12
UNGFRÚ ÍSLAND VINNUR Í SKEMMTIGARÐI Í ÞÝSKALANDI ÞARF AÐ HLAUPA Á KLUKKUTÍMA TIL AÐ NÁ FLUGINU HINSEIGINLEIKINN VINSÆLL Á SNAPCHAT FERÐAMENN ORÐLAUSIR YFIR FEGURÐ ÖRÆFANNA 12 SÍÐNA FERÐABLAÐ UM HÁLENDIÐ LAUGARDAGUR 02.07.16 HELD AÐ KYNLÍF GETI SAMEINAÐ OKKUR ÖLL GERÐUR ARINBJARNARDÓTTIR Mynd | Rut

Amk 02 07 2016

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Lifestyle, AMK, Fréttatíminn, Iceland

Citation preview

Page 1: Amk 02 07 2016

UNGFRÚ ÍSLAND VINNUR Í SKEMMTIGARÐI

Í ÞÝSKALANDI

ÞARF AÐ HLAUPA Á KLUKKUTÍMA

TIL AÐ NÁ FLUGINU

HINSEIGINLEIKINNVINSÆLL Á SNAPCHAT

FERÐAMENN ORÐLAUSIRYFIR FEGURÐ ÖRÆFANNA

12 SÍÐNA FERÐABLAÐ UM HÁLENDIÐ

LAUGARDAGUR 02.07.16

HELD AÐ KYNLÍF GETI SAMEINAÐ OKKUR ÖLL

GERÐUR ARINBJARNARDÓTTIR

Mynd | Rut

Page 2: Amk 02 07 2016

Hjónaband Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick hef-ur gengið upp og ofan í gegnum tíðina. Þau eru nú farin af stað með nýtt plan til að bæta hjóna-band sitt og kalla það „meðvitaða pörun“.

Þau gera þetta með því að selja gamla heimili sitt og kaupa sér tvær samliggjandi íbúðir í New York. „Þau komust

að því að það besta í stöðunni til að bjarga hjónabandinu

væri að búa í sitt hvorri íbúðinni. Þau munu rífa

niður vegginn sem skilur íbúðirnar að en það verður pottþétt þannig að hún fær sinn helming og hann fær sinn og börnin

hafa aðgang að báðum helmingum,“ segir heim-

ildarmaður RadarOnline. Þessi aðferð segir þessi heim-

ildarmaður að henti þeim hjónum

Vinna í hjónabandi sínu á óvenjulegan háttHjónin Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick eru með ólíkar heimilisvenjur svo þau búa í sitt hvorri íbúðinni

Babb í bátinn Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick fara óhefðbundnar leiðir til að bjarga hjónabandinu.

mjög vel af því að Matthew sé mjög óþrifalegur á meðan Sarah Jessica vill hafa óaðfinnanlegt skipulag á sínum eigum. „Þau borða ennþá saman á kvöldin og ef þau eru í stuði gista þau jafn-vel saman, svo það er ekki eins og þau lifi sitt hvoru lífinu. Þetta er meira það að þau eru að koma fram við 20 ára hjónaband með þeirri virðingu og ástúð sem það þarf á að halda,“ segir þessi heim-ildarmaður.

Louis krefst sameiginlegs forræðisLouis Tomlinson á 5 mánaða gamlan son með sinni fyrrver-andi, Briana Jungwirth. Hann hefur nú krafist sameig-inlegs forræðis og vill fá að taka virkan þátt í uppeldi sonarins. Louis hefur verið duglegur við að birta myndir af sér með drenginn sinn en hingað til hafa hann og Briana verið með innbyrðis samkomulag um umgengni við barnið. Ástæðan fyrir því að Louis er að fara fram á sameiginlegt forræði er meira til þess að hafa allt á pappír-um upp á framtíðina, frekar en að ágreiningur hafi komið upp.

Demi Moore á ekki sjö dagana sælaDemi Moore var ein launahæsta leikkona í heimi. Hún á

nú að baki 3 misheppnuð hjónabönd, meðferð og verk-efnaleysi. Demi var að selja íbúð sína í New York, sem hún bjó í meðan hún var gift Ashton Kutcher. Hún vakti athygli í maí þegar hún mætti, grennri en nokkru sinni á viðburð á vegum Vogue en þá sagði heimildarmaður að

hún væri búin að eiga mjög erfitt að undanförnu.

Er alveg til í að vera með konumKhloe Kardashian á að baki nokkur misheppnuð sam-bönd en er til í að breyta til í lífinu sínu. Nú hefur hún sagt frá því að hún sé alveg opin fyrir því að fara á stefnumót með konum. „Khloe hefur fyllst ákveðnu vonleysi þegar kemur að karlmönnum. Hún er að reyna að finna mann sem er skemmtilegur en samt trúr og það virðist ómögulegt,“ segir heimildarmaður RadarOnline. Hann segir einnig að nú sé hún farin að eyða meiri tíma með samkynhneigðum vinum sínum og vilji láta koma í ljós hvað gerist í framhaldinu.

Lögð inn vegna ofkeyrsluRita Ora var lögð inn á spítala í þessari viku vegna þess

að hún var búin að ofkeyra sig. Hún sat fyrir í mynda-töku í London og það var þar sem hún gafst upp og var í kjölfarið flutt á spítala. Hún setti inn mynd af sér á Instagram þar sem hún liggur í sjúkrarúmi og við myndina skrifaði hún: „Dagurinn í dag var frekar erf-

iður en ég kemst í gegnum þetta með ykkar stuðingi. Takk fyrir að styðja við bakið á mér. Ég elska ykkur!!“

„Hann hélt framhjá mér!“Iggy Azaela og Nick Young voru að hætta saman og ýmsar sögur hafa verið á kreiki um að Nick hafi haldið framhjá Iggy. Hún hefur nú staðfest það og gerði það á Twitter, fyrir allan heiminn. Hún skrifaði: „Ég hætti með Nick af því ég komst að því að hann hafði komið með aðrar konur inn á heimili okkar og ég sá það á öryggismyndböndum. Þetta er eins og að vera skot-in í brjóstið og núna líður mér eins og ég þekki ekki þann sem ég hef elskað allan þennan tíma.“

Guðrún Veiga Guðmundsdó[email protected]

Hugmyndin að þessu kviknaði af því að við höfum farið í menntaskóla með fyr-irlestra um skaðsemi

staðalímynda og mikilvægi fyr-irmynda þegar kemur að hinseg-inveruleika. Þar höfum við séð hversu mikilvægt það er að fræða ungmenni um hinseginveruleika og afrugla allar þær mýtur sem hafa fengið að grassera um slíkt alltof lengi,“ segir Ingileif Frið-riksdóttir, laganemi og blaða-maður, sem ásamt unnustu sinni, Maríu Rut Kristinsdóttur, opnaði Snapchat-aðgang sem ber nafnið Hinseginleikinn.

Hinseginleikinn er snapp þar sem fólk getur fengið innsýn í líf hinsegin fólks í öllum regnbogans litum og gerðum. „Eftir að hafa farið í skólana með fyrirlestra þá fundum við fyrir mjög mikl-um áhuga frá fólki og það hafði rosalega margar spurningar en það vantaði vettvanginn til þess að spyrja. Við hugsuðum þetta snapp þess vegna svolítið sem stað þar sem fólk gæti spurt spurn-inga, jafnvel nafnlaust ef það kýs. Einstaklingar geta til dæmis verið í vafa með sjálfan sig, þora ekki að segja frá því og vita ekki alveg hvert á að leita og óttast kannski að spyrja hvern sem er út í svona mál. Hinseginleikinn er vett-vangur fyrir spurningar, opnar

umræðuna og hjálpar okkur að koma í veg fyrir ranghugmyndir fólks um það hvað það er að vera hinsegin.“

Þær Ingileif og María hafa fengið til liðs við sig alls kyns gestasnapp-ara til þess að taka yfir snappið reglulega. „Til þess að vitunda-vakningin verði sem öflugust og víðtækust höfum við fengið fullt af góðu fólki með okkur í lið. Það sem við viljum er að taka alla flór-una, bara eins og hinseginleikinn leggur sig. Á næstu dögum verður hjá okkur stelpa sem er intersex, sem þýðir að þú fæðist með óræð kynfæri. Fljótlega kynnumst við svo kynsegin manneskju, það er þá einstaklingur sem skilgreinir sig hvorki sem karl eða konu, held-ur hvorugkyn eða bæði í einu. Allt flokkast þetta undir hinseginregn-hlífina og er eitthvað sem við höf-um fengið margar spurningar um, til dæmis á fyrirlestrum okkar.“

Á aðeins tveimur vikum hefur Hinseginleikinn fengið á annað þúsund fylgjendur á Snapchat. „Við finnum að fólk er forvitið og með því að fá fjölbreytt fólk til þess að taka yfir snappið þá vekjum við áhuga og opnum um-ræðuna. Ef ég hefði haft eitthvað svona til þess að fylgjast með þegar ég var 15 eða 16 ára þá hugs-anlega hefði ég komið fyrr út úr skápnum af því að um leið og mað-ur fræðist og losar sig við rang-hugmyndir sér maður að þarna er bara eðlilegt fólk sem lifir eðlilegu lífi og er ekkert öðruvísi þó það sé hinsegin.“

Blaðamaður hvetur áhugasama til þess að fylgjast með hinsegin-leikanum á Snapchat, undir not-

endanafninu Hinseginleikinn.

Mikilvægt að fræða fólk og uppræta staðalímyndirHinseginleikinn er snapp þar sem fólk getur fengið innsýn í líf hinsegin fólks í öllum regnbogans litum og gerðum

María Rut, Ingileif og sonur þeirra, Þorgeir Atli.

…fólk 2 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016

Á næstu dögum verður

hjá okkur stelpa sem er intersex, sem þýðir að þú fæðist með óræð kynfæri. Fljótlega kynnumst við svo kynsegin manneskju, það er þá einstaklingur sem skilgreinir sig hvorki sem karl eða konu, heldur hvorugkyn eða bæði í einu.

Þau borða

ennþá saman

á kvöldin og ef

þau eru í stuði

gista þau jafnvel

saman.

Sumartilboð á úrum 1. - 10. júlí

Gott úrval - gott verð

25% afsláttur30% afsláttur

25% afsláttur

30% afsláttur

Page 3: Amk 02 07 2016

Dreypiglas 10 ml.Má nota í 3 mánuði eftir opnun.

Dreypiglas 10 ml. Má nota í 3 mánuði eftir opnun.

Tárin sem endast

Gervitár?

Gleðitár!

VISMED® inniheldur engin rotvarnarefni og því eru hverfandi líkur á ofnæmi.

VISMED® inniheldur hýalúrónsýru sem er smurolía náttúrunnar og finnst víða í mannslíkamanum.

VISMED® myndar náttúrulega tárafilmu á yfirborði hornhimnunnar sem endist óvenjulengi á auganu.

VISMED® fæst í öllum helstu apótekum

Skammtahylki án rotvarnarefna.Hægt er að loka eftir opnun.

Skammtahylki án rotvarnarefna.Hægt er að loka eftir opnun.

DROPAR GEL

Page 4: Amk 02 07 2016

…viðtal 4 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016

OrkupOkinn

Allt sem þú þArft

HOll

Og góð

OrkA

Sólrún Lilja Ragnarsdó[email protected]

Ég hef alltaf séð sjálfa mig fyrir mér í eigin rekstri, en ég gæti alveg verið að selja blómavasa eins og kynlífstæki. Fyrir mér er

þetta bara rekstur,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi verslunarinnar Blush.is sem selur hjálpartæki ástarlífsins og aðrar un-aðsvörur.

Hafði aldrei átt kynlífstækiFyrirtækið stofnaði hún fyrir fimm árum, þá aðeins 21 árs gömul. Í fyrstu var aðeins um að ræða net-verslun og heimakynningar, en í apríl á þessu ári ákvað Gerður að færa út kvíarnar og opna verslun í Hamraborginni í Kópavogi, þar sem við spjöllum saman innan um kyn-lífstæki, unaðsolíur, kerti og ýmis-legt annað forvitnilegt.

Hún segir mikið hafa breyst á síð-ustu árum, bæði hvað varðar áhuga á kynlífstækjum og kynlífshegðun. Þá sé fólk alltaf að verða opnara í umræðunni um kynlíf. Sjálf hefur hún verið dugleg að tala opinskátt um kynlíf og kynlífstæki þrátt fyr-ir að hafa fundist það óþægilegt í fyrstu.

„Ég held að starfið sem ég hef unnið, í að opna umræðuna, hafi haft mikil áhrif. Og líka það sem Sigga Dögg kynfræðingur hefur verið að gera. Það hefur orðið mikil

breyting á umræðunni en það þarf alltaf einhver að vera brautryðjandi og tala um það sem öðrum finnst óþægilegt. Þetta var alveg jafn óþægilegt fyrir mig þegar ég var að byrja. Ég hafði aldrei átt kynlífstæki sjálf fyrr en stofnaði fyrirtækið mitt, þó ég hafi kannski prófað eitt-hvað. Þetta var alls ekki áhugamálið mitt.“

Á kynlífstækjaráðstefnuHún hefur því sjálf lært mikið um kynlífstæki og kynlífshegðun frá því hún hóf reksturinn. „Ég veit núna til dæmis hvað það er mikilvægt að þekkja sjálfan sig áður en maður fer að stunda kynlíf með öðrum. Ég vildi svo mikið óska þess að einhver hefði sagt við mig þegar ég var ung-lingur: „Heyrðu vinan, viltu byrja á því að stunda sjálfsfróun áður en þú ferð að ríða þessum strák.“ Mér finnst ég hafa þroskast af því að tala

um kynlíf og heyra sögur frá öðr-um,“ segir Gerður sem veit það líka núna að karlar geta alveg eins haft litla kynhvöt eins og konur.

Gerður er búin að eiga hollensk-an kærasta í þrjú ár, en hann á einmitt líka kynlífstækjaverslun svo þau lifa og hrærast í sama brans-anum. „Upprunalega var hann heildsalinn minn en svo hittumst við á kynlífstækjaráðstefnu og fórum að vera saman. Ég er mjög ánægð með þá ákvörðun að hafa slegið til. Við búum bæði á Íslandi og í Hollandi og flökkum á milli.

Ekkert óheilbrigt við það sem ég geriGerður Huld, eigandi Blush.is, verður stundum fyrir fordómum vegna þess að hún selur kynlífstæki, en meðbyrinn er þó meiri. Hún hafði aldrei átt kynlífstæki þegar hún stofnaði fyrirtækið fyrir fimm árum, þá aðeins 21 árs.

Sem gengur upp af því við bæði get-um unnið mikið í gegnum netið,“ útskýrir hún.

Þarf ekki bdsm-samtökFólk gerir oft ráð fyrir því að Gerður sé öllum hnútum kunnug í kynlífi og geri ekkert annað en að stunda kynlíf með hinum ýmsu hjálpar-tækjum, sérstaklega vegna þess að maki hennar er í sama bransa.

„Það er mjög algengt að fólk haldi að heimilið okkar sé undirlagt af hjálpartækjum, rólum og svona. En það er svo alls ekki þannig. Ég á alveg jafn leiðinleg móment í kynlífi og allar aðrar konur og það sama á við um hann. Við erum bara í venju-legu sambandi og ég er ekki alltaf að nota kynlífstæki. Að sjálfsögðu þekkjum við þessi tæki kannski betur en aðrir og höfum prófað flest allt. Maður þarf samt alls ekki að vera meðlimur í bdsm-samtökum til að geta selt kynlífstæki. Ég get alveg sett mig í spor þeirra sem vilja kaupa sér svipur, endaþarmstæki eða aðra hluti sem kannski eru gróf-ari en hefðbundin tæki, með því að kynna mér hlutina. Ég held að kyn-líf sé eitthvað sem geti sameinað okkur öllu. Við þráum öll að vera snert, vera mikilvæg og finna að einhvern langi í okkur,“ segir hún sposk á svip.

Mamma selur allskonar vörurGerður var alin upp í Breiðholti til ellefu ára aldurs en þá flutti hún í Kópavoginn, þar sem hún býr enn. Nú í sama húsi og faðir hennar – á neðri hæðinni. „Ég er mjög mikil fjölskyldumanneskja og er mikið með mömmu og pabba,“ segir hún og brosir. Þá á Gerður sex ára son sem býr hjá henni aðra hverja viku. „Hann er einmitt í bekk með dóttur eiganda verslunarinnar Tantra. Það eru held ég þrjár kynlífstækjaversl-anir á Íslandi og það er því ótrú-lega skemmtileg tilviljun að börn eigenda tveggja þeirra séu saman í bekk. Sonur minn veit auðvitað ekki að mamma hans selur kyn-lífstæki, hann veit bara að ég á fyr-irtæki sem heitir Blush.is sem selur allskonar vörur.“

Dóttir kærasta Gerðar, og jafna-ldra sonar hennar, veit hins vegar að pabbi hennar selur kynlífstæki. „Hún var forvitnari en sonur minn og það var tekin ákvörðun um að segja henni það. En það þarf ekk-ert að útskýra þetta í smáatriðum. Þetta eru einfaldlega leikföng fyrir fullorðna. Það þarf ekki að segja meira. Annars held ég að hann sé bara heppinn að alast upp í svona opnu umhverfi, þar sem er jákvætt umtal um kynlíf. Það er ekkert óheilbrigt eða slæmt við það sem ég er að gera.“

Pabbi lánaði peningaGerður og vinkona hennar, Rakel Ósk Orradóttir, fengu hugmyndina að stofnun Blush.is þegar þær voru báðar í fæðingarorlofi, en þær kynntust í mömmuhópi á með-göngunni. Rakel fór reyndar út úr fyrirtækinu eftir fyrsta árið, en þær eru ennþá bestu vinkonur. „Ég vissi ekkert hvað ég var að fara að gera og ég held að það sé ástæðan fyrir því að þetta gekk upp. Ég hafði ekkert að óttast og vissi ekkert hvað gæti gerst. Við áttum auðvitað enga peninga þannig ég fór til pabba og bað um lán til að stofna fyrirtæki. Þegar ég sagði honum hvernig fyrirtæki, þá sagði hann margt vera heimskulegra en það, enda stunduðu allir í heiminum kynlíf,“ segir Gerður sem er þakklát fyrir stuðning foreldra sinna og annarra í kringum sig.

„Þrátt fyrir að reksturinn hafi alltaf gengið þokkalega var þetta ekki auðvelt fyrstu þrjú árin. Ég var alltaf að vinna aukavinnu með og botnaði mig algjörlega í skuld-um bara til að koma þessu af stað. Svo allt í einu kemst maður yfir ákveðinn hjalla. Þá fer allt að ganga betur og tilfinningin verður svo góð. Það er talað um að það taki fyr-irtæki tvö til þrjú ár að fara að skila hagnaði og það var þannig í mínu tilfelli. Svo er það fyrst núna sem ég orðin nokkurn veginn áhyggju-laus eða veit minnsta kosti að þetta gengur.“

Finnur fyrir fordómumAðspurð segist Gerður stundum finna fyrir fordómum vegna þess að hún er í þessum ákveðna rekstri, en ekki einhverjum öðrum. „Ég er stundum spurð að því hvernig ég hafi endað í þessu, eins og þetta sé einhver endastöð. En það er alls ekki þannig. Þetta var upphafið og hefur gengið svona líka vel. Það er alls enginn heimsendir að selja kyn-lífstæki. En það er aðallega eldra fólk sem lætur svona. Ég hef annars fundið fyrir miklum meðbyr, sér-staklega eftir að ég fór að opna um-ræðuna meira og stofnaði snapchat aðgang fyrir Blush.is.“

Gerði dreymir um að fara með fyrirtækið á erlendan markað og er hún nú að opna nýjan snapchat aðgang á ensku sem er fyrsta skref-ið að því markmiði. „Minn draum-ur er að fá að fræða fólk og opna umræðuna meira. Mig langar að vera frumkvöðull í því að opna umræðuna gagnvart kynlífi. Gera það smekklega og án þess að vera dónaleg. Ég vil vera pían sem er þekkt fyrir það. Að fólk bendi á mig og segi að ég hafi hjálpað því að tala um kynlíf. Mig langar að komast á þann stað að ég geti verið með fyrir-lestra og frætt fólk.“

Í venjulegu sambandi Gerður kynntist kærastanum sínum á kynlífstækjaráðstefnu, en hann hafði þá verið heildsalinn hennar um tíma. Hún segir þau vera í ósköp venjulegu sambandi. Mynd | Rut

Ég hafði aldrei átt kynlífstæki

sjálf fyrr en stofnaði fyrirtækið mitt, þó ég hafi kannski próf-að eitthvað. Þetta var alls ekki áhuga-málið mitt.

Page 5: Amk 02 07 2016

SKRUDDAEyjarslóð 9 - 101 Reykjavík

s. 552 8866 - [email protected]

Spurt að leikslokum er nýtt fjölskylduspil í bókarformi sem byggir á hinu geysivinsæla, samnefnda spili sem kom út fyrir nokkrum árum. Það kemur nú út með splunkunýjum spurningum og er enn skemmtilegra og meira spennandi en gamla spilið.

• Spurningaleikur fyrir alla fjölskylduna.

• Börn og fullorðnir spila á jafnréttisgrundvelli.

• Bókin er spil – spilið er bók!

• Ekkert spilaborð, enginn teningur, ekkert vesen

– bara bók og blýantur!

• Kjörin í bílinn, sumarbústaðinn, gönguferðina eða

bara heima í stofu!

• Sameinar alla fjölskylduna í ósvikinni skemmtun!

• Hver verður „Spurt að leikslokum“-meistari?

Spurt að leikSlokum!

2Eymundsson29. júní 2016Barnabækur

kynlíf Íslendinga á söguöld

• Kynlífíheimigoðanna• Staðakvenna• Staðasamkynhneigðra• Framhjáhald• Nauðganir• Galdrarogkynlíf

„Mögnuðbóksemenginnmámissaaf.“

Guðni Ágústsson

„Erumaðlesabókinaupphátttilskiptishvortfyrirannað–hlæjum,fræðumstogskemmtumokkurkonunglega.“ Bjarni Sigurbjörnsson

„Morðgátanerhæfilegadularfulloglausninfremuróvænt.Bókinættiþvíekkiaðvalda

glæpasagnalesendumvonbrigðum.Þeirværuörugglegaflestirtilíaðlesafleiribækureftir

finnskuglæpasagnadrottninguna.“

Kolbrún Bergþórsdóttir, DV

NýrspennutryllireftirÞórarinFreysson.Þessaribóksleppirenginnfyrrená

síðustublaðsíðu.

Page 6: Amk 02 07 2016

Ekki missa af marki!Dragðu úr tíðni klósettferða meðan á leik stendur

20% afsláttur*

af SagaPro í vefverslun SagaMedica með afsláttarkóðanum

„EM2016“

*Gildir til 15. júlí

www.sagamedica.is

…heilabrot 6 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016

Krossgátan

Lausn síðustu krossgátuAllar gáturnar á netinu Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum krossgatur.gatur.net

ÆÐRI SKÓLI NÁLGUN S GAPA

EYMSL

ÓNÆÐI B TVEIR EINS

AF-KOMENDUR

SKARP-EYGUR

ÞREKVIRKI H A U K F R Á N ND Á Ð

KLAUFSKA

ÁHRIFA-VALD Ó L A G N I

BJARTAST S K R A S T MUNDA ÐK O T TVEIR EINS

KÖTTUR K KUPP-

HRÓPUN

ÞRÓTTUR O JÓNÁÐA

KLIFUN Ó M A K A MAKA

ÖRÐU A T A

FÓTA-BÚNAÐUR

SMÁBÝLI

Í

SKAÐI

GALLI M SLAPPI

SPRIKL S L A K I ÁAR

TUNGUMÁL A F A RH V E I T I MÆLI-

EINING

DÚKUR

MISSERI S E G L MASAR SNURFUSAKORN-TEGUND

R E I Ð A LÁTINN

TUSKU D Á I N NFYRIRTÆKI

LENGDAR-EINING M SFLYTJA

LEGGUR

E I N RÚÐA

KRAKKI G L E R ÁSAMT S A M A NBI L BÆ

AFHENDA B L E S SBARN

HERÐA-KLÚTUR K R Í L I

N A S A FLATBAKA

ÓBEIT P Í T S ADRAUP

GLÆPA-FÉLAG L A KHNUSA

L SLABB

LEYFIST K R A P Í RÖÐ

ÞRÁ Í J MERKI

PILI M A R KTIL-FINNINGA-

SAMUR

Æ M I N NUNDIREINS

RÍKI Í ARABÍU Ó Ð A R A ELSKA BULLARI AV

T Á L GYÐJA

SKARÐ D Í S KIRTILL

TOTA L I F U R VIÐSKIPTIBLEKKING

I ÁVÖXTUR

EFNI A G Ú R K A FRÁ-

DRÁTTUR

VÍGT BORÐ M Í N U SS S ELLEGAR

KJARR E Ð A ÁTT

SAMKVÆMT N A LYKTA

GEGNA A N G ATVEIR EINS

V A R I FESTA

LÆSING N E G L A MJÖG

SÁÐJÖRÐ A L LVARKÁRNI

Ö

U

T

N

U

N

L

U

L

S

ÞYNGJAST

ARINN

T

F

I

I

ÓGÆFA

T

R

N

A

A

U

SAMTÖK

KVK NAFN

N

A

I

A

R

DUGLEGUR

SPAUG

KÆRASTI

R

R

Í

E

N

I

HYLLI

KRINGUM

M

Á

ÓKYRRÐ

S

Ó

T

R

MATAR-ÍLÁT

Ó

A

I

S

AFTUR-ENDI

K

R

U

A

R

S

Í RÖÐ

S

G

ÞVENGUR

Á FÆTI

my

nd

: s

hir

a g

a (

CC

By

2.0

)

299

Sudoku miðlungs

9 3 8

8 6 2 1 7

1

9 3 8

2 6

6 4 2

4

2 9 8 7

3 4 5 9

Sudoku þung

2

3 1

2 6 1 7

3

9 8 2

1 5 4 9

9 4 5

7 6 3

9 2

UPPLIFUN LEGGJA NIÐUR TÖNG

VEIÐI-STÖÐIN

ÍLÁT

ÁLANDS-VINDUR NÆSTUM

KVEIN-STAFIR

VAN-TRÚAÐUR

ÆTT

HLJÓÐFÆRI

BAKTAL

BÚ-PENINGUR

MEIÐA

BURÐAR-TÆKI

ÞVAGA

UTAN

STERTUR

SKÓLI

GOGG

SLAPPUR

NÁMS-GREIN

UNG-DÓMUR

FULLSKIPAÐ

SKJÖGRA

SRÍÐNI

EYMSL

DÆLA

ÁKEFÐGREIP

SIGÐKISUHAFNA

MJÓLKUR-AFURÐ

HÓFDÝRSMÁTOTA TRÝNI

LJÚKA

FUGL

AÐ-RAKSTUR

BARNINGURFLÍK

HLJÓÐFÆRI

KANTUR

ÞRYKK

STÍGANDI

SLANGA

MENNTA

OT

PRUMPABERJAST

SJÚK-DÓMUR

SPRIKL

TVEIR

NÆRA

RUGLA

KLAKA

RÍKI

MÆLI-EINING

FYRIR HÖND

STEIN-TEGUND

ÚTHLUTA

EKKERT

MÁLMUR

SÆTI

FEITI

BLÓÐ-HEFNDSVELGUR

ÁVALA

KRYDD

SKJÓLA

TRUFLUNUMRÓTSKORA

FLAN

GLÆSI-BÍLL

BELTI

SNÖGG SJÓÐA

ÓSKIPT

RÍKI Í AFRÍKU

GAGN

DREIFA

SMÁBÝLI

LÆRLINGURSKEMMA

MESSING

LYFTIST

GUFU-HREINSUN

ÁTT

MÁLMUR

ÞUNGI

RÍKI

ÞJAPPAÐI

VAFI

ÓÞÉTTUR

VEFUR

EKKITVEIR EINS

DRIFSKAFT

TVEIR EINS

my

nd

: S

tev

e e

va

nS

(C

C B

y 2

.0)

300

Page 7: Amk 02 07 2016
Page 8: Amk 02 07 2016

Sólrún Lilja Ragnarsdó[email protected]

Ég vil gefa til baka, eins mikið og ég get, og þess vegna læt mig hafa það að hlaupa tíu kílómetra, þó ég hafi aldrei gert það

áður,“ segir Kristín Ýr Gunnars-dóttir sem hleypur til styrktar Einstökum börnum í Reykja-víkurmaraþoninu í ágúst. Dóttir Kristínar, sem er rúmlega tveggja ára, greindist með litningagalla sem heitir Williams heilkenni þegar hún var 13 mánaða, og hafa Einstök börn veitt fjölskyldunni mikinn stuðning. „Þau hafa meðal annars hjálpað okkur að komast í samband við foreldra barna með sömu fötlun úti í heimi. Það skipt-ir ótrúlega miklu máli,“ útskýrir Kristín.

Kom af fjöllum„Ég hef tekið þátt í tveimur fimm kílómetra hlaupum á síð-ustu vikum, Miðnæturhlaupinu og Víðavangshlaupi, og það er í fyrsta skipti sem ég hleyp eitt-hvað. Þannig þetta verður algjör frumraun í ágúst.“ En það er ekki nóg með að um frumraun verði að ræða heldur má frumraun-in í mesta lagi taka klukkutíma. Ástæðan er ekki brjálæðislegt keppnisskap Kristínar heldur

arfaslakir skipulagshæfileikar. Hún á nefnilega flug til útlanda fjórum klukkutímum eftir ræsingu hlaupsins.

„Þegar ég skráði mig í þetta hlaup þá hélt ég að það væri síð-ustu helgina í ágúst, þó allir hlæi að mér núna og segi að ég hefði mátt vita að það væri sama dag og Menningarnótt. Ég vissi nefnilega alveg að ég væri að fara til útlanda þann dag. Það var ekki fyrr en mágkona mín, sem er að fara með mér út, hringdi í mig til að benda mér á að það væri búið að heita á mig í hlaupi sem ég gæti alls ekki hlaupið í, að ég áttaði mig á mis-tökunum. Ég kom þá algjörlega af fjöllum,“ segir Kristín og skellir upp úr.

Lætur þetta ganga uppFyrstu viðbrögð Kristínar voru að sjálfsögðu að ætla að hætta við hlaupið og var hún farin að klóra sér í hausnum yfir því hvað yrði þá um peningana sem hún var þegar búin að safna. „Svo fór ég að skoða flugmiðann betur og sá að flugið er klukkan rúmlega eitt en hlaupið er ræst hálf tíu. Ég ætla að reikna með að það verði ekki meira en tíu mínútna seinkun á ræsingu og þá ætti þetta alveg að sleppa. Ég bara hleyp bara af stað, í gegnum mark-ið, út í bíl og bruna út á flugvöll. Flestir taka andköf og segja þetta ekki raunhæft en aðrir segja að

þetta sé einfaldlega týpískt ég. En það er búið að heita á mig og verð bara að gera þetta. Ég læt þetta ganga upp,“ segir hún ákveðin en með kímni í röddinni. „Svo skipti ég bara um föt í bílnum á leiðinni út á flugvöll og tek kattarþvott á Reykjanesbrautinni. Ef það kem-ur í fréttum að það sjáist í beran bossa á Reykjanesbrautinni þá er það bara ég.“

Hjólaði um Suður-FrakklandEn þó Kristín hafi ekki mikið verið að hlaupa þá hjólar hún eins og vindurinn og er einmitt nýkom-in heim frá Suður-Frakklandi þar sem hún hjólaði um 800 kílómetra ásamt manninum sínum, frá Genf til Cannes. „Hlaupin reyna vissu-lega meira á en þegar ég hjólaði í Frakklandi þá byggði ég upp mikið þol. Þetta var mjög stórt og mikið ævintýri, við villtumst svolítið í fjallgörðum og þolið kom mikið þar. Ég varð svo „húkt“ á því að hjóla úti að ég keypti mér racerhjól úti og flutti með mér heim, og ég hjóla alveg annan hvern dag.“

Kristín segir þetta hafa verið algjöra draumaferð og mælir hik-laust með því að hjóla um Suður--Frakkland. „Þetta er auðveldara en fólk heldur. Fólk finnist þetta risaafrek en þetta er það ekki. Maður er ekki að keppa, maður hjólar bara eins hratt og maður

getur og ef maður er þreyttur þá stoppar maður og fær sér bjór eða baguette. Það er enginn pressa. Maður tekur bara eitt stig í einu og allt í einu er maður búinn að hjóla

ógeðslega mikið. Þetta er allavega í fyrsta skipti sem ég kem endur-nærð frá útlöndum, því þetta er svo gott fyrir sálina.“

Verður að klára hlaupið til að ná flugiKristín Ýr hleypur fyrir Einstök börn í Reykjavíkurmaraþoninu og má í mesta lagi vera í klukkutíma til að ná millilandaflugi. Nýkomin úr hjólaferð um Suður-Frakkland.

Í fyrsta skipti Kristín hefur aldrei hlaupið tíu kílómetra áður og mun þreyta frumraunina í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Mynd | Hari

Smeg raftæki nú fáanleg í HrímÍ versluninni Hrím eldhús fæst heil línan af Smeg eldhústækjum í öllum regnbogans litum. Nældu þér í þinn uppáhalds lit eða blandaðu nokkrum saman af þessari tímalausu og endingargóðu hönnun.

Unnið í samstarfi við Krúnk

Tímalaus hönnun ítalska fyrirtækisins Smeg hefur slegið í gegn á heims-vísu. Smeg sýndi heims-

byggðinni að eldhústæki geta líka verið hönnunargripir, falleg og djásn heimilsins. Vörurnar eru þekktar fyrir gæði og góðan endingartíma. Þær sameina hönnun og notagildi og hafa í gegnum tíðina skapað sér sess sem eitt þekktasta hönnunarmerki heims.

Verslunin Hrím eld-hús á Laugavegi hefur lengi selt Smeg ísskápana sem flestir þekkja. Þeim bregður fyrir í klassískum bíómyndum og öllum helstu hönnunartímaritum.

Nú er öll raftækjalínan í eldhús-ið fáanleg í verslun Hrím eldhús: brauðrist, blandari, hrærivél og hraðsuðuketill. Eldhústækin eru fáanleg í öllum regnbogans litum. Því má ýmist leika sér að ólíkum litasamsetningum eða hrein-lega fá sér alla línuna í þínum

uppáhalds lit. Stíll varanna er innblásinn frá sjötta

áratugnum, retró stemning, uppfull af

litagleði.

Hægt er að kaupa Smeg vörurnar í

netverslun Hrím á www.hrim.is eða í

verslun þeirra á Lauga-vegi 32. Á Facebook síðu

Hrím stendur yfir gjafaleikur og eiga þátttakendur möguleika á að

vinna brauðrist í lit að eigin vali.

…heilsakynningar

8 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016

Hraðsuðuketill Fallegur ketill sem tekur 1,7 lítra af vatni og er fljótur að hitna.

BrauðristinFalleg brauðrist úr ryðfríu stáli.

Stíll varanna

er innblásinn frá

sjötta áratugnum,

retró stemning,

uppfull af lita-gleði.

Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann.

Colonic PlusKehonpuhdistaja

www.birkiaska.is

www.birkiaska.is

Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).

Birkilaufstöflur

www.birkiaska.is

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

Bodyflex Strong

Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk.

Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira.

Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.

Evonia

www.birkiaska.is

Page 9: Amk 02 07 2016

…heilsa kynningar9 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016

Ástæðan er sú að við þurfum

UVB geisla til að framleiða D-vítamín og eftir því sem sólin er lægra á lofti hindrar gufuhvolfið að þessir geislar nái í gegn.

Góð þumal-

puttaregla að ef

skugginn þinn er

lengri en þú, þá ertu

ekki að fram-leiða mikið af

D-vítamíni.

Unnið í samstarfi við Artasan

Sólin okkar er megin upp-spretta D-vítamíns. Í dag þegar fólki er ráðlagt að nota sólarvörn til að

verjast hættulegum geislum eða býr þar sem ekki er næg sól er skortur á D-vítamíni mjög algeng-ur. Íslendingar fara ekki varhluta af sólarleysinu en þrátt fyrir að það sé sumar hjá okkur er sólin ekkert að sýna sig of mikið. Einnig er það svo að við erum ekki að hlaða D-vítamíni í kroppinn nema ef við náum að láta hana skína á stóran hluta hans rétt yfir hádaginn en eftir því sem hún lækkar á lofti, þeim mun minna D-vítamín framleiðum við. Ástæðan er sú að við þurfum UVB geisla til að framleiða D-vítamín og eftir því sem sólin er lægra á lofti hindrar gufuhvolfið að þessir geislar nái í gegn.

Þess vegna er það góð þumal- puttaregla að ef skugginn þinn er lengri en þú, þá ertu ekki að fram-leiða mikið af D-vítamíni.

Að þessu sögðu er það sérlega mikilvægt að við pössum upp á að taka inn D-vítamín, líka á sumrin.

Úðinn tryggir upptöku D-lúx 1000 og D-lúx 3000 munnspreyin eru bragðgóð og afar handhæg. Bæði börn og full-orðnir elska að fá gott pipar- mintubragð í munninn og ekki skemmir að með munnúðanum er tryggt að líkaminn nýti vítamínið.

Er skugginn þinn lengri en þú ?

Í glasinu er 3 mánaða skammtur og í hverjum úða eru 1000 eða 3000 i.u. (alþjóðlegar einingar).

Skv. Landlæknisembættinu eru efri mörk ráðlagðrar neyslu 100 g á dag (4000 AE) fyrir fullorðna, 50 g (2000 AE) fyrir börn eldri en eins árs að tíu ára aldri og 25 g (1000 AE) fyrir ungbörn að eins árs aldri. Skammta umfram efri mörk ætti aðeins að taka í sam-

ráði við lækni.

Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur verslana

Þjáist þú af mígreni?

TVEGGJAMÁNAÐA

SKAMMTUR

Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur verslana

Orku munnsprey

Better You B12 Boost munnsprey fyllir þig orku og einbeitingu

B12 Boost fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilushillum verslana.

PR

EN

TU

N.IS

Þarftu að dæla orku á tankinn?

Hámarks upptaka

160 sprey í hverjumbrúsa – 40 daga

skammtur Ferskt apríkósu-

bragð

Maginn veit hvað þú hugsar !

Í þörmum okkar eru 100 milljónir taugafruma sem eru nátengdar miðtaugakerfinu.

Hugarástand okkar hefur þess vegna mikil áhrif á meltinguna. Streita eða of mikið álag ?

Hvort sem það er vegna breytinga á mataræði á ferðalögum, sjúkdóma eða annarar ertingar í meltingarvegi þá er RE-SILICA lausnin.

Áhrifaríkt náttúruefni sem færir okkur vellíðan að innan sem utan. Kísill er næstalgengasta frumefni jarðarinnar og sé það tekið inn þá hefur það undraverð áhrif á meltinguna auk þess að hafa jákvæð áhrif á húð og hár.

RE-SILICA er náttúruleg kísilsýra í kvoðuformi sem vinnur hratt og vel á vandamálinu.

Page 10: Amk 02 07 2016

Laugardagur 02.07.2016 Sunnudagur 03.07.2016rúv

07.00 KrakkaRÚV09.55 Bækur og staðir (Búðar-dalur) 10.00 Landsmót hestamanna 201612.10 Landakort12.15 Jessie (17:26) 12.40 Matador (2:24) 13.20 Golfið (4:8) 13.50 Mótorsport (5:12) (Rallý og Bíladagar)14.20 Átök í uppeldinu (2:6) 15.00 David Beckham fer ótroðnar slóðir 16.30 Grunaður að eilífu 17.00 Landsmót hestamanna 2016 Bein útsending frá Landsmóti hestamanna á Hól-um. Sýnt frá 100 metra skeiði.18.00 Landakort (Andir í Andakíl) Brot úr þættinum Landanum. 18.10 Táknmálsfréttir18.20 Sterkasti fatlaði maður Íslands Keppnin um Sterkasta fatlaða mann Íslands fór fram á Víkingahátíðinni í Hafnarfirði. 18.54 Lottó (45:70)19.00 Fréttir19.25 Íþróttir19.35 Veður19.45 Áramótaskaup 2008 Tilefni af fimmtíu ára afmæli Sjónvarpsins sýnir RÚV sérvalin skaup frá síðustu fimmtíu árum. 20.45 Disney's Descendants (Ævintýralegir afkomendur) Ævintýraleg dans og söngva-mynd. 22.35 Magnificent Seven (Hetjurnar sjö) Klassískur vestri byggður á japönsku Kurosawa myndinni Seven Samurai. 00.40 Útvarpsfréttir í dag-skrárlok (85)

Sjónvarp símans06:00 Pepsi MAX tónlist13:00 EM 2016 á 30 mínútum (18:23)13:35 The Biggest Loser - Ísland (7:11) Vinsælasti þáttur SkjásEins snýr aftur! 14:35 The Voice Ísland (7:10) SkjárEinn kynnir með stolti The Voice Ísland! 15:40 Korter í kvöldmat (5:12)

15:45 Black-ish (22:24)16:10 Sweet Home Alabama18:00 EM 2016 svítan: 8 liða úrslit18:50 Þýskaland - Ítalía Útsending frá leik Þýskalands og Ítalíu í 8 liða úrslitum á EM 2016. Leikurinn fer fram á Nouveau Stade de Bordeaux. 21:30 EM 2016 á 30 mínútum (19:23)22:05 Seeking Justice 23:50 Out Of Sight Spennu-mynd með rómantísku ívafi með George Clooney og Jenni-fer Lopez í aðalhlutverkum. 01:55 Lucky Number Slevin Spennumynd með Bruce Willis, Josh Hartnett, Ben Kingsley, Morgan Freeman, Lucy Liu og Stanley Tucci í aðalhlutverkum. 03:45 CSI (1:2) 04:30 Zoo (12:13) 05:15 Pepsi MAX tónlist

Stöð 218:30 Fréttir Stöðvar 218:50 Íþróttir

Hringbraut20:00 Lóa og lífið20:30 Bankað upp á21:00 Lífið og Herrahorn Sigmundar Ernis21:30 Fólk með Sirrý22:00 Lífið og Matjurtir með Auði Rafns22:30 Mannamál23:00 Þjóðbraut

N416:30 Hvítir mávar17:00 Að norðan Þriðjudagur17:30 Mótorhaus 18:00 Milli himins og jarðar18:30 Að austan19:30 Föstudagsþáttur20:30 Hundaráð21:00 Að vestan21:30 Hvítir mávar22:00 Að norðan Þriðjudagur22:30 Mótorhaus23:00 Að austan Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.

rúv07.00 KrakkaRÚV10.15 Áramótaskaup 200811.10 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps (26:50) 11.25 Íslendingar (Kristján Eldjárn) 12.25 Lokaútkall í vatnsbólið (Last Call at the Oasis) 14.05 Popppunktur (1:7) (Ís-lenska popp- og rokksagan) e.15.15 Veröld Ginu (1:6) (Ginas värld) 15.45 Ofnæmi: Nútíminn og ég (Allergies: Modern Life and Me) 16.40 Saga af strák (About a Boy) 17.00 Bækur og staðir (Búðar-dalur)17.05 Mótókross (2:5) 17.45 Táknmálsfréttir17.55 KrakkaRÚV (76:300)17.56 Ævintýri Berta og Árna (14:37) (Bert and Ernie's Great Adventures)18.00 Stundin okkar (13:22)18.25 Tobias og sætabrauðið – Ungverjaland (3:3) (Tobias på kageeventyr) 19.00 Fréttir19.25 Íþróttir19.35 Veður19.45 Vestmannaeyjar í 50 ár (2:9)Vestmannaeyjar í 50 ár er annar þátturinn af níu þar sem Guðrún Gunnarsdóttir og Gísli Einasson flakka um landið og rifja upp sjónvarpsefni frá síðustu fimmtíu árum.21.05 Indian Summers (7:10) 21.55 Íslenskt bíósumar - Borgríki23.20 Vitnin (5:6) (Øyevitne) 00.20 Útvarpsfréttir í dag-skrárlok (86)

Sjónvarp símans06:00 Pepsi MAX tónlist12:05 EM 2016 á 30 mínútum (19:23)12:40 The Biggest Loser - Ísland (8:11)13:35 The Voice Ísland (8:10)14:40 Top Gear (7:8)15:30 Vexed (5:6)

16:15 Growing Up Fisher (13:13)16:35 Life is Wild (7:13) 17:20 Parenthood (15:22)18:00 EM 2016 svítan: 8 liða úrslit18:50 Frakkland - Ísland Útsending frá leik Frakklands og Íslands í 8 liða úrslitum á EM 2016. Leikurinn fer fram á Stade de France í Saint-Denis, úthverfi Parísar. 21:30 EM 2016 á 30 mínútum (20:23)22:05 The Family (12:12) 22:50 The Bastard Ex-ecutioner (2:10) 23:35 Penny Dreadful (6:10)00:20 The People v. O.J. Simpson: American Crime Story (7:10)01:05 Heroes Reborn (4:13)01:50 The Family (12:12) 02:35 The Bastard Ex-ecutioner (2:10)03:20 Penny Dreadful (6:10)04:05 Pepsi MAX tónlist

Stöð 218:30 Fréttir Stöðvar 218:50 Íþróttir

Hringbraut20:00 Heimilið21:00 Okkar fólk21:30 Kokkasögur22:00 Heimilið 23:00 Okkar fólk 23:30 Kokkasögur

N415:30 Föstudagsþáttur16:30 Hundaráð17:00 Að vestan17:30 Hvítir mávar18:00 Að norðan Þriðjudagur18:30 Mótorhaus19:00 Milli himins og jarðar19:30 Að austan 20:00 Að Norðan Fimmtu-dagur 20:30 Föstudagsþáttur21:30 Hundaráð 22:00 Að norðanDagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.

Þjóðbraut SigurjónsHringbraut Þjóðbraut á sunnu-degi, klukkan 10.

Sigurjón M. Egilsson er kominn yfir á Hringbraut og stjórnar spennandi umræðuþætti um málefni líðandi stundar, bæði á sjónvarpstöðinni Hringbraut og útvarpsstöðinni sem er á bylgjulengd 89,1.

Íslenskt bíósumar á RÚV – BorgríkiRÚV Borgríki sunnudag, klukkan 21.55.

Æsispennandi íslensk glæpasaga um hefndaraðgerðir og spillingu innan íslensku lögreglunnar. Serbneskur bifvélavirki missir ófætt barn sitt í árás þegar meðlimir íslensks glæpahrings ráðast inn á heimili hans. Hefndaraðgerðir hans tvinnast saman við líf lögreglukonu, spilltan yfirmann í fíkniefnadeild lögreglunnar og glæpakóng sem svífst einskis. Með aðalhlutverk fara meðal annars Ágústa Eva Erlendsdóttir, Jonathan Pryce og Ingvar E. Sigurðsson.

Gallharðir aðdáendur Grey´s Anatomy geta glaðstNetflix Grey s Anatomy, 12. þáttaröð.

Hin ótrúlega dramatíska og sívinsæla þáttaröð, Grey s Anatomy, er flestum kunn. Aðdáendur læknadramans og aðrir sem misstu af því þegar nýjustu þáttaröðinni var sjónvarpað geta nú glaðst af því 12. sería varð aðgengileg á Netflix um miðjan júní. Barneignir, skilnaðir, sorgir og sigrar – Grey s Anatomy heldur manni alltaf við efnið.

Hver er mikilvægasti markhópurinn þinn?

58% kvenna á höfuðborgarsvæðinu 30 til 50 ára, mikilvægasta markhópnum, lesa Fréttatímann í hverri viku.

58%FT FBL

58%

…sjónvarp 10 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016

Page 11: Amk 02 07 2016

„Ég fylgist mikið með íþróttum, nánast öllum íþróttum. Ég var að fylgjast með Giro d’Italia hjólreiða-keppni á Ítalíu en hún stóð yfir í 2-3 vikur og fínt að hafa kveikt á því í fæðingarorlofinu. Ég er áskrif-andi að Eurosport og þeir sýndu líka frá French Open tenniskeppn-inni og ég náði þeim leikjum sem eru mest spennandi. Nú tekur við Wimbledon og Tour de France er á næsta leiti. Ólympíuleikarnir byrja í ágúst og ég er gríðarlega spennt fyrir þeim.

Að sjálfsögðu hef ég fylgst með íslenska liðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu og ég missi ekki úr þætti af Pepsi mörkunum á Stöð2 Sport yfir sumarið.

Hvað varðar þætti þá gríp ég oftast í eitthvað létt og skemmti-legt, Arrested Development og 30 Rock. Rapp í Reykjavík eru einir bestu þættir sem ég hef séð og Ghetto betur eru líka mjög góðir. Í haust, þegar það hættir að vera svona gott veður, ætla ég að horfa á allar 30 Rock þáttaseríurnar enn einu sinni. Ég er mjög dugleg að horfa á þætti aftur í stað þess að finna mér eitthvað nýtt.“

SófakartaflanKatrín Atladóttir forritari hjá CCP

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2 KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

ÚTSALAN ER HAFIN

NÝR STAÐUR:SKÓGARLIND 2,

KÓPAVOGI

20-50% AF ÖLLUM

HÚSGÖGNUM

20-40% AF ÖLLUMMOTTUM

40% AF VÖLDUM

STELLUM OG GLÖSUM

3 FYRIR 2 AF ÖLLUM

HANDKLÆÐUM

40% AF VÖLDUM PÚÐUM OG

TEPPUM

VELKOMIN Í NÝJU

VERSLUNINA OKKAR Í

SKÓGARLIND

Fylgist með öllum íþróttum

Dramatísk mynd með Mark Wahlberg í aðalhlutverkiNetflix Lovely Bones.

Kvik-myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Alice Sebold og segir frá ungri stúlku, Susie, sem myrt var á hrottalegan hátt. Stúlkan fylgist með bæði fjöl-skyldu sinni og morðingja af himnum og flakkar myndin í raun á milli himnaríkis og hins jarðneska lífs. Susie fylgist með hvernig líf fjölskyldu hennar þróast og hversu skelfileg áhrif morðið á henni hefur á þau. Leikstjóri myndarinnar er Peter Jackson og með aðalhlut-verk fara Mark Wahlberg, Rachel Weiz og Stanley Tucci.

Spennumynd með rómantísku ívafiSjónvarp Símans Out of Sight laugardag, klukkan 23.50.

Hörkuspennandi mynd frá árinu 1998 með hjartknúsaranum George Clooney og söng-, og leikkonunni Jennifer Lopez í aðalhlutverkum. Dæmdur bankaræningi strýkur úr fangelsi og á meðan hann er á flótta tekur hann lögreglukonu í gíslingu. Neistar fljúga á milli glæpamanns-ins og lögreglukonunnar og er myndin æsilegur eltingaleikur með rómantísku ívafi. Kvikmynd fyrir bæði spennufíkla og rómantíkera.

Aftur til framtíðarNetflix Back to the Future I, II og III.

Gamli góði þríleikurinn, Aftur til framtíðar, er kominn á Netflix, mörgum eflaust til mikillar gleði. Michael J. Fox og Cristopher Lloyd fara með aðalhlutverkin í öllum myndunum og fara á kostum. Í fyrstu kvikmyndinni ferðast Marty McFly óvart til fortíðarinnar, frá árinu 1985 til ársins 1955. Þar hittir hann foreldra sína í menntaskóla og verður móðir hans hrifin af honum. Marty verður að laga það sem hann hefur skemmt og sjá til þess að foreldrar hans felli örugglega hugi saman – jú og finna aftur leiðina heim til sín, til ársins 1985.

Ofnæmi og ofnæmisvaldarRÚV Ofnæmi: Nútíminn og ég sunnudagur klukkan 15:45.

Heimildarmynd frá BBC um ofnæmi og það sem því veldur í nútímasamfélagi. Rannsóknir benda til þess að breytingar á bakteríubúskap mannsins sé að valda sívaxandi ofnæmi. Í þættin-um eru venjur tveggja fjölskyldna skoðaðar til að sjá hvort þessar tilgátur á við rök að styðjast.

Íþróttaáhugakona Katrín Atladóttir fylgist með Pepsi mörkunum, hjólreiðum og Rapp í Reykjavík í fæðingarorlofinu. Mynd | Hari

…sjónvarp11 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016

Page 12: Amk 02 07 2016

alla föstudaga og laugardaga

Horfðu á leikinnHægt er að fylgjast með leik Íslands og Frakklands á sunnudag í góðri stemningu á Arnarhóli, Rútstúni, Thorsplani og á Ráðhústorginu á Akureyri

Wayne Rooney fór beina leið í fríiðFyrirliðinn skellti sér beina leið til Spánar í frí eftir ósigurinn á móti Íslendingum

Ungfrú EM í Þýskalandi

Arna Ýr Jónsdóttir, ungfrú Ísland og ungfrú EM, er um þessar

mundir stödd í Þýskalandi að sinna tveggja vikna vinnu í tengslum við sigurinn í ungfrú

EM. Hægt er að fylgjast með ferðum

hennar á Snapchat (ungfruisland) en vinnan felst í því að fara í daglegar skrúðgöngur á hestvagni í skemmtigarði í Þýskalandi. Þar skrifar hún eiginhandaráritanir og mætir í viðtöl. Undirbúningur fyrir Ungfrú Ísland 2016 er í fullum gangi hérlendis og má einnig fylgjast með því á Snapchat.

Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg-spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð.

STAFRÆNT

Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu (30) og eiginkona hans, Coleen (30), ákváðu að fara í frí á lúxussnekkju við strendur Spánar eftir að lið hans datt úr Evrópumeistara-mótinu á mánudaginn síðast-liðinn. Slíkur er lúxusinn á fyrirlið-anum að hann þarf að reiða fram hvorki meira né minna en rúmar 19 milljónir fyrir viku á þessari dýrindis snekkju, en hann hefur

svo sannarlega efni á þess konar munaði. Flestir liðsfélagar Rooney hafa haldið sig til hlés og varla sést eftir ósigurinn, en eiginkona hans, Coleen, er þekkt fyrir að vilja vera töluvert í fríi í sólinni, svo ekki var við öðru að búast en að þau myndu sleikja sólina fyrst að hann var kominn í frí.

Mikið hefur verið talað um hversu vandræðalegur ósigur þeirra gegn Íslendingum hafði

verið en þjálfari liðins, Roy Hodg-son, sagði starfi sínu lausu þegar eftir leikinn. Hvorki hefur sést tangur né tetur af öðrum ensk-um landsliðsmönnum og er klárt mál að þeir eru að taka sér tíma í að sleikja sárin áður en þeir geta hugsað sér að fara í frí.

Algengt er að Wayne þurfi að hylja sitt mjallhvíta hörund fyrir geislum sólarinnar með sérgerðum klæðum, en Coleen er sóldýrk-

andi og klæðist bikiníi við hvert tækifæri.

Áslaug Arna í framboð

Ofurkvendið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur gefið kost á sér fyrir komandi þing-kosningar í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Nú þegar hafa hundruð manns líkað við Facebook síðu Áslaugar. Hún er líklegast ein af fáum pólitíkusum sem nýtir miðla á borð við Snapchat, Instagram og Twitter. Hún segir á Twitter síðu sinni að hugmyndir nýrrar kynslóðar þurfi að heyrast betur en áður og því gefi hún kost á sér til Alþingis.

Reynir við hálft maraþon

Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, hljóp sinn fyrsta hlaupahring í sumar og

fannst eðlilegt í framhaldi af því að skrá sig í hálft maraþon í Reykja-víkurmaraþoninu í

ágúst. Ætlar hún að hlaupa fyrir Akkeri

flóttahjálp. Edda greinir frá ákvörðun sinni á facebook og tekur fram að þessi fyrsti hlaupahringur hafi reyndar gengið brösuglega.Hún gerir tilraun til þess að fá Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, dagskrárgerðarkonu á RÚV, til hlaupa með sér en hún er svo sannarlega ekki á þeim buxunum. Allavega ekki eins og staðan er í dag.