80
Traustur verktaki upp í vindinn Blað umhverfis- og byggingarverkfræðinema 2010 29. árgangur

Upp í vindinn 2010

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Upp í vindinn 2010

Citation preview

Page 1: Upp í vindinn 2010

Traustur verktaki

upp í vindinnBlað umhverfis- og byggingarverkfræðinema 2010

29. árgangur

Page 2: Upp í vindinn 2010

Við notum hreina, íslenska orku til að framleiða hágæða ál sem notað er í bíla, klæðningar og margvíslegar aðrar vörur. Markmið okkar er að vera ávallt í fremstu röð, jafnt í aðferðum sem framleiðsluvörum. Þess vegna er starfsfólk okkar þraut-þjálfaðir sérfræðingar á sínu sviði, sem vinna stöðugt að endurbótum sem leiða til aukinnar hagkvæmni, minni meng-unar, aukins öryggis og stuðla að betri líðan á vinnustað.

Nýjungar sem við höfum þróað í Straumsvík verða notaðar um allan heim til að fjarlægja klór úr framleiðsluferlinu í steypuskálum. Tekist hefur að minnka losun gróðurhúsa-lofttegunda um helming frá 1990 á sama tíma og framleiðslan hefur tvöfaldast. Öryggi starfsmanna er með því allra besta sem þekkist og álið frá Straumsvík er eftirsótt gæðavara.

Þannig hefur metnaður skilað okkur árangri í 40 ár. Þannig viljum við halda áfram.

Eyþór Sigfússonverkefnastjóri á þróunarsviði

Rio Tinto Alcan StraumsvíkPósthólf 244222 Hafnarfjörður

Sími 560 7000www.riotintoalcan.is

I S A L – S T R A U M S V Í K

Metnaður er okkar út� utningsvara

Page 3: Upp í vindinn 2010

VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ

Framtíðarhorfur í atvinnumálum hér á landi byggjast að verulegu leyti á námi sem kennt er á Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ. Við sviðið er í boði fjölbreytt nám og skemmtilegt nám. Þar starfa framúrskarandi kennarar sem hafa náin tengsl við atvinnulífið og sterka rannsóknarhefð. Eftirfarandi deildir eru við sviðið:

• Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild • Jarðvísindadeild • Líf- og umhverfisvísindadeild • Rafmagns- og tölvuverkfræðideild • Raunvísindadeild • Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Nánari upplýsingar á www.von.hi.is

Vertu með í uppbyggingu íslensks þjóðfélags!

VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ

Page 4: Upp í vindinn 2010

4 | ... upp í vindinn

Sitjandi: Petra Andrea Maack Halldórsdóttir, Ragnheiður Einarsdóttir, Eyrún Pétursdóttir og Hildur Káradóttir. Neðri röð: Arnar Þór Stefánsson, Kristín Þrastardóttir, Guðgeir Arngrímsson, Birkir Halldórsson, Davíð Arnar Baldursson, Auður Sólrún Ólafsdóttir, Björn Eyþór Benediktsson , Sólrún Svava Skúladóttir, Ágúst Guðmundsson, Sigríður Lilja Skúladóttir, Eyþór Smári Snorrason, Stefanía Lára Bjarnadóttir, Kristján Ari Úlfarsson, Anna Heiður Eydísardóttir, Hjalti Sigursveinn Helgason, Hjalti Gunnar Tryggvason, Guðni Páll Pálsson, Atli Rútur Þorsteinsson , Daði Baldur Ottósson, Óskar V. Gíslason og Daníel Starrason. Efri röð: Unnar Númi Almarsson, Gísli Steinn Pétursson, Guðni Ellert Edvardsson, Sigurjón Ingólfsson, Andri Geir Guðjónsson, Tjörvi Björnsson, Sigurður Óli Guðmundsson, Kristján Uni Óskarsson og Agnar Sigurjónsson.

Ritstjórar ...upp í vindinn 2010: Unnar Númi Almarsson, Sigurjón Ingólfsson, Sigurður Óli Guðmundsson og Daði Baldur Ottósson.

Blað umhverfis- og byggingar-verkfræðinema ...upp í vindinn kemur nú út í tuttugasta og níunda sinn. Það er vettvangur

fyrir faglega umfjöllun um hin ýmsu málefni á sviði umhverfis- og byggingarverkfræði. Blaðið er stærsti liðurinn í fjármögnun árlegrar námsferðar árgangsins. Hann er mjög stór þetta árið og alls fara 28 nemendur í námsferðina. Í vor verður farið undir öruggri handleiðslu Björns Marteinssonar um sanda Mið-Austur-landa til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þar er ætlunin að fá loksins að brjótast úr fjötrum VR-II og fá að upplifa umhverfis- og byggingarverkfræðitengd verkefni af eigin raun. Þar má meðal annars nefna skoðun á hæstu byggingu heims, Burj Khalifa, „sjálfbæru“ borgina Masdar í Abu Dhabi og heimsóknir í menntastofnanir á svæðinu.

Við þökkum öllum greinahöfundum kærlega fyrir samstarfið, ásamt öllum auglýsendum og styrktaraðilum fyrir að gera útgáfu þessa mögulega.

Leiðari

Þriðja árs nemar við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ

Page 5: Upp í vindinn 2010

... upp í vindinn | 5

Efnisyfirlit

Útgefendur og ábyrgðarmenn: Þriðja árs nemar við Umhverfis-og byggingarverkfræðideild HÍ.

Ritstjórn:Daði Baldur OttóssonSigurður Óli GuðmundssonSigurjón IngólfssonUnnar Númi Almarsson

Hönnun og umbrot: Birgir Þór Harðarson

Prófarkarlestur:Auður Sólrún ÓlafsdóttirDavíð Arnar BaldurssonEyþór Smári SnorrasonUnnar Númi Almarsson

Ljósmyndari: Daníel Starrason

Forsíðumyndin er tekin í Sisimiut á Grænlandi

Prentun: Prentmet

Upplag: 4.300 eintök

Blaðinu er dreift frítt til félaga í Verkfræðingafélagi Íslands, Stéttarfélagi verkfræðinga, Tæknifræðingafélagi Íslands, Arkitektafélagi Íslands auk viðeigandi fagaðila innan Samtaka iðnaðarins. Blaðinu er einnig dreift til nemenda við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands og bókasafna framhaldsskóla landsins.

29. árgangur

upp í vindinnUmhverfis- og byggingarverkfræðideild .................................................................... 6

eftir Sigurð Magnús GarðarssonÁhrif sólargeislunar á byggingar .................................................................................... 10

eftir Dr. Björn MarteinssonAnkeri í botnplötu ............................................................................................................... 12

eftir Leif Skúlason KaldalEffect of the Financial Crisis on Household Travel Behaviour ............................... 18

eftir Anne Steinbrenner, Guðmund Frey Úlfarsson og Trausta ValssonLýsingarhönnun og sjálfbærni bygginga .................................................................... 22

eftir Þórdísi Rós HarðardótturNýjungar í hreinsun frárennslis á Íslandi ...................................................................... 24

eftir Friðrik Klingbeil Gunnarsson og Þröst GrétarssonAð gera skýjaborgir raunverulegar ................................................................................ 28

eftir Svandísi SvavarsdótturBrunahönnun eldri bygginga .......................................................................................... 30

eftir Svein Júlíus Björnsson, Böðvar Tómasson og Árna ÁrnasonNý námsbraut hjá Endurmenntun Háskóla Íslands .................................................. 36

eftir Thelmu Jónsdóttur markaðs- og kynningarstjóra EndurmenntunarHeilsu, öryggis- og umhverfisstjórnun í EPCM verkefnum á vegum HRV... ...... 38

eftir Árna JósteinssonNaglarnir 2009-2010 ........................................................................................................... 42

eftir Petru Andreu Maack HalldórsdótturÍslenskir aðalverktakar hf. og innleiðing ISO 9001 vottunar .................................. 46

eftir Eyjólf BjarnasonNám á erlendri grundu ....................................................................................................... 50

Verkfræðingar segja frá reynslu af námi sínu erlendis.Orkuskólinn REYST .............................................................................................................. 54

eftir Eddu Lilju SveinsdótturJarðskjálftamiðstöðin á Selfossi ...................................................................................... 58

eftir Ragnar Sigbjörnsson, Benedikt Halldórsson, John Douglas, Símon Ólafsson og Jónas Þór Snæbjörnsson

Skilvirk úrgangsstjórnun ................................................................................................... 64eftir Björn H. Halldórsson

Titringur í burðarvirkjum sjúkrahúsa ............................................................................ 68eftir Fjalar Hauksson

The Sky is the Limit .............................................................................................................. 74eftir Birki Ingibjartsson

Höfuðlausnir - ÍSAGA - Magnús Gíslason ehf - Mentor ehf - Opin kerfi - Verkfræðistofan Vatnaskil -

Verkfræðistofan VIK ehf - VHÁ Verkfræðistofa

Þökkum eftirtöldum aðilum veittan stuðning:

Page 6: Upp í vindinn 2010

6 | ... upp í vindinn

SigURðUR MagNÚS gaRðaRSSoN Prófessor og forseti Umhverfis- og byggingarverkfræði-deildar.

RannsóknirRannsóknir í umhverfis- og byggingarverkfræði eru kraft-miklar og gerðar í miklu og góðu samstarfi við bæði inn-lenda og erlenda háskóla, sem og fyrirtæki og stofnanir. Undanfarin ár hafa rannsóknasjóðir á Íslandi eflst mikið og fleiri aðilar komið inn á þennan vettvang með skipulögðum hætti og má þar nefna Orkurannsóknasjóð Landsvirkjunar, Umhverfis- og orkurannsóknarsjóð Orkuveitu Reykjavíkur, og Rannsóknasjóð Vegagerðarinnar sem og eflingu rannsóknasjóða Rannís en mörg rannsóknarverkefni deildarinnar eru styrkt af þessum sjóðum. Deildin leiðir verkefnið GEORG, GEOthermal Research Group (www.georg.hi.is), sem er styrkt af Vísinda- og tækniráði í gegnum Rannís og er samstarfsverkefni fjölmargra háskóla, stofnana og fyrirtækja, innlendra og erlenda, á sviði jarðvarma. Niðursveiflan í þjóðfélaginu mun vafalítið hafa einhver áhrif á fjármagn til rannsóknasjóða á næstu árum en of snemmt er að segja til um áhrif þess. Deildarfólk tekur einnig þátt í umsóknum og verkefnum í 7. rannsóknaráætlun ESB. Niðurstöður rannsókna eru birtar á ráðstefnum og í greinum og má sjá lista af birtum greinum í erlendum tímaritum á heimasíðu deildarinnar.

BS nemarMikil ásókn hefur verið í BS nám í umhverfis- og byggingarverkfræði síðustu ár. Um 250 BS nemendur stunda nú nám við deildina og hafa þeir sjaldan verið fleiri. Undanfarin ár hafa hátt í 30 nemendur útskrifast á ári og eru líkur á að sú tala haldist svipuð á næstu árum. Nemendur deildarinnar eru eftirsóttur starfskraftur en atvinnurekendur hafa þó í auknum mæli talið æskilegt að ráða frekar til sín fólk með meistaragráðu enda fæst starfsheitið verkfræðingur ekki fyrr en að lokinni MS gráðu.

MeistaranemarMeistaranám við deildina er öflugt og hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum. Fjöldi nema í MS námi eru rúmlega 60 og að auki eru um 10-15 skiptinemar frá erlendum skólum við deildina á hverjum tíma, víðsvegar að úr heiminum. Tíu nemar luku MS ritgerðum á árinu. Þau eru Ástmar Karl Steinarsson (Samanburður á ólínulegri og línulegri jarðskjálftagreiningu); Helgi Bárðarson (Assessment of earthquake-induced structural behavior and damage); Hilja Katherine Welsh

Umhverfis- og byggingarverkfræðideildYfirlit ársins 2009

Nemendum í Háskóla Íslands hefur fjölgað umtalsvert síðan niðursveiflan í þjóðfélaginu hófst. Fjöldi nemenda í Umhverfis- og byggingarverkfræðideild í grunnnámi er með mesta móti og fjölgað hefur talsvert í meistara- og doktorsnámi. Háskóli Íslands hefur, eins og aðrar stofnanir, þurft að skera niður í rekstri en hefur gert það með gæði námsins að leiðarljósi. Þrátt fyrir erfiðari stöðu hafa einnig mörg tækifæri skapast og frjó og áhugaverð verkefni litið dagsins ljós.

Page 7: Upp í vindinn 2010

... upp í vindinn | 7

Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

(Liquefaction Potential at a Proposed Hydroelectric Site in Iceland: Urridafoss Case Study Using Cone Penetration Data); Ólafur Ögmundarson (Mat á umhverfisáhrifum: Þátttaka almennings); Magni Hreinn Jónsson (Svörun Óseyrarbrúar við Suðurlandsskjálftanum 2008); Steinþór Gíslason (Burðarvirki knatthalla á Íslandi); Anne Steinbrenner (Effect of the financial crisis on household travel behaviour - A Study for the Capital Area of Iceland; Anne útskrifaðist frá Christian-Albrechts-Universität zu Kiel); Magalie Mollard (Agri-food System and Food Consumption in Iceland as a Case study; Magalie útskrifaðist frá Université Joseph Fourier - Grenoble I); Hallgrímur Örn Arngrímsson og Þorri Björn Gunnarsson (Tunneling in acidic, altered and sedimentary rock in Iceland; Hallgrímur og Þorri útskrifuðust frá DTU). Nánari upplýsingar um verkefnin, leiðbeinendur og samstarfsaðila er að finna á vefsíðu deildarinnar.

Doktorsnám eflist

Doktorsnám hefur eflst hröðum skrefum við deildina og stunda nú 11 nemar doktorsnám undir leiðsögn deildarfólks. Doktorsverkefnin eru fjölbreytt og eru mikilvægur liður í rannsóknum og rannsóknarsamstarfi deildarinnar.

Astrid Blanche Narcissa Lelarge vinnur að rannsóknum um sögulega þróun hringvegar um Reykjavík undir leiðsögn Trausta Valssonar prófessors (prófgráðan er sameiginleg frá HÍ og Université Libre de Bruxelles); Elizabeth Ann Unger vinnur að rannsóknum á sviði orkumála undir leiðsögn Guðmundar Freys Úlfarssonar prófessors; María J. Gunnarsdóttir vinnur að rannsóknum á gæðum neysluvatns undir leiðsögn Sigurðar Magnúsar Garðarssonar prófessors; Morgane Priet-Maheo vinnur að umhverfisrannsóknum í Lagarfljóti undir leiðsögn dr. Hrundar Andradóttur dósents; Narayan Soorya Venkataraman vinnur

að rannsóknum á umferðaröryggi undir leiðsögn Guðmundar Freys Úlfarssonar prófessors; Pavla Bartošová vinnur að rannsóknum á almenningssamgöngum undir leiðsögn Zdenëk Lukeš, Czech Technical University in Prague, og Guðmundar Freys Úlfarssonar prófessors; Rajesh Rupakhety vinnur að rannsóknum á hönnun bygginga á upptakasvæðum stórra jarðskjálfta undir leiðsögn Ragnars Sigbjörnssonar prófessors; Snjólaug Ólafsdóttir vinnur að rannsóknum á afdrifi brennisteinsvetnis frá jarðvarmavirkjunum undir leiðsögn Sigurðar Magnúsar Garðarssonar prófessors; Sólveig Þorvaldsdóttir vinnur að rannsóknum á áhættustjórnun og beitingu hennar við samhæfingu aðgerða fyrir, undir og eftir náttúruhamfarir undir leiðsögn Ragnars Sigbjörnssonar prófessors; Teraphan Ornthammarath vinnur að rannsóknum á óvissu í mati á jarðskjálftahröðun og áhrif hennar á hönnun og áhættu undir

Brúarskemmdir skoðaðar eftir Suðurlandsskjálfta í haustferð nemenda.

Page 8: Upp í vindinn 2010

Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

leiðsögn Ragnars Sigbjörnssonar prófessors; og Þorbjörg Sævarsdóttir vinnur að rannsóknum á hönnun og burði vega undir leiðsögn Sigurðar Erlingssonar prófessors.

Doktorsnámið tekur um 3-4 ár og taka doktorsrannsóknirnar um 2-3 ár

af þeim tíma. Skipuð er doktorsnefnd um hvert rannsóknarverkefni sem í sitja sérfræðingar á sviðinu, bæði innlendir og erlendir. Greinar sem birtar hafa verið úr doktorsrannsóknunum má finna á heimasíðu deildarinnar.

Nýr aðjúnkt við deildinaDr. Benedikt Halldórsson varð aðjúnkt við deildina síðastliðið vor.  Benedikt er sérfræðingur við Rannsóknarmiðstöð í Jarðskjálftaverkfræði og er rannsóknarsvið Benedikts jarðskjálftafræði og jarðskjálftaverkfræði.  Benedikt útskrifaðist frá raunvísindadeild Háskóla Íslands 1994 með BS gráðu í jarðeðlisfræði og frá verkfræðideild með MS gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði 1997.  Benedikt stundaði doktorsnám við University at Buffalo, the State University of New York og lauk doktorsprófi 2004.  Benedikt sinnir jarðskjálftarannsóknum sem er mikilvægt rannsóknarsvið innan Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar og hefur einnig

kennt námskeið við deildina. Benedikt stýrir kröftugum rannsóknarverkefnum á þessu sviði og þar má sérstaklega nefna uppsetningu ICEARRAY mælanetsins á Suðurlandi sem náði einstökum mælingum í Suðurlandsskjálftanum vorið 2008, bæði frá fræðilegum og hagnýtum sjónarhóli. Núverandi rannsóknarverkefni  snúast um greiningu á Suðurlandsskjálftanum, hönnun þéttriðinna mælaneta og hermunar á yfirborðshreyfingum jarðskjálfta fyrir verkfræðilegar þarfir.

NiðurlagNám og rannsóknir í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands standa vel og eru að góðum gæðum eins og gott gengi nemenda sem útskrifast sýnir vel sem og gæði birtra greina í erlendum tímaritum. Nánari upplýsingar um Umhverfis- og byggingarverkfræðideild er að finna á heimasíðu deildarinnar undir heimasíðu fræðasviðs Verkfræði- og náttúruvísinda, www.verk.hi.is.

Dr. Benedikt Halldórsson

Þú færð ALLAN PAKKANN á tal.is eða í síma 1817.

BLÁSUM LÍFI Í GAMLAR LAGNIR!

Stíflur, leki og hrun eldri lagna geta valdið losun

mengandi efna sem eru skaðleg fyrir bæði

menn og náttúru.Lögnin er endurnýjuð án þess að þurfi að grafa: – endingargóð lausn– minni fyrirhöfn – lægri kostnaður!

Bjargaðu verðmætum!Komdu í veg fyrir eyðileggingu af völdum skemmdra lagna með miklum tilheyrandi endurbótum og viðgerðarkostnaði.

Metum ástand lagnaVið endurnýjum lagnirnar innanfrá með háþróaðri tækni sem tryggir endingu og lágmarks rask. Fáðu okkur til þess að mynda lagnirnar og við metum kostnaðinn ef viðgerða er þörf.

Einstaklingar og sveitarfélögBjóðum heildarlausnir fyrir einstaklinga jafnt sem sveitarfélög. Þú færð tilboð og við fóðrum og skiptum um lagnir eftir því sem hagkvæmast þykir hverju sinni.

Ástandsskoðun og viðhald sem margborgar sig!

ViðgerðirViðhald

NýlagnirBreytingar

SnjóbræðslukerfiOfnkranaskipti

HeilfóðrunPartfóðrun

GreinafóðrunLagnaskiptiDrenlagnir

... og öll almennpípulagningaþjónusta

GG lagnir ehf. Dugguvogi 1b 104 Reykjavík Sími 517 8870 Gsm 660 8870 [email protected]

Lögnin er eþ ð þ

ÁRALÖNG REYNSLAVÖNDUÐ ÞJÓNUSTA

GOTT VERÐ

www.gglagnir.is

DY

NA

MO

REY

KJA

VÍK

VANDAMÁLIÐ

LAUSNIN

Page 9: Upp í vindinn 2010

Ég er alltafharður!

www.husa.is

Page 10: Upp í vindinn 2010

Orka í sólargeislun á hverja flata reiningu er mjög mikil í saman burði við varma þörf bygginga. Áhrif geislunar á byggingar, bæði varðandi inniaðstæður og einnig hitaástand

efna og byggingarhluta, geta því orðið umtalsverð.

Undanfarin ár hefur verið áhugi á byggingu glerjaðra rýma af ýmsum gerðum og þá full ástæða til að skoða vandlega hvaða áhrif geislun kunni að hafa á inniaðstæður. Orkugeislun á fleti bygginga og inn um glugga getur verið langt umfram hitunarþörf innirýmisins og veldur það þá verulegri hækkun í lofthita innandyra ef ekki kemur til öflug kæling. Þess eru dæmi að lofthiti í glerjuðum rýmum á höfuðborgarsvæðinu hafi farið yfir 35 °C af þessum sökum, eða langt upp fyrir þægindamörk. Til þess að draga úr óheppilegum áhrifum geislunar getur verið nauðsynlegt að hafa sóltjöld eða gardínur til að draga úr inngeislun, en þessi atriði þarf að hafa í huga snemma á hönnunarferlinu svo vel fari.

Geilsun hefur einnig áhrif á efnis hita í hjúpflötum hússins og þá jafn framt á raka jafnvægi byggingarhlutans. Mæli-niður stöður varðandi lofthita í loftrými loftræsts þaks og innilofti á línuriti 1, sýna hversu örar hitastigsbreytingar eru þegar sólar gætir (þakið er dökkt, snýr í austur, þakhalli 22°).

Það er mjög áhugavert að geta reiknað áhrif geislunar á útþornun byggingarraka, en einnig hvort hita- og rakaástand byggingarhluta auki lýkur á sveppavexti sem getur verið skaðlegur heilsu manna og aðstæður almennt dregið úr endingu byggingarefna.

Inngeislun frá sól og himinhvolfi skiptast í annarsvegar beina inngeislun frá sól, sem er mjög háð innbyrðis stefnu flatar gagnvart stefnu til sólar, og hinsvegar dreifða geislun frá öllu himinhvolfinu. Heildargeislunin er því mjög breytileg eftir hnattstöðu, árstíma og tíma dags, en þetta gildir sérstaklega um beinu geislunina, og taka þarf tillit til staðsetningar, stefnu, halla og eiginleika flatarins sem verður fyrir geislun. Almennt er því æskilegt að reikna geislunaráhrif klukkustund fyrir klukkustund, en mælingar Veðurstofunnar á heildargeislun frá sól og himni á láréttan

flöt eru birtar fyrir sólarhring í senn (mælingar eru þó mun tíðari). Geislun í heiðskýru, fyrst beina geislun og svo útfrá henni dreifða geislun, má reikna hverju sinni útfrá innbyrðis stöðu sólar og þess flatar sem reikna skal fyrir, en þó þarf að leiðrétta niðurstöðuna fyrir staðbundnum aðstæðum. Reiknilíkan er því kvarðað með mæligildum, sem hér þýðir að reikna þarf inngeislun sólarhrings á láréttan flöt, t.d. sem summu klukkustundargilda, og bera niðurstöðuna saman við þau mæligildi Veðurstofunnar sem fengin eru við heiðskýrar aðstæður. Þessu tengt koma upp tvö atriði sem hafa áhrif á kvörðun (og þar með endanlega nákvæmni) líkansins; (i) finna þarf sólarhringsmæligildi daga sem hafa verið (sem næst) alveg heiðskýrir allan birtutímann, og (ii) meta hvort ein kvörðunartala gildi fyrir allt árið, eða hvort gildið sé háð árstíma.

Nú er unnið að því að setja upp reiknilíkan til útreikninga á geislun frá sól og himinhvolfi, og ákvarða áðurnefnda kvörðunartölu. Á línuriti 2 eru sýnd reiknuð gildi í heiðskýru (leiðréttingargildi ekki fullunnið), fyrir annarsvegar heildargeislun og hinsvegar dreifða geislun, ásamt öllum mældum sólarhringsgildum heildargeislunar frá Veðurstofunni á árunum 2005-2008. Eins og sést af línuritinu þá sýnir reiknilíkanið aðaleinkenni inngeislunar í Reykjavík allvel, en toppgildi að sumarlagi eru of há. Einstaka mæligildi eru áberandi hærri eða lægri heldur en reiknuðu gildin, en að svo stöddu er litið á þau sem einfara (e: outliers).

Þegar meta skal áhrif inngeislunar á inniaðstæður, þá er yfirleitt áhugaverðast að skoða öfgarnar, þ.e. ástand í heiðskýru veðri. Þá nægir að reikna styttri tímabil við slíkar aðstæður og ofangreint reiknilíkan fyrir heiðskýran himinn dugir.

Allt annað er uppi á teningnum þegar meta á útþornun byggingarefna og byggingarhluta, þá eru útreikningar yfir lengri tímabil, jafnvel einhver ár, áhugaverðir og taka þarf tillit til áhrifa skýja á inngeislun. Í slíkum tilvikum þarf að reikna tímaröð inngeislunar (almennt klukkustundagildi) að teknu tilliti til eðlilegrar skýjahulu. Þetta má ákvarða sem hlutfallsgildi af inngeislun í heiðskýru, þar sem hlutfallstalan er ýmist fundin útfrá skýjahulu (í áttundu

10 | ... upp í vindinn

Áhrif sólargeislunar á byggingar

DR. BjöRN MaRtEiNSSoNArkitekt og verkfræðingur, dósent við Umhverfis- og byggingar-verkfræðideild HÍ, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Page 11: Upp í vindinn 2010

... upp í vindinn | 11

Áhrif sólargeislunar á byggingar

hlutum) sem Veðurstofan skráir eða sem hlutfall mældrar inngeislunar á lárétt á móti reiknaðri inngeislun í heiðskýru á sama tíma. Í þessu tilviki byggja útreikningar hverju sinni því á tímaröð mælinga fyrir eitthvert tímabil (eitt eða fleiri ár eftir atvikum). Í báðum tilvikum verður gerð sú nálgun að áhrif frá skýjahulu séu svipuð yfir allan birtutíma hvers dags í senn.

Það má vera ljóst af ofanskráðu að það eru gerðar talsverðar nálganir í gerð þessa reiknilíkans sem ætlað er að skila tímaháðum gildum fyrir inngeislun á valfrjálsan flöt. Óvissa sem af þessu stafar er hinsvegar ekki svo alvarleg þar sem inngeislunin er svo breytileg í tíma og rúmi, og útreikningar sem nýta inngeislunargildin ná almennt yfir minnst einhverra klukkustunda langt tímabil. Það er þó krafa að reikniaðferðin skili gildum sem sýna heildareinkenni inngeislunar og að gildi á hámarksinngeislun í heiðskýru séu þokkalega rétt, annars getur orðið veruleg skekkja í reikniniðurstöðum.

Gerð reiknilíkans fyrir inngeislun, sem hér er greint frá, tengist nokkrum verkefnum sem styrkt eru af Tækniþróunarsjóði Rannís og Íbúðalánasjóði.

Línurit 1. Mæling á lofthita sumar 2009; innihiti í risi húss og lofthiti í loftrás þaks utan við einangrun (mæligildi tekin með 30 mínútna millibili).

Línurit 2. Reykjavík: Reiknuð sólarhringsgeislun á láréttan flöt í heiðskýru og mæld sólarhringsgeislun á láréttan flöt (kWh/m2).

TilvíSaNiRWikipedia gefur ágætar upplýsingar varðandi

útreikning á rúmfræðilegri afstöðu sólar og einhvers valfrjáls flatar, ásamt ákvörðun inngeislunarhorns.

Varðandi útreikning á inngeislaðri orku má benda á vefsíðuna; http://re.jrc.ec.europa.eu/pvgis/solres/solmod3.htm

2 )

Page 12: Upp í vindinn 2010

af hverju ankeri?Það verður að teljast nokkuð óvenjulegt að byggja hús á tveimur hæðum neðanjarðar án yfirbyggingar nánast í flæðarmálinu. Húsið verður því umflotið vatni. Þetta veldur háum uppdrifskröftum sem eru miklu stærri en þyngd hússins. Ef ekkert væri að gert flyti húsið upp. Við þess háttar aðstæður er hægt að byggja tvöfalda botnplötu, þannig að á neðri botnplötuna sé sett malarfylling sem þyngir húsið. Það hefur þó þann ókost að neðri botnplatan þarf að liggja enn dýpra en ella sem aftur veldur auknum vatnsþrýstingi og hefur í för með sér aukinn framkvæmdarkostnað. Sé munur á vatnsþrýstingi og þyngd mannvirkis mikill getur verið hagkvæmari kostur að nota ankeri (einnig kölluð bergankeri eða bergfestur). Í bílastæðahúsi Hörpu var farin blönduð leið. Steypt var botnplata beint á klöppina þar sem hún lá djúpt en þar sem klöppin lá grynnst var hún fleyguð niður áður en botnplatan var steypt. Ofan á botnplötuna var lögð malarfylling og er þykkt hennar mismunandi. Ofan á malarfyllinguna var steypt þunn plata sem myndar gólf neðri hæðar bílahússins. Eiginþyngd botnplötunnar ásamt eiginþyngd platna á efri hæðum er nýtt til upptöku uppdrifskrafta en sá hluti sem uppá vantar er tekinn upp af ankerum.

Ankerin flytja einnig krafta niður í bergið úr stuttum veggjum til þess að hindra veltu þeirra og skrið.

Helstu álagsforsendurHönnunarflóð hússins er +4.15 m.y.s. í hæðarkerfi Reykjavíkur en þar er spáðri hækkun sjávar næstu 100 ár (0.5m), landsigi (0.15m) og ölduáhlaðanda (0.7m) í djúpri lægð bætt ofan á hæstu reikningslegu sjávarstöðu vegna tungls og sólar í Reykjavík (+2.8 m.y.s.).

Til samanburðar er neðri hæð bílastæðahússins í u.þ.b. -3.0 m.y.s. Neðri botnplatan liggur grynnst í -4.0 m.y.s. en dýpst í -8.5 m.y.s.

virkni ankeraOrðið ankeri er hér notað yfir bergfestu sem hefur þá eiginleika að hægt er að spenna hana upp. Uppspennan hefur þá kosti að ankerið getur tekið upp ytra álag án þess að til þess að það þurfi stórar færslur í burðarvirkinu. Þetta kemur sér vel í mannvirki þar sem sjávarfalla gætir, því þá er krafturinn tekinn upp af ankerunum án þess að allt mannvirkið fari af stað, með tilheyrandi færslum og álagi á þenslufúgur o.þ.h. Yfirleitt geta ankeri þó flutt stærri kraft en uppspennukraftinn en þá verður hlutfallslega meiri færsla í kerfinu. Bílastæðahúsið var hannað þannig að við venjuleg stórstraumsflóð verður lítil sem engin færsla á mannvirkinu vegna sjávarfalla en meiri færsla mun eiga sér stað í hönnunarflóðinu.

Til eru bæði stálteinaankeri (e. tendon) og víraankeri

12 | ... upp í vindinn

aNkERi Í BotNPLötU bílastæðahúss tónlistar- og ráðstefnuhússins HörpuNú stendur yfir bygging bílastæðahúss framan við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Í frumdrögum fyrir svæðið við Hörpu, á milli pylsuvagnsins og Seðlabankans, er gert ráð fyrir tveimur skrifstofubyggingum og hóteli ásamt bílastæðahúsi á tveimur hæðum fyrir 1600 bíla.Bílastæðahúsið sem nú er í byggingu er í fyrsta áfanga og er staðsett austast á byggingarlóðinni, beint framan við Hörpu. Bílastæðahúsið ásamt aðkomurými fyrir Hörpu verður um 19.000 m2 og mun húsið rúma rúmlega 500 bílastæði. Engar byggingar verða reistar ofan á bílastæðahúsinu framan við Hörpu þar sem þær myndu þá skyggja á bygginguna. Allt bílastæðahúsið verður því neðanjarðar. Hönnun burðarþols bílastæðahússins og ankera var unnin af Hnit verkfræðistofu og Mannviti.

LEifUR SkÚLaSoN kaLDaL útskrifaðist sem byggingar-verkfræðingur M.Sc. frá H.Í. 2007 og starfar nú á byggingasviði Hnits verkfræðistofu hf.

Page 13: Upp í vindinn 2010

... upp í vindinn | 13

Ankeri í botnplötu...

(e. strand). Margs konar útfærslur eru á markaðnum. Ankerin sem notuð eru í botnplötu bílastæðahússins eru Ø63.5 mm GEWI® Plus stálteinar frá Dywidag (DSI) í Austurríki. Brotstyrkur stálsins er 800 MPa sem samsvarar um 2500 kN krafti. Flotstyrkur stálsins er 670 MPa sem samsvarar um 2100 kN krafti. Reikningsleg burðargeta ankeranna er 1570 kN (157 tonn). Hægt er að fá þau í næstum hvaða lengd sem er. Í bílastæðahúsinu er lengd þeirra á bilinu 10.0 m – 16.8 m. Ankerin eru afgreidd úr verksmiðju innsteypt í rifflaða plastkápu.

Neðsti hluti ankeris kallast festilengd. Þar er ankerið grautað fast í bergið. Nauðsynleg festilengd var ákvörðuð með prófunum sem fram fóru sumarið 2008. Sagt verður nánar frá þeim hér á eftir. Ofan við festilengdina er frjáls lengd en þar aðskilur slétt plasthulsa borholugrautinn og riffluðu plastkápuna þannig að enginn kraftur er fluttur úr teininum í bergið. Innri hluti ankerisins (teinninn, verksmiðjugrauturinn og rifflaða kápan) er því frjáls til að hreyfast á þessum kafla sem gerir uppspennu ankerisins mögulega og kemur í veg fyrir brot í berginu. Ankerið verður stífara eftir því sem þessi lengd er styttri. Efst er svo ankerishaus, en hann samanstendur af ró sem hvílir á ankerisplötu sem dreifir og flytur álagið úr ankerinu í botnplötuna.

Helstu brotmyndir ankeris eru innra brot stálteins, innra brot verksmiðjugrauts, brot á mörkum borholugrauts og bergs og loks brot í berginu sjálfu sem myndað getur bergkeilu sem hangir á ankerinu. Þegar uppdrifs álagið er orðið hátt kemur að því að húsið leitast

við að fljóta upp í heild. Þá er ekki lengur reiknað með bergkeilum sem hanga á stökum ankerunum heldur einum stórum bergmassa. Þessi brotmynd er ráðandi fyrir heildarlengd ankera.

Einingaraðferðinni er beitt til þess að ákvarða hvar nauðsynlegt er að setja niður ankeri þannig að botnplatan þoli vatnsþrýstinginn. Henni er einnig beitt til að reikna út hversu stórir kraftar verða í hverju ankeri. Á hæsta álagssvæðinu, þar sem klöppin er grynnst og fylling ofan á botnplötunni því þynnst, getur platan borið sig yfir u.þ.b. 6 m. Það eru hins vegar 16 m á milli súlulína og því þarf tvær ankerisraðir á milli súlulínanna.

varanleg ankeriAnkerin í botnplötu bílastæðahússins flokkast sem varanleg ankeri með tvöfaldri tæringarvörn. Í því felst að hvar sem þversnið er tekið í ankerinu eru tvö algerlega óháð tæringarvarnarlög. Almennt samanstendur innra tæringarvarnarlagið af rifflaðri plastkápu, forgrautaðri að innan við verksmiðjuaðstæður. Utan við riffluðu plastkápuna er ytra tæringarvarnarlagið en það er sérstakur sementsgrautur með þanefnum til að spyrna gegn rýrnun grautsins. Myndist sprunga í grautnum kemur plastkápan í veg fyrir að vatn komist að teininum. Sum ankerin eru svo löng að nauðsynlegt er að setja þau saman á byggingarstað. Gengið er frá þessum samsetningum með feiti sem smurt er á teininn og hitaherpihulsu sem lokar innra varnarlaginu. Við ankerishaus samanstendur tæringarvörn af þykkri feiti, innilokaðri af stálfóðringum og gúmmíhringjum sem leyfa færslur. Feitin sem notuð er hefur nægjanlega

Mynd 1. Þrívíddarmynd af efri hæð bílastæðahússins, horft til norðurs. Ekið verður ofan í bílastæðahúsið úr austri. Hægt verður að aka á milli hæða vestast í þessum áfanga. Efst á myndinni er forrými tónlistarhússins.

MYND: BATTERÍIð ARKITEKTAR.

Mynd 2. Kraftar sem ankeri þurfa að taka upp: a) Uppdrifskraftar. b) Láréttir jarðvegskraftar. c) Jarðskjálftaálag.

Mynd 3. Einstakir hlutar ankeris.

Page 14: Upp í vindinn 2010

14 | ... upp í vindinn

Ankeri í botnplötu...

hátt bræðslumark sem tryggir að hún helst á föstu formi eftir að henni hefur verið komið fyrir. Ankerishausinn er steyptur inn eftir að ankerið hefur verið spennt upp.

ForprófanirÁður en framkvæmdir hófust voru boraðar nokkrar kjarnaholur í bergið. Skerstyrkur bergsins var áætlaður með prófunum á kjörnunum á rannsóknarstofu. Á svæðinu eru aðallega móbergsmyndanir en einnig basalt.

Við hönnun ankeranna var gert ráð fyrir að versta bergið, túffbreksía, gæti komið fyrir hvar sem er innan svæðisins.

Þegar búið var að velja gerð ankera og áætla nauðsynlega festilengd voru sett niður 14 ankeri sem prófuð voru með því að setja á þau hátt álag (1900 kN) sem haldið var í nokkrar klukkustundir til að skoða hegðun þeirra og áætla langtímaeiginleika. Nákvæmlega var fylgst með færslu ankeranna með stafrænum

fínhallamæli. Niðurstöður þessara prófana voru notaðar til þess að ákvarða endanlega festilengd og langtíma hegðun ankeranna. Prófanirnar gefa góða mynd af raunverulegri hegðun því allir þættir framkvæmdarinnar eru framkvæmdir á nákvæmlega sama hátt og varanleg ankeri. Einnig gefa forprófanir færi á því að uppgötva hugsanleg vandamál við borun, niðursetningu, grautun eða því um líkt áður en eiginleg niðursetningarvinna hefst með tilheyrandi tímamörkum. Tilgangur forprófana var einnig að kanna stæðni hola og lekt sem hvort tveggja getur reynst erfitt að eiga við á framkvæmdartíma. Nokkrar borholur sem boraðar voru áður en framkvæmdir, og þar með dæling, hófust á svæðinu stóðu illa og því var jafnvel talið hugsanlegt að fóðra þyrfti borholurnar fyrir ankerin. Nauðsynlegt var að kanna þetta atriði og ákveða boraðferð áður en botnplatan var steypt. Áður en forprófanir fóru fram var nokkur óvissa um hvort einhverjar holur myndu leka mikið eða sjór jafnvel sprautast upp úr holum. Allar borholur reyndust standa vel og leki var hvergi vandamál.

FramkvæmdNeðri botnplatan er steypt á klöppina með úrtökum í járnagrind þar sem borholur fyrir ankeri verða staðsettar. Merki er sett í yfirborðið til þess að borað sé í gegnum plötuna á réttum stað. Borað er með öflugum DTH höggbor sem gefur hrjúft yfirborð borholu. Borholurnar eru 170 mm í þvermál. Þurfi að bæta við ankeri síðar t.d. vegna þess að ankeri skemmist eða hönnun breytist á meðan á verki stendur, þarf að kjarnabora í gegnum botnplötuna áður en borað er með höggbornum.

Holan er skoluð og síðan hálffyllt með sérblönduðum sementsgraut frá BM-Vallá. Þegar ankerið fer ofan í holuna kemur sementsgrautur upp úr henni sem tryggir að holan sé full. Öll ankeri eru prófuð með álagi sem er talsvert hærra en hönnunarálag og þau að lokum spennt upp í 1500 kN. Þegar búið er að reikna út úr prófununum og staðfesta að ankeri hegði sér á réttan hátt er tæringarvarnarfeiti sprautað inn í holrýmið undir burðarplötunni og róin svo steypt inn. Nær engin ankeri hafa fallið á prófunum. Með árunum getur uppspenna ankeranna lækkað. Gert er ráð fyrir því í hönnuninni. Hægt verður að fylgjast með tveimur ankerum út líftíma hússins en þau eru með álagsmæla. Alls eru notuð um 500 varanleg ankeri í þann hluta byggingarinnar sem reistur er í fyrsta áfanga.

Mynd 4. Fyrstu boranir vegna forprófana hófust í ágúst 2008. Borað var með öflugum höggbor með 170 mm krónu.

Mynd 5. Undirbúningur að innsetningu 12 m langs ankeris. Notaður er gaffallyftari til þess að minnka svignun ankerisins þegar það er tekið upp.

Page 15: Upp í vindinn 2010

lokaorð

Vel hefur tekist að leysa þau vandamál sem upp koma við byggingu mannvirkis undir sjávarmáli með notkun varanlegra uppspenntra ankera. Framkvæmdin hefur að öllu leyti gengið framar vonum og engin meiriháttar vandkvæði komið upp. Notkun varanlegra ankera er að aukast um allan heim og vafalítið mun sú þróun einnig eiga sér stað hér á landi.

... upp í vindinn | 15

Ankeri í botnplötu...

Mynd 6. Ankeri sett niður af starfsmönnum ÍAV. Á myndinni sést að borholugrauturinn er byrjaður að vella úr holunni. Efst er hann þunnur en þykkist svo. Ankerisplatan er lögð í blautan graut.

Mynd 7. Ankeri spennt upp. Álaginu er haldið með glussatjakk á meðan róin er hert.

Mynd 8. Hér er búið að ganga frá ankeri með feiti og ekkert eftir nema steypa utan um ankerishausinn honum til varnar.

Mynd 9. Yfirlitsmynd af botnplötunni. Svörtu dílarnir á myndinni tákna ankeri en hringirnir súlur. Ljósa svæðið neðst á myndinni táknar þann hluta botnplötunnar sem fleyga þurfti fyrir. Á því svæði er malarfyllingin þynnst og því styttra á milli ankeranna þar.

HLAÐBÆRCOLAS

Page 16: Upp í vindinn 2010

www.tolvulistinn.is

TL.IS

Page 17: Upp í vindinn 2010

Þegar þú kaupir Trimble búnað, þá færðu með í kaupunum aðgang að þjónustu í fremstu röð

VIÐ BJÓÐUM ÞÉR AÐ HAFA SAMBAND OG FÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR UM TRIMBLE LAUSNIR

Þér sem viðskiptavini stendur til boða aðstoð og þjálfun þegar þess er þörf.Hvort sem þú vinnur ofan jarðar eða neðan, þá henta lausnir frá Trimble. Auk staðsetningar-tækja (GPS, laser og alstöðva) hefur Trimble að bjóða hugbúnaðarlausnir til hverskonar verka. Til að nýta til fullnustu þann búnað sem keyptur er, þarf kennslu og aðstoð á staðnum. Þetta stendur viðskiptavinum Ísmar og Trimble til boða.

Con

cept

ion

: Hon

o H

ono

/ +3

3 (0

)1 4

2 09

19

29. ©

200

8 /

Trim

ble

and

the

Glo

be &

Tri

angl

e lo

go a

re t

rade

mar

ks o

f Tri

mbl

e N

avig

atio

n Li

mite

d re

gist

ered

in t

he U

nite

d St

ates

Pat

ent

and

Trad

emar

k O

ffice

. A

ll ot

her

trad

emar

ks a

re t

he p

rope

rty

of t

heir

res

pect

ive

owne

rs.

Síðumúla 28108 ReykjavíkSími 510 5100Fax 510 [email protected] www.ismar.is

Trimble/AP/Dealers-A4-IS-BAT.indd 1 18/02/08 17:44:09

Page 18: Upp í vindinn 2010

MethodologyAn online survey focussed on the Capital Area of Iceland was used for data collection. Invitations have been sent to University members (students and employees) as well as companies and various associations. Altogether, 1,160 households answered the questionnaire which was devided into two parts. The first part tried to investigate the changed situation in households. The second part gained basic information of the households.

A statistical analysis was performed with the multinomial logit model (McFadden, 1974) for the change in travel frequency, the wish to move and the change in the importance of busses in the view of the participants. The modelling procedure embraced data editing, dropping of unqualified and not statistically significant variables, tests of different models, and the calculation of pseudo-elasticities to allow better interpretation.

ResultsThe findings suggest that the economic breakdown has influenced travel behaviour.

Figure 1 shows the overall results for respondent’s changes in travel frequency. People claimed that by the spring of ’09, they had reduced the number of trips since the onset of the crisis in the autumn of 2008 to a considerable degree. In the collected data, 30% of the participants reported to travel less often, whereas only 3% reported to travel more often. The Icelandic Road Administration (2009) indicates a reduction of traffic in the Capital Area between June 2008 and June 2009 by 3.2%. The administration maintains that the reduction of travel to and from workplaces is responsible for the traffic decrease.

The research results show clearly that travel frequency is linked to changes in income. People recognize travelling as a budget item where savings can be made. It is to be expected that a lower income is the reason for this change in travel behaviour. In fact, people with income reduced by more than 40%, try to save money by not driving their own vehicle, or by using it less. Instead they include more walking, biking and bus trips in their travel activities. An increased income of more than 40% has the opposite effect, i.e. people

earning much more now than before the crisis, increased their trips; seemingly independently of the national crisis. The probability of making more trips when people earn 40% more is much higher than the probability of making fewer trips when people’s income are reduced by 40% or more.

Participants staying at home for working activities and unemployed people show a lower trip frequency since the onset of the crisis in October 2008. Furthermore, they show a nearly tripled probability to include bus services in their new travel considerations.

Another finding is that the higher the number of children at the age of 5 to 16, the lower the probability that the members of these households do more trips. Each additional child at this age reduces the average change in probability of doing more trips by around 67%.

Primarily residents in the suburbs of Reykjavík, or in the nearest suburb communities, reduced their number of trips more than residents in Urban Reykjavík, which can be explained by longer travel

18 | ... upp í vindinn

tRaUSti VaLSSoNPh.D., Professor in the Faculty of Civil and Environmental Engineering, University of Iceland.

gUðMUNDUR fREYR ÚLfaRSSoN Ph.D., Professor and Vice Head of the Faculty of Civil and Environmental Engineering, University of Iceland.

aNNE StEiNBRENNERM.Sc. in Environmental Management from Christian-Albrechts-University of Kiel and Diplom in Landscape Architecture and Environmental Planning, University of Applied Sciences (FH) in Bernburg, Germany.

Effect of the financial Crisis on Household travel Behavioura Study for the Capital area of iceland

This work studies the effects of the financial crisis in Iceland on travel behaviour and residential choice. The study was carried out as a MS thesis (Steinbrenner, 2009) under the advice of Profs. Guðmundur Freyr Úlfarsson and Trausti Valsson. The crisis started in October 2008 and the study aimed to analyse its impacts and provide results and guidelines that could be useful for the planning of urban and traffic development in the Reykjavík Capital Area as well as in other cities hit by an economic crisis.

The objectives of the research were as follows:

• Demonstration of the likely intensity of changes concern-ing travel behaviour

• Identification of background facts that contributed to modified travel habits

• Investigation of likely intensity of modified residential preferences caused by the crisis

Page 19: Upp í vindinn 2010

... upp í vindinn | 19

Effect of the Financial Crisis on Houshold Travel Behaviour

distances to workplaces and services.

The number of vehicles did not seem to change remarkably in the first six months after the crisis. This can be explained by the difficulty of selling automobiles. The Road Traffic Directorate (2009) reports that new registrations for vehicles has dropped by 86.6% from January 1st to April 17th 2009, compared to the same period in 2008.

The study shows that many of the dropped trips are, at least to some degree, recreational trips, since those trips are optional.

Busses are the only public transportation mode in Reykjavík, but only 4% off all trips where covered by bus in 2006 (Hönnun, 2006). The expectation of the increase in public bus importance could be supported. The results indicate this, see Figure 2. We emanate, from considering busses as more important, that people actually use this transport mode as well. However, the more vehicles are available in the family, the less important busses are. Each vehicle reduces the probability for considering busses as more important, by almost 80%. Using own vehicle less often, quadruples the probability for considering the bus as a new transport mode or a transport mode, that could be used more often. This shows that the public bus has become a replacement for the privately own vehicle. The opposite is the case, when people walk and bike less often. Then busses have become less important for the household, namely almost twenty fold.

Riding busses with infants seems to be a non-desirable option. The presence of children at the age of 0 to 4 decreases the probability of an increased bus importance, at which each child in that age reduces the probability by around 26%.

A reduced income by 20% and more, is positively related to an increased interest in taking the bus. Participants, whose income has been reduced by more than 40%, consider busses twice as important. People with an income reduced by 20% to 40%, are less likely than the group before, to consider busses as a new transportation mode. A high household income makes it unlikely, that busses are taken more frequently.

Figure 3 shows the results for respondents wish to move. One of the strongest drivers for the wish to move is the number of children at the age of 0 to 4. The average change in probability for the wish to move doubles with each child.

Figure 1. Changes in travel frequency between autumn 2008 and spring 2009.

Figure 2. Changes in the importance of busses.

Figure 3. The wish to move.

Page 20: Upp í vindinn 2010

Effect of the Financial Crisis on Houshold Travel Behaviour

Change in income is, as well, positively related to the wish to move, in contrast to an unchanged income. The probability that people did consider to move, when having a different income six months after the onset of the economic crisis, doubled.

The higher the number of household members, the less prominent the wish to move becomes. With each additional household member, the probability of moving decreases by 24%, which is the average change in probability across the households in the sample.

The research shows that the financial crisis in Iceland has had an influence on the travel behaviour of households as measured six months after its onset. In fact, the reduced purchasing power and unemployment are among the significant crisis-related causes for changes in individual lifestyles. For example, the higher importance of busses (Figure 2), and probably also increasing use of the public transport system at the expense of the use of privately owned vehicles. This shows clearly the changed attitude towards travel mode

choice of the respondents.

The investigation results on the likely intensity of modified residential preferences caused by the crisis, show that some reasons for the wish to move, might have been triggered by the crisis. However, household characteristics are ultimately more crucial for the wish to move than crisis related issues.

Automobile-favouring city planning has been practised in the Capital Area in the last decades, and vehicle ownership has been steadily rising, i.e. from 1995 to 2004 by 33% (Hönnun, 2006; Reynarsson, 2001). It remains to be seen, whether vehicle ownership will continue to grow or whether it remains at the same level, or if it shrinks. It is very likely, that the economical upward trend in Iceland in the last two decades does not continue. Therefore it is likely, that fewer people will own a vehicle in the near future than today. City planning in Reykjavík and in the Capital Area needs to be adapted according to the trend that will appear in the following months or years, especially as regards traffic management and -planning.

ReFeReNceSHönnun (2006) Samgönguskipulag í Reykjavík.

Fyrsti hluti: Greining á stöðu og stefnu. Planning and Construction Department of Reykjavik City.

Icelandic Road Administration (2009) Sama umferð í ár og 2007. Fréttir. Accessed on: http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/2131. Date of Reference: 04/08/2009.

McFadden, D.L. (1974) Conditional logit analysis of qualitative choice behavior. In: Zarembka, P. (Ed.), Frontiers in Econometrics. Academic Press, New York, pp 105–142.

Reynarsson, B. (2001) Reykjavik – the Future City. Area-based initiatives in contemporary urban policy, Danish Building and Urban Research and European Urban Research Association, Copenhagen. Information and Development Division, Reykjavik.

Steinbrenner, A., 2009: Effect of the financial crisis on household travel behaviour. A study for the Capital Area of Iceland. University of Iceland.

The Road Traffic Directorate (2009) Nýskráningar ökutækja enn í sögulegu lágmarki. News. The Road Traffic Directorate, Accessed on: http://www.us.is/Apps/WebObjects/US.woa/wa/dp?detail=6006&name=frett_ny, Date of Reference: 27/04/2009.

Danfoss tengigrindur

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is

Fyrir neysluvatns-, ofnhita-, gólfhita-,snjóbræðslukerfi, setlaugar og fl.

Sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður.

Áratuga reynsla stjórnbúnaðarvið íslenskar hitaveituaðstæður.

Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu ástjórnbúnaði og tengigrindum fyrir hitakerfi.

Page 21: Upp í vindinn 2010

Hjá Alcoa hafa menn aldrei efast um að framfarir í véltækni eru grundvallarþáttur í sókn okkar til betriframtíðar. Þetta elsta álfyrirtæki heims varð til fyrir 120 árum í kjölfar mikilvægrar uppgötvunar í álframleiðslu og hefur æ síðan verið virkur þátttakandi í véltæknibyltingu nútímans.

Nýjungar frá Alcoa í álblöndum, málmvinnslu ogverkfræðihönnun hafa skipt sköpum á mörgum sviðum véltækninnar. Þannig kom Alcoa til dæmis við sögu í fyrstu flugtilraunum Wright-bræðra, í flugi Lindberghs yfir Atlantshafið, í þróun þotuhreyfla og í fyrstu ferð mannsins til tunglsins. Alcoa er enn í fararbroddi á þessu sviði.

Áttu samleið með okkur?

Alcoa Fjarðaál er mikilvægur vettvangur nýsköpunar og

frumkvöðlastarfs.

Í álverinu við Reyðarfjörð eru þekkingarauðlindir Íslands

virkjaðar til að leggja grunn að véltækni framtíðarinnar.

Hver veit nema þú eigir erindi við okkur?

Þúsund farþega Incat hraðferja úr áli.

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S A

LC

496

61 0

3/10

Matt Garratt, verkfræðingur hjá Alcoa, vinnur að hönnun fjöðrunar-búnaðar í Mercedes-Benz M-class jeppa.

www.alcoa.is

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

ALC 49661Upp i vindinn A4.pdf 03/15/2010 09:51:04 AM

Page 22: Upp í vindinn 2010

22 | ... upp í vindinn

ÞóRDÍS RóS HaRðaRDóttiRútskrifaðist sem iðnhönnuður frá Ontario College of Art and Design í Toronto, Kanada árið 2001 hún bætti við sig M.Sc. gráðu í arkitektónískri lýsingarhönnun, frá  Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi. Þórdís starfar sem lýsingarhönnuður hjá ráðgjafarfyrirtækinu Verkís hf. og hefur tekið þátt í fjölbreyttum lýsingar- og hönnunarverkefnum.

Dagsbirtugreining með lýsingarhönnun og stýringum lýsingarbúnaðar, hefur sýnt fram á sparnað á orku sem nemur 60% að meðaltali á ársgrundvelli. Þannig

má draga úr koltvísýringslosun byggingar hlutfallslega. Samanburðar rannsóknir sýna að námsárangur og bættur árangur í starfi í dagsbirtu umhverfi mælist 20% umfram vinnurými með litlu eða engu aðgengi að dagsbirtu.

Lýsingarhönnun Verkís getur boðið þjónustu sem felur í sér dagsbirtugreiningu til vottunar vistvænna bygginga1, þ.m.t. BREEAM eða LEEDS staðla. Í því felst eftirfarandi:

Greining á hlutfalli nýtanlegrar dagsbirtu, dreifing dagsbirtu og stefnu greining sólargeisla með tilliti til glýjuvarna á vinnusvæði.

Orkunotkunargreining með tilliti til möguleika á sparnaði með stýringum, dagsbirtu- og viðveru nemum.

Mælanleg viðmið frá niðurstöðum samanburðar rannsókna

Það er raunhæf staðhæfing að fólk eyði 90% tíma síns innandyra2 og fólk metur heilsu sína mikils, en það telst stærsti áhrifavaldur hamingju (Argyle, 1987)3. Nýlegar samanburðar rannsóknir á nemendum sem vinna í skólastofum með góðum áhrifum dagsbirtu mælast með 20% betri afkastagetu en nemendur með engan eða lítinn aðgang að dagsbirtu4. Skrifstofubyggingar með vandlega útfærðum dagsbirtu kerfum munu nota minna rafmagn í lýsingarbúnað og þurfa að veita minna álagi í hitun og kælingu þar sem dagsbirtan myndar minni hita fyrir

hverja ljóseiningu en rafmagnslýsing gerir. Með auknum rannsóknum undanfarið á áhrifum dagsbirtu og mikilvægi hennar í okkar daglega umhverfi, eru sífellt fleiri dæmi sem vísa til bættra starfsafkasta, með betra heilsufari, bættum námsárangri, færri fjarverustundum og aukinni sölu í verslunum6.

Lýsingarhönnun hefur veruleg áhrif á umhverfið sem við lifum og búum við, sem hefur áhrif á upplifun og líðan okkar alla lífstíðina. Nýlega kynnt rannsókn5, þar sem fylgst er með viðfangsefnum við vinnu í skrifstofurými með glugga, sýnir fram á að einstaklingur minnkar ekki endilega birtustig frá lampa á vinnuborði sínu þó að bjartara sé úti. Því má leiða líkur að því að sparnaður í lýsingu vinnustaða felist einna helst í hönnun lýsingar umhverfisins með auknu tilliti til upplifunar og sparnaðar, en einstaklingurinn fái að stýra eigin vinnubirtu þar sem kröfurnar eru mjög ólíkar milli manna.

líffræðileg áhrif birtuBirtan hefur áhrif á sólarhrings virkni okkar þar sem greinileg tengsl eru milli dagtíma og líkamshita með betri hæfni til afkasta og nákvæmni en á næturtíma með minni birtu. Tengingin við breytingu á líkamshita og líffræðilega sólarhringsklukku er mjög sterk.7 Nýlegri rannsóknir auka tengslin við áhrif birtu á hormónasveiflur sem verða fyrir áhrifum birtu og myrkurs.

Lýsingarhönnun með tilliti til dagsbirtu og sparnaðar þarf þó einnig að greina með tilliti til samhengis við rýmið og notendur þess hverju sinni. Þannig má ná fram auknum lífsgæðum, sparnaði í rekstri og betri afköstum.

LýSiNgaRHöNNUN og SjÁLfBæRNi BYggiNga – orkusparnaður og aukin vellíðan

Mynd 2. Þjóðgarðsmiðstöð Skriðuklaustri; Sunlight direction SW – representing the hours of 15pm of a summer day.

Dæmi um verkefni sem hlaut vottun fyrir dagsbirtugreiningu BREEAM 2009 í flokknum Health & Well-being.

Mynd 1. Þjóðgarðsmiðstöð Skriðuklaustri; North West Facade elevation - position of the sun between the hours of 12pm - 18pm of a summer day.

Page 23: Upp í vindinn 2010

Lýsingarhönnun og sjálfbærni bygginga

Mynd 4. Productivity Benefits of Daylighting7

Mynd 3. Energy Benefits of Daylighting7

Mynd 5. Retail benefits with Daylighting7

HeiMilDiR1. Harðardóttir, Þórdís; Vatnajökuls þjóðarður

Gestastofa Skriðuklaustri, Daylight Assessment – BREEAM Deliverables, Verkís hf. Reykjavík, 2009

2. J. A. Leech, K. Wilby, E. McMullen and K. Laporte, The Canadian Human Activity Pattern Survey: Report of Methods and Population, Public Health Agency of Canada (PHAC), Chronic Deseases in Canada, Volume 17, No.3, 1997

3. NZ Time Use Survey and the 1997–98 NZ Travel Survey, on activity pattern, http://www.nzma.org.nz/journal/120-1264/2769/. “Definition on human needs and happiness”, United Nations Office in Nairobi

4. Hescong Mahone Group; Daylighting in schools, an investigation into the relationship between daylighting and human performance; The Patcific Gas and Electric Company, 1999.

5. Logadottir, Asta; Christoffersen, Jens; Dynamic Lighting Concept in Danish Office Environments with Daylight Contribution, Aalborg University, Danish Building Research Institute, Department of Energy and Environment, Hoersholm, Denmark, 2009.

6. Kenneth P. Wright; JR., Joseph T. Hull and Charles a. Ceisler; Relationship between alertness, performance and body temperature in humans; Division of Sleep Medicine, Harvard Medical School, Boston, 2002.

7. NSF/IUCRC Center for Building performance and Diagnostics at Carnegie Mellon University. Advanced Building Systems Integration Consortium, Guidelines for High Performance Buildings 2004

P L

Á N

E T

A N

2 0

0 7

Háskólatorgi • 5 700 777 • [email protected] • www.boksala.is

Page 24: Upp í vindinn 2010

24 | ... upp í vindinn

fRiðRik kLiNgBEiL gUNNaRSSoN Dipl.-Ing. í umhverfisverkfræði frá RWTH University í Aachen. Hann hefur starfað sl. 3 ár sem umhverfisverk-fræðingur á Umhverfissviði Eflu verkfræðistofu og unnið á sviði skólphreinsikerfa og ástandsgreiningar fráveitukerfa, sorp og úrgangsmála og mati á loftgæðum og lyktarónæði.

ÞRöStUR gRétaRSSoN M.Eng. í umhverfisverkfræði frá Cornell Háskóla í New York fylki. Hann hefur starfað sl. 6 ár sem umhverfisverk-fræðingur og verkefnastjóri á Umhverfissviði Eflu verkfræðistofu og unnið á sviði skólp- og vatnshreinsikerfa, sorp- og úrgangsmála, mats á umhverfisáhrifum og loftmengunar.

Hreinsun frárennslis

Lengi vel hefur hreinsun frárennslis á Íslandi verið eins þreps, þ.e. hreinsun skólps með aflfræðilegum aðferðum með t.d. notkun síubúnaðar og þróa, þar sem grófustu efni og fita eru fjarlægð. Mikil vatnsnotkun, bakrennsli hitaveituvatns í blandað fráveitukerfi og öflugir viðtakar hafa tryggt að í flestum tilvikum hafa slíkar aðferðir fullnægt þeim kröfum sem hreinsuninni hafa verið settar. Auknar kröfur um hreinsun frárennslis, þ.e. kröfur um tveggja þrepa hreinsun og kröfur um hámarksstyrk mengunarefna sem sleppa má í viðtaka kalla í sumum tilvikum á aðrar lausnir í fráveitumálum, lausnir sem geta verið mismunandi eftir stöðum á landinu, stærð staðarins og eiginleika skólpsins og síðast en ekki síst viðtakanum sem hreinsað frárennslið er leitt í.

Efla verkfræðistofa hefur unnið að tveim verkefnum þar sem markmiðið er ítarlegri hreinsun frárennslis en með hefðbundinni eins þreps hreinsun. Annað verkefnið er hreinsikerfi með klassískri tveggja þrepa hreinsun með líffræðilegu hreinsistigi, sem Orkuveita Reykjavíkur er að reisa í fjórum byggðakjörnum í dreifbýli Borgarfjarðar. Hitt er tilraunaverkefni í hreinsun með aflfræðilegri aðferð að viðbættri sandsíu sem unnið var í sveitarfélaginu Árborg. Slík tilraun hefur ekki verið gerð í þessari mynd áður hérlendis. Um er að ræða kerfi með eins þreps hreinsun sem getur hentað þeim stöðum þar sem frárennsli er venjulegast

nokkuð útþynnt og viðtakinn tiltölulega öflugur. Kerfið hámarkar afköst eins þreps hreinsunar. Einn af kostum síukerfisins er sá að hægt er að byggja það kerfi upp í þrepum, þ.e.a.s. ef forsendur breytast eða í ljós kemur að kerfið nær ekki að uppfylla kröfur reglugerðar er hægt að bæta við það líffræðilegu hreinsiþrepi.

Hér á eftir er fjallað um hvort verkefnið fyrir sig og niðurstöður mælinga á hreinsivirkni kerfanna kynntar.

líffræðilegar hreinsistöðvar í Borgarfirði

Á árinu 2009 tók Orkuveita Reykjavíkur í gagnið tvær hreinsistöðvar með lífrænu hreinsistigi í Borgarfirði, þ.e. á Bifröst og Varmalandi. Um er að ræða stöðvar af stærðargráðunni 175 – 1500 persónu einingar.

Líffræðilega hreinsistigið eru svokallaðar líffræðilegar snúningsskífur (e. Rotating Biological Contactors) og eru þetta fyrstu kerfi af þessu tagi sem notuð eru við hreinsun á húsaskólpi á Íslandi. Að hönnun verkefnisins komu auk Orkuveitu Reykjavíkur, Efla verkfræðistofa, System S&P frá Þýskalandi, Vélaverk ehf, Batteríið og Rafteikning (nú Verkís).

líffræðilegar snúningsskífurLíffræðilegar snúningsskífur eru kerfi sem fyrst komu fram á sjónarsviðið á sjötta áratug síðustu aldar, en hafa náð umtalsverðri útbreiðslu. Þær notaðar við margskonar

NýjUNgaR Í HREiNSUN frárennslis á Íslandi

Page 25: Upp í vindinn 2010

... upp í vindinn | 25

hreinsun, allt frá frárennsli frá örfáum persónueiningum við stök hús, upp í stærri kerfi fyrir borgir eða iðnaðarfyrirtæki.

Hreinsikerfið er byggt upp af skífum (oft úr pólystyren eða PVC (polyvínylklóríð)) sem er raðað þétt upp á láréttan snúningsöxul og mynda þau nokkurs konar „rúllu“ eða kefli. Skífurnar eru oft gataðar til að fá sem mestan virkan yfirborðsflöt fyrir hverja skífu. Á skífunum myndast örverufilma sem sér um eiginlegt niðurbrot uppleystra niðurbrjótanlegra mengunarefna í frárennslinu. Skífukeflunum er komið fyrir í hreinsihólfi sem skólpið kemur inn í úr forhreinsuninni og eru um 40% af yfirborði skífanna á kafi í skólpinu á hverjum tíma. Skífurnar snúast í sífellu um öxulinn og tryggja þannig loftun örverufilmunnar og vegna hreyfingar vatnsins fellur seyra sem fellur af skífunum ekki til botns, heldur berst áfram í seyrufellingarbúnað.

Kerfið getur verið byggt upp af nokkrum slíkum hólfum til að ná fram sem mestri hreinsun, t.d. til að ná niður styrkleika fyrir afnítrunarferli.

Uppbygging hreinsistöðva í Borgarfirði

Hreinsistöðvarnar í Borgarfirði eru byggðar upp sem hreinsikerfi með tveggja þrepa hreinsun með forhreinsun, líffræðilegu hreinsistigi og seyrufellingu. Við tvær hreinsistöðvanna eru auk þess eftirhreinsunartjarnir og við hinar tvær búnaður með útfjólublárri geislun til að ná fram frekari hreinsun og til að draga úr gerlamagni í frárennsli frá hreinsikerfinu áður en hreinsuðu skólpi er veitt í viðtakann.

Forhreinsunin fer fram í tveggja eða þriggja hólfa setþró sem hefur þrjú meginhlutverk. Þar fer fram botnfelling grófustu óhreininda og agna. Þróin jafnar einnig út rennsli til stöðvarinnar og nýtist fyrir uppsöfnun og loftfirrt niðurbrot seyru áður en hún er flutt til förgunar.

Stöðvarnar eru allar uppbyggðar með þremur hreinsihólfum með skífukeflum eins og þeim sem lýst var að framan og sjá má á mynd 1. Fjöldi skífa á hverjum öxli og bilið á milli þeirra er hinsvegar mismunandi eftir fjölda persónueininga á hverjum stað. Viðverutími skólpsins í hreinsihólfinu er að jafnaði um ein klst. Niðurbrot uppleystrar líffræðilegrar mengunar fer fram í örverufilmu sem myndast á yfirborði snúningsskífanna. Seyra

sem myndast við hreinsunina á skífunum berst síðan ásamt hreinsaða skólpinu í seyrufellingu, þar sem seyran er skilin frá og er dælt yfir í setþróna. Hreinsaða skólpið rennur síðan áfram til eftirhreinsunar og er að lokum veitt í viðtaka.

Hreinsivirkni stöðvanna í BorgarfirðiRekstur stöðvanna í Borgarfirði hefst ekki opinberlega fyrr en sumarið 2010 og eru þær því enn í innkeyrsluferli. Tvær mælingar hafa verið gerðar á meðan á tilraunarekstrinum stendur. Því er hægt að líta á tölurnar sem vísbendingu um hreinsivirkni stöðvanna þegar þær eru komnar í fullan rekstur. Athygli vekur lágur upphafsstyrkur svifagna og COD í kerfinu, en þær eru í samræmi við niðurstöðu þeirra mælinga sem gerðar voru á rennsli frá rotþró staðarins áður en stöðvarnar voru reistar. Niðurstöður mælinganna er að finna í töflu 1.

Niðurstöður fyrstu mælinga á hreinsivirkni kerfisins sýna góða hreinsun kerfisins miðað við að kerfið er nýlega gangsett. Heildar hreinsivirkni kerfisins á svifögnum er mjög góð eða að meðaltali 78% og 73% fyrir COD.

Að jafnaði er hreinsivirkni stöðva í rekstri um 80-90% af styrkleika svifagna og COD. Því verða þessi gildi að teljast mjög góð og líkur á því að þau hækki frekar en hitt eftir því sem frá líður.

Síutilraunir í ÁrborgVinna við framtíðarfyrirkomulag skólp-hreinsunar á Selfossi hefur staðið yfir síðan 1997. Vinnan hefur m.a. falist í mælingum á rennsli, kortlagningu kerfisins, rannsóknum á viðtakanum Ölfusá og gerð strauma- og mengunardreifingarlíkans fyrir ána. Skilgreining á Ölfusá sem viðtaka fyrir Selfossbæ hefur ekki farið fram en skv. reglugerð er sú krafa þá gerð að hreinsun skuli byggja á tveggja þrepa hreinsun. Losunarmörk fyrir efna- og líffræðileg mengunarefni (COD og BOD) skulu þá vera 125 mg/l og 25 mg/l og fyrir svifagnir (TSS) 35 mg/l.

Í lok árs 2008 fór fram tilraun á hreinsun á skólpi frá Selfossbæ með aflfræðilegum aðferðum þar sem notaður var skilju- og sandsíubúnaður. Markmið verkefnisins var að meta heildar hreinsivirkni slíks búnaðar

Nýjungar í hreinsun frárennslis á Íslandi

TaFla 1. MeðalTalS HReiNSUN HReiNSiSTöðva

Efnisþáttur fyrir hreinsun Eftir hreinsun Hlutfallsleg hreinsunSvifagnir (mg/l) 15,5 3,4 78%COD (mg/I) 72,5 19,4 73%

Mynd 1. Lengst til vinstri má sjá þrjú hreinsihólf með keflum og til hægri hólfið þar sem seyran er felld út. Setþróin er ekki sýnileg af yfirborðinu.

Page 26: Upp í vindinn 2010

26 | ... upp í vindinn

Nýjungar í hreinsun frárennslis á Íslandi

fyrir mismunandi efnisþætti skólps og við mismunandi aðstæður og mengunarálag. Mynd 2 sýnir uppsetningu tilraunarinnar.

Einnig var lagt mat á það hvort hreinsun væri nægileg þ.a. hægt væri að draga úr magni gerla í frárennslinu með útfjólublárri geislun. Verkefnið var kostað af sveitarfélaginu Árborg en Efla verkfræðistofa sá um skilgreiningu verkefnis, útboð þess, umsjón og úrvinnslu niðurstaðna. Búnaður og tækniráðgjöf var í höndum Nordic Water frá Svíþjóð og þjónustuaðila þeirra Varmaverk ehf. að undangengnu útboði.

Megin niðurstöður tilraunarinnar má sjá í töflu 2.

Eins og sjá má á niðurstöðunum er hreinsun á svifögnum mjög góð. Styrkur svifagna í frárennsli eftir hreinsun var 10 mg/l sem er vel undir kröfum reglugerðar. Hreinsun á efnafræðilegum mengunarefnum var góð, eða tæp 60%. Styrkur COD eftir hreinsun var á bilinu 45-70 mg/l og að

meðaltali tæplega 60 mg/l. Styrkur COD eftir hreinsun er því einnig vel undir kröfum reglugerðar, 125 mg/L. Niðurstöður sýndu að hreinsun á BOD5 var um 48% að meðaltali og styrkur BOD5 eftir hreinsun var að meðaltali um 36 mg/l sem er mjög nálægt kröfum reglugerðar, 25 mg/l. Hreinsun á næringarefnum var einnig mjög góð eða á bilinu 50-70%.

Mælingar sýndu að hreinsun með og án kekkjunarefna var mjög sambærileg. Aftur á móti þurfti að minnka rennsli í gegnum kerfið um u.þ.b. 50% þegar kekkjunarefni voru ekki notuð þar sem mengunarálag á sandsíuna jókst umtalsvert.

Niðurstöður sýndu að kerfið brást vel við háum „mengunarpúlsum“, þ.e.a.s. þegar styrkur efna í skólpi jókst umtalsvert reyndist hreinsivirkni kerfisins mjög stöðug og ekki var að sjá að kerfið kæmist í uppnám. Vert er að taka fram að talsvert innstreymi jarðvatns og regnvatns er í fráveitukerfi bæjarins og því er útþynning mengunarefna

talsverð og styrkur fyrir hreinsun e.t.v. lægri en búast mætti við undir eðlilegum kringumstæðum.

Á tilraunatímabilinu voru sýni tekin eftir hreinsun og send til Þýskalands og Englands til greiningar. Markmiðið var að meta geislunarmöguleika skólpsins eftir hreinsun. Niðurstaða greiningarinnar var sú að auðvelt yrði að minnka magn gerla og mætti búast við því að magn þeirra eftir hreinsun yrði vel undir kröfum reglugerðar.

Niðurstöður tilraunarinnar benda því til að sandsíustöð og geislun frárennslis með útfjólubláu ljósi til að draga úr magni gerla geti verið álitlegur og spennandi kostur þegar mat er lagt á skólphreinsun sveitarfélagsins Árborgar. Þó svo að ekki sé um að ræða tveggja þrepa hreinsun þá sýna niðurstöðurnar að skilju- og sandsíubúnaður getur náð verulega góðum árangri við minnkun mengunarefna. Mikilvægt er að fylgjast með og rannsaka ítarlega losun í viðtakann og láta umhverfið í raun segja til um það hvort um viðunandi hreinsun sé að ræða.

lokaorðNiðurstöður fyrstu mælinga í Borgarfirði benda til mjög góðrar hreinsunar mengunarefna úr skólpi og að áhrif á viðtaka hreinsaða skólpsins verði mjög lítil. Verkefni Orkuveitu Reykjavíkur í Borgarfirði sýnir að notkun smærri hreinsistöðva er raunhæfur valmöguleiki fyrir staði þar sem gerðar eru miklar kröfur til hreinsunar skólpsins áður en því er veitt í viðtakann.

Niðurstaða tilraunarinnar í Árborg er að með því að beita sandsíun er hægt að ná fram umtalsverðri hreinsun á svifögnum og líffræðilegum mengunarefnum og skila frá sér nægjanlega hreinu frárennsli sem hægt er að geisla til að minnka magn gerla. Kerfið virðist vera stöðugt og ráða vel við tímabundið álag.

Kerfið býður upp á mikla möguleika fyrir sveitarfélög, þar sem það hámarkar hreinsun með aflfræðilegri aðferð og það er einfalt að bæta við líffræðilegu hreinsistigi, gerist þess þörf á seinni stigum. Kostnaður við byggingu hreinsistöðvar með skiljum og sandsíu er áætlaður vera um fjórðungur til þriðjungur af kostnaði við byggingu samsvarandi líffræðilegrar hreinsistöðvar. Því er um að ræða áhugaverðan valkost þegar verið er að velja og hanna nýtt hreinsikerfi, eða huga að viðbótum við hreinsistöðvar í rekstri.

TaFla 2. MeðalTalS HReiNSUN SkiljU- og SaNDSíUBúNaðaR1

Efnisþáttur fyrir hreinsun Eftir hreinsun Hlutfallsleg hreinsunGrugg (e. turbidity) (FNU)2 43 9,0 79%Svifagnir (mg/l) 71 10 84%COD (mg/l) 140 58 58%BOD5 (mg/l)3 69 36 48%Köfnunarefni (mg/l) 6,0 3,2 47%Fosfór (mg/l) 1,3 0,4 69%

1. Með kekkjunarefni (járnsúlfat).2. Mælieining grugggildis er FNU (e. Formazin Nephelometric Units).3. Byggt á mælingum yfir álagstíma og hlutfalli BOD5 og COD.

Mynd 2. Uppsetning tilraunabúnaðar á Selfossi.

B J Ö R G U N

VERÐMÆTABJÖRGUN

Björgun ehf • Sævarhöfða 33 • 110 Reykjavík • Sími 563 5600 • Bréfasími 563 5601 • www.bjorgun.is

ZEB

RA

Björgun ehf. hefur í liðlega fimmtíu ár annast björgun verðmæta úr sjó.

Í upphafi snerist starfið um björgun strandaðra eða sokkinna skipa og ýmsa aðstoð

vegna vinnu neðansjávar. Nú sinnir félagið fyrst og fremst malar-og sandnámi af

hafsbotni auk efnisöflunar úr landgrunninu fyrir steinsteypuframleiðslu, malbiksframleiðslu,

landfyllingar og dýpkunarframkvæmdir víða um land.

Þekking og aðferðafræði til að meta umhverfisáhrif þessa starfs

hefur eflst til muna á undanförnum árum. Í þeim efnum leggur Björgun sitt af mörkum með

öflugri þátttöku í rannsóknar- og þróunarverkefnum. Við erum sannfærð um að að umhverfisáhrif

af efnistöku á hafsbotni, sem oftast má staðsetja í nálægð við framkvæmdasvæðin, séu

í langflestum tilfellum óveruleg og miklu minni en þegar efni er tekið úr malarnámum

á landi og gjarnan ekið til notenda um langan veg.

Þannig lágmarkar Björgun umhverfiskostnað og færir um leið dýrmæta björg

í bú fyrir íslenskt samfélag.

Page 27: Upp í vindinn 2010

B J Ö R G U N

VERÐMÆTABJÖRGUN

Björgun ehf • Sævarhöfða 33 • 110 Reykjavík • Sími 563 5600 • Bréfasími 563 5601 • www.bjorgun.is

ZEB

RA

Björgun ehf. hefur í liðlega fimmtíu ár annast björgun verðmæta úr sjó.

Í upphafi snerist starfið um björgun strandaðra eða sokkinna skipa og ýmsa aðstoð

vegna vinnu neðansjávar. Nú sinnir félagið fyrst og fremst malar-og sandnámi af

hafsbotni auk efnisöflunar úr landgrunninu fyrir steinsteypuframleiðslu, malbiksframleiðslu,

landfyllingar og dýpkunarframkvæmdir víða um land.

Þekking og aðferðafræði til að meta umhverfisáhrif þessa starfs

hefur eflst til muna á undanförnum árum. Í þeim efnum leggur Björgun sitt af mörkum með

öflugri þátttöku í rannsóknar- og þróunarverkefnum. Við erum sannfærð um að að umhverfisáhrif

af efnistöku á hafsbotni, sem oftast má staðsetja í nálægð við framkvæmdasvæðin, séu

í langflestum tilfellum óveruleg og miklu minni en þegar efni er tekið úr malarnámum

á landi og gjarnan ekið til notenda um langan veg.

Þannig lágmarkar Björgun umhverfiskostnað og færir um leið dýrmæta björg

í bú fyrir íslenskt samfélag.

Page 28: Upp í vindinn 2010

28 | ... upp í vindinn

SVaNDÍS SVaVaRSDóttiRUmhverfisráðherra. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1983 og BA prófi í almennum málvísindum og íslensku frá Háskóla Íslands 1989 og stundaði MA-nám í íslenskri málfræði 1989-1993.

Stjórnmálamenn eru sífellt að fá góðar hugmyndir en eru ekki alltaf jafngóðir að hrinda þeim í framkvæmd. Stóru skrefin sem stigin voru – sérstaklega á fyrstu áratugum 20.

aldarinnar – hefðu ekki getað verið stigin án verkfræðinga. Þeir gátu haft vit fyrir stjórnmálamönnunum – og gert skýjaborgirnar að raunverulegum borgum.

Tökum bara þrjú dæmi, sem í dag teljast til grunnþjónustu hér á landi: rafmagn, neysluvatn í hvert hús og húshitun með jarðvarma. Allt eru þetta hugmyndir sem eru til þess að gera einfaldar. Hvaða sveimhugi sem er hefði getað látið sig dreyma um þessi fyrirbæri, en öðru gegnir um að hrinda þeim í framkvæmd. Til þess þarf einhvern sem getur hannað túrbínur og stíflur; aðveituskurði, línustæði og spennistöðvar; borholur og brunna; miðlunartanka, dælustöðvar og heimæðar. Þessi grunnþjónusta samfélagsins hefði ekki komið til sögunnar nema vegna fólks sem hafði komið sér í gegnum verkfræðinám.

Ef við lítum yfir farinn veg, þá er verkfræðingur furðuoft einn þeirra sem gegnt hafa lykilhlutverki í mörgum stærstu framfaraskrefum lands og þjóðar. Þetta hefur leyft stéttinni að hafa gríðarmikil áhrif – en jafnframt sett hana í þá stöðu að á henni hvílir mjög mikil ábyrgð.

Það er nefnilega svo, að hugsjónir geta stöku sinnum leitt fólk í ógöngur – jafnvel svo að rangar ákvarðanir eru teknar. Afleiðingarnar af röngum ákvörðunum fólks eru mismiklar, en hjá ykkur sem ætlið að leggja stund á verkfræði, liggur svo mikið undir að afleiðingar rangrar ákvörðunar geta verið geysilega miklar. Þar á ég ekki aðeins við þá ábyrgð sem felst í því að reisa örugg mannvirki, svo lífi fólks sé ekki teflt í hættu – heldur þá ábyrgð sem fylgir því að oftar en ekki er höfuðstóllinn sem verkfræðingar sýsla með náttúran sjálf.

Tímarnir breytastVið upphaf 20. aldarinnar áttu náttúruverndarsjónarmið síður en svo upp á pallborðið hjá valdhöfum. Sagan af baráttu Sigríðar Tómasdóttur í Brattholti fyrir

friðun Gullfoss hljómar oft eins og sagan af rödd hrópandans í eyðimörkinni. Hennar hugsjónir voru á skjön við tíðarandann, en urðu sem betur fer ofan á eftir þrotlausa baráttu. Annars hefðum við getað misst þessa þjóðargersemi fyrir fullt og allt.

Tökum annað dæmi af virkjunum frá fyrri hluta 20. aldar. Hvernig ætli gengi að fá virkjunina í Elliðaánum eða virkjanirnar í Soginu í gegnum umhverfismat, ef út í þær framkvæmdir væri farið í dag? Ég er ansi hrædd um að það yrði þrautin þyngri. Á sínum tíma voru þessar virkjanir hinsvegar svo gífurleg lyftistöng fyrir þjóðfélagið, að öll umhverfissjónarmið voru látin lönd og leið – hvað svo sem okkur kann að finnast um það.

Almenn viðhorf til náttúrunnar hafa sem betur fer breyst frá dögum Sigríðar í Brattholti. Sífellt fleiri hafa komist á sömu skoðun og Sigríður: að ekki sé sjálfsagt að fórna hverju sem er í þágu svokallaðrar framþróunar. Núna búum við líka svo vel að eiga ýmis verkfæri sem við getum beitt til að meta afleiðingar framkvæmda. Sjálfbær þróun er eitt öflugasta verkfærið sem verkfræðingar geta nýtt sér til að fara vel með þann dýrmæta höfuðstól sem náttúran er. Sú hugmyndafræði verður að vera hornsteinn verkfræðinnar og fleiri fræðigreina.

að stefna á jafnvægiSjálfbær þróun ætti raunar að vera leiðarljós í öllum mannanna verkum, en er það því miður allt of sjaldan. Að láta samfélagið, efnahagslífið og umhverfið alltaf njóta sannmælis við ákvarðanatöku og tryggja að ekki sé gengið á rétt og tækifæri komandi kynslóða er krefjandi viðfangsefni. Markmiðið er að tryggja réttlátara og betra þjóðfélag í sátt við umhverfi og náttúru. Það er brýnt að verkfræðingar skilji, og þá jafnvel betur en nokkrir aðrir, að öll verðmæti eiga uppruna sinn í framlagi náttúrunnar og þar megum við ekki taka meira en við getum gefið til baka með góðu móti. Þekking og menntun verkfræðinga er því mikilvægur þáttur í því hvernig okkur lánast að þróa samfélagið með sjálfbærum hætti og verkfræðingar nútíðar og framtíðar mikilvægir liðsmenn í að ná þeim markmiðum.

að gera skýjaborgir RaUNVERULEgaR

Page 29: Upp í vindinn 2010

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Upp í vindinn-final.ai 1 15.2.2010 16:29:08

Page 30: Upp í vindinn 2010

30 | ... upp í vindinn

viðmið um brunahönnun eldri húsaGömul hús eru, eðli máls samkvæmt, ekki byggð í samræmi við nútíma kröfur um brunavarnir og sjaldnast er hægt að færa þau til samræmis við staðalforskriftir um brunamótstöðu, klæðningar eða flóttaleiðir og því þarf að leita annarra lausna.

Í byggingarreglugerð eru ákvæði um grundvallarmarkmið brunavarna í 137. grein. Eitt þeirra er að gera verði viðeigandi ráðstafanir til að vernda menningarverðmæti gegn bruna. Þær ráðstafanir eru vitaskuld breytilegar eftir gerð og starfsemi byggingar. Ekki eru til leiðbeiningar eða viðmið á Íslandi um verndun menningarverðmæta vegna bruna, en slíkar leiðbeiningar munu þó vera í smíðum.

Brunahönnun er því nauðsynleg til að finna heppilegustu brunavarnir eldri bygginga. Í brunahönnun er beitt tæknilegum aðferðum við að finna lausnir sem uppfylla grundvallarkröfurnar án þess að notast við staðlaðar útfærslur.

HöFðiSagan

Höfði er timburhús og var byggður 1909 sem franskur ræðismannsbústaður, en hefur gegnt mörgum hlutverkum síðan og er nú notaður fyrir móttökur á vegum Reykjavíkurborgar. Frægast varð húsið þegar forsetar risaveldanna, Reagan og Gorbatsjev, hittust þar 1986 og lögðu grundvöllinn að lokum kalda stríðsins.

Verðmæti Höfða er falið í húsinu sjálfu, gerð þess og sögu, auk þess sem það hefur að geyma verðmæt málverk og önnur menningarverðmæti.

Þann 25. september 2009 kviknaði eldur í Höfða. Eldurinn var fyrst og fremst í þaki hússins og á millilofti. Hins vegar var

Brunahönnun eldri byggingagömul vandamál leyst með nýrri tækniÍ stuttri byggingarsögu Íslands eru ekki margar gamlar byggingar og enn færri sem telja má sögufrægar. Þeim mun mikilvægara er að vernda þessar byggingar og sjá til þess að þær glatist ekki. Á undanförnum árum höfum við verið óþyrmilega minnt á þetta. Í apríl 2007 eyðilögðust tvær af elstu byggingum Reykjavíkur í eldsvoða. Í september síðastliðnum kom upp eldur í Höfða. Ekki mátti þar miklu muna að illa færi, en giftusamlega tókst að bjarga verðmætum og er nú lokið viðgerð á húsinu. Á Lækjargötureitnum voru brunarústirnar hins vegar fjarlægðar og ákveðið að byggja þar ný hús í anda þeirra gömlu.

Undirritaðir sáu um brunatæknilega ráðgjöf í báðum þessum málum. Hér verður varpað ljósi á viðfangsefnin og ýmis áhugaverð mál í lausnum þeirra.

BöðVaR tóMaSSoN Sviðstjóri Bruna- og öryggissviðs hjá EFLU verkfræðistofu. Hann er byggingar- og brunaverkfræðingur M.Sc. frá Tækniháskólanum í Lundi og vottaður verkefnastjóri IPMA. Hann hefur starfað við brunahönnun bygginga, öryggishönnun og áhættugreiningar hérlendis og í Svíþjóð frá 1996 og hefur stundað rannsóknir og skrifað fjölda fræðigreina á þeim sviðum.

SVEiNN jÚLÍUS BjöRNSSoNB.Sc. Byggingar verkfræði, að ljúka M.Sc. námi í áhættuverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi. Hann starfar við brunahönnun og áhættugreiningar hjá EFLU verkfræðistofu.

ÁRNi ÁRNaSoN Sérfræðingur í brunavörnum og öryggi bygginga hjá EFLU verkfræðistofu. Hann er byggingarverk fræðingur M.Sc. frá Cornell University, New York. Hann hefur starfað við brunahönnun og brunatæknilega ráðgjöf frá 1987, hefur brunahannað margar af merkustu byggingum landsins og haldið fjölda fyrirlestra um brunavarnir.

Page 31: Upp í vindinn 2010

... upp í vindinn | 31

það mikill hiti og dökkur reykur í húsinu að ekki hefði mátt miklu muna að verr færi. Eldur komst ekki inn á aðalhæðirnar tvær en þó urðu skemmdir þar vegna vatns. Um 100 manna lið á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins tók þátt í slökkvistarfi ásamt því að fjöldi borgarstarfsmanna hjálpaði til við að ná verðmætum út úr húsinu.

úttekt og greiningÍ kjölfar brunans var hafist handa við viðgerð á húsinu og var EFLU falið að gera úttekt á brunavörnum þess og leggja til úrbætur á þeim. Sérfræðingar EFLU hafa komið að brunahönnun margra eldri bygginga og hafa markvisst byggt upp sérfræðiþekkingu á því sviði.

Brunahönnun EFLU fól meðal annars í sér að meta hagkvæmni mismunandi lausna með tilliti til árangurs og kostnaðar. Til að leggja grunn að slíkri greiningu var búið til þrívítt hermilíkan fyrir útreikninga á hita, reyk og skyggni á mismunandi hæðum í byggingunni. Einnig var sett upp rýmingarlíkan fyrir bygginguna til að sjá hversu langan tíma það tekur að rýma húsið ef upp kemur eldur á mismunandi stöðum.

Við greiningu á reykflæði var nákvæmt þrívíddarlíkan gert fyrir húsið og var til þess notaður bandarískur hugbúnaður, “Fire Dynamics Simulator” sem hefur sérstaklega verið þróaður fyrir brunahermun og er í dag sá hugbúnaður sem hvað mest er notaður við gerð brunalíkana. Gert var líkan af öllu húsinu og keyrð nokkur mismunandi brunatilfelli með eld á mismunandi stöðum og sérstaklega skoðuð áhrif af vatnsúðakerfi. Á mynd 3 má sjá líkanið sem búið var til.

Einnig var gert þrívítt rýmingarlíkan þar sem sett voru upp nokkur tilfelli fyrir mismunandi aðstæður til rýmingar. Á mynd 4 má sjá eina útfærslu af líkaninu þar sem 230 manneskjum var dreift um húsið og tími tekinn á því hversu lengi fólkið var að komast út úr húsinu og borið saman við krítískar aðstæður fólks í reyk, s.s. skyggni og eituráhrif.

NiðurstöðurSýnt var fram á að vatnsúðakerfi takmarkar mjög hitaaukninguna og hefur hemil á útbreiðslu elds um húsið. Úðakerfið getur því ráðið úrslitum um björgun hússins og menningarverðmætanna ef eldur verður laus. Hins vegar kom í ljós að úðakerfið hefur

ekki afgerandi áhrif á skyggni og aðstæður til rýmingar á fyrstu stigum brunans. Það varð því nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að bæta flóttaleiðirnar og tryggja þannig örugga rýmingu úr húsinu. Settar eru upp reykþéttar hurðir og opnað á milli rýma á efri hæð til að gera flóttaleiðir þaðan öruggari.

Á mynd 5 má sjá reykútbreiðslu í hús-næði 2,5 mínútum eftir upphaf elds á vestanveðri 1. hæð og á mynd 6 má sjá 80 °C hitaútbreiðslu 4 mínútum eftir upphaf elds á sama stað.

Ákveðið hefur verið að setja upp vatnsúðakerfi í Höfða. Notað verður fínúðakerfi sem notar

Brunahönnun eldri bygginga

Mynd 2. Höfði brennur 2009.

Mynd 1. Höfði.

Mynd 3. FDS líkan af Höfða. Mynd 4. Rýmingarlíkan af Höfða.

Mynd 5. Reykútbreiðsla í Höfða, 2,5 mínútum eftir tendrun elds á 1. hæð.

Mynd 6. Snið í gegnum höfða 4 mínútum eftir eldsupptök, slæða táknar 80 °C.

Page 32: Upp í vindinn 2010

32 | ... upp í vindinn

Brunahönnun eldri bygginga

minna vatn og grennri lagnir en hefðbundið úðakerfi. Vegna frosthættu í risi hússins og einnig til að fyrirbyggja vatnstjón, verður kerfið af svonefndri forhlaups- eða “pre-action-“ gerð, sem þýðir að kerfið er loftfyllt en vatni er hleypt inn á það þegar boð kemur frá brunaviðvörunarkerfi.

Einnig verða gerðar úrbætur á flóttaleiðum og sett upp útiljós og neyðarlýsing. Raflagnir hafa verið endurnýjaðar og brunaviðvörunarkerfið endurbætt og tekið út.

Við allar aðgerðirnar er haft samráð við húsafriðunarnefnd og þess gætt að útliti og anda hússins sé sýnd sú virðing sem því ber.

lækjaRgöTUReiTURiNNSagan

Hinn 18. apríl 2007 eyðilögðust tvö

hús í miðborg Reykjavíkur í eldsvoða, Austurstræti 22 sem var eitt af elstu húsum borgarinnar, byggt um aldamótin 1800, og Lækjargata 2 sem var byggð um 1852.

Rústir beggja húsanna voru rifnar í kjölfarið. Efnt var til hugmyndasamkeppni um uppbyggingu á lóðinni og var sameiginleg tillaga þriggja arkitektastofa hlutskörpust, en þær eru Gullinsnið (Hjörleifur Stefánsson), Studio Granda (Steve Christer) og Argos (Stefán Örn Stefánsson).

Tillaga þeirra miðar að því að varðveita byggingarsögulegt samhengi á þessum mikilvægu gatnamótum miðbæjarins. Timburhúsin Austurstræti 22 og Lækjargata 2 verða endurbyggð með hliðsjón af gerð þeirra og útliti þegar þau voru upp á sitt besta, en með margvíslegum endurbótum þó. Þannig verður til dæmis

einni hæð bætt við Lækjargötu 2. Aftan við Lækjargötu 2 og sambyggt því verður reist steinsteypuhús sem dregur dám af Nýja bíói, sem var á þessum slóðum drjúgan hluta 20. aldar.

Brunatæknilegar lausnir og greiningHúsin þrjú eru byggð á sameiginlegum kjallara og eru í raun ein bygging í brunatæknilegu tilliti. Ákveðið var að verja alla byggingasamstæðuna með vatnsúðakerfi. Með því fæst aukin vernd, sveigjanleiki í notkun og hægt er að leyfa sér aukið frjálsræði í útfærslu byggingar, með stærri brunahólfum og notkun timburklæðninga í takti við svipmót eldri byggðar. Innan þessa ramma er að flestu leyti um þekktar lausnir á brunavörnum að ræða og verður þeim ekki lýst hér í smáatriðum. Hins vegar verður hér lýst ákveðnu viðfangsefni sem tengist útbreiðslu elds á milli húsa.

Mynd 7. Bruni í Austurstræti 22. Mynd 8. FDS þrívíddarlíkan af logum frá hlið sem sýnir geislun frá eldi í klæðningu Austurstrætis 20 að nýbyggingu.

Mynd 9. Geislun við glugga næst Austurstræti 20, fyrstu hæð. Gluggi 3 er næst logum og gluggi 1 fjærst.

2 )

2

2

2

Page 33: Upp í vindinn 2010

Brunahönnun eldri bygginga

Hér má hafa í huga að eitt af því sem varð til þess að tjónið varð svo mikið í Lækjargötubrunanum, var að ónógar ráðstafanir voru gerðar til að hindra að eldur bærist á milli bygginganna. Eldvarnarveggur sem átti að hindra það reyndist ekki vera til staðar þegar á reyndi og þess vegna brunnu bæði húsin.

Að baki Austurstrætis 20 (Hressó) er einnar hæðar viðbygging úr timbri og er bilið ekki nema um 1 metri þar sem styst er milli hennar og nýbyggingar Nýja bíós. Þetta bakhús er ekki á núgildandi deiliskipulagi og mun því víkja fyrr eða síðar. Ekkert liggur þó fyrir um hvenær það verður og þess vegna verður að gera ráðstafanir til að tryggja viðunandi öryggi gegn útbreiðslu elds milli húsa.

Gerð var brunatæknileg greining í þrívíðu hermilíkani til að kanna áhrif bruna í bakhúsinu á nýbygginguna og hættu á eldsútbreiðslu til hennar. Tekið var tillit til efniseiginleika klæðninga við útreikninga á þróun bruna og útbreiðslu elds. Reiknuð voru nokkur tilfelli og könnuð áhrif geislunar á húshliðina, sjá mynd 8. Þarna

hjálpar til að gluggaveggurinn er inndreginn með svölum á bak við steyptan vegg sem veitir að hluta til skjól fyrir geisluninni, sjá mynd 9.

Niðurstöður og lausnirGreiningin leiddi í ljós að við bruna sem talinn er líklegur í gamla bakhúsinu, verður geislunin á vegg nýja hússins vel innan viðurkenndra marka. Ef gert er ráð fyrir bruna sem samsvarar verstu mögulegu aðstæðum, reynist geislunin einnig innan viðunandi marka, en hitastig við glugga fer nálægt þeim mörkum sem sprengt gætu glerið. Því var talið ráðlegt að grípa til ráðstafana til að verja nýbygginguna.

Lausnin felst í að koma fyrir utanáliggjandi gluggaúðurum á vesturhlið Nýja bíós. Um er að ræða opna úðastúta og að þeim liggur pípa frá inntaksrými við Lækjargötu. Þar mun slökkvilið koma að og hleypa vatni inn á kerfið, bæði úr vatnslögn hússins og með dælubúnaði sínum.

Þarna er fundin tiltölulega einföld og ódýr lausn, sem hægt var að sýna að tryggi

viðunandi öryggi gegn útbreiðslu elds á milli húsa, þrátt fyrir að hefðbundnar reglur um bil milli húsa séu ekki uppfylltar.

lokaorðHér að framan hefur verið sýnt fram á mikilvægi þess að vernda gamlar byggingar og menningarverðmæti fyrir brunatjóni og lýst dæmum um beitingu nútímalegra aðferða til að finna hagkvæmar lausnir á viðfangsefnum sem tengjast því.

Ekki má gleyma því að þegar treyst er á tæknilegar lausnir eins og vatnsúðakerfi til að vernda byggingar, þá er algjör nauðsyn að þær fái viðhald og eftirlit sem tryggir að kerfin séu ætíð virk og geri það sem ætlast er til af þeim þegar á reynir. Þess vegna er ekki nóg að reikna út lausnirnar og að koma upp viðeigandi vörnum, það er ekki síður mikilvægt að koma upp kerfi innra eftirlits með brunavörnunum.

Hægt er að nefna fleiri dæmi um merkar byggingar sem ekki hafa fengið þá vernd sem þær verðskulda og yrði óbætanlegt tjón af því að missa þær í eldsvoða.

www.marel.com

Með hugvit að vopniMeð stöðuga nýsköpun að leiðarljósi hefur Marel umbreyst úr sprotafyrirtæki í heimsleiðtoga í þróun á hátæknibúnaði fyrir matvælaiðnaðinn. Með framsæknum tækja- og hugbúnaðarlausnum frá Marel eru framleiðendur ávallt vel í stakk búnir til að takast á við ný tækifæri.

Marel hefur á feikna öflugu og velmenntuðu rannsóknar- og þróunarliði að skipa og hefur það skilað fyrirtækinu í fremstu röð framleiðenda á slíkum búnaði á heimsvísu. Með hugvit og metnað að vopni veitum við ávallt bestu lausn sem völ er á.

Page 34: Upp í vindinn 2010

Stéttarfélag verkfræðinga er:Upplýsingabrunnur um kjaramál verkfræðinga.•Málsvari verkfræðinga í kjaramálum.•Samstarfsvettvangur verkfræðinga í kjaramálum.•Varnarþing verkfræðinga í deilumálum.•Mótandiaflísóknverkfræðingaaðbættumkjörum.•

Nánari upplýsingar: www.sv.is

Verkfræðingafélag Íslands er:Fagfélagsemstendurvörðumlögverndaðstarfsheitioggæði •

verkfræðinámsins.Virtur málsvari sem stuðlar að góðri ímynd verkfræðinnar.•Mikilvægur samstarfsvettvangur til að efla verkfræðilega og •

vísindalega þekkingu.Trausturbakhjarlsemvinnuraðhagsmunumverkfræðingaábreiðum•

grundvelli til framtíðar.

Nánari upplýsingar: www.vfi.is

Velkomin í Verkfræðingahús, Engjateigi 9, Reykjavík.Þar fer fram öflugt félagsstarf ásamt margvíslegri þjónustu við félagsmenn, útgáfu, samskiptum við erlend félög og upplýsingum fyrir verkfræðinga, fyrirtæki, stofnanir og almenning.

Félög verkfræðinga gæta þinna hagsmuna

Verkfræðingafélag Íslands og Stéttarfélag verkfræðinga vinna saman að hagsmunagæslu fyrir alla verkfræðinga.

Borgartúni 20, 105 Reykjavík sími: 585 9000 www.vso.is

Lífeyrissjóður er:• sparnaðurtilelliáranna• trygginggegnáföllum

Það er einkum þrennt sem gerir lífeyrissjóðnum kleift að greiða hærri lífeyri: • raunávöxtunumfram3,5%ááriaðmeðaltali• lágurrekstrarkostnaður• lágörorkubyrði

Réttindaöflun langt yfir lágmarkiSamþykktirLífeyrissjóðsverkfræðingakveðaáumréttindaöflunsemerlangtyfirlágmarkskröfumlagaumstarfsemilífeyrissjóða:

Sérstaða Lífeyrissjóðs verkfræðinga:• Aldurstengtréttindakerfi• Sjóðfélagalýðræði• Lágirlánavextir(3,7%)• Sjóðurháskólamenntaðra• Lágörorkutíðni• Góðlaun

InngönguskilyrðiSjóðfélagarþurfaaðhafalokið90einingaBScháskólaprófiíverkfræðieðaöðrumraungreinum,meistaragráðu,doktorsgráðueðasamsvarandiháskólagráðuíhvaðagreinsemer.Þettaám.a.viðumverkfræðinga,tæknifræðinga,lögfræð-inga,lækna,tannlækna,sjúkraþjálfaraofl.Hægteraðsækjaumaðildaðsjóðnumávefsíðusjóðsinseðaáeyðublöðumáskrifstofusjóðsins.

Engjateigi9,105Reykjavík|Sími:575 1000,fax:575 1001|Vefsíða:www.lifsverk.is|Netfang:[email protected]

ww

w.l

ifsv

erk.

is

Page 35: Upp í vindinn 2010

Stéttarfélag verkfræðinga er:Upplýsingabrunnur um kjaramál verkfræðinga.•Málsvari verkfræðinga í kjaramálum.•Samstarfsvettvangur verkfræðinga í kjaramálum.•Varnarþing verkfræðinga í deilumálum.•Mótandiaflísóknverkfræðingaaðbættumkjörum.•

Nánari upplýsingar: www.sv.is

Verkfræðingafélag Íslands er:Fagfélagsemstendurvörðumlögverndaðstarfsheitioggæði •

verkfræðinámsins.Virtur málsvari sem stuðlar að góðri ímynd verkfræðinnar.•Mikilvægur samstarfsvettvangur til að efla verkfræðilega og •

vísindalega þekkingu.Trausturbakhjarlsemvinnuraðhagsmunumverkfræðingaábreiðum•

grundvelli til framtíðar.

Nánari upplýsingar: www.vfi.is

Velkomin í Verkfræðingahús, Engjateigi 9, Reykjavík.Þar fer fram öflugt félagsstarf ásamt margvíslegri þjónustu við félagsmenn, útgáfu, samskiptum við erlend félög og upplýsingum fyrir verkfræðinga, fyrirtæki, stofnanir og almenning.

Félög verkfræðinga gæta þinna hagsmuna

Verkfræðingafélag Íslands og Stéttarfélag verkfræðinga vinna saman að hagsmunagæslu fyrir alla verkfræðinga.

Page 36: Upp í vindinn 2010

36 | ... upp í vindinn

Hjá Endurmenntun Háskóla Íslands stundar nú fjölbreyttur hópur verkfræðinga, tæknifræðinga, arkitekta og verktaka nýtt nám sem hefur það að markmiði að styrkja nemendur í faglegum

vinnubrögðum í byggingariðnaði. Námsbrautin sem ber heitið Framkvæmdaferli mannvirkjagerðar – fjármögnun, samningar, útboðsreglur og uppgjör er tveggja missera nám sem hófst í febrúar síðastliðnum.

Hugmyndin að námsbrautinni kviknaði hjá arkitektunum

Sigríði Sigurðardóttur og Ragnheiði Aradóttur sem leituðu til Endurmenntunar með hana. Í gegnum störf sín höfðu þær ítrekað rekið sig á þörfina fyrir lagalegan skilning í samningagerð af ýmsum toga og nauðsyn þess að geta veitt samstarfsaðilum, verkkaupum og verktökum faglega ráðgjöf í lagalegu tilliti.

Í rúmt ár var unnið að þróun náms brautarinnar og komu margir að þeirri vinnu. Má þar nefna fulltrúa frá VFÍ, TFÍ, AÍ, FÍLA, lög-fræðideild Háskóla Íslands, iðnaðar verk fræði-, vélaverkfræði- og tölvunar fræðideild HÍ og umhverfis- og byggingar verkfræðideild HÍ.

Ný námsbraut hjá Endurmenntun Háskóla Íslandsframkvæmdaferli mannvirkjagerðar – fjármögnun, samningar, útboðsreglur og uppgjör

Hluti nemenda námsbrautarinnar ásamt Páli Jenssyni.

Page 37: Upp í vindinn 2010

Ný námsbraut hjá Endurmenntun Háskóla Íslands

krefjandi og hagnýt viðfangsefni

Námsbrautin er ætluð öllum þeim sem starfa við ráðgjöf og bera ábyrgð á ráðgjafasamningum, ráðningu hönnuða, útboðum, gerð útboðsgagna, samningum við verktaka, fjármögnun verkefna og áhættugreiningu innan fyrirtækja og stofnanna. Um er að ræða fjölbreytt nám, þar sem áhersla er lögð á krefjandi og hagnýt viðfangsefni á öllum helstu sviðum fjármála, ráðgjafasamninga, verksamninga, útboða og opinberra innkaupa auk bótaskyldu. Markmiðið með náminu er meðal annars að nemendur öðlist almennan skilning á undirbúningsferli framkvæmda, hönnunar- og framkvæmdaferla. Aukin þekking og færni í að semja og túlka hönnunar- og verksamninga og hæfni í að fást við ágreiningsmál þeim tengdum er einnig eitt af markmiðunum.

Bætt vinnubrögð – færri dómsmál Meðal kennara námsins er Páll Jensson, prófessor sem situr jafnframt í fagráði og vann að þróun þess. Páll er viss um að allir geti verið sammála um að framkvæmdum við mannvirkjagerð á Íslandi hefur á undanförnum árum verið að ýmsu leiti ábótavant. Um það

bera vitni fjölmörg málaferli sem nú eru í gangi fyrir dómstólum. Þarna á hann við galla sem upp hafa komið, bæði í hönnun og framkvæmd, sem og ágreiningsmál af margvíslegu tagi. Ljóst er að það vantar átak í gæðamálum og það þarf líka að ganga betur frá samningum milli verkkaupa og verktaka. Páll vonar því og gerir þær væntingar til þessa náms að það muni stuðla að bættum vinnubrögðum í áætlanagerð, gæðastjórnun og samningum í mannvirkjagerð.

Þeir sem ljúka þessu nýja námi munu tvímælalaust styrkja sig í gerð kostnaðaráætlana, arðsemimats, skipulegri vinnubrögðum við hönnun og framkvæmd, auk þess að öðlast góða innsýn í lagaumhverfi framkvæmda á sviði mannvirkjagerðar að mati Páls. Þeir eiga því eftir að standa betur að vígi við samningagerð milli verktaka og verkkaupa, og þá á Páll við aðila beggja vegna borðsins, sem þýðir að betur verður gengið frá viðskiptum, samningagerð nákvæmari og tryggari, færri eftirmálar og þar af leiðandi minni kostnaður.

Helsti ávinningur námsins verður því að mati

Páls að ef nægilega margir sækja þetta nám á næstu árum þá munum við horfa fram til mun betri tíðar í byggingariðnaði á Íslandi, þar sem gæðin verða meiri, vinnubrögð agaðri, kostnaður lægri og færri mál fara til dómstóla. Í náminu er líka fjallað um siðfræði. Margt hefur verið gert í mannvirkjagerð hér á landi í skjóli þess að það sé löglegt, en spurningin um hvort það sé siðlegt er líka tekin fyrir.

góður tími til að auka þekkinguMeðal nemenda er Gunnbjörn Berndsen, verkfræðingur og verkefnastjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem ákvað að fara í þetta nám þar sem það er hagnýtt og fellur vel að daglegu starfi hans. Aðspurður um tildrög þess að hann fór í námið segist hann vilja dýpka þekkingu sína og þar með verða betri starfsmaður að námi loknu. Tímasetning námsins kemur sér einnig vel þar sem verkefnastaðan er lakari en áður og því tilvalið að nýta tímann með því að sækja sér aukna þekkingu. Gunnbjörn segir að námið standi undir væntingum hingað til en hópurinn sækir nú tíma hjá Páli Jenssyni, en að mati Gunnbjörns veitir Páll náminu vissulega gæðastimpil enda einstaklega mikils metinn kennari.

Page 38: Upp í vindinn 2010

38 | ... upp í vindinn

ÁRNi jóStEiNSSoN Sérfræðingur í heilbrigðis-, öryggis- og umhverfisstjórnun hjá HRV Engineering.

HRV Engineering er eitt af stærstu verkfræðifyrirtækjum landsins og leiðandi fyrirtæki í EPCM verkefnum í áliðnaði á Íslandi. Heilsa, öryggi og umhverfismál

eru samþættur hluti allra þátta í EPCM verkefnum hjá HRV í samræmi við óskir verkkaupa hverju sinni og löggjafans. Íslensk löggjöf dregur mikinn dám af löggjöf ESB enda hafa kröfur evrópskrar löggjafar verið innleiddar í íslensk lög á liðnum árum í miklum mæli. Kröfur verkkaupa eru einstaklingsbundnar en meðal lagagreina sem ná til verkefnastjórnunar við mannvirkjagerð hérlendis má nefna fyrstu grein vinnuverndarlaganna (46/1980). Þar segir í 1. gr. ,,Með lögum þessum er leitast við, að a. tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi, sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu…”. Í öðrum greinum laganna má finna ýmsar kröfur varðandi þætti sem taka til EPCM verkefna : Samkvæmt 13 gr. um almennar skyldur, skal atvinnurekandi tryggja að gætt sé fyllsta öryggis, góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað.

Samkvæmt 29. gr. um skyldur seljenda o.fl. segir að sá, sem selur, afhendir eða sýnir vélar, vélahluta, geyma, ílát, katla, húseiningar, verkfæri, áhöld, tæki og annað það, sem ætlað er til notkunar við atvinnurekstur, skuli tryggja að það sem um ræðir sé útbúið með tilskildum hlífðar- og öryggisbúnaði og notkun þess leiði ekki af sér slysa- eða sjúkdómshættu.

Í 32. gr. segir um skyldur hönnuða að þeir sem annast hönnun á búnaði, framleiðslusamstæðum, húsnæði vinnu staða og hverjum þeim mannvirkjum öðrum, sem ætluð eru til notkunar vegna atvinnurekstrar, skuli við hönnunarstarf taka tillit til góðs aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis, hvað varðar starf og rekstur í þeim byggingum og mannvirkjum, sem um er að ræða.

Í 36. grein segir að ef fleiri en einn verktaki starfi við mannvirkjagerð samtímis, skuli byggingarstjóri, ef hann er til staðar, en annars byggingarmeistari, sjá um, að samhæfðar séu ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir slys eða óhollustu. Þessu er fylgt nánar eftir með reglum 547/1996 - Reglur um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð – sem segja má að sé hjarta regluverksins um mannvirkjagerð á Íslandi.

Í 42. gr. um vinnustaði segir að vinnustaðir skuli þannig úr garði gerðir, að þar sé gætt fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta. Einnig er kveðið á um að fylgja skuli viðurkenndum stöðlum, ákvæðum laga og reglugerða, svo og fyrirmælum Vinnueftirlits Ríkisins, að því er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi.

Loks má nefna að í 94. gr. um tilkynningarskyldu fyrirtækja, veitingu starfsleyfa og fleira segir að hver sá, sem tekur að sér byggingu verksmiðja, verkstæða eða annars þess háttar, uppsetningu véla, tækja eða annars búnaðar, hverju nafni sem það nefnist, skuli vera ábyrgur gagnvart Vinnueftirliti Ríkisins um, að öryggisbúnaður sé samkvæmt vinnuverndarlögunum.

Lögin gera m.ö.o. margháttaðar kröfur til verkkaupa, hönnuða og framkvæmdaaðila sem fást við mann-virkjagerð. Ætlun löggjafans beinist að því að stöðva vinnuumhverfisvandamál strax á hönnunarstigi enda mun hagkvæmara og auðveldara að grípa til aðgerða strax á hugmyndastiginu. Kröfur löggjafans ná til þátta allt frá vali á byggingarstað, framkvæmd mannvirkjagerðarinnar, vinnuumhverfis þeirra sem nýta munu nýja mannvirkið, viðhalds mannvirkisins og förgunar þess í fyllingu tímans.

Þegar sjónum er beint sérstaklega að heilsu-, öryggis- og

Heilsu, öryggis- og umhverfisstjórnun í EPCM verkefnum á vegum HRV Engineering„Nýtt Ísland” þar sem markmiðið er að tryggja að allt sé til fyrirmyndar hjá okkur í framkvæmdum.

Page 39: Upp í vindinn 2010

... upp í vindinn | 39

Heilsu, öryggis- og umhverfisstjórnun í EPCM verkefnum á vegum HRV Engineering

umhverfismálum í einstökum þáttum EPCM verkefna þá má tilgreina fjölda krafna sem HRV Engineering leitast við að uppfylla:

E – verkfræðihönnun felur í sér að HRV Engineering þarf auk óska verkkaupa að uppfylla þær lagakröfur sem tíundaðar voru hér að framan bæði varðandi vinnuumhverfi þeirra sem nýta munu mannvirkið eftir að það hefur verið tekið í notkun og vinnuumhverfið meðan á byggingarframkvæmdinni stendur. Það er hlutverk verkkaupa að sjá til þess að í útboðsgögnum sé skilgreint á fullnægjandi

hátt hvaða kröfur þarf að uppfylla varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á byggingarvinnustað, m.a. um hver á að gera hvað, hvaða reglur beri að uppfylla o.s.frv. Mikilvægt er t.d. að samræmingaraðili á undirbúningsstigi verks sé valinn sem fyrst á hönnunarstiginu. Hlutverk hans er að sjá til þess að öryggismál séu samræmd, milli mismunandi verktaka frá byrjun og að gerð sé öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir framkvæmdina. Dæmigerð verkefni samræmingaraðila á hönnunarstigi eru að skilgreina væntingar verkkaupa með hliðsjón af öryggis- og heilbrigðismálum með mótun vinnuumhverfisstefnu og markmiðum fyrir framkvæmdina. Ennfremur eftirfylgni með að það liggi fyrir nægar upplýsingar til grundvallar við gerð öryggis- og heilbrigðisáætlunar þ.m.t. að restáhætta verkþátta hafi verið greind. Þá má nefna þátttöku í vali bjóðenda í lokuðum útboðum og í mati tilboða. Þátttöku í lokasmíði öryggis- og heilbrigðisáætlunar við samningagerð þ.m.t. vinnsla áhættugreininga og þátttaka í hugsanlegri aðlögun byggingastaðar og tímaáætlunar. Loks má nefna samræmingu öryggis-, heilbrigðis-, og umhverfismála með hugsanlegum notendum eða íbúum.

P – innkaupastýring þarf að vera innan ramma ákveðinnar stefnu sem tekur mið af heilsu-, öryggis-, og umhverfisþáttum. Við val á birgjum er leitast við að velja fyrirtæki sem sýnt hafa vinnubrögð í anda sjálfbærni og auðvitað þarf að fylgja hinum verkfræðilegu forskriftum. Meðal krafna sem þarf að uppfylla er valið á byggingarefnum en velja skal CE merkt byggingarefni í samræmi við kröfur löggjafarinnar. Almennt er mikilvægt að huga að því að velja hættuminnstu og

Verkkaupi

EPCMverktaki

Undirverktakar

Sérhæfðferlaverkfræði

Dæmigert EPCM fyrirkomulag

Birgjar

Birgjar

Bygginga-fyrirtæki

ePcMÁ síðustu árum hefur svonefnd EPCM verkefnatilhögun verið tekin upp í vaxandi mæli við framkvæmd stærri verkefna í alþjóðasamfélaginu s.s. byggingu olíuvinnsla, í námurgeiranum, orkugeiranum, álgeiranum o.fl.

EPCM er skammstöfun fyrir Engineering, Procurement and Construction Management og felst í samningum þar sem EPCM verktakinn þróar, hannar og stjórnar mannvirkjauppbyggingu fyrir verkkaupa og er ábyrgur fyrir verkefnastjórnun.

EPCM samningar eru faglegir þjónustusamningar þar sem EPCM verktakinn er ekki sjálfur byggingaraðilinn heldur hönnuður, innkaupaaðili og stjórnandi byggingarferlis á vegum verkkaupa. Verkkaupinn gerir hinsvegar samninga beint við verktaka og byrgja (sjá meðfylgjandi tengslamynd)

EPCM samningar hafa notið vaxandi hylli á síðustu árum m.a. vegna þess að það eru fá fyrirtæki sem ráða við að sinna öllum þáttum mannvirkjagerðar þ.m.t. hönnun, innkaupum og sjálfri byggingarframkvæmdinni, á föstum verðum, fyrir risaverkefni samtímans.

Page 40: Upp í vindinn 2010

Heilsu, öryggis- og umhverfisstjórnun í EPCM verkefnum á vegum HRV Engineering

umhverfisvænustu byggingarefnin, byggingar-hluta og byggingaraðferðir. Slíkt getur haft veruleg áhrif á starfsumhverfi í fullgerðum byggingum, t.d. inniloft. Auk HSE (Health, Safety and Environment) klæðskerasniðinna stjórnkerfa fyrir mannvirkjagerð og tímastjórnun sem tryggir gott og öruggt vöru- og starfsmannaflæði í verkefnunum má nefna fjölda HSE vænlegra möguleika s.s. val á forsmíðuðum byggingarhlutum sem leysa af hólmi erfið vinnuumhverfisvandamál, vinnulyftur, verkpalla og önnur tæknileg hjálpartæki sem koma í veg fyrir fallhættu, óheppilega líkamsbeitingu o.fl. Þá má nefna lausnir sem lágmarka rykmyndun á vinnustaðnum, val á hættulitlum efnum, val á hljóðlátum tækjum og vinnuaðferðum o.m.fl.

CM – framkvæmdastig mannvirkjagerðar þarf að mótast af heildstæðu stjórnkerfi sem tryggir að ákvæði löggjafarinnar og óskir verkkaupans nái fram að ganga. Hér má m.a. nefna framkvæmd öryggis- og heilbrigðisáætlunar, skipan samræmingaraðila á framkvæmdastigi, kerfisbundna fundi um öryggismál meðan á framkvæmd stendur, utanumhald öryggishandbókar og því að halda úti ferli stöðugra umbóta. HRV Engineering býður viðskiptavinum sínum HSE stýrikerfi sem sérsniðin eru að hverju verkefni. Krafan um skipan samræmingaraðila á samkvæmt vinnulöggjöfinni við þegar

fleiri en einn atvinnurekandi er að störfum eða verktakar eru með fleiri en 10 starfsmenn í vinnu á framkvæmdasvæði. Verkefni samræmingaraðila á framkvæmdastigi eru dæmigert að samræma framkvæmd forvarna og öryggisráðstafana við skipulagningu og tímasetningu hinna ýmsu verkþátta sem eiga að fara fram samtímis eða hver á eftir öðrum, samræma aðgerðir til að tryggja öryggi allra, sem vinna að framkvæmd verks á byggingarvinnustað og fylgja öryggis- og heilbrigðisáætlun sem gerð hefur verið fyrir verkið, fylgja eftir lögum og reglum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustaðnum. Skilvirkt byggingaeftirlit sem fylgir stefnunni í heilsu-, öryggis- og umhverfismálum eftir tryggir að sá árangur sem að er stefnt, náist við framkvæmd verksins.

Með EPCM verkefnastjórnunarsamningum getur framkvæmd heilsu-, öryggis- og umhverfismála tekið á sig nokkrar myndir en til grundvallar er gert ráð fyrir að HRV Engineering sjái um kerfishönnun og hið eiginlega eftirlit með heilsu- öryggis-, og umhverfismálum en að öryggi byggingarframkvæmdarinnar sé lagalega á ábyrgð verkkaupans og undirverktaka í samræmi við verksamningana. Í sumum tilvikum tekur HRV Engineering að sér hlutverk samræmingaraðila en í öðrum

tilvikum eru það aðilar á vegum verkkaupans.

HRV Engineering hefur á síðustu misserum verið að þróa þverþáttarlega aðferðarfræði við stjórnun HSE mála þ.e. með kerfisbundinni vinnu með öryggismenningu fyrirtækja. Slík þriðjukynslóðar aðferðarfræði í vinnuumhverfisstarfinu nær á sama tíma til allra þátta verkefnastjórnunar enda í grunninn verið að fjalla um þau viðteknu gildi, venjur og skynjanir sem skipta máli varðandi það hvernig stjórnendur og starfsmenn fyrirtækis bera sig að varðandi forvarnir, áhættur og vinnuslys.

HeiMilDiRLög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á

vinnustöðum nr. 46/1980

Reglur 547/1996, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð.

Vinnueftirlitið (2002): Fræðslu- og leiðbeiningarit nr. 17; Öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir byggingarvinnustaði

Phil Loots and Nick Henchie November 2007; Worlds Apart: EPC and EPCM Contracts: Risk issues and allocation. Mayer Brown

Efni af heimasíðunni www.bar-ba.dk

Page 41: Upp í vindinn 2010

Spennandi kostur fyrir þá sem hafaáhuga á mjög hagnýtu stjórnunarnámi.

Alþjóðleg vottun í verkefnastjórnun í umboðialþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA).

Skemmtilegir nemendur og heimsþekktir kennarar.

Opnar starfsvettvang víða í íslensku samfélagi og um allan heim.

Tveggja ára nám samhliða starfi.

MPM • Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ • Hjarðarhaga 6 • 107 Reykjavík • sími 525 4700

MEISTARANÁM Í VERKEFNASTJÓRNUN

to

n/

A

Stefnumótun og sóknaráætlun

Verkefnaleiðtoginn:Sjálfsskilningur, þroski og þróun

Raunhæft verkefni: Undirbúningur, framkvæmd og lúkning

Verkefnaleiðtoginn: Siðfræði verkefnastjórnunar

ÞÁTTTÖKUSKILYRÐI

B.A./B.S./B.Ed. eða sambærilegt

Minnst þriggja ára reynsla úr atvinnulífinu

Reynsla við verkefnavinnu æskileg

Upplýsingar og upplýsingatæknií verkefnum

Samningar í verkefnum:Samningagerð, deilu- og áfallastjórnun

Arðsemi og fjármögnun verkefna

Verkefnateymi og aflfræði hópa

MEÐAL NÁMSEFNIS

NOKKUR SÆTI LAUS

UMSÓKNARFRESTUR

TIL 17. MAÍ

Page 42: Upp í vindinn 2010

42 | ... upp í vindinn

PEtRa aNDREa MaaCk HaLLDóRSDóttiR Formaður Naglanna 2009-2010.

Nemendafélag umhverfis- og byggingar-verkfræðinema, Naglarnir er löngu þekkt fyrir kraftmikið og öflugt félagslíf. Það stækkar með hverju árinu og eru

félagsmenn hátt í 140 talsins þetta námsárið enda er ávallt eitthvað að gerast, að minnsta kosti á hverju föstudagskvöldi.

Hvað er betra á föstudagskvöldi en að kúpla sig frá lærdómnum og kíkja í góða vísindaferð með samnemendum sínum? Þar er félagsmönnum boðið í heimsókn til ýmissa fyrirtækja sem kynna starfsemi sína og oftar en ekki er boðið upp á veglegar veitingar. Þessar ferðir eru afar mikilvægur þáttur í félagslífi nemenda enda gefst tækifæri til að kynnast atvinnulífinu á Íslandi og hvaða möguleikar bíða að námi loknu.

Sumarið byrjaði á útihátíðinni Hallgeirsey sem er orðin fastur liður í félagslífi allra háskólanema á Íslandi. Hún gekk með eindæmum vel þetta árið með trúbadorkeppni, brekkusöng, balli og sjálfum Hallgeirseyjarleikunum. Skemmtilegt er að segja frá að uppselt varð á hátíðina strax á föstudagskvöldinu. Skólaárið byrjaði með nýnemaferð fyrir 1. árs umhverfis- og byggingarverkfræðinema þar sem stjórnin smalaði þeim saman upp í skíðaskála í Bláfjöllum, grillaði pylsur handa þeim og var farið í leiki og sungið til að þjappa hópnum saman. Er hægt að segja að það hafi gengið vel enda einstaklega skemmtilegur hópur þar á ferð. Eftir þetta byrjuðu vísindaferðirnar af krafti og hafa þær ekki verið af verri endanum. Fyrir áramót var farið í vísindaferðir til Umhverfisstofnunar, Landsvirkjunar og verkfræðistofanna EFLU og Mannvits. Önnin endaði svo á ferð til Ístaks þar sem hópurinn fór í stutta skoðunarferð um nýbyggingu Háskólans í Reykjavík, rétt áður en hún var tekin í notkun. Að skoðunarferðinni lokinni var svo haldið í aðalstöðvar Ístaks þar sem vel var tekið á móti okkur og fyrirtækið sjálft kynnt. Á haustönninni hélt félagið einnig nokkra atburði. Þar má nefna karla- og kvennakvöld þar sem hópnum var þjappað saman, árapartý og Fáránleikana þar sem keppt er í fáránlegum keppnum og sigraði lið Naglanna þá keppni örugglega þetta árið. Hinum árlega Stanley-bikar verður seint gleymt en hann gengur út á að sá vinnur sem er fljótastur að reka niður almennilegan nagla í drumb og hefur hann slegið í gegn bæði hjá nemendum og kennurum þar sem stelpurnar eru ekkert síðri en strákarnir í þeim efnum.

Einn stærsi viðburður haustannarinnar er svo sjálf

Haustferðin en þetta árið var keyrt um Suðurlandið og stoppað á hinum ýmsu stöðum. Fyrra fyrirtækjastoppið var í MS á Selfossi og tóku Guðmundur Geir Gunnarsson og Ragnar Sigbjörnsson á móti okkur og fræddu okkur um Jarðskjálftamiðstöðina og um starfsemi og framleiðslu MS. Við fengum gott morgunkaffi hjá þeim, smökkuðum nýjar vörur og tókum svo skoðunarferð um húsið og alla verksmiðjuna. Seinna stoppið var á Hótel Fljótshlíð þar sem Eysteinn Jóhann Dofrason frá Suðurverk ehf. tók á móti okkur og byggingatæknifræðinemum frá HR og kynnti fyrir okkur fyrirtækið og framkvæmdir þeirra í Bakkafjöru. Einstaklega vegleg og góð heimsókn sem endaði á stoppi í Bakkafjöru þar sem fólk gat farið út og skoðað sig um. Veðrið lék kannski ekki við okkur þar sem fólk bókstaflega fauk inn og út úr rútunum en allir eru sammála um að ferðin sjálf hafi heppnast vel og fóru allir heim sáttir og glaðir.

Nýja árið gekk í garð og voru komandi vísindaferðir ekkert síðri en þær fyrri. Farið var til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem tók á móti okkur með góðum fyrirlestri og veitingum. Þar á eftir var farið í Ísloft, Verkfræðingafélag Íslands, Almennu verkfræðistofuna og Húsasmiðjuna. Hin árlega skíðaferð var farin til Akureyrar í enda janúarmánaðar þar sem Naglar sameinuðust nemendafélagi rafmagns- og tölvuverkfræðinema, VIR og gistu í Ytri-Vík. Á vorönninni er einnig hinn skemmtilegi Kennarafagnaður þar sem kennarar og nemendur koma saman og hafa gaman eina kvöldstund yfir dýrindis mat og skemmtun. Einnig er haldinn HÍ-HR dagur þar sem verkfræðideildir háskólanna etja kappi saman í hinum ýmsu keppnum og endar svo á föstudagskvöldi þar sem þær skemmta sér saman og fagna úrslitunum. Að þessu frátöldu er haldin stór árshátíð þar sem farið er út á land og Hótel Selfoss tekið yfir eitt föstudagskvöld. Fleiri vísindaferðir eru á dagskrá, svo sem Skýrr, Ölgerðin, Hnit og svo mætti lengi telja en þar gefst fólki tækifæri á að kynnast samnemendum sínum betur utan skólans og ekki má gleyma að þetta er góður vettvangur fyrir nemendur til að kynna sjálfan sig fyrir fyrirtækjum og hafa margir fundið sér atvinnu í kjölfar þessarra ferða.

Í lok skólaársins er loks haldinn aðalfundur þar sem félagsmenn koma saman, kjósa sér nýja stjórn og árið er tekið saman. Við í stjórninni sáum fram á strembið ár en með ákveðni, dugnaði og samvinnu hefur þetta tekist og ekki má gleyma yndislegum félagsmönnum því án þeirra væri félagslífið ekki eins kröftugt og það er í dag.

NagLaRNiR 2009-2010

Page 43: Upp í vindinn 2010

... upp í vindinn | 43

Naglarnir 2009-2010

Page 44: Upp í vindinn 2010

Einangrunar- og sólvarnargler meðU-gildi 1.1 W/m2 K

Glerverksmiðjan Samverk ehfEyjasandi 2, 850 HelluVíkurhvar� 6, 203 Kópavogisimi: 488 - 9000 fax: 488 - 9001

[email protected]

NÝ OG BETRI GLER

FAGFÓLK VELUR WURTH

Wurth á Íslandi ehf. Vesturhrauni 5 Smiðjuvegi [email protected] 210 Garðabæ 200 Kópavogi www.wurth.is Bíldshöfða 16 Freyjunesi 4 Sími: 530 2000 110 Reykjavík 603 Akureyri

4 verslanir

SIGURÐAR R. ÓLAFSSONAR

Page 45: Upp í vindinn 2010

NLE er ungt og framsækið fyrirtæki sem er að hasla sér völl á sviði orku og samgöngutækni. Megináhersla er lögð á að fjárfesta í verkefnum sem hafa samfélagsleg áhrif og skipta máli í sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Eitt helsta verkefni NLE er rafbílavæðing Íslands, sem er drifkrafturinn í framtíðarsýn eigenda fyrirtækisins. Heildstæð rafbílavæðing felur í sér fjölþættar lausnir við öllu sem varðar innleiðingu á notkun raforku fyrir samgöngur. Uppbygging þjónustukerfis fyrir rafbíla sem inniheldur heimahleðslu, rafhleðslupósta og hraðhleðslu ásamt víðtæku samskiptakerfi fyrir notendur er hluti þessarar rafbílavæðingar.

Northern Lights Energy I Lækjargötu 4 I 101 Reykjavík I Sími 490 9000 I [email protected] I www.nle.is

Page 46: Upp í vindinn 2010

46 | ... upp í vindinn

EYjóLfUR BjaRNaSoNGæðastjóri hjá Íslenskum aðalverktökum hf, lauk prófi í byggingar-tæknifræði frá Aust Agder distriktshögskole 1979 og B.Sc. prófi í tæknifræði með áherslu á tæknilega stjórnun sveitafélaga frá sama skóla árið 1984. Hann starfaði sem forstöðumaður tæknideildar Ísafjarðabæjar 1984 – 1996 og  hjá Samtökum iðnaðarins á mannvirkjasviði 1996 – 2007. Eyjólfur hefur starfað hjá Íslenskum aðalverktökum hf. frá 2007.

Upphaf gæðstjórnunar í mannvirkjagerð Á Íslandi teygja umræður og vinna við gæðastjórnun í mannvirkjagerð sig allt aftur til seinni hluta 9. áratugarins. Fyrsta raunverulega átakið í þessa veru hófst þegar fimm fyrirtæki og stofnanir tóku sig saman og fengu til landsins norskan sérfræðing Odd Sjöholt, sem leiddi vinnu fyrirtækjanna við að útbúa og innleiða gæðstjórnun í fyrirækjunum. Það var Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sem hélt utan um hópinn en í honum voru Íslenskir aðalverktakar hf., Jarðboranir hf., Ístak hf. og Ármannsfell hf.

Í kjölfarið jókst umræða um gæðastjórnun meðal fyrirtækja í mannvirkjagerð. Umræðan leiddi til þess að stofnað var Gæðaráð byggingariðnaðarins sem hafði það að markmiði að stuðla að og koma á: • Gæðakerfum í byggingariðnaði • Gæðamati á efnum og vinnu á öllum byggingarstigum • Rannsóknarstarfsemi á sviði byggingariðnaðar • Samstarfi verkmenntaskóla og atvinnulífs í því skyni að

auka skilning á gæðamálum• Gerð nýrra staðla á sviði byggingariðnaðar • Námskeiðahaldi í gæðastjónun

Gæðaráðið stóð fyrir ráðstefnum og hélt uppi umræðum og áróðri fyrir góðri og markvissri stjórnun í mannvirkjagerð. Á þessum árum var almenn þekking á gæðastjórnun ekki mikil og starfssemi Gæðaráðs byggingariðnaðarins því frumkvöðlastarf. Það voru e.t.v. ekki mörg fyrirtæki í starfsgreininni sem tóku upp hugmyndafræði gæðastjórnunar og innleiddu gæðakerfi í fyrirtækjunum, en jarðvegurinn var undirbúinn fyrir enn frekari landvinninga.

Gæðastjórnunarfélagið var annar sproti sem skaut rótum á þessum árum en það var stofnað árið 1986. Þar var unnið mikið og gott frumkvöðlastarf í mörgum hópum sem höfðu mismunandi áherslur. Nafni Gæðastjórnunarfélagsins var breytt árið 2001 og heitir nú Stjórnvísi og heldur m.a. á lofti umræðu og fræðslu um gæðastjórnun.

Segja má að annað stórt átak í gæðastjórnun hafi farið af stað árið 1997 en þá hófu Samtök iðnaðarins átak í gæðastjórnun fyrir verktakafyrirtæki í mannvirkjagerð. Átakið stendur yfir enn í dag og hefur m.a. annars skilað þeim árangri að nokkur fyrirtæki í mannvirkjagerð og öðrum starfsgreinum eru með virk gæðakerfi og vitneskja fyrirtækja um gæðastjórnun hefur aukist til muna.

Það má því segja að staðan í dag sé sú að margir vita af gæðastjórnun en hún er ekki almenn hjá fyrirtækjum í mannvirkjagerð. Í ritgerð Guðjónu Bjarkar Sigurðardóttur kemur fram að þekking á því hvað felst í gæðastjórnun, er ekki nægjanleg. Ennfremur átta stjórnendur margra fyrirtækja í starfsgreininni sig ekki á að gæðakerfið er stjórnkerfi fyrirtækisins, líkt og taugakerfið er stjórntæki mannslíkamans.

verkkaupar og gæðastjórnunAf hverju allt þetta tilstand um gæðastjórnun? Hver er að biðja um gæðastjórnun í mannvirkjagerð? Eru fyrirtæki sem nýta sér gæðastjórnun að skila betri verkum og betri afkomu? Á gæðastjórnun við í fyrirtækjum sem eru með starfsstöðvar á mismunandi stöðum og verkefni sem eru misjöfn? Spurningum sem þessum hefur oft verið varpað fram og sitt sýnist hverjum. Margir fræðimenn sem skrifað hafa um gæðastjórnun hafa bent á að þau fyrirtæki sem nýta sér aðferðafræði gæðastjórnunar hafi betra utanumhald um verkefni og pappírsvinna sé þar með skilvirkari hætti en ella. Auk þess hafa þeir bent á að þar er stjórnun markvissari, endurtekningar færri og samskipti við samningsaðila í verkefnum er tryggari. Allt þetta verður til þess að verkkaupinn fær betri vöru á endanum og hefur meiri löngun til að eiga viðskipti við verktakann eða hönnuðinn á nýjan leik.

Ljóst þykir að eitt af því sem skilar betri verkum er góð stjórnun. Til þess að ná því fram er mikilvægt að allir leikendur séu tilbúnir að leika í sama leikritinu og hafi skilning á því hvað höfundur þess hafði í huga þegar af stað var farið.

Íslenskir aðalverktakar hf. og innleiðing iSo 9001 vottunar

Page 47: Upp í vindinn 2010

... upp í vindinn | 47

Íslenskir aðalverktakar hf. og innleiðing ISO 9001 vottunar

Í þessu ljósi má benda á að um all langt skeið hafa verkkaupar sett það fram sem kröfu í útboðsgögnum og við samningagerð, að hönnuðir og verktakar í mannvirkjagerð hafi virka gæðastjórnun í fyrirtækjum sínum.

Einn opinber innkaupaaðili á íslenskum byggingamarkaði setti á sínum tíma fram þá kröfu að hönnuðir yrðu, innan ákveðins árafjölda, að vera með ISO 9000 vottað gæðakerfi ef þeir ættu að koma til greina sem birgjar. Annar opinber útboðsaðili tilkynnti verktökum það að innan ákveðins árafjölda myndu þeir verktakar sem væru með gæðakerfi njóta þess í verðum við val á verktökum eftir útboð. Opinberir verkkaupar settust líka niður með Samtökum iðnaðarins og skilgreindu sameiginlega kröfur til gæðastjórnunar við verklegar framkvæmdir. Með öðrum orðum, gæðakerfi ættu að gefa fyrirtækjum ákveðið forskot eða að verkkauparnir mátu það svo að þeir fengju betri vöru/verk frá fyrirtækjum sem væru með gæðakerfi.

En hvernig hefur opinberum sem og almennum verkkaupum gengið að koma á gæðastjórnun í sínum ranni og hvernig hafa þeir framfylgt eigin kröfum um gæðastjórnun hjá birgjum sínum (verktökum og hönnuðum)? Þeirri spurningu verður ekki svarað hér en áhugavert væri að skoða það. Til staðar eru kröfur um gæðastjórnun sem margir álíta að ekki sé framfylgt sem skyldi líkt og Guðjóna Björk Sigurðardóttir komst að í sinni rannsókn og vitnað er í hér að framan.

Hér er rétt að staldra við og taka fram að krafa verkkaupa um gæðastjórnun á ekki að vera eina ástæða fyrirtækja til að taka upp gæðastjórnun. Hvatinn fyrir góðri stjórnun á auðvitað að koma innanfrá, frá stjórnendum fyrirtækjanna sjálfra. Góð stjórnun leiðir til betri framleiðslu og hagkvæmari rekstrar.

gæðakostnaðurÞegar gæðastjórnun ber á góma þá heyrist oft sú gagnrýni að gæðastjórnun sé „kostnaður og pappír“. Þessu viðhorfi þarf að breyta því að stór þáttur í að koma á virku gæðakerfi er skrá niður það sem fram fer í fyrirtækinu og nýta sér síðan það sem skráð er, til að fara í umbótastarf.

Gæðakostnaður er hugtak sem útskýra þarf þegar rætt er um kostnað við gæðastjórnun. Gæðakostnaður er sá kostnaður sem fellur til við að tryggja að viðskiptavinurinn fái

Page 48: Upp í vindinn 2010

48 | ... upp í vindinn

Íslenskir aðalverktakar hf. og innleiðing ISO 9001 vottunar

þá vöru sem hann ætlast til og þannig séu væntingar hans uppfylltar. Hér er um að ræða kostnað við undirbúning, rýni, eigið eftirlit, innra eftirlit, lagfæringar á framkvæmdatíma, breytingar á verkáætlunum, lagfæringar að lokinni framkvæmd o.s.frv. Eftir því sem betur er vandað til undirbúnings og stjórnunar þarf að eyða minna í lagfæringar. Allar breytingar á fyrstu stigum framkvæmdar eru kostnaðarminni en þær sem gerðar eru síðar.

Í norrænni rannsókn um gæðastjórnun sem gerð var meðal 66 fyrirtækja var sýnt fram á að allt að 10-20% af veltu fyrirtækja í þjónustugreinum/mannvirkjagerð er greindur sem gæðakostnaður. Þó að slíkar rannsóknir hafi ekki verið gerðar hér á landi þá þykir ekki ástæða til að ætla annað en að staðan sé svipuð hér á landi. Greiningar sem gerðar hafa verið á gæðakostnaði hjá fyrirtækjum áður og eftir að gæðastjórnun er tekin upp sýna að skipting gæðakostnaðar breytist og lækkar, eins og fram kemur í línuritinu hér að ofan.

leið íav í gæðastjórnunLeið ÍAV í gæðastjórnun er samofin umræðunni á Íslandi frá upphafi. Íslenskir aðalverktakar hf. voru í hópi fyrirtækja sem hóf innleiðingu gæðakerfis árið 1990. Hjá fyrirtækinu starfa í dag starfsmenn sem hafa tekið þátt í gæðastjórnunarferlinu frá upphafi. ÍAV á sér rætur í þremur fyrirtækjum þ.e. Íslenskum aðalverktökum, Ármannsfelli og Álftárós. Öll þessi fyrirtæki höfðu hvert í sínu lagi verið að skoða og innleiða hjá sér verkferla og koma þeim í ákveðið kerfi. Íslenskir aðalverktakar unnu mikið á Keflavíkurflugvelli á árum áður, í verkefnum sem tengdust bandaríska hernum. Í samningum sem undirritaðir voru við herinn var ávallt gert ráð fyrir að hugmyndafræði gæðastjórnunar væri beitt. Hjá Ármannsfelli og Álftárós var unnið í anda gæðastjórnunnar

við að byggja upp gæðakerfi og nýta sér það við stjórnun framkvæmda fyrir almenna og opinbera verkkaupa. Vinna starfsmanna þessara fyrirtækja sem enn vinna hjá ÍAV er þannig samofin hugsun gæðastjórnunar og hefur verið í mörg ár. Þeir vita sem er, að ekki er eingöngu um að ræða gögn sem dregin eru fram á hátíðisdögum. Það er trú stjórnenda og starfsmanna ÍAV að aðferðafræði skili auðveldara vinnuumhverfi ásamt meiri röð og reglu. Einnig skili það ánægðari starfsmönnum og ekki síst ánægðari viðskiptavinum sem muna eftir ÍAV þegar þeir þurfa á verktaka að halda.

af hverju iSo 9001 vottun?Það er í raun og veru ekkert sem segir að fyrirtæki geti ekki byggt upp sitt eigið gæðakerfi eins og ÍAV hafði gert og nýtt það til að auðvelda rekstur fyrirtækisins og upplýsa starfsmenn um þær forsendur sem stjórnun fyrirtækisins byggir á. Það leggur hins vegar þær kvaðir á stjórnendur, eina og sér, að þeir framfylgi kerfinu og staðfesti virkni þess eins og til er ætlast. Stjórn og framkvæmdastjórn ÍAV hf. töldu hins vegar að sá tími væri runninn upp að fá gæðakerfi fyrirtækisins vottað af utanaðkomandi aðilum og þá samkvæmt ákvæðum ISO 9001.

Ástæðuna má rekja til eftirfarandi atriða:

ISO 9001 er alþjóðlegur stjórnunarstaðall, unninn af aðilum markaðarins með fulltrúum úr öllum heimshornum. Af þeim sökum er hægt að ætlast til að í honum séu settar fram stjórnunarkröfur sem nýtast fyrirtækjum og viðskiptavinum þeirra. ISO (International Organization for Standardization) eru alþjóðleg samtök þar sem fólk úr öllum heimsálfum mætir og tekur þátt í staðlagerð. Þekking fólksins endurspeglast í stöðlunum sem útbúnir eru og kynna því til leiks helstu þarfir fyrirtækja til að stjórna vel og uppfylla væntingar viðskiptavina sinna.

ISO 9001 staðallinn er þekktur um allan heim. ÍAV hafa á undanfjörnum árum unnið mikið fyrir erlenda verkkaupa og verið í samstarfi við erlend fyrirtæki. Þessir aðilar þurfa að geta áttað sig á því á einfaldan máta á hvaða grunni stjórnun ÍAV er byggð. Þeir sem vinna í anda gæðastjórnunar vita hvað ISO 9001 staðallinn stendur fyrir og ættu því að renna grun í hvað ÍAV stendur fyrir. Starfsmenn ÍAV eiga þannig einfaldara með að eiga samskipti við viðskiptavini og samstarfsfyrirtæki.

Staðalinn krefst skráðra innri úttekta. ISO 9001 krefst þess að fyrirtæki sem eru vottuð í samræmi við kröfur hans séu með skráðar og skjalfestar innri úttektir. Innri úttektir eru gerðar af starfsmönnum fyrirtækisins sjálfs. Þær ganga út á að skoða starfsemina og meta hvort hún sé í samræmi við skráð verklag í gæðakerfinu. Þar sem ósamræmi kemur fram verður að semja um lagfæringar og fylgja því eftir að lagfæringarnar séu gerðar. Innri úttektir eru eins og aðrir hlutar fyrirtækisins teknir út af skoðunarmönnum vottunaraðilans sem staðfestir hvort þær fari fram og hver árangur þeirra er.

Utanaðkomandi faggiltur aðili tekur starfsemi fyrirtækisins reglulega út. Með þessu er verið að fá sýn óháðs þriðja aðila á því hvort verið sé að vinna samkvæmt því verklagi sem lofað er í gæðakerfinu og þeim kröfum sem settar eru fram í ISO staðlinum. Þannig er ekki eingöngu látið nægja að framkvæma innri úttektir með eigin starfsmönnum heldur er fenginn óháður aðili til að taka út starfsemina.

Öll þessi atriði sem talin hafa verið upp eiga að tryggja ÍAV aukin trúverðugleika hjá núverandi og væntanlegum viðskiptavinum. Stjórnkerfi fyrirtækisins er byggt á kröfum í alþjóðlegum staðli og fyrirtækið er reglulega tekið út af óháðum faggiltum aðila. Rétt er að taka fram að þar sem um faggildan aðila er að ræða, þá vinnur viðkomandi eftir gæðakerfi og er þannig háður eftirliti/úttektum opinberra aðila sem tryggja að viðkomandi sinni starfi sínu samkvæmt kröfum.

Í júní 2009, eftir um tveggja ára markvisst starf, náðist takmarkið, ÍAV var vottað af BSI á Íslandi á grundvelli ISO 9001:2008.

Ávinningur íavÞað er full ástæða til að velta fyrir sér ávinningi ÍAV og þá ekki síst í ljósi hugmyndafræði gæðastjórnunar. Hverju breytti ákvörðunin um að gæðakerfi ÍAV fengi vottun á grundvelli

Forhönnun Hönnun Undirbúningur Framkvæmd Eftir framkvæmd

Kostnaður vegna breytinga og lagfæringa

Page 49: Upp í vindinn 2010

Íslenskir aðalverktakar hf. og innleiðing ISO 9001 vottunar

ISO 9001? Á þessum tímapunkti er ekki hægt að fullyrða að um byltingakennda breytingu hafi verið að ræða. Það eru þó nokkur atriði sem hægt er að draga fram og nefna. Við endurskoðun á gæðakerfinu fór fram innan fyrirtækisins all mikil umræða um verkferla og aðferðir við stjórnun og gæði framkvæmdanna og hvað þyrfti til að ná betri árangri. Umræðan um góða stjórnun og hugmyndafræði gæðastjórnunar hefur aukist í fyrirtækinu. Verkferlar eru í fastari skorðum. Val á birgjum fer eftir ákveðnu ferli og þeir eru metnir að loknum samningum sem gerðir hafa verið við þá. Rekjanleiki vöru við móttöku á verkstað er meiri og auðveldari en áður. Svona mætti lengja telja en yrði of langt mál hér.

Það er trú margra stjórnenda að ÍAV muni skila enn betri verkum en áður og að fyrirtækið muni stöðugt lækka gæðakostnað sinn og verði þannig samkeppnishæfara en áður. Stjórnendur ÍAV hafa allir það mikla reynslu og þekkingu á gæðastjórnun að þeir hefðu aldrei lagt af stað í ISO 9001 vottun ef þeir hefðu ekki haft trú á því að það ætti eftir að skila fyrirtækinu auknum árangri.

lokaorðÍslenskir aðalverktakar hafa í mörg ár lagt stund á góða skipulagða stjórnun. Hjá ÍAV hefur verið til skilgreint gæðakerfi í mörg ár. ISO 9001 vottaða gæðakerfi ÍAV var beint framhald þeirrar vinnu sem fram hafði farið hjá fyrirtækinu. Vottunin er utanaðkomandi staðfesting á því að ÍAV vinna eftir gæðakerfinu og samkvæmt ferlum sem skilgreindir eru í því ásamt því að vinna eftir þeim ákvæðum sem staðallinn gefur út til að vera lágmarksviðmið fyrir góða stjórnun. Slík stjórnun á að verða til þess að viðskiptavinurinn fær það sem hann

hefur samið um og það sem hann hefur væntingar til að fá.

Íslenskir aðalverktakar hvetja alla sem koma að mannvirkjagerð, framleiða eða selja vörur til mannvirkjagerðar að nýta sér aðferðafræði gæðastjórnunnar og koma sér upp gæðakerfi. ISO 9001 getur verið lykillinn að enn betri árangri en áður hefur verið náð. Munum eftir 10 - 20% gæðakostnaðnum. Það er eftir miklu að slægjast. Þeim mun fleiri sem nýta sér aðferðafræði gæðastjórnunar, þeim mun auðveldara verður tilveran, skilningur verður meiri á góðri stjórnun.

Íslenskir aðalverktakar hf., Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200

Page 50: Upp í vindinn 2010

50 | ... upp í vindinn

NÁM Á ERLENDRi gRUNDUVits er þörf þeim er víða ratarBæði prófessorar og starfandi verkfræðingar hvetja nemendur eindregið til að taka einhvern hluta náms síns erlendis, hvort sem það er sem skiptistúdent eða mastersnámið í heild. Nokkrir verkfræðingar sem allir eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám við erlenda háskóla voru fengnir til að lýsa reynslu sinni. Vonandi koma þessir pistlar til með að gefa þeim nemendum sem huga að námi erlendis einhverja hugmynd um háskólalífið þar.

Nafn: Kolbeinn Tumi DaðasonMenntun: M.Sc. í byggingarverkfræði með áherslu á burðarþolSkóli: University of Washington í SeattleLand: BandaríkinÚtskriftarár: 2006

Þökk sé Norðmanninum Henrik Valle hefur fjöldi íslenskra bygginga verkfræðinema átt kost á „ókeypis” meistaranámi við University of Washington (UW) í Seattle í Bandaríkjunum. Valle-stofnunin veitir nefnilega árlega námsstyrki til norrænna og bandarískra meistaranema í byggingaverkfræði.

UW er einn af stærri og eldri háskólum vestanhafs með rúmlega 40 þúsund nemendur og er háskólasvæðið sérstaklega glæsilegt. Helsta aðlögunin fólst í því að venja sig á að reikna allt í pundum og fetum sem tók reyndar ekki langan tíma. Bekkjarfélagarnir voru frá öllum hlutum Bandaríkjanna og upp til hópa opið og skemmtilegt fólk sem kunni að viðhalda góðu jafnvægi milli verkefnavinnu og gleðistunda utan skólans.

Meistaranámið var töluvert ólíkt grunnnáminu hér heima. Námið var erfiðara að því leyti að fræðin voru flóknari en auðveldara að því leyti að fall þekktist nánast ekki. Fólk stundar því námið á eigin forsendum, þ.e. allir útskrifast með sömu gráðu en nemendur verða að eiga það við sjálfa sig hvort þeir nýta tækifærið til þess að læra eitthvað af viti á tíma sínum þar. En gæði í kennslu jafnt sem rannsóknum eru mikil.

Ég get óhikað mælt með meistaranáminu í UW og sérstaklega með hinni stórkostlegu borg Seattle og ég get fullvissað ykkur um að fjöldi íslenskra byggingarverkfræðinga er sama sinnis.

Nafn: Örvar SteingrímssonMenntun: M.Sc. í  byggingarverkfræðiSkóli: NTNU - Norges teknisk-naturvitenskapelige universitet i TrondheimLand: NoregurÚtskriftarár: 2008

NTNU er næst stærsti háskóli Noregs og er aðal tækniháskóli þeirra. Þangað sækja flestir þeir sem vilja taka meistarapróf í verkfræði og öðrum tæknigreinum. Öll aðstaða í skólanum bæði til lærdóms og rannsókna er til fyrirmyndar. Bekkjarfélagarnir voru frá öllu landinu og var um það bil helmingurinn sem kom frá minni háskólum sem bjóða aðeins uppá þriggja ára BS nám.

Námið í NTNU er ekkert ósvipað því sem er á Íslandi, tvær annir og próf í lok hverrar annar. Svipaðar áherslur er á milli verkefna og prófa eins og hér heima. Auðvelt var að aðlagast náminu en tungumálið var helsta fyrirstaðan til að byrja með. Í minni deild, byggingadeild, var mest allt námsefnið á norsku og allir tímar kenndir á norsku. Það er misjafnt eftir deildum háskólans og eftirspurn hvað langt er komið í enskuvæðingu á námsefni. En svipað og hérna heima stendur það til.

Mikið og öflugt félagslíf er í NTNU og getur hver sem er fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá er námið bæði fjölbreytt og krefjandi. Ég mæli tvímælalaust með því að fara til Þrándheims fyrir þá sem vilja komast í skemmtilegt og gefandi umhverfi og á sama tíma komast í krefjandi nám. Tel ég að dvöl við nám erlendis sé ómetanleg reynsla í framtíð hvers og eins námsmanns.

Page 51: Upp í vindinn 2010

... upp í vindinn | 51

Nám á erlendri grundu

Nafn: Árni Freyr StefánssonMenntun: M.Sc. í samgönguverkfræðiSkóli: Tækniháskólinn í Delft (Delft University of Technology)Land: HollandÚtskriftarár: 2008

Það verður enginn Íslendingur fyrir kúltúrsjokki við það að flytjast til Hollands í framhaldsnám. Hollendingar eru upp til hópa mjög svipaðir Íslendingum nema þó kannski fyrir utan klæðaburð, en meðal Hollendingur á a.m.k. 3 appelsínugula alklæðnaði. Hollenskan venst fljótlega en annars er ekkert mál að komast af án hollenskunnar. Allt nám, bækur og upplýsingar í háskólanum er á ensku.

Námið sjálft er fyrsta flokks. Prófessorarnir eru oftar en ekki sérfræðingar á heimsmælikvarða á sínu sviði. Aðstaða til rannsókna er sömuleiðis til algjörar fyrirmyndar. Fyrsta veturinn eyða nemendur í kúrsa, sem standa undir helmingi af einingum námsins. Eftir það eiga nemendur að velja tvennt af eftirfarandi; auka kúrsar, minor ritgerð, starfsnám hjá fyrirtæki og að endingu þverfaglegt verkefni, oftar en ekki erlendis (ég vann mitt í Bólivíu). Þegar þetta er búið tekur við sjálf mastersritgerðin.

Húsnæðismál eru yfirleitt mesti höfuðverkur erlendra nemenda. Leigumiðlunin DUWO býður að vísu hverjum erlendum nemanda upp á litlar stúdíóíbúðir sem kosta milli 4 og 500 evrur á mánuði. Þessar íbúðir eru ekki í miðbæ Delft, enda flytja flestir sig eitthvert annað eftir fyrsta árið, og þá yfirleitt í eitt af hinum mörgu stúdentahúsum borgarinnar.

Félagslífið í skólanum er mjög líflegt. Hin hefðbundnu nemenda félög standa fyrir reglulegum viðburðum og svo vorferð, sem iðulega er farin út fyrir landssteinana. Þar fyrir utan starfa mörg sjálfstæð nemendafélög sem allir hafa aðgang að.

Á leikdögum gengur lest beint á milli Delft og De Kuip, heimavöll Feyenoord (er í um 15 mín á leiðinni). Valið ætti því að vera auðvelt fyrir knattspyrnuáhugamenn.

Ég mæli hikstalaust með TU Delft sem góðum valkosti fyrir íslenska verkfræðinema. Námið og samfélagið í heild er fyrsta flokks. Þar að auki er lega Hollands mjög hentug fyrir þá sem vilja ferðast um Evrópu.

Nafn: Böðvar TómassonMenntun: M.Sc. Byggingar- og brunaverkfræðiSkóli: Tækiháskólinn í Lundi (LTH)Land: SvíþjóðÚtskriftarár: 1998

Uppbygging námsins var öðruvísi en ég átti að venjast hér á landi. Hverju ári var skipt upp í fjórar lotur og almennt bara 2-3 námskeið í hverri lotu, en nokkur námskeið náðu yfir tvær lotur. Það var því betur hægt að sinna þeim námskeiðum sem voru í gangi. Námið var mun meira verkefnatengt en ég átti að venjast hér heima og meira um stærri verkefni, sem giltu jafnvel stóran hluta einkunnar, auk þess sem því fylgdu kynningar og ítarleg framsetning á verkefnum, sem var mjög góð reynsla. Stærsti munurinn frá Íslandi var þó fólginn í skipulagi námsins, því í byrjun hvers námskeiðs fengum við upplýsingar um hvað yrði kennt í hverjum einasta tíma, hvaða dæmi yrðu sett fyrir, upplýsingar um verkefni og prófatíma í lok áfangans. Það er mjög auðvelt fyrir Íslending að aðlagast Svíþjóð og þrátt fyrir að kunna ekkert í sænsku þegar ég byrjaði, dugði dönsku-grunnurinn vel í byrjun.

Ég get mælt með námi í Tækniháskólanum í Lundi, sem er einn af stóru og rótgrónu háskólunum í Svíþjóð. Skólinn býður upp á mikið námsframboð í ólíkum greinum og því hægt að blanda saman ýmsum námskeiðum til frekari sérhæfingar.

Með tilkomu Eyrarsundsbrúarinnar varð tengingin við Ísland mjög góð, því það tekur aðeins um 50 mínútur með lest frá Lundi til Kastrup.

Nafn: Guðmundur Valur GuðmundssonMenntun: M.Sc. í Advanced Structural EngineeringSkóli: Imperial College LondonLand: EnglandÚtskriftarár: 2007

Ég fór í framhaldsnám eftir að hafa unnið í um 6 ár og hafði lokið 4ra ára verkfræðiprófi við HÍ árið 2000.

Námið reyndist mér mjög vel, var skemmtilegt en krefjandi á köflum og maður kynntist fólki víða að úr heiminum. Uppbygging framhaldsnámsins er nokkuð frábrugðin náminu hérna á Íslandi. Um er að ræða 12 mánaða nám til að ljúka M.Sc. gráðunni og er lokaverkefni unnið á sumarmisseri, hægt var að velja um rannsóknatengt MSc verkefni eða þá hönnunarverkefni. Boðið er upp á M.Sc. í jarðskjálftaverkfræði, stálvirkjum eða steypuvirkjum. Jafnframt er hægt að taka valnámskeið tengt viðskiptum (Business Management) eða vistvænni eða sjálfbærri hönnun (Sustainable Development). Námið er því mjög sérhæft og miklar kröfur gerðar. Skólinn er mjög virtur og hefur verið á topp tíu lista yfir bestu háskóla í heimi undanfarin ár og þarf að sækja tiltölulega snemma um til að eiga möguleika á að komast inn.

London er mjög skemmtileg borg að búa í, alltaf eitthvað um að vera og eitthvað fyrir alla, hvort sem það er fótbolti, tónlist eða söfn. Aðstaða fyrir nemendur við Imperial er mjög góð þótt sumt kunni að þykja gamaldags, m.a. er glæný líkamsræktarstöð og sundlaug við skólann. Einnig er skólinn staðsettur í einu skemmtilegasta svæði Lundúna í South Kensington, rétt hjá Hyde Park, Royal Albert Hall, Natural History Museum, Science Museum og fleiri þekktum stöðum í London.

Rétt er að minnast á að skólagjöld eru í framhaldsnámi á Englandi. Möguleiki er fyrir Íslendinga að greiða skólagjöld á sama verði og heimamenn ef þeir eru búsettir í Englandi einhverjum mánuðum áður en námið hefst og/eða ef maki þeirra er í vinnu í landinu. Verulegur munur er á „home fees” og „overseas fees” en hann var um 3000 pund á móti 16000 pundum á þeim tíma þegar ég var í skólanum.

Nafn: Guðrún JónsdóttirMenntun: M.Sc Hljóðverkfræði (Acoustical Engineering) DTU, B.Sc. Umhverfis og byggingarverkfræði HÍ.Skóli: Danmarks Tekniske UniversitetLand: DanmörkÚtskriftarár: 2006

Veturinn 2002-2003, á mínu þriðja ári í B.Sc námi, var ég Eramus nemi í byggingarverkfræðideild tækniháskólans. Val á námskeiðum miðaðist við að uppfylla skilyrði Háskóla Íslands til þeirra faga sem voru þriðja árs kúrsar hér heima í HÍ. Í þessum námskeiðum var meirihluti nemenda frá Danmörku og öll kennsla fór fram á dönsku. Það tók tiltölulega stuttan tíma að koma sér inn í hlutina, skilja og fylgja eftir. Mestu máli skipti að komast í vinnuhópa með Dönum og læra þannig tungumálið vel. Hér skipti miklu máli að sýna frumkvæði og vera ófeiminn við að spreyta sig á dönskunni. Ég tók munnlegt próf strax fyrstu jólaprófin og þrátt fyrir smá spenning gekk það mjög vel. Danirnir virkuðu fyrst um sinn svolítið lokaðir en þó vingjarnlegir. Mér fannst skipta miklu máli að ná dönskunni vel og kynnast Dönum á mínum forsendum þar sem því miður alltof margir Íslendingar fara út til náms til Danmerkur og geta svo rétt pantað sér bjór á bar eftir langa dvöl úti þar sem margir eiga bara samskipti við Íslendinga!

Að loknu grunnnámi byrjaði ég í meistaranámi í hljóðverkfræði við sama háskóla. Námið var alþjóðlegt og því margir erlendir nemendur og fór kennsla fram á ensku. Strangar kröfur voru á þau námskeið sem var nauðsynlegt að klára og þar með ekki miklir möguleikar á valkúrsum. Þetta er þó gríðarlega misjafnt eftir deildum og prógrömmum í DTU. Í þessu tilfelli fannst mér það mikill kostur þar sem öll námskeiðin voru áhugaverð og spennandi. Kennarar voru ákaflega aðgengilegir og hjálpsamir. Stemningin í hljóðverkfræðinni var góð, hópurinn var mjög samheldin og mikið og skemmtilegt félagslíf. Þrátt fyrir að nú séu liðin 4 ár frá útskrift og ákveðinn hluti af útskriftarhópnum hafi farið aftur heim til síns heimalands, sumir enn í Danmörku en aðrir hafa flust til annarra landa, ýmist til þess að starfa við hljóðverkfræði eða farið í doktorsnám, þá fylgjumst við nokkuð vel með hvert öðru.

Almennt má segja að námsdvölin í Danmörku hafi verið gríðarlega skemmtileg og er ég sannfærð um að reynslan þar muni nýtast mér vel í framtíðinni, hvort sem hún tengist framtíðarvinnu og verkefnum eða almennt í lífinu.

Page 52: Upp í vindinn 2010

52 | ... upp í vindinn

NagLaRNiR

Page 53: Upp í vindinn 2010

255 xx 180 3/9/07 4:17 PM Page 1

Composite

C M Y CM MY CY CMY K

PROMENS DALVÍK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK • SÍMI: 460 5000 • FAX: 460 5001 • www.promens.is

TM

Rotþrær Vatnstankar Brunnar og framlengingar

Olíu- og fituskiljur Sandföng

Sæplastvörur fást í

byggingavöruverslunum

um land allt

Til liðs við náttúrunaTil liðs við náttúruna

EIN

N, T

VEIR

OG

ÞR

ÍR 4

11.0

08

Hönnu›ur:

Philippe StarckStjörnuhönnu›urinn Philippe Starck hefur lengi skini› skært og

njóta hæfileikar hans sín á flestum svi›um hönnunar.

fiegar vanda á til verks skiptir hvert smáatri›i máli. Hur›arhúnarnir frá

FSB eru hanna›ir af fremstu hönnu›um heims, smí›a›ir af listfengi, flar

sem fagurt handverk og fullkomin fagmennska er höf› í hávegum.

SKÚTUVOGUR 1 C • 104 REYKJAVÍK • Sími 550 8500 • FAX 5508510 • www.vv.is

Meginaðsetur RARIK er að finna að Bíldshöfða 9 í Reykjavík. Starfstöðvar og aðsetur eru víða um land og svæðismiðstöðvar eru í Stykkishólmi, á Akureyri, Egilsstöðum og á Hvolsvelli. Starfsmenn eru um 200 og starfar um fjórðungur þeirra á aðalskrifstofu, en aðrir eru dreifðir á um 25 starfsstöðvar fyrirtækisins.

www.rarik.is

Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

Page 54: Upp í vindinn 2010

54 | ... upp í vindinn

EDDa LiLja SVEiNSDóttiRBS próf í jarðfræði frá HÍ 1980, 4. árs próf í jarðfræði frá HÍ 1981, M.Sc. próf í mannvirkjajarðfræði frá Queen´s University í Kanada 1982 og MPA frá HÍ 2005.

Fyrsta útskrift ReYST Í lok janúar sl. voru útskrifaðir fyrstu nemendurnir frá Orkuskólanum REYST. Skólinn var stofnaður af Orkuveitu Reykjavíkur, Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands í ársbyrjun 2008, en útskriftarhópurinn hóf nám síðsumars árið 2008. Útskriftin markar tímamót því þetta var í fyrsta sinn sem háskólarnir tveir útskrifuðu nemendur með sameiginlega prófgráðu þeirra beggja.

Í fyrsta árganginum voru þrettán nemendur. Sjö íslenskir, tveir frá Indónesíu og einn frá hverju þessara landa: Djibouti, Filippseyjum, Fílabeinsströndinni, Skotlandi og Þýskalandi. Í ágúst 2009 hófu einnig 13 nemendur nám við REYST, þar af sex Íslendingar og sjö erlendir frá Indlandi, Kólumbíu, Bandaríkjunum, Finnlandi, Eþíópíu og Taívan. Bakgrunnsmenntun nemendanna er BS-gráða í ýmsum greinum. Má þar nefna verkfræði, jarðfræði, jarðeðlisfræði, stærðfræði og viðskiptafræði. Nokkrir nemendanna hafa einnig MS-gráðu í raunvísindum.

Lokaverkefni meistaranemanna eru afar fjölbreytt og spanna sviðið allt frá rannsókn á kostum hitaveitna til að berjast gegn orkufátækt í Bretlandi til hagkvæmni vísindaverkefnisins, sem unnið er að við Hellisheiðarvirkjun og felst í að binda koltvísýring sem steind í bergi. Lesa má um verkefni nemendanna á heimasíðu REYST, http://www.reyst.is/Students/MScprojects2009/.

Um námiðMeistaranám við Orkuskólann REYST er 120 ECTS einingar og tekur 18 mánuði sem er skipt í þrjár annir. Fyrstu tvær annirnar eru nemendur í námskeiðum og vinna síðan eingöngu að lokaverkefnum sínum þá síðustu. Tólf námskeið hafa verið sérhönnuð fyrir REYST, en nemendur velja síðan önnur námskeið á meistarastigi úr háskólunum tveimur. Öll námskeið eru kennd á ensku.

Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík bera faglega ábyrgð á náminu, en Orkuveitan er fjárhagslegur bakhjarl

REYST ásamt því að vinna náið með háskólunum að hönnun námskeiða og þjálfun nemendanna í rannsóknarverkefnum. Stefnt er að því að innan fimm ára muni skólinn bjóða upp á doktorsnám. Er það mikilvægur liður í að ná því markmiði að REYST verði leiðandi skóli á sviði sjálfbærrar orku og í fararbroddi alþjóðlega í öflugum rannsóknum og kennslu.

Fyrirkomulagið sem REYST byggir á – samvinna tveggja stærstu háskólanna og orkufyrirtækis – gæti nýst sem fyrirmynd fyrir framhaldsnám á háskólastigi í öðrum fögum. Orkuskólinn REYST hefur reynst vel í stakk búinn til að byggja upp framhaldsnám á háskólastigi sem er samkeppnisfært á alþjóðavísu, enda er hér á landi áratuga reynsla af nýtingu jarðhita og vatnsorku og margir af færustu sérfræðingum á þeim sviðum kenna við REYST.

Uppbygging og miðlun þekkingar á sviði sjálfbærrar orku

Hvatinn að samstarfi þessara þriggja aðila um REYST er þörfin fyrir stóraukna notkun sjálfbærrar orku og sérfræðiþekkingu á því sviði. Því er spáð að orkuþörf heimsbyggðarinnar muni aukast um 50% til ársins 2030 og þá ekki síst í þróunarlöndunum. Aðeins hluti orkuframleiðslunnar kemur frá sjálfbærum orkugjöfum og krafan er sú að auka þann hluta.

Reynsla og þekking okkar Íslendinga síðustu áratugina við nýtingu jarðhita og vatnsorku er dýrmæt. Þessi reynsla hefur byggst upp hjá sérfræðingum Orkustofnunar, ÍSOR, á verkfræðistofunum og ekki síst innan háskólanna. Mikilvægt er að þessi þekking glatist ekki.

Það er skylda okkar að koma þekkingunni áfram til næstu kynslóða og til annarra landa. Skólinn skapar kjörin tækifæri fyrir Íslendinga að láta til sín taka í því brýna verkefni.

Tækifæri til framtíðarSjálfbær nýting orkulinda er undirstaða hagvaxtar og

orkuskólinn REYStalþjóðlegt meistaranám í orkuvísindum

Page 55: Upp í vindinn 2010

... upp í vindinn | 55

velferðar til framtíðar. Því leggur REYST áherslu á umhverfisvernd og sjálfbæra nýtingu orkulinda á alþjóðavísu. Það er ekki nóg að eiga auðlindir, heldur verður líka að hyggja að skynsamlegri nýtingu þeirra. Framtíðin er sjálfbær nýting endurnýjanlegrar orku og hér höfum við þekkinguna.

Verulega hefur hægt á uppbyggingu stórs geira – fjármálageirans – sem tók við fjölda ungs, tæknimenntaðs fólks mörg síðustu árin. Nú er mikilvægt að byggja upp atvinnutækifæri í tengslum við orkugeirann og þá sérstaklega sjálfbæra orku. Þannig er brýnt að sameina kraftana hér innanlands sem utan og laða unga fólkið til mennta og starfa á þeim vettvangi. Við þurfum að eiga mannskap í verkin framundan.

Næsti umsóknarfresturREYST tekur inn nemendur einu sinni á ári, í byrjun ágúst. Umsóknarfrestur er til 6. apríl. Við hvetjum alla nemendur sem eru að ljúka BS námi í verkfræði, jarðvísindum eða viðskiptafræði, að skoða heimasíðuna, www.reyst.is og sjá hvort þið eigið ekki samleið með okkur.

Orkuskólinn REYST

Fyrsti útskriftarhópur REYST ásamt framkvæmdastjóra.

Page 56: Upp í vindinn 2010

VERKSÝN

Page 57: Upp í vindinn 2010
Page 58: Upp í vindinn 2010

58 | ... upp í vindinn

joHN DoUgLaS Gestaprófessor við Jarðskjálftamiðstöð ina, Umhverfis- og byggingar verkfræði deild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann er í leyfi frá BRGM (frönsku jarðvísindastofnuninni) í Orléans, Frakklandi. Hann hefur doktorspróf í byggingarverkfræði frá frá Imperial College of Science, Technology and Medicine og B.Sc. próf í hagnýtri stærðfræði frá sama skóla. Megin rannsóknarsvið hans er jarðskjálftaverkfræði og hagnýt jarðskjálftafræði. Hann hefur einkum fengist við stærðfræðilíkön sem lýsa hröðun í jarðskjálftum og staðbundnum áhrifum.

RagNaR SigBjöRNSSoN Prófessor við Umhverfis- og byggingar verkfræðideild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann er prófessor II við NTNU í Þrándheimi og visiting fellow við University of Bristol. Ragnar hefur doktorspróf frá DTU. Helstu kennslu greinar hans eru á sviði hag nýtrar aflfræði og jarðskjálfta verkfræði. Ragnar hefur starfað við NTNU í Þrándheimi, Imperial College of Science, Technology and Medicine í London og University of Canterbury á Nýja Sjálandi. Hann veitir Jarðskjálfta miðstöð inni á Selfossi forstöðu. Ragnar hefur hlotið riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir rannsóknastörf.

jóNaS ÞóR SNæBjöRNSSoNRannsóknarprófessor við Jarðskjálftamiðstöð ina á Selfossi og aðjúnkt við Umhverfis- og byggingar verkfræði deild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann hefur próf í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc. próf frá Washington háskóla í Bandaríkjunum og doktors próf frá NTNU. Megin kennslu greinar hans eru á sviði reiknilegrar aflfræði og sveiflufræði. Jónas er prófessor við Háskólann í Stavanger í Noregi.

SÍMoN óLafSSoN Rannsóknarprófessor við Jarðskjálftamiðstöðina á Selfossi. Hann hefur doktorspróf frá byggingar verk fræðideild NTNU. Hann hefur próf í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands og Meistarapróf frá University of Southern California í Los Angeles. Megin rannsóknarsvið hans eru hagnýt jarðskjálftafræði, merkjafræði og mælitækni. Símon hefur einkum fengist við stærðfræðilíkön sem lýsa dvínun hröðunar í jarðskjálftum og hermun jarðskjálftaáhrifa.

BENEDikt HaLLDóRSSoNSérfræðingur við Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálfta verkfræði og aðjúnkt við Umhverfis- og byggingar verkfræðideild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann hefur BS próf í jarðeðlisfræði og M.Sc. próf í Umhverfis- og byggingar verkfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur einnig doktorspróf í jarð skjálftaverk fræði frá ríkisháskóla New York í Buffalo. Megin rannsóknarsvið hans eru hagnýt jarðskjálftafræði og jarðskjálftaverkfræði, sem snýr að eðli og upptökum jarðskjálfta og hröðun í jarðskjálftum.

jarðskjálfta miðstöðin á Selfossi Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði er staðsett á Selfossi. Það er í sam ræmi við stefnu Háskóla Íslands um eflingu rannsókna- og fræðastarfsemi á landsbyggðinni svo og samnings milli menntamála ráðuneytisins og Háskóla Íslands um kennslu og rannsóknir. Miðstöðinni var komið á fót að frumkvæði heimamanna. Hún var sett á fjárlög árið 1999 á vegum dómsmálaráðuneytisins vegna tengsla rannsókna starfsem innar við almannavarnir.

Starfsfólk Rannsóknarmiðstöðvarinnar stundar fjölbreyttar rannsóknir og er lögð megin áhersla á áhrif og eðli jarðskjálfta. Auk þess er fjallað um vá sem tengist náttúru landsins svo og áhættugreiningu og áhættumat. Rannsókn arstarfsemin skiptist í þrjá megin þætti:

• undirstöðurann sóknir, rekstur mælikerfa, úrvinnsla og túlkun gagna• rannsóknir fyrir íslenskt atvinnulíf, þar á meðal orkutengdar rannsóknir og áhættugreining• miðlun upplýsinga og þjálf un starfs fólks við rannsóknarstörf

Láta mun nærri að sú vinna sem unnin var við Jarðskjálftamiðstöðina árið 2008 jafngildi um 11 ársverkum; nettóvelta það ár var um 80 milljónir króna. Á annað þúsund manns heimsóttu miðstöðina í tengslum við upplýsinga- og kynn ingarstarf semi, m.a. vegna jarðskjálftanna 2008.

Page 59: Upp í vindinn 2010

... upp í vindinn | 59

Jarðskjálftamiðstöðin á Selfossi

landsnet hröðunarmæla

Hornsteinninn í starfsemi Rannsóknar-miðstöðvarinnar á Selfossi er rekstur landsnets hröðunarmæla sem teygir sig yfir helstu jarðskjálftasvæði landsins eins og sýnt er á 1. mynd. Áhersla er lögð á að mæla áhrif jarðskjálfta sem eru svo stórir og valda það mikilli hreyfingu að hún getur valdið skemmdum á undirstöðum og burðarvirki bygginga svo og búnaði og innbúi. Markmið mæling anna eru:

• öflun gagna um áhrif jarðskjálfta á byggingar og tæknikerfi

• öflun gagna og tengdra upplýsinga sem hægt er að nýta við hönnun mannvirkja á jarð skjálfta svæðum

• öflun gagna sem nýtast við áhættumat og áhættu stjórnun

Hröðun yfir borðs jarðar er mæld þegar jarðskjálftar verða og fer skráning fram ef hröðun fer yfir tiltekin mörk. Mælingarnar byggja á mælaneti sem skiptist í megin dráttum í svonefndar grunnstöðvar og fjölnemakerfi. Grunnstöðvarnar eru í flestum tilvikum staðsettar á undirstöðum bygginga. Fjölnemakerfin eru staðsett í stíflum, orku mannvirkjum, bygging-um og samgöngumannvirkjum. Þau mæla hreyfingu á undirstöðum og hreyfingar ofarlega í mannvirkjunum. Alla jafna þjóna fjölnemakerfin einnig hlutverki grunnstöðva.

Hröðunarmælingarnar eru nýttar til þess að meta þá eðlislægu áraun sem mann virki verða fyrir í jarðskjálft um. Mælingarnar eru mikilvægar og nauðsynlegar í fyrirbyggjandi tilliti, meðal annars til þess að efla og auka áreiðanleika gildandi hönnunar staðla fyrir byggingar á jarðskjálftasvæðum á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Fyrirkomulag mæling anna, úr vinnsla þeirra og dreif-ing gagna er í samræmi við þá stefnu og aðferðarfræði sem tíðkast erlendis.

Meira en aldarfjórðungur er liðinn frá því Íslenska hröðunarmæla netið var byggt upp í núverandi mynd. Margir hafa stutt við þessa starfsemi. Óhætt er að fullyrða að frumkvæði og stuðningur Lands virkjunar vegi þyngst og hafi valdið mestu um að skipulegum hröðunarmælingum var komið á fót. Af öðrum sem styrkt hafa starfsemina umtalsvert ber að nefna Reykjavíkur-borg, Vegagerðina, sveitarfélög á Suður- og Norður landi, Rannsóknaráð Íslands, Evrópusambandið og síðast en ekki síst Háskóla Íslands.

iceaRRaYNýjung í rannsóknum á áhrifum jarðskjálfta tengist útbreiðslu jarðskjálftabylgna og þeirri áraun sem hún veldur. Nýtt rannsóknartæki, sem nefnt hefur verið ICEARRAY (Icelandic Strong-motion Array), er sérhannað þéttriðið net jarðskjálfta mæla sem sett hefur verið upp nýlega. Netið sem er staðsett í Hveragerði og nemur einkum jarðskjálfta með upptök í gosbeltinu, á Hengilssvæðinu og á Suðurlandsbrotabeltinu. ICEARRAY (sjá 3. mynd) samanstendur af 14 þríása hröðunarmælum (alls 42 rásum)

og er mælunum dreift um svæði sem er einungis rúmur 1 km2 að flatarmáli. Til samanburðar er fjarlægð á milli einstakra mælistaða hins íslenska hröðunarmælanets af stærðargráðunni 10 kílómetrar að jafnaði (sjá mynd 1). ICEARRAY hentar vel til rannsókna á upptökum og útbreiðslu jarðskjálftabylgna, en með því má leggja tölulegt mat á hegðun bylgnanna þegar þær breiðast út á svæði netsins. Það byggist á nákvæmri tímamælingu sem gerð er með aðstoð gervitungla. Önnur sérstaða ICEARRAY er sú að einstakir mælar eru

Mynd 1. Mælistöðvar hins íslenska hröðunarmælanets: grunnstöðvar (rauðir hringir), mæli stöðvar í brúm (gulir þríhyrningar), mælakerfi í byggingum (gráir ferhyrningar), jarðstíflum (ljósbláir þríhyrningar), virkjunum (dökkbláir þríhyrningar). Hæð yfir sjávarmáli er táknuð litum: láglendi 0-200 m (grænt), fjallasvæði 200-600 m (ljósbrúnt), og hálendi hærra en 600 m (brúnt).

Mynd 2. Hröðunarkort fyrir Ísland. Á kortinu má sjá hámarkshröðun, PGA (sem hlutfall af fallhröðun í þyngdarsviði jarðar, g), með 475 ára meðalendurkomutíma. Með öðrum orðum, líkindi á því að hröðun verði meiri en jafnhröðunargildi kortsins segja til um eru 10% á 50 árum.

Page 60: Upp í vindinn 2010

60 | ... upp í vindinn

í þráðlausu netsambandi við stjórnstöð Jarðskjálftamiðstöðvar innar þar sem sérstakur hugbúnaður tryggir skilvirka skráningu í sömu andrá og jarð skjálfti mælist.

ICEARRAY var sett upp á „réttum tíma-punkti”, því tæpu ári eftir uppsetningu þess varð sterkur jarðskjálfti í Ölfusi, nánar tiltekið kl. 15:45 þann 29. maí 2008. Hann var af stærðinni 6,3 og olli umfangs miklum skemmdum þrátt fyrir að meirihluti bygginga hafi staðist þá miklu áraun sem jarðskjálftanum fylgdi án mikilla sýnilegra skemmda. Skemmdir á innanstokksmunum voru miklar í nágrenni

við upptök jarðskjálftans. ICEARRAY mældi yfir borðs hreyfinguna af völdum jarðskjálftans afar vel og eru þær mælingar taldar einstakar á heimsmælikvarða. Mælingarnar leiddu í ljós að jarðskjálftinn hafði mikil áhrif í Hveragerði, enn fremur að áhrifin voru breytileg eftir bæjarhlutum. Þá mátti einnig ráða af mælingunum að sterkasti hluti hreyfingar innar stóð stutt, eða einungis í u.þ.b. fimm sekúndur. Jarðskjálftinn varð þegar berg brotnaði á tveimur aðgreinanlegum sprungum í Ölfusi og voru hreyfingarnar það miklar að jörð færðist til í nágrenni þeirra. Sem dæmi þá færðist mælistöð í Hveragerði

til norðvesturs í jarðskjálftanum um 20 cm. Á hröðunarmælum ICEARRAY og mælum hins íslenska hröðunarmælanets á Selfossi komu nærsviðsáhrif jarðskjálftanna fram sem „lág tíðnibylgjur” sem eru tilefni áframhaldandi rannsókna.

Sérfræðingar við Jarðskjálftamiðstöðina og samstarfsmenn þeirra hafa unnið ötullega að úrvinnslu gagnanna og hafa þegar birt greinar í ritrýndum alþjóðlegum tímaritum um niðurstöður. ICEARRAY verkefnið hefur því þegar skilað árangri og sannað gildi sitt. Ljóst er að það mun skapa fjölda nýrra rannsóknartækifæra í framtíðinni.

ICEARRAY verkefnið er dyggilega stutt af Rannsóknamiðstöð Íslands (RANNÍS) og af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands. Þess má geta að Síminn er sérstakur styrktar-aðili þráðlausra fjarskipta ICEARRAY. Ennfremur ber að geta þess að Evrópu-sambandið hefur stutt verkefnið.

Rannsóknir fyrir íslenskt atvinnulífÍ samræmi við sáttmála Háskóla Íslands við samfélagið og þá áherslu sem lögð er á að efla tengsl við atvinnulífið, þá hefur verið reynt að veita íslensku atvinnulífi alla þá þjónustu sem eftir hefur verið leitað og sinna jafnt stórum og smáum verkefnum.

Meirihluti rannsóknarverkefna og þjónustu á vegum miðstöðvarinnar eru unnin í nánum tengslum við fyrirtæki og stofnanir, einkum verkfræðiráðgjafa og hönnuði sem og verkaupa. Fengist er við mjög fjölbreytileg viðfangsefni sem spanna allt frá þróun gervifóta til rannsókna sem tengjast hönnun á 200 m hárri jarðstíflu. Flest verkefnin tengjast umhverfisþáttum í náttúru Íslands svo sem jarðskjálftum og fárviðrum. Sem dæmi um algenga verkþætti má nefna:

• umhverfisvöktun og umhverfistengdar mælingar af ýmsu tagi

• mælingar á hegðun mannvirkja• mat á jarðskjálftavá• mat á jarðskjálftasvörun mannvirkja• mat á jarðskjálftasvörun búnaðar í

sérhæfðum mannvirkjum• framsetningu á hönnunarforsendum fyrir

flókin eða sérhæfð mannvirki• mat á vindáraun á mannvirki• mat á vindsvörun mannvirkja• mat á vindáhrifum á umhverfið

Undanfarin ár hafa ýmis verkefni sem

Jarðskjálftamiðstöðin á Selfossi

Mynd 3. Tveir hröðunarmælar við forna jarðskjálftasprungu að Sunnumörk 2 í Hveragerði, sjáanlegir í gegnum glergólf upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Suðurlandi. Mælirinn til hægri á myndinni er einn af mælum ICEARRAY netsins, en sá til vinstri var settur upp til þess að leggja mat á hugsanlega mismunahreyfingu yfir sprunguna í jarðskjálftum.

Page 61: Upp í vindinn 2010

... upp í vindinn | 61

tengjast hönnun og byggingu Kára hnjúka-virkjunar verið áberandi í starfi Rannsóknar-miðstöðvarinnar (sjá 4. mynd). Þar á meðal má nefna endur mat á forsendum jarðskjálfta hönnunar, reiknings legt mat á hreyfingum berg sprungna, eftir lit með yfirborðshreyfingum bæði með GPS mæli-tækjum og hröðunar nemum. Einnig er unnið að uppsetningu á mælikerfi hröðunarnema við helstu stíflur virkjunarinnar sem verða hluti af öryggis- og vöktunarkerfi tengt viðbragðsáætlunum. Þanig verður hægt að fylgjast með yfirborðs hreyfingum sem og svörun (hreyfingu) helstu mannvirkja.

Sérfræðingar við Jarðskjálftamiðstöðina hafa einnig tekið þátt í að meta jarðvá á Norðurlandi og skilgreina hönnunar forsendur fyrir iðnaðar- og orkufyrirtæki. Annars vegar fyrir jörðina Bakka norðan Húsavíkur og hins vegar þau háhitasvæði á Norðurlandi sem tengjast orkuöflun fyrir fyrirhugaða stóriðju á Bakka við Húsavík.

Sérfræðingar við Jarðskjálftamiðstöðina hafa um áratuga skeið fylgst með jarðskjálfta-virkni á misgengis svæði Suðurlands og meðal annars safnað þar hröðunargögnum í jarðskjálftum. Sérstaklega ber að nefna árin 2000 og 2008, þegar stórir jarðskjálftar áttu þar upptök sín. Þær rannsóknir hafa nýst vel síðustu ár, en Landsvirkjun fékk Rannsóknar-miðstöðina til að meta jarðvá á fyrirhugðum virkjunarsvæðum í Neðri-Þjórsá og skilgreina hönnunar forsendur fyrir jarðskjálftaáraun á virkjunarmannvirkin.

Vindverkfræði er eitt af þekkingarsviðum sérfræðinga Rannsóknar mið stöðvarinnar, en vindáraun og svörun við henni skiptir miklu máli við hönnun og byggingu hárra húsa. Undanfarið hafa verið byggð allnokkur hús sem þykja há á íslenskan mælikvarða. Hönnuðir þessara bygginga hafa í mörgum tilfellum leitað ráða hjá Rannsóknarmiðstöðinni. Nýleg dæmi eru háhýsið við Smáratorg og norðurturn Smáralindar. Einnig hefur Rannsóknarmiðstöðin komið að jarðskjálftahönnun þessara húsa.

alþjóðleg rannsóknarsamvinna og kynningarstarfsemi

Alþjóðleg samvinna og þátttaka í fjölþjóðlegum verkefnum er mikilvægur hluti starfseminnar. Samstarfsaðilar eru fjölmargir og koma víða að. Hér má m.a. nefna Bretland, Noreg, Portúgal, Ítalíu, Grikkland, Tyrkland, Svíþjóð, Bandaríki

Norður Ameríku og Nýja Sjáland. Rannsóknaniðurstöður eru reglubundið kynntar á ráðstefnum víða um heim. Hæst ber þátttaka í heimsráðstefnum í jarðskjálftaverkfræði og evrópuráðstefnum í jarðskjálftaverkfræði sem haldnar eru fjórða hvert ár. Á ráðstefnunum flytja starfsmenn miðstöðvarinnar gjarnan erindi og setja upp veggspjöld, ásamt því að stýra fundum og þeim umræðum sem fara fram. Þá má geta þess að Ragnar Sigbjörnsson, prófessor, á sæti í ritstjórn tímaritanna Journal of Earthquake Engineering og Bulletin of Earthquake Engineering, svo og Journal of Wind Engineering sem öll eru ISI-tímarit. Þá er sérstök ástæða til þess að nefna fjölþjóðlegt verkefni sem nefnist Internet Site for Strong-motion Data en sérfræðingar miðstöðvarinnar hafa verið leiðandi í þessu verkefni. Afrakstur verkefnisins er meðal annars ISESD-gagnabankinn, sem hefur að geyma upplýsingar um mælda hröðun í jarðskjálft um á Íslandi, auk hliðstæðra gagna frá öðrum Evrópulöndum og Austur löndum nær (http://www.ISESD.hi.is).

Rannsóknarmiðstöðin stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um áhrif jarðskjálfta (ISSEE-2009) og var hún haldin í Háskóla Íslands föstudaginn 29. maí 2009, en þá var ár liðið frá jarðskjálftanum í Ölfusi. Ráðstefnan var í formi fyrirlestra með megináherslu á upptakaferli jarðskjálfta og nærsviðsáhrif þeirra, jarðskjálftaáhrif og dvínun þeirra, jarðskjálftasvörun og skemmdir á byggingum og lagnakerfum, sem og félagsleg áhrif jarðskjálfta. Ráðstefnan heppnaðist afar vel og erlendir vísindamenn sem innlendir fluttu alls 14 erindi sem öll eru aðgengileg á heimasíðu

miðstöðvarinnar.

Gestaprófessorar gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi miðstöðvarinnar. Þeir eru mikilvægir tengiliðir miðstöðvarinnar við rannsóknarstofnanir erlendis og koma reglulega til Íslands, flytja fyrirlestra og halda námskeið. Gestaprófessorar hjá miðstöðinni eru eftirfarandi og eru þeir meðal virtustu sérfræðinga heims á sínum fræðasviðum:

Athol J. Carr, prófessor við Háskólann í Canter bury á Nýja Sjálandi. Sérgrein: jarð-skjálftaverkfræði, einkum ólínuleg greining burðarvirkja.

John Douglas, prófessor, sérfræðingur við frönsku jarðvísindastofnunina BRGM. Sérgrein: hagnýt jarðskjálftafræði með áherslu á megindlegar aðferðir.

Apostolos S. Papageorgiou, prófessor við Háskólann í Patras í Grikklandi. Sérgrein: hagnýt jarðskjálftafræði með áherslu á stærðfræðileg líkön.

Þess má geta að John Douglas tók til starfa við miðstöðina í september síðastliðnum og mun dvelja hjá okkur í eitt ár. Hann er upphaflega stærðfræðingur að mennt; en að stærðfræðinámi loknu stundaði hann nám við byggingaverkfræðideild Imperial College í London og lauk þaðan doktorsprófi. Ritgerðin fjallaði um jarðskjálfta, eðli þeirra og eiginleika svo og þau áhrif sem þeir hafa á mannvirki. Það er mikill fengur fyrir okkur að fá John til starfa við rannsóknir sem tengjast „jarðskjálftavá“ og „jarðskjálftaáhættu“, þar sem sérsök áhersla er lögð á jarðskjálfta á Suðurlandi. Þá mun hann

Jarðskjálftamiðstöðin á Selfossi

Mynd 4. Staðsetning hröðunarmælakerfis við Kárahnjúka.

Page 62: Upp í vindinn 2010

Jarðskjálftamiðstöðin á Selfossi

einnig sinna kennslu sem og þeim stúdentum sem eru við Jarðskjálftamiðstöðina í meistara- og doktorsnámi.

Rannsóknartengt framhaldsnámÞað er mikil gróska í starfseminni miðstöðvarinnar og má segja að hún hafi í raun aldrei verið öflugri en nú. Átta nemendur í doktorsnámi tengjast starfseminni miðstöðvarinnar með beinum eða óbeinum hætti. Þar af eru þrír sem eru mjög virkir og gera má ráð fyrir að ljúki námi í náinni framtíð. Sérstaklega ber að nefna Rajesh Rupakhety sem er frá Nepal og er afburðanemandi. Hann er með

MSc-próf bæði í jarðskjálftaverkfræði og hagnýtri jarðskjálftafræði. Enn fremur þá dvelur hjá okkur Teraphan Ornthammarath frá Tælandi sem stundar rannsóknir á jarðskjálftavá. Hann er einnig með tvöfalda meistaragráðu, þ.e. hann hefur MSc-próf bæði í jarðskjálftaverkfræði og hagnýtri jarðskjálftafræði. Síðast en ekki síst ber að nefna Sólveigu Þorvaldsdóttur verkfræðing og fyrrum forstjóri Almannavarna ríkisins. Sólveig er með MSE gráðu í jarðskjálfta-verkfræði frá John Hopkins háskóla í Bandaríkjunum. Af meistaranemum má nefna Helga Bárðarson, Selfyssing og knattspyrnumann, en hann lauk meistaraprófi

(MSc) á sviði jarðskjálfta verkfræði hjá okkur síðastliðið vor. Hann kannaði áhrif jarðskjálftanna á Suðurlandi sem dundu yfir vorið 2008, gerði mælingar og rannsakaði skemmdirnar sem urðu á turni Selfosskirkju. Þá er Kevin M. Foster frá Bandaríkjunum einnig í meistara námi við Virginia Tech háskólann, en tekur meistaraverkefni sitt hjá sérfræðingum mið stöðvar innar og hefur þar starfsaðstöðu.

Upplýsingar um Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði og þá starfsemi sem þar fer fram má finna á heima síðunni http://www.jardskjalftamidstod.hi.is.

Ambraseys, N.N., J. Douglas, R. Sigbjörnsson, C. Berge-Thierry, P. Suhadolc, G. Costa, P.M. Smit (2004). Dissemination of European strong-motion data, volume 2. Proceedings of the 13th World Conference on Earthquake Engineering. Vancouver: Mira.

Ambraseys, N.N., P.M. Smit, J. Douglas, B. Margaris, R. Sigbjörnsson, S. Ólafsson, P. Suhadolc, G. Costa (2004). Internet site for European strong-motion data. Bollettino di Geofisica Teorica ed Appli cata 45(3): 113-129.

Ákason, J.B., Ólafsson, S., Sigbjörnsson, R. (2006). Perception and observation of residential safety dur ing earthquake exposure: A case study. Safety Science 44(10): 919-933.

Ákason, J.B., S. Ólafsson, R. Sigbjörnsson (2006). Phases of earthquake experiences: A case study of the June 2000 South Iceland earthquakes. Risk Analysis: An International Journal 26(5): 1235-1246.

Halldorsson, B., H. Avery (2009). Converting strong-motion networks to arrays via common-triggering, Seismological Research Letters 80(4): 572-578. DOI: 10.1785/gssrl.80.4.572.

Halldórsson, B., R. Sigbjornsson (2009). The Mw6.3 Ölfus Earthquake at 15:45 UTC on May 29 2008 in South Iceland: ICEARRAY strong-motion recordings Soil Dynamics and Earthquake Engineering 29(6): 1073-1083, DOI: 10.1016/j.soildyn.2008.12.006.

Halldorsson, B., R. Sigbjörnsson, J. Schweitzer (2009). ICEARRAY: the first small-aperture, strong-mo tion array in Iceland. Journal of Seismology 13(1): 173–178. DOI: 10.1007/s10950-008-9133-z.

Halldorsson, B., S. Olafsson, R. Sigbjörnsson (2007). A fast and efficient simulation of the far-field and near-fault earthquake ground motions associated with the June 17 and 21, 2000, earthquakes in South Iceland. Journal of Earthquake Engineering 11(3): 343-370, DOI: 10.1080/13632460601031631.

Mwafy, A., Elnashai, A., Sigbjörnsson, R., Salama, A. (2006) Significance of severe distant and moderate close earthquakes on design and behavior of tall buildings Structural design of Tall and Special Buildings 15(4): 391-416    

Ornthammarath, T., K. Worakanchana, S. Zaman, R. Sigbjörnsson, C.G. Lai, P. Warnitchai (2010) Probabilistic Seismic Hazard Map for Thailand. Bulletin of Earthquake Engineering (accepted).

Ólafsson, S., Sigbjörnsson, R. (1999). A Theoretical Attenuation Model for Earthquake-Induced Ground Motion, Journal of Earthquake Engineering 3(3): 287-315.

Rupakheti, R., B. Halldorsson, R. Sigbjornsson (2009) Estimating coseismic deformations from near source strong motion records: Methods and case studies. Bulletin of Earthquake Engineering DOI 10.1007/s10518-009-9167-9.

Rupakhety R., Sigbjörnsson, R. (2009) Ground-Motion Prediction Equations (GMPEs) for inelastic re sponse and structural behaviour factors. Bulletin of Earthquake Engineering 7(3):767-659. DOI:10.1007/s10518-009-9105-x.

Rupakhety R., Sigbjörnsson, R. (2009) Ground-Motion Prediction Equations (GMPEs) for inelastic dis placement and ductility demands of constant-strength SDOF systems. Bulletin of Earthquake Engineering 7(3):661-679. DOI:10.1007/s10518-009-9117-6.

Rupakhety R., Sigbjörnsson, R. (2010) A note on the L’Aquila earthquake of 6 April 2009: Permanent ground displacements obtained from strong-motion accelerograms. Soil Dynamics and Earthquake Engi neering 30(4): 215-220.

Sigbjörnsson, R., S. Ólafsson (2004). On the South Iceland earthquakes in June 2000: Strong-motion eff ects and damage. Bollettino di Geofisica Teorica ed Applicata 45(3): 131-152.

Sigbjörnsson, R., Elnashai, A.S. (2006). Hazard assessment of Dubai, United Arab Emirates, for close and distant earthquakes. Journal of Earthquake Engineering 10(5): 749-773.

Sigbjörnsson, R., J.Th. Snæbjörnsson, S.M. Higgins, B. Halldórsson, S. Ólafsson (2009). A note on the M6.3 earthquake in Iceland on 29 May 2008 at 15:45 UTC. Bulletin of Earthquake Engineering 7(1): 113-126, DOI: 10.1007/s10518-008-9087-0.

Sigbjörnsson, R., Ólafsson, S., Snæbjörnsson, J.T. (2007). Macroseismic effects related to strong ground motion: a study of the South Iceland earthquakes in June 2000. Bulletin of Earthquake Engineering 5(4): 591-608.

Snæbjörnsson, J.T., Baker, C.J., Sigbjörnsson, R. (2007) Probabilistic assessment of road vehicle safety in windy environments. Journal of Wind Engineering and Industrial Aerodynamics 95(9-11): 1445-1462

Sólnes, J., Sigbjörnsson, R., Elíasson, J. (2004). Probabilistic seismic hazard mapping of Iceland: Pro posed seismic zoning and de-aggregation mapping for EUROCODE 8. In Proceedings of the 13th World Conference on Earthquake Engineering (13WCEE). Vancouver: Mira.

DæMi UM Nýleg RiTRýND veRk

Page 63: Upp í vindinn 2010

Að stilla uppsterku liðiRétt eins og í hópíþróttum þurfum við hjá Norðuráli að skapa sterka liðsheild einstaklinga sem hafa þekkingu, færni og metnað til að ná settum markmiðum. Þessi liðsheild hefur staðið undir væntingum og vaxið með hverju verki.Við erum stolt af árangrinum. Hjá Norðuráli á Grundartanga starfa nú á sjötta hundrað manns að fjölþættum verkefnum sem skapa trausta atvinnu og mikilvægar gjaldeyris-tekjur. Framundan er spennandi uppbygging álversins í Helguvík þar sem við treystum á íslenskt hugvit og fólk sem vill sýna hvað í því býr.

Page 64: Upp í vindinn 2010

64 | ... upp í vindinn

BjöRN H.  HaLLDóRSSoNM.Sc., vfí, Bygginga-verkfræðingur frá HÍ og síðan framhaldsnám við Chalmers Tekniska Högskola, Framkvæmdastjóri SORPU bs. og Metan hf.

Mikil umræða er um flokkun, hirðu og endurvinnslu heimilisúrgangs. Ýmsar aðferðir eru til við slíkt og kerfi sem sett hafa verið upp margvísleg og misjöfn.

Slíkt kerfi verður að henta því búsetuformi sem þjónusta á samtímis því að vera einfalt í uppbyggingu og ekki of íþyngjandi fyrir íbúana. Á höfuðborgarsvæðinu er um 80% íbúa í sambýli og 20% í sérbýli. Hérlendis eru íbúðir venjulega í eigu íbúans en erlendis er meirihluti íbúða í eigu fyrirtækja sem leigja út íbúðir. Beinn samanburður á kerfum og árangri er því varhugaverður milli landa sé þetta ekki haft í huga. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu þáttum sem áhrif geta haft á val hirðukerfis miðað við aðstæður á höfuðborgarsvæðinu og borin saman tvö hirðukerfi.

Samband rúmmáls, hirðutíðni og fjölda ílátaÁ höfuðborgarsvæðinu eru 79.504 heimili og hafa þau flest aðgang að 240 lítra íláti. Í sambýli er algengt að notuð séu ker í stað tunna en misjafnt hvaða stærðir eru notaðar, algeng stærð er 660 l ílát. Hvert heimili „framleiðir“ um 180 l af úrgangi á viku. Heildarrúmmál sem svarar þörf allra heimila á svæðinu eru því alls 59.628 stykki af 240 l tunnum og eru þá öll ílát reikningslega full. Sé tæmingum fækkað eykst þörf fyrir fjölda íláta. Á mynd 1 sést samband hirðutíðni og fjölda íláta.

Augljóslega er magn úrgangs misjafnt milli heimila og fer meðal annars eftir fjölskyldustærð og högum hvers heimilis. Nauðsynlegt er því að hafa „öryggisrúmmál“, en á myndinni er einnig sýnd lína sem markar 20% öryggi og síðan 33% öryggi, sem er hið raunverulega öryggi miðað við 7 daga hirðutíðni (240 l tunna/180 l framleiddir = 1,33). Færa má rök fyrir því að nauðsynlegt öryggi (í %) minnki eftir því sem fjöldi íláta eykst, en miðað við ofangreint þarf 79.504 ílát við 7 daga hirðu og 33% öryggi, en um 160.000 tunnur ef tæmt er á 14 daga fresti við sömu öryggiskröfu. Reykjavíkurborg hirðir bæði á 7 daga fresti (grá tunna) og 14 daga fresti (græn tunna),

en algengt er í nágrannasveitarfélögunum að tæmt sé á 10 daga fresti. Ofangreindir útreikningar miða við að engin flokkun eigi sér stað, en tilgangurinn er að sýna að hirðutíðni og tunnustærð hefur bein áhrif á fjölda íláta sem þarf fyrir allt höfuðborgarsvæðið og hefur þar með áhrif á kostnað.

Einnig er rétt að skoða áhrif „framleiðslu“ úrgangs á fjölda íláta, en mynd 2 sýnir fræðilegan fjölda íláta sem þarf fyrir höfuðborgarsvæðið miðað við 180 l, 120 l og 60 l framleiðslu á heimili á viku.

Augljóslega er raunverulegur fjöldi íláta háður mörgum þáttum, svo sem:

• Rými fyrir ílát í sambýlum/sérbýlum• Þyngd íláts (hvað hægt er að leggja á starfsmenn er sjá

um hirðu)• Hámarkstími milli tæminga vegna

heilbrigðissjónarmiða• Raunverulegt rúmmál úrgangsins• Þjónustustig þ.e.a.s. hve fá ílátin mega vera

Komi til aukinnar flokkunar (t.d. með tilkomu tveggja eða þriggja tunnu kerfis) fjölgar augljóslega ílátum þó það þurfi ekki í öllum tilvikum að þýða tvöföldun við hverja nýja tegund. Byggju allir í sérbýlum væri það þó raunin.

aukin endurnýtingVerulegur árangur hefur náðst á undanförnum árum við flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu á úrgangi m.a. með söfnun á dagblaða- og tímaritapappír, bylgjupappa, pappa, timbri o.s.frv. Ef auka á þessa endurnýtingu frekar þarf að hvetja til aukinnar flokkunar t.d. með því að hækka þjónustustig við heimilin. Hins vegar verður á hverjum tíma að gæta að því að tilgangurinn sé annar en eingöngu flokkun, flokkunarinnar vegna; tryggja verður ásættanlega afsetningu allra þeirra afurða sem úr flokkun og endurvinnslu kemur.

Skilvirk úrgangsstjórnun

Page 65: Upp í vindinn 2010

... upp í vindinn | 65

Þegar ákvarða skal þjónustustig og flokkun verður að hafa eftirfarandi í huga:• Sú flokkunarleið sem valin er sé

sveigjanleg og hægt sé að aðlaga hana nýjum kröfum og markmiðum á einfaldan hátt.

• Ekki séu lagðar of íþyngjandi kvaðir á íbúa sem kostað geta miklar fjárhæðir við að standsetja sorpgeymslur þannig að þær uppfylli kröfur sveitarfélagsins vegna flokkunar.

• Fjöldi tunna sé lágmarkaður - ýmis hverfi höfuðborgarsvæðisins bjóða ekki upp á aðstöðu fyrir mikinn fjölda mismunandi tunna.

• Söfnun skipulögð á þann hátt að hagkvæmt sé og akstur við söfnun lágmarkaður.

• „Kerfið“ sé eins einfalt og auðvelt fyrir íbúann og kostur er. Forðast verður að íbúar búi við mismunandi kerfi á heimili, við vinnu eða frístundum.

• „Kerfið“ vinni ekki gegn markmiðum um hagkvæma endurvinnslu.

Einnig verður kerfið að uppfylla markmið laga og reglugerða og ekki síður svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs sem gildir í sveitarfélaginu. Ekki er síður mikilvægt að hvert skref sé tekið þegar þess er þörf, en þannig má tryggja sem hagkvæmasta innleiðingu á nýjum lausnum.

Samanburður kerfa - tveggja eða þriggja tunnu kerfi

Í endurskoðaðri svæðisáætlun um með-höndlun úrgangs1 er kynnt til sögunnar sk. litgreining mismunandi úrgangsstrauma. Kerfið felst í að mismunandi tegundir úrgangs eru settar í mismunandi lita poka sem allir fara í sömu tunnuna. Úrganginum er síðan safnað í einni ferð í sama ökutækið. Á móttökustað eru pokarnir flokkaðir sundur vélrænt eftir litum og hver straumur settur í vinnslu sem hentar. Aðferðin hefur rutt sér til rúms undanfarið og hentar litlum sem stórum sveitarfélögum. Unnið er að uppsetningu slíks kerfis í Osló, en einnig er slíkt kerfi í miðborg London. Kerfið er ekki einungis í stórborgum heldur einnig í litlum samfélögum eins og Bromölla í Svíþjóð (12.000 íbúar)2. Misjafnt er hve marga poka íbúar eru látnir flokka í á þessum stöðum, allt frá 2 og upp í 5. Kerfið hefur þann ótvíræða kost að vera einfalt fyrir íbúann og til þess að gera ódýrt. Ekki er þörf á breytingum í sorpgeymslum því áfram er notast við sömu tunnu, sömuleiðis er hægt að notast áfram við sorprennur. Hins vegar er ekki hentugt að setja allar tegundir úrgangs

í poka eins og t.d. pappír og pappírsafurðir. Því getur verið hentugt að hafa aðra tunnu fyrir slíkan úrgang t.d. blátunnu (þá komið s.k. tveggja tunnu kerfi) þar sem eingöngu er safnað dagblaða- og tímaritapappír og pappírs- og pappaafurðum. Mjög einfalt er fyrir íbúa að læra á slíkt kerfi og ná íbúar ætíð yfir 90% árangri í flokkun.

Kerfið hefur þann kost að hægt er að bæta við flokkum úrgangs ef þörf gerist. Plastpokanotkun er umdeilanleg, en á það má benda að slíka poka má framleiða hér á landi og að hægt er að ná pokunum út úr ferlinu og endurvinna þ.e.a.s. notkunin verður sjálfbær. Einnig má benda á að íbúar setja nú þegar

nánast allan sinn úrgang í plastpoka3 áður en hann er settur í tunnuna og því ólíklegt að þetta hefði nokkur áhrif á heildarmagn plastpoka í úrganginum. Vel er mögulegt að stórar verslunarkeðjur geti útbúið sína innkaupapoka í litum sem henta.

Miðað við reynslu af blátunnuverkefni í Reykjavík og Ölfusi má ætla að hirða á tunnum í tveggja tunnu kerfi verði þannig:

Blátunna (240 l) 1 sinni í mánuði4

Grátunna (240 l) 7 - 14 daga fresti5

Undanfarið hefur nokkuð verið í umræðunni sk. þriggja tunnu kerfi (Stykkishólmsleið).

Skilvirk úrgangsstjórnun

Mynd 1. Samband hirðutíðni og fjölda íláta.

Mynd 2. Fræðilegur fjöldi íláta sem þarf fyrir höfuðborgarsvæðið miðað við mismunandi framleiðslu meðal heimilis af úrgangi á viku.

Page 66: Upp í vindinn 2010

Skilvirk úrgangsstjórnun

Íbúar fá þá 3 mismunandi litar tunnur sem úrgangurinn er flokkaður í; eina tunnu fyrir endurvinnsluefni, eina fyrir lífrænt efni og ein tunna fyrir rest. Aðferðin hefur þann augljósa ókost að íbúinn þarf að koma fyrir 3 tunnum, oft á tíðum á stað þar sem í mesta lagi var gert ráð fyrir einni tunnu6. Kerfið byggist á að pappír fer laus í þá tunnu sem ætluð er undir endurvinnsluefni en önnur endurvinnsluefni eru sett í glæra plastpoka sem síðan eru handflokkaðir frá á móttökustað. Í þá tunnu sem ætluð er lífrænu efni frá heimilum fer úrgangur annað hvort laus eða í sérstökum lífrænum „plastpokum“. Vinnsluaðferðin ákvarðar síðan hvaða lífrænu efni mega fara í þá tunnu7. Í síðustu tunnuna fer síðan allt annað.

Hirða í þriggja tunnu kerfi er sem hér segir:Brún tunna 14 daga fresti (lífrænt, 120 l)Græn tunna 1 sinni í mánuði (endurvinnsluefni, 240 l)Svört tunna 1 sinni í mánuði (allt annað, 240l)

Umhverfislegur samanburður mismunandi kerfa

Sé gert ráð fyrir að bæði kerfi nái sama árangri er ekki nauðsynlegt að bera saman umhverfisáhrif eiginlegrar vinnslu heldur einungis áhrif þess sem gerist áður en úrgangurinn telst tilbúinn til vinnslu. Þeir þættir sem augljóslega hafa áhrif eru t.d.:

• Fjöldi íláta• Fjöldi tæminga• Áhrif vegna flokkunar

Ílátin eru úr plasti og eru umhverfisáhrifin því augljós. Heildarfjöldi íláta í tveggja tunnu kerfi sem bæta þarf við er áætlaður 76.866 en viðbótin er 122.967 í þriggja tunnu kerfi eða um 60% fleiri ílát8. Augljóslega er því umhverfisálag meira vegna þessa í þriggja

tunnu kerfi. Fjöldi tæminga segir til um heildarakstur í hvoru kerfi. Í tveggja tunnu kerfi eru heildartæmingar alls 2,9 milljónir á ári, en í þriggja tunnu kerfi um 4,0 milljónir á ári. Munurinn er um 38% meiri akstur í 3ja tunnu kerfi.

Hvað varðar flokkunina sjálfa er í tveggja tunnu kerfi sjálfvirkur búnaður sem flokkar mislita poka, en í þriggja tunnu kerfi er gert ráð fyrir færiböndum með mannskap sem handflokkar glæra plastpoka. Augljóslega er vinnuumhverfi þeirra er starfa við slíkt síðra, en tæknimanna er starfa við sjálfvirkan búnað en þurfa ekki að handfjatla sjálfan úrganginn. Ekki verður hér gerð tilraun til að „magntaka“ mun á umhverfisáhrifum en látið nægja að benda á ofangreindan mun.

Hvað varðar árangur flokkunar í mismunandi kerfum þá byggir hann á tveimur þáttum:

• Árangri íbúa við að flokka í mislita poka og mismunandi tunnur.

• Árangri vélrænnar flokkunar á mislitum pokum og handflokkun glærra poka.

Vélræn flokkun nær um 97% árangri við flokkun einstakra poka í ákveðnum lit9. Þar sem slík kerfi eru í notkun sýnir sig að íbúar flokka 90 – 99% rétt í pokana. Þetta má setja fram á eftirfarandi hátt:

Tafla 1 sýnir að hægt er að ná 87 – 96% árangri með vélflokkun. Sambærilegt má gera fyrir handflokkun í þriggja tunnu kerfi, en því miður skortir upplýsingar til að slíkur samanburður sé mögulegur. Fastlega má búast

við að flokkun í tunnur sé ámóta og flokkun í poka enda engin rök sem bent gætu til annars. Þegar kemur að handflokkun má hins vegar fullyrða að slík flokkun nær aldrei sama árangri og vélflokkun. Árangur flokkunar er því tveggja tunnu kerfi mjög í hag með samsvarandi auknum árangri í endurvinnslu.

TaFla 1

tveggja tunnu kerfi flokkun í poka á heimilum (90-99%)Vélflokkun (97%) Rétt RöngRétt 87 - 96% 1,0 - 9,7%Röng 2,7 - 3,0% 0,03 - 0,3%

TilvíSaNiR1 Sjá www.samlausn.is.

2 Slík vélflokkunarkerfi má m.a. finna í Borås, Södertälje, Vänersborg og Gautaborg í Svíþjóð, Tromsö, Lakselv, Mo i Rana, Sortland, Sörkjosen, Åremma, Öras og Alta í Noregi, Jakobsstad í Finnlandi, Barselóna á Spáni, Montpellier, Nantes og fleiri stöðum í Frakklandi, Pinerolo á Ítalíu.

3 Færa má rök fyrir því að þá skapist tækifæri til að hvetja íbúa enn frekar til að nota margnota innkaupapoka.

4 Í Bláskógabyggð er blátunnan sótt á 8 vikna fresti en sk. grátunna á 14 daga fresti.

5 Skoða þarf nákvæmar hvaða tíðni hentar. Sá möguleiki er fyrir hendi að hirðutíðni verði ekki sú sama við sambýli (fjölbýlishús) og við sérbýli, þar sem erfitt getur verið að fjölga tunnum við sambýli.

6 Núgildandi byggingareglugerð gerir ráð fyrir tveimur tunnum.

7 Í Stykkishólmslausninni mega ekki fara bleyjur, katta- og hundasandur, ryksugupokar og bein í lífrænu tunnuna. Allt er þetta lífrænn úrgangur sem brotnar niður á urðunarstað og krefst því áfram sömu vinnslu þar og fyrr. Þetta mun mun leiða til hærri urðunargjalda.

8 Hér er búið að taka tillit til mismunandi hirðutíðni í sambýlum og sérbýlum.

9 Sjá www.optibag.se.

Olís Rekstrarvörur | Sími 515 1100 | olis.is | [email protected]

Index er endingargóður einangrunardúkur úr polyester og glertrefjum, laus við skaðleg tjöruefni og auðveldur í ásetningu. Fæst hjá Rekstrarvörudeild Olís.

Öruggt þak yfir höfuðið með öflugum Index vatnsþéttidúk

Kynntu þér

málið í síma

515 1100

Page 67: Upp í vindinn 2010
Page 68: Upp í vindinn 2010

68 | ... upp í vindinn

fjaLaR HaUkSSoN Lauk B.Sc. prófi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá HÍ vorið 2002 og M.Sc. prófi frá Lunds Tekniska Högskola (LTH) haustið 2005. Fjalar Hauksson hefur starfað hjá Mannvit verkfræðistofu og fyrirrennurum hennar frá árinu 2000.

inngangurÁ síðustu árum hefur fjölgað mjög vandamálum vegna titrings og sveiflna í burðarvirkjum af völdum álags frá gangandi vegfarendum. Þetta á sérstaklega við um skrifstofugólf, göngubrýr, íþróttastúkur og stiga. Sveiflur í mannvirkjum af völdum gangandi vegfarenda eru yfirleitt mjög smáar og hafa því sjaldnast áhrif á öryggi burðarvirkisins. Slíkar sveiflur eða titringur geta hinsvegar skaðað viðkvæman tækjabúnað og valdið áhyggjum og óþægindum hjá fólki.

Þróun síðustu áratuga hefur verið í átt að aukinni notkun á steypu og stáli með hærri efnisstyrk sem hefur leitt af sér meiri haflengdir og léttari burðarvirki. Að auki hafa kröfur um opin, súlulaus rými aukist, sem hefur einnig leitt til meiri haflengda og hlutfallslega lægri stífleika. Opin skrifstofurými og pappírslausar skrifstofur valda einnig því að deyfing vegna milliveggja og skjalaskápa minnkar. Allt ofantalið, minni massi, stífleiki og deyfing, eykur hættu á vandamálum vegna titrings eða sveiflna í burðarvirkjum [1].

Nú er hafinn undirbúningur að hönnun nýs Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Í sjúkrahúsum snúast vandamál af völdum titrings ekki eingöngu um þægindi heldur einnig um viðkvæm lækninga- og greiningatæki svo sem rafeindasmásjár og segulómtæki (sjá Mynd 1). Í sjúkrahúsum er einnig mikið af tæknibúnaði sem skapar titring, t.d. viftur, dælur og lyftur. Því er mjög hætt við vandamálum af völdum titrings í sjúkrahúsbyggingum, sérstaklega á skurðstofum, legudeildum og gjörgæsludeildum, og mjög mikilvægt er að greina og fyrirbyggja vandamálið á hönnunartíma [3].

Mjög kostnaðarsamt er að lagfæra mannvirki eftir að þau eru tekin í notkun. Þess vegna er mikilvægt að greina möguleg titringsvandamál og reikna út svörun mannvirkisins við dýnamísku álagi á hönnunarstigi. Slíkir útreikningar hafa vafist nokkuð fyrir hönnuðum. Skýringarnar eru meðal annars að álag frá gangandi vegfarendum er ekki vel skilgreint, oft eru reiknilíkön af burðarvirkjum ófullnægjandi eða of einfölduð og litlar sem engar leiðbeiningar eða reiknireglur hafa verið gefnar í stöðlum.

Þessari grein er ætlað að vekja hönnuði til umhugsunar

um titringsvandamál í burðarvirkjum og fjalla almennt um hvernig megi forðast þau. Fjallað er um helstu uppsprettur titrings og líkan fyrir álag frá gangandi vegfarendum er skilgreint. Greint er frá hönnunarkröfum og fjallað um hvernig hægt sé að reikna út svörun burðarvirkja og forðast vandamál vegna titrings í þeim. Sérstök áhersla er lögð á titringsvandamál í burðarvirkjum sjúkrahúsa.

UppspretturTil að fyrirbyggja vandamál vegna titrings í burðarvirkjum þarf að reikna út svörun þeirra við áætluðu álagi. Fyrsta skrefið í slíkum útreikningum er að skilgreina hugsanlegar uppsprettur titrings, en þær geta verið af margvíslegum toga:

• Umferð gangandi vegfarenda• Tæknibúnaður innanhúss, t.d. loftræsikerfi, dælur, viftur,

lyftur og rúllustigar• Ytri aðstæður, t.d. bílaumferð eða þyrlupallar• Hurðir sem skellast• Farartæki innanhúss, t.d. léttir lyftarar eða trillur• Ýmis lækninga- og greiningatæki, t.d. segulómtæki

Af ofangreindum uppsprettum er það oftast álag frá gangandi vegfarendum sem veldur mestum titringi. Það er einnig sú uppspretta sem mest hefur verið rannsökuð og í þessari grein verður því eingöngu fjallað um álag frá gangandi vegfarendum [2].

Þegar vegfarandi gengur á gólfi veldur hann álagi á mannvirkið í þrjár höfuðstefnur, lóðrétt, lárétt í göngustefnu og lárétt þvert á göngustefnu. Álaginu má skipta í tvo hluta. Annar hluti álagsins er af völdum

titringur í burðarvirkjum sjúkrahúsa

Mynd 1. Segulómtæki eru mjög viðkvæm fyrir titringi.

Page 69: Upp í vindinn 2010

... upp í vindinn | 69

Titringur í burðarvirkjum sjúkrahúsa

þunga vegfarandans og sá hluti er óháður tíma (statískur). Hinn hlutinn er af völdum höggsins sem verður við fótstigið. Sá hluti er tímaháður (dýnamískur). Þessi hluti álagsins er háður breytum á borð við göngutíðni, gönguhraða og skreflengd og er þess vegna umtalsvert margþættur [1].

Rannsóknir sem gerðar hafa verið til að meta lóðrétta kraftinn af völdum gangandi vegfarenda sýna að kraftferillinn er söðullaga (sjá Mynd 2). Þær sýna einnig að lögun álagsferilsins er svipuð fyrir ólíka vegfarendur, en hámarkskrafturinn er mismikill. Almennt má áætla að hámarkskrafturinn aukist með auknum þunga vegfaranda, aukinni skreflengd og hærri göngutíðni.

Meðalgöngutíðni fólks er á bilinu 1,8-2,0 Hz og tíðni lóðrétta álagsins er því á sama bili. Ef gert er ráð fyrir að göngutíðni og gönguhraði sé stöðugur má skilgreina tímaháða álagið frá einum vegfarenda með Fourier-röðinni:

Þar sem F(t) er krafturinn á tímanum t, Qp er þyngd vegfarandans, n er margfeldi grunnsveiflutímans, αn er Fourier-stuðull fyrir n-ta sveiflutímahlutfall, fp er göngutíðnin og φn er fasahorn fyrir n-ta sveiflutímahlutfall [4].

Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að ákvarða Fourier-stuðlana. Hér er gefið dæmi úr leiðbeiningum frá Steel Construction Institute (SCI) [6], þar sem samband er á milli Fourier-stuðlanna og göngutíðninnar (sjá Töflu 1). Yfirleitt nægir að reikna með fyrstu 4 liðunum í Fourier röðinni (fyrstu 4 margfeldunum af grunnsveiflutímanum), því þegar hærra er komið er orkan frá hverju margfeldi orðin óveruleg.

Eins og áður hefur komið fram er göngutíðni fólks á bilinu 1,8Hz < ƒp < 2,2Hz. Við útreikninga á titringi í sjúkrahúsum þarf þó einnig að huga að lægri göngutíðnum. Sérstaklega þarf að huga að rýmum þar sem viðkvæmir sjúklingar dvelja, en þar er gönguhraði yfirleitt minni og göngutíðnin á bilinu 1,5Hz < ƒp < 1,8Hz [6].

HönnunarkröfurSkynjun og viðbrögð manna við titringi eru mjög einstaklingsbundin og huglæg og því erfitt að skilgreina kröfur fyrir titring í mannvirkjum. Skynjunin er háð mörgum þáttum, meðal annars tíðni titringsins og því hvort sá sem skynjar titringinn er kyrrstæður eða á hreyfingu.

Hönnunarkröfum fyrir titring í mannvirkjum er best lýst sem hröðun [m/s2] eða sem hlutfalli af þyngdarhröðun jarðar [%g]. Viðmiðunarmörkin ráðast helst af aðstæðum, það er hvað fólk hefst við þegar það skynjar titringinn. Fyrir fólk sem

situr eða liggur í íbúðarhúsi er 0,05 m/s2 hröðun óásættanleg á meðan fólk í þolfimitíma þolir margfalt meiri hröðun.

ISO 10137 staðallinn skilgreinir grunnferil (e. Base curve) sem táknar lægstu RMS hröðun (e. Root-mean-square) sem mannslíkaminn skynjar sem fall af tíðni. Grunnferillinn er því lægsti þröskuldur á mannlegri skynjun. Mjög sjaldgæft er að mannslíkaminn skynji titring sem er undir mörkum grunnferilsins. Grunnferillinn er skilgreindur sem:

og er sýndur á Mynd 3 [8].

Viðmið fyrir mesta leyfilega titring í mannvirkjum er skilgreint með svörunarstuðlinum R (e. Response factor) sem er einfaldlega margfeldi af grunnferlinum. Algengt viðmið fyrir skrifstofur er R = 4,0, sem þýðir að mesta leyfilega RMS-hröðun á tíðnibilinu 4Hz – 8Hz er

2 2max, 0,005 0,02RMSa R m s m s= × =

Viðmið fyrir verkstæði eða íþróttasali geta verið tvöfalt hærri.

Sjúkrahúsbyggingar samanstanda af mörgum rýmum sem gegna mjög misjöfnum hlutverkum. Því er eðlilegt að skilgreina kröfur fyrir hvert rými fyrir sig. Viðmið fyrir skrifstofur, matsali og ganga eru almennt þau sömu og fyrir skrifstofurými, R = 4,0. Viðmið fyrir mesta leyfilegan titring á skurðstofum er jafn grunnferlinum, þ.e. svörunarstuðullinn er R = 1,0 og mesti leyfilegi titringur á tíðnibilinu 4 – 8 Hz er Tafla 1. Fourier-stuðlar og fasahorn fyrir gönguálag.

Margfeldi grunnsveiflutíma tíðnisvið nfp [Hz] fourier-stuðull αh fasahorn Φh

1 1,8 - 2,2 0,436(fp - 0,95) 02 3,6 - 4,4 0,006(fp + 12,3) - π /23 5,4 - 6,6 0,007(fp + 5,2) π4 7,2 - 8,8 0,007(fp + 2,0) π /2

Mynd 2. Lóðrétt álag frá gangandi vegfaranda sem fall af tíma. Mynd 3. Grunnferill fyrir lóðréttan titring sem fall af tíðni.

F (t) = Qp

(1 +

N∑n=1

αnsin(2nπfpt + φn)

)

ab,RMS =

/√

f ≤ f ≤≤ f ≤

625 · 10−5 · f f >

amax,RMS = R · 0, 005 s2 = 0, 02 s2

F (t) = Qp

(1 +

N∑n=1

αnsin(2nπfpt + φn)

)

ab,RMS =

/√

f ≤ f ≤≤ f ≤

625 · 10−5 · f f >

amax,RMS = R · 0, 005 s2 = 0, 02 s2

F (t) = Qp

(1 +

N∑n=1

αnsin(2nπfpt + φn)

)

ab,RMS =

/√

f ≤ f ≤≤ f ≤

625 · 10−5 · f f >

amax,RMS = R · 0, 005 s2 = 0, 02 s2

Page 70: Upp í vindinn 2010

70 | ... upp í vindinn

Titringur í burðarvirkjum sjúkrahúsa

2max, 0,005RMSa m s= . Þó getur þurft að

setja strangari viðmið fyrir mjög nákvæmar aðgerðir, t.d. taugaskurðaðgerðir. Æskilegt er að svipaðar kröfur séu settar fyrir legudeildir og skurðstofur. Hugsanlegt er þó að slaka á þessum kröfum þar sem minna viðkvæmir sjúklingar dvelja. Í Töflu 2 má sjá kröfur sem breska heilbrigðisþjónustan (NHS) hefur sett fram um titring í sjúkrahúsum [5].

Of miklar sveiflur eða titringur í burðarvirkjum sjúkrahúsa getur einnig valdið skemmdum á viðkvæmum lækningatækjum. Í slíkum tilvikum þurfa framleiðendur tækjanna að setja kröfurnar en þær hafa reynst vera mjög misvísandi, titringur ýmist mældur sem hraði eða hröðun og svörun ýmist skilgreind sem hámarksútslag eða sem ferningsmeðaltal (e. root-mean-square) [7].

Settir hafa verið fram ferlar til að lýsa titringskröfum fyrir viðkvæman tækjabúnað, svokallaðir VC-ferlar. Þessir ferlar byggja á sama grunni og grunnferillinn í ISO 10137 staðlinum og eru margfeldi af honum. Fimm ferlar hafa verið skilgreindir með svörunarstuðul á bilinu 0,03125 < R < 0,5. Ströngustu kröfurnar, ferill VC-E, er talinn fullnægjandi fyrir allra viðkvæmasta tæknibúnaðinn [8].

MannvirkiTil að reikna út svörun mannvirkis við álagi frá gangandi vegfarendum þarf að meta sveiflufræðilega eiginleika á borð við eigintíðnir, massa og deyfingarhlutfall. Ýmsar aðferðir eru til við að meta eigintíðni burðarvirkis. Flestar aðferðirnar byggja á einföldunum og geta nýst við forhönnun eða til útreikninga á einföldum, reglulegum burðarvirkjum. Ef um flóknari burðarvirki er að ræða er nauðsynlegt að byggja upp FEM líkan af því (sjá Mynd 4).

Niðurstöður sveiflufræðilegra útreikninga eru viðkvæmar fyrir réttu mati á massa mannvirkisins. Ef massi mannvirkisins er ofmetinn er hætta á að svörun mannvirkis verði vanmetin. Meta þarf massa á ekki-berandi hlutum burðarvirkisins og einnig huga vel að föstu álagi á borð við loftræsisamstæður, skrifborð, bókahillur og skjalaskápa.

Deyfing er mælikvarði á hversu mikil orkueyðing á sér stað í mannvirkinu. Helstu

áhrifaþættir deyfingar eru ekki-berandi hlutar mannvirkis, t.d. léttir milliveggir, niðurhengd loft, lagnakerfi og innréttingar. Léttir milliveggir sem ná á milli gólfplatna eru áhrifaríkastir til að auka deyfingu burðarvirkis. Deyfingu mannvirkis þarf að meta út frá gerð burðarvirkja, starfsemi í húsinu, innanstokksmuna og gerð milliveggja. Flestar handbækur mæla með deyfingarhlutfalli á bilinu 1,5% til 4,5% [8].

Við gerð FEM-líkans eru nokkur atriði sem þarf að huga sérstaklega að: • Oft er reiknað með súlum sem fullkomlega

stífum undirstöðum. Sú einföldun getur valdið talsverðum skekkjum í útreikningum ef stífni gólfsins er mikil. Þá fer raunveruleg stífni súlna að skipta máli og því betra að taka allar súlur með í FEM-líkanið.

• Taka þarf sérstakt tillit til ekki-berandi byggingarhluta á borð við létta milliveggi, kerfisgólf og ójárnbenta ílögn. Slíkir hlutar geta ýmist aukið massa, stífni eða deyfingarhlutfall burðarvirkisins.

• Vegna þess hve formbreytingar af völdum álags frá gangandi vegfarendum eru litlar skal reikna með að allar tengingar í burðarvirkinu séu vægisstífar. Einnig þarf að huga að hugsanlegum stuðningi af útveggjaklæðningum og léttum innveggjum [6].

lausnir

Til að koma í veg fyrir aukakostnað vegna lagfæringa, skemmda á búnaði og óþæginda notenda þarf að skilgreina strax á

forhönnunarstigi hvaða kröfur mannvirkið á að uppfylla og hvernig kröfurnar skulu uppfylltar.

Sjúkrahúsbyggingar eru sérstaklega viðkvæmar fyrir titringi vegna krafna um sveigjanleika í plani sem leiðir til meiri haflengda og minni stífni. Það getur reynst mjög dýrt að hanna allt burðarvirki í nýju sjúkrahúsi miðað við ýtrustu kröfur um titring. Við forhönnun er því nauðsynlegt að taka tillit til eftirtalinna þátta:• Skilgreina hvernig búnaður skal vera í hverju

rými og hvaða titringskröfur gilda fyrir hann.• Taka fram hvaða kröfur skulu gilda í hverju

rými fyrir sig. Skilgreina sérstaklega rými sem skulu hönnuð fyrir viðkvæman búnað.

• Staðsetja skal viðkvæmasta búnaðinn neðst í byggingunni, á plötu á fyllingu. Ef mjög viðkvæmur búnaður er staðsettur á botnplötu getur reynst nauðsynlegt að einangra plötuna frá öðrum hlutum burðarvirkisins.

• Útfæra aðalganga svo þeir séu aðskildir frá herbergjum sem hýsa viðkvæman búnað. Gangar nálægt viðkvæmum búnaði skulu vera nálægt súluröðum en ekki á miðju hafi.

• Athuga þarf að segulómtæki eru viðkvæm fyrir titringi en þau eru líka uppspretta titrings. Aðskilja þarf slík tæki frá öðrum viðkvæmum búnaði.

• Grundvallarþættir til að uppfylla allar kröfur um titring er annarsvegar að huga vel að uppröðun herbergja og ganga í byggingunni og hinsvegar að velja og hanna burðarvirkin á réttan hátt. Þunn þversnið, miklar haflengdir og lág dempun getur leitt til vandamála vegna of mikils titrings í mannvirkinu [3].

Tafla 2. Titringskröfur NHS fyrir sjúkrahús.

Notkun Svörunarstuðull RSkrifstofur 4,0Legudeild 1,4Skurðstofa 1,0

Mynd 4. FEM líkan af gólfplötu. Fyrsta sveifluform gólfplötunnar.

Page 71: Upp í vindinn 2010

Á hönnunarstigi er svo nauðsynlegt að hanna burðarvirkið fyrir álagi frá umferð gangandi vegfarenda. Best er að framkvæma FEM útreikninga til að meta svörun burðarvirkis vegna slíks álags.

Erfitt getur reynst að meta álag frá öðrum titringsgjöfum en gangandi vegfarendum. Til þess að forðast titringsvandamál er nauðsynlegt að taka tillit til eftirtalinna þátta:• Einangra titringsgjafa á borð við tæknibúnað í lagna-, loftræsi- og

raflagnakerfum. Vandamál geta þó skapast ef búnaður sem á að einangra er mjög þungur.

• Einangra gólfplötur frá öðrum hlutum burðarvirkis.• Velja tæknibúnað sem gefur frá sér sem minnstan titring. • Athuga staðsetningu á lyftum og burðarvirki kringum lyftur svo þær

valdi ekki óþarfa titringi í nærliggjandi herbergjum [3].

lokaorð

Þessi grein er langt frá því að vera tæmandi umfjöllun um titring í burðarvirkjum heldur er henni aðeins ætlað að vekja hönnuði til umhugsunar um vandamálið og gefa hugmyndir að lausnum. Titrings vandamál hafa ekki verið algeng fyrr en síðustu árin og því er álag og hönnunarkröfur ekki vel skilgreindar. Eins eru hönnunarreglur og útreikningar oft of einfaldaðir og gefa því rangar niðurstöður.

Ljóst er að huga þarf sérstaklega að titringi í burðarvirkjum sjúkrahúsa. Slíkar sveiflur eða titringur geta skaðað viðkvæman tækjabúnað, valdið truflunum á skurðaðgerðum og valdið áhyggjum og óþægindum hjá sjúklingum. Kröfur sem settar eru á titring í burðarvirkjum sjúkrahúsa eru

margfalt strangari en fyrir venjulega skrifstofubyggingu.

Mjög kostnaðarsamt getur reynst að lagfæra mannvirki eftir að þau eru tekin í notkun. Þess vegna er mikilvægt að reikna út svörun mannvirkis við dýnamísku álagi á hönnunarstigi. Einnig er mikilvægt að huga að staðsetningu skurðstofa og viðkvæms tækjabúnaðar strax á forhönnunarstigi.

Titringur í burðarvirkjum sjúkrahúsa

HeiMilDiR[1] Bachmann, H. et.al. (1996), Vibration Problems in Structures. Practical

Guidelines. Birkhäuser. Second Edition.

[2] Interim Sound and Vibration Design Guidelines for Hospital and Healthcare Facilities. Public Draft 1, November 1, 2006.

[3] Novak, A. & Fégeant, O. Vibrationsprojektering av sjukhus. Bygg & teknik, Mars 2009, bls. 48-52.

[4] Maguire, J.R. & Wyatt, T.A. (2002), Dynamics. An Introduction for Civil and Structural Engineers. Thomas Telford. Second Edition. London, UK.

[5] Ove Arup & Partners Ltd (2004). Hospital Floor Vibration Study. Comparison of Possible Hospital Floor Structures with Respect to NHS Vibration Criteria. The Concrete Centre.

[6] Smith, A.L., Hicks, S.J. & Devine, P.J. (2007). Design of Floors for Vibration: A New Approach. SCI, Ascot, Berkshire, UK.

[7] Ungar, Eric E. Vibration Criteria for Healthcare Facility Floors. Sound and Vibration, September 2007, bls. 26-27.

[8] Willford, M.R. & Young, P. (2006). A Design Guide for Footfall Induced Vibration of Structures. The Concrete Centre, Camberley, UK.

Page 72: Upp í vindinn 2010

V E R K F R Æ Ð I S T O F A S U Ð U R N E S J A

Page 73: Upp í vindinn 2010

Tilboð alla dagaheimsendingaþjónusTa

Grensásvegi 5 ı Sími 588 8585

alvöru grillaður kjúklingur

Page 74: Upp í vindinn 2010

úTSkRiFTaRFeRð 2009

Haustið 2008 settust nýorðnir þriðja árs nemar í umhverfis- og byggingarverkfræði á skólabekk á ný eftir enn eitt gott vinnusumarið. Nemar þessir voru fegnir að vera lausir undan oki

stimpilklukkunnar og því að geta mætt í skólann eftir eigin samvisku. Fegnir því að geta loksins á ný hlegið að misgáfulegu gríni og glensi samnemenda sinna og kennara. Í þeirra augum var haustið 2008 ekkert öðruvísi en hvert annað haust. Laufblöðin týndust eitt af öðru af trjánum, sólin fór lækkandi og tími var kominn til að fara að skipuleggja hina árlegu námsferð þriðja árs nema. Rétt eins og önnur ár voru nemendur stórhuga. Þessi ferð skildi vera minnst tvöfalt flottari, áhugaverðari og skemmtilegri en árið áður.

Skipulaggning var komin vel á veg þegar 6. október leit dagsins ljós. Á einu augabragði helmingaðist virði íslensku krónunnar og þar með allur áætlaður ferðakostnaður tvöfaldaður. Auk þess sem þessi tíðindi þýddu að augljóst var að fjáröflun yrði flóknari en áður. Ferðin var sem sagt í töluverðu uppnámi og voru margir farnir að örvænta um örlög ferðarinnar. En þessir hörku duglegu verkfræðinemar og Naglar gáfust ekki upp. Þeir skyldu komast í ferðina langþráðu. Aukin kraftur var settur í fjáröflunina þar sem hvert tækifæri á smá auka aur var gripið á lofti. Talin voru nagladekk, atkvæði og fjöldi

gangandi vegfarenda. Herjað var á fyrirtæki sem aldrei fyrr að auglýsa í ...upp í vindinn og jafnvel leitað út fyrir landsteinana í leit að auglýsendum. Allur fyrirhugaður munaður var skorin við nögl og hvert skref hvers og eins skipulagt í þaula til að lágmarka kostnað. Ferðin var sem sagt með öðrum orðum „verkfrædd“.

Með samstilltu átaki tókst hópnum fyrir rest að nurla saman nægum fjölda þúsundkalla svo ferðin yrði að veruleika. Það voru því fegnir ferðalangar sem tókust á loft frá Keflavíkurflugvelli snemma morguns 17. maí 2009 og héldu á vit ævintýranna í Dubai og Taílandi.

Eftir stutt stopp á Heathrow tók við langt flug til Dubai. Flugvöllurinn í Dubai er sá stærsti í heimi og varð okkur ljóst strax er nefhjól flugvélarinnar snertu flugbrautina að við værum mætt á dálítið merkilegan stað. Þegar við lentum var mið nótt og var því skundað beint upp á hótel að sofa úr sér ferðaþreytuna enda fyrsta heimsóknin á hádegi daginn eftir.

Page 75: Upp í vindinn 2010

... upp í vindinn | 75

The Sky is the Limit

BiRkiR iNgiBjaRtSSoN Útskriftarnemi og ferðalangur.

Fyrsta heimsóknin sem við fórum í var á byggingarsvæði einnar lestarstöðvar neðanjarðarlestarkerfis Dubai. Eftir smá örðuleika við að koma öllum hópnum á réttan stað var okkur smalað saman inn á skrifstofu þar sem biðu okkar vesti og nýir skór. Þegar glænýjir öryggisskórnir höfðu verið reimaðir á fæturna, vestinu rennt upp og hjálminum komið kyrfilega fyrir á hausnum var farið með okkur niður í lestarstöðina. Þar löbbuðum við um framkvæmdasvæðið og skoðuðum aðra þeirra tveggja lestarlína sem liggja þarna í gegn. Göngin, sem voru heilboruð liggja á 22 metra dýpi frá yfirborði auk þess sem vatnsþrýstingurinn er þarna um 20 metrar. Þar sem allur jarðvegurinn á þessum slóðum er bara sandur voru göngin því steypufóðruð, einangruð og lokuð af með forsteyptum steypukubbum jafnóðum og risaborinn skreið áfram. Flækjustig framkvæmdarinnar sem sagt töluvert. En þessi heimsókn vakti ekki einungis lukku verðandi verkfræðinganna því vinnumennirnir á staðnum voru ekki síður ánægðir með heimsóknina. Skóflur voru lagðar til hliðar og í staðinn teknir upp símar og myndavélarnar mundaðar. Hefur sú staðreynd að meirihluti hópsins, stelpurnar, voru fæstar í síðbuxum og peysu eflaust haft eitthvað með þetta að gera. Eftir stutt spjall á skrifstofunni eftir að komið var aftur upp úr göngunum var haldið að nýju upp á hótel. Þar var tekin sú ákvörðun, auðvitað með sparnaðinn að leiðarljósi, að strákarnir færu í borðtennis en stelpurnar myndu elda fyrir hópinn. Hvað var í matinn man enginn en mikið svakalega var gaman í borðtennis!

Daginn eftir vaknaði hópurinn snemma þar sem heimsækja átti hollenska jarðverktakann Van Oord. Van Oord er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum og hefur séð að langmestu leyti um byggingu hinna svokölluðu Pálmaeyja úti fyrir ströndum Dubai. Eftir þónokkra bið eftir smárútunni, sem ferja átti hópinn, héldum við af stað í átt að framkvæmdasvæði stærsta pálmans, Palm Deira. Þar tók hollenski staðarverkfræðingurinn á móti okkur og kynnti fyrir okkur helstu staðreyndir um verkefnið. Í framhaldi af þessum stutta fyrirlestri stukkum við svo aftur upp í smárútuna og sá hollenski með okkur. Keyrðum við svo út á einn hluta landfyllingarinnar og rúntuðum þar aðeins um. Staðarverkfræðingurinn var að sjálfsögðu með allt á hreinu og fræddi okkur um hina ýmsu þætti framkvæmdarinnar sem okkur bar þar fyrir augum. Má þar nefna þjöppun jarðvegarins með gríðarstórum víbrurum og byggingu viðlegukants fyrir lúxussnekkjurnar. En sá hollenski lumaði einnig á nokkrum sögum um vitleysuna tengdri uppbyggingunni í Dubai á seinustu árum. Þær voru víst ófáar tilbúnar eyjurnar sem hann hafði vinsamlegast þurft að færa þar sem einhver prinsinn sagði „af því bara“. Ríkjandi hugsunarháttur virðist því hafa verið að framkvæma fyrst en hugsa svo.

Seinna um daginn fór hópurinn svo í eyðimerkur safarí. Ferðin hófst með þeim hætti að okkur var smalað upp í tvo hvíta Land Cruiser jeppa með veltigrind. Því næst var

Venjuleg arabafjölskylda. Eiginkonan með vænlegt og fjölbreytilegt karlabúr.

Page 76: Upp í vindinn 2010

76 | ... upp í vindinn

The Sky is the Limit

brunað eftir hraðbrautinni lengst út í eyðimörkina. Þar sameinuðumst við öðrum svipuðum hópum á öðrum svipuðum Land Cruiser jeppum. Eftir stutt stopp í lítilli sjoppu þar sem heimamönnum tókst að pranga rándýrum varningi inn á meirihluta hópsins var stefnan sett á eyðimörkina sjálfa. Farþegar voru vinsamlegast beðnir um að spenna beltin, halda sér fast og veita því athygli að bréfpokar væru undir sætunum. Það væri nefnilega von á nokkurri ókyrrð næstu mínúturnar. Að þessari tilkynningu lokinni var bensíngjöfin stigin í botn og sandhólarnir keyrðir upp/niður, hægri/vinstri, norður/suður, austur/vestur. Magar meðlima hópsins voru missáttir en allir voru þó þakklátir fyrir veltigrindina sem veitti ákveðna öryggistilfinningu þegar jepparnir virtust vera að falla fyrir þyngdarlögmálinu. Að þessari rússíbanareið lokinni tóku jepparnir hvítu á rás eftir hraðbrautinni á ný en stoppuðu svo skyndilega í eyðimörkinn þar sem hvítum jeppum fjölgaði enn frekar. Var þar boðið upp á grillmat og skemmtiatriði af ýmsu tagi. Er þar magadansmærin sérlega eftirminnileg!

Morguninn eftir þurftum við að vakna sérlega snemma þar sem ferðinni var heitið til grannríkis Dubai, Abu Dhabi. Þar var ætlunin að skoða gríðarmikið verkefni er nefnist Saadiyat Island. Eyjan er á stærð við Manhattan og er rétt austur af miðborg Abu Dhabi. Var þar lítið annað en yfirgefin herstöð og hjörð sandantílópa áður en uppbyggingin hófst. Þegar uppbyggingu lýkur er hinsvegar gert ráð fyrir um 180.000 íbúum, tveim heimsklassa golfvöllum, háskóla, útibúum frá Guggenheim og Louvre listasöfnunum, bæði hönnuð af tveimur frægustu arkitektum heims, og meira og meira og miklu meira. Að þessu verkefni starfaði íslenskur verkfræðingur, Snæbjörn Jónasson, fyrir bandaríska verktakafyrirtækið Parsons. Hann tók á móti okkur

og fór með okkur vítt og breitt um eyjuna. Ítarleg frásögn frá allri heimsókninni væri efni í mastersritgerð. Er lesendum hér með hlýft við því. Eftirminnilegasti hluti heimsóknarinnar var aftur á móti að fá að skoða aðra þeirra tveggja brúa sem tengja eyjuna við Abu Dhabi. Brú þessi er um 1400 metrar á lengd og alls 10 akreinar. Framkvæmdir við brúna voru á lokastigi en hægt var að keyra á henni yfir til Abu Dhabi. Við brúna tók á móti okkur franskur verkfræðingur sem var á staðnum að stjórna framkvæmdum á seinustu metrunum en hann var auk þess einn af aðal hönnuðum brúarinnar. Hann gat því auðveldlega lýst byggingu brúarinnar út í hin minnstu smáatriði, áhugamönnum um burðarvirki til mikillar gleði. Brúin var það seinasta sem við skoðuðum á Saadiyat en í beinu framhaldi keyrðum við inn til Abu Dhabi þar sem við fórum í heimsókn til Masdar. Masdar er stofnun sem hefur það að markmiði að gera Abu Dhabi að leiðandi veldi í heiminum á sviði endurnýtanlegrar orku. Stofnunin hefur stofnað skóla sem er tengdur MIT og að auki ætlar stofnunin að byggja heila borg, Masdarborg, þá fyrstu í heiminum sem á að vera algerlega mengunarlaus. Hjá Masdar var tekið vel á móti okkur og fengum við þar stutta kynningu á stofnuninni og hennar markmiðum til framtíðar.

Að heimsókninni hjá Masdar lokinni höfðum við mælt okkur mót við Snæbjörn og ætluðum að borða með honum kvöldmat ásamt tveimur vinnufélögum hans. Hann hafði pantað borð fyrir alla hersinguna á mjög fínum en tiltölulega ódýrum Líbönskum veitingastað á fínasta hóteli Abu Dhabi, Emirates Palace. Eftir að hafa hringsólað nokkra hringi um Abu Dhabi, þar sem bílstjórinn var ekki beint kunnugur staðarháttum, komumst við loks að hótelinu. Við vorum hinsvegar stöðvuð í öryggishliðinu enda verðirnir ekki vanir því að skítugir sendiferðabílar fullir af fólki svo mikið sem reyni að komast inn um aðalhliðið. Eftir rúmar fimm mínútur og langt símtal öryggisvarðarins var okkur loks hleypt inn enda alvöru fólk með pantað borð. Hvað gerðist fyrir innan hliðið verða spenntir lesendur hinsvegar að reyna að komast að með öðrum leiðum því það verður ekki rakið hér. Lærdómur þeirrar sögu er hinsvegar sá að þegar prinsar Abu Dhabi gista á tilteknu 7 stjörnu hóteli, á meðan verið er að taka höllina þeirra í gegn, eru tiltölulega litlar líkur á að kvöldverðurinn þar verði tiltölulega ódýr.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá að sækja heim hinn gríðarstóra Burj Khalifa, áður Burj Dubai, þennan dag höfðu þær allar reynst árangurslausar. Dagskrá fimmtudagsins var því algerlega undir sjálfum okkur komin og hafði verið tekin sú ákvörðun að fara og skoða turninn rétt eins og hverjir aðrir túristar. Turninn þarf sjálfsagt ekki

Vinnumenn koma fyrir steyptum viðlegukantseiningum á landfyllingu Palm Deira.

Hópurinn skoðar sig um á brúnni milli Saadiyat Island og Abu Dhabi.

Page 77: Upp í vindinn 2010

The Sky is the Limit

að kynna fyrir lesendum enda núverandi hæsta mannvirki í heimi, 828 metrar á hæð og 160 hæðir. Þegar við vorum þarna stödd hafði hann ekki verið opnaður en hafði náð svo gott sem endanlegri hæð sinni. Hvort nokkra metra hafi vantað uppá er erfitt að segja enda ómögulegt að fá góða tilfinningu fyrir stærð turnsins. Auk þess að nýta daginn í að fá hálsríg og virða fyrir okkur turninn var áhugavert að skoða nágrenni turnsins. Allt í kring eru ekkert nema litlar íbúða- og skrifstofublokkir, í kringum 30-60 hæða. Þar að auki er ýmislegt annað stærst í heimi á svæðinu. Til dæmis stærsta verslunarmiðstöð í heimi og stærsti gosbrunnur í heimi. Með miklu harðfylgi tókst okkur meðal annars að fá að skoða svæðið frá háloftabar á 64. hæð á hóteli næst verslunarmiðstöðinni. Einnig fengum við að horfa á sýningu gosbrunnsins í ljósaskiptunum frá sundlaugarbar hótelsins með þeim skilyrðum að við keyptum okkur tiltölulega ódýra drykki.

Seinasti dagurinn í Dubai var svo algerlega frjáls. Við áttum flug á vit frekari ævintýra

til Bangkok rétt eftir miðnætti og því tilvalið að nýta daginn í að skoða „restina“ af Dubai. Hver þessi rest var reyndist umdeilanleg og skiptist hópurinn því í smærri einingar. Afrek hinna smærri hópa voru af afar fjölbreyttu tagi en meðal þess helsta má nefna var að fara á ströndina og skoða seglhótelið fræga Burj Al Arab, fara á skíði og snjóbretti, versla, fara í bíó á Englar og djöflar og skoða gamla bæinn og finnast þar óvelkomin.

Þegar við horfðum yfir borgina úr flugvélinni stuttu eftir flugtak voru tilfinningarnar blendnar. Seinustu dagar höfðu verið algerlega frábærir þar sem okkur gafst einstakt tækifæri til að komast í tæri við nokkur verkefni af stærðargráðu og umfangi áður óþekkt öllum okkar. Heimsóknirnar voru einnig afar fjölbreyttar og fengu allir að sjá og spyrja um eitthvað tengt áhugasviði sínu. Aftur á móti vorum við flest sammála um að Dubai væri afar sérstakur staður. Hvergi var hægt að komast þar um án þess að vera í bíl og var tilfinningin oft á tíðum þannig er við keyrðum um borgina að allt

væri agalega mikið gervi. Vissulega spilar þar inn í að borgin er mjög ung sem orsakar kannski skort á einhverskonar menningu og borgaranda. Vonandi breytist það með tíð og tíma.

Brottför okkar frá Dubai þýddi endalok námsferðarinnar en var í raun rétt byrjunin á ferðalagi hópsins. Fyrir höndum var um tíu daga dvöl á taílensku eyjunni Koh Phangan í Taílandsflóa auk þriggja daga í Bangkok. Í Taílandi reyndust ævintýrin af allt öðrum toga en í Dubai en ekki síður skemmtileg. Þar var áherslan hinsvegar meiri á afslöppun og skemmtun til skiptis en verkfræði og því ekki til umræðu í faglegu verkfræðiriti eins og ...upp í vindinn.

Þegar horft er til baka á ferðina með algerlega hlutlausum augum er augljóst að markmiðum haustsins 2008 var fullnægt. Ferðin var hið minnsta tífalt flottari, áhugaverðari og skemmtilegri en árið áður. Að okkar mati allavega...

Page 78: Upp í vindinn 2010
Page 79: Upp í vindinn 2010

Það er fátt sem lýtur að stáli sem við og okkar samstarfsaðilar getum ekki klárað okkur af!

Hýsi Merkúr ehf - Völuteigur 7 - 270 Mosfellsbær - Sími: 534 6050 - Fax: 534 6051 - www.hysi.is

Reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ. 30 X 81m. 2.430m2

Íþróttahús á Borgarfirði eystra, 16 X 30m. 480m2

Bogahús við Hól 2 í Eyjafirði, 5 X 6m. 30m2

Gróðurhús fyrir ávaxtatré í Heklubyggð. 5 X 6m. 30m2Gaflinn á fjölnota gripahúsi að Egilsstaðakoti í Flóa. 16 X 39m. 624m2

Page 80: Upp í vindinn 2010