84
2. tbl. 12. árg. 2012 Fjárleit á Norðurlandi Leit úr lofti Kvennaþing Hálendisvakt Ungmennaskipti EUF Ráðstefnan Björgun Snorri á Augastöðum TrotSAR

Björgun

Embed Size (px)

DESCRIPTION

2. tbl. 2012

Citation preview

Page 1: Björgun

2. tbl. 12. árg. 2012

Fjárleit á Norðurlandi

Leit úr lofti

Kvennaþing

Hálendisvakt

Ungmennaskipti EUF

Ráðstefnan Björgun

Snorri á Augastöðum

TrotSAR

Page 2: Björgun

HeildarlausnirArctic Trucks hefur á síðustu fjórum árum breytt 17 bílum fyrir starfsemi á Suðurskautslandinu. Þeir bílar hafa nú þegar ekið um 200 þúsund kílómetra á hásléttu Suðurskautslandsins, við einhverjar erfiðustu aðstæður sem hugsast getur. Á hverju ári taka starfsmenn Arctic Trucks þátt í leiðöngrum á Suðurpólinn og reynslu þeirra af notkun bílanna notum við til að endurbæta hönnun okkar og smíði. Sú vinna nýtist ekki síður björgunarsveitum sem þurfa þrautreynda og öfluga bíla til notkunar við erfiðar aðstæður á Íslandi.

fyrir björgunarsveitir

Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is | www.yamaha.is

Arctic Trucks býður björgunarsveitum heildarlausn í tækjamálum; trausta bíla, vönduð tæki frá Yamaha og góða varahluta- og viðhaldsþjónustu.

Page 3: Björgun
Page 4: Björgun

Slysavarnir6

Efn

isyfi

rlit

Efn

i

2 . t b l . 1 2 . á r g . o k t ó b e r 2 0 1 2

2. tbl. 12. árg. 2012

Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg,

Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík.

Áskrift og almennur sími: 570-5900.

Netfang: [email protected].

Auglýsingar: [email protected].

Ritstjóri: Ólöf Snæhólm Baldursdóttir.

Ábyrgðarmaður: Guðmundur Örn Jóhannsson

Próförk: Haraldur Ingólfsson – Harla.

Umbrot og prentun: Prentsmiðjan Oddi.

Forsíðumynd: Guðbrandur Örn Arnarson

Slysavarnafélagið Landsbjörg er samtök sjálfboðaliða um allt land sem vinna björgunar- og slysavarnastarf. Innan félagsins starfa um 100 björgunarsveitir, um 40 virkar slysavarnadeildir auk öflugs unglingastarfs. Félagið rekur Slysavarnaskóla sjómanna, Björgunarskólann, þjálfunarbúðir á Gufuskálum, 14 björgunarskip og tugi slysavarnaskýla út um allt land. Björgun, tímarit félagsins, kemur að jafnaði út tvisvar á ári. Blaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. Allar ábendingar um efni í blaðið eru velkomnar og sendast á [email protected]. Þeir sem óska eftir áskrift að blaðinu geta haft samband við skrifstofu félagsins. Slysavarnafélagið Landsbjörg gefur einnig út árbók einu sinni á ári og er hún yfirlit um starfsemi félagsins árið á undan. Nánari upplýsingar um Slysavarnafélagið Landsbjörg má finna á www.landsbjorg.is.

141 776

UMHVERFISMERKI

PRENTGRIPUR

Björgunarmál

Framlag björgunarsveita ekki metið til fjár 6

Leit úr lofti 12

Bíóstjörnur og björgunarsveitamenn 14

Svörun – sjálfvirk greining svörunarboða í útköllum 16

SAREX 2012 Greenland Sea 19

VHF-TETRA gátt um borð í björgunarskipinu Hafbjörgu 25

Gáttaður á ferð? 26

Hálendisvakt 2012 28

Heimsókn til björgunarhestahópsins TrotSAR í Bandaríkjunum 32

HÖFN 1 - Mercedes Benz Sprinter 39

Hárfín lína milli lífs og dauða 40

Dagskrá Björgunarskólans 44

Slysavarnir

Kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar 46

Forvarnadagur Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Sjóvá 49

Unglingamál

Unglingar á USAR 2012 50

Útivistarskólinn – nýjar áherslur 55

Ungmennaskipti EUF 56

Samstarf Pjakks og Dreka við Ung Hessa 59

Félagsmál

„Mér finnst félagið andskoti gott“ 61

Ný björgunarstöð Lífsbjargar í Snæfellsbæ 64

6

16

19

26

28

55

62

Page 5: Björgun

Conti IceContactContiVikingContact 5Frábær vetrardekk sem eru framleidd úr gúmmíefnablöndu sem viðheldur mýkt og aksturseiginleikum, jafnvel í miklu frosti. Þetta gerir dekkinu kleift að viðhalda bestu fáanlega gripi í hálku, lengur en önnur ónelgd dekk. Dekkið hefur verið leiðandi í öllum norrænum prófunum undanfarin ár.

Háþróuð nagladekk með nýrri tegund nagla Brilliant Plus. Brilliant Plus þolir fi mm sinnum meira álag en venjulegir naglar án þess að losna. Brilliant Plus tryggir hámarks grip og styttri hemlavegalengd í hálku.

Frábær vetrardekk sem eru framleidd úr Frábær vetrardekk sem eru framleidd úr

Conti IceContactHáþróuð nagladekk með nýrri tegund nagla Brilliant Plus. Brilliant Plus þolir fi mm sinnum meira álag en venjulegir naglar án þess að losna. Brilliant Plus tryggir hámarks grip og styttri hemlavegalengd í hálku.

en venjulegir naglar án þess að losna. Brilliant Plus tryggir hámarks grip og styttri

Á veturnaeru dagarnir stuttir...

það er bremsuvegalengd okkar líka

Gæði ákvarða hemlunarvegalengd í hálku

Ónelgd Continental

Ódýr dekk

62 m

190 m

Mælt með nýjum óslitnum dekkum með 8mm mynsturdýpt á 50 km/klst. hraða.

+ 128m

www.solning.is

Page 6: Björgun

Björgunarmál8

Þegar þetta er skrifað er unnið að því að taka saman þær vinnustundir sem björgunarsveitir lögðu fram síðustu þrjár vikurnar. Tölurnar eru sláandi og ljóst að stærð þessarar aðgerðar slær við flestum þeim verkefnum sem björgunarsveitir hafa tekið þátt í undanfarin ár, ef ekki áratugi og eru þá meðtalin eld-gosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli. Sveitirnar á svæði 12; Reykjadalur, Þingey, Aðaldalur, Stefán, Garðar, Núpar og svæðisstjórnin, hafa unnið í um 3500 klukkustundir. Þessi tala sýnir glöggt álagið sem þær hafa verið undir. Á svæði 11 skiluðu sveitir um 2500 vinnustundum, rúmlega 500 klukkustundir voru unnar af svæði 10 og tæplega 600 af björgunar-sveitum á svæði 9. Þessar tölur einar og sér duga til að gera þessar aðgerðir stærri en þær sem voru í kringum eldgosin. Þó eru ótaldar allar vinnustundir sem björgunarsveitir af Austfjörðum og höfuðborgar-svæðinu lögðu fram fyrstu vikuna, og svo sveitir víða af landinu, sem og síðustu helgina í septem-ber þegar 100 björgunarsveitamenn fóru til aðstoðar

Ólö

f Snæ

hólm

Bal

durs

dótti

r- s

tarf

smað

ur S

L

Mikið vonskuveður gekk yfir Norðurland 9.-11. september síðastliðinn og fylgdi því víða mikið fannfergi. Aðstoða þurfti fjölda vegfarenda og víða féllu rafmagnslínur með tilheyrandi rafmagnsleysi á stórum svæðum. Var það ástand viðvarandi í nokkra daga. Á þeim tímapunkti óraði engan fyrir afleiðingum veðursins; að fyrir dyrum væri gríðarlega umfangsmikil aðgerð sem stæði vikum saman. Stóra vandamálið reyndist vera að mikið af fé var enn á fjalli og hafði nokkur hluti þess grafist í fönn. Björgunarsveitir á svæðum 9, 10, 11 og 12 unnu dag og nótt við leit og björgun á fénu og kölluð var inn aðstoð frá öðrum svæðum. Á þriðja degi var lýst yfir neyðarástandi á Norðausturlandi.

Framlag björgunarsveita ekki metið til fjár

Mynd: Þorsteinn Jónsson.

Page 7: Björgun

Björgunarmál 9

við leit og smölun. Ekki má svo gleyma slysavarna/kvennadeildarkonum sem sáu björgunarfólki fyrir mat á meðan mesti hasarinn gekk yfir. Þær unnu mikið og gott starf. Björgun fékk nokkra þeirra sem voru í eldlínunni á hverju svæði til að ræða aðgerðina. Rætt var við þá 1. október en þá voru ekki öll kurl komin til grafar. Rúnar Jónsson, meðlimur Súlna – björgunarsveitar-innar á Akureyri er í svæðisstjórn á svæði 11 og sat í samhæfingarstjórn fyrir aðgerðirnar helgina 29.-30. september. „Í heildina séð hefur þetta gengið vel,“ segir hann þegar hann er beðinn um að lýsa stóru myndinni. „Verkefnið var afar umfangsmikið; náði yfir stórt svæði og varði í langan tíma. Það er búið að finna mikið af fé en þó ekki nærri allt. Við höfum á þess-ari stundu ekki tölur yfir árangurinn þar sem bændur vita ekki einu sinni sjálfir hvað vantar. Fé er enn að koma í hús, nú þremur vikum eftir að veðrið gekk yfir auk þess sem ástandið er afar misjafnt, milli bæja og svæða. Hversu stór skaðinn er kemur ekki í ljós fyrr en síðar.“Rúnar segir aðgerðastjórnir björgunarsveita hafa verið í miklu og góðu samstarfi við ráðunauta á Eyjafjarðasvæðinu og í Suður-Þingeyjarsýslu, t.d. hjá Búgarði. „Þeir voru lykilmenn í okkar sam-skiptum varðandi þarfir og óskir bænda og stóðu sig frábærlega. Ráðunautarnir voru í góðum tengslum við bændurna; hringdu í þá og heimsóttu og höfðu því bestu upplýsingarnar. Þeir komu svo beiðnum um aðstoð til okkar. Ef bændur hefðu verið hver í sínu horni að óska eftir hjálp hefði aðgerðin ekki verið svona heilsteypt og þetta varð til þess að hægt

var að ná betur utan um vandann. Einnig er vert að minnast á samskiptin við sýslumanninn á Húsavík og embætti hans, þau voru til fyrirmyndar.“Fyrstu dagana eftir óveðrið voru björgunarsveitir víða af landinu við vinnu á Norðausturlandi, allar heimasveitir, sem og mikill liðsauki af Austfjörðum, Norðvesturlandi og af höfuðborgarsvæðinu. Þegar mest var voru tugir sveita með nokkur hundruð manns að leita að fé. „Allar björgunarsveitir sem komu að lögðu sig fram við verkefnið og árangurinn varð mikill, mikið af fé fannst lifandi, bæði það sem smalað var saman og sem grafið var úr fönn.“ Rúnar áætlar að fjölda kinda sem var grafinn úr snjó megi telja í þúsundum. „Almannavarnir náðu ekki að greina þennan mikla vanda í upphafi, það var ekki farið nægilega snemma í þá vinnu, a.m.k. ekki fyrir utan Þingeyjarsýslu, þ.e. í Skagafirði, Eyjafirði og Húnavatnssýslum. Ég tel að ástæða þess að aðeins var lýst yfir neyðarástandi í Þingeyjarsýslu hafi verið sú að sýslumaðurinn þar tók af skarið og greindi vandann í sinni heimabyggð. Það var þörf á því að lýsa yfir neyðarástandi á miklu stærra svæði. Fyrstu dagana voru t.d. bjargir úr Skagafirði, Eyjafirði og Húnavatnssýslum sendar á Norðausturland þegar full þörf var á þeim heima fyrir.“ Aðspurður segir Rúnar að skipuleggja hefði mátt að-stoðina betur. „Það hefði hjálpað ef neyðarástandinu hefði verið lýst yfir strax á mánudagskvöldið og að það látið vara lengur. Um leið og neyðarástandinu var aflýst dró úr allri utanaðkomandi hjálp og því má spyrja sig: Var það gert of snemma? Verið var að bjarga kindum úr fönn fram yfir mánaðamót og því

hefði þurft að vera skipuleg vinna mun lengur. Þá hefði mátt skipuleggja aðgerðir björgunarsveita yfir stærra svæði og fá utanaðkomandi aðstoð sveita mun fyrr. Innan björgunargeirans eru margir sam-mála því að bregðast hefði þurft við með betri og meira afgerandi hætti af hendi yfirvalda.“ Hann segir að heilt yfir hafi tekist að manna verkefni á svæði 12 og þar hafi heimamenn auðvitað verið í lykilhlutverki. „Það fólk hefur nú verið að í þrjár vikur samfleytt og hefur lagt sál sína í að aðstoða eins og hægt er. Því er þó frjálst að taka sér frí en hefur ekki geð í sér að sitja heima á meðan það veit af kind-unum föstum í snjónum, enda eru margir björgunar-sveitamenn á svæðinu einnig bændur eða í nánum tengslum við þá. Eftir því sem leið á aðgerðina feng-um við svo æ færra fólk sem bjó lengra frá sveitinni, eins og á Akureyri og stærri stöðum. Þetta hélst líka í hendur við lengd neyðarástandsins, um leið og því var aflýst dró úr allri utanaðkomandi hjálp. Samt var verið að bjarga kindum úr fönn löngu eftir það, sem segir okkur að þörfin var til staðar.“Svona stór aðgerð og langt útkall tekur meiri toll en bara af mannskapnum. Kostnaður sveita er gríðar-legur, bæði í eldsneyti og tjóni á tækjum. Þegar þetta er skrifað er unnið að því að taka hann saman svo endanlegar tölur hafa ekki litið dagsins ljós. Björgunarsveitir hefðu ekki getað unnið þetta mikla starf nema í náinni samvinnu við bændur á svæð-unum. „Þeir þekkja landið sitt og aðstæður og oft var farið um hættuleg svæði þannig að staðkunnugir aðilar þurftu að vera í hverjum hópi. Tæki björgunar-sveita komu að góðum notum; mikið var af jeppum, vélsleðum, snjóbílum, fjór- og sexhjólum. Ekki var

Mikið var mokað þessar þrjár vikur sem björgunarsveitir leituðu fjárins. Mynd: Veigar Þór Gissurarson.

Page 8: Björgun

Björgunarmál10

mikið um að hundar væru notaðir fyrr en á seinni stigum og þá yfirleitt venjulegir smalahundar og gaf það ágætis raun.“

Svæði 12„Þetta er búið að vera mikil törn,“ segir Magnús Her-mannsson úr Hjálparsveit skáta í Aðaldal en hann sat í aðgerðarstjórn á svæði 12 nær allan þann tíma sem björgunarsveitir voru að störfum, mestmegnis á Þeistareykjum, Reykjaheiði og í Mývatnssveit. „Það sem er einkennandi við þessa aðgerð er hversu lengi menn voru að átta sig á alvarleika ástandsins; hversu slæmt veðrið sem gekk yfir var. Því tók langan tíma að meta ástandið. Mánudagur-inn einkenndist að því að verið var að bjarga fólki á vegum úti auk þess sem byrjað var að leita að fé á tveimur bæjum, innst í Aðaldal og Reykjadal. Á þriðjudeginum fara svo að koma betri upplýsingar og bændur fara að átta sig á alvarleika málsins, sjá að mikið af fé er grafið í fönn. Einnig var rafmagnsleysi víða og björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast við að aðstoða RARIK í að laga raforkukerfið sem fór illa í veðrinu. Allar sveitir á svæði 12 voru úti í vinnu frá því snemma um morguninn og langt fram á kvöld. Þó voru engar skipulegar aðgerðir hafnar, menn voru hist og her að hjálpa bændum, og þá aðallega í Mý-vatnssveit. Það er ekki fyrr en á þriðjudagskvöld að fyllilega kemur í ljós hversu slæmt ástandið er, t.a.m. voru bændur að komast í vandræði með að mjólka vegna rafmagnsleysis. Þá lýsa almannavarnir yfir neyðarstigi. Ég held að fólk hafi ekki gert sér strax grein fyrir því hversu svakalegt veðrið var sem gekk hér yfir. Menn sjá það bara eftir á. Ég hef heyrt haft eftir veður-fræðingi að það hafi nánast hvirfilbylur gengið yfir belti sem lá frá Eyjafirði austur í Kelduhverfi, sem er það svæði sem varð verst úti. Honum fylgdi gríðarleg úrkoma sem setti allt á kaf, sem snjór á fjöllum og rigning á láglendi. Úrkomumælir á Staðarhóli, sem er

svo til á miðju svæðisins, sýnir 112 mm úrkomu frá kl. 09:00 á mánudagsmorgni til kl. 09:00 á miðviku-dagsmorgni. Einnig var harðasti vindurinn á okkur hérna. Menn hafa ekki séð hér fallandi girðingar áður þótt það gerist með rafmagnslínur, t.d. árin 1991 og 1995. Veðrið setti líka strik í reikninginn þegar kom að björgunarstarfi. Á mánudeginum var lítið hægt að gera og á þriðjudeginum gekk það aðeins niður en var mjög slæmt í efri byggðunum. Þar hófst björg-unarstarfið ekki að neinu ráði fyrr en á miðvikudeg-inum. En allar sveitir voru úti alla dagana og síðari hluta fyrstu vikunnar vorum við með vel á annað hundrað manns að störfum. Það er svo ekki fyrr en á miðvikudeginum sem kröft-ugar samhæfðar aðgerðir hefjast. Sumar sveitir hafa verið við vinnu síðan þá, eða í þrjár vikur samfleytt.

Það eru „sveitirnar í sveitinni“ sem hafa verið undir mestu álagi enda stendur málið þeim næst, þ.e. Mý-vatnssveit, Aðaldalur, Þingey og líka Reykjadalur. Fólk er orðið aðframkomið; sumir farnir að veikjast af álagi, bæði bændur og björgunarsveitafólk. Aðkoma bænda að aðgerðinni hefur verið gríðar-lega góð, við settum skipulagninguna mikið í þeirra hendur og þeir eru lykillinn að vel unnu verki. Ég held að við getum verið stolt af því hvernig tókst til. Formlegum aðgerðum á svæði 12 lauk með leit um mánaðamótin en bændur verða eitthvað í útkikki áfram og fá aðstoð við það.“

Svæði 11Mánudaginn 10. september voru björgunarsveitir á svæði 11 uppteknar við að aðstoða vegfarendur í

Ekki var nóg að grafa féð upp, því þurfti að koma í hólf og þaðan niður á láglendi. Mynd: Þuríður Aradóttir.

Ótrúlegt var að kindur skyldu finnast á lífi eftir þrjár vikur í snjó. Mynd: Veigar Þór Gissurarson.

Þrátt fyrir að skepnurnar væru frelsinu fegnar voru þær oft engin lömb að leika sér við. Mynd: Veigar Þór Gissurarson.

Page 9: Björgun

Allt í fjallaferðina

BakpokarKlifurbúnaður

100% Merino ull

Frostþurrkaður maturFatnaður og dýnur

Þrúgur og broddar

Pissugræjur kvenna

Vax og spray

Klifurbúnaður

Útivistarbúnaður

Fjallaskíðabúnaður

Fatnaður og legghlífar

H R E Y F I N G • K R A F T U R • Á N Æ G J A

lÍs en ku

ALPARNIRs

Page 10: Björgun

Björgunarmál12

Víkurskarði auk þess sem bílar og tæki voru send í að kanna raflínur. Miklar rafmagnstruflanir voru á svæðinu; mikið af línum var slitið og RARIK og Landsnet þurftu mikla hjálp við að koma raforku-kerfinu í lag. Það tók nokkra daga. Á þriðjudeginum kemur svo fyrsta aðstoðarbeiðnin vegna kinda, þá eru allar sveitir á svæðinu kallaðar út til að aðstoða bændur í Mývatnssveit. Alla þá viku, eða fram á laugardag, var svæði 11 að vinna á svæði 12, aðal-lega á Þeistareykjum og Mývatnssveit, og það er ekki fyrr en helgina eftir sem byrjað er að leita að fé í Hörgárdal og Öxnadal. Upp frá því fóru að berast fleiri aðstoðarbeiðnir frá bændum á svæði 11 en enginn gerði sér grein fyrir hversu slæmt ástandið í raun var. Bændur voru sjálfir á fullu, e.t.v. með sitt fólk, en báðu ekki um utanaðkomandi aðstoð. Til að byrja með gekk vel að manna leit og smölun en þegar frá leið varð það erfiðara enda komin þreyta í fólk. Aðgerðin var svo sett í bið eftir fyrstu vikuna en leitað um helgar. Ekki var send utanaðkomandi aðstoð björgunarsveita inn á svæði 11 nema síðustu formlegu leitarhelgina um mánaðamótin.

Svæði 10Bjarni Kristófer Bjarnason, formaður svæðisstjórnar, er nokkuð sáttur við hvernig til tókst á svæði 10 þrátt fyrir mikið annríki fyrstu dagana. „Það var brjálað að gera á mánudeginum, mikil ófærð í Vatnsskarðinu, á Þverárfjalli og í Viðvíkur-sveit neðst í Hjaltadal. Að auki voru sveitir að að-stoða RARIK við að draga af línum og meta tjón og sauðfjárleit hófst á einum bæ. Nokkrir tugir björg-unarsveitamanna frá öllum sveitum í Skagafirði tóku þátt. Á þriðjudag og miðvikudag var allsherjarútkall í Skagafirði og þá var leitað að fé og einnig var áframhaldandi aðstoð við rafmagnskerfið. Unnið var af krafti alla vikuna. Frekar rólegt var á föstudeginum en þó fóru nokkrir menn á einn bæ í fjárleit og um helgina vorum við með um 15 manns í Dölunum og víðar. Strákar á Siglufirði fóru hins vegar til aðstoðar á svæði 12 í einn dag.“Engar utanaðkomandi sveitir voru kallaðar inn á svæði 10 fyrstu vikuna á meðan verkefnin voru sem flest. „Svæðisstjórnin tók sig til og hringdi á alla bæi til að reyna meta ástandið, sem og til að kanna

hvort hún væri með nægan mannskap til að leysa þau verkefnið sem lægju fyrir. Við vorum tilbúnir í að biðja um aðstoð utanfrá en í ljós kom að ekki var þörf á henni, við gátum annað því sem gera þurfti. Við vorum samt í þeirri skrítnu stöðu að vera meira að bjóða fram hjálpina en að beðið væri um hana fyrstu dagana. Ástandið var afar óljóst og er það í raun enn, þremur vikum eftir óveðrið.“Bjarni segir að það hafi verið meira mál að manna aðgerðina eftir fyrstu tvo dagana, fólk hafi átt erfitt með að fá frí úr vinnu. „En ég er ánægður með hvernig til tókst, okkar fólk stóð sig vel og allir gerðu það sem þeir voru beðnir um að gera og gerðu það vel. Hins vegar var skipulagið fyrir leitarhelgina 29.-30. september ekki nægilega gott. Beiðnin um bjargir barst seint og við fengum afar stuttan tíma

til að svara því hvort við gætum lagt eitthvað til þá helgi.“

Svæði 9Gunnar Örn Jakobsson, formaður björgunarsveitar-innar Húna á Hvammstanga, segist þakka fyrir að búið var að rétta víða á svæði 9 þegar veðrið gekk yfir. Það hafi þó ekki verið jafn slæmt í Húnavatns-sýslum og víðast annars staðar. „Sveitir voru þó kallaðar út strax á mánudeginum til að aðstoða fólk á vegunum og sækja ferðamenn sem sátu fastir á Hveravöllum. Á þriðjudeginum fara menn að átta sig á því hvað hefur gerst og óskað er eftir að-stoð við að leita að fé í Sauðadal. Þangað voru sendar þrjár sveitir. Einnig bárust óskir um búnað sem hægt væri að nota á Norðausturlandi og var orðið við þeirri bón og kerrur og fleira sent til Húsavíkur. Á miðviku-dag berast hjálparbeiðnir frá fleiri bændum og sveit var send á Vatnsnesfjall auk þess sem aðstoðað var á nokkrum bæjum í Austur-Húnavatnssýslu. Þegar snjóbíll Húna kemur af Vatnsnesfjalli er óskað eftir honum á Norðausturland og var hann sendur þangað og er á Þeistareykjum fram á föstudag. Miðvikudaginn 13. september er aftur leitað í Sauðadal enda var ástandið einna verst þar. Aðfararnótt föstu-dags kemur snjóbíllinn aftur í heimahérað og fer strax í það verkefni að flytja gangnamenn á Vatnsnesfjallið en þar voru aðstæður erfiðar. Þennan dag fengu sveitir einnig það verkefni að bjarga hrossum úr sjálfheldu. Hlé varð svo á aðgerðum sveita á svæði 9 þar til síðustu helgina í september þegar einn bóndi var aðstoðaður við leit og smölun og í byrjun október var farið á Víðidalstunguheiði, austan við Arnarvatns-heiði í leit að fé.“

Á seinni stigum fjárleitarinnar komu hundar nokk-uð við sögu. Stóðu þeir sig vel í að finna fé sem enn var grafið í fönn. Mynd: Þuríður Aradóttir.

Oft voru svona holur einu ummerkin um að kindur væru undir snjónum. Mynd: Þuríður Aradóttir.

Page 11: Björgun

www.benni.is

Opnunartími: Opið virka daga frá kl. 08-18

Auka- ogvarahlutir fyrir bílinn

Auka- og varahlutaverslunVagnhöfða 23Sími: 590 2000

Allt klárt fyrir jeppannVið hjá Bílabúð Benna vitum nákvæmlega hvað þarf að vera klárt fyrir jeppann - við höfum reynsluna. Komdu í verslun okkar á Vagnhöfðanum, úrvalið, þjónustan og verðið munu koma þér skemmtilega á óvart.

Mag-Lite - hleðsluvasaljós (12V)

T-Max dráttarspil - margar stærðir K&N loftsíur/kraftsíur

ARB loftlæsingar og loftdælur IPF ljóskastarar og leitarljós

Anco vetrarþurrkublöðT-Max drullutjakkar - frábært verð

Page 12: Björgun

Björgunarmál14

Fis er í stuttu máli vélknúið loftfar annað hvort með einu sæti og að hámarki 300 kg eða tvö sæti og að hámarki 450 kg. Það gilda rýmri reglur um fis heldur en venjulegar flugvélar. Þar sem fisin eru svo létt geta þau flogið mun hægar en stærri flugvélar og henta fisin þar af leiðandi afar vel til leitar. Ekki spillir fyrir að fis eru bæði ódýr og er rekstrarkostnaðurinn ekki meiri en af litlum bíl. Hægt er að lenda fisflugvél-um t.d. á vegum, slóðum, túnum, söndum og jöklum. Þessi sveigjanleiki fisanna getur stytt viðbragðstíma björgunarsveita svo um munar enda þarf oft ekki nema einn björgunarmann með sjúkrabúnað eða fjallabjörgunarbúnað til að veita fyrstu aðhlynningu

eða tryggja öryggi skjólstæðings þar til fleiri bjargir berast.

Æfingin skapar meistarannFyrsta tilraunin með fis í leitaraðgerðum var gerð í leitinni að Daniel Marcus Hoij. Þóttu aðstæður til leitar úr lofti vera góðar og ákváðu Jóhannes og Stefán Þór úr Flugbjörgunarsveitinni að bjóða fis sem bjargir í aðgerðina og tók svæðisstjórn afar vel í hugmyndina. Alls tóku þrjú fis þátt í þessari fyrstu til-raun og mannaði FBSR sæti leitarmanna í vélunum. Flogið var yfir strandlengjuna, árfarveginn, gil og neðri hluta jökulsins. Talsverður lærdómur fékkst af

þessari bröttu og nær fyrirvaralausu tilraun, m.a. sá að ekki hafa allir leitarmenn maga í mönnun fisvéla.Fishópurinn hefur tekið þátt í öðrum útköllum, t.d. leit í Esjunni og við Meðalfellsvatn, og verið í viðbragðs-stöðu í öðrum útköllum, t.d. norðaustan Vatnajökuls, í Kjósinni og í Eldgjá.Nokkur tilraunaflug hafa verið skipulögð á árinu og hefur safnast saman ómetanleg reynsla og þekking, m.a. á því hvernig er hægt að fljúga, hvaða leitarhæð hentar best, hvernig er best að fljúga, hvernig best er að haga fjarskiptum og hvernig best er að skipu-leggja leitarsvæði fyrir leit úr lofti.Æfingarflug var 10. maí, þar sem nokkur hópur leitarmanna fór í 30-60 mínútna flug til að átta sig á aðstæðum í flugi, hvernig flugin virka og hvernig er að leita úr lofti. Tilraunir voru gerðar í að taka myndir úr lofti.Leitaræfing var haldin 17. maí, þar sem keyrð voru tvö leitarverkefni, leitað að dúkkum annars vegar í vatni og hins vegar í hrauni. Jafnframt var prófað að henda fallhlífarstökkvurum úr fisvélum, með góðum árangri.

Leitaræfing sérhæfðra í Hvalfirði 2. júní 2012Fyrsta alvöru leitaræfing fishópsins var á leitaræf-ingu sérhæfðra leitarhópa í Hvalfirði. Svæðisstjórn setti upp sérstök verkefni fyrir fisin og voru fjarskipti við fisin keyrð á sér talhóp til að hafa ekki áhrif á leitaræfinguna á jörðu niðri. Í sem stystu máli má segja að fisin leystu verkefni svæðisstjórnar á ótrú-G

uðbr

andu

r Örn

Arn

arso

n og

Jóh

anne

s I K

olbe

inss

on, F

lugb

jörg

unar

svei

tin í

Rey

kjav

ík

Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt í leitaraðgerðum, en sá galli er á gjöf Njarðar að rekstur þyrlu er óheyrilega dýr og hafa til þessa ekki verið nema ein til tvær þyrlur sem hafa getað tekið þátt í leitar- og björgunaraðgerðum á landsvísu. Önnur loftför hafa til þessa sjaldan verið notuð í aðgerðum en nú hefur orðið breyting á þar sem sterkur hópur áhugafólks um leit og björgun úr lofti hefur gert tilraunir með fis sem og hafa þau þegar verið notuð í leitaraðgerðum. Aðkoma fisanna er vegna frumkvæðis nokkurra einstaklinga í Flugbjörgunarsveitinni og velvilja félaga í Fisfélagi Reykjavíkur.

Leit úr lofti

Áhugaverð viðbót við leitar- og björgunarflór-una. Myndir: Guðbrandur Örn Arnarson.

Page 13: Björgun

Björgunarmál 15

lega skömmum tíma og stimpluðu sig inn sem afar öflugar bjargir í leit á víðernum. Tilraunir voru gerðar með fjarskipti annars vegar á Tetra og hins vegar á flugradíóinu 123.1 Mhz og komu fram kostir og gallar við hvort tveggja. Nokkra kátínu vakti þegar neyðar-hnappur einnar Tetra stöðvarinnar virkjaðist á hátt í 200 km hraða yfir Esjunni enda þótti Neyðarlínunni staðsetning og hraði stöðvarinnar eitthvað grunsam-legur. Helsti lærdómurinn með fisin var sá að væn-legast er að lenda fisunum nálægt vettvangsstjórn til að hægt sé að úthluta verkefnum og skipuleggja leitarsvæði í samráði við flugmennina. Fjarskiptin við fisin þurfa einnig að vera aðskilin frá öðrum fjar-skiptum og þurfa hópstjórar fisanna að miðla mun meiri upplýsingum til flug- og leitarmanna í fisum en almennt gerist með aðrar bjargir.

Samstarf FBSR og Fisfélags ReykjavíkurFlugbjörgunarsveitin í Reykjavík hefur alfarið séð um að halda utan um þetta áhugaverða verkefni og séð um að þjálfa sérhæfða leitarmenn til að manna fisin. Þær æfingar sem haldnar hafa verið hafa sýnt að það er ekki hverjum sem er gefið að manna far-þegasætið enda getur oft verið talsverð ókyrrð þegar flogið er lágt í fjallendi. Um það bil 10 fisvélar eru hæfar í leit og má segja að 3-5 fisvélar séu að jafn-aði tilbúnar í leitarstörf á hverjum tíma. Fisin má telja til landsþekjandi bjarga, þar sem þau geta flogið á landið þvert með stuttum fyrirvara og tekur flug þvert yfir landið ekki nema rúmar tvær klukkustundir. Jafn-framt má flytja fisin á kerrum nær leitarsvæði hvert á land sem er, t.d. að næturlagi eða að vetrarlagi, til að fullnýta birtuna í leit.

Kostir við leit úr lofti og tækifæri fyrir leit og björgun með fisvélumKostir þess að nota fis í leit eru ótvíræðir og má m.a. nefna að vélarnar geta verið fljótar á staðinn, hægt að sjá hluti sem erfiðara er að sjá gangandi eða í landfarartækjum. Fisin henta afar vel í hrað-leit og til þess að leita stór eða jafnvel torfær svæði. Með notkun á fisum er hægt að útiloka stór svæði

og minnka leitarsvæði fyrir aðrar bjargir. Fisin geta svo komið upplýsingum til svæðisstjórnar, t.d. gps leitarferlum og myndum og hægt er að fljúga með

aðila úr vettvangsstjórn yfir leitarsvæði til að glöggva sig betur á aðstæðum eða skoða sérstakar vís-bendingar. Þó fisin hafi aðeins verið notuð til leitar hingað til, þá geta þau jafnframt nýst í björgun, þar sem tiltölu-lega auðvelt er að lenda þeim víða, t.d. í grennd við fundarstað. Leitarmaður getur veitt fyrstu hjálp og hugsanlega orðið eftir og sá fundni getur farið með fisinu til byggða. Þá er hægt að nota fisin til að ferja björgunarmenn og búnað á afskekkta staði. Til stendur að rannsaka betur getu fisvéla í leitum, t.d. með því að setja upp krefjandi æfingar í leit og björgun og vinna úr leitarferlum. Jafnframt stendur til að prófa betur myndatökur úr lofti og leiðir til að vinna úr myndefni eftir flug. Reynsla fyrsta ársins af tilraunum til að nota fis í leitum hefur farið framúr björtustu vonum. Ljóst er að fisin eru líkleg til að ná árangri í leit og mun fishópurinn því halda áfram að þróa og efla leit- og björgun með fis flugvélum. Svæðisstjórnir um land allt geta haft samband við Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík og falast eftir fis-unum í verkefni þar sem þær telja að þau geti komið að gagni.

Fisflugvélar eru léttar og geta flogið mun hægar en stærri vélar. Því henta þær afar vel til leitar.

Fishópurinn hefur unnið töluvert til-raunastarf auk þess að taka þátt í nokkrum útköllum.

Page 14: Björgun

Björgunarmál16

Síðustu misserin hefur varla liðið sá mánuður að fréttir berist ekki af einhverri Hollywood myndinni sem taka á upp hérlendis. Ástæðuna fyrir vinsældunum þekkir björgunarsveitarfólk afar vel – magnþrungnar aðstæður í náttúru landsins. Leikararnir Ben Stiller, Russel Crowe, Tom Cruise og fleiri til hafa fengið að njóta þessarar náttúru og af Twitter færslum þeirra duga orð varla til að lýsa aðdáun þeirra. En björgunarsveitafólk hefur tekið virkan þátt í gerð margra þessara kvikmynda, ekki kannski með leik en með sjúkragæslu og annarri aðstoð.

Þór Kjartansson hjá True North segist nota björg-unarsveitir umtalsvert. „Ég hef mest notað Björg-unarfélag Hornafjarðar, Flugbjörgunarsveitirnar í

Reykjavík og á Hellu og Björgunarsveitina Stefán, en líka sveitir frá Klaustri og Hvolsvelli, Hjálparsveitina í Kópavogi og marga fleiri. Björgunarsveitin Núpar á Kópaskeri hefur líka unnið frábært starf með okkur við Dettifoss.“Að sögn Jónasar Friðriks, formanns Björgunarfélags Hornafjarðar, hafa verkefnin verið nokkur en „einna helst James Bond myndin „Die Another Day“, en hún var tekin að mestu á ísilögðu Jökulsárlóninu. Á með-an á þeim tökum stóð vorum við með um 15 manns á dag alla tökudagana, sem voru 25 talsins. Rúmu ári síðar var svo Batman tekinn upp á svæðinu, en þá vorum við með tvo menn flesta daga nema tökudag-ana, en þá vorum við átta talsins.“Þær myndir sem hafa verið teknar hér síðustu árin eru ekki af verri endanum. Áður hefur verið minnst á James Bond og Batman en Flags of our Fathers er ekki minni stórmynd. Þar fékk margur björgunar-sveitarmaðurinn að spreyta sig á kvikmyndaleik þó margur hafi „látið lífið“ í fjörunni á fyrstu mínútum frægðar sinnar. Það var Clint Eastwood sem leik-stýrði þeirri mynd eins og flestir muna. Myndin fjallar um þá sex menn sem reistu bandaríska fánann á toppi fjalls á eyjunni Iwo Jima. Ljósmyndin af því atviki er ein þekktasta stríðsmynd allra tíma. Jó

nas

Guð

mun

dsso

n, s

tarf

smað

ur S

L

Björgunarsveitafólk lagði einnig lið við að skapa myndina um hetjuna Löru Croft en hana lék enginn önnur en Angelina Jolie. Af nýrri myndum má nefna The Secret Life of Walter Mitty, en þegar þetta er skrifað hefur leikstjórinn og líklega sá er leikur aðalhlutverkið, Ben Stiller, yfir-gefið landið. Og rétt í þann mund er hann fór tvítaði hann að þessu fallega landi og hingað kæmi hann aftur. Myndin er byggð á sögu eftir James Thurber en hún var gefin út árið 1939 og kvikmynduð árið 1947. Sagan fjallar um miðaldra mann sem skreppur með konu sinni í hefðbundna verslunarferð. Á með-an hann bíður eftir henni á snyrtistofu fellur hann í dagdrauma um ýmis verk sem hann tekst á við á hetjulegan hátt.Sjálfur Ridley Scott leikstýrði myndinni Promotheus sem tekin var upp að hluta hér snemmsumars á síðastliðnu ári. Björgunarsveitarmenn frá Hellu stóðu vaktina í þær vikur en myndin var meðal annars tekin upp í nágrenni Landmannalauga. Svanur Sævar Lárusson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, sagði að „félagar sveitarinnar unnu að mynd-inni í um fimm vikur og fólust okkar verkefni fyrst og fremst í því að vera með gæslu. Tryggja að enginn óviðkomandi færi inn á tökustaði.“

Bíóstjörnur ogbjörgunarsveitamenn

Björgunarsveitir sinna ekki bara gæslu við upptökur á kvikmyndum, hér má t.d. sjá með-limi Björgunarfélags Hornafjarðar, og fleiri, leika í auglýsingu fyrir Napoleon áfengi.

Page 15: Björgun

Björgunarmál 17

Myndin er af mörgum sögð vera arftaki Alien sem Ridley Scott leikstýrði einnig en hún gerist úti í hinum stóra geimi. Það eru þau Noomi Rapace, Michael Fassbender og Charlize Theron sem leika aðalhlut-verkin. Að minnsta kosti tveimur öðrum stórmyndum hefur björgunarsveitafólk sinnt í sumar. Annars vegar er það Oblivion þar sem Tom Cruise leikur eitt aðal-hlutverkið. Augu heimspressunar beindust að Ís-landi í sumar þegar hann dvaldi hér, meðal annars á afmælisdaginn hans. Fljótlega eftir það lenti hann í vandræðum með hjónaband sitt og fékk því athygli heimspressunnar, eitthvað sem hann hafði líklega lítinn áhuga á. Björgunarsveitarmenn lögðu sitt af mörkum við að tryggja að hann fengi næði við störf sín. Þeir sáu um gæslu í um tvær vikur á Jökul-heimaleið en myndin var tekin upp í nágrenni Veiði-vatna. Áætlað er að frumsýna myndina á næsta ári.Á þar næsta ári, þann 28. mars 2014, er stefnt að því að frumsýna myndina Noah með Russel Crowe í aðalhlutverki. Ef marka má slúðurpressuna fjallar myndin um mann, Noah, sem reynir að halda uppi umhverfislegum áróðri til varnar jörðinni. Boðskapn-um er ekki vel tekið og Noah og fjölskyldu hans er hent út í óbyggðirnar. Þar má reikna með að hálendi Íslands komi við sögu. Hann fær svo einhvers konar

Sími 555 3100www.donna.is

Ný grjónadýna frá GERMANý hönnun, ný lögun, nýir litir

Samkvæmt stöðlum EN 1865 og EN 1789 um sjúkraflutningaLéttari 7,9 kg og 25% fyrirferðaminni.

Lengd 208 sm, breidd 130 – 72 smÚr eldtefjandi efnum

Hólfuð að innan til að halda grjónum á réttum staðX-laga ólar halda betur um sjúkling

Stíf styrking fyrir hálsliði og efra bakÁratuga reynsla á Germa ventlum

Taska, dæla og viðgerðarsett fylgir með

Þú færð það allt hjá DONNUNýtt PAD500 hjartastuðtæki sem leiðbeinir bæði um hjartahnoð og stuð, engir aukahlutir aðeins notast við venjuleg rafskaut.

WHELEN LED ljós og ljósabogar

Stadpacks töskur

Spelkur og hálskragar í úrvali

Höfum selt SKED fyrir erfiðustu aðstæður í 23 ár

sex arma verur til að hjálpa sér við að sannfæra íbúa jarðarinnar. Þrátt fyrir að liðsinni björgunarsveitafólks við minni og stærri myndir skipti ekki sköpum um framgang myndanna þá skiptir það máli fyrir sveitirnar. Oft

og tíðum er um löng verkefni að ræða og því geta þau tryggt sveitunum þokkalegar tekjur til notkunar í starfi sveitanna. Og hver veit nema einhver leik-stjórinn hrífist af þessu íðilfagra rauðklædda fólki og bjóði okkur hlutverk, jafnvel aðalhlutverk.

Tökur á stórmyndinni Promotheus í leikstjórn Ridley Scott við Dettifoss. Ekki fer mikið fyrir Hollywood glamúrnum þarna.

Page 16: Björgun

Björgunarmál18

Vinnan við samsetningu kerfisins hófst fyrir alvöru í febrúar 2012 og stóð fram í lok maí þegar kerfið var tekið í notkun, en þá hafði það fengið heitið Svörun. Við hönnun Svörunar var rík áhersla lögð á að kerfið væri fyrst og fremst einfalt og aðgengilegt og gæti keyrt á borð-, far- og spjaldtölvum sem og nýlegum snjallsímum. Einnig var gengið út frá því að Svörun þjóni bækistöðvarhópnum í upphafi útkalls þegar verið er að koma fyrstu hópum úr húsi og að aðrir vinnuferlar séu virkjaðir þegar almenn umsjón með hópum tekur við.Þann 28. maí var Svörun virkjuð formlega með prófun að morgni dags, en þá fengu allir félagar á út-kallsskrá beiðni um að senda SMS í kerfið á hádegi og miða svör sín við það að um raunverulegt útkall væri að ræða. Það átti eftir að borga sig því rúmum tveimur tímum síðar kom stórt útkall ofan í þessa prófun og var þá hægt að styðjast við svörunina úr henni. Í þessum kringumstæðum komu fram nokkrir annmarkar á Svörun sem voru umsvifalaust lagaðir og síðan þá hefur kerfið virkað skammlaust.Forsendan fyrir sjálfvirkri greiningu á svörum félaga liggur í stöðlun svara, en í dag er boðið upp á þrjá svarmöguleika. Sá sem ætlar að mæta strax, t.d. kl. 13:15, svarar með boðunum M1315, sá sem mætir ekki strax en getur mætt síðar, t.d. kl. 17:15, svarar

GM1715 og sá sem getur alls ekki mætt sendir skilaboðin ME. Rétt er að benda á að félagar geta uppfært svarboð sín í Svörun með því að senda ein-faldlega nýtt SMS. Sem dæmi má taka félaga sem búinn var að svara með M1315. Ef hann sér að hann muni tefjast um 15 mínútur, þá sendir hann einfald-lega ný boð með svarinu M1330 og breytist þá svar

hans í kerfinu til samræmis. Reynsla okkar í HSSR er sú að 80% svara eru skv. þessum skilgreiningum og munum við gera átak í því í haust að hækka það hlutfall enn frekar með fræðslu og kynningu.Í byrjun september var sett upp innskráningarstöð í anddyri húsnæðis sveitarinnar, en þar skrá félagar sig inn þegar þeir mæta í hús og uppfærist Svörun til samræmis. Þannig mun bækistöðvarhópur ávallt hafa greinargott yfirlit yfir hverjir eru mættir og hverjir eru á leiðinni. Þá er hægt að áætla með nokkurri ná-kvæmni hvenær von er á félögum í hús sökum þess að þeir hafa alltaf sent sína tímaáætlun í svarboðum, t.d. M1330 og GM1715. Yfirlit yfir stöðu bjarga er því greinargott og eins nákvæmt og nokkur kostur er.Fljótlegt og auðvelt er að raða félögum í hópa og skipa í ábyrgðarstöður í Svörun. Aðrir félagar í sveit-inni geta séð þessa hópaskipan á stórum sjónvarps-skjá sem einnig var settur upp í anddyrinu í byrjun september. Á skjánum koma líka fram upplýsingar um útkallið sjálft og gætir bækistöðvarhópur þess að uppfæra þær strax þannig að félagar á leið í útkall

Höf

unda

r: J

ónín

a B

irgis

dótti

r og

Óla

fur J

ón J

ónss

on, b

æki

stöð

varh

ópi H

SSR

Svörun– sjálfvirk greining svörunarboða í útköllumÍ byrjun útkalla er það aðal verkefni bækistöðvarhópa að mynda öfluga hópa sem ná hámarks árangri í aðgerðum og til þess þarf gott yfirlit yfir það björgunarfólk sem væntanlegt er í hús. Þegar útkall berst svara félagar í Hjálparsveit skáta í Reykjavík með SMS skilaboðum og láta vita hvort þeir mæti eða ekki. Nokkur undanfarin ár hefur greining á þessum boðum farið fram í gegnum einfaldan hugbúnað í tölvu hópsins sem hefur lesið SMS skilaboðin úr farsíma, en sú aðferð er um margt takmörkuð. Í fyrsta lagi er hún bundin við eina ákveðna tölvu í aðstöðu bækistöðvarhóps og í öðru lagi er ekki hægt að greina svörun félaga sjálfvirkt. Það var því lag til þess að gera betur. Eftir nokkrar umræður í bækistöðvarhópi HSSR var ákveðið að hefja smíði á kerfi sem lægi á vefnum, aðgengilegt í öllum vefskoðurum, og greindi sjálfkrafa SMS svörun félaga í útköllum.

hafi sem besta yfirsýn yfir aðgerðina þegar þeir fara úr húsi.Með því að skrá hæfni félaga í félagatal Svör-unar má t.d. fá nákvæma greiningu á því hve margir undanfarar eða sérhæfðir leitarmenn eru skráðir í útkall hverju sinni. Þessar upplýsingar gagnast væntanlega mest þriðju aðilum, t.d. svæðisstjórn,

Skjámynd f. borðtölvu.

Page 17: Björgun

Björgunarmál 19

sem þekkja ekki persónulega til allra félaga og þ.a.l. ekki hæfni þeirra.Helstu kostir Svörunar eru þeir að það er hægt að skoða svörun félaga í útkalli og vinna með þær upp-lýsingar í öllum nettengdum tölvum. Í framtíðinni getur staðan orðið sú í byrjun útkalls að einn félagi í bækistöðvarhópi heldur kyrru fyrir á heimili eða á vinnustað, hefur hlustun á Tetra og byrjar að yfirfara svörunarboð félaga. Hann skráir þá inn þær upp-lýsingar sem heyrast í fjarskiptum og býr þannig í haginn fyrir þá félaga í bækistöðvarhópi sem munu mæta í hús til þess að undirbúa útkallið. Þessi félagi getur auðveldlega byrjað að vinna í hópaskipan sem sést þá á stóra skjánum í anddyrinu. Hann hefur allt-

Skjámynd f. spjaldtölvur og snjallsíma

Hópaskipan.

af yfirlit yfir þá félaga sem eru mættir í hús, enda skrá þeir sig inn við komu. Þá er auðvelt að fá greinargott yfirlit um hæfni félaga í útkallinu.Frá því í lok maí 2012 og fram undir miðjan sept-ember voru 20 útköll keyrð í gegnum Svörun. Eftir að gallar í kerfinu voru lagaðir eftir fyrsta útkallið hefur það skilað hlutverki sínu hnökralaust. Almenn vitund um framgang útkalla hefur batnað þegar t.d. stjórnarmenn, sem komast ekki í aðgerðina, geta opnað Svörun og fengið yfirlit yfir framlag sveitar-innar hverju sinni.Ánægjulegt er að greina frá því að félagi í HSSR, Julien Oberlé, smíðaði ‘app’ fyrir Android sem einfaldar svörun félaga til mikilla muna og eykur nákvæmni hennar. Spennandi verður að sjá hvernig sú vinna þróast, en nú þegar geta félagar kallað fram símaskrá HSSR í gegnum ‘appið’ sem og almennar upplýsingar um yfirstandandi útkall hverju sinni.Haldið verður áfram að þróa og vinna kerfið, en í dag eru allir meginþættir þess fullkláraðir og prófaðir. Sóknarfærin liggja í frekari úrvinnslu gagna í upp-lýsingagjöf sem veitir stjórnendum enn betri yfirsýn um aðkomu sveitarinnar að aðgerðum. Nánari upp-lýsingar um Svörun er hægt að nálgast á vefnum www.svorun.net. Skráning á hæfni félaga

Skjámynd af ‘appi’ Juliens Oberlé.

www.thorfish.is

Page 18: Björgun

Miðhrauni 13 - 210 GarðabæS: 578-0820 - arcticsport.is

KRAFTUR ENDING ÁREIÐANLEIKI

Page 19: Björgun

Björgunarmál 21

Á æfingunni voru æfð sameiginleg viðbrögð Norðurheimsskautsþjóðanna við leit og björgun á Grænlandshafi

Samkvæmt handriti æfingarinnar hafði skemmti-ferðaskip lent í vandræðum og var markmiðið að æfa fjarskipti, viðbragðsáætlanir og búnað þátttöku-þjóðanna, jafnt á landsvísu sem og sameiginlega. Æfingunni var í raun skipt upp í þrjú stig; fyrst að finna skipið, síðan að bjarga farþegunum og loks flutning á slösuðum frá Grænlandi. Þrjár björgunarsveitir frá SL tóku þátt í verkefninu; Björgunarsveit Hafnarfjarðar sá um rekstur stjórn-stöðvar og aðstoðaði við fjarskipti, Hjálparsveit skáta Reykjavík sá um rekstur á búðum og Björg-unarsveitin Suðurnes aðstoðaði við uppsetningu og rekstur greiningarstöðvar í samvinnu við lækna og hjúkrunarfólk frá danska hernum.Flogið var með flutningavél frá Bandaríska flughern-um til Meistaravíkur sem staðsett er Í Kong Oscars firði á austurströnd Grænlands og svo siglt með varð-skipinu Þór heim en þar fengu þreyttir björgunarmenn konunglegar móttökur eftir að æfingunni lauk.Samstarfsaðilar okkar í þessu verkefni voru fjölmarg-ir en sérstaklega ber að nefna Landhelgisgæsluna en þeir voru okkar aðaltengiliðir við æfingastjórnina og gekk samstarfið mjög vel í alla staði.

Í kjölfar ráðherrafundar í Norðurskautsráðinu, þar sem skrifað var undir samkomulag um leit og björgun, tóku Danir að sér að undirbúa stóra björgunaræfingu sem valin var staður norðarlega á austurströnd Grænlands. Sökum mikillar bráðnunar íss á svæðinu hefur áhugi ferðaþjónustunnar á svæðinu stóraukist auk þess sem siglingar stærri skemmtiferðaskipa hafa margfaldast. Um 40-50 skemmtiferðaskip sigla innan um ísjakana á svæðinu á hverju ári en meðalsjávarhiti á svæðinu er í kringum þrjár gráður.

Beðið eftir fyrstu sjúklingunum.

SAREX 2012 Greenland Sea

Page 20: Björgun

Björgunarmál22

Hér á eftir koma ferðasögur frá þeim einingum er tóku þátt og þá má þess eining geta að á ráðstefnunni Björgun verða fluttir tveir fyrirlestrar um þessa stóru æfingu, einn frá SL og annar frá sjónarhóli LHG.Hér má sjá allt um framgang æfingarinnar í „frétta formi“ http://sarexpresse.wordpress.com

Björgvin Herjólfsson, starfsmaður SL

Björgunarsveit Hafnarfjarðar - fjarskiptiFjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar sendi fjóra fulltrúa á æfinguna. Hlutverk okkar var að koma á fjarskiptasambandi frá stjórnstöð og yfir á vettvang slyssins og einnig að koma skilaboðum á milli vettvangsstjórnar og aðgerðarstjórnar. Þegar komið var til Meistaravíkur lá það því ljóst fyrir að við þurftum að skipta okkur upp í tvo hópa. Annar hópurinn þurfti að setja upp stjórnstöð við flugvöllinn í Meistaravík, í samráði við aðgerðarstjórnendur á staðnum. Hinn hópurinn þurfti að fara yfir á Ella-eyju, sem er um 80 km innar í firðinum, þar sem setja þurfti upp búðir fyrir vettvangsstjórn í landi og tryggja samskipti við slysstaðinn. Hópinn og búnaðinn sem fór út í Ella-eyju átti upphaflega að flytja með þyrlu en við komuna til Meistaravíkur var þyrlan í öðrum verkefnum. Var þá varðskipið Þór fengið til að flytja hópinn. Þurfti að ferja búnaðinn niður á bryggju í Nyhavn og þaðan með léttabátum yfir í varðskipið Þór sem sigldi með hópinn á áfangastað. Siglingin tók um þrjár klukkustundir. Hóparnir héldu svo samskiptum sín á milli og voru ýmsar samskiptaleiðir reyndar, s.s. í gegnum

gervihnattasíma, nettengingu um gervihnött með Bgan, HF fjarskiptum og svo sjópósti (lághraða tölvupóstur) sem fór í gegnum gervihnattasíma. Einnig settum við upp VHF-endurvarpa á fjalli eyj-unnar sem er í um 1.400 m hæð. Var flogið með endurvarpann í þyrlu sem notuð var í aðgerðunum. Markmið hópsins áður en lagt var af stað í æfinguna var að reyna sem flestar fjarskiptaleiðir á þessum afskekktu slóðum ásamt því að leggja okkar af mörkum inn í æfinguna og sinna þeim verkefnum sem óskað væri af hópnum. Er það álit hópsins að vel hafi tekist til í alla staði og að hópurinn hafi fengið mikið út úr æfingunni.

F.h. fjarskiptahóps,Hjálmar Örn Guðmarsson

Hjálparsveit skáta í Reykjavík - BúðirÞátttaka í æfingunni var frá upphafi spennandi verk-efni. Við höfum síðustu ár byggt upp reynslu og þekkingu í uppsetningu og rekstri búða og umsýslu á búnaði. Verkefnið var spennandi fyrir þær sakir að þarna voru nýir samstarfsaðilar, þ.e. dönsk medical-sveit og lögregla, sem við þekktum ekki. Danirnir óskuð eftir því að við settum upp í Meistaravík þrjú stór Trelleborgartjöld fyrir medical-sveitina með hita, ljósi og 7KW rafmagni, tjald fyrir fjarskipti, aðstöðu til að matast og tvö salerni. Í Ella-eyju var óskað eftir tjaldi fyrir stjórnstöð og gistiaðstöðu fyrir danska stjórnendur. Áskorunin fólst því í að afla upplýsinga um hvaða væntingar

Danirnir höfðu og finna út hvernig við gætum mætt þeim.Þar sem um æfingu var að ræða höfðum við góðan tíma til að skipuleggja búnaðinn. Lögðum við upp með að taka aðeins með það sem við töldum vera þörf á. Hópurinn tók með sér um 800 lítra af elds-neyti, gaskúta og bretti af drykkjarvatni. Einnig var tekið með eitt sex-hjól og kerra og var því hópurinn nær alveg sjálfbjarga á Grænlandi. Af þeim búnaði sem við tókum með okkur var lítil varahlutakista, tvö tjöld og salernin það eina sem við notuðum ekki, sem er tiltölulega lítið hlutfall af heildinni. Fyrir brottför var allur búnaður skráður, vigtaður og mældur. Útbúin var farmskrá og aðrir pappírar vegna tollafgreiðslu á búnaði. Búnaður sem notaður var í Meistaravík vó 4,7 tonn og búnaður sem fór í Ella-eyju vó um 1,1 tonn. Við þetta bættist síðan hópurinn, þ.e. 16 manns ásamt einstaklingsbúnaði sem vó rúm 2 tonn.Við komu á flugvöllinn í Meistaravík skiptum við liði og tveir úr hópnum fóru til Ella-eyju. Fyrirhugað var að fljúga með Ella-hópinn út í eyju en það gekk ekki eftir og var varðskipinu Þór, sem var á leiðinni að eyjunni, snúið við til Nyhavn þar sem skipið tók Ella-hópinn og búnaðinn ásamt hóp af Dönum um borð. Þetta hafði í för með sér að Ella-hópurinn kom ekki út í eyju fyrr en undir kvöld. Í Ella-eyju sá búðahópur um að halda stjórnstöðinni gangandi ásamt því að ganga í hin ýmsu verk, s.s. að taka á móti bátum sem fluttu slasaða í land o.fl. Í Meistaravík var upp-setning og staðsetning búða valin í samvinnu við medic-sveitina og Sirius-sveitina. Eftir að búið var að reisa tjöldin, koma upp rafmagni, ljósi og hita, sem tók u.þ.b. 1,5 tíma, var okkar hlutverk að viðhalda búðunum, þ.e. sjá til þess að tjöldin væru í lagi, upphituð og nægt rafmagn. Einnig að vera ávallt til taks til að útvega ef eitthvað vantaði, í því sambandi útveguðum við viðbótarbúnað, settum upp fleiri tjöld o.fl. Danirnir voru fljótir að koma sínum búnaði fyrir í tjöldunum og seinnipart miðvikudagsins fóru um 70 „skipbrotsmenn“ í gegnum tjöldin. Þó æfingin lægi niðri yfir nóttina stóð búðahópur vaktina, því í tjöldunum var viðkvæmur búnaður og tryggja þurfti að hiti og rafmagn væri á tjöldunum. Vaktafyrir-komulagið hjá okkur er þannig að allir eru á vakt á uppsetningardegi, sem yfirleitt er langur hjá okkur, síðan tekur við stutt hvíld, síðan stutt vakt og síðan er lengt smám saman í hvíldinni og vaktinni.Á föstudagsmorguninn stóð til að flytja allan búnað-inn frá Meistaravík með þyrlu út í varðskipið Þór, en kvöldið áður höfðu búnaður og mannskapur í Ella-eyju verið flutt í varðskipið.

Danska hjúkrunarfólkið að störfum.

Varðskipið Þór.

Page 21: Björgun
Page 22: Björgun

Björgunarmál24

Þegar til kom var þyrlan sem átti að sinna því verki farin af svæðinu. Um morguninn fengum við þó að-stoð frá þyrlu af Hvítbirninum, einu af strandgæslu-skipum Dana, sem flutti fyrir okkur þyngsta og stærsta búnaðinn út í varðskip. Annar búnaður var fluttur með bátum út í varðskipið. Samstarfið við Danina gekk mjög vel og var áhugavert að kynnast þeirra búnaði og hvernig þeir vinna. Þar sem þetta var fyrsta æfingin af þessu tagi mátti búast við að ekki gengi allt eftir áætlun, en æfingin var góð reynsla fyrir okkur og góð viðbót í reynslubankann.

Svava ÓlafsdóttirHjálparsveit skáta í Reykjavík

Björgunarsveitin SuðurnesÍ upphafi óskaði danski herinn eftir því að við kæmum með tjöld fyrir búðauppsetningu í Meistaravík. Þegar leið á undirbúning æfingarinnar komu óskir um að við kæmum að greiningarvinnu á sjúklingum og umönnun þeirra. Björgunarsveitin Suðurnes er þeim tækjum búin og mannskap að við sérhæfum okkur í stórslysaaðstoð og greiningu á hópslysi. Ástæðan er einfaldlega sú að við erum í bakgarði á eina íslenska alþjóðaflugvellinum.

Samþykkt var strax að við myndum mæta þeirri ósk og búnaði til lágmarks greiningar og umönnunar á sjúklingum bætt við. Okkar hlutverk breyttist þá svo að við myndum vera aðstoð fyrir dönsku greiningar-sveitina. Brottförin til Meistaravíkur gekk ljómandi vel og voru allir aðilar vel kynntir og upplýstir um gang mála. Hleðslan á vélinni sem var af gerð C130J (Herkúles) gekk vel og skiptir miklu máli að menn þekki til við umgang flugvéla og samskipti hleðslustjóra verða vera skýr og auðveld. Þegar við svo komum til Meistaravíkur þurfti að afferma vélina og koma upp búðum. Búðahópur fór beint í það að spotta búðastað og var farið í að flytja búnaðinn með mannskap um 500 metra frá flug-brautinni. Í það var notað sexhjól og kerra sem var tekin með. Þetta eru gríðarlega mikilvæg tæki og tól sem þarf að skoða með tilliti til fjarlægða og bjarga á viðkomandi svæði. Samskiptin við danska sjúkrahópinn voru góð. Jes-per, sem var fyrirliði í danska hernum, tók fljótt stjórn í tjöldunum og sá um skipulag. Við gerðum honum ljóst hvað við værum margir og hvað við hefðum upp á að bjóða og hann þakkaði það. Þegar danski sjúkrahópurinn var fulluppsettur

litum við út eins og lítill sjúkrakassi við hliðina á þeim. Hópurinn er sérhæfður í stórslysum og með afar sérhæfðan búnað í meðhöndlun á ofkældum sjúklingum. Þetta þótti okkur afar gaman að sjá og taka þátt í. Við fengum að aðstoða hópinn í nokkrum minniháttar málum sem komu upp og var almenn já-kvæð upplifun af þessari reynslu. Tekið var vel í það sem við höfðum upp á að bjóða og ef ég vitna beint í Jesper þá sagði hann að „næst þegar eitthvað stórt gerist einhvers staðar viljum við Íslendingana!“ Þetta viðhorf okkar og þeirra að leysa þau verkefni sem koma upp með jákvæðum hætti hélt allan tímann í gegnum æfinguna og teljum við almennt að orðspor íslensku björgunarsveitanna sé hið besta út á við og einmitt á svona æfingum sem við komum okkur á framfæri. Ég get sagt að við erum reynslunni ríkari eftir þessa æfingu og þykir okkur forréttindi að hafa tekið þátt í henni. Samstarf sveita er gott og markmiðin hin sömu. Það er gaman að sjá þetta í verknaði og það að vera partur af svona góðri og öflugri heild er eitt-hvað sem gerir það þess virði að gefa tímann sinn í.

Samúel Ólafsson,varaformaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes

Hercules fullhlaðin.Hercules tóm.

Page 23: Björgun

Montana er útivistartæki seM hentar í bílinn, Mótorhjólið, vélsleðann, bátinn og gönguna. tæki seM fer hvert seM er!

Garmin Montana er vatnshelt tæki með 4“ skjá sem hafa má bæði lárétt og lóðrétt. Mikil upplausn í skjá og stillimöguleikar gera Montana að einum skemmtilegasta ferðafélaganum. Tækið sýnir öll örnefni, hæðarlínur og landslag með skuggum, sem gefur kortinu aukna dýpt. Hægt er að skanna kort og loftmyndir og setja í tækið ásamt því að geyma nær ótakmarkað af ferlum, 4.000 vegpunkta og 200 leiðir.

Montana er einnig til með 5MP myndavél.

Söluaðilar um allt land – sjá www.garmin.is

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is

PIPA

R\TB

WA

SÍA

11

21

20

Page 24: Björgun

Björgunarmál26

Komdu á spjöld sögunnar með fyrstu

spjaldtölvunnifrá Google

nexus7 frá Google

Android 4.1Jelly Bean

Verð aðeins

59.995

Ármúla 26 • www.hataekni. is

PIPAR

\TBW

A • SÍA

• 122402

Page 25: Björgun

Björgunarmál 27

Árið 2011 eignaðist Hafbjörg VHF-TETRA gátt til að auka fjarskiptamöguleika á milli þessara tveggja kerfa. Með gáttinni á skipið betri fjarskipti við stjórnstöðvar björgunarsveitanna á Austurlandi, bjargir á sjó og bjargir LHG. Áður má segja að fjarskipti í Hafbjörginni hafi aðallega byggst upp á VHF og síma en með tilkomu Tetra hafa opnast miklir og spennandi möguleikar. Við höfðum þá upp-lifað aðstæður í aðgerðum þar sem aðgerðastjórnendur björgunarsveitanna í landi misstu af fjarskiptum á sjó þar sem þau fóru fram á VHF rás 5 og/eða rás 16, neyðarrás skipa. Þarna var ljóst að TETRA-VHF gátt gæti komið að góðum notum við aðgerðir nálægt ströndum Austfjarða og því var ákveðið að fara þessa leið og eiga möguleika á því að gátta fjarskipti helst á rás 5 eða 16 og yfir í TETRA kerfið sem er aðgengilegt á öllu landinu.Fljótlega eftir að gáttin var uppsett í skipið var haldin æfing með öðrum sjóbjörg-unarsveitum á Austurlandi. Fór æfingin fram í Norðfjarðarflóa, frá Dalatanga að Norðfjarðarhorni. Á æfingunni sannaðist virkni gáttarinnar og hvernig hún getur nýst í aðgerðum bæði á sjó og landi þar sem VHF fjarskipti við stjórnstöðvar í landi eru ekki góð. Nefna má sem dæmi Mjóafjörð, sem er mjór og langur fjörður umkringdur háum fjöllum, og VHF fjarskipti eru þar ekki góð við stjórn-stöð Gerpis í Neskaupstað. Þá höfðu bátarnir samskipti á VHF rás sem síðan var gáttuð yfir í TETRA með gáttinni í björgunarskipinu. Björgunarskipið var í góðu TETRA sambandi og voru fjarskipti við stjórnstöð björgunarsveitarinnar Gerpis í gegnum gáttina skýr. Svipuð dæmi sem þetta komu upp á æfingunni og leysti VHF-TETRA gáttin þau vandamál eins og áður er lýst. Hafa skal í huga að markmiðið er að flytja þau VHF fjarskipti sem fram fara á vettvangi jafnvel þó svo gott Tetra samband sé þar einnig.Við höfum notað gáttina í aðgerðum á sjó þar sem VHF rás 16 er gáttuð yfir í TETRA og með því móti gefið kost á fjarskiptum við svæðisstjórn og aðrar stjórnstöðvar sem taka þátt í aðgerðum. Þetta má svo yfirfæra á aðgerðir í landi þar sem svipaðar aðstæður eru, til dæmis eins og á fjarskiptalega erfiðum svæðum á landi í kringum okkur eins

VHF-TETRA gáttum borð í björgunarskipinu Hafbjörgu

og í Vöðlavík og Sandvík. Þá gæti VHF-TETRA gáttin í björgunarskipinu verið raunhæfur kostur til að tryggja fjarskipti landeininga. Þetta er klárlega góð við-bót og getur verið mjög góður kostur í fjarskiptaflóru björgunarsveitanna. Þró-unin heldur áfram og nú eru komnar nýrri stöðvar sem bjóða upp á enn frekari möguleika sem hægt er að nýta og snúa m.a. að gáttunum innan Tetra kerfisins sem vert er að skoða.

Gátt er byggð upp á VHF og Tetra tal-stöðvum sem tengdar eru saman.

Page 26: Björgun

Björgunarmál28

Erle

ndur

Bre

iðfjö

rð M

agnú

sson

, Bjö

rgun

arsv

eitin

ni B

rák

Bor

garn

esi,

uxi@

mi.i

s

Ferðalög á landssvæðum sem oft eru mjög erfið yfirferðar, sérstaklega að vetri til, hafa aukist á síðustu árum og hafa sveitir á svæði 4 ekki farið varhluta af því. Má nefna útköll í Glymsgil, Skessuhorn, Langjökul og fleiri svæði.

Afar mikilvægt er að tryggja hnökralaus fjarskipti í aðstæðum sem þessum til að auka öryggi björgunarmanna og þeirra er verið er að aðstoða. Aðgerðir verða mun markvissari ef allir eru í sambandi. Góð og hnökralaus fjarskipti spara einnig mikinn tíma og fyrirhöfn. Ofan á þetta hefur fjarskiptaráð gefið það út í gegnum stefnu SL í fjarskiptamálum að björgunarsveitir eigi að tryggja a.m.k tvær leiðir í fjarskiptum í aðgerðum.Með þetta í huga ákváðu björgunarsveitir á svæði 4 að eignast færanlega VHF-Tetra gátt. Gáttin hefur reynst vel í þeim tilfellum sem hún hefur verið notuð og eru talgæði á milli kerfa mjög góð.Þessi búnaður er frábær viðbót við fjarskiptaflóru björgunarsveitanna, því með þessari tækni er hægt að tengja saman töluð fjarskipti á milli Tetra og VHF fjarskiptakerfanna. Venjulega er gáttin staðsett í húsi Brákar í Brákarey og er í gangi allan sólarhringinn. Það er okkur mikilvægt því með því fyrirkomulagi vitum við að hún er virk, menn muna frekar eftir þessum möguleika í aðgerðum og félagsmenn veita henni athygli og læra þannig á virkni hennar á okkar félagslegu viðburðum.Sú staðsetning er frekar miðsvæðis og því stutt að fara í allar áttir þegar koma þarf á fjarskiptum á erfiðum svæðum. Á svæðinu eru t.d. margir lokaðir dalir þar sem lítið samband er til staðar. Sem dæmi um þetta má nefna Hraundal í Hraunhreppi og innst í Botnsdal í Hvalfirði.Með því að gera gáttina færanlega opnast fyrir fjarskipti af svæðum sem áður voru sambandslítil og inn í allar stjórnstöðvar sem tengjast aðgerðinni.Staðsetning gáttar verður að vera valin þannig að það náist jafnt til björgunar-manna og í næsta Tetrasendi ef björgunarmenn eru að vinna með VHF fjar-

Gáttaður á ferð?

skipti, sem dæmi. Gott getur t.d verið að staðsetja gáttina á brún fjalla eða á hæðum þar sem víðsýnt er yfir aðgerðarsvæðið.Með þetta í huga lögðu nokkrir félagar úr björgunarsveitinni Brák heilann í bleyti og varð til lausn á málinu. Smíðað var útdraganlegt fjarskiptamastur sem pass-ar á margar tegundir jeppa og jepplinga. Margir þessara bíla hafa prófíltengi ætlað fyrir dráttarkúlu að aftan og sumir hafa spiltengi að framan. Þetta á við fleiri bíla en björgunarbíla og það þarf því ekki endilega að nota björgunartæki í þetta verkefni.Í raun eru þetta fjórir hlutir sem um ræðir, færanleg gátt í tösku, loftnetsmastur, Tetra og VHF loftnet og kaplar. Mastrið var smíðað úr prófílbitum sem ganga hver inn í annan (40 og 50 mm). Allt var smíðað með einfaldleika og litla fyrirferð í huga. Lengdin frá prófíltengi að löm er höfð nægilega mikil svo að hægt sé að opna afturhurðir og hlera þó svo að mastrið sé á að aftan.Efst á mastrinu var smíðað T-stykki úr prófíl og á endunum komið fyrir loftnetum fyrir TETRA og VHF. Loftnetin eru skrúfuð á ásoðna skrúfbúta sem þau passa ofan á. Loftnetin hafa sinn fasta prófíl og bæði loftnetskapall og prófílar eru vel merktir tegund loftnets þannig að allt fari nú rétt saman.

Eins og sjá má er búnaðurinn einfaldur og ekki fer mikið fyrir honum.

Page 27: Björgun

Björgunarmál 29

Allt sem þarf að bolta eða splitta er miðað við að nota við erfiðar aðstæður. Handföng og rær eru því í stærri kantinum þannig að hægt sé að setja mastrið saman í þykkum vetlingum án mikilla vandræða. Mastrið var svo galvanhúðað til að auka endingu. Til að auka stöðugleikann eru tveir litlir borðastrekkjarar notaðir til að húkka í augarær á mastrinu og í dráttarkróka á bíl eða aðra krækjur.Sem togfesta fyrir loftnetskapal eru notuð dragbönd og mjúkir borðar með frönskum rennilás svo loftnetstengin beri ekki uppi þunga loftnetskapals. Best er að taka loftnetskapla inn um hliðarrúðu og notum við einangrun sem ætluð er utan um hitaveiturör í húsum til að þétta með rúðunni. Þannig eru loftnetskapl-arnir varðir fyrir skemmdum sem geta orðið við að klemmast á milli.Auk þessa alls var bætt við auka tengimöguleikum fyrir neysluspennu. Hægt er að tengja 220V fyrir þá bíla sem hafa þannig búnað. Hafa skal í huga að besta leiðin er að tengja gáttina beint við 12 voltin en á gáttinni er sér tengi fyrir það.

Einingarnar eru léttar og meðfærilegar þannig að í flestum tilfellum getur einn maður sett upp mastrið. Það fer þó eftir veðri og aðstæðum. Ekki er ætlast til að keyrt sé með mastrið um langan veg í fullri reisn en þó hægt að færa sig úr stað ef ekið er rólega.Meðal annara hefur Slökkvilið Borgarbyggðar notað þennan búnað á æfingum með góðum árangi.Til viðbótar hafa komið upp hugmyndir að setja prófíltengi á rústabjörgunar-kerru. Þar er rafstöð sem getur séð fyrir rafmagni og engan bíl þarf þá til. Hætt er samt við að þetta sé ekki framkvæmanlegt í allra verstu veðrum.Vonandi gefur þetta mönnum einhverja hugmynd um aðferðafræði okkar gagn-vart þessu verkefni og verði öðrum innblástur við smíðar. Allt þetta brölt er leið að einu sameiginlegu markmiði, það er bæta fjarskipti öllum til hagsbóta. Óski sveitir eftir frekari upplýsingum eða teikningum er velkomið að hafa sam-band við greinarhöfund.

Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590-5100 | www.klettur.is

Með Goodyear Wrangler SilentArmor nærðu góðu veggripi við veginn eða ófærurnar hvort sem um er að ræða sumar eða vetur, rigning eða snjókoma. Vertu öruggur á Goodyear. Við hugsum um öryggi þitt svo þú þarft aðeins að einbeita þér að akstrinum. www.goodyear.is

Wrangler SilentArmor

Sumar eða vetur......Þessi virka!

Mastrið er útdraganlegt og passar á marga jeppa og jepplinga. Ekki fer mikið fyrir VHF-Tetra gáttinni.

Page 28: Björgun

Björgunarmál30

Undirbúningur hálendisvaktarinnar hefst að vori þegar tveir félagar taka að sér undirbúning vikunnar. Það er í mörg horn að líta og töluverður tími sem fer í þetta. Það þarf að auglýsa innan sveitarinnar og skrá niður þátttakendur, við leitum tilboða hjá fyrir-tækjum um styrki vegna matarkaupa, bílaflokkur þarf að undirbúa bílana fyrir vikuúthald á fjöllum. Einnig þarf að yfirfara allan búnað sem á að taka með, eins og fyrstuhjálparbúnað, fjallabjörgunarbúnað, leitar-tæknitöskur og vaðbúnað. Við höfðum líka samband við Olís og fengum lánaðan olíukálf sem sett var í lituð olía sem við gátum tekið með okkur í Land-mannalaugar. Þetta einfaldaði olíumál fyrir okkur mikið þar sem fara þarf í Árnes til að komast í litaða olíu. Reyndar dugði olían einnig fyrir björgunarsveit-ina sem kom vikuna á eftir okkur.

Það var mikill áhugi innan sveitarinnar fyrir þessari ferð og við settum því upp skráningarblað í gegnum innri vefinn okkar þar sem fólk gat skráð sig hvaða daga það hugðist vera með okkur í Landmannalaug-um. Það varð strax ljóst að við yrðum ekki í vand-ræðum með að manna þessa tvo bíla sem þarf að Fjallabaki með sex manns. Áhuginn var mikill og ljóst að við yrðum með stóran hóp þessa viku á fjöllum. En af hverju að stofna til svona fjölmennrar ferðar og það fjölskylduferðar að auki? Reynsla okkar af ferðum sem þessum er mjög jákvæð. Samveran hefur styrkt félaga sveitarinnar og eflt félagsandann hjá okkur að sama skapi. Þessar ferðir hafa gefið okkur mikið og má þar sérstaklega nefna hvernig samveran hefur stuðlað að aukinni samheldni og traustari vináttu innan sveitarinnar. Við erum að

kynnast nýjum stöðum á hálendi Íslands auk þess sem við erum að kynnast ennþá betur sem einstak-lingar. Eldri félagar og yngri starfa saman hlið við hlið og allir læra eitthvað nýtt. Félagslegi þátturinn hefur mikið gildi og ætti síst að vanmeta hann. Að bæta við fjölskyldum félaganna býður upp á ennþá fjölbreyttari möguleika. Með þessu erum við að fá með okkur félaga sem hafa minnkað starfið af fjölskylduástæðum en sjá þarna tækifæri til að koma með og halda tengslunum betur við björgunarsveitina. Eldri félagar eru mannauður sem við höfum ekki efni á að missa frá okkur, með þeim missum við í burtu ómetanlega reynslu sem við viljum halda í. Flest lítum við á starf okkar fyrir björgunarsveitina sem lífstíl og þess vegna er okkur mikilvægt að geta gert fjölskyldum okkar kleift að taka þátt í starfinu með okkur. Fjölskyldurnar fá ómetanlega innsýn í starfið og fá tækifæri til að vera með. Það er mikil-vægt að fjölskyldurnar fái að kynnast fólkinu sem starfar við hlið makans, foreldranna og systkinanna og í sumum tilfellum barnanna. Við störfum oft við erfiðar aðstæður og þá er gott fyrir fjölskyldur okkar að þekkja til þeirra sem starfa með þeirra nánustu og geta þar af leiðandi treyst þeim vel. Haldið var af stað úr Hafnarfirði föstudaginn 29. júní á fjórum bílum BSH, Spora 1, 2, 3 og 4. Einnig voru sex einkabílar með í för. Samtals var það 32ja manna hópur sem hélt til í Landmannalaugum fyrstu Vi

gdís

Bjö

rk A

gnar

sdót

tir, B

jörg

unar

svei

t Haf

narf

jarð

ar

Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Hálendisvakt 2012Í sumar tók Björgunarsveit Hafnarfjarðar þátt í hálendisvakt líkt og undanfarin ár. Við áttum stórkostlega viku í Landmannalaugum þar sem við vöktuðum hálendið að Fjallabaki vikuna 29. júní til 6. júlí. Á síðasta ári tókum við vakt á svæðinu norðan Vatnajökuls og áttum viðburðaríka og skemmtilega viku. Í ár ákváðum við að breyta aðeins til og opnuðum hálendisvaktarferðina sem fjölskylduferð og hvöttum alla félaga sveitarinnar til að taka þátt. Við sjáum ekki eftir því, þetta er án efa ein besta ferð sem við höfum farið í um árabil.

Hópmyndin okkar.Ljósm.: Sigurður Ýmir Richter.

Page 29: Björgun

Björgunarmál 31

þrjá dagana og í heildina, með þeim sem komu og fóru á ólíkum tímum, vorum við 43. Svona fjölmenn ferð er heilmikið fyrirtæki. Við fengum lánað stórt 50 fermetra matartjald hjá skátafélaginu Hraunbúum og settum þar upp eldhús og matarað-stöðu. BSH bauð upp á hafragraut á morgnana og svo var alltaf sameiginlegur matur á kvöldin. Höfð voru vaktaskipti í eldamennskunni sem gekk mjög vel. Á matseðlinum vorum við meðal annars með lax, kjöt-súpu, kjúklingapasta og lambalæri. Annað nesti sáu menn um sjálfir. Það kom fyrir að eldað væri á ókristi-legum tíma, allt eftir því hvernig verkefnin stóðu dag hvern. Grill um og eftir miðnætti er afskaplega ljúffengt enda líklega allir orðnir mjög svangir. Hópurinn gisti í tjöldum og húsið okkar í Land-mannalaugum var notað sem stjórnstöð, en þar svaf næturvaktin með opna Tetrastöð á nóttunni. Við settum upp vaktakerfi til að tryggja það að alltaf væri mannskapur á hálendisvakt allan sólarhringinn. Gert er ráð fyrir að að Fjallabaki séu tveir bílar með þremur björgunarsveitarmönnum hver á vakt. Við reyndar bættum því við hjá okkur að þriðji bíllinn væri alltaf staðsettur í Landmannalaugum og tveir væru alltaf á vakt þar. Það reyndist mjög vel og mikið var leitað til okkar í stjórnstöðina sem við merktum vel og greinilega SL og Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Einn af kostunum sem við sáum við að hafa marga félaga á svæðinu var að ef upp kæmi erfitt verkefni á borð við leit eða alvarlegt slys þá væri stutt að kalla eftir meiri mannskap sem væri við æfingar á svæðinu. Það þýddi að hægt væri að hefja fyrstu aðgerðir snemma og með meiri krafti en ef aðeins væru sex manns á svæðinu. Þegar hópurinn er stór býður það upp á marga möguleika. Á meðan hluti hópsins sinnir hálendis-vaktinni geta hinir æft sig, farið í göngur á svæðinu eða skoðað fáfarnar slóðir, sigrað ný fjöll og svo margt fleira. Sem dæmi um það sem fólkið okkar gerði þessa viku var mikil ævintýraferð þar sem siglt var niður Tungnaá. Það gekk nú ekki alveg eins og

til var stofnað og tók heldur lengri tíma en áætlað var. Því þurfti, tveimur dögum síðar, að leggja í aðra ferð til þess að ná í bátinn þar sem hann hafði verið skilinn eftir seint um nótt á bökkum árinnar. Erfitt en afskaplega skemmtilegt. Einn daginn tók hluti hópsins tók sig til og hjólaði frá Pokahryggjum í Hrafntinnusker og þaðan niður í Landmannalaugar. Erfitt vegna snjóa en líka afskap-lega skemmtilegt. Reiðhjól voru reyndar óspart notuð í ferðinni og ýmis tækifæri notuð til þess að hjóla á hin-um ýmsu stöðum. Nokkrir félagar BSH eru haldnir ólæknandi veiðidellu og því voru farnar nokkrar veiði-ferðir í Frostastaðavatn og veitt af miklum móð. Aflinn var síðan flakaður, krydd-aður og grillaður. Grillaður nýveiddur silungur er mikið lostæti og rann ljúflega ofan í mannskapinn. Þónokkur börn voru með í ferðinni og héldu þau hinum fullorðnu við efnið með skemmtilegum uppátækjum og leikgleði. Við lékum heilmikið við börnin, spil-uðum Kubb, víkingaspilið og fórum í gönguferðir um nágrenni Landmannalauga með þau. Það var svo alveg spurning hvort keppnis-skapið væri meira í börn-unum eða hinum fullorðnu. En við getum sagt að ekkert hafi verið gefið eftir í leikjum eða keppni.

Hálendisvaktin sjálf gekk mjög vel þessa viku. Bílar frá okkur voru á ferðinni alla daga bæði á Nyrðra og Syðra-Fjallabaki. Þrátt fyrir að við fengjum ekki útköll í gegnum Neyðarlínuna fyrstu dagana vorum við samt dugleg að finna okkur verkefni og leiðbeina fólki. Bæði var þar um að ræða leiðbeiningar til ökumanna vegna aksturs á hálendinu og yfir ár en einnig til göngufólks varðandi leiðaval og útbúnað. Sem dæmi um verkefni sem barst upp í hendurnar á okkur var par sem Spori 1 keyrði fram á á Land-mannaleið klukkan 23 á þriðjudagskvöldi. Þau höfðu farið í dagsgöngu frá Landmannalaugum og voru þegar þarna var komið, köld, blaut og áttavilt. Þau voru mjög fegin þegar þau sáu okkur og þeim var síðan komið í tjaldið sitt í Landmannalaugum. Nokk-uð var um að leitað væri til okkar í húsinu í Land-mannalaugum bæði vegna bilaðra bíla og einnig vegna slysa og óhappa. Við áttum mikið og afar gott samstarf við alla skálaverði og landvörð í Land-mannalaugum þessa viku og erum þeim þakklát fyrir alla aðstoð og einstaklega jákvætt viðmót.Ánægjulegasta verkefni vikunnar var þó án efa ferð sem farin var úr Botnaskála í Emstrum í Dalakof-ann með lítinn bangsa sem hafði orðið viðskila við eigandann. Hún heitir Arna Sara og var heimasæta í Dalakofanum í sumar þar sem pabbi hennar var skálavörður. Við áttum erindi í Botnaskálann þar sem við vorum að athuga með konu sem hafði örmagnast á göngu á Laugaveginum. Þegar til kom reyndist allt í lagi með konuna en til okkar leitaði maður sem var

Það þarf líka að gera við á fjöllum, gert við brotinn sexkúlulið í Spora 2. Ljósm. Vigdís Agnarsdóttir.

[email protected] • www.pustkerfi.isSmiðjuvegur 50 (rauð gata) • 200 Kópavogur

Page 30: Björgun

Þú keðjar ekki eftirá!!

Keyrðu áhyggjulaus með snjó – hálkukeðjum frá Hvelli – í einum grænum

Smiðjuvegur 8 rauð gata – 200 Kópavogur – Sími 577-6400 – www.hvellur.com

nn

un

: Des

ign

eh

f

Page 31: Björgun

Björgunarmál 33

trússari með ferðahópa á hálendinu. Hann spurði hvort við gætum gert honum þann greiða að koma bangsanum aftur til litlu frænku sinnar sem hafði gleymt honum í bílnum hjá honum. Okkur fannst það verðugt verkefni að gleðja litla fjögurra ára snót á fjöllum. Gleðin hjá Örnu Söru var engu lík þegar hún áttaði sig á því að við værum að færa henni bangsaskinnið sem hún helst sefur ekki án. Vikan var fljót að líða og þótt engin alvarleg verkefni kæmu upp fyrstu dagana þá fengum við líklega viku-skammtinn af verkefnum á síðasta sólarhringnum. Seinnipart fimmtudags hófst lotan og til föstudags-kvölds var mikið annríki hjá öllum hópnum. Spori 1 fór á Nyrðra-Fjallabak og athugaði með bilaðan Tetrasendi fyrir Neyðarlínuna. Spori 2 fór að Heklu og dró upp tvo fasta bíla. Hluti hópsins var við veiðar fram á kvöld og þegar komið var í Landmannalaugar áttu allir eftir að borða. Byrjað var að undirbúa grill en þá gekk einn félaginn fram á unga konu við skálann

sem hneig niður gjörsamlega örmagna og ísköld eftir að hafa gengið frá Álftavatni í Landmannalaugar á einum degi. Þessi unga þýska kona reyndist síðan hafa verið með hita, beinverki og magapest þegar hún lagði af stað um morguninn. Grillinu var slegið á frest á meðan við leystum úr málinu og komum konunni til aðstoðar. Með upphitun og næringu lagaðist ástand hennar fljótlega það mikið að ákveðið var í samráði við skálaverði að koma henni inn í skála yfir nóttina. Þar vakti einn ferðafélaginn yfir henni, daginn eftir hafði hún jafnað sig það vel að hún treysti sér með rútunni til Reykjavíkur með ferðafélögunum. Daginn eftir var stöðugur straumur af fólki til okkar; rafmagnslausir bílar á planinu, ráðleggingar til ferða-manna, 30 manna rúta festist í vaði á Nyrðra-Fjallabaki við Réttarhnjúk og frönsk kona um sextugt hrapaði sjö metra í skriðu á gönguleiðinni niður af Bláhnjúki. Fararstjóri kom með hana til okkar þar sem hún hafði skrámast og marist ansi mikið. Hún þurfti þrjá kæli-

poka; einn á hné sem var tognað, annan á lærið þar sem hún var skrámuð og marin og einn á handarbak þar sem blóðgúll hafði myndast eftir sprungna æð. Annar handleggurinn var illa skrámaður og skorinn frá handarbaki upp á olnboga. Einnig þurfti að hreinsa og búa um sár á nokkrum stöðum á andliti hennar. Konan fór frá okkur innilega þakklát fyrir súper góða þjónustu eins og hún orðaði það. Og ekki þótti okkur verra að fá góða umsögn og þakklæti frá manninum hennar sem reyndist vera skurðlæknir, en hann var ekkert að segja okkur það fyrr en þau kvöddu okkur. Meðal annarra verkefna dagsins var að sinna konu sem féll á andlitið í Laugahrauni. Hún fékk mjög slæma tannáverka auk áverka á andlit þannig að Spori 2 flutti hana áleiðis á Selfoss á móti bíl frá ferðaskrifstofunni svo hún kæmist til tannlæknis sem fyrst. Það má segja að það hafi verið áskorun að finna tannlækni eftir klukkan 16 á föstudegi sem var tilbúinn að taka á móti henni en það gekk ótrúlega vel. Á sama tíma og allt þetta gekk á var hópurinn að pakka stóra tjaldinu og öllum búnaðinum okkar. Vaktinni lukum við um klukkan 23 þegar Spori 1 lauk við að aðstoða ítölsk hjón með bilaðan bíl á Dóma-dalsleið. Þau fengu far á Selfoss og aðstoð við að fá bílaleigubíl á Selfossi. Um miðnætti höfðu allir bílar skilað sér í hús í Hafnarfirði og við tók bílaþvottur að innan og utan, því lauk um klukkan 1:30 um nóttina og þá var hægt að segja að hálendisvaktinni 2012 væri lokið hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.

Gert við brotinn sexkúlulið í Spora 2. Ljósm. Vigdís Agnarsdóttir.

Í síðasta tölublaði af Björgun birtust nokkrar myndir með grein Vigdísar Agnarsdóttur, Saga úr Hálendisvakt. Það skal tekið fram að myndir sem teknar voru á slysstað mótor-hjólamanns sem Björgunarsveit Hafnar-fjarðar aðstoðaði voru teknar af Caroline Van Damme sem gaf samþykki fyrir birtingu þeirra með greininni. Aðrar myndir voru teknar af höfundi greinarinnar, Vigdísi Agnarsdóttur.

Kveðja frá Tom De Mitsog Caroline Van Damme

Belgium march 26th 2012.

To ICE SAR in Hafnarfjordur, IcelandWe have travelled many countries on our mo-torbikes, but Iceland is by far the best place to crash….. The place where it happened was quite re-mote and it took a while for the rescue team to get there. But once they arrived, they immedi-ately reassured me everything was going to be just fine. Their very warm approach and professionalism was exactly what I needed in that situation. They even recovered the bikes to the nearest farm. Thanks a lot for helping us! You all did a fan-tastic job!

Tom & Caro

Við Pokahryggi. Lagt á ráðin áður en hjólað var af stað. Ljósm.: Sigurður Ýmir Richter.

Page 32: Björgun

34 Björgunarmál

Fyrsta kvöldið hitti hópurinn T‘mi Finkle, formann TrotSAR og skipuleggjanda dagskrárinnar, og heils-aði upp á nokkra aðra úr TrotSAR hópnum þar sem þau voru að safnast á svæðið með stórar hestakerr-ur og slá upp bækistöð.

HRE úttektDagskráin daginn eftir hófst á formlegri móttöku-athöfn og að henni lokinni hófst úttekt, sem kallast Horse and Rider Evaluation (HRE) á sjö hestum og knöpum þeirra. Úttektin er í 36 liðum og þurfa hestar með sínum knöpum að fara í gegnum hana á þriggja ára fresti. Úttektir eru tvisvar á ári, vor og haust. Leitarmenn þurfa líka að uppfylla aðrar kröfur varðandi námskeið, m.a. í fyrstu hjálp, leitartækni, björgunarmenn í aðgerðum og sinna endurmenntun.Í HRE-úttektinni reynir á samstarf knapa og hests og að hestar séu hlýðnir og rólegir og geti þolað áreiti. Þeir þurfa að geta leyst margvíslegar þrautir bæði í gerði og á víðavangi ásamt því að geta unnið einir eða með öðrum hestum. Þeir mega ekki sýna slæma hegðun eins og að bíta, slá, skvetta eða prjóna hærra en hnjáhæð, þá er farið með þá beint upp á kerru. Langmest af þessari vinnu fer fram á feti en lítillega á milliferðargangi, brokki, tölti eða hægu stökki.

Í nokkurn tíma hafa Björgunarhestar Borgarfjarðar og TrotSAR, Mounted Search and Rescue, haft samband sín á milli og skipst á upplýsingum. Björgunarhestar hafa að hluta til byggt sína undirbúningsvinnu að stofnun hestahóps vegna leitar og björgunar, á stöðlum frá TrotSAR. Því var ákveðið að áhugasamur hópur um björgunarhesta myndi heimsækja TrotSAR til að kynna sér starfið hjá þeim nánar. Eftir að hafa gengið með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma og grennslast fyrir um hentuga tímasetningu var ljóst að æfingar- og úttektarhelgi hjá TrotSAR færi saman við páskafrí á Íslandi og passaði því vel. Unnið var að undirbúningi ferðarinnar frá áramótum en TrotSAR sá um að skipuleggja dagskrá fyrir hópinn í Virginíu og Maryland fylkjum. TrotSAR úttektar- og æfingahelgin fór fram 6.-8. apríl og var staðsett á yfir 2.400 hektara búgarði í einkaeigu. Þar er stunduð holdanautarækt og einnig nokkur hrossabúskapur. Mikil fjölbreytni er í landslagi jarðarinnar; slétt beitarlönd og tún, kornakrar, tjarnir og skógar í hlíðum, með bjarndýrum og annarri villtri náttúru.

Heimsókntil björgunarhestahópsins TrotSAR í Bandaríkjunum

Page 33: Björgun

Skannaðu QR kóðann og sæktu appið í símann þinn

NÝJA ARION APPIÐVið kynnum Arion appið, nýjung í bankaviðskiptum á Íslandi.

Með Arion appinu getur þú tekið stöðuna á reikningunum þínum og kortum með einum smelli, án innskráningar. Þú sérð líka nýjustu færslur og ógreidda reikninga. Með því að

skrá þig inn getur þú borgað reikninga, millifært og só� PIN-númerin þín.

Þú finnur upplýsingar um appið á arionbanki.is.

Í PLÚS?Taktu stöðunameð einum smelli

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

2-1

17

1

Page 34: Björgun

PIPA

R\T

BWA

- SÍA

- 12

2779

SAMSTARFTIL GÓÐRA

VERKAOlís er einn af aðalstyrktaraðilum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og styður við sam tökin bæði með fjár fram lög um og veru legum afslætti af elds neyti og öðrum vör um. Þá er einnig sam starf á öðrum svið um sam kvæmt sam komu lagi hverju sinni, svo sem um nýt ingu Slysa varnar félags ins Landsbjargar á þjónustu stöðv um Olís á út kalls tímum.

Starfs fólk Olís er stolt af þessu góða sam starfi og stuðn ingnum við frábært starf björg unar sveit anna, sem unnið er af fórn fýsi, lands mönn um til heilla.

Page 35: Björgun

Björgunarmál 37

Einum úr íslenska hópnum var boðið að taka þátt í úttektinni og var Guðbjörn Kristvinsson fulltrúi Björg-unarhesta á arabíska gæðingnum Cavalier. Það kom skemmtilega á óvart að ríflega helmingur hest-anna sem tóku þátt, voru ganghestar (sem gátu tölt eða skeiðað). Þarna voru fjölbreyttar hestategundir af öllum stærðum og gerðum, m.a. einn múlasni, en þó enginn íslenskur hestur. Margir hestanna voru nokkuð við aldur, eða frá um 12 og allt upp í 30 vetra sem flestum þykir gamalt og óbrúklegt á Íslandi.

Mikill útbúnaðurÁ eftir úttektinni fékk íslenski hópurinn að skoða persónulegan útkallsbúnað hjá TrotSAR meðlimum, vesti, töskur og innihald. Þau miða við að hafa með-ferðis allan útbúnað, vatn og fóður fyrir hesta og menn fyrir þriggja daga úthald. Viðmiðið er að geta leitað alls staðar þar sem fólk getur gengið án þess að klifra eða hoppa. Algengt er að leita í um 8 klst. í einu, allt upp í 12 klst. eftir aðstæðum. Þá er farið í hvíld og byrjað aftur þegar fólk og hestar eru full-hvíld. Gista getur þurft á víðavangi og miðast bún-aður við það, annars er haldið í hvíld í bækistöð, þ.e. aðstöðu í hestakerru. Íburðarmiklar hestakerrur geta hýst allt að þrjá hesta með búnaði auk þægilegrar vistarveru fyrir knapa.Persónulegi búnaðurinn samanstóð gjarnan af lágmarks sjúkrabúnaði, langri línu og karabínum, bjarnafælu, t.d. bjöllu, margnota segldúk, flísteppi, poncho, nesti, aukafötum, talstöð, aukataumi og múl til að binda hestinn, hófhlífum, multitool hnífasetti, vasaljósi, áttavita og kortum. Sumir voru með hlaupa-gps á hendinni en algengt er að nota einfaldan skrefateljara til að ákvarða vegalengdir sem gengið er frá slóða. Kom það Íslendingunum nokkuð á óvart hvað skrefateljari virtist vera mikil-vægt tæki, t.d. er reglulega skoðað hvort persónuleg skrefalengd sé að breytast.

Einnig sáu þau fjölbreytt úrval af beislum, mélum, hnökkum og hálskross/framreiðum til að hindra að hnakkur fari aftur. Vestin sem TrotSAR notar eru með miklu endurskini og góðum vösum fyrir tal-stöðvar, gps og fleira. Eftir því hvort leitað er í skóg-lendi eða t.d. í grennd við þjóðvegi er hægt að skipta framhlið vestisins út með mismunandi endurskini/lit. Allir knapar bera ID-auðkenni TrotSAR.Eftir búnaðarkynninguna var Guðbirni tilkynnt að hann og Cavalier hefðu náð HRE prófinu. Fékk hann merki TrotSAR afhent við mikinn fögnuð landsmanna sinna og hefur leyfi til að bera það hér eftir. Frábær árangur, sérstaklega í ljósi þess að ekki náðu allir hinna þátttakendanna prófinu.Liðsmenn Björgunarhesta fengu að því loknu að fara í langan útreiðartúr, þar sem ýmsir reiðskjótar og búnaður voru prófaðir og þótti afar merkilegt að fleiri hestar en íslenskir gátu farið mjúklega um. Var

þetta hin besta og fróðlegasta skemmtun, þar sem notið var leiðsagnar Vicky, framkvæmdastýru hesta-hluta búgarðsins. Leiðin var skemmtileg moldargata í fallegum skógi með tjörnum og gömlum yfirgefnum byggingum.

Verklegar æfingarÁ þriðja degi hófst æfing leitarhesta í að leita að vísbendingum meðfram vegslóða og skógarstíg, svokölluð „corridor-search“ sem einnig er notuð við hraðleit. Miðað er við að leitarhraðinn sé um 6 km á klukkustund. Tveir voru sendir út saman í einu á 10 mínútna fresti og þeir látnir fara um 6 km langa leið þar sem 10 vísbendingum hafði verið komið fyrir. Í þannig leit einbeitir annar aðilinn sér að leit til vinstri og hinn að leit til hægri. Það fer eftir aðstæðum hvort þeir eru samhliða eða annar fyrir framan. Þá einbeitir sá fremri sér einnig að leit fram á veginn. Leiðin var

Eins og sjá má eru björgunarhestarnir hjá TrotSAR af öllum stærðum og tegundum.

Eins og allir vita er böruburður erfiður. Þetta sniðuga hjól getur létt hann talsvert.

Page 36: Björgun

Björgunarmál38

merkt með merkiborða á greinum og voru vísbend-ingarnar allt frá því að vera hangandi í tré, í það að vera ágætlega faldar í skógarbotninum í 0,5-1,5 m fjarlægð frá stígnum. Misjafnt er hvað notað er til að leita að, á þessum æfingum; brúður, mannabein, fatnaður, spil og litlir hlutir. Alltaf er mikil áhersla lögð á verndun vísbendinga. Markmiðið á þessari æfingu var að teymin fyndu a.m.k. 60% vísbendinganna. Árangurinn varð með besta móti eða um 70-100%, sem þótti mjög góður árangur. Nýútskrifaði TrotSAR meðlimurinn, Guðbjörn, tók þátt í þessari æfingu og fann hann ásamt leitarfélaga sínum, Michelle, allar vísbendingar. Vildi TrotSAR hópurinn helst halda Guðbirni eftir og bjóða honum alfarið að ganga í þeirra raðir. Að æfingu lokinni fengu Íslendingarnir lánaða nokkra TrotSAR hesta og fóru slóðann til þess að spreyta sig á að taka upp vísbendingarnar.

Kynningarstarf mikilvægtÞrátt fyrir að TrotSAR hafi verið starfandi frá 1992 er tilvist og geta hópsins ekki öllum leitarstjórnendum kunn og mikill tími þeirra fer í að kynna sig. Mynda þarf tengsl við lögreglu og aðgerðastjórnendur, upp-lýsa um getu og við hvaða aðstæður hestateymin henta best. Starfssvæði TrotSAR nær yfir Virginíu, Maryland, Delaware, Pennsylvaníu og Vestur-Virginíu og er því á stærð við Ísland. Útköll eru um 10-15 á ári. TrotSAR er eina leitarhestateymið á þessu svæði og hefur því lítið æft með öðrum hesta-sveitum. Félagar búa töluvert dreift um starfssvæðið en það tók þau sem komu lengst að um 2-3 klst. að komast á æfingasvæðið.

Stuttur viðbragðstímiT´mi er foringi hópsins, með 37 ára reynslu af leitar- og björgunarstörfum og starfaði í 25 ár sem lögregluforingi í Washington D.C. Hún er höfundur staðla, viðurkenndra af yfirvöldum, sem leitarhestar í Bandaríkjunum vinna eftir. Margir hinna félag-anna í TrotSAR eru með bakgrunn úr lögreglu eða slökkviliði. Samningar um viðbragð eru við Maryland State Police og Virginia Department of Emergency

Management. Þegar leit fer af stað er það ákvörðun þessara aðila hvort TrotSAR er boðað. SMS boð fara á fjóra ábyrgðaraðila innan hópsins sem láta senda boðin áfram á hina. Allir sem fá boð svara strax, hvort þeir eru tiltækir eða ekki. Þegar þær upplýs-ingar liggja fyrir er ákveðið hvaða teymi fara af stað, en eitt teymi samanstendur af tveimur leitarmönnum á hestum. Strax er hugað að varateymi fyrir hvert teymi sem sent er af stað. Viðbragðstími er innan við klukkustund. Lengst fara TrotSAR meðlimir á vett-vang í um 8 klst. fjarlægð frá heimili, þar sem löng keyrsla reynir mjög á hestana. Þeir eru ekki útkalls-hæfir fyrr en eftir góða hvíld, ef þeir hafa staðið lengi í kerru. Taka þarf tillit til þess að stórar, breiðar hesta-kerrur komast ekki um alla vegi og þurfa TrotSAR meðlimir því að skipuleggja ferðir sínar á leitarsvæði með það í huga.

Margt athyglisvertFerðin heppnaðist í alla staði vel. Fróðlegt var að fá innsýn í leitar- og björgunarstörf hjá hinum ýmsu

viðbragðsaðilum í Virginíu og Maryland en hópurinn fór meðal annars á æfingar spor- og víðavangsleitar-hunda, kynnti sér fjallabjörgun hjá þjóðgarðsvörðum í Shenandoah þjóðgarðinum, heimsótti samhæfingar-stöð almannavarna í Virginíu og Natural Resources lögregluna í Maryland til að kynna sér fyrirkomulag leitar og björgunar og aðkomu sjálfboðaliða þar að. Dagskráin sem var skipulögð af gestgjöfunum var vel uppsett, fjölbreytt og gestrisnin í fyrirrúmi. Margt í skipulagi og umgjörð vegna leitar og björgunar í þessu fjölmenna landi er skemmra á veg komið en á Íslandi. Það er athyglisvert í ljósi þess að Íslendingar sækja mjög margt í sínum fræðum um leit og björgun til Bandaríkjanna, þ.á m. til Virginíu. Kannski er það fámennið sem auðveldar okkur að taka upp á lands-vísu, sem strandar oft á fjölmörgum landamærum innanlands í Bandaríkjunum. Þótt aðstæður og um-gjörð séu aðrar fyrir vestan haf má engu að síður læra mikið og rýna til gagns.TrotSAR hópurinn miðlaði af reynslu sinni til 20 ára og hvetur það meðlimi Björgunarhesta enn frekar til innleiðingar hesta við leitar- og björgunarstörf hér á landi. Góð tengsl hafa myndast við félaga í TrotSAR hópnum og er vonast til að þeir sæki Ísland heim. T´mi Finkle, forsvarsmaður TrotSAR, mun halda leit-ar- og björgunarhestanámskeið í tengslum við ráð-stefnuna Björgun. Námskeiðið verður í Borgarfirði 17.-18. október og er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á björgunarhestum sem og öllum aðgerðarstjór-nendum og svæðisstjórnarfólki sem vill kynna sér þá miklu möguleika sem hestar gefa í leit og björgun. Við þökkum Slysavarnafélaginu Landsbjörg, björg-unarsveitum okkar og Landssambandi hestamanna fyrir að styrkja okkur til ferðarinnar.

Arnar Freyr Briem, Björn Viggó Björnsson og Halla Kjartansdóttir björgunarsveitinni Brák,

Guðbjörn Kristvinsson björgunarsveitinni Heiðari,Anna Filbert björgunarsveitinni Kili

og Soffía Sigurðardóttir Björgunarfélagi Árborgar.

Sjö knapar og hestar þeirra fóru í gegnum HRE (Horse and Rider Evaluation) þennan dag.

T’mi Finkle og Guðbjörn Kristvinsson en hann tók þátt í og stóðst HRE úttekt.

Page 37: Björgun

ns

so

n &

Le

’ma

ck

s

jl.i

s

sÍa

Væri ekki best ef allir klæddu sig eins ogbjörgunarsveitirnar?

» magazine.66north.is

Snæfell er verðlaunajakki og er nýr jakki björgunarsveitanna. Snæfell er úr NeoShell® frá Polartec®, byltingarkenndu efni sem er bæði vatns- og vindhelt, en býr yfir einstökum öndunareiginleikum og hindrar uppsöfnun raka, jafnvel við mikla áreynslu. Teygjanleiki NeoShell® og sérmótað snið auðvelda allar hreyfingar án þess að nokkru sé fórnað í styrk eða veðurþoli.

Snæfell er hannaður fyrir erfiðustu aðstæður og liður í farsælu samstarfi 66° NORÐUR og íslensku björgunarsveitanna um áratugaskeið.

Keeping Iceland warm since 1926

Page 38: Björgun

Bílaumboðið Askja ehf Krókhálsi 11 110 Reykjavík Sími 590-2100

Kæru félagar í Björgunarfélagi Horna�arðar

Kveðja frá starfsfólki Öskju

Til hamingju með nýja bílinn !

Page 39: Björgun

Björgunarmál 41

Fyrir um ári síðan að ákvað stjórn Björgunarfélags Hornarfjarðar að endurnýja eina bifreið í stað eldri bíls af gerðinni Ford Econoline 350, 35”, árgerð 2005. Þetta hefur verið sá bíll sem mest hefur verið notaður í fólksflutninga og aðra flutninga fyrir félagið enda kallaður HÖFN 1. Fórum við um víðan völl til að sjá hvað var í boði í þessum efnum. Við vildum hafa bílinn á 35“ dekkjum til að komast um fjörur og sanda og einnig vildum við geta flutt meira en fimm manns. Einna helst sáum við Toyota Hiace eða eitthvað sambærilegt og verður það að viðurkennast að við vorum komnir í hring og vildum bara eiga Fordinn áfram, þegar við fréttum að við ættum von á heimsókn frá gömlum björgunar-sveitarmanni frá Hnífsdal og með honum í för væri gamall félagi okkar úr Björg-unarfélagi Hornafjarðar. En þetta voru þeir félagar Páll Halldór Halldórsson og Ágúst Þórólfsson ásamt Aroni Árnasyni frá Breyti. En þessir menn voru að ljúka hringferð sinni á Mercedes Benz Sprinter bílum sem Askja hefur flutt inn og verið breytt hér heima. Við félagarnir áttum ekki gott með að hitta þá félagana, nýkomnir heim úr erfiðu útkalli á Sólheimajökli, en flestir félagar gerðu sér þó ferð niður í hús og litu gripina augum. Þeir félagarnir voru á einum 46” breyttum bíl í eigu Páls og hinn var 35” breyttur í eigu viðskiptavinar. Til að gera langa sögu stutta var þetta ást við fyrstu sýn, því við féllum fyrir 35” bílnum. Nú var tekin sú ákvörðun að ef Fordinn myndi seljast á viðunandi verði myndum við fara út í þessa fjárfestingu. Margir sýndu Fordinum áhuga en þegar fyrirspurn kom frá Björgunarsveitinni Strákum var útséð að bíllinn færi til þeirra með öllum þeim búnaði sem í honum var fyrir utan talstöðvar. Þegar svona langt var komið sögu var farið að skoða Benz og liggja yfir því hvernig bíllinn ætti að vera útbúinn. Hægt var að raða búnaði í bílinn efir þörfum hvers og eins og því hægt að spara töluverða vinnu hér heima, t.d. er snýr að breytingum ýmiss konar. Eftir góðar ábendingar frá Páli Halldóri, varð það úr að tekinn var 3,5 tonna, 8 farþega Mercedes Benz Sprinter bíll með tveimur tveggja sæta bekkjum og ein-um þriggja sæta bekk og því ekki þörf á auknum ökuréttindum á bílinn. Einnig var skoðað vel hvernig hólf og skúffur væru í mælaborðinu til að koma öllum fjarskiptatækjum og tilheyrandi fyrir. Bíllinn var tekinn inn með aukarafgeymi fyrir allt aukarafmagn og er Benz fyrirtækið búið að koma fyrir skipti á milli rafgeymanna þannig að engin hætta er á að verða rafmagnslaus. Annar bún- Fr

iðrik

Jón

as F

riðrik

sson

, Bjö

rgun

arfé

lagi

Hor

nafja

rðar

aður í bílnum er t.d. PSM tölva til að tengja ljóskastara og annan aukabúnað við aðaltölvu bílsins, olíumiðstöð, kerrutengill, toppgrindabogar, allir stólar og bekkir með armpúðum og hauspúða, driflæsing í millikassa og „snorkel“ fyrir loftinntakið. Þegar bíllinn kom til landsins var farið með hann upp í Breyti þar sem klippt var úr brettum, settir á hann brettakantar og stigbretti. Einnig var smíðuð kastara-grind að framan og dráttarbeisli að aftan. Felgurnar voru breikkaðar ásamt því að hurðarfestingin fyrir rennihurðina var færð út. Bíllinn var settur á 35 tommu dekk og annar dekkjagangur að auki.Að lokum fór bíllinn til snillinganna hjá Radóraf, þar sem settar voru í hann tvær Tetrastöðvar, VHF talstöð, forgangsljós, vinnuljós á báðar hliðar bílsins sem og að aftan, spiltengi, hleðslutæki, 230V inverter og rauter fyrir internet og síma, leitarljós, dráttarspil, loftdæla og fleira. Eflaust er eitthvað óupptalið hér. Lagt var upp með það í upphafi að bíllinn myndi kosta á bilinu 12 til 14 milljónir. Endanlegur kostnaður við bílinn er 13,1 milljón kr. til okkar (þegar endurgreiðsla vsk. og vörugjalda hefur átt sér stað). Áhugasamir geta séð bílinn á Björgun 2012 og mun Páll verða með stuttan fyrirlestur um Sprinter bíla og breytingar almennt, en bílar sem þessir fást í mörgum útgáfum, lengdum og stærðum. Til dæmis er hægt að fá sjö manna bíl með palli sem tekur tvo vélsleða/fjórhjól. Hægt er að sjá myndir af breytingunni allri saman á Fésbók Björgunarfélags Hornafjarðar.

HÖFN 1Mercedes Benz Sprinter

Page 40: Björgun

Björgunarmál42

Bjargað af Kistufelli

Hárfín línamilli lífsogdauða

„Mitt mat er að fólkið frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er einstakt í sinni röð. Þetta eru faglegustu, og mannlegustu björgunarsamtök sem ég hef séð. Ég hef reynslu af því hvernig hollenski herinn starfar og hef fylgst með svissneskum og frönskum björgunarmönnum að störfum. Og þetta álit mitt styrkist ef ég tek inn í myndina allar heimildamyndirnar sem ég hef séð um fjallabjörgunaraðgerðir víða um heim, t.d. á National Geographic sjónvarpsstöðinni.“ Þetta segir Baz Odink, hollenskur tónlistarmaður, sem komst í hann krappan á Kistufelli fyrr á árinu. Ó

löf S

næhó

lm B

aldu

rsdó

ttir,

star

fsm

aður

SL

Page 41: Björgun

Björgunarmál 43

„Frá því ég var lítill strákur hef ég haft áhuga á Íslandi og lesið og horft á allt sem ég gat fundið um þennan framandi stað. Það var þó ekki fyrr en í sumar sem mér gafst kostur á að heimsækja landið, þá orðinn 45 ára gamall. Ég dvaldi í Reykjavík í sex daga og fór í dagsferðir á áhugaverða staði.“ Baz segist vera nokkuð vanur brölti í fjöllum þar sem hann hafi í æsku farið í sumarleyfisferðir til Sviss, í frönsku Alpana og Píreneafjöllin með fjölskyldu sinni. Einnig hefur hann farið á puttanum og gengið frá Hollandi til heimskautsbaugs í Svíþjóð.„Ég fylgdi föður mínum eftir á hans ferðum en hann var ævintýragjarn og ég held ég hafi erft þann eiginleika frá honum, ásamt því að ég lærði að bera virðingu fyrir náttúrunni og dýralífi. Hins vegar hef ég litla reynslu í klifri með klifurbúnaði, hef aðeins stundað það sport innandyra en hef klifrað upp fjöll, t.d. í Ardenne, Ölpunum og Píreneafjöllum. Það gerir mig væntanlega að einhvers konar sérfræðingi,“ segir hann. 19. apríl 2012 rann upp bjartur og fagur í Reykja-vík og hélst þannig meira og minna allan daginn. Hótelhaldarinn ráðlagði Baz að ganga hina vinsælu gönguleið á Esjuna. Þegar hann var kominn að Esjurótum sá hann að afar margir höfðu fengið sömu

hugmynd þennan dag auk þess sem stígar lágu upp fjallið. „Þessar aðstæður voru ekki alveg minn tebolli og í rútunni hafði ég séð næsta fjallstopp, þ.e. Kistufellið, og það heillaði mig. Ég ákvað því að ganga áleiðis þar upp og láta svo aðstæður ráða hvort ég klifraði hærra eða snéri við.“ Baz segist hafa farið fljótt yfir og þegar hann kom að brattanum sá hann að nægur tími var til að æfa búnaðarlaust klifur í bratta hluta fellsins. Hann er vel á sig kominn líkamlega en það kom honum þó á óvart hversu hátt hann komst á skömmum tíma. „Allt í einu tók ég eftir því að ég var kominn lang-leiðina upp á toppinn og miðað við veður og aðrar aðstæður væri ekki óraunhæft að ætla sér þangað. Ég sá leið sem lá fram hjá allri fönn og eftir að hafa metið kosti og galla sá ég að kostirnir voru fleiri og hélt á toppinn.“ Stuttu eftir að hann tekur þessa ákvörðun verður hann var við að eitthvað breytist í aðstæðum á Kistufelli og að hans sögn var skollinn á snjóbylur nokkrum sekúndum síðar. „Það breytti öllum aðstæðum í hlíðinni þar sem ég var. Þrátt fyrir að bylurinn stæði bara í nokkrar mínútur varð mosi og annar gróður rennblautur og

sleipur og ég hafði aðeins um þriggja fermetra pláss til að athafna mig. Ekki var nokkur kostur að fara sömu leið til baka. Ég var í góðum gönguskóm en vantaði allan klifurbúnað svo fönnin var einnig út úr myndinni. Ég komst hvorki afturábak né áfram og sat fastur. Og var strax farinn að kólna.“Þegar Baz er beðinn um að lýsa tilfinningum sínum þegar hann uppgötvar þá stöðu sem hann var kom-inn í segist hann ávallt vera yfirvegaður í erfiðum aðstæðum. Hann hafi nokkrum sinnum lent í hremm-ingum en fari þá í rétta gírinn, „survival mode“, og taki þá réttar ákvarðanir. Í þetta sinn hugaði hann að mögulegum leiðum til að halda á sér hita og skoð-aði hvort og þá hvernig hann kæmist niður úr mesta brattanum. „Eftir snöggt mat á aðstæðum vissi ég að hið eina sem ég gat gert var að hringja í 112. Ég var ekki hræddur en gerði mér grein fyrir því að ég var í frekar hættulegum aðstæðum. Sem betur fer hef ég það fyrir vana að fara vel undirbúinn í ferðalög, m.a. með nauðsynleg númer í minni símans.“Baz gerir sér ekki grein fyrir því hversu lengi hjálpin var að berast en telur það vera rúmar tvær klukku-stundir. „Mér fannst þetta svolítið langur tími en fékk svo að vita síðar að þar sem staðsetning mín var

Hér eru björgunarmenn og Baz komnir hálfa leið niður fellið. Nokkra línuvinnu þurfti til að koma honum niður á jafnsléttu.

Page 42: Björgun

Björgunarmál44

ekki ljós hafi þurft að leita að mér. Ég hafði nefnilega gert þau mistök að taka gamla gsm símann minn, sem er frá ísöld, með og í honum er ekki GPS.“ Í leitinni tóku yfir 100 björgunarsveitamenn þátt auk þriggja fisvéla. „Ég sá þær sveima í kringum fjallið en of langt í burtu til að sjá stóru, rauðu plastpokana sem ég raðaði í kringum mig. Ég veifaði líka stöðugt með einum pokanum, bæði til að ég sæist betur og til að fá hreyfingu og forðast þannig ofkælingu.” Á meðan á leitinni stóð var Baz í símasambandi við Neyðarlínu af og til. Hann segir mínúturnar fimm sem liðu á milli síðasta samtalsins og augnabliksins sem hann sá fyrsta björgunarsveitamanninn nálgast hafa verið þær verstu. „Ég vissi að aðeins var um klukkustund til sólset-urs og þarna leyfði ég mér í fyrsta skipti að hugsa til barnanna minna tveggja; að þau gætu verið að missa föður sinn. Þá varð ég hræddur. Það er tilfinn-ing sem ég upplifi sjaldan en á þessum tíma fannst mér útlitið ekki gott. Ég vissi að þarna gætu mínútur skipt máli um hvort ég lifði eða dæi.“Aðspurður segir hann stundina þegar björgin barst vera ólýsanlega. „Allur ótti hvarf um leið og ég kom auga á fyrsta björgunarmanninn, sem og allar vangavelturnar um þau hræðilegu örlög sem gætu beðið mín. Mér er minnisstætt hversu hratt og örugg-lega hann næstum hljóp upp brattann í átt til mín. Þrátt fyrir að mér fyndist hann mjög ungur fann ég bara fyrir virðingu, þakklæti og aðdáun. Svo sá ég fleiri björgunarmenn koma, bæði neðan frá og að

ofan. Ég get ekki lýst þeim tilfinn-ingum sem bærðust í brjósti mér með orðum en þær voru djúpar og ég mun ekki gleyma þeim svo lengi

sem ég lifi.“Björgunarmennirnir, sem mættu með

mat, drykk og auka fatnað, undirbjuggu strax flutning Baz niður af Kistufellinu. Hann segir þó að fyrir hann hafi skipt mestu máli að strax var einum manni falið að vera við hlið hans allan tímann. „Hann stappaði í mig stálinu og gaf mér sjálfsöryggi þannig að ég gat verið bæði rólegur og skarpur í hugsun. Fyrsta tilraunin til að koma mér niður gekk ekki þar sem snjórinn var of óstöðugur til að hægt væri að halda áfram á þeirri leið. Þá var ákveðið að kalla eftir frekari aðstoð og meiri græjum því ljóst var að við yrðum að síga niður í búnaði og línum. Það tók svo

um klukkustund að koma mér niður á öruggar slóðir, að stjórnstöðvarbílnum. Á sama tíma helltist myrkrið yfir okkur og adrenalínið fór úr skrokknum. Og smám saman gerði ég mér grein fyrir því hversu hárfín línan milli lífs og dauða var í þessu tilviki.”Hann segist einkum hafa lært tvennt af þessu atviki: Aldrei að vanmeta hraðar veðurbreytingar á Íslandi og alltaf að hafa með sér tæki með GPS. „Fólkið úr Slysa-varnafélaginu Landsbjörg vinnur ótrúlega faglega og er mjög, mjög almennilegt og umhyggjusamt. Ég trúði því ekki að það væri allt sjálfboðaliðar. Þar sem þetta gerðist á sumardaginn fyrsta, sem er frídagur á Íslandi, fékk ég samviskubit yfir því að allt þetta fólk væri upp-tekið við að bjarga mér. En þegar ég nefndi það fékk ég svarið: Hvað heldur þú að við værum að gera annað en að fara á fjöll á svona fallegum frídegi? Það er það skemmtilegasta sem við gerum.“

„Allur ótti hvarf þegar ég sá fyrsta björgun-armanninn birtast í brekkunni,“ segir Baz.

Hér er hópurinn sem tók þátt í björgun-inni. Myndin er úr fókus en gefur glögga mynd af þeim ógöngum sem Baz var í. Örin bendir á þann stað þar sem hann sat fastur í fjallinu.

Page 43: Björgun

Urð og grjót Upp í mót

NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS

ÍSLE

NSK

A SI

A.I

S U

TI 5

6427

09/

11

Öll toppmerkin í fjallgÖngUna:

DeuterMargverðlaunaðir bakpokar af öllum stærðum.

trezetaGönguskór á góðu verði.

grivelToppurinn í mann-broddum og ísöxum.

the north faceStærsta útivistarmerkið.

meinDlGönguskórfyrir kröfuharða.

helly hansenFrábær nærföt.

briDgeDaleGöngusokkar sem ganga.

tenDonGæða-klifurlínurá góðu verði.

Page 44: Björgun

Björgunarmál46

Dag

skrá

Ve

tu

rin

nHaust 2012 Vor 2013

2012-2013B

jör

gu

na

rs

lan

s

Vantar þig námskeið sem er ekki á Dagskrá?senDu okkur Vefpóst á [email protected]

Námskeið Frá Til Staður SvæðiFerðamennska og rötun 31.8. 2.9. Hella 16Fjallabjörgun 7.9. 9.9. Húsavík 12Björgunarmenn í aðgerðum 14.9. 14.9. Húsavík 12Ferðamennska og rötun 14.9. 16.9. Dalvík 11Ferðamennska og rötun 14.9. 16.9. Neskaupstað 13Félagabjörgun 14.9. 16.9. Nágrenni Reykjavík 1Fjallabjörgun 14.9. 16.9. Reykjavík-HSSR 1Fjallamennska 1 14.9. 16.9. Vopnafjörður 13Fyrsta hjálp 1 14.9. 16.9. Hella 16Leitartækni 14.9. 16.9. Lífsbjörg-Snæfellsbæ 5Stjórnendur björgunarskipa 14.9. 16.9. Ísafjörður 7Fjarskipti 1 - tetrafjarskipti 16.9. 16.9. Þórshöfn 12Ferðamennska og rötun 21.9. 23.9. Patreksfjörður 6Fjallamennska 1 21.9. 23.9. Grindavík 2Fjallamennska 2 21.9. 23.9. Hvammstanga 9Fyrsta hjálp 1 21.9. 23.9. Grundafirði 5Harðbotna slöngubátar 21.9. 23.9. Skagaströnd 9Hópstjórnun 21.9. 23.9. Akranes 4Klettaklifur 21.9. 23.9. Stardalur 1Leitartækni 21.9. 23.9. Blönduósi 9Leitartækni 21.9. 23.9. Kirkljubæjarklaustri 16Rötun 21.9. 23.9. Búðardal 5WFR - Fyrsta hjálp í óbyggðum 22.9. 29.9. Hafnarfirði 1Fundarstjórnun og fundarsköp * 25.9. 25.9. Reykjavík 1Fjarskipti 1 26.9. 26.9. Stykkishólmur 5Slysaförðun og uppsetning æfinga 27.9. 27.9. Reykjavík 1Björgunarmenn í aðgerðum 28.9. 17.12. Fjarnám 0Ferðamennska og rötun 28.9. 30.9. Höfn í Hornafirði 15Ferðamennska og rötun 28.9. 30.9. Reykjavík 1Fjallamennska 1 28.9. 30.9. Hvolsvöllur 16Fjallamennska 1 28.9. 30.9. Siglufiðri 10Fjarskipti 1 28.9. 29.10. Fjarnám 0Straumvatnsbjörgun 28.9. 30.9. Tungufljót 3Öryggi við sjó og vötn 28.9. 17.12. Fjarnám 0Fjarskipti 1 - tetrafjarskipti 29.9. 29.9. Raufarhöfn 12Rústabjörgun - grunnnámskeið 29.9. 29.9. Dalvík 11Leitarköfun 3.10. 7.10. Reykjavík 1Aðgerðastjórn 5.10. 7.10. Ísafjörður 7Fjallamennska 1 5.10. 7.10. Vestmannaeyjar 18Fyrsta hjálp 1 5.10. 7.10. Húsavík 12Fyrsta hjálp 1 5.10. 7.10. Seyðisfjörður 13Leitartækni 5.10. 19.11. Fjarnám 0Leitartækni 5.10. 7.10. Reykjavík 1Rötun 6.10. 7.10. Reykjahlíð 12Rötun 6.10. 7.10. Sandgerði 2Björgunarmenn í aðgerðum 10.10. 10.10. Dalvík 11Fundarstjórnun og fundarsköp * 10.10. 10.10. Akureyri 11Fagnámskeið í leitartækni 11.10. 14.10. Reykjavík 1Áhafnir björgunarskipa 12.10. 14.10. Þingeyri 7Ferðamennska 12.10. 19.11. Fjarnám 0Félagabjörgun 12.10. 14.10. Nágrenni Akureyrar 11Fyrsta hjálp 1 12.10. 14.10. Raufarhöfn 12Fyrsta hjálp 1 12.10. 14.10. Reykjavík 1Rústabjörgun - endurmenntununun 12.10. 12.10. Reykjavík 1Rötun 12.10. 26.11. Fjarnám 0Skotstjóranámkskeið 12.10. 14.10. Eyjafirði 11Slöngubátar 2 12.10. 14.10. Kjalarnes 1Fjallabjörgun - endurmenntunun 13.10. 16.10. Reykjavík 1Kennsluréttindi í leitartækni 15.10. 15.10. Reykjavík 1Fyrsta hjálp 1 19.10. 3.12. Fjarnám 0Fagnámskeið í fjallabjörgun 21.10. 27.10. Reykjavík 1Fundarstjórnun og fundarsköp * 23.10. 23.10. Grundafjörður 5Ferðamennska og rötun 26.10. 28.10. Fáskrúðsfjörður 13Fjallamennska 1 26.10. 10.12. Fjarnám 0Fjallamennska 1 26.10. 28.10. Grenivík 11Fyrsta hjálp 1 26.10. 28.10. OK-Borgafirði 4Tetrafjarskipti - framhald 26.10. 28.10. Ísafjörður 7Slöngubátar 1 27.10. 27.10. Flúðir - Eyvindur 3Óveður og björgun verðmæta 31.10. 31.10. Egilsstaðir 13Endurm. - Fyrsta hjálp í óbyggðum 2.11. 4.11. Reykjavík - Skógarhlíð 1Verkefnastjórnun* 6.11. 6.11. Akureyri 11Fagnámskeið í ferðamennsku og rötun 7.11. 11.11. Akureyri 11GPS 7.11. 7.11. Hella 16Hópstjórnun 9.11. 11.11. Eyjafirði 11Leitartækni 9.11. 11.11. Bolungarvík 7Leitartækni 9.11. 11.11. Ólafsfjörður 11Slöngubátar 2 9.11. 11.11. Siglufjörður 10Rötun 10.11. 11.11. Sauðárkróki 10WFR - Fyrsta hjálp í óbyggðum 10.11. 17.11. Auglýst síðar 0Fagnámskeið í fjarskiptum 14.11. 18.11. Reykjavík 1Björgunarmaður 1 16.11. 25.11. Suðvesturhorn 5Fjallamennska 1 16.11. 18.11. Stykkishólmi 5Harðbotna Slöngubátar 16.11. 18.11. Húsavík 12Björgunarmenn í aðgerðum 22.11. 22.11. Árborg 3Áhafnir björgunarskipa 23.11. 25.11. Raufarhöfn 12Björgunarmenn í aðgerðum 23.11. 23.11. Hvolsvöllur 16Ferðamennska og rötun 23.11. 25.11. Vík í Mýrdal 16Fjallamennska 1 23.11. 25.11. Borgarnes 4Fjallamennska 1 23.11. 25.11. Hólmavík 8Fjarskipti 1 - tetrafjarskipti 24.11. 24.11. Reykjavík 1Fjallamennska 1 30.11. 2.12. Reykjavík 1

Námskeið Frá Til Staður SvæðiÓveður og björgun verðmæta 9.1. 9.1. Dalvík 11WFR - Fyrsta hjálp í óbyggðum 10.1. 27.1. Rvk (3 helgar) 1Snjóflóð 2 11.1. 13.1. Akureyri 11Snjóflóð 2 11.1. 13.1. Neskaupstað 13Verkefnastjórnun * 15.1. 15.1. Reykjavík 1Fyrsta hjálp 1 18.1. 20.1. Grindavík 2Hópstjórnun 18.1. 20.1. Hella 16Ísklifur 18.1. 20.1. Höfn í Hornafirði 15Snjóflóð 2 18.1. 20.1. Árborg 3Snjóflóð 1 19.1. 20.1. Patreksfjörður 6Björgunarmenn í aðgerðum 25.1. 25.1. Egilsstaðir 13Björgunarmenn í aðgerðum 25.1. 15.4. Fjarnám 0Fjallamennska 1 25.1. 27.1. Þórshöfn 12Fjarskipti 1 25.1. 25.2. Fjarnám 0Öryggi við sjó og vötn 25.1. 15.4. Fjarnám 0Björgunarmenn í aðgerðum 26.1. 26.1. Djúpivogur 13Snjóflóð 1 26.1. 27.1. Borgarnes 4Fagnámskeið í aðgerðastjórn 30.1. 3.2. Suðurland/Vesturland 0Leitartækni 1.2. 11.3. Fjarnám 0Snjóflóð 1 2.2. 3.2. Eskifjörður 13Snjóflóð 1 2.2. 3.2. Húsavík 12Endurm. - Fyrsta hjálp í óbyggðum 8.2. 10.2. Reykjavík - Skógarhlíð 1Ferðamennska 8.2. 11.3. Fjarnám 0Fyrsta hjálp 1 8.2. 10.2. Dalvík 11Harðbotna slöngubátar 8.2. 10.2. Neskaupstaður 13Ísklifur 8.2. 10.2. Húsavík 12Rötun 8.2. 18.3. Fjarnám 0Snjóflóð 1 9.2. 10.2. Ísafjörður 7Snjóflóð 1 9.2. 10.2. Reykjavík 1Fjallamennska 2 15.2. 17.2. Neskaupstað 13Fyrsta hjálp 1 15.2. 25.3. Fjarnám 0Harðbotna Slöngubátar 15.2. 17.2. Garðar 2Hópstjórnun 15.2. 17.2. Úlfljótsvatni 3Fjarskipti 1 - Tetrafjarskipti 16.2. 16.2. Hólmavík 8Snjóflóð 1 16.2. 17.2. Höfn í Hornafirði 15Fagnámskeið snjóflóðum 20.2. 24.2. Dalvík 11Óveður og björgun verðmæta 20.2. 20.2. Ísafjörður 7Fyrsta hjálp 2 22.2. 24.2. Hvammstanga 9Snjóflóð 1 22.2. 2.4. Fjarnám 0Kennsluréttindi í snjóflóðum 25.2. 25.2. Dalvík 11Fyrsta hjálp 1 1.3. 3.3. Blönduósi 9Fyrsta hjálp 2 1.3. 3.3. Hveragerði 3Snjóflóð 1 2.3. 3.3. Hvolsvöllur 16Fagnámskeið í fjallamennsku 6.3. 10.3. Reykjavík 1Aðgerðastjórn 8.3. 10.3. Flúðir 3Áhafnir björgunarskipa 8.3. 10.3. Reykjavík 1Fjallamennska 1 8.3. 15.4. Fjarnám 0Rötun 9.3. 10.3. Siglufirði 10Óveður og björgun verðmæta 13.3. 13.3. Kirkljubæjarklaustri 16Fjallamennska 1 15.3. 17.3. Grundafjörður 5Snjóflóð 2 15.3. 17.3. OK-Borgafirði 4Fjarskipti 1 - tetrafjarskipti 16.3. 16.3. Grenivík 11Snjóflóð 1 16.3. 17.3. Hólmavík 8Björgunarmenn í aðgerðum * 19.3. 19.3. Reykjavík 1Fjallabjörgun 22.3. 24.3. Hella 16Snjóflóð 1 23.3. 24.3. Vopnafjörður 13Óveður og björgun verðmæta 3.4. 3.4. Blönduósi 9Fjallamennska 1 5.4. 7.4. Kirkljubæjarklaustri 16Leitartækni 5.4. 7.4. Djúpivogur 13Leitartækni 5.4. 7.4. Húsavík 12Fjarskipti 1 - tetrafjarskipti 12.4. 13.4. Ólafsfjörður 11Harðbotna Slöngubátar 12.4. 14.4. Djúpivogur 13Straumvatnsbjörgun 12.4. 14.4. Tungufljót 3Fjallamennska 1 19.4. 21.4. Seyðisfjörður 13Leitartækni 19.4. 21.4. Sauðárkróki 10Slöngubátar 1 21.4. 21.4. Kópasker - Núpar 12Aðgerðastjórn 3.5. 5.5. Húsavík 12Fyrsta hjálp 1 3.5. 5.5. Bolungarvík 7Rústabjörgun - grunnnámskeið 3.5. 3.5. Reyðarfjörður 13Fjallabjörgun 10.5. 12.5. Ísafjörður 7Slóð hins týnda - sporrakningar 10.5. 12.5. Reykjavík 1

* Ath. Stjörnumerkt námskeið eru fyrir slysavarnadeildir.

Page 45: Björgun

Björgunarmál 47

12-1

194

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

Með Instagram appinu getur þú gert stórkostlega upplifun enn betri. Notaðu gagnamagnspakka frá Vodafone til að deila því sem þú sérð á toppnum.

Þín ánægja er okkar markmið

Tvær myndir með Instagram – 5 MB

Page 46: Björgun

Slysavarnir48

Ellefta kvennaþing félagsins var haldið með pompi og pragt helgina 21.-23. september síðastliðinn. Á þingið mættu um 170 konur frá 19 deildum.

Þingið hófst á föstudagskvöldinu í Duus húsi þar sem konurnar hittust og þáðu veitingar í boði bæjar-stjórnar Reykjanesbæjar. Á laugardeginum setti Guðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þingið og síðan flutti Sigríður Arnardóttir (Sirrý) erindi. Eftir það voru umræður og verkefni sem tengjast slysavarnadeild-unum. Meðal umræðu efna var hvað slysavarnadeildir hafa lagt af mörkum til að fækka slysum á börnum. Þar standa upp úr verkefni eins og Öryggi barna í bílum, Hjálmanotkun og hjóladagur, öryggi í umhverfi barna innan og utan heimilis, nýburagjafir, endurskins-merki, hraðaskilti við skóla, endurskinsvesti, brúðu-sýningin Númi og gjöf á reykskynjurum til unglinga. Þá var rætt um öryggi eldri borgara, en þar kom fram að þörf væri á að gera myndband um hættur á heim-ilum fyrir eldri borgara. Einnig kom fram að skynsam-legt væri að vera með stórt sameiginlegt kynningará-tak um allt land fyrir deildirnar. Þá væri auðveldara

að kynna það í fjölmiðlum. Verkefnið væri þannig að deildir fengju sendar upplýsingar og gátlista frá skrifstofu en deildirnar myndu síðan hringja til eldri borgara og bóka heimsóknartíma.Rætt var um mikilvægi fjáröflunarverkefna. Þar kom fram að nauðsynlegt er að vera í einkennis-fatnaði þegar tekið er þátt í fjáröflunarverkefnum, kynna tilgang fjáröflunarinnar og í hvað afraksturinn fer. Slysavarnadeildir eru og þurfa áfram að vera

traust vörumerki. Einnig var rætt hvernig má kynna slysavarnadeildir og hversu gefandi og skemmtilegt starfið er. Eitt af þeim verkefnum sem eru hvað mest gefandi eru umsjón með erfidrykkjum og aðstoð í erfiðleikum. Og starfið er bæði gefandi og skemmtilegt með fjöl-breytilegum sameiginlegum verkefnum, ferðalögum, samvinnu og samveru. Mikilvægt er að deildirnar og félagskonur þeirra geri eitthvað fyrir sjálfar sig og að

Dag

björ

t H K

ristin

sdót

tir o

g H

elga

Bjö

rk P

álsd

óttir

– s

tarf

smen

n SL

Kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar Reykjanesbæ 2012

Konurnar í Eykyndli í Vestmannaeyjum tóku þemað alla leið.

Page 47: Björgun

Slysavarnir 49

starfið sé ánægjulegt, því gott umtal út á við skilar sér í aukinni nýliðun.Samstarf slysavarnadeilda, unglingadeilda og björg-unarsveita var einnig skoðað. Að mati fundarkvenna er mikilvægt að hóparnir kynnist og fylgist hver með starfi annars. Það skapar ákveðna samkennd og hóparnir verða sem ein stór fjölskylda. Allir passa upp á alla og bera um leið virðingu hver fyrir öðrum. Enda er mismunandi kraftur í hópunum sem er hægt að nýta á mismunandi hátt. Að loknu þinghaldi var síðan slegið upp balli í Off-iseraklúbbnum um kvöldið þar sem þemað var hernámsárin. Þar mættu konurnar hver annarri glæsilegri í fatnaði sem hefði hæft hvaða viðhafnar-dansleik sem er.

Ekki alltaf metnar að verðleikumÁ sunnudeginum mættu Anna Lóa Ólafsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, og Þóranna Kristín Jónsdóttir, sér-fræðingur í markaðsmálum, og tóku að sér að vinna með umræðuhópa um innra starf slysavarnadeilda. Þóranna stofnaði SKASS ásamt Önnu Lóu og hafa þær gert ýmislegt kraftmikið og skemmtilegt saman í framhaldinu. Meðal umræðuefna í hópunum voru: • Hvaðerjákvættviðmínadeildoghvaðmágera

betur? • Hversvegnagekkég í deildinaoghversvegna

ættu aðrar konur að gera hið sama?

• Hvaðgefurþaðméraðveraíslysavarnadeild?• Hvaðeruslysavarnadeildiraðgerafyrirlandann?• Framtíðarsýnslysavarnadeilda?Margar konur gengu í deildina fyrir félagsskapinn, því það að ganga í slysavarnadeild er góð leið til að kynnast fólki, til dæmis ef maður er nýr í bænum. Önnur hlið á þessu er að þegar félagskonur eru duglegar að taka með sér ættingja getur það orðið til þess að þeir haldi áfram að koma vegna hins skemmtilega andrúmslofts. Mörgum finnst einnig

gaman að sjá árangur í starfinu, sérstaklega í for-varnastarfi sem tengist börnum og gefa þannig af sér til samfélagsins. Fram kom það viðhorf innan einhverra deilda að þeim finnist þær ekki metnar að verðleikum og að slysavarnadeildir hafi týnst eftir sameiningu Slysa-varnafélags Íslands og Landsbjargar. Fjölmiðlaum-fjöllun beinist nánast aldrei að starfi þeirra en meira að starfi björgunarsveitarmannsins. Eitt af fjölmörgum verkefnum slysavarnadeilda er að gefa björgunarsveitum tæki, bíla eða annan búnað. Margar vinnustundir liggja oft að baki þegar þessi tæki koma til og lítið talað um þær vinnustundir. Margir góðir punktar komu úr þessum umræðu-hópum og mörgum verður vísað áfram til stjórnar félagsins til frekari úrvinnslu.

Auðugt félagÁ kvennaþinginu sást vel hversu auðugt félagið er að hafa svo margar öflugar og hugmyndaríkar konur innan sinna raða. En til þess að slysavarnadeildir geti haldið áfram sínu góða starfi þurfa þær fleiri félaga. Það er ekki svo auðvelt þar sem margir bítast um tíma fólks, en staðreyndin er sú að fólk laðast að því sem er skemmtilegt og gefandi. Því er mjög mikilvægt fyrir deildir að leggja smá pening til hliðar þegar unnin eru fjáröflunarverkefni til að geta umbunað sínu fólki með óvissuferðum, skemmtikvöldum eða ferð á kvenna-þing. Því eins og ein kona á þinginu komst svo vel að orði þegar hún líkti starfi slysavarnadeildarkonunnar við varnaðarorð flugfreyja: „Það verður að setja súr-efnið fyrst á sjálfan sig áður en þú setur það á barnið.“ Eða þú verður fyrst að huga að sjálfum þér, þá getur þú betur hugsað um aðra. Að lokum var kosning um það hvar næsta þing yrði haldið árið 2014. Fjórar deildir buðust til að halda þingið, Slysavarnadeildin Dalvík, Slysavarnadeildin Unnur Patreksfirði og svo Slysavarnadeildin Hafdís Fáskrúðsfirði og Slysavarnadeildin Ársól Reyðarfirði sem buðust til að halda þingið saman á Austurlandi. Eftir talningu atkvæða varð ljóst að mikill meirihluti vildi fara vestur eftir tvö ár og því verður næsta þing á Patreksfirði.

Kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar Reykjanesbæ 2012

Hattaklæddir fulltrúar Vörðunnar á Seltjarnarnesi.

Page 48: Björgun

Öruggari öryggishnappur Hjúkrunarfræðingar alltaf á vakt

Öryggismiðstöðin er eini þjónustuaðili öryggishnappa

sem er með hjúkrunarfræðinga í stjórnstöð á símavakt

allan sólarhringinn. Hjúkrunarfræðingar eru til ráðgjafar

fyrir hnapphafa auk þess að vera stuðningur við

öryggisverði í útköllum. Auk þess fylgir hverjum nýjum

hnappi reykskynjari sem er beintengdur stjórnstöð

Öryggismiðstöðvarinnar.

Ef þú ert með hnapp frá öðrum þjónustuaðila, er einfalt að skipta. Hringdu í síma 570 2400 og kynntu þér málið.

Sími 570 2400 · oryggi.isStöndum vaktina allan sólarhringinn

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

121

770

Heimaþjónusta HjálpartækiFerðaþjónusta Aðlögun húsnæðis Öryggishnappur

Page 49: Björgun

Slysavarnir 51

Alvarlegustu slys í tengslum við notkun reiðhjóla eru höfuðáverkar. Því miður er það svo að hjálmanotkun er ekki nægileg meðal barna og unglinga hér á landi og því áríðandi að ná til þeirra með fræðslu. Samkvæmt lögum eiga börn að vera með reiðhjólahjálm þegar þau hjóla. Langflestir foreldrar virða þessi lög og kaupa hjálm fyrir barnið sitt þegar fyrsta hjólið er keypt. En nauðsynlegt er að endurnýja hjálmana reglulega og stilla þá 1-2 sinnum á ári. Slysavarna-deildir og björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar tóku virkan þátt í forvarnadegi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Sjóvár. Einingar um allt land skoðuðu og stilltu hjálma barna, settu upp þrautabraut fyrir hjólin sem börnin gátu spreytt sig á og svöruðu spurningum um öryggisatriði sem tengjast hjólreiðum. Að lokum voru dregnir út happadrættisvinningar.

Þær einingar sem tóku þátt voru:

Eining Bær

Slysavarnadeild kvenna Ólafsfirði Ólafsfjörður

Slysavarnadeildin Ársól Reyðarfjörður

Slysavarnadeildin Unnur Patreksfjörður

Slysavarnadeildin Hafdís Fáskrúðsfjörður

Slysavarnadeildin á Dalvík Dalvík

Kvennasveitin Dagbjörg Reykjanesbær

Slysavarnadeildin Framtíðin Höfn í Hornafirði

Slysavarnadeildin Una Garður

Slysavarnadeild kvenna Bolungarvík Bolungarvík

Slysavarnadeildin Hafrún Eskifjörður

Slysavarnadeild kvenna Ísafirði Ísafjörður

Slysavarnadeildin Gyða Bíldudal

Slysavarnadeild Skagfirðingasveitar Sauðárkrókur

Slysavarnadeildin Snæbjörg Grundarfjörður

Slysavarnadeildin Hringur Mývatn

Björgunarfélag Árborgar Selfoss

Slysavarnadeildin Sjöfn Vopnafjörður

ForvarnadagurSlysavarnafélagsins Landsbjargar og Sjóvár

Passaðu vel uppá rafgeyminn í vetur.Passaðu vel uppá rafgeyminn í vetur.

Framkvæmd forvarnadagsins Skólastjórnendur fengu sent bréf frá slysavarnadeildum/björgunarsveitum þar sem þeim var boðið upp á hjálmaskoðun hjá börnum í 6. bekk skólans. Þó var á nokkrum stöðum boðið upp á skoðun hjálma hjá öllum börnum í skólanum. Í samráði við skólastjórnendur var síðan fundin hentug dagsetning fyrir for-varnadaginn. Lagt var upp með að hann yrði á tímabilinu 21.-25. maí 2012. Deildirnar fóru í skólann, stilltu hjálma barnanna og afhentu þeim spurninga-blað með fimm spurningum. Að lokum voru dregnir út vinningar. Teiknuð var upp hjólaþraut á skólalóðina. Deildirnar fengu sendar leiðbeiningar frá skrif-stofu SL um hvernig þrautabraut væri hægt að útbúa. Hægt var að stækka eða minnka þrautina, allt eftir aðstæðum á hverjum stað. Deildirnar fengu send þrjú stór veggspjöld (stærð A3) með leiðbeiningum um stillingu hjálma, útbúnað reiðhjóla og umferðarmerki. Veggspjöldin voru hengd upp þar sem börnin komust að þeim því á þeim mátti finna svör við happa-drættisspurningunum. Sjóvá lagði til tvo vinninga fyrir hvern skóla (hjólalásar) og slysavarnadeildir keyptu margar hverjar aukavinninga fyrir börnin.

Dag

björ

t H. K

ristin

sdót

tir, s

tarf

smað

ur S

L.

Krakkarnir í Mýrarhúsaskóla kátir eftir hjálmaskoðun á hjóladegi.

Mikilvægt er að hjálmurinn sitji rétt.

Page 50: Björgun

Unglingamál52

Munurinn á THW og SL er sáralítill svo að segja en helsti munurinn er sá að þýska ríkið á og rekur allar björgunarsveitirnar, þar með hafa þeir t.d. aðgang að töluvert meira fjármagni en SL. Hvað varðar innra starf þá koma THW að alls konar verkefnum rétt eins og við hérna heima og eins áður kom fram eru allir sjálfboðaliðar. Að sama skapi reka þeir unglingastarf með svipuðum hætti og SL.Í heimsókn stjórnar SL til Þýskalands fyrir nokkrum árum var ákveðið að efla samskipti samtakanna beggja á sviði unglingamála. Það gerðist þó lítið í fyrstu en svo fór að SL var boðið að koma og kynna sér rústaæfingu fyrir unglinga sem haldin var í Þýskalandi sumarið 2011 og þar sást að vinna THW og það form sem þeir unnu að í unglingamálum var næstum því sniðið fyrir SL. Mánuði seinna komu fé-lagar frá THW hingað til lands til þess að taka þátt í Volunteer together verkefninu. Eftir þetta var ákveðið að SL myndi á einhvern hátt taka þátt í verkefni sem THW var að skipuleggja í Þýskalandi sumarið 2012.Haustið 2011 barst Slysavarnafélaginu Landsbjörg formlegt boð frá THW um að taka þátt í USAR –

Basic training for youngsters 2012 með 18 manna hóp á aldrinum 14 til 19 ára auk umsjónarmanna. Um var að ræða 10 daga ferð til Osnabruck í Þýska-landi þar sem stóð til að kenna og æfa rústabjörgun. Boðinu var strax tekið og verkefnið kynnt á umsjón-armannafundi stuttu síðar og var því miður frekar lítill áhugi á því. Það fór því þannig að unglingadeildirnar Klettur úr Reykjanesbæ og Hafbjörg úr Grindavík ákváðu að taka þátt. Í upphafi var ekki ljóst hvernig fjármagna ætti ferðina en hópurinn þurfti að koma sér frá Íslandi til Osnabruck á sinn eigin kostnað auk þess sem þjálfa þurfti hópinn og kaupa nauðsyn-legan öryggisbúnað. Það kom svo í hlut THW að halda uppi hópnum og sjá um gistingu á meðan á verkefninu stóð.Skipulag æfingarinnar var endanlega klárt fljótlega eftir áramót og byrjaði undirbúningur stuttu síðar. Unglingadeildirnar höfðu lítið unnið saman fyrir þetta verkefni og var því kærkomið að byrja undirbúning snemma því það þótti ljóst að 10 daga ferð með 17 og 18 ára unglingum yrði ekki auðveld. Eftir aðeins einn fund var hópurinn eins og einn og tilhlökkunin O

tti R

afn

Sigm

arss

on, u

msj

ónar

mað

ur u

nglin

gade

ildar

inna

r Haf

bjar

gar

Unglingar á USAR 2012Technisches Hilfswerk eða THW eru ein stærstu björgunarsamtök í heimi með yfir 80 þúsund sjálfboðaliða á sínum snærum. Samtökin voru stofnuð árið 1950 í kjölfar mikilla flóða í Þýskalandi en þá kom í ljós að ekki voru til neinar almannavarnir þar sem að her landsins hafði verið leystur upp nokkrum árum áður. Frá þeim tíma hefur THW vaxið og dafnað og eru í dag ekki bara í fremstu röð í Evrópu heldur leiðandi á heimsvísu í björgunarmálum.

Allir meðlimir Alpha platoon eftir lokaæfinguna.

Page 51: Björgun

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.

Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratugareynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Hallgrímur Magnús Sigurjónsson hefur yfir 30 ára reynslu af sjávarútvegi og fjármögnun sjávarútvegs.

Magnús er útibússtjóri hjá Íslandsbanka.

Page 52: Björgun

Mikið úrval af ullarfötumá stóra, sem smáa!

Látum ekki kuldann stoppa okkur.Viðbúin öllu

í ullarfatnaði frá JANUS.

Ég lofaði Maxie að hugsa vel um heilsu hans og hamingju allt lífið.

CATHERINENÆRINGARÞRÓUNARSTJÓRI PRO PLANHÖFUNDUR AÐ PRO PLAN PRO BIFIDUSAxlar ábyrgð eins og þú.

Þetta er þín ábyrgð.Þetta er okkar ábyrgð.

Þetta er PRO PLAN.

ANTI AGE fyrir roskna hundaStaðfest að eykur árvekni og andlega snerpu.

PRO BIFIDUS fyrir fullvaxna hundaEykur magn bifidus-baktería í maganum og kemur þannig jafnvægi á meltinguna.

OPTI START fyrir hvolpa Með broddi, fyrstu móðurmjólkinni, sem staðfest er að eflir ónæmiskerfið.

Page 53: Björgun

Unglingamál 55

var mikil. Því var ákveðið að keyra hópeflið áfram og halda í fjáröflunarverkefni til þess að hafa allt klárt þegar sumarið gengi í garð.Klukkan rétt rúmlega 5:30 fimmtudaginn 19. júlí var allur hópurinn mættur á Keflavíkurflugvöll, klár í slaginn eftir rúmlega sex mánaða stífan undir-búning. Leiðin lá með Icelandair til Amsterdam þar sem félagar okkar í THW tóku á móti hópnum og óku okkur svo yfir til Osnabruck í Þýskalandi. Það var rétt að koma að kvöldmat þegar við renndum inn í gamla breska herstöð í útjaðri Osnabruck þar sem setja átti upp búðir fyrir næstu daga. Íslenski hópurinn var fyrstur á svæðið og var svo til ekkert búið að gera klárt.Fyrstu tvo dagana var íslenski hópurinn í því að gera búðirnar klárar áður en hinir hóparnir mættu en þeir voru frá Þýskalandi, Tyrklandi, Rússlandi og Rúm-eníu. Síðdegis á föstudegi voru allir mættir og æf-ingin formlega sett og skipt var upp í hópa. Íslenski hópurinn fékk 18 manna liðsauka frá Þýskalandi og fékk nafnið Alpha platoon. Þarna var því mættur til leiks rúmlega 30 manna hópur sem átti eftir að verja

öllum stundum saman alveg fram á síðasta dag. Laugardagur og sunnudagur voru frekar rólegir þar sem farið var í hópefli og tungumálanámskeið ásamt því að heimsóttur var dýragarður á svæðinu. Á sunnudagskvöldi fengu hóparnir úthlutað björg-unartækjum sem þeir áttu að læra á næstu vikuna með það að markmiði að taka þátt í alvöru æfingu með lifandi sjúklingum í lok vikunnar. Alpha platoon fékk þrjá níu manna sendibíla með lágmarksbúnaði og tvo stóra MAN vörubíla með öllum tækjum og tólum fyrir 40 manna björgunarlið. Spenningurinn var í hámarki þetta kvöld enda skemmtilegir dagar framundan.Næstu fjóra daga var unnið á póstum þar sem allir lærðu fyrstu hjálp, flutning slasaðra, rötun og korta-lestur, rústabjörgun með handverkfærum, rústa-björgun með stórum og öflugum tækjum ásamt því að lært var á ljósamöstur, rafstöðvar, dælur, spotta og stiga. Óhætt að segja að hópurinn hafi verið gjör-samlega búinn á því á fimmtudagskvöldinu þegar póstavinnunni lauk. Friðurinn var ekki langur það kvöld, rétt þegar síðustu krakkarnir voru að klára að borða kvöldmat kom útkallið stóra. Öllum hópum, samtals um 140 þátttakendum í verk-efninu, var smalað saman út á stórt plan þar sem mikill leikur hófst. Yfirmaður THW á svæðinu lýsti fyrir krökkunum að stór jarðskjálfti hefði orðið í landi langt í burtu og að óskað væri eftir aðstoð þeirra. Krakkarnir fengu hálftíma til þess að græja sig fyrir sólarhringsútkall og rétt rúmlega hálftíma síðar rúll-uðu 24 björgunarsveitarbílar út úr herstöðinni fullir af spenntum unglingum á leiðinni í „útkall“. Eftir að hafa ekið í tæpar þrjár klukkustundir mætti Alpha platoon í smábæinn Nordhorn, skammt frá landamærum Hollands, þar sem hópurinn þurfti að koma sér upp búðum fyrir nóttina. Að morgni föstudagsins 27. júlí

var svo ræst upp úr klukkan fimm, hóparnir þurftu að ganga frá búðunum, græja sér mat fyrir daginn og leggja af stað á æfingasvæði í nágrenninu þar sem búið var setja upp gríðarlega stóra rústaæfingu. Hug-myndin var að allir hópar fengju þrjú þriggja tíma verk-efni og myndu svo halda heim á leið eftir það. Fyrsta verkefnið fór brösuglega af stað hjá Alpha platoon en gekk samt vel, hópurinn náði að klára verk-efnið innan þriggja tíma en um var að ræða stóra rúst með um 10 lifandi sjúklingum innan í þar sem brjóta þurfti steypta veggi, taka í sundur vatnsleiðslur fullar af vatni og síga niður göng til þess að klára verkefnið. Næsta verkefni var svipað og þurfti að nota mikið af stórum verkfærum til þess að klára það. Rúss-neski hópurinn hafði byrjað á þessu verkefni fyrr um morguninn en ekki náð að klára. Var verkefnið því sett upp aftur og Alpha platoon byrjaði frá grunni. Það er skemmst frá því að segja að aðeins 22 mínútum eftir að verkefnið hófst hafði Alpha platoon bjargað öllum sjúklingum úr rústinni án þess að taka eitt feilspor. Rétt áður en hópurinn átti að byrja á síðasta verkefninu var æfingin flautuð af vegna hita. Hitinn sló í 34 gráður í forsælu og það hreyfði ekki vind á svæðinu auk þess sem krakkarnir voru allir í fullum öryggisklæðum með hjálm og vettlinga.Það var svo rétt um kvöldmatarleytið að hóparnir rúll-uðu inn í gömlu bresku herstöðina, rétt um sólarhring eftir að þau höfðu lagt af stað kvöldið áður. Óhætt er að segja krakkarnir hafi verið gjörsigruð þetta kvöld og fóru flestir mjög snemma að sofa. Síðasta deginum var svo eytt í miðbænum í að þræða búðir og drekkja sér í menningu heima-manna. Um miðjan dag á sunnudegi var svo lagt af stað til baka til Amsterdam og kom hópurinn heim stuttu eftir miðnætti á sunnudagskvöldinu eftir langa en frábæra 10 daga í Þýskalandi.

Alpha platoon vinnur í seinna verkefninu á lokaæfingunni.

Alpha platoon í fyrsta verkefninu á stóru lokaæfing-unni.

Page 54: Björgun
Page 55: Björgun

Unglingamál 57

Námskeið á vegum Útivistarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru hald-in í 16. skiptið í ár. Að venju sóttu unglingar alls staðar að af landinu námskeiðin og alls ekki var skortur á fjöri og hinum ýmsu ævintýrum. Á þeim 16 árum sem skólinn hefur verið starfræktur hefur hann gengið í gegnum ýmsar breytingar, má þar nefna að á upphafsárum skólans var hann staðsettur í Berufirði, fluttist hann svo á Gufuskála og í dag er hann orðinn að farandskóla sem ferðast milli landshluta. Óhætt er því að segja að Útivistarskólinn sé lifandi skóli sem aðlagast breyttum tímum.Á dagskrá Útivistarskólans sumarið 2012 voru fjögur námskeið, þrjú grunn-námskeið, á Gufuskálum, Heimalandi og Loðmundarfirði. Á dagskrá var einnig framhaldsnámskeið en þá var gengið eftir Kjalvegi hinum forna. Námskeiðin voru líkt og í fyrra frá mánudegi til föstudags. Í ár urðu ákveðnar breytingar á skipulagi Útvistarskólans. Skráningar á nám-skeið skólans voru einungis fyrir unglinga í unglingadeildum Slysavarnafélags-ins Landsbjargar. Ákveðið var að fara með námskeiðin nær einingunum til að koma til móts við óskir þeirra. Einnig stóð umsjónarmönnum unglingadeildanna til boða að taka þátt í námskeiðum sumarsins, en einungis einn umsjónarmaður kom á námskeið skólans.Námskeiðið sem haldið var á Gufuskálum dagana 11.-15. júní var með hefð-bundnum hætti. Mikil áhersla var lögð á að nýta þá aðstöðu sem er til staðar á svæðinu ásamt því að Björgunarsveitin Lífsbjörg á Snæfellsnesi fór með ung-lingana út á bát og skutlaði í sund, en þeir hafa stutt vel við bakið á Útivistar-skólanum á þeim námskeiðum sem haldin hafa verið á Gufuskálum. Leiðbein-endur skólans þakka Björgunarsveitinni Lífsbjörg fyrir samstarfið.Lítil aðsókn var á námskeiðið að Heimalandi, einungis fimm einstaklingar skráðu sig á námskeiðið en pláss eru fyrir 28 einstaklinga á hverju námskeiði. Námskeiðið var því fellt niður vegna þátttökuleysis.Vegna ólíkra aðstæðna var ekki hægt að keyra sömu dagskrá í Loðmundarfirði og gert var á Gufuskálum. Þetta gaf leiðbeinendum gullið tækifæri til að breyta dagskránni og aðlaga hana staðháttum í Loðmundarfirði. Sem dæmi má nefna að meiri áhersla var lögð á útieldun en gert hefur verið áður á námskeiðum. Einnig var sá háttur hafður á að Björgunarsveitirnar Geisli og Gerpir komu á Atlantic 75 harðbotna slöngubátum sínum í Loðmundarfjörð á síðasta degi og skutluðu krökkunum í land á Neskaupstað til að auka fjölbreytni námskeiðsins. Á framhaldsnámskeiðinu var gengið yfir Kjöl hinn forna, lagt var af stað frá Bláfellshálsi og gengið var að Hveravöllum. Alls voru þetta 61 km sem genginn var á fjórum dögum og gist í tjöldum á leiðinni. Markmið framhaldsnámskeiðs-ins var að gera unglingana betur í stakk búna til að ferðast af sjálfsdáðum. Var þeim skipt niður í fjóra hópa, hver hópur þurfti að skipuleggja hvern dag fyrir sig. Unglingarnir fengu kort, leiðarlýsingar og veðurspár til verksins. Skemmst er frá Ei

nar E

yste

inss

on, s

tarf

smað

ur Ú

tivis

tars

kóla

ns, o

g H

elen

a M

agnú

sdót

tir, s

tarf

smað

ur u

nglin

gam

ála

SL

Útivistarskólinn – nýjar áherslur

því að segja að unglingarnir stóðu sig einstaklega vel. Alls mættu 55 unglingar frá 10 unglingadeildum á námskeið Útivistarskólans í sumar.Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á uppbyggingu námskeiða skólans. Horfið verður frá þeirri uppbyggingu sem verið hefur undanfarin ár. Hætt verður með grunn- og framhaldsnámskeið og í staðinn verður boðið upp á útivistarnám-skeið í þremur mismunandi getustigum, hvert getustig sniðið að þeirri reynslu sem unglingarnir hafa hlotið í sinni unglingadeild yfir veturinn. Ásamt því verður dregið verulega úr bóklegri kennslu á námskeiðunum og vægi verk-legrar kennslu aukið. Lögð verður meiri áhersla á að unglingadeildirnar sjái um bóklega kennslu yfir veturinn og unglingarnir verði undirbúnir fyrir námskeiðin. Þannig er unglingunum gefin aukin tækifæri til að takast á við krefjandi verk-efni sem tengjast útivist og ferðamennsku.

Góður dagur að kveldi kominn.

Flottur hópur eftir göngu á Kjalvegi hinum forna.

Page 56: Björgun

Unglingamál58

Unglingadeildir Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Náttfari á Húsavík og Mývargar í Mývatnssveit, tóku sig saman og tóku á móti unglingum frá Neumarkt í Þýskalandi en þau eru félagar í þýskum vatnabjörgunarsamtökum sem heita DLRG. Í heildina voru þetta 35 unglingar auk umsjónarmanna. Þema skiptanna var „Sjálfboðastarf í þágu samfélagsins“. Aðalmarkmiðið var að unglingarnir kynntust hver öðrum og gerðu sér grein fyrir hvað starf sjálfboðaliðans er mikilvægur þáttur í samfélaginu. Undirmarkmiðin voru að byggja upp sjálfstæða einstaklinga sem eru tilbúnir að vinna samfélaginu gagn í sjálfboðavinnu, læri að bjarga sér og öðrum við erfiðar aðstæður og geti tekið réttar ákvarðanir á réttum tíma. Einnig að vinna sem ein heild í hópi, koma skoðunum sínum á framfæri og hlusta á skoðanir annarra. Kynnast og virða menningu annarra þjóða. Samskiptin fóru fram á ensku þar sem Íslendingarnir skildu ekki þýsku og Þjóðverjarnir skildu ekki íslensku og fyrir vikið varð þetta enn flóknara.

Til að ná þessum markmiðum var sett saman metnaðarfull dag-skrá. Þess var gætt að flétta saman fræðslu og skemmtun. Byrjað var á ýmsum leikjum til að hrista unglingana saman, láta þá hafa verkefni sem þeir þurftu að leysa í sameiningu um leið og þeir fræddust um Húsavík. Þá var það sjórinn. Þar kynntust þeir því hvernig harðbotna björgunarbátur er notaður, farið var í siglingu um Skjálfandaflóann og siglt eftir áttavita en það reyndist flóknara en flestir gerðu sér grein fyrir. Meðan á þessu stóð stukku hvalirnir í kringum okkur við mikla hrifningu. Auðvitað stukku svo allir í sjó-inn og svömluðu þar undir eftirliti björgunarsveitamanna. Nú var Vatnajökulsþjóðgarður kynntur fyrir krökkunum, ekið var í Ásbyrgi, Vesturdal og að Dettifossi. Í Mývatnssveit var gengið á Leirhnjúk auk þess sem Grjótagjá og Stóragjá voru skoðaðar. Menn spreyttu sig á spottaæfingum við ýmsar aðstæður og fóru yfir öryggi við sig og klifur ásamt viðbrögðum við brunaslysum. Þá lá leiðin í Kverk-fjöll þar sem unglingarnir lærðu heilmikið um hvernig á að haga sér á jökli, t.d. að ganga á broddum, nota ísaxir, fara í ísklifur, ganga eftir áttavita og síðast en ekki síst að klæða sig rétt. Á heimleiðinni var svo komið við í Öskju og synt í Víti. Að lokum fóru svo allir til síns heima alveg dauðþreyttir eftir viðburðaríka daga.Unglingarnir voru saman í níu daga og var einstaklega gaman að sjá hvernig þessir þrír hópar þéttust smám saman og urðu að lokum einn samheldinn hópur, duglegir að hjálpa hver öðrum og vinna sem ein heild.Að ári munum við heimsækja Þjóðverjana og styrkja þessi vina-bönd sem hafa myndast og það er von okkar að þessi bönd haldi og verði enn betri þegar fram líða stundir.Það er augljóst að svona ungmennaskipti hvetja unglingana enn frekar til þátttöku í heilbrigðu starfi unglingadeildanna, þau verða víðsýnni, jákvæðari og öflugri einstaklingar til að takast á við lífið framundan.Það kostar mikla fjármuni og vinnu að taka þátt í svona ung-mennaskiptum. Tímanum sjáum við ekki eftir, honum er vel varið í að byggja upp æsku landsins. Fjármunirnir komu frá „Ungt fólk í Evrópu”, fyrirtækjum og einstaklingum. Við þökkum öllum sem aðstoðuðu við þetta verkefni, hvort sem það var með fjármunum, vinnu, efni eða á annan hátt.

Ungmennaskipti EUF

Kristófer Reykjalín Þorláksson að klifra upp úr íssprungu og Anton Freyr Birgisson tryggir hann. Mynd: Pétur Bjarni Gíslason.

Gengið upp Kverkjökulinn.

Pétu

r Bja

rni G

ísla

son

og S

igrú

n Þó

rólfs

dótti

r, um

sjón

arm

enn

ungl

inga

deild

a

Page 57: Björgun
Page 58: Björgun

Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

SÆVARHÖFÐI 33 - REYKJAVÍK - SÍMI 557 2000 S A N D U R - M Ö L - U P P F Y L L I N G A R E F N I

SÆVARHÖF‹I 33 - REYK JAVÍK - SÍMI 557 2000 S A N D U R - M Ö L - U P P F Y L L I N G A R E F N I

www.oddihf.is

Reykjavík, Akranesi, Snæfellsnesi, Skagaströnd, Þorlákshöfnwww.fmis.is

www.eskja.is

Eldvarnir ehf.

Rétt gleraugu fyrir allar aðstæður

www.lvf.is

Fiskifélag Íslands Grindavík, Hafnar�örður, Höfn, Ísa�örður, Reykjanesbær, Sandgerðiwww.fms.is

Page 59: Björgun

Unglingamál 61

Redningselskapet er norskt björgunarfélag sem sérhæfir sig í sjóbjörgun ásamt forvörnum við sjó og vötn. Félagið ákvað að fara með unglingahópinn Redningselskapet Ung Hessa frá Álasundi í ferð til Íslands til að kynnast björgunarstarfinu sem hér er unnið.

Þar sem unglingadeildir Redningselskapet eru tiltölulega nýteknar til starfa var áhugi á að kynna sér sérstaklega starf unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem það hefur verið lengi við lýði og mikil reynsla komin á það.

Erlin

g Pé

turs

son,

um

sjón

arm

aður

ung

linga

deild

arin

nar P

jakk

s

Pjakks og Dreka við Ung HessaUnglingadeildin Pjakkur sótti um að fá að taka á móti hópnum og fékk verkefnið strax í hendurnar. Unglingadeildinni Dreka frá Snæfellsbæ var svo boðið að taka þátt þar sem slíkt samstarf unglingadeilda er hópeflandi og myndar tengsl, ekki bara milli landa heldur einnig milli eininga á Snæfellsnesi. Umsjónarmenn Pjakks og Dreka, þeir Erling Pétursson og Þórarinn Stein-grímsson, hittu forsvarsmenn Redningselskapet á fundi í Skógarhlíð í nóvem-ber þar sem farið var yfir fyrirhugaða heimsókn. Íslensku umsjónarmennirnir fengu fræðslu um starfsemi norsku samtakanna og upplýsingar um hvað þau vonuðust til að fá út úr heimsókninni.Eftir fundinn hófst skipulagning og var hún unnin í góðu samstarfi við umsjónar-mennina úti. Lagt var upp með að norsku unglingarnir fengju að upplifa ýmsar tegundir björgunar sem íslenskar björgunarsveitir takast á við og unglingar læra um, t.d. snjóflóðaleit, sig og klifur, fyrstu hjálp og svo auðvitað sjóbjörgun. Voru félagar úr báðum björgunarsveitum meira en tilbúnir til að hjálpa og leggja sitt af mörkum til að gera heimsóknina sem skemmtilegasta.Unglingadeildin Redningselskapet Ung Hessa frá Noregi mætti svo til landsins þann 5. júlí síðastliðinn og tóku unglingadeildirnar Pjakkur og Dreki á móti þeim á Gufuskálum. Dagskráin hófst á kvöldvöku svo að allir gætu komið sér fyrir og kynnst. Unglingadeildirnar þrjár tjölduðu saman á tjaldsvæðinu á Gufuskálum og sváfu þar næstu fjórar nætur. Dagskráin næstu daga var þéttskipuð við leik og störf. Norsku unglingarnir, sem læra mest um sjóbjörgun heima fyrir, fengu m.a. að kynnast rústabjörgun, sigi og fyrstu hjálp. Einnig var farið með þau hringferð um Snæfellsjökul, í hella-skoðun og á ýmsa athyglisverða staði sem þjóðgarðurinn hefur upp á að bjóða. Ekki var sjóbjörgunarþátturinn alveg úti því farið var í siglingu á Björg ásamt því að Atlantic bátarnir tveir, Særún og Reynir, veittu eftirför og skiptust farþegar á Björg á því að prófa siglingu á þeim. Á kvöldin voru svo haldnar kvöldvökur og varðeldur. Norsku unglingarnir fóru ánægðir heim og ljóst að verkefnið tókst afar vel. Samvinnu þessara deilda er þó hvergi nærri lokið þar sem næsta sumar munu Norðmenn launa greiðann og taka á móti unglingadeildunum Pjakki og Dreka í Álasundi. Mikil tilhlökkun er meðal íslensku unglinganna að hitta aftur vini sína og félaga úr Redningselskapet Ung Hessa.

Samstarf Hópurinn á Gufuskálum.

Norsku unglingarnir fengu að kynnast Íslenskum björgunarskipum og bátum.

Page 60: Björgun

Félagsmál62

Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

A. Wendel umboðs- & heildverslun www.wendel.is

Afl starfsgreinafélagwww.asa.is

Akureyrarbærwww.akureyri.is

Alþýðusamband Íslands

Baader Island ehf.

Betra brauð, Akureyri

Bolungarvíkurhöfnwww.bolungarvik.is

Brunavarnir Suðurnesja

Daglegt brauð

DalvíkurhafnirDalvík- Árskógsströnd- Hauganes

www.dalvik.is

Egersund Ísland ehf.www.egersund.is

Endurskoðun Vestfjarða ehf. www.endvest.is

Farmanna- ogfiskimannasamband Íslands

Félag skipstjórnarmannawww.skipstjorn.is

Fisk Seafoodwww.fisk.is

Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar

www.fmbs.is

Fiskmarkaður Hólmavíkur ehf.

Fiskmarkaður Patreksfirði [email protected]

Fiskmarkaður Siglufjarðar ehf. [email protected]

Fiskmarkaður Austurlands hf. [email protected]

Fiskvinnslan Íslandssaga

Fjölnir ehf.

Frár [email protected]

Freydís sf.www.freydis.is

Gjögur hf.

Glervík ehf. Breiðdalsvíkwww.facebook.com/glervik

Grundarfjarðarbærwww.grundarfjordur.is

www.olfus.is

Grundarfjarðarhöfnwww.grundarfjordur.is

Gullberg ehf.

Gúmmísteypa Þ. Lárussonar

Hafbáran ehf.450 Patreksfjörður

Page 61: Björgun

Félagsmál 63

Snorri á Augastöðum er nafnið sem flestir þekkja hann undir en fullu nafni heitir hann Snorri H. Jóhannesson. Hann hefur nýlátið af störfum sem formaður hjá Björgunarsveitinni Ok. Og það eftir 11 ára samfellda setu sem formaður. Geri aðrir betur. Okkur hjá Björgun fannst upplagt að renna vestur í Borgarfjörð og taka Snorra tali. Eftir að rennt var í hlað og tekist hafði að koma Snorra til að setjast niður rólegum, sem er víst eitthvað sem ekki gerist oft, var fyrstu spurningunni skellt fram.

Hvernig kom það til að þú gerðist formaður, Snorri?„Ég var reyndar búinn að vera í stjórn löngu áður. En svo eins og oft er í björgunarsveitum voru vangavelt-ur hver ætti að taka þetta að sér. Það var einn sem var nýbyrjaður sem kom til greina. Mér fannst hins vegar ómögulegt að maður sem hefði litla reynslu yrði formaður. Lét þá skoðun mína í ljós og þá fóru menn að skora á mig og ég endaði sem formaður.“ Hvers vegna ertu að hætta?„Ég er alls ekki hættur í björgunarsveitinni en ég er orðinn þreyttur á þessu starfi. Eins og margir þekkja

lendir mikið af starfinu á fáum höndum og ég er í mörgu öðru líka. Ég er formaður í öðrum stórum félagsskap sem ég stofnaði, Félagi refa- og minka-veiðimanna. Þar höfum við verið að standa í ýmsum verkefnum eins og bókaútgáfu. Ég sá líka fram á að það voru líklega einhverjir til í að taka við og fannst því upplagt og í raun tími til kominn að gefa ungu mönnunum meira svigrúm. En ég er alls ekki hættur að starfa og mun aldrei gera. Mér þykir afskaplega vænt um þessa sveit.“Þegar hér var komið sögu var ekki laust við að Snorri yrði örlítið meira mjúkur á róminn og því kannski rétt að spyrja hvort hann eigi skilningsríka konu?Snorri hlær og segir: „Já, já, hún hefur nú þurft að þola ýmislegt í gegnum tíðina, ég er líka mikið í vinnu utan heimilis. En á móti var nú hægt að vinna mörg störf fyrir björgunarsveitina heima. En vissulega er maður mikið í burtu, það eru fundir, æfingar og fleira. En já, ég á skilningsríka konu, annars hefði þetta aldrei gengið.“En Snorri hefur sinnt öðru en formennsku, þau hjón-in eru með heilmikinn búskap. „Við erum með sauð-fjárbú, ætli það séu ekki um 300 kindur í vetrarfóðri en svo erum við líka með hesta. En þeir eru fyrst og fremst bara til notkunar fyrir okkur á heimilinu. En ég er líka búinn að reka hér rannsóknarstöð fyrir japanskan háskóla í ein 30 ár. Hér rannsaka þeir norðurljósin, kanna áhrif þeirra á segulsvið jarðar og fjarskipti en einnig samskipti við gervitungl og áhrif á flugvélar. Upphaflega átti þetta verkefni að vera í þrjú ár en þau eru orðin þrjátíu. Þeir koma hingað á haustin og eru kannski í svona 10 daga, jafnvel hálfan mánuð. Tæknin er orðin svo fullkomin að það má gera þetta mikið til í gegnum netið. Hér áður var ég að skipta um segulbönd en núna fara gagnapakk-

arnir bara beint út til þeirra í gegnum netið. Nú hlær Snorri og segir að þar sem við höfum verið að ræða konuna hans áðan þá séu þau að fagna stóráfanga þessa dagana. „Svo er mál með vexti að þegar Japanirnir komu hér árið 1982 vorum við nýbúin að byggja okkur þetta hús. Það stóð til að þeir fengju herbergi en þar sem ekki var allt tilbúið fóru þeir beint inn í stofuna. Og núna loksins vorum við að klára aðstöðu fyrir þá svo við hjónin vorum að fá stofuna okkar, eftir 30 ár. Þú sérð nú hvað konan er afskaplega umburðarlynd.“En frá heimili og búskap og að björgunarsveitarstarf-inu. Hvernig finnst Snorra hans sveit og björgunar-sveitir almennt hafa þróast í formannstíð hans? Eftir andartaks umhugsun stendur ekki á svarinu.„Mér finnst mín björgunarsveit hafa gjörbreyst. Eins og oft gerist hafði sveitin farið í gegnum félagslega krísu, áhuginn fer í bylgjum og ræðst svolítið af verk-efnastöðunni. Um leið og það er eitthvað að gera eflist áhugi manna á starfinu. Við höfum verið mjög gæfusamir í minni formannstíð. Náðum að stækka húsnæðið, eigum tvo snjóbíla enda mikil snjóbíla-menning og auk þess eigum við vélsleða. Þannig er ýmislegt sem hefur dregið menn inn í starfið og það er mikil gæfa. En það er ekki svo að ég hafi staðið einn í þessu, með mér hafa verið miklir úrvalsmenn alla tíð og stjórnin hefur því sem næst verið óbreytt í þessi ellefu ár. Sumum hefur þótt við vera nískir því við ákváðum að taka ekki lán fyrir kaupum á búnaði og byggingu húss heldur söfnuðum fyrir þessu. Það tókst og meira að segja aðeins betur.“ Og það er augljóst að Snorri er í essinu sínu, maður sér hann lyftast upp og áhuginn á starfinu skín af honum enda heldur hann áfram. „Ég hef stundum gagnrýnt ofleik hjá björgunarsveitum. Svona heilt yfir Jó

nas

Guð

mun

dsso

n, s

tarf

smað

ur S

L

„Mér finnstfélagiðandskotigott“

Page 62: Björgun

Unglingamál64

Hafnarfjarðarhöfnwww. hafnarfjardarhofn.is

Hafnasamlag Norðurlands

Hafnarsjóður Skagafjarðarwww.skagafjordur.is

Hafnarsjóður Þorlákshafnarwww.olfus.is

Hita- og vatnsveita Mosfellsbæjar www.mos.is

Hjallasandur ehf. Snæfellsbæ

Hjálmar ehf.

Hlaðbær-Colas hf.www.colas.is

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf.

Höllin, veitingahús, Siglufirði

Ísfélag Vestmannaeyja hf.www.isfelag.is

Ísblikk ehf.

Íþróttamiðstöðin Egilsstöðumwww.egilsstadir.is

Jeppaþjónustan Breytir ehf.www.breytir.is

Kristinn J. Friðþjófsson ehf.

Launafl ehf. www.launafl.is

Listmunasala Foldwww.myndlist.is

Miðás hf. ww.brunas.is

Miðstöðin ehf.

Pétursey [email protected]

Reykjanesbær

www.reykjanesbaer.is

Reykjaneshöfn

Salka - Fiskmiðlun hf.www.norfish.is

Samvinnufélag útgerðarmanna www.veidiflugan.iswww.Fjardasport.is

Segull ehf.

Seyðisfjarðarkaupstaðurwww.seydisfjordur.is

Siglufjarðardeild RKÍ

Sigurbjörn [email protected]

Sigurður Ólafsson [email protected]

Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur

Sjómannafélag Eyjafjarðarwww.sjoey.is

Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum

Sjómannasamband Íslandswww.ssi.is

Skiltagerðin ehf.

SKRA. Skrifstofuþjónusta Austurlands www.skrifa.is

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins www.shs.is

Stegla ehf.

Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Page 63: Björgun

Félagsmál 65

finnst mér við stundum tjalda ansi miklu til. Einhvern tíma missteig strákur sig í Esjunni og kallað var á tækjabíl slökkviliðsins og fullt af björgunarsveitum. Ég held að það hafi verið um 40 manns að leiða strákinn til byggða. En auðvitað hef ég skilning á þessu. Við sveitakall-arnir erum alltaf úti, að labba og sinna vinnu og búi en ungu mennirnir í Reykjavík sem ekki hafa að-stöðu til að stunda mikla útivist bíða spenntir eftir aksjón. En svo má líka líta á þetta sem æfingar en þá kemur nískan upp í mér. Þetta kostar allt peninga og stundum er fólk að gagnrýna að illa sé farið með peningana. Ég hef líka gagnrýnt ofnotkun á þyrlunni en stundum fer hún í verkefni sem aðrir geta sinnt en svo er stundum neitað að senda hana. Man eftir dæmi í fyrra þar sem beðið var um hana hingað vestur. Þá var ein biluð, önnur í skoðun og sú þriðja fékkst ekki þar sem það kostaði of mikið.“En höldum okkur við félagið, nú er ekki langt síðan að öll landsamböndin sameinuðust. Hvernig finnst þér það hafa tekist?„Mér finnst það hafa gengið ótrúlega vel, í raun betur en ég átti von á. Það var auðvitað ákveðinn pirringur til að byrja með. Ég var reyndar ekki virkur í starfi þegar sameiningin átti sér stað en tók við formennsku fljótlega eftir það. Félagar eiga það til að gleyma sér svolítið og vera fastir í gömlu landsamböndunum en yfirstjórn félagsins lítur faglega framhjá því öllu. Ég hef reyndar aldrei skilið hví sumir komast upp með að merkja sig ekki eins og aðrir. Við erum að reyna að vera fagleg, klæðum okkur öll eins, erum að reyna að vera eins, koma fram sem ein samtök og líttu á Flugbjörgunarsveitabílanna. Ég fékk spurningar frá konu í fyrra um tengslin á milli Flugbjörgunarsveitar-innar og félagsins. Þá stóð hún í þeirri trú að þetta væri annað, ekki Slysavarnafélagið Landsbjörg. Mér finnst gaman að mæta á þing og aðra viðburði og sjá bílaflotann, allir eins merktir í litum félagsins. Það er búið að sameina og það eru samþykktar reglur þá eiga þær að gilda um alla. En ég harma reyndar brotthvarf Gufuskála, hefði viljað sjá þá áfram í rekstri hjá félaginu. En ef það er ekki til peningur verða menn að forgangsraða. Ég er samt ekki sáttur við að jafnöflugum samtökum og Slysavarnafélaginu Landsbjörg skuli ekki vera gert kleift að halda úti svona æfingabúðum til að þjálfa og mennta félaga sína. Þetta er allt sjálfboðaliðastarf,

við spörum ríkinu hundruð milljóna á ári og ef við værum ekki til staðar þyrfti ríkið að leggja fram ansi háar upphæðir til að tryggja almannaöryggi. Ég er frekar sár vegna þessa.“Það þarf ekki að spjalla lengi við Snorra á Auga-stöðum til að sjá að hann ber hagsmuni sinnar björg-unarsveitar og félagsins fyrir brjósti. Það skín úr öllu hans tali og fasi. Það liggur því beint við að spyrja hann hvernig honum finnist félagið vera að þróast í sínu starfi.„Við erum á leið í meiri fagmennsku. Menn eru að sækja sér fróðleik og formúlur til útlanda jafnvel og koma með inn í námskeiðin okkar hér. Sumt er til góða en annað ekki og menn verða bara að hafa þroska til að meta hvað á við. Mér finnst samt að við megum ekki gleyma grasrótinni, félögum sem hafa ekki aðstöðu til að sækja námskeið. Félagið er byggt upp af þannig fólki í upphafi og það þarf ekki sérfræðing til að labba í röð og leita. Við megum því ekki einblína á það eingöngu. Verðum að gefa öðrum svigrúm innan Slysavarnafélagsins Lands-bjargar og meta að verðleikum þeirra framlag. Þetta er allt nauðsynlegt í bland og eina námskeiðið sem mér finnst að eigi að vera forsenda þess að starfa í björgunarsveit er fyrstu hjálparnámskeið. Það væri pínleg staða ef björgunarsveitarbíll kæmi akandi að slysi og enginn kynni fyrstu hjálp. Rötun, sporarakn-ing, sálfræði týndra er eitthvað sem þeir sem stjórna þurfa að kunna skil á. Ef menn vilja geta þeir orðið fagmenn því það er ofboð af námskeiðum í boði og gott ef menn gefa sér tíma en við þurfum hina félagana líka.“Og þá í beinu framhaldi eru útköllin, hvernig upplifir þú breytingar á þeim síðustu árin?„Útköllin eru alltaf að breytast. Til allrar guðslukku hefur ekki verið mikið um flugslys undanfarin ár en það var töluvert um þau á fyrstu árum sveitarinnar. Útköll í tengslum við jeppamennsku voru mikil fyrir árið 2007 en hefur fækkað mikið. Við förum jú eitt-hvað í óveðursútköll en núna förum við í endalaus útköll að sækja ferðamenn á bílaleigubílum. Flest okkar útköll eru á Kaldadal en þar fórum við í sex útköll á aðeins fjórum dögum nýlega. Lokunar-skiltin virðast ekki gilda fyrir íslenska jeppamenn. Þeir keyra út yfir eða hreinlega bara færa skiltin og útlendingarnir elta svo bara förin. Við erum farnir að rukka fyrir þetta, það er ekki hægt annað þegar fólk

fer svona framhjá skiltunum. Fólk á að vera fegið að fá þó bara rukkun frá okkur. Við bjóðum auðvitað fólki að skilja bílinn eftir og aka því til byggða en oftast drögum við bílana niður í samráði við bílaleigurnar. Að vera með húsnæði og tæki krefst mikilla peninga og meiri vinnu að afla þeirra. Þrátt fyrir að við höfum hækkað í peningaskiptakerfinu sem léttir okkur róðurinn þá er erfitt að ná í peninga, fyrst og fremst vegna fámennis. Við söfnum dósum, seljum blóm á konudaginn og erum auðvitað með flugelda en þetta er mikil vinna, mjög mikil vinna.“En hvernig vill Snorri sjá Slysavarnafélagið Lands-björg þróast?„Mér finnst félagið andskoti gott eins og það er, það má ekki þróast út í að vera stærra og yfirbyggingin má alls ekki vera stærri. Það er góð stefna að vera ekki alltaf með þing og viðburði í Reykjavík. Það eina sem ég hef áhyggjur af er hvernig sveitir á lands-byggðinni eigi að ná til sín félögum. Krakkarnir flytja suður eða á Akranes og koma jafnvel ekkert aftur. Þau skrá sig í sveitina full af eldmóði en strengurinn slitnar þegar þau flytja til að fara í skóla eða vinnu. Ég hef því miklar áhyggjur af þessu en vona að þetta verði ekki vandamál. Mér þykir mikið vænt um Slysa-varnafélagið Landsbjörg, félagið hefur verið stór hluti af mínu lífi frá árinu 1967. Oftast gaman og gefandi en líka stundum erfitt og sorglegt en lífið er þannig. Maður verður að vera í stakk búinn til að komast í gegnum það og það hefur maður gert. Stundum er það erfitt en í heildina miklu meira gaman og gef-andi.“Við grípum þetta á lofti og spyrjum Snorra á Auga-stöðum að lokum hvað starfið hafi gefið honum?„Formannsstarfið hefur ekki gefið mér annað en að geta haldið utan um mína björgunarsveit sem mér þykir vænt um. Þetta er félagsskapurinn sem heldur mér hér en mér þykir gaman að ferðast og stunda útivist. Ég hef verið úti alla mína ævi og er kunn-ugur á þessu svæði sem hefur oft nýst. Mér finnst að ef maður hefur eitthvað að gefa samfélaginu eigi maður ekkert að liggja á því.Ég vil bara skora á alla Íslendinga að standa vörð um sínar björgunarsveitir. Ekki bara af því þær eru mikil-vægur öryggisþáttur heldur eru þær líka góð upp-eldisstöð fyrir unglingana sem er gríðarlega mikið atriði í hverju samfélagi. Landsmenn og ríkið ættu að standa vörð um Slysavarnafélagið Landsbjörg.“

Snorri við japönsku rannsóknartækin.

Fyrsti snjóbíll Oks á vörubíl sveitarinnar.

Page 64: Björgun

Félagsmál66

Það er sem betur fer ekkert óalgengt að björgunarsveitir allt í kringum landið reisi nýjar björgunarstöðvar undir starfsemi sína. Þær eru af öllum stærðum og gerðum. Húsið sem nú er verið að ljúka byggingu á í Snæfellsbæ hefur vakið töluverða athygli innan samtakanna. Við höfum fengið margar ánægjulegar heimsóknir frá heilu sveitunum svo og einstaka félögum til að skoða húsið. Okkur hefur gengið afskaplega vel með alla verkþætti byggingarinnar, alveg frá því að safna fjármagni í verkefnið og því að hanna og reisa húsið. Ég vil þakka þann mikla velvilja og stuðning sem við höfum fengið frá fjölmörgum aðilum. Sá stuðningur er undirstaða velgengninnar.

Undirbúningur og byggingarsagan Þegar björgunarsveitirnar Björg Hellissandi og Sæbjörg Ólafsvík sameinuðust árið 2007 var það strax tekið fram í stefnuskrá nýrrar sveitar að byggja skyldi nýja stóra björgunarstöð við höfnina í Rifi en Rif er eins og flestir vita nánast mitt á milli Ólafsvíkur og Hellissands. Strax á sjómannadeginum sama ár var nýrri sameinaðri sveit gefið nafn og tekin fyrsta skóflustungan að húsinu. Málið var síðan sett í salt í smá tíma því menn þurftu aðeins að ná áttum og koma nýrri sameinaðri sveit almennilega á laggirnar. Samt var alltaf einhver undirbúningur í gangi, til dæmis fóru stjórnarmenn í húsaskoðunarferð til þriggja björgunar-sveita. Þær sveitir sem urðu fyrir valinu voru valdar vegna þess að þær lögðu mismunandi áherslur á sjó- og landbjörgun. Okkar sveit þarf að vera jafnvíg bæði á sjó og landi og lék okkur forvitni á að sjá hvernig félagar okkar voru búnir að byggja upp sína aðstöðu. Fyrst var farið til björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík þar sem þeir eru að öllum öðrum ólöstuðum mjög framarlega í sjó-björgun. Að þeirri heimsókn lokinni lá leið okkar til Kyndils í Mosfellsbæ. Sú sveit er tiltölulega nýlega búin að byggja hús. Við enduðum svo hjá Björgunar-félagi Akraness þar sem eru svipaðar aðstæður og hjá okkur. Alls staðar var

Dav

íð A

xels

son,

form

aður

bjö

rgun

arsv

eita

rinna

r Lífs

bjar

gar

Ný björgunarstöð Lífsbjargar í Snæfellsbæ

okkur firnavel tekið og mikið spáð og spekúlerað. Við fengum margar góðar hugmyndir sem nýttust okkur við hönnun hússins. Áfram hélt undirbúningurinn. Hugmyndir okkar um nýja björgunarstöð voru rækilega kynntar í bæjarfélaginu. Við vorum óþreytandi í því að fara á fundi hjá Lionsklúbbum og öðrum félaga-samtökum sem starfa í sveitarfélaginu og segja frá starfi björgunarsveitarinnar og kynna fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir. Til að verkefnið tækist vel var lykilatriði að hafa bæjarbúa vel upplýsta og með okkur. Leitað var eftir tilboðum í bygginguna og kannaður vilji hjá bæjaryfirvöldum um að kaupa af okkur gömlu húsin. Við höfðum heyrt af áhuga þeirra að fá húsið í Ólafsvík til að stækka slökkvistöð Snæfellsbæjar en þau hús eru sambyggð. Það var meiri óvissa hvað gera átti við húsið á Hellissandi. Loks fór það svo í byrjun árs 2009, í miðju hruninu, að bæjarstjórn tók ákvörðun um að kaupa af okkur bæði húsin. Fóru nú hlutirnir að gerast. Hrundið var af stað fjáröflunarátaki sem fólst meðal annars í því að sendir voru út greiðsluseðlar á öll heimili og fyrirtæki í Snæ-fellsbæ og óskað var eftir fjárframlögum í húsbygginguna. Þessi fjáröflun gekk það vel að stjórn Lífsbjargar skrifaði undir verksamning við verktakafyrirtækið Nesbyggð ehf. í apríl 2009. Verksamningurinn hljóðaði í meginatriðum upp á að fyrirtækið byggði 600 fm steinsteypt hús fyrir okkur. Kostnaðurinn yrði 52 millj-ónir króna og Nesbyggð lánaði okkur 20 milljónir króna vaxtalaust til fimm ára.

ByggingarframkvæmdirnarFramkvæmdir hófust á skírdag árið 2009. Í byrjun var mikill hraði á verkinu og rauk húsið upp. Síðan hægðist töluvert á en samt var ágætis samkomulag við verktakann. Þó að þeim verkhluta hans sem var að skila húsinu fokheldu og flísalögðu að utan seinkaði töluvert þá leystum við þau mál öll farsællega. Þegar leið að því að Nesbyggð skilaði af sér verkinu sem var seint um haustið 2010 þá byrjaði vinna okkar fyrir alvöru. Samið var við tvo verktaka í Snæ-

Húsið er með þrennar stórar útkeyrsludyr og einar minni. Eins og sjá má er húsið alveg við höfnina á Rifi.

Rúmgóður samkomusalur er í húsinu. Lagnir í nýstárlegu kyndikerfinu fylltar með frostlegi.

Page 65: Björgun

fellsbæ, annar tók að sér að reisa milliveggi á efri hæð og hinn að sjá um alla gólfflísalögn. Frá fyrsta degi gerðum við okkur grein fyrir því að það skipti öllu að vel yrði haldið utan um fjármálin. Auðvelt er að missa kostnaðinn upp úr öllu valdi. Mikil áhersla var lögð á að halda öllum kostnaði niðri þó að við vildum hafa húsið sem veglegast. Byggingarhraðinn réðist eingöngu af fjárráðum og vorum við reiðubúin að stöðva framkvæmdir hvenær sem var. Frekari lántökur komu ekki til greina. Það fór því töluverður tími í að fá vinnu og efni á sem mestum afslætti eða jafnvel gefins.Þó að við kæmust ekki hjá því að fá verktaka í ákveðin verk þá var mikið unnið í sjálfboðavinnu. Björgunarsveitin gekk í öll þau störf sem við mögulega gátum og miklu skipti að rafverktakar og píparar gáfu alla sína vinnu sem og félaga-samtök sem hjálpuðu okkur við málningu og fleira.

HúsiðEins og áður sagði er húsið 600 fm að grunnfleti. Á neðri hæð er búnings-herbergi með 32 einstaklingsskápum og tvö jafnstór búnaðarherbergi annað fyrir sjóbúnað og hitt fyrir landbúnað. Efri hæðin er 220 fm. Hún hýsir, ásamt salernum, 73 fm félagssal, eldhús, stjórnstöð björgunarsveitar, unglingadeildar-herbergi og skrifstofu kvennadeilda. Bílasalurinn á neðri hæð er 450 fm. Á honum eru þrjár stórar útkeyrsludyr og tvær minni og snýr önnur þeirra að flot-bryggju björgunarbátsins Bjargar. Yfir hluta af bílasalnum er 92 fm. geymsluloft. Mesta hæð á húsinu er 8 m en vegghæð er 6 m. Þessi hæð heldur sér að fullu í bílasal og býður upp á margs konar möguleika á klif- og sigæfingum. Við hlið hússins stendur 15 m hátt fjarskiptamastur sem við fengum frá félaginu en það stóð áður við Stangarhyl þar sem skrifstofur samtakanna voru áður.

VarmadælanÞað sem hefur kannski vakið hvað mesta athygli í sambandi við húsið er kynd-ingin. Eins og flestir vita er Snæfellsbær á svokölluðu köldu svæði sem þýðir einfaldlega að mjög erfitt er að nálgast náttúrulega heitt vatni í jörð. Notast er

við rafmagn til kyndingar og höfðum við nokkrar áhyggjur af því hve dýrt yrði að kynda svona stórt hús. Búið var að setja gólfhitalögn í allt húsið og virtist ekki annar möguleiki vera í stöðunni en kaupa hefðbundna hitatúpu og var það gert. En þegar leið á byggingartímann var mikið farið að spá í varmadælu-tæknina og þá einna helst þær dælur sem nýta varma úr vatni eða sjó til að hita upp vatn til kyndingar. Staðsetning hússins gat ekki verið hentugri fyrir þessa uppsetningu þar sem það stendur um það bil 6 m. frá sjónum. Það varð úr að keypt var Thermia Robust 35 KW varmadæla og lagðir voru við hana 1.250 metrar af 40 mm plastlögnum sem voru fylltar af 35% vatnsblönduðum kælivökva. Lögnunum var síðan komið fyrir í hönkum undir flotbryggjunni sem björgunarbáturinn Björg liggur við. Þessi búnaður getur skilað að hámarki 60° heitu vatni, sem er yfirdrifið nóg til að hita upp húsið. Frá því að byrjað var að kynda með varmadælunni hafa mánaðarlegir rafmagnsreikningar lækkað um 40% og munar um minna.

Að lokumNú þegar þessi orð eru skrifuð er björgunarsveitin flutt inn í húsið og verið er að leggja lokahönd á rafmagn, loftræstingu og frágang utanhúss. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður verði í kringum 90 milljónir króna. Það teljum við vera mjög ásættanlegt. Í haust stendur svo til að vígja húsið og gefa því nafn. Þó að björgunarsveitin Lífsbjörg hafi borið hitann og þungann af byggingunni hafa slysavarnadeildirnar Helga Bárðardóttir á Hellissandi og Sumargjöf í Ólafsvík staðið þétt við hlið okkar í þessari vinnu og eiga þessar þrjár einingar jafna hluti í húsinu.Eins og gefur að skilja hefur húsbyggingin tekið mikinn kraft og tíma frá sveit-inni. Þó að við höfum getað haldið uppi þokkalegu félagsstarfi á þessum tíma þá hefur lítill kraftur verið í þeirri starfsemi. En nú þegar líður að því að við fullklárum húsið eru næstu skref að efla það starf. Nú þarf einnig að huga að endurnýjun á tækjum og búnaði sem hefur mátt bíða. En þetta eru verkefni sem eru bæði spennandi og skemmtileg. Göngum við í Björgunarsveitinni Lífsbjörg því full metnaðar inn í framtíðina.

GERÐU VERÐSAMANBURÐ! - FÁÐU UPPLÝSINGAR OG TILBOÐ Á WWW.DEKKJAHOLLIN.IS

Þú getur treyst

vetrardekkjunum!

www.dekkjahollin.iswww.dekkjahollin.is

AKUREYRIDraupnisgötu 5462 3002

EGILSSTAÐIRÞverklettum 1462 3002

REYKJAVÍKSkeifunni 5581 3002

REYKJAVÍKSkútuvogi 12581 3022

Ódýrustu heilsársdekkin eru í Dekkjahöllinni skv. óformlegri könnun DV, 19. september 2012

ÐA DEKK Á

V E R Ð IBETRA

Page 66: Björgun

Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

www.eyruni.is

Steinunn ehf.

Súðavíkurhöfn

Sveitarfélagið Garðurwww.svgardur.is

Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. [email protected]

Valberg [email protected]

Verkalýðsfélagið Hlíf

Verslunarmannafélag Suðurnesja

Vestmannaeyjahöfnwww.vestmannaeyjar.is

Vesturbyggðwww.vesturbyggd.is

VRwww.vr.is

VSO Ráðgjöf ehf.

Þórsberg ehf.

Þórsnes

NESKAUPSTAÐ

Safalinn ehf. býður upp á mikið úrval af vönduðum vörum frá MAMMUT:Snjóflóðaýlar - stangir - skóflur - hjálma - klifurbúnað - línur - ísexi.Svefnpoka frá Ajungilak. Og margt fleira.

Vefverslun á www.errea.is

Page 67: Björgun

Ráðstefna 69

NÁMSKEIÐÍ tengslum við ráðstefnuna Björgun verður boðið upp á eftirfarandi námskeið:

• Hestaríleitogbjörgun

• Slysaförðun

• Fjallajeppar

• Sjóbjörgun

• Fallvarnirogfallvarnabúnaður

HESTAR Í LEIT OG BJÖRGUN

Námskeiðiðerætlaðþvíbjörgunarsveitafólkisemáhugahefuráþvíaðnotahestaviðleitogbjörgun,hvortsemþaðeruhestamenneðaaðgerðastjórn-endur. Þetta er tveggja daga námskeið þar sem farið er yfirmöguleika notkunar hesta við leit ogbjörgun,björgunar-ogleitaraðferðiráhestum,út-búnaðmannsoghestsogverndunvísbendingaviðleit á hestum.

Leiðbeinandi námskeiðsins er T’mi Finkle, stjórn-andiTROTSARsemerbandarískurbjörgunarhesta-hópur(trotsar.org).T’mihefuráratugalangareynsluaf björgunarstörfum og ýmis konar kennslu tengdri leitogbjörgun,almannavörnumog lögreglustörf-umþarytra.Sjánánariupplýsingaráwww.landsbjorg.is

SLYSAFÖRÐUN

Tilbúnir áverkar sem líta raunverulega út á „sjúk-lingum“ á æfingum auka skilvirkni þeirra og upp-lifun þátttakenda verður raunverulegri og þar af leiðandi betri.Námskeiðiðíslysaförðunerspennandikosturfyriralla þá sem vilja læra að farða „alvöru“ áverka áeinfaldan hátt og nota til þess ýmis efni og áhöld; bæði það sem til er á hverju heimili sem og nýjustu tæknieinsogflókin,fjarstýrðblæðingarkerfi.Þátttakendurfáverklegaþjálfuníaðfarðaáverka;allt frá skeinum og mari til slagæðarblæðandi aflim-ana. Verk nemenda verða svo sýnd gestum á ráð-stefnunni Björgun.MarcelRodriguezersjálfboðaliðiíleitar-ogbjörg-unarsveit Pacific Northwest Search and Rescue íPortland,Oregon.MarcelermeðstarfshæfisvottunsemEMT/WEMT, hann er línubjörgunarmaður ogbjörgunarmaður á hraðbát. Marcel er einnig þjálfari fyrirSkedcoInc.,framleiðendurSkedbjörgunarbör-unnar. Þegar hann starfar ekki við kennslu og leitar- ogbjörgunaraðgerðir, starfarMarcel við samrunaogyfirtökurfyriralþjóðlegthugbúnaðarfyrirtæki.Sjánánariupplýsingaráwww.landsbjorg.is

Page 68: Björgun

Ráðstefna70

FALLvARNIR OG FALLvARNABúNAÐUR

Öryggiviðvinnuogbjörgunáþökum–vinnustofa

Björgunarfólkþarfaðkunnaaðverja fólk falliendaerþaðoftíaðstæðumþarsemþesserþörf.Þök,ogþáeinkumlágreist,getaskapaðaðstæðursemkrefj-astgóðrarþekkingarámögulegumhættumsemogþeimbúnaðisemtilþarftilaðverjastfalli.Íþessarivinnustofuverðatæknilegoghagnýtatriðikynntogverðaþátttakendurlátnirframkvæmahagnýtfallprófmeð aðstoð tölvustýrðra mælitækja. HansjoergKendlerereigandiogframkvæmdastjóriKENDLERRopeWork - RopeRescue ogmeðlimuríAusturrísku fjallabjörgunarþjónustunni í Innsbruck.Hann er með um 35 ára reynslu í sérhæfðri fjalla-björgun.

JEPPANÁMSKEIÐ

Breyttar bifreiðar hafa skipað stóran sess meðalbjörgunartækja íslenskra björgunarsveita undan-farnaáratugi.Þeirkomastnæstumþvíhvertsemeríóbyggðum,jafnvelyfirjöklanasemnáyfirum10%af hálendinu.Áþessutveggjadaganámskeiðikynnastþátttakend-urhversmegnugirþessirbílareruíumhverfisemerísenn krefjandi og spennandi.Námskeiðiðeropiðöllufélagsfólkisemogerlendumgestumá ráðstefnunniBjörgun.Rétterþóað takafram að jeppanámskeiðið er meira sniðið að þörfum erlendraþátttakenda.Efþúhefur áhugaá að takaþátt íþvíþávinsamlegasthafðusambandviðskrif-stofuSL.

Page 69: Björgun

Ráðstefna 71

NÁMSKEIÐ Í SJÓBJÖRGUN

SlysavarnafélagiðLandsbjörgáogrekurSlysavarna-skóla sjómanna um borð í Sæbjörginni. Þar erusjómenn landsins og félagar í sjóbjörgunarsveitumþjálfaðir. Á þessu námskeiði verða kynntar helstuhliðarsjóbjörgunaráÍslandioghvernigíslenskarsjó-björgunarsveitir eru þjálfaðar til að takast á við erfiða náttúruna.Þátttakendur vinna með ýmsar gerðir af bátum,þ.m.t. harðbotna björgunarbáta og stærri björgunar-skip.Fariðverðuríöryggismálogmeðferðbátaogæfðverðaviðbrögðviðþvíþegarbáturveltur,akk-erisvinnaogbjörgunúrsjó.Um20%námskeiðssinsferframískólastofuog80%eru verklegar æfingar á sjó. Þátttakendum gefsteinnigkosturáaðheimsækjaþyrlusveitLandhelgis-gæslunnar á laugardags- eða sunnudagsmorgun.

Dagur 109:00 MætingíSæbjörgina.Kynningástarfseminni.10:00 Kynning á Slysavarnafélaginu Landsbjörg og

þjálfunsjóbjörgunarsveita11:00 Persónulegtöryggiogannaðsemþúþarftað

vitaáðurenfariðerísjóinn12:00 Hádegisverður13:00 Verklegaræfingarábátum17:00 Hléframánæstadag.E.t.v.fariðísundlaugtil

aðfáhitaíkroppinn

Dagur 209:00 MætingíSæbjörgina09:15 Verklegaræfingar12:00 Hádegisverður13:00 Verklegaræfingar16:00 Námskeiðilýkurmeðspjalliogkaffisopa

Megniðafnámskeiðinuferframásjóánokkrumteg-undumbáta. Þátttakendur hafimeð sér hlý föt ogviljatilaðblotnaísjónum.Þurrbúningur,björgunar-vesti og hjálmur á staðnum. Innifaliðíverðinámskeiðserhádegisverðurogkaffiámeðan á námskeiði stendur.Námskeiðiðeropiðöllufélagsfólkisemogerlendumgestumá ráðstefnunniBjörgun.Rétterþóað takaframað sjóbjörgunarnámskeiðiðermeira sniðiðaðþörfumerlendra þátttakenda. Ef þú hefur áhuga áaðtakaþáttíþvíþávinsamlegasthafðusambandviðskrifstofuSL.

Page 70: Björgun

Ráðstefna72

Garmin-LeiðsögutækiogsnjóflóðabúnaðurTaiga-FatnaðurW.L.Gore&Associates-GoretexefniArcticTrucks-Jeppar/breyttirbílarConterra-Töskurogannarbúnaðurviðbragðs-aðilaAskja-MercedesBenzEllingsen-Búnaðurtilútivistar,fjórhjól,sleðarKendler-Fjallabjörgunarbúnaður,línurTæknivík-TæknivörurogbjörgunarbúnaðurFjallakofinn-ÚtivistarbúnaðurVodafone-Búnaðurtilfjarskipta66°North-ÚtivistarfatnaðurDecisionsforHeroes-Skráningarforritfyrirvið-bragðsaðilaSjúkrakassaþjónustan-Sjúkrabúnaður

Köfunarvörur-KöfunarbúnaðurogfatnaðurÓlafurGíslason&Co-BjörgunarvörurLess-SjúkrabörurFonix-BjörgunarvörurNeyðarlínan/Tetra-112ogTetraÍslandsbanki-BankaþjónustaSjóvá-TryggingarOlís-RekstrarvörurogfyrirtækjaþjónustaRadióraf-RafmagnogbjörgunarvörurÍsmar-HitamyndavélarogljósFelix-TradingBjörgunarvörurSportís-ÚtivistarvörurRán Bátasmiðja ehf. - Bátasmiðja Belgingur - Veðurspár Íslandsspil - söfnunarkassar

BJÖRGUN 2012 EXPO Álaugardeginum,meðanáráðstefnunniBjörgun2010stendur,munuýmis fyrirtækikynnavörur

sínarogþjónustufyrirráðstefnugestum.Meðalþeirraeru:

KVÖLDVERÐUR Í BLÁA LÓNINUÁ laugardagskvöldið verður hátíðarkvöldverður ráðstefnunnar

á veitingastaðnum Lava við Bláa lónið.

Sætaferðir verða frá Grand hóteli í Bláa lónið.

Fyrir þá sem ætla að skella sér í lónið fer rúta frá Grand hóteli klukkan 18:00.

Hinir sem ætla eingöngu í kvöldverðinn en ekki fá sér sundsprett geta tekið rútu

sem fer klukkan 19:00 frá Grand hóteli.

Þeir sem hyggjast mæta í Bláa lónið og eiga þar góða kvöldstund

merkja við Silfurpakkann þegar þeir skrá sig á ráðstefnuna.

Innifalið er þriggja rétta máltíð, fordrykkur, aðgangur að lóninu og rútuferðir báðar leiðir.

Page 71: Björgun

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

Have you ever tested your ability to change the elements - turning cold to warmth or damp to dry? It’s actually not so hard. You just need the right clothing like this jacket called Snæfell. Made of Polartec® Neoshell®, it’s fully waterproof and yet fully breathable. It creates a comfort zone of its own - making it easier to change the elements around you.

Snæfell Jacket is the standard issue of the Icelandic Search & Rescue Team.

Create your comfort zone

» magazine.66north.is

Snæfell Jacket is the winner of the Scandinavian Outdoor Award and the soft goods ISPO Outdoor Award

Keeping Iceland warm since 1926

Page 72: Björgun

Ráðstefna74

BJÖRGUN 2012 RÁÐSTEFNA OG SÝNING 19.-21. OKTÓBER 2012

Föstudagur 19. október

11:00-11:15

11:15-12:00

Matarhlé

13:00-13:45

14:00-14:45

15:00-15:45

16:00-16:45

Laugardagur 20. október

09:00-09:45

10:00-10:45

11:00-11:45

Matarhlé

13:00-13:45

14:00-14:45

15:00-15:45

16:00-16:45

Sunnudagur 21. október

09:30-10:15

10:30:11:15

11:30-12:15

12:30-15:00

Setning: Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Opnunarfyrirlestur: Að gera ráð fyrir hinu óvænta – Getum við lært af fyrri hamförum?

100 snjósleðamenn í snjóflóði í Kanada

Þjálfun og reynsla björgunarmanna - Sólheimajökull 2011

Upplýst ákvörðunartaka á hættusvæðum

Uppsetning á megintryggingum

Vélsleðar í björgunaraðgerðum

Fallhlífahópur FBSR

Sprenging í Osló og skotárás í Útey – Samhæfing viðbragðsaðila

Tæknileg björgun í straumvatni

Samskipti við skjólstæðinga í neyðarástandi

Áhrif ofkælingar á sjúkling sem hefur orðið fyrir áfalli

Speglað kerfi í fjallabjörgun

Baktryggingar í fjallabjörgun - Einfalt eða tvöfalt kerfi?

Leitar- og björgunarsveitir á hestbaki - Verksvið og starfsaðferðir

OziExplorer kortaforritið

Þyrlubjarganir í erfiðum veðuraðstæðum

Starfsemi Alþjóðlegu sjóbjörgunarsamtakanna - IMRF

SAR/Weather: Veðurspár í hárri upplausn eftir pöntun

Þróun aðgerðamála hjá RNLI

Þyrludeild Landhelgisgæslunnar

Tekist á við áskorun fjölmiðlaheimsins

Fyrirlestur í Gullteig A og B

Sjálfboðaliðar í leit og björgun í Færeyjum

SAREX Greenland Sea 2012 - Landhelgisgæslan

Þægindastuðull á sjó

SAREX Greenland Sea 2012 - Slysavarnafélagið Landsbjörg

Fjarskipti í leit og björgun - staðan í dag og framtíðin

EPIRB- PLB - MSLD Neyðarsendar fyrir sjómenn, björgunaraðila og aðra sem vinna á eða við sjó/vatn

Eldur um borð á Norður Atlanshafi - Stjórnun og hópvinna

Gore-Tex and Windstopper fatnaður - á ensku

Samstarf um fyrsta viðbragð – Atvinnumenn og sjálfboðaliðar

Polartec – Fatnaður sem ver líkamann við erfiðar aðstæður - á ensku

Hópstjórar í aðgerðum

Hvers vegna eru Almannavarnir að skipta sér af?

Fjölnota björgunartæki- Mercedes-Benz Sprinter

Fyrirlestur í Gullteig A og B

Flugslys: Viðbragðsáætlanir Icelandair og SL

Taiga fatnaður - á ensku

Arctic Trucks á hásléttu Suðurpólsins

Skyndihjálpin stendur ekki í stað

Viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar í árásunum í Osló og á Útey

Hálendisvakt og Safetravel - nútíð og framtíð

SAR-EDU - Helstu niðurstöður

Tíðni einkenna áfallastreituröskunar hjá björgunarfólki eftir snjóflóðin á Vestfjörðum 1995

Jarðskjálfta- og eldfjallavá í nágrenni Reykjavíkur

Hamfarir- Misgengissvæðin undir stærstu borgum Tyrklands

Bráðalækningar utan sjúkrahúsa - með sjúkraþyrlu í London (London HEMS)

Inngangur um aðgerðastjórnun (SÁBF)

Björgunarþjónusta og björgunarsveitir í Noregi – hlutverk sjálfboðaliða og áskoranir

Sprenging í Osló og skotárás í Útey – Samhæfing viðbragðsaðila

Meðferð sjúklinga á snjóflóðavettvangi

Varðveisla sönnunargagna fyrir viðbragðsaðila á sviði leitar- og björgunar (2 klst.)

Þjálfun og faggilding fyrir straumvatnsbjörgun og tækjahópa björgunarsveita

Hvað geta hundar og hvað geta þeir ekki?

Ungliðastarf THW-Jugend - Mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu

Frágangur Sked björgunarbörunnar við erfiða björgun (á landi, í lofti og í vatni)

Varðskipið Þór - opið fyrir ráðstefnugesti

Gullteigur A Gullteigur B Hvammur Háteigur A/ Engin túlkun

Grand Hótel Reykjavík

LAND SJÓR ANNAÐ

Page 73: Björgun

Ráðstefna 75

BJÖRGUN 2012 RÁÐSTEFNA OG SÝNING 19.-21. OKTÓBER 2012

Föstudagur 19. október

11:00-11:15

11:15-12:00

Matarhlé

13:00-13:45

14:00-14:45

15:00-15:45

16:00-16:45

Laugardagur 20. október

09:00-09:45

10:00-10:45

11:00-11:45

Matarhlé

13:00-13:45

14:00-14:45

15:00-15:45

16:00-16:45

Sunnudagur 21. október

09:30-10:15

10:30:11:15

11:30-12:15

12:30-15:00

Setning: Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Opnunarfyrirlestur: Að gera ráð fyrir hinu óvænta – Getum við lært af fyrri hamförum?

100 snjósleðamenn í snjóflóði í Kanada

Þjálfun og reynsla björgunarmanna - Sólheimajökull 2011

Upplýst ákvörðunartaka á hættusvæðum

Uppsetning á megintryggingum

Vélsleðar í björgunaraðgerðum

Fallhlífahópur FBSR

Sprenging í Osló og skotárás í Útey – Samhæfing viðbragðsaðila

Tæknileg björgun í straumvatni

Samskipti við skjólstæðinga í neyðarástandi

Áhrif ofkælingar á sjúkling sem hefur orðið fyrir áfalli

Speglað kerfi í fjallabjörgun

Baktryggingar í fjallabjörgun - Einfalt eða tvöfalt kerfi?

Leitar- og björgunarsveitir á hestbaki - Verksvið og starfsaðferðir

OziExplorer kortaforritið

Þyrlubjarganir í erfiðum veðuraðstæðum

Starfsemi Alþjóðlegu sjóbjörgunarsamtakanna - IMRF

SAR/Weather: Veðurspár í hárri upplausn eftir pöntun

Þróun aðgerðamála hjá RNLI

Þyrludeild Landhelgisgæslunnar

Tekist á við áskorun fjölmiðlaheimsins

Fyrirlestur í Gullteig A og B

Sjálfboðaliðar í leit og björgun í Færeyjum

SAREX Greenland Sea 2012 - Landhelgisgæslan

Þægindastuðull á sjó

SAREX Greenland Sea 2012 - Slysavarnafélagið Landsbjörg

Fjarskipti í leit og björgun - staðan í dag og framtíðin

EPIRB- PLB - MSLD Neyðarsendar fyrir sjómenn, björgunaraðila og aðra sem vinna á eða við sjó/vatn

Eldur um borð á Norður Atlanshafi - Stjórnun og hópvinna

Gore-Tex and Windstopper fatnaður - á ensku

Samstarf um fyrsta viðbragð – Atvinnumenn og sjálfboðaliðar

Polartec – Fatnaður sem ver líkamann við erfiðar aðstæður - á ensku

Hópstjórar í aðgerðum

Hvers vegna eru Almannavarnir að skipta sér af?

Fjölnota björgunartæki- Mercedes-Benz Sprinter

Fyrirlestur í Gullteig A og B

Flugslys: Viðbragðsáætlanir Icelandair og SL

Taiga fatnaður - á ensku

Arctic Trucks á hásléttu Suðurpólsins

Skyndihjálpin stendur ekki í stað

Viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar í árásunum í Osló og á Útey

Hálendisvakt og Safetravel - nútíð og framtíð

SAR-EDU - Helstu niðurstöður

Tíðni einkenna áfallastreituröskunar hjá björgunarfólki eftir snjóflóðin á Vestfjörðum 1995

Jarðskjálfta- og eldfjallavá í nágrenni Reykjavíkur

Hamfarir- Misgengissvæðin undir stærstu borgum Tyrklands

Bráðalækningar utan sjúkrahúsa - með sjúkraþyrlu í London (London HEMS)

Inngangur um aðgerðastjórnun (SÁBF)

Björgunarþjónusta og björgunarsveitir í Noregi – hlutverk sjálfboðaliða og áskoranir

Sprenging í Osló og skotárás í Útey – Samhæfing viðbragðsaðila

Meðferð sjúklinga á snjóflóðavettvangi

Varðveisla sönnunargagna fyrir viðbragðsaðila á sviði leitar- og björgunar (2 klst.)

Þjálfun og faggilding fyrir straumvatnsbjörgun og tækjahópa björgunarsveita

Hvað geta hundar og hvað geta þeir ekki?

Ungliðastarf THW-Jugend - Mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu

Frágangur Sked björgunarbörunnar við erfiða björgun (á landi, í lofti og í vatni)

Varðskipið Þór - opið fyrir ráðstefnugesti

Gullteigur A Gullteigur B Hvammur Háteigur A/ Engin túlkun

Grand Hótel Reykjavík

LAND SJÓR ANNAÐ

Page 74: Björgun

Ráðstefna76

FyRIRLEStRAR

FÖSTUDAGUR 11:00-12:00

OPNUNARFYRIRLESTUR:Að gera ráð fyrir hinu óvænta – Getum við lært af fyrri hamförum?

Víðir Reynisson

ÁfyrriöldumhafaÍslendingarveriðberskjaldaðirfyrirnátt-úruhamförum.Sumarþessaranáttúruhamfara,sérstaklegaeldgos, hafa einnig haft áhrif á önnur lönd. Í fyrirlestrisínummunVíðirReynissonræðanáttúruhamfariráundan-förnumáratugumogþannlærdómsemAlmannavarniráÍslandigetadregiðafþeim.Hannmuneinnigræðahvaðaþættiþessalærdómserhægtaðnotahjáöðrumþjóðum.

FöStudaGur 13:00-13:45

Tíðni einkenna áfallastreituröskunar hjá björgunarfólki eftir snjóflóðin á vestfjörðum 1995

Valdís Björk Þorgeirsdóttir

Árið 1995 féllu tvö mannskæð snjóflóð á Vestfjörðum.Fyrra snjóflóðið féll á Súðavík í janúar og það seinna áFlateyriíoktóber.Þrjátíuogfjórirlétust,bæðikarlar,kon-urogbörn.Umfjögurhundruðbjörgunarmenntókuþáttíleitogbjörgun,enbjörgunaraðgerðirstóðuyfiríumeinnog hálfan sólarhring á báðum stöðum. Rannsókn þessileitast við að skoða afdrif þessara björgunarmanna og eru einkenni áfallastreituröskunar metin og áhrif félagslegsstuðnings og reynslu af björgunarstörfum á líðan björg-unarmanna könnuð. Meðhöfundar:EddaBjörkÞórðardóttirog IngunnHans-dóttir.

100 snjósleðamenn í snjóflóði í Kanada

Ian Tomm

MestasnjóflóðaslysísöguKanadahjáfólkiífrístundastarf-semiáttisérstaðþann13.mars2010,á fjallinuBoulderMountain, rétt hjá Revelstoke, BC. Snjóflóð sem var af3ja stigi og var framkallað af tveimur sleðamönnum félláhópmeðu.þ.b.100snjósleðamönnumsemhöfðu lagtsnjósleðumsínumbeint fyrirneðanstórahengju.Yfir30manns slösuðust og ökumennirnir tveir sem voru að aka á ofanverðufjallinulétust.

Þyrlubjarganir í erfiðum veðuraðstæðum

Lasse Coucheron

Í fyrirlestri sínummunLasse farayfir tvöslys frá síðastaári sem sýna glöggt þær takmarkanir sem þessi björg-unartæki stríða við í björgunaraðgerðum á sjó og landi.Þann25.janúarsökkíslenskifiskibáturinnHallgrímur,um145sjómílurnorðvesturafStad íNoregi.Veðurvarafarslæmt,um70hnútavindurogyfir20mölduhæð.Þann10.febrúarlétutveirnorskirklifrararlífiðí ísklifursslysi íKje-ragviðStavangeríNoregi.Lágskýjahulaogísinggerðubjörgunaraðgerðir afar krefjandi.

Gore-Tex og Windstopper fatnaður - á ensku

Mikael Asserfors

Þegarumfatnaðogannanbúnaðeraðræðaskiptirend-inghöfuðmáli.Vörngegnnáttúruöflunumogþæginditillengritímaskilarséríauknuöryggiogminnifjárútlátum.WLGore&Associateshafaveriðíforystuþeirrasemfram-leiðavatnsheldöndunarefni semendast í allt að30ár. ÍþessumfyrirlestriferMikaelyfirtækninaaðbakiefninuogveitirhagnýtráðumhvernigbestséaðfarameðGore-TexogWindstopperflíkur.

FÖSTUDAGUR 14:00-14:45

Jarðskjálfta- og eldfjallavá í nágrenni Reykjavíkur

Páll Einarsson

Reykjavíkliggurínæstanágrennivirkraflekaskilaþarsemjarðskjálftarogeldgoseru tíð,efhorfter til langs tíma.FlekaskilinliggjaeftirReykjanesskagaendilöngumogþargetaorðiðjarðskjálftaralltað6,5aðstærð.Eldgosáfleka-skilunumeruyfirleitthraungosnemaþarsemvatnkemstaðgosrásinniogveldursprengigosum.AðstæðurtilslíkseruþekktaráKrísuvíkursvæðinuogundanströndinniviðReykjanestá.EldgosáReykjanesskagavirðastverahrinu-kennd,þ.e.goserutíðágostímabilumensíðangetaliðiðmörghundruðárángosa.VátengdeldgosumáReykja-nesskagaerhelsttengdhraunrennsli,sprunguhreyfingum,áhrifum öskufalls á samgöngur og hugsanlega mengun grunnvatns.

Page 75: Björgun

Ráðstefna 77

Þjálfun og reynsla björgunarmanna - Sólheimajökull 2011

Þorsteinn Þorkelsson

Ífyrirlestrinumverðurfjallaðumhvaðakröfurskuligeratilbjörgunarmannavarðandiþjálfunogreynsluíerfiðumað-gerðum.Fjallaðverðurumhvernigþessimálhafaþróasthérálandiásíðustuárumoghvertrétteraðstefnaífram-tíðinni. Aðgerð björgunarsveita á Sólheimajökli í lok árs2011verðurnotuðsemdæmiumnauðsynáskilgreininguá þessu sviði.

Starfsemi Alþjóðlegu sjóbjörgunarsamtakanna - IMRF

Michael Vlasto

ÍþessumfyrirlestrimunMichaelsegjafrámarkmiðumogstefnuIMRFogfarayfirþróuninafráþvíáfundisamtak-annaíShanghaiíKínaásíðastaári.Sérstökáherslaverðurlögð á verkefni er varða fjölmenna björgun á sjó, kynn-inguá leiðbeinandi reglumfyrirbjörgunarbátaogþróunslysavarnaverkefnaásjó.

Samstarf um fyrsta viðbragð – Atvinnumenn og sjálf-boðaliðar

María Theodórsdóttir

Árið 2006 ákvað Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins (SHS)að fara í samstarf við björgunarsveitina Kjöl. KjalarnesogKjóseruhlutiafþjónustusvæðiSHSogmarkmiðsam-starfsinsvar,oger,aðeflaþjónustuáþessusvæði.Björg-unarsveitinKjölursvararslysa-ogbráðaveikindaútköllumáþessusvæðioggeturviðbestuaðstæðurbjargaðlífum,fyrirutanaðmetavettvangogkomafyrstuupplýsingumtilsjúkrabílsSHSsemeráleiðinni.ÍþessumfyrirlestrimunMaríakynnasamstarfið,semvarfyrstaformlegasamstarfafþessutagiáÍslandi,hverjuþaðhefuráorkað,spáívið-bragðstíma og verklag í útkalli, reynslu af samstarfinu ígegnumárinoghvaðaframtíðséfyrirvettvangshjálparliðá strjálbýlum svæðum.

FÖSTUDAGUR 15:00-15:45

Hamfarir – Misgengissvæðin undir stærstu borgum Tyrk-lands

Sigrún Hreinsdóttir

Tyrklandliggurásvæðiþarsemjarðskjálftavirkniermikilog er forsaga hrikalegra jarðskjálfta á þessu svæði löng. Tvö mikil sniðgengissvæði liggja um Tyrkland. Norður-Anatólíumisgengiðer í norðurhlutaAnatólíuogAustur-AnatólíumisgengiðeríAustur-Tyrklandi.MisgengissvæðinliggjaundirnokkrumstærstuborgumTyrklandsogþegarsaman kemur lítið dýpi ogmikið umfang er jarðskjálfta-hættamikil.Árið1999varðhingríðarlegiIzmitjarðskjálfiíTyrklandi,þegarhlutiNorður-Anatólíumisgengisinsbrotn-aðiíjarðskjálftasemmældist7,6mwogvarðyfir17.000manns að bana.

Upplýst ákvörðunartaka á hættusvæðum

Iain Stewart-Patterson

Þeirsemþurfaaðtakaákvarðanirverðaaðþjálfameðsérviðbragðsflýti sem gerir þeim kleift að forðast gildrur og einsverðaþeiraðlæraaðsamhæfagreiningarhæfnisínaog innsæi við ákvörðunartöku. Oft þarf að taka ákvarð-anir við erfiðar aðstæður þar sem umhverfið veitir ekki miklahjálp,enenguaðsíðurverðamennaðsýnaréttvið-brögðþarsemafleiðingarákvarðanagetaátíðumveriðbanvænar.Samskiptareglureðahjálpartólgetaauðveldaðákvarðanatöku, en eru ekki ávallt nægilega vandaðar tilaðveita leiðbeiningarviðaðstæðursemeruóvenjulegareða erfiðar.

SARWeather: veðurspár í hárri upplausn eftir pöntun

Logi Ragnarsson

SARWeatherervefforrittilaðgeraveðurspáríhárriupp-lausneftir pöntun.Kerfið er hannaðmeð tilliti til krafnaviðbragðsaðila um skjótan viðbragðstíma og hentar tilnotkunaríóstöðuguveðriogerfiðulandslagi.SARWeat-her verður sýnt og notkunarmöguleikar ræddir.

Page 76: Björgun

Ráðstefna78

Polartec – Fatnaður sem ver líkamann við erfiðar að-stæður – á ensku

Eric Yung

Polartec,LLCerhönnuður,framleiðandiogmarkaðsstjóriPolartec® - fatnaðar fyrirerfiðaraðstæður.Polartec®erleiðandivörumerkiíheiminumásviðifatnaðarfyrirerfiðaraðstæður,en fyrirtækið framleiðir allt frá léttu rakadreif-andi grunnlagi til einangrunarlaga yfir í varnarlag gegnmjög slæmu veðri. Þekktustu og bestu fatamerki heims notavörurnarþeirraoger66°Norðurmeðalviðskiptavinaþeirra.AðaukieruPolartec®fataefninotuðímiklumagniafmörgumstórfyrirtækjumíheiminumþ.ám.aflandher,flota,landgönguliði,flugherogsérsveitumBNA.

FöStudaGur 16:00-16:45

Bráðalækningar utan sjúkrahúsa – Með sjúkraþyrlu í London (London HEMS)

Viðar Magnússon

Viðar hefur víðtæka reynslu af bráðalækningum utansjúkrahúsa, bæði af neyðarbíl í Reykjavík og Oslo aukþyrlusveitar LHG. Á árunum 2010-2011 starfaði hann álæknaþyrlum íBretlandi,meðalannarshálftár íLondon.Hanndeilirhérmeðokkurþeirrispennandireynslusemvaraðvinnaáeinusjúkraþyrlunnisemsinnirslysumhjánæst-um14milljónumíbúa.ÞáreynirhannaðdragalærdómafþvísemhanngerðiþartilaðbreytaogbætaþjónustuviðslasaðaogbráðveikaáÍslandi,bæðiutanoginnanveggjaspítalans.

Uppsetning á megintryggingum

Kirk Mauthner

Valátryggingaraðferðumíklifriogfjallamennskubyggistáfjölmörgumatriðum,ekkisístáhversulíklegtfallséoghvaða afleiðingargeta hlotist af því. Fyrir umátta árumvöknuðu spurningar meðal fjallaleiðsögumanna varðandi réttmæti þess að tryggja einhvernbeint úr klifurbeltinu.Uppkomsúhugmyndaðtryggjaklifrarabeintúrakkeris-punktum.Þessifyrirlesturveitirsmáinnsýninníþaðferlisemfórafstaðogvarðtilþessaðklifrararvöldufrekarþáaðferðaðtryggjabeintúrakkerispunktum,íþaðminnstaþeir sem störfuðu innan samtaka fjallaleiðsögumanna íKanada.Aðaukiverðurfjallaðumlítiðklifurævintýrifyrir-lesaransþarsemmeginakkeritókvið,oghélt,120metrafalliklifurfélagans.Útfráþvímádragalærdómsemájafntvið um fjallamennsku og klifur.

Þróun aðgerðamála hjá RNLI

Michael Vlasto

HérverðurfariðyfirhvernigKonunglegubreskusjóbjörg-unarsamtökin, RNLI, leggja línurnar í aðgerðastjórn oghvernig þaumæla árangur. Einnig verður farið yfir þró-unina í aðgerðastjórn og þá sérstaklega í tengslum viðnýjaShannonClassbjörgunarbátinn.

Hópstjórar í aðgerðum

Jónas Guðmundsson

Hópstjóri gegnir lykilhlutverki þegar umer að ræða að-gerðiríleitogbjörgun.Hlutverkhanserþómismunandieftirþvíhverseðlisaðgerðiner.Íþessumfyrirlestriætlumviðaðkastauppmismunandihlutverkumhópstjóraenumleið að setja fram hugmyndir að gömlum/nýjum vinnu-brögðumhópstjóraíaðgerðum.

LauGardaGur 9:00-9:45

Inngangur um aðgerðastjórnun (SÁBF)

T’mi Finkle

Námskeið þetta lýsir sögu, starfsmannafyrirkomulagi,meginreglum, skipulagi og uppbyggingu aðgerðastjórn-unarkerfisSÁBF.

vélsleðar í björgunaraðgerðum

Ragnar Haraldsson

Í erindinu verður fjallað um hvernig vélsleðar geta nýstsem öflug björgunartæki og hvenær eigi að kalla eftir þeimíaðgerðum.Fariðverðuryfirþróunávélsleðumogbúnaðioghvernigsúþróunhefurbreyttnotkunarmögu-leikumávélsleðumsembjörgunartækjum.Einnigverðurfariðyfir aðkomuvélsleða íerfiðumaðgerðumáundan-förnum árum.

Þyrludeild Landhelgisgæslunnar

Henning Þór Aðalmundsson

ÍþessumfyrirlestriverðurþyrludeildLHGkynnt,þ.e.bún-aður ogmenntun áhafna. Farið verður yfir það hvernighúnæfir fyrirhiðóvæntaoghverniguppsetningæfingaferfram.Viðhvaðaaðstæðurnýtistþyrlanoghvenærþarffrá að hverfa vegna veðurs eða annarra aðstæðna? Einnig verðurfariðyfirnýlegtútkallþarsemfjarskiptiviðbjörg-unarsveitirskiptusköpumíaðbjörgunværimögulegviðmjög erfiðar aðstæður.

Page 77: Björgun

Ráðstefna 79

í Bretlandi og á Írlandi. Kynning þessi miðar að því aðvarpaljósiáhvernigKonunglegasjóbjörgunarfélagið,semer leitar-ogbjörgunarstofnunsembyggistágóðgerðar-starfsemiog sjálfboðaliðastarfi, færir sér í nytogvirkjaraflsamfélagsmiðla,vídeómyndagerðogljósmynduntilaðbæta samskipti og þjálfun starfsmanna og sjálfboðaliða

Fjölnota björgunartæki - Mercedes-Benz Sprinter

Páll Halldór Halldórsson

Páll Halldór Halldórsson mun fjalla um Mercedes-BenzSprinterbílasemþykjaafarhentugirhérálandi,t.d.semsjúkrabílarogekki síst tilnotkunar fyrirbjörgunarsveitir.Núþegareruum35Sprintersjúkrabílarhérá landi,aukþesssembjörgunarsveitirhafasýnt35“og46“breyttumSprinter mikinn áhuga. Björgunarfélag Hornafjarðar erfyrstabjörgunarsveitinsemfærafhentannýjan35“breytt-anSprinterummiðjanjúní.

LauGardaGur 11:00-11:45

Sprenging í Osló og skotárás í útey – Samhæfing við-bragðsaðila

Anders Snortheimsmoen og Thor Langli

ÁsíðastaáriurðuNorðmennfyrirverstuárásáfriðartím-umþegarAndersBehringBreiviksprengdibílasprengjuíOslóoghófsíðanskothríðgegnungufólkiísumarbúðumíÚtey.77mannslétulífiðíárásunum.

LauGardaGur 13:00-13:45

Meðferð sjúklinga á snjóflóðavettvangi

Anton Berg Carrasco

Erindið fjallar um vettvangsmeðhöndl-unsjúklingasemgrafast ísnjó-flóðum. Kynntir verðavinnuferlar er varða endurlífgun þeirrasemgrafnir eruúr

Hvers vegna eru Almannavarnir að skipta sér af?

Björn Oddsson

Ásíðustuárumhafakomiðupp fjölbreytt tilvikþar semAlmannavarnaástandi er lýst yfir. Það lengsta stóð yfir ínokkra mánuði á meðan þau stystu geta varið nokkrarmínútur.ÍfyrirlestrinumverðurfariðyfirskipuritAlmanna-varna,hvenærskiptaþærsérafoghversvegna.Hvaðferframísamhæfingarstöðinnioghvernigmánýtasérhana?Dæmiverða tekinafþeim fjöldaatvika semkomiðhafauppoghvernigþauvoruleyst.

LauGardaGur 10:00-10:45

Björgunarþjónusta og björgunarsveitir í Noregi – hlut-verk sjálfboðaliða og áskoranir

Bente Asphaug

Norskabjörgunarþjónustanerrekinísamvinnuopinberrastofnana, sjálfboðastofnana og einkafyrirtækja sem erumeðþannmannaflaogtækjabúnaðsemnauðsynlegurertil að framkvæma björgunarstörf. Samræmingarstöðvarfyrirsameiginlegarbjörgunaraðgerðirberaheildarábyrgðá störfum leitar-ogbjörgunarsveita.Kynningþessi sýnirhlutverksjálfboðaliðaístarfseminorskrabjörgunarsveita,þær áskoranir sem þær mæta á mismunandi stigum og hvernig þær takast á við þessar áskoranir.

Fallhlífahópur FBSR

Ottó Eðvarð og Emil Már Einarsson

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík er eina björgunarsveitlandsins sem er með fallhlífahóp innan sinna raða. Fall-hlífahópurinnhefurveriðstarfandisíðanárið1966.Fyrir-lesturinn fjallar um söguhans, þjálfun, getuogþær að-stæðursemþurfaaðverafyrirhendisvohægtséaðnýtakrafta hópsins. Einnig verður fjallað umnotkun vörufall-hlífaogþáþjálfunsemþarfaðverafyrirhendiþegarfinnaáhentuganlendingarstað.Fariðverðuryfirþauútköllsemfallhlífahópurinnhefurtekiðþáttíogveltfyrirsérhvernignýtamákraftahansíframtíðinni.

Tekist á við áskorun fjölmiðlaheimsins

Tony Roddam

Þeirsemvinnaísjálfboðaliðastarfiþurfaaðeigagóðsamskiptiviðfjölmiðla.Almenningurþarfaðvitahvaðsjálfboðaliðinnleggursamfélaginutil.Góðfjölmiðlaumfjöllunskilarséríaukn-um stuðningi og þar með öflugra starfi.Uppgangurfjölmiðlaíþjóð-félaginu,þróunbúnaðartilvíd-eómyndagerðar og byltingí fjölmiðlasamskiptum felaí sér áskoranir gagnvartfyrirtækjum, stofnunumog góðgerðarsamtök-um,þ.m.t.Konunglegasjóbjörgunarfélaginu

Page 78: Björgun

Ráðstefna80

snjóflóðum.Sérstökáherslaverðurlögðáhvernigbjörg-unarsveitafólkgeturhagnýttsérslíkavinnuferlaoghvaðaúrræðiþarfaðhafaíhugavarðandiflutningogáframhald-andimeðferð.Þáverðurfjallaðumáverkaogofkælinguísnjóflóðatilfellummeðáhersluáhvaðaþekkinguogbún-aðbjörgunarsveitarfólkogviðbragðsaðilarþurfaaðhafaátakteinunumíslíkumtilfellum.

Tæknileg björgun í straumvatni

Jón Heiðar Andrésson

Straumvatnsbjörgun er að ákveðnu leyti nýyrði enda erstuttsíðanaðbyrjaðvaraðbjóðauppákennsluístraum-vatnsfræðumáÍslandiþám.t.t.leitaríogviðstraumvötnsemogtæknilegrarbjörgunarístraumvatni.Enerumviðmeðgóðaþekkingu á því afli semer í straumvatni eðavitum við örugglega hvað við erum að gera eða hvað við erumaðfaraútí?Íþessumfyrirlestrierætluninaðvarpaljósiáþaunámskeiðsemhægteraðsækjatilaðaukaviðþekkingu á straumvatni.

Sjálfboðaliðar í leit og björgun í Færeyjum

Jens Hansen

Í þessum fyrirlestri mun Jens Hansen fara yfir leitar ogbjörgunarstörfsjálfboðaliðaíFæreyjum.Munhannleggjasérstakaáhersluásjóbjörgun.

Flugslys: viðbragðsáætlanir Icelandair og SL

Stephanie Smith

Farþegaflugvélhrapar.Slökkviliðogbjörgunarsveitirfaraaf stað ásamt opinberum stofnunum og flugvallayfir-völdum–enhvaðerflugfélagiðaðgeraámeðan?Fyrir-lesturinnmun svaraþví frá sjónarhorni Icelandair, kynnaneyðaráætlanir fyrirtækisins ásamt almennum megin-reglumflugfélaga,svooghvernigIcelandairhefuraðlagaðþessar reglur sinni starfsemi. Áhersla er lögð á samvinnu SlysavarnafélaginsLandsbjargarogIcelandair,sérstaklegaviðOSOCCteymið,ogsameiginleganávinningsemfylgirsamvinnunni.

LauGardaGur 14:00-15:45

varðveisla sönnunargagna fyrir viðbragðsaðila á sviði leitar og björgunar (2 klst.)

Tomi’ Finkle

Viðbragðsaðilarásviði leitarogbjörgunar leitavísbend-ingatilaðstaðsetjaþannsemertýndur.Stundumgeturtil-vitnunin:fundinvísbendingvarðandileitogbjörgun,orðiðsönnunargagn sem hjálpar til við að auðkenna einhvern sem er grunaður. Það er mjög mikilvægt að viðbragðsað-ilarásviðileitarogbjörgunarskiljiþaugrundvallarsjónar-mið sem gilda um varðveislu sönnunargagna.

Samskipti við skjólstæðinga í neyðarástandi

Þórir Guðmundsson

Íatinusemfylgirneyðaraðstoðverðasamskiptiviðskjól-stæðingaoftútundan.Þaðermiður.Áundanförnumárumhefur ábyrgð gagnvart þiggjendum aðstoðar orðið for-gangsatriði hjá mörgum alþjóðlegum hjálparstofnunum.Ásamatímahafatækninýjungarauðveldaðtilmunasam-skiptiviðþolendurhamfara.JarðskjálftinnáHaítí2010,semkallaðiáumfangsmestuhamfaraviðbrögðRauðakrossinsíeinu landi í söguhreyfingarinnar,hefur leitt tilbreytingaáþvíhvernigRauðikrossinntalarviðskjólstæðingasína.Núerhöfuðmarkmiðiðekkieingönguaðveitaupplýsingarhelduraðnágagnkvæmumsamskiptum,þannigaðskjól-stæðingar geti haft áhrif á sjálft hjálparstarfið.

SAREX Greenland Sea 2012 - Landhelgisgæslan

Snorre Greil

SAREXGreenlandSea2012er í raun leitar-ogbjörgun-aræfing á vegum Norðurskautsráðsins vegna samnings ráðsins frá maí 2011 um leit og björgun. Herstjórnin áGrænlandi, „Island Commander Greenland“, var skipu-leggjandi og ábyrgðaraðili æfingarinnar en í henni tókuþátt fjölmargar björgunareiningar og aðilar norðurskauts-ríkjanna.Tilganguræfingarinnarvaraðsamhæfaviðbrögðbjörgunaraðilaþegarskemmtiferðaskipkemst íneyðviðnorðausturströndGrænlandsáóbyggðusvæði.Kynningingefurnákvæmarimyndafæfingunniogvarparljósiáum-hverfihennar,tilgangogárangur.

Taiga fatnaður – á ensku

Patrik Larsson

Fyrirtækið Taiga AB á sér langa sögu þegar kemur aðframleiðslufatnaðartilaðnotaíregni,snjókomu,vindiogjafnvelíblíðviðriaðsumarlagi.Fyrirtækiðgerireinnigsitttilaðkennafólkihvernigfatnaðurhæfirhverjutilefni.

Page 79: Björgun

Ráðstefna 81

LauGardaGur 15:00-15:45

varðveisla sönnunargagna fyrir viðbragðsaðila á sviði leitar og björgunar (seinni hluti)

T’omi Finkle

Áhrif ofkælingar á sjúkling sem hefur orðið fyrir áfalli

Marcel Rodriguez

Flestbjörgunarfólkhefurhlotiðþjálfunviðaðfyrirbyggjaofkælingu,geturboriðkennsláeinkenninoggeturveittmeðferð við henni. Minna er vitað um áhrif ofkælingar á áfallasjúkling.Áþessum fundi verður fariðyfir fylgikvillasemofkælinggeturvaldiðþegarþarfaðmetaáfallasjúk-lingáréttanháttogveitahonummeðferð,einnigverðaveittar nokkrar leiðbeiningar til að að-stoða við matsferlið.

Þægindastuðull á sjó

Össur Kristinsson og Stefán Guð-steinsson frá OK Hull ehf.

Rafnarehf.hefurísamstarfiviðLand-helgisgæslu Íslands unnið rannsóknþar sem mæld voru hröðunarkraftar og hreyfingviðkeyrsluslöngubáta.Gerð-ar voru mælingar á 8 m slöngubátum.Niðurstöðurnar voru metnar og verða kynntar. Högg hafa mikil áhrif á ástandáhafnar og á getu hennar til að framkvæma störfsín.Þægindastuðullermikilvægurhlutiaf hönnun og eiginleikum skrokka Rafnar ehf. Rafnarskrokkarhafaóhefðbundnalögunsemer ekki aðeins hagkvæmari og sparneytnariheldur veitir aukin þægindi og stöðugleika við erfiðaraðstæðurásjó.

Arctic Trucks á hásléttu Suðurpólsins

Emil Grímsson og Gísli Jónsson

Fyrir 100 árum komust fyrstu mennirnir á Suðurpólinn,fyrsturvarAmundsenogliðhansogstuttusíðarScottogfélagar.FerðápólinnáþessumtímaþóttimikiðþrekvirkiogáttuScottoghansmennekkiafturkvæmt.LeiðangraráSuðurskautslandiðeruennmikilþolraunogkrefjastmikilsundirbúnings sem getur tekið langan tíma og er kostn-aður gríðarlegamikill. Arctic Trucks ermeð lausnir semauðveldaslíkarferðir,eruáreiðanlegarogsparatímaaukþesssemaðeinserþörfábrotiafþvíeldsneytisemhefð-bundintækiíleiðöngrumáSuðurskautslandiðkrefjast.

LauGardaGur 16:00-16:45

Þjálfun og faggilding fyrir straumvatnsbjörgun og tækja-hópa björgunarsveita

Jon Gorman

Meðlimir björgunarsveita verða að bregðast við mjög fjöl-breyttum atvikum bæði á sviði sjó- og tækjabjörgunar.Þessibjörgunarstörfgetaveriðalltfráþvíaðbjargaöku-tækjumúr straumþungum ám yfir í fjallabjörgun.Hvaðaþjálfunogtækjabúnaðerumviðbúinaðútvegasveitumokkartilaðtakastáviðþessarerfiðuogmargbreytilegubjörgunaraðstæður?Erþjálfuninmiðuðviðnúverandiað-stæðuroghentarhúnmarkmiðinu?

Speglað kerfi í fjallabjörgun

Kirk Mauthner

Í fjallabjörgunþarsem ínotkuneru tvær línur,leitumst við jafnan við að hafa þær aðskildar þarsemönnurþjónarhlutverkiaðallínuoghinöryggislínu. Aðallínan ber þunga þess semeráendalínunnarogöryggislínantekurviðþunganumefeitthvaðítengslumviðaðal-línunabregst.Ígegnumprófanirogrann-sóknir á þessu kerfi, ásamt viðbrögðumþeirrasemnýtaþað,erljóstaðþessiað-skilnaðurerekkiendilegaafhinugóða.Breytingsemgerirþaðaðverkumaðlín-urnar vinni til jafns undir álagi og slaka mun gera alla vinnu við fjallabjörgun hættuminni.Þessifyrirlesturveitirinn-sýninníþettabjörgunarkerfi.

Sarex Greenland Sea 2012 - Slysa-varnafélagið Landsbjörg

Hjálmar Örn Guðmarsson og Lárus Steindór Björnsson

Íseptembermánuði2012tókuþrjársveitirSlysa-varnafélagsins Landsbjargar, sem einnig eru félagar íÍslensku alþjóðasveitinni, þátt í samæfingunni SAREXGreenlandSea2012.ÆfinginvarhaldinávegumDanskasjóhersinsogtókumargiralþjóðlegirviðbragðsaðilarþáttíhenni. ÍslenskuþátttakendurnirvoruLandhelgisgæslan,reykkafararfráSHSogþrjársveitirfráSlysavarnafélaginuLandsbjörg.ReyndiæfinginásamvinnuhinnaýmsuaðilaersnúaaðleitogbjörgunáhafsvæðinuíkringumÍsland.

Page 80: Björgun

Ráðstefna82

Skyndihjálpin stendur ekki í stað

Gunnhildur Sveinsdóttir

Ljósteraðskyndihjálparfræðslaþarfaðbyggjaávísinda-legumgrunni.Skyndihjálpinstendurekkiístaðogerstöðugframþróunhennar forsendaþessaðveitamegiárangurs-ríkaaðstoðáneyðarstundu.Alþjóðasamband landsfélagaRauðakrossinsogRauðahálfmánans(IFRC)gafútfyrstual-þjóðleguleiðbeiningarnarískyndihjálpogendurlífgunárið2011.Íleiðbeiningunumerfjallaðumárangursríkaraðferðirí skyndihjálp. Bókin European First Aid Manual (EFAM),sembelgískiRauðikrossinníFlæmingjalandigafút,byggirá þessum leiðbeiningum. Nýja skyndihjálparbók RauðakrossÍslands(skyndihjálpogendurlífgun)heitiráfrummál-inuEuropeanFirstAidManual(EFAM).Íbókinnierfjallaðáeinfaldan og skýran hátt um það hvernig almenningur getur veittviðeigandiskyndihjálpánsérhæfðsbúnaðar.

SunnudaGur 9:30-10:15

Hvað geta hundar og hvað geta þeir ekki?

Steinar Gunnarsson

Fariðverðuryfireftirtalið:Hvaðerraunhæftogsanngjarntaðreiknameðaðhundargetileyst,mýturvarðandihunda-þjálfunoghunda,valáhundumtilýmissaverkefna(valáþjálfurum).

Baktryggingar í fjallabjörgun - Einfalt eða tvöfalt kerfi?

Martin Kendler

Víða innan fjallabjörgunargeirans, jafnvel hjá launuðumfagmönnum,ríkiróvissaumþærreglursemgildaumfjalla-björgunoglínuvinnu.Stóraspurningin:Einfalteðatvöfaltkerfi?hjálparþarekkitil. ÍþessumfyrirlestrimunMartinræða lagalegan grunn á Íslandi og í Evrópusambandinuaukþesssemhanngefurhagnýtráðsemnýtamáíþjálfunsemogíaðgerðum.

Fjarskipti í leit og björgun - staðan í dag og framtíðin

Daníel Eyþór Gunnlaugsson

Einsogallirþekkjasemtekiðhafaþáttíerfiðumaðgerðumeru fjarskipti einn af undirstöðuþáttum vel heppnaðrar að-gerðar.Samræming,stjórnunogyfirsýnerulykilþættirsemallirvinnastítaktviðþærupplýsingarsemberastgegnumfjarskipti. Tæknin heldur áframaðþróast ogmöguleikarbjörgunarsveitaaukast jafnframt.Enhvaðer framundan,hvaða nýjungar eru á næstunni og hvernig getum við nýtt þær?Íþessumfyrirlestriverðurfariðyfirnúverandistöðuog hvað kemur nýtt inn á næsta ári. Þá er til dæmis stefnt aðuppfærsluáöllum1.100talstöðvumbjörgunarsveitaogmunuþarfylgjaáhugaverðarnýjungar.

viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar í árásunum í Osló og á útey

Sveinn Magnússon

Sveinn var meðlimur í alþjóðlegri ráðgjafanefnd semskipuðvartilaðmetaviðbrögðheilbrigðisþjónustunnaríNoregiviðárásunum22.júlí2011íOslóogÚtey.Nefndinvar sett á laggirnar af hálfu Norðmanna til að vera norskri rannsóknarnefndtilaðstoðar.Ífyrirlestrinumverðurgreintfrá helstu niðurstöðum og ábendingum sem alþjóðlegaráðgjafanefndinskilaðitilnorskrayfirvalda,semoghelstuniðurstöðumnorskunefndarinnar.EinnigverðurfariðyfirhvaðÍslendingargetalærtafúttektinni.

SunnudaGur 10:30-11:15

Ungliðastarf THW-Jugend - Mikilvægi alþjóðlegrar sam-vinnu

Rainer Schmidt og Christian Hohmann

THW-Jugend er unglingastarf þýsku björgunarsamtak-annaTechnischesHilfswerk(THW).Ísamtökunumerung-liðastarfinugertháttundirhöfðiendaþykjaþaugagnast

Page 81: Björgun

Ráðstefna 83

meðlimumþeirraafarvel.EittafmarkmiðumTHW-Jugender að gefa öllum áhugasömum meðlimum færi á að taka þátt íalþjóðlegusamstarfiogverkefnum.Samtökinhafaþvístofnaðdeildtilaðaðstoðaeiningarsínaríaðskipu-leggjaogútfæraþátttökuíslíkustarfi.

Leitar- og björgunarsveitir á hestbaki - verksvið og starfs-aðferðir

T’omi Finkle

Námskeið þetta mun fjalla um hvernig beita eigi leitar- og björgunarsveitumáhestbakiþegarleitaðeríóbyggðumog í úthverfum stórborga; hvernig eigi að bregðast viðstórslysumoglátaítémannaflaogeftirlitssveitiráhest-bakiinnanafmarkaðssvæðisþegarumstóratburðieraðræða.

EPIRB - PLB - MSLD Neyðarsendar fyrir sjómenn, björg-unaraðila og aðra sem vinna á og eða við sjó/vatn

Heimir Snær Gylfason

Síðustutvöárhafaorðiðmiklarbreytingaráframboðimis-munandi tæknilausna til að vakta mannskap sem á það á hættu að detta útbyrðis. Farið verður yfir notkun neyð-arsendafyrirfólkásjó,reynslu,tækniognotkun.Helstutæknilausnirnar kynntarogdregnir framkostir oggallarvið hverja fyrir sig. Kynningin fer yfir helstu tæknilegulausnirnar íboði ídag.Fariðverðuryfir reynsluokkarafprófunumgerðar í samstarfiogmeðaðstoðLandhelgis-gæslu og Björgunarsveitarinnar Gerpis ásamt reynslunokkurrasjómannafrá2011.

Hálendisvakt og Safetravel - nútíð og framtíð

Jónas Guðmundsson

SlysavarnafélagiðLandsbjörghefurunniðkröftuglegaaðslysavörnumferðamanna ígegnumárin.Fyrstog fremsthefurþettaveriðgert ígegnumhálendisvaktbjörgunar-sveita og verkefnið Safetravel. Nú þegar ferðamönnumfjölgarstöðugtþarfaðhorfatilframtíðarenumleiðaðlæraafunnumverkum.Viðhverjumegumviðbúastsemsjálf-boðaliðaríhálendisvaktinni?Verðurferðamannastraumurþaðmikilláhálendinuaðverkefninverðiofmikil?Hvaðaáhrif hafa lög um ferðamál og reglugerð ummenntun íferðaþjónustu?HvertviljumviðstefnameðSafetraveloghvernig viljum við ná til ferðamanna?

SunnudaGur 11:30-12:15

Frágangur Sked björgunarbörunnar við erfiða björgun (á landi, í lofti og í vatni)

Marcel Rodriguez

Björgunarsveitir hvarvetna í heiminum kannast við Skedbjörgunarbörurnar. Næstum hver einasta björgunarsveit umallan heimá í fórum sínumSkedbjörgunarbörur, enfáarsveitirgerasérgreinfyriröllumnotkunarmöguleikumbarannaoghvernighægtséaðnýtasembestþennanfjöl-hæfabúnað.Þessifundurmuntakafyrirnokkranotkunar-þættiSkedbjörgunarbörunnarsemekkierueinsþekktirogverðurfariðyfirréttaraðferðirviðfrágangþegarumer að ræða lóðrétta og lágrétta björgun ímiklum halla,

Page 82: Björgun

björgunúrsnjó/afjökli,þyrluhífingar,björgunmeðhrað-bát,ogbjörgunúr/afísogmeðköfun.MarcelverðurmeðstuttasýnikennsluímeðferðSkedbörunnarítengslumviðfyrirlesturinneftirhádegiásunnudag.Tímiogstaðsetningverðaauglýstáfyrirlestrinum.

OziExplorer kortaforritið

Marteinn S. Sigurðsson

OziExplorerforritiðhentartilþessaðskoðastafrænlanda-kortogvinnameðGPSgögn.Forritiðnotar innskönnuðlandakort eða kort semhafa verið útbúin úr stafrænumgögnumog býður það upp á að vinnameð stór korta-gögnmeðmikilli upplausn. Forritið er einnigmeð sam-skiptamöguleikaviðGPStæki,geturferlaðbeintúrGPStækieðasóttogsentgögnyfiríGPStæki.Gögnunumersvoauðveldlegahægtaðdreifaogmeðhöndlasíðar.Viðskipulagningu á leiðarvali er hægt að teikna inn leiðir og afmarkaleitarsvæði.Einnigerhægtaðmerkjaútsvæðiogflatarmálsmælaogmælafjarlægðirsvoeitthvaðsénefnt.

tel.tel.

Soft and comfortable clothing,made of the finest Merino wool.

Keep warm in Iceland.Quality & comfortJANUS woolen clothing.

Eldur um borð á Norður-Atlantshafi - Stjórnun og hópvinna

Einar Örn Jónsson

ÍfyrirlestriEinarsferhannyfirmikinneldsemvarðumborðíflutningaskipiogáhöfnslökktiviðmjögerfiðaraðstæðuraðvetralagi2010,mittámilliÍslandsogFæreyja.Einarvarstýrimaðurumborð,hannferyfiratburðinnááhrifaríkanhátt.Feryfirþaðsemvelfórogþaðsembeturmættifaraístjórnunoghópvinnu,vinnunaumborðogílandi.Einarteluraðfyrirlesturinnkomiaðgagnihvortsemmenneruísjó-eðalandbjörgun.

SAR-EDU 2012 - Helstu niðurstöður

Dagbjartur Kr. Brynjarsson

Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar fer fyrirverkefninuSAR-EDU2012semgengurútáaðberasam-an kennsluefni og aðferðir við kennslu á leitartækni og stjórnunleitaraðgerðahjáfjórumþjóðumíNorður-Evrópu.Þátttakendur í verkefninu ásamt Björgunarskólanum eruLögreglustjórinn íStokkhólmi,MountainRescueEnglandandWalesogMountainRescueCommitteeofScotland.Verkefnið er stutt af menntaáætlun Evrópusambandsins–LeonardodaVincimannaskiptaáætlun.Áfyrirlestrinumverðahelstuniðurstöðurúrverkefninukynntar.

Page 83: Björgun

Frá árinu 1990 hefur ráð-stefnan Björgun verið haldin átveggjaárafresti.Fráupp-hafi hefur ráðstefnan vaxiðog dafnað og er nú stór,alþjóðleg ráðstefna, meðtæplega 60 fyrirlestrum ífjórumsölum.Árið2012erBjörgunhaldináGrandhót-eli í Reykjavík þar sem að-staðanerölltilfyrirmyndar

ogírauneinsogbestverðurákosið.Allirættuþvíað finna eitthvað við sitt hæfi.Þaðmá veltaþví fyrir sér hver ávinningurinn sé afþví að halda ráðstefnu eins ogBjörgun. En eitt ervíst að saga íslensku þjóðarinnar hefur mótast afstöðugumátökumviðóblíðnáttúruöflinþarsemviðhöfumþurftaðfæramiklarfórnir.Lærdómurinnogreynslaokkarafbjörgunaraðgerðumliðinnaáraþarsem menn draga fram bæði mistök og það sem er velergert,gerirokkurhæfaritilaðtakastáviðnátt-úrunaíframtíðinni.OgmeðþvíaðhaldaalþjóðlegaráðstefnueinsogBjörgun leggjumviðokkar lóðá

Ávarp FormannS

vogarskálarnar með að miðla þekking og reynsluokkarásamtþvíaðlæraaföðrum.FyrirSlysavarnafélagiðLandsbjörgerafarmikilvægtaðfátækifærieinsogBjörgun2012tilaðminnaásig íalþjóðlegumleitar-ogbjörgunargeira.Félagiðhefuryfiraðráðabúnaði,reynsluogfaglegrihæfnitilaðannastslysavarnir,stýraaðgerðumogtakastáviðleitogbjörgunálandiogásjó.ÁráðstefnunniBjörgun2012hefur tekistaðdragasamanfjölmargasemmiðlaafreynslusinniafhinumýmsu þáttum björgunaraðgerða bæði til sjós oglands.Þaðerþví ljóst að íboðierumargir spenn-andikostirfyrirbæðierlendagestiokkarogíslenskaviðbragðsaðila. Ég vil hvetja þátttakendur á ráð-stefnunni til að sækja sem flesta fyrirlestra og umleiðaðtakavirkanþáttíumræðum.RáðstefnaeinsogBjörgunerkjöriðtækifæritilaðnáséríþekkingusem mun nýtast okkur öllum og gera okkur enn hæf-aritilaðtakastáviðbjörgunarstörfframtíðarinnar.

Hörður Már Harðarson,formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Miðvikudagur 17. október09:00 SuperJeepnámskeið09:00 Leitarhestar-námskeið09:00 Sjóbjörgunarnámskeið18:00 NámskeiðíslysaförðunAth,Öllþessinámskeiðstandaítvodaga(tvökvöldíslysaförðun),þ.e.17.og18.október.Sjánánarhér. Fimmtudagur - 18. októberNámskeið halda áfram09:00 Fundur framkvæmdastjóra alþjóðlegra sjó-

björgunarsamtaka(IMRF)-Evrópudeild10:00 Fallvarnirogfallvarnabúnaður-vinnustofa19:00 Mótttakaerlendragestaráðstefnunnar

Föstudagur - 19. október11:00 Setningogopnunarfyrirlestur13:00 Ráðstefna

13:00 Björgun2012Expo,sýningábjörgunartækj-um,búnaðiogöðruáhugaverðu.

21:00 „Fílaklúbbur“.HittingurogspjallíHáteigiá4.hæðGrandhótels.MikeTayloefráConterraRescueSysemsverðurmeðsögustund.Réttitíminntilaðsýnasigogsjáaðra.Barinnop-inn.Allirvelkomnir.

Laugardagur - 20. október09:00 Ráðstefna09:00 Björgun2012Expohelduráfram19:00 Sundsprettur í Bláa lóninu og hátíðarkvöld-

verðuráLava,veitingastaðBláa lónsins. (sjánánarundir„KvöldverðuríBláalóninu“.

Sunnudagur - 21. október09:30 Ráðstefna12:15 Ráðstefnulýkur12:30 SkoðunarferðínýjavarðskipiðÞór.

EftirtaldiraðilarstyrkjaráðstefnunaBjörgun:

daGSKrÁ

Page 84: Björgun

R á ð s t e f n a 2 0 1 2