20
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk Fimmtudagur 8. desember 2011 49. tbl. · 28. árg. „Ég las gríðarlega mikið aftan á bækur. Örugglega las ég aftan á nokkur hundruð bækur á hverju hausti en hafði hreinlega ekki tíma til að lesa mikið innan í þeim,“ segir Gunnlaugur Jónasson, fyrrverandi bóksali. Í miðopnu blaðsins lítur hann yfir farinn veg, ræðir um bóksölu og jólabókaflóð og rifjar upp breytingar sem hafa orðið á Ísafirði í gegnum tíðina. Breyttir tímar

Fimmtudagur - Bæjarins Besta

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vskStofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk

Fimmtudagur8. desember 201149. tbl. · 28. árg.

„Ég las gríðarlega mikið aftan á bækur.Örugglega las ég aftan á nokkur hundruðbækur á hverju hausti en hafði hreinlegaekki tíma til að lesa mikið innan í þeim,“segir Gunnlaugur Jónasson, fyrrverandi

bóksali. Í miðopnu blaðsins lítur hannyfir farinn veg, ræðir um bóksölu og

jólabókaflóð og rifjar upp breytingarsem hafa orðið á Ísafirði í gegnum tíðina.

Breyttir tímar

Page 2: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

22222 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011

Guðbjargar Sigrúnar Valgeirsdóttur

Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýnduokkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærr-ar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu

Sérstakar þakkir fær starfsfólk Fjórðungssjúkra-hússins á Ísafirði fyrir einstaka umönnun og alúð

Guð blessi ykkur öll,Kristján Guðmundsson Guðfinna SkúladóttirValgeir Guðmundsson Hildur BæringsdóttirÓlafur Guðmundsson Steinunn Margrét Arnórsdóttir

Einar Kristbjörn GuðmundssonSigurður Rúnar Guðmundsson

Ólöf Minný GuðmundsdóttirIngibjörg Sigríður Guðmundsdóttir Guðmundur S. Ásgeirsson

Birgir Már Guðmundsson Nína Elisabet Sandbergbarnabörn og barnabarnabörn.

Ljósin á jólatré Ísfirðinga vorutendruð í gullfallegu vetrarveðriá Silfurtorgi á laugardag. Fjöl-margir bæjarbúar komu þá samanog nutu aðventustemmningunnarog hirtu ekki um að kuldabolihafi einnig ákveðið að mæta. Þágæddu margir sér á rjúkandikakói og heitum lummum semStyrktarstjóður TónlistarskólaÍsafjarðar stóð fyrir sölu á ásamt

alls kyns öðruvísi.Ljúfir tónar lúðrasveitarinnar

juku á hátíðarbraginn og svo fluttiGísli Halldór Halldórsson, forsetibæjarstjórnar Ísafjarðarbæjarhugvekju áður en ljósin vorutendruð rétt þegar birtuna tók aðþverra og blámi skammdegisinslitaði fjöllin.

Kór Menntaskólans á Ísafirðisöng fyrir viðstadda og síðan birt-

ust jólasveinar sem höfðu runniðá hljóðið enda vita þeir fáttskemmtilegra en að mæta þarsem margir krakkar eru samankomnir á góðri stund. Eftir aðhafa sprellað og heilsað upp ákrakkana var dansað í kringumjólatréð. Þess má geta að jólatréðer gjöf frá Húsasmiðjunni einsog undanfarin ár.

[email protected]

Ljósin tendruð ájólatré Ísfirðinga

Jólasveinar brugðu á leik með börnunum.

Page 3: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 33333

Page 4: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

44444 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011

Bókin Feigð eftir Stefán Mánasegir frá rannsóknarlögreglu-manninum Herði Grímssyni. Sáer með hár niður á rass, gengur umí fimmtán kílóa þungum frakkaog kallar ekki allt ömmu sína.Að auki er hann Súðvíkingur.Feigð gerist að stórum hluta áVestfjörðum og BB lék forvitniá að vita hvernig höfundurinnhefði sett sig inn í þann heim.

„Ég dvaldi í viku í Súðavíksumarið 2009, í boði sveitar-stjórnarinnar. Hugmyndin var aðkynnast þorpinu og Vestfjörðum.Ég hafði komið á Ísafjörð enþetta var mitt fyrsta skipti í Súða-vík. Tíminn nýttist vel til að náörnefnum, kennileitum, staðhátt-um og auðvitað tala við fólkið.Þetta var hefðbundin gagnaöflunog alveg frábær vika.“

Stefán Máni segist hafa lagt ásig talsverða vinnu við að búa tilsannfærandi Súðavík í bókinni.

„Þetta er bara eins og þegarmaður ætlar á skauta, maður villkunna undirstöðurnar til að dettaekki á rassinn. Mér líður betur

sem höfundi og sæki sjálfstraustí undirbúningsvinnuna. Það erekki að ég vilji sýna mig fyrirlesandanum. En því meira semég því veit því auðveldara er aðeinbeita sér að sögunni og sjálfrifrásögninni.“

Hörður GrímssonHörður GrímssonHörður GrímssonHörður GrímssonHörður GrímssonAðalpersóna Feigðar, rann-

sóknarlögreglumaðurinn HörðurGrímsson birtist fyrst í annarribók eftir Stefán Mána, Hyldýpi.„Já, hann var lögga þar en auka-persóna. Mér fannst hann eftir-minnilegur og með sterka nær-veru. En síðan dúkkaði þessi gaurupp í hausnum á mér og það íöllu sínu veldi. Rauðhærður meðhár niður á rass, í svörtum leður-frakka og var fljótur að ryðjahinum í burtu. En reyndar erHörður byggður á manni semÞórhallur miðill sagði mér eittsinn að fylgi mér. Þórhallur talaðium að það fylgi mér eitthvaðstóð af fólki en alveg aftast íhópnum er maður sem vildi ekki

að Þórhallur sæi sig. Sá er í leð-urfrakka og með sítt hár. ÞegarÞórhallur sagði mér þetta vissiég einhvernveginn strax um hvaðhann var að tala. Og Hörður ersvolítið þessi kall.“

- Hvað meinarðu, þegar þúsegist hafa vitað hvað Þórhallurátti við?

„Ég bara kannaðist við þennannáunga og nærveru hans. Hannhefur jákvæða merkingu fyrirmér. Hann er einhverskonar föð-urímynd og verndari. Hrjúfur ogfráhrindandi eins og Hörður engóður inni við beinið.“

SúðavíkSúðavíkSúðavíkSúðavíkSúðavíkStefán Máni segir hafa verið

ljóst frá upphafi að Hörður séSúðvíkingur og því hafi snjóflóð-ið fylgt með persónunni. „Þaðvar augljóst að hann hafði veriðungur maður þegar það féll. Mérleist einhvernveginn ekkert á þaðog kveið fyrir að þurfa að talavið heimamenn um þennan at-burð. Vorið 2009 þegar ég keyrði

inn í Álftafjörð og sá skarðiðblasa við í Súðavíkurbyggðinnikólnaði mér að innan og spurðimig hvað ég væri eiginlega aðgera. Mér leið eins og flóðið hefðifallið degi fyrr og ég væri mætturá vettvang eins og snápur. Ég varþví ekki kjarkmikill í upphafi enÓmar sveitarstjóri róaði mig ogsannfærði um að fólk væri alvegtilbúið til að tala um þetta. Þaðlangur tími væri liðinn.“

ÞorskafjarðarheiðiÞorskafjarðarheiðiÞorskafjarðarheiðiÞorskafjarðarheiðiÞorskafjarðarheiði

Ófærar heiðar á Vestfjörðumkoma talsvert við sögu í Feigðog þvælast fyrir Herði þegar tími-nn er að hlaupa frá honum. „Égheld að ég hafi verið átta tíma aðkeyra hvora leið á milli Súða-víkur og Reykjavíkur því ég varstöðugt stoppandi til að skrifahjá mér náttúrulýsingar og annaðá leiðinni. Ég tók þetta mjög al-varlega en hafði líka gaman af.Enda er vegalengd í bók líkasöguþráður sem maður svoskreytir með landslagi og öðru.“

Í bókinni bregður fyrir annarrieftirminnilegri persónu í Súðavík,bifvélavirkjanum Bigga smur.Hvaðan kemur hann? „Ég er lands-byggðarmaður sjálfur og finnstég þekkja Bigga smur mjög vel.Ég held að hann sé til í hverjuþorpi. Þessi kall sem lifir á kexiog vindlum. Stundum er hann pip-arsveinn en yfirleitt heilsteypturkall. Örugglega innsti koppur íbjörgunarsveitinni. Þegar á reynirer hann mættur til aðstoðar ámeðan Hörður væri örugglegabara á einhverju fylleríi. Biggsmur er kannski ekki beint spenn-andi en á einhvern hátt alvegómissandi.“

Aðspurður segir Stefán Mániað Feigð sé ekki síðasta bókinhans um Súðvíkinginn Hörð. „Égkem örugglega aftur og það meðmikilli ánægju. Ég varð yfir mighrifinn af Vestfjörðum í síðustuferð. Næst langar mig að ferðastmeð tjald að sumarlagi en svo áég líka eftir að koma að vetri tilog upplifa það allt saman.“

– Huldar Breiðfjörð.

Súðvíkingurí skósíðum leðurfrakka

Page 5: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 55555

Page 6: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

66666 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011

Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 8925362, [email protected]. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, [email protected]. · Ásta María Sverrisdóttir, sími 824 0644,

[email protected] · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, [email protected].Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afslátturtil elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X

SpurninginÆtlar þú að

kaupa jólagjafir fyrirlægri upphæð en

undanfarin ár?Alls svöruðu 404.

Já sögðu 258 eða 64%Nei sögðu 146 eða 36%

Netspurningin er birt viku-lega á bb.is og þar geta

lesendur látið skoðun sínaí ljós. Niðurstöðurnar eru

síðan birtar hér.

Ritstjórnargrein

Stóriðja Vestfirðinga

Starfsemi stofnana sem komaað stoðkerfi atvinnu og byggða áVestfjörðum verða sameinuð.Tillaga þess efnis var samþykktaukaþingi FjórðungssambandsVestfirðinga með meirihluta at-kvæða. Um er að ræða stofnanirsem sveitarfélög á Vestfjörðumkoma að með beinni eignaraðildeða samstarfssamningum oggreiða árleg framlög til. Samein-ingin tekur til Atvinnuþróunar-félags Vestfjarða, MarkaðsstofuVestfjarða og MenningarráðsVestfjarða ásamt Fjórðungssam-bandi Vestfirðinga, að því gefnuað aðalfundir þessara stofnannasamþykki sameininguna. Þá vareinnig samþykkt tillaga þess efnisað sameinað félag starfi undir fimm

manna stjórn sem aðeins verðurskipuð sveitarstjórnarfulltrúum.

Markmiðið með sameining-unni er að efla starfsemina ogsamvinnu þeirra starfsmannasem nú starfa hjá ólíkum stofn-unum, að því er fram kemur ífréttatilkynningu. „Þannig verðurtil öflugri stofnun sem betur getursinnt núverandi verkefnum aukþess að vera betur í stakk búin tilað taka að sér stærri verkefni. Súþjónusta sem veitt hefur veriðeinstaklingum og fyrirtækjumverður áfram í boði, en mark-miðið er að bæta og efla þá þjón-ustu,“ segir í tilkynningu.

„Lögð hefur verið mikil áherslaá að viðhalda mannauði þessarastofnana við sameiningu og ekki

síður að nýta þekkingu starfsmannaí því breytingaferli sem nú erhafið. Stefnt er að óbreyttu starfs-mannhaldi sem einnig tryggirþjónustu við viðskiptamenn ogaðra starfsemi stoðkerfisins íframtíðinni,“ segir í tilkynningu.Stjórn Fjórðungssambands Vest-firðinga leggur áherslu á mikil-vægi þess að breytingar á stoð-kerfi hafi jákvæð áhrif á núver-andi stuðning og samstarf viðeinstaklinga, fyrirtæki og samtökfyrirtækja á Vestfjörðum svo semí ferðaþjónustu og sjávarútvegi.Þá segir í tilkynningunni að stjórn-in vonist til að breytingarnarverði til að efla þessa þætti endaséu þeir grundvöllur fyrir árangurvið þróun atvinnu og byggða á

Vestfjörðum.En ekki er allir á eitt sáttir. At-

konur, sem stóðu að stofnun At-vinnuþróunarfélagsins á sínumtíma, sendu frá sér ályktun fyrirþingið þar sem þær lýstu yfirandstöðu sinni gegn sameining-unni og það gerðu einnig Ferða-málasamtök Vestfjarða, en bæðifélögin telja m.a. að pólitísk áhrifFjórðungssambandsins verði ofmikil með sameiningunni. „Þettaeru fyrst og fremst vonbrigði enniðurstaðan kemur ekki á óvartmiðað við hvernig umræðan þró-aðist. Ég er smeykur um að sveit-arstjórnir margar hverjar geri sérekki alveg grein fyrir hvað felst íþessu og eiga eftir að bíta úrnálinni með ákvörðunina,“ segir

Sigurður Atlason, formaður Ferða-málasamtaka Vestfjarða.

„Ég er smeykur um að faglegvinnubrögðum taki niður meðsameiningunni. Það er t.d. ljóstað Markaðsstofa Vestfjarðaverður ekki til lengur þegar þettaer komið í gagnið,“ segir Sigurð-ur. Fyrsta skrefið verður samein-ing Atvinnuþróunarfélags Vest-fjarða við FjórðungssambandVestfirðinga, frá og með 1. janúar2012.

Jafnframt verður aukið sam-starf við Markaðsstofu Vest-fjarða og Menningarráð Vest-fjarða, sem svo sameinast nýrristofnun í síðasta lagi í janúarmán-uði 2013.

[email protected]

Stofnanir verða sameinaðarFrá aukaþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga.

HelgarveðriðHorfur á föstudag:

Ákveðin norðanátt og kaltí veðri. Snjókoma eða élfyrir norðan og austan,einkum við ströndina.

Horfur á laugardag: Útlitfyrir NA-átt með éljum

norðan- og austanlands.Frost um land allt.

Horfur á sunnudag:Útlit fyrir NA-átt með

éljum norðan- og austan-lands. Frost um land allt.

,,Markmiðið er að byggja upp fiskeldi sem getur tryggt öruggstörf til framtíðar í sátt við náttúruna og með virðingu fyrir henni.“Þetta er ætlunin, segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóriHG, sem sótt hefur um leyfi fyrir útvíkkun og stækkun á eldisleyfiá starfssvæði fyrirtækisins í Ísafjarðardjúpi, þar sem jafnhliðaþorskeldi verði framleiðsla á laxi og regnbogasilungi.

En það eru fleiri með árarnar úti. Ef allt gengur eftir, sem að erstefnt, verður fiskeldi á Vestfjörðum stóriðja, að minnsta kosti ávestfirskan mælikvarða. Áform um fiskeldi á Tálknafirði ogBíldudal gætu skilað hundruðum starfa, sem í fáum orðum sagtmyndi umbylta öllu atvinnulífi og tilvist þessara byggðarlaga.

Samhliða því sem BB hefur fagnað hverri og einni nýjung íatvinnutækifærum á Vestfjörðum hefur blaðið undirstrikað aðsmáskammtar dygðu ekki til viðsnúnings á þeirri fólksfækkunsem átt hefur sér stað um margra ára skeið í fjórðungnum. Til þessþyrfti stórátak, holskeflu fjárfestinga, sem skilaði fjölda framtíðar-starfa.

Hann er Bílddælingur, sem rekur stórt laxeldisfyrirtæki í Noregi,sem fullvinnur hráefnið fyrir neytendamarkað. Hann segir blóðiðrenna til skyldunnar og vill koma að uppbyggingu slíks fyrirtækisá Bíldudal, auk fleiri erlendra aðila. Matthíasi Garðarssyni, en svo

heitir maðurinn, finnst íslenska eftirlitskerfið (skriffinnskan) þungtí vöfum, svifaseint og flókið; þetta sé allt miklu einfaldara hjáfrændum vorum, Norðmönnum.

Nýverið hafði iðnaðarráðherra orð á því að samskiptavandamálmilli ráðuneyta kæmi í veg fyrir að unnt væri að móta heilstæðabyggðastefnu. Í skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,frá því í haust, kemur fram að stjórnsýslulegt umhverfi strandsvæðaer afar flókið. Ekkert eitt ráðuneyti hefur umsjón með málaflokkn-um, sem ellefu undirstofnanir eru sagðar bera ábyrgð á. Auðvitaðber öllum saman um að nýting allra landsins fjarða til fiskeldis og/eða veiða verður að vera í sátt við náttúruna og með virðingu fyrirhenni. En ber ekki samantekt tilvitnaðs ráðuneytis því glöggt vitnihvernig íslensk stjórnvöld hafa áratugum saman látið allt, er lýturað umgengni og nýtinu hafsins, reka á reiðanum?

Vestfirðingar þurfa á öflugum fyrirtækjum að halda. Þeir getaekki endalaust beðið eftir einu og öllu. Þeir hafa slæma reynslu afbiðinni eftir vegum og raforku. Sú bið er orðin þeim og þjóðfélaginuöllu, dýrkeypt. Krafa Vestfirðinga er að hratt og með faglegumhætti verði unnið að afgreiðlu mála allra þeirra fyrirtækja, semsýnt hafa vilja til að fjárfesta á Vestfjörðum.

s.h.

Page 7: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 77777

Page 8: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

88888 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011

Svæðisbundin flutningsjöfnunFrumvarp um svæðisbundna

flutningsjöfnun var kynnt fyrirríkisstjórn í síðustu viku. Sam-kvæmt því skal skipta landinu ítvö svæði; Vestfirði og svo öllönnur sveitarfélög landsins svofremi að þau séu á svæði þar semheimilt er að veita byggðaaðstoðsamkvæmt byggðakorti. Mark-mið frumvarpsins er að styðjavið framleiðsluiðnað og atvinnu-uppbyggingu á landsbyggðinnimeð því að jafna flutningskostn-að til framleiðenda sem staðsettireru fjarri innanlandsmarkaði eða

útflutningshöfn og búa við skertasamkeppnisstöðu vegna hærriflutningskostnaðar en framleið-endur staðsettir nær markaði.

Helstu tillögur frumvarpsinseru að framleiðendur geti sóttum flutningsjöfnunarstyrk tilhlutaðeigandi ráðuneytis. Aðstyrksvæði séu þau svæði þarsem heimilt er að veita byggða-aðstoð samkvæmt byggðakortiESA. Að framleiðendur séu skil-greindir sem einstaklingar meðlögheimili á styrksvæði og lög-aðilar með heimilisfesti á styrk-

svæði. Að framleiðslan sem flutter frá styrksvæði geti annað hvortvera fullunnin vara eða hálfunninvara. Einnig sé heimilt að styrkjaflutninga á vörum til styrksvæðisef um er að ræða hrávöru eðahálfunna vöru sem er nauðsynlegtil þess að endanlega framleiðslageti átt sér stað á styrksvæðinu.

Þá segir að lengd ferðar frááfangastað þurfi að vera að lág-marki 245 km til að framleiðandieigi kost á að sækja um styrki.Flutningsjöfnunarstyrkir eftirsvæðum og lengd ferðareru því

10% á svæði 2, sem eru sveitar-félög Vestfjarða, fyrir 245-390km fjarlægð og 20% fyrir 391km eða lengri fjarlægð.

Þá er gert ráð fyrir að ekkiverði sett neitt lágmark á styrk-fjárhæð og er það gert til aðtryggja að einyrkjar í framleiðslu-iðnaði eigi jafnan möguleika ástyrkveitingum eins og stór fram-leiðslufyrirtæki. Miðað er við aðsett sé þak á styrki sem nemur200.000 evrum á þriggja áratímabili eða um 33 millj. ís-lenskra króna. Inn í þá fjárhæð er

reiknaðir aðrir styrkir sem fram-leiðandi hefur fengið frá opin-berum aðilum. Með því að setjaþetta hámark á styrki fellur um-rædd ríkisaðstoð undir minnihátt-araðstoð (de minimi) ESA og erekki tilkynningarskyld.

Frumvarpið skal taka gildi 1.janúar 2012 og gildi til 31. des-ember 2013. Miðast sá gildistímivið byggðakort ESA. Fyrir þanntíma er lagt til að fram fari end-urskoðun á lögunum með tillititil nýs byggðakorts og nýrra út-reikninga á flutningskostnaði.

Tæplega 600 börn hafafæðst á Ísafirði frá 2001

Tæplega 600 börn fæddust áÍsafirði á tímabilinu frá 2001 til2010. Flest voru þau árið 2008eða 73 en fæst árið 2003 þegar49 fæddust á Fjórðungssjúkra-húsinu á Ísafirði. Þetta kemurfram í svari velferðarráðherra áAlþingi við fyrirspurn Sigmund-ar Ernis Rúnarssonar um fæð-ingardeildir. Þar segir að fjórtánbörn hafi fæðst á Patreksfirði frá2001 en engin fæðingarþjónustahefur verið þar frá því 2003. Ísvari ráðherra kemur fram aðengum fæðingardeildum hefurverið formlega lokað á heilbrigð-isstofnunum utan Reykjavíkur ásíðasta áratug. Hins vegar hefur

fæðingum fækkað á ýmsum stöð-um á þessu tímabili.

„Þetta tengist meðal annars þvíað vaktir á skurðstofum hafa lagstaf á stöðum eins og í Reykjanes-bæ, Selfossi og Sauðárkróki.Örðugt hefur reynst og jafnvelógerlegt að fá almenna skurð-lækna til starfa á landsbyggðinnitil að halda uppi slíkri þjónustu,“segir í svari Guðbjartar Hannes-sonar ráðherra.

Í svarinu kemur jafnframt framað konur á Þórshöfn á Langanesieiga um lengstan veg að fara tilað fæða börn á sjúkrahúsi. Heim-an frá þeim eru 250 km til Akur-eyrar eða Neskaupstaðar. Að-

spurður hversu víða á landinu erengin fæðingardeild í klukku-stundarakstursfjarlægð frá byggðsagði ráðherra að ef gert er ráðfyrir að sú fjarlægð sé 75 km erueftirtalin byggðasvæði á landinulengra frá fæðingardeild en semþví nemur: Strandasýsla, Snæ-fellsnes, Dalasýsla, Barðastrand-arsýslur, Norðurþing, Vopna-fjörður og Vestur-Skaftafells-sýsla. Hinsvegar er suðvestur-horn landsins frá Borgarnesi ogsunnanverðum Borgarfirði aðsunnanverðri Árnessýslu í minnaen klukkustundarakstursfjarlægðfrá fleiri en einni fæðingardeild.

Eins og fram kom í frétt á bb.is

fyrir skemmstu er engin ljósmóð-ir er starfandi á sunnanverðumVestfjörðum, en hjúkrunarfræð-ingur og læknir sinna mæðra-eftirliti og ungbarnaeftirliti ásvæðinu í hennar stað. Enginfæðingarþjónusta er heldur ásvæðinu og var síðasta fæðinginframkvæmd þar árið 2004. Konurá sunnanverðum Vestfjörðumfara annað hvort til Reykjavíkur,Ísafjarðar eða annarra staða tilað fæða, en fæðingarþjónusta erveitt á níu stöðum á landinu í dag.

Hvorki skurðstofa né fyrir-buragjörgæsla er á Heilbrigðis-stofnuninni Patreksfirði ef eitt-hvað bæri út af í fæðingunni. Þá

eru engin sónartæki á stofnuninniog fara konur því til Ísafjarðareða Reykjavíkur til að komast ísónar en konum er boðið að faraí fósturskimun á 11 til 14 viknumeðgöngu og á 19 til 20 vikumeðgöngu. – [email protected]

568 börn hafa fæðst áÍsafirði frá árinu 2001.

Virkja bæjarlækina sé það mögulegtMargar litlar virkjanir geta skipt

töluverðu máli fyrir rekstrarör-yggi á Vestfjörðum. KristjánHaraldsson, orkubússtjóri hjáOrkubúi Vestfjarða, segir í sam-tali við Bændablaðið, að fáirkostir séu á stórvirkjunum á Vest-fjörðum og því sé OV alltaf aðskoða nýjar lausnir í virkjana-málum. Kristján hvetur menn tilað setja upp virkjanir þar sem þaðsé hægt sem og að gera að virkjabæjarlækina sé það mögulegt.Fram kemur í umfjöllun Bænda-blaðsins um málið að smávirkj-anir séu síður en svo nýjar afnálinni. Nú á dögum eru þó flest-ar virkjanir hér á landi byggðartil að nýta sem best mikla fallhæðog er þá vatn gjarnan leitt umaðrennslispípur að vatnshjólumvirkjunarinnar. Minna hefurverið rætt um virkjanir sem nýtaeingöngu staðbundið rennsli án

byggingar mikilla uppistöðulóna.Þar er t.d. um að ræða notkunsvokallaðra ástreymishverflasem nýta straumhraða þar semfallhæð er lítil.

Kristján hvetur menn þó til aðsýna fyrirhyggju í virkjanagerð.„Ef menn eiga möguleika í sveit-unum, þá er um að gera að virkjabæjarlækina. Það er þó ekki nógað horfa á lækinn bakkafullan ávorin. Að mínu viti þurfa mennað þekkja söguna og fá staðfestarmælingar áður en lagt er út íverulegar fjárfestingar í þessaveru. Annars lenda menn yfirleittí vandræðum. Menn þurfa aðþekkja ákveðnar stærðir eins ogmeðalrennsli í læknum yfir árið,hvað það getur orðið minnst oghvað mest. Út frá því geta menntekið skynsamlegar ákvarðanir“segir Kristján.

Stærstu virkjanir á Vestfjörð-

um eru Mjólkárvirkjun í Arnar-firði og Mjólkárvirkjun 2. Aukþeirra á og rekur OV Þverárdals-virkjun við Steingrímsfjörð,Tungudalsvirkjun, Fossavatns-virkjun í Engidal, Nónhorns-virkjun í Engidal, Reiðhjalla-virkjun í Bolungarvík, Mýrarár-virkjun og Blævardalsárvirkjuní Ísafjarðardjúpi. Auk þessa er

OV 10% eignaraðili að um 500kílówatta bændavirkjun sem reistvar í Botni í Súgandafirði ogskilar nú myljandi hagnaði tileigenda sinna, að sögn Kristjáns.Virkjunin nýtir að stórum hlutaútrennslisvatn úr Vestfjarða-göngum og kaupir OV rafmagn-ið.

Þá bendir Bændablaðið á að í

Hvestudal er 1,4 MW einkavirkj-un sem selur OV líka rafmagnsem og lítil 30 kW virkjun íTálknafirði. Þar að auki hefurOV rekið litla 200-300 kW virkj-un sem Jón Fannberg byggði ílandi sínu í Mjóafirði við Ísa-fjarðardjúp fyrir allmörgum ár-um.

[email protected]

Mjólkárvirkjun.

Page 9: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 99999

Page 10: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

1010101010 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011

Búinn að eignastbókasafnsskírteini

Nú þegar jólabókaflóðið stend-ur sem hæst settist fyrrverandibóksalinn, Gunnlaugur Jónassonniður með blaðamanni og rifjaðiupp gamla tíma í bókabúð Jónas-ar Tómassonar. Faðir Gunnlaugsstofnaði verslunina og rak í ára-tugi, sjálfur stýrði Gunnlaugurbúðinni í 40 ár og sonur hans rakhana í rúm tíu ár. En áhugann ábókum má rekja aftar í fjölskyld-una.

Þurrkaðar bækurÞurrkaðar bækurÞurrkaðar bækurÞurrkaðar bækurÞurrkaðar bækur

„Afi minn hét Tómas Jónassonog var fæddur 1835, 95 árum áundan mér. Hann var fátækurbóndi Fnjóskadal en ekki mikillbúmaður. Hinsvegar var hannbókhneigður, orti og skrifaði dag-bækur. Þegar hann var ungurmaður fór hann á milli bæja ogkenndi börnum. Einhverntímavar hann á Akureyri vetrarpartog kom sér þá í þvílíkar skuldirvið bókabúðina að honum lá viðgjaldþroti. Hann var áskrifandiað Shakespeare leikritum ogkeypti Biblíuna á ensku til aðreyna að komast niður í enskunniog geta lesið þessi leikrit. Hannþýddi líka og staðfærði dönskleikrit og skrifaði nokkur sjálfur.Hann sem sagt dáði bækur og tiler fræg saga af honum frá þvíþegar ferðalangur nokkur fór umFnjóskadal. Það hafði verið mikilrigningartíð en þetta var á hey-skapartíma. Svo hafði glaðnaðtil og gert góðan þurrk. Í frásögnferðalangsins eru lýsingar á þvíhvernig fólkið á hverjum bæ ham-aðist við að breiða úr heyi ogþurrka. Nema bóndinn á Hróars-stöðum, hann var úti á þekju aðdreifa úr bókunum sínum. Þærhöfðu blotnað í rigningunni oghann var að reyna að þurrka þær.Lét heyið bíða,“ segir Gunnlaug-ur og skellir upp úr.

„Hann féll svo frá úr lungna-bólgu þegar faðir minn var þriggjaára. En svo þegar pabbi minn varum fertugt stofnaði hann bóka-búðina og það var hans lifibrauðnæstu 30 árin. Ég fæddist inn íþessa bókabúð og hafði þá bækurinnan seilingar, skóla í næsta húsiog allt tiltækt. Svona varð gjör-breyting á högum tveggja kyn-slóða, það breyttist nánast allt,húsakostur, atvinnuhættir allir ogþá matarræðið. Þá voru engar sam-göngur, engir vegir eða brýr,

engir skólar. Þessi afi minn er íraun miklu nær sögualdarmönn-um heldur en mér. Allt annarheimur en þó bara einn ættliður ámilli.“

Engir plastpokarEngir plastpokarEngir plastpokarEngir plastpokarEngir plastpokarBóksala og rekstur Bókabúðar

Jónasar Tómassonar á Ísafirðivarð svo lífsstarf Gunnlaugs.

„Þegar menn spurðu af hverjuég væri að hætta í búðinni bentiég á að það hefðu orðið talsverðarbreytingar síðan ég byrjaði í bók-sölu. Til dæmis var ekki búið aðtaka kúlupennann í notkun þegarég hóf störf. Það var reyndar búiðað finna hann upp en menn not-uðu blýanta. Það voru heldur eng-ar reiknivélar til. Annað hvortreiknaði maður á blaði eða í hug-anum. Það voru heldur engirplastpokar til. Vörum var pakkaðinn. Maður stóð líka fyrir innanborð en kúnninn fyrir framan þaðog maður snerist í kringum hann,kúnninn þurfti ekki að tína vör-urnar til. En kannske var nú aðal-ástæðan sú, að mér gekk orðiðilla að heyra hvað fólk bað um,menn eru orðnir svo óskýrmæltirnú orðið!“

- Hver var stærsta breytingin áþessum árum?

„Því miður kannski það að íseinni tíð var ekki jafn margtfólk í bænum og nágrenni. En ástríðsárunum og árunum þar áeftir höfðu bókabúðir blómstrað.Þegar erfiðara var með ýmsarvörur, hörgull og skömmtun,voru yfirleitt til bækur. Hún varþví aðgengilegasti pakkinn af þvíað það var bara ekki sama úrvalaf öðrum gjafavörum.“

- Bókaútgáfa hefur því ekkidottið niður á stríðsárunum?„Nei, en stundum var ekki jafnfínn pappír í þeim, önnur prent-tækni, ekki eins flottar bækur ogkannski ekki jafn margir titlar íboði. En bæði útgáfa og bóksalavar blómlegur atvinnurekstur áþessum árum.“

JólabókaflóðiðJólabókaflóðiðJólabókaflóðiðJólabókaflóðiðJólabókaflóðið

Aðspurður hvort búið hafi ver-ið að finna upp jólabókina ogjólabókaflóðið á þessum árum,svarar Gunnlaugur:

„Já, fyrir jól voru gefnir út svonastaðlaðir flokkar, rauðar ástar-sögur fyrir konurnar og frænk-

urnar, hasarsögur eftir AlistairMcLean og Hammond Innes fyr-ir kallinn. Svo bæði íslenskar ogþýddar barna- og unglingabækur.Tíminn frá í lok nóvember og útárið var mjög mikill annríkistími.Þá var unnið fram á kvöld ogallar helgar, lagerinn talinn reglu-lega og pantað inn í það semvantaði. Þar kannski komum viðað stærstu breytingunni, sam-göngunum. Lengi vel fékk maðurvörur bara með skipum. Þótt líkaværi flogið á þessum árstíma gatþað verið stopult. Skipið komkannski á tíu daga fresti. Þvíþurfti maður að sjá fyrir í fyrri-hluta desember hvað var að selj-ast og áætla svo kannski helm-inginn af árssölunni sem fór framsíðustu daga fyrir jól, til að getapantað hana í tæka tíð. Þótt maðurreyndi stundum að nota flugfrakt-ina var hún óörugg. Kannski varekki flogið í fjóra daga en svoloks á fimmta degi. Þá var alltfullt af farþegum svo fraktin varskilin eftir. Það það gekk á ýmsujólaannríkinu og það gat tekið átaugarnar. Enda var mikið fjörog kraftur í starfsmannahópnum,sem fór úr 3-4 upp í 7-8 mannssíðustu daga fyrir jól og hamastfram að miðnætti á Þorláks-messu,“ segir Gunnlaugur.

Hagalín og hinirHagalín og hinirHagalín og hinirHagalín og hinirHagalín og hinir- Hvaða höfundar seldust best?„Á þessum tíma var Laxness

enn að senda frá sér bækur ogþað sætti alltaf nokkrum tíðind-um. En svo var líka mikill áhugiá bókum með þjóðlegum fróð-leik, eftir t.d. Gils Guðmundssoneða Jóns Helgason ritstjóra. Guð-rún frá Lundi seldi líka alltaf vel.Hún var alveg pottþétt þótt fólksem þóttist hafa meira vit á bók-um glotti við. Hún var alltaf íhæstu hæðum. Í kjölfar hennarkomu fram kvenrithöfundar einsog Ingibjörg Sigurðardóttir. Ogsvo var Guðmundur Hagalín allt-af vinsæll höfundur hér á Ísa-firði.“

- Þekktirðu Hagalín?„Já, hann bjó á hæðinni fyrir

ofan okkur þegar ég var að alastupp. Við áttum heima í Hafnar-stræti 2 þar sem Bókhlaðan erennþá. Við bjuggum á annarrihæð en Hagalín leigði á þeirriþriðju á árunum þegar ég var 10-15 ára. Ég man eftir því að hann

skrifaði á ritvél og byrjaði oftsnemma. Þegar kyrrt var á morgn-ana heyrði maður tifið í ritvélinni.Hann skrifaði mikið í Skutul.Maður sentist oft með handritinfyrir hann upp í prentsmiðju ogsvo þegar búið var að setja þurftiað lesa próförk. Þá þurfti að ná ípróförkina og hann að lesa yfir.Þannig að ég var stundum aðsnattast fram og til baka fyrirhann á þessum árum.“

- Voru aðrir höfundar í kring-um hann?

„Já, Þorleifur Bjarnason, sásem skrifaði Hornstrendingabókog líka nokkur skáldverk semgerðust þarna norðurfrá. Hannvar mikið lesinn höfundur hér.Annar höfundur var starfsmaðurHagalíns á bókasafninu, ÓskarAðalsteinn Guðjónsson. Hannvar lengi vitavörður á Horn-bjargsvita, Galtarvita og að égheld á Reykjanesvita. Hann skrif-aði margar bækur. Það mákannski segja um Óskar að hannvar ungur efnilegur höfundur enkomst kannski aldrei almenni-lega upp úr því. Hann skrifaðibækur eins og Húsin í hvamm-inum, Ljósið í kotinu og ég mansérstaklega eftir einni sem hétHögni vitasveinn, unglingabóksem gekk vel.“

Sér eftir bókaormumSér eftir bókaormumSér eftir bókaormumSér eftir bókaormumSér eftir bókaormumGunnlaugur segir að það hafi

ekki verið fyrr en á allra síðustuárum sínum í búðinni að hannhafi fundið fyrir því að krakkarlæsu minna en áður.

„Við hættum að fá inn í búðþessa bókaorma. Krakka semlágu í bókum og vildu komast íþær nýjustu, eins og þessi semvoru kannski að bíða eftir nýjustuÆvintýrabókunum eða Fimm-bókunum. Reyndar kom þettaaðeins aftur með Harry Potter.En áður fyrr þótti sjálfsagt aðkaupa bók fyrir krakka ef hannátti afmæli og auðvitað við ferm-ingar. Þetta finnst mér hafaminnkað og maður sér svolítiðeftir því. En svo verðum við líkaað viðurkenna að það er ekkijafn mikið af fólki hér á eyrinniog áður. Íslendingum hefir kann-ski fækkað meira en manntaliðsegir. Það gera útlendingarnir.Og skiljanlega er nýja fólkið semflyst hingað ekki mikið að kaupabækur á íslensku.“

Sérverslanir horfnarSérverslanir horfnarSérverslanir horfnarSérverslanir horfnarSérverslanir horfnarGunnlaugur heldur áfram:„Tilkoma stórmarkaðanna

hafði auðvitað mikil áhrif á búð-arekstur. Á Ísafirði voru 30-40smáverslanir úti um alla eyri.Einn og tveir menn sem rákusérverslanir, skóbúð, kryddbúð,klukkubúð, osfrv. Þetta smámsaman hvarf af sjónarsviðinumeð stórmarkaðsvæðingunni.Við í sérverslununum vorumkannski að puða við að eiga allttil allan ársins hring en svo blönd-uðu stórmarkaðarnir sér í þetta áþeim 3-4 vikum fyrir jól ogfleyttu rjómann ofan af okkarbesta sölutímabili.

Tilboð og markaðirTilboð og markaðirTilboð og markaðirTilboð og markaðirTilboð og markaðir

- Finnst þér jólabókasalan hafaharðnað?

„Já, nú veit enginn lengur hvaðbók kostar. Áður kostaði bókint.d. 3000 krónur. Það verð varákveðið af útgefandanum og húnkostaði svo það sama allsstaðarnæstu 2-3 árin. Síðan fór hún ábókamarkað eftir kannski 4 ár.Þannig að manni brá svolítið viðfyrst þegar þessi bók sem hafðikostað 3000 krónur var allt í einuboðin á 2000 krónur. Átti maðursamt að skipta henni eins og húnkostaði 3000 krónur? Þessi tilboðog afslættir settu heilmikinnrugling í gamla kerfið. Nú ernánast hver einasta bók á tilboðistrax frá byrjun. Er svo komin ábókamarkað nokkrum vikumeftir að hún var gefin út og fellurstrax í verði. Þetta finnst mérhafa rýrt gildi bóka, ekki bara íkrónum heldur líka í áliti, svararGunnlaugur.

„Hér fyrr á árum héldum viðum tíma stóran bókamarkaðsvona annað hvert ár. Höfðumþá samband við útgefendur ogpöntuðum til okkar 5 til 10 áragamlar bækur. Héldum svomarkað í skátaheimilinu eða ein-hverju samkomuhúsi. Þessamarkaði héldum við í þónokkurár og það var alltaf heilmikiðfjör á þeim. Við höfðum líkasamband við bókabúðirnar hérvestur á fjörðum, sem þá vorustarfræktar í hverju plássi, fyllt-um bílinn af bókum og keyrðumyfir til þeirra. Þar lagði viðkom-andi bókabúð til einn starfs-

Page 11: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 1111111111

Page 12: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

1212121212 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011

manna og svo skiptum við söl-unni.“

- Hvernig líst þér á tilkomurafbóka?

„Þegar tölvurnar og netið komtil sögunnar velti maður fyrir sérhvort að bóksala færðist öll þang-að, en eitthvað hefur því nú seink-að. En ég veit ekki hvað geristmeð tilkomu rafbókarinnar. Éger eiginlega orðinn of fullorðinntil að meta það. Hinsvegar erubarnabörnin nú þegar komin meðspjaldtölvur í fangið þannig aðþær eru greinilega framtíðin.“

BókasafnsskírteiniðBókasafnsskírteiniðBókasafnsskírteiniðBókasafnsskírteiniðBókasafnsskírteinið

Gunnlaugur hlýtur að hafaþurft að lesa mikið til að fylgjastmeð?

„Ég las gríðarlega mikið aftaná bækur eftir að sá ágæti siðurvar tekinn upp að kynna þar höf-und og geta stuttlega innihalds.Örugglega las ég aftan á nokkurhundruð bækur á hverju haustiog bar mig borginmannlega, enblaðraði kannske meira en efnistóðu til, en þú lætur það nú ekkifara lengra. Hafði hreinlega ekkitíma til að lesa mikið innan íþeim. Þó reyndi ég alltaf aðglugga í bækur eftir nýja höfundaeða þá sem ég hafði aldrei heyrtum áður. En ég hef aldrei lesiðbók eftir Arnald Indriðason. Afþeirri einföldu ástæðu að ég þurftiþess ekki. Það þekktu hann allirog ég þurfti ekki að gefa neinarupplýsingar um bækurnar hans.

Eins þurfti ég aldrei að opnabók eftir McLean eða Innes í gamladaga. Þannig að ég las ekkert afþessum mest umtöluðu bókum.En núna seinni árin hef ég haftgaman af að fylgjast með nýjustuskáldsögum og öðru. Það er núbara skömm frá að segja að þaðeru ekki nema svona þrjú ár síðanég fékk mér bókasafnsskírteini.Ég fór aldrei á bóksafn enda alltafnóg að lesa í kringum mig. Égvar kominn nálægt áttræðu þegarég náði mér í fyrstu bækurnar ábókasafn til að lesa. Eins og éggeri núna. Sjálfur var ég kannskialdrei sérstaklega bókhneigðurkrakki. Maður las Nonna bækurog aðrar barna- og unglingabæk-ur sem komu út á þessum árum.Það koma upp í hugann nöfneins og Sesselju síðstakkur, Eski-móadrengnum Kak og eitthvaðslíkt. En sem krakki og unglingurvar ég meira fyrir að vera úti viðí íþróttum og leikjum. “

Eirðarleysi íEirðarleysi íEirðarleysi íEirðarleysi íEirðarleysi íbókavertíðinni?bókavertíðinni?bókavertíðinni?bókavertíðinni?bókavertíðinni?

En finnur gamli bóksalinn ekkitil eirðarleysis þegar jólabóka-vertíðin stendur sem hæst?

„Fyrstu jólin eftir að ég varhættur fórum við hjón til útlandaí heimsókn til dótturinnar, þann-ig að ég hugsaði ekkert út þettaþá. En næstu jól þurfti maðursvona aðeins að reka nefið inn íbúðina. Ég hafði gaman af því að

um leið og maður var kominninn fyrir fékk maður spurningarfrá kúnnunum,“ segir Gunnlaug-ur og hlær.

„Við áttum búðina í 86 ár,þrír feðgar. Pabbi stofnaði hana1920 og rak hana í 30 ár, ég varmeð hana í einhver 40 ár og svoJónas minn í 10-12 ár. Undirlokin voru bókabúðir farnar aðrenna saman í stórar grúppur.Búðin tengdist Pennanum í inn-kaupum, ásamt fleirum. Þeir fóruút í það bóksalar hér, á Akranesi,Keflavík og Akureyri að hafasamstarf. Mynduðu bókabúða-keðju og auglýstu sameiginlega,það var svar við hinum stækkun-unum. Það gekk í nokkur ár ensvo kom að því að nýir eigendurað Pennanum sem urðu stórirum tíma keyptu upp þessar búðir.Ég vann hjá Pennanum síðustuárin og Jónas var verslunarstjóri.Þar til hann hætti fyrir um hálfuöðru ári síðan og fór í annað. Þaðmeð slitnaði þetta nána sambandþótt ég eigi góða kunningja þarnaennþá.“

Gönguferðir og skíðiGönguferðir og skíðiGönguferðir og skíðiGönguferðir og skíðiGönguferðir og skíði

Gunnlaugur er 81 árs en minnirfrekar á fimmtugan mann, í áber-andi góðu líkamlegu formi. „Éger mjög heppinn og hamingju-samur með heilsuna. Minnið ernáttúrlega aðeins farið að slaknaen það að geta enn hlaupið áskíðum hér uppi á dal er mikilforréttindi.“

Aðspurður um helstu áhuga-mál svarar hann:

„Ég náttúrulega syng í kór einsog ég hef gert nær óslitið síðustusvona 60 árun. Hef alltaf haftgaman af gönguferðum og heffarið í nokkrar trússferðir nú síð-ustu ár, um Laugaveginn, upp aðLangasjó og Skaftá. Þegar ég varáttræður var mér gefin í afmælis-gjöf gönguferð með fylgd umDyngjufjöll og Öskju, mjög æv-intýralegt svæði. Hér í bæ hefurverið gefinn út svokallaðurFjallapassi og ég hef náð mér íslíkan passa og svo gengið á fjöllhér í kring. Í sumar fór ég áSauratinda og Kaldbak við Dýra-fjörð. Árið á undan gekk ég áKaldbak við Eyjafjörð. Bæðifinnst mér gaman að vera úti viðog ganga í skemmtilegum hópog það er lán að geta þetta ennþá.Á veturna er það skíðagangan.Ég geng í einn til tvo tíma upp áSeljalandsdal og kem hress ogendurnærður til baka. Auðvitaðverður maður að skammta sérbrekkur við hæfi. Eftir því semmaður eldist er hættulegra aðdetta.“

Eitt sinn skátiEitt sinn skátiEitt sinn skátiEitt sinn skátiEitt sinn skátiGunnlaugur hefur starfað með

skátunum nánast alla sína tíð.„Ég fór með bræðrum mínum íylfingasveit þegar ég var 7-8 ára.Þar lærði ég að meta gönguferðirog útilegur og starfaði mikið með

skátunum á þessum árum. Seinnafór ég í MR og Háskólann enþegar ég kom til baka var tekinnupp þráðurinn, en þá meira semforingi eða fararstjóri. Fór ég ímargar ævintýralegar ferðir meðYlfingum, þessum kettlingumsem nú eru orðnir gamlir kallar,“segir Gunnlaugur og brosir.

„Við erum 10-15 fullorðnirskátar, nokkrir komnir á níræðis-aldur, sem höfum haldið hópinní gegnum tíðina. Það heitirRekkasveit Einherja og við hitt-umst á hálfsmánaðar fresti íSkátaheimilinu. Þar höfum viðeitt herbergi fyrir okkur og segj-um frægðarsögur eða flytjum er-indi yfir tebolla og smurbrauði.Því er ekki að neita að skátastarfhefur átt erfitt uppdráttar nú síð-ustu árin. Nú eru krakkarnir ífótbolta eða handbolta, á skíðumeða liggja í tölvunni frekar en aðsækja skátafundi. Það er baramiklu meira við að vera en áður.“

Guggan og NorðurtangiGuggan og NorðurtangiGuggan og NorðurtangiGuggan og NorðurtangiGuggan og Norðurtangi

Hvernig er fyrir Gunnlaug aðlíta til baka, er allt breytt á Ísa-firði? „Ég er fæddur og uppalinnvið torgið og miðbærinn er minnstaður í bænum. Auðvitað hefurstarfsemin breyst, til dæmis eru

allar þrjár matvörubúðirnar farn-ar en annað komið í staðinn. Þaðeina sem enn er þarna, fyrir utanbókabúðina, er Gamla bakaríið.Bæjarlífið hefur náttúrlega breystog þýðingarmiklir atvinnuhættirnær horfið. Samanber það að viðsitjum hér í íbúð í gömlu frysti-húsi þar sem áður unnu 60-80manns í fiskverkun, við pakkn-ingu og annað sem tilheyrir út-gerð. Ég man eftir því í búðinniþegar nálgaðist jól og togararnirkomu inn úr síðasta túr. Þá komusjómennirnir með konurnar aðkaupa jólagjafir og höfðu þápeninga á milli handanna. Ífrystihúsunum hér gátu krakkaralltaf fengið vinnu í sumar- ogjólafríum,“ segir Gunnlaugur.

„En ef maður horfir á atvinnu-lífið man ég eftir tveimur atburð-um sem maður tók sérstakleganærri sér sem Ísfirðingur. Annaðvar þegar Norðurtanginn hættiog hitt þegar Guggan var seld íburtu. Þetta voru sálræn áföll,enda fór mikið með þessu tvennu.

Síðan hefur ýmislegt komið ámóti. Ég skrapp niður í Háskóla-setur og Fræðslumiðstöð í morg-un. Þarna vinna 70 - 80 mannsvið allskonar rannsóknir og þjón-ustustörf. Hér beint á móti er þaðsem heitir Listakaupstaður, þar

eru músíkantar, myndlistarmenn,leikarar og fleiri að störfum. Svoer ferðaþjónusta alltaf að eflastog þróast. Hverjum hefði tildæmis dottið í hug áður fyrr aðhægt væri að bjóða fólki upp áskútuferðir héðan til Grænlandsog Jan Mayen.“

Keypti sér bókKeypti sér bókKeypti sér bókKeypti sér bókKeypti sér bók

Hvað ætlaðu að lesa um jólin?„Um daginn fór ég inn í Bók-

hlöðu og sá þar bók, þykka ogmikla, sem ég ákvað að kaupafyrir sjálfan mig til að lesa. Þegarég dró upp veskið hugsaði égmeð mér hvort ég hefði einhvern-tíma keypt mér bók. Ég hef auð-vitað keypt margar kiljur og bæk-ur til gjafa en gott ef þetta varekki fyrsta bókin sem ég kaupifyrir mig sjálfan þarna meginafgreiðsluborðsins. Þetta varHjarta mannsins eftir Jón Kalm-an. Ég hef reyndar gert mikið afþví upp á síðkastið að lesa nýjaríslenskar skáldsögur. Hvað égætla að lesa? Ég veit ekki hvortég legg í Vigdísi Gríms en alla-vega ætla ég að kíkja á Jójó ogsvo eru þarna einhverjar skáld-ævisögur sem mér líst ágætlegaá,“ segir Gunnlaugur að lokum.

Huldar Breiðfjörð.

Page 13: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 1313131313

Page 14: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

1414141414 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011

Rækjuverk-smiðja til sölu

Til sölu er fullbúin rækjuverksmiðja, fasteign-in Hafnargata 86-90, Bolungarvík, ásamt öllumvélum og tækjum til rækjuvinnslu og fiskvinnslu.Um er að ræða eina fullkomnustu rækjuverk-smiðju landsins með sex pillunarvélum meðsuðu, þremur eftirpillunarvélum og þremurlaservélum, svo og fullkominni pökkunarstöð.Fiskvinnsluhluti hússins með sameign í vélar-sal getur verið sjálfstæð eining og selst sér ogrækjuvinnslan sér. Þá er einnig frjálst að bjóðaí einstök tæki verksmiðjunnar.

Óska er eftir tilboðum í ofangreindar eignireigi síðar en þriðjudaginn 31. janúar 2012, kl.16:00.

Nánari upplýsingar eru gefnar á Fasteigna-sölu Vestfjarða að Hafnarstræti 19, Ísafirði,sími 456 3244, fax: 456 4547 eða á [email protected].

Allar tæknilegar upplýsingar um verksmiðj-una gefur Jakob Magnússon í síma 895 7430.

Mikið hefur borið á orku-drykkjaneyslu undanfarið meðalunglinga á Ísafirði. „Krakkar í8.-10. bekk hafa sést á ýmsumstöðum um hábjartan dag meðeinn og allt upp í heilan kassa aforkudrykkjum og þykir þeimþetta ekkert tiltökumál,“ segir íbréfi frá félagsmiðstöðinni á Ísa-firði sem sent hefur verið foreldr-um nemenda á unglingastigi íGrunnskólanum á Ísafirði í kjöl-far umræðu sem nú er í hámælivarðandi orkudrykki. Í bréfinusegir að lagt hafi verið hald mik-inn fjölda af slíkum flöskum ífélagsmiðstöðinni og er venju-lega borin upp sú spurning hvortað unglingarnir muni fá orku-drykkina sína aftur og er því svar-að þannig til að foreldrar þurfiað sækja þá og „þá minnkar áhug-inn fyrir að fá þá aftur,“ segir íbréfinu sem ritað er af Gauti ÍvariHalldórssyni forstöðumanni fé-

lagsmiðstöðvarinnar.Segist Gautur Ívar hafa heyrt

hefur af því að sumir séu aðdrekka allt að fjórar ½ lítra flösk-ur á hverjum degi (2 lítra) ogdrekki orðið lítið annað „en sembetur fer eru það ekki mörg til-felli.“ Flestir þessara orkudrykkjainnihalda mikið magn af koffíniauk annarra örvandi efna semekki eru ráðlögð í miklu magniog hvað þá fyrir einstaklinga semekki eru enn búnir að taka útfullan þroska.

Í fréttum um daginn var greintfrá unglingi sem fékk hjartatrufl-anir eftir neyslu eins lítra af RedRooster orkudrykk. „Daginn eftirþennan fréttaflutning mætti hing-að í félagsmiðstöðina strákur semað ákvað að slá unga manninumvið og keypti sér 2 lítra af RedRooster og innbyrti rúmlega lítra,að sögn félaga hans. Þetta drakkhann á innan við hálftíma og

varð ég mjög var við breytta hegð-un sem og líkamleg einkenni,s.s. svita, skjálfta og óstyrka lík-amstjáningu eftir að þeir komuinn í félagsmiðstöðina,“ segir íbréfinu. „Það eru allt of margirkrakkar sem eru að neyta þessaradrykkja og virðast lítið gera sérgrein fyrir hversu hættulegir þeireru.“

Í bréfinu eru birtar upplýsingarteknar af netinu um að börn ogunglingar eigi ekki að neytameira en 2,5 mg/kg á dag afkoffíni. Það þýðir að einstakling-ur sem er 50 kg má ekki fá meiraen 125 mg af koffíni á dag. Semdæmi má nefna inniheldur 500ml orkudrykkur allt að 160 mgaf koffíni, 500 ml kóladrykkurinniheldur 65 mg af koffíni, 200ml af svörtu tei 35 mg af koffíniog dökkt súkkulaði 33 mg afkoffíni.

[email protected]

Mikið borið á orkudrykkja-neyslu ísfirskra unglinga

Afgreiðsludög-um fjölgað

Afgreiðsludögum mjólk-urvara á norðanverðumVestfjörðum hefur veriðfjölgað. Afhendingardagareru mánudagar, miðviku-dagar og föstudagar. Einsog fram hefur komið hefurverið skipaður óformlegurstarfshópur um málefnimjólkurbúsins á Ísafirði.Hópurinn er á vegum sjávar-útvegs- og landbúnaðar-ráðuneytisins og var settur ástofn vegna vilja heimamannaog forsvarsmanna Mjólkur-samsölunnar að tryggjaáframhaldandi starfssemiMS á Ísafirði.

Framtíð Mjólkursamsöl-unnar á Ísafirði er, eins ogkunnugt er, í óvissu en Mjólk-ursamsalan hætti vinnslu ogpökkun á mjólk í starfsstöðfyrirtækisins á Ísafirði í júní.Var þá boðað að ákvörðunum framhaldið yrði tekin áhaustdögum. Hefur veriðákveðið að hópurinn kominæst saman um miðjan des-ember.

„Við Auður fórum í fjallaferðmeð 10. bekkingum í GÍ í fyrraog hugmyndir kviknaði meðalannars þegar við sáum hversugaman var hjá þeim unglingumsem voru neikvæðir í byrjun, eftirað þeir fengu að fara á sínumtíma og hraða. Ætlunin er aðhöfða sérstaklega til þess hópsunglinga sem ekki virðist njótasín í skóla eða hefðbundnumtómstundum og verða því gjarn-an utangátta,“ segir MatthildurHelgadóttir og Jónudóttir, lista-maður en hún og Auður Ólafs-dóttir hjúkrunarfræðingur fenguí vikunni styrk frá MenningaráðiVestfjarða til að opna Smiðjuna,fyrir listköpun og sjálfstyrkingu

unglinga í efri bekkjum grunn-skóla.

„Þessi hópur finnur sig t.d. ekkioft í íþróttum eða tónlist. Ástæð-urnar fyrir því að börn verða utan-gátta geta verið jafn margar ogbörnin eru mörg. Það er vitað aðþað hentar ekki öllum unlingumað taka þátt í íþróttum, sérstak-lega þar sem lögð er rík áhersla ákeppni og ástundun. Tilgangur-inn með verkefninu er því aðvirkja og vekja sköpunargáfunahjá þessum unglingum og eflaþar með sjálfstraustið. Það ættiað verða til þess að þeim líðibetur og gæti haft jákvæð áhrif áárangur og líðan þeirra almennt,“segir Matthildur.

Nálgun smiðjunnar verður ájákvæðum nótum þar sem ungl-ingarnir mæta að eigin ósk ogekki verða gerðar kröfur um mæt-ingu eða að ljúka verkefnum. Þauverða þó hvött til að prófa semflestar listgreinar. „Við munumbjóða þeim að koma í listasmiðj-una í Listakaupstað nokkur kvöldþar sem listafólk úr ýmsum áttumkynna listgrein sína og þau fátækifæri til að spreyta sig áýmsum listformum,“ segir Matt-hildur. Um tilraunaverkefni erað ræða og verða því 30 unglingarteknir inn í fyrstu lotu. Vonir standatil að námskeiðin hefjist fljótlegaeftir áramót.

Að sögn Matthildar er fram-kvæmd hugmyndarinnar ekki

fullmótuð en markmiðið er aðþróa smiðjuna með unglingunumog listamönnum í Listakaupstað.„Tilgangur verkefnisins tvíþætt-ur. Annars vegar langar okkur aðná til unglinganna og hins vegarlangar okkur í leiðinni að skrá-setja verkefnið þannig að við lær-um hvernig best sé að mót þaðog breyta. Þannig að þegar þessuverkefni er lokið, gætum við ver-ið með fullmótaða hugmynd umhvernig þetta gæti gengið upp tilframtíðar þannig að hugsanlegaværi hægt að stofna einhvers-konar fyrirtæki í kringum þetta,því það er ekki hægt að geraþetta eingöngu í sjálfboðavinnu,“segir Matthildur.

[email protected]

Opna listasmiðju fyrir unglingaMatthildur Helgadóttir Jónudóttir.

Page 15: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 1515151515

Page 16: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

1616161616 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011

Stakkur skrifar >

Stakkur hefur ritaðvikulega pistla í Bæjarinsbesta í mörg ár. Skoðanir

hans á mönnum og mál-efnum hafa oft verið um-

deildar og vakið umræður.Þær þurfa alls ekki að

fara saman við skoðanirútgefenda blaðsins. Þrátt

fyrir það bera ábyrgðar-menn blaðsins ábyrgð áskrifum Stakks á meðanhann notar dulnefni sitt.

Skattur á rúm og svefnNú eru stóru vandamálin að leysast. Lausnin var einföld. Með því að

leggja 100 krónu skatt á hvert hótelherbergi þá skal bjarga ferðamanna-stöðunum. Að vísu skal leggja 100 krónur á svefnpokaplássið líka.Með því að gista frekar á hóteli, sem er að sjálfsögðu dýrara en svefn-pokapláss, komast tveir einstaklingar hjá 100 króna skatti miðað við aðþeir hefðu ella holað sér hvor í sinn svefnpokann. Þessi skattlagningmun því væntanlega hvetja fólk til að sofa saman tvennt í einum svefn-poka. Slíkt hlýtur að hvetja til þess að fólk fari í megrun og taki uppheilbrigðari lifnaðarhætti. Þannig næst tvennt með þessum snjalla nýjaskatti, sem þó er að vísu að skila nokkuð vel innan við 400 milljónumkróna. Í fyrsta lagi aukast tekjur ríkissjóðs og í öðru lagi er hvatning tilsparnaðar í svefnpokagistingu á Íslandi. En þarna gildir ekki jafnræðis-reglan. Skatturinn er ekki í samræmi við þá hagsmuni sem skattleggjaskal og ekki er jafnræði með þeim sem hafa efni á því að gista tveir eðafleiri saman í einu herbergi á hóteli og hinum sem verða að láta sérduga svefnpokagistingu. Sennilega er þetta allt undir merkjum norrænarvelferðar.

Þetta var ekki aðalatriðið nú, þótt ekki yrði hjá því komist að nefnaþessa snilld. Að sjálfsögðu er þetta miklu gáfulegra en að láta þá semskoða náttúruperlurnar greiða fyrir það sérstaklega. Ekkert er snjallaraen að ná skatttekjum af fólki fyrir það eitt að láta sér renna í brjóst ágististað, að ekki sé nú talað um í svefnpokaplássi. Þessa snilli má aðsjálfsögðu útfæra og reyna að ná til þeirra sem sofa heima hjá sér. Hægt

er að ráða bót á atvinnuleysi að nokkru með því að fá her manna ístörf sem snúast um að telja rúm í heimahúsum. Þegar talningu erlokið mun orðið nokkuð ljóst hver skattstofninn er. Miðað við 100krónur fyrir nóttina geta tekjurnar orðið 36.500 á ári fyrir hvert rúmog fjögurra manna fjölskylda myndi því greiða 146.000 krónur ár-lega. Þessi heimasvefnskattur gæti numið 11.607.000.000 krónumeða meira en ellefu og hálfum milljarði. Það dugar að fara í þjóð-skrána og fylgjast með fæddum og dánum. Alger óþarfi ætti að veraveita afslætti vegna barna. Þau sofa hvort eð er enn lengur en full-orðnir.

Lausnin á vanda aldraðra gæti verið í sjónmáli, heilbrigðiskerfiðgæti hætt að spara og reyni einhver að halda þeirri firru fram að hanneða hún noti ekki rúmið sitt má alltaf benda viðkomandi á þá stað-reynd að allir þurfi að sofa. Til að tryggja enn frekar að undanskotumverði ekki beitt, má til frekara öryggis reikna út möguleg svefnpoka-pláss á heimilum fólks og leggja smávegis aukreitis á heimilinvegna þess að kostur er á því svíkjast um að sofa í rúmi og fara í pok-ann í staðinn. Þannig er unnt að auka enn tekjurnar.

Nú kann að vera að erfitt sé að koma þessari skattlagningu við ogþá blasir við einföld lausn. Hún er að hlífa mönnum við allt nema eittár á rúm og leggja skatt kr. 36.500 á hvert rúm hvar sem það verðurnotað.

Auðvitað er skemmtilegra að ganga í hús og telja.

Tvö landsvæði með yfir 5000íbúa eru án ljósleiðara hringteng-ingar, Vestfirðir og Snæfellsnes,að því er segir í frumvarpi að 12ára fjarskiptaáætlun sem lögðhefur verið fram á Alþingi. Sam-kvæmt frumvarpinu kostar um270 milljónir króna að hring-tengja svæðin með ljósleiðara.„Almennt er það verkefni fjar-skiptafyrirtækja að bjóða fjar-skiptaþjónustu á samkeppnisfor-sendum og koma upp nauðsyn-legum lögnum til að veita þjón-ustuna. Á hinn bóginn eru þær

aðstæður fyrir hendi þar semmarkaðsbrestur er og kemur þátil af því að fjarskiptafyrirtækimeta arðsemi ónóga til þess aðréttlæta nauðsynlegar fjárfesting-ar. Gert hefur verið lauslegtkostnaðarmat á því að tengjaótengda byggðakjarna annarsvegar og hins vegar landsvæðisem ekki eru hringtengd,“ segir ífrumvarpinu.

Þar segir einnig: „Áætlunin ergróf og er aðeins ætluð til aðgefa hugmynd um stærðargráðuverkefnis með innan við 25%

óvissu og án endabúnaðar.“ Þarkemur jafnframt fram að samtalseru 98 skilgreindir byggðakjarnará landinu. Þar búa, miðað viðárið 2010, 300.923 einstaklingareða 94,7% landsmanna. 29byggðakjarnar eru tengdir einnitengingu (eða um einfalda teng-ingu) við ljósleiðara. Þar búa14.554 manns eða 4,6% lands-manna.

Átta byggðakjarnar eru ekkitengdir ljósleiðara. Þar búa 1.314manns sem er 0,4% landsmanna.Samkvæmt lauslegri kostnaðar-

áætlun myndi kosta 320 milljónirað ljósleiðaratengja ótengdabyggðakjarna með einni teng-ingu. Samkvæmt frumvarpinuskal á árunum 2011–2022 veraunnið að fjarskiptamálum í sam-ræmi við áætlunina sem felur ísér stefnumótun í fjarskiptamál-um og helstu markmið sem vinnaskal að, og þannig lagður grunnurað framþróun íslensks samfélags.

Í fjarskiptaáætlun verði lögðáhersla á að: stuðla að atvinnu-uppbyggingu, bættum lífsgæðumog jákvæðri byggðaþróun, tryggja

öryggi almennra fjarskiptanetainnan lands og tengingar við um-heiminn. Styrkja samkeppni áfjarskiptamarkaði og auka sam-keppnishæfni Íslands, ná framvíðtæku samstarfi markaðarins,neytenda, opinberra stofnana ográðuneyta um stefnumótun ervarðar fjarskipti og skyld svið.Ná fram samræmdri forgangs-röðun og stefnumótun og skalforgangsröðun byggjast á mati áþörf fyrir úrbætur á landinu íheild og í einstökum landshlut-um. – [email protected]

Ljósleiðaratenging fyrir Vestfirði ogSnæfellsnes kostar 270 milljónir króna

Hefur yfirtekið 96 eignir á fimm árumÍbúðalánasjóður hefur yfirtek-

ið 96 eignir á Vestfjörðum fráárinu 2006. Heildarverðmætieignanna miðað við fasteigna-mat, er rúmar 186 milljónirkróna. Síðustu fimm ár hefursjóðurinn selt 41 eign í lands-hlutanum. Þetta kemur fram ísvari velferðarráðherra við fyrir-spurn Sigmundar Ernis Rúnars-sonar á Alþingi um íbúðir semÍbúðalánasjóður hefur yfirtekið.Þar kemur fram að Íbúðalána-sjóður hefur frá árinu 2006 yfir-tekið 2.038 íbúðir. Flestar íbúð-anna, eða um fjórðungur, eru áSuðurnesjum. Langflestar íbúð-irnar yfirtók Íbúðalánasjóður áárunum 2010 og 2011. Í fyrrayfirtók hann 17 eignir á Vest-fjörðum og 20 árið áður. Flestaryfirtökurnar voru þó árið 2008eða 21 talsins.

Í svarinu kemur einnig framað eignir sjóðsins, sem eru ábyggingar- og framkvæmdastigi,séu 207 talsins og eru flestarþeirra fokheldar. Þá þurfa um510 eignir á umtalsverðu viðhaldiað halda og því er ekki unnt aðleigja þær út nema kostað verðitil verulegs viðhalds. Skýrir þettaað nokkru leyti af hverju þær eruekki í útleigu og af hverju þærhafa ekki selst. Íbúðalánasjóðurbyrjaði að leigja út íbúðir í mars2009 en þá voru 34 íbúðir í út-leigu. Þann 31. október 2011voru 615 eignir í útleigu hjásjóðnum.

Nú eru sjö íbúðir í útleigu í fjórð-ungnum hjá Íbúðalánasjóði.Íbúðalánasjóður hefur takmark-aðar heimildir til útleigu á íbúð-um og verður að gæta að ákvæð-um samkeppnislaga. Aðilum sem

búa í eignunum á þeim tíma ersjóðurinn yfirtekur þær er alltafgefinn kostur á að leigja þær

tímabundið og er unnt að geraleigusamning til eins árs. StjórnÍbúðalánasjóðs hefur samþykkt

að fjölga íbúðum í útleigu á þeimsvæðum þar sem brýn þörf er áleiguhúsnæði.

Íbúðalánasjóður hefur selt 41 fasteign á Vestfjörðum frá árinu 2006.

Page 17: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 1717171717

Page 18: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

1818181818 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011

Einu sinni Zonta – ávallt ZontaZontaklúbburinn Fjörgyn á

Ísafirði fagnaði 15 ára afmæliþann 2. desember. Zonta er al-þjóðleg samtök kvenna úr ýms-um starfsgreinum og eru mark-mið þeirra að stuðla að bættristöðu kvenna og vinna gegnhvers konar ofbeldi á konum. Enhvað felst í því að vera Zonta-kona? Blaðamaður Bæjarinsbesta settist niður með nokkrumfélögum ísfirska klúbbsins skömmufyrir afmælið og spjallaði umstarfið. Það eru þær JósefínaGísladóttir, Anna Lóa Guðmunds-dóttir, Ragnheiður Hákonardóttirog Barbara Gunnlaugsson.

Jósefína Gísladóttir er ein afstofnfélögum klúbbsins og húnrifjar upp að í október 1996 komstjórn Zontaklúbbs Akureyrarvestur til að kynna starf hreyf-ingarinnar og í framhaldi aðstofna klúbb á Vestfjörðum.

„Kynningin fór fram í Alþýðu-húsinu og það komu margar kon-ur sem vildu kynna sér starfið.Ég var ein þeirra kvenna og þaðvarð úr að ég tók að mér formenn-sku klúbbsins á Ísafirði. Aðrar íþessari fyrstu stjórn voru EmmaRafnsdóttir varaformaður, ÁsdísGuðmundsdóttir gjaldkeri, AnnaThoroddsen ritari, IngibjörgVagnsdóttir stallari og ArdísGunnlaugsdóttir meðstjórnandi.

Undirbúningur fyrir stofnunklúbbsins gekk mjög vel ogmargar konur gengu til liðs viðZontahreyfinguna þannig aðstofnfélagar urðu alls 39. Stofn-fundurinn var á Hótel Ísafirði 2.desember 1996,“ segir Jósefína.

Zonta á Íslandi í 70 árZonta á Íslandi í 70 árZonta á Íslandi í 70 árZonta á Íslandi í 70 árZonta á Íslandi í 70 ár

Tíu af stofnfélögunum eru enní klúbbnum en auk Jósefínu erþar m.a. Ragnheiður Hákonar-dóttir.

„Það er gaman að kynna sérsögu Zontahreyfingarinnar. Húnvar stofnuð 1919, skömmu eftirfyrri heimsstyrjöldina, sem segirokkur hver hvatinn var. Kvenna-hreyfingar í heiminum voru þáfarnar af stað en á þessum tímavar verið að ýta konum aftur útaf vinnumarkaðinum eftir styrj-öldina sem ónota vinnuafli, efsvo má að orði komast. Þá rísupp Zonta af þeirri hugsjón aðstyrkja konur hvar sem er íheiminum til stjórnunar og for-ystustarfa og með það að mark-miði að gera konur sjálfbjarga.

Þegar farið er yfir verkefniZonta frá upphafi sést að þausnúast að mestu um að efla konurtil frekari menntunar, hjálpa kon-um heilsufarslega séð, fræða fólkog breyta þeim tíðaranda semvíða ríkir og felur í sér að konureru brotnar niður á ýmsan máta.Til dæmis hefur Zonta unnið að

„Við gerum líka margt mjögskemmtilegt, við erum ekki ein-göngu að takast á við stóru vanda-málin á alþjóðagrundvelli heldurgerum margt fyrir okkar sjálfar.Við höldum fundi mánaðarlegaog fáum fólk til að halda fyrir-lestra og kynningu á öllu mögu-legu. Við höfum til dæmis fengiðmargt fólk sem er í óvenjulegumstörfum til að koma og segja okk-ur frá starfi sínu eða skemmtileguáhugamáli. Það er bæði fræðandiog þroskandi að hlýða á þessafyrirlestra.

Það er breitt aldursbil í klúbbn-um hér fyrir vestan, sem beturfer. Auðvitað viljum við alltaf fáfleiri konur og ef einhverjar eruáhugasamar, þá eru þær hjartan-lega velkomnar,“ segir Anna LóaGuðmundsdóttir.

„Öll þekking er til góða ogþað færir okkur nær hvert öðruað fræðast um náungann,“ bætirRagnheiður við.

Einstök nánd innanEinstök nánd innanEinstök nánd innanEinstök nánd innanEinstök nánd innanhreyfingarinnarhreyfingarinnarhreyfingarinnarhreyfingarinnarhreyfingarinnar

„Við tilheyrum alþjóðastjórnþar sem kosinn er heimsforsetiannað hvert ár, sem er yfir stjórn-inni í tvö ár. Sú sem sinnir þvíembætti velur hvaða verkefni öllhreyfingin tekur þátt í hverjusinni. Síðan erum við einnig meðverkefni hér heima á Íslandi semeru bara á okkar vegum. Það hef-ur vanalega verið unnið að þeimannað hvert ár en ef eitthvað kem-ur upp höfum við haft það þriðjahvert ár,“ segir Jósefína.

„Nándin við hreyfinguna eralveg einstök og upplýsinga-streymi frá Zonta til allra svæð-anna er mjög góð. Hreyfingunnier nefnilega skipt niður eftirsvæðum um allan heim og svæð-isfulltrúar sjá svo um að veitafélögum sínum upplýsingar.

Það er svolítið sérstakt að finnaenn þessa nánd og væntumþykjugagnvart félögum sem eru farnirúr klúbbnum hjá okkur, hafa þáannað hvort flutt í burtu eða hættaf öðrum orsökum. En einu sinniZonta er alltaf Zonta. Við höfumnotið góðs af því að kynnast hverannarri með þessum hætti,“ bætirRagnheiður við.

„Okkar klúbbur hefur einnigstaðið að stuðningsverkefnumhér heima í samfélaginu. Hannhefur verið tvenns konar, bæðimeð því að styrkja ýmis verkefnisem eru í gangi hverju sinni ogsvo höfum við styrkt við stúlkursem eru að hasla sér völl í óhefð-bundnum kvennagreinum.

Ein stúlka á Ísafirði hefur svohlotið alþjóðaviðurkenningu Zontafyrir félagsstörf.

Nú er Kvennaathvarfið að faraaf stað með átak gegn mansali

því að koma í veg fyrir umskurðkvenna og eins stendur nú yfirsvokallað Fistólaverkefni semfelst í því að hjálpa ungumóþroskuðum stúlkum sem hafaverið neyddar í hjónaband alltofsnemma og hafa slitnað illa viðbarnsburð. Það er verulega þarftverkefni sem hefur ekki farið háttþrátt fyrir brýna neyð þessarastúlkna.

Eitt stærsta verkefnið semZonta á Íslandi hefur tekið þátt ívar fyrir um þremur árum þegarfluttar voru til Afganistan ljós-mæðratöskur til að nýta viðbarnsburð. Þetta var gert fyrirtilstuðlan Zontaklúbbsins á Ak-ureyri og fyrir það hlaut hreyf-ingin sérstaka viðurkenninguásamt samstarfsaðilum sem voruLandlæknisembættið og Samein-uðu þjóðirnar.

Zontaklúbbarnir á Íslandi hafaþví ekki látið sitt eftir liggja ognú er verið að halda upp á 70 áraafmæli hreyfingarinnar hérlend-is,“ segir Ragnheiður.

„Við það má bæta að fyrstiklúbburinn í Evrópu var stofn-aður í Vínarborg 1930 og síðanfylgdu Norðurlöndin á eftir þegarstofnaðir voru klúbbar í Kaup-mannahöfn og Osló 1935 en svokemur Ísland næst á eftir 1941.Við vorum til dæmis á undanEnglandi. Það hafa því veriðmjög duglegar og athafnasamarkonur hér,“ skýtur Jósefína að.Ísland var sjöunda landið til aðganga í hreyfinguna en í dag eru67 lönd í hreyfingunni með um1200 klúbbum. Í dag eru klúbb-arnir á Íslandi átta en sá áttundivar stofnaður í Borgarfirði fyrr áþessu ári.

Setur hversdagslegSetur hversdagslegSetur hversdagslegSetur hversdagslegSetur hversdagslegverkefni í samhengiverkefni í samhengiverkefni í samhengiverkefni í samhengiverkefni í samhengi

Nokkrar konur hafa sinntformennsku klúbbsins en Bar-bara Gunnlaugsson er formaðurí dag.

„Zontahreyfingin er vettvang-ur fyrir konur til að kynnast öðr-um konum úr ýmsum starfsstétt-um og vinna saman að því aðhjálpa konum á alþjóðagrund-velli. Það hefur verið mjög fræð-andi fyrir okkur að fá að vita ígegnum verkefnin hverju sinnihversu slæm staða kvenna er víðaúti í heimi og hversu miklu erenn ábótavant. Þetta setur vanda-málin sem konur hérlendis eigavið í allt annað samhengi. Þó svoað mörgum líði ekki vel hér ogglími við vandamál, þá höfumvið það samt svo gott á svo margavegu. Það er líka gott að finna aðþó maður sé svona langt í burtugeti maður hjálpað þeim semþurfa á aðstoð að halda,“ segirBarbara.

og við tökum þátt í því. Við höf-um einnig styrkt Sólstafi,“ segirJósefína.

Mörg þörf verkefni íMörg þörf verkefni íMörg þörf verkefni íMörg þörf verkefni íMörg þörf verkefni íheimi mannsvonskuheimi mannsvonskuheimi mannsvonskuheimi mannsvonskuheimi mannsvonsku

„Við ætlum að halda upp áafmælið 2. desember. Við höfð-um þá hugsað okkur að bjóðafyrrverandi Zontakonum semhafa tök á því að koma og fagnameð okkur. Þessu verður öllustillt í hóf eins og Zontum erlagið. Við reynum alltaf að hafaþað sem snýr að okkur kostnað-arlítið og safna þess í stað pen-ingum sem við getum gefið afokkur til góðs,“ segir Anna Lóa.

„Afmælisgjöfin til klúbbsins íár er að sem flestar Zontakonursjái sér fært annað hvort að takaþátt í afmælisfagnaðinum meðokkur eða styðja með einhverjumleiðum þau verkefni sem hreyf-ingin stendur að. Það er mjöggefandi að geta verið þátttakandií þessu og að Zontakonur séusamtaka að vinna að bæði fyrir-byggjandi og uppbyggjandi verk-efnum,“ segir Ragnheiður.

Zontahreyfingin vinnur að mörg-um verkefnum í þróunarlöndumí samvinnu við Sameinuðu þjóð-irnar. Zonta vinnur að hverjuverkefni í tvö ár áður en hafist erhanda við það næsta en þá takasamstarfsaðilar við að halda þvíáfram.

„Hlutverk Zonta er meira aðhrinda verkefninu úr vör og komaað skipulagningu þess. Þannighefur Zonta oft valið verkefnisem hafa verið þögguð niður ogkomið þeim fram í dagsljósið,“segir Ragnheiður. „Um leið ogverið er að taka á verkefnunumer einnig verið að fræða fólk ogbreyta hugmyndafræðinni en þaðgetur vel tekið tvær til þrjár kyn-slóðir að koma því í gegn.“

Zontakonurnar á Ísafirði hafaþannig komið að ótal verkefnumí starfi sínu með hreyfingunni.

„Eitt af þeim verkefnum semstóð mér afar nærri var umskurð-ur kvenna í ríkinu Burkina Fasoí Afríku,“ segir Anna Lóa. „Fyrirtíu árum voru þar 90% kvennaumskornar og Zonta kom að þvíverkefni í tvö ár meðan verið varað koma því á koppinn og þá varbyrjað á því að fræða karlmenn,eins og til dæmis ráðamenn þjóð-arinnar, hvað verið var að geravið dætur þeirra. Þá voru þaðaðallega ömmurnar sem stóðufyrir þessu en þessi verknaðurhafði ekkert trúarlegt gildi heldurvar þetta bara venja. Þetta verk-efni gekk ótrúlega vel, ég veitekki hvernig tölurnar eru í dagen þetta tíðkast í raun og veruekki lengur þarna til allrar ham-ingju. Þetta er að vísu enn til

staðar en er nú undantekninginekki reglan.“

„Maður skilur ekki þessa illskuheimsins sem virðist aldrei ætlaað linna. Þetta eru einfaldlegamannréttindabrot og ekkert ann-að og maður myndi vilja sjá tekiðmun harðar á þessum brotum“segir Ragnheiður.

Þingað um allan heimÞingað um allan heimÞingað um allan heimÞingað um allan heimÞingað um allan heim

Zontakonur um allan heim komareglulega saman.

„Landsþing er á tveggja árafresti en klúbbarnir á Íslandiskiptast á að hafa umsjón meðþví. Svo eru umdæmisþing envið erum í Umdæmi þrettán meðDanmörku, Noregi og Litháen.Síðastliðið haust var umdæmis-þing á Akureyri og verður í Nor-egi næst.

Heimsþing er svo líka á tveggjaára fresti og það næsta verðurhaldið í Torino á Ítalíu en varsíðast í Texas í Bandaríkjunum.Þannig gæti maður þess vegnaverið að ferðast vítt og breitt umheiminn í tengslum við Zonta.Við höfum nokkrar frá Ísafirðifarið á heimsþing og það er alvegofboðslega skemmtilegt. Þar hitt-ir maður Zontakonur frá öllumheimsálfum og það er mjögfræðandi að fylgjast með því semfer fram á þinginu. Eins eru um-dæmisþingin mjög skemmtilegog þar hefur maður eignast fulltaf vinum og kunningjum semmaður hefði líklega annars ekkifengið tækifæri til að kynnast.Þessar stórkostlegu konur komaúr öllum starfsgreinum sem mað-ur á í raun ekkert erindi við dagsdaglega,“ segir Anna Lóa.

Í lokin vill Jósefína koma því

Page 19: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 1919191919

Sælkeri vikunnar er Eygló Valdimarsdóttir á Ísafirði

Grænmetisréttur í jólaamstrinuGrænmetisréttur í jólaamstrinuGrænmetisréttur í jólaamstrinuGrænmetisréttur í jólaamstrinuGrænmetisréttur í jólaamstrinu

Frá vinstri: Ingibjörg Sigfúsdóttir, Helena Þrastardóttir, Áslaug Jensdóttir, Ragnheiður Hákonardóttir, Anna LóaGuðmundsdóttir, Una Þóra Magnúsdóttir, Helga Sigurgeirsdóttir, Elín Halldóra Friðriksdóttir, Agnes Sigurðardóttir og Jóhanna

Hafsteinsdóttir. Sitjandi: Erla Bryndís Kristjánsdóttir, Barbara Gunnlaugsson, Rósa Helga Ingólfsdóttir og Anna Guðrún Gylfadóttir.Á myndina vantar Guðrúnu B. Magnúsdóttur, Helgu Guðnýju Kristjánsdóttur, Helgu Þuríði Magnúsdóttur, Jósefínu Gísladóttur,

Línu Björg Tryggvadóttur, Magneu Garðarsdóttur, Sigrúnu Gerðu Gísladóttur, Sigurborgu Þorkelsdóttur og Stefaníu Birgisdóttur.

að fyrir hvað Zonta stendur.„Nafn Zonta er tekið úr tákn-

máli Sioux-indíána í Norður-Ameríku og er samsett úr fimmtáknum sem eiga að minnaZontakonur á tilgang og hugsjón

samtaka sinna. Þessi tákn vorurituð á annan hátt en gert er íritmáli okkar en merkingin er súsama. Z þýðir leiftur, ljósgeislaog sólskin. O merkir band tryggð-ar og samheldni. N merkir sam-

vinnu að settu markmiði, Tmerkir öryggi og vernd og Amerkir réttlæti, heiðarleika ogtraust.

Markmið Zonta er í fáumorðum að styrkja stöðu kvenna

um allan heim með tilliti til laga-setningar, stjórnmála, efnahagsog menntunar. Að stofna ogstyrkja Zontaklúbba víða umheim og efla góðan félagsanda.Að hafa háleit, siðræn gildi að

leiðarljósi í öllum störfum ogvinna að auknum skilningi, góð-vild og friði í hinu alþjóðlegasamstarfi kvenna sem sameinastum að hafa hugsjón Zonta.“

[email protected]

Sælkeri vikunnar bíður uppá tvo skemmtilega grænmetis-rétti. „Ég ákvað að bjóða upp átvo grænmetisrétti. Fyrri réttur-inn kemur af uppáhalds matar-blogginu mínu, Oh She Glows(ohsheglows.com) og er hann ímiklu uppáhaldi en hin upp-skriftin er af uppáhalds gulrót-arsúpunni minni,“ segir Eygló.

Svartbauna ogsmjörhnotu burrito

1 meðal stór smjörhnota (e.butternut squash), en einnig erhægt að nota sætar kartöflur -notið þá sirka 1 og hálfa stóraafhýdd, skorin í bita

1/2 bolli brún hrísgrjón eðabygg1 bolli saxaður laukur, mánota rauðlauk2 hvítlauks geirar saxaðirsmátt1 rauð paprika skorin í litlabita1 tsk. salt2 tsk. broddkúmen 1/4 tsk. cayenne pipar (1/2fyrir þá sem vilja sterkan

mat)1,5-2 bollar soðnar svartarbaunir (má líka nota nýrnabaunir eða kjúklingabaunir)3/4 bolli rifinn ostur (má líkavera kotasæla)4 heilhveiti tortilla kökurGott að hafa með: avocado,salsa, sýrður rjómi, spínat/kál,kóríander

Uppskriftin nægir til að gera 4burrito. Hitið ofninn í 180° C.Afhýðið smjörhnotu/sætar kart-öflur og skerið í bita. Setjið íeldfast mót með smávegis ólívu-olíu, salti og pipar og steikið íum 45 mínútur, eða þar til orðiðmjúkt. Sjóðið hrísgrjón/bygg.Setjið smávegis olíu í stóra pönnuá miðlungshita, steikið laukinnog hvítlaukinn. Leyfið að mýkj-ast í um 5 mín. Bætið þá út ísaltinu og kryddinu og blandiðvel saman. Bætið paprikunni útí, baununum og soðnum hrís-grjónunum. Steikið í 10 mín. álágum hita.

Þegar smjörhnotan/kartöflurn-ar er orðin mjúk, takið úr ofninum

og kælið að eins. Setjið u.þ.b. 2bolla af smjörhnotunni í blönd-una á pönnunni og hrærið velsaman, getur verið ágætt aðkremja bitana aðeins saman við. Bætið svo út í osti eða kotasæluog hitið í 2 mín. Skiptið fylling-unni á milli 4 tortilla kaka ogbætið inn í grænmeti, avocado,salsa, sýrðum rjóma og ferskukóríander.

Gulrótar, kókósog engifersúpa

1 poki gulætur rifnar niður írifjárni1 laukur, saxaður smátt2 hvítlauksrif, söxuð smátt2 msk. saxað engifer (eðameira, jafnvel miklu meira)2 tsk. karrý2 msk. hveiti1 1/2 lítir kjúklinga eða grænmetissoð1 lítil dós kókosmjólk (eða einstór dós fyrir þá sem eru hrifniraf kókosbragðinu)1-2 tsk. chilliduft1-2 msk. hunangLaukur og hvítlaukur er mýkt-

ur í olíu við vægan hita í um 5mínútur. Bætið karrý, engifer oggulrótum út í og látið malla sam-an í um 2 mínútur. Hveiti er stráðyfir og hrært saman við og síðaner soðinu hellt út i smátt og smátt,síðan kókosmjólk, chillidufti oghunangi. Ef vill má mauka gul-ræturnar og laukinn með töfra-sprota á þessu stigi. Látið malla íum 20 mínútur, smakkið til og

bragðbætið ef vill.Gott er að setja slettu af sýrð-

um rjóma út í súpuskálarnareftir að búið er að skenkjasúpunni og skreyta síðan meðfersku kryddi, eins og stein-selju eða kóríander.

Ég skora á Hrafnhildi ÝrRafnsdóttur á Ísafirði að veranæsti sælkeri vikunnar.

Page 20: Fimmtudagur - Bæjarins Besta

2020202020 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011