16

Veislan | Leikskrá

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Leiksýning Listafélags Verzlunarskóla Íslands.

Citation preview

Page 1: Veislan | Leikskrá
Page 2: Veislan | Leikskrá

Formannsávarp ListafélagiðKæri lesandi.

Á augnablikinu sem ég frétti að ég hefði verið kjörinn formaður Listafélagsins var ég staddur í rútu í Berlín á leið minni til Póllands. Eins og gefur að skilja var ég yfir mig spenntur að hefjast handa við störf Listó. Loks þegar nefndin var fullskipuð var farið beint í það að leggja línurnar fyrir komandi skólaár. Fyrsta verk okkar var að ráða leikstjóra. Strax í maí hófust við

handa við að taka viðtöl við ýmsa leikstjóra enda vandasamt verk það. Snemma í júlí var Þórunn Lárusdóttir stórleikkona og leikstjóri ráðin til verksins og í kjölfarið var farið í að leita að leikverki til að setja upp. Nokkrum vikum og þónokkrum handritum síðar komumst við að þeirri niðurstöðu að Veislan væri besti kosturinn fyrir okkur. Ekki var handritið einungis mjög vel skrifað heldur fannst okkur einnig boðskapurinn og sagan mjög heillandi. Við í nefndinni tókum strax þá ákvörðun að fjölga í leikhóp miðað við

fyrri sýningar Listó og hentaði Veislan einkar vel til þess en hlutverkin í sýningunni er ein fimmtán talsins. Eftir fyrstu heilu skólavikuna voru

haldin leiklistarnámskeið og einnig prufur í leikritið. Mikið af hæfileikaríku fólki mættu á námskeiðið en ekki var hlaupið að því að velja inn í leikritið. Næst voru haldin viðtöl fyrir hinar ýmsu undirnefndir en vinna þeirra hefur verið ómetanleg í ferlinu. Loks var hafist handa við að æfa leikritið og má sjá afrakstur þess á sviðinu. Ferlið hefur verið algjör rússíbani. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan við í Listó héldum okkar fyrsta fund nú í vor. Langar nætur hafa farið í allt annað en svefn og erfiðar ákvarðanir hafa verið teknar. Nú þegar á hólmann er komið er svo sannarlega gaman að sjá afraksturinn og hugsa til baka um góðu stundirnar. Þetta hefur verið ómetanleg lífsreynsla fyrir mig sem mun fylgja mér ævina á enda. Ég ætla að vona að mín vinna endurspeglist í þinni ánægju og njóttu sýningarinnar.

Kær kveðja.

Jónas Alfreð Birkisson.Formaður LFVÍ 2013-2014.

Útgefandi: LFVÍÁbyrgðarmaður: Laufey Rut Guðmundsdóttir Prentsmiðja: Stafræna prentsmiðjanHönnun og umbrot: Laufey Rut Guðmundsdóttir Forsíða: Arnar Ingasson

Sérstakar þakkir Árni Vaktmaður Svava BjörnsdóttirSigríður BjörnsdóttirJón Þór SigmundssonMarkaðsnefndHaukur Kristins

Page 3: Veislan | Leikskrá

Listafélagið

Yrsa Kolka Júlíusdóttir, Freyja Ágústsdóttir, Jónas Alfreð Birkisson, Katrín Björk Gunnarsdóttir, Thelma Christel Kristjánsdóttir

Rán Ísold Eysteinsdóttir, Teitur Gissurason, Bergrós Halla Gunnarsdóttir

Page 4: Veislan | Leikskrá
Page 5: Veislan | Leikskrá

15% NEMENDA OG KENNARA AFSLÁTTUR

Page 6: Veislan | Leikskrá

Ávarp leikstjóraÁ vormánuðum hringdi í mig ung stúlka og spurði mig hvort ég hefði áhuga á að leikstýra hjá Listafélagi Verzlunarskólans. Nokkrum dögum seinna mætti ég niður í kjallara Verzló og ræddi við stjórn Listafélagsins um hugmyndir mínar að verkefninu. Mér leist strax vel á hópinn, sem samsettur var af mjög heilbrigðum, jákvæðum og hugmyndaríkum krökkum. Þeim þótti greinilega eitthvað varið í undirritaða og hennar hugmyndir því úr varð að þau réðu mig til starfa. Leikritið sem varð fyrir valinu er að mínu mati í hópi bestu nútímaleikrita sem skrifuð hafa verið. Það er í fyrsta lagi mjög brýn þörf á umræðu um umfjöllunarefni þess en að auki er leikritið allt í senn vel skrifað, dramatískt, spennandi og fyndið. Í því hafa allar persónur ákveðið ferðalag að ganga í gegnum og það hefur þær skemmtilegu aukaverkanir að vinnan verður mjög spennandi fyrir alla leikara verksins. Þær aðstæður sem í verkinu eru og hlutverkin sem krakkarnir þurftu að glíma við á æfingaferlinu eru hvorki einföld né auðveld. Umfjöllunarefni verksins er grafalvarlegt og hafa leikararnir sýnt mikinn þroska og natni í allri vinnu sem tengist verkinu. Það er aðdáunarvert hvernig Verslunarskólinn hagar allri framleiðslu á leikverkum. Nemendurnir sjálfir axla ábyrgð á öllu sem við kemur uppsetningu á leikriti. Stjórn Listafélagsins skipar í nefndir og hver nefnd þarf að halda utan um sitt og standa sig gagnvart hinum. Þetta kerfi virkar mjög vel og er góður undirbúningur fyrir það sem bíður nemendanna eftir útskrift, hvað sem þeir taka sér fyrir hendur. Ég er afar lánsöm að hafa fengið að vinna með þessu góða fólki. Það skiptir gífurlegu máli í svona vinnu að geta unnið vel saman, treyst hvert öðru og kunna að hlusta á leiðsögn. Eftir að hafa unnið með þessum hópi er ég sannfærð um að í honum eru stórstjörnur framtíðarinnar! Ég skemmti mér vel og lærði heilmikið á ferlinu. Þetta hefur verið einstaklega skemmtilegt samstarf og gefandi. Það gleður mig að sjá hversu rík þjóðin er af hæfileikamiklu ungu fólki. Takk fyrir mig og góða skemmtun!

Þórunn Lárusdóttir

Page 7: Veislan | Leikskrá

Staðreyndir um kynferðislegt ofbeldi á Íslandi.

Rannsóknir sýna að börn sem verða fyrir ýmsu ofbeldi eða kynferðislegri misnotkun upplifa mikla vanlíðan, eru með geðræn vandamál, lélega sjálfsmynd og sjálfsvígshugsanir. Á fullorðinsárum koma fram ýmis líkamleg, geðræn og félagsleg vandamál og einstaklingar leita mikið í heilbrigðisþjónustuna (Sigrún Sigurðardóttir 2009).17% íslenskra barna eða um fimmta hver stúlka og tíundi hver drengur verða fyrir kynferðislegri misnotkun fyrir 18 ára aldur ( Hrefna Ólafsdóttir 2011).

Markmið Blátt áframMarkmið okkar er að virkja hina fullorðnu í samfélaginu til að vernda börnin gegn kynferðislegu ofbeldi.

Það er gert með fræðslu til foreldra og starfsfólks í grunn- og leikskólum landsins. Námskeið og fyrirlestur til að efla fólk og auka meðvitund þess um málaflokkinn og til að fólk bregðist við ef það grunar að barn sé beitt ofbeldi. Einnig er í boði fræðsla til barna og unglinga. Lífsleiknifræðsla til unglinga um mikilvægi þess að segja frá leyndarmálum eða óþægilegri lífsreynslu. Fæstir unglingar vita að kynferðislegt ofbeldi er ekki endilega nauðgun. Það getur verið samskipti á kynferðislegum nótum í gegnum síma og/eða internetið. Mikilvægt er að fá hjálp sem fyrst ef þú ert í vafa hvort þú hafir lent í ofbeldi eða hvort þú þekkir einhvern sem er að lenda í slíku. Það eru margar leiðir til að fá hjálp. Teiknimyndin „Leyndarmálið“ fræðir börn um muninn á góðum og slæmum leyndarmálum og ef þú segir frá þá færðu hjálp. Fullorðnir bera alltaf ábyrgðina á því að vernda börn og koma í veg fyrir að þau lendi í ofbeldi. En mikilvægt er að börn og unglingar viti að þau geti leitað sér hjálpar og þau séu ekki ein. Það er ekkert verra en að sitja einn/ein með slíkt leyndarmál og það viljum við koma í veg fyrir með fræðslu til barna og unglinga.

Leikritið Festen sýnir á áhugaverðan hátt hvernig fjölskylduleyndarmál hafa áhrif á líf allra í kring.

Svava Björnsdóttir Sigríður Björnsdóttir

Page 8: Veislan | Leikskrá

Leikarar

Stefán Ingi | Helgi Agnes | Elsa Birkir | Leifur frændi

Guðný Ósk | AmmaElín Harpa | MettaJónas Alfreð | Mikael

Page 9: Veislan | Leikskrá

Leikarar

Bára Lind | Gertrude Ágúst Elí | Lars Elísabeth | Michell

Magnús| PíanóleikariGoði Már | KimGuðlaug | Eva

Daníel | Kristján Katrín Ásta | Helena Ari Páll | Gbatokai

Page 10: Veislan | Leikskrá

Viðtöl við leikaraNafn? Katrín Ásta JóhannsdóttirHlutverk? Ég leik Helenu, dótturina.Lýstu smá hlutverkinu þínu: Helena er ógift kona undir miklu álagi sem axlar mikla ábyrgð. Hún er mjög stjórnsöm, ákveðin og veit hvað hún vill. En þrátt fyrir þetta sterka yfirborð hennar á hún það einnig til að brotna undir miklu álagi.Hver er skemmtilegasti mótleikarinn? Þetta eru allt snillingar! En það er mjög auðvelt að leika á móti Jónasi, hann tekur mann alveg inn í leikinn.Hefuru tekið þátt í Listó áður? Nei, ég hef ekki verið í leikritinu áður en ég var í PR nefndinni í fyrra og það var mjög gaman.Hefuru leikið í öðrum leikritum? Ég hef leikið í nokkrum leikritum á vegum Sönglistar, þaðan kemur leiklistaráhuginn.Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? Framtíð mín er tabula rasa - óskrifað blaðHvað fékk þig til þess að fara í prufurnar? Ég fór á leiklistarnámskeiðið sem Listó stóð fyrir í byrjun annar og fannst það ótrúlega gaman. Svo var markmiðið alltaf hjá mér, Elísubetu (Michelle) og Báru (Gertrüt) að fara í prufur og komast inn saman og til allrar hamingju þá tókst það!Hvernig er ferlið búið að ganga? Ferlið er búið að ganga mjög vel fyrir sig enda er Þórunn leikstjóri mjög skipulögð og veit alveg nákvæmlega hvað hún er að gera.Tekur þetta mikinn tíma frá þér? Auðvitað, það eru æfingar nánast á hverjum einasta degi og svo kemur maður heim og æfir sig þar líka. Þetta væri ekki framkvæmanlegt ef maður gæfi sér ekki tíma í þetta verk. En þetta er alls ekki leiðinlegt, ég hlakka alltaf til að fara á æfingu.Hvða hashtög lýsa Listó best? Hashtögg listó eru klárlega #þaðergottþettagums #Gammeltusch #beaware og #kimlíf

Nafn? Ari Páll KarlssonHlutverk? Gbatokay (Batúkæ)Lýstu smá hlutverkinu þínu: Náunginn í leikritinu sem er frekar frábrugðinn hinum,

talar ekki tungumálið og skilur því sjaldan hvað er í gangi en er einnig frábrugðinn fjölskyldunni á margan annan hátt.

Hver er skemmtilegasti mótleikarinn? Held að það verði að vera hann Ágúst, þó svo að ég leiki nú ekki mikið á móti honum í þessu leikriti.

Hefuru tekið þátt í listó áður? Nei, er bara lítill busi.Hefuru leikið í öðrum leikritum? Ég hef leikið í tveimur leikritum í

Þjóðleikhúsinu, Vesalingunum (2012) og Óliver! (2009) auk margra leikrita hjá Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ.Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? Framtíðin verður nú bara að koma í ljós...

Hvað fékk þig til þess að fara í prufurnar? Skemmtilega námskeiðið sem var á undan prufunum kveikti mikinn áhuga hjá mér á þessu flotta verki.Hvernig er ferlið búið að ganga? Ferlið er búið að ganga mjög vel og samkvæmt áætlun, Þórunn leikstjóri veit alveg hvað hún er að gera.Tekur þetta mikinn tíma frá þér? Já, þetta er frekar tímafrekt þar sem það eru

margar stórar hópsenur sem þarf að æfa vel og lengi en er svo sannarlega þess virði.

Hvaða hashtög lýsa Listó best? Klárlega #Gottþettagums #Beaware #Listagram

Page 11: Veislan | Leikskrá
Page 12: Veislan | Leikskrá

Um leikritiðVeislan er uppsetning Listafélags Verzlunarskóla Íslands af upprunalegu dönsku myndinni “Festen” eða “The Celebration”. Festen kom út 1998 og var leikstýrð af danska leikstjóranum Thomas Vinterberg. Þetta var fyrsta myndin sem kom út í Dogme 95 kvikmyndastíl. Dogme eða Dogma er sérstakur stíll á kvikmyndum. Tæknibrellur eru ekki notaðar, myndirnar gerast í rauntíma og kvikmyndatökumenn halda sjálfir á öllum kvikmyndavélum, engin tæki notuð til að hjálpa til við upptöku. Hljóðum er ekki bætt við eftirá, allt hljóð í myndinni er raunverulega hljóðið sem var á upptökustað kvikmyndarinnar. Það er ekki sett upp sérstök leikmynd heldur er kvikmyndin tekin upp á raunverulegum stað og engir leikmunir notaðir, aðeins notað það sem er á upptökustað hverju sinni. Engin sviðsljós mega vera í Dogma myndum, aðeins náttúrulegu ljósin á staðnum hverju sinni. Atburðir skulu vera sem raunverulegastir. Myndirnar skulu vera í lit og ekki teknar á “widescreen” eins og flestar bíómyndir. Það sem mestu máli skiptir er að allt sé sem raunverulegast. Danskir kvikmyndaframleiðendur vildu einnig hafa einfalda og ódýra framleiðslu. Kvikmyndaframleiðendurnir töluðu einnig um að skapa hvatningu og ögrun fyrir leikstjóra og kvikmyndaframleiðendur. Allt þetta gerir það að verkum að leikararnir leika allt ýktara og með meiri krafti því þeir hafa ekkert annað en leikinn sjálfan til að notast við. Það sem einmitt einkennir myndina Festen er hvað allur leikur er dramatískur og mikill kraftur fylgir senum myndarinnar. Margar myndir komu út á eftir Festen í sama kvikmyndastíl og þar af leiðandi hafði Festen mikil áhrif á kvikmyndaheiminn. Festen hafði ekki bara áhrif á kvikmyndaheiminn heldur beindi hún athyglinni að mjög alvarlegu málefni þ.e. kynferðislegri misnotkun. Það sem er líka sérstakt er að í sögunni var fórnarlambið strákur. Það er miklu minni umfjöllun um misnotkun stráka heldur en misnotkun stelpna sem gerði myndina svolítið einstaka. Innblásturinn að sögunni var þegar Thomas Vinterberg heyrði útvarpsviðtal við mann sem sagði þessa sögu af sjálfum sér. Vinterberg bað Mogens Rukov um að skrifa fyrir sig handrit um þessa sögu. Það kom seinna í ljós að sagan var skálduð af manninum í útvarpsviðtalinu en hann átti við geðræn vandamál að stríða og laug þessu öllu saman. Myndin fékk mjög góða dóma meðal gagnrýnenda, 91% þeirra gáfu myndinni jákvæða dóma. Hún var sögð vera fullkomin blanda af gríni og sorg. Myndin var einnig sögð lýsa mjög vel og nákvæmlega hvernig afleiðingar kynferðislegrar misnotkunar eru. Festen hefur einnig verið sett upp í leikhúsum, til dæmis var hún sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2002. Það var uppsett þannig að leikhúsgestir gátu keypt sér sæti á matarborðinu með fjölskyldunni í leikritinu. Það vakti mikla athygli hér á landi og heppnaðist sú uppsetning í heildina mjög vel.

Page 13: Veislan | Leikskrá
Page 14: Veislan | Leikskrá

Undirnefndir

Sviðsmenn

Búningar

Tískuráð

Jónas Orri, Egill, Andri, Eygló, Kamilla, Egle, Hildur Kolfinna, Klara

Sigríður Diljá, Hekla, Sigurlaug, Petra Hlíf, Birta

Emilía, Andrea, Kristín Hulda, Markús, Alma Rún, Sturla

Page 15: Veislan | Leikskrá

Hár og förðun

PR

Ljós og hljóð Danshópur

Davíð Erik, Logi, Helgi, Valur, Karólína,Hjördís,Unnur, Jasmín Dúfa, Ásdís, Kristín Karen, Alice

Nína Björk Daníel Freyr, Þorkell Máni

Hrafnhildur,, Eva Dagmar, Birta Sif, Brynja Bö, Þuríður Ósk Auður Arna Bö, Lísa, Birta

Trailer Gauti Leikskrá Arnar Ingi , Laufey Rut Eva Örk, Kolbrún Fríða

Page 16: Veislan | Leikskrá

Baksíðu- selt foodco

Bíldshöfða | Dalshrauni | Nýbýlavegi | Skipholti | Tryggvagötu

SÉRSTAKUR Í SÓKN

HEAVYSPECIAL

«70