27
LEIÐARVÍSIR UM REYNSLUSPORIN TÓLF Pétur S. Einarsson

Reynslusporin

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Minn skilningur á reynslusporunum 12

Citation preview

Page 1: Reynslusporin

LEIÐARVÍSIRUM

R E Y N S L U S P O R I N

TÓLF

Pétur S. Einarsson

Page 2: Reynslusporin
Page 3: Reynslusporin
Page 4: Reynslusporin

LEIÐARVÍSIRFYRIR

REYNSLUSPORIN

Page 5: Reynslusporin

Útgefandi: Aftur og fram ehf. 2010Kápa, umbrot, próförk: PSE.Prentun: CreateSpaceBókin fæst keypt m.a. á www.amazon.com

ISBN 1452832986EAN-13 9781452832982

Page 6: Reynslusporin

Þegar við hefjum okkar AA vinnu hættir okkur til að gera einfalda hluti flókna. Þannig vilja reynslusporin tólf verða snúin og illskiljanleg. Hér á eftir eru nokkrar leiðbeiningar sem hjálpuðu mér til skilnings. Ef til vill verða þær þér að liði.

Reynslusporin eru ekki uppfinning AA samtakanna né eru þau ein um að nota lífsspeki þeirra. Reynslusporin eru markvissar leiðbeiningar um mannrækt. Rækt eigin sálar og vitundar í þeim tilgangi að öðlast innri frið, óttaleysi og hamingju. Sá sem tökum nær á reynslusporunum hefur náð þeim árangri að geta gefið öðrum af æðruleysi sínu og lífsánægju.

Lífsspeki reynslusporanna krefur notanda þeirra ekki um að vera bundinn ákveðnum trúarbrögðum. Hún leggur þvert á móti áherslu á að þú beitir huga þínum eins og þinn innri maður er sáttur við.

Sporin þarf þú ekki að iðka eftir talnaröð. Gott er að kynnast þeim öllum og hafa þau öll alltaf í huga. Hafðu einnig hugfast að reynslusporin hafa hjálpað miljónum manna til þess að lifa heilbrigðu og hamingjusömu lífi. Þú munt hitta suma þeirra á AA fundum.

Lestu sporabókina oft og sæktu sporafundi eins oft og þú treystir þér til. Lestu líka 24 stunda bókina. Bækurnar færðu í gula húsinu í Tjarnargötunni í Reykjavík.

Góð lesning eru einnig bækur James Redfield, The Celestine Prophecy (himneski spádómurinn) sem þýdd hefur verið á Íslensku undir titlinum Celestine handritin og The tenth insight, sem þýdd hefur verið undir titlinum Tíunda innsýnin.

Page 7: Reynslusporin

Reynslusporin skiptast í áfanga:

I. Sá fyrsti er að játa sig gersigraðan.

II. Sá annar að trúa að æðri máttur máttugri okkur sjálfum, geti endurnýjað heilbrigði okkar.

III. Sá þriðji að gefa sig algerlega á vald þessum æðri mætti.

IV. Sá fjórði er að rannsaka sjálfan sig fullkomlega, og sífellt, í þeim tilgangi að öðlast innri frið, óttaleysi og hamingju.

V. Sá fimmti er að lifa samkvæmt sporunum og hjálpa öðrum til þess að njóta hins sama.

Sporin skiptast einnig í ákvarðanatöku og athafnir, á það er bent með hverju spori hér á eftir.

Page 8: Reynslusporin

Til þess að getið notið boðskaps sporanna er nauðsynlegt að nokkur hugtök séu algerlega ljós í þínum huga. Hér á eftir eru skýringar sem gætu hentað þér.

Æðruleysi: Óttaleysi byggt á fullkomnu trúnaðartrausti á æðri mátt.

Auðmýkt: Vilji til að skilja sjálfan sig og aðra, þiggja hjálp og hjálpa án fordóma eða endurgjalds.

Einlægni: Játa af auðmýkt hugsanir án ótta eða uppgerðar.Andlegur: Æðri máttur, sál okkar og vitund.Kærleikur: Velviljuð afstaða til alls sem er, sérstaklega annars

fólks.Ást: Sterkur vilji til sameiningar þrunginn kærleika.Afbrýðisemi: Ótti við að annar fái það sem maður telur sig

eiga.Hroki: Ofurviðkvæmni fyrir áliti annarra.Ágirnd: Að óska sér langt um meir en nauðsyn er.Lauslæti: Að láta kynferðislegar fýsnir stjórna sér.Reiði: Ótti sem grundvallast á óvissu og vanmætti og skorti á

trúnaðartrausti á æðri mátt.Græðgi: Hömlulaus líkamleg neysla langt umfram þarfir t.d.

matar, drykkjar og kynlífs eða peningasöfnun.Öfund: Vanmáttarkennd grundvölluð á sjálfsvorkunn.Leti: Skortur á hvöt til athafna, sem grundvallast á vantrú á

lífstilgang.Fíkn: Geysilega sterk sjálfvirk fýsn heilans til að fullnægja eigin

óskum eða þörfum.Fordómar: Ályktun sem dregin er án auðmýktar, þekkingar,

skilnings eða fyrirgefningar.Afneitun: Það að gagnrýna ekki sjálfan sig og vera í vörn.

Spyrja aldrei: Hvað geri ég rangt? Get ég bætt mig?Eigingirni: Sterk hvöt til að sinna eigin þörfum án tillits til

annarra manna.Meðvirkni: Að láta eigin vilja lúta algerlega vilja annarra.

Page 9: Reynslusporin

I. Áfangi.Að játa sig gersigraðan.

Fyrsta sporið: Við viðurkenndum að alkahólið hafði gjörsigrað okkur og að líf okkar var orðið óstjórnanlegt.

Þetta er langsamlega einfaldasta sporið en jafnframt það erfiðasta. Nú stendur þú frammi fyrir því að þú verður að hætta ógæfu þinni og þeirri óbreytanlegu staðreynd að þér verður ekki hægt að hjálpa ef þú vilt ekki þiggja hjálp. Þú verður að gefast algerlega upp fyrir vandanum. Sumir kalla það að komast á botninn. Það mark er mjög breytilegt fyrir hvert eitt okkar. Lykillinn er að biðja um hjálp og þiggja hana. Því fyrr sem þú áttar þig á vandanum því betra. Ástand þitt mun aðeins versna ef þú grípur ekki eina úrræðið sem til er, sem er að biðja um hjálp til að stöðva neyslu.

En eitt er að stöðva neyslu og annað að breyta venjubundnu hugarfari og hegðan burt frá neysluhugarfari. Iðkun sporanna mun gera þér kleyft að verða allsgáður andlega og líkamlega. Það felst í því fyrst að hreinsa líkamann og samtímis að hreinsa hugsun þína og móta skapandi viðhorf gagnvart mannlífinu.

Þetta spor fjallar um ákvörðun og athöfn. Við tökum ákvörðun um að við sjálf getum ekki ráðið við líkama okkar og leitum hjálpar.

Page 10: Reynslusporin

II. Áfangi.Að trúa að kraftur máttugri okkur sjálfum, geti endurnýjað

heilbrigði okkar.

Annað sporið: Við fórum að trúa að kraftur máttugri okkur sjálfum gæti endurnýjað heilbrigði okkar.

Far þú á AA fundi og sjáðu fólk sem risið hefur úr helvíti og eymd neyslunnar og hefur endurnýjað heilbrigði sitt og orðið hamingjusamt. Hlustaðu á það lýsa hvernig það náði heilbrigði sínu. Frásagnir þeirra ættu að vera þér nægileg sönnun um að til er kraftur máttugri okkur sjálfum sem getur endurnýjað heilbrigði okkar.

Fylgdu þeirra fordæmi og taktu þá ákvörðun að trúa og treysta æðri mætti en sjálfum þér.

Þetta spor fjallar um ákvörðun. Við stígum það mikla skref að trúa því að æðri máttur sé til.

Page 11: Reynslusporin

III. Áfangi.Að gefa sig algerlega á vald þessum æðri mætti.

Þriðja sporið: Við tókum þá ákvörðun að láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu guðs eins og við skynjum hann.

Hér verður þrautin þyngri en ef þú hefur farið í fulla meðferð (ekki bara látið renna af þér í viku) hefur þú orðið að gefa þig á vald þeirra sem önnuðust þig. Ef þér hefur tekist það haltu þá áfram með leiðbeiningum sporabókarinnar að þjálfa fúsleikann til að taka á móti hjálp, þekkingu og skilningi.

Fúsleikann þjálfar þú með því að vera fullkomlega auðmjúkur, einlægur - leyna engu - við trúnaðarmann þinn, á AA fundum eða við æðri mátt. Ræddu allt sem þér býr í brjósti við einhvern af þessum aðilum, eða við þá alla og treystu trúnaði þeirra, skilningi og samúð fölskvalaust.

Þú skalt byrja að nota bænina og mundu að hún er ekki bundin í form. Talaðu við æðri mátt eins og þann sem þú elskar mest. Gott dæmi um algenga áhrifamikla bæn er:

“Jesús Kristur, sonur Guðs miskunna þú mér.”Talaðu alltaf á AA fundi þegar þú hefur þörf fyrir það. Með

því hjálpar þú best sjálfum þér og öðrum félögum samtakanna. Þegar þú hefur náð tökum á einlægninni munt þú finna mikið andlegt frjálsræði og styrk. Hafðu í huga að allir staðir eru góðir til bænar til dæmis er gott að biðjast fyrir í heitu pottunum í sundlaugunum eða bara núna þegar þú lest þetta.

Ef þú kýst að iðka bænina þá mun það flýta mjög þjálfun þinni í auðmýkt og fúsleika að krjúpa á kné og spenna greipar við bænahald, í barnslegri einlægni. Leyfðu þér að vera barn innra með þér.

Þetta spor fjallar um ákvörðun og athöfn að ákveða að fela sig á vald æðra mætti - og gera það.

Page 12: Reynslusporin

IV. Áfangi.Að rannsaka sjálfan sig fullkomlega og sífellt í þeim tilgangi að

öðlast innri frið, óttaleysi og hamingju.

Fjórða til ellefta reynslusporið fjallar um mannrækt. Hvernig þú kannar sjálfan þig, ryður brott göllum þínum en ræktar kostina. Hvernig þú kannar hugsun þína og breytir henni og öðlast skapandi viðhorf. Þegar þú ferð að ná árangri munt þú finna innri frið og hamingju og sjálfkrafa muntu finna að viðmót annars fólks og alls þíns umhverfis verða jákvæðara og auðveldara í þinn garð.

“Ef þú brosir við speglinum, brosir spegillinn við þér.”

Fjórða sporið: “Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi okkar.”

Líttu á þetta viðfangsefni eins og bókhald þar sem þú setur á blað tvo dálka. Annan fyrir kosti þína og hinn fyrir ókosti. Eða annan fyrir það sem þú hefur gert gott og hinn fyrir það sem þú hefur gert illt. Hugsaðu um hvernig þú varst, hvernig þú ert og hvernig þú vilt vera. Skrifaðu allt á blaðið, leyndu engu. Leggðu sérstaka áherslu á kosti þína. Ef þú ert ekki tilbúinn til þess að ræða bókhaldið við neinn eða skammast þín enn fyrir efni þess er góð aðferð að ganga með það í vasanum í nokkra daga og brenna það síðan.

Hugsaðu þetta bókhald þitt eins og bókhald fyrirtækis, það er, hvernig tekst mér að hagnast? Í þessu tilfelli spyrðu: Hvaða ranga viðhorfi þarf ég að hætta og hvaða góða viðhorf á ég að efla svo ég hafi hamingju sem hagnað. Hugsaðu einnig um, það að hamingjuafgang þinn getur þú gefið öðrum.

Viðfangsefni þessa spors er að þú gerir þér skýra mynd af því hverskonar maður þú varst, ert og vilt vera.

Þetta spor fjallar um athöfn. Það að horfa á sjálfan sig.

Page 13: Reynslusporin

Fimmta sporið: “Við játuðum afdráttarlaust fyrir æðri mætti, sjálfum okkur og trúnaðarmanni yfirsjónir okkar.”

Þetta spor miðar að því að þjálfa auðmýkt og fúsleika og er eðlilegt framhald af bókhaldi okkar. Í bókhaldinu sáum við svart á hvítu hver við vorum, erum eða viljum vera. Nú ræðum við um ókosti okkar, af auðmýkt, fullri hreinskilni og án leyndar, við trúnaðarmann, á AA fundum og við æðri mátt.

Hér á enn við að ef við getum ekki rætt einhver mál er gott að skrifa þau á miða og geyma í vasanum í nokkra daga og brenna síðan.

Með iðkun þessa spors áttum við okkur mjög greinilega á því hvað okkur finnst vera yfirsjónir og við förum að skilja betur hvaða mann við höfum að geyma.

Höfum sjónarmiðið um hagnaðinn enn í huga, það er, að með því að fækka eða útrýma illu þáttunum eykst hagnaður okkar, sem í þessu tilfelli er lífshamingjan.

Þetta spor fjallar um athöfn. Það að játa fyrir þeim sem maður treystir.

Page 14: Reynslusporin

Sjötta sporið: “Við vorum þess albúin að láta æðri mátt lækna allar okkar skapgerðarveilur.”

Hér reynir enn á að biðja um hjálp til þess að verða betri maður og þiggja hjálpina af galopnum huga, auðmýkt og fúsleika - algerlega án gagnrýni á þann aðila sem beðinn er um hjálp.

Líttu á orðið “skapgerðarveilur” sem hugtak um neikvæðar hugsanir sem móti ranga afstöðu þína til mannlífsins og hefur leitt af sér erfiðleika þína.

Sú spurning vaknar hjá okkur flestum hvort það hafi nokkuð gagn að leggja allan sinn vanda til lausnar hjá æðri mætti?

Sú spurning leysir engann vanda því þú færð ekki svar við henni án þess að reyna. Hlustaðu vel á AA fundum, einkum sporafundunum á þá sem fullyrða að æðri máttur hafi læknað þeirra skapgerðarveilur. Þú munt heyra í þeim hundruðum, ef ekki þúsundum, saman.

Taktu þeirra frásagnir sem sönnun þess að æðri máttur muni hjálpa þér eins og mátturinn hefur hjálpað öðrum - og gerðu eins og þeir.

Ekki reyna að finna upp eigin aðferðir. Notaðu í stað þess aðferðir sem að hafa reynst vel.

Mundu að það er búið að finna upp hjólið. Skynsamur maður þarf ekki að finna hjólið upp aftur, heldur að nota það sér og öðrum til skapandi verka.

Þetta spor fjallar um ákvörðun um að vilja biðja æðri mátt um lækningu.

Page 15: Reynslusporin

�0

Sjöunda sporið: “Við báðum æðri mátt í auðmýkt að losa okkur við brestina.”

Líttu á orðið “bresti” sem hugtak um hugsun, afstöðu og framkomu sem hefur komið þér í vandræði, eða með öðrum orðum: Skapgerðarveilur.

Þótt þú hafir enga trú á því að biðja skaltu gera það samt. Ekki gefast upp þó svör komi ekki samdægurs en ég fullvissa þig um að þau koma.

Ég hef reynt það sjálfur að æðri máttur svarar öllum.Talaðu við æðri mátt eins og þú talar við þann sem þú elskar

mest.Aðrir munu fyrr átta sig, á undan þér, á breytingum sem munu

verða á þér til hins betra.Þú munt verða undrandi á árangrinum.Það er rétt að góðir hlutir gerast hægt en gerast samt á

undraverðum hraða ef unnið er markvisst að þeim.Taktu vel eftir að góðir hlutir gerast hraðar en illir, en hinir

góðu birtast hægar. Hið illa birtist alltaf með sprengingu.Mundu að með því að gera gott, færðu gott.

Þetta spor fjallar um athöfn. Að biðja æðri mátt um lækningu.

Page 16: Reynslusporin

��

Áttunda sporið: “Við gerðum lista yfir alla menn sem við höfðum skaðað og urðum fús til þess að bæta þeim öllum.”

Enn erum við að fást við bókhaldið. Í fjórða sporinu skilgreindum við hvað við gerðum rangt en nú hverjum og jafnvel hvenær. Hafðu frekar fleiri en færri menn á þínum lista og hafðu í huga að þetta spor fjallar ekki aðeins um þá sem þú hefur skaðað líkamlega.

Það fjallar ef til vill fyrst og fremst um þá sem þú hefur sært með tillitslausu, grófu og eigingjörnu framferði eða tali. Væntanlega eru þetta börn þín, maki, foreldrar, systkyni, vinir og ættingjar. Alkahólistinn er aldrei eina fórnarlamb vímunnar hópurinn umhverfis hann sem skaðast er stór.

Vímuefnið er orsökin, en þú ert hinn seki einstaklingur - þar til þú hefur orðið fús til þess að bæta skaðann sem þú hefur valdið og bætt hann - en þá ert þú frjáls.

Skaðinn er þá orðinn hluti af fortíðinni og hafðu alltaf hugfast að reynslusporin kenna uppgjör við fortíðina og viðskilnað. Þú ert að losna undan fortíðinni í eitt skipti fyrir öll ásamt skömminni, eftirsjánni og sorginni yfir skaðaverkum þínum. Nú tekur við nútíðin með æðruleysi og jafnvægi, sem er besti undirbúningur sem hugsast getur fyrir framtíðina.

Áttunda sporið er frekari þjálfun í auðmýkt og fúsleika. Auðmýkt til að horfast í augu við skaðaverk sín og fúsleiki til þess að biðja um fyrirgefningu vegna þeirra.

Líttu svo á fortíðina sem farangur og gerðu við hana eins og ferðalangur, láttu farartækið bera farangurinn. Hættu að burðast með nagandi hugsanir um fortíðina. Einbeittu þér að nútíðinni og framtíðinni.

Þetta spor fjallar um ákvörðun og athöfn. Við ákveðum að lagfæra líf okkar - og gerum það

Page 17: Reynslusporin

��

Níunda sporið: “Við bættum þessum mönnum milliliðalaust, ef þess var nokkur kostur, svo framarlega sem það særði ekki þá eða aðra.”

Í beinu framhaldi af áttunda sporinu förum við til mannanna á listanum og biðjum þá að fyrirgefa skaða okkar. Ef ekki er kostur að fara til þeirra þá skrifum við sömu beiðni. Leiðréttingin er oft annað en fyrirgefning ef til vill greiðsla eða lagfæring. Við gerum hana.

Ég hvet þig eindregið til þess að fylgja þessu spori til hins ítrasta. Það er erfitt en mun frelsa þig frá oki fortíðarinnar og hreinsa þig frá skömminni og niðurnægingunni. Ég gerði þetta og mun aldrei sjá eftir því. Vel getur verið að sumir séu ekki tilbúnir til þess að fyrirgefa þér, en flestir munu vera það. Aðgerðin er aðallega í þína eigin þágu og það mun skipta þig miklu máli að hafa stigið þetta skref. Þú munt finna þinn innri styrk eflast og andlegt frelsi aukast.

Hafðu alltaf hugfast að valda ekki nýjum skaða með yfirbót þinni með því að særa menn, til dæmis með því að rifja upp sársaukafulla atburði sem betur ættu að liggja í þagnargildi. Ákaflega vafasamt er til dæmis að upplýsa maka eða annan um framhjáhald ef engin vitneskja er fyrir hendi af hans hálfu. Stundum má satt kyrrt liggja. Í slíkum tilfellum skaltu leiðrétta brotið með tryggð og kærleika í hegðun gagnvart þeim sem þú braust gegn.

Lestu boðorðin tíu og reyndu að skilja að tilgangur þeirra er að leiðbeina um fagurt og hamingjusamt mannlíf.

Níunda sporið er enn þjálfun í auðmýkt og fúsleika, sem mun styrkja þig. Það mun gera þig færan um að fyrirgefa öðrum það sem þér finnst þeir hafa gert á þinn hlut. Ef þú átt erfitt með að fyrirgefa og finnur fyrir haturshug til einhvers manns þá skaltu biðja fyrir honum og það mun veita þér sjálfum vellíðan, sannaðu til.

Gleymdu ekki að skoða hvað þú gerðir sjálfum þér rangt. Kannaðu hvað þú þarft að fyrirgefa sjálfum þér og hvað það er sem veldur þér kvíða og sársauka.

Page 18: Reynslusporin

��

Ef þú ert haldinn þráhyggju vegna reiði eða ótta og hugsunin suðar eins og býfluga í höfðinu á þér þá getur gefið góða raun að fara á AA fund, þeir slíta yfirleitt þráhyggju að minnsta kosti um stundarsakir.

Einnig getur þú sagt hvasst “stopp” við sjálfan þig og þráhyggjan mun stansa í nokkrar sekúndur en hléið verður lengra og lengra eftir því sem þú notar aðferðina oftar.

Þú getur líka reynt að skrifa þráhugsunina á blað og skrifa einnig þrjár hugsanir eða fullyrðingar sem eru jákvæðar, til dæmis: Ég er vesalingur, gæti verið þráhyggjan. Skrifaðu það og svo til dæmis: Það er ekki rétt því ég er góður maður, ég á góða vini, mér eru allir vegir færir. Þessi aðferð virkar vel á þráhyggju.

Besta aðferð sem ég hef fundið er að hugsa um æðri mátt. Það stöðvar alla hugsun hjá mér og ég lifi þá einungis í hreinni óttalausri vitund. Aldrei hef ég sterkari tilfinningu um æðruleysi í mínum huga, en þá.

Ofangreindar aðferðir virka einnig vel til þess að deyfa og eyða sárauka sem mörg okkar finna. Sársauka sem getur lýst sér eins og brjóstið sé að rifna upp.

Reyndu að gera þér í hugarlund að sársaukinn er geðshræring sem stafar frá starfsemi líkama þíns. Það gerist þannig að hugsun þín veldur framleiðslu Adrenalíns í nýrnahettunum. Adrenalínið sprautast út í blóðið og berst til hjartans sem eykur starfsemi sína og setur líkama þinn í varnarstöðu. Hraðari hjartsláttur veldur óttahugsunum. Þetta er staða sem kölluð er vítahringur.

Líkami sem er alltaf í varnarstöðu vegna rangra hugsana er í yfirspennu - kvíðinn.

Leiðréttu hugsanir þínar og hnúturinn í maganum hverfur.Mundu að það er erfitt að gera þetta einn. Leitaðu hjálpar

þar sem hjálpina er að finna hjá sérfræðingum, AA, SAA eða trúnaðarmanni þínum.,

Þetta spor fjallar um athöfn. Við báðum um fyrirgefningu eða leiðréttum og fyrirgáfum sjálfum okkur.

Page 19: Reynslusporin

��

Tíunda sporið: “Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar út af bar, viðurkenndum við yfirsjónir okkar undarbragðalaust.”

Í fjórða sporinu hófum við að færa bókhaldið og koma lagi á það og við skipulögðum reksturinn þannig að hann skilaði okkur hagnaði sem í þessu tilfelli er lífshamingjan.

Tíunda sporið segir þér að nauðsynlegt sé að hafa bókhaldið í lagi.

Þú verður að fylgjast reglulega með því sem þú gerir og gæta að þér og lífsrekstri þínum svo tryggt sé að þú hafir alltaf hagnað.

Mundu að hagnaðinum, hamingjunni, getur þú deilt með öðrum ef þú vilt. Þú hefur ótakmörkuð umráð yfir þessum hagnaði þínum.

Það mun hafa í för með sér að þú verður aftur fær um að gefa af þér, fær um að elska aðra mannveru og bera fölskvalausa umhyggju fyrir henni. Þú munt öðlast aftur grundvöll til þess að vera elskaður maki, foreldri, vinur eða félagi.

Þetta spor fjallar um athöfn. Við framkvæmum stöðuga sjálfsrannsókn.

Hvern morgun og hvert kvöld litum við í eigin spegil og spurðum: Líkar mér vel við þig? Og við hættum ekki fyrr en við getum alltaf svarað okkur sjálf með: Já, svo sannarlega!

Og svo brosum við í spegilinn það sem eftir er - ánægð með sjálf okkur og líf okkar.

Page 20: Reynslusporin

��

Ellefta sporið: “Við leituðumst við með bæn og íhugun að styrkja vitundarsamband okkar við æðri mátt, eins og við skynjum hann, og biðjandi aðeins um vitneskju um vilja hans og mátt til að framkvæma hann.”

Í fyrri sporum höfum við ákveðið að fela líf okkar æðri mætti og við höfum þjálfað auðmýkt, einlægni, fúsleika og kærleika. Við munum öll finna að það skilar okkur árangri.

Þess vegna höldum við áfram að biðja og þroskum bænir okkar.

Hér er dæmi um árangursríka bæn:

“Drottin leyf kærleika þínum streyma í sál mína svo ég megi veita hann öðrum.”

Sjálfur finn ég strauma fara um mig við þessa bæn og ég sé mikið og bjart ljós, fagra liti, finn fallega tónlist og skynja mjög sterkt vitundarsamband við æðri mátt.

Ég hef hitt fjölda manna innan AA samtakanna og utan sem hafa sagt mér af sömu reynslu. Þessi reynsla hefur veitt mér djúpan innri frið og æðruleysi.

Hún hefur veitt mér fullvissu um æðri mátt.

Annað dæmi um árangursríka bæn er:

“Drottinn lát mig skilja hvað mér er fyrir bestu og gef mér styrk til að framkvæma það.

Verði þinn vilji ekki minn.”

Ellefta sporið fjallar um að þroska og efla vitundar samband okkar við æðri mátt.

Page 21: Reynslusporin

��

Við gerum það með einbeitingu kærleikshugsunar á fernan máta:

1. Einlægri bæn sem ekki þarf að vera formföst og má biðja hvar sem er. Bæn þín getur verið eins og samtal við góðan einlægan vin, sem þú berð ástúð til eða elskar. Þú biður fyrir öðrum og farsæld þeirra, en gleymdu ekki að biðja fyrir sjálfum þér.

2. Með hugleiðslu, en þá rökræðum við í huga okkar einhverja hugsun með okkar innri rödd, og jafnvel ræðum við æðri mátt sem félaga. Dæmi um það gæti verið erfið ákvörðunartaka, heilabrot um tilgang lífsins eða hugsun um fallegt atvik, stað, mynd eða mann, en tilvikin eru óendanleg.

3. Með íhugun, en þá rökræðum við ekki heldur setjum í hugann spurningu án þess að fjalla um hana, hugsum bara orðin t.d.: Er æðri máttur til? Eftir einhvern tíma mun svari ljósta niður í huga þér án þess að þú hafir orðið þess var að nokkur hugsun um efnið hafi farið fram. En eins og í bæninni og hugleiðslu eru tilbrigðin óendanleg.

4. Með stöðvun hugsunar, eingöngu lifandi í vitund inni. Það tekur tíma að ná þessu stigi, en með þrautseigju næst það og mun veita þér ómælda lífsnautn og gleði.

Þegar þú iðkar ellefta sporið, og reyndar öll hin, er þess virði að hugsa sér líkama og vitund aðskilin.

Hugsaðu þér að vitundin geti stjórnað líkamanum en geti líka lokast frá honum til dæmis vegna fíknar, eigingirni, meðvirkni eða reiði og þá stjórni líkaminn hugsun þinni en vitundin verði hlutlaus áhorfandi.

Þú hugsar þér að líkaminn sé dýr sem hefur þann eina tilgang að halda lífi og viðhalda sjálfum sér.

Ákaflega eigingjarnt fyrirbæri.Þú munt greina að allar illar og sárar tilfinningar eru líkamlegar

og heita með réttu: Geðshræringar. Auðvitað eru einnig til góðar geðshræringar.

Geð er annað nafn á Sál á íslensku. Í miklum neikvæðum geðshræringum erum við í sálarkreppu.

Page 22: Reynslusporin

��

Reyndu að greina mun á tilfinningu í vitundinni og geðshræringu í líkamanum.

Hugsaðu þér að með bæn, hugleiðslu og íhugun um kærleika, auðmýkt og einlægni opnir þú vitundinni leið til þess að stjórna líkamanum og þú munt finna að vitundin skynjar ekki illt, né sársauka. Vitundin skynjar aðeins ást, kærleika og fegurð og nærist á því.

Taktu eftir að þú sérð í vitundinni hvað augu þín sjá, heyrir í vitundinni hvað eyru þín heyra og nemur í vitundinni hvað heili þinn hugsar.

Taktu eftir þínum innri manni og reyndu að greina þá veru frá þínum ytri manni, líkamanum.

Hugsaðu þér að vitundin sé þú sem er aðsetur samviskunnar og vitundin sé það afl þitt sem réttast er að stjórni lífi þínu og líkama.

Við það munt þú skynja meðvitund þína aukast og eflast sífellt.

Stöðvaðu hugsun þína og fylgstu vel með hvað gerist þá í vitund þinni. Taktu vel eftir tilfinningum og hugsýnum. Leiktu þér með ímyndunarafl þitt til góðs. Sjáðu fyrir þér góða atburði verða. Þá munt þú verða fær um að skynja kyrrláta alsælu sem er fyllt ólýsanlegri gleði. Þú munt finna líkama þinn léttast, vitundina víkka, milt bros færast yfir andlitið og birtu í huga þínum og veröldin mun brosa við þér og þú munt þekkja þroskaða AA menn úr fjölda fólks hvar sem er í veröldinni.

Þú þekkir þroskað AA fólk á æðruleysisbrosinu.

Lifðu eins og sólúrið, teldu aðeins gleðistundirnar.

Þetta spor fjallar um athöfn. Við framkvæmum eflingu vitundarsambands við æðri mátt og förum að nota bænina, hugleiðslu, íhugun og stöðvun hugsunar, oft og mikið.

Page 23: Reynslusporin

��

V. Áfangi.Að lifa samkvæmt sporunum og hjálpa öðrum til þess að njóta

hins sama.

Tólfta sporið: “Árangur af iðkun reynslusporanna var að sál okkar vaknaði. Við leituðumst við að kynna þá reynslu okkar, alkahólistum og fylgja lífsreglum sporanna í hvívetna.”

Þetta spor segir okkur það sama og Jesú sagði lærisveinum sínum eða í hnotskurn: Kerfi reynslusporanna virkar, fylgdu lífsreglum þeirra og láttu annað fólk vita af reynslu þinni svo það eigi þess kost að öðlast heilbrigði á sama hátt.

Það að hjálpa öðrum og sjá árangur mun veita þér meiri lífsgleði og ánægju en þú hefur áður kynnst.

Þetta spor fjallar um athöfn. Við hjálpum öðrum í orði og verki og með því að sýna gott fordæmi með lífi okkar.

Page 24: Reynslusporin

��

Að lokum nokkur orð um æðruleysisbænina.

Guð gefi mér æðruleysiTil þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt

Kjark til að breyta því sem ég get breyttOg vit til að greina þar á milli.

Orðið æðruleysi er þýðing á latneska orðinu Serenity. Það orð þýðir heiðskír himinn.

Æðruleysi getur því þýtt tær hugur.Áður hefur verið sagt að æðruleysi sé óttaleysi grundvallað á

algjörri fullvissu um hjálp æðri máttar, en hvað er það sem ég get ekki breytt og hvað er það sem ég get breytt?

Mín niðurstaða er að ég get breytt sjálfum mér en ekki náttúruöflunum eða öðru fólki. Því bið ég um kjark til þess að takast á við reynslusporin og til að breyta sjálfum mér í skapandi mannveru.

Ég bið því um kjark til þess að taka ákvörðun um að breyta manngerð minni, eða með öðrum orðum: skapgerð minni, svo ég geti sýnt þann persónuleika sem ég vil nota til góðs fyrir mig og allt mitt umhverfi.

Kærleikinn mun sitja í fyrirrúmi vegna þess að ég hef ákveðið að lifa með þá hugsun og í þeim tilgangi.

Það að lifa í sátt og hamingju er þannig mín eigin ákvörðun.Það er sagt að yfir inngangnum á hjálparstöðvum SAA sé letrað

ósynilegu letri:

Hér læknast allir sem það vilja.

Vilji til að læknast er lækningin. Búðu til þann vilja með leiðbeiningu sporanna.

Gangi þér allt í haginn.Sporafélagi þinn.

Page 25: Reynslusporin
Page 26: Reynslusporin
Page 27: Reynslusporin