8
Fimmtudaginn 3. maí Digranes kl 19:15 N1 deild karla Úrslit 2012

Leikskrá: Úrslitakeppni N1 deildar 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Leikskrá sem gefin var út í úrslitakeppni N1 deildar karla 2012

Citation preview

Page 1: Leikskrá: Úrslitakeppni N1 deildar 2012

Fimmtudaginn 3. maíDigranes kl 19:15

N1 deild karlaÚrslit 2012

Page 2: Leikskrá: Úrslitakeppni N1 deildar 2012

1 Björn Ingi Friðþjófsson15 Arnór Freyr Stefánsson16 Valgeir Tómasson 2 Bjarki Már Gunnarsson3 Björn Þórsson Björnsson4 Bjarki Már Elísson6 Tandri Már Konráðsson8 Leó Snær Pétursson9 Andri Þór Helgason11 Ólafur Bjarki Ragnarsson13 Atli Ævar Ingólfsson17 Tryggvi Þór Tryggvason19 Garðar Svansson23 Ólafur Víðir Ólafsson28 Kristján Orri Víðisson31 Sigurjón Friðbjörn Björnsson33 Vilhelm Gauti Bergsveinsson50 Atli Karl Bachmann Erlingur Birgir Richardsson ÞjálfariKristinn Guðmundsson ÞjálfariGunnþór Hermannsson LiðsstjóriHaukur Már Sveinsson Sjúkra- og lyftingaþjálfari

Page 3: Leikskrá: Úrslitakeppni N1 deildar 2012

Ávarp fyrrverandi formanns HKÞorsteins Einarssonar

Það er mér heiður að bjóða handknattleiksáhugafólk velkomið í Digranesið á annan leik úrslita um Íslandsmeistaratitilinn 2012. Að HK skuli leika um þennan titil nú er uppskera margra ára vinnu fjölmargra HK manna, karla og kvenna. HK liðið í meistaraflokki karla er blanda uppalinna HK manna og aðkomumanna sem hafa dvalist í okkar herbúðum um nokkurra ára skeið. Einkennandi fyrir alla leikmenn HK er að þeir eiga sér HK hjarta og sýna það innan vallar sem utan. Það gleður mig að sjá að liðið er í stöðugri framför. Fyrr í vetur skorti á að aðal HK liðsins um langa tíð,baráttan og krafturinn til að spila vörn sem kallaði á markvörslu, væri til staðar. Því var það í mínum huga augljóst að þegar vörn og markvarsla nálguðust þau gæði sem búa í liðinu yrðum við í það minnsta jafnokar þeirra bestu. Ég átti von á að meistaraflokkshópur HK, þjálfarar og stjórnarfólk myndi sjá til þess að úrslitakeppnin yrði mikil skemmtun. Sú varð raunin. Sífellt er leitað leiða til að bæta og gera enn betur en áður. Það er einkenni starfs sem er í senn öflugt og gott og mun leiða til árangurs. Það hefur verið eftirtektarvert að undanfarin ár hafa komið fjölmargir góðir leikmenn úr smiðju HK og einnig mjög góðir þjálfarar. Sumir uppaldir frá unga aldri en aðrir hafa dvalið í HK í einhver ár og tekið út þroska og uppskorið getu í okkar herbúðum. Hægt og rólega hefur félagið unnið sig upp í að vera eitt af stórveldum íslensk handknattleiks. Af þessu hefur svo leitt að nú starfar fjöldi leikmanna af báðum kynjum, á erlendri grund sem léku áður hjá HK. HK hefur því verið stökkpallur margra handknattleiksmanna yfir í atvinnumennsku erlendis. Af þessari staðreynd erum við HK menn stoltir því það er auðvitað markmið starfs okkar að HK fólk nái sem bestum árangri og atvinnumennska við bestu aðstæður er sameiginlegt takmark HK og HK félaga. Undanfarin ár hefur okkur mörgum þó þótt að endurnýjun í leikmannahópi okkar væri helst til ör og að það væri æskilegra að ungir leikmenn næðu meiri þroska á heimavelli áður en þeir leituðu fyrir sér í atvinnumennskunni. En vafalaust er þetta ástand enn ein birtingarmynd þeirrar kreppu er við búum við á Íslandi. Á hinn bóginn má svo segja að það sýni styrk HK að þrátt fyrir þá miklu blóðtöku sem við höfum orðið að sæta að undanförnu hefur okkur tekist að halda okkur í fremstu röð félaga hérlendis og nú með enn glæsilegri árangri en áður þegar tekið er tillit til þess að við leikum nú í hreinum úrslitaleikjum um Íslands-meistaratitilinn í fyrsta sinn. Ekkert er skemmtilegra en að fara ótroðnar slóðir. Auðsjáanlegt er að meistaraflokkshópurinn, leikmenn, þjálfarar og stjórnarfólk sækir ánægju, kraft og hugmyndir í verkefnið sjálft. Það sem gleður mig hvað mest er sú staðreynd að félagið hefur unnið sér þann sess að bestu þjálfurum landsins þykir ákjósanlegt að vinna hér og byggja upp. Sú staða væri óhugsandi nema fyrir frábært starf stjórnarfólks sem af ást á félaginu sínu og metnaði fyrir þess hönd hefur árum saman haldið úti öflugu og árangursríku starfi. Starfi sem hefur gert handknattleiksdeild HK að einni öflugustu handknattleiksdeild á landinu. Enn og aftur reynist það rétt að svo uppsker hver sem hann sáir. Í úrslitakeppninni, undanförnum fjórum leikjum, fyrst við Hauka og nú við FH hefur enn og aftur komið í ljós að HK á sér þá bestu stuðningsmenn sem nokkurt félag getur átt. Binnamenn eru fegurðin ein. Að fá að sitja í hópi HK fólks þessa undanförnu leiki er mikil veisla. Ég veit að við öll sem fáum að reyna þessa ótrúlegu stemningu erum þakklát fyrir. Það eru einfaldlega forréttindi að vera HK maður. Áfram HK !

Page 4: Leikskrá: Úrslitakeppni N1 deildar 2012

Íslandsmeistarar í fjórða sinnStelpurnar í 5. flokki urðu Íslandsmeistarar í fjórða sinn þegar þær unnu síðasta mót vetrains. Sem haldið var í Kapplakrika um helgina. Þær hafa ekki tapað leik í Íslandsmótinu í vetur og eru vel að Íslandsmeistara-titlinum komnar. Í þessu mótu unnu þær alla leiki nokkuð örugglega. Mesta fjörið var þó þegar A og B lið HK mættust í lokaleiknum. En það er frábær árangur hjá stelpu-num í 5. flokki að eiga tvö lið í efstu deild. Þjálfararnir Hilmar Guðlaugsson og Brynja Ingimarsdóttir hafa skilað góðu starfi í vetur. Tæplega 30 stelpur hafa verið að æfa í vetur á eldra ári og fara þær upp í 4. flokk næsta haust.

Hamraborg ehf Uppsláttur ehf

Page 5: Leikskrá: Úrslitakeppni N1 deildar 2012

ÁFRAM HK

Page 6: Leikskrá: Úrslitakeppni N1 deildar 2012

Góður sigur okkar manna á útivelli ! Eftir frábæra frammistöðu gegn Haukum í undanúrslitum þar sem sópurinn frægi var notaður og 3-0 staðreynd mættum við FH í úrslitum í fyrsta leik í Kaplakrika. Hart var tekist á í upphafi leiks en það voru okkar menn sem náðu fljótlega 1-6 forystu og lögðu þar með grunn að góðum útisigri í fyrsta leik. Tölfræðin úr úrslitakeppninni er alltaf skemmtileg en hún er þannig að markaskor dreifðist þannig samanlagt úr fyrstu fjórum. Bjarki G 2Bjarki E 28Tandri 20Óli Bjarki 22Atli Ævar 19Óli Víðir 5Sigurjón 15Villi Gauti 2 Markvarslan hefur verið góð og hún ásamt fanta góðri vörn hefur hvað mest skapað þessa velgengni. Meðalmarkvarsla hefur verið um 17 boltar í leik. Meðfylgjandi myndasyrpa sem að okkar ástsæli og kynþokkafulli Ómar Smith tók sýnir stemmingu, baráttu og gleði sem ríkti meðal HK-inga í Kaplakrika. Vonandi mun flestum líða þannig að leik loknum í Digranesi í kvöld.

Áfram HK !!!

Page 7: Leikskrá: Úrslitakeppni N1 deildar 2012

1 Sigurður Örn Arnarson12 Daníel Freyr Andrésson16 Pálmar Pétursson

2 Sigurður Ágústsson5 Daníel Hansson6 Andri Berg Haraldsson7 Baldvin Þorsteinsson8 Hjalti Pálmason9 Atli Hjörvar Einarsson11 Ólafur Gústafsson14 Magnús Óli Magnússon15 Örn Ingi Bjarkason17 Þórir Bjarni Traustason18 Þorkell Magnússon19 Ari Magnús Þorgeirsson20 Ísak Rafnsson22 Ragnar Jóhannsson24 Halldór Guðjónsson66 Atli Rúnar Steinþórsson

Einar Andri Einarsson ÞjálfariKristján Arason ÞjálfariSigurður Örn Þorleifsson Liðsstjóri

Page 8: Leikskrá: Úrslitakeppni N1 deildar 2012

Alexander ArnarsonMálarameistari

G.T. ÓskarssonVesturvör 23