50
Leiðbeiningar og eyðublöð fyrir sjálfsmat Náms- og starfsráðgjöf Útgáfa 1.1 Janúar 2017

frae.isfrae.is/.../2017/11/EQM_11_namsogstarfsradgjof_leidb-og-eydublod.docx  · Web viewFræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur staðið fyrir þróun gæðaviðmiða í

Embed Size (px)

Citation preview

Leiðbeiningar og eyðublöð fyrir sjálfsmat

Náms- og starfsráðgjöf

Útgáfa 1.1Janúar 2017

Byggt á gæðaviðmiðum EQM, www.europeanqualitymark.org

InngangurFræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur staðið fyrir þróun gæðaviðmiða í náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna í samvinnu við ráðgjafa sem starfa hjá samstarfsaðilum FA. Markmiðið er að þróa viðmið sem henta til úttektar líkt og EQM viðmið fyrir fræðslu. Þetta er fyrsta útgáfa af viðmiðum fyrir náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat og hefur útgáfunúmerið 1.1. Jafnframt er merki framhaldsfræðslunnar notað fyrir vottun á fræðslu, raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf ásamt viðbótinni EQM +.

Á fundi FA með ráðgjöfum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva, sem haldinn var á Selfossi í september 2013, voru lögð fram drög að endurskoðuðum viðmiðum. Sú endurskoðun fór fram með hliðsjón af athugasemdum sem gerðar hafa verið við EQM gæðaviðmið fyrir fræðslu en auk þess var leitað fanga í eftirtöldum gögnum:

Siðareglur Félags náms- og starfsráðgjafa Quality Assurance in the Provision of Life Long Guidance, drög að viðmiðum frá

finnskum sérfræðingi. Lifelong guidance policy development. A European Resource Kit, gefið út af

European Lifelong Guidance Policy Network QALLL fyrirmyndarverkefnið MEVOC, sjá www.qalll.net Breskir gæðastaðlar og –viðmið fyrir upplýsingagjöf og ráðgjöf, sjá

www.matrixstandard.com Þýskir gæðastaðlar og –viðmið fyrir ráðgjöf, sjá www.weiterbildunghessen.de

Athugasemdir sem fram komu á fundinum í september hafa verið til skoðunar hjá FA og er útkoman þessi tilraunaútgáfa. Viðmiðin eru send samstarfsaðilum FA í þeim tilgangi að þeir geti metið starfsemi sína út frá sameiginlegum viðmiðum og gert úrbætur, ef þörf er á, og þannig undirbúið þennan hluta starfseminnar fyrir gæðaúttekt. Hjá FA er fyrir höndum þróun á heildstæðu gæðakerfi fyrir mat á gæðum fræðslustarfsemi, náms- og starfsráðgjafar og raunfærnimats þannig að til séu viðmið og ferlar um kerfisbundið mat á gæðum allra þessara þátta framhaldsfræðslunnar.

Lýsing á matseyðublöðum

Þetta mat felst í spurningaeyðublöðum í fjórum hlutum og einum hluta fyrir almennar upplýsingar um skipulag náms- og starfsráðgjafar hjá fræðsluaðila. Í hverjum af hinum fjórum hlutum eru tekin fyrir atriði sem varða framkvæmd ráðgjafarinnar. Hér á eftir fer lýsing á hlutunum fjórum.

Fyrsti hlutinn „Fræðsluaðili, markmið, stjórnun, umsýsla og framkvæmd náms- og starfsráðgjafar“ inniheldur viðmið sem eiga við um utanumhald ráðgjafarinnar, þar á meðal markmið, stjórnun og skipulag náms- og starfsráðgjafar á vegum fræðsluaðila auk viðmiða um ráðgjafaumhverfið.

Í öðrum hlutanum „Þarfir einstaklinga og þróun ráðgjafarferlisins“ eru viðmið sem tengjast notendum, upplýsingum og aðferðum sem og þörfum notenda og markmiðum.

Þriðji hlutinn „Mat á árangri ráðgjafar“ tekur til viðmiða sem tengjast mati á árangri einstaklinga, eftirfylgni og endurgjöf notenda á þjónustuna.

Í fjórða hlutanum „Gæðastjórnun“ eru viðmið sem tengjast gæðamálum þar með talin stjórnun og framkvæmd sjálfsmats.

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 2

Evrópska gæðamerkið (EQM) er veitt fræðsluaðilum sem sinna fræðslu og uppfylla eftirfarandi skilyrði:

Fræðsluaðili er ábyrgur fyrir allri vinnu sem unnin er af starfsfólki á hans vegum.

Fræðsluaðili er ábyrgur fyrir vinnu sem unnin er af verktaka eða öðrum utanaðkomandi aðila á hans vegum.

Fræðsluaðili verður að tryggja að allir sem fyrir hann starfa uppfylli nákvæmlega sömu viðmið og gæði sem krafist er af fræðsluaðila af hendi Evrópska gæðamerkisins.

Ábyrgð er á höndum fræðsluaðila.

Gæðamerki EQM + er veitt fræðsluaðilum sem sinna fræðslu, náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimati og uppfylla skilyrði EQM:

Unnið er eftir viðmiðum EQM um fræðslu.

Auk þess hafa verið þróuð viðmið í náms- og starfsráðgjöf og í raunfærnimati. Þessi viðmið byggja á sömu hugmyndafræði og viðmið um fræðslu en þau eru þróuð á Íslandi, í samstarfi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og innlendra fræðsluaðila.

Fræðsluaðili er ábyrgur fyrir allri vinnu með sama hætti og við notkun Evrópska gæðamerkisins.

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 3

0. Almennar upplýsingar um skipulag náms- og starfsráðgjafar á vegum fræðsluaðila

Lýsing á skipulagi náms- og starfsráðgjafar og megin viðfangsefnum sem og tilefni umsóknar.

1. Fræðsluaðili, markmið, stjórnun, umsýsla og framkvæmd ráðgjafar

Lýsing á meginmarkmiðum og stjórnunarferlum ráðgjafarinnar, umhverfi og aðbúnaði.

1.1. Viðmið um stjórnun, markmið og aðgengi einstaklinga að upplýsingum

Stjórnun, markmið og aðgengi að ráðgjöf. Mikilvægt er að starfsfólk sem sinnir verkefnum tengdum ráðgjöf þekki markmið með ráðgjöfinni, lagaumhverfi, siðareglur og aðgengi notenda að upplýsingum um þjónustuna.

Fræðsluaðili:1.1.1 Hefur sett skýr og mælanleg markmið varðandi ráðgjöfina og tryggir að

starfsfólk þekki markmiðin.1.1.2 Tryggir að starfsfólk þekki lagalegt umhverfi náms- og starfsráðgjafar þegar

við á og siðareglur sem gilda um þjónustuna.1.1.3 Tryggir aðgengi einstaklinga að upplýsingum um ráðgjöfina og að

upplýsingarnar séu lýsandi fyrir þá þjónustu sem í boði er

1.2. Viðmið um skjalastjórnun og meðferð persónuupplýsinga

Stjórnun umsýslu og kerfa við skráningu ráðgjafarviðtala, kynningar á vettvangi og niðurstöður viðtala. Starfsfólk sem sinnir þessum verkefnum verður að fá þjálfun í ferlum, læra á kerfin og vita hvernig er staðið að varðveislu upplýsinga

Fræðsluaðili:1.2.1. Skráir og varðveitir upplýsingar um kynningar á ráðgjöfinni og fjölda þeirra

sem koma á kynningar.1.2.2. Skráir og varðveitir upplýsingar um einstaklinga sem koma í ráðgjöf.1.2.3. Skráir og varðveitir niðurstöður viðtala.1.2.4. Heldur trúnað og tryggir öryggi við meðferð persónuupplýsinga.

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 4

1.3. Viðmið um ráðgjafarumhverfi og aðbúnað ráðgjafa

Lýsing á umgjörð ráðgjafar og aðbúnaði ráðgjafa og hvernig þeim þáttum ber saman við markmið þjónustunnar, þarfir og markmið notenda.

Fræðsluaðili: 1.3.1. Tryggir viðeigandi umhverfi og aðstæður fyrir ráðgjafaviðtöl.

Viðeigandi umhverfi og aðgengi telst vera það sem býður upp á næði til einstaklingsviðtala, er notendum aðgengilegt rýmislega sem og í tíma og veitir aðgengi að mikilvægum upplýsingum sem notandinn getur tekið með sér. Með viðurkenndum ráðgjafa er átt við þann sem hlotið hefur leyfi til að nota starfsheitið náms- og starfsráðgjafi sbr. lög nr. 35/2009 eða er hæfur á grundvelli menntunar, þjálfunar og/eða reynslu sinnar til að starfa við ráðgjöf.

2. Þarfir einstaklinga og þróun ráðgjafarferlisins

Lýsing ferla til þess að; 1) greina þarfir einstaklinga, innihald og markmið ráðgjafar 2) skilgreina ábyrgð ráðgjafa til þess að tryggja að einstaklingar fái þann stuðning sem þeir þurfa til þess að ná markmiðum sínum. Mikilvægt er að ráðgjafi þekki vel siðareglur sem gilda um ráðgjafasamband og faglega ábyrgð sem tilgreindar eru í siðareglum Félags náms- og starfsráðgjafa (sjá: www.fns.is).

2.1. Viðmið um að skilgreina þarfir og markmið notenda í upphafi ráðgjafar

Ferli til að skilgreina þarfir og markmið einstaklinga svo að hægt sé að hanna ráðgjafarferli við hæfi. Markmið í ráðgjöf eru ein megin forsenda framþróunar einstaklingsins og verða að vera ljós til þess að einstaklingnum sé kleift að ná markmiðum sínum.

Hafa þarf í huga að vettvangur ráðgjafar er af ýmsum toga, bæði formlegur og óformlegur. Um er að ræða ólík viðtöl hvað varðar tímalengd og dýpt (t.d. viðtöl á vinnustöðum og í fræðslustofnunum). Unnið er að ofangreindu eins og aðstæður og vilji einstaklinga leyfa.

Fræðsluaðili:2.1.1 Tryggir að þarfir notanda og markmið hafi verið greind og um þau samið í

upphafi ráðgjafarferlisins.

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 5

2.2. Viðmið um endurskoðun markmiða og skilgreiningu leiða

Þegar einstaklingur kemur í fleiri en eitt viðtal: Farið er yfir markmið með ráðgjöfinni með einstaklingnum og mynda markmiðin ramma um skipulag ráðgjafarinnar og þróun ráðgjafarferlisins. Í þeim kemur fram hvaða þáttum einstaklingurinn ætlar að vinna að og ná tökum á meðan á ráðgjöfinni stendur og hvaða leiðir eru færar til þess. Skilgreining á markmiðum og leiðum skapar grundvöll að reglulegri endurgjöf um framfarir og árangur.

Fræðsluaðili: 2.2.1 Tryggir að einstaklingum er leiðbeint í átt að virkni í eigin færniuppbyggingu.

2.3. Viðmið um innihald ráðgjafar og ráðgjafaraðferðir

Lýsing á innihaldi og aðferðum í samræmi við markmið.

Fræðsluaðili: 2.3.1 Tryggir að þörfum einstaklinga sé mætt með því að nota fjölbreyttar

ráðgjafaraðferðir í samræmi við þarfir og markmið þeirra.

2.4. Viðmið um kröfur til ráðgjafa

Lýsing á stefnu fyrirtækisins í starfsmanna- og starfsþróunarmálum.

Fræðsluaðili:2.4.1 Tryggir að ráðgjafar séu hæfir á grundvelli menntunar, þjálfunar og/eða

reynslu sinnar.2.4.2 Tryggir að ráðgjafar njóti stuðnings við að afla sér sí- og endurmenntunar á

sínu sviði.

3 Mat á árangri ráðgjafar

Lýsing á innri ferlum við mat á árangri ráðgjafar, þar með talið árangri miðað við einstaklingsmarkmið, við endurgjöf og varðandi hvernig mat á ráðgjöfinni/endurgjöf þátttakenda er notað við þróun framkvæmdar.

3.1. Viðmið um árangur samkvæmt markmiðum

Skipulegum aðferðum er beitt til þess að meta hvort markmiðum er náð.

Fræðsluaðili: 3.1.1 Tryggir að einstaklingum sé fylgt eftir með reglubundnum hætti meðan á

ráðgjöfinni stendur. 3.1.2 Tryggir að ráðgjafar beiti skipulegum aðferðum til þess að meta hvort

markmiðum þjónustunnar er náð.

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 6

4. Gæðastjórnun

Viðmið sem tengjast fræðsluaðila, þar með talið stjórnun sjálfsmatsferla, aðgerða til úrbóta, sem og breytinga á framkvæmd og innihaldi ráðgjafar byggðum á endurgjöf/mati notenda þjónustunnar og ráðgjafa.

4.1 Viðmið um mat á ráðgjöfinni, gæðaeftirlit og umbótastarf

Notkun endurgjafar til þess að bæta skipulag, framkvæmd og/eða innihald ráðgjafarþjónustunnar.

Fræðsluaðili:4.1.1 Tryggir að einstaklingar hafi kost á að veita endurgjöf meðan á ráðgjöfinni

stendur og séu upplýstir um leiðir til þess.4.1.2 Tryggir að ráðgjafar taki þátt í gæðaeftirliti og veiti upplýsingar og endurgjöf til

stjórnenda.4.1.3 Tryggir að niðurstöðurnar verði notaðar í umbótastarfi til að auka gæði

þjónustunnar.

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 7

0 Almennar upplýsingar um skipulag náms- og starfsráðgjafar

Upplýsingar um ráðgjafareiningu fræðsluaðila og skipulag:Lýsing á uppbyggingu ráðgjafareiningar (fjöldi stöðugilda) og megin viðfangsefnum.

Lýsið uppbyggingu, megin viðfangsefnum og áherslum í ráðgjöfinni

Látið lista með lýsingu á helstu þjónustuþáttum eða starfsemi fylgja

Rökstuðningur fyrir notkun Evrópska gæðamerkisins sem gæðaeftirlitskerfi

Útskýrið hvers vegna óskað er eftir að nota gæðaviðmið EQM fyrir náms- og starfsráðgjöf

Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 8

1.1 Viðmið um stjórnun, markmið og aðgengi einstaklinga að upplýsingum

1.1.1 Hefur sett skýr og mælanleg markmið varðandi ráðgjöfina og tryggir að starfsfólk þekki markmiðin.

Hvaða markmið hefur fræðsluaðili sett um ráðgjöfina og hvernig er staðið að því að kynna þau fyrir starfsfólki?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan) ☐☐ Engin skrifleg markmið til og engar kynningar framkvæmdar ☐☐ Skrifleg markmið til en þau eru ekki kynnt starfsmönnum

sérstaklega ☐

☐ Skrifleg markmið til og þau kynnt nýjum ráðgjöfum ☐☐ Skrifleg markmið til og þau kynnt öllum nýjum starfsmönnum ☐☐ Skrifleg markmið til og þau rifjuð upp a.m.k. einu sinni á ári með

öllum starfsmönnum☐

Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 9

1.1 Viðmið um stjórnun, markmið og aðgengi einstaklinga að upplýsingum

1.1.2 Tryggir að starfsfólk þekki lagalegt umhverfi náms- og starfsráðgjafar þegar við á og siðareglur sem gilda um þjónustuna.

Hvernig er tryggt að starfsfólk þekki lög og siðareglur sem gilda um náms- og starfsráðgjöf?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan) ☐☐ Ekki lagt sérstakleg upp úr því að starfsfólk þekki þessar reglur ☐☐ Farið yfir helstu reglur öllum nýjum starfsmönnum ☐☐ Farið yfir helstu reglur með nýjum ráðgjöfum ☐☐ Reglur sem gilda um meðferð persónuupplýsinga og siðareglur

Félags náms- og starfsráðgjafa eru sýnilegar ☐

☐ Reglur sem gilda um meðferð persónuupplýsinga og siðareglur Félags náms- og starfsráðgjafa eru sýnilegar og rifjaðar upp a.m.k. einu sinni á ári með öllum starfsmönnum

Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 10

1.1 Viðmið um stjórnun, markmið og aðgengi einstaklinga að upplýsingum

1.1.3 Tryggir aðgengi einstaklinga að upplýsingum um ráðgjöfina og að upplýsingarnar séu lýsandi fyrir þá þjónustu sem í boði er.

Hvar eru upplýsingar um ráðgjöfina birtar, hvaða upplýsingar birtast og hversu oft eru þær uppfærðar?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan) ☐☐ Engar upplýsingar til ☐☐ Upplýsingar eru veittar í síma ☐☐ Upplýsingabæklingur liggur frammi hjá fræðsluaðila og

upplýsingar eru veittar í síma☐

☐ Upplýsingar um að hægt sé að panta ráðgjöf birtist á heimasíðu fræðsluaðila, auk upplýsingabæklilngs hjá fræðsluaðila

☐ Upplýsingar um ráðgjöfina og hvað felst í þeirri þjónustu eru birtar á heimasíðu fræðsluaðila

☐ Upplýsingar um ráðgjöfina og hvað felst í þeirri þjónustu eru birtar á heimasíðu fræðsluaðila ásamt upplýsingum um hvert eigi að snúa sér til að panta tíma hjá ráðgjafa

Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 11

1.2 Viðmið um skjalastjórnun og meðferð persónuupplýsinga

1.2.1 Skráir og varðveitir upplýsingar um kynningar á ráðgjöfinni og fjölda þeirra sem koma á kynningarnar.

Hvernig er haldið utan um upplýsingar um kynningar? Hvernig eru upplýsingarnar varðveittar?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan) ☐☐ Ekkert skráð ☐☐ Sum atriði skráð þegar einstaklingur hefur samband ☐☐ Algengt kerfi að eigin vali sem geymir grunnupplýsingar ☐☐ Algengt kerfi að eigin vali sem geymir ítarlegar upplýsingar ☐☐ Fræðsluaðili heldur úti skráningarkerfi og hefur eftirlit með því ☐☐ Fræðsluaðili hefur skilgreint kerfi til þess að halda utan um allar

upplýsingar ☐

Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 12

1.2 Viðmið um skjalastjórnun og meðferð persónuupplýsinga

1.2.2 Skráir og varðveitir upplýsingar um einstaklinga sem koma í ráðgjöf.

Hvernig er haldið utan um upplýsingar um einstaklinga? Hvernig eru upplýsingarnar varðveittar?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan) ☐☐ Ekkert kerfi ☐☐ Upplýsingar um einstaklinga eru skráðar en ekki varðveittar eftir

að viðtali lýkur ☐

☐ Upplýsingar um einstaklinga eru skráðar og skráningar eru varðveittar

☐ Skrár einstaklinga varðveittar í öruggu umhverfi í 1-3 ár (reglum um meðferð persónuupplýsinga fylgt)

☐ Skrár einstaklinga varðveittar í öruggu umhverfi í 3 ár eða lengur (reglum um meðferð persónuupplýsinga fylgt)

Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 13

1.2 Viðmið um skjalastjórnun og meðferð persónuupplýsinga

1.2.3 Skráir og varðveitir niðurstöður viðtala.

Hvernig er fylgst með helstu niðurstöðum viðtala? Hvar eru upplýsingarnar skráðar?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan) ☐☐ Ekkert kerfi ☐☐ Upplýsingar um niðurstöður viðtala eru skráðar en ekki

varðveittar eftir að viðtali lýkur☐

☐ Upplýsingar um niðurstöður viðtala eru skráðar og varðveittar eftir að viðtali lýkur

☐ Skrár einstaklinga varðveittar í öruggu umhverfi í 1-3 ár (reglum um meðferð persónuupplýsinga fylgt)

☐ Skrár einstaklinga varðveittar í öruggu umhverfi í 3 ár eða lengur (reglum um meðferð persónuupplýsinga fylgt)

Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 14

1.2 Viðmið um skjalastjórnun og meðferð persónuupplýsinga

1.2.4 Heldur trúnað og tryggir öryggi við meðferð persónuupplýsinga.

Hvernig er öryggi við meðferð persónuuplýsinga tryggt? Er til yfirlýst stefna um gæslu trúnaðar við meðferð persónuupplýsinga hjá fræðsluaðila?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan) ☐☐ Engin yfirlýst stefna ☐☐ Yfirlýst stefna til og hefur verið innleidd ☐☐ Yfirlýst stefna til og hefur verið innleidd. Meðferð

persónuupplýsinga er hagað í samræmi við gildandi lög og reglur.

Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 15

1.3 Viðmið um ráðgjafaumhverfi og aðbúnað ráðgjafa

1.3.1 Tryggir viðeigandi umhverfi og aðstæður fyrir ráðgjafaviðtöl

Hvernig er tryggt að ráðgjafarumhverfið sé við hæfi?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan)

☐ Engin sérstök aðstaða fyrir ráðgjöf ☐ Aðstaðan hæfir ekki viðfangsefninu en breytingar eru ekki

mögulegar á húsnæðinu☐

☐ Tvenns konar aðstaða í boði hjá fræðsluaðila, bæði sem hæfir viðfangsefninu og sem hæfir ekki viðfangsefninu. Fer eftir því hversu mikið er að gera hvor aðstaðan er í boði hverju sinni

☐ Aðstaða viðeigandi fyrir notendur en nokkuð skortir á aðgengi að upplýsingum

☐ Aðstaða viðeigandi og hæfir viðfangsefninu. Fullnægjandi aðgengi að upplýsingum fyrir ráðgjafa og notendur

Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 16

2.1 Viðmið um að skilgreina þarfir og markmið notenda í upphafi ráðgjafar

2.1.1 Tryggir að þarfir notanda og markmið hafi verið greind og um þau samið í upphafi ráðgjafaferlisins.

Hvernig eru þarfir/óskir notenda greindar og samþykktar og markmið skráð? Hvaða verkfæri og ferli eru notuð í þessu skyni?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan) ☐☐ Ekkert skipulagt ferli ☐☐ Óformleg þarfagreining og markmiðasetning fer fram en ekkert er

skráð niður☐

☐ Notendur fá tækifæri til að segja frá þörfum sínum og óskum varðandi færniþróun sína. Ráðgjafinn skráir upplýsingarnar (t.d. á markmiðablað).

☐ Notendur fá aðstoð við að greina þarfir sínar og ráðgjafinn leggur fyrir viðeigandi verkfæri (t.d. áhugasviðskönnun) til að aðstoða notandann við að greina markmið sín. Markmiðin eru skráð og báðir aðilar eiga sitt eintak til varðveislu.

Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 17

2.2 Viðmið um endurskoðun markmiða og skilgreiningu leiða

2.2.1 Tryggir að einstaklingum er leiðbeint í átt að virkni í eigin færniuppbyggingu.

Hvaða aðferðir eru notaðar við að leiða einstaklinginn til virkni í ráðgjafarferlinu?Eru til sérstök verkefni/verkfæri í því skyni? Eru markmið endurskoðuð reglulega og aðlöguð að þörfum einstaklings á meðan á ráðgjöf stendur?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan) ☐☐ Ekki gripið til neinna aðgerða ☐☐ Ráðgjafinn virkjar einstaklinginn með því að aðstoða hann við

að draga fram leiðir að markmiðum, útbúa áætlun, hvetja hann og veita eftirfylgni. Endurskoðun markmiða er liður í þessu ferli.

Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 18

2.3 Viðmið um innihald ráðgjafar og ráðgjafaraðferðir

2.3.1 Tryggir að þörfum einstaklinga sé mætt með því að nota fjölbreyttar ráðgjafaraðferðir í samræmi við þarfir og markmið þeirra.

Hvernig mæta ráðgjafaraðferðir þörfum einstaklinga

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan) ☐☐ Ekkert ferli til staðar ☐☐ Ráðgjöfin er takmörkuð hvað varðar nálgun og innihaldi og fellur

ekki að þörfum markhóps þjónustunnar☐

☐ Þarfir einstaklinga hafa mótandi áhrif á þróun og framkvæmd ráðgjafar

☐ Þarfir einstaklinga stýra vali á aðferðum og verkfærum í öllu ferlinu ☐Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 19

2.4 Viðmið um kröfur til ráðgjafa

2.4.1 Tryggir að ráðgjafar séu hæfir á grundvelli menntunar, þjálfunar og/eða reynslu sinnar.

Hvernig er gengið úr skugga um að ráðgjafar séu hæfir og færir um að veita fullorðnum einstaklingsmiðaða ráðgjöf?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan) ☐☐ Ekki óskað eftir formlegum upplýsingum um hæfni ráðgjafa ☐☐ Ráðgjafar eru teknir í viðtal um hæfni/færni sína og ferilskrá liggur

fyrir☐

☐ Ráðgjafar eru spurðir um hæfni/færni sína og þeir kynna ferilskrá sína, hafi þeir enga menntun í ráðgjöf er boðið upp á stuðning og leiðsögn (munnlegar upplýsingar, skriflegar leiðbeiningar, fundi, símaviðtöl o.s.frv. gerist þess þörf).

☐ Ráðgjafar eru spurðir um hæfni/færni sína og þeir kynna ferilskrá sína, hafi þeir enga menntun á sviði náms- og starfsráðgjafar er boðið upp á námskeið/þjálfun.

☐ Ráðgjafar eru spurðir um hæfni/færni sína og þeir kynna ferilskrá, hafi þeir enga menntun á sviði náms- og starfsráðgjafar er þess krafist að þeir sæki námskeið/þjálfun/handleiðslu.

☐ Ráðgjafar eru spurðir um hæfni/færni sína og þeir kynna ferilskrá sína. Gerðar eru kröfur um formlega menntun í náms- og starfsráðgjöf og skriflega staðfestingu þess efnis.

Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 20

2.4 Viðmið um kröfur til ráðgjafa

2.4.2 Tryggir að ráðgjafar njóti stuðnings við að afla sér sí- og endurmenntunar á sínu sviði.

Hvernig er tryggt að ráðgjafar fylgist með nýjungum og stuðli að þróun á sínu sviði? Hvernig er tryggt að ráðgjafar hafi aðgang að upplýsingum og vitneskju um leiðir til úrbóta fyrir einstaklinginn?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringarinnar hér á undan

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan) ☐☐ Ekkert ferli til staðar ☐☐ Alfarið lagt í hendurnar á ráðgjafa, engin eftirfylgni eða

stuðningur☐

☐ Ráðgjafar hafa aðgang að interneti og fá jafnóðum viðeigandi upplýsingar sem berast fræðsluaðila.Engin sérstök eftirfylgni.

☐ Ráðgjafar hafa aðgang að interneti og fá jafnóðum viðeigandi upplýsingar sem berast fræðsluaðila. Reglulegar upplýsingar um viðeigandi færniþróun. Fjárhagslegur og/eða hagnýtur stuðningur fyrir hendi

☐ Ráðgjafar hafa aðgang að interneti og fá jafnóðum viðeigandi upplýsingar sem berast fræðsluaðila. Sérstök áætlun innan stofnunarinnar um nám og þróun ráðgjafa í starfi og ráðstafanir gerðar bæði hvað varðar hagnýtan og fjárhagslegan stuðning

Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 21

3.1 Viðmið um árangur samkvæmt markmiðum

3.1.1 Tryggir að einstaklingum sé fylgt eftir með reglubundnum hætti meðan á ráðgjöfinni stendur.

Hvernig er einstaklingum fylgt eftir í ráðgjöfinni? Hvernig er skilgreint, hvenær ráðgjöfinni er lokið?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan) ☐☐ Ekkert ferli til staðar ☐☐ Tilviljanakenndar samræður við notendur um stöðu mála ☐☐ Samskipti og/eða eftirfylgni við notendur, skrifleg og/eða

munnleg, byggð á niðurstöðum viðtals. Ekki sérstaklega skilgreint hvenær ráðgjöf er formlega lokið.

☐ Samskipti og/eða eftirfylgni við notendur, skrifleg og/eða munnleg, byggð á niðurstöðum viðtals. Skrifleg skilgreining á því hvenær ráðgjöf telst formlega lokið.

Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 22

3.1 Viðmið um árangur samkvæmt markmiðum

3.1.2 Tryggir að ráðgjafar beiti skipulegum aðferðum til þess að meta hvort markmiðum þjónustunnar er náð.

Hvernig fylgist fræðsluaðili með framvindu þjónustunnar í samræmi við sett markmið hennar?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan) ☐☐ Ekkert ferli til staðar ☐☐ Tilviljanakenndar samræður við ráðgjafa um framvindu mála ☐☐ Reglulegir fundir með ráðgjöfum um árangur þjónustunnar ☐☐ Reglulegir fundir með ráðgjöfum þar sem árangur þjónustunnar

er yfirfarinn út frá settum markmiðum og ráðstafanir gerðar fyrir viðeigandi úrbætum ef þörf er á

Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 23

4.1 Viðmið um mat á ráðgjöfinni, gæðaeftirlit og umbótastarf

4.1.1 Tryggir að einstaklingar hafi kost á að veita endurgjöf meðan á ráðgjöfinni stendur og sé upplýstir um leiðir til þess.

Hvernig geta notendur gefið uppbyggilega endurgjöf til ráðgjafa/fræðsluaðila um náms- og starfsráðgjöfina?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan) ☐☐ Ekkert kerfi til þess að taka á móti mati frá notendum ☐☐ Ábyrgð ráðgjafa í lok viðtals ☐☐ Notendur eru sem hópur beðnir um að meta ráðgjöfina ☐☐ Munnleg endurgjöf/mat meðan á ráðgjafarferlinu stendur ☐☐ Nafnlaus skrifleg endurgjöf meðan á ráðgjafarferlinu stendur eða

eftir að því er lokið ☐

☐ Munnleg og skrifleg (nafnlaus) endurgjöf á ráðgjöfina eftir að henni lýkur, kerfi/hefð til staðar til þess að nota endurgjöf til að fylgjast með framvindu rágjafarinnar og aðlaga það eftir þörfum

☐ Munnleg og skrifleg (nafnlaus) endurgjöf á ráðgjöfina eftir að henni lýkur, rýnihópar haldnir reglulega, kerfi/hefð til staðar til þess að nota endurgjöf til að fylgjast með framvindu rágjafarinnar og aðlaga það eftir þörfum

Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 24

4.1 Viðmið um mat á ráðgjöfinni, gæðaeftirlit og umbótastarf

4.1.2 Tryggir að ráðgjafar taki þátt í gæðaeftirliti og veiti upplýsingar og endurgjöf til stjórnenda.

Hvernig eru ráðgjafar virkjaðir til þess að taka þátt í umbótum á ráðgjafarþjónustunni, aðferðum, aðbúnaði og efni, framþróun einstaklinga, hvatningu og stuðningi við þá?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan) ☐☐ Ekkert gæðastjórnunarkerfi sem ráðgjafar taka þátt í ☐☐ Ráðgjafar taka þátt í mati á ráðgjafarþjónustunni og árangri og

koma með ábendingar um úrbætur☐

☐ Ráðgjafar og fleiri starfsmenn fræðsluaðila (s.s. stjórnendur) taka þátt í sjálfsmati og endurskoðun á framkvæmd ráðgjafar og koma með ábendingar um úrbætur

☐ Stöðugt er unnið að umbótastarfi með þeim sem málið varðar þ.e. skilgreint er hvernig mat á árangri á að fara fram. hver ber ábyrgð á framkvæmd mats og hvað gert er við niðurstöðurnar

Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 25

4.1 Viðmið um mat á ráðgjöfinni, gæðaeftirlit og umbótastarf

4.1.3 Tryggir að niðurstöðurnar verði notaðar í umbótastarfi til að auka gæði þjónustunnar.

Hvernig er unnið út frá endurgjöf notenda og starfsfólks? Hvaða áætlun um úrbætur er gerð á grundvelli þeirrar úrvinnslu?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan) ☐☐ Ekkert unnið sérstaklega með endurgjöf ☐☐ Unnið úr endurgjöfinni en ekki gerð áætlun um úrbætur ☐☐ Úrvinnsla endurgjafar er notuð til að fá upplýsingar um hvaða

úrbætur þurfi að gera en engin áætlun er sett í gang☐

☐ Úrvinnsla endurgjafar er notuð til að fá upplýsingar um hvaða úrbætur þurfi að gera og í framhaldinu er gerð tímasett úrbótaáætlun þar sem skýrt er kveðið á um ábyrgð

Athugasemdir matsaðila:

EQM – náms- og starfsráðgjöf, útgáfa 1.1 – Matseyðublað | 26