16
1 SÓL | SIGLINGAR | ÆVINTÝRI | ÚRVALSFÓLK | GOLF | ÍÞRÓTTIR urvalutsyn.is Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu

Sumarbæklingur 2010 - Úrvals Útsýnar

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Sumarbæklingur 2010 - Úrvals Útsýnar

Citation preview

Page 1: Sumarbæklingur 2010 - Úrvals Útsýnar

1SÓL | SIGLINGAR | ÆVINTÝRI | ÚRVALSFÓLK | GOLF | ÍÞRÓTTIR

urvalutsyn.is

Ferðaskrifstofa

LeyfishafiFerðamálastofu

Page 2: Sumarbæklingur 2010 - Úrvals Útsýnar

2

Parque del Sol

Ekta fjölskyldustaður þar sem íbúðirnar eru byggðar umhverfis glæsilegt sundlaugasvæði og þjónusta til fyrirmyndar. Hótelið er á góðum stað, aðeins 300 metra frá Fanabé ströndinni.VERÐDÆMI (27. júní - 4. júlí)101.114 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi.

Hotel Gala

Hótelið er vel staðsett á Playa de las Americas svæðinu og stutt frá ströndinni. Hótelið er rómað fyrir góðan mat og stutt er í verslanir og fjölda skemmtistaða í næsta nágrenni.VERÐDÆMI (27. júní - 4. júlí) 136.650 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi með fullu fæði.

Bahia del Duque

Stórglæsilegt 5 stjörnu lúxushótel og eitt af fáum hótelum sem komist hefur í hina frægu bók Leading Hotels of the World. Hótelið stendur svo sannarlega undir væntingum!VERÐDÆMI (27. júní - 4. júlí)188.060 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 1 barn í tvíbýli með garðsýni og morgunverði.

Ekki missa af...Skoðunarferð upp á tindinn El Teide, hæsta fjalli Spánar.Einum fallegasta dýragarði Evrópu, Loro Parque.Ferð í glæsilega fjölskyldu- og skemmtigarðinn Siam Park.

Tenerifeá mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með einu svefnherberbi í viku.

95.670 kr.FRÁBrottför27. júní

Parque de las Americas

Staður hinna vandlátuTenerife sker sig úr eyjunum á Kanarí fyrir einstaka veðursæld og stórkostlegt

náttúrufar, hreinleika og góðan aðbúnað. Við bjóðum ferðir til vinsælustu staða

eyjarinnar, Playa de las Americas og Costa Adeje. Strandlengjan er samsett úr

mörgum samliggjandi sandströndum á borð við dekurströndina Playa del Duque. Þú

getur m.a. leikið 18 holu golf á Tenerife, farið í gókart, kafað eða verslað hagstætt í

verslunarmiðstöðvum. Eitt stærsta mörgæsa- og páfagaukasafn heims er að finna

í Loro Parque þar sem einnig er hægt að komast í návígi við tígrisdýr, górillur og

krókódíla frá Afríku. Tenerife er ótæmandi brunnur afþreyingar og afslöppunar.

Áby

rgða

rmað

ur Þ

orst

einn

Guð

jóns

son.

Upp

setn

ing:

Dað

i Guð

jóns

son,

pre

ntun

: Ísa

fold

.

Hót

el B

ahia

del

Duq

ue

Úrv

al-Ú

tsýn

©20

10. B

irt

með

fyr

irva

ra u

m p

rent

- og

myn

dvill

ur. R

éttu

r ás

kilin

n ti

l lei

ðrét

ting

a.U

ppge

fið

verð

í bæ

klin

gi e

r m

iðað

við

bóka

ð sé

á n

etin

u og

get

ur b

reys

t. S

já n

ánar

fer

ðask

ilmál

a o.

fl. á

ww

w.u

u.is

.

Loro Parque El Teide Siam Park

SÓL // Tenerife

Page 3: Sumarbæklingur 2010 - Úrvals Útsýnar

3

Forum Residence

Fljótandi gisting!

Nýlegt íbúðahótel á góðum stað við aðalgötuna í Marmaris. Ströndin er í göngufæri og stutt er að sækja alla þjónustu. Íbúðirnar eru sérstaklega rúmgóðar.VERÐDÆMI (19.-29. júní)126.670 kr. á mann miðað við 3 fullorðna og 3 börn í íbúð með 2 svefnherbergjum.

Grand Cettia

Fallegt fjölskylduhótel. Vel búin herbergi og allt innifalið til kl. 23 á kvöldin; máltíðir, innlendir drykkir með mat, innlendir drykkir að degi eða kvöldi og skemmtidagskrá.VERÐDÆMI (19.-29. júní) - ALLT INNIFALIÐ!157.368 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi og allt innifalið.

Grand Ideal

Hotel Grand Ideal Premium er 5 stjörnu hótel staðsett við aðalgötuna í Marmaris. Góð sólbaðsaðstaða við laugina. Á Grand Ideal er allur matur og innlendir drykkir innifaldir.VERÐDÆMI (19.-29. júní) - ALLT INNIFALIÐ!183.730 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 1 barn í þríbýli.

Perla TyrklandsMarmaris er einn vinsælasti

ferðamannastaður á Tyrklandi, fallegur

strandbær í skógi vöxnum fjallshlíðum.

Útsýni yfir Marmarisflóa er fagurt, sjórinn

glitrar og seglskútur í hundraðatali setja

svip sinn á umhverfið.

Marmaris er paradís fyrir lífsglaða

ferðamenn. Veitingastaðir og barir eru

meðfram ströndinni og einnig inni í

bænum. Þeir sem vilja fara út á lífið geta

valið úr fjölmörgum klúbbum og börum

við “Barstrætið”. “Barstrætið” endar

við eina af stærstu höfnum Tyrklands.

Þar ægir saman fallegum skonnortum,

fiskibátum, seglskútum, sportbátum og

stórum og glæsilegum lystisnekkjum.

Úrval-Útsýn kynnir nýjan og spennandi

ferðamöguleika í samstarfi við íslenska

skútufyrirtækið Seaways-sailing.

Ógleymanlegt ævintýri á einu besta

siglingasvæði í Miðjarðarhafinu. 7 daga

sigling og dvöl í 3 eða 4 nætur í Göcek.

Frábært fyrir litla hópa eða fjölskyldur.

Lágmarksþátttaka er 4 og hámark 6 í

hverri ferð.

Mar

mar

isfl

ói

Marmarisá mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi í 10 nætur.

118.178 kr.FRÁBrottför19. júní

Club Aida

Ekki missa af...Á Marmaris er kjörið tækifæri til að leigja seglskútu og njóta dýrðarinnar á Marmarisflóa.

Köfun í Marmaris er einstaklega skemmtileg.

Upplifun í tyrknesku baðhúsi – „hammam“.

Heimsókn til teppakaupmannsins þar sem sölumennska í bland við tedrykkju er list.

SÓL // Marmaris

Page 4: Sumarbæklingur 2010 - Úrvals Útsýnar

4

Concorde Resort &Spa

Allt sem þú þráir og allt innifalið! Lúxus gisting í hóteli sem líkist Concorde-flugvél, dýrindis matur og drykkur, einkaströnd, stór sundlaugagarður með 5 sundlaugum og barnaklúbbur. Þú slappar af og tæmir hugann í heilsulindinni, eða færð útrás í heilsuræktinni og vel búinni íþróttaaðstöðunni.

VERÐDÆMI - ALLT INNIFALIÐ!193.900 kr. á mann miðað við 2 fullorðna 1 barn í 8 nætur og ALLT INNIFALIÐ (matur og innlendir drykkir, herbergisþjónusta, smábar með gosdrykkjum og safa, nettenging, að hluta aðgangur að heilsurækt og íþróttaaðstöðu). Brottför 20. apríl.

Bahia Lara

Baia Lara er nýtt og glæsilegt 5 stjörnu hótel staðsett við Lara ströndina í Antalya. Hótelið var opnað 2009. Allur matur og innlendir drykkir eru innifaldir í verði.VERÐDÆMI - ALLT INNIFALIÐ!169.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn í 8 nætur og ALLT INNIFALIÐ.

Ekki missa af...Borgarferð til Antalya.

Siglingu meðfram strönd Antalya.

Sérstakri þorpsferð til Camili fjallaþorpsins.

á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn í 8 nætur og ALLT INNIFALIÐ!

169.900 kr.*FRÁBrottför20. apríl

Hótel Bahia Lara

Draumafríið í framandi fegurð!Töfralandið Tyrkland verður stöðugt vinsælli áfangastaður fyrir ævintýraþyrsta

Íslendinga sem vilja hafa það náðugt á fallegum ströndum, leika sér í sjónum eða

kynnast glæsilegri menningarsögu landsins.

Antalya og nágrenni er einn eftirsóttasti áfangastaður Evrópubúa hin síðustu ár. Þar

fer saman skínandi sól, fallegar strendur, mikil náttúrufegurð, góður matur og einstök

gestrisni heimamanna. Antalya liggur við samnefndan flóa á suðurströnd Tyrklands.

Miðjarðarhafið glitrar í sólinni en í fjarska glittir í Taurus-fjallgarðinn í bláleitri móðu.H

öfni

n í A

ntal

ya

AntalyaALLT

INNIFALIÐOG ALGJÖR

LÚXUS!

SÓL // Antalya

Page 5: Sumarbæklingur 2010 - Úrvals Útsýnar

5

Aparthotel Oceanus

Hótelið er allt nýuppgert með fallegum íbúðum og fyrirtaks aðstöðu. Aðeins 500m eru niður á ströndina. Veitingastaðir og verslanir eru í göngufæri og strætó stoppar 50m frá hótelinu.VERÐDÆMI (10. - 17. júní)79.900 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi.

Vila Galé Cerro Alagoa

Á besta stað í Albufeira, við hliðina á Brisa sol og rétt hjá hjá Modelo verslunarmiðstöðinni. Veitingastaðir allt um kring og 800 metrar niður á fiskimannaströndina og niður i gamla bæinn.VERÐDÆMI (10. - 17. júní)107.119 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi með morgunverði.

CS Vila das Lagoas

Hótel með lúxusíbúðir, skammt frá strönd og við Salgados golfvöllinn. Glæsilegar íbúðir með 2 svefnherbergjm og tveimur baðherbergjum. Í görðunum eru 7 sundlaugar, þar af ein barnalaug.VERÐDÆMI (10. - 17. júní)115.843 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 2 svefnherbergjum með morgunv.

Vinsælastur frá upphafi!

Úrval Útsýn með æðstu viðurkenningu í Portúgal

Ótal Íslendingar eiga góðar minningar frá Portúgal enda hefur landið verið allra

vinsælasti áfangastaður okkar árum saman. Í Portúgal mætast gamli og nýi tíminn

og mynda heillandi veröld. Portúgal er land sólgylltra stranda, skuggsælla skóga,

öldusorfinna kletta og hvítkalkaðra húsa. Land þar sem virðulegir kastalar, kyrrlátar

kirkjur og syngjandi vindmyllur standa eins og þær hafi orðið viðskila við nútímann.

Albufeira er gamall fiskimannabær í Algarve- héraði en í dag býður hann upp á flest

það sem ferðamenn á sólarstað þrá.

Úrval Útsýn hefur hlotið æðstu viðurkenningu stjórnvalda í Algarve-héraði fyrir

brautryðjendastarf í sólarlandaferðum til Portúgals og þátt ferðaskrifstofunnar í

uppbyggingu ferðamannaþjónustu héraðsins.

Golf á PortúgalAlgarve er paradís kylfinga. Vallargjöld fyrir 18 holur eru frá 45 Evrum en verð er mismunandi eftir gæðum golfvalla.

á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með einu svefnherbergi í viku.

86.150 kr.FRÁBrottför10. júní

PaladimPortúgal

SÓL // Portúgal

Page 6: Sumarbæklingur 2010 - Úrvals Útsýnar

6

Albir Playa

Hótelið er 500 metra frá fallegri ströndinni í Albir. Hótelið er staðsett í fallegri vík á nýtískulegum stað með góðu úrvali af verslunum, börum og veitingastöðum í næsta nágrenni.VERÐDÆMI (22. - 27. maí)105.900 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 1 barn í tvíbýli með hálfu fæði.

Hotel Kaktus

Hótel Kaktus Albir er frábært 4 stjörnu hótel. Hótelið var opnað í júní 2003 og er á besta stað, alveg á ströndinni, með miðbæ Albir og listamannabæinn Altea í seilingarfjarlægð.VERÐDÆMI (22. - 27. maí) 106.700 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn í tvíbýli með hálfu fæði.

La Colina

Nýlegt lítið og notalegt hótel á rólegum stað í Albir. Sérlega vinsælt hjá íslenskum fjölskyldum sem upplifa heimilislega stemmningu á þessu vistlega hóteli.VERÐDÆMI (21. - 28. júní)96.685 kr. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 2 svefnherbergjum.

Albirá mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 2 svefnherbergjum í 7 nætur.

96.685 kr.FRÁBrottför21. júní

La Colina

Vinalegur smábær

Stórkostlegasti rússíbani Spánar!

Albir er vinalegur smábær rétt fyrir utan Benidorm. Öll fjölskyldan tekur ástfóstri

við staðinn sem skartar einstöku andrúmslofti. Á Albir er hægt að finna allt það sem

maður getur hugsað sér þegar slappað er af á sólarströnd. Vatnsrennibrautagarðar

og skemmtigarðar í bland við falleg kaffihús og iðandi mannlíf. Á aðra höndina er

Miðjarðarhafið og sólhvítar sandstrendur og á hina rís fjallahringur með yndislegum

þorpum og ógleymanlegum ævintýrum.

Albir er stutt frá Benidorm sem er hvað frægastur fyrir fjörugt næturlíf með

Benidorm Palace fremstan í flokki. Skammt frá þessum tveimur stöðum er Terra

Mitica, glæsilegur fjölskyldu- og skemmtigarður. Þar er fjöldi leiktækja og glæsilegra

veitingastaða, að ógleymdum stórkostlegasta rússíbana Spánar. Á svæðinu eru einnig

að finna Aqualandia sem er frábær vatnskemmtigarður fyrir alla fjölskylduna.B

enid

orm

er

næst

i bæ

r vi

ð A

lbir

Ekki missa af ...Algjört lykilatriði er að fara í siglingu til Calpe og fá sér Paellu Valenciana, hinn þekkta hrísgrjónarétt sem kenndur er við héraðið, á veitingastað við höfnina.

Tapas smáréttum á Cava Aragonesa í gamla bænum á Benidorm.

Aqualandia sem er frábær vatnsskemmtigarður fyrir alla fjölskylduna.

SÓL // Albir

Page 7: Sumarbæklingur 2010 - Úrvals Útsýnar

7

Fljótandi lúxus hótel þar sem allt er innifalið

Úrval Útsýn kynnir með stolti, Oasis of the Seas, stærsta farþegaskip í heimi sem

sjósett var þann 29. október 2009 eftir að hafa verið í smíðum í sex ár. Skipafélagið

Royal Caribbean Cruiseline kynnir til leiks annað glæsilegt skip í Freedom klassa,

fljótandi 5 stjörnu hótel sem undirstrikar að skemmtisiglingar eru ævintýri og upplifun

sem seint gleymast.

Í þessari ferð verður siglt um Austur - Karíbahaf og komið við á hinum undirfögru

eyjum St. Tomas, St. Martin og Bahamas. áður en haldið er aftur til Ft. Lauderdale.

Karíbahafið er dásamlegur leikvöllur fyrir köfun og sund, sólböð og afslöppun,

verslunarferðir og golf. Við verðum umkringd drifhvítum ströndum, blágrænu hafi og

fegurstu eyjum heims.

Þetta glæsilega skip er búið nær öllu sem hugurinn girnist, enda 360 metrar á lengd

og með rými fyrir 6.300 farþega. Barir, veitingahús, leiksýningar og skemmtanir eru

hvarvetna í boði, ásamt ævintýralegu

sundlaugasvæði. Flogið verður til Orlando

og gist í fjórar nætur á Florida Mall Hotel

áður en haldið verður að skipi.

Nánar um ferðatilhögun, myndir og

myndbönd á www.urvalutsyn.is

á mann m.v. 2 fullorðna og allt innifalið.

379.900 kr.*FRÁBrottför16. nóv

Oasis of the Seas

Oasis of the Seas

Austur-Karíbahaf og Flórída

- Stærsta skemmtiferðaskip í heimi!

Skemmtisigling

Ft. Lauderdale, Charlotte Amalie - St Thomas, Philipsburg, St. Maarten og Nassau - Bahamas.

ÆVINTÝRI // Skemmtisigling

Page 8: Sumarbæklingur 2010 - Úrvals Útsýnar

8

Gist verður á Hótel Kaktus Albir sem

er frábært 4 stjörnu hótel. Hótelið var

opnað í júní 2003 og er á besta stað í

Albir, alveg á ströndinni með miðbæ

Albir og listamannabæinn Altea í

seilingarfjarlægð.

Viltu vera í góðum félagsskap og fá smá spark til að

koma þér í gang? Þá er þetta námskeið fyrir þig. Heil

vika af skemmtilegri leikfimi, fyrirlestrum,Thai-

nuddi, dansleikfimi og öðru sem byggir upp líkama

og sál fyrir sumarið.

VERÐDÆMI139.900 kr. á mann m.v. 2 saman í herbergi á hótel Kaktus. Innifalið: Flug, skattar, gisting með 1/2 fæði, morgunverði og kvöldverði, námskeið og námskeiðsgögn.

Vikunámskeið. Markmiðið er að njóta lífsins í dansi,

jóga, slökun og góðum mat. Námskeiðið leiða

hjónin Theodóra Sæmundsdóttir jógakennari og

Jóhann Örn Ólafsson danskennari. Á suðrænni

sólarparadís er öruggt að töfrarnir gerast á

dansgólfinu - Jói mun sjá til þess. Thea mun aftur

á móti sjá um að leiðbeina öllum í jóga sem veitir

styrk, kraft, vellíðan og slökun.

VERÐDÆMI139.900 kr. á mann m.v. 2 saman í herbergi á hótel Kaktus. Innifalið: Flug, skattar, gisting með 1/2 fæði, morgunverði og kvöldverði, námskeið og námskeiðsgögn.

Skráning er hafin í spennandi vikunámskeið fyrir

konur þar sem ofið er saman hnitmiðuðu námskeiði,

hreyfingu, næringafræði og gleði. Tekið er á hinum

ýmsu hliðum sem snúa að þér: líkamsrækt, að sigra

óttann, kjarkæfingar, yoga, hugleiðsla, fyrirlestrar

um heilsu, næringu, stress, aukakílóin svo eitthvað

sé nefnt.

Skráning hafin!Hægt er að skrá sig á lista til að vera viss um að komast í þessa ferð með að senda upplýsingar um þig (nafn og sími) á netfangið [email protected] merkt “ný og betri kona - skráning”

Við hjá Úrvali Útsýn höfum ákveðið

að setja upp þrjú spennandi Ný&Betri

námskeið á þessu ári. Ef þú vilt vera í

góðum félagsskap, rækta líkama og sál

og dekra svolítið við þig þá eru Ný&Betri

námskeiðin eitthvað fyrir þig.

Nýr og betri lífstíllNámskeið fyrir konurSumarferð 13 -20. maíUmsjón: Bjargey og Sirrý

Línudans og JógaNámskeið fyrir línudansaraSumarferð 20 -27. maíUmsjón: Jói og Thea

Ný og betri konaNámskeið fyrir konurHaustferðUmsjón: Bjargey og Edda Björgvins

Líkami og sál í fyrsta sætið

á mann í tvíbýli með hálfu fæði í 7 nætur.

139.900 kr.FRÁ

Umsjón: Bjargey AðalsteinsdóttirGestakennarar: Sirrý og Edda Björgvins

Ný og betri

ÆVINTÝRI // Ný & Betri

ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000

Page 9: Sumarbæklingur 2010 - Úrvals Útsýnar

9

Í þessari ævintýraferð er farið um svæði sem eru

einstök í veröldinni. Ferðin hefst við hina gullnu

Lara strönd þar sem gist er í 4 nætur. Síðan ekið

yfir Taurusfjöllin til Ankara, þar sem gist er í 2

nætur. Eftir dvölina í höfuðborg Tyrklands er ekið

til Kappadokia sem er eitt merkilegasta svæði

Tyrklands bæði hvað varðar minjar og náttúru,

en Kappadokia er á heimsmynjaskrá UNESCO.

Skoðuð verða söfn, ótrúleg náttúrufyrirbæri,

merkar fornminjar og farið verður um sögufræga

staði. Dvalið verður í ævintýraheimum Kappadokia

í 3 daga (gist í 2 nætur). Hér er Kjartan Trausti upp

sitt allra besta og að hans áliti er þetta upplifun

sem enginn að missa af.

VERÐDÆMI (20. apríl - 8 nætur)239.900 kr. á mann miðað við 2 fullorðna með fullu fæði.

Innifalið: Flug, íslensk fararstjórn, 4 nætur á 5 stjörnu Bahia Lara í Antalyu með “öllu inniföldu”, 2 nætur í Ankara með morgun- og kvöldverði, 2 nætur í Kappadokia með morgun- og kvöldverði, ferðir, aðgangseyrir og akstur 20-28.apríl eins og lýst er í ferðatilhögun á www.urvalutsyn.is.

Fjölbreytt og skemmtileg ferð þar sem Kjartan

Trausti fer á kostum. Eyjuna Tenerife þarf vart

að kynna en þúsundir Íslendinga hafa sótt þessa

paradís heim sl. ár eftir að beint flug hófst á milli

Íslands og Tenerife. Þarna gefst manni tækifæri á

að kynnast eyjunni frá a til ö þar sem gist verður

bæði í norður- og suðurhlutanum. Við heimsækjum

skemmtilega og áhugaverða staði víðs vegar um

eyjuna á milli þess að við liggjum og flatmögum í

sólinni. Á kvöldin borðum við saman og sköpum

skemmtilega kvöldvökustemningu.

VERÐDÆMI (7. apríl - 11 dagar)219.900 kr. á mann miðað við 2 fullorðna með fullu fæði.

Innifalið: Flug og flugvallaskattar, íslensk fararstjórn, gisting með fullu fæði, borðvíni og vatni í 10 nætur, 4 nætur á 4 stjörnu Hotel Las Vegas í Puerto de la Cruz, 6 nætur á 3 stjörnu Hótel Oro Negro á Playa de las Americanas, akstur og skoðunarferðir skv. ferðalýsingu á www.urvalutsyn.is.

Kjartan Trausti reynir að yngja sig og aðra í þessari

spennandi ferð fyrir Úrvalsfólk. Dvalið verður á

Marmaris, perlu Tyrklands, og farið þaðan í ýmsar

skoðunarferðir m.a. til Rhodos, Efesus, sveitirnar

í kring og á sjóinn. Minigolf, morgunleikfimi,

kvöldvökur, spilavist, gönguferðir og ýmiskonar

húllum hæ er í boði og auðvitað verður farið saman

út að borða. Þetta er sannkölluð ævintýraferð þar

sem Kjartan Trausti heldur uppi stuðinu og passar

upp á að allir skemmti sér vel. Einnig má til gamans

geta að Kjartan stefnir að því að taka af sér 5-10

kíló í ferðinni.

VERÐDÆMI (28. apríl - 31 nótt)139.100 kr. á mann m.v. 4 fullorðna í tveggja svefnherbergja gistingu á Forum í 31 nótt.

Innifalið: Flug og flugvallaskattar, gisting, skemmtidagskrá, íslensk fararstjórn.

Athugið að við bjóðum upp á fjölbreytt úrval gistimöguleika með og án fæðis sem skoða má nánar á heimasíðu okkar, www.urvalutsyn.is.

Töfrar TyrklandsMenning, náttúra, saga og trúarbrögðVorferð 20 -28. apríl

Hringferð um Tenerife og LagomeraÓgleymanleg ævintýraferðVorferð 7 -17. apríl

Úrvalsfólk (60+)Tyrkland - MarmarisSumarferð 28. apríl - 29. maí

Traustar ferðir!Úrval Útsýn kynnir með stolti spennandi ferði í vor og sumar

með hinum eina sanna Kjartani Trausta. Kjartan Trausti hefur

verið fararstjóri erlendis á ársgrundvelli í um 25 ár. “Lengur en

elstu menn muna” eins og stundum er gantast með. Reynsla,

þekking og traust einkennir þennan kappa sem ávallt hefur

boðið upp á ógleymanlegar ferðir og skemmtun.

ÆVINTÝRI // Traustar ferðir

Page 10: Sumarbæklingur 2010 - Úrvals Útsýnar

10

Um Úrvalsfólk Í ferð með Úrvalsfólki er hópurinn samstæður og þú nýtur samvista við jafnaldra, vini og kunningja. Skemmtanastjóri er með í sólarlandaferðum og skipuleggur fjölbreytta dægradvöl að ógleymdum frábærum skoðunarferðum í fylgd reyndra fararstjóra.

Enn á ný er nýtt ferðaár að hefjast og við þökkum Úrvalsfólki góðar viðtökur sem við fengum síðasta ár. Úrvalsfólkið verður sífellt öflugara og er félagstala komin yfir 10 þúsund manns. Nú kynnum við ferðir í vor þegar

loftslag er milt við strendur Miðjarðarhafsins og sólarstaðirnir Tenerife og Marmaris skarta sínu fegursta. Við bjóðum ykkur velkomin í ferðir með Úrvalsfólki.

ÚRVALSFÓLKvor- og sumarferðir 2010

ÚRVALSFÓLK

ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000

Page 11: Sumarbæklingur 2010 - Úrvals Útsýnar

11

Parqe de las Americas

Parque de las Americas er mjög vel staðsett íbúðahótel á jaðri Costa Adeje hlutans og steinsnar frá iðandi mannlífi Playa de las Americas. Stutt er í alla þjónustu og aðeins 100 metrar á Bobo ströndina. Íbúðirnar voru allar algjörlega endurnýjaðar árið 2005. Skemmtilegar íbúðir á besta stað.

VERÐDÆMI (28. apríl - 20. maí)150.900 kr. á mann miðað við 2 fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi.

Hotel Forum

Gott íbúðahótel á góðum stað við aðalgötuna í Marmaris. Ströndin er í göngufæri og stutt að sækja alla þjónustu eins og verslanir og veitingastaði. Íbúðirnar eru sérstaklega rúmgóðar og henta þeim sem vilja hafa nóg pláss í fríinu. VERÐDÆMI139.200 kr. á mann m.v. 4 fullorðna í tveggja svefnherbergja gistingu á Forum í 31 nótt.

Hesperia á Alicante

Hesperia er glæsilegt hótel sem sker sig úr fyrir fallega hönnun jafnt utandyra og innan. Hótelið er vel staðsett, stutt frá ströndinni og verslunum. Á hótelinu er fyrsta flokks heilsulind (SPA). Alicante svæðið á Spáni hefur að geyma marga frábæra golfvelli og þar á meðal er Alicante Golf völlurinn, hannaður af stórkylfingnum Severiano Ballesteros. Völlurinn og Hesperia hótelið sem er staðsett við golfvöllinn hafa hlotið eindóma lof íslenskra kylfinga í alla staði.

Tropical Playa

Gott 3ja stjörnu íbúðahótel á Las Americas ströndinni. Hótelið er staðsett í rólegum hluta Troya hverfisins og er stutt í búðir og aðeins um 450 m á ströndina. Góður sundlaugagarður með sérstakri barnalaug og eru laugarnar upphitaðar yfir vetrarmánuðina. Góð sólbaðsaðstaða og í garðinum er billjarð og snakkbar. Stutt að sækja í skemmtanalífið.VERÐDÆMI (28. apríl - 20. maí)195.900 kr. á mann miðað við 2 fullorðna í stúdíóíbúð með hálfu fæði.

Club Aida

Club Aida er nýlegt íbúðahótel, opnaði í apríl 2008. Það er á góðum stað um 500 m frá ströndinni og stutt í verslanir, veitingahús, bari og næturklúbba. Á hótelinu sjálfu er róleg og notaleg stemmning og takmarkið að þér líði eins og heima hjá þér, en þó er stutt í fjörið.VERÐDÆMI229.323 kr. á mann miðað við 2 fullorðna í íbúð með 1 svefnherbergi.

VERÐDÆMI249.900 kr. á mann miðað við 2 fullorðna í 1 viku með hálfu fæði. Brottför 31. maí.

Innifalið er flug (með golfsettið), akstur milli flugvallar og hótels, gisting, morgun- og kvöldverður, 10 dagar á golfvellinum með golfbíl og rammíslenskri fararstjórn.

Tenerife

Marmaris

Golfferð

Vorferð 28. apríl - 20. maíSkemmtanastjóri: Sigvaldi Þorgils.

Sumarferð 28. apríl - 31 nóttSkemmtanastjóri: Kjartan Trausti

Vorferð 10. apríl - 12 næturSkemmtanastjóri: Kjartan Pálsson

Leikfimi, minigolf, spilakvöld og skemmtikvöld. Mikið er um að vera á hótelunum, skemmtidagskrár og ýmis afþreying. Þjóðgarðurinn El Teide heillar og enginn sleppir verslunar- og menningarferð til höfuðborgarinnar Santa Cruz de Tenerife. Loro Parque dýragarðurinn er einstök veröld dýra og náttúru og ferð í Mascá fjallaþorpið er hrikaleg og heillandi.

Kjartan Trausti reynir að yngja sig og aðra í þessari spennandi ferð fyrir Úrvalsfólk. Dvalið verður á Marmaris, perlu Tyrklands, og farið þaðan í ýmsar skoðunarferðir m.a. til Rhodos, Efesus, sveitirnar í kring og á sjóinn. Minigolf, morgunleikfimi, kvöldvökur, spilavist, gönguferðir og ýmiskonar húllum hæ er í boði og auðvitað verður farið saman út að borða.

Kjartan Pálsson fararstjóri tekur á móti heldri kylfingum í Hesperia á Alicante.

Vorið er rétti tíminn til að bregða sér á völlinn í Alicante. Mátulegur hiti, góður félagsskapur og fararstjóri sem þekkir allar gildrurnar.

Page 12: Sumarbæklingur 2010 - Úrvals Útsýnar

12

Golfskóli Úrvals ÚtsýnarFyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

15. - 22. apríl (örfá sæti eftir)22. - 29. apríl (Uppselt)

Kennt er í 6 daga, frá kl. 09.00 til hádegis á æfingasvæðinu. Eftir hádegi leika þátttakendur golf undir eftirliti og með aðstoð kennara (frjálst val).

Í skólanum eru kennd undirstöðuatriði golfsveiflu, vipps og pútts og jafnframt er farið yfir ýmsa þætti er tengjast golfleiknum almennt s.s. leikskipulag, siða- og umgengnisreglur, leikhraða og forgjafarkerfið.

Gist verður á Hotel Hesperia, fjögurra stjörnu lúxus gistingu. Verð á mann er 199.900 kr í tvíbýli með morgun- og kvöldmat. Innifalið er flug með flugvallarsköttum og flutningi á golfsetti (sjá reglur um farangur). Akstur milli hótels og flugvallar. Golfskóli í 6 daga og golf eftir hádegi með golfbíl. Íslensk fararstjórn.

Kennarar skólans eru Júlíus Hallgrímsson, Þorsteinn Hallgrímsson PGA leiðbeinandi og Ingibergur Jóhannsson PGA kennaranemi.

Við hjá Úrvali Útsýn höfum verið leiðandi ferðaskrifstofa á Íslandi frá því um miðja

síðustu öld og erum svo sannarlega á heimavelli á golfvellinum. Golfdeild Úrvals

Útsýnar sérhæfir sig í hágæða golfferðum sem hafa notið mikilla vinsælda undanfarin

ár. Með auknum vinsældum golfsins á Íslandi hefur eftirspurn eftir vel skipulögðum

ferðum aukist þar sem golf á fyrsta flokks völlum er í forgrunni og allur aðbúnaður

eins og best verður á kosið. Viðskiptavinir okkar vita að gott skipulag, vandaður

undirbúningur og ólæknandi golfbaktería eru uppskrift að vel heppnuðu golfi. Þess

vegna koma þeir aftur og aftur með okkur.

Golf eins og það gerist best!

Fararstjórar:

Kjartan

Bergur MagnúsJúlíus Þorsteinn

Hans

Golfferðir

Tenerife

Tyrkland

Spánn

Vor og sumar 2010

GOLF

Page 13: Sumarbæklingur 2010 - Úrvals Útsýnar

13

Hesperia

Tropical Playa

La Finca

Hótel Gala

IC Santai

Hesperia er glæsilegt hótel sem sker sig úr fyrir fallega hönnun jafnt utandyra og innan. Hótelið er vel staðsett, stutt frá ströndinni og verslunum. Á hótelinu er fyrsta flokks heilsulind (SPA).

Verðdæmi (5. apríl - 7 dagar) 174.900 kr. á mann miðað við 2 fullorðna. Hálft fæði, ótakmarkað golf og golfbíll (Auka golf kostar 10 Evrur og golfbíll innifalinn).

Gott 3ja stjörnu íbúðarhótel á Las Americas ströndinni, rétt við Las Americas völlinn. Stutt í búðir og aðeins um 450 m á ströndina. Góður sundlaugagarður og stutt að sækja í skemmtanalífið. Verðdæmi (7. apríl - 10 dagar) 169.900 kr. á mann miðað við 2 fullorðna í stúdíóíbúð.Innifalið í verði: Flug, gisting, 5 golfhringir, hálft fæði og íslensk fararstjórn.

Splunkunýtt 5 stjörnu lúxushótel staðsett við einn vinsælasta golfvöllinn í Murcia/Alicante svæðinu. Á hótelinu er fullkomin heilsulind þar sem boðið er upp á nudd og fegrunarmeðferðir.

Verðdæmi (Páskaferð: 1. apríl - 7 dagar) 209.900 kr. á mann miðað við 2 fullorðna. Hálft fæði og ótakmarkað golf.

Gott 4 stjörnu hótel, vel staðsett á Playa de las Americas svæðinu aðeins í 5 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni og rétt við Las Americasvöllinn. Hótelið er rómað fyrir góðan mat, stutt er í verslanir og fjölda skemmtistaða í næsta nágrenni. Verðdæmi (7. apríl - 10 dagar) 189.900 kr. á mann miðað við 2 fullorðna í tvíbýli. Innifalið í verði: Flug, gisting, 5 golfhringir, hálft fæði og íslensk fararstjórn.

Verðdæmi (20. - 28. apríl) 209.900 kr. á mann miðað við 2 fullorðna í tvíbýli.

Innifalið í verði: Flug, gisting, akstur erlendis, flutningur á golfsetti, ótakmarkað golf, allt innifalið á hóteli og íslensk fararstjórn.

Ic Santai er 5 stjörnu hótel staðsett á vestur hluta golfsvæðisins. Það lætur heldur minna yfir sér heldur en þau hótel sem við höfum boðið upp á fram að þessu en fær einna hæstu dóma fyrir verð og gæði á öllu Belek svæðinu. Á hótelinu er fyrsta flokks heilsulind þar sem hægt er að slaka á eftir góðan dag á golfvellinum. Öll herbergin á okkar vegum hafa sjávarsýn en hótelið stendur við fallega sandströnd.

Spánn

Tenerife

Tyrkland

Vinsælasti golfáfangastaðurinn okkar

til margra ára. Alicante svæðið á Spáni

hefur að geyma marga frábæra golfvelli,

þar á meðal Alicante Golf sem er

hannaður af stórkylfingnum Severiano

Ballesteros. Völlurinn og Hesperia hótelið

sem er staðsett við golfvöllinn hafa hlotið

eindóma lof íslenskra kylfinga í alla staði.

La Finca golfvöllurinn er einnig mörgum

Íslendingum kunnugur sem einn albesti

golfvöllurinn á Murcia - Alicante svæðinu

og nú er búið að opna 5 stjörnu lúxushótel

við völlinn.

Úrval Útsýn býður nú upp á fimmtu

ferðina fyrir kylfinga til Tenerife þennan

veturinn. Óhætt er að segja að hreint

frábærlega hafi tekist til með fyrri

ferðirnar og því ánægjuefni að geta boðið

enn eina ferðina núna í apríl, hánnatíma

golfferða íslendinga. Innifalið í ferðinni

eru 5 golfhringir. 3 á Los Lagos og 2 á

Las Americas. Los Lagos er frábær 9

holu völlur, hluti af Costa Adeje vellinum.

Las Americas er mörgum íslenskum

kylfingum vel kunnugur enda verið einn

vinsælasti golfvöllurinn á eynni.

Belek svæðið í Tyrklandi er orðið mörgum

Íslendingnum kunnugt fyrir fín hótel og

fjöldan af frábærum golfvöllum. Í þetta

sinn svörum við hjá golfdeild ÚÚ áhrifum

kreppunar með því að bjóða “allt innifalið”

pakka á IC Santai hótelinu. Allt innifalið

felur í sér morgun-, hádegis- og kvöldverð,

innlenda áfenga og óáfenga drykki, snarl

milli mála og ótakmarkað golf. Golfið

leikum við á Tat golfvellinum sem er í

aðeins um 1km fjarlægð frá hótelinu sem

býður upp á akstur á milli. Tat völlurinn er

glæsilegur 27 holu skógarvöllur.

ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000

Page 14: Sumarbæklingur 2010 - Úrvals Útsýnar

14

Enski boltinnKnattspyrnuskóli- Snilldar skemmtun!-“Ég hef aldrei skemmt mér eins vel!”

Fararstjóri: Margrét Árnadóttir

Margréti Árnadóttur þarf vart að kynna fyrir gönguáhugafólki en hún hefur verið vinsæll og eftirsóttur fararstjóri í skipulögðum gönguferðum erlendis síðan um 1990.

Hún hefur gengið mjög víða og fór síðast með gönguhóp til Oberstdorf í Þýskalandi í ágúst 2009. Margrét hefur gengið víða um lönd og má þar nefna, Ítalíu, Króatíu og ýmsa staði á Spáni.

Hún er þekkt fyrir fagmennsku í öllu tengdu gönguferðum og hugsar mjög vel um farþega sína. Svo er hún einstaklega þjónustulunduð og skemmtileg!

Margrét kemur til með að halda undirbúningsfund áður en ferð er farin.

Fótboltaleikur í Englandi er eitthvað sem fáir gleyma. Frábær

fótbolti, nálægð við litríka leikmenn og stuðningsmenn sem lifa

sig inn í leikinn. Einstök upplifun sem höfðar til allra aldurshópa.

Eins og alltaf mun Úrval Útsýn bjóða upp á gott úrval af ferðum,

fyrir einstaklinga og hópa, á enska boltann. Einnig er hægt að fá

staka miða á flesta leiki.

Göngu og dekurferð í þýsku Ölpunum Gengið um blómaeyjuna vinsælu

VERÐDÆMI (3. - 10. ágúst)194.500 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, flugvallarakstur erlendis, gisting í 7 nætur, fullt fæði, allar göngur, aðgangur í kláfa og akstur erlendis, aðgangur að sundlaug, líkamsrækt og spa á gististað og íslensk fararstjórn.

VERÐDÆMI (30. maí - 6. júní)205.000 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug,skattar, flugvallarakstur erlendis , gisting á 3* hóteli í 7 nætur, fullt fæði, allar gönguferðir, flutningur á farangri, íslensk og erlend fararstjórn.

Gönguferðir

Úrval Útsýn skipuleggur ferð í Knattspyrnuskóla IFDA (The

International Football Development Academy) fyrir stráka

og stelpur á aldrinum 12-17 ára. Skólinn útvegar ekki einungis

tækifæri á að vera uppgötvaður af fagmönnum frá heimsklassa

fótboltaliðum heldur leggur hann einnig mikla áherslu á tækni,

leikfræði, líkamlegt ástand, sálfræði og félagslegan þátt.

Frábært tækifæri og skemmtun fyrir alla fótboltaiðkendur!

Oberstorf TenerifeOberstdorf svæðið í þýsku Ölpunum er rómað fyrir náttúrufegurð

og er gríðalega vinsælt útivistarsavæði. Gönguferðirnar miðast

við 5-6 tíma á hverjum degi í 5 daga og er lagt af stað eftir

morgunverð um kl. 9:00. Síðan er stoppað á athyglisverðum

stöðum og hvíldartími tekinn eins og þarf. Gist er á Hotel

Oberstdorf allan tímann. Glæsilegt hótel í fallegu umhverfi.

Á hótelinu er upphituð sundlaug, spa, líkamsræktarstöð,

slökunarherbergi og annað í þeim dúr. Fullt fæði er innifalið í

verðinu og er glæsilegt hlaðborð allan tímann.

Frábær gönguferð til Tenerife, blómaeyjunnar vinsælu í

Kanaríeyjaklasanum. Landslagið á Tenerife er mikilfenglegt,

eiginlega ólýsanlegt og býður upp á ógleymanlegar gönguleiðir.

Dvalið í Puerto de la Cruz í 4 nætur og síðan 3 nætur á suðuhluta

eyjarinnar. Margrét Árnadóttir leiðsögumaður, jógakennari og

göngugarpur verður fararstjóri í ferðinni en henni til aðstoðar er

innfæddur leiðsögumaður. ATH. Innifalið í verði ferðar er gisting

með fullu fæði og drykkir með mat. Vert er að nefna að síðustu

tvær gönguferðir seldust upp og því er betra að hafa hraða fætur.

ÍÞRÓTTIR

Page 15: Sumarbæklingur 2010 - Úrvals Útsýnar

15

VIÐSKIPTAFERÐIR ÚÚ

Viðskiptaferðir ÚÚ

24/7Afhverju Viðskiptaferðir ÚÚ?

Neyðarsími

Afsláttur strax frá fyrsta flugi!

Hversu dýrmætur er tími þinn? Það getur tekið langan tíma að finna rétta og hagstæðasta

fargjaldið. Nýttu þér þjónustu sérfræðinga okkar sem finna fyrir þig hagkvæmustu og

auðveldustu leiðina á áfangastað hverju sinni og halda utan um allar upplýsingar sem

nauðsynlegt er að gefa upp við bókun. Það er því margvíslegur ávinningur sem hlýst af

því að vera í viðskiptum við viðskiptaferðir Úrvals Útsýnar. Við erum óháð flugfélögum

og þess vegna getum við bókað og gefið út farseðla hjá öllum helstu flugfélögum heims

sem gerir það að verkum að við getum ætíð boðið viðskiptavinum okkar bestu kjörin

og ferðamöguleikana.

Þeir sem eru í viðskiptum við viðskiptaferðir Úrvals Útsýnar njóta þess í hagkvæmari

rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki.

Lágmúla 4 // P.O. BOX 8650 / 128 Reykjavík // Iceland /TEL +354 585 4400 / FAX +354 585 4065

www.vuu.is

Starfsfólk Viðskiptaferða Úrvals Útsýnar:

Hjá okkur nýtur þú allra þeirra fríðinda

sem þau flugfélög sem þú skiptir við

bjóða,magnafslættir og vildarpunktar skila

sér alla leið.

Viðskiptaferðir ÚÚ bjóða þjónustu í

neyðarsíma allan sólarhringinn. Ef viðskip-

tavinur þarfnast aðstoðar, utan almenns

afgreiðslutíma á Íslandi, getur hann hringt

í neyðarsímann og fengið aðstoð m.a.

með eftirfarandi:

• Breytingar á farseðli

• Breytingar á áætlun

• Bókunarbreytingar

• Almennar leiðréttingar

• Útgáfa farseðlaGígja Gylfadóttir+354 585 [email protected]

Halla Hjartardóttir+354 585 [email protected]

Sesselja Jörgensen+354 585 [email protected]

Kolbrún Karlsdóttir+354 585 [email protected]

Lára Jóhannsdóttir+354 585 [email protected]

Ásta Hrólfsdóttir+354 585 [email protected]

Guðbjörg Auðunsdóttir+354 585 [email protected]

Kristín Kristjánsdóttir+354 585 [email protected]

Ferðaskrifstofa

LeyfishafiFerðamálastofu

Page 16: Sumarbæklingur 2010 - Úrvals Útsýnar

16

Ármúla 30 | 108 Reykjavík | Sími 560 1600 | www.borgun.is

Borgun auðveldar viðskipti og hefur sérhæft

sig í öruggri greiðslumiðlun í 30 ár