björns fór á kostum eins og við var að búast.

Siggi Hansa og Anna Ólöf fóru með minnin.

Sveinbjörn, Þorkell og Halla Heimis.

Page 13: 2. tbl. 2014

Þorrablót Aftureldingar 2014 - 13

Halla Karen Kristjánsdóttir og Elías Níelsson.Gretar Strange og Hugi Sævarsson.Helga Ólöf Eiríksdóttir og Adonis Karaolanis.

Friðrik Már Gunnarsson og Anna Guðrún Auðuns.Indriði Jósafatsson og Hrönn Helgadóttir.Inga Lilja Hjálmarsdóttir og Reynir Schmidt.

Ásgerður Hauksdóttir og Þorsteinn Bjarnason.

Arna Björk Birgisdóttir og Þórður Ólason.

Erla Edvardsdóttir og Viktor Viktorsson.

Mæðgurnar Agnes og Hanna Símonardóttir.

Finnbogi Snæbjörnsson og Elva Björg Pálsdóttir.

Aldís, Sara og Guðbjörg Fanndal.

Agnes Ósk Guðjónsdóttir og Ragnhildur Bergþórs.

Ævar Sigdórs með fríðu föruneyti að Varmá.

Stærsta fjáröflun ungmennafélagsins •Yfir 500 manns í matnum

Fjölmennt á Þorrablóti Aftureldingar

Mikil vinna var lögð í borðaskreytingar þetta árið. Hér er Heiðrún Jóna Ingólfsdóttir með vini sínum.

Skólahreystishjónin Andrés og Lára. Geiri og Bóel láta sig ekki vanta.

Davíð og Stefán voru veislustjórar kvöldsins. Svanur og Hildur skildu Grillvagninn eftir heima.

Bjössi og Hjössi búnir að klófesta Pálma Gunnars.

Guðmundur og Lárus Wöhler.

Harpa og Ragnheiður með sparibrosið.

Myn

dir/

Ragg

iÓla

/Rut

h Ö

rnól

fs

Page 14: 2. tbl. 2014

- Fréttir úr Mosfellsbæ14

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2014

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu bæjarins auk reglna um úthlutunina.Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir, innan sem utan Mosfellsbæjar.

Fjárframlög til lista og menningarmála eru af tvennum toga:• Fjárframlög til almennrar listastarfsemi• Fjárframlög vegna viðburða eða verkefnaUmsóknum skal skilað í síðasta lagi þann 1. mars 2014 á bæjar-skrifstofu Mosfellsbæjar í samræmi við reglur og leiðbeiningar

sem fylgja umsóknareyðublöðum, sem hægt er að nálgast á heimasíðu Mosfellsbæjar. Umsóknum ber að skila rafrænt á net-fangið: [email protected] eða beint í gegnum heimasíðu Mosfellsbæjar.

Nefndin áskilur sér rétt til að samþykkja eða hafna umsókn umsækjanda að hluta eða alfarið, ef ekki er færi á öðru að mati nefndar. Afgreiðsla nefndarinnar er trúnaðarmál.Niðurstöður menningarmálanefndar Mosfells-bæjar munu liggja fyrir eigi síðar en 10. apríl 2014 og eru háðar samþykki bæjarstjórnar.

Menningarmálanefnd auglýsir eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum frá nefndinni vegna listviðburða og menningarmála árið 2014. Hér undir falla áður árviss fjárfram-lög til margvíslegrar menningarstarfsemi í bænum, auk nýrra.

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 30. janúar, verður Laxnesskvöld Kirkjukórs Lágafells-sóknar í Lágafellskirkju kl. 20:00.

Jón Magnús Jónsson frá Reykjum, Arn-þrúður Ösp Karlsdóttir og Særún Harðar-dóttir syngja mörg af ástsælustu ljóðum skáldsins við lög ýmissa tónskálda ásamt Kirkjukór Lágafellssóknar undir stjórn Arn-hildar Valgarðsdóttur organista. Brynhildur Ásgeirsdóttir leikur á þverflautu. Félagar úr kirkjukórnum lesa valda kafla úr Heims-ljósi. Óvæntur gjörningur í lok kvöldsins. Aðgangur ókeypis.

Kjölur og Bakkakot verði Golfklúbbur Mosfellsbæjar

Stefnt að sameiningu golfklúbbanna tveggjaÁ dögunum var skrifað undir viljayfirlýs-ingu um sameiningu golfklúbbanna í Mos-fellsbæ, Kjalar og Bakkakots, í nýjan klúbb undir nafninu Golfklúbbur Mosfellsbæjar.

Formenn klúbbanna, fyrir hönd stjórna þeirra, ásamt Haraldi Sverrissyni bæjar-stjóra, undirrituðu viljayfirlýsinguna þar sem stefnt er að sameiningarviðræðum á árinu 2014. Nýr klúbbur mun halda úti tveimur vallarsvæðum og halda þeim við með sambærilegum hætti og verið hefur. Bæjarfélagið mun gera samning við Golf-klúbb Mosfellsbæjar um uppbyggingu á golfvallarsvæðum klúbbsins í bæði Mos-fellsdal og Mosfellsbæ og mun sú uppbygg-ing hefjast á árinu 2014.

Verði sameining golfklúbbanna samþykkt

á aðalfundum félaganna munu stjórnir þeirra ásamt Mosfellsbæ ganga frá form-legu þríhliða samkomulagi um sameiningu klúbbanna og stuðningi bæjarfélagsins við hinn sameinaða klúbb.

Á myndinni eru Guðjón Karl Þórisson, formaður Kjalar, Harald-ur Sverrisson, bæjar-stjóri og Gunnar Ingi Björnsson, formaður Golf-klúbbs Bakka-kots.

Laxnesskvöld Kirkjukórs Lágafellssóknar í Lágafellskirkju

Saungskemmtun í kvöld

Þórgunnur Guðgeirsdóttir (Hogga) hefur opnað yogastúdíó í Kjarnanum (við hliðina á dýralækninum).

„Ég er búin að iðka yoga síðan 1996. Fór á námskeið hjá Yogi Shanti Desai sem er indverskur gúrú, segir Hogga sem er útkrifuð jógakennari frá Jógastúdíó og Guðjóni Bergmann. „Ég býð upp á námskeið, opna tíma, einka-kennslu o.fl. í power-, hatha- og core vinyasa yoga. Verð svo með meira skemmtilegt eftir því sem fram líða stundir. Allir fá að sjálfsögðu ókeypis prufutíma,“ segir Hogga.

Nánari upplýsingar á Facebook „Yoga hjá Hoggu“ og í síma 845-9280.

Opnar yogastúdíó í Kjarnanum

Page 15: 2. tbl. 2014

www.mosfellingur.is - 15

16.-23. febrúarKærleiKsviKa í mosfellsbæ

Sunnudagur 16. febrúarKaffihúsið Álafossi kl. 15–17Spákaffi (þú færð 15 mín. spá á vægu verði)

Kærleikssetrið kl. 14Fyrirlestur. Viltu losna við innri reiði? Aðgangur ókeypis.

blómabúðin Hlín verður með kærleikstré alla vikuna, þar sendir þú falleg skilaboð og óskir út í heiminn.

MÁnudagur 17. febrúar bónus og KrónanNemendur úr Lágafells- og Varmárskóla setja kærleiksrík skilaboð á innkaupakerrurnar.

Kærleikssetrið kl. 12–18 Nudd-heilun, miðlun, 15 mín. prufutímar á vægu verði. Tilrauna skyggnilýsing kl. 20.

Þriðjudagur 18. febrúar Kærleikssetrið Tarotspá kl. 12–16 og kl. 11-16 heilun hvoru tveggja 15 mín. á vægu verði.

MiðviKudagur 19. febrúar Hamrar kl. 15. Starfsmenn Ásgarðs færa íbúunum þar kærleiksgjöf.

Kærleikssetrið Kl. 13–19: spálestur og heilun, stuttir tímar á vægu verði. Kl. 19:30 hugleiðsla.

fiMMtudagur 20. febrúar Kærleikssetrið kl. 12–16 Tarotspá. Stuttir tímar á vægu verði.

Lágafellskirkja kl. 20Heilunarguðsþjónusta. Söngur, bæn,

handayfirlagning og smurning. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir.

föStudagur 21. febrúar Kærleikssetrið kl. 13–17 Heilun og tarotspá. 15 mín. á vægu verði.

Laugardagur 22. febrúar Kærleikssetrið kl. 14 Skyggnilýsing.

Sunnudagur 23. febrúarKaffihúsið Álafossi kl. 15–17 Spákaffi (þú færð 15 mín. spá á vægu verði)

Kærleikssetrið kl. 12–18 Konudekur á vægu verði.

Sjá nánar www.kaerleikssetrid.is

TöKum

þáTT

Veljum kraftmikla konu í 4. sætið

rleiKsviKa

í mosfellsbæ 16.-23. febrúar

Kærl

eiKsviKaí mosfellsbæ

16.-23. febrúar

Page 16: 2. tbl. 2014

- Heilsubærinn Mosfellsbær16

Vantar bíla á skrá og á staðinn

Vegna Mikillar sölu

100 bílar | ÞVerholti 6 | Sími 517 9999 | [email protected] í mosfellsbæ

Vatn er besti svaladrykkurinn

heilsu

hornið

Við búum við þau forréttindi hér á landi að geta drukkið vatn beint úr krananum og bragðgæðin eru mikil. Í vatni er enginn viðbættur sykur, engin sætuefni, engin sítrónusýra (E330), engin rotvarnarefni og engin bragðefni. Vatn er því besti svaladrykkurinn og er óhætt að drekka vel af því. Vatn er nú algengasti drykkur Íslendinga og hefur vatnsdrykkja þrefaldast frá árinu 1990 samkvæmt niðurstöðum Landskönnun-ar á mataræði fullorðinna frá 2010/11 og er það mjög jákvæð þróun.

Vökvaþörf er breytileg meðal manna

Stærstur hluti mannslíkamans er vatn og er nægilegt magn vökva nauðsynlegt fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Vökvaþörf er breytileg meðal manna og ræðst með-al annars af aldri, líkamsstærð, veðri og því hversu mikið menn hreyfa sig. Á meðan 1-1,5 lítrar vökva úr drykkjum á dag ættu að duga flestum fullorðnum er vökvaþörf þeirra, sem hreyfa sig mikið eða tapa vökva af öðrum völdum, oft meiri.

Takmarka þarf neyslu gos- og svaladrykkja

Neysla gosdrykkja hefur aukist mikið undanfarna áratugi hér á landi og er meiri en á hinum Norðurlöndunum. Tölur um fæðuframboð sýna tæplega hálfan lítra á hvern íbúa á dag eða sam-tals 146 lítra fyrir hvern íbúa á ári, hvort heldur um er að ræða börn, fullorðna eða eldra fólk.

Niðurstöður nýlegrar kerfisbundinnar yfirlitsgreinar (systematic review) sýndu að mikil neysla á sykruðum drykkjum, svo sem gosdrykkjum og djús, eykur að öllum líkindum hættu á sykur-sýki af tegund 2. Hugsanlega skiptir neyslumynstur máli, en það virðist t.d. hafa mismunandi áhrif á efnaskipti líkamans hvort sykurs er neytt í minni skömmtum yfir daginn eða í miklu magni á stuttum tíma, eins og oft á við þegar sykraðra drykkja er neytt. Mikil

neysla sykraðra gosdrykkja og annarra sykraðra svaladrykkja hefur einnig verið tengt við aukna tíðni offitu. Það er því mikilvægt að takmarka neyslu gos- og svaladrykkja og velja vatn í staðinn. Kolsýrt vatn án sítrónusýru getur einnig verið góður valkostur en mikilvægt

er að hafa í huga að margir svaladrykkir á íslenskum markaði hafa einnig gler-ungseyðandi áhrif og gildir það jafnt um gosdrykki, íþróttadrykki, orkudrykki og vatnsdrykki með sítrónusýru.

Auðveld leið til að auka vatnsdrykkju

Auðveld leið til að minnka gos-drykkjaneyslu og þar með sykurneyslu er að drekka vatn í staðinn. Einnig má draga úr óhóflegri kaffidrykkju með því að auka vatnsdrykkju. Við erum svo lánsöm að geta nálgast hreint vatn beint úr krananum og því tilvalið að notfæra okkur það í ríkari mæli. Til að stuðla að aukinni vatnsdrykkju má huga að því að bæta aðgengi að góðu drykkjarvatni. Það er hægt að gera með því að koma upp drykkjarbrunnum í skólum, íþrótta-húsum og á vinnustöðum og draga úr framboði á óhollari vörum. Kalt og gott vatn ætti að vera alls staðar aðgengilegt þar sem börn og fullorðnir eru við leik og störf. Stuðlum að betri heilsu og holl-ustu með því að velja vatn sem oftast - besta svaladrykkinn.

Elva Gísladóttir, næringarfræðingur hjá Embætti landlæknis

Skjöl Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar eru mikill viskubrunnur um sögu og menningu héraðsins. Héraðsskjala-safnið varðveitir gögn frá stofnunum, félögum, fyrirtækjum og einstakl-ingum. Safnið óskar eftir að fá gögn afhent í stað þess að þeim sé eytt.Glötuð gögn er glötuð saga.

Hér fyrir ofan má sjá mynd sem varðveitt er á safninu: Hér sést brúin yfir Köldukvísl í byggingu árið 1941 og vígð ári síðar. Hún var í upphafi einbreið en breikkuð í tvær akgreinar árið 1971. Þessi brú leysti af aðra eldri er byggð var 1912 en sú brú stendur aðeins ofar.

Leynist fjársjóður í þínum fórum?

Hamrar hjúkrunarheimiliMosbellsbæ

Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar á næturvakti, starfshlutfall samkomulag.

Nánari upplýsingar veitir:Jóna H. Magnúsdóttir, verkefnastjóri mannauðs síma: 522 5777 eða [email protected]

Eir hjúkrunarheimili og öryggisíbúðirHlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík.

Hamrar hjúkrunarheimiliMosfellsbæ

Dansað og sungið með foreldrumSú hefð hefur skapast hjá nemendum í 6. bekk Varmárskóla að halda sérstök Norður-landakvöld. Fjölskyldur nemenda koma þá saman og eiga notalega kvöldstund þar sem afrakstur vinnunnar er kynntur. Vinna nemenda fer bæði fram einstaklingslega og í hópum og er lögð áhersla á samþættingu námsgreina s.s. heimilisfræði, myndmennt, upplýsingamennt, íslensku, framsögn og samfélagsfræði.

Á Norðurlandakvöldi liggja verkefni nemenda frammi til sýnis, hóparnir halda glæru-kynningu þar sem Norðurlöndin eru kynnt í máli og myndum, boðið er upp á þjóðlegar veitingar frá Norðurlöndunum og stiginn þjóðlegur dans og sungið.

áhugasamir nemendur undirbúa kvöldið

Page 17: 2. tbl. 2014

heilsu

hornið

www.facebook.com/fiskbudin.mosInstagram: fiskbudinmos270

HáHolti 13-15 - sími 578 6699

Ómissandi harðfiskur að Vestan

Þorrinn er byrjaðursúr hValur frá nafna loftssyni

í hVal hf.

rauðmaginn er kominn hrogn

og lifur

opið:kl. 10-18.30

alla Virka daga

Fundarstjóri: Sigurjón M. Egilsson

Dagskrá:• LúðvíkS.GeorgssonfráKSÍfjallarumhvernighúshafiverið

byggð á Íslandi og reynsluna af þeim• Haraldur Ingólfsson frá ÍA fjallar um íþróttaiðkun fyrir og eftir hús á Akranesi• Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar fjallar um aðkomu bæjarins varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja.

Opið verður fyrir fyrirspurnir.

Gerum góðan bæ betri. Knattspyrnudeild hvetur alla áhugasama Mosfellinga um uppbyggingu bæjarins til að mæta.

Opinn Íbúafundur FjölnOtA ÍþróttAHúS Í MOSFEllSbæ

þriðjudaginn 11. febrúar kl. 20 í hátíðarsal lágafellsskóla

Hagkvæmni eða hugsjón?

Knattspyrnudeild Aftureldingar

Verslum í heimabyggð

Finndu okkur á Facebook - 17

Page 18: 2. tbl. 2014

Restaurant - Bar - Sportbar

Take away TILBOÐSími: 5666 222

16” pizza með 2 áleggstegundum1890 kr

16” pizza með 2 áleggstegundum og stór skammtur af frönskum

2190 kr

Tvær 12” pizzur með2 áleggstegundum

2690 kr

Tvær 16” pizza með 2 áleggstegundum og 2l. Coke3790 kr

16” pizza með 2 áleggstegundum og 12” krydd- eða hvítlauksbrauð

2590 kr

HamborgaratilboðFjórir alvöru 140gr grillaðir ostborgarar,

franskar og 2l. Coke3990 kr

Eldhúsið opið til kl. 22 alla daga

Nýr mat

Seðill

Kíktu

í heim

sókn

- heilsubærinn Mosfellsbær18

Kærleiksvikan í Mosfellsbæ verður haldin vikuna 16.-23. febrúar. Markmið hennar er að allir finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi af sér kærleik. Við erum mis góð í að tjá tilfinningar eins og kærleik en öll getum við bætt okkur í því. Mosfellingar fá gott tæki-færi í þessari viku til að gefa fallegt bros, hrós og vera vingjarnlegir í viðmóti.

„Ég kom nýverið á kaffihús í Danmörku þar sem stóð efst á matseðlinum hér þjónar fólk með bros á vör og gleði í hjarta. Það fór sko ekki fram hjá mér að þetta voru orð að sönnu. Þarna var virkilega kærleikur á ferðinni og notalegt að dvelja.

Hvetja sem flesta til að taka þáttVonandi taka sem flestir vinnustaðir þátt

og gera eitthvað skemmtilegt með sínu fólki. Ef þú vilt koma á framfæri því sem þinn vinnustaður býður uppá endilega láttu mig vita á [email protected] svo við getum deilt hugmyndum með öðrum,“

segir Vigdís Steinþórsdóttir sem stendur að Kærleiksvikunni ásamt Hreiðari Zoëga.

„Við sem stöndum fyrir þessari viku höf-um sett saman dagskrá með viðburðum sem nokkrir aðilar í bæjarfélaginu bjóða uppá . Þar má td. nefna Ásgarð en starfsfólk þar gerir fallega smíðagripi sem nú verða gefnir til íbúa Hamra. Kærleiksetrið verður með heilmikla dagskrá.

Einnig endurtökum við spákaffi á Kaffi-húsinu Álafossi sem sló í gegn í fyrra og heilunarguðþjónustu í Lágafellskirkju sem var þétt setin í slíkri messu í haust.

Látið svo ekki framhjá ykkur fara fallegu skilaboðin á innkaupakerrunum í Bónus og Krónunni. Njótum saman þá er gaman,“ segir Vigdís.

Kærleiksvikan haldin í fimmta sinn

Kærleiksvika í Mosfellsbæ vikuna 16.-23. febrúar

dagskráin vikunnar er birt hér annars-staðar í blaðinu, á facebook síðu

kærleiksvikunnar og á vef Mosfellsbæjar.

í fyrra færði ásgarðurkyndli fallegar gjafir

Mikil aukning hefur verið á námskeiðin hjá fræðslunefnd fatlaðra en í dag eru 20 einstaklingar sem sækja þau. Nemendurnir þurfa mismikla aðstoð. Fleiri fjölfatlaðir eru að bætast við sem þurfa mikla aðstoð.

„Við erum með fimm hesta og það er orðið ansi dýrt að borga allt sem til þarf, t.d leiga á húsi, hirðing og hey auk þess sem einn starfsmaður er á launum. Styrkirnir sem við höfum fengið eru mismiklir en allir jafngóðir, t.d. styrkti Glófi okkur með prjónavörum í jólapakkana fyrir nemendur og sjálfboðaliða Vélsmiðja Sveins aðstoðar við breytingar á hnakkabúnaði, Fasteignasala Mosfellsbæjar með peningastyrk og Brimco með skeifum. Óli á Hvítárvöllum kom með hey, Lífland gaf okkur hjálma, Hestar og Menn gáfu tauma og Fura styrkir okkur með spænir.

Við þurfum ansi marga sjálfboðaliða eða allt upp í 8 manns á hverjum degi og höfum við verið mjög heppin með að geta mannað dagana hjá okkur, segir Hólmfríður Halldórsdóttir formaður fræðslunefndarinnar.

„En betur má ef duga skal, biðlum við því til ykkar kæru lesendur, ef þið getið eða vitið um einhvern sem getur/vill styrkja okkur þá yrðum við þakklát fyrir það.

Þetta er starfsemi sem er ekki annars staðar og þetta er aukning í starfsemi Mos-fellsbæjar sem ætti að vera til frambúðar og komið Mosfellsbæ enn frekar á kortið sem fyrirmyndarsveitarfélag,“ segir Fríða að lokum.

Mikil aukning á námskeiðum fræðslunefndar fatlaðra

Næsta blað kemur út: 20. feb.Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 17. febrúar.

Page 19: 2. tbl. 2014

VarmáFréttarit SjálFStæðiSmanna í moSFellSbæ 1. tbl. 36. árg. janúar 2014

Fréttarit sjálfstæðismanna í mosfellsbæ Varmá

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna bæjarstjórnarkosninga verður 8. febrúar

eva magnúsdóttir Fjalar Freyr einarsson Hafsteinn Pálsson Haraldur Sverrisson Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson Karen anna Sævarsdóttir

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir Ólöf a. Þórðardóttir rúnar bragi Guðlaugsson Sigurður borgar Guðmundsson Sturla Sær erlendsson theodór Kristjánsson

Örn jónasson bryndís Haraldsdóttir Dóra lind Pálmarsdóttir

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor fer fram laugardaginn 8. febrúar n.k. Kosið verður á kosningaskrifstofu flokksins í Krónuhúsinu kl. 10:00-18:00.

Framboðsfundur í Hlégarði 6. febrúarSjálfstæðisfélag Mosfellinga heldur opinn kynningarfund með frambjóðendum

í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hlégarði fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20.Hver frambjóðandi heldur stutta framsögu og í framhaldi gefst fundarmönnum

kostur á að ræða við frambjóðendur og þeir svara spurningum.

Mosfellingar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynnast frambjóðendum.

Utankjörfundarkosning hafin í Valhöll

Hægt er að kjósa utan kjörfundar í Valhöll, húsi Sjálfstæðisflokksins,

Háaleitisbraut 1, alla virka daga til 7. febrúar milli kl. 9 og 17.

Page 20: 2. tbl. 2014

Varmá Fréttarit sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ

Heimili: Lindarbyggð 9.Starf: Kennari.Fæðingardagur: 4. júlí 1971.Maki: Dögg Harðardóttir.Börn og aldur þeirra: Einar Aron f. 1996 og Jóel f. 2000.Menntun: B.Ed. í kennsluvísindum.Félagsstörf: Ýmis nefndar og trúnaðarstörf á vegum Félags grunnskólakenn-ara, stjórn Gídeonfélagsins 2007-2011, stjórn BKNE 2006-2008, stjórn UFA 2010-2012, stjórn BKNE 2010-2014. Fulltrúi Íslands í vísindasamfélagi Scientix á vegum EU, fulltrúi kennara í fræðslu-nefnd Mosfellsbæjar.

Áhugamál: Fjölskyldan nr. 1, framsækni í kennslufræði, kristin trú og trúarbrögð almennt.Tölvupóstur: [email protected] áherslur: Framsækni í menntamálum með áherslu á úrræði fyrir a) bráð-gera nemendur til að styrkja og efla námslega getu þeirra og b) nemendur með hegðunar-, aðlögunar- og/eða samskiptaröskun með miðlægu námsveri þar sem nemendur verði þjálfaðir til þátttöku í almennum skóla. Styðja við kristna trú og gildi sem hafa gert okkur að þeirri þjóð sem við erum og mótað samfélag okkar.

Fjalar Freyr Einarsson gefur kost á sér í 5. sæti

Hafsteinn Pálsson gefur kost á sér í 2. - 3. sætiHeimili: Dalatangi 29.Starf: Verkfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.Fæðingardagur: 7. september 1952.Maki: Lára Torfadóttir kennari við Lágafellsskóla.Börn og aldur þeirra: Guðrún Erna (34 ára) íþróttafræðingur og grunnskólakennari, Jóhanna Rut (29 ára) hjúkrunarfræðingur og Snævar Ingi (25 ára) háskólanemi.Menntun: Doktorspróf í byggingarverkfræði frá Georgia Tech, Atlanta, Georgia, Bandaríkjunum 1982 og byggingarverkfræð-ingur frá Háskóla Íslands 1976.Félagsstörf: Bæjarfulltrúi í 10 ár, frá 2007 og frá 2002 til 2006. Hann hefur m.a. verið formaður fræðslunefndar, formaður íþrótta- og tómstundanefndar, formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar. Í stjórn ÍSÍ frá 1992, stjórnarformaður Íslenskra

Getrauna frá 2007 og áður ýmis trúnaðarstörf fyrir Aftureldingu, m.a. fyrsti formaður knattspyrnudeildar. Jafnframt ýmis trúnaðar-störf fyrir verkfræðinga.Áhugamál: Íþróttir, félagsmál og ferðalög.Tölvupóstur: [email protected] áherslur: Áherslur mínar eru að efla og styrkja það fram-sækna samfélag sem við höfum búið okkur í bænum okkar. Mér er umhugað um að bæjarfélagið okkar sé fjölskylduvænt og þá bæði umhverfið og sú þjónusta sem er veitt með virðingu fyrir þörfum allra aldurshópa. Áhugasviðin eru fræðslumál, íþrótta- og æskulýðsmál og sú grunnþjónusta sem veita þarf af umhyggju í fjölskylduvænu umhverfi.

Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson gefur kost á sér í 5. sætiHeimili: Fálkahöfða 17.Starf: Framkvæmdastjóri Lágafellssóknar, varabæjarfulltrúi og formaður menningarmálanefndar.Fæðingardagur: 14. október 1962.Maki: Sólveig Ragnarsdóttir, flugsálfræðingur.Börn og aldur þeirra: Ragnar Bjarni Zoëga 13 ára, Fjóla Rut 6 ára og Arna Sól 4 ára.Menntun: Kjötiðnaðarmeistari, framhaldsmenntun í Dk: Félags og æskulýðsmálafræði.Félagsstörf: Allt frá því í framhaldsskóla hef ég verið mjög virkur í félagsstarfi. Helst er þar að nefna félagsstarf sem tengist barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar og KFUM & KFUK bæði hér á landi og sem fulltrúi Íslands á norrænum vettvangi. Einnig hef ég starfað í stjórnum og nefndum innan Sjálfstæðisflokksins svo

sem varaformaður Eyverja - félags ungra í Vestmannaeyjum sem og stjórnarmaður félagsins hér í Mosfellsbæ.Áhugamál: Söngur hefur verið áhugamál lengi. Hef tekið þátt í söngstarfi með: Æskulýðskór KFUM&K, Karlakór Fóstbræðra, Kirkjukór Breiðholtskirkju, Kirkjukór Landakirkju, Kirkjukór Bústaðakirkju og ýmsum kvartettum. Tók virkan þátt í starfi SUS og einnig í bæjarpólitíkinni í Vestmannaeyjum. Tölvupóstur: [email protected] áherslur: Að halda áfram þeirri vegferð sem við erum á hér í Mosfellsbæ, að byggja upp gott og öflugt samfélag. Samfélag sem styður ríkulega við íþrótta-, æskulýðs- og tóm-stundastarf. Samfélag sem nær að halda utan um börnin okkar bæði í og utan skóla. Samfélag sem stendur vörð um þjónustu við eldri borgara. Í stuttu máli fjölskylduvænt samfélag.

Heimili: Skálahlíð 46.Starf: Bæjarstjóri.Fæðingardagur: 14. desember 1961.Maki: Ragnheiður K. Gunnarsdóttir, forstöðumaður í Fjársýslu ríkisins.Börn og aldur þeirra: Steinunn Anna, 32 ára. Valgerður Rún, 22 ára. Sverrir, 13 ára. Auk þess 3 barnabörn.Menntun: Viðaskiptafræðingur frá HÍ. Framhaldsnám í fjármálum og stjórnun við University of Arizona USA.Félagsstörf: Formaður Golfklúbbsins Kjalar 1996–2000.Varabæjarfulltrúi 1998–2002, sat í skipulags- og bygginganefndog menningarmálanefnd. Bæjarfulltrúi frá 2002, formaðurbæjarráðs og skipulags- og bygginganefndar. Bæjarstjóri frá árinu 2007.

Áhugamál: Útivera, náttúran og fjallgöngur, golf, fjölskyldan og stjórnmál.Tölvupóstur: [email protected]íða: facebook.com/pages/Haraldur-Sverrisson-í-1-sætiHelstu áherslur: Við búum í einstöku bæjarfélagi með frábæra möguleika. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með Mosfellingum sem bæjarstjóri undanfarin ár. Þetta hefur verið skemmtilegur og lærdómsríkur tími á miklu erfiðleikatímabili íslensku þjóðarinnar. Það hefur gengið vel í Mosfellsbæ, bæjar-félagið stendur vel og bjartir tímar framundan. Í störfum mínum fyrir Mosfellsbæ hef ég lagt mig fram um að gera gott samfélag enn betra. Ég er fullur af krafti og áhuga á að halda þessu starfi áfram og óska eftir stuðningi Mosfellinga til þess.

Haraldur Sverrisson gefur kost á sér í 1. sæti

Eva Magnúsdóttir gefur kost á sér í 4. sæti

Heimili: Leirvogstunga 20.Starf: Forstöðumaður hjá Mílu.Fæðingardagur: 8. apríl 1964.Maki: Finnur Sigurðsson.Börn og aldur þeirra: Ísabella Ýr Finnsdóttir 18 að verða 19 ára og Gréta Rós Finnsdóttir 16 ára.Menntun: MBA í viðskiptafræði og stjórnun, háskólapróf í hagnýtri fjölmiðlun, BS próf í þjóðháttafræði með sænsku í vali.Félagsstörf: Ég hef verið formaður fræðslunefndar í tæp tvö ár og varaformaður í nefndinni í 3 ár. Ég starfaði í stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar í 9 ár, þar af sem formaður í 8. Einnig sit ég í skólanefnd Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Ég var varaþingmaður Suðvesturkjördæmis 2009-2013 og sat að auki í stjórn foreldrafélags Reykjakots.

Áhugamál: Hreyfing er mér gríðarlega mikilvæg, útivist sérstak-lega, fjallgöngur og hlaup með fjölskyldu og vinum.Tölvupóstur: [email protected] áherslur: „Ég legg áherslu á að við eflum fjölbreytta menntun og íþróttastarf í Mosfellsbæ. Við eigum að halda áfram að virkja íbúa til þátttöku með íbúalýðræði í mikilvægum málum. Sveitarfélag er eins og heimili eða fyrirtæki og á að rekast sem slíkt; að ráðstafa fé annarra á ekki að vera auðveldara en að ráðstafa sínu eigin. Við þurfum að varðveita sérstöðu Mosfellsbæjar sem felst í þessari nálægð við náttúruna og vinna áfram að því að bjóða fjölbreytta þjónustu fyrir unga sem aldna. Í stækkandi bæ þarf að huga betur að uppbyggingu í atvinnu- og ferðamálum svo Mosfellingar geti bæði verið gestgjafar og starfað í heimabyggð.“

Page 21: 2. tbl. 2014

Fréttarit sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ Varmá

Heimili: Ásland 3.Starf: Kennari og lýðheilsufræðingur.Fæðingardagur: 19. ágúst 1967.Maki: Sigurður Andrésson byggingameistari.Börn og aldur þeirra: Þorsteinn Már 24 ára, Andrés Leó 17 ára og Snorri Þór 8 ára. Eitt barnabarn.Menntun: Grunn- og framhaldsskólakennari, Mph í lýðheilsufræð-um og diploma í hagnýtri fjölmiðlun. Nemandi í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst.Félagsstörf: Frá 2010 formaður fjölskyldunefndar og varabæj-arfulltrúi. Bæjarfulltrúi frá janúar 2013. Frá 2008 - 2011 formaður knattspyrnudeildar Aftureldingar. Hugmyndasmiðurinn á bakvið Íþróttafjörið sem er samstarf Ungmennafélags Aftureldingar og Mosfellsbæjar. Einn af stofnendum Erindi - samtaka um samskipti

og skólamál, sem hefur farið með verkefnið Ást gegn hatri í fjölmarga skóla landsins.Áhugamál: Fyrir utan stjórnmálin er það fjölskyldan, útivera, ferðarlög, blómlegt mannlíf og skemmtilegur félagsskapur.Tölvupóstur: [email protected]íða: www.facebook.com/kolbrun3mosHelstu áherslur: Í mínum huga er ekkert sem skiptir okkur Mosfellinga meira máli en að hér verði áfram styrk stjórn sem ber hag Mosfellsbæjar fyrir brjósti og óska ég eftir að fá að vera áfram í þessu góða og trausta liði. Sem formaður fjölskyldunefndar eru áherslur mínar á því sviði, þ.e. að halda áfram að fylgja stefnu Mosfellsbæjar í velferðarmálum.

Heimili: Einiteigur 1.Starf: Vöru- og viðskiptastjóri hjá Opnum kerfum ehf.Fæðingardagur: 7. maí 1973.Maki: Bylgja Bára Bragadóttir.Börn og aldur þeirra: Bragi Þór Rúnarsson fæddur 1994 og Birta Rut Rúnarsdóttir fædd 2001.Menntun: Diploma frá Endurmenntun Háskóla Íslands í rekstrar- og viðskiptafræði sem og markaðs- og útflutningsfræði.Félagsstörf: Er formaður þróunar- og ferðamálanefndar Mosfellsbæjar sem og formaður heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis. Sit í stjórn Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi. Hef setið í barna- og unglingaráði hjá ÍR og hjá Aftureldingu. Hef verið formaður þorrablótsnefndar Aftureldingar sl. sjö ár ásamt því að hafa sinnt hinum ýmsu sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið.

Áhugamál: Fjöskyldan á hug minn allan í frístundum, sem og flestar íþróttir og útivera eins og t.d. golf, fótbolti og útilegur. Tölvupóstur: [email protected] áherslur: Ég legg mikla áherslu á það að einstaklingar og fyrirtæki fái að blómsta í Mosfellsbæ. Mosfellsbær þarf að geta þjónað þegnum sínum á þann hátt að þeir geti farið áhyggjulausir í háttinn á kvöldin og vaknað fullir eftirvæntingar til að takast á við daginn. Ferðaþjónustan er sífellt stækkandi og þarf Mosfellsbær að tryggja sýnileika sinn og vera fyrsti kostur yfir áhugaverða staði á Íslandi fyrir ferðamenn. Mosfellsbær er heilsubær og eigum við að gera fólki á öllum aldri kleift að auka heilbrigði sitt og lífsgæði. Ég legg áherslu á að Mosfellsbær verði með bestu skólana, bestu þjónustuna, bestu fyrirtækin og bestu íþróttafélögin.

Rúnar Bragi Guðlaugsson gefur kost á sér í 4. sæti

Sigurður Borgar Guðmundsson gefur kost á sér í 3. sætiHeimili: Asparteigur 3, 270 Mosfellsbæ.Starf: Sölustjóri hjá Ölgerðinni.Fæðingardagur: 4. janúar 1965.Maki: Gerður Gísladóttir, tónlistarkennari.Börn og aldur þeirra: Karitas 21 árs og Guðmundur Gauti 18 ára.Menntun: Rafiðn og nám í iðnrekstrarfræði.Félagsstörf: Ég hef gegnt eftirfarandi trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn: formaður kjördæmisráðs sjálfstæðisfélag-anna í Suðvesturkjördæmi, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðis-félaganna í Mosfellsbæ, formaður Sjálfstæðisfélags Mosfellinga, formaður Viljans, félags ungra sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, aðalmaður í íþrótta-, tómstunda- og leikskólanefnd.Áhugamál: Hjólreiðar, skíðamennska, líkamsrækt, garðrækt og ferðalög.

Tölvupóstur: [email protected] áherslur: Ég vil leggja metnað minn í að gera góðan bæ enn betri þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Gæta þess um leið að huga að ólíkum fjölskyldumynstrum og þörfum ólíkra hópa, svo sem ungs fólks og eldri borgara. Tryggja þarf góðan aðbúnað nemenda og kennara í skólum bæjarins. Finna þarf leiðir til að efla íþrótta- og æskulýðsstarf, einkum er snýr að aðstöðumálum. Ég vil efla atvinnustarfsemi í sambandi við sívaxandi fjölgun ferðamanna. Laða að þann mikla fjölda gesta sem fer í gegnum Mosfellsbæ. Það eru ákveðin forréttindi okkar Mosfellinga að búa í nánd við fallegt og einstakt umhverfi. Hlúa þarf að því. Í áframhaldandi skipulagi og uppbyggingu bæjarins þarf að taka mið af þörfum íbúana á hverjum tíma. Viðhalda góðri og skilvirkri stjórnsýslu.

Ólöf A. Þórðardóttir gefur kost á sér í 5. sætiHeimili: Brattholt 6e.Starf: Aðalbókari ISS Ísland ehf.Fæðingardagur: 15. október1964.Maki: Pétur R. Pétursson.Börn og aldur þeirra: Björn Hlynur 26 ára og Alexander Glói 18 ára.Menntun: Mannauðsstjórnun í Háskóla Íslands.Félagsstörf: Er í dag formaður Leikfélags Mosfellssveitar sem er eitt öflugasta áhugaleikfélag landsins og ritari BÍL (Bandalag íslenskra leikfélaga). Áður hef ég gegnt hinum ýmsu trúnaðarstörfum fyrir Junior Chamber-hreyfinguna bæði hér á landi og erlendis, m.a. forseti, landsritari og störf í alþjóðlegum verkefnum, hef hlotið senatora- og heiðursfélagaútnefningu frá alþjóðahreyfingunni fyrir mín störf þar.

Áhugamál: Fjölskyldan og vinir, leikhúslífið og menning í allri sinni mynd, hönnun og prjón, útivist og ferðalög.Tölvupóstur: [email protected] áherslur: Ég legg áherslu á góðan rekstur, skynsamlega uppbyggingu ásamt góðri fjárstýringu. Við búum í bæjarfélagi þar sem haldið hefur verið vel á spöðunum. Menningar-, íþrótta- og tómstunda-starf er í miklum blóma og það er mín einlæga löngun að halda því góða starfi áfram sem hefur verið í gangi undangengin ár. Við þurfum að halda áfram uppbyggingu í öldrunarþjónustu sem við höfum náð að gera svo góð skil. Ég býð mig fram til að leggja hönd á plóg til að gera gott bæjarfélag enn betra.

Karen Anna Sævarsdóttir gefur kost á sér í 7. sætiHeimili: Tröllateigur 41.Starf: Nemi og fimleikaþjálfari.Fæðingardagur: 25. júlí 1995.Maki: Ásgeir Elíasson.Börn og aldur þeirra: Engin.Menntun: Nemi við Menntaskólann við Sund. Fimleikaþjálfararéttindi A, B og C. Félagsstörf: Nemendafélag Varmárskóla í 10. bekk.

Áhugamál: Hreyfing og flest allt sem tengist íþróttum. Fjölskylda og mannúðarmál o.fl. Tölvupóstur: [email protected] áherslur: Ég vil taka þátt í uppbyggingu og vera rödd unga fólksins í bænum okkar. Ég hef mikinn áhuga á að leggja mitt af mörkum til uppbyggingar öflugs íþrótta- og félagsstarfs í bæjarfélaginu sem er nauðsynlegt fyrir börn og unglinga sem eru framtíð okkar Mosfellsbæjar.

Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir gefur kost á sér í 3. sæti

Auglýsing

sjálfstæðisfélag Mosfellinga

Page 22: 2. tbl. 2014

Varmá Fréttarit sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ

Heimili: Súluhöfði 9.Starf: Aðstoðaryfirlögregluþjónn.Fæðingardagur: 10. apríl 1968.Maki: María Pálsdóttir.Börn og aldur þeirra: Páll 21 árs, Róbert 18 ára og Sesselja 15 ára.Menntun: Lögregluskóli ríkisins 1990-1992, Iðnskólinn í Reykjavík 1987 til 1990, Menntaskólinn að Laugarvatni 1984 til 1986.Félagsstörf: Ég sat í stjórn Golfklúbbsins Kjalar 2004 til 2008. Frá 2006 hef ég setið í íþrótta- og tómstundanefnd og verið formaður hennar frá 2009. Varabæjarfulltrúi frá 2010 og fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Ég hef setið í stjórn Golfsambands Íslands frá 2007 og er formaður afreksnefndar.

Áhugamál: Helstu áhugamálin eru líkamsrækt og golf og þá eru félagsstörf einnig afar skemmtileg og ég verð að telja með sem áhugamál.Tölvupóstur: [email protected]íða: www.facebook.com/theodor.kristjansson.3Helstu áherslur: Áherslur mínar snúa að því að kjörnir fulltrúar, starfsmenn og stjórendur bæjarins, fylgi skýrri stefnu og mark-miðum Mosfellsbæjar. Þannig tel ég best tryggt að sameiginleg gildi okkar um gott, réttlátt og heilbrigt samfélag ráði för, hvort sem fjallað er um þjónustu, uppbyggingu skóla, leikskóla, aðstöðu til íþrótta- eða æskulýðsstarfs, menningar eða lista.

Theódór Kristjánsson gefur kost á sér í 5. sæti

Sturla Sær Erlendsson gefur kost á sér í 6. sætiHeimili: Rituhöfði 4.Starf: Starfsmaður í Fiskbúðinni Mos og nemi.Fæðingardagur: 12. mars 1995.Maki: Á kærustu.Börn og aldur þeirra: Engin.Menntun: Er þriðja árs nemi á félagsfræðibraut á hagfræðikjör-sviði í Menntaskólanum við Sund.Félagsstörf: Hef alla tíð verið virkur í félagsstörfum. Ég var fulltrúi Lágafellsskóla í fyrsta ungmennaráði Mosfellsbæjar.Áhugamál: Ég hef mikinn áhuga á íþróttum og æfði bæði handbolta og fótbolta með Aftureldingu. Ég stunda snjóbretti og hanna og sauma fatnað, auk þess nýt ég þess að bæði teikna og mála.Tölvupóstur: [email protected]

Helstu áherslur: Mosfellsbær hefur stækkað hratt á liðnum árum og tel ég mikilvægt að unga fólkið gleymist ekki í öllum breytingunum. Ég vil virkja ungmennaráð Mosfellsbæjar meira og bæta aðstöðu fyrir ungt fólk sem vantar alveg og þurfa ungir Mosfellingar að leita til annarra bæjarfélaga fyrir afþreyingu. Til að halda unga fólkinu í bænum þarf að fjölga leiguíbúðum. Ég ætla að leggja mig fram í störfum mínum við að láta rödd unga fólksins í Mosfellsbæ hljóma. Ég tel einnig mikilvægt að styðja vel við íþrótta- og tómstunda-mál. Það þarf líka að kynna gönguleiðir bæði fyrir bæjarbúum og ferðamönnum, laga hjólabrettagarðinn og skoða aðstöðu fyrir jaðaríþróttir, enda Mosfellsbær mikill heilsubær þar sem mikið framboð er af útivist og hreyfingu.

Örn Jónasson gefur kost á sér í 6. - 8. sætiHeimili: Hjarðarland 4-a.Starf: Verkefnastjóri á upplýsingasviði Seðlabanka Íslands.Fæðingardagur: 16. febrúar 1962.Maki: Helga Jóhannesdóttir, rekstrar- og fjármálastjóri Þjóðskjalasafns Íslands.Börn og aldur þeirra: Franz Jónas Arnar, 20 ára og María Ísabella 17 ára.Menntun: M.Sc i viðskiptafræði í alþjóðaviðskiptum og stjórnun, rekstrarhagfræðingur, kerfisfræðingur. Hef tekið viðbótarnám-skeið í fjármálum og verkefnastjórnun.Félagsstörf: Sat í stjórn Sjáflstæðisfélags Mosfellinga frá 2004-2006. Sit í stjórn stjórn Starfsmannafélags Seðlabanka Íslands. Hef setið í kjörnefnd Eskifjarðar, setið í stjórn UMF Austra á Eskifirði, auk þess setið í Sjómanndagsráði Eskifjarðar. Hef auk

þess komið að foreldafélögum hjá Frjálsíþróttadeild UMFA og unnið að mótshöldum á þeirra vegum.Áhugamál: Að eiga góðar samverustundir með ættingjum og vinum, ferðalög, lestur góðra fræðandi bóka og blaða, samfélags-mál, gönguferðir og hljólreiðatúrar í fallegu umhverfi.Tölvupóstur: [email protected] áherslur: Atvinnumál, umhverfismál, og vil stuðla að því að Mosfellsbær verði enn betra bæjarfélag að búa í, jafnt fyrir unga sem aldna. Vil laða að öflug fyrirtæki til bæjarins sem verði undirstöður blómlegrar byggðar og mannlífs í öflugum Mosfellsbæ framtíðarinnar. Vil stuðla að því Mosfellsbær verði það bæjarfélag á landinu, þar sem eftirsóknarverðast verði að búa í fyrir fólk á öllum aldri, fjölskyldur og fyrirtæki með öflugri grunnþjónustu.

Dóra Lind Pálmarsdóttir gefur kost á sér í 4. sætiHeimili: Litlikriki 2.Starf: Byggingatæknifræðingur hjá EFLU verkfræðistofu.Fæðingardagur: 1. apríl 1985.Maki: Maríus Þór Haraldsson.Börn og aldur þeirra: Engin börn.Menntun: Útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund vorið 2005. Haustið 2006 kláraði nám í íþróttum við Íþróttalýðháskólann í Árósum, Danmörku. Útskrifaðist sem byggingatæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík í lok árs 2010.Félagsstörf: Sat í stjórn nemendafélags Menntaskólans við Sund í skemmtinefnd. Sat í stjórn nemendafélags bygginga-tæknifræðinga í Háskólanum í Reykjavík sem skemmtanastjóri og formaður ásamt því að ritstýra riti byggingatæknifræðinema. Sat í stjórn starfsmannafélags Ístaks sem ritari. Sit í stjórn

starfsmannafélags EFLU sem gjaldkeri.Áhugamál: Útivist, íþróttir, eldamennska, hönnun, umhverfis- og skipulagsmál. Tölvupóstur: [email protected]íða: www.facebook.com/doralindpalmarsdottir4saetiHelstu áherslur: Mosfellsbær er fjölskylduvænt bæjarfélag þar sem stutt er í fallegu náttúruna sem umlykur bæjarfélagið. Ég vil nýta mína krafta í að halda samfélagi okkar fjölskyldu- og umhverfisvænu. Einnig finnst mér mikilvægt að styðja við ungt fólk sem er að stofna fjölskyldu og þar þarf samstarf á milli skóla, heimilis og þeirra sem sinna tómstundastarfi barna að vera gott. Skipulagsmál eru mér einnig hugleikin þar sem ég tel að uppbygging miðbæjar, nýrra hverfa og atvinnulífs sé mikilvægur liður í því að skapa fjölskyldu- og umhverfisvænt samfélag.

Heimili: Skeljatangi 12.Starf: Bæjarfulltrúi.Fæðingardagur: 29. desember 1976.Maki: Örnólfur Örnólfsson.Börn og aldur þeirra: Eydís Elfa 13 ára, Fannar Freyr 9 ára og Guðni Geir 7 ára.Menntun: Viðskiptafræðingur og stunda nú meistaranám í opinberri stjórnsýslu.Félagsstörf: Bæjarfulltrúi frá 2010. Er formaður bæjarráðs og formaður skipulagsnefndar. Sit í stjórn Strætó, skólanefnd Fram-haldsskólans í Mosfellsbæ og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgar-svæðisins. Hef tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og ég sit nú í stjórn flokksráðs sem formaður atvinnuveganefndar.

Áhugamál: Áhugamál mín snúa mikið að útivist og hreyfingu og þá helst hlutum sem fjölskyldan getur gert saman. Þess fyrir utan heilla samfélagsmál af ýmsum toga.Tölvupóstur: [email protected] áherslur: Ég hef haft mikla ánægju af því að vinna fyrir íbúa Mosfellsbæjar að því að gera góðan bæ enn betri. Ég legg áherslu á að við frekari uppbyggingu bæjarins sé hugað sérstaklega að sérkennum Mosfellsbæjar og tengslum hansvið náttúruna. Mosfellsbær er og á að vera grænn og fjölskylduvænn bær, bær þar sem vel er hugað að þörfum ungra sem aldinna. Ég legg áherslu á ráðdeild og skynsemi í rekstri bæjarins, samtal og samvinnu allra kjörina fulltrúa, starfsmanna og íbúa. Ennfremur legg ég áherslu á fjölbreytileika og valfrelsi í skólamálum og einstaklingsmiðaða velferðarþjónustu.

Bryndís Haraldsdóttir gefur kost á sér í 2. sæti

Auglýsin

g

sjálfs

tæðis

félag

Mos

fellin

ga

Page 23: 2. tbl. 2014
Page 24: 2. tbl. 2014

Hjalta Úrsus Árnason þarf vart að kynna enda löngu orðinn lands-þekktur fyrir aflraunir sínar um

allan heim. Hann er kominn af miklum hraustmennum sem kölluðu ekki allt ömmu sína og var ungur sendur í sveit þar sem hann lærði að vinna.

Hjalti hefur lagt fyrir sig ýmsar íþrótta-greinar eins og karate, handbolta, fót-bolta og júdó en í dag sinnir hann af lífi og sál viðskiptavinum sínum í líkams-ræktunarstöðinni Eldingu.

„Ég bjó fyrstu árin mín í 101 Reykjavík, síðan lá leiðin í Fellsmúlann og þaðan flutti fjölskyldan í Árbæinn. Ég gekk í Ár-bæjarskóla og spilaði hand- og fótbolta með Fylki. Á þessum tíma var mikill rígur á milli hverfa sem skiptist í efra og neðra hverfi. Ég og vinur minn, Þorsteinn Bald-ursson, stofnuðum klíku sem við kölluð-um Arabana og vorum við vel vopnum búnir. Aðal orrusturnar fóru fram annað hvort í fiskitrönunum í Seláshverfinu eða í Árbæjarskóla sem þá var í byggingu. Við stefndum á heimsyfirráð allavega í hverf-inu,” segir Hjalti og glottir þegar hann rifjar þetta upp.

Árið 1975 eða þegar Bruce Lee myndin Í klóm drekans var sem vinsælust byrjaði ég í karate og endaði ferilinn á brúnu belti.”

FjölskyldanHjalti Úrsus Árnason er fæddur í Reykja-

vík 18. febrúar 1963. Foreldar hans eru Katrín Kristjánsdóttir frá Felli í Biskups-tungum og Árni Guðmundsson málara-meistari frá Látrum. Hjalti er elstur fjögurra systkina en þau eru Þórhallur, Sigurbjörg, Guðbjartur og Kristján.

Eiginkona Hjalta er Halla Svanhvít Heimisdóttir íþrótta-og lýðheilsufræðing-ur. Börn þeirra eru Brynja Hlíf og Skarp-héðinn. Hjalti á tvo syni frá fyrra hjóna-bandi, þá Árna Gils og Greip.

Gekk niðurbrotinn út úr versluninni„Ég fermdist í Árbæjarkirkju á Árbæj-

arsafninu árið 1976. Ég man að þegar ég var kallaður upp að altari þá skipti eng-um togum að þegar ég stóð upp þá rak ég höfuðið í þverbitann í loftinu vegna hæðar minnar og það var mikið hlegið í kirkjunni. Skömmu seinna var ég aftur minntur á að ég væri ekki alveg eins í útliti og allir aðr-ir. Hljómsveitin Slade sló í gegn á þessum tíma og allar stórstjörnur klæddust háhæl-uðum og uppreimuðum stígvélum. Ég ætl-aði að skella mér á eintak í Karnabæ, byrj-aði að reima og þegar ég var búin að renna upp einn sentimetra þá var alveg ljóst að ég var ekki að fara neitt lengra en það. Ég

gekk niðurbrotinn maður út úr versluninni og var lengi að jafna mig á því að ég gæti ekki notið sömu lífsgæða og aðrir.”

Lærði að vinna í sveitinni„Ég fór í sveit á sumrin til móðursystra

minna að Felli í Biskupstungum og að Hvít-árholti í Hrunamannahreppi. Þar hjálpaði maður til við heyskapinn og öll venjuleg bústörf. Um þrettán ára aldur gerðist ég vinnumaður hjá Haraldi í Einholti. Í sveit-inni lærði ég að vinna og maður styrktist við hverja raun.

Við fjölskyldan fluttum úr Árbænum í Mosfellsbæ árið 1977. Eftir skólagöngu í Varmárskóla lá leiðin í Menntaskólann við Sund. Ég færði mig þaðan yfir í Iðnskólann í Reykjavík og útskrifaðist úr tölvudeild og vann eftir það nokkur ár hjá Landssíman-um.”

Lét drauminn rætast„Um nítján ára aldurinn þá hvatti Jón

Páll Sigmarsson vinur minn mig til að koma og prufa kraftlyftingar í Jakabóli sem var ein fyrsta líkamsræktarstöðin á Íslandi. Á fyrstu æfingunni minni tók ég 220 kg í rétt-stöðulyftu og ákvað fljótlega upp úr því að ég ætlaði að lyfta 1000 kg fyrstur Íslendinga og það tókst. Ég hugsaði stórt og lét draum minn rætast. Ég passaði mig á að láta ekki aðra segja mér hvar mín eigin mörk lægju.

Ég spyr Hjalta hvaðan Úrsus nafnið komi? „Ég þótti nokkuð seigur þegar ég byrjaði að lyfta og mér var líkt við traktor, í fyrstu var það Zetor en endaði í Úrsus því þeir voru meira auglýstir á þessu tíma. Ég hef bara haft gaman af þessu uppátæki hjá vinum mínum og þegar allt kemur til alls þá hefur þetta líklega bara hjálpað mér.”

Hápunkturinn á ferlinum„Við Jón Páll urðum æfingafélagar frá ár-

inu 1983 og ferðuðumst saman um heim-inn og kepptum í aflraunum.“ Ég spyr Hjalta hver sé hápunkturinn á ferlinum? „Það var á heimsmeistaramótinu í aflraunum í Montreal í Kanada þar sem ég sigraði fyr-ir framan tuttugu þúsund áhorfendur, það var ógleymanleg stund.”

Keppendur mættu í skotapilsum„Við Andrés Guðmundsson eigandi

Skólahreystis stóðum fyrir Hálandaleik-unum á Íslandi á árunum 1996-2002. Leikarnir byggjast á ævifornum skoskum kastgreinum. Keppendur mæta til leiks í skotapilsum og keppa í staura- og lóða-kasti yfir rá. Hálandaleikarnir í Skotlandi eru næstvinsælasta íþróttin þar í landi á eftir knattspyrnu.

Við Andrés ásamt myndatökumanninum Steingrími Þórðarsyni framleiddum yfir hundrað þætti af aflraunatengdu efni und-ir vörumerkinu Hálandaleikarnir - Krafta-sport. Ég hef verið viðloðandi framleiðslu á sjónvarpsefni fyrir RÚV, Stöð2 Sport, Sýn, ÍNN, Travel Channel og Transworld.”

Sló aðsóknarmet á Íslandi„Jón Páll vinur minn lést 16. janúar 1993.

Hann var dáður og dýrkaður af íslensku þjóðinni sem heillaðist af framkomu hans. Árið 2006 framleiddi ég heimildarmynd um hann, Þetta er ekkert mál, sem sló öll að-sóknarmet á Íslandi.“

Hvernig fékkstu hugmynd-ina af þessari kvikmynd? „Ég þekkti sögu hans mjög vel og vissi að það væri til gríðarlegt magn af flottu myndefni sem aldrei hafði sést á Íslandi. Ég fann áhugann á sögunni bæði hér heima og erlendis. Mynd-in tók þrjú ár í vinnslu og var tilnefnd til Eddu verðlaun-anna.”

Stofnuðu Eldingu„Árið 2008 stofnuðum við

Halla Eldingu Líkamsrækt sem við höfum rekið í sex ár að Varmá. Við erum með frá-bæra aðstöðu fyrir íþróttafólk eins og til dæmis ólympískar lyftingar, kraftlyftingar og ketilbjöllur og einnig er góð aðstaða fyrir almenning. Við höfum lagt áherslu á að hjálpa fólki sem hefur verið utangátta í skólakerfinu og utan íþróttahreyfingar-innar vegna ýmissa aðstæðna. Þetta fólk hefur komið inn á eigin forsendum og staðið sig mjög vel. Við erum að innleiða cross training (crossfit) og stefnum að því að stækka við okkur til að mæta kröfum Mosfellinga.”

Icelandic fitness and health Expo„Við Halla höfum haldið þrisvar íþrótta-

hátíð sem ber nafnið Icelandic fitness and health Expo. Við fengum til landins heims-frægar stjörnur úr krafta-og líkamsræktar-heiminum eins og Jay Cutler og Monicu Brant. Halla stóð fyrir lýðheilsuráðstefnu á hátíðinni sem féll í góðan jarðveg.“

Ég spyr Hjalta að lokum hvort hann hafi óbilandi trú á öllu sem hann gerir. „Já, lífs-mottó mitt er, don’t stop believing,” segir Hjalti og hlær, með þeim orðum kveðjumst við.

- Mosfellingurinn Hjalti Úrsus Árnason24

Halla, Skarphéðinn, Brynja Hlíf og Hjalti

MOSFELLINGURINNEftir Ruth Örnólfsdóttur

[email protected]

Myndir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni.

Ég gekk niðurbrotinn maður út úr versluninni

og var lengi að jafna mig á því að ég gæti ekki notið sömu lífsgæða og aðrir.

Draumaborgin? Montreal í Canada.

Hvaða freistingu stenst þú ekki?Sunday ís á McDonald’s með karamellusósu og hnetum.

Hvað getur þú alls ekki verið án?Fyrir utan fjölskylduna þá myndi ég segja, Macbook-pro 17 og iPhone.

Fallegasti staður í Mosfellsbæ?Skógurinn milli Álafoss og Reykjalundar, hann á eftir að fá nafn.

Hvaða árstíð er best?Vorið í sól og sumaryl.

Hvað kaupir þú alltaf þó að þú eigir nóg af því? Lauk.

Uppáhaldsveitingastaður?Þrír Frakkar, þar finnur þú plokkfisk sem ekki er hægt að gera heima.

Hvað myndir þú taka með þér á eyði-eyju? Leatherman hníf, kíki og eldfæri.

HIN HLIÐIN

Hefur keppt í afl­raunum um allan heim

Hjalti Úrsus Árnason framkvæmdastjóri Eldingar og athafna-maður hvetur alla til að hugsa stórt og láta drauma sína rætast.

jón páll og hjalti úrsus

árni gils og greipurhjalti og þórhallur með mömmu

Hárstofan Sprey

Háholt 14 - s. 517 6677

WWW.ALAFOSS.IS

Á L A F O S SVerslun, Álafossvegi 23 a

MÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA

f

FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI

www.malbika.is - sími 864-1220

[email protected]

málningarþjónustaAlhliða

RauðakRosshúsið ÞveRholti 7

Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10 -15 og miðvikudaga kl. 13 -16.

Fjölbreytt dagskrá, örnámskeið, kynningar,

skiptifatamarkaður, aðstoð við atvinnuleit og fleira.

Alltaf heitt á könnunni. Allir velkomnir.

Atvinnuleitendur sérstaklega hvattir til að koma.

Upplýsingar á www.raudikrossinn.is/moso og í síma 564 6035

Opnunartímisundlauga

lágafellslaugVirkir dagar: 06.30 - 21.30

Helgar: 08.00 - 19.00

VarmárlaugVirkir dagar: kl. 06.30-21.00.

Helgar: kl. 09.00-18.00

Kenni á bíl, bifhjól eða skellinöðru!

Fáið tilboð, kenni

allan daginn

Annast einnig

ökumat og upprifjun

fyrir eldri borgara

Lárus Wöhler löggiltur ökukennari

Er með mótor-

hjólahermi, frábært fyrir

byrjendur

ÖKuKennsla lárusar gsm 777-5200 - [email protected]

Þverholti 3 - Sími: 566-6612

FÓTAAÐGERÐASTOFA

MOSFELLSBÆJAR

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s

bolti

nn í

bein

ni k

affi ri

sask

jár s

amlo

kur

sam

loku

r las

agne

hei

tt sú

kkul

aði

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s

bolti

nn í

bein

ni k

affi ri

sask

jár s

amlo

kur

sam

loku

r las

agne

hei

tt sú

kkul

aði

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

Góðir Menn ehf

Rafverktakar

GSM: 820-5900

• nýlagnir • viðgerðir

• endurnýjun á raflögnum

• hönnun og uppsetning á öryggiskerfum

• síma og tölvulagnir

Löggiltur rafverktaki

LISTRÆN FAGMENNSKAARTPROARTPRO

www.artpro.is

STAFRÆN PRENTUNÁ NÝ Í MOSFELLSBÆ(ÁÐUR LJÓSRIT OG PRENT - NIKKI)

STAFRÆN PRENTUN

STÓRLJÓSMYNDAPRENTUN

tek að mér

alla krana- og

krabbavinnu

Útvega allt jarðefni

VÖrubíll Þ.b. Klapparhlíð 10

Þorsteinn 822-7142

Notaðir TOYOTA varahlutirBílapartar ehf

Sími: 587 7659

Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ

www.bilapartar.is

Sími: 587 7659

subaru XV 4WD - árg. 2012

Þægileg og háþróuð kennslubifreið

akstursmat og endurtökupróf

Ökukennslagylfa guðjónssonar

sími: 696 0042

Snyrti-, nudd & fótaaðgerðastofan

Líkami og sál

Þverholti 11 - s. 566 6307

www.likamiogsal.is

Verið hjartanlega velkomin!

Kiwanishúsið í Mosfellsbæ geysir.kiwanis.is

SAlur til útleigu fyrir fundi og mannfagnaði

Pantanir hjá Berglindi í síma 697-5328 eða á [email protected]

Flott Verk ehf

Tek að mér að massa bíla, djúphreinsa og

bóna. Hreinsa ryðsvarf eftir bremsur og

málningarúða af bílum. Hreinsa ryk úr

lakki á nýsprautuðum bílum. Slípa ljós

og plastgler sem er rispað á bílum,

mótorum og sleðum.

Hringdu í síma 895-1718 (Snæbjörn) til

að panta tíma. Ég skoða bílinn og geri

verðtilboð. Ég vinn á bílasprautunarverk-

stæði og hef margra ára reynslu í starfi.

bón og mössun ehf.

Kærleikskveðjur frá sjúkraþjálfun

mosfellsbæjar

Kærleikurinn elskar alla jafnt,

sér það besta í öllum,

umber öll mistök, fyrirgefur allt,

og fellur aldrei úr gildi.

Sjúkraþjálfun

Mosfellsbæjar

Skeljatanga 20

5668520

sjúkraþjálfunmosfellsbæjar

Skeljatanga 20s. 566 8520

Þverholti 2 • Mosfellsbæ

Sími: 586 8080www.fastmos.is

hafðu samband

E.B

AC

KM

AN

Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali

Viltuselja...

E.B

AC

KM

AN

www.fastmos.is586 8080

Sími:

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is

588 55 30Háholt 14, 2. hæð

Berg FASteIgnASALAOpIð vIrkA dAgA Frá kL. 9-18

netFAng: [email protected]

WWW.Berg.IS

Þegar góða veislu gjöra skal …

KJÖTbúðinGrensásvegi 48 - Sími 571 5511 - [email protected]

Page 25: 2. tbl. 2014

Myndir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni.

Hárstofan Sprey

Háholt 14 - s. 517 6677

WWW.ALAFOSS.IS

Á L A F O S SVerslun, Álafossvegi 23 a

MÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA

f

FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI

www.malbika.is - sími 864-1220

[email protected]

málningarþjónustaAlhliða

RauðakRosshúsið ÞveRholti 7

Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10 -15 og miðvikudaga kl. 13 -16.

Fjölbreytt dagskrá, örnámskeið, kynningar,

skiptifatamarkaður, aðstoð við atvinnuleit og fleira.

Alltaf heitt á könnunni. Allir velkomnir.

Atvinnuleitendur sérstaklega hvattir til að koma.

Upplýsingar á www.raudikrossinn.is/moso og í síma 564 6035

Opnunartímisundlauga

lágafellslaugVirkir dagar: 06.30 - 21.30

Helgar: 08.00 - 19.00

VarmárlaugVirkir dagar: kl. 06.30-21.00.

Helgar: kl. 09.00-18.00

Kenni á bíl, bifhjól eða skellinöðru!

Fáið tilboð, kenni

allan daginn

Annast einnig

ökumat og upprifjun

fyrir eldri borgara

Lárus Wöhler löggiltur ökukennari

Er með mótor-

hjólahermi, frábært fyrir

byrjendur

ÖKuKennsla lárusar gsm 777-5200 - [email protected]

Þverholti 3 - Sími: 566-6612

FÓTAAÐGERÐASTOFA

MOSFELLSBÆJAR

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s

bolti

nn í

bein

ni k

affi ri

sask

jár s

amlo

kur

sam

loku

r las

agne

hei

tt sú

kkul

aði

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s

bolti

nn í

bein

ni k

affi ri

sask

jár s

amlo

kur

sam

loku

r las

agne

hei

tt sú

kkul

aði

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

Góðir Menn ehf

Rafverktakar

GSM: 820-5900

• nýlagnir • viðgerðir

• endurnýjun á raflögnum

• hönnun og uppsetning á öryggiskerfum

• síma og tölvulagnir

Löggiltur rafverktaki

LISTRÆN FAGMENNSKAARTPROARTPRO

www.artpro.is

STAFRÆN PRENTUNÁ NÝ Í MOSFELLSBÆ(ÁÐUR LJÓSRIT OG PRENT - NIKKI)

STAFRÆN PRENTUN

STÓRLJÓSMYNDAPRENTUN

tek að mér

alla krana- og

krabbavinnu

Útvega allt jarðefni

VÖrubíll Þ.b. Klapparhlíð 10

Þorsteinn 822-7142

Notaðir TOYOTA varahlutirBílapartar ehf

Sími: 587 7659

Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ

www.bilapartar.is

Sími: 587 7659

subaru XV 4WD - árg. 2012

Þægileg og háþróuð kennslubifreið

akstursmat og endurtökupróf

Ökukennslagylfa guðjónssonar

sími: 696 0042

Snyrti-, nudd & fótaaðgerðastofan

Líkami og sál

Þverholti 11 - s. 566 6307

www.likamiogsal.is

Verið hjartanlega velkomin!

Kiwanishúsið í Mosfellsbæ geysir.kiwanis.is

SAlur til útleigu fyrir fundi og mannfagnaði

Pantanir hjá Berglindi í síma 697-5328 eða á [email protected]

Flott Verk ehf

Tek að mér að massa bíla, djúphreinsa og

bóna. Hreinsa ryðsvarf eftir bremsur og

málningarúða af bílum. Hreinsa ryk úr

lakki á nýsprautuðum bílum. Slípa ljós

og plastgler sem er rispað á bílum,

mótorum og sleðum.

Hringdu í síma 895-1718 (Snæbjörn) til

að panta tíma. Ég skoða bílinn og geri

verðtilboð. Ég vinn á bílasprautunarverk-

stæði og hef margra ára reynslu í starfi.

bón og mössun ehf.

Kærleikskveðjur frá sjúkraþjálfun

mosfellsbæjar

Kærleikurinn elskar alla jafnt,

sér það besta í öllum,

umber öll mistök, fyrirgefur allt,

og fellur aldrei úr gildi.

Sjúkraþjálfun

Mosfellsbæjar

Skeljatanga 20

5668520

sjúkraþjálfunmosfellsbæjar

Skeljatanga 20s. 566 8520

Þverholti 2 • Mosfellsbæ

Sími: 586 8080www.fastmos.is

hafðu samband

E.B

AC

KM

AN

Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali

Viltuselja...

E.B

AC

KM

AN

www.fastmos.is586 8080

Sími:

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is

588 55 30Háholt 14, 2. hæð

Berg FASteIgnASALAOpIð vIrkA dAgA Frá kL. 9-18

netFAng: [email protected]

WWW.Berg.IS

Þegar góða veislu gjöra skal …

KJÖTbúðinGrensásvegi 48 - Sími 571 5511 - [email protected]

Fyrirtæki sem auglýsa í mosFellingi ...stuðla að því að þú fáir

blaðið frítt inn um lúguna á þriggja vikna fresti.

MOSFELLINGUR

Verð á auglýsingum í Mosfellingi hefur haldist óbreytt frá því blaðið kom út í fyrsta skipti, fyrir 11 árum.Þú getur skráð þig á póstlistann okkar ef þú vilt fá áminningu um skilafrest viku fyrir hvern útgáfudag.

[email protected]

Page 26: 2. tbl. 2014

Stutt hringrás Viktors og Svartvals Föstudaginn 31. janúar kl. 17 opnar í Listasal Mosfellsbæjar sýning á verkum Viktors Weisshappel og Svartvals (Þórður Grímsson). Sýn-ing þeirra Stutt hringrás fjallar um hugmyndir fólks um tíma og tíma-skyn, ímyndun þess á raunveruleik-anum og kerfisbundna hringrás. Listamennirnir leggja upp með þá hugmynd að myndgera hugmyndir fólks um tímaskyn og áttir í formi prentverka, málverka og teikninga.Viktor Weisshappel stundar nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Svartval /Þórður Grímsson) útskrifaðist úr Listháskóla Íslands 2009. Sýningin í Listasalnum er opin á opnunartíma Bókasafnsins.

Fyrsti Mosfellingur ársins fæddist 4. janúar. Það var stúlka sem hefur fengið nafnið Sóley. Foreldrar hennar eru þau Hildur Björk Skúladóttir og Þorkell Jóhannes Traustason. Þau eru bæði Mosfell-ingar í húð og hár, fyrir eiga þau dótturina Söndru sem er að verða 5 ára. „Hún átti að fæðast á þrettándandum þann 6. janúar en þar

sem þrettándagleðinni hér í Mosó var flýtt og haldin þann 4. janúar ákvað hún að koma í heiminn þá. Við vorum með nokkur nöfn sem okkur leist vel á en Sandra stóra systir tók af skarið og valdi nafnið Sóley sem við erum rosalega ánægð með,” segir Þorkell. Mosfell-ingur óskar fjölskyldunni til hamingju með stúlkuna.

Sóley Þorkelsdóttir fæddist þann 4. janúar •Stóra systir tók af skarið og valdi nafnið

Fyrsti Mosfellingur ársins

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

- Fyrsti Mosfellingur ársins 201426

.is

Hvar og Hvenær seM er...

Page 27: 2. tbl. 2014

Söngkeppni Bólsins var haldin föstudag-inn 17. janúar en það var hún Emma Kam-illa Finnbogadóttir sem vann með laginu Grenade. Í öðru sæti var Aníta Rut Ólafs-dóttir með lagið Your song og í þriðja sæti var Hilmar Þór Björnsson með lagið Svartur Afgan.

Krakkarnir fengu frábæra dómara til þess

að dæma keppnina, þær Gretu Salóme, Maríu Ólafsdóttur og Sigríði Maríu. Emma Kamilla fer fyrir hönd Bólsins í undan-keppni Samfés sem haldin verður í Garða-bæ. Þar keppir hún við fulltrúa annarra fé-lagsmiðstöðva úr landshlutanum. Sá sem sigrar í þeirri keppni fer svo í aðalkeppni Samfés sem haldin verður 8. mars.

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Fer fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar í undankeppni Samfés

Emma Kamilla sigraði söngkepnni Bólsins

Emma, aníta og hilmar lEntuí þrEmur Efstu sætunum

www.mosfellingur.is - 27

Prófkjör SjálfStæðiSflokkSinS 8. febrúar

Kæru Mosfellingar

Um leið og ég þakka ómetanlegan stuðning í störfum mínum sem bæjarstjóri, óska ég eftir áframhaldandi umboði til að leiða framboðslista sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ.

Með góðri kveðjuHaraldur Sverrisson

Sigrún Harðardóttir er að ljúka masters-námi í fiðluleik frá Lamont School of Music, University of Denver núna í vor.

Sigrún fékk styrk frá nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2013 til að útsetja íslensk þjóðlög fyrir einleiksfiðlu og fiðl-udúó. Árleg velur stjórn nýsköpunarsjóðs námsmanna 5-6 verkefni sem öndvegis-verkefni sjóðsins og hljóta þau tilnefningu til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Verðlaunin verða afhent í febrúar á Bessa-stöðum af herra Ólafi Ragnari Grímssyni.

Útsetningar á íslenskum þjóðlögum Um verkefni sitt segir Sigrún: „Með út-

setningum á íslenskum þjóðlögum fyrir einleiksfiðlu og fiðludúó er leitast við að vekja áhuga á íslenskri þjóðlagahefð og glæða hana nýju lífi. Lítið hefur verið út-sett af íslenskum þjóðlögum fyrir þessa

hljóðfærasamsetningu og er því hér ver-ið að auka fjölbreytni og gefa fiðluleikur-um tækifæri til að leika fjölbreytta tónlist byggða á íslenskum menningararfi.

Með þessum nýju útsetningum er gamla íslenska menningararfinum blandað saman við nútíma tónsmíðar og fiðlutækni. Hald-ið er í hefðina, en þjóðlögin útsett á nýjan, spennandi, fjölbreyttan og heillandi hátt. Útsetningarnar voru kynntar og leiknar í Þjóðmenningarhúsinu þann 13. septem-ber 2013 af Sigrúnu Harðardóttur, höfundi útsetninganna og Sigrúnu Eðvaldsdóttur, leiðbeinanda verkefnisins“.

Sigrún er fædd og uppalin í Mosfellsbæ og hefur stundað fiðlunám frá þriggja ára aldri. Hún hefur margsinnis komið fram í bænum, meðal annars haldið tónleika á Gljúfrasteini.

Verkefni Sigrúnar eitt af fimm öndvegisverkefnum þessa árs

Tilnefnd til Nýsköpunar­verðlauna forseta Íslands

Page 28: 2. tbl. 2014

Telma Rut Frímannsdóttir karatekona úr Aftureld-ingu og Kjartan Gunnarsson akstursíþróttamaður úr MotoMos eru íþróttakona og íþróttakarl Mos-fellsbæjar árið 2013.

Átta konur og fjórir karlar voru tilnefnd í kjörinu að þessu sinni. Að valinu koma íbúar bæjarins og íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar. Athöfnin fór fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá síðastliðinn fimmtudag.

Ásamt því að heiðra íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla, bikarmeistara, deildameist-ara og fyrir þátttöku í landsliði. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir efnilegasta dreng og efnileg-ustu stúlku 16 ára og yngri í hverri íþróttagrein.

Knattspyrnudeild boðar til fundarKnattspyrnudeild Aftureldingar ætlar að halda opinn íbúafund um fjölnota íþróttahús þriðjudaginn 11. febrúar. Fundurinn fer fram í hátíð-arsal Lágafellsskóla og hefst kl. 20. Yfirskrift fundarins er „hagkvæmi eða hugsjón?“ og fundarstjóri er Sigurjón M. Egilsson. Lúðvík S. Georgsson frá KSÍ mun fjalla um hvernig hús hafi verið byggð á Íslandi og segja frá reynslunni af þeim. Haraldur Ingólfsson frá ÍA mun fara yfir íþróttaiðkun fyrir og eftir hús á Akranesi. Þá mun Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar fjalla um aðkomu bæjarins varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja. Að þessum erindum loknum verður opið fyrir fyrirspurnir. Knattspyrnudeild hvet-ur alla áhugasma Mosfellinga um uppbyggingu bæjarins til að mæta.

Axel Óskar Andrésson og Elvar Ingi Vignisson munu í byrjun febrú-ar halda til Englands til reynslu hjá Reading. Þeir munu æfa með Reading í vikutíma og spila æfingaleik með liðinu.

Axel er fæddur árið 1998 og hlaut á dögunum titilinn knatt-spyrnumaður Aftureldingar. Axel spilar sem miðvörður og var lyk-ilmaður í hinu sigursæla liði 3. flokks í sumar. Axel tók þátt í fjórum leikjum með U17 ára landsliði Íslands á síðasta sumri og hefur í vetur æft með U17 ára landsliðinu. Einnig fór hann síðasta sumar tvívegis til Englands til reynslu hjá Norwich City og Reading.

Elvar Ingi er fæddur árið 1995 og spilar sem miðju- og sóknar-maður með meistaraflokki Aftureldingar. Elvar Ingi tók þátt í 23 leikjum í Íslandsmótinu og bikarkeppni KSÍ með meistaraflokki Aftureldingar á síðasta tímabili og skoraði í þeim 6 mörk. Nú á vetr-armánuðum hefur Elvar Ingi æft með U19 ára landsliði Íslands.

Nokkrir Íslendingar hafa leikið með Reading á undanförnum árum og nægir þar að nefna þá Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson.

- Íþróttir28

MOSFELLINGUR

Hvað erað frétta?

Sendu okkur línu...

[email protected]

Axel Óskar og Elvar Ingi á reynslu til Reading í Englandi

axel óskar elvar ingi

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Telma Rut Frímannsdóttir karatekona •Kjartan Gunnarsson akstursíþróttamaður

íþróttamenn moSfellSbæjar

telma rut og kjartan

bæjarfélagið veittifjölda viðurkenninga

Page 29: 2. tbl. 2014

Afturelding semur við sterkan markvörðKvennalið Aftureldingar hefur feng-ið verulegan liðstyrk fyrir komandi átök í úrvalsdeildinni í knattspyrnu en markvörðurinn Mist Elíasdóttir hefur gert tveggja ára samning við félagið. Mist þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum en hún var einn sterkasti markmaður efstu deildar kvenna síðasta ár og varð bikarmeistari með Breiðabliki. Hún var oftast allra markmanna í liði vik-unnar í Pepsideildinni síðasta sum-ar. Það er því augljóst mál að Mist mun styrkja Aftureldingu verulega.Aftureldingar liðið stefnir á að styrkja lið sitt enn fremur fyrir kom-andi átök í Pepsí-deildinni.Á myndinni má sjá Mist ásamt John Andrews þjálfara liðsins.

Við treystum Rúnari til góðra verka!

• Vinnum markvisst að því að gera Mosfellsbæ að áhugaverðum bæ til að búa í með því að efla miðbæinn og alla almenna starfsemi og þjónustu.

• Það þarf að efla og fjölga atvinnuskapandi verkefnum í Mosfellsbæ.

• Aukum ferðaþjónustu og afþreyingarmöguleikafyrir ferðamenn.

• Leitum leiða til að auka sparnað í rekstri án þess þó að skerða grunnþjónustu við íbúa og þjónustu við fatlaða sem og aldraða.

• Íþróttir og tómstundir barna okkar eru besta for-vörnin. Tryggjum viðunandi aðstöðu og verum samkeppnishæf við nágrannasveitarfélög okkar.

• Eflum löggæslu og gerum hana sýnilegri með öryggi bæjarbúa í fyrirrúmi.

Kær kveðja,

LeifurGuðjónsson

BerglindHilmarsdóttir

BjarkiSigurðsson

GylfiGuðjónsson

Vilborg Jónsdóttir

Svanþór Einarsson

RagnarSímonarson

KlaraSigurðardóttir

Herdís Ragna Þorgeirsdóttir

PéturMagnússon

Alexander Kárason

Hildur R.Harðardóttir

Katrín Dögg Hilmarsdóttir

SigmarVilhjálmsson

Ólafur DarriÓlafsson

ÁsgeirSveinsson

GuðbjörgPétursdóttir

Bjarki Már Sverrisson

Svala Árnadóttir

Anna ÓlöfSveinbjörnsdóttir

KarlTómasson

Sigurpáll Geir Sveinsson

Geir Rúnar Birgisson

SigríðurHjálmarsdóttir

AtliEðvaldsson

Óli ValurSteindórsson

NíelsReynisson

HilmarStefánsson

HeklaDaðadóttir

DavíðÓlafsson

Hildur Björk Scheving

HannaSímonardóttir

PRÓfKJöR SJÁLfSTæðiSMAnnA Í MoSfELLBæ fER fRAM 8. fEBRúAR

é G ÓSKA eft iR þ í Nu M StuðNiNG i í 4 . Sæt i

Stelpurnar í blakinu á mikilli siglinguAfturelding vann Stjörnuna í Mik-asadeild kvenna í blaki þann 10. janúar. Afturelding byrjaði fyrstu hrinuna mjög vel á meðan Stjarnan átti í vandræðum í móttöku og end-aði hrinan með sigri Aftureldingar 25-13. Stjörnustúlkur komu ákveðn-ar til leiks í hrinu tvö og komust í 12-6 en Afturelding jafnaði leikinn í 14-14. Hrinan endaði með sigri með Aftureldingar 25-22 eftir mjög jafnan leik. Í þriðju hrinu var jafnt framan af en í stöðunni 8-8 náði Afturelding undirtökunum og vann hrinuna 25-15 og leikinn 3-0.Næsti heimaleikur Aftureldingar er við Þrótt frá Neskaupsstað og er hann 14. febrúar kl. 12:00. Þar verður um baráttu efstu liðanna í deildinni að ræða.Strákarnir í Aftureldingu spiluðu sama kvöld við Stjörnuna. Þá snérist dæmið við og Stjarnan vann 3-0. Stjarnan hafði tögl og haldir í fyrstu hrinu og vann hana 25-13. Í annari hrinu var jafnt á öllum tölum en í stöðunni 18-18 náði Stjarnan góðri rispu og móttökur hjá Aftureld-ingarstrákum fóru forgörðum og Stjarnan vann hrinuna 25-18. Í þriðju hrinu náði Stjarnan aftur undirtökunum og vann 25-14.

Íþróttir - 29

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

osfellsbæjar

Page 30: 2. tbl. 2014

Þak yfir höfuðiðEins og ég er hrifinn af því að fólk

eyði sem mestum tíma utan dyra til að hreyfa sig og ná sér í sól og súrefni í leiðinni, þá er ég mjög svo hlynntur því að Mosfellsbær taki stórt skref í þá átt að gera bæinn að heilsu-bæ Íslands. Hvernig? Jú, með því að byggja fjölnota hreysti- og heilsuhús við Varmársvæðið. Ekki fótboltahús. Heilsuhús. Fótboltinn yrði bara ein af þeim fjölmörgu íþróttum og tóm-stundum sem hægt væri að stunda í húsinu. Heppilegast held ég að væri að hugsa stórt, fara alla leið, og byggja hús á stærð við Reykjaneshöll-ina. Minna hús væri fljótt að fyllast og baráttan um tíma yrði því mikil og blóðug. Stórt hús kostar meira en það myndi þýða að hægt væri að koma fleiri íþróttagreinum fyrir í húsinu og sömuleiðis mun losna um fleiri tíma í núverandi sölum Mosfellsbæjar.

Það mikilvægasta við svona heilsuhús er í mínum huga þó

ekki að koma öllum þeim sem vilja stunda íþróttir hjá Aftureldingu fyrir, heldur að skapa fyrsta flokks aðstöðu til hreyfingar fyrir allar kynslóðir bæjarins. Allt frá leikskólakrökkum til þeirra elstu sem búa í bænum. Bæði þeir yngstu og elstu hafa mikið til ver-ið læstir inni á daginn út af langvar-andi hálku. Stórt heilsuhús myndi opna á allskonar möguleika til hreyf-ingar fyrir þessa hópa, dæmin frá öðrum sambærilegum húsum sanna það. Sömuleiðis myndi stórt heilsu-hús koma sér vel fyrir FMOS, það er mikið af efnilegum íþróttakrökkum á framhaldsskólaaldri í bænum og aðgangur að heilsuhúsi myndi opna nýjar víddir fyrir skólann.

Auðvitað kostar svona hús pen-inga og þeir vaxa ekki á trjánum.

En bæjarfélag sem hefur sett sér það markmið að verða heilsubesta bæjarfélag Íslands verður að spýta hressilega í lófana ef það takmark á að nást og bjóða upp á jafn góða, ef ekki betri, þjónustu og nágrannabæjar-félögin. Til lengri tíma skilar það sér í bættri heilsu og betri líðan íbúa og þar með betra og heilbrigðara samfélagi.

heilsumolar Gaua

Guðjó[email protected]

Aftureldingarstelpurnar í 6. og 7. flokki kvenna í knattspyrnu fengu á dögunum frábæra heimsókn á æfingu. Landsliðskonurnar Mar-grét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir komu í hemsókn og spjölluðu við stelpurnar um fótboltann, hvernig væri að vera í landsliðinu og hvað þyrfti til að ná langt. Þær stöllur eru báðar atvinnumenn í fótbolta og útskýrðu fyrir stelpunum hvað það þýddi og gáfu sér

góðan tíma til að svara spurningum.Í 6. og 7. flokki eru stelpur í 1.-4. bekk. Þetta er frábær hópur

af hressum og skemmtilegum stelpum. Þær æfa þrisvar í viku og má nálgast upplýsingar um æfingatíma á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is. Áhugasamar stelpur eru hvattar til að mæta á æfingu og prófa fótboltann, það verður tekið vel á móti ykkur.

Með rísandi sól er svo sannarlega að birta til hjá Aftureldingu. Hinn snjalli og kattlið-ugi markvörður Sigurbjartur Sigurjónsson hefur staðfest endurkomu sína til Aftur-eldingar en hann skrifaði undir samning á dögunum.

Bjartur sem er uppalinn Aftureldingar-maður er á 27. aldursári, stóð á milli stang-anna í liði Aftureldingar á eftirminnilegan

hátt 2012 og átti þá stórgott sumar. Hann tók sér frí síðasta sumar og ein-

beitti sér að þjálfun yngri flokka sem og Hvíta Riddarans. Því ber að fagna að Bjart-ur hafi ákveðið að leggja sitt á rauðan í ár og taka þátt í uppbyggingu liðsins fyrir kom-andi átök enda liðið verið sett upp í A deild Lengjubikarsins í riðli með KR, Breiðablik og fleiri stórveldum.

- Íþróttir30

Landsliðskonur í heimsókn

Bjartur í Heimahúsum

Page 31: 2. tbl. 2014

Sjálfstæðisfélag Mosfellinga kynnir frambjóðendur í prófkjöri flokksins í miðopnu blaðsins

VarmáFréttarit SjálFStæðiSmanna í moSFellSbæ

1. tbl. 36. árg. janúar 2014

Fréttarit sjálfstæðismanna í mosfellsbæ Varmá

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna bæjarstjórnarkosninga verður 8. febrúar

eva magnúsdóttir Fjalar Freyr einarsson Hafsteinn Pálsson Haraldur Sverrisson Hreiðar Örn Zoega Stefánsson Karen anna Sævarsdóttir

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir Ólöf a. Þórðardóttir rúnar bragi Guðlaugsson Sigurður borgar Guðmundsson Sturla Sær erlendsson theodór Kristjánsson

Örn jónasson bryndís Haraldsdóttir Dóra lind Pálmarsdóttir

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor fer fram laugardaginn8. febrúar n.k. Kosið verður á kosningaskrifstofu flokksins í Krónuhúsinu kl. 10:00-19:00.

Framboðsfundur í Hlégarði 6. febrúarSjálfstæðisfélag Mosfellinga heldur opinn kynningarfund með frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hlégarði fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20.Hver frambjóðandi heldur stutta framsögu og í framhaldi gefst fundarmönnum kostur á að ræða við frambjóðendur og þeir svara spurningum.Mosfellingar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynnast frambjóðendum.

Utankjörfundarkosning hafin í Valhöll

Hægt er að kjósa utan kjörfundar í Valhöll, húsi Sjálfstæðisflokksins, Háaleitisbraut 1, alla virka daga til 7. febrúar milli kl. 9 og 17.

Prófkjörið fer fram laugardaginn 8. febrúar á kosningaskrifstofu flokksins í Krónuhúsinu

15 frambjóðendur taka þátt

Framboðsfundur fer fram í Hlégarði fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20

Utankjörfundur hafinn í Valhöll

Sjá auglýsingu í miðopnu

Félagsfundur Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, laugardag 1. febrúar í Þverholti 3 kl. 11-13

Íþrótta-, tómstunda- og forvarnamál í Mosfellsbæ

Hver er staðan og framtíðarsýnin?

Andrés Sigurvinsson kynnir vinnu við mótun og framkvæmd forvarna- og tómstundastefnu í Árborg. Umræður um

stöðu forvarnamála almennt í Mosfellsbæ.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um þessi mikilvægu málefni.

Mosfellsbæ

Boðið verður upp á súpu

Álagningfasteigna-gjalda 2014

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Tilkynning til eigenda fasteigna í Mosfellsbæ

Álagningarseðlar fasteignagjalda eru birtir rafrænt á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is og íbúagátt Mosfellsbæjar, ibuagatt.mosfellsbaer.is

Álagningarseðlar fasteignagjalda eru birtir rafrænt á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is og íbúagátt Mosfellsbæjar, ibuagatt.mosfellsbaer.is

Gjalddagar fasteignagjalda skiptast á níu gjalddaga frá 15. janúar til 15. september. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 30.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar.

Fasteignagjöld má greiða með greiðsluseðlum sem jafnframt birtast meðal ógreiddra reikninga í heimabanka, með beingreiðslum, með boðgreiðslum og í Þjónustuveri Mosfellsbæjar. Greiðsluseðlar eru almennt ekki sendir nem a þess hafi verið óskað sérstaklega á íbúagátt Mosfellsbæjar, ibuagatt.mosfellsbaer.is eða í Þjónustuveri Mosfellsbæjar.

Þjónustuver Mosfellsbæjar veitir nánari upplýsingar og sendir þeim sem þess óska útprentaða álagningarseðla og greiðsluseðla.

Þjónustuver MosfellsbæjarÞverholti 2, sími [email protected]

Íþróttir - 31

Hekla Daða hefur verið afkastamikil í vetur•Enn án stiga

„Tökum fyrstu stigin á laugardaginn”Meistaraflokkur kvenna í handbolta er enn án stiga í Olís-deildinni í vetur. Liðið hefur leikið 14 leiki og tapað þeim öllum. „Við vissum að þetta yrði erfiður vetur,“ segir Hekla Daðadóttir sem fer fyrir liði Aftureldingar. „Við þurfum að fara sína okkar rétta andlit og stefnum að því að taka fyrstu stigin gegn Selfossi á laugardaginn. Við erum með ungar stelpur í liðinu og þurfum að byggja upp meiri breidd. Það er gríðarlega mikilvægt að halda úti meistaraflokki en þetta tekur allt saman tíma,“ segir Hekla og hvetur Mosfell-inga til að mæta í N1 höllina að Varmá á laugardaginn kl. 13:30.

HEKLA DAÐA ER MEÐ MARKAHÆSTU LEIKMÖNNUMDEILDARINNAR

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Page 32: 2. tbl. 2014

- Aðsendar greinar32

Rúnar Bragi Guðlaugsson forn-vinur minn býður sig fram í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Það er gott að vita að góðir menn hafi enn áhuga á stjórnmálum. Því Rúnar Bragi er svo sannarlega góð-ur maður, vinur, leiðtogi og í okkar vinahópi sá sem sér til þess að við hittumst með um mánaðarmilli-bili, þannig hefur það verið í 30 ár. Hann er nefnilega sá sem kemur hlutunum í verk, talar ekki bara um þá heldur framkvæmir. Í mínum vinahópi er það ómetanlegt, því við erum allir nema hann þvílíkir sleðar.

Rúnar hefur alltaf verið mik-ill áhugamaður um félagsstörf og stjórnmál og hefur tekið virk-an þátt í þeim í Mosfellsbæ síðan hann fluttist þangað með konu sinni og tveimur börnum.

Ég hika ekki við að mæla með Rúnari Braga í framvarðasveit Sjálf-stæðisflokksins í Mosfellsbæ því ég

veit að hann mun ekki bregðast vænting-um. Hann er hörkuduglegur og heiðarlegur maður með hjartað á réttum stað.

Ólafur Darri Ólafsson

Rúnar Bragi bregst ekkiÍ Mosfellsbæ er gott að búa. Hér er stutt í alla þjónustu og tækifæri til útivistar við bæjardyrnar. Barna-fjölskyldum hefur fjölgað í bæn-um og mikilvægt að skipuleggja vel framtíðaruppbyggingu skóla í bænum. Það hefur varla farið framhjá neinum að sveitarstjórn-arkosningar verða í vor og þar sem ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins langar mig að deila í örfáum orðum þeirri framtíðarsýn sem ég hef gagnvart skólamálum í bænum svo og þeim grunngildum sem landið hefur byggt löggjöf sína á frá upphafi.

Afburðanemendur í grunnskólumSem grunnskólakennari er ég mér vel

meðvitaður um mikilvægi þess að koma til móts við námslega getu hvers nemanda. Mosfellsbær hefur alla burði til að vera í fararbroddi í þeim efnum. Nemendur með mikla námslega getu og hafa metnað til af-reka í námi geta náð lengra, en verða að fá viðeigandi tækifæri til þess. Mosfellsbær þarf að marka sér stefnu til að mæta þörf-um þessa hóps og finna leiðir til þess.

Nemendur með sérþarfirÍ flestum grunnskólum landsins eru

nemendur með verulegar hegðunar- og/eða samskiptaraskanir. Sum sveitarfélög starfrækja litla skóla sem vinna úr vanda slíkra nemenda og þjálfa þá til þátttöku í almennum skóla. Ég tel mjög brýnt að

Mosfellsbær bjóði upp á slíkan skóla svo námsver skólanna virki sem slík. Fyrst rekstur slíkra skóla gengur upp annars staðar þá ætti hann einnig að geta gengið í Mos-fellsbæ.

Kristin arfleifðSamfélag okkar er mótað af

kristinni arfleifð og kristinni trú. Það er ekki sjálfgefið að svo verði um alla framtíð. Á sama tíma og umburðarlyndi gagnvart ólíkum trúarskoðunum þarf að einkenna samfélagið er ástæðulaust að víkja okkar eigin grunngildum og trú til hliðar. Ég vil standa vörð um kristna trú og kristin gildi enda tel ég þau gildi hafa gert þjóðinni okk-ar gott.

LokaorðTil að vinna framangreindum hugmynd-

um fylgi gef ég kost á mér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.

Ég tel að reynsla mín af skólamálum, fé-lagsmálum og áhugi á trúmálum gerir mig hæfan til að vinna að þessum málum og að samstarfsmenn mínir í gegnum tíðina geti staðfest það, hvaða stjórnmálastefnu sem þeir styðja, hverju þeir trúa eða trúa ekki.

Ég treysti því að orðspor mitt verði til þess að þú veljir mig í 5. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna.

Fjalar Freyr Einarssonfacebook.is/xfjalar

Sóknarfæri Mosfellsbæjar

Ég er Mosfellingur. Það er kannski ekkert rosalega langt síðan ég fæddist eða tæp 19 ár, en á þeim tíma hefur Mosfellsbær breyst óskaplega mikið. Búið er að byggja Höfðahverfið þar sem við fjöl-skyldan búum, einnig Krikahverf-ið, Tröllateiginn, Þrastarhöfðann, Leirvogstunguna og Helgafells-hverfið. Komið er torg sem er frábært að safnast saman á þegar það eru hátíðir eða bara á sumrin þegar veðrið er gott.

Minn árgangur var sá fyrsti sem var öll 10 árin í Lágafellsskóla og hafa verið stækk-anir í Lágó á þeim tíma sem ég var þar. Það var skemmtilegur tími og frábært þegar útibúið við Bólið var opnað í okkar hverfi. Lágafellslaug er besta laugin á svæðinu og veit ég um marga sem koma úr Reykjavík til að fara í sund þar. Áður en hún kom þurft-um við að fara í rútu í Varmárlaug, sem var skemmtilegt en gat verið þreytandi á tím-um. Búið er að byggja nýja leikskóla og nú

eigum við líka Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Íþróttaaðstaðan er miklu betri núna. Búið er að gera gervigrasvöllinn og svo eru líka komnir litlir fótboltavellir við skól-ana, sem slegist var um í frímín-útum. Það var gerður skatepark í Reykjahverfinu og man ég hvað það var spennandi. Við krakkarn-

ir höfum notað hann mikið, en það mætti klárlega laga hann og stækka. Hjólastígar og göngustígar sem búið er að gera eru mikið notaðir og sér maður hjólafólk um allt, líka yfir veturinn.

Það er gott að vera Mosfellingur. Ég vil að bærinn haldi áfram að stækka og þróast og reynast komandi kynslóðum eins vel og hann hefur reynst mér. Þess vegna langar mig til að taka þátt í sveitarstjórnarmálum. Ég, Sturla Sær Erlendsson, bíð mig fram í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna.

Sturla Sær Erlendsson

Að alast upp í Mosfellsbæ

Mikil umræða hefur verið um lýðræði og sveitarstjórnir á und-anförnum árum. Umræðan hefur að mestu snúist um lýðræðislega aðkomu almennings að málum sem eru til meðferðar hjá sveit-arstjórnum. Merkilega lítið hefur hins vegar verið fjallað um innra starf sveitarstjórnanna sjálfra, þ.e. ferlið sem á að leiða til niðurstöðu í ein-stöku málum.

Í sveitarstjórnum ræður meirihluti at-kvæða ávallt úrslitum um niðurstöðuna. Áður en mál koma til afgreiðslu í sveitar-stjórn eiga þó lýðræðislega kjörnir fulltrúar allra stjórnmálaflokka í nefndum og ráðum að fjalla um þau efnislega og taka afstöðu út frá eigin sannfæringu. Þessi málsmeð-ferð á að tryggja að mál séu skoðuð frá mismunandi sjónarhornum og niðurstað-an byggi á málefnalegri yfirsýn. Segja má að þessi undirbúningsvinna sé hryggjar-stykkið í fulltrúalýðræðinu en ekki er allt sem sýnist.

Frá því að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna tók við í Mosfellsbæ árið 2002 hefur vægi nefnda og undirbúnings-starfs í nefndum stórlega minnkað. Lítið sem ekkert frumkvæði kemur frá nefnd-unum sjálfum, þó á því séu stöku undan-tekningar. Þær bregðast nær eingöngu við erindum sem þeim berast frá öðrum. Í of-análag hefur fundum fækkað.

Gerð fjárhagsáætlunar er lýsandi dæmi um minnkandi vægi nefnda. Fyrir tíð starf-andi meirihluta var fjárhagsáætlun unnin í nefndum. Í dag er svo komið að nefndirn-ar fá einungis nokkurra mínútna kynningu á áætluninni frá starfsmönnum Mosfells-bæjar. Sú kynning fjallar um málaflokkana í heild sinni og ýmiskonar rekstrarkostnað en ekki áþreifanleg verkefni. Dæmi um málaflokka í umhverfisnefnd eru opin svæði, umhverfisdeild, garðyrkjudeild og leikvellir. Rekstrarkostnaður er hins veg-

ar greindur í þaula s.s. kaffistofa, vinnufatnaður, sjúkrapeningar, mánaðarlaun o.fl. Gott og blessað svo langt sem það nær. Dýrmætasti þátturinn í starfi nefndanna hef-ur hins vegar verið aflagður, þ.e. að fulltrúar stjórnmálaflokkanna taki virkan þátt í áætlanagerðinni og afstöðu til þeirra verkefna sem

sveitarfélagið áætlar að ráðast í og mestu máli skipta fyrir íbúa.

Þetta þýðir að efnisleg umræða um verk-efni sveitarfélagsins er tekin úr lýðræðisleg-um farvegi, fulltrúar stjórnmálaflokkanna í nefndum glata yfirsýn og fámenn klíka stjórnmálamanna, sem næst stendur odd-vita meirihlutans og embættismenn und-ir hans stjórn, yfirtekur hlutverk fulltrúa stjórnmálaflokkanna í nefndum.

Hafa nefndarmenn yfirhöfuð svigrúm til áhrifa? Svo virðist ekki vera. Þegar þess er óskað að ný mál fái framgang er viðkvæði meirihlutans oftast að það sé orðið um seinan þar sem ekki sé gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun. Mikill vandræðagangur er því líka samfara að fá mál sett á dagskrá, hvað þá að fá tillögur samþykktar og af-greiddar til umræðu í bæjarstjórn.

Sú dagskipun að fella tillögur minni-hlutans í nefndum eða stinga ofan í skúffu undir yfirskyni úrvinnslu hefur verið mjög áberandi í valdatíð Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna í Mosfellsbæ. Þannig stjórnarhættir tíðkast ekki lengur á Norð-urlöndum. Þeir eru taldir úreltir því inntak-ið í þeim er valdhroki. Þau vinnubrögð að draga úr áhrifum fulltrúa stjórnmálaflokk-anna í nefndum á heldur ekkert skylt við lýðræði. Í aðdraganda kosninga er mikil-vægt að kjósendur kynni sér þetta og geri kröfu um að vera ekki snuðaðir um lýð-ræðið.

Sigrún Pálsdóttir,fulltrúi S-lista í umhverfisnefnd

Kjósendur snuðaðir um lýðræðið

Ég hef tekið þátt í sveitarstjórn-armálum frá 2006 og á þeim tíma kynnst frábærum einstaklingum úr öllum stjórnmálaflokkum og metn-aðarfullum starfsmönnum Mos-fellsbæjar. Á þessum tíma, í góðri samvinnu við íbúa og undir styrkri stjórn bæjarstjórnar og bæjarstjóra liggja nú fyrir stefnur í öllum helstu málaflokkum sveitarfélagsins. Stefnurnar marka svo alla vinnu starfsmanna bæjar-ins, nefnda og ráð.

Mosfellsbær er nú fremstu röð sveitarfé-laga þegar kemur að gegnsæi í stjórnsýslu, aðgengi að upplýsingum og þátttöku íbúa. Þannig tekur stjórnsýsla okkar og starfsemi stofnana bæjarins mið af því að hagur fjöl-skyldna og einstaklinga sé höfð að leiðar-ljós þegar teknar eru ákvarðanir og þar er gætt jafnréttis og jafnræðis.

Ég hef átt sæti í íþrótta- og tóm-stundanefnd í nær 8 ár og verið formað-ur nefndarinna frá 2009 og er auk þess varabæjarfulltrúi og í stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Þessi verkefni eru fjölbreytt en mestur tími fer í verkefni íþrótta- og tómstundanefndar sem hefur

verið mjög starfsöm á yfirstand-andi kjörtímabili. Við lukum við gerð íþrótta- og tómstundastefnu í framhaldi íbúaþings, komum að gerð nýrra og stefnumótandi samninga við félög bæjarins, sett-um nýjar reglur um kjör íþrótta-konu og -karls bæjarins auk þess að gefa íbúum kost á að taka þátt

í kjörinu, settum reglur um styrk til mos-fellskra afreksíþróttamanna sem fá styrk frá Afrekssjóði ÍSÍ svo fátt eitt sé nefnt.

Að starfa að sveitarstjórnarmálum er ánægjulegt og lærdómsríkt en það sem stendur upp úr eftir þessi ár er að ég trúi á okkur, trúi á lýðræðið, trúi á sveitarstjórn-arfólk, trúi á starfsmenn Mosfellsbæjar og ég trúi á sveitarfélagið okkar Mosfellsbæ.

Ég hef áhuga á að starfa áfram fyrir sveitarfélag okkar og óska því eftir stuðn-ingi þínum í 5. sætið í prófkjöri Sjálfstæð-isflokksins í Mosfellsbæ þann 8. febrúar næstkomandi.

Theódór Kristjánsson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar.

Ég trúi á okkur og Mosfellsbæ

Mosfellsbær hefur allt til brunns að bera. Hér er góð aðstaða til íþróttaiðkunar bæði fyrir börn og fullorðna. Hér er góður miðbæjar-kjarni sem heldur vonandi áfram að stækka með fjölgun fyrirtækja.

Núna er kominn glænýr og flott-ur framhaldsskóli sem verður mik-il bót fyrir komandi kynslóðir sem núna geta sótt skóla í sinni heimabyggð. Ég trúi því líka að mannlíf ungs fólks aukist til muna við þennan nýja og flotta skóla, þess-ir ungu og efnilegu krakkar munu sækja í þjónustu í Mosfellsbæ sem síðan styður enn betur við uppbyggingu miðbæjarins.

Í fyrra var opnað nýtt hjúkrunarheimili hérna í hjarta Mosfellsbæjar og er þetta frábær liður í því að styðja við bakið á eldri borgurum, en það er hópur sem fer sífellt stækkandi og mikilvægt er að huga að.

Skipulagsmál eru mér hugleikin þar sem ég tel að þau séu mikil-vægur liður í að skapa fjölskyldu- og umhverfisvænt samfélag.

Mosfellsbær er kjörinn kostur fyrir ungt fólk sem er að stofna fjöl-skyldu og mér finnst mikilvægt að þessi hópur sem er framtíð Mosfells-bæjar fái þann stuðning sem hann á

skilið. Til þess að styðja við þennan hóp þarf samstarf milli, skóla, heimilis og þeirra sem sinna tómstundastarfi að vera gott.

Ég vil nýta mína krafta í að halda áfram þessari jákvæðu uppbyggingu sem hefur átt sér stað síðustu árin í Mosfellsbæ og þess vegna er ég að bjóða mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.

Með góðri kveðju.

Dóra Lind Pálmarsdóttir í 4. sæti

Jákvæð uppbygging í Mosfellsbæ

Page 33: 2. tbl. 2014

Þjónusta við mosfellinga

Lopi 33

Sjá sölustaði á istex.is

www.mosfellingur.is - 33

FÍT

ON

/ S

ÍA

Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífu í pakkningu sem hentar þér í næstu verslun.

WWW.PAPCO.IS

FIÐURMJÚK FÍFA

33ja laga

Ég trúi á okkur og Mosfellsbæ

Opið: miðvikudaga: 10-14fimmtudaga: 10-14

föstudaga: 9-14sími: 586 1717

Allir velkomnir

[email protected]álningarþjónustaAlhliða

Prjónaklúbbur StuðPrjón í KrikaskólaStelpurnar í 3. og 4. bekk í Krikaskóla hafa stofnað prjónaklúbb í frístund sem nefnist StuðPrjón. Klúbburinn hittist einu sinni í viku og þátttakendur prjóna, hekla eða vefa. Meðfylgjandi mynd er af stelpunum í klúbbnum.

Samsýning á verk-um eftir Sigrúnu Sigurðardóttir og Ásdísi Frímanns-dóttir verður haldin í Lágafells-laug 1.-28. febrúar næstkomandi. Verkin eru akríl- og olíumálverk unnin á striga og við. Báðar hafa þær lært hjá Þuríði Sigurðardóttir, Soffíu Sæmunds-dóttir, Pétri Gaut og fleirum.Opnun sýningar verður 1. febrúar kl. 17-19. Léttar veitingar, allir velkomnir.

myndlistarsýning lágafellslaug

Sigrún og áSdíS

Page 34: 2. tbl. 2014

- Aðsendar greinar34

Hver þekkir ekki þá tilfinningu að vilja vera einhver allt annar en hann er? Kannski ekki til lang-frama en annað slagið, til tilbreyt-ingar. Stundum finnst mér ég vera geimvera, stundum Gísli á Upp-sölum endurfæddur og endrum og sinnum George Michael – fáum til skemmtunar. Og svo dreymir mig sífellt um að búa í París, Barcelona eða Róm en um þessar mundir vildi ég óska að ég væri Mosfellingur.

Af hverju? Liggur það ekki í augum uppi? Vinur minn og æfingafélagi til margra ára, eðal-lögreglumaðurinn og gleðigjafinn Theodór Kristjánsson býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Mos-fellsbæ þann 8. febrúar. Nei, ég er ekki Sjálfstæðismaður, heldur ekki vinstri mað-ur, hvorki grænn né bjartur og því síður pír-ati, ég er bara ég -- fullkomlega ópólitískur og frjáls.

En þegar jafn frábær maður og Teddi býður sig fram í almannaþágu, vill leggja sitt af mörkum til að gera Mosfellsbæ enn betri, er ekki annað hægt að óska sér þess

að eiga lögheimili á svæðinu. Það er best að búa í Mosfellsbæ, sam-kvæmt nýlegri skoðanakönnun og það kemur ekki á óvart því Teddi hefur verið að skipta sér af ýmsu í bænum undanfarin ár, vitanlega ásamt góðu fólki.

Teddi er minn Herkúles, falleg-ur að utan sem innan og með geð-

veikan húmor, svo eitursnjall og lúmskur að maður þarf að vera með öllu skynfæri galopinn til að missa ekki af neinu. En síð-ast en ekki síst er hann rökfastur með ein-dæmum og svo sannfærandi að ég er nán-ast alltaf sammála honum, jafnvel þótt ég sé á öndverðum meiði í upphafi.

Kæru Mosfellingar! Látið ekki þennan dásemdardreng framhjá ykkur fara og alls ekki í jólaköttinn, enda hann löngu horfinn til fjalla! Þótt Teddi sé forystusauður í eðli sínu gerir hann aðeins kröfur um 5. sætið – að sinni.

Þorgrímur ÞráinssonBorgarlistamaður Reykjavíkur

Ég vild’ ég væri Mosfellingur!Íslendingar vilja láta kalla sig lýð-ræðisþjóðfélag. En hve langt er lýðræðið komið áleiðis? Hefur ef til vill orðið afturför hér? Lýðræði þýðir að fólkið í landinu ræður. Og þá ekki bara hvaða lag tekur þátt í Euróvísion og hver er maður ársins í hinum og þessum greinum.

Mikilvæg mál sem snerta alla þjóðina eru til dæmis Evrópumálin. En nú-verandi ríkisstjórn meinar okkur að greiða atkvæði um hvort við viljum halda áfram viðræðum um aðild að Evrópusamband-inu. Utanríkisráðherra ákvað einn og sér að hætta viðræðunum án þess að spyrja kóng né prest.

Svonefndur umhverfisráðherra ákvað einn og sér að stoppa friðlýsingu Þjórsár-vera í sumar til þess að geta breytt mörk-um og koma þar fyrir Norðlingaöldulón-inu. Hann sló nýju náttúruverndarlögin út af borðinu eftir sínum geðþótta. Hon-um finnst líka allt í lagi að „endurskoða“ rammaáætlun um verndun og friðun nátt-úruauðlinda einn og sér. Þetta er ráðherr-areinræði!

En hvernig er það hér í okkar bæjarfé-lagi? Hér vantar gegnsæi og virkt upplýs-ingarstreymi til bæjarbúa. Það sem er að gerast í nefndum bæjarins er almenningi ekki aðgengilegt. Þar hefur verið einungis hægt að lesa um hver mætti á nefndarfundi og hver tók til máls. En hvað var sagt? Það eina sem veitir mér einhverjar upplýsingar er hvaða mál hafi verið frestað einu sinni enn.

Fyrir alls ekki löngu í nóvember 2013 var haldið íbúaþing um framtíð skólauppbygg-

ingar í Mosfellsbæ og var það frek-ar vel sótt. Þar kom í ljós að bæði á austur- og vestursvæðinu vant-ar mjög tilfinningarlega húsnæði og báðir stóru grunnskólarnir eru „sprungnir“. Mér sýnist að á vest-ursvæðinu við Lágafellsskólann koma menn nú ekki hjá því að gera úrbætur strax enda votta 12 færan-

legar kennslustofur ekki góða framtíðarsýn í skólamálum.

Á austursvæðinu ætla menn hins veg-ar ennþá að draga lappirnar um ásætt-anlega lausn á bráðum húsnæðisvanda. Varmárskólanum er boðið upp á að nýta Brúarlandshúsið. Þetta væri þriðja bygg-ing Varmárskólans og frekar langt frá allri þjónustu við skólann. Hvað um mötu-neytismál, sérkennslu, sérgreinakennslu, tónlistakennslu, íþrótta- og sundkennslu? Þessari bráðabirgðalausn var algjörlega hafnað á skólaþinginu og þótti verst. Betri kostur þykir að brúa bilið með nokkrum færanlegum kennslustofum á skólalóðinni þangað til skólinn í Helgafellslandinu tekur til starfa. En viti menn: Brúarlandsdæmið var samþykkt af yfirvöldum af því að það er ódýrast! Og menn eru ekki að flýta sér um of að koma Helgafellsskólanum á koppinn. Fólk sem tók þátt í íbúaþinginu spyr sig eðlilega: „Til hvers fór ég þangað? Hvaða tilgangur var með þessu ef ekki er hlustað á okkur?“ Svona lagað fælir fólk frá að taka virkan þátt í bæjarmálum.

Svona kemur lýðræði ekki til með að virka.

Úrsúla Jünemann

Gervi-lýðræði?

Fjölmargar mætar konur bjóða sig nú fram til að taka sæti á fram-boðlistum Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Öll hljótum við að vera sammála um að sá hópur sem valinn verður til forystu þarf að endurspegla sam-félagið sem við búum í til þess að þjóna því sem allra best. Konur eru helmingur þjóðarinnar. Það er því mikilvægt að þær komi að ákvörðunum og stefnumótun í sveitarstjórnum í forystus-ætum listanna eins og karlar. Konur búa einnig yfir gríðarlegri reynslu, þekkingu og menntun, sem samfélagið hefur einfaldlega ekki efni á að nýta ekki.

Sóknarfæri með konumVið sjálfstæðisfólk höfum mikið rætt það

undanfarið hvernig við getum eflt og styrkt flokkinn okkar, hvernig við náum til fleiri kjósenda og þannig tryggt að stefna Sjálf-stæðisflokksins verði höfð að leiðarljósi við ákvarðanir í sveitarstjórnum. Stærsta sóknarfærið er að kjósa konur. Með því að fleiri konur verði í áhrifastöðum í stjórn-málum og forystusætum framboðslista eru meiri líkur á því að stefna Sjálfstæðisflokks-ins höfði til beggja kynja. Þannig sýnum

við í verki breiddina í Sjálfstæð-isflokknum, sem er flokkur allra stétta, flokkur karla og kvenna.

Þátttaka beggja kynja skilar betri árangri

Nú er ég ekki að halda því fram að konur séu gáfaðri, sterkari, hug-myndaríkari eða ábyrgari en karl-

ar – heldur að þær eru engu síðri. Því ætti ekki að vera nein ástæða til þess að kjósa þær ekki, heldur fagna fjölbreytninni og því að konur og karlar nálgast verkefnin á ólíkan hátt en þannig verði betri niðurstaða með þátttöku beggja kynja. Að greiða at-kvæði í prófkjöri er mikil ábyrgð, atkvæðið er yfirlýsing um það hverjum við treystum best til þess að leiða lista Sjálfstæðisflokks-ins. Atkvæði okkar ræður úrslitum um það hversu sigurstranglegur listi flokksinns verður í kosningunum í vor. Með því að raða í forystusæti – bæði körlum og konum – tryggjum við fjölbreytni, trúverðugleika og öflugan Sjálfstæðisflokk í sveitarstjórn-um á næsta kjörtímabili.

Þórey Vilhjálmsdóttir,formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna

Veljum konur í forystusætin

Kæru Mosfellingar. Ég hef ákveðið að gefa kost á

mér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæð-isflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer 8. febrúar næstkomandi. Mér þætti vænt um ykkar stuðning í það sæti svo ég geti áfram unnið að málefnum bæjarins okkar.

Bæjarfélag er eins og heimili – við verð-um að reka það af ábyrgð. Fjárhagur bæj-arins er traustur þrátt fyrir þau mörgu verkefni sem bærinn hefur verið að sinna að undanförnu. Bærinn stækkar hratt og því hefur verið fjárfest í íþróttahúsi, hjúkr-unarheimili auk þess sem framhaldsskóli hefur risið.

Í Mosfellsbæ getum við því nálgast flest það sem við þurfum. Það er mikilvægt að geta boðið öllum góða þjónustu í bænum okkar. Reynt hefur verið að halda álögum í skefjum í kreppunni til þess að koma til móts við fjölskyldur og hefur það tekist nokkuð vel.

Stöndum vörð um menntunÍ áætlun þessa árs er gert ráð fyrir fjár-

festingu í skólahúsnæði og mun svo verða áfram á næstu árum þar sem fjölgun í bæj-arfélaginu kallar á uppbyggingu. Skóla-samfélagið, foreldrar og skólafólk hefur lagt þessu málefni lið og ber að þakka þann tíma sem stór hópur fólks hefur varið í að leita með okkur bestu lausna.

Ég vil standa sérstakan vörð um menntun barnanna okkar og stuðla að valfrelsi í þeim efnum. Allir skólarnir okkar í Mosfellsbæ hafa valið sér stefnu til að vinna eftir. Það

verður spennandi að taka þátt í og móta stefnu framtíðarskólanna. Vonast ég til þess að sem flestir leggi þar hönd á plóginn.

Útivist og heilsueflingLífsgæði Mosfellinga felast með-

al annars í öflugu og fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Við

þurfum að standa vörð um þetta og leggja áherslu á heilsueflingu hjá íbúum bæjarins á öllum aldri. Hér geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Sérstaða Mosfellsbæjar felst meðal ann-ars í glæsilegu aðgengi að góðri útivistar og íþróttaaðstöðu. Mosfellsbær ætti því að verða fyrsti kostur þeirra sem kjósa útivist og almenna heilsueflingu.

Velferð eldri borgaraVið eigum að leggja sérstaka áherslu á

velferð eldri borgara þar sem valfrelsi í eig-in málum er lagt til grundvallar. Það skiptir miklu máli fyrir þá að geta haft raunveru-legt val og fengið þjónustu við hæfi hvers einstaklings. Einnig er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytta tómstundaiðju fyrir eldri borgara til að þeir njóti efri áranna sem best.

Nýlega tóku sveitarfélög yfir umsjón með fötluðum og hefur vel til tekist. Þeim mála-flokki þarf að sinna áfram vel en mikilvægi þess að fatlaðir njóti sömu réttinda og aðrir og þjónustu við hæfi er gríðarlegt.

Eva Magnúsdóttir er formaður fræðslunefndar, varabæjarfulltrúi, situr í framkvæmdastjórn Mílu

og MBA í Viðskiptafræði og stjórnun.

Ábyrg fjármálastjórn er leiðin að lífsgæðum

Undirrituð hafa undanfarin ár, reglulega, eytt svolitlu af frístundum sínum í að velta fyrir sér uppbyggingu íþróttasvæða Mos-fellinga.

Í flestum tilvikum og þá sérstaklega und-anfarið, hafa þær vangaveltur leitt til sömu niðurstöðu: Iðkendur íþrótta í Mosfellsbæ þurfa á fjölnota íþróttahúsi að halda.

Það var okkur því mikið gleðiefni að frétta áform bæjarstjórnar samkvæmt til-lögu bæjarstjóra, um að stofna vinnuhóp til þess að meta hagkvæmni byggingar slíks húss.

Sem hluti af slíku ferli fannst okkur nauðsynlegt að standa fyrir upplýsinga-fundi fyrir alla bæjarbúa. Þar mun fulltrúi KSÍ deila reynslu KSÍ af þátttöku í hinum

fjöldamörgu mannvirkjum af svipuðum toga, fulltrúi Skagamanna kynnir hvaða áhrif bygging húsins á Akranesi hafði fyrir íþróttaiðkun á Akranesi en þar var tekið í notkun fjölnota íþróttahús fyrir nokkrum árum. Bæjarstjóri fyrir hönd Mosfellsbæjar fjallar svo um aðkomu bæjarins í uppbygg-ingu íþróttamannvirkja.

Það er skynjun okkar að víðtækur áhugi sé nú þegar fyrir hendi meðal bæjarbúa að kynna sér frekar þá kosti sem fjölnota íþróttahús hefur upp á að bjóða og hvetj-um við því bæjarbúa til að mæta á fundinn. Fundurinn er haldinn í hátíðarsal Lágafells-skóla þriðjudaginn 11. febrúar kl. 20:00.

Það er okkar trú að framkvæmd að þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir sé orðin

hentug og þar af leiðandi hagkvæm fyr-ir þann Mosfellsbæ sem við nú byggjum. Þessi uppbygging eflir forvarnarstarf, trygg-ir börnum okkar og þeirra börnum jöfn tækifæri til æfinga og síðast en ekki síst er þetta tækifæri til heilsueflingar og skemmt-unnar fyrir Mosfellinga á öllum aldri.

Með vinsemd og virðingu,Óli Valur Steindórsson

Ingólfur GarðarssonPétur Magnússon

Friðrik GunnarssonEmil Eyþórsson

Hugi SævarssonHallur Birgisson

Guðbjörg Fanndal TorfadóttirBjarki Már Sverrisson

Fjölnota íþróttahús – hagkvæmni eða hugsjón?

586 8080

selja...

www.fastmos.is

Sími: 586 8080

Page 35: 2. tbl. 2014

Ólöf TómasdóttirÍ dag eru 14 ár síðan

við fluttum í Mosó hefur verið ljúft líf. Ætli við séum orðnir mosfellingar?

15. jan

Geirarður LongTakk fyrir einstaka

skemmtun í gærkvöldi allir sem ég hitti að Varmá á Þorrablót Aftureldingar. Og takk öll sem sáuð um skipulagið.� 26. jan

Kristinn Ulfur IngólfssonVinnuvéla-

réttindi........... TÉKK, ekki búið að taka nema svona 5-6 ár að klára þetta hehe

28. jan

Svanþór EinarssonÞvílík byrjun á deginum.

Gefið blóm og mér var sagt að það væri Bónda-dagurinn í dag. Búið var að elda egg og beikon sem ég borðaði með bestu list. Konan kom mér á óvart og gaf mér geggjað úr í gjöf. Þá var það gott 30 min nudd með happy.... og þaðan í sturtu og var skrúbbaður hátt og lágt..... Þá vaknaði ég og fór í vinnuna!

24. jan

Dagbjört PálmadóttirAlltaf gaman á miðviku-

dögum þegar við hittumst í Rauða krossinum og prjónum saman, allar konur velkomnar, kaffi á könnunni opið hús frá kl. 13.� 28. jan

Helga Kristj-ánsdóttirEkkert sam-band hefur

náðst við feðgana á þessu heimili frá því PS4 kom í hús kl. 21.30 28. jan

Afturelding Knatt-spyrnudeildHinn snjalli

og kattliðugi markvörður Sigurbjartur Sigurjónsson hefur staðfest endurkomu sína til Aftureldingar en hann skrifaði undir samn-ing rétt í þessu. 28. jan

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s bo

ltinn

í be

inni

kaffi

risa

skjá

r sam

loku

r sa

mlo

kur l

asag

ne h

eitt

súkk

ulað

i

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s bo

ltinn

í be

inni

kaffi

risa

skjá

r sam

loku

r sa

mlo

kur l

asag

ne h

eitt

súkk

ulað

i

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

Góðir Menn ehf

RafverktakarGSM: 820-5900

• nýlagnir • viðgerðir• endurnýjun á raflögnum• hönnun og uppsetning á öryggiskerfum • síma og tölvulagnir

Löggiltur rafverktaki

hundaeftirlitið í mosfellsbæ

Þegar snjóa leysir, kemur ýmislegt í ljós.Eigendum hunda er skylt að þrífa upp saur eftir þá, samkvæmt sam-þykkt um hundahald í mosfellsbæ

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

Þjónusta við Mosfellinga - 35

Þverholti 3 - Sími: 566-6612

FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR

Tek að mér alla krana- og krabbavinnu

Útvega allt jarðefni

Vörubíll Þ.b. Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

Nýbýlavegi 10 - Kópavogi - Sími 554 2510 - 554 2590 - www.bilasprautun.is

Réttum og málum allar tegundir bíla Gæðavottað veRKStæði

Hlín Blómahús • Kjarnanum • Mosfellsbæ • Þverholt 2 • Sími: 566 8700Finndu okkur á facebook.com Blómabúðin Hlín

LISTRÆN FAGMENNSKAARTPROARTPRO

www.artpro.is

STAFRÆN PRENTUNÁ NÝ Í MOSFELLSBÆ(ÁÐUR LJÓSRIT OG PRENT - NIKKI)

STAFRÆN PRENTUN

STÓRLJÓSMYNDAPRENTUN

Subaru XV 4WD - árg. 2012Þægileg og háþróuð kennslubifreiðAkstursmat og endurtökupróf

ökukennslaGylfa Guðjónssonar

Sími: 696 0042

Óskum bæjarbúum gleðilegs nýs árs

Sonja Riedmann og Sigurður Hilmarssonsjúkraþjálfarar

Sjúkraþjálfun MosfellsbæjarSkeljatanga 20 5668520

SjúkraþjálfunMosfellsbæjarSkeljatanga 20s. 566 8520

Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á mos­fellingur@mos­fellingur.is­

Page 36: 2. tbl. 2014

Sendið okkur myndir af nýjum Mos-fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið [email protected]

Myrra Hólm Matthíasdóttir fæddist 28.apríl 2013. Hún var 13 merkur og 52 cm. Foreldrar hennar eru Matthías Matthíasson og Íris Hólm Jónsdóttir.

Kjúlkingasalat með mangódressinguSesselja Gunnarsdóttir deildar-stjóri í Lágafellsskóla deilir með okkur ljúffengri uppskrift að kjúklingasalati.

• 1/2 poki rucola salat• 1/2 poki spínat• 1 appelsína• 1 tómatur• 1 handfylli af Goji berjum• 1/2 krukka af fetaosti• 2 kjúklingabringur

Kjúklingabringurnar eru skornar í strimla og velt upp úr salti og sítrónupipar og því næst steiktar upp úr smá olíu. Appelsínan og tómaturinn eru skorin í munnbita. Öllu því næst blandað saman í skál - kjúklingurinn þarf að kólna aðeins fyrst.

Mangódressing• 1/2 dós af sýrðum rjóma• 1/2 dós af grískri jógúrt

• 2 msk. mango chutney• smá safi út kreistri sítrónu• 1/2 tsk af chillikornum

Kakan góða sem kom mér í þetta.• 100 gr sykur• 100 gr púðursykur• 1 tsk lyftiduft• 4 eggjahvítur

Allt þetta er sett saman í skál og stífþeytt því næst er 1 poka af lakkrískurli bætt út í. Þetta er svo bakað í

tveimur botnum við 140 gráður í 1 klst.Á milli er svo settur þeyttur rjómi sem í er bætt 3 kókosbollum. Ofan á kökuna má setja ís, jarðarber og bláber rétt áður en hún er borin fram.

Ég skora á Svanhildi Svavarsdóttur, námsráðgjafa í FMOS

Sesselja skorar á Svanhildi Svavarsdóttur að deila með okkur uppskrift í næsta blaði.

NágraNNarÞað er margt í þessum heimi sem

við höfum ekki stjórn á og eitt af því

er hvaða nágranna við höfum, það

er að vísu ekki alveg rétt því ef þú

ert nú eitthvað ósáttur þá getur þú

bara flutt.

Ég er búinn að búa á sama stað

í Hulduhlíð nú í rúm tíu ár og hef

verið ofboðslega heppinn með

hvað ég hef átt yndislega nágranna

og hefur verið gott samband þar á

milli. Nú fékk ég þær fréttir að hún

Systa mín og Gústi væru að fara

að flytja um sveitarfélag og ætli að

bregða búi fyrir fullt og allt. Ég var

nú ekki sáttur þegar Ingimundur og

Elín fluttu á sínum tíma enda vildi

ég ekki missa þau sem nágranna en

var svo heppinn að Systa flutti inn

í staðinn, sem og fyrir fleiri góða

granna sem hafa flutt í burtu.

Nú eru góð ráð dýr, ekki get ég

farið að skipa fólki hvar það á að

búa né hvert það eigi að flytja, þó ég

sé nú frekur þá er það ekki í mínum

verkahring að stjórna. En ég get

kannski haft einhver áhrif á það

hvort það vilji einhver flytja inn í

staðinn. Ég er búinn að ákveða plan

sem getur haft einhver áhrif á það,

þegar það verður opið hús í Huldu-

hlíðinni hjá fasteignasalanum ætla

ég að vera búinn að rusla allhress-

ilega til í garðinum svona meira

en góðu hófi gegnir og vera búinn

að flagga United fána í alla glugga

(það vill náttúrlega enginn búa

fyrir ofan svoleiðis jólasvein) svo

ætla ég að sitja úti á veröndinni á

nærbuxunum einum fata að brenna

rusl, skjóta upp rakettum og slátra

hænum meðan ég stilli Justin Bie-

ber á fullt í spilaranum. Ef það ætti

ekki að fæla burt allt heilvita fólk

þá veit ég ekki hvað, nú ef einhver

litist svona vel á fíflið á neðrihæð-

inni (mig) eftir svona skrípaleik og

ákveður samt að kaupa íbúðina nú

þá er ég í djúpum skít.

Þessi þankagangur í mér er

kannski einmitt ástæðan fyrir því af

hverju allir flytja í burtu? En Systa

og Gústi, ég vona að þið fáið jafn

frábæran granna á nýja staðnum og

mig......

Högni snærkliddi.blog.is

- Heyrst hefur...36

Hugsað um barnNemendur í 10. bekk fengu raunveru-leikabörn til umönnunar yfir helgi. Verkefnið heitir ,,Hugsað um barn“ og er forvarnarverkefni sem snýr að því að gefa nemendum tækifæri til að upplifa hvernig það er að hugsa um ungbarn og þær skyldur sem umönnun krefst.

Page 37: 2. tbl. 2014

smáauglýsingar

Til leiguTil leigu er stór 3 her-bergja íbúð á góðum stað í Mosfellsbæ. Möguleiki á fjórða herberginu. Laus fljótlega. Upplýsingar í síma 6914923 eftir kl. 17:00.

Starfsfólk á hóteliðHótel Laxnes/Áslákur óska eftir að ráða barþjón. Upplýsingar gefur Albert í síma 866-6684. Einnig óskast starfskraftur til að sjá um morgunmat fyrir hótelgesti.

Leiguhúsnæði óskastFlókakonan ehf leitar að leiguhúsnæði ca 50-80 ferm. fyrir vinnustofu, helst í Mosfellsbæ.Kata 8477405 eða [email protected]

Smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga [email protected]

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

WWW.ALAFOSS.IS

Á L A F O S SVerslun, Álafossvegi 23

NNarvið höfum ekki stjórn á og eitt af því

er hvaða nágranna við höfum, það

ert nú eitthvað ósáttur þá getur þú

hvað ég hef átt yndislega nágranna

milli. Nú fékk ég þær fréttir að hún

að flytja um sveitarfélag og ætli að

bregða búi fyrir fullt og allt. Ég var

nú ekki sáttur þegar Ingimundur og

Elín fluttu á sínum tíma enda vildi

ég ekki missa þau sem nágranna en

búa né hvert það eigi að flytja, þó ég

sé nú frekur þá er það ekki í mínum

staðinn. Ég er búinn að ákveða plan

sem getur haft einhver áhrif á það, -

hlíðinni hjá fasteignasalanum ætla -

nærbuxunum einum fata að brenna

rusl, skjóta upp rakettum og slátra

ber á fullt í spilaranum. Ef það ætti

inni (mig) eftir svona skrípaleik og

ákveður samt að kaupa íbúðina nú

kannski einmitt ástæðan fyrir því af

hverju allir flytja í burtu? En Systa

frábæran granna á nýja staðnum og

3725

aMÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA

f

FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI

Opnunartímisundlauga

lágafellslaugVirkir dagar: 06.30 - 21.30

Helgar: 08.00 - 19.00

VarmárlaugVirkir dagar: kl. 06.30-08.00 og 15:00-21:00

Laugard. kl. 09.00-17.00 og sunnud. kl. 09:00-16:00

Snyrti-, nudd & fótaaðgerðastofan

Líkami og sálÞverholti 11 - s. 566 6307www.likamiogsal.is

Verið hjartanlega velkomin!

Við hjá Sólargeislanum erum starfandi miðlar sem sérhæfum okkur í að hjálpa börnum og unglingum sem eru næm. Að vera sjáandi barn og/eða unglingur getur haft ýmiskonar áhrif á daglegt líf.Næmni er ekki aldursskipt, hún er óháð aldri.Stundum eldist hún af einstaklingum en í sumum tilfellum ekki og oft er það erfitt fyrir viðkomandi.„Þetta er ekki til“ er sú skýring sem við gefum börnunum okkar. Er það nógu góð skýring?

Hafþór, Gyða og Jara / 898-6780 / [email protected]

Sólargeislinn

Notaðir TOYOTA varahlutirBílapartar ehf

Sími: 587 7659Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ

www.bilapartar.is

Kiwanishúsið í Mosfellsbæ geysir.kiwanis.is

Salur til útleigu fyrir fundi og mannfagnaði

Pantanir hjá Berglindi í síma 697-5328 eða á [email protected]

www.malbika.is - sími 864-1220

Þjónusta við Mosfellinga - 37

MOSFELLINGURkemur næst20. febrúar

SkilafreStur fyrir efni og auglýSingar er til

hádegiS 17. febrúar.

Skýja luktirnar

fáSt í BymoS

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]

Ný heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla

cabastjónaskoðun

Þrastarhöfði - endaíbúð á jarðhæð

eign vikunnar www.fastmos.is

586 8080

selja...

1. tbl. 13. árg. fimmtudagur 9. janúar 2014 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

MOSFELLINGUR

Mynd/RaggiÓla

Skutust upp á stjörnuhimininn •Vor í Vaglaskógi sló í gegn •Ný plata stefnir í gull

Hljómsveitin Kaleo valin Mosfellingur ársins 2013Strákarnir í Kaleo slógu rækilega í gegn á árinu 2013. Eftir útgáfu þeirra af laginu Vor í Vaglaskógi í sumar hafa

allar dyr staðið þeim opnar. Fyrir jólin gáfu þeir út sína fyrstu plötu sem varð ein sú mest selda á Íslandi á árinu.

Rubin, Davíð, Jökull og Daníel

skipa hlJómsveitina kaleo

6 nýttá skrá

MOSFELLINGURá netinu

Hvað er að frétta?Sendu okkur línu...

[email protected]

20% afslátturfyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja

milli kl. 10-14 alla virka dagaHárgreiðslustofa Helenu – Stubbalubbar

Barðastaðir 1-3 • 112 rvk • sími: 586 1717 • stubbalubbar.isPantaðu tíma á netinu • Stubbalubbar er eina barnastofan á landinu

hundaeftirlitið í mosfellsbæ

hefur 8 Ára barn„fullt Vald” Yfir meðal-stÓrum hundi ?

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

Page 38: 2. tbl. 2014

- Hverjir voru hvar?38

Uppselt

Metaðsókn á þorrablót uppselt í Matinn

Bílaþvotturunglingastarfs GKj

Alla laugardaga í febrúar frá kl. 10 til 16 munu unglingarí unglingastarfi GKj undir leiðsögn foreldra taka að

sér bíla í alþrif og bón. Þrifin fara fram í vélarskemmu golfklúbbsins. Boðið verður upp á að sækja og senda.

Unnið verður með fyrsta flokks hreinsivörum frá SONAX.

Hægt er að panta tíma í síma 666 1276.

Einnig er hægt að panta tíma og fá nánari upplýsinar á www.facebook.com/bilatvotturgkj Styrkjum öflugt ungmennastarf í heimabyggð

Page 39: 2. tbl. 2014

27www.mosfellingur.is - 372539www.mosfellingur.is -

Page 40: 2. tbl. 2014

588 55 30Háholt 14, 2. hæð

Pétur Péturssonlöggiltur fasteignasali897-0047

Daniel G. Björnssonlöggiltur leigumiðlari

Mikil sala - Vantar eignir - VerðMetuM

Þjónusta við

Mosfellinga í 24 ár

MOSFELLINGURwww.mosfellingur.is - [email protected] 8080

selja... 586 8080fastmos.is

Sími:

Prúðbúin á þorrablótiGlæsilegt þorrablót Aftureldingar var haldið að Varmá um helgina. Tekið var á móti gestum með með söng og snafsi og prúðbúnir gestir mættu í myndatöku til ljósmyndara Mosfellings.

OPið virka DaGa frá kl. 9-18 • NetfaNG: [email protected] • www.BerG.is • BerG fasteiGNasala stOfNuð 1989

mynd/raggiÓla

lindabyggð

Vandað 189 fm. parhús á vinsælum stað í Mosfellsbæ. Lokuð gata, góður garður og bíla-stæði. 4 herbergi. Flott hús. Stutt í gönguleiðir og skógivaxið svæði. Vinsæl gata á flottum stað í Mosó. Hagstætt verð fyrir góða eign. V. 39,6m.

klapparhlíð

Mjög falleg 113 fm. endaíbúð á 3. og efstu hæð í fallegu fjölbýli með sér inngangi. Fallegar innréttingar. Stór og björt stofa. 3 svefnherbergi. Glæsilegt eldhús. Flott baðherbergi með þvottahúsi inn af. Stórar svalir í suður. Topp eign á vinsælum stað. Laus fljótlega. V. 29,9 m.

Hulduhlíð

Mjög falleg 93 fm. 4. ra herbergja íbúð á 2. hæð með sér inngangi við Hulduhlíð. Parket og dúkur á gólfum. 3 góð svefnherbergi. Svalir í suður. Stórt geymsluloft yfir íbúð. V. 27,5 m.

skeljatangi

Gullfalleg og mikið endurnýjuð 84,9 fm. endaíbúð á jarðhæð með sér inngangi og stórum sólpalli með skjólveggjum. Falleg eign með góða staðsetningu.

Nýrmatseðill

Kíktu í heimsókn :)