46

Eru hermigómar (copy denture) valkostur sem hægt er að Bjargey-ritgerd.pdf · Hermigómar ganga undir nokkrum nöfnum. Má þar nefna heiti eins og „copy denture“, „replacement

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Eru hermigómar (copy denture) valkostur sem hægt er að

nýta við gerð heilgóma?

Anna Bjargey Gunnarsdóttir

Lokaverkefni til BS-gráðu

Leiðbeinandi: Svend Richter

Eru hermigómar (copy denture) valkostur sem hægt er að nýta við gerð heilgóma?

16 eininga ritgerð sem er hluti af BS gráðu í tannsmíði.

Höfundarréttur © 2012. Anna Bjargey Gunnarsdóttir

Öll réttindi áskilin

Háskóli Íslands

Tannlæknadeild

Námsbraut í tannsmíði

Vatnsmýrarvegi 16

101 Reykjavík

Sími: 525 4850

Skráningarupplýsingar:

Anna Bjargey Gunnarsóttir, 2012, Eru hermigómar (copy denture) valkostur sem hægt er að

nýta við gerð heilgóma? BS ritgerð, Tannlæknadeild, Háskóli Íslands.

Prentun: Háskólaprent ehf.

Reykjavík, janúar 2012

i

Útdráttur

Ritgerð þessi er lokaverkefni höfundar til BS gráðu í tannsmíði við Tannlæknadeild

Háskóla Íslands í febrúar 2012. Rannsökuð var „hermigómsaðferðin“ sem hefur

verið notuð sem valkostur í heilgómagerð í tannsmíði og tannlækningum síðan

1967, en þá voru fyrstu rituðu greinarnar um efnið birtar. Höfundur heyrði fyrst

minnst á þessa aðferð árið 2005. Þegar tækifæri gafst til að birta efni um aðferðina

var það gripið feginshendi.

Könnun á aðferðinni var framkvæmd á þann hátt að gerðir voru hermigómar í

áttræða konu, ferlið skráð og myndað og borið saman við hefðbundna aðferð við

gerð heilgómasetts. Fylgst var með konunni þangað til að allir voru ánægðir með

árangurinn. Seinni hluti verkefnisins var að senda út spurningalista til tannsmiða og

tannlækna. Megin tilgangurinn var að komast að því hvort og hve mikil þekking

væri til hér á Íslandi á gerð hermigóma. Helstu niðurstöður eru þær að aðferðin er

vel nothæf við gerð heilgóma í völdum tilfellum, en kemur ekki til með að koma að

verulegu leiti í staðin fyrir hefðbundna aðferð við gerð heilgóma.

Niðurstöður úr könnuninni sem send var til tannsmiða og tannlækna reyndist ekki

marktæk vegna lélegrar þátttöku en veittu samt nokkrar upplýsingar sem að gagni

koma. Nokkur þekking á gerð hermigóma virtist vera til staðar og þeir sem ekki

þekktu hana vildu flestir heyra meira af henni.

ii

Abstract

This thesis represents the author’s final step toward achieving a Bachelor of Science

degree in Dental Technology at the Faculty of Odontology, University of Iceland.

The study question that was issued was whether or not the “copy denture” method is

a feasible option in regards to the production of complete dentures. The method has

been used since 1967, or around the time when the first articles on this method were

issued. The present author of this thesis first heard about this method around the

year 2005 and when the opportunity to issue a thesis on this subject arrived, the

author took the opportunity to do so.

The study was conducted in both a clinical and academic way. The clinical aspect

of the study involves constructing an actual full denture set for eighty year old

female, using the “copy denture” method, and then documenting the whole process;

through normal documentation, as well as photographing the process of

construction, photographing the procedure itself, and through follow-up interviews

with the client. The academic aspect of the study involves a questionnaire being

sent to both dentists and dental technicians measuring the general knowledge of the

“copy denture” method.

The results of the academic part of the study were unfortunately not significant due

to poor participation, but revealed some rather interesting results. According to the

questionnaire, there is considerable knowledge about the method itself and its

potentials. Those who had not heard about the method were willing to learn more

about it. The results also revealed that the method is well usable when constructing

complete dentures but will not replace conventional methods.

iii

Formáli

Við upphaf þessa verkefnis var heitið „copy denture“ notað yfir þá aðferð sem er

hér til umræðu, en þegar leið á gerð verkefnisins var leitað að íslensku orði sem

gæti hentað. Var hermigómur fyrir valinu þar sem það lýsir vel aðferðinni. Áður

hafa heiti í tannsmíði verið íslenskuð og má þar nefna orð eins og bithermir

(articulator).

iv

Efnisyfirlit

Útdráttur .................................................................................................................... i

Abstract .................................................................................................................... ii

Formáli..................................................................................................................... iii

Efnisyfirlit ................................................................................................................. iv

Töflur ......................................................................................................................... v

Myndir ...................................................................................................................... vi

Efnislisti .................................................................................................................. vii

Þakkir .................................................................................................................... viii

Inngangur .................................................................................................................. 1

Ábendingar .............................................................................................................. 2

Frábendingar ........................................................................................................... 2

Efni og aðferðir ......................................................................................................... 2

Kostir hermigóma ................................................................................................... 4

Nokkrar aðferðir við gerð hermigóma. .................................................................. 5

Aðferð við gerð hefðbundins heilgómasetts: .......................................................... 6

Sjúklingatilfelli .......................................................................................................... 7

Verkferli .................................................................................................................. 8

Undirbúningur fyrir gerð hermigóma ..................................................................... 9

Aðlögun og eftirmeðferð ....................................................................................... 12

Könnun á notkun hermigóma ............................................................................... 12

Niðurstöður ........................................................................................................... 12

Umræða ................................................................................................................... 19

Heimildaskrá ........................................................................................................... 29

Viðaukar .................................................................................................................. 31

Bréf til tannlækna og tannsmiða vegna könnunar ................................................. 31

Ítrekun til tannsmiða vegna könnunar ................................................................... 32

Spurningalisti, vegna BS- verkefnis...................................................................... 33

v

Töflur

Tafla 1. Hermigómur í neðri góm. Ljósar súlur sýna jákvæðar niðurstöður við

spurningunum sjö. Dökkar súlur sýna neikvæð svör ............................................... 13

Tafla 2. Hefðbundinn heilgómur í neðri góm. Ljósar súlur sýna jákvæðar

niðurstöður við spurningunum sjö. Dökkar súlur sýna neikvæð svör ..................... 13

Tafla 3. Kyn þátttakenda ......................................................................................... 13

Tafla 4. Aldur þátttakenda ...................................................................................... 14

Tafla 5. Fjöldi þátttakenda eftir starfsstéttum ......................................................... 14

Tafla 6. Þátttakendum skipt eftir því hvort þeir gera heilgóma eða ekki ................ 15

Tafla 7. Þátttakendum skipt eftir því hvort þeir þekktu hermigóms aðferðina ....... 15

Tafla 8. Þátttakendum skipt eftir því hvort þeir hefðu gert stakan hermigóm ........ 16

Tafla 9. Þátttakendum skipt eftir því hvort þeir hefðu gert heilsett með hermigóm

tækni ........................................................................................................................ 16

Tafla 10. Þátttakendum skipt eftir ástæðum þess að hermigómar voru valdir ........ 17

Tafla 11. Reynsla þátttakenda af tækninni að nota hermigóma .............................. 17

Tafla 12. Svör við spurningu hvort gerð hermigóma fækki komum sjúklinga til

tannlækna ................................................................................................................. 22

Tafla 13. Svör við spurningu hvort bittaka sé nákvæmari (er sjúklingur öruggari en

ef notuð er hefðbundin aðferð) ................................................................................ 22

vi

Myndir

Mynd 1. Basis plata með glugga ............................................................................... 5

Mynd 2. Innsteyptar innsteypur í bithermi. Höfundur (ABG) tekin á

Tannsmíðaverkstæðinu Síðumúla 27a. Í október 2011 ............................................. 5

Mynd 3. Mátskeiðar fyrir lokamát. 2011 ................................................................ 6

Mynd 4. Lokamát frá tannlækni. Brúnir hafa verið mótaðar með compoundi og mát

tekið í Xantopren VL plus. 2011 ............................................................................... 6

Mynd 5. Bitplötur í samanbiti. 2011 ........................................................................ 6

Mynd 6. Uppstilling á tönnum. 2011 ........................................................................ 7

Mynd 7. Mæling bithæðar. 2011 ............................................................................... 8

Mynd 8. Undirbúningur fyrir putty mát. 2011 .......................................................... 9

Mynd 9. Putty mát tilbúin. 2011 ............................................................................... 9

Mynd 10. Glæru gómarnir. 2011 .............................................................................. 9

Mynd 11. Glæru gómarnir með mótuðum brúnum úr compoundi. 2011 .............. 10

Mynd 12. Secunder mát tilbúið til ísteypingar. 2011 ............................................. 10

Mynd 13. Innsteyping á horizontal plötu. 2011 ...................................................... 10

Mynd 14. Grunnplata á afsteypu. 2011 ................................................................... 10

Mynd 15. Putty mát af tönnum í fyrri heilgómi. 2011 ............................................ 11

Mynd 16. Uppstilling á nýja settinu. 2011 .............................................................. 11

Mynd 17. Heilgómar steyptir í kívettur. 2011 ........................................................ 11

Mynd 18. Oft eru notaðar mátskeiðar við gerð putty mátana eins og sést á þessari

mynd. (Lindquist, T. J., Narhi, T. O. og Ettinger, R. L., 1997). 2011 ..................... 11

vii

Efnislisti

Listi yfir efni sem notuð voru vegna gerðar hermigómanna sem lýst er í þessu

verkefni.

Tennur: Vita Zahnfabrik H Rauther GmbH co kg Þýskalandi.

Compound: Kerr (Impression compound) framleitt í Tékkóslóvakíu.

Vax: Su-wax standard, medium, frá Schuler-Dental ulm/ Þýskaland.www.schuler –

dental.com.

Mátskeiðaefni: Palatray xl.Photocuring sheet material. Heraeus kulzer GmbH

Þýskalandi. www.heraeus-dental.com.

Gómaplastið sem var notað í hermigómana: Paladon 65. Prothesenkunstoff fur die

totalprothetic heisspolymerisat bæði duft og vökvi (bleikt) frá: Heraeus Kulzer

GmbH Þýskalandi. www.heraeus-dental.com.

Putty mátefnið. Framleiðandi fæst ekki uppgefinn.

Gips sem notað var: Hera Moldabasters- hvítt. og Hera moldano-blátt.

www.heraeus-dental.com

Einangrun fyrir gips: Iso-K Alginate-based separating liquid. frá Candulor AG.

Lichenstein.

Einangrun: Pala-Aislar isolation for dental acrylics. Heraeus Kulzer GmbH

Þýskalandi. www.heraeus-dental.com.

Hreinsivökvi: Tar cleaner. Frá: Alpro Dental-produkte GmbH Þýskalandi. www.

alpro.dental. com.

Plast í plastgóma sem var notað í afsteypurnar af gómunum og var hellt í putty

mátið: Palapress vario farblos/clear.iso 1567 type 2 frá : Heraeus Kulzer GmbH

Þýskalandi. www.heraeus-dental.com.

Mátefni við lokamáttöku: VL.plus Xantopren. Frá: Heraeus Kulzer GmbH

Þýskalandi. www.heraeus-dental.com.

viii

Þakkir

Bestu þakkir til allra þeirra sem lögðu lið við gerð þessa verkefnis. Fyrst móður

minni sem gaf mér leyfi til að gera í sig heilsett með hermigóms aðferðinni.

Einnig ber að þakka leiðbeinanda mínum Svend Richter dósent við Tannlæknadeild

Háskóla Íslands, en án hans framlags hefði þetta verkefni ekki verið

framkvæmanlegt. Tannsmíðaverkstæðið Síðumúla 27a fær bestu þakkir fyrir veitta

aðstoð bæði í formi vinnuaðstöðu og þolinmæði í minn garð. Íris Bryndís

Guðnadóttir klínískur tannsmíðameistari fær einnig bestu þakkir fyrir sitt framlag til

verkefnisins, fyrir viðtöl og bækur sem hún lánaði. Einnig ber að þakka öllum

tannlæknum og tannsmiðum sem tóku þátt í könnuninni. Síðast og ekki síst þakka

ég fjölskyldu minni fyrir stuðninginn undanfarið eitt og hálft ár og ekki sist að hafa

trú á mér sem veitti mér kraft til að ljúka verkefninu.

1

Inngangur

Hermigómar ganga undir nokkrum nöfnum. Má þar nefna heiti eins og „copy

denture“, „replacement denture“, „duplicating denture“ og „replica“ en þessi heiti

eru notuð í enskum skrifum. Á dönsku er notað heitið „kopi prothese“ (Cour, 2000).

Öll þessi heiti ná til heilgóma þar sem ytri breytingar á pússaða hluta heilgóms og

tönnum er hafður sem minnstur en máthluti gómsins taki mið af þeim breytingum

sem nemi rýrnun undirlags. Aðal forsenda fyrir því að hægt sé að nota aðferðina er

sú að bit, bithæð og bitplan sé í lagi svo og fylling gómaplasts undir varir.

Rekja má upphaf umfjöllunar um „hermigóma“ til sjöunda áratugs síðustu aldar

eða til ársins 1967 (Basker R.M. og Chamberlain J.B., 1971). Megin ábendingar

voru þrjár:

1. Tannlausir einstaklingar með heilgóma gætu eignast auka heilgómasett (R.

F. K. Clark, D. R. Radford og M. R. Fenlon, 2004).

2. Aldnir sjúklingar með skerta aðlögun að nýjum heilgómum.

3. Gerð heilgóma á ódýrari hátt.

Ekki ber öllum saman um ábendingar fyrir hermigóma. Lindquist, Narhi og Ettinger

tala um skerta aðlögunarhæfni aldraðra sem eina ástæðu fyrir að nota hermigóma,

(Lindquist, T. J., Narhi, T. O. og Ettinger, R. L., 1997) en Clark, Radford og Fellon

telja hins vegar að rannsóknir sem hafa verið gerðar á aðlögunarhæfni aldraðra í

tengslum við heilgómagerð séu ekki fullnægjandi (R. F. K. Clark, D. R. Radford og

M. R. Fenlon, 2004).

Hvað varðar hugmyndina að gera ódýrari heilgóma má nefna að sjúklingur þarf

ekki að mæta eins oft á tannlæknastofu. Rodrigues og Morgano telja þetta vera

helstu ástæðuna fyrir því að nota hermigóma frekar en hefðbundna aðferð

(Rodrigues, A. H. C., og Morgano, S. M., 2007). Daher, Dermendjian og Morgano

telja einnig að með því að fækka heimsóknum á tannlæknastofu sparist stólatími

og sjúklingur sé þakklátur fyrir færri heimsóknir (Daher, T., Dermendjian, S. og

Morgano, S. M., 2008). Þegar ákvörðun er tekin hvort hermigómar eru gerðir telur

höfundur rétt að stuðst sé við sömu ábendingar og frábendingar og við fóðrun

(relining) heilgóma.

2

Ábendingar

Þegar breytingar hafa átt sér stað á undirlagi heilgóms, horisontal afstaða

kjálka hefur ekki breyst að neinu ráði og bitlækkun ekki meira en 1-2 mm.

(Zarb, G. A., Bolender, C. L., Eckert, S. E., Fenton, A. H., Jacob, R. F., og

Mericske-Stern, R., 2004)

Rodrigues og Morgano lýsa í grein sem birtist í „The Journal of prosthetic

dentistry“ árið 2007 gerð hermigóms. Höfundar telja heppilegt að nota

aðferðina við endurgerð heilgóms þegar til staðar eru vandkvæði sem ekki

er hægt að laga með fóðrun (relining eða rebasing), svo sem vegna brotinna

eða mislitunar tanna, einnig vegna rangt staðsettrar miðlínu eða augnlínu.

Álit þeirra er að bestur árangur náist ef aðeins annar gómurinn er

endurgerður og tennur séu í réttu biti. (Rodrigues, A. H. C., og Morgano, S.

M., 2007)

Einnig er hægt að nota hermigóm við staðsetningu tannplanta (implanta)

(surgical guide) í tannlausan góm.

Frábendingar

Verulegar breytingar á horisontal og vertikal stöðu kjálka. (Zarb, G. A.,

Bolender, C. L., Eckert, S. E., Fenton, A. H., Jacob, R. F., og Mericske-

Stern, R., 2004)

Efni og aðferðir

Kveikjan að þessu verkefni var sú að öldruð nákomin kona þurfti nýja heilgóma.

Eins og gengur minnkar þor og kraftur þegar aldurinn færist yfir. Verkefni eins og

það að fara til tannlæknis virðist nánast óyfirstíganlegt. Sökum þess var ákveðið að

kanna hvort hermigómar hentuðu í þessu ákveðna tilviki.

Ákveðið var að vinna verkefnið í tvennu lagi. Í fyrri hluta voru mismunandi gerðir

hermigóma skoðaðar og þær bornar saman við hefðbundna heilgómagerð. Seinni

hluti verkefnisins fól í sér könnun meðal tannsmiða og tannlækna á Íslandi. Sendur

var spurningalisti í tölvupósti á rafrænu formi eftir netfangaskrá Tannsmiðafélags

3

Íslands og Tannlæknafélags Íslands. Þetta var gert til að fá vitneskju um hvort

tannsmiðir og tannlæknar þekktu þessa aðferð, hvort þeir hafi notað hana, og ef ekki

hvort þeir vilji læra hana.

Rannsóknin er bæði megindleg og eigindleg. Skoðuð var aðferð við gerð heilgóma

sem nefndir eru „hermigómar“ en aðferðin gengur einnig undir heitunum

„replacement denture“, „replica“ og „duplicating denture“. Einnig má nefna að í

dönskum heimildum (Cour, 2000) er aðferðin nefnd „kopi prothese“. Hér verður

notað heitið „copy denture“ og var það heiti notað í könnuninni sem var gerð til að

kanna hvort aðferðin sé þekkt meðal tannsmiða og tannlækna á Íslandi. Í því skini

var sendur út spurningalisti til tannsmiða og tannlækna á Íslandi. Listinn var sendur

rafrænt í tölvupósti, fyrst í júlí 2011 og síðan ítrekaður í ágúst sama ár. Munnlegt

leyfi var fengið hjá formanni Tannlæknafélags Íslands og Tannsmiðafélags Íslands.

Spurningalistarnir voru sendir út frá skrifstofum beggja félaganna en

Tannsmiðafélag Íslands er hýst hjá Samtökum iðnaðarins. Unnið var úr

tölfræðilegum upplýsingum í Excel forritinu.

Gert var heilgómasett í áttræða konu með þessari aðferð til að sýna myndrænt og

útskýra hvað er átt við með orðinu hermigómar. Tilgangurinn var að bera aðferðina

saman við hefðbundna heilgómagerð og lýsa í megindráttum mun á aðferðunum.

Efnislista yfir efni sem notuð voru við gerð heilgómasettsins er að finna í viðauka.

Fylgst var með konunni á tannlæknastofu í nokkur skipti eftir afhendingu og síðan í

gegnum síma og með heimsóknum í nokkrar vikur og líðan hennar skráð jafnóðum.

Stuðst var við sömu ábendingar og frábendingar sem gilda fyrir fóðrun (relining)

heilgóma. (Zarb, G. A., Bolender, C. L., Eckert, S. E., Fenton, A. H., Jacob, R. F.,

og Mericske-Stern, R., 2004).

Máttaka var gerð svipað og við fóðrun heilgóm (relining og rebasing).

1. Af brúnum glæra gómsins voru teknir 2-3 millimetrar og þess gætt að þær

væru undirextenderaðar og hindruðu ekki vara- og kinnabönd.

2. Undirskurður var minnkaður eða fjarlægður til að auðvelda aðskilnað

heilgóms og afsteypu.

4

3. Létt var af relief svæðum til dæmis papilla incisiva, raphe palatini og

mjúkum svæðum sem hætta er á að aflagist við máttöku.

4. Brúnir voru mótaðar með compoundi.

5. Máttaka í þunnfljótandi mátefni t.d. Xantopren vl plus.

Kostir hermigóma

1. Minnkar líkurnar á villu í samanbiti þar sem sjúklingurinn „þekkir“

heilgómana.

2. Tilvísanir í gömlu heilgómana nýtast til fulls þar sem endurnýjunin er í

beinni tengingu við gömlu gómana

3. Minnkar hættu á mistökum við ákvörðun bithæðar þar sem gömlu gómarnir

nýtast sem kennileiti.

4. Færri heimsóknir til tannlæknis. Sjúklingur þarf aðeins að koma þrisvar á

tannlæknastofu að lágmarki áður en hann fær nýju hermigómana, en í

hefðbundinni heilgómagerð þarf sjúklingur að mæta fjórum sinnum að

lágmarki.

5. Hermigómar nýtast sem mátskeiðar til að forma brúnir fyrir máttöku.

6. Vinnusparnaður á tannsmíðaverkstæði þar sem hermigómar nýtast bæði sem

mátskeiðar og bitplötur.

5

Nokkrar aðferðir við gerð hermigóma.

Hér verður farið yfir nokkrar aðferðir sem eru

notaðar við gerð hermigóma. Í bókinni Æstetik 1

aftagelig protetik,(Cour 2000) er aðferðinni lýst

þannig að þegar búið er að gera putty mát af fyrri

heilgómi er gerð basisplata úr ljóshertu plasti með

glugga fyrir framtennurnar. Gæta verður að

basisplatan sé ekki of þykk því ef svo er falla

puttymátin ekki rétt saman og mátið verður

ónákvæmt. Þegar þessu er lokið er bráðnu vaxi hellt í bitflötin og látið kólna og

helmingarnir losaðir í sundur. Steypt er inn í bithermi og tönnum stillt upp. Seinna

mát er tekið eftir að uppstilling hefur verið mátuð. Steypt er í mátið og því stillt

aftur inn í bithermi, gómurinn vaxaður upp til endanlegs frágangs og pökkunar.

Eins og áður sagði eru nokkrar aðferðir notaðar

við gerð hermigóma. Í sjúklingatilfelli þessa

verkefnis var farin sú leið að afrita gömlu

gómana í glært plast (Palapress vario

farblos/clear, Heraeus Kulzer GmbH)

Glærugómarnir voru afhentir tannlækni sem

ákvarðar bit og bithæð, hann tekur mát í afritin.

Steypt er í mátin eins og í hefðbundið lokamát.

Tannsmiður steypir gómana í bithermi og

tönnum stillt upp. Tannlæknir mátar uppstillinguna ef allt er í lagi eru gómarnir

kláraðir á hefðbundinn hátt. Eftir pökkun og suðu (fjölliðun) er gómunum stillt aftur

í bithermi og slípað í bit (sjá myndir.15, 16, 17). Nefna má þriðju aðferðina þá stillir

tannsmiður upp tönnum í afsteypurnar (mynd 2) ef sú aðferð er notuð þarf

tannsmiður að slípa hverja tönn úr glæra gómnum og stilla upp nýrri, sem er nokkuð

tímafrekt.

Mynd 1. Basisplata með glugga (Cour,

2000)

Mynd 2. Innsteyptar afsteypur í bithermi

6

Aðferð við gerð hefðbundins heilgómasetts:

Heilgómur /heilgómasett er skilgreint á eftirfarandi hátt “The replacement of the

natural teeth in the arch and their assotated parts by artificial subtitutes“.

(Nallaswamy, 2003)

Hlutverk (functions) heilgóma er að endurskapa útlit tyggingu og mál.(aesthetics,

mastication and speech.) (Nallaswamy, 2003).

Hver er munurinn á hefðbundinni heilgómagerð og hermigóms aðferðinni?

Þegar hefðbundnir heilgómar eru gerðir er byrjað á

að taka svonefnt upphafsmát í alginat í

fyrirframgerðar mátskeiðar. Það mát er notað til að

fá afsteypur fyrir gerð mátskeiða fyrir svo kallað

lokamát

Á mynd nr. 4 má sjá lokamát (secunder mát) frá

tannlækni. Brúnir hafa verið mótaðar með

compoundi og mát tekið í Xantopren VL plus.

Í mátin er steypt harðgips og endanlegar afsteypur

eru þar með tilbúnar Öll frekari vinna er gerð á

þessar afsteypur. Fyrst eru bitplötur gerðar og eftir

bittökur og andlitsbogamælingu eru afsteypur festar

í bithermi.

Mynd 4. Lokamát (secunder mát)

Mynd 5. Bitplötur í samanbiti

Mynd 3. Mátskeiðar fyrir lokamát.

7

Tönnum er stillt í vax á bitplöturnar.

Uppstilling er mátuð og ef bit, bithæð, útlit og

annað er í lagi settið klárað á hefðbundinn hátt.

Sjúklingatilfelli

Áttatíu ára gömul kona er að fá sitt þriðja heilgómasett. Fyrsta heilgómasettið fékk

hún 1975 eða 1976. Það voru sáragómar í báða góma, en áður hafði hún haft

bráðabirgðapart í neðri góm með fjórum framtönnum og tveimur þráð krókum, sem

voru staðsettir á augntönnum sitt hvorumegin. Hún hafði fengið partinn nokkrum

árum fyrr þar sem tennurnar sem voru fyrir höfðu losnað og einhverjar dottið úr

væntanlega vegna tannvegssjúkdóma. Hún segist hafa verið með alla sína forjaxla í

neðri og efri góm og allar framtennur í efri góm þegar hún tók ákvörðunina um að

fá sáragóm. En á þessum tíma voru efri góms framtennur orðnar lausar, sem var

helsta ástæða þess að hún tók þessa ákvörðun. Henni voru boðnar aðrar lausnir en

þær voru að hennar mati bæði of dýrar og óviss árangur. Seinna settið fékk hún árið

1998 eða 1999. Í það skipti fannst henni neðri gómurinn laus, einnig fannst henni

bitið á gómunum ekki vera rétt. Þegar þriðja heilgómasettið var gert fannst henni

eins og fyrr að neðri gómurinn væri laus en efri gómurinn væri mjög fastur og henni

gengi vel að nota hann, en við skoðun kom annað í ljós.

Þegar fólk er orðið aldrað geta einfaldir hlutir eins og að fara til tannlæknis orðið að

stóru máli. Í þessu tilfelli tók það marga mánuði að sannfæra konuna. Að fá nýjar

tennur væri ekki stórmál. Ýmsar hindranir þurfti að yfirstíga áður en pantaður var

tími hjá tannlækni. Má þar nefna að hún á erfitt að sitja lengi í tannlæknastól vegna

gigtarsjúkdóms, einnig vegna slits í hnjám sem heftir hreyfingu. Komið var til móts

við óskir hennar um að fá tíma eftir hádegi, því gigtveikir eiga oft betra með

hreyfingu nokkrum tímum eftir fótaferð.

Mynd 6. Uppstilling á tönnum

8

Fram komu minningar um þegar hún fékk annað heilgómasettið að hún hafði fengið

bleikt gums (alginat) upp í sig sem olli klígjutilfinningu. Annað sem hún talaði um

voru vaxklossarnir (bitplöturnar) sem hún átti erfitt með að hugsa sér aftur, vegna

þess hvað þeir væru stórir og fyrirferðamiklir. Gigtarsjúklingar eiga oft erfitt með

að opna munninn til fulls því gigtarsjúkdómar leggjast á kjálkaliði eins og aðra liði

líkamans. Þegar nefnt var við hana að hún gæti hugsanlega sloppið með þrjár

heimsóknir til tannlæknisins og einnig við alginatið og bitplöturnar var björninn

unninn og nýtt heilgómasett í sjónmáli.

En hvers vegna að gera nýtt heilgómasett í svo aldraðan einstakling? Tvær ástæður

lágu því til grundvallar, sú fyrri var að gömlu gómarnir voru farnir að trufla hana

félagslega. Hún var óörugg innan um annað fólk og óttaðist að neðri gómurinn

myndi lyftast ef hún færi að hlægja. Seinni ástæðan var sú að hún átti erfitt með að

borða ákveðnar fæðutegundir sem gæti komið niður á góðu mataræði hennar. Léleg

næring meðal aldraðra getur valdið margvíslegum kvillum. Því er nauðsynlegt að

fylgjast með tannheilsu þó árin færist yfir.

Verkferli

Þegar ákveðið var að gera nýtt heilgómasett mætti konan í fyrsta tímann hjá

tannlækni. Þá var metið hvort hún gæti fengið hermigóma. Gómarnir hennar voru

notaðir sem viðmið. Áður en hún mætti hjá tannlækninum hafði höfundur gert afrit

af gömlu heilgómunum úr glæru plasti í samráði við tannlækninn, ef mögulegt yrði

að gera hermigóma. Tannlæknirinn byrjaði á að skoða munnholið og ástand

heilgómastæðis svo og aðliggjandi vefi.

Eins og sést á mynd 7 er bitlækkun innan marka

ef miðað er við ábendingar að bit hafi ekki

lækkað meir en 2-3 mm. Þegar ljóst var að

ástand konunnar hentaði vel til gerðar

hermigóma var mát tekið í glæru gómana,

samanber lýsingu á máttöku við fóðrun bls 3-4.

Eftir máttöku hjá tannlækni steypir tannsmiður í mátin og stillir upp tönnum. Í þessu

tilviki var ákveðið að nota sömu stærð og lit af tönnum og voru í gamla settinu það

Mynd 7.Mæling bithæðar

9

er Vitapan plasttennur, framtennur T 76 í efri og L7 í neðri og jaxlar 42 C. Liturinn

var A 3. Þegar tannsmiðurinn er tilbúinn með uppstillinguna er komið að heimsókn

tvö hjá tannlækni. Þá er uppstillingin mátuð og ef bit, bithæð og útlit er í lagi, sem

reyndist vera í þessu tilfelli, eru gómarnir sendir á ný til tannsmiðs, sem klárar

verkið á hefðbundinn hátt. Þá er komið að þriðju heimsókn en þá fær sjúklingurinn

hermigómana afhenta til reynslu. Eftir minni háttar bitslípun er konunni gefinn tími

eftir nokkra daga til að kanna særindi.

Undirbúningur fyrir gerð hermigóma

Þegar byrjað er á gerð hermigóma þarf að þrífa

gömlu heilgómana vel. Nauðsynlegt er að fjarlægja öll

óhreinindi til að mynda tannstein. Ef það er ekki gert

verða afsteypur af pússuðu flötunum ekki nákvæmar.

Næsta skref er að búa til putty mát, en þá gerir

tannlæknir eða tannsmiður. Mikilvægt er að putty

mátin séu þykk og stöðug. Eins og sést á myndum 8 og

9 er putty mátið í þessu tilfelli gert í tvennu lagi. Fyrst

er efnið sett inn í góminn og síðan yfir bitflötin

(occlusalflötin). Gæta þarf að bitflötur tanna komi vel

fram en það fæst með því að þrýsta putty efninu

vel að tönnum.

Eftir að gómarnir hafa verið losaðir úr myndast

holrúm fyrir glæra plastið sem ætlunin er að nota

í glæru gómanna, en áður en hellt er í mátin

verður að gera göt sitt hvoru megin til endanna

þar sem plastinu er hellt í. En áður en hellt er í

verður að setja hraðlím á brúnir. Þetta er gert svo putty mátin haldist rétt saman og

fari ekki á hreyfingu á meðan plastinu er hellt í mátið. Þegar plastið er komið á

sinn stað eru mátin sett í þrýstipott þar sem farið er eftir leiðbeiningum

framleiðanda hvað varðar þrýsting, hita og tímalengd. Þegar plastið er fjölliðað eru

mátin teknir úr pottinum og kæld.

Mynd 8. Undirbúningur fyrir

putty mát

Mynd 10. Glæru gómarnir

Mynd 9. Putty mát

tilbúin

10

Helmingarnir eru losaðir í sundur Glæru gómarnir eru nú tilbúnir eftir að þeir hafa

verið snyrtir til og pússaðir létt með pimsteini og glansfægðir. Það mælir ekkert

gegn því að notað sé plast með lit til dæmis bleikt.

Glæru gómarnir eru nú sendir til tannlæknis

og getur máttaka og bittaka hafist.

Mikilvægt er að brúnir séu styttar eins og

um mátskeiðar væru að ræða. Brúnir eru því

næst mótaðar á hefðbundinn hátt t.d með

compoundi.

Eftir að tannlæknir hefur tekið mát af báðum gómum er

samanbit tekið á hefðbundinn hátt t.d. með álvaxi, mátið

sent til tannsmiðs eins og um hefðbundið lokamát sé að

ræða. Tannsmiður steypir í mátið og afsteypur síðan

steyptar inn í bithermi (articulator).

Fyrst er efri gómurinn steyptur inn á horisontal plötu eða andlitsboga ef hann er

tekinn (mynd 13), síðan sá neðri eftir bitskráningu. Gerð er grunnplata (basisplata)

á efri afsteypuna, í þessu tilfelli úr ljóshertu plasti.

Mynd 11. Glæru gómarnir með mótuðum

brúnum úr compoundi

Mynd 12 Lokamát tilbúið til

ísteypingar

Mynd 13. Innsteyping á

horizontal plötu

Mynd 14 Grunnplata á afsteypu

11

Á grunnplötuna er stillt upp tönnum eftir putty

mátinu sem gert var af efri heilgómi (mynd 15).

Tönnum er stillt upp í mátið, það er þeim er raðað

nákvæmlega eftir fyrirmyndinni (gamla gómnum).

Það var hægt vegna þess að vitneskja lá fyrir um

tegund framtanna sem voru notaðar í gamla settinu,

jöxlum er síðar stillt upp á horisontalplötu. Þegar

uppstillingu er lokið mátar tannlæknir uppstillinguna og ef allt er í lagi er

heilgómasettið steypt niður á hefðbundin hátt og klárað.

Eftir plöstun (fjölliðun) eru gómarnir settir aftur í bitherminn og slípað í bit vegna

breytinga sem kunna að verða við plöstunina.

Nefna má að fleiri en ein aðferð er til við putty

máttökuna .Oft eru notaðar mátskeiðar eins og sést á

mynd 18. (Lindquist, T. J., Narhi, T. O. og Ettinger,

R. L., 1997)

Mynd 15: Putty mát af tönnum í

fyrri heilgómi.

Mynd 16. Uppstillingin á

nýja settinu

Mynd 17. Heilgómarsteyptir í kívettur

Mynd 18 Putty mát gert með

mátskeið

12

Aðlögun og eftirmeðferð

Konan fékk hermigómana afhenta hjá tannlækni á fimmtudegi. Athugun í munni

leiddi í ljós að bit og útlit var í góðu lagi og var hún bókuð í annan tíma á mánudegi

til að athuga hvort særindi eða önnur óþægindi hefðu gert vart við sig. Á

fimmtudeginum notaði hún nýja settið í þrjá tíma, en sagðist hafa verið orðin þreytt

og aðfararnótt föstudags svaf hún með gamla settið. Á föstudagsmorgun setti hún

upp nýja settið og var með það fram að háttatíma en setti þá upp gamla settið. Á

laugardeginum sleppti hún því alveg að nota nýja settið og aðspurð sagðist hún

hafa gleymt að setja nýja settið upp í erli dagsins. En nú var komin sunnudagur og

þá var farið í stórt afmæli og var nýja settið notað. Hjá tannlækninum hafði hún

fengið fyrirmæli um að sofa ekki með heilgómana nema nóttina áður en hún mætti

aftur svo hægt væri að meta særindi. Á mánudegi komu í ljós að særindi öðrumegin

í neðri gómi. Létt var á þeim og leið henni strax betur. Henni var sagt að hafa

samband aftur ef hún fyndi fyrir óþægindum. Eftir tvær vikur var konan alsæl með

nýju hermigómana. Hún segist ekki hafa tekið þá út úr sér síðan nema til að bursta

þá. Hún segist geta borðað allt sem hún er vön. Hún sefur með gómana, því hún er

vön því og vill ekki breyta því héðan af, þrátt fyrir ráðleggingar um annað. Nótt

eina, rúmum hálfum mánuði eftir afhendingu gómana gat hún ekki sofið með neðri

góminn því hún hafi verið slæm í hálsinum. En til að athuga hvort þessi óþægindi í

hálsi væru vegna nýju gómana var ákveðið að fá tíma hjá tannlækninum. Var

lingval spaði styttur og reyndist þá allt vera í sómanum. Konan mætti því í tvær

heimsóknir til tannlæknis vegna særinda og alls fimm sinnum.

Könnun á notkun hermigóma

Síðari hluti verkefnisins var að kanna þekkingu og notkun hermigóma á meðal

tannsmiða og tannlækna á Íslandi. Sjá má spurningalista í viðauka bls 34-35.

Niðurstöður

Heildarsvörun var eftirfarandi: Tannsmiðir sem svöruðu voru 32 en sent var út eftir

netfangalista Tannsmiðafélags Íslands, alls til 67 aðila. Heildar svörun tannsmiða

var því 47,7%. Sent var til tannlækna eftir félagatali Tannlæknafélags Íslands, alls

til 268 félaga. Þeir sem svöruðu voru 55, sem er 20,52% svörun.

13

Í spurningu 1 var spurt um kyn þátttakenda. 38 konur svöruðu og 46 karlar

Í spurningu 2 var spurt um aldur þátttakenda og sjá má hann í töflu 2.

Í spurningu 3 var spurt um hvaða starfsgrein svarandi tilheyrði, tannlæknir eða

tannsmiður. Heildarsvörun var 87, 55 tannlæknar og 32 tannsmiðir.

Tafla 1.

Kyn þátttakenda

Tafla 3.

Fjöldi þátttakenda eftir

starfsstéttum, 55 tannlæknar

og 32 tannsmiðir, alls 87.

Tafla 2.

Aldursdreyfing þátttakenda

14

Í spurningu 4. var spurt: “Gerir þú heilgóma?“ Svörin skiptust svo: Þeir sem gera

heilgóma voru 68 (80%) en þeir sem gera ekki heilgóma voru 17 (20%).

Í spurningu 5. var spurt: „Þekkir þú „copy denture“ aðferðina?“ Já sögðu 23 (27%),

nei sögðu 62 (72%) og eitt svar var ógilt (1%). Hér hefði spyrjandi mögulega átt að

nota fleiri orð yfir aðferðina en eins og hefur komið fram áður í ritgerðinni þá er

aðferðin þekkt undir fleiri heitum en „copy denture“. Eitt svar var ógilt þar sem

einstaklingurinn svaraði bæði já og nei.

Tafla 4.

Þátttakendum skipt eftir

því hvort þeir gera

heilgóma eða ekki.

Tafla 5.

Þátttakendum skipt eftir því

hvort þeir þekktu copy

denture aðferðina

15

Í spurningu 6 var spurt: „Hefur þú gert stakan góm með þessari tækni?“ Þar skiptust

svörin þannig að já sögðu 13 (46%) og nei sögðu 15 (54%).

Í spurningu 7 var spurt: „Hefur þú gert heilsett með þessari tækni?“ Já sögðu 11

(39%) en nei sögðu 17 (61%).

Tafla 6.

Þátttakendum skipt eftir því

hvort þeir hefðu gert stakan

hermigóm

Tafla 7.

Þátttakendum skipt eftir

því hvort þeir hefðu gert

heilsett með hermigóma

tækni

16

Í spurningu 8 var spurt: „Hvers vegna notaðir þú þessa aðferð?“ Svörin voru

eftirfarandi: „Aldraðir einstaklingar“ 7 (25%) „Skerta aðlögunarhæfni“ 5 (18%),

“Eins eða líkan góm“ 11 (39%), „Sjúklingur hafi lítinn tíma“ 4 (14%) og

„Sjúklingur var erfiður“ 1 (4%).

Í spurningu 9 var spurt: „Hver er reynsla þín af þessari tækni?“

„Góð reynsla“ svöruðu 19 (73%), „Slæm reynsla“ nefndi enginn og „Hvorki né“

sögðu 7 (27%).

Tafla 8.

Þáttakendum skipt eftir

ástæðum þess að hermigómar

voru valdir.

Tafla 9.

Reynsla þátttakenda af gerð

hermigóma

17

Í spurningu 10 var spurt: „Fækkar „copy denture“ aðferðin heimsóknum sjúklings

til tannlæknis?“ Já svöruðu 12 (86%) en nei sögðu 2 (14%).

Í spurningu 11 var spurt: „Er bittaka nákvæmari Já sögðu 7 (64%) en nei sögðu 4

(36%).

Í spurningu 12 var spurt: „Voru særindi,

a) meiri en í hefðbundinni heilgómagerð? Já sögðu 4 (57%).

b) minni en í hefðbundinni heilgómagerð? Já sögðu 3 (43%).

Var sjúklingur ánægðari með „copy denture“ en hefðbundin heilgóm? Já svöruðu

8. Ekki bárust fleiri svör við þessari spurningu.

Tafla 10.

Svör við spurningu hvort

gerð hermigóma fækkar

komum til tannlækna

Tafla 11.

Svör við spurningu hvort

bittaka sé nákvæmari

18

Í spurningu 13 var spurt: „Eftir reynslu þína, myndir þú nota aðferðina aftur.

Vinsamlega útskýrið svarið.“ Eftirfarandi svör bárust:

„Já veitir öryggi“

„Ég kem örugglega til að nota þessa tækni aftur, þar sem sj. vill fá alveg eins tennur

og gömlu“.

„Helst notað sem surgical template f. staðsetningu á tannplöntum“.

„Já að réttum forsendum uppfylltum“.

„Ef þess væri óskað sérstaklega“.

„það er langt síðan ég vann með heilgóma en ég gerði þetta nokkrum sinnum og

fannst þetta auðveld og þægileg leið til þess að gera góm ef sjúklingurinn var

ánægður með sinn gamla góm“.

„Hef bara séð þetta gert og veit ekki hvort ég myndi nota þetta eða ekki“.

„Ég myndi vel nota þessa aðferð aftur í ákveðnum vissum tilvikum“.

„Já einfalt að gera og auðveldara fyrir sjúklingin að aðlagast“.

„Já, þetta gekk vel“.

„Þessi aðferð er notuð ef sjúklingur vill sem minnstar útlitsbreytingar“.

„Ef ástæður krefðust“.

Í spurningu 14 var spurt:

„Ef þú þekkir ekki þessa aðferð, vildir þú læra um hana?“ Já svöruðu 50 (83%) en

nei 10 (17%).

19

Umræða

Helstu niðurstöður eru þær að hermigóms aðferðin er vel nothæf við heilgómagerð,

ef viðmiðin sem sett eru í upphafi eru í heiðri höfð. Í sjúklingatilfellinu sem lýst var

gekk meðferðin vel og er konan ánægð með hermigómana sína nokkrum mánuðum

eftir hana. En ljóst er að hermigómar koma ekki í staðin fyrir hefðbundna

heilgómagerð.

Niðurstöður könnunar sem var gerð í tengslum við verkefnið um þekkingu

tannsmiða og tannlækna á hermigóms aðferðinni, reyndist ekki marktæk vegna

lélegrar þátttöku, en könnunin gefur þó vísbendingar um að einhver þekking sé til

staðar. Margir lýstu áhuga á að kynnast aðferðinni.

Ný efni hafa komið fram í tannsmíði og tannlækningum sem gerir kleift að fara

aðrar leiðir í heilgómagerð en áður. Með því að nota tveggja þátta silicone efni

(putty efni) sem eru stöðug og halda lögun sinni í langan tíma, verður allt ferlið við

gerð hermigóma léttara en fyrst þegar aðferðin kom fram. Hvers vegna að skoða

hermigóms aðferðina þegar margir eru að láta gera implant studda góma eða brýr á

implönt, sem óneitanlega eru betri kostir. Meðferð með implönt er ennþá mjög

kostnaðarsöm fyrir sjúklinga og hentar ekki öllum.

Ljóst er þó að heilgómagerð mun áfram vera stunduð á Íslandi um ókomin ár.

Í skýrslu Lýðheilsustofnunar „Heilsa og líðan Íslendinga 2007 framkvæmda-

skýrsla“ (Stefán Hrafn Jónsson, Jón Óskar Guðlaugsson, Haukur Freyr Gylfason og

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, 2011) kemur fram að kemur í ljós að af 2146 manna

úrtaki fólks á aldrinum 51 – 79 ára er fimmti hver tannlaus – 20%, en 80% eru með

,,starfhæft tannsett” það er með fleiri en tíu tennur í hvorum gómi.

Gerðar hafa verið rannsóknir þar sem bornar eru saman hefðbundin heilgómagerð

og gerð hermigóma. Má þar nefna rannsókn sem Scott, Forgie og Davis, birtu í

Gerodontology 2006 og ber heitið; „A study to compare the oral health impact

profile and satisfaction before and after having replacement complete dentures

constructed by either the copy or the conventional technique“ Valdir voru 65

þátttakendur, sem skipt var í tvo hópa. Annar fékk hefðbundið heilgómasett en hinn

20

hermigóma. Þátttakendur svöruðu fyrir og eftir meðferð spurningalista sem nefndur

er OHIP 14 (oral health impact profile).

Listinn fyrir meðferð var eftirfarandi:

1. Hefurðu átt í erfiðleikum með að bera fram orð, vegna vandamála í munnholi eða

vegna heilgóma?

2. Hefur bragðskyn versnað vegna vandamála munnholi eða vegna heilgóma?

3. Hefurðu haft verki í munnholi?

4. Hefur þér fundist erfitt að borða ákveðnar fæðutegundir vegna vandræða í

munnholi eða vegna heilgóma?

5. Hefurðu fundið fyrir óöryggi vegna munnhols eða heilgóma?

6. Hefurðu fundið fyrir pirringi (taugaspennu) vegna munnhols eða heilgóma?

7. Hefur mataræði þitt verið ófullkomið vegna vandræða í munnholi eða vegna

heilgóma?

8. Hefurðu orðið fyrir truflun á máltíðum, vegna vandræða í munnholi eða vegna

heilgóma?

9. Hefur þér gengið illa að slaka á vegna vandamála tengd munnholi eða

heilgómum?

10. Hefurðu verið örlítið vandræðaleg/legur vegna vandamála í munnholi eða vegna

heilgóma?

11. Hefurðu verið örlítið pirruð/aður gagnvart öðru fólki vegna vandamála í

munnhol eða vegna heilgóma?

12. Hefurðu verið í vandræðum með að sinna daglegum störfum, vegna vandamála í

munnholi eða vegna heilgóma?

13. Hefur þér fundist lífið allt vera ófullnægjandi, vegna vandamál í munnholi eða

vegna heilgóma?

21

14. Hefurðu verið allsendis ófær um að taka þátt í daglegu lífi vegna vandamála í

munnholi eða vegna heilgóma?

Svörin voru mæld á gæðaskala Likert (Rensis Likert, 2008). Hjá mörgum

þátttakendum voru svörin á neðri enda skalans, áður en gerð heilgómana hófst, sem

merkir að gömlu gómarnir höfðu ekki merkjanleg áhrif á munnheilsu og líf

svarenda. Síðan var spurningalisti sem saman stóð af sjö spurningum vegna neðri

góms og aðrar sjö vegna efri góms lagður fyrir þátttakendur eftir meðferð. Í

hermigóms hópnum komu fram jákvæðar breytingar í svörum við öllum sjö

spurningunum en það merkti aukna ánægju með nýju gómana, á meðan að hjá þeim

sem fengu hefðbundið heilgómasett kom fram aukin ánægja á fimm atriðum af sjö.

Erfitt er að segja til um af þessari rannsókn hvort önnur aðferðin sé betri en hin

enda ekki marktækur munur milli hópanna.

OHIP 7 spurningalistinn eftir meðferð:

1. Hversu ánægð/ur ertu með neðri góminn?

2. Hversu örugg/ur ertu með neðri góminn?

3. Hversu stöðugur er neðri gómurinn þegar þú borðar eða talar?

4. Hversu þægilegur er neðri gómurinn?

5. Hversu ánægð/ur ertu með neðri góminn með tilliti til tals?

6. Hversu ánægð/ur ertu með neðri góminn með tilliti til tyggingar?

7. Hversu ánægð/ur ertu með neðri góminn með tilliti til útlits?

Spurt var einnig með sömu spurningum um ánægju með efri góminn.

22

Tafla 12. Hermigómur í neðri góm. Ljósar

súlur sýna jákvæðar niðurstöður við

spurningunum sjö. Dökkar súlur sýna

neikvæð svör. (Scott, B. J. J., Forgie, A. H.,

og Davis, D. M., 2006)

Tafla 13 . Hefðbundinn heilgómur í neðri

góm. Ljósar súlur sýna jákvæðar niðurstöður

við spurningunum sjö. Dökkar súlur sýna

neikvæð svör (Scott, B. J. J., Forgie, A. H.,

og Davis, D. M., 2006)

Á töflum 12 og 13 má sjá samanburð á ánægju með neðri góminn eftir meðferð með

hermigómi og hefðbundnum heilgómi.

Þeir sem gerðu gómana sem notaðir voru í þessari rannsókn voru nemar

(undergraduate) sem voru að stíga sín fyrstu skref í heilgómagerð. Þeir unnu

verkefnin undir leiðsögn kennara.

Niðurstöður rannsóknar Scott, Forgie og Davis eru ekki afgerandi, því er ekki hægt

að draga þá ályktun að önnur aðferðin sé betri en hin. Ekki gekk greiðlega að finna

heimildir um samanburð á aðferðum við gerð hermigóma og hefðbundinna

heilgóma.

Reynslan segir að hægt sé að nota hermigóma í vel valin tilfelli ef þau viðmið sem

sett voru við gerð þessa verkefnis eru haldin. Benda má á í þessu samhengi á grein

Rodrigues og Morgano sem birtist í „The Journal of prosthetic dentistry“ árið 2007

um gerð hermigóma. Höfundar telja heppilegt að nota aðferðina við endurgerð

heilgóms þegar til staðar eru vandkvæði, sem ekki er hægt að laga með fóðrun

23

(relining eða rebasing), svo sem vegna brotinna eða mislitunar tanna. Einnig vegna

rangt staðsettrar miðlínu eða augnlínu. Álit þeirra er að bestur árangur náist ef

aðeins annar gómurinn er endurgerður og tennur séu í réttu biti. (Rodrigues, A. H.

C., og Morgano, S. M., 2007).

Í annarri grein í sama tímariti frá árinu 2008, eftir Daher, Dermendjia og Morano,

komast höfundar að svipuðum niðurstöðum og telja að oftast þurfi að aðlaga nýju

gómana að óskum sjúklings, svo sem hvað varðar lit og form á tönnum, sem og

uppstillingu. (Daher, T., Dermendjian, S. og Morgano, S. M., 2008). Styður þessi

grein við niðurstöður sem fengust úr sjúklingatilfellinu sem sagt er frá hér að

framan.

Ætla má að gerð hermigóma sé ekki mjög útbreidd hér á landi því af þeim áttatíu og

fimm sem svöruðu könnuninni þekktu tuttugu og þrír aðferðina en sextíu og tveir

ekki.

Höfundur hefur verið starfandi tannsmiður frá árinu 1975 en hafði ekki heyrt

minnst á hermigóma fyrr en árið 2005, eftir að tannlæknir nefndi þessa aðferð við

höfund fór hann að kynna sér hana. Höfundur hefur gert nokkur sett af

hermigómum í samvinnu við tannlækna. Flestir eru ánægðir með meðferðina bæði

tannlæknar og sjúklingar.

Aðferð þessi hefur verið kennd í Danmörku nokkuð lengi samanber svar

Ragnheiðar Hansdóttur tannlæknis. Hún sagðist hafa heyrt af þessari aðferð þegar

hún var við nám í Tannlæknaháskólanum í Kaupmannahöfn á sínum tíma en þar var

nemum kynnt aðferðin af Jens Christiansen prófessor, en hún var kennd í tengslum

við öldrunartannlækningar (Ragnheiður Hansdóttir, 2011)

Nokkrir íslenskir tannsmiðir hafa fengið starfsleyfi á Íslandi sem klínískir

tannsmiðir eftir nám í Danmörku. Um starfsemi þeirra gilda lög frá Alþingi nr.

109/2000 og reglugerðir frá Iðnaðarráðuneytinu nr. 904/2000 og 937/2000. Í viðtali

við Írisi Bryndísi Guðnadóttur, klínískan tannsmið sem lærði í Danmörku, kom

fram að gerð hermigóma væri kennd við Tannsmíðaskólann í Árósum. Það er sá

skóli sem flestir Íslendingar sem lært hafa klíníska tannsmíði hafa útskrifast frá.

Hún lagði áherslu á að vanda þyrfti til verka þegar sjúklingar voru valdir, því að

þessi aðferð væri ekki ætluð til að gefa afslátt af fagmennsku. Hún taldi að þessi

24

aðferð kæmi að notum sérstaklega ef tannsmiður eða tannlæknir þyrfti að fara til

sjúklings til dæmis á hjúkrunarheimili eða á sjúkrahús.

Annar hluti verkefnisins var könnun sem var gerð til að meta þekkingu og notkun

hermigóma meðal tannsmiða og tannlækna á Íslandi. Könnunin var send út í júlí

2011, en ákveðið var að senda ekki spurningalistann til starfandi klínískra

tannsmiða þar sem þeir hafa stofnað sitt fagfélag, Stéttarfélag klínískra

tannsmiðameistara (SKT) (Björn Grímsson, 2011). Beðið var um svör í tölvupósti

en svörun var lítil, þannig að þegar ítrekun var send út í ágúst 2011, var könnunin

gerð rafræn. Var notuð Kwik surway könnun. Hún var aftengd nafni sem ekki var

gert í júlí. Svörun var miklu betri við ítrekuninni. Þegar könnunin var gerð tölvutæk

þurfti að gera breytingar á spurningu 8 og 9. Þar sem ekki var hægt að hafa alla

undirliðina, því fjölgaði spurningunum í 14. En engin breyting var gerð á innihaldi

og merkingu spurninganna. Unnið var samhliða úr net og pappírs könnuninni. Excel

forritið var notað við úrvinnslu hennar.

Að vanda var byrjað á að spyrja almennra spurninga; kyn, aldur og starfsstétt. Það

voru 84 sem svöruðu þeim. Þegar komið var að spurningum sértengdum

hermigómum minnkaði þátttakan. Þegar kynjahlutfallið var skoðað kom í ljós að

karlmenn voru í meiri hluta (46) á meðan konurnar voru 38. Svörun var meiri hjá

tannlæknum 55 á móti 32 tannsmiðum. Aldurinn var mjög dreifður frá 20 – 71 árs.

Meirihluti svarenda var á aldursbilinu 41-50 ára.

Faglegum spurningum eins og „Gerir þú heilgóma?“ svöruðu 68 játandi en 17

svöruðu neitandi. Þá var spurt hvort viðkomandi þekkti hermigóma aðferðina, nei

svöruðu 62, já svöruðu 23 eitt svar var ógilt. Hér fór svörum verulega fækkandi og

aðeins 28 svöruðu næstu tveim spurningum. Þá var spurt hvort einstaklingur hefði

gert stakan góm með þessari tækni eða heilsett, því svaraði meiri hlutinn neitandi.

Þá var spurt hvers vegna hermigómar hefðu verið valdir og voru svör mismunandi;

aldraðir sjúklingar, skert aðlögunarhæfni, skjólstæðingur vildi eins eða líkan góm,

en það svar var í áberandi meirihluta, skjólstæðingur hafði lítinn tíma og eitt svar

var að skjólstæðingur hafi verið erfiður. Oft er það svo að öldrun og skert

aðlögunarhæfni haldast í hendur. Einnig má benda á aðra einstaklinga svo sem

þroskahamlaða, en hugsanlega gæti aðferðin gagnast þeim.

25

Draga má þá ályktun af svörum við níundu spurningu, að reynsla flestra af

aðferðinni sé góð þar sem enginn svarar því að hún sé slæm, en sjö telja aðferðina

hvorki góða né slæma.

Í svari við spurningu tíu kemur fram verulegur munur, hvort heimsóknum til

tannlæknis fækki eða ekki. Eins og áður hefur komið fram er eitt markmið

aðferðarinnar að fækka heimsóknum til tannlæknis. (Rodrigues, A. H. C., og

Morgano, S. M., 2007), (Daher, T., Dermendjian, S. og Morgano, S. M., 2008).

Í sjúklingstilfelli því sem hér er lýst, kom fram að hún var nokkuð örugg þegar bit

var tekið. Ekki þurfti að máta bit nema einu sinni, sem styður svör í spurningu tíu

þar sem kemur fram að aðferðin fækki heimsóknum sjúklings á tannlæknastofuna.

Helst vekur athygli hversu svörin eru fá en aðeins ellefu svör bárust.

Í svörum við spurningu tólf snúast tölurnar við. Fleiri segjast hafa fengið særindi

við gerð hermigóma en við gerð hefðbundins heilgómasetts. Daher, Dermendjian og

Morgano segja að ekki sé sannað að tölfræðileg fækkun sé á komum vegna særinda

þegar notuð er hermigóms aðferðin. (Daher, T., Dermendjian, S. og Morgano, S.

M., 2008). Við gerð hermigóma í konuna sem hér er stuðst við urðu heimsóknir

vegna særinda tvær.

Nokkur svör eru þess eðlis að það verður að fjalla um þau hér, svo sem: „Sjúklingar

koma of seint í meðferð“. Þetta svar bendir á að fara verði eftir því hvað gómarnir

sem sjúklingarnir eru með eru gamlir og slitnir. Má þá benda á frábendingar og

ábendingar á bls 2.

Svör við spurningu þrettán eru eftir farandi: „já, notkun hennar veitir öryggi“ og „já,

að réttum forsendum uppfylltum“. Önnur svör voru „já, einfalt að gera og

auðveldara fyrir sjúklinginn að aðlagast“, sem og „í vel völdum tilfellum“.

Af svörum þessum má draga þá ályktun að hermigómar eru ekki notaðir nema að

vel athuguðu máli. Einnig er bent á að einstaklingar eiga betra með að aðlagast

hermigómunum. Þetta er ein ástæða fyrir því að hermigómar í aldraða sjúklinga, á

þeirri forsendu að aldraðir tapi aðlögunarhæfni með hækkandi aldri. (Lindquist, T.

J., Narhi, T. O. og Ettinger, R. L., 1997)

26

Önnur svör sem komu fram við áður nefndri spurningu voru: „Þessi aðferð er notuð

ef sjúklingur vill sem minnstar útlitsbreytingar“ og síðan „Ég kem örugglega til með

að nota þessa tækni aftur þar sem sjúklingur vill fá alveg eins tennur og þær gömlu“

eða „það er langt síðan ég vann með heilgóma en ég gerði þetta nokkrum sinnum og

fannst þetta auðveld og þægileg leið til að gera góm ef sjúklingurinn var ánægður

með sinn gamla góm“. Í þessum svörum birtist ein af meginástæðunum fyrir því að

gera góm með hermigóms aðferðinni er ef sjúklingur er ánægður með gömlu

gómana sína. Þá er hægt að taka tillit til óska hans um að fá sem líkastan góm og

nota til þess hermigóms aðferðina.

Benda má á svar við spurningunni sem vakti athygli „helst notað sem stýriskinna

(surgical template) fyrir staðsetningu á tannplöntum“. Þetta svar sýnir að aðferðin er

notadrjúg á öðrum sviðum en í hefðbundinni heilgómagerð. Þekkt er í tannsmíði að

hermigóms aðferðin sé notuð við gerð stýriskinna (surgical template) við í setningu

tannplanta (implant). Er þá sama ferli notað, tekið putty mát og gómar úr

glæruplasti gerðir og göt gerð í gegnum tennurnar sem stýra við ísetningu

tannplanta.

Hér má einnig nefna að höfundur hefur gert hermigóm í einstakling þar sem

sjúklingur var í raun að fá nýjan heilgóm. Stillt var upp tönnum í mát af gamla

gómnum, en það sem var frábrugðið var að gómurinn var steyptur í kívettu, en í

staðin fyrir hefðbundið bleikt gómaplast var notað glært plast. Þannig nýtist

gómurinn á tvo vegu. Sjúklingur fær nýjan góm til bráðabirgða en á seinni stigum er

hægt að nota hann sem stýriskinnu fyrir tannplanta.

Notkunin á gömlu heilgómunum í sjúklingatilfellinu sem hér er lýst beindist

aðallega að því að gera sem minnstar breytingar á nýjum heilgómum og nýta

gómana sem mátskeiðar og sem samanbit til að spara einstaklingi stólasetur hjá

tannlækni. Eins og áður var sagt er konan með gigtar sjúkdóm og orðin nokkuð

öldruð. Í þessu tilfelli var réttlætanlegt að gera hermigóma, þar sem viðmiðin sem

voru sett áður en framkvæmdir hófust voru fyrir hendi. Það er bitlækkun var ekki

meiri en 2-3 millimetrar og hvorki þurfti að breyta biti né útliti.

Mikið hefur verið ritað um hermigóma sem leið sem hægt væri að fara ef sjúklingur

hefur átt við einhverja sjúkdóma að stríða sem valda bæði skertri aðlögunarhæfni

sem og öldrun. Ekki er hægt að lýsa því yfir að þessi aðferð sé sú eina rétta þegar

27

málum er svo komið hjá einstaklingi að hann hefur ekki fulla stjórn á líkama sínum

og andlegri heilsu, en samt er hægt að segja að þessi aðferð sé vel nothæf þar sem

að sjúklingur þarf ekki að læra á nýja og framandi hluti. Fram hefur komið að

hermigóms aðferðin geti verið þægileg þegar tannlæknir eða tannsmiður þarf að

heimsækja einstakling til dæmis á sjúkrastofnun. Aðferðin gerir alla vinnu

auðveldari bæði við mát og bittöku.

Umræður hafa verið um þessa aðferð, til dæmis í Bretlandi, þar sem tekist er á um

hvort eigi að kenna tannsmíðanemum á neðra skólastigi þessa aðferð. Hér á undan

var tekin sú ákvörðun að skoða aðferðina en ekki hvort ætti að kenna hana hér á

landi.

Er þessi aðferð ódýrari en hefðbundin heilgómagerð? Ekki er raunhæft að ætla að

svo sé. Ástæðan er sú að vinna við að gera mát af gómunum er tímafrek og

mátefnin sem eru tveggja þátta „silicone“ efni eru nokkuð dýr. Einnig er glæra

plastið sem hellist í putty mátið dýrt og frágangur tímafrekur. Einnig getur

uppstilling tanna verið tímafrek ef sú leið er farin að slípa hverja tönn fyrir sig úr

glæra gómnum.

Davis DM og Watson RM benda á að þrátt fyrir færri heimsóknir á tannlæknastofu

áður en nýju hermi heilgómarnir eru afhentir sé ekki tölfræðilegur munur á fjölda

heimsókna vegna særinda miðað við hefðbundna heilgóma.

Rannsóknir hafa sýnt að eldra fólk sem notar heilgóma á oft erfitt með að aðlagast

nýjum heilgómum, sérstaklega ef miklar breytingar eru gerðar á biti (Lindquist, T.

J., Narhi, T. O. og Ettinger, R. L., 1997). Ekki eru allir sem hafa ritað um

hermigómsaðferðina sammála því að eldra fólk eigi erfiðara með að aðlagast nýjum

heilgómum. Clark, Radford og Fenlon segja að það verði að skoða þá kenningu

betur. Einnig að þessi skoðun um skerta aðlögunarhæfni hafi ratað í fagbækur á

sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, án þess að nákvæmar rannsóknir gæfu tilefni

til þess að ætla að svo væri. Enn fremur segja þeir að þessi skoðun hafi verið studd

af persónulegri reynslu höfunda. Þeir telja að síðan þessi skoðun kom fram hafi

þekking á heilgómagerð aukist og er talað um að samskipti milli landa hafi einnig

aukist, sem er hluti af því að miðla þekkingu á milli manna. (R. F. K. Clark, D. R.

Radford og M. R. Fenlon, 2004) En þrátt fyrir að ekki liggi beinar rannsóknir fyrir

28

sem sanna ótvírætt að aldur og aðlögunarhæfni fari saman, er nú viðurkennt að

aðlögunarhæfni skerðist með aldri.

Aldur fólks segir ekki allt um getu þess. Margir búa við góða andlega og líkamlega

heilsu en aðrir eru ekki eins lánsamir og eiga við erfiðleika að stríða sem oft hrjá

eldra fólk. Má þar nefna hjarta- og æðasjúkdóma, gigtarsjúkdóma og dementiu svo

einhverjir sjúkdómar séu nefndir (Kent, G. og Croucher, R., 1998).

Nauðsynlegt er að halda áfram að fara til tannlæknis þó að árin færist yfir, því hvort

sem viðkomandi er með sínar eigin tennur eða heilgóma, þá eru tennur okkur

lífsnauðsynleg tæki. Tannlaus einstaklingur getur ekki nærst eðlilega. Áhrif

vannæringar geta verið alvarleg fyrir heilsuna.

Tannleysi eða lélegir heilgómar geta einnig haft félagsleg áhrif eins og kemur fram í

sögu konunnar sem hermigómarnir sem hér um ræðir voru gerðir í.

29

Heimildaskrá

Basker RM, Chamberlain JB. A method for duplicating dentures. Some clinical

applications. Br Dent J 1971;131(12):549-50.

Björn Grímsson. (2011). Launa- starfsviðs- og kynjagreining tannsmiðastarfsins:

Könnun á högum kynjanna meðal starfandi tannsmiða á Íslandi árið 2010. Óbirt

BS-ritgerð: Háskóli Íslands, Tannlæknadeild.

Cour, R. l. (2000). Æstetik I, Aftagelig protetik: En vejledning i fremstilling af

naturtro tandproteser. Arhus: Forlaget TND.dk.

Daher T, Dermendjian S, Morgano SM. Obtaining maxillomandibular records and

definitive impressions in a single visit for a completely edentulous patient with a

history of combination syndrome. J Prosthet Dent 2008;99(6):489-91.

Kent, G. og Croucher, R. (1998). Achieving oral health: The social context of dental

care (3rd Edition útg.). Edinborg: Wright: an imprint of Elsevier Science Limited.

Kristján Steinsson. Gigt og meðferð. Gigtarfélag íslands: http://www.gigt.is/gigt-og-

medferd/

Lindquist TJ, Narhi TO, Ettinger RL. Denture duplication technique with

alternative materials. J Prosthet Dent 1997;77(1):97-8.

Lög nr. 109 25. maí 2000. Lög um starfsréttindi tannsmiða.

http://www.althingi.is/altext/stjt/2000.109.html.

Nallaswamy, D. (2003). Textbook of prosthodontics. Nýja Delí: Jaypee brothers

medical publishers (P) ltd.

Clark RK, Radford DR, Fenlon MR. The future of teaching of complete denture

construction to undergraduates in the UK: is a replacement denture technique the

answer? Br Dent J. 2004;196(9):571-5.

Reglugerð nr. 904/2000 um starfsréttindi tannsmiða.

http://www.idnadarraduneyti.is/log-og-reglugerdir/Idnadur/nr/97

Reglugerð nr. 937/2000 um takmörkun á starfsréttindum tannsmiða.

http://www.idnadarraduneyti.is/log-og-reglugerdir/Idnadur/nr/758

Rensis Likert. (2008). VectorStudy.com:

http://www.vectorstudy.com/management_gurus/rensis_likert.htm

Rodrigues AH, Morgano SM. An expedited technique for remaking a single

complete denture for an edentulous patient. J Prosthet Dent 2007;98(3):232-4.

30

Scott BJ, Forgie AH, Davis DM. A study to compare the oral health impact profile

and satisfaction before and after having replacement complete dentures constructed

by either the copy or the conventional technique. Gerodontology 2006;23(2):79-86.

Stefán Hrafn Jónsson, Jón Óskar Guðlaugsson, Haukur Freyr Gylfason og Dóra

Guðrún Guðmundsdóttir. Heilsa og líðan Íslendinga 2007: Framkvæmdaskýrsla.

Lýðheilsustöð. 2011

Zarb, G. A., Bolender, C. L., Eckert, S. E., Fenton, A. H., Jacob, R. F., og

Mericske-Stern, R. (2004). Prosthodontic Treatment for Edentulous

Patients:Complete Dentures and implant-supported protheses. Mosby.

31

Viðaukar

Bréf til tannlækna og tannsmiða vegna könnunar

Kæri viðtakandi.

Anna Bjargey Gunnarsdóttir heiti ég og er tannsmiður í réttindanámi til

Bs. prófs í tannsmíði við námsbraut í Tannsmiði við Tannlæknadeild Háskóla

Íslands.

Ég er að vinna að Bs ritgerð og fjallar verkefni mitt um samanburð á hefðbundnum

heilgómum og svonefndum Copy denture. Ég leita til tannlækna og tannsmiða

með nokkrar spurningar um verkefnið og vona að þú takir vel í að eyða nokkrum

mínútum í að svara spurningalista sem fylgir með bréfi þessu.

Ef einhverjar spurningar vakna hafðu endilega samband við mig.

Algengasta aðferðin við gerð Copy denture byggir á því að eftir máttöku af gamla

heilgómnum með putty mátefni gerir tannsmiður plasteftirlíkingu sem mátuð er í

munni á tannlækningastofu. Bithæð og afstaða kjálka er ákvörðuð með bittöku og

litur og form tanna ákveðið. Tannsmiður stillir upp tönnum sem komið er fyrir á

sem líkastan hátt og í eldri heilgómum. Upptillingin er mátuð í munni á stofu og

gengið úr skugga að bit og bithæð sé rétt. Mát eru tekin í réttu biti og bithæð eins og

um fóðrun væri að ræða. Á tannsmíðastofu er steypt í mátið, vaxað upp, steypt

niður og klárað á hefðbundinn hátt.

Með von um að þú viljir hjálpa mér, þakka ég þér þátttökuna,

Anna B. Gunnarsdóttir, tannsmiður.

Símanúmer: 866-3072

Tölvupóstfang: [email protected]

32

Ítrekun til tannsmiða vegna könnunar

Kæru tannsmiðir

Anna B. Gunnarsdóttir heiti ég og sendi ykkur könnun vegna Bs verkefnis

Í júlí. Þar sem svörun var dræm hef ég einfaldað könnunina og aftengt hana

nafni þannig að ekki er hægt að rekja svörin. Það er ósk mín að fleiri sjái

sér fært að svara. Ég vil þakka þeim sem svöruðu fyrir þátttökuna.

Það þarf aðeins að smella á krækjuna sem send er með þessum pósti og þá

birtist könnunin. http://www.kwiksurveys.com/?s=NMINGK_e6dda0e0

Það ætti ekki að taka meira en tvær til þrjár mínútur að svara.

Með bestu kveðju

Anna B Gunnarsdóttir

Tannsmiður, 866-3072

33

Spurningalisti, vegna BS- verkefnis.

1) Kyn

Karl ___ Kona ___

2) Aldur ____

3) Ertu;

Tannlæknir ___ Tannsmiður ___

4) Gerir þú heilgóma?

Nei ___ já ___

5) Þekkir þú Copy denture tækni?

Nei ___ Já ___. Ef nei svarið þá spurningu 11 næst.

6) Hefur þú gert stakan góm með þessari tækni?

Nei ___ Já ___

7) Hefur þú gert heilsett með þessari tækni?

Nei ___ Já ___

8) Hvers vegna notaðir þú þessa tækni?

1) Aldraður sjúklingur? Nei ___ já ___

2) Skert aðlögunarhæfni sjúklings? Nei ___ Já ___

3) Sjúklingur vildi fá eins eða mjög líkan heilgóm (heilgómasett) og hann

hafði fyrir? Nei ___ Já ___

4) Sjúklingur hafði lítinn tíma svo, ákveðið var að smíða copy, til að fækka

heimsóknum? Nei ___ Já ___

5) Var sjúklingur erfiður? Nei ___ Já ___, ef já tilgreinið hvernig

____________________

__________________________________________________________

______________

__________________________________________________________

______________

9) Hver er reynsla þín af þessari tækni? Góð ___ Slæm ___ Hvorki né ___

a. Fækkar hún heimsóknum sjúklings? Nei ___ Já ___

b. Er bittaka nákvæmari ( er sjúklingur öruggari en ef notuð er hefðbundin

aðferð)? Nei ___ Já ___

c. Voru særindi?

i. Meiri en í hefðbundinni heilgómagerð? Nei ___ Já ___ Hvorki né

___

34

ii. Minni en í hefðbundinni heilgómagerð? Nei ___ Já ___ Hvorki né

___

iii. Var sjúklingur ánægðari með Copy denture en hefðbundin

heilgóm? Nei ___ Já ___ Hvorki né ___

10) Eftir reynslu þína myndir þú nota þessa aðferð aftur? Nei ___ Já ___

Vinsamlega útskýrið svarið.

_____________________________________________________________

_____________________________________________________________

_____________________________________________________________

_____________________________________________________________

_____________________________________________________________

_____________________________________________________________

______________

11) Ef þú þekkir ekki þessa aðferð vildir þú læra um hana? Nei ___ Já ___

Ef nei vinsamlegast útskýrið svarið

___________________________________________________________________

___________________________________________________________________

___________________________________________________________________

___________________________________________________________________

___________________________________________________________________

_______________________________________