19
Gleðileg jól 2. tbl. - 71. árgangur 2011

2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

  • Upload
    others

  • View
    6

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

Gleðileg jól

2 . t b l . - 7 1 . á r g a n g u r 2 0 1 1

Page 2: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

FAXI 3 2 FAXI

Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík.Skrifstofa: Grófin 8, 230 Reykjanesbær, pósthólf 182. Ritstjóri: Eðvarð T. Jónsson, netfang: [email protected] - sími 772 4878.Blaðstjórn: Geirmundur Kristinsson, formaður,Kristján A. Jónsson, Eðvarð T. Jónsson, Karl Steinar Guðnason og Helgi Hólm.

Öll prentvinnsla: Stapaprent ehf. Grófin 13c - 230 Keflavík. Sími 421 4388 - Netfang: [email protected] v/auglýsinga: [email protected]/faxiSími vegna auglýsinga 699 2126Forsíðumynd: Ólafía Ólafsdóttir (Óla)

2. tölublað - 71. árgangur - 2011

Allir myndatextar í þessu og öðrum he� um Faxa eru blaðsins.

Róleg jólafastaOrðin eru mikið til umræðu á mínu heimili þessar vikurnar. Nýjasti fj ölskyldumeðlimurinn er ekki enn farinn að mæla orð af vörum og er mikil samkeppni meðal okkar hinna að sjá hvert verður hið fyrsta sem frá honum kemur. "Mamma" væri auðvitað nokkuð fyrirsjáanlegt hjá

brjóstmylkingi. "Pabbi" væri þó ekki al-veg út í bláinn, þó ekki nema fyrir það að baugarnir hafa dýpkað talsvert und-ir augunum á þeim gamla - nema þetta séu bara broshrukkur. Svo vilja systkinin endilega koma sínum nöfnum að. Bless-aður drengurinn fær þessi orð yfi r sig í sífellu - en sem fyrr er sagt, þá á hann bara ekki orð. Það er þó ekki af undrun eða hneykslan, heldur af þeirri staðreynd að hann er bara sjö mánaða gamall.

Sjálf eigum við orð yfir ýmsa hluti en stundum finnum við það hvernig tíminn tekur völdin af orðunum og þau breytast, fá nýja merkingu eða jafnvel allt aðra. Eitt sinn bjuggum við hjá frænd-þjóðinni Svíum og þeirra tungumál er jú náskylt okkar. Eitt og eitt orð hefur þó breyst í rás kynslóðanna. Við uppskárum oft furðusvip hjá viðmælendum okkar þegar við töluðum um að eitt-hvað væri "rólegt" í merkingunni rólegt en ekki skemmtilegt eins og orðið merkir á sænsku. Við sögðum leigusölum okkar að hafa ekki áhyggjur af því að við yrðum með stöðug veisluhöld í húsinu þeirra. Þeir ráku svo upp stór augu þegar við bættum því við að, við værum jú frekar "skemmtilegt" fólk. Og veg farandinn úti á götu varð hvumsa jafnvel móðgaður er hann var að segja mér til vegar og ég greip fram í og bað hann um að tala ögn "glaðlegar". Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig mér yrði við ef ókunnugur maður stoppaði mig í miðri frásögn og segði: "fyrirgefðu gæturðu verið aðeins glaðlegri".

Ég ætlaði jú bara að biðja hann um að tala ögn rólegar.

Nú er runninn upp þessi tími sem við köllum aðventu, sem er jú erlent orð. Íslenskan á yfir það mjög gott og gegnsætt orð, "jólafasta". Jólafasta er nafnið á vikunum fyrir jól. Við upphaf jólaföstunnar hefst nýtt kirkjuár - en það er eitt orðið enn sem kann að virðast framandlegt. Kirkjuárið byrjar á fyrsta sunnudegi í jólaföstu og á kirkjuárinu eru árstíðir eins og öðrum árum. Þess-ar árstíðir hafa sína liti eins og slíkum sæmir. Nema þær helgast ekki af magni sólarljóssins heldur því hvernig hinn innri maður á að mæta hverjum tíma.

Kirkjuárið er grænt lengst af, en græni liturinn táknar gróskuna og vöxtinn sem á að einkenna líf okkar kristinna manna. Sorgin og dauðinn eiga sína daga á kirkjuárinu og þeir eru táknaðir með svörtum lit. Heilagur andi er táknaður með rauðu og sá er einnig litur písarvottanna. Gleði- og hátíðardagar eru svo hvítir og loks eru tvö tímabil á kirkjuárinu fjólublá. Það eru fösturnar, lang-afasta á undan páskum og svo jólafastan ... einmitt.

Hver er hugmyndin að hafa föstur á undan hátíðum? Það er jú gert í því skyni að gera okkur móttækileg í andanum fyrir gleðinni og glaumnum sem hátíðinni fylgir. Jólafasta er ekki hugsuð sem upphitun fyrir jólaveisluborðin, gjafirnar og hóglífið. Hún er miklu frekar andstæðan sem skerpir á eiginleikunum. Rétt eins og ljósin sem lýsa upp næturhimininn gera nú í skammdeginu. Segir ekki sagan að Grænlendingar þekki ekkert orð yfir snjó - því snjórinn er allt í kringum þá? Þetta mun vera fjarri öllum sanni en hugsunin er samt nokkuð góð. Ef við þekkjum ekki andstæðurnar, þá fá fyrirbærin ekkert heiti.

En jólafastan okkar í dag er orðin svolítið eins og orðið "rólegt" hefur þróast í sænskunni. Hún hefur öndverða merkingu. Nú er hún ekki sem andstæðan er kallar fram sérstöðu hátíðarinnar, skapar hjá okkur eftirvæntingu og, já hungur, í gleðina sem bíður okkar á jólunum. Hún er miklu fremur eins og upphitun, jafnvel svo mikil að sumir eru orðnir úrvinda þegar hringt er inn í hátíð-ina.

Ef við hugleiðum orðið "jólafasta" finnum við hvatningu til að gæta hófs í aðventugleðinni. Við ættum að finna fyrir þeim takti sem einkennir kirkjuárið með öllum sínum litum og tilbrigðum. Loks þegar jólahátíðin gengur í garð, skínandi hvít sem hæfir - þá göngum við glöð að veisluborðinu og gleðjumst yfir þeirri gjöf sem mannkyni var færð og breytt hefur lífi okkar um alla framtíð.

Séra Skúli Ólafsson

Jólahugvekja

Við sem eldri erum eigum öll minn-ingar frá jólum. Þegar við finnum andblæ jólanna streyma minning-

arnar fram um jólin heima hjá mömmu, pabba og systkinum og eins minningarn-ar um fyrstu jólatrésskemmtunina. Mínar minningar eru gamlar ég mun hafa verið 6 til 8 ára þegar ég fór á fyrstu jólatrés-skemmtunina sem er mér mjög minn-istæð.

Hjálpræðisherinn var starfandi á Ísa� rði á þessum tíma og er þar enn. Þeir höfðu fyrir sið að halda jólatrésskemmtun fyrir börn inn í � rði en það er í um 5 km � arlægt frá Ísa� rði en þar eru Góustaðir þar sem ég er fæddur og uppalinn. Þetta var eina jólaskemmtunin sem haldin var á Hauganesi þar sem samkomuhús-ið var. Íbúar inn í � rði voru ekki margir og til-heyrðu ekki Ísa� rði heldur Eyrarhreppi en það er nú breytt og nú tilheyrir þetta svæði Ísa� rði. Hjálpræðisherinn var ekki mikils metinn á Ísa� rði á þessum tíma, svona svipað og um get-ur í Sölku Völku skáldsögu Halldórs Laxnes. Þeir voru þó þeir einu sem sinntu þessu litla samfélagi. Þessi jól var mikil tilhlökkun hjá okkur krökkunum að fá að fara á jólaballið í fyrsta skipti.

Mikið lifandis ósköp fannst mér gaman. Að hlusta á músikina, ganga kring um jólatréð og

syngja og svo var það ljósadýrðin. Rafmagnið var ekki komið heima og að sjá svona mörg ljós, gerði þetta svo hátíðlegt. Það var líka far-ið í leiki, Fram fram fylking og svo í lokin „að skúra gólf og hengja upp þvott“ og það besta var að ég fékk að vera með og gera allt þetta.

Þegar leið að næstu jólum var strax farið að hlakka til að fara a� ur á jólaballið, en allt í einu syrti y� r. Mamma sagði að líklega yrði engin jólatrésskemmtun því Hjálpræðisherinn væri hættur við að halda jólatré á Hauganes-inu. Ekkert jólatré ! Það verður ekkert gaman á jólunum.

Það var mikill snjór y� r öllu og nokkuð frost dagana fyrir jólin og á jólunum. Þannig hagaði til heima að miðstöðvarkynding var í húsinu frá eldavél sem annaði ekki öllu húsinu. Voru því gluggar hélaðir í frosti á efri hæð hússins en alltaf hlýtt í eldhúsinu.

Gömul kona í Hjálpræðishernum sem við kölluðum Gunnu var vön að koma fyrir jól-in til að selja Hérópið en það var blað hersins. Mamma gaf henna alltaf ka� og spjallaði við hana. Ég var að vona að hún kæmi svo ég gæti spurt hana um jólaballið en hún kom ekki. Við sáum ekki út á Ísa� örð úr eldhúsglugganum þó hann væri þýður svo við þur� um að fara upp á lo� til að sjá almennilega veginn út á Ísa� örð, en nú sást ekkert og engin Gunna kom.

Hvað átti nú að gera? Það var mikið hugs-að og úrræðið kom þegar komið var nærri að jólum, þá læddist litill snáði upp á lo� og fór að þýða frostrósirnar af gluggunum með hönd-unum til að sjá ljósadýrðina á Ísa� rði, stjörn-urnar á himninum og sjá veginn, hvort ekki væri einhver að koma. Það tókst um síðir að þýða einn gluggann og þá spennti hann greipar eins og hann hafði séð mömmu gera. Horfði upp í stjörnubjartan himininn og hvíslaði. „Góði Guð láttu verða jólatrésskemmtun eins og í fyrra,“ og hann endurtók þetta mörgum sinnum „Góði Guð láttu verða jólatrésskemmt-un eins og í fyrra“.

En það varð engin jólatrésskemmtun um þessi jól og það voru mikil vonbrigði.

Jólatrésskemmtun var síðar ári seinna en þá hafði ungmennafélagið jólatréskemmtun í skólahúsinu í Brautarholti. Þar var ein rúmgóð kennslustofa svo jólatréð náði alveg upp í lo� og á því voru ótal jólaljós. Það kom jólasveinn og það var voða gaman.

En minningin um jólastrésskemmtunina sem ekki var haldin á Hauganesi li� r enn e� ir rúm 80 ár.

Minningarnar um æskujólin gleymast ekki.

Gleðilega jólahátíð.Gunnar Sveinsson.

Minningar frá jólum og kvæði Matthíasar

Frá Skógum í Þorska� rði fæðingarstað Matthíasar Jochumssonar. Ljósmynd Þórarinn Ólafsson.

Page 3: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

4 FAXI

Hér kemur brot úr kvæði Matthíasar Jólin 1891 sem sýnir snilld hans.

Fullvel man ég � mmtíu ára sól,fullvel meir en hálfrar aldar jól,man það fyrst, er sviptur allri sútsat ég barn með rauðan vasaklút.

Kertin brunnu bjart á lágum snúðbræður � órir áttu ljósin prúð,Mamma settist sjálf við okkar borð;sjáið, ennþá man ég hennar orð:

„Þessa hátíð gefur okkur Guð,Guð, hann skapar allan lífsfögnuð,án hans gæsku aldrei sprytti rós,án hans náðar dæi sérhvert ljós.

Þessi ljós sem gleðja okkar geð,Guð he� r kveikt, svo dýrð hans gætuð séð;jólagleðin ljúfa lausnaransleiðir okkur nú að jötu hans“.

Síðan hóf hún heilög sagnamál,himnesk birta skein í okkar sál;aldrei skyn né skilningskra� ur minnskildi betur jólaboðskapinn.

Margan boðskap hef ég hálfa öldheyrt og numið fram á þetta kvöld,sem mér kveikti ljós við ljós í sál,-ljós, sem o� ast hurfu þó sem tál.

Hvað er jafnvel höndum tekið hnoss?Hismi, bóla, ský, sem gabbar oss;þótt þú vinnir gjörvallt heimsins glys,grípur þú þó aldrei nema � s!

Ljá mér, fá mér litla� ngur þinn,ljúfa smábarn; hvar er frelsarinn?Fyrir hálmstrá herrans jötu fráhendi ég öllu: lo� i, jörðu, sjá!

Lát mig horfa’ á litlu kertin þín:Ljósin gömlu sé ég þarna mín!Ég er a� ur jólaborðin við,Ég á enn minn gamla sálar� rð!

Jólahald er ævaforn siður á norðurhveli Jarðar og tengjast vetrarsólhvörfum. Nafnið sjál� er til í málum eins og gotnesku (fruma jiuleis) og

fornensku (se ærra geöla). Í ensku þekkist orðið yule.

Jólamessur voru þrjár á kaþólskum tíma en e� ir siðaskipti var þeim fækkað, þó ekki þætti Íslend-ingum það gott og birtist söknuður þeirra í þjóðsög-unum um jólamessur álfanna.

Jólafastan byrjaði fyrrum á Andrésarmessu 30. nóvember. Er þarna kominn hann Andrés sem stóð utan gátta (þ.e. utan dyra). En í sumum vísum er það Ísleifur, en ís þýðir í hebresku „karlmaður“ og á grísku þýðir Andreăs „karlmannlegur“. Aðventu-kransar og jólatré urðu ekki algeng hér fyrr en e� ir seinna stríð.

Grýla er frekar ung, birtist ekki fyrr en á 13. öld og þá sem hið grimmasta � agð en verður barnaæta á 17. og 18. öld. Hún átti þrjá eiginmenn, Bola, Gust og Leppalúða og átti með þeim minnst 80 börn, � est drengir og eru nú þeir aðeins þrettán sem eru þekkt-astir. Nokkrar dætur átti Grýla sem eru nafngreindar Redda, Sledda, Flotsokka, Klettaskora, Bóla og Leið-indaskjóða.

Jólasveinar og -dísir koma ekki fram á sjónarsviðið fyrr en á 17. öld. Þeir hafa tekið breytingum eins og móðir þeirra. Á 19. öld blandast þeir dönskum jóla-nissum og Sankti Nikulási í sínum rauða klæðnaði. En Nikulás þessi var biskup í Tyrklandi og gaf fátæk-um. Að gefa í skóinn varð siður um miðja 20. öld.

Jólamaturinn var nýslátruð kind en rjúpur voru fá-tækramatur. Laufabrauðin vinsælu voru gerð vegna skorts á korni.

Ekki var farið að gefa jólagja� r fyrr en seint á 19. öld. Þessar gja� r voru o� ast klæði sem vinnu- og heimilisfólk fékk sem launauppbót. Þeir sem ekki fengu � ík fóru í jólaköttinn. Við Eystrasalt er það naut og í Noregi geit.

Heimild: Árni Björnsson. Saga daganna. Mál og menning. Reykjavík 1996

Jólin

FAXI 5

Minning Matthíasar Jochumssonar um jólin 1891 li� r í minningu okk-ar allra sem lesa þetta gullfallega kvæði hans. Matthías orti þetta kvæði 1891 en hann er fæddur 1835. Hann hefur því verið 6 ára þegar hann seg-ir. „Fullvel man ég 50 ára jól“ Ég kemst alltaf í jólastemningu við að lesa þetta kvæði Matthíasar, þó er það ekki eitt af hans stórkvæðum. Í bók sem Ólafur Brím ritstýrir um Matthías og ge� n var úr 1980 minnist hann ekki á þetta kvæði í formála sínum, þó hann nefni mörg önnur kvæði.

Jónas Jónsson sem gaf út ljóðmæli Matthíasar á vegum Menning-arsjóðs 1945 minnist ekki heldur á þetta kvæði. Hann segir margt gott um Matthías, þar á meðal. „Þegar Matthías þýðir, þá yrkir hann ljóðin að nýju og gefur þeim brot af sinni sál.“ Þar nefnir hann sérstaklega sálminn „Hærra minn guð til þín“ sem er e� ir ensku skáldkonuna Söru Adams . Kvæðið var ort 1840. Í meðferð sr. Matthíasar er allt kvæðið samfellt snilldarverk.

Jólaminning Matthíasar Jochumssonar

Samantekt: Hildur Harðardóttir.

Page 4: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

6 FAXI FAXI 7

óskar starfsmönnumsínum svo og öllum bæjarbúum

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

og þakkar liðið ár.

BæjarstjórnReykjanesbæjar

Sendum lesendum Faxa oglandsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur

Sími 422 5200 www.hsorka.is [email protected]

Undirritaður var samningur milli Reykjanesbæjar og ríkisins um bygg-ingu hjúkrunarheimilis á Nesvöllum

11. nóvember 2011. Merkur áfangi og baráttumál okkar eldri

borgar er komið í höfn og vonum við að fram-kvæmdir við Hjúkrunarheimilið við Nesvelli gangi � jótt og vel.

Félag eldri borgara á Suðurnesjum hefur lát-ið sig sérstaklega varða málefni þeirra sem eru sjúkir í heimahúsum en ættu að vera á hjúkr-unarheimilum. Það má sjá á fundargerðum frá fyrri árum að við höfum ítrekað ályktað í þessum mála� okki. Samkvæmt nýjum upplýs-ingum eru nú 35 sjúkir aldnir í brýnni þörf, þar af 10 sem eru í mjög brýnni þörf fyrir vistun á hjúkrunarheimilum.

Áherslur á þjónustu við eldri borgara hafa breyst á síðustu árum. Hér á bæði við um þá sem búa á heimilum sínum og þá sem búa á hjúkrunarheimilum. Áhersla er m.a. á aukin gæði, bætta aðstöðu, og sjálfræði eldri borg-ara í eigin málum og forgang þeirra sem eru veikastir í dvöl á hjúkrunarheimilum. Þetta endurspeglast m.a. í áherslum að aldraðir ha� � ölbreytt val á búsetuformum og breyttum reglum um vistunarmat á hjúkrunarheimili, en einnig nýjum hugmyndum og viðmiðunum í þjónustu hjúkrunarheimila, uppbyggingu og endurbótum á aðstöðu.

Á málþingi um hjúkrunarheimili framtíð-arinnar sem haldið var á Grand Hótel nú fyrir skömmu var meðal annars kynntar nýjungar í rekstri heimila fyrir aldraða.

Húsnæði Hrafnistu í Kópavogi er hannað og teiknað með hliðsjón af dönsku hugmynda-fræðinni Lev og bo sem leggur áherslu á litlar heimilislegar einingar með átta til ellefu íbúum á einingu. Markmiðið er m.a. að búa íbúunum eins heimilislegt umhver� og frekast er kostur og virða sjálfsákvörðunarrétt þeirra með sama hætti og væru þeir enn á sínu fyrra heimili. Þannig er markvisst leitast við að viðhalda frumkvæði heimilismanna með því t.d. að við-

halda eða virkja þátttöku þeirra í hinu daglega lí� á heimilinu í samræmi við getu hvers og eins. Rúmgóð herbergi íbúanna eru þannig búin þeirra eigin húsgögnum og gluggatjöld-um. Þar er lögð áhersla á að íbúar ha� áhrif á daglegt líf og ákvarðanir. Fólk hefur svigrúm til að vera ólíkt, með ólíkar þar� r, gangur dags-ins er sveigjanlegur. Íbúar ha� frelsi til að skera sig úr, lausnir eru sveigjanlegar og breytingum vel tekið. Verkefni starfsfólks ræðst af óskum og þörfum íbúanna. Rammi er skapaður um líf íbúanna sem einkennist af heimili ekki vinnu-stað. Hversdagslíf íbúanna er með rætur í fyrri

lífshætti og aðstæður. Sama mönnun alla daga vikunnar. Aldraðir á hjúkrunarheimilum hafa � estir mikla þörf fyrir að upplifa tilgang og að vera þátttakendur í lí� nu.

Stjórn Félags eldri borgara á Suðurnesjum telur að við hönnun heimilis á Nesvöllum verði höfð hliðsjón af hugmyndafræði Lev og bo og með því væri íbúum skapað umhver� sem er líkast heimilum þeirra og skapi þeim svigrúm til þess að viðhalda virkni þeirra og frumkvæði.

Eyjólfur Eysteinsson formaður Félags eldri borgara

Samningur um byggingu hjúkrunarheimilis á Nesvöllum

SuðurnesjamennVið óskum öllum

Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla og farsældar

á komandi ári.

SAMBAND SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM

Verkalýðs- og sjómannafélag Kefl avíkur og nágrennis

Skrifstofa félagsins er að Krossmóa 4.Opið mánudaga til fi mmtudaga kl. 9-16, föstudaga kl. 9-15.

Sími 421 5777

Stjórn Félags eldri borgara á Suðurnesjum við undirritun samnings milli Reykjanesbæjar og ríkisins á Nesvöllum 11.11. 2011. Frá vinstri: Eyjólfur Eysteinsson, Jón Ísleifsson, Elsa Eyjólfsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Jórunn Guðmundsdóttir.

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, Árni Sigfússon bæjarstjóri og Steingrímur J. Sigfússon, � ármálaráðherra.

gleðilegra jólaog farsæls komandi árs,

með þakklæti fyrir viðskiptin á undanförnum 26 árum

Óskum Suðurnesjamönnum

G r ó f i n 1 3 c • 2 3 0 R e y k j a n e s b æ r S í m i 4 2 1 4 3 8 8

stapaprentPrentþjónusta í 26 ár

Page 5: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

Suðurnesjamenn

Gleðileg jólGott og farsælt komandi ár

Verslunarmannafélag Suðurnesja Verslunarmannafélag Suðurnesja

Óskum öllumSuðurnesjamönnum

gleðilegra jólaog farsæls komandi árs,

með þökk fyrir það liðna.

VERKALÝÐS- OG

SJÓMANNAFÉLAG KEFLAVÍKUR

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

og þökkum samskiptin á árinu sem er að líða

Brunavarnir Suðurnesja sími 421-4748

Okkar glæsilega

Skötuhlaðborð 2011. Skata.

Kæst skata. Saltfiskur.

Siginn fiskur. Plokkfiskur.

Skötustappa. Sild.

Kartöflur. Rúgbrauð.

Kartöflusalat. Laufabrauð. Harðfiskur.

Gratineraður saltfiskur. Kryddsíld.

Hákarl. Rófur. Smjör

Hnoðmör. Hamsatólg

Verð pr mann kr 3.200. Börn 6-12 ára ½ verð

Gleðileg jól

Þökkum viðskiptin á árinu .

Pantanir í síma 4217080 eða [email protected].

Þorbergur Friðriksson er nú allur og er margs að minnast þegar við ri� um upp samveru með góðum samferðarmanni.

Þorbergur Friðriksson fyrrverandi framkvæmda-stjóri Málaraverktaka Ke� avíkur fæddist 18. október 1923 að Látr-um í Aðalvík. Hann ólst upp í � ölmennum systkinahópi en foreldrar hans voru Þórunn María Þorbergsdóttir fædd 1884 og Friðrik Finnbogason fæddur 1879.

Þorbergur � utttist til Ke� avíkur um það leiti sem byggð lagðist af í Aðalvík og stund-aði sjómennsku og almenna vinnu en hóf síðan málaranám hjá Jóni Páli Friðmunds-syni málarameistara, sem síðar varð tengd-arfaðir hans, og lauk sveinspró� árið 1947. Þorbergur vann við málarastörf hjá Jóni Páli en hóf síðan sjálfstæðan rekstur þar til hann varð framkvæmdastjóri Málaraverktaka Ke� avíkur við stofnun fyrirtækisins árið

1957 og átti hann mestan þátt í stofnun félag-ins.

Þorbergur var virkur í félagsmálum og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félag sitt og bæjarfélagið. Hann átti sæti í stjórn Iðnnemafélags Ke� avíkur frá 1952, var formaður þess í ellefu ár og sat í stjórn Landsambands Iðnaðarmanna í níu ár. Þorbergur tók sæti í Bæjarstjórn Ke� avíkur sem varabæjarfulltrúi Alþýðu� okksins og átti sæti í nefndum bæjarfélagsins. Hann sat í skólanefnd Iðnskólans í Ke� avík og var formaður hennar um skeið. Ekki er ofmælt að segja að Þorbergur ha� ha� forgöngu um að sveitarfélögin á Suðurnesjum hófu sam-starf um byggingu Iðnskólans í Ke� avík sem nú er Fjölbrautaskóli Suðurnesja.

Þorbergur gekk að eiga Sigurbjörgu Páls-dóttur 16. maí 1948 og var það mikið gæfu-spor. Fjölskyldur okkar og Þorbergs og Dillu voru mjög samrýmdar og mikill samgangur á milli. Mörg voru ferðalögin farin til göngu- og skíðaferða og þá var o� ast stór� ölskyldan

saman á ferð. Þorbergur var ætíð vel á sig kominn og minnumst við göngu á Snækoll í Kerlinga� öllum með skíðin á bakinu, meðan systurnar Dilla og Tobba voru á skíðanám-skeiði, þar sem Þorbergur gaf ekkert e� ir, kominn á sjötugsaldurinn.

Heimili þeirra Dillu og Þobba að Sunnu-braut 18 Ke� avík bar þess fagurt merki að þar bjuggu listunnendur og um tíma var talið að þar væri að � nna eitt merkasta málverka- og bókasafn í einkaeign á Suðurnesjum.

Eins og sjá má á ofantöldu naut Þorberg-ur mikils trausts samborgara sinna og það að verðleikum. Hann var samviskusamur dugnaðarmaður, hafði gott lag á því að vera með fólki, léttur í lundu og vel liðinn meðal samborgara.

Við kveðjum Þorberg og minumst sam-verustunda með söknuði.

Þorbjörg Pálsdóttir og Eyjólfur Eysteinsson, Ingi Valur,

Eysteinn, Jón Páll og � ölskyldur.

MinningÞorbergur FriðrikssonFæddur 18. október 1923 - Dáinn 29. ágúst 2011

8 FAXI FAXI 9

Hollt, gott og heimilislegt

Sími 420 2500 I [email protected]

Njótum jólanna í faðmifjölskyldu og vina

Óskum Suðurnesjamönnumgleðilegra jóla

og farsældar á nýju ári og þökkum samskiptin á árinu sem er að líða

Page 6: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

Allt frá því Ólafur Grétar Gunnarsson, � ölskyldu- og hjónaráðgja� , gaf út bókina „Karlar eru frá Mars, kon-

ur eru frá Venus" árið 1995 hefur hann látið ýmis velferðarmál til sín taka. Í framhaldi af miklum áhuga fólks á efni bókarinnar og samskiptum kynjanna var boðið upp á nám-skeið fyrir hjón „Listin að elska og njóta“ í samstar� við Önnu Valdimarsdóttur sál-fræðing og séra Braga Skúlason sjúkrahús-prest. Námskeiðahaldið og áhugi á að sækja sér frekari þekkingar leiddi Ólaf til Bretlands þar sem hann lauk 3ja ára námi í sálfræði-legri ráðgjöf. Í námi sínu þar fann Ólafur að áhugi hans lá helst í fræðslu og forvörnum. Hans helsta baráttumál er að fræðsla um mál-efni � ölskyldunnar verði almennari og að al-menningur fái að njóta hennar í meira mæli. Óla� � nnst enn nauðsynlegt að uppeldis – og � ölskyldumál fái meira vægi í þjóðfélaginu. Faxi hitti Ólaf Grétar nýlega að máli.

„E� ir að ég kom heim úr námi stóð ég ásamt kollega mínum, Bjarna Þórarinssyni, fyrir ráðstefnu um uppeldishæfni í samvinnu við Heimili og skóla – landssamtök foreldra, Barnaverndarstofu og Kennaraháskóla Ís-lands. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni var Dr. Jean Illsley Clarke þróunarsálfræðingur og kynnti hún þar bók sína „Að alast upp a� -ur – annast okkur sjálf, annast börnin okkar.“ Bókinni fylgdi námsefni og í framhaldinu sóttu 49 sérfræðingar vikunámskeið á vegum Dr. Clarke. Vináttusamband myndaðist milli okkar Jean og hef ég heimsótt Jean sem ég kalla Mentorinn minn til Bandaríkjanna reglulega. Einnig hefur Jean komið hingað a� ur og verið með námskeið og fyrirlestra. Ég lét málin til mín taka og hef átt sæti í Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar um árabil og unnið við � öl-skylduráðgjöf. Nú nýlega bættist hjónaráðgjöf við. ”

Ungbarnahermir „Síðan snemma á sjötta áratug s.l. aldar hef-ur heilsugæslan í Reykjavík boðið verðandi foreldrum fræðslu á þeim tímamótum þegar barnið er að koma í heiminn og unnið hefur verið af kappi að því að e� a slíka fræðslu. Þann-ig fræðslu tel ég að þur� að bæta svo hún nái til � öldans og út í hinar dreifðu byggðir landsins. Komið hefur fram í rannsóknum að þeir sem helst notfæra sér þessa mikilvægu fræðslu séu foreldrar fyrsta barns sem eru eldri en almennt

gerist og með hátt menntunarstig. Með þessa staðreynd m.a. í huga byrjaði ég að innleiða verkefnið „Hugsað um barn“. Verkefnið felst í því að drengir og stúlkur fá „ungbarnahermi” með sér heim og fá reynslu af því að annast „ungbarn” allan sólarhringinn í nokkra daga. Í þeirri reynslu felst tækifæri til að læra, gera mistök og leiðrétta þau, án þess að það ha� áhrif á raunverulegt ungbarn. Verkefnið hefur

fest sig í sessi og hafa nemendur lýst ánægju sinni með það.

Við vitum núna að þegar nýir foreldrar fá barn-ið sitt í fangið er það o� í fyrsta sinn á ævinni sem þau halda á ungbarni. Til að kynna unglingum það sem gæti beðið þeirra sem foreldra síðar á æ� nni kynntum við ungbarnaherminn í skólum landsins árið 2004 og hafa tugir skóla ge� ð nem-endum kost á að taka þátt í verkefninu. ”

Góður árangur af verkefninu„Nemendur eru fullir e� irvæntingar þegar kemur að því að fá að reyna sig í „tímabundna” foreldra-hlutverkinu. Allir unglingar eru með sama draum um að vegna vel í lí� nu, eiga � ölskyldu og eignast börn. Á þessum aldri hafa þau komist að því að ekki tekst jafnvel til hjá öllum. Þannig að þegar skólinn gefur þeim tækifæri á að máta sig í þessum aðstæð-um þiggja þau það og leggja sig mikið fram.

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á góðan ár-angur verkefnisins ,,Hugsað um barn”. Það virðist auðvelda unglingum að gera sér raunhæfar hug-myndir varðandi foreldrahlutverkið.” Tveir nemar í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, þær Hrafnhildur Eyþórsdóttir og Kristín B. Flygenring, � ölluðu um verkefnið í lokaverkefni sínu til B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði. Tilgangurinn var að kanna reynslu unglinga og foreldra þeirra af verkefninu. Einnig vekja þær athygli á því að börn unglinga eru í aukinni hættu vegna námser� ðleika og eins eru þau í meiri hættu að verða fyrir líkamlegu og andlegu o� eldi. Umræða um unga foreldra er o� hjúpuð ljóma sem stenst ekki í lang� estum tilfell-um. Nemendur í hjúkrun við Háskóla Íslands og nemendur í kennslu og uppeldisfræði við Háskóla Íslands ásamt lögfræðinemendum í Háskólanum í Reykjavík hafa einnig vísað í verkefnið í verkefnum sínum. Nemendur í Fjölbrautaskóla Breiðholts og Fjölbrautaskóla Vesturlands hafa einnig gert verk-efninu góð skil í í lokaáföngum í uppeldisfræði. Allir þessir hópar mæla með verkefninu.”

Stuðningur maka„Eitt af því sem hefur ha� mikil áhrif á mig og ver-ið mikil hvatning er lokaverkefni tveggja hjúkr-unarfræðinema, þar sem þær � alla um aðlögun að móðurhlutverkinu. Þær fengu fyrst og fremst áhuga á þessu þar sem þær voru sjálfar nýorðnar mæður og töldu undirbúning ungs fólks undir foreldrahlutverkið enganveginn nægjanlegan. Það er algengt, að þeirra sögn, að konur sem eignast sitt fyrsta barn segi að þeim hefði aldrei tekist að ganga í gegnum þetta nema með stuðningi maka sinna. Þær taka það líka fram að ein af ástæð-unum fyrir fæðingarþunglyndi sé sú hugmynd að hæ� leiki til að eignast barn og sinna því sé með-fæddur. Þær ýja ennfremur að því í þessu verkefni sínu að hér á landi ríki þöggun um hversu mjög það reyni á einstakling og sambönd að eignast barn í fyrsta sinn.

Þessar niðurstöður sýna að við þurfum að spyrja okkur hvort við sitjum uppi með hugmyndaker� sem eykur líkurnar á fæðingarþunglyndi? Við vit-um að frá því að barnið kemur í heiminn er það baðað í til� nningum og líðan foreldra sinna og því sem gerist í samskiptum foreldranna. ”

Að styrkja parasambandið„Frá evrópsku ráðherranefndinni hafa komið til-mæli um að Evrópuríki marki sér skýra stefnu til að e� a foreldrahæfni m.a. til að koma í veg fyrir líkamlegar refsingar á börnum. Ísland hefur skrif-að undir að þessari tilskipun verði fylgt e� ir. Einn-ig kom fram að grípa verði til aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir skilnaði. Enda hafa skilnaðir og upplausn í � ölskyldum mjög alvarlegar a� eið-inar fyrir velferð alls samfélagsins. Á s.l. ári upp-lifðu tæplega 1200 börn skilnað foreldra sinna og þá upplausn, óöryggi og streituna sem því fylgir. Ég tel að fyrirbyggja megi meira en helming af þeim skilnuðum með einföldum og hagkvæmum leiðum.

Það hefur lengi verið vitað að meðalaldur skiln-aðarbarna er 4 árum skemmri en meðalaldur barna sem alast upp með báðum foreldrum. Ný rannsókn sýnir að skilji skilnaðarbarnið skerðir það ævi þess um 4 ár í viðbót eða um samtals 8 ár sem er meiri skerðing á meðalævi en á ævi reyk-ingarmanna eða ævi áfengis- og vímuefnaneyt-enda. Þetta segir okkur hvað streita í � ölskyldum getur ha� gríðarlega mikil áhrif á lífsgæði fólks.“

Breytingar á hlutverkum„Við vitum að til� nningaálag og hlutverkaröskun sem fylgir fæðingu fyrsta barns skapar o� mis-gengi og sambúðarer� ðleika sem geta aukið líkur á skilnaði. Það er sorgleg staðreynd að hæsta tíðni sambandsslita hér á landi er áður en fyrsta barn verður 5 ára.“

Dr. Sigrún Júlíusdóttir, einn af okkar helstu sérfræðingum í � ölskyldumálum, segir: „Fyrstu rannsóknir frá sjötta áratugnum sýndu að meiri hluti nýbakaðra foreldra glímdi við er� ðleika sem gátu orðið upphaf að varanlegum vanda. Þetta var staðfest í � ölda rannsókna sem fylgdu í kjölfarið.

Þegar spurt er í hjónaráðgjöf hvenær fyrstu erf-iðleika eða vonbrigða ha� orðið vart í sambandinu er algengt að svarið sé í þessum dúr: „Ja, eiginlega var það í kringum fæðingu fyrsta barnsins okk-ar ... en, æ, maður vildi ekki eyðileggja með því að fara að tala um vonbrigði eða vera með kröfur ... hélt það myndi gleymast eða lagast af sjálfu sér með tímanum.“

Námskeið Gottman-hjónannaUm Gottman-hjónin segir Sigrún: „Rannsakend-ur og meðferðaraðilar hafa nú um áratuga skeið unnið útfrá vitneskjunni um viðkvæmni parsam-bandsins og mikilvægi fræðslu og til� nningalegs stuðnings við fæðingu fyrsta barns. Höfundar Barnið komið heim námskeiðsins, John Gottman og Julie Gottman eru í þeim hópi. Þau eru líklega eitt þekktasta meðferðarpar okkar tíma, vel kunn fyrir störf sín bæði meðal fræðimanna og fagfólks.Þau láta sig varða velferð � ölskyldna, foreldra og barna og setja það gjarnan í samhengi við sam-félagsþróunina og margvísleg ö� sem nú ógna � ölskyldugildum og uppeldisáhrifum foreldra. John Gottman hefur stundað víðtækar rannsókn-ir á sviðinu, þ.e. á hjónabandsstofnuninni og sam-skiptum í vel star� æfum hjónaböndum, foreldra-hlutverkum og skilnaðarferlum.

Gottman–hjónin reka saman fræðslu- og með-ferðarstofnunina, � e Gottman Insititute í Seattle í Bandaríkjunum, þar sem þau veita einnig sérhæfða hjónameðferð á � e Relationship Clinic. Þau bjóða þjálfun fyrir meðferðarfræðinga og skjól-stæðinga meðferðarþjónustu. Í því samhengi hefur Gottman-tvíeykið nýtt samþætta rannsóknar- og meðferðarreynslu sína í vönduðu námsefni fyrir verðandi foreldra sem ég kynntist fyrst á ráðstefnu í Bandaríkjunum árið 2004. Síðan þá hef ég ásamt Bjarna Þórarinssyni � ölskylduráðgjafa, Heru Ó. Einarsdóttur félagsráðgjafa og Valgerði Snæland Jónsdóttur, fyrrum skólastjóra og sérkennslufull-trúa, sótt námskeið hjá stofnun Gottman sem sér um námskeiðin fyrir verðandi foreldra.

Nú hafa slík námskeið verið í boði hér á landi frá árinu 2008 og hafa y� r 200 pör sótt námskeiðið. Námskeiðið hjálpar pörum að takast á við streit-una í sambandinu þegar barn kemur til sögunnar. Námskeiðið ,,Barnið komið heim” hefur verið í rannsókn og þróun frá árinu 2000 og vísindalegur bakgrunnur þess er ótvíræður.“

Auka þarf samveru foreldra og barnaÓlafur Grétar segir: „Sagan segir okkur að um miðbik síðustu aldar ha� � eiri börn fæðst utan hjónabands hér á landi en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Rannsóknir hafa sýnt að eitt óbrigðulasta ráðið til að fyrirbyggja er� ðleika í samböndum með tilkomu barns er að ákvörð-unin um að eignast barn sé sameiginleg ákvörðun parsins. Þegar við setjum þetta í samhengi er það kannski einmitt þessi sameiginlega ákvörðunar-taka sem hefur vantað hvað mest hjá okkur. Þetta eru mjög skýrar og ótvíræðar upplýsingar.

Það er ljóst að börnin okkar á fyrstu æviár-unum slasast o� ar en í löndum sem við berum okkur saman við. Þessi staðreynd hefur legið fyr-ir í tvo áratugi og er svo grafalvarleg að það væri full ástæða fyrir alla að hlaupa út á torg og hrópa á hjálp eða í það minnsta að rýna í ástandið.

Fyrsta þörf barna er öryggi og leiðin til að læra á heiminn er að kynnast honum með öllum skyn-færum sínum. Ef okkar börn eru að slasast o� ar en börn í öðrum sambærilegum löndum hefur það alvarlegar a� eiðingar fyrir þroska þeirra. Við þetta bætist að þegar rætt er um muninn á náms-árangri drengja og stúlkna upplifa drengir meira harðræði samkvæmt rannsóknum dr. Ingu Dóru Sigfúsdóttur. Það er ein ástæðan fyrir því að þeim gengur ekki eins vel og stúlkum í skóla. Allt eru þetta atriði sem má vinna með á ö� ugan hátt.”

Sköpum skilyrði til að auka samverunaAð lokum segir Ólafur Grétar:

„Við þurfum að skapa skilyrði til að auka sam-verustundir foreldra og barna. Hér þurfa sveit-arfélög að vera góð fyrirmynd og leita leiða til að foreldrar geti verið meira með börnum sínum. Algengt er að börn séu 8 klst á leikskóla frá 1 árs aldri og leita þarf leiða til að stytta þessa viðveru. Börn þurfa að dvelja meira innanum sína nán-ustu.

Talað er um að heimilið og � ölskyldan séu hornsteinar samfélagsins og það að e� a forelda í mikilvægu hlutverki sínu er þjóðhagslega hag-kvæmt. Fræðsla fyrir og stuðningur við foreldra óháð efnahag, er því eitt af því sem stjórnmála-menn ættu að berjast fyrir og forvarnarstefna sveitarfélaga ætti að taka mið af. Efnahagur for-eldra ætti ekki að ráða því hvort einstaklingar fái fræðslu um foreldrahlutverkið sem er afar skilvirk og hagkvæm leið til að jafna stöðu barna. Þetta er mikilvægt baráttumál á okkar tímum.

Við erum nú í efnahagskreppu og það eru harð-ir tímar. Nú þurfa allir að skoða vasa sína. Sagt er að á velferðartímum þur� að leggja fyrir til hörðu áranna. Þau standa y� r núna. Unga fólkið er að � ytja úr landi og atvinnuleysi er mikið. Mikill mannauður að tapast. Við tryggjum að öll börn fái mat í hádeginu í skólum en betur má ef duga skal varðandi kennslugögn og þátttöku í frístund-astar� . Það er því aldrei mikilvægara en nú að þeir sem hafa � árráð leggi til samfélagins og e� i grenndarsamfélagið. Verkefni fólks í þeirri stöðu er að � nna út hvar áhugi þeirra og ástríða liggur.“

„Það hefur lengi verið vitað að meðalaldur skilnaðar-barna er 4 árum skemmri en meðalaldur barna sem alast upp með báðum for-eldrum. Ný rannsókn sýnir

að skilji skilnaðarbarnið skerðir það ævi þess um 4 ár í viðbót eða um samtals

8 ár sem er meiri skerðing á meðalævi en á ævi reyk-ingarmanna eða fólks sem

misnotar áfengi og vímuefni.“

„Rannsóknir hafa sýnt að eitt óbrigðulasta ráðið

til að fyrirbyggja erf-iðleika í samböndum með tilkomu barns er að ákvörðunin um að eignast barn sé sameig-inleg ákvörðun parsins.“

Ungmenni vilja undirbúa sig fyrir fj ölskyldulífi ðVerðandi foreldrar á námskeiðinu "Barnið komið heim." Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Óla� ur Grétar Gunnarsson (lengst t.v. í fremri röð) og Hera Ó. Einarsdóttir (lengt t.h. í fremri röð).

10 FAXI FAXI 11

Page 7: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

12 FAXI

Gleðileg jólHeimilisfólk þakkar

heimsóknir og veittar ánægjustundir

á liðnu ári.

Guð blessi ykkur öll.

Vistmenn á Garðvangi og Hlévangi

Sendum öllum Suðurnesjabúum góðar jóla- og nýársóskir, með þakklæti fyrir viðskiptin á liðnum árum

Sundmiðstöðin

Gleðileg jólGott og farsælt nýtt ár!

Þökkum samskiptin á liðnu ári

Útvegsmannafélag Suðurnesja

Fjölbrautaskóli Suðurnesjaóskar nemendum, kennurum og öðrum Suðurnesjabúum

gleðilegra jólaog farsældar á komandi ári.Þökkum samstarfið á árinu

SKÓLAMEISTARI

gleðilegrar jólahátíðar og farsæls nýs á� Blaðstjórn Faxa

Óskum Suðurnesjamönnum

FAXI 13

Óskum lesendum Faxa og Suðurnesjamönnum öllumgleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

og þökkum samskiptin á árinu sem er að líða

ÁlnabærTjarnargötu 17

421-2061

ÁrbakHrannargötu 6

421-5755

B.G. BílakringlanGrófi nni 6-8

421-4242

Blikksmiðja Ágústar GuðjónssonarVesturgötu 14

421-2430

Bókasafn ReykjanesbæjarHafnargötu 57

421-6770

Bókhaldsþjónusta Sævars Reynissonarviðskiptafræðingur

Hafnargötu 15421-5280

Byggðasafn ReykjanesbæjarVið Njarðarbraut

421-3155

Dýralæknastofa SuðurnesjaFlugvöllum 6

421-0042

Eldvarnir ehf slökkvitækjaþjónusta

Iðavöllum 3421-4676

Fasteignasalan ÁsbergHafnargötu 28

421-1420

Fasteignasalan StuðlabergHafnargötu 29

420-4000

Fjóla gullsmiðurHafnargötu 21

421-1011

Tannlæknastofa Kristínar Hafnargötu 45

421 -8686

Háskólagarðar ehfÁsbrú

Heilbrigðiseftirlit SuðurnesjaSkógarbraut 945 - Ásbrú

420-3288

Hjalti Guðmundsson ehfIðavöllum 1

421-4443

HoltaskóliSunnubraut

420-3500

Hótel Kefl avíkVatnsnesvegi 12

420-7000

Húsanes ehfHafnargötu 91

421-8188

Kaupfélag Suðurnesja hfKrossmóa 4

421-5400

Langbest veitingahúsHafnargötu 62

421-4777

NesvellirNjarðarvöllum 4

420-3400

Oxa - tannsmíðastofaHafnargötu 35

421-4513

Plastgerð SuðurnesjaFramnesvegi 21

421-1959

Rafl agnavinnustofaSigurðar Ingvarssonar

Heiðartúni 2422-7103

Raftækjavinnustofan GeisliIðavöllum 3

892-8483

ReykjaneshöfnVíkurbraut 11

421-4575

Saltver ehfBrekkustíg 26-30

421-4580

SecuritasHafnargötu 60

580-7000

SjóváHafnargötu 36

440-2450

Skattsýslan sfHafnargötu 90

421-4500

Smur- og hjólbarðaþjónustan ehfVatnsnesvegi 16

421-4546

Sportbúð ÓskarsHafnargötu 23

421-4922

Trésmiðja Ella JónsIðavöllum 12b

421-4445

Vinnumálastofnun SuðurnesjumKrossmóa 4

421-8400

Sýslumaðurinn í Kefl avík,Vatnsnesvegi 33

420-2400

ToyotaþjónustanNjarðarbraut 19

420 6610

Trésmiðja Ragnars HalldórssonarStapabraut 1 Njarðvík

421-1010

Úra- og skartgripaverslunGeorgs HannahHafnargötu 49

421-5757

Verkfræðistofa SuðurnesjaVíkurbraut 13

420-0100

Víkurás ehfIðavöllum 6

421-4700

Markaðsstofa SuðurnesjaKrossmóa 4421 -3520

Vísir - félag skipstjórnarmanna á SuðurnesjumHafnargötu 90

421-4942

Keilir háskóla- og menntaseturKefl avíkurfl ugvelli

578 -4000

ÞróunarfélagKefl avíkurfl ugvallar

425-2100

Vetis ehfFlugvöllum 6

421-8005

Starfsmannafélag SuðurnesjaKrossmóa 4

421-2390

Fiskmarkaður SuðurnesjaHafnargötu 8, 245 Sandgerði

422-2400

Fullkomið öryggiskerFi í áskrift

HaFnargötu 60 — 230 reykjanesbæ — 580 7200 — www.securitas.is

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

og þökkum samskiptin

á árinu sem er að líða

Page 8: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

14 FAXI FAXI 15

Gleðileg jól

Fjallatindur fagurblárSvavar Ellertsson í Stapaprenti hefur tekið fjölda framúrskarandi ljósmynda bæði hér heima og erlendis. Faxi hefur fengið góðfúslegt leyfi hans til að birta fáeinar ljósmyndir sem eru teknar hér á Íslandi og í Perú þar sem Svavar var á ferðalagi fyrir nokkrum árum. Nokkrar þessara mynda má sjá á varanlegri einkasýningu Svavars í prentsmiðjunni Grófinni 13 í Keflavík. Allar myndirnar eru til sölu innrammaðar og prentaðar á striga.

Page 9: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

Listræn tilraunastarfsemi í gamla byggðasafnshúsinu á Vatnsnesi:

Ljósmyndir: Svavar Ellertsson

Samstarf listamannanna Ólafíu Ólafsdóttur og Reynis Katr-ínarsonar hófst fyrir utan Samkaup í Garðinum fyrir tæp-um tveimur árum. Óla var þá nýbúin að fá húsnæði undir

vinnustofu í gamla heilsugæsluhúsinu í Garði. Hún átti að verða samastaður þar sem listafólk gæti komið saman, skeggrætt og unnið. En listamennirnir létu ekki sjá sig. Óla og Reynir héldu ótrauð áfram og voru í vinnustofunni í rúmt ár en fengu síðan inni í gamla húsinu á Vatnsnesi þar sem byggðasafn Reykjanes-bæjar var áður til húsa. Byggðasafnið hefur nú skipt um ham og er nú m.a. orðið að tilraunastofu þessara tveggja listamanna sem vinna með liti og áferð beint úr náttúrunni. Þrír aðrir listamenn og hönnuðir eru í húsinu: Unnur Karlsdóttir, Þorkell Óskarsson og Hildur Harðardóttir. Óla er menntaður innanhúsarkitekt með staðgóðan listrænan bakgrunn í námi og starfi. Reynir er

myndlistarmaður að mennt, útskrifaður frá Myndlista- og hand-íðaskóla Íslands 1976. Hann er einnig lærður nuddari og rekur nuddstofu í Garði. Reynir hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og erlendis og tekið þátt i mörgum samsýningum.

List á andlegum nótumReynir segir okkur, að ástæðan fyrir því að hann kom inn í þetta sam-starf sé fyrst og fremst sú að hann ha� viljað tengjast öðrum lista-mönnum.

„Ég hef alltaf verið að vinna einn og núna fékk ég allavega tækifæri til að hitta aðra, ræða málin og skiptast á skoðunum. Ég hef stund-að listsköpun frá því ég man e� ir mér, fór ungur til Noregs, var þar í myndlist, tónlist, dans og drama og síðan á ýmsum stöðum hér heima og erlendis við vinnu og listiðkun.“

Ævintýri úr litum og efnivið íslenskrar náttúruÆvintýri úr litum og efnivið íslenskrar náttúru

16 FAXI FAXI 17

Óla og Reynir í vinnustofu sinni í gamla Byggðasafnshúsinu

Samtal - Reynir Álfakirkjan - Reynir Skessan - Reynir

Page 10: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

FAXI 19

Reynir starfar mikið á andlegu nótunum og kemur víða við í þeim efnum. Auk mynd-listarinnar hefur hann fengist við miðilsstörf, seið, nudd og heilun. Jafnframt kennir hann allar þessar greinar. Listrænan efnivið sinn sækir hann gjarnan í norræna goðafræði, hef-ur m.a. efnt til seiðláta að fornum sið ásamt

Unni Lárusdóttur, söngkonu og tónskáldi, þar sem � utt eru kvæði Reynis, Þagnarþulur, við tónlist Unnar. Þulurnar eru tileinkaðar gyðj-um úr norrænni goðafræði og orkunni sem umlykur þær. Reynir skapar litla skúlptúra, rúnasett sem hann nefnir „steina guðanna" og bera tákn goða og gyðja. Reynir hefur � utt

fyrirlestra á vegum sálarrannsóknarfélaga um gyðjur Fensala og önnur goð Ásgarðs. Hann hefur gert rúnasett sem tengist goðum og gyðjum og skrifað bók um notkun þess.

Hugmyndafræðin er gagnkvæmur stuðningur

Óla er innanhúsarkitekt eins og áður var sagt frá en listsköpun hefur alltaf verið áhugamál hennar enda óaðskiljanlegur þáttur innanhúss-arkitektúrs. Hún lauk meistaranámi í þessari grein frá fylkisháskólanum í Florida og starf-aði síðan að mestu sjálfstætt sem hönnuður og listamaður.

Tvær konur af Suðurnesjum, Ólafía Ólafsdótt-ir (Óla) og Sveindís Valdimarsdóttir kennari, fengu fyrr á þessu ári verðlaun fyrir endurnýt-ingu og umhver� svænar vörur á Euwiin-ráð-stefnu sem haldin var í Hörpu af samtökum frumkvöðlakvenna. Þrjár Suðurnesjakonur fengu viðurkenningu í öðrum � okkum - Bryn-dís Guðmundsdóttir fyrir verkefnið „Lærum og leikum", Bjarndís Helena Mitchell fyrir Handler's hundasýningartauma og Ása Brynj-ólfsdóttir fyrir nýsköpun á sviði snyrtivara. Euwiin er skammstöfun á European Union Wo-men Inventors and Innovators Network.

Í umsögn um verk Ólu í einu dagblaðanna segir: „Hverjum hefði dottið í hug að íklæðast vesti gerðu úr dekkjaslöngu með hálsmen úr pappamassa og punta sig með veski unnu úr dekkjaslöngu og öryggisbelti? Sjálfsagt ekki mörgum, en tvær hugvitskonur í Reykjanesbæ hafa sýnt að þetta er bæði gerlegt og feiknasniðugt."

Eins og Óla vinnur Sveindís með náttúruleg efni í skartgripi og aðra muni, m.a. kísil úr Bláa lóninu sem og annan efnivið af Reykjanesi. Óla hefur m.a. búið til nytjahluti, skart, fatnað og fylgihluti úr dekkjaslöngum. Á síðasta ári sá hún um listahlutann á námskeiði á vegum Vinnumálastofnunar hér í Reykjanesbæ. Ungt fólk til athafna. Krakkarnir höfðu fengið þá hugmynd að gera garðbekk úr reiðhjólum og nýta átti allt úr hjólinu. Það eina sem gekk af var dekkjaslanga.

„Ég stóð í bílskúrnum heima og hugsaði hvað ég ætti nú að gera. Ég veit ekki hvað gerðist næst, en allt í einu hafði ég búið til armband,“ segir Óla. Þetta var uppha� ð að því að hún fór að vinna muni og fatnað úr gúmmíslöngum. Á Euwiin ráðstefnunni í Hörpu sýndi hún vesti sem búið var til undir áhrifum íslenska upphlutarins með margvíslegu mynstri. Til skrauts hafði hún út� att slöngumynstur sem hún skar út sjálf. Það notaði hún einnig í � íkur og fylgi-hluti, m.a. kjól sem hún klæddist á ráðstefnunni, en þar komu saman konur úr öllum heims-hlutum sem vinna að nýsköpun. Hugsun Suðurnesjakvennanna féll vel að þessari hugmynda-fræði þess � okks sem þær fengu verðlaun fyrir á ráðstefnunni í Hörpu, þ.e. endurnýting og umhver� svænar vörur.

Konur á Suðuresjum í frumkvöðlastarfi

„Happy chicken“ Forvitinn Æ� ng - Reynir Bið - Reynir

Óóóó...ert þú hér - Óla

Veran - Reynir

18 FAXI

Page 11: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

20 FAXI

aðferð sem er eggtempera-tækni og þá er notað bindiefnið úr eggjarauðinni. Við förum út og söfnum steinum, leir, ull, jurtum, náum í gall og í rauninni allt sem okkur dettur í hug að nota í myndlist og sem getur ge� ð lit og áferð. Þetta er þróunardæmi og verkefni sem við höf-um bæði fallið fyrir. Það er gríðarlega spenn-andi að vinna með þessa hluti, alltaf eitthvað nýtt í gangi, við erum stöðugt að prófa nýja hluti til að sjá hvernig þeir koma út. Þetta er ótæmandi uppspretta sköpunargleði. Ég uppli� meira líf í þessum litum en hinum hefðbundu og er mjög ánægður með það, vinnan við þá er allt öðruvísi og meira gefandi. Mér � nnst egg-temperan gefa � eiri möguleika – það er hægt að nota hana á svo marga vegu.“

Litirnir yrkja sjál� r„Við höfum ekki heyrt um neinn sem er að nota gall, ull eða jafnvel ösku úr Eyja� allajökli í þessum tilgangi við listsköpun“, segir Óla. „Ég veit ekki til að nokkur sé að nota nákvæmlega þessa aðferð en menn hafa verið að prófa sig áfram með leirlitina. Það er ákveðinn hrein-leiki við náttúrulitina, þessi sérstaka áferð, sem er allt öðruvísi en tilbúna málningin gef-ur. Mér � nnst hún hafa þann eiginleika að við ráðum myndunum ekki eins vel og við gerum með olíu, akrýl og vatnslitum. Myndin fer sjálf af stað – það má kannski líkja því við skáld sem sest niður og ljóðið byrjar að yrkja fyrir það. Það er frekar þannig að litur fer niður og myndin kemur svo e� ir á. Ég sest aldrei niður og hugsa með mér að nú ætli ég að mála � all. Litirnir taka nánast völdin af manni, það er svo mikil orka í þeim og þeir byrja sjál� r að skapa. Það er einmitt þetta sem er svo skemmtilegt og spennandi. Maður veit aldrei útkomuna fyr-irfram.“

Sjál� ær listsköpun„Við tölum gjarnan um þetta sem sjál� æra list - sjál� æra í þeim skilningi að við reynum e� ir fremsta megni að hreyfa ekki við grunn-inum“, heldur Óla áfram. „Við reynum að taka ekkert af jörðinni sem hún hefur ekki skilað af sér sjálf. Við tökum það sem hún er að losa sig við og notum það: öskuna, blómin sem springa út og deyja, eggin sem hænan verpir daglega, gallið úr � skum. Við förum út og tínum steina, hverirnir gefa af sér liti, kindurnar láta frá sér ullina. Þannig er þetta líka með gúmmí - þar nota ég það sem til fellur. Ég var að vinna með ungu fólki í fyrra á lista- og verknámskeiði. Ég sá um listadeildinn en � ármagnið var af skorn-um skammti. Ég þur� i að vera skapandi. Við vorum með reiðhjól og tókum það í sundur og ég sat uppi með dekkjaslöngu. Ég fór að � kta með hana til að kanna hvað hægt væri að gera, sat með hana út í skúr og velti y� r henni vöng-um og skyndilega var ég komin með armband. Ég fékk góðar undirtektir við þessu og hélt áfram, fann � eiri möguleika og bjó til vasa og ljós. Ég setti útskorið gúmmí inn í ramma og

fékk lýsinguna til að varpa skuggum út, góð og notaleg lýsing. Ég lita ekki gúmmíið og það er tiltölulega auðvelt að vinna með það. Þetta er mikið þolinmæðisverk, drjúgur tími fer í að skera út og klippa með hníf og nota skæri. Það þarf að forvinna gúmmíið, velja það og hreinsa. Þetta er mikið föndur en stjórnar sér dálítið sjál� . Gúmmíslangan hefur ákveðið sköpulag, hún er fyrirfram mótuð og því formi breyti ég ekki. En stundum þegar ég sker í það og ætla að gera eitthvað ákveðið myndast hrey� ng í

efninu, hluturinn breytist og útkoman verð-ur öðruvísi. Við stjórnum hér greinilega ekki nokkrum sköpuðum hlut, en það er einmitt það sem er svo skemmtilegt og gefandi.“

Ísskápurinn sem litaborð„Það er grunnorka í okkur báðum sem er þörf-in til að � nna lausn á einhverju máli sem kemur upp þegar við erum að skapa,“ segir Reynir. „Á sama tíma og við sköpum eitthvað þurfum við að � nna lausnir og það er einmitt það sem er

„Arkitektanámið er listnám að mörgu leyti og um það gilda sömu reglur og aðra skap-andi listræna hönnun, " segir Óla. „Ég fékkst við innanhúsarkitektúr fram að hruni en þessi

grein varð einna verst úti í þeim hamförum. Við unnum nánast dag og nótt fyrir hrun en nú hefur hægt gríðarlega á og ég held að það séu fáir í dag sem lifa á þessu. Spurningin sem

ég lagði fyrir sjálfa mig á þessum tímamótum í lí� nu var: Hvað get ég gert og hvað vil ég gera? Það er er� tt að fá vinnu við hæ� þegar maður hefur starfað á svona sérhæfðu sviði – þá kom listin til sögunnar. Ég stofnaði vinnustofuna í Garði. Hún var hugsuð sem lí� eg og spennandi aðstaða fyrir listamenn en þeir létu því miður ekki sjá sig. Við spurðum okkur um ástæðuna fyrir þessu áhugaleysi. Okkur grunaði að fólk væri smeykt við okkur, en kannski var það rangt metið. Ég fór að vinna sem verkefnastjóri í hugmyndahúsinu Ásbrú við virkjun mann-auðs á Suðurnesjum. Mér fannst að fólki þyr� i að fá aðstöðu til að þróa hluti, list og vörur, skapa og prófa sig áfram, en það reyndist því miður ekki heldur grundvöllur fyrir slíkri starfsemi.

Í vinnustofunni í Garði vorum við Reynir þarna tvö meira og minna í sitt hvoru herberg-inu og alltaf að hlaupa á milli til að ræða málin. Hugmyndafræðin mín með þessu samstarfs-verkefni var að listamenn gætu ha� stuðning og félagsskap jafnframt því að deila þekkingu og reynslu. Síðan bauðst okkur þetta húsnæði hér í Ke� avík og þá hófst fyrir alvöru sú list-ræna tilraunastarfsemi sem við stundum hér af kappi.“

Náttúran ótæmandi uppspretta sköpunargleði „Við gerum tilraunir með liti beint úr íslensku náttúrunni,“ segir Reynir. „Við beitum gamalli

Steinar guðanna eru litlar ávalar steinvölur, Djúpalónsperlur af Snæfellsnesi, greypt-ar táknum og sveipaðar dulúð. Steinarnir hafa spádómsgáfur sem komust í hámæli fyrir fáeinum árum þegar Reynir Katrínar-son spáði fyrir Bjarna Harðarsyni, fyrrrv. þingmanni. Bjarni lýsti því sjálfur á sínum tíma hvernig spádómur um alvarlega og há-dramtíska atburði í lí� sínu hefði ræst með e� irminnilegum hætti. Bjarna varð, að eigin sögn, lengi vel ekki svefnsamt e� ir að hann áttaði sig á hve sannspár Reynir hafði verið.

Reynir hefur ge� ð út nokkur smákver með kvæðum, rúnum og hugleiðingum, tileinkuð norrænum goðum og gyðjum sem eru honum jafnan ofarlega í huga. Meðal kveranna eru Þagnarþulur og, Rúnir guðanna. Hið síðarnefnda hefst á hugleiðingu um steinana frægu og fögru. Þar segir meðal annars:

„Þegar hugmyndin að steinum guðanna kviknaði varð hún að fæðast, um það var ekkert val. Ég lagði öll önnur verkefni til hliðar, ekkert annað komast að... Allt mitt líf hef ég safnað upp-lýsingum, gengið inn í hin ýmsu trúarbrögð sem gestur og áhorfandi, stundum án þess að vita af hverju. En nú þegar ég sit hér og skrifa þennan inngang veit ég að steinarnir hafa hjálpað mér að tengja upplýsingarnar saman og fá heildarmynd. Mér verður æ ljósara að allt kemur frá einni og sömu uppsprettu, sami sannleikurinn í mismunandi klæðum. Þegar ég fór að leita að steinum til að vinna í voru mér færðar Djúpalónsperlur og þær eru mér jafn fagrar og Baldur, hinn hvíti guð, því í þeim er jörð, vatn, lo� , eldur ásamt orku rúnarinnar sem ég gref í þær. Baldur segir að ég eigi að láta drauma mína rætast og það gerði ég með því að rista í perlurnar. Baldur bendir mér líka á að ég eigi að koma fegurðinni út til annarra og það hef ég gert, því nú situr þú og lest hugrenningar mínar."

Steinar guðanna

Reynir í vinnustofu sinni í Garði

Tilraunaglös fyrir litaprufur. Allt steinar úr Garðskaga� öru. - Að neðan: Draumur e� ir Reyni og Ljósið

FAXI 21

Page 12: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

22 FAXI FAXI 23

ÓskumSandgerðingumog öðrumSuðurnesjamönnumgleðilegra jóla ogfarsæls komandi árs Bæjarstjórn Sandgerðis

Óskum öllum Garðbúum og öðrum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jólaog farsæls komandi árs,með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári

SveitarfélagiðGarður

mest spennandi – þegar lausnin er fundin byrj-ar maður á nýrri sköpun. Við höfum líka gert tilraun með að fara inn í ísskáp og sækja það sem er þar og mála með því sem þar er og það hefur tekist mjög vel. Jógúrt, tómatar, berjasaf-ar, paprika, sem er mjög falleg, jafnvel agúrkur. Allt sem gefur lit. Það er hakkað, klippt, press-að, nuddað á, sett í blandara og hrært saman og jafnvel bakað í ofni."

Lausn frá gerviveröld„Það gengur ekkert að lifa á þessu,“ segir Reyn-ir. „Þetta er bara andlega dásamlegt líf og mikil forréttindi. Ég sækist e� ir þessu ástandi - að vera í sköpuninni, það er minn andlegi verald-leiki. Þar er ég hamingjusamur og vil frekar lifa í slíku ástandi en að að hafa venjulega vinnu og stöðugar tekjur. Hef þó gert það í og með, m.a. kennt íþróttir og unnið á bar, en lengsta tímabilið á sama stað hefur kannski verið tvö ár. Reglan er sú að breyta um á tveggja ára fresti,“ segir Reynir og hlær við.

„Þetta hefur gjörbreytt mínum viðhorfum,“ segir Óla. „Arkitektúr er lausnamiðaður eins og sú list sem við erum að fást við, en hann var að mörgu leyti tengdur uppgangstímunum og fór inn í hringiðu hans í brjálæðinu fyrir hrun. Það var � ott, spenna og peningar, mikil gós-entíð. En þegar allt hrundi varð maður þess var hve fallvalt allt þetta var, að við lifðum í rauninni um tíma í gerviveröld. Ég geri alls ekki lítið úr arkitektúr, hann er góð leið til að hugsa allt í lí� nu, þar eru hlutirnir skoðaðir út frá mörgum sjónarhornum og kostir og gallar metnir áður en kemur til framkvæmda - ég tel að það ættu að vera � eiri arkitektar og skák-menn inn í þingi. En þessi ár hafa breytt mér og ég hef færst nær jörðinni. Mig langar t.d. ekki í lit sem þarf að ná í langar leiðir, kannski grafa e� ir honum langt inn í mjög sérstakt � all til að sækja steinhnullung, mylja hann, blanda olíu og setja í túbu. Mig langar ekki í þessi efni - olíuna, terpentínuna, efnið og lyktina. Ég vil lifa í sátt við náttúruna, og mín skoðun er sú að það sem þú þar� sé allt í kringum þig.“

Óuppgötvaðir snillingar?„Ef við fengjum borgað fyrir hvert einasta skipti sem einhver kallar okkur snillinga vær-um við milljónamæringar," segja þau bæði og Reynir hlær dátt.

„Þegar fólk sér myndirnar trúir það varla því sem það sér og veit ekki alveg hvernig á að taka þessu. Þetta er ekki hefðbundin myndlist-araðferð. Við erum að gera tilraunir með nátt-úruleg litarefni og skoða endingu og blöndun litarefnanna. Við erum að prófa okkur áfram með liti sem breytast t.d. í sólarljósi og aðra sem sólarljós hefur engin áhrif á. Í framhaldi af þessum tilraunum stefnum við að útgáfu kennslu og / eða leiðbeiningar efnis. En þarna koma líka til sögunnar önnur áhugaverð sjón-arhorn. Þessar tilraunir okkar hafa vakið með okkur spurningar eins og hvort ekki sé í lagi

að litir breytist? Allt hefur sinn tíma. Því skyldi nokkur skapaður hlutur lifa óbreyttur að eilífu, því skyldu litirnir ekki breytast eins og við? Getum við ekki sagt að litirnir þroskist eins og vín eða ávextir? Þetta er dálítið ævintýra-

legt og spennandi. Í okkur blundar sú þrá að sé eitthvað gott eigi það að endast að eilífu en kannski er þó breytingin það besta sem kemur fyrir okkur í lí� nu.

Eðvarð T. Jónsson.

Altarissteinar. Lögð er fram bæn eða ósk á altarið.

Altari Loka - á þessu altari er fórnað.

Altari fyrir Frigg og gyðjur Fensala.

Óskum Suðurnesjamönnum nær og � ær gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu.

Þökkum samskiptin á liðnu ári.

Eldvarnir ehf.Iðavöllum 3

Sími 421 4676 - GSM 892 7519

Page 13: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

24 FAXI FAXI 25

Í húsinu skáhallt á móti kirkjunni í Keflavík fæddist ég 9. desember 1941. Það var nýlega búið að stækka húsið um

nær helming þegar ég kom í heiminn. Ekki veit ég hvort koma mín hafi valdið því að húsið var stækkað en líklega var oft þröngt á þingi áður á Kirkjuvegi 28. Foreldrar mínir voru Sigurðína Ingibjörg Jórams-dóttir fædd 25. nóvember 1903 í Leirunni, dáin 24. júlí 1975, og Guðmundur Júlíus Magnússon, fæddur 5. júlí 1898 í Keflavík, dáinn 11. mars 1975. Ég var fimmta í röð systkina minna en eldri voru Sigurður Breiðfjörð, Ingveldur Hafdís, Ingvar Guð-mundur og Svanhildur. Sigurður er látinn en hin systkini mín hafa öll búið allan sinn aldur í Reykjanesbæ. Einnig hefur búið þar yngsta systir okkar Guðrún, sem er 4 árum yngri en ég. Ég hef hins vegar búið í Sandgerði í rúm 50 ár.

Húsið heimaÞegar ég hugsa til baka � nnst mér eins og fyrstu æviár mín ha� verið ljúf og átakalaus. En hvar á ég að byrja? Ég get sagt ykkur frá húsinu okkar, það var ein hæð með hálfniðurgröfnum kjall-ara og geymslulo� i. Kjallarinn skiptist í tvennt í öðrum helmingnum hafði amma Ragnhild-ur og Siggi bróðir herbergi, hinum megin var þvottahús og geymsla. Á hæðinni var eldhúsið, klósett, svefnherbergi mömmu og pabba inn af því var lítið herbergi þar sem ég og Guðrún systir sváfum. Í borðstofunni svaf Svanhildur systir og svo kom stássstofan sem o� ast var lokuð. Í minningunni er sterkast hvað við syst-

ur biðum spenntar e� ir því að opnað væri inn í stofuna kl. 6 á aðfangadag og við okkur blasti jólatréið í allri sinni dýrð. Geymslulo� ið var spennandi staður, en ég held að það ha� ekki verið vel séð að við færum þar upp, en það sem er bannað er jú alltaf mest spennandi.

FjölskyldanPabbi var vélstjóri á bátum og síðan vélstjóri í frystihúsinu Jökli og fór ég stundum í heim-sókn til hans þangað. Ég man vel amoníaks-lyktina þar og var alltaf hálfhrædd þarna innan um allar vélarnar. Pabbi var virkur í starfi Verkalýðsfélagsins og einn af stofnend-um þess. Mamma vann á reit og seinna í fisk-

vinnu. Hún var einnig virk í starfi verkalýðs-hreyfingarinnar. Með mömmu fór ég um 9 eða 10 ára aldur að vinna á reit og þótti ekki tiltökumál að börn byrjuðu ung að vinna á þessum tíma. Ekki man ég hver launin voru, en man hversu spennt við biðum eftir því hvort yrði nú flaggað á reitnum, sem gaf til kynna að nú ættu allir að mæta til vinnu og breiða fiskinn á stakkstæðinu, sem var fyrir ofan Nónvörðuna.

Það er mikill aldursmunur á okkur systk-inum. þau elstu orðin uppkomin eða það fannst mér, þegar ég var að alast upp. Inga systir gift með tvö börn, Sigurður bjó heima eins og áður kom fram, var í iðnnámi sem rafvirki. Í herbergið hans var spennandi að koma. Hann átti plötuspilara og fullan skáp af plötum, stálþráð sem hann tók upp á, bæði úr útvarpi og þegar vinir hans voru að syngja. Einnig átti hann banjó og gítar, allt spennandi að skoða og hrífast af. Ingvar var í skóla á Laugarvatni og síðar Kennaraskól-anum. Svanhildur sem er 8 árum eldri en ég var heima og Guðrún systir fæddist þegar ég var 4ra ára. Ég held að okkur systkinunum hafi komið ágætlega saman, þrátt fyrir ald-ursmuninn.

Móðuramma mín hún RagnhildurÞað er hægt að skrifa langa sögu um hana Ragnhildi móðurömmu mína og ævi hennar sem var bæði þrungin ást, gleði og er� ðleikum. Hún var aðeins 33 ára þegar hún varð ekkja með 5 ung börn, Jóram a� drukknaði 12. maí 1910. Amma þur� i að gefa frá sér 2 yngstu

börnin og fara frá heimili sínu í Leirunni með 3 elstu dætur sínar í leit að vinnu til að fram� eyta þeim. En núna var amma komin til mömmu og hjá okkur bjó hún þar til hún dó háöldruð. Hún var falleg, smávaxin kona með bogið bak, hvítt hár � éttað í litlar � éttur sem hún vafði um höfuðið og stundum fannst mér hún vera eins og engill, sérstaklega þegar hún var háttuð og komin í hvíta blúndulagða náttkjólinn sem mamma saumaði á hana.

Kirkjuvegurinn og nágrenniKe� avík bersku minnar var ólík því sem hún er í dag. Engin hús voru ofan við kirkjuna og þar sem nú er safnaðarheimili við kirkjuna voru tún, kálgarðar og þar var mamma með hænsnakofa. Leiksvæði okkar krakkanna var næsta nágrenni við heimili okkar. Hjá mér markaðist svæðið af Vesturgötu, Túngötu, Að-algötu og upp á Nónvörðu lengra náði mín ver-öld ekki í þá daga. Nálægð við kirkjuna hafði áhrif á daglegt líf okkar, til dæmis var allt vatn sótt heim til okkar, sem nýta þur� i til kirkju-legra athafna. Fermingarbörn biðu heima og gengu þaðan til kirkju og þannig fannst mér við vera tengdari kirkjunni, enda kirkjusókn talin skipta miklu á okkar heimili.

Leikir og leiksvæði Leiksvæði okkar var næsta nágrenni heimila okkar og þar margt sem heillaði, sérstaklega að leika sér uppi við Nónvörðuna, þar sem við átt-um bú. Og ekki má gleyma að segja frá götunni okkar með þúsundum polla í rigningunni og þeim leik okkar að grafa skurði milli pollanna og sigla á milli þeirra með allskyns skipum, o� ast spýtukubbum sem gátu breyst í smábáta eða � utningaskip. Þennan leik gátum við leikið þegar göturnar voru malargötur, fáir áttu bíla og umferðin lítil. Til gamans má geta þess að pabbi var ekki með bílpróf, átti aldrei bíl og fór allra sinna ferða á hjóli. Ég lék mér meira úti en með dúkkum inni. Þó man ég sérstaklega e� ir dúkkum sem ég og Guðrún systir fengum en þær voru sérstaklega fríðar og gátu lokað augunum. Það var ekki fyrr en ég baðaði mína dúkku að í ljós kom að dúkkan var úr hertum pappa og þoldi ekki þvottinn. Guðrún systir á hins vegar sína dúkku enn.

Næstu nágrannarÍ þá daga voru � estir með matjutagarða við húsin sín og nokkrir einnig með húsdýr, kind-ur, kýr eða hesta við bæjardyrnar. Ég fór o� í heimsókn til hennar Helgu Geirs sem bjó við Aðalgötuna með kýrnar sínar. Fjósið var við hliðina á litla húsinu hennar. Í minningunni var alltaf hlýtt og gott inni í eldhúsinu hjá henni Helgu. Hún var lítil og ljúf kona sem gat látið litlu stelpukríli líða vel. A� ur á móti var önnur kona sem bjó í næstu götu með kind-urnar sínar, hún Dóra Hjörts, sem ég hræddist. Hún var viðskotaill og átti það til að hrækja á e� ir fólki. Ég var viss um að hún væri göldr-

ótt, en líklega hefur hún orðið fyrir hrekkjum og aðkasti vegna framkomu sinnar, en heim til hennar þorði ég aldrei að fara.

Helga Einars var önnur kona sem ég kom o� til. Hún bjó í litlu húsi við Kirkjuveginn og stendur það hús enn. Jóhannes gamli bjó við

hliðina á henni með kindurnar sínar. Ekki má ég gleyma honum Magnúsi afa. Hann bjó á Suðurgötunni, þar sem nú eru íbúðir fyrir eldri borgara. A� var með kindur og � árhús á túninu við húsið sitt. Ég man best frá heimsóknum mínum til hans að hann var stríðinn og hafði

Jórunn Alda Guðmundsdóttir:

Brot frá bernskuárunum í Kefl avík

Ferming í Ke� avíkurkirkju. Sr. Björn Jónsson og Jórunn Alda á fermingardaginn.

Fjölskyldan á Vatnsnesvegi 28. Að framan f.v.: Jórunn Alda, Sigðurína, Ragnhildur, Guð-mundur og Guðrún. Að a� an f.v.: Sigurður, Ingveldur, Svanhildur og Ingvar.

Barnaskóli Ke� avíkur 4. bekkur 1952, fyrstu nemendur Ingvars Guðmundssonar:1. röð: Ágústa Sigurðardóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Edda Emilsdóttir, Ingvar, Auður Stef-ánsdóttir, Jórunn Guðmundsdóttir, Erla Jóhannsdóttir. 2. röð: Fjóla Bragadóttir, Ásdís Minní Sigurðardóttir, Jórunn Árnadóttir, Rakel Olsen, Þuríður Kristinsdóttir, Hulda Ólafsdóttir, Lýdia Egilsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Margrét Stefánsdóttir, Áslaug Bergsteinsdóttir, Margrét Margeirsdóttir, Guðrún Þórarinsdóttir. 3. röð: Sigurjón Þórðarson, Haukur Björns-son, Sveinbjörn Guðmundsson, Magnús Sigtryggsson, Kristján Tjörvason, Sigurður Sigurðs-son, Hörður Tryggvason, Magnús Haraldsson og Hörður Finnsson.

Page 14: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

26 FAXI FAXI 27

gaman af að gantast við okkur krakkana.Húsið á móti Kirkjuvegi 28 var kallað Ey-

vindarhús kennt við eiganda þess, þar var strákur á mínum aldri og lékum við okkur o� saman.

SkólaganganÉg á bæði góðar og slæmar minningar frá fyrstu árunum mínum í skóla. Ekki man ég fyrsta skóladaginn, en ég gekk í skóla í Verka-lýðshúsinu, sem var allt í senn: skóli, fund-arstaður og bíósalur. Kennari minn fyrstu þrjá bekkina var Vilborg Auðunsdóttir. Hún var strangur kennari, vildi að börnin lærðu, hafði ekki mikla samúð eða þolinmæði með börnum sem gekk illa með nám eða áttu erf-itt heima fyrir. Mér gekk vel að læra og var því í þeim hóp sem var henni að skapi, lærði og hafði hljótt. Við sem stóðum okkur vel í námi og sýndum góða hegðun var umbunað með því að fá að heimsækja hana í húsið hennar við Kirkjuveginn, kaupa fyrir hana mjólk og hjálpa til við að sópa gólfin í Verka-lýðshúsinu, því líklega hefur Vilborg séð um þrifin þar.

Mér er minnistætt þegar ég eitt sinn var að draga mottu út úr húsinu að pabbi hjólaði framhjá. Líklega hef ég hugsað sem svo, mikið verður hann glaður að sjá hvað ég er dugleg, en það var nú nokkuð annað, hann snaraði sér inn, hellti sér yfir Vilborgu og hund-skammaði hana fyrir að láta okkur hjálpa sér við þrifin. Þar féll ég af stalli. Vilborg færði mig um sæti og sagði að ég væri prinsessa sem ekki mætti tala við. Ekki fékk ég oftar að koma í húsið hennar, sjá hana tefla eða fá hjá henni mjólk og köku. Ég varð ekki betur sett en tornæmu börnin sem fengu líkamlega refsingu fyrir hjá henni.

FramhaldssögurnarÞegar ég fór í 4. bekk varð mikil breyting á. Þá fór ég í Barnaskólann við Sólvallagötu og kennari minn var Ingvar bróðir. Ég man hvað ég var stolt af honum, en þetta var frumraun hans við kennslu. Það sem ég man best frá þeim tíma eru framhaldsögurnar sem Ingvar sagði okkur og við biðum e� ir í lok hvers tíma. Ég vildi að þær væru til á prenti, en Ingvar bjó sögurnar til um leið og hann sagði okkur þær. Ég á ágætar minningar um dvöl mína í Barna-skólanum, sem núna heitir Myllubakkaskóli. Sá tími hlýtur að hafa verið mér nokkuð meinlaus, man e� ir nokkrum kennurum eins og Stefáni Hallssyni, en tvær dætur hans voru með mér í bekk. Einnig man ég e� ir Gerði handavinnukennara, líklega vegna þess að handavinna lék ekki í höndunum á mér svo það kom í hlut mömmu að koma mér í gegn-um það nám.

Hér urðu líka aðrar breytingar í lí� mínu, nærumhver� ð varð stærra og ég eignaðist nýja vini. Á þessum árum fór ég líka o� í heimsókn til Ingu systur sem bjó upp á hæð

eða fyrir ofan Tjarnargötuna á Suðurgötu 49. Það var um langan veg að fara enda fór ég ekki í þá ferð ein.

Upp á hæðÁrið áður en ég fermdist � uttum við í nýtt og stórt hús á Vatnsnesvegi 28, sem pabbi og Sig-urður bróðir byggðu. Í þessu húsi bjuggum við mamma, pabbi, ég og Guðrún systir á miðhæð-inni, Sigurður bróðir og � ölskylda í risíbúðinni og þar hafði amma Ragnhildur einnig her-

bergi, Svanhildur systir bjó í kjallaraíbúðinni með sína � ölskyldu. Þarna hófust unglingsárin með öllum sínum � ölbreytileika.

Ég hef áður sagt frá nálægð okkar við kirkj-una, sem gerði það m.a. að verkum að við sótt-um o� messur. Þegar við komum upp á hæð � nnst mér eins og þeim ferðum ha� eitthvað fækkað, en ef ekki var farið til messu var sest í stofu og hlustað á útvarpsmessuna og pabbi söng með.

Ke� avík hafði tekið miklum stakkaskiptum

1955, húsum hafði � ölgað og bæjarbragurinn orðinn annar. Engin voru núna húsdýrin við bæina, en � estir höfðu þó kartö� ugarða við hús sín og þannig var einnig hjá okkur á Vatns-nesveginum. Þá var ekki frekar en núna hægt að kaupa allt, sem hugurinn girntist.

FermingarkápanEn alltaf var hægt að gera sitt besta, það sannað-ist best með fermingarkápunni minni. Mamma var frábær saumakona og gat töfrað fram fallega kjóla og annan fatnað. Fermingu fylgir alltaf ákveðnar hefðir, jafnt í athöfninni sjálfri, fatnaði og veisluhöldum. Að fá nýjan kjól, skó og kápu var talið sjálfsagt, en nú þur� u stelpur aðeins einn kjól, því fermingarkyrtlar voru í fyrsta sinn teknir í notkun árið sem ég fermdist.

Þegar að fermingarkápunni kom voru ekki til aurar fyrir henni. Mamma sá þó til þess að ég fengi kápu og venti kápu af Svönu systur sem keypt hafði verið á sínum tíma í Englandi. Hún semsagt tók kápuna í sundur og lét það snúa út sem áður snéri inn. Þá var efnið eins og nýtt. Þessi kápa var mjög falleg en ólík öðrum ferm-ingarkápum, en líklega var ég ekki sátt - vildi

vera eins og hinar og því fékk ég nýja kápu um haustið sem var eins og allar hinar stelpurnar áttu. Þannig er hópsálin, að falla í hópinn og vera eins og hinir. Sá ekki að mín kápa væri sér-stök og svo ólík hinum en ég sé það best í dag.

Framundan hjá mér voru unglingsárin. Það var mikið að gera, ég var virk í skátunum, æfði handbolta og margt skemmtilegt að gerast í skólanum. Nú var ég komin í unglingaskólann. E� ir annan bekk var skyldunámi í skóla lokið

og hættu þá margir sérstaklega strákar og fóru að vinna. Ég hélt áfram og kláraði Gagnfræða-skólann og á þaðan góðar minningar og marg-ar góða vinkonur. Það væri saga í góða bók að segja frá þessum árum, öllum sigrum, hrekkj-um og galsalátum sem fylgdu þessum tíma.

Við hittumst núna nokkur við árgangagöng-una á Ljósanótt, knúsum hvert annað og segj-um “Manstu?” og síðan er brosað.

Ég heiti Jórunn Alda Guðmundsdóttir f. 9. desember 1941 í Ke� avík og ólst þar upp. Gekk í Gagnfræðaskóla Ke� avíkur og lauk þar námi 1958. Kynntist honum Óla mín-um 1957 í september, nýkomin af Jamboree í Windrsor Park, London, Englandi. Við Ólaf-ur Garðar Gunnlaugsson, húsasmíðameistari og heiðursborgari Sandgerðisbæjar gi� um okkur 8. október 1960. Við eigum 4 frábær börn þau Kristbjörgu Guðlaugu f. 25.06 1959, Ragnhildi f. 09.12.1961, Guðmund Inga f. 08.04.1970, Gunnlaug Ágúst f. 08.04.1970. Ég fæddi andvana dóttur 30.04.1969.

Ríkidæmi okkar eru börnin okkar og tengda-börn, barnabörnin sem eru 12 og barnabarna-börnin 5.

Ég varð ung móðir, fór beint í búskap, Óli í námi í húsgagnasmíði. Með vilja, ást og aðstoð foreldra okkar tókst að komast af í þá daga. Ég

hafði starfað með skát-unum í Ke� avík og þegar ég � utti í Sandgerði end-urvakti ég skátafélagið Stafnbúa ásamt Óla, Guð-rúnu systur og vinkonum hennar Guðrúnu Ara og Sigrúnu frænku. Þetta voru ánægjulegir tímar og margt skemmtilegt gert. Á kvennafrídaginn 1975 fékk ég hins veg-ar vitrun, um að gera eitthvað nýtt! Helti mér út í að stofna Málfreyjusamtökin Vörðuna rétt fyr-ir jólin 1975 með hóp kvenna, sem voru fullar af eldmóð, undir forystu Erlu Guðmundsdóttur. Og þá hófst fundarstandið hjá mömmu eins og eldri dóttirin orðaði það.

Ánetjaðist pólitík, sat sem varamaður í sveit-arstjórn Miðneshrepps/ Sandgerðisbæjar, var í

skólanefnd Grunnskóla Sandgerðis, í stjórn Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum, í Öldr-unarnefnd Suðurnesja, stjórn Heilbrigðistofn-unar Suðurnesja og virkur félagi í kvennahóp Björgunarsveitar Sigurvonar og formaður Slysavarnardeildar Sigurvonar.

Vann í � ski, bar út póst og 1978- 1984 vann ég sem leiðbeinandi í leikskóladeild í Sandgerði. 1984 tók ég við star� leikskólastjóra í nýbyggð-um leikskóla og vann í því star� til loka ársins 2008, að undanskildum 3 árum, sem ég vann sem leiðbeinandi á meðan ég var í � arnámi við Fósturskóla Íslands. Ég fór semsagt í nám rétt fyrir 50 ára afmælið og lauk námi sem leikskóla-kennari 1995. Fór a� ur í nám í Kennaraháskóla Íslands, framhaldsdeild og tók þar 2x15 eininga Dipl. Ed próf í uppeldis og menntunarfræðum 2002 til 2003.

Eins og fyrr segir hætti ég störfum sem leik-skólastjóri í lok árs 2008 þá 67 ára. Hafði alltaf ha� ánægju af star� nu í leikskólanum Sólborg, fór þaðan sátt og sæl frá góðu búi í góðum höndum. Núna njótum við Óli lífsins, við góða heilsu, byrjum hvern dag með því að ganga með góðum vinum, drekkum síðan teið okkar, les-um blöðin og síðan er enginn dagur eins.

Núna hef ég kannað nýjar slóðir í félagsmál-um er í stjórn Félags eldri borgara á Suðurnesj-um og í Lionsklúbbnum Æsu Njarðvík.

Ég kalla þennan tíma seinna tilhugalí� ð. Nú hef ég betri tíma til að sinna � ölskyldu og vin-um, við Óli njótum lífsins saman förum í sum-arbústaðinn okkar Rauðalæk og ferðumst. Ljú� líf.

Kalla þennan tíma seinna tilhugalífi ð

Ólafur Gunnlaugsson og Jórunn Alda á brúðkaupdaginn 8. október 1960. Ólafur er núna eini heiðursborgari Sandgerðis.

Ólafur og Jórunn með börnum sínum. F.v.: Guðmundur Ingi, Ragnhildur, Gunnlaugur Ágúst og Kristbjörg Guðlaug.

Jórunn Alda er hér á góðri stund með skólasystrum úr Gaggó.

Hér byrjaði félagsmálastússið með Málfreyjusamtök-unum Vörðunni. F.v. Þorbjörg Tómasdóttir, Hansína Gísladóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Jórunn Alda.

Page 15: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

28 FAXI FAXI 29

Á hundrað ára ártíð Jórams Filipp-usar Jónssonar í Leiru komu níutíu niðjar Sigurðínu dóttur hans sam-

an í hlaðinu á Litla-Hólmi til að minnast hans og eiginkonu hans, Ragnhildar Pét-ursdóttur. Jóram drukknaði 12. maí 1910. Frásögnin hér á eftir byggir á fróðlegri frásögn Jórunnar Öldu Guðmundsdóttir í ávarpi sem hún hélt við það tækifæri, 16. maí 2010. Við gefum Jórunni orðið.

Leiran ekki bara golfvöllurinn„Þetta var í fyrsta sinn sem við systkinin ásamt � ölskyldum okkar komum saman í Leirunni. Mörg okkar höfðu áður komið þangað en aldr-ei í þeim tilgangi að skoða og kynnast lí� og star� forfeðra okkar sem þar bjuggu. Leiran er í augum margra aðeins golfvöllurinn og annað ekki þangað að sækja. Ekki er hor� á sögu og fyrri byggð þar um slóðir og enn síður gerð tilraun til að tengja okkur inn í þá sögu. Sjálf þekkti ég tengsl mín við Leiruna og þegar ég var unglingur fannst mér það frekar hallærislegt. Seinna var skemmtilegt að geta greint frá því að Ragnhildur, amma mín, væri frá Bergvík en þar er nú sagt að sé ein af erf-

iðari holum golfvallarins. Við vorum komin í Leiruna til að kynnast sögulegri ar� eifð okkar, því ekkert er hér ættaróðalið. Hingað sækjum við dugnað, áræði og viljann til að komast af og huga vel að � ölskyldum okkar. Við getum ver-ið stolt af fólkinu okkar sem bjó hér í Leirunni á 19. öldinni og fram á þá tuttugustu. Þetta var harðduglegt fólk, sem tókst á við lí� ð við afar er� ðar aðstæður.

Um Jóram og RagnhildiJóram Filippus Jónsson fæddist 24. júlí 1869 í Melbæ í Leirunni. Forldrar hans voru Jón Jóns-son frá Rafnkelsstöðum í Garði og Valgerður Jónsdóttir frá Villingahotssókn. Ragnhildur Pétursdóttir fæddist 12. maí 1877 í Bergvík í Leiru. Foreldrar hennar voru Guðrún Guð-mundsdóttir frá Efstakoti undir Eyja� öllum og Pétur Friðrik Sveinsson fæddur í Ke� avík.

Frostaveturinn mikla 1881 ætlaði Pétur, fað-ir Ragnhildar, ásamt tveim öðrum mönnum til Reykjavíkur og gengu þeir á ís frá Leirunni y� r á Keilisnes á Vatnsleysuströnd. Pétur langa� féll niður um ísinn og drukknaði fyrir framan Brunnastaði á Stöndinni. Hann fannst 15 vik-um síðar á � oti fyrir framan Ál� anes.

Byggðin í LeirunniÍ Leirunni hefur verið byggð allt frá því að Ingólfur landnámsmaður Arnarson gaf Stein-unni gömlu frænku sinni Leiruna eða eins og staðurinn hét þá Hólmur, Stóri-Hólmur eða Stokkhólmur. Engar sögur fara síðan af búskap í Leirunni allt fram til ársins 1703 þegar mann-tal fór fram. Þá var búið á � órum býlum þar og íbúar voru 51 talsins. Landnámsjörð Stein-unnar Stóri-Hólmur var árið 1861 hæst metna jörðin í Rosmhvalaneshreppi með 7 hjáleigur, metin á 51,9 hundruð.

Ekki veit ég hvað mat jarðarinnar er í dag, en þar er nú á landnámsjörðinni Stóra-Hólmi einn af betri golfvöllum landsins, að mér er tjáð. Séra Gísli Brynjólfsson sem skráð hefur gönguferð um söguslóðir í Leirunni segir að gangan ha� tekið hann 1 klst. og 1 mínútu. Hann segir í lok frásagnar sinnar að allan tímann sem hann gekk þarna um ha� verið fróðlegt að fylgjast með aðdáendum golfvall-arins. Hver og einn einasti ha� allan tímann ha� „fókusinn“ á lítilli kúlu sem þeir slógu frá sér, en enginn virtist hafa áhuga á minjagildi svæðisins með tilliti til þess fólks er þar lifði

og dó. Að mati séra Gísla ætti að vera auðvelt að tengja saman áhuga á gol� nu og vitund um minjar og sögu Leirunnar.

Búið á � ölda bæjaVið erum stödd á hlaðinu á Litla-Hólmi, en þar bjuggu fyrir 100 árum sjálfseignarbónd-inn Sigurður Þóroddson og kona hans Ingi-björg Ófeigsdóttir. Mamma var skírð í höf-uðið á þeim hjónum: Sigurðína Ingibjörg. Áður en ég segi ykkur aðeins frá Litla Hólm-skoti og ábúendum þar er rétt að við litumst um og setjum okkur fyrir sjónir Leiruna eins og hún var fyrir 100 árum. Þá var búið í Inn-Leirunni í 18 bæjum, en í Út-Leirunni voru 6 bæir e� ir því sem ég kemst næst, að öllum líkindum mun � eiri. Í þá daga var bara talað um tvær áttir þ.e. inn Leiruna (Hólmshver� ð) og út Leiruna (Gufuskálahver� ð).

Um 1880 þegar Jóram og Ragnhildur voru börn að leik hér bjuggu jafnmargir íbúar í Leirunni og Ke� avík eða 154. Ragnhildur og Jóram eru skráð á Melbæjarbakka 1901 og þá með tvö börn á lí� og eitt barn látið. Seinna bjuggu þau í Litla-Hólmskoti, sem var þurra-búð, en svo voru þau kot nefnd sem höfðu

„Fólkið okkar í Leirunni í lífi og starfi “

Ragnhildur Pétursdóttir

Aldarártíð Jórams F. Jónssonar í Litla-Hólmskoti:

Ljósmynd: Svavar Ellertsson.

Ljósmynd: Ómar Smári.

Page 16: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

engar nytjar aðrar en smábletti og garða um-hver� s kotin, þar sem ræktaðar voru kartö� ur og rófur. Flestir sem bjuggu í kotum þessum í Leirunni voru sjómenn eins og Jóram a� , sem var formaður á bátum frá Litla-Hólmi. Þeim sem vilja kynnast þessum húsakynnum betur bendi ég á Stekkjakot í Njarðvík sem er dæmi-gerð þurrabúð.

Í Litla-Hólmskoti bjuggu Ragnhildur og Jóram með börnin sín 5, Guðrúnu Oktavíu, f. 1899. Jennýju Dagbjörtu, f. 1901, Sigurðínu Ingibjörgu, f. 1903, Pétri Friðriki, f. 1906 og Sveinsínu, f. 1909. Lí� ð á þessum tíma var ekki aðeins tengt sjósókn og salt� ski heldur líka fræðslu og félagsmálum. Hér var stofn-aður barnaskóli fyrir aldamótin 1899/1900 og hér starfaði stúka í eigin húsnæði.

Það er stutt að fara frá hlaðinu á Litla-Hólmi y� r að tó� unum af Litla-Hólmskoti þar sem Ragnhildur og Jóram bjuggu. Búið er að merkja nokkrar tó� ir og er skemmtilegt að ganga þar um, skoða og nálgast söguna. Þess-ar minjar eru utan golfvallar.

Haldið niður að Litla-HólmsvörLitla-Hólmsvör var fyrir 100 árum talin fyr-irmyndarvör. En varir skiptu miklu á þessum tíma og þeim var vel við haldið enda áttu menn svo mikið undir góðri lendingu. Vör er lend-ingarstaður, o� smávík inn í ströndina með ruddri � öru og vararveggjum. Í Litla-Hólmi hafði búið Páll Jónasson Borg� rðingur. Hann var talinn afreksmaður. Kampurinn sem hlað-inn er austan vararinnar er talinn þrekvirki, en einu verkfærin sem menn höfðu á þeim tíma voru járnkarlar og eigin hendur.

Varir voru byggðar við helstu býlin í Leir-unni og o� var það þrekvirki að komast að landi þegar veður rauk upp eins og o� gerist á haust- og vetrarvertíðum. Þá stóðu menn á bakkanum og gátu lítið aðhafst þegar menn

börðust á bátum í brimska� inum við að koma að landi.

Það hlýtur að hafa verið þrekvirki að róa

klukkustundum saman á árabátum og hafa ekkert til að nærast á nema sýrublöndu, vatns-blandaðri mysu sem passað var upp á að væri með í hverjum róðri. Þegar sjómennirnir náðu loksins landi dauðþreyttir, áttu þeir e� ir að setja upp skipið, gera að a� anum og bera hann á sjálfum sér í land. Þetta var það líf sem Jóram a� bjó við og héðan úr vörinni á Litla-Hólmi fór hann í sína hinstu sjóferð.

Síðasta sjóferðinHann hafði róið sem formaður um veturinn á áttæringi með Litla-Hólmsmönnum. Á þess-um tíma lauk vetravertíð 11. maí og var hann kallaður lokadagur. 12. maí hófust róðrar á vorbátum sem voru minni, tveggja eða � ögra-mannaför. Þennan dag 12. maí 1910, sem var afmælisdagur Ragnhildar ömmu sem þá varð 33 ára, fór Jóram a� sem formaður á � ögra-mannafari ásamt tveimur öðrum mönnum frá Litla-Hólmi. Fjórði maðurinn sem var í áhöfn-inni mætti ekki á réttum tíma, svaf y� r sig og varð því af sjóferðinni.

Tryggvi Ófeigsson segir þannig frá þessum degi í bók sinni Tryggva saga Ófeigssonar:

„Faðir minn reyndist ekki feigur, þegar

30 FAXI FAXI 31

Það er ótrúlegt að geta kynnst því í litlu bréfi og ljóði hve ástin og vænt-umþykja milli hjóna fyrr á tímum

gat verið djúp og sönn þrátt fyrir erfiða lífsbaráttu í köldum og litlum húsakynn-um, sára fátækt og langa fjarveru ástvinar. Hér á eftir fer bréf sem Jóram skrifaði konu sinni frá Reykjavík í ágúst 1906. Hann er þá ekki viss um hvenær hann komi aftur heim til þeirra í Leiruna, kannski í september. Í bréfi Jórams til konu sinnar skynjum við að lífið var fullt af elsku og hlýju í önnum dagsins við erfiðari aðstæður en flestir nú-tímamenn geta gert sér í hugarlund. Ljóð sem Ragnhildur sendi manni sínu í bréfi lýsir þeim innileika sem ríkti milli þeirra hjóna.

Ég þrái þig að fi nnaég þarf ei framar innahve einlægt ann ég þér.Ég veit eins vinur blíði,í vöndu lífsins stríðiþú gleymir aldrei, aldrei mér.Minn ástvin elskulegiað endingu ég þér segiog þrátt þess þannig bið.Þig ljúfi Drottinn leiðiá lífsins dimmu skeiðiog gefi helgan hjartans frið.

Ástin í önnum dagsins

Bréf Jórams var dagsett 7. ágúst 1906 og hljóðar svo (stafsetningu hans er haldið):

Heittelskandi eiginkona mín.Nú ætla ég að hripa þjer fáar línur elskan mín, þó fáorðar verði,

jeg hef nauman tíma til að skrifa og verður þessvegna að vera í óm-ind. Þá er það fyrst og fremst að þakka þjér � rir þitt góða bréf og annað hitt að láta þig vita líðan mína sem hefur verið sú ákjósanleg-asta, sem ég hef getað á kosið, mér fyrir Guðs náð, hefur ekki orðið misdægurt um 1 dag og sama óska ég að heira af ykkur elskurnar mínar.

Sem sagt hef aungar frjéttir að skrifa nema � skitregðu afar mikla á all� estum skipum. Og þar vorum við með, þjér að segja, höfum við feingið eins og 14 þúsund og vorum 17 undir línu, enn hjer eru talin 16 þúsund og þar af dró ég rúmt þúsund og jeg var sá þriðji. Svo var tíðin okkur óhagstæð einlægir norðan stormar í sam� eitt 3 vikur.

Einu sinni komum við inn á Ísa� örð og þá hitti jeg Sigurð frænda þinn og það var eins og jeg hefði hitt minn bezta bróðir bæði með viðmót og velgjörður og hann bað mig að skila svo góðri kveðju til þín að jeg get ekki komið orðum að því eins og vera skildi. Elskan mín ef Guð lofar okkur að ná samfundi í haust þá læt jeg þig vita hvernig lá í honum, enn mikið þráir hann eptir bré� frá þjér.

Elsku hjartað mitt það sem þú nefnir við mig hef ég allann hug á, enn ég bíst eins við að hafa hvorki tíma né ferð, enn ef Guð lofar mér að lifa þá hef ég það í huganum þegar sú litla er búinn að fá þessa ómindar � ík Ég er viss um að Ólafur Ófeigsson lánar þér 3-4 krónur í peningum þangað til í haust.

Gvendur var kominn inn og hans skip a� aði vel 22 ½ og hann hefur verið frískur og dró á sjötta hundrað. Og hann er búinn að fá bréf og það er skrifað 25. júlí. Þá óskaði jeg e� ir að eiga bréf frá þér, en með því bré� frétti ég ekkert.

Nú verð ég að fara að hætta þessu klóri því tíminn er á förum. Jeg bið að heilsa móður þinni, Dóru, Siggu og Manga. Svo ætla ég að biðja þig að kyssa Gunnu mína og Jennýju og Siggu frá mér eða pabba. Að svo mæltu kveð ég þig með brennheitum ástar kossi og bið Guð að vera með ykkur, bæði í vöku og svefni nótt sem degi.

Það mælir af hjarta eiginmaður og faðir. Jóram F. Jónsson.

Jóram F. Jónsson og Ragnhiildur kona hans með soninn Pétur.

Ljósmynd: Ómar Smári.

Ljósmynd: Svavar Ellertsson.

Page 17: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

32 FAXI FAXI 33

slys þetta bar að höndum. Hann reri um vet-urinn með Jóram á áttæringi, en svo hófu Litla-Hólmsmenn róðra á vorbátunum eins og siður var heimamanna að lokinni vetrarvertíð. Það starf hafði faðir minn, að kveðja menn til róðra, ef honum sýndist sjóveður, en hann var manna árrisulastur og veðurglöggur mjög. Hann var vanur að drekka ka� með skipshöfn-inni heima á Litla-Hólmi, áður en róið var. Það var kaupið fyrir að kalla mennina, þá, sem ekki áttu heima á Litla-Hólmi.

Það brá svo við þennan morgun 12. maí að hann vaknaði ekki fyrr en komið var fram y� r róðrartíma og var það með ólíkindum um hann. Það voru allt heimamenn frá Litla-Hólmi á vorbátunum nema faðir minn og þegar hann kom ekki, reru þeir án hans. Báturinn fórst um daginn í útnyrðingsáhlaupi. Með bátnum fór-ust Jóram Filippus Jónsson, formaður á bátn-um, frá Litla Hólmskoti 40 ára, kvæntur og 5 barna faðir, Árni Jónsson 26 ára ókvæntur og Guðjón Gíslason 30 ára ókvæntur. Allt voru þetta taldir atgervismenn og góðir sjómenn.”

Af bæjum í BergvíkVið færum okkur nú um set og förum niður að Guðrúnarkoti þar sem Ragnhildur amma ólst upp. Bæirnir í Bergvíkinni báru allir nöfn ábúenda s.s. Einarskot, Brandskot, Guðrún-arkot, Margrétarkot og Pálskot.

Niðri á sjávarbakkanum var Guðrúnarkot

kennt við Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Efsta-koti undir Eyja� öllum sem þar bjó. Hún hafði 28 ára gömul misst mann sinn, Pétur Friðrik Sveinsson en hann féll niður um ís og drukkn-aði fyrir framan Brunnastaði á Ströndinni frostaveturinn 1881. Þá var gengið frá Keil-isnesi suður til Ke� avíkur á sjávarís.

Pétur og Guðrún voru foreldrar Péturs Pét-urssonar, síðar vatnspósts í Reykjavík um áratugi, Ragnhildar á Litla-Hólmskoti, Sveins-ínu, móður Viggós Símonarsonar frá Melshús-um, orðlags togaramanns, Guðrún átti soninn Guðmund með Pétri Friðrikssyni. Guðrún var skráð ekkja og húsmaður með börn sín � ögur í

Ljósmynd: Steinþór G. Hafsteinsson.

Ljósmynd: Ómar Smári

Ljósmynd: Ómar Smári

Vetrarmynd frá Leirunni.

Guðjón í Réttarholti kemur að í Kópu, Rafnkelsstaðavör. Líklega 1947 eða 1948. (Ljósmynd: Svanhildur Ó. Guðjónsdóttir)

Gjafakort Íslandsbanka virkareins og önnur greiðslukort, þúvelur upphæðina og kortið gildirí verslunum um allan heim og ánetinu. Gjafakortið er góð oggagnleg gjöf sem kemur í fallegumumbúðum.

Þú færð gjafakort Íslandsbankaí öllum útibúum okkar.

Gjafakort er gjöfsem kemur að gagni

Gjafakort Íslandsbanka virkar eins og önnur greiðslukort, þú velur upphæðina og kortið gildir í verslunum um allan heim og á netinu. Gjafakortið er góð og gagnleg gjöf sem kemur í fallegum umbúðum.

Þú færð gjafakort Íslandsbanka í öllum útibúum okkar.

Page 18: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

34 FAXI FAXI 35

Bergvík aðeins 37 ára gömul. Tæplega � mmtug er hún skráð húsráðandi og ekkja í Bergvík.

Samhjálp við sjóinnÁ þessum tíma var lí� ð ekki dans á rósum og ekkjur fengu ekki neina hjálp frá sveit eða samfélagi nema það sem ættingjar gátu veitt af litlum efnum. Konur sem ekki höfðu hlut úr sjó komu niður í � öruna, þar sem gert var að sjávara� anum. Þær höfðu með sér blikkfötur og héldu þeim upp við sig til að geta prjónað í leiðinni. Svo biðu þær þar til formaður bauð þeim í soðið. Þær báðu ekki um það enda þur� u þær þess ekki. Niður við sjóinn biðu menn líka með slorskríni sem voru borin á öxl-unum með þar til gerðum böndum og o� fékk fólkið hryggskekkju af þessum burði. Slorið var aðaláburður á grasnyt og kálgarða.

Í Bergvíkinni eru nokkrar minjar sem ekki hafa farið undir golfvöllinn eins og Brunnur við Hrúðurnes, rústir að Melbæ og Guðrún-arkoti, Upp af Gónhól er Gapastokkur og tal-ið að þar ha� strákar verið að klifra og sýnt gapahátt/glannagang en fólk trúði að í þessum hól byggi huldufólk. Hann var hár og klettóttur sjávarmegin og þóttust menn hafa heyrt þaðan mannamál og áraglamur niðurundan hólnum, sérstaklega að næturlagi. Austsuðaustur af

Gapastokki er stór og ílangur klettur eins og hús í laginu, kallaður Álfakirkja.

Af Ragnhildi Framundan voru er� ð ár fyrir ömmu mína og í fá hús að leita. Hún sá fram á það að geta ekki fram� eytt börnunum sínum 5 sem voru á aldr-inum 10 mánaða til 10 ára. Hún ákvað að koma tveimur yngstu börnunum í fóstur, en taldi sig geta unnið og séð fyrir eldri telpunum þremur.

Fyrst leitaði hún til vinkonu sinnar í Garð-inum sem hafði sagt henni að hún gæti ávallt leitað til sín í neyð. Hún fór því með yngsta barnið Sveinsínu sem þá var rúmlega eins árs til vinkonu sinnar út í Garð. Henni var að sögn vel tekið af vinkonu sinni en þegar eiginmaður hennar vissi erindið sagðist hann ekkert vilja hafa með krakkann að gera. Þaðan fór amma án þess að fá hjálp. Hún kom við á heimleið-inni hjá góðu fólki þeim Magnúsi og Valgerði á Lónshúsum í Garði og þau tóku barnið í fóst-ur. Amma sagði seinna frá því að þá hefðu þær Sveinsína báðar grátið. Þetta góða fólk � utti síðan til Reykjavíkur þar sem Sína ólst upp við mikið dálæti.

Aðra ferð þur� i amma að fara en hún leit-aði á náðir Guðmundar hál� róður sína og bað hann og Dómhildi, konu hans, að taka son-

inn Pétur í fóstur. Þau hjónin gerðu það. Að sögn ömmu var það eitt af því er� ðasta sem hún gerði að skilja hann e� ir og heyra grát-inn í honum þegar hún gekk upp götuna frá heimili Guðmundar. Pétur sagði mér mörgum árum seinna að hann hefði fengið vel í sig og á en aldrei neina hlýju frá fósturmóður sinni og hefði alltaf saknað mömmu sinnar.

Þegar Ragnhildur hafði komið yngstu börn-unum sínum í fóstur bjó hún í fyrstu í sam-býli við Pétur Pétursson og Hallberu Sveins-dóttur í Bergvík en fór þaðan til Reykjavíkur þar sem hún vann með dætrum sínum í vist eða við þvotta í þvottalaugunum. Ragnhildur vann líka við � skvinnu, meðal annars í Vest-mannaeyjum. Hún var þar við vinnu þegar Jenný dóttir hennar var fermd, en Ragnhildur hafði komið henni fyrir hjá vinkonu sinni, sem sá um undirbúning fermingarinnar. Um 1920 koma þær a� ur suður til Ke� avíkur, Sigurðína, Jenný og amma Ragnhildur. Guðrún sem var elst dætranna gi� ist í Reykjavík og bjó þar alla ævi. Í Ke� avík gi� ust bæði Sigurðína og Jenný og bjuggu þar alla ævi. Ragnhildur amma bjó síðustu æviár sín hjá Sigurðínu og Guðmundi og átti hjá þeim ljú� ævikvöld. Ragnhildur amma lést 18. nóvember 1963, 86 ára að aldri.

Á fyrstu árum rútubílaferða hér á landi fyrir heimsstyrjöldina síðari tíðkað-ist að ferðafólk gæ� bílstjórum snafs

af víni sem það hafði meðferðis í ferðalögum. Hve algengt þetta var veit ég ekki né heldur hve lengi þessi vafasami siður tíðkaðist. Ef til vill eimdi e� ir af honum fram y� r stríðslok 1945 og ekki er ólíklegt að þetta ha� verið arfur frá útreiðartúrum fyrri ára þegar menn tóku vín með sér og neyttu þess jafnvel stund-um með hrapalegum a� eiðingum.

Vínlaus skemmtiferð?Aðalsteinn Sigurjónsson frá Litla-Hólmi sem í mörg ár ók bílum hjá Skúla Hallssyni sérleyf-ishafa í Ke� avík, og síðar hjá Óla� Ketilssyni ók rútubíl á þessum árum. Aðalsteinn var mikill æringi eins og sögur af honum bera með sér. Á orði lá að honum þætti góður sopinn en aldrei hef ég þó heyrt að það ha� komið niður á störf-um hans né að nokkurt tjón ha� hlotist þar af.

Einhverju sinni fóru kvenfélagskonur, líklega úr Ke� avík, í eins dags skemmtiferð austur fyrir � all. Konurnar vissu að Alla þætti gott í staupinu en þar sem konurnar sjálfar höfðu ekkert vín meðferðis var engin von til þess að bílstjóranum yrði ge� nn snafs á leiðinni í þetta

sinn. Því var það að konurnar ákváðu að hafa auga með Aðalsteini í ferðinni ef ske kynni að hann væri sjálfur með eitthvað í farteskinu til að dreypa á.

Lifnar y� r AllaRann nú upp ferðadagurinn og var ekið af stað úr Ke� avík til Reykjavíkur og sem leið lá austur fyrir � all. Hvert ferðinni var heitið fylgdi ekki sögunni. Allt virtist í stakasta lagi með Að-alstein og lengi vel var ekki að sjá að hann hefði tekið neitt með sér. Lék allt í lyndi, konurnar voru kátar og sungu hástöfum.

En þegar líða tók á daginn og ferðalagið og drjúgur hluti þess var að baki lifnaði mjög y� r Aðalsteini, hann gerðist skra� rei� nn og lék við hvern sinn � ngur. Konunum brá í brún við þetta. Hvernig gat þetta gerst – hafði vöktunin á Aðalsteini mistekist. Aldrei höfðu þær séð Alla taka upp pyttlu og súpa á þegar stoppað var á áningarstöðum. Þó var vel fylgst með honum.

Vöktunin mistókstÞegar ferðalaginu var um það bil að ljúka kom í ljós að Aðalsteinn hafði nestað sig sjálfur með drykkjarföngum og notið þeirra án þess að konurnar yrðu þess varar. Ekki

var hann þó með mikið vín meðferðis, eilitla lögg, nánast aðeins til að � nna bragðið eins og síðar var ha� á orði. Honum tókst þó að leika á allt kvenfélagið enda hafði hann sennilega rennt í grun að hann yrði vakt-aður í ferðinni. Áður en lagt var af stað hafði hann sett smápyttlu í skyrtuvasann með tappa í en í gegnum tappann lá slanga undir jakkakraganum. Þannig gat Aðalsteinn gætt sér á drykknum án þess að nokkur yrði þess var. En loks komst þó upp um karlinn Alla og sagan um þetta kænskubragð hans barst út um Ke� avík.

Það fylgdi ekki sögunni hvernær þessi ferð var farin en trúlega var það á millistríðsár-unum. Heimildarmaður minn var þá rúm-lega fermdur og fá ár síðan vínbannið var afnumið. Á þessum árum var kvenfélagið Freyja enn starfandi í Ke� avík og slysavarn-ardeild kvenna hafði þá starfað í nokkur ár. Þar var Jónína á Framnesi, sá miklu bind-indisfrömuður, formaður. Ekki er útilokað að hún ha� staðið fyrir vöktun á Aðalsteini, ha� slysavarnarfélagið staðið að ferðinni. Ég veit að konur í deildinni fóru árlega, eða eins o� og aðstæður leyfðu í eins dags ferðalög af þessu tagi.

Skúli Magnússon:

Konurnar sem vöktuðu Aðalstein frá Litla-Hólmi

ATVINNAÁhugahópur um Listasafn Erlings Jónssonar og

Listasafn Iðnaðarmannafélags Suðurnesja óskar eftir áhugasömum forstöðumanni í fullt starf.

Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist að Grófinni 8, 230 Reykjanesbæ, merkt Listasöfn.

Til greina kæmi hlutastarf tveggja aðila.

Kort: Ómar Smári

Page 19: 2. tbl. - 71. árgangur 2011mitt.is/faxi/jolablad2011.pdf2. tölublað - 71. árgangur - 2011 Allir myndatextar í þessu og öðrum he˜ um Faxa eru blaðsins. Róleg jólafasta Orðin

PIP

AR

\TB

WA

-SÍA

Sími 425 2100 | [email protected]

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar

LISTDANSSKÓLI REYKJANESBÆJAR er eitt fjölmargra fyrirtækja sem kjósa Ásbrú, samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, sem sína bækistöð.

Nánari upplýsingar um Ásbrú má finna á www.asbru.is og hjá Kadeco sem hefur frá árinu 2006 leitt uppbyggingu á Ásbrú.

Starfsfólk Kadeco sendir íbúum og fyrirtækjum Ásbrúar− og landsmönnum öllum − innilegar óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

LISTDANSSKÓLI REYKJANESBÆJAR er eitt fjölmargra fyrirtækja sem kjósa Ásbrú, samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, sem sína bækistöð.

Gleðileg jól