1
REGLUR ARKITEKTAFÉLAGS ÍSLANDS UM LÁGMARKSNÁM ARKITEKTA “Lög um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum 1996 nr. 8 11. mars”, tóku gildi 29. mars 1996. Breytt með l. 4/2000 (tóku gildi 7. apríl 2000) og l. 69/2002 (tóku gildi 17. maí 2002). Í 2. grein laganna segir: Rétt til að nota starfsheiti þau sem lög þessi taka til eða orð sem fela í sér þau heiti hafa þeir menn einir sem fengið hafa til þess leyfi ráðherra, sbr. 3. gr., eða þeir sem fengið hafa staðfestingu ráðherra á leyfi til að bera samsvarandi starfsheiti sem veitt hefur verið í ríki sem er aðili að samningi um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. 4. gr. Í 3. grein laganna segir: Engum má veita leyfi það er um ræðir í 2. gr. nema hann hafi lokið fullnaðarprófi í viðkomandi starfsgrein. Fagfélög þeirra starfsgreina sem lög þessi taka til skulu setja sér reglur 1) um hvaða nám teljist leiða til fullnaðarprófs í viðkomandi starfsgrein. Þær reglur skulu taka gildi þegar þær hafa verið staðfestar af ráðherra og birtar í Stjórnartíðindum. Rétt til að öðlast leyfi hafa þeir sem lokið hafa námi samkvæmt greindum reglum að mati ráðherra að fenginni umsögn viðkomandi fagfélags. - - - - - Sem faglegur umsagnaraðili vegna umsókna um heimild til að nota starfsheitið “arkitekt (húsameistari)”, setur Arkitektafélag Íslands sér eftirfarandi starfsreglur: 1. Innan félagsins skal starfa sérstök nefnd (menntamálanefnd) þriggja arkitekta kosinna á aðalfundi félagisns, sem metur allar umsóknir sem Iðnaðarráðuneytið leggur fyrir, með tilliti til ofangreindra laga. 2. Umsækjandi skal hafi lokið námi og prófi í arkitektúr, sem veitir full starfsréttindi í því landi sem námi var lokið, að mati viðkomandi samtaka arkitekta, og leggja fram gögn frá viðkomandi skóla, t.d. prófskírteini eða aðra óyggjandi staðfestingu á að prófgráðu sé náð. 3. Nefndin skal hafa til viðmiðunar útgefnar upplýsingar frá eftirtöldum aðilum: a. L’Union International des Architectes (UIA), sem gefur út skrár um viðurkennda háskóla og nám í arkitektúr í Evrópu og víðar um heim. b. National Architectural Accrediting Board (NAAB) í Bandaríkjum Norður Ameríku, sem gefur út skrá um viðurkenndar prófgráður í arkitektúr við bandaríska háskóla. c. Öðrum hliðstæðum samtökum m.a. í breska samveldinu. 4. Þegar vafi leikur á, skal nefndin hafa samband við viðkomandi skóla og/eða arkitektafélag til að afla frekari upplýsingar um prófgráðu viðkomandi umsækjanda. 5. Nefndin skal taka fyrir mál að jafnaði eigi síðar en innan eins mánaðar frá því að umsagnarbeiðni berst. Samþykkt í stjórn Arkitektafélags Íslands 30. júní 2003

030630A%C3%8Dreglurl%C3%B6ggilding

Embed Size (px)

DESCRIPTION

http://ai.is/wp-content/uploads/2011/06/030630A%C3%8Dreglurl%C3%B6ggilding.pdf

Citation preview

Page 1: 030630A%C3%8Dreglurl%C3%B6ggilding

REGLUR ARKITEKTAFÉLAGS ÍSLANDS

UM LÁGMARKSNÁM ARKITEKTA

“Lög um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum 1996 nr. 8 11. mars”, tóku gildi 29. mars 1996. Breytt með l. 4/2000 (tóku gildi 7. apríl 2000) og l. 69/2002 (tóku gildi 17. maí 2002).

Í 2. grein laganna segir:

Rétt til að nota starfsheiti þau sem lög þessi taka til eða orð sem fela í sér þau heiti hafa þeir menn einir sem fengið hafa til þess leyfi ráðherra, sbr. 3. gr., eða þeir sem fengið hafa staðfestingu ráðherra á leyfi til að bera samsvarandi

starfsheiti sem veitt hefur verið í ríki sem er aðili að samningi um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. 4. gr.

Í 3. grein laganna segir: Engum má veita leyfi það er um ræðir í 2. gr. nema hann hafi lokið fullnaðarprófi í viðkomandi starfsgrein.

Fagfélög þeirra starfsgreina sem lög þessi taka til skulu setja sér reglur1) um hvaða nám teljist leiða til fullnaðarprófs í viðkomandi starfsgrein. Þær reglur skulu taka gildi þegar þær hafa verið staðfestar af ráðherra og

birtar í Stjórnartíðindum. Rétt til að öðlast leyfi hafa þeir sem lokið hafa námi samkvæmt greindum reglum að mati ráðherra að fenginni umsögn viðkomandi fagfélags.

- - - - -

Sem faglegur umsagnaraðili vegna umsókna um heimild til að nota starfsheitið “arkitekt (húsameistari)”, setur Arkitektafélag Íslands sér

eftirfarandi starfsreglur:

1. Innan félagsins skal starfa sérstök nefnd (menntamálanefnd) þriggja arkitekta kosinna á aðalfundi félagisns, sem metur allar umsóknir sem Iðnaðarráðuneytið leggur fyrir, með tilliti til ofangreindra laga.

2. Umsækjandi skal hafi lokið námi og prófi í arkitektúr, sem veitir full starfsréttindi í því landi sem námi var lokið, að mati viðkomandi samtaka arkitekta, og leggja fram gögn frá viðkomandi skóla, t.d. prófskírteini eða aðra óyggjandi staðfestingu á að prófgráðu sé náð.

3. Nefndin skal hafa til viðmiðunar útgefnar upplýsingar frá eftirtöldum aðilum:

a. L’Union International des Architectes (UIA), sem gefur út skrár um viðurkennda háskóla og nám í arkitektúr í Evrópu og víðar um heim.

b. National Architectural Accrediting Board (NAAB) í Bandaríkjum Norður Ameríku, sem gefur út skrá um viðurkenndar prófgráður í arkitektúr við bandaríska háskóla.

c. Öðrum hliðstæðum samtökum m.a. í breska samveldinu. 4. Þegar vafi leikur á, skal nefndin hafa samband við viðkomandi skóla

og/eða arkitektafélag til að afla frekari upplýsingar um prófgráðu viðkomandi umsækjanda.

5. Nefndin skal taka fyrir mál að jafnaði eigi síðar en innan eins mánaðar frá því að umsagnarbeiðni berst.

Samþykkt í stjórn Arkitektafélags Íslands

30. júní 2003