20
Ísland - Ísrael 13. september 2014 - Kl. 17:00 Ísland - Serbía 17. september 2014 - Kl. 17:00

Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Rafræn leikskrá vegna leikja Íslands við Ísrael og Serbíu í undankeppni HM 2015.

Citation preview

Page 1: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014

Ísland - Ísrael13. september 2014 - Kl. 17:00

Ísland - Serbía17. september 2014 - Kl. 17:00

Page 2: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014
Page 3: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014

ÍsraelÍsraelska liðið hefur 9 stig eftir átta leiki í riðlinum en liðið hefur lagt Möltu tvisvar að velli og höfðu einnig betur gegn Serbíu á heimavelli. Íslenska liðið mætti þeim í apríl á þessu ári og er var það í fyrsta skiptið sem þjóðirnar höfðu mæst hjá A landsliðum kvenna. Mark Dagnýjar Brynjarsdóttur, eftir klukkutíma leik, skildu liðin að í leik sem íslenska liðið þurfti að hafa mikið fyrir. Ísraelska liðið var vel skipulagt og gaf ekki mörg færi á sér. Liðið heldur héðan til Danmerkur þar sem þær mæta heimastúlkum í lokaleik sínum í riðlinum.

SerbíaÍsland og Serbía hafa mæst fimm sinnum áður hjá A landsliðum kvenna og hafa íslensku stelpurnar alltaf haft betur. Síðast mættust þjóðirnar í október á síðasta ári í Belgrad og vannst sá leikur 1 – 2. Serbar hafa 10 stig, eftir níu leiki. Tveir sigrar hafa unnist á Mölti, einu sinni á Ísrael sem og liðið gerði jafntefli gegn Dönum á heimavelli. Margir serbneskir leikmenn hafa leikið hér á landi í gegnum árin og í hópnum eru tveir leikmenn sem leika hér á landi, Danka Podovac úr Stjörnunni og Vesna Smiljkovic úr ÍBV.

KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS | FOOTBALL ASSOCIATION OF ICELANDLAUGARDAL | 104 REYKJAVIK | +354 510 2900 | [email protected] | WWW.KSI.IS

FACEBOOK.COM/FOOTBALLICELAND | TWITTER @FOOTBALLICELAND | INSTAGRAM @FOOTBALLICELAND

VELKOMIN Á LEIKINN

Page 4: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014
Page 5: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, segir gríðarlega mikilvægt að ná góðum úrslitum í þeim leikjum sem framundan eru í lokakeppni HM. Hann segir að Serbía og Ísrael séu að spila vel og ærið verkefni sé fyrir höndum.

Hvernig líst þér á liðin sem við erum að fara að spila við?Við erum að fara að spila við vel skipulagt lið sem eru sterkar í föstum leikatriðum og beita yfirleitt skyndisóknum í sýnum sóknaraðgerðum. Liðið er með nokkra leikmenn frá Ameríku sem eru með ísraelskt vegabréf og hafa styrkt liðið gríðarlega. Þeirra sterkasti einstaklingur er ein af þessum stúlkum en það er markvörðurinn þeirra.

Hversu mikilvægt er að enda keppnina með hagstæðum úrslitum?Það er gríðarlega mikilvægt að enda keppnina vel, við þurfum að halda áfram að safna stigum sem hafa gildi

í styrkleikaniðurröðun. Einnig er það mikilvægt fyrir sjálfstraustið í liðinu að enda vel, byggja á því sem vel hefur verið gert og halda áfram að bæta það sem þarf að bæta í leik liðsins.Ef við vinnum báða þessa leiki þá endum við keppnisárið á átta sigurleikjum sem við getum verið mjög sátt við.

Hvað hluti hefur þú verið ánægðastur með í þessari undankeppni og hvað er það sem helst má vinna í?Það sem hefur heppnast vel hjá okkur er hápressan og árásagjarn varnarleikur. Það hefur orðið til þess að við vinnum boltann oft hátt á vellinum og getum þar af leiðandi skapað okkur mörg góð marktækifæri. Við höfum einnig verið mjög ánægð með hugarfar leikmanna, vilja þeirra til þess að læra og bæta leik liðsins og stemmninguna innan liðsins. Það sem þarf að bæta eru ákvörðunartökur á seinasta þriðjungi,

FreyrAlexandersson

Töluvert rými fyrir bætingu

Page 6: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014

nýting á marktækifærum og hraðara flæði á boltanum.

Lítur þú á þessa leiki jafnvel sem upphafið af næstu keppni?Þessir leikir eru tvíþættir, lokin á þessari keppni og þessu keppnisári og upphafið á undirbúningi fyrir næstu keppni.

Finnst þér breiddin að vera aukast af leikmönnum í landsliðsklassa?Við eigum töluvert af leikmönnum af

svipuðum styrkleika. Við eigum of fáa leikmenn í fremstu röð í heiminum en við höfum hins vegar töluvert af rými fyrir bætingu enda margir leikmenn á frábærum aldri sem eru í kjörstöðu til þess að bæta sinn leik, sitt líkamlega atgervi og taka miklum framförum.

Íslenskar getraunir eru stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins í knattspyrnu

Page 7: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014

Íslenskar getraunir eru stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins í knattspyrnu

Page 8: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014

Hallbera Guðný

“BERRY”

Page 9: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014

Hallbera Guðný Gísladóttir þekkir vel að spila með landsliðinu en hún hefur spilað ansi marga leiki í íslenska búningnum. Hallbera er nýlega snúin aftur úr atvinnumennsku en hún söðlaði um og leikur nú með Val í Pepsi-deild kvenna. Hallbera segir ekki annað koma til greina hjá landsliðinu en að klára þessa undankeppni með sóma.

Hvernig leggjast leikirnir í þig?Leikirnir leggjast mjög vel í mig. Það er lítið annað sem kemur til greina en að enda þessa undankeppni með sóma, þrátt fyrir að við munum ekki komast upp úr riðlinum. Allt annað en 6 stig væru vonbrigði.

Við höfum unnið bæði þessi lið, áttu von á erfiðum leikjum?Báðir útileikirnir voru frekar erfiðir og jafnir en ég tel okkur vera með betra lið heldur en bæði Ísrael og Serbía. Þessi lið hafa verið að spila frekar aftarlega á móti okkur og gera það mjög vel og þess vegna held ég að það muni reyna á þolinmæðina hjá okkur. Við skoruðum til dæmis mjög seint á móti Ísrael í fyrri leiknum og unnum 1-0 í leik þar sem við vorum 70% með boltann.

Eftir að möguleikarnir um umspilssæti voru úti, er erfiðara að mótivera sig fyrir leikina?Það er auðvitað hundfúlt að hafa klúðrað síðasta leik á móti Dönum þar sem sá leikur var algjörlega í okkar höndum, en það er ekki hægt að svekkja sig á því endalaust. Mér persónulega finnst aldrei erfitt að mótivera mig fyrir landsleiki og þá sérstaklega heimaleiki og ég held að það sama gildi um flestar stelpurnar í liðinu. Leikirnir við Ísrael og Serbíu eru mjög mikilvægir þrátt fyrir að HM draumurinn sé úr sögunni því við verðum að halda okkur ofarlega á styrkleikalistanum uppá næsta ár þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM.

Nú er hugsað um framtíðina, er gott að nota þessa leiki til að prófa nýja hluti og jafnvel leikmenn?Það er mikil reynsla að spila landsleik á Laugardalsvelli og allt önnur tilfinning heldur en að spila æfingaleik erlendis. Það er því ekkert nema jákvætt að geta prófað nýja leikmenn og byrja að þróa liðið fyrir EM.

Allt annað en 6 stig væru vonbrigði

Hallbera Guðný

Page 10: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014

RiðlinumSviss hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum en Danir eru í öðru sæti og Íslendingar í því þriðja. Danir hafa tveggja stiga forystu á okkur Íslendinga og eiga báðar þjóðir tvo leiki eftir. Sigur Dana hér á Laugardalsvelli í ágúst gerði vonir okkar að engu um að komast í umspilsleiki um sæti í úrslitakeppni HM 2015. Fjórar þjóðir, með bestan árangur í öðru sæti riðlanna sjö, tryggja sér sæti í umspili. Danir eiga eftir heimaleiki gegn Möltu og Ísrael og með sigri í þeim leikjum eygja þær möguleika á sæti í umspilinu.

Staðan íLiðið er góð blanda af ungum og eldri leikmönnum. Er framtíðin ekki björt hjá kvennalandsliðinu?Mín skoðun er sú að ef við höldum áfram á þeirri braut sem við erum á núna ætti framtíðin að vera björt. Við erum stöðugt að bæta okkar leik og ungir og ferskir leikmenn bíða spenntir eftir tækifærinu. Ég trúi því að vonbrigðin sem fylgja því að komast ekki á HM muni tvíefla okkur í því markmiði að komast í lokakeppni EM.

Þú ert komin heim út atvinnumennsku. Ertu alkomin eða stefnirðu að því að fara aftur?Ég kom heim í vor og var þreytt bæði andlega og líkamlega og var í raun harðákveðin í því að segja skilið við atvinnumennskuna. Eftir að hafa náð að hlaða batteríin í dágóðan tíma hef ég hinsvegar opnað fyrir þann möguleika að spila erlendis aftur. Það er samt ekkert ákveðið í þeim efnum og alveg eins líklegt að ég muni spila á Íslandi næsta sumar.

Page 11: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014

410 4000Landsbankinn landsbankinn.is

„Ég vil eiga fyrir því sem ég geri“

Besta leiðin til að eignast hluti er að eiga fyrir þeim. Hvort

sem ætlunin er að koma upp varasjóði eða safna fyrir sumarfríi

þá er alltaf skynsamlegt að leggja fyrir. Kynntu þér allt um

reglubundinn sparnað á landsbankinn.is/istuttumali.

Page 12: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014

ÍslandsA karlaKarlalandsliðið byrjaði undankeppni EM á eins sannfærandi hátt og hægt var, lögðu Tyrki 3 – 0 á Laugardalsvelli. Frábær byrjun hjá strákunum sem gefur þeim sannarlega byr undir báða vængi fyrir framhaldið. Riðill Íslands er gríðarlega erfiður en næsti leikur liðsins er gegn Lettlandi í Riga, 10. október og svo verður tekið á móti Hollendingum á Laugardalsvelli, mánudaginn 13. október.U21 karla(Hægt að uppfæra á föstudag)Strákarnir gerðu 1 – 1 jafntefli gegn Frökkum í lokaleik sínum í undankeppni EM en leikið var í Auxerre síðastliðinn mánudag. Þetta voru frábær úrslit, einu stigin sem Frakkar töpuðu í riðlakeppninni, og tryggðu íslenska liðinu sæti í umspilinu fyrir úrslitakeppnina sem fram fer í Tékklandi á næsta ári.

U19 karlaStrákarnir léku á dögunum 2 vináttulands leiki gegn Norður Írum ytra en þessir leikir voru liður í undirbúningi fyrir riðlakeppni EM. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 2 – 2 en heimamenn höfðu betur í þeim síðari, 3 – 1. Riðill Íslands í undankeppni EM verður leikinn í Króatíu dagana 7. – 12. október. Þar leikur Ísland í riðli með Eistlandi, Tyrklandi og Króatíu.

U17 karlaStrákarnir léku á Norðurlandamótinu í Danmörku í lok júlí og höfnuðu þar í 7. sæti. Liðið lagði Færeyinga, gerði jafntefli við Finna en biðu lægri hlut gegn Englandi og Svíþjóð. Framundan er svo undankeppni EM um miðjan október en þar verður leikið í Moldavíu gegn Armeníu, Ítalíu og gestgjöfunum.

U15 karlaStrákarnir fóru eftirminnilega ferð til Kína í síðasta mánuði þar sem þeir tóku þátt á Ólympíuleikjum ungmenna í Nanjing . Ísland lék þarna sem fulltrúi Evrópu á leikunum en þessir leikar þóttu glæsilegir og mikið í þá lagt af heimamönnum. Öruggur sigur vannst á Hondúras, 5 – 0 í fyrsta leiknum en svo kom naumt tap gegn Perú, 2 – 1 í öðrum leik. Liðið lék svo í undanúrslitum gegn Suður Kóreu þar sem leikar stóðu jafnir, 1 – 1, eftir venjulega leiktíma en Suður Kóreumenn höfðu betur í vítaspyrnukeppni. Íslenska liðið vann svo Grænhöfðaeyjar í leiknum um þriðja sætið, 4 – 0, og tryggðu sér þar með bronsverðlaun.

U19 kvennaÞað styttist í undankeppni EM hjá liðinu en riðill Íslands fer fram í Litháen 13. – 18. september. Þar verður leikið gegn gestgjöfunum, Spáni og Króatíu en tvær efstu þjóðirnar í riðlinum tryggja sér sæti í milliriðlum.

U17 kvennaStelpurnar léku á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í byrjun júlí og höfnuðu þar í áttunda sæti eftir naumt tap gegn Finnum í leik um sjöunda sætið. Þar sem úrslitakeppni EM U17 kvenna verður haldin á Íslandi árið 2015, þá mun íslenska liðið ekki leika í undankeppni heldur fara beint í úrslitin sem gestgjafar. Vert er að minna á að KSÍ óskar eftir sjálfboðaliðum til að starfa við úrslitakeppnina á næsta ári og er hægt að finna nánari upplýsingar á hinni ágætu heimasíðu KSÍ, www.ksi.is.

Landslið

Page 13: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014

KSÍ og bakhjarlar okkar er sannkallaðir fótboltavinir og við viljum að sem flestir verði vinir fótboltans. Við ætlum því að setja af stað skemmtilegan leik sem er þannig að allir þeir sem setja mynd á Instagram og merkja hana #fotboltavinir gætu unnið til glæsilegra verðlauna.

Við ætlum að draga reglulega út einhverja sem sett hafa inn skemmtilegar fótboltamyndir og eftir leik Íslands og Hollands þá veljum við þann sem er með bestu myndina og fær sá aðili að launum ferð á útileik með íslenska landsliðinu á næsta ári.

Við ætlum líka að gefa áritaða landsliðstreyju og miða á leik Íslands og Hollands. Það er því til mikils að vinna og hvetjum við alla að setja hashtag #fotboltavinir á skemmtilegar myndir á Instagram og það er aldrei að vita nema þú gætir verið að skella þér á leik með karlalandsliðinu í undankeppni EM.

Það eru Borgun, Vífilfell, Lengjan, Landsbankinn, N1 og Icelandair sem eru stoltir bakhjarlar KSÍ.

Verum #fotboltavinir

Vertu #fotboltavinur

Page 14: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014

Leikmenn ÍslandsNafn Staða FélagÞóra Björg Helgadóttir Markmaður FylkirSandra Sigurðardóttir Markmaður StjarnanSonný Lára Þráinsdóttir Markmaður Breiðablik

Arna Sif Ásgrímsdóttir Varnarmaður Þór/KA Anna María Baldursdóttir Varnarmaður StjarnanGlódís Perla Viggósdóttir Varnarmaður StjarnanElísa Viðarsdóttir Varnarmaður Kristianstads DFFAnna Björk Kristjánsdóttir Varnarmaður Stjarnan

Sigrún Ella Einarsdóttir Miðjumaður StjarnanSara Björk Gunnarsdóttir Miðjumaður FC RosengårdRakel Hönnudóttir Miðjumaður BreiðablikHallbera Guðný Gísladóttir Miðjumaður ValurDagný Brynjarsdóttir Miðjumaður SelfossGuðný Björk Óðinsdóttir Miðjumaður Kristianstads DFFDóra María Lárusdóttir Varnarmaður Valur Ásgerður St. Baldursdóttir Miðjumaður Stjarnan Gunnhildur Yrsa Björnsdóttir Miðjumaður Arna-Björnar

Harpa Þorsteinsdóttir Sóknarmaður Stjarnan Guðmunda Brynja Ólafsdóttir Sóknarmaður SelfossFanndís Friðriksdóttir Sóknarmaður Breiðablik

Page 15: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014

Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . is

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

Með Borgun getur þú rekið vefverslun með einföldum og öruggum hætti

Það eru til ótal gerðir af greiðslu--kortum og margir greiðslumátar. Borgun býður upp á sérsniðnar lausnir sem gera þér kleift að taka við greiðslum á netinu með ein-földum og öruggum hætti.

Page 16: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014

Gott er að minna gesti Laugardalsvallar á að það er fjöldi bílastæða í Laugardalnum er aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn. Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll. Við minnum svo vallargesti á að mæta tímanlega á leikina.

Það er gott að vera á góðum tíma til að forðast óþarfa biðraðir. Þá er minnt á að strætisvagnar stoppa víðsvegar í kringum Laugardalinn og geta verið afar góður kostur fyrir marga vallargesti.Mörg hlið verða opin á leiknum til að koma fótboltaþyrstum stuðningsmönnum sem fyrst í sætin sín og biðjum við alla að dreifa álaginu á hliðin.

LaugardalurLaugardalur-enginn skortur á bílastæðum!

SUNDLAUGAVEGUR

RE

YK

JA

VE

GU

R

LA

UG

AR

ÁS

VE

GU

R

SU

ÐU

RLA

ND

SB

RAU

TEN

GJA

VEG

UR

Skautahöll, Grasagarður173 stæði

World Class110 stæði

Laugardalsvöllur530 stæði

Íþróttasvæði Þróttar130 stæði

ÍSÍ50 stæði

Á bak við Laugardalshöll160 stæði

Austan við Laugardalshöll115 stæði

Ofan við Fjölskyldu- og húsdýragarð100 stæði

TBR húsið80 stæði

Laugardalshöll100 stæði

Í Laugardal, einu allra vinsælasta Íþrótta- og útivistarsvæði landsins

er að finna yfir 1800 bílastæði.

Þó svo að ekki séu laus stæði næst þeim stað í dalnum sem þú ætlar á,

bendum við á að víða í Laugardal er að finna næg bílastæði.

Sýnum sjálfsagða tillitssemiog leggjum aldrei á gangstígum.

Laugardalslaug190 stæði

Bílastæðamál við Laugardalsvöll

Page 17: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014

www.n1.is facebook.com/enneinn

Hluti af umhverfinu

UmhverfisvottuðhestöflAníta er hestakona. Gammur er hestur. Á Gammi kemst Aníta í tengsl við náttúruna. Gammur kann að meta það. Stundum langar þau að komast fjær hesthúsinu. Þá þarf bíl og ólíkt Gammi þarf bíllinn olíu. Þess vegna eru Aníta og Gammur ánægð með ISO-vottaðar stöðvar N1 sem bjóða upp á jákvæðari orku – VLO-blandaða díselolíu sem minnkar útblástur og eykur endingu vélarinnar.

Það er stórt skref í átt að umhverfisvænni þjónustu.

Vetnisblönduð lífræn olía dregur úr út blæstri koltví sýr ings. Hún er í boði á flestum af 98 útsölu stöðum N1.

Hjá N1 eru níu þjónustu stöðvar og eitt hjól barða verk stæði ISO- umhverfis vottaðar starfs stöðvar – og það eru fleiri á leiðinni.

Í ágúst ætlar Aníta að ríða 1.000 km yfir sléttur Mongólíu og safna fé fyrir Barnaspítala-sjóð Hringsins og Cool Earth verkefnið. N1 óskar henni góðrar ferðar.

Þjónustustöð N1 á Bílds höfða býður öku mönnum umhverfis-vænt íslenskt metan.

ÍST ISO 14001

Page 18: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014
Page 19: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014

Hvar er sætið þitt?

Page 20: Ísland - Ísrael og Serbía Leikskrá 2014

* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

+ Bókaðu núna á icelandair.is Vertu með okkur

Njóttu hverrar mínútu Það er ekki nauðsynlegt að hlaupa upp og niður Oxford-stræti til að kíkja í allar búðirnar. Það sem skiptir máli er að njóta tímans. Eiga gæðastundir og safna minningum sem lifa.

GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA Í LONDON Verð frá 17.600*

kr. Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina.