32
Menntaskólatíðindi 1 mennta skóla tíðindi mennta skóla tíðindi

2. tbl vor 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Hér er annað tölublað vormisseris 2012 af Menntaskólatíðindum

Citation preview

Page 1: 2. tbl vor 2012

Menntaskólatíðindi 1

menntaskólatíðindi

menntaskólatíðindi

Page 2: 2. tbl vor 2012

2 Menntaskólatíðindi

Kæru MR-ingar.

Það sem þið hafið nú í höndum ykkar er ekki ofskynjun.

Stundin er einfaldlega runnin upp og nú fer að sjást til sólar.

Á meðan þið hafið verið að safna í mottur og rottur

og plana og strategísera fyrir komandi kosningar höfum

við skvísurnar í MT staðið í ströngu við gerð þessa blaðs.

Sumar okkar í ritstjórn eru reyndar enn önnum kafnar við

að halda upp á afmælið hans Biebers en það er önnur saga.

Nú eftir útgáfu blaðsins þurfum við píurnar að fara að

huga að komandi framboði okkar. Að vísu höfum við ekki

ákveðið hvort við ætlum að bjóða okkur aftur fram í MT

eða hvort við eigum að freista þess að prófa eitthvað nýtt og

gefa kost á okkur í Spilafélagið. En það ætti allt að skýrast

á næstu dögum. Hvað sem öllu líður viljum við biðja ykkur

um að reyna að leiða hjá ykkur leyndan áróður sem við

höfum komið fyrir hér og þar.

Við vitum að blaðið á eftir að blása ykkur von í brjóst

á þessum köldu tímum. Gleymið prófunum og hættið að

reyna að telja ykkur trú um að nú sé einhver metnaðarmars

því allir sjá í gegnum það. Við skulum ekki tapa okkur í

metnaði og muna mikilvægustu lífsregluna: Af hverju að

gera eitthvað í dag, sem hægt er að gera á morgun? Með

þetta að leiðarljósi verður lífið leikur einn.

Með von um yndislegt líf,

ritstjórn

16. MARS 2012 • 2. tölublað vorsmisseris skólaársins 2011-2012

SKÓLAFÉLAG MENNTASKÓLANS Í REYKJAVÍK

menntaskólatíðindi

Sólveig ÁstaEinarsdóttir 4.S

Árni Beinteinn 4.M

Birna Ketilsdóttir 4.B

Jóhanna Preethi 4.A

Aldís MjöllGeirsdóttir 4.S

Erla Ylfa

Óskarsdóttir 4.S

RITSTJÓRNRITSTJÓRNRITSTJÓRNRITSTJÓRNRITSTJÓRNMynd: Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir

Page 3: 2. tbl vor 2012

inspectorsávarp

Í réttu ljósi, frá réttu sjónarhorni og með skarpri sjón sést að ég er að safna í mottu. Þetta geri ég að sjálfsögðu í tilefni af hinum sívinsæla

Mottumars. Mottan mín er þunn og léleg en það sama má ekki segja um þetta blað sem er stútfullt af skemmtilegu efni. MT er ekki eina öndvegisritið sem kemur út í þessum mánuð og það má með sanni segja að bráðum komi ekki betri tíð hjá lestrarhestum í MR því þeir eiga einnig von á Skólablaðinu/Skinfaxa nú í lok mánaðar. Þetta verður rúmlega 200 blaðsíðna doðrantur sem unnið hefur verið að baki brotnu í allan vetur. Marsmánuður er ekki einungis helgaður skeggi og ritstörfum því í lok mánaðarins er komið að kosningum í MR. Sjaldan hefur loftið verið jafn spennuþrungið eins og fyrir þessar kosningar og verður gaman að fylgjast með hvað gerist. Ýmsir mjög verðugir frambjóðendur hafa stigið fram og er nokkuð ljóst að hart verður barist í þessum kosningum. Sjálfur mun ég standa utan við átökin og njóta þeirra í öruggri fjarlægð í kjörstjórn. Þeir sem vilja tryggja

sér auðveldan sigur og hafa fjármagn til geta mögulega mútað mér, formanni kjörstjórnar, í síma 845-7393 eða á netfanginu [email protected]. Ágóðinn mun svo renna óskiptur til Skólafélagsins.

Verðskrá:50% ógilding á kjörseðlum andstæðingsins 10.000 kr.Sigur í framboði til undirfélags 15.000 kr.Sigur í framboði til stjórnar 30.000 kr.140% kosning í Forseta eða Inspector 120.000 kr.

Ef útsendarar DV komast yfir þessa grein þá ætla ég að taka fram að þetta var grín. Njótið blaðsins, njótið þessarar síðustu mánaða í skólanum og fyrst og fremst njótið lífsins.

Lifi MT, lifi lýðræðið!

Þórður Hans BaldurssonInspector Scholae

MÓDEL - Forsíða: Þórunn Arnardóttir 4.A, Sólbjört Sigurðardóttir 4.S, Alexander Ísak Sigurðsson 3.J, Jón Ingvar Þorgeirsson 4.S, Harpa Ósk Björnsdóttir 4.X Mynd I í myndaþætti: Anna Lotta Michaelsdóttir 5.Z, Hörn Heiðarsdóttir 5.Z, Ragnhildur Ásta Valsdóttir 5.A Mynd II: Fannar Örn Arnarsson 5.T, Ásgeir Hallgrímsson 6.X, Jónas Atli Gunnarsson 5.Z Mynd III: Friðrik Guðmundsson 5.Y, Árni Davíð Magnússon 5.Y, Pétur Björnsson 4.T, Lára Fjeldsted Ásgeirsdóttir 6.USK, Matthías Tryggvi Haraldsson 4.B Mynd IV: Jóhannes Tómasson 4.A, Styrmir Hjalti Haraldsson 5.Y, Guðbjörg Erla Ársælsdóttir 5.R, Birkir Helgason 5.Y Mynd V: Arnór Gunnar Gunnarsson, 5.AFÖRÐUN: Ásdís Birna Gylfadóttir 4.A, Björk Þórðardóttir 4.A, Kristín Rut Stefánsdóttir 4. T, Lilja Rós Guðjónsdóttir 4.B, Nína Kristín Guðmundsdóttir 4.A, Rósa Ásgeirsdóttir 4. X FATNAÐUR: Nostalgía, Spútnik

MARKAÐSNEFNDHildur Helga Jónsdóttir 3.G

Inga Arna Aradóttir 3.HMaría Soffía Júlíusdóttir 3.GSigný Kristbjörnsdóttir 3.G

Mynd: Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir

Prentað af Prentmetií 1000 eintökum

HÖNNUN & UMBROT

Egill SigurðurFriðbjarnarson

LJÓSMYNDIR

FreyrSverrisson

Page 4: 2. tbl vor 2012

4 Menntaskólatíðindi

UppgjörQuaestors

Eftir stanslausa kúgun, fordóma og meinfýsislegar athugasemdir er ég komin með upp í kok! Allir Garðbæingar hafa lent í því að minnsta kosti einu sinni á djamminu að lítilsverður vesturbæingur (don’t get me started on them) kemur upp að þeim og segir „Hey þú ert úr Garðabænum, nennirðu að splæsa skoti á mig?!”. NEI ÉG NENNI EKKI AÐ FOKKING SPLÆSA SKOTI Á ÞIG! Þótt ég eigi pening þá langar mig ekkert að deila honum með ykkur. Reykvíkingar, og þá vesturbæingar sérstaklega, gera stöðugt grín að Garðbæingum. En vitið þið hvað? Þeir eru einfaldlega ÖFUNDSJÚKIR. Já,

ég sagði það. Öfundsjúkir út í þau auðæfi og hámarkslífsgæði sem einkennt hafa Garða-bæinn um árabil. Kaupið ykkur bara fokking vinnu og eignist pening sjálf, aumingjar. Garðbæingar, sameinumst! Sameinumst gegn þeirri harðstjórn sem Reykvíkingar halda uppi í Menntaskóla vorum! Sýnum þeim hverjir ráða, hverjir eru æðri aðilinn í þessum hatrömmu deilum.ÁFRAM GARÐABÆR!!!!!

Garðbæingar eru líka fólkJátning táningsstúlku úr Garðabænum

Garðbæingar eru líka fólkJátning táningsstúlku úr Garðabænum

Skólaárið í ár hefur verið bæði átakanlegt og skemmtilegt

í  senn. Það  hefur verið  mikill heiður fyrir mig

að  fá  að  vinna með  öllu þessu frábæra fólki sem virðist

vera tilbúið  að  leggja allt undir, ár eftir ár, fyrir þetta

fjöruga félagslíf sem ræður hér ríkjum í Menntaskólanum

í  Reykjavík. Hér fyrir neðan verða birtir nokkrir en þó

ekki allir liðir reikniársins 2011-2012. Stærstu liðir

reikniársins má sjá í Skólablaðinu/Skinfaxa sem verður

gefið út á næstu vikum.

BusaballiðBusaballið, einn vinsælasti viðburður ársins, er oftast mikil tekjulind

fyrir Skólafélagið. Stefna okkar var hins vegar sú að gefa nemendum

meira fyrir minna þegar kom að Busaballinu í ár og því var ákveðið

að reyna ekki að græða eins mikið og mögulegt væri eins og hefur

verið gert síðustu ár. Leigður var ljósa- og hljóðbúnar sem vó hátt

upp í 4 tonn og við fengum til liðs við okkur raftónlistamanninn

Aeroplane sérstaklega til Íslands frá Belgíu til þess að trylla lýðinn.

Ballið var haldið á Broadway og eins og við var að búast var uppselt á

ballið. Heildargróði af Busaballinu var 248.000 kr.

SöngkeppninSöngkeppnin var haldin í  Austurbæ.

Einnig komum við  upp á  fót skjá  þar sem

hægt var að  varpa upp auglýsingum og

að  sjálfsögðu keppnina sjálfa og síðan var

ráðin utanaðkomandi hljómsveit. Til þess

að  lækka kostnað  keppnarinnar hófum

við  samstarf við  aðra skóla og söfnuðum

auglýsingum í  leikskrá  og upp á  skjá.

Söngkeppnin kostaði alls u.þ.b. 200.000 kr.

Árshátíð Skólafélagsins(Uppgjör barst ekki frá Quaestor)

Jólaballið(Uppgjör barst ekki frá Quaestor)

Page 5: 2. tbl vor 2012

Menntaskólatíðindi 5

Nokkrar leiðirtil að virðast vera

moldríkur

1. Talaðu í iPod touch

Ekki nokkur maður sér muninn á iPod

touch og iPhone. Ef þér hefur áskotnast

iPod touch skaltu ekki hika við að láta

eins og hann sé iPhone. Komdu inn í

skólastofuna á morgnana með iPodinn

á eyranu og best er ef þú þykist vera

að ræða um fjárfestingar. Líklegt er að

viðstaddir heillist samstundis af þessum

iPhoneeiganda en ekki er fyrir alla að

kaupa slíkt í þessu árferði.

2. Notaðu heyrnartól

iPod er ekki ókeypis og þess vegna getur

verið mikilvægt að fólk haldi að þú eigir

slíkan grip. Auðveldast er að kaupa ódýr

heyrnartól og hafa þau ætíð í eyrum og

leiða snúruna svo í lokaðan vasa. Svo

lætur maður bara eins og eitthvert gott

lag sé í gangi. Varast ber þó að snúran

kippist upp því það getur komið illa út.

3. Montaðu þig

Fátt hrífur nærstadda eins mikið og þeir

sem monta sig. Talaðu í sífellu um hve

mikinn pening þú átt (þótt tölurnar séu

auðvitað uppspuni). Þú getur gert þér að

leik að búa sífellt til ótrúlegri sögur um

líferni þitt á hverjum degi og þú hefur

okkar orð fyrir því að fyrr en varir mun

annað fólk falla að fótum þér.

4. Merktu sjálfur

Til hvers að eyða í dýrar merkjavörur

þegar auðvelt er fyrir þig að útbúa merkin

heima? Þú getur fundið logo allra helstu

vörumerkja á netinu og auðvelt er að

prenta þau út. Svo er bara að kaupa fötin

eins ódýr og mögulegt er og föndra Boss-

merkið á. Einnig er hægt að líma Apple-

merkið á tölvur frá öðrum fyrirtækjum.

5. Læstu þig inni

Þegar kemur að hádegishléum er

mikilvægt að allir haldi að þú farir alltaf

eitthvert fínt út að borða. Það sem þú

gerir er að segja hátt í iPod touchinn (sjá

atriði 1) að þú sért að fara á einhvern

dýran veitingastað (sjá atriði 3). Því næst

hleypurðu með nestisboxið þitt inn á

klósett og læsir. Eyddu öllu hléinu síðan

í næði við að gæða þér á nestinu og þegar

þú kemur til baka halda allir að þú sért óð

eyðslukló.

6. Lestu viðskiptatímarit

Vertu ávallt með blöð sem fjalla um gengið

og fjármál heimsins undir hendinni. Allir

vita að þeir sem hunsa kennarann til að

glugga í Viðskiptablaðið eru augljóslega

peningamenn.

7. Geymdu einnota mál

Sniðugt er að geyma alls kyns einnota

matarmál eins og til dæmis pappamál frá

Kaffitári. Svo getur þú fyllt það af Cösu-

kaffinu í hverjum frímínútum og allir

halda að þú vitir varla aura þinna tal.

8. Segðu að þú sért vinur Jakobs

Gunnarssonar

Eins og allir vita umgengst plebbinn

einungis efnað fólk. Þess vegna er þetta

mikilvæg lygi þótt þú hafir jafnvel aldrei

séð manninn.

9. Þú skalt þykjast fara til útlanda

Skrópaðu alltaf af og til í skólanum í

nokkrar vikur og segðu öllum að þú hafir

verið í útlöndum. Þarna er auðvitað

virkilega mikilvægt að láta engan sjá sig og

vera búinn að hugsa fyrir brúnkuklútum

til að gera lygina trúverðugri.

10. Fáðu þér vinnu!

Þótt öll ráðin hér að ofan séu vissulega

sniðug er auðvitað sniðugra til lengri

tíma litið að reyna að verða sér úti um

vellaunaða vinnu fyrr en seinna. Það

tryggir þér reglulegar tekjur og fyrr en

varir munu þessi ráð hér fyrir ofan líta

út eins og hlægilegur brandari í þínum

augum.

Allir vita að auðæfi eru ekki allt en þrátt fyrir það sækist fólk gjarnan eftir því að lifa

eins og það meðhöndli sand af seðlum daglega. Ef þú ert einn af þeim sem villt lúkka

eins og “million dollar” en átt bara 500 kall ert þú á réttri blaðsíðu. Því nú hefur MT tekið

saman örugg ráð til að slá ryki í augu almúgans og láta eins og þú sért auðkýfingur. Ritstjórn

Menntaskólatíðinda hefur stuðst við þessi heilræði árum saman og getur ábyrgst að þau klikka ekki.

Page 6: 2. tbl vor 2012

Um vorið 2011 byrjaði ég að vinna á

Subway. Ég var nokkuð efins, því að

systir mín hafði áður unnið á þeim

stað þegar hún var í níunda bekk og

ekki líkað það vel. Mér fannst hún

samt alltaf svo flott og fullorðin fyrir

aftan afgreiðsluborðið og ég fylltist

mikilli öfund þegar ég heimsótti

hana í vinnuna. En fyrsta skrefið

hjá mér var þjálfunin. Hún gekk

nokkuð brösuglega, enda er þetta

gríðarlega erfitt og krefjandi starf.

Fyrir mér var það, hvað átti að setja

margar skinkur á skinkubátinn, erfitt

stærðfræðidæmi. En með vikunum

sem liðu byrjaði ég að blómstra í

starfinu. Ég aðlagaðist umhverfinu og

fékk góða leiðsögn frá lærimeisturum

mínum. Ég man alltaf eftir deginum er

ég fékk mitt fyrsta nafnspjald á alvöru

vinnustað. Það var hvítt og glansandi

með svartri áletrun. Á nafnspjaldinu

stóð Steinunn og undir nafninu stóð

Starfsmaður. Ég fylltist stolti. Margt

hefur á daga mina drifið á þessum

yndislega vinnustað síðan þá og ég

hef lent í mörgum og skemmtilegum

ævintýrum. Ég hef meðal annars

fengið til mín stórstjörnur á borð við

veðurguðinn og fótboltakappann Ingó

og athafnamanninn Magga Mix. Síðan

að stjörnurnar byrjuðu að streyma inn

á borð til mín hef ég gert það að sið

að láta taka myndir af mér með öllum

þeim stjörnum sem koma og ég hengi

þær síðan upp á vegg í herberginu

mínu. Í dag sést ekki í vegginn fyrir

ljósmyndum. Ég ætla hér að leggja

fyrir ykkur eitt lítið persónuleikapróf.

1. Hvaða kvikmynd myndir þú mest

vilja sjá?

•a Laxdælu

•b Notebook

•c Party monster

•d Guffagrín

•e Eat, pray, love

•f Legally blonde

2. Hvernig dýr langar þig í?

•a Kött

•b Mús

•c Frosk

•d Hamstur

•e Tígrisdýr

•f Lítinn loðinn dúlluhund

3. Hver er þinn uppáhaldslitur?

•a Svartur

•b Ljósbleikur

•c Grænn

•d Blár

•e Gulur

•f Dökkbleikur

4. Til hvaða borgar/eyju langar þig að fara?

•a York á Englandi

•b Boston

•c Berlínar

•d Kaupmannahafnar

•e Milano

•f Ibiza

5. Í hverju stendur þú þig best?

•a Sögu

•b Íslensku

•c Dönsku

•d Stærðfræði

•e Spænsku/Frönsku/Þýsku

•f Lífsleikni

6. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

•a Nautakjöt

•b Kjúklingur

•c Grænmetisbuff

•d Pizza

•e Sushi

•f Lambakjöt

7. Hver er þinn uppáhaldsdrykkur?

•a Kaffi

•b Appelsínudjús

•c Engiferdrykkur

•d Sprite

•e Mojito

•f Vitamin Water

subwaypersónuleikapróf

subwaypersónuleikapróf

subwaypersónuleikapróf

6 Menntaskólatíðindi

Page 7: 2. tbl vor 2012

Flest A: Þú ert roastbeeftýpan. Hún er gömul sál en samt býr

eitthvað barnslegt og saklaust undir yfirborðinu. Þær geta virst

grimmar við fyrstu kynni en innst inni eru þær ljúfar sem lömb.

Það eina sem þarf að gera er að brjóta niður vegginn sem þær hafa

byggt upp. Roastbeeftýpunni finnst gaman að grínast og hlæja og

jafnvel fara með nokkrar skondnar skrítlur ef vel liggur á henni.

Prakkarinn og stríðnispúkinn innra með henni eiga það til að brjótast

út og það með miklum látum. Roastbeeftýpunni finnst best að vera

heima með fjölskyldunni að horfa á svarthvítar kvikmyndir og borða

Mozartkúlur, fletta í gegnum eldgömul myndaalbúm og jafnvel rifja

upp ættartengsl fornra manna. Dæmi um roastbeeftýpur eru stálið en

samt sem áður kúrubangsinn Árni Indriðason og Ólafur Þorsteinsson

faðir minn - fær sér roastbeefbát með böns af sterku sinnepi og engu

öðru #tigerintown#spaði#over60yearsoldandproudofit.

Flest B: Þú ert kalkúnsbringutýpan. Kalkúnsbringutýpan er

dúlla, hún er skemmtileg og léttlynd. Hún hugsar mikið um hollustuna

en er samt svolítill sælkeri. Hún á sér væmna hlið og elskar að horfa á

rómantíska gamanmynd og kúra með kæró (ef hún á). Hún eyðir samt

sem áður aðeins of miklum tíma í skólann og í kærastann/kærustuna

og mætti hitta vini sína oftar. Kalkúnsbringutýpan er líkleg til þess að

eiga einhverskonar afbrigði af klifurmús sem hún elskar að knúsa og

leika sér við. Kalkúnsbringutýpan á samt við einhver sálræn vandamál

að stríða. Hún varð fyrir einhverskonar áfalli á yngri árum og

hefur það fylgt henni síðan. Klifurmúsin hjálpar henni þó

mjög í þessum erfiðleikum hennar. Kalkúnsbringutýpan

á frekar erfitt með að hleypa fólki inn á sitt persónulega

svæði og leyfa því að hjálpa sér. Dæmi eru Kristín Ólafs (í

því tilfelli er Dolli klifurmúsin) og rjóminn Nils Nowenstein.

Flest C: Þú ert grænmetissælutýpan.

Grænmetissælutýpan er þessi arty og afslappaða

týpa. Hún er skipulögð, snyrtileg og

er ekkert að flækja málin of mikið.

Hún hefur gott lag á hlutunum.

Grænmetissælutýpan er mjög

listhneigð og er góður penni.

Hún er einnig mikil

t ó n l i s t a r m a n n e s k j a .

Grænmetissælutýpan á

þó til að leggjast í nokkra

daga þunglyndi. Þá fer hún

ekki í sturtu í nokkra daga og

forðast mannfólk eins og heitan

eldinn. Grænmetissælutýpan fer eftir

orðum Snooki vinkonu minnar sem er

svohljóðandi: “I don’t eat anything that is alive when you kill it”. Í

frítíma sínum finnst grænmetistýpunni gaman að búa til tónlist og

hanga á prøget. Dæmi: Jóhanna Pretty Gunnarz sem borðar ekki

unnar kjötvörur (:S?)

Flest D: Þú ert pizzubátstýpan. Hún er þessi barnalega týpa.

Hún er smá lúði inn við beinið og elskar góðar teiknimyndir. En

henni finnst skemtilegast að leika sér með fjarstýrðar þyrlur og á

risastórt safn af þeim. Hún á það til að loka sig inn í herbergi í marga

klukkutíma og horfa á teiknimyndir, skoða pókemonmöppuna sína

eða harka dracoköllum við sjálfan sig. Pizzubátstýpan á einn besta

vin sem er með sömu áhugamál og hann og þeir eru alltaf saman.

Vinurinn heitir oftast Palli. Pizzubátstýpan lærir mikið og stendur

sig því vel í skólanum. Pizzubátstýpan hefði þó gott af því að breyta

til og gera eitthvað sem hún hefur aldrei gert áður. Dæmi er Hilmar

enskukennari.

Flest E: Þú ert teriyakikjúklingstýpan. Hún er svona

fullorðins. Hún borðar alls konar mat og helst bara eitthvað gürm.

Teriyakikjúklingstýpan elskar að smakka eitthvað nýtt og framandi og

hún elskar að ferðast. Hún þarf alltaf að vera að gera eitthvað og þolir

ekki að vera aðgerðarlaus. Hún er oft aðeins of stressuð og þyrfti að

róa sig einstöku sinnum. Teriyakikjúklingstýpan er djörf og þorir alltaf

að prófa nýja hluti. Hún hefur ferðast mikið í gegnum tíðina

og þekkir því marga staði. Teryakikjúklingstýpan bregður

sér oft í hlutverk leiðtoga og er góð í því hlutverki. Dæmi

er Sólveig Ásta öðru nafni Solla LoveGuru.

Flest F: Þú ert skinkubátstýpan. Hún býr í

Grafarvoginum eða Breiðholtinu og er í Verzló eða

jafnvel MS. Hún er skilnaðarbarn og býr hjá mömmu sinni

en pabbi hennar dekrar mikið við hana. Hún er

svona stelpa sem fær bíl frá pabba sínum

eftir að hafa fengið 8 í sippuprófi í

íþróttum. Skinkubátstýpan er

svona sæt stelpa sem málar

sig meira en nauðsynlegt

er. Hún lítur út fyrir að

vera heimsk en þúst

hún er alveg klár.

Hún skiptir um

kærasta jafnoft

og sokka (hehe)

og á mjög marga

kunningja. Dæmi er

Sigga Yo.

Menntaskólatíðindi 7

Page 8: 2. tbl vor 2012

ANNAMargrétÓlafsdóttir

ANNAMargrétÓlafsdóttir

Anna Margrét er 20 ára nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Þegar hún var 15 ára gömul eignaðist hún kærustu og kom út úr skápnum. Ritstjórn MT settist niður með Önnu og ræddi viðhorf og fordóma samfélagsins gegn samkynhneigðu fólki.

Hvenær komst þú út úr skápnum?Ég eignaðist kærustu þegar ég var 15 ára gömul, ég hafði aldrei áður hugsað um stelpur á þennan hátt og hafði aldrei dottið í hug að ég væri lesbía. Allt í einu vorum við bara byrjaðar saman en

ég hélt samt sem áður alltaf að ég væri gagnkynhneigð.

Þetta væri bara einsdæmi.

Hvernig voru v i ð b r ö g ð fólks í k r i n g u m þig er þú sagðir þeim að þú ættir

kærustu?

Almennt mjög góð. Ég sagði öllum fullorðnum það í einrúmi, þegar þau voru að keyra. Mamma var fyrst eitthvað skrítin með það en svo þegar hún kynntist kærustunni minni fór henni að þykja vænt um hana. Hún var ánægð því hún sá að ég var ánægð. Pabba fannst það frábært, hann sagði að það snerist bara um að finna ástina. Amma hins vegar var hissa og hrópaði: „Ojj, ertu lessa?“

En krakkarnir í skólanum?Það var mjög misjafnt. Sumum fannst ég ógeðsleg. Ein besta vinkona mín hætti að tala við mig og sagði öllum skólanum að ég væri lesbía og viðbjóður. Ég talaði ekki við hana í 2 ár. Á meðan voru margir sem komu til mín og hrósuðu mér fyrir standa með sjálfri mér og þora að vera ég sjálf. Margir fullorðnir hafa einnig komið til mín og sagt við mig að þeir hefðu aldrei þorað að koma út úr skápnum á mínum aldri.

Hvernig finnst þér viðhorf íslensks samfélags vera gagnvart samkynhneigðum?Það gerir fólk óöruggt að geta ekki skilgreint mann, fólk notar oft kynhneigð til þess. Fólk segir „já, þarna homminn“ eða „já, bíddu ert að meina lessan?“. Til dæmis eftir að ég hætti með fyrstu kærustunni minni þá fór ég í sleik við strák og fólk kom til mín og spurði „hvað ertu?“. Það fór í taugarnar á því að geta ekki flokkað mig sem samkynhneigða eða gagnkynhneigða.

Nú eru margir sem segja að það sé náttúrúlegt að vera gagnkynhneigður því

þannig búum við til börn, það er kynlíf karls og konu.

Já, en það er líka sagt að fólk eigi að vera

ástfangið og þannig skulu börnin verða

til. Hvernig áttu að geta eignast barn með manneskju ef þú elskar

hana ekki en samt á það að vera það réttasta fyrir þig? Hvað finnst þér um orðatiltækið „að koma út úr skápnum“?Mér finnst skrítið að ég þurfi að koma út úr skápnum. Af hverju þarf fólk ekki að koma út úr skápnum ef það er gagnkynhneigt? Þegar ég kyssi strák þá finnst mér það rangt. En þegar ég er að labba niður Laugarveginn með kærustunni minn þá finnst mér það vera það eðlilegasta í heimi. Ég hugsa ekki með sjálfri mér; ég er að leiða stelpu. Mér finnst ótrúlegt að það sé skrítið fyrir öðrum að sjá tvær stelpur leiðast og vera ástfangnar.

Heldurðu að það sé eitthvað erfiðara fyrir stráka að koma út úr skápnum en stelpur? Strákar nota mun oftar orðið hommi sem níðyrði og auðvitað er miklu meira um það að stelpur fari í sleik við vinkonur sínar og það skiptir þær engu máli. Það er hins vegar alltaf erfitt að einhverju leyti fyrir bæði stelpur og stráka að segja öllum nánustu aðstendenum þínum að þú sért ekki eins og allir ætluðust til að þú værir. Maður er alltaf skíthræddur um hvernig fólk muni bregðast við þessu. Það er einmitt það sem að þarf að breyta. Þessar væntingar um að allir séu eins. Að allir séu gagnkynhneigðir og ef svo er ekki, þá ertu öðruvísi. Mér finnst sorglegt hvað það er byggt inn í fólk. Þegar ég sagði litla bróður mínum frá því að ég ætti kærustu fór hann í þvílíka afneitun. Og hann er bara 7 ára.Ég vona að með tímanum verði betri og sjálfsagðari viðbrögð í samfélaginu gagnvart fólks sem er samkynhneigt, að fólk þurfi ekki að ganga í gegnum erfiði til þess eins að vera þau sjálf. 8 Menntaskólatíðindi

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

511

63

Hannaður til að gera lífið skemmtilegraNú er hann kominn til landsins. Splunkunýr og spennandi Nokia Lumia 800 með Windows 7 stýrikerfið innanborðs. Glæsileg hönnun með 3,7 tommu kúptum glerskjá og 8 megapixla myndavél. Nokia Lumia 800 er hraðari og skemmtilegri með GPS staðsetningarbúnaði og fullkomnu leiðsögukerfi. Einnig fylgir 25 GB Skydrive minni með.

5.490 kr.

Nokia lumia 800Einn sem getur allt

Staðgreitt: 89.900 kr.

Netið í símanumí 1 mánuð fylgir.allt að 1 GBá mánuði.á mánuði í 18 mánuði*

Netið í símanumí 1 mán. fylgir.

Allt að 1 GB á mán.

*Greiðslugjald 325 kr. bætist við mán. gjald.

Page 9: 2. tbl vor 2012

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

511

63

Hannaður til að gera lífið skemmtilegraNú er hann kominn til landsins. Splunkunýr og spennandi Nokia Lumia 800 með Windows 7 stýrikerfið innanborðs. Glæsileg hönnun með 3,7 tommu kúptum glerskjá og 8 megapixla myndavél. Nokia Lumia 800 er hraðari og skemmtilegri með GPS staðsetningarbúnaði og fullkomnu leiðsögukerfi. Einnig fylgir 25 GB Skydrive minni með.

5.490 kr.

Nokia lumia 800Einn sem getur allt

Staðgreitt: 89.900 kr.

Netið í símanumí 1 mánuð fylgir.allt að 1 GBá mánuði.á mánuði í 18 mánuði*

Netið í símanumí 1 mán. fylgir.

Allt að 1 GB á mán.

*Greiðslugjald 325 kr. bætist við mán. gjald.

Page 10: 2. tbl vor 2012

BusinnFlakkað meðflökkubekkJá, við erum í flökkubekk. Já, við vitum að við erum óheppin. Já, við vitum að það er ömurlegt. Við höfum heyrt þetta allt. Við erum eini bekkurinn sem ekki er með heimastofu, og þar sem við höfum þurft að flakka svo mikið milli stofa þá höfum við ákveðið að taka saman okkar mat á nokkrum þeirra.

Stofa 10 – 4. SÁ efstu hæð í Casa Christi er stofa 10. Þar eyðum við

mánudagsmorgnum okkar. Við eigum ánægjulegan

tvöfaldan stærðfræðitíma með meistara Steinþóri, þó

með nokkrum truflunum því svo virðist sem nemendur

4. S hafi ekki enn lært stundatöfluna sína og æða því

öðru hverju inn, en bregður svo sannarlega í brún

þegar þau sjá stofuna sína fulla af busum. Við höldum

þó ótrauð áfram og nú í félagsfræði. Loks hringir

bjallan út. Við göngum frá námsgögnum og bíðum þess

spennt að brandarakerling 4. S mæti á svæðið. Þannig

er mál með vexti að hún kann aðeins einn brandara,

hún gengur glottandi inn í stofuna, grettir sig og segir

„Ooojj stelpur, það er busafýla hérna,“ og skríkir svo. Ó, þú fyndni 4. bekkingur…

Stofan fær ★★ sökum þess að sami skítugi kökudiskurinn hefur legið þarna svo

vikum og jafnvel mánuðum skiptir.

Stofa E204 – 3. GNæst liggur leið okkar út í Casa Nova í stofu E204 þar sem 3. G heldur sig. Þegar

inn er komið liggja Rubiks-kubbar á öðru hverju borði, þetta er nefninlega Rubiks

bekkurinn. Rubiks-veikin heltók nemendur 3. G í byrjun skólaárs og hefur ekki

enn sleppt krumlunum af þeim. Svo, ef þú rekst á nemanda úr 3. G á göngum

menntaskólans skaltu ekki trufla hann, maður veit aldrei hver viðbrögðin gætu

orðið. Iðulega er undarleg tónlist í spilun í tölvunni (kannski eitthvað sem

hjálpar til við að leysa kubbana). En krakkar, hefur Hannes Portner aldrei sagt

ykkur að það er bannað að nota tölvurnar í kennslustofunum. Það gæti komið

vírus í þær! Svo er það líka annað með 3. G, það eru alltaf kökudiskar þarna.

Krakkar, bakið þið við minnsta tilefni eða á bara alltaf einhver afmæli hjá ykkur?

Stofan fær ★★★.

L-stofa – 6. YL-stofan í gamla skóla er sú stofa sem við erum oftast í. Þar ræður 6. Y ríkjum, þau

eru frábær. Þau sitja oftast uppi með flökkubekkinn en kvarta samt langminnst

yfir okkur. Þó er ekki hægt að segja að nemendur 6. Y séu mikil jólabörn, skreyttu

stofuna sína ekkert fyrir jólin. Ekki ein jólakúla. En það er samt allt í lagi, kannski

bara ekki þeirra thing. Svo héldu þau líka megagott busaballsfyrirpartý. Fín stofa

og bara almennt mjög snyrtileg. Stofan fær ★★★★.

C-stofa – 5. RC-stofan, eða haugurinn, er heimastofa 5. R. Nemendur 5. R eru afar listrænir.

Þau hafa gaman af því að skreyta stofuna sína, teikna myndir, hengja upp plaköt

og ef vel gengur í prófum eru þau hengd upp á vegg. Þá hafa þau skreytt framhlið

kennaraborðsins með bananalímmiðum þannig að ætla má að þarna leynist

nokkrir framtíðar-listamenn. Listrænn gjörningur þeirra í skreytingakeppninni

var þeim þó ekki til framdráttar. Ef þið fenguð ekkert í skóinn þessi jólin þá er

það 5. R að kenna. Þau rændu jólasveininum og hengdu hann upp á töfluna hjá

sér. En umgengni í C-stofunni. Eigum við eitthvað að fara út í það...okei, í fyrsta

lagi er kennslustofa ekki það sama og ruslafata. Þessi einfalda staðreynd virðist

algerlega hafa farið framhjá nemendum 5. R. Hér skulum við telja upp nokkur

dæmi um það sem hefur leynst á gólfum 5. R: Pappírsræmur, klósettpappír,

10 Menntaskólatíðindi

Friðrik Árni

Anna Steinunn

Sólveig

Page 11: 2. tbl vor 2012

pasta, mandarínubörkur, kaffi-pollur, ýmiss konar fatnaður,

pennar og önnur ritföng, hálfétið epli og bananahýði. Af því

leiðir að stofan fær ★ fyrir að vera stofa.

Jarðfræðistofa – 5. ZÁ fimmtudögum erum við í jarðfræðistofunni í Casa Nova.

Hún er að okkar mati besta stofan. Stofan er rúmgóð og setja

steinarnir og jarðfræðigögnin mjög kósý stemningu. Þó mætti

vera örlítið hærra til lofts. Einnig ætti að forðast að borða

steinana sem líta út eins og poppkorn. Ekki láta útlitið blekkja

ykkur. Jarðfræðistofan hefur líka dálítið sem engin önnur stofa

skólans hefur. Lítinn garð. Þó mælir flökkubekkur ekki með því

að nota þá útgönguleið í eldsvoða. Maður er jafnfastur þar og

inni í stofunni. Ási Plató leikur sér oft í þessum garði og reynir

ítrekað inngöngu inn í stofuna. Við erum að tala um að kötturinn

stekkur á hurðina, nær taki á hurðarhúninum og opnar þannig

fyrir sér. Ólöfu Helgu líkar þetta ekkert alltof vel og segir: “This

is causing quite a disturbance, Pjetur* can we do something

about this?” Þá hefst eltingaleikur á milli Ólafar og Ása sem

endar þannig að Ólöf nær honum og sendir út. Ási er mjög leiður

yfir því að fá ekki að læra ensku og reynir ótal árásir á hurðina en

hún er læst, svo hann lætur sér duga að fara bara í eltingaleik við

kókdósina í garðinum. Jarðfræðistofan er í uppáhaldi hjá okkur

og fær því fullt hús, ★★★★★.

*Já hann heitir Pjetur með joði.

Anna Steinunn, Friðrik Árni og Sólveig, 3. I

...nammið í bragðarefnum safnast fyrir í fjársjóð á

botninum.

...það er hætt við ritskoðun.

...það eru mánaðarmót og maður fær borgað shitload

af monnís.

...það eru 5 mánuðir í Marmaris og targetlistinn er

tilbúinn.

...maður fær stærri helminginn af Subway bátnum.

...Tryggvi Skarp reynir að fara í sleik við mann.

...Skólaráðsfulltrúinn gerir eitthvað.

...maður finnur silfurskottur á Amtmannsstíg.

...Morkinsskinna er gefin út á réttum tíma.

...Kjartan sögukennari er í bleiku skyrtunni sinni.

...Framtíðin gefur manni ís.

...maður þarf ekki að raka sig því að það er mars.

...Fríða Þorkels skiptir um hár.

...það eru 2 vikur í kosningar og allir sleikja á manni

rassinn.

...maður fær hátt á prófi hjá Kolbrúnu latínukennara.

...Nils Nowenstein fer úr að ofan.

Ég elska þegar aðÉg elska þegar að

Menntaskólatíðindi 11

FERÐAMÁLADEILDferðamálafræðiviðburðastjórnun

HESTAFRÆÐIDEILDreiðmennska og -kennslahestafræði (í samvinnu við LbhÍ)

FISKELDIS- OGFISKELDIS- OGFISKALÍFFRÆÐIDEILDfiskeldisfræðisjávar- og vatnalíffræði (í samvinnu við HÍ)

UMSÓKNARFRESTUR1. júní

HÁSKÓLINN Á HÓLUMHólum í Hjaltadal

551 Sauðárkrókurs: 455 6300

www.holar.is

VELDU GÓÐA LEIÐTækifærin eru í okkar greinum

Page 12: 2. tbl vor 2012

INDVERSKhúsráðINDVERSKhúsráðJóhönnuJóhönnu

12 Menntaskólatíðindi

Framandi veisla í Austurlanda-hraðlestinni

Grænmetis Samosa Dásamleg blanda af kartöflum, baunum og kryddi - vafið í deig og djúpsteikt

Murgh Mangalori Kjúklingateningar með engiferi, kókos og hvítlauk

Basmati-hrísgrjónHeimalöguð Raitha Jógúrtsósa - léttkrydduð með agúrkum

Ilmandi nýbakað Naan brauð

HVERFISGATA 64A, OPIÐ 17 - 22. SPÖNGIN OPIÐ 17 - 21. HLÍÐARSMÁRA 8, OPIÐ 11:30 - 22 MÁN-FÖS OG 17 - 22 LAU OG SUN.

- taktu með eða borðaðu á staðnum

Page 13: 2. tbl vor 2012

Menntaskólatíðindi 13

Það er ekki óalgengt að fólk komi

til mín viti sínu fjær og spyrji

ráða. Hvort sem það er varðandi

fassjón eða swag, get ég alltaf litið til minna

indversku róta. Oftar en ekki hef ég svarið

milli fingranna því að ég er á hærra stigi en

aðrir. Level: Asian. Hér er örstutt innsýn í

þennan útlenska viskubrunn sem Preethi er.

Við ykkur vil ég bara segja: „Gandhi hvað?“.

Nuddaðu lauk undir handarkrikana og stattu úti í sólinniÞessi tækni er áragömul, hún var eitt

sinn notuð hjá ungum strákum sem

vildu losna undan þjónustu í hernum.

Ert þú að fara í próf eða viltu bara taka

þér akademískt leyfi í einn dag? Þessi

aðferð mun hækka líkhamshita þinn um

nokkrar gráður, hættulaust. Svo reynir

bara á leikhæfileikana.

Settu smjör á brunasáriðEins og við er að búast er mest að gera

hjá mér um áramótin. Þá koma allir

heiladauðu hálfvitarnir kófsveittir með

brunasár til mín og krefjast lækningar.

Það er til gífurlega einföld tækni sem að

kokkar út um allan heim nýta sér, jafnvel

daglega. Næst þegar þú kveikir á blysi

með eldspýtu í munninum mundu, að

setja smjör á sárið, og það strax.

Hvítlaukur við vaxtarverkjumÞessi ráð eiga helst við yngri nemendur

menntaskólans. Öll höfum við fundið

fyrir hrikalegum verkjum í höndum og

fótum en hvernig á að losa sig við þá?

Hvítlaukur er svarið. Best er að maka

honum á sig á kvöldin en mundu að fara

í sturtu morguninn eftir. Annars getur

það haft alvarlegar afleiðingar.

Hvítt brauð í sykur svo hann harðni ekkiHver kannast ekki við það að vera að

baka/blanda og uppgötva að sykurinn

er grjótharður? Til þess að forðast þetta

er aðeins eitt í stöðunni, að bomba

nokkrum brauðbitum í pakkann og loka

vel fyrir. Þá fyrst má ballið byrja.

Blanda sem örvarKveikir ekkert í þér? Ertu búin/nn að

missa kynhvötina? Er kærastinn þinn

ekki nógu heitur? Nærðu honum ekki

upp? Indverjar hafa í aldaraðir borðað

sérstaka blöndu af hvítlauki og hunangi

þrisvar á dag. Þessi blanda er ástæðan

fyrir því að ekki er fólksfækkun á

Indlandi. Preethi mælir með henni.

Framandi veisla í Austurlanda-hraðlestinni

Grænmetis Samosa Dásamleg blanda af kartöflum, baunum og kryddi - vafið í deig og djúpsteikt

Murgh Mangalori Kjúklingateningar með engiferi, kókos og hvítlauk

Basmati-hrísgrjónHeimalöguð Raitha Jógúrtsósa - léttkrydduð með agúrkum

Ilmandi nýbakað Naan brauð

HVERFISGATA 64A, OPIÐ 17 - 22. SPÖNGIN OPIÐ 17 - 21. HLÍÐARSMÁRA 8, OPIÐ 11:30 - 22 MÁN-FÖS OG 17 - 22 LAU OG SUN.

- taktu með eða borðaðu á staðnum

Page 14: 2. tbl vor 2012

Ef MR væri a m e r í s k u r HIGH SCHOOL

tttt

tttt

Með Hörn scribu í fararbroddi gætu þessar stelpur myndað efnilegt „Mean girls“ gengi. Þrátt fyrir að vera nokkuð ljúfar að eðlisfari hafa þær vissulega það sem þarf til að stjórna skólanum. Við sjáum þær fyrir okkur sitjandi í hringstiganum í Casa Nova með snjallsímana sína, alveg eins og í Gossip Girl.

14 Menntaskólatíðindi

LJÓSMYNDIR: FREYR SVERRISSON

Page 15: 2. tbl vor 2012

Allir sem verslað hafa við Kagóstragana eða farið í sleik við einhvern úr Veiðifélaginu skilja að „Jock“ gengi skólans myndi samanstanda af þessum strákum. Þeir spila kannski ekki amerískan fótbolta en í þessum hópi eru vissulega einhver fótboltalegend sem kemur þess í stað.

Menntaskólatíðindi 15

Page 16: 2. tbl vor 2012

Listafélagið gæti án vafa myndað „Arty“ gengi Menntaskólans í Reykjavík. Ástæðan ætti að vera nokkuð augljós, brennandi áhugi á listum og hipsterklæðnaður er einkenni slíkra gengja.

16 Menntaskólatíðindi

Page 17: 2. tbl vor 2012

Það er algengur misskilningur að nördagengið þurfi að samanstanda af fólki sem þykir gaman að læra. Oftar en ekki eru slík gengi mynduð af manneskjum sem eyða tíma sínum í að spila tölvuleiki, lesa teiknimyndasögur eða annað álíka athæfi. Því er augljóst mál að slíkt gengi innan Menntaskólans væri myndað af meðlimum Akademíunnar.

Menntaskólatíðindi 17

Page 18: 2. tbl vor 2012

18 Menntaskólatíðindi

Emó. Það er aðeins einn nemandi sem flokkast undir þennan hóp í Menntaskólanum í Reykjavík. Arnór Gunnar myndi því einn halda úti gengi Emóanna og Gotanna, nema einhver lífshatandi Menntskælingur byði sig fram í að ganga í lið með honum.

Menntaskólatíðindi 18

Page 19: 2. tbl vor 2012

Segðu okkur Matti, hvernig kom upp sú

hugmynd að stofna Metnaðarmars?

Ég og Pétur Björnsson, vinur minn, ákváðum

að gerast óreglulegir eftir áramót. Einn

daginn í byrjun þessarar skólaannar sátum

við heima hjá mér og sötruðum kaffi. Það voru

tvær vikur liðnar af önninni og við vorum ekki

byrjaðir að huga neitt að þeim fögum sem við

mætum ekki í tíma í. Við sátum þarna tveir

vinirnir og hugsuðum með okkur hvað við

höfðum það gott sem óregluregir nemendur.

En eftir stuttar vangaveltur kom upp sú forsjá

að þetta myndi allt saman koma í bakið á

okkur. Við ákváðum þar með að á miðri önn

myndum við taka átak og læra í öllum þessum

fögum. Okkur fannst mars tilvalinn mánuður

en hann er einmitt á miðri önninni.

Hvernig hefur þér gengið?

Ég er ekki búinn að vera eins mikill engill

og ég hafði hugsað að mér, er búin

að rjúfa það markmið að vera

edrú og er ekki enn byrjaður á

líffræði og stærðfræði. Annars er

ég búinn að vera fastagestur á

Þjóðarbókhlöðunni og Íþöku. Ég læri mun

meira heima en ég gerði áður. Svo er ég líka

byrjaður að æfa mig á gítar aftur og farinn að

skokka, sem er frábært.

Hvað var það eiginlega sem felst í

Metnaðarmars?

Fyrst og fremst námsátak en einnig nýr lífstíll.

Ég er til dæmis byrjaður að taka inn ginseng

en það er kóreisk rótarblanda sem maður

innbyrðir í töfluformi. Þessi blanda á að auka

úthald og einbeitingu.

Virkar það?

Já ég finn mun, mæli með þessu fyrir

vorprófin.

Fyrir hvaða prófi ert þú stressaðastur

fyrir?

Dönskunni. Mér gekk ekki vel í

skyndiprófunum á

síðustu önn, svo er

danskan líka svo margar einingar. En það er

búið að vera dönskuátak hjá mér í janúar og

febrúar. Eftir dönskunni kemur svo líffræði en

hún er líka stúdentsfag.

Ertu með einhver ráð fyrir löngum

prófalestrum?

Sofa vel, það er mjög mikilvægt og að drekka

kaffi.

Hvað finnst þér um allnighter fyrir próf?

Það er neyðarúrræði. Getur bjargað manni ef

að maður hefur ekki lært neitt.

Hefurðu tekið margar þannig nætur?

Já, tvisvar sinnum fyrir jarðfræði í 3. bekk og

einu sinni fyrir latínu skyndipróf.

Hvað finnst þér um að allir í MR hafi tekið

svona vel í Metnaðarmars?

Kom mér á óvart, rosalega gaman. Byrjaði bara

sem einkahúmor milli mín og Péturs og nú var

Skólafélagsstjórn að halda lærdómsmaraþon

í tilefni Metnaðarmars . Mars er mjög góður

mánuður til svona átaka. Svo er næsta mál á

dagskrá að stofna Study group sem fer saman

á Þjóðarbókhlöðuna og lærir. Verður opinn

öllum áhugasömum.

Ég vona að Metnaðarmars verði árlegur

viðburður þar sem MR-ingar

hvetja hvora aðra áfram

með jákvæðum hætti.

Kæru menntskælingar, okkur þykir fyrir því að þurfa að tilkynna ykkur sorgarfréttir. Það styttist ört í það sem við höfum lengi beðið eftir með hjartað í buxunum. Vorprófin.

Eftir margar vikur af kæruleysi og djammi er kominn tími til þess að legg ja frá okkur partýskóna og dusta rykið af skólabókunum. Það er því ekki af tilviljun sem þessi mánuður hefur fengið nafnið Metnaðarmars. Eftir langan akademískan dvala er kominn tími á að fólk fái svokallað „wake up call“ og fari að hysja upp um sig buxurnar.

Við í ritstjórn MT náðum á tali Matthías Tryggva Haraldsson, nemanda á málabraut, en hann er einmitt einn af frumkvöðlum Metnaðarmars.

Metnaðarmars

Menntaskólatíðindi 19

Page 20: 2. tbl vor 2012

20 Menntaskólatíðindi

Arnór 5.X Elva 3.D

Helga Hólm 6.S Hugi Hólm 3.C

Systkini í MRSystkini í MR

Arnór, Beint1 var að targeta systur þína, hvernig bregstu við?Ég targeta barasta systur hans, eða móður ef hann á ekki systur.

Arnór, líturðu niður á systur þína?Já.

Hvort er í meira uppáhaldi hjá foreldrum ykkar?Arnór, af augljósum ástæðum.

Elva, hafði Arnór áhrif á menntaskólaval þitt?Já, hann hafði mikil áhrif á val mitt því hann er fyrirmynd mín.

Helga, hvað þyrfti að borga þér mikið til þess að halda framhjá kærastanum með Huga?Hahaha, það er ekki til nógu mikill peningur í heiminum...

Hvort er í meira uppáhaldi hjá foreldrum ykkar?Landliðsstjarnan (Hugi) en Helga eftir einkunnaafhendingu.

HHG?Helga=HHG1 og Hugi=HHG2

Helga, hvort myndirðu drepa kærastann þinn eða Huga ef þú þyrftir að velja annan hvorn?Úff, myndi bara láta þá um að slást og sjá hvor yrði eftir.

Arnbjörg 6.X Bergdís 3.G

Ef þið gætuð valið einn sameiginlegan strák í MR til þess að sofa hjá hver væri það?Við komumst því miður ekki að neinni sameiginlegri niðurstöðu.

Hvor ykkar er í meira uppáhaldi hjá foreldrum ykkar?Bergdís.

Bergdís, ef þú værir dauðvona í eyðimörkinni, myndirðu drekka piss Arnbjargar?Frekar myndi ég drekka mitt eigið piss.

Arnbjörg, ef þú gætir fengið að breyta systur þinni í dýr, hvaða dýr væri það?Vel þjálfaður hundur.

Page 21: 2. tbl vor 2012

Menntaskólatíðindi 21

Stefán Gunnlaugur 3.BTryggvi Kalman 4.S

Guðmundur Lee 3.EÁsdís Lee 6.M

Hvor ykkar er með stærra typpi?Tryggvi: Það hlýtur að vera Stefán.

Hvor ykkar væri líklegri til þess að selja sál sína djöflinum?Tryggvi: Ætli það væri ekki ég.

Stefán, þú kemur að Tryggva og kæró í eldheitum ástarleik, hvernig bregstu við?Stefán: Ég myndi bara fara.

Hvor ykkar er í meira uppáhaldi hjá foreldrum ykkar?Tryggvi: Líklega ég, því ég er svo greindur.

Ef mamma ykkar þyrfti að drepa annað hvort ykkar, hvor væri það?Hún myndi ekki drepa okkur, hún myndi henda okkur í búr og láta okkur taka Cage-fight to the death.

Eruði skyld Bruce Lee? Já, bróðir okkar.

Ásdís, besta vinkona þin er að gista hjá þér, þú skreppur á baðherbergið og þegar þú kemur aftur er Guðmundur að raka af henni rottuna, hvað gerirðu?Bróðir minn er bara svo ljúfur strákur þannig hann myndi aldrei gera neitt slíkt þessi elska ;)

Page 22: 2. tbl vor 2012

Hvernig er vikan fyrir keppni hjá ykkur?

- Ég veit það ekki, maður er bara í

einhverju móki.

Hvert af ykkur er stressaðast fyrir keppni?

- Sko. Ég (Eygló). Ég var svo stressuð fyrir

keppninni á við FG að ég varð bara veik.

Ég ældi eftir að úrslitin voru tilkynnt.

True story.

Hver skrifar skrítnustu svörin?

- Maggi Örn (þjálfari)... en sko á keppni

þá skrifar enginn skrítin svör. Á keppni

er allt bara „einfalt einfalt einfalt”! „Rök

rök rök!”

En fyndustu?

- Sko, Róbert Torfason kærastinn hennar

Grussu (þjálfari) skrifar rosalega fyndin

svör. En á keppni er það örugglega

Jóhann Páll. Ég held samt að hann ætli

sér ekkert að vera fyndinn, hann verður

það bara óvart.

Hvert af ykkur er líklegast til að sofna á

erfiðum æfingum í keppnisviku?

- Kári. Sko... ég, Óli og Jói lítum kannski

út fyrir að vera haugarnir (sérstaklega

Óli), en Kári “golden boy” Þrastarson er

í rauninni mesti haugurinn.

Hefur það að vera í Morfísliðinu góð áhrif

á gengi í hösslinu?

- Ég er glöð að þú skulir spyrja... svarið

er nei. Alls alls ekki. Þvert á móti. Það

virðist sem áhugi karlmanna á mér hafi

dvínað til mikilla muna. Stelpur hafa

samt alveg sýnt mér töluverðan áhuga...

Hvaða skóla er skemmtilegast að keppa

við?

- Versló baby

Eigiði einhverja skemmtilega sögu að

segja frá æfingaferlinu í vetur?

- Ef ég segi hana þá megum við

örugglega aldrei aftur vera í Gamla skóla

í keppnsviku. Ég segi bara stikkorð:

Ólafur. Jóhann. Kúkur. Hamborgarabox.

Nóngar.

Draumaumræðuefnið?

- Krúttkynslóðin, móti.

Hvert ykkar er heitast í pontunni?

- Það tekur mig mjög sárt að segja það,

vegna þess að Ólafur “er bæði í Gettu

betur og Morfísliðinu”. Kjaran hefur bara

ekkert gott af frekara rúnki. En hann

er alveg heitastur í pontunni. Reyndar

ég líka. Það er auðvitað staðreynd að

við Óli erum fallegi helmingur

Morfísliðsins.

MORFÍSMORFÍS

22 Menntaskólatíðindi

Eygló Hilmars 5.B

Kári Þrastar 6.X

Jóhann Páll 6.Aekki Óli Kjaran 5.Z

Page 23: 2. tbl vor 2012

Menntaskólatíðindi 23

Page 24: 2. tbl vor 2012

Þorgeir Helgason og Jóhann Páll Jóhannson vinna

báðir í Vatnaskógi og taka virkan þátt í æskulýðsstarfi

KFUM-KFUK. Við hittum þá í Kirkjuhúsinu þar sem

þeir voru að kaupa sér kærleikstré og spjölluðum við

þá um ritskoðun.

Hvað er ritskoðun?

Talað er um ritskoðun þegar einhvers konar

yfirvald stendur í vegi fyrir tjáningarfrelsi fólks,

til dæmis ákveður hvað má birtast og hvað ekki

í skólablöðum.

Hvernig hefur ritskoðun verið í MR undanfarin ár?

Og hvað finnst ykkur um hana?

Á okkar skólagöngu hafa skólastjórnendur eða

fulltrúar þeirra lesið flest þau blöð sem gefin

eru út á vegum nemendafélaganna. Þá hafa þeir

ákveðið að þetta og hitt verði að fjúka til þess að

blöðin séu birtingarhæf.

Eru engin takmörk fyrir því sem má koma fram í

blöðunum í MR?

Jú, auðvitað. Í landslögum er tjáningarfrelsinu

sett ákveðin skilyrði. Ritskoðunin í MR ætti

að einskorðast við þau. Til dæmis varða

ærumeiðingar og klám við lög. Ergo, slíkt efni má

ekki birtast í skólablöðum MR.

Hvað er það sem hefur verið tekið út úr blöðum

í MR? Eru ákveðnar reglur sem ritskoðendur fara

eftir?

Við höfum einmitt gagnrýnt ritskoðunina

í MR vegna þess að hún virðist ekki lúta

neinum sérstökum reglum. Stundum er eins

og hún stjórnist bara af geðþóttaákvörðunum

skólastjórnenda. Við upplifum þetta einhvern

veginn svona: …obbobbobb, þarna er byssa,

það er óæskilegt að litlu börnin í MR sjái hana…

æjæjæj, þessi grein gæti skaðað ímynd Lærða

skólans, burt með hana… hmmm, hér eru tvær

pólitískar greinar, þessi má birtast en ekki

þessi hérna…

Finnst ykkur að það ætti ekki að

ritskoða blöðin í MR? Ef svo er, af

hverju?

Við teljum best að

nemendafélögunum séu gefnar

tiltölulega frjálsar hendur.

Ritnefndir vinni blöðin en

ábyrgðarmenn þeirra, þ.e. forseti

og inspector, lesi þau yfir og sjái

til þess að þau innihaldi ekki efni

sem brýtur í bága við lög. Það er

svo sem ekkert að því að einhver á

vegum skólastjórnenda skimi yfir

blöðin, en þau ætti ekki

að ritskoða nema

ríkt tilefni sé

til, þ.e. að

efni brjóti í

bága við lög.

RitskoðunRitskoðun

Þorgeir Helgason 6.A

Jóhann Páll 6.A

24 Menntaskólatíðindi

Paolo Gargiulo• Lektor í tækni og verkfræðideild• Doktorspróf frá TU, Tækniháskóla Vínarborgar• Sérsvið: Heilbrigðisverkfræði• Verkfræðingur á heilbrigðistæknideild LSH

Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir• Stúdent frá MR 2008• Tækni- og verkfræðideild, 3. ár• Áhersla í námi: Heilbrigðisverkfræði• Áhugamál: Knattspyrna og harmonikkuleikur

www.hr.is

Viltu skemmtilegt og spennandi nám? Viltu mæta sterkari út á vinnumarkaðinn? Viltu vinna með frábærum kennurum og taka þátt í ö�ugu rannsóknar- og nýsköpunarstar�? Þannig er Háskólinn í Reykjavík: Framsækinn og alþjóðlegur háskóli með ótvíræða forystu í tæknigreinum, viðskiptum og lögum – lykilgreinunum fyrir ö�ugt atvinnulíf.

Komdu í heimsókn eða kynntu þér möguleikana á www.hr.is.OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR

Velkomin í HRSaman látum við hjólin snúast

Page 25: 2. tbl vor 2012

Menntaskólatíðindi 25

Paolo Gargiulo• Lektor í tækni og verkfræðideild• Doktorspróf frá TU, Tækniháskóla Vínarborgar• Sérsvið: Heilbrigðisverkfræði• Verkfræðingur á heilbrigðistæknideild LSH

Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir• Stúdent frá MR 2008• Tækni- og verkfræðideild, 3. ár• Áhersla í námi: Heilbrigðisverkfræði• Áhugamál: Knattspyrna og harmonikkuleikur

www.hr.is

Viltu skemmtilegt og spennandi nám? Viltu mæta sterkari út á vinnumarkaðinn? Viltu vinna með frábærum kennurum og taka þátt í ö�ugu rannsóknar- og nýsköpunarstar�? Þannig er Háskólinn í Reykjavík: Framsækinn og alþjóðlegur háskóli með ótvíræða forystu í tæknigreinum, viðskiptum og lögum – lykilgreinunum fyrir ö�ugt atvinnulíf.

Komdu í heimsókn eða kynntu þér möguleikana á www.hr.is.OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR

Velkomin í HRSaman látum við hjólin snúast

Page 26: 2. tbl vor 2012

26 Menntaskólatíðindi

Kæru MRingar, í dag eru tvær vikur í kosningar og er því vert að fara að kynna sér hvaða

embætti er í boði þetta árið. Ekki láta blekkjast þó að fólk sem þið hafið varla talað við fari

að brosa óþarflega hlýlega til ykkar og hrósa klæðnaði, það eina sem að þau sækjast eftir er

atkvæði ykkar. Munið að það eru ekki aðeins glansandi kosningabæklingar og ljúffengar kökur

sem skipta máli þegar valið er fólk til þess að gegna embættum Menntaskólans. Kjósið rétt!

Kosningatíðindi

Page 27: 2. tbl vor 2012

Menntaskólatíðindi 27

EmbættiInspector

Spaðastuðull: 10,0

Þú þarft: Að sitja í 6. bekk á kjörtímabilinu. Hafa

gegnt stjórnarembætti innan Menntaskólans, helst

Skólafélagsins.

Þú færð: Að hafa helstu stjórn og yfirumsjón yfir

félagslífi á vegum Skólafélagsins auk ómældrar athygli og

aðdáunar frá busastelpum/busastrákum.

Fyrrum Inspectorar: Davíð Oddsson, Geir H. Haarde,

Einar Lövdahl, Gísli Baldur

ScribaSpaðastuðull: 9,0

Þú þarft: Að hafa gegnt einhverju embætti. Algengt

er að Scriba hafi setið í ritstjórn einhvers af blöðum

Menntaskólans eða komið að útgáfustarfsemi á einhvern

hátt árið áður en hún nær kjöri til embættisins.

Þú færð: Að hafa yfirumsjón yfir útgáfu Morkinskinnu

og útgáfustarfsemi Skólafélagsins almennt, auk þess að

eiga stóran hluta í skipulagningu félagslífsins.

Fyrrum Scribur: Bogi Ágústsson, Siv Friðleifsdóttir,

Ragnheiður Björk, Einar Lövdahl

QuaestorSpaðastuðull: 9,0

Þú þarft: Að hafa einhvers konar reynslu af fjármálum.

Oft hafa frambjóðendur til Queastors setið í

markaðsnefndum eða haft umsjón yfir markaðsmálum

nefnda.

Þú færð: Að höndla bönns af monnís!!!!!

Fyrrum Quaestorar: Bolli Thoroddsen, Þorbjörg

Þorvaldsdóttir, Sindri M. Stephensen, Þengill Björnsson

CollegaSpaðastuðull: 8,5

Þú þarft: Að vera tilbúinn að standa í alls kyns stússi

og reddun og hafa umsjón, ásamt Skemmtinefnd, með

Söngkeppni Skólafélagsins.

Þú færð: Að föndra skemmtilega með félagslíf skólans án

þess að þurfa að bera of mikla ábyrgð.

Fyrrum Collegur: Pétur Marteinn, Björg Brjánsdóttir,

Sigurlaug Sara, Dagný Engilbertsdóttir

Forseti FramtíðarinnarSpaðastuðull: 9,5

Þú þarft: Sitja í 6.bekk. Hafa gegnt einhverju embætti innan

Menntaskólans, helst Framtíðarinnar. Vera tilbúinn í að bera ábyrgð

á félagslífinu á vegum Framtíðarinnar!

Þú færð: Að skemmta þér með félagslífi Framtíðarinnar á frumlegan

og flippaðan hátt.

Fyrrum Forsetar: Ólafur Ragnar Grímsson, Ásgeir Ásgeirsson,

Arnór Einarsson, Ólöf Eyþórsdóttir

FramtíðarstjórnarmeðlimurSpaðastuðull: 8,5

Þú þarft: Helst að hafa komið að félagslífi MR með einhverjum hætti

og vera tilbúinn að leggja þig fram við að halda hjólum Framtíðarinnar

gangandi.

Þú færð: Frekar frjálsar hendur með skipulagningu félagslífs MR sem

snýr að Framtíðinni þar sem minna er um fastar venjur þar heldur en

hjá Skólafélaginu.

Fyrrum Framtíðarstjórnarmeðlimir: Jóhann Páll Jóhannsson,

Jóhann Páll Ástvaldsson, Guðmundur Felixsson, Ólafur Hrafn,

Haraldur Proppé

Ritstjórn Skólablaðsins SkinfaxaSpaðastuðull: 6,5

Þú þarft: Að vera skipulagður og ákveðinn, geta skrifað eitthvað af

viti og geta safnað pening því Skólablaðið er geggjað dýrt og eikkvað.

Þú færð: Endalaust tjill á Amt og viku af lofi og hrósum fyrir veglegustu

blaðaútgáfu nemendafélaga MR.

Ritstjórn MenntaskólatíðindaSpaðastuðull: 9,9999

Þú þarft: Að geta verið málefnalegur jafnt því að vera léttur og

fyndinn. Ritstjórnarmeðlimir Menntaskólatíðinda eru oftar en ekki

fyrirmyndir samnemenda sinna í geðþokka og útliti ásamt því að

vera hugmyndaríkir og afburðagóðir pennar. Við ætlum þó alls ekki

að alhæfa.

Þú færð: Aðdáun annarra nemenda auk góðs vettvangs fyrir áróður

til að upphefja sjálfan þig.

Ritstjórn Loka LaufeyjarsonarSpaðastuðull: 7,0

Þú þarft: Að geta verið nægilega fyndinn án þess að það verði

leiðinlegt og að eiga hotboj vin til að rúnka í blaðinu.

Þú færð: Böns af busagells.

Page 28: 2. tbl vor 2012

NokkrarráðleggingarNokkrarráðleggingarvarðandi gerðkosningabæklingaog plaggata

quaestor

grjótharður svipur

sexy librarian

lookiðthat is all

mynd af MR eða alþingi

sjarmerandi bros sem

einkennist af sjálfumgleði

skírskotanir til vörslu peninga

láttu sjást í peninga

inspector

scriba

28 Menntaskólatíðindi

Page 29: 2. tbl vor 2012

Árni Þór ætli ekki í Inspector

Það séu tvö framboð í Herranæturstjórn,sem hefur ekki gerst í áraraðir

Það séu aðeins strákar að bjóðasig fram í Framtíðarstjórn

Arnór Gunnar og Kjartan Orriséu báðir að fara í Forseta

Ofurbusarnir Guðrún Þórs ogBjarki ætli í Skemmtinefnd

Matthías Tryggvi, Georg, Friðrik Guðmunds, Missi og Hafsteinn ætli að bjóða sig fram í ritstjórn MT

Sandra, Andrea, Kristrún og Berglind Una ætlieinnig að bjóða sig fram í ritstjórn MT

Heyrst hefur að:Heyrst hefur að:

Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur, varðhundarnir eru komnir á stjá!

vardhundar.blogspot.comvardhundar.blogspot.comvardhundar.blogspot.comþessi sóði þarf að koma framþessi sóði þarf að koma framþessi sóði þarf að koma framþessi sóði þarf að koma fram

Page 30: 2. tbl vor 2012

1. Það sem mér finnst best við málabraut er:Námið, fólkið, kennararnir, bara allur pakkinn.

2. Myndirðu date-a manneskju á náttúrufræðibraut?Já já. Samt ekki ef hann er á náttúrufræðibraut II.

3. Það er stærðfræðipróf daginn eftir grímuballið. Hvað gerirðu?Skemmti mér konunglega á grímuballinu, kíki svo kannski í stærðfræðina í hádegishléinu.

4. Þegar ég vakna á morgnana finnst mér best að:Fara með grískar kennimyndir og þakka Guðunum fyrir að vera ekki á náttúrufræðibraut.

5. Helsti staðurinn um helgar?Helgarnar mínar fara yfirleitt í listasýningar og kaffihúsarölt á daginn, en ég forðast miðbæinn eins og heitan eldinn á nóttunni þegar hann breytist í lágmenningarbæli þar sem ekki er þverfótað fyrir fullum skinkum og útúrdópuðum

töppum. Frekar held ég mig heima í góðra vina hópi með flösku af volgri

mjólk frá Bordeaux-héraði og Chet Baker á fóninum.

6. Uppáhalds bíómynd? Ég á enga uppáhalds bíómynd en ég á marga eftirlætis leikstjóra. Þar á meðal má nefna Ingmar Bergman, David Lynch, Pedro Almodóvar, Federico Fellini og Stanley Kubrick.

7. Að “mála” er það skemmtilegasta sem ég geri útaf því að ég er á MÁLAbraut. Satt/ósatt?Ég hef enn ekki tileinkað mér þá list að mála, en ég stefni að því að vera búin að geta mér góðs orðs á því sviði áður en árið 2012 líður í aldanna skaut.

8. Fatastílinn minn er:Eitthvað sem skiptir ekki máli. Það er hið innra með manneskjunni

sem gildir, ekki hin veraldlega skel.

9. Þegar ég vakna á virkum degi er það fyrsta sem ég hugsa:Άδραξε τη μέρα!

10. Þegar ég heyri til einhvers segja málfræðivillur hægri vinstri í tómi bulli hugsa ég:,,... hægri vinstri í tómi bulli...” Grínlaust krakkar? Tek ekki þátt í þessu...

1. Það sem mér finnst best við náttúruræðibraut er: sá ómetanlegi grunnur í raungreinum sem hún veitir manni til framtíðarnáms og þroska. Hvar annars staðar er hægt lært reglu Bolzanos eða hvernig títrun daufrar sýru með römmum basa gengur fyrir sig? Hvar annars staðar er hægt að læra að tegra náttúrulega

logran eða komast að því hvort diffra megi andhverfu sínus

fallsins? Að ógleymdu orkulögmálinu, um varðveislu orkunnar. Væri hægt á einhverri annarri braut að læra allt þetta og meira

til sem reynist manni svo gott veganesti á lífsleiðinni...

2. Myndirðu date-a manneskju á málbraut?

Stelpur, það er bara ein leið til að komast að

því... 869-1093

3. Það er stærðfræðipróf daginn eftir grímuballið? Hvað gerirðu? G.r.f. að það sé stærðfræðipróf daginn eftir grímuballið. Nú er vitað að grímuballið er stak í mengi A sem inniheldur miðvikudag og fimmtudag. Því er ljóst að stærðfræðiprófið væri á fimmtudegi eða föstudegi. Þetta leiðir hins vegar til mótsagnar þar sem stærðfræðipróf eru á þriðjudögum (eða í sértilvikum á miðvikudögum) Q.e.d.

4. Þegar ég vakna á morgnana finnst mér best að: fara aftur að sofa.

5. Helsti staðurinn um helgar? Casa Christi... stærðfræðidjamm er eina djammið sem þarf.

6. Uppáhalds bíómynd? Rebound: The legend of Earl “The Goat” Manigault.

7. Orðið “náttúrulega” er uppáhaldsorðið mitt af því að ég er á NÁTTÚRUfræðibraut. Satt/ósatt? Ég er náttúrulega ekkert mikið að pæla í einhverjum orðum því ég er náttúrulega ekkert á málabraut.

8. Fatastílinn minn er: Of málabrautarlegur skv. ritstjórn MT.

9. Þegar ég vakna á virkum degi er það fyrsta sem ég hugsa: Morgunstund gefur gull í mund. Djöfull er ég tilbúinn í skólann...tjah, kannski get ég samt lagt mig í 5 mínutur í viðbót.

10. Þegar ég sé til einhvers leysa efnajöfnu í tómi bulli hugsa ég: Ohh, ef þú ert ekki hluti af lausninni ertu botnfallið.

11. Ég hlusta helst á: mömmu og pabba, Guð og Birgi Guðjónsson.

12. Það sem ég þoli ekki við fólk á náttúrufræði braut er: Hvað það er tregt við að velja eðl 1, hvað er eiginlega málið með það? Eða eins og fólk á málabraut myndi kannski segja: What up with that?

13. Hvað hugsa ég þegar ég heyri hrokafullan málfæðing dissa náttúrufræðibrautina? Málfræðingur, er það einhver sem er á málabraut? Ég hugsa: Odi, profanum vulgus!

30 Menntaskólatíðindi

Benedikt Blöndal

Náttúrufræðibraut

Mál

Náttvs.

Page 31: 2. tbl vor 2012

Nanna Kristjánsdóttir

Málabraut

...að Þyrí kap kennir alltaf í 5 mín hléum?

...að þýskukrakkar eru alltaf búnir fyrr í tímum?

...að það megi ekki borða í tímum?

...döðlurnar í ávaxtasalatinu í Kakólandi?

...að hækka bílprófsaldurinn?

...að það sé bara eitt framboð í Inspector Scholae?

...One Direction?

...veðrið á Íslandi?

...vistgötur

Hvað er málið með?Hvað er málið með?11. Ég hlusta helst á: Rússneska tónlist frá rómantíska tímabilinu, djass og Bítlana.

12. Það sem ég þoli ekki við fólk á náttúrufræði braut er: Hvað það vælir ótrúlega mikið yfir því að það sé á náttúrufræðibraut.

13. Hvað hugsa ég þegar ég heyri hrokafullun náttúrfræðing dissa málabrautina? Það er svolítið eins og að heyra einhvern úr Flensborg dissa M.R., eiginlega fyndið bara.

Mars 2012

Menntaskólatíðindi 31

Page 32: 2. tbl vor 2012

32 Menntaskólatíðindi