6
Fimmtudagur 29. nóvember 2012 www.eystrahorn.is Eystrahorn 42. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is Jólablað Eystrahorns kemur út 20. desember. Efni og auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu berist sem fyrst til ritstjóra. Í vor stendur mikið til hjá Kvennakór Hornafjarðar. Við ætlum að leggja land undir fót og skella okkur til Ítalíu. Þar er ætlunin að syngja á tónleikum auk þess sem ferðin er nokkurskonar uppskeruhátíð fyrir þennan hóp ólíkra kvenna sem koma saman tvisvar í viku yfir vetrartímann til að syngja og njóta félagsskaparins. Afraksturs æfinganna hafa sveitungar okkar fengið að njóta með okkur á tónleikum og skemmtikvöldum og þá höfum við oftast gætt þess að hafa eitthvað til að gleðja magann ekki síður en sálina. Vissulega kostar það mikla peninga að fara í svona ferð og því verðum við að vera duglegar að safna í vetur. Nú erum við að leita að verkefnum sem við getum tekið að okkur í fjáröflunarskyni og okkur er nú ýmislegt til lista lagt. Ef þið hafið verkefni fyrir okkur eða lumið á góðri hugmynd vinsamlegast hafið samband við formann kórsins, Ernu Gísladóttur í síma 896-6446 eða [email protected] Kórinn verður með kökubasar þann 30.nóvember og einnig sölubás á jólamarkaðinum sem verður á „ráðhúsplaninu“ á aðventunni og bjóðum við alla velkomna að líta við og sjá hvað við höfum til sölu þar. Í sölubásnum verður hægt að leggja inn pöntun á túlípönum, en þeir verða færðir viðskiptavinum rétt fyrir jól. Að lokum viljum við minna á jólatónleika kórsins. Þeir verða þann 6. desember kl 20 í Nýheimum. Hið margrómaða tertuhlaðborð Kvennakórsins verður að sjálfsögðu á sínum stað eftir tónleikana Stendur mikið til Geisladiskurinn Nikkujól þar sem þeir "harmonikkubræður"Andri Snær og Bragi Fannar Þorsteinssynir leika sígild jólalög, er tilvalin jólagjöf fyrir þá sem vilja hlusta á jólalög leikin á harmonikkur, taka snúning og syngja með. Þetta er í fyrsta skipti hér á landi sem gefinn er út geisladiskur þar sem þekkt jólalög eru leikin á harmonikkur í fallegum útsetningum við undirleik þekktra tónlistarmanna. Andri Snær og Bragi Fannar eru tvíburar, fæddir á Hornafirði 1992. Foreldrar þeirra eru Bára Baldvinsdóttir og Þorsteins Guðmundssonar á Mánabrautinni. Þeir byrjuðu ungir að læra á harmónikkur og hafa náð góðum tökum á hljóðfærinu. Fyrst lærðu þeir hjá Sigjóni Bjarnasyni á Brekkubæ og síðan hjá Gunnlaugi Þresti Höskuldssyni. Áhugi þeirra á harmónikkunni er ekki síst að þakka afa þeirra bræðra Baldvini Ragnarssyni sem þeir tileinka þennan disk. Jafnframt því að spila fyrir sig og aðra þá stunda þeir nám við Skipstjóraskólann í Reykjavík þar sem þeir ljúka námi næsta vor. Bræðurnir eru miklir unnendur íslenskrar náttúru og veiðiskapur er þeirra aðaláhugamál fyrir utan að spila á nikkurnar. Geisladiskurinn er tilvalin gjöf til þeirra sem vilja hlusta á jólalög leikin á harmonikkur, taka snúning og syngja með. Hægt að nálgast upplýsingar um hvernig hægt er að panta diskinn og hlusta á sýnishorn á Facebooksíðu þeirra bræðra. Þann 5. desember næstkomandi kl 20:30 verður hin árlega bóka- og rithöfundakynning í Pakkhúsinu. Bjarni Harðarson les út nýútkominni bók sinni „Mensalder“, Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur kynnir bók sína „ Klaustrið á Skriðu“ , Heiðrún Ólafsdóttir les úr ljóðabók sinni „ á milli okkar allt“. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson kynnir ljóðabækur sínar Sjálfsmyndir og Hjaltlandsljóð. Róslín Alma les úr bókinni „Stelpur geta allt“, Kristín Gestsdóttir les úr bókinni „Hreint út sagt“ eftir Svavar Gestsson, lesið verður úr Skaftfellingi. Svavar Knútur verður með tónlistaratriði og einnig verða tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum. Bókakynning í Pakkhúsi

Eystrahorn 42. tbl. 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Eystrahorn 42. tbl. 2012

Citation preview

Fimmtudagur 29. nóvember 2012 www.eystrahorn.is

Eystrahorn42. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is

Jólablað Eystrahorns kemur út 20. desember. Efni og auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu berist sem fyrst til ritstjóra.

Í vor stendur mikið til hjá Kvennakór Hornafjarðar. Við ætlum að leggja land undir fót og skella okkur til Ítalíu. Þar er ætlunin að syngja á tónleikum auk þess sem ferðin er nokkurskonar uppskeruhátíð fyrir þennan hóp ólíkra kvenna sem koma saman tvisvar í viku yfir vetrartímann til að syngja og njóta félagsskaparins. Afraksturs æfinganna hafa sveitungar okkar fengið að njóta með okkur á tónleikum og skemmtikvöldum og þá höfum við oftast gætt þess að hafa eitthvað til að gleðja magann ekki síður en sálina. Vissulega kostar það mikla peninga að fara í svona ferð og því verðum við að vera duglegar að safna í vetur. Nú erum við að leita að verkefnum sem við getum tekið að okkur í fjáröflunarskyni og okkur er nú ýmislegt til lista lagt. Ef þið hafið verkefni fyrir okkur eða lumið á góðri hugmynd vinsamlegast hafið samband við formann kórsins, Ernu Gísladóttur í síma 896-6446 eða [email protected] Kórinn verður með kökubasar þann 30.nóvember og einnig sölubás á jólamarkaðinum sem verður á „ráðhúsplaninu“ á aðventunni og bjóðum við alla velkomna að líta við og sjá hvað við höfum til sölu þar. Í sölubásnum verður hægt að leggja inn pöntun á túlípönum, en þeir verða færðir viðskiptavinum rétt fyrir jól. Að lokum viljum við minna á jólatónleika kórsins. Þeir verða þann 6. desember kl 20 í Nýheimum. Hið margrómaða tertuhlaðborð Kvennakórsins verður að sjálfsögðu á sínum stað eftir tónleikana

Stendur mikið til

Geisladiskurinn Nikkujól þar sem þeir "harmonikkubræður"Andri Snær og Bragi Fannar Þorsteinssynir leika sígild jólalög, er tilvalin jólagjöf fyrir þá sem vilja hlusta á jólalög leikin á harmonikkur, taka snúning og syngja með. Þetta er í fyrsta skipti hér á landi sem gefinn er út geisladiskur þar sem þekkt jólalög eru leikin á harmonikkur í fallegum útsetningum við undirleik þekktra tónlistarmanna. Andri Snær og Bragi Fannar eru tvíburar, fæddir á Hornafirði 1992. Foreldrar þeirra eru Bára Baldvinsdóttir og Þorsteins Guðmundssonar á Mánabrautinni. Þeir byrjuðu ungir að læra á harmónikkur og hafa náð góðum tökum á hljóðfærinu. Fyrst lærðu þeir hjá Sigjóni Bjarnasyni á Brekkubæ og síðan hjá Gunnlaugi Þresti Höskuldssyni. Áhugi þeirra á harmónikkunni er ekki síst að þakka afa þeirra bræðra Baldvini Ragnarssyni sem þeir tileinka þennan disk. Jafnframt því að spila fyrir sig og aðra þá stunda þeir nám við Skipstjóraskólann í Reykjavík þar sem þeir ljúka námi næsta vor. Bræðurnir eru miklir unnendur íslenskrar náttúru og veiðiskapur er þeirra aðaláhugamál fyrir utan að spila á nikkurnar. Geisladiskurinn er tilvalin gjöf til þeirra sem vilja hlusta á jólalög leikin á harmonikkur, taka snúning og syngja með. Hægt að nálgast upplýsingar um hvernig hægt er að panta diskinn og hlusta á sýnishorn á Facebooksíðu þeirra bræðra.

Þann 5. desember næstkomandi kl 20:30 verður hin árlega bóka- og rithöfundakynning í Pakkhúsinu. Bjarni Harðarson les út nýútkominni bók sinni „Mensalder“, Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur kynnir bók sína „ Klaustrið á Skriðu“ , Heiðrún Ólafsdóttir les úr ljóðabók sinni „ á milli okkar allt“. Aðalsteinn Ásberg

Sigurðsson kynnir ljóðabækur sínar Sjálfsmyndir og Hjaltlandsljóð. Róslín Alma les úr bókinni „Stelpur geta allt“, Kristín Gestsdóttir les úr bókinni „Hreint út sagt“ eftir Svavar Gestsson, lesið verður úr Skaftfellingi. Svavar Knútur verður með tónlistaratriði og einnig verða tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum.

Bókakynning í Pakkhúsi

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 29. nóvember 2012

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Með kveðju frá vinnuhópi um heilbrigði og velferð

Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir

Guðjón Bjarnason fæddist á Tjörn á Mýrum þann 24. júní 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands 20. nóvember sl. Foreldrar hans voru Bjarni Pálsson f. 20. 11. 1885 d. 13. 8. 1970 og Katrín Jónsdóttir f. 1. 5. 1877 d. 8. 11. 1973. Þau Katrín og Bjarni eignuðust 6 börn . Þau voru: Pálína Vilborg f. 1911 d. 1916, Nanna Unnur f. 1913 d. 2005, Benedikt f. 1914 d. 2000, Páll f. 1915 d. 1946, Vilborg Pálína f. 1919 d. 2003. Guðjón var yngstur þeirra systkina.Sem ungur maður stundaði Guðjón sjóinn, fór m.a. á vertíð til Vestmannaeyja í tvo vetur þar sem honum líkaði vel vistin. Árið 1942 bjargaðist hann úr sjávarháska ásamt öðrum úr áhöfn þegar Katla SU 35 fórst á Hleininni við Hvanney. Guðjón starfaði í mörg ár við Veiðarfæragerð Hornafjarðar. Heimili Guðjóns var lengst af á Tjörn og þar og á heimilum systra sinna greip hann í smíðar og ýmis önnur verk. Síðari árin bjó hann á Höfn.Áhugamálin tengdust einkum ferðum og veiðiskap. Guðjón fylgdist alla tíð grannt með vötnunum sem setja svo mjög mark sitt á Mýrarnar. Hann var fundvís á vöð og marga ferðina fór hann á vetrum á Land-Rovernum sínum til að kanna ísalög á Fljótunum eða úti við fjörurnar.Útför Guðjóns verður gerð frá Hafnarkirkju föstudaginn 30. nóvember kl. 13:00 og jarðsett verður í Brunnhólskirkjugarði. Þeir sem vilja minnast hans láti Heilbrigðisstofnun Suðausturlands njóta þess.

Andlát

Guðjón Bjarnason

Fundur í MánagarðiMunið fundinn kl. 20:30 í kvöld með Halldóri Gunnarssyni, Ólafi Eggertssyni og Sveini Rúnari Ragnarssyni.

Allir eru velkomnir

Halldór biður um að fá að hitta sjálfstæðismenn, sem heimangengt eiga,

í Sjálfstæðishúsinu á Höfn milli kl 17:30 og 19:00.

SeljavallakjötvörurOpið föstudaginn 30. nóvember frá kl. 15:00 - 18:00

Mikið úrval af fersku nautakjöti. Fallegar steikur, hamborgarar o.fl.

Sjá nánar á www.seljavellir.isVerið velkomin, Ella og Eiríkur, sími 860-7582

Dansleikur í Sindrabæ Karlakórinn Jökull

stendur fyrir dansleik í

Sindrabæ nk. föstudag kl 22.00

Inngangseyrir kr. 2000

Harmonikkudansleikur 30-11-12. kl 22:00

HafnarkirkjaSunnudaginn 2. desember Messa og sunnudagaskóli

kl. 11:00.

Barnakórar syngja.

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

Bíll til söluHyundai Starex H-1 til sölu. Árgerð 2005, ekinn 110 þús, beinskiptur, 4x4, 8 manna. Sumar- og vetrardekk.Uppl. í síma 661-0900 Óskar

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 29. nóvember 2012

Þegar fjallað er um vandamál og afleiðingar vímuefna, er það fyrsta sem fólk ætti að hafa í huga að skoðanir gagnvart þessum málaflokki eru mjög mismundandi. Það eru einstaklingar sem eru á móti og einnig aðrir sem eru mjög fylgjandi fíkniefnum. Af þessu leiðir að ákveðin togstreita myndast milli fylkinga, og erum við í dag farin að sjá ákveðna eftirgjöf víða í heiminum þar sem vandinn er orðinn það mikill að ekki telst við neitt ráðið.Finnst mér þó ekki felast í þeirri eftirgjöf bein réttlæting á neyslunni, heldur miklu heldur viðurkenning á umfanginu og víða verið að bregðast við með breyttum áherslum. Eru margir sem túlka þessa eftirgjöf með mjög sérstökum hætti, eins og það sé viðurkenning á því að skaðsemi sé ekki sú sem talin var, og þykir mér slíkur málflutningur vægast sagt undarlegur. Fíkn er sjúkdómur, hvort sem efnin sem notuð eru teljast lögleg eður ei, og afleiðingar verða til staðar eftir sem áður.Hins vegar er ávallt þörf á málefnalegri umræðu og ákveðinni stefnu í þessum málaflokki, og í raun er það umræða sem má aldrei sofna. Það er eflaust margt sem mætti betur fara, og við sjáum að niðurskurður á fjármunum sem veittir eru til annað hvort forvarna eða lækninga hefur haft og mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðfélagið okkar. Á móti má þó segja að margt hefur verið, og er gert,í þessum málum bæði af hálfu ríkisins og ekki síst af sjálfstæðum félagasamtökum sem hafa unnið þrekvirki í þessum aðstæðum sem hafa verið erfiðar síðustu ár.

MarkaðsvæðinginÞá verðum við einnig að átta okkur á því að markaðsvæðing vímuefna á sér ótal birtingarmyndir í nútíma samfélagi. Við sjáum hvernig þróun síðustu ár varðandi kannabisefni, svo kölluð vægari vímuefni, hefur leitt til ákveðins ónæmi gagnvart efninu, sér í lagi hjá ungu fólki. Í þeim áróðri er stöðugt haldið á lofti hve væg kannabisefni eru miðað við önnur vímuefni, og þar er áfengi ekki undanskilið, auk þess sem efnið er skilgreint sem náttúrulegt lækningalyf. Heilu netsíðunum er haldið úti þar sem lesendum er kynnt mjög einhliða skoðanir þeirra sem vilja lögleiða kannabisefni af þeim ástæðum.Í kvikmyndum og sjónvarpi eru sterk tengsl við þessa markaðsþróun, enda vart hægt að horfa á sjónvarpsþátt þar sem kannabisefnum er ekki varpað upp með rómantískum og gamansömum hætti. Þetta síast síðan inn í rólegheitum. Fréttaflutningur einkennist annað hvort af stóryrtum fréttum um vandamál þessu tengdu, annars vegar glæpamenn

og þeirra gerðir eða samúðarfullar mannlífssögur um einstaklinga í átakanlegri neyslu. Hvort tveggja á rétt á sér, en staðreyndin er sú að allir eiga sér sögu hvernig sem sjónarhornið er.Ímyndir hafa veruleg áhrif á fólk og virðist neikvæð hegðun vera besta söluvaran. Enda beinist markaðsvæðing vímuefna fyrst og fremst að ungu fólki, og þeir sem selja nota alls kyns veigrunarorð í markaðssetningu vara sinna. Áfengi er sýnt sem hluti af hinu daglega lífi, samofið skemmtun, og heilu kvikmyndirnar og sjónvarpsþættirnir eru tileinkaðar undirheimum, þar sem fíkniefni, ofbeldi, siðblinda og græðgi ræður ríkjum, og vald yfir öðrum er gert eftirsóknarvert.

LækningamátturinnÍ þessu öllu er áhugavert að staldra við og velta fyrir sér hvernig réttlæting kannabisefna kemur til, enda er það efnið sem veðjað er á að muni breyta almenningsálitinu. Sjálft efnið, eins og áður kemur fram, er yfirleitt tilgreint sem lækningalyf í þessum málflutningi. Sé maður gagnrýninn á slíkar fullyrðingar mætti spyrja hvað efnið læknaði. Kannski besta falli, og eflaust rétt, slær það á verki og eykur matarlyst sjúklinga sem glíma við alvarlega sjúkdóma. Á móti mætti þá spyrja hvað fullkomlega heilbrigt fólk þarf að nota það, og hvort ekki væri rétt að vísindamenn og læknar útdeildu lyfinu með ábyrgum hætti. Ekki er til stafur um að þetta lækni eitt né neitt, sem er eiginlega hin mikla synd því þá gætu hinir meintu sjúklingar sem leita á þessi mið í það minnsta hætt að nota það, skyldi maður ætla.

Allt er breytingum háðÞað er ekki spurt um aldur, stétt né stöðu þeirra sem ánetjast vímuefnum. Það er engin undanskilinn áhættunni. Þetta er mun flóknara en að unnt sé að fullyrða um eitthvað eitt rétt og eina örugga leiðin í

raun er að láta vímuefni vera. Forvarnir verða byggjast á skynsemi, en ekki upphrópunum. Við getum þó ekki endalaust látið sem allt komi okkur á óvart, og stöðugt bíða þar til í óefni er komið. Enn eitt átakið sett í gang. Þá er einnig erfitt að berjast gegn fíkniefnavandanum í stöðugum mótbyr aðila sem teljast til áhrifamanna í þjóðfélaginu, og kjósa að útlista skoðunum sínum með mjög vafasömum hætti. Oft felst í því gagnrýni á kerfið sem við búum við, upphrópanir um að baráttan sé töpuð og dregin upp þröng sýn á hliðar á mjög svo flóknu fyrirbæri, þegar betra væri að horfa á heildarmyndina. Mætti segja á móti slíku að árangur tefjist eða mistakist vegna vöntunar á samtakamætti, sem er aðalatriði í þessari baráttu.Ágætt er einnig að hafa í huga að skoðanir fólks eru almennt mjög breytilegar. Þeir sem hafa ekki gengið í gegnum neitt er varðar vímuefni, eru oft ekki búnir að taka neina afstöðu. Þá skiptir verulegu máli staða hvers og eins. Það getur verið mikil breyting á afstöðu til vímuefna við að bera ábyrgð, eignast barn eða sjá á eftir ástvini í netið.

Að lokumRaunveruleikinn er sá að þetta er dauðans alvara. Það er engin bjarmi gleði eða frelsis yfir vímuefnum. Og ef hann kemur til er það til skamms tíma með langtíma afleiðingum.Ég veit í sjálfu sér ekki hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi vímuefni. Tel þó að þetta verði varnarbarátta til framtíðar, hvort sem vímuefni; hluti af flórunni eða þau öll, verði lögleidd eða ekki. Væntanlega mun sú barátta þróast í samræmi við þær breytingar sem koma til. Ég er hins vegar sannfærður um að mikil meirihluti áttar sig á þeirri hættu sem af vímuefnum stafar. Fyrir alltof mörgum er þægilegasta leiðin að sjá ekkert, vona það besta og síðan skjóta sendiboðann. Ég bendi hins vegar á að allt er varðar vímuefni og vandamál þeim tengdum hafi verið uppi á borðinu um mjög langan tíma, og margir hafi séð fyrir þau vandamál og kostnað sem samfélög inna af hendi vegna þeirra og varað við þeirri þróun. Enda búum við í upplýstu samfélagi. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið mál. Öll helstu afbrot mannsins tengjast vímuefnum á einn eða annan hátt. Sagan er orðin löng, og það er einnig mjög mikilvægt að færa ekki afbrotamönnum of mikil völd. Ekki óttast, heldur vera upplýst og taka afstöðu.

Jón Garðar Bjarnason

Dauðans alvara

Að frumkvæði Margrétar Einarsdóttur voru haldnir tónleikar í Nýheimum þann 15. nóvember 2012 til minningar um æskuvinkonu hennar Hallgerði Valsdóttur sem lést fyrir aldur fram eftir erfiða baráttu við vímuefni til margra ára. Á tónleikunum komu fram frábært tónlistarfólk allt konur sem hafa kennt sig við Rauða Dregla og fleiri bönd. Ágóði tónleikanna var afhentur forvarnarhópi á Hornafirði og komu fram hugmyndir um að 15. nóvember verði framvegis upphafið að forvarnarviku á Hornafirði. Alls söfnuðust 115.717 krónur á tónleikunum og viljum við þakka öllum þeim sem styrktu sjóðinn og einnig þeim sem stóðu að tónleikunum. Forvarnarhópurinn hefur stofnað reikning í Sparisjóði Hornafjarðar. Þeir sem hafa áhuga á að leggja baráttunni gegn vímuefnaneyslu og forvarnarstarfinu lið geta lagt frjáls framlög inn á reikninginn sem er 1147-05-250075, kt. 590169-4639.

Fyrir hönd forvarnarhópsins Kristján S. Guðnason og Matthildur Ásmundardóttir

Forvarnatónleikar og styrkir

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 29. nóvember 2012

jóåÇäáëí~êëýåáåÖłž=ÄÉëí~=~äÇêá

jóåÇäáëí~êâçå~å=bóê∫å=^ñÉäëǵííáê îÉêðìê=ãÉðãóåÇäáëí~êëýåáåÖì=∞=Ü∫ëá=e∏Ñå=fåå=_êÉ~âÑ~ëí=

~ð=sÉëíìêÄê~ìí=O=∞=ÇÉëÉãÄÉêã•åìðáK=rã=Éê=~ð=ê‹ð~ë∏äìëýåáåÖì=çÖ=îÉêðìê=çéáð=ëÉã=ܨê=ëÉÖáêW

báååáÖ=Éê=Ü‹Öí=~ð=Ü~Ñ~=ë~ãÄ~åÇ=∞=ë∞ã~=UVO=NROT=íáä=~ð=çéå~=•=∏ðêìã=í∞ãìã=

Ñóêáê=ܵé~=Éð~=Éáåëí~âäáåÖ~K

i~ìÖ~êÇK=NK=ÇÉëK=NQKMMJNTKMMpìååìÇK=OK=ÇÉëK=NQKMMJNTKMMc∏ëíìÇK=TK=ÇÉëK=NSKMMJNUKMMi~ìÖ~êÇK=UK=ÇÉëK=NQKMMJNTKMMpìååìÇK=VK=ÇÉëK=NQKMMJNTKMMc∏ëíìÇK=NQK=ÇÉëK=NSKMMJNUKMMi~ìÖ~êÇK=NRKÇÉëK=NQKMMJNTKMMpìååìÇK=NSK=ÇÉëK=NQKMMJNTKMMc∏ëíìÇK=ONK=ÇÉëK=NSKMMJNUKMMi~ìÖ~êÇK=OOK=ÇÉëK=NQKMMJNTKMMpìååìÇK=OPK=ÇÉëK=NQKMMJNTKMMc∏ëíìÇK=OUK=ÇÉëK=NSKMMJNUKMMi~ìÖ~êÇK=OVK=ÇÉëK=NQKMMJNTKMMpìååìÇK=PMK=ÇÉëK=NQKMMJNTKMM

Vélgæslunámskeið í FASFyrirhugað er að halda vélgæslunámskeið 4. - 19. janúar 2013.

Námskeiðið veitir vélaréttindi á skipum undir 12 metrum að lengd og með vélar undir 750 kw.

Miðað er við að kennt sé virka daga frá 15:00 - 19:30 en fyrr á laugardögum.

Verkleg lota í Reykjavík 11. - 12. janúar.

Námskeiðið kostar kr. 96.000,-

Lágmarksþátttaka á námskeiðinu er 8 manns en hámarkið er 12.

Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu FAS og í síma 470 8070.

Skólameistari

Amara snyrtistofa hefur opnað í Sporthöllinni, Álaugarvegi 7.

Pantið tímanlega fyrir jóliní síma 478 2221.

snyrtifræðingur.

Jólaljósin tendruðJólaljósin verða tendruð við hátíðlega athöfn kl.17:00 sunnudaginn 2. desember, fyrsta sunnudag í aðventu.

Lúðrasveit Hornafjarðar leikur nokkur jólalög•KristínGestsdóttirflyturhugvekju•Börnin úr leikskólunum bregða á leik í jólaskapi•SéraGunnarStígurReynissonflyturávarp•Nemandi úr Hafnarskóla tendrar jólaljósin•Karlakórinn Jökull syngur jólalög•Von er á góðum gestum með rauðar skotthúfur og er ekki að efa •að það verður mikið fjör.

Jólatréð verður við sundlaug Hafnar. Óskað er eftir að bílum verði ekki lagt á bílastæði sundlaugar meðan á athöfninni stendur

Fólk er hvatt til að fjölmenna

Hunda og kattaeigendurOrmahreinsun hunda og katta fer fram 3. des. nk. frá kl 11:00 til 15:00 að Hólabraut 13.

Hunda- og kattaeigendum bent á að nýta umræddan tíma til að koma dýrum sínum í árlega ormahreinsun.

Bent er á að það er brot á samþykktum um hunda- og kattahald ef ormahreinsun er ekki sinnt og kostar jafnvelleyfissviptingu.

Þeir sem ekki hafa tök á að nýta sér auglýstan tíma geta pantað tíma hjá Janine Arens héraðsdýralækni.

Janine Arens, dýralæknir Hólabraut13•Sími478-1578•GSM690-6159

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 29. nóvember 2012

Þau félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 þurfa að skila umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðu þess fyrir 30. nóvember n.k..

Styrkumsókn skal fylgja greinargerð eða ársreikningar/uppgjör fyrir síðasta fjárhagsár, um fyrirhugaða nýtingu styrks og starfsemi styrkumsækjanda á liðnu ári annars verður umsókninni hafnað.

Hjalti Þór Vignisson Bæjarstjóri

Sveitarfélagið HornafjörðurUmsóknir um styrki

Í baráttunni fyrir mannréttindum átt þú öflugt vopn. Vopn sem getur breytt heiminum.NAFNIÐ ÞITT. Nýttu það til að skrifa undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Þú getur einnig sent kveðjur til fórnarlamba mannréttindabrota. Undirskrift þín hefur meira vægi en þú heldur. Breyttu heiminum og vertu með í bréfamaraþoni Amnesty International í Nýheimum, Höfn í Hornafirði, 1. og 15. desember frá kl. 13 til 16.

FJÖLMENNUM Í ÞÁGU FÓRNARLAMBA MANNRÉTTINDABROTA

TIL BJARGAR LÍFIBRÉF

Menntaverðlaun SuðurlandsSamtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða. Verðlaunin verða veitt í fimmta sinn nú í vetur. Allir þeir sem koma að skólastarfi með einhverjum hætti geta fengið verðlaunin; grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar, símenntunarmiðstöðvar, háskólastofnanir, kennarar, einstaklingar eða hópar, skólaskrifstofur, sveitarfélög/skólanefndir, foreldrafélög o.fl.

Veitt verða peningaverðlaun sem nýtt verði til áframhaldandi menntunarstarfs. Jafnframt fylgir verðlaununum formleg viðurkenning. Verðlaunin verða afhent við formlega athöfn í tengslum við hátíðarfund Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í janúar nk.

Hér með er óskað eftir tilnefningum til verðlaunanna. Rétt til að tilnefna til verðlaunanna hafa allir þeir sem tengjast skóla- og menntunarstarfi með einhverjum hætti, sveitarfélög, skólanefndir, foreldrar, kennarar og starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf. Tilnefningum skal fylgja ítarlegur rökstuðningur. Menntamálanefnd SASS velur úr tilnefningum og veitir verðlaunin. Tilnefningar skulu hafa borist til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56 Selfossi, eigi síðar en 20. desember nk.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga

Út er komið nýtt stórvirki eftir Magnús Þór Hafsteinsson. Hann sendi í fyrra frá sér bókina Dauðinn í Dumbshafi – Íshafsskipalestirnar frá Hvalfirði og sjóhernaður í Norður-Íshafi 1940-1942. Nýja bókin er sjálfstætt framhald hennar og ber heitið Návígi á norðurslóðum – Íshafsskipalestirnar og ófriðurinn 1942-1945. Þar er meðal annars sagt er frá herskipum Breta sem lágu á Pollinum við Akureyri á Þorláksmessukvöld árið 1943, en einmitt þar undirbjuggu Bretar hrikalegustu sjóorrustu sem háð hefur verið í norðurhöfum þegar þýska orrustuskipinu Scharnhorst var sökkt við Norðurhöfða í Barentshafi. Adolf Hitler leit svo á að norðurslóðir væru örlagasvæði seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann óttaðist innrás í Noreg frá Íslandi. Stórveldin léku flókna refskák þar sem saman fóru njósnir, blekkingar og blóðugur hernaður. Litlu munaði að Churchill, Roosevelt og Stalín hittust til fyrsta leiðtogafundar síns í Hvalfirði. Miklir skipalestaflutningar fóru sem fyrr um hafsvæðin við Ísland. Rauði herinn fékk það sem til þurfti svo sigra mætti heri nasista. Austur-Evrópa féll í hendur Stalíns og félaga hans. Sovétríkin héldu velli. Siglingum Íshafsskipalestanna fylgdu hatrammar orrustur Bandamanna við herskip og kafbáta Þjóðverja auk árása á Noreg. Stærstu herskipum Þjóðverja var að lokum eytt í einum mestu flotaaðgerðum sögunnar. Þjóðverjar brenndu niður byggðir Norður-Noregs og hröktu íbúana brott. Lega Íslands skipti höfuðmáli í þessum ofsafengnu átökum þar sem allt var lagt undir í baráttu um flutningaleiðir og aðgengi að auðlindum. Valdahlutföll á norðurslóðum gerbreyttust. Kalda stríðið hófst. Návígi á norðurslóðum er sneisafull af upplýsingum um ótrúlega atburði sem gerðust í næsta nágrenni Íslands á mestu örlagatímum í sögu mannkyns en hafa ekki komið fram á íslensku fyrr en nú. Með þessari bók lýkur höfundur ritun sinni á sögu norðurslóðastríðsins á árum seinni heimsstyrjaldar. Báðar bækurnar varpa nýjum skilningi á sögu seinni heimsstyrjaldar. Þær eru ómissandi öllu áhugafólki um sagnfræði, stjórnmál og æsispennandi viðburði sem gerðust á hafsvæðunum í grennd við Ísland, á miðum sem eru mörgum sjómönnum kunnug.

Ný bók,fæst í Nettó

Náttúrustofa Suðausturlands

Sveitarfélagið Horna�örður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.horna�ordur.is

Kósýkvöld Jólaglögg, piparkökur og notarlegheit

í Kartöfluhúsinu í kvöld fimmtudag 29. nóvember kl: 20:00 -22:00

Nýjar vörur frá Millibör,Arfleifð, Sigla og Gingó

Kynning á Avon snyrtivörum

Allir velkomnir

Verðum einnig með opið föstudagskvöldið 30.nóvember frá 20:00-22:00

Desemberopnun í Kartöfluhúsinu

fimmtudaga og föstudaga frá 14:00-18:00 laugardaga frá 14:00 -16:00

Húsgagnaval

Úrval af rúmum, dýnum og hægindastólum

Fullt af flottum og fallegum gjafavörum til jóla- og

útskriftargjafa.

Stúdentastjarnan kominVerið velkomin

erum á leið til Hornafjarðar

Útgáfutónleikar á Hótel Höfn laugardaginn 1. desember kl. 21:00

ADHD

Jólatapas á Ósnumhelgina 7. og 8. desember

Hér er í boði fjölbreytt jólaveisla. Margir litlir réttir með íslensku og dönsku ívafi.• Síldarplatti með rúgbrauði• Gæsa confit með rauðlauks sultu• Djúpsteiktur humar með remulaði• Dönsk lifrarkæfa með beikoni og steiktum sveppum• Kjúklingaspjót, chili• Saltfiskur á smjörsteiktri snittu• Hangikjöt með kartöflumús og heimagerðu rauðkáli• Ris a´la mande

Sími 478-2200 / 478-1240

u