34
Aðalnámskrá framhaldsskóla Sjúkraliðabraut Menntamálaráðuneytið 2004

Aðalnámskrá framhaldsskóla : sjúkraliðabrautbrunnur.stjr.is/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/.ibmmodres/domino/Open... · Lyfjafræði LYF 103 3 ein. Náttúrufræði NÁT 103

  • Upload
    others

  • View
    7

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Aðalnámskrá framhaldsskóla Sjúkraliðabraut

Menntamálaráðuneytið

2004

Efnisyfirlit Inngangur................................................................................................................. bls. 3

Inntökuskilyrði......................................................................................................... bls. 3

Skipulag náms.......................................................................................................... bls. 3

Vinnustaðanám......................................................................................................... bls. 3

Nám og kennsla........................................................................................................ bls. 4

Mat á starfsreynslu.................................................................................................... bls. 4

Námsmat................................................................................................................... bls. 5

Lokamarkmið ........................................................................................................... bls. 5

Brautarlýsing............................................................................................................. bls. 6

Áfangalýsingar....................................................................................................... bls. 7-34

2

Inngangur Námskrá sjúkraliða lýsir skipulagi og innihaldi sjúkraliðabrautar. Í inngangi kemur fram lýsing á störfum sjúkraliða, þeim kröfum um hæfni og þekkingu sem til þeirra eru gerðar svo og rökstuðningur fyrir náminu. Gerð er grein fyrir markmiðum náms og kennslu, námsmati og skiptingu námsins í bóklegt nám og verknám í skóla, vinnustaðanám á heilbrigðisstofnunum og starfsþjálfun að loknu námi. Námskráin lýsir skipulagi sjúkraliðabrautar og er gerð grein fyrir lokamarkmiðum brautarinnar. Færnikröfur eru útfærðar nánar í einstökum námsáföngum. Framhaldsskólar sem bjóða upp á nám á sjúkraliðabraut útfæra nánar markmið í skólanámskrá. Starfsvettvangur sjúkraliða er á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, heilsugæslustöðvum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Sjúkraliði starfar á hjúkrunarsviði og vinnur undir stjórn þess hjúkrunarfræðings sem fer með stjórn viðkomandi stofnunar, deildar eða hjúkrunareiningar og ber ábyrgð á störfum sínum gagnvart honum. Sjúkraliði starfar einkum við almenna og sérhæfða umönnun sjúkra og við þau hjúkrunarstörf sem hann hefur menntun og faglega færni til að sinna. Sjúkraliðar aðstoða skjólstæðinga sína við athafnir daglegs lífs, taka þátt í að meta ástand þeirra og koma upplýsingum til yfirmanns. Þeir meta líðan og árangur hjúkrunar, skrá algengar athuganir í hjúkrunarskrá, leitast við að fyrirbyggja fylgikvilla rúmlegu og hreyfingarleysis og aðstoða við hæfingu og endurhæfingu sjúklinga. Starfsheiti sjúkraliða er lögverndað skv. lögum um sjúkraliða nr. 58/1984. Starfið krefst þess að viðkomandi hafi • umtalsverða þekkingu í heilbrigðisgreinum • hæfni í mannlegum samskiptum • góða innsýn og þekkingu á siðfræði heilbrigðisstétta • umtalsverða þekkingu og færni í hjúkrunargreinum • þekkingu á skipulagi heilbrigðisstofnana og starfssviði sjúkraliða • faglegan metnað og sýni færni við sín störf • undirstöðuþekkingu í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku Inntökuskilyrði Skilyrði til innritunar í nám á sjúkraliðabraut er að nemendur hafi lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla og einnig lokið samræmdum lokaprófum í íslensku og stærðfræði og náð tilskildum lágmarksárangri skv. ákvæðum reglugerðar um innritun nemenda í framhaldsskóla. Skipulag náms Sjúkraliðanám er samtals 120 einingar, 86 eininga bóknám, 3 eininga verknám,15 eininga vinnustaðanám og 16 vikna starfsþjálfun sem metin er til 16 eininga. Skólum er frjálst að flétta saman bóknám og vinnustaðanám að loknum fyrsta áfanga í bóklegri og verklegri hjúkrun samkvæmt skólanámskrá. Þannig getur verknám sjúkraliðanema farið fram á stofnunum samhliða bóknámi eða sem sérstök verkleg önn á námstíma. Bóknám skiptist í 25 eininga almennt nám og 64 eininga nám í sérgreinum, þar af er 40 eininga sérnám í heilbrigðisgreinum og 24 eininga nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar. Áfangalýsingar fyrir almennt bóknám er að finna í greinanámskrám aðalnámskrár framhaldsskóla frá 1999. Vinnustaðanám Vinnustaðanám er skipulagt sem 15 eininga nám á heilbrigðisstofnunum undir leiðsögn sjúkraliða/deildarstjóra. Tilgangur vinnustaðanáms er að gera nemendur hæfa til að takast á við raunverulegar aðstæður á heilbrigðisstofnunum, færa um að axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í starfi. Gert er ráð fyrir að ferilbók fylgi hverjum nemanda þar sem gerð er grein fyrir þjálfun hans í

3

vinnustaðanámi, verkefnum er lýst og mat lagt á verktækni, starfshæfni og framvindu náms. Við upphaf vinnustaðanáms er gert ráð fyrir að nemandi setji sér markmið með náminu sem verði leiðarljós í samskiptum hans við leiðbeinanda, starfsfólk og skjólstæðinga. Nemandi og leiðbeinandi í vinnustaðanámi bera ábyrgð á skráningu ferilbókar sem er hluti af námsmati. Vinnustaðanám er skipulagt út frá lokamarkmiðum náms í skóla. Stofnun sem gerir samning um vinnustaðanám nemenda skuldbindur sig til að fylgja þeim markmiðum. Kennslustjóri/deildarstjóri sjúkraliðabrautar skipuleggur og heldur utan um vinnustaðanám nema og metur hvort nemandi hafi staðist verklega áfanga í samvinnu við leiðbeinanda á deild. Starfsþjálfun Starfsþjálfun fer fram á heilbrigðisstofnunum og stendur yfir í sextán vikur. Að loknum fyrsta áfanga vinnustaðanáms er skólum frjálst að skipuleggja starfsþjálfun samkvæmt skólanámskrá. Markmið starfsþjálfunar er að nemandi þjálfist í störfum sjúkraliða, kynnist vaktaskipulagi deilda/stofnana og fái tækifæri til að bæta við sig þekkingu á ýmsum þáttum hjúkrunar. Við upphaf starfsþjálfunar setur nemandi sér markmið í samvinnu við deildarstjóra á viðkomandi deild. Deildarstjóri og sjúkraliðanemi ásamt deildarstjóra/kennslustjóra sjúkraliðabrautar fara yfir markmiðin að starfsþjálfun lokinni. Nám og kennsla Markmið náms og kennslu á starfsmenntabrautum framhaldsskóla er að gera nemandann hæfari í starfsgrein sinni og þjálfa verklega færni sem nýtist honum til starfa á atvinnumarkaði. Námið miðar að því að þjálfa færni og hæfni nemanda til þess að standast kröfur heilbrigðisþjónustunnar hverju sinni um nákvæmni, áreiðanleika og fagleg vinnubrögð. Námið á að búa nemandann undir störf við hjúkrun skjólstæðinga innan og utan stofnana. Sérstök áhersla er lögð á að þjálfa færni í að takast á við raunveruleg viðfangsefni þar sem fyrirmæli, verklýsing og vinnuaðferðir liggja fyrir. Jafnframt er leitast við að þjálfa nemandann í að takast á við ófyrirséð verkefni og aðstæður sem krefjast þekkingar, hugkvæmni, hæfni í samskiptum og rökvísi. Við skipulag kennslu er mikilvægt að taka mið af þörfum starfsgreina og mælt er með samvinnu skóla og stofnana eins og kostur er. Í aðalnámskrá framhaldsskóla er lögð mikil áhersla á að nemandi kynnist notagildi upplýsinga- og samskiptatækni og læri að beita henni. Heimilt er að meta nám nemanda í upplýsingatækni sem fram hefur farið annars staðar en í framhaldsskóla. Námsmat Með námsmati er kannað að hve miklu leyti nemandi hefur tileinkað sér þau markmið sem sett eru í viðkomandi áföngum. Reynt skal að afla sem öruggastrar og víðtækastrar vitneskju um árangur nemanda og fylgjast vandlega með því hvernig honum gengur að ná settum námsmarkmiðum. Kennarar eru hvattir til þess að meta nám nemanda með fjölbreytilegum hætti. Umfang matsins skal að jafnaði vera í samræmi við kennslu í viðkomandi áfanga. Námsmat hefur mikið notagildi í kennslu. Niðurstöður þess geta gefið kennara tilefni til þess að setja ný markmið, breyta niðurröðun námsefnis eða kennsluaðferðum. Námsmat er einnig mikilvægt fyrir nemanda til að fylgjast með framvindu náms. Námsmat getur byggst á: • verkefnum sem nemandi vinnur í kennslustundum og utan þeirra • frammistöðu í kennslustundum og árangri á hlutaprófum • skriflegu lokaprófi • leiðarbókar-/ ferilbókarskrifum • frammistöðu/færni í verknámi • sjálfsmati Lokamarkmið sjúkraliðabrautar Að námi loknu geti nemandi • skipulagt og forgangsraðað störfum sínum í samræmi við hjúkrunaráætlun

4

• aðstoðað skjólstæðinga við athafnir daglegs lífs og haft eftirlit með að frumþarfir hvers einstaklings séu hafðar í fyrirrúmi

• leiðbeint skjólstæðingum og aðstandendum þeirra varðandi athafnir daglegs lífs • tekið þátt í að meta ástand skjólstæðinga og komið upplýsingum til yfirmanns • metið líðan skjólstæðinga og árangur hjúkrunar • skráð algengar athuganir í hjúkrunarskrá • haft eftirlit með og fyrirbyggt fylgikvilla hreyfingarleysis og rúmlegu • leiðbeint skjólstæðingum og aðstandendum þeirra um gildi forvarna í daglegu lífi • aðstoðað og leiðbeint við hæfingu og endurhæfingu skjólstæðinga • sýnt hæfni í mannlegum samskiptum • sýnt faglegan metnað og færni við störf og tileinkað sér nýjungar í starfi

5

Brautarlýsing sjúkraliðabrautar 120 ein. Almennar greinar 25 ein.

Íslenska ÍSL 102 202 4 ein. Erlend mál DAN 102 ENS 102

+ 4 ein. 8 ein. Stærðfræði STÆ 102 + 2 ein. 4 ein. Lífsleikni LKN 103 3 ein. Íþróttir ÍÞR 101 111 201 211 + 2 6 ein.

Sérgreinar 64 ein. Félagsfræði FÉL 103 3 ein. Heilbrigðisfræði HBF 103 3 ein. Hjúkrunarfræði bókleg HJÚ 103 203 303 403 503 15 ein. Hjúkrunarfræði verkleg HJV 103 3 ein. Líffæra- og lífeðlisfræði LOL 103 203 6 ein. Líkamsbeiting LÍB 101 1 ein. Lyfjafræði LYF 103 3 ein. Náttúrufræði NÁT 103 123 6 ein. Næringarfræði NÆR 103 3 ein. Samskipti SAM 103 3 ein. Sálfræði SÁL 103 3 ein. Siðfræði SIÐ 102 2 ein. Sjúkdómafræði SJÚ 103 203 6 ein. Skyndihjálp SKY 101 1 ein. Sýklafræði SÝK 103 3 ein. Upplýsingatækni UTN 103 3 ein.

Vinnustaðanám 15 ein. Starfsþjálfun 16 ein.

6

Áfangalýsingar

FÉL 103 Almenn félagsfræði Undanfari: Enginn Áfangalýsing Í þessum byrjunaráfanga er fjallað um grunneiningar samfélagsins og þær skoðaðar frá sjónarhorni félagsvísinda. Fjallað er um samfélagið í ljósi þeirra áhrifa sem það hefur á einstaklinginn og líf hans. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á umhverfi sínu nær og fjær svo að þeir verði færir um að taka virkan þátt í samfélagslegum umræðum og mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt. Nemendur kynna sér félagslega þætti sem stýra hegðun og athöfnum einstaklingsins og keppt er að því að nemendur öðlist skilning á uppbyggingu og skipulagi eigin samfélags og annarra. Meginmarkmið áfangans er að nemendur öðlist undirstöðuþekkingu á grunnþáttum íslenska samfélagsins og geti borið það saman við nokkur önnur samfélög nær og fjær. Sömuleiðis að nemandinn átti sig á því hvernig samfélagið hefur áhrif á hann og hvernig hann getur haft áhrif á samfélagið. Efnið er kennt með fyrirlestrum, umræðum, verkefnavinnu, leit að upplýsingum á Netinu og geisladiskum, sem og samskiptum nemenda við aðra á Netinu. Lögð er áhersla á að nemendur sýni frumkvæði og sjálfstæði í umræðum. Verkefnavinnan skiptist í einstaklingsverkefni og hópverkefni sem krefst agaðra vinnubragða og samvinnu. Fyrir utan hefðbundin kennslugögn er ætlast til að nemendur geti nýtt sér Netið við upplýsingaöflun: þeir eiga að geta fundið gögn, unnið með þau og haft samskipti við aðra um efni áfangans. Áfangamarkmið Að nemandi þekki til félagsvísinda og geti útskýrt helstu vinnu og rannsóknaraðferðir félagsfræðinnar sem fræðigreinar Nemandi • beiti einföldum tölfræðiforritum á einföld gögn, geti fengið niðurstöður og metið þær • taki þátt í umræðum um samfélagsleg málefni og myndi sér skoðanir sem byggjast á

gagnrýninni hugsun • beiti öguðum vinnubrögðum, taki ábyrgð á eigin námi og geti unnið í samvinnu við aðra • noti Netið sem hjálpartæki við að afla þekkingar um félagsfræðileg viðfangsefni • þekki helstu hugtök sem tengjast félagsmótun • útskýri hvernig félagsmótunaraðilar (þar á meðal menningarkimar) hafa áhrif á og móta

einstaklinginn • greini grunnþætti menningar og mikilvægi hennar fyrir einstaklinginn og samfélagið • skilgreini hvað er líkt og ólíkt með mismunandi menningarheimum í eigin samfélagi og öðrum

samfélögum • þekki til helstu trúarbragða heims og geti útskýrt hlutverk þeirra og samfélagslegt gildi • safni saman upplýsingum um menningarlegan mun, flokki þær og setji fram • þekki til orsaka kynþáttafordóma og annarrar mismununar • lýsi mismunandi samfélagsgerðum • beri saman fjölskyldur og fjölskyldugerðir, fjalli um hlutverk þeirra fyrr og nú og þekki til helstu

réttinda og skyldna sem fylgja mismunandi sambúðarformi • lýsi jákvæðum hlutverkum fjölskyldunnar en einnig vandamálum í umhverfi hennar Vinnumarkaðurinn • geri sér grein fyrir atvinnumarkaði hér á landi og hvaða þættir geta haft áhrif á hann og

hverjar afleiðingarnar gætu verið • geti lýst þróun atvinnumarkaðar og atvinnuskiptingar hér á landi • þekki til helstu orsaka og afleiðinga atvinnuleysis og ræði leiðir til úrbóta

7

• fjalli um jafnrétti á vinnumarkaði • þekki til helstu hagsmunasamtaka á íslenska vinnumarkaðinum og hlutverks þeirra • geti lýst gangi mála í kjaradeilum Stjórnmál • geri sér grein fyrir uppbyggingu íslenska stjórnkerfisins • lýsi einkennum smáríkja, útskýri þjóðarétt og lýsi valdi og valdbeitingu í samskiptum þjóða • þekki helstu alþjóðlegar stofnanir og samtök, svo sem Sameinuðu þjóðirnar og

Evrópusambandið, og geti lýst uppbyggingu þeirra, áhrifum og völdum • geri grein fyrir alþjóðlegum átökum og samvinnu • fjalli um milliríkjaviðskipti og afleiðingar viðskiptahindrana Námsmat Námsmat er tvíþætt. Annars vegar er um skriflegt próf að ræða sem byggist á framangreindum markmiðum. Hins vegar er símat sem byggist á verkefnavinnu (munnlegum/skriflegum verkefnum) nemenda á önninni, sömuleiðis í samræmi við markmið áfangans. HBF 103 Heilbrigðisfræði Undanfari: Enginn Meginmarkmið Að nemandi öðlist þekkingu á viðfangsefnum og rannsóknaraðferðum heilbrigðisfræðinnar og kynnist forvörnum. Að nemandi kynni sér umræðu um heilbrigði, lífsvenjur og umhverfi og þekki áhrif og samspil þessara þátta á heilsu manna. Áfangalýsing Saga heilbrigðisfræðinnar er kynnt. Lagður er grunnur að þekkingu á viðfangsefnum og rannsóknaraðferðum heilbrigðisfræðinnar. Fjallað er um hugtök eins og heilsu, sjúkdóma, innra og ytra umhverfi. Lögð er áhersla á að nemendur meti eigin heilsu og þekki hvaða leiðir þeir eiga að fara til að auka eigið heilbrigði. Áhersla er lögð á forvarnir og leiðir til að bæta heilbrigðisástand og efla heilbrigðisvitund. Fjallað er um mismunandi heilbrigðis og félagslegar aðstæður einstaklinga og rætt um áhrif þeirra á kynhvöt og kynlíf. Skoðað er mismunandi gildismat, viðhorf og viðbrögð við kynlífi. Fjallað er um meðgöngu og fæðingu. Gerð er grein fyrir breytingaskeiði karla og kvenna. Fjallað er um helstu vímuefni í umferð og áhrif þeirra á heilbrigðisástand einstaklinga. Gerð er grein fyrir helstu flokkum örvera, smitleiðir sýkla og varnir gegn sýkingum. Fjallað er um algenga sjúkdóma í nútíma samfélagi, orsakir þeirra og forvarnir. Farið er í mengunarvarnir og aðgerðir til að vernda umhverfið og lífríkið gegn mengun. Fjallað er um algengustu slysin í nútíma samfélagi og varnir gegn þeim. Vinnuvernd kynnt. Lögð er áhersla á að nemandinn sýni sjálfstæði og frumkvæði í náminu og þá ekki síst að hagnýta sér þekkingu af ýmsum sviðum t.d. þekkingu í félagsfræði, sálfræði, líffræði og upplýsingatækni við úrlausn verkefna. Kennslan verður þannig jöfnum höndum fræðileg og verkleg, auk þess að byggjast bæði á sjálfsnámi nemandans og því sem kennarinn hefur fram að færa. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að þekkja • hugmyndafræði sem lögð er til grundvallar umfjöllun um heilbrigði • áhrif lífsvenja og umhverfis á heilsu manna • og geta útskýrt fyrsta, annars stigs og þriðja stigs forvarnir • og geta útskýrt hugtakið geðvernd • og geta útskýrt hugtökin sýkingarhæfni (virulens), sjúkdómsvaldandi baktería (patogen),

sýklalyf (antibiotika), og þekkja uppbyggingu og fjölgun baktería, veira, frumdýra og sveppa

8

• ræktunaraðferðir örvera og þekkja smitkeðju • helstu forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameins, álagssjúkdóma, beinþynningar,

geðsjúkdóma • einkenni algengustu kynsjúkdóma, meðferð þeirra og forvarnir • helstu slysagildrur í umhverfi sínu og leiðir til að fækka slysum • þá þætti sem hafa áhrif á kynhvöt barna, unglinga, fullorðinna og aldraðra • algengustu rannsóknir sem gerðar eru á verðandi mæðrum • mismunandi viðhorf einstaklinga til vímuefna • helstu heilsufarsvandamál sem stafa af neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna • mikilvægi heilnæms umhverfis og helstu mengunarvarnarleiðir • áhrif vinnuumhverfis á heilbrigði, hugtakið vinnuvernd og verksvið Vinnueftirlitsins • mikilvægi góðs aðbúnaðar á vinnustað og lög og reglugerðir um aðbúnað, hollustuhætti og

öryggi á vinnustöðum • tryggingalöggjöfina, réttindi og skyldur borgaranna hvað hana varðar Efnisatriði Heilbrigði, heilsa, sjúkdómar, umhverfi, forvarnir, heilsuefling, ytra og innra umhverfi, áhættuþættir, mengun, áhrif lífsvenja á heilbrigði, samspil erfða, umhverfis og lífsvenja, geðrækt, kynhegðun, kynvera, tengsl, smitkeðja, smitleiðir, fíkn, ábyrgð, vinnuvernd, vinnuslys, slysavarnir, slys á heimilum, umferðarslys, slys í frístundum, gildismat, lífsgæði. Námsmat Matið getur byggst á verkefnavinnu. Meta má frumkvæði nemandans, sjálfstæði í vinnubrögðum og samstarfshæfni, færni í að afla sér upplýsinga og þekkingar á sjálfstæðan hátt, hæfni í að yfirfæra þekkingu af öðrum sviðum, t.d. félagsfræði, sálfræði og líffræði. Nemendur vinna dagbók og verkefnabók sem er liður í símati. Skyndipróf úr völdu námsefni. HJÚ 103 Inngangur að hjúkrunarfræði Undanfari: Enginn Meginmarkmið Að nemandi öðlist þekkingu á grunnatriðum umönnunar skjólstæðinga. Að nemandinn kynnist forsendum hjúkrunarstarfa og um hvað þau störf snúast. Áfangalýsing Í áfanganum er fjallað um sögu og hugmyndafræði hjúkrunar. Fjallað er um grunnatriði umönnunar, andlegar, líkamlegar og félagslegar þarfir skjólstæðinga. Fjallað er um breytingar á líkamsstarfsemi og umönnun sem tengist því. Fjallað er um mikilvægi upplýsingaflæðis í hjúkrunarstörfum. Kynnt eru lög um réttindi sjúklinga. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að • þekkja sögu hjúkrunar og hugmyndafræði • þekkja helstu skipulagsform hjúkrunar • þekkja umönnunarhugtakið og geta útskýrt hvað felst í því • þekkja og geta útskýrt hvað felst í hugtökunum heilbrigði og sjúkdómsástand • þekkja helstu kenningar Henderson um hjúkrun • þekkja þarfapýramída Maslows og tengsl hans við hjúkrunarkenningar • geta gert grein fyrir mikilvægi móttöku sjúklings við innlögn • geta útskýrt samverkun andlegra, líkamlegra og félagslegra þarfa skjólstæðinga sinna • geta gert grein fyrir hlutverkum sjúkraliða í hjúkrun skjólstæðinga

9

• þekkja samhengi milli ástands skjólstæðings og hjúkrunarþarfa • hafa þekkingu á og færni til að skipuleggja og framkvæma morgunaðhlynningu • þekkja lausnarmiðaða aðferð (PBM) og skilja hvernig hún nýtist sem grundvöllur

hjúkrunarmeðferðar • geta gert grein fyrir mikilvægi athugana og skráningar í framvindu hjúkrunar • geta útskýrt mikilvægi svefns og hvíldar • geta gert grein fyrir áhrifum verkja á skjólstæðinga og þekkja helstu ráð til úrlausnar • þekkja hvaða þættir tilheyra nánasta umhverfi skjólstæðingsins og geta útskýrt mikilvægi

þess að umgangast nánasta umhverfi hans með virðingu • geta lýst helstu breytingum á lífsmörkum, athugunum og hjúkrun sem tengist því • geta skilgreint breytingar á næringarinntekt og hjúkrun sem tengist því • þekkja breytingar á vökvajafnvægi og hjúkrun sem tengist því • þekkja leiðir til að fyrirbyggja fylgikvilla rúmlegu • þekkja helstu ákvæði laga um réttindi sjúklinga • skilja mikilvægi þagnarskyldu og trúnaðar í samskiptum við skjólstæðinga. Efnisatriði Hjúkrunarhugtakið, hjúkrunarkenningar, skipulagsform, saga hjúkrunar, Florence Nightingale, innlögn, sjúkrastofan, umhverfi sjúklingsins, heilbrigði, sjúkdómsástand, lausnarmiðuð aðferð (PBM), upplýsingamiðlun, skráning upplýsinga, andleg og líkamleg vellíðan, verkir, verkjameðferð, svefn, breytingar á líkamshita, næring, vökvajafnvægi, útskilnaður, öndun, blóðrás, fylgikvillar rúmlegu, þagnarskylda, trúnaður, lög um réttindi sjúklinga. Námsmat Hlutapróf, samvinnuverkefni, skriflegt lokapróf. Hjú 203 Öldrunarhjúkrun Undanfarar (eða samhliða áfangar): HJÚ 103 og HJV 103 Meginmarkmið Að nemandi viti hvernig hægt er að efla heilbrigði og virkni aldraðra og auka lífsgæði þeirra. Að nemandi sé fær um að hjúkra öldruðum á heildrænan hátt í umhverfi þeirra innan og utan stofnana. Áfangalýsing Í áfanganum er fjallað um stöðu aldraðra í samfélaginu og þætti sem móta hana. Heilbrigðislöggjöfin og lög um félagslega þjónustu eru kynnt. Viðhorf nemanda og aldraðra sjálfra til öldrunar eru skoðuð. Helstu kenningar um öldrun eru raktar og hvernig þær móta aðgerðir stjórnvalda í öldrunarmálum. Farið er yfir helstu andlegar, félagslegar og líkamlegar breytingar sem fylgja hækkandi aldri. Lögð er áhersla á heilsueflingu og lífsgæði aldraðra. Helstu heilsufarsvandamálum aldraðra og viðeigandi hjúkrun eru gerð skil. Fjallað er ofbeldi gegn öldruðum. Kynntur verður tilgangur og notkun RAI-mats (raunverulegur aðbúnaður íbúa), vistunarmats og viðurkenndrar hjúkrunarskráningar. Fjallað er um lífslok og þau tengd siðfræðilegri umræðu. Fjallað er um mismunandi siðvenjur við lífslok. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að • geta gert grein fyrir þeim líkamlegu, andlegu og félagslegu breytingum sem fylgja hækkandi

aldri • geta skýrt mismunandi hliðar aldurshugtaksins • geta skýrt frá helstu kenningum um öldrun og tengt þær félagslegum úrræðum aldraðra

10

• geta gert grein fyrir lögbundnum réttindum aldraðra samkvæmt heilbrigðislöggjöfinni • geta gert grein fyrir viðhorfum sínum og samfélagsins til aldraðra og helstu áhrifaþáttum • geta útskýrt mikilvægi þverfaglegrar samvinnu í öldrunarþjónustu • geta gert grein fyrir áhrifum breytinga á aðstæðum og umhverfi á líðan aldraðra • þekkja helstu áhrifaþætti í heilbrigði aldraðra svo sem félagslega virkni, hreyfingu, hvíld,

mataræði og andlega vellíðan • geta gert grein fyrir helstu þáttum sem hafa áhrif á lífsgæði aldraðra • þekkja algengustu sjúkdóma og heilsufarsvandamál sem hrjá aldraða • geta sagt frá aðferðum og mælitækjum sem notuð eru til að meta vitsmunalega færni,

sjálfsbjargargetu og aðstæður aldraðra • þekkja til viðurkenndrar hjúkrunarskráningar • geta útskýrt mikilvægi virðingar og sjálfsákvörðunarréttar hins deyjandi • geta skilgreint tilgang líknandi meðferðar • þekkja til kenninga um sorgarferlið • geta gert grein fyrir mismunandi siðvenjum eftir trúarbrögðum við andlát • geta útskýrt reglur sem gilda um andlát í heimahúsi Efnisatriði Aldurshugtakið, öldrunarbreytingar, öldrunarsjúkdómar, hjúkrun og bjargráð, heilbrigðislöggjöfin, lög um félagslega þjónustu sveitarfélaga, sjón-og heyrnarskerðing, heilaáföll, Alzheimer, hjartasjúkdómar, beinþynning, byltur, ofbeldi, hreyfiskerðing, þvagleki, hjúkrunarskráning, flokkunarkerfi í hjúkrun (NANDA, NIC, NOC), umhverfisbreytingar, vistunarmat (RAI-mat), hjúkrun deyjandi, líknandi meðferð, lífslok, sorgarferlið, útfararsiðir, andlát í heimahúsum. Námsmat Lokapróf og verkefni. Vel er hægt að hugsa sér að nemandi kanni aðstæður aldraðra bæði innan og utan stofnana og skili um það skýrslu. Jafnframt gæti nemandi lýst þróun öldrunarmála síðustu áratuga í sínu sveitarfélagi og sett fram tillögur í þeim tilgangi að auka virkni og lífsgæði aldraðra. HJÚ 303 Lyflækningahjúkrun Undanfari: HJÚ 203 Meginmarkmið Að nemandi öðlist þekkingu á hjúkrun einstaklinga með bráðan og langvinnan heilsubrest. Að nemandi þekki hugmyndafræði hæfingar og endurhæfingar og geti hagnýtt hana í hjúkrunarstörfum. Áfangalýsing Í þessum áfanga er lögð áhersla á hjúkrun bráðveikra, langveikra og mikið veikra einstaklinga. Unnið er út frá hugmyndum um lausnarmiðaða aðferð (PBM). Fjallað er um krabbamein, helstu aukaverkanir krabbameinsmeðferðar og viðeigandi hjúkrun, eftirlit og athuganir. Fjallað um hjúkrun, bjargráð og meðferð einstaklinga með langvinna sjúkdóma svo sem lungnasjúkdóma, ónæmis- og ofnæmissjúkdóma, hjartasjúkdóma, þvagfæra- og meltingarsjúkdóma, taugakerfissjúkdóma og sýkingar. Bráðu sjúkdómsástandi í fyrrgreindum kerfum og viðeigandi hjúkrun gerð skil. Áhersla er lögð á mikilvægi viðurkenndrar hjúkrunarskráningar og nákvæms eftirlits í hjúkrunarstörfum. Fjallað er um mikilvægi samskipta skjólstæðinga, aðstandenda og starfsfólks í bataferlinu. Sjúkdómsgreinandi rannsóknir eru kynntar. Smitgátarvinnubrögð eru rifjuð upp og gerð er grein fyrir mismunandi tilgangi einangrunar eftir sjúkdómsástandi. Gerð er grein fyrir mismunandi hugmyndum um aðlögun að missi og hvernig hægt er að hagnýta þær við hjúkrun langveikra. Hjúkrunarkenningar eru notaðar til þess að skýra hugmyndafræðilegan grunn

11

hjúkrunar í áfanganum. Algengustu fatlanir og hugtök þeim tengd eru skilgreind. Fjallað er um menningarbundin viðhorf til heilbrigðis og sjúkdóma og viðbrögð við þeim. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að

• geta útskýrt með almennum og sértækum hætti hjúkrunarþarfir bráðveikra, langveikra og mikið veikra

• geta fjallað um áhrif bráðs og langvinns heilsubrests á sjálfsmynd og líðan • sýna fram á aukna þekkingu á mikilvægi viðurkenndrar hjúkrunarskráningar • þekkja til algengra sjúkdómsgreinandi rannsókna • geta útskýrt mikilvægi faglegrar umhyggju án tillits til stöðu, aldurs og bakgrunns

skjólstæðings • geta lýst mismunandi smitgátarvinnubrögðum við umönnun langveikra, skjólstæðinga

með ónæmisbælingu og skjólstæðinga með bráðsmitandi sjúkdóma • geta útskýrt hvernig best er að leiðbeina skjólstæðingum við athafnir daglegs lífs • geta útskýrt mikilvægi þess að sýna aðstandendum viðeigandi stuðning og samúð • þekkja til kenninga um aðlögun að sorg og missi • geta tengt umfjöllun um hjúkrun í áfanganum við hjúkrunarkenningar sem kynntar hafa

verið í fyrri áföngum • geta gert grein fyrir algengum aukaverkunum geislameðferðar og

krabbameinslyfjameðferðar • þekkja til stofnana þjóðfélagsins sem aðstoða þá er búa við langvinn veikindi og skerta

færni • geta skilgreint fötlun og gert grein fyrir algengum fötlunum, orsökum þeirra og afleiðingum • geta skilgreint hugtöking hæfing og endurhæfing • þekkja mikilvægi þverfaglegrar vinnu í meðferð skjólstæðinga • geta útskýrt hvernig viðhorf til heilsu og sjúkleika mótast af siðum og trúarbrögðum

Efnisatriði Sérhæfð hjúkrunarmeðferð, hjúkrunarskráning, athuganir, eftirlit, samskipti, nánd, sjálfsmynd, langvinnir sjúkdómar, lungnasjúkdómar, ofnæmi, hjartasjúkdómar, lost, innkirtlasjúkdómar, nýrnabilun, meltingarfærasjúkdómar, taugakerfissjúkdómar, krabbamein, geislar, frumueyðandi lyf, aukaverkanir, sýkingar, smitgát, einangrun, ónæmisbæling, ofnæmi, nýrnavél, slys, langvinnir verkir, aðlögunarleiðir, færniskerðing, hæfing, endurhæfing, sjúkdómsgreinandi rannsóknir, streita, lífshætta, líknandi meðferð, missir, fötlun, hæfing, endurhæfing, bætur, viðhorf, menningarmunur. Námsmat Verkefni, skriflegt lokapróf, hlutapróf. HJÚ 403 Handlækningahjúkrun Undanfari (eða samhliða áfangi) HJÚ 303 Meginmarkmið Að nemandi öðlist þekkingu á hjúkrun einstaklinga sem gangast undir skurðaðgerðir. Að nemandi þekki síbreytilegar hjúkrunarþarfir sem tengjast heilsubresti og breyttri líkamsímynd eftir skurðaðgerðir. Áfangalýsing

12

Í áfanganum er fjallað um hjúkrun sjúklinga fyrir og eftir skurðaðgerðir. Fjallað er um hjúkrun sjúklinga eftir slys. Gerð er grein fyrir ástandi sem getur leitt til missis líkamshluta og fjallað er um breytta líkamsímynd. Farið er í helstu rannsóknir sem gerðar eru á sjúklingum fyrir og eftir skurðaðgerðir. Fjallað er um mismunandi undibúning sjúklinga fyrir rannsóknir og skurðaðgerðir. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að

• þekkja helstu tegundir skurðaðgerða • skilja og virða ólíka upplifun á því að gangast undir skurðaðgerð • þekkja og geta útskýrt algengustu rannsóknir sem gerðar eru fyrir aðgerð • þekkja og geta útskýrt helstu atriði í undirbúningi sjúklinga fyrir aðgerðir • geta gert grein fyrir helstu athugunun á sjúklingi eftir aðgerðir • geta útskýrt muninn á deyfingu og svæfingu • geta útskýrt mikilvægi nákvæmrar skráningar í hjúkrun eftir aðgerðir • geta útskýrt ólík viðbrögð einstaklinga við bráðri innlögn á sjúkrahús • geta talið upp einkenni losts • þekkja forsendur vökvagjafa í æð og geta útskýrt mikilvægi réttrar umgengni við æðaleggi • þekkja einkenni aukaverkana við blóðgjafir og viti hvernig skal bregðast við þeim • þekkja sogtæki og geta útskýrt í hverju notkun þeirra felst • þekkja forsendur sondugjafar • þekkja helstu gerðir stóma og algengustu orsakir þess að einstaklingur fær stóma • geta meðhöndlað hjálpartæki stómaþega • geta útskýrt muninn á slagæða-og bláæðasárum, skurðsárum og áverkasárum og

útskýrt algengustu meðferðir við sáragræðingu • þekkja mismunandi umgengnisreglur við sjúklinga sem hafa hrein eða sýkt sár • þekkja algengustu gerðir sáraumbúða og geta umgengist sótthreinsaðar sáraumbúðir rétt • þekkja einkenni og orsakir bráðra verkja og algengustu bjargráð • þekkja helstu gervilimi og -líffæri • geta gert grein fyrir viðhorfum sínum til líffæraígræðslu og líffæragjafa

Efnisatriði Skurðaðgerðir, fylgikvillar, beinbrot, höfuðáverkar, slys, bráðir verkir, dragaverkir, blæðingar, undirbúningur, eftirlit, mat, blóðgjafir, skolanir, sog, hjúkrunarskráning, vökvagjöf í æð, sondunæring, stóma, gerviliðir, gervibrjóst, gervilimir, líkamsímynd, sýkingar, smitgát, rannsóknaraðferðir, sogtæki, líkamsímynd, sár, sárameðferð, hreinar umbúðir, sótthreinsaðar umbúðir, líffæraígræðsla, líffæragjafir, röntgen, speglanir, ástungur, ómun, steinabrjótur, kerar (dren), svæfingar, deyfingar, lost. Námsmat Verkefni, hlutapróf, hópavinna, verkleg próf, skriflegt lokapróf. HJÚ 503 Samfélagshjúkrun Undanfari: HJÚ 403 Meginmarkmið Að nemandi kynnist hugmyndafræði fjölskyldu- og heilsugæsluhjúkrunar með forvarnir að leiðarljósi. Að nemandi þekki áhrif geðraskana á einstaklinga og fjölskyldur og kynnist þróun og meðferðarformum algengra geðsjúkdóma.

13

Áfangalýsing Í áfanganum er lögð áhersla á heildarhyggju. Fjallað er um hugtök og kenningar í fjölskylduhjúkrun. Farið er í kenningar um þroskaferil fjölskyldunnar, þarfir og verkefni fjölskyldumeðlima á ýmsum þroskastigum. Hugtök og kenningar í tengslum við barneignir eru kynntar. Farið er í hugmyndafræði heilsueflingar og hjúkrunarviðfangsefni í tengslum við fjölskyldu- og heilsugæsluhjúkrun. Fjallað er um meðgöngu, fæðingu og þroska barna og unglinga. Farið er í ofbeldi í fjölskyldum og afleiðingar þess. Fjallað er um barnahjúkrun og áhrif sjúkdóma á þroska og afkomu fjölskyldunnar. Hugmyndafræði geðhjúkrunar er kynnt. Fjallað er um algengar geðraskanir, forvarnir, meðferð og endurhæfingu geðsjúkra með áherslu á fjölskyldumiðaða nálgun. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að • þekkja helstu kenningar um þroskaferil fjölskyldunnar og viðfangsefni á mismunandi

þroskastigum • geta gert grein fyrir hugmyndafræði heilsueflingar og heilbrigðisfræðslu • þekkja eðlilegt barneignarferli og frávik • þekkja eðlilegan vöxt og þroska barna og unglinga • þekkja ýmis einkenni ofbeldis innan fjölskyldu og afleiðingar þess • vera færir um að greina og túlka áhættur í umhverfi barna og unglinga • þekkja viðbrögð barna og unglinga við sjúkdómum og vanheilsu • geta mætt mismunandi hjúkrunarþörfum barna og unglinga • þekkja þær breytingar sem verða hjá fjölskyldum þegar barn þarf vistun á stofnun • þekkja þörfina á þverfaglegri samvinnu í fjölskylduhjúkrun • þekkja meginhugtök í geðhjúkrun og hafi yfirsýn yfir algeng meðferðarform • geta greint frá helstu þáttum er tengjast hugmyndafræði geðhjúkrunar. Efnisatriði Heildarhyggja, fjölskyldan, þroskakenningar, heilsuefling, heilbrigðisfræðsla, barneignarferli, meðgöngukvillar, alvarlegir sjúkdómar á meðgöngu ásamt bjargráðum, valkostir í fæðingaþjónustu, eðlileg fæðing, Apgar, ungbarnagula, súrefnisskortur í fæðingu, keisaraskurður, sogklukka, tangir, sængurlega, brjóstagjöf, barnvæn sjúkrahús, ungbarnaeftirlit, mæðravernd, þroskaverkefni, heimahjúkrun, forvarnir, Calgary líkanið, kenning Diane Baumrind, hreyfiþroski, málþroski, þroskamat, ofbeldi, þroski, kynþroski, kynheilbrigði, sjálfsmynd, áhættuhegðun, sótthiti, vefjaþurrkur, heilahimnubólga, höfuðáverkar, lungnabólga, astmi, þvagfærasýkingar, verkjamat, verkjameðferð, sjúkrahúsvist, fjölskyldusjúkdómar, djúpslökun, geðrækt, hugræn atferlismeðferð, geðröskun, fordómar, færniskerðing, lífsgæði, endurhæfing, ofskynjanir, nauðungarvistun, nevrosur, stimplun (stigma), sturlun. Námsmat Verkefni, hlutapróf og lokapróf. HJV 103 Verkleg hjúkrun Undanfari eða samhliða áfangi: HJÚ 103 Meginmarkmið Að nemandi geri sér grein fyrir mikilvægi daglegrar umönnunar sjúklinga. Að nemandi þekki og geti sýnt fram á færni við umönnun sjúkra og aldraðra. Áfangalýsing

14

Í áfanganum er fjallað um nánasta umhverfi sjúklings, sjúkrarúmið og sjúkrastofuna. Fjallað er um persónulegar þarfir sjúklinga og leiðir til að mæta þeim. Fjallað er um fylgikvilla rúmlegu, mælingar á lífsmörkum og skráningu þeirra. Fjallað er um sýnatökur og frágang sýna. Að lokum er fjallað um undirbúning sjúklinga fyrir aðgerðir. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að þekkja • sjúkrarúm og kunna að nýta helstu möguleika þess • nánasta umhverfi sjúklings • mismunandi aðferðir við böðun sjúklinga svo sem í rúmi, handklæðaböðun og böðun í

baðkeri • helstu hjálpartæki og geta notað þau svo sem hjólastóla og göngugrindur • mismunandi heyrnartæki og gleraugu og stillingar þeirra • mikilvægi mismunandi legu sjúklings í rúmi og geta hagrætt honum á mismunandi hátt • mikilvægi munnhirðu og geti framkvæmt tannburstun og sérstaka munnhirðu • mikilvægi fæðu- og vökvainntöku, geti undirbúið og framkvæmt mötun sjúklings og skráð • mikilvægi þess að umgangast þvagleggi og þvagpoka rétt • þekki helstu gerðir af þvagflöskum og geti notað þær • mikilvægi réttrar þvagsýnitöku, geti framkvæmt hana og gengið frá sýni • mikilvægi blóðþrýstingsmælinga, geti undirbúið og framkvæmt þær og skráð niðurstöður • mikilvægi þess að mæla líkamshita rétt og geti undirbúið, framkvæmt og skráð mælingu • helstu stómagerðir og hjálpartæki • helstu aðferðir við að hreinsa endaþarm fyrir aðgerðir • helstu aðferðir við að hreinsa húðsvæði fyrir aðgerðir. Að loknu námi í áfanganum á nemandi að geta • umgengist sjúkrastofuna á viðeigandi hátt • annast daglegan umbúnað sjúkrarúms frá hlið og höfðagafli, bæði þegar það er tómt og

þegar sjúklingur er í rúminu • undirbúið og veitt almenna morgunaðhlynningu • hirt hár og skegg sjúklinga, snyrt fætur þeirra og neglur • fylgst með útskilnaði úrgangsefna frá þvag- og meltingarfærum og skráð útskilnað • framkvæmt bekjugjöf • tekið hægðasýni og gengið frá því • undirbúið, framkvæmt og skráð púlstalningu • metið öndun Efnisatriði Umhverfi sjúklings og mismunandi aðstæður, umbúnaður, aðhlynning, sjúkraeining, sjúkrarúmið, sjúkrastofan, persónuleg aðhlynning, böðun, munnhirða, hárhirða, skegghirða, fót- og naglhirða, hreyfing, fylgikvillar hreyfingarleysis, hjálpartæki, lega í rúmi, næringar- og vökvajafnvægi, skráningar, smitgát, skolherbergi, útskilnaður, þvagsýnatökur, hægðasýnatökur, hrákasýnatökur, stomía, mæling lífsmarka og skráning, úthreinsun úr endaþarmi, rakstur- og sótthreinsun húðsvæðis. Námsmat Verkleg próf, verkefnavinna, sjálfsmat, ferlibók.

15

LOL 103 Líffæra- og lífeðlisfræði Æskilegur undanfari: NÁT 103 Meginmarkmið Að nemandi hafi yfirlit yfir byggingu mannslíkamans og grundvallarskilning á starfsemi hans. Að nemandi þekki starfsemi frumna, vefjagerðir, helstu líffæri og líffærakerfi og geri sér grein fyrir samspili þeirra í viðhaldi á samvægi í líkamanum. Að nemendur hafi staðgóða þekkingu á byggingu og starfsemi þekjukerfis, beinakerfis, vöðvakerfis, taugakerfis og innkirtlakerfis. Áfangalýsing Farið er yfir skipulagsstig líkamans og öll líffærakerfin kynnt. Hugtakið samvægi er útskýrt svo og starfsemi afturvirkra stjórnkerfa. Farið er yfir grundvallarhugtök líffærafræðinnar. Latnesk heiti eru notuð í allri umfjöllun. Bygging og starfsemi frumna og frumuskiptinga er rifjuð upp. Sérstök áhersla er lögð á lífeðlisfræði frumuhimnunnar. Stutt ágrip af vefjafræði. Fjallað er um helstu einkenni hvers vefjaflokks og skiptingu í undirflokka. Farið er í byggingu þekjukerfis og margþætt starfsemi húðar útskýrð. Fjallað er um bein og liði og hlutverk þeirra. Farið er í byggingu og starfsemi vöðvafrumna og starfsemi einstakra vöðva og vöðvahópa er skoðuð. Fjallað er um starfsemi taugakerfis og flokkun þess. Farið er í byggingu taugafrumna og starfsemi þeirra útskýrð. Umgerð og byggingu miðtaugakerfisins eru gerð skil. Farið í mænuviðbrögð, mænutaugar, taugaflækjur og byggingu og svæðaskiptingu heilans. Flokkun og starfsemi dultaugakerfisins er útskýrð. Lífeðlisfræði skynjunar er útskýrð og fjallað um byggingu og starfsemi allra skynfæranna. Farið er í almenna þætti er tengjast innkirtlakerfinu og síðan farið í byggingu og starfsemi allra innkirtla líkamans. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að • geta gert grein fyrir mikilvægi samvægis í líkamanum og útskýrt hvernig því er stjórnað á

afturvirkan hátt • þekkja latnesk heiti helstu líkamssvæða og skilji hvernig heitin eru notuð til að lýsa áttum í

líkamanum • þekkja byggingu og starfsemi frumna og samskipti þeirra við utanfrumuumhverfið • geta gert grein fyrir því hvernig starfsemi líkamans í heild endurspeglar starfsemi allra frumna

hans • geta útskýrt hugtakið líkamsvefur, þekkja fjóra megin vefjaflokka líkamans og helstu einkenni

þeirra, skiptingu í undirflokka og geta útskýrt á hverju flokkunin byggist • geta gert grein fyrir byggingu og starfsemi húðar og húðlíffæra • þekkja hlutverk beinakerfis í líkamanum og geta gert grein fyrir mikilvægi þess í viðhaldi á

samvægi • kunna skil á byggingu beinagrindarinnar og svæðaskiptingu og þekkja latnesk heiti einstakra

beina og mikilvægustu beinhluta • þekkja hugtakið „liður“ og geta gert grein fyrir helstu liðflokkum og útskýrt á hverju flokkunin

byggist • þekkja frumubyggingu beinagrindarvöðva og geta útskýrt samdráttarferilinn til hlítar • geta gert grein fyrir orkubúskap vöðva • þekkja skiptingu vöðvakerfis í vöðvahópa, latnesk heiti helstu vöðva líkamans og geta gert

grein fyrir hreyfingu þeirra • þekkja flokkun taugakerfisins eftir byggingu og starfsemi • geta rakið feril boðspennu • þekkja helstu taugaboðefni og hlutverk þeirra • geta útskýrt hvernig miðtaugakerfið er varið með beinum, himnum og vökva

16

• þekkja byggingu mænunnar og geti rakið einfalt mænuviðbragð • þekkja byggingu og svæðaskiptingu heilans og þekki meginhlutverk hvers svæðis • geta gert grein fyrir mikilvægi dultaugakerfisins í samvægisstjórnun • geta útskýrt ferli skynjunar og geti gert grein fyrir byggingu og starfsemi skynfæra líkamans • geti útskýrt hvernig innkirtlakerfið vinnur og gert grein fyrir mikilvægi þess í samvægisstjórnun • þekkja innkirtla líkamans og vita hvaða áhrif þeir hafa á líkamsstarfsemina.

Efnisatriði Líffærafræði, lífeðlisfræði, skipulagsstig, samvægi, afturvirk stjórnun, svæðaskipting, áttir, líkamshol, fruma, frumulíffæri, himnuspenna, flutningur yfir himnur, frumuskiptingar, vefur, vefjaflokkar, þekjukerfi, lagskipting húðar, líffæri húðar, beinakerfi, beinmyndun, flokkun beina, beinagrind, liðir, liðflokkar, flokkun taugakerfis, taugafruma, taugaboð, taugaboðefni, heilahimnur, heila- og mænuvökvi, mæna, mænutaugar, taugaflækjur, mænuviðbrögð, heili, svæðaskipting heila, heilataugar, sympatíska- og parasympatíska taugakerfið, almenn og sérhæfð skynjun, sjón, heyrn, lyktarskyn, bragðskyn, jafnvægisskyn, skynjun húðar, hormón og eðli þeirra, innkirtlar líkamans. Námsmat Skriflegt lokapróf sem byggir á framangreindum markmiðum og símat á formi verkefnavinnu og smærri prófa. LOL 203 Líffæra- og lífeðlisfræði Undanfari: LOL 103 Meginmarkmið Að nemandi dýpki skilning sinn á byggingu og starfsemi mannslíkamans og þjálfist í að nota hugtök líffærafræðinnar. Að nemandi hafi staðgóða þekkingu á byggingu og starfsemi hringrásarkerfis, vessakerfis, öndunarkerfis, meltingarkerfis, þvagkerfis og æxlunarkerfis og geri sér grein fyrir hlutdeild þeirra í samvægisstjórnun. Áfangalýsing Í áfanganum er farið í latnesk heiti líffæra- og líkamshluta. Blóðinu eru gerð skil, farið í eðliseinkenni þess, efnasamsetningu og hlutverk, blóðfrumur og einkenni hverrar gerðar. Blóðflokkakerfið er útskýrt og farið í ferli blóðstorknunar. Farið er í byggingu hjartans og lífeðlisfræði hjartavöðvans. Farið er í byggingu og starfsemi blóðæða og hringrásir blóðs um líkamann. Blóðþrýstingur og blóðþrýstingsstjórnun er útskýrð. Farið er í byggingu og hlutverk vessakerfisins og gerð grein fyrir varnarkerfi líkamans. Byggingu og starfsemi öndunarkerfis eru gerð skil svo og stjórnun öndunar. Farið er í byggingu og starfsemi meltingarkerfisins. Starfsemi nýrna er útskýrð og byggingu þvagkerfisins gerð skil. Farið er í vökva-saltvægi ásamt sýru-basa stjórnun. Farið er í byggingu og starfsemi æxlunarkerfanna og hormónastjórnun æxlunar útskýrð. Fósturþroski er útskýrður svo og hormónastjórnun meðgöngu. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að • þekkja eðliseinkenni blóðs og hlutverk þess í líkamanum • þekkja megingerðir blóðfrumna, einkenni þeirra og hlutverk og vita hvar þær myndast • geta útskýrt þau ferli sem hindra blóðtap úr líkamanum (haemostasis). • geta útskýrt á hverju ABO og Rhesus blóðflokkakerfin grundvallast. • þekkja byggingu hjarta og geta rakið streymi blóðs um hjartað • þekkja leiðslukerfi hjarta og geta útskýrt eðli hjartsláttar • geta útskýrt hvað EKG er og til hvers það er notað

17

• þekkja hlutverk kransæða og gera sér grein fyrir mikilvægi þeirra • geta lýst atburðum í einum hjartahring • geta borið saman byggingu og hlutverk mismunandi blóðæða • þekkja leiðir blóðs um líkamann í meginhringrás, lungnahringrás og portæðakerfi lifrar • kunna skil á þeim þáttum sem ákvarða blóðþrýsting og vita hvernig þeim er stjórnað • þekkja þríþætt hlutverk vessakerfisins, byggingu þess og starfsemi og geta fylgt eftir flæði

vessa um kerfið • þekkja helstu þætti almenna varnarkerfisins og geta útskýrt muninn á almennum og

sértækum vörnum líkamans • geta útskýrt sambandið milli mótefnavaka og mótefnis • þekkja B- og T-eitilfrumur og geta borið saman frumumiðlað ónæmi og

mótefnamiðlað ónæmi • þekkja mismunandi gerðir T-eitilfrumna og hlutverk þeirra • þekkja byggingu og starfsemi öndunarkerfisins og þátttöku þess í samvægisstjórnun • þekkja hugtök yfir rúmtak lungna og geta útskýrt ferli inn- og útöndunar • geta útskýrt hvernig súrefni og koltvíoxíð flyst með blóði • geta útskýrt stjórnun öndunar og rakið þætti sem hafa áhrif á hraða og dýpt öndunar • þekkja hvað felst í hugtakinum melting og geta skilgreint muninn á mölun og efnameltingu • geta lýst lagskiptingu í vegg meltingarvegs • þekkja byggingu og starfsemi bæði aðallíffæra og aukalíffæra meltingar • þekkja helstu meltingarensímin og áhrif þeirra • geta gert grein fyrir stjórnun meltingar og hlutverki meltingarkerfis í samvægisstjórnun • geta lýst ytri og innri byggingu nýrna og útskýrt starfsemi þeirra • geta lýst byggingu nýrungs og tengt hana við þríþætt ferli þvagmyndunar • þekkja hormónastjórnun þvagmyndunar og geta rakið þvaglosunarferlið • geta skilgreint mismunandi vökvahólf líkamans og leiðir til að viðhalda vatns- og saltvægi og

sýru-basavægi • geta lýst byggingu og starfsemi líffæra í æxlunarkerfi karla og kvenna • þekkja hlutverk kynhormóna karla og geta útskýrt myndun og þroskun sáðfrumna • geta gert grein fyrir hormónastjórnun í æxlunarkerfi kvenna, tíðahring og þroskun eggs • geta útskýrt frjóvgun og fyrstu daga fósturþroskans • geta útskýrt myndun fósturlaganna þriggja og vita hvaða líffærakerfi þroskast út frá þeim • þekkja utanfósturhimnurnar og viti hvaða hlutverki þær gegna • geta útskýrt myndun, byggingu og hlutverk fylgju og naflastrengs • vita hvernig fósturhringrás breytist eftir fæðingu • þekkja hormónastjórnun meðgöngu • þekkja þrjú stig fæðingar Efnisatriði Heilblóð, blóðvökvi, blóðfrumur, blóðflokkar, haemostasis, blóðstorknun, gollurshús, hjarta, hjartalokur, gangráður, leiðslukerfi, EKG, kransæðar, hjartahringur, systola, diastola, útfall hjarta, blóðæðar, hringrásir blóðs, blóðþrýstingur, vessi, vessaæðar, vessalíffæri, almennar varnir, sértækar varnir, T- frumur, B-frumur, frumumiðlað ónæmi, mótefnamiðlað ónæmi, mótefni, mótefnavaki, öndunarkerfi, öndunarvegur, lungnablöðrur, lungu, loftskipti, öndunarhreyfingar, flutningur lofttegunda með blóði, stjórnun öndunar, mölun, efnamelting, meltingarlíffæri, meltingarensím, stjórnun meltingar, þvagkerfi, nýru, nýrungur, þvagmyndun, þvagstillivaki, vökvahólf, vökva-salt vægi, sýru-basa vægi, æxlunarkerfi, kynhormón, sáðfrumumyndun, eggmyndun, tíðahringur, frjóvgun, fósturvísir, utanfósturhimnur, fylgja, naflastrengur, meðganga, fæðing

18

Námsmat Skriflegt lokapróf sem byggist á framangreindum markmiðum og símat í formi verkefnavinnu og smærri prófa LÍB 101 Líkamsbeiting og vinnutækni Undanfari: Enginn Meginmarkmið Að nemandi þekki hina ýmsu þætti í vinnuumhverfinu sem hafa áhrif á líkamlega og andlega líðan. Að nemandi þekki leiðir til að draga úr líkamlegu og andlegu álagi við vinnu. Að nemandi fái þjálfun í réttri líkamsbeitingu og vinnutækni við ólíkar aðstæður og mismunandi störf. Áfangalýsing Í áfanganum er fjallað um áhrif vinnuumhverfis á starfsmanninn svo sem hvernig stærð og skipulag vinnurýmis, rúm, stólar, borð og hjálpartæki hafa áhrif á vinnuaðstöðu og vinnuhreyfingar. Rætt er um grundvallaratriði góðrar vinnutækni sem gerir einstaklingnum kleift að átta sig á hvort vinnuaðferðir hans séu hættulegar með tilliti til álags á líkamann. Kynnt verða ýmis hjálpartæki sem geta dregið úr líkamlegu álagi við vinnu og hættu á álagsmeinum. Í verklegum hluta eru ýmis hjálpartæki kynnt og áhersla lögð á rétta líkamsbeitingu og vinnutækni. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að • þekkja mikilvægi réttrar líkamsbeitingar • þekkja afleiðingar rangrar líkamsbeitingar og vinnutækni • þekkja einkenni of mikils líkamlegs og andlegs álags • geta hagnýtt sér aðferðir og leiðir í forvörnum • þekkja þætti í vinnuumhverfinu sem hafa óæskileg áhrif á heilsu og líðan og þekkja leiðir til

að verjast þeim • þekkja leiðir til að efla heilsu og vellíðan • búa yfir færni í réttri líkamsbeitingu og vinnutækni Námsmat Lokapróf og/eða símat. Nemandi leysir ýmis verkefni með og án hjálpartækja. LYF 103 Lyfjafræði Æskilegir undanfarar: LOL 203 og SJÚ 203 Meginmarkmið Að nemandi þekki verkanir og aukaverkanir lyfja í nokkrum stórum lyfjaflokkum og kannist við helstu skammtastærðir þeirra og milliverkanir. Að nemandi kynnist ýmsum mikilvægum þáttum sem tengjast lyfjafræði, svo sem lyfjaskrám, lyfjaformum og frásogi, dreifingu og útskilnaði lyfja. Áfangalýsing Þessi áfangi er blanda af almennri lyfjafræði, lyfjahvarfafræði og lyfhrifafræði. Aðal áherslan er lögð á lyfhrifafræðina, þ.e. lyfjaflokkana. Í áfanganum er farið í helstu maga- og þarmalyf, öndunarfæralyf, húðlyf, tauga- og geðlyf, sykursýkislyf, hjarta- og æðasjúkdómalyf.

19

Einnig er farið almennt í lyfjaskrár og nemandi lærir að leita upplýsinga um lyf í Sérlyfjaskrá. Farið er stuttlega í ATC-flokkunarkerfið og í geymslu og fyrningu lyfja. Útskýrð eru ýmis atriði sem tengjast lyfjafræði, svo sem almenn verkun, staðbundin verkun, aðgengi lyfja “first-pass” áhrif, helmingunartími, læknisfræðilegur stuðull og blóðstyrkskúrfur. Einnig er farið í mismunandi lyfjaform. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að

• þekkja helstu grunnhugtök sem tengjast lyfjafræði • þekkja muninn á samheiti og sérheiti lyfs • geta leitað upplýsinga í Sérlyfjaskrá og notfært sér þær • geta gert grein fyrir þeirri ábyrgð sem felst í umgengni við lyf • þekkja skömmtunarferli lyfja • geta talið upp helstu frásogsstaði lyfja • þekkja algengustu lyfjaformin og skammstafanir þeirra • geta útskýrt gerð og kosti langvirkra lyfjaforma • þekkja helstu lyfin sem notuð eru við brjóstsviða, magabólgu og magasári, verkun þeirra,

auka- og milliverkanir og skammtastærðir • þekkja flokka hægðalyfja og helstu lyfin í hverjun flokki, verkun, auka- og milliverkanir og

skammtastærðir • þekkja öndunarfæralyfin og þá einkum astmalyfin, verkun þeirra, auka- og milliverkanir og

skammtastærðir • þekkja helstu flokka húðlyfja svo sem barkstera og sveppalyf • þekkja muninn á sterkum og vægum verkjalyfjum, lyfjaheiti, verkun, auka- og milliverkanir

og skammtastærðir • getja útskýrt verkunarmáta bólgueyðandi lyfja • þekkja helstu róandi lyf og svefnlyf, verkun, auka- og milliverkanir • þekkja geðdeyfðarlyf og sefandi lyf, verkun þeirra og auka- og milliverkanir • þekkja helstu flokka blóðþrýstingslækkandi lyfja, lyfjaheiti, verkun og auka- og

milliverkanir • þekkja angínulyf (nítröt), lyfjaheiti, verkun, auka- og milliverkanir • þekkja þvagræsilyf, verkun, auka- og milliverkanir • þekkja lyf við sykursýki, bæði týpu I og týpu II, verkun þeirra og auka- og milliverkanir.

Efnisatriði Lyfjaskrár, Sérlyfjaskrá, sérheiti, samheiti, ATC-flokkunarkerfið, skammstafanir, almenn verkun, staðbundin verkun, frásog, frásogsstaðir, dreifing, útskilnaður, aðgengi, “first-pass” áhrif, helmingunartími, læknisfræðilegur stuðull, blóðstyrkskúrfur, lyfjaform, langvirk lyfjaform, forðaplástrar, lyfjaskömmtun sýrubindandi lyf, sýruhemjandi lyf, sárasjúkdómalyf, bakflæðislyf, uppþembulyf, hægðalyf, lyf gegn niðurgangi, gyllinæðarlyf, væg verkjalyf, sterk verkjalyf, bólgueyðandi lyf, hóstastillandi lyf, slímlosandi lyf, ofnæmislyf, astmalyf, mýkjandi og húðverndandi lyf, kláðastillandi lyf, barksterar, psoriasislyf, sveppalyf, róandi lyf, svefnlyf, þunglyndislyf, sefandi lyf, blóðþrýstingslækkandi lyf, nítröt, þvagræsilyf, insúlín, sykursýkislyf til inntöku. Námsmat Verkefni, hlutapróf og lokapróf.

20

NÁT 103 Líffræði Áfangalýsing Í þessum grunnáfanga fer fram kynning á séreinkennum líffræði sem vísindagreinar, tengslum við aðrar greinar, þróun og hlutverki líffræðirannsókna með íslenskar aðstæður að leiðarljósi. Í áfanganum eru teknir fyrir ýmsir grundvallarþættir lifandi náttúru, sameinkenni lífvera og ferli sem tengja lífverur hvers vistkerfis saman. Bygging frumunnar og starfsemi er tekin til umfjöllunar og efnisþættir hennar eru skoðaðir út frá gerð og hlutverki. Fjallað er um grundvallarþætti erfðafræði, um gerð og starfsemi vistkerfa með áherslu á efna og orkuflutning, mikilvægi fjölbreytileikans innan þeirra og áhrif mannsins. Þá er gerð grein fyrir helstu flokkum lífvera með áherslu á örverur og hugmyndir um uppruna lífs á jörðu. Lögð er áhersla á að í áfanganum velji nemendur sér nokkur sérhæfð en fjölbreytt verkefni sem krefjast upplýsingaöflunar, vettvangsathugana og náttúruskoðunar, vinni þau og kynni á ýmsan hátt. Verkefnin skulu eiga það sameiginlegt að fjalla um samspil náttúru, tækni og samfélags; gagnvirk tengsl náttúru og menningar; og þá þætti eða öfl sem mestu ráða um umgengni okkar við náttúruna og auðlindir jarðar. Áfangamarkmið Nemandi • geri sér grein fyrir eðli og hlutverki líffræðinnar sem vísindagreinar en í því felst að

- geta rökstutt viðhorf sín til líffræðilegra dægurmála - geta gert greinarmun á vísindum, hjávísindum og trú - geta nefnt dæmi um þróun líffræðilegra hugmynda frá fortíð til nútíðar

• þekki vísindalega aðferð og þjálfist í að beita nokkrum rannsóknaraðferðum líffræðinnar en í því felst að - geta skilgreint líf og nefnt dæmi sem eru á mörkum lifandi og lífvana ástands - gera sér grein fyrir mikilvægi grunnrannsókna - geta notað greiningarlykla, smásjá og fleiri tæki við lausn líffræðilegra viðfangsefna - geta metið og túlkað niðurstöður rannsókna

• þekki helstu efnaflokka sem lífverur eru byggðar úr og hlutverk þeirra en í því felst að - geta gert greinarmun á byggingarefnum, orkugefandi efnum og stýriefnum í efnaskiptum - þekkja eðli og mikilvægi ensíma í lífsstarfseminni og helstu þætti sem hafa áhrif á

starfsgetu þeirra - þekkja gerð litninganna og hlutverk þeirra

• þekki gerð og starfsemi frumna en í því felst að - geta útskýrt í máli og myndum gerð helstu frumulíffæra og starfsemi þeirra - geta útskýrt hvernig frumur taka inn og nýta sér næringarefni og losa úrgang - geta lýst hvernig frumur fjölga sér - þekkja mun á kjarnafrumum og dreifkjörnungum - geta lýst ólíkum frumugerðum og nefnt dæmi um sérhæfingu og verkaskiptingu frumna í

fjölfruma lífverum • geti tengt sjúkdóma í lífverum við óeðlilega frumustarfsemi • skilji grunnhugmyndir í erfðatækni en í því felst að

- þekkja í megindráttum gerð og verkun erfðaefnisins frá geni til myndunar prótíns - geta lýst einföldum erfðum og kynbundnum

• þekki lífshætti og gerð veira, gerla (baktería), sveppa og sníkjudýra og geti í því sambandi - lýst samskiptum þeirra við aðrar lífverur til góðs og ills

• þekki gerð og þróun íslenskra vistkerfa á landi, í vatni og á sjó en í því felst að - þekkja samskiptaform lífvera innan vistkerfa - geta útskýrt mikilvægi fjölbreytileika lífvera fyrir heilbrigði vistkerfa - geta lýst flutningi efna á milli lífvera og lofthjúps - skilja gildi ósonlagsins og koltvíoxíðs í andrúmslofti fyrir lífverur

21

- gera sér grein fyrir hvernig vistkerfi eru nýtt í þágu manna og hver eru helstu vandamál þar að lútandi

Efnisatriði Lifandi vera, lífríki, vísindaleg aðferð, helstu efnaflokkar lífvera, byggingarefni, orkugefandi efni, stýriefni efnaskipta, ensím, einfrumungur, fjölfrumungur, kjarnafruma, dreifkjörnungur, frumulíffærin og hlutverk þeirra, frumuát, velli, flæði, osmósa, ljóstillífun, orkuvinnsla, myndun efna, ýmsar frumugerðir, frumuskipting, kyntengdar erfðir, kynfruma, okfruma, litningar, gen, DNA, RNA, prótein, próteinmyndun, mítósa, meiósa, einlitna, tvílitna, klónun, erfðabreyttar lífverur, genaferja, móðurfruma, dótturfruma, bygging og lífshættir veira, baktería (gerla) og sveppa, gerð vistkerfa á Íslandi á landi, í vötnum og í sjó og sérkenni þeirra, lífvist, líffélag, fæðukeðja, íslenskir dýrastofnar og nýting þeirra, breytingar á stofnstærð, framvinda vistkerfa, gildi ósonlags og koltvíoxíðs fyrir lífverur, sjálfbær nýting, samspil manna og náttúru. NÁT 123 Eðlis- og efnafræði Áfangalýsing Í áfanganum eru tekin fyrir viðfangsefni úr náttúru og nútímatækni þar sem tvinnast saman nokkur grundvallareðlis og efnafræðilögmál og kenningar. Orkulögmálið er þungamiðja áfangans og ýmsar myndir þess tengdar tækni með íslenskar aðstæður að leiðarljósi.Gert er ráð fyrir að farið verði í öll þau atriði sem útlistuð eru í áfangamarkmiðunum en útfærsla þeirra verði mismikil eftir áherslum skóla og áhugasviðum nemenda. Þannig geti nemandi dýpkað þekkingu sína nokkuð á völdum viðfangsefnum áfangans, samþætt verkefnið öðrum NÁTáföngum og fleiri greinum og jafnvel átt í samstarfi við aðila utan skólakerfisins. Verkefnin skulu eiga það sameiginlegt að fjalla um samspil náttúru, tækni og samfélags, gagnvirk tengsl náttúru og menningar og þá þætti eða öfl sem mestu ráða um umgengni okkar við náttúruna og auðlindir jarðar. Áfangamarkmið Að nemandi • kunni skil á orku sem kemur við sögu við hringrás vatns í náttúrunni en í því felst að

- skilja hvernig vatn hreinsast við uppgufun og mikilvægi hreins - grunnvatns og þekkja dæmi um efnamengun sem getur spillt - vatnsbólum - vinna þversnið af vatnsorkuvirkjun, geta útskýrt í grófum dráttum helstu þætti hennar og

reiknað aflið sem vatnsfallið gefur - útskýra hvernig raforku er dreift til notenda

• þekki til orkunotkunar á heimilum en í því felst að - geta lýst jarðvarmaveitu í grófum dráttum og reiknað varmaorkuna sem nýtt er úr

hitaveituvatni þegar það rennur um hitunarkerfi húss - geta útskýrt hvernig örbylgjuofn starfar, mælt nýtni hans og borið hana saman við nýtni

annarra ofna • þekki þróun atómkenningarinnar og gerð frumefna en í því felst að

- geta rakið hvernig hugmyndir manna um atómið hafa þróast - geta útskýrt á hverju lotukerfið byggist - þekkja hvernig frumefnatáknin eru til komin og skilja formúlur efnasambanda - vita hvernig atóm mynda sameindir og hvernig jónir myndast - þekkja hugtökin efnahvarf og efnajafna og geta lesið úr og skrifað einfaldar efnajöfnur

• kunni skil á eiginleikum og samsetningu andrúmsloftsins og mengun frá brennslu en í því felst að - þekkja helstu efni andrúmsloftsins, geta útskýrt loftþrýsting og nefnt breytingar sem

efnamengun getur valdið á andrúmsloftinu

22

- vita hvað gerist þegar kol, olía, alkóhól og vetni brennur, þekkja hlutverk einstakra efna í brunanum og skrifa efnajöfnur sem lýsa bruna þessara efna

- þekkja helstu umhverfisáhrif brunans, geta borið saman ólík mengunaráhrif bruna kolefniseldsneytis og vetnis og þekkja mismunandi brennsluvarma efnanna og orkunýtingu við notkun þeirra

• þekki til rafhlöðu en í því felst að - geta lýst uppbyggingu rafhlöðu, vita hvers vegna rafstraumur fer milli skauta hennar og

geta ritað efnahvörf sem gerast í henni - þekkja hvar rafhlöður eru notaðar og þau vandamál sem fylgja notkun þeirra, t.d. sem

orkugjafa fyrir bifreiðar í stað bensíns eða olíu ásamt því að þekkja til efnarafala • kunni skil á hreyfingu hluta eftir beinni línu en í því felst að

- vita hvaða samband er á milli hreyfiorku bíls og hraða, hvernig hemlunarvegalengd er háð hraðanum og hvernig orkunotkun bíls eykst með vaxandi hraða

- geta útskýrt, mælt og reiknað meðalhraða, stundarhraða og hröðun fyrir hluti sem hreyfast eftir beinni línu - geta gert gröf yfir færslu, hraða og hröðun sem fall af tíma og vita hvaða samband er á

milli grafanna - geta leyst einföld dæmi um hreyfingu hlutar sem hreyfist með jafnri hröðun

• þekki til kjarnorkuvinnslu en í því felst að - þekkja öreindir atómsins, tengsl þeirra við sætistölu og massatölu og vita einnig hvað

samsæta er - lýsa kjarnaklofnun og kjarnasamruna - geta í grófum dráttum teiknað kjarnorkuver og lýst hvernig kjarnorku er umbreytt í raforku - nota jöfnu Einsteins um samband efnis og orku - geta borið mengun frá kjarnorkuverum saman við mengun frá orkuverum sem brenna

jarðeldsneyti • kunni skil á rafsegulbylgjum og samskiptum með þeim en í því felst að

- geta lýst rófi rafsegulbylgna, hvernig þær myndast í tvípólloftneti og hvernig móttakari er stilltur

- vita hvernig ljósleiðari er notaður til að senda boð milli staða - þekkja hvernig hugmyndir manna um eðli ljóss hafa þróast í tímans rás - þekkja tengsl orku ljóseinda við tíðni rafsegulbylgna - lýsa litrófi sólar og hvernig sólarljósið breytist á leið sinni frá sólu til yfirborðs jarðar - útskýra í grófum dráttum hvernig sólarrafhlaða umbreytir ljósorku í raforku

Efnisatriði Vatn, gufunarvarmi, hringrás vatnsins, vatnsorka, raforka, rennsli, fallhæð, orkunotkun, stöðuorka, hreyfiorka, raforka, jarðvarmi, örbylgjuofn. Atómkenningin, frumefni, efnasambönd, efnablöndur, atóm, sameindir, jónir, efnahvörf, efnajöfnur. Andrúmsloftið, loftþrýstingur, bruni eldsneytis, loftmengun, efnaorka, brennsluvarmi. Rafhlöður, efnarafall, rafstraumur. Hreyfing, hraði, hröðun, hemlunarvegalengd. Kjarnorka, kjarnasamruni, kjarnaklofnun, efni og orka, kjarnorkuver, atóm, öreindir, samsætur. Rafsegulbylgjur, samskiptatækni, rafsegulróf, ljóseindir, sólarorka, litróf, sólarrafhlöður. NÆR 103 Næringarfræði Undanfari: Enginn Meginmarkmið Að nemandi geri sér grein fyrir mikilvægi næringar fyrir heilsu og vellíðan ólíkra hópa fólks. Áfangalýsing

23

Í áfanganum er fjallað um íslensku manneldismarkmiðin og hvernig hægt er að haga mataræði í samræmi við þau. Fjallað er um orkuefnin, steinefni, snefilefni, vítamín og virk plöntuefni. Farið er yfir alla matvælaflokkana með tilliti til næringargildis og uppbyggingar hollra máltíða. Nemendur reikna út næringargildi eigin mataræðis, æfa sig í að byggja upp hollar máltíðir og reikna út næringargildi þeirra. Næringarforrit eru notuð til útreikninga. Kynnt eru lög og reglugerðir um aukefni og vörumerkingar matvæla og nemendur þjálfaðir í að lesa innihaldslýsingar þeirra. Fjallað er um næringarþarfir fólks á ýmsum aldursskeiðum. Mataræði sjúklinga á sjúkrahúsum, öldrunarheimilum og í heimahúsum er tekið fyrir. Fjallað er um allar helstu gerðir af sérfæði og forsendur fyrir því. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að • þekkja helstu næringarefni og vita í hvaða fæðutegundum þau er að finna • þekkja manneldismarkmið fyrir Íslendinga • geta valið fæðu í samræmi við manneldismarkmið • geta reiknað út næringargildi máltíða og dagsfæðis • þekkja lög og reglugerðir um aukefni og vörumerkingar matvæla og geta lesið

innihaldslýsingar þeirra • þekkja næringarþarfir sérstakra hópa, svo sem ungbarna, barnshafandi og mjólkandi kvenna,

aldraðra og sjúkra • geta samið dagsmatseðil og reiknað næringargildi hans með hjálp næringarforrits eða

næringarefnatöflu • þekkja líffæra- og lífeðlisfræðilegar forsendur fyrir algengasta sérfæði • geta sett saman sérfæði sem er næringarfræðilega fullnægjandi en jafnframt bragðgott og

lystaukandi • geta samið dagsmatseðla fyrir sjúklinga sem þurfa á sérfæði að halda og þekkja helstu gerðir

sérfæðis

Efnisatriði Manneldismarkmið, aukefni, næringarefnatöflur, prótein, fita, kolvetni, orka, vítamín, a-vítamín, b- vítamín, c- vítamín, d- vítamín e- vítamín k- vítamín, steinefni, kalk, fosfór, lög, reglugerðir, vörumerkingar, járn, snefilsteinefni, maukfæði, fljótandi fæði, fitusnautt fæði, sykurskert fæði, megrunarfæði, kólesteróllækkandi fæði, saltskert fæði, púrinsnautt fæði, próteinskert og próteinríkt fæði, grænmetisfæði, laktósasnautt fæði og ýmsar gerðir af ofnæmis- og óþolsfæði. Námsmat Verkefni, hlutapróf og lokapróf. SAM 103 Samskipti Undanfari SÁL 103 Meginmarkmið Að nemandi geri sér grein fyrir gildi skilvirkra samskipta í starfi og öðlist öryggi og trú á eigin getu í tjáskiptum. Að nemandi geri sér grein fyrir áhrifum eigin tilfinninga og fordóma á tjáskipti. Áfangalýsing Í áfanganum er fjallað um gildi virðingar og fordómaleysis í samskiptum. Viðbrögð fólks við kvíða- og streituvaldandi aðstæðum rifjuð upp. Lögð er áhersla á sjálfstyrkingu nemenda og farið í þá þætti sem styrkja sjálfstraust og ákveðni í samskiptum. Skoðað er hvernig líkamstjáning getur mótað gæði samskipta. Tjáskiptareglur ólíkra menningarsvæða eru kynntar. Nemandi metur hvernig tjáskipti án orða hefur áhrif á samskipti daglegs lífs. Athugað er hvernig virk hlustun

24

eykur gæði samskipta. Í lok áfangans er skoðað hvað viðtalstækni felur í sér og hvað vert er að hafa í huga í samræðum um viðkvæm málefni. Viðtalstækni og samræður æfðar í kennslustund.

Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að

• geta gert grein fyrir áhrifum eigin fordóma og tilfinninga á tjáskipti • geta gert grein fyrir menningarlegum áhrifum á samskiptahætti og tjáskiptareglur ólíkra

samfélaga • sýna framkomu sem einkennist af virðingu og fordómaleysi • búa að styrkri sjálfsmynd og trú á eigin getu í samskiptum • geta fjallað um eigin styrkleika og veikleika í samskiptum • þekkja þá þætti sem hafa áhrif á samskiptahæfni einstaklings í kvíða- og streituvaldandi

aðstæðum • geta gert grein fyrir áhrifum líkamstjáningar á gæði samskipta • þekkja áhrifamátt orðavals í samskiptum • geta sýnt fram á færni í samskiptatækni og málamiðlun • geta útskýrt mikilvægi virkrar hlustunar í samskiptum • geta útskýrt hvað lokar fyrir og hvað eykur flæði tjáskipta • þekkja þau atriði sem hafa ber í huga í samræðum um viðkvæm málefni • búa að grundvallarfærni í samskipta- og viðtalstækni

Efnisatriði Virðing, fordómar, menning, sjálfstyrking, sjálfstraust, ákveðni, kvíði, streita, augnsamband, snerting, bros, tjáning, tjáskipti með og án orða, samskipti, tilfinningar, vilji, túlkun, virk hlustun, ég-boð, lausn vandamála í samskiptum, samræður, viðtalstækni. Námsmat Verkefni, æfingar, hlutapróf, lokapróf. SÁL 103 Almenn sálfræði Áfangalýsing Fjallað er um viðfangsefni, aðferðir og stefnur sálfræðinnar í sögulegu samhengi. Vísindaleg vinnubrögð kynnt, bóklega og verklega. Síðan er námssálarfræði til umfjöllunar bæði á fræðilegan og hagnýtan hátt; minni, minniskerfin þrjú, minnistækni og ýmsar tegundir náms, einkum skilyrðingar, en einnig hugrænt nám. Sértæk námsvandamál eru kynnt. Sérstakur gaumur er gefinn að hagnýtingu námssálarfræðinnar við ýmsa þætti auk námsins, svo sem við samskipti, líkamstjáningu, mótun hegðunar og fælni. Nemendur kynnast leiðum sálfræðinnar til að fást við vandamál daglegs lífs. Viðfangsefnin geta til að mynda verið togstreita, ákveðni/óákveðni, samskiptahæfni, reiðistjórnun eða annað sem ákveðið er í sameiningu af nemendum og kennara. Æskilegt er að einum þriðja hluta áfangans sé varið til verklegra æfinga og verkefna. Til að mynda geri nemandi fáeinar rannsóknir og skili skýrslum um þær. Áfangamarkmið Nemandi • þekki helstu stefnur og rannsóknaraðferðir sálfræðinnar í sögulegu samhengi • fái innsýn í fjölbreytileika sálfræðinnar, þekki helstu starfssvið sálfræðinga og viti hvernig

sálfræði nýtist í daglegu lífi og í meðferð • þjálfist í vísindalegri hugsun og vinnubrögðum með því að gera litlar rannsóknir og skýrslur

um þær samkvæmt viðurkenndum reglum

25

• verði fær um að koma niðurstöðum sínum á framfæri munnlega fyrir framan hóp jafningja • fái innsýn í þætti sem hafa áhrif á nám, námserfiðleika, minni og skynjun og þar af leiðandi

einnig á hegðun fólks • viti hvað viðbragðsskilyrðing er og þekki tengsl við daglegt líf, svo sem óttaviðbrögð,

auglýsingar, lyf og ofnæmi • viti hvað virk skilyrðing er og þekki tengsl hennar m.a. við uppeldi, nám og meðferð

hegðunarvandamála og geðrænna vandamála • viti hvað hugrænt nám er og geti rökrætt um athygli, skynjun, rökhugsun, mál o.fl. • öðlist innsýn í grundvallaratriði mannlegra samskipta • þekki til leiðbeininga sálfræðinga um hvernig hægt er að takast á við vandamál daglegs lífs Efnisatriði Kynning á sálfræðinni: viðfangsefni fræðilegrar og hagnýtrar sálfræði, sálfræðistefnur, frumkvöðlar, rannsóknaraðferðir, rannsóknarvinna. Námssálarfræði: virkar skilyrðingar, viðbragðsskilyrðingar, hugrænt nám, námserfiðleikar, námstækni, minni, minnistækni, samskipti, líkamstjáning. Vandamál daglegs lífs: togstreita, samskipti, ákveðni. Námsmat Æskilegt er að vægi lokaprófs og mats á vinnu á önninni sé nokkuð jafnt. Á lokaprófi er einkum metið hvort þekkingarmarkmiðum hefur verið náð. Skýrslur eiga að sýna færni í sjálfstæðum, vísindalegum vinnubrögðum og heimildanotkun, einnig færni í ritvinnslu og meðferð íslensku og tölfræði sem er þverfagleg krafa á stúdentsbrautum. Kaflapróf og önnur verkefni geta einnig verið þáttur í námsmati. Tillaga að vægi námsþátta: lokapróf 50%, skýrslur 20-30%, kaflapróf 10-15%, önnur verkefni 5-10%. SIÐ 102 Siðfræði Undanfari: Enginn Meginmarkmið Að nemandi verði meðvitaður um eigið gildismat og siðdóma. Að nemandi þjálfist í gagnrýninni hugsun og greiningu siðferðisvanda.

Áfangalýsing Í áfanganum er fjallað um tilgang siðfræðilegrar umræðu og nemandi þjálfaður í að greina siðferðisvanda og komast að niðurstöðu. Helstu kenningar, hugtök, markmið og aðferðir siðfræðinnar eru kynntar. Fjallað er um siðareglur og siðferðisvanda heilbrigðisstétta. Fjallað er um siðferðileg álitamál sem efst eru á baugi hverju sinni. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að

• þekkja helstu hugtök, markmið og aðferðir siðfræðinnar • þekkja helstu siðfræðikenningar, rökstuðning og gagnrýni á þær • vera fær um að beita gagnrýninni hugsun í siðferðisvanda • þekkja siðareglur nokkurra starfsstétta og geti gagnrýnt þær • vera fær um að rökstyðja skoðanir sínar í álitamálum • vera fær um að taka þátt í rökræðum í hópi og komast sameiginlega að niðurstöðum í

siðferðilegum álitamálum.

26

Efnisatriði Siðadómar, siðareglur, gildisdómar, fordómar, forræðishyggja, siðferðileg verðmæti, siðferðisvandi, þagnarskyldan, faglegt forræði, sjálfsákvörðunarréttur, dyggðakenning, skyldukenning, nytjastefna, siðfræðileg álitamál, gagnrýnin hugsun, samræður, rökræður. Námsmat Verkefni, hlutapróf, símat, lokapróf. SJÚ 103 Sjúkdómafræði Æskilegir undanfarar: LOL 103, HBF 103 Meginmarkmið Að nemandi geri sér grein fyrir tenglsum sjúkdóma og röskun á samvægi í líkamanum. Að nemandi geri sér grein fyrir þeim umhverfis- og erfðaþáttum sem valdið geta sjúkdómum. Áfangalýsing Í áfanganum er fjallað er um heilbrigði mannslíkamans. Áhersla er lögð á réttan skilning á hugtökum sem tengjast umræðu um sjúklegt ástand eins og meingerð, einkenni, orsök, greiningu, rannsóknaraðferð, viðmiðunarmörkum, einstaklingsbreytileika, aðlögun, styrkleika, meðferðarmöguleika, bata, dánartíðni og horfum. Farið er í þætti sem valda frumulöskun og sjúkdómum í mönnum svo sem umhverfisáhrif, efnaáverka, sýkingar og næringarskort. Fjallað er um innrænar orsakir frumulöskunar og viðbrögð vefja við álagi. Farið er í húðsjúkdóma, sjúkdóma í stoð-, hreyfi- og taugakerfi, orsakir, einkenni og helstu meðferðarúrræði. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að • geta gert grein fyrir mikilvægi samvægis fyrir heilbrigðan líkama • geta notað algeng hugtök sem tengjast umræðu um sjúklegt ástand rétt • geta útskýrt samhengi frumulöskunar og sjúkdóma • geta lýst viðbrögðum frumna við álagi og viðgerðarferli vefja • geta rakið bólguferlið • geta gert grein fyrir áhrifum umhverfis á sjúkdómsþróun • geta lýst algengum erfðagöllum • þekkja flokkun, hegðun og orsakir æxlisvaxtar • geta gert grein fyrir algengum húðsjúkdómum • þekkja tengsl ónæmiskerfis og sjálfsónæmissjúkdóma • þekkja algenga sjúkdóma í beinum, liðum og vöðvum • þekkja algenga sjúkdóma í taugakerfi • geta lýst einkennum algengra áverka á taugakerfi • þekkja algeng latnesk sjúkdómaheiti og tengsl þeirra við líffæra-og lífeðlisfræði Efnisatriði Bygging mannslíkamans, frumulöskun, drep, græðing, viðgerðarferli, bólguviðbrögð, umhverfisáhrif, erfðir, gen, litningar, ónæmisviðbrögð, sjálfsónæmi, meingerð, einkenni, greining, viðmiðunarmörk, meðferð, einstaklingsbreytileiki, húðsjúkdómar, stoðkerfissjúkdómar, taugasjúkdómar. Námsmat Hlutapróf, verkefni og lokapróf

27

SJÚ 203 Sjúkdómafræði Undanfari: SJÚ 103 Meginmarkmið Að nemandi öðlist þekkingu á algengum líkamlegum sjúkdómum, geðrænum röskunum og áhrifum þeirra. Áfangalýsing Í áfanganum er fjallað um líkamlegt og sálrænt sjúkdómsástand. Farið er í sjúkdóma í innkirtlakerfi, hjarta-og æðakerfi, öndunarfærum, meltingarfærum, þvag- og æxlunarkerfi. Algengum geðsjúkdómum og geðröskunum er gerð skil. Fjallað er um samspil líkamlegrar og andlegrar líðanar. Leitast er við að skýra einkenni sjúkdóma út frá lífeðlisfræðilegum breytingum sem verða við röskun á líkamsstarfsemi. Latnesk sjúkdómaheiti eru útskýrð með tilvísun í líffæra-og lífeðlisfræði. Meingerð, einkenni, orsakir og meðferðarmöguleikar hinna ýmsu sjúkdóma skoðaðir. Fjallað er um afeiðingar sjúkdóma á virkni einstaklingsins og félagslega stöðu. Rætt er um tengsl lífshátta og þróun sjúkdóma. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að • þekkja meingerð, einkenni, orsakir, afleiðingar og meðferðarmöguleika algengra sjúkdóma í

innkirtlum, hjarta-og æðakerfi, öndunarfærum, meltingarfærum, þvag- og æxlunarkerfi • þekkja einkenni, orsakir og meðferðarmöguleika algengra geðrænna sjúkdóma og

geðraskana • geta útskýrt ákveðin sjúkdómseinkenni út frá lífeðlisfræðilegum breytingum sem verða í

líkamanum við samvægistruflanir og sjúklegt ástand • geta lýst hvernig hægt er að draga úr einkennum eða fyrirbyggja samvægistruflanir og

sjúklegt ástand með breytingum á lífsvenjum • þekkja algeng latnesk sjúkdómaheiti og tengsl þeirra við líffæra-og lífeðlisfræði

Efnisatriði Meingerð, einkenni, greining, viðmiðunarmörk, meðferð, einstaklingsbreytileiki, sykursýki, skjaldkirtilssjúkdómar, æðakölkun, hjarta-og heilaáföll, hjartabilun, háþrýstingur, æðahnútar, berkjubólga, lungnabólga, astmi, lungnaþemba, berklar, lungnakrabbamein, þindarslit, magasár, magabólgur, magakrabbamein, ristilkrabbamein, brisbólga, lifrarbólgur, gallblöðrubólga, gallsteinar, sýkingar í þvagfærum, nýrnabilun, nýrna-og blöðrusteinar, krabbamein í þvagfærum, blöðruhálskirtilsbólga, blöðruhálskirtilskrabbamein, leghálskrabbamein, eggjastokkakrabbamein, brjóstakrabbamein, geðhvarfasýki, geðdeyfð, geðklofi, kvíðaraskanir, persónuleikatruflanir. Námsmat Lokapróf, hlutapróf og verkefni. Vel fer á því að hagnýta upplýsingatæknina við verkefnavinnu þar sem hægt er að finna á vefnum mikinn fjölda upplýsinga um hina ýmsu sjúkdóma. SKY 101 Skyndihjálp Undanfari: Enginn Meginmarkmið Að nemandi öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til þess að geta hjálpað slösuðum og/eða bráðveikum einstaklingum þar til hjálp fagfólks tekur við. Áfangalýsing Fjallað er um aðgerðir á vettvangi, skoðun og mat. Endurlífgun, bókleg og verkleg. Farið er í helstu blæðingar, lost og viðbrögð við lostástandi. Teknar eru fyrir helstu tegundir sára, umbúðir

28

og sárabindi. Farið er í helstu orsakir bruna, flokkun brunasára og skyndihjálp við bruna. Helstu höfuð, háls og hryggáverkum eru gerð skil ásamt brjóst kvið og mjaðmaáverkum. Einnig er farið í beina liðamóta og vöðvaáverka. Kennt er að spelka útlimi með áverka. Farið er í bráða sjúkdóma, eitranir, bit og stungur. Fjallað er um viðbrögð við kali og ofkælingu og háska af völdum hita. Farið er í björgun og flutning einstaklinga af slysstað. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að • þekkja þá hugmyndafræði sem skyndihjálp byggir á • þekkja og geta framkvæmt mat og skoðun á slösuðum einstaklingum • kunna að bregðast við yfirvofandi lostástandi • geta brugðist rétt við dauðadái • þekkja og geta beitt hjartahnoði þegar það á við • þekkja og geta beitt blástursmeðferð þegar hún á við • þekkja og geta metið helstu tegundir sára • þekkja aðferðir til að meta brunasár og kunna að bregðast við bruna • þekkja helstu höfuð, háls, og hryggáverka og geta veitt skyndihjálp við slíkum áverkum • þekkja helstu brjóst, kvið, og mjaðmaáverka og geta brugðist við þeim • þekkja helstu beina, liðamóta, og vöðvaáverka og geta veitt skyndihjálp við slíkum áverkum • kunna að spelka brot/tognanir • geta veitt skyndihjálp við bráðum sjúkdómum • þekkja helstu forvarnir við kali, ofkælingu og ofhitnun og geta veitt viðeigandi skyndihjálp við

slíkum áverkum Efnisatriði Aðskotahlutur, áfengiseitrun, bakáverkar, blástursmeðferð, blóðnasir, brunasár, beinbrot, eftirlit, endurlífgun, eitranir, flogaveiki, hálsáverkar, heilablæðing, hitakrampi, heilahristingur, hjartahnoð, hjartakveisa, kal, kransæðastífla, læst hliðarlega, meðvitundarleysi, ofhitnun, ofkæling, sár, slag, snjóblinda, stuðningsumbúðir, sykursýki, tilkynning, umbúðir, örmögnun, öryggi á slysstað. Námsmat. Bóklegt og verklegt lokapróf. SÝK 103 Sýklafræði Undanfari: Enginn Meginmarkmið Að nemendur öðlist þekkingu og skilning á sýklum,umhverfi þeirra og vörnum gegn þeim. Áfangalýsing Í áfanganum er fjallað um mismunandi tegundir og eiginleika sýkla. Fjallað er um smitleiðir og helstu flokka smitsjúkdóma. Farið er í grundvallaratriði í vörnum líkamans gegn sýklum og fjallað um áhrif ónæmisbælingar. Fjallað er um smitgát og smitvarnir. Sýnikennsla er á helstu aðferðum við ræktun sýkla og farið í mikilvægi handþvottar. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að • geta gert grein fyrir helstu þáttum í sögu og þróun sýklafræðinnar • þekkja mismunandi tegundir sýkla og eiginleika þeirra • þekkja mismunandi aðferðir við ræktun sýkla

29

• þekkja helstu smitleiðir og skilji eðli þeirra • þekkja helstu flokka smitsjúkdóma • þekkja grundvallaratriði í ónæmiskerfi mannslíkamans • geta greint frá helstu áhrifum ónæmisbælingar • þekkja mismunandi tegundir bóluefna og verkun þeirra • geta útskýrt mikilvægi handþvottar og framkvæmt hann á réttan hátt • þekkja aðferðir dauð- og sótthreinsunar • þekkja almennar reglur og vinnubrögð um smitgát • geta greint frá helstu flokkum sýklalyfja og verkun þeirra.

Efnisatriði Saga sýklafræðinnar, bakteríur, veirur, sveppir, aðlögunarhæfni, smithæfni, þol, ræktunaraðferðir, Gram litun, smitleiðir, sýkingar, ónæmiskerfi, ónæmi, ónæmisbæling, bóluefni, bólusetning, smitgát, sótthreinsun, dauðhreinsun, sýklalyf. Námsmat Skriflegt próf

UTN 103 Notkun upplýsinga og tölva í námi Áfangalýsing Markmið áfangans er að tryggja að nemandinn geti notað fjölbreyttan hugbúnað og upplýsingar á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu. Áfanginn er fyrir nemendur á fyrstu önn í framhaldsskóla. Í áfanganum verður farið yfir tölvubúnað og hvernig best má hagnýta hann í námi við skólann. Farið verður yfir hvernig nemandinn getur sett fram eigið efni á neti skólans og kynntar leiðir til að hagnýta upplýsingatækni í almennu námi. Fjallað verður um almenn atriði upplýsingalæsis, m.a. verður farið yfir gögn um upplýsingaöflun, útgáfuform upplýsinga, bókasöfn, handbækur, tölvusamskipti, mat á gæðum og áreiðanleika upplýsinga o.s.frv. Áfanginn getur verið samstarfsverkefni tölvukennara og bókasafns- og upplýsingafræðings. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að

Tölvunotkun • þekkja staðarnet skólans og þann hugbúnað sem nemendum stendur til boða • geta beitt þeim hugbúnaði, sem til er í skólanum, í réttu samhengi við annað nám • geta sjálfur aflað sér þekkingar um hvernig hagnýta má upplýsingatækni í tengslum við nám

sitt • geta sett fram þá þekkingu, sem hann aflar sér í námi sínu, á tölvutækan hátt, s.s. í

gagnasafni, með myndrænni framsetningu tölfræðilegra gagna, á margmiðlunarformi með tónlist, myndum, kvikmyndum og stiklutexta

• geta rætt um verkfæri og viðfangsefni upplýsingatækninnar á réttri íslensku • sýna ábyrgð og siðvit í vinnu sinni á staðarneti skólans sem og Interneti

Upplýsingalæsi • þekkja helstu atriði í sögulegri þróun upplýsingamála • geta gert grein fyrir tilurð, eðli og hagnýtingu upplýsinga • þekkja helstu aðferðir við skráningu og miðlun upplýsinga, hvort heldur er á stafrænu formi

eða ekki • þekkja helstu tegundir upplýsingasafna • geta aflað sér upplýsinga um fjölbreytt efni eftir margvíslegum leiðum

30

• sýna færni í að meta gæði, áreiðanleika, uppruna og gildi upplýsinga • þekkja helstu lagaleg, siðferðisleg og félagsleg atriði er varða söfnun, geymslu og miðlun

upplýsinga Námsmat Námsmat getur byggst á verkefnavinnu, t.d. vefsíðu á margmiðlunarformi, um námsefni áfangans eða annars áfanga sem nemandinn er í samhliða námi í UTN 103. Hægt er að meta verkefnið með tilliti til útlits, framsetningar og yfirgrips; hversu læsilegt efnið er og hversu vel það er tengt með stiklutexta á skipulegan hátt; hvernig nemandinn beitir margmiðlun við framsetningu efnisins og hversu vel hann tjáir sig um tölvunet; hvernig innihald efnisins er sett fram, hvort það sýnir skilning á viðfangsefninu, hvort viðbótarþekking er sett fram, hvort sýnt er fram á ný tengsl þekkingar; frumkvæðis nemandans, upplýsingagildis og vals á áreiðanlegum og traustum heimildum o.fl. VIN 105 Vinnustaðanám á öldrunardeild Undanfari: HJV 103 og samhliða áfangi eða undanfari HJÚ 203 Meginmarkmið Að nemandi öðlist færni í hjúkrun aldraðra og þroski með sér jákvæð viðhorf til þeirra. Áfangalýsing Verknám fer fram á öldrunar- og/eða hjúkrunardeildum. Námstíminn er 15 átta klukkustunda vaktir á önn. Hjúkrunarkennari, leiðbeinandi og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf sjúkraliða. Í upphafi tímabils setur nemandi sér persónuleg og fagleg markmið um verknámið. Á meðan á verknámi stendur skal nemandi fylla út gátlista um unna verkþætti. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að • sýna færni í að aðstoða skjólstæðing við ADL (athafnir daglegs lífs) • þekkja og beita viðurkenndum reglum um smitgát og sýkingavarnir • sýna færni í að fyrirbyggja og meta fylgikvilla rúmlegu • sýna færni í samskiptum við skjólstæðinga • geta gert grein fyrir mikilvægi umhyggju í hjúkrunarstörfum • sýna færni í eftirliti og mati á líkamlegu og andlegu ástandi sjúklings • geta skráð lífsmörk, útskilnað og inntekt • geta nýtt sér hjálpartæki og hjúkrunargögn á viðeigandi hátt • geta gert grein fyrir slysagildrum í umhverfi skjólstæðings og beitt forvörnum • geta útskýrt tilgang þverfaglegrar samvinnu á öldrunarstofnunum • sýna færni í að skipuleggja hjúkrun skjólstæðinga sinna í samvinnu við leiðbeinanda • skilja hlutverk sjúkraliða á viðkomandi deild • geta gert grein fyrir mikilvægi trúnaðar og þagnarskyldu við skjólstæðing. Efnisatriði Sjálfsumönnun, sjálfsbjargargeta, ADL, smitgát, samskipti, umhyggja, fyrirbygging fylgikvilla, eftirlit, mat á ástandi sjúklings, skráning, lífsmörk, vökvaskrá, morgunaðhlynning, hjúkrunargögn, hjálpartæki, slysavarnir. Námsmat Ferilbók. Dagbók þar sem fram koma störf dagsins, upplifun og tjáning nemanda. Miðannarmat. Lokamat.

31

VIN 205 Vinnustaðanám á hand- og lyflækningadeild eða almennu sjúkrahúsi Undanfari: VIN 105 og samhliða áfangi eða undanfari HJÚ 303 Meginmarkmið Að nemandi öðlist færni í samskiptum við sjúklinga og nái leikni í hjúkrun bráðveikra, fullorðinna sjúklinga. Áfangalýsing Verknám fer fram á hand- og lyflækningadeildum eða almennu sjúkrahúsi. Námstíminn er 15 átta klukkustunda vaktir á önn. Hjúkrunarkennari, leiðbeinandi og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf sjúkraliða. Í upphafi tímabils setur nemandi sér persónuleg og fagleg markmið um verknámið. Á meðan á verknámi stendur skal nemandi fylla út gátlista um unna verkþætti. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að • sýna þekkingu í hjúkrun og aðstoð við sjúklinga á hand- og lyflækningadeildum • sýna færni í samskiptum við skjólstæðinga • sýna faglega umhyggju í hjúkrun mikið veikra sjúklinga og geta útskýrt mismunandi

hjúkrunarþörf þeirra • geta útskýrt mikilvægi andlegs undirbúnings fyrir og eftir aðgerðir og rannsóknir • sýna færni í hjúkrun fyrir og eftir aðgerðir og rannsóknir • þekkja og sýna skilning á mikilvægi skráningar • sýna færni í algengum sýnatökum og meðferð sýna • sýna færni í að skipuleggja og forgangsraða hjúkrun skjólstæðinga í samvinnu við

leiðbeinanda • sýna skilning á hlutverki sjúkraliða á viðkomandi deild • geta gert grein fyrir mikilvægi trúnaðar og þagnarskyldu við skjólstæðing Efnisatriði Hjúkrun fullorðinna, móttaka, samskipti, langvinnir sjúkdómar, undirbúningur, eftirlit, rannsóknir, aðgerðir, fylgikvillar, magasonda, dreypi, dropateljarar, umbúðir, dren, leggir, þvagpoki, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hjálpartæki. Námsmat Ferilbók, verkefni sem tengist starfi nemans á viðkomandi deild, miðannarmat, lokamat. VIN 305 Vinnustaðanám á sérdeildum Undanfari: VIN 205 og samhliða áfangi eða undanfari HJÚ 503 Meginmarkmið Að nemandi öðlist þekkingu á starfsemi sérdeilda og þeirri hjúkrun og sem þar er veitt. Að nemandi sýni sjálfstæði í starfi ásamt hæfni í tengingu bóklegra og verklegra þátta.

32

Áfangalýsing Verknám fer fram á sérdeildum svo sem barnadeild, endurhæfingardeild, geðdeild, heilsugæslu eða kvennadeild. Námstíminn er 15 átta klukkustunda vaktir á önn. Nemandi setur sér persónuleg markmið í upphafi verknámstímabils um væntingar til verknámsins. Hjúkrunarkennari, leiðbeinandi og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi skal skipuleggja eigin störf í samvinnu við hjúkrunarkennara og leiðbeinanda. Nemandi skal samþætta bóklegt og verklegt nám með gerð lokaverkefnis. Í lokaverkefni er lögð áhersla á heildræna hjúkrun. Verkefni er valið í samráði við hjúkrunarkennara og leiðbeinanda. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að • sýna færni í hjúkrun sjúklinga á sérdeild • sýna færni í samskiptum og skilning á mikilvægi heildrænnar hjúkrunar • geta metið hjúkrunarþarfir sjúklings • vera fær um að skipuleggja eigin störf og sýna fagmennsku í starfi • geta forgangsraðað störfum sínum • sýna færni í þverfaglegu samstarfi • sýna skilning á hlutverki sjúkraliða á vikomandi deild • geta gert grein fyrir mikilvægi trúnaðar og þagnarskyldu við skjólstæðing. Efnisatriði Heildræn hjúkrun, þverfaglegt samstarf, móttaka sjúklinga, samskipti, aðlögun, endurhæfing, umhyggja, samvinna, trúnaður, forgangsröðun, fagmennska. Námsmat Lokaverkefni með áherslu á heildræna hjúkrun sem tengist starfi nemans á viðkomandi deild, miðannarmat, lokamat. Kynning lokaverkefnis. STÞ 108, 208 Starfsþjálfun sjúkraliðanema Undanfari: Verklegir og bóklegir hjúkrunaráfangar. Meginmarkmið Að nemandi geti unnið sjálfstætt að öllum þeim störfum sem falla undir störf sjúkraliða. Áfangalýsing Áfanginn er reynslutími fyrir sjúkraliðanema á heilbrigðisstofnun og stendur yfir í 16 vikur (80 vaktir). Á tímabilinu öðlast nemandinn færni í störfum sjúkraliða undir handleiðslu reyndra sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Heimilt er að skipta starfsþjálfun niður í tvö til þrjú tímabil, en þjálfunin skal þó vera samfelld á hverju tímabili og lágmarksvinnuhlutfall ekki fara undir 60%. Að loknu námi í öldrunaráföngum er nema heimilt að ljúka fjórum vikum af starfsþjálfuninni á öldrunarstofnun eða við heimahjúkrun. Neminn skal alfarið fylgja þeim reglum sem viðkomandi heilbrigðisstofnun setur sínu starfsfólki. Áfangamarkmið Að loknu námi í áfanganum á nemandi að • sýna færni í að tengja bóklegt og verklegt nám í starfi • vera fær um að vinna sjálfstætt og geta brugðist á réttan hátt við aðstæðum sem skapast

geta á deildinni hverju sinni • sýna þroska og varfærni í umgengni við skjólstæðinga sína og aðstandendur þeirra • sýna hæfni í samskiptum við skjólstæðinga og samstarfsfólk • geta í lok tímabilsins notað starfsheitið sjúkraliði með sóma.

33

34

Námsmat Hjúkrunardeildarstjóri sem hefur sjúkraliðanema í starfsþjálfun skal gefa honum umsögn á þar til gert eyðublaði á miðju tímabili og í lok starfsþjálfunar.