56
1

Menntaskólatíðindi 1. tbl vor 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

1. tbl vormisseris 2011-2012, útgáfa Skólafélags MR Í ritsjórn sátu: Aldís Mjöll Geirsdóttir, Árni Beinteinn, Birna Ketilsdóttir, Erla Ylfa Óskarsdóttir, Jóhanna Preethi og Sólveig Ásta Einarsdóttir. Blaðið var sett upp af Agli Sigurði Friðbjarnarsyni.

Citation preview

1

Stund sannleikans

Kæru MR-ingar.

Ekki nema að þið séuð bæði blind

og heyrnarlaus hefur það líklega ekki

farið fram hjá ykkur að það er komið

nýtt ár. Árið 2012 býður upp á ótal ný

tækifæri. En þótt ótrúlegt megi virðast

miða flestallir nútímamenn tímatal sitt

ennþá við fæðingardag Jesú Krists en

ekki Justins Biebers eins og ónefndur

einstaklingur innan ritstjórnar hefur

barist fyrir síðustu ár.

Við megum þó ekki gleyma því að árið

2012 er okkar síðasta ár hér saman eins

og allir ættu að vera meðvitaðir um.

Þess vegna fannst okkur í ritstjórn við

hæfi að koma lífi ykkar allra á æðra stig

og færa ykkur þetta blað í hendurnar.

Í því má einfaldlega finna allt sem þið

gætuð mögulega þurft að vita í lífinu og

svör við öllum ykkar spurningum.

Hunsum ekki það sem hefur verið

skrifað í stein! Tökum mark á Mayum.

Lifum hvern dag eins og hann sé okkar

síðasti! Látum hlutina gerast!

Elskum, djömmum og gleymum...

Ritstjórn

Sólveig ÁstaEinarsdóttir 4.SÁrni Beinteinn 4.M

Birna Ketilsdóttir 4.B

Jóhanna Preethi 4.A

Aldís MjöllGeirsdóttir 4.S

Erla YlfaÓskarsdóttir 4.S

3

Arna SchramArnór Gunnar GunnarssonÁsdís Birna GylfadóttirBjörk BrynjarsdóttirEdda LárusdóttirElín Metta JensenFjölskyldan á Kvisthaga 4Fjölskylda EgilsForeldrar ritstjórnarinnarGuðjón Ragnar JónassonGuðrún Ísleifsdóttir

Hannes PortnerHeba Lind HalldórsdóttirHrafnkell ÁsgeirssonHörn HeiðarsdóttirJakob GunnarssonKormákur og SkjöldurKristinn Kerr WilsonMaría Björk KristjánsdóttirNils Alexander NowensteinNostalgía Ólafur Heiðar Helgason

Ólafur Kári RagnarssonRagga og Jörmundur í KolaportinuRagnhildur Ásta ValsdóttirRannveig Dóra BaldursdóttirRitstjórn Skólablaðsins Skin-faxaSigrid Fanney DaregårdSteinunn ÓlafsdóttirYngvi rektor

Prentmet

Hörn Heiðarsdóttir 13. janúar 2012Álfheiður Erla GuðmundsdóttirFríða Þorkelsdóttir

Egill Sigurður Friðbjarnarson 1000 eintök

Þakkir:

Prentun:

Ábyrgðarkona: Útgáfudagur:Ljósmyndir:

Hönnun & umbrot: Upplag:

Kæru samnemendur, kennarar

og annað starfsfólk.

Um leið og ég þakka ykkur fyrir

síðastliðna önn býð ég ykkur

velkomin með mér inn í nýtt ár.

Nýja önn. Nýja byrjun.

Nú fer óðum að líða að

forsetakosningum og í ljósi

þess kýs ég að nota tækifærið

og tilkynni hér með komandi

framboð mitt til embættisins.

Ég tel mig fullkomlega hæfan

til forsetasetunnar. Forseti

Íslands skal vera ópólitískur og

eingöngu þjóna hagsmunum

þjóðarinnar. Ég tel að mér sé

nægilega drull til að uppfylla

þessi skilyrði.

Því treysti ég á stuðning

ykkar allra í kosningabaráttu

minni í vor og vonast til

að sjá meðmæli frá sem

flestum ykkar í fjölmiðlum

landsins.

Yðar einlægi Inspector,

Þengill Björnsson

Inspectorsávarp

4

Gerð forsíðunnar

Álfheiður Erla Guðmunds-dóttir er 18 ára nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún hefur ljós-myndað í um fjögurra ára skeið og stundar einnig nám í Söngskóla Sigurðar Demetz.

5

6

Árslistinn 2011

Vonbrigði ársins: Jólaball Skólafélagsins

Break-up ársins: Daði og Júlía

Heimasíða ársins: mr.is (eftir nýja lúkkið)

Beil ársins: Steve Jobs

Þengill ársins: Árni Þór

Tap ársins: Gettu betur úrslitin

Toppur ársins: Sonja

Plebbi ársins: Jakob

Mynstur ársins: Skólafélagsmynstrið

Staður ársins: Square

Tussa ársins: Lóa Björk

Myndband ársins: Pizza Madness by Kagólandsstragar

Tan ársins: Eva Rós

Skandall ársins: Viðtalið við Jón Stóra

Leikur ársins: Angry Birds

Mr-ingur ársins: Gísli Örn Guðbrands

7

Bæjarins beztu pylsurÞað er í alvörunni ekkert betra en að fá sér göngutúr á Bæjarins Beztu í hádegishlénu og borða pylsu/pulsu í góðra vina hópi. Pylsan kostar bara 300 krónur og er mjög mettandi. Svo eru þau líka með MR-tilboð. En samt bara annað hvert ár. Af einhverjum furðulegum ástæðum. Þrátt fyrir það er Bæjarins beztu pylsur virkilega góður kostur fyrir blanka menntaskólanema.

Gamla smiðjanÞig langar eitthvert út að borða í hádeginu. Það er vont veður úti eða þú ert einfaldlega latur og nennir ekki að labba langt. Þá er Gamla smiðjan lausnin fyrir þig! Í aðeins hálfrar mínútu göngufæri frá MR færðu gómsætar pizzur. Svo elskar Gamla smiðjan líka MR og selur menntskælingum pizzasneiðina á aðeins 400 krónur.

DeliVið hliðina á Pizza Pronto á Bankastrætinu er Deli, lítill skyndibitastaður sem býður upp á ítalskan mat. Ritstjórn mælir sérstaklega með pizzasneiðunum og panini-inu, bæði gómsætt og á nokkuð góðu verði.

Noodle stationNoodle station er vel geymdur gullmoli á Skólavörðustígnum. Þar fást að mati ritstjórnar bestu núðlur sem völ er á, og á mjög sanngjörnu verði. Núðluskál með kjúklingi eða nautakjöti kostar 784 krónur gegn framvísun Framtíðarskírteinis. Núðlurnar má svo taka með í „Take-away“ umbúðum og borða í Cösu.

KakólandKeep it simple – verslaðu hádegismatinn í Kakólandi. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þar og á hagstæðu verði. Svo skemmir ekki fyrir að kagóstrákarnir eru sjúkó heitir og stelpur geta hösslað á sama tíma og þær kaupa sér hádegismat!

Bestu staðirnir til að

borða á í hádeginu

8

„Koddísleik!”„Neeeei, held ekki…”

‘Úúúps, ég hitti ekki’ Vel á vaktinni

‘Hjá tannlækninum’

Passionate

Facepalm

nokkrar tegundir

sleikja

9

Eftir-sleik-ráð JóhönnuFórstu í ballsleik á seinasta balli? Hittirðu hann/hana næsta dag á

göngum Menntaskólans? Vissirðu ekki hvernig þú ættir að hegða

þér? Hér eru nokkrar aðferðir til þess að forðast vandræðarleika.

• Brostu og segðu: „Hæ, takk fyrir

síðast!“

• Réttu manneskjunni mintu-

mola og blikkaðu hana. „Þú veist

hvað ég á við...“

• „Ég vildi bara láta þig vita, ég

myndi fara í húð og kyn í tékk.. ég

fór nebbla í soldið marga sleika í gær! Haha“

• Laumaðu miða til hans/hennar með

númerinu þínu og skilaboði sem segir: „Ef

þú vilt meira af því sem þú fékkst í gær..

hringdu! ;*“

• Brostu og hlæðu, hver hefur ekki lent í

slíku!

Framandi veisla í Austurlanda-hraðlestinni

Grænmetis Samosa Dásamleg blanda af kartöflum, baunum og kryddi - vafið í deig og djúpsteikt

Murgh Mangalori Kjúklingateningar með engiferi, kókos og hvítlauk

Basmati-hrísgrjónHeimalöguð Raitha Jógúrtsósa - léttkrydduð með agúrkum

Ilmandi nýbakað Naan brauð

HVERFISGATA 64A, OPIÐ 17 - 22. SPÖNGIN OPIÐ 17 - 21. HLÍÐARSMÁRA 8, OPIÐ 11:30 - 22 MÁN-FÖS OG 17 - 22 LAU OG SUN.

- taktu með eða borðaðu á staðnum

10

Ragnhildur Ásta ValsdóttirRagnhildur Ásta Valsdóttir nemandi á fornmálabraut II. hefur alltaf haft sterkar skoðanir á jafnrétti og stöðu kvenna í samfélaginu og ákvað nú í haust að láta til skarar skríða.

11

• Hvað varð til þess að þú fórst að hugsa um stöðu

kvenna í samfélaginu?

Ég fékk eiginlega bara ógeð.  Samfélagið er

stöðugt að ýta undir óraunhæfar kröfur um

útlit þar sem markmiðið er fullkomnun, sem

er auðvitað ógeranlegt. Við eyðum miklum

tíma okkar á allskonar miðlum þar sem er lögð

mikil áhersla á hið rétta „útlit“ og drepur þar af

leiðandi alla fjölbreytni. Fólk, og þá sérstaklega

konum, er bókstaflega kennt að hugsa  stöðugt

um útlitið, að hafa línurnar í lagi og eyða fullt

af tíma og peningum í að breyta sér. Oftast

þegar stelpur tala um útlitið sitt nefna

þær alltaf gallana og hvað mætti

vera betra sem er stanslaust

niðurbrot á sjálfsálitinu.

• Hver ber ábyrgð á því hvernig

ímynd kvenna er nú í dag?

Þær hugmyndir sem við fáum

um hvernig konur eiga að vera

og hegða sér er aðallega lærð hegðun

sem umhverfið hefur mótað og þróað með

tímanum. Ímynd kvenna hefur sannarlega farið

batnandi á síðustu áratugunum en það má samt

alltaf gera betur. Það er í raun fáránlegt að það

að mála sig sé viðurkenndur  hluti af rútínu

kvenkynsins. Það finnst öllum eðlilegt að konur

maki framan í sig allskonar litum, en ef strákur

tæki upp á slíku yrði það litið hornauga.

• Finnst þér nógu mikil umfjöllun um þetta í MR?

Ég held að flestir í MR séu fylgjandi jafnrétti

kynjanna og halda að því markmiði hafi verið

náð. Þó svo að við njótum sömu réttinda og

karlar hvað varðar lög og reglur þá finnst mér

margir félagslegir þættir brengla stöðu kvenna í

samfélaginu.

• Hvers vegna hættirðu að mála þig?

Ég eyddi rosalega miklum tíma í að hugsa um

útlitið. Að fá hrós út á útlitið gerði það að verkum

að ég hugsaði stöðugt um það og fannst ég

þurfa að standast einhverjar væntingar. Ég fékk

einfaldlega nóg að því að vakna á morgnana, líta

í spegilinn og hugsa: Ég er ekki nógu góð. Nóg

að því að þurfa að breyta útliti mínu og fá hrós

út á það útlit sem ég bjó til á hverjum

morgni, eftir viðurkenndu

útlitsuppskriftinni sem

samfélagið er búið að mynda.

Það hafði slæm áhrif á

sjálfstraustið og mér fannst

ég vera að svíkja sjálfa mig

með því að taka aldrei þetta

næsta skref, að gera eitthvað í

málunum.

• Hverjar eru breytingarnar eftir að þú tókst þessa

ákvörðun?

Um leið og ég hætti að mála mig og fara eftir

þeim útlitskröfum sem samfélagið setti mér

fann ég sjálfstraustið rjúka upp. Það er rosalega

leiðinlegt hvernig fjölbreytni er drepin niður með

lærðum skoðunum á því hvað sé fallegt. Ég hef oft

dáðst að útliti krakka sem hafa sterka og öðruvísi

andlitsdrætti eins og stórt nef eða lítil augu, sem

yfirleitt eru ekki í takt við þessa dæmigerðu

útlitsuppskrift. Manneskjur  með útlit sem er

ólíkt “norminu” fá ekki viðurkenningu og  geta

Í stað þess að vera stöðugt í sífelldri

mötun frá samfélaginu um það hvernig á að líta út og hegða sér þá hvet

ég krakka til þess að hugsa sjálfstætt.

12

fengið ákveðna minnimáttarkennd. Það er

eitthvað sem þetta útlitsbrjálæði hefur áhrif

á. Útliti okkar er hafnað daglega, við efumst

um okkur sjálf og höldum að við séum ekki

nógu góð. Með tímanum geta þessar hugsanir

brotið niður sjálfstraust og sjálfsálit og haft

dómínó áhrif á getu og þor. Ég er ekki að segja

að stelpurnar sem mála sig séu veikburða og geti

ekki staðið á sínu. Það er bara ótrúlega margt

sem undirmeðvitundin tekur inn sem við gerum

okkur ekki grein fyrir.

• Hverju ert þú að reyna að koma á framfæri með

þessu?

Bara að kunna að meta gallana, við erum alltaf

að reyna að vera svo fullkomin. Það er fast í

mörgum MR-ingum, að reyna alltaf að fá bestu

einkunnirnar, standa okkur best í öllu og útlitið

er þar ekki undanskilið. Við erum ótrúlega

metnaðarfull. Það er gott að staldra aðeins við og

velta fyrir sér hvað skiptir máli. Í því sambandi

kann svokallaður “galli” allt í einu að reynast

ákveðinn sjarmi.

• Eitthvað sem þú vilt bæta við að lokum?

Unglingar eiga það til að leitast sífellt eftir

viðurkenningu. Það er hins vegar gott að reyna

að þóknast þér frekar en öðrum. Að hugsa um

hvernig þér líður frekar en að hugsa um hvað

öðrum finnst um þig. Í stað þess að vera með

einhvern brjálaðan áróður þá ætla ég bara að

byrja á því að breyta mér og kannski hefur það

áhrif. Ég er ekki að fara að messa yfir vinum

mínum hvernig þau eigi að vera. ∎

Stúlkur

höfðu ekki

aðgang að skólanum

fyrr en  1904  en máttu

taka próf frá

árinu 1886.

Fyrsta konan

til að gegna embætti

rektors  MR var  Ragnheiður

Torfadóttir, 1996-2001.

Fyrsta

konan til

að gegna emætti

Inspectors var Sigrún

Pálsdóttir

F r ú

Vigdís Finn-

bogadóttir,  forseti

Íslands  1980-1996, var

nemandi og síðar

kennari við MR.

13

 

Félag ungra jafnréttissinna

Síðan

konur

fengu aðgang að

Menntaskólanum hafa

aðeins 8 konur gegnt

embætti Inspectors.

Stúlkur

voru í minni-

hluta stúdenta fram

til 1970 en eftir 1979 hafa

þær verið í meirihluta.

Í sumar fékk ég (Snædís) fyrirlestur frá

Femínistafélagi Íslands sem kveikti í litla

jafnréttissinnanum í mér. Þegar

ég spurðist fyrir um

ungliðasamtök innan

félagsins fékk ég þau svör

að ungliðahreyfingin

hefði verið felld niður

fyrir 5 árum vegna

áhugaleysis. Síðan þá

hef ég verið að rækta þann

draum minn um að safna saman

fólki með áhuga á þessum málefnum og koma

þeim undir einn hatt.

Þessi draumur varð svo að veruleika þann 3.

janúar þegar við stöllurnar, ásamt nokkrum

félögum, tókum okkur til og skelltum okkur í

Félag ungra jafnréttissinna. Á fyrsta fundinum

var ákveðið að við myndum ekki starfa

undir merkjum Femínistafélagsins heldur

gerast víðtækari og taka fyrir jafnrétti allra

minnihlutahópa. Hugmyndin er að hafa innan

félagsins hópa sem beita sér fyrir málefnum

einstakra hópa s.s. kvenna, LGBT, fólks af

erlendum uppruna, fatlaðra o.s.frv. eftir því sem

áhugi er fyrir.

Helstu markmið félagsins eru til að byrja með

að vekja fólk til umhugsunar um stöðu jafnréttis

í samfélaginu, staðalímyndir í fjölmiðlum sem og

eigin fordóma. Því að á endanum eru það við sjálf

sem ákveðum hvernig við dæmum og hugsum.

Við viljum gera þetta allt á jákvæðum nótum því

enginn nennir að hlusta á nöldur og skammir.

Ef þú hefur áhuga bjóðum við þig velkominn/-

na með bros á vör. Ef þú hefur áhuga á að vita

meira eða vilt taka þátt geturðu leitað hópinn

upp á facebook, undir nafninu Félag ungra

jafnréttissinna.

VIVA LA REVOLUCIÓN!

Álfrún Perla, 6.S

Ragnheiður Freyja, 6.B

Snædís Gígja, 6.R

14

Kynjahlutverkin

Það er alveg ljóst þegar litið er til hugmynda ungmenna

um kynjahlutverkin að við erum á villigötum þegar kemur

að jafnréttismálum. Þörf er á rökréttri umræðu um þessi

málefni og leiðrétta þarf ýmsar ranghugmyndir. Það

hefur verið meira áberandi undanfarna mánuði en oft

áður að karlmenn stígi fram og láti sig umræðuna varða.

Margir hópar, bæði karla og kvenna, hafa sprottið upp

og auk þess hefur ungt fólk einnig komið fram og verið

sjáanlegt með ýmsar hugmyndir um hvernig við spornum

gegn kynbundnu ofbeldi í samfélaginu. Ritstjórn hvetur

alla lesendur til að láta sig málin varða og viðurkenna

gagnrýna hugsun. Oftar en ekki erum það við unga fólkið

sem gefur þeim eldri nýja sýn á samfélagið og komum

með þarft innlegg í mikilvæga umræðu. Kvenfyrirlitning

hefur liðið sitt skeið! Tími karlrembunnar er liðinn!

Er femínisti

það sama og

kvenremba?

Það er sorglegt hve margir MRingar

neita því að vera feministar þar sem

grundvallarstefna hugtaksins er barátta

fyrir jafnrétti kynjanna. Við í ritstjórn

Menntaskólatíðinda viljum ekki trúa öðru

en að allir nemendur Lærða skólans teljist

feministar, því samkvæmt skilgreiningu

er feministi „karl eða kona sem veit að

jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og

vill gera eitthvað í því“. Punktur. Hins vegar

er kvenremba kona sem telur kvenkynið

æðra karlkyninu. Það er augljóslega ekki

það sem feministar ganga út frá.

TAKTU VÍSIÁ HVERJUMMORGNI!

FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP

15

Nei. Eða jú eða ég veit ekki hvað feministi er.

Samt svarar þú strax nei?

Já það er bara svo vondur blær yfir orðinu feministi.

Þegar þú heyrir orðið feministi hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug?

Svona öfgafeministar.

– Strákur í 6.bekk

Já, feminismi, það er að réttindi allra eigi að vera jöfn og þar á meðal kvenna. Konur eiga ekki að vera með meiri réttindi en karlar heldur jafn mikinn rétt.

– Stelpa í 4.bekk

Mmm nei, Hvað þýðir að vera feministi? það er.. ég veit það ekki alveg.. jú þeir sem vilja jöfn réttindi kynjanna.

Vilt þú það ekki?

Jújú en ég er samt ekkert mikill feministi í mér.. jújú ég er feministi.

– Strákur í 5.bekk

Að sjálfsögðu. Góð spurning, mér finnst þetta vera einhver sem stendur vörð um hagsmuni kvenna að einhverju leyti. Það er náttúrulega jafnrétti yfir höfuð en það er kannski brýnt að berjast fyrir jafnrétti kvenna. Jafnréttispælingin er þannig að konur þurfi að ná mönnum af því að það þarf að gera það þannig.

Semsagt ef að karlmenn væru lægri þá væri eitthvað til sem héti maskúlínismi og við myndum berjast fyrir réttindum karla.

– Strákur í 5.bekk

Kannski ekki beint feministi en jafnréttissinni.

Hvað er feministi?

Er feministi ekki bara sá sem þykir vænt um konur og vill bæta hag þeirra?

Þú vilt það ekki beint?

Júú, jú, jú. Ég held að fólk rugli svolítið feminisma við öfgafeminisma.

Hvað er öfgafeminismi?

Öfgafeminismi er hatur á karlmönnum.

Er það ekki kannski frekar kvenremba?

Nei, ég held að það sé öfgafeminismi alveg eins og það er til öfgakarlismi.

– Strákur í 5.bekk

Ert þú femínisti? Hvað er femínisti?

16

Tómas 3.JGreipur 4.M

Ísak 3.E Jóhann 6.A

Steinunn 5.RBirna 4.X

Kristján 6.A Arnór 6.Y

Haraldur 3.B Will Poulter

Grétar 4.YÞengill

Alexander 3.J Birkir 5.Y

Menntask ólatvífarar

Kolfinna 3.I Þorgerður 3.I

17

Sandra 3.A Steinunn 4.S

Menntask ólatvífarar

Óttar 5.AAgnar 3.B

Kristín 3.E Riki Lindhome

Nína 3.EMaría Björk

Þorbjörg 3.F Berglind 3.B

Hulda 3.E Ásta 4.Y

Lilja Dögg 5.R

Jóhannes 4.BSigrún 3.F

María 3.C

18

Veturinn liðinn, og við erum aftur föst á og í

bekk með þessum bölvuðu bekkjarsystkinum,

en okkur hlotnast nú sá heiður á ný að anda

svita- og/eða andfýlu hvors annars helming

dagsins, fimm daga vikunnar. Að undanskildum

þeirra sem í fólsku sinni skiptu yfir á málabraut

vegna stærðfræðilegs getuleysis, en þetta fólk

mun tapa glórunni yfir latínunni á næsta ári.

Nú, nema náttúrulega að það beili bara og skelli

sér í MH. Við hin erum hinsvegar föst í sama

gamla bekknum. En áður en nokkurt okkar sat í

einum einasta tíma þurftum við að læra að njóta

stofunnar sem bekknum var úthlutað. Í okkar

tilviki var það kústaskápur með borðahrúgu og

marrandi gólfi, mitt á milli eldri bekkja

sem koma reglulega og kvarta undan

háværri tónlist, og séuð þið að lesa

þetta vil ég koma því á framfæri

að þetta er allt litla Scooter

aðdáandanum að kenna, hann

ræður einfaldlega ekki við sig,

sökum þess að honum líkar

það „lád“. En nóg um það.

Veturinn liðinn og

farinn og árið með. „Du

gamla, du fria“ eins og

Svíarnir hefðu án efa orðað það með kjaftinn

fullan af kjötbollum og sultu. Þennan fyrsta

vetur við þessa fornu menntastofnun hef ég lært

eitt og annað, margt og mikið, þó fátt fróðlegt.

Ætla ég að telja upp nokkra hluti sem standa upp

úr að mínu (óaðfinnanlega) mati.

Fyrst og fremst er augljóst að þessi stig eru

gefins, og að Ólöf Erna er kostakvendi sem skal

hafa augun á. Ingó er engin frænka, Kjartan er

galdrakarl og hnetur skulu og munu vera opnaðar.

Kaffi er alnæmi líkast á bragðið og haldir þú

öðru fram étur þú greinilega saur í hvert mál og

kannt því vel að meta öðruvísi sora svona annað

slagið. Til er fólk sem hlustar á Scooter og það til

yndisauka frekar en stundargamans

með vinum, Skúli tjáir sig í

gullkornum, annað en hann

Eyvi Blámann, og svo er til

fólk sem virkilega hlustar á

Scooter í frítíma sínum.

Ég gæti haldið lengi

áfram en ég bara get það

ekki, því voðalega lítið

viðburðaríkt hefur átt

sér stað í vetur, og kenni

ég honum Þengli um, en

BusinnAlmennar hugleiðingar betri manneskju

– fyrir hönd 3.C –

19

lúsablesinn virðist gera voða lítið annað en að

versla sér nýja og nýja frakka. Auk þess mætti

hann raka sig oftar. En hvað um það, vorönn í

uppsiglingu, enn ein árshátíðin, en bara einn

tími á viku til að ærslast aðeins í henni Báru, því

miður, á meðan við höfum heila sex tíma á viku til

að fræðast um hvað stig gætu verið gefins á næsta

stærðfræðiprófi. Jarðfræðitímar hallast meira

í áttina að Fræðast-meira-um-einkalíf-Ólafar-

tímum, og danska er bara eitthvað fludeskum,

eller en ugle í mosen tror jeg. Sögutímar eru

sögulegir, ef svo má skemmtilega að orði komast.

Á þessum vetri höfum við öll blómstrað

og þroskast, hvert og eitt fallegt blóm í haga

Menntaskólans í Reykjavík. Djók, vorönn ekki

búin, við ennþá busar, margir að falla, fólk í

MH, Þengill í enn öðrum frakkanum (virkilega,

þetta er áttundi frakkinn á þessu skólaári), Bára

er enn þá með höndina ofan í buxunum sínum,

Scooter gaurinn er ennþá með sömu klippinguna

og hann var með áður en við fæddumst, og

Love Guru er enn þá besta hljómsveit landsins,

margfalt betri en Scooter og mun þaðan koma

að dæma lifendur og dauða. Sófarnir í Cösu eru

auk þess ennþá allir út í óútskýranlegum hvítum

slettum (ef ykkur dettur strax í hug brundur eruð

þið einfeldningar), og þó Kjartan sé galdrakarl

fær hann því ekki breytt að hann er bölvaður

mjaðmari af guðs náð.

Fyrir hönd þriðjabekkjar C náttúrufræðideildar,

Dr. Hermann J. Ólafsson Jr. hinn seinni,

hertogaynja Hörðudalshrepps, Dalasýslu syðri.

Ljóð um 3.C

Brúnn líti drengur, Krister er frábær fengur.

Orri kemur frá Finnlandi, nóg á hann af bandi.

Bjössi er einn af tveim. Á LSD fer hann út í geim.

María úr ghettóinu kemur, passaðu þig, hún lemur.

Ægir kallaður Abercrombie and Fitch en hann er

samt smá bidds.

Andrea mestur hipster er, ekki almenna leið hún fer.

Bjarki ríður eins og hestur. Í stærðfræði er hann

bestur.

Hermann svaka metal gaur, úr munni spýtur saur.

Jón hann kemur úr sveit, minnir svolítið á geit.

Ívar hleypur á braut, sterkur sem naut.

Snædís hlustar á Bítla. Hún vill láta sig kitla.

Ekki reiða Þóri, annars stingur hann þig eins og

Móri.

Finnst þessum gaman að fara á skíði. Páll er sleipur

eins og bananahýði.

Kjartan harður sjálfstæðismaður. Ávallt er hann

hesta graður.

Jóhann opnar þig eins og hneta, því hann vill þig eta.

Embla lítil og liðug er, bragðast eins og jarðaber.

Pétur ljóshærður Svíi sá, sem allir elska og dá.

Hugi er algjör refur, hugsar þú um hann er þú sefur

-Hugi Hólm, Embla, Jóhann

20

Tölfræði

Einkunnir

FélagslífSvefn

Krakkar sem segjast ekki vera búnir að læra

Krakkar sem eru í alvöru búnir að læra

DæmiSigga kemur inn í tíma og „fattar“ að það sé stærðfræðipróf.

Sigga: Ha, er próf? Ég er ekkert búin að læra!Fær 9,5 í einkunn…

Laumu-lærarar

Þú mátt bara velja tvennt!

Metnaður MR-inga í skólanum

21

Félagslíf

MR hringarnir eru nú loksins seldir á ný í Gulli og silfri Laugavegi 52!

Hringarnir eru sérsmíðaðir og voru vin-sælir á síðustu öld, enda tilvaldar gjafir fyrir nýstúdenta sem og eldri stúdenta.

22

Árni Ingólfsson Gvendargeisla 19

113 Reykjavík567 8925 692 6144

Sveinn Ingimarsson896 3248

[email protected]

Grímur Bjarndal820 0090

[email protected]

Ökukennarar:

komdu út í plús!

23

Tak ‘94 á 4. bekkjar syndróminu

Oft hefur verið rætt um 4. bekkjar syndrómið, þekkt tilfelli hjá krökkum í 4. bekk í

MR. Þau eru ekki lengur nýtt og ferskt busakjöt, námið er líklega það leiðinlegasta

og erfiðasta í skólagöngunni auk þess sem togstreitan á milli þess að vera barn og

fullorðinn er í hámarki. Á þessum árum missa krakkar oftar en ekki alla lífshamingju

og hætta algjörlega að pæla í hlutum eins og hreyfingu, útliti og almennum

samskiptum. Krakkarnir eiga það til að

loka sig gjörsamlega frá umheiminum

með nefin sokkin ofan í sannanir

og latneskar beygingar. Fita, bólur,

skítugt hár og jafnvel vond lykt eru

þekkt einkenni. En nú virðist sem

eitthvað hafi breyst. Eftir langa og

erfiða leit hefur loksins fundist

mótefni við þessum sjúkdómi.

‘94 árgangurinn sem nú situr í 4.

bekk hefur tekist að sniðganga

þennan hrikalega sjúkdóm

með því einfalda ráði að para sig

upp innan árgangsins. Heilu vinahóparnir hafa

farið úr lauslátu skemmtanalífi í fastadóm. Pör

innan árgangsins og jafnvel bekkjanna hafa

sprottið upp hraðar en illgresi í illa hirtum garði.

Hvort um neyðarúrræði sé að ræða til þess að

bjarga sér frá grútleiðinlegu námi og týndu

aldursskeiði eða aðeins ástin að blómstra

innan þessa árgangs er óráðin gáta en eitt er

víst: „everyone knows relationships are just a

winter sport”.

Sveinn Ingimarsson896 3248

[email protected]

komdu út í plús!

svava þóra árnadóttir

gígja ketilsdóttir

hrafnkell bjarkason

kristján víkingur helgason

álfheiður erla

Ljósmyndir:

Krakkar:

25

Smáfólk

lóa björk

26sissa

27þorgrímur kári

28þengill

29

...maður er að fá sér tómatsósu og það kemur vökvi fyrst og það eru jólin

...fólk tekur frá sæti á stórviðburðum og mætir svo ekki/mjög seint

...maður er að borða og hittir ekki upp í sig og maður er í mat hjá Yngva

...maður fer í Kakóland og Dolli tekur síðasta pastasalatið og ullar svo á mann

...maður sker sig þegar maður rakar sig, sérstaklega á neðri hæðinni

...fólk smjattar

...maður skrópar í tíma hjá Kolbrúnu og þarf að fela sig bakvið gám

...fólk double-dippar í hóp!

...sokkarnir renna niður í skónum

...maður ætlar að vera með swag en rennur í hálku

...hvorug sturtan í MR virkar

...ég er busi að reyni að koma athugasemdum mínum á framfæri á Skóló og fólk sem er ekki lengur í MR kemur og drullar yfir mig

...kókið er heitt eða flatt og maður er með gesti

...maður ætlar að downloada baðmyndinni af Eika kagóstrag en þá er búið að taka hana út af

...fólk talar með fullan munn

...Nonni hringir er seinn að hringja út og Þyri Kap fer ekki og tekur jafnvel allt 5-min hléið

...maður er að splæsa á alla og það er ekki heimild á kortinu

...múffurnar heima hjá Agli eru búnar

...einu stöðvarnar eru ÍNN og Omega

...mann langar í mexíkanskan mat og maður fattar að maður á heima á Íslandi

...98 módel adda manni á facebook og spamma svo newsfeedið manns

...maður kveikir á blysi með eldspýtu í munninum, brennir sig á vörinni og það halda allir að maður sé með frunsu

...ég er að drekka mjólk og Yngvi rektor bannar það

Ég hata þegar að...

30

• Hver er heitastur í liðinu? Sjá mynd bby.

• Hver er mesta væluskjóðan?Hann heitir Stefán Kristinsson - algjör óþarfi að leyna því. [Týpulegt samt.]

• Mesti besserwisserinn?Nón Áskell. Allir í sjokki bara. Já já sko. Ogre?

• Hver er mesti harðkjarninn?Við værum að ljúga ef við segðum eitthvað annað en Árni. Megið bara ráða hvort þið túlkið það sem Beintein eða Lár-pulsubrauðið, krónprins Skólafélagsins.

• Hver veit mest um íþróttir?Það vill svo til að Stefán Kristinsson er varaformaður körfuknattleiksdeildar ÍR auk þess að vera reyndur körfuboltadómari. Ste hlýtur að vera með þetta.

• Hver veit mest um landafræði?[Svörum bara skemmtilegum spurningum.]

• Hver er mesta kvennagullið?Liðsstjórarnir okkar sjá um píurnar. Steini West og Grelli Baggdog mega alveg leyfa sér svoleiðis bissness, en við hinir erum búnir að sverja skírlífiseið sem varir þangað til að Hljóðnemaskápurinn hans Yngva re re hættir að vera svona tómlegur.

• Hver ykkar er búinn með flestar?Búinn með flestar spurningar þá eller? Stebbi og Nonni fish (fær sér lax á pítsu) voru í liðinu í fyrra, þannig þeir eiga líklega vinninginn.

• Hvernig eru þið búnir að æfa ykkur í vetur? Hvernig hefur æfingaferlið gengið?Spilum Alias til að æfa okkur að svara hratt og KR-spilið til að æfa okkur að vera legend. Þetta er allt að koma. Svo er hver og einn með sína sérflokka.

Gettu Betur lið Menntaskólans í ár skipa engir aðrir en Ólafur Kjaran, Jón Áskell og Stefán Kristinsson.

Liðsstjórar eru Grétar Guðmundur Sæmundsson og Þorsteinn Gunnar Jónsson.  Þeir eru nettir.

Gettu betur liðið Gettu betur liðið

Óli Kjaran 5.Z

Jón Áskell 5.Z

Stefán 6.A

31

Jón: Fiskar, fuglaegg(!!!!!), þvottamerkin, brúðkaupsafmæli, stjörnumerki.Óli: Hundar, kettir, karlar, konur. Og þarna tíska (er tískubloggari, án gríns samt).Stefán: Textílfræði, matargerð, plöntur, hvolpar, stafrófið.

Vonum að dómararnir spyrji sem mest úr þessum sviðum.

• Draumaskólinn til þess að mæta í úrslitum?Háskólinn.

• Nú eruði allir ofurnördar, hugsar einhver ykkar um að rækta líkamann? (m.ö.o. er einhver ykkar með vel skafinn sixpack?)Ste er alltaf í spinning. Hann er köttaðri en Kötlerinn. Það er samt enginn Ótti six kilograms í þessu teymi. Líka erfitt að ná upp einhverjum massa á þessu stranga paleó-mataræði.

• Stundiði eitthvað hópefli? (eins og að detta saman í notalegt spa)Til dæmis kúr. Einnig hvíld.

• Á skalanum Jóhann Kalvín til Mick Jagger - hversu miklar rokkstjörnur eruð þið?Aaa. Sniðug spurning, kragar! Afar sennilegt samt að við sprengjum þennan skala ykkar. Við erum í sama klassa og Jóhann Sigurjónsson. Fokking kóngurinn. ∎

VIDEO-heimar eru að Fákafeni 9, þar eru tugþúsundir mynda í boði!Sími: 5687244

32

Taka sig á í náminu

Væntingar Raunveruleiki

Eyða meiri tíma með fjölskyldunni

Væntingar Raunveruleiki

líklegar útkomur

nýársheita

Væntingar

33

Raunveruleiki

Raunveruleiki

Koma sér í form

Væntingar Raunveruleiki

Spara pening

Væntingar Raunveruleiki

Hætta að reykja

Væntingar Raunveruleiki

34

Væntingar

Raunveruleikinn

Sólbjört 4.S

Hehe...

35

36

Jakob Gunnarsson 5.XHver er uppáhaldsflíkin þín?Ég hugsa upp svona 10 flíkur en ef ég þyrfti að velja eina... þá get ég það ekki. Ég ætla að nefna tvær. Brooks Brothers Oxford-skyrtan mín er yndisleg og mun sennilega endast lengur en ég. Síðan eru svörtu Levi’s 511 buxurnar mínar líka frábærar. Endast endalaust og ganga við mjög margt. Ég er dálítill Bandaríkjaperri og bæði þessi merki eru ótrúlega bandarísk. 

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?Æ, ég veit ekki. Eitthvað svona wannabe-preppy-dæmi held ég. En það er ekkert að marka á mánudögum til dæmis. Þá er þetta bara

durgahettupeysa.

Hvar verslar þú fötin þín helst?Þegar ég á pening: Herragarðurinn. Annars mjög mikið í útlöndum og þá eru merkin sem ég er hrifnastur af Ralph Lauren, Tommy Hilfiger, Levi’s, Brooks Brothers og síðan bara þetta mest basic: H&M, Zara, Next og svo framvegis. 

Næstu fatakaup?Ég held að það næsta sem ég kaupi hljóti að vera nýir brúnir spariskór, ég þarf eiginlega að eiga tvenna þannig. 

Hvaða flík finnst þér nauðsynleg í fataskáp stráka?Brúnir spariskór (gríðarlega vanmetnir, ganga við mun fleira en svartir). Einnig finnst mér Oxford-skyrta nánast möst. Mjög flott og gríðarlega þægileg. Ég elska að vera þunnur í svoleiðis skyrtu.

Tau

Pólóbolur:Ralph Lauren

Peysa:Minimum

Buxur:Hugo Boss

Skyrta:Brooks Brothers

Peysa:Marks & Spencer

Buxur:Levi’s 511

Jakki:Zara

Skyrta:Bruun & Stengade

Buxur:Selected

37

Skyrta:Brooks Brothers

Peysa:Marks & Spencer

Buxur:Levi’s 511

Heba Lind Halldórsdóttir 3.AHver er uppáhaldsflíkin þín?Uppáhalds flíkin mín er Kalda kjóllinn minn sem ég keypti í Einveru fyrir rúmu ári.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?Ég geng mest bara í kjólum og sokkabuxum. Ég kaupi mér mest svart og þá helst held ég að það sé neta- eða flauelsefni. Ég veit ekki alveg hvernig ég ætti að lýsa „fatastílnum mínum“, það mætti kannski segja smá blanda af 90‘s straumum og nútíma tísku, ég er ekki viss.

Hvar kaupir þú fötin þín helst?Ég hef mjög gaman af því að gramsa svo að mestan

hluta fata minna hef ég fundið á nytjamörkuðum og í Kolaportinu. Uppáhalds búðin mín er Einvera, úrvalið er lítið en svo ótrúlega fallegt. Síðan kann ég vel að meta hvað þær vanda valið og flytja inn vörur frá fínum merkjum eins og t.d. Vilsbøl de Arce og Comme des Garçons.

Næstu fatakaup: Ég er ekki enn búin að kíkja á útsölurnar svo ætli ég byrji ekki bara á því að kíkja á þær og sé svo til hvort ég finni mér sætan kjól eða skópar.

Hvaða flík finnst þér nauðsynleg í fataskáp stelpna?Ég myndi segja hlýralaus brjóstahaldari, allavega gæti ég ekki verið án hans.

Kjóll:Gömul íslensk hönnun úr

KolaportinuPeysa:

WeekdayHálsmen:

Sem ég bjó tilSkór:

GS skór

Kjóll:Kalda

Hálsmen: Kalda

Skór:GS skór

Kjóll:Fatamarkaður á Prikinu

Hálsmen:Jólagjöf

Skór:GS skór

38

Kristinn Kerr Wilson 5.RHver er uppáhaldsflíkin þín?Nudie (Black Coted) gallabuxurnar mínar eða Grenson skórnir mínir.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?Hef ekki hugmynd! Það er rosalega misjafnt.

Hvar kaupir þú fötin þín helst?Aðallega í útlöndum, Gallerí Sautján og Kron Kron.

Næstu fatakaup:Nú veit ég ekki en ég keypti mér allavega skemmtilegt Penfield dúnvesti sem er hlýtt og gott.

Hvaða flík finnst þér nauðsynleg í fataskáp stráka?Flottir og litríkir sokkar og flottar nærbuxur skipta höfuðmáli. Eldgömlum gallabuxum í ljótu sniði á

líka að henda, en ekki halda áfram að nota.

Skyrta:Diesel - Gallerí Sautján

Buxur:Nudie Jeans - Gallerí Sautján

Skór:Grenson - KronKron

Vesti:Penfield - Gallerí Sautján

Hettupeysa:New York

Skyrta:Gyllti Kötturinn

Bolur:New York

Buxur:Nudie Jeans - Gallerí Sautján

Skór:Swear London - Gallerí Sautján

Trefill:Marc Jacobs

39

Námskeið vorannar:

Janúar : 9.jan – 3.feb

Febrúar : 6.feb – 2.mars

Mars: 5.mars – 30.mars

Apríl : 9.apríl – 4.maí

Maí : 7.maí – 1.júní

Opnunartilboð , 20 % afsláttur af námskeiðum í janúar. *

Skemmtileg leið til að

koma sér í gott form !

NÝTT og BETRA Pole Sport !

Öll námskeið kennd

3x í viku !

Skráðu þig NÚNA !

Þjálfarar Pole Sport

hafa lokið Alþjóðlegum

Kennsluréttindum í SVÍÞJÓÐ !

4ra vikna

námskeið

á 8.500 kr !!

Pole Sport áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef skráning næst ekki !

Upplýsingar og skráning

á www.polesport.is

Skipholti 23, 2 hæð [email protected] - sími 778-4545

heilsurækt

Námskeið vorannar:

Janúar : 9.jan – 3.feb

Febrúar : 6.feb – 2.mars

Mars: 5.mars – 30.mars

Apríl : 9.apríl – 4.maí

Maí : 7.maí – 1.júní

Vor 2012

Pole Sport

40

Kæri Beinteinn.

Ég er ótrúlega hrifin af einum sem er án efa

heitasti gaurinn í skólanum. Beinteinn, hvað á

ég að gera??? Hann tekur aldrei eftir mér og

sama hvað ég reyni mikið að flexa í Cösu virðist

hann bara horfa á vinkonur mínar eða eldri

stelpur. Einu sinni horfði hann í augun á mér

en ég varð svo vandræðaleg að ég leit undan

og varð rauð í framan eins og tómatur. Hvernig

stendur á því að ég lendi alltaf í einhverju

vandræðalegu þegar ég er í kringum hann?

Hvernig get ég látið hann taka eftir mér og

hætt að roðna svona mikið?

Kv. Busastelpa í vandræðum

Sæll bösi.

Þetta er ekki skrýtið. Ég er oft utan við mig

þegar ég er í margmenni og því ekki skrýtið

að ég virðist ekki taka eftir þér. Skemmtilegt

að þú skulir tala um mig sem ópersónulegan

draumaprins. Vitaskuld sér hver maður að það

er ég sjálfur sem þú átt við. Fólk sem líkir sjálfu

sér við tómata er augljóslega á villigötum í

lífinu. Ég skal þó vera meðvitaður um vitneskju

þína hér eftir. Síðar á önninni mun ég fara yfir

öllu helstu krem heimsins og þar muntu án efa

finna eitthvað við roðanum. Ekki missa af því!

Kv. the big b-man

Ertu þú afvegaleiddur eða á villgötum almennt í lífinu? Ertu ráðvillt táningsstúlka í leit að hamingjunni? Gengur

ekkert upp?! Viltu SKERA en veist ekki einu sinn hvað það þýðir?! Vandamál þín heyra nú sögunni til! Nú

verður ausið úr þeim óþrjótandi viskubrunni sem Beinteinninn er! Hér svarar hann broti af þeim bréfum, sem

bárust honum í vikunni, með fagmennsku í fyrirrúmi. Ekki hika við henda á hann spurningu og hann svarar

þér í næsta tölublaði MT.

BEINTEINN BJARGAR MÁLUNUM

Sæll félagi.

Þannig er mál vexti að ég er búinn að vera hrifinn af bestu vinkonu

minni í 2 ár núna. Það er að segja ég er búinn að vera fastur í

friendzone-inu hennar í 2 ár!!!! Hvað geri ég til þess að losa mig úr

þessu fangelsi? Ég er fangi í mínu eigin hjarta og kemst hvergi út!

Hjálp svaraðu sem fyrst!! Hvernig get ég orðið jafn skotheldur náungi

og b-masterinn?

Kveðja, einn í neyð.

Sæll neyðarmaður.

Ég þakka góðan póst. Í fyrstu verður þú að athuga það að menn

verða ekki eins og ég nema með gríðarlegri vinnu. Kínamúrinn var

ekki reistur á einum degi og fullkomnun krefst fórna. Það að þú segist

vera „fangi í eigin hjarta“ segir kannski meira um þig og samband

þitt við stelpur heldur en þúsund orð. Eeen...ég átti í svipuðu

vandamáli, þegar ég var 7 ára, og veit þess vegna nákvæmlega hvað

þú átt að gera. Alls ekki gubba tilfinningum þínum út úr þér við hana

á nokkurn hátt. Félagi minn gerði það á sínum tíma og hann fékk

skóflu í andlitið. Mitt besta ráð er að næst þegar þú sérð hana leggst

þú flatur á magann BEINT fyrir framan hana...slík hegðun ruglar

kvenkynið algjörlega í ríminu og líklega mun hún samstundis spyrja:

„Hvað í fjandanum ertu að gera?!“ Þá leggur þú þitt dýrasta move

beint á borðið og tekur armbeygjur á gólfinu eins og óður maður.

Þetta hef ég margoft reynt og árangurinn aldrei látið á sér standa.

Þú sýnir henni að þú sért óútreiknanlegur flipphaus og enn fremur að

þú sért GRJÓTHARÐUR nagli! Svoleiðis menn getur hún ekki haft í

„vinasvæðinu“ mikið lengur. Þú átt leik.

Með von um góðan árangur, B-maðurinn

Hæhæ Beinteinn

Ég er ótrúlega hrifin

af strák og er alltaf að

reyna að fá hann til að

gera eitthvað með mér

en hann vill bara versla

og horfa á rómantískar

gamanmyndir. Ég meina

hvað þýðir það? Ég er

alltaf sjúklega eggjandi

klædd en hann sér það

bara ekki? Hvernig fæ

ég hann til þess að gera

eitthvað með mér??

Kv. Ein desperate.

Sæl despó.

Er það nokkuð ég sem þú

átt við? Þetta er ekkert

það EINA sem ég vil gera!

Horfðu á Glee, High School

Musical eða aðrar heimsins

hágæða kvikmyndir.

Mikilvægar hugsjónir sem

ég tel þig þurfa að hafa að

leiðarljósi: Ekki selja þig

ódýrt! Ekki vera lauslát!

Ekki vera of ágeng!

kv b-maskínan

42

GuðrúnÍsleifsdóttir

Hin 81 árs Guðrún Ísleifsdóttir lauk stúdentsprófi nú skömmu fyrir jól og varð þá elsta manneskja til að ljúka stúdentsprófi á Íslandi. Ritstjórn var boðið til hennar í malt og appelsín á dögunum og við fengum að spyrja hana spjörunum úr, samt ekki bókstaflega (vá hvað þetta er asnalegt orðatiltæki).

43

• Hvað kom til að þú laukst ekki stúdentsprófi

fyrir 60 árum?

Ég var farin að vinna, þá þurfti maður að

vinna fyrir sér.

• Hvað varstu að fást við þá?

Það var fyrir 60 árum segir Guðrún og hlær dátt.

Fyrir 60 árum þá ætlaði ég mér í leiklistina en

það var um það leyti sem að Þjóðleikhúsið var

að opna. Þá var maður hræddur um að fá ekki

neitt að gera í sambandi við leiklistina. En mér

var boðin vinna í Reykjarvíkurapótekinu og

það var líka bara ágætt. Það var skemmtilegur

staður, alltaf verið að taka á móti stúdentum

sem voru að læra lyfjafræði. Maður var alltaf

innan um fólk sem að var menntaðra en ég

og hafði meiri laun. En ég lét mér bara nægja

þetta. Ég held að ég hafi hugsað svolítið

öðruvísi heldur en þeir sem hugsuðu meira

um að læra til að fá hærri laun. Maður þarf að

læra til að vita eitthvað.

• Hvaða fög eru kennd í kvöldskólanum eða

öldungadeildinni?

Öll fög sem eru kennd í menntaskóla.

• Þarftu þá að velja þér einhverja sérstaka deild?

Já, ég gerði það strax og valdi félagsfræðibraut.

• Hvernig var að setjast á skólabekk eftir svona

langa fjarveru? Varstu lengi að koma þér inn í

námið aftur?

Ég var svolítinn tíma að koma mér inn í námið.

Ég var eiginlega þennan tíma sem ég tók

samhliða vinnunni að koma mér inn í þetta.

Það voru alltaf einhverjir svona smá sigrar.

Það var ekkert sjálfsagt að ná öllum prófum,

maður bara byrjaði aftur. Í öldungadeildinni

var tekið á móti fólki sem var ekkert með

ofsalega hátt á prófum og maður þurfti ekki

að hafa þetta landspróf. Þarna fékk maður

svolítið að dúlla sér og svo held ég að ég hafi

fengið 10 í einu fagi sem var tjáning en ég fékk

ekki 5 í öllu, segir Guðrún og hlær.

• Hvað fannst þér erfiðast?

Mér fannst stærðfræðin erfiðust, hún sat oft

lengi á hakanum en á endanum náðist þetta.

• Hvað var það sem þér fannst áhugaverðast?

Þegar ég byrjaði þá hafði ég mestan áhuga á

afbrotafræði. En í dag skipta bókmenntir mig

mestu máli, guðfræði í bókmenntum.

• Þú tókst guðfræði í háskólanum?

Ég fékk leyfi til að fara í háskólann, kláraði þar

nokkur fög í guðfræði, þessi skemmtilegustu,

sem eru sögurnar allar, sem þið þekkið öll.

En ég held ég haf ekki verið nógu góð í Nýja

testamentinu. En gerði síðan hlé á guðfræðinni

til að klára stúdentspróf en ég held að ég sé

bara hætt alveg því mig langar að læra annað.

• Af hverju ákvaðstu að fara í guðfræðina?

Það hefur bara verið eitthvað sem mér datt

í hug. Ég þekkti nokkra presta sem voru

búnir að ljúka guðfræðiprófi og konur hafa

sótt svolítið í guðfræðina. Mér þykir vænt

um þessa deild en finn að mig langar að læra

annað.

44

• Hvað var til þess að þú ákvaðst að ljúka

stúdentsprófi núna þegar þú ert 81 árs?

Þegar ég var í guðfræðinni gat ég ekki hlaupið á

milli deilda ef mér datt eitthvað í hug og þá var

mér sagt að ég þyrfti stúdentspróf til að fara í

aðrar deildir. Þá kýldi ég bara á það. Ég hef

trúlega alltaf ætlað mér að gera þetta.

• Hvernig var viðhorf annarra nemenda til þín?

Maður kynntist þeim alveg hreint eins og þetta

væru jafningjar manns. Ég held það fari líka eftir

því hvernig maður hugsar sjálfur.

• Er eitthvað svona félagslíf í

öldungadeildinni? Eruð þið með

ykkar eigin böll?

Nei en það er samt voða mikið

félagslíf í menntaskólanum

sjálfum. Það er mikil músík og

kórinn hjá henni Þorgerði. Þaðan koma

margir fínir karlar, Stuðmenn komu þaðan. Vitið

þið hverjir þeir eru? Þeir eru örugglega svolítið

gamlir, segir Guðrún og hlær.

• Hvernig var útskriftinni þinni háttað? Hélstu upp

á hana?

Ég mætti með hinu unga fólkinu. Ég reyndi nú

að vera svolítið skvísuleg en þetta var ekkert

áberandi. Ég fór í röðina og við vorum æfð,

þannig að maður átti að sitja á vissum stað og

vera á ákveðnum stað í röðinni. Barnabörnin

mín komu með mér tvö, tveir strákar sem eru

í menntaskóla, eða annar er búinn, en hinn er

í MR. Það var voða gott að hafa þá. Einnig var

systir mín hérna með dætur sínar. Við fórum

heim til mín og fengum okkur malt og appelsín

og flatkökur með hangikjöti. Það var nú ekki stór

veisla því jólin voru að koma.

Hvaða störf hefurðu fengist við í gegnum tíðina?

Fyrst þegar ég kom úr sveitinni fékk ég vinnu á

veitingastað. Það var svolítið mikið að gera og oft

fram eftir nóttu var maður að vinna. Launin voru

því miður ekki mikil þá frekar en nú. Einnig vann

ég við einhver verslunarstörf og ég vann líka einu

sinni á dagblaði. Á símanum sko. Símadama.

Svo fór maður á kvöldin í einhver námskeið,

enskutíma og allt sem mann langaði til. Ég

var í leiklist í þrjú ár hjá Lárusi Pálssyni.

Hann var orðinn svolítið gamall. Ég

held að hann hafi kennt flestum

íslenskum eldri leikurum framsögn.

Hann var mjög góður leikari.

• Tókst þú þátt einhverntímann í einhverjum

uppsetningum?

Já. Árið 1950 var sýnt Rigoletto, óperan, þá var

ég statisti. Seinna var Tyrkja-Gudda sýnd og þá

fékk ég nú þrjár setningar, það þykir gott. Einnig

var ég í einum eða tveimur kvikmyndum. Önnur

var bönnuð vegna þess að í henni var prestur

sem rændi festi af deyjandi konu og reif blað úr

Biblíunni til að pakka því inn. Þetta var of mikið

þá. Nú þorir maður að segja frá þessu, segir

Guðrún og hló. Myndin er þó til hjá eigendum.

Ég var líka í mynd sem barnaverndarnefnd var

með. Ég var vond mamma, segir Guðrún og hlær

aftur.

Maður þarf að læra til að vita eitthvað

45

• Hvað tekur við

núna, þegar þú

ert búin að ljúka

stúdentsprófi?

Ég er búin að koma mér hérna vel fyrir í

Grafarvoginum og sé um bókmenntaklúbb.

Við köllum okkur Korpúlfa. Það er

félagsskapur eldri borgara í Grafarvogi.

Þá kæmi sér svolítið vel að læra eitthvað í

bókmenntum.Við gerum þetta allt frítt hérna,

við fáum ekkert fyrir það, ekkert í aðra hönd

annað en gleðina. Einar Már Guðmundsson er

nú verndari klúbbsins.

• Þú myndir þá kannski fara í háskólann og læra

bókmenntafræði?

Já kannski myndi ég gera það ef ég kemst inn,

ég held það sé ekkert aldurstakmark en það fer

eftir því hvað ég er dugleg. Ég er með þetta í

skoðun. Eins og þeir segja núna sko, ég skoða.

Á sama tíma og ritstjórn þakkar Guðrúnu

fyrir gestrisnina og fyrir að eyða með okkur

notalegri stund óskum við henni velgengni

í hverju sem hún mun taka sér fyrir hendur.

46

Björk: Fríðu getum við lesið eins og opna bók. Rauða hárið gefur til kynna fanatíska ást hennar á glæsikvendinu Rihönnu og er hún óhrædd við að syngja smá Rude Boy í Cösu ef áhugi samnemenda hennar liggur fyrir. Hún er á málabraut þar sem áhugi hennar á stærðfræði er mjög takmarkaður. Eftir MR langar hana að læra bókasafnsfræði og eignast finnskan eiginmann. Áður en finnski eiginmaðurinn er fundinn finnst henni gaman að fara í sleik við bekkjarfélaga sína og reykja kanil í eyðum. Ekki má svo gleyma tumblr-inu hennar vinkonu okkar sem hefur vakið geysilega miklar vinsældir seinastliðna mánuði fyrir fjöldann allan af ofurvæmnum setningum um ástina og raunveruleikann.

Hrafnkell: Fríða fæddist með hið afar sjaldgæfa en harmlausa Popeye-einkenni sem veldur því að annað augað opnast aldrei. Stundaði nám við Menntaskólann í Hamrahlíð en skipti úr honum yfir í MR eftir að samnemendur hennar stríddu henni vegna sjúkdómsins. Hún fann sig miklu betur í MR enda eru hverskyns undarlegheit algeng þar. Rauða hárið er vísir á hæfni á hinum ýmsum sviðum lista svo sem málun og tónsmíðum, enda voru hinir fornu Súmerar þekktir fyrir að fórna rauðhærðum stelpum til listagyðjunnar Chalchiuhtlicue. Af hárbandinu að dæma er hún á málabraut og mun vinna fyrir sér sem rithöfundur.

Ólafur: Sko, ég held að MR-ingar séu eitthvað að misskilja þetta. Ég var allavega í FÁ partýi

einu sinni og þar sá ég stelpu sem gekk um í marglituðum málningargalla með túss í andlitinu. Ef þú ætlar virkilega að púlla þessa artí týpu þá verðurðu að fara alla leið. Kannski er það erfitt í MR. Veit ekki. En ekki misskilja mig, þessi gella

er töff. Mikill aðdáandi The Smiths og kvikmyndarinnar

(500) Days Of Summer. Hún er vinsæl meðal skólafélaga sinna, sem finna í henni þægilegt frí frá þrepasönnunum, en hún er valdlát á vini. Í 4. bekk, máladeild. F ra m t í ð a r s t a r f : Mun eiga í mestu

erfiðleikum með að velja milli

grafískrar hönnunar og stjörnufræði. Ég skal ekki

segja hvar hún endar.

Við fengum nokkra krakka úr öðrum menntaskólum til að lýsa völdum

einstaklingum úr MR. Þau Björk Brynjars úr MH, Hrafnkell Ásgeirsson úr

Verzló og Ólafur Heiðar úr Kvennó tóku sig saman og rituðu lýsingarnar, gátu

sér til um á hvaða braut viðkomandi væri og hvert framtíðarstarf hans yrði.

Fríða Þorkels 4.A

MR-ingar með augum annarra

47

Björk: Hann er maðurinn. Honum líður vel í eigin skinni og fer alltaf í sleik á böllum. Hann segist sömuleiðis ekkert gera til að viðhalda lúkkinu en það er lygi. Morgunrútínan hans er löng og ströng og er hann því vanalega farinn á fætur áður en morgunblaðið læðist inn um lúguna. Fyrst þarf hann að plokka sig, bera á sig dagkrem (nivea visage) og hreinsa eyrnamerginn úr eyrunum. Mestur tíminn fer þó að sjálfsögðu í að láta dúið líta út fyrir að vera effortless (yet with an elegant twist). Eftir MR ætlar hann að kanna nýjar brautir og jafnvel að skrá sig í hárgreiðslumeistaranám í Tækniskólanum. Uppáhaldslitir hans eru sæbleikur og kóngablár og finnst honum gaman að mixa þeim saman í útplönuð átfit sín.

Hrafnkell: Ósnyrta nöglin á þumalputta hægri handar bendir til óhirðu og þar með hinnar alræmdu eðlisfræðibrautar. Er mikill aðdáandi gömlu

vampírumyndanna eins og Nosferatu og er mjög illa við þann skaða sem Edward Cullen hefur unnið á ímynd vampíra. Það er því augljóst að baugarnir undir augunum eru ekki

raunverulegir baugar heldur augnskuggi. Ef litið er á líkamsstöðu hans á myndinni sést greinilega að áhuginn og metnaðurinn liggur í módel heiminum. Ef Elite fíla portfolioið sem hann sendi þeim mun hann fórna náminu og öllu fyrir módelstarfið. Ef Elite hafna honum endar hann sem ljósmyndari hjá Séð og Heyrt.

Ólafur: Þetta er ljóðrænn hugsuður sem ver tíma sínum í að huga að frelsi og heimsyfirráðum. Af miklum

hárvexti og jarðlituðum jakkanum álykta ég að þetta sé fullþroskaður MRingur í 6. bekk...

náttúrufræði I??? „Fullþroskaður“ MR-ingur er kannski besta lýsingin á þessari týpu. Þetta er týpan sem í gegnum langa skólagöngu hefur öðlast djúpa vizku og þekkingu – og er fullmeðvituð um það. Þá

kemst maður ekki hjá því að taka eftir því hvað andlitssvipur hans

er í senn draumkenndur og tælandi. Svartur bolurinn, fagmannlegt hálsmálið

og handastaðan eru einnig vitnisburður um góða þekkingu á kvenkyninu. Ég álykta sem svo að hann sé vinsælt viðfangsefni í dagdraumum skólasystra sinna.

Framtíðarstarf: stjórnmálamaður eða, ef það misheppnast, pylsusali. Hann sættir sig ekki við neitt hálfkák.

Jóhann Páll 6.A

48

Björk: Hann er hinn týpíski MR-ingur. Frumleiki hans nær ekki lengra en mislitu sokkarnir og leiðin liggur beint í lækninn eða lögfræðinginn eftir útskrift. Hápunktur ársins hans

er landsmót hestamanna, þó hann eigi vissulega ekki hest sjálfur. ,,Það er bara svo virðulegt að sjá þessa menn hossast á merunum sínum.” Hann er í MR-

kórnum og er fljótur að pikka fæt ef einhver segir Hamrahlíðakórinn fremri en kór Lærða Skólans. Hann er ekki fyndnasta kertið á kökunni en það mun ekki hamla honum í framtíðinni, karlmannlegar hendur hans

heilla reglulega gellur upp úr skónum. Þá er alveg víst að hann mun giftast MR-svíthartinu sínu og þau eignast 3 börn og einbýlishús í Mosfellsbænum.

Hrafnkell: Af lopapeysunni að dæma er hann tískufyrirmynd og helsta kyntákn MR. Með tilliti til lopapeysunnar er hann að vinna með skóla sem markaðsstjóri Farmer‘s Market. Ef litið er

til lopapeysunnar er ljóst að hann notar skó númer 46 og þú veist hvað er sagt um menn með stórar fætur. (Það er oft erfitt fyrir þá að finna skó í réttri stærð).  Hárgreiðslan er afleiðing þess þegar hann varð forvitinn eftir að hafa horft á kvikmyndina

There‘s Something About Mary.

Ólafur: Þetta augnaráð segir „Ég veit, ég kann ekki að sitja á stól... en mér er bara drullusama hvað þér finnst.“ Sjálfstraustið skín af þessum manni, ákveðið Vesturbæjar-sjálfstraust. Já veistu, hér held ég að við séum með þennan

Vesturbæjar-MR-hipster. Og mér er sama um þessa lopapeysu, hann er örugglega bara í henni til að fokka í hausnum á mér. Hann er þessi póstmódern-hipster sem er sífellt að messa yfir okkur hinum að hugtök eins og „merking“ og

„gildi“ hafa enga merkingu og gildi. Efast þó ekki um að hann á fullt af vinum sem hlusta á röflið með semingi. Hlustar aðallega á dubstep og raggae, helst á sama tíma. Held samt að við séum hér með lærdómshest á náttúrufræði II. Endar í mannfræði og ver ævi sinni í rannsóknir á ættbálkum í Nýju-Gíneu.

Adolf Smári 5.B

49

Björk: Ef hún væri í high school væri hún head chearleader. Hún er samt ekki bara fit og flott og ljóshærð pía heldur klár líka. Satt best að segja er hún einn efnilegasti nemandi skólans og bindur rektor miklar vonir við að hún taki við hans stöðu þegar hans tími er liðinn. Þá er hún líka fyrirmyndarbarn, góð vinkona og frábær kærasta. Já, hún er nefninlega á föstu með algjörum Verzló-tappa og hafa þau í sameiningu bundið enda á ríginn sem ríkir á milli skólanna tveggja. Með skólanum vinnur hún að barnabók um prinsessur og kartöfluskrímsli sem mun að öllum líkindum slá í gegn í jólabókaflóði næsta árs. Ekki má því svo gleyma að hún er vatnsberi í stjörnumerki, á náttúrufræðibraut og í fimmta bekk.

Hrafnkell: Upprétt líkamsstaða sem daðrar við að vera snobbuð bendir til mikils skipulags of ferkantaðs persónuleika. Miðað við það sem ég hef heyrt um eðlisfræðibrautina í MR (ekki neitt) er líklegt að hún sé í eðlisfræði vegna þess mikla skipulags og aga sem þar er nauðsynlegur (held ég). Fær vinnu sem óhamingjusamur endurskoðandi. Hálsmenið og eyrnalokkarnir sýna samt að einhver vottur af skapandi hugsun sé til staðar.

Ólafur: Þessi fagra snót hefur unun af góðum kvikmyndum, góðri tónlist og fallegum hlutum. Ég hef það á tilfinningunni að hún sé sérstakur aðdáandi myndarinnar The Notebook. Langir fingurnir gefa til kynna mikla píanóhæfileika, en lokuð líkamsstaðan veldur mér heilabrotum. Ég álykta sem svo að þetta sé sviðsskrekkur sem orsakast af því að þessi stúlka er fullkomnunarsinni. Hún er týpan sem vill hafa hlutina eins og þeir eiga að vera, og gera þá eins og á að gera. Ætli hún verði ekki að teljast þessi ég-er-í-skóla-til-að-læra-MRingur, en tek þó fram að það er mikil einföldun. Sé sérstaklega fyrir mér að hún hafi tryllt lýðinn á grímuballi MH í haust. Líklega í náttúrufræðideild? Eða hvað segir maður? Í 4. bekk plús mínus eitt ár. Framtíðarstarf: einkaritari forsetans.

Hörn Heiðars 5.Z

Ka rl

Þórður Hanscollega

pr óf

1. Hvað bekkjarðu mikið óborðaður fyrir hádegi?- Ég er reyndar ekki búinn að mæla það en líklega svona þrjá Kjartana a.m.k.

2. Úrslitin í vaxtarrækt eru sama kvöld og þátturinn hennar Tobbu Marínós, hvað gerirðu?-Fer í ræktina og legg undir mig tvö hlaupabretti (af því að ég get það) og horfi á bæði í einu.

3. Hvað detturðu oft inn á menn.is á dag?- Aldrei vísvitandi

4.Hvaða trikk finnst þér best til að veiða dömur?- Að spila eitthvað gott með Weeknd, hann er besti vinur hvers veiðimanns. Barry White okkar kynslóðar. Tékkið á honum

5. Hvað fullkomnar gott kvöld?- Sund í Laugardalslaug klikkar ekki

6. Draumastefnumótið þitt?- Á Grillmarkaðnum, helst þegar það eru svona 5 MR-ingar að vinna. Toppurinn

7. Þú ert í sturtu eftir leikfimi og vel tálgaður félagi þinn biður þig um að sápa á sér brjóstkassann, hvernig bregstu við?- Vel tálgaður? Eins og Árni Lár þá eða Árni Beinteinn? Fer eftir skilgreiningunni. Ef félaginn er vaxinn eins og T-rex og getur ómögulega gert það sjálfur þá kannski rétti ég fram hjálparhönd en annars segi ég honum líklega að fokka sér eða eitthvað í þá áttina

8. Hvað er það klikkaðasta sem að þú hefur gert?- Ætli það sé ekki þegar ég var í handboltaferðalagi í Svíþjóð þegar ég var yngri og við þurftum nokkrir að fela okkur fyrir einhverju nýbúagengi frá Gautaborg sem einn liðsfélagi minn hafði óvart fengið á móti sér. Það var ansi brjálað móment. Annars hef ég nú lifað frekar lítið klikkuðu lífi á heildina litið.

9. Fallegasta kona sem þú veist um?- Kærastan mín tekur þetta nú.

10. Draumastarf?- Er ekki búinn að finna það ennþá, er ennþá að leita. Sögukennari í MR er náttúrulega ljónhart. Í sumar ætla ég örugglega að prófa hvort ég endist meira en einn dag á sjó. Efast reyndar um að það sé mikil framtíð í því eftir MR.

11. Af hverju MR?- Af því það eru hommar í Versló. Nei, djók. Ég vildi bara fara á bestu náttúrufræðibrautina sem völ var á. Endaði síðan reyndar á Nátt 2. Úps...

12. Hefurðu lent í slag?- Nei ekki síðan ég komst til vits og ára, er frekar mikill friðarsinni

men nsku

stig

321211

3

1

3

2

10

20stig

Ka rlpr óf

men nsku

Kjartan Orri meðstjórn-andi Framtíðarinnar

1. Hvað bekkjarðu mikið óborðaður fyrir hádegi?- Man ekki eftir að hafa tekið neitt í bekk, hvað þá óborðaður fyrir hádegi. Ég er samt alveg

ágætur í róðravélinni.

2. Úrslitin í vaxtarrækt eru sama kvöld og þátturinn hennar Tobbu Marínós, hvað gerirðu?

- Bara fer í leikhús eða eitthvað, horfi jafnvel bara á Food network eða stöð 2 í staðinn.

3. Hvað detturðu oft inn á menn.is á dag?- Fer aldrei inn á þá síðu, hún er eitthvað svo mikið kids stuff. Alvöru menn hafa ekkert þangað að sækja svo sem.

4.Hvaða trikk finnst þér best til að veiða dömur?- Ég er ekki alveg þessi tricky týpa, en það er alltaf gott að byrja

allar samræður á svona eins og einu blikki, það reynist alltaf vel, sama við hvern verið er að ræða.

5. Hvað fullkomnar gott kvöld?- Hmm, ætli það sé ekki góður ostur, eða þá að æla. Það er alltaf

klassískt svo sem.

6. Draumastefnumótið þitt?- Er það ekki bara 7D bíó í Skemmtigarðinum Smáralind? Nei ég veit ekki, Parísarhjól er allavega ekki málið, það er einum of hátt fyrir minn smekk og svo eru þau ekkert mörg á Íslandi. Já eða kannski gönguferð.

Ég fór einu sinni í gönguferð með Valla vini mínum og það hefði alveg verið mjög rómó ef við hefðum leyft því að gerast.

7. Þú ert í sturtu eftir leikfimi og vel tálgaður félagi þinn biður þig um að sápa á sér brjóstkassann, hvernig bregstu við?- Jájá af hverju ekki? Samt skrýtin spurning, nær maður ekki yfirleitt

á brjóstkassann á sér? Kannski er hann með brunasár í lófunum, ekkert gott að fá sápu í þau, hvað þá heitt vatn. Þá get ég alveg hjálpað svo sem. 8. Hvað er það klikkaðasta sem að þú hefur gert?- Einu sinni borðað ég hráa kartöflu eins og hún væri epli, það var frekar klikkað.

9. Fallegasta kona sem þú veist um?- Að innan eða utan? Á hún að vera íslensk eða útlensk eða er eitthvað annað sérstakt þjóðerni sem ég á að nefna? Kanadísk?

10. Draumastarf?- Eitthvað sem er mjög karlmannlegt eins og námugröftur eða hamar. Annars bara eitthvað sem er ekki leiðinlegt. Leiðinlegt er bara ekkert gaman.

11. Af hverju MR?- Æjji ég veit ekki, það er bara eitthvað svo mystical í loftinu hérna. Minnir svoldið á Hogwarts. Pastarétturinn á miðvikudögum er líka svo drullugóður.

12. Hefurðu lent í slag?- Nee ekki svo ég muni, en ég ætlaði einu sinni að stofna til slagsmála á Pizza king, ná einu höggi og svo

láta áhorfendurna stoppa slaginn. Var samt fenginn ofan af því, kannski sem betur fer, þetta er alveg

fáránleg pæling þannig séð.

stig

20210

1

2

0-52

3

1

9stig

52

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að æfingar á Herranæturleikritinu 2012 eru

hafnar. Hópur hæfileikaríks fólks mun vinna baki brotnu næstu vikurnar við að

setja upp sýningu sem enginn efast um að muni vekja mikla athygli. Heimsfrægir

leikhúsmógúlar hafa þegar látið hafa eftir sér að uppsetningin sé líkleg til að verða

sú áhugaverðasta á árinu meðal norrænna þjóða. Vægast sagt verður spennandi að

fylgjast með verkinu þróast en mikil leynd liggur yfir verkinu og enn sem komið er

hefur enginn lifandi maður fengið að sjá söguþráðinn. Allir sem koma að sýningunni

hafa skrifað undir þagnareið og óstaðfestar fregnir herma að hart verði tekið á þeim

sem verði uppvísir að trúnaðarbresti. Sterk kynningarnefnd er þegar farin á fullt og

búast má við met miðasölu. Allir leikararnir hafa verið settir á sérstakt mataræði og

fylgja stífum siðareglum á næstunni. Innan skamms mun leikhópurinn birta stiklu frá

æfingum. Ekki missa af framgangi mála!

Herranóttin nálgast...

53

Árið 2011 var án efa viðburðaríkt ár og stútfullt af alls kyns félagslífi. Þó eru flestir sammála um að einn stórviðburður stóð tvímælalaust upp úr. Er þá að sjálfsögðu átt við jólaball allra MR-inga. Má með vissu fullyrða að enginn varð fyrir vonbrigðum með þá skemmtun. Dansleikurinn var auðsjáanlega þaulskipulagður, lítil sem engin röð og gott aðgengi að fatageymslunni sem gekk greitt fyrir sig. Eftir þetta einstaka kvöld hefur íþróttaheimili KR-inga stimplað sig inn sem einn helsti viðburðastaður landsins. Hápunktur kvöldsins var þó án efa þegar stórstjarna úr Hot Chip reif upp stemminguna og tryllti lýðinn á eftirminnanlegan hátt. Inspector vappaði um svæðið í sýnu fínasta pússi með sparibros á vör og óhætt að segja að hann hafi verið hrókur alls fagnaðar. Það er vafalaust hægt að fullyrða fyrir hönd allra MR-inga að þetta var ógleymanlegt kvöld í alla staði.

Jólaballið

Föstudagurinn þrettándiHættu að lifa í blekkingu og þykjast ekki taka eftir því hvaða dagur er! Ekki halda að ÞÚ „sleppir“ því á þessum degi er ekki til neitt sem heitir heppni. Líklega er stórhættulegt fyrir þig að lesa þetta blað. Kæmi ekki á óvart að þú skerir þig „óvart“ á þessari blaðsíðu. Og hlífðargallinn og hjálmurinn sem þú ert með getur ekki bjargað þér!Nokkrar góðar staðreyndir sem þú þarft að vita:• Föstudagurinn þrettándi verður einu sinni

til þrisvar sinnum á ári• Margir verða svo óttaslegnir að þeir mæta

ekki til vinnu• Fáir geta hugsað sér að halda brúðkaup

þennan dag• Í sumum borgum er þrettándu breiðgötu

sleppt• Forn Rómverjar töldu töluna 13 vera merki

um dauða, óheppni og tortímingu.• Þekkt er að í sumum hótelum og öðrum

byggingum sé þrettándu hæðinni sleppt.• Ef þrettán manns setjast saman við

kvöldverðarborð er sagt að þeir muni allir deyja innan árs.

• Talan tólf hefur venjulega táknað fullkomnum.Talan þrettán er einungis einum fyrir ofan tólf og er táknræn fyrir förina frá fullkomnum í átt að illsku. Beinteinn á afmæli 12.12. Tilviljun?

• Til eru fjölmargar kvikmyndir og sjónvarpsþættir um daginn hræðilega.

Eigið góðan föstudag,

ritstjórnin

54

55

56