32
HASARINN ER HAFINN

N1-deildin 2009-2010

Embed Size (px)

DESCRIPTION

N1 deildin 2009-2010

Citation preview

Page 1: N1-deildin 2009-2010

HASARINN ER HAFINN

Page 2: N1-deildin 2009-2010

*Miðað við árlega eldsneytisnotkun fyrir nýlegan bíl í millistærð og annan algengan rekstrarkostnað.

ÞAÐ ER SMART AÐ SPARA 30.975 kr.*

Sparitilboð N1 hjálpar þér að spara tugi þúsunda á ári. Reiknaðu dæmið fyrir þig og þinn bíl á n1.is.Þeir sem skrá sig geta búist við skemmtilegum glaðningi, ókeypis miðum á uppákomur og fleiru skemmtilegu.

Skráðu þig núna á n1.is eða í síma 440 1100.

Page 3: N1-deildin 2009-2010

3

Umsjón og ábyrgð:Útgefandi: Media Group ehf

Umsjón: Snorri Sturluson Hilmar Þór Guðmundsson Róbert Jóhannsson

Sérfræðingar:Karlaliða: Árni StefánssonKvennaliða: Ragnar Hermannsson

Ljósmyndun: Media Group ehf Friðrik Einarsson Gunnar Gunnarsson Þórir Tryggvason Steinn Vignir Kristjánsson

Umbrot: Media Group ehfPrentun: Oddi ehf

Efnisyfirlit:Formannsávarp 3N1-deildkarla:Akureyri 5FH 7Fram 9Grótta 11Haukar 13HK 15Stjarnan 18Valur 19N1-deildkvenna:Fram 21FH 22Fylkir 23Haukar 24HK 25KA/Þór 26Stjarnan 27Víkingur 28Valur 29

Ágætu handknattleiksunnendur.

Haustinu fylgir ávallt spenna og gleði yfir nýju keppnistímabili í handboltanum, vonum, væntingum og nýjum markmiðum.  Tímabilið sem nú fer í hönd hefur alla burði til að verða stórskemmtilegt og spennandi, enda búum við svo vel að eiga handboltafólk í fremstu röð.  Þetta fólk hefur lagt á sig miklar fórnir og mikla vinnu til að ná árangri og það er gömul saga og ný að íþróttaástundun hefur góð og jákvæð áhrif á ungt fólk á uppleið, forvarnargildið er óumdeilt, og heldur þeim eldri og reyndari ungum og ferskum fram eftir öllum aldri.

Handboltalandsliðin okkar hafa náð frábærum árangri á síðustu misserum og eru okkur mikil hvatning.  Úrslitaleikurinn á Ólympíuleikunum í fyrrasumar á eftir að fylgja þjóðinni um ókomin ár og piltarnir sem skipa U19-árs landsliðið og komust í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins fyrir skemmstu eiga glæsta framtíð.Framundan eru stórverkefni hjá landsliðunum; karlalandsliðið okkar tekur þátt í Evrópumótinu í Austurríki í byrjun næsta árs og kvennalandsliðið okkar hefur leik í undankeppni Evrópumótsins nú í október.  Við höfum fulla trú á því að landsliðin okkar nái langt. Með góðum stuðningi er okkur ekkert ómögulegt.

Það er sérstakt ánægjuefni að sjá unga og efnilega handboltamenn- og konur halda í víking og hreinlega blómstra í sterkum handboltadeildum í Evrópu.  Þessir landvinningar bera handboltahefð okkar fagurt vitni og sýna það og sanna að við erum á réttri leið.  Góður rómur er gerður af handboltafólkinu okkar erlendis, það skarar framúr hvar sem það kemur, ber með sér íslenskan dugnað og ósérhlífni og er landi og þjóð til sóma.

Komandi keppnistímabil verður mjög áhugavert, bæði í karla- og kvennaflokki,

og reikna má með því að ungt og efnilegt handboltafólk veki áhuga og athygli fyrir framgöngu sína.  Bæði er að fjölmargir leikmenn hafa haldið utan í atvinnumennsku og þá hefur efnahagsástandið haft sín áhrif á rekstur handknattleiksdeilda.  Erlendum leikmönnum hefur fækkað mjög og við þetta skapast pláss fyrir ungt og efnilegt handboltafólk.

Það er von okkar hjá Handknattleiks-sambandi Íslands að vegur handboltans verði sem mestur, að áframhald verði á uppgangi íþróttarinnar og að stuðningsfólk láti sitt ekki eftir liggja í þeim efnum.

Sjáumst á vellinum!

Með handboltakveðju,

Knútur G. Hauksson,formaður HSÍ

ALLIR Á VÖLLINN!

SérfræðingarnirTveir valinkunnir sérfræðingar og handboltaspekingar voru kallaðir til við vinnslu þessa blaðs og var hlutverk þeirra í raun einfalt; að varpa ljósi á liðin í N1-deildum karla og kvenna, meta styrkleika þeirra og veikleika og rýna í möguleikana í deildarkeppninni á komandi leiktíð.

Árni Stefánsson hefur marga fjöruna sopið í handboltanum (og fótboltanum ef út í það er farið), lét sjálfur til sín taka í boltanum um árabil og hefur þjálfað með ágætum árangri bæði í meistaraflokki og yngri flokkum. Árni varpar ljósi á liðin í N1-deild karla og ber hitann og þungann af umfjöllun blaðsins um karlaliðin.

Ragnar Hermannsson hefur mörg undanfarin ár verið í hópi sigursælustu þjálfaranna í kvennadeildinni og þar þekkir hann hverja þúfu og hvern hól. Ragnar lagði mat sitt á liðin í N1-deild kvenna af alkunnri snilld og niðurstöðuna má finna undir fyrirsögninni „Sérfræðingurinn segir...“

Page 4: N1-deildin 2009-2010
Page 5: N1-deildin 2009-2010

5

Gjögur hfKringlunni 7

Reykjavík

Þvottahúsið Höfði ehfHafnarstræti 34

600 Akureyri

Akureyri er með lið sem gæti orðið spútniklið vetrarins. Liðið byrjaði mjög vel á síðasta tímabili og var í efsta sæti N1-deildarinnar um jólin. Norðanmenn misstu síðan dampinn og enduðu í sjötta sæti. Liðið hefur eitt liða haldið öllum sínum mönnum og fengið góðan liðsauka. Heimir Árnason og Guðlaugur Arnarsson eru komnir heim á ný og koma til með að styrkja Akureyri gífurlega. Liðið er komið með ágæta breidd, góða menn í öllum stöðum, ungir og efnilegir leikmenn, Guðmundur Helgason og Geir Guðmundsson eru að koma upp og eru líklegir til afreka. Akureyri er sennilega það lið sem getur veitt Haukum hvað harðasta keppni ef allt gengur upp hjá þeim

StyrkleikarHelsti styrkleiki Akureyrar verður varnarleikurinn þar sem þeir Guðlaugur, Heimir, Hörður Fannar Sigþórsson, Jónatan Magnússson og Árni Sigtryggsson verða í aðalhlutverkum. Þessi varnarmúr gæti reynst öðrum liðum erfiður, auk þess sem Akureyri er með einn erfiðasta heimavöll landsins sem skilar þeim mörgum stigum. Öll umgjörð hjá Akureyri í fyrra var til fyrirmyndar og verður þar örugglega engin breyting á. Sóknarleikur liðsins er agaður og verður liðið því mun sterkara en í fyrra. Rúnar Sigtryggson þjálfari hefur verið að gera góða hluti með þetta lið undanfarin ár og mun halda því áfram.

VeikleikarHelstu veikleikar gætu orðið þeir að lykilmenn eru í eldri kantinum, það mun mæða mikið á þeim og ef þeir lenda í meiðslum þá gæti liðið verið í vandræðum. Árni Sigtryggsson hefur verið helsta vopn liðsins í sóknarleiknum en hann hefur átt við meiðsli að stríða og mikilvægt er fyrir liðið að hann verði klár í slaginn. Liðinu hefur ekki gengið nægilega vel á útivelli undanfarin ár og þarf að bæta það.

LykilmaðurHeimir Árnason verður í aðalhlutverki hjá Akureyringum í vetur. Þessi fjölhæfi leikmaður hefur snúið aftur á heimaslóðir og mun verða ein aðalástæðan fyrir því að liðið verður í toppbaráttunni. Það mun muna mikið um Guðlaug og Hörð í varnarleiknum og leikmenn eins og Hafþór Einarsson markvörður, Jónatan, Andri Snær Stefánsson og Oddur Grétarsson munu skila sínu.

„Fjölbreyttari sókn”

Þjálfarinn segir...„Mér líst vel á þetta, ég get ekki verið annað en bjartsýnn,“ segir Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar um veturinn framundan. „Þetta er í fyrsta sinn síðan ég tók við þjálfun liðsins sem við styrkjum okkur á milli ára og þessi viðbót er kærkomin. Við fáum góðan útileikmann og hreinlega bara góðan handboltamann í Heimi, sem þýðir að við þurfum ekki lengur að munstra hornamann í skyttustöðu, og svo er Gulli gríðarlega sterkur varnarmaður. Hann hefur reyndar sýnt falda sóknartilburði núna á haustdögum og gæti komið mörgum á óvart í vetur,“ segir Rúnar.

„Þessir nýju menn ættu að gera okkur kleift að spila hraðar, sóknarleikurinn verður fjölbreyttari og það er viðbúið að vörnin verði enn öflugri en áður,“ bætir hann við.

Akureyringum hefur verið spáð velgengni í vetur og því er jafnvel spáð að þeir blandi sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er ágætt að okkur sé spáð velgengni og það eykur svo sem ekkert pressuna á okkur,“ segir Rúnar. „Það er ágætt að það sé gerðar kröfur til okkar og ef pressan eykst er það bara jákvætt, menn verða að læra að höndla pressu. Það er alltaf talað um að fjögur lið verði þarna í toppbaráttunni; við, Valur, Haukar og Fram, en ég held að fleiri geti bæst í þennan hóp.“„Við stefnum klárlega á að vera í hópi efstu liða, fjögur efstu sætin tryggja þátttökurétt bæði í deildabikar og í úrslitakeppninni og við ætlum að berjast um bikarana. Það er stefnan, hrein og klárt,“ segir Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar.

Page 6: N1-deildin 2009-2010

ww

w.

ea

s.

is

Page 7: N1-deildin 2009-2010

7

Hvalur HF

Endurskoðun og reikningsskil ehfFjarðargötu 11

Vörubretti ehfÓseyrarbraut 6 - 220

Hafnarfirði

Bílamálun Alberts ehfStapahrauni 1

Hafnarfirði

Blikksmíði ehfMelabraut 28 - 220

Hafnarfirði

FH verður í vetur með bráðskemmtilegt lið sem er líklegt til þess að ná árangri. FH lék góðan handbolta lengstum á síðasta tímabili en botninn datt úr leik liðsins og það endaði í fimmta sæti. Það vakti þó verðskuldaða athygli fyrir mjög hraðan og skemmtilegan leik. Stjarna liðsins frá síðasta tímabili, Aron Pálmarsson, er farinn í atvinnumennsku til Kiel en í hans stað hefur liðið fengið markvörðinn Pálmar Pétursson, varnarjaxlinn Sigurgeir Árna Ægisson og línumanninn Jón Heiðar Gunnarsson. Auk þess er liðið búið að endurheimta Ólaf Guðmundsson, en hann var meiddur seinni hluta síðasta tímabils, og Ólaf Gústafsson sem var meiddur allt

síðasta tímabil. FH verður í toppbaráttunni allt til enda en skortir líklega reynslu til að klára dæmið.

StyrkleikarHelsti styrkleiki FH í vetur verður án efa mjög hraður og fjölbreyttur sóknarleikur. Liðið er með unga og fljóta leikmenn sem nýtast vel í hraðaupphlaupum og hröðum sóknum. Þeir munu alltaf keyra í bakið á andstæðingum sínum og reyna þannig að fá auðveld mörk. Þeir eru með góðar skyttur þar sem Ólafur Guðmundsson og Ólafur Gústafsson eru og fjölhæfa leikmenn á borð við Bjarna Fritzson, Ásbjörn Friðriksson og Örn Inga Bjarkason

þannig að í leikjum FH verður mikill hraði og fullt af mörkum. Með tilkomu Sigurgeirs Árna verður varnarleikurinn líka betri og það kemur til með að skila fleiri hraðaupphlaupum.

VeikleikarHelsti veikleiki FH í vetur gæti orðið reynsluleysi. Liðið hefur á að skipa góðum leikmönnum en þeir eru ekki með neina leikmenn

sem hafa reynslu af toppbaráttu í efstu deild. Það gæti vegið þungt ef um harða og jafna baráttu verður að ræða. Það mun því mikið mæða á nýjum þjálfara liðsins Einari Andra Einarssyni og gömlu jöxlunum Guðjóni Árnasyni og Bergsveini Bergsveinssyni að hjálpa liðinu í toppbaráttunni.

LykilmaðurÓlafur Guðmundsson verður lykilmaður hjá FH í vetur. Hann er einn alefnilegasti leikmaður sem komið hefur fram hér á landi síðustu ár, gríðarlega öflug skytta og það sem er ekki síður mikilvægt fyrir FH er að hann mjög góður varnarmaður. Hávaxinn leikmaður sem getur leikið fyrir framan vörnina og truflað leik andstæðinganna verulega. Sigurgeir verður hjartað í vörninni og Pálmar á eftir að reynast drjúgur í markinu og svo má ekki gleyma Bjarna Fritzsyni sem gæti verið maðurinn til að draga vagninn þegar á þarf að halda.

„Ætlum í úrslitakeppnina”

Þjálfarinn segir...FH kom upp í N1-deild karla á síðasta tímabili og olli miklum usla í toppbaráttunni framan af. Einar Andri Einarsson, sem tók við þjálfun liðsins að aflokinni síðustu leiktíð, ætlar að byggja á þeim árangri í vetur. „Við viljum halda áfram því uppbyggingarstarfi sem hefur átt sér stað hér í Kaplakrika síðustu ár. Við náðum fimmta sætinu í fyrra og við ætlum bara að bæta okkar leik og fara ofar. Við ætlum okkur í úrslitakeppnina.“Það gæti þó reynst erfitt verk þar sem burðarás þeirra og einn alefnilegasti leikmaður okkar Íslendinga, Aron Pálmarsson, hvarf á brott eftir tímabilið til þess að leika með þýsku meisturunum í Kiel. Einar hefur unnið að því hörðum höndum á undirbúningstímabilinu að stilla saman strengi leikmanna eftir brotthvarf hans. „Margir ungir leikmenn

byrjuðu að spila fyrir okkur á síðasta tímabili og fengu talsverða ábyrgð. Nú eru þeir allir árinu eldri og reyndari. Við erum að smíða nýtt lið samt sem áður, við erum að fá Ólaf Guðmundsson og Ólaf Gústafsson báða tilbaka úr meiðslum og svo erum við með fleiri stráka sem við erum að smíða í kringum. Það er mikið verk framundan, við erum langt frá því að vera rútínerað lið enn sem komið er.“Einn af þeim nýju leikmönnum sem FH fékk til liðs við sig fyrir veturinn er markvörðurinn Pálmar Pétursson sem kom frá Val og líst Einari mjög vel á piltinn. „Hann hefur spilað mjög vel á undirbúningstímabilinu, hann hefur æft vel og er bara mjög einbeittur og góður strákur,“ sagði Einar sem er að þjálfa sitt fyrsta tímabil í efstu deild, en hann stjórnaði FH eitt tímabil í fyrstu deild fyrir þremur árum.

Page 8: N1-deildin 2009-2010
Page 9: N1-deildin 2009-2010

9

Þjálfarinn segir...

Fram hefur misst nokkra mjög sterka leikmenn fyrir átökin í vetur. Örvhentu skytturnar Rúnar Kárason og Jóhann Gunnar Einarsson eru horfnar á braut og einnig hornamaðurinn knái Guðjón Drengsson. Fram lék vel á síðasta keppnistímabili og hafnaði í fjórða sæti. Þeir koma til með að vera á svipuðu róli í vetur vegna þess að þau lið sem Viggó Sigurðsson þjálfar eru alltaf líkleg til afreka. Þeir spila góða vörn og agaðan sóknarleik sem getur skilað góðum árangri. Breiddin í leikmannahópnum er ekki mikil en þeir eiga unga og bráðefnilega leikmenn sem eru að koma upp. Fram er með það góðan mannskap að þeir geta strítt öllum hinum liðunum á góðum degi en verða líklega um miðja deild.

StyrkleikarHelsti styrkleiki Fram er jafnt og agað lið sem spilar skynsaman sóknarleik. Andri Berg Haraldsson, Stefán Stefánsson, Magnús Stefánsson, Halldór Sigfússon og Haraldur Þorvarðarson eru allir góðir leikmenn og munu bera leik liðsins uppi. Liðið getur spilað góða vörn og Magnús Erlendsson markvörður er sterkur þar fyrir aftan. Liðið hefur undanfarin ár skorað mikið úr hraðaupphlaupum og þarf á þeim mörkum að halda í vetur.

Veikleikar Fram er með ágætt byrjunarlið en litla breidd og ljóst er að það má ekkert út af bregða hjá burðarásum liðsins. Sérstaklega skiptir miklu máli að Magnús í markinu verði heill, ef hann meiðist þá verða þeir í vandræðum. Ef

liðið nær sér ekki á strik í varnarleiknum mun það eiga erf itt uppdráttar.

Lykilmaður Andri Berg Haraldsson verður lykilmaður hjá Fram í vetur. Andri er öf lugur sóknarmaður sem skorar mikið af mörkum en er einnig ágætur varnarmaður og mun mikið mæða á honum í vetur. Halldór hefur átt við meiðsli að stríða en ef hann heldur sér heilum er hann mikill styrkur, því það eru fáir betri í leikstjórnandastöðunni en hann. Stefán er öf lugur í vinstra

horninu, Haraldur mikill baráttujaxl á línunni og Magnús er mjög mikilvægur í markinu.

Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram, stefnir ótrauður í hæstu hæðir með sína menn, þrátt fyrir að sterkir leikmenn hafi horfið á braut. „Við höfum missti mjög mikilvæga pósta úr okkar liði og eina alvöru viðbótin sem við sóttum í staðinn er rúmenski markmaðurinn. Það jákvæða í þessu er kannski það að við erum ekkert einir í þeirri stöðu að missa sterka leikmenn og eigum í okkar hópi nokkra mjög góða leikmenn sem koma til með að bera þetta uppi í vetur. Við erum að taka stráka upp úr 2.flokki, mjög efnilega stráka, og þeir eiga eftir að fá fullt af sénsum“, segir Viggó.

„Við komum til með að spila þetta mjög svipað og í fyrra“, segir Viggó þegar hann er spurður út í það hvort mannabreytingar kalli á breytingar á leikskipulaginu. Lið undir stjórn Viggós hafa í gegnum tíðina verið þekkt fyrir það að spila agaðan og sterkan

varnarleik og beita skynsemi og þolinmæði í sókninni. „Þetta breytist lítillega, aðallega í vörninni, en sóknarleikurinn verður settur upp á svipaðan hátt. Við komum væntanlega til með að stilla meira upp í 5-1 og 3-3 í vörninni.“„Við stefnum á það að berjast um titla“, segir Viggó um vonir og væntingar vetrarins. „Deildin verður jafnari en mörg undanfarin ár, það þýðir ekkert að horfa framhjá þeirri staðreynd að hún veikist, en það er hins vegar jákvætt að brotthvarf allra þessara leikmanna gefur ungum leikmönnum pláss og tækifæri. Við stöndum vel að því leyti að reynsluboltarnir okkar eru hörkugóðir leikmenn. Þeir eiga eftir að vega þungt í þessari baráttu“, segir Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram.

„Deildin verður jafnari”

Page 10: N1-deildin 2009-2010
Page 11: N1-deildin 2009-2010

11ÍS

LE

NS

KA

SIA

.IS

SF

G 4

2040

04.

2008

Grótta kom upp í N1-deildina eftir að hafa unnið neðri deildina á síðasta tímabili. Mikill kraftur hefur verið í uppbyggingunni hjá þeim undanfarin ár og verður spennandi að sjá hvernig þeim mun reiða af í baráttunni við þá bestu. Mikið bil er á milli efri og neðri deildar og gæti reynst erfitt fyrir Gróttumenn að brúa það bil. Liðið hefur fengið til liðs við sig leikmenn á borð við Gísla Guðmundsson markmann, Jón Karl Björnsson, Hjalta Pálmason og Anton Rúnarsson. Halldór Ingólfsson er þjálfari liðsins og mun hann örugglega gera góða hluti og er ljóst að ef hann dregur fram skóna og leikur einnig með liðinu mun það hjálpa mikið til. Líklegt er að liðið verði í botnbaráttunni en það er undir þeim sjálfum komið að sanna að þeir eigi fullt erindi í N1-deildina.

Styrkleikar Helsti styrkleiki Gróttuliðsins í vetur verður að vera sterkur varnarleikur og góð markvarsla. Ef liðið á að ná sér á strik verða þessi atriði að vera í lagi. Liðið getur spilað góða vörn með Hjalta og Ægi Jónsson í broddi fylkingar og svo er mjög

mikilvægt að Gísli verði í góðu formi í markinu. Þetta myndi skila liðinu mörgum hraðaupphlaupum sem eru nauðsynleg ef vel á að ganga. Sóknarleikur Gróttu mun örugglega vera hægur og agaður, ganga út á langar sóknir og að bíða þolinmóðir eftir færunum. Ef þetta gengur eftir þá hafa Gróttumenn ekkert að óttast og geta staðið í öllum liðum.

VeikleikarLítil breidd er veikleiki hjá liðinu, það eru fáir leikmenn sem geta tekið af skarið í sóknarleiknum og hætta á að hann verði einhæfur. Leikmenn liðsins þurfa að vera í mjög góðu líkamlegu ástandi

og mikilvægt að burðarásar liðsins verði lausir við meiðsli. Varnarleikurinn er spurningamerki og ef hann verður ekki góður þá mun Grótta eiga í miklum vandræðum.

„Forðumst fallbaráttu”

Þjálfarinn segir...„Mér líst ágætlega á tímabilið framundan,“ segir Halldór Ingólfsson, þjálfari Gróttu. „Þetta verður örugglega skemmtilegt mót, fullt af ungum og sprækum leikmönnum sem fá að spreyta sig og það læðist að mér sá grunur að deildin verði ekki alveg jafn klippt og skorin og menn hafa spáð. Vonandi tekst okkur að stríða einhverjum liðum.“Sex leikmenn yfirgáfu Gróttu að síðustu leiktíð aflokinni, en maður kemur í manns stað. Fimm nýir leikmenn hafa bæst í hópinn, auk þess sem ungir og efnilegir strákar eru að skila sér upp úr yngri flokkunum.

„Við erum með eina sex stráka sem eru að koma upp úr öðrum og þriðja flokki og þetta er ágæt blanda. Við erum með ágætt byrjunarlið og í því felst kannski okkar helsti

styrkur,“ segir Halldór. „Vandamálið okkar er helst það að við erum fáliðaðir og megum illa við skakkaföllum.“ Því hefur verið fleygt að Halldór hafi sjálfur tekið hraustlega á því á æfingum á haustmánuðum og sé jafnvel farinn að seilast eftir keppnisskónum margfrægu uppi á hillu. „Já, ég sprikla aðeins sjálfur“ segir hann „Meiðsli hafa sett strik í reikninginn á undirbúningstímabilinu þannig að þetta var nú hugsað til þess að búa til svolítið meiri breidd á æfingum. Það gæti meira en vel verið að ég myndi spila svolítið.“„Stefnan er sett á að forðast fallbaráttuna“, segir Halldór þegar hann er spurður út í markmið vetrarins. „Ég er nokkuð bjartsýnn á að það takist og við ætlum okkur að byggja til framtíðar á Nesinu.“

Page 12: N1-deildin 2009-2010
Page 13: N1-deildin 2009-2010

13

Hvalur HFBlikksmíði ehf

Melabraut 28 - 220 Hafnarfirði

Haukamenn eru núverandi Íslandsmeistarar en þeir mæta til leiks á þessu keppnistímabili með gerbreytt lið. Þeir sýndu það á síðasta tímabili að þeir voru með sterkasta mannskapinn og voru vel að titlinum komnir. Nú hafa þeir misst sterka leikmenn á borð við Arnar Pétursson, Kára Kristján Kristjánsson og Andra Stefan þannig að það er undir öðrum leikmönnum komið að sýna að þeir séu nægilega sterkir til að halda liðinu áfram í toppbaráttunni eins og þeir hafa verið undanfarin ár. Aron Kristjánsson hefur sýnt það að hann er mjög snjall þjálfari

og á gott með að ná því besta út úr þeim mannskap sem hann hefur. Haukar koma til með að vera í toppbaráttunni í N1-deildinni eins og undanfarin ár og hugsanlegt að reynsla lykilmanna þeirra vegi þungt á metunum.

Styrkleikar Helsti styrkleiki Hauka undanfarin ár hefur legið í frábærri markvörslu hjá Birki Ívari og sterkum varnarleik. Það mun mikið mæða á Gunnari Berg að skóla til og stjórna þeim ungu leikmönnum sem koma inn í

vörnina, en hann átti frábært tímabil í fyrra. Haukamenn eru með mjög fljóta hornamenn, Frey, Elías Má og Einar Örn sem skora mikið úr hraðaupphlaupum og þeir spila agaðan sóknarleik sem skilar þeim mörgum af mörkum.

Veikleikar Helsti veikleiki Hauka í vetur gæti orðið einhæfur sóknarleikur sem byggist mest upp á skyttunni Sigurbergi S v e i n s s y n i . Haukar eru í sk y t tuvandræ ðum og þeir hafa misst

leikstjórnandann Andra Stefan sem var heilinn í leik liðsins. Þeir hafa að vísu fengið til liðs við sig Björgvin Hólmgeirsson, en það mun hugsanlega há liðinu að hafa ekki meiri breidd í sóknarleiknum.

Lykilmaður Sigurbergur Sveinsson verður í aðalhlutverki hjá Haukum í vetur. Hann spilaði frábærlega á síðasta tímabili og ákvað sem betur fer fyrir Hauka að vera áfram í þeirra herbúðum í vetur í stað þess að fara út í atvinnumennsku eins og honum stóð til boða. Sigurbergur hefur átt við meiðsli að stríða á undirbúningstímabilinu en það er lykilatriði fyrir Hauka að hann verði heill því hann mun koma til með að bera uppi sóknarleik liðsins. Birkir Ívar og Gunnar Berg spila líka stór hlutverk og eru mjög mikilvægir liðsmenn. Freyr, Elías og Einar eru allir með mikla reynslu sem er dýrmæt og það verður fróðlegt að sjá hvernig Björgvin kemur út hjá liðinu.

„Verðum í toppbaráttu”

Þjálfarinn segir...„Ég ber bara þær væntingar að við verðum í toppbaráttunni og berjumst á öllum vígstöðvum um það að vinna titla,“ segir Aron Kristjánsson þjálfari Hauka og greinilegt að markmiðið að Ásvöllum er einfalt.Leikmannahópur Hauka er talsvert breyttur og myndu margir segja að hann hafi veikst frá því á síðasta tímabili. „Við erum með svolítið breytt lið frá því í fyrra, það eru yngri og reynsluminni leikmenn að koma inn hjá okkur. Þeir öðlast þá meiri reynslu. Við erum með ágæta blöndu af yngri og eldri leikmönnum sem hefur verið að ganga ágætlega á undirbúningstímabilinu. Við erum samt ekki búnir að ná þeim stað sem við teljum okkur eiga að vera á getulega og ég býst við því að við eigum eftir að vaxa eftir því sem á líður tímabilið.“

Leikmennirnir sem hurfuhópnum voru gríðarlega sterkir og verður erfitt fyrir Aron að fylla skörð þeirra. „Við misstum bæði burðarása í vörn og sókn, í sókninni missum við Andra Stefan og í vörninni missum við Kára og Arnar Péturs. Við fengum til okkar Björgvin Hólmgeirsson og erum við að reyna að gera úr honum miðjumann. Svo erum við með ungan leikmann sem heitir Tjörvi Þorgeirsson og er mikið efni og þá eigum við líka inni Gísla Jón Þórisson sem hefur verið lengi frá vegna úlnliðsmeiðsla. Það er ekki alveg ljóst hversu heill hann verður til þess að leika í skyttustöðu eða leikstjórnandastöðu.“ „Ég tel okkur vera með mjög sterkt markvarðarpar og sterka vörn. Arnar var lengi frá á síðasta tímabili vegna meiðsla og þrátt fyrir það vorum við að spila sterka vörn og ég held að við ættum að geta spilað góða vörn í vetur þrátt fyrir að við höfum misst eitthvað af gæðum frá því í fyrra.“

Page 14: N1-deildin 2009-2010

Smiðjuvegi 14 - 200 Kópavogur Sími 577 4230 - www.goldfinger.is

Gold�nger

Opið öll kvöld frá kl. 20.00

Page 15: N1-deildin 2009-2010

15

Þjálfarinn segir...

Kópavogsbær

HK átti gott tímabil í fyrra og endaði í þriðja sæti í N1-deildinni. Ekkert lið hefur tekið eins miklum breytingum frá síðasta tímabili, þeir hafa misst sex leikmenn út í atvinnumennsku, auk þess sem þrír leikmenn eru hættir. Margir þessara manna voru í lykilhlutverkum, menn eins og Sverre Jakobsson og Sigurgeir Ægir Árnason í vörninni og Ólafur Bjarki Ragnarsson, Gunnar Steinn Jónsson og Einar Ingi Hrafnsson í sókninni. HK hefur fengið nokkra ágæta leikmenn í staðinn og ber þar hæst mjög öfluga skyttu, Sverri Hermannsson, efnilegan línumann frá

Akureyri Atla Ævar Ingólfsson og svo hafa þeir dregið aftur á flot tvo leikmenn sem léku með liðinu fyrir nokkrum árum, Vilhelm Bergsveinsson og Ólaf Víði Ólafsson. Vilhelm á að leika stórt hlutverk í vörninni og Ólafur Víðir á að stjórna sóknarleiknum. HK-ingar verða óútreiknanlegir í vetur, enda sennilega um miðja deild en geta unnið hvaða lið sem er og tapað fyrir öllum.

Styrkleikar Helstu styrkleikar HK í vetur munu liggja í

sóknarleiknum. Þeir hafa innan sinn raða besta sóknarmann deildarinnar, Valdimar Þórsson, sem varð markahæsti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra. Byrjunarlið HK gæti orðið nokkuð sterkt og skiptir miklu máli fyrir þá að Ólafur Víðir verði heill og geti spilað af fullum krafti. HK spilar fjölbreyttan og hraðan sóknarleik auk þess sem þeir eru mjög fljótir fram í hraðaupphlaup. Markvörður liðsins, Sveinbjörn Pétursson, gæti átt eftir að springa út í vetur og þeir þurfa svo sannarlega á því að halda.

VeikleikarVarnarleikurinn og lítil breidd í leikmannahópnum verða helstu veikleikarnir í vetur. Liðið missti sterkustu varnarmenn landsins og þurfa að reyna að stoppa í þau göt, sem verður erfitt. Breiddin er svo lítil að þeir mega ekki við neinum meiðslum og gætu lent í erfiðleikum í sóknarleiknum ef Valdimar er tekinn úr umferð. Gaman verður að sjá hvernig Gunnari Magnússyni þjálfara HK tekst að leysa þessi vandamál, en ef honum tekst það þá er hann með í höndunum lið sem getur á góðum degi strítt öllum liðum í deildinni.

Lykilmaður Valdimar Þórsson verður algjör lykilmaður hjá HK í vetur. Hann er eins og áður segir frábær sóknarmaður, góð skytta og á auðvelt með að spila félaga sína uppi en hann er líka vanmetinn sem varnarmaður og skilar alltaf sínu þar. Ragnar Hjaltested er öflugur hornamaður sem alltaf skilar sínu og það verður athyglisvert að sjá hvernig Sverrir og Ólafur Víðir koma til með að spila.

„Mér líst vel á þetta svona í upphafi móts“, segir Gunnar Magnússon, þjálfari HK. „Við mætum til leiks með algjörlega nýtt lið og gjörbreyttar forsendur. Það hafa orðið miklar breytingar á leikmannahópnum hjá okkur, við misstum sjö lykilleikmenn frá síðustu leiktíð og allt í allt níu leikmenn úr 18 manna hópi. Fyrsta mál á dagskrá er að læra nöfnin á öllum þessum nýju mönnum“, segir Gunnar með bros á vör.Breytingarnar á leikmannahópnum kalla á algjöra endurskipulagningu og segja má að Gunnar og hans menn hafi þurft að hugsa leik liðsins alveg upp á nýtt. „Við þurftum í rauninni að breyta leik liðsins frá a til ö, bæði varnar- og sóknarlega. Það verða aðrar áherslur í vörninni í vetur, einfaldlega vegna þess að það hentar ekki núverandi mannskap að spila sömu vörn og við spiluðum í fyrra, og sóknarleikurinn breytist auðvitað þar sem

sterkir sóknarmenn eru horfnir á braut. Nú erum við reyndar komnir með öfluga vinstrihandar skyttu, sem sárlega vantaði í fyrra, og það auðveldar okkur að breyta áherslunum í sóknarleiknum. „„Við erum með þunnan hóp sem má illa við skakkaföllum“, segir Gunnar þegar hann er spurður út í vonir og væntingar fyrir veturinn. „Þegar allir eru heilir og allt smellur getum við unnið hvaða lið sem er, en fyrsta markmiðið hlýtur samt að vera það að forðast baráttuna í neðri hluta deildarinnar. Draumurinn er svo að geta strítt svolítið þessum fjóru efstu. Lykilorðið í Digranesi í vetur verður þolinmæði.“ „Þetta er talsverð áskorun“, segir Gunnar, „og það þýðir ekkert að leggjast í þunglyndi. Þetta er spennandi verkefni og það jákvæða við þetta allt saman er að það ber starfinu okkar hér í HK fagurt vitni að sex leikmenn okkar frá því í fyrra fóru út í atvinnumennsku.“

„Getum unnið alla”

Page 16: N1-deildin 2009-2010

Haukar Íslandsmeistarar 2008-2009

Page 17: N1-deildin 2009-2010

Stjarnan Íslandsmeistari 2008-2009

Page 18: N1-deildin 2009-2010

18

Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði

Lyngási 8210 Garðabæ

Dráttarbílar ehfSkeiðarási 4

210 Garðabæ

Hársnyrtistofa Þórunnar Ingólfsdóttur

Kirkjulundi 19Sími: 565 8445

Þjálfarinn segir...

Búast má við því að í vændum sé erfiður vetur hjá Garðbæingum. Eftir erfitt tímabil í fyrra hafa orðið töluverðar breytingar hjá liðinu og ljóst er að framundan er mikið uppbyggingarstarf. Nú þurfa þeir að snúa bökum saman undir stjórn Patreks Jóhannessonar og byggja upp öflugt lið sem byggt verður á heimamönnum.

Góður efniviðurÁgætur efniviður er til staðar og Patreki er fullkomlega treystandi til að búa til lið sem getur strítt hinum liðunum í vetur. Hann er reynslumikill sem leikmaður og getur kennt þessum strákum heilan helling. Ljóst er þó að liðið kemur til með að verða í baráttu á botninum en framtíðin gæti verið björt.

Styrkleikar Liðið hefur á að skipa nokkrum reynsluboltum eins og Roland Eradze, Vilhjálmi Halldórssyni, Ragnari Helgasyni, Birni Friðrikssyni og Þórólfi Nielsen sem munu draga vagninn í vetur. Ljóst er að mikið mun mæða á Roland, sem hefur átt við erfið meiðsli að stríða undanfarin ár, en ef hann er heill er hann líklega besti markmaðurinn í deildinni. Með því að ná upp öflugum varnarleik og skynsömum sóknarleik þá geta Stjörnumenn, ef þeir leggja sig alla fram, bitið frá sér.

Veikleikar Breiddin hjá liðinu er ekki mikil og það má alls ekki við því að missa mikilvæga menn í meiðsli. Flestir leikmenn liðsins eru ungir að árum og það verður erfitt verkefni fyrir þá að vera allt í einu komnir á fullt í þeirri baráttu sem deildarkeppnin er. Þessi vetur kemur til með að fara í reynslubankann hjá ungu leikmönnunum og ef þeim tekst að forðast fall þá er það góður árangur.

Lykilmaður Roland Eradze verður lykilmaður liðsins í vetur og það er mikið til undir honum komið hvar í deildinni liðið endar. Ef hann verður í toppstandi þá eru Stjörnumenn í ágætis málum. Vilhjálmur er öflug skytta sem þarf að skila sínu og Þórólfur, Björn og Ragnar verða að skila sínu og rúmlega það.

„Það er mjög góður andi í l iðinu, k jarnann skipa leikmenn sem eru uppaldir hjá félaginu og á ég von á því að það verði okkar st yrkur í vetur. V ið höfum æf t mjög vel í sumar og er ég ánægður með stemminguna í l iðinu,“ segir Patrekur.

„Við viljum spila góðan handbolta í vetur,“ bætir hann við. „Við hugsum lengra en ti l morgundagsins og stefnan er að vera með öf lugt l ið í f ramtíðinni. Karlalið Stjörnunnar er að hef ja ný t t tímabil í sögu handboltans í Garðabæ, þannig að það þar f ák veðna þolinmæði. Góðir

hlutir gerast hægt. Við ætlum samt að selja okkur dýr t í öllum leikjum sem við spilum í vetur og við förum að sjálfsögðu í hvern leik með það markmið að vinna. Við gerum okkur samt grein f yrir því að veturinn gæti orðið okkur langur og er f iður, en við erum ekker t að búa ti l vandamálin f yrir fram, heldur tökum á þeim þegar og ef þau skjóta upp koll inum. Ég hef mikla trú á Stjörnuliðinu og er stoltur af því að fá að þjálfa það,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar.

„Hef trú á liðinu”

Page 19: N1-deildin 2009-2010

19

Valsmenn höfnuðu í öðru sæti á síðasta tímabili og urðu bikarmeistarar. Þeir hafa misst sterka leikmenn; báða markmennina Ólaf Hauk Gíslason og Pálmar Pétursson, reynsluboltana Heimi Árnason, Hjalta Pálmason og Hjalta Gylfason auk þess sem óvíst er hvenær eða hvort Sigfús Sigurðsson muni spila með liðinu. Baldvin Þorsteinsson hefur átt við meiðsli að stríða undanfarin ár en það er mjög mikilvægt fyrir Val að hann verði í toppformi. Valsmenn eru með mikið af ungum og skemmtilegum leikmönnum og verður forvitnilegt að sjá hvernig Óskari Bjarna Óskarssyni þjálfara gengur að púsla saman sterku liði. Valsmenn verða í efri hluta N1-deildarinnar en þá kemur líklega til með að vanta herslumuninn til að vinna titilinn.

Styrkleikar Valsmenn eru með mjög hraða og skemmtilega sóknarmenn og verður gaman að sjá til liðsins í vetur. Leikmenn eins og Baldvin Þorsteinsson, Elvar Friðriksson, Fannar Friðgeirsson, Sigurður Eggertsson, Ernir Arnarson og Arnór Gunnarsson geta allir unnið leiki upp á sínar eigin spýtur og mun því mikið mæða á þeim. Þeir eru allir ungir að árum en verða að stíga upp og taka miklu meiri ábyrgð en á síðasta tímabili. Valsliðið spilar hraðan leik, þeir eru mjög fljótir fram í hraðaupphlaup og refsa andstæðingunum oft með hröðum sóknum.

Veikleikar Helstu veikleikar Vals í vetur gætu orðið varnarleikurinn og markvarslan. Þeir eru búnir að missa sterka varnarmenn og þá kemur til með að vanta hæð í vörninni. Þeir verða líklega að breyta um áherslur í

varnarleiknum og spila framar á vellinum sem þó gæti hentað þeim vel. Það gæti reynst þeim erfitt að hafa misst báða markmennina frá í fyrra, sem spiluðu virkilega vel, en þeir hafa í staðinn fengið til liðs við sig Hlyn Morthens sem verður að standa sig.

Lykilmaður Baldvin Þorsteinsson verður í lykilhlutverki hjá Val í vetur og skiptir öllu máli fyrir Val að þessi stórsnjalli leikmaður sleppi við meiðsli. Baldvin er frábær hornamaður en hann er líka mjög mikilvægur varnarmaður, þar sem hann spilar fyrir framan vörnina, truflar andstæðingana og stelur mikið af boltum auk þess sem hann er skemmtilegur karakter

og drífur félaga sína áfram. Sigurður, Elvar, Fannar og Arnór koma líka til með að verða mikilvægir í sóknarleik liðsins auk þess sem Ingvar þarf að spila stórt hlutverk í vörninni.

Þjálfarinn segir...„Veturinn framundan er spennandi. V ið höfum á að sk ipa skemmtilegri blöndu leikmanna og ég er ánægður með hópinn þannig að þet ta verður bara skemmtilegt,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson fullur ti lhlökkunar f yrir vetrinum. „Það eru talsverðar brey tingar á l iðinu okkar á mill i ára. Nokkrir reynsluboltar eru hor fnir á braut og talsverð þyngd er farin úr vörninni, en á móti kemur að ég fæ ti lbaka leikmenn á borð við Erni og Baldvin.“

Leikmannahópur Vals einkennist nokkuð af leikmönnum sem hafa leik ið lengi saman. „Þessir strákar þekkjast

mjög vel, það eru bara Sigurður og Hlynur sem koma inn nýir, svo eru Baldvin og Ólafur Sigurjóns í eldri kantinum en annars eru þet ta að mestu ley ti strákar af ´86 k ynslóðinni sem hafa spilað lengi saman og þekkja mjög vel hver inn á annan.“ Í k jölfar mannabrey tinga í sumar verður Valsliðið að br ydda upp á nokkrum nýjungum í vetur og er Óskar Bjarni viðbúinn þeim. „Við verðum að vera aðeins öðruvísi núna en í f yrra, við vorum svolítið þyngri og sterkari í f yrra en verðum að vera aðeins aggresívari núna.“

„Léttari og sprækari”

Page 20: N1-deildin 2009-2010

Kvenna

Page 21: N1-deildin 2009-2010

21

Hvalur HF

Endurskoðun og reikningsskil ehfFjarðargötu 11

Vörubretti ehfÓseyrarbraut 6 - 220

Hafnarfirði

Bílamálun Alberts ehfStapahrauni 1

Hafnarfirði

Blikksmíði ehfMelabraut 28 - 220

Hafnarfirði

Sérfræðingurinn segir...

Um liðið:Dæmi um að uppbygging liðs bíður skipbrot. Vonarstjarna þeirra, Hildur Þorgeirsdóttir, kaus að skipta yfir í Fram. FH er því skrefi aftar í ár en fyrir 2 árum og verða að öllum líkindum í neðsta þriðjungi töflunnar.

Styrkleikar: Ragnhildur Guðmundsdóttir er á góðum degi leikmaður sem getur halað inn stig.

Veikleikar: Ekki hefur tekist að búa til stöðugleika undanfarin ár. Liðið breytist of mikið á milli ára. Varnarleikur hefur aldrei verið sterkur og liðið þarf að skora mikið til að vinna.

Lykilmaður: Ragnhildur Guðmundsdóttir.

„Miklar breytingar”FH-ingar hafa undanfarin ár fylgt í humátt á eftir toppliðunum, hafa ekki náð að blanda sér af fullum krafti í toppbaráttuna en hafa vissulega strítt efstu liðunum og komust í bikarúrslitin gegn Stjörnunni á síðustu leiktíð. FH-liðinu óx ásmegin eftir því sem á tímabilið leið og á endasprettinum stóð það liðunum í efri hluta deildarinnar fyllilega á sporði. FH-liðið treystir talsvert á sterkan og reynslumikinn kjarna, sem kannski er ekki ýkja stór, en býsna áreiðanlegur. Efnilegir leikmenn hafa ekki skilað sér upp í meistaraflokk í jafn miklum mæli og var hér í eina tíð og það munar talsvert um það að ein efnilegasta handboltakona landsins, Hildur Þorgeirsdóttir, sem var í lykilhlutverki hjá FH á síðustu leiktíð, ákvað að söðla um og ganga til liðs við Fram. Þá eru sterkir leikmenn í barneignafríi.

Miklar breytingar„Það eru miklar breytingar á liðinu á milli ára, en það eru svo sem engin ný tíðindi hjá okkur“, segir Guðmundur Karlsson, þjálfari FH. „Þrjár stelpurnar okkar eru óléttar og þrjár fóru í Fram, þetta eru sex af átta lykilmönnum liðsins í fyrra og það segir sig sjálft að þetta brottfall veikir hópinn. Það er verðugt verkefni að vinna með þennan hóp, mjög skemmtilegt, og ég ætla bara að vera raunsær, alls ekki svartsýnn, og segja að við verðum þarna í neðri hlutanum í deildinni, svona til að byrja með að minnsta kosti. Vonandi ofarlega í neðri hlutanum og jafnvel í þeirri stöðu að geta nartað eitthvað í toppliðin.“Það segir sig nokkurn veginn sjálft að þessar miklu breytingar á leikmannahópnum kalla á breyttar áherslur. „Já, það eru miklar breytingar á leikskipulaginu hjá okkur“, segir Guðmundur. „Í raun á það við bæði um vörn og sókn og kannski verður það meira áberandi með vörnina. Við vorum farin að spila mjög aggresíva vörn í fyrra, vorum farin að færa liðið framar, en þurfum að bregðast við mannabreytingum með því að breyta þessu. Það var stígandi í liðinu í fyrra,

við unnum nokkra góða sigra í deildinni á lokasprettinum og fórum í bikarúrslitin og það verður að viðurkennast að það er svolítið svekkjandi að ná ekki að fylgja þessum ágæta árangri eftir með nokkurn veginn sama liði. Nú blasir við flóknara verkefni en ella og það verður bara skemmtilegt að takast á við það.“„Deildin verður tvískipt, það er ljóst“, segir Guðmundur þegar hann er beðinn um að spá fyrir um gang mála í N1-deild kvenna í vetur og stöðu FH. „Stjarnan, Valur, Haukar og Fram verða í fjórum efstu sætunum, en hin liðin, að okkur meðtöldum, hljóta að stefna á það að halda í við þennan hóp og eiga svo jafnvel möguleika á að narta aðeins í fjórða sætið. Það er kannski alveg raunhæft að láta sig dreyma um að vera í þessari stöðu, ekki síst ef kannski tvær af óléttu stelpunum bætast í hópinn þegar líður á“, segir Guðmundur Karlsson, þjálfari FH.

Page 22: N1-deildin 2009-2010

22

Fram-stúlkur komu mörgum þægilega á óvart á síðustu leiktíð. Safamýrarmeyjar urðu í fjórða sæti N1-deildar kvenna, voru sautján stigum á eftir deildarmeisturum Hauka, en höfðu litlar áhyggjur af því þegar út í úrslitakeppnina var komið. Fram vann Hauka í tveimur leikjum í fyrstu umferðinni, í báðum tilvikum með tveggja marka mun, og tryggðu sér nokkuð óvænt sæti í úrslitarimmunni sjálfri. Þar mættust Fram og Stjarnan og þrátt fyrir hetjulega baráttu urðu Fram-stúlkur að játa sig sigraðar í þremur leikjum. Ágæt frammistaða í úrslitakeppninni í vor ætti að hafa fyllt Fram-stúlkur sjálfstrausti og verður spennandi að fylgjast með framgöngu þeirra í vetur. Samheldnin fleytti þeim bláklæddu langt þegar á þurfti að halda í vor, liðið býr að því að stór hópur leikmannanna hefur leikið saman upp í gegnum yngri f lokkana og spurningin er hreinlega hvort og þá hvenær liðið springur út.

„Þetta leggst alveg ljómandi vel í mig, ég held að þetta verði skemmtilegt mót“, segir Einar Jónsson þjálfari Fram. „Liðið hjá mér lítur vel út, kemur afskaplega vel undan sumri og við getum hreinlega ekki beðið eftir því að komast af stað.“Fram hefur fengið nokkuð góðan liðsstyrk fyrir átökin í vetur og Einar

sér ekki annað en að hópurinn hjá honum sé sterkari í ár en hann var í fyrra. „Líklega er hópurinn sterkari, breiddin er kannski ekki alveg sú sama en við erum með öflugt byrjunarlið og sterkari menn í ákveðnum stöðum. Það munar ansi miklu fyrir okkur að hafa fengið Hildi Þorgeirsdóttur, okkur vantaði öfluga örvhenta skyttu, og Írisi Björk sem er komin í markið. Hafdís Hinriks kemur líka með reynslu inn í þetta, þannig að þetta lítur bara vel út.“

Samheldinn hópurEinn helst styrkur Fram-liðsins undanfarin ár hefur verið samheldinn og sterkur hópur, enda hefur kjarninn í liðinu leikið saman upp í gegnum alla yngri f lokkana og Einar þjálfaði f lestar þessar stelpur einmitt á þeim tíma. „Já, það er jákvætt“, segir Einar, „og við græðum á því að kjarninn í liðinu þekkist mjög vel og hefur spilað lengi saman. Það má samt ekki gleyma því að þetta er ungt lið, burðarásarnir eru í kringum tvítugt og það hefur sína kosti og sína galla. Ég horfi hins vegar ekki endilega á aldur stelpnanna heldur hæfileikana og þeir eru svo sannarlega til staðar. Við þekkjumst mjög vel og nýju leikmennirnir passa vel inn í hópinn.“

„Menn hafa sett spurningamerki við þessar stelpur af því að þær hafa ekki

unnið titilinn í meistaraflokki ennþá“, bætir Einar við, „en einhvertíma verður allt fyrst og titillinn skilar sér í hús í ár. Það er bara þannig. Stefnan er hreinlega sú að vinna allt sem í boði er og þessar stelpur vita hvað þarf til þess. Við höfum staðið á þröskuldinum undanfarin tvö ár og nú held ég að það sé orðið tímabært að stíga inn fyrir og lyfta bikarnum“, sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram.

Sérfræðingurinn segir...

Um liðið:Mæta til leiks svipaðar að styrkleika og í fyrra. Hafa bætt markvörsluna verulega og fengið til sín leikmenn sem styrkja hægri vænginn. Anett Köbling er hins vegar hætt og Pavla línumaður er meidd og óvíst um þátttöku hennar í vetur. Verða klárlega meðal fjögurra efstu liða.

Styrkleikar: Mikil breidd og geta haldið háu tempói. Mikilvægt fyrir þær að stjórna hraða leikjanna og ráða við það.

Veikleikar: Hafa aldrei unnið í meistaraflokki. Gera mikið af tækni- og skotfeilum í stóru leikjunum.

Lykilleikmaður: Íris Björk markmaður.

„Sterkari hópur í ár”

Page 23: N1-deildin 2009-2010

23

Sérfræðingurinn segir...

Um liðið:Fylkir átti góðan unglingaflokk og ætlaði sér stóra hluti í framhaldinu. Góðir hlutir gerast hægt og Fylkir er að sniglast upp á við í litlum skrefum. Gæti orðið besta liðið í neðri hlutanum á mjög tvískiptu móti.

Styrkleikar: Samspilaður hópur sem hefur verið lengi saman.

Veikleikar: Fyrst og fremst ekki nógu góðir einstaklingar til að ýta við topp liðunum.

Lykilleikmaður:Varnarleikurinn verður að vera frábær; það byggir á hópvinnu sem þýðir að allir eru lykilleikmenn hverju sinni.

Kvennalið Fylkis lauk keppni í N1-deildinni á síðustu leiktíð í neðsta sæti. Fylkir hefur á að skipa ungu og efnilegu liði sem talsverð rækt hefur verið lögð í að byggja upp hægt og bítandi. Sterkir erlendir leikmenn hleyptu líf i í Fylkisliðið fyrir nokkrum misserum og liðið skilaði sér m.a. í úrslitaleik bikarkeppninnar og stríddi sterkustu liðunum í deildinni. Fylkisliðið missti hins vegar svolítið dampinn í framhaldinu. Sterkir leikmenn hurfu á braut, bæði lögðu nokkrir skóna á hilluna og svo urðu forráðamenn Fylkis áþreifanlega varir við það að stærri félögin, sem oftar en ekki eru að berjast um titlana, hafa mikið og sterkt aðdráttarafl. Fylkir fékk reyndar til liðs við sig nokkra býsna álitlega leikmenn sem ekki fengu mörg tækifæri hjá hinum svonefndu stærri félögum. Ekki má vanmeta efniviðinn sem er til staðar og Árbæingar virðast gera sér ágæta grein fyrir því að góðir hlutir gerast hægt.

Reynir Þór Reynisson krefst mikils af liðinu og leikmönnum sínum í vetur og vill fara enn nær efstu fjórum liðunum.

„Væntingar okkar eru þær að brúa bilið á milli okkar og þessara fjögurra efstu. Stjarnan, Valur, Haukar og Fram hafa einokað þetta síðustu árin og okkar stefna er sú að minnka þetta bil og leggja á okkur nógu mikla vinnu til að það takist,“ segir Reynir og vill að leikmenn bæti sig. „Mínar væntingar til leikmanna eru þær að þeir bæti sig bæði andlega og líkamlega.“

Fagna fjölgun liðaEins og oft vill gerast hafa framúrskarandi leikmenn „minni“ liðanna freistast til þess að fara til þeirra félaga þar sem meiri möguleikar eru á titli og hefur Fylkir ekki farið varhluta af því. „Það eru töluverðar breytingar á hópnum, hann hefur aðeins þynnst en það eru miklir hæfileikar í honum. Við misstum fjóra leikmenn frá því í fyrra en höfum fengið til baka þrjár. Við vorum að fá Hildi Harðardóttur frá Stjörnunni fyrir stuttu en að mestu leyti er þetta sami kjarninn og í fyrra.“

Eitt lið hefur bæst við deildina frá því á

síðasta tímabili og þurfa nú öll félögin að ferðast norður til Akureyrar í það minnsta einu sinni í vetur. „Ég fagna því. Mér fannst of lítið spilað í fyrra, þetta auðveldar leikmönnum að halda sér við efnið og vonandi bætum við okkur. Mér f innst það bara gleðiefni að hægt sé að halda úti níu liða deild en við verðum bara að sjá til hvernig það gengur.“

„Sami kjarni og í fyrra”

Page 24: N1-deildin 2009-2010

24

Hvalur HFBlikksmíði ehf

Melabraut 28 - 220 Hafnarfirði

Sérfræðingurinn segir...

Um liðið:Haukar spiluðu vel þar til í blálokin í fyrra. Þá kom óskiljanlega léleg frammistaða í undanúrslitunum gegn Fram og veturinn varð því verulega endasleppur hjá liðinu. Þær hljóta að stefna á að gera betur í vetur, enda með nánast sama leikmannahóp og vann deildarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð.

Styrkleikar: Hraðaupphlaup og sóknar-leikur.

Veikleikar: Haukar halda að þeir spili góða vörn, sem þeir gera einfaldlega alltof sjaldan. Með hraðaupphlaupsmanneskjur eins og Hönnu og Ernu væri liðið banvænt ef vörnin héldi betur. Þetta á sérstaklega við í leikjum gegn betri liðum deildarinnar.

Lykilleikmaður: Hanna G. Stefánsdóttir og Ramune Pekarskyte.

Flestir bjuggust við því að Haukar myndu gera harða atlögu að Íslandsmeistaratitlinum á síðasta tímabili eftir að hafa tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Það fór þó á annan veg, því Haukar féllu úr leik gegn Fram sem sópaði þeim út strax í undanúrslitunum. Vonbrigðin urðu því mikil í Hafnarfirðinum og betur má ef duga skal þetta árið. Frammistaðan á síðasta vetri hefur varla gert annað en að hleypa svolitlum hita í Haukana sem hljóta að gera þá kröfu til sjálfra sín að gera betur. Allt annað en toppbarátta hlýtur að flokkast sem vonbrigði þar á bæ, enda er markið alltaf sett hátt að Ásvöllum. Þá er leikmannahópurinn að mestu sá sami og skilaði deildarmeistaratitlinum í fyrra, nema hvað að liðsmenn eru nú árinu eldri og reyndari.

Díana Guðjónsdóttir hugsaði sig ekki lengi um þegar hún var innt eftir því hvert markmiðið væri hjá Haukum í vetur: „Að gera betur en í fyrra,“ var svarið og var hún langt í frá búin að gleyma frammistöðunni í undanúrslitunum gegn Fram. „Við gerðum einfaldlega upp á bak þar.“

Getum náð árangri með þetta liðHún er mjög ánægð með leikmannahópinn sinn endaði skilaði hann frábærum árangri í deildinni. „Núna erum við með næstum sama hóp og skilaði okkur efsta sæti í deildinni og við eigum klárlega að geta náð árangri með þetta lið.“ Díana er ekki nógu ánægð með varnarleik liðsins og telur helst bóta þörf þar. „Við höfum verið mjög sterkar sóknarlega en bara lélegar varnarlega. Það er ágætt að fá þessi undirbúningsmót til þess að sjá í hverju þarf að vinna.“ Hún býst við því að nota einhvers konar afbrigði af 6-0 vörn en virðist eiga erfitt með að koma þeim skilaboðum áleiðis til leikmanna. „Miðað við hæð leikmanna minna eigum við ekkert að vera að spila passíva 6-0 vörn, þær vilja svolítið vera bara á sex metra línunni og það gengur einfaldlega ekki. Ég er að reyna að ná því fram að spila aggresíva 6-0 vörn en það gengur erfiðlega hjá mér að fá það inn. Vonandi tekst það.“

„Bætum vörnina”

Page 25: N1-deildin 2009-2010

25

Sérfræðingurinn segir...

Um liðið:HK átti besta unglingaflokk landsins fyrir nokkrum árum. Á þeim tíma virtist framtíðin björt hjá Kópavogsliðinu, en síðan hefur liðið nánast hrunið og bestu leikmennirnir eru leika nú erlendis. Nú síðast misstu HK Jónu Halldórsdóttur yfir til Stjörnunnar. HK er því á byrjunarreit og verður í neðsta þriðjungi töflunnar.

Styrkleikar: Ólöf markmaður á það til að loka markinu, sérstaklega gegn lélegum skotmönnum.

Veikleikar: Tiltölulega óreyndur og þunnur hópur.

Enginn afgerandi leikmaður.

Kópavogsbær

„Markmiðið er að læra”HK hefur undanfarin ár notið góðs af vönduðu starfi í kringum yngri f lokkana og öflugar stúlkur hafa skilað sér upp í meistaraflokk nánast á hverju ári. Sterkir erlendir leikmenn hafa svo fyllt í þær stöður sem upp á hefur vantað og um tíma virtist sem stórveldi væri um það bil að verða til í Digranesinu, en eftir að sterkir leikmenn yfirgáfu HK hefur uppbyggingarferlið runnið svolítið út af sporinu. Erlingur þjálfari hefur í raun á hverju ári tekist á það við það vandasama verk að stokka allt upp og byrja frá grunni. Yngri f lokka starfið er eftir sem áður til fyrirmyndar og kemur til með að að skila leikmönnum upp í meistaraflokk um ókomin ár, en nú virðist þó sem komið sé að ákveðnum tímamótum hjá HK og að nýtt uppbyggingarferli sem um það bil að hefjast.

Miklar breytingar á liðinu„Okkur líst ágætlega á þetta allt saman, við gerum okkur alveg grein fyrir því út í hvað við erum að fara“, segir Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, um veturinn framundan. „Það eru gríðarlega breytingar á liðinu enn eitt árið, það fóru frá okkur fjórir sterkir leikmenn og við þurfum því að ýta

ungum stelpum út í alvöruna aðeins fyrr en við höfðum áætlað. Þetta verður mikill skóli og verður strembið, en við horfum á frammistöðumarkmið frekar en árangursmarkmið.“„Við þurfum að stokka leikskipulagið algjörlega upp,“ segir Kristinn þegar hann er spurður út í áhrif in sem þessar mannabreytingar hafa. „Við erum að spila allt öðruvísi handbolta en við gerðum, förum framar á völlinn með vörnina og spilum hraðari sóknarleik. Reyndar hafði það svolítil áhrif á þetta allt saman að miðjumaðurinn okkar, Brynja, sleit krossband rétt áður en þetta rúllaði af stað allt saman og við höfum því þurft að gera enn frekari breytingar.“

Þýðir ekkert að grátaHK var á réttri leið á síðustu leiktíð og Kristinn gengst greiðlega við því að það hafi valdið nokkrum vonbrigðum að ná ekki að halda áfram á sömu braut með svipaðan mannskap. „Við ætluðum að byggja á því sem við vorum að gera í fyrra og sauma svolítið betur að fjórum efstu liðunum, en það þýðir ekkert að gráta það, þetta er ný áskorun og við Erlingur (Richardsson) erum hvergi bangnir. Markmiðið er

að læra og öðlast reynslu, við förum í leikina gegn liðunum sem spáð er að verði á svipuðu róli og við til að vinna þá. Ef við náum upp sterkri vörn erum við í ágætum málum og vonandi gefst okkur tími og svigrúm til að byggja upp sterkt kvennalið í Digranesinu,“ segir Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK.

Page 26: N1-deildin 2009-2010

26

EgilssíldGránugata 27-29

Siglufirði

Sérfræðingurinn segir...

Um liðið:Norðanliðið stingur sér til sunds aftur í efstu deild. KA hefur skartað s a m k e p p n i s h æ f u m unglingaflokki undanfarin ár og svo er gamlir jaxlar mættir til leiks.

Styrkleikar: Norðlenskur baráttuandi og sterkur heimavöllur.

Veikleikar: Ungt lið og óreynt.

Lykilleikamaður: Hópurinn og heimavöllurinn.

Á síðasta tímabili voru öll liðin sem léku í N1-deild kvenna innan höfuðborgarsvæðisins. Nú hafa norðanstúlkur ákveðið að spreyta sig aftur í deild þeirra bestu og leika undir merkjum KA/Þórs og þar með snúa erkifjendurnir bökum saman. KA/Þór teflir fram tiltölulega ungu liði en hefur á að skipa nokkrum reynslumeiri leikmönnum sem ættu að létta undir með þeim yngri. Unglingastarfið fyrir norðan hefur verið með ágætum undanfarin ár og sterkir leikmenn hafa skilað sér í sterkustu liðin sunnan heiða, á stundum virðist sem framtíðarhorfur kvennahandboltans á Akureyri ráðist að miklu leyti af því hversu lengi tekst að halda í efnilegustu leikmennina. Væntingarnar eru eflaust ekki miklar fyrir norðan en Akureyrarmeyjar töpuðu öllum leikjum sínum tímabilið 2007-08 þegar þær léku síðast í efstu deild.

Ekki stór markmið„Við höfum svo sem ekki sett okkur nein stór markmið fyrir þennan vetur þar sem þetta lið er að koma saman í fyrsta skipti núna,“ segir Hlynur Jóhannsson, þjálfari liðsins, en hann er enginn nýgræðingur hjá félaginu. „Ég þjálfaði þetta lið síðast fyrir um sex árum og er að draga inn í þetta nokkrar stelpur sem voru með þá, ekki síst til þess að lyfta meðalaldrinum aðeins upp. Þar eru stelpur sem hafa verið að spila fyrir sunnan eins og Ásdís, Marta og Guðrún Tryggva.“Hlynur er nokkuð ánægður með hópinn þótt hann telji hann helst

til þunnskipaðan. „Við erum með skemmtilega blöndu en liðið er bara ekki komið nógu langt í formi og öðru. Við verðum kannski svolítið sein af stað en við ætlum samt að láta hin liðin hafa fyrir okkur. Við erum að reyna að búa til samkeppnishæfan hóp en við megum ofsalega illa við meiðslum. Ég er með mjög ungt lið en svo er ég með nokkrar sem eru fæddar ´83 og hafa leikið í efstu deild. Þetta er skemmtileg blanda, skemmtilegur hópur en kannski frekar þunnskipaður.“

Sterkur heimavöllur„Það kemur enginn til Akureyrar og leikur sér að okkur,“ segir Hlynur um heimavöllinn sem hefur oft reynst norðanliðum dýrmætur. „Við ætlum okkur bara að taka þátt í þessari baráttu og vonumst til þess að tæta sem flest stig af þessum liðum í neðri hlutanum og svo vonumst við auðvitað eftir því að geta strítt þessum stóru liðum þegar þau koma hingað. Þetta verður tvískipt deild, ég held að það átti sig flestir á því.“

„Sterkur heimavöllur”26

Page 27: N1-deildin 2009-2010

2727

Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði

Lyngási 8210 Garðabæ

Dráttarbílar ehfSkeiðarási 4

210 Garðabæ

Hársnyrtistofa Þórunnar Ingólfsdóttur

Kirkjulundi 19Sími: 565 8445

Sérfræðingurinn segir...

Um liðið:Fyrir utan það að Sólveig Lára Kærnested verður ekki með er Stjarnan með sama hóp og burstaði allt í fyrra. Íslandsmeistarar síðastliðin þrjú ár og tvöfaldir meistarar tvö ár í röð. Stjarnan er ekki árennileg fyrir önnur lið að glíma við. Liðið verður auðveldlega meðal fjögurra efstu og það kæmi mér ekki á óvart þótt nokkrir titlar bættust í safnið í Mýrinni í vetur.

Styrkleikar: Góður og samhentur leikmannahópur sem kann að vinna og veit að æfingin skapar meistarann. Seigla liðsins er mikil, það tapar sjaldan og er alltaf inni í öllum leikjum.

Veikleikar: Fáir og smáir. Sóknarleikur liðsins er stundum stirður, enda er engin örvhent skytta í liðinu.

Lykilleikmaður: Alina Tamasan, bæði í vörn og sókn, og auðvitað Florentina Stanciu.

Stjarnan hóf síðasta tímabil gríðarlega vel og vann alla leiki sína fram til 15. nóvember þegar Haukar stöðvuðu sigurgöngu þeirra. Stjarnan tapaði þremur leikjum í deildinni, þar af tveimur á móti Haukum, og enduðu í öðru sæti deildarinnar á eftir Hafnfirðingum, en tóku báða stóru titlana sem í boði voru. Liðsheildin hjá Stjörnunni er gríðarlega sterk og liðið býr yfir þeim ágæta kosti að leikmenn vega hvorn annan uppi. Stjarnan er ekki endilega með bestu leikmennina í öllum stöðum, en heildin er sterk og Stjörnustúlkur þekkja fátt annað en að vinna. Í liðinu eru sannkallaði sigurvegarar; leikmenn sem vita hvað þarf til þess að vinna titla og það er gríðarlega mikilvægt í jafnri baráttu.Búist er við því að Stjarnan verði í toppbaráttu deildarinnar í vetur enda með nánast sama leikmannahóp og á síðasta tímabili sem skilaði þeim frábærum árangri.

Viljum vinna titla„Við ætlum að berjast um alla titla sem verða í boði, það er bara þannig sem við ætlum inn í þetta mót,“ segir Atli Hilmarsson þjálfari Stjörnunnar. „Þannig er bara metnaðurinn hjá þessu félagi. Það er alltaf pressa að skila

titlum hérna.“Atli telur fjögur lið sterkust og að baráttan um titlana komi til með að standa á milli þeirra. „Mér skilst að um sé að ræða fjögur mjög sterk lið í þessari deild í ár, ásamt okkur eru það þá Valur, Haukar og Fram, þannig að það má lítið út af bregða. Þetta skýrist ekki fyrr en í vor þegar fjögur lið komast í úrslitakeppnina. Ég hef trú á því að það verði þessi fjögur lið, nema eitthvað óvænt gerist. Það er fullt af titlum fram að því, það er bikarkeppni og deildarbikarkeppni þannig að maður verður að vera á tánum.“Eina af helstu ástæðunum fyrir velgengni síðasta tímabils telur Atli vera þá að leikmannahópurinn hélst heill og vonast hann til þess að það sama verði uppi á teningnum í vetur. „Við vorum heppin með meiðsli í fyrra og það skipti miklu máli, fæst liðin búa yfir mikilli breidd þannig að það má lítið út af bregða.“Stjarnan er klárlega liðið sem önnur lið þurfa að sigra til þess að ætla sér meistaratitilinn í ár og telur Atli stelpurnar sínar vera vel tilbúnar í það verkefni. „Það er hlutur sem þær þekkja nokkuð vel. Það eru margir sigurvegarar í þessu liði og það þarf lítið að mótivera þær. Þær ganga í hvert verkefni til að gera það sem allra

best og þær vilja helst vinna hvern einasta leik, hvort sem um er að ræða æfingaleik eða alvöruleik.“Fréttir af því að Kristín Clausen hafi endurskoðað hillulagningu skónna sinna bárust fjölmiðlum nokkrum vikum fyrir mót og er Atli hæstánægður með ákvörðun hennar. „Hún kemur með mikla reynslu inn í þetta lið, það var orðið ansi ungt en hún kemur með reynslu og baráttuanda. Hún er metnaðarfull og ég held að hún eigi eftir að falla vel inn í þetta og styrkja okkur heilmikið þannig að ég er bara mjög feginn að hún tók þessa ákvörðun.“

„Berjumst um titla”

Page 28: N1-deildin 2009-2010

28

Sérfræðingurinn segir...

Um liðið:Víkingar ákváðu að stökkva út í djúpu laugina og taka þátt í efstu deild. Þetta er djörf ákvörðun því unglingaflokkur félagsins hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarin ár. Einhvers staðar verður jú að byrja, en ég er hræddur um að þetta ár eigi eftir að reynast Víkingsliðinu erfiður og harður skóli.

Styrkleikar: Víkingsstelpur verða að finna styrk í samstöðu og leikgleði. Liðið verður að einbeita sér að því að æfa vel og bæta leik sinn jafnt og þétt. Þær eiga möguleika gegn lakari liðum deildarinnar en tapa væntanlega flestum sínum leikjum stórt.

Veikleikar: Óreyndur og ungur leikmannahópur. Enginn afgerandi leikmaður.

Lykilleikmaður: Hópurinn í heild sinni.

Víkingar eru mættir til leiks í N1-deild kvenna að nýju, en stúlkurnar úr Stjörnugrófinni hafa ekki leikið í efstu deild síðan 2006. Þetta forna stórveldi, sem hreinlega sópaði til sín bikurum fyrir fáeinum árum, lagðist í dvala eftir nokkuð rýra uppskeru, árin áður en liðið fór niður í 2.deild fyrir þremur árum voru Víkingar að dóla fyrir neðan miðja deild og jafnvel við botninn. Nú hefur stefnan hins vegar verið sett á að byggja upp sterkt Víkingslið að nýju. Það verður þó ekki gert í neinu óðagoti, Víkingar ætla ekki að slá mikið um sig og komandi tímabil verður notað til þess fyrst og síðast að öðlast reynslu og læra. Víkingar eru raunsæir og gera sér ekki miklar vonir um glæstan árangur í vetur, en vonast til þess að lærdómurinn og reynslan skili sér þegar til lengri tíma er litið.

Góð blanda af leikmönnum„Þetta er blanda af eldri og yngri leikmönnum“, segir Daniel Mueller, þjálfari Víkings um hópinn sem hann hefur í höndunum í vetur. „Við ákváðum að slá í

klárinn og skella okkur í baráttuna í efstu deild og við erum hreinlega að sækja okkur reynslu. Við ákváðum að demba okkur í þetta, í og með til þess að halda lífi í deildinni hjá okkur og missa ekki frá okkur efnilega leikmenn.“Daniel, sem er Þjóðverji, hefur verið hér á landi um nokkurt skeið, kom hingað fyrst til að aðstoða Aðalstein Eyjólfsson hjá Fylki, og hann þekkir því ágætlega til í N1-deild kvenna.„Ég þekki liðin ágætlega og það verður bara að viðurkennast að toppliðin eru í allt öðrum gæðaflokki heldur en við. Við erum ekki að fara að blanda okkur í baráttuna í efri hlutanum, það er alveg ljóst. Við ætlum að læra og öðlast reynslu, við gerum ekki miklar breytingar frá því í fyrra en það sem stelpurnar þurfa t.d. að læra að eiga við er að í þessari deild er manni refsað fyrir að gera mistök. Mistök í sókninni kosta ofast það að maður fær á sig hraðaupphlaup, svona sem dæmi, og við þurfum að fækka mistökunum sem við höfum verið að gera í leikjum okkar, sérstaklega í sókninni. Við sáum þetta ansi vel á Reykjavíkurmótinu.

Við erum með nokkra unga og efnilega leikmenn, tvær eða þrjár þeirra jafnvel verða að teljast mjög efnilegar og þetta verður mikið ævintýri“, segir Daniel.„Þetta verður fjögurra liða barátta“, segir Víkingsþjálfarinn þegar hann er beðinn um að setja sig í spámannsstellingar fyrir veturinn. „Stjarnan, Valur, Fram og Haukar berjast um fjögur efstu sætin, FH kemur þar á eftir og gæti jafnvel strítt efstu liðunum eitthvað. HK, Fylkir, Þór/KA og við í Víkingi verðum svo í hópi þar á eftir og það væri í sjálfu sér sigur fyrir okkur að vinna tvo eða þrjá leiki. Þetta verður mjög lærdómsríkt í vetur“, segir Daniel Mueller, þjálfari Víkings.

„Öðlumst reynslu”

MÁLTÍÐMÁNAÐARINS

Á KFC

90568 • Pipar • S

ÍA

3++

lundir

franskar

gos

90568 • Pipar • S

ÍA

www.kfc.is899krónur

Aðeins

EKTAKJÚKLINGA-LUNDIRA-

sósafylgir

Page 29: N1-deildin 2009-2010

29

Sérfræðingurinn segir...

Um liðið: Í fyrra var öllu tjaldað til á Hlíðarenda og landa átti þeim stóra. Liðið var hins vegar aldrei líklegt til afreka og spilaði illa stærstan hluta tímabilsins. Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum á milli ára, flestar til hins betra að mínu áliti og Valsliðið er síst lakara á pappírnum í ár. Þær verða í hópi fjögurra efstu liða, engin spurning.

Styrkleikar: Markvarslan oft góð. Hraðaupphlaup stundum vel heppnuð. Mikil reynsla og þokkalegir leikmenn í öllum stöðum.

Veikleikar: Lélegur sóknarleikur. Óstöðug vörn, stundum góð, stundum léleg, veltur of mikið á stemningu og framlagi leikmnna frekar en skipulagi. Alltof margir tæknifeilar í stóru leikjunum. Fáir sigurvegarar í hópnum.

Lykilleikmaður: Anna Úrsúla og Berglind Hansdóttir sem verður að verja eitthvað í stóru leikjunum.

Valur hefur undanfarin ár skartað gríðarlega sterkum leikmannahópi, sennilega þeim sterkasta á pappírum, en titlarnir hafa hins vegar gengið Hlíðarendameyjum úr greipum hver á fætur öðrum. Valsstúlkur hafa verið í toppbaráttunni undanfarin ár, en hafa hvað eftir annað hnotið um síðustu hindrunina og vilja margir meina nú sé að duga eða drepast. Mannvalið er ágætt, Valur missti að vísu sterka leikmenn sem lögðu þung lóð á vogaskálarnar í fyrra, en fengu á móti ágætan liðsstyrk frá Gróttu. Spurningin er hins vegar hvort þeim rauðklæddu takist að sýna það og sanna að þær geta unnið stóru titlana. Spekingarnir eru margir hverjir á því að Valsstúlkur verði fyrst og síðast að vinna bug á skæðasta andstæðingi sínum, sér sjálfum.

Mikil blóðtaka„Mér líst ágætlega á tímabilið, Valsliðið kemur ágætlega undan sumri,“ segir Stefán Arnarson, þjálfari Vals um komandi átök. „Það hefur kannski gleymst svolítið eða horfið í umræðunni að við höfum orðið fyrir gríðarlegri blóðtöku frá því í fyrra, höfum misst mjög sterka leikmenn. Því er spáð að við verðum í hópi fjögurra efstu liða og ef við berum okkur saman

við hin þrjú liðin í þeim hópi erum við í algjörri sérstöðu, hin liðin hafa jafnvel styrkst á milli ára. Við höfum vissulega fengið til okkar þrjá leikmenn frá Gróttu og það kemur sér vel, þær falla vel inn í hópinn.“

Engin pressa á okkurBreytingum sem þessum fylgja áherslubreytingar. „Við þurfum að breyta áherslum í samræmi við mannskapinn, breytum bæði í vörn og sókn og erum að laga leikmenn að leikskipulaginu.“Undanfarin ár hefur skapast umræða um Valsliðið á þeim nótum að hópurinn hjá Val sé sá sterkasti í deildinni og krafan um titil hefur verið hávær.„Ég skil ekki alveg þessa umræðu,“ segir Stefán. „Valur hefur ekki orðið Íslandsmeistari kvenna síðan 1983 og Valsarar hafa þurft að hlusta á þessar staðhæfingar um sterkasta hópinn mörg undanfarin ár. Ég myndi skilja þetta ef liðið hefði verið að sópa að sér titlum, en staðreyndin er sú að Valur er ekki alls með sterkari leikmannahóp en önnur lið sem eru í toppbaráttunni. Þetta eru fullyrðingar sem menn virðast kasta fram án þess að hugsa þær í þaula.“„Það er engin sérstök pressa á okkur, ekkert meiri en undanfarin ár,“ bætir

Stefán við. „Það er metnaður í hópnum, ég er metnaðar fullur og stelpurnar eru metnaðarfullar. Við ætlum að halda okkur í hópi efstu liða, komast í úrslitakeppnina og þegar þangað er komið metum við stöðuna og sjáum til,“ segir Stefán Arnarson, þjálfari Vals.

„Í hópi efstu liða”

Page 30: N1-deildin 2009-2010

30

Svipmyndir úr lokahófi HSÍ

Page 31: N1-deildin 2009-2010

Prentheimar er nýtt og öflugt fyrirtæki

að Hvaleyrarbraut 39 Hafnarfirði.

Við bjóðum upp á alhliða prentþjónustu

á hagstæðum kjörum, með gæði og

þínar þarfir í huga.

PRENT HEIMAR5 789 100 • www.prentheimar. is

Við prentum á allar pappírsgerðir...

...eða svo gott sem :-)

Page 32: N1-deildin 2009-2010

32

Stoltur stuðningsaðili

Styrkur | Úthald | Snerpa | Einbeiting