19
1 Þróun og staða ferðaþjónustu á Húsavík Niðurstöður ferðavenjukönnunar sumarið 2013 Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir Viðskiptafræðideild Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XV. Erindi flutt á ðstefnu í október 2014 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1

Þróun og staða ferðaþjónustu á Húsavíkžróun og... · 2016-06-02 · veldur því að hlutfall ungs fólks á Húsavík hefur lækkað á meðan hlutfall þeirra eldri hefur

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

1

                           

Þróun og staða ferðaþjónustu á Húsavík

Niðurstöður ferðavenjukönnunar sumarið 2013

Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir

Viðskiptafræðideild

Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson

21

Rannsóknir í félagsvísindum XV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2014 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands

ISBN 978-9935-424-18-1

1

Þróun og staða ferðaþjónustu á Húsavík

Niðurstöður ferðavenjukönnunar sumarið 2013

Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir

Saga ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum er löng, enda skartar svæðið af fjölbreytilegri náttúru sem hefur vakið áhuga ferðamanna í gegnum tíðina. Umsvif í ferðaþjónustu hafa aukist jafnt og þétt á svæðinu undanfarna áratugi og á Húsavík eru miklar vænt-ingar bornar til atvinnugreinarinnar. Í þessari grein verður þróun og stöðu ferða-þjónustu á Húsavík lýst og helstu niðurstöður spurningakönnunar sem framkvæmd var meðal erlendra ferðamanna sumarið 2013 kynntar.

Staðhættir og atvinnulíf

Húsavík stendur við austanverðan Skjálfanda og er fjölmennasti byggðarkjarninn í Þingeyjarsýslum. Þar hefur verið búið allt frá landnámi og 1. janúar 2014 var íbúafjöldi bæjarins 2.207. Sjósókn hefur frá upphafi verið einn mikilvægasti atvinnuvegur staðarins auk landbúnaðar og matvælavinnslu. Verslun og þjónusta hefur einnig gegnt mikilvægu hlutverki fyrir Húsavík og sveitirnar um kring (Norðurþing, 2010). Nokkur fólksfækkun hefur átt sér stað á Húsavík undanfarin ár, en frá árinu 1998 hefur íbúum fækkað um 284, eða um 11,4% á sama tíma og íbúum landsins hefur fjölgað um 19,6%.(Hagstofa Íslands, 2014b). Á sama tíma og íbúum staðarins hefur fækkað, hefur atvinnulíf á Húsavík dregist saman. Aðdráttarafl höfuðborgarsvæðisins með auknum tækifærum til menntunar og starfsframa hefur togað til sín ungt fólk af svæðinu sem veldur því að hlutfall ungs fólks á Húsavík hefur lækkað á meðan hlutfall þeirra eldri hefur hækkað (Norðurþing, 2010). Á mynd 1 má sjá íbúafjölda eftir aldurshópum árin 1998 og 2014 á Húsavík. Meðalaldur, skilgreindur sem meðaltal af aldri íbúa Húsa-víkur, hefur hækkað um 19% á tímabilinu (Hagstofa Íslands, 2014b).

Vöxtur í ferðaþjónustu undanfarin ár hefur verið mikilvægt mótvægi við samdrátt í áðurnefndum atvinnugreinum, en þar hefur helsti drifkrafturinn verið í hvalaskoðun (Cunningham, Huijbens og Wearing, 2011). Í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 er litið til ferðaþjónustu sem eins helsta vaxtarmöguleika atvinnulífsins auk þess sem væntingar eru bornar til þess að hægt verði að nýta orkuna í héraðinu til uppbyggingar stóriðju sem gæti orðið nýr hornsteinn í atvinnulífinu (Norðurþing, 2010).

Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir

2

Mynd 1. Íbúafjöldi á Húsavík eftir aldurshópum árin 1998 og 2014 (Hagstofa Íslands, 2014b)

Þróun ferðaþjónustu á Húsavík

Umfang ferðaþjónustu í atvinnulífi Húsavíkur tók að vaxa á síðustu áratugum 20. aldar líkt og víða annars staðar um landið. Árið 1984 hófst skipulagt samstarf ferða-þjónustuaðila í bænum með stofnun Ferðamálafélags Húsavíkur. Markmið félagsins var að vera leiðandi afl í uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu og vinna að kynningar-málum fyrir Húsavík sem ferðamannastaðar. Helstu áherslur í markaðsmálum voru á fegurð héraðsins og ferðir í Kverkföll. Félagið vann einnig að því að koma á fót upp-lýsingaþjónustu fyrir ferðamenn í bænum (Sæmundur Rögnvaldsson, 2003).

Ferðaskrifstofa Húsavíkur hóf starfsemi sína um svipað leyti og Ferðamálafélagið var stofnað. Hún sá um farmiðasölu fyrir Flugfélag Íslands og Úrval Útsýn auk þess sem hún gegndi hlutverki upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn. Ferðaskrifstofan stóð þar að auki fyrir utanlandsferðum og skoðunarferðum á sjó þar sem boðið var upp á sjóstöng og fuglaskoðun. Árið 1992 var boðið upp á hestaferðir frá Húsavík en sú þjónusta vatt síðar upp á sig og varð að Hestamiðstöðinni Saltvík (Sæmundur Rögnvaldsson, 2003).

Ákveðin straumhvörf áttu sér stað í ferðaþjónustu þegar hvalaskoðun hófst á Húsavík árið 1995 en hún er nú helsta aðdráttarafl ferðamanna til bæjarins. Stað-setning Húsavíkur við Skjálfandaflóa er góð í því tilliti og frá upphafi hvalaskoðunar á Íslandi hefur Húsavík gegnt forystuhlutverki um þróun atvinnugreinarinnar (Cunning-ham, Huijbens, og Wearing, 2011). Staðurinn var m.a. valinn sem einn af tíu eftir-sóknarverðustu hvalaskoðunarstöðum í heiminum árið 2010 (Homewood, 2010). Í bænum eru nú rekin þrjú hvalaskoðunarfyrirtæki auk hvalasafns en þau hafa ásamt nokkrum ferðaþjónustuaðilum sameinast um að markaðsetja Húsavík sem höfuðstað hvalaskoðunar á Íslandi (Sverðin slíðruð á Húsavík, 2014, 29. apríl). Ljóst er því að hvalir í Skjálfandaflóa gegna mikilvægu hlutverki við að laða ferðamenn til Húsavíkur auk þess sem þeir draga ár hvert fjölda vísindamanna og nemenda til bæjarins í þeim tilgangi að vinna að rannsóknarverkefnum sínum. Þó staðsetning Húsavíkur teljist vera einn af kostum staðarins yfir sumartímann

telst hún meðal helstu veikleika hans yfir vetrartímann. Ástæða þess eru takmarkaðar samgöngur, slæmt ástand vega og skortur á aðgengi að vinsælum ferðamannastöðum á veturna (John S. Hull Associates Inc., Kalahari Management Inc., Rannsóknamið-stöð ferðamála og New Zealand Tourism Research Institute, 2008; Rannveig Ólafs-dóttir, 2009). Nokkur bót hefur þó orðið á samgöngumálum í Þingeyjarsýslum síðustu

Þróun og staða ferðaþjónustu á Húsavík

3

ár en ljóst er að þau munu gegna mikilvægu hlutverki við að ná markmiðum stjórn-valda um minni árstíðasveiflu í ferðaþjónustu og betri dreifingu ferðamanna um landið (Edward Hákon Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson, 2013).

Húsavíkurstofa er miðstöð fyrir hagsmunaaðila í verslun og þjónustu á svæðinu. Yfir sumartímann starfrækir hún upplýsingamiðstöð ferðamála ásamt því að hafa um-sjón með tjaldsvæði bæjarins (Húsavíkurstofa, 2014). Auk Húsavíkurstofu hafa Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Markaðsstofa Norðurlands komið að fjölda verk-efna á sviði ferðamála á svæðinu.

Ferðaþjónusta er mjög sýnilegur þáttur í atvinnulífi og bæjarmynd Húsavíkur. Upp-bygging atvinnugreinarinnar hefur byggt á sérstöðu staðarins líkt og víða annars staðar á Íslandi (Þingskjal nr. 758/ 2010-2011) og hafnarsvæðið hefur fengið nýjan svip með tilkomu hvalaskoðunar. Fjöldi hvalaskoðunarbáta liggur í höfninni auk þess sem veitingastaðir, kaffihús, söfn og fleiri þjónustufyrirtæki eru staðsett í hjarta bæjarins. Hótel og gistiheimili hafa risið til að mæta aukinni eftirspurn ferðamanna og tjaldsvæði bæjarins er vinsæll áningarstaður. Á sama tíma og nútímaþörfum ferðamanna er mætt á Húsavík hefur mönnum tekist að halda í gömul gildi og varðveita íslenska byggingar-list á staðnum. Húsnæði hefur víða verið endurgert og fært í upprunalegt horf í bænum auk þess sem eldri byggingar hafa staðið af sér nútímavæðinguna.

Í töflu 1 hefur verið tekinn saman fjöldi þjónustueininga í ferðaþjónustu á Húsavík. Með þjónustueiningu er í þessari grein átt við starfsstöð með beinni þjónustu til ferða-manna. Um getur verið að ræða gistingu, veitingasölu eða aðra ferðaþjónustu, óháð því hver rekstraraðilinn er eða hvort sami aðili standi að baki fleiri en einni þjónustu-einingu. Frá árinu 2003 hefur fjöldinn tæplega tvöfaldast. Talsverð aukning hefur verið í framboði gistiheimila og heimagistingar auk þess sem nýtt nítján herbergja hótel opnaði árið 2012. Veitingastöðum og kaffihúsum fjölgaði úr fjórum í níu og af-þreyingarfyrirtækjum úr sex í níu á sama tímabili.

Tafla 1. Fjöldi ferðaþjónustueininga á Húsavík 2003-2013 (samantekt höfundar)

2003 2005 2007 2009 2011 2013

Hótel með veitingasölu 1 1 1 1 1 2

Gistiheimili/ heimagisting 3 4 6 6 9 10

Veitinga- og kaffihús 4 4 6 6 9 9

Söfn og handverkshús 3 4 4 4 4 4

Afþreying 6 6 6 6 6 9

Samgöngur 2 2 2 2 2 2

Alls 19 21 25 25 31 36

Á mynd 2 má sjá þróun í fjölda ársverka í ferðaþjónustu á Húsavík árin 2007-2012.

Á þessu tímabili fjölgaði ársverkum úr 47 í 79, eða um 68%, sem er meiri aukning en í öðrum atvinnugreinum á staðnum. Samdráttur varð í 7 atvinnugreinum af 11.

Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir

4

Mynd 2. Fjöldi ársverka eftir atvinnugreinum á Húsavík 2007-2012 (Ari Páll Pálsson, vefpóstur, 20. ágúst 2014)

Sumarið 2012 var fjöldi starfa í ferðaþjónustu á Húsavík alls 205, eða 183 stöðu-gildi, samkvæmt atvinnumálakönnun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Yfir vetrar-tímann var fjöldinn 63 störf og 45 stöðugildi (Ari Páll Pálsson, vefpóstur 20. ágúst 2014). Á mynd 3 má sjá sveifluna í fjölda stöðugilda á milli sumars og vetrar sem og reiknuð ársverk.

Mynd 3. Fjöldi stöðugilda og ársverka í ferðaþjónustu á Húsavík 2007-2012 (Ari Páll Pálsson, vefpóstur, 20. ágúst 2014)

Þróun og staða ferðaþjónustu á Húsavík

5

Fjöldi ferðamanna

Talningar ferðamanna á landsbyggðinni hafa ekki verið framkvæmdar með reglulegum eða fastmótuðum hætti hérlendis og því er lítið til af gögnum um fjölda ferðamanna á afmörkuðum svæðum. Í þessari skýrslu byggir talning ferðamanna á áætlunum út frá spurningakönnun Rannsókna og ráðgjafar ferðaþjónustunnar (RRF) í Leifsstöð og talningu Ferðamálastofu. Einnig er horft til ferðavenjukannana Ferðamálastofu.

Árið 2012 komu um 673 þúsund erlendir ferðamenn til landsins með flugi eða Norrænu. Því til viðbótar komu um 95 þúsund erlendir ferðamenn með skemmti-ferðaskipum. Áætlaður fjöldi gesta til Húsavíkur sama ár var 195.000. Þar af voru erlendir gestir 126.000 og Íslendingar 69.000 (mynd 4). Af erlendu gestunum komu um 10.000 yfir vetrartímann eða tæp 8% (Rögnvaldur Guðmundsson, 2013).1 Árleg meðalaukning í fjölda íslenskra ferðamanna til Húsavíkur á tímabilinu 2005-2012 var 4,3% en 6,9% meðal erlendra ferðamanna. Árleg meðalaukning í fjölda ferðamanna í heiminum var á sama tíma 3,6% en 9,0% á Íslandi í heild. Aukningin hefur því verið heldur hægari á Húsavík en á landinu öllu þrátt fyrir að vera vel ofan við meðal-aukningu í heiminum.  

 

Mynd 4. Heildarfjöldi ferðamanna til Húsavíkur 2005-2012 (Rögnvaldur Guðmundsson, 2013)

Skýrsla RRF nær til ársins 2012 og því hafa engar fjöldatölur verið birtar yfir fjölda erlendra gesta á Húsavík sumarið 2013. Hlutfallstölur samkvæmt ferðavenjukönnun Ferðamálastofu ná yfir sumarið 2011 og veturinn 2011-2012. Byggt á þessum tölum sem og þróun hlutfalls RRF frá árinu 2005 til 2012 má gera ráð fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna á Húsavík árið 2013 hafi verið á bilinu 148-156 þúsund á sama tíma og 807 þúsund erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland.

Á mynd 5 má sjá áætlaðan heildarfjölda erlendra ferðamanna í Þingeyjarsýslu og á völdum stöðum innan sýslunnar á tímabilinu 2005-2012. Tölurnar byggja á skýrslu RRF frá árinu 2012 um ferðamenn í Þingeyjarsýslum og þróunina frá 2005.

                                                                                                                         

1 Ekki voru til upplýsingar um hlutfallsskiptinu gestakoma Íslendinga til Húsavíkur eftir árstíðum

Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir

6

Mynd 5. Áætlaður fjöldi erlendra gesta í Þingeyjarsýslum og á völdum stöðum þar 2005-2012 (fjöldi í þúsundum) (Rögnvaldur Guðmundsson, 2013, bls. 16)

Fjöldi farþega í hvalaskoðun á Húsavík

Hvalaskoðunarferðir á Húsavík verða að teljast eitt mikilvægasta aðdráttarafl ferða-manna til staðarins. Fjöldi farþega hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 1995 en alls hafa fjögur fyrirtæki boðið upp á hvalaskoðunarferðir á Húsavík frá upphafi. Á mynd 6 má sjá fjölda farþega í hvalaskoðun á árunum 1995-2013 á Íslandi. Tímabil hvalaskoðunarferða á Húsavík hefur lengst frá því sem áður var og hefst það nú í byrjun apríl og stendur út nóvember þó veður og vindar geti haft áhrif á framboð ferða.

Norðursigling og Sjóferðir Arnars hófu hvalaskoðun á Húsavík árið 1995. Áður höfðu verið gerðar tilraunir með hvalaskoðun á Höfn í Hornafirði 1991-1993 og í Keflavík 1994 (Rasmussen, 2014).

Þróun og staða ferðaþjónustu á Húsavík

7

 

Mynd 6. Fjöldi farþega í hvalaskoðun eftir svæðum 1995-2013 (Rannveig Grétarsdóttir (Hvalaskoðunarsamtök Íslands), vefpóstur, 22. apríl 2014)2

Hvalaskoðun er sú tegund afþreyingar sem hefur vaxið hvað hraðast í ferða-þjónustu á Íslandi frá árinu 1996 (Anderson, Gothall og Wende, 2014; Edward H. Huijbens, 2013, bls. 24). Heildarfjöldi farþega í hvalaskoðun á Íslandi árið 2013 var 200.000 og því er hlutfall Húsavíkur tæp 32% eða 63.200 farþegar. Árlegur meðal-vöxtur í fjölda farþega á Húsavík síðastliðin tíu ár (2004-2013) er 9% á sama tíma og hann er rúm 15% í Reykjavík. Sveiflurnar hafa verið meiri á öðrum stöðum á landinu og nokkuð um að fyrirtæki hafi flutt starfsemi sína af landsbyggðinni til höfuðborgar-svæðisins (Icewhale, e.d.).

Gistinætur í Þingeyjarsýslum

Samkvæmt gistiskýrslum Hagstofunnar var heildargistináttafjöldi á landinu öllu árið 2013, 4.280.685 sem er um 15% aukning frá fyrra ári. Þar af voru gistinætur erlendra ríkisborgara 3.366.252 sem eru um 79% af heildarfjölda gistinátta. Í tengslum við þessa rannsókn tók Hagstofan saman sérstaka skrá yfir gistinætur í Þingeyjarsýslum fyrir tímabilið 2004-2013. Heildarfjöldi gistinátta í sýslunum árið 2013 var 206.808 eða um 5% af heildargistináttafjölda landsins. Aukningin á milli áranna 2012 og 2013 var um 12%. Hlutfall gistinátta erlendra ríkisborgara í Þingeyjarsýslu árið 2013 var um 79%, eða 164.313 gistinætur, sem er sama hlutfall og á landinu í heild. Síðastliðin 10 ár hefur vöxtur í fjölda gistinátta í Þingeyjarsýslum verið talsvert hægari en á landinu í heild, eða um 40% á sama tíma og aukningin hefur verið um 101% á landinu öllu. Þegar vaxtarhraði í hverjum landshluta er skoðaður á tímabilinu 2004-2013 kemur í ljós að hann er hægastur á Norðurlandi eystra eða um 57%.3 Til samanburðar var vöxtur í fjölda gistinátta á höfuðborgarsvæðinu 132%4 yfir sama tímabil.

                                                                                                                         2 Upplýsingar um fjölda farþega í hvalaskoðun á Húsavík voru fengnar frá hvalaskoðunarfyrirtækjunum Sjóferðum Arnars, Norðursiglingu, Gentle Giants/Hvalaferðum og Salka Whale Watching. Aðrar tölur koma frá Hvalaskoðunarsamtökum Íslands skv. tilvísun. 3 Þar af er vöxtur í fjölda gistinátta erlendra gesta 90% og Íslendinga 14% 4 Þar af er vöxtur í fjölda gistinátta erlendra gesta 127% og Íslendinga 184%

Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir

8

Á mynd 7 má sjá hvernig fjöldi gistinátta í Þingeyjarsýslum hefur þróast síðastliðin tíu ár. Gistinóttum Íslendinga hefur lítið fjölgað, eða einungis um 9% á meðan fjöldi gistinátta erlendra ríkisborgara hefur aukist um 52% á tímabilinu.

 

Mynd 7. Fjöldi gistinátta í Þingeyjarsýslu 2004-2013 (Hildur Kristjánsdóttir, vefpóstar 16. mars 2013 og 30. apríl 2014)

Á mynd 8 má sjá hvernig gistinæturnar dreifast eftir mánuðum ársins og á mynd 9 hvernig heildarfjöldi gistinátta hefur þróast eftir tegundum gistingar í Þingeyjarsýslum.

 

Mynd 8. Heildarfjöldi gistinátta í Þingeyjarsýslum 2013 á öllum tegundum gististaða (Hildur Kristjánsdóttir, vefpóstur 30. apríl 2014)

Athygli vekur að aukning í gistináttafjölda hefur verið töluverð á hótelum og gisti-heimilum, auk þess sem þeim hefur fjölgað í heimagistingu, á farfuglaheimilum og í orlofshúsum. 5 Fjöldi gistinátta á tjaldsvæðum og skálum í óbyggðum er nánast óbreyttur frá árinu 2004. Tölurnar ná jafnt yfir Íslendinga og erlenda ríkisborgara.

                                                                                                                         5 Gistinætur í orlofshúsum félagasamtaka, stéttar- og starfsmannafélaga eru ekki taldar með.

Þróun og staða ferðaþjónustu á Húsavík

9

 

Mynd 9. Heildarfjöldi gistinátta í Þingeyjarsýslum eftir tegundum gististaða 2004-2013 (Hildur Kristjánsdóttir, vefpóstar 16. mars 2013 og 30. apríl 2014)

Könnun á ferðavenjum 2013

Sumarið 2008 framkvæmdi Þekkingarnet Þingeyinga spurningakönnun meðal ferða-manna á Húsavík sem hafði það markmið að meta efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu á Húsavík með tilkomu hvalaskoðunar. Tveimur árum síðar var sambærileg spurninga-könnun framkvæmd af sömu stofnun þar sem kannað var hvort mælanlegar breytingar hefðu orðið á útgjaldamynstri ferðamanna á Húsavík við breyttar efnahagslegar að-stæður í kjölfar bankahrunsins. Með þessum könnunum var mikilvægum upplýsingum safnað um ferðamenn og útgjöld þeirra á svæðinu. Því var tekin ákvörðun um að endurtaka fyrri spurningakannanir sumarið 2013 og jafnframt að útvíkka könnunina með því að bæta við spurningum sem gætu aukið möguleika á frekari samanburði á milli svæða.

Vinna við verkefnið hófst í maí 2013. Meginmarkmið þess var að fá mynd af sam-setningu þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Húsavík, kanna ferðavenjur þeirra og ferðahegðun auk þess að kortleggja neyslumynstur þeirra á áfangastað og meta breytingar frá fyrri könnunum.

Flestar spurningarnar voru lokaðar (structured questions) þar sem ferðamenn merktu við þann svarmöguleika sem átti best við í þeirra tilfelli. Spurningar sem snéru að búsetulandi, aldri og útgjöldum voru opnar, svo svarendur gátu skrifað nákvæmar upplýsingar eftir því sem við átti hverju sinni. Þar að auki gafst svarendum kostur á að koma athugasemdum á framfæri í opinni spurningu.

Könnunin var lögð fyrir á tímabilinu 1. júlí til 20. ágúst. Hún var framkvæmd á Upplýsingamiðstöð ferðamála á Húsavík sem hefur sameiginlegan inngang með Hvalasafninu. Spyrill frá Þekkingarneti Þingeyinga og starfsfólk upplýsingamiðstöðvar-innar óskuðu eftir þátttöku ferðamanna sem gátu í flestum tilfellum svarað könnun-inni án aðstoðar. Könnunin fór fram á opnunartíma miðstöðvarinnar. Alls svöruðu 484 einstaklingar könnuninni og þar af voru gild svör metin 470. Könnunin er því marktæk miðað við 95% öryggismörk. Þegar söfnun svara lauk voru svörin færð inn í tölfræðiforritið SPSS. Notast var

við SPSS og Excel til jafns við úrvinnslu gagnanna. Við útreikninga á útgjöldum ferða-

Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir

10

manna í erlendum gjaldmiðlum var notast við miðgengi Seðlabanka Íslands þann 15. júlí 2013.

Niðurstöður

Samantekt á helstu bakgrunnsbreytum könnunarinnar má finna í töflu 2. Hlutfall kynjanna var nokkuð jafnt í þessari könnun þar sem 55,9% svarenda voru kvenkyns og 44,1% karlkyns. Flestir svarenda voru á aldursbilinu 25-34 ára og menntunarstig svarenda var töluvert hátt þar sem t.a.m. 73% voru með háskólapróf. Um 52% svarenda voru með tekjur yfir meðallagi eða háar.

Tafla 2. Yfirlit yfir svarendur könnunarinnar

Fjöldi Hlutfall

Kyn

Karl 207 44,1%

Kona 262 55,9%

Aldur

18-24 67 14,8%

25-34 164 36,3%

35-44 71 15,7%

45-54 71 15,7%

55-64 41 9,1%

65-74 31 6,9%

≥75 7 1,5%

Menntun

Grunnskólamenntun 17 3,6%

Framhaldsskólamenntun 38 8,1%

Iðnmenntun 73 15,6%

Háskólapróf 341 72,7%

Tekjustig

Undir meðallagi 43 9,9%

Í meðallagi 166 38,1%

Yfir meðallagi 185 42,4%

Hátt 42 9,6%

 

Flestir gesta sem svöruðu könnuninni komu frá Þýskalandi og Frakklandi, eða samtals um 44%. Þar á eftir komu Ítalía, Bretland, Holland og Bandaríkin (mynd 10). Þessi hlutföll eru í samræmi við fjölda gestakoma erlendra ferðamanna á NA-landi samkvæmt gistiskýrslum Hagstofunnar. Flestar gestakomur útlendinga á NA-landi eftir þjóðernum á tímabilinu júní til ágúst 2013 voru frá Þýskalandi (26%), Frakklandi (15%), Ítalíu (7%), Spáni (7%) og Bandaríkjunum (6%).

Þróun og staða ferðaþjónustu á Húsavík

11

 

Mynd 10. Búseta svarenda eftir helstu löndum  Þegar þjóðerni erlendra gesta í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru skoðuð yfir sama

tímabil (júní-ágúst 2013) kemur í ljós að fjölmennasti hópurinn kom frá Banda-ríkjunum (16%) og þar á eftir Þýskalandi (13%), Frakklandi (9%) og Bretlandi (8%). Samkvæmt þessum niðurstöðum komu hlutfallslega færri ferðamenn frá Bandaríkjun-um til Húsavíkur og hlutfallslega fleiri frá Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu heldur en heildarhlutfall þeirra sem komu til landsins í gegnum Leifsstöð á sama tíma. Það staðfestist í gistiskýrslum Hagstofunnar þar sem sjá má að 17% þeirra Þjóðverja sem dvöldu á Íslandi í júní til ágúst 2013, gistu á NA-landi, en einungis 9% Bandaríkja-manna. Sama hlutfall fyrir Frakkland var 16%, Ítalíu 20% og Spán 19% (Hagstofa Íslands, e.d.).

Dvalarlengd Þegar ferðamenn voru spurðir að því hvort þeir hefðu dvalið á Húsavík síðastliðna nótt eða ætluðu sér að dvelja næstu nótt svaraði 55% aðspurðra því játandi og tilgreindi gistimáta. Það er heldur hærra hlutfall en í fyrri könnunum þar sem hlutfall næturgesta var 53% árið 2010 og 41% árið 2008 (tafla 3).

Tafla 3. Dvalarlengd erlendra gesta á Húsavík sumrin 2008, 2010 og 2013

2008 2010 2013

Hlutfall dagsgesta 59% 47% 45%

Hlutfall næturgesta 41% 53% 55%

Meðaldvalarlengd Dagsgesta

6,6 klst 6,1 klst 6,3 klst

Meðaldvalarlengd næturgesta

1,5 dagar 1,2 dagar 1,5 dagar

 

Í könnuninni voru ferðamenn beðnir um að áætla hversu lengi dvöl þeirra á Húsavík myndi vara. Áætluð meðal dvalarlengd dagsgesta var 6,3 klst en næturgesta

Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir

12

um 1,5 dagar. Þessi dvalarlengd er í samræmi við niðurstöður fyrri kannana um dvalar-lengd á Húsavík, en sumarið 2008 var meðal dvalarlengd dagsgesta um 6,6 klst og næturgesta 1,5 dagar. Árið 2010 var meðal dvalarlengd dagsgesta 6,1 klst og næturgesta 1,2 dagar.

Gistimáti Rúmur helmingur þeirra sem dvaldi á Húsavík yfir nótt gisti á tjaldsvæði sumarið 2013, eða 52%. Á gistiheimilum gistu 23% og 9% á hótelum. Um 5% völdu sumarhús, 3% gistu hjá ættingjum eða vinum og 8% völdu annað. Á mynd 11 má sjá skiptinguna eftir tegund gistingar.

 

Mynd 11. Gistimáti næturgesta á Húsavík Þessi hlutföll eru borin saman við niðurstöður sumarkannana Þekkingarnetsins árin

2008 og 2010 í töflu 4.

Tafla 4. Gistimáti erlendra gesta á Húsavík sumrin 2008, 2010 og 2013

2008 2010 2013

Tjaldsvæði 46% 54% 52% Gistiheimili 26% 20% 23% Hótel 14% 11% 9% Sumarhús 6% 6% 5% Ættingar eða vinir6 3% 3% Annað 6% 9% 8%

 

Ferðafélagar Mikill meirihluti ferðamanna var á ferð um Húsavík ásamt vinum eða fjölskyldu, eða 84% eins og sjá má á mynd 12. Um 7% ferðamanna voru einir á ferð og 6% í skipu-lagðri hópferð. Um 2% ferðamanna voru með vinnu- eða klúbbfélögum og um 1% með öðrum en fram er komið.

                                                                                                                         6 Ættingar eða vinir voru ekki valmöguleiki í könnuninni árið 2010

Þróun og staða ferðaþjónustu á Húsavík

13

 

Mynd 12. Ferðafélagar erlendra gesta á Húsavík sumarið 2013 Þessi skipting er ekki ósvipuð skiptingunni í fyrri könnunum. Þar er þó greinileg

fækkun skipulagðra hópferða og aukning í ferðum með fjölskyldu og vinum eins og kemur fram í töflu 5. Sú þróun er í takt við niðurstöður sumarkannana Ferðamála-stofu á árunum 1996-2011. Á Húsavík má einnig greina fjölgun ferðamanna sem ferðast einir. Það er einnig í samræmi við niðurstöður sumarkannana Ferðamálastofu yfir tímabilið 2002-2011 (Edward H. Huijbens, 2013, bls. 23).

Tafla 5. Ferðafélagar erlendra gesta á Húsavík sumrin 2008, 2010 og 2013

2008 2010 2013

Með fjölskyldu/vinum 77% 80% 84%

Í skipulagðri hópferð 17% 10% 6%

Einn á ferð 4% 5% 7%

Með vinnu-/klúbbfélögum 1% 1% 2%

Annað 1% 4% 1%

 

Ferðamáti Flestir svarenda ferðuðust með bílaleigubíl, eða um 64%. Þar á eftir völdu 12% áætlunarrútu, 9% komu á eigin bíl og 5% voru í skipulagðri hópferð. Á mynd 13 má sjá skiptinguna nánar.

Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir

14

 

Mynd 13. Ferðamáti gesta á Húsavík sumarið 2013

Ferðamáti erlendra ferðamanna hefur ekki verið kannaður áður í sumarkönnunum Þekkingarnetsins. Í sumarkönnunum Ferðamálastofu má greina lækkun hlutfalls hóp-ferðabíla og hækkun hlutfalls bílaleigubíla á árunum 1996-2011 sem kallast á við niður-stöður töflu 5 (Edward H. Huijbens, 2013).

Tilgangur ferðar Á mynd 14 má sjá hver tilgangur ferðar aðspurðra var sumarið 2013. Í langflestum tilvikum var tilgangur ferðarinnar frí, eða í um 91% tilvika. Þar á eftir kom heimsókn til vina eða ættingja (2%), ráðstefna/fundir (1%) og viðburður eða hátíð með 0,2%. Um 6% svarenda völdu „annað“ og gáfu skýringu. Í um 90% þeirra tilvika var um að ræða hvalaskoðun í öðrum tilgangi en fríi.

 

Mynd 14. Tilgangur ferðar Tilgangur ferðar hefur ekki verið metinn áður á Húsavík en ef niðurstöðurnar eru

bornar saman við könnun um ferðavenjur erlendra ferðamanna hjá Ferðamálastofu sumarið 2011 eru þær nokkuð áþekkar. Þar var tilgangur ferðar frí í 86,3% tilvika, ráðstefna/fundir í 10,4% tilvika, heimsókn til vina/ættingja 6,2% og viðburður/hátíð 2,9% svo eitthvað sé nefnt (Ferðamálastofa, 2012)7.

                                                                                                                         7 Hjá Ferðamálastofu var hægt að velja fleiri en einn svarmöguleika svo heildarhlutfall fer yfir 100%.

Þróun og staða ferðaþjónustu á Húsavík

15

Afþreying Þátttakendur voru beðnir að segja til um hvað þeir gerðu eða upplifðu á meðan á dvöl þeirra á Húsavík stóð. Eins og kemur fram á mynd 15 var hvalaskoðun algengasta afþreyingin meðal svarenda (81%). Næst vinsælasti afþreyingarkosturinn voru söfn (68%). Þriðji vinsælasti afþreyingarkosturinn var fjallganga eða gönguferð (44%), þar á eftir fuglaskoðun (38%) og sund (30%). Um 10% svarenda ætluðu sér að fara í hesta-ferðir og sama hlutfall ætlaði sér að skoða næturlífið. Golf og stangveiði ráku lestina með einungis 1%.

Samkvæmt sumarkönnunum Ferðamálastofu hefur hlutfall erlendra ferðamanna sem fara í hvalaskoðun á Íslandi hækkað úr 12,2% árið 1996 í 34% árið 2011. Það fór hæst í 39% árið 2010 (Edward H. Huijbens, 2013, bls. 24). Árið 2011 fóru 70,5% erlendra ferðamanna í sund á Íslandi, 46,2% skoðuðu söfn eða sýningar, 35,5% fóru í skoðunarferð með leiðsögumanni og 17,3% fóru í hestaferð (Ferðamálastofa, 2012).

 

Mynd 15. Afþreying ferðamanna á Húsavík sumarið 2013

Útgjöld ferðamanna á Húsavík Í rannsókninni voru þátttakendur beðnir að áætla og sundurliða útgjöld sín á Húsavík síðustu 24 stundirnar. Hafi dvölin staðið skemur þá var spurt um útgjöld þann tíma sem dvölin hafði staðið auk þess sem þátttakendur voru beðnir um að tilgreina þau útgjöld sem höfðu verið greidd fyrirfram eða áætluð voru og eftir átti að greiða innan þessara 24 stunda, til dæmis vegna gistingar. Þegar öll tilgreind útgjöld voru reiknuð saman og deilt með fjölda svarenda, óháð því hvort tiltekinn þátttakandi merkti við útgjöld í tilteknum flokki eða ekki, reiknuðust útgjöldin 15.785 krónur á mann á sólarhring.

Í könnuninni árið 2010 reiknuðust meðalútgjöld allra þátttakenda 15.420 krónur á verðlagi ársins 2013 (Andri Valur Ívarsson og Óli Halldórsson, 2011). Breytingin er því um 2,4% á milli kannana. Á milli kannananna árin 2008 og 2010 nam hækkun meðalútgjalda um 40% sem skýrðist að mestu leyti með gengisbreytingum.

Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir

16

Tafla 6. Meðalútgjöld eftir þjónustuþáttum

Þjónustuþáttur Af þeim sem

nýttu sér þjónustuþáttinn

Af öllum þátttakendum

Fjöldi svarenda með tilgreind

útgjöld

Hlutfall af gildum svörum í útgjaldaliðnum

Gisting 5.227 2.857 194 55%

Eldsneyti 3.174 1.241 174

39%

Veitingahús 4.215 2.675 283 63%

Matvara 1.830 898 218 49%

Afþreying 8.216 6.356 345 77%

Fatnaður 3.504 464 59 13%

Minjagripir 1.662 540 145 33%

Annað 5.905 755 57 13%

33.733 15.785

Í töflu 6 eru meðalútgjöld eftir þjónustuþáttum sundurliðuð. Á mynd 16 má sjá

hvernig útgjöldin dreifast eftir útgjaldaflokkum þegar þau hafa verið reiknuð niður á alla þátttakendur könnunarinnar. Niðurstöður spurningakannanna 2008 og 2010 eru þar einnig til samanburðar á verðlagi ársins 2013. Stærsti útgjaldaliðurinn er afþreying sem nemur um 40% af heildarútgjöldum þátttakenda. Þar á eftir koma útgjöld vegna gistingar (18%) og veitingahúsa (17%).

Mynd 16. Samanburður á meðalútgjöldum ferðamanna á milli ára eftir útgjaldaliðum

Greina má aukningu umfram verðlagsbreytingar í öllum útgjaldaliðum nema af-

þreyingu. Þar hafa útgjöld dregist saman um 11% á milli áranna 2010 og 2013 eftir að

Þróun og staða ferðaþjónustu á Húsavík

17

hafa aukist um 65% á milli áranna 2008 og 2010. Nokkur aukning varð í útgjöldum vegna gistingar, en þar jukust útgjöld um 16% á milli áranna 2010 og 2013 eftir að hafa dregist saman um 17% á milli áranna 2008 og 2010.

Útgjöld á veitingahúsum jukust um 17% á milli 2010 og 2013, verslun um 6% og eldsneyti um 2%.

Lokaorð

Í þessari grein hefur verið leitast við að lýsa þróun og stöðu ferðaþjónustunnar á Húsavík auk þess sem helstu niðurstöður ferðamannakönnunar á Húsavík sumarið 2013 voru kynntar. Ljóst er að umfang ferðaþjónustu í atvinnulífi Húsavíkur hefur aukist töluvert undanfarin ár og hefur það verið mikilvægt mótvægi við samdrátt fyrri ára í öðrum atvinnugreinum. Til að geta markvisst og með skynsamlegum hætti unnið að uppbyggingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem og landinu öllu er mikilvægt að skilja eðli atvinnugreinarinnar og aðstæður á hverjum stað fyrir sig. Því miður hefur það reynst erfitt sökum skorts á rannsóknum og tölugögnum hingað til. Þessi grein er því rituð sem innlegg í þá vinnu með von um að efni hennar gefi lesendum hugmynd um þróun atvinnugreinarinnar á svæðinu og að það nýtist jafnvel við stefnumótun og ákvarðanatöku í greininni.  

Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir

18

Heimildir

Anderson, T. D., Gothall, S. E. og Wende, B. D. (2014). Iceland and the resumption of whaling: An empirical study of the attitudes of international tourists and whale-watch tour operators. Í J. Higham, L. Bejder og R. Williams (ritstjórar), Whale-watching: Sustainable Tourism and Ecological Management (bls. 95-109). Cambridge: Cambridge University Press.

Andri Valur Ívarsson og Óli Halldórsson. (2011). Fjölgar kreppan krónum? Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu á Húsavík við breyttar samfélagsaðstæður. Húsavík: Þekkingarnet Þingeyinga.

Cunningham, P. A., Huijbens, E. H. og Wearing, S. L. (2011). From whaling to whale watching: examining sustainability and cultural rhetoric. Journal of Sustainable Tourism, 20, 143-161.

Edward H. Huijbens. (2013). Yfirlit yfir sumarkannanir Ferðamálastofu meðal erlendra gesta 1996-2011. Akureyri: Rannsóknamiðstöð ferðamála.

Edward H. Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson. (2013). Ferðamál á Íslandi. Reykjavík: Mál og Menning.

Ferðamálastofa. (2012). Könnun meðal erlendra ferðamanna á Íslandi sumarið 2011. Reykjavík: Ferðamálastofa.

Hagstofa Íslands. (2014a). Gistingar ferðamanna 2013. Hagtíðindi: Ferðamál, samgöngur og upplýsingatækni, 99(11), 1-20.

Hagstofa Íslands. (2014b). Mannfjöldinn eftir póstnúmerum, kyni og aldri 1998-2014. Sótt 7. maí 2014 af http://hagstofa.is/Hagtolur/Mannfjoldi/Byggdakjarnar,-postnumer,-hverfi

Hagstofa Íslands. (e.d.). Gistinætur og gestakomur á öllum tegundum gististaða 1998-2013. Sótt 7. maí 2014 af http://hagstofa.is/Hagtolur/Ferdamal-samgongur-UT/Gisting

Homewood, V. (2010). Whale watching: 10 of the best. The Telegraph. Sótt 8. apríl 2014 af http://www.telegraph.co.uk/travel/activityandadventure/7397122/Whale-watching-10-of-the-best.html

Húsavíkurstofa. (2014). Visit Husavik. Sótt 8. mars 2014 af http://www.visithusavik.is/husavik/husavikurstofa/

Icewhale. (e.d.). Whale watching in Iceland. Sótt 10. maí 2014 af http://icewhale.is/whale-watching-in-iceland/

John S. Hull Associates Inc., Kalahari Management Inc., Rannsóknamiðstöð ferðamála og New Zealand Tourism Research Institute. (2008). Stefnumótun í ferðaþjónustu á Norðausturlandi: Áætlun til fimm ára 2009-2014. Húsavík: Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga.

Norðurþing. (2010). Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030. Húsavík: Höfundur. Rannveig Ólafsdóttir. (2009). Mat á áhrifum álvers á Bakka á ferðamennsku. Akureyri:

Rannsóknamiðstöð Ferðamála. Rasmussen, M. (2014). The whaling versus whale-watching debate: The resumption of

Icelandic whaling. Í J. Higham, L. Bejder og R. Williams (ritstjórar), Whale-watching: Sustainable Tourism and Ecological Mangement (bls. 81-94). Cambridge: Cambridge.

Rögnvaldur Guðmundsson. (2013). Ferðamenn í Þingeyjarsýslum 2012 og þróunin frá 2005. Reykjavík: Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf.

Sverðin slíðruð á Húsavík. (2014, 29. apríl). Mbl.is. Sótt 8. maí 2014 af http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/04/29/sverdin_slidrud_a_husavik/

Sæmundur Rögnvaldsson. (2003). Saga Húsavíkur (V.bindi). Akureyri: Húsavíkurkaupstaður.

Þingskjal 758. (2010-2011). Tillaga til þingsályktunar um ferðamálaáætlun 2011-2020. Reykjavík. Sótt af http://www.althingi.is/altext/139/s/0758.html.