22
Ísland - Danmörk 21. ágúst - Kl. 19:30

Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Leikskrá fyrir leik Íslands og Danmerkur í undankeppni HM 2015.

Citation preview

Page 1: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

Ísland - Danmörk21. ágúst - Kl. 19:30

Page 2: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá
Page 3: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

Mótherjar ÍslandsÓhætt er að segja að danska kvennalandsliðið í knattspyrnu sé verðugur andstæðingur. Danmörk er í þriðja sæti riðilsins með 12 stig, einu stigi á eftir stelpunum okkar, og getur með sigri blandað sér í baráttuna um umspilssæti fyrir Heimsmeistaramótið í Kanada. Danir eru í 15.sæti á styrkleikalista FIFA, tveimur sætum ofar en Ísland. Til gamans má geta að Sviss, sem trónir á toppi riðilsins, er neðar en bæði Ísland og Danmörk á listanum en Sviss er í nítjánda sæti.

Danska liðið hefur spilað ágætlega í undankeppninni og náði til að mynda jafntefli gegn langefsta liðið riðilsins, Sviss, á erfiðum útivelli fyrr í keppninni. Jafntefli gegn Serbum í fyrstu umferð gæti þó átt eftir að reynast Dönum dýrkeypt.

Danirnir léku seinast á Heimsmeistaramóti þegar það var haldið í Kína árið 2007 en þá féll liðið úr leik í riðlakeppninni. Liðið komst heldur ekki upp úr riðlakeppninni á Evrópumótinu í Finnlandi árið

2009 og fyrir Heimsmeistaramótið í Þýskalandi árið 2011 mistókst Dönum að tryggja sér þátttökurétt á mótinu. Dönsku stúlkurnar gerðu þó öllu betur á lokakeppni EM í Svíþjóð sumarið 2013 en þar fór liðið alla leið í undanúrslit þar sem Danir töpuðu gegn Norðmönnum eftir vítaspyrnukeppni.

Johanna Rasmussen er lang leikjahæsti leikmaður danska liðsins og mun eflaust mikið mæða á henni í leiknum á Laugardalsvelli. Hún hefur spilað 113 landsleiki fyrir Danmörku og skorað 30 mörk en eitt þeirra kom einmitt í jafnteflisleik Íslands og Danmerkur fyrr í keppninni. Það er því ljóst að íslensku stelpurnar verða að hafa góðar gætur á henni.

KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS | FOOTBALL ASSOCIATION OF ICELANDLAUGARDAL | 104 REYKJAVIK | +354 510 2900 | [email protected] | WWW.KSI.IS

FACEBOOK.COM/FOOTBALLICELAND | TWITTER @FOOTBALLICELAND | INSTAGRAM @FOOTBALLICELAND

VELKOMIN Á LEIKINN

Page 4: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá
Page 5: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson segir íslenska liðið verða að vinna alla þá leiki sem eftir eru í riðlinum til að eiga möguleika á því að komast í umspil um sæti á HM. Við ræddum við hann um verkefnin sem framundan eru.

Freyr er einnig þjálfari Leiknis í fyrstu deildinni en liðið stefnir hraðbyri í Pepsi-deildina. Við ræddum við hann um gengi liðsins. „Það gengur ljómandi vel og þetta hefur í raun verið alveg stórkostlegt ár í ljósi þess að gengi Leiknis og landsliðsins hefur verið mjög gott. Eins og ég vissi þá koma miklar vinnutarnir en það hentar mér vel, við svoleiðis aðstæður þrífst ég best og ég reyni svo að njóta þess að vinna með þessum hópum af manneskjum í þessum mismunandi verkefnum. Ég tel mig vera lánsaman að vinna með þessu fólki og vil að upplifun þeirra sé sú sama gagnvart mér sjálfum.“

Varðandi stöðuna á leikmönnum kvennalandsliðsins segir Freyr að hann vonist til að allir leikmenn verði klárir í slaginn gegn Dönum.

Staðan er fín, það eru nokkrir leikmenn að kljást við minni háttar meiðsl og ég á von á því að allir leikmenn verði klárir í slaginn. Annars er ég spenntur fyrir að sjá í hvernig standi leikmenn koma til móts við okkur, við erum á þeim tímapunkti á keppnistímabilinu að allir leikmenn ættu að vera í sínu besta formi svo ég vænti mikils af mínum leikmönnum.“

Freyr fer ekki leynt með það að hann hefur mikla trú á að íslenska liðið geti komist í umspil um laust sæti á HM. „Ég tel okkur eiga möguleika, það er enginn feluleikur með það, möguleikinn er til staðar og við þurfum að gera allt sem við getum til þess að halda þeim möguleika opnum, það er ekki flókið mál hvað það er. Við þurfum að vinna okkar leiki, ef það tekst ekki þá er umspilið úr sögunni.“ Freyr ætlar ekki að gera of mikið af breytingum á leikskipulaginu. „Við munum halda áfram að vinna með þá grunnhugmynd sem við höfum verið að vinna með síðast liðið ár. Eins og fyrir hvern einasta leik þá eru nokkrar áherslubreytingar. Hvort við ætlum að sækja meira veit ég ekki, en ég veit að við ætlum að sækja þegar við erum með boltann og tækifæri gefast og svo munum við reyna að vinna

FreyrAlexandersson

Möguleikinner til staðar

Page 6: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

boltann á þeim stöðum sem gefa okkur hvað mestu möguleikana á að skapa hættu hjá liði andstæðingana.

Hvað danska liðið varðar segist hann eiga von á svipuðum leik og seinast þegar liðin mættust. „Danir leika ávallt mjög svipaðan leik, tæknilega sterkar og með góða sendingagetu. Bæði lið þekkja hvort annað vel og því eru fá leyndarmál í þessu. Stemmningin, aginn og viljinn getur fleytt okkur langt. Að lokum talar hann um mikilvægi þess að fólk styðji liðið úr stúkunni. „Það er gríðarlega mikilvægt, þetta er leikur tveggja liða sem eru áþekk af styrkleika. Danir hafa aldrei

spilað við okkur á Laugardalsvelli og því getur stuðningurinn hjálpað okkur mikið, það er ég alveg viss um og vonast ég innilega eftir því að Íslenska þjóðin taki þátt í leiknum og hjálpi okkur í því verkefni að ná í þrjú stig í þessum mikilvæga leik.“

Íslenskar getraunir eru stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins í knattspyrnu

Page 7: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

Íslenskar getraunir eru stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins í knattspyrnu

Page 8: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá
Page 9: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir hefur farið með íslenska landsliðinu á tvö stórmót og vill ólm komast á það þriðja. Þóra, sem hefur verið einn besti markvörður kvennaboltans undanfarin ár, segist spennt fyrir leiknum gegn Danmörku.

Við byrjuðum á að ræða um flutninga hennar en hún er komin heim til Íslands og leikur með Fylki eftir mörg ár erlendis. „Ég er mjög glöð að vera komin heim og að spila í íslensku deildinni. Ég er búin að vera með bros á vör síðan ég tók þessa ákvörðun. Mér fannst ég þurfa breytingu og þá var spurning hvort það yrði nýtt land eða að fara heim og mér fannst tímapunkturinn réttur að koma heim.“ Þá ræddum við leikinn gegn Dönum. „Leikurinn leggst bara vel í mig, það er pressa á okkur að vinna og við þurfum að standast hana. Okkar leikkerfi gekk ágætlega í síðasta leik og vonandi náum við að gera enn betur núna.“

Þóra segir mikilvægi leiksins afar hvetjandi. „Það er vissulega mjög hvetjandi, bæði lið voru gríðarlega svekkt eftir síðasta leik því jafntefli voru í raun slæm úrslit fyrir báða aðila. En nú virðist þetta aftur vera komið í okkar hendur og þannig viljum við hafa það. Ég á von á leik þar sem Danir verða meira með boltann enda eru þær lið sem vilja láta boltann rúlla mikið og eru góðar í því. Við erum hins vegar beinskeyttar og munum pressa þær vel. Ef pressan okkar heppnast þá

verður þetta galopinn leikur.“ Um danska liðið segir Þóra ennfremur: „Þetta er hörkugott lið sem hefur samt átt í erfiðleikum undanfarið og spilað undir getu að vissu leyti. Það er undir okkur komið að þær nái sér ekki á strik á Laugardalsvelli. Við þurfum fyrst og fremst að vera samstilltar í pressunni, þéttar í vörninni og svo hafa hina íslensku baráttu sem hefur einkennt okkur svo lengi.“

Eins og aðrir leikmenn íslenska liðsins talar Þóra einnig um mikilvægi áhorfenda á vellinum. „Vonandi mæta sem flestir. Við eigum frábæra möguleika á umspilssæti en þetta verður erfitt og því mun hver einasti áhorfandi skipta máli.“

Hver einasti áhorfandiskiptir máli!

Page 10: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

ÍslandsÍsland er í öðru sæti riðilsins með 13 stig þegar sjö umferðir af tíu hafa verið leiknar. Eftir leikinn við Danmörku leikur liðið heimaleiki gegn Ísrael og Serbíu í september og sigri liðið þessa þrjá leiki gæti sæti í umspili fyrir HM verið í höfn.Alls taka 24 þjóðir þátt í Heimsmeistaramótinu í Kanada á næsta ári og fara átta sæti til Evrópuþjóða. Leiknir eru sjö undanriðlar í Evrópu og fara sigurvegararnir úr hverjum riðli beint á HM. Síðan munu þau fjögur lið sem enduðu með besta árangurinn í öðru sæti leika umspilsleiki um seinasta lausa sætið.

Eins og staðan er fyrir leikinn gegn Dönum er íslenska liðið ekki á meðal þeirra fjögurra liða með besta árangurinn í öðru sætinu en þó ber að taka fram að Ísland hefur leikið einum til tveimur leikjum minna en liðin sem verma annað sætið í hinum riðlunum. Sigrar í seinustu þremur leikjum riðilsins gætu því hæglega fleytt íslenska liðinu áfram í umspilsleikina.

Ef fyrri leikir Íslands í riðlinum við Danmörku, Serbíu og Ísrael eru skoðaðir sést að það er alls ekki óraunhæft að stefna á sigra í öllum leikjunum sem eftir eru. Ísland gerði jafntefli við Dani á erfiðum útivelli og ætti því að geta sigrað liðið á heimavelli. Þá er Ísland einnig búið með útileikina sína gegn Serbíu og Ísrael en þeir leikir unnust 2-1 og 1-0. Það kemur sér því vel að eiga heimaleikina eftir.

Kosturinn við heimavöllinn er nefnilega sá að þar nýtur íslenska liðið stuðnings frá eigin áhorfendum. Stelpurnar hafa ítrekað rætt um mikilvægi þess að fólk mæti á völlinn og styðji liðið til dáða. Með góðum stuðningi í þessum þremur mikilvægu heimaleikjum sem eftir eru gætu stelpurnar okkar náð markmiði sínu, að leika á Heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn!

Möguleikar

Page 11: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

410 4000Landsbankinn landsbankinn.is

„Ég vil eiga fyrir því sem ég geri“

Besta leiðin til að eignast hluti er að eiga fyrir þeim. Hvort

sem ætlunin er að koma upp varasjóði eða safna fyrir sumarfríi

þá er alltaf skynsamlegt að leggja fyrir. Kynntu þér allt um

reglubundinn sparnað á landsbankinn.is/istuttumali.

Page 12: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

ÍslandsU21 karlarStrákarnir léku vináttulandsleik gegn Svíum á Akranesi í júní þar sem Svíar höfðu betur en margir nýir leikmenn fengu að spreyta sig í þeim leik. Framundan er svo lokaspretturinn í undankeppni EM hjá strákunum en tveir leikir eru eftir í riðlakeppninni. Leikið verður gegn Armenum á Fylkisvelli, miðvikudaginn 3. september og svo gegn Frökkum ytra, mánudaginn 8. september. Liðið er öðru sæti riðilsins og er gott sem öruggt með það sæti en það gefur möguleika á umspili. Þær fjórar þjóðir sem eru með bestan árangur af liðunum í öðru sæti riðlanna tíu, tryggja sér sæti í umspili og því er hvert stig dýrmætt í baráttunni. Það er því mikilvægt að styðja strákana á Fylkisvelli 3. september.

U21 karlaÍslendingar mættu Frökkum á Laugardalsvelli, 14. október síðastliðinn en þarna mættust þær tvær þjóðir sem höfðu unnið alla leiki sína í riðlinum til þessa. Boðið var upp á mikla veislu en svo fór að lokum að gestirnir unnu, 3 – 4, í frábærum og fjörugum fótboltaleik. Frakkar og Íslendingar eru því efst og jöfn í riðlinum með 12 stig en eiga Frakkar þar einn leik til góða. Kasakar koma svo næstir með sex stig. Næsti leikur Íslands í riðlinum er einmitt gegn Kasakstan, ytra, 5. mars. Efsta sætið tryggir sæti í umspili og annað sætið gefur möguleika á umspilssæti einnig.

U19 karlaLiðið mun leika 2 vináttulandsleiki gegn Norður Írum ytra, 3. og 5. september en þessir leikir eru liður í undirbúningi fyrir riðlakeppni EM. Þar leikur Ísland í riðli með Eistlandi, Tyrklandi og Króatíu en leikið verður í Króatíu.

U17 karlaStrákarnir léku á Norðurlandamótinu í Danmörku í lok júlí og höfnuðu þar í 7. sæti. Liðið lagði Færeyinga, gerði jafntefli við Finna en báðu lægri hlut gegn Englandi og Svíþjóð. Framundan er svo undankeppni EM um miðjan október en þar verður leikið í Moldavíu gegn Armeníu, Ítalíu og gestgjöfunum.

U15 karlaDrengirnir eru nú staddir í Nanjing í Kína þar sem liðið leikur fyrir hönd Evrópu á Ólympíuleikum ungmenna. Öruggur sigur vannst á Hondúras, 5 – 0 í fyrsta leiknum en svo kom naumt tap gegn Perú, 2 – 1 í öðrum leik. Bíða þarf svo úrslita úr leik Perú og Hondúras til að sjá hvert framhaldið verður hjá strákunum en ljóst er að ferðalagið er mikið ævintýri fyrir þessa stráka.

U19 kvennaÞessa dagana er stór hópur á úrtaksæfingum hjá U19 en framundan er undankeppni hjá liðinu sem fram fer í Litháen um miðjan september. Þar verður leikið gegn gestgjöfunum, Spáni og Króatíu en tvær efstu þjóðirnar í riðlinum tryggja sér sæti í milliriðlum.

U17 kvennaStelpurnar léku á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í byrjun júlí og höfnuðu þar í áttunda sæti eftir naumt tap gegn Finnum í leik um sjöunda sætið. Þar sem úrslitakeppni EM U17 kvenna verður haldin á Íslandi árið 2015, þá mun íslenska liðið ekki leika í undankeppni heldur fara beint í úrslitin sem gestgjafar. Vert er að minna á að KSÍ óskar eftir sjálfboðaliðum til að starfa við úrslitakeppnina á næsta ári og er hægt að finna nánari upplýsingar á hinni ágætu heimasíðu KSÍ, www.ksi.is.

Landslið

Page 13: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

KOMDU Í FÓTBOLTA

Það leika að meðaltali

250 landsliðsmenn fótbolta

Alls leika um

20.000fótbolta með liðum

Page 14: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

Leikmenn ÍslandsNafn Staða FélagÞóra Björg Helgadóttir Markmaður FylkirSandra Sigurðardóttir Markmaður StjarnanSonný Lára Þráinsdóttir Markmaður Breiðablik

Arna Sif Ásgrímsdóttir Varnarmaður Þór/KA Ólína G. Viðarsdóttir Varnarmaður ValurSif Atladóttir Varnarmaður Kristianstads DFFGlódís Perla Viggósdóttir Varnarmaður StjarnanElísa Viðarsdóttir Varnarmaður Kristianstads DFFAnna Björk Kristjánsdóttir Varnarmaður Stjarnan

Hólmfríður Magnúsdóttir Miðjumaður AvaldsnesSara Björk Gunnarsdóttir Miðjumaður FC RosengårdRakel Hönnudóttir Miðjumaður BreiðablikHallbera Guðný Gísladóttir Miðjumaður ValurFanndís Friðriksdóttir Miðjumaður BreiðablikDagný Brynjarsdóttir Miðjumaður SelfossGuðný Björk Óðinsdóttir Miðjumaður Kristianstads DFFDóra María Lárusdóttir Varnarmaður Valur

Harpa Þorsteinsdóttir Sóknarmaður Stjarnan Elín Metta Jensen Sóknarmaður ValurHólmfríður Magnúsdóttir Sóknarmaður Avaldsnes

Page 15: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . is

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

Með Borgun getur þú rekið vefverslun með einföldum og öruggum hætti

Það eru til ótal gerðir af greiðslu--kortum og margir greiðslumátar. Borgun býður upp á sérsniðnar lausnir sem gera þér kleift að taka við greiðslum á netinu með ein-földum og öruggum hætti.

Page 16: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

VIÐ GEFUMST EKKI UPP!

FYRIRLIÐINN

Page 17: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, er vel stemmd fyrir leikinn gegn Dönum. Hún segir augljóslega meiri pressu á íslenska liðinu þegar mikið er í húfi. Þá vonast hún til þess að fólk mæti á leikinn og styðji við bakið á liðinu.

„Það er búið að ganga mjög vel undafarið. Við erum á toppnum með 6 stiga forystu, en liðið í öðru sæti á leiki inni á okkur. Við erum staðráðnar að halda toppsætinu og það er fínt að liðið í öðru sæti sé bara nokkrum stigum eftir okkur því það mun halda okkur einbeittum og á tánum,“ segir Sara um lífið hjá sænska liðinu Rosengård.

Liðinu hefur gengið vel á tímabilinu þrátt fyrir breytingar. „Það voru smá breytingar eftir að þjálfarinn hætti á miðju tímabili. Aðstoðarþjálfarinn tók þá við stöðu aðalþjálfara og hefur sinnt því mjög vel. Hann þekkir hópinn og það var fint að það voru ekkert of miklar breytingar. Við fengum líka nokkra nýja leikmenn svo við erum með stóran og breiðan hóp og mikil samkeppni er í liðinu sem er alltaf jákvætt.“ Liðið hefur fengið til sín nokkra leikmenn og þeirra á meðal er hin brasilíska Marta sem af mörgum er talin besta knattspyrnukona heimsins. „Við fengum góðan liðstyrk til okkar núna eftir hlé. Ein af þeim var Marta og er það gríðarlega góður liðstyrkur fyrir okkur, hún er ein besta knattspyrnukona heimsins og er frábært að geta æft og spilað með þannig leikmanni.“

Ekki er nóg með að Sara Björk sé orðin fyrirliði íslenska landsliðsins, þá hefur hún líka tekið við fyrir liðabandinu hjá félagsliði sínu. „Ég fékk bæði þessi hlutverk á þessu ári og finnst það vera mikill heiður. Ég er mjög stolt að bera fyriliðabandið fyrir íslensku þjóðina og eitt besta lið í Evrópu.“

Við fengum Söru næst til að ræða um Danmerkurleikinn. „Leikurinn á móti Danmörku verður stórleikur og ég á von á erfiðum og góðum leik. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið ef þau ætla að eiga einhvern séns á að komast í

umspil. Fyrri leikurinn var mjög jafn, við spiluðum mjög vel og vorum óheppnar að fá ekki 3 stig úr þeim leik. Svona leiki vill maður alltaf spila, þá sérstaklega þegar það liggur svona mikið undir.“

Íslenska liðið gerði 1-1 jafntefli í fyrri leiknum gegn Dönum. Það var því ekki úr vegi að spyrja Söru hvað megi gera betur í þessum leik. „Mér fannst við spila nokkuð vel í fyrri leiknum og við munum reyna að taka allt það jákvæði úr þeim leik. Það verður mjög mikilvægt að fara vel eftir leikskipulaginu okkar, við þurfum að hafa trú á okkar hæfileikum og fyrst og fremst og nýta hvert einasta færi sem við fáum. Við munum spila á okkar styrkleika sem er að spila fast og gefast aldrei upp.“ Sara viðurkennir fúslega að pressan sé meiri þegar s mikið er í húfi. „Við vitum allar hvað er í húfi og auðvitað setur þetta aðeins meiri pressu á bæði lið að þurfa vinna leikinn. Mér finnst við oft stíga upp þegar það er meiri pressa á okkur og við hefðum alveg geta tekið 3 stig úr fyrri leiknum ef allt hefði fallið með okkur. Það gefur okkur samt mikið sjálfstraust að hafa spilað vel á móti þeim úti og það er eitthvað sem við eigum að nýta okkur, þá sérstaklega þegar við erum heima á Laugardalsvelli. Þessi leikur er virkilega stór fyrir okkur og við viljum gera allt til þess að reyna komast á HM í Kanada. Það verður ekki erfitt að gíra sig fyrir þennan leik.“

Sara Björk segist þá vonast til að sjá þétt setna stúku á vellinum. „Það skiptir svo miklu að fá áhorfendur á völlinn og styðja við bakið á okkur. Þetta er leikur sem fólk ætti að vilja sjá og vona ég innilega að sem flestir komi og sjái flottan fótboltaleik. Við erum sterkar á heimavelli en enn sterkari með marga íslenska áhorfendur í bláum búningum upp í stúku að öskra áfram Ísland.“

VIÐ GEFUMST EKKI UPP!

FYRIRLIÐINN

Page 18: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum er aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á leik Íslands og Danmerkur sem hefst kl. 19:30.

Það er gott að vera á góðum tíma til að forðast óþarfa biðraðir. Þá er minnt á að strætisvagnar stoppa víðsvegar í kringum Laugardalinn og geta verið afar góður kostur fyrir marga vallargesti.Mörg hlið verða opin á leiknum til að koma fótboltaþyrstum stuðningsmönnum sem fyrst í sætin sín og biðjum við alla að dreifa álaginu á hliðin.

LaugardalurLaugardalur-enginn skortur á bílastæðum!

SUNDLAUGAVEGUR

RE

YK

JA

VE

GU

R

LA

UG

AR

ÁS

VE

GU

R

SU

ÐU

RLA

ND

SB

RAU

TEN

GJA

VEG

UR

Skautahöll, Grasagarður173 stæði

World Class110 stæði

Laugardalsvöllur530 stæði

Íþróttasvæði Þróttar130 stæði

ÍSÍ50 stæði

Á bak við Laugardalshöll160 stæði

Austan við Laugardalshöll115 stæði

Ofan við Fjölskyldu- og húsdýragarð100 stæði

TBR húsið80 stæði

Laugardalshöll100 stæði

Í Laugardal, einu allra vinsælasta Íþrótta- og útivistarsvæði landsins

er að finna yfir 1800 bílastæði.

Þó svo að ekki séu laus stæði næst þeim stað í dalnum sem þú ætlar á,

bendum við á að víða í Laugardal er að finna næg bílastæði.

Sýnum sjálfsagða tillitssemiog leggjum aldrei á gangstígum.

Laugardalslaug190 stæði

Bílastæðamál við Laugardalsvöll

Page 19: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

www.n1.is facebook.com/enneinn

Hluti af umhverfinu

UmhverfisvottuðhestöflAníta er hestakona. Gammur er hestur. Á Gammi kemst Aníta í tengsl við náttúruna. Gammur kann að meta það. Stundum langar þau að komast fjær hesthúsinu. Þá þarf bíl og ólíkt Gammi þarf bíllinn olíu. Þess vegna eru Aníta og Gammur ánægð með ISO-vottaðar stöðvar N1 sem bjóða upp á jákvæðari orku – VLO-blandaða díselolíu sem minnkar útblástur og eykur endingu vélarinnar.

Það er stórt skref í átt að umhverfisvænni þjónustu.

Vetnisblönduð lífræn olía dregur úr út blæstri koltví sýr ings. Hún er í boði á flestum af 98 útsölu stöðum N1.

Hjá N1 eru níu þjónustu stöðvar og eitt hjól barða verk stæði ISO- umhverfis vottaðar starfs stöðvar – og það eru fleiri á leiðinni.

Í ágúst ætlar Aníta að ríða 1.000 km yfir sléttur Mongólíu og safna fé fyrir Barnaspítala-sjóð Hringsins og Cool Earth verkefnið. N1 óskar henni góðrar ferðar.

Þjónustustöð N1 á Bílds höfða býður öku mönnum umhverfis-vænt íslenskt metan.

ÍST ISO 14001

Page 20: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá
Page 21: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

Hvar er sætið þitt?

Page 22: Ísland - Danmörk HM 2015 Leikskrá

Vertu með okkur

ÍSLENSKA

SIA

.IS

IC

E 6

9301

05/

14

VILDARPUNKTAR AF ALLRI VERSLUN

MEÐ ICELANDAIR

FLJÚGÐU VELAlltaf innifalið: Frjálst sætaval við bókun I Afþreyingarkerfi 350 klst. I Meira pláss milli sæta

Ein ferðataska allt að 23 kg til Evrópu og tvær töskur til N-Ameríku I Matur fyrir börnin

Óáfengir drykkir og dagblöð I Vildarpunktar I Flug- og flugvallarskattar

Skoða nánar