24
1 AFMÆLIS- VEISLA

Afmælisveislan - leikskrá

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Leiksrká Afmælisveislunnar á flettiformi

Citation preview

Page 1: Afmælisveislan - leikskrá

1

AFMÆLIS-VEISLA

Page 2: Afmælisveislan - leikskrá

2

Page 3: Afmælisveislan - leikskrá

3

Harold Pinter

Afmælisveislan

Leikstjórn: Guðjón PedersenLeikmynd: Gretar ReynissonBúningar: Helga I. StefánsdóttirLýsing: Ólafur Ágúst StefánssonHljóðmynd: Kristinn Gauti EinarssonAðstoðarleikstjórn: Stefán Hallur StefánssonÞýðing: Bragi Ólafsson

Leikmunir, yfirumsjón: Ásta S. JónsdóttirHárkollugerð og förðun, yfirumsjón: Valdís Karen SmáradóttirHárgreiðsla, yfirumsjón: Guðrún Erla SigurbjarnadóttirBúningar, yfirumsjón: Leila ArgeYfirsmiður: Ingvar Guðni BrynjólfssonUmsjónarmaður Kassans og sýningastjórn: Þórey Selma Sverrisdóttir

Þjóðleikhúsið 2011–2012, 63. leikár, 28. viðfangsefni

Frumsýning í Kassanum 27. apríl 2012

Page 4: Afmælisveislan - leikskrá

4

Page 5: Afmælisveislan - leikskrá

5

Persónur og leikendur

Stanley Ingvar E. Sigurðsson

Meg Kristbjörg Kjeld

Petey Erlingur Gíslason

Goldberg Eggert Þorleifsson

McCann Björn Thors

Lulu Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Page 6: Afmælisveislan - leikskrá

6

Page 7: Afmælisveislan - leikskrá

7

Harold Pinter (1930–2008) er talinn eitt frum­legasta og merkasta leikskáld Breta á síðari hluta tuttugustu aldar. Pinter skrifaði um þrjá tugi leikrita fyrir svið, útvarps­ og sjónvarpsleikrit og kvik­myndahandrit. Hann starfaði einnig sem leikari og leikstjóri. Á efri árum lét Pinter æ meira til sín taka á opinberum vettvangi í mannréttindabaráttu og stjórnmálaumræðu. Pinter hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2005.

Harold Pinter fæddist í London árið 1930 og ólst upp í verkamannahverfinu Hackney, foreldrar hans voru gyðingar og hann var einkabarn. Sprengju­árásirnar á London í síðari heimsstyrjöldinni, sem hann upplifði sem barn, höfðu djúpstæð áhrif á hann. Megn andúð Pinters á hvers konar ofbeldi, sem kemur glöggt fram í verkum hans, vaknaði snemma. Hann neitaði á sínum tíma að gegna herþjónustu af samviskuástæðum, var leiddur fyrir rétt og þurfti að greiða fjársekt.

Pinter lék talsvert í skólaleikritum og byrjaði að yrkja ljóð tólf ára að aldri. Hann keppti jafnframt í spretthlaupi á æskuárunum og var alla tíð mikill áhugamaður um krikket. Hann hlaut inn­göngu í hinn virta leiklistarskóla Royal Academy of Dramatic Art árið 1948 en hætti fljótlega í leik listar náminu. Hann lék næsta áratuginn með ýmsum atvinnu leikhópum en hann átti síðar, samhliða höfundarferli sínum, eftir að leika í ýmsum sviðsverkum, útvarpsleikritum, sjónvarpsmyndum og kvikmyndum, meðal annars í eigin verkum.

Síðasta hlutverk hans á sviði var einleikurinn Síðasta segulband Krapps eftir Samuel Beckett, sem hann lék veikur af krabbameini, bundinn við hjólastól, í Royal Court Theatre árið 2006.

Pinter sendi frá sér sín fyrstu ljóðmæli árið 1950 en fyrstu leikverk sín, einþáttungana The Room og The Dumb Waiter, skrifaði hann árið 1957. Fyrsta leikrit Pinters í fullri lengd var The Birthday Party (Afmælisveislan, 1958). Verkið hlaut harða dóma þegar það var frumflutt og var aðeins sýnt nokkrum sinnum. Einn áhrifamesti gagnrýnandi samtímans, hjá The Sunday Times, átti þó eftir að birta afar lofsamlega gagnrýni um verkið og sagði: „Af þessu leikriti að dæma býr Pinter yfir frumlegustu, mest sláandi og eftirtektarverðustu hæfileikum sem fyrirfinnast í leikhúslífi Lundúnaborgar ... Við munum heyra af Pinter og Afmælisveislunni aftur, þrátt fyrir það sem höfundurinn og leikverkið máttu þola í síðustu viku. Leggið þessi nöfn á minnið.“ Gagn­rýnandinn varð sannspár og Afmælisveislan átti síðar eftir að verða eitt vinsælasta leikverk skáldsins. Það var kvikmyndað árið 1968 og hefur verið sviðsett í fjölda uppsetninga víða um heim.

Útvarpsleikrit Pinters A Slight Ache (Dálítil óþæg­indi) var flutt árið 1959 og sviðsett tveimur árum síðar. Pinter sló í gegn með The Caretaker (Húsverðinum) sem var frumflutt árið 1960 og kvikmyndað árið 1963. Með The Homecoming (Heimkomunni, 1965) festi hann sig í sessi sem eitt áhugaverðasta leikskáld samtímans, en verkið var kvikmyndað árið 1969.

Harold Pinter

Page 8: Afmælisveislan - leikskrá

8

Meðal annarra þekktra leikrita Pinters má nefna Landscape (1969), Silence (1969), Old Times (Liðin tíð, 1971), No Man’s Land (1975), Betrayal (Svik, 1978, kvikmyndað 1981), Moonlight (1993), Ashes to Ashes (1996) og Celebration (Fagnaður, 2000).

Pinter skrifaði útvarpsleikrit, sjónvarpsleikrit og kvikmyndahandrit, byggð á eigin verkum og annarra. Af þekktum kvikmyndahandritum hans má nefna The Servant (1963), Accident (1967), The Go-Between (1971), The French Lautinant’s Woman (1981), The Trial (1993) og Sleuth (2007). Pinter samdi einnig ljóð og sendi frá sér ýmsa texta um hræringar í samtímanum, greinar í þágu mannréttindabaráttu af ýmsu tagi og hugleiðingar um stjórnmál. Leikstjórnarverkefni hans í leikhúsi, útvarpi og kvikmyndum voru á fimmta tug.

Pinter giftist leikkonunni Vivien Merchant árið 1956 og eignaðist með henni einn son. Þau skildu og Pinter kvæntist rithöfundinum Antoniu Fraser árið 1980.

Síðustu 25 árin tók Pinter virkan þátt í stjórn­málaumræðu og baráttu fyrir ýmsum mannréttinda­málum. Hann gagnrýndi stjórnvöld oft harkalega. Einkum var hann harðorður í gagnrýni sinni á hernaðarstefnu Bandaríkjanna og Bretlands, en hann var til dæmis andvígur Persaflóastríðinu 1991, hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Afganistan 2001 og innrásinni í Írak 2003. Hann fór á vegum alþjóðasamtaka rithöfunda, PEN­klúbbsins, ásamt Arthur Miller til Tyrklands árið 1985 til að beita sér gegn pyntingum á rithöfundum sem sátu í fangelsi af stjórnmálaástæðum. Leikrit hans Mountain

Ljósmynd: Martin Rosenbaum

Page 9: Afmælisveislan - leikskrá

9

Page 10: Afmælisveislan - leikskrá

10

Language er innblásið af kúgunaraðgerðum Tyrkja gagnvart tungumáli Kúrda. Hann tók þátt í starfi Cuba Solidarity Campaign gegn viðskiptabanni Bandaríkjanna gegn Kúbu og skrifaði undir yfir­lýsingu Jews for Justice for Palestinians árið 2005.

Mikill fjöldi greina og bóka hefur verið skrifaður um Harold Pinter og verk hans. Hann var heiðraður á margvíslegan hátt fyrir ritstörf sín og framlag sitt til leiklistarinnar og hlaut meðal annars eftirtaldar viðurkenningar fyrir ævistarf sitt: Légion d’Honneur (2007), Europe Theatre Prize (2006), Companion of Honour (2002), Laurence Oliver Special Award (1996) og David Cohen Prize (1995). Hann hefur einnig hlotið Tony verðlaunin og Evening Standard­ verðlaunin fyrir verk sín. Þegar Pinter voru veitt Nóbelsverðlaunin árið 2007 var hann afar illa haldinn af krabbameini, sem hann hafði barist við frá árinu 2001. Hann gat því ekki veitt verðlaununum viðtöku í eigin persónu en sendi myndbandsupptöku af ræðu sem leikin var við verðlaunaafhendinguna. Ræðan var 46 mínútur að lengd, en í henni gagnrýndi hann meðal annars bandarísk stjórnvöld harðlega fyrir innrásina í Írak. Ræðunni hefur verið sjón­varpað og hún gefin út á DVD.

Harold Pinter þykir hafa einstæðan stíl sem leikskáld. Leikrit hans hafa mörg hver hversdagslegt yfirbragð, en í þeim býr óvenjulegur kraftur, og undir yfirborðinu leynast heiftúðug átök, afbrýðisemi, kynferðisleg spenna, kúgun og ótti. Persónurnar berjast við að halda aftur af hvötum sínum og viðhalda tökunum á sjálfum sér og lífi sínu, en milli þeirra ríkir gjarnan viðkvæmt valdajafnvægi sem getur hæglega farið úr skorðum ef einhver utan­aðkomandi brýtur sér leið inn í lokaðan heim þeirra.

Page 11: Afmælisveislan - leikskrá

11

Samtöl Pinters þykja einstök. Orðræðan er í senn hversdagsleg og óræð, full af undirtexta og merk­ingarþrunginni þögn. Pinter beitir gjarnan húmor og íróníu á sérstæðan hátt. Í leikritum Pinters er áherslan gjarnan á persónusköpun, samtöl og undirtexta fremur en atburðarás. Fyrstu leikritum Pinters er gjarnan lýst sem „gamanleikjum ógnar­innar“ en leikritunum sem hann skrifaði um miðbik ferils síns sem „minningaleikritum“. Síðustu leik­verk Pinters fela gjarnan í sér pólitíska ádeilu.

Mörg leikrit Pinters hafa verið sett upp á Íslandi. Þjóðleikhúsið hefur sýnt Húsvörðinn (1962), Liðna tíð (1974) og einþáttungana Biðstöð og Það er nú það á Stefnumóti (1990), en Liðin tíð var einnig tekið upp fyrir Sjónvarp. Þjóðleikhúsið sýndi ennfremur Fagnað á Stóra sviðinu árið 2006, og stóð fyrir Pinter­þingi í tengslum við uppsetninguna. Alþýðu­leikhúsið, P­leikhúsið og Íslenska leikhúsið hafa sett upp eftirtalin leikverk: Einskonar Alaska, Kveðju skál, Heimkoman, Elskhuginn, Vörulyftan og Húsvörðurinn. Leikfélag Akureyrar, Leikfélag Reykjavíkur og Sögn stóðu í sameiningu að uppsetningu leikritsins Svik. Leikritin Mömmudrengur, Dálítil óþægindi, Hús-vörðurinn, Landslag, Fjölskylduraddir, Einskonar Alaska, Svik, Til ösku, Kvöldskólinn og Afmælis-veislan hafa verið flutt í Ríkisútvarpinu.

M.T.Ó.

Page 12: Afmælisveislan - leikskrá

12

Page 13: Afmælisveislan - leikskrá

13

Í þriðja og síðasta þætti Afmælisveislunnar, daginn eftir sjálfa veisluna, biður Goldberg félaga sinn McCann um að blása í munninn á sér. Goldberg, sem kvöldið áður virtist fullur af krafti, er uppgefinn maður, en þó ekki svo kraftlaus eða lífvana að hann hafi þörf fyrir lífgjöf með blástursaðferðinni. Það sem Goldberg biður McCann um er eitthvað allt annað. „Blástu í munninn á mér,“ segir hann. Og þegar McCann hefur blásið í munninn á honum (sá blástur, vel að merkja, felur ekki í sér beina snertingu munns við munn), biður Goldberg um aðeins meira: „Einn í viðbót áður en við förum,“ segir hann. Og McCann blæs aftur. En þeir fara ekki alveg strax. Lúlú kemur inn, og McCann leyfir henni og Goldberg að vera í einrúmi svolitla stund, áður en þeir taka til við að yfirheyra hana; áður en Stanley kemur niður af efri hæðinni og þeir félagar byrja að messa yfir honum; áður en við vitum hvað heimsókn þeirra McCanns og Goldbergs á gistiheimilið þýðir í raun og veru; áður en þeirri „raun“ og „veru“ er kippt undan skilningi okkar.

*

Afmælisveislan var fyrsta leikritið sem ég las eftir Harold Pinter. Ég var sextán ára. Aftan á kápu bókarinnar var mynd af höfundinum þar sem hann stóð í hvítmáluðum tröppum við múrsteinshús, væntanlega í London; hann var í dökkum jakkafötum, lillablárri skyrtu sem féll vel við drungalega múrsteinana, og með svart bindi. Hann hafði aðra höndina í jakkavasanum, hina hvíldi hann á tröppu­

handriðinu. Hárið var þykkt og svart; hann var með síða barta og há kollvik – þetta var maðurinn sem hafði sýnt mér eitthvað alveg nýtt á alveg nýjan hátt: þröngan og lokaðan heim sem opnaði minn eigin þrönga heim á Íslandi upp á gátt. Ég ímyndaði mér að hinn þröngi og lokaði heimur væri hinum megin við vegginn á myndinni af höfundinum; fyrir aftan rauðbrúnu múrsteinana. Að þar byggi fólkið sem ég hafði hitt í Afmælisveislunni: Stanley og Meg, McCann og Goldberg, Petey og Lúlú; líka leigu­morðingjarnir Gus og Ben í Matarlyftunni; Aston, Mick og Davies í Húsverðinum, og Ruth og Lenny, Max og Sam og bræður Lennys í Heimkomunni.

*

Blástur Írans McCann í opinn munninn á gyð­ingnum Goldberg er á einhvern hátt andinn í verkum Pinters. Hið fáránlega líf sem ein manneskja blæs í aðra. Goldberg er flókin persóna, sem eina stundina nýtur þess að sýna vald sitt yfir hinum veika, en er á næsta augnabliki viðkvæmur og brothættur – það er á þeim stundum sem hann hefur þörf fyrir blásturinn í munninn. Þetta kallast á einhvern einkennilegan hátt á við aðra mjög eftirminnilega persónu úr safni Pinters: hið tætingslega ljóðskáld Spooner í leikritinu Einskis manns landi. Spooner heldur því fram við gestgjafa sinn Hirst að styrkur sinn felist í því að hafa aldrei verið elskaður. Og í sinni ölvuðu upphafningu tekur hann undir lýsingu Hirst á umhverfi þeirra, hlýlegri stofunni á heimili Hirst í Norður­London; að þeir lifi í einskis manns landi

Þögnin í fögnuðinum

Page 14: Afmælisveislan - leikskrá

14

sem hvorki hreyfist né breytist, sem eldist ekki, heldur sé að eilífu ísilagt og hljótt.

*

Hið ytra umhverfi í verkum Pinters er fremur kunnugleg leikmynd, oftast einhverjar stofur eða herbergi. En þar er þó ákveðin þróun í gegnum árin, þróun sem óhætt er að segja að fylgi högum Pinters sjálfs. Í Afmælisveislunni (1958) erum við stödd í fremur óhrjálegri setustofu í hrörlegu húsi í bæ við sjávarsíðuna; í Einskis manns landi (1975) í fyrrnefndri stofu í Norður­London, þar sem bækur prýða veggi; árið 2000, í Fögnuði, fer hinn sjötugi Pinter með persónur sínar inn á dýran veitingastað, væntanlega í miðborg London, þar sem viðskipta­ og bankamenn setjast niður með konum sínum; og ein konan tjáir hug sinn til eiginmannsins með því að spyrja af hverju hann kaupi sér ekki nýjan bíl og keyri hann beint inn í næsta múrvegg. (Sá veggur er hugsanlega sá sami og á myndinni á bakhlið bókarinnar sem ég minntist á áðan: HAROLD PINTER Plays: One.) Hin eiginlega leikmynd í verkum Pinters skiptir miklu máli, í því skyni að vinna með textanum – á þann hátt að vinna gegn honum – en hún verður ekki síður til í samtölum persónanna, og þögnunum – hinum frægu þögnum. Það eru persónurnar sjálfar sem skapa hið framand­lega en ljóðræna umhverfi. Með úthugsuðu og beittu orðbragði, en stundum líka alþýðlegum, óhefluðum blótsyrðum, verður ógnin oft svo aðlaðandi og mikilfengleg og falleg, jafn hrottafengin og hún er, ekki síst í seinni verkunum. Í leikritinu Af moldu ertu kominn, frá 1996, biður persónan Devlin per s­ónuna Rebeccu að ímynda sér að fótboltalandslið Englands og Brasilíu séu að leika á Wembley, og að

áhorfendastúkan sé tóm; það sé verið að leika leik aldarinnar en enginn að fylgjast með. Fyrir utan reglulegt flautið úr flautu dómarans, og fúkyrðin og blótið í leikmönnunum, ríki alger þögn á vellinum; þegar boltinn lendi í netinu sé enginn í stúkunni til að fagna. Í sama leikriti lýsir Rebecca fyrir Devlin því óöryggi og þeim sára tómleika – þeirri ljóðrænu eyðu – sem hún upplifir þegar sírena sjúkrabílsins sem hún heyrir utan af götunni fjarlægist hana, til þess eins að nálgast einhvern annan; hún þolir ekki tilhugsunina um að sírenan hljómi ekki fyrir sig.

Þetta er hið auða svæði í leikritum Pinters: einskis manns landið. Hið notalega en um leið kaldranalega leiksvið. „Ég verð að segja það, herra minn,“ segir McCann við Stanley, rétt áður en Stanley neitar að gangast við því að eiga afmæli, „að mér finnst þú ekki í sérlega góðu skapi af afmælisbarni að vera.“ Hið ísilagða svæði sem hvorki hreyfist né breytist í þögn sinni er sjálf veislan sem þeir Goldberg og McCann halda fyrir Stanley – sjálfur fögnuðurinn.

Bragi Ólafsson

Page 15: Afmælisveislan - leikskrá

15

Page 16: Afmælisveislan - leikskrá

16

Page 17: Afmælisveislan - leikskrá

17

Page 18: Afmælisveislan - leikskrá

18

Page 19: Afmælisveislan - leikskrá

19

Guðjón Pedersen útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1981. Hann hefur leikstýrt fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Frú Emilíu – leikhúsi og víða erlendis. Hann var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 2000–2008. Hann er stofnandi og listrænn stjórnandi leikhússins Frú Emilía og stofnandi og listrænn leiðtogi götuleikhúsflokksins Svart og sykurlaust. Hann hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Menningarverðlauna DV og hlaut verðlaunin fyrir Rómeó og Júlíu. Hann leikstýrði hér Listaverkinu fyrr í vetur.

Gretar Reynisson lauk námi frá Myndlista­ og handíðaskóla Íslands 1978 og var við framhaldsnám í Amsterdam 1978–79. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga hér heima og erlendis. Hann hefur gert um sextíu leikmyndir fyrir Þjóðleikhúsið, LR, Nem­endaleikhúsið og Frú Emilíu. Nýleg verkefni hér eru Heimsljós, Allir synir mínir, Gerpla, Utan gátta og Ívanov. Hann hlaut Grímuna fyrir Þetta er allt að koma, Draumleik, Ófögru veröld og Utan gátta og var tilnefndur fyrir Halta billa, Græna landið, Pétur Gaut, Ivanov og Gerplu.

Helga I. Stefánsdóttir á að baki á níunda tug verkefna í leikhúsi og kvikmyndum sem leikmynda­ og/eða búningahöfundur frá því hún útskrifaðist úr leikmyndadeild L’Accademia di Belle Arti í Róm 1989. Í Þjóðleikhúsinu gerði hún síðast búninga fyrir Heimsljós og Lé konung. Hún hefur starfað við fjöldann allan af kvikmyndum, nú síðast við Djúpið og Mömmu Gógó. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Brúðgumann og hefur fengið 11 tilnefningar til Grímuverðlauna. Hún gerði búninga við Galdrakarlinn í Oz hjá LR fyrr í vetur.

Ólafur Ágúst Stefánsson hefur starfað sem ljósamaður og ljósahönnuður hjá Þjóðleikhúsinu frá árinu 2008. Meðal ljósahönnunarverkefna hans hér eru Vesalingarnir (ásamt Lárusi Björnssyni), Litla skrímslið og stóra skrímslið, þrjár Sögustundir – Búkolla, Karlsson, Lítill, Trítill og fuglarnir og Hlini kóngsson, Ballið á Bessastöðum, Oliver og Kardemommubærinn, sem og samstarfsverkefnin Af ástum manns og hrærivélar og Verði þér að góðu. Hann hefur einnig hannað lýsingu fyrir Landnámssetrið og Brúðuheima.

Kristinn Gauti Einarsson hefur starfað sem hljóðmaður við Þjóðleikhúsið frá árinu 2007 og var fastráðinn hér haustið 2011. Hann sá hér um hljóðmynd fyrir Sindra silfurfisk og Dagleiðina löngu og annaðist hljóðstjórn í Gerplu, Öllum sonum mínum og Hreinsun. Hann samdi sönglag fyrir Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu og útsetti tónlist fyrir Sögustund: Ævintýrið um Hlina kóngsson. Hann stundar nám í slagverksleik við Tónlistarskóla FÍH og hefur kennt trommuleik og leikið á trommur við ýmis tækifæri.

Page 20: Afmælisveislan - leikskrá

20

Stefán Hallur Stefánsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2006. Hann hefur starfað með Þjóðleikhúsinu, LR, Vesturporti, Vér Morðingjum, Sokkabandinu, ART í Bandaríkjunum og CDN Orleans. Nýjustu verkefni hans hér sem leikari eru Heimsljós, Hreinsun og Lér konungur. Hann leikstýrði Eftir lokin hjá SuðSuðVestur. Hann hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpi, meðal annars í Pressu, Jóhannesi, Desember, Roklandi og Djúpinu. Hann er stundakennari við leiklistardeild LHÍ. Hann var aðstoðarleikstjóri í Vesalingunum.

Bragi Ólafsson skrifaði leikritið Hænuungarnir sem var sett upp í Þjóðleikhúsinu. Hann er einnig höfundur leikritsins Belgíska Kongó og einþáttungsins Spurning um orðalag sem sýnd voru í Borgarleikhúsinu og þriggja útvarpsleikrita. Hann hefur sent frá sér fimm skáldsögur, prósasöfn og ljóðabækur. Hann hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Fyrir Hænuungana og Belgíska Kongó var hann tilnefndur til Grímunnar. Hann var tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna fyrir Hænuungana.

Björn Thors útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2003 og hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, LR, Vesturporti og víða erlendis. Meðal nýlegra verkefna eru Heimsljós, Allir synir mínir, Íslandsklukkan og Gerpla í Þjóðleikhúsinu og Klúbburinn í Borgarleikhúsinu. Hann lék í kvikmyndunum Þetta reddast, Djúpinu og Borgríki. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Græna landið, Vestrið eina og Íslandsklukkuna og var tilnefndur fyrir Alla syni mína, Killer Joe og Dínamít. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir Fangavaktina.

Eggert Þorleifsson hefur frá árinu 1980 leikið í fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og leikhópum, og í sjónvarpsmyndum, kvikmyndum og skemmtiþáttum. Nýjustu verkefni hans hér eru Vesalingarnir, Hedda Gabler, Lér konungur, Hænuungarnir, Oliver, Brennuvargarnir og Utan gátta. Hann hlaut Grímuna fyrir leik sinn í Belgíska Kongó og var tilnefndur fyrir Hænuungana, Utan gátta og Chicago. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda, meðal annars í Með allt á hreinu, Stella í orlofi, Nýtt líf og Dalalíf.

Erlingur Gíslason lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1956 og hefur leikið fjölda burðarhlutverka í Þjóðleikhúsinu og víðar, meðal annars með Grímu, hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Leikfélagi Akureyrar. Hann hefur leikið hátt á annað hundrað hlutverk í Þjóðleikhúsinu. Nú síðast lék hann í Íslandsklukkunni, afmælissýningu í tilefni 60 ára afmælis Þjóðleikhússins. Meðal annarra verkefna hans hér á undanförnum árum eru Antígóna, Laufin í Toscana, Veislan, Norður og Öxin og jörðin.

Page 21: Afmælisveislan - leikskrá

21

Page 22: Afmælisveislan - leikskrá

22

Page 23: Afmælisveislan - leikskrá

23

Verkið heitir á frummálinu The Birthday Party.

Sýningin tekur um tvo og hálfan tíma.Eitt hlé.

Sýningarréttur: Nordiska Aps.

Miðasölusími: 551 1200. Netfang miðasölu: [email protected] Netfang Þjóðleikhússins: [email protected]íða Þjóðleikhússins: www.leikhusid.is

Ritstjórn leikskrár: Melkorka Tekla Ólafsdóttir.

Umsjón: Sigurlaug Þorsteinsdóttir.

Útlit: PIPAR\TBWA.

Ljósmyndir: Eddi.

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja.

Útgefandi: Þjóðleikhúsið.

Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki

heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.

Ingvar E. Sigurðsson útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1990 og hefur leikið fjölda hlutverka hérlendis sem erlendis. Hann lék hér í Listaverkinu á liðnu hausti og Hamskiptunum hjá Nationaltheatret í Osló í vetur. Hann er einn af stofnendum Vesturports. Hann hefur farið með hátt á þriðja tug hlutverka í íslenskum og erlendum kvikmyndum. Hann hefur fimm sinnum fengið Edduverðlaunin, meðal annars fyrir Mýrina. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Íslandsklukkuna og Pétur Gaut og var tilnefndur fyrir Djúpið, Rústað og Hamskiptin.

Kristbjörg Kjeld útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1958 og hefur leikið fjölda burðarhlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, leikhópum, LR og í kvikmyndum. Meðal nýlegra verkefna hennar hér eru Svartur hundur prestsins, Hedda Gabler og Hænuungarnir. Hún lék í Fanný og Alexander hjá LR í vetur. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir Hænuungana og var tilnefnd fyrir Halta Billa, Mýrarljós og Heddu Gabler. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Mömmu Gógó, Kaldaljós og Mávahlátur og Polar Lights verðlaunin í Múrmansk fyrir Mömmu Gógó.

Þórunn Arna Kristjánsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2010. Hún hefur leikið hér í Þjóðleikhúsinu í Vesalingunum, Heimsljósi, Sögustund: Ævintýrinu um Hlina kóngsson, Bjart með köflum, Ballinu á Bessastöðum, Leitinni að jólunum og Finnska hestinum. Fyrir útskrift lék hún litlu stúlkuna með eldspýturnar í samnefndum söngleik í Gamla bíói og söng í óperunni Tökin hert. Hún nam við Tónlistarskóla Ísafjarðar og vorið 2006 lauk hún B.Mus gráðu í söng frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

Page 24: Afmælisveislan - leikskrá

24