48
1

Leikskrá Nemó 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Versló setti upp V.í. Will Rock You 2013. Hægt að nálgast miða á mid.is

Citation preview

Page 1: Leikskrá Nemó 2013

1

Page 2: Leikskrá Nemó 2013

2Þegar kom að því að velja hvaða söngleik skyldi setja upp í ár þá settum við í Nemendamótsnefndinni nokkur skilyrði. Söngleikurinn þyrfti að vera fyndinn, dansmeistaraverk og síðast en ekki síst að innihalda bestu tónlist í heimi. Við vorum ekki lengi að taka ákvörðun eftir það, V.Í. Will Rock You uppfyllir öll þau skilyrði og meira til.

Verkefnið var vægast sagt krefjandi. Handritið skrifaði Björk Jakobsdóttir ásamt nefnd og leikurum sem tóku virkan þátt í að móta það. Útkoman olli svo sannarlega ekki vonbrigðum. Þau glæsilegu dansspor sem sjást á sviðinu samdi Stella Rósenkranz og hafa þau aldrei verið flottari en nú. Hvað tónlistina varðar eru ekki margir sem gætu skilað „lifandi“ Queen tónlist frá sér jafn vel og þeir snillingar sem sitja hér uppi á sviði og gera undir leiðsögn Halls Ingólfssonar. Til þess að ná sömu hæðum og Freddie

Mercury heitinn nutum við síðan aðstoðar Helgu Margrétar Marzellíusardóttur, söngkennara.

Alls koma u.þ.b. 160 manns að sýningunni og þetta hefði aldrei getað orðið að veruleika ef ekki hefði verið fyrir hjálp allra þeirra frábæru undirnefnda sem að sýningunni standa.

Ég vil að lokum fá að þakka Árna Þórmari, Helgu Diljá, Helgu Hauksdóttur, Hersi Aroni, Jóni Birgi, Pétri Sigurðssyni og Þórdísi Björk, sem sitja Nemendamótsnefndina í ár, kærlega fyrir frábært samstarf.Til hamingju með daginn kæru Verzlingar og góða skemmtun!

Mímir Hafliðasonformaður Nemendamótsnefndar 2013

Kæru Gestir,Verið velkomin á Nemendamót Verzlunarskóla Íslands árið 2013!

Page 3: Leikskrá Nemó 2013

3

Helga Hauksdóttir

Jón BirgirEiríksson

Pétur SigurðssonFjármálastjóri

Helga DiljáGunnarsdóttir

Hersir AronÓlafsson

Þórdís BjörkArnardóttir

Árni ÞórmarÞorvaldsson

Page 4: Leikskrá Nemó 2013

4

Page 5: Leikskrá Nemó 2013

5

Page 6: Leikskrá Nemó 2013

6Það má með sanni segja að mikil hugsun liggi að baki þeim söguþræði sem spunninn var í V.Í. Will Rock You. Nemendamótsnefndin og Björk leikstjóri voru lengi á báðum áttum um hvort nota ætti tilbúið erlent handrit og færa það yfir á íslenskt form, eða stökkva út í djúpu laugina og skrifa nýtt handrit frá grunni.

Eins og alþekkt er hafa Verzlingar oftast lítinn áhuga á að feta hinn gullna meðalveg, heldur lifa þeir frekar eftir mottóinu „Go big or go home!“. Þ. a. l. kom ekki annað til greina en að vinda sér í skrif á nýju handriti. Handritið var samið af leikhóp og nefnd og ekki er hægt að segja annað en að ákvörðunin hafi borgað sig. Sagan endurspeglar nokkuð ýkta mynd af íslenskum veruleika á útrásarárunum og gerist árið 2007 þegar uppsveiflan var í sögulegu hámarki.

Sögupersónurnar eru áhugaverðar og gríðarlega fjölbreyttar. Við fylgjumst með bankastjóranum Ríkharði sem er gráðugur

plebbi sem hefur lítinn áhuga á sinni kornungu og fögru eiginkonu, Trophy, og setur vinnuna og peninga ávallt í fyrsta sæti. Sonur hans, Rikki, er dreginn viljugur inn í bankann – en hann á sér allt aðra drauma. Þegar hann síðan kynnist hinum afburðasnjalla Galileó spretta fram hjá honum athyglisverðar tilfinningar sem móta söguna mikið. Þegar bankinn lendir í erfiðleikum er erlent ráðgjafateymi fengið til aðstoðar undir forystu hinnar spennandi og ógnvekjandi „Killer-Queen“.

Ásamt öðrum góðum keyra þessar persónur söguna áfram af miklum húmor, söng og dansi – en dramatíkin og tilfinningarnar eru sjaldan langt undan. Sagan nær til allra kynslóða og gerir á skemmtilegan hátt grín að Íslandi síðustu ára, auk þess sem hún tekur á þeirri staðalímynd sem margir hafa málað upp af Verzlingum í gegnum tíðina. Það er því alveg ljóst að hér er um sannkallað skylduáhorf að ræða!

Page 7: Leikskrá Nemó 2013

7

Page 8: Leikskrá Nemó 2013

8

Þetta er í fjórða skipti sem Stella kemur að nemendamótinu sem danshöfundur. Hún sá um dansana í Thriller, Draumnum og Bugsy Malone. Hún sér um Dansstúdíó World Class og er auk þess danshöfundur í nýjustu sjónvarpsseríum Latabæjar. Stella hefur einnig tekið að sér mörg verkefni í gegnum tíðina, allt frá því að þjálfa nýkrýnda Evrópumeistara unglinga í hópfimleikum í að sjá um útfærslu atriða hjá listamönnum á borð við Pál Óskar, Friðrik Dór, The Charlies, Haffa Haff og fleiri. Að auki hefur hún komið að öðrum uppfærslum í leikhúsi, komið að fjöldanum öllum af auglýsingum og stuttmyndum.

Stella RósenkranzD a n s h ö f u n d u r

Helga MargrétK ó r s tj ó r iHelga Margrét Marzellíusardóttir er fædd og uppalin á Ísafirði á miklu tónlistarheimili. Hún stundaði fiðlu-, píanó-, tónfræði- og söngnám við Tónlistarskólann á Ísafirði og lauk framhaldsprófi í söng vorið 2009, undir stjórn Ingunnar Óskar Sturludóttur. Helga Margrét stundar nú nám í söngdeild Listaháskóla Íslands hjá Elísabetu Erlingsdóttur og lýkur prófi þaðan nú í vor. Í Listaháskólanum stundar hún einnig nám í kórstjórn, kennari hennar er Gunnsteinn Ólafsson. Helga Margrét hefur sungið einsöng með fjölmörgum tónlistarhópum, m.a. Háskólakórnum og Sinfóníu Unga fólksins.Helga Margrét stjórnar Hinsegin kórnum og Skólakór Verzlunarskóla Íslands.

Björk JakobsdóttirL e i k s tj ó r i

Listrænir Stjórnendur

Björk Jakobsdóttur ættu flestir að þekkja. Hún hefur sett upp og leikið í fjöldanum öllum af feikivinsælum verkum, og er því enginn nýgræðingur þegar kemur að leiksýningum. Nú er til að mynda í gangi sýningin „Blakkát“ sem notið hefur mikilla vinsælda. Í þetta skiptið skrifaði Björk nýtt handrit frá grunni í samvinnu við Nemendamótsnefnd og leikhóp auk þess sem hún sá um leikmyndahönnun. Samstarfið hefur gengið gríðarlega vel – eins og greinilega má sjá á afrakstrinum.

Page 9: Leikskrá Nemó 2013

9

Amma Freddie Mercury átti hund sem hét Queenie og þaðan dregur hljómsveitin nafn sitt

Hallur hóf feril sinn sem trommuleikari eftir að hafa eytt öllum fermingarpeningunum sínum í trommusett. Áður en hann kláraði gagnfræðaskóla hafði hann sigrað músíktilraunir með rokksveitinni Gypsy. Hallur er einnig þekktur fyrir trommuleik sinn með Ham og söng og gítarleik í hljómsveitinni XIII. Undanfarin ár hefur Hallur samið tónlist við fjölda leikverka,

dansverka, sjónvarpsmynda og kvikmynda. Auk þess hefur hann leikið í kvikmyndum og nokkrum sýningum í Borgarleikhúsinu. Hallur hefur þýtt og samið fjölda söngtexta fyrir hinar ýmsu sýningar. Ferilskrá Halls er uppá 7 blaðsíður og telur fleiri en 100 verkefni en þetta er í fyrsta skipti sem Hallur starfar fyrir Verzlunarskólann. Hallur hefur margsinnis verið tilnefndur til Grímuverðlauna og Eddu verðlaunanna en aldrei unnið. Það er nýhætt að fara í taugarnar á honum.

Hallur IngólfssonT ó n l i s ta r s tj ó r i

Ljósahönnun

Umsjón: Hersir Aron Ólafsson og Þórdís ÞorkelsdóttirLjósmyndir: Þórdís ÞorkelsdóttirPrentsmiðja: Prentmet

Grafískur og listrænn hönnuður: Rakel Tómasdóttir

Hönnun og umbrot leikskrár: Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir

Orri hefur hannað lýsingu fyrir flestar tegundir viðburða við góðan orðstír. Hann byrjaði í sjónvarpsbransanum þar sem hann kom að þáttum eins og X-factor, Idol stjörnuleit, Bandinu hans Bubba, Lazytown, Edduverðlaununum og Hlustendaverðlaunum FM957, ásamt tugum annara útsendinga og þátta. Síðan 2011 hefur Orri starfað hjá Exton og hefur meðal annars hannað lýsingu fyrir tónleika, tónlistarhátíðir og tónleikaferðalög fyrir erlenda sem innlenda tónlistarmenn bæði hér heima sem og erlendis. Orri er ekki ókunnugur söngleikjum verlunarskólans því hann gerði með okkur Bugsy Malone í fyrra.

G. Orri Rósenkranz Hljóðstýring og hönnunBjörgvin SigvaldasonBjörgvin sér um hljóðhönnun og stýringu sýningarinnar. Hann hefur starfað sem hljóðmaður síðan 2004. Björgvin hefur unnið að mörgum verkefnum þar á meðal Metallica og Foo Fighters tónleikum í Egilshöll, Frostrósum, Bestu Útihátíðinni, Iceland Airwaves og einnig mörgum leiksýningum á borð við Alvöru menn og Buddy Holly.

Page 10: Leikskrá Nemó 2013

10

Leikarar

Auður Finnbogadóttir

Ásgrímur Gunnarsson

Bára Lind Þórarinsdóttir

Bryndís StefánsdóttirBerglind María Ólafsdóttir

Arnar Ingi Ingason

Page 11: Leikskrá Nemó 2013

11

Jakob Daníel Jakobsson

Eva Agnarsdóttir

Guðný Ósk Karlsdóttir

Elín Harpa Héðinsdóttir

Jónas Alfreð Birkisson María Ólafsdóttir

Freddie Mercury var gefið nafnið Farrokh Bulsara af foreldrum sínum en tók upp nafnið Freddie þegar hann flutti til Bretlands

Page 12: Leikskrá Nemó 2013

12

Leikarar

Silja Rós Ragnarsdóttir

Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson

Pétur Geir Magnússon Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir

Ruth Tómasdóttir

Teitur Gissurarson

Page 13: Leikskrá Nemó 2013

13

Söngleikurinn í upprunalegri mynd var frumsýndur í London árið 2002

Hljómsveit

Helgi Birgir Sigurðarson Sindri Magnússon

Jón Birgir Eiríksson Valbjörn Snær Lilliendahl

Jónas Orri Matthíasson

Page 14: Leikskrá Nemó 2013

14

Dansarar

Aldís Eik Arnarsdóttir Arna Jónsdóttir

Elísa Gróa Steinþórsdóttir

Hilmar Steinn Gunnarsson

Birkir Örn Karlsson

Ingibjörg Ásta Bjarnadóttir

Page 15: Leikskrá Nemó 2013

15

Miði í ódýrustu sætin á We Will Rock You söngleikinn í London kostar um 8.000 krónur

Jóna Kristín Benediktsdóttir Ólafur Alexander Ólafsson

Rakel Másdóttir Sveinn Breki Hróbjartsson

Thelma Christel Kristjánsdóttir Vaka Vigfúsdóttir

Page 16: Leikskrá Nemó 2013
Page 17: Leikskrá Nemó 2013
Page 18: Leikskrá Nemó 2013

18

Nafn? Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson.Hlutverk? Rikki, Ríkharður Ríkharðsson III.

Ert þú aðal í Nemó? Það er enginn aðal í Nemó, þó svo að ég eyði meiri tíma spriklandi inná sviði verður að horfa til allra þeirra sem hafa eytt óteljandi stundum í undirbúning til að sýningin verði sem flottust.

Hver er skemmtilegasti mótleikarinn? Það eru margir sem koma til greina, en ætli ég geti ekki bullað mest með þeim Pétri og Jónasi,

þannig þeir hljóta heiðurinn.

Hvað þarftu að afreka til þess að geta kallað þig sanna nemóstjörnu? Klifið Esjuna.

Hvert er uppáhalds Queen lagið þitt? Það fyrsta sem mér dettur í hug er „ We will rock you” útaf ógleymanlegri Pepsi auglýsingu sem var í sýningu fyrir mörgum árum, það er það langt síðan að Britney Spears þótti ennþá vera fyrirmynd. Ég held samt að „Don’t stop me now” sé í uppáhaldi þessa dagana.

Hefur þú tekið þátt í Nemó áður? Já, þetta er annað skiptið mitt núna í ár, tók þátt í fyrra þegar við settum upp Bugsy Malone, eftir þá upplifun gat ég ekki annað en tekið aftur þátt í ár.

Heyrst hefur að þið verðið fyrir miklu áreiti frá hinum „almenna borgara” ? Já það er satt, þetta er gríðarlega mikið áreiti. Þetta er komið á það stig að leikhópurinn þarf að ferðast á milli staða með lambhúshettur og í hettupeysum.

Discopants eru…? Það tískufyrirbæri sem hefur valdið hvað mestum deiluminnan Verzlunarskólans.

Rikki

Viðtal við leikara

Page 19: Leikskrá Nemó 2013

19

Nafn? Auður Finnbogadóttir.Hlutverk? Ég leik Killer Queen.Ert þú aðal í Nemó? Ég er ómissandi í Nemó.

Hver er skemmtilegasti mótleikarinn? Ég á erfitt með að halda niðrí í mér hlátrinum þegar ég leik á móti Jónasi, Ása, Jakobi og Sibba.

Hvað þarftu að afreka til þess að geta kallað þig sanna nemóstjörnu? Sigra sönginn, leikinn og dansinn. Mæta reglulega í nemóspinning, vera á

plagatinu, vera í trailernum og svo fórna öllu fyrir frægðina!

Hvað er uppáhalds Queen lagið þitt? Uppáhalds Queen lagið mitt er

„Another one bites the dust”. Það vill svo skemmtilega til að ég syng það

í sýningunni.

„Bohemian Rhapsody” er samt uppáhalds lagið

mitt sönglega séð, vegna þess að það eru svo margar flóknar

raddanir í því.

Hefur þú tekið þátt í Nemó áður? Já, þetta er í þriðja skiptið sem ég tek þátt í

söngleiknum.

Heyrst hefur að þið verðið fyrir miklu áreiti frá hinum „almenna borgara” ? Rétt er það, ég fæ ekki frið! Get ekki farið í Kringluna til þess að fá mér að borða án þess að vera stoppuð af óðum aðdáendum.

Discopants eru…? Discopants will rock you. Ég verð í rauðum í stíl við hárið mitt í sýningunni.

Killer Queen

Seinustu orð lagsins One Vision eru “Give me fried chicken” sem er algjörlega úr samhengi við lagið

Page 20: Leikskrá Nemó 2013

20

Page 21: Leikskrá Nemó 2013

21

Page 22: Leikskrá Nemó 2013

22

Page 23: Leikskrá Nemó 2013

23

Svör 1. Bohemian Rhapsody 2. Somebody To Love 3. Fat Bottomed Girls 4. ,,Oh love, oh loverboy‘‘ 5. Brian May 6. Another One Bites The Dust 7. Thank God It‘s Christmas 8. Bicycle Race 9. ,,Fandango‘‘ 10. We Are The Champions 11. The Porphet’s song 12. I Want To Break Free 13. Freddie Mercury 14. Killer Queen 15. Face, disgrace

Eins og þú eflaust veist hefur Queen samið fjöldann allan af frábærum lögum sem hafa hlotið gífurlegar vinsældir um allan heim. Hversu vel ertu að þér hvað varðar lög og texta hljómsveitarinnar?

9. Botnaðu þessa línu úr Bohemian Rhapsody ,,Scaramouche, scaramouche, will you do the ________“

10. Í hvaða lagi gefst ekki tími fyrir aumingja ?

11. Hvert er lengsta lag Queen?

12. Myndband við ákveðið lag eftir Queen vakti mikla athygli vegna þess að meðlimir hljómsveitarinnarvoru klæddir sem kvenmenn í því, hvaða lag er það?

13. Hver samdi lagið ,,Dont Stop Me Now“?

14. Í hvaða þekkta lagi er minnst á kavíar og sígarettur?

15. Botnaðu þetta úr laginu ,,We Will Rock You“: You got mud on your ______ You big ________.

1. Hvaða lag eftir Queen hefur hlotið mestar vinsældir?

2. Úr hvaða vinsæla lagi hljómsveitarinnar er þessi textabútur ,,I get down on my knees and I start to pray till the tears run down from my eyes”?

3. Hvaða lag með Queen fjallar um stelpur með feitan rass?

4. Hvernig hefst viðlagið í ,,Good Old Fashioned Lover Boy“?

5. Hver samdi lagið ,,We Will Rock You“?

6. Úr hvaða lagi er línan ,,Are you ready, are you ready for this, are you hanging on the edge of your seat“?

7. Queen hefur gert fá jólalög en árið 1984 gaf Queen út vinsælasta jólalagið sitt, hvað heitir það?

8. Í hvaða lagi hljómsveitarinnar er vitnað í Jesú, Pétur Pan, Frankenstein og Superman?

23

Page 24: Leikskrá Nemó 2013
Page 25: Leikskrá Nemó 2013
Page 26: Leikskrá Nemó 2013

26

Fólkið á bakvið sýninguna

Ann

áll

Aðs

toð

á sý

ning

umA

ðsto

ðarle

ikst

jóri

Arna Þorbjörg 6-DGerður 6-EGuðlaugur Helgi 5-XJónína 6-DKarítas Líf 5-HMargrét Lóa 6-RSóley Ósk 5-HValdimar 4-I

Egill 6-EAron Björn 6-IFannar Freyr 6-EGuðrún Gígja 6-BHlynur Logi 6-ELeifur 6-EMarteinn 6-ENökkvi Fjalar 5-HRóbert 5-ATómas Hrafn 6-BViktor Jóns 6-A

Rebekka 6-E

Page 27: Leikskrá Nemó 2013

27

Í upprunalega söngleiknum gerist hann 300 ár fram í tímann en í söngleik Verzlunarskólans gerist hann árið 2007

FörðunH

árB

úningar

Unnur Rún 6-D Arna 5-Y

Ellen Helena 3-TEsther 6-S

Gunnhildur 4-RHarpa 4-R

Helena Margrét 3-IHelena Rut 3-EKatrín Ásta 4-E

Margrét 3-FÓlöf Björg 3-RSigurlaug 4-X

Úndína 6-R

Hjördís Ásta 5-SBrynja 6-T

Elínborg Anna 5-SFanndís Birna 4-SHalla Margrét 5-H

Kara 4-SKristín Þöll 4-TNaomi Rut 4-ISigrún Dís 4-Y

Vilborg 6-B

María Rós 4-TDiljá 5-RDiljá 5-H

Heiðrún María 6-FHelga 5-H

Helena 6-THildur Helga 5-A

Jóna Þórey 4-UKristrún 4-S

Linda 6-BPetra Hlíf 3-A

Page 28: Leikskrá Nemó 2013

28

Fólkið á bakvið sýninguna

Leik

skrá

Ljós

og

hljó

ðM

arka

ðsne

fnd

Kristinn Brynjar 6-FDaníel I 6-THeimir 4-DLýður 6-E

Þórdís Þorkels 6-R Ásdís 4-D Birgitta Rún 6-DEva Rós 6-EEva Örk 3-AGuðrún 3-TGunnhildur 6-F Gunnar 6-I Halla Berglind 6-RHrafnkell Oddi 6-ILísa Rán 5-SPétur Axel 6-E

Jón Hilmar 4-DKristófer Már 6-HAndrea 4-EAndrea 5-TEyþór Logi 4-DFreyr 4-YFrosti 6-FGunnhildur 3-FHrefna 6-AJórunn María 3-DKaren 4-FKjartan 4-H

Page 29: Leikskrá Nemó 2013

29

Undirbúningur fyrir V.Í. Will Rock You hófst tíu mánuðum fyrir frumsýningu

Sviðsmenn

SýningastjórarPR

Hörn Valdimars 6-AAlda 6-H

Bergþór Vikar 6-EFreyja 6-B

Hrafnhildur Atla 3-AJón Þór 5-H

Kormákur 5-DLára Theodóra 3-TMaría Guðlaug 4-R

Róbert 6-HSteinn 4-HSverrir 6-F

Bjarni Geir 6-TAndri Páll 4-YAníta Rut 4-U

Ásdís Lilja 3-UBjarni Oddleifur 5-R

Egill Örn 5-YJóhann Helgi 5-R

Lilja 4-DSóley 4-S

Fanndís 6-HÞórdís Erla 6-H

Page 30: Leikskrá Nemó 2013

30

Page 31: Leikskrá Nemó 2013

31

Page 32: Leikskrá Nemó 2013

32

Page 33: Leikskrá Nemó 2013

33

Klippistofa Jörgens styrkir V.Í. Will Rock You

Page 34: Leikskrá Nemó 2013

34

PFAFF

Page 35: Leikskrá Nemó 2013

35

Page 36: Leikskrá Nemó 2013

36

Page 37: Leikskrá Nemó 2013

37

Ásgeir Jón Sullivan

1. Lausu baby2. Detta í hálku3. Svona tullara (100 þús)4. #pussymagnet5. Spessi6. Klárlega Fifa7. Svona 7098. Hasselhoff9. Að ég væri eini karlmaðurinn eftir á jörðinni

Davíð Bjarnason

1. Laus og liðugur2. Hugsunin um að lifa í fátækt3. Kreditkortið hans pabba, no limit! YEAH!4. #kongurinn #B5 5. Notebook6. Bros before hoes7. 285 tússuð like! 8. Tommi í NEXT!9. Að vinna í lottó. - Djók ég á nóg af pening!

1. Hjúskaparstaða: 2. Hvað veldur þér hugarangri:

3. Hvað færðu mikinn vasapening á viku: 4. Hvað er uppáhalds hashtagið þitt:

5. Hvað fær þig til að gráta: 6. Rómantískt stefnumót eða Fifa með strákunum:

7. Hvað er like-metið þitt á profile mynd: 8. Ef þú fengir að vera einhver annar,

myndirðu helst vilja vera: 9. Ef þú ættir eina ósk myndirðu

óska þess að:

Samúel Thors

1. Á lausu2. Spessi3. 450 thus4. #swagina5. Titanic6. Fifa7. 478058. Hugh Hefner9. Ég væri alveg til í að eiga pondu

Ríkharður III

1. Laus2. Krumpuð föt3. Fer algjörlega eftir því við hvern ég tala4. #nextkringlan5. Spessuð föt6. Rómantískt Fifa7. 54, fékk líka alveg 30 komment, teljast þau með?8. Ryan Gosling9. Að allir hlutir væru einfaldir

We Will Rock You söngleikurinn hefur verið sýndur í 17 löndum fyrir samtals 15 milljónir áhorfendur

37

Strákarnir

Page 38: Leikskrá Nemó 2013

38

WE WILL ROCK YOU

Sú stund er runnin upp að þið fariðÚt í lífið, ekki lengur börn heldur menntað fólkEruð komin til mannsOfurhugar ÍslandsAllir aðrir geta farið til andskotans

Víva, víva, Versló!Víva, víva, Versló!

Er ég horfi á ykkur nú einlæg trú mín er súAð það verði þið sem takið við hagkerfiSem breytir grjóti og ullÍ skíragullHlustið ekki á væl og neitt helvítis bull

Víva, víva, Versló!Víva, víva, Versló!

Haldið út í heiminn, geiminnPassið upp á hreiminn, það er gott að vera íslenskurÞetta stórasta landSem Dorrit fannOg hún kann bæði að græða og að finna sér mann

Víva, víva, Versló!Víva, víva, Versló!

Nú eruð þið sjálfbær, frábær, sterkari en stálrærSem herða flugmóðurskipÉg stoltur kveðYkkur hér meðHrærður eins og kokteill sem að James Bond fær sér

Víva, víva, Versló!Víva, víva, Versló!Víva, víva, Versló!We will, we will rock you!

I WANT TO BREAK FREE

Ég vil vera frjálsÉg vil vera frjálsÞví miður ég fæddist í djobbSnýst um fjármál og snobb allar stundirOg ég skil ekkert slíktGuð veit, Guð veit ég vil vera frjáls

Ég vil vera transÉg vil vera transFrjáls því að í mér býr konaÉg strita og von’ að hún þraukiÞar til hún er frjálsGuð veit, Guð veit ég vil vera frjáls

Ég sé bara þigÉg þrái að þú viðurkennir að þú elskir migÞarf að fá það á hreintÁður en það er of seintAðeins þá ertu frjáls - vinurAðeins þá verð ég frjálsVið viljum öll verða frjáls

Ég vil vera frjálsÉg vil vera frjálsFrjáls til að velja mér lífÍ hvorn fótinn ég stíg en því miðurÞett’er allt skipulagtGuð veit, Guð veit ég vil vera frjáls

Það virðist einfaltEn að lær’ að lifa með því, lifa með því, lifa með því aðVera sætVera dúkka og gæludýrGuð veit, að ég seldi mig þó dýrt

Ég komin er með uppí hálsOg nú ég vil vera frjálsOg nú ég vil vera frjálsOg nú ég vil vera frjáls

Page 39: Leikskrá Nemó 2013

39

WE ARE THE CHAMPIONS

Við gerðum alltÍ sérhvert sinnVorum svo duglegMiklu duglegri en hin

Já allt þetta féGræðir sig ekki sjálftVið höfum byggt gullveldi úr torfkofaþjóðOg það ekkert smá!

Við erum bestir vinur minnog aldrei oss brestur kjarkurinnþví við erum bestir, við erum bestir.Vík burtu lúser, því við erum bestirGlytlandsbyr.

Í sérhverri æðRennur víkingablóðNú þegar við eigum næstum allt í hei-minumVið þökkum þann móð

En það var ekki alltaf auðveltEngin snekkjuferðVið kenndum þessari smáþjóð að hugsa nógu stórtOg koma því í verð(meira svona, og svo áfram, áfram, áfram svo…)

Við erum bestir vinur minnog aldrei oss brestur kjarkurinnþví við erum bestir, við erum bestir.Vík burtu lúser, því við erum bestirGlytlandsbyr.

Við erum bestir vinur minnog aldrei oss brestur kjarkurinnþví við erum bestir, við erum bestir.Vík burtu lúser, því við erum bestirGlytlandsbyr.

DON’T STOP ME NOW

Slakaðu og djammaðu með mér, djam-maðu með mér

Eins og halastjarna þeysir himinhvolfLíkt og tígur sem eltir eigin eðlishvötEins og raketta sem þeytist upp í loftOg heldur bara áframég ætla upp, upp, upp, uppEkkert stoppar mig

Ég bræði burtu skýinHeitari en helÞess vegna kalla þeir mig FahrenheitLjóshraði er allt of hægtJá gjemli, gjemli komdu bara og skelltu þér með

Stoppaðu nú - Ég verða að tala við þigSegja þér fráStoppaðu nú - Tökum frekar tsjilliðÞett’ er hjartans málStoppaðu nú (Nei núna er gaman)Stoppaðu nú (Nei núna er gaman)Ég held að ég stopp’ aldrei

Ég er geimskutla sem stefnir beint á MarsÞað verður áreksturBilað gerfitungl - ég læt ekk’ að stjórnÉg ólga af kynorku og frygðin hleður migEins og kjarnavopnSem bara, vó, vó vó, vó, fær ekki nóg

Ég bræði burtu skýinHeitari en helÞess vegna kalla þeir mig FahrenheitLjóshraði er allt of hægtJá gjemli, gjemli komdu bara og skelltu þér með

Hald’ áfram, hald’ áfram, hald’ áframHey, hey, hey!Hald’ áfram, hald’ áframúúúHald’ áfram, hald’ áframVið erum bestir, bestir!

Lagið Delilah var samið um uppáhalds köttinn hans Freddie Mercury

Page 40: Leikskrá Nemó 2013

40

Hald’ áfram, hald’ áfram

Ég bræði burtu skýinHeitari en helÞess vegna kalla þeir mig FahrenheitLjóshraði er allt of hægtJá gjemli, gjemli komdu bara og skelltu þér með

Stoppaðu nú - Ég verða að tala við þigSegja þér fráStoppaðu nú - Tökum frekar tsjilliðÞett’ er hjartans málStoppaðu nú (Nei núna er gaman)Stoppaðu nú (Nei núna er gaman)Ég held að ég stopp’ aldreiLa la la…

KILLER QUEEN

She keeps Moet et Chandon In her pretty cabinet ‘Let them eat cake’ she says Just like Marie Antoinette A built-in remedy For Kruschev and Kennedy At anytime an invitation You can’t decline

Caviar and cigarettes Well versed in etiquette Extraordinarily nice

She’s a Killer Queen Gunpowder, gelatine Dynamite with a laser beam Guaranteed to blow your mind Anytime

Recommended at the price Insatiable an appetite Wanna try?

To avoid complications She never kept the same address In conversation She spoke just like a baroness

Met a man from China Went down to Geisha Minah Then again incidentally If you’re that way inclined

Perfume came naturally from Paris For cars she couldn’t care less Fastidious and precise She’s a Killer Queen Gunpowder, gelatine Dynamite with a laser beam Guaranteed to blow your mind Anytime

Drop of a hat she’s as willing as Playful as a pussy cat Then momentarily out of action Temporarily out of gas To absolutely drive you wild, wild She’s all out to get you

She’s a Killer Queen Gunpowder, gelatine Dynamite with a laser beam Guaranteed to blow your mind Anytime

Recommended at the price Insatiable an appetite Wanna try? You wanna try

Page 41: Leikskrá Nemó 2013

41

ANOTHER ONE BITES THE DUST

Steve walks warily down the street,With the brim pulled way down lowAin’t no sound but the sound of his feet,Machine guns ready to go

Are you ready, Are you ready for thisAre you hanging on the edge of your seatOut of the doorway the bullets ripTo the sound of the beat

Another one bites the dustAnother one bites the dustAnd another one gone, and another one goneAnother one bites the dustHey, I’m gonna get you tooAnother one bites the dust

How do you think you’re gonna get along,without me, when I’m goneI took you for everything that you had,and I kicked you out of your own

Are you happy, are you satisfiedHow long can you stand the heatOut of the doorway the bullets ripTo the sound of the beat

Another one bites the dustAnother one bites the dustAnother one bites the dustAnother one bites the dustThere are plenty of ways you can hurt a manAnd bring him to the groundYou can beat himYou can cheat himYou can treat him bad and leave himWhen he’s downBut I’m ready, yes I’m ready for youI’m standing on my own two feetOut of the doorway the bullets ripRepeating the sound of the beat

I WANT IT ALLÉg vil fá allt - Ég vil fá alltÉg vil fá allt - Og ég vil það strax

Ný tækifæri leynast um alltAllt er til sölu, já allt er faltHugmyndir, orðstýr, hvað þú ert klárFólk, jarðir, eignir sem meta má til fjár

En eins manns gróði, tap annars erLáttu ekki skellinn lenda á þér

Ég vil fá allt - Ég vil fá alltÉg vil fá allt - Og ég vil það straxÉg vil fá allt - Ég vil fá alltÉg vil fá allt - Og ég vil það strax

Öll handavinna er heimskra bölKunna ekki að græða, engra kosta völAð kaupa á lítið en selja dýrtEr einfalt markmið klárt og skýrt

Að breyta flugum í fíla er það sem ætlast er tilÞað er engin vandi og ég veit hvað ég vil

Ég vil fá allt - Ég vil fá alltÉg vil fá allt - Og ég vil það straxÉg vil fá allt - Ég vil fá alltÉg vil fá allt - Og ég vil það strax

Þau hljóta að sjá þetta er ekkert vitEn á jeppanum keyra yfir samviskubitEf þú spyrð ekki hversvegna, hvað eða hvíÞarf enginn að fárast yfir þvíHvaðan kemur þetta allt? (Kór: Þú ert alltaf með kjaft)Hvað er átt við með allt? (Kór: Bara allt út um allt)

Biddu ekki um lítið, allt hik er tapNú eða aldrei , smá keppnisskap

Ég vil fá allt - Ég vil fá alltÉg vil fá allt - Og ég vil það straxÉg vil fá allt - Ég vil fá alltÉg vil fá allt - Og ég vil það strax

Freddie samdi Crazy Little Thing called love í baðkari á hóteli

Page 42: Leikskrá Nemó 2013

42

UNDER PRESSUREPressa, þrýstingur á migÞrýstingur á þig áreitiPressa sem breytir húsi í rústKlífur fjölskyldu í tvenntRekur fólk út á gadd

Sú skelfing að vitaHvernig heimurinn erSjá góðan vin hrópaSleppið mérVona á morgun - verði betriPressa á götum - pressa á fólk

Hvað get ég gertHef ég sjálfan mig oft spurtAllt þetta regn sem aldrei styttir upp

Fólk útí bæFólk útí bæ

Sú skelfing að vitaHvernig heimurinn erSjá góðan vin hrópaSleppið mérVona á morgun - verði betriPressa á götum - pressa á fólk

Snéri burt, ekkert sá líkt og blindurStóð utan við, var ekki að virka

Ég fálma eftir ást þó rifin sé og máðAfhverju?VonGeðveikin hlær, pressan molar og slær

Við skulum gefa okkur annan sénsOg gefa ástinni annan sénsGefa ástinni, ástinni, ástinni...

Er ást bara gamaldags orð sem að krefur um umhyggju fyrir öðrumSkorar á okkur að breytast og annast okkur

Þetta er lokadans, þetta er lokadans, þetta er lokadansÞetta erum viðUndir pressuPressuPressu

SOMEBODY TO LOVE

Hvern dag sem ég vakna þá dey ég smáStend varla fæturna íHorfi á sjálfan mig í spegli og grætHvað gerirðu mérÖll mín ár hef haft trú á þérEn enga umbun ég fæGuð - einhvern sem, einhvern semGetur einhver hjálpað þeim sem að elskar mig?

Legg mig fram hvern einasta dagSvo mig verkjar í líkama og sálUndir kvöld fer ég heim og sit einn með sjálfum mérAð lokum á hnjánum ég leggst á bænOg tárin þau streyma á nýGuð - einhvern sem, einhvern semGetur einhver hjálpað þeim sem að elskar mig?

Sérhvern dag - Ég legg mig allan framOg ég má þola háðsglósur og grínÉg er víst sá skrítniHefur enginn reynt að staldra viðReynt að spyrja sjálfan sigHvað hann raunverulega villyeah yeah yeah yeah

Guð - einhvern sem, einhvern semGetur einhver hjálpað þeim sem að elskar mig?

Ekkert skil - er ég svo vitlausKann engan blekkingaleikEn ok - allt í lagiÉg reyni þó vonin sé veikKvíði og tilhlökkun togast áÉg þrái en hvað get ég gert?

Guð - einhvern sem, einhvern semGetur einhver hjálpað þeim sem að elskar mig?

Page 43: Leikskrá Nemó 2013

43

Birkir Örn, sem vann DansDansDans danskeppnina sem var sýnd á RÚV síðastliðið haust, er dansari í sýningunni í ár

THE SHOW MUST GO ON

Tómarými - en eftir hverju er sóst?Yfirgefin - Þá verður okkur ljóstEndalaust, veit einhver hvað það er sem að við leitum að?Miklar hetjur, menn sér hreikja háttÁ bak við tjöldin, þeir versla með sinn máttStöldrum við, vill virkilega enginn segja neitt um það?

The Show must go onThe Show must go onÉg er að molna innanGríman hylur ætíð minnaÞó að ég kreisti fram bros

Hvað sem verður, tilviljun ráða máÁstarsorgir, og önnur hjartans sárEndalaust, veit einhver svosem hver er lífsins tilgangur?Ég er að læra, ekki lengur eins kaltÞetta breytist og síðar lagast alltÚti dagur vaknarEn í myrkri sál mín saknar, þráir frelsi sitt

The Show must go onThe Show must go onÉg er að molna innanGríman hylur ætíð minnaÞó að ég kreisti fram bros

The Show must go onThe Show must go onBrosi móti mótlætiReyni að nálgast takmarkiðOn with the showÞað takast skal, ég trúi þvíOg vonin eflir viljastyrkinn minn

On with theOn with the show must go on…

CRAZY LITTLE THING CALLED LOVE

This thing called love I just can’t handle it this thing called love I must get round to it I ain’t ready Crazy little thing called love This (This Thing) called love (Called Love) It cries (Like a baby) In a cradle all night It swings (Woo Woo) It jives (Woo Woo) It shakes all over like a jelly fish, I kinda like it Crazy little thing called love

There goes my baby She knows how to Rock n’ roll She drives me crazy She gives me hot and cold fever Then she leaves me in a cool cool sweat

I gotta be cool relax, get hip Get on my track’s Take a back seat, hitch-hike And take a long ride on my motor bike Until I’m ready Crazy little thing called love

I gotta be cool relax, get hip Get on my track’s Take a back seat, hitch-hike And take a long ride on my motor bike Until I’m ready (Ready Freddie) Crazy little thing called love

This thing called love I just can’t handle it this thing called love I must get round to it I ain’t ready Crazy little thing called love Crazy little thing called love Crazy little thing called love Crazy little thing called love Crazy little thing called love Crazy little thing called love Crazy little thing called love Crazy little thing called love

Page 44: Leikskrá Nemó 2013

44

BOHEMIAN RHAPSODYEr þetta að gerast?Er þetta draumurinn?Stjórnumst af græðgiOg hvers virði er þá mannslífið?Við berumst með straumOg gefum ei gaum að því…

Við verðum að trúaÞví sem sálin vill segja okkur

…að það sem kemur fljótt, fer jafn fljóttAldrei nóg, aldrei rótt

Þetta fáránlega kapphlaupSkiptir engu máli...Jú víst!

...Í raun

Of seint, ég missti þaðHélt að hugsjón fengi byrEn að leikslokum ég spyrOf seint, þetta er feigðarflanInnan skamms þetta fer allt til andskotans

Veistu úúúúÉg tek ei lengur þáttEn ég veit þið verðið öll hérna á morgunAllt er eins, ekkert breyttEins og ekkert hafi áhrif

Of seint, of lengi beiðHrollur um mig ferHjartað kremst í brjósti mérNúna er það farið, eitthvað í mér dóAðeins myrkur þar sem hjartað áður sló

Of seint úúúúÉg elska þetta lífÞó ég óski stundum þess að hafa aldrei fæðst

Ég sagði aldrei já við að giftast þérSkaramús, skaramús hvað er hérna í gangi?Ógilt hjónabandiðOg þá er strákfjandinn laus!

GalíleóGalíleóGalíleóGalíleóGalíleó Fígaró - Magnifikó

Helvítis skítapakk sem hugsar bara um peninga

Skítblankur aumingi, félópakk úr BreiðholtiHjólar í vinnuna og á ekki prump!

Illa fór - komið nóg - hleypið þið mér út

Andskotinn!Nei! Þú ferð sko ekki neitt!Sleppið strax!Andskotinn!Þú ferð sko ekki neitt!Sleppið strax!Andskotinn!Þú ferð sko ekki neitt!Sleppið strax!Ferð sko ekki neitt!Sleppið strax!Aldrei, aldrei, aldrei, aldrei!Komið nóg!Nei! Nei! Nei! Nei! Nei! Nei! Nei!

Mamma mía, mamma mía

Mamma mía, þegi þúÞú skemmdir allt og ættir bara að skam-mast þínJá þín, já þíííín!

Ef þú átt allt þá máttu allt - hélduð þið það?Lögðuð hagnað og hamingju að jöfnu eða hvað?Óóó neinei - þannig verður það aldreiKomum okkur útKomum okkur strax burtu héðan

Skiptir engu máliNúna það ég séSkiptir engu máliSkiptir engu máli í raunHvert sem straumur stefnir...

Page 45: Leikskrá Nemó 2013

45

Sími 414 9900 [email protected]örðumReykjavíkurvegiBorgartúni

.

Page 46: Leikskrá Nemó 2013

46

Finndu okkur á facebook!

Page 47: Leikskrá Nemó 2013

47

Finndu okkur á facebook!

Page 48: Leikskrá Nemó 2013