20
vf.is vf.is Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is FÍTON / SÍA Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: [email protected] Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 FIMMTUDAGURINN 13. FEBRÚAR 2014 6. TÖLUBLAÐ 35. ÁRGANGUR Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslá af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Nicotinell fruit 2 mg 98 stk. 20% afsláur TILBOÐ VIKUNNAR af lyfjum utan greiðsluþátttöku af lausasölulyfjum og öðrum vörum Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ 16%afsláttur 12% afsláttur Lyfja Reykjanesbæ Krossmóa 4 Sími 421 6565 www.lyfja.is Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19 laugard. 10–16 sunnud. 12–16 Betri kjör fyrir heldri borgara Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ. Við stefnum að vellíðan. Veglegt afmælisblað í tilefni 40 ára kaupstað- arafmælis Grindavíkur Í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis Grinda- víkurbæjar verður gefið út veglegt afmælis- blað í lok maí í. Blaðið mun verða tileinkað samfélaginu í bænum, atvinnu- og mannlíf- inu í allri sinni ölbreyttustu mynd í veglegri útgáfu. Afmælisblaðið er samstarfsverkefni Grindavíkurbæjar og Víkurfrétta. Það mun koma út 23. maí eða viku fyrir Sjóarann síkáta sem mun fá veglega kynningu í blaðinu. Því verður dreiſt í 25 þúsund eintökum inn á öll heimili á Suðurnesjum, í Hafnarfirði,á Suður- landi, á helstu ferðamannamiðstöðvum og víðar. Ábendingar um gott efni í afmælisblaðið eru vel þegnar á netfangið [email protected] eða [email protected]. Víkurfréttir munu jafnframt sjá um auglýsinga- sölu í afmælis- og kynningarblaðið. S jónvarp Víkurfrétta hefur göngu sína í kvöld. Um er að ræða fréttatengdan mann- lífsþátt frá Suðurnesjum sem sýndur er á sjón- varpsstöðinni ÍNN. Sjónvarp Víkurfrétta mun á næstu vikum fara víða í efnisöflun og lætur sér fátt óviðkomandi í fréttum, mannlífi og menn- ingu á Suðurnesjum. Fjögur innslög frá Suðurnesjum verða í fyrsta þætti Sjónvarps Víkurfrétta. Flugþjónustudeild Keflavíkurflugvallar hefur meðal annars það hlutverk að halda flugbrautum Keflavíkurflugvallar hreinum og í því ástandi að þar sé öruggt að lenda flugvélum og taka á loſt. Víkurfréttir stóðu vaktina á Keflavíkurflugvelli á dögunum þegar allt ætlaði að fenna í kaf. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson er sannkallaður öllistamaður. Hann er kunnur fyrir tónlist sína en hann er einnig lunkinn með pensilinn. Þá er hann með stórar hugmyndir um listaverk á Suðurnesjum. Ein þeirra er um norðurljósaturna í Reykjanesbæ. Við kíkjum á vinnustofuna til Guð- mundar á Ásbrú í þættinum í kvöld. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar var fyrir löngu búinn að sprengja utan af sér gamalt og óhent- ugt húsnæði á tveimur stöðum í Reykjanesbæ. Nú hefur verið innréttað glæsilegt húsnæði fyrir skólann í Hljómahöllinni. Við tókum hús á tón- listarskólastjóranum Haraldi Árna Haraldssyni og ræðum við hann í þætti kvöldsins. Mörghundruð nemendur í 9. og 10. bekk grunn- skóla á Suðurnesjum kynntu sér ölbreytt störf sem unnin eru á Suðurnesjum. Flestir nemendur spurðu um laun og vinnutíma. Víkurfréttir voru á staðnum og tóku púlsinn á hressum grunnskóla- nemum í atvinnuhugleiðingum. Sjónvarp Víkurfrétta er á ÍNN í kvöld, fimmtu- dagskvöld kl. 21:30. Þátturinn er svo endursýndur á tveggja tíma fresti og lokasýning er því kl. 19:30 á föstudagskvöld. Þátturinn verður einnig að- gengilegur í „HD“ á vef Víkurfrétta, vf.is. Sjónvarp Víkurfrétta í loftið Mögnuð norðurljós Er bæði nálægt lífi og dauða Njarðvíkingurinn Þórarinn Ingi Ingason, Tóti, er flugstjóri á þyrlum Landhelgisgæslunnar. Hann er í viðtali við VF í dag. - hálftíma þáttur frá Suðurnesjum á ÍNN í kvöld kl. 21:30 VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON

06 tbl 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

6.tbl.35.árg.

Citation preview

Page 1: 06 tbl 2014

vf.isvf.is

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

auðveldar smásendingar

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

einföld reiknivélá ebox.is

FÍT

ON

/ S

ÍA

VíkurfréttirKrossmóa 4a, 4. hæð,

260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: [email protected]

Afgreiðslan er opinvirka daga kl. 09-17

Auglýsingasíminner 421 0001

FIMMTUDAGURINN 13. FEBRÚAR 2014 • 6. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

Hringbraut 99 - 577 1150

Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐNicotinell fruit 2 mg 98 stk. 

20% afslátturTILBOÐ

VIKUNNAR

af lyfjum utan greiðsluþátttöku

af lausasölulyfjum og öðrum vörum

Frábært vöruúrvalog þjónustaí Reykjanesbæ

16% afsláttur

12% afsláttur

Lyfja ReykjanesbæKrossmóa 4Sími 421 6565

www.lyfja.is

Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19laugard. 10–16sunnud. 12–16

Betri kjör fyrir heldri borgaraFélagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ.

Við stefnum að vellíðan.

Veglegt afmælisblað í tilefni 40 ára kaupstað-

arafmælis GrindavíkurÍ tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis Grinda-

víkurbæjar verður gefið út veglegt afmælis-blað í lok maí í. Blaðið mun verða tileinkað samfélaginu í bænum, atvinnu- og mannlíf-inu í allri sinni fjölbreyttustu mynd í veglegri útgáfu. Afmælisblaðið er samstarfsverkefni Grindavíkurbæjar og Víkurfrétta.Það mun koma út 23. maí eða viku fyrir Sjóarann síkáta sem mun fá veglega kynningu í blaðinu. Því verður dreift í 25 þúsund eintökum inn á öll heimili á Suðurnesjum, í Hafnarfirði,á Suður-landi, á helstu ferðamannamiðstöðvum og víðar.Ábendingar um gott efni í afmælisblaðið eru vel þegnar á netfangið [email protected] eða [email protected]íkurfréttir munu jafnframt sjá um auglýsinga-sölu í afmælis- og kynningarblaðið.

Sjónvarp Víkurfrétta hefur göngu sína í kvöld. Um er að ræða fréttatengdan mann-

lífsþátt frá Suðurnesjum sem sýndur er á sjón-varpsstöðinni ÍNN. Sjónvarp Víkurfrétta mun á næstu vikum fara víða í efnisöflun og lætur sér fátt óviðkomandi í fréttum, mannlífi og menn-ingu á Suðurnesjum.Fjögur innslög frá Suðurnesjum verða í fyrsta þætti Sjónvarps Víkurfrétta.Flugþjónustudeild Keflavíkurflugvallar hefur meðal annars það hlutverk að halda flugbrautum Keflavíkurflugvallar hreinum og í því ástandi að þar sé öruggt að lenda flugvélum og taka á loft. Víkurfréttir stóðu vaktina á Keflavíkurflugvelli á dögunum þegar allt ætlaði að fenna í kaf.Guðmundur Rúnar Lúðvíksson er sannkallaður fjöllistamaður. Hann er kunnur fyrir tónlist sína en hann er einnig lunkinn með pensilinn. Þá er hann með stórar hugmyndir um listaverk á Suðurnesjum. Ein þeirra er um norðurljósaturna í

Reykjanesbæ. Við kíkjum á vinnustofuna til Guð-mundar á Ásbrú í þættinum í kvöld.Tónlistarskóli Reykjanesbæjar var fyrir löngu búinn að sprengja utan af sér gamalt og óhent-ugt húsnæði á tveimur stöðum í Reykjanesbæ. Nú hefur verið innréttað glæsilegt húsnæði fyrir skólann í Hljómahöllinni. Við tókum hús á tón-listarskólastjóranum Haraldi Árna Haraldssyni og ræðum við hann í þætti kvöldsins.Mörghundruð nemendur í 9. og 10. bekk grunn-skóla á Suðurnesjum kynntu sér fjölbreytt störf sem unnin eru á Suðurnesjum. Flestir nemendur spurðu um laun og vinnutíma. Víkurfréttir voru á staðnum og tóku púlsinn á hressum grunnskóla-nemum í atvinnuhugleiðingum.Sjónvarp Víkurfrétta er á ÍNN í kvöld, fimmtu-dagskvöld kl. 21:30. Þátturinn er svo endursýndur á tveggja tíma fresti og lokasýning er því kl. 19:30 á föstudagskvöld. Þátturinn verður einnig að-gengilegur í „HD“ á vef Víkurfrétta, vf.is.

Sjónvarp Víkurfrétta í loftið

Mögnuð norðurljós

Er bæðinálægt lífi og dauða

Njarðvíkingurinn Þórarinn Ingi Ingason, Tóti, er flugstjóri á

þyrlum Landhelgisgæslunnar.Hann er í viðtali við VF í dag.

- hálftíma þáttur frá Suðurnesjum á ÍNN í kvöld kl. 21:30

VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON

Page 2: 06 tbl 2014

fimmtudagurinn 13. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR2

Leysigeisla beint að flugbrautum

u Leysibendum var beint að flugbrautum á Keflavíkurflug-velli snemma á fimmtudags-morguninn síðastliðinn. Það var flugmaður sem var á ferð í bif-reið innan vallarsvæðisins, sem fyrstur varð var við atvikið og gerði lögreglunni á Suðurnesjum viðvart.Hafði geisla verið beint að bifreið-inni sem hann ók og lent í auga hans og glampað á framrúðu. Átti geislinn upptök sín utan girðingar. Grunsemdir eru um hverjir þarna hafi verið að verki og rannsakar lögregla málið. Það skal undir-strikað að athæfi af þessu tagi getur verið stórhættulegt og valdið slysum.

Mun færri búa í Reykjanesbæ en viljauUm 6,5 prósent landsmanna búa á Suðurnesjum en í nýrri könnun Capacent sögðust um 11 prósent helst vilja flytjast þangað næst þegar þeir skipta um hús-næði. Þetta kom fram í kvöld-fréttum RÚV. Flestir vildu flytja til Reykjavíkur, eða um 42 pró-sent. Um 13 prósent sögðust vilja flytja til Kópavogs. Af þeim sem vildu búa í Reykjavík sögðust 58 prósent vilja búa í miðbænum og Vesturbæ. Það hlutfall fer upp í nærri 90 prósent í aldursflokknum 18 til 24 ára. Í Reykjavík bjuggu árið 2013 um 120 þúsund manns en miðað við könnun Capacent vilja um 138 þúsund manns búa þar, sem myndi þýða um 15 pró-sent fjölgun íbúa þar.

-fréttir pósturu [email protected]

Lið Keilis, Mekatronik, bar sigur úr býtum í árlegri

hönnunarkeppni véla- og iðn-aðarverkfræðinema við Háskóla Íslands sem fór fram í Hörpu í gær. Liðið er skipað tveimur nemendum í mekatróník við Keili og nemanda í sakfræði við American InterContinental University.Liðið skipuðu þau Arinbjörn Kristinsson og Thomas Edwards, nemendur í mekatróník við Keili, og Fanney Magnúsdóttir, nem-andi í sakfræði við American Int-erContinental University. Hlutu

þau að verðlaunum 400 þúsund krónur frá Marel, öðrum af aðal-bakhjörlum keppninnar, og veg-legan farandbikar.Athygli vakti að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskipta-ráðherra, var kölluð til þátttöku í keppninni þegar liðsmann annars liðs þótti vanta. Hún mun hafa sýnt af sér einstaka takta, sem þó nægðu ekki til sigurs. Lið Keilis úr hennar heimabæ, Reykjanesbæ, fór þó heim með bikarinn!Keppnin fór fram í Silfurbergi í Hörpu í tengslum við UT-mess-suna.

Lið Keilis sigraði í hönnunarkeppni HÍ

n Listamannaspjall Svövu Björnsdóttur

KRÍA / KLETTUR / MÝNæstkomandi sunnudag,

16. febrúar kl. 15.00, tekur Svava Björnsdóttir á móti gestum í sýningarsal Listasafns Reykja-nesbæjar í Duushúsum og leiðir þá um sýningu sína KRÍA / KLETTUR / MÝ. Þar hefur Svava gert skemmtilega tilraun til að skapa samnefnara fyrir ákveðna náttúruinnlifun með innsetningu sinni.Svövu þarf vart að kynna; hún hefur um árabil verið meðal þeirra listamanna sem mest hafa lagt til endurnýjunar þrívíddarlistarinnar á landinu. Allt frá því hún sneri heim frá Þýskalandi við upphaf níunda áratugarins, eftir glæstan námsferil og margvíslegan fram-gang í München og víðar í Evr-ópu, hefur hún sent frá sér fjölda verka sem umbylt hafa viðteknum

hugmyndum okkar um hlutverk og verkan þrívíddarmynda í nú-tíma umhverfi. Verkin hefur hún steypt úr lituðum pappírsmassa, sem hefur gert henni kleift að nýta sýningarrými – og rými al-mennt – með nýjum hætti. Þannig virkjar Svava ekki einasta gólf og veggi, heldur einnig loft, skúma-skot og afkima sýningarrýmisins. Með markvissri sviðsetningu verka sinna gerir hún sérhvert rými að heildstæðri innsetningu með dramatísku ívafi.Formgerð Svövu er sömuleiðis óvenjuleg. Verk hennar minna í senn á vélarhluta, form náttúr-unnar og lifandi verur, og eru jafn fjölbreytileg að inntaki. Lögun og litróf verkanna skipta hana miklu máli, en einnig léttleiki þeirra, sam-spil og ljóðrænn slagkraftur.

Góðar gjafir til Krabbameinsfé-lags SuðurnesjaRótarýklúbbur Keflavíkur

færði á dögunum Krabba-meinsfélagi Suðurnesja tölvu-búnað að upphæð 135.000 kr.Félag myndlistamanna í Reykja-nesbæ færði félaginu 150.000 kr. Það fé er ágóði af MÁLAÐ TIL GÓÐS, verkefni þar sem málað var í hring 15 verk í tveimur lotum og verkin síðan boðin til sölu á Ljósa-nótt 2013.Guðrún J Karlsdóttir afhenti fé-laginu 370.000 kr frá Baðstofunni, félagi áhugamanna um myndlist, sem var starfandi í Keflavík í rúm 40 ár. Þegar félagið hætti starfsemi varð eftir þessi sjóður sem Krabba-meinsfélagið fékk afhent.

Virðing – vellíðan - virkni

Vegna fæðingarorlofa auglýsir Grunnskóli Grindavíkur eftir kennurum til starfa. Okkur vantar íþróttakennara (80%) nú þegar og umsjónarkennara í 7. bekk frá 1. apríl næstkomandi.

Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með um 450 nemendur í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa námsumhverfi í samráði við foreldra, þar sem allir eru virkir, að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Starfsemin skal einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda. Allur aðbúnaður og um-hverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans http://www.grindavik.is/grunnskolinn.

• Við leitum að einstaklingum með réttindi til kennslu í grunnskóla sem eru metnaðarfullir og góðir í mannlegum samskiptum, með skipulagshæfileika, eru sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra leiða í skólastarfi.

• Starfsmenn Grindavíkurbæjar hafa sett sér eftirfarandi gildi sem unnið er eftir í starfsemi bæjarins; þau eru jafnræði, jákvæðni, þekking, framsækni og traust.

Karlar jafnt sem konur eru hvött til þess að sækja um starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur, Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendast á netfangið [email protected] í síðasta lagi 25. febrúar næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Halldóra K. Magnúsdóttir skólastjóri í síma 420-1150.

ATVINNAÍþróttakennari og umsjónarkennari 7. bekkjar

Fleiri farnir að „halda á brúnni“Eins og Víkurfréttir hafa áður

fjallað um fékk ungur Suðu-nesjamaður, Daniel Alexaders-son, þá hugmynd að „halda á“ brúnni á milli heimsálfa. Hann vildi jafnframt hvetja aðra til þess og gera það að hefð.Nú virðist sem einhverjir Suður-nesjamenn hafi tekið við sér, þeirra á meðal fulltrúi Lögreglu-stjórans á Suðurnesjum. Á Fa-

cebook síðu embættisins var þessi mynd birt í gær. Við hvetjum Suðurnesjamenn til að senda okkur myndir af sér og öðrum við þessa iðju í [email protected]. Einnig ef þið hafið góðar hyg-myndir að nýjum hefðum sem tengjast ferðamannaiðnaðinum eða því sem gæti vakið athygli á náttúruperlum Suðurnesja.

Page 3: 06 tbl 2014

Umhverfissjóður Fríhafnarinnar auglýsir eftir umsóknum vegna styrkja á sviði umhverfismála.

Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2014.

Sjóðurinn er fjármagnaður með sölu poka í Fríhöfninni og er tilgangur hans að styrkja samstarfs-

verkefni í umhverfismálum, sem byggjast á sjálfboðaliðastarfi, frumkvæði félagasamtaka eða

einstaklinga í hreinsun, verndun gróðurs, ræktun og verndun svæða eða plöntu- og dýralífs með

áherslu á nærsvæði Fríhafnarinnar.

Áhugasamir eru hvattir til þess að sækja um styrki á heimasíðu Fríhafnarinnar,

www.dutyfree.is/styrkur.

www.dutyfree.is

VINNUR ÞÚ AÐ UMHVERFISMÁLUM?

UMHVERFISSJÓÐUR FRÍHAFNARINNAR

Page 4: 06 tbl 2014

fimmtudagurinn 13. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR4

LISTASAFN REYKJANESBÆJAR

LISTAMANNSLEIÐSÖGN

Sunnudaginn 16. febrúar kl. 15.00 tekur Svava Björns-dó�ir á móti gestum í sýningarsal Listasafnsins í Duushúsum og leiðir um sýningu sína KRÍA / KLETTUR / MÝ.

Hei� á könnunni og allir hjartanlega velkomnir

DEILISKIPULAGSTILLAGAKYNNINGKynning á deiliskipulagstillögu af Grófinni og á Bergi verður í Bíósal Duushúsa í dag, fimmtudaginn 13. febrúar, kl. 17.00.

Höfundur kynnir tillöguna, sem felst m.a. í stækkun smábátahafnarinnar, byggingu hótels, verslunar og annarrar þjónustu á miðsvæði. Einnig er gert ráð fyrir styrkingu byggðar á Berginu. Tillagan er aðgengileg á vef Reykjanesbæjar frá og með 14. febrúar og er gefinn frestur til 7. mars til að koma með ábendingar og athugasemdir sem sendast á Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar,Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ eða á netfangið [email protected]

Reykjanesbæ, 6. febrúar 2014.

Framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs

BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR

Tvær áhugaverðar sýningar eru nú í gangi á efri og neðri hæð safnsins. Í hnokkadeild er sýning á myndskreytingum Wolf Erlbruch og bókum og á neðri hæð er myndasögusýning úr bókinni Baby's in black e¤ir Arne Bellstorf, sem ¥allar m.a. um Bítlana áður en þeir urðu frægir.

FORELDRAMORGNARForeldramorgnar eru í Virkjun á Ásbrú alla miðvikudaga kl. 10:00 til 12:00.

-fréttir pósturu [email protected]

Þjónustugjöldin lægri í Garðinum- ASÍ skorar á sveitarfélagið að hækka ekki gjaldskrár

Þjónustugjöld Sveitarfélags-ins Garðs eru mun lægri en

í samanburði við önnur sveitar-félög á Suðurnesjum og víðar. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs Garðs.Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins Garðs fyrir árið 2014 voru þjónustugjöld leiðrétt sem nemur verðlagshækkunum frá september 2012 til september 2013. Gjaldskrá þjónustugjalda eins og hún var samþykkt við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2014 mun standa óbreytt.

Alþýðusamband Íslands hefur sent Garðmönnum erindi en þar kemur m.a. fram að til þess að ná megi markmiðum kjarasamninga um lága verðbólgu og þar með stöðug-leika og aukinn kaupmátt, verði allir aðilar að axla ábyrgð og sýna samstöðu með því að halda aftur af verðhækkunum. Skorað er á sveitarfélagið að hækka ekki gjald-skrár, hafi það verið gert er hvatt til þess að hækkanir verði dregnar til baka.

Neytti fíkniefnakokteilsuÖkumaður á þrítugsaldri var tekinn úr umferð um helgina eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði stöðvað akstur hans og hann viðurkennt neyslu á kanna-bis. Í fyrstu sinnti hann ekki stöðvunarmerkjum lögreglu en ók nokkurn spöl áður en hann stöðvaði bifreið sína. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu ekki einungis neyslu hans á kannabis heldur einnig á amfetamíni og ópíumefni.Þá voru fimm ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 135 kílómetra hraða á Garðskagavegi þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hinir fjórir mældust einnig vel yfir hundrað kílómetra hraða.

Harður árekstur í Reykjanesbæ

uHarður árekstur varð á gatna-mótum Smiðjuvalla og Þjóð-brautar í Reykjanesbæ í ný-liðinni viku og var ökumaður annarrar bifreiðarinnar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðis-stofnun Suðurnesja.Óhappið varð með þeim hætti að bifreið var ekið af Smiðjuvöllum, þar sem er stöðvunarskylda, og inn á Þjóðbraut í veg fyrir aðra bif-reið. Ökumaður og tveir farþegar fyrrnefndu bifreiðarinnar kenndu eymsla eftir áreksturinn og fóru sjálfir á HSS. Bílarnir voru fjar-lægðir með kranabíl.Þá varð árekstur við Nesvelli en engin slys urðu á fólki. Dráttar-bifreið var fengin til að fjarlægja ökutækin.

Gistinóttum á hót-elum fjölgaði um 48%uGistinætur á hótelum í desember voru 117.100 sem er 31% aukning miðað við desember 2012. Gisti-nætur erlendra gesta voru 84% af heildarfjölda gistinátta í mánuð-inum en þeim fjölgaði um 43% frá sama tíma í fyrra á meðan gisti-nóttum Íslendinga fækkaði um 5%.Á Suðurnesjum voru 6.000 gisti-nætur í desember sem er aukning um 48% frá fyrra ári.Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hót-elum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Íbúum fjölgar í Reykjanesbæ

uStöðug fjölgun á íbúum Reykjanes-bæjar hefur verið á milli mánaða allt síðasta ár. Íbúar í Reykjanesbæ voru 14.593 í lok janúar á þessu ári, samkvæmt upplýs-ingum Þjóðskrár. Íbúafjölgun hefur verið 2,6% frá janúar 2013 til janúar 2014. 7.900 íbúar búa nú í Keflavik en yfir 5.000 íbúar í Njarðvík og Innri-Njarðvík. Þá búa tæplega 1600 íbúar að Ásbrú og 90 íbúar í Höfnum.Mesta fjölgunin á milli janúar 2013 og 2014 var í hinum nýju Njarð-víkurhverfum; um 140 manns, þá í Keflavik; um 120 manns og loks Ásbrú; um 100 manns.„Þetta er ánægjuleg þróun og í takt við nýjustu fréttir um að mikill fjöldi landsmanna hafi áhuga á að flytja til okkar. Hér eru innviðir sterkir, gott umhverfi, gott skóla-starf og íþróttastarf fyrir börn og vonandi að vel launuð störf haldi áfram að raða sér hingað inn“, segir Árni Sigfússon bæjarstjóri.

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways er byrjað áætlunar-

flug milli Færeyja og Keflavíkur-flugvallar. Airbus-þota félags-ins lenti í Keflavík í hádeginu á mánudag. Flugið verður tíma-bundið milli Þórshafnar og Kefla-víkurflugvallar á meðan beðið er svara íslenskra flugmálayfir-valda hvort Færeyingar megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkur-flugvelli. Þotan er 132 sæta og sú stærsta sem myndi nota Reykja-víkurflugvöll að staðaldri.Færeyingar hafa undanfarin 25 ár

notað 95 sæta British Aerospace-þotur og hafa þetta verið stærstu vélarnar sem nota Reykjavíkur-flugvöll að staðaldri. Þeir eiga hins vegar bara eina slíka vél eftir og þar sem hún verður frá vegna viðhalds næstu tvær vikur hið minnsta vilja þeir í staðinn fá að nota Airbus-þotuna, segir í frétt á Vísi.is um málið.Búist er við að færeyska flugið verði um Keflavíkurflugvöll a.m.k. úr febrúar en nýlega var greint frá því að a.m.k. eitt flug í viku verði um Keflavíkurflugvöll til frambúðar.

Þota Atlantic Airways á Kefla-víkurflugvelli á mánudaginn. VF-mynd: Hilmar Bragi

Færeyskt flug til Keflavíkurflugvallar

Page 5: 06 tbl 2014

VIÐ HÖFUM AUKIÐ INNIFALIÐ ERLENT GAGNAMAGN

INTERNET 10 GB

50 GBER NÚ

100 GB 150 GB 250 GB 500 GB

INTERNET 50 GB

INTERNET 100 GB

INTERNET 150 GB

INTERNET 250 GB

UM ALLT AÐ 400%

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

Nánar á vodafone.is

GAGNAMAGNMIKLU MEIRA

VERÐ HÆKKAR EKKI OG ÁSKRIFTARLEIÐIN UPPFÆRÐIST SJÁLFKRAFA 1. FEBRÚAR

ER NÚ ER NÚ ER NÚ ER NÚ

Page 6: 06 tbl 2014

fimmtudagurinn 13. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR6

-ritstjórnarbréf

vf.isvf.is

Fílnum vísað úr herberginuÍ hugtakaforða er stundum talað um fílinn í herberginu. Er þá átt við augljóst risavaxið vandamál sem ómögulegt er að horfa fram hjá, en margir kjósa að gera það og velta sér frekar upp úr smærri atriðum sem koma fílnum ekki við.

Ein manneskja og allt upp í stóran hóp fólks getur verið þátttakandi í að hunsa fílinn, þótt hann sjáist jafnvel langar leiðir. Stundum gengur fíllinn í erfðir og þá er nýjum kynslóðum kennt að hunsa hann líka. „Hann hefur alltaf verið þarna og ekki ætla ég að reka hann út!“ Fíllinn er í raun stóra tregðan við að takast á við raun-veruleg vandamál, líta í eigin barm og sjá sinn þátt sem stjórnanda eigin lífshamingju og áhrif á samferðafólk.

„Markmiðið var ekki að breyta öðrum heldur breyta mér,“ segir Þórarinn Ingi Ingason, þyrluflugmaður og kennari, í einlægu viðtali við Víkurfréttir. Hann sneri við blaðinu þegar hann fór í áfengismeðferð 27 ára gamall og gjörbreyting varð á lífi hans í kjölfarið. Draumar hans rættust og ýmislegt gott leiddi af öðru. Eins og hann segir sjálfur frá fór hann að sjá nýja hluti frá nýjum sjónarhornum. „Í rauninni lærði ég loksins á sjálfan mig því myndin sem ég hafði af mér áður var kolröng.“

Þórarinn segir einnig að alkóhólismi sé alvarlegur sjúk-dómur sem hefur mikið með hugarástand að gera og hafi mikinn eyðileggingarmátt. „Sá sem er haldinn þessum sjúkdómi er bæði gerandi og þolandi. Sem þolandi sækir maður í þetta breytta og brenglaða hugarástand sem fylgir þessu og það er erfitt fyrir þann sem þekkir ekki sjúkdóminn að skilja hvers vegna alkóhólistinn hættir ekki bara að drekka.“

Sem betur fer hefur viðhorf til þessa sjúkdóms breyst mikið á undanförnum árum. Þekking og viðurkenn-ing almennings á sjúkdómnum hefur oft mikið að segja um það hvort fólk leitar sér hjálpar. „Í stjórnleysi kennir maður utanaðkomandi þáttum um óhamingju sína og vanlíðan. Orsakavaldurinn er oftast innra með manni,“ segir Þórarinn. Hann tók þá ákvörðun að viðurkenna tilvist fílsins - og vísa honum út.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, [email protected]éttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, [email protected] P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, [email protected], Eyþór Sæmundsson, [email protected]ýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, [email protected] P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, [email protected], Þórgunnur Sigurjónsdóttir, [email protected]ðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, [email protected], Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected] P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: ÍslandspósturStafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.isTekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is.Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einnsólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið [email protected]. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins.Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Hilmar Bragi Bárðarson skrifar

SÍMI 421 0000

-instagram #vikurfrettir

„Svona rúllum við í Sandgerði #actors #sandgerdi #vikurfrettir“

Texti: Eyþór Sæmundsson // [email protected]

ÁHRIFAMIKIL HEIMILDA-MYND UM ÆTTLEIÐINGUHeiður María Rúnarsdóttir gerði nýlega heim-

ildamynd um ættleiðingarferli hjóna frá Kefla-vík, sem ættleiddu tvær stelpur frá Indlandi. Hjónin, þau séra Sigfús Ingvason og Laufey Gísladóttir, deila áhrifamikilli sögu með áhorfendum. Myndin hefur vakið nokkra athygli og er nú aðgengileg á vef Víkurfrétta.Heiður er á fjórðu önn á tæknideild í Kvikmynda-skóla Íslands. Á þriðju önn eiga nem-endur að gera heimildamynd. Heiður sótti efni í heimildamyndina til fólks sem hún þekkir vel til. Hjónin Sigfús Rúnarsson og Laufey Gísladóttir hafa ættleidd tvær stelpur frá Indlandi sem nú eru 13 og 15 ára gamlar. Heiður fékk leyfi fjölskyldunnar til þess að segja sögu stelpnanna og fjalla um ættleiðingarferlið. Sjálf hefur Heiður mikinn áhuga á málefninu og hefur sjálf hugsað sér að ættleiða barn. „Það var ekki erfitt fyrir mig að velja viðfangsefni,“ segir Heiður en fjölskyldan tók strax vel í hugmyndina. Bæði Sigfús og Laufey og stelpurnar Birta Rut Tiasha og Hanna Björk Atreye, koma tölu-vert við sögu í myndinni sem er áhrifamikil. Sýndar eru myndir frá Indlandi þegar Sigfús og Laufey fóru að sækja stelpurnar. Þær myndir vekja auðveldlega upp tilfinningar hjá áhorfandanum. Myndin tók tæpa tvo mánuði í vinnslu en Heiður sá nánast um alla

vinnuna sjálf. Hún naut þó aðstoðar bekkjarfélaga sinna. Heiður er samkynhneigð og hefur mikinn áhuga á ættleiðingum samkynhneigðra. „Ísland er ekki með samning við neitt land sem leyfir ættleiðingar samkynhneigðra. Á Íslandi megum við ættleiða en ekki utan landsins.“

Gerir mynd um eineltiHeiður er þessa stundina að vinna að leikinni mynd sem fjallar um einelti. Það viðfangsefni er henni hugleikið enda varð hún sjálf fyrir einelti í æsku auk þess sem fjölskyldumeðlimur lenti líka í einelti. „Mér finnst bara vera svo mikið um einelti í dag. Mun meira en það var áður finnst mér. Þetta er þarft málefni sem þarf að fjalla um.“Kvikmyndaáhuginn hefur lengi verið

til staðar hjá Heiði og þá sérstaklega hvað varðar sjón-varpsþætti. Hana langar mikið til þess að vinna sem klippari í nánustu framtíð en þó virðist sem að hún hafi mikið fram að færa sem kvikmyndagerðamaður. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég fór í uppeldisfræði í HÍ og fann að það hentaði mér ekki. Ég hætti eftir eitt prófið í HÍ. Það er besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir hún og hlær. Hún segist hafa margar hugmyndir í kollinum og því er aldrei að vita hvort við sjáum meira frá henni í framtíðinni.

Fjölskyldan tók strax vel í hugmyndina

Page 7: 06 tbl 2014

Í dag opnar www.sudurnesjavaktin.is - upplýsingavefur um fjölbreytta þjónustu og fleira í boði fyrir íbúa á Suðurnesjum.

Eldri borgarar

Menntamál

Virkni- og starfsendurhæfing

Samgöngur

Íþróttir og tómstundir

Heilbrigði

Fjármál

Trúfélög

Atvinnumál

Sveitarfélög

Page 8: 06 tbl 2014

fimmtudagurinn 13. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR8

Ánægður með að leika vonda karlinn

„Bestu dómarnir komu frá fólkinu sem mætti aftur og aftur, eins og Garðar Cortes óperusöngvari sem ók einn upp í Skálholt til þess eins,“ segir Jóhann Smári, sem leikur séra Sigurð í sýningunni. „Ég var mjög glaður með að fá þetta hlut-verk. Núna er ég að kafa dýpra í persónuna og finna út hvers vegna hann var svona vondur og hvað gæti hafa legið að baki því.“ Hann kemur af stað þessari ógæfu að Ragnheiður þarf að sverja. Hann ætlar sér ekki að ganga svo langt. Hann vill bara losna við Daða, draumaprinsinn sem tók af honum konurnar og athyglina. Jóhann bætir við hlæjandi: „Þetta er í annað sinn á mínum 22 ára ferli sem ég fæ að kyssa konu á sviði og ég er mjög ánægður með að það sé Guðrún Jóhanna.“ Annars segir hann að stórkostlegir söngvarar séu í hópnum; Þóra Einarsdóttir, Viðar Gunnarsson, Bergþór Páls-son, Elsa Waage, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Ágúst Ólafsson og Elmar Gilbertsson.

Íslenska óperan hafði fljótt samband

Hópurinn hefur æft mikið síðan í janúar og það styttist í frumsýn-ingu, sem er 1. mars í Eldborgarsal Hörpu. Aðspurður segir Gunnar Íslensku óperuna hafa haft sam-band við sig í vikunni eftir frum-sýningu í Skálholti og viljað sýna verkið. „Það var einhver ótrúleg jákvæðni í gangi þarna og góður þrýstingur. „Ég og Friðrik Erlings-

son vorum rúm þrjú ár að semja óperuna. Fyrst settum við niður þráð sem breyttist þegar á leið. Friðrik hafði gert nokkra texta fyrir mig áður og mér líkar textasmíð hans. Einnig vissi ég að hann var búinn að nema handritagerð og kenndi hana í Listaháskóla Íslands. Hann vissi alveg hvað klukkan sló,“ segir Gunnar.

Öll orðin aðdáendur Gunnars„Þegar Gunnar Þórðarson, einn okkar frægustu tónlistarmanna, ákvað að semja óperu vorum við púristarnir pínu skeptískir í byrjun. En við erum öll aðdáendur hans í dag,“ segir Jóhann Smári, brosir til Gunnars og bætir svo við: „Við fundum það sérstaklega þegar við byrjuðum að vinna með tón-listina og þegar Petri Sakari kom, finnski hljómsveitarstjórinn, og hljómsveitin bættist við. Það eru svo margar fallegar aríur og falleg músík og þetta er svo kraftmikið.“

Gæti samið Fyrsta krossinnGunnar segir einnig marga kosti felast í því að verkið sé á íslensku.

„Þetta er svo mikið efni og hægt er að kafa miklu dýpra. Áhrifin verða sterkari, það segja tónlistarmenn-irnir líka. Þetta fer miklu meira inn á móðurmálinu.“ Gunnar gæti vel hugsað sér að semja aðra óperu en segir enga slíka vera í pípunum núna. „Velgengni þessa verks hefur verið alveg ótrúleg frá því að þetta byrjaði og þar til núna. Alveg ein-stakt á mínum ferli. Gaman að því svona á gamalsaldri. Loksins fullorðnaðist ég,“ segir Gunnar og hlær. Jóhann Smári bætir kíminn við: „Siggi bróðir kom reyndar með fína uppástungu. Láta Gunnar semja sálumessu sem gæti heitið Fyrsti krossinn.“ Báðir skellihlæja.

Mikið grátið í SkálholtiÞeir félagar segja stemninguna vera töluvert öðruvísi en í Skál-holti, þar sem aðeins var staðið og sungið. Hljómburðurinn í Eldborg sé einstakur og sagan muni núna lifna við á sviði í afar fallegri leik-mynd og glæsilegum búningum. Stefán Baldursson leikstýrir. „Við erum með Keflvíking sem höfund og keflvískan söngvara og viljum fá okkar heimafólk í Eldborg,“ segja Gunnar og Jóhann Smári. „Það var mikið grátið í Skálholti, bæði flytjendur og áhorfendur. Ef fólk grætur ekki í lokin þá er eitt-hvað mikið að. Ég er hræddur um að gamla útgáfan af Allt eins og blómstrið eina mun ekki heyrast eins mikið í kirkjum landsins eftir að fólk hefur séð sýninguna,“ bætir Jóhann Smári leyndardómsfullur við að lokum.

-viðtal pósturu [email protected]

n Tveir Keflvíkingar stíga á svið Eldborgar í mars:

HÖFUNDURINN OG „VONDI KARLINN“Óperan Ragnheiður var flutt í tónleikaformi í Skálholti í fyrrasumar fyrir fullu húsi og vakti mikla athygli áhorfenda og gagnrýnenda, sem hlóðu verkið lofi. Gunnar Þórðarson samdi tónlistina og Friðrik Erlingsson textann. Óperan fjallar um Ragnheiði Brynjólfsdóttur, biskupsdóttur í Skálholti á 17. öld, ástarsamband hennar við lærimeistara sinn, Daða Halldórsson, og fordæmingu föður hennar, Brynjólfs biskups Sveinssonar, á því sambandi. Eins og frægt er var Ragnheiður neydd til þess að sverja þess eið að hún hefði ekki átt í holdlegu sambandi við Daða né nokkurn annan mann. Níu mánuðum eftir eiðtökuna ól hún svo sveinbarn þeirra Daða. Víkurfréttir ræddu við Gunnar og Jóhann Smára Sævarsson, sem fer með hlutverk „vonda karlsins“ í verkinu.

Ef fólk grætur ekki í lokin þá er eitthvað mikið að

Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra með skylda sjúkdómaKa�húsa-spjall og pönnukökur!Tenglar FAAS á Suðurnesjum halda 3. fræðslufund vetrarins þriðjudaginn 18. febrúar 2014, kl. 16:30 í Selinu, Vallarbraut 4 ( Njarðvík) Reykjanesbæ. Dagskrá: • Gestir fundarins verða starfsmenn Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar/ Garðs /Sandgerðis/ Voga. Kynnt verður þjónusta sem öldruðum og /eða minnisskertum stendur til boða.• Ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir minnisskerta og þeirra aðstandendur• Fyrirspurnir og umræður.

Allir velunnarar FAAS ásamt öllu áhugafólki um málefni félagsins velkomnir.Við hvetjum fólk til að láta sig málið varða, styðja þannig við félagið og fá fræðslu um minnisskerðingu/heilabilun á heimaslóðum.

Ka�veitingar á staðnum, enginn aðgangseyrir en frjáls framlög upp í kostnað eru vel þegin.

Kveðja,FAAS tenglar á Suðurnesjum.

VALVAL Ö G M E N N

Elva Dögg Helga Vala Kolbrún

VIÐ AÐSTOÐUM

VIÐ AÐ FINNABESTU LEIÐINA

ÞIG

Erfðaréttur

Fjölskylduréttur

Fjármál

Málefni innflytjenda

Innheimta

Sakamál

Bótaréttur

Austurstræti 17 / 101 Reykjavík / Sími 527 1600 www.valva.is

Page 9: 06 tbl 2014

Tilboðin gilda 13. - 16. feb 2014Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Kræsingar & kostakjör

Mar

khön

nun

ehf

KjúKlingaleggirBBQKilóverðÁður 998

649-

lambaKóteletturferskarKílóverðÁður 2.459

1.869,-

-24%

-35%

coca cola1,5 lstyKKjaverðÁður 229.–

199,-

-30%

frábærtverð

lambalÆriferskTKílóverðÁður 1.498

1.378,-

BláBer – jarðarBer – hindBer – BrómBer – rifsBer

broKKolíýsaferskKílóverðÁður 1.298

896,-

-31%

frysti-varapokar

Page 10: 06 tbl 2014

fimmtudagurinn 13. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR10

-viðtal pósturu [email protected]

Njarðvíkingurinn Þórarinn Ingi Ingason, Tóti, er flugstjóri á þyrlum Landhelgisgæslunnar. Hann fór 27 ára í áfengismeðferð og ári síðar fór hann í flugnám. Þá hafði hann verið meira og minna á sjó síðan hann var sextán ára. Víkurfréttir heimsóttu Tóta á heimili hans á Ásbrú og hann ræddi hvaða kúvendingu líf hans tók eftir meðferðina og störf sín sem þyrluflugmaður og kennari hjá Keili.

Gistir í einu af skipum Gæslunnar

„Vaktirnar hjá gæslunni eru fjóra sólarhringa í röð. Það er gerð krafa um að búa ekki í meiri fjarlægð en 15 kílómetra frá höfuðstöðvunum, sem er nokkurn veginn allt höfuð-borgarsvæðið. Þegar ég er á vöktum gisti ég í einu af skipum gæslunnar í Reykjavíkurhöfn,“ segir Tóti og finnst það bara ágætt, enda vanur sjógangi eftir að hafa starfað lengst af sem sjómaður frá sextán ára aldri þar til hann fór í meðferð 27 ára. „Það varð gjörbreyting á lífi mínu og lífsmynstri. Hafði áður ýmsar hugmyndir en varð aldrei neitt úr verki. Ég fór að sjá nýja hluti frá nýjum sjónarhornum og í rauninni lærði ég loksins á sjálfan mig því myndin sem ég hafði af mér áður var kolröng.“

Alkóhólisti er bæði þolandi og gerandi

Tóti segir alkóhólisma vera alvar-legan sjúkdóm sem hafi mikið með hugarástand að gera og andlegu hliðina. Hann sé í raun óáþreifan-

legur sjúkdómur sem hafi mikinn eyðileggingarmátt. „Sá sem er haldinn þessum sjúkdómi er bæði gerandi og þolandi. Sem þolandi sækir maður í þetta breytta og brenglaða hugarástand sem fylgir þessu og það er erfitt fyrir þann sem þekkir ekki sjúkdóminn að skilja hvers vegna alkóhólistinn hættir ekki bara að drekka.“ Tóti tekur til viðmiðunar að ef einhver veiktist af áþreifanlegum sjúkdómi eins og sykursýki og krabbameini, þar sem viðkomandi er fórnar-lamb en ekki gerandi, sýni því allir skilning.

Stjórnleysið löngu orðið augljóst

„Svo er bara erfitt fyrir þann sem er sýktur af alkóhólisma að átta sig á því að hann er sýktur. Það er önnur rödd við stjórnvölinn. Tökum t.d. anorexíusjúkling. Ég hef ekki hitt einstakling sem er í vafa um hvort það sé sjúkdómur eða ekki. Samt er það sama í eðli sínu á þann hátt að viðkomandi er bæði gerandi og þolandi og allir sýna því skilning að

eitthvað sé að. Það er ekki hægt að segja: Haltu áfram að borða.“ Tóti bætir við að margir átti sig ekki á því að þeir séu veikir en aðstand-endur eru löngu búnir að átta sig á stjórnleysinu. „Í stjórnleysi kennir maður utanaðkomandi þáttum um óhamingju sína og vanlíðan, eins og slæmum félagsskap og óham-ingjusömu sambandi. Það þarf að horfa oftar í eigin barm. Orsaka-valdurinn er oftast innra með manni,“ segir Tóti.

Einfalt líf vanmetiðAð mati Tóta lagast samband við aðra ekkert endilega við að fara í meðferð. „Maður hefur val um hverja maður vill umgangast. Markmiðið var ekki að breyta öðrum heldur breyta mér. Maður sest ekkert upp í sófa og bara nýtur lífsins. Það koma enn upp erfið-leikar, gleðistundir og allt þess á milli. Þetta er bara öðruvísi líf sem snýst ekki um veraldleg gæði.“ Hann tekur sérstaklega fram að ekki megi vanmeta einfaldleikann. Margir sem lifi flóknu lífi þrái ein-

falt líf. Svo þegar þeir öðlast einfalt líf kunni þeir ekki að lifa því.

Ekki nóg að fara í meðferðTóti segist hafa séð fullt af fólki snúa við blaðinu og öðlast ný tæki-færi og gera hluti sem virtust óger-legir áður. „Svo þarf maður ekki að vera allt í öllu. Það er hægt að sleppa takinu og láta hlutina bara gerast. Þetta er stanslaus sjálfsvinna og sú vinna er mikilvægust. Það er eitt að fara í meðferð og annað að lifa í gildunum sem snúa að sjálfs-ræktinni. Það er ekki nóg að fara í meðferð og afeitrast en lagast svo ekki sem manneskja. Maður lærir að takast á við aðstæður á nýjan hátt og þá ganga ótrúlegustu hlutir upp.“

Enginn á að þurfa að deyja úr þessu

Hann segist einnig hafa horft á fólk sem fékk tækifæri til að snúa við

blaðinu sem var í raun að nálgast dauðann. „Þess vegna er það svo mikið kraftaverk þegar fólk nær sér upp. Það á enginn að þurfa að deyja úr alkóhólisma.“ Tóti tekur fram að skilningur fyrir sjúkdómnum sé þó töluvert meiri í dag en áður fyrr. Hluti af því að snúa við blaðinu á þennan hátt er að gera upp sjálfan sig. „Það þýðir ekki að velta sér upp úr því sem liðið er en maður verður að axla ábyrgð á því sem maður hefur gert og gerir. Til dæmis að hafa ekki byrjað fyrr í námi eða brotið á öðrum. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið annað tækifæri. Ég hef gert fjölda mistaka og get bara breytt betur,“ segir Tóti.

Námið kostaði ígildi einbýlishúss

Eins og áður hefur komið fram fór Tóti í flugnám 28 ára. Hann segist hafa einhvern tímann velt því fyrir sér og farið í prufutíma. Hann hafi

n Sneri við blaðinu og ný fékk fjölda nýrra tækifæra:

ER BÆÐI NÁLÆGT LÍFI OG DAUÐA

Markmiðið var ekki að breyta öðrum heldur breyta mér

Page 11: 06 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. febrúar 2014 11nánast ekki þekkt neinn í þessum bransa nema Ragnar bróður sinn sem var þá í flugnámi. „Þegar ég sný við blaðinu opnast raunhæfir möguleikar um að þetta standi mér til boða eins og öllum öðrum. Þá vindur þetta upp á sig. Ég átti pen-ing fyrir einkaflugmannsnáminu eftir að ég seldi íbúð sem ég átti. Svo fékk ég fyrirgreiðslu fyrir at-vinnuflugmannsnáminu í bank-anum mínum. Það kostaði ígildi einbýlishúss í Keflavík,“ segir Tóti og glottir.

Enginn á nokkurt starf vístHann einbeitti sér svo algjörlega að því að klára flugnámið. Þegar því lauk hafi hann svo farið á fullt í að leita sér að vinnu. „Ég setti mig í samband við flugrekendur í Evr-ópu og langaði að komast þangað að vinna við að fljúga á olíubor-palla, einnig setti ég mig í sam-band við ýmiss fyrirtæki, þar má t.d. nefna túnfiskveiðiskip þar sem þyrlur eru notaðar við leit að tún-fiski. Ég hefði verið galinn ef ég hefði farið að læra bara til að kom-ast að hjá gæslunni. Það hefði verið mjög hæpið. Maður á ekkert starf víst. Þannig að ég lærði með olíu-borpalla í huga og stefndi þangað.“

Lagði spilin á borðiðLandhelgisgæslan auglýsti eftir þyrluflugmanni og Tóti sló til og fór í gegnum allt ráðningarferlið. „Ég svaraði öllu heiðarlega á um-sóknareyðublaðinu og það kom hvergi spurningin: hefurðu farið í meðferð? Samfélagið er ekki stórt á Íslandi og þau voru eflaust búin að komast að því áður, ég veit ekki.“ Þegar hann komst svo í atvinnu-viðtalið var hann spurður að því hvort það væri eitthvað annað sem hann teldi að þau þyrftu að vita. „Þá sagði ég: já, ég er búinn að fara í meðferð og er óvirkur alkóhólisti. Þau spurðu út í það og hann út-skýrði það fyrir þeim. Mér fannst það mér meira til tekna en taps að hafa axlað ábyrgð á lífi mínu. Lagði þau spil á borðið. Þau höfðu greini-lega einhverja trú á kallinum,“ segir Tóti og hlær. Þá var hann bú-inn að vera edrú í sex ár og óttaðist ekkert að segja frá þessu. „Án þess að þetta væri eitthvað tiltökumál þá vildi ég bara vera heiðarlegur,“ bætir Tóti við.

Dýrari líftrygging vegna meðferðar

Hann segist þó gera sér grein fyrir því að eðlilegt sé að atvinnurekandi þurfi að meta hvort svona nokkuð sé áhættuþáttur, eins og með alla aðra áhættuþætti. „Þú þarft að geta lagt traust þitt á einstaklinga, sama hvaða starfi þeir sinna. Ef þú treystir ekki einstaklingi þá er erfitt að réttlæta ráðningu.“ Aftur á móti þegar Tóti ætlaði að fara að líftryggja sig þurfti hann að fylla út eyðublað um að hann hefði farið í meðferð. Niðurstaðan varð sú að það var tvöfalt dýrara fyrir hann að líftryggja sig. „Bara af því að ég lifði heilbrigðari lífsstíl en t.d. einhver sem hafði ekki leitað sér hjálpar. Þetta var sorglegt og ósanngjarnt

og ég spurði líka þau hjá trygginga-félaginu hvort þeim fyndist þetta eðlilegt. Það er ekki spurt hvort einhver sé í óreglu, bara hvort við-komandi hafi leitað sér aðstoðar,“ segir Tóti.

Varð flugstjóri þegar herinn fór

Tóti fékk starfið hjá Gæslunni 2004 og við tók hálft ár í þjálfun. Hann segir að það hafi verið góð tilfinn-ing að námskostnaðurinn var að taka enda. Hjá Gæslunni störfuðu að jafnaði þrír flugstjórar og þrír flugmenn á þyrlunum. „Á þeim tíma var herinn ennþá. Miðað við óbreytt ástand hefði ég verið flug-maður út starfsferilinn minn og ég var bara ánægður með það. En þegar herinn fór vantaði allt í einu flugstjóra. Ég var ekki með reynsl-una sem þurfti en mér var aftur treyst árið 2007 þegar ég varð flug-stjóri. Ótrúlegt hvernig hlutirnir hafa gengið upp.“

Aðgerðir á Langjökli höfðu mikil áhrif

Starf sitt hjá Gæslunni segir Tóti að innihaldi alla þá vinkla sem snúi að þyrluflugi. Allt frá því að fljúga með forseta og þjóðhöfðingja ann-arra landa yfir í að slökkva elda. Þar á milli má nefna hífingar, flytja vinnuvélar upp á fjöll og taka elds-neyti á flugi úr skipum og enda-laust má telja áfram. Mest gefandi segir hann þó þegar vel gengur. „Það poppar alltaf ein mynd upp í hugann. T.d. þegar við erum búnir að leita að einstaklingi og finnum hann og hann fellur á hné þegar hann sér okkur.“ Tóti segist auð-vitað samgleðjast öðrum þegar hann sér að þeir eru hólpnir. Á móti komi þó blákaldur raunveru-leikinn. „Ég hef til dæmis ekki farið í jöklaferð síðan ég varði heilum degi við björgunaraðgerðir þegar mæðginin féllu niður í sprunguna á Langjökli. Ég var þarna viku áður í jeppaferð á sama stað með strákinn minn. Þetta vekur mann til umhugsunar. Maður er bæði ná-lægt lífi og dauða.“

Drögum lærdóm af öllum verkefnum

Hjá Gæslunni starfa fimm saman í áhöfn: flugstjóri, flugmaður, flug-virki, stýrimaður og læknir. Tóti segir að stundum líði langt á milli verkefna þegar svona stóráföll verði og læknarnir um borð í áhöfn þyrlunnar þekki þessi áfallamál vel. „Eftir útköll förum við alltaf yfir málin og drögum lærdóm af þeim. Tölum út. Ég hef farið með áhöfn þegar við lentum á tveimur vikum í stórum útköllum og aðstæður voru þannig að við fórum í viðtal á eftir til að tala út. Hópurinn er þéttur sem starfi saman og hlúi vel að hver öðrum. Annars eru þetta soddan naglar,“ segir Tóti hlæjandi. Starfið sé þannig að menn læra þetta. Sjálfur sé hann frammi í þyrlunni og minna í sjúklingunum nema ef hann væri fyrstur á vettvang. „Mitt starf snýst aðallega um að koma okkur heilum á milli staða.“

Í Pakistan eftir jarðskjálftana 2006

Tóti segir að þótt starfið hjá Gæsl-unni sé mjög fjölbreytt sé gott að fara til annarra atvinnurekenda. Upplifa aðrar aðstæður, þankagang og vinnuumhverfi. „Nýir staðir víkka út sjóndeildarhringinn. Árið 2006 fór ég til Pakistan í tvær vikur yfir jólin fyrir Rauða krossinn eftir jarðskjálftana í Himalayafjöllum. Einnig hef ég farið til Svalbarða í einn mánuð fyrir norskt fyrirtæki og til Grænlands síðastliðið sumar að vinna fyrir íslenskt fyrirtæki. „Maður verður að fá að krydda þetta. Ég gerði það í frítímanum mínum og í sumarfríinu.“

Endar kannski sem gröfueigandi

Tóti segir í raun algjöra bilun að fjárfesta í svona dýru og miklu námi án þess að hafa tekið einn dag í slíku starfi. „En þetta er svo gef-andi, sérstaklega í ljósi þess að þetta var svo fjarlægt mér á sínum tíma. Ég sá mig ekki fyrir mér eldast á sjó þó að það hafi verið skemmtilegur tími.“ Hann veiktist fyrir tveimur árum síðan vegna álags á hálsi. „Starfið tekur á hálsinn á manni, mikil þyngsli sem skaða hann. Þegar ég lá á sjúkrahúsinu tók ég þá ákvörðun að ef ég sneri ekki aftur til vinnu myndi ég kaupa mér gröfu. Ég gæti vel hugsað mér að enda sem gröfueigandi,“ segir Tóti

og leggur áherslu á að starfsgleði snúist ekki um að fljúga þyrlu. Það megi ekki tala niður önnur störf. „Ef maður vaknar á morgnana og hefur gaman af starfinu sínu, hvert sem það er, þá er takmarkinu náð. Maður eyðir það miklum tíma af ævinni í vinnunni. Það er sorglegt að vita til þess að fólk starfi mjög lengi við eitthvað sem því líkar ekki. Það er eins og að sofa í óþægi-legu rúmi.“

Kennsla, ferðalög og fjölskyldan

Auk þess að fljúga hefur Tóti starfað við flugkennslu frá 2004 og líkar það vel. „Ég færði mig til Flugakademíu Keilis fljótlega eftir að hún var stofnuð 2007 og kenni aðallega siglingafræði fyrir atvinnuflugmenn, einkaflugmenn

og flugumferðarstjóra. Ég er annar tveggja sem eru yfir bóklega nám-inu og því einnig á skrifstofunni að skipuleggja námið.“ Þá hefur hann mikinn áhuga á að ganga um landið og gerir mikið af því ásamt unnustunni. „Ég fattaði þegar ég var búinn að sjá Ísland úr lofti í vinnunni hvað við eigum ofsalega fallegt land. Það kveikti upp löngun til að skoða það betur. Erlendir ferðamenn á Íslandi vita stundum meira um landið en sumir Íslend-ingar sem keyra eftir skiltum og fara varla út fyrir þjóðveginn, segir Tóti. Hann er þriggja barna faðir og segir mikilvægast í lífi hans í dag sé að eiga gott samband við unn-ustuna og börnin. „Þau skipta mig mestu máli - og allir sigrarnir sem hafa náðst.“

Tónlistarskólinn í Garði, Tónlistarskóli Grindavíkur, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og Tónlistarskóli Sandgerðis standa saman að tónleikum á Degi tónlistarskólanna, laugardaginn 15. febrúar.

Tónleikarnir verða í Grindavíkurkirkju og hefjast kl.14:00Mjög fjölbreytt efnisskrá í einleik og samleik.Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Skólastjórar

veitir ráðgjöf í Heilsuhúsinu, Hafnargötu 27, Reykjanesbæ �mmtudaginn 13. febrúar milli kl. 16:00 og 18:00.

Hafnargata 27 • Keflavík • Sími 578 5560Opið: mánud. - föstud. 10 -18

ÁSDÍS RAGNA EINARSDÓTTIRGRASALÆKNIR

Ásdís hefur um margra ára skeið bætt lífsægði og heilsu fólks með lífrænum jurtum.

Þórarinn ásamt unnustu sinni, Jóhönnu Ósk Jó-

hannsdóttur, og börnum sínum af fyrra sambandi.

Þórarinn í bænum Tasiilaq sem heitir líka

Ammassalik.

Page 12: 06 tbl 2014

fimmtudagurinn 13. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR12

Formlegu samstarfi Suður-nesjavaktarinnar er nú lokið

en vaktin var sett á laggirnar í lok árs 2010 að ósk heimamanna til þess að að efla og styrkja samstarf á sviði velferðarmála þvert á öll sveitarfélögin á svæðinu. Vaktin var hluti af starfsemi velferðar-vaktarinnar sem starfar á vegum velferðarráðuneytisins. Í henni sátu fulltrúar lykilfólks í vel-ferðarmálum á svæðinu m.a. allir félagsmálastjórarnir, fulltrúar frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Vinnumálastofnun, mennta-stofnunum, kirkjunni, stéttar-félögum, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Sýslumann-inum í Keflavík, Umboðsmanni skuldara, Íbúðalánasjóði, Rauða krossinum og velferðarráðuneyt-inu. „Þessu samstarfi er nú lokið en þeir sem komu að verkefninu eru sammála um að vaktin hafi reynst mikilvægur vettvangur til að tengja þá fjölmörgu á Suður-nesjum sem vinna að velferðar-málum og tengjast því með einum eða öðrum hætti. Sam-starfið hefur einnig aukið þekk-ingu og vitund þeirra sem vinna á

svæðinu um hvern annan og hver þeirra verkefni eru,“ segir Lovísa Lilliendahl, verkefnastjóri Suður-nesjavaktarinnar.

Frábært starf unnið gegn heimilisofbeldi

Meðal helstu verkefna Suður-nesjavaktarinnar yfir starfstíma-bilið voru áfangaskýrslurnar sem greindu vel frá stöðunni á svæðinu, sérstaklega hvað varðar atvinnu-leysi, fjárhagsaðstoð, fjölda nauð-ungarsala og fleira. „Árvekniverk-efnið gegn heimilisofbeldi er annað verkefni á vegum vaktarinnar sem hefur skilað góðum árangri. Suður-nesjavaktin stóð líka fyrir mál-þingi fyrir fagaðila á svæðinu og gefinn var út bæklingurinn Býrð þú við ofbeldi sem dreift var í öll hús á Suðurnesjum,“ segir Lovísa. Lögreglan og félagsþjónustur á svæðinu eigi einnig í mjög góðu samstarfi sem hefur vakið athygli víða um land. „Óhætt er að segja að öllum sem til þekkja til slíkra mála sé kunnugt um það frábæra starf sem verið er að vinna að hérna á Suðurnesjum gegn heimilisof-beldi.“

Vaktin lifir áfram í gegnum vefsíðu

Þrátt fyrir að starfi Suðurnesja-vaktarinnar sé lokið mun vaktin þó lifa áfram í gegnum nokkur verkefni en hún hafði úr ákveðnu fjármagni að spila á sl. ári til þess að nýta til góðra verka á svæðinu. „Fulltrúar í Suðurnesjavaktinni, sem allir þekkja vel til þess hvernig styðja megi betur við samfélagið, komu með tillögur að verkefnum sem farið var yfir og voru nokkur verkefni valin. Meðal þeirra er upplýsingavefurinn www.sudur-nesjavaktin.is en hann á að veita upplýsingar um þá grunnþjónustu sem er í boði fyrir íbúa á Suður-nesjum,“ segir Lovísa. Þar sé að finna upplýsingar um þjónustu á vegum sveitarfélaganna, upplýs-ingar um atvinnumál, framboð á íþrótta- og frístundastarfi, fjármál, menntastofnanir, samgöngur og fleira. Markmiðið með verkefninu sé að auðvelda íbúum á svæðinu að finna upplýsingar um allt sem tengist því að búa á svæðinu. „Vefurinn á einnig að henta þeim sem eru nýfluttir á svæðið og vilja vita hvert leita skuli eftir ákveðinni

þjónustu. Með vefnum er vonast til þess að íbúar á svæðinu kynni sér betur þá þjónustu sem er í boði og verði þannig virkari íbúar í sam-félaginu. Vefurinn er þó ekki alveg tæmandi en við lítum á þetta sem góða byrjun og vonandi er þetta verkefni sem getur haldið áfram að þróast,“ segir Lovísa.

Félagsleg einangrun rofinÞá segir Lovísa að meðal annarra verkefna sem styðja á við sé kort-lagning á sérfræðiþekkingu á svæð-inu í tengslum við foreldrafærni en það er samstarfsverkefni félags-þjónusta á svæðinu, fræðsluskrif-stofa og heilbrigðisstofnunar. „Að rjúfa félagslega einangrun kvenna

er annað verkefni sem verður í um-sjá Hjálpræðishersins og lýtur að því að ná saman konum á svæðinu sem af einhverjum ástæðum búa við félagslega einangrun. Þá fá þeir sem vinna með börnum sem búið hafa við heimilisofbeldi kennslu í viðtalsmeðferð fyrir börn sem búa við heimilisofbeldi sem ætlað er að draga úr afleiðingum sem heimil-isofbeldi getur haft á börn. Vina-verkefni á vegum Fjölbrautaskóla Suðurnesja er svo enn annað verk-efni sem ákveðið var að styðja við ásamt öðrum minni verkefnum. Það er okkar von að þessi góðu verkefni komi til með að styðja vel við samfélagið okkar hér á Suður-nesjum,“ segir Lovísa að lokum.

-viðtal pósturu [email protected]

n Víðtæk áhrif og árangur Suðurnesjavaktarinnar:

SAMSTARFINU LÝKUR MEÐ OPNUN VEFSÍÐU

Dagur elskendaValentínusardagurinn

byrjar í Blómavali

Orkidea

1.990 kr.ný sending

10TÚLÍPANAR

1.299 kr.

ILMVATNS-

PRUFA

FYLGIR!

meðan birgðir

endast

Rósabúnt

1.490 kr.

Súkkulaðihjarta

með íslenskri áletrun

299 kr.

Ástareldur

999 kr

1.390

Page 13: 06 tbl 2014

+ Bókaðu núna á icelandair.is Vertu með okkur

* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S I

CE

659

53 0

1/14

Tjörnin er ekki nafli andaheimisinsSkoskar endur í Glasgow halda því fram að Green Park og Doulton gosbrunnurinn séu miklu betri staður. Þúsundir Íslendinga, sem heimsækja Glasgow á hverju ári, eru á sama máli. Þeim finnst þeir hvergi fá betra tækifæri til að fyllast af andagift og freyðandi fjöri en einmitt í borginni á bökkum Clyde. Og það verður að viðurkennast að skoskir sekkjapípuleikarar hafa það fram yfir kríur að þeir ganga í pilsum.

BÆTTU SMÁ GLASGOW Í LÍF ÞITTVerð frá 19.800* kr. Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina.

Page 14: 06 tbl 2014

fimmtudagurinn 13. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR14

-minning pósturu [email protected]

-aðsent pósturu [email protected]

Framundan eru spennandi tímar.

Norðurslóðamálin eru í brennidepli en þegar siglingar um Norðurslóðir hefj-ast fyrir alvöru og þegar umsvif vegna

olíuleitar og –vinnslu aukast við Grænland og á Drekasvæðinu þá þarf ýmis konar þjónusta að vera til staðar. Tækifærin fyrir okkur Ís-lendinga eru því mikil á þessu sviði enda lega landsins mjög hentug og innviðirnir sterkir.

Miðstöð leitar og björgunarHér á Suðurnesjum er gríðarlega góð aðstaða fyrir hendi á Ásbrú. Þar eru hentugar byggingar og annað sem til þarf, til að byggja upp miðstöð leitar og björgunar á Norðurslóðum. Utanríkisráðherra hefur sagt í fjöl-miðlum að hann telji að rétta stað-setningin fyrir slíka starfsemi væri á Suðurnesjum, ef til kemur. Ef Ís-lendingar ætla að verða miðstöð fyrir Norðurslóðasiglingar þá verðum við að standa saman. Samstaða og sam-vinna er lykillinn að svo mörgu. Ef við förum að togast á um hver fær hvaða bita af kökunni, þá verður kannski ekkert af neinu. Þess vegna verðum við að undirbúa okkur vel og sýna skynsemi og samstöðu.

Andstaða við flutning Land-helgisgæslunnar

Hið sama gildir um flutning Land-helgisgæslunnar til Suðurnesja. Ég flutti þingmál fyrir jól um að hafin

yrði undirbúningur að flutningi gæsl-unnar til Suðurnesja. Ég flutti þetta mál vegna þess að ég veit að á Suður-nesjum eru bestu aðstæður til staðar fyrir starfsemi Landhelgisgæslunnar og starfsemi henni tengdri. Auk þess þá væri það hagkvæmara fyrir ríkið til lengri tíma að hafa hana einum stað, á Suðurnesjum. Yfirmenn gæslunnar hafa tjáð mér að þeir vilji að starfsemin flytjist til Suðurnesja. Sýnum nú samstöðu og tölum einu máli fyrir flutningi Landhelgisgæsl-unnar til Suðurnesja.

Lögregluskólinn til Keilis?Þessi tvö verkefni, þ.e. uppbygg-ing leitar og björgunarmiðstöðvar og færsla Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja myndi vera mikið gæfu-spor fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum og auk þess eru þarna talsverð samlegðaráhrif. Þessi starf-semi styður hvor aðra tvímæla-laust. Annað þessu tengt er stofnun Öryggisakademíu hjá Keili. Skóla-meistarinn og starfsmenn Keilis hafa unnið lengi að undirbúningi Ör-yggisakademíu og meðal hugmynda er að Lögregluskóli ríkisins færist þar inn. Nú þegar æfa lögreglunemar og sérsveit lögreglunnar á gamla varnar-svæðinu. Ég vona að Öryggisaka-demían verði að veruleika og mun styðja það verkefni af öllum mætti sem og önnur góð verkefni sem ég tel vera til hagsbóta fyrir svæðið.

Silja Dögg Gunnarsdóttir,alþingismaður Framsóknarflokksins

n Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar:

Suðurnesin eru besti stað-urinn-stöndum saman!

Áki Gränz - minningSumum einstaklingum er gefið

að vera stöðugt að horfa fram á við, læra af fortíðinni, meta nú-tíðina og horfa inn í framtíðina. Tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að nýta tækifærin og bæta sam-félagið.Áki Gränz var þannig einstaklingur, einarður í afstöðu, úrræðagóður og hjálplegur. Hafði skýra sýn á sam-félagið og umhverfið og vildi fram á síðasta dag leggja sitt að mörkum. En þar að auki var Áki Njarðvíkingur og Sjálfstæðismaður.Eftir hreppsnefndarkosningar í janúar 1954, þar sem Sjálfstæðis-menn í Njarðvík unnu góðan sigur í kosningunum, var ákveðið að stofna Sjálfstæðisfélag. Áki var þar í forystu við þriðja mann. Stofnfundur félag-ins var haldinn þann 7.mars 1954 þar sem Áki var einn af stofnendum og var þar jafnframt kjörinn gjald-keri í fyrstu stjórn félagsins. Sat hann sleitulaust í stjórn þess, sem gjaldkeri, til ársins 1987 eða í 33 ár.Áki var aðalhvatamaður, frumkvöð-ull og drifkraftur þegar kom að bygg-ingu sjálfstæðishússins í Njarðvík en þáverandi stjórn félagsins lagði mikla áherslu á að koma upp félagsheimili undir starfsemi þess. Árið 1972 gekk félagið frá kaupum á lóð og grunni hússins að Hólagötu 15 í Njarðvík og rúmum 5 árum síðar, þann 8.janúar 1978, var félagsheimili Sjálfstæðis-félagsins Njarðvíkings formlega vígt. Gegnir húsið enn hlutverki sínu sem félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í bænum. Áki var, bæði sem formaður byggingarnefndar hússins og sem gjaldkeri félagsins, í lykilhlutverki við uppbyggingu þess og öflun fjár til framkvæmda sem tókst með glæsi-legum hætti.Áki sat í hreppsnefnd Njarðvíkur frá 1970 og síðan í bæjarstjórn eftir að Njarðvík fékk kaupstaðarréttindi 1976, allt til ársins 1986, samtals í 16 ár. Á þeim árum voru fjölmörg fram-faramál sem Áki vann að í samvinnu við félaga sína í bæjarstjórn. Áki var í byggingarnefnd Njarðvíkurskóla frá 1971 sem stóð fyrir mikilli stækkun skólans og tekin var í notkun árið 1976. Á sömu árum stóðu menn að undirbúningi og síðar stofnun Hita-veitu Suðurnesja. Framfaramál voru mörg í Njarðvík á þessum tíma, dráttarbraut við höfnina, fiskiðjuver, uppbygging í kringum flugvöllinn og skóla- og dagvistarmál. Þrátt fyrir að Áki hefði sjálfur hætt þátttöku í pólitísku starfi árið 1986 var hann óþreitandi við að leiðbeina

og veita nýjum flokksmönnum ráð-gjöf. Fáir eru þeir fundir sem haldnir voru á vegum Sjálfstæðisflokksins í Njarðvík sem Áki sótti ekki og tók þátt í. Átti hann jafnan fast sæti í húsinu, framarlega, hægra megin við ræðupúltið. Fram á síðasta dag vann hann náið með bæjarstjóra og öðrum kjörnum fulltrúum flokksins í bæjar-stjórn við ýmis framfaramál einkum í umhverfismálum sem voru Áka afar hugleikin.Með Áka er genginn einn af for-vígismönnum Sjálfstæðisflokksins í Njarðvík, stofnandi, stjórnarmaður, hugsuður og baráttumaður en ekki síður einstaklingur sem hafði ódrep-andi áhuga á samfélagi sínu, um-hverfi og menningu.Blessuð sé minning Áka Gränz

Með hlýju og þökkStjórn Sjálfstæðisfélags-

ins Njarðvíkings.

Lionsfélagar í Njarðvík kveðja nú góðan og tryggan félaga,

Áka Gränz. Áki er einn af stofn-félögum Lionsklúbbs Njarðvíkur. Sem Lionsmaður var hann sívinn-andi að framgangi klúbbsins síns og óþreytandi í að segja sögur af verk-efnum og úr starfinu. Hann mætti á alla viðburði sem hann gat og fór í flestar ferðir sem boðið var upp á og lág ekki á liði sínu við fjáraflanir allt fram á síðasta dag. Hann var sæmdur Melvin Jones orðunni árið 1993, æðstu viðurkenningu Lions og gerður að ævifélaga 2003. Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir hreyfinguna og var m.a. formaður klúbbsins 1969-70.Ég átti viðtal við Áka fyrir átta árum um fyrstu ár hans og störf hér í Njarðvíkur. Hann sagðist fyrst hafa keyrt sem ferðamaður í gegnum Njarðvík 1943 „og þá var einn vegur í gegnum Njarðvík, Þórustígur“. Til Njarðvíkur kom hann svo aftur árið 1946 til að hitta Karvel Ögmunds-son í íþróttaferð, en Áki var ágætur sleggjukastari og átti met sem slíkur. Ekki kom fram hvort hann hafi hitt væntanlega eiginkonu sína þá en eitt er víst að hann giftist dóttur Karvels, Guðlaugu og fluttist í Njarðvíkurnar 1949. Njarðvísk fegurð hefur því hreyft við listamanninum.Áki hefur átt mjög farsælan feril hér í Njarðvík og tekið þátt í uppbyggingu bæjarins alveg frá fyrsta degi og vann við hlið tengdaföður síns m.a. við stofnun Sameinaðra verktaka þegar varnarliðið kom árið 1951. Upp-

byggingin fyrir varnarliðið var mjög hröð og fóru framkvæmdir strax af stað af miklum krafti. Þurfti því að flytja fólk til starfa hér á Suðurnesin í þúsunda vís. Ræddi Áki um á átökin um Krossinn sem Sameinaðir verk-takar vildu leigja af UMFN en það vantaði húsnæði undir 1000 verka-menn árið 1951. Leigan gekk í gegn í annarri tilraun eftir mikla hitafundi þar sem pólitík og tilfinningar réðu umræðunni og var þá tekist á í orðs-ins fyllstu merkingu. Áki rak sjálfur verktakafyrirtæki sem vann m.a. fyrir varnarliðið og ber hann Bandaríkja-mönnum vel söguna. Hann eins og fleiri viðmælendur mínir telur komu þeirra til landsins hafa fleytt okkur langt fram í fagmennsku og tækni er lítur að verklegum framkvæmdum.Áki var mjög virkur í félagsmálum og sat m.a. í bæjarstjórn Njarð-víkur. Hann var einn af stofnendum Sjálfstæðisfélags Njarðvíkur og stóð ásamt Karvel og fleirrum að bygg-ingu Sjálfstæðishússins í Njarðvík. Í störfum mínum sem bæjarstjóri í Njarðvík kynntist ég vel áhuga Áka fyrir framgangi sveitarfélagsins og tók hann virkan þátt í öllum undir-búningi vegna 50 ára afmælis Njarð-víkurbæjar 1992 og ritun Sögu Njarð-víkur.Áki var mikill hugmyndasmiður og hönnuður og hannaði m.a.bæjar-merki Njarðvíkur auk þess sem hann málaði fjölda mynda. Ljómuðu flestar hans myndir af stolti yfir landi og þjóð og lýstu því sem gerir okkur að Íslendingum. Það er mikill sjónar-sviptir af Áka Gränz og verður hans sárt saknað. Við Lionsmenn í Njarð-vík þökkum langa samfylgd og tryggð um leið og við vottum aðstandendum hans öllum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Áka Gränz.

F.h. Lionsklúbbs Njarðvíkur Kristján Pálsson

Þorsteinn Jóhannsson - minningÍ dag kveðjum við félagar í Björg-

unarsveitinni Ægi traustan fé-laga til margra ára. Þorsteinn Jó-hannsson var tekinn frá okkur langt fyrir aldur fram. Steini, eins og við kölluðum hann, var mjög virkur í björgunarsveitinni til margra ára. Hann átti sæti í stjórn Ægis og hélt utan um fjármál sveitarinnar.Oft er sagt að engin keðja sé sterkari en veikasti hlekkurinn. Steini var einn sterkasti hlekkurinn í okkar keðju allt til dánardags. Hann var mjög virkur í öllu starfi sveitarinnar og sérstaklega þegar kom að fjár-öflun og verkefnum tengdum þeim. Hann starfaði ótrauður áfram í þágu sveitarinnar eftir að hann veiktist í haust. Steini hefur verið burðarás í samstarfi Björgunarsveitarinnar Ægis

og Knattspyrnufélagsins Víðis um ár-legt þorrablót Suðurnesjamanna sem haldið er í Garði í byrjun þorra. Þrátt fyrir veikindin átti Steini stóran þátt í skipulagningu þorrablótsins nú í lok janúar og hann mætti þangað með fjölskyldu sinni þrátt fyrir að þrekið væri lítið í lokabaráttunni við þann illvíga sjúkdóm sem Steini glímdi við.Við félagar í Björgunarsveitinni Ægi þökkum Þorsteini Jóhannssyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu sveitarinnar til margra ára. Ástvinum sendum við samúðarkveðjur. Minn-ing um góðan dreng lifir.

Félagar í Björgunar-sveitinni Ægi, Garði.

www.vf.is

LESTURVINSÆLASTI

FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM

+

83%

Guðlaug Karvelsdóttir,Guðrún Fjóla Gränz, Bjarni Ragnarsson,Anna Margrét Ákadóttir,Sólveig Björk Gränz, Ásgeir Kjartansson,Karvel Gränz, Rebecca Castillon,Carl Bergur Gränz, Guðmundína Kristjánsdóttir,barnabörn og barnabarnabörn.

Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,

Áki Guðni Gränz,málarameistari, Ytri Njarðvík,

lést þriðjudaginn 4. febrúar á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju

föstudaginn 14. febrúar kl. 14.00.

Kristinn Eyjólfsson, Karítas BergmannStefanía Eyjólfsdóttir, Guðmundur Karl ÓlafssonÞóra Eyjólfsdóttir,Ólafur Eyjólfsson,barnabörn og barnabarnabörn.

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

Eyjólfur Árni Kristinsson,skipstjóri, áður Kirkjuvegi 19, Keflavík,

lést á Landspítalanum 8. febrúar sl. verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 17. febrúar kl. 15:00.

Daglegar fréttir á vf.is

Page 15: 06 tbl 2014

23.990

NAPOLI hitastýrt sturtusett

26.900

CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.

Þýsk gæðavara 39.990

Látúns sturtubarki 1,5m

790

Allt fyrir

FlísarFlísalímFúgusement

Mikið úrvalGott verð!

6 mm Hertöryggisgler

3.890

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Kletthálsi 7 Reykjavík

Fuglavík 18Reykjanesbæ

W&M PF209D sturtuhorn 90 cm

54.990

4cm SMC botn

NÝ VARA

FC 517 Sturtuhorn m. botni 80x80 cm

37.900

Vitra Grand Scandinavia m. setu

Bidalux BWR sturtusett

13.890

Mistillo MTG sturtusett

14.490

Bidalux BWR sturtusett

3.990

baðherbergið

2.490

5 lítrar

1.490

1.590

23.990

CERAVID baðkar 170x75 cm 20.990

10.990AGI-167 hitastýrð blöndunar tæki fyrir sturtu

1.5902.290

2.990

1.290

Handlaug á borð - náttúrusteinn

31.495

Vitra Arkitekt WC

8.990án setu

Vitra Slope

11.900

FC 504 Sturtuhorn 80x80 cm

34.69090x90 cm: 36.690

Page 16: 06 tbl 2014

fimmtudagurinn 13. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR16

-fs-ingur vikunnar pósturu [email protected]

Helsti kostur FS? Helst það er að ég bý bara í fimm mínútna göngufæri frá skólanum.

Hjúskaparstaða? Ég er á lausu

Hvað hræðistu mest?Á sumrin er ég alveg skíthrædd við geitunga!

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ætla að segja Sigurður Smári því hann er frábær leikari, söngvari og dansari líka.

Hver er fyndnastur í skólanum? Sigurður Smári fær þann heiður líka held ég bara.

Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd? Langt síðan ég fór í bíó seinast. En þá fór ég á The Wolf of Wall Street og sú mynd var mjög góð.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?Mér finnst eins og það vanti eitthvað en finn samt ekkert sem vantar. Þann-ig það er þá bara fínt held ég.

Hver er þinn helsti galli? Ég get verið með rosalega mikinn prófkvíða, þá sérstaklega í lokapróf-unum.

Hvað er heitasta parið í skólanum? Mér finnst Bjarki og Lovísa vera heit-asta parið og ekki bara í skólanum.

Sylvía Rut Káradóttir er vægast sagt mikil áhugamann-eskja um dans. Hún er kennari í Danskompaní og tekur þátt í uppfærslu NFS á söngleiknum Dirty Dancing. Hún er 17 ára Keflvíkingur á náttúrufræði-braut FS sem stefnir á að verða tannlæknir. Sylvía er FS-ingur vikunnar.

Lætur stundum F-bombur fallaHverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi skipuleggja einingakerfið svolítið betur.

Áttu þér viðurnefni? Vinkonur mínar kalla mig oft Sylla, sem er ekkert rosalega fallegt við-unrefni.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Ég er gjörn á að segja F-orðið oft, eða það segja vinkonur mínar allavega þó að ég taki varla eftir því sjálf. En ég segi það alls ekki á slæman hátt. Það bara bætist mjög oft einhvern veginn inn í setningarnar hjá mér.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mér finnst það miklu betra en það var, en FS-ingar mega samt alveg taka aðeins meira þátt í því stundum.

Áhugamál? Dans, ferðast og njóta lífsins með góðu fólki.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég stefni á að verða tannlæknir.

Ertu að vinna með skóla, ef já hvar þá? Já, ég er að kenna dans upp í Danskompaní.

Hver er best klædd/ur í FS? Thelma Rún Birgisdóttir er alltaf mjög flott klædd.

Hver myndi leika þig ef gerð yrði kvikmynd um líf þitt? Ég held að Díana Dröfn myndi taka sig vel út í því. Bara lita á sér hárið og fá sér linsur, þá verðum við alveg eins. Ótrúlegt en satt þá höfum við verið spurðar hvort við séum tvíburar! Svo hefur hún leynda hæfileika í leik-listarbransanum skal ég segja ykkur.

Eftirlætis: Kennari:Gunnlaugur stærðfræðikennari.

Fag í skólanum: Stærðfræði. Sjónvarpsþættir: Ég horfi voða lítið á sjónvarpsþætti en það er einn þáttur sem ég held mikið upp. Það er The Walking Dead. Alltaf jafn spennandi, mæli með þeim

Kvikmynd: Alltaf jafn erfið spurning. Mér finnst Harry Potter myndirnar alltaf jafn skemmtilegar.

Hljómsveit/tónlistarmaður: Ég held mikið upp á Of Monsters and Men, þau eru mjög flott. Síðan er æðislega gyðjan hún Beyoncé í mestu uppá-haldi hjá mér.

Leikari: Mér finnst Jennifer Aniston alltaf jafn skemmtileg og frábær leik-kona

Vefsíður: Ég eyði mesta tímanum á netinu þegar ég er á Facebook og svo er ég mikið inni á Youtube.

Flíkin: Úff, þetta er mjög erfitt. En ég held dálítið upp á nýju leðurbuxurnar mínar eins og er, en annars eru þau öll í uppáhaldi.

Skyndibiti: Held nú bara að það sé Subway, búin að fara oft þangað undanfarið.

Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (gu-ilty pleasure)? Ég á það oft til að fíla Skrillex lög. Ég var allavega ekki ein af þeim sem hataði það.

Bára Kristín er í 10. bekk í Gerðaskóla. Hún horfir mikið á þætti og segir að The Fosters og Shameless séu uppáhaldsþætt-irnir sínir. Hún vill verða barna-sálfræðingur í framtíðinni og geta galdrað hvað sem er.

Hvað gerirðu eftir skóla? Ég borða mat og skelli mér á æfingu eða þá að ég eyði deginum í að horfa á þætti.

Hver eru áhugamál þín?Horfa á þætti og auðvitað að spila fót-bolta með skvísunum í Keflavík.

Uppáhalds fag í skólanum?Klárlega heimilisfræði og svo er alltaf gaman hjá Auði í íslensku.

En leiðinlegasta?Samfélagsfræði, ekki spurning.

Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?Friends leikarana.

Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að geta galdrað hvað sem er.

Hvert er draumastarfið í framtíðinni?Ég myndi vilja verða barnasálfræðingur.

Hver er frægastur

í símanum þínum?Aníta Mist AKA Bogga.

Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?Magga ginger - hún er uppáhalds.

Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag? Ég myndi fara í banka og stela pen-ingum.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Bara svona þægilegur held ég, hettu-peysa og kósýbuxur.

Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Feimin en samt ekki feimin.

Hvað er skemmtilegast við Gerðaskóla?Bjarki í heimilisfræði og krakkarnir auðvitað.

Hvaða lag myndi lýsa þér best?Happy - Pharrell Williams.

Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?Friends klárlega.

Besta:Bíómynd? Grease.

Sjónvarpsþáttur? The Fosters og Shameless.

Tón l i st ar m a ð u r / H lj óm s veit ? Beyonce.

Matur? Nautakjöt með berniessósu.

Drykkur? Mountain dew.

Leikari/Leikkona? Þð myndi vera Jennifer Aniston.

Fatabúð? Ég elska HM.

Vefsíða? Facebook og stream-tv.me

Bók? Pass, ég er meira fyrir þætti.

- ung // Bára Kristín pósturu [email protected]

Feimin en samt ekki feimin

Daglegar fréttir á vf.is

TIL LEIGU

4 herb íbúð Innri Njarðvík4 herb.íbúð til leigu.Laus 1.mars. Leiga 130 þ mánuði. Aðeins reglusamt fjöl-skyldufólk kemur til greina. Óska eftir 3 mánaða tryggingu. S. 854 0048.

Þjónustumiðstöðin Nesvöllum

Vikan 13. - 19. feb. nk. • Bingó • Listasmiðja • Handverk

• Leikfimi - dans- boltaleikfimi.• Félagsvist • Bridge

• Hádegismatur • Síðdegiskaffi

FLéttur föstudagur 14.febrúar kl. 14:00

Sóley Birgisdóttir fjallar um heil-susamlegt mataræði.

Allir velkomnir

Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is

- smáauglýsingar

ÞJÓNUSTA

Ódýr húsgagna, dýnu og teppahreinsunVið djúphreinsum: rúmdýnur, sófa-sett, tungusófa, hægindarstóla, teppi og mottur. s:780 8319 eða email: [email protected]

Verktakar, fyrirtæki og félagasamtök athugið!Ég get bætt á mig verkefnum: Færi fjárhagsbókhald, sé um vsk-skil, launavinnslu, uppgjör, ársreikninga- og framtalsgerð. Hrefna Díana Viðars-dóttir Viðurkenndur bókari S. 695 6371

AFMÆLI

Ótrúlegt en satt, þessi glæsilega kona er að verða 70 ára um helgina. Og ætlar að hafa heitt á könnunni að því tilefni á laugardaginn milli kl. 15 - 17 að Aðalgötu 5.

BílaviðgerðirPartasala

Kaupum bilaðaog tjónaða bíla

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979www.bilarogpartar.is

SkyggnilýsingarfundurÞórhallur Guðmundsson verður með opinn miðilsfund sunnudaginn 16. febrúar í húsi félagsins að Víkurbraut 13 Reykjanesbæ kl. 20:30, húsið opnar kl. 20:00. Allir velkomnir.

ATH! Þórhallur verður með einkafundi fimmtudaginn 20. febrúar.Nánari upplýsingar í síma 421 3348.

Sálarrannsóknarfélagið

Reykjanesbæ

Ekta amerískar nauta ribeye. Verð áður kr. 6900,- Tilboð kr. 5900,-

Lambalundir ferskar eða marineraðar.Áður kr. 6700,- Nú á aðeins kr. 5700,-

Lambafille marineraðar eða ferskar.Áður kr. 5900,- Nú kr. 4900,-

Gómsætur skötuselur í lemon- koriander.Áður kr. 3500,- Nú á aðeins kr. 2500,-

Komdu nú elskunni á óvart og megið þið vel njóta.Opið á laugardaginn frá 12:00 - 15:00.

Valentínusartilboð!

Fimmtudag, föstudag og laugardag.

Page 17: 06 tbl 2014

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. febrúar 2014 17

-mannlíf -aðsentpósturu [email protected] pósturu [email protected]

Keflvíska hljómsveitin Valdimar er um þessar mundir á sínu fyrsta tónleikaferðalagi um

Evrópu. Strákarnir halda tónleika víðs vegar um Þýskaland auk þess sem þeir spila í Sviss og Austurríki. Blaðamaður VF hitti hljómsveitina í Berlín á dögunum þar sem þeir léku fyrir gesti í heimahúsi. Staðurinn sem upphaflega átti að notast við var tvíbókaður og því voru góð ráð dýr. Með í förinni er hljómsveit frá Sviss sem kippti því í liðinn að leika í heimahúsi hjá kunningja hljómsveitarinnar. Því voru auglýstir tónleikar á fésbókinni og hreiðruðu tónleikaþyrstir um sig á stofugólfinu í íbúð í Neuköllnhverfi borgarinnar.Undirritaður hefur sjaldan skemmt sér betur á tónleikum með Valdimar og hefur hann þó sótt þá nokkra. Sérstakt atvik átti sér stað undir lok tónleikanna þegar nágranni hafði fengið nóg af látunum. Hann óð inn í íbúðina og gekk beint að hljómsveitinni og skipaði þeim að hætta í miðju lagi. Strákarnir í Valdimar voru hins vegar djúpt sokknir í spilamennskuna og urðu hans ekki varir, nema Valdi söngvari sem vissi ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga og hætti að syngja á meðan hljóð-færaleikararnir héldu ótrauðir áfram. Að lokum róaðist nágranninn og strákarnir fluttu aukalag, svona sérstaklega fyrir nágrannann pirraða.

Nágranni stöðvaði tónleika Valdimars

n „Geggjaðir“ þemadagar FS:

Væru til í að faðma skólann Þemadagar FS verða haldnir 20.

og 21. febrúar og blaðamaður hitti þau sem hafa staðið að undir-búningi síðan í haust, þau Elvu Dögg Sigurðardóttur, Kolbrúnu Marelsdóttur og Kristin Svein Kristinsson. „Kolla er búin að vera dugleg að skipuleggja þetta,“ segir Kristinn Sveinn en Kolbrún er fljót að bæta við: „Þau eru líka búin að vera mjög dugleg. Frábært að fá unga fólkið með.“ Elva Dögg bætir við: „Við eru í svo góðum tengslum við jafnaldra okkar og vitum hvað þeir hafa áhuga á.“

50 fjölbreytt námskeiðUm 50 námskeið verða í boði í ár og nemendur fá skráð að þau hafi tekið þátt í tveimur námskeiðum þennan dag. Námskeiðin eru af ýmsum toga, s.s. að baka bollakökur, flugu-hnýtingar, íþróttir, hugleiðsla, Land-læknir verður með fyrirlestur um geðheilsu, suðunámskeið, sushigerð, veggmálun, vöfflugerð, Dale Carne-gie, Sigga Dögg með kynfræðslu, Sigga Kling kemur, námskeið verður

í sjálfbærni, smíðaðir verða bekkir til að setja á gangana í skólanum og kaffihús verður á staðnum. Þeir sem vilja nýta tímann í að læra geta skráð sig á þar til gert námskeið og lært.

Geðheilbrigði þemað í ár„Á föstudeginum verður uppskeru-hátíð þar sem við stefnum á að vera með stuttmynd með afrakstri frá þemadögunum. Elva Dögg Gunn-arsdóttir verður með uppistand, sýnt verður atriði úr söngleiknum Dirty dancing og haldinn dans-leikur. Einnig munum við bjóða upp

á skúffuköku og mjólk,“ segir Kol-brún. Þemað í ár er Geggjaðir dagar og vegna þess að FS er heilsueflandi skóli er áherslan þessa önn á geðheil-brigði. „Allir eru hvattir til þess að gera það sem þeim finnst skemmti-legt og það sem þeim líður vel af. Við ætlum ekki að hafa skráningar-kerfi því hver og einn á að finna með sjálfum sér að það sé skemmtilegt að mæta í skólann. Skólastarfið verður brotið upp. Okkur langar líka að gera eitthvað táknrænt eins og að fá stóran hóp til að faðma skólann eða eitthvað. Það kemur í ljós,“ bætir Kolbrún hlæjandi við.

Kynnast kennurum á nýjan hátt

Það sem verður öðruvísi núna en áður á þemadögum er að dagarnir verða bara tveir og nærsamfélagið á Suðurnesjum verður nýtt eins og hægt er. Líkamsræktarstöðvar verða með tilboð og námskeið og verslanirnar Krummaskuð, Skó-búðin, Kóda, Gallerí og K-sport ætla að vera með 20% „geggjaðan“ afslátt.

Þá ætlar Langbest að selja pitsur á 1000 kall sem annars myndu kostar 1700 og 88 húsið kemur inn í þetta líka. Búin er bjóða eldri borgunum að koma og skoða skólann og skóla-starfið. Þá eru foreldrar nemenda einnig hjartanlega velkomnir að sjá hvað er um að vera. „Skólinn verður iðandi af lífi, tónlist og skemmtileg-heitum. Kennarar við skólann hafa verið sérstaklega móttækilegir með

að halda námskeið. Sumir fara langt út fyrir sinn þægindahring og kenna eitthvað sem þeir hafa ekki gert áður. Frábært fyrir nemendur að kynnast kennurum sínum á þennan hátt,“ segir Kolbrún að lokum. Elva Dögg og Kristinn Sveinn taka undir það. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans, www.fss.is.

Kristinn Sveinn Kristinsson, Kolbrún Marelsdóttur og Elva Dögg Sigurðardóttir.

Allir eru hvattir til þess að gera það sem þeim finnst skemmtilegt og það sem þeim líður vel af

Frá því að ég byrjaði að starfa fyrir nemendafélagið hefur

það verið mitt helsta markmið að bæta andann í skólanum, þ.e. að bæta andrúmsloftið hjá nemendum skólans og fá þá til þess að vera virkari í félagsstarfinu. Á þessari önn höfum við í kringum 900 nem-endur og tæplega 45 þeirra starfa í nemendafélaginu sem er töluverð bæting frá fyrri árum. En það er samt eitthvað sem er ekki alveg að smella, það vantar svo mikla hugar-farsbreytingu hjá langflestum nem-endum skólans. Að þora að fara út fyrir þægindahringinn og prófa að gera eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður er það sem margir eiga erfitt með að tileinka sér.Ég hóf framhaldsskólagönguna í allt öðrum skóla í Reykjavík í hrikalega öflugu félagslífi og var þar í eitt og hálft ár en ákvað svo að koma heim til Keflavíkur, því heima er jú best. Það má segja að ég hafi fengið hálfgert „menningarsjokk“ þegar ég kom í FS. Það voru gjörsamlega allir að bíða eftir því að dagurinn væri búinn svo þeir gætu drifið sig heim að leggja sig. Fæstum fannst skemmtilegt í skól-anum og fáir höfðu yfir höfuð áhuga á því að vera þarna. Mér fór að leiðast frekar mikið líka en svo sá ég aug-lýsingu þar sem óskað var eftir fólki í árshátíðarnefnd svo ég ákvað að bjóða fram krafta mína. Þá breyttist skólalífið hjá mér til muna, það varð miklu skemmtilegra að hafa eitthvað upplífgandi fyrir stafni í skólanum og viti menn, það er ekki einu sinni liðið ár síðan og núna er ég allt í einu orðin formaður nemendafélagsins, eitthvað sem ég ætlaði mér bara alls ekkert að verða.

Ég skil elstu nemendurna sem hafa tekið sér pásu og eru að byrja aftur eftir nokkur ár og eru ekki alveg að nenna að taka þátt í félagslífinu með litlu systur sem er 6 árum yngri. En ég skil ekki þá sem eru að klára skólann á fjórum árum og segja að þeir nenni ekki að taka þátt þar sem þetta er hvort sem er síðasta önnin þeirra....já ertu ekki að átta þig á því að þetta er síðasta önnin þín? Þetta eru síð-ustu mánuðirnir þínir áður en al-varan hefst, þetta eru einmitt síðustu mánuðirnir til þess að gera alls konar hluti sem þú ert líklega ekki að fara að gera á næstu árum. Á þessum tímum leyfist þér að gera ýmislegt sem ekki væri samþykkt af samfélaginu ef þú væri orðinn eldri, þetta eiga að kallast bestu ár ævi okkar, gerum þau best! Við erum ekki að fara í skíðaferð á Akureyri með 50 krökkum, fara á klikkað raveball eða raka af okkur allt hárið á góðgerðardegi eftir 5 ár, við erum að fara að gera það núna, akk-urat NÚNA, þetta er rétti tíminn til þess að gera alls konar vitleysu áður en við verðum fullorðin, við höfum svo óteljandi ár til þess að vera full-orðin og leiðinleg, þannig að mér finnst að við ættum að nýta tímann mun betur en við gerum.Ég ætla alla vega að leggja mig alla fram við að gera þessa önn hrika-lega eftirminnilega og njóta síðustu mánaðanna á framhaldsskólagöngu minni vel og ég óska þess innilega að þið gerið það líka!

Elva Dögg SigurðardóttirFormaður Nemendafélags Fjöl-

brautaskóla Suðurnesja

n Elva Dögg Sigurðardóttir skrifar:

Bestu ár ævi okkar

Epal Design  Keflavíkurflugvellileitar eftir starfsmönnum á kvöldvaktir.Unnið er eftir 2-2-3 vaktakerfi, 4 tímar í senn. Nánari upplýsingar gefur Guðný í síma 422 7733 eða [email protected] Umsóknarfrestur er til 19. febrúar.

- Fyrsti Evróputúr sveitarinnar

Page 18: 06 tbl 2014

fimmtudagurinn 13. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR18

-viðtal -íþróttirpósturu [email protected] pósturu [email protected]

VIÐ ERUM FLUTTIR

Bolafótur 1 // 260 Reykjanesbæ // Sími 456 7600 // Gsm 861 7600 // www.laghentir.is

Við höfum áratuga reynslu og þekkingu á flestum gerðum bíla. Öll aðstaða hjá okkur er til fyrirmyndar. Við höfum þrjár lyftur og getum unnið hratt og vel. Kíktu við hjá okkur og þiggðu kaffibolla á meðan við skoðum bílinn þinn.

Ef þú kemst ekki með bílinn til okkar, þá getum við sótt hann fyrir þig.Gerum föst verðtilboð í flutning á bílum.

Hafið samband við okkur og við finnum lausnina fyrir þig.

Eigum fyrirliggjandi lager af þurrkublöðum og bremsubúnaði í flestar gerðir bifreiða.

Ert þú í vafa með eitthvað sem snýr að bílnum? Láttu okkur athuga málið.

BARA GÓÐ VERÐ Í GANGI

Opnunartími :Mánudag-fimmtudags 8:00 til 17:00

og föstudaga 8:00 til 16:00

Kaupfélag Suðurnesja stóð á dögunum fyrir morgun-

verðarfundi um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja þar sem 4 frum-mælendur voru úr ólíkum áttum. Frummælendur á morgunverðar-fundinum voru Þorsteinn Jónsson, verkefnastjóri hjá Festu miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, Sif Ein-arsdóttir, löggiltur endurskoðandi og yfirmaður áhættuþjónustu hjá Deloitte, Kjartan Már Kjartans-son, framkvæmdastjóri Securitas Reykjanesbæ og Jóna Fanney Frið-riksdóttir, framkvæmdastjóri AFS og stjórnarmaður í Almannaheill samtaka um óarðsækna starfsemi.En hvað er samfélagsleg ábyrgð? Nærtækt er að spyrja Skúla Skúlason formann Kaupfélags Suðurnesja og stjórnarformann Samkaupa hf. og ekki stendur á svarinu:„Fyrirtæki sýna samfélagslega ábyrgð þegar þau ákveða að leggja sitt af mörkum til uppbyggingar samfélags-ins, gera meira en þeim ber sam-kvæmt lögum. Samfélagsleg ábyrgð snertir alla þætti starfseminnar og snýst meðal annars um stuðning við samfélagið, góða stjórnunarhætti, viðskiptasiðferði, umhverfismál, vinnuvernd og mannréttindi,“ segir Skúli í samtali við Víkurfréttir.

Hvernig birtist þetta í starfsemi dótturfyrirtækja ykkar eins og hjá Samkaup?„Stuðningur við nærsamfélag okkar felst í meiru en styrkjum og stuðningi við hin ýmsu félagasamtök. Virðing fyrir umhverfi og orku er bæði efna-hagslega mikilvægt fyrir fyrirtæki sem og ein birtingarmynd samfélags-legrar ábyrgðar,“ segir Skúli.„Ég get nefnt þér nokkur dæmi um verkefni sem okkar fólk hjá Samkaup hefur verið að einbeita sér að til að skerpa á sjálfbærni okkar og sam-félagslegri ábyrgð.

Kæli- og frystikerfi verslanaVið hönnun og skipulag allra nýrra verslana sem Samkaup hefur komið að sl. 10-15 ár hefur kælivatn af kæli- og frystivélum verið notað til að

upphitunar verslananna. Hönnunin miðast við að hafa gólfhita frekar en loftblásara. Við þetta sparast innkaup á köldu vatni til að kæla vélarnar sem síðan senda frá sér volgt vatn sem tapast út í umhverfið. Við þetta fyrir-komulag sparast líka innkaup á heitu vatni við upphitun verslananna.

SorpiðFrá 2008 hefur Samkaup sett sér markmið í flokkun á sorpi og ár-lega aukið hlutfall sorps sem fer í endurvinnslu. Árið 2013 var heildar sorpmagn okkar 1.530 tonn og eru væntingar um að ná 40% endur-vinnsluhlutfalli á þessu ári. Eins eru tækifæri í lífrænni flokkun hjá okkur, þ.e. að flokka úrgang sem hægt er að nota í moltu, en sum sveitafélög stilla enn verðinu þar hærra en á almennu sorpi og því höfum við ekki farið í það markvisst um landið.

Glerlok á frystanaMeð því að setja glerlok á frysta í verslunum Nettó sparast rafmagn sem nemur ársnotkun 250 meðal-stórra heimila. Hver fyrstir sparar um 35 þúsund kílóvattsutndir á ári en nemur orkunotkun 9 meðalstórra

heimila. Þá haldast gæði matvör-unnar enn betur þar sem hitastig er mun stöðugra og ísmyndun minni. Verkefnið er því bæði hagstætt fyrir neytendur og rekstur verslunarinnar.

30% matvæla fleygtÁskorun næstu ára verður hvernig við í versluninni getum stuðlað að því að minni sóun verði í matvælum. Þróunin hefur verið glórulaus í öllum hinum vestræna heimi. Til dæmis er talið að um 400 milljónir tonna af ávöxtum og grænmeti sé fleygt í heiminum. Í neysluviðmiðum er gert ráð fyrir að útgjöldin okkar í dagvöru nemi um 15 prósentum af ráðstöf-unartekjum, það er því ávinningur fyrir heimilin að nýta betur það sem keypt er og minna fari til spillis.

Hleðslustöðvar fyrir rafbílaÍ undirbúningi er samstarf við Orku-veitu Reykjavíkur um uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla, en fyrsta slíka stöðin verður sett upp á Laugar-vatni þar sem við rekum Samkaup Strax verslun,“ segir Skúli Skúlason formaður Kaupfélags Suðurnesja og stjórnarformaður Samkaupa hf.

n Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja kynnt á morgunfundi KSK:

Að leggja meira af mörkum til samfélagsins

Frá morgunfundi Kaupfélags Suðurnesja um samfélagslega ábyrgð.Skúli Skúlason, stjórnarformaður Samkaupa hf. og formaður Kaupfélags

Suðurnesja. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Sigrum innilega fagnað og ósigrum tekið með reisn- Nesarar fóru á kostum í Malmö

Föstudaginn 7. febrúar lagði stór hópur frá Nes, Íþrótta-

félagi fatlaðra á Suðurnesjum, af stað til Malmö í Svíþjóð til að keppa í sundi og boccia á Malmö Open mótinu. Hópur-inn samanstóð af keppendum, þjálfurum og aðstandendum, alls 58 manns, sem komu frá Reykjanesbæ, Garði, Sandgerði og Vogum. Er þetta í annað sinn sem NES tekur þátt í þessu móti. Óhætt er að segja að ferðin hafi tekist vel í alla staði og var hópurinn félaginu og Suður-nesjum til sóma.

Dansað á sundlaugarbakkanum

Í sundinu vann Nes til 14 verð-launa en keppendur Nes í sundi voru 11 talsins á aldrinum 7 til 24 ára. Dagurinn hjá sundhópnum byrjaði snemma og var mætt í morgunmat kl. 06:00 og í sund-höllina kl. 07:15. Mikil stemning var í hópnum og tóku Nesarar stundum dansspor milli greina og skemmtu sér og öðrum um leið. Allir stóðu sig mjög vel og margir bættu tíma sína. Sömu sögu var að segja frá boccia-keppninni þar sem Nes tefldi fram 19 keppendum, flest-um í liðakeppni, þar sem spilað var í þriggja manna liðum. Alls keppti 41 lið í liðakeppninni og 27 einstaklingar í einstaklings-keppninni. Nesarar stóðu sig geysilega vel gegn mörgum

sterkum keppinautum. Alls kom-ust þrjú lið frá Nes í úrslitakeppn-ina, sem er flottur árangur. Það lið sem lengst komst féll út í 8-liða úrslitum. Að hætti Nes voru fé-lagarnir vel studdir áfram, sigrum innilega fagnað og ósigrum tekið með reisn. Það voru síðan þreyttir en ánægðir Nesarar sem lögðu höfuðin á koddana um kvöldið.

Góðar veitingar og mikið verslað!

Samkvæmt Guðmundi Sigurðs-syni formanni NES var afar vel var staðið að mótshaldinu, af-slappað andrúmsloft og vinalegt. Á Malmö Open 2014 var 131 þátt-tökufélag frá 13 löndum og þar af 3 félög frá Íslandi. ÍFR og ÖSP frá Reykjavík ásamt Nes kepptu í sundi en Nes var síðan eina ís-lenska félagið sem keppti einnig í boccia. Gist var á Scandic Hotel á besta stað í miðbænum og eftir keppnishaldið var tíminn nýttur í að skoða miðbæinn, borða á góðum veitingastöðum og versla! Verslun H&M var nú beint á móti hótelinu. Mánudagurinn var not-aður til að labba enn meira og var aðeins bætt á þyngdina í tösk-unum, lestin var síðan tekin yfir til Kaupmannahafnar og innritað sig í flugið heim. Það var vel tekið á móti þreyttum en sælum Nes-urum í flugstöðinni og sannaði ferðin gildi sitt fyrir þörfinni að starfrækja öflugt íþróttafélag fyrir fatlaða á Suðurnesjum.

Ástvaldur í miðbæ MalmöLinda Björk að veita gullverð-launum viðtöku fyrir sund

Allur hópurinn samankominn á mánudeginum

Page 19: 06 tbl 2014

www.kia.com

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

4-01

37

7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum

Kia Sportage Xtra – í ábyrgð til 2021Eigum nokkra sérútbúna Kia Sportage með glæsilegum aukahlutapakka á frábærum kjörum. Glerþak, leiðsögukerfi með íslenskri götuskrá, bakkmyndavél og vandaðra hljóðkerfi. Aukahlutapakkinn kostar aðeins 300.000 kr. en listaverð er 600.000 kr.

Kia Sportage hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Hann er öflugur og tilbúinn í allar aðstæður og eyðir þó aðeins frá 5,7 l/100 km í blönduðum akstri. Að sjálfsögðu er 7 ára ábyrgð á nýjum Kia Sportage, svo hún gildir til ársins 2021.

Komdu í sýningarsal K. Steinarssonar í Reykjanesbæ og kynntu þér þennan framúrskarandi bíl. Við tökum vel á móti þér.

*M.v. 3.000.000 kr. útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti og bílasamning ERGO í 84 mánuði. 9,55% óverðtryggðir vextir. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,16%. Nánari upplýsingar á ergo.is.

Sportage 2,0 dísil, beinskiptur 6 gíra, 4wd

Verð frá 5.990.777 kr.Aðeins 50.635 kr. á mánuði í 84 mánuði*

Með augu í hnakkanumKia Sportage Xtra með glerþaki, leiðsögukerfi og bakkmyndavél

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.isViðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.

Holtsgötu 52 · Reykjanesbær · Sími 420 5000 · ksteinarsson.is

Page 20: 06 tbl 2014

vf.isvf.is

FIMMTUDAGURINN 13. FEBRÚAR 2014 • 6. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

VIKAN Á VEFNUM

Anna María Ævars, körfboltakona hjá KRdjös ves er þad ad falla a kynjaprofi..

væri minnst til i ad falla a þannig profi #bummer #fot-bolti

Eva Líf, nemiEg bara knúsaði Eyþór úr biggest loser á paddys í gær og sagðist elska

hann #hvaðereg

Árni Sigfússon bæjarstjóri ReykjanesbæjarOkkar lið vann! - Keilir vann - Búið

að útskrifa 1700 nemendur og flestir sækja til framhalds-náms. Keilir sækir stöðugt fram með dyggri aðstoð Háskóla Íslands. Liðið er skipað tveimur nemendum í mekatróník við Keili og nemanda í sakfræði við American InterContinental University. Velkomin til Reykja-nesbæjar :)

Róbert Ragnars-son bæjarstjóri GrindavíkurÞegar menn sýna fólki þa virðingu

að hlusta á þeirra sjónarmið er slæmt að einhverjir úr hópnum sýni litilsvirðingu sem varpar rýrð á málefnið. Ég hef unnið með Palla og þekki ágætlega. Hann hefur verið þarna af fullum heilindum og viljað ræða við fólkið.

Friðrik Ingi Rúnarsson fyrrum körfu-boltaþjálfariÞetta spjald var

undir koddanum hjá mér, verið tilbúið þar til brúks einn daginn, eða það vonaði spjaldið alla-vega, hvað svo sem framtíðin ber í skauti sér. Þjálfarinn á stóran sess í hjarta mér. Sjáum hvað setur.

María Bára Arnarsdóttir, nemiHversu margar stelpur ætli verði

fyrir vonbrigðum þann 14.feb í FS? #sukkulaðimolar #hap-pyvalentinesday

-mundiVerður Páll sólbrúnn og sætur

á ÍNN í kvöld kl. 21:30?

EINSTAKT ÚRVALAF NÝJUM OG NOTUÐUM BÍLUM

GE BÍLAR ER UMBOÐSAÐILI BL EHF OG BÍLALANDS. KÍKTU Í KAFFI

ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI

NISSAN X-trail Árgerð 2007, ekinn 96 Þ.KM,

bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 2.180.000,-

HYUNDAI Santa fe Árgerð 2008, ekinn 120 Þ.KM, dísel,

sjálfskiptur. Verð kr. 3.190.000,-

LAND ROVER Range roverÁrgerð 2006, ekinn 131 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Verð kr. 3.980.000,-

NISSAN QashqaiÁrgerð 2013, ekinn 23 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Verð kr. 5.280.000,-

SUBARU Legacy Árgerð 2010, ekinn 97 Þ.KM,

bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 2.990.000,-

TOYOTA Auris terra Árgerð 2008, ekinn 96 Þ.KM,

bensín, 5 gírar. Verð kr. 1.450.000,-

TOYOTA Yaris terraÁrgerð 2006, ekinn 149 Þ.KM,

bensín, 5 gírar. Verð kr. 1.120.000,-

VW Beetle design Árgerð 2012, ekinn 23 Þ.KM,

bensín, 6 gírar. Verð kr. 2.980.000,-

CHEVROLET CaptivaÁrgerð 2011, ekinn 40 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Verð kr. 4.990.000,-

RENAULT Megane sport tourer. Árgerð 2013, ekinn 28 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Verð kr. 3.380.000,-

CHEVROLET Cruze stationÁrgerð 2013, ekinn 10 Þ.KM,

bensín, 5 gírar.

Verð kr. 2.890.000,-

TOYOTA YarisÁrgerð 2005, ekinn 87 Þ.KM,

bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 990.000,-

HYUNDAI Santa fe dieselÁrgerð 2008, ekinn 133 Þ.KM, dísel,

sjálfskiptur. Verð kr. 3.290.000,-

BMW 1 118i Árgerð 2007, ekinn 32 Þ.KM,

bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 2.680.000,-

KIA SorentoÁrgerð 2005, ekinn 189 Þ.KM,

bensín, 5 gírar. Verð kr. 990.000,-

TILBOÐ

TILBOÐTILBOÐ

TILBOÐ

TILBOÐ

LÆGRI SÖLULAUNAÐEINS FRÁ KR. 49.980

Sími: 421 8085