4
Nafnávöxtun fjárfestingarleiða Frjálsa líf- eyrissjóðsins síðastliðið ár, miðað við lok september, var á bilinu -0,4% til 2,8% en þróun verðbréfamarkaða hafði mismunandi áhrif á ávöxtun leiðanna. Stærsta leið sjóðsins, Frjálsi 1, skilaði hæstu ávöxtuninni eða 2,8%. Ástæður hækkunar- innar má að stærstum hluta rekja til góðrar ávöxtunar erlendra hlutabréfa en þau vega hlutfallslega mest í þessari leið af fjárfest- ingarleiðum Frjálsa lífeyrissjóðsins. MSCI heimsvísitala hlutabréfa hækkaði til mynda um 10,7% í krónum mælt á tímabilinu. Nafnávöxtun Frjálsa Áhættu var 1,2%, Frjálsa 2 var 0,1% og Frjálsa 3 var neikvæð um 0,4%. Eignir Frjálsa 3 samanstanda af skuldabréfum og innlánum. Ávöxtunarkrafa verðtryggðra ríkisskuldabréfa hækkaði á tímabilinu sem þýðir lækkun á verði bréf- anna og nam lækkunin að meðaltali um 3%. Frjálsi 3 er fjárfestingarleið sjóðsins þar sem ríkisskuldabréf vega hlutfallslega mest. Haldist ávöxtunarkrafa verðtryggðra ríkisskuldabréfa og vaxtakjör verðtryggðra innlána óbreytt má gera ráð fyrir að raun- ávöxtun þess hluta sjóðsins sem er í þessum eignaflokkum, sem telja rúmlega 80% af eignum Frjálsa 3, verði um 3% á ársgrund- velli. Verðbólga á tímabilinu nam 2,3%. Ef meðalávöxtun síðustu fimm ára er skoðuð má sjá að ávöxtunin er hæst í áhættumestu leiðinni og svo koll af kolli. Hátt hlutfall hluta- bréfa í áhættumeiri leiðum gefur vonir um góða langtímaávöxtun en að sama skapi eru meiri líkur á sveiflum í ávöxtun til skemmri tíma. Í áhættuminni leiðum er hlutfall skulda- bréfa hærra og má því búast við jafnari langtímaávöxtun. ÁVÖXTUN Október 2014 Þann 30. september 2014 voru sjóðfélagar í Frjálsa lífeyrissjóðnum um 49 þúsund og stærð sjóðsins um 139 milljarðar. 0% 1% 2% 3% 4% 5% -1% 1,2% 2,8% 0,1% -0,4% FRJÁLSI ÁHÆTTA FRJÁLSI 2 FRJÁLSI 3 FRJÁLSI 1 0% 5% 10% 10,1% 9,3% 8,2% 7,5% FRJÁLSI ÁHÆTTA FRJÁLSI 2 FRJÁLSI 3 FRJÁLSI 1 Nafnávöxtun síðustu 12 mánaða m.v. 30.09.2014 Nafnávöxtun síðustu 5 ára á ársgrundvelli m.v. 30.09.2014 Fréttabréf Frjálsa lífeyrissjóðsins FRÉTTABRÉF FRJÁLSA LÍFEYRISSJÓÐSINS

Fréttabréf Frjálsa lífeyrissjóðsins

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fréttabréf Frjálsa lífeyrissjóðsins - október 2014

Citation preview

Page 1: Fréttabréf Frjálsa lífeyrissjóðsins

Nafnávöxtun fjárfestingarleiða Frjálsa líf-eyrissjóðsins síðastliðið ár, miðað við lok september, var á bilinu -0,4% til 2,8% en þróun verðbréfamarkaða hafði mismunandi áhrif á ávöxtun leiðanna.

Stærsta leið sjóðsins, Frjálsi 1, skilaði hæstu ávöxtuninni eða 2,8%. Ástæður hækkunar-innar má að stærstum hluta rekja til góðrar ávöxtunar erlendra hlutabréfa en þau vega hlutfallslega mest í þessari leið af fjárfest-ingarleiðum Frjálsa lífeyrissjóðsins. MSCI heimsvísitala hlutabréfa hækkaði til að mynda um 10,7% í krónum mælt á tímabilinu.

Nafnávöxtun Frjálsa Áhættu var 1,2%, Frjálsa 2 var 0,1% og Frjálsa 3 var neikvæð um 0,4%. Eignir Frjálsa 3 samanstanda af skuldabréfum og innlánum. Ávöxtunarkrafa verðtryggðra ríkisskuldabréfa hækkaði á tímabilinu sem þýðir lækkun á verði bréf-anna og nam lækkunin að meðaltali um 3%. Frjálsi 3 er sú fjárfestingarleið sjóðsins þar sem ríkisskuldabréf vega hlutfallslega mest. Haldist ávöxtunarkrafa verðtryggðra ríkisskuldabréfa og vaxtakjör verðtryggðra innlána óbreytt má gera ráð fyrir að raun-ávöxtun þess hluta sjóðsins sem er í þessum eignaflokkum, sem telja rúmlega 80% af

eignum Frjálsa 3, verði um 3% á ársgrund-velli. Verðbólga á tímabilinu nam 2,3%.

Ef meðalávöxtun síðustu fimm ára er skoðuð má sjá að ávöxtunin er hæst í áhættumestu leiðinni og svo koll af kolli. Hátt hlutfall hluta-bréfa í áhættumeiri leiðum gefur vonir um góða langtímaávöxtun en að sama skapi eru meiri líkur á sveiflum í ávöxtun til skemmri tíma. Í áhættuminni leiðum er hlutfall skulda- bréfa hærra og má því búast við jafnari langtímaávöxtun.

ÁVÖXTUN

Október 2014

Þann 30. september 2014 voru sjóðfélagar í Frjálsa lífeyrissjóðnum um 49 þúsund og stærð sjóðsins um 139 milljarðar.

0%

1%

2%

3%

4%

5%

-1%

1,2%

2,8%

0,1% -0,4%

FRJÁLSI ÁHÆTTA

FRJÁLSI 2 FRJÁLSI 3FRJÁLSI 1

0%

5%

10%10,1%

9,3%8,2%

7,5%

FRJÁLSI ÁHÆTTA

FRJÁLSI 2 FRJÁLSI 3FRJÁLSI 1

Nafnávöxtun síðustu 12 mánaða m.v. 30.09.2014

Nafnávöxtun síðustu 5 ára á ársgrundvelli m.v. 30.09.2014

Fréttabréf Frjálsa lífeyrissjóðsins

FRÉTTABRÉFFRJÁLSA LÍFEYRISSJÓÐSINS

Page 2: Fréttabréf Frjálsa lífeyrissjóðsins

Fréttabréf Frjálsa lífeyrissjóðsins

Á ársfundi Frjálsa lífeyrissjóðsins voru samþykktar nokkrar breytingartillögur á samþykktum sjóðsins. Helstu breyt- ingarnar voru þær að iðg jald sem ráðstafað er í samtryggingarsjóð var hækkað, en á móti var iðg jaldið í frjálsa séreign lækkað. Ástæða breytinganna er að meðalævi hefur lengst og þarf því hærra iðg jald til að standa undir ævilöngum ellilífeyrisgreiðslum úr samtryggingarsjóði. Eftir breytingarnar er Frjálsi lífeyrissjóðurinn ennþá sá lífeyris-sjóður sem ráðstafar hæsta hlutfalli af 12% lágmarksiðg jaldi í séreignarsjóð.

Upplýsingar um aðrar breytingar á sam-þykktum má finna í fréttasafni sjóðsins á vefsíðunni frjalsi.is1) Samtryg gingarsjóður tryg gir mánaðarlegan örorku- og barnalífeyri við orkutap, maka- og barnalífeyri við andlát og ellilífeyri frá 85 ára til æviloka. Hæg t er að flýta töku ellilífeyris fram til 82 ára aldurs, ef útgreiðslum bundinnar séreignar er lokið, en þá lækkar ellilífeyrir úr samtryg gingarsjóði.

2) Samtryg gingarsjóður tryg gir mánaðarlegan örorku- og barnalífeyri við orkutap, maka- og barnalífeyri við andlát og ellilífeyri frá 70 ára til æviloka. Hæg t er að flýta töku ellilífeyris fram til 60 ára aldurs, en þá lækkar ellilífeyrir, eða fresta fram til 75 ára aldurs, en þá hækkar ellilífeyrir.

3) Samtryg gingarsjóður tryg gir mánaðarlegan örorku- og barnalífeyri við orkutap, maka- og barnalífeyri við andlát og ellilífeyri frá 67 ára til æviloka. Hæg t er að flýta töku ellilífeyris fram til 60 ára aldurs, en þá lækkar ellilífeyrir, eða fresta fram til 72 ára aldurs, en þá hækkar ellilífeyrir.

4) Þegar sjóðfélagi hefur náð 60 ára aldri geta útgreiðslur bundinnar séreignar fyrst hafist og tryg g ja mánaðarlegan ellilífeyri til 82, 83, 84 eða 85 ára aldurs, eftir vali sjóðfélaga. Bundin séreign erfist að fullu.

5) Þegar sjóðfélagi hefur náð 60 ára aldri er frjáls séreign laus til útgreiðslu. Útborgun er þó aldrei laus fyrr en 2 árum eftir fyrstu innborgun. Hæg t er að óska eftir mánaðarlegum eða árlegum greiðslum auk eingreiðslu. Frjáls séreign er greidd út vegna örorku samkvæmt ákveðnum reglum að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Frjáls séreign erfist að fullu.

Stjórn sjóðsins hefur rýmkað lánareglur sjóðsins. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

• Hámarkslánsfjárhæð hækkar úr 20 milljónum kr. í 40 milljónir. Óbreytt er að hámarksveðhlutfall er 65% af markaðs-verðmæti íbúðarhúsnæðis sem lagt er til tryggingar láninu.

• Boðið er upp á lán með jöfnum afborgunum til viðbótar við jafngreiðslulán til að gefa lánþegum kost á að greiða lánin sín hraðar niður.

• Skilyrði til að fá lán er að sjóðfélagi hafi annaðhvort greitt iðg jöld í sjóðinn vegna sex síðustu mánaða eða greitt iðg jöld til sjóðsins vegna samtals 36 mánaða.

Nú er hægt að fara inná vef Frjálsa lífeyrissjóðsins

í gegnum frjalsi.is. Frjalsilif.is verður áfam virkt.

Arion banki, sem er rekstraraðili Frjálsa lífeyrissjóðsins, hefur skipað Jón Guðna Kristjánsson í stjórn sjóðsins. Jón hefur mikla reynslu af rekstri lífeyrissjóða, en hann var framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) frá 1998 þar til hann lauk störfum fyrir skömmu. Hann var jafnframt framkvæmdastjóri nokkurra lífeyrissjóða með ábyrgð sveitarfélaga um árabil þar til þeir sameinuðust LSS á síðasta ári.

Jón Guðni tekur sæti Jónmundar Guðmars-sonar, sem hefur setið í stjórn sjóðsins frá byrjun árs 2007. Stjórn og framkvæmda-stjóri sjóðsins þakkar Jónmundi fyrir störf hans í þágu sjóðsins sl. sjö ár.

Stjórn sjóðsins er skipuð sjö einstaklingum. Fjórir eru kosnir á ársfundi sjóðsins til tvegg ja ára í senn og þrír eru skipaðir af Arion banka.

BREYTINGAR Á SKIPTINGU SKYLDUIÐGJALDS Í SAMTRYGGINGARSJÓÐ OG SÉREIGNARSJÓÐ

LÁNAREGLUR RÝMKAÐAR

BREYTING Á STJÓRN SJÓÐSINS

Samtryggingarleið Samtryggingarsjóður Bundin séreign4

Frjáls séreign5

Alls

Erfanlega leiðin 3,40%1

6,55% 2,05% 12%

Frjálsa leiðin 7,95%2

4,05% 12%

Tryggingaleiðin 12,00%3

12%

Skipting lágmarksiðgjalds í samtryggingarleiðum sjóðsins eftir breytingarnar

Page 3: Fréttabréf Frjálsa lífeyrissjóðsins

Fréttabréf Frjálsa lífeyrissjóðsins

GREIÐSLA VIÐBÓTARIÐGJALDA INN ÁHÚSNÆÐISLÁN EÐA UPP Í ÚTBORGUN Á ÍBÚÐ

Fræðslufundur 28. október 2014 kl. 17:30

GREIÐSLUR ÚR LÍFEYRISSPARNAÐIHVAÐ BER AÐ HAFA Í HUGA? Við bjóðum þér á fræðslufund í Arion banka, Borgartúni 19 þriðjudaginn 28. október kl.17:30. Fyrirlesari verður Helga Sveinbjörnsdóttir, sérfræðingur hjá Eignastýringu Arion banka. Meðal atriða sem farið verður yfir á fundinum:• Reglur um útgreiðslur lífeyrissparnaðar• Skattalega meðferð lífeyrissparnaðar• Samspil útgreiðslna úr lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun Fundurinn stendur yfir í rúmlega klukkustund og verður boðið upp á léttar veitingar. Allir velkomnir

Rétt er að vekja athygli á því að hægt er að greiða viðbótariðg jöld skattfrjálst inn á húsnæðislán fram á mitt ár 2017. Frestur til að nýta iðg jöld frá 1. júlí er runninn út en enn er hægt að sækja um að nýta iðg jöld sem greidd verða eftirleiðis. Sótt er um á vef ríkisskattstjóra, www.leidretting.is. Þeir sem ekki eiga íbúðarhúsnæði til eigin nota eiga rétt á að nýta þau viðbótariðg jöld sem greidd hafa verið frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, upp að ákveðnu marki, sem greiðslu upp í íbúð fyrir 30. júní 2019. Ekki þarf að sækja sérstaklega um þetta úrræði fyrr en húsnæði hefur verið keypt eða byggt, en skilyrði er að greiða í viðbótarlífeyris-sparnað til að eiga möguleika á þessari ráðstöfun. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér úrræðið en legg ja ekki fyrir í viðbótar-lífeyrissparnað nú þegar geta nálgast samn-ing um viðbótarlífeyrissparnað á frjalsi.is. Miðað er við að hver sjóðfélagi geti greitt að hámarki 4% af launum sínum og fái 2%

framlag frá launagreiðanda. Hámarks-fjárhæðir miðast við þetta hlutfall milli launþega og launagreiðanda og þannig

getur hver einstaklingur safnað að hámarki 500.000 kr á ári, en samskattaðir aðilar samtals 750.000 kr. á ári.

SKRÁNING

Page 4: Fréttabréf Frjálsa lífeyrissjóðsins

Fréttabréf Frjálsa lífeyrissjóðsins

Þjónusta við sjóðfélaga og launa- greiðendur er:

• Hjá Lífeyrisþjónustu Arion banka í síma 444 7000• Á [email protected]• Í næsta útibúi Arion banka

Vakin er athygli á því að hægt er að panta tíma í útgreiðsluráðgjöf hjá �ármálaráðgjafa með því að hringja í 444 7000 eða senda póst á [email protected].

Ítarlegar upplýsingar um eignaskiptingu einstakra leiða eru á frjalsi.is.

Þú getur séð yfirlit yfir stöðu og hreyfingar í Netbanka Arion banka á arionbanki.is. Þú getur só� um aðgang í næsta útibúi Arion banka gegn framvísun persónuskilríkja.

Í Netbanka Arion banka er hægt að afpanta póstsend pappírsyfirlit. Hafi sjóðfélagi aðgang að netbank- anum getur hann einnig afpantað pappírsyfirlit með því að hafa samband í síma 444 7000.

Í boði er virk innheimtuþjónusta vegna vangreiddra iðgjalda af hálfu launagreiðanda.

Reiknivélin auðveldar sjóðfélaga að á�a sig á hve há inneign og hve háar lífeyrisgreiðslur verða við starfslok miðað við ákveðnar forsendur.

RÁÐGJÖFGAGNSÆI Í FJÁRFESTINGUM NETBANKI

INNHEIMTUÞJÓNUSTA

LÍFEYRISREIKNIVÉL

Reiknivélin auðveldar sjóðfélaga að á�a sig á útgreiðslumöguleikum sjóðsins.

ÚTGREIÐSLUREIKNIVÉL

Í Netbanka Arion banka hefur þú aðgang að Lífeyrisgá�inni en hún opnar þér sýn á öll lífeyrisré�indi sem þú hefur áunnið þér á starfsævinni í samtryggingarsjóðum.

LÍFEYRISGÁTTIN

Lífeyrissjóðslán til allt að 40 ára á hagstæðum kjörum. Vextir eru nú 3,10%. Sjá lánareiknivél á frjalsi.is.

HAGSTÆÐ LÍFEYRISSJÓÐSLÁN

Arion banki er rekstraraðili sjóðsins

VIÐ AÐSTOÐUM ÞIG