32
ÚTSKRIFT HAUST 2009

Kvikmyndaskóli - Bæklingur

  • Upload
    gardarf

  • View
    818

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

ÚTSKRIFTHAUST 2009

Page 2: Kvikmyndaskóli - Bæklingur
Page 3: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

Útskrifaðir nemendur Kvikmyndaskóla Íslands eru farnir að setja mark sitt á íslenskan kvik-mynda og sjónvarps-iðnað. Vinsælasta ís-lenska bíómynd þessa árs, Jóhannes, var leik-stýrt af nemanda sem útskrifaðist frá skólanum fyrir rúmum tveimur árum. Það var ekki ein-

ungis leikstjórinn sem var úr skólanum, heldur einnig helmingurinn af töku- og eftirvinnsluliðinu. Jóhannes er einungis toppurinn á ísjakanum. Nemendur skólans eru úti um allt í atvinnulífinu. Á hverju kvöldi sjáum við nöfn þeirra á kreditlistum sjónvarps-stöðvanna. Í hverju tökuliði á bíómynd er einhver frá Kvikmyndaskólanum og sífellt fjölgar þeim myndum; heimildarmyndum, stuttmyndum, sjónvarps-þáttum sem nemendur eru í forsvari fyrir. Auk þess sem myndir þeirra vinna til verðlauna hér heima og erlendis. Við erum hægt en ákveðið að breyta senunni. Við erum að stækka og efla iðnaðinn.

Kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn er samkeppnis-grein. Það er keppt um hvert einasta starf, hvern einasta styrk, hvert einasta tækifæri. Enginn sem hefur nám í kvikmyndagerð getur búist við því fá neitt rétt upp í hendurnar. Það þarf að hafa mikið fyrir árangrinum. Svona er iðnaðurinn út um allan heim. Samkeppni og aftur samkeppni.

Undirritaður hefur haldið því fram að einn mikil-vægasti mælikvarðinn á gæði skólans sé hversu vel útskrifuðum nemendum tekst að fóta sig í iðnaðinum að námi loknu. Hversu vel hefur skólanum tekist að byggja upp þekkingargrunn, sjálfstraust og kappsemi til að útskrifaðir nemendur standi sig í samkeppninni.

Nú í haust var gerð könnun á meðal útskrifaðra nemenda Kvikmyndaskóla þar sem ein af aðal-spurningunum var um atvinnuþátttöku að námi loknu. Hafa verður í huga að þrátt fyrir að Kvikmyndaskóli Íslands geti rakið sögu sína aftur til ársins 1992 þá er það ekki fyrr en árið 2003 sem skólinn hóf að bjóða upp á lengra nám með viður-kenningu menntamálaráðuneytis. Og það er ekki fyrr en árið 2007 sem skólinn hóf kennslu á fjórum mismunandi námsbrautum. Könnunin var einungis gerð meðal þeirra sem útskrifast hafa með diplomu úr tveggja ára námi. Niðurstaðan gaf mjög jákvæðar vísbendingar um að skólinn væri að ná árangri á þessu sviði. 32% útskrifaðra nemenda voru í fastri vinnu hjá kvikmyndafyrirtækjum eða sjónvarps-stöðvum. 55% höfðu unnið eitthvað eða töluvert við kvikmyndagerð. Einungis 13% höfðu ekkert komið nálægt kvikmyndagerð og höfðu snúið sér að öðru.

Þessi niðurstaða þætti mjög góður árangur hjá hvaða kvikmyndaskóla sem er í heiminum. En auðvitað verður að hafa þann fyrirvara á að úrtakið er ekki stórt eða rétt um 100 nemendur. Þá hefur verið nokkur þensla í greininni undanfarin misseri en framundan gæti verið einhver samdráttur. Kvikmyndasjóður hefur orðið fyrir skerðingu, auglýsingaframleiðsla hefur dregist mikið saman, sjónvarpsstöðvarnar halda að sér höndum í nýrri framleiðslu og þannig mætti áfram telja. En niðurstaðan gefur samt vísbendingar um að nem-endur skólans ættu að geta staðið sig vel í sam-keppninni jafnvel þótt harðni á dalnum.

Það sem er jákvætt við ástandið er að það er mikill áhugi á íslensku efni. Í því eru fólgin margvísleg sóknarfæri. Þá eru einnig tækifæri sem skapast hafa með falli krónunnar; í þjónustu við erlend kvik-myndafyrirtæki og framleiðslu fyrir erlenda markaði. Ef rétt er á málum haldið gætu uppgangstímar verið framundan.

Nú ríður á að láta ekki bölmóðinn hafa áhrif á sig og hugsa stórt. Það kunna kvikmyndagerðarmenn flestum öðrum betur.

Böðvar Bjarki PéturssonFormaður stjórnar Kvikmyndaskóla Íslands

AÐ RYÐJA LAND

ÚTSKRIFT HAUST 2009

Page 4: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

ÚTSKRIFTHAUST 2009

Kvikmyndaskóli Íslands er verklegur skóli og flestum námskeiðum lýkur með verkefnum af einhverju tagi. Það geta verið allt frá stuttum kvikmyndaæfingum, eða einföldum sýningum yfir í stór sameiginleg verkefni þar sem allar deildir skólans vinna saman. Á þessari önn voru framleidd um 160 verkefni; stuttmyndir, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, sjónvarpsþættir, leikrit á sviði,

danssýningar, söngsýningar, kynningarmyndir og alls kyns kvikmyndaæfingar.

Þessum útskriftarbæklingi er ætlað að kynna þessi verkefni sem flest hver verða sýnd á útskriftarsýningum skólans. Bæklingnum er einnig ætlað að vera almenn kynning á skólastarfinu.

Page 5: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

ÚTSKRIFTARVERKEFNILeiðbeinandi Steven Meyers

LEIKSTJÓRN / FRAMLEIÐSLA

Hvítur, rauður og drómalyf,

hjálpa mér til míns heima.

Dökkur ómur og myrkranið,

Hjálpa mér að gleyma.

Sorgin hefur margar hliðar og það er að mörguað hyggja þegar kveðja á ástvin.

Þér, Guð, sé lof fyrir gleðileg jól.

SvefnrofRagnar Snorrason

SorgGuðlaug Helga Anderson

Hafið þennan dagHilmir Berg Ragnarsson

ÚTSKRIFT

Page 6: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

TÆKNISVIÐ LEIKLIST

Brons er málmblanda sem inniheldur aðallega kopar en venjulega með tin sem aðalblöndu, þó stundum með öðrum efnum svo sem fosfór, mangan, ál, eða sílikon.

An afterimage is an optical illusion that refers to an image continuing to appear in one’s vision after the exposure to the original image has ceased. One of the most common afterimages is the bright glow that seems to float before one’s eyes after staring at a light bulb. The phenomenon of afterimages may be closely related to persistence of vision, which allows a rapid series of pictures to portray motion, which is the basis of cinema.

BronzSigurður Kr. Jenssen

Björn Ómar Guðmundsson

AfterimageAndri Þór Ingvarsson

Eiríkur Sigurðarson

ÚTSKRIFT

ÚTSKRIFTARVERKEFNILeiðbeinandi: Hálfdán Theódórsson

Page 7: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

LEIKLIST

Er ekkert að ganga upp? Er allt ömurlegt? Er lífið að fara með þig? Bjóðum upp á frábæra sjálfstyrkingu í skiptum fyrir sálina þína.

Rauðhettuævintýrið sagt á öðruvísi hátt. Blanda af gamni, hryllingi og fantasíu.

Gleðikonan Lea sinnir þrám einmanna karlmanna á hverjum degi. Í dag fær hún kúnna frábrugðin þeim sem hún hefur áður átt við, kúnna sem vill gera hana ástfangna á 30 mínútum.

Sá hlær bestGísli Freyr Eggertsson

ÚlfurBetúel Ingólfsson

SympósurAnnetta Rut Kristjánsdóttir

ÚTSKRIFT

ÚTSKRIFTARVERKEFNILeiðbeinandi: Vigdís Gunnarsdóttir

Page 8: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

SÉRSVIÐ 1LEIKSTJÓRN / FRAMLEIÐSLA

Á SÉRSVIÐI 1 eru menntaðir leikstjórar og framleiðendur fyrir kvikmyndir, sjónvarp og aðra miðla. Námið er að mestu leyti verklegt og vinna nemendur fjölda verkefna, m.a. stuttmyndir, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, leikna sjónvarpsþætti auk annarra kvikmynda- og sjónvarpsverkefna. Tekið er inn í deildina tvisvar á ári og eru nemendur valdir með inntöku-viðtölum. Að námi loknu eiga nemendur að vera tilbúnir að láta að sér kveða í hinum harða en spennandi kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði. Einnig er námið mjög góður undirbúningur fyrir bestu kvikmyndaskóla erlendis.

Hera ÓlafsdóttirDeildarforseti

Page 9: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

BílamálararValgeir Gunnlaugsson

AleinnSturla Brynjólfsson

Stúlkan við hafiðGuðrún Jónína Gunnlaugsdóttir

JólapabbinnFannar Sveinsson

AndvakaFannar Traustason

Klúrt klúðurEmma Ósk Magnúsdóttir

Svona er þettaEgill Viðarsson

Don KatarinaEiríkur Sigurðsson

Lending á SnæfellsjökliArnar Steinn Einarsson

Stutt heimildarmynd um 5. nóvember 1993 þegar fullbúinn geimdiskur átti að lenda á Snæfellsjökli þar sem verur frá öðrum hnetti áttu að stíga á land. Móttökunefnd var tilbúin og fjöldi manns mættur til að taka á móti geimverunum.

Fjallar um Sigríði og Frikka. Þau eru á veitingastað og Sigríður er nýbúin að segja Frikka upp.

Þegar Guðfaðirinn er myrtur leggur Guðmóðirin í leiðangur hefndarinnar. Hún leitar uppi morðingja mannsins síns.

Lítið tónlistarmyndband með litlum sætum stelpum. Ljósa ,,showi” og ,,strippi”

Hugljúf jólasaga um samband milli föður og dóttur.Samvinnuverkefni með Tómasi Inga Þórðarsyni.

Myndin er innblásin af smásögu Edgar Allan Poe, The Tell-Tale Heart. Hún fjallar um mann sem finnur hjá sér þörf til að losa sig við konuna sína og leið hans til að uppfylla þá þörf.

Lilja er ung stúlka sem býr í smábæ við hafið. Það er mikil stéttaskipting í bænum og Lilja á erfitt með að aðlagast lífinu í samfélaginu.Hún er uppreisnargjörn sem veldur því að fólkinu í bænum er ekki vel við hana.

Tveir nýútskrifaðir bílamálarar þurfa að sanna fyriryfirmanni sínum að þeir séu hæfir til að sinna sínu starfi. Þeir fá mikilvægt verkefni til að leysa. Ná þeir að fokka því upp?

Ungur strákur er orðinn þreyttur á lífinu og lendir í óvæntu samtali við Guð.

SÉRSVIÐ 1LEIKSTJÓRN / FRAMLEIÐSLA

LOKAVERKEFNI 1.ÖNNLeiðbeinandi: Halldór Þorgeirsson

Page 10: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

TÓN 104TÓNLISTARMYNDBÖND

BETAMAXSJÓNVARPSÞÁTTUR Í STÚDÍÓ

SJÓ 103SJÓNVARPSÞÆTTIR

AUGLÝSINGARAUG 104

WTFGIFRÉTTIR 103

Lokaverkefnið á 3. önn er 20 mínútna langur skemmtiþáttur sem ,,sendur eru út beint” úr stúdíói. Nemendur vinna við alla þætti vinnslunnar frá hugmyndavinnu til útsendingar. Markmiðið er að nemendur öðlist reynslu í vinnu við stórt sjónvarpsverkefni þar ,,fjölcameruvinnslu” er beitt. Á þessari önn var framleiddur klassískur spurningaþáttur þar sem viðfangsefnið var kvikmyndir.

Leiðbeinandi var Jón Haukur Jensson

Á þessu námskeiði er fjallað um hlutverk, sögu og megingerðir tónlistarmyndbanda og þau skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Nemendur öðlast reynslu í að nota myndmál til túlkunar og meðhöndlunar á tónlist með því að vinna í hópum að gerð eigin tónlistarmyndbanda, auk þess að öðlast færni í klippingu og myndvinnslu. Að þessu sinni unnu nemendur þrjú tónlistarmyndbönd í samstarfi við tónlistarvefinn Gogoyoko.com: “Heads to Heals” með hljómsveitinni Hudson Wayne, “Fiasko Graffiti” með UMTBS (Ultra Mega Technobandið Stefán) og “Fondu” með Nolo.

Leiðbeinandi var Vera Sölvadóttir.

Á þessu námskeiði er fjallað um auglýsingagerð, vinnslu og tækni með sérstakri áherslu á eðli, tilgangi og sérstöðu auglýsinga sem kvikmyndaforms í fyrirlestrum og með skoðun auglýsinga. Til að öðlast færni í nákvæmri beitingu myndmáls vinna nemendur í hópum að gerð auglýsinga fyrir þekkt íslensk vörumerki. Í þetta sinn voru framleiddar þrjár auglýsingar, tvær fyrir bjórtegundina Kalda og ein fyrir símafyrirtækið Nova.

Leiðbeinandi var Styrmir Sigurðsson.

Á þessu námskeiði er fjallað um fréttir og fréttaskýringa-þætti með sérstakri áherslu á myndræna útfærslu, vinnuferla og tæknimál. Að þessu sinni ákváðu nemendur og leiðbeinandi í sameiningu að flytja verkefni áfangans út úr hefðbundnum sjónvarpsramma og vinna lifandi fréttir fyrir netið. Ákveðið var heildarþema þar sem sem allar sögur og umfjöllun áttu að bera með sér jákvæðan og uppbyggilegan vinkil og varð niðurstaðan yfirskriftin “What the fuck is going on in Iceland?”. Allar fréttir voru unnar samkvæmt hefðbundnum reglum fréttamennsku, sem skoðaðar voru jafnhliða verkefninu.

Leiðbeinandi var Maríanna Friðjónsdóttir

Á þessu námskeiði er fjallað um dagskrárgerð í sjónvarpi, aðra en fréttir og leikið efni. Sérstök áhersla er lögð á staðlaða þætti svo sem viðtalsþætti, matreiðsluþætti, ferðaþætti, raunveruleikaþætti, getraunaþætti “format”-þætti o.s.frv. Að þessu sinni var bekknum skipt í tvo vin-nuhópa, sem hvor um sig tókst á við verkefni að eigin vali. Hópur 1 valdi að gera þáttaröð um kvikmyndir, “Sínefílía”, og var lykilorð þáttarins: Top Gear fyrir kvikmyndafólk! Hópur 2 valdi að gera þáttaröð sem er blanda af infotainment og raunveruleikasjónvarpi, “Ísland í lag”. Lykilorð þess þáttar má skilgreina sem: Við komum Íslandi í lag með því að nýta það sem við höfum í okkur sjálfum. Hóparnir kynntu verkefnið fyrir fulltrúa sjónvarpsstöðvar og sýndu pilot.

Leiðbeinandi var Maríanna Friðjónsdóttir.

ÝMIS NÁMSKEIÐ

3.ÖNN

1.ÖNN 1.ÖNN

2.ÖNN2.ÖNN

Page 11: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

Hin Eina SannaSigríður Ramsey Kristjánsdóttir

SysturKristín Bára Haraldsdóttir

Mamma sefurBríet Einarsdóttir

FortíðinViktoría Rut Smáradóttir

Mafía ÍslandSigrún Kristín Gunnarsdóttir

BréfRútur Skæringur Sigurjónsson

MánaskuggiGuðmundur Garðarsson

The Curse of the HouseVilius Petrikas

FERÐINSif Hrafnsdóttir

GlugginnHrafn Árni Hrólfsson

HrottiSigurvin Eðvarðsson

Frumraun að stuttmynd.

Ungur maður lendir á spítala og hittir gamlan mann sem reynir að gera honum lífið bærilegra.

Við fylgjumst með Líf sem er 17 ára menntaskóla- mær. Faðir Lífar er atvinnulaus alki og móðir hennar er háð læknadópi.

Ungur maður fer út af borða, klár í að taka stórt framtíðarskref með kærustunni sinni. Ekki fer allt eftir bestu vonum þegar sú heittelskaða hefur aðra framtíðarsýn.

Stúlka ákveður að halda teiti og vonast til að geta vakið athygli stráks. Hún gleymir að taka inn í jöfnuna tálkvendið systur sína sem ákveður að vera heima þetta kvöld.

Saga móður og sonar í ljúfsáru drama drama ...

Stefnumót við ókunnuga geta verið hættuleg, en hvað ef þú hittir þann sem þú hefur viljað hefna þín á alla ævi. Hefndin getur verið sæt.

Strippari fær vinnu sem leigumorðingi. Fljótlega verður gamanið grátt og mafíuforinginn vill losa sig við hann.

Par, með breitt aldursbil, býr í sterílum, stífpressuðum heimi. En heimurinn er skitugri en hann virðist í fyrstu.

Hver ber ábyrgð á líkinu sem grafið er í bakgarði hrörlegs bóndabæjar? Spennandi mynd um vináttu, fjölskyldu og allt sem getur skemmt þáblöndu.

A young couple and their son move into an old house. The woman starts seeing strange things and uncovers the Curse of the House.

3.önnSTU 108

LOKAVERKEFNI 3.ÖNNLeiðbeinandi: Steven Meyers

Page 12: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

SÉRSVIÐ 2TÆKNIDEILD

Á tæknideild eru ýmsir þættir tækninnar í fyrirrúmi. Áhersla er lögð á þrjá þætti hennar; kvikmyndatöku, klippingu og hljóð-upptöku/vinnslu. Þessir þrír þættir eru þungamiðja námsins. Einnig er skyggnst inn í heima leikmyndahönnunar og eftir-vinnslu annarrar en áður er getið s.s. effekta og litgreiningu. Nokkurra vikna starfsþjálfun meðal fagmanna er einnig hluti námsins. Valið er inn í deildina með viðtölum auk þess sem krafa er gerð um umtalsverða tölvukunnáttu. Próf frá brautinni veitir titilinn kvikmyndagerðarmaður með tæknivinnslu sem sérsvið. Störf bjóðast hjá kvikmyndafyrirtækjum, sjónvarpsstöðvum, net-fyrirtækjum og ýmsum tengdum fyrirtækjum.Hálfdán Theodórsson

Deildarforseti

Page 13: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

SÉRSVIÐ 2TÆKNIDEILD

HeimþráMaría Rún Jóhannsdóttir

Kvöldið áðurElín Birna Gylfadóttir

Skellur!Anna Brá Bjarnadóttir

Svarta EkkjanSnorri Bjarnvin Jónsson

Final CutSigrún Guðmundsdóttir

Síðasta tækifærið Freyja Valsdóttir

Hlátur ÓskastAri Bjarnason

Stefnumót DauðansValdís Helga Þorgeirsdóttir

Óperu kvöldJón Ingi Benteinsson

Titill á myndDavíð Arnar Reynisson

Bloodgroup - My armsAldís María Valdimarsdóttir

How to propose to a HarlotSigurður Kristinn Sigurðsson

Í myndinni er skyggnst inn heim nokkurra stráka, þar sem alvarleikinn og ábyrgðarleysið ræður ríkjum.

Gamanmynd um hæglátan grashaus sem lendir illa í námsráðgjafa skólans og þarf hann að leysa úr þeim flækjum sem á leið hans verða.

Tónlistarmyndband fyrir hljómsveitina Bloodgroup við lagið “My Arms”.Myndbandið fjallar um ástfangið par og dramatískt samband þeirra.

Myndin fjallar um mann sem er að taka stærstu ákvörðun lífs síns.

Mynd um rós.

Þrjár vinkonur hittast í kaffi og við fáum að sjá hvað gerðist hjá þeim kvöldið áður, sem er víst eitthvað í móðu sökum mikillar áfengisneyslu.

Myndin er hálfgert hjlóðverk sett saman út stuttum myndbrotum, s.s. skellandi hurðum ásamt hinu og þessu sem hægt er að skella.

Mynd um konu sem er ástríðufull húsmóðir og hefur gaman af því að gamna sér meðan eigin-maðurinn fer út úr bænum. Hún hefur sérstakarkynferðislegar nautnir.

Ung kona tekur á veikindum sínum á sinn eigin hátt.

Síðasta tækifærið er um mann sem hefur grafið sína eigin gröf ...

Friðrik H. Sigurðsson átti engan hlátur. Hláturlaus maður, en húmoristi mikill samt og ævinlega hrókur alls fagnaðar í kaffitímum í bankanum.Það liðu mörg ár án þess að Friðrik hefði nokkurn ama af þessum ágalla á persónu sinni. En þetta átti eftir að breytast.Myndin er byggð á smásögu Þórarins Eldjárns.

Myndin fjallar um einmana konu sem fer á blint stefnumót þar sem allt gengur eins og í sögu. Daginn eftir fær hún sorgarfréttir sem að koll-varpa lífi hennar.

LOKAVERKEFNI 1.ÖNNLeiðbeinandi: Hálfdán Theódórsson

Page 14: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

KVM 104STÚDÍÓLÝSING

KVM 204EIGANDINN

KVM 303HEIMILDARMYNDIR

KVM 403ENDURGERÐ

Þungamiðja þessa námskeiðs er lýsing. Nemendur kynnast grunnþáttum upptökuvélarinnar og hvernig hún vinnur með ljós. Þeir gera nokkrar stuttar senur í stúdiói með mismunandi lýsingu; morgun- dag- kvöld- og næturlýsingu og einnig eru mismunandi stemmingar skapaðar. Nemendur klippa saman efnið og sýna í lok námskeiðs.

Leiðbeinandi: Jonathan Neil Devaney

Nemendur fá allir sömu sögu í hendur og gera upp úr henni ,,storyboard” hvert í sínu lagi. Þegar það liggur fyrir er farið í tökur á hverju verki fyrir sig og nemendum er skipt í hópa og þeir hjálpa hverjir öðrum við tökurnar. Myndin skal vera án orða og myndmálið skal koma sögunni sem best til skila. Hér mega stíll og nálgun hvers nemenda fara að koma í ljós.

Leiðbeinandi: Guðmundur Bjartmarsson

Nemendur taka upp efni að eigin vali í samráði við kennara og búa til einskonar heimild um það. Hér er lagt upp úr því að nemendur ráði við að bregðast við óvæntum og flóknum aðstæðum sem hver tökumaður þarf að geta staðið skil á. Hér er ekki um að ræða flóknar lýsingar eða stórkostlega hönnuð skot, heldur að nemandi sýni að hann hafi það vald á kvikmyndatökuvélinni að hann ráði við flestar aðstæður og kunni að undirbúa sig fyrir þær.

Leiðbeinandi: Jonathan Neil Devaney

Hér fá nemendur það verkefni að endurgera senu að eigin vali en þó úr kvikmynd sem myndi teljast fyrsta flokks. Verkefnið er ekki endilega langt en nemandi þarf að skapa t.d. vel ígrundaða lýsingu, flókna myndavélahreyfingu, stórbrotna mynduppbyggingu, þaulunna effekta eða hvaðeina sem gerir myndskeiðið/in að litlum eftirbát stórmyndarinnar sem verið er að endurgera.

Leiðbeinandi: Jonathan Neil Devaney

KVIKMYNDATAKA

Page 15: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

HljóðverkHLE 304

FLASH GORDONÚTVARPSLEIKRIT

Nemendur fá þrjú stutt hljóðbrot og eiga að búa til 4 mín. langt hljóðverk úr þeim. Upprunalegu hljóðbrotin má ekki vera hægt að greina í verkinu. Verkið skal unnið í Pro Tools. Nemendur eiga að velja sér eitt af eftirtöldu sem titil verksins; ógleði, víma, sigur og ást. Verkið á að vera lýsandi fyrir titilinn.

Nemendur fá handrit að útvarpsleikriti. Að þessu sinni varð Flash Gordon fyrir valinu. Þetta er fyrsti þáttur útvarpsleikritaraðar sem var frumflutt í Bandaríkjunum 27. apríl árið 1935. Nemendur gera hljóðheiminn frá grunni með notkun hljóðupptökutækja jafnt sem hljóðbanka. Nemendurvelja leikara, taka þá upp og leikstýra verkinu.

Leiðbeinandi: Sindri Þórarinsson

Page 16: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

SÉRSVIÐ 3HANDRITSDEILD

Í deildinni eru nemendur menntaðir í handritsskrifum fyrir bíómyndir, leikið sjónvarpsefni, heimildarmyn-dir, skemmtiþætti og fleira. Nemendur eru jafnframt menntaðir í kvikmyndaleikstjórn og leikstýra þeir fjölda stuttmynda í náminu. Nemendur fá því tækifæri til þess að starfa náið með rit- og handritshöfundum í kraftmiklum skapandi skrifum og undir leiðsögn reyndra leikstjóra að sinni kvikmyndagerð. Starfs-vettvangur er kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn, auglýsingastofur og allir þeir staðir þar sem unnið er með texta og myndmiðla.

Einar KárasonDeildarforseti

Hafsteinn G. SigurðssonDeildarforseti

Page 17: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

SÉRSVIÐ 3HANDRITSDEILD

RönnersEydís Eir Björnsdóttir

Two Of Us Oliver Steinn Bergsson

HátíðarskapKristinn Eiríkur Gunnarsson

Alein(n)Sandra Ýr Pálsdóttir

ParadoxBirgir Steinarsson

HimnasendingMarsibil Sæmundardóttir

Rögnvaldur er í þann mund að leggja lokahönd á ævistarfið sitt. Eðlisfræðin verður ekki söm eftir að verk hans lítur dagsins ljós. Dagurinn er runninn upp og ekkert má fara úrskeiðis.

Jón og Gunna eru par á þrítugsaldri. Jón er vinnusamur, starfar í fjármálageiranum og er á blússandi framabraut. Gunna er flugfreyja með bakgrunn í snyrtifræði. Þau eiga ekki börn en eru að byggja sér fínt hús. Það er hefðbundið kvöld hjá þeim þegar þau fá óvænta sendingu...

Myndin fjallar um tvo kvikmyndanörda Gassa og Ragga sem vinna sem rönnerar í íslenskri stórmynd. Þeir klúðra propsi á mikilvægum tíma og þurfa að redda því. Þeir hafa nauman tíma og lenda í ýmsu á leiðinni

Tveir mormónar koma til Íslands í trúboð og kynnast þar hrjóstugri veðráttu og skrautlegum Íslendingum sem eiga eftir að hafa djúp áhrif á þá.

Þegar Jón og fjölskylda eru að setjast niður til að borða jólamatinn, fá þau óvæntan gest í heimsókn. Þau bjóða honum inn að borða með sér samkvæmt jólaandanum og miðlajólaskapinu. Hátíðarskapinu…

Árni þráir að verða karlmaður. Einar er ný frá-skilinn sálfræðingur. Saman uppfylla þeir þarfir hvors annars um félagsskap.

LOKAVERKEFNI 1.ÖNNLeiðbeinandi: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson

Page 18: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

Mynd tileinkuð Svölu ÍvarsdótturEva Jóhannsdóttir

HundsaðurAndri Björn Birgisson

Í blindniKristín Ýr Gunnarsdóttir

Eitthvað aðeins betraSonja Dögg Halldórsdóttir

BlablablaAnni Didriksen Ólafsdóttir

Meinvill í myrkrunum láFrosti Jón Runólfsson

LofturKristjana Óskarsdóttir

HvolpaástArna Björk Pétursdóttir

Áttu vatnHaraldur Sigurjónsson

BLÆTIOddur Elíasson

Ung stelpa er tilbúin til að gera hvað sem er til að ganga í augun á barnapíunni sinni.

Sumir vilja prófa eitthvað nýtt.

Funheit ástarsaga með undarlegan undirtón!

Myndin mín heitir ekki neitt og ég vil ekki láta hana heita neitt.

Hjartnæm saga fyrir alla fjölskylduna.

Eftir stutta sambúð kemst Sigrún að því að kær-astinn hennar er ekki allur þar sem hann er séður.

Annar dagur í lífi Péturs þar sem hann er lagður í einelti af vinnufélaga sínum. Hann gerir mis-heppnaðar tilraunir til að tala við stelpuna í næsta húsi sem hann er ástfanginn af ...

Hún sýnir honum blablabla og hann blablabla þegar þau blablabla. Er blablabla þá eitthvað sem hann missti, blablabla... bla!

Myndin fjallar um sjálfskipaða rónann og flökkumanninn Loft Gunnarsson.

Loftur er sérkennilegur fír og við fylgjumst með degi í lífi hans.

2.önnLOKAVERKEFNI

Leiðbeinandi: Guðný Halldórsdóttir

Page 19: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

BöðullHallur Örn Árnason

Börn og aðrir minna þroskaðir mennGuðrún Sóley Sigurðuardóttir

BorgarbjóðurJakob Trausti Arnarson

To the seaGreta Sandra Davidsson

Hundur finnur ólöglegan innflytjanda sem er á flótta undan yfirvöldum í heimalandinu. Eigandi hundsins sem er ung kona tekur flóttamanninn með sér heim. Hann á þó eftir að taka meira pláss en hún gerði ráð fyrir.

Ólafi hefur verið falið að sjá um aftöku Axlar-Björns. En hver er munurinn á morði og aftöku, á morðingjanum og böðli hans?

Allir sem stunda kynmök verða að gera sérgrein fyrir möguleikanum á óæskilegriþungun. Skírlífi, þ.e. að hafa ekki kynmök, er það eina sem kemur 100% í veg fyrir þungun.

Maður úr sveitinni kemur til borgarinnar og líst ekkert á það sem hann sér. En hans bíður óvæntur fundur, sem gerir honum kleift að takast á við umhverfið.

3.önnLOKAVERKEFNI

Leiðbeinandi: Huldar Breiðfjörð

Page 20: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

SÉRSVIÐ 4LEIKLISTARDEILD

Í deildinni er kennd leiklist með áherslu á kvikmyndaleik. Unnið er með grunntækni í þjálfun og listsköpun leikarans auk þess sem mikil áhersla er lögð á dans og söng. Nemendur læra einnig grunnatriðin í kvikmyndagerð og vinna fjölda verkefna meðan á námi stendur. Tekið er inn í deildina tvisvar á ári og eru nemendur valdir með inntökuprófum og viðtölum. Námið er góður grunnur fyrir störf við kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð og fyrir sviðslistir og skemmtanaiðnaðinn. Einnig er námið góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í leiklist og kvikmyndagerð erlendis.

Sigrún GylfadóttirDeildarforseti

Page 21: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

Ímynd glæsileikansInga María Eyjólfsdóttir

313Jóhanna Lind Þrastardóttir

Sunnudagur að sumriBylgja Gunnur Guðnýjardóttir

Myndin fjallar um ekki mjög svo fræga ljóðskáldið Kristínu Karel Karlsdóttur. Í myndinni er spjallað við ýmsa aðstandendur hennar ásamt sérfræðingi í íslenskri ljóðlist.

Mynd um stelpu í leit að fullkomnun sem er föst í eigin helvíti og langar að losna.

Njótið.

Fullkomið lífAnna Hafþórsdóttir

Ég elska þigÁsta Júlía Elíasdóttir

Um seinanAðalheiður Gunnarsdóttir

Myndin fjallar um ungan arkitekt sem er of upptekinn af lífinu til að lifa því.

Fjallar um unga konu sem hefur fengið allt sem hún óskaði sér í lífinu. Hún á efnaðan eiginmann og hefur kosið sér að vera heimavinnandi húsmóðir. Hún þarf í raun ekki að gera neitt annað en að halda sjálfri sér og húsinu í góðu ástandi. Einfalt og þægilegt líf ekki satt?

Falleg, hugljúf ástarsaga.

Blíður koss Katla Rut Pétursdóttir

Sigurjón EiríkssonKári Steinarsson

TogstreitaJónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Þegar Klara fer í prufu ákveður púkinn innra með henni að berjast gegn því að henni gangi vel.

Kría Clausen og Viktor Máni lifa í mjög yfir-borðskenndum heimi þar sem allt snýst um útlitið, réttu vinina, daður og frama. Draumar þeirra liggja á sviðum lista og allt virðist ætla að ganga upp þegar annar draumur bankar upp á. Draumurinn um sanna ást.

Sigurjón Eiríksson lendir í ótrúlegum aðstæðum, rangur maður á röngum tíma.

Allt fyrir ástinaNatalie Tess Aðalsteinsdóttir

JólapabbinnTómas Ingi Þórðarson

BrottnámKristín Lea Sigríðardóttir

Hrá sannsöguleg dogma mynd. Myndin fjallar um stelpu sem hittir marga stráka af internetinu, og það alla í einu. Hún finnur út hvað þeim líkar og hvernig þeir eru, fer ísmá rannsóknarvinnu. Svo breytir hún sjálfri sér til að ganga í augun á þeim, lærir allt um þeirra áhugamál og hvernig stelpur þeir fíla.

Hugljúf jólasaga um samband milli föður og dóttur.Samvinnuverkefni með Fannari Sveinssyni.

Leiðbeinandi: Sigrún Gylfadóttir

Page 22: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

LES 104LEIKUR OG STÍLL

LEH 104LEIKUR OG HREYFING

LER 104LEIKUR OG RÖDD

LEF 104LEIKUR OG FRAMKOMA

Senur voru unnar í spunavinnu og sýndar fyrir áhorfendur. Nemendur þróuðu tvö og tvö saman senur út frá Stanislavski/Strasberg tækni þar sem áhersla er lögð á hlustun og mótleikarann hér og nú. Samtöl voru ekki ákveðin fyrirfram heldur unninn í spuna út frá gefnum kringumstæðum.

Leiðbeinendur: Helena Jónsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir, Tinna Grétarsdóttir og Frímann Sigurðsson.

Hvað er dans? Hvers vegna dans? Er hreyfing dans? Er ekki hreyfing allt í kringum okkur? Þetta eru spurningar sem við skoðum saman. Förum úr orði í hreyfingu, hreyfingu í dans sem síðar er sett saman í svokallaða danshönnun “choreography”. Við erum öll dansarar! það er bara spurning um hvaða stíl við veljum og eins og einhver sagði “líkaminn lýgur ekki” þess vegna eru tveir mikilvægustu eiginleikar til að dansa er einlægni og sjálfstraust. Í lok annar stígum við svo á svið, röðum saman okkar nýlærða hreyfiorðaforða við 100 ára gamla tónverkið “Vorblótið” eftir Igor Stravinsky og undir áhrifum danshöfund-sins Vaslav Nijinsky.

Leiðbeinendur: Helena Jónsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir, Tinna Grétarsdóttir og Frímann Sigurðsson.

Nemendur kynntust ,,Complete Vocal Technique” sem byggir á hinum ýmsu söngstílum sem í mismunandi samsetningum ná til allra stíltegunda, allt frá klassískum söng til þungarokks. Þau völdu eitt lag sem hæfði rödd þeirra og æfðu til flutnings með undirleikara fyrir áhorfendur. Einnig unnu nemendur með klassíska leiktexta sem þau æfðu í samráði við kennara og fluttu í opnum tíma fyrir áhorfendur.

Leiðbeinendur: Hera Björk Þórhallsdóttir, Birgitta Haukdal og Vigdís Gunnarsdóttir

Í opnum tíma var kynnt samfellt ferli nokkurra af þeim leiktækniæfingum sem nemendur hafa unnið með út frá eigin persónu, reynslu og ímyndunarafli. Með leiktækniæfingum og vinna með fyrirmyndir hafa nemendur rannsaka hvaða eiginlegu grunnþættir liggja að baki persónusköpun.

Leiðbeinandi: Kári Halldór

LEIKLIST 1.ÖNN

Page 23: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

LES 204LEIKUR OG STÍLL

LEH 204LEIKUR OG HREYFING

LER 204LEIKUR OG RÖDD

LEF 204LEIKUR OG FRAMKOMA

LEI 106LEIKRIT

(sjá samvinnuverkefni með LEH 204)

Leiðbeinendur: Helena Jónsdóttir og Darren Foreman

Unnið áfram með ,,Complete Vocal Technique” og nemendur völdu lög til flutnings með undirleik fyrir áhorfendur. Einnig var unnið með leiktexta og ljóð í samráði við kennara og flutt í opnum tíma fyrir áhorfendur.

Leiðbeinendur: Hera Björk Þórhallsdóttir, Ágústa Ósk Óskarsdóttir og Hilde Helgason

Samvinnuverkefni í leiklistardeildinni. Leiðbeinendur Darren Foremanog Helena Jónsdóttir. Líkamleg meðvitund í nálægum leik. Unnið var með frumsamið handrit í skapandi vinnu og hvernig hægt sé að skoða senur uppá nýtt þannig allt annað verði úr. Það var spennandi og óvænt hvað hægt að uppgötva ólíkar leiðir og var afraksturinn stuttmynd með líkamlegri meðvitund og nálægð.

Leiðbeinendur: Helena Jónsdóttir og Darren Foreman

Í opnum tíma var kynnt ein af leiktækniæfingum úr skapandi rannsóknarvinnu leikarans með leiktexta og málheim okkar, og hvaða grunnþættir í persónusköpun felist í textanum. Og þar með hvernig leiktæknin er undirstaða frelsis í listsköpun leikarans. 

Leiðbeinandi: Kári Halldór

Leikverkið ,,E11efu Brot” er lokapunkturinn á fjögurra vikna leikhúsvinnuferli á 2. önn. Handritið var unnið sem samvinnu-verkefni í tveggja vikna leiksmiðju leikaranema og nemenda á handrita og leikstjórnarsviði og unnu þau undir stjórn Hlínar Agnarsdóttur í spunavinnu. Tók svo við tveggja vikna æfingar-ferli leikara undir leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar. Leikhúsið býður uppá stærð í tjáningu sem hjálpar leikaranemanum að skilja tækni og tilfinningavinnu. Verkin 11 sem hópurinn tekst á við að þessu sinni eru eins ólík og þau eru mörg og gefa þau hópnum tækifæri til mismunandi nálgunar á hverju verki. Eitt eiga verkin sameiginlegt og það er Leikgleðin. Ekki er hægt að greina þau, nálgast, æfa né sýna nema að Leikgleðin sé við völd. Í gegnum virkjun okkar á Leikgleðinni hittum við fyrir börnin í hjörtum leikara og leikstjóra og enduðum með sýningu í höndunum sem við vonum að leikhúsgestir hafa gaman af. Sýningin verður frumsýnd í Kópavogsleikhúsinu 14. desember.

Leiðbeinendur: Hlín Agnarsdóttir og Agnar Jón Egilsson

LEIKLIST 2.ÖNN

Page 24: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

LES 304LEIKUR OG STÍLL

LEH 304LEIKUR OG HREYFING

LER 304LEIKUR OG RÖDD

LLS 101LEIKLISTARSAGA

Nemendur æfðu saman í pörum senur út frá Strasberg/Meisner-tækni og voru svo fengnir atvinnuleikarar til að vinna með þeim fyrir upptöku í stúdíoi. Markmiðið var að nemendur fengju reynslu af því að vinna með atvinnuleikurum sem þau höfðu ekki unnið með áður og í umhverfi eins og um prufur fyrir stóra kvikmynd eða sjónvarpsþátt væri að ræða.

Leiðbeinendur: Kári Halldór og Darren Foreman

Unnið áfram með ,,Complete Vocal Tækni” og nú æfðu nemendur ólík lög sem voru meiri áskorun og kröfðust meiri tæknivinnu. Nemendur völdu í samráði við kennara eitt lag til flutnings með undirleik fyrir áhorfendur. Einnig gerðu nemendur 3-5 mínútu langa kvikmynd með efni sem nemendur völdu sjálf í samráði við kennara. Textinn var frumsaminn og/eða samansettur úr leiktexta og söng og var áhersla lögð á skýran texta og vandaða hljóðupptöku og vinnslu.

Leiðbeinendur: Hera Björk Þórhallsdóttir, Ágústa Ósk Óskarsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir

Líkamlegt leikhús. Hvernig förum við að því að vinna með hinaóendanlegu möguleikum líkamans. Nemendur kynntust meisturum eins og Pinu Baush og Merce Cunningham  sem eru eins ólík og svart og hvítt. Baush vinnur með einlægnina oe einfaldleikann og Merce fór ávallt ókannaðar leiðir og hann var með þeim fyrstu að vinna með “bluescreen” í sínum verkum og nota myndavélina á sviði.Við tókum þeirra ráð og helltum vitneskju, uppgötvunum og allskonaruppáhalds í “tool boxið” og unnum úr því á 2ja daga vinnubúðum íSmiðjunni sem við síðan deildum með völdum áhorfendum.

Leiðbeinendur: Helena Jónsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir, Tinna Grétarsdóttir og Frímann Sigurðsson

Nemendur kynntu afrakstur af skapandi náms-ferli í leiklistarsögu með samfellu sögulegra einleikja sinna. Ferli sem byggir á því að finna hvernig sagan er uppspretta, forðabúr og töfraheimur, með því að gramsa í henni, vafra og hnýsast, þvælast, týnast, upplifa, uppgötva og móta og gefa. Og gera þar með leiklistar-söguna að verkfæri sínu. Verkfæri til nýsköp-unar og leikgleði.

Leiðbeinandi: Kári Halldór

LEIKLIST 3.ÖNN

Page 25: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

LES 404LEIKUR OG STÍLL

LEH 404LEIKUR OG HREYFING

LER 404LEIKUR OG RÖDD

TIR 102TILRAUN

Nemendur unnu saman í pörum eða einir undir stjórn kennara þar sem áhersla var lögð á sjálfstæða og skapandi vinnu leikarans út frá reynslu hans og þjálfun á námsferlinum. Námskeiðið er stuðningsnámskeið við stóra lokaverkefni nemenda á 4. önn.

Leiðbeinendur: Þorsteinn Bachmann og Darren Foreman

Nemendur völdu 2 lög sem hæfðu rödd þeirra eftir að hafa unnið með ,,Complete Vocal Technique” í 4 annir. Lögin voru flutt á tónleikum í lok annar og þar sýndu nemendur styrkleika sinn í söng. Einnig var unnið áfram með klassískan leiktexta og texta út kvikmyndum sem stuðningsvinna við lokaverkefnið á 4. önn.

Leiðbeinendur: Hera Björk Þórhallsdóttir, Ágústa Ósk Óskarsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir

Dansmyndin. Hvað er það? Einhver sagði að dansmyndin í kvikmyndaheiminum væri ekki ósvipað pönkið í tónlistinni. Þar leyfist svo margt. Hún nær næstum því að vera eins frjáls og myndlistin en heldur í sögusögnina eins og í hefðbundinni kvikmynd. Nú tók 4 önn upp vinnubókina og unnu sig í gegnum undirbúningsferli til að gera kvikmynd eins og “storyboarding”, “ synopsis” , “ 3 lines” og svo frh. Svo var sett saman stutt mynd sem vonandi opnar hið frjálsa form að gera sitt verk á sínum eigin forsendum og standa með því.

Leiðbeinandi: Helena Jónsdóttir

Nemendur fengu frjálsan tíma til að stunda tilraunir. Þau unnu sjálfstætt að því að segja sögu frá áhrifamiklum atburði í lífi sínu og var frjálst að nota alla þá tækni og aðferðir sem þau höfðu lært á námsferlinum í sköpun sinni. Tilraunarverkin voru flutt fyrir áhorfendur og efninu samkvæmt afar ólík og persónuleg.

Leiðbeinandi: Þorsteinn Bachmann

LEIKLIST 4.ÖNN

Page 26: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

KJARNIAllir nemendur skólans taka sameiginlegan kjarna, 30 einingar sem dreifast yfir 4 annir. Í kjarna eru 4 námskeið í skoðun kvikmynda, þar kvikmyndasagan er skoðuð út frá ýmsum sjónarhornum.

Þar eru einnig kennd grunnatriðin í tæknivinnslu, auk þess sem kennd eru ýmis námskeið til að undirbúa nemendur fyrir þátttöku á atvinnumarkaði. Þá þarf hver nemandi að skila einni einingu á hverri önn undir heitinu Samstarf.

TÆK 105TÆKI OG TÆKNI

TÆK 203TÆKI OG TÆKNI

MYN 103MYNDMÁL OG MEÐFERÐ ÞESS

Tæki og tækni 105 er fyrsti áfangi fyrstu annar í skólanum. Í áfanganum gerir hver nemandi einnar mínútu stuttmynd þar sem viðfangsefnið er frjálst. Lögð er áhersla á að nemendur nái að setja fram nokkuð skýra sögu, sýna einhverja kunnáttu á tæknivinnslu og vinni saman í hóp.

Leiðbeinendur og fyrirlesarar:Elvar Gunnarsson, Sigurður Kr Ómarsson, Guðmundur Bjartmarsson, SindriÞórarinsson, Garðar Finnsson, Þórir Ísleifsson.

Í áfanganum Tæki og tækni 203 gerir hver nemandi, á hverju sérsviði, einnarmínútu kynningarmynd um sjálfan sig. Kynningarmyndin krefst þess að nemendur vinni saman í hópi, efli tæknilega kunnáttu sína og kanni sjálfsmynd sína.

Leiðbeinendur og fyrirlesarar:Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, Elísabet Ronaldsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Þóra Tómasdóttir, Sindri Þórarinsson, Ævar Páll Sigurðsson.

Í áfanganum Myndmál og meðferð þess 103 eiga nemendur að setja fram flókna senu með sem skýrustum myndrænum lausnum. Að þraut þessari vinna nemendur af öllum sviðum saman og eiga allir að sýna fram á myndræna frásagnargetu að áfanganum loknum.

Leiðbeinandi:Elvar Gunnarsson

Elvar GunnarssonDeildarforseti

Page 27: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

5 KonurLOK 206

RUSLAKALLARLOK 206

Leitin að ástinni sameinar fjórar ólíkar konur sem leita til Dýrleifar í von um hjálp við að finna þann eina rétta. Sú leit er ekki alltaf einföld og stelpurnar lenda í ótal skondnum uppákomum þegar leitin ber þær um stræti og bari borgarinnar. Þessar fimm konur bjóða upp á fyrsta flokks gaman-drama sem svíkur engann. Fimm konum er leikstýrt af Hilmari Oddssyni, en það er hin unga og efnilega Eva Jóhannsdóttir, nemi á handritabraut Kvikmyndaskóla Íslands sem skrifar handritið. Þátturinn er lokaverkefni nema á 2. önn í leikstjórn og framleiðslu og skapandi tækni, og 3. annar nema í leiklist.

Leiðbeinendur:Hilmar OddssonHákon SverrissonSindri ÞórarinssonJúlía Embla KatrínardóttirRagnheiður SteindórsdóttirJóna Guðrún Jónsdóttir

PILOT ÞÆTTIR AÐ LEIKNUM SJÓNVARPSSERÍUM

Eitt af viðameiri framleiðsluverkefnum skólans er framleiðsla á tveimur Pilotþáttum. Verkefnið er unnið í samvinnu allra deilda. Handritsdeildin (2. önn) skrifar handrit, Leikstjórnar- og framleiðsludeildin (2. önn) sér um framleiðslun, Tæknideildin (2. önn) sér um hljóðvinnslu og leikmynd. Leikararnir koma síðan af Leiklistarbrautinni (3. önn). Þættirnir eru síðan unnir í samvinnu við fagfólk úr greininni, en ráðnir eru utanaðkomandi leikstjórar, kvikmyndatökumenn,

hljóðmaður og leikmyndahönnuður.

Ruslakallar er sjónvarpsþáttur með kómísku ívafi sem fjallar um miðaldra arkitekt sem missir vinnuna sína í efnahagsþrenging-unum á Íslandi. Hann neyðist til þess að sækja um vinnu í ruslinu, til þess að geta framfleytt fjölskyldunni sinni. Þar lendir hann í ævintýrum með hinu skrautlegasta fólki og öðlast smátt og smátt nýja sýn á lífið.

Leiðbeinendur:Grímur HákonarsonÁrni FilipussonSindri ÞórarinssonJúlía Embla KatrínardóttirÞorsteinn BachmannMagnús Ólafsson

Page 28: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

Síðastliðið sumar útskrifuðust 7 nemendur, 4 íslenskir og 3 grænlenskir, af viðmiklu heimildarþáttanám-skeiði fyrir útvarp. Námskeiðið sem stóð yfir með hléum í tæp tvö ár var haldið af Kvikmyndaskóla Íslands í samvinnu við Háskólann á Grænlandi, Blaðamannaháskólann á Grænlandi, Kvikmyndaháskólann í Stokkhólmi (DI) og Danska ríkisútvarpið (DR). Námskeiðið var haldið hér á Íslandi, á Grænlandi í Danmörku og í Svíþjóð. Á námskeiðinu unnu nemendur viðamikil heimildarverkefni sem voru frumflutt á RIFF nú í haust. Tvö verkefni voru síðan tilnefnd til Prix Europe verðlaunanna í útvarpsþáttagerð sem afhent eru í Berlín. Leiðbeinendur og kennarar komu víðsvegar að en verkefnisstjóri var Rikke Houd. Verkefnið var styrkt af Leonardo da Vinci áætlun Evrópusambandsins.

Nemendur á námskeiðinu. Efri röð frá vinstri: Þorgerður E. Sigurðardóttir, Henrietta Rasmussen, Eiríkur Orri Ólafsson, - neðri röð: Freyr Arnarson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Else Olsvig. Á myndina vantar Ingu Hansen.

RANAHEIMILDARÞÁTTAGERÐ FYRIR ÚTVARP

ALÞJÓÐLEGTSAMSTARF

Page 29: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

Nú í haust dvöldust hér 5 nemendur frá Kvikmyndaháskólanum í München og unnu ásamt 3 nemendum frá Kvikmyndaskóla Íslands að gerð fréttaskýringaþátta um Ísland. Námskeiðið er hluti af prógrammi innan sjónvarpsfréttadeildar (Fernsehenjournalismus) Háskólans í München og stefnt er að því að íslensku stúdentarnir fari út næsta vor og vinni samskonar verkefni.

Háskólinn á Grænlandi.

Nemendur sem tóku þátt í Close-up verkefninu á Íslandi ásamt leiðbeinendum Kvikmyndaskóla Íslands og Kvikmyndaháskólans í München, talið frá vinstri: Böðvar Bjarki Pétursson, forstöðumaður KÍ, Guðfinnur Harðarson, Hera Ólafsdóttir, deildarforseti Leikstjórnar- og framleiðsludeildar KÍ, Johannes Rosenstein, Ágústa M. Jóhannsdóttir, Noemi Schneider, Davíð Jónsson, Malina Poranzke, Mario R.M. Beilhack, aðstoðarprófessor frá SKHM, Felix Kempter og Peter Baranowski.

FRÉTTASKÝRINGAÞÆTTIR UM ÍSLAND

Page 30: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

Hera Ólafsdóttir - deildarforseti

Leiðbeinendur, kennarar, fyrirlesarar og gestir:

Styrmir SigurðssonHera ÓlafsdóttirHalldór ÞorgeirssonÁsgrímur SverrissonBaltasar KormákurFriðrik Þór FriðrikssonRagnar BragasonÓskar JónassonHafsteinn G. SigurðssonVera SölvadóttirÓlafur Darri ÓlafssonFelix BergssonÞór FreyssonGrímur HákonarsonÁrni FilippussonHilmar OddssonHákon SverrissonJúlía Embla KatrínardóttirMaríanna FriðjónsdóttirKári HalldórRut HermannsdóttirJón Haukur JenssonAnna Vigdís GísladóttirSteven MeyersÞorsteinn BachmannSigrún Sól ÓlafsdóttirBirgitta BirgisdóttirDarren ForemanGuðjón Davíð KarlssonHinrik Hoe HaraldssonIngvar E. SigurðssonJón Páll EyjólfssonMargrét VilhjálmsdóttirSveinn Þ. GeirssonVíðir GuðmundssonÞór Túliníus

FRAMLEIÐSLU- OG LEIKSTJÓRNARDEILD

KJARNI

ANNAÐ STARFSFÓLK

HANDRITA- OG LEIKSTJÓRNARDEILD

TÆKNIDEILD

Hálfdán Theodórsson - deildarforseti

Leiðbeinendur, kennarar, fyrirlesarar og gestir:

Jonathan Neil DevaneyGuðmundur BjartmarssonSindri ÞórarinssonSteingrímur KarlssonHermann KarlssonGuðmundur SverrissonÞóra ÞórisdóttirHálfdán TheodórssonJúlía Embla KatrínardóttirVíðir SigurðssonKjartan Kjartansson

Einar Kárason og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson - deildarforsetar

Leiðbeinendur, kennarar, fyrirlesarar og gestir:

Huldar BreiðfjörðHafsteinn Gunnar SigurðssonJóhann Ævar GrímssonÁsgrímur SverrissonRut HermannsdóttirDavíð StefánssonBörkur GunnarssonGuðný HalldórsdóttirKári HalldórHlín AgnarsdóttirSveinn M. SveinssonMargrét VilhjálmsdóttirSveinn Þ. GeirssonVíðir GuðmundssonÞór TúliníusEinar KárasonMaríanna FriðjónsdóttirRagnar BragasonFriðrik Þór FriðrikssonBaltasar KormákurÓskar JónassonÓlafur Darri ÓlafssonBirgitta BirgisdóttirDarren ForemanGuðjón Davíð KarlssonHinrik Hoe HaraldssonIngvar E. SigurðssonJón Páll Eyjólfsson

Elvar Gunnarsson - deildarforseti

Leiðbeinendur, kennarar, fyrirlesarar og gestir í Kjarna:

Elvar GunnarssonSigurður Kr ÓmarssonSindri ÞórarinssonBöðvar Bjarki PéturssonGarðar FinnssonÆvar Páll SigurðssonViðar VíkingssonSigtryggur Berg SigmarssonAndri Heiðar KristinssonÁgústa Margrét JóhannsdóttirElísabet RónaldsdóttirStefán HallurÞóra TómasdóttirHera ÓlafsdóttirÞórir Ísleifsson

Inga Rut Sigurðardóttir - kennslustjóriElvar Gunnarsson - umsjón með kennslu í Kjarna.Sigurður Kristinn Ómarsson - umsjón tæknimálaGarðar Finnsson - umsjón með stúdíói og tækjaleiguSindri Þórarinsson - umsjón með hljóðkennsluVilberg Sveinsson - húsvörðurKatrín Bjarkardóttir - ræstingarÓlöf Ása Böðvarsdóttir - bókhaldsskrifstofa

LEIKLISTARDEILD

Sigrún Gylfadóttir - deildarforseti

Leiðbeinendur, kennarar, fyrirlesarar og gestir:

Sigrún GylfadóttirDarren ForemanKári HalldórHelena JónsdóttirSteinunn KetilsdóttirTinna GeirsdóttirEva Rún ÞorgeirsdóttirHera Björk ÞórhallsdóttirBirgitta HaukdalÁgústa Ósk ÓskarsdóttirÞórhildur ÖrvarsdóttirBjörk JónsdóttirSigrún Sól ÓlafsdóttirVigdís GunnarsdóttirHlín AgnarsdóttirHafsteinn G. SigurðssonÞorsteinn BachmannHilde HelgasonAgnar Jón EgilssonFrímann SigurðssonIngvar SigurðssonÞórunn Lárusdóttir

STARFSFÓLK

Page 31: Kvikmyndaskóli - Bæklingur
Page 32: Kvikmyndaskóli - Bæklingur

KVYKMYNDASKÓLI ÍSLANDS

VÍKURHVARFI 1203 KÓPAVOGUR

S: 533 3309www.kvikmyndaskoli.is