12
Gaflarinn Fjóla Björk Jónsdóttir lét drauminn rætast og rekur vinsælan veitingastað í Eyjum Fjóla Björk Jónsdóttir er Gaflari í húð og hár. Það kom því kannski mörgum á óvart þegar hún elti ástina til Vestmannaeyja. Hún hefur komið sér vel fyrir í Eyjum og rekur þar JOY, vinsælan veitingastað. Fjóla er gaflari vikunnar. Save Water, Drink Beer HAFNARFIRÐI BOLTINN Í BEINNI! HAPPY HOUR 16.00 – 19.00 TILVALINN STAÐUR FYRIR EINKASAMKVÆMI Fylgstu með okkur! Fylgstu með okkur! Hald lagt á töluvert magn fíkniefna í Hafnarfirði 2 Kíkt í kaffi: Að njóta líðandi stundar gefur lífinu gildi 8 Bæjarstjórinn í nærmynd: Hver er Haraldur? 2 Haukar í Evrópukeppninni: Ættum að geta unnið og komist áfram 9 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is fimmtudagur 11. september 2014 15. tbl. 1. árg.

Gaflari 15. tbl. 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Vikublaðið Gaflari sem kom út 11. september 2014

Citation preview

Page 1: Gaflari 15. tbl. 2014

Gaflarinn Fjóla Björk Jónsdóttir lét drauminn rætast og rekur vinsælan veitingastað í Eyjum

Fjóla Björk Jónsdóttir er Gaflari í húð og hár. Það kom því kannski mörgum á óvart þegar hún elti ástina til Vestmannaeyja. Hún hefur komið sér vel fyrir í Eyjum og rekur þar JOY, vinsælan veitingastað. Fjóla er gaflari vikunnar.

Save Water, Drink Beer

HAFNARFIRÐI

BOLTINNÍ BEINNI!

HAPPY HOUR16.00 – 19.00

TILVALINN STAÐURFYRIR EINKASAMKVÆMI

Fylgstu með okkur!

Fylgstu með okkur!Hald lagt á töluvert magn

fíkniefna í Hafnarfirði 2Kíkt í kaffi: Að njóta líðandi stundar gefur lífinu gildi8

Bæjarstjórinn í nærmynd: Hver er Haraldur?2

Haukar í Evrópukeppninni: Ættum að geta unnið og komist áfram9

Fréttir Umræðan Tilveran Íþróttirgaflari.is fimmtudagur 11. september 2014 15. tbl. 1. árg.

Page 2: Gaflari 15. tbl. 2014

2 - gaflari.is

FRÉTTIR Lögreglan á höfuðborgar-svæðinu lagði hald á um 350 grömm af marijúana, tæplega 100 e-töflur og lítilræði af amfetamíni við húsleit í þremur fjölbýlishúsum og einni bif-reið í Hafnarfirði um síðustu helgi. Fjórir karlar á þrítugs- og fertugsaldri voru handteknir í þessum aðgerðum, en málin tengjast ekki. Í einu húsanna voru börn á heimilinu og voru barna-verndaryfirvöld upplýst um málið. Til viðbótar þessu hafði lögreglan afskipti af fimm körlum í Hafnarfirði,

en þeir voru stöðvaðir á ýmsum stöð-um í bænum. Í fórum mannanna, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, var að finna neysluskammta af MDMA, am-fetamíni og kannabis.

Áður hafði lögreglan lagt hald á um 6 kíló af marijúana í nokkrum að-skyldum málum. Framkvæmdar voru húsleitir á höfðuborgarsvæðinu og í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði fann lög-reglan tæplega 1,5 kíló af marijúana og var karl á fertugsaldri handtekinn í tengslum við málið. Í öðru fjölbýlis-

húsi í Hafnarfirði var lagt hald á nærri eitt kíló af marijúana og var karl á þrítugsaldri handtekinn í þágu rann-sóknarinnar.

Fyrrnefndar aðgerðir eru liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkni-efna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á fram-færi upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fóru í leiðangur um helgina. Var ferðinni heitið austur á Höfn í Hornafirði þar sem Mar-grét Gauja Magnúsdóttir, bæjar-fulltrúi býr þessa dagana, en hún fór í ársleyfi í ágúst síðastliðnum. Bæjarfulltrúarnir Adda María Jó-hannsdóttir, Eva Lín Vilhjálmsdótt-ir, Gunnar Axel Axelsson og Ófeigur Friðriksson fengu góðar móttökur fyrir austan og brugðu bæjarfull-trúar á leik á milli þess sem þeir lögðu á ráðin fyrir veturinn. Kynntu bæjarfulltrúarnir sér m.a. menn-ingu og sögu Hafnar, farið var í víta-spyrnukeppni og heilsubætandi gönguferðir þar sem austfirskrar náttúrufegurðar var notið í blíð-skaparveðri.

FRÉTTIR Haustönn Flens-borgarskólans fór vel af stað á dögunum. Um 750 nemendur er skráðir í skólann þar af 180 ný-nemar. Vel var tekið á móti hinum nýju nemendum og var m.a. farið í ferðalag og haldinn dansleikur sem þóttist takast með eins-dæmum vel. Einnig var haldinn kynningarfundur fyrir foreldra nýnema þar sem sagt var frá ýmsu því sem til boða stendur í skólanum, m.a. námsleiðum og þjónustu. Flensborgarhlaupið verður síð-an haldið þriðjudaginn 23. sept-ember og hefst keppni kl. 17:30. Vegalengdirnar eru fjölskyldu-vænar því hægt er að hlaupa 3 km, 5 og 10 og er fjöldi vinninga hægt að skrá sig á hlaup.is

Samfó sprellar á Höfn í Hornafirði

Haustverkin í Flensborg: Ný-nemadagar og Flensborgarhlaup

Hald lagt á töluvert magn fíkniefna í Firðinum- 3 kíló af marijúana, e-töflur og amfetamín

Hver er Haraldur?Haraldur L. Haraldsson, tók við starfi bæjarstjóra í lok síðasta mánaðar. Fæstir hér í bæ þekkja sennilega hvorki haus né sporð á nýja bæjarstjóranum enda kemur hann ekki úr röðum stjórnmálaflokkanna heldur var valinn úr stórum hópi umsækenda. Gaflarinn lagði nokkrar spurningar fyrir Harald til að kynnast manninum á bak við bæjarstjórann.

Hver er Haraldur?Ég er fæddur og uppalinn í Keflavík. Stundaði nám eftir grunnskóla í Verslunarskóla Íslands og að því loknu hagfræði við Queen Mary College, University of London í fimm ár.Menntun og fyrri störf?Ég er hagfræðingur að mennt frá Háskólanum í London, hef m.a starfað sem bæjarstjóri á Ísafirði í 10 ár og í 5 ár sem sveitarstjóri í Dalabyggð. Á undanförnum árum hef ég starfað sjálfstætt sem ráðgjafi þar sem ég sérhæfði mig í endurskipulagningu í rekstri og fjármálum sveitarfélaga.Fjölskylda?Ég er kvæntur Ólöfu Thorlacius og eigum við þrjú uppkomin börn og þrjú barnabörn.Áhugamál?Ég hef mikinn áhuga á þjóðmálum almennt, sérstaklega er varðar efnahagsmál. Við ferðumst mikið saman fjölskyldan og það er fátt betra en samvera með fjölskyldu og vinum. Laxveiði og líkamsrækt er líka eitthvað sem ég stunda og ég fylgist vel með fótboltanum , bæði hér heima og í enskudeildinni – Ég hlakka til að fylgjast með Hafnar-

fjarðarliðunum næsta sumar frá byrjun.Hvernig heldur þú að góður vinur myndi lýsa persónuleika þínum? (Hér myndi ég gjarnan vilja fá annað svar en: Þú verður að spyrja hann. Það er ómögulegt fyrir mig að svara því.Helstu kostir / gallar ?Ég er þrjóskur, held að það geti bæði verið kostur og galli.Hvað er það sem gefur lífinu gildi ?Það er fjölskyldan og það að hafa heilsu til að gera það sem mig langar. Svo er það auðvitað ótrú-lega dýrmætt að fá að starfa við það sem mann langar til, að vera í vinnu sem er bæði skemmtileg og

krefjandi og ekki hvað síst að vinna með góðu fólki.Hvers vegna vildir þú verða bæjar-stjóri í Hafnarfirði?Ástæðan fyrir því að ég sóttist eftir stöðu bæjarstjóra í Hafnarfirði er að ég tel mig hafa ýmislegt til málanna að leggja við uppbyggingu Hafnar-fjarðar. Hafnarfjörður er einn fal-legasti bærinn á landinu, með öflugt atvinnulíf, menningu, afþreyingu og fjölbreytt og skemmtilegt mannlíf og það er frábært að fá tækifæri til að taka þátt í að gera góðan bæ enn betri - tækifærin eru mörg.Hvaða hæfileikar sem þú býrð yfir munu nýtast þér vel í starfinu?Reynsla mín og þekking á málefnum sveitarfélaga mun örugglega nýtast mér mjög vel svo og menntun og reynsla af stjórnun. Framundan eru fjölmörg verkefni til að takast á við. Hjá bænum starfar fjöldinn allur af frábæru starfsfólki og ég hlakka til að takast á við verkefnin með þeim.Hvernig er ópólitískur bæjarstjóri ólíkur þeim pólitíska?Ég er ekki bæjarfulltrúi eins og þeir sem hafa verið á undan mér – það er helsti munurinn. Hafandi áhuga á þjóðmálum þá hef ég auðvitað áhuga á pólitík almennt.

Labbrabb á Höfn í Hornafirði.

Page 3: Gaflari 15. tbl. 2014

gaflari.is - 3

Page 4: Gaflari 15. tbl. 2014

4 - gaflari.is

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 • Ljósmyndari: Helga Laufey Guðmundsdóttir • Upplag: 10.500 eintök Auglýsingar: Ólafur Guðlaugsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Fréttir af tilefnislausri árás á ungan mann í miðbæ Reykjavíkur í sumar og það að fólk skyldi ganga hjá án þess að veita honum aðstoð vakti mig til umhugsunar um samfélagið okkar. Fréttin rifjaði líka upp atvik sem átti sér stað fyrir nokkrum árum þegar ég var stödd hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði og beið eftir

afgreiðslu þegar inn kom kona á tíræðisaldri. Hún þurfti að láta endurnýja ökuskír-

teini sitt. Þegar röðin kom að henni settist hún á stól og eftir stutta stund hneig hún niður. Ég og annar maður hlupum til og aðstoðuðum konuna sem var hætt að anda þegar við komum að henni, við hófum hjartahnoð og héldum því áfram allt þar til aðstoð sjúkraflutningamanna barst. Konan lést á sjúkrahúsi nokkrum vikum síðar.

Ég er alin upp við að koma fram við náungann eins og ég vil að komið sé fram við mig. Oftar en ekki hleyp ég á eftir fólki sem hefur gleymt einhverju smálegu t.d. lyklum, hönskum ofl., ég býð fólki sem er bara að kaupa einn eða tvo hluti í búðinni að fara fram fyrir mig í röðinni á kassanum, sjálf verð ég óendanlega glöð þegar einhver gerir slíkt hið sama fyrir mig og það gerist bara þó nokkuð oft.

Ég veit ekki hvenær ég kem til með að þurfa hjálp ókunnugra, kannski á morgun, kannski aldrei. Það hlýtur samt að vera skylda okkar sem þátttakendur í samfélagi að koma samborgurum okkar til hjálpar í neyð og ef við treystum okkur ekki til þess beint þá getum við a.m.k. hringt í 112 og látið vita að viðkomandi þurfi aðstoð. At-burðurinn sem ég greindi frá hér í upphafi varð ekki til þess að ég bjargaði mannslífi en hann varð til þess að ég veit að ég get lagt mitt að mörkum, að mín viðbrögð skipta máli og að mér líður betur ef ég veit að ég hef gert mitt besta. Ég trúi því að einstaklingarnir sem mynda samfélagið sem við búum í, beri umhyggju hver fyrir öðrum, leggi sitt að mörkum til að umhverfi okkar sé sem öruggast og vinalegast. Verum góð hvert við annað, sýnum náungakærleik og hjálpum þeim sem þurfa, það kostar ekkert.

Helga Kristín Gilsdóttir.

Hjálpsemi kostar ekkertLeiðari ritstjórnar Gaflarans

2001 - 2014

13ára

Kíktu í heimsóknwww.facebook.com/prentun.is

Bæjarhraun 22 // 220 Hafnarfjörður // 544 2100 // [email protected]

#Ein fullkomnasta prentsmiðja landsins

#Halló Hafnarfjörður

# Hjá okkur færðu allar helstu prentlausnir sem völ er á...

VIÐGERÐIR FYRIR ÖLL TRYGGINGAFÉLÖG

SUÐURHRAUNI 2 GARÐABÆ SÍMI 554 4060 [email protected]

�nndu okkur á facebook

Page 5: Gaflari 15. tbl. 2014

gaflari.is - 5

Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is

Við sjáum um örugga dreifingu á ölpósti

Við náum til öldans

Brande

nbu

rg Póstdreifing dreifir �ölpósti sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.

Mælingar sýna að 60% landsmanna skoða �ölpóst og er hann því áhrifarík leið til að koma

skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Örugglega til þín.

Nánari upplýsingar veitir söludeild í síma 585 8300.

2001 - 2014

13ára

Kíktu í heimsóknwww.facebook.com/prentun.is

Bæjarhraun 22 // 220 Hafnarfjörður // 544 2100 // [email protected]

#Ein fullkomnasta prentsmiðja landsins

#Halló Hafnarfjörður

# Hjá okkur færðu allar helstu prentlausnir sem völ er á...

Page 6: Gaflari 15. tbl. 2014

6 - gaflari.is

„Nú á ég tvo heimabæi“Fjóla Björk Jónsdóttir er Gaflari í húð og hár og hana þekkja margir enda er hún einstaklega jákvæð og góð manneskja. Þó að nú séu tæp tuttugu ár frá því hún flutti frá Hafnarfirði til Vestmannaeyja segir hún að Hafnarfjörður muni alltaf eiga stóran part í hjarta hennar og sömu sögu sé að segja um EyjarHafnfirskar rætur Fjólu liggja djúpt því foreldrar hennar eru einnig Gaflarar. Það kom því kannski mörgum á óvart þegar Fjóla ákvað að elta ástina til Vestmannaeyja fyrir tæpum 20 árum. „Eftir að ég lauk stúdentsprófi frá Flensborg ákvað ég að fara í Tækniskólann og læra iðnrekstrarfræði,” segir Fjóla, brosir blítt og bætir svo við: „Á nýnemakynningu sem haldin var strax á fyrstu dögunum í skólanum steig Ingi Sigurðsson í pontu til að kynna íþróttir við skólann. Þar sem ég stóð aftast í salnum laust niður í huga minn að þetta væri maðurinn sem ég ætti eftir að giftast. Ég bara varð þess fullviss á þeirri stundu.“

Fjóla segir að hún sé hvorki skyggn né fái fyrirboða alla jafna. Hún hafði hins vegar rétt fyrir sér í þetta skiptið því hún er gift Inga og eiga þau þrjú börn, Jón 19 ára, Evu Lind 14 ára og Ingu Dan 9 ára. „Ég var voðalega feimin við hann til að byrja með enda vissi ég dálítið sem hann vissi ekki. Hann var að vinna í sjoppunni sem útskriftarnemarnir í skólanum ráku og þangað lagði ég oft leið mína en hafði þá oftast með mér annan hvorn tveggja vina sem ég átti í skólanum þannig að Ingi hélt að ég ætti kærasta til að byrja með,“ segir Fjóla og hlær um leið og hún rifjar þetta upp.

Hefur skotið rótumá tveimur stöðum Þegar þau skötuhjú Fjóla og Ingi, höfðu lokið námi og sonurinn kom-inn í heiminn bauðst Inga spennandi starf í Eyjum. „Ingi spilaði fótbolta með ÍBV og bauðst að verða fram-kvæmdastjóri félagsins. Við ákváð-um að slá til og fluttum til Eyja. Ég var heimavinnandi með Jonna 10 mánaða. Ég entist bara í Eyjum þrjá mánuði í þetta skipti. Mér fannst bara hreint út sagt ömurlegt að búa hérna og fór aftur heim. Ingi varð eftir og kom til okkar um helgar. Við fundum það fljótlega að annað

hvort yrði hann að flytjast aftur til Hafnarfjarðar eða ég til Eyja. Við ákváðum að ég myndi gefa Eyjum annað tækifæri,“ segir Fjóla og hún sér svo sannarlega ekki eftir því, enda búin að koma sér vel fyrir í Eyj-um og búa sér og sínum gott líf þar. „Þegar ég kom til baka var ég opnari fyrir því að búa í Eyjum. Ég fór líka að vinna í skólanum og kynntist yndislegum stelpum og var boðið að vera með í saumaklúbbi og komst mjög fljótt inn í samfélagið. Mér finnst yndislegt að búa hérna og hér er alveg frábært að ala upp börn. Hér er stutt í allt og öll íþróttaiðk-un er í göngufæri þannig að þetta gæti ekki verið betra. Þrátt fyrir það finn ég stundum að ræturnar vantar – fjölskylduna og æskufé-lagana. Ég er því dugleg að mæta t.d. á fótboltavöllinn þegar hér eru mót eins og Pæju- og Pollamótin til að spjalla við vini og kunningja úr Hafnarfirði.“ Fjóla segir samt að hún myndi ekki endilega vilja flytja aftur til Hafnarfjarðar. „Það væri dásam-legt að eiga t.d. íbúð í Hafnarfirði og dvelja þar meira enda er öll mín fjöl-skylda þar. Þetta er dálítið skrýtið allt saman því ég finn að þrátt fyrir að einhverjar rætur hafi orðið eftir í Hafnarfirði hafa nýjar orðið til í Eyjum og þær verða aldrei slitnar frekar en þær hafnfirsku.“

Missti föður sinná unglingsárunumFjóla segir að mannlífið í Vest-mannaeyjum sé gott. „Hér er mikil samhugur og samkennd og þegar eitthvað bjátar á standa Eyja-menn þétt saman og það er gott að tilheyra þannig samfélagi,“ segir Fjóla. Sjálf er hún mikill mannvinur, hefur hlýja og glaðværa nærveru og þegar hún er spurð hvort að hún hafi alltaf verið svona jákvæð og glaðvær hugsar hún sig um og segir svo: “Já, ætli það bara ekki. En auðvitað hefur lífið kennt mér ýmislegt. Hver dagur er dýrmætur

því maður veit aldrei hvað næsta augnablik ber í skauti sér.“ Þarna tal-ar Fjóla af biturri reynslu því þegar hún var 16 ára varð faðir hennar Jón Sigurðsson bráðkvaddur á milli jóla og nýárs, aðeins 39 ára að aldri. „Að missa pabba svona skyndilega var auðvitað svakalega erfitt en mamma, Auður Adólfsdóttir, var ótrúlega sterk og dugleg. Hún var og er alveg frábær og stóð þétt við bakið á okkur systkinunum en ég á einn yngri bróður Adólf, Það sama gerði öll stórfjölskyldan en ég sakna þess samt sem áður að pabbi sé ekki hluti af lífi mínu,“ segir Fjóla alvarleg en bætir svo við og það sem hún segir er einmitt svo ein-kennandi fyrir hana – þ.e. jákvæðn-in: „En án þessarar reynslu væri ég ekki sú sem ég er í dag.“

Hestar, Kentucyog SparisjóðurinnÞrátt fyrir að áfallið hafi verið mikið þegar faðir Fjólu féll frá segir hún að hún hafi átt góða æsku, bæði barn-æsku og unglingsár. „Þegar pabbi dó var ég á fullu í hestunum ásamt móðurfjölskyldu minni. Ég var með fimm hesta og hesthús í minni um-sjón – hestarnir voru mitt líf og yndi og félagsskapurinn í kringum hesta-mennskuna í Sörla var alveg yndis-legur. Ég fann það þegar ég kom til Eyja hversu miklu máli hann skipti í heildarsamhenginu. Ég hef riðið út hér í Eyjum en ekki hellt mér út í hestamenskuna eins og í Hafnarfirði.“

Allir sem þekkja Fjólu vita að hún er kraftmikil og dugleg og það sýndi sig strax á unglingsárunum, því með hestamennskunni stundaði hún nám og vann á Kentucky og á sumrin bættist svo Sparisjóðurinn við. „Mér fannst alveg dásamlega gaman að vinna á Kentucky og enn þann dag í dag þegar ég kem inn á Kentucy langar mig að vinna þar,“ segir Fjóla og hlær. „Þetta var alveg frábær tími. Við sem unnum þarna vorum flestar á svipuðum aldri og

það var ferlega gaman hjá okkur enda gerðum við margt skemmti-legt saman. Á þessum árum fannst manni nú lítið mál að djamma fram á nótt og mæta svo hress og kátur til vinnu snemma næsta morgun.“

Fjóla í JOYÞó að Fjóla sé kraftmikil og dug-leg segist hún kunna að setja sér mörk. „Ég vil njóta lífsins og fá eins mikið út úr því og ég mögulega get. Þegar börnin voru lítil ákvað ég t.d. að vinna háfan daginn til að njóta þessa tímabils í lífi mínu. Nú þegar sú yngsta orðin 9 ára og sá elsti orðinn 19 ára, fann ég að það var komið að dálitlum kaflaskiptum í lífinu. Allt í einu hafði ég tíma sem mér fannst ég geta nýtt til þess að láta draum verða að veruleika, sem ég hafði gengið með í dálítinn tíma. Ég var nefnilega farin að gæla við þá hugmynd að fara í eigin rekstur.“

Fjóla lét ekki sitja við orðin tóm því að í vor þá opnaði hún ísbúðina og veitingastaðinn JOY í Vestmanna-eyjum og það er óhætt að segja að nafn staðarins sé lýsandi fyrir Fjólu. „Ég hef lengi haft áhuga á heilsu-fæði þrátt fyrir að ég sé líka ferleg-ur sælkeri,” segir Fjóla og skellir upp úr. „Mér fannst vera hér pláss fyrir stað þar sem hægt væri að fá heilsu-drykki, djús, boost og hollar og góðar samlokur. Einnig langaði mig að bjóða upp á huggulega ísbúð með gott úrval sem og að bjóða upp á sykurlausan ís. Þannig að ég ákvað bara að gera eitthvað í málinu. Það var laust pláss á besta stað í bænum og ég lét bara slag standa.“ Það er óhætt að segja að þarna hafi Fjóla stigið rétt skref því JOY hefur gengið eins og í sögu og viðtökurnar verið frábærar. „Ég bjóst aldrei við þessu þó að ég sé bjartsýn að eðlisfari. Fyrstu dagana var röð út að dyrum – þetta var bara ótrúleg byrjun,“ segir Fjóla og bætir við að hún sé mjög þakklát fyrir hversu vel JOY hafi verið tekið.

Page 7: Gaflari 15. tbl. 2014

gaflari.is - 7

„Á nýnemakynningu sem haldin var strax á fyrstu dögunum í skólanum steig Ingi Sigurðsson í pontu til að kynna íþróttir við skólann. Þar sem ég stóð aftast í salnum laust niður í huga minn að þetta væri maðurinn sem ég ætti eftir að giftast. Ég bara varð þess fullviss á þessari stundu.“

Page 8: Gaflari 15. tbl. 2014

8 - gaflari.is

Menntun? MA í náms- og starfsráðgjöf með áherslu á mannauðsmál

Starf? Mannauðsstjóri og verkefna-stjóri HEF (Heilsueflandi framhalds-skóla) í Flensborg

Hvaða bók er á náttborðinu? nokkuð hár stafli, margar um núvitund – efst í bunkanum eru Finding Space to Lead – Mindful Leadership, The Way of Mindful Education og Real Happiness at Work

Eftirlætis kvikmyndin? Dead Poet Society kemur fyrst upp í hugann

Playlistinn í ræktinni? mjög fjöl-breyttur – Mammút er nýlega komin á hann

Hvers vegna Hafnarfjörður? besti bærinn

Eftirlætismaturinn? Hreindýrasteik með hvítlauksristuðum humri og rótar-grænmeti

Eftirlætis heimilisverkið? æi – þetta er allt ósköp svipað

Helstu áhugamál? núvitund og hreyf-ing, hugarrækt og líkamsrækt

Það sem gefur lífinu gildi? að njóta líð-andi stundar

Í vetur ætla ég? að gera margt skemmtilegt

Hvers vegna mannauðsstjóri? það er svo gaman að vinna með góðu fólki og vonandi láta eitthvað gott af sér leiða

Skemmtilegast við starfið? Fjöl-breytni og góður vinnustaður, alltaf líf og fjör og nóg að gera.

Erfiðast við starfið? Að kveðja góða vinnufélaga.

Síðasta smsið- frá hverjum? leikfimi kl 06? - frá Hjördísi vinkonu minni

Síðasti facebook status? Ég deildi status frá Hildi í Alúð, félagi um núvitund og vakandi athygli.

Á föstudagskvöldið var ég? Heima

með kósýkvöld með hluta af fjöl-skyldunni, sjónvarpið, sushi og Vestur-bæjarís, verður vart betra nema þá ef öll fjölskyldan hefði verið með

KÍKT Í KAFFI Bryndís Jóna Jónsdóttir, mannauðsstjóri í Flensborg, er bóndadóttir úr Dölunum, sem unir hag sínum vel í Firðinum fríða á samt fjölskyldu sinni. Hún leggur áherslu á að rækta bæði líkama og huga. Hún hefur um árabil stundað hlaup með Hlaupahóp Hauka, auk þess sem hún er sérstakur áhugamaður um núvitund og leggur þar með áherslu á að njóta líðandi stundar.

Hafnarfjörður besti bærinn

Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

TILVERAN

Fimm ára í dag!FRÉTTIR Fimm ár eru liðin frá því að Kjötkompaníið opnaði verslun sína í Dalshrauninu. Óhætt er að segja að Kjötkompaníið hafi skap-að sér gourmet-sess í huga margra og kunna Hafnfirðingar vel að meta hið ferska hráefni og þá góðu þjónustu sem þar er boðið upp á. Verslunin hefur einnig þróast mikið frá opnun og er stöðugt að bæta vöruúrvalið og koma með eitthvað nýtt og spennandi á grillið. Hægt er að kaupa í alla veisluna ef því er að skipta, forrétt, aðalrétt og desert ásamt öllu meðlæti eða látið veislu-þjónustuna sjá um allt fyrir þig.

Blásið verður til afmælisveislu alla helgina og fimm ára afmælinu fagnað með ótal tilboðum og alls-konar smakki.

Leikfélagið hefur ráðið Gunnar Björn Guðmundsson sem leik-stjóra að næstu sýningu hjá Leik-félagi Hafnarfjarðar. Frumsýning verður í lok október. Sýningar verða enn í fullum gangi þagar byrj-að verður á næstu verkefnum.

Í lok nóvember verður byrjenda-námskeið í leiklist fyrir fullorðna og í framhaldi af því munu verða tvær frumsýningahelgar á Hinu Vikulega, fyrstu og aðra helgina í desember. Hið Vikulega er sýning sem samanstendur af stuttverk-um og áætlað er að frumsýna allt að tíu ný stuttverk í hvorri viku.

Að auki má geta þess að höf-undasmiðja leikfélagsins verður á fullu á haustdögum og fram á vor.Fylgist með á www.leikhaf.is

Haustið hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar

Page 9: Gaflari 15. tbl. 2014

gaflari.is - 9

ÍÞRÓTTIR Auglýsing 93x25 mm

Frétta- ogmannlífsvefurinn

GAFLARI MÆLIR MEÐ...

...að æfa sig í að rata. Svokölluð rýmis-greind býr innra með okkur öllum en það er eins með hana og allt

annað, hana þarf að þjálfa. Það er ekkert eins pirrandi eins og að vera týndur einhvers staðar í stórborg og vita hvorki hvað snýr upp né niður og örvæntingin er fljót að grípa um sig ef samferðafólkið finnst ekki. Og það er bæði auðvelt og gaman að æfa sig í þessu. Það er t.d. hægt fara í ratleik um Víðistaðatúnið, leita að styttum bæjarins eða leika túrista með kort í hendi og myndavél um hálsinn í miðbæ Reykjavíkur. Allt til að þjálfa rýmisgreindina.

...að fara í bíó.Að hinir fullorðnu standi upp úr sófanum, bregði undir sig betri fætinum og fari

bíó. Það er eitthvað svo dásamlegt við það að fara í bíó, nostalgían hellist yfir og í myrkrinu er um að gera að læða hendinni í lófa elskunnar sinnar rétt eins og á unglingsárunum. Og hver veit nema að í gömlu glæðunum blossi upp stórt og mikið bál.

Í spilaranumHvað er í spilaranum hjáJóni Frey Egilssyni ?Hildur Erlingsdóttir skoraði í síðustu viku á vin sinn Jón Frey Egilsson hjá Actavis. Þessa dagana er Jón Freyr að njóta síðustu golfhringja haustsins áður en ræktin tekur við. Jón Freyr segir tónlistarsmekk sinn hafa mótast snemma. „Hvað varðar tónlist þá hefur rokkið alltaf ver-ið málið fyrir mig og það er alveg ótrúlegt hvað tónlistarsmekkur

okkar flestra mót-ast snemma á æv-inni. Það sem er helst í spilaranum þessa dagana eru Foo Fighters, Pearl Jam, REM og Neil Young en ég var einmitt svo heppinn að sjá hann í sumar hér á Íslandi og það var meiri háttar upplifun.“ Jón Freyr skorar á sinn gamla félaga Guðmund Pedersen, þjálfara FH stúlkna í handknattleik.

Hvítir lampar MargrétarMargrét Guðnadóttir er listamað-ur mánaðarins hjá Fríðu og skart í Strandgötunni. Margrét hefur unnið að hönnun á lömpum og spiladósum undanfarin ár og sýn-ir nú lampa unna úr pappír, ýmist pappírsbrot eða úr pappírssnæri sem. Sýningin ber yfirskriftina Hvítt og opnar formlega í dag, fimmtudag.

Haukarnir hafa ekki misst trúna„Ég met líkur okkar flottar, við sáum það í fyrri leiknum að við getum unnið þetta lið ef við spilum vel,“

segir Heimir Óli Heimisson, en hann fór mikinn í fyrri leik Hauka gegn Dinamo Astrakhan í Evrópukeppni

bikarhafa um helgina. Þrátt fyrir tap í fyrri leiknum gegn afar sterku liði Rússana léku Haukastrákarnir vel, sérstaklega í fyrri hálfleik og munaði aðeins einu marki á liðunum í hálfleik, 13:14. Í seinni hálfleik fóru markverð-ir Hauka í gang, en það dugði ekki til, Haukastrákarnir gerðu fleiri mistök í leiknum og það reyndist þeim dýr-keypt. Leiknum lauk með tveggja marka tapi, 27:29.„Það er alltaf gaman að spila á móti erlendum liðum og við viljum auð-vitað fara áfram til að fá fleiri leiki á móti öflugum erlendum liðum.“ segir Heimir Óli. „ Það var svo sem lítið sem kom okkur á óvart í þessum leik en núna höfum við spilað við þá einn leik þannig við ættum að geta staðið okk-ur betur úti og unnið og komist áfram í þessri keppni.“Haukarnir fljúga út í fyrramálið en næsti leikur liðanna í Evrópukeppn-inni fer fram á sunnudaginn kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Page 10: Gaflari 15. tbl. 2014

10 - gaflari.is

Ef þú talaðir við vini þína eins og þú talar við sjálfan þig ættir þú enga vini

Það vill svo til að við erum hörðust við okkur sjálf og það á neikvæðan hátt. Við gerum okkur ekki grein fyrir því að þetta neikvæða sjálfstal er eins og útvarp í

höfðinu á okkur sem gengur allan sólarhringinn. Hægt en örugglega förum við að taka mark á þessum hugs-

unum okkar sem gefa okkur skakka mynd af því sem við

raunverulega getum áorkað. Við erum ekki vitlaus þótt við getum ekki eitthvað eða séum ekki góð í því, við erum bara betri í ein-hverju öðru. Í hverju ert þú góð(ur)? Hvernig sjálfstal stundar þú? Ertu endalaust að brjóta þig niður með neikvæðum hugsunum eða sérðu það góða í fari þínu? Málið er að mestu átökin eru ekki við fólkið í kringum okkur. Mestu átökin eru innra með okkur. Tökum ábyrgð á eigin lífi og lifum því eins og við vilj-um. Ef þú ert tilbúin að taka skref-ið og horfast í augu við hluti sem þurfa að breytast getur þú sett allt púður í það og látið hlutina gerast. Þú ert með völdin. Mundu að þú ert leikstjórinn í þínu lífi. Besta leiðin til að ná markmiðum er að þekkja styrkleika sína og veikleika og vita hvernig á að beita þeim sér í hag.

Búðu til betri aðstæður til að ná þangað sem þú vilt ná. Verum góð við okkur sjálf, hugsum jákvæðar hugsanir og trúum því að við séum einstök og að okkar eiginleikar séu ekki síðri en annarra.

Þessi sítrónukaka hefur slegið rækilega í gegn – alveg sama hvar eða fyrir hverja ég baka hana. Hún er mjúk, góð og ein-föld að baka og ekki skemmir fyrir að hafa gott glassúr á

henni… nammi namm ég skora á ykkur að prófa hana.

Hér er þessi ljúffenga uppskrift:2 1/2 dl hveiti1 tsk lyftiduft1 tsk matarsódi3 egg1 1/2 dl sykur3 msk mjúkt smjör1 tsk vanilludropar2 tsk sítrónudropar

1/2 dl sítrónusafi úr ferskri sítrónu1 dl olíasítrónubörkur af einn sítrónu100 gr möndlur smátt saxaðar (má sleppa)Glassúr2 dl flórsykur3 msk mjólk1 tsk sítrónusafiForhitið ofninn í 175°C.

Setjið saman í skál egg, sykur, smjör, dropa og sítrónusafa ásamt sítrónuberki og hrærið vel saman. Blandið saman þurrefnum í aðra skál og blandið saman við eggjablönduna og hrærið vel. Bætið síðan olíunni út í og að lokum möndl-unum. Þið getið auðvitað sleppt möndlunum ef þið eruð ekki fyrir þær eða ef einhver er með ofnæmi.

Smyrjið fromkökuform og hellið deiginu í og bakið í 40 mínútur – þetta getur samt verið mismunandi eftir ofnum svo að það er alltaf gott að stinga í kökuna og athuga hvort hún er bökuð í gegn.Þegar kakan er tilbúin og orðin köld þá er gott að hræra saman glassúrinn og hella yfir kökuna. Ég stráði smá sítrónuberki yfir – það er bara svo fallegt.

Sumarleg sítrónukaka

Lólý

Þyri

UNDIR GAFLINUM Skemmtilegir pennar leggja Gaflara lið.Þeir fjalla um ólík málefni og áhugamál, s.s. heilsu, dýramál, tísku og lífstíl, mat, sögu og Hafnfirðinga í útlöndum skrifa heim. Á gaflari.is birtist svo í hverri viku nýr og skemmtilegur pistill eftir hvern þeirra.

Markhorn ÞyriarÞyri Ásta Hafsteinsdóttir er markþjálfi

frá HR með BSc í sálfræði.Hún heldur úti ásamt samstarfskonu sinni facebooksíðunni

Markþjálfun fyrir börn og unglinga.

Rannsóknir staðfesta árangur - www.celsus.is

Garðar Sigvaldason, einkaþjálfari í Sporthúsinu

lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar

Spirulina inniheldur mikið af blaðgrænu og glyccogen, því meira glycogen sem er til staðar í líkamanum við æf ingar því betri árangur. Blaðgræna eykur súrefnisflutning í blóðinu. Ef Spirulina er tekið inn 1/2 tíma fyrir æf ingar eða annað álag gefur það aukið þrek, úthald og einbeitingu. Gæðastaðall: ISO9001, ISO1401

Árangur fer eftir gæðum

Allir mínir kúnnar eru að ná gríðarlegum góðum árangri með mínu æfingakerfi, ég mæli með Lifestream Spírulina fyrir mína kúnna og þá sem vilja aukna orku úthald og meiri lífsgæði. Reynsla mín er að Lifestream vörurnar eru fremstar í gæðum.

29 vítamín og steinefni ·18 aminósýrurBlaðgræna · Omega · GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans

Fæst í apótekum, heilsubúðum, stórmörkuðum og Fríhöfninni

Lífrænt fjölvítamín -hrein náttúruafurð

Page 11: Gaflari 15. tbl. 2014

gaflari.is - 11

Rannsóknir staðfesta árangur - www.celsus.is

Garðar Sigvaldason, einkaþjálfari í Sporthúsinu

lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar

Spirulina inniheldur mikið af blaðgrænu og glyccogen, því meira glycogen sem er til staðar í líkamanum við æf ingar því betri árangur. Blaðgræna eykur súrefnisflutning í blóðinu. Ef Spirulina er tekið inn 1/2 tíma fyrir æf ingar eða annað álag gefur það aukið þrek, úthald og einbeitingu. Gæðastaðall: ISO9001, ISO1401

Árangur fer eftir gæðum

Allir mínir kúnnar eru að ná gríðarlegum góðum árangri með mínu æfingakerfi, ég mæli með Lifestream Spírulina fyrir mína kúnna og þá sem vilja aukna orku úthald og meiri lífsgæði. Reynsla mín er að Lifestream vörurnar eru fremstar í gæðum.

29 vítamín og steinefni ·18 aminósýrurBlaðgræna · Omega · GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans

Fæst í apótekum, heilsubúðum, stórmörkuðum og Fríhöfninni

Lífrænt fjölvítamín -hrein náttúruafurð

Page 12: Gaflari 15. tbl. 2014

12 - gaflari.is

Gallerí Ý Að þessu sinni standa listakonurnar sex sem standa að Gallerí Ý upp úr. Listakonurnar leggja m.a. stund á myndlist, leirlist, hönnun, skartgripa-gerð og fleira áhugavert. Þetta eru þær:

Ingrún Ingólfsdóttir, málverk, vatns-litir. Ingrún er forsprakki hópsins og ættuð að vestan. Hún er róleg kona með lúmskan húmor og málar silki-mjúkar myndir

Ragnhildur Steinbach, málverk. Ragnhildur er skurðlæknir á eftir-launum og tekur nú listagyðjuna mjög alvarlega.

Helga Björnsdóttir, málverk. Helga er ekki á eftirlaunum, en málar samt rosa töff myndir.

Heiðrún Þorgeirsdóttir, málverk, blekmyndir og ýmislegt fleira. Heiðrún er kona sem á bágt með að sitja með hendur í skauti og telja klukkutímana. Yfirleitt eru þeir of fáir.

Sif Guðmundsdóttir, skartgripir, m.a úr sterlingsilfri, unnið út frá gömlum kínverskum og enskum munstrum, þ.á.m. hringabrynjumunstrinu enska. Sif vinnur nú við kvikmyndir og leik-hús, en vann áður hjá Latabæ.

Sigríður Rósa (Frumrosa), hönnuð-ur og gerir skemmtilegar svuntur. Sigríður Rósa er hárkollumeistari og sminka, vinnur við kvikmyndir og leikhús og er núna að fara að vinna við sjónvarpsþættina Stelpurnar. Vann líka hjá Latabæ.

Eiríkur Rafn Stefáns-son, tónlistarmaður: Á föstudaginn ætla ég að spila á Frederiksen

Alehouse með sálarhljómsveitinni minni Fox Train Safari. Eftir mjög gott tónleika-sumar hjá okkur meðal annars á Secret Solstice Festival og á jazzhátíð Kaup-mannahafnar þýðir ekki að slá slöku við því við stefnum ótrauð á plötu með vetrinum. Laugardagurinn er að ég held

án dagskrár enn sem komið, þannig að hann fer í almennt afslappelsi. Á sunnu-daginn ætla ég síðan á swingdanskvöld hjá Háskólandansinum en önnin byrjaði núna í þessari viku. Ég vonast til að sjá sem flesta þrátt fyrir að margir verði bara búnir með fyrsta tímann sinn. Um að gera að byrja sem fyrst. Ég er búinn að stunda swingdansa undanfarin ár og byrjaði síðan að kenna hjá Háskóladans-inum núna í ár.

Klara Ingvarsdóttir, laganemi við HR: Á föstudaginn verður farið með fjölskyldunni í

langþráða bústaðarferð til Akureyrar til þess að hlaða batteríin. Á laugar-daginn ætlum við að vera menningarleg og kíkja í miðbæ Akureyrar sem er að mínu mati algjör perla, yndislegt að fá sér kakóbolla í Eymundsson og skoða blöð sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur

mæðgum og ekki myndi skemma ef sólin léti sjá sig. Svo tekur við roadtrip á Sauðárkrók á fótboltaleik þar sem Tindastóll tekur á móti Grindavík. Bróðir minn spilar fyrir Grindavík og við látum okkur ekki vanta og styðjum okk-ar mann. Kvöldið endar með grillveislu og notalegri stund í heita pottinum. Sunnudagurinn verður afslappaður og ég verð vonandi endurnærð til að tak-ast á við komandi viku.

STENDUR UPP ÚR

HELGIN MÍN

Ragnhildur Steinbach, Heiðrún Þorgeirsdóttir, Ingrún Ingólfsdótt-ir, Helga Björnsdóttir og Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Á myndina vant-ar Sif Guðmundsdóttur.