16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak – sjá bls. 8-11 Náttúrubarn með ástríðu Bolvíkingurinn Ágúst Svavar Hrólfsson hefur vakið athygli fyrir stórkostlegar ljósmyndir af landslagi og dýralífi. Ekki síst myndir af skallaörnum í Alaska, en Ágúst fór í það langa ferðalag í þeim eina tilgangi að mynda ernina. Hann segir áhugamálið löngu orðið að ástríðu – Ágúst Svavar er í viðtali vikunnar. Lognstilla í Skutulsfirði

Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · … · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak –

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · … · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak –

Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak

– sjá bls. 8-11

Náttúrubarn með ástríðuBolvíkingurinn Ágúst Svavar Hrólfsson hefurvakið athygli fyrir stórkostlegar ljósmyndir aflandslagi og dýralífi. Ekki síst myndir afskallaörnum í Alaska, en Ágúst fór í þaðlanga ferðalag í þeim eina tilgangi aðmynda ernina. Hann segir áhugamáliðlöngu orðið að ástríðu – Ágúst Svavar er íviðtali vikunnar.

Lognstilla í Skutulsfirði

Page 2: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · … · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak –

22222 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014

Valdimar Lúð-vík kærður

Bolungarvíkurkaupstaður ogMinjastofnun Íslands hafa lagtfram kæru á hendur ValdimarLúðvík Gíslasyni vegna skemmd-arverka sem hann hefur viður-kennt að hafa unnið á friðuðuhúsi við Aðalstræti 16 í Bolung-arvík. Að sögn Elíasar Jónatans-sonar bæjarstjóra í Bolungavíker málið í höndum lögreglunar áÍsafirði. Valdimar lýsti yfirábyrgð á skemmdarverkinu ogsegist hafa verið neyddur til verk-naðarins vegna þeirrar slysahættusem húsið skapaði.

Húsið sem var upphaflega fluttfrá Aðalvík er friðað og segirElías Jónatansson að nú sé beðiðeftir skýrslu frá Minjastofnun umhúsið. Þegar skýrslan er kominmun bæjarstjórn taka ákvörðunum hvort endurbyggja skuli húsiðí upprunalegri mynd.

Þröstur skip-aður forstjóri

Þröstur Óskarsson verður for-stjóri nýrrar HeilbrigðisstofnunarVestfjarða, sem tekur til starfa 1.október, samkvæmt ákvörðunKristjáns Þórs Júlíussonar heil-brigðisráðherra. Hún verður tilvið sameiningu heilbrigðisstofn-ananna á Patreksfirði og í Ísa-fjarðarbæ. Skipunin byggist ámati lögbundinnar nefndar semmat hæfni umsækjenda. Fjórirsóttu um embættið. Þrír þeirravoru metnir jafnhæfir og varÞröstur valinn úr hópi þeirra.Þetta kemur fram á vef velferð-arráðuneytisins.

Þröstur var skipaður forstjóriHeilbrigðisstofnunarinnar á Ísa-firði árið 2001, rak um tíma einn-ig Heilbrigðisstofnunina í Bol-ungarvík og frá 2009 hefur hannverið forstjóri Heilbrigðisstofn-unar Vestfjarða.

Í umsögn hæfnisnefndar kem-ur fram að Þröstur uppfylli velskilyrði auglýsingar um menntunog starfsreynslu. Bent er á aðhann hafi reynslu af sameining-um stofnana þegar Heilbrigðis-stofnunin í Bolungarvík varðhluti af Heilbrigðisstofnun Vest-fjarða. Þröstur hefur aukið viðmenntun sína samhliða starfi oglauk M.Sc.-gráðu frá Háskólan-um á Akureyri árið 2011.

„Þetta var hinn ágætasti fundurog hver um sig kom sínum skila-boðum á framfæri. Við fórumyfir helstu málefni og helstu verk-efni sem Landsnet hefur verið aðvinna að. Jafnframt fórum viðyfir þau verkefni sem eru í bígerðog í undirbúningi. Síðan voru,sem eðlilegt er, málefni Hvalár íÓfeigsfirði til umfjöllunar.“ Þettasagði Þórður Guðmundsson for-stjóri Landsnets í samtali BB aðloknum fundi með bæjarstjórumBolungarvíkurkaupstaðar og Ísa-fjarðarbæjar og fleiri fulltrúumbæjarfélaganna um raforkumál áVestfjörðum, sem fram fór undirlok síðustu viku. Aðspurður hvorteinhverjar ákvarðanir hafi veriðteknar um virkjun Hvalár sagðiÞórður:

„Nei, alls ekki. Málið varðandiHvalá er í eðli sínu í sama farvegiog það hefur verið. Það ernáttúrlega hár og mikill tengi-kostnaður í því tiltekna verkefni.Landsnet starfar eftir raforkulög-um og þar er nákvæmlega kveðiðá hvernig taka skuli á málum afþessu tagi. Eins og raforkulögineru í dag og þær leikreglur semeru í gildi þarf Hvalárvirkjun aðgreiða verulegt tengigjald tilLandsnets, ef Landsnet ætti aðtengja virkjunina. Það þurfa þáeinfaldlega að koma til breytingará raforkulögum eða Alþingi aðsamþykkja einhverja sérstakaheimild til að greiða þennantengikostnað, kannski vegna þessað afhendingaröryggi er verra áVestfjörðum en annars staðar og

því sé eðlilegt að samfélagiðstandi að því. En meðan þaðgerist ekki, þá er þetta tengigjaldí raun og veru eitthvað sem viðstöndum frammi fyrir.“

Þegar Þórður er spurður hvortuppi séu einhver áform umhringtengingu um Vestfirði, segirhann: „Við erum náttúrlega núnabúnir að hringtengja á norðan-verðum Vestfjörðum. Það ertengingin Breiðadalur, Bolungar-vík, Ísafjörður og síðan setjumvið þessa stóru sjálfvirku vara-aflsstöð í Bolungarvík inn á þettasamtengda net. Það er náttúrlegamikil breyting til bóta og á eftirað auka rekstraröryggið umtals-vert. Síðan erum við náttúrlegalíka að skoða með hvaða hættivið getum best staðið að því að

samtengja suðursvæðið. Viðerum búnir að fara í styrkingar,fyrsti áfanginn í því var að styrkjaTálknafjarðarlínuna, sem klár-aðist núna um daginn. Við vonumað sú framkvæmd hafi í för meðsér gjörbreytingu í vetur.

Jafnframt er verið að velta fyrirsér hvernig hægt er að búa tileinhvers konar hringtengingu ásuðursvæðinu. Ýmsar hugmynd-ir og tillögur hafa komið framum það. Ein þeirra miðast viðþað jafnvel að hringtengja suður-svæðið yfir á norðursvæðið. Hinsvegar er ekki til umræðu að hring-tengja Byggðalínuna, Vesturlín-una. Þær hringtengingar sem viðerum að tala um miðast allar viðað hringtengja innan svæðisinsog gera sterka kjarna innan þess.“

Sérstök heimild vegna Hvalárvirkjunar?

Skref í áttina að betra afhend-ingaröryggi raforku á Vestfjörð-um var stigið í síðustu viku þegariðnaðarráðherra tók formlega ígagnið nýtt tengivirki Landsnetsog Orkubús Vestfjarða á Ísafirði.Styrkingar hafa einnig farið framá Tálknafjarðarlínu og vinna viðvaraaflsstöð Landsnets í Bolung-arvík er langt komin og á hún aðvera tilbúin til notkunar fyrir árs-lok. „Það er von okkar að þessiverkefni skili verulega bættuástandi í raforkumálum hér,“sagði Þórður Guðmundsson, for-stjóri Landsnets þegar nýtt tengi-virki Landsnets og OrkubúsVestfjarða á Ísafirði var tekið ínotkun.

Í frétt frá Landsneti segir, aðframleitt sé mun minna rafmagná Vestfjörðum en þar er notað ogeina tenging svæðisins við byggða-línuhringinn sé um svokallaðaVesturlínu. Afhendingaröryggiraforku hefur ekki verið ásættan-legt vestra og hefur það verið

forgangsmál hjá Landsneti á und-anförnum misserum og árum aðbæta þar úr.

Þegar hefur verið komið fyrirsérstökum fjarvörnum á öllumlínum Landsnets á Vestfjörðumsem dregur úr líkum á umfangs-miklu straumleysi og auðveldarbilanaleit. Endurbætur hafa fariðfram á Tálknafjarðarlínu, bæði ísumar og fyrrasumar, og byggingvaraaflsstöðvar í Bolungarvík erlangt komin þar sem hægt verðurað framleiða allt að 11 megavött(MW) inn á svæðiskerfið meðsex díselvélum. Þá lauk byggingunýja tengivirkisins á Ísafirði síð-sumars og var þörfin fyrir þaðorðin brýn. Gamla virkið var orð-ið úr sér gengið tæknilega, aukþess sem það er á snjóflóðahættu-svæði í Stórurð og er þar í vegifyrir nýjum ofanflóðavarnar-garði.

Nýja tengivirkið er staðsett áiðnaðarsvæðinu á Skeiði, við hliðkyndistöðvar Orkubús Vest-

fjarða. Hefur samvinna fyrirtækj-anna við undirbúning verksinsverið náin, enda nýja tengivirkiðsameign þeirra. Eins og önnurný tengivirki Landsnets er þaðyfirbyggt sem eykur bæði rekstr-aröryggi og dregur úr umhverfis-áhrifum mannvirkisins.

Tengivirkið hýsir stjórnrými ogfjóra 66 kílóvolta (kV) rofaLandsnets og tvo spenna Orku-búsins. Hönnun og gerð útboðs-gagna hófst í ársbyrjun 2013, eftirnokkuð langan aðdraganda, ogframkvæmdir hófust um haustið.Gengu þær vel þó svo verkiðværi unnið á versta tíma ársinsog var þeim að mestu lokið í febr-úar 2014. Þá tók við vinna viðuppsetningu á háspennubúnaði,tengingar og prófanir. Samhliðaframkvæmdum við tengivirkiðvoru lagðir tveir 600 metra 66kV jarðstrengir að tengivirkinu,auk þess sem flytja þurfti Ísa-fjarðarlínu 1, 66 kV jarðstreng,úr hlíðinni fyrir ofan byggðina

niður að Skutulsfjarðarbraut. Gamlatengivirkið við Stórurð stendurennþá en vinna við að fjarlægjaúr því allan búnað er langt komin.Það verður rifið síðar í haust ogmunu fáir líklega sakna þess þeg-ar það hverfur.

Heildarkostnaður við bygg-ingu nýja tengivirkisins og jarð-strengslagnir er um hálfur millj-arður króna og kostnaður viðvaraflsstöðina í Bolungarvík umeinn og hálfur milljarður. Þessarframkvæmdir eru með þeimstærri hjá Landsneti á árinu enalls námu framkvæmdir í flutn-ingskerfinu, til að auka enn frekargæði og afhendingaröryggi raf-orku til almennings og fyrirtækja,um sjö milljörðum króna í fyrra.Á þessu ári er varið heldur lægriupphæð í fjárfestingar í megin-flutningskerfinu og svæðisbund-num kerfum Landsnets í öllumlandsfjórðungum, eða fimmmilljörðum króna.

[email protected]

Bætt afhendingaröryggi raforkuFrá vígslu tengivirkisins á Skeiði.

Page 3: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · … · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak –

FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 33333

Page 4: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · … · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak –

44444 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014

Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560

Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, [email protected]Ábyrgðarmaður: Sigurjón J. Sigurðsson.

Blaðamenn: Elín Þóra Friðfinnsdóttir, 778-4063, [email protected]ári Karlsson, 866-7604, [email protected]

Auglýsingar: Gústaf Gústafsson Sími 456 4560, [email protected]: Litróf ehf.

Upplag: 2.200 eintökDreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili

á norðanverðum VestfjörðumStafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis

Önnur útgáfa: Á ferð um VestfirðiISSN 1670-021X

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]ýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum

fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.

Ritstjórnargrein

Sérstaða Vestfjarða

Spurning vikunnarÆtlar þú að ferðast til útlanda í haust?

Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendurlátið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.

Alls svöruðu 394.Já sögðu 170 eða 43%Nei sögðu 187 eða 47%Óvíst sögðu 37 eða 10%

Á fundi Þórðar Guðmundssonar, forstjóra Landsnets, með bæjar-stjórum Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar, fyrir skömmu,ásamt fleiri fulltrúum sveitarfélaganna, var meðal annars rætt umhugsanlega virkjun Hvalár í Ófeigsfirði, sem í engu hefur miðað áframfrá því virkjunin var sett í nýtingarflokk. Mun þar miklu valda kostnaðurí formi tengingargjalds, lögum samkvæmt.

BB hefur haldið til streitu, að Alþingi beri að láta málið til sín takahvað tengigjaldið varðar. Athyglisvert er hvað fram kemur í viðtali viðforstjórann, eftir fundinn, á bb.is. 4. þessa mánaðar: ,,Eins og raforku-lögin eru í dag og þær leikreglur sem eru í gildi þarf Hvalárvirkjun aðgreiða verulegt tengigjald til Landsnets, ef Landsnet ætti að tengjavirkjunina. Það þurfa þá einfaldlega að koma til breytingar á raforku-lögum eða Alþingi að samþykkja einhverja sérstaka heimild til aðgreiða þennan tengikostnað, kannski vegna þess að afhendingaröryggier verra á Vestfjörðum en annars staðar og því sé eðlilegt að samfélagiðstandi að því. En meðan það gerist ekki, þá er þetta tengigjald í raun ogveru eitthvað sem við stöndum frammi fyrir.“

Augljósara er ekki hægt að orða það. Tengigjaldið er þröskuldurinnsem stendur í vegi fyrir virkjun Hvalár. Ríkisstjórnin, með Alþingisem bakhjarl, hefur það í hendi sér hvort Vestfirðingar verða um ótil-tekna framtíð látnir sitja uppi með þriðja flokks raforkukerfi eða sam-félagið taki til hendinni og komi því svo fyrir að þeir standi til jafns viðaðra landsmenn, hvað þessa frumþörf, orkuna, varðar. Vilji er allt semþarf.

Friðhelgi,,Sirvivor“ er býsna vinsæll sjónvarpsþáttur. Þar keppast þátttakendur,

með öllum tiltækum klækjum, við að halda sér í leiknum, enda tilmikils að vinna, en í hverjum þætti er einn þeirra dæmdur úr leik ogsendur heim. Í hverjum þætti etja þátttakendurnir kappi um að vinnasér inn friðhelgi, sem í felst að sigurvegarinn nýtur friðhelgi og verðurekki sendur heim. Stjórnandi þáttarins ræður þar engu um.

Hvernig er friðhelginni háttað á vinnumarkaði ríkisins? Vinnumála-stofnun var gert að draga saman seglin líkt og víða hefur átt sér stað hjáhinu opinbera. Senda varð nokkra starfsmenn heim. Það virðist ekkihafa vafist fyrir forstjóra Vinnumálastofnunarinnar hverjir fengjureisupassann. Það var einfaldlega skellt í lás á Húsavík og í Vest-mannaeyjum. Friðhelgin var höfuðborgarinnar. Landsbyggðin geturátt sig. Hefðinni verður ekki svo auðveldlega breytt. Pólitíkusarnirgefa fyrirheitin. Embættiskerfið úthlutar friðhelginni.

s.h.

Kristinn H. Gunnarsson, fyrr-um alþingismaður, hefur veriðráðinn ritstjóri blaðsins Vestfirð-ir, sem er eitt af landsmálablöð-unum sem Ámundi Ámundasongefur út. Kristinn hóf störf 1.september. „Þetta kom þannig tilað ég hitti Ámunda á Austurvelliá einum góðviðrisdegi í sumar.Þannig stóð á hjá mér að ég hafðienga vinnu og útgáfan barst í tal.Það endaði með því að hannámálgaði við mig að taka viðblaðinu,“ segir Kristinn, aðspurð-ur hvernig það hafi komið til að

hann ákvað að setjast í ritstjóra-stólinn.

„Starfið leggst vel í mig. Égvar ritstjóri Vestfirðings og Ís-firðings um tíma, sem var aðvísu öðruvísi útgáfa. Ég hef hugs-að mér að láta almenn hags-munamál Vestfirðinga koma mérvið, a.m.k. á meðan ég er utaníslenska flokkakerfisins,“ segirKristinn og bætir við: „Blaðiðverður óháð enda er ég algjörlegaóháður. Ég er hvergi í flokki nemaeinum breskum stjórnmálaflokki.“Kristinn verður með aðstöðu í

Bolungarvík en hann verðureinnig mikið á ferðinni þar semhann stundar hagfræðinám viðHáskóla Íslands og hyggst kom-ast langleiðina með meistara-námið í vetur.

Blaðið mun koma út á tveggjavikna fresti og kemur fyrsta blað-ið undir hans ritstjórn út 11. sept-ember. Heyrst hefur að nýr frétta-vefur muni í framhaldinu fara íloftið. Kristinn segir að það hafikomið til tals en ekkert hafi veriðákveðið í þeim efnum.

[email protected]

Kristinn H. í ritstjórastólinn

Hundakofinn, verslun meðhundavörur og hársnyrtistofa, varformlega opnuð í síðustu viku aðHafnargötu 58 í Bolungarvík. Aðrekstrinum standa Diljá Þorgeirs-dóttir og Helena Sævarsdóttir.Þó svo að verslunin hafi ekkiopnað formlega fyrr en á mánu-dag hafa þær stöllur haft í nóguað snúast við snyrtingu hunda.Virðist sem margir hundaeigend-ur hafi beðið eftir þjónustu semþessari fyrir besta vin mannsins.Eitt af stærstu vandamálumhundaeigenda er hárlos hundannaen með reglulegri snyrtingu segjastelpurnar að hárlos minnki til

muna. Það eru því ekki baraglæsilegir hundar sem eigend-urnir græða á snyrtingunni heldurverða þeir ekki eins varir við hár-los og áður.

Diljá og Helena segjast finnafyrir miklum meðbyr og ánægjumeð það framtak að opna Hunda-kofann og eru spenntar og bjart-sýnar fyrir góðu gengi. Nú þegarer kominn biðlisti fyrir hunda-snyrtingar en vonast stelpurnartil að ná að vinna hratt en örugg-lega svo listinn styttist fljótt. ÍHundakofanum má finna alhliðavörur er snúa að hundum, fóður,tauma, leikföng og meira að segja

snyrtivörur. Í framtíðinni segirDiljá það vera stefnan að getaboðið uppá námskeið í hunda-þjálfun.

Hægt er að panta tíma fyrirhundasnyrtingu, þar sem hund-urinn fær dekurþvott, blástur oggreiðslu. Einnig er hægt að komavið á opnunartíma Hundakofansmeð hundinn í þeim tilgangi aðláta klippa á honum klærnar. ÞærDiljá og Helena hvetur hunda-eigendur að koma við og líta áþað úrval hundavara sem þærhafa uppá að bjóða, svo er alltafheitt á könnunni.

[email protected]

Hundakofinn opnar í Bolungarvík

Soffía ráðin fræðslustjóriSoffía Vagnsdóttir, skólastjóri

Grunnskólans í Bolungarvík hef-ur verið ráðin fræðslustjóri Ak-ureyrarbæjar. Hún vonast til aðgeta tekið við starfinu 1. nóvem-ber en á eftir að ræða þau mál viðskólayfirvöld í Bolungarvík þarsem hún hefur þriggja mánaðauppsagnarfrest. „Það kom mérþægilega á óvart að fá stöðuna.Maður er ekki dauður úr öllumæðum þrátt fyrir að vera kominnhátt á sextugsaldur. Ég á eftir aðræða við mitt fólk um hvenær égkemst frá en ég vil byrja sem

fyrst, helst 1. nóvember.“Hún segir að tími hafi verið

kominn á breytingar hjá henniauk þess sem henni hafi langaðað takast á við ný verkefni. Þáhafi ekki allt verið í Bolungarvíkeins og hún vildi sjá og þá sér-staklega samfélagslega. „Ég erbúin að vera hér í átta ár og þaðer ekki gott að vera lengi á sömuþúfunni, hvorki sem kennari eðaskólastjóri. Maður verður að veraframsækinn. Ég er búin að breytakennslufyrirkomulaginu í skól-anum í samstarfi við aðra og

tölvuvæða hann. Nú er ég fulltilhlökkunar að takast á við nýverkefni. Það eru margir skólarundir á svæðinu og þar fæ ég líkatækifæri til að halda áfram meðmínar hugmyndir í samstarfi viðgott fólk á staðnum.

Fjórtán umsækjendur voru umstarf fræðslustjóra Akureyrar-bæjar. Soffía gerir ráð fyrir aðfjölskyldan flytji öll norður eneiginmaður hennar Roland Smeltog sonur þeirra, flytjast norður áeftir Soffíu, væntanlega um ára-mót.

Soffía Vagnsdóttir.

Page 5: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · … · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak –

FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 55555

Page 6: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · … · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak –

66666 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014

Sælkeri vikunnar er Elísabet Gunnarsdóttir á Ísafirði

Kryddlegin selshjörtu og kræklingssúpaKryddlegin selshjörtu og kræklingssúpaKryddlegin selshjörtu og kræklingssúpaKryddlegin selshjörtu og kræklingssúpaKryddlegin selshjörtu og kræklingssúpa„Mataruppskriftir koma til

manns eftir ýmsum leiðum,skemmtilegast finnst mér þegartilviljanir ráða ferðinni og hrá-efnisskortur og jafnvel slys fæðaaf sér eitthvað sem manni finnstgott.

Kryddlegin selshjörtuFyrir nokkrum árum, þegar

ég bjó á Nýfundnalandi varblásið til veislu með hópi hönn-uða og myndlistarmanna semmættir voru á staðinn til aðtaka þátt í verkefni sem tengdistöllu sem við kemur sel og sel-veiðum. Fenginn var fransk-menntaður kokkur frá höfuð-borginni Ottawa, kínverskurkerfisfræðingur frá Hong Kong,sjómannskona frá Fogo Islandauk mín til að elda nokkra rétti.Þá varð þessi réttur til eftir mik-inn vandræðagang og vanga-veltur:

Selshjörtun eru marineruðyfir nótt í góðu púrtvíni oggommu af nýmöluðum svörtumpipar. (Líklega má nota hjörtu

úr fleiri dýrum en sel). Þá erfenginn eðalkokkur með beittanhníf til að skera hjörtun í mjögþunnar sneiðar og þeim síðansporðrennt með tilþrifum, bester að nota engin hnífapör, barahendurnar.

Kræklingasúpameð gulri sósu

Bestu kræklingasúpur sem éghef smakkað hef ég fengið íAmsterdam og Brussel. Á náms-árunum í Skotlandi og Frakklandikom ég oft til Amsterdam þarsem systir mín og mágur voruvið nám og maðurinn minn líka.Þar keyptum við stundum krækl-ing á Albert Cuyp markaðinumþar sem hægt var að fá græn-metisblöndu í poka með niður-skornu grænmeti sem hentaði ísúpuna. Þessi uppskrift er n.k.eftirlíking að því, reyndar er ís-lensku kræklingurinn mun bragð-meiri og betri en sá sem ég heffengið í Evrópu:

2 hvítlauksrif200 gr. laukur

100 gr. gulrætur100 gr. púrrulaukur100 gr. rauð paprika100 gr. hvítkál6 sveppir (þunnt sneiddir)1 tsk. nýmalaður piparOlía til steikingar (ekki bragð-mikil)

Grænmetið er skorið smátt ogsteikt í réttri röð í víðum pottieða djúpri pönnu með loki (græn-metið má líka steikja áður oggeyma í kæli). Kræklingnumsvo bætt við (10-12 stk. stórirkræklingar á mann) ásamt hálfumbolla af vatni á mann og að lokumer ca. 1/4 dl. á mann af hvítvíniskvett yfir (helst Gewurztra-miner). Þetta er hitað í nokkrarmínútur undir loki þar til skeljarn-ar hafa opnast.

Súpunni er síðan ausið í skálarog fínt skorinni steinselju stráðyfir kræklinginn. Súpan er borinfram með lítilli skál af karrýsósuog fínu hvítu brauði

Karrísósa með kræklingi:Majones og sýrður rjómi bland-

að til helminga, einn til tveirhvítlauksgeirar smátt skornir(kjarninn tekinn úr) hrært samanvið og karrí eftir smekk (helst fráSanta María). Best er að látasósuna bíða í nokkra klukkutímaí kæli.

Ís með heitri berjasósuEinu sinni þegar gestir voru í

mat og búið að borða allt nemaeftirréttinn kom í ljós að einhverhafði borðað súkkulaðið sem notaátti í sósuna með ísnum. Þá varðþessi redding til sem hefur oft

verið endurtekin síðan:Nota má hvaða ís sem er en

vanilluís er bestur. Frosinberjablanda er hituð í potti ogbragðbætt með einum tappaaf vanilludropum og hunangieftir smekk. Ribena saft erlíka ágæt til að gefa fyllingu íbragðið af sósunni.

Ég skora á vinkonum mínaÓlöfu B. Oddsdóttur sem hefursinn sérstaka stíl í matargerðeins og öllu öðru sem húngerir.

Matthildur nýr rekstr-ar- og viðburðastjóri

Edinborgarhúsið á Ísafirðihefur ráðið Matthildi Helga-

dóttur Jónudóttur í starf rekstr-ar- og viðburðarstjóra í Edin-borgarhúsinu á Ísafirði frá ogmeð 1. september. Matthildurmun sjá um daglegan rekstur

og viðburðastjórnun auk kynn-ingar og markaðsstarfs fyrir

Edinborgarhúsið, Menningar-miðstöðina Edinborg og

Listaskóla Rögnvaldar Ólafs-sonar. Matthildur var fram-kvæmdastjóri tölvuþjónust-unnar Snerpu á Ísafirði um

árabil en hefur auk þess látið tilsín taka í menningarlífinu á

Vestfjörðum. Matthildur komm.a. að stofnun menningar- og

vinnustofuhússins Lista-kaupstaðar, sem rekið var í

Norðurtangahúsinu á Ísafirðium skeið, einnig kom hún að

stofnun Félags vestfirskralistamanna, útgáfu ársritsins

List á Vestfjörðum og óhefð-bundnu fegurðarsamkeppninniÓbeisluð fegurð svo fátt eitt sé

nefnt. Edinborgarhúsið er eittaf fegurstu húsum sem Rögn-

valdur Ólafsson hannaði. Húsiðvar byggt fyrir verslunina Edin-

borg árið 1907 sem vöru- ogfiskverkunarhús auk sölubúðar.

Í dag er Edinborgarhúsiðmenningarhús norðanverðraVestfjarða þar sem rekin er

fjölþætt menningartengd

starfsemi. Í húsinu eru mis-stórir salir sem henta vel til

ráðstefna, tónleika,leiklistar ogannarra viðburða. Einnig er íhúsinu listaskóli kenndur viðRögnvald Ólafsson, veitinga-

rekstur, upplýsingamiðstöð ogferðaskrifstofa.

Fráfarandi rekstrarstjóri,Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir,

lauk störfum um síðustumánaðarmót og hefur snúið sér

að öðrum verkefnum.

Matthildur HelgadóttirJónudóttir, nýr rekstrar- ogviðburðarstjóri Edinborg-

arhússins á Ísafirði.

Page 7: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · … · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak –

FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 77777

Page 8: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · … · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak –

88888 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014

Náttúrubarn með ástríðBolvíkingurinn Ágúst Svavar

Hrólfsson hefur undanfarin miss-eri vakið athygli fyrir stórkost-legar ljósmyndir af landslagi ogdýralífi. Ekki síst myndir afskallaörnum í Alaska síðasta vet-ur, en Ágúst Svavar fór í þaðlanga ferðalag í þeim eina til-gangi að mynda erni sem hannsegist alltaf hafa haft mikinnáhuga á. Hann segir áhugamáliðfyrir löngu vera orðið að einni afhans helstu ástríðum. Þá segirhann náttúruunnandann í sérpassa mjög vel við ljósmyndar-ann.

Blaðamaður Bæjarins bestahafði tal af Ágústi og forvitnaðistút í hvað það var sem dró bol-vískan sjómann til að ferðast umlangan veg að mynda dýralíf íöðrum löndum og hvað fékk hanntil að taka upp myndavélina ífyrsta sinn.

Neistinn kvikn-aði í bekkjarferð

Er blaðamaður forvitnaðistnánar út í ljósmyndaáhugannkom í ljós að hann kviknaði að-eins fyrir nokkrum árum.

„Ætli það sé ekki komið umþrjú og hálft ár síðan ég byrjaðiað fikta við ljósmyndun. Það varí kjölfar þess að ég kynntist Hel-enu Sævarsdóttur, konunni minni,sem var mikið í ljósmyndun. Eittleiddi af öðru og áður en varðivar ég farinn að stelast í mynda-vélina hennar og eftir það varð

ekki aftur snúið. Í dag deilum viðþessu áhugamáli saman og égleita alltaf hennar álits áður en égbirti myndirnar á vefnum.

Eftir á að hyggja held ég aðljósmyndarinn hafi nú alltafblundað í mér. Ég hef alltaf skoð-að mikið af alls kyns myndum oghaft mikinn áhuga á flottum ljós-myndum. Í dag er þetta komiðfram úr því að vera bara áhugamálí það að vera ástríða.“

Ágúst Svavar er uppalinn í Bol-ungarvík og býr þar enn ásamtsambýliskonu sinni og tveimursonum, Einari Margeiri (9 ára)og Hrafnari Snæ (2 ára). Þarstundar hann sjóinn og sinnir ljós-mynduninni í frítíma sínum.

,,Ég hef alltaf verið mikið nátt-úrubarn og haft mikinn áhuga ádýralífi. Það fer vel saman viðljósmyndaáhugann. Ég man eftirað hafa farið í bekkjarferð í grunn-skóla til Æðeyjar þar sem ég varmeð litla Kodak-myndavél með íför. Ég lá allan tímann ofan íhreiðrunum að mynda kollurnarog gat ekki beðið eftir að fram-kalla myndirnar og sjá þær. Ætliþetta hafi ekki allt bara byrjaðþar.“

Festi þjóðartáknBandaríkjamanna á filmuÁgúst Svavar hefur mikið yndi

af því að taka myndir af fuglumog lagði á sig ferð nánast yfirhálfan hnöttinn til þess að myndaþjóðartákn Bandaríkjamanna:

Skallaörninn.,,Ég fór til Alaska í nóvember

í fyrra í ljósmyndaferð. Mig hafðilengi langað til Alaska en skalla-ernir flykkjast á þessum tíma íChilkat-dalinn til þess að gæðasér á laxi sem hleypur þarna uppChilkat-ána og er að drepast eftirhrygningu. Það eru þrjú til fjögurþúsund skallaernir sem samaneru komnir í þessum dal svo þaðer algjör veisla.

Þetta var ótrúleg reynsla, ogþvílík upplifun! Örninn hefur allt-af haft, og hefur enn, sérstöðuhjá mér. Skallaörninn er ótrúlegafallegur og svo er hann líka ná-skyldur íslenska haferninum.Þessir ernir sem voru þarna vorumargir alveg ófeimnir við mannog það kom fyrir að maður fékkvængjagust á sig þegar þeirskutust framhjá til að hremmafisk í ánni.

Ég dvaldi í Alaska í sjö daga íbæ sem heitir Haines. Þar erskallaerninum gert hátt undirhöfði, en það hefur verið gert áþessum stað frá því að frum-byggjar bjuggu þarna. Skallaörn-inn er vitanlega þjóðartáknBandaríkjamanna og því víða íhávegum hafður, þó að sumir lítihann hornauga. Um tíma var hanní útrýmingarhættu en stofninn erorðinn nokkuð sterkur um þessarmundir.“

– Fannst þér mikill munur áþví að mynda í Alaska og hérheima?

„Það var svipað loftslag og hérheima og ég var þarna í nóvemberþannig að það var frekar kalt. Enlandslagið, gróður og annað ermun stórbrotnara og þroskaðra.Ég fór einsamall en þarna vorumargir ljósmyndarar sem komnirvoru þangað í sömu erindagjörð-um. Ég kynntist frábærum ljós-myndurum sem ég hef ennþásamband við í dag.“

Í fylgd með Náttúrufræði-stofnun við arnarmerkingar

Eins og Ágúst Svavar segir erörninn í miklu uppáhaldi hjáhonum. Hann var því fljótur aðgrípa tækifærið þegar honumbauðst að verða vitni að arnar-merkingum á vegum Náttúru-fræðistofnunar Íslands.

„Ég hef fengið að fljóta meðnokkrum sinnum þegar Náttúru-fræðistofnun hefur farið í arnar-merkingar. Það er fylgst vel meðarnarstofninum enda mikil vinnalögð í að reyna stuðla að velferðhans. Hann var að hruni kominnfyrir um hundrað árum þangaðtil friðun hans var komið á. Meðmikilli vinnu frá góðum mönnumhefur hann verið á uppleið írólegheitum.

Mitt verk í þessum leiðöngrumhefur verið að ná myndum afmerktum fuglum, en þeir erumerktir svo hægt sé að fylgjastmeð stofninum. Maður kemst vit-anlega nær þeim með aðdráttar-linsu heldur en í eigin persónu.

Það er líka gott að geta frystaugnablikið, og svo súmmað innog skoðað merkin í rólegheitumeftir að heim er komið. Oftasthefur það komið í ljós að sömufuglarnir koma aftur til að verpaá sömu staðina, þeir helga séróðul.

Það hefur verið magnað að fáað fljóta með í þessa leiðangraog mynda þessa stórkostlegufugla, og ég vona að komandikynslóðir geti fengið að njótaþess að horfa á þessa höfðingjasvífa um loftin. Okkar kynslóðber skylda að vernda þennan fá-liðaða stofn sem örninn telur hérá landi.“

Langar að upplifaAfríku í gegnum linsunaÁgúst Svavar segist hafa áhuga

á því að ferðast víðar í þeimtilgangi að ljósmynda náttúru ogdýralíf í öðrum löndum. Og hanner þá ekki að hugsa um neinarsmáræðis fjarlægðir.

„Ég hefði mikinn áhuga á þvíað fara til Afríku, en þangað hefég komið tvisvar og fannst þaðótrúlega spennandi. Ég kannaði íþessum tveimur ferðum bæðisuður- og austurhluta Afríku.Ferðirnar tóku samtals um sexmánuði.

Í fyrri ferðinni, þar sem fariðvar til suðurhluta Afríku, fór égeinn í þeim tilgangi að upplifaeitthvað nýtt og skoða það semAfríka hefur að bjóða. Sú ferðvar sambland af sjálfboðavinnuog óskipulögðu bakpokaferða-lagi, sem náði yfir sex lönd ogfjóra mánuði.

Í seinni ferðinni fór ég meðkonunni minni í bakpokaferðalagum Austur-Afríku í sex vikur þarsem við heimsóttum Tansaníu ogKeníu. Það var þó því miður fyrirtíma ljósmyndaáhugans og þaðværi mjög gaman að geta fariðþangað og upplifað Afríku í gegn-um linsuna, frá sjónarhorniljósmyndarans.

Það er einn af mörgum stöðumsem ég væri til í að heimsækjameð myndavélina þó það sé núekkert á döfinni á næstunni, enÍsland hefur nú mjög mikið uppá bjóða er kemur að þessu. Viðhöfum ótrúlega fallegt fuglalífog auðvitað þessa stórbrotnu nátt-úru okkar. Ég er því alveg sátturað vera með myndavélina á loftihér heima og frysta falleg augna-blik á filmu, af nógu er að taka.“

Hefur metnað í náttúruljósmyndun

– Hvert sérðu fyrir þér að ljós-myndaáhuginn geti leitt þig? Ereinhver áhugi að sýna ljósmynd-

Page 9: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · … · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak –

FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 99999

ðu fyrir myndavélinni

Page 10: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · … · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak –

1010101010 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014

irnar víða eða jafnvel gefa þær útí framtíðinni?

,,Það er erfitt að segja hvertljósmyndaáhuginn á eftir að leiðamig, en ég hef mikinn áhuga ogmetnað til að ná langt í náttúru-ljósmyndun. Ég veit að ég á eftirað stunda þetta í framtíðinni.Fjölskyldan styður mig vel íþessu, sem hjálpar mikið til. Enjá, jafnvel áhugi að sýna mynd-irnar og jafnvel að gefa þær út,skulum bara segja að það sé alltopið. Hvernig það mun þróastverður bara að fá að koma í ljós.“

– Og að lokum, hvar getaáhugasamir nálgast myndirnarþínar sem eru til sýnis á veraldar-vefnum?

,,Ég er með ljósmyndasíðu semer flickr.com/agustsvavar en líkaer ég nýbúinn að setja upp Face-booksíðu sem heitir Ágúst Svavar– Wildlife photos.“

– Thelma Hjaltadóttir.

Page 11: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · … · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak –

FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 1111111111

Getum vænst þess að raforku-öryggið verði brátt mun betra„Alþingi hefur á undanförnum

árum tekið ástand orkumála áVestfjörðum til umræðu og hefurþingið samþykkt ályktanir semhvetja til úrbóta í þessum mikil-væga málaflokki. Á vettvangimíns ráðuneytis hefur þessu veriðfylgt eftir, meðal annars meðstofnun samstarfshóps um af-hendingaröryggi raforku á Vest-fjörðum, sem hefur greint stöðuorkumála í fjórðungnum og lagtfram tillögur til úrbóta. Í þessumsamstarfshópi eru fulltrúar sveit-arfélaga og fyrirtækja á svæðinu,Landsnets, Orkubús Vestfjarðaog Orkustofnunar. Hefur vinnaþessa samstarfshóps skilað ágæt-um árangri og hafa bæði Lands-net og Orkubú Vestfjarða unniðað styrkingu kerfa sinna í sam-ræmi við vinnu og ábendingarstarfshópsins og vil ég þakka fyrirþað,“ sagði Ragnheiður ElínÁrnadóttir iðnaðar- og viðskipta-ráðherra í ávarpi í síðustu viku,þegar formlega var tekið í notkuná Ísafirði nýtt tengivirki Lands-nets og Orkubús Vestfjarða.

„Má þar nefna, til viðbótar viðþað mannvirki sem við vígjumhér í dag, byggingu 10 MW vara-aflstöðvar í Bolungarvík og end-urbætur á Tálknafjarðarlínu 1 ogVesturlínu,“ sagði ráðherra einn-ig.

„Þó svo að ráðist hafi verið íverulegar fjárfestingar hér í kerf-inu á Vestfjörðum, og þrátt fyrirþað að enn frekari fjárfestingarséu í undirbúningi, þá er það ljóstað orkuöryggi fjórðungsins verð-ur ekki viðunandi til framtíðar

nema ný orkuvinnsla komi tilsögunnar innan svæðisins. Séhorft til þeirra rannsókna semLandsnet hefur gert á rekstrar-öryggi flutningskerfisins á Vest-fjörðum er ljóst að ný orkuvinnslaupp á 5-10 MW getur skipt sköp-um varðandi rekstraröryggi ásvæðinu til frambúðar og orðiðtil þess að koma í veg fyrir tíðartruflanir og straumleysi í kjölfarútleysinga og bilana á Vesturlínu.Er það von mín að til nýrrar orku-vinnslu komi sem fyrst og munég og ráðuneyti mitt styðja slík

áform eins og frekast er unnt,“sagði Ragnheiður Elín í ávarpisínu.

„Eins og ég hef ítrekað komiðinn á síðan ég tók við ráðherra-embætti er raforka ein af grunn-stoðum samfélagsins og forsendajákvæðrar byggðarþróunar. Viðsjáum það hvað best þegarstraumleysi á sér stað, en þálamast nær öll starfsemi á við-komandi svæði. Þá sem búa ásuðvesturhorninu, þar sem flutn-ings- og dreifikerfið er sterkt,rekur varla minni til þess hvenær

straumleysi átti sér síðast stað.Þar ganga menn að rafmagninuvísu. Þessu er hins vegar öðruvísi farið víða á landsbyggðinniog þá sér í lagi hér á Vestfjörðumþar sem truflanir á raforkuafhend-ingu hafa verið allt of tíðar meðtilheyrandi óhagræði fyrir heimiliog atvinnulíf.

Við erum saman komin hér ídag til að fagna þeim áfanga aðLandsnet og Orkubú Vestfjarðaeru að taka í notkun nýtt tengi-virki um leið og eldra tengivirkisem er í byggð, og þar að auki á

snjóflóðasvæði, er tekið úrrekstri. Þetta er mikill áfangi fyrirframtíðaruppbyggingu flutnings-og dreifikerfisins á Vestfjörðumog mér þykir það til mikillar fyrir-myndar hvernig staðið hefurverið hér að verki. Með þessumannvirki, og öðrum þeim verk-efnum sem eru í vinnslu, getumvið vænst þess að raforkuöryggiVestfjarða muni innan skammsverða mun betra eins og Vest-firðingar eiga svo sannarlega skil-ið,“ sagði Ragnheiður Elín Árna-dóttir iðnaðarráðherra.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra við vígslu tengivirkisins.

Heimskunnur landkönnuður á ferðSkútan Dagmar Aaen kom við á Ísafirði í síðustu viku.

Skútan er í eigu Arved Fuchs, sem er heimsfrægur þýskurlandkönnuður sem m.a. hefur farið gangandi yfir bæðiNorður- og Suðurpólinn og siglt með Dagmar Aaen yfirNorðurpólinn. Dagmar Aaen var byggð til fiskveiða árið1931 í Esbjerg í Danmörku. Hún er sterkbyggð og velfallin til siglinga í norðurhöfum. Skútan var að koma fráausturströnd Grænlands þar sem Arved Fuchs var leið-angursstjóri. Þar vann áhöfnin að rannsóknum á siglinga-leiðum meðfram ströndinni.

Með í ferðinni voru kvikmyndagerðarmenn frá þýskusjónvarpsstöðinni ZDF sem gerðu heimildamynd umferðina og fjallgöngumenn sem klifu hæsta fjall Græn-lands, Gunnbjarnarfjall. Gunnbjarnarfjall er á austurströndGrænlands, mitt á milli Ammassalik og Scoresbysunds,um 3700 metra hátt. Að sögn Arved Fuchs var lagt af staðí leiðangurinn 4. júlí og hefur allt gengið að óskum. Kvik-myndagerðarmennirnir náðu meðal annars á band myndumaf tveimur ísbirnum sem skoðuðu skútuna í rólegheitumásamt kópum sínum meðan Dagmar Aaen lá við akkeri íScoresbysundi – [email protected]

Page 12: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · … · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak –

1212121212 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

StakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur ritað viku-lega pistla í BæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarins

bestabestabestabestabesta í mörg ár. Skoð-anir hans á mönnum

og málefnum hafa oftverið umdeildar og vak-ið umræður. Þær þurfaalls ekki að fara samanvið skoðanir útgefendablaðsins. Þrátt fyrir það

bera ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á skrif-

um StakksStakksStakksStakksStakks á meðanhann notar dulnefni sitt.

Stakkur skrifar

Það eru ekki neinar fréttir að Vestfirðingar rati í fréttir fyrirýmislegt, stundum gott og stöku sinnum eitthvað sem miður ferog reyndar allt þar á milli. Fjölmiðlun og fjölmiðlar hafa orðiðefni umfjöllunar hér á þessum vettvangi. Oftar en ekki hefurniðurstaðan orðið að héraðsblöð og ýmsir staðbundnir fjölmiðlarhafa fengið betri einkunn en þeir sem ná yfir landið allt og erætlað að uppfræða landsmenn alla. Fjölmiðlun er vandasömhvort heldur er á pappír, eða með rafrænum hætti. Möguleikarnireru endalausir og oft tekst misjafnlega til um meðferðina á frétt-um og fólki. Sé litið til þeirra tveggja dagblaða sem gefin eru útá Íslandi um þessar mundir er ljóst að Fréttablaðið þrífst á aug-lýsingum eingöngu og oft sakna sumir ef ekki bara margirlesendur dýpri umfjöllunar á síðum þess um menn og málefni.Sjálfsagt gera þeir sitt besta, en margar af síðum þess sem birtastsem umfjöllunarefni eru hreinlega auglýsingar sem ætla verðurað greitt sé fyrir.

Morgunblaðið hefur sýnt sig í því að kafa dýpra í einstök málog oft gert vel og þá er gaman að lesa það. Hinu verður þó ekkineitað að málfari þess hrakar þótt enn sé það ekki komið niður ásama stig og Fréttablaðið. Mættu ritstjórar og útgefendur þessara

blaða hafa það í huga þegar ráðnir eru blaðamenn til starfa. Þessiblöð birtast þjóðinni sex daga vikunnar og hefur Morgunblaðiðbetur því að því fylgir sérstakt sunnudagsblað, sem meira er lagt í,um helgar. Umfjöllunin er þar oft alveg prýðisgóð. Stundum hefurverið talað um arftaka Vísis og Dagblaðsins, sem nú gengur undirheitinu DV sem dagblað, en síðustu misseri hefur það ekki veriðréttnefni. Meðan Fréttablaðið og einkum Morgunblaðið sýnastgæta þess að fara með gát um ýmsan mannlega vanda og fjalla afnærfærni um einstaklinga og hópa þeirra verður hið sama vart sagtum DV. Fyrri blöðin tvö hafa marga kosti þótt með ólíkum hætti sé.

Hlesti kostur DV hefur verið sá að vekja athygli á ýmsum mál-um, sem þó hafa átt mis mikið erindi við þjóðina. En virða verðurviljann fyrir verkið. Seint verður borið á DV að það gæti nærfærnivið umfjöllun um einstkaklinga. Það hefur meira að segja gerst aðmeð nokkurra vikna millibili séu nafgreindir einstaklingar nánastrakkaðir niður og svo hafnir upp til skýja. Ritstjórinn og Vestfirðing-urinn sem fór frá um síðustu helgi kvartar undan óvæginni meðferðá sér. Batnandi mönnum er best að lifa segir máltækið. Svo vitnaðsé í þjóðskáldið er rétt að gæta þess að hafa aðgát í nærveru sálar.Á það hefur stundum verulega skort. Gott að batni.

AtvinnaÓskum eftir að ráða starfsmann í ræstingar

á pósthúsinu á Ísafirði.Upplýsingar gefur stöðvarstjóri í síma 456

5103 eða á pósthúsinu.

Í janúar á liðnum vetri ákvaðframkvæmdastjórn Heilbrigðis-stofnunar Vestfjarða, í samræmivið endanlegan úrskurð embættislandlæknis um starfshæfni Þor-steins Jóhannessonar framkvæm-dastjóra lækninga, að hann starf-aði áfram eins og verið hefðisem framkvæmdastjóri lækningatil 30. september 2014.

„Þorsteinn mun ekki vera ábyrg-

ur fyrir framkvæmd skurðað-gerða á þessum tíma en er heimiltað aðstoða við skurðaðgerð semer á ábyrgð annars skurðlæknis.Hann mun ekki stunda vakta-vinnu þar sem hann er ábyrgurfyrir bráðameðferð sjúklinga,“sagði í tilkynningu.

Forsaga málsins var sú, aðágreiningi milli lækna við stofn-unina var vísað til embættis land-

læknis í kjölfar þess að bréf fimmheilsugæslulækna við stofnuninakomst í hámæli. Þar kröfðust þeirþess að landlæknir skilaði álitium starfshæfni Þorsteins. Gildiáðurnefndrar ákvörðunar rennureins og áður segir út um næstumánaðamót. Við vinnslu þessararfréttaar náðist ekki í landlæknivarðandi framhaldið eftir næstumánaðamót.

Gildistími ákvörðunar umstarfshæfni að renna út

Með linsur á VestfjörðumFimmtán atvinnuljósmyndarar

frá Þýskalandi og Sviss hafa veriðá ferð um Vestfirði á vegum ís-lensku ferðaskrifstofunnar Er-lingsson Natureisin. Þýskur leið-sögumaður þeirra er RolandSchweize, en hann hefur komið íljósmyndaferðir til Íslands áhverju ári í 20 ár. Fyrstu fjórtánárin var Roland einn á ferð ogtók þá landslagsmyndir fyrir nátt-úrumynda dagatöl sem selst hafaí milljóna upplagi, gefið út 20bækur ljósmyndabækur auk þessað taka myndir fyrir ýmis ljós-myndatímarit og bækur. Árið2008 hóf Roland í samstarfi viðErlingsson Natureisin að komameð skipulagðar kennsluferðirfyrir ljósmyndara til Íslands.Fyrst voru ferðirnar aðeins í loksumars en fyrir tveimur árumbættust vetrarferðir við.

Roland ferðast og heldur ljós-myndanámskeið um allan heimen segir að Ísland eigi sérstakanstað í hjarta sér. Hann er nú aðfagna því að hann hefur komið

hingað að minnsta kosti einusinni á hverju ári í 20 ár og því erþessi ferð sérstök í huga hans.Roland segir nemendur sína, semallir eru atvinnuljósmyndarar,mjög hrifna af landinu og auð-

vitað sérstaklega af því sem fyriraugu ber á Vestfjörðum.

Í síðustu viku fóru ljósmyndar-arnir í sjóferð um Ísafjarðardjúpog komu við í Vigur og í Reykja-nesi og tóku þar myndir sem

sjálfsagt eiga eftir að birtast ítímaritum víða um heim. Síðanlá leiðin til Reykjavíkur en þarskildu leiðir, farþegarnir fljuguheim á leið en Roland ætlaði aðfreista þess að nálgast Bárðar-

bungu en hann hefur sérhæft sigí að mynda eldgos.

Næst verður Roland Schweizehér á ferð með ljósmyndara íapríl á næsta hópi.

[email protected]

Ljósmyndararnir við komuna frá Vigur ásamt Jóni Arnasyni bílstjóra þeirra. Roland Schweize er áttundi frá hægri.

Page 13: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · … · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak –

FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 1313131313

Page 14: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · … · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak –

1414141414 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014

Krossgátan

Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...

Laugardagur 13. septemberLaugardagur 13. septemberLaugardagur 13. septemberLaugardagur 13. septemberLaugardagur 13. septemberkl. 11:45 Arsenal - Man. City

kl. 14:00 WBA - Evertonkl. 14:00 South.t. - Newcastle

kl. 14:00 Stoke - Leicesterkl. 14:00 Barcelona - Athl. Bilb.kl. 14:00 Chelsea - Swanseakl. 14:00 Sunderl. - Tottenhamkl. 14:00 Crystal P. - Burnley

kl. 16:00 Celta - Real S.kl. 16:30 Liverpool - Aston V.kl. 18:00 Real M. - Athl. M.

Sunnudagur 14. septemberSunnudagur 14. septemberSunnudagur 14. septemberSunnudagur 14. septemberSunnudagur 14. septemberkl. 12:15 Notth. F. - Derbykl. 15:00 Man. Utd. - QPR

kl. 19:00 Stjarnan - KeflavíkMánudagur 15. septemberMánudagur 15. septemberMánudagur 15. septemberMánudagur 15. septemberMánudagur 15. september

kl. 19:00 Hull - West HamÞriðjudagur 16. septemberÞriðjudagur 16. septemberÞriðjudagur 16. septemberÞriðjudagur 16. septemberÞriðjudagur 16. septemberKl. 18:45 Liverpool - Ludogerkl. 18:45 Dortmund - Arsenal

kl. 18:45 Real M. - BaselMiðvikudagur 17. septemberMiðvikudagur 17. septemberMiðvikudagur 17. septemberMiðvikudagur 17. septemberMiðvikudagur 17. septemberkl. 18:45 Bayern M - Man. City

kl. 18:45 Chelsea - Schalkekl. 18:45 Ajax - Paris St. G.

Fimmtudagur 18. septemberFimmtudagur 18. septemberFimmtudagur 18. septemberFimmtudagur 18. septemberFimmtudagur 18. septemberkl. 17:00 FH - KR

kl. 17:00 Partizan - Tottenhamkl. 19:00 Everton - Wolfsburg

Dagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar Íslands11. september 1976: 11. september 1976: 11. september 1976: 11. september 1976: 11. september 1976: Far-

þegaþota frá TWA, sem ræntvar í innanlandsflugu í Banda-ríkjunum, hafði tveggja stundaviðdvöl á Keflavíkurflugvelli áleið til Parísar, þar sem ræn-

ingjarnir gáfust upp.12. september 1985: 12. september 1985: 12. september 1985: 12. september 1985: 12. september 1985: Fallhlíf-arstökkvarar frá Akureyri settuÍslandsmet í greininni þegarþeir stukku úr 21 þúsund fetahæð (um 6,4 km). Þeir féllu í

tvær mínútur á 220 km hraðaáður en fallhlífarnar voru

opnaðar.13. september 198113. september 198113. september 198113. september 198113. september 1981: Borgar-fjarðarbrúin var vígð, en um-ferð um hana hófst árið áður.

Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Sunnan- og suðvestan 8-15

m/s og víða rigning fram eftirdegi, en úrkomulítið NA-til.

Hiti 10-16 stig.

Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Suðvestan 5-13 m/s og

skýjað með köflum vestan-lands, en annars bjart veður.

Kólnar lítillega.

Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Útlit fyrir suðlægar áttir með

vætu og hlýnandi veðri.

HelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðrið

Page 15: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · … · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak –

FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 1515151515

Lausn á síðustu krossgátu

Sudoku þrautir

Þjónustuauglýsingar

smáarTil sölu er Canon EOS 7 mynda-vél ásamt rafhlöðugripi. Mjögvel með farin. Upplýsingar í síma892 5362.

Til sölu er kontrabassi. Upplýs-ingar gefur Magnús Reynir ísíma 893 3783.

Til leigu í vetur (til 30. júní) er4ra herb. íbúð á eyrinni, 110m².Nánari upplýsingar eru veittar ísíma 00 47 480 70 568.

Júlíus í 5. sætiMest aflamark á nýbyrjuðu

fiskveiðiári fer til Guðmundar íNesi RE 13, rúm 8.553 þorsk-ígildistonn eða tæp 2,3% af út-hlutuðum þorskígildum. Alls fá578 skip úthlutað aflamark í upp-hafi fiskveiðiárs 2014/2015.Kaldbakur EA er í öðru sæti með7.461 þíg.tonn, þá kemur VigriRE með 6.986 þíg.tonn., þáMálmey SK með 6.964 þíg.tonnog í fimmta sæti er Júlíus Geir-mundsson ÍS með 6.820 þíg.tonn.

Alls fá 459 fyrirtæki eða lög-aðilar úthlutað aflamark nú eðaum 30 aðilum færra en í fyrra. Sélitið til þeirra sem eru með mestaúthlutun fær HB Grandi mest,líkt og í fyrra, eða 10,7% af heild-inni. Þá kemur Samherji með 6%og Þorbjörn hf., í Grindavík með5,5%. Þetta er sama röð efstufyrirtækja og undanfarin ár.

Nýir eigendur aðverslun BirkisIngibjörg Heba Halldórsdóttir

og Ólöf Öfjörð á Ísafirði hafafest kaup á rekstri verslunarinnarBirkis að Hafnarstræti 6. Að sögnIngibjargar Hebu, tóku þær stöll-ur við rekstrinum um mánaðar-mótin en formleg opnun verslun-arinnar var síðdegis á föstudag.

„Prjónaskapur hefur alltaf ver-ið áhugamál hjá mér og því ákvaðég að skella mér í þetta. Viðverðum með prjónavörur til sölurauk leikfanga. Einnig erum viðopnar fyrir öllum hugmyndumhvað varðar nýja vöruflokka,“segir Ingibjörg Heba. Þær stöllurkaupa reksturinn af Jónínu Högna-dóttur og Björk Birkisdóttur, semrekið hafa verslunina um árabil.

Sala nýrra og notaðra bíla hefurverið óvenju róleg í sumar en eraðeins að lifna við með haustinuað sögn Hafsteins Vilhjálms-sonar hjá þjónustuumboði Hekluá Ísafirði. Hafsteinn segir að hug-sanleg skýring á óvenjulega ró-legu sumri sé að bílaviðskiptihafi færst meira yfir á netið. Hægtgengur í sölu nýrra bíla og eru bíla-leigurnar helsti kaupandinn þar.

Óvenju rólegt ábílamarkaðnum

Page 16: Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · … · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 11. september 2014 · 36. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak –

1616161616 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014