20
ÚRSLITALEIKUR VALITOR BIKARKEPPNI KSÍ 2011 ÞÓR ÞÓR DEYJA DEYJA DEYJA FYRIR FYRIR FYRIR KLÚBBINN KLÚBBINN KLÚBBINN Hlustið á þetta frábæra Hlustið á þetta frábæra Þórslag á netinu Þórslag á netinu Sjá allan textann Sjá allan textann Sjá allan textann á öftustu síðunni á öftustu síðunni á öftustu síðunni BIKARLEIKIR ÞÓRS OG KR BIKARLEIKIR SUMARSINS Í MYNDUM ❻❽⓬⓮⓱ BIKARTITILL Í JÓLAGJÖF LAUGARDAGINN 13. ÁGÚST KL 16.00 Á LAUGARDALSVELLI

Leikskrá Þórsara

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Leikskrá Þórsara fyrir bikarúrslitaleikinn á móti KR á Laugardagsvelli

Citation preview

Page 1: Leikskrá Þórsara

ÚRSLITALEIKUR VALITOR

BIKARKEPPNI KSÍ 2011

ÞÓRÞÓR DEYJADEYJADEYJA

FYRIRFYRIRFYRIR

KLÚBBINNKLÚBBINNKLÚBBINN

Hlustið á þetta frábæra Hlustið á þetta frábæra Þórslag á netinuÞórslag á netinu

Sjá allan textann Sjá allan textann Sjá allan textann

á öftustu síðunniá öftustu síðunniá öftustu síðunni

BIKARLEIKIR

ÞÓRS OG KR ❹

BIKARLEIKIR SUMARSINS

Í MYNDUM ❻❽⓬⓮⓱ BIKARTITILL

Í JÓLAGJÖF ⓲

LAUGARDAGINN 13. ÁGÚST

KL 16.00 Á LAUGARDALSVELLI

Page 2: Leikskrá Þórsara

Stemningin verður frábær í Laugardal

Félagsheimili Þórs: Hamar við Skarðshlíð,

sími 461-2080.

Formaður Þórs: Sigfús Ólafur Helgason.

Framkvæmdastjóri: Sigfús Ólafur Helgason.

Formaður knattspyrnudeildar: Unnsteinn Jónsson.

Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar: Páll Viðar Gíslason,

sími 461-2081

Formaður leikmannaráðs karla: Magnús Eggertsson.

Þjálfari meistaraflokks: Páll Viðar Gíslason.

Heimavöllur: Þórsvöllur.

Form. Mjölnismanna: Óðinn Svan Óðinsson

Formaður Litla-Mölnis á höfuðborgarsvæðinu:

Einar Björnsson.

Besti árangur karlaliðs Þórs: Þriðja sæti í efstu

deild Íslandsmótsins 1985 og 1992. Undanúrslit í

bikarkeppni 1985, 1987, 1991, 1994 og 1996.

www.thorsport.is www.mjolnismenn.com

www.facebook.com/thorsport

Öllum heimaleikjum er lýst í hljóðvarpi Þórs

sem hægt er að komast inn á í gegnum

heimasíðuna eða Facebook.

Úrslitaleiknum verður lýst í hljóðvarpinu.

Þór leikur nú í fyrsta skipti til úrslita í bikarkeppni karla, en kvennalið félagsins hefur einu sinni komist svo langt. Það var 1989 en stelp-urnar töpuðu þá 3:1 fyrir ÍA í úrslitaleik sem fram fór á Akranesi. Karlaliðið hafði fimm sinnum komist í undanúrslit þar til í ár, 1985 og 1987, 1991, 1994 og 1996. Það er ansi fróðlegt að þau lið sem unnu Þórsara í undanúrslitum urðu í öllum fimm tilfellum bikarmeistarar. Strákarnir komust fyrst í undanúrslit 1985 en lágu þá fyrir Fram í Laugardalnum. Staðan var 0:0 eftir 90 mín. En Fram gerði þrjú mörk framlengingu og vann 3:0. Þór lék aftur í undanúrslitum 1987 en tapaði þá aftur fyrir Fram. Okkar menn unnu Framara í báðum deildarleikjum sumarsins en þeir bláu náðu að hefna fyrir það í bikarnum. Unnu 3:1. Valsmenn sigruðu Þórsara í undanúrslitum bikarkeppninnar 1991 á Akureyrarvelli. Leikurinn var í rólegri kantinum en okkar menn

Fimm sinnum áður í undanúrslitum

Óhætt er að fullyrða að stemningin verði góð á bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Fjöldi Þórs-ara verður í áhorfenda-stúkunni, m.a. Mjölnis-menn, sá grjótharði kjarni sem farið hefur á kostum á heimaleikjum sumars-ins. Ekki er við öðru að búast en þeir og aðrir Þórsarar láti vel í sér heyra og styðji dyggilega við bakið á strákunum.

Félagar í Litla-Mjölni, stuðningsmannaklúbbi Þórs á Reykja-víkursvæðinu, ætla að sjálfsögðu að fjölmenna og spennandi verður að sjá þessa rauðu heri Þórsara sameinast. Boðið er upp á sæta-ferðir á leikinn og enn hægt að skrá sig í rútu á heimasíðu Mjölnis-manna. Slóðin þangað: www.mjolnismenn.com.

Stuðningsmenn Þórs ætla að hittast á sport-barnum Ölveri í Glæsi-bæ á leikdegi og hefst upphitunin kl. 13.30. Þar mun Þorkell Máni, útvarpsmaður og knatt-spyrnuþjálfari, ræða málin og kynna byrjunarlið Þórs. Hægt verður að kaupa bikar-bolina og Mjölnis-mannaboli á staðn-um. Upphituninni lýkur

svo með skrúðgöngu á völlinn. Fólk er hvatt til þess að mæta í rauðu. Þór telst heimalið í úrslita-leiknum og stuðnings-mönnum því ætlað pláss vinstra megin í aðal-stúkunni, nær sund-lauginni. Fyrir þá sem ekki komast á leikinn er rétt að minna á að hann verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð2 Sport. Fyrir þá sem ekki eiga þess kost að

horfa á sjónvarp, þá verður Hljóðvarp Þórs á staðnum og sendir út frá leiknum. Það er því ljóst að allir eiga þess kost að fylgjast með á einn eða annan hátt. Hamar, félagsheimili Þórs, verður opið frá morgni til kvölds og verður leikurinn sýndur þar á stórum skjá. Burtséð frá því hvernig leikurinn fer verður opið hús fram eftir kvöldi og er fólk hvatt til þess að mæta.

þó nær sigri því Júlíus Tryggvason átti skot í stöng úr aukaspyrnu. Það var hættulegasta færið. Reykjavíkurliðið sigraði síðan í víta-spyrnukeppni, 4:3. Júlíus Tryggva-son, vítaskytta Þórs, byrjaði á því að skjóta yfir, Friðrik Friðriksson sem stóð í marki Þórs þetta sumar varði eina spyrnu, frá Sævari Jóns-syni, og Bjarni Sigurðsson lands-liðsmarkvörður í Val, varði frá Þor-steini Jónssyni. Aðrir skoruðu. Síð-asta vítið tók Gunnar Már Másson og tryggði Val sæti í úrslitum með því að skora. Þór tapaði því næst í undanúrslitum 1994, að þessu sinni fyrir KR 3:0 á KR-velli. Síðasti undanúrslitaleikur Þórs – þar til kom að sigrinum glæsilega gegn ÍBV á Þórsvelli í sumar – var gegn Akurnesingum. Leikið var á Akureyrarvelli og gestirnir unnu 3:0. Aðeins einn leikmanna Þórs-liðsins, Gunnar Már Guðmundsson, hefur áður tekið þátt í bikarúrslit. Hann var með Fjölni þegar liðið tap-aði 2:1 fyrir FH 2007, aftur tapaði

hann með Fjölni árið eftir, 1:0 fyrir KR. Gunnar fagnaði hins vegar bikarmeistaratitli í fyrra, þegar hann var með FH sem burstaði KR í úrslitaleiknum, 4:0. Hann kom þá inná sem varamaður. Páll þjálfari Gíslason hefur tví-vegis leikið til úrslita og beðið lægri hlut í bæði skiptin. Fyrst með KA í eftirminnilegum 5:2 tapleik gegn Val árið 1992 og síðan með Leiftri sem tapaði 2:0 fyrir ÍBV 1998. Hreinn Hringsson aðstoðar-þjálfari hefur líka tapað tveimur úr-slitaleikjum, báðum með KA. Fyrst 2001 þegar það tapaði í víta-spyrnukeppni. Leiknum við Fylki lauk 2:2 og gerði Hreinn bæði mörk KA, annað úr víti. Hann skoraði svo í vítakeppninni en KA tapaði 7:6. Hreinn lék svo í 3:0 tapi fyrir Kefla-vík 2004. Halldór Áskelsson aðstoðarþjálfari Þórs var hins vegar með Val þegar liðið varð bikarmeistari árið 1990 en tók ekki þátt í úrslitaleiknum vegna meiðsla.

Þorsteinn Ingason fagnar marki í einum leikja sumarsins. Spennandi verður að sjá hvort hann fagnar í úrslitaleiknum.

Page 3: Leikskrá Þórsara

Aleksandar Linta Alexander Már Hallgrímsson Ármann Pétur Ævarsson Arnar Geir Halldórsson Atli Jens Albertsson

Atli Sigurjónsson Baldvin Ólafsson Björn Hákon Sveinsson Gísli Páll Helgason

Gunnar Már Guðmundsson Halldór Áskelsson

Dávid Disztl

Halldór Orri Hjaltason Hreinn Hringsson Ingi Freyr Hilmarsson

Janez Vrenko Jóhann Helgi Hannesson Kristinn Þór Rósbergsson Kristján Steinn Magnússon

Ottó Hólm Reynisson Páll Viðar Gíslason Pétur Heiðar Kristjánsson Sigurður Marinó Kristjánsson

Srjdan Rajkovic Sveinn Elías Jónsson Þorsteinn Ingason

Ragnar Haukur Hauksson

Clark Keltie

Fyrsti sigurinn gegn KS

Þórsarar tóku fyrst þátt í bikarkeppni KSÍ 1975. Fyrsti bikarleikur Þórs var á Akureyrarvelli þegar Sigl-firðingar komu í heimsókn og okkar menn unnu 6:1. Framherjarnir Óskar heitinn Gunnarsson og Jón Lárusson gerðu báðir tvö mörk í leiknum en Sævar Jónatansson og Aðalsteinn Sigurgeirsson 1

hvor.

Kristján Páll Hannesson

Page 4: Leikskrá Þórsara

Þjálfarar úrslitaliðanna, Páll Viðar Gíslason okkar maður og Rúnar Kristins-son KR-ingur, léku á sínum tíma nokkrum sinnum saman með unglinga- og drengja-landsliði Íslands. Rúnar er árinu eldri. Sumarið 1985 voru þeir í liðinu sem tók þátt í Norðurlandamóti í Noregi og vann t.d. frækinn sigur á Dönum, 4:3. Fyrir mótið mættu íslensku strákarnir liði Færeyinga í vináttuleik í Sandgerði og unnu 15:0. Þar skoraði Rúnar 4 mörk en Páll Viðar 2.

Palli gerði tvö mörk en

Rúnar fjögur

Rúnar var með Halldóri í frægasta

landsleiknum

Halldór okkar Áskelsson, aðstoðarmaður Páls Viðars, var samherji Rúnars KR-þjálfara í einum eftirminnilegasta landsleik Íslands fyrr og síðar. Það var í 1:1 jafntefli gegn Sovétríkjun-um í Moskvu í undan-keppni heimsmeistara-mótsins 31. maí 1989 fyrir framan 80 þúsund áhorf-endur. Báðir komu inná sem varamenn í síðari hálfleik og Halldór gerði mark Íslands rétt fyrir leikslok. Sovétmenn höfðu ekki fengið á sig mark á heimavelli í HM-leik í 24 ár og höfðu aldrei fyrr tapað stigi á heima-velli í undankeppni HM!

Hreinsi vann Bjarna

Þórsarar afrekuðu það árið 1995 að bæði A-lið félagsins og ungmenna-liðið, sem skipað var leikmönnum 23 ára og yngri, komust í átta liða úrslit bikarkeppninnar. Í 16-liða úrslitununum mættu leikmenn ungmennaliðsins jafnöldrum sínum á Akranesi, og höfðu betur, 2:1. Hreinn Hringsson, nú aðstoðarþjálfari Þórs, skoraði tvö fyrstu mörk leiksins en Bjarni Guðjóns-son minnkaði muninn. Bjarni er sem kunnugt er fyrirliði KR í dag.

Sigurinn 1994 stendur upp úr

Þór og KR hafa fimm sinnum mæst í bikarkeppni KSÍ. Okkar menn hafa aðeins einu sinni náð að sigra, KR vann einu sinni öruggan sigur, tvisvar unnu KR-ingar mjög naumlega auk þess sem þeir fögnuðu einu sinni sigri eftir vítaspyrnukeppni, í átta liða úrslitum keppninnar árið 1995.

Stríddu KR-ingum

Sumarið 1975 léku Þórsarar í fyrsta skipti undir eigin merki, eftir að Akureyrarliðin tvö hættu að leika sem ÍBA. Þórsarar hófu leik í 3. deild Íslandsmótsins, sem þá var neðsta deild, unnu hana örugglega og fóru beint upp í 2. deild. Þetta sumar komust Þórsarar í átta liða úrslit bikarkeppninnar og fengu þá KR-inga í heimsókn. KR var í basli með okkar stráka. Sunnanmenn sóttu þó nær látlaust fyrstu 25 mín. en gekk illa að skapa sér færi og síðari hluta fyrri hálfleiks snerist dæmið við. Árni „sprettur“ Gunnarsson kom Þórsurum þá yfir en snemma í seinni hálfleik jafnaði Atli Þór Héðinsson og sigurmarkið gerði Haukur Ottesen stundarfjórðungi fyrir leikslok. Það var eftir þennan leik sem Tony Knapp, þáverandi þjálfari KR og landsliðsþjálfari Íslands, sagði að Þórsliðið væri allt of gott til þess að leikja í þriðju deild. Sem það auðvitað var!

Fyrsti leikurinn á KR-velli

Liðin mættust næst í bikarkeppninni sumarið 1984. Gunnar Gíslason tryggði KR-ingum þá sigur og sæti í undanúrslitunum með marki á 114. mínútu á KR-vellinum. Stór-skemmtilegt Þórslið fór illa með KR-inga í deild-arleik í Laugardalnum fyrr um sumarið í 5:2 sigri en Vesturbæjarliðið hefndi fyrir það í bikar-leiknum. Björn Rafnsson náði forystu fyrir KR á 23. mín. eftir sendingu Gunnars Gíslasonar en skömmu fyrir leikhlé jafnaði Sigurður Pálsson eftir góða sókn. Í síðari hálfleik sóttu Þórsarar af krafti en náðu ekki að skora. Því var framlengt og þá gerði gamli KA-maðurinn, Gunni Gísla, sigurmarkið með skalla úr vítateignum. Eftirminnilegasta bikarrimma félaganna fór svo fram á Akureyrarvelli 1991. Þórsarar voru þá í toppbaráttu næst efstu deildar en gerðu sér lítið fyrir og unnu 4:2 sigur á KR-ingum sem voru þá á toppi 1. deildar Íslandsmótsins, þeirri efstu. KR

Árni Gunnarsson í Þórsbúningnum sumarið 1975.

Þá skoraði hann þegar Þór og KR mættust í fyrsta

skipta í bikarkeppni KSÍ, á Akureyrarvelli.

KR var á toppi efstu deildar en Þórsarar á góðu skriði

í þeirri næst efstu og unnu glæsilegan sigur

komst reyndar yfir þegar Ragnar Margeirsson skoraði með skalla um miðjan fyrri hálfleik en Halldór Áskelsson jafnaði með þrumuskoti frá vítateig. Ekki voru nema tólf mínútur eftir þegar Þórsarar komust yfir á ný en mörkunum rigndi á lokakaflanum. Bjarni Sveinbjörnsson skoraði fyrst, eftir stungu-sendingu frá Halldóri, og Bjarni skoraði aftur tveimur mín. síðar, af stuttu færi í kjölfar þess að Ólafur Gottskálksson varði skot Þorsteins Jónssonar. Júlíus Tryggvason kom Þór í 4:1 eftir horn en Atli Eðvaldsson klóraði í bakkann fyrir KR með marki á síðustu mínútu.

Page 5: Leikskrá Þórsara

Halldór Áskelsson með boltann í leik með Þór. Hann gerði eitt mark í sigrinum eftirminnilega gegn KR á Akureyrarvelli 1994, skrýddur flottu skeggi eins og allir aðrir leikmenn Þórs.

Bikarleikir Þórs og KR í

gegnum tíðina

1975 Þór – KR 1:2

Árni „sprettur” Gunnarsson

1984 KR – Þór 2:1

Sigurður Pálsson

1991 Þór – KR 4:2

Bjarni Sveinbjörnsson 2, Halldór Áskelsson,

Júlíus Tryggvason (v)

1994 KR – Þór 3:0

1995 KR – Þór 0:0

KR vann 3:1 í vítaspyrnukeppni

Fallega skeggjaðir

„Þetta var mjög sætur sigur. KR-ingar voru góðir en við vorum einfaldlega betri. Við spiluðum til sigurs, það var ósköp einfalt mál,” sagði Þórsþjálfarinn, Sigurður Lárusson, eftir leikinn. Morgunblaðið sagði svo frá að skegg Þórsara yrði því ekki skert um sinn; þeir höfðu ekki rakað sig síðan þeir sigruðu KS í 2. umferð bikarkeppninnar 10. júní og voru staðráðnir í að gera það ekki fyrr en þeir hefðu lokið þátttöku í keppninni. Rakvélinni var loks brugðið á loft eftir tap gegn Val í undanúrslitum á Akureyrvelli, eftir vítaspyrnukeppni, 8. ágúst.

„Eftir að við fengum á okkur annað markið ætluðu strákarnir að jafna í snarheitum, en við það losnaði um framherja Þórs sem nýttu sér það. Við vorum einfaldlega lélegir í seinni hálfleik,” sagði Guðni Kjartansson, þjálfari KR, við Morgunblaðið eftir leikinn.

Morgunblaðið sagði þetta hafa verið einn besta leik Þórsara um sumarið. „Bjarni Sveinbjörnsson var mjög frískur í framlínunni og gerði varnarmönnum KR lífíð leitt. Einnig var Halldór Áskelsson góður. Júlíus Tryggvason var öryggið uppmálað í vörninni og átti mjög góðar sendingar á samherja. Var besti maður vallarins. Annars átti lið Þórs í heild góðan leik - engin undantekning var þar frá.”

Tvö Þórslið í átta liða úrslitum

Þegar KR og Þór mættust í undanúrslitunum 1994 áttu okkar menn ekki möguleika og töpuðu 3:0 en þess má geta að KR-ingar urðu bikarmeistarar um haustið og þar með lauk 26 ára bið félagsins eftir öðrum hvorum stóra titlinum. Árið 1995 áttu Þórsarar tvö lið í átta liða úrslitum en bæði duttu út. Ungmennaliðið tapaði 1:0 fyrir Fram á Laugardalsvelli en A-liðið lá fyrir KR vestur í bæ, eftir vítaspyrnukeppni. KR-ingar héldu uppi stórskotahríð að Þórsmarkinu en markvörður okkar, Ólafur Pétursson, sá til þess, með stórbrotinni markvörslu, að ekki var skorað. Í vítaspyrnukeppni var starfsbróðir hans, Kristján Finnbogason, hins vegar í aðalhlutverkinu og varði í tvígang; frá Þóri Áskelssyni og Páli Gíslasyni auk þess sem Sveinbjörn Hákonarson skaut í stöng KR-marksins. Aðeins Örn Viðar Arnarson skoraði fyrir Þór en Mihajlo Bibercic, Þormóður Egilsson og Ásmundur Haraldsson fyrir KR. Salih Heimir Porca skaut yfir, en KR vann 3:1.

Page 6: Leikskrá Þórsara

Mikill gleðidans var stiginn á Þórsvellinum að kvöldi 27. júlí í sumar þegar strákarnir

okkar lögðu ÍBV 2:0 í undanúrslitaleiknum. Dávid Disztl gerði fyrra markið á 11. mín. eftir

herfileg mistök markvarðar Eyjamanna og Sveinn Elías Jónsson gulltryggði sigurinn og

sæti í úrslitaleiknum á 55. mín. með frábærum skalla eftir glæsilega hornspyrnu Atla

Sigurjónssonar. Þá var fagnað; Sveinn hljóp rakleiðis út af vellinum, til Páls þjálfara sem

brosti sínu breiðasta. Lið Þórs var svona skipað: Srdjan Rajkovic, Gísli Páll Helgason,

Þorsteinn Ingason, Janez Vrenko, Aleksandar Linta, Ármann Pétur Ævarsson (Sigurður

Marinó Kristjánsson 87.), Atli Sigurjónsson, Gunnar Már Guðmundsson, Clark Keltie,

Dávid Disztl (Jóhann Helgi Hannesson 46.), Sveinn Elías Jónsson (Ingi Freyr Hilmarsson

81.). Stemningin var stórkostleg á vellinum þetta kvöld og Mjölnismenn áberandi eins og

venjulega á þeim samkomum sem boðið hefur verið upp á á Þórsvellinum í sumar.

Söguleg stund

Page 7: Leikskrá Þórsara
Page 8: Leikskrá Þórsara

Halldór, Hreinn og félagar

á bekknum voru eiginlega

ekkert stressaðir í bikar-

leiknum gegn ÍBV. Bara

smávegis!

Það var gaman í búningsklefanum eftir að Þórsarar

tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum. Frá vinstri: David Disztl,

Janez Vrenko, Ragnar Haukur Hauksson, Aleksandar

Linta og Srdjan Rajkovic.

Page 9: Leikskrá Þórsara

Atli Sigurjónsson hefur leikið vel í sumar

eins og segja má um alla Þórsarana. Til

hægri er Englendingurinn Clark Keltie í

undanúrslitunum gegn ÍBV. Hann kom til

Þórs í júlí. Að ofan: Srjdan Rajkovic stóð

í markinu gegn ÍBV en Björn Hákon

Sveinsson í fyrri umferðunum.

Page 10: Leikskrá Þórsara

BIKARÚRSLITALIÐ ÞÓRS 2011 Aftari röð frá vinstri: Gunnþór Kristjánsson liðsstjóri, Ómar Torfason sjúkraþjálfari, Kristján Páll Hannesson, Kristján Steinn Magnússon, Ragnar Haukur Hauksson, Janez Vrenko,

Gunnar Már Guðmundsson, Jóhann Helgi Hannesson, Atli Jens Albertsson, Clark Keltie, Gísli Páll Helgason, Dávid Disztl, Hreinn Hringsson aðstoðarþjálfari, Halldór Áskelsson aðstoðarþjálfari og Páll Gíslason þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Pétur Heiðar Kristjánsson, Ármann Pétur Ævarsson, Baldvin Ólafsson, Ottó Hólm Reynisson, Björn Hákon Sveinsson,

Þorsteinn Ingason fyrirliði, Srdjan Rajkovic, Sveinn Elías Jónsson, Sigurður Marinó Kristjánsson, Ingi Freyr Hilmarsson, Aleksandar Linta og Atli Sigurjónsson.

Page 11: Leikskrá Þórsara

BIKARÚRSLITALIÐ ÞÓRS 2011 Aftari röð frá vinstri: Gunnþór Kristjánsson liðsstjóri, Ómar Torfason sjúkraþjálfari, Kristján Páll Hannesson, Kristján Steinn Magnússon, Ragnar Haukur Hauksson, Janez Vrenko,

Gunnar Már Guðmundsson, Jóhann Helgi Hannesson, Atli Jens Albertsson, Clark Keltie, Gísli Páll Helgason, Dávid Disztl, Hreinn Hringsson aðstoðarþjálfari, Halldór Áskelsson aðstoðarþjálfari og Páll Gíslason þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Pétur Heiðar Kristjánsson, Ármann Pétur Ævarsson, Baldvin Ólafsson, Ottó Hólm Reynisson, Björn Hákon Sveinsson,

Þorsteinn Ingason fyrirliði, Srdjan Rajkovic, Sveinn Elías Jónsson, Sigurður Marinó Kristjánsson, Ingi Freyr Hilmarsson, Aleksandar Linta og Atli Sigurjónsson.

Page 12: Leikskrá Þórsara

Flestir voru örugglega farnir að búa sig

undir vítaspyrnukeppni þegar

framlengingu var um það að ljúka í

leiknum gegn Grindvíkingum í átta liða

úrslitunum 2. júlí. Staðan var 1:1. Stökk

þá fram Ingi Freyr Hilmarsson, vinstri

bakvörður; geystist inn fyrir vörnina um

leið og Jóhann Helgi Hannesson skallaði

þangað og Ingi Freyr vippaði glæsilega

yfir markvörðinn. Allt ætlaði um koll að

keyra og fagnaði markaskorarinn að

sjálfsögðu með tilþrifum. Páll þjálfari

fagnaði ekki síst, laumaðist inn á völlinn

en bað línuvörðinn innilega afsökunar á

framferði sínu eins og sjá má! David

Disztl kom Þór yfir yfir á 20. mínútu,

Grindvíkingar jöfnuðu á lokamínútu fyrri

hálfleiks og ekki var skorað aftur fyrr en

á lokaandartökum framlengingar sem

fyrr segir. Þá var gaman á Þórsvelli!

Þórsliðið var þannig skipað í leiknum:

Björn Hákon Sveinsson, Gísli Páll

Helgason, Janez Vrenko, Þorsteinn

Ingason, Ingi Freyr Hilmarsson, Ármann

Pétur Ævarsson (Alexandar Linta 46.),

Atli Sigurjónsson, Gunnar Már

Guðmundsson, Sigurður Marinó

Kristjánsson (Jóhann Helgi Hannesson

53.), Sveinn Elías Jónsson og David

Disztl (Baldvin Ólafsson 100.)

Ævintýralegur sigur

á Grindvíkingum

Page 13: Leikskrá Þórsara
Page 14: Leikskrá Þórsara

Víkingar

slegnir út Þórsarar lögðu Víkinga að velli í 16-liða úrslitunum í sumar, 3:1. Leikið var á Þórsvelli 20. júní. Magnús Þormar mark-vörður Víkings kom Þór yfir með sjálfsmarki á 23. mínútu þegar hann sló boltann í markið eftir langt innkast Gísla Páls. Halldór Smári Sigurðs-son jafnaði snemma í seinni hálfleik en mörk frá Sveini Elíasi Jónssyni (78. mín.) og Gunnari Má Guðmundssyni á síðustu mínútu leiksins tryggðu sæti í átta liða úrslitum. Víkingar fengu frábært tækifæri til að jafna metin í fyrri hálfleik þegar dæmt var víti eftir að boltinn virtist fara í hönd Þorsteins Inga. Walter Hjaltested tók vítið en Björn Hákon Sveins-son varði skotið. Þórsliðið var þannig skipað í leiknum: Björn Hákon Sveinsson, Gísli Páll Helgason, Janez Vrenko, Þorsteinn Ingason, Ingi Freyr Hilmarsson, Sigurður Marinó Kristjánsson (Atli Jens Albertsson 88.), Pétur Heiðar Kristjánsson (Ottó Hólm Reynisson 58.), Gunnar Már Guðmundsson, Atli Sigurjónsson (Baldvin Ólafsson 46.), Jóhann Helgi Hannesson, Sveinn Elías Jónsson.

Page 15: Leikskrá Þórsara

Þórsarar unnu KA-menn eftir vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslit-um bikarkeppninnar árið 1987 og aftur þurftu okkar menn að spreyta sig af vítapunktinum í átta liða úrslitum, þegar þeir mættu Keflvíkingum á Akureyri. Og sú vítaspyrnukeppni var heldur betur söguleg. Staðan var 2:2 eftir venjulegan leiktíma en það sem mesta athygli vakti var að úr 10 spyrnum í vítakeppni var aðeins skorað úr þremur!

Loksins klikkaði Jónas! Þórsarar höfðu betur og komust í undanúrslit keppninnar í annað skipti. Halldór Áskelsson og Kristján Kristjánsson skoruðu fyrir Akureyrarliðið en Freyr Sverrisson og Skúli Rósantsson fyrir Keflvíkinga; Skúli jafnaði fjórum mín. fyrir leikslok. Ein öruggasta vítaskytta landsins, Jónas Róbertsson, hafði áður fengið tækifæri til að koma Þór í 3:1 en Þorsteinn Bjarnason varði þá víti frá Jónasi, sem hafði skorað úr 17 vítum í röð síðan 1984. Þorsteinn henti sér reyndar í rangt horn en náði að verja með fætinum.

Ævintýri líkast Ekki var skorað í framlengingu en vítaspyrnukeppnin var söguleg sem fyrr segir; Jónas skoraði fyrst fyrir Þór, Baldvin Guðmundsson varði fyrstu spyrnu gestanna frá Óla Þór Magnússyni, Kristján skoraði því næst fyrir heimaliðið og reyndist það sigurmarkið. Sigurður Björgvinsson skoraði reyndar úr næsta víti gestanna en síðan hófst ævintýrið fyrir alvöru: Þorsteinn varði frá Guðmundi Val Sigurðssyni, Skúli Rósantsson skaut yfir og Valdimar Pálsson Þórsari framhjá. Þá var komið að Gunnari Oddssyni en Baldvin varði glæsilega! Þá gat Sigurbjörn Viðarsson tryggt Þór sigur – en það gerði hann einmitt í síðustu spyrnu liðsins í 16-liða úrslitunum gegn KA – en nú lenti þrumuskot hans í þverslá! Þá gat Rúnar Georgsson jafnað, en hann skaut yfir!

Liðin

skoruðu alls

úr þremur

vítum af tíu!

Björn Hákon Sveinsson, sem gengur hér af velli ásamt Ottó Hólm Reynissyni, stóð í

Þórsmarkinu í fyrstu þremur umferðum bikarkeppninnar í sumar.

Page 16: Leikskrá Þórsara

Siggi var fyrsti

gesturinn sem

skoraði á KR-velli Sigurður Pálsson var góður knattspyrnumaður þótt íþróttaferillinn færi að mestu leyti fram á handboltavellinum. Siggi, sem var framherji, var fyrsti andstæðingur KR-inga sem skoraði hjá þeim í bikarleik á KR-vellinum í vesturbæ Reykjavíkur. Það var 17. júlí 1984 og fyrsti leikurinn þar eftir að KR-ingar fóru að leika „heima” en áður höfðu heimaleikir félagsins farið fram í Laugardalnum og þar áður á Melavellinum.

Hvað gerir

tengdasonurinn? Siggi hefur tengsl við Þórsliðið í dag. Í fyrsta lagi

er Gísli Páll Helgason bróðursonur hans, og tengdasonur þeirra Tótu, Sveinn Elías Jónsson, leikur í fremstu víglínu. Fróðlegt verður að sjá hvort hann fetar í fótspor tengdapabba og skorar gegn KR í bikarleik... Þá verður að sjálfsögðu að nefna að tengdamóðir Sveins Elíasar, Þórunn Sigurðardóttir, tók þátt í fyrsta og eina bikar-úrslitaleik akureyrsks kvennaliðs; þegar Þór tapaði fyrir Akranesi sumarið 1989. Í liðinu var líka systir Sigga, Inga Huld Pálsdóttir. Bróðursonur Ingu og Sigga, Gísli Páll Helgason (Pálssonar), er svo auðvitað í Þórsliðinu í dag!

Í fótspor feðranna Sigurður Lárusson var í 3. deildarliði liði Þórs sem tapaði naumlega, 2:1, fyrir 1. deildarliði KR í átta liða úrslitum bikarkeppninnar 1975. Hann var hins vegar þjálfari Þórs þegar okkar menn unnu glæsilegan sigur, 4:1, á KR í átta liða úrslitum bikarkeppninnar 1991. Í bikarleiknum 1975 skoraði Árni „sprettur” Gunnarsson fyrir Þór. Þeir áttu báðir syni í sigurleiknum 1991; Lárus Orri Sigurðsson og Árni Þór Árnason voru þá báðir í liðinu.

Sigurður Lárusson 1975 Lárus Orri upp úr 1990

KR-ingar urðu bikarmeistarar fyrstu fimm árin sem keppnin var haldin, 1960 til 1964. Loks kom að því að þeir töpuðu bikarleik 19. september árið 1965 – fyrir ÍBA á Akureyrarvelli. Þetta var í 4. umferð. Vesturbæjarliðið hafði þá tekið þátt í 15 leikjum, unnið þá alla og hampað bikarnum fimm sinnum. Það voru hinir eldfljótu framherjar Kári Árnason og Steingrímur Björnsson sem gerðu mörkin. Á íþróttasíðu Akureyrar-blaðsins Íslendings skrifaði G (að öllum líkindum Gísli Jónsson, knattspyrnu-áhugamaður og menntaskólakennari) að sigurinn hafi verið „ótvíræður og verðskuldaður“ – markamunurinn „hefði að vísu átt að vera miklu, miklu meiri, slíkir voru yfirburðir Akureyringa, og ekki fyrir það, að KR-liðið væri lélegt, heldur fyrir eigið ágæti. Knattmeðferð, samleikur og uppbygging, allt óvenjulega gott, liðið sérlega jafnt og samstillt.“ Þrír kunnir leikmenn KR, Ellert B. Schram, Heimir Guðjónsson og Sveinn Jónsson, voru illa fjarri góðu gamni og Þjóðviljinn tók þannig til orða að án þeirra hefði KR-liðið mátt sín einskis gegn hinum sóknhörðu Akureyringum. Í bókinni Bikardraumar, þar sem Skapti Hallgrímsson segir sögu bikarkeppni KSÍ, kemur fram að þremenningarnir hafi verið í Glasgow. Skapti segir þannig frá: Eftir keppnisferð til Noregs með KR fóru þeir til Skotlands að horfa á Þórólf Beck í leik og urðu veðurtepptir þegar þeir hugðust halda heim til Íslands fyrir bikarleikinn. „Það var auðvitað áfall að tapa. Það var meira en að segja það að fara norður á þessum árum og vinna, þannig að okkur hefði ekki veitt af fullskipuðu liði,“ segir Bjarni Felixson nú, sjónvarpsmaðurinn kunni árum saman. Rétt er að geta þess að Akureyrarliðið gekk ekki heldur heilt til skógar því Magnús Jónatansson, einn sterkasti maður liðsins, lá á sjúkrahúsi auk þess sem varnarjaxlinn Jón Friðriksson var ekki með og ekki Einar Helgason, markvörður og þjálfari liðsins. Einar var ánægður í leikslok. „Ég tel að bezta knattspyrna, sem sézt hefur hér á vellinum í sumar, hafi verið leikin af okkar strákum í þessum leik,“ er haft eftir honum í Akureyrarblaðinu Degi. Blaðið segir að Akureyringar hafi tekið leikinn í sínar hendur strax frá byrjun. „Á 17. mín. var Kári kominn út til vinstri, upp undir endamörk, gaf fyrir, en knötturinn hrökk til hans aftur úr þvögu við markið, en Kári sendi hörkuskot aftur, er hafnaði í netinu, 1:0. Aðstaða Kára var þarna þröng og var þetta því mjög laglega gert. Litlu síðar bjargaði hægri bakvörður KR skoti frá Steingrími á línu. Ekki voru

Fimm ára bikar-sigurganga KR

stöðvuð á Akureyri

Siggi og Tóta á brúðkaupsdaginn. Hún fór

í bikarúrslit en hann skoraði á KR velli!

Steingrímur Björnsson gerði annað

marka ÍBA í sögulegum bikarsigri á

KR 1965. Steingrímur þjálfaði lið Þórs

þegar það mætti KR í bikarnum 1975.

skoruð fleiri mörk í hálfleiknum þrátt fyrir mörg tækifæri Akureyringa, er sóttu nær látlaust.“ Dagur segir að það sama hafi verið upp á teningnum í seinni hálfleik. Steingrímur átti hörkuskot yfir markið eftir góðan samleik þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum og skoraði fljótlega eftir sendingu Valsteins Jónssonar. Í Vísi kom fram að áhorfendur að þessum sögulega atburði hefðu verið með færra móti, aðeins um þúsund, sem sums staðar þætti reyndar gott í dag.” Varnarjaxlinn Bjarni Fel var fyrirliði KR í forföllum Ellerts. Aftasta vörnin var sögð besti hlut KR-liðsins og ungur piltur, Guðmundur Pétursson, vakti mikla athygli í markinu. Hann er líklega frægastur fyrir að standa í marki Íslands í 14:2 tapinu gegn Dönum. Lið KR var þannig skipað í þessum sögulega leik: Guðmundur Pétursson, Ársæll Kjartansson, Bjarni Felixson, Kristinn Jónsson, Þorgeir Guðmundsson, Theodór Guðmundsson, Gunnar Felixson, Guðmundur Haraldsson, Baldvin Bald-vinsson, Ragnar Þórhallsson og Sigmundur Sigurðsson. Fyrir ÍBA léku eftirtaldir: Samúel Jóhannsson, Pétur Sigurðsson, Ævar Jónsson, Guðni Jóns-son, Jón Sefánsson, Sævar Jónatansson, Páll Jónsson, Skúli Ágústsson, Stein-grímur Björnsson, Kári Árnason og Valsteinn Jónsson. Í liðinu voru því þrír KA-menn en átta Þórsarar; Samúel, Pétur „Drési”, bræðurnir Ævar og Guðni, Sævar, Páll, Steingrímur og Valsteinn.

Page 17: Leikskrá Þórsara

Fyrsti bikarleikur Þórs í ár var gegn Leikni frá Fáskrúðsfirði í Boganum, 26. maí. Okkar menn unnu mjög öruggan sigur, eins og vænta mátti. Lokatölurnar 5:0.

Ottó Hólm Reynisson braut ísinn með fyrsta markinu eftir tæplega hálftíma leik með flottu skoti frá vítateig; myndin að ofan er tekin rétt áður en Ottó hleypti af. David Disztl gerði tvö mörk í

leiknum, númer tvö og fimm, og Gunnar Már Guðmundsson og Gísli Páll Helgason gerðu sitt markið hvor. Disztl reynir flotta spyrnu á neðri myndinni en knötturinn rataði reyndar ekki rétta leið í það skipti.

Lið Þórs var þannig skipað gegn Leikni: Björn Hákon Sveins-son, Baldvin Ólafsson (Gísli Páll Helgason 60.), Þorsteinn Inga-

son, Janez Vrenko, Ingi Freyr Hilmarsson, Gunnar Már Guð-mundsson, Atli Sigurjónsson (Kristján Páll Hannesson 60.), Pétur Heiðar Kristjánsson (Kristj-án Sigurólason 68.) Sigurður Marinó Kristjánsson, Ottó Hólm Reynisson, Dávid Disztl.

Leikurinn var færður inn í Bogann þar sem Þórsvöllur var lokaður fyrir allri umferð langt

fram eftir vori, en veður var þá ekki grasvænt eins og fólk eflaust man. Þegar heimasíða Þórs spurði Unnstein Jónsson, formann knattspyrnudeildar, eftir sigurinn á Leikni hvaða mótherja hann vildi helst fá næst, var svarið stutt og laggott: Bara að það sé heimaleikur - það skiptir öllu máli. Unnsteini varð að ósk sinni, og það reyndar í öllum umferðum keppninnar!

Öruggur sigur á Leikni F. í fyrsta leik

Page 18: Leikskrá Þórsara

Akureyrarlið hefur aðeins einu sinni orðið bikarmeistari. Sameiginlegt lið Þórs og KA sem lék undir merkjum Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA), afrekaði það 1969. Þá var bikarkeppnin leikin að Íslandsmótinu loknu og vegna ýmissa tafa réðust úrslit keppninnar fyrr en 7. desember! Trúi því hver sem vill. Hér er birtur hluti kafla um bikarkeppnina 1969, úr bókinni Bikardraumar sem kom út haustið 2009, með góðfúslegu leyfi höfundar. Í bókinni fjallar höfundurinn, Skapti Hallgríms-son, um 50 ára sögu bikarkeppninar.

Jólalegt í borginni Það var orðið jólalegt þegar bikarkeppninni lauk loks árið 1969. Jólaljós í Austurstræti prýddu baksíðu Morgunblaðsins þriðjudaginn 2. desember, þegar fjallað var um fyrri úrslitaleik Akureyringa og Akurnesinga sem fram fór á sunnudeginum. Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, og liðin þurftu því að mætast aftur. Þá unnu norðanmenn 3:2. Hvorki fyrr né síðar hafa úrslit keppninnar ráðist jafn seint. Vert er að geta þess að sama dag og seinni úrslitaleikurinn fór fram var árleg samkoma á Austurvelli þar sem sendiherra Norðmanna afhenti borgar-stjóranum í Reykjavík jólatréð frá Oslóarborg. „Létt snjókoma var þegar tréð var afhent og því hið besta jólaveður,“ sagði í dagblaðinu Tímanum! Frammistaða Íþróttabandalags Akureyrar á Íslandsmótinu um sumarið var ekki til að hrópa húrra fyrir. Meiðsli lykilmanna settu strik í reikninginn og Akureyringarnir urðu neðstir í A-deildinni en vegna þess að fjölga átti um eitt lið árið eftir – úr sjö í átta – mætti liðið Breiðabliki í aukaleikjum og hafði betur. Fyrst varð jafntefli á Melavellinum síðla september en ÍBA vann seinni leikinn í byrjun október fyrir norðan. Jón Stefánsson, burðarás í vörn Akureyringa um árabil, lék svo til ekkert síðari hluta sumars vegna meiðsla, hinn marksækni Steingrímur Björnsson var fótbrotinn, bak-verðirnir Ævar Jónsson og Aðalsteinn Sigur-geirsson, léku ekki seinni hluta tímabilsins og Valsteinn Jónsson kom ekki inn í liðið á ný fyrr en um haustið eftir meiðsli. Þá var Kári Árnason meiddur drjúgan hluta sumars en var leikfær á ný undir það síðasta og lék lykil-hlutverk í bikarkeppninni. Skagamenn, sem komu upp úr B-deild haustið áður, urðu í 2. sæti Íslandsmótsins og þóttu því eðlilega sigurstranglegri þegar kom að úrslitum bikarkeppninnar en það var ekki nóg; enn mistókst þeim að komast yfir síðustu hindrunina á leið að bikarnum, en það var ekki fyrr en í níunda úrslitaleiknum sem ÍA fagnaði sigri! En sigur ÍBA þótti sanngjarn. Guðjón Guðmundsson gerði mark ÍA í fyrri leiknum úr vítaspyrnu seint í fyrri hálfleik en fljótlega eftir leikhléð jafnaði Valsteinn Jóns-son eftir aukaspyrnu Magnúsar Jónatans-sonar. Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður sagði í Þjóðviljanum að vegna aðstæðna væri ekki hægt að dæma leikinn frá knattspyrnulegu sjónarmiði. Það liðið sem

Akureyringar fengu bikar-meistaratitilinn í jólagjöf!

Leikmenn og dómarar flúðu vegna hagléls

Aðstæður voru afleitar þegar úrslita-leikir Akureyringa og Akurnesinga fóru fram, sérstaklega sá fyrri. „Aldrei hefur mótaleikur í knattspyrnu farið fram við aðrar eins aðstæður … Völlurinn var forarsvað, svo að aurinn flaut yfir rist, þegar stigið var niður. Rokið var 7-8 vindstig og gekk á haglhryðjum, svo miklum í síðari hálfeik, að dómarinn sá þann kost vænstan að gera hlé á leikn-um og gefa leikmönnum kost á að komast í skjól,“ sagði Sigurdór Sigur-dórsson blaðamaður í Þjóðviljanum eftir fyrri leikinn. Tæplega stundarfjórðungur var eftir af leiknum þegar Guðmundur Haraldsson dómari ákvað að gera hlé vegna haglélsins, og voru leikmenn og dómarar í skjóli í um það bil 10 mínútur. Var þá ekki hundi út sigandi, hvað þá berleggjuðum knattspyrnu-mönnum, sagði Alþýðublaðið. Leikmenn úr báðum liðum segjast aldrei hafa lent í öðru eins og dómarinn er sama sinnis. „Þetta var skelfilegt; það var kalsaveður, stíf norðanátt og eins og nálum væri stungið í fæturna á mönnum þegar haglélið skall á. Þrátt fyrir kuldann voru allir á stuttbuxum, meira að segja dómaratríóið og ekkert vit í öðru en gera hlé á leiknum. Þegar élið hafði staðið í um það bil mínútu sagði ég mönnum að drífa sig inn í vallarhús og þá var ekki skokkað; menn tóku á sprett og einhverjir hafa eflaust hlaupið á mettíma!“ sagði Guðmundur Haraldsson, dómari, í samtali Skapta Hallgrímsson sem hann birtir í bókinni, Bikardraumar, sögu bikarkeppni KSÍ í 50 ár sem kom út haustið 2009. Í bókinni segir: Rúmlega 2.000 áhorfendum er leikurinn líklega ekki síst eftirminnilegur vegna haglélsins. Margir muna líka að annar línuvörð-urinn, Eysteinn Guðmundsson, mætti í stígvélum til seinni hálfleiksins. Svo mikið var svaðið við hliðarlínuna að hann sá þann kost vænstan. Á þessum árum var bikarkeppnin leikin að Íslandsmótinu loknu og dróst úr hófi fram að þessu sinni.

hafði vindinn í bakið hefði að sjálfsögðu sótt meira en það voru Skagamenn í fyrri hálfleik og Akureyringar í þeim síðari. Kjartan L. Pálsson, blaðamaður Tímans, sagði að í fyrri hálfleiknum hefði Samúel Jóhannsson varið að minnsta kosti þrisvar sinnum meistaralega skot frá Akurnesingum. „Eitt var þó greinilegt,“ sagði Sigurdór í Þjóðviljanum; „það var, að Akureyringar komu fullir sigurvilja og leikgleði inná völlinn og virtist ástand vallarins skipta þá minna máli en Skagamenn, er leggja áherzlu á stutt og hratt jarðarspil, sem var alls óhugsandi við þessar kringumstæður. Akureyringar aftur á móti notuðu langar og háar sendingar og voru þær árangursríkari og skynsamlegri miðað við aðstæður, en tilraunir Skagamanna með stutt og nákvæmt spil.“

Meistaralegur samleikur Atli Steinarsson, íþróttafréttamaður Morgun-blaðsins, sagði að þrátt fyrir erfiðar aðstæður hefði þetta verið einn besti leikur ÍBA syðra um sumarið og kvað norðanmenn hafa verið mun nær sigri en Akurnesinga. Sagði hann að útilokað hefði verið að framlengja vegna myrkurs og nýr leikur því boðaður að viku liðinni. Þegar seinni leikurinn fór fram var milt veður, ákjósanlegt til knattspyrnuleiks, en völlurinn aftur á móti glerháll. Morgunblaðið og Þjóðviljinn voru ekki sammála um margt á sínum tíma, en Sigurdór og Atli Steinarsson voru á einu máli um að sigur Akureyringa í seinni úrslitaleiknum hefði verið sanngjarn. „Akureyringar voru vel að sigri yfir Skaga-mönnum komnir. Lengst af höfðu þeir undirtökin í viðureigninni. En málið horfði þó oft illa við, því þrátt fyrir mun betra og meira spil, fundu Akureyringar ekki leiðina í mark Akraness, en eldsnöggar sóknaraðgerðir Skagamanna færðu liðinu forystu þegar eftir 10 mín. leik og öðru marki bættu Skagamenn við snemma í síðari hálfleik,“ sagði Atli. Fyrra markið gerði Matthías Hallgrímsson, „brauzt einn í gegn af eigin rammleik og sparaði ekki kraftinn. Hið síðara skoraði Teitur Þórðarson. Náði hann að beina aðvífandi sendingu að markinu og inn fyrir línu fór skotið, þó laust væri, enda flughált í markinu.“ Teitur, síðar landsliðsfyrirliði, var 17 ára og bráðefnilegur. Kjartan L. Pálsson segir í Tímanum að Matthías hafi hrint varnarmanni ÍBA frá sér og vippað knettinum yfir Samúel. „Akureyringar voru hættulegri í fyrri hálfleik og tvívegis björguðu varnarmenn ÍA marki, í annað sinn föstum skallabolta frá Magnúsi Jónatanssyni á línu,“ sagði Kjartan.

Fullir af sigurvilja Útlitið virtist dökkt hjá Akureyringum, en nokkrum mínútum eftir mark Teits „eygðu Akureyringar vonina. Magnús Jónatansson minnkaði þá bilið með fallegu, viðstöðulausu skoti,“ eins og það var orðað í Morgun-blaðinu. Fjórum mínútum síðan jafnaði svo Eyjólfur Ágústsson eftir fallega sókn. Haraldur M. Sigurðsson íþróttakennari lýsti því svo í samtali við Akureyrarblað Dag að Kári

Page 19: Leikskrá Þórsara

Bikarmeistarar ÍBA 1969. Aftasta röð frá vinstri: Sævar Jónatansson, Valsteinn Jónsson, Eyjólfur Ágústsson, Skúli Ágústsson og

Gunnar Austfjörð. Miðröð frá vinstri: Númi Friðriksson, Þormóður Einarsson, Pétur Sigurðsson, Viðar Þorsteinsson og Gunnlaugur

Björnsson. Fremsta röð frá vinstri: Kári Árnason, Samúel Jóhannsson, Magnús Jónatansson og Einar Helgason þjálfari.

Árnason hafi náð boltanum „og setti á fulla ferð í átt að marki Akurnesinga, með tvo fótfráa Skagamenn á hælunum, og á glerhálum svellglotta gaf hann boltann nú allt í einu aftur fyrir sig til Valsteins [Jónssonar], sem þegar sendi hann til Eyjólfs [Ágústs-sonar], er skallaði með ágætum í vinstra horn marksins. Þessi samleikur þriggja manna var alveg meistaralegur og svo hnitmiðaður, að hvergi skeikaði, þótt aðstæður væru erfiðar.“

Örlagaríkar heimsóknir í hálfleik Kári Árnason gerði sigurmark ÍBA snemma í framlengingu. Hann fékk sendingu inn fyrir vörnina frá Sævari Jónatanssyni, hljóp af sér varnarmenn og skaut í stöngina og inn. „Þetta mark kom vegna hálkunnar, þar sem varnar-menn ÍA runnu afturfyrir Kára þegar þeir fóru á móti,“ sagði Þjóðviljinn. „Eins og í upphafi segir var sigur Akureyringa fyllilega verð-skuldaður og hann er þeim mikil uppreisn eftir allt mótlætið í sumar. Þeir voru fullir af sigurvilja og krafti í þessum leik og kunnu að leika miðað við aðstæður. Bestu menn liðsins í leiknum voru Magnús Jónatansson, Kári Árnason og Skúli Ágústsson og var Magnús að mínum dómi bezti maður vallarins.“ Kjartan L. Pálsson hreifst af leik fyrirliða ÍBA-liðsins, og sagði í Tímanum að ef Akur-eyringar ættu að þakka einhverjum einstökum leikmanni sigurinn, væri það Magnús fyrirliði:

„Hann var áberandi bezti maður liðsins og vallarins, sívinnandi og ódrepandi í dugnaði sínum, leikmaður, sem hefði átt að fá tvo verðlaunapeninga fyrir sinn leik.“ Magnús fyrirliði ÍBA, man vel eftir leikhléinu í seinni úrslitaviðureigninni við ÍA. „Við vorum ansi niðurdregnir í búnings-klefanum, 1:0 undir og fannst allt á móti okkur. Til dæmis vorum við á því að brotið hefði verið á einum varnarmanna okkur áður en markið kom,“ segir Magnús þegar hann rifjar upp daginn sem ÍBA varð bikarmeistari í fyrsta og eina skipti. „Okkur leið illa þegar við komum inn í klefann okkar í gamla vallar-húsinu á Melavellinum og ekki bætti úr skák að við sáum Albert Guðmundsson, formann KSÍ, og fleiri úr stjórninni, ganga inn til Skagamanna. Héldum kannski að þeir kæmu til okkar á eftir en svo var ekki. En við fengum reyndar heimsókn í hálfleiknum, og hún skipti miklu máli.“ Það var Bragi Sigurjónsson, forseti bæjar-stjórnar Akureyrar, sem bankaði uppá hjá sínum mönnum. „Bragi spurði hvort hann mætti aðeins tala við okkur og ég bauð hann auðvitað velkominn,“ sagði Magnús í samtali við bókarhöfund. Bragi stappaði stálinu í leikmennina á sinn hógværa hátt. „Hann talaði lágt og rólega en það sem hann sagði herti okkur. Ég held jafnvel að ræða Braga hafi skipt sköpum því ég skynjaði að menn lyftust í sætunum, efldust og fengu aftur trú á

að við gætum unnið.“ Þá rifjar Magnús upp að Bragi hafi sannfært leikmenn um, að ef þeir ynnu bikarinn, yrði tekið á móti þeim með eftirminnilegum hætti við heimkomuna. „Og það reyndust orð að sönnu; gríðarlegur fjöldi fólks mætti á flugvöllinn til þess að taka á móti okkur,“ segir Magnús.

Óhefðbundinn undirbúningur! Í Degi kom fram að „þúsundir manna“ hafi tekið á móti leikmönnunum, bæjarstjórinn ávarpað þá og fært hamingjuóskir og þakklæti bæjarbúa. Undirbúningur ÍBA fyrir úrslitaleikina var óhefðbundinn. Íslandsmótinu lauk tveimur mánuðum fyrr, með aukaleikjum við Breiðablik um sæti í A-deild árið eftir en ÍBA fékk ekki einn einasta æfingaleik eftir það fram að rimmunni við ÍA, að sögn fyrirliðans! Einungis var æft – á Sanavellinum, sem margir muna eftir, í flæðarmálinu á milli athafnasvæða Slippstöðvarinnar og Útgerðarfélags Akureyringa. Magnús segir reyndar mikið hafa snjóað um veturinn og aðstæður því verið erfiðar, en Marri Gísla hafi látið moka völlinn hvað eftir annað. Marri, Hilmar Gíslason, var yfirverkstjóri Akureyrarbæjar og gamall knattspyrnumaður. „Aðstæður til æfinga voru því ekki góðar, en mestu máli skipti að það var dúndurstemning í hópnum,“ segir Magnús.

Page 20: Leikskrá Þórsara

Deyja fyrir klúbbinn!

Deyja fyrir klúbbinn – Þórsarar – Þórsarar – Þórsarar - Þórsarar Velkominn sértu Þorpið í, Þorpið í, Þorpið í, velkominn sértu Þorpið í, velkominn Þorpið í. Stöndum upp fyrir Þórsara, Þórsara, Þórsara, stöndum upp fyrir Þórsara, upp fyrir Þórsara. Gamla góða stefið gildir hvar sem er; allir geta gefið, gefið meira af sér. Áfram veginn eina eins og pólfari, alla leið ég meina; ég er Þórsari. :: Deyja fyrir klúbbinn, na na na na na na. :: Það eru að koma skilaboð, skilaboð, skilaboð, það eru að koma skilaboð, koma skilaboð. Þórsarar voru að skora mark, skora mark, skora mark, Þórsarar voru að skora mark, voru að skora mark. Gamla góða stefið gildir hvar sem er; allir geta gefið, gefið meira af sér.

Áfram veginn eina eins og pólfari, alla leið ég meina; ég er Þórsari. :: Deyja fyrir klúbbinn, na na na na na na. :: Þórsarar, Þórsarar, Þórsarar, Þórsarar. Aðeins eitt lið á vellinum, vellinum, vellinum, aðeins eitt lið á vellinum, eitt lið á vellinum. Öll þrjú stigin í Hamar heim, Hamar heim, Hamar heim, öll þrjú stigin í Hamar heim, stigin í Hamar heim. Gamla góða stefið gildir hvar sem er; allir geta gefið, gefið meira af sér. Áfram veginn eina eins og pólfari, alla leið ég meina; ég er Þórsari. :: Deyja fyrir klúbbinn, na na na na na na. :: Þórsarar – Þórsarar – Þórsarar – Þórsarar - Deyja fyrir klúbbinn

Lag og texti: Bjarni Hafþór Helgason

Söngur: Dagný Elísa Halldórsdóttir. Hljómsveit: Hulduherinn. Bakraddir: Bragi Sigurðsson, Brynjar Davíðsson, Egill Áskelsson, Halldór Áskelsson, Bjarni Hafþór

Helgason. Mjölnismenn: Halldór Kristinn Harðarson, Jóhann Guðmundsson, Jónatan Friðriksson, Steinar Logi Rúnarsson, Þóroddur Ingvarsson. Upptaka og

útsetning: Kristján Edelstein. Styrktaraðilar vegna útgáfu lagsins: Gúmmíbátaþjónusta Norðurlands, Slippurinn Akureyri og Norlandair.