20
Árni Páll ætlar ekki að vera leiðtogi yfir gamaldags stjórnmála- flokki. magazín magazín Árni Páll ætlar ekki að vera leiðtogi yfir gamaldags stjórnmála- flokki.

UJ - Magazín

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Sérstakt kosningablað UJ vegna Alþingiskosninga 2013

Citation preview

Page 1: UJ - Magazín

Árni Páll ætlar ekki

að vera leiðtogi yfir

gamaldags stjórnmála-

flokki.

magazínmagazínÁrni Páll ætlar ekki

að vera leiðtogi yfir

gamaldags stjórnmála-

flokki.

Page 2: UJ - Magazín

Árni Páll um stjórnmálin

Græn þjóð,alþjóðahyggjan,

ný gerð stjórnmála.

Bls.7

Allt sem þú vildir vita um gjaldeyrismálEn þorðir ekki að spyrja

Bls.16

Foreldraprófið

Með Skúla og Kötu

Bls.6

Magnús OrriVill virkja hugvitið

10 hlutirsem þú vissir ekki

um frambjóðendur

Bls.4Bls.14

Ritstjórn

Guðni Rúnar Jónasson

Eysteinn Eyjólfsson

Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir

Íris Björg Kristjánsdóttir

Kristín Soffía Jónsdóttir

Umbrot og hönnun

Stefán Rafn Sigurbjörnsson

Myndir

Gulli Már

Útgefandi

Ungir Jafnaðarmenn

2

Page 3: UJ - Magazín

,,Jafnaðarstefnan er nauðsynleg því staðreyndin er sú að við fæðumst ekki öll með sömu tækifæri. Ég tel jöfnuð vera grunn að réttlátu samfélagi þar sem öllum er tryggður aðgangur að menntun, heilsugæslu og félagslegri þjónustu. Mikilvægt er að standa vörð um jafnréttisbaráttuna og vinna áfram að fullu kynjajafnrétti. Þess vegna kýs ég Samfylkinguna.”

Eva MargrétKristinsdóttir

Lögfræðingur

Stundum þarf að gefa peninga til að græða gæði og góð störf.

Á seinasta kjörtímabili var endurgreiðsla á framleiðslukostnaði kvikmynda hækkuð í 20% og fjöldi stórmynda hefur verið tekinn upp hér á landi þökk sé því, sem dæmi má nefna Prometheus, The Secret life of Walter Mitty, Noah, Oblivion og sjónvarpsþæt�tirnir Game of Thrones.

Gróði landsmanna er ekki bara í að hafa stórstjörnur sprangandi um torg og haga heldur hefur gríðarlega mikið af störfum skapast og fullt af hæfileikaríku ungu fólki fengið tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í hinum ýmsu störfum fyrir framan og aftan myndavélarnar.

Það er líka mikilvægt að styðja við framleiðslu á innlendum kvikmyndum og hafa fjárframlög til Kvikmyndasjóð hækkað í ríflega milljarð króna á þessu ári.

Áfram bíó

,,Ég kýs Samfylkinguna af því að ég vil klára samninginn við ESB og fá að kjósa um hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt annað er fáránlegt!“

GunnarÞorvalds Grafískur

hönnuður

3

Page 4: UJ - Magazín

10 atriði sem þú vissir ekki um frambjóðendur Samfylkingarinnar

Skúli Helgason lék Jens í Karíusi og Baktusi

Guðbjartur Hannesson er skáti

Magnús Orri Schram lýsti jafnteflisleiknum

fræga gegn heims-meisturum Frakka (en

það var hins vegar Ingólfur Hannes-

son sem kyssti Gauja Þórðar)

Oddný Harðardóttir

var ungfrú Gerðaskóli

árið 1971.

Mörður Árnason var einn ritstjóra Slangurorða- bókarinnar árið 1982

Lúðvík Geirsson er með sveinspróf

sem bakari.

4

Björk Vilhelms-dóttir var eitt sinn svínabóndi og sjómaður

Page 5: UJ - Magazín

Lúðvík Geirsson er með sveinspróf

sem bakari.

Valgerður Bjarnadóttir er fyrrverandi latínukennari.

Sigmundar Ernir hefur ort ljóð fyrir uppskriftabók Hagkaupa

Helgi Hjörvar lék Emil í Kattholti. ,,Ég ætla að kjósa Samfylkinguna í vor því ég

treysti nýrri forystu hennar til að takast á við verkefni framtíðarinnar og lofa hvorki upp í ermarnar á sér né öðrum. Þjóðarbúið þarf á stöðugleika að halda, og Íslandi hefur alltaf farnast best í nánu samstarfi með grannríkjum sínum. Ný atvinnustarfsemi sem byggist á hugkvæmni og þekkingu þarf á óhindruðum aðgangi að Evrópumarkaði að halda.”

Rebekka Jónsdóttir

Fatahönnuður

,,Ég kýs Samfylkinguna vegna þess að það er eini flokkurinn sem ég treysti til að klára aðildar�sem ég treysti til að klára aðildar�viðræður við ESB. Aðild að ESB er lykilatriði í því að fella niður gjaldeyrishöft sem valda fyrirtækjum á Íslandi miklum vandræðum auk þess sem ég tel að aðild að ESB verði almenningi mikið til hagsbóta.”

Einar ÖrnEinarsson Meðeigandi og

framkvæmdastjóri

Serrano í Svíþjóð

5

Page 6: UJ - Magazín

FORELDRAPRÓFIÐKatrín Júlíusdóttir

Álitsgjafar foreldraprófsins,,Af orðum þeirra Skúla og Kötu hlýtur Kata að vinna þessa lotu sem foreldri. Hún hefur það á Skúla að hafa verið einstæð móðir til fjölda ára og það er ekkert smá. Börnin hans Skúla eru samkvæmt því sem hann segir allt of þæg til að hægt sé að telja þet�ta til mjög krefjandi hlutverks! Ég velti því fyrir mér hvort konan hans Skúla hafi aðra sögu að segja ;) Skúli er þó duglegri að vaska upp en Kata og fær prik fyrir það!”

,,Sem heimspekinemi verð ég að segja að Skúli vinnur þennan slag, enda vekur hann upp djúpar hugleiðingar um sjálfið þegar hann minnist á að hafa gleymt sér út í búð, sem mér finnst einstaklega áhugaverð. Því hver erum við? Og af hverju erum við ekki einhver annar eða önnur?”

DagbjörtHákonardóttir

Haukur Hólmsteinsson

Líf Magneudóttir

Af hverju alþingis-maður?Eitt leiddi af öðru eftir að ég tók þátt í að stofna Unga jafnaðarmenn. Ég fór út í pólitík til að taka þátt í því að jafna kjör manna og þá ekki bara á Íslandi heldur í heiminum. Mér blöskraði misskiptingin. Eftir að hafa gegnt trúnaðar�störfum fyrir Samfylkingu�na og forvera hennar gaf ég kost á mér í flokksvali til að vinna jafnaðarstef�nunni fylgi. Þetta var 2003 og síðan hef ég setið á Alþingi.   Hefurðu gleymt barninu þínu út í búð? Nei, ekki ennþá allavega. En tvíburarnir eru orðnir svo snarir í snúningum að ég týndi öðrum þeirra heima um daginn. Fann hann þó eftir hálfa mínútu sem leið eins og hálftími!   Heitasta baráttumálið í kosningunum? Lífskjörin. Til að bæta þau þurfum við gjaldmiðil sem hvorki þarf að verja með höftum né tryggja

með verðtryggingu sem hvort tveggja skapar miklar byrðar á heimili og atvinnulíf. Auk þess sem gengissveiflur hafa skapað mikla óvissu með tilheyrandi kjaraskerðingu og eignaupptöku. Þess vegna má ekki hætta aðildarviðræðum við ESB. Aðild er eina leiðin að upptöku annarrar myntar og það er ábyrgðaleysi að loka þeim dyrum. Skuldamálin eru mér einnig hugleikin og það er alveg ljóst að við þurfum að mæta þeim hópi sem keypti í mestu bólunni fyrir hrun.  

Straujarðu rúmfötin? Hef tvisvar straujað rúmföt. Í bæði skiptin ungbarnarúmföt fyrir fyrstu nótt barna minna eftir heimkomu af fæðingardeildinni.   Hver vaskar oftar upp á heimilinu? Maðurinn minn.

Hefurðu klikkað á heimanámi barnanna? Ekki svo ég muni. Hef hingað til ekki þurft að spá mikið í það því annað hvort hefur stuðnings�netið passað uppá þetta eða strákarnir sjálfir. Hefurðu gleymt að sækja í leikskólann?   Nei.  

Hvað er það klúðurslegasta sem þú hefur gert sem foreldri? Vá hvar á ég að byrja?? Mögulega þegar

“jólasveinninn” gleymdi að setja í skóinn í glugga elsta sonarins en mamma fann sælgætið frá honum í vasa sínum � jólasveinninn aðeins ringlaður þann daginn! Annars var ég ein með elsta strákinn minn í 11 ár og hann sýndi mér ótrúlega þolinmæði í gegnum þann tíma þessi engill þegar verið var að púsla dögunum saman:).  

Ef ekki alþingis-maður, hvað þá?   Lífið býður uppá endalausa möguleika. Ég væri örugglega að gera eitthvað annað krefjandi og skemmtilegt!

LögfræðingurHeimspekinemi

6

Page 7: UJ - Magazín

Skúli Helgason

,, Ætli Kata hafi ekki vinninginn. Bæði var hún einstæð móðir í 11 ár og svo hefur hún straujað sænguver barna sinna, ætla samt að gefa syni Katrínar toppeinkunn fyrir að vera fyrirmyndarsonur. Hann sýnir mömmu sinni greinilega umburðarlyndi og þolinmæði og lét sem hann hefði ekki fattað þetta með jólasveininn. Þó mamma hans sé vonlaus jólasveinn þá hefur henni augljóslega tekist vel upp í uppeldinu.”

Líf Magneudóttir

Af hverju alþingismaður? Af því ég er eldheitur jafnaðar�maður og vil bæta samfélagið.

Hefurðu gleymt barninu þínu út í búð? Nei, en ég hef stundum gleymt sjálfum mér :)

Heitasta baráttumálið í kosningunum? Innleiða mannsæmandi húsnæðiskerfi að evrópskri fyrirmynd þar sem fólk getur leigt húsnæði eða keypt án þess að taka á sig drápsklyfjar. Lykillinn er að taka upp nýjan gjaldmiðil sem þarf hvorki verðtryggingu né gjaldeyr�ishöft – evruna.

Straujarðu rúmfötin? Nei, ég geri það nú ekki enda eru þessi blessuðu rúmföt svo fáránlega löng og breið að þau gera grín að öllum venjulegum straubrettum.

Hver vaskar oftar upp á heimilinu? Við erum með uppþvottavél sem vaskar oftast upp en ég vaska gjarnan upp stóra leirtauið.

Hefurðu klikkað á heimanámi barnanna?Þetta heitir heimanám barnanna af því að ÞAU eiga að sjá um þetta! En við foreldrarnir erum til taks ef þau þurfa aðstoð, sem er nú reyndar ekki oft á mínu heimili.

Hefurðu gleymt að sækja í leikskólann?Nei, en það hefur komið fyrir að ég hef mætt helst til seint.

Hvað er það klúðurslegasta sem þú hefur gert sem foreldri?Ætli það sé ekki þegar ég tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar 2009 sem bar upp á sama dag og Pétur Glói kom í heiminn. Móðir hans gerði sitt besta til að fresta fæðingu þangað til

kjörstaðir lokuðu og það stóð heima að við fengum fyrstu tölur meðan verið var að þræða upp mænudeyfinguna á fæðingardeildinni!

Ef ekki alþingis-maður, hvað þá?Það kemur ýmislegt til greina en þá kemur til skjalanna heimspeki Lennons: „Life is what happens to you when you´re busy making other plans.“

Meistaranemi

Úrslit:Keppnin var alls ekki nógu hörð og valda þau bæði ritstjórn töluverðum vonbrigðum. Álitsgjafarnir skiptast eftir kynjum og hefur Kata vinninginn. Óskum Kötu til hamingju, hún hefur unnið sér inn fimm raðir í Víkingalottó.

7

Page 8: UJ - Magazín

Öfgarnar eru að tapa og miðjan er að sækja á, þangað flykkist fólk. Ég er alveg sannfærður um að í því felist alveg gríðarleg tækifæri.

“HEFUR EKKI ÁHUGA Á AÐ LEIÐA

GAMALDAGS STJÓRNMÁLAFLOKK

8

Page 9: UJ - Magazín

Er Ísland græn þjóð? Er fýsilegt að taka upp græna hætti og hagkerfi?

Já, það er fýsilegt en við erum ennþá langt frá því, á óþægilega mörgum sviðum. Við sóum til dæmis alltof mikilli orku, notum dýra og orkueyðandi samgöngu�máta. Ef við horfum á okkar daglega líf er hægt að bæta mjög margt. Það er eftir svo mörgu að slægjast. Við getum notað bílinn minna og knúið þá bíla sem við notum með innlendum orkugjöfum, þá er það efnahagslega gott, fyrir utan hvað það gerði fyrir náttúruna.

Svo veigrum við okkur við að taka ákvarðanir sem gætu verið óþægilegar um stund, en eru okkur til góðs til langs tíma og hafa jákvæð áhrif á lífsstíl og umhverfi. Tökum lokun Laugavegarins sem dæmi, mikið var hrópað og kvartað fyrst en nú kallar fólk eftir því.

En þarf tilfærsla yfir í breytt líferni að vera svo sársaukafull?

Nei alls ekki, nú hef ég búið erlendis þar sem það telst eðli�legt að flokka sorp, þú einfald�lega borgar fyrir það að gera það ekki. Hér á landi aftur á móti er ekki eins ljóst hvaða kostnað þú hlýtur af því – jú, það er verið að rukka þig fyrir tunnurnar en

líka fyrir flokkunartunnur. Það er annað en það sem tíðkast í Belgíu þar sem ég bjó, þar greiddir þú ekkert fyrir flok�kað sorp, en ef þú hafðir ekki áhuga á því greiddir þú fyrir það. Þannig snúum við hvötunum við. Þeir þurfa að vera mun heilbrigðari þannig að fólk geti valið einfaldan grænan lífstíl, ekki að það sé lúxus.

Hvað er það sem gerir þig að jafnaðarmanni og hver eru þín kjarnagildi?

Það er nú nokkuð margt. Sem barn var ég mikill alþjóðasinni, var mjög andvígur her á Íslandi og það mótaði mjög mína sýn í byrjun. Ég hef síðan alla tíð skynjað þörf fyrir jöfn tækifæri og jafna möguleika til að njóta

hæfileika okkar og vera metin að eigin verðleikum. Ég held að það skipti mestu að skapa samfélag sem gerir okkur kleift að njóta hæfileika okkar og þroska þá. Ég bý svo enn að þessum bernskuarfi alþjóðahyggjunnar. Ég var mjög up�ptekinn af hugtakinu sjálfstætt Ísland og er það enn og ef það er eitthvað sem hrunið hefur kennt okkur þá er það það að sjálf�stæði Íslands er ekki sjálfsagt mál og né að hér sé hægt að reka samkeppnishæft hag�kerfi sem býður ungu fólki jöfn tækifæri á við það sem best ger�ist í nágrannalöndum

okkar. Möguleikar okkar til að gera þetta hafa rýrnað til muna síðustu árin, við verðum því að taka alvarlega þær hættur sem við stöndum frammi fyrir í þessu tilliti, því það er okkur mikilvægt að búa við efnahagslegt sjálf�stæði, verja það og sækja fram. Alþjóðahyggjan er tækifæri til að fá meira val yfir eigin málum, með því að deila ákvörðunarrétti með öðrum þjóðum.

Þú hélst síðan áfram á þessari braut, hélstu áfram í þessi sömu gildi?

Já, þegar ég var ungur maður í Alþýðubandalaginu, varð ég einlægur Evrópusinni. Þannig lenti ég aðeins uppá kant við ríkjandi viðhorf þess tíma. Mér féll ekki þetta þrúgandi andrúms�

loft íslenskra flokkastjórnmála. Þarna er ástæðan fyrir því

að ég hef alltaf sagt að ég hef engan

áhuga á að leiða Samfylkinguna

eins og gamal�

dags stjórnmálaflokk. Ég hef en�gan áhuga á þannig stjórnmálum. Menn heyra það bara stundum ekki þegar ég er að segja það, en ég segi það enn og aftur. Þetta verður öðurvísi vegferð og við munum ekki starfa í anda þessa súra gamaldags flokkakerfis þar sem allir eru eitthvað að véla um eitthvað í bakherbergjum og segja eitthvað sem þeir ekki meina. Mig langar bara ekki að taka þátt í því. Hugmyndin um Samfylkinguna var að það væri hægt að brjóta þessi ömurlegu stjórnmál upp, nú er kominn tími til að gera það. Þau kynslóðaskip�ti sem eru að eiga sér stað í stjórnmálum eiga að hjálpa okkur að gera það líka, brjóta þau upp og skapa nýtt verklag og nýjar leiðir til að tala saman.

En getur Íslensk pólitík breyst, getur hún sniðið sér nýjan stakk?

Ég er alveg ótrúlega sannfærður og bjartsýnn um það. Ekkert er greypt í stein og ég hef fundið fyrir því á síðasta ári að fólk er miklu opnara fyrir algildum skilaboðum. Einu sinni snerist allt um þetta loforð fyrir þennan og þetta fyrir hinn og pólitík var eitt samfellt bögglauppboð. Núna finnst mér maður geta einfald�lega talað við fólk um þá flóknu stöðu sem við erum í sem þjóð og það sé gríðalegur jarðvegur fyrir það. Sem dæmi um það, þegar úrtölumenn segja að þetta sé ekki hægt, þá einfaldlega bendi ég á það að þrátt fyrir að orðræða Íslenskra stjórnmála hafi orðið hatursfyllri og öfgafyllri en nokkru sinni fyrr þá hafa kjósen�dur hafnað henni. Vandinn er sá að flokkarnir hafa ekki hlustað á fólkið og haldið áfram í enn meiri últramennsku. Ef við horfum á kosningarnar 2010 og fylgisþróun síðan þá í könnunum sjáum við að últraframboð njóta lítils fylgis en framboð sem fylkja sér inná miðjuna og tala fyrir fordómalau�sum lausnum, betra samfélagi, gleði og afslappaðri umræðu fá allt fylgið. Öfgarnar eru að tapa og miðjan er að sækja á, þangað flykkist fólk. Ég er alveg san�nfærður um að í því felist alveg gríðarleg tækifæri.

Margt er hægt að hafa sér fyrir stafni í málþófi, við náðum örlitlu tali af Árna Páli Árnasyni formanni Samfylkingarinnar við vinnu á skrifstofu sinni á meðan stjórnarandstaðan talaði sig í tómið. Við spurðum hann út í Grænt samfélag, Evrópumálin og hvað gerir hann að jafnaðarmanni.

Sem barn var ég mikill alþjóða- sinni, var mjög andvígur her á Íslandi og það mótaði mjög mína sýn í byrjun.

9

Page 10: UJ - Magazín

10Þú sagðir áðan að þú hefðir á þínum yngri árum verið á móti her á Íslandi. Hver er þá þín skoðun á veru Íslands í Atlantshafs- bandalaginu?

Afstaðan til Atlantshafs� bandalagins hefur breyst á langri vegferð. Upphafið var Evrópa. Ef þú ert Evrópusinni er erfitt að vera andvígur varnasamstarfi Evrópuþjóða. Stofnun Atlants�hafsbandalagsins var hluti af varnarviðbúnaði Evrópu eftir Seinni heimsstyrjöldina, alveg eins og stofnun Evrópusambandsins. Það merkilega er að smáríkin lögðu mesta áherslu á stofnun Atlantshafs� bandalagsins: Belgía, Lúxembúrg, Holland, Danmörk og Noregur. Þau höfðu upplifað yfirgang evrópsku stórríkjanna í þúsund ár og skildu að það þurfti að hemja fullveldi allra ríkjanna til að beita eigin hervaldi, til að koma í veg fyrir hinn hefðbundna yfirgang. Því varð til þessi hugmynd um að menn myndu deila valdinu. Þegar hvert land er með herlið á yfir�ráðasvæði annars er ómögulegt að efna til stríðs.

Síðar var það hlutskipti mitt að starfa í utanríkisþjónustunni við öryggis� og varnarmál. Ég fór út til Brussel til starfa sumarið 1995. Þegar ég kom á fyrsta fund hjá Atlantshafs�bandalaginu stóðu yfir fjöldamorð í Srebrenica í Bosníu. Við vissum að verið var að myrða fólk en það var engin leið til að ná að stöðva það, því Sameinuðu þjóðirnar neituðu að gefa Atlantshafsbandalaginu umboð til að aðhafast. Þannig var þetta búið að ganga í Bosníu í um fjögur ár og mörghundruð þúsund manns höfðu fallið í valinn. Það verða síðan straum�hvörf haustið ´95 þegar Atlants�hafsbandalagið fær umboð til að beita afli sínu. Það var mjög einstök lífsreynsla að sjá muninn. Það má hafa mörg orð um beitingu vopnavalds en með því er hægt að stilla til friðar og Bosnía er eitt skýrasta dæmið um það. Það féllu tugir þúsunda manna í Bosníu árið 1995. Árið eftir voru það innan við 10, ef ég man rétt. Ég held að hugmyndin um Atlantshafs� bandalagið sem varnarbandalag sé góð því hún takmarkar vald ríkja til að beita vopnavaldi og stuðlar þannig að friði og frelsi.

Ein af stoðum jafnaðarstefnunnar er jafnrétti kynjanna, stór hluti af því er leiðrétting á launamisrétti. Hvernig vinnum við að launajafn-rétti?

Ef við nýtum bara þekkingu og reynslu lítils hóps fara augljós tækifæri framhjá okkur. Við þurfum að stefna að fullkomnu launajafnrétti án málamiðlana og þá er gott að horfa til þess sem hefur verið vel gert. Það tókst mjög vel að draga úr kynbundnum launamun hjá borginni í tíma Ingibjargar Sólrúnar, það var gert með skipulögðu endurmati á kvennastörfum og við eigum hjá hinu opinbera að feta í þau fótspor. Við þurfum líka að horfast í augu við það að hagkerfi sem drepur þek�kingar� og kvennastörf, skaðar konur.

Hagkerfi krónunnar ryður þekkingar� störfum úr landi og kallar á grá karlastörf og sextíu tíma vinnuviku.

Húsnæðismál ungs fólks er eitt af stærstu málunum - hvað ætlar þú að gera þar?

Við stöndum í þeirri erfiðu stöðu að fólk getur hvorki leigt né keypt og það hefur reynst erfitt að byggja arðsemismódel fyrir leigu� félög með háa vexti og verðtryggin�gu. Það öfugsnúna er að verðtryggðu húnsnæðislánin fletja vaxtabyrðina út til lengri tíma þannig að hún verður léttari í upphafi. Þá getur fólk frekar keypt sér með minni kaupmátt en ella. Verðtryggingin gerir alla að leiguliðum krónunnar út ævina. Almennt séð er ég mjög hlynntur byggingu lítilla og ódýrra íbúða. Það vantar að koma á fót einfaldara húsnæðiskerfi sem gerir fólki kleift að leigja eða eignast húsnæði við hæfi á boðlegum kjörum. Lykilverkefnið er að tryggja húsnæðisöryggi ungs fólks og á það leggjum við megináherslu í komandi kosningabaráttu.

KR

STRÍÐ SÉRHAGSMUNUM

GEGN

UNGIR JAFNAÐARMENN

SKULDAFANGELSI FLOKKAST EKKI SEM ÞAK

YFIR HÖFUÐIÐ

Page 11: UJ - Magazín

KR

STRÍÐ SÉRHAGSMUNUM

GEGN

UNGIR JAFNAÐARMENN

SKULDAFANGELSI FLOKKAST EKKI SEM ÞAK

YFIR HÖFUÐIÐ

Page 12: UJ - Magazín

12 3 störf sem voru ekki til fyrir hrun

Heilabylgjutölvuleikjaframleiðandi

Deepa Iyengar - Mind Games

Deepa Iyengar er verkefnastjóri og grafískur hönnuður hjá fyrirtæki sem hefur gefið út heimsins fyrsta heilastýrða tölvuleikinn fyrir iPhone og iPad. Þegar Deepa Iyengar frétti að tvö fyrirtæki hefðu hafið sölu á heilabylgjunemum til almennra fyrirtækja flaug henni strax í hug að þessa tækni væri vel hægt að nota í tölvuleiki.  ,,Ég sá fyrir mér að maður gæti stýrt sér á flugi með heilanum, eða látið hluti svífa, leynistíga birtast eða séð í gegnum veggi”

Hún bætir við að tæknin byggist á því að slaka á í huganum og þar af leiðandi gæti maður skemmt sér yfir því að vera eins og Jedi um leið og maður er í raun að hugleiða.

Efnahagshrunið hafði vissulega þau áhrif að erfitt var að fá fjárfesta til fjárfesta í mjög nýrri tækni, en á hinn bóginn veitti hrunið íslenskum tölvuleikjaframleiðendum innblástur til þess að stofna samtökin IGI (Icelandic Gaming Industry) sem síðar gekk inn í Samtök Iðnaðarins. ,,Þannig fá tölvuleikjafyrirtæki af ýmsum toga, allt frá CCP til glænýrra sprotafyrirtækja, færi á að mynda tengsl og hjálpa hvoru öðru”.

Upplýsingahönnuður

Þorlákur Lúðvíksson - DataMarket

Þorlákur Lúðvíksson hannar og skipuleggur vefinn DataMarket.com og sér um alla gagnaframsetningu fyrirtækisins, en DataMarket er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í vefrænni myndbirtingu gagna. Þorlákur annast auk þess ráðgjöf og kennslu á myndbirtingu á mælanlegum hlutum.

,,Stofnendur DataMarket sáu snemma að það er ekki nóg að opna aðgengi að gögnum, myndbirting gagna er jafn mikilvæg og aðgengið”

 Aðspurður hvort efnahagshrunið hafi haft áhrif á starfsumhverfið sem fyrirtækið spratt upp úr segir Þorlákur að vissulega sé ekki hægt að segja að efnahagshrunið hafi ekki haft neikvæð áhrif.  

,,En um leið varð til sú krafa að opna aðgengi að upplýsingum og hjálpa fólki að skilja þær. Þar kemur DataMarket sterkt inn með samræmingu á gögnum, frábærri leitarvél og einfaldri leið til að myndbirta og deila gögnum”

Hinsegin ferða- og brúðkaups-hönnuður

Birna Hrönn Björnsdóttir - Pink Iceland

Birna Hrönn er einn eiganda Pink Iceland sem er hinsegin ferða�, viðburða� og brúðkaups�fyrirtæki.  Fyrirtækið sérhæfir sig í þjónustu við hinsegin ferðamenn sem koma til Íslands.

,,Starfið mitt spratt upp úr skemmtilegri hugsjón og frum-kvöðlakrafti og sem framboð við eftirspurn. Hinn almenni ferðamarkaður á Íslandi og Samtökin´78 fengu mikið af fyrirspurnum frá hinsegin fólki sem var á leiðinni til Íslands og áður en Pink Iceland kom til var enginn aðili sem sérhæfði sig í þjónustu við þennan hóp”

Birna telur að hrunið hafi haft jákvæð áhrif, annars vegar vegna mikillar nýsköpunar í íslenskri ferðaþjónustu og svo vegna veikrar stöðu krónunnar við aðra gjaldmiðla, sem hefur áhrif á kaupmátt ferðamanna.  Þá sé hver ferðamaður líklegri til að kaupa meiri og dýrari þjónustu. Innt eftir því hvar hún sjái fyrir sér að hún muni starfa eftir önnur fimm ár telur Birna líklegt að hún verði ennþá hjá Pink Iceland. ,,Fyrirtækið tekur sífelldum breytingum dag frá degi, ár frá ári og þess vegna held ég að starf-stitillinn minn eftir 5 ár sé ekki enn til! Giska á að ég verði litríkur upplifunarhön-nuður.”

Tækniþróuninni hefur fleygt fram síðustu ár og í raun ótrúlegt til þess að hugsa hvernig veröldin í dag er í raun ólík því sem hún var fyrir 10, 20 eða 30 árum.  Sömuleiðis hafa atvinnu-möguleikar og starfsumhverfi tekið stökkbreytingum, en samkvæmt Richard Riley, fyrrverandi menntamálaráðherra Bandaríkjanna voru tíu eftirsóttustu störf ársins 2010 ekki til árið 2004!  Hér skoðum við 3 störf sem ekki voru til fyrir 3 árum.

Page 13: UJ - Magazín

1. Hver er afstaða þín til náttúruverndar?

a) Náttúran er í forgangi alltaf og fara á í víðtækari friðanir.

b) Fylgja á rammaáætlun og virkja og vernda í sátt við umhverfi og atvinnulíf.

c) Náttúran er hér til þess eins að þjóna Íslendingum og það má virkja helling í viðbót.

d) Fátt er náttúrulegra en íslenska lambakjötið og það skal vernda, einkum gagnvart utanaðkomandi dýra� tegundum.

e) Hlutlaus.

f) Náttúran? Er hún á internetinu?

2. Hver er afstaða þín til skulda-mála heimilanna?

a) Fara á í víðtæka skuldaleiðréttingu fyrir alla, sama hversu mikið af alman�nafé þarf að nota til þess verkefnis.

b) Koma skal til móts við heimilin með almennum skattalækkunum því það eykur loftið í blöðrunni, ég meina það stækkar kökuna.

c) Koma skal til móts við skuldsettustu heimilin með sértækum aðgerðum.

d) Það þarf að hækka skatta til að borga brúsann.

e) Hlutlaus.

f) Breyta skuldum afturvirkt í bitcoin lán.

3. Hver er þín afstaða til Evrópusambandsins?

a) Jákvæð, með fyrirvara um að samningurinn sé fínn.

b) Neikvæð, vil samt klára viðræður og sjá samninginn.

c) Neikvæð, við eigum að slíta viðræðum.

d) Hlutlaus. Fólkið á að fá að ráða því, ekki stjórnmálamenn.

4. Hvað viltu gera við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér?

a) Veit það ekki.

b) Fara í almennar skattalækkanir.

c) Efla heilbrigðis� og menntakerfið í bland við sértækar skattalækkanir.

d) Efla innviði samfélagsins og ríkisstof�nanir.

e) Fara í skuldaleiðréttingar fyrir alla.

f) Fjárfesta í internetinu.

5. Hvar stendurðu í trúmálum?

a) Á Íslandi er trúfrelsi og trúmál koma ríkinu ekki við.

b) Ég hef mína barnatrú og vil hafa þjóðkirkju.

c) Ísland er kristið land og skal byggt á kristnum gildum.

d) Vil ekki gefa það upp.

6. Hver er afstaða þín í innflytjendamálum?

a) Ísland er fjölmenningarsamfélag og virðir þá alþjóðlegu samninga sem það er aðili að.

b) Erlendir fjárfestar eru velkomnir með erlenda peninga, óháð viðskiptasögu þeirra.

c) Veit það ekki.

d) Herða þarf löggjöf um innflytjendur og auka vöktun með þeim, sérstaklega með græjum á borð við ökklabönd.

e) Útlendingum er frjálst að koma hingað og gera það sem þeim sýnist.

Flest D. Þú ert Sjálfstæðismaður. Helst viltu virkja allar sprænur á landinu og selja erlendum auðhringjum á gjafaverði. Þú vilt samt ekki aukið viðskiptafrelsi við þjóðir Evrópu með aðild að ESB. Þú vilt Íslandi allt með krists kross að vopni – og lækkun skatta.

Flest B. Þú ert Framsóknarmaður. Þú vilt ofverndartolla á allar landbúnaðar�vörur, íslenska glímumenn á hvert torg og ökklabönd á innflytjendur. Þú vilt helst halda þróunaraðstoð í lág� í lág�marki og gera upp skuldir heimilanna.

Flest XV. Þú ert Vinstri grænn. Þú vilt vernda náttúruna og ert alþjóðasinni þrátt fyrir harða and�stöðu við Evrópu� sambandið. Þú hefur tilhneigingu til að segja fólki hvernig það á að lifa lífinu og átt það til að vilja stækka hlutverk ríkisins um of.

Flest A. Þú er kjósandi Bjartrar framtíðar. Þú hefur óljósa afstöðu í flestum málum en ert fylgjandi aðild að ESB og almennt séð jafnaðarmaður.

Flest S. Þú ert kjósandi Samfylkingarinnar. Þú vilt aðild að ESB og evru, sanngjarnt og mannúðlegt samfélag og félags�legan jöfnuð. Þú er hófsemdarmanneskja og þitt mottó er ,,Best fyrir flesta”

Flest Þ. Yarrrrr! Þú ert Pírati, lifir frjáls og óáreitt/ur... Amk. á Internetinu. Fólk á að ráða lífi sínu sjálft og ríkið á að hafa fullt gegnsæi um hvernig það ráðstafar fjársjóðum sínum.

PÓLI - QUIZ Stundum vita kjósendur ekki fyrir hvað framboð til Alþingis standa og hver stefnumálin eru. Því má stundum grípa til ýmissa hjálpartækja við að ákvarða hvað skal kjósa hverju sinni. Hér má sjá spurningapróf sem gæti gefið þér góða vísbendingu um hvað á að kjósa í vor.*

*Athugið að prófið er til yndisauka og dægrastyttinga, spurningahöfundar ábyrgjast ekki nákvæmar niðurstöður. Taka skal tillit til almenns kvikindisskaps af hálfu spurningahöfunda og vilja til að láta sitt framboð bera höfuð og herðar yfir önnur í niðurstöðum.

1. A) XV B) XS C) XD D) XB E) XA F) XÞ

2. A) XB B) XD C) XS D) XV E) XA F) XÞ

3. A) XA/XS B) XV C) XB/XD D) XÞ

4. A) XA B) XD C) XS D) XV E) XB F) XÞ

5. A) XS/XÞ/XV B) XB C) XD D) XA

6. A) XS/XV B) XD C) XA D) XB E) XÞ

13

Page 14: UJ - Magazín

VIRKJUMHUGVITIÐ

Nafn: Magnús Orri Schram.

Aldur: 40 ára.

Afkvæmi: Tvö börn og tveir hundar.

Fyrsta sumarstarfið: Hreinsaði Þykkvabæjarkartöflur.

Sæti á Alþingi: Á milli Guðmundar Steingrímssonar og Þór Saari.

,,Ég ætla að kjósa Samfylkinguna, því þó að margir séu reiðir út af kreppunni og afleiðingum hennar, þá stóð Samfylkingin við loforð sitt um að forgangsraða í þágu þeirra sem minnst hafa í okkar samfélagi. Í þessum kosningum er mikið talað skuldamálin en mun minna um velferðarmálin. Velferðarkerfið er grunnurinn að jöfnu og góðu samfélagi. Af þeim flokkum sem líklegt er að verði í næstu ríkisstjórn þá treysti ég Samfylkingunni best til að vilja bæta trosnað net heilbrigðiskerfisins.”

Freyja Jónsdóttir klínískur

lyfjafræðingur á

Landspítalanum

,,Ég mun kjósa Samfylkinguna vegna þess að ég er ánægður með störf hennar á þessu erfiða kjörtímabili. Hún hefur minnkað atvinnuleysi, verðbólguna og opinberar skuldir til muna, aukið jöfnuð í samfélaginu og varið velferðarkerfið. Samfylkingin hefur einnig barist fyrir kynjajafnrétti og kom á fullkomnu kynjahlutfalli í ríkisstjórn í fyrsta skipti í sögu Íslands og samþykkti einnig ein hjúskaparlög fyrir alla. Ég vil gefa Samfylkingunni fjögur ár í viðbót vegna þessara skynsömu ákvarðana byggðra á jafnaðarstefnunni.”

ViktorStefánsson

Háskólanemi

14

Page 15: UJ - Magazín

Reynsla annarra Norður�landaþjóðanna var sú að í kjölfar kreppu misstu þær mikið af fólki af atvinnumarkaði.

Unga fólkið missti vinnunna og átti erfitt með að komast aftur á vinnumarkaðinn þegar atvinnukerfið jafnaði sig eftir kreppuna.

,,Þess vegna vorum við með virk úrræði: Opnuðum háskólana og framhaldsskólana þannig að fólk hélt bótunum þó það færi í nám.  Auk þess var samið við fyrirtækin þannig að fólk hélt sínum bótarétti ef um tímabundna ráðningu var að ræða”.

Grænt hagkerfi

Nýverið tilkynnti forsætis�ráðuneytið að 10 milljarðar yrðu settir í grænt hagkerfi og skapandi greinar, s.s. háskólann, kvikmyndasjóð, ferðaþjónustu og fleira.  Þessir 10 milljarðar eru að mestu leyti fjármagnaðir með veiðleyfagjöldum.  Þannig er meðvituð ákvörðun tekin um að verja auðlindagróða í vaxandi atvinnugreinar.  

Magnús segir að nú þurfi að hjálpa þeim hluta atvinnulífsins sem getur skapað störf og að eina ráðið upp úr kreppum sé að virkja hugvitið.  ,,Hugvitið er krafturinn sem til er ómælt af.   Nýlega kom út efnismikil skýrsla ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um hag�vaxtarmöguleika Íslands og þar kemur skýrt fram að við getum ekki náð nægilegri arðsemi með hefðbundnum atvinnugreinum eins og útvegi og landbúnaði.  Þessar atvinnugreinar mega og eiga að vera með, en við verðum að skella hugvitinu á þær; finna nýja vinkla og vera skapandi”.

Skapandi fyrirtæki flýja land

,,Ef við viljum lifa í umhverfi hafta með því að ganga ekki í Evrópusambandið þá fúnkera bara landbúnaður og orkufrekur iðnaður.  Hin fyrirtækin sjá hag sínum best borgið ef þau starfa utanlands, enda eru hér háir vextir og óstöðugt og ólífvænlegt umhverfi” segir Magnús en hann leggur mikla áherslu á að Ísland gangi í Evrópusambandið. ,,Ungt fólk er kannski að velta fyrir sér að kaupa hús, fara í háskóla í Bretlandi, fara í lestarferð um Austur�Evrópu eða fara á fyllerí á

Hróarskeldu. Á þetta alltaf að vera tvöfalt dýrara fyrir Íslendinginn?”

Margir halda því fram að skatta�umhverfið á Íslandi sé óhagstætt fyrir fyrirtæki, en Magnús segir það bábylju og bull, enda sé tekju�skattur fyrirtækja hér á landi sá fimmti lægsti af OECD�ríkjunum sem eru samtals fjörutíu.  ,,Með upptöku evru gætum við lækkað vexti, en það er fátt sem hamlar vexti lítilla fyrirtækja meira en kostnaðurinn við að taka lán.  Ef þú vilt opna nýja deild, stækka hótelið þitt eða fjárfesta í nýjum búnaði þarftu að taka lán með himinháum vöxtum.  Fyrirtækin treysta sér einfaldlega ekki í það”.

Óhefðbundin störf fyrir ungt fólk

,,Með hefðbundnum atvinnu�greinum náum við ekki að skapa störf sem unga fólkið vill. Ungt fólk vill störf hjá fyrirtækjum eins og Össuri, Marel og Green Cloud,” segir Magnús.  ,,Þar fara saman spennandi verkefni, góð laun og skemmtilegt starfsumhverfi.  Hvort sem þú lærir málmsmíði eða lög�fræði þá viltu vinna fyrir fyrirtæki sem hvetur til nýsköpunar og frumleika”.

,,Umhverfisstefnan er jafnframt besta atvinnustefnan, ferða� þjónustan og aðrar þjónustugreinar nota ímynd Íslands til að skapa sér sérstöðu” segir Magnús og bætir við: ,,Við erum lítil þjóð, langt frá öllum öðrum.  Við eigum að horfa á fiskinn, orkuna og náttúruna og leggja  áherslu á verðmætin sem liggja í gæðunum.  Mikil náttúrufegurð og ósnortin náttúra eru kjarninn í ímynd Íslands.  Þar liggja gríðarleg sóknarfæri, þannig að möguleikar okkar til lengri tíma litið snúast um að passa upp á náttúruna okkar, þannig að hún haldi áfram að hámarka það verð sem fólk er tilbúið til að borga fyrir vörur og þjónustu.”

VIRKJUMHUGVITIÐ

Umhverfis-stefnan er jafnframt besta atvinnu-stefnan

Hugvit og skapandi atvinnulíf hafa verið Magnúsi Orra mjög hug-leikin síðustu ár, enda atvinnuumhverfið nú nokkuð ólíkt því sem það var fyrir hrun. Með nýsköpun og skapandi lausnum má þó breyta áhrifum hrunsins í tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar.  

15

Page 16: UJ - Magazín

1. Af hverju er íslenska krónan ekki góður gjaldmiðill?Ísland er lítið, opið hagkerfi og smæð gjaldmiðilsins getur valdið miklum sveiflum. Því fylgja krónunni háir vextir og verðtrygging sem þýðir að það er dýrt að taka lán, til dæmis til íbúðakaupa.

2. Af hverju erum við með gjaldeyrishöft?Af því að það eru svo margir, bæði útlendingar og Íslendingar, sem vilja fara með peningana sína úr landi og við eigum ekki nægan gjaldeyri til að láta þá hafa fyrir krónurnar sínar.

5. Af hverju getur krónan ekki flotið?Af því að við eigum ekki gjaldeyri til að hleypa út því fjármagni sem vill losna héðan.

6. Hvað er fastgengisstefna?Þá er gengi krónunnar fest við gengi annars gjaldmiðils eða safn gjaldmiðla. Seðlabankinn tryggir síðan að gengið haldist stöðugt með kaupum eða sölu á krónum. Til þess þarf hann að eiga rúman gjaldeyrisforða eða njóta stuðnings annarra seðlabanka.

7. Hverjir eru helstu kostir/gallar við fastgengisstefnu?Helsti kosturinn er gengisstöðugleiki sem örvar erlend viðskipti og fjárfestingu, dregur úr viðskiptakostnaði og gengisáhættu og eykur þannig hagkvæmni og hagvöxt og hamlar verðbólgu. Það leiðir jafnframt til lægri vaxta. Helsti óskosturinn er ósveigjanleiki í efnahagsstefnunni sem getur valdið meira atvinnuleysi þegar kreppir að. Jafnframt þarf Seðlabankinn að búa yfir rúmum gjaldeyrisforða sem kostar sitt.

8. Af hverju tökum við ekki upp evruna einhliða?Við yrðum ekki aðilar að myntbandalaginu og þyrftum að nota gjaldeyrisvaraforðann til að skipta um mynt upp á okkar einsdæmi. Ísland hefði þá ekki seðlaprentunarvald og Seðlabankinn yrði ekki bakhjarl fjármálakerfisins nema með erlendri lántöku. Það myndi draga úr trausti á fjármálakerfinu og koma í veg fyrir að vaxtakjör hér á landi aðlöguðust vaxtakjörum á Evrusvæðinu. Þá er það takmörkunum háð hversu mikið fé gæti farið úr landi því íslensku bankarnir þyrftu eftir sem áður að eiga „alvöru“ evrur til að losa þá út sem vilja færa íslensku evruinnistæðurnar sínar til erlendra banka.

9. Af hverju tökum við ekki einhliða upp annan gjaldmiðil, t.d. norska krónu, kanadadollar eða dollara? Af sömu ástæðu og við tökum ekki uppuevru einhliða. Þar að auki eru helstu utanríkisviðskipti okkar í evrum þannig að hún er augljóslega besti kosturinn. Ef við tækjum upp gjaldmiðil lands utan EES er óvíst að við gætum verið áfram innan evrópska efnahagssvæðisins.

10 hlutir sem þú vildir

vita um gjaldeyrismál

en þorðir ekki að spyrja

Sigríður Ingibjörg er með svörin

16

Page 17: UJ - Magazín

17

2. Af hverju erum við með gjaldeyrishöft?Af því að það eru svo margir, bæði útlendingar og Íslendingar, sem vilja fara með peningana sína úr landi og við eigum ekki nægan gjaldeyri til að láta þá hafa fyrir krónurnar sínar.

3. Hverjir eru helstu kostir/gallar við gjaldeyrishöft?Gjaldeyrishöftin verja krónuna fyrir miklu falli. Ef allir þeir peningar sem eru fastir inni færu úr landi myndi verðgildi krónunnar falla sem myndi valda gríðarlegri verðbólgu og skuldasöfnun hjá heimilum og ríkissjóði. Gjaldeyrishöftum fylgja ýmis vandamál. Erlendir aðilar eiga erfitt með að fjárfesta hér á landi og Íslendingar geta ekki fjárfest erlendis.

4. Hvað er fljótandi gjaldmiðill?Gjaldmiðill sem stjórnast eingöngu af markaðnum. Gengi hans ákvarðast af því af því verði sem aðilar á markaði eru tilbúnir til að greiða fyrir hann í erlendri mynt.

9. Af hverju tökum við ekki einhliða upp annan gjaldmiðil, t.d. norska krónu, kanadadollar eða dollara? Af sömu ástæðu og við tökum ekki uppuevru einhliða. Þar að auki eru helstu utanríkisviðskipti okkar í evrum þannig að hún er augljóslega besti kosturinn. Ef við tækjum upp gjaldmiðil lands utan EES er óvíst að við gætum verið áfram innan evrópska efnahagssvæðisins.

10. Af hverju ættum við að ganga í ESB og taka upp evru?ESB er friðarbandalag sem vinnur að framförum í álfunni. Það er lýðræðislegur vettvangur Evrópuþjóða til að takast á við sameiginleg verkefni. Við erum þegar aðilar að Evrópska efnahagsvæðinu en með fullri aðild yrðu áhrif okkar og ávinningurinn af samstarfinu meiri. Upptaka evru er forsenda fyrir efnahagslegum stöðugleika, lægri vöxtum og bættum viðskiptakjörum. Hún hjálpar okkur að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf með spennandi störfum til framtíðar.

• Ákvæði um ábyrgðarmenn á lánum LÍN hafa verið afnumin. 

• Grunnframfærsla náms-lána hefur hækkað um 10,7% umfram verðlag skólaárin 2008-2009 til ársins 2012- 2013. Til samanburðar hækkaði grunnframfærslan um 3,9% umfram verðlag átta árin þar á undan eða frá skólaárinu 2000/2001. 

• Nýsköpunarsjóður náms-manna hefur verið efldur – þrefaldaður.

• Umhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja hefur verið stórbætt, m.a. sett lög sem heimila nýsköpunarfyrirtækjum skattafrádrátt vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni. Þessar endurgreiðslur námu 865 milljónum árið 2012.

• Grænum fjárfestingasjóði hefur verið komið á. 500 milljónum verður úthlutað úr honum 2013. 

• Jafnrétti kynjanna hefur hvergi mælst meira í heiminum undan-farin 4 ár en á Íslandi.

• Ein hjúskaparlög fyrir alla landsmenn hafa verið sett.

• 100 milljarðar hafa verið greiddir til fjölskyldna í barna- og vaxtabætur á kjörtímabilinu.

• Endurreisn fæðingarorlofs- kerfisins er hafin. Hámarks-greiðsla til foreldra í fæðingar-orlofi hefur hækkað. 

• Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur og Ísland er því orðið eitt af fáum ríkjum heims sem hefur gert alþjóðasáttmálann að landslögum.

• Aukinn stuðningur við ungar barnafjölskyldur – 11 milljarðar í barnabætur 2013, 30% meira en á síðsta ári.

• Húsaleigubætur hafa verið hækkaðar og dregið úr tekjuskerðingu þeirra.

HVAÐ HEFUR

ÞESSI FOKKING

RÍKISSTJÓRN GERT?

Nú... Hún hefur meðal annars afrekað eftirfarandi:

Page 18: UJ - Magazín

Með því að ganga í Systralag UN Women getur þú tekið þátt í að uppræta ofbeldi, fátækt og óréttlæti meðal kvenna í fátækustu samfélögum heims.

Í Systralagi UN Women greiðir þú mánaðarlega upphæð, t.d 1000 krónur á mánuði sem er aðeins 33 krónur á dag. Það er margoft sannað að lág upphæð getur stuðlað að gríðarlegum breytingum.

Með því að styðja við bak „systra“ okkar bætum við líf þeirra og barna sem og hag samfélagsins alls.

Taktu þátt í að búa til betri heim!

Skráðu þig á heimasíðu UN Women www.unwomen.is eða hringdu í síma 552-6200.

Vilt þú standa með „systrum“ þínum?

UN Women á Íslandi Laugavegur 42 101 Reykjavík

Starf: Laganemi

Hjúskaparstaða: Facebook official

Gæludýr: Hundurinn X og rykhnoðrarnir undir rúminu mínu

Besta bókin: Hroki og hleypidómar � Hver fær staðist Mr. Darcy?

Besta myndin: Léon (The Professional) � óhefðbundin ást leigu�morðingja og barnungrar Natalie Portman, auk Gary Oldman í essinu sínu

Eru öll dýrin í skóginum vinir? Meirihluti dýranna sem svöruðu já, en svo á auðvitað eftir að túlka vilja hins þögla meirihluta. Ekki tek ég það að mér.

Þjóðkirkja? Mjúkur aðskilnaðarsinni, en niðurstaða ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu hvað þetta varðar kom á óvart og ég tel að hana beri að virða (eins og aðrar niðurstöður úr þessari þjóðaratkvæðagreiðslu, ofc). Hins vegar er núverandi „trúleysingjaskattur“ fáránlegur.

Flugvöll í Vatnsmýri? Skil rök beggja fylkinga en er persónule�ga hlynnt því að hann verði færður, enda finnist viðunandi staðsetning.

Þemalagið: Furðulegt nokk þá kemur Come With Me með Puff Daddy mér alltaf í gírinn þegar ég þarf að taka á honum stóra mínum.

Að lokum: Ömm… Hæ mamma!

“Um fjórðungur kjósenda virðist einfaldlega ekki ætla að kjósa fjórflokkinn. Það gæti unnið með Bjartri Framtíð þegar nær dregur.Framsóknarflokkurinn virðist þó vera í kjörstöðu. Haldi hann þessu mikla fylgi ætti flokkurinn að geta valið á milli þess að leiða hægri stjórn með Sjálfstæðisflokk eða miðju/vinstri stjórn með Samfylkingu, Bjartri Framtíð eða Vinstri grænum. Það verður þó erfitt fyrir aðra flokka að kyngja kosningarloforði Fram�sóknar um hundruð milljarða króna almennar skuldaniðurfellingar. Það gæti leitt til þess að til yrði frjálslynd mið�hægri stjórn Samfylk�ingar, Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks, sem þyrfti þá að gera erfiðar málamiðlanir í aðra hvora áttina í Evrópumálum. Hvernig sem fer er því að minnsta kosti ljóst að einhver þarf að svíkja stórt til að hægt verði að mynda ríkisstjórn.”

Þórður SnærJúlíusson Blaðamaður

,,Sigmundur Davíð Guðmundsson er búinn að gera skuldamál heimilanna og afnám verðtryg�gingarinnar að stærstu kosningamálunum. Enginn flokkur virðist líklegur til að ná að breyta því. Kosningabaráttan verður þar af leiðandi háð á heimavelli Framsóknar sem verður stærsti flokkurinn á þingi að loknum kosningum og fær 28% atkvæða.”

AndriÓlafsson Fréttamaður

á Stöð 2

,,Ég held að ýmislegt eigi eftir að breytast næstu vikur fram að kosningum; að niðurstaðan verði nokkuð frábrugðin þeim skoðanakönnunum sem við höfum verið að sjá að undanförnu. Kosningabaráttan er að fara í gang og fjölmörgum spurningum kjósenda er enn ósvarað og það verður áhugavert að fylgjast með á næstu vikum. Ég held að fleiri en einn og fleiri en tveir flokkar eigi eftir að bæta við sig á kostnað Framsóknar, hversu miklu er ómögulegt að segja. Eitt er nokkuð víst � við eigum líflegar vikur framundan, ætli það hafi nokkurn tímann verið jafn margir flok�kar í framboði? Það lítur a.m.k. út fyrir að hálf þjóðin sé á framboðslistum. “

Anna LiljaÞórisdóttir Blaðamaður

á mbl.is og

Morgunblaðinu

Starf: Framkvæmdastjóri og kennari.

Hjúskaparstaða: Í sambandi.

Gæludýr: Ég á kött. Við náum ágætlega saman ef við erum báðir saddir og sáttir. Ég segi því köttur, en þá bara minn köttur, þoli ekki aðra ketti. Finnst þeir ofmetnir.

Besta bókin? Ég las síðast Snarkið í stjörnunum eftir Kalman. Hún er fjandi góð.

Besta myndin? Móglí er fyrsta myndin sem ég sá. Engin önnur mynd hefur kallað fram viðlík viðbrögð hjá mér síðan þá. Gjörsamlega bergnuminn alla myndina og næstu tvo daga á eftir. Ég vel því hana.

Eru öll dýrin í skóginum vinir? Nei, það held ég ekki. Hvort þau ættu að vera það er annað mál og mikilvægara. Ég held að þau ættu að vera það. Sjáum til hvað verður.

Þjóðkirkja? Ríkið hefur ekki efni á öðru. Já. Styrkjum ríkissjóð og sjáum svo til, ég væri til í skoða sjálfstæða kirkju.

Flugvöll í Vatnsmýri? Á meðan ekki finnst raunhæft flugvallarstæði fyrir nýjan flugvöll sem þjónustar landsbyggðina jafn vel og sá gamli gerir, þá vil ég flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Ef það finnst vil ég flugvöllinn burt og skipuleggja Vatnsmýrina undir almenningsgarð, þar sem menning, menntun og útivist verða útgangspunkturinn. Aldrei aftur Skuggahverfisskipulagshelvíti. Þá vil ég frekar álver í Vatnsmýrina. Djók.

Þemalagið? Ég spila reglulega Framsóknarlagið, Árangur áfram, ekkert stopp, til að minna mig á hvaða pest er við að etja.

Að lokum? Fulla ferð, alltaf fulla ferð!

Núverandi & ÞáverandiFormenn Hallveigar - Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík

Hildur HjörvarNúverandi formaður Hallveigar

Pétur MarkanFyrrverandi formaður Hallveigar

Hvernig fara kosningarnar?

18

Page 19: UJ - Magazín

Með því að ganga í Systralag UN Women getur þú tekið þátt í að uppræta ofbeldi, fátækt og óréttlæti meðal kvenna í fátækustu samfélögum heims.

Í Systralagi UN Women greiðir þú mánaðarlega upphæð, t.d 1000 krónur á mánuði sem er aðeins 33 krónur á dag. Það er margoft sannað að lág upphæð getur stuðlað að gríðarlegum breytingum.

Með því að styðja við bak „systra“ okkar bætum við líf þeirra og barna sem og hag samfélagsins alls.

Taktu þátt í að búa til betri heim!

Skráðu þig á heimasíðu UN Women www.unwomen.is eða hringdu í síma 552-6200.

Vilt þú standa með „systrum“ þínum?

UN Women á Íslandi Laugavegur 42 101 Reykjavík

Blaðamaður

á mbl.is og

Morgunblaðinu

Núverandi & ÞáverandiFormenn Hallveigar - Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík

Núverandi formaður Hallveigar

Page 20: UJ - Magazín

Nánar á xs.is

Opnir fundirmeð Árna Páli

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, ræðir alvöru gjaldmiðil, húsnæðis- öryggi, heilbrigða forgangsröðun og margt fleira á opnum fundum um allt land.

Selfoss laugardaginn 16. mars kl. 13 - Samfylkingarsalnum Eyravegi 15Hafnarfjörður mánudaginn 18. mars kl. 20.30 – Samfylkingarsalnum Strandgötu 43Blönduós þriðjudaginn 19. mars kl. 20 – Sal Verkalýðsfélagsins SamstöðuAkureyri miðvikudaginn 20. mars kl. 20 – Menningarhúsinu HofiStykkishólmur fimmtudaginn 21. mars kl. 20 – SjávarpakkhúsinuSandgerði laugardaginn 23. mars kl. 13 – VitanumFjarðabyggð sunnudaginn 24. mars kl. 14 – Hótel Egilsbúð Neskaupstað

Mættu og taktu þátt í skemmtilegum og uppbyggilegum umræðum um samfélagið og framtíðarsýn fyrir land og þjóð.

Allir velkomnir!

VANTAR AUGLÝSINGU!!!