80
landið Ferðalag um Ísland 2014 Vesturland 8 // Vestfirðir 18 // Norðurland 26 // Austurland 44 Suðurland 54 // Reykjanes 68 // Höfuðborgarsvæðið 74

Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

  • Upload
    athygli

  • View
    302

  • Download
    1

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

landiðFerðalag um Ísland 2014

Vesturland 8 // Vestfirðir 18 // Norðurland 26 // Austurland 44Suðurland 54 // Reykjanes 68 // Höfuðborgarsvæðið 74

Page 2: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

2 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Í ár eru tuttugu ár liðin frá því skrifstofa Ferðamálastofu var sett á laggirnar á Akureyri og raunar er í ár annað stórafmæli ekki síður merkilegt, þ.e. hálfrar ald-ar afmæli Ferðamálaráðs. Elías Bj. Gíslason, sem veitir skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri for-stöðu, er þessa mánuðina settur ferðamálastjóri. Hann segir ferðaþjónustuna á allan hátt gjörbreytta frá því sem var þegar skrifstofan á Akureyri hóf starf-semi.

Úr olnbogabarni í óskabarn „Þetta er tímabilið í sögunni sem ferðamálin á Íslandi hafa farið úr því að vera hálfgert olnboga-

barn yfir í að verða stór atvinnu-grein og sú atvinnugrein sem skapar þjóðarbúinu mestar gjaldeyristekjur, eins og hún gerir í dag. Það sem á hinn bóg-inn hefur ekki gerst á þessum tíma er að greinin fái vægi í stjórnmálunum í samræmi við þessa stöðu. Sem endurspeglast best í því hvaða fjárhæðum er veitt til ferðaþjónustu í saman-burði við aðrar starfsgreinar þegar þær voru að vaxa og þró-ast. Áherslan virðist enn beinast einna mest að svokölluðum höf-uðatvinnuvegum þ.e. sjávarút-vegi og landbúnaði hvað fjár-veitingar varðar þrátt fyrir þá staðreynd hversu mikilvæg ferðaþjónustan er orðin,“ segir Elías.

Hann segir verulega breyt-ingu hafa orðið til batnaðar á af-komu fyrirtækja í ferðaþjónustu enda árstíðarsveiflan minni í dag en hún var. Sérstaklega á það þó við um Suðvesturhornið og Suðurland. Merki um vöxt grein-arinnar birtist einnig í auknum áhuga banka á að styðja upp-byggingu ferðaþjónustufyrir-tækja. Sama megi segja um t.d. ráðgjafarfyrirtæki og fleiri aðila sem starfi í kringum ferðaþjón-ustuna. „Nýlega skrifaði ráðherra ferðamála Ragnheiður Elín Árna-dóttir undir samning við Hag-stofuna um að gerð svokallaðra ferðaþjónustureikninga og því ber að fagna. En við vitum að hlutur ferðaþjónustunnar er mjög rýr þegar kemur að rann-sóknum og greiningu í saman-burði við aðra atvinnuvegi og er mjög mikilvægt atriði að þar verði aukið við frá því sem nú er. Þróun greinarinnar til heilla.“

Mikilvægi gæða og öryggisTölur um vöxt ferðaþjónustunn-ar á síðustu árum og jafnvel mánuðum eru ævintýralegar. Horft til baka hefur erlendum ferðamönnum fjölgað um og yfir

20% s.l. tvö ár og það sem af er þessu ári er vöxturinn um 40%.

„Þessu fylgja vaxtarverkir, það er augljóst. Ferðamálastofa hafði í mörg ár bent á þörfina fyrir fjárveitingar til að mæta ör-um vexti greinarinnar en því miður var ekki brugðist við þeim áskorunum. Þess vegna er-um við í erfiðari stöðu í dag en við ella hefðum verið,“ segir Elí-as.

Kannanir á viðhorfi erlendra gesta benda til að þeir séu ánægðir með þá þjónustu sem þeir fá hér á landi en Elías segir nauðsynlegt að sem fyrst verði byggð hótel í hæsta gæðaflokki sem aftur geti laðað til landsins gesti sem sækist eftir slíkri þjón-ustu.

Talað hefur verið um að gull-grafaraæði sé að skapast í ferða-

þjónustunni með þessum öra vexti og það segir Elías ekki að-eins skapa hættu á minni gæð-um þjónustunnar heldur einnig minna öryggi þeirra sem sækja Ísland heim. „Ferðamálastofa hefur brugðist við þessu, m.a. með gerð gæðakerfis fyrir ís-lenska ferðaþjónustu sem byggir á alþjóðlegum fyrirmyndum, VAKANUM. Öryggismálin hafa fengið all stóran sess innan VAKANS sérstaklega fyrir af-þreyingarfyrirtækin, einnig er umhverfis- og sjálfbærniþættin-um vel sinnt innan þessa kerfis. Ferðaþjónustan fer heldur ekki varhluta af hinni öru tækniþróun í markaðssetningu og sölu í gegnum Netið. Það er nýsköpun sem ber að fagna en á hinn bóginn er ástæða til að hafa áhyggjur af öryggisþættinum og því að leikreglur um starfsemi af þessu tagi séu ekki virtar. En þess ber líka að geta að þetta vandamál er ekki einskorðað við Ísland heldur er þetta sama umræða og á sér stað víða um heim.“

Úrbætur í höndum heimafólksElías ber lof á hugmyndaauðgi fólks í ferðaþjónustu hvað varð-ar afþreyingu og segir víðs veg-ar á landinu dæmi um frábær-lega útfærða og áhugaverða af-þreyingu. Margir styðjist við sögu landsins í sinni afþreying-aruppbyggingu og raunar hafi sú áhersla lengi einkennt ferða-þjónustuna. Hann segir vissu-lega þörf á úrbótum á mörgum ferðamannastöðum sem eru undir miklu álagi og brýnt sé að gera átak með umtalsverðum fjármunum.

„Smáupphæðir duga skammt en hér skal líka nefnt að á mörgum þessara staða þarf ekki að gera mikið til að fyrri gæði þeirra verði endurheimt. En ég get séð fyrir mér að greinin og

hið opinbera leggi saman fjár-muni í þetta mál. En að sama skapi tel ég að framkvæmdinni kunni að vera best borgið með því að virkja heimafólk, þá sem standa þessum ferðamannastöð-um næst, til að gera það sem til þarf. Það fólk hefur mun betri tilfinningu fyrir því hvað er að gerast á svæðunum en opinberir aðilar utan svæðanna,“ segir Elí-as.

Fátt ógnar frekari vexti Spár um fjölgun ferðamanna eru allar á þann veg að ekkert lát verði á í nánustu framtíð. Elías segir fátt geta ógnað þróuninni. Dæmin hafi sannað að þó t.d. eldgos hafi veruleg áhrif á flug-umferð til skamms tíma þá veki slíkt enn meiri áhuga á landinu til lengri tíma.

„Ógnin gæti legið í því að viðhorf gagnvart ferðamönnum fari að verða neikvæðara og við þurfum að gæta þess mjög vel að reyna ekki á þessi félagslegu þolmörk heimamanna með of miklum ágangi ferðamanna. Það er fyrir öllu að ferðamenn finni alltaf að þeir séu velkomnir á svæðunum enda verður ekki framhjá því litið að með upp-gangi ferðaþjónustunnar hefur þjónustustig á svæðunum þróast lengra en ella hefði gerst. Í því felast aukin lífsgæði fyrir íbúana.

Annað atriði sem þarf að fylgjast vel með er hvernig hugs-anagangur fólks þróast hvað varðar ferðalög og áhrif ferða-laga á umhverfið, svokallað vist-spor. En samantekið þá er ekk-ert sem bendir til annars en vöxtur ferðaþjónustunnar sé kominn til að vera og haldi áfram, þannig að á heildina litið er bjart yfir íslenskri ferðaþjón-ustu,“ segir Elías Bj. Gíslason, settur ferðamálastjóri.

ferdamalastofa.is

Útgefandi: Athygli ehf.

Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm). [email protected]

Textagerð: Árni Þórður Jónsson, Guðjón Guðmundsson, Gunnar E. Kvaran, Jóhann Ólafur Halldórsson, Sólveig Baldursdóttir, Valþór Hlöðversson.

Forsíðumynd blaðsins er frá Markaðsstofu Reykjaness, tekin við Gunnuhver. Ljósmyndari er Olgeir Andrésson.

Hönnun og umbrot: Guðmundur Þorsteinsson, Athygli ehf.

Auglýsingaöflun: Ingibjörg Ágústsdóttir [email protected]

Prentun: Landsprent hf.

Ævintýralandið Ísland 2014 er unnið í samstarfi við markaðsstofur ferðamála í landshlutunum og ferðaþjóna um land allt.

Blaðinu er dreift með prentútgáfu Morgunblaðsins miðvikudaginn 21. maí 2014 og til upplýsingamiðstöðva ferðamála um allt land.

Ferðamenn þurfa að finna að þeir séu velkomnir- segir Elías Bj. Gíslason, settur ferðamálastjóri

Elías Bj. Gíslason, settur ferðamálastjóri og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri.

landiðFerðalag um Ísland 2014

Vesturland 8 // Vestfirðir 18 // Norðurland 26 // Austurland 44Suðurland 54 // Reykjanes 68 // Höfuðborgarsvæðið 74

Page 3: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 3

islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

62

40

1

Fyrirtækjasvið

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.

Hjá Íslandsbanka starfar hópur fólks sem býr að áratuga reynslu af ráðgjöf við stór og smá fyrirtæki í ferðaþjónustu og hefur víðtæka sérþekkingu á fjárhagsumhverfi þeirra. Þannig getum við ávallt tryggt þeim þá bankaþjónustu sem þau þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hefur veitt ferðaþjónustuaðilum og öðrum fyrirtækjum fjármálaþjónustu í meira en 12 ár.

Kristín Hrönn er forstöðumaður verslunar- og þjónustuteymis Íslandsbanka.

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

Page 4: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

4 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Inga Hlín Pálsdóttir er forstöðu-maður ferðaþjónustu og skap-andi greina hjá Íslandsstofu. Hún segir Íslandsstofu vera öflugan samstarfsvettvang atvinnulífs og stjórnvalda og miðað sé að því að auka gjaldeyristekjur þjóðar-innar með því að efla markaðs-sókn Íslendinga erlendis. „Íslands stofa er vettvangur mark -aðs- og kynningarmála lands-manna á erlendri grund,“ segir Inga Hlín. „Við vinnum meðal annars að því að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn með samþættu markaðsstarfi í góðu samstarfi við ferðaþjón-ustuna á Íslandi.“

Markaðsátakið „Ísland – allt árið“ hófst árið 2011 í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnar og góðu gengi markaðsátaksins „Inspired by Iceland“. Inga Hlín og samstarfsmenn hennar vinna áfram með „Inspired by Iceland“ undir hinu fyrrnefnda. „Stefnan var að fjölga ferðamönnum og störfum yfir vetrartímann í ferða-þjónustu með því að efna til áframhaldandi samstarfs opin-berra aðila, fyrirtækja og sveitar-stjórna,“ segir Inga Hlín en sam-starfsaðilar verkefnisins í dag eru atvinnuvega- og nýsköpun-arráðuneytið, Icelandair, Reykja-víkurborg, ISAVIA, Landsbank-inn, Samtök ferðaþjónustunnar með um 70 fyrirtæki og Samtök verslunar og þjónustu með um 10 fyrirtæki. Íslandsstofa er framkvæmd ar aðili markaðs-átaksins.

Hinn upplýsti ferðamaður„Við erum að vinna að því með auglýsingum, almannatengslum, samfélagsmiðlum, vefmiðlum, sýningarþátttöku og viðskipta-sendinefndum erlendis að vekja áhuga á Íslandi,“ segir Inga Hlín. „Við höfum skilgreint ákveðinn markhóp sem við vinnum með og höfum gefið nafnið „hinn upplýsti ferðamaður“. Þetta eru ferðamenn sem eru vel mennt-aðir og með tekjur yfir meðal-lagi, ferðamenn sem vilja kynn-

ast menningu, hugmyndum og lífsstíl annars fólks. Ásamt því að fara á nýja og spennandi áfanga-staði, fara í frí að vetri til, er þetta fólk opið fyrir nýjungum og ekki síst opið fyrir því að deila upplifunum sínum með öðrum.“

Fjölbreytni Íslands„Í öllu okkar starfi horfum við til þess að koma fjölbreytni Íslands á framfæri með góðum sögum af ævintýrunum á Íslandi, sköp-unarkraftinum, hreinleikanum, dulúðinni, sjálfbærninni, matn-um og menningunni. Við höfum til þess sögur frá öllum svæðum

og atvinnugreinum landsins. Stundum segjum við að Ísland sé ekki áfangastaður heldur eitt stórt ævintýri,“ segir Inga Hlín og bætir við að við séum í raun öll sögumenn og að það skipti máli að við tölum vel um fallega landið okkar. „Allir eiga að taka þátt í því hvort sem þeir eru Ís-lendingar, erlendir ferðamenn, stjórnvöld, sveitarfélög eða aðrir. Öll erum við að taka þátt í því að byggja upp íslenska ferða-þjónustu, orðspor okkar og ásýnd.“

Deilum leyndarmálumInga segir að markmiðið sé að fá ferðamanninn til að fara víðar um landið og að hann viti hvað er í boði. Á hverju ári segir hún að valið sé ákveðið þema til að vinna með í markaðssetningu á Íslandi. „Í ár biðjum við Íslend-inga um að deila með ferða-mönnunum sínum leyndarmál-um,“ segir hún. „Eins og við vit-um er svo miklu skemmtilegra að fá aðra til að segja okkur söguna. Við leitumst sjálf við að heyra sögur frá öðrum um það sem þeir hafa upplifað og í dag er mjög vinsælt að heyra sögur frá heimamönnum og því er þetta áhersla okkar í ár.“

Stolt af árangri ferðaþjónustunnarHvernig stendur ferðaþjónustan sig í þróuninni?

„Ferðaþjónustan er í dag stærsta gjaldeyrisaukandi at-vinnugreinin á Íslandi. Við get-um því öll verið gífurlega stolt af þeim árangri sem greinin hef-ur náð. Það er mikilvægt að við séum góðir gestgjafar og sam-kvæmt rannsóknum segja 95% ferðamanna að þeir séu ánægðir með ferðina hingað til lands, sérstaklega þeir sem ferðast yfir vetrartímann. Þessu þurfum við að halda áfram og alltaf stefna að 100% ánægju. World Eco- nomic Forum valdi Ísland til dæmis vinalegustu þjóðina 2013.

Það er geysilega margt að

gerast í ferðamennsku í heimin-um og Ísland er sérstaklega vin-sælt. Við þurfum svo að halda því yfir vetrartímann. Hvern hefði t.d. grunað fyrir nokkrum árum að Reykjavík yrði valin ein af vetrarborgunum hjá CNN eða að Lonely Planet myndi velja Ís-land sem fjölskylduáfangastað-inn fyrir árið 2014. Norðurland var einnig valið sem áfangastað-urinn 2013 og Times Magazine valdi Vestfirði sem eitt af best geymdu leyndarmálum Evrópu. Þetta er gífurlegur árangur,“ seg-ir Inga Hlín.

Aukning að vetri á öllum svæðumEr heilsársferðaþjónusta fyrir allt landið?

„Við eigum enn nokkuð í land með að hægt sé að tala um heilsársferðaþjónustu um allt land,“ segir Inga Hlín. „Við erum samt að mjakast þangað og öll svæði á Íslandi finna fyrir ein-hverri aukningu yfir vetrartím-ann. En við erum á réttri leið og þar skiptir samstarf allra aðila miklu máli, hvort sem það er bensínstöðin, kaffihúsið, veit-inga staðurinn, safnið, frumkvöð-ullinn, afþreyingarfyrirtækið, ferðaskrifstofan, markaðsstofan eða sveitarstjórnin. Við þurfum að halda áfram að byggja landið upp sem ferðamannaland, land sem við viljum búa í og taka á móti góðum gestum til framtíð-ar,“ segir Inga Hlín að lokum.

islandsstofa.is

Ferðast um á Vestfjörðum sem Times Magazine valdi sem eitt af best geymdu leyndarmálum Evrópu. Mynd: Markaðsstofa Vestfjarða/Ágúst Atlason.

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumað-ur ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.

„Ísland er ekki áfangastaður heldur eitt stórt ævintýri“

„Það er mikilvægt að við séum góðir gestgjaf-ar og samkvæmt rann-

sóknum segja 95% ferðamanna að þeir séu

ánægðir með ferðina hingað til lands, sér-

staklega þeir sem ferðast yfir vetrartím-ann. Þessu þurfum við

að halda áfram ...“

Page 5: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 5

ÁVÍSUN Á FRÁBÆRT SUMARFRÍ

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

614

07

Pantaðu allan hringinn á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000.

1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í Mýrdal • 5 Höfn • 6 Neskaupstaður7 Egilsstaðir • 8 Stórutjarnir • 9 Akureyri • 10 Laugarbakki • 11 Ísafjörður • 12 Laugar í Sælingsdal

12 HÓTEL ALLAN HRINGINN

Veitingastaðir á öllum hótelum • Alltaf stutt í sund • Vingjarnleg þjónusta • Gjafabréf fáanleg

Page 6: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

6 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Bitruhálsi 2 - 110 Reykjavík - Símar 567-6640 & 577-3300 - Fax 567-6614

Við hjá Esju Gæðafæði útbúum allan grillmat

fyrir ferðalagið

Grímur Sæmundsen hefur verið áberandi í íslensku þjóðlífi und-anfarið en hann var kjörinn „maður ársins í íslensku atvinnu-lífi 2013“ af tímaritinu Frjálsri verslun. Grímur hefur af mikilli elju byggt Bláa Lónið upp sem vinsælan ferðamannastað en fyritækið var stofnað árið 1992. Nokkrar metnaðarfullar ályktanir voru samþykktar á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar sem haldinn var nú í apríl en á þeim fundi var Grímur kjörinn for-maður samtakanna.

Augljóslega var mikill hugur í fólkinu sem er að byggja upp þessa atvinnugrein sem nú er orðin sú stærsta á Íslandi og skilar nú þegar meiri gjaldeyris-tekjum í þjóðarbúið en sjávar-útvegurinn. Vöxturinn hefur ver-ið gríðarlegur þannig að það er ákveðinn ótti um að við getum ekki tekið sómasamlega á móti erlendum gestum okkar auk þess sem álag á vinsælustu ferðamannastöðunum er við þolmörk. „Kjarninn í aðdráttar-afli Íslands sem ferðamanna-lands er íslensk náttúra sem er auðvitað auðlind í sjálfu sér,“ segir Grímur. „Við Íslendingar eigum líka að geta notið þessar-ar náttúru sjálfir og fjölgun er-lendra ferðamanna er sannarlega hagsmunamál allrar þjóðarinnar en ekki bara ferðaþjónustunnar.“

Þurfum að verja náttúruperlurnarEitt fyrsta verk nýrrar stjórnar SAF er að halda félagsfund 21. maí. Þar verður farið yfir helstu valkosti sem eru til að afla tekna til uppbyggingar og viðhalds ferðamannastaða og þróa nýja ferðamannastaði en Grímur segir þetta vera eitt brýnasta verk-efnið sem liggi fyrir í atvinnu-greininni nú. Upphaflega segist Grímur hafa verið hlynntur nátt-úrupassaleiðinni en nú hafi úr-vinnsla á því máli sýnt fram á

annmarka á framkvæmd hug-myndarinnar.

„Grunnur að gjaldtöku, hvaða nöfnum sem við kjósum að nefna hana, er auðvitað hvernig við verjum náttúruperlurnar okkar. Við verðum að bæta þjónustustigið þar sem helstu seglarnir eru hverju sinni og tryggja um leið öryggi ferða-manna,“ segir Grímur. „Síðan er það útfærslan á lausninni, hvort sem það er náttúrupassi eða komugjald o.s.frv. eða að stjórn-völd greiði hluta af skatttekjum aftur til greinarinnar eins og gert er nú að hluta með svokölluðu gistináttagjaldi. Það rennur síðan inn í framkvæmdasjóð ferða-mannastaða. Þetta gjald var um 200 milljónir króna í fyrra en af þeirri upphæð taka stjórnvöld 40% og setja inn í Umhverfis-stofnun. Það var einhliða ákvörðun stjórnvalda og var auðvitað gert í óþökk okkar sem störfum í ferðaþjónustunni. Það gefur auga leið að þessar leiðir þarf allar að ræða og komast að niðurstöðu sem mest sátt er um,“ heldur hann áfram.

Dreifing yfir árið og um landið „Það velkist enginn í vafa um að við verðum að dreifa ferða-mönnum betur yfir árið og betur um landið,“ segir Grímur. „Við eigum fjöldann allan af spenn-andi ferðamannastöðum sem við þurfum að beina ferðamönnum á. Alger forsenda þess að við getum tekið vel á móti öllum þessum mikla fjölda sem hingað vill koma er meiri dreifing,“ seg-ir hann.

„Ef náttúrupassaleiðin verður valin þarf að laða þá aðila sem eiga perlurnar að henni og vinna þetta mál með þeim. Það ætti að vera tiltölulega einfalt þar sem um þjóðlendur í eigu ríkissjóðs er að ræða en þegar fleiri eignaraðilar koma að flæk-ist málið eins og deilan við

Geysi í Haukadal er gott dæmi um. Þessi uppákoma við Geysi var mikið högg fyrir náttúrupassa hugmyndina. Gjald-taka með náttúrupassa á þjóð-lendusvæði eins og við Gullfoss, Geysi og Þingvelli þar sem fer mikill fjöldi ferðamanna um, hefði þurft að vera byrjunin og

einkaaðilar hefðu síðan komið að málum á síðari stigum.“

Fjárvana sveitarfélög og skipulagsmálum ábótavant„Í seinni tíð hefur verið að krist-allast að skipulagsmál sveitarfé-laga hvað varðar uppbyggingu ferðamannastaða hefur víða ver-ið ábótavant,“ segir Grímur. „Mörg smærri sveitarfélög úti á landi eru fjárvana og hafa spar-að við sig að setja fjármuni í skipulagsþáttinn. Auðvitað eru menn óánægðir með að sveitar-félögin eru sjálf að fá svo lítinn skerf af þeirri stóru köku sem geysileg fjölgun ferðamanna hef-ur skapað á stuttum tíma. Sem dæmi má nefna að ferðamenn á Gullfoss og Geysi eru um 600.000 á hvorn stað á ári en sveitarfélagið Bláskógabyggð fær mjög lítinn hluta af fjármun-unum sem verða til við sölu á þessum lykilseglum til ferða-manna. Það þyrfti helst að vera einhver hvati fyrir viðkomandi sveitarfélag að ferðamaðurinn heimsæki það. Eins og sést af framansögðu eru þessi mál flóknari en menn gerðu sér í hugarlund.“

Vaxtarverkir ferðaþjónustunnarVöxtur greinarinnar hefur verið

mikill með tilheyrandi vaxtar-verkjum og Grímur segir að greinin öll verði að vera reiðu-búin að horfast í augu við það sem er ekki í lagi hjá okkur og bæta úr. Og svo þurfi samfé-lagið allt í heild að skilja þá breytingu sem er að verða á at-vinnuháttum í landinu með miklum vexti ferðaþjónustunnar. „Ég lít á það sem hlutverk okkar í SAF að finna tillögu að lausn á uppbyggingu ferðamannastaða og gjaldtöku vegna þeirra, sem mest sátt um sé um í okkar hópi. Þegar sú niðurstaða er fengin verðum við að vinna þeirri tillögu framgang, bæði gagnvart almenningi og stjórn-völdum. Það er verkefnið sem blasir við. Nú streymir gjaldeyrir inn í landið og auðvitað eigum við að fagna því og verja þeim tekjum sem þjóðarbúið hefur af ferðamönnum á sem skynsam-legastan hátt. Nú er ferðaþjón-ustan orðin ein af burðarat-vinnugreinunum á Íslandi og þá blasa strax við verkefni sem kalla mætti lúxusverkefni en það er ekki eftir neinu að bíða að leysa þau,“ segir formaður Sam-taka ferðaþjónustunnar.

saf.is

Grímur Sæmundsen, nýkjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Geysir, ein af náttúruperlum Ís-lands.

Náttúran er kjarninn í aðdráttarafli Íslands

Page 7: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 7

Page 8: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

V E S T U R L A N D

29. maí-1. júní Íslandsmeistaramót í eldsmíði Akranesi.

5.-15. júní Isnord, tónlistarhátíð á Vesturlandi.

14. júní Jökulmílan – Hjólaáskorun kringum Snæfellsjökul.

21.-22. júní Sólstöðuganga á Snæfellsnesi.

22.-22. júní Norðurálsmótið í knattspyrnu á Akranesi.

28. júní Brákarhátíð í Borganesi, bæjarhátíð.

3.-6. júlí Írskir dagar Akranesi, bæjarhátíð.

19. júlí Kátt í Kjós, bæjarhátíð.

25. júlí Reykholtshátíð.

25.-27. júlí Á góðri stund, bæjarhátíð í Grundarfirði.

15.-17. ágúst Danskir dagar Stykkishólmi, bæjarhátíð.

Nánar á vesturland.isHeimild og myndir: Markaðsstofa Vesturlands.

Meðal viðburða á Vesturlandi

Frystiklefinn er leikhús, leik-smiðja og menningarmiðstöð á Rifi. Í húsinu eru tveir fullbúnir sýningasalir, rúmgóður almenn-ingur, gistipláss fyrir stóra hópa og fullbúin eldhús- og salernis-aðstaða.

Auk þess að sinna því hlut-verki að svala menningarþorsta Snæfellinga með viðburðum, tónleikum og nýjum íslenskum leiksýningum er Frystiklefinn listamannaaðsetur fyrir innlenda og erlenda hópa sem vinna vilja að verkum sínum í friðsælu skjóli Snæfellsjökuls.

Í sumar verða reglulegar sýn-ingar í Frystiklefanum á leikrit-inu Hetjunni, þar sem ungur og upprennandi leikari segir sögu

Bárðar Snæfellsáss með miklum og skemmtilegum tilþrifum. Sá heitir Kári Viðarsson og er einn-ig höfundur verksins. Flestar verða sýningarnar á ensku en einnig á íslensku. Á sviði Frysti-klefans verður einnig í sumar sýningin 21:07 sem er er sann-sögulegur og æsispennandi gamanleikur sem byggir á áætl-aðri lendingu geimvera á Snæ-fellsjökli þann 5. nóvember 1993. Leikarar, höfundar og leik-stjórar eru Kári Viðarsson og Víkingur Kristjánsson.

frystiklefinn.is

Frystiklefinn á Rifi. Í verkinu Hetjunni er fjallað um sögu Bárðar Snæfellsáss.

Leiksýningar í Frystiklefanum í allt sumar

8 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 9: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 9

Er bíllinn rafmagnslaus, dekkið sprungið eða tankurinn tómur? Ef þú ert með F plús færðu aðstoð hjá Bílahjálp VÍS hvenær sem er, víðast hvar á landinu. Hafðu samband og hjálpin er á næsta leiti.Þú finnur nánari upplýsingar um verð og þjónustu á vis.is.

Við vitum að allt getur gerstBílahjálp VÍS

VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS

EF ÞÚ ERT MEÐ F PLÚS FÆRÐU AÐSTOÐ HJÁ BÍLAHJÁLP VÍS

560

5000

SÍMI

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

62

73

5

Page 10: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

V E S T U R L A N D

Sveitarfélagið Snæfellsbær liggur á sunnan- og utanverðu Snæfells-nesi og hringar sig um Snæfells-jökul. Bæjarmörkin á sunnan-verðu nesinu eru í Staðarsveit, rétt vestan við Vegamót, en að norðan liggja þau um Búlands-höfða. Bæjarfélagið er um 680 ferkílómetrar að stærð og íbúar þess eru um 1.800. Flestir búa í þéttbýlisstöðunum á norðan-verðu nesinu, þ.e. Ólafsvík, Rifi og Hellissandi. Þá er byggð í sveitunum bæði sunnan- og norðanfjalls, auk þess sem nokk-ur heilsárs- og sumarhúsabyggð er á Hellnum og Arnarstapa. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull tek-ur svo yfir 170 ferkílómetra yst á Snæfellsnesi og nær frá Dagverð-ará að Gufuskálum og er eini þjóðgarðurinn á Íslandi sem nær að sjó. Einnig eru strendurnar við Arnarstapa og Hellnar friðaðar og Búðahraun er friðland. Engin byggð er innan þjóðgarðsins og því eru víðáttumikil, óbyggð svæði innan sveitarfélagsins þar sem auðvelt er að komast í snert-ingu við óspillta náttúru.

Að graðga í sig fisk eða taka súpurúntAuðvelt er að ferðast um Snæ-fellsbæ þar sem malbikaður hringvegur liggur um Snæfells-nes, auk þess sem hægt er að þvera nesið og fara yfir fjallgarð-inn bæði um Fróðárheiði og Vatnaleið. Einnig er hægt að aka um Eysteinsdal og Jökulháls yfir sumartímann.

Margar þekktar þjóðleiðir liggja líka víða um svæðið, bæði með ströndinni og um fjallgarð-inn, og nýtast þær vel til útivistar fyrir göngufólk og í hestaferðir. Fjölbreytt ferðaþjónusta er í Snæfellsbæ þar sem boðið er upp á gistingu, mat og dægra-dvöl af ýmsum toga. Veitingaað-ilar hafa lagt sig fram um að bjóða upp á mat af heimaslóð þar sem fiskur er í hávegum hafður og hver fiskisúpan toppar aðra á veitingastöðunum. Það er því vel þess virði að taka „súpu-rúnt“ fyrir Jökul og smakka ýms-ar útgáfur af fiskisúpu eða „graðga í sig fisk“ þótt það hafi ekki þótt mönnum bjóðandi í „Kristnihaldi undir jökli“. Þetta landsvæði hefur verið mörgum listamanninum innblástur og má þar nefna Laxness, Kjarval og Collingwood.

Snæfellsjökull og stórbrotin náttúraÞað sem einkennir Snæfellsbæ öðru fremur er fjölbreytt lands-lag og sú stórkostlega náttúra sem þar er að finna. Stutt er frá fjalli til fjöru og þjóðvegurinn liggur um fornan ölduhrygg og hraunbreiður svo víða sést mjög vel yfir og útsýnið er bæði fjöl-breytt og fagurt. Þar ber hæst Snæfellsjökul, en fjallgarðurinn sem að honum liggur er ekki síður svipmikill og státar af fjöl-breytni í form- og jarðfræði. Frá jarðfræðilegu sjónarmiði þykir þetta svæði sérstakt hvað fjöl-breytileika varðar. Þar eru gróin tún og engi, stórbrotnar hraun-breiður sem eru ólíkar að útliti, lögun og gróðri, fjöldi eldgíga af ýmsum gerðum, fjölbreytt úrval hella, fossar og lækir, vötn og ár sem geyma silung og lax. Strandlengja sveitarfélagsins er líka fjölbreytt, en þar má finna gullnar skeljasandsfjörur og svartar strendur, slípaða steina og sorfið fjörugrjót eða hraun-myndanir, stórbrotna kletta, björg og stuðlaberg. Þar finnast bæði lygnar víkur og beljandi brim, selir og fjölbreytt fuglalíf, gjöful fiskimið og stundum sjást hvalir velta sér í hafinu fyrir utan ströndina.

Fræðst um söguna í gönguferðumGott aðgengi er bæði að landi og sjó, bæði gönguleiðir og veg-ir sem auðvelda ferðamönnum að njóta alls þess sem náttúran í Snæfellsbæ hefur að bjóða. Svæðið er ríkt af sögu, bæði minjum sem marka spor þeirra sem á undan gengu um þetta land, en einnig eru til margar sögur sem finnast í munnmælum og á prenti um menn og ýmsar verur og vætti sem átt hafa leið um þetta svæði eða eru þar enn. Yfir sumartímann eru í boði skipulagðar gönguferðir um frið-löndin og hægt er að fá sögu-fylgd heimamanna um svæðið, auk þess sem landverðir leið-segja fólki í þjóðgarðinum og bjóða upp á ferðir í Vatnshelli. Þá má einnig finna heitt og kalt ölkelduvatn í Snæfellsbæ sem sögur segja að sé mjög heilsu-samlegt til baða og inntöku, en lítil laug með heitu ölkelduvatni er að Lýsuhóli. Einnig telja marg-ir að kraftur streymi frá Snæfells-jökli sem eflir mönnum dáð og dug, en boðið er upp á ferðir á Jökulinn á þeim tímum sem það

er óhætt. Einnig er hægt að fara í hestaferðir og upplifa þannig náttúru Snæfellsbæjar.

Margt að sjá og njótaHvar sem farið er í Snæfellsbæ er margt að sjá og njóta fyrir ferðamenn. Fjörurnar eru hafsjór útaf fyrir sig og t.d. má sjá seli við Ytri-Tungu og víðar, 9 holu golfvöllur er í Görðum, skoða má timburkirkjuna á Búðum, hægt er að hverfa inn í bergið í Rauðfeldargjá eða spá í sögusvið Kristnihalds Halldórs Laxness.

Sjávarplássin Arnarstapi og

Hellnar er vert að skoða og til-valið að fara göngustíginn frá Arnarstapa að Hellnum en ein-mitt þar er gestastofa og upplýs-ingamiðstöð Þjóðgarðsins Snæ-fellsjökuls. Aðalsmerki hans er fjölbreytt og ósnert náttúra en boðið er upp á ferðir með leið-sögn um þjóðgarðinn yfir sumar-mánuðina.

Annar stærsti þéttbýlisstaður-inn á Snæfellsnesi er Ólafsvík þar sem búa um 1000 manns. Bæjarstæðið er fagurt og margt að skoða í náttúrunni umhverfis bæinn. Í bænum er kirkja í ein-

stökum byggingarstíl og í mið-bænum sjómannagarður – sá fyrsti hér á landi. Gestir Ólafsvík-ur ættu ekki að láta verslunar- og verkháttasafnið í „Gamla Pakkhúsinu“ framhjá sér fara en það var reist árið 1844. Þar er handverkssala íbúa Snæfellsbæj-ar og við hliðina á því er Átthag-astofa sem hýsir Upplýsingamið-stöð sveitarfélagsins.

Í Ólafsvík eru verslanir, mat-sölustaðir, sundlaug með glæ-nýju útisvæði með heitum pott-um og vaðlaug, heilsugæsla og ýmis önnur þjónusta auk þess sem hægt er að fara í hvalaskoð-un, sjóstöng, skotveiði og ýmsar sérsniðnar útsýnisferðir. Hellis-sandur er sagður hafa verið fyrsti byggðakjarninn hér á landi sem kalla hafi mátt sjávarþorp. Út-ræði þaðan á sér langa sögu og í bænum er Sjóminjasafn sem geymir muni úr sögu árabátaút-gerðar undir Jökli. Vert er einnig að skoða útilistaverkin á Hellis-sandi; bæði höggmyndina „Jökl-ara“ eftir Ragnar Kjartansson og verkin „Beðið í von“ eftir Grím Marinó Steindórsson og „Sigl-ingu“ eftir Jón Gunnar Árnason.

Þeir sem kjósa að skoða fjöl-skrúðugt fuglalíf ættu að leggja leið sína til Rifs en þar hefur ver-ið komið upp ágætri aðstöðu til fuglaskoðunar við Rifós. Um 170 manns búa á Rifi og er þar öflug útgerð og blómleg fiskvinnsla. Gott kaffihús er á staðnum, gisti-heimili, matvöru- og handa-vinnuverslun og leikhús svo eitt-hvað sé nefnt.

snb.is

Fjörurnar eru heillandi heimur fyrir yngstu kynslóðina. Reiðtúr á Löngufjörum.

Verslunar- og verkháttasafn er í „Gamla Pakkhúsinu“ í Ólafsvík. Húsið var reist árið 1844.

Snæfellsjökulshlaupið er árviss viðburður í Snæfellsbæ. Hlaupið verður haldið í fjórða sinn þann 28. júní en góð þátttaka hefur verið í því. Hlaupaleiðin er um 22 km en hlaupararnir eru ræstir frá Arnarstapa og hlaupa þeir yfir Jökuháls til Ólafsvíkur. Snæfellsjökull hjálpar að sjálfsögðu upp á orkubúskap hlauparanna en mikil náttúrufegurð umvefur þátttakendur á leiðinni.

Snæfellsbær – þar sem jökulinn ber við loft ...

10 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 11: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 11

Page 12: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

Kirkjufell, bæjarfjall Grundar-fjarðar, er eitt af þekktustu fjöll-um Íslands, ef ekki heimsins alls. Ekki er óalgengt að erlendir ljósmyndarar heimsæki Ísland í þeim tilgangi einum að mynda þetta einstaka fjall. Kirkjufell hefur meira að segja farið með hlutverk í stórum Hollywood myndum, nú síðast The Secret Life of Walter Mitty.

Fjölbreytt þjónusta við ferða-mennÞegar ferðamenn, og þeim fer fjölgandi, hafa sett lokið á lins-una við Kirkjufellið komast þeir fljótt að því að Grundarfjörður hefur ekki einungis upp á fallegt fjall að bjóða. Umlukin stórkost-legri náttúru með fögrum foss-um landsins og stórkostlegu dýralífi kúrir bærinn við fjalls-ræturnar þar sem Helgrindur

tróna við himinn. Ekki er óal-gengt að sjá vinsæla gesti úr hafi líta við og sýna sig. Má þar helst nefna seli og háhyrninga.

Á fallegum sumardögum geta gestir farið í siglingu, notið stór-fenglegs útsýnis, rennt fyrir fisk, kíkt á lunda og aðra sjófugla. Ef hafið heillar ekki er hægt að fara í hringferð um Snæfellsnesið með rútu þar sem boðið er upp á leiðsögn.

Segja má að Grundarfjörður sé miðbær Snæfellsness, mitt á milli Stykkishólms og Ólafsvíkur á norðanverðu Snæfellsnesi. Í bænum er mikið úrval af gisti-stöðum, glæsilegt hótel, tvö hostel, heimagisting, sumarhús og svo auðvitað tjaldsvæði og sundlaug.

Sundlaugin er aðeins einn af áhugaverðum afþreyingarmögu-leikum sem Grundarfjörður hef-

ur upp á að bjóða. Einnig má nefna golfvöllinn, hestaleigur, kaffi hús og veitingastaði. Í Sögu-miðstöðinni er rekin upplýsinga-miðstöð ferðamanna. Rekin er glæsileg matvöruverslun á staðn-um ásamt áfengisverslun og apóteki.

Víkingar taka á móti farþegum skemmtiferðaskipaÞrátt fyrir að flestir ferðamenn komi landleiðina þá koma þús-undir á hverju ári með skemmti-ferðaskipum. Grundarfjarðar-höfn leggur sig fram við að taka vel á móti skemmtiferðaskipum og gera dvöl farþeganna sem eftirminnilegasta. Fjöldi skipa hefur aukist mikið síðustu ár, frá tveimur skipum árið 2001 í nítján sumarið 2014.

Á sumrin lifnar virkilega yfir Grundarfirði. Víkingafélagið

Glæs ir hefur komið sér upp skemmtilegri aðstöðu í miðjum bænum og eru viðburðir víking-anna oftar en ekki hápunktur dagsins að mati gesta skemmti-ferðaskipanna.

Á bæjarhátíðinni, „Á góðri stund“, sem haldin er síðustu helgina í júlí ár hvert, skrýðist bærinn hverfalitunum sem eru rauður, blár, gulur og grænn. Hátíðin er sannkölluð fjöl-skylduhátíð þar sem gestir á öll-um aldri ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Grundarfjörður býður ferð-menn velkomna sumarið 2014.

grundarfjordur.isÍ Laxdælu er sagt frá því að Guðrún Ósvífursdóttir hafi löngum dvalið við laug á Laug-um í Sælingsdal. Í Sturlungu er getið um baðlaugina og svo virðist sem hún hafa verið mikið notuð.

Það var fyrir u.þ.b. 140 árum sem skriða féll á laugina sem þá

hafði sinnt hlutverki sínu frá dögum Guðrúnar Ósvífursdótt-ur. Laugin var endurbyggð árið 2009 en sú framkvæmd var í samræmi við þá stefnu, sem mótuð er í aðalskipulagi sveitar-félagsins, að efla menningar-tengda ferðamennsku á Laugum. Þá var einnig hlaðið blygðunar-

hús þar sem hafa má fataskipti. Laugin er opin allt árið og er frítt í hana.

visitdalir.is

Í Borgarnesi er sundlaug, eins og í svo mörgum bæjum á Ís-landi, enda ærin ástæða til að nýta heita vatnið til að leyfa heimamönnum, jafnt sem ferða-mönnum, að njóta. Að sögn Ing-unnar Jóhannsdóttur, forstöðu-manns sundlaugarinnar í Borgar-nesi, fer fjöldi gesta sundlaugar-innar yfir 140.000 á ári. „Heima-menn eru duglegir að mæta og svo munar um minna að fá alla ferðamennina,“ segir Ingunn en

hún segir að svokallaðar „Norð-urljósarútur“ stoppi gjarnan með farþegana í sundlaug Borgar-ness.

Vatnið í sundlaugina er feng-ið úr Deildartunguhver sem er í Reykholtsdal, um 37 kílómetra frá Borgarnesi. Hverinn er vatns-mesti hver Evrópu og er friðað-ur. Úr hvernum koma 180 l af 100°C heitu vatni á sekúndu. Vatninu er dælt til Akraness og Borgarness þar sem það er not-að til upphitunar húsa. Sund-laugin hefur að bjóða bæði inni-

og útilaug auk heitra potta og auk þess er vatn úr hvernum notað til að hita dýrlegt gufu-bað.

Vatn úr Deildartunguhver er einnig notað til að hita upp gróðurhús til ylræktar í landi Deildartungu, bæjarins sem hverinn heitir eftir.

borgarbyggd.is

V E S T U R L A N D

Sundlaugin í Borgarnesi laðar ferðamenn að sér.

140.000 gestir á ári

Kvöldroðinn í Grundarfirði er stórfenglegur.

Líf og fjör. Bæjarhátíðin „Á góðri stund“ er haldin síðustu helgina í júlí ár hvert.

Heimabær hins stórkostlega Kirkjufells

Guðrúnarlaug var byggð upp ár-ið 2009 og þá var einnig byggt „blygðunarhús“ til fataskipta sem þarna sést.

Víkingar úr sveitinni bregða á leik.

Guðrúnarlaug í Sælingsdal

12 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

„Það er gott að busla í Borgarfirði“Velkomin í sundlaugar Borgarbyggðar

Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi, sími 437 1444Sundlaugin Kleppjárnsreykjum, sími 430 1534

Sundlaugin á Varmalandi, sími 430 1521

www.borgarbyggð.is

Frábær aðstaða – góðar sundlaugar, heitir pottar,

rennibraut , gufa,líkamsrækt og fl.

Page 13: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

V E S T U R L A N D

9

5

6

7

21

3

4

8

Þar sem jökulinn ber við loft!Hér er að finna marga perluna. Taktu hringinn og byrjaðu í heitu ölkeldulauginni á Lýsuhól,

gerðu sandkastala á Búðum. Renndu fyrir makríl á Arnarstapa og leitaðu að opnun inní jarðarmiðju að hætti Jules Verne, kannski er inngangurinn í gegnum Vatnshelli? Reyndu þig við aflraunir á Djúpalónssandi, nærðu að lyfta fullsterkum? Rifjaðu upp hver Bárður Snæfellsás var og skelltu þér í leikhús í Rifi

eða röltu um bæi og leitaðu uppi besta kaffi-bollann, en umfram allt njóttu þín í fallegri náttúruparadís sem er Earth Check vottuð og

staðfestir að um er að ræða umhverfismeðvitað samfélag. Að vera undir jöklinum hefur verið álitið kyngimagnað, upplifðu það á þinn hátt

og njóttu alls þess sem Snæfellsbær hefur uppá að bjóða.

0 2 4000 metrar 0 42 6000 álnir 1 : 5 0 0 0 0

Upplýsingamiðstöð (+354)433 6929

[email protected]

Kirkjutún 2355 Ólafsvík, Snæfellsbæ

№6’

DJÚ

PALÓ

N/

№7’

HEL

LISS

AND

UR

/ №

8’ R

IF/

№9’

ÓLA

FSV

ÍK/

№1’ LÝ

SUH

ÓLL/ №

2’ BÚÐ

IR/ №

3’ARN

ARSTAPI/ №

4’HELLN

AR/ №

5’ SNÆ

FELLSJÖK

ULL/

S N Æ F E L L S B Æ R

NÁTTÚRULAUG.........

SIGLING......................

LEIKHÚS.....................

KAFFIHÚS...................

VEITINGASTAÐIR.....

GISTING......................

TJALDSVÆÐI.............

GOLFVÖLLUR...........

NÁTTÚRULAUG.........

GÖNGULEIÐIR..........

TÓNLIST.....................

MANNLÍF....................

Tourist Online er fimm ára gam-alt fyrirtæki sem rekur farfugla-heimilið Borgarnes Hostel, tjald-svæði og hótel í Borgarnesi. Upphafið má rekja til þess þegar fyrirtækið keypti húsnæði bæjar-skrifstofanna í Borgarnesi að Borgarbyggð 11-13. Fyrstu gest-irnir komu inn í Borgarnes Hos-tel 10. júní 2009 þegar því hafði verið breytt í farfuglaheimili. Þá voru einungis tvö herbergi af 20 tilbúin. Fyrirtækið kom seint inn á markaðinn en að sögn Gylfa Árnasonar, framkvæmdastjóra Tourist Online, reyndist sú ákvörðun að verða hluti af far-fuglakeðjunni heilladrjúg.

Fjórtán tveggja manna her-bergi eru í gistingunni, ýmist með eða án baðherbergis, og síðan eru nokkur 3ja og 4ra manna herbergi. Sameiginleg eldunaraðstaða er í húsinu og á neðri hæð er þjónusturými.

„Það var þörf á slíkri gistingu þá í Borgarnesi og er ennþá. Á árinu 2009 var ekki mikið fram-boð af gistingu á Snæfellsnesi og við nutum góðs af því hér í Borgarnesi,“ segir Gylfi.

Nánast eingöngu erlendir ferðamenn gista hjá Tourist On-line. Gylfi segir að Íslendingar nýti sér í afar takmörkuðum mæli gistingu á farfuglaheimil-um. Hann segir þetta ódýrari gistingu en gengur og gerist og henti þeim sem vilja vera sjálf-stæðir á sínum ferðum. Stöðugur vöxtur hefur verið hjá fyrirtæk-inu og júlí og ágúst eru þéttbók-aðir. Maí og september eru svo-kallaðir vængmánuðir en eftir-spurn á þeim tíma hefur aukist með hverju árinu.

Tjaldsvæði og Hótel HafnarfjallTourist Online hefur einnig rek-ið tjaldsvæðið í Borgarnesi frá árinu 2009. „Rekstur tjaldsvæðis-ins er mjög hentugur með öðr-um rekstri okkar. Tjaldsvæðið er mjög nauðsynlegur þáttur í ferð-um bakpokaferðalanga. Það er tiltölulega stutt frá farfuglaheim-ilinu og helstu samgönguæð-um.“

Síðastliðið haust festi Tourist Online kaup á Hótel Brú, sem áður hét Mótel Venus. Verið er að endurnýja hótelið að miklu leyti og fær það heitið Hótel Hafnarfjall þegar það opnar formlega. Með í kaupunum voru

10 hektarar lands. Þessi rekstur verður í samvinnu við Ferða-þjónustu bænda. „Þessi staður er mjög fallegur hvað náttúru varð-ar og býður upp á mikla mögu-leika að vetrarlagi,“ segir Gylfi. Í hótelinu eru 16 herbergi og er

verið að endurnýja þau í áföng-um. Áformað er að bæta við níu herbergjum og stefnan er að hefjast handa við það verk í októbermánuði.

Tourist Online hefur keypt Motel Venus sem verður opnað undir heitinu Hótel Hafnarfjall að undangenginni endurnýjun og stækkun.

Gylfi Árnason, framkvæmdastjóri Tourist Online, við farfuglaheimil-ið Borgarnes Hostel í Borgarnesi.

Farfuglaheimili í bænum og Hótel Hafnarfjall í náttúrunni

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 13

Page 14: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

V E S T U R L A N D

SUNDLAUG.................

SIGLING......................

ELDFJALLASAFN........

KAFFIHÚS...................

VEITINGARSTAÐIR..

GISTING......................

TJALDSVÆÐI.............

GOLFVÖLLUR...........

VATNASAFNIÐ...........

NORSKA HÚSIÐ........

TÓNLIST.....................

MANNLÍF....................

facebook.com/visitstykkisholmur.is

Láttu Hólminn heilla þig!Stykkishólmur er ákaflega fallegur bær, þar sem margt skemmtilegt er að skoða. Hægt er að hafa það notalegt á veitingastöðunum, eða fræðast um

sögu, vatn og veður, nú eða eldfjöll! Einnig er hægt að skella sér í siglingu og reyna að telja eyjarnar í kring, en þær eru víst óteljandi. Sundlaugin sten-dur alltaf fyrir sínu, enda sérlega hollt vatnið. Nú

er það þitt að kortleggja þína ferð í Hólminn. Vertu velkomin/n.

0 2 4000 metrar 0 42 6000 álnir 1 : 5 0 0 0 0

Upplýsingamiðstöð Stykkishólmssími (+354)433 8120

[email protected]

Borgarbraut 4340 Stykkishólmur

@visitstykkisholmur/#stykkisholmur

S T Y K K I S H Ó L M U R

@visitstykkish

Stykkishólmur er einn vinsælasti áfanga- og áningarstaður lands-ins. Bæjarbúar ásamt öðrum íbú-um Snæfellsnes hafa lagt mikinn metnað í varðveislu umhverfis-ins og hafa nú fengið endurnýj-aða umhverfisvottun 10. árið í röð. Varðveisla sögunnar er Hólmurum einnig ofarlega í huga og hefur viðhald húsanna, sem prýða miðbæinn, verið ástríða og uppskáru þeir árið 2011 viðurkenningu í formi EDEN stimpilsins, European Destination of Excellence. Sagt er að Hólmurinn heilli og að sönnu heillaðist leikarinn Ben Stiller næstum því upp úr skón-um því hann ákvað að taka góð-an hluta myndar sinnar The Sec-ret Life of Walter Mitty við höfn-ina.

Frumefnin grunnur safnanna Frumefnin fjögur, vatn, loft, eld-ur og jörð endurspeglast í safna-flórunni en í Stykkishólmi eru þrjú eðalsöfn. Jörðina má finna í jarðtengingunni, sögunni – en um hana má læra í Norska hús-inu sem hýsir fastasýningu um Árna Thorlacius og opna safn-geymslu Byggðasafns Snæfell-inga og Hnappdælinga á efstu hæðinni. Eldurinn er umfjöllun-arefni í Eldfjallasafni Haraldar Sigurðssonar, sem hýsir bæði jarðfræðilega, fornleifafræðilega

og listfræðilega muni – eitthvað fyrir alla! Vatnasafnið gerist svo frægt að tákna tvö frumefni; loft og vatn en á safninu er uppsetn-ing listamannsins Roni Horn, sem kemur frá New York. Hún hefur alltaf haft sérstakt dálæti á Íslandi og Stykkishólmi. Á sýn-ingunni ægir saman vatni, veðri og orðum á besta stað í bænum.

Safnapassinn veitir aðgang að öllum þremur söfnunum. Hann er til sölu þar og í upplýsinga-miðstöð Stykkishólms. Hún er í sundlauginni og er vefsíðunni visit.stykkisholmur.is stýrt það-an. Gestir eru hvattir til að merkja myndir á Instagram með

#stykkisholmur og verður þeim fundinn staður til að sýna.

Ómissandi að skoða eyjarnarAfþreyingu fyrir alla hópa má finna í Hólminum, en við sund-laug bæjarins eru tveir heitir pottar með náttúrulegu vatni, en þess má geta að vatnið er vottað af Institut Fresenius fyrir gæði. Frábær 25 metra útisundlaug með hárri vatnsrennibraut og innilaug fyrir minnstu krílin gera sundlaugina að dásamlegum áfangastað fyrir fjölskylduna eftir langa göngu um bæinn og hans fagra nágrenni.

Hægt er að fara í siglingu til

að skoða óteljandi eyjarnar úti-fyrir bænum með Sæferðum eða Ocean Safari Tours og njóta fuglalífsins og auðvitað þess sem upp úr sjónum kemur. Vík-urvöllur er einn af glæsilegustu 9 holu golfvöllum á landinu og hægt er að taka nokkrar holur í óviðjafnanlegu umhverfi.

Í Stykkishólmur er mikið hæfileikafólk í handverki og þarf enginn að fara þaðan án listaverks eða handprjónaðar peysu eftir heimamann. Hand-verkið er að finna í Gallerí Lunda, Leir 7 og vinnustofunni í Tang og Riis, en þetta er aðeins brot af úrvalinu.

Fimm stjörnu tjaldsvæðiFjölbreyttir gistimöguleikar eru í og við bæinn; hótel, gistiheimili, farfuglaheimili og sumarhús. Fimm stjörnu tjaldsvæði er við

golfvöllinn og öll almenn þjón-usta í göngufæri þaðan. Nýtt og glæsilegt þjónustuhús er við tjaldstæðið og aðstaða fyrir felli- og hjólhýsi eins og best verður á kosið. Á tjaldsvæðinu og í ná-grenni þess er opið Internet.

Í Stykkishólmi er engin vönt-un á þjónustu, en í bænum eru lágvöruverðsverslun, bakarí, sjoppa, bensínstöðvar og ÁTVR. Bókabúð, byggingavöruverslun, fataverslun, gjafavöruverslun bíla- og bátaþjónustur, svo og bílaleiga. Þá eru góð veitinga- og kaffihús í bænum.

Þeir sem vilja slaka á og láta dekra við sig geta gert það með góðu móti því í Stykkishólmi eru hárgreiðslu-, snyrti- og nuddstofur. Látið Hólminn heilla ykkur!

stykkishólmur.is

Bæjarstæðið og mannlífið heilla í Hólminum og ferðamenn hafa þar alla þá helstu þjónstu sem á þarf að halda á vel heppnuðu sumarferða-lagi.

Hólmarar leggja mikið upp úr að varðveita söguna.

Látið Hólminn heilla ykkur!

14 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 15: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 15

Vor- og haustferðir í ÞórsmörkSUMARIÐ 2014

BSI Umferðarmiðstöð • 101 Reykjavík • 580 5400 • [email protected] • www.re.is • www.ioyo.is

OR

EMS 582904

Lesin leiðsögnSchedule:

* Bóka þarf morgunbrottför frá Básum og Laugardal hjá umsjónamanni fjallaskálans fyrir kl. 21:00 kvöldið áður.

** Vega- og veðurskilyrði ákvarða hvort fjallvegir eru aðgengilegir.

*** Á þessum stöðum, frá 1. maí - 13. júní og 15. september - 15. október þarf að bóka brottfarir fyrir hádegi hjá skálaverði fjallaskálans.

9 - Gildir 1. maí - 15. október 9a - Gildir 1. maí - 15. októberDaglega Daglega

Frá 1/5 - 15/10** Frá 1/5 - 15/10**Reykjavík (BSÍ Bus Terminal) 08:00 Þórsmörk (Básar) 15:00Hveragerði (N1 Gas Station) 08:40 Þórsmörk (Langidalur)    15:15 / 15:20

Selfoss (N1 Gas Station) 09:00 Stakkholtsgjá Canyon 15:35Hella (Kjarval Supermarket) 09:40 Þórsmörk (Húsadalur) 16:00Hvolsvöllur (N1 Gas Station) 10:15 Seljalandsfoss (Waterfall) 17:15Seljalandsfoss (Waterfall) 10:45 Hvolsvöllur (N1 Gas Station) 17:50Þórsmörk (Húsadalur) 12:00 / 12:30 Hella (Kjarval Supermarket) 18:00Stakkholtsgjá Canyon 12:45 Selfoss (N1 Gas Station) 18:30Þórsmörk (Básar) 13:10 / 15:00 Hveragerði (N1 Gas Station) 18:40Þórsmörk (Langidalur) 15:15 / 15:20 Reykjavík (BSÍ Bus Terminal) 19:35 Stakkholtsgjá Canyon 15:35Þórsmörk (Húsadalur) 15:50

Komur Brottfarir

IOYO 9 - 9a Reykjavík - Þórsmörk

******

******

***

******

Kynntu þér

alla kosti

na á

www.ioyo

.is

Page 16: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

16 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

LEITIÐ TILBOÐA!Höfum rútur af öllum stærðum og gerðum, vel búnar til aksturs hvort sem er innan eða utanbæjar.

DAGLEGAR FERÐIR Í ÞÓRSMÖRK OG LANDMANNALAUGAR

Brottför kl.08:00 frá Ferðafélagshúsinu Mörkinni 6 frá 14. júní til 8. september. Ekið í Langadal, Bása og að skála í Landmannalaugum. Tilvalið að fara dagsferð eða gista á milli ferða.

Hesthálsi 10 - 110 Reykjavík - sími: 587 6000 - [email protected] - www.trex.is

TAKTU RÚTU!

Bókanir &upplýsingar á TREX.IS

Innan vébanda Ferðaþjónustu bænda eru fjölmargir ferðaþjón-ustubæir sem skemmtilegt er fyrir fjölskyldur að heimsækja. Auk fjölbreyttrar gistingar er víða í boði afþreying sem hent-ar öllum aldurshópum s.s. hestaferðir, bátaleigur, veiði, golf og heitir pottar og sums-staðar er hægt að komast í snertingu við dýrin á bænum.

Berglind Viktorsdóttir, gæða-stjóri Ferðaþjónustu bænda, segir útlit fyrir gott ferðasumar í ár. Bókanir í gistingu hafa geng-ið vel og sumsstaðar er nánast fullbókað í gistingu yfir hásum-arið. Hún segir að framboð á hvers kyns afþreyingu og veit-ingaþjónustu hafi aukist mikið hjá félagsmönnum Ferðaþjón-ustunnar um allt land og því sé eftir miklu að sækjast fyrir fólk á öllum aldri.

Ævintýralandið bað Berglindi um tillögu að áhugaverðri hringferð fyrir fjölskylduna um landið í sumar. Hér eru nokkrar af hugmyndum hennar:

VesturlandÞað er góð byrjun á sumarfríinu að fá sér ís og skoða dýrin í sveitinni á Erpsstöðum í Dölum. Síðan er hægt að leggja leið sína á Eiríksstaði á slóðir Leifs Eiríks-sonar. Eftir sund að Laugum í Sælingsdal er tilvalið að keyra út á Fellsströnd en á þeirri leið er fallegt útsýni yfir Breiðafjörð-inn á góðum degi – og ef heppnin er með ferðalanginum, þá gæti örninn sýnt sig á flugi. Svo er tilvalið að njóta kvöldsins í útihúsum á Vogi á Fellsströnd sem er búið að gera upp sem gististað, njóta góðra veitinga eða grilla í grillhúsi, skella sér í heitan pott og fá síðan góðan nætursvefn. Áður en Dalirnir eru kvaddir er hægt að koma

við í Ólafsdal og njóta kyrrðar-innar í dalnum.

VestfirðirNæst liggur leiðin yfir Þröskulda og yfir í Steingrímsfjörð. Fyrsta stopp gæti verið Galdrasafnið í Hólmavík og þá er tilvalið að fara fyrir Drangsnesið, skella sér í veiði og siglingu frá Drangs-nesi. Því næst liggur leiðin á Hótel Laugarhól en þar er hægt að skoða Kotbýli kuklarans (útibú frá Galdrasafninu) og fara í Gvendarlaug sem er við hlið-ina á gististaðnum, rölta um og og njóta þess að vera í afslöpp-uðu og fallegu umhverfi. Gisting og veitingar eru í boði á Hótel Laugarhóli. Þá er hiklaust hægt að mæla með að fara í Norður-fjörð en það er tæplega 2ja tíma akstur, framhjá Djúpavík og áfram að ferðaþjónustunni á Urðartindi þar sem hægt er að leigja bústað, herbergi með baði eða gista í tjaldi. Útsýnið er tign-arlegt og alveg tilvalið að njóta náttúrufegurðar svæðisins og skella sér í Krossaneslaug sem er við fjöruborðið skammt frá. Áður en ferðinni er haldið áfram á Norðurlandi getur verið skemmtilegt að staldra við á Sauðfjársetrinu á Ströndum og fræðast um íslensku sauð-kindina, fá sér kaffisopa og fara svo niður í fjöru og leita að sel-um sem eru einstaklega forvitn-ar skepnur.

NorðurlandÞað er engin ástæða að flýta sér í gegnum Norðurland vestra því að það svæði leynir á sér. Má t.d. nefna Selasetrið og sela-skoðun frá Hvammstanga, Hvít-serk, Kolugljúfur o.fl. og síðan er t.d. hægt að gista á Dæli í Víðidal þar sem er að finna sveita krá og veitingastað, fjöl-

breytta gistimöguleika og af-þreyingu. Á leiðinni yfir í Eyja-fjörðinn er hægt að eyða góðum degi eða fleirum í Skagafirðin-um, koma við í Glaumbæ og á Hólum, skella sér í sund á Hofs-ósi og kynnast Tröllaskaganum betur með því að fara Fljótin og keyra í gegnum Siglufjörð og Ólafsfjörð. Það má síðan hvíla lúin bein og endurnærast á

Húsabakka í Svarfaðardal, skammt frá Dalvík þar sem fjöl-breytt gisting er í boði, fuglasýn-ing og flott útisvæði með afþrey-ingarmöguleikum s.s. minigolfi, táslustíg og kanósiglingu.

Eftir hvalaskoðun á Húsavík er tilvalið að dvelja um stund í Kelduhverfi í nálægð við Ás-byrgi og Hljóðakletta. Í gamla félagsheimilinu í Skúlagarði er hægt að fá sér hressingu áður en haldið er á vit nýrra ævintýra fyrir eða eftir nætursvefn. Næst liggur leiðin annað hvort upp á Melrakkasléttu, þar sem nyrsti tangi landsins er eða halda í suðurátt framhjá Dettifossi, fá sér kaffibolla á Grímstungu I eða hvíla lúin bein til nýs dags áður en haldið er á vit nýrra æv-intýra á Austurlandi.

AusturlandÁ Austurlandi eru margar faldar perlur og er t.d. hægt að fá sér hressingu hjá þeim hjónum á Sí-reksstöðum í Vopnafirði eftir að hafa skoðað Bustarfell og skella sér í sund í Vopnafirði áður en haldið er upp á Hellisheiðina. Í björtu og fallegu veðri er útsýn-ið þar stórkostlegt. Bakkagerði í Borgarfirði eystra er einstakt svæði. Hægt er að skoða fugla-lífið eða rölta um þorpið og njóta veitinga á staðnum, fara í sjósund og spa í Blábjörg eða halda í fjallgöngu, en þeir sem gista í Gistiheimilinu Álfheimum geta fengið leiðsögn um þetta tignarlega göngusvæði. Þá er einnig skemmtilegt að heim-sækja Ferðaþjónustuna Mjóeyri á Eskifirði þar sem hægt er að gista, leigja bát, veiða og skella sér í sundlaugina í þorpinu. Það er einnig upplifun að keyra nið-ur í Mjóafjörð og fá sér hress-

ingu á Sólbrekku og/eða dvelja næturlangt í bústað og þeir sem eru ekki lofthræddir geta keyrt út að vitanum á Dalatanga.

SuðurlandEftir heimsókn í Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Gömlu-búð á Höfn er tilvalið að fá sér ís beint frá býli á Brunnhóli og síð-an að heimsækja húsdýragarðinn á Hólmi en þar er líka hægt að fá sér hressingu. Þeir sem vilja meiri hraða geta farið að Hoffelli og skellt sér á fjórhjól eða slakað á í heitum pottum.

Ef fjölskyldan vill kíkja í fjós, þá er velkomið að hafa sam-band við gestgjafana í Ásólfs-skála undir Eyjafjöllum sem taka á móti einstaklingum og hópum. Þá er tilvalið að fá sér hressingu á Hótel Skógafossi eða Hótel Önnu sem eru skammt undan. Þeir sem vilja spila golf geta skellt sér á Hellishóla í Fljótshlíð en einnig er gráupplagt að fara í uppsveitir Árnessýslu og heim-sækja gróðurhúsið í Friðheimum og gæða sér á tómatsúpu og kaupa tómata í litlu tómatabúð-inni. Eftir að hafa skoðað Gull-foss og Geysi er hægt að kíkja í verslunina og margmiðlunarsetr-ið á Geysi og spila golf eða bruna í fjósið í Efstadal, fá sér nýbakaða vöfflu með ís beint frá býli og taka heim með sér skyr eða ís sem unnið er á bænum.

Margt fleira í boðiÞetta er aðeins lítið brot af því sem í boði er hjá félögum innan Ferðaþjónustu bænda. Nánari upplýsingar er að finna á vef-síðu fyrirtækisins og í bæklingn-um Upp í sveit.

sveit.is

Frá Norðurfirði. Ljósm. www.sveit.is

Krúttleg kanína á Erpsstöðum í Dölum á Vesturlandi.

Barnalaugin á Hótel Laugarhóli, sundlaugin er ekki langt undan.

Ferðaþjónusta bænda:

Hringferð fjölskyldunnar um landið

Page 17: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 17

INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / [email protected] / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17.INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / [email protected] / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.

INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / [email protected] / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.

ÚTIVISTARFATNAÐURHÁGÆÐAHaglöfs er stærsti framleiðandi útivistarvöru á Norðurlöndunum.Merkið sérhæfir sig í bakpokum, svefnpokum, gönguskóm og hágæða útivistarfatnaði.Flíkurnar eru fjölnota, hannaðar í nokkrum mismunandi lögum sem hægt er að fækka og breyta eftir veðurskilyrðum.

Page 18: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

V E S T F I R Ð I R

29. maí-.1. júní Sjómannadagshátíðin á Patreksfirði.

30. maí-1. júní Sjómannadagshátíðin í Bolungarvík.

6.-8. júní Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði.

14. júní Sumarmölin á Drangsnesi, tónlistarhátíð.

19.-22. júní Við Djúpið, klassísk tónlistarhátíð.

20.-22. júní Gengið um sveit, gönguhátíð í Reykhólasveit.

20.-27. júní Gönguhátíðin Umfar.

27.-29. júní Hamingjudagar á Hólmavík, bæjarhátíð.

3.-6. júlí Rauðasandur Festival, tónlistarhátíð.

4.-5. júlí Markaðshelgi í Bolungarvík, bæjarhátíð.

4.-6. júlí Dýrafjarðardagar, bæjarhátíð á Þingeyri.

5.-6. júlí Bátadagar á Reykhólum.

11.-13. júlí Sæluhelgi á Suðureyri, bæjarhátíð.

18.-20. júlí Hlaupahátíð á Vestfjörðum.

18.-19. júlí Baunagrasið, tónlistarhátíð á Bíldudal.

19. júlí Bryggjuhátíð á Drangsnesi, bæjarhátíð.

25.-27. júlí Reykhóladagar, bæjarhátíð.

1.-3. ágúst Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta, Ísafirði.

2. ágúst Inndjúpsdagar í Súðavík.

6.-9. ágúst Act alone, einleikjahátíð á Suðureyri.

15.-17. ágúst Djúpavíkurdagar, hátíð í Djúpavík.

22.-24. ágúst Bláberjadagar í Súðavík.

16. ágúst Íslandsmeistaramótið í hrútadómum á Sauðfjársetrinu á Ströndum.

6. september Þríþraut Vasa 2000.

Nánar á westfjords.isHeimild og myndir: Markaðsstofa Vestfjarða.

Meðal viðburða á Vestfjörðum

Í Norðurfirði er Ferðaþjónustan Urðartindur sem rekin er af hjónunum Arinbirni Bernharðs-syni og Sigríði Magnúsdóttur. Arinbjörn er fæddur og uppalinn í Norðurfirði en bærinn hafði verið í eyði frá árinu 1995 þegar Arinbjörn ákvað árið 2010 að freista gæfunnar og nýta fjölgun ferðamanna á Íslandi og stofna þessa ferðaþjónustu á landi sem foreldrar hans höfðu búið á og ræktað. Hann hófst handa með því að byggja litla sumarbústaði og nú hefur ferðaþjónustan tek-ið við sér og von er á enn fleiri ferðamönnum í ár en í fyrra. Þegar ljóst var að ferðamenn

höfðu áttað sig á að í Norður-firði var að vænta ævintýra ákvað Arinbjörn að útbúa her-bergi með baði á efri hæð hlöð-unnar og einnig gott tjaldstæði með aðstöðu.

Sundlaug að KrossanesiEinungis fjórar mínútur tekur að aka að Krossaneslauginni sem opin er allan sólarhringinn og Kaffi Norðurfjörður er svo skammt undan.

Þau hjónin Arinbjörn og Sig-ríður reka ekki bara gistingu á Urðartindi heldur bjóða þau ferðamönnum líka upp á sigl-ingu á Hornstrandir með tjöld

og vistir og þaðan gengur fólk til baka með viðkomu í skálum á leiðinni þar sem hægt er að gista ef fólk kýs svo.

„Þessi sveit er eitt best geymda leyndarmálið á Íslandi,“ segir Arinbjörn. „Hér er saga úti-legumanna, álfa og trölla við

hvert fótmál og hér voru galdra-menn brenndir. Þessu finnur maður fyrir og krafturinn í nátt-úrunni fer ekki framhjá nein-um,“ bætir hann við.

urdartindur.isSiglingin á Hornstrandir er mikið ævintýri.

Náttúran í Norðurfirði er óviðjafnanleg.

Norðurfjörður:

Eitt best geymda leyndar-málið á Íslandi

18 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 19: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

V E S T F I R Ð I R

Vesturferðir er öflugur ferða-skipuleggjandi og framsækin ferðaskrifstofa staðsett á Ísafirði.

Fyrirtækið hefur að baki meira en 20 ára reynslu í ferða-þjónustu á Vestfjörðum og að því standa bæði hluthafar og samstarfsaðilar um alla Vestfirði og víðar. Vesturferðir bjóða þjónustu fyrir einstaklinga, hópa, pör og fjölskyldur sem eru að skipuleggja ferð um Vest-firði, hvort sem er dagsferðir, helgarferðir eða lengri ferðir.

Vigur og Hesteyri njóta vinsældaVinsælustu ferðirnar eru hálfs-dagsferð í eyjuna Vigur og á Hesteyri á Hornströndum. Í Vig-urferðinni eru það fuglarnir, svo sem æðarfuglar, lundar og teist-ur, sem setja svip sinn á um-hverfið. Eftir heimsókn í minnsta pósthúsið á Íslandi er boðið upp á ljúffengar heima bakaðar kökur áður en heimferðin hefst.

„Heimsókn á Hesteyri“ er fjögurra klukkustunda ferð þar sem dvalið er á staðnum í tvær klukkustundir. Gengið er um eyrina undir leiðsögn. Saga stað-

arins er merkileg og gömlu hús-in og náttúran skoðuð. Gangan endar í hinu fallega og sögu-fræga Læknishúsi og þar eru kaffiveitingar bornar á borð.

Í boði eru dagsgöngur með leiðsögn þrisvar sinnum í viku frá Ísafirði og tvisvar frá Bol-ungarvík. Í ferðunum frá Ísafirði er gengið um Aðalvík og Hest-eyri. Þá er í boði sérferð til Hornbjargs. Í gönguferðunum frá Bolungarvík er gengið úr Veiðileysufirði að Kvíum við Lónafjörð.

Lengri gönguferðir njóta auk-inna vinsælda. Mikil áhersla er lögð á öryggi ferðamanna, veitt er aðstoð við ferðaáætlanir, boð-ið upp á bátsferðir og farangur sendur eða sóttur til að létta undir með göngugörpunum.

Aðrar vinsælar ferðir eru hestaferðir í Dýrafjörð og í Hey-dal í Mjóafirði. Á báðum stöðum eru góðar veitingar.

Unnendur kajakferða finna einnig eitthvað við sitt hæfi á Vestfjörðum því slíkar ferðir fyrir bæði byrjendur og lengra komna eru farnar frá Ísafirði, Heydal og Ögri í Ísafjarðardjúpi.

Bátsferðir og aðrar nýjungarVesturferðir bjóða upp á ferðir í RIB-bát frá Ísafirði. Tveggja klukkustunda löng ferð um Ísa-fjarðardjúpið nýtur mikilla vin-sælda hjá ungum sem eldri. Al-gengt er að sjá hvali, seli og fugla í þessum ferðum.

Það nýjasta í boði í sumar er sjóstangaveiði og sólarsigling á víkingaskipinu Vésteini frá Þing-eyri.

Þá má fara í söguferð í Hauka dal í Dýrafirði. Þar er gengið um söguslóðir Gísla Súrssonar.

Vesturferðir eru með fjölda ferða frá Patreksfirði en þar ber hæst ferðir með leiðsögn á Látrabjarg og Rauðasand, hjóla-ferðir á Tálknafirði, hvalaskoð-unarferðir og fleira.

Á Ísafirði er boðið upp á menningargöngur um bæinn og nágrenni. Þetta er einungis brot af þeim ferðum sem eru í boði hjá Vesturferðum.

vesturferdir.is

Sólarsigling á víkingaskipinu Vésteini frá Þingeyri nýtur mikilla vin-sælda.

Vesturferðir bjóða upp á ferðir í RIB-bát frá Ísafirði.

Fjölbreytilegar ferðir um Vestfirði með Vesturferðum

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 19

Page 20: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

V E S T F I R Ð I R

Á Súðavík er verkefnisstjóri hreppsins náttúrubarnið Stephen James Midge. Hann er frá Eng-landi þar sem hann ólst upp úti á landi og er því ekki borgar-barn. Stephen er alltaf kallaður Midge af þeim sem þekkja hann en hann kom til Íslands fyrir rúmum tveimur árum sem sjálf-boðaliði og starfaði víða um land við að sinna náttúrunni og kynntist þá mörgu góðu fólki. Þar á meðal var núverandi kona hans en þau hafa þegar eignast þrjú börn. Félagar hans bentu Stephen á starf sem auglýst var laust í Súðavík. Kona hans er frá Hafnarfirði þar sem fjölskylda hennar býr og þeim þótti fráleitt að flytja burt úr þeim bæ með öll börnin. En þegar þau voru búin að velta fyrir sér kostunum við að flytja úr þéttbýlinu og hún búin að samþykkja að prófa að búa úti á landi fluttu þau með ungana sína í þetta 150 manna samfélag á Súðavík. Stephen segir Súðavík vera það besta sem fyrir þau hafi komið. „Hér er dásamlegt að vera,“ seg-ir hann. „Hér í Súðavík eru nokkrar aðfluttar fjölskyldur sem allar eru á svipuðum stað í til-verunni og við. Þær eru allar með ung börn og heimamenn hafa tekið okkur öllum gífurlega vel.“

Göngu- og kajakferðir með leiðsögnStephen segir náttúrufegurðina á

Vestfjörðum vera óviðjafnanlega og möguleika fyrir ferða-mennsku ómælda. „Skammt frá Súðavík, eða úti á Reykjanesi, er

til dæmis stærsti náttúrulegi heiti potturinn á Íslandi en á þessu svæði er mikill jarðhiti. Þar þrífst nú sprotafyrirtækið Saltverk sem

vinnur salt úr sjó og nýtir til þess heita vatnið. Á leið í Mjóa-fjörð er Heydalur þar sem hægt er að upplifa mikið ævintýri þar

sem heitar laugar hafa myndast náttúrulega. Skammt er síðan yfir í Ögur þar sem er hægt að fara bæði í göngu- og kajakferð-ir með leiðsögn. Einfalt er að fara í selaskoðun við Súðavík því úti fyrir bænum á Skötufirði er aðsetur sela og aðgengi að þeim mjög gott.

Heimahagar Jóns IndíafaraSaga Súðavíkur er rakin allt aftur til 16. aldar en Jón Indíafari fæddist í Álftafirði í lok 16. aldar en elsta hús bæjarins er einmitt frá þeim tíma og þar á Jón að hafa búið. Í bænum er Melrakkasetur þar sem er rakin saga heimskautarefsins og þar starfar Midge í hlutastarfi og seg-ir ferðamenn undantekninga-laust mjög ánægða með heim-sókn þangað.

sudavik.is

Reiðtúr í fallegu umhverfi. Selir á Hvítanesi. Hvíldar notið í heitri laug í Heydal.

Óvíða er betra að róa á sjókajökum en á Vestfjörðum og í Súðavík er boðið upp á kajakaferðir með leiðsögn.

Súðavík:

„Hér er dásamlegt að vera“

20 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 21: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 21

Upplifun ...

e-mail : alparnir@alparnir. is // www.alparnir. isFaxafeni 8 • 108 Reykjav ík • S ími 534 2727

Vor • Sumar • Haust • Vetur • Ísland

Allt frá fjöru til fjalla

lÍs en ku

ALPARNIRs

100%Merino

Page 22: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

V E S T F I R Ð I R

Vinsælustu ferðirnar okkar hafa löngum verið gönguferðirnar með leiðsögn:Hornstrandafriðland, Aðalvík og Jökulfirðir

» Gönguferð frá Aðalvík til Hesteyrar Áþriðjudögum17.júnítil26.ágúst2014

» Gönguferð frá Hesteyri að Látrum Álaugardögumfrá14.júnítil23.ágústenföstudagana10.og27.júní

og1.ágúst

» Dagur á Hornbjargi Áfimmtudögumfrá18.júnítil14.ágústenmiðvikudagana18.júní

og6.ágúst

» Hornstrandir á fjórum dögum; gengið úr Veiðileysufirði til Hesteyrar Átímabilinu15.júnítil15.ágúst2014

» Leitin að lágfótu; styttri eða lengri refaskoðunarferðir á Hornvíkursvæðinu eða í Jökulfjörðunum

Maí–október2014

» Jökulfirðir – Panorama; ganga frá Veiðileysufirði að Kvíum Ámiðvikudögumogföstudögum4.júnítil30.ágúst2014

PARADÍS GÖNGUFERÐAMANNA ER Á VESTFJÖRÐUM!Vesturferðir er elsta

ferðaskrifstofan og einn öflugasti

ferðaskipuleggjandi á Vestfjörðum með aðsetur

á Ísafirði. Vöruúrval Vesturferða einkennist af fjölbreytni eins og svæðið

sjálft og ávallt nýjum ferðamöguleikum.

Aðalstræti 7 - 400 Ísafirði - Sími 456-5111 [email protected] - vesturferdir.is

Hlökkum til að fá þig í göngu með okkur á árinu!

Tækifærin sem hafa skapast með auknum ferðamannafjölda eru fjölmörg og um allt land eru duglegir Íslendingar að grípa þau. Eitt dæmið er á Ísafirði þar sem Guðmundur Valdimarsson hefur sett á stofn fyrirtækið Ice-land BackCountry Travel. Guð-mundur er borinn og barnfædd-ur Ísfirðingur og hefur sjálfur haft mikla ástríðu fyrir útivistar-ferðum um heimahagana alla tíð. Hann er formaður Skot-íþróttafélags Ísafjarðar og hefur á undanförnum árum sérhæft sig í akstri fjallajeppa, gönguferðum og veiðum um allt land en Vest-firðir eru hans sérsvið.

Ævintýri við hvert fótmálGuðmundur býður ferðamönn-um m.a upp á 4-5 klukkustunda ferð um frábæra náttúruna á Vestfjörðum. Farþegar skemmti-ferðaskipanna sem koma að landi á Ísafirði geta nýtt sér þjónustu Iceland BackCountry

Travel og svo geta ferðamenn sem koma landleiðina á Ísafjörð skráð sig með í ferðirnar.

Farið er t.d á topp Kaldbaks sem er hæsta fjall Vestfjarða þaðan sem sést vítt og breitt um firðina. Þar sést í foss og fjöll, fuglalíf og norðurljós á góðum degi. Hægt er að panta sérferð fyrir minni hópa á heimasíðu fyrirtækisins.

ibctravel.is Guðmundur með fjölskyldunni í ævintýraferð.Fossinn Dynjandi, ein af náttúru-perlunum.

Hornstrandaferðir ehf.

bjóða upp á farþegaflutninga

frá Norðurfirði á Hornstrandir

Kvöld- og útsýnisferðireru einnig í boði frá Norðurfirði

[email protected]ími 843 6500 & 843 8110

Iceland BackCountry Travel:

Ævintýri á Ísafirði

Skaginn milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar býður upp á geysi-lega mikla möguleika til göngu-ferða í fallegu umhverfi. Þessi

mikli fjallasalur er ólíkur öðrum en hæsta fjall Vestfjarða, Kald-bakur (998 metrar), er mið-punktur svæðisins og gnæfir yfir

umhverfið. Af toppi Kaldbaks er að sjá mikla náttúrufegurð en viðurnefnið „Vestfirsku Alparnir“ hefur fest sig við þetta land-svæði og skal engan undra. Ferðaþjónustan EagleFjord á Þingeyri bíður upp á söguferðir í Haukadal þar sem gengið er um sögusvið Gísla sögu Súrs-

sonar. Einnig eru fjölbreyttar veitingar í boði á víkingasvæð-inu og húsdýrin eru til staðar. Síðast en ekki síst er þar vík-ingaskóli fyrir alla aldurshópa á víkingaskipinu Vésteini sem er eina víkingaskip á Íslandi þar sem siglt er inn í vestfirskt sólar-lag og í sjóstangaveiði.

Víkingaskipið Vésteinn siglir inn í vestfirskt sólarlag og í sjóstangaveiði.

EagleFjord ferðaþjónusta – Þingeyri:

Gönguferðir, sigling og sjóstangaveiði

22 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 23: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 23

2014

Íslandskort í Garmin GPS tæki

Routeable TOPO Iceland for Garmin GPS

Landakort fyrir Garmin GPS tæki með leið sögu hæfum vegakortum fyrir allt landið ásamt götukorti af bæjarfélögum með heimilisföngum, 40.000 örnefnum, yfir 5.000 áhugaverðum stöðum, landlíkani (DEM) og hæðarlínum með 20 metra millibili.

Topographic map of Iceland for Garmin GPS units with routable roads and street maps of cities and towns with addresses, 40.000 geographic points, over 5.000 Points of Interest and elevation lines every 20 meters.

GPS Kort

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is

VIRB EliteHáskerpu upptökuvél í hasarinn. GPS móttakari sýnir hraða, hæð o.fl. á myndbandi. Tengdu þráðlaust við símann eða önnur Garmintæki. Innbyggður Chroma skjár. Vatnsheld 1 m 30 mín., fjöldi festinga fáanlegur.

DÓTABÚÐ ÚTIVISTARFÓLKSINS

ÍslandskortNýtt Íslandskort fyrir Garmin-tæki með nýjum hæðarlínum á jöklum, fleiri slóðar, breyttar götur og vegir, stútfullt af nýjum upplýsingum.

HUDTengdu HUD við Garmin-appið í símanum og fáðu akstursleið-beiningar upp á framrúðuna.

PowertravellerÞarftu að hlaða símann, mynda-vélina eða GPS tækið, jafnvel að gefa bílnum start? Powertraveller vörur í miklu úrvali, vertu í sambandi á ferð og flugi.

Gobandit og TachyonÞú færð ekki betri hasarmynda-vélar á þessu verði! Örfáar vélar eftir og verða seldar á sýningunni um helgina á bilinu 10.900 til 29.900 kr.

AstroErtu viss um að Snati geri eins og honum er sagt? Hunda þjálfarar lofa Astro sem sýnir ekki aðeins hvar Snati er heldur hvort hann er á hlaupum, tekur stand, að gelta og svo framvegis.

RinoVertu í sambandi og sjáðu hvar félaginn er! Sambyggt GPS tæki og VHF talstöð þar sem allt að 50 notendur geta fylgst með hvar hver er á skjánum eða í tölvu.

Zümo 390Ekki stysta leið, ekki hraðasta leið heldur hvaða leið er með flestar beygjur! Nýja Zumo mótorhjólatækið hjálpar þér að fara skemtilegustu leiðina, sjá hver hringir og jafnvel hver loftþrýstingurinn er í dekkjunum.

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA

LAGERÚTSALA

VIRB hasar- myndavél

Nýtt2014

Page 24: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

24 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Sumarið hjá Útivist byrjar með árlegri Jónsmessuferð yfir Fimm-vörðuháls. Þátttakendur eru sammála um að þessi ferð ein-kennist alltaf af einstakri nátt-úruupplifun, mikilli gleði og skemmtilegri samveru og sú verður eflaust raunin í ár eins og fyrrum, að sögn Skúla Skúlason-ar, framkvæmdastjóra Útivistar. „Hér er um að ræða næturgöngu þessa vinsælu gönguleið á þeim tíma sem nóttin er björt og sum-arið nýgengið í garð. Við höfum meira við í þessari göngu en al-mennt gerist í Fimmvörðuháls-ferðum, bjóðum upp á hress-ingu á leiðinni og gerum marg-víslegar ráðstafanir til að tryggja öryggi þátttakenda í göngunni. Í morgunsárið fara hóparnir að streyma niður af hálsinum í Bása og þá er gott að leggja sig að-eins og hvílast eftir gönguna því um kvöldið tekur við heilmikil grillveisla, varðeldur verður kveiktur og mikið sungið. Fyrir okkur í Útivist er þetta einskon-ar árshátíð og fjölmargir félagar taka þátt ár eftir ár. Þessi ferð er þó opin fyrir alla hvort sem þeir eru Útivistarfélagar eða ekki og við kappkostum að allir eigi ánægjulega helgi.“

Dalastígur að Fjallabaki„Einnig er vert að nefna sérstak-lega gönguleið sem við köllum

Dalastíg,“ segir Skúli. „Hún er tilvalin til að upplifa undur að Fjallabaki, hverasvæði, mosavax-in fjöll, sanda og óbyggðir. Gengið er rétt vestan Laugaveg-arins en óhætt er að fullyrða að mannmergðar verður ekki vart á þessum slóðum. Þessa leið er hægt að útfæra með ýmsum hætti en í sumar ætlum við að byrja gönguna við Mosa hjá Markarfljótsbrú við Emstrur. Þaðan er gengið í Hungurfit og gist þar í nýuppgerðum og fal-legum skála og daginn eftir verður haldið áfram í Dalakof-ann sem einnig er nýuppgerður og notalegur. Úr Dalakofanum

verður haldið um einstakt töfra-land norður í Dómadal í Land-mannahelli og gist. Loks er gengið um hluta leiðar sem heit-ir Hellismannaleið og endað í Landamannalaugum,“ segir Skúli.

Fjölmenni á ferðamannastöðumÁ síðustu árum hefur mikið ver-ið rætt um fjölmenni á ýmsum ferðamannastöðum og nauðsyn þess að dreifa álagi. Útivist hefur skipulagt ýmsar áhugaverðar gönguleiðir að Fjallabaki sem geta tekið við þessu álagi. „Við viljum þó ekki fá of mikið álag á þessar leiðir en stærð skálanna

takmarkar fjöldann og því tekst vel að halda í þessa eftirsóttu óbyggðatilfinningu þarna.“

Frá Rauðasandi á LátrabjargAf öðrum vinsælum ferðum Úti-vistar í sumar nefnir Skúli göngu frá Rauðasandi á Látrabjarg og Lónsöræfaferð en báðar þessar ferðir eru þegar fullbókaðar. „Við erum einnig með göngu niður Austurdal í Skagafirði. Austurdalur sker sig langt inn á hálendi landsins en er einstak-lega gróðursæll og fallegur. Fyrr á öldum var talsverð byggð í Austurdal en á síðari hluta síð-ustu aldar var aðeins búið að Merkigili þar sem merkiskonan Mónika Helgadóttir rak búskap af einstakri elju og svo eftir hennar dag Helgi Jónsson sem áður var vinnumaður hjá Mó-niku. Helgi lést af slysförum árið 1997 og má segja að byggða-sögu Austurdals hafi þar með lokið.

utivist.is

Skúli H. Skúlason er bjartsýnn varðandi útivistarþátttöku lands-manna.

Á Dalastíg má finna fjölbreytta náttúru. Ljósmyndari: Fanney Gunnarsdóttir

Lónafjörður skartar sínu fegursta. Ljósmyndari: Yngvi Stígsson

Sumardagskrá Útivistar:

Náttúruupplifun og gleði

Page 25: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 25

Page 26: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

N O R Ð U R L A N D

31. maí-1. júní Gríseyjardagar.

1. júní Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í sjávarbyggðum.

7. júní Mývatnsmaraþon.

7. júní Bjórhátíð á Bjórsetri Íslands, Hólum í Hjaltadal.

13.-17. júní Bíladagar, Akureyri.

14.-16. júní Harmonikkuhátíðin á Laugarbakka.

21. júní Sumarsólstöður í Grímsey.

21.-22. júní Jónsmessuhátíðin Hólum í Hjaltadal.

21. júní Flugdagar á Akureyri.

27.-28. júní Blúshátíðin Blue North, Ólafsfirði.

26.-29. júní Lummudagar, Skagafirði.

26.-30. júní Barrokkhátíðin Hólum í Hjaltadal.

26.-28. júní Arctic Open miðnæturgolfmót, Akureyri.

2.-6. júlí Þjóðlagahátíðin á Siglufirði.

6.-8. júlí Ólæti, tónlistar- og menningarhátíð ungs fólks, Ólafsfirði.

2.-14. júlí Reitir, alþjóðlegt samvinnuverkefni skapandi fólks, Siglufirði.

6.-27. júlí Sumartónleikar í Akureyrarkirkju alla sunnudaga í júlí.

12. júlí Glerárdalshringurinn, 24x24.

11.-13. júlí Fjölskylduhátíðin í Hrísey.

13. júlí Íslenski safnadagurinn.

17.-20. júlí Hjóladagar á Akureyri.

17.-20. júlí Húnavaka, Blönduósi.

18.-20. júlí Gásadagar, Gásum Hörgársveit.

23. júlí-4. ágúst Sirkus Íslands á Akureyri.

24.-27. júlí Eldur í Húnaþingi, fjölskylduhátíð.

25.-27. júlí Mærudagar á Húsavík, fjölskylduhátíð.

26. júlí Hippaball í Ketilási.

26.-28. júlí Víkingahátíðin Grettistak, Laugarbakka og Hvammstanga.

27. júlí Selatalningin mikla, Vatnsnesi.

31. júlí-3. ágúst Fjölskylduhátíðin Ein með öllu, Akureyri.

1.-4. ágúst Síldarævintýrið á Siglufirði.

1.-4. ágúst Unglingalandsmót UMFÍ, Sauðárkróki.

7.-10. ágúst Fiskidagurinn mikli á Dalvík.

7.-10. ágúst Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla.

14.-16. ágúst Rokkhátíðin Gæran, Sauðárkróki.

15.-17. ágúst Tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafsfirði.

16. ágúst Sléttuganga á Melrakkasléttu.

16.-18. ágúst Grenivíkurgleði, bæjarhátíð á Grenivík.

16.-17. ágúst Hólahátíð, Hólum í Hjaltadal, Skagafirði.

20.-23. ágúst Norræn þjóðlaga- og þjóðdansahátíð á Akureyri.

29.-31. ágúst Akureyrarvaka, bæjarhátíð.

13.-14. september Skrapatungurétt.

27. september Laufskálaréttir, Hjaltadal í Skagafirði.

September/október Ljóðahátíðin Haustglæður, Siglufirði.

Nánar á nordurland.isHeimild og myndir: Markaðsstofa Norðurlands.

Meðal viðburða á Norðurlandi

Í ár er þess minnst að fjórar aldir eru liðnar frá fæðingu Hall-grímur Péturssonar en hann fæddist árið 1614 í Gröf á Höfðaströnd. Margt hefur þegar verið gert á árinu til að minnast þessara tímamóta en um miðjan ágúst verður haldin hin árlega Hólahátíð á Hól-um í Hjaltadal sem helguð veður Hallgrími.

Hallgrímur ólst upp á Hólum, var vígður til prest-þjónustu á Hvalsnesi árið 1644 og

bjó þar ásamt fjölskyldu sinni til 1651. Þaðan lá leið Hallgríms að Saurbæ á

Hvalfjarðarströnd þar sem hann orti Passíusálmana, sitt þekktasta verk.

Dagana fyrir Hólahátíð mun Steinunn Jóhannesdóttir lesa bók sína, Heimanfylgu á sögustöðunum Gröf á Höfða-strönd og Hólum í Hjaltadal en uppvaxtarárum Hallgríms verða

síðan gerð skil á Hólahátíðinni sjálfri, sunnudaginn 17. ágúst.

holar.is Hólar í Hjaltadal.

Hólahátíð helguð Hallgrími

26 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 27: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 27 N O R Ð U R L A N D

Nokkrar staðreyndir um ferðamannabæinn Akureyri: Menning: Fjöldi viðburða og hátíða, skemmtileg söfn og gallerí, tónleikar og óvæntar uppákomur.

Afþreying: Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, heilsulindir, kvikmyndahús, skemmtistaðir, keilusalur, gönguferðir, siglingar, reiðtúrar, veiði, óvissuferðir, Grímsey, Hrísey og útivistarsvæðið í Kjarnaskógi.

Gisting: Hótel, gistiheimili, íbúðir, bústaðir, auk sveitahótela í næsta nágrenni.

Matur og drykkur: Úrval kaffihúsa og veitingastaða, matur úr Eyjafirði.

Verslun: Fjölbreytt og gott úrval verslana í miðbænum, á Glerártorgi og víðar. Stuttar vegalengdir, frítt í strætó og frítt í bílastæði - munið bílastæðaklukkurnar.

Sumar á Akureyri!Einstök upplifun fyrir alla fjölskylduna í sannkallaðri ævintýraferð.

Verið hjartanlega velkomin! www.visitakureyri.is

Page 28: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

N O R Ð U R L A N D

Mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar

Opið allt áriðSumarhús með heitum pottum og mismunandi stærðir húsa

Stutt í alla þjónustu verslun sund, veitingar og söfn

Perla norðursins Hrútey við hlið sumarhúsanna mikið fuglalíf

Glaðheimarsumarhús á bökkum Blöndu við þjóðveg 1

Símar 820-1300 & 690-3130

[email protected] - [email protected]

„Við höfum farið í yfir 700 ferðir síðan við byrjuðum og aðeins í tvö skipti ekki séð sel þannig að við segjum óhikað að farþegar okkar komi til með að sjá seli. Ásókn í að skoða seli er alltaf að aukast og við höfum tvöfaldað farþegafjöldann milli ára síðan við byrjuðum,“ segir Kjartan Sveinsson hjá Selasiglingum ehf. á Hvammstanga. Fyrirtækið er á sínu fimmta starfsári og hefur yfir að ráða 30 tonna eikarbát í skoðunarferðirnar en hann tekur 30 farþega. Ásamt Kjartani eru eigendur fyrirtækisins þau Eð-vald Daníelsson, Sigurbjörg B. Sölvadóttir og Anna María Elías-dóttir.

„Við gefum okkur út fyrir sela- og náttúruskoðun þar sem selirnir eru í aðalhlutverki. En einnig er mjög fjölbreytt fuglalíf á Miðfirði.“ segir Kjartan.

Selir eru hópsálirSiglt er frá Hvammstanga og tek-ur hver ferð um klukkutíma og þrjú korter. Siglt er að ströndinni við vestanverðan Miðfjörð þar sem urtur halda sig með kópa sína í látrum en bændur sem land eiga að sjónum hafa friðað

fjöruna og verður selurinn því ekki fyrir neinum ágangi frá landi. „Selirnir eru orðnir mjög vanir bátnum og við komumst mjög nálægt þeim og þannig gefst farþegum gott tækifæri til að virða þá fyrir sér og taka myndir. Þetta er mikil upplifun fyrir farþegana. Selir eru miklar hópsálir og við höfum á þessum árum lært heilmikið um ganginn í tilveru þeirra,“ segir Kjartan.

Siglingar hefjast hjá fyrirtæk-inu um miðjan maímánuð en á þeim tíma eru urturnar að kæpa. Þær eru með kópana í fóstri í um sex vikur og uppeldið er strangt. Vaxtarhraði kópanna á þessum tíma er mikill. „Síðan gerist það að urturnar hreinlega yfirgefa kópana og þeir verða að bjarga sér upp á eigin spýtur. Þær bókstaflega bíta þá undan sér af hörku en skilja þá eftir á stað hér í firðinum þar sem þeir hafa gott aðgengi að æti og eru í góðu yfirlæti. Það er oft mikil skemmtun að vera á bátnum í návígi við þetta „barnaheimili“ á sumrin því kóparnir eru óttalegir óvitar, synda upp að bátnum og eru með alls kyns uppátæki. Urt-urnar færa sig aftur á móti hér út

með firðinum og við getum fylgst þar með fengitímanum og þeirri miklu baráttu sem er hjá brimlunum um urtuhópana,“ segir Kjartan.

Best að skoða selinn á sjóMiðfjörðurinn hentar afar vel til skoðunarferða af þessu tagi. Mikið er af sel og þar sem skoð-unarsvæðið er innfjarðar segir Kjartan að alla jafna sé mjög gott í sjóinn og lítil alda. „Það er hægt að sjá seli víða frá landi en vilji fólk skoða þessi dýr í návígi þá er besta leiðin til þess að koma í þessar ferðir,“ segir hann.

Selasiglingar fara þrjár ferðir á dag yfir sumartímann, þ.e. kl. 10, 13 og 16.

sealwatching.is

Komast má á sjó mjög nálægt selunum og virða þessar skemmtilegu skepnur fyrir sér.

Brimill, eikarbátur Selasiglinga ehf. á Hvammstanga.

Selasiglingar ehf. á Hvammstanga:

Upplifun að vera í návígi við selina

Þingeyrakirkja í Austur-Húna-vatnssýslu er meðal glæsilegustu kirkna landsins. Þingeyrar var áður höfuðból og þingstaður Húnaþings, líkt og nafnið bendir til, en fyrsta klaustrið á Íslandi var stofnað á Þingeyrum árið 1133. Síðar voru rituð mikil bók-menntaverk á staðnum, kon-ungasögur og guðfræðileg rit þýdd og nokkrar Íslendingasög-ur ritaðar þar.

Kirkjan var vígð árið 1877 og lét Ásgeir Einarsson, bóndi og alþingismaður reisa hana en til verksins réð hann Sverri Run-ólfsson, færasta steinhöggvara landsins. Grjótið var tekið í Ás-bjarnarnesbjörgum og dregið á sleðum yfir ísilagt hópið, um 8 km leið. Kirkjan er byggð í róm-verskum stíl og tekur 100 manns í sæti. Hvelfing hennar er boga-dregin og blámáluð, prýdd yfir 1000 gylltum stjörnum en í gluggum kirkjunnar eru einnig um 1000 gler.

Þingeyrakirkja er ríkulega bú-in gömlum og merkum munum. Má þar nefna altaristöflu frá 15. öld sem keypt var í Englandi, mikið skreyttan predikunarstól sem talinn er hollenskur að

uppruna, kaleik, altærisklæði, róðukross og koparstjaka – allt muni sem eiga sér nokkur hundruð ára sögu.

Opið er í Þingeyrakirkju alla daga kl. 10-17 frá 1. júní til 31.

ágúst og fá gestir leiðsögn um kirkjuna gegn gjaldi. Við kirkj-una er þjónustuhús þar sem selt er kaffi og sýningar eru uppi yfir sumarmánuðina.

Þingeyrakirkja.

Merk kirkja og kirkju-munir á Þingeyrum

28 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 29: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

N O R Ð U R L A N D N O R Ð U R L A N D

„Sumarið lítur mjög vel út og raunar höfum við aldrei, frá því við byrjuðum, séð svo hátt hlut-fall bókana í sumarbyrjun eins og nú er. Aukinn straumur ferðafólks til landsins er mjög greinilegur hjá okkur,“ segir Jó-hann Albertsson sem ásamt eig-inkonu sinni, Sigríði Lárusdóttur, rekur ferðaþjónustuna Gauks-mýri í Línakradal í Húnaþingi vestra. Árið 1999 hófu þau þjón-ustu við ferðafólk með hesta-leigu og hestaferðum og hafa síðan byggt jafnt og þétt upp. Í dag er gisting fyrir 50 manns á Gauksmýri, rekin veitingaþjón-usta í salarkynnum sem taka 80 manns í sæti, hestaleiga er á Gauksmýri og alla daga yfir sumartímann eru þar í boði hestasýningar á íslenska hestin-um og fræðsla innandyra í sér-stakri gestastofu þar sem þessi þarfasti þjónn landsmanna er í aðalhlutverki.

„Það eru bókaðar hjá okkur um 150 hestasýningar í sumar þannig að sá þáttur er stöðugt að vaxa,“ segir Jóhann er mikill meirihluti gesta hans eru erlend-ir ferðamenn. Þeir koma víða að úr heiminum og segir Jóhann vart hægt að segja að ein þjóð sé öðrum fjölmennari í gesta-hópnum.

„Þungamiðjan í okkar starfi er gistiþjónustan en allir þessir þjónustuþættir styðja vel við hvern annan,“ segir Jóhann en bæði er í boði íbúð á Gauksmýri og uppbúin rúm í herbergjum.

Fjórir útreiðartúrar á dagAlla daga yfir sumartímann eru útreiðartúrar frá Gauksmýri þar sem farið er um nágrennið í Lí-nakradalnum. Lagt er upp kl. 10, 14, 16 og 18 og tilvalið fyrir þá sem eiga leið hjá að nota tæki-færið og bregða sér í útreiðartúr enda eru öll reiðtygi á staðnum og þrautþjálfaðir leiðbeinendur í reiðmennsku. Jóhann segir mik-inn áhuga meðal erlendu ferða-mannanna á íslenska hestinum sem endurspeglast í þeim mikla fjölda pantana á hestasýningarn-ar á Gauksmýri en þær sækja bæði gestir sem nýta sér gist-inguna á Gauksmýri, sem aðrir ferðamenn á leið sinni um land-ið. Ferðaþjónustan á Gauksmýri er innan Ferðaþjónustu bænda en meirihluti þjónustunnar er þó seldur í gegnum ferðaskrifstofur erlendis sem innanlands, sem og í vaxandi mæli með beinum hætti í gegnum bókunarsíður á netinu.

Kaffiveitingar og grillhlaðborð alla dagaJóhann hvetur landsmenn sem leið eiga hjá til að líta við og nýta sér veitingaþjónustuna á Gauksmýri. „Veitingaþjónustan er öllum opin, alla daga yfir sumarið og allt fram til 15. sept-ember. Við erum með súpu og salathlaðborð í hádeginu og rétti á matseðli, en kaffi og kökur er hægt að fá allan daginn. Síðan

erum við með veglegt grillhlað-borð á kvöldin þar sem bæði eru kjöt- og fiskréttir,“ segir Jó-hann og mælist til þess að ferða-fólk skoði sig meira um í Vestur-Húnavatnssýslu.

„Hér höfum við staði sem vert er að heimsækja og einstak-lega fallega náttúru. Hvergi er betra að skoða seli en á Vatns-nesi, við höfum Borgarvirki hér í

næsta nágrenni, Hvíserk, hið til-komumikla Kolugljúfur í Víði-dalsá, Arnarvatnsheiðina hér

skammt frá og svona mætti lengi telja.“ gauksmyri.is

Gauksmýri er sannkallað sveitasetur og gestir njóta náttúrunnar og sér í lagi áherslunnar sem lögð er á íslenska hestinn með hestaleigu, sýning-um og fræðslu um íslenska hestinn.

Gantast við heimilishundana á Gauksmýri.

Veitingaþjónusta og skemmtileg afþrey-ing á Gauksmýri

Leyfðu bragðlaukunumað ferðast til fjarlægra landa!

Pylsurnar frá Kjarnafæði hafa allar hlotið gullverðlaun og Kielbasa pylsanhlaut verðlaunin besta afurðin úr svínakjöti í fagkeppni Kjötiðnaðar 2012.

…með pylsunum frá Kjarnafæði

Komdu íBRAGÐGOTT FERÐALAG

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 29

Page 30: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

N O R Ð U R L A N D

Heimilisiðnaðarsafnið á Blöndu-ósi er eitt af eldri og grónari söfnum landsins. Það var stofn-að árið 1976 á 100 ára afmæli Blönduósbæjar sem verslunar-staðar og frumkvæði að því höfðu konur innan raða Sam-bands austur-húnvetnskra kvenna með söfnun muna í hér-aði sem tengdust heimilisiðnaði og handverki. Í fyrstu var safnið í húsnæði sem upphaflega var byggt sem fjós og hlaða við Kvennaskólann á Blönduósi en stórum áfanga var náð í sögu safnsins þegar vígð var nýbygg-ing árið 2003. Í dag er safnið sjálfseignarstofnun sem að standa sveitarfélögin heima í héraði og Samband austur-hún-vetnskra kvenna.

Hluti atvinnusögunnarElín S. Sigurðardóttir á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu veitir safninu forstöðu og hefur um árabil unnið að vexti þess og viðgangi. Hún segir um 3000 gesti koma árlega í safnið – flesta þeirra yfir sumartímann. „Á árum áður voru gestir okkar

einvörðungu Íslendingar en síð-an fóru erlendir ferðamenn að líta inn og í dag eru gestir til helminga erlendir ferðamenn og innlendir,“ segir Elín.

Heimilisiðnaðarsafnið veitir innsýn í „hina gleymdu iðju frá fortíð til nútíðar“, eins og segir á vefsíðu safnsins. Safnið endur-speglar hvernig tóvinna kvenna og karla var á heimilum landsins áður fyrr. Ull var breytt í verð-mæta verslunarvöru og með heimsókn á safnið má kynnast því hvernig sjálfsþurftarbúskap-urinn og heimilisiðjan mættu nú-tíma viðskiptabúskap á seinni hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Safnið geymir því merkilega þætti í atvinnusögu Íslendinga.

Ullin, þjóðbúningar og útsaumurFastar sýningar eru í safninu sem er á hverju ári breytt á ein-hvern hátt þótt þema sýning-anna sé hið sama frá ári til árs. Þemað er þráðurinn sem er grunnur handíða og tenging for-tíðar við samtímann. Ein af fastasýningunum fjallar um út-saum og má sem dæmi skoða fallegan nærklæðnað kvenna frá fyrri tíð ásamt listilegum út-saumi, hekli og orkeringu. Önn-ur sýning fjallar um íslensku ull-ina, eiginleika hennar og

vinnslu, að ekki sé minnst á úr-val af ullarvörum s.s. sjölum, vettlingum, sokkum og ýmsu fleiru. Safnið hefur einnig yfir að ráða miklu úrvali íslenskra þjóð-búninga; skautbúninga, upp-hluta og peysufata.

Sérstök deild í safninu er til-einkuð Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) sem var heimilis-ráðunautur Búnaðarfélags Ís-lands á sinni tíð, stofnandi Tó-vinnuskólans á Svalbarði í Suð-ur-Þingeyjarsýslu, brautryðjandi í eflingu heimilisiðnaðar á tuttug-ustu öld og eflingu menntunar kvenna á þessum sviðum.

Sérsýning á hverju sumriSérsýning er sett upp á hverju vori í Heimilisiðnaðarsafninu sem er uppi alla sumarmánuð-ina og gjarnan árið um kring ef tök eru á. „Við köllum þessar sýningar „Sumarsýningar Heimil-isiðnaðarsafnsins“. Nú förum við að taka niður sýningu Helenar Magnússon „Lesið í prjón“ en Helen skrifaði bókina „Icelandic handknits“ sem byggir á prjón-uðum munum í safninu. Bókin

kom úr í Bandaríkjunum á sl. ári en mun koma út á íslensku inn-an tíðar. Sumarsýningin 2014 verður útsaumssýning Þórdísar Jónsdóttur frá Akureyri sem þekkt er fyrir útsaumaða púða og sitthvað fleira,“ segir Elín en áhersla er lögð á að sérsýningar safnsins séu ólíkar frá ári til árs og þannig sé safnið lifandi og sí-breytilegt. „Sumir koma hingað á hverju ári til að skoða sumar-sýningarnar en ég skynja oft að gestir okkar verða fyrir sterkum hughrifum við að skoða muni safnsins og sýningar. Það á við um bæði innlenda og erlenda gesti. Síðast en ekki síst má svo nefna safnhúsið sjálft og stað-setningu þess hér við ósa Blöndu. Hér skynja gestirnir mikla nálægð við náttúruna, fuglalífið og sjóinn.“

Opið er í Heimilisiðnaðar-safninu kl. 10-17 alla daga yfir sumartímann.

textile.is

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi er við ósa Blöndu.

Ullin fær sinn verðuga sess á safn-inu.

Þjóðbúningadeild Heimilisiðnað-arsafnsins vekur athygli inn-lendra jafnt sem erlendra gesta.

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi:

Hin gleymda heimilisiðja frá fortíð til nútíðar

Hestaleigan Galsi á Blönduósi:

Reiðtúr á BlöndubökkumJón Ragnar Gíslason og Gunn-laug S. Kjartansdóttir starfrækja Hestaleiguna Galsa við Blöndu-ós þriðja sumarið í röð en fyrir-tækið býður upp á skipulagða útreiðartúra. Hver ferð tekur um eina og hálfa klukkustund en einnig er hægt að panta lengri ferðir. Farið er um víðsýnt og friðsælt svæði meðfram Blöndu en þaulvanur leiðsögumaður er í öllum ferðum og því eru ferðirn-

ar sniðnar að hópnum hverju sinni. Í boði er einnig að teymt sé undir knapa í 20 mínútur.

Þrjár fastar ferðir á dag„Við förum þrjár ferðir á dag og þá fyrstu kl. 10 á morgnana. Frá 1. júní og til septemberloka er hægt að koma hér við hjá okkur og komast í ferð – svo fremi að ekki sé þegar orðið fullbókað,“ segir Jón Ragnar en Hestaleig-una Galsa er að finna í Arnar-gerði 33, hesthúsahverfinu upp með Blöndu, steinsnar frá hring-torginu í miðjum Blönduósbæ. Fyrirtækið hefur yfir að ráða um 30 hrossum og getur því tekið þann fjölda áhugasamra hesta-manna í hverja ferð.

„Fyrsta sumarið komu nær eingöngu erlendir ferðamenn til okkar en síðan bar aðeins meira á Íslendingum í fyrra. Við höfum unnið talsvert í markaðssetningu innanlands og utan í vetur og vonumst til að sú vinna skili okkur árangri á komandi sumri. Það þarf þolinmæði og nokkur ár til að byggja upp nýtt fyrir-tæki eins og þetta,“ segir Jón Ragnar en auk hestaleigunnar eru í boði reiðnámskeið eftir samkomulagi hjá fyrirtækinu og á haustin hafa verið boðnar ferðir í fjárréttir í nágrenninu. Í boði er einnig smölun í stóðrétt-ir á haustin.

galsi.is

Meirihluti viðskiptavina Galsa hafa verið erlendir ferðamenn en þeir innlendu sækja á.

30 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 31: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

N O R Ð U R L A N D N O R Ð U R L A N D

FJALLABYGGD.IS

2014

september

ágúst

Velkomin til Siglufjarðar & Ólafsfjarðar

VIÐ TÖKUMVEL Á MÓTI ÞÉR

maíSJÓMANNAHÁTÍÐ31.-1. júní

júníNIKULÁSARMÓTIÐ í knattspyrnu

14.

27.-28.BLÚSHÁTÍÐBlue North Music Festival

júlí2.-6.

2.-14.

ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ- alþjóðleg listasmiðjaREITIR

1.-4.

8.-10.

15.-17.

SÍLDARÆVINTÝRI

PÆJUMÓTIÐí knattspyrnu

BERJADAGAR- tónlistarhátíð

HAUSTGLÆÐUR- ljóðahátíð

Fimmtíu verkefni eru styrkt með úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem tilkynnt var um fyrir skömmu. Alls er veitt 244 milljónum króna úr sjóðnum og fer hæsti einstaki styrkurinn til framkvæmda í Skaftafelli, eða tæpar 30 milljón-ir króna. Þar verður m.a. byggt við núverandi aðstöðu en mark-miðið er að bæta verulega þjón-ustu við ferðafólk.

Styrkirnir dreifast yfir allt land og fjárhæðirnar eru frá 500 þús-undum króna upp í 30 milljónir. Sjö verkefni fá 10 milljónir eða meira. Auk verkefnisins í Skafta-felli eru það Þingeyjarsveit 15 milljónir kr. vegna endurbóta við Goðafoss, Umhverfisstofnun 13,8 milljónir kr. til að bæta sal-ernisaðstöðu við Hverfjall í Mý-vatnssveit, Vatnajökulsþjóð-garður 13,3 milljónir kr. vegna uppbyggingar við Langasjó, Djúpavogshreppur 11,6 milljónir kr. vegna deiliskipulags o.fl. við Teigarhorn, Umhverfisstofnun 10,1 milljón kr. vegna fram-

kvæmda við nýjan stiga við Gullfoss, Skaftárhreppur 10 milljónir kr. vegna áningarstaðar í Eldhrauni og Minjastofnun Ís-lands 10 milljónir kr. vegna upp-byggingar á Stöng í Þjórsárdal.

Umsóknarfrestur um styrki rann út í lok janúar og bárust alls 136 umsóknir frá opinberum aðilum og einkaaðilum sem hafa umsjón með ferðamannastöðum víðsvegar um land. Heildarupp-hæð styrkumsókna var rúmar 848 milljónir króna en heildar-kostnaður við verkefnin er áætl-aður 1,9 milljarðar króna.

Framkvæmdasjóður ferða-mannastaða er nú á sínu þriðja starfsári og hefur frá upphafi út-hlutað rúmlega 200 styrkjum að upphæð tæplega 850 milljónir króna. Björn Jóhannsson, um-hverfisstjóri Ferðamálastofu, seg-ir ánægjulegt að sjá afraksturinn sem orðinn sé af starfi sjóðsins. „Við erum að sjá fjölmörg spennandi verkefni víða um land verða að veruleika fyrir til-stuðlan þess fjármagns sem sjóð-

urinn hefur úthlutað og þótt ljóst sé að enn sé víða þörf á úr-bótum þá getum við engu að síður horft stolt á þann árangur sem þegar hefur náðst,“ segir Björn.

ferdamalastofa.is

Goðafoss er meðal fjölsóttra ferðamannastaða á Íslandi og veitir Fram-kvæmdasjóður ferðamannastaða 15 milljónir í ár til úrbóta á aðstöðu við fossinn.

244 milljónir til úrbóta á ferðamannastöðum

Glaðheimar með gistingu fyrir 200 manns „Við getum nú boðið gistingu fyrir allt að 200 manns hér á Blönduósi og miðað við bókun-arstöðuna er útlitið fyrir sumarið mjög gott,“ segir Lárus B. Jóns-son hjá fyrirtækinu Glaðheimum á Blönduósi en hann keypti í vetur rekstur Hótel Blönduóss. Fyrirtækið hefur um árabil rekið gistiþjónustu í sumarhúsum í miðjum Blönduósbæ, tjaldstæði og upplýsingaþjónustu við ferðamenn. Auk þess að bæta við hótelrekstrinum verður Lárus með gistingu í gamla pósthúsinu á Blönduósi, skammt frá hótel-inu og þá er fyrirtæki hans að standsetja gistingu í fjórum íbúð-um í bænum.

„Hótelið verður rekið með hefðbundum hætti, gisti- og veitingaþjónustu fyrir gesti þess en hugmyndin er að bjóða einn-ig þeim gestum sem gista á hin-um stöðunum upp á veitinga-þjónustu í hótelinu. Auk þess tökum við að okkur veitinga-þjónustu fyrir hópa og höfum yfir að ráða sölum í hótelinu fyr-ir um 150 manns,“ segir Lárus en hann tók við Hótel Blöndu-ósi snemma ársins.

Fjölbreytt gisting í boðiGistingin sem Glaðheimar bjóða á Blönduósi er með þessu orðin mjög fjölbreytt en húsin á

Blöndubökkum eru frá 15 fer-metrum að stærð upp í 58. Í stærri húsunum geta allt að 8 manns gist en við flest þeirra eru heitir pottar og sauna í fjór-um húsanna. Húsin eru í alfara-leið og við hlið húsaþyrpingar-innar er tjaldstæðið þar sem þjónusta er með því betra sem gerist á tjaldstæðum; rafmagns-tengingar fyrir húsbíla og tjald-hýsi, salernis- og sturtuaðstaða og fleira.

„Með þessari nýju viðbót get-um við boðið mikla breidd í gistingu og ekki síst vil ég benda á að við höfum yfir að ráða gistingu fyrir hreyfihamlaða með aðstoðarmann í nokkrum sumarhúsum og einnig erum við að innrétta fjórar íbúðir við hlið Samkaupaverslunarinnar og gegnt sundlauginni, með slíku aðgengi. Það er hópur viðskipta-vina sem hefur farið stækkandi hjá okkur,“ segir Lárus sem hvetur fólk til að heimsækja Húnavatnssýslur í sumar og njóta fjölmargra áhugaverðra kosta í bæði þjónustu og nátt-úruskoðun.

gladheimar.is

Horft yfir svæði Glaðheima á Blöndubökkum.

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 31

Page 32: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

Ferðamannastraumur til Ólafs-fjarðar og Siglufjarðar hefur auk-ist umtalsvert eftir að Héðins-fjarðargöng voru opnuð en með tilkomu þeirra er nú aðeins um 15 mínútna akstur á milli þess-ara byggðarkjarna sem mynda sveitarfélagið Fjallabyggð. Með tilkomu Héðinsfjarðarganga er Tröllaskagi orðinn ákjósanlegur áfangastaður fyrir ferðamenn enda hefur hann upp á margt að bjóða; stórbrotna náttúru, fjöl-breyttar gönguleiðir, fjölskrúð-ugt fuglalíf og mikla afþreying-armöguleika.

Í Héðinsfirði hefur verið komið upp upplýsingaskiltum um sögu fjarðarins og eru ferða-langar hvattir til að nota tæki-færið á ferð sinni og hafa þar viðdvöl, njóta náttúrunnar og fræðast um þennan eyðifjörð. Fjallabyggð býr að stórbrotinni náttúrufegurð þar sem fegurð fjalla og fjarða er stórfengleg og möguleikar á sviði útivistar og tómstunda eru hreint óþrjótandi. Návígið við náttúruna er ávallt innan seilingar, hvort heldur haldið er í gönguferðir, farið í golf, sjósund, sjóbretti eða veitt í vötnum, ám eða sjó. Sem nyrsta byggð á landinu er Fjallabyggð

með betri stöðum á landinu til að njóta miðnætursólarinnar.

Þétt dagskrá viðburðaSíldarævintýrið á Siglufirði, fjöl-skylduhátíð um verslunarmanna-helgina, rís hæst viðburða í Fjallabyggð í sumar. Undanfari hennar eru Síldardagar 24.-31. júlí en þá er haldið á lofti sögu síldaráranna á þessum fornfræga söltunarstað en árið um kring má einnig fræðast um þá sögu á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Að Síldardögum loknum tekur Síldarævintýrið við dagana 1.-4. ágúst.

Fyrsta bæjarhátíðin í Fjalla-byggð í sumar verður sjó-mannahátíðin í Ólafsfirði 31. maí. Í lok júní, þ.e. 27.-28. júní verður blúshátíðin Blue North Festival í Ólafsfirði og í kjölfar hennar Þjóðlagahátíð á Siglufirði 2.-6. júlí. Að Síldarævintýrinu loknu verður tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafsfirði 15.-17. ágúst með klassískum tónlistar-viðburðum.

Skapandi greinar eiga sinn sess í dagskránni í Fjallabyggð í sumar og haust. Þriðja árið í röð verður menningarhátíðin REITIR á Siglufirði og að þessu sinni 2.-

14. júlí en hún er alþjóðlegt samstarfsverkefni skapandi greina. Í september og október verður síðan hátíðin Haustglæð-ur á Siglufirði þar sem þátt taka landsþekkt ljóðskáld, auk list-fenginna heimamanna á öllum aldri.

Fjöldi íþróttamóta verður í Fjallabyggð s.s. í knattspyrnu, golfi og í hestaíþróttum og eru stærstu viðburðirnir knattspyrnu-mót fyrir yngstu iðkendur; ann-ars vegar Nikulásarmótið í Ólafs-firði sem verður 14. júní og Pæjumótið á Siglufirði sem verð-ur dagana 8.-10. ágúst.

Golf, gönguleiðir og sjósundGöngugarpar hafa úr fjölmörg-

um gönguleiðum að velja í Fjallabyggð og stendur Ferða-félag Siglufjarðar fyrir nokkrum skipulögðum gönguferðum yfir sumartímann auk þess sem fyrir-tækið Top Mountaineearing býður upp á skipulagðar göngu-ferðir með leiðsögn.

Golfáhugamönnum skal bent á golfvelli bæði í Burstabrekku í Ólafsfirði og á Hóli í Siglufirði.

Skógræktin á Siglufirði er sannkölluð náttúruperla, hvort sem er að vetri eða sumri og benda má á að Ólafsfjörður nýt-ur vaxandi áhuga þeirra sem stunda sjóbretti og sjósund, enda hentar fjörðurinn ákaflega vel fyrir þá tómstundaiðju.

Söfn og veitingarFjöldi veitingahúsa, með fjöl-breytta matseðla, er í Fjalla-byggð og gistimöguleikar miklir.

Einnig eru nokkur gallerý og listavinnustofur sem áhugavert er að heimsækja og svo má ekki gleyma söfnum og setrum en líkt og áður hefur verið nefnt er Síldaminjasafnið stórt og mikið safn. Á Siglufirði er svo Þjóð-lagasetur og Ljóðasetur auk þess sem Listaverkasafn er staðsett í Ráðhúsinu. Í Ólafsfirði er Nátt-úrugripasafn sem er fyrst og fremst fuglasafn og hefur að geyma yfir 100 fuglategundir.

fjallabyggd.is

N O R Ð U R L A N D

Síldarminjaafnið á Siglufirði. Síldardagar verða í lok júlí og í kjölfarið fjölskylduhátíðin Síldarævintýrið.

Viðburðaríkt sum-ar í Fjallabyggð

Bjálkahúsin við Ólafsfjarðarvatn. Ólafsfjörður verður æ meira þekktur sem einn besti staður landsins til að stunda sjóbretti.

U r t a s m ið j a nGefðu húðinni þinni nýtt líf og ljómandi áferð með lífrænu húðvörunum okkar.

Silki andlitsolía djúpnæring inniheldur blágresi, rauðsmára og vítamínauðugar olíur s.s. aprikósu- og granateplaolíur sem virka endurnýjandi á húðina. Hafþyrnisolía gefur húðinni gullinn blæ.

Rósakrem luxus fyrir 40 + með mýkjandi og nærandi olíum úr rósabelgjum og fjólum, auk þess hina dýrmætu arganolíu sem þekkt er fyrir yngjandi áhrif á húðina.

Morgunfrúarkrem 24 klst. með granateplaolíu, blágresi, morgunfrú og gulmöðru. Frábært næringarkrem sem gefur húðinni fallega áferð og frísklegt útlit.

Gaman að gefa, gott að þiggja.

Fæst hjá www.urtasmidjan.is sími 462 4769og í helstu náttúruvöruverslunum.

32 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Velkomin til Hríseyjar!

Allar nánari upplýsingar á [email protected] og í síma 695-0077 - Heimasíða www.hrisey.net

Hús Hákarla Jörundar Opið alla daga 1. júní – 31. ágúst frá kl. 13:00-17:00

Í þessu elsta húsi Hríseyjar er búið að koma upp vísi að sýningu sem tengist hákarlaveiðum og sögu eyjarinnar

Þar er einnig hægt að nálgast upplýs-ingar um eyjuna og hvað hún hefur upp á að bjóða.

Page 33: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

N O R Ð U R L A N D N O R Ð U R L A N D

Eftir aðeins 35 km akstur frá Ak-ureyri og 15 mínútna siglingu með Hríseyjarferjunni Sævari sem fer frá Árskógssandi á tveggja tíma fresti er komið til Hríseyjar sem er rómuð fyrir náttúrufegurð og friðsæld. Í þessu litla sjávarþorpi með 170 íbúa er auðvelt að kúpla sig út úr hversdagsleikanum. Fyrir þá sem vilja dvelja lengur en dagspart í Hrísey er boðið upp á gistingu í Jónatanshúsi, Mínukoti (visithrisey.is) og á veitingahús-inu Brekku (brekkahrisey.is)

Veitingahúsið Brekka er opið alla daga yfir sumarið og löngu landsþekkt fyrir matreiðslu sína en staðurinn fagnar 30 ára starfs-afmæli á árinu.

Í versluninni Júllabúð „fæst allt“, eins og Hríseyingar segja en þar er auk nauðsynjavöru hægt að kaupa kaffi, samlokur, pylsur og margskonar sérvöru, að ekki sé minnst á harðfiskinn frá Hvammi í Hrísey.

Orkulind og dráttarvélaferðir Í Hrísey er hægt að kaupa þurrkaða hvönn, bæði te og krydd, en það er fyrirtækið Hrís-iðn sem þurrkar hvönn úr Hrís-ey og selur mestan hluta til nátt-úrulyfjagerðar en er farið að selja undir eigin merkjum. Hvönn in er ævagömul lækn-ingajurt og talin hafa mjög góð áhrif á margvíslega kvilla. Gestir eyjarinnar ættu svo að kíkja við í handverkshúsinu Perlu við höfn-ina. Þar er hægt er að skoða og

kaupa fallegt handverk og list-muni. Þar byrjar líka útsýnisferð um eyjuna á dráttarvélavagni en þær ferðir eru í boði alla daga yfir sumartímann. Tekur hver ferð um 40 mínútur.

Gönguleiðir eru margar og skemmtilegar í Hrísey og tilvalið er að leggja leið sína á austur-hluta eyjunnar þar sem sögð er vera önnur mesta orkulind landsins. Geislar friðar og elsku streyma yfir frá fjallinu Kaldbaki sem gnæfir yfir austan fjarðarins. Upplýsingaskilti fyrir ferðamenn eru á gönguleiðunum.

Hús Hákarla-Jörundar hýsir fróðlega sýningu um hákarla-veiðar við strendur Íslands fyrr á tímum, þar má einnig sjá sögu Hríseyjar í máli og myndum. Þar er opið daglega yfir sumartím-ann og starfrækt upplýsingamið-stöð fyrir ferðamenn. Eins konar byggðasafn Hríseyjar er í Holti,

húsi Öldu Halldórsdóttur sem hún ánafnaði Hríseyjarhreppi eftir sinn dag. Allar nánari upp-lýsingar má nálgast í upplýsing-armiðstöðinni.

Hríseyjarhátíð í júlíEfnt verður til fjölskylduhátíðar í Hrísey í sumar sem nefnist ein-faldlega Hríseyjarhátíð. Hún hef-ur verið haldin frá árinu 1997 og er því ein elsta bæjarhátíð lands-ins. Í ár verður hátíðin helgina 11.-13. júlí og verður hún aug-lýst nánar þegar nær dregur.

Ekki verður skilið við umfjöll-un um Hrísey án þess að nefna sundlaug staðarins. Úr lauginni

er einstakt útsýni yfir Eyjafjörð og komið hefur fyrir að gestir í heita pottinum hafa getað fylgst með hvölum svamla úti fyrir eynni. Bjóði aðrir sundstaðir

landsins betur! Í Hrísey er einnig aðburðagóð aðstaða til sjósunds.

hrisey.is

Frá Árskógssandi er aðeins um 15 mínútna sigling til Hríseyjar þar sem er margt við að vera fyrir ferðamenn.Náttúrufegurðar Hríseyjar og út-

sýnis um Eyjafjörð má njóta með gönguferðum um eyjuna. Merktar gönguleiðir eru um eyjuna og upplýsingaskilti um það sem fyrir augu ber.

Leiðin liggur til Hríseyjar!

Stigið er inn í horfinn heim með heimsókn á Grenjaðarstað í Að-aldal þar sem er glæsilegur torf-bær. Jörðin er landnámsjörð og fornt höfuðból, kirkjustaður og prestssetur og þar var áður starf-rækt pósthús.

Grenjaðarstaður þótti á sinni tíð mestur og reisulegastur allra bæja í héraðinu, enda um 775 m2 að stærð, einn stærsti torf-bær landsins. Elsti hluti hans var reistur árið 1865 en búið var í bænum til 1949. Árið 1958 var bærinn opnaður sem byggða-safn með á annað þúsund gripa sem fólk hafði gefið í safnið. Það er einstök upplifun bæði fyrir börn og fullorðna að ganga

um bæinn og ímynda sér hvern-ig fólk lifði þar.

Opið er í safninu kl. 10-18 alla daga frá 1. júní til 31. ágúst.

Torfbærinn á Grenjaðarstað.

Innandyra má sjá hvernig daglegt líf var í torfbæjum.

Gamlir tímar á Grenjaðarstað

Í skólahúsinu á Kópaskeri er starfrækt safn til minningar um jarðskálftann á Kópaskeri sem reið yfir byggðarlagið þann 13. janúar 1976. Skjálftinn var öflug-ur, eða um 6,3 stig á richter. Hann var stærsti skjálftinn sem kom í skjálftahrinu sem var búin að standa linnulaust síðan 20. desember þegar Kröflueldar hóf-ust.

Mest varð þó vart við skjálft-ana í miðhluta Kelduhverfis og á Sandsbæjunum í Öxarfirði til að byrja með, þó menn hafi fundið fyrir þeim í Núpasveit og á Kópaskeri, en ekki í eins mikl-um mæli. Stóri skjálftinn átti upptök sín um það bil 12 km suðvestur af Kópaskeri, úti á sjó. Sem betur fer var þetta svokall-aður skágengisskjálfti en þar af

leiðandi kom engin flóðbylga í kjölfar hans, en sjórinn kraum-aði allur eins og í grautarpotti.

Auk fræðslu um Kópaskers-skjálftann sjálfan hefur safnið að geyma fróðleik um Kröfluelda, þjóðsögur og jarðskjálfta, trú manna fyrr á árum, myndir og myndbönd. Auk þess er í boði gönguleið um Kópaskersmis-gengið og hægt að fá leiðsögu-bækling, bæði á íslensku og ensku, í Skjálftasetrinu. Um hálf-

an annan tíma tekur að ganga þennan hring.

Opið er í Skjálftasetrinu kl. 13-17 alla daga frá 1. júní til 31 ágúst.

skjalftasetur.is

Gestir safnsins fá glögga mynd af því hvernig heimili íbúa á Kópa-skeri og í nágrenni voru útleikin eftir skjálftann 13. janúar 1976.

Skjálftasetrið er í því húsi sem áður var grunnskólinn á Kópaskeri.

Safn um Kópaskersskjálftann

Allar upplýsingar í símum 864 0700 (Viðar) og 462 3599 (Ragnar) og vefsíðunni 24x24.is

Glerárdalshringurinn 2014 Glerárdalshringurinn 2014 verður

genginn laugardaginn 12. júlí nk.

Skráning stendur nú yfir á vefsíðunni 24x24.is

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 33

Page 34: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður að vanda haldin á Akur-eyri um verslunarmannahelgina og segir Davíð Rúnar Gunnars-son hjá Viðburðastofu Norður-lands, sem annast framkvæmd hátíðarinnar, að undirbúningur sé kominn í fullan gang fyrir nokkru. Hátíðin þykir hafa tekist í alla staði mjög vel undangeng-in ár og segir Davíð Rúnar að markmiðið sé að halda áfram á þeirri góðu braut.

Nokkrir dagskrárliðir hátíðar-innar eru orðnir mjög fassir í sessi og einkennandi fyrir þann fjölskyldublæ sem er á henni. Þar má nefna tónleikana Fimmtudagsfíling í göngugöt-unni með N4, kirkjutröppu-hlaupið, óskalagatónleika í Ak-ureyrarkirkju, góðgerðaruppboð á muffins í Lystigarðinum, hið eina sanna Dynheimaball, sýn-ingar Leikhópsins Lottu, Ævin-týraland að Hömrum, siglingar á Pollinum t.d. með Húna II, tívolí, paint-ball, söngkeppni unga fólksins og fleira. Að ekki sé minnst á sparitónleikana og flugeldasýninguna að kvöldi sunnudags þar sem allt að 20 þúsund gestir hafa verið síðustu ár.

Meðal skemmtikrafta sem fram koma á hátíðinni í ár má nefna Pál Óskar Hjálmtýsson, hljómsveitirnar Kaleó og Hvann-dalsbræður og Sirkus Íslands sem kemur á Eina með öllu í fyrsta skipti.

Skreytt með rauðuOg í ár verður bærinn ekki mál-aður rauður heldur lýstur rauður eða skreyttur á annan hátt með þeim lit. „Okkur langar til að bærinn verði rauður í samræmi við hjartað sem hefur verið ein-kenni fyrir hann undanfarin ár.

Hugmyndin er að vera með rauðar seríur, rautt skraut eða eitthvað rautt og fallegt og ætl-unin er að veita verðlaun fyrir best skreyttu götuna um versl-unarmannahelgina og best skreytta húsið. Það verður til mikils að vinna og vonandi verða allir bæjarbúar samtaka með okkur í þessari nýjung,“

segir Davíð Rúnar sem segir gleðina fyrst og fremst einkenna hátíðina. Vinalega yfirbragðið og brosin.

„Við nýtum sögu og hefðir í bænum í dagskrárgerð okkar og viljum að heimamenn og gestir séu virkir þátttakendur í hátíðar-höldunum. Eins og fyrri ár ger-um við ráð fyrir þúsundum

gesta sem leggi leið sína til Ak-ureyrar til að gleðjast og skemmta sér með Akureyring-um, svo það stefnir því í enn eina skemmtilega fjölskylduhátíð þar sem bæjarbúar og gestir gleðjast saman á Einni með öllu,“ segir Davíð Rúnar.

einmedollu.is

N O R Ð U R L A N D

Safnið verður opnað 20. maí og

verður opið út september, alla daga

frá 10 fyrir hádegi og til 8 á kvöldin.

Aðgangseyrir er 700 krónurog frítt fyrir yngri en 12 ára.

Samgönguminjasafnið YstafelliYstafelli 3 - 641 HúsavíkSími 464 3133 og 861 [email protected] - www.ystafell.is

Samgöngu-minjasafnið Ystafelli

Fjölskyldan skemmtir sér öll á Einni með öllu. Flugeldasýningarnar í lok hátíðarinnar Einnar með öllu hafa jafnan verið stórglæsilegar.

Páll Óskar Hjálmtýsson skemmtir á hátíðinni í sumar.

Akureyri var sá staður landsins sem laðaði flesta íslenska ferða-menn að sér á árinu 2013. Höf-uðstaður Norðurlands hefur raunar talsverða yfirburði í sam-anburði við aðra staði landins ef marka má niðurstöður könnunar fyrirtækisins MMR á ferðalögum landsmanna árið 2013. Könnun-in var unnin fyrir Ferðamála-stofu.

Helmingur þeirra sem sögð-ust í könnuninni hafa ferðast innanlands á árinu 2013 höfðu lagt leið sína til Akureyrar en sá staður sem næst kom var Borg-arnes, eða 33,9%. Næst í röðinni komu Þingvellir/Gullfoss/Geysir með 30% og síðan Skagafjörður með 22,5%. Listinn yfir 10 vin-sælustu staðina er þannig:

Akureyri 49,6%Borgarnes 33,9%Þingvellir/Gullfoss/Geysir 30,1%Skagafjörður 22,5%Egilsstaðir/Hallormsstaður 21,6%Mývatnssveit 21,3%Hvalfjörður 20,0%Vík 19,1%Húsavík 17,6%Kirkjubæjarklaustur 17,3%

Suðurland og Norðurland vin-sælustu landshlutarnirÞegar spurt var í könnuninni hvaða landshluta landsmenn

hafi heimsótt árið 2013 kom í ljós að Suðurland nær þar fyrsta sæti með 66,1%. Þar á eftir kem-ur Norðurland með 61,8%, Vest-urland með 52,3%, höfuðborgar-svæðið með 32,7%, Austurland með 29,2%, Vestfirðir með 24,5%, Reykjanes með 20,3% og lestina rak hálendið með 14,5%. Fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar að merkjanleg aukning hafi verið í heimsókn-um til flestra landshluta í þessari könnun síðustu ár nema til höf-uðborgarsvæðisins.

Þéttsetið í göngugötunni á Akureyri á heitum sumardegi 2013.

Akureyri laðar flesta að sér

Akureyri klæðist rauðu á Einni með öllu

34 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 35: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

N O R Ð U R L A N D N O R Ð U R L A N D

„Það er gróska í ferðaþjónust-unni hjá okkur og stöðug þróun. Við höfum til að mynda bætt þjónustu tjaldstæðisgesta hér á Dalvík með nýju þjónustuhúsi og í bænum opnuðu tvö ný kaffihús fyrir skömmu. Ferða-fólki bendi ég líka á að upplýs-ingamiðstöð fyrir ferðamenn opnar nú í sumarbyrjun í menn-ingarhúsinu Bergi. Þangað verð-ur hægt að leita eftir öllum upp-lýsingum um afþreyingu og þjónustu fyrir ferðafólk í Dalvíkurbyggð,“ segir Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar.

Afmælisár DalvíkurskjálftansSem fyrr verður Fiskidagurinn mikli hápunktur ferðamanna-sumarsins í Dalvíkurbyggð en hann verður laugardaginn 9. ágúst en dagskrá honum tengd verður alla vikuna á undan. Í menningarhúsinu Bergi verða myndlistarsýningar í allt sumar og fleiri viðburðir á menningar-sviðinu. Benda má sérstaklega á sýningu Sigurveigar Sigurðar-

dóttur, myndlistarkonu, sem verður opnuð þann 1. júní og mun standa þann mánuð. Sýn-ingin er í tilefni af því að 80 ár eru nú liðin frá Dalvíkurskjálft-anum sem reið yfir byggðarlagið 2. júní 1934 og skemmdi fjölda húsa. Sigurveig fæddist einmitt í húsinu Lambhaga á Dalvík í skjálftanum og fagnar tímamót-unum með sýningu sinni.

Ferðamálasamstarf á TröllaskagaNú snemmsumars verður opnuð ný heimasíða á veffanginu visittrollaskagi.is og hefur hún að geyma upplýsingar um ferða-möguleika og þjónustuframboð fyrir ferðafólk í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Að þessu sam-starfi standa sveitarfélögin tvö, auk Ferðafélagsins Trölla, og segir Margrét að markmiðið sé að gera gestum svæðisins betur sýnilegt á einum stað þá fjöl-mörgu kosti sem bjóðist á svæð-inu.

dalvikurbyggd.is

Gönguvika verður í Dalvík ur-byggð í sumar, líkt og undanfar-in ár. Hún hefst 28. júní og lýk-ur sunnudaginn 6. júlí með göngu um Friðland Svarfdæla. Skipulag vikunnar er í höndum Kristjáns Hjartarsonar á Tjörn en Ferðafélag Svarfdæla stendur fyrir gönguvikunni.

Farið er um fjöll og láglendi í Dalvíkurbyggð á þessum sjö dögum, m.a. gengið á Sólarfjöll, Karlsárfjall norðan Dalvíkur, Kotafjall í botni Svarfaðardals, gengið kringum fjallið Skjöld sem sömuleiðis er í botni Svarf-aðardals og loks á Kerlingu, fjallið einkennandi fyrir miðjum Svarfaðardal. Sú ganga er flokk-uð sem fjórir skór á erfiðleika-

vægi fjallgöngufólks en hækkun í göngunni er um 1150 metrar.

Af öðrum göngum má nefna að gengið er í Skíðadal að Gloppuskál, farið er að skálan-um Mosa ofan Dalvíkur og að Nykurtjörn í vestanverðum Svarf aðardal.

Göngurnar taka allt frá tveim-ur upp í níu tíma og eru að erf-iðleikastigi frá einum skóm upp í fjóra.

Áhugafólki um göngur skal bent á að kort yfir léttar göngu-leiðir bæði á láglendi og í fjall-lendi sveitarfélagsins má fá upp-lýsingamiðstöð ferðamanna í menningarhúsinu Bergi.

dalvik.is/gonguvika

Gróska í ferðaþjón-ustu í Dalvíkurbyggð

Gönguvikan í Dalvíkurbyggð verður dagana 28. júní til 6. júlí.

Menningarhúsið Berg á Dalvík. Myndlistarsýningar verða í húsinu í allt sumar. Kaffihús er í Bergi sem og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.

Dalvíkurbyggð:

Fjölbreytni í göngu-viku sumarsins

Grímsey býður upp á fjölskrúðugt fuglalíf í sínu náttúrulega umhverfi, þar sem þú getur auðveldlega gleymt stund og stað. Miklir möguleikar eru á allskonar sjósporti, en nú þegar er hægt að fara á sjóstöng í gegnum gistiheimilið Bása. Heillandi sérstaða eyjunnar fyrir margan ferðamanninn er það hvað eyjan er langt frá landi, það leiðir til þess að mikill hluti heimsóknar til Grímseyjar felst í ferðalaginu á áfangastað.

Þar sem tíminn stendur kyrr og ekkert sem truflar

BÁSARGuesthouse

Sími : 467-3103 • Email: [email protected] • www.gistiheimilidbasar.is

Á Básum eru 8 herbergi með 18 rúmum. Skipast þau þannig að það eru 2 einsmannsherbergi, 3 tveggja-manna, 2 þriggjamanna og 1 fjögur-ramanna. Hægt er að fá morgun-mat, hádegismat, kaffi og kvöldmat. Tekið er á móti bókunum í síma og í gegnum tölvupóst.

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 35

Hvalaskoðunfrá Akureyri Annað árið í röð siglir báturinn Ambassador

með ferðamenn frá Akureyri í hvalaskoðun á Eyjafirði. Farnar eru ferðir daglega, þrjár ferðir á dag. Fyrsta ferð er kl. 8:30, næsta kl. 13 og síð-an kvöldferð í júní og júlí kl. 20:30. Í ágúst er síðasta ferðin kl. 17:30. Lagt er upp frá Torf-unefsbryggju í miðbæ Akureyrar.

Café Laut opnar í Lystigarðinum Rekstaraðilar kaffihússins Bláu könnunnar í miðbæ Akureyrar hafa tekið við rekstri kaffihússins í Lystigarðinum á Akureyri.

Kaffihúsið mun bera nafnið Café Laut og verður opnað laugardaginn 31. maí. Opið verður alla daga í sumar frá kl. 10 á morgnana til 22 á kvöldin. Í boði verður allt sem prýðir gott kaffi-hús; kaffi, kökur, samlokur og í hádeginu verð-ur einnig súpa og salat.

Norræn þjóðlistahátíð á AkureyriDagana 20.-23. ágúst næstkomandi verður hald-in norræn þjóðlistahátíð og ráðstefna á Akureyri. Þar koma fram hæfileikaríkir tónlistarmenn og

dansarar frá Norðurlöndunum öllum og sýna hvaða kraftur, fegurð og fjör býr í listformi, byggðu á rótgrónum hefðum. Aldrei fyrr hefur verið haldin listahátíð með þjóðtónlist og þjóð-dansi allra Norðurlandanna. Hátíðin er jafnframt ráðstefna þar sem listamenn, fræðimenn, emb-ættismenn og sérfræðingar í sáttmála Unesco um verndun menningarerfða fjalla um verndun nor-rænnar þjóðtónlistar og þjóðdansa.

Bæklingur um útilistaverkin Akureyrarstofa hefur gef-ið út bækling um útilista-verkin á Akureyri og get-ur fólk ferðast um bæinn með hann við hönd og kynnt sér verkin og höf-unda þeirra. Um er að ræða umfjallanir um stytt-ur, lágmyndir, brjóts-myndir, veggmyndir, streytilist og ýmiskonar

minnisvarða. Finna má verk á Akureyri eftir t.d. Ásmund Sveinsson, Einar Jónsson, Kristinn E. Hrafnsson, Ragnar Kjartansson og Steinunni Þór-arinsdóttur, svo fáeinir listamenn séu nendir. Bæklinginn um útilistaverkin má fá í Upplýs-ingamiðstöð ferðamanna sem er opin daglega í Menningarhúsinu Hofi.

Page 36: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

N O R Ð U R L A N D

VELKOMIN Í SVEITINA

Ferðaþjónusta bænda býður upp á fjölbreytta gistingu hjá 185 ferðaþjónustuaðilum um allt land – sveitahótel, gistihús, sumarhús, heimagistingu, svefnpokapláss og tjaldsvæði. Mikið úrval afþreyingar og áhersla á mat heima úr héraði.

Nýr bæklingur!

Leitaðu eftir burstabæjarmerkinu á leið þinni um landiðwww.sveit.is · [email protected] · sími 5702700

Samgönguminjasafnið Ystafelli í Þingeyjarsveit þykir búa yfir ein-stæðum safnkosti bíla og tækja sem tengjast sögu Íslands á margvíslegan hátt. Samgöngu-minjasafnið Ystafelli var stofnað formlega af Ingólfi Lars Kristjáns-syni og Kristbjörgu Jónsdóttur 28. desember 1998. Nú sækja um 4.000 manns safnið á ári hverju. Að stærstum hluta eru það útlendingar en fjöldi Íslend-inga heimsækir það einnig.

Tæki með íslenska söguSverrir Ingólfsson sér nú um rekstur safnsins. Hann segir að sérstaða þess umfram önnur samgöngusöfn sé sú að þar eru tæki með íslenska sögu – tæki sem hafi verið notuð á Íslandi. Dæmi um sérstaka bíla er Dixie Flyer frá 1919, bandarískur fólks-bíll sem var framleiddur á árun-um 1916 til 1923. Espólínbræður á Akureyri flutti bílinn til lands-ins og seinna komst hann í eigu Óskar Sigurgeirssonar á Akureyri og Óskars Ósvalds kvikmynda-gerðarmanns. Bíllinn er með númeraplötuna A 2.

70-80 bílar og tæki til sýnis„Við erum með á bilinu 70 til 80 bíla og tæki til sýnis inni í sýn-ingarskemmunni á sumrin. Vet-urna nýtum við til þess að gera upp bíla,“ segir Sverrir.

Um þessar mundir stendur yfir uppgerð á Hælisbílnum svo-kallaða. Þetta er bíll sem var á sínum tíma smíðaður fyrir Krist-neshæli í Eyjafirði. Uppgerðin á bílnum er áætluð taka um fimm ár. Bíllinn var afar illa farinn og þarf nánast að endursmíða hann frá grunni. Þetta var tíu farþega vagn með þreföldu húsi og með palli aftan á. Yfirbyggingin var smíðuð á árunum 1947 til 1948 af yfirbyggingaverkstæði Gríms Valdimarssonar á Akureyri. Bíll-inn var í notkun hjá Kristneshæl-inu til ársins 1964. Stuttu eftir það lenti bíllinn í árekstri og var dæmdur ónýtur. Hann stóð lengi við bæinn Ljósavatn í Þingeyjar-sveit og fór síðan í geymslu í Eyrarvík.

„Bíllinn var rifinn og mótorinn notaður í heyblásara. Við feng-um afganginn af honum. Það var búið að skera grindina í sundur

en við fengum boddíið og ein-hverja afganga af honum. Yfir-byggingin er gerð úr timbri sem

er síðan málmklætt,“ segir Sverr-ir.

Endurbygging Hælisbílsins er vetrarverkefni Sverris og samstarfsmanna á samgönguminjasafninu Ystafelli og er áætlað að það taki um fimm ár. Bíllinn verður endurbyggður frá grunni í upprunalegri mynd. Sverrir er hér í skúrnum að huga að Hælisbílnum. Myndir: Hlynur Torfason.

Dixie Flyer er meðal safngripanna á samgöngu-minjasafninu Ystafelli. Mynd: Sverrir Ingólfsson.

Gamlar dráttarvélar eiga líka sinn sess á safninu. Mynd: Sverrir Ingólfsson.

Samgönguminjasafnið Ystafelli:

Hælisbíllinn gerður upp

ystafell.is

36 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 37: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 37 N O R Ð U R L A N D

570 8600 / 472 1111www.smyrilline.is

*Netverð á mann miðað við staðgreiðslu, lágannatímabil.

Stangarhyl 1 · 110 ReykjavíkSími: 570-8600 · [email protected]

Fjarðargötu 8 · 710 SeyðisfjörðurSími: 472-1111 · [email protected]

Komdu út að keyra…Berlín · Amsterdam · ParísRóm · Barcelóna?

DANMÖRK2 fullorðnir

með fólksbíl

Netverð á mann frá

69.500*

FÆREYJAR2 fullorðnir

með fólksbílNetverð á mann frá

34.500*

Page 38: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

„Aðdráttarafli Grímseyjar má í mínum huga skipta í þrennt, þ.e. heimskautsbaugurinn, fugla-lífið og síðast en ekki síst eyjar-skeggjar sjálfir. Ferðamenn upp-lifa svo sterkt þessa nálægð og samheldni í samfélaginu og eru oftar en ekki komnir inn í kaffi hjá heimamönnum áður en þeir vita af,“ segir Halla Ingólfsdóttir hjá Gistiheimilinu Básum í Grímsey. Hún segir ágætt útlit fyrir sumarið í ferðaþjónustunni og vel bókað í gistingu í Básum. Erlendir gestir leggja margir leið sína til Grímseyjar en Halla seg-ist ekki síður ánægð með áhug-ann sem innlendir ferðamenn hafi sýnt á heimsóknum í eyjuna í norðri.

Siglt upp að fuglabjörgunum„Í fyrra byrjuðum við með skipulagðar siglingar sem slógu í gegn. Báturinn tekur 12-14 far-þega og við förum bæði á dag-inn og á kvöldin, siglum hring-inn í kringum eyjuna þegar gott er í sjóinn. Þessar ferðir taka um klukkustund og ég þori að full-yrða að á öðrum stöðum á land-inu er ekki hægt að komast jafn nálægt fuglinum og hreiðrunum. Við förum alveg upp að bjarginu hér vestanvert á eyjunni og fólk kemst alveg upp að fuglinum sem er mjög gæfur og kippir sér ekki upp við þó ferðamenn séu að skoða hann. Kvöldsiglingarn-ar eru líka mikil upplifun því hvergi er betra að njóta miðnæt-

ursólarinnar en í siglingu við Grímsey,“ segir Halla.

Lundinn, heimskautsbaugurinn og golf!Mikil lundabyggð er í Grímsey og raunar hefur viðgangur stofnsins þar verið með því besta á landinu síðustu ár. Halla segist því óhikað lofa ferða-mönnum að þeir geti skoðað lunda vel fram í ágúst en ferða-menn fara mjög gjarnan í gönguferðir og skoða þannig fuglabjörgin af landi.

„Heimskautsbaugurinn er auðvitað mikið aðdráttarafl fyrir okkur og bæði getur fólk farið yfir bauginn í siglingunum á sjó, gengið yfir hann á landi eða slegið sérmerkta golfkúlu yfir bauginn en núna erum við ein-mitt komin með þrjár golfbrautir

og þykir mörgum mjög eftir-sóknarvert að spila golf í Gríms-ey,“ segir Halla.

Reglulegar siglingar eru með ferjunni Sæfara frá Dalvík til Grímseyjar og áætlunarflug frá Akureyri. Tilvalið er því að sigla aðra leiðina og fljúga hina. „Við getum lofað ógleymanlegri heimsókn til Grímseyjar,“ segir Halla.

basar.is

Hvalaskoðunarfyrirtæki á Húsa-vík og hagsmunaaðilar í þessari atvinnugrein á staðnum hafa tekið höndum saman um sam-eiginlega markaðssetningu á

Húsavík sem höfuðstað hvala-skoðunar á Íslandi. Í þeim til-gangi hefur verið hannað nýtt vörumerki fyrir hvalaskoðun frá Húsavík sem styðja mun mark-aðsstarfið. Þrjú fyrirtæki veita hvalaskoðunarþjónustu á Húsa-vík en auk þess er á staðnum eina hvalasafn landsins og rann-sóknarsetur Háskóla Íslands sem sérstaklega vinnur að hvalarann-sóknum.

Stór atvinnugrein á HúsavíkSkjálfandaflói er þekktur fyrir þann fjölda hvala sem er alla jafna í flóanum og er hann einn af örfáum stöðum í heiminum þar sem hægt er að eiga von á að sjá steypireyði, stærstu dýr jarðarinnar. Skjálfandi er iðandi af lífi og ekki er minni upplifun sú fjalladýrð sem er við flóann vestanverðan og svo eyjarnar Lundey og Flatey.

„Síðastliðið sumar skapaði hvalamenning á Húsavík alls 143 störf í bænum. Eru þá að-eins taldir þeir sem vinna hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum, hvalasafninu og við rannsóknar-

setrið. Þar að auki verða til af-leidd störf sem skipta mörgum tugum vegna gistingar, verslana og veitingastaða sem þjónusta það fólk sem hingað kemur í hvalaskoðun,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, formaður stjórnar Húsavíkurstofu í frétta-tilkynningu um markaðssetning-arverkefnið en Húsavíkurstofa á

aðild að því. Aðrir þáttakendur eru hvalaskoðunarfyrirtækin þrjú; Gentle Giants, Norðursigling og Sölkusiglingar en auk þeirra Hvalasafnið á Húsavík, Húsavík Cape Hotel og Fjallasýn.

visithusavik.is

Hvalir skoðaðir á Skjálfandaflóa. Flóinn er meðal fárra staða í heimin-um þar sem von er á að sjá steypireyði, stærstu dýr jarðar.

Nýtt merki markaðssetningar á Húsavík sem höfuðstað hvalaskoð-unar á Íslandi.

Húsavík verði höfuðstaður hvalaskoðunar á Íslandi

N O R Ð U R L A N D

Í Hvalasafninu á Húsavík má sjá beinagrindur af mörgum tegundum hvala og hægt að fræðast um þessar mikilfenglegu skepnur.

Heimskautsbaugurinn er mikið aðdráttarafl fyrir eyjuna. Og auðvitað er tilvalið að taka eina skák á baugnum!

Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason. Ferðamenn komast í mikla nálægð við fuglinn og hreiðrin í siglingunum sem nú er boðið upp á í Grímsey.

Grímsey:

Upplifun að sigla upp að fuglabjörgunum

30 leiðsögumenn útskrifaðirÍ síðustu viku brautskráðust 30 manns frá Símenntun Háskólans á Akureyri með leiðsögumanns-réttindi á landsvísu. Námið var í samstarfi við Leiðsögumanna-skólann í Kópavogi en þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á réttindanám í leiðsögn á lands-

vísu á Akureyri. Samtök ferða-þjónustunnar beittu sér fyrir að ýta náminu úr vör í kjölfar hvatningar ferðaþjónustuaðila á Akureyri og í nágrenni og reyndist eftirspurn framar von-um.

Hópur menntaðra leiðsögumanna sem nú bætist í hóp fagfólks í ferða-þjónustu.

38 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 39: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 39 N O R Ð U R L A N Dwww.fi.is

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | [email protected] | www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út

Sumarferðir FÍUpplifðu náttúru Íslands

16.07. Fjölskylduganga um Laugaveginn - Ferðafélag barnanna

18.07. Yst á Tröllaskaga

19.07. Fimmvörðuháls

19.07. Umhverfis Langasjó

22.07. Reykjarfjörður nyrðri

23.07. Laugavegurinn

24.07. Fjölskylduferð í Norðurfjörð

24.07. Friðland að Fjallabaki

24.07. Hornbjargsviti og Hornbjarg

25.07. Flakkað til Flæðareyrar

25.07. Símahúsaferð

25.07. Öskjuvegur

26.07. Fimmvörðuháls

28.07. Norður við fjölvindahaf

29.07. Villibað - Ferðafélag barnanna

30.07. Laugavegurinn

30.07. Lónsöræfi

31.07. Fjölskylduganga um Laugaveginn - Ferðafélag barnanna

31.07. Hinn óeiginlegi Laugavegur

Ágúst02.08. Fossaganga

02.08. Með eilífðinni á Arnarvatnsheiði

04.08. Fjallgöngur í Lóni

07.08. Núpstaðaskógar-Skaftafell

07.08. Hornbjargsviti og Hornbjarg

09.08. Ævintýraferð á Kili - Ferðafélag barnanna

09.08. Leyndardómar Reykjaness

12.08. Leyndardómar Laugarnessins - Ferðafélag barnanna

13.08. Laugavegurinn

16.08. Fimmvörðuháls

17.08. Síldarmannagötur

17.08. Vatnasull og giljagöngur - Ferðafélag barnanna

23.08. Sveppaferð Dagsferð - Ferðafélag barnanna

30.08. Óvissuferð

30.08. Tónleikaferð í Loðmundarfjörð

31.08. Glymur í Hvalfirði - Ferðafélag barnanna

Sjá nánar um allar ferðir á www.fi.is

Ferðafélag ÍslandsNánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst [email protected]

Skráðu þig inn – drífðu þig út

Maí24.05. Sveinstindur

24.05. Vorganga Hornstrandafara

25.05. Söguferð um Fljótshlíð og Eyjafjöll

31.05. Sveinstindur

Júní07.06. Hvannadalshnúkur

12.06. Pöddulíf - Ferðafélag barnanna

14.06. Hornstrandir

14.06. Toppahopp í Vestmannaeyjum

14.06. Hringur um Botnssúlur

17.06. Leggjabrjótur

20.06. Sumarsólstöðuganga

21.06. Náttúra og mannlíf á Brunasandi

21.06. Níu tindar Tindfjalla

22.06. Háhitasvæði á Reykjanesskaga

24.06. Álfar og tröll á Jónsmessu - Ferðafélag barnanna

25.06. Laugavegurinn

25.06. Björg í bú: Látrabjarg

26.06. Hornbjargsviti og Hornbjarg

27.06. Vatnaleiðin

27.06. Toppahopp á Snæfellsnesi

28.06. Fimmvörðuháls

Júlí02.07. Bláfjöll um hásumar - Ferðafélag barnanna

02.07. Í fjallasölum Árneshrepps

03.07. Náttúruperlur í Vestur-Skaftafellssýslu

04.07. Fjölbragðaferð að Fjallabaki

04.07. Vígaslóðir og galdragötur

06.07. Í tröllahöndum á Tröllaskaga

06.07. Þar sem jökulinn ber við loft

07.07. Árbókarferð um Skagafjörð

07.07. Grasaferð og galdralækningar - Ferðafélag barnanna

09.07. Laugavegurinn með Ingimari og Pétri

10.07. Hornbjargsviti og Hornbjarg

10.07. Fuglabjörgin miklu á Hornströndum

11.07. Ævintýri í Eldsveitum Helgarferð - Ferðafélag barnanna

11.07. Hvítárnes-Karlsdráttur

11.07. Sæludagar í Hlöðuvík

11.07. Undraheimar Eldhrauns

12.07. Fimmvörðuháls

15.07. Saga, byggð og búseta

15.07. Öxarfjörður út og suður

Page 40: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

Ný atvinnutækifæri– framtíðin er í ferðaþjónustu!

FerðafræðinámFerðamálaskólinn býður upp á fjölbreytt og hagnýtt nám

Nemendur kynnast uppbyggingu og stafsemi greinarinnar, fræðast um land og þjóð og fá þjálfun í skipulegum og öguðum vinnubrögðum.

Námið skiptist í tveggja anna bóklegt nám og þriggja mánaða starfsþjálfun hjá ferðaþjónustufyrirtæki þar sem nemendur takast á

við margvísleg og krefjandi verkefni.

LeiðsögunámLeiðsöguskólinn býður upp á fræðandi og skemmtilegt nám

Nemendur öðlast haldgóða þekkingu á náttúru, sögu og menningu Íslands og fá þjálfun í að leiðsegja erlendum ferðamönnum.

Á seinni önninni sérhæfa nemendur sig í almennri leiðsögn eða gönguleiðsögn.

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærileg menntun en auk þess þurfa nemendur að standast inntökupróf í erlendu tungumáli.

N O R Ð U R L A N D

„Glerárdalshringurinn er fyrir fólk á öllum aldri en þetta er ganga sem reynir virkilega á, umtalsverð hækkun þannig að fólk þarf að búa sig undir hana. Hins vegar er aðalatriðið að ætla sér ekki um of heldur njóta sem best. Því sannarlega er engu líkt að vera á göngu á tindum fjallanna við Glerárdal, horfa á miðnætursól af Kerlingu og hafa Eyjafjörðinn og nærsveitir fyrir framan sig. Oftar en hitt höfum við við hitt á slíkar veðurað-stæður í Glerárdalshringnum og þeirri upplifun gleymir enginn,“ segja þeir Viðar Sigmarsson, Ragnar Sverrisson og Sigurjón Kristinsson sem hafa veg og vanda að undirbúningi Glerár-dalshringsins 24x24 sem geng-inn verður þann 12. júlí í sumar.

Þrjár útfærslur í boðiÍ Glerárdalshringum eru gengir fjallatindarnir umhverfis Glerár-dal ofan Akureyrar en með 24x24 er vísað til þess að 24 tindar séu gengnir á 24 klukku-stundum. Vegalengd göngunnar er um 50 km og heildarhækkun um 4500 m. Lagt er upp frá

Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli að morgni laugardags, gengið upp Hlíðarhrygg og svo sem leið liggur hringinn í Glerárdal og svo að lokum niður hefðbundna leið af Súlum. Í boði eru einnig styttri göngur, þ.e. að ganga fyrstu þrettán tindana frá Hlíðar-fjalli að Jökulborgum og þaðan niður Þverárdal að bænum Þverá í Öxnadal. Þriðja útfærslan er 7-tinda ganga þar sem farið er upp frá Finnastöðum í Eyja-fjarðarsveit á Kerlingu að kvöldi laugardagsins og gengnir tind-arnir þaðan til norðurs og endað á Ytri-Súlu. Raunar má segja að þetta sé eina tækifæri fólks til að fara í skipulagða göngu á Kerl-ingu að næturlagi til að njóta miðnætursólar við Eyjafjörð eins og hún gerist best.

Í upphafi göngunnar er hópnum skipt í þrennt eftir gönguhraða og getu. Þannig fer hraðasti hópurinn alla tindana á um 18 tímum, B-hópur fer á um 24 tímum og C-hópur á 28-30 tímum. Fararstjórar leiða alla hópana, sem og hópana sem fara styttri göngurnar. Þannig segja þeir þremenningar allt gert

til að skipulag gangi sem best fyrir sig og allir komist á leiðar-enda. Gætt er vel að öllum ör-yggismálum, til að mynda með samstarfi við Björgunarsveitina Súlur.

Allir fari á sínum hraða„Þetta er í níunda sinn sem Gler-árdalshringurinn 24x24 er geng-inn. Gangan hefur verið án telj-andi óhappa og fátítt að fólk nái ekki sínu takmarki, enda mikil-vægt að allir fari á sínum hraða.

Við höfum mest verið með 140 þátttakendur en aðeins einu sinni frá árinu 2005 höfum við þurft að fella niður dagskrána, þ.e. í fyrra þegar ekki var næg þátttaka en raunar kom svo á daginn að veður var mjög vont

Miðnætursólar notið á Þríklökkum undir lok Glerárdalshringsins. Við blasa Kista, Strýta og Hlíðarfjall handan dalsins, fyrstu fjöllin í hringn-um.

Gengið niður af Bungu.

Glerárdalshringurinn 24x24 í níunda sinn þann 12. júlí:

Sólarhringur á fjallatindum

40 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 41: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

HótelstjórnunNám á háskólastigi, kennt í samstarfi

César Ritz College í Sviss

Spennandi námsmöguleiki fyrir nemendur sem lokið hafa sveinsprófi í matvælagreinum og/eða stúdentsprófi.

Námið veitir alþjóðlegt skírteini í hótelstjórnun og tekur tvær annir ásamt 1000 vinnustundum í starfsþjálfun. Nemendum býðst að ljúka

BS-námi hjá César Ritz College í Sviss.

www.mk.is

Ferðamálaskólinn sími 594 4020

Leiðsöguskólinn sími 594 4025

Upplýsingar á www.mk.is

og á skrifstofu skólans í síma 594 4000

N O R Ð U R L A N D N O R Ð U R L A N D

þá helgi sem þá átti að fara,“ segja þremenningarnir.

Mikil snjóalög eru í fjalllend-inu umhverfis Glerárdal þetta vorið sem þeir segja að geti ver-ið bæði kostur og galli fyrir gönguna. „Ef snjórinn er mjúkur

er erfiðara að ganga en að sama skapi léttara ef hann er stífur. Síðan þurfa göngumenn að gæta vel að sér með vatnið þegar mikill snjór er og gæta þess að halda birgðum sínum við með snjó því smálækir eru þaktir snjó

við þessar aðstæður,“ segja þeir. Allar upplýsingar um gönguna, lýsingu og skráningu er að finna á heimasíðu göngunnar.

24x24.is

Göngufólk á Hlíðarfjalli. Blátindur, Bunga og Strýta framundan.

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 41

Um 59 þúsund erlendir ferða-menn fóru frá landinu í nýliðn-um apríl samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það eru um 13.500 fleiri en í apríl á síðasta ári. Um er að ræða 29,4% fjölgun ferða-manna í apríl milli ára. Ferða-mannaárið fer því óvenju vel af stað að mati Ferðamálastofu en samkvæmt tölum hennar hefur orðið aukning í öllum mánuðum það sem af er ári.

Frá áramótum hafa 224.457 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 56.500 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 33,7% aukningu ferða-manna milli ára í samanburði við sama tímabil í fyrra. Aukn-ingin varð 40,1% milli ára í janú-ar, 31,2% aukning varð í febrúar og 35,3% í mars.

Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; Íbúum N-Ameríkönum hefur fjölgað um 52,1%, Bretum um 43,8%, Mið- og Suður-Evrópubúum um 20,8% og ferðamönnum frá öðr-um mörkuðum um 36,0%. Norð-urlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 9,7%.

Um 35 þúsund Íslendingar

fóru utan í apríl síðastliðnum, um sjö þúsund fleiri en í apríl árið 2013. Líklega hafa páskarnir haft áhrif á ferðagleði Íslendinga utan í apríl nú en páskarnir voru í marsmánuði í fyrra. Frá ára-mótum hafa 106.622 Íslendingar farið utan eða 7,1% fleiri en á sama tímabili árið 2013 en þá fóru 99.554 utan.

ferdamalastofa.is

Ferðamenn skoða kirkjuna í Möðrudal á fögrum sólardegi sumarið 2013. Fátt virðist koma í veg fyrir að umtalsverð fjölgun verði á komum ferðamanna til landsins miðað við síðasta ár.

Ferðamannafjöld-inn eykst hratt

Page 42: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

42 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Flugfélagið Ernir hefur vaxið úr fremur smáu fjölskyldufyrirtæki í umsvifamikinn flugrekstraraðila sem sinnir jafnt áætlunarflugi, leiguflugi, sjúkraflugi og skipu-leggur dagsferðir sem og lengri ferðir. Félagið er með höfuð-stöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Ernis, segir stöðuga aukningu hafa verið í starfsemi félagsins en það er nú með þrjár 19 sæta Jet Stream skrúfuþotur í rekstri auk nokk-urra eins hreyfils véla sem sinna útsýnisflugi. Ernir flytja 45-50 þúsund farþega á ári í áætlunar-flugi.

Met í bókunum„Það eru mun fleiri bókanir hjá okkur en nokkru sinni áður. Við erum með áætlunarflug til Vest-mannaeyja, Húsavíkur, Horna-fjarðar, Bíldudals og Gjögurs. Bókanir á þessa staði eru stöð-ugt að aukast. Farþegum okkar frá Hornafirði fjölgaði t.a.m. um 10% í mars miðað við sama tíma í fyrra. Við byrjuðum að fljúga til Húsavíkur fyrir einu ári þannig að við höfum ekki samanburð-artölur þar, en þangað höfum við flutt um 10 þúsund farþega sem við teljum bara mjög gott fyrsta árið sem við fljúgum þangað. Að öllum líkindum munum við flytja um 12-13 þús-und farþega á þessu ári,“ segir Ásgeir Örn.

Hann segir að sumarið lofi mjög góðu hvað varðar aukn-ingu á flugfarþegum til Húsavík-ur. Þar í kring séu gjöful veiði-svæði og stutt í helstu náttúru-perlur landsins. Erlendir ferða-menn eru því talsverður hluti af heildar farþegafjöldanum. Ásgeir á von á því að allt að 30% af þeim sem fljúga með félaginu til Húsavíkur í sumar verði erlendir ferðamenn. Flogið var sjö sinn-um í viku til Húsavíkur framan af en frá nóvember á síðasta ári hefur verið flogið tíu sinnum í viku. Auk þess bætast iðulega við aukaferðir þannig að heild-arfjöldi flugferða til Húsavíkur er að jafnaði 12-13 á viku.

Álögur þrýsta á fargjaldahækk-anirÁsgeir segir að góð teikn séu á lofti í rekstrinum því jafnt ein-staklingar, fyrirtæki og stofnanir séu farnir að nýta sér flugsam-göngurnar í auknum mæli. Það þurfi samt sem áður að verða mun meiri aukning til að standa undir hækkun gjalda á flug inn-anlands. Ef fram haldi sem horfi þurfi að hækka fargjöld mun meira en orðið hefur og séu oft bein tengsl á milli hækkunar far-gjalds og fækkunar farþega.

„Loks eru erlendir ferðamenn farnir að fljúga mun meira en á árunum 2009-2011. Það hefur verið aukning í norðurljósaferð-um austur á Hornafjörð. Farþeg-arnir gista þar í tvær nætur og þennan pakka vinnum við í samstarfi við ferðaskrifstofur.

Þetta lofar góðu fyrir næsta tímabil. Nú er líka mikil eftir-sókn í flug aðra leiðina á áfangastaði þar sem ferðamenn taka bílaleigubíl til að komast aftur til baka þar sem ferðin hófst.“

Ernir skipuleggur líka pakka-ferðir með afþreyingu. Dæmi um þetta er flug fram og til baka til Hornafjarðar með bátsferð um Jökulsárlón eða vélsleðaferð upp á Vatnajökul. Einnig er boðið upp á golfferðir til Vest-mannaeyja, hvalaskoðun á Húsavík, ferðir á Látrabjarg, Mý-vatnsferð og margt fleira.

Sjúkraflug og ÞjóðhátíðStærsti þátturinn í rekstrinum er engu að síður áætlunarflugið en samhliða því sinnir Ernir sjúkra-flugi á milli landa, t.a.m. með Ís-lendinga sem gangast undir líf-færaígræðslur erlendis. Félagið flýgur einnig mikið til Kulusuk með erlenda ferðamenn og sinn-ir jafnframt þjónustu við sjá v a r-útveg á vesturströnd Græn lands.

Ernir flytur gríðarlegan fjölda farþega milli lands og Eyja í

kringum Þjóðhátíð. Síðasta sum-ar voru allt að tíu flug á dag í tengslum við hátíðina. Sala er hafin á flugmiðum til Vest-mannaeyja en Ásgeir segir að bókanir hefjist ekki að ráði fyrr en um mánaðamótin maí-júní. Alltaf hefur selst upp í þessi flug.

ernir.is

Vinir Vatnajökuls eru hollvina-samtök Vatnajökulsþjóðgarðs sem fagna fimm ára afmæli í ár. Stefna Vinirnir að því að halda ráðstefnu í haust í tilefni af af-mælinu. Innan Vatnajökulsþjóð-garðs eru fjölmargar söguslóðir og einstaklega margbrotið lands-lag sem geymir ómetanlegar náttúruperlur. Vatnajökulsþjóð-garður hefur mikla sérstöðu í náttúrufarslegu tilliti í heiminum, m.a. vegna þess að þar eru átök elds og ísa enn í fullum gangi.

Stutt við fræðslu og rannsóknirMerkilegt starf er unnið hjá Vin-um Vatnajökuls varðandi Vatna-

jökulsþjóðgarð og umhverfi hans, segir Kristbjörg Hjaltadótt-ir, framkvæmdastjóri Vinanna. Hún segir félagið styðja við fræðslu, kynningu og rannsóknir á þjóðgarðinum og umhverfi hans. Hafa Vinirnir varið yfir tvöhundruð milljónum króna til verkefna á þeim sviðum frá stofnun samtakanna. Vinirnir hafa gefið út töluvert fræðslu-efni, meðal annars bókina Upp-lifðu náttúru Vatnajökulsþjóð-garðs með barninu þínu en hún er ætluð fullorðnum sem eru að ferðast með börn, hvort sem það eru forráðmenn eða kennar-ar. Einnig hafa Vinirnir gerið út

bókina Leiðsögn um Vatnajökul-sþjóðgarð á íslensku, ensku og þýsku. Síðan hafa Vinirnir gefið út 4 hefti, eitt um hvern fjórð-ung þjóðgarðsins. Heftin nefnast Litli Landvörðurinn og eru þau ætluð börnum sem heimsækja þjóðgarðinn.

ÞjóðargersemiðVatnajökulsþjóðgarður er þjóð-argersemi Íslendinga. Hann er einn stærsti þjóðgarður í Evr-ópu, var stofnaður 2008 og er markmiðið með stofnun hans að vernda Vatnajökul og landsvæði honum tengd. Vinirnir styrktu árið 2012 Lífsmynd ehf. til að

gera Jöklaveröld, 52 mínútna kvikmynd um þjóðgarðinn.

Styrkir hafa verið veittir til að efla þjóðgarðinn og umhverfi hans, má þar nefna leiksýningu sem Möguleikhúsið setti upp og nefndi Eldklerkinn. Þá styrktu Vinirnir tveggja daga námskeið fyrir starfsmenn þjóðgarða og verndaðra svæða í Skaftafelli vorið 2014 sem var mjög vel sótt.

Vinir Vatnajökuls óska næst eftir styrkumsóknum þann 1. ágúst n.k. og stendur umsóknar-frestur til 30. september.

vinirvatnajokuls.is

Ljósmyndasýning RTH-105 var fyrsta styrktarverkefni Vinanna, stórglæsileg útiljósmyndasýning Ragnars Th. Sigurðssonar á bökkum Jökulsárlóns. Ragnar er fremst á myndinni.

Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Flugfélagsins Ernis við eina af Jet Stream skrúfuþotum félags-ins.

Jet Stream er glæsilegur farkostur með sætum fyrir 19 manns.

Vinir Vatnajökuls

Flytja hátt í 50 þúsund manns á ári í áætlunarflugi

Page 43: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 43

,,Miklar vinsældir ákveðinna ferðamannasvæða leiða til þess að dreifa þarf umferðinni betur. Opna verður og greiða leiðir um fleiri svæði – sem um leið gefur þá fleiri möguleika til ferða um landið okkar,“ segir Páll Guð-mundsson, framkvæmdastjóri Ferða félags Íslands. Ferðaáætlun Ferða félags Íslands kom út í janúar. Þar má tiltaka lengri sem skemmri leiðangra um hálendið, Kjöl, Fjallabak, Lónsöræfi, Horn-strandir, Víknaslóðir, Strandir og svo má áfram telja. Einnig eru á dagskrá helgarferðir, t.d. á Fimm vörðuháls, en eldsumbrotin þar fyrir þremur árum sýna vel að landið er kvikt og í mótun.

Meðal áhugaverðustu gönguleiða heims„Laugavegurinn hefur aldrei ver-ið vinsælli,“ segir Páll „Þessi ein-staka gönguleið er alls 55 kíló-metrar, það er úr Landmanna-laugum í Þórsmörk og er yfirleitt gengin á þremur til fjórum dög-um. Er algengt að eftir fyrsta göngudaginn sé áð í skála FÍ Hrafntinnuskeri, næstu nótt í Hvanngili eða við Álftavatn, þá þriðju í skálanum á Emstrum og þaðan á fjórða degi gengið í Þórsmörk. Laugavegurinn var sl. sumar tilnefndur af National Geographic sem ein af 10 áhugaverðu gönguleiðum í

heiminum. Það var mikil viður-kenning fyrir áratugalangt upp-byggingastarf félagsins á skála-svæðum á leiðinni. Hins vegar þarf að vinna að lagfæringum á gönguleiðinni sjálfri sem nú hef-ur látið á sjá á nokkrum stöðum, bæði af völdum göngufólks og eins af náttúrufarslegum ástæð-um.“

Eigum mikið úrval gönguleiðaÁ góðu sumri ganga um sex þúsund manns Laugaveginn. „Leiðin er orðin fær síðari hlut-ann í júní og helst opin út sum-arið og fram í september. Um 100 til 120 manns leggja upp frá Landmannalaugum á hverjum morgni yfir háannatímann og eru því rúmlega 100 manns sem

ganga á milli skála dag hvern. Páll segir að aðstaðan á Lauga-veginum stýri að hluta til um-ferðinni og nú komist t.d. ekki fleiri í skála. „Þetta skapar vanda en um leið ný tækifæri. Við þurf-um að benda á fleiri möguleika þar sem byggðar hafa verið upp gönguleiðir og aðstaða svo sem við Langjökul, á Kili, Fjallabaki, Lónsöræfum og Víknaslóðum. Laugavegurinn er hins vegar orðinn svo þekktur að eftir-spurnin er mikil, en landið okkar er svo frábært að það er mikið af áhugaverðum leiðum og svæð-um.“

Eitthvað fyrir alla fjölskyldunaUm átta þúsund manns eru inn-an vébanda Ferðafélags Íslands.

Ferðafélagið er á margan hátt íhaldssamt félag og hefur lagt áherslu á gömul og góð gildi í starfi sínu. Um leið hefur félagið staðið fyrir nýbreytni í starfinu og þróast í takti við tíðarandann í samfélaginu. ,,Ferðafélag barnanna, sem er sérstök deild innan FÍ, var sett á laggirnar fyrir fjórum árum og þar eru á dag-skrá skemmtilegar fjölskylduferð-ir, svo sem fuglaskoðun að vor-lagi, útilega að sumri, sveppa-ferð að hausti og svo framvegis. Þá er Ferðafélag Íslands í sam-starfi við Landvernd og Háskóla Íslands. Er t.d. farið um svæði sem hafa verið í deiglunni t.d. vegna orkunýtingar og þar hafa Landverndarmenn leitt för og sagt frá. Þá hafa háskólamenn

farið fyrir ferðum t.d. í Reykjavík og næsta nágrenni um slóðir sem eru áhugaverðar m.t.t. sögu og náttúru.“

Útiveran er lífsstíll„Hreyfing og útivera er orðin lífsstíll þúsunda Íslendinga. Við höfum því í ríkari mæli fengið yngra fólk til að annast farar-stjórn og eigum stóran hóp farar-stjóra sem eru allt frá því að vera rétt um og yfir tvítugt yfir í að vera orðnir í kringum sjötugt. Þarna mætast því kynslóðirnar í fararstjórahópnum eins og gerist svo oft í ferðum og er svo skemmtilegt,“ segir Páll Guð-mundsson.

fi.is

Skáli Ferðafélags Íslands í Þórsmörk. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands (lengst til vinstri), ásamt öðrum fararstjórum í ferð félagsins á Snæfellsjökul. Hann segir áhersluatriði hjá félaginu að bjóða sem mesta breidd í aldri og reynslu fararstjóra í ferðum á vegum félagsins.

Ferðafélag Íslands:

Fleiri ferðamenn – fleiri svæði

32.5

m

17.15 m

Fjölsk.herb 30m2

Tveggja m. herb 20m2

Einfalt og fljótlegt!

Hafnarbakki–Flutningatækni vill kynna ykkur hagkvæmar lausnir sem við höfum unnið að ásamt samstarfsaðilum bæði hér á landi og erlendis. Smáhýsum er raðað saman á sökkla og síðan byggt þak yfir. Bjóðum upp á margar stærðir og mismunandi útfærslur, allt eftir ykkar höfði!

Eftir að smíði sökkuls og frágangi lagna er lokið er ekkert að vanbúnaði að koma einingunum fyrir á sínum stað. Það tekur aðeins nokkra klukkutíma.

Geitey í Mývatnssveit.

Breiðavík.

Leirubakki.

Hugmynd að tuttugu herbergja hóteli með sextán tveggja manna herbergjum og fjórum fjölskylduherbergjum. Gistieiningarnar í þessu hóteli eru þriggja metra breiðar og lofthæð að innan er tveir og hálfur metri.

Hringhella 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2550 • [email protected] • hafnarbakki.is

Áhugasamir hafi samband í síma 535 2550.

Herbergi á Hótel Hofi

Bjóðum salernis- og sturtuhús í ýmsum stærðum til leigu eða sölu. Leitið upplýsinga hjá sölu-mönnum okkar.

Page 44: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

A U S T U R L A N DA U S T U R L A N D

east.is

1. júní Sjómannadagshátíð á Austfjörðum.

14. júní Bjartur í byggð – rathlaup um Egilsstaði og nágrenni.

21. júní Skógardagurinn mikli – fjölskylduhátíð í Hallormsstaðaskógi.

21.-28. júní Á fætur í Fjarðabyggð – gleði- og gönguvika.

27.-28. júní Jasshátíð á Egilsstöðum.

4.-7. júlí Vopnaskak á Vopnafirði, bæjarhátíð.

10.-12. júlí Eistnaflug, rokkmetalhátíð í Neskaupstað.

12.-13. júlí Sumarhátíð ÚÍA, Egilsstöðum.

13. júlí Safnadagurinn í Minjasafni Austurlands – liður í íslenska safnadeginum.

13.-20. júlí LungA – listahátíð ungs fólks, Seyðisfirði.

25.-27. júlí Franskir dagar á Fáskrúðsfirði, bæjarhátíð.

26. júlí Tónlistarhátíðin Bræðslan, Borgarfirði eystri.

25.-27. júlí Smiðjuhátíð í Tækniminjasafni Austurlands, Seyðisfirði.

29. júlí Hernámsdagurinn Reyðarfirði.

1.-4. ágúst Neistaflug – bæjarhátíð í Neskaupstað.

3. ágúst Hrafnkelsdagurinn á Aðalbóli í Hrafnkelsdal.

8.-17. ágúst Ormsteiti – tíu daga lista- og fjölskylduhátíð á Héraði.

9. ágúst Tour de Ormurinn – hjólakeppni sem hefst í Hallormsstaðaskógi.

4. október Haustroði – markaður og fjölskylduhátíð á Seyðisfirði.

Október Sviðamessa á Djúpavogi.

Bláa kirkjan, SeyðisfirðiRöð sex sumartónleika í Seyðisfjarðarkirkju sem haldnir eru á miðvikudagskvöldum, þeir fyrstu 2. júlí og þeir síðustu 6. ágúst.

Rolling Snowball 5, Djúpavogi Myndlistarsýning 32 samtímalistamanna frá Kína, Hollandi og Íslandi. Stendur frá 15. júlí til 15. ágúst.

Tónleikaröð í Egilsstaðakirkju og VallaneskirkjuTónleikar haldnir 22. júní, 26. júní, 3. júlí, 6. júlí og 10. júlí.

Skaftfell, Seyðisfirði Sumarsýningar og viðburðir í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði, sjá skaftfell.is

Sláturhúsið, Egilsstöðum Sumarsýningar og viðburðir í menningarsetrinu Sláturhúsinu á Egilsstöðum, sjá slaturhusid.is

Sjá nánar á east.isHeimild og myndir: Upplýsingamiðstöð Austurlands.

Meðal viðburða á Austurlandi

44 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 45: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

Göngu- og gleðivikan „Á fætur í Fjarðabyggð“ hefst laugardaginn 21. júní og lýkur laugardaginn 28. júní. Vikan samanstendur af fjölda viðburða á þessum átta dögum. Alla dagana eru í boði langar göngur fyrir garpana, stuttar fjölskyldugöngur og kvöldvökur eru fastur liður í dagskránni. Að gönguvikunni standa Ferðaþjónustan Mjóeyri á Eskifirði, Ferðafélag Fjarða-manna, Ferðamálafélag Fjarða-byggðar, Meet the locals og sveitarfélagið Fjarðabyggð og að auki aðilar eins og Göngufélag Suðurfjarða, Náttúrustofa Austur-lands, Menningarráð Austurlands og fleiri.

„Við erum að halda þessa hátíð í sjöunda skiptið nú í ár og hefur fjöldi þátttakenda farið heldur vaxandi ár frá ári en auðvitað spilar veðrið stóran þátt í fjöldanum,“ segir Sævar Guðjónsson hjá Ferðaþjónust-unni Mjóeyri. Árið 2013 tóku um 650 manns þátt í 16 göngu ferð-um og á annað þúsund manns mættu á kvöldvökurnar sem voru 9 talsins. Þá tóku 12 börn tóku þátt í náttúru- og leikja-nám skeiðinu. „Þetta var mikil gleði og gaman enda lék verið við okkur,“ segir Sævar.

Fimm fjöll og láglendisgöngurOg ekki er dagskráin í ár af lak-ara taginu. Gengið verður á fimm fjöll yfir 740 metrum á gönguvikunni, þ.e. Hólafjall milli Seldals og Fannardals (1001 m), Andra í Eskifirði (901 m), Sjónhnjúk í Reyðarfjarðarbotni (1192 m), Sandfell í Fáskrúðs-firði (743 m) og Goðatind (912 m).

Ýmsar skemmtilegar göngur verða á láglendi fyrir þá sem það kjósa frekar en m.a. er gengið um afréttina norðan Dalatanga, Brekkuþorp í Mjóafirði skoðað, fjölskyldu-ganga verður í Páskahelli í Norð firði, Helgustaðarárgil í Reyð ar firði verður skoðað, geng ið verður yfir Eyrarhjalla í Reyðarfirði sem og um Hólma-nesið milli Eskifjarðar og Reyð-ar fjarðar. Einnig verður 18 km ganga frá Karlsárskála til Vöðlavíkur þar sem m.a. verður skoðað flak þýskrar Henkel 111 orrustuflugvélar á Valahjalla.

Veglegar grillveislur og kvöldvökurÍ boði verða náttúru- og leikja-námskeið fyrir börnin sem Ferða þjónustan Mjóeyri og Nátt-úrustofa Austurlands hafa um-sjón með. Þeir sem kaupa sér-staka stimpilbók og fara á topp allra fjallanna fimm fá sérstakan verðlaunagrip og nafnbótina Fjallagarpur gönguvikunnar. Eins og áður segir verða vegleg-ar grillveislur á kvöldin og kvöldvökur fyrir þátttakendur.

Hægt er að taka þátt í einstökum dagskrárliðum gegn

gjaldi eða kaupa gönguvikukort sem veitir aðgang að öllum viðburðum vikunnar. Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára en skilyrði að þau séu í fylgd með fullorðnum.

fjardabyggd.ismjoeyri.is

Kvittað fyrir að hafa náð toppn-um.

Í rjómaveðri í gönguvikunni „Á fætur í Fjarðabyggð“.

Sjöunda ár gönguvikunnar í Fjarðabyggð

A U S T U R L A N DA U S T U R L A N D ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 45

Page 46: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

A U S T U R L A N DA U S T U R L A N D

Hin virta ferðahandbók; Lonely Planet er með Seyðisfjörð númer sjö

á „topp pick“ lista sínum yfir áhugaverða staði á Íslandi.

Þú finnur upplýsingar um Seyðisfjörð á vefsíðunni visitseydisfjordur.com

Eins og alltaf verður ýmislegt um að vera á Seyðisfirði í sumar en staðinn sækja heim þúsundir ferðamanna á ári hverju, inn-lendir sem erlendir. Heimamenn hafa upp á ýmislegt að bjóða og skulu hér taldir til nokkrir við-burðir en af mörgu er að taka.

Sýningar í SkaftfelliSýningar og uppákomur eru árið um kring í Skaftfelli. Dagana 28.-31 maí næstkomandi verður sýning á verki eftir Agnes Klar og Lukas Kindermann í Bóka-búðinni, verkefnarými. Í verkinu eru skoðaðar hreyfingar í mynd-um frá mismunandi sjónarhorn-um, myndin sjálf, listamaðurinn í myndinni, og hreyfing áhorf-andans er knúin fram.

Sumarsýningin í Skaftfelli verður opnuð þann 17. júní og stendur fram til 30. september. Þar er um að ræða samsýningu valinna nútímalistamanna sem eru í virkum samskiptum við Seyðisfjörð í dag. Sýningarstjóri er Ráðhildur Ingadóttir. Sýningin verður opin daglega en leiðsögn um hana verður í boði alla mið-vikudaga kl. 16.

Þann 28. ágúst kl. 16 verður opnuð sýningin Secret Garden Terrace. Um er að ræða utan-dyra skúlptúr eftir Susanna Asp. Verkið verður afhjúpað formlega í garði gestavinnustofunnar Hóls að Vesturvegi 15. Nánari upplýs-ingar má sjá á heimasíðu Skaft-fells, skaftfell.is.

LungA og Smiðjuhátíðin í júlíLungA hátíðin verður haldin í 15. skiptið dagana 13.-20. júlí. Þar verður að venju framsækin og metnaðarfull dagskrá þar sem lítið og meira þekktir listamenn, alls staðar að úr heiminum, koma fram. Einnig listasmiðjur, myndlistasýningar, gjörn ingar, uppá komur, ungmennaskipti, upp skeruhátíð, bíó, DJ partý og stórtónleikar á útisviði. Sjá nánar á lunga.is

Smiðjuhátíð Tækniminjasafns-ins verður haldin dagana 25.-27. júlí. Þetta er fræðandi og skemmtileg fjölskylduhátíð þar

sem hægt verður að skoða handverk og sjá handverksmenn vinna. Hátíðin hefst á föstudegi og stendur fram á sunnudag. Fjölmörg sýningaratriði verða í boði og handverksnámskeið. Gestir munu geta fylgst með handverksmönnum þar sem þeir steypa úr málmi, smíða í eld-smiðju, spinna og flétta úr hrossahárum og margt fleira.

Safnið er lifandi safn í sögu-legu umhverfi og má þess geta að þarna er fyrsta ritsímstöðin á Íslandi, fyrsta vélsmiðjan og ein af fyrstu riðstraumsvirkjunum landsins. Fyrir hungraða verður alvöru íslenskur matur í boði við Angrósbryggju. Á föstudeginum verða tónleikar í Angró. Slegið verður upp alvöru bryggju balli á laugardeginum. Aðgangur á há-tíðina er ókeypis og einnig á tónleika og bryggjuballið.

Fleiri viðburðirMargt fleira verður á dagskrá á

Seyðisfirði í sumar. Frá 2. júlí til 6. ágúst verður efnt til sumartón-leikaraðar í Bláu kirkjunni öll miðvikudagskvöld og laugardag-inn 16. ágúst verður efnt til svo-kallaðrar Hverfahátíðar þar sem verður skemmtun, grill og sam-vera.

Í haust efna Seyðfirðingar svo til Haustroða, markaðshátíðar fjölskyldunnar, laugardaginn 4. október þar sem verður m.a. á boðstólum kompudót, uppskera sumarins, ljósmyndasamkeppni, handverk o.fl. Loks má nefna Daga myrkurs um allt Austur-land í nóvember.

visitseydisfjordur.com

LungA hátíðin verður haldið í fimmtánda skipti í sumar, dagana 13.-20. júlí. Þar verður að venju framsækin og metnaðarfull dagskrá. Myndin er tekin á hátíðinni sumarið 2013. Mynd: LungA.

Seyðisfjörður hefur upp á margt að bjóða fyrir gesti og gangandi í sumar sem endranær. Mynd: Hlynur Oddsson.

Margt um að vera á Seyðis-firði í sumar

Annað árið í röð er Gallerí Kol-freyja á Fáskrúðsfirði með sölu á handverki heimamanna í Tanga, gamla kaupfélagshúsinu á Búð-um. Gallerí Kolfreyja eru sölu-samtök handverksfólks á Fá-skrúðsfirði og er handverkssalan opin alla daga yfir sumartímann og er mikil fjölbreytni í því sem á boðstólum er.

„Þetta var reynt í fyrsta sinn í fyrrasumar og í ljós kom að það sprungu út handverksmenn í öllum hornum hér á Fáskrúðs-firði, enda býr hér hugmyndaríkt og skapandi fólk,“ segir Berg-lind Ósk Agnarsdóttir sem stendur ásamt fleirum að hand-verkssölunni í Tanga.

„Gamla kaupfélagshúsið Tangi var byggt árið 1895 sem verslunar- og íveruhús. Nú er nýlokið endurbyggingu hússins í upprunalegri mynd þannig að

það ekki síður gaman fyrir fólk að koma og sjá hvernig þetta fallega hús hefur gengið í end-urnýjun lífdaga. Að því er sann-

kölluð bæjarprýði hjá okkur hér á staðnum. Handverkssalan er í þeim hluta hússins sem áður hýsti verslunarreksturinn og má

segja að þetta sé eins og að koma inn í gamla kaupfélagið,“ segir Berglind Ósk.

Gamla kaupfélagshúsið Tangi sem nú hýsir handverksmarkað Gallerís Kolfreyju. Eftir endurbyggingu hússins er sannkölluð bæjarprýði að því.

Mynd: Jóhanna Kr. Pálsdóttir.

Hagleiksfólk birtist í öllum horn-um á Fáskrúðsfirði þegar kallað var eftir handverki á markað heimamanna.

Fáskrúðsfjörður:

Handverks mark að ur Gallerís Kol freyju í Tanga

46 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 47: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

Siglingar Smyril Line milli Ís-lands, Færeyja og Norðurlanda hófust árið 1975 og hafa því staðið yfir í næstum fjörutíu ár. Þáttaskil urðu með tilkomu nú-verandi skips sem hóf siglingar árið 2003. Það tekur um 1.500 farþega og 800 bíla. Þrír veit-ingastaðir eru um borð, fríhöfn, sundlaug og barir sem bæði eru innandyra og úti á dekki. Þá er einnig líkamsræktaraðstaða og góð leikjaaðstaða fyrir börn auk þess sem gervihnattasjónvarp er í hverjum klefa.

Norræna siglir frá Seyðisfirði alla fimmtudaga. Þaðan er stutt að fara til Færeyja og því tilvalið að bæta Færeyjum við ferðalagið hjá þeim sem eru að ferðast hringinn í kringum Ísland á fjöl-skyldu- eða húsbílnum.

„Við bjóðum frábært verð til Færeyja sem sem opnar tækifæri fyrir Íslendinga að heimsækja nágranna og vini. Það tekur að-eins 17 klukkustundir að sigla frá Seyðisfirði til Færeyja,“ segir Sigurjón Þór Hafsteinsson, fram-kvæmdastjóri Norrænu ferða-skrifstofunnar.

Fleiri nýta sér Norrænu sem ferðamáta í sumarfríinuSigurjón Þór segir að fólk sé í auknum mæli að bóka sig í ferð-ir fram og til baka, bæði fjöl-skyldur og hjónafólk með hús-bíla sem vilja nýta sér þann möguleika að nota bílana sína til sumarleyfisferða í Evrópu. Þann-ig sigla þeir sem stefna á megin-land Evrópu áfram með skipinu frá Færeyjum og geta síðan haldið för sinni áfram frá Dan-mörku nánast í allar áttir. Nor-ræna opnar þannig allt megin-land Evrópu fyrir íslenska ferða-langa.

Siglingar um Miðjarðarhaf og Karabíska hafiðNorræna ferðaskrifstofan er einn ig umboðsaðili fyrir Nor-wegian Cruise Line og býður siglingar í Miðjarðarhaf og Kara-bíska hafið á mjög hagstæðu verði en íslensk fararstjórn er í siglingunni. Þegar siglt er um arabíska hafið er gist í Orlando í Flórída í fjórar nætur og siglt í eina viku með viðkomu á nokkrum af fallegustu stöðum Karabíska hafsins svo sem Hondúras og Mexíkó.

„Einnig erum við með mjög spennandi ferð frá Los Angeles til Mexíkó, Kosta Ríka, Kólum-bíu, siglt um Panamaskurðinn og til Flórída svo dæmi séu tek-in. Þessar ferðir hafa verið mjög vinsælar og verðið hefur komið mörgum á óvart,“ segir Sigurjón.

Norwegian Cruise Line hefur verið valið besta skipafélag í Evrópu fimm ár í röð.

smyrilline.is norræna.is

A U S T U R L A N DA U S T U R L A N D

þangað liggur beinn og breiður vegur

Við tökum vel á móti þérwww.vopnafjörður.is

Vopnafjörður

VOPNAFJÖRÐUR

Norræna siglir frá Seyðisfirði. Hún tekur 800 bíla. Sigurjón Þór Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Norrænu ferðaskrifstof-unnar, er bjartsýnn á sumarið.

Norræna opnar landamær-in að allri Evrópu

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 47

Page 48: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

A U S T U R L A N DA U S T U R L A N D

www.hotel701.is - Sími [email protected]

Hótelgisting – Matarævintýri

Dekurhópar - Spa - Fundir

Ráðstefnur – Veisluþjónusta

Upplifðu á Hótel Hallormsstað!

Vopnafjörður er einn af veður-sælustu stöðum landsins, sögu-ríkur, vinalegur og fagur fjörður sem gaman er að sækja heim. Fjörðurinn er stór og skiptist í þrjá dali. Selárdalur er nyrstur, þá Vesturárdalur sem vegurinn til Vopnafjarðar liggur nú um og austast er Hofárdalur sem tengd-ur er við Vesturárdal með svo-kallari millidalaleið.

Á Vopnafirði er fjöldi mögu-leika til afþreyingar og útivistar. Merktar gönguleiðar eru fjöl-breyttar og leiða á vit náttúru-perla Vopnafjarðar. Ljósa stapi eða „Fíllinn“, er ein þeirra, stein-drangur í austanverðum Vopna-firði. Einn af harla fáum fílum á Íslandi!

Fuglabjargarnes er annar stað ur sem vert er að heim-sækja, friðland með miklu fugla-lífi og þverhníptum björgum beint niður í sjó. Í Þverárgili er falleg gönguleið þar sem lita-dýrð líparíts blasir við í annars blágrýtislegu umhverfi og Hofs-borgartunga býður uppá göngu um gróðursælt og fagurt um-hverfi, rétt við Hofsá.

Vopnafjörður hefur um langt árabil verið þekktur fyrir lax-veiðiárnar í firðinum. Allir geta keypt veiðileyfi á silungasvæði Hofsár sem og í Nykurvatni í

Bustarfelli. Efst uppi á Bustarfell-inu er hringsjá. Útsýni þaðan er stórfenglegt í góðu veðri þar sem sjá má stóran hluta Vopna-fjarðar og fjallahringinn um-hverfis hann.

Vesturferðir, Múlastofa og ferðamannaupplýsingar í KaupvangiMenningarsetur Vopnafjarðar, Kaupvangur, er áhugaverður staður heim að sækja. Húsið er eitt af elstu húsum kauptúnsins og setur mikinn svip á það. Húsið var byggt árið 1882 sem verslunarhúsnæði fyrir Örum og Wulff. Um 1914 hverfa Örum og Wulff frá Vopnafirði og Kaup-félagið rak eftir það sína verslun í húsinu.

Í Kaupvangi hefur upplýs-ingamiðstöð ferðamála aðsetur. Þar má meðal annars fá upplýs-ingar um merktar gönguleiðir í Vopnafirði, áhugaverða staði fyrir ferðamenn að skoða eða aðrar þær upplýsingar sem gesti svæðisins kann að skorta í heimsókn sinni. Auk þess er þar Múlastofa, sýning um líf og list þeirra bræðra Jóns Múla og Jón-asar Árnasona sem flestum Ís-lendingum eru að góðu kunnir á einn eða annan hátt. Hver kann-ast ekki við „Ekki gráta elskan

mín, þó þig vanti vítamín…“ eða hið þekkta sönglag þeirra „Einu sinni á ágústkvöldi“?

Vesturfaramiðstöð Austur-

lands er einnig í Kaupvangi og þar eru gerð skil ferðum þús-unda Vopnfirðinga um aldamót-in 1900 vestur um haf í leit að betri lífskjörum. Þá er þar einnig að finna handverkshúsið og Kaupvangskaffi hvar fá má úr-vals kaffi, tertur og létta rétti.

Sagan frá 1770 í BustarfelliÍ Hofsárdal, stendur gamla ætt-arsetrið Bustarfell, einn af best varðveittu torfbæjum Íslands. Sérstaða safnsins felst í glöggri miðlun breyttra búskapar- og lifnaðarhátta fólks allt frá því fyrir 1770 til þess er hætt var að búa í bænum árið 1966. Við hlið safnsins stendur kaffihúsið Hjá-leigan þar sem njóta má þjóð-legra veitinga í fegurð og frið-sæld sveitasælunnar.

Rétt innan við Minjasafnið á Bustarfelli er merkt gönguleið upp með Þuríðará, að Álfkonu-steini. Merkilegar beinaleifar fundust í Þuríðarárgili árið 1985, leifar af hjartardýri frá því fyrir ísöld og eru einu spendýraleif-arnar sem fundist hafa á Íslandi frá þeim tíma.

Sundlaug sveitarfélagsins er í Selárdal, á bökkum einnar mestu laxveiðiár Íslands. Við sundlaugina er stór sólpallur, sólstólar og heitir pottar. Leitun er að jafn fagurri staðsetningu fyrir sundlaug enda er hún róm-uð fyrir umhverfi sitt.

vopnafjordur.is

„Fíllinn“, stapinn í austanverðum Vopnafirði.

Í kauptúninu í Vopnafirði er Kaupvangur, menning-arsetur sem hefur að geyma Múlastofu og sögu vest-urfara úr röðum Vopnfirðinga. Húsið sjálft er frá árinu 1882.

Fjöldi gönguleiða er í Vopnafirði þar sem skoða má sögufræga staði og náttúruundur.

Staðsetning sundlaugarinnar í Selárdal skapar henni algjöra sérstöðu meðal íslenskra sundstaða og er eiginlega skylduheimsókn þeirra sem sækja Vopnafjörð heim.

Saga og náttúruperlur á Vopnafirði

48 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 49: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

A U S T U R L A N DA U S T U R L A N D

„Ferðaþjónusta hefur vaxið mjög hér í Breiðdalsvík undanfarin ár og mikil uppbygging átt sér stað, enda leggja æ fleiri ferða-menn leið sín hingað,“ segir Páll Baldursson, sveitarstjóri í Breið-dalsvík. Fiskvinnsla og landbún-aður voru lengi aðal atvinnu-greinar bæjarbúa og nærsveit-unga en ferðaþjónustu hefur heldur betur vaxið fiskur um hrygg og sækir stöðugt í sig veðrið. Þannig eru gistirými, sem til boða standa, vel á annað hundraðið og líklega eru hvergi á Íslandi jafnmargir veitingastað-ir miðað við íbúafjölda og ein-mitt þar. Íbúarnir eru um það bil 200 talsins og veitingastaðirnir átta, þ.e. í Hótel Bláfelli, Hótel Staðarborg, í Veitingahúsinu Eyj-um, Café Margréti, Silfurbergi

sveitahóteli, Óðinsferðum, Höskuldsstöðum og hjá Ferða-þjónustunni Háleiti.

Breiðdalssetur í Gamla kaupfélaginuLítil útisundlaug er í Breiðdals-vík með heitum potti og í miðju þorpinu, við hlið leikskólans, er skjólsælt og gott tjaldstæði með öllum þeim þægindum sem ferðalangar kjósa.

Breiðdalssetur er í elsta húsi þorpsins, Gamla kaupfélaginu, sem reist var árið 1906. Þar er miðstöð menningar, sögu og þekkingar. Á setrinu getur ferða-fólk kynnt sér jarðfræði Austur-lands, en í húsinu er Jarðfræði-setur George P.L. Walkers og einnig er þar að finna sögu og verk hins kunna málvísinda-

manns Stefáns Einarssonar fyrr-verandi prófessors við John Hopkins háskóla í Baltimore.

Í Breiðdalsvík er líka hús sem gengur undir nafninu „Nýja kaupfélagið,“ en það hefur verið

gert upp á skemmtilegan hátt og nú eru þar kaffihús, krá, ferða-mannaverslun með úrvali af gjafavöru og handverki af ýmsu tagi auk þess sem þar er einnig verslun 66° Norður.

Fjölbreytt afþreyingAfþreying af ýmsu tagi stendur þeim til boða sem sækja Breið-dalsvík heim. Nefna má Breið-dalsá, sem er með fallegri lax- og silungsveiðiám landsins, og einnig er hægt að fá veiðileyfi í Kleifarvatni og Mjóavatni. „Við höfum líka upp á að bjóða fjölda skemmtilegra gönguleiða en margir ferðamenn hafa áhuga fyrir slíkum ferðum og verða ekki sviknir af því að ganga hér

um svæðið,“ segir Páll. Hann nefnir einnig Meleyri, sem er falleg strönd innan við Breið-dalsvík, en þar er líka ríkulegt fuglalíf sem gaman er að fylgjast með um leið og fjölskyldan gengur eftir ströndinni.

Í næsta nágrenni eru svo fornfrægir staðir eins og Heydal-ir þar sem hefur verið kirkja frá fyrstu tíð kristni hér á landi en prestsetrið þar þótti löngum með betri brauðum landsins. Þar er minnisvarði um sálmaskáldið Einar Sigurðsson sem eitt sinn sat þar og orti m.a. hinn þekkta jólasálm, Nóttin var sú ágæt ein.

breiddalur.is

Eins og fyrri sumur standa Skorrahestar á Skorrastað í Norðfirði í Fjarðabyggð fyrir hestaferðum um Norðfjörð og Gerpissvæðið, austast á Aust-fjörðum. Þetta er sjótta árið sem þau hjónin Þórður (Doddi) Júlí-usson og Theódóra Alfreðsdótt-ir, sem eiga og reka Skorrahesta, bjóða upp á hestaferðir við ysta haf.

Kemur sem gestur – ferð sem vinurÞað hefur löngum verið gest-kvæmt á Skorrastað og er áhersla lögð á persónuleg tengsl við gestina. „Þú kemur sem gest-ur en ferð sem vinur,“ segir Doddi og bætir hlæjandi við að sumir gestir sem hafi dvalið hjá þeim á undanförnum árum hafi fullyrt að Skorrahestar væru besta leyndarmál ferðaþjónust-unnar á Íslandi!

„Hestarnir okkar eru bæði vel tamdir og þjálfaðir. Í þeim hópi finnst alltaf hestur sem hentar hverjum gesti og leiðirnar sem farnar eru kalla fram minningar um búsetu aldanna,“ segir Doddi sem kallar sig heimaalinn leiðsögumann, enda fæddur og uppalinn á Skorrastað. Hann er frásagnarglaður, söngvin og hress kall og Thea er handverks-kona og góður kokkur. Aðrir fjölskyldumeðlimir taka einnig þátt í ferðaþjónustunni, eins og tími þeirra leyfir frá störfum og námi. Heima á Skorrastað er

einnig boðið upp á gistingu í gömlu útihúsunum, sem hafa verið gerð upp á smekklegan hátt, og eru nú kjörinn staður fyrir fjölskyldur og ferðalanga til að njóta íslenskar sveitasælu í skjóli austfirsku fjallanna – þar sem lognið hlær svo dátt!

Fjölbreytt ferðaúrvalÍ sumar eru sem fyrr skipulagðar hestaferðir á föstum dagsetning-um hjá Skorrahestum. Hver ferð er sex dagar og eru tvær fyrstu ferðirnar, frá 27. júní til 3. júlí og 6.-12. júlí, skipulagðar í tengslum við Landsmót hesta-manna á Hellu. Þá eru skipu-lagðar ferðir í boði 3.-10. ágúst og 21.-27. ágúst. Einnig er boðið upp á sérsniðnar ferðir á öðrum tímum fyrir þá sem þess óska. Geta þær verið allt frá dagsferð upp í vikuferð en mikilvægt er að skipuleggja þær með góðum fyrirvara. Þá er í sumar boðið upp á æfingabúðir í hesta-mennsku fyrir ungt fólk frá 11.-17. ágúst og 11.-16. september gefst áhugasömum kostur á að taka þátt í smalamennsku með Skorrahestum – og auðvitað á hestum!

Reiðleiðir Skorrahesta liggja eins og fyrr segir um Gerpis-svæðið; Hellisfjörð, Viðfjörð, Barðsnes, Vöðlavík og dali og fjöll í kringum Norðfjörð og eru þær um margt ólíkar því sem ferðamönnum stendur til boða í hestaferðum annars staðar á

landinu. Ekki sakar heldur að leiðsögumaðurinn kryddar ferð-irnar með fróðleik og þjóðsög-um af svæðinu enda af nógu að taka.

skorrahestar.is

Hestaferðir og gisting í boði hjá Skorrahestum í Norðfirði

Saga, menning og náttúra í Breiðdal

Flestir viðskiptavina Skorrahesta eru erlendir ferðamenn, einkum frá Þýskalandi, en Íslendingum hefur einnig farið fjölgandi á þeim sex ár-um sem liðin eru frá því reksturinn hófst.

Gamla Kaupfélagið, elsta húsið í Breiðdalsvík, var reist var árið 1906 og hefur nú fengið nýtt hlutverk.

Margt er hægt að gera sér til dundurs á ferðalagi um Breið-dalsvík, m.a. að setjast niður og prjóna.

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 49

Page 50: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

Í maímánuði 2014 er rétt ár síð-an nýr veitingastaður, Salt café & bistro var opnaður að Mið-vangi 2-4 í miðbæ Egilsstaða. Eins og nafnið gefur til kynna er veitingastaðurinn hvort tveggja í senn, kaffihús með kökum og öðru bakkelsi og einnig mat-sölustaður með fjölbreyttan mat-seðil þar sem lögð er áhersla á heilsusamlega rétti. „Viðtökurnar sem við höfum fengið þetta fyrsta ár hafa verið frábærar,“ segir Sigrún Jóhanna Þráinsdótt-ir, framkvæmdastjóri Gráa hundsins sem á og rekur Salt café & bistro. Hún segir að reksturinn hafi gengið vel allt frá byrjun og síðasta sumar hafi ver-ið mjög gott. Í september var svo komið að þau höfðu sprengt utan af sér húsnæðið og því var ákveðið að ráðast í breytingar og að stækka bæði eldhúsið og veitingastaðinn. Staðurinn var opnaður aftur eftir breytingar í nóvember og hefur verið nóg að gera síðan. „Í dag getum við tekið á móti 70 til 80 manns í sæti og útisvæðið hefur einnig verið stækkað sem mun sjálfsagt koma að góðum notum í sumar.“

Áhersla á heilsusamlega rétti mælist vel fyrirSigrún segir það hafa komið ánægjulega á óvart hvað áhersla þeirra á heilsusamlega rétti hafi mælst vel fyrir bæði meðal

ferðamanna og íbúa af svæðinu. Þá eru austurlenskir réttir úr Tandoori ofninum mjög vinsælir að ógleymdum salötunum sem eru borin fram með brauði, olífuolíu og dukkah kryddi. „Auðvitað bjóðum við líka pizz-ur og hamborgara en þá reynum við að vera með hollari útgáfur. Þannig notum við sem dæmi spelt og súrdeig í hamborgara-brauðin og í staðinn fyrir fransk-ar kartöflur með hamborgaran-um geta menn valið að fá sætar kartöflur. Síðan má ekki gleyma boostinu en í dag erum við með þrjár tegundir af boosti sem njóta mikilla vinsælda.“ Nýjasta viðbótin hjá Salt café & bistro eru sushiframleiðsla og er hægt að panta hjá þeim sushibakka af ýmsum stærðum og gerðum auk

þess sem þau bjóða nú upp á veisluþjónustu.

Fyrirtækið Grái hundurinn, sem á veitingastaðinn Salt café & bistro, rekur einnig Hótel Hallormsstað. Þetta er fjöl-

skyldufyrirtæki sem Þráinn Lár-usson stofnaði ásamt þáverandi eiginkonu sinni og rekur nú ásamt börnum sínum Sigrúnu Jóhönnu og Kristjáni Stefáni. Sigrún Jóhanna er hótelstjóri og

framkvæmdastjóri Gráa hunds-ins en Kristján Stefán sér um daglegan rekstur veitingastaðar-ins Salt café & bistro ásamt Gróu Kristínu Bjarnadóttir.

saltbistro.is

A U S T U R L A N DA U S T U R L A N D

Sími / Tel. 478 8119 - Fax 478 8183GSM / Mobile 659 1469 (Leiðsögumaður)

GSM / Mobile 866 1353 (Már)GSM / Mobile 862 4399 (Þórlaug)

Netfang / Email: [email protected]

Fjölbreytileiki er í bæjarhátíðum í Fjarðabyggð í sumar eins og sjá má á meðfylgjandi yfirliti. Sumarið hefst með sjómanna-dagshátíðarhöldum og síðan rekur hver hátíðin aðra þar sem útivera, menning, tónlist og saga eru í aðalhlutverkum.

1. júní Sjómannadagurinn, Eskifirði. Líf-ið var saltfiskur – ekta sjó-mannadagsstemning.

21.-28. júníÁ fætur í Fjarðabyggð, göngu- og gleðivika. Stakar ferðir, kvöldvökur eða allur pakkinn með gönguvikukortinu. Vika sem gengur að öllu leyti upp!

29. júlíHernámsdagurinn Reyðarfirði. Dátar, offíserar og fínar frúr setja svip á bæinn í boði leikfélags Reyðarfjarðar. Stríðsárin lifna við.

10.-12. júlí Eistnaflug, Hard Rock Festival (Neskaupstaður).

25.-27. júlí Franskir dagar, Fáskrúðsfirði. Fjölskylduhátíð með frönsku ívafi.

1.-4. ágústNeistaflug, Neskaupstað. Fjöl-skylduhátíð eins og þær gerast bestar.

Hægt er að fylgjast með dag-skrá hátíðanna á neistaflug.is, franskirdagar.com, fjardabyggd.is, east.is og fjardabygggd.is.

Þungarokkið tekur öll völd á Eistnaflugi.

Frá hernámsdeginum á Reyðarfirði sem í ár verður 29. júlí.

Þrátt fyrir að veitingastaðurinn Salt café & bistro sé aðeins eins árs gamall er þegar búið að stækka staðinn einu sinni.

Systkinin Sigrún Jóhanna og Kristján Stefán reka Salt café & bistro og Hótel Hallormsstað ásamt föður sínum, Þráni Lárussyni.

Salt café & bistro fær góðar viðtök-ur á Egilsstöðum

Sumarhátíðir í Fjarðabyggð

50 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 51: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

A U S T U R L A N DA U S T U R L A N D

Breiðdalur …brosir við þér

Hér

aðsp

rent

Kannaðu málið!www.breiddalur.is

Austurland ævintýrannaBreiðdalsvík er frábær viðkomustaður fyrir fjölskylduna á ferðalagi.

Á Breiðdalsvík er frítt tjaldsvæði.

Breiðdalur hefur að geyma náttúruperlur sem bíða þess að verða uppgötvaðar.

Afþreyingarmöguleikar eru margir: göngur, veiði, hestaferðir, ævintýraferðir, útimarkaður, safn, fræðasetur, sundlaug, leiksvæði, fjara, fjöll og fleira og fleira!

ýrannaMarkaðssvið Austurbrúar/Upp-lýsingamiðstöð Austurlands hef-ur gefið út nýtt kort af Austur-landi (Map of East Iceland) fyrir árið 2014-2015. Sú nýbreytni er í ár að á bakhliðinni er að finna hugmyndir að skemmtilegum dagleiðum í landshlutanum.

Kortið hefur verið gefið út ár-lega og er mjög vinsælt hjá bæði íslenskum og erlendum ferða-mönnum. Það hefur að geyma vegaupplýsingar um fjórðunginn en að auki er nú boðið upp á dagleiðakort á bakhliðinni. Þar

eru hugmyndir að skemmtileg-um dagleiðum og bent á áhuga-verða áfangastaði og stuttar gönguleiðir í landshlutanum.

Markmiðið er að vekja enn frekar athygli á þeim fjölmörgu áfangastöðum sem Austurland hefur upp á bjóða. Kortið er gef-ið út í 38.000 eintökum og því er dreift ókeypis.

Hægt er að nálgast kortið í Upplýsingamiðstöð Austurlands, Miðvangi 2-4, Egilsstöðum.

east.is

Nýtt kort af Austurlandi fyrir árið 2014-2015

Langþráður draumur um nýtt hlutverk Franska spítalans á Fá-skrúðsfirði verður að veruleika nú í byrjun júní þegar opnað verður Fosshótel Austfirðir og um leið verður opnuð sýning eða safn í húsinu sem helgað er sögu veiða Frakka við Íslands-strendur. Fer vel á því þar sem Franski spítalinn var einn þriggja spítala sem byggðir voru á Ís-landi af franska ríkinu til að þjóna fjölda franskra fiskimanna sem stunduðu veiðar við landið.

Merk saga húsannaHúsið sjálft er merkilegt og ekki síður sú saga sem því tengist. Húsið var tekið niður á Búðum og flutt út á Hafnarnes 1939. Þá var veiðum franskra fiskiskipa lokið á Íslandsmiðum en vísir kominn að útræðisþorpi þar. Húsið var þar notað sem íbúðar-hús og skóli. Þegar mest var bjuggu milli 50 og 60 manns í húsinu og var búið í því fram um 1964. Síðan stóð það í eyði í nær 50 ár og fékk nær ekkert viðhald allan þann tíma sem það stóð á Hafnarnesi. Húsið var því orðið mjög illa farið og nær að hruni komið þegar Minjavernd hf. tók tók ákvörðun árið 2008 ákvörðun um að end-urbyggja húsið og var því fund-inn staður við Hafnargötu, neð-an við Læknishúsið sem Frakkar

reistu 1907. Þessi tvö hús hafa síðan verið tengd saman með göngum undir Hafnargötuna. Jafnframt hefur kapella Frakka, sem byggð var 1898, verið flutt niður að Hafnargötu á ný og endurbyggð við hlið Sjúkraskýl-isins, endurgerðs fyrsta húss sem Frakkar reistu á Fáskrúðs-firði 1896. Ennfremur hefur Lík-húsið verið endurgert, en það stóð upphaflega ögn ofan og austan Spítalans. Saman standa þar því nú öll þau hús eða end-urgerðir þeirra, sem Frakkar reistu á sínum tíma, á árabilinu 1896 til 1907.

Sýning um líf og afdrif frönsku sjómannannaAð sýningunni um veiðar Frakka hér við land stendur Safnastofn-un Fjarðabyggðar en hönnuður hennar er Árni Páll Jóhannsson. Hann segir sýninguna að stærst-um hluta í kjallara hótelsins en sýningin nær einnig inn í mót-tökurými þess og út fyrir veggi hússins. Flæðir með öðrum orð-um um húsið og svæðið í kring.

„Hugmyndin er að ná fram stemningu fyrir gesti og veita þeim innsýn í aðbúnað frönsku fiskimannanna, langar útiverur þeirra á sjónum og þess háttar. Við höfum í sjálfu sér ekki úr miklum eiginlegum safnmunum að spila en þessi saga hefur ver-

ið tekin saman á bókum og hér var áður lítið safn sem við nýt-um okkur líka í þessu verkefni,“ segir Árni Páll en meðal annars verður hægt að skoða lúkar fransks fiskibáts og skoða sigl-ingaleiðin sem frönsku sjómenn-

irnir þurftu að fara norður til Ís-lands.

Því miður áttu ekki allir frönsku sjómannanna aftur-kvæmt af miðunum. „Þeirra minnumst við á sýningunni, bæði með tækni innandyra þar

sem nöfn þeirra birtast og í læknum utan við húsið erum við með nöfnin á frönsku fiskiskút-unum sem fórust við landið grafin á steina,“ segir Árni Páll.

Franski spítalinn hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga. Í húsinu verður opnað innan skamms nýtt hótel og sýning um fiskveiðar Frakka við Ísland.

Fáskrúðsfjörður:

Nýtt hótel og sýning um fiskveiðar Frakka við Ísland

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 51

Page 52: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

52 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Hvellur - G. Tómasson ehf. • Smiðjuvegi 30 200 Kópavogi • Sími 577 6400 [email protected] • hvellur.com

Fuji Nevada 29 1.6 er alhliða fjallahjól sem hentar jafnt á slóðum og brautum eða til að hjóla í vinnuna. Styrkt álstell, Shimano Acera 24 gíra skiptir, glussa diskabremsur og Suntour XCT læsanlegur framdempari með 100mm færslugetu.Svartur mattur litur setur frábæran svip á hjólið og verðið spillir ekki fyrir.

HVELLUR.COMFUJIBIKES.COM

Í könnun sem MMR gerði fyrr á árinu kom fram að Íslendingar hyggja sem fyrr á mikil ferðalög um landið í sumar. Sjötti hver aðspurða hyggur á sumarbú-staðaferð og rúmlega helmingur segist ætla að heimsækja vini og ættingja. Þriðjungur þeirra sem þátt tóku í könnuninni segjast fara í ferð innanlands með vina-hópi eða klúbbfélögum.

Milli ára er sú breyting á nið-urstöðum hliðstæðra kann ana að hlutfallslega fleiri eru nú með utanlandsferðir á dagskránni á árinu. Þannig segjast 40% ætla í borgarferð ár árinu, fjórðungur ætlar sér í sólarlandaferð og tæplega 18% í vinnuferð erlend-is.

Könnun MMR sýnir að meiri ferðahugur er í landsmönnum en undan-gengin ár, bæði hyggjast fleiri ferðast innanlands og áhugi á ferðum er-lendis er einnig vaxandi.

Þörf fyrir gistirými og aðstöðu á ferðamannastöðum hefur aukist verulega á síðustu árum samfara eflingu ferðamannaiðnaðrins hér á landi. Til að mæta þessari auknu þörf hefur fyrirtækið Stólpi Gámar um skeið boðið upp á tilbúnar herbergiseiningar sem hægt er að raða saman til ýmissa nota. Hafa slík hús risið á vegum ferðaþjónustuaðila víða um land svo og á sumarhúsa-svæðum.

„Kosturinn við þessi gámahús eða herbergiseiningar er sá að þau koma hingað til lands, tilbú-in til notkunar og er ekkert ann-að eftir en að tengja þau við

vatn og rafmagn. Þau hafa í vax-andi mæli verið tekin sem við-bótargistirými og sem þjónustu-hús á ferðamannastöðum og koma fullfrágengin og útbúin samkvæmt ströngustu stöðlum,“ segir Ásgeir Þorláksson, fram-kvæmdastjóri fyrirtækisins í sam-tali við Ævintýralandið.

Stólpi Gámar flytja einnig inn WC gámahús sem koma með öllum tækjum og lögnum, tilbú-in til notkunar. Hægt er að raða saman mörgum gámum og mynda þar með stærri rými, einnig er hægt að stafla þeim upp og spara þar með pláss – möguleikarnir eru nánast ótæm-

andi. „Þetta eru afar hentugar einingar til að byggja upp ferða-þjónustu eftir því sem henni vex fiskur um hrygg. Ekki þarf að ráðast í viðamiklar fjárfestingar heldur er hægt að láta ferða-þjónustufyrirtækin vaxa stig af

stigi með því einfaldlega að bæta við einingum,“ segir Ásgeir ennfremur.

stolpigamar.is

Ásgeir Þorláksson framkvæmdastjóri Stólpa Gáma við eina herbergiseininguna sem fyrirtækið býður til leigu eða sölu.

Gámar eru nytsamir til margra hluta og víða erlendis má sjá snjalla hönnun húsa sem reist eru úr gámaeiningum.

WC gámahúsin frá Stólpa koma tilbúin með öllum lögnum.

Landinn ætlar í bústað í sumar

Tilbúnar gistieiningar frá Stólpa-Gámum:

Bara tengja og skella sér inn!

Page 53: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 53

FLUGSLÁTTURÍ SUMARSÓL

Flugslátturinn SUMAR2014 gildir ef þú bókar dagana 20.–27. maí. Tilboðið nær til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands flugtímabilið júní, júlí og ágúst 2014. Flugslátturinn gildir aðeins þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is.

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/FLU

683

33

05/

2014

SUMAR2014

SMELLTU ÞÉR Á FLUGFELAG.IS

SLÁÐU INN FLUGSLÁTTAR-KÓÐANN VIÐ BÓKUN:

SVONA NOTAR ÞÚ

FLUGSLÁTTINN

10% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FARGJÖLDUM INNANLANDS Í SUMARBÓKANLEGT FRÁ 20.–27. MAÍ

TJING!ÞÚ FÆRÐ AFSLÁTT

Page 54: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

S U Ð U R L A N D

Heiðmörk 38810 Hveragerði Sími 483 4800̃ Fax 483 4005www.ingibjorg.iS [email protected]

GRÓÐURINN Í GARÐINN fáið þið hjá okkur:

Sumarblóm Tré og runnar Matjurtaplöntur RósirFjölær blóm Skógarplöntur

29. maí-1. júní Fjölskylduhátíðin Hafnardagar í Þorlákshöfn.

1. júní Hálandaleikar á Selfossi.

1. júní Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Eyrarbakka og Stokkseyri.

30. maí-1.júní Fjör í Flóa, fjölskyldu og menningarhátíð.

1. júní Sjómannadagurinn í Hornafirði.

13.-15. júní Kótelettan 2014.

20.-22. júní Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands.

21. júní Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka.

21. júní Naflahlaupið í Rangárþingi eystra.

22. júní Brokk- og skokkkeppni í Skaftholtsréttum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

27.-29. júní Humarhátíðin á Höfn, bæjarhátíð Hornfirðinga.

28. júní Tour de Hvolsvöllur – götuhjólreiðakeppni frá Reykjavík og Selfossi til Hvolsvallar.

28. júní Hvolsvöllur.is, grillhátíð fyrir alla fjölskylduna.

27.-29. júní Karmmertónleikar á Kirkjubæjarklaustri.

27.-29. júní Blóm í bæ, garðyrkju og blómasýning í Hveragerði.

30. júní-6. júlí Landsmót hestamanna á Hellu.

10.-12.júlí Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn í uppsveitum Árnessýslu

Byrjun júlí Jazz undir fjöllum, tónlistarhátið á Hellu, Hvolsvelli og víðarvegar um Rangárþing.

18.-20. júlí Bryggjuhátíð á Stokkseyri.

19.-20. júlí Skálholtshátíð.

Ágúst Töðugjöld á Hellu.

2.-3. ágúst Traktorstorfæra og furðubátakeppni á Flúðum um verslunarmannahelgina.

7.-10. ágúst Sumar á Selfossi og Delludagur, bæjar- og fjölskylduhátíð.

9. ágúst Grímsævintýri, fjölskylduhátíð að Borg í Grímsnesi.

9. ágúst Aldamótahátíð á Eyrarbakka.

9. ágúst Brúarhlaupið á Selfossi.

10. ágúst Veiðidagur fjölskyldunnar í Ölfusá.

15.-17. ágúst Blómstrandi dagar, fjölskyldu-, menningar- og heilsuhátíð í Hveragerði.

16.ágúst Tvær úr Tungunum, sveitahátíð í Biskupstungum.

23. ágúst Flugeldasýning á Jökulsárlóni.

29.-31. ágúst Kjötsúpuhátíðin í Rangárþingi eystra.

6. september Uppsveitahringurinn í Árnessýslu hlaupinn og hjólaður.

6. september Uppskeruhátíð á Flúðum.

Sumartónleikar í Skálholti allar helgar í júlí og byrjun ágúst.

Nánar á south.isHeimild og myndir: Upplýsingamiðstöð Suðurlands, Hveragerði.

Meðal viðburða á Suðurlandi

54 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 55: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

S U Ð U R L A N D

Nýtt og glæsilegt Icelandair hótel opn-að í Vík í MýrdalÞann 28. maí bætist nýr meðlim-ur við Icelandair hótelkeðjuna þegar Icelandair hótelið í Vík í Mýrdal verður formlega opnað. Um er að ræða nýbyggt og glæsilegt 36 herbergja hótel sem reist hefur verið á besta stað við Klettsveg í Vík, þétt við Eddu-hótelið sem fyrir er á staðnum. Hótelin tvö eru ólík hvað að-búnað og gæði snertir þar sem Edduhótelið býður upp á tiltölu-lega einfalda og ódýra gistingu á meðan mun meira verður lagt í þjónustuna á Icelandair hótel-inu. Reist hefur verið tengibygg-ing á milli hótelanna sem er um leið sameiginlegt anddyri þar sem Icelandair hótelið er á aðra hönd en Edduhótlið á hina.

Bætir úr brýnni þörfVið hönnun hótelsins hefur ver-ið lögð mikil áhersla á að gestir geti sem best notið einstæðrar náttúru Víkur. Herbergin eru vel útbúin nýjustu þægindum og skarta stórbrotnu útsýni; annað hvort til suðurs yfir fjöruna og Reynisdranga eða til norðurs að fjölskrúðugum klettum og fugla-lífi sem í þeim þrífst. „Nýja hót-elið er mjög skemmtileg viðbót fyrir þetta svæði því hér hefur sárvantað gistirými, sérstaklega fyrir þá sem gera meiri kröfur um aðbúnað og viðurgjörning,“ segir Elías Guðmundsson hótel-stjóri Icelandair hótelsins í Vík, en hann hefur um árabil rekið Edduhótelið á staðnum og mun gera það áfram. Icelandair hótel-ið verður rekið allt árið með fyrsta flokks veitingastað og ráð-stefnu- og fundaraðstöðu sem mun ekki einskorðast við hótel-gesti heldur standa öllum til boða. „Við leggjum metnað okk-ar í að bjóða veglegan íslenskan „a la carte“ matseðil á veitinga-staðnum með áherslu á að nota hráefni úr héraðinu,“ segir Elías.

Hvert hótel með sitt séreinkenniIcelandair hótelin eru í dag ein stærsta hótelkeðjan á Íslandi með samtals 9 hótel. Nýja hótel-ið í Vík verður markaðssett á sama hátt og önnur Icelandair hótel í landinu, sem öll bera keim af því að vera úr sömu fjölskyldu, en hvert og eitt með sitt sérkenni. Öll eiga Icelandair hótelin sinn sérstaka tréskúlptúr sem gerður er af Aðalheiði Ey-steinsdóttur myndlistarkonu og eru einkenni hvers hótels. Þessa dagana er verið að leggja síð-ustu hönd á skúlptúrinn sem fer í Vík en það verður fugl, sem er mjög við hæfi í því fjölskrúðuga fuglalífi sem þrífst í Vík í Mýrdal.

icelandairhotels.is

Nýja Icelandair hótelið í Vík verður formlega opnað þann 28. maí. Herbergin eru vel útbúin nýjustu þægindum og skarta stórbrotnu útsýni ýmist til suðurs yfir fjöruna og Reynisdranga eða til norðurs að fjöl-skrúðugum klettum og fuglalífi sem í þeim þrífst.

VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR

Velkomin í Vatnajökulsþjóðgarð!Í sumar er boðið upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá fyrir gesti Vatnajökulsþjóðgarðs með áherslu á lifandi leiðsögn og persónulega upplifun af náttúru og umhverfi þjóðgarðsins.

Á vefnum www.vjp.is má finna allar helstu upplýsingar um Vatnajökulsþjóðgarð

GestastofurGestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs eru upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar fyrir þjóðgarðinn og næsta nágrenni hans. Gestastofurnar eru jafnframt miðstöðvar fræðslu þar sem náttúru, menningu og sögu er miðlað til gesta í sýningum, fyrirlestrum og gönguferðum með landvörðum.

Gestastofur þjóðgarðsins eru: sKaftÁrstofa á Kirkjubæjarklaustri, sKaftafellsstofa í Skaftafelli, snæfellsstofa á Skriðuklaustri, Gljúfrastofa í Ásbyrgi og GaMlaBúÐ á Höfn.

upplifÐu æVintýri Í VatnajöKulsþjóÐGarÐi Í suMar!

PORT

hön

nun

Vík

Húsa- vík

GljúfrastofaÁsbyrgiHljóðaklettar

Dettifoss

Snæfell

Skaftafell

Kverkfjöll

Askja

Hvannalindir

HeinabergEldgjá

Nýidalur

Jökulheimar

LakisKaftafellsstofa

sKaftÁrstofaKirkjubæjarklaustur

snæfellsstofa

GaMlaBúÐHöfn

Egilsstaðir

Ísafjörður

Snæfellsnes

Fræðsludagskrá landvarða

Gestastofur

Skaftafellsstofa

Skaftárstofa

Gljúfrastofa

Snæfellsstofa

Gamlabúð

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 55

Page 56: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

Sveitarfélagið Árborg býður ferðamenn velkomna í heim-sókn sumarið 2014. Mikið verð-ur um að vera í öllum byggða-kjörnunum þremur, Selfossi, Eyrarbakka og á Stokkseyri, sem hver státar af sínum séreinkenn-um. Ýmis afþreying er í boði í sveitarfélaginu, flóra skemmti-legra safna og veitingastaða, svo fátt eitt sé nefnt. Kjörið tækifæri er að leggja leið sína í Árborg á

þær fjölmörgu bæjarhátíðir sem haldnar verða í sumar.

Bæjarhátíða- og ferðamanna-sumarið í Árborg verður mjög viðburðaríkt þetta árið en yfir tuttugu skipulagðar hátíðir eða viðburðir eru framundan, hver annarri glæsilegri. Á heimasíðu sveitarfélagsins arborg.is má finna upplýsingar um hátíðirnar en sveitarfélagið gefur út á hverju ári sérstakt viðburða- og

menningardagatal sem sýnir helstu viðburði ársins. Næstu viðburðir eru Kótelettan á Sel-fossi, Sjómannadagsfagnaður, Jóns messuhátíð á Eyrarbakka, Bryggjuhátíð á Stokkseyri, Sum-ar á Selfossi, Aldarmótahátíð á Eyrarbakka og fleira og fleira.

Margt að sjá og skoðaÁ Selfossi er stærsti þjónustu-kjarninn í sveitarfélaginu með fjölda verslana, veitingahúsa og skemmtistaða. Ferðamenn geta nálgast allar upplýsingar um svæðið í Upplýsingamiðstöð Ár-borgar sem er við gamla inn-ganginn á Hótel Selfoss í hjarta bæjarins. Meðal fjölsóttustu staða Selfoss er sundhöllin þar sem er góð aðstaða til móttöku stærri hópa í sund. Líkamsrækt-arstöð, sauna- og gufubað er einnig að finna í sundhöllinni. Þá er vert að benda á golfvöll-inn og Fischersetrið og einnig á hesta-, hjólreiða- og göngustíga víða í sveitarfélaginu og Hellis-skóg, sem er skógræktarsvæði á bökkum Ölfusár.

Í hjarta Stokkseyrar er lítil og mjög persónuleg sundlaug sem er eftirsótt en annar og ekki síð-ur þekktur staður á Stokkseyri er veitingahúsið Við Fjöruborð-ið. Fjöldi safna og listamanna hefur aðsetur í Menningarver-stöðinni við bryggjuna sem vert er að heimsækja ásamt Gesta-

stofu orgelsmiðsins sem opnaði þar í vor. Ekki er síðra að skoða Veiðisafnið á Stokkseyri sem er á heimsmælikvarða og svo má bregða undir sig betri fætinum að Knarrarósvitanum eða Rjóma-búinu. Fjaran á Stokks eyri er þekkt fyrir náttúrufegurð og þótt þú komir þangað aftur og aftur ertu alltaf að sjá eitthvað nýtt.

Hinn sögufrægi Eyrarbakki státar af Húsinu, sem hýsir byggðasafn staðarins og Sjó-minjasafnið er steinsnar frá. Veitingastaðurinn Rauða húsið er í hjarta bæjarins og nýverið var opnuð upplýsingamiðstöð í félagsheimilinu Stað sem stend-ur við sjóvarnargarðinn rétt hjá Rauða húsinu. Þá má nefna ný-opnaða Bakkastofu sem býður upp á fjölbreytta dagskrá um sögu og menningu svæðisins að ógleymdu Fuglafriðlandinu í Flóa sem er paradís fuglaskoðar-ans í nágrenni Eyrarbakka.

Sveitarfélagið Árborg er áfangastaður sem leynir á sér og ættu allir ferðamenn að gefa sé tíma til að keyra um sveitarfé-lagið og skoða sérstaklega minni byggðakjarnana við ströndina. Allt er til alls og þægileg tjald-svæði, hótel eða gistiheimili í öllum byggðakjörnum.

arborg.is

S U Ð U R L A N D

Rangárþing eystraFjölbreytt og lifandfi samfélag

Náttúrufegurð ~ AfþreyiNg ~ MeNNiNgHvolsvöllur

Hvað á betur við á sumarhátíðum en að stíga léttan línudans? Frá há-tíðinni Sumar á Selfossi 2013.

Á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka í fyrra var Brúðubíllinn meðal þess sem átti óskipta athygli yngstu gestanna.

Hátíðarandi á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri í sumar

Trex – Hópferðamiðstöðin ehf. hefur síðustu sumur haldið úti daglegum ferðum í Þórsmörk og Landmannalaugar sem gengið hafa vel. Ferðirnar hafa hentað jafnt þeim sem vilja kynnast þessum perlum íslenskra óbyggða með dagsferð eða dvelja þar lengur. Margir nýta einnig ferðirnar vegna göngu-ferða um Laugaveginn, Hellis-mannaleið og Fimmvörðuháls. Nýjung í sumar er göngukort sem hægt er að nýta sér vegna gönguferðanna en með göngu-kortinu gefst m.a. kostur á að kaupa far til og frá Skógum. Ek-ið er daglega úr Reykjavík í Landmannalaugar og Þórsmörk að morgni á tímabilinu frá 14. júní til 7. september. Brottför úr Reykjavík er kl. 07:30 úr Aðal-stræti 2, kl. 07:45 frá tjaldstæð-inu Laugardal og kl. 08:00 frá Ferðafélagshúsinu Mörkinni 6. Til baka úr Landmannalaugum er farið kl. 14:00 og úr Þórsmörk kl. 14:30 úr Langadal og kl. 14:45 úr Básum. Nýmæli í júlí og ágúst eru Landmannalaugaferðir sem hefjast í Reykjavík í hádeg-inu og farið verður til baka kl. 18. Með þeim gefst kostur á lengri dagsdvöl í Landmanna-laugum með brottför í morgun-ferðinni og heimferð með kvöld-ferðinni.

Ný heimasíðaTrex – Hópferðamiðstöðin ehf. hefur haldið uppi öruggri og far-sælli hópferðaþjónustu allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1977. Árið 2006 var tekið upp nýtt vörumerki, sem er stytting úr Travel Experiences og hefur það heiti náð að festa sig í sessi. Að-alsmerki Trex hefur jafnan verið að veita góða þjónustu með stórum og fjölbreyttum bílaflota er fáir aðrir geta státað af. Ný-lega var opnuð ný heimasíða,

en þar hægt að fá allar nánari upplýsingar um starfsemina og t.d. bóka í ferðirnar í Land-mannalaugar og Þórsmörk.

trex.is

Trex – Hópferðamiðstöðin ehf.:

Ný dagsferð með lengri dvöl í Land-mannalaugum

Kristján Baldursson, framkvæmdastjóri Trex - Hóp-ferðamiðstöðvarinnar, við einn af fjölmörgum bílum fyrirtækisins.

Grindarbílar Trex fara létt með vatnsmiklar ár, ferðalöngum til óblandinnar ánægju.

Með Útivist út í náttúruna

56 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 57: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

S U Ð U R L A N D

Á Kirkjubæjarklaustri er í boði fjölbreytt afþreying fyrir alla fjöl-skylduna í stórbrotnu umhverfi. Svæðið ber sterk einkenni Skaft-áreldanna og geymir einnig magnaða sögu í tengslum við þá. Í vetur hefur klasinn Friður og frumkraftar, hagsmunafélag atvinnulífs í Skaftárhreppi, unnið að því að bæta við í flóru af-þreyingar á svæðinu. Gefnar hafa verið út snjallleiðsagnir og fjölskylduvænn ratleikur um Kirkjubæjarklaustur og nágrenni í gjaldfrjálsa smáforritinu „Loca-tify Smartguide“.

Saga jarðeldannaUm tvennskonar leiðsagnir er að ræða, annars vegar gönguleið-sögn um Klausturstíg og hins vegar akstursleiðsögn um Skaft-áreldana og áhrif þeirra á svæð-inu. Í leiðsögninni um Klaustur-stíg er farið í gegnum 20 km langa gönguleið þar sem jarð-fræði, landmótun og saga Kirkjubæjarklausturs og ná-grennis er rakin. Hægt er að byrja gönguna og enda hvar sem er eða skipta henni upp í styttri gönguleiðir. Leiðin er einnig merkt með stikum og fræðslupóstum.

Í Skaftárstofu, upplýsingamið-stöðinni á Kirkjubæjarklaustri, er hægt að nálgast gönguleiða-bækling með ítarlegum upplýs-

ingum um Klausturstíginn. Leið-sögnin um Skaftáreldana er fróðleikur um áhrif gossins í Lakagígum og Móðuharðindin sem eftir fylgdu, á sveitina og

íbúana sem þar bjuggu. Til að auka upplifun á leiðsögninni er mælt með að sjá heimildarstutt-myndina Eldmessu sem sýnd er í Skaftárstofu á Kirkjubæjar-

klaustri áður en haldið er af stað. Ratleikur á Klaustri er skemmtilegur leikur þar sem bæði er hægt að fara í liða-keppni en einnig ganga um með fjölskylduna og svara fróðlegum spurningum um svæðið. Hægt er að nálgast Locatify Smart-guide í App store og Google play, en það er gjaldfrjálst forrit.

Náttuperlur og afþreyingVatnajökulsþjóðgarður teygir sig inn í Skaftárhrepp en þar er að

finna margar af þekktustu og sögufrægustu náttúruperlum landsins eins og Langasjó, Eldgjá og Lakagíga. Svæðið er einnig hluti af Kötlu-jarðvangi sem er fyrsti jarðvangurinn á Íslandi.

Á Kirkjubæjarklaustri er íþróttamiðstöð og sundlaug sem er opin alla daga yfir sumarið. Hægt er að fara í fjórhjólaferðir um Landbrotshólana með þeim hjá Hólasporti og einnig er hægt að fara í skipulagðar gönguferð-ir með leiðsögn á vegum Slóða, Ferðafélags Íslands eða Útivistar. Á svæðinu er fjölbreytt úrval á gistingu hvort sem áhugi er á að tjalda eða gista á þriggja stjörnu hóteli. Á Kirkjubæjarklaustri er öll almenn þjónusta til staðar og þar eru m.a. tvö kaffihús, Systra-kaffi og Munkakaffi. Klaustur-bleikja sem margir þekkja er, eins og nafnið gefur til kynna, framleidd á Kirkjubæjarklaustri og er í boði á flestum veitinga-stöðum svæðisins.

Gaman er að koma við í Skaftárstofu – upplýsingamið-stöðinni á Kirkjubæjarklaustri og skoða náttúrusýni úr Skaftá, eld-gosinu úr Grímsvötnum, fjöru-möl og fleira. Skaftárstofa er op-in alla daga og þar er gott að koma við og fá kort og allar upplýsingar um svæðið.

visitklaustur.is

Fjaðrárgljúfur á fallegum degi.

Ævintýralandið í Skaftárhreppi

Merkileg náttúrufyrirbrigði í Lakagígum.

Með Útivist út í náttúruna

Pantanir í síma 562 1000

Fjölbreyttar ferðir bíða þín

Gönguferðir

Hjólaferðir

Jeppaferðir

Langar ferðir

Stuttar ferðir

Jöklaferðir

Eldstöðvaferðir

Bækistöðvaferðir

Fjallaferðir

Fjöruferðir

www.utivist.is

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 57

Page 58: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

S U Ð U R L A N D

GESTASTOFAN Á ÞOrvAldSEyri / viSiTOr cENTrE 861 HvOlSvÖllUr • SÍMi / TEl. 487-5757 / 487-8815

www.icElANdErUPTS.iS • iNFO@ icElANdErUPTS.iS

AFUrðir FrÁ ÞOrvAldSEyri Til SÖlU

PrOdUcTS FrOM ÞOrvAldSEyri FArM FOr SAlE

MiNjAGriPir / SOUvENirS

UPPliFið GOSið Í 20 MÍNúTNA lANGri kvikMyNd

ExPEriENcE THE ErUPTiON THrOUGH A 20 MiNUTE FilM

ÁHriFAMiklAr ljóSMyNdir

STUNNiNG PHOTOGrAPHS Starfsemi Gullfosskaffis við Gull-foss fagnar 10 ára afmæli á þessu ári. Veitingastarfsemin var í fyrstu í tjaldi en hefur nú yfir að ráða um 1000 fermetra hús-næði með sæti fyrir um 400 gesti. Minjagripaverslun er einn-ig á staðnum. Gullfosskaffi er opið allt árið, en eigendur eru Svavar Njarðarson og Elfa Björk Magnúsdóttir og starfsmenn eru á bilinu 10 til 20 eftir árstíma.

Árlega koma tugþúsundir ferðamanna að Gullfossi til að

njóta náttúrufegurðar hans og hefur aðstaða fyrir þá batnað mikið undanfarin ár og er nú eins og best verður á kosið. Gullfosskaffi hefur að markmiði að veita ferðamönnum hraða og örugga þjónustu með áherslu á íslenska matreiðslu og gestrisni. Í boði er heimabakaðar kökur, frábært espresso kaffi, úrval af samlokum og salati sem svangir ferðalangar geta valið úr. Ekki má heldur gleyma hinni sívin-sælu íslensku kjötsúpu sem í er

aðeins valið úrvals hráefni. Súp-an er allaf í boði fyrir matargesti en einnig grillaðir kjöt- og fisk-réttir.

„Okkar starfsemi hefur vaxið með auknum fjölda ferðamanna, húsnæðið hefur stækkað og þá höfum við einnig bætt við bíla-stæðum, allt eftir þörfum við-skiptavina,“ segir Svavar.

gullfosskaffi.is

Árlega koma tugþúsundir ferðamanna að Gullfossi til að njóta náttúrufegurðar hans og hefur aðstaða fyrir þá batnað mikið undanfarin ár og er nú eins og best verður á kosið.

Gullfosskaffi hefur yfir að ráða um 1000 fermetra húsnæði en veitinga-aðstaða, tekur um 400 manns í sæti.

Allt að 20 manns vinna í Gullfoss-kaffi á háönn ferðamannatímans yfir sumarið.

Gullfosskaffi:

Íslenska kjötsúpan alltaf í boði

Hveragerði er bær blómanna. Einkenni staðarins er hinn mikli fjöldi gróðurhúsa og heimamenn byggja margir afkomu sína á yl-rækt. Eitt þeirra fyrirtækja sem þar eru rótgróin og mörgum kunnugt er Garðyrkjustöð Ingi-bjargar við Heiðmörk. Fjölmargir ferðalangar leggja leið sína þangað og njóta þeirrar fjöl-breytni í litum og gróðri sem þar er að finna. Garðyrkjustöðin er sú stærsta í Hveragerði og rækt-ar býsnin öll af garðplöntum og pottablómum. Mikilla vinsælda njóta einnig kálplönturnar sem þar eru forrræktaðar enda nýtur það vaxandi vinsælda að rækta sitt eigið grænmeti.

Ingibjörg segir að talsverður hópur ferðamanna stoppi hjá sér og grípi með sér blóm eða plöntur til að setja niður við sumarhús sín. Að lokinni helgar-dvöl úti í sveitinni komi margir gjarnan aftur við á heimleiðinni til að nálgast gróður fyrir heimili sitt.

Regnboginn þema blómasýning-ar sumarsinsTalsverður viðburður er á hverju sumri í Hveragerði þegar hin ár-lega blómasýning er haldin. Að þessu sinni fer hún fram dagana

28.-29. júní. Þar verður fram-leiðsla frá Garðyrkjustöð Ingi-bjargar auk annarra framleið-enda fyrirferðamikil. Fyrri sýn-ingar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim og notið þess sem í boði var.

Sýningarsvæðið í alfaraleið fyrir ferðamenn, aðeins í um 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborg-arsvæðinu. Fjöldi viðburða verð-ur á sviði garðyrkju, umhverfis-mála, skógræktar og íslenskrar framleiðslu. Þema sýningarinnar í ár verður „Regnbogi“ og munu

blómaskreytar töfra fram skraut-legar skreytingar í þeim anda.

Auk söluskálans, sem margir kannast við í Heiðmörk, er við garðyrkjustöðina sölusvæði sem mörgum þykir gaman og fræð-andi að skoða. Allur gróður er vel merktur þar sem fólk getur lesið sér til um hverja plöntu sem til sölu er. Auk pottablóma

og sumarblóma getur þar að líta ávaxtatré af ýmsum gerðum. Ingibjörg segir að margir komi með reglubundnum hætti til þess að skoða perutrén, plómu-trén eða eplatrén svo ekki sé minnst á kirsuberjatrén. Mörgum þyki gaman að skoða þau frá blómgun á vorin fram að upp-skeru á haustin.

Ingibjörg segir kankvís að það rigni nánast aldrei í Hvera-gerði. Engu að síður hefur hún tekið fram regnhlífarnar til vonar og vara fyrir þá sem vilja ganga um sölusvæðið og njóta þess sem þar er sjá.

ingibjorg.is

Söluskáli Garðyrkjustöðvar Ingibjargar við Heiðmörk. Ingibjörg Sigmundsdóttir í blómahafinu í stöð sinni í Hveragerði.

Hveragerði er bær blómanna58 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 59: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

HVERAGERÐI- blómstrandi bær!

Heilsubærinn Hveragerði

Vinalegt samfélag

Eggjasuða í Hveragarðinum

Rómantískar gönguleiðir

Afar fjölbreyttar hátíðir

Garðyrkja og græn svæði

Einstakur golfvöllur

Rómuð náttúrufegurð

Drauma sundlaug

Iðandi lista- og menningarlíf

S U Ð U R L A N D

Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ hefur verið haldin árlega í Hveragerði frá árinu 2009 og verður í sumar helgina 27.-29. júní. Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim og not-ið þess sem í boði er. Sýningar-svæðið er í alfaraleið fyrir ferða-menn, aðeins í um 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæð-inu. Fjöldi viðburða verður á sýningunni í sumar á sviði garð-yrkju, umhverfismála, skógrækt-ar og íslenskrar framleiðslu.

Blómaskreytingar og listaverkÞema sýningarinnar í ár verður „Regnbogi“ og munu blóma-skreytar töfra fram skrautlegar skreytingar í þeim anda. Einnig verða LandArt listaverk frá Foss-flöt upp Varmárgilið. Í LandArt eru unnin listaverk úr efni sem sótt er í náttúruna í kring. Sýn-

ingar, markaðir og fræðsla verða alla sýningardagana. Sýningin er fjölskyldumiðuð, fólk á öllum aldri ætti að finna eitthvað við sitt hæfi.

Í Hveragerði er hið fínasta tjaldsvæði sem auðvitað verður opið alla dagana.

hveragerdi.is

Brúðkaupsþema á Blóm í bæ. Glæsilegar skreytingar prýða bæinn á garðyrkju- og blómasýningunni og er hægt að njóta þeirra á ýmsan hátt. Mynd: Sigmundur Sigurgeirsson.

Smáfólkið elskar að hoppa um í Smágörðunum.

Þúsundir koma á Kjörísdaginn á Blómstrandi dögum til að smakka ýmsar furðutegundir af ís.

Viðburðir í Hveragerði 24. maí Hálf ólympísk þríþraut í umsjón Skokkhóps Hamars.

17. júní Þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur með dagskrá allan daginn.

27.-29. júní Garðyrkju- og blómasýningin, Blóm í bæ.

26. júlí Hlaupahátíð Hamars og Hengils. Utanvegahlaup í umsjón Skokkhóps Hamars. Skráning á hlaup.is.

15.-17. ágúst Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar.

Hveragerði:

Regnbogi er þema sýningarinnar Blóm í bæ

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 59

Page 60: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

Tour de HvolsvöllurHefð hefur skapast í Rangár-þingi eystra fyrir því að halda götuhjólreiðakeppnina Tour de Hvolsvöllur. Hjólað er annars vegar frá Reykjavík og á Hvols-völl og hinsvegar frá Selfossi og á Hvolsvöll. Fyrst var keppnin haldin árið 1993 og þá hjóluðu fáir ofurhugar frá Reykjavík. Keppninni var haldið úti í nokk-ur ár þar á eftir og hélt áfram að vaxa til nokkurra vinsælda áður en tekin var pása í keppnishaldi. Árið 2011 var keppnin endur-vakin og hefur verið haldið úti síðan. Árið 2013 voru keppend-ur yfir 120 og þar af hjóluðu um 100 frá Reykjavík. Þessi keppni er orðin að árlegum viðburði hjá hjólafólki en allir eru velkomnir sem náð hafa 18 ára aldri. Í ár verður hún haldin laugardaginn 28. júní.

HeilsustígurinnÁrið 2011 var settur upp 4,2 km heilsustígur á og umhverfis Hvolsvöll. Við stíginn eru 15 þrek- og æfingastöðvar með mismunandi tækjum og auðvelt er að fylgja stígnum eftir með korti sem hægt er að fá í íþrótta-miðstöðinni en þar er einmitt upphaf stígsins. Heilsustígnum er ætlað það hlutverk að gefa kost á að rækta heilsuna í tengslum við náttúruna og um leið kynnast þéttbýlinu Hvols-velli.

Sundlaugin á HvolsvelliÁ Hvolsvelli er 25 m útilaug sem nýverið hefur verið tekin í gegn, bæði sundlaugin sjálf og öll að-staða í kringum hana. Við sund-laugina eru tveir heitir pottar, vaðlaug og rennibraut. Hægt er að bregða sér í gufubað og skella sér svo í ískalt steypibað. Við laugina eru bæði inni- og útiklefar. Á góðum degi er því tilvalið að rölta heilsustíginn og enda á því að busla í sundlaug-inni.

Íþróttahús og líkamsræktÍþróttamiðstöðin á Hvolsvelli er sameiginlegt heiti yfir sundlaug-ina, íþróttahúsið og líkamsrækt-ina á staðnum. Íþróttahúsið er fullbúið hús þar sem hægt er að leigja staka tíma ef einhvern langar skyndilega að bregða sér í badminton, borðtennis, blak, körfubolta eða hvað annað sem hugurinn girnist. Nýverið var tekin í notkun fullbúin líkams-rækt í íþróttamiðstöðinni þar sem m.a. er hægt að taka hlaup á hlaupabrettinu og njóta útsýn-isins, lyfta, teygja og róa, allt eft-ir hvað hver og einn vill gera.

Seljavallalaug Sundlaugin á Hvolsvelli er ekki eina laugin í sveitarfélaginu því Seljavallalaug, ein sú frægasta á landinu, er einmitt undir Eyja-fjöllum. Seljavallalaug var byggð árið 1923 og er ein elsta laug landsins. Ganga þarf inn Laugar-árgil til að komast að sundlaug-inni en hún er byggð utan í

klettavegg þar sem heitt vatn streymir niður. Eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010 fylltist Selja-vallalaug algjörlega af ösku en

snemmsumars 2011 hreinsaði stór hópur sjálfboðaliða laugina og því er nú aftur hægt að baða sig í henni.

hvolsvollur.is

S U Ð U R L A N D

Tour de Hvolsvöllur er orðin fjölsótt hjólreiðakeppni. Hún verður haldin þann 28. júní.

Sundlaugin á Hvolsvelli var end-urnýjuð fyrir skömmu.

Heilsustígurinn er kortlögð 4,2 km leið með þrek- og æfingastöðvum á leiðinni.

Eldheimar, safn um náttúruham-farirnar í Vestmannaeyjum árið 1973 opnar nú í maí. Safnið er einstakt að öllu leyti enda at-burðirnir í Vestmannaeyjum ein-stæðir í sögu landsins. Nýráðinn safnstjóri er Kristín Jóhannsdótt-ir, ferða- og menningarfulltrúi Vestmannaeyjarbæjar.

Niðurgrafið hús miðpunktur safnsins„Eldheimar eru gosminjasafn Vestmannaeyja. Það hefur verið unnið að undirbúningi og bygg-ingu safnsins í mörg ár og nú er

komið að því að opna það en í safninu er rifjað upp hvernig þetta gekk fyrir sig árið 1973. Farið er yfir söguna og hvernig lífið var hérna fyrir og eftir gos. Hluti af sýningunni er hús sem var grafið niður á í hlíðum Eld-fells,“ segir Kristín.

Kristín segir að vonast sé til að safnið verði góð viðbót við það aðdráttarafl sem Vest-mannaeyjar búa yfir. Safn af þessu tagi hafi að sjálfsögðu aldrei áður verið til og þess vegna hafi framkvæmdatíminn verið nokkuð langur. Byrjað var

að grafa í hlíðum Eldfells og síð-an hafi eitt leitt af öðru.

Safnhúsið sjálft er hátt í 2.000 fermetrar á tveimur hæðum. Þar er farið yfir gossöguna með sýn-ingum á kvikmyndum og ljós-myndum. Upplýsingarnar verða settar fram á þremur tungumál-um, þ.e. íslensku, ensku og þýsku. Enn fleiri tungumál eiga eftir að bætast við, að sögn Kristínar.

Búist við tugum gesta árlegaKristín segir að stefnt sé að því að gestafjöldinn verði talinn í tugum þúsunda á hverju ári. Það eina sem geti dregið úr góðri aðsókn séu samgöngur til og frá Eyjum. Vestmannaeyingar búi við það að mikið óöryggi ríki í

samgöngum til staðarins í 4-5 mánuði á ári.

„En við setjum okkur háleit markmið og ætlum okkur að fá 15-20 þúsund gesti á safnið fyrsta kastið. Safnið á að höfða jafnt til heimamanna og erlendra ferðamanna. Þar geta gestir ver-ið drjúga stund að skoða gos-söguna og njóta veitinga á kaffi-húsi sem verður í safninu.“

Safnið verður mjög aðgengi-legt ferðamönnum. Frá höfninni, þar sem Herjólfur leggst að, er 10-15 mínútna gangur að safn-inu og annað eins frá flugvellin-um. Aðgangur að safninu kostar 1.900 kr.

vestmannaeyjar.is

Grafið hefur verið niður á hús sem fór undir ösku í eldgosinu í Eldfelli 1973 og er það hluti af Eldheimum.

Eldheimar – safn um eldgosið í Vestmannaeyjum

Rangárþing eystra – heilsa og vellíðan

60 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Velkomin í ELDHEIMA nýja gosminjasafnið í Vestmannaeyjum

www.eldheimar.is - [email protected] - Sími 488 2000

Page 61: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

S U Ð U R L A N D

Náttúruperlur og fjölbreytileg afþreying í Mýrdal

Sumar, haust, vetur eða vor

Mýrdalurinn hefur margt að bjóða

ferðamönnum allan ársins hring

Nýtt Stractahótel Hellu. Velkomin í garðinn til okkar / starfsfólk Hótel Stracta.

Aukinn straumur ferðamanna hefur verið kærkomin viðbót í Mýrdalnum líkt og víða annars staðar á landsbyggðinni. Mikil uppbygging hefur þar átt sér stað í tengslum við ferðaþjón-ustu. Úrval afþreyingar, gistingar og þjónustu hefur aldrei verið meira og eykst enn.

Mikil aukning ferðamanna ut-an háannar undanfarin ár gefur draumum um heilsársferðaþjón-ustu byr undir báða vængi og er nú svo komið að gistiheimili og veitingastaðir í Vík eru sum opin allan ársins hring.

Af afþreyingu er nóg af taka í Mýrdalnum. Jöklagöngur hafa notið síaukinna vinsælda og er hægt að fara í slíka göngu á Sól-heimajökul. Þar fara ferðaþjón-ustufyrirtæki í reglulegar göngur

daglega allt árið. Fyrir þá sem ekki leggja á jökul er fjöldi ann-arra áhugaverðra gönguleiða á svæðinu. Allt frá léttari göngum á láglendi til fjallgangna. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í stórbrotinni náttúru Mýrdalsins.

Fyrirtaks 9 holu golfvöllur er í Vík. Hann liggur undir fögrum hömrum til norðurs með útsýni til strandar í suðri

Sundlaugin í Vík býður gest-um svo upp á hressandi sund-sprett, sólbað í vaðlauginni eða afslöppun í pottinum.

Fuglalífið og svartir sandar ReynisfjöruÍ Mýrdal og nágrenni hans má finna margar af helstu náttúru-perlum Suðurlands. Svartir sand-

ar Reynisfjöru, mikilfenglegt brimið og tignarlegir Reynis-drangar eru flestum áhugasöm-um um Ísland vel kunnugir. Ásamt því að vera einn vinsæl-asti viðkomustaður ferðamanna á Suðurlandi hefur Reynisfjara komið fyrir í fjölda auglýsinga, kvikmynda og tímarita, innlend-um sem erlendum.

Þá má ekki gleyma frið land-inu í Dyrhólaey, Sólheimajökli, Hjörleifshöfða, Reynisfjalli og Víkurfjöru. Allir eru þessir staðir vel sóttir af ferðamönnum og eru þó bara hluti þess sem Mýr-dalurinn hefur að bjóða.

Fuglalífið á líka sinn þátt í vinsældum Mýrdalsins, og á það sérstaklega við um lundann. Miklar fýlabyggðir og stór kríu-vörpin vekja líka forvitni ferða-

manna, en þó hvergi nærri jafn mikla og lundinn.

Sagan sögð í Kötlusetri „Sögu byggðar og mannlífs í Mýrdal eru gerð góð skil á sýn-ingum Kötluseturs í Vík,“ segir Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, for-stöðumaður Kötlusetur. „Sýning-in Mýrdalur, mannlíf og náttúra fjallar um byggð í Mýrdal, sam-spil manna og náttúru og sér-

staklega Kötlu og áhrif hennar á mannlífið,“ segir Eiríkur.

Sýningarnar ætti enginn að láta fram hjá sér fara sem hefur áhuga á mannlífi og byggðasögu Íslands. Í Kötlusetri er upplýs-ingamiðstöð þar sem ferðamenn geta nálgast upplýsingar um allt sem viðkemur Mýrdalnum.

kotlusetur.is

Sólheimajökull er tignarlegur á að líta og boðið er upp á skipulagðar gönguferðir þar.

Dyrhólaey er eitt af þekktustu kennileitunum í Mýr-dal.

Lundinn er einn af einkennisfuglum Mýrdalsins.

Golfvöllurinn í Vík er í stórbrotnu umhverfi.

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 61

Page 62: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

Nýtt hótel verður opnað á Hellu nú í júní og verður fyrsta hótelið í keðju Stracta hótelanna á Ís-landi. Hótelið er 122 herbergja og húsakostur um 4500 fermetr-ar að stærð og er áætlað að kostnaður við framkvæmdirnar nemi um hálfum öðrum milljarði króna. Að Stracta-keðjunni standa feðgarnir Hreiðar Her-mannsson og sonur hans, Her-mann Hreiðarsson. Hótelstjóri er Sólborg Lilja Steinþórsdóttir og hún segir sérstöðu Stracta á Hellu byggjast á góðum aðbún-aði fyrir hótelgesti og afþrey-ingu, bæði á hótelinu sjálfu og í nánasta umhverfi þess.

Í hjarta Suðurlands„Staðsetning hótelsins á Hellu er mjög góð og hótelið í alfaraleið þegar ferðast er um Suðurland. Hér er mikil friðsæld, fallegt út-sýni og áhugaverðir staðir allt í kring. Nægir þar að nefna sem dæmi Vestmannaeyjar, Þjórsár-dal, Heklu, Gullfoss og Geysi og á ferð um Suðurland liggur leið margra í Þórsmörk og Bása, að Seljalandsfossi og Skógum svo dæmi sé tekið,“ segir Sólborg og segir einnig fjölbreytta afþrey-ingarþjónustu og úrval göngu-

leiða í nánasta nágrenni hótels-ins.

„Þar er af nógu að taka og af-ar vinsælt er að fara í flúðasigl-ingu, í reiðtúra í undurfagurri náttúrunni, fara í sund og á söfn eða í skipulagðar skoðunarferð-ir.“

Hótelgarður, fjölbreytt og vönduð gistiaðstaðaEitt af því sem markar Stracta á Hellu nokkra sérstöðu meðal hótela á Íslandi er áherslan á hótelgarðinn sjálfan sem afþrey-ingarvalkost fyrir gesti. „Í hótel-garðinum verða veitingar til sölu og áhersla á fyrsta flokks mat-væli frá framleiðendum í ná-grenninu. Hótelgestum mun standa til boða að njóta veiting-anna annað hvort inni í veitinga-salnum, úti í hótelgarðinum, á svölum veitingahúss eða einfald-lega grípa með sér hollan og góðan bita í ferðalagið,“ segir Sólborg Lilja.

Sólborg Lilja leggur áherslu á að vellíðan gesta hótelsins sé í fyrrúmi enda aðstaðan með því besta sem þekkist hér á landi. Í boði eru tveggja manna her-bergi, smá gistihús eða stærri gistihús með lúxusaðstöðu. Alls

er um 122 gistieiningar að ræða og hótelið getur tekið á móti um 260 næturgestum. Heitir pottar eru við sum gistihúsin en einnig eru heitir pottar og sauna fyrir alla hótelgesti í hótelgarði. Mikið

er lagt í innréttingar hótelsins og allan aðbúnað, ásamt persónu-legri þjónustu við gestina.

Miklir framtíðarmöguleikar„Ég hlakka til að taka á móti gestum sumarsins á þessu nýja hóteli sem býður upp á svo marga möguleika og af áralangri reynslu minni af hótelstjórn víða um land og í Reykjavík, er ég þess fullviss að bæði einstak-lingar, hópar og fjölskyldur eiga eftir að njóta dvalarinnar hér á hótel Stracta við Hellu,“ segir Sólborg Lilja en Stracta hótel á Hellu mun opna í júní. „Ég hvet fólk á ferð um Suðurland til að koma við og skoða aðstæður hjá okkur,“ bætir hún við.

Áætlanir eigenda Stracta hót-elkeðjunnar gera ráð fyrir að næstu verkefni verði hótel í Skaftárhreppi og á Húsavík.

stractahotels.is

S U Ð U R L A N D

Samtals er húsakostur Stracta hótelsins á Hellu um 4500 fermetrar.

Gestir Stracta hótelsins hafa úr mörgum áhugaverðum kostum að velja til náttúruskoðunar á Suður-landi.

Áform eigenda Stracta hótelanna gera ráð fyrir að í kjölfar nýja hótelsins á Hellu komi hótel á Húsavík og í Skaftárhreppi.

Nýtt Stracta hót-el opnað á Hellu

Á hestabúgarðinum á Skeiðvöll-um í Holta- og Landssveit verð-ur í sumar rekin miðstöð fyrir ferðafólk þar sem meðal annars verður hægt að skoða sýningu á gömlum reiðtygjum og munum sem tengjast íslenska hestinum og sögu hans í gegnum tíðina. Þar gefst gestum einnig tækifæri til að komast í návígi við hross og nýfædd folöld og börnum býðst að fara á bak og láta teyma undir sér um svæðið. Í tengslum við sýninguna er boð-ið upp á ratleik fyrir börn og að skoða myndbönd með íslenska hestinum auk þess sem á svæð-inu er rekið lítið kaffihús þar sem hægt er að setjast niður.

Það er Katrín Sigurðardóttir og fjölskylda hennar sem reka

hrossaræktarbúið að Skeiðvöll-um, en það er nýbýli út úr jörð-inni Holtsmúla. Þau byrjuðu í fyrrasumar að bjóða ferðafólki í heimsókn til að kynna sér ís-lenska hestinn og segir Katrín að undirtektirnar hafi strax verið mjög góðar. „Fyrirfram gerðum við ráð fyrir að þetta myndi fyrst og fremst höfða til útlendinga sem vildu fræðast um íslenska hestinn. Þess vegna kom það okkur mjög á óvart að um 90% þeirra sem komu til okkar voru Íslendingar,“ segir Katrín. Mið-stöðin á Skeiðvöllum opnar 1. júní og verður opið þar alla daga í sumar frá 9 til 17.

iceworld.is

Þeim sem leggja leið sína að Skeiðvöllum í Holta- og Landssveit býðst að líta inn í hesthúsið og skoða sýningu á ýmsum munum sem tengjast ís-lenska hestinum.

Heimsókn á hesta-búgarðinn á Skeiðvöllum

62 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 63: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

S U Ð U R L A N D

Kynnisferðir ehf. – Reykjavik Excursions – hófu áætlunarferðir sínar í Þórsmörk 1. maí síðastlið-inn, sem er talsvert fyrr en verið hefur undanfarin ár. Áður voru fyrstu ferðir ekki fyrr en í júní en að sögn Drengs Óla Þor-steinssonar, verkefnisstjóra hjá Kynnisferðum, er þetta viðleitni í því að lengja ferðamannatíma-bilið.

Farið er á hverjum degi frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8 að

morgni í Húsadal í Þórsmörk. Ferðamenn hafa val um hvernig þeir verja deginum í Þórsmörk en haldið er aftur til Reykjavíkur kl. 16 síðdegis frá Húsadal. Drengur Óli er bjartsýnn á að talsverð eftirspurn verði í ferð-irnar. Þær séu fyrst og fremst hugsaðar sem framlenging á verkefninu Ísland á eigin veg-um, sem fram til þessa hefur að-allega verið í boði yfir hásumar-ið, þ.e. júní, júlí og ágúst.

Áætlunarferðir til Þórsmerkur verða fram til 15. okbóter. Ferð-irnar eru í samstarfi við Volcano Huts, sem reka gistiaðstöðu og veitingasölu í Húsadal. Farmiði fram og til baka kostar 13.000 kr.

kynnisferdir.is

Sumarfegurð í Þórsmörk.

Kynnisferðir:

Áætlunarferðir í Þórsmörk

Eitt fjölbreyttasta safn hér á landi er að finna á Skógum undir Eyjafjöllum, Skógasafn. Safnið byggir að stórum hluta á söfnun Þórðar Tómassonar en formlega var safn með gripum hans opn-að árið 1949. Síðan hefur safnið vaxið og dafnað og því bæst bæði gripir og fleiri áherslur, sem og aukin húsakynni.

Torfbæ með baðstofu, hlóða-eldhúsi, fjósi og eldsmiðju má skoða á Skógum, þar er margt muna eftir sunnlenska hagleiks-menn, glæsilega kvensöðla er að finna í safninu, gamla húsmuni og verkfæri, áttæringur er í safn-inu og margt gripa sem tengjast sjósókn. Þá má nefna Skóga-kirkju, en hún var byggð árið 1998 að fyrirmynd kirkna fyrri alda á Íslandi. Gamalt skólahús er á Skógum og einnig Holt, hús Árna Gíslasonar sem var sýslu-maður á Kirkjubæjarklaustri 1858-1880.

Árið 2002 opnaði nýtt safna-hús á Skógum sem endurspeglar þróun samgangna og tækni á

19. og 20 öld. Þar má sjá allt frá gömlum reiðtygjum og elstu bíl-vélum yfir í bíla, vegagerðar-tæki, verkfæri, mótorhjól og margt fleira. Saga póstþjónustu er einnig rakin á sýningunni, sem og saga rafvæðingar og fjar-skipta.

Skógasafn er opið kl. 9-18 frá 1. júní til ágústloka en 10-17 í maí og september. Yfir vetrar-mánuðina er opið kl. 11-16.

skogasafn.is

Sagan birtist í Skógasafni

Báta og áhöld fyrri tíma má sjá í Skógasafni.

Í Skógasafni

Bíldudalur

Reykjavík

Gjögur

Vestmannaeyjar

Höfn

Húsavík

Áætlunarflug Skipulagðar ævintýraferðirLeiguflug

Bókaðu flugið á ernir.isalltaf ódýrara á netinu

Flugfélagið Ernir | Reykjavíkurflugvelli | 101 Reykjavíksími: 562 2640 | netfang: [email protected] | veffang: ernir.is

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 63

Page 64: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

SKAFTÁRHREPPUR

Icelandair Hótel Klaustur www.icelandairhotels.is sími 487 4900

Nonna og Brynjuhús www.kiddasiggi.is sími 487 1446

Fjárhundasýning í Gröf www.sheepdog.is sími 865 5427

Sveitabragginn www.facebook.com/sveitabragginn sími 893 2115

Hrífunes Guesthouse www.hrifunesguesthouse.is sími 863 5540

Hótel Geirland og jeppaferðir www.geirland.is sími 487 4677

Skaftárstofa - upplýsingamiðstöð www.visitklaustur.is sími 487 4620

Íþróttamiðstöð og sundlaug á Kirkjubæjarklaustri www.visitklaustur.is sími 487 4656

Gistiheimilið Hvoll www.road201.is sími 487 4785

Hótel Laki - Efri Vík www.hotellaki.is sími 412 4600

„Landsmót hestamanna er há-punkturinn í hestamennskunni á Íslandi og jafnan hafa mótin á Hellu verið fjölsótt. Við búumst við um 10 þúsund gestum á mótið í ár og samfelldri veislu fyrir hestaunnendur frá mánu-dagsmorgninum 30. júní þar til mótið endar sunnudaginn 6. júlí. Þarna má sjá það besta í bæði hrossum og knöpum,“ segir Hilda Karen Garðarsdóttir, starfsmaður Landsmóts hesta-manna 2014 á Hellu. Landsmót hestamanna er einn stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er hér á landi. Mótið var fyrst hald-ið á Þingvöllum en mótið á Hellu í sumar verður það 21. í röðinni.

Sýningargluggi fyrir hross og knapaEins og áður segir hefst mótið með forkeppnum og kynbóta-dómum mánudaginn 30. júní en fimmtudagskvöldið 3. júlí verður setningarhátíð mótsins. Síðan tekur við þriggja daga hátíð þar sem keppt verður til úrslita í einstökum greinum og bestu hestar og knapar reyna með sér.

„Við gerum ráð fyrir að til landsmótsins komi um 1000 hross, bæði til keppni og kyn-bótadóma, og gera má ráð fyrir að knapar verði um 500. Lands-mót hestamanna er besti sýning-arglugginn og tækifæri til árang-urs fyrir bæði hrossaræktendur

og knapa, vettvangur fyrir við-skipti, mikilvægur vettvangur til að rækta sambönd innan grein-arinnar en síðast en ekki síst fjölskylduhátíð og skemmtun fyrir unnendur hestamennsk-unnar. Hingað til lands koma þúsundir erlendra gesta gagn-gert til að fara á landsmótið enda er mótið líka markaðssett erlendis og auðvitað mikill fjöldi fólks út um allan heim sem tengist íslenska hestinum á ein-hvern hátt,“ segir Hilda Karen.

FjölskylduhátíðLandsmótið er hátíð fjölskyld-unnar þar sem allir skemmta sér saman. Glæsilegt leiksvæði verð-ur fyrir börnin, markaðsstemn-ing og fjölbreyttar veitingar í risatjöldum, húsdýr á svæðinu og hægt að komast á hestbak. Næg tjaldsvæði verða fyrir alla gesti, einnig er boðið uppá sér-stæði með rafmagni fyrir vagna og hjólhýsi. Á tjaldsvæðunum hópa fjölskyldur og vinir sig saman, grilla og eiga góðar stundir á milli atriða í dag-skránni. Einnig verður boðið upp á úrval íslenskra skemmti-krafta og tónlistarmanna fyrir alla aldurshópa, svo ljóst er að allir finna eitthvað við sitt hæfi á svæðinu.

Miðasala hafinMiðasala á landsmótið á Hellu er þegar hafin á heimasíðu

mótsins. Hilda Karen segir mesta sölu í vikupössum sem gildir fyrir alla dagskrá mótsins. Einnig verður hægt að kaupa sig inn á svæðið einstaka daga. Frítt er fyrir börn fædd 2001 og yngri og afsláttargjald fyrir unglinga.

„Hestamennskan á Íslandi er í miklum blóma um þessar mund-ir og landsmótið á Hellu mun endurspegla þá grósku,“ segir Hilda Karen.

landsmot.is

Landsins bestu hross eru tekin til kostanna á landsmóti og brekkan ljómar af hrifningu.

Landsmót hestamanna hafa yfir sér þjóðlegan blæ og eru mót fjölskyld-unnar.

Hápunktur hestamennskunnar verður á Hellu í sumarS U Ð U R L A N D64 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 65: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 65

Page 66: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

66 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Á þessari tölvugerðu mynd má sjá hvernig Ófærufoss í Eldgjá mun blasa við af nýja útsýnispallinum sem settur verður upp í sumar.

Áætlað er að á árunum 2005 til 2013 hafi gestum sem lögðu leið sína í Skaftafell fjölgað um 122%.

406 þúsund gestir komu í Vatnajökulsþjóðgarð 2013:

Fjórir af hverjum fimm sem koma í Skaftafell og að Dettifossi eru útlendingar

Hjá Eirbergi starfa tveir sjúkra-þjálfarar sem greina þarfir við-skiptavina og veita faglega ráð-gjöf. Karen Bjarnhéðinsdóttir sjúkraþjálfari er annar þeirra og segir hún Eirberg sérhæfa sig í heilsutengdum vörum sem auð-veldi fólki störf og daglegt líf, stuðli að vinnuvernd, bæti lífs-gæði og heilsu. Hjá Eirbergi starfar fagfólk á heilbrigðissviði sem veitir viðskiptavinum ráð-gjöf um val á réttum vörum. Fyr-irtækið er til húsa að Stórhöfða 25 og er verslunin opin kl. 9-18 virka daga.

Bauerfeind bætir hreyfigetuFrá þýska fyrirtækinu Bauer-feind býður Eirberg vandaðar og margviðurkenndar stuðningshlíf-ar, spelkur, þrýstingssokka og innlegg.

GenuTrain hnéhlífin er frábær kostur fyrir fólk með álagsein-kenni, liðþófavandamál og vægt slit. Hlífin styður vel við hnéð og gefur hæfilegan þrýsting sem dregur úr bólgu og bjúgsöfnun. Hún situr vel og rennur ekki til við hreyfingu auk þess sem efn-ið andar vel. Hlífin hentar vel til íþróttaiðkunar og við alla al-menna hreyfingu. Eirberg er

einnig með stuðningshlífar og spelkur fyrir flest alla aðra liði líkamans. Hægt er að panta tíma hjá sjúkraþjálfurum Eirbergs fyrir faglega ráðgjöf um val á stuðn-ingshlífum og spelkum.

Stuðningssokkar í gönguna, hlaupin og golfiðEirberg selur einnig stuðnings-sokka sem tilvaldir eru í göng-una, hlaupin, golfið eða aðra úti vist. Þeir veita hæfilegan þrýsting á fótlegginn og minnka þyngsli og verki í kálfum við hreyfingu. Sokkarnir örva blóð-flæði í fótleggjum og henta vel fyrir þá sem hreyfa sig langtím-um saman í gönguferðum, hlaupum og golfi.

GöngugreiningRöng staða og skekkjur á fótum geta valdið stoðkerfisvandamál-um, til dæmis verkjum í fótum, hnjám, mjöðmum og baki. Göngu greiningin hjá Eirbergi er framkvæmd af sjúkraþjálfara með tölvustýrðum göngugrein-ingarbúnaði sem byggir á þrýst-

ingsmælingu undir fótum. Panta þarf tíma í göngugreiningu og tekur hún um 30-40 mínútur.

Bauerfeind framleiðir mikið úrval af innleggjum sem hægt er

að laga að fæti hvers og eins. Hægt er að fá innlegg sem henta við ýmsum vandamálum í fótum og einnig innlegg sem eru sér-staklega hugsuð í mismunandi

hreyfingu eins og göngu, hlaup, golf, boltaíþróttir, skíði og skauta.

eirberg.is

Karen Bjarnhéðinsdóttir og Björg Hákonardóttir sjúkraþjálfarar Eirbergs.

GenuTrain hnéhlífin er góður kostur.

Stuðningssokkar í gönguna, hlaupin og golfið.

Göngugreining metur líkamsstöðu og skekkjur á fótum sem valdið geta stoðkerfisvandamálum.

Eirberg:

Heilsutengdar vörur fyrir daglegt líf og útivist

Áætlað er að ferðamönnum sem lögðu leið sína á svæðið sem í dag tilheyrir Vatnajökulsþjóð-garði hafi fjölgað úr 213 þúsund árið 2005 í 406 þúsund árið 2013, eða um 91%. Þar af fjölg-aði Íslendingum um 39% á þessu tímabili en erlendum ferðamönnum um 122% og voru þeir 73% gesta sem lögðu leið sína í Vatnajökulsþjóðgarð árið 2013. Rúmlega fjórir af hverjum fimm gestum sem komu í Skaftafell og að Dettifossi árið 2013 voru útlendingar og tveir af hverjum þremur sem komu í Eldgjá og Ásbyrgi á sama tíma voru sömuleiðis útlendingar. Hins vegar voru Íslendingar í meirihluta (60%) þeirra sem lögðu leið sína að Langasjó árið 2013.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem Rögn-

valdur Guðmundsson vann fyrir Vatnajökulsþjóðgarð en stuðst er við kannanir sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferða-þjónustunnar ehf. hefur gert meðal innlendra og erlendra ferðamanna allt frá árinu 1996. Í skýrslunni kemur fram að af ein-stökum svæðum innan þjóð-garðsins komu flestir gestir árið 2013, eða 276 þúsund í Skafta-fell og 163 þúsund að Dettifossi. Áætlað er að um 100 þúsund hafi komið í Ásbyrgi, 36 þúsund að Eldgjá, 33 þúsund að Öskju, 29 þúsund fóru um Snæfells-svæðið og 28 þúsund komu í Lakagíga. Loks er áætlað að um 16 þúsund hafi komið að Langasjó og 15 þúsund í Kverk-fjöll árið 2013. Á árunum 2005 til 2013 fjölgaði ferðamönnum mest í Skaftafelli er áætlað að gestum þar hafi fjölgað um

122% á þessu tímabili. Á sama tíma fjölgaði þeim sem lögðu leið sína að Dettifossi um 70% en einungis um 33% í Ásbyrgi.

Útsýnispallur við ÓfærufossÞórður H. Ólafsson, fram-kvæmdastjóri Vatnajökulsþjóð-garð, segir skýrsluna veita þýð-ingarmiklar upplýsingar um þró-un heimsókna í þjóðgarðinn sem gagnist vel við skipulagn-ingu á uppbyggingu innviða þjóðgarðsins. Hann segir að í sumar verði haldið áfram að vinna að viðhalds- og uppbygg-ingarverkefnum í þjóðgarðinum. Auk hefðbundinna verkefna svo sem merkingum og viðhaldi göngu- og reiðleiða nefnir hann sem dæmi að í sumar verði án-ingar- og salernisaðstaða í Eldgjá á Fjallabaksleið endurbætt og komið fyrir útsýnispalli við

Ófærufoss í Eldgjá. Útsýnispall-urinn verður felldur að landinu þannig að hann verði sem minnst áberandi. Þá verður sett upp göngubrú yfir Kolgrímu í Skaftafellssýslu auk þess sem haldið verður áfram að undirbúa salernisaðstöðu við Dettifoss að vestan. Gert er ráð fyrir að bjóða framkvæmdir út fljótlega og standa vonir til að hægt verði að komast langt með verkið á þessu ári. Komið verður upp að-stöðu við Langasjó á Fjallabaks-leið en þar er vaxandi umferð ferðamanna. Um er að ræða sal-ernisaðstöðu við suðvesturenda vatnsins auk smá afdrepis fyrir landvörð.

vatnajokulsthjodgardur.is

Page 67: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 67

Farfuglar Sundlaugavegur 34 . 105 Reykjavík

Sími 553 8110 . Fax 588 9201 Email: [email protected] . www.hostel.is

Farfuglaheimili - frábær kostur

Farfuglar ❚ [email protected] ❚ www.hostel.is

Farfuglaheimili eru frábær kostur fyrir einstaklinga,

fjölskyldur og hópa. Þau eru öllum opin og bjóða

gestum sínum góða gistingu á hagkvæmu verði.

Öll heimilin bjóða upp á 2-6 manna herbergi og sum

bjóða einnig herbergi með sér snyrtingu. Á öllum

heimilunum eru gestaeldhús.

Nánari upplýsingar er að finna á www.hostel.is

Næsta farfuglaheimili er aldrei langt undan.

www.hostel.is

Page 68: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

R E Y K J A N E S

U l l a r f a t n a ð u rí m i k l u ú r v a l i

Laugavegi 25101 Reykjavík

s. 552-7499

Hafnarstræti 101600 Akureyri

s. 461-3006www.ullarkistan.is

30. maí-1. júní Sjóarinn síkáti í Grindavík.

2. júní-8. júní Vika jarðvangsins.

7. júní Bláalónsþrautin.

21. júní Jónsmessuganga Grindavíkurbæjar og Bláa lónsins.

23.-28. júní Norrænir dagar í Garði.

26.-29.júní Sólseturshátíð í Garði.

9.-13. júlí ATP hátíðin á Ásbrú.

14.-17. ágúst Fjölskyldudagar í Vogum.

27.-31. ágúst Sandgerðisdagar.

4.-7. september Ljósanótt í Reykjanesbæ.

Vikulegar gönguferðir eru farnar um Reykjanesskagann.

Nánar á visitreykjanes.isHeimild og myndir: Markaðsstofa Reykjaness.

Meðal viðburða á Reykjanesi

68 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Mynd: Olgeir AndréssonMynd: Oddgeir Karlsson Mynd: Olgeir Andrésson

Page 69: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

R E Y K J A N E S

Langflestir ferðamenn, sem koma til Íslands, fara á vinsæl-asta ferðamannastað landsins, Bláa lónið enda á lista National Geographic yfir 25 undir verald-ar. Eftir að hafa baðað sig í Bláa lóninu er tilvalið að skella sér til Grindavíkur en þar eru vandaðir matsölustaðir sem sérhæfa sig m.a. í fiskmeti. Þarna eru gisti-heimili, eitt glæsilegasta tjald-svæði landsins, einn af bestu golfvöllum landsins sem nýbúið er að stækka í 18 holur, hið ein-stæða auðlinda- og menningar-hús Kvikan sem býður upp á sýningar um auðlindirnar fisk-veiðar og jarðorku og ýmis skemmtileg afþreying. Þar er jafnframt upplýsingamiðstöð fyr-ir ferðamenn.

„Það er mikill uppgangur í ferðaþjónustunni hér í Grindavík eins og víðar. Við erum alltaf að berjast við að fá fleiri ferðamenn sem heimsækja Bláa lónið til að koma til Grindavíkur og þar mjakast allt í rétta átt, ekki síst með tilkomu malbikaðs göngu-stígs sem lagður var í fyrra á milli Bláa lónsins og Grindavík-ur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menn-ingarsviðs Grindavíkurbæjar.

Þeir sem vilja fá útrás geta farið í fjórhjólaævintýri, eldfjalla- og hellaferðir, útreiðatúra eða hjólaferðir. Náttúran í landi Grindavíkur er eitt best geymda leyndarmál landsins en sett hafa verið upp fróðleg upplýsinga-

skilti fyrir ferðamenn. Hópsnes-hringurinn er heillandi en þar eru m.a. skipsflök og gamlar minjar. Í landi Grindavíkur eru náttúruperlur á borð við Gunnu-

hver, Brimketil, Eldvörp, Kleifar-vatn, Þorbjarnarfell og Krísuvík-urberg. Þá er gaman að sjá Reykjanesvita, skoða fjölskrúð-ugt fuglalíf, mannlíf og atvinnu-

líf við höfnina en Grindavík er ein stærsta verstöð landsins.

grindavik.is

Í Hellaskoðun á Reykjanesi.

Upplýsingaskilti um náttúruperlur í nágrenni Grindavíkur.

Jónsmessuganga.

Undanfarin ár hefur Rannveig Lilja Garðarsdóttir skipulagt vikulegar göngur um Reykjanes sem hafa mælst vel fyrir. Göng-urnar eru ætlaðar almenningi og útbýr Rannveig í upphafi sumars dagskrá sem spannar tímabilið frá byrjun júní og út ágúst.

Farið er á miðvikudagskvöld-um og lagt af stað klukkan 19 frá Hópferðum Sævars í Reykja-nes bæ en þaðan er ekið á þær slóðir sem gengið er um hverju sinni. Þar sem verkefnið er styrkt af HS Orku og Bláa lón-inu er hægt að bjóða göngurnar endurgjaldslaust fyrir utan 1000 krónu gjald í rútuna. Þeir sem það kjósa geta komið sér sjálfir á staðinn og sparað sér þannig akstursgjaldið.

„Þátttakan hefur verið mjög góð og göngurnar hafa mælst vel fyrir. Í fyrra tóku alls um 600 manns þátt og árið áður var fjöldinn svipaður. Að jafnaði eru 30-40 manns í hverri ferð,“ segir Rannveig. Hún segist flokka göngurnar í fjóra erfiðleika-flokka sem eru frá einni og upp í fjórar stjörnur og eru flestar

göngur 2ja til 3ja stjörnu. „Einu sinni á ári fáum við jarðfræðing frá HS Orku með í för enda er svæðið mjög áhugavert út frá jarðfræðinni og í ár verður líka auka ganga í tengslum við jarð-vangsvikuna í júní þar sem gestaleiðsögumaðurinn Ari

Trausti Guðmundsson fer með okkur um 100 gíga gönguna.“

Rannveig segir að kvöldgöng-urnar um Reykjanes séu í kring-um þrjár til þrjár og hálf klukku-stund, en hún miðar við að vera komin til baka fyrir klukkan 23 nema í lengstu göngurnar þá

getur heimkoman dregist til miðnættis. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um göngurn-ar á facebókarsíðu sem Rann-veig heldur úti og nefnist „reykjanesgönguferðir“.

Reykjanesið er einstaklega áhugaverður vettvangur fyrir göngugarpa.

Kvöldgöngur um Reykjanes

Náttúruperlur í Grindavík

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 69

Uppgötvaðu Reykjanes

Heillandi heimur fyrir alla fjölskyldunaorka – náttúra – menning – mannlíf

reykjanes.is

Page 70: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

R E Y K J A N E S

„Við erum bjartsýn í Grindavík á gott ferðasumar. Hér er margt skemmtilegt um að vera fyrir ferðafólk á sumrin. Sjóarinn sí-káti er ein stærsta fjölskylduhá-tíð landsins, Jónsmessugangan nýtur mikilla vinsælda, Jarð-vangsvikan á Reykjanesi í byrjun júní er afar skemmtileg og þá stendur Grindavíkurbær fyrir gönguhátíðum og ýmsum fleiri viðburðum. Sífellt fleiri leggja leið sína til Grindavíkur til þess að fara á brimbretti og þá er Festarfjall vinsæll staður fyrir svifvængjaflug,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frí-stunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar.

Rómað tjaldstæði„Við gerðum viðhorfskönnun á meðal gesta tjaldsvæðisins í

fyrra. Helstu niðurstöður voru þær að gestunum finnst tjald-svæðið frábært og mæla með því við aðra. Íslenskir gestir tjaldsvæðisins komu hingað til að heimsækja Grindavík og ná-grenni og vegna þess að tjald-svæðið er nýtt og spennandi. Er-lendir tjaldsvæðisgestir komu aðallega í tengslum við milli-landaflugið og til að heimsækja bæinn og skoða sig um. Þessar niðurstöðu eru svipaðar þeim sem gerðar voru fyrir tveimur ár-um,“ sagði Þorsteinn jafnframt.

grindavik.is

Grindavíkurbær.

Reykjanesið er uppspretta náttúruuppgötvana, enda skipulagðar gönguferðir meðal þess sem vinsælt er hjá ferðamönnum sem sækja Grindavík heim.

Dagana 2.-8. júní verður annað árið í röð efnt til Jarðvangsviku á Reykjanesi til að vekja athygli á þeirri sérstöðu sem Reykjanes-skagi býr yfir. Reykjanes jarð-vangur er samstarfsverkefni sveitarfélaga og hagsmunaðila á Suðurnesjum. Jarðvangurinn byggir á þeirri einstöku jarð-fræði sem þar er að finna. Reykjanes er til að mynda eini staðurinn á jörðinni þar sem má sjá hvar úthafshryggur gengur á land með eldsumbrotum og jarðhræringum.

„Reykjanes jarðvangur er byggðaþróunarverkefni sem við

vonum að muni stuðla að fjölg-un ferðafólks á svæðinu, upp-byggingu innviða í ferðaþjón-ustu og eflingu vísindarann-sókna,“ segir Eggert Sólberg Jónsson, verkefnastjóri hjá Heklunni, atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja. Í Jarðvangsvikunni verður ýmislegt gert til að vekja athygli á náttúru svæðisins. Meðal þess sem íbúum og gest-um stendur til boða eru fjöl-breyttar gönguferðir um svæðið. Má þar nefna hina svokölluðu 100 gíga leið sem nú er verið að stika úti á Reykjanesi. Eggert segir leiðina mjög skemmtilega

og eigi eftir að koma mörgum á óvart. Þá fer Bláalónsþrautin, stór hjólreiðakeppni, fram í 25. sinn. Keppnin hefst í Hafnarfirði og endar í Bláa lóninu. Loks nefnir Eggert að í tengslum við vikuna verði gefin út barnabók eftir Selmu Hrönn Maríudóttur um „grallara“ sem ferðast um Reykjanesskagann, hitta þar ýmsar furðuverur og komast að fjölmörgu skemmtilegu um svæðið.

visitreykjanes.is

Reykjanesviti.

Rokksafn Íslands er nýtt safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi sem opnað hefur verið í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Þar er sagan tónlistar á Íslandi rakin allt frá miðri nítjándu öld og til dagsins í dag með aðstoð ljósmynda, skjáa og skjávarpa. Við komuna fá gestir lánaða spjaldtölvu og heyrnartól sem gerir þeim kleift að kafa dýpra í söguna og fræðast betur um tónlistarmennina sem fjallað er um á safninu.

Á safninu er meðal annars hægt að hlusta á tónlist, horfa á tónlistarmyndbönd og viðtöl við tónlistarmenn og á veggjum safnins eru upplýsingar um sögu ákveðinna tímabila og tónlistar-menn. Þá eru þar einnig hljóð-færi og ýmsir munir sem tengjast þekktum hljómsveitum svo sem

trommusett Gunnars Jökuls, sem hann notaði með Trúbroti, raf-magnsgítar Brynjars Leifssonar úr Of Monsters and Men, LED-ljósabúningur Páls Óskars, tré-skúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum og flugvélabúningur úr myndbandi Sykurmolanna við lagið Regínu. Þá er hægt að prófa sig áfram á hljómborðum, rafmagnsgítörum og rafmagns-trommusetti og horfa á heimild-armyndir um íslenska tónlist í Félagsbíói sem staðsett er í safn-inu.

Hægt er að fá leiðsögn um safnið og þar geta gestir keypt alls kyns varning, tengdan rokk-sögunni s.s. bækur, geisladiska, heimildarmyndir og boli, merkta safninu.

rokksafn.is

Popp- og rokksagan Íslands er rakin í safninu.

Grindavík:

Viðburðaríkt sumar framundan

Rokksafn Íslands

Jarðvangsvika á Reykjanesi

70 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 71: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 71

Að sögn Gróu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra á sölu- og mark-aðssviði hjá Flugfélagi Íslands, er aukinn áhugi á innlendum menningarhátíðum á sumrin eins og LungaA, Bræðslunni á Borgarfirði eystri og Mýrarbolt-anum á Ísafirði. Mikið úrval ferða er í boði á heimasíðu flug-félagsins bæði frá Reykjavík út um landið og einnig af lands-byggðinni til höfuðborgarinnar.

Gestakort Reykjavíkur tilvalið í höfuðborgarferð fjölskyldunnarGróa bendir á að netfargjöld og tilboð fyrir fjölskyldur verði áberandi í framboði félagsins á heimasíðu þess sem var nýverið endurnýjuð. Fyrir fjölskyldur sem sækja höfuðborgina heim er t.d. tilvalið að kaupa Gesta-kort Reykjavíkur en með því fæst aðgangur að sundlaugum Reykjavíkur, söfnum, Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og ýmsu öðru. Margir Íslendingar hafa skráð sig í Netklúbb Flugfélags Íslands til að fá upplýsingar um nettilboð og annað það sem fé-lagið býður viðskiptavinum sín-um í sumar.

Á heimasíðunni er að finna hugmyndir að spennandi sér-ferðum um allt land þar sem ýmis tilboð eru í gangi. Sem dæmi má nefna Sælkeraferð um Eyjafjörð þar sem gælt er við bragðlaukana og önnur skilning-arvit. Farið er um sjó og sveitir Eyjafjarðar og framleiðendur á eyfirsku hráefni heimsóttir. Gróa vekur einnig athygli á að á heimasíðu félagsins geti við-skiptavinir bætt við alls kyns ferðatengdri þjónustu og sem dæmi er í ferð til Akureyrar hægt að bóka hvalaskoðun. Frá Reykjavík er þannig hægt að fara í dagsferð norður, skoða hvali og fleira skemmtilegt og fljúga síðan til Reykjavíkur að kvöldi.

Flugfélag Íslands býður einn-ig ferðir frá Reykjavík til Græn-lands bæði fyrir erlenda sem innlenda ferðamenn. Sérstakt til-boð verður á flugi og gistingu til Nuuk sem er höfuðstaður Græn-lands og elsti bær landsins með um 15.000 íbúa. Þar eru hvala-skoðunarferðir vinsælar en auk þess er þar boðið upp á þyrlu-ferðir út á hafísbreiðuna og til hinna sögulegu rústa norrænna manna.

Tvær sérferðir verða skipu-lagðar sérstaklega fyrir eldri borgara til Færeyja og Græn-lands. Í lok maí verða Færeying-ar heimsóttir og í júlí verða farn-ar tvær ferðir til Narsarsuaq á Grænlandi. Þessar ferðir hafa verið mjög vinsælar undanfarin ár og er yfirleitt uppselt í þær.

flugfelag.is

Gróa Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri sölu- og markaðssviðs FÍ.

Flugfélag Íslands:

Fjölbreyttar ferðir og bæj-arhátíðir í sókn

Hafðu samband!568 0100

Gámurinner þarfaþing!

» Til sölu og/eða leigu

» Margir möguleikar í stærðum og útfærslum

» Hagkvæm og ódýr lausn

» Stuttur afhendingartími

Gistigámar Geymslugámar Salernishús

www.stolpiehf.is

Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100

Page 72: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

72 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Bandalag íslenskra Farfugla (Far-fuglar) er málsvari Farfugla og Farfuglaheimila hér á landi. Samtökin fagna 75 ára afmæli á þessu ári. Farfuglar eru aðilar að alþjóðasamtökum Farfugla, Hos-telling International. Í stofnsam-þykktum samtakanna segir að hlutverk þeirra sé að stuðla að ferðalögum sem auka þekkingu fólks á umhverfinu, umhyggju fyrir náttúrunni og virðingu fyrir menningarlegu gildi borga og bæja í öllum heimshlutum. Til að vinna að þessu hlutverki sínu starfrækja samtökin m.a. Far-fuglaheimili um allt land og veita upplýsingar um Farfugla-heimili víðs vegar um heiminn.

Ný upplifun á hverju FarfuglaheimiliFramkvæmdastjóri Farfugla er Markús Einarsson. Við hittum hann á svölum nýjasta Farfugla-heimilisins, Farfuglaheimilisins Lofts, í Bankastræti 7. Farfugla-heimilið Loft er orðinn einn af vinsælli samkomustöðum borg-arinnar þar sem gestum heimilis-ins og borgarbúum gefst tæki-færi til að hittast.

„Farfuglar eru hluti af Hostell-ing International, einni stærstu gistihúsakeðju í heimi. Við eig-um systursamtök í yfir 80 lönd-um í öllum heimsálfum. Hér á landi eru starfandi 32 Farfugla-heimili um allt land. Þau eru mjög ólík að stærð og uppbygg-ingu og bjóða upp á fjölbreytta aðstöðu og þjónustu. Öll heimil-in bjóða upp á tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi og sum þeirra bjóða herbergi með sér snyrtingum. Það er einn af kostum þess að ferðast um landið og gista á Farfuglaheimil-um hversu ólík heimilin eru. Það er ný upplifum á hverjum stað.“

Í fararbroddi umhverfisvænnar ferðaþjónustu„Við höfum lagt mjög mikla áherslu á umhverfis- og gæða-starfið. Til að vera hluti Farfugla-heimiliskeðjunni þurfa heim ilin að uppfylla ákveðnar gæðakröf-ur. Auk þess taka mörg heimil-anna þátt í sérstökum gæða- og umhverfisverkefnum á okkar vegum,“ segir Markús.

„Við vinnum eftir ákveðnu umhverfisstjórnunarkerfi sem um 60% Farfuglaheimilanna

vinna eftir og kallast fyrir vikið Græn Farfuglaheimili. Við stefnum að því að innan tveggja ára vinni öll heimilin okkar eftir þessu kerfi. Sum heimilanna hafa gengið enn lengra og sem dæmi um það þá eru öll Far-fuglaheimilin í Reykjavík Svans-vottuð, sem þeir einir fá sem uppfylla mjög strangar kröfur um umhverfismál. Með mark-vissu umhverfis- og gæðastarfi komum við til móts við kröfur og væntingar gesta okkar. Allt

frá stofnun Farfugla hafa sam-tökin verið í fararbroddi um-hverfisvænnar ferðaþjónustu hér á landi,“ segir Markús.

Mikið lagt í sameiginlega að-stöðu gestaÁ Farfuglaheimilunum er lögð mikil áhersla á að stuðla að inn-byrðis kynningu gestanna. „Við sköpum vettvang þar sem fólk getur hist og skiptst á skoðunum og viðhorfum. Það er minna lagt upp úr munaði inni á herbergj-unum en því meira upp úr sam-eiginlegri aðstöðu. Í fæstum til-vikum eru sjónvörp eða símar inni á herbergjunum. Í þessu felst líka hvatning til gestanna að nýta sameiginlegu rýmin þar sem oft er stofnað til umræðna

og góðra kynna,“ segir Markús. Öll Farfuglaheimilin eru með

sameiginleg eldhús þar sem gestir geta eldað eigin mat. Það gerir Farfuglaheimilin að sérlega fjölskylduvænum gististöðum.

Stærstur hluti gesta á íslensk-um Farfuglaheimilum eru er-lendir ferðamenn. Markús segir að fleiri gistinætur íslenskra ferðalanga séu á Farfuglaheimil-um erlendis en á Íslandi.

„Við erum stundum spurð að því hvort Farfuglaheimilin séu eingöngu fyrir útlendinga. Því fer víðs fjarri. Farfuglaheimilin eru öllum opin og þau eru skemmtilegur vettvangur til nýrra upplifana og kynna.“

hostel.is

Svalirnar á Farfuglaheimilinu Loft eru einn heitasti staðurinn í höfuð-borginni á góðviðrisdögum.

Öll Farfuglaheimilin bjóða upp á tveggja manna her-bergi auk fjöldskylduherbergja.

Gestaeldhúsin eru oft vettvangur nýrra kynna. Fjölbreytt afþreying er á Farfugla-heimilunum.

Farfuglaheimilin bjóða fjölskyldu-væna gistingu um allt land

Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Farfugla. Mikil áhersla er lögð á sameiginleg rými.

Page 73: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 73

Page 74: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

H Ö F U Ð B O R G A R S V Æ Ð I Ð

Maí- 5. júní Viðburðir Listahátíðar í Reykjavík.

31. maí-1. júní Hátíð hafsins, Reykjavík.

13.-17. júní Víkingahátíð í Hafnarfirði.

23.-27. júlí REY CUP, alþjóðleg fótboltahátíð.

1.-3. ágúst Innipúkinn, tónlistarhátíð.

5.-10. ágúst Hinsegin dagar í Reykjavík.

9. ágúst Gleðigangan Gaypride.

14.-20. ágúst Jazzhátíð Reykjavíkur.

23. ágúst Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.

23. ágúst Menningarnótt í Reykjavík.

29.-31. ágúst Í túninu heima, bæjarhátíð í Mosfellsbæ.

7.-16. ágúst Kammertónlistarhátíð unga fólksins í Hörpu.

25. sept.-5. okt. RIFF, alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík.

Heimildir: visitreykjavik.is, heimasíður sveitarfélaga og aðrar viðburðasíður.

Meðal viðburða á höfuðborgarsvæðinu

Grunnsýning Þjóðminjasafns Ís-lands nefnist Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár og miðlar þekkingu á menning-ararfi íslensku þjóðarinnar frá upphafi til vorra daga. Á þeirri stóru sýningu er geysilega áhugaverður fróðleikur sem Ís-lendingar mega ekki láta fram hjá sér fara. Leitast er við að sníða fræðsluefni að þörfum gesta svo einstaklingar, fjöl-skyldur og skólahópar finni þar efni við hæfi og aðgengi fyrir alla er haft að leiðarljósi.

Silfur Íslands Spennandi sýningar eru í gangi í safninu á hverjum tíma og nú má nefna sýninguna Silfur Ís-lands þar sem getur að líta silf-urgripi sem smíðaðir voru af ís-lenskum listamönnum allt frá síð-miðöldum fram á fyrri hluta 20. aldar. Á 150 ára afmæli safnsins er sjónum beint að þessum einstaka menningararfi enda eru silfurgripir meðal feg-urstu muna sem Þjóðminjasafnið varðveitir.

Betur sjá auguLjósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013 er sýning sem ber nafnið „Betur sjá augu“ og stendur til 1. júní í Myndasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni er að finna ljósmyndaverk eftir 34 konur sem eiga það sameig-

inlegt að hafa unnið við ljós-myndun hér á landi, flestar sem atvinnuljósmyndarar en einstaka sem áhugaljósmyndarar. Sýning-in nær því yfir 140 ára tímabil og eru viðfangsefni ljósmyndar-anna eftir því fjölbreytt.

thjodminjasafn.is Þjóðminjasafnið er viðkomustaður gesta með ólíkar þarfir. Kaffihúsið er skemmtileg viðbót við áhugaverðar sýningarnar.

Sýningar höfða til allra aldurs-hópa.

Golfklúbbur Ness fagnaði 50 ára afmæli sínu þann 4. apríl síðast-liðinn. Hann er fimmti elsti golf-klúbbur landsins. Nálægð hans við hafið og Bakkatjörn á Sel-tjarnarnesi gefur tækifæri til ríkr-ar náttúruupplifunar um leið og menn stunda golfíþróttina af kappi.

Golfvöllurinn þykir ekki stór í samanburði við aðra golfvelli. Heildarlengd hans er um 5.300 metrar, þ.e.a.s. allar 9 holurnar. Hann er þröngur og margar hættur á hverri braut.

Haukur Óskarsson er fram-kvæmdastjóri Golfklúbbs Ness. „Þetta gerir völlinn dálítið erfið-an og svo á það líka til að vera vindasamt hérna. Návígið við fuglalífið er mikið og við leggj-um mikið upp úr því að vernda fuglana. Við afmörkum svæðið

sem kylfingar mega fara inn á þegar krían kemur á vorin til að verpa. Við merkjum sömuleiðis svæðið þar sem tjaldar og endur verpa og verjum það með þeim hætti fyrir ágangi. Fuglarnir hafa tekið kylfinga fullkomlega í sátt og sambúðin gengur vel. Það er mun meira fuglalíf hérna en annars staðar á Seltjarnarnesi sem gefur vellinum sína töfra og sérstöðu,“ segir Haukur.

Haukur segir að mikill fjöldi ferðalanga leggi leið sína út á Suðurnes að vetrarlagi til þess að fylgjast með norðurljósunum. Yfir sumarið er sömuleiðis mikil umferð ferðamanna á hjólum út að Suðurnesi og hafa margir nýtt sér veitingasöluna í golfskálan-um sem er opin öllum á sumrin.

nkgolf.is Spilað á Nesvelli.

Golf í nábýli við kríuna og Atlantshafsölduna

Þjóðminjasafn Íslands:

Áfangastaður fróð-leiksfúsra ferðamanna!

74 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 75: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 75 PI

PAR\

TBW

A •

SÍA

• 1

3140

8

kopavogur.is

lifandi menning í allt sumarVelkomin í KópavogBÓKASAFN KÓPAVOGS | Hamraborg 6a | Sími 570 0450 | bokasafnkopavogs.is

GERÐARSAFN | Hamraborg 4 | Sími 570 0440 | Frítt inn á miðvikudögum, lokað mánudaga | gerdarsafn.is

TÓNliSTARSAFN ÍSlANdS | Hábraut 2 | Sími 570 1693 | tonlistarsafn.is

SAlURiNN TÓNliSTARHÚS | Hamraborg 6 | Miðasala 5 700 400 | Fjölbreytt dagskrá | salurinn.is

NÁTTÚRUFRÆÐiSTOFA KÓPAVOGS | Hamraborg 6a | Sími 570 0430 | Aðgangur ókeypis | natkop.is

Page 76: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

H Ö F U Ð B O R G A R S V Æ Ð I Ð

Menning og listir eiga sér sterkar rætur í Kópavogi og eru glæsi-leg mennin rhús bæjarins gott vitni um það, að sögn Örnu Schram, forstöðumanns Listhúss Kópavogsbæjar. Hún segir að það sé vel þess virði að gera sér ferð í Kópavoginn og verja góð-um degi á Borgarholtinu eða menningartorfunni, eins og hún er stundum kölluð. Þar eru menningarhúsin og má þar fyrst nefna Gerðarsafn, sem er lista-safn Kópavogsbæjar en í sumar verður þar afmælissýning með verkum m.a. eftir Gerði Helga-dóttur myndhöggvara. Safnið var reist fyrir 20 árum henni til heið-urs. Gerður var brautryðjandi og tók fyrst kvenna forystu í högg-myndlist hérlendis. Á sýning-unni í sumar verða sömuleiðis verk eftir hjónin Barböru og Magnús Árnason. Öll verkin á sýningunni eru í eigu Kópavogs-bæjar.

Á torfunni er einnig Salurinn, fyrsti sérhannaði tónleikasalur landsins, en tónlistarmönnum ber saman um að í þessum sal sé að finna óviðjafnanlegan hljómburð.

Í næsta húsi við Salinn er Náttúrufræðistofa Kópavogs, en þar er eina náttúrugripasafn höf-uðborgarsvæðisins sem er opið almenningi og í Bókasafni Kópavogs, sem er í sama hús-næði, er hægt að setjast niður í þægilegu umhverfi og blaða í bókum, blöðum og tímaritum. Skammt frá er Tónlistarsafn Ís-lands en nú er þar sýningin „Dans á eftir“ sem gefur innsýn í gamla danstónlist.

Að lokum má geta Kópavogs-kirkju sem stendur efst á Borgar-holtinu. Frá henni er mikið og fagurt útsýni yfir höfuðborgar-svæðið. Steindir gluggar kirkj-unnar eru eftir Gerði Helgadótt-ur, en þeir setja sterkan svip á bygginguna.

Borgarholtið djásn í sjálfu sér„Borgarholtið sjálft er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Grágrýt-ishnullungar einkenna það og hin forna sjávarstaða sést við neðri mörk hnullunganna á holt-inu. Þá er gróðurfarið athyglis-vert en holtið er enn að mestu gróið villtum tegundum.“

Frá holtinu er stutt yfir í Hamraborgina þar sem má finna kaffihús og veitingastaði. Í göngufæri er einnig Sundlaug Kópavogs, sem fékk frábæra

umsögn í nýrri bók Páls Ásgeirs Ásgeirssonar, Áfangastaðir í al-faraleið. Þar segir að sundlaugin sé sú „stærsta, besta og hrein-asta“ á landinu!

„Bæjarbúar vita af þessu djásni sem holtið er í Kópavogi en við viljum gjarnan fá fleiri í heimsókn. Við bendum á að hingað er stutt að koma frá ná-

grannasveitarfélögunum. Það tekur til dæmis ekki nema sjö mínútur að keyra frá 101 Reykja-vík. Að holtinu liggja líka góðar strætóleiðir að ógleymdum

hjóla- og göngustígum,“ segir Arna.

kopavogur.is

Frá menningarhátíð í bænum nú í maí.Útskriftarverk meistaranema Listaháskóla Íslands í myndlist og hönnun. Myndin er tekin í Gerðarsafni nú í vor en þær sýningar verða haldnar í Gerðarsafni næstu árin.

Arna Schram, forstöðumaður List-húss Kópavogsbæjar.

„Hengilssvæðið er ótrúlega fallegt en vannýtt göngu-og úti-vistarsvæði. Hér er þéttriðið net af merktum gönguleiðum og víðsvegar á svæðinu eru skilti sem vísa á náttúru- og menning-arminjar sem hér er að finna,“ segir Auður Björg Sigurjónsdótt-ir, eigandi Orkusýnar sem ann-ast gestamóttöku í Hellisheiðar-virkjun. Hún bendir á að Hellisheiðarvirkjun sé kjörinn upphafs- og endastaður fyrir slíkar göngur því þar eru næg bílastæði og hægt að fá sér hressingu að lokinni göngu. Þar er einnig hægt að fá gönguleiða-kort sem Orkuveitan hefur útbú-ið auk þess sem starfsmenn Orkusýnar eru reiðubúnir að leiðbeina gestum um hentugar gönguleiðir. „Það sem einkennir

þetta svæði er meðal annars hvað það er fjölbreytt þannig að hér eru gönguleiðir við allra hæfi, misjafnlega erfiðar, allt eft-ir því sem hentar hverjum og einum.“

72 þúsund gestirÁ síðasta ári komu 72 þúsund gestir til að skoða Hellis heið-arvirkjun og segir Auður Björg að heimsóknum fjölgi jafnt og þétt í takti við aukinn straum ferðamanna til landsins. Í stöðv-arhúsinu er viðamikil gagnvirk sýning þar sem gerð er grein fyrir jarðhitanýtingu Íslendinga og vinnsluferli virkjunarinnar. Auk jarðhitasýningarinnar eru iðulega uppi aðrar sýningar í virkjunarhúsinu og um þessar mundir er það sýning Einars

Ólasonar ljósmyndara á mynd-um sem hann hefur tekið á há-hitasvæðum landsins. Sýning Einars var opnuð í byrjun maí og mun verða uppi í tvo mán-uði.

Blanda af fræðslu og göngu„Um 95% af okkar gestum eru útlendingar og yfir vetrarmán-uðina fáum við mikið af erlend-um skólahópum, til dæmis breskum og dönskum. Hins veg-ar fer lítið fyrir þeim íslensku. Af hverju veit ég ekki en ef til vill vex mönnum í augum kostnaður við rútuferðirnar eða kannski er-um við einfaldlega of nálægt til að fólk gefi þessu gaum,“ segir Auður. Hún bendir á að fyrir Ís-lendinga, sem yfirleitt hafi mikl-ar skoðanir á nýtingu jarð-

varmans, sé upplagt að koma og kynna sér málið við þær góðu aðstæður sem eru í Hellis-heiðarvirkjun.

„Heimsókn hingað getur ver-ið ávísun á skemmtilegan og innihaldsríkan dag þar sem hægt er að blanda saman fræðslu og góðri gönguferð. Þannig er hægt að byrja á að skoða sýninguna í Hellisheiðarvirkjun og fara síðan í göngu, til dæmis inn í Innsta-dal eða Marardal þar sem eru stórkostleg svæði og enda á því að fá sér kaffi eða heitt súkkul-aði og rjómavöfflur hjá okkur að göngu lokinni og áður en haldið er í bæinn,“ segir Auður Björg Sigurjónsdóttir hjá Orkusýn.

orkusyn.is

Fjölmargar spennandi gönguleiðir út frá Hellisheiðarvirkjun

Menning og listir í Kópavogi

Auður Björg við eina af fjölmörgum skýringarmyndum á sýningunni í Hellisheiðarvirkjun en á síðasta ári komu 72 þúsund gestir að skoða virkjunina.

Á Hengilssvæðinu er þéttriðið net fjölbreyttra göngustíga og er Hellisheiðarvirkjun kjörinn upphafs- og endapunktur fyrir göngur um svæðið.

76 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

Page 77: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

H Ö F U Ð B O R G A R S V Æ Ð I Ð

Jarðvísindi, raunvísindi, tækni, saga, arkitektúr og náttúrufræði – allt á einum stað. Hellisheiði í máli og myndum í frábærri margmiðlunarsýningu. Fjölbreyttar merktar gönguleiðir. Veitingar á Kaffi Kolviðarhól. Fræðsla og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Opið alla daga frá kl. 9:00 til 17:00.

Svona nýtum við jarðhitann!

JARÐHITASÝNING ÍHELLISHEIÐARVIRKJUN

Allar nánari upplýsingar á www.orkusyn.is Sími: 412 5800.Netfang: [email protected] 64°02”248’- 21°24”079´ Við erum á Facebook!

Halldór Hreinsson, kaupmaður í Fjallakofanum rekur þrjár versl-anir í dag. Ein þeirra er við Laugaveg 11, önnur í Kringlunni í Reykjavík og ein er við Reykja-víkurveg 64 í Hafnarfirði. Hall-dór er hæstánægður með aukinn útivistaráhuga almennings. Margir notfæra sér skipulagðar ferðir ferðafélaganna en aðrir kjósa að ferðast á eigin vegum. Hvor leiðin sem er farin er nauðsynlegt að vera vel útbúinn því veður geta verið válynd á Ís-landi þótt dagatalið segi okkur að nú sé sumar. Reynsla Hall-dórs og starfsmanna hans er ómetanleg þegar viðskiptavinir þurfa góð ráð. Nauðsynlegt er að þeir sem eru að hefja þátt-töku í ýmiss konar útivist fari rétt að í byrjun til þess að útiver-an verði sem ánægjulegust og hvatningin til að halda áfram og fara í fleiri ferðir verði sem mest.

Góður búnaður gulli betriÍ Fjallakofanum er að finna allan þann útbúnað sem útivistarfólk þarf í ferðir sínar, hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna. Til að gönguferð úti í náttúrunni sé sem best heppnuð þurfa skórnir að vera góðir. Halldór segir að ítölsku Scarpa gönguskórnir séu orðnir hvað

best þekkta vörumerkið fyrir gæði, endingu og þægindi og nú hafa framleiðendur lagt kapp á að hafa útlit þeirra sem mest spennandi en þeir fást í 15 mis-munandi litum. En til að skórnir nýtist vel þurfa sokkarnir líka að vera góðir. „Ullarsokkarnir frá Smartwool er mjög góður kostur og síðan erum við líka með ull-arnærföt úr 100% merino ull frá Smartwool,“ segir Halldór. „Fátt kemur í stað ullarinnar sem innsta lag og merino ullin er ert-

ingarlaus, mjúk og þægileg að vera í. Síðan eru Marmot utanyf-irflíkurnar bæði vandaðar og fallegar,“ bætir hann við.

Allur útivistarbúnaður á staðnumÍ Fjallakofanum er ekki einungis að finna klæðnaðinn fyrir útivist-arfólkið heldur nánast allt sem

þarf til gera góða gönguferð enn betri. Þar má nefna tjöld, bak-poka, svefnpoka, eldunarbúnað, mataráhöld, göngustafi og sól-gleraugu, svo nokkuð sé nefnt.

Halldór leggur áherslu á hversu mikilvægt sé að fá góð ráð frá fagfólki þegar útbúnaður til útivistar er keyptur. Hann segir að starfsfólk Fjallakofans sé

allt með mikla reynslu sem auð-veldi val viðskiptavinarins þegar kemur að því að velja góðar og vandaðar vörur sem eiga að endast í margar gönguferðir.

fjallakofinn.is

Hópur fyrir utan Hótel Ísafjörð að gera sig klárann í ævintýri í Vestfirsku Ölpunum. Þá er eins gott að vera vel búin í Marmot útivistarfatnaði.

Pollapönkarar tókust á við Eurovisionævintýrið í Scarpa Mojito skóm!

Það þorir ekkert veðrakerfi að ráðast á þá sem eru vel búnir í Marmot útivistarfatnaði!

Starfsmenn í Fjallakofanum slá á létta strengi. Ingólfur Geir Gissur-arson, Halldór Hreinsson og Guð-mundur St. Maríusson.

Fjallakofinn – paradís útivistarfólks

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 77

Page 78: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

78 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2014

VeðurstofaÍslands

Veður

VEÐUR-APPIÐ

www.vedur.is

SUMARHÚS OG FERÐALÖG

Gas-kæliskápar 100 og 180 lítra

Gas-hellur

Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-125w

Gas-ofnar

Gas-vatnshitarar5 - 14 l/mín

Kæliboxgas/12v/230v

Gas-eldavélar

Sólarrafhlöður fyrir húsbíla og fellihýsi.Þunnar 130w

Bíldshöfði 12 •110 Reykjavík • 577 1515 • skorri.is • Opið virka daga frá kl. 8.15 til 17.30

Gleðilegt ferðasumar!

Led-ljós

Borð-eldavél

„Á vegum Menntaskólans í Kópavogi er boðið upp á fjöl-breytt nám sem veitir góða at-vinnumöguleika í ört vaxandi og spennandi atvinnugrein,“ segir Helene H. Pedersen, kynningar-stjóri MK. „Við erum í nánum tengslum við atvinnulífið og hagsmunaaðila innan ferðaþjón-ustunnar og fylgjumst vel með því sem er að gerast,“ segir hún. „Námsleiðirnar eru fyrir þá sem eru 20 ára og eldri og hafa lokið stúdentsprófi, sveinsprófi eða öðru sambærilegu námi. Við 25 ára aldur er starfsreynsla metin í Ferðamálaskólanum og umsækj-endur þurfa að standast inn-tökupróf í einu erlendu tungu-máli í Leiðsöguskólanum.

Ferðamála- og leiðsögunámÍ Leiðsöguskólanum er mark-miðið að búa nemendur undir það að fylgja erlendum ferða-mönnum um landið en námið í heild er hagnýtt og tekur mið af ólíkum þörfum ferðaþjónustunn-ar. Fjallað er um jarðfræði Ís-lands, sögu og menningu, gróð-ur, dýra líf, atvinnuvegi og ís-lenskt sam félag, bókmenntir og listir. Nem endur eru fræddir um helstu ferðamannastaði á Íslandi, öryggismál, náttúruvernd og umhverfismál og eru þjálfaðir í leiðsögutækni. Á námstímanum fara nemendur í vettvangsferðir og æfa sig m.a. í að leiðsegja hver öðrum en náminu lýkur með nokkurra daga lokaferð um land ið. Boðið er upp á tvö kjör-svið; almenna leiðsögn og göngu leiðsögn.

Nemendur Ferðamálaskólans eru búnir undir störf hjá ferða-

skrifstofum, upplýsingamið-stöðvum, hótelum, ráðstefnu-skrifstofum, flugfélögum, söfn-um og afþreyingarfyrirtækjum. Helene segir námið fjölbreytt og skemmtilegt þar sem fjallað er um helstu ferðamannastaði á Ís-landi og úti í heimi, uppbygg-ingu og starfsemi greinarinnar, markaðssetningu og rekstur í ferðaþjónustu. Verkefnin eru raunhæf og nemendur fara í vettvangsferðir og í heimsóknir í ferðaþjónustufyrirtæki. Ferða-málaskólinn er þekktur fyrir öfl-ugt starfsnám en til að ljúka námi er skylt að fara á þriggja mánaða starfssamning hjá fyrir-tæki í ferðaþjónustu sem getur

farið fram samhliða námi eða að bóklega náminu loknu. Þetta er mjög hagnýtt og gott nám og

eru nemendur hæfir til að takast á við fjölbreytt störf í ferðaþjón-ustu strax að námi loknu.

HótelstjórnunarnámHótelstjórnunarnámið er á há-skólastigi og kennt í samstarfi við Cesar Ritz Colleges í Sviss. Hægt er að taka fyrsta árið hér heima og ljúka með diploma. Að því loknu gefst nemendum tækifæri til að halda áfram í náminu í skólanum í Sviss og ljúka þaðan „Bachelor of Inter-national Business in Hotel Toru-ism Management“ á tveimur ár-um. Námið hér á landi er ná-kvæmlega eins sett upp og nám-ið í Sviss og öllum fyrirmælum um námskrár, kennslufyrirkomu-lag og námsefni er fylgt frá skól-anum í Sviss.

„Hér eru á ferðinni spennandi möguleikar fyrir nemendur sem eru að ljúka stúdentsprófi og eða námi í hótel- og matvæla-greinum og hafa áhuga á námi í ferða- og hótelgeiranum sem nú er orðin mest gjaldeyrisskapandi atvinnugrein á Íslandi,“ bætir Helene við.

mk.is

Nemendur Ferðamálaskólans ásamt kennara fóru á ITB ferðakaupstefnuna í Berlín í byrjun mars.

Á forsíðu Ævintýralandsins í fyrra birtum við ljósmynd af málmskúlptúrnum Dansleik eftir Þorbjörgu Pálsdóttur mynd-höggvara en það verk stendur fyrir utan Perluna í Reykjavík í allri sinni dýrð. Við vinnslu blaðsins urðu þau mistök við gerð myndatexta að segja verkið eftir Ólöfu Pálsdóttur mynd-höggvara og biðjumst við vel-virðingar á þessari meinlegu villu.

Þorbjörg Pálsdóttir vann verk-ið Dansleik árið 1970 og var það upphaflega sýnt á sögulegri sýn-ingaröð á Skólavörðuholtinu en var síðan steypt í brons. Þor-björg gaf Reykjavíkurborg verkið árið 1995. Í bók sem gefin var út um Þorbjörgu og verk hennar árið 1983 sagði Ernir Snorrason rithöfundur m.a.: „Verk Þor-bjargar Pálsdóttur eru að mínu viti einhver frumlegasti skúlptúr,

sem Íslendingur hefur skapað. Myndlistamenn fara flestir í smiðju þekktra starfsbræðra og eru í einhverjum skilningi nánari útfærsla af stefnum og fyrri verkum. Þorbjörg hefur enga slíka fyrirmynd.“

Þorbjörg var fædd árið 1919 og nam m.a. við Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík og

höggmyndadeild Myndlistaskól-ans í Reykjavík undir hand-leiðslu Ásmundar Sveinssonar. Þá lærði hún í Stokkhólmi og einnig í Bandaríkjunum. Hún hélt margar einkasýningar hér-lendis og erlendis og tók þátt í fjölda samsýninga. Þorbjörg Pálsdóttir lést árið 2009.

Dansleikur eftir Þorbjörgu Pálsdóttur

Ferðamála-, leiðsögu- og hótelstjórnunarnám:

Góðir atvinnumöguleikar

Page 79: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

ÆVINTÝRALANDIÐ 2014 | 79

Eirberg ehf. • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is

Gakktu lengra

Compression sokkarStuðningur við ökkla og kálfa. Mjúkir og hlýjir.

Verð: 6.450 kr.

Genutrain hnéhlífFyrir álagseinkenni og verki í hnjám.

Verð: 11.750 kr.

ErgoPad gönguinnleggEinstaklega þunn og fyrirferða-lítil. Góður stuðningur sem minnkar álag á fætur.

Verð: 10.750 kr.

Malleotrain PlusÖkklahlíf sem styður vel við óstöðuga ökkla eftir tognanir.

Verð: 13.950 kr.

GöngugreiningFramkvæmd með tölvustýrðum göngugreiningarbúnaði sem byggir á þrýstingsmælingu undir fótum. Nákvæm greining standandi, gangandi og hlaupandi annaðhvort á göngubretti eða gólfi. Skoðun sjúkraþjálfara og ráðgjöf um val á skóm, innleggjum og öðrum stoðtækjum.

Verð: 5.950 kr.

Eirberg býður vandaðar stuðningshlífar, spelkur, innlegg og sokka. Hentar fyrir alla aldurshópa bæði til að fyrirbyggja og meðhöndla meiðsli.

Page 80: Ævintýralandið - Ferðalag um Ísland 2014

Dagskráin er sérstaklega ætluð fjölskyldufólki Ýmis skemmtiatriði, leiktæki og sýningar fyrir börnin. Tónleikar, listviðburðir, leiktæki og uppákomur alla helgina.Meðal skemmtikrafta: Pollapönk, Brynjar Dagur, Ingó Veðurguð, Hvanndalsbræður, Jóhanna Guðrún, Einar Mikael töframaður, Brúðubíllinn, íþróttaálfurinn og Solla stirða, Bjartmar Guðlaugsson, Sterkasti maður á Íslandi og margt fleira. Sjá dagskrá og allar nánari upplýsingar á www.sjoarinnsikati.is

sjÓmanna- og fjÖlskylduhÁtÍÐinsjÓarinn sÍkÁti30.maÍ -1.jÚnÍ

sjÓmanna- og fjÖlskylduhÁtÍÐinsjÓarinn sÍkÁti30.maÍ -1.jÚnÍ

sjÓmanna- og fjÖlskylduhÁtÍÐinsjÓarinn sÍkÁti30.maÍ -1.jÚnÍ

Dín

amít

Gun

nar J

úl

DÍN

AMÍT

GU

NN

AR JÚ

L

DÍN

AMÍT

GU

NN

AR JÚ

L

DÍN

AM

ÍT

DÍN

AM

ÍT e

hf. -

Gra

físk

hönn

un -

Gun

nar J

úl

Dín

amít

ehf

. - g

rafís

k hö

nnun

DÍN

AM

ÍT e

hf. -

gra

físk

hönn

un

Nýtt og sérhannað tjaldsvæði í Grindavík sem slegið hefur í gegn.

200 m2 tjaldsvæðishús ásamt 220 m2 palli við húsið með allri nauð­synlegri þjónustu.

Grindavík og nágrenni er heillandi fyrir ferðafólk. Hvernig væri að skella sér á þetta flotta tjaldsvæði í Grindavík og sjá hvað þessi vina­legi og skemmtilegi bær hefur upp á að bjóða fyrir alla fjölskylduna?

Tjaldsvæði Grindavíkur

Jarðorkan: Afar fræðandi og vönduð sýning fyrir alla þá sem hafa áhuga á eldgosi, jarðorku og kraftinum í iðrum jarðar.

Saltfisksetur Íslands: Lifandi og fróðleg saga saltfisksverkunar á Íslandi í afar metnaðarfullri sýningu sem vakið hefur mikla athygli.

Í SÉRFLOKKI

Þann 2. júní opnaði Guðbergsstofa í Kvikunni sem er safn og sýning um Guðberg Bergsson rithöfund og heiðursborgara Grinda víkur, eins virtasta rithöfunds Íslendinga fyrr og síðar.

Guðbergur fæddist í Grindavík árið 1932 og ólst þar upp. Guðbergur hefur alla tíð tengst Grindavík sterkum böndum.

Á sýningunni er að finna allar bækur og verk sem gefin hafa verið út eftir Guðberg á Íslandi. Jafnframt sýnishorn af bókum og verkum Guðbergs sem þýdd hafa verið á erlend tungumál og sýnishorn af óútgefnum verkum Guðbergs. Þar er einnig að finna; ljós myndir, verðlaunagripi, viður kenningar og ýmsa gamla muni, auk þess er ferill Guðbergs rakinn á stórum veggskiltum.

Hafnargata 12a - Sími 420 1190 - [email protected]/kvikan - Opið alla daga frá kl. 10:00-17:00

Þrjár fróðlegar sýningar undir einu þaki

GuðbergsstofaNÝSÝNING

GUÐBERGSSTOFAGuðbergur Bergsson

GUÐBERGSSTOFAGuðbergur Bergsson

Austurvegi 26Sími: 420 [email protected]

www.grindavik.is