64
Sóknarfæri Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi Október 2014 Fiskneysla eykst í heiminum Nýtt blómaskeið í fiskeldi að hefjast? Lífið er síld á Austfjörðum Engin bólusetning til við sjávarútvegsbakteríunni! - Adolf Guðmundsson lýkur sex ára formennsku í LÍÚ

Sóknarfæri Október 2014

  • Upload
    athygli

  • View
    269

  • Download
    15

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Sóknarfæri Október 2014

SóknarfæriFrumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi

Október 2014

Fiskneysla eykst í heiminum

Nýtt blómaskeið í fiskeldi að hefjast?

Lífið er síld á Austfjörðum

Engin bólusetning til við sjávarútvegsbakteríunni!

- Adolf Guðmundsson lýkur sex ára formennsku í LÍÚ

Page 2: Sóknarfæri Október 2014

2 | SÓKNARFÆRI

Goðsögnin um að konur séu frá Venus en karlar frá Mars er lífseig enn í dag en það eru konur eins og Erla Björg Guðrúnardóttir, fram­kvæmdastjóri og stofnandi Marz sjávarafurða ehf., sem hjálpa til við að breyta ímynd okkar um stöðu kynjanna. Hún stýrir fyrirtæki þar sem eingöngu konur starfa. Reyndar er engin tenging nafnsins við þessa goðsögn að sögn Erlu heldur var kennitala með þessu nafni til í fjöl­skyldunni svo hún nýtti sér tækifær­ið. Það var auk þess kostur að nafnið hljómaði vel í alþjóðlegu umhverfi.

Marz stofnað í StykkishólmiErla Björg stofnaði sjávarútvegsfyrir­tækið Marz ehf. 2003. Hún hafði starfað hjá Eimskipafélaginu frá 1988 til 1996 þegar hún gifti sig til Stykkishólms. Þegar Erla stofnaði fyrirtækið voru fá atvinnutækifæri í Stykkishólmi en neyðin kennir naktri konu að spinna. Og nú, 11 árum síðar, er fyrirtækið með skrif­stofur á Íslandi og í Danmörku. Kaupendur Marz sjávarafurða eru iðnaðarkaupendur, heildsalar, veit­inga húsakaupendur og smásöluversl­

anir og eru viðskiptalönd fyrirtækis­ins um allan heim.

Stöndum við það sem við segjum

Erla hélt erindi á Sjávarútvegsdegi

Deloitte 2014 sem hún kallaði „Konur í karlaheimi! Skiptir það máli að hennar mati?

„Það var alls ekki upphafleg stefna hjá okkur að ráða eingöngu konur til starfa heldur hafa mál þró­ast með þeim hætti,“ segir Erla og er mjög sátt við þá þróun.

„Hér hefur starfað karlmaður en það gekk ekki. Konurnar hafa ein­faldlega reynst betur í þessu fyrir­tæki. Með því er ég alls ekki að fella neinn dóm yfir karlmönnum því ég er þess fullviss að slíkt samstarf sé miklu frekar spurning um persónu­leika en kyn. Allir geta verið sam­mála um að í fyrirtæki þar sem er eingöngu annað kynið sé annarskon­ar húmor og öðruvísi umræðuefni en ef vinnustaðurinn er blandaður. Hingað hafa valist mjög sterkar kon­ur og það hefur margsýnt sig að í þeim er töggur,“ segir Erla og brosir að þeim misskilningi sem sumir séu haldnir að konur séu að einhverju leyti veikari en karlarnir.

„Ég er sjálf mikil strákastelpa og kann vel við sterkar konur. Við Marzkonurnar vegum hver aðra mjög vel upp því við erum sterkar á

mismunandi sviðum. Það er óneit­anlega einhver þráður á milli okkar og gagnkvæmur skilningur á því sem gera þarf. Vinnubrögð okkar gera okkur auðveldara að takast á við ný verkefni. Við erum sterkar, vinnu­samar, ábyggilegar, nákvæmar, dug­legar og lífsglaðar og andinn og vinnubrögð Marz stelpnanna eru klárlega markaðsforskot í hörðum karllægum heimi,“ segir Erla.

„Við stöndum við það sem við segjum og þannig vil ég að við vinn­um. Ég legg mikið upp úr því að við vinnum hratt og örugglega, svörum öllum fyrirspurnum samdægurs og klárum hvert verkefni vel. Það gefur auga leið að margir vilja vera í við­skiptum við fyrirtæki sem stendur alltaf við sitt. Þar er okkar forskot en ekki það að við séum konur,“ segir Erla ákveðin. Í öllu markaðsefni Marz eru notuð persónuleg skilaboð til viðskiptamanna. Það segir Erla sannarlega vera hluta af því að vera í góðu sambandi við viðskiptamenn fyrirtækisins.

marz.is

Atvinnugrein í sífelldri þróunStöðnun á illa við Íslendinga. Við erum nýj­ungagjörn, eigum það jafnvel til að keyra breytingar svo hratt í gegn að í sögulegu ljósi er talað um byltingar. Við skuttogaravæddum hér í eina tíð með tilheyrandi gjörbyltingum fyrir sjávarpláss um allt land. Byggðum fjöld­ann allan af frystihúsum á undraskömmum tíma. Þau gjörbreyttu atvinnulífinu víða. Þetta eru aðeins tvö dæmi í sögunni úr þróunar­skeiði sjávarútvegsins sem aldrei lýkur. Breytingarnar í sjávarútveginum birtast í miðl­um eins og þessu Sóknarfærisblaði sem Athygli ehf. hefur gefið út reglulega síðustu ár.

Á nýafstaðinni sjávarútvegssýningu birtist einmitt þetta. Framþróunin í greininni, nýj­ungarnar. Fyrir það fyrsta endurspeglaði sýn­ingin nú, eins og raunar ætíð áður, hversu vítt þjónustusviðið er í kringum sjávarútveginn á

Íslandi og eftirtektarvert var að sjá hversu mörg erlend fyrirtæki komu sínum vörum og þjónustu á framfæri að þessu sinni. Það minnti líka á þá staðreynd að sjávarútvegur á Íslandi er grein með miklar tengingar út um allan heim, bæði selur vörur á alþjóðlegum mörkuð­um og er einnig stór kaupandi þjónustu er­lendis sem innanlands.

En það voru engu að síður innlendu þjón­ustufyrirtækin sem áttu sviðið og að hluta er endurspeglað í þessu blaði hvað þau kynntu. Rætur þessara fyrirtækja nærast í íslenskum sjávarútvegsjarðvegi ef svo má segja og fyrir­tækin gætu mörg hver ekki verið jafn sterk í sókn á erlenda markaði, sem raun ber vitni, nema að eiga sjávarútveginn hér heima að bak­landi. Gott dæmi um þetta er hið 80 ára gamla fyrirtæki Hampiðjan, sem fjallað er um hér í

blaðinu. Það óx á grunni íslensks sjávarútvegs og hefur fylgt honum í átta áratugi en er líka orðið að stóru nafni erlendis.

Þannig er greinin í sífelldri þróun. Og ekki bara þjónustufyrirtækin í kringum veiðar og vinnslu heldur og ekki síður frumvinnslan sjálf. Þess utan er nú að verða mikil hreyfing í fjárfestingum í skipastólnum og ekki vanþörf á þegar mörg stærri skipanna eru orðin áratuga gömul. Allar greinar þurfa að endurnýja sig og ekki síst sjávarútvegurinn. Mæta þarf nýjum kröfum, samkeppni á mörkuðum, breytingum í umhverfinu. Stöðnun er og hefur aldrei verið valkostur í íslenskum sjávarútvegi. Þess vegna er greinin það sem hún er.

Jóhann Ólafur Halldórssonritstjóri skrifar.

SóknarfæriFrumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi

Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður

Sími 422 2442 - GSM 899 7807 - Fax 467 1203

Útgefandi: Athygli ehf.

Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm.)

Texti: Gunnar E. Kvaran, Jóhann Ólafur Halldórsson, Margrét

Þóra Þórsdóttir, Sigurður Sverrisson og Sólveig Baldursdóttir.

Aðalmynd á forsíðu: Gísli Hjálmar Svendsen.

Umsjón og umbrot: Athygli ehf.

Auglýsingar: Inga Ágústsdóttir. Sími 515­5206.

GSM 898­8022, [email protected]

Prent un: Landsprent ehf.

Dreift með prentaðri útgáfu Morg un blaðsins fimmtudaginn 30. október 2014.

Konur í karlaheimi

Erla Björg Guðrúnardóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Marz sjávarafurða ehf. Þar starfa einvörðungu konur.

Page 3: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 3E

NN

EM

M /

SÍA

/ N

M6

37

29

Eins og stjórnendur og starfsmenn vita

eru nær engin takmörk fyrir því sem getur

komið upp á í rekstri fyrirtækja. Sér­

fræðingar fyrirtækja þjónustu VÍS bjóða

sérsniðna tryggingavernd eftir breytilegum

þörfum hvers og eins. Þannig getur þú

einbeitt þér að því sem þú gerir best.

VÍS – þar sem tryggingar snúast um fólk.

Við vitum að allt getur gerst í atvinnurekstri

VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS

REYNSLA OG SÉRÞEKKING HJÁ FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTU VÍS

Page 4: Sóknarfæri Október 2014

Stöðugur vöxtur hefur einkennt fiskfram­leiðslu síðustu fimm áratugina, þar sem áhersla hefur verið á framleiðslu fisks til manneldis. Fiskneysla eykst frá ári til árs og bættar geymsluaðferðir gera það að verkum að fiskur kemst ferskur á sífellt fleiri markaði og aðgengi að honum verður betra. Í þessu felast vissulega tækifæri fyrir Íslendinga.

Framleiðsla á fiski til manneldis hefur auk­ist um að meðaltali 3,2% á ári síðustu ára­tugina á sama tíma og fólksfjölgun hefur numið 1,9%. Neysla á fiski eykst líka stöðugt, en árið 1960 var meðalneysla 9,9 kg á ári en árið 2012 hafði fiskneysla tvöfaldast og meðal­neysla nam 19,2 kg á heimsvísu.

Bættar geymsluaðferðir auka neyslu

Ástæða aukinnar fiskneyslu er rakin til bættra geymsluaðferða sem gera það að verkum að hægt er að dreifa ferskum fisk á stærra svæði en áður. Þá hefur vaxandi millistétt haft sitt að segja þar sem henni fylgja hærri meðallaun og þéttbýlismyndun en hvort tveggja hefur áhrif á fiskneyslu. Fiskneysla er að meðaltali meiri í þróaðri ríkjum heims, þar sem hún er háðari staðsetningu og árstíðabundnum sveiflum annarstaðar. Talið er að 16,7% af neyttu dýra­próteini í heiminum sé úr fiski, sem bendir til þess að fiskneysla eigi eftir að aukast enn frekar þegar fram í sækir.

Fiskframleiðsla mun án efa ýta undir þessa

þróun þar sem fiskeldi hefur vaxið að meðaltali um 6,2% á ári frá 2000 til 2012 eða frá því að vera 32,4 milljón tonn í 66,6 milljón tonn. Einungis 15 lönd bera uppi 92,7% af fiskframleiðslu í heiminum. Stærstu framleið­

endurnir eru Kína og Indland auk þess sem Brasilía og Víetnam hafa sótt í sig veðrið. Þessi mikla aukning í fiskeldi hefur skapað milljónir starfa og árið 2012 störfuðu 4,4% allra þeirra sem vinna innan landbúnaðar í heiminum við fiskeldi, 90% starfsmanna í fiskvinnslum í heiminum eru konur. FAO telur að sjávarút­vegur og fiskeldi sjái um 10­12% af heims­byggðinni fyrir lífsviðurværi.

Kína – risi í útflutningi sem innflutningi

Kína er langstærsti fiskútflytjandinn í heimin­um í dag og þriðji stærsti innflytjandinn á eftir Bandaríkjunum og Japan. Evrópusambandið er hinsvegar stærsti markaðurinn fyrir innflutt­an fisk og vörur tengdar sjávarútveginum. Þró­unarlöndin hafa sótt verulega í sig veðrið að undanförnu og nam fiskútflutningur þeirra 54% af öllum útflutning á fiski árið 2012.

Samkvæmt FAO starfa 14 milljónir manna í Kína í fiskiðnaði, en það nemur 25% af öll­um þeim sem starfa í greininni á heimsvísu. Frá árinu 1995 hefur þó dregið verulega úr fjölda þeirra sem starfa í iðnaðinum á heims­vísu, þrátt fyrir að sífellt meira sé framleitt með vélvæðingu sem leitt hefur af sér hag­kvæmni. Þetta á einnig við hér á landi þar sem fiskvinnslustörfum hefur fækkað um 30% frá árinu 1995­2012. Í Japan hefur störfum í iðnaðinum fækkað um 42% í og um 49% í Noregi. Ástæðan er bætt vinnsluferli og tækni­

framfarir sem hafa leyst mannaflið af hólmi að stórum hluta.

Vaxtartækifæri til staðarEn þrátt fyrir vissa hnignun, m.t.t. fjölda starfsfólks í greininni á síðustu árum, má ljóst vera að tækifærin eru til staðar ef vilji er fyrir hendi, enda bendir ekkert til þess að fiskneysla muni gera neitt annað en aukast á komandi ár­um. Í því sambandi má benda á þá athygli sem beinist að lífhagkerfum jarðar. Sjávarút­vegstengd starfsemi getur nýtt sér þá athygli til vaxtar, einkum í löndum þar sem hráefnisins er aflað með sjálfbærum hætti og vinnsla þess er í samræmi við kröfur um samfélagslega ábyrgð. Í því felast okkar tækifæri.

Höfundur er sviðsstjóri hjá Matís.

Árið 1960 var meðalneysla á fiski 9,9 kg á ári en árið 2012 hafði fiskneysla tvöfaldast og nam 19,2 kg. að meðaltali.

„Fiskneysla er að meðaltali meiri í þróaðri ríkjum heims, þar sem hún er háðari staðsetningu og árs-tíðarbundnum sveiflum annarstaðar. Talið er að 16,7% af neyttu dýrapróteini í heiminum sé úr fiski, sem bendir til þess að fiskneysla eigi eftir að aukast enn frekar þegar fram í sækir,“ segir greinarhöf-undur.

Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri hjá Matís.

Arnljótur Bjarki Bergsson:

Fiskneyslaeykst í heiminum

4 | SÓKNARFÆRI

Page 5: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 5

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

Þjónusta við fyrirtæki

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.

Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratuga reynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávalt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Ragnar Guðjónsson hefur starfað við fjármögnun sjávarútvegs í 40 ár.

Ragnar er viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka.

islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

65

08

3

Page 6: Sóknarfæri Október 2014

Aðalfundur Landssambands íslenskra útvegs­manna hefst í Reykjavík í dag og þar stígur formaður samtakanna, Adolf Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gullbergs ehf. á Seyðisfirði frá borði eftir að hafa stýrt LÍU frá því í lok október 2008. Adolf kveður ekki aðeins for­mennskuna í LÍÚ því samtökin sjálf munu væntanlega renna inn í ný samtök sem tillaga er um að stofna á morgun með sameiningu Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskvinnslustöðva. Þar með verða til ný heildarsamtök í sjávarútvegi hér á landi.

Tók við í umrótinu haustið 2008Adolf Guðmundsson boðaði framboð sitt til

formennsku í LÍÚ vorið 2008 þegar fyrir lá að Björgúlfur Jóhannsson léti af starfinu eftir langan feril. Allir þekkja atburðina sem í hönd fóru haustið 2008. Á fáum vikum féllu við­skiptabankarnir, krónan hríðféll og aðstaða fyrirtækjanna gjörbreyttist. Adolf var kjörinn formaður LÍÚ í lok október þetta ár og viður­kennir að verkefnið sem við honum blasti hafi verið allt annað en hann átti von á þegar hann tók þá ákvörðun að gefa kost á sér til embætt­isins.

„Ég vissi af þrengingum bankanna þarna strax um vorið en mig óraði ekki fyrir því að bankarnir féllu hver á fætur öðrum í október. Þetta snerti auðvitað hvert einasta fyrirtæki

innan okkar raða og skuldir þeirra tvöfölduð­ust. Það sem kannski bjargaði útgerðinni og sjávarútveginum í heild var að afurðaverðið var mjög gott á þessum tíma sem gerði að verkum að fyrirtækin náðu að standa áfallið betur af sér en búast hefði mátt við. Mörg stóðu þó mjög tæpt en mér vitanlega varð ekki nema eitt útgerðarfyrirtæki gjaldþrota vegna efna­hagshrunsins. En ég hafði miklar áhyggjur á þessum tímapunkti af því hvernig færi fyrir mörgum fyrirtækjanna, því er ekki að neita,“ segir Adolf en á borði stjórnar LÍÚ var það verkefni að styðja við bak félagsmanna við úr­vinnslu skuldamálanna.

„Við tók að vinna úr skuldamálum fyrir­

tækjanna og afleiðuviðskiptum og m.a. var gert tilboð til skilanefndar Landsbankans um uppgjör á ákveðnum grunni. Því tilboði okkar var hafnað og mitt mat er að skilanefndin hafi tapað á því þegar til lengri tíma er litið. Þó miðað hafi áfram í uppgjöri lánamála fyrir fyr­irtæki innan okkar raða eru mörg ennþá að vinna úr sínum málum þannig að afleiðingar efnahagshrunsins eru sýnilegar. Enn er tekist á um endurútreikninga á lánum og á meðan er staða þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga ekki skýr.“

Varnarsigur að verja kvótakerfiðÁtök við stjórnvöld hafa verið mjög fyrir­

Of mikil orka ferí baráttu viðupphrópanir

- segir Adolf Guðmundsson sem kveður formennsku í LÍÚ á aðalfundi samtakanna í dag

6 | SÓKNARFÆRI

Page 7: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 7

Page 8: Sóknarfæri Október 2014

8 | SÓKNARFÆRI

ferðarmikil á þeim tíma sem Adolf hefur stýrt LÍÚ. Hugmyndir um fyrningarleið komu fram skömmu eftir að hann tók við formennskunni, hart var tekist á um störf og niðurstöðu sáttanefndar haustið 2009, skötuselsmálið, verulegur ágreiningur hefur verið um veiði­gjöldin, makríldeilurnar og marga aðra þætti sem enn eru á leið til Alþingis í formi nýrra frumvarpa um fiskveiðistjórnunarkerfið.

„Ég tel okkur hafa náð góðum varnarsigri í þeirri baráttu að verja kvótakerfið þó vissulega hafi ákveðnar lotur í því tapast. En heilt yfir er ég nokkuð sáttur við að við séum þó ekki í verri stöðu en við erum í dag. Ég trúi því að menn séu að átta sig á því að kvótakerfi sem stýritæki í sjávarútvegi er eitt það besta fyrir­komulag sem menn vinna í. Það er auðvitað ekki fullkomið og hægt að deila um afleiðingar þess í einstökum þáttum. En um leið verður að muna hvers vegna kvótakerfið var sett á. Við vorum með of stóran fiskiskipaflota og of mörg fiskvinnsluhús. Með einhverjum hætti þurfti að fækka og þetta vill að mínu mati alltof oft gleymast. Í þessu samhengi þarf að ræða hina margumtöluðu sátt í samfélaginu um sjávarút­vegsmálin og vandséð í hverju hún á að vera fólgin þegar við erum með takmarkaða auðlind sem stýra þarf aðgengi í. Þegar við fórum að sjá árangurinn af því að ráðist var í fækkun skipa og fiskvinnsluhúsa þá rankaði pólitíski vett­vangurinn við sér vegna þeirra afleiðinga sem voru fyrirsjáanlegar og hafa að sjálfsögðu áhrif í byggðarlögunum. Mér finnst alltof mikið horft framhjá því sem við sjáum í dag að greinin hef­ur náð verulegri hagkvæmni sem skilar sér með ýmsu móti inn í samfélagið.“

Of langt seilst í gjaldheimtunniFráfarandi formaður LÍÚ telur stefnufestu oft vanta hjá þingmönnum sem láti um of stjórn­ast af vindinum í samfélaginu hverju sinni. Skammtímahagsmunir ráði umfram nauðsyn­lega stefnumörkun til lengri tíma fyrir sjávar­útveginn.

„Við höfum kallað eftir þessari stefnumörk­un í stað þess að vera með sjávarútvegsmálin á uppboði á fjögurra ára fresti. Sjávarútvegurinn hefur verið burðarás í gjaldeyrisöflun síðustu sex árin en hefur engu að síður þurft að sæta mjög óvinveittum árásum margra stjórnmála­manna á sama tíma. Þær birtust til að mynda í áformum vinstri stjórnarinnar um veiðigjöld sem náðu sem betur fer ekki öll fram að ganga en það er staðreynd að gjöldin eru íþyngjandi í rekstri margra fyrirtækja. Sönnun þess birtist hvað best í því að sum fyrirtæki njóta afsláttar af gjöldunum. Þá hljóta þau að vera of há,“ segir Adolf og hafnar því að útgerðin vilji komast hjá því að greiða fyrir afnot af auð­lindinni. Skýrt komi fram í bókun LÍÚ í starfi Sáttanefndarinnar árið 2009 að útgerðin telji eðlilegt að greiða auðlindagjald.

„Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að fyrirtæk­in greiði fyrir afnot af auðlindinni en þau verða jafnframt að geta vaxið og dafnað, greitt góð laun og ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar til að viðhalda sér og þróast. Við bendum líka á að ekki sé annað eðlilegt en að settar séu leik­reglur í heild um hvernig aðgengi og endur­gjald skuli vera að auðlindum landsins al­mennt í stað þess að áherslan sé bara á eina at­vinnugrein, sjávarútveginn. Það hlýtur að vera réttlætismál.“

Markaðirnir skapa fjármuninaAdolf segir nýjar tölur undirstrika þá áherslu sem sjávarútvegurinn hafi lagt á síðustu árum á að greiða niður skuldir sínar en þær hafa lækk­að um 160 milljarða króna frá því þær voru mestar í kjölfar hrunsins. Hann segir einnig að arðgreiðslur í greininni séu hógværar miðað við margar aðrar atvinnugreinar.

„Áhrif sjávarútvegs má glögglega sjá í vexti sjávarútvegsklasans í heild og við erum mjög mikilvæg grein fyrir verslun og þjónustu. Þetta mátti berlega sjá á Íslensku sjávarútvegssýn­ingunni á dögunum. Þessi vöxtur skilar sér til samfélagsins og ég vil líka benda á marg­földunaráhrif sem orðið hafa með stuðningi sjávarútvegsfyrirtækja í þróunarverkefnum, frumkvöðlastarfsemi, tækniþróun og nýsköp­un ýmis konar. Upp úr þessu hafa sprottið fyr­irtæki sem eru að auka virði í sjávarútvegi og telja vel gerlegt að tvöfalda verðmætasköpun sjávarútvegsins á komandi árum. Sóknartæki­færin eru því gríðarleg í þessari grein, þetta er hátækniðnaður sem er á alþjóðamarkaði og þarf stöðugt að vera á tánum til að halda þar markaðsstöðu. Þetta erum við að gera á hverj­um einasta degi, í samkeppni um okkar við­skiptavini. Það er ekki frumvinnslan sem er að búa til fjármunina í sjávarútvegi heldur fyrst og fremst markaðurinn. Mér finnst þetta atriði aldrei komast nægjanlega skýrt á framfæri og því miður líta margir alveg framhjá því inni á hinu háa Alþingi þegar talað er um sjávarút­veginn. Við höfum hingað til haldið gæða­ og markaðsforskoti sem er hvergi nærri sjálfsagt, ekki hvað síst ef við horfum til þess að bolfisk­veiðar okkar eru ekki nema einn fimmti af því magni sem Norðmenn og Rússar veiða í Barentshafi. Orka okkar ætti því að fara óskipt í að verja hagsmuni Íslendinga úti á afurða­mörkuðunum en því miður fer alltof stór hluti hennar í baráttu hér heima fyrir því að viðhalda kerfi sem skilar okkur öllum miklum ávinningi.“

Umræðan verður að breytast Ný umræðuhrina um sjávarútvegsmálin er væntanleg á Alþingi samhliða nýjum frum­vörpum sjávarútvegsráðherra um fiskveiði­stjórnun sem boðuð eru fyrir árslok. Adolf kallar eftir efnislegri umræðu í stað upp­hrópana.

„Ég vona að fólk geti talað sig til niður­stöðu og leyst úr ágreiningsefnum þannig að við fáum einhvern frið í sjávarútvegsmálin til lengri framtíðar. Fram að þessu hafa ekki verið efnisleg samtöl við stjórnvöld um þessi mál en mér finnst þó margt benda til að á komandi mánuðum muni þau eiga sér stað og hægt verði að beina kastljósinu að þeim efnislegu atriðum sem ágreiningur er um. Það er ósk mín að það takist, einfaldlega vegna þess hversu mikilvægt er fyrir greinina að hafa mál­in í skýrari og betri farvegi en verið hefur.“

Með sjávarútvegsbakteríuna í 35 ár! Eins og áður segir kveður ekki aðeins Adolf formennsku LÍÚ á aðalfundinum í dag heldur kveðja samtökin sem slík og hverfa inn í ný heildarsamtök í sjávarútvegi. Samþykki aðal­

fundir Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskvinnslustöðva sameiningu þeirra verða til samtök sem fá munu nafnið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

„Hagsmunir þessara samtaka eru mjög tengdir og til verða samtök sem standa fyrir lang stærstan hluta allra veiða og vinnslu á Ís­landi, með um 130 aðila að baki sér. Við þurf­um nauðsynlega miklu hlutlægari umræðu um sjávarútveginn en verið hefur og teljum þessa sameiningu styrkja umræðugrundvöllinn og um leið sjávarútveginn sem heild,“ segir Adolf sem verið hefur framkvæmdastjóri Gullbergs hf. í Seyðisfirði í yfir 30 ár. Hann lætur í vetur af því starfi samhliða sölu fyrirtækisins til Síldarvinnslunnar.

„Já, það verður mikil breyting fyrir mig. Ég hef verið viðloðandi þessa grein í um 35 ár og oft sagt að þeir sem kynnist útgerð og fisk­vinnslu fái bakteríu sem erfitt sé að losna við. Við henni er ekkert bóluefni! Daglega þurfum við að glíma við gæftirnar, aflabrögðin, veðrið, markaðina og margt annað þannig að öllum dögum í þessu starfi fylgir spenna.“

„Ég tel okkur hafa náð góðum varnarsigri í þeirri baráttu að verja kvótakerfið þó vissulega hafi ákveðnar lotur í því tapast. En heilt yfir er ég nokkuð sáttur við að við séum þó ekki í verri stöðu en við erum í dag.“

Adolf segir LÍÚ ekki mótfallið greiðslu veiðileyfagjöldum. Þau séu hins vegar of há. „Mér finnst sjálf-sagt og eðlilegt að fyrirtækin greiði fyrir afnot af auðlindinni en þau verða jafnframt að geta vaxið og dafnað, greitt góð laun og ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar til að viðhalda sér og þróast.“

Tvö af skipum flotans við bryggju í Vestmannaeyjum. Sameiningu LÍÚ og Samtaka fiskvinnslustöðva, sem er í burðarliðnum, telur Adolf að styrki sjávarút-veginn og grundvöll hlutlægari umræðu um greinina, sem sé nauðsynleg.

Page 9: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 9

AFGREIÐUM SJÓFRYSTA BEITU SAMDÆGURSVoot beita hefur áreiðanlega og persónulega þjónustu í forgrunni sem viðskiptavinir okkar kunna vel að meta. Við flytjum inn mest af saury, smokkfisk og makríl sem eru þær beitutegundir sem hafa reynst einna best á íslenskum fiskimiðum. Við erum einnig endursöluaðilar fyrir pokabeitu.

Okkar markmið er að bjóða gæðabeitu og skilvirka þjónustu fyrir íslenskar línuútgerðir. Við afgreiðum sjófrysta beitu samdægurs og sendum pöntunina hvert á land sem er. Erummeð afgreiðslustaði á fjórum stöðum hringinn í kringum landið. Vinsamlegast hafðu samband við söluskrifstofu - við tökum vel á móti þér.

Grindvík

Djúpivogur

HúsavíkÞingeyri

Afgreiðslustaðir

VOOT BEITA aðalskrifstofa Miðgarði 3 • 240 GrindavíkSími 581 2222 • Fax 5812223Gsm: 841 1222 • [email protected]

Page 10: Sóknarfæri Október 2014

„Íslenskur sjávarútvegur stendur sig mjög vel í heildina litið. Í alþjóðlegum samanburði er sérstaklega eftirtektarvert að víða greiða þjóð­lönd með sínum sjávarútvegi á meðan ís­lenskur sjávarútvegur skilar umtalsverðu til þjóðarbúsins. Þar er ólíku saman að jafna og dýrmætt að hafa greinina í þeirri stöðu að hún geti stutt við samfélagið með þessum hætti,“ segir Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endur­skoðandi hjá Deloitte. Hann kynnti á Sjávar­útvegsdegi Deloitte fyrir skömmu niðurstöður ársreikninga þorra fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir árið 2013.

Gagnagrunnur Deloitte byggir á rekstrar­upplýsingum sjávarútvegsfélaga sem ráða yfir 89% af úthlutuðum aflaheimildum. Þær upp­lýsingar eru svo notaðar til að endurspegla rekstur allra sjávarútvegsfélaga. Jónas Gestur segir niðurstöðurnar gefa raunsanna mynd af því sem er að gerast í greininni og er þetta fjórtánda árið sem Deloitte tekur saman upp­lýsingar af þessu tagi um sjávarútveginn. Aldrei hefur hærra hlutfall félaga í sjávarútvegi lagt til rekstrarupplýsingar í gagnagrunninn.

Áherslan verið á lækkun skulda

„Það eru aðallega tvö atriði sem við stöldrum við þegar við berum saman rekstur í sjávarút­vegi á árunum 2012 og 2013. Í fyrsta lagi minnkandi framlegð og hins vegar að sú upp­sveifla sem varð í fjárfestingum árið 2012 gekk til baka í fyrra. Fjárfesting hefur verið í sögu­legri lægð á undanförnum árum í sjávarútvegi, eða allt frá hruni. Fyrirtækin hafa notað þenn­an tíma til að greiða niður skuldir fremur en fjárfesta í nýjum atvinnutækjum en þrátt fyrir minni fjárfestingu í fyrra eru öll merki um aukningu hennar í ár og næstu ár. Við höfum bæði séð fyrirtækin gera samninga um kaup á nýjum skipum og sömuleiðis teljum við framundan fjárfestingar í endurnýjun húsa og búnaðar í landvinnslu. Miðað við umfang greinarinnar ætti fjárfesting að okkar mati að vera um 20 milljarðar á ári til að greinin viðhaldi sér á eðlilegan hátt og það styttist í að við sjáum þá fjárfestingu í greininni á árs­grundvelli,“ segir Jónas Gestur.

Bakslag í framlegðinniEins og áður segir minnkaði framlegð nokkuð á árinu 2013 miðað við árið 2012 og var 23% af rekstrartekjum í fyrra. Af gögnum Deloitte má sjá að framlegð hefur verið að meðaltali 25% á tímabilinu 2001­2013, hún var 19% á árunum 1991­2000, 15% á árabilinu 1984­1990 og 7% á árunum 1980­1984. Þetta segir nokkuð um þróunina í greininni og vert að hafa í huga að á sama tíma hefur þorskafli minnkað úr um 450 þúsund tonnum laust eft­ir 1980 í um 200 þúsund tonn síðustu fisk­veiðiár.

Tölurnar sýna einnig að tekjur voru minni í fyrra en á árinu 2012 og þar með lauk sam­felldri tekjuaukningu í sjávarútvegi sem staðið hefur óslitið frá árinu 2006. Jónas Gestur segir tvennt einkum skýra þessa þróun, annars vegar lækkandi verð á afurðamörkuðum og hins vegar styrkingu krónunnar.

„Árin 2011 og 2012 voru sjávarútvegi mjög hagfelld, afurðaverð mjög hátt og gengisskrán­ing hagstæð fyrir útflutning. Árið 2013 var hins vegar þyngra hvað varðar afurðaverð og raunar sáum við þá þróun halda áfram allt fram undir mitt yfirstandandi ár. Það jákvæða er hins vegar að svo virðist sem afurðaverð sé aftur á uppleið. Hinn þátturinn, gengisþróun­in, sýnir hversu næm greinin er og hvert pró­sent í styrkingu krónu gagnvart helstu gjald­miðlum hefur umtalsverð áhrif. Um þennan þátt í rekstri sjávarútvegsins er mjög erfitt að spá til lengri tíma, sérstaklega þegar við búum við gjaldeyrishöft,“ segir Jónas Gestur.

Veiðigjöldin íþyngja mörgumMikil hækkun varð sem kunnugt er á veiði­gjöldum milli áranna 2011 og 2012 og sami þungi var af þeim á árinu 2013 og árið á und­an. „Gjöldin voru jafn mikil á árinu 2013 og árið á undan og höfðu á þann hátt ekki meiri áhrif á reksturinn en orðið var. Yfir lengra tímabil sést hins vegar glöggt hvaða áhrif hafa orðið af hækkun veiðigjaldanna. Afkoman í greininni er mjög mismunandi og hjá sumum félögum sjáum við að veiðigjöldin eru verulega íþyngjandi. Á það hefur verið bent að dæmi séu um mismunun á milli fyrirtækja og vænt­anlega eru heildarumfang veiðigjalda og útfær­sla þeirra til endurskoðunar hjá stjórnvöldum í því frumvarpi sem búið er að boða. Það er ljóst að greinin kallar eftir skýrari svörum um leik­reglurnar til framtíðar og ekki hvað síst eru þær mikilvægar fyrirtækjunum vegna aukinna fjárfestinga sem framundan eru.“

Skuldirnar lækkaEins og áður segir hefur sjávarútvegurinn greitt verulega niður skuldir sínar frá árinu 2009 þegar þær voru hæstar, eða tæplega 500 millj­arðar króna. Heildarskuldir greinarinnar voru í árslok 2013 341 milljarðar króna. „Fyrirtækin hafa lagt áherslu á að greiða niður skuldir á þessu tímabili sem hefur einkennst af umræðu um óvissu um framtíðarfyrirkomulag fiskveið­anna og um leið hafa fyrirtækin styrkt sína stöðu gagnvart fyrirsjáanlegri þörf á fjárfesting­um. Ég reikna með að þær verði fjármagnaðar með blöndu af nýjum lánum og fé sem rekstur fyrirtækjanna býr til. Fjárfestingarnar munu þannig ekki alfarið koma fram í hækkun skulda í greininni.“

Arðgreiðslur aukast – sameiningar framundan

Arðgreiðslur námu 11,8 milljörðum króna á árinu 2013 og hafa aldrei verið meiri. Jónas Gestur bendir á að í samanburði við flestar aðrar atvinnugreinar hafi arðgreiðslurnar verið hógværar. „Líkt og í öðrum atvinnurekstri þurfa eigendur að sjá arð af sinni fjárfestingu og til að mynda hafa lífeyrissjóðir í vaxandi mæli komið að rekstri í sjávarútvegi að undan­förnu og þeim er auðvitað mikilvægt að sjá arð af sínum fjármunum. Þó arðgreiðslurnar hafi vissulega aukist umtalsvert teljum við þær vera eðlilegar með tilliti til afkomu greinarinnar undanfarin ár og því eigin fjármagni sem bundið er í greininni,“ segir Jónas Gestur og spáir því að samrunar í sjávarútvegi aukist nú á nýjan leik.

„Fyrirtækjum í greininni mun fækka og þau stækka. Síðustu ár hefur verið lítið um samruna fyrirtækja í sjávarútvegi sem fyrst og fremst skýrist af því að skuldamálin hafa verið mjög óljós hjá mörgum. Eftir því sem þau mál skýrast opnast möguleikar á nýjan leik fyrir fyrirtækjasameiningar og ég spái því að fleiri sjái sér hag í að fara þá leið á komandi árum.“

deloitte.is

Fyrir liggur að fjárfesting í skipum er að aukast verulega eftir djúpan öldudal og er sömuleiðis spáð aukinni fjárfestingu í landvinnslu.

„Í alþjóðlegum samanburði er sérstaklega eftir-tektarvert að víða greiða þjóðlönd með sínum sjávarútvegi á meðan íslenskur sjávarútvegur skilar umtalsverðu til þjóðarbúsins. Þar er ólíku saman að jafna og dýrmætt að hafa greinina í þeirri stöðu að hún geti stutt við samfélagið með þessum hætti,“ segir Jónas Gestur Jónasson, endurskoðandi hjá Deloitte.

Góð staða sjávarútvegs

- segir Jónas Gestur Jónasson, endurskoðandi hjá Deloitte

10 | SÓKNARFÆRI

Page 11: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 11

Page 12: Sóknarfæri Október 2014

12 | SÓKNARFÆRI

Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin í fimmta sinn dagana 20. og 21. nóvember næstkomandi. Guðný Káradóttir, forstöðumaður sjávarút­vegs­ og matvælasviðs Íslandsstofu, er á meðal þeirra sem halda erindi á ráðstefnunni. Erindi Guðnýjar fjall­ar meðal annars um stefnumörkun í markaðssamskiptum og ímynd ís­lenskra sjávarafurða með skýrri tengingu við upprunalandið Ísland.

Guðný segir að til þess að stuðla að aukinni verðmætasköpun í sölu íslenskra sjávarafurða til framtíðar hafi verið lagt upp í það verkefni að marka stefnu (brand strategy) sem geti nýst öllum hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og orðið grunnur í sam­eiginlegri kynningu og markaðssetn­ingu á íslenskum sjávarafurðum á er­lendum mörkuðum. Íslandsstofa leiddi þá vinnu og var fyrirtækið Future Brand fengið til að vinna að verkefninu með virkri þátttöku aðila í greininni.

Upprunalandið ÍslandÁ meðal þess sem vinnan fól í sér var að leita svara við spurningum á borð við þessar: Hvað aðgreinir okkur í samkeppninni? Hverjir eru okkar styrkleikar? Fyrir hvað standa ís­lenskar sjávarafurðir? Hvaða sögu ætlum við að segja? „Markmiðið með þessari vinnu er að leggja grunn að því að byggja upp sterka vitund og áhuga á íslenskum sjávarafurðum með skýrri tengingu við uppruna­landið Ísland,“ segir Guðný.

Á Sjávarútvegsráðstefnunni flytur Hólmfríður Harðardóttir, fram­kvæmdastjóri FutureBrand í New York, einnig erindi og fjallar um upprunamál og vaxandi gildi þess í mörkun og uppbyggingu vöru­merkja. Hugtakið „Framleitt í“ (Made in) er í vaxandi mæli farið að skipta máli á ný. Neytendur eru upplýstari en nokkru sinni og því getur uppruni vöru ráðið úrslitum í harðri samkeppni á mörkuðum.

Ísland er áhugavertGuðný hefur áður fjallað um mikil­vægi upprunahugtaksins í markaðs­setningu á íslenskum sjávarafurðum.

Sjávarútvegur á Íslandi er mjög markaðsdrifinn og grundvallast á sjálfbærum fiskveiðum. Helstu styrkleikar hans eru verðmætasköp­un og framleiðni. Guðný segir að í augum útlendinga sé Ísland áhuga­vert og því séu margvísleg tækifæri fólgin í samræmdri markaðsherferð fyrir íslenskan sjávarútveg. Fyrstu skrefin á þeirri braut hafa einmitt verið tekin undir handleiðslu Ís­landsstofu í kynningu á íslenskum saltfiski í Suður­Evrópu á þessu og síðasta ári.

responsiblefisheries.isGuðný Káradóttir, forstöðumaður sjávarútvegs- og matvælasviðs Íslandsstofu, mun flytja erindi á Sjávarútvegsráðstefn-unni í næsta mánuði.

Íslenskur sjávarútvegur, Iceland Responsible Fisheries verkefnið og hvað Íslendingar geta boðið kaup­endum sjávarafurða í Brasilíu mynd­aði inntak kynningar Guðnýjar Káradóttur, forstöðumanns sjávarút­vegs­ og matvælasviðs Íslandsstofu, í Brasilíu núna um miðjan október.

Erindi Guðnýjar var hluti af dag­skrá viðskiptasendinefndar sem fór utan að undirlagi Íslandsstofu. Markmið ferðarinnar var að kanna möguleika á að auka útflutning sjáv­arafurða til Brasilíu.

Útflutningur margfaldastTíðar breytingar hafa verið gerðar á reglum um innflutning sjávarafurða í Brasilíu til nokkurs óhagræðis fyrir útflytjendur héðan. Engu að síður hefur útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða aukist verulega undan­farin ár, úr rúmlega 100 milljónum króna árið 2006 í tæplega 900 millj­ónir króna árið 2012. Brasilíumenn hafa einkum keypt af okkur ufsa.

Ferðin var skipulögð í tengslum við heimsókn Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Brasilíu en hann ræddi við yfirvöld og áhrifaðila í viðskiptalífi þarlendis með það að markmiði að greiða fyrir viðskiptum á milli landanna. Farið var í skoðunarferðir og í heimsókn í

stórt dreifingarfyrirtæki fyrir sjávar­afurðir.

Rætt við kaupendurÁ fundinum í Sao Paulo kynntu einnig fulltrúar íslenskra fyrirtækja, sem voru með í för, starfsemi fyrir­tækja sinna og afurðir en þeir voru frá Skinney­Þinganesi, Vísi, Nor­landia, Iceland Pelagic og Marel. Fyrirtækin áttu einnig viðræður að þinginu loknu við áhugasama kaup­endur.

responsiblefisheries.is

Frá kínversku borginni Quingdao.

Hluti Íslendinganna í skoðunarferð í stórmarkaði í Sao Paulo, þar sem sjávar-afurðir voru mjög fyrirferðarmiklar, jafnt ferskar sem frosnar.

Varaaflgjafarfyrir skip og bátaVið bjóðum trausta og aflmikla varaaflgjafa frá Socomec sem standast þær kröfur sem gerðar eru í skipum og bátum. Verndið viðkvæman búnað um borð fyrir rafmagnsleysi og spennuflökti.Þegar rafmagn fer skyndilega af eða spenna er óstöðug getur það valdið skemmdum á viðkvæmum og mikilvægum búnaði svo sem siglingakerfum, samskiptakerfum og vélbúnaði.

Nýr varaaflgjafi, NE TYS RT-M, hentar einstaklega vel fyrir skip og báta.

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki nýta hvert það tækifæri sem býðst til þess að kynna vörur sínar á erlendum mörkuðum, ýmist á eigin vegum eða

í nánu samstarfi við Íslandsstofu. Nokkur þeirra taka í ár þátt í sjávar­útvegssýningunni China Fisheries & Seafood Expo sem fer fram í borginni Quingdao dagana 5.­7. nóvember næstkomandi. Íslands­stofa skipuleggur förina.

Fyrr á árinu skipulagði Íslands­stofa ferð níu matvælafyrirtækja til Kína til að fylgja eftir tækifærum frí­verslunarsamnings við Kína. Megin­áhersla var lögð á að koma á fram­færi íslenskum sjávarafurðum og kynna ábyrgar fiskveiðar Íslendinga. Haldið var viðskiptaþing í Peking sem utanríkisráðherra ávarpaði.

Sú stærsta í AsíuChina Fisheries & Seafood Expo er langstærsti viðburður sinnar tegund­ar í Asíu og hefur farið vaxandi ár frá ári. Sýnendur í ár eru ríflega 1200 talsins en gestir í fyrra voru 22.500 og fjölgaði um 30% frá ár­inu áður. Sýningin er m.a. ætluð fyr­irtækjum í vinnslu sjávarafurða, framleiðslu tækni­ og tækjabúnaðar, sem og öðrum sem sinna þjónustu við sjávarútveginn.

islandsstofa.is

Sækja sjávarútvegs-sýningu í Quingdao

Kynntu íslenskan sjávarútveg í Sao Paulo

Ímynd íslenskra sjávarafurða og upp-

runalandið Ísland

Page 13: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 13

Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is

PÖKKUNARLAUSNIRALLT Á EINUM STAÐ FYRIR ATVINNUMENN OG HEIMILI

• Kassar og öskjur• Arkir og pokar• bakkar og filmur

• Pökkunarvélar• Hnífar og brýni• Einnota vörur o.fl.

• Aðgöngumiðar• Límmiðar • Plastkort

Skoðaðu vörulistan okkar á www.samhentir.is

LÍMMIÐAR • PLASTKORTAÐGÖNGUMIÐAR OGMARGT FLEIRRA....

PR

EN

TU

N.IS

Page 14: Sóknarfæri Október 2014

14 | SÓKNARFÆRI

Í ár er því fagnað að 80 ár eru liðin frá stofnun Hampiðjunnar sem nú er einn stærsti veiðar­færaframleiðandi heims með starfsemi í 12 dótturfyrirtækjum í 10 löndum. Hjá Hamp­iðjunni og dótturfyrirtækjum hennar starfa alls 510 manns og þar af er um helmingur í Lit­háen þar sem grunnframleiðsla samstæðunnar fer fram.

„Þegar Hampiðjan var stofnuð í miðri kreppunni árið 1934 var veiðarfæraskortur á Íslandi. Þá tók sig saman 13 manna hópur skipstjórnarmanna, vélstjóra og fleiri og stofn­aði félag til að spinna garn sem nota mætti til að hnýta veiðarfæri,“ segir Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar. Hann segir að félagið hafi fljótlega reist lítið verksmiðjuhús nálægt Hlemmi í Reykjavík þar sem í dag heitir Stakkholt og flutt inn vélar sem spunnu garn úr hampi og fleiri náttúrulegum efnum. Síðan var samið við ýmsar fjölskyldur í Reykjavík og nágrenni um að hnýta net úr garninu. Viku­lega voru netin sótt til fólksins og komið með nýtt garn til að hnýta úr. Hjörtur segir að þannig hafi starfsemin gengið í nokkur ár og fyrirtækinu smám saman vaxið fiskur um hrygg þótt tímarnir væru erfiðir. Um 1960

varð mikil breyting með tilkomu plastefna sem hentuðu mun betur í veiðarfæri en eldri efni. „Vandamálið við hampinn og náttúrulegu þræðina var að þeir vildu fúna. Veiðarfærin voru alltaf rök og ef ekki var passað upp á að þurrka þau eða salta gátu þau skemmst á stutt­um tíma. Styrkur nýju efnanna var líka mun meiri,“ segir Hjörtur.

Þegar hér var komið sögu stóðu eigendur Hampiðjunnar frammi fyrir þeirri stóru ákvörðun hvort þeir ættu að leggja fyrirtækið niður eða henda gömlu vélunum og kaupa nýjar. Stórhuga ákvörðun var tekin um að fjár­festa í nýjum vélum og auk spuna­ og hnýt­ingavéla voru nú einnig keyptar vélar til að búa til sjálfa plastþræðina. „Það hefur verið gæfa Hampiðjunnar að meirihlutaeigendur fé­lagsins hafa gegnum tíðina verið afkomendur stofnendanna og hafa alla tíð stutt við fyrir­tækið með ráðum og dáð,“ segir Hjörtur.

Stækkun landhelginnar styrkir starfsemina

Næstu stóru umskiptin í sögu Hampiðjunnar segir Hjörtur að hafi orðið í kjölfar útfærslu landhelginnar í 50 sjómílur árið 1972 en við

Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar segir að stefna Hampiðjunnar sé að vera áfram leiðandi í þróun og framleiðslu hágæða veiðarfæra og ofurtóga.

Hampiðjan fagnar 80 ára afmæli:

Vöruþróun er lykillinn að áfram-haldandi velgengni

Fyrsta húsið sem byggt var fyrir framleiðslu Hampiðjunnar við Stakkholt var ekki stórt en síðan var stækkað eftir því sem framleiðslan jókst.

Page 15: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 15

Page 16: Sóknarfæri Október 2014

16 | SÓKNARFÆRI

það jókst mjög eftirspurn eftir framleiðslu fyr­irtækisins þegar skuttogurum Íslendinga fjölg­aði í kjölfarið. Þegar allir stækkunarmöguleikar verksmiðjunnar í Stakkholti höfðu verið full­nýttir var ljóst að finna þyrfti fyrirtækinu nýj­an stað. Hampiðjan fékk úthlutað lóð á Bílds­höfða 9 og hófust byggingarframkvæmdir þar 1979. Fyrsta starfsemin sem var flutt inn í nýja verksmiðjuhúsið var plaströraframleiðsla en á þessum tíma var Hampiðjan skilgreind sem plastiðnaðarfyrirtæki og þar af leiðandi opin fyrir alls konar plastframleiðslu fyrir utan net og kaðla. Þessari skilgreiningu var breytt á seinni hluta níunda áratugarins og Hampiðjan aftur skilgreind sem fyrirtæki í veiðarfæra­iðnaði. Hampiðjan sem á þessum tíma fram­leiddi mest íhluti í veiðarfæri sem aðrir settu saman, fór nú sjálf að þróa veiðarfæri. Sú þró­un hófst fyrir alvöru í kringum 1989 eftir að íslensku útgerðirnar byrjuðu að þreifa fyrir sér með veiðar á úthafskarfa en vitað var að stórir flotar erlendra fiskiskipa voru að moka upp karfa utan íslenskrar landhelgi á Reykjanes­hrygg. „Við þróuðum fyrsta stóra Gloríu flottrollið á þessum tíma og töldum að það myndi henta til þessara veiða. Þetta gekk nokkuð brösuglega til að byrja með en þegar búið var að sníða af helstu vankantana vorum við komnir með mjög öflugt og gott veiðar­færi. Í dag framleiðum við mikið af flottrollum til veiða úr öðrum stofnum og þau hafa þróast mikið og eru gjörbreytt frá því Glorían var fyrst kynnt til sögunnar. Í vor afhentum við síðan þúsundasta trollið af þessari gerð.“

Endurskipulagningog erlend umsvif

Í kjölfarið fylgdu mjög aukin umsvif og til að sinna vaxandi þörf þurfti að stækka verksmiðj­una. Þá var hins vegar skortur á starfsfólki hér á landi og því var, að sögn Hjartar, brugðið á það ráð að taka hluta af framleiðslunni hér heima og flytja til Portúgal. Árið 1990 var síð­an stofnað dótturfyrirtæki í Portúgal sem bjó til þræði og fléttaði garn til netaframleiðslunn­ar. Á næstu árum jókst áhersla Hampiðjunnar á framleiðslu veiðarfæra enda töldu menn sig hafa mikið fram að færa í þeim efnum. Fyrsta netaverkstæðið var stofnað í Namibíu 1995 en síðar bættust við netaverkstæði á Nýja Sjá­landi, Bandaríkjunum, Írlandi, Danmörku og á Íslandi en hér á landi rekur Fjarðanet, sem er dótturfyrirtæki Hampiðjunnar, netaverkstæði á Ísafirði, Akureyri og í Neskaupstað.

Á árunum 2003 til 2006 var allri grunn­framleiðslu Hampiðjunnar á Íslandi og í Portúgal hætt og hún sameinuð í nýju dóttur­fyrirtæki, Hampiðjan Baltic í Litháen. Enn

voru það erfiðleikar við að fá nægt starfsfólk sem réðu ferð, auk mjög vaxandi erlendrar samkeppni. „Við sáum að ef fyrirtækið ætti áfram að vera samkeppnishæft þyrfti að endur­skipuleggja það. Því var tekin sú ákvörðun að hætta grunnframleiðslunni á Íslandi og flytja hana til Litháen. Þar er mjög hagstætt um­hverfi til að reka fyrirtæki, gott aðgengi að vel menntuðu vinnuafli, ódýrt húsnæði og auðvelt með flutninga til Íslands og annarra Evrópulanda.“

Hampiðjan Baltic er í dag stærsta eining Hampiðjusamstæðunnar. Þar fer fram fram­leiðsla á netum, köðlum og ofurtógum en úr

þeim efnivið vinna netaverkstæði annarra dótturfyrirtækja síðan fullbúin veiðarfæri, bæði botntroll og flottroll og selja ofurtóg og tengd­ar vörur sem útgerðin þarf.

Bjart framundanAðspurður um framtíð Hampiðjunnar segir Hjörtur að hún sé björt. Grunnur starfseminn­ar hafi verið treystur mikið á undanförnum ár­um og framleiðslunni sé nú mjög vel fyrir komið. Árið 2007 var byrjað byggja nýtt fram­tíðarhúsnæði við Skarfabakka í Sundahöfn þar sem eru nú höfuðstöðvar samsteypunnar og miðstöð sölu og þróunar.

„Stefna okkar er að vera áfram leiðandi í þróun og framleiðslu á hágæða veiðarfærum og ofurtógum fyrir fiskveiðar, olíuleit og olíu­iðnað. Vöruþróun skiptir gríðarlega miklu máli og er lykilinn að velgengni í framtíðinni. Samhliða því viljum við stækka fyrirtækið, bæði með innri vexti og með kaupum á áhuga­verðum fyrirtækjum sem styrkja okkur til framtíðar,“ segir Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar.

hampidjan.is

Höfuðstöðvar Hampiðjunnar við Skarfabakka. Þar er, ásamt skrifstofu samsteypunnar, fullkomið netaverkstæði og lager af efnum til veiðarfæragerðar.

Til framleiðslu á ofurtógum fyrir fiskveiðar, olíuleit og olíuiðnað var fjárfest í stærstu 12 þátta fléttivél sem smíðuð hefur verið í heiminum ásamt því að fyrirtækið hannaði og smíðaði sjálft stóran hluta af framleiðslulínunni.

16 | SÓKNARFÆRI

Page 17: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 17

Fossaleyni 16 - 112 Reykjavík - Sími 533 3838 - Fax 533 3839 - www.marport.com

Nýtt frá MarportNýr og endurbættur aflanemi frá Marport (V7)

• Hraðhleðsla – 70% hleðsla á 1 klst

• Stóraukið sendiafl

• ±180° pitch&roll mæling í stað ±90 í eldri gerðum

• Einnig er hægt að uppfæra eldri aflanema upp í V7

Page 18: Sóknarfæri Október 2014

18 | SÓKNARFÆRI

„Það er óskiljanlegt að þeir sem rannsaka og fylgjast með lífríkinu í hafinu í kringum landið skuli ekki nýta sér þær miklu upplýsingar sem fiskveiðiflotinn safnar um ástandið í sjónum á hverjum tíma,“ segir Óskar Axelsson hjá Mar­porti. Fyrirtækið þróar og framleiðir nema fyr­ir troll og nætur sem mæla hita, dýpi og lífmassann sem kemur í veiðarfærin á hverjum tíma og gera skipsstjórnendum kleift að meta hvaða tegundir það eru. Þá sýna nemarnir legu veiðarfæra í sjó og hægt er að fylgjast með trollopi. Á síðustu árum hafa flest íslensk tog­veiðiskip tekið slíkan búnað í þjónustu sína og segir Óskar að nú haldi menn helst ekki til veiða nema að hafa áður fullvissað sig um að allir veiðarfæranemar séu í lagi. Í ljósi þess hve mörg skip eru komin með þennan búnað er ljóst að gríðarmiklum upplýsingum er safnað um ástandið á miðunum á hverjum tíma og er hægt að fylgjast með þessum upplýsingum úr landi í rauntíma.

Hrein sóun á upplýsingum„Það er sárt til þess að hugsa að aðilar eins og Hafrannsóknastofnunin skuli ekki nýta þessar miklu upplýsingar. Þeir gætu tengst þeim þráðlaust og þannig haft enn betri vitneskju um ástandið í hafinu í kringum landið allan

ársins hring. Þarna er til dæmis safnað ná­kvæmum hitamælingum oft á sólarhring á öll­um helstu veiðislóðum við landið og hægt að fylgjast með þeim í rauntíma. Í dag eru þessi gögn vistuð um borð í 60 daga en síðan er þeim eytt. Það er hrein sóun að nýta þau ekki betur,“ segir Óskar. Hann segir að færeyska hafrannsóknastofnunin hafi sett svona búnað um borð í 5 fiskiskip á síðasta ári og fylgist nú með makrílveiðunum og þeim umhverfisþátt­um sem þeim tengjast í rauntíma.

Óskar stofnaði tæknifyrirtækið Marport ár­ið 1997 og hóf þá þegar að þróa áðurnefnda veiðarfæranema og hefur fyrirtækið haldið þeirri þróun áfram allar götur síðan. Hann segir Marport í dag með stærstu markaðshlut­deild í veiðarfæranemum á heimsvísu en fyrir­tækið er nú að fullu í eigu bandaríska fyrirtæk­isins Airmar Technology Corporation. Mar­port er með starfsstöðvar á Íslandi, Frakklandi, Spáni og í Bandaríkjunum og eru starfsmenn þess 34, þar af 6 á Íslandi.

Fjölþætt virkni„Í dag getum við tekið við upplýsingum frá mörgum nemum inn á sama stjórnborðið. Þannig er til að mynda hægt að skoða samtím­is upplýsingar frá togvindum og trolli en með

myndrænum upplýsingum um stöðu hlera er auðvelt að sjá til þess að hún sé ávallt sem hag­stæðust. Þannig má forða því að hlerarnir skrapi botninn. Það eykur að sjálfsögðu endingu búnaðarins auk þess að vera mun um­hverfisvænna,“ segir Óskar. Hann segir að sér­staða viðtækjanna frá Marport felist meðal annars í möguleikanum á að tengja við þau allt að 10 nema í einu sem var óþekkt áður þegar einn skjár fylgdi hverjum nema. Óskar segir að nemarnir frá Marport geti í dag leyst mörg og ólík verkefni. „Þú kaupir kannski nema til að fylgjast með afla í veiðarfæri en tækið getur gert miklu meira. Þessa viðbótarvirkni er hægt að virkja með því að hafa samband við okkur og þá sendum við tölvupóst með aðgangskóða og nauðsynlegum upplýsingum þannig að hægt er að opna fyrir þá virkni sem óskað er eftir hverju sinni.“ Óskar segir það mikinn kost við nemana frá Marporti að þeir eru allir með samskonar rafrásir, þannig að ef einn nemi bilar er hægt að færa nema á milli og endurstilla þannig að neminn nýtist í stað þess sem bilaði.

Aðstæður metnar úr landiHann bendir á að tæknin bjóði upp á að hægt sé að fylgjast með gögnum sem nemarnir

senda frá sér í landi. Það opni fyrir þann möguleika að reyndir menn frá útgerðinni í landi geti aðstoðað skipstjóra við að meta þær upplýsingar sem veiðarfæranemarnir senda frá sér. „Við sjáum að Rússar og Hollendingar eru farnir að notfæra sér þetta í talsverðum mæli við rekstur sinna stóru skipa en þar fylgjast menn í landi í rauntíma með ýmsum þáttum í rekstri skipanna.“

Af öðrum nýjungum sem Marport kynnir nú má nefna sambyggðan höfuðlínu­, tog­ og straumhraðanema sem mælir hraða og straum­stefnu inni í trollinu 10 sinnum hraðar en áð­ur hefur þekkst. Með þessum nýja nema segir Óskar að tekist hafi að sameina í einu tæki tvenns konar virkni á nákvæmari og fljótlegri hátt en áður hafi þekkst. Allt miði þetta að því að spara tíma og peninga og fara betur með afla.

„Í dag vilja menn fylgjast mun betur með því sem fer í veiðarfærin og hvernig aflanum reiðir af þegar þangað er komið. Það er nánast glæpur að taka of mikinn afla í veiðarfærið þannig að hann skemmist vegna marnings. Nemarnir okkar hjálpa mönnum að forðast þetta,“ segir Óskar Axelsson.

marport.com

Óskar Axelsson, stofnandi Marports, ásamt syni sínum Axel Óskarssyni vélaverkfræðingi sem einnig starfar hjá fyrirtæk-inu.

Veiðarfæranemarnir sýna legu veiðarfæranna í sjó og mæla hita, dýpi og lífmassann sem kemur í þau á hverjum tíma og gera skipsstjórnendum kleift að meta hvaða tegundir það eru.

Eigum að nýta betur gögnin sem fiskveiðiflotinn aflar

www.polardoors.com

Júpíter hw Júpíter t5 Herkúles t4 Neptúnus t4 Merkúr t4 Júpíter t4

Hlerar til allra togveiða

Page 19: Sóknarfæri Október 2014

Íslandsbanki stóð fyrir kynningar­degi fyrir fjárfesta í Húsi Sjávarklas­ans þann 23. september síðastliðinn. Þar gafst fjárfestum kostur á að hitta forsvarsmenn nýsköpunarfyrirtækja í sjávarútvegi sem höfðu áhuga á að bjóða fjárfestum að taka þátt í starfi þeirra. Alls voru 16 fyrirtæki ýmist að leita áhugasamra fjárfesta eða höfðu áhuga á að kynna fjárfestum sín verkefni með það fyrir augum opna möguleika á samstarfi um hlutafjárþátttöku síðar.

Allt frá toghlerum niður í barnabækur!

Mikil gróska hefur verið í sjávarút­vegi síðustu ár og hafa sprottið upp fjölmörg nýsköpunarfyrirtæki með afar mismunandi nálgun við sjávar­útveg. Þegar talað er um nýsköpun er átt við að skapa eða búa til eitt­hvað nýtt sem og að endurbæta það sem þegar er til staðar. Þetta getur því falið í sér mjög margt og ekki endilega bara nýja vöru eða þjónustu heldur t.d. nýja framleiðsluaðferð, skipulag eða leið til markaðssetn­ingar. Nýsköpun getur aukið hag­vöxt umtalsvert vegna þess að í

henni felst aukin framleiðsla eða hagræðing sem leiðir af sér meiri framleiðni. Öflug nýsköpun er einnig mjög mikilvæg við endurnýj­un vinnuafls. Ungt vel menntað starfsfólk sækir meira í greinar þar sem það getur fengið útrás fyrir sköpunargáfu sína og meiri líkur eru á að hugmyndir þeirra fái brautar­gengi.

Í Húsi Sjávarklasans kenndi ým­issa grasa og voru verkefnin afar fjöl­breytt. Þar mátti m.a. sjá kynningar á framleiðslu snyrtivara, skráningu jurtalyfja, kælingu matvæla og upp­þýðingu sjávarfangs. Einnig var kynntur sótthreinsunarbúnaður í matvælaframleiðslu, hönnun tog­hlera, viðhaldskerfi, húðmeðhöndl­unarefni úr roði og nýstárlegar barnabækur.

Mikilvæg fyrstu kynniÞað er mikilvægt fyrir stjórnendur og eigendur nýsköpunarfyrirtækja að fá tækifæri til þess að hitta mögulega fjárfesta og fá viðbrögð þeirra svo hægt sé að meta áhuga á verkefninu. Ef þróa á góða hugmynd yfir í arð­bæran rekstur er nauðsynlegt að hafa

aðgang að fjármagni. Á fyrstu stig­um er lántaka í flestum tilvikum óraunhæfur valkostur og því þarf að leita leiða til að laða fjárfesta að ver­kefninu. Það getur verið erfitt fyrir lítil nýsköpunarfyrirtæki að nálgast fjárfesta en einnig fyrir fjárfesta að átta sig á hvaða verkefni eru að leita að fjármagni. Fjárfestadagurinn er því kjörið tækifæri fyrir fyrstu kynni

þessara aðila og vonar Íslandsbanki að það muni leiða af sér farsælt sam­starf til framtíðar.

Fjárfestadagurinn var gott forskot á Íslensku sjávarútvegssýninguna sem hófst daginn eftir. Þar var Ís­landsbanki með kynningarbás og fjölmargir starfsmenn bankans not­uðu tækifærið til þess að hitta núver­andi viðskiptavini og stofna til

kynna við nýja. Vonandi munu ein­hver þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í Fjárfestadegi Íslandsbanka kynna af­urðir sínar á sýningunni í framtíð­inni.

islandsbanki.is

Fjárfestadagur Íslandsbankaí Húsi Sjávarklasans

Gestir á Fjárfestadegi Íslandsbanka ræða málin.

Alls voru 16 verkefni kynnt á Fjárfestadeginum að þessu sinni.

SÓKNARFÆRI | 19

Page 20: Sóknarfæri Október 2014

20 | SÓKNARFÆRI

Tuttugu og einn starfsmaður fyrir­tækisins FISK Seafood á Sauðár­króki hóf nú í haust tveggja ára nám í fisktækni en það stunda þeir jafn­framt vinnu og stunda námið heima á Sauðárkróki. Síðastliðið vor fóru 16 þessara nemenda í svokallað raunfærnimat á móti námskrá í fisk­tækni en með því er sú þekking sem þeir hafa aflað sér með áralöngu starfi í fiskiðnaði metin sem hluti af þeim námsgreinum sem kenndar eru í fisktæknináminu. Kennt er síðdeg­is og fram á kvöld, tvo daga í viku.

Fisktækninámið byggir á sam­starfi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, Fisktækniskól­ans í Grindavík, Farskólans – mið­stöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra og FISK Seafood. Náminu lýkur með framhaldsskólaprófi og starfsheitinu fisktæknir en ofan á það geta nemendur síðan bætt við sig áföngum og lokið stúdentsprófi til viðbótar ef áhugi er fyrir hendi.

Raunfærnimat hvetjandiNámið er þannig skipulagt að Far­skólinn kennir almennar bóklegar grunngreinar námsins. Aðrar náms­greinar skipuleggur Fjölbrauta­skólinn og kennir. Einhverjir munu fara í fjarnám í stökum áföngum hjá Fisktækniskólanum með staðnám­inu.

Námið tengist tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norð­vesturkjördæmi sem nefnist „Mennt ­un núna í Norðvesturkjördæmi“ og hlaut það styrk frá því verkefni ásamt því að Fræðslusjóður styrkir Grunn­

menntaskólann eða þann hluta sem Farskólinn kennir. Verkefnastjórar námsins eru Halldór Gunnlaugsson hjá Farskólanum og Margrét Halls­dóttir hjá FNV.

Geirlaug Jóhannsdóttir, verkefn­issjóri tilraunaverkefnsins um hækk­að menntunarstig í Norðvesturkjör­dæmi, segir að í verkefninu vinni tvö skólastig saman, þ.e. framhalds­skólastigið og framhaldsfræðslustigið ásamt atvinnulífinu og mjög áhuga­vert sé að sjá hver árangurinn verði. Með raunfærnimatinu standi vonir til að hægt sé að opna leiðir fyrir reynslumikið starfsfólk í atvinnulíf­inu til að afla sér menntunar og fá með þessum hætti dýrmæta reynslu sína metna sem hluta af náminu. Geirlaug segir að með hliðstæðum hætti hafi einnig verið framkvæmt raunfærnimat í skipstjórn fyrir rösk­lega 40 manna hóp nemenda sem nú sé sestur á skólabekk. Reynsla af raunfærnimatinu sé þannig mjög góð.

Löng starfsreynsla nýtistGuðrún Sighvatsdóttir, skristofu­stjóri FISK Seafood, segir meðalald­ur nemendahópsins í fisktækninám­inu um 39 ár. Elsti nemandinn er 62 ára og sá yngsti 20 ára. „Meðal­aldur þessa fólks í starfi hjá fyrirtæk­inu er 9,4 ár og sá sem er með lengstan starfsaldur hefur verið hjá okkur í 29 ár. Nokkrir eru þó með enn lengri starfsaldur í greininni og höfðu verið í störfum hjá öðrum fiskvinnslufyrirtækjum áður en þeir komu til FISK,“ segir Guðrún.

„Raunfærnimatið var að mínu mati lykilatriði í því að þetta nám komst á hjá okkur og hversu margir vildu nýta sér þessa námsleið því starfsreynslan kemur á móti náms­greinum og minnkar þannig álagið í náminu þó lengd námstímans sjálfs breytist ekki.“

Nemendur læra í fisktækninám­inu um meðferð fisks, gæðakerfi, vélbúnað (t.d. vélar frá Baader og Marel) og tæki og búnað sem notað­ur er til að hámarka gæði og verð­mæti fisks.

„Með náminu opnar þetta starfs­fólk meiri möguleika í vinnu og tví­

mælalaust er það verðmætt fyrir fyr­irtækið að auka með þessum hætti þekkingu okkar fólks, fá hæfara starfsfólk og betur undirbúið fyrir þá öru tækniþróun sem er í þessari grein. Þetta er því að okkar mati dýrmætt bæði fyrir fyrirtækið og starfsfólkið,“ segir Guðrún.

Fiskvinnslufólkið sem hóf fisktækninám á Sauðárkróki í haust ásamt Jóni E. Friðrikssyni, framkvæmdastjóra FISK Seafood, Bryndísi Þráinsdóttur frá Farskólanum og Ingileif Oddsdóttur, skólameistara FNV.

Nanna Bára Maríasdóttir frá Fisktækniskólanum í Grindavík kynnir raunfærni-matið. Viðurkenn-

ing á starfs-reynslunni skipti máli

Ingiríður Hauksdóttir er ein þeirra starfsmanna FISK Seafood á Sauðárkróki sem nýttu sér raunfærnimatið og hófu nám í fisktækni nú í haust. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2007 og hennar aðalstarf er við pökkun þó oft sinni hún öðrum störfum þegar á þarf að halda, s.s. snyrtingu og ýmsu öðru.

„Raunfærnimatið sem boðið var upp á skipti verulegu máli. Þarna sá ég tækifæri til að fá starfsreynsluna metna sem hluta af náminu. Og fyrir mér er líka mikilvægt að geta tekið námið hér heima samhliða vinnu því ég hefði t.d. ekki flutt suður í Grindavík til að sækja námið þar í Fisktækniskólanum,“ segir Ingiríður.

Aðspurð hvernig hún sjái fisk­tækninámið nýtast sér í fram­haldinu segist hún fyrst og fremst sjá það sem góðan grunn, annað hvort til frekara náms eða til að eiga möguleika á öðru starfi inn­an fyrirtækisins. „Ég vona að þetta opni mér meiri möguleika á vinnustaðnum og ný tækifæri,“ segir hún.

Ingiríður Hauksdóttir, fiskvinnslu-kona hjá FISK Seafood á Sauðár-króki.

Sauðárkrókur:

Reynslumikið fiskvinnslu-fólk sest á skólabekk

Page 21: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 21

...lækka olíukostnaðinn

...ryðga hvorki né tærast

...sterkari en stál

...léttar og auðveldar í meðhöndlun

...endast margfalt lengur

...auka öryggi

...styggja ekki torfuna

...bæta stöðugleika skipsins

...eru umhverfisvænar

Alþjóðleg einkaleyfisumsókn

– Veiðarfæri eru okkar fag

Togtaugar

Lykillað bættum veiðum:

Ham

piðjan 2014/Ottó

Page 22: Sóknarfæri Október 2014

22 | SÓKNARFÆRI

Marás ehf.Miðhraun 13 - 210 GarðabærSími: 555 6444 - Fax: 565 7230www.maras.is

Fagleg ráðgjöf, sala og þjónustaBjóðum aðeins viðurkenndan búnað

Allt fyrir sjávarútveginn

Allt fyrir nýsmíðina

Rúðuþurrkur frá Decca eru mjög vinsælar í skipaflota landsins. Hágæða þurrkur fáanlegar í öllum stærðum og gerðum.

Gott úrval, einstök gæði og hagstætt verð gerir þessa stóla þá vinsælustu í flotanum.Hannaðir með þarfir Íslenskra skipstjórnar-manna í huga.

Vandaðar og góðar ljósavélar fyrir skip og báta. Viðurkenndar af flokkunarfélögum.

Höfum á lager gott úrval af legum frá Rollway og MTK+. Hágæðavara á hagstæðu verði.

YANMAR meðal-hraðgengar aðalvélar í skip hafa reynst frábærlega í íslenska flotanum.Fáanlegar fyrir svartolíubrennslu.Stærð allt að 6200hö.

„Ég hef unnið í fiskeldisgreininni frá árinu 1999 en aldrei upplifað annan eins upp­gangstíma og nú. Vöxtur í greininni er gríðar­legur, fyrirtæki að stækka og ný að koma til sögunnar. En það er líka að sama skapi mjög einkennandi hversu faglega er staðið að hlutunum, ólíkt því sem við sáum oft áður.

Við sjáum líka stór og öflug fyrirtæki í sjávar­útvegi að baki nokkrum fiskeldisfyrirtækjanna, sem er jákvætt því þau hafa burði til þess að sýna þolinmæði með sitt fjármagn. Í fiskeldi þarf einmitt að bíða þess í nokkur ár að sjá ár­angurinn, sýna biðlund meðan fiskurinn vex og kemst í sláturstærð og verður að markaðs­

vöru. Fiskeldi er orðið að stórri atvinnugrein á Íslandi og þýðingarmeiri en margir gera sér grein fyrir,“ segir Gunnlaugur Hólm Torfa­son, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldis­lausna í Keflavík sem sérhæfir sig í þjónustu við fiskeldisfyrirtæki.

Viðtækar lausnir fyrir eldisfyrirtækinÞjónustan sem Eldislausnir bjóða er fjölbreytt. Fyrirtækið sinnir ráðgjöf fyrir fiskeldisfyrir­tæki, annast uppsetningar og tengingar á öll­um búnaði í fiskeldi, sér um alla almenna pípu­ og raflagnaþjónustu, dæluviðgerðir, iðn­stýringar og köfunarþjónustu. Fyrirtækið framleiðir sjálft stærstan hluta þess búnaðar sem það selur en hefur einnig umboð fyrir hreinsitromlur, ljós í kvíar og eldiskör, fóður­myndavélar og súrefnisframleiðslutæki.

„Við höfum framleitt súrefnisstýringar, fóð­

ur­ og dælustýringar, ljósastýringar og fleira sem allt er sérsniðið að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Markmið okkar er að hámarka nýtni og auka sparnað í rekstri, en fóður, raf­magn og súrefni vega þyngst í rekstri fiskeldis­fyrirtækja og því er mikilvæg að ná kostnaði við þessa þætti niður og ná fram sem mestri hagkvæmni á þessum sviðum og það má segja að þar liggi einmitt okkar sérsvið,“ segir Gunnlaugur.

Hann nefnir að fyrirtækið hafi sérsmíðað loftara og endurnýtingarloftara með dælustýr­ingum og súrefniskútum, en slíkir kútar auka mjög mettun súrefnis eftir loftun vatnsins. „Vatn er ekki ótakmarkað og þetta er búnaður sem gerir stöðvunum kleift að endurnýta vatn í sínu eldi,“ segir Gunnlaugur.

Gunnlaugur Hólm Torfason, framkvæmdastjóri Eldislausna, að undirbúa fleytingu seiða hjá Bæjarvík í Tálknafirði

Fiskeldi að verða að þýðingarmik-illi atvinnugrein

á Íslandi- segir Gunnlaugur Hólm Torfason, framkvæmdastjóri Eldislausna ehf.

Page 23: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 23

Uppsetning á Oxy Clever kerfi Eldislausn.

Mikil atvinnusköpunFiskeldi hér á landi hefur gengið í gegnum bæði hæðir og djúpa öldudali en Gunnlaugur segist enga trú hafa á öðru en að þetta gangi upp í þetta sinn enda mjög vel staðið að öllu nú og menn hafi lært af biturri reynslu fyrri ára.

„Mönnum hefur lærst hvað er að virka og hvað ekki í fiskeldinu. Þetta er alvöru atvinnu­grein enda færu menn ekki í hana nema vegna þess að það er hægt að gera góða hluti í þess­um rekstri ef vel er að málum staðið. Þeir sem lengst hafa verið í þessu eru farnir að sjá betri afkomu af eldinu en áður en aðrir þurfa að bíða þolinmóðir í 1­3 ár enn þar til boltinn fer að rúlla á fullri ferð. Ég er ekki í vafa um að hér er á ferðinni atvinnugrein sem skilar mik­illi atvinnusköpun í landi, sem best sést nú

þegar á sjávarbyggðunum á sunnaverðum Vestfjörðum. Með fullri virðingu held ég að þetta sé mun vænlegri atvinnusköpun en olíu­hreinsistöð, svo dæmi sé tekið af hugmyndum um atvinnusköpun sem settar voru fram hér áður. Það er engin spurning.“

Hlýrri sjór skapar tækifæriðSextán starfsmenn vinna hjá Eldislausnum ehf. í verkefnum fyrir fiskeldisfyrirtækin í landinu en hluti starfsmanna dvelur og vinnur á Vest­fjörðum þar sem hvað hröðust uppbygging er í fiskeldinu hér á landi. Gunnlaugur segir að með eigin smíði á búnaði geti Eldislausnir boðið fiskeldisfyrirtækjunum búnaðinn ódýr­ari en ef hann væri fluttur inn erlendis frá og ekki má gleyma því að öll þjónusta við búnað­inn er við hendina.

„Og hvað t.d. stýringar varðar þá segja starfsmenn eldisfyrirtækjanna miklu skipta að allt er á íslensku og ekkert getur þannig misskilist. Hafandi starfað lengi í þessari grein er mjög gaman að fylgjast með uppganginum. Með hlýnun sjávar hafa okkur opnast ný tæki­færi í þessari grein sem við höfum alla burði til að nýta,“ segir Gunnlaugur.

eldi.is

Seiðum dælt í kvíar Arnarlax í Arnarfirði. Fylgst með í eldiskví hjá Arnarlaxi.

Page 24: Sóknarfæri Október 2014

„Það hefur sýnt sig að makríll hefur í stórum stíl verið á grunnslóðinni nú í haust og mikil verðmæti fóru forgörðum þegar sjávarútvegsráð­herra hafnaði þeim óskum smábáta­sjómanna að auka kvóta til hand­færa­ og línuveiða á makríl. Við höf­um á mjög fáum árum aukið makríl­veiðar smábáta úr innan við 1.000 tonnum í á áttunda þúsund tonn en erum engu að síður langt frá því hlutfalli sem þekkist í nágranna­löndunum hvað varðar makrílveiðar minni báta. Smábátasjómenn sýndu í sumar að þessar veiðar henta smá­bátunum hringinn í kringum landið vel og hráefnið sem þeir skila að landi er nú þegar orðið eftirsótt af erlendum kaupendum. Það mælir

því allt með auknu hlutfalli makríl­veiðanna til smábáta og okkar mark­mið er að fá að veiða 18%. Því marki stefnum við á að ná sem fyrst, þó í áföngum verði,“ segir Halldór Ármannsson, formaður Landssam­bands smábátaeigenda að loknum aðalfundi samtakanna á dögunum. Meðal samþykkta fundarins er að stjórn samtakanna beiti sér fyrir að handfæra­ og línuveiðar á makríl verði frjálsar og aldrei kvótasettar og að veiðitímabil á makríl standi frá 1. júlí til 31. desember ár hvert.

Smábátarnir mikilvægir í verðmætaaukningunni

Halldór leynir ekki ánægju smábáta­eigenda með árangurinn á liðnu

fiskveiðiári. Smábátaflotinn fiskaði þá yfir 88 þúsund tonn, meira en nokkru sinni áður. Halldór segir margt koma til, þorskveiðar hafi gengið vel og þorskvóti aukist milli fiskveiðiára, strandveiðar hafi sömuleiðis gengið vel og markrílafl­inn tekið stökk upp á við, líkt og áð­ur segir. Þá bendir Halldór á að smábátaflotinn hafi leigt til sín mun stærri hluta ýsukvótans en áður og standi nú að baki verulegum hluta ýsuveiðanna við landið. „Það eitt segir sína sögu, ýsan er í miklu meira magni á grunnslóðinni en Hafró vill sýna fram á. Og til þess að geta veitt þorskinn á grunnslóðinni verðum við að leigja til okkar ýsu frá stórút­gerðinni,“ segir Halldór og bendir á að þótt aflatölurnar leggi ákveðið mat á árangurinn í smábátaút­gerðinni sé ekki minna um vert að horfa til þróunarinnar í verðmæta­sköpun og benda á þátt smábátaút­gerðarinnar í henni.

„Tölurnar sýna að fyrir 10 árum fluttum við út 124 þúsund tonn af þorskafurðum en í fyrra var magnið um 121 þúsund tonn. Útflutnings­verðmæti á ferskum þorski var þá 35% af heildarverðmætinu en aðeins 19% fyrir áratug. Áhugavert er að bera verðmætaaukninguna saman við aukningu á magni. Í byrjun þessa tímabils skiluðu 17% aðeins 19% hlut af heildarverðmætunum en nú, 10 árum síðar skila 24% magnsins 35% af heildarverðmæti þorskafurða. Þessi þróun hefði ekki orðið án smábátaútgerðarinnar sem skilar eftirsóttu og góðu hráefni að landi,“ segir Halldór.

Ýsa um alla grunnslóðinaEinn stærsti aðsteðjandi vandi smá­bátaeigenda þessi misserin er sú mikla skerðing sem orðið hefur á ýsukvótanum. Mikill meðafli ýsu á grunnslóðinni gerir bátunum erfitt fyrir að ná þorskheimildunum.

„Þrátt fyrir að aukning þorsk­kvótans sé ekki meiri og ekki í neinu samræmi við það sem að forstjóri Hafró lofaði þegar 20% aflareglan var sett, þá erum við flesta daga okk­ar á sjó að reyna að forðast að veiða ýsu. Við höfum lengi sagt að ráð­lagður ýsukvóti sé ekki í neinu sam­

ræmi við upplifun okkar á grunn­slóðinni enda eru mælingarnar sem leggja grunn að ráðleggingunni gerðar í togararalli úti fyrir grunn­slóðinni. Ýsugengdin er allt önnur en var fyrir nokkrum árum og við sjáum mun meira af ýsu á okkar svæði, grunnslóðinni. Við höfum margsinnis óskað eftir að mælingar væru gerðar á þessu og meira tillit tekið til grunnslóðarinnar við mat á ýsunni en því hefur ekki verið svar­að. Að undanförnu hefur verið gíf­urleg ýsugengd við landið, allt frá

Breiðafirði og norður um landið og veiðist meira af ýsu við Austfirði núna en undanfarin haust. Við höf­um lengi talið, og teljum enn, að það sé full ástæða til að auka við kvótann því gengdin af ýsu er ekki í nokkru samræmi við mælingar um að engin nýliðun hafi verið í stofn­inum í mörg ár. Það finnst okkur ekki standast,“ segir formaður LS.

smabatar.is

Allt til línuveiða

www.isfell.is

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1• Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

Halldór Ármannsson, formaður Landssambands smábátaeigenda. „Við höfum lengi sagt að ráðlagður ýsukvóti sé ekki í neinu samræmi við upplifun okkar á grunnslóðinni enda eru mælingarnar sem leggja grunn að ráðleggingunni gerðar í togararalli úti fyrir grunnslóðinni.“

Ályktuðu um grásleppuGrásleppumál voru eðlilega fyrirferðarmikil á nýafstöðnum aðalfundi Landssambands smábátaeigenda. Meðal samþykkta fundarins var áskorun til stjórnvalda um að fela Hafrannsóknastofnun að óska eftir gögnum frá stjórn Alþjóða náttúruverndarsjóðsins (WWF) um hvað liggi til grundvallar þeirri ákvörðun hans að setja grásleppu­ og grá­sleppuhrogn á válista.

Fundurinn leggur í ályktun sinni einnig til að ákvörðun um veiði­daga grásleppu verði í höndum LS og grásleppunefndar og taki mið af markaðsaðstæðum. Smábátasjómenn hafna aðkomu Hafrann­sóknastofnunar að stjórnun veiðanna:

„Aðalfundur LS mótmælir harðlega öllum tilburðum Hafrann­sóknastofnunar við stjórnun grásleppuveiða á grundvelli niðurstaðna úr togararalli. Mikilvægt er að stjórnvöld taki mið af tillögum grá­sleppuveiðimanna um lengd veiðitíma sem bæði er byggð á mati þeirra um stærð stofnsins og markaðsaðstæðum. Aðalfundur LS telur brýnt að LS haldi áfram þeirri vinnu sem hafin er til að bregðast við breytt­um aðstæðum á markaði fyrir grásleppu og grásleppuhrogn. Á það jafnt við upplýsingaöflun um verð og aðstoð við veiðimenn og einstök félög smábátaeigenda um sölu.“

Halldór Ármannsson, formaður LS:

Smábáta-sjómenn

vilja veiða 18% makríl-

kvótans

Page 25: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 25

thor

risi

g.12

og3.

is 4

50.0

14

Þú ert alltaf í góðu sambandi við nýja SS4 hleranemann frá Scanmar.

SS4 gefur þér upplýsingar um marga mismunandi þætti samtímis m.a.

• Fjarlægð • Halla (pits og roll) • Dýpi • Hita

Stuttur hleðslutími, aðeins 1,5 klst.

Stillanlegur sendistyrkur – hefur áhrif á rafhlöðuendingu*

Scanmar búnaður er þekktur fyrir áreiðanleika, endingu og lága bilanatíðni sem á sér ekki hliðstæðu.

Vertu í góðu sambandi!Rafhlöðuending í allt að 700 klst.*

Scanmar ehf. • Grandagarði 1a • 101 Reykjavík • Sími: 551 3300 / 691 4005 • Fax: 551 3345 • Netfang: [email protected]

www.scanmar.no

*12 mánaða ábyrgðartími á rafhlöðu.

ábyrgð5ára*

ábyrgð5ára*

Nýr SS4 hleranemi frá Scanmar

Page 26: Sóknarfæri Október 2014

26 | SÓKNARFÆRI

Það er þéttur og samheldinn hópur sem starfar í Veiðarfæraþjónustunni í Grindavík. Hluti starfsmanna hef­ur unnið saman allt frá unglingsaldri og þar gengur hver maður að sínum verkum án þess að þurfi að koma til fyrirskipana. Allir kunna hlutverk sitt utanbókar. Hugtakið „vanir menn“ hefur oft verið notað en það á óvíða betur við en hjá þessum þrautreyndu köppum.

Hörður Jónsson netagerðarmeist­ari fer fyrir sjömenningunum sem starfa hjá Veiðarfæraþjónustunni. Hann er með meira en 40 ára reynslu í faginu og hóf ferilinn hjá Jóni Holbergssyni árið 1970. Tveir netagerðarmeistarar starfa hjá fyrir­tækinu og þrír sveinar í faginu. „Við erum klárir í hvað sem er enda með viðskiptavini um allt land og reynd­ar langt út fyrir landsteinana,“ segir hann og bendir á að stutt sé síðan fyrirtækið hafi selt veiðarfæri til Portland í Maine í Bandaríkjunum á nýjan leik.

Samkeppnishæfni mikilvægHörður telur að trúin á gæði þeirra veiðarfæra sem hann og hans menn framleiða hafi ráðið mestu um að þessir bandarísku útgerðarmenn keyptu af þeim á ný eftir nokkurra ára hlé. Hann segir hönnun veiðar­færa stælda og henni stolið um allan heim og erfitt að bregðast við slíku. „Á endanum er það samkeppn­ishæfnin sem ræður úrslitum og þar koma reynsla, þekking og gæði inn í myndina,“ segir Hörður.

Hörður segir kjarnann í viðskipt­unum vera í kringum botntroll og dragnætur. Talið berst um stund að dragnótinni og Hörður segist ekki skilja hvers vegna hún sé jafn út­hrópuð og raun ber vitni. „Það er leitun að umhverfisvænna veiðar­færi. Dragnótin er létt í drætti og hentar frábærlega til veiða á sendn­um botni og það er auðvelt að stýra henni í sókn á tilteknar tegundir.“

Alhliða þjónusta Veiðarfæraþjónustan var stofnuð 1. janúar 2002 við sameiningu Neta­gerðar Þorbjarnar­Fiskaness hf. og SH Veiðarfæra í Grindavík. Út­gerðarfyrirtækin tvö höfðu rekið

netagerð um áratugaskeið samhliða útgerðinni en SH Veiðarfæri voru stofnuð 1997 af þeim Herði og Sverri Þorgeirssyni.

Hörður og félagar bjóða fiski­skipaflotanum þjónustu og þekk­ingu sem ekki á sér marga líka hér­

lendis. Að sjálfsögðu fella þeir net og yfirfara allar gerðir veiðarfæra en þeir hanna þau einnig frá grunni ef með þarf – eða laga þau að óskum kaupandans. Þeir eiga flestar gerðir víra og hólka á lager og eru t.d. með 600 tonna vírapressu og líkast til

eina netaverkstæði landsins sem er með nálavél.

„Það er í raun afar fátt sem við ekki ráðum við þegar kemur að veiðarfæravinnu. Hér innanhúss er gríðarleg uppsöfnuð reynsla og þekking. Við fylgjumst grannt með

allri þróun í gerð veiðarfæra og nýt­um hvert tækifæri til þess að bæta þjónustu okkar enn frekar. Maður er alltaf að læra þrátt fyrir alla reynsl­una,“ segir Hörður.

veidarfaeri.is

Hörður Jónsson og hans menn í Veiðarfæraþjónustunni í Grindavík ganga fumlaust til allra verka.

Alltaf klárir hjáVeiðarfæraþjónustunni

Fisktækniskóli Íslands er staðsettur í Grindavík og býður hann upp á tveggja ára nám í fisktækni á þremur línum, þ.e. fiskvinnslu, veiðaum og

fiskeldi. Námið er hagnýtt starfsnám og mikil áhersla lögð á starfsþjálfun á vinnustað. Hvoru námsári er skipt í tvær annir. Sú fyrri er í skóla, þar sem nemendur öðlast m.a. réttindi til smáskipa, vélstjórnar og lyftara, en síðari önnin er með áherslu á vinnustaðaþjálfun.

Nám fyrir gæðastjóraKennsla á nýrri eins árs námsbraut fyrir „MAREL­vinnslutækna“ hófst einnig nú í haust. Námið er ætlað

þeim sem lokið hafa grunnámi í fisktækni, en er einnig fyrir starfs­fólk með mikla reynslu í vinnslum. Á nýju ári hefst námsbraut fyrir gæðastjóra, en mikil eftirspurn hefur verið á því námi.

Skólinn stendur fyrir umfangs­miklu námskeiðahaldi fyrir starfandi fólk í sjávarútvegi og fiskeldi um land allt auk þessa að vinna að raun­færnimati fyrir starfandi fólk í grein­inni í samstarfi við FA og símennt­unarmiðstöðvar á landinu.

Norrænt samstarfFisktækniskólinn hefur verið í örum vexti frá því honum var komið á fót árið 2010. Vöxturinn endurspeglast í aukinni ásókn í skólann og ekki síður jákvæðum viðtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og fiskeldi. Skólinn á aðild að nýlegum samtökum Nor­rænna fisktækniskóla.

fiskt.is

Nemendur Fisktækniskólans fá fjölbreytt verkefni til úrlausnar í náminu.

Fisktækniskólinn laðar að sér nemendur

Page 27: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 27

Hlutverk okkar er að veitaskipum öryggi og þjónustu

Grindavíkurhöfn hefur allra burði til þessað vera í allra fremstu röð. Hér er fram-sýn hafnarstjórn sem með góðumstuðningi bæjaryfirvalda hefur metnað tilþess að tryggja öryggi sjófarenda ogbjóða upp á góða þjónustu með sann-gjarnri gjaldskrá.Staðsetning hafnarinnar er góð og allar for-sendur til þess að auka umferð og þar meðtekjur hafnarinnar. Ímynd hafnarinnar stendurhenni helst fyrir þrifum; að innsiglingin sévarhugarverð. En sífellt hefur verið unnið aðendurbótum hafnarinnar til þess að bætaöryggi sjófarenda, nú síðast með dýpkunar-framkvæmdum í sumar.„Með þessu höfum við gert innsiglinguna

hjá okkur mun öruggari og betri, jafnframt þvísem nú er orðið auðveldara fyrir stóru skipinað snúa hér inni í höfninni. Þetta gerir Grinda-víkurhöfn samkeppnishæfari í hafnarþjónustuog það er markmiðið,“ segir Sigurður A. Krist-mundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar umdýpkunarvinnu sem staðið hefur yfir að und-anförnu og er að ljúka þessa dagana.Með tilkomu ytri hafnargarðanna í Grindavíká sínum tíma var stigið stórt framfaraskref íhafnarmálum þar í bæ. Sigurður segir þessagrjótgarða hafa verið byltingu. „Já, það erengin spurning að Siglingastofnun skilaðiokkur frábærri hönnun með þessum görðum

eins og lagt var upp með. Og í raun erinnsiglingin okkar alla jafna mjög örugg oggreiðfær. Þeir sem lítið þekkja hér til hafa veriðhikandi að koma inn hjálparlaust ef eitthvaðer að veðri en nú þegar rennan er orðin munbreiðari þá ætti öllum að vera greiðfært hingaðinn. Við sjáum því ekkert í þessu nema tæki-færi,“ segir Sigurður en dýpkunarframkvæmd-irnar hófust síðastliðið vor.

Stærra athafnasvæðiEndurbótum á höfninni inni í Grindavík erþó ekki lokið með dýpkuninni því nú eru hafn-ar framkvæmdir við landfyllingu sunnanSuðurgarðsins og stækka á þannig athafna-svæði hans um sem nemur 7000 fermetrum.Þetta svæði býður upp á ýmsa möguleika íframtíðinni.„Þetta athafnasvæði verður kærkomið til

þjónustu hér við höfnina í framtíðinni en viðerum líka að bæta ásýnd hafnarinnar með þvíað laga þetta svæði. Þetta verður algjör bylt-ing,” segir Sigurður.Einn helsti veikleiki Grindavíkurhafnar á

síðustu árum hefur verið að engin almennlöndunarþjónusta hefur staðið skipum meðaðra heimahöfn til boða. Við þessu hefurLöndunarþjónusta Þorbjarnar hf brugðistmeð því opna á almenna löndunarþjónustufyrir önnur skip sem hingað vilja koma.

Grindavíkurhöfn íallra fremstu röð

Hvað segjaskipstjórarnir?„Grindavíkurhöfn er orðin mjög góð, ekkisíst eftir dýpkunarframkvæmdirnar ísumar. Allir frystitogarar og fiskiskiplandsins geta komið hingað inn oglandað, aðstæðurnar eru virkilega góðar,“segir Sigurður Jónsson stýrimaður ogskipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK255.Sigurður segir verk að vinna til að breyta

viðhorfi til hafnarinnar. „Innsiglingin er góð ogreyndar miklu betri en menn halda. Hér blasavið tækifærin, hér er komin löndunarþjónustaog verið að auka enn frekar athafnasvæðið,“sagði Sigurður jafnframt.

Góð reynsla af höfninni

Viktor Jónsson, skipstjóri á smábátnumMaron GK 522, tekur í sama streng. Hannsegir öryggið í höfninni orðið miklu meira.„Síðustu tíu árin hefur enginn skipstjóri fariðoftar inn og út úr Grindavíkurhöfn en égþannig að ég tala af reynslu. Í dag kemst égalltaf á sjó þegar ég vil. Áður fyrr var þaðþannig að við komumst ekki út á sjó þegareitthvað var að veðri. Núna komumst við alltafá sjó og heim aftur. Munar þar mestu að núfáum við ekki brot á okkur. Ég myndi því segjaað mín reynsla af höfninni í dag væri mjöggóð,“ sagði Viktor.

GRINDAVÍKURHÖFNSeljabót 2a, 240 Grindavík • Sími: 426 8046 • 660 7305 • Fax: 426 7435 • [email protected] • www.grindavik.is

Sigurður hafnarstjóri

Velkomin til Grindavíkur!

grindavikurhofn:grindavikurhofn 19.2.2013 15:37 Page 1

Page 28: Sóknarfæri Október 2014

28 | SÓKNARFÆRI

íshúsiðAllt í kælikerfið á einum stað

Kælimiðlar

Gæðamiðlar frá Evrópu!

Leitaðutilboða

það borgarsig

Alls eru 10,5% allra aflaheimilda ís­lenskra fiskiskipa skráð á skip með heimahöfn í Grindavík. Aðeins höf­uðborgin er með hærra hlutfall. Nærri lætur að útflutningsverðmæti íslenskra sjávarfurða hafi verið um 265 milljarðar króna á síðasta ári. Því má með einföldum hætti komast að þeirri niðurstöðu að sá afli sem Grindavíkurflotinn ber að landi sé 27­28 milljarða króna virði í gjald­eyristekjum fyrir íslensku þjóðina. Árlegar tekjur Grindavíkurhafnar eru aðeins örlítið brot þeirrar upp­hæðar og tekjurnar þarf að auka. Því blása heimamenn til sóknar.

Sigurður Arnar Kristmundsson er hafnarstjóri Grindavíkur. Hann seg­ir ákveðna vitunarvakningu hafa átt sér stað fyrir hálfu öðru ári þegar

hagsmunaaðilar tóku höndum saman aðkomu bæjaryfirvalda. Markmiðið var einfalt. Að stilla saman strengi allra þeirra sem hags­muna hafa að gæta við höfnina; út­gerða, þjónustuaðila og bæjaryfir­valda með það fyrir augum að vekja athygli á höfninni og þeirri þjónustu sem henni tengist.

Mun meiru landað af makríl í sumar

Kallaður var til hópur lykilfólks til þess að fá sem allra víðast sjónarhorn á þá vinnu sem í hönd fór undir stjórn Þorsteins Gunnarssonar, svið­stjóra frístunda­ og menningarsviðs Grindavíkurbæjar. Hluti af þeirri vinnu fólst í greiningu á styrkleikum og veikleikum hafnarinnar og þeirr­

ar þjónustu sem þar er veitt. Á með­al þess sem þessi greiningarvinna leiddi í ljós var þörf fyrir ákveðna grunnþjónustu, þar sem sem heima­fyrirtæki voru sjálfum sér nóg en að­komuskip höfðu takmarkaðan að­gang að. Þar má nefna löndunar­þjónustu sem sannaði rækilega gildi sitt í sumar þegar makrílvertíðin stóð sem hæst. Makrílaflinn sem landað var í Grindavík í sumar varð á endanum rúmlega 2000 tonnum meiri en í fyrra.

Auka þarf tekjur„Hafnir eru dýrar rekstrareiningar,“ segir Sigurður Arnar. „Af þeim sök­um skiptir verulegu máli að auka nýtingu þeirra mannvirkja sem fyrir eru og fá um leið auknar tekjur, m.a. til að standa straum af nauðsynlegum endurbótum. Við­

legukanturinn í Grindavík er um 1000 metra langur en nærri lætur að um fjórðungur hans þarfnist nú gagngerra endurbóta.

Grindvíkingar horfa því vongóðir til frumvarps að nýjum hafnalögum sem ekki náðist í gegn á Alþingi í vor. Kostnaður við hafnarfram­kvæmdir skiptist á milli ríkis og sveitarfélaga og er skiptingin breyti­leg eftir verkþáttum. Samkvæmt frumvarpinu lætur nærri að kostnað­arhlutdeild ríkisins gæti verið 70­80%. Við afgreiðslu frumvarpsins kann því að opnast gluggi fyrir heimamenn til að sækja um fjár­magn til uppbyggingar.

Draugar fortíðarÍ kjölfar greiningarvinnunnar sem lagt var í hefur markvisst verið unnið að því að efla þjónustu hafnarinnar

og fyrirtækjanna sem tengjast henni og styrkja jafnframt ímynd Grinda­víkurhafnar. Sú ímynd hefur að mati heimamanna allt of lengi liðið fyrir það orðspor sem fór af innsigl­ingunni áður en henni var breytt til hins betra um aldamótin.

„Þetta eru draugar fortíðar sem er löngu tímabært að kveða niður. Inn­siglingin hefur verið stórlega bætt. Við þekkjum allar aðstæður ná­kvæmlega og gefum út tilkynningar ef við teljum að öryggi sjófarenda sé teflt í hættu. Það heyrir til undan­tekninga að þetta sé vandamál. Í dag er kjarni málsins sá að Grindavíkur­höfn er örugg höfn með fjölbreytta og vaxandi þjónustu,“ segir hafnar­stjórinn Sigurður Arnar.

grindavik.is/hofnin

Grindavíkurhöfn er ein af lykilhöfnum íslenska fiskiskipaflotans með um 1000 metra löngum viðlegukanti. Heimamenn vilja auka veg hafnarinnar og hafa tekið höndum saman um kynningu á þjónustunni.

Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík.

Fjölbreytt þjónusta og örugg höfn í Grindavík

Page 29: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 29

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Verðmæti verða til með nýsköpunLandsbankinn er í fararbroddi þegar kemur að fjármögnun nýrra verkefna sem stuðla að framþróun í sjávarútvegi. Við styðjum frekari vöxt og fleiri verkefni sem renna styrkari stoðum undir atvinnulífið.

Útgerðar og fiskvinnslufyrirtækið Stakkavík í Grindavík tók nú í október við nýjum 30 tonna báti sem smíðaður var hjá Seiglu á Akur­eyri. Báturinn er í krókaafla­markskerfinu og er annar tveggja af þessari stærð sem Stakkavík kaupir af Seiglu en síðari báturinn er vænt­anlegur haustið 2015. Nýi báturinn ber nafnið Óli á Stað GK­99 en bát­ur Stakkavíkur með því nafni gekk upp í kaupin sem og annar af bátum fyrirtækisins, Hópsnes GK­77.

Hermann Ólafsson, fram­

kvæmdastjóri Stakkavíkur, segir bát­inn hafa reynst vel í fyrstu túrum. Bylting verði með tilkomu hans, bæði hvað varðar vinnuaðstöðu, að­búnað áhafnar og síðast en ekki síst aflameðferðina.

„Þetta er mun stærri bátur en við höfðum fyrir með stærri lest sem getur tekið allt að 40 ker, 400 og 600 lítra. Í bátnum er einnig krapa­vél og blóðgunarker sem gera okkur kleift að koma með hráefnið í bestu gæðum í land. Það er alltaf mark­miðið,“ segir Hermann en Óli á

Stað er fullbúinn til línuveiða og er m.a. í honum beitningarbúnaður frá Beiti í Vogum.

„Stærðar sinnar og búnaðar vegna opnar þessi bátur okkur mikla möguleika og hagræðingu í út­gerðinni og vinnslunni. Í fyrsta túrnum fengum við 16­17 tonn, sem er mjög gott og allt reyndist hið besta þó auðvitað þurfi alltaf að lag­færa einhver smáatriði,“ segir Her­mann.

Segja má að Grindvíkingar hafi fylktu liði, séð og sigrað á Íslensku sjávarútvegssýningunni nú í septem­ber. Að þessu sinni tóku höndum saman fyrirtæki í sjávarútvegi og bæjarfélagið og sameinuðust um einn stóran bás þar sem margt fróð­legt var að sjá og heyra. Grindavík er sú heimahöfn sem er með næst mestar aflaheimildir á landinu og nema útflutningsverðmæti Grind­víkinga um 25 milljörðum króna á ári.

Þeir sem kynntu þjónustu sína í básnum voru Grindavíkurbær, Voot Beita, Veiðarfæraþjónustan, Martak,

TG raf, Fiskmarkaður Suðurnesja, Fisktækniskóli Íslands, Codland, Jón og Margeir, Vélsmiðja Grinda­víkur og HP Gámar. Í básnum voru reglulegar kynningar á góðgæti úr sjávarfangi sem meistaramatreiðslu­menn Bláa lónsins höfðu veg og vanda að. Básinn vakti mikla athygli og fékk viðurkenningu sem besti hópbásinn á sýningunni.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra heimsótti Grindvíkinga og kynnti sér sjávarút­vegsbæinn suður með sjó.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, í heimsókn í bás Grindvíkinga.

Fánum prýddur Óli á Stað GK-99 þegar báturinn kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Grindavík nú um miðjan október. Mynd: Hilmar/Víkurfréttir.

Bylting fyrir Stakkavík með nýjum Óla á Stað

Grindavíkurbásinn vakti lukku

Page 30: Sóknarfæri Október 2014

30 | SÓKNARFÆRI

Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 20.­21. nóvember næstkomandi og er þetta í fimmta sinn sem til hennar er efnt. Það er félagið Sjávarútvegs­ráðstefnan ehf. sem fyrir henni stendur, en tilgangur þess er að halda slíka ráðstefnu árlega með það að markmiði að stuðla að faglegri og fræðandi umræðu um sjávarútveg og vera vettvangur samskipta allra þeirra sem koma að sjávarútvegi hér á landi.

„Markmiðið með sjávarútvegs­ráðstefnunni er að skapa samskipta­vettvang allra þeirra sem með ein­hverjum hætti taka þátt í sjávarút­vegi á Íslandi en innan hópsins eru m.a. aðilar sem starfa við veiðar, frum­ og framhaldsvinnslu, eldi, sölu og markaðssetningu, þjónustu, rannsóknir og þróun,“ segir Erla Kristinsdóttir formaður Sjávarút­vegsráðstefnunnar.

40 erindi og fjöldi málastofaÁ ráðstefnunni verða haldin rúmlega 40 erindi um margvísleg málefni sem tengjast íslenskum sjávarútvegi og einnig verða haldnar málstofur þar sem rædd verða mál sem eru í

brennidepli innan greinarinnar. Sig­urður Ingi Jóhannsson sjávarúvegs­ráðherra opnar ráðstefnuna með er­indi á fyrri degi hennar. Nokkrir er­lendir fyrirlesarar taka þátt, m.a. Jo­han Williams frá norska sjávarút­vegsráðuneytinu, Gunnar Knapp frá Háskólanum í Alaska, Hólmfríður Harðardóttir, sem búsett hefur verið í New York í þrjá áratugi en hún starfar hjá fyrirtækinu Future Brand þar í borg sem sérhæfir sig í mark­aðssetningu.

Fiskiveiðistjórnunarkerfi og auðlindagjald til umfjöllunarEitt, tvö eða fleiri fiskveiðistjórn­unarkerfi er heiti á málstofu sem verður fyrri ráðstefnudaginn þar sem fjallað verður um fiskveiðistjórn­unarkerfi og gerður samanburður á valkostum í þeim efnum. Einnig verður þann dag málstofa um upp­sjávarfisk, þöglu byltinguna eins og yfirskrift hennar er, fjárfestingar­tækifæri í sjávarútvegi verða einnig til umfjöllunar sem og tækifæri til nýsköpunar.

Síðari ráðstefnudaginn verða málstofur um sjávarútveg og menntun og einnig nýsköpun í kæli­

og frystitækni. Fjallað verður um auðlindagjald og hvað teljist sann­gjarnt í þeim efnum, en m.a. verður farið yfir fræðilegar forsendur þess hvernig málum er fyrirkomið hjá öðrum fiskveiðiþjóðum og hvað sé sanngjarnt auðlindagjald. Loks má nefna að fjallað verður um spurn­inguna um vinnslu úti á sjó eða vinnslu í landi og eins verður mál­stofa með yfirskriftinni Markaðir til framtíðar.

„Við bjóðum í ár upp á tvær mál­stofur um mikil hitamál í sjávarút­vegi, annars vegar um auðlinda­gjaldið og hins vegar um mismun­andi fiskveiðistjórnunarkerfi og það verður spennandi að fylgjast með umræðum um þau. Við erum líka með sígild mál á dagskrá á ráðstefn­unni líkt og áður, markaðs­ og heimsframboðsmál, þannig að það er af nógu áhugaverðu efni að taka,“ segir Erla.

Fleiri konur í hópi fyrirlesara en áður

Hún bendir á að í ár verði fleiri kon­ur en áður í hópi fyrirlesara eða

fjórðungur fyrirlesara og eins verði óvenju mikið um ungt fólki í þeim hópi. „Við reynum að hafa sem mest af nýjum röddum á hverju ári og fara sem víðast um sviðið. Við byggjum á breiddinni og reynum að bjóða upp á sem fjölbreytilegastan hóp fyrirlesara á hverjum tíma. Á þessari ráðstefnu verður farið vítt og breitt um sviðið. Það hefur verið uppbyggilegt og skemmtilegt að vinna að undirbúningi ráðstefnunn­ar og ég hvet fólk eindregið til að gefa kost á sér í þetta starf,“ segir Erla. „Á ráðstefnunni náum við saman á einum stað þversniði af greininni og stuðlum þannig að framförum og sókn. Þarna skapast kjörinn vettvangur fyrir menn að hittast og styrkja sambönd og sam­starf innan hennar en ráðstefnan verður vonandi einnig uppspretta nýrra hugmynda og hvatning til að vinna áfram að góðum verkum.“

sjavarutvegsradstefnan.is

Markmið með sjávarútvegsráðstefnunni er að skapa samskiptavettvang allra þeirra sem með einhverjum hætti taka þátt í sjávarútvegi á Íslandi. Jafnan er mikill áhugi fyrir ráðstefnunni og fjöldi mála sem í brennidepli eru varðandi sjávarútveg hér á landi eru þar til umfjöllunar.

Erla Kristinsdóttir, formaður Sjávarút-vegsráðstefnunnar.

Sjávarútvegsráðstefnan haldin í fimmta sinn:

Sígild mál og hitamál til umfjöllunar

Heildarafli íslenskra skipa árið 2013 nam tæpum 1.363 þúsund tonnum og var 5,9% eða 86 þúsund tonnum minni en árið 2012, en þá var hann rúm 1.449 þúsund tonn. Aukning varð á botnfiskafla milli ára um 8,3%, þar af jókst þorskafli um 31 þúsund tonn, ufsaafli um rúm 6 þúsund tonn og einnig var aukning í karfaveiðum um tæp 5 þúsund tonn. Samdráttur varð í ýsuveiðum, rúmlega tvö þúsund tonn milli ára og í steinbítsafla um 1224 tonn. Skel­ og krabbadýraafli var svipaður og árið áður, um 14 þúsund tonn. Veiði á humri dróst saman um 9,9% milli ára en veiði á rækju jókst um 3,2%.

Samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands varð samdráttur heildarafla uppsjávarfisktegunda um 121.000 tonn, eða rúm 12% frá fyrra ári. Síldarafli dróst saman í magni um 15,1%, loðnuafli um 22,1% og afli norsk­íslenskrar síldar um 20,1% milli ára. Tæp 70% aukning var í

kolmunnaafla frá árinu 2012 og makrílafli jókst um 1,2%. Flatfisk­afli jókst um 4,9% milli ára og munar þar mestu um aflaaukningu í grálúðuveiðum. Uppsjávarafli nam 63,8% af heildaraflanum, botnfisk­afli 33,3%, flatfiskafli 1,9% og afli skel­ og krabbadýra var 1%.

Þróun í heildarafla frá árinu 1992. Mestur varð aflinn árið 1997 en minnstur árið 2010.

Minni heildarafli

Þorskafli jókst á síðasta ári um 31 þús-und tonn, samanborið við árið 2012.

FJÓRAR HAGNÝTAR NÁMSBRAUTIR

Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára nám sem er byggt upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Nemendur geta valið sér námsleiðir í sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi.Verkefni og vinnustaðir eru valdir með hliðsjón af áhuga hvers og eins.

Nám í skóla - nám á vinnustað

Víkurbraut 56 240 Grindavík, [email protected]

FISKTÆKNI Tveggja ára hagnýtt framhaldsskólanám til starfa í sjávarútvegi og fiskeldi.Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf.Á Fisktæknibraut er hægt að velja þrjár línur:Sjómennska/veiðar - Fiskvinnsla- FiskeldiHvert námsár skiptist í eina önn í skóla og eina á vinnustað undir leiðsögn tilsjónamanns (72 ein).

MAREL VINNSLUTÆKNIEins árs nám við vélar og hugbúnað frá Marel.Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónamanns (36 ein).

GÆÐASTJÓRN Eins árs nám í gæðstjórnun. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónamanns (36 ein).NETAGERÐ Þriggja ára iðnnám með mikla starfsmöguleika til starfa við veiðarfæragerð (48 ein).

Spennandi blanda bóklegs og verklegs náms sem gefur mikla starfsmöguleika eða til frekari menntunnar.

Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Fisktækniskóla Íslands í síma 412-5966 eða á www.fiskt.is Skólaakstur

Námskeið Við bjóðum fyrirtækjum og einstaklingum upp á ýmis námskeið svo sem HACCP, vélstjórn, smáskipanám og fl. sjá heimasíðu.

Tökum inn nýnema á vorönn.

Page 31: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 31

„Markmiðið með þessari lausn er að stuðla að lengri hillutíma fiskafurð­anna en þetta er í fyrsta sinn sem við setjum búnaðinn upp fyrir vinnslu­hús sem heild,“ segir Pétur Berg­mann Árnason, þróunarstjóri hjá Raf ehf. á Akureyri en fyrirtækið undirritaði á Íslensku sjávarútvegs­sýningunni samning við vinnslufyr­irtækið Storm Seafood í Hafnarfirði um uppsetningu á óson hreinsilausn í vinnslu fyrirtækisins. Samkvæmt samningum verður sett upp kerfi með ósonhreinsuðu vatni sem bæði er notað í meðhöndlun á hráefninu fyrir vinnslu og við þrif á vélbúnaði. Pétur segir kerfið skila umtalsvert meira geymsluþoli afurða.

„Búnaðurinn er settur við vatns­inntak í vinnslunni og þaðan fer lögn með ósonhreinsuðu vatni um vinnsluhúsið. Með þessari með­höndlun er búið að drepa niður alla gerla í vatninu og koma í veg fyrir möguleika á utanaðkomandi smiti inn í vinnsluna. Ósonhreinsaða vatnið drepur líka niður gerla í fiskinum sjálfum og með því að þrífa vélbúnaðinn reglulega yfir daginn með þessu vatni er spornað við því að gerlar komist áfram með fiskinum yfir í fullunna vöru. Þar með lengist líftími fullunninna af­urða, geymsluþol eykst í verslunum

erlendis og flutningur á ferskum af­urðum með skipum verður auð­veldari,“ segir Pétur.

Ósonkerfið frá Raf verður sett upp hjá Storm Seafood í nóvember og segir Pétur að fyrirtækið bindi miklar vonir við þessa lausn í fram­haldinu fyrir sjávarútvegsfyrirtækin.

Geymsluþolið mikilvægtÞorsteinn Magnússon, fram­kvæmdastjóri Storm Seafood, segir markmiðið með þessum nýja búnaði að auka gæði afurða fyrirtækisins og lengja geymslutíma þeirra. „Öll þau gögn sem við höfum skoðað um notkun á ósonhreinsuðu vatni í mat­vælavinnslu eins og hjá okkur benda til þess að ná megi árangri til aukn­ingar á geymsluþoli og það er okkar markmið með fjárfestingu í búnað­

inum frá Raf ehf,“ segir Þorsteinn en Stormur Seafood flytur ferskar afurðir á erlenda markaði með bæði flugi og skipum. Þær vörur sem lengstan tíma tekur að flytja til við­takenda fara í skip hér heima á mið­vikudegi og eru komnar á leiðarenda í Frakklandi á mánudagsmorgni.

„Það væri því mikill ávinningur fyrir okkur ef hægt væri að auka geymsluþol vörunnar,“ segir Þor­steinn.

rafehf.is

Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri Storm Seafood og Bjartmar Pétursson, framkvæmdastjóri Raf ehf. undirrita samninginn um ósonbúnaðinn fyrir vinnslu Storm Seafood í Hafnarfirði.

Raf ehf. setur upp nýjan búnað í fiskvinnslu Storm Seafood í Hafnarfirði:

Ósonhreinað vatn lengir geymsluþol fiskafurðanna

Venus senn sjósettur

Venus NS, annað tveggja uppsjávar­skipa sem HB Grandi er með í smíðum í Celiktrans skipasmíða­stöðinni í Tyrklandi, er að verða til­búinn til sjósetningar. Síðustu verk­efnin fyrir sjósetningu hafa m.a. snúið að skrúfu­ og stýrisbúnaði skipsins en búið er að koma fyrir öll­um vélbúnaði og tækjum í vélar­rúmi, sjókælitönkum og ýmsu fleiru. Í stöðinni er einnig unnið að smíði Víkings AK fyrir HB Granda en það verkefni er nokkuð styttra á veg komið. Samanlagt kosta þessi tvö skip um 7 milljarða króna. Þessi tvö skip munu koma í stað þriggja upp­sjávarskipa HG Granda þegar þar að kemur. Þau eru 80 metra löng og 17 metra breið, búin 2900 rúmmetra kælilestum.

Fyrirtækið hefur einnig samið við stöðina í Tyrklandi um smíði þriggja ísfisktogara sem verða 55 metrar að lengd og 13,5 metra breiðir. Fyrsti togarinn af þessum þremur kemur til landsins á fyrrihluta ársins 2016. Samanlagt kosta togararnir þrír um 7 milljarða króna.

Uppsjávarskipið Venus NS er óðum að taka á sig mynd í Tyrklandi.

Page 32: Sóknarfæri Október 2014

32 | SÓKNARFÆRI

„Hér er unnið á vöktum allan sólar­hringinn fimm daga vikunnar og eins gott að ekkert bili því hér verða til líklega í kringum 65% allra um­búða utan um fersk flök og flakabita sem flutt er frá Íslandi. Það er því mikið í húfi,“ segir Hannes Eyvinds­son verksmiðjustjóri hjá Promens Tempru í Hafnarfirði. Verksmiðja Promens Tempru framleiðir annars vegar frauðkassa úr EPS plastefni (frauðplasti) undir hvers kyns mat­væli en hins vegar framleiðir verk­smiðjan einangrunarplast fyrir byggingariðnað. Verksmiðjan í Hafnarfirði er ein af 43 plastverk­smiðjum sem Promens starfrækir í 20 löndum.

Upphaf umbúðaframleiðslunnar hjá Promens Tempru má rekja til

fyrirtækisins Stjörnusteins sem var stofnað árið 1986 og sérhæfði sig í framleiðslu umbúða og pakkninga úr frauðplasti. Við samruna Stjörnu­steins og Húsaplasts árið 2000 varð til fyrirtækið sem í dag heitir Promens Tempra og er það stærsta á sínu sviði á Íslandi með yfir 60 ára uppsafnaða reynslu af framleiðslu úr EPS plastefnum.

Létt og vel einangrandiEPS plastefnið er um það bil 98% loft og einungis 2% plast og því eru EPS umbúðir afar léttar miðað við rúmmál og þyngd innihalds umbúð­anna. Umbúðirnar eru mjög vel ein­angrandi og halda kjörhitastigi vöru mun lengur en til dæmis pappa­ og bylgjuplastumbúðir. „Hjá okkur

snýst allt um að viðhalda ferskleika vörunnar,“ segir Hannes.

Alls eru framleiddar á milli 15 og 20 ólíkar gerðir einangrandi plast­kassa (frauðkassa) hjá Promens Tempru og að sögn Halldórs Jóns­sonar sölustjóra lætur nærri að um fimm milljónir kassa séu framleiddar í verksmiðjunni á ári og bera þeir frá 3 og upp í 25 kíló. Sjálft fram­leiðsluferlið og hönnun vörunnar eru í sífelldri þróun sem miðar að því að auka endingu og gæði fram­leiðslunnar. Vöruþróunin er undir stjórn doktors Björns Margeirssonar rannsóknastjóra Promens í sam­vinnu við Matís og í samráði við viðskiptavini Tempru. Nýjasta vöru­línan frá Promens Tempru sam­anstendur af kössum, sem eru með 60x40 cm grunnflöt, eru misdjúpir og taka því ýmist 10, 13 eða 15 kíló. Kostir nýju kassana eru meðal annars þeir að aukin lengd og rúm­tak leiðir til betri meðferðar afurð­anna auk þess sem breytt lögun með rúnnuðum hornum bætir varmaein­angrun hornanna sem leiðir af sér jafnari fiskhita og eykur jafnframt styrkleika kassanna.

Allt sem þarf nema fiskinnNýlega var bætt við fullkomnu sjálf­

virknikerfi til að prenta á kassana og því geta viðskiptavinir nú fengið eig­ið merki/lógó prentað á frauðkass­ana. Þá býður Promens Tempra einnig ýmsa fylgihluti til flutnings ferskra afurða eins og ísmottur af ýmsum stærðum til að leggja með afurðunum auk ísogsdúka eða kassableia sem lagðar eru undir af­

urðirnar til að viðhalda ferskleikan­um. „Ég hef stundum sagt þeim sem hingað koma að við getum útvegað þeim allt sem þarf í útflutninginn – nema fiskinn,“ segir Halldór Jóns­son sölustjóri.

tempra.promens.com

Hannes Eyvindsson verksmiðjustjóri og Halldór Jónsson sölustjóri við einn af þjörkunum sem taka við kössunum af framleiðslulínunni og prenta á þá merk-ingar eða lógó eftir óskum viðskiptavina.

Halldór Jónsson innan um myndarlegar stæður af tilbúnum EPS kössum sem setja svip sinn á vinnuumhverfið í verksmiðju Promens Tempru í Hafnarfirði.

Allt snýst um að viðhalda ferskleika

vörunnar

Veiðar smábáta á Íslandsmiðum hafa aldrei verið meiri en á fiskveiði­árinu sem lauk 31. ágúst síðast­liðinn, eða 88.260 tonn. Um er að ræða samanlagðan afla smábáta á aflamarki, strandveiðibáta og króka­aflamarksbáta, alls 1.118 báta.

Þorskafli smábáta var á fiskveiði­árinu 53 þúsund tonn eða sem svar­ar 24% af heildarafla þorsks. Hlut­deildin í ýsu var 34% eða 12.321 tonn. Það er hærra hlutfall ýsuveiða smábáta af heildaraflanum en nokkru sinni áður. Sömuleiðis voru smábátar með hátt hlutfall stein­bítsaflans, eða 52%.

Aflahæsti báturinn í krókaafla­markskerfinu var Fríða Dagmar ÍS 103 frá Bolungarvík sem kom með 1.416 tonn að landi á fiskveiðiárinu. Af aflamarksbátum var Máni II ÁR 7 frá Eyrarbakka aflahæstur með 532 tonn og af strandveiðibátum náði Hulda SF 197 á Höfn í Horna­firði mestum afla eða 43,3 tonnum. Eigandi og skipstjóri á bátnum er Hólmsteinn Unnsteinsson, 24 ára gamall og er hann talinn yngsti afla­kóngur Íslandssögunnar fyrir vikið.

Þorskur ber uppi afla smábáta en hlutdeildin hefur aldrei verið meiri í heildar-afla ýsu og smábátar fiska sömuleiðis rúmlega helming steinbítsaflans.

Tafla: Landssamband smábátaeigenda.

Skipting afla smábáta á síðasta fiskveiðiári. Tafla: Landssamband smábátaeigenda.

Metár hjá smá-bátaflotanum

Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · [email protected] · www.rafver.is

K Ä R C H E R S Ö L U M E N N

V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð

K 2.21110 bör max360 ltr/klst

K 4.200

130 bör max450 ltr/klst

K 7.700/K 7.710

160 bör max600 ltr/klst

K 5.700

140 bör max460 ltr/klst

HáþrýstidælurÞegar gerðar eru hámarkskröfur

T 400Snúningsdiskur

Fyrir pallinn, stéttina o.fl.

Page 33: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 33

„Því er ekki að neita að verkefnum hjá okkar hefur fjölgað á síðustu ár­um og þá helst í tengslum við sjávar­útveginn. Þar má segja að þau spanni allt sviðið, allt frá smæstu bátum til flutningaskipa. Annars vegar framleiðum við ýmsar vörur fyrir sjávarútveginn en tökum hins vegar að okkur verkefni við vélbún­að skipa og báta, sem og ýmis konar málmsmíði fyrir greinina,“ segir Friðrik Sigurðsson, eigandi fyrirtæk­isins Tækni ehf. sem er með aðsetur við Súðarvog í Reykjavík.

Þjónustufyrirtæki með langa sögu

Fyrirtækið Tækni ehf. var stofnað árið 1942, mitt í síðari heimsstyrj­öldinni. Á þeim tíma var mikil þörf á viðgerðarvinnu fyrir setuliðið og hafði fyrirtækið með höndum vél­virkjun og viðgerðir á hvers konar vélum. Eftir stríð var hér mikill upp­gangur sem einkenndist einna helst af aukinni þjónustu við iðnfyrirtæki og þróaðist Tækni ehf. fyrst og fremst sem málmsmiðja á þeim tíma.

Friðrik keypti fyrirtækið árið 2010. Hann starfaði til sjós sem vél­stjóri til ársins 2006 að hann kom í land og stofnaði fyrirtæki sem þjón­ustaði báta og skip. Í framhaldi af því festi hann kaup á Tækni ehf., m.a. til að svara aukinni eftirspurn eftir þjónustu hans við sjávarútveg­inn og til að nýta samlegðaráhrif úr rekstri málmsmiðju og vélaþjónustu.

Viðhald og nýsmíðiMeð aðkomu Friðriks að fyrirtækinu hefur þjónusta við sjávarútveginn stóraukist sem og hlutfall vélavið­gerða og viðhalds fyrir báta og skip. „Í dag erum við 9 sem vinnum í verk efnum á gólfinu, ef svo má segja. Við smíðum úr áli og stáli, tökum að okkur vélaviðgerðir hér á verkstæðinu, um borð í skipum og bátum, önnumst reglubundið við­hald og ísetningu nýrra véla, svo

dæmi séu tekin. Af búnaði sem við framleiðum og eigum jafnan á lager má nefna línustokka, hífingarbúnað fyrir bretti, brettaklafa, brettagálga og ýmislegt fleira. En stærsti hluti okkar starfsemi er fólginn í sértæk­um verkefnum sem viðskiptavinir leita til okkar með, en þau eru fjöl­breytt,“ segir Friðrik.

taeknihf.isFriðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tækni ehf.

Verkefnum fjölgað hratt fyrir sjávarútveginn

Bjarni Thoroddsen, framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar Framtaks ehf., í dráttarbrautinni við Reykjavíkurhöfn sem innan nokkurra ára mun leggjast af.

Stór þurr-kví í undir-

búningiÁ næstu fimm árum áformar Stál­smiðjan Framtak að reisa ný upp­tökumannvirki fyrir skip á Grundar­tanga í stað dráttarbrautarinnar við Reykjavíkurhöfn. „Þar ætlum við að reisa þurrkví sem verður stærsta upptökumannvirki landsins og gæti tekið flest ef ekki öll skip hér á landi. Við höfum um þetta verkefni samstarf við Faxaflóahafnir en fyrst og fremst undirstrika þessi áform þau markmið Stálsmiðjunnar Fram­taks að styrkja okkur enn frekar í þjónustu við skipaflotann,“ segir Bjarni.

Hlíðasmára 11 (að neðanverðu) - 201 Kópavogi - Sími 551-3000 [email protected] - ledlysing.is

Page 34: Sóknarfæri Október 2014

SjókælarSjókælarFullbúin sjókælisamstæðaMargar stærðirLágmarks orkunotkunKælir sjó niður í -2°CStöðugt hitastig sjávar frá sjókæliNetaðgengi til eftirlits og stjórnunar

Hagstæðara verð en áður hefur séstÍslensk framleiðsla

Stóra myndin sýnir sjókæli íÖrvari SH 777Kæliafköst eru 65 Kw

Dalvegi 4 Kópavogi og Gagnheið 69 Selfossi Sími 544 5858, www.frostmark.is

Lífið þessa dagana á Austurlandi snýst að stór­um hluta um veiðar og vinnslu á íslensku sum­argotssíldinni en vertíðin hefur staðið yfir frá því í byrjun október. Vertíðin hefur gengið vel, veður verið með mestu ágætum og því hvorki tafið veiðar né vinnslu. Hjól atvinnu­

lífsins hafa því snúist af krafti og eru menn ánægðir með hversu vel hefur gengið. Síldin veiðist nú á öðrum slóðum en vant er, m.a. í Kolluál, út af Breiðafirði, en ekki inni í firðin­um sjálfum eins og verið hefur undanfarin ár. Hún er líka stór og falleg og fyrir hana hefur

fengist gott verð, en að megninu til er síldin seld til Austur­Evrópulanda. Síðustu árgangar í norsk­íslenska síldarstofninum hafa verið veik­ir og ekki útlit fyrir að breytingar verði þar á á allra næstu árum, en einkum eru það um­hverfisþættir ýmis konar sem áhrif hafa á

hversu sterkir stofnarnir eru. Kvótinn í ís­lensku sumargotssíldinn er víða langt kominn og sér fyrir endann á síldarvertíð þegar líður á nóvembermánuð en þá snúa menn sér að öðr­um verkefnum.

„Það er skemmst frá því að segja að vertíðin hefur gengið mjög vel og verður eflaust í minningunni ein af þeim betri,“ segir Magnús Róberts­son vinnslustjóri hjá HB­Granda á Vopnafirði. Hann segir að vertíðin hafi einkennst af góðu samspili veiða og vinnslu, veðrið hafi verið eins og best verður á kosið og lítið sem ekk­ert truflað veiðar eins og oft vill verða. „Það gekk vel hjá okkur í

fyrra en ég held bara að þessi vertíð verði enn betri.“

Allt gengið smurtFyrsta síldarfarmi af íslensku sumar­gotssíldinni var landað á Vopnafirði 9. október síðastliðinn, þá kom Ingunn Ak að landi með ágætis síld, um 950 tonn sem fengust í fjórum köstum suður af Látragrunni, djúpt vestur af Snæfellsnesi. Veiðar stóðu

yfir í rúman sólarhring og gáfu tón­inn fyrir það sem á eftir kom, en þær hafa almennt gengið vel. Síldin var stór og þokkalega haldin.

„Vertíðin fór vel af stað, hvert skipið á fætur öðru hefur landað hér hjá okkur hæfilegum vinnslu­skömmtum og það hefur allt gengið smurt í vinnslunni líka, svo við er­um ánægðir og bara brattir,“ segir Magnús.

Kvótinn að klárastMagnús segir að fyrirtækið sé langt komið með kvóta sinn, en HB Grandi fékk rúm 9000 tonn í sinn hlut í ár. Gerði hann ráð fyrir að lokið yrði við að veiða kvótann nú um þessi mánaðamót. Vinnslan hjá HB­Granda á Vopnafirði hefur gengið sleitulaust frá því makrílveið­ar hófust í byrjun júlí, þá tóku við veiðar og vinnsla úr norsk­íslenska síldarstofninum og nú síðast á ís­lensku sumargotssíldinni. Vinnsla hefur því verið í gangi nánast án uppihalds í fjóra mánuði.

„Þegar við höfum klárað kvótann taka þrifin við og svo þarf að sinna viðhaldi. Það er komin tími til að

vélamennirnir komist að og fái tæki­færi á að dytta að einu og öðru. Við förum svo í framhaldinu, þegar lag­færingum er lokið, að undirbúa okk­ur undir komandi loðnuvertíð sem hefst eftir áramót,“ segir Magnús.

„Þetta hefur verið líflegur og skemmtilegur tími, mikið að gera og heilmikið fjör í kringum þetta. Þess­ar uppsjávarvertíðir lífga mjög upp á allt mannlíf hér í bænum,“ segir Magnús.

„Þetta hefur verið líflegur og skemmtilegur tími, mikið að gera og heilmikið fjör í kringum þetta. Uppsjávarvertíðirnar lífga mjög upp á allt mannlíf hér í bænum,“ segir Magnús vinnslustjóri.

Vinnsla hjá HB Granda á Vopnafirði er ein tæknivæddasta uppsjávar-vinnsla landsins og þar hefur nú verið samfellt unnið frá því makrílveiðar hófust í byrjun júlí.

Síldarvertíð hefur gengið einstaklega vel hjá HB-Granda á Vopnafirði. Allt hefur gengið smurt í vinnslunni svo þar á bæ eru menn ánægðir og brattir líkt og sjá má á þessum þremenningum úr starfsmannahópnum á Vopnafirði.

Lífið er síld á Austfjörðum

34 | SÓKNARFÆRI

Magnús Róbertsson, vinnslustjóri hjá HB-Granda á Vopnafirði:

Vertíðin gengið einstaklega vel

Page 35: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 35

www.lyfja.is

ÍSLENSKA

SIA

.IS

LY

F 6

7823

02/

14

Fær í flestan sjó

Þjónustum allar tegundir af skipskistum og sjúkrakössum í farartæki af öllu tagi.

Mætum á staðinn ef þess er óskað.

Snögg og góð þjónusta.

Komdu við í næstu Lyfju og fáðu nánari upplýsingar eða hafðu samband í síma 555 2306.

– Lifið heil

LágmúlaLaugavegiNýbýlavegi

SmáralindSmáratorgiBorgarnesi

GrundarfirðiStykkishólmiBúðardal

PatreksfirðiÍsafirðiBlönduósi

HvammstangaSkagaströndSauðárkróki

HúsavíkÞórshöfnEgilsstöðum

SeyðisfirðiNeskaupstaðEskifirði

ReyðarfirðiHöfnLaugarási

SelfossiGrindavíkKeflavík

„Þetta hefur verið allt í lagi,“ segir Arnór Hjörleifsson skipstjóri á Lundey NS 1 um yfirstandandi ver­tíð á íslensku sumargotssíldinni, en Arnór og félagar á Lundey hófu veiðar í byrjun október. Skipið var í sinni síðustu veiðiferð í lok liðinnar viku.

„Ég geri ráð fyrir að þetta sé síð­asti túrinn, við erum um það bil að ná kvótanum,“ segir Arnþór. Hann segir veiði hafa verið ágæta. „Þetta hefur nuddast og veðrið hefur að langmestu leyti alveg verið til friðs. Það skiptir auðvitað miklu.“

Arnór segir að síldin sé góð, stór

og falleg. „Þetta er alveg ágætis síld,“ segir hann.

Síldin úti í hafi Yfirstandandi vertíð segir Arnþór að því leyti ólíka þeim fyrri að veiðarn­ar hafi verið nokkuð langt út af Breiðafirði. „Við erum hér lengst úti í hafi núna, en ekki inn á milli skerja í Breiðafirði eins og við höfum verið undanfarnar vertíðir. Þá höfum við verið að eltast við síldina þar inn og má segja að maður hafi nánast skrapað botn skipsins við hafsbotn­inn. Nú erum við hér lengst úti á sjó og víðáttan mikil. Að því leyti er

þessi vertíð betri en hinar fyrri, það er mun rýmra um okkur en oft áð­ur,“ segir Arnþór.

Hann segir að ekki hafi þurft að hafa mikið fyrir veiðunum, síldin hafi gefið sig vel og veiði oftast verið með ágætum, „og svo hefur þetta

verið nudd inn á milli,“ segir hann. „Í heildina sleppur þessi vertíð vel fyrir horn, er í raun svo sem hvorki betri né verri en þær fyrri.“

Arnór gerir ráð fyrir að þegar skipið hefur veitt kvóta sinn af ís­lensku sumargotssíldinni muni hann

fara á kolmunnaveiðar. „Ætli við snúum okkur ekki að kolmunna þegar þessu er lokið, sennilega þegar aðeins er komið fram í nóvember.“

Arnþór Hjörleifsson skipstjóri.

Lundey NS landar á Vopnafirði. Löndunum skipsins fækkar í þeirri höfn þar sem skipið hverfur úr flota HB Granda þegar ný uppsjávarskip bætast í flota HB Granda.

Arnþór Hjörleifsson skipstjóri á Lundey NS 1:

Oft ágætisveiði og nudd inn á milli

Page 36: Sóknarfæri Október 2014

36 | SÓKNARFÆRI

Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga

styrk?

Kynntu þér

rétt þinn á

sjomennt.is

starfstengt nám eða námskeið • tómstundastyrkir • meirapróf kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika

PIPAR\TBW

A • SÍA

• 131721

Átt þú rétt á

Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins:

SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA

sjomennt.is • [email protected] • sími: 514 9601

„Það er auðvitað ekki komið í ljós hversu stór árgangurinn frá yfir­standandi ári er, en við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á næstu árum. Stofninn hefur farið minnkandi og ekki er útlit fyrir ann­að en að hann verði áfram fremur lítill og veikur,“ segir Guðmundur Jóhann Óskarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.

Á liðnu ári nam afli Íslendinga á norsk­íslensku vorgotssíldinni tæp­um 91 þúsund tonnum og þarf af voru um 64 þúsund tonn veidd inn­an íslenskrar lögsögu frá því í júlí og til loka október. Á haustmánuðum veiddust rúm 18 þúsund tonn innan færeysku lögsögunnar og tæp 9 þús­und tonn á alþjóðahafsvæði milli Ís­lands og Noregs.

Óvissa um hver stærð stofnsins frá í fyrra verður

Guðmundur segir að samkvæmt

stofnmati Alþjóðahafrannsókna­ráðsins frá haustinu 2014 hafi stærð hrygningarstofnsins verið metin um 4,1 milljónir tonna á yfirstandandi ári og 3,5 milljónir tonna árið 2015. Allir árgangar norsk­íslensku síldar­innar frá árinu 2005 til ársins 2013 eru að sögn Guðmundar litlir, „og við gerum ráð fyrir að hrygningar­stofninn fari minnkandi næstu árin þrátt fyrir að hóflegri aflareglu verði fylgt,“ segir hann.

Óvissa ríkti um hver stærð ár­gangsins í fyrra yrði, en niðurstöður sameiginlegs vistfræðileiðangurs Norðmanna og Rússa í Barentshafi í september það ár gáfu háa vísitölu um magn síldar á fyrsta ári. Leið­angurinn í ár sýndi hinsvegar lítið af þessum árgangi einu ári seinna og hefur hann því líklegast verið étinn niður þar, mögulega af þorskinum í Barentshafi sem er í miklu magni um þessar mundir. Bendir Guð­

mundur á að háar vísitölur síldar á fyrsta æviári hafi ekki alltaf skilað sér í stórum árgöngum. „Það skýrist ekki strax hver stærð 2014 árgangs­

ins verður. Hann kom ekki sterkur út á fyrsta ári í leiðangrinum í haust en sá árgangur mun ekki koma inn í veiðistofninn fyrr en árið 2018. Það er því allt sem bendir til þess að stofnstærðin haldi áfram niður á við a.m.k. næstu þrjú árin þrátt fyrir hóflegt veiðihlutfall úr stofninum.“

Líklegt að afli verði umfram ráðgjöf

Bendir Guðmundur á að samkvæmt gildandi aflareglu eigi að draga úr

veiðihlutfalli á norsk­íslenskri síld, fari hrygningarstofninn niður fyrir 5 milljónir tonna líkt og raunin er nú. Stofninn er sem fyrr segir metinn ríflega 4 milljónir tonna. Íslenskum skipum var úthlutað um 62 þúsund tonnum fyrir árið 2014 og er það í samræmi við samning strandríkj­anna frá árinu 2007. Samstaða náð­ist hins vegar ekki um skiptingu aflaheimilda þeirra á milli og því er líklegt að heildaraflinn á árinu verði umfram ráðgjöf, líkt og raunin var í fyrra.

„Almennt má segja að næstu ár verða fremur rýr og við sjáum ekki að breytingar til batnaðar séu í vændum. Árgangarnir eru veikir, ný­liðun lítil og því hefur dregið úr veiðinni. Hvað nákvæmlega veldur er ómögulegt að segja en það eru ýmsir umhverfis­ og vistfræðilegir þættir sem stjórna því. Það hafa æv­inlega verið sveiflur í síldarstofnin­um, stundum koma fram sterkir ár­gangar og byggjast veiðar oft að stærstu leyti á þeim, þess á milli eru þeir veikir,“ segir Guðmundur.

Áföll setja strik í reikninginnHann segir íslensku sumargots­síldina stöðugri, en þó hafi komið upp áföll sem sett hafi strik í reikn­inginn. Sýking sem upp kom í stofninum árið 2008 hafði verulegu áhrif á veiðina, úr henni dró umtals­vert í kjölfarið þar sem síldarstofn­inn var látinn njóta vafans sem skap­aðist við þær aðstæður. Þá hafði einnig gríðarlegar afleiðingar þegar um 55 þúsund tonn af sumargots­síld drápust af völdum súrefnisskorts í Kolgrafarfirði í desember 2012 og aftur í febrúar 2013. „Þetta er um­talsvert magn og hefur vissulega haft áhrif á veiðarnar þar sem þetta þýddi lægra mat á stærð stofnsins, sem ákvörðun um aflamark byggir á,“ segir Guðmundur.

Guðmundur Jóhann Óskarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun um borð í Árna Friðrikssyni. Myndir: Guðmundur Bjarnason.

Síldar- og makrílrannsóknir um borð í Árna Friðrikssyni 2012.

Samkvæmt stofnmati Alþjóðahafrannsóknaráðsins frá haustinu 2014 var stærð hrygningarstofnsins metin rúmar 4 milljónir tonna á yfirstandandi ári og 3,5 milljónir tonna árið 2015.

Síldarstofnar í lægð

Page 37: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 37

Hjá vinnslustöð Ísfélagsins, sem staðsett er á Þórshöfn á Langanesi, er enn verið að vinna síld úr norsk­íslenska síldarstofninum og segir Siggeir Stefánsson framleiðslustjóri að vertíðin hafi gengið vel. „Við er­um um það bil að klára okkar kvóta í norsk­íslensku síldinni. Það er mis­jafnt milli ára hvenær þeirri vertíð lýkur en við erum örlítið seinni í ár en oft áður,“ segir hann.

Siggeir segir að vertíðin hafi gengið ljómandi vel, síldin sé stór og falleg, meðalstærð um 400 grömm sem teljist mjög gott og hún henti vel í framleiðslu. „Hún gefur betur af sér svona stór. Við höfum verið að fá ágætis verð fyrir hana,“ segir hann en síldin er seld heilfryst og flökuð á markaði í Austur­Evrópu, m.a. til Póllands, Rússlands og Hvíta­Rúss­lands.

Mikið fjör þegar síldarvertíð stendur yfir

Tvö skipa Ísfélagsins, Heimaey og Álsey, hafa séð vinnslunni á Þórs­höfn fyrir hráefni að undanförnu. Skip félagsins hafa landað um 11 þúsund tonnum af norsk­íslensku síldinni á vertíðinni á Þórshöfn. Áð­ur stóð yfir vinnsla á markíl og voru um 7000 tonn af honum unnin hjá vinnslunni á Þórshöfn. „Það hefur verið mikið um að vera hjá okkur, mikið fjör í þessu eins og jafnan er þegar vertíðir standa yfir og menn hafa gaman af því,“ segir Siggeir.

Þegar lokið verður við vinnslu á norsk­íslensku síldinni tekur heima­síldin við að sögn Siggeirs, en hún verður unnin í Vestmannaeyjum. „Við förum í bolfiskvinnslu þegar þessu síldarævintýri lýkur,“ segir hann.

Vertíðin var á margan hátt svip­uð og í fyrra, en þá var metár hjá vinnslunni, „svo það telst líklega bara aldeilis gott að taka tvö góð ár í röð,“ segir hann. „Við erum ánægð með það.“

Vonbrigði með minni loðnukvóta

Hins vegar lýsir hann áhyggjum með minnkandi kvóta þegar kemur að norsk­íslensku síldinni og segir blikur á lofti sem vissulega sé ástæða til að óttast. Óvissa ríki um hrygn­ingarstofninn og hvað veiða megi úr stofninum á komandi árum. „Það voru okkur líka vonbrigði að sjá hversu úthlutun í loðnu fyrir kom­andi vetur er lítil. Við höfðum væntingar um að byrjunarúthlutun­in yrði meiri miðað við mælingar í fyrra. Það verður farið í leiðangur til að mæla loðnu aftur í janúar og við vonum að þá finni Hafró meira magn af henni en síðasta loðnuver­tíð var mjög léleg,“ segir Siggeir.

Siggeir Stefánsson framleiðslustjóri Ísfélagsins á Þórshöfn:

Metvertíð í fyrra og stefnir í álíka góða nú

Athafnasvæði Ísfélagsins á Þórshöfn. Mikið hefur verið um að vera í vinnslustöð Ísfélagsins á Þórshöfn. Þar hafa tvö skip félagsins landað um 11 þúsund tonnum af síld úr norsk-íslenska stofninum undanfarnar vikur og annríki verið á starfsfólkinu. Myndir: Líney Sigurðardóttir.

Vertíðin sem nú stendur yfir er á margan hátt svipuð og í fyrra, en þá var metár hjá vinnslunni, „svo það telst líklega bara aldeils gott að taka tvö góð ár í röð,“ segir Siggeir fram-leiðslustjóri á Þórshöfn.

Skipahönnun

Ráðgjöf

Eftirlit

Hús Sjávarklasans Grandagarði 16 101 Reykjavík

sími: 544 2450 [email protected] www.navis.is

Page 38: Sóknarfæri Október 2014

38 | SÓKNARFÆRI

„Það er gott að fá klapp á bakið og viðbrögðin komu strax fram á sýn­ingunni sjálfri. Íslenskir skipstjórar sýna þessari nýjung mikinn áhuga og einnig er mikill áhugi erlendis. Á sjávarútvegssýningunni fengum við til að mynda gesti í básinn frá Hollandi en þar eru öflugar útgerðir sem stunda flottrollsveiðar en á þeim veiðiskap nýtist þessi nýjung hvað best,“ segir Atli Már Jósafats­son, framkvæmdastjóri Póla toghlera en fyrirtækið fékk Íslensku sjávarút­vegsverðlaunin á dögunum fyrir bestu nýjung sem kynnt var á sýn­ingunni. Þetta var frumsýning á tækninýjung sem Atli Már og fyrir­tæki hans hafa unnið að um nokkurra skeið.

Prófunum lokið á næsta ári„Stýranlegur toghleri er verkefni sem hefur verið lengi í farvatninu hjá okkur en er nú komið vel áleiðis í þróunarferlinu. Ég vonast til að síð­

ari hluta næsta árs ljúki prófunum og að árið 2016 bjóðum við stýringu á öllum stærðum okkar toghlera,“ segir Atli Már. Pólar hefur starfað frá árinu 2006 og selur hlera um

allan heim en fyrirtækið framleiðir toghlera á Íslandi, í Litháen, Portú­gal, Kína og Argentínu. Stærstu hlerarnir sem fyrirtækið hefur smíð­að eru 15 fermetrar að stærð en þeir minnstu innan við fermetri.

Vængjum hleranna fjarstýrtToghlerar gegna veigamiklu hlut­verki í stjórnun togveiðarfæra og margt getur haft áhrif á virkni þeirra. Veiðihæfni veiðarfæranna á því mikið undir að hlerarnir vinni rétt og algengt er að taka þurfi þá inn á þilfar skipa til að breyta still­ingum. Á síðari árum hefur nema­búnaður á veiðarfærum gert skip­stjórnarmönnum auðveldara að fylgjast með hvernig veiðarfærin vinna í sjónum og hvort allt er eins

og það á að vera. Það er hins vegar nýlunda að skipstjórnarmenn geti með einföldum hætti fjarstýrt hreyf­ingum toghleranna en Atli segir ekk­ert vafamál að þessi tækninýjung verði stjórnendum togskipanna mik­ið fagnaðarefni.

„Þessi búnaður er í stuttu máli þannig að á hverjum hlera eru sex vængir sem sjórinn flæðir í gegnum og afstaða þeirra ræður því hvernig hlerinn liggur í sjónum þegar hann er dreginn. Þrír vængir eru þannig á efri hluta hlerans og þrír á neðri hlutanum. Búnaðurinn gerir ráð fyr­ir að hægt sé að breyta hverjum væng sjálfstætt og þannig færast hlerarnir fjær hvorir öðrum þegar bilið er minnkað milli vængjanna en færast saman ef sjóflæðið er aukið í gegnum vængina. Með því að breyta efri hluta hlerans óháð neðri hluta hans, þá er hægt að bregðast við miklum hliðarstraumi, hægt er að stýra hlerunum í mismunandi hæð í sjónum og svo mætti áfram telja,“ segir Atli.

Framþróun í þráðlausri tækni lykillinn

Tvær prófanir hafa verið gerðar með fjarstýranlegu hlerana á hafrann­sóknaskipinu Árna Friðrikssyni og þær lofuðu mjög góðu að sögn Atla. Fyrir lok árs verða hlerar prófaðir í tveimur botnfiskveiðiskipum og síð­an halda prófanir áfram á næsta ári.

„Þó við höfum um nokkurt skeið unnið með hugmyndina um fjar­stýranlega hlera má segja að fram­þróunin, sem orðið hefur á allra síð­ustu árum í gagnaflutningi milli skips og veiðarfæris, hafi fært okkur nær lausninni. Þetta er sama tækni og nemarnir á veiðarfærunum og hlerunum byggja á. Með breyting­um á vængjum hleranna sjá menn hvernig þessi mikilvægu hugtök um afstöðu þeirra, pitch og roll, breytast á skjámyndunum frá hleranemun­um,“ segir Atli.

Hann telur fjarstýranlegu hlerana mikla tækniframför í veiðum með flottroll „en þaulvanir skipstjórar í botnvörpuveiðum sjá líka mikla möguleika með þessum búnaði,“ segir Atli.

polardoors.com

Atli Már Jósafatsson, fram-kvæmdastjóri Póla toghlera, með viðurkenningu sína á Íslensku sjávar-útvegsýningunni.

Atli Már ber saman bækur sínar við skipverja á Árna Friðrikssyni.

Fjarstýranlegir toghlerar í augsýn

VÖRUR FYRIR SJÁVARÚTVEG

HANDVERKFÆRI

BOLTAR, RÆR OG AÐRAR FESTINGARVÖRUR

SMÍÐASTÁL

Galvaniseraðar ristar og þrep í ýmsum stærðum.

Mikið úrval af vinnuvettlingum af ýmsum gerðum.

Allar gerðir af smíðastáli.

Ferro Zink hf. • www.ferrozink.is • [email protected] Árstíg 6 • 600 Akureyri • sími 460 1500 Álfhellu 12-14 • 221 Hafnarfjörður • sími 533 5700

FIBERRISTAR

HÖFUÐ- OG VASALJÓS

GÁMABRÝR STÁLRISTAR

Hleypa snjó og óhreinindum niður, ristaefni.Passa við mismunandi gáma, liður.Hámarksvernd gegn ryði, zinkhúð.

VINNUVETTLINGARRYÐFRÍTT SMÍÐASTÁL, RÖR OG FITTINGS

Margar gerðir af vasa- og höfuðljósum ásamt rafhlöðum. Mikil gæði og gottverð.

Mikið úrval handverkfæra fyrir alla iðnaðarmenn. Vönduð vara, gott verð. ®

Page 39: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 39

ÞORLÁKSHÖFN

Þorlákshöfn

Reykjavík

Þorlákshöfn

Ísland

Europa

Styttir leiðir.

Þorlákshöfn

Reykjavík 50 km

InternationalAirport 85 km

ÞorlákshöfnHafnarbakka 8815 ÞorlákshöfnSími 480-3602Hafnarstjóri [email protected]

HafnarvogSími 480-3601Fax [email protected]

HafnarvörðurSími 893-3659 - sólarhringsvaktKallrás á VHF 12

Þorlákshöfn er á suð-vesturströnd Íslands. Þar er eina höfn Suðurlands allt austur að Hornafirði. Frá höfninni eru góðar og greiðfærar samgöngur til allra átta, aðeins 40 km til Reykjavíkur og ekki nema u.þ.b. 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir Suður-strandarveginum. Höfnin liggur vel við góðum fiskimiðum og í landi eru fjölmörg fyrirtæki til að vinna úr aflanum. Fiskmarkaður er á staðnum og fullkomin frystigeymsla og tollvöruhús, Kuldaboli, er staðsett við höfnina.

Í Þorlákshöfn eru fjölmörg fyrirtæki sem bjóða fjölhæfa þjónustu fyrir fiski- og flutninga- skip t.d. olíuverslun, flutningar, alhliða viðgerðarþjónustur, köfun, netaviðgerðir og lifrabræðsla. Þar er einnig öll helsta þjónusta sem nauðsynleg er í nútímasamfélagi; banki, matvöruverslun, bakarí, kaffihús, veitingastaðir, heilsugæsla, lyfjaverslun, frábært íþróttahús, líkamsræktarstöð og sundlaug.

Ný uppfylling og öldudempandi flái Fjarlægð steinbryggja Skipulögð iðnaðarsvæði

FyRiRHuguð StæKKuN HaFNaRiNNaRHöfnin hefur verið í mikilli uppbyggingu síðustu ár og framtíðaráform eru um enn meiri stækkun sem gæti þjónustað Evrópusamgöngur - en stórskipahöfn í Þorlákshöfn styttir siglingatíma til helstu borga í Evrópu töluvert miðað við siglingu til og frá Reykjavík. Mikið framboð er af hentugu landrými til ýmiss konar starfsemi og er staðsetningin mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu. Fyrir liggur skipulag á tæplega 540 hektara iðnaðarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. Samgöngur við svæðið eru góðar og stutt í virkjanir og því er flutningskostnaður orku í lágmarki. Það auk stórskipahafnar hefur verulegt aðdráttarafl fyrir erlend fyrirtæki sem sýnt hafa áhuga á að reka starfsemi á Íslandi.

• Eina höfnin á Suðurlandi

• 40 km til Reykjavíkur

• 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

• Fullkomið frystivöruhótel og landamærastöð

• Bryggjukantar um 1200 m

• Mesta dýpi við kant 8 m

• Dýpi í innsiglingu 7,5 - 8 m

• Fiski-, flutninga- og tollhöfn

• Hafnsögubátur 900 hö.

• Frábært íþróttahús og sundlaug

• Öll almenn þjónusta við skip

• Öll almenn þjónusta við áhafnir

• Fiskmarkaður og fiskvinnslufyrirtæki

• Ísframleiðsla með GÁMES vottun

AR

GH

! 092

014

Page 40: Sóknarfæri Október 2014

40 | SÓKNARFÆRI

Verkfræði­ og ráðgjafarfyrirtækið Navis hefur í gegnum árin annast nýhönnun á flestum gerðum fiski­skipa auk hönnunar dráttar­ og mælingabáta, kaupskipa, ferja og farþegaskipa. Daginn sem blaða­mann bar að garði hjá Navis voru einmitt tvö ólík verkefni í vinnslu sem endurspegla fjölbreytileika þeirra verkefna sem þar er sinnt. Annars vegar var unnið við nýja

Breiðarfjarðarferju sem þá var að fara í slipp í Reykjavík, en stærsta verkefni Navis um þessar mundir er hins vegar hönnun á 100 metra frystitogara sem fyrirtækið hannar nú fyrir útgerð í Frakklandi.

Breiðafjarðarferjan Baldur„Við höfum fengist talsvert við að aðstoða þá sem flytja notuð skip til landsins við að breyta þeim og að­

laga að nýjum verkefnum og aðstæð­um hér á landi. Nýja Breiða­fjarðarferjan Baldur, sem keypt var frá Lofoten, er gott dæmi um það. Reyndar þarf ekki að breyta skipinu mikið, við erum aðallega að hressa upp á útlitið bæði innan stokks og utan auk þess sem settur verður krani um borð vegna vöruflutninga til Flateyjar,“ segir Hjörtur Emils­son, framkvæmdastjóri Navis. „Nýi“

Baldur var smíðaður í Noregi 1979 en endurbyggður að miklu leyti árið 1989. Hann er talsvert stærri en skipið sem fyrir var og getur tekið fleiri og hærri bíla þótt farþega­fjöldinn sé sá sami. Að sögn Hjartar þarf ekki að gera breytingar í þeim höfnum sem skipið hefur viðkomu, því rampar og akstursbrýr sem fyrir eru passa skipinu. „Aðstaðan fyrir farþega um borð er að mörgu leyti skemmtilegri en var í gamla Baldri og munar þar sérstaklega um bjartan og rúmgóðan farþegasal uppi í skip­inu.“

Stóra verkefnið sem unnið er að hjá NAVIS um þessar mundir er eins og áður segir hönnun á frysti­togara fyrir útgerð í Frakklandi. Skrifað var undir samning um hönnunina í byrjun þessa árs og á að ljúka verkinu á 13 mánuðum. Verk­inu miðar vel að sögn Hjartar og þessa dagana er meðal annars verið að undirbúa smíðaútboð á skipinu en miðað er við að smíðin geti hafist fljótlega á næsta ári.

Alhliða þjónusta„Við hjá Navis erum það mörg að við getum sinnt bæði nýhönnun og alhliða þjónustu við ýmis önnur ver­kefni eins og breytingar á eldri skip­um. Vegna hönnunar franska togar­ans þurftum við að bæta við okkur mannskap, þannig að verkefnastað­an hjá okkur er góð um þessar mundir.“ Frystitogarinn er hannað­ur fyrir útgerð í Saint­Malo í Frakk­landi. Hjörtur segir þetta krefjandi og skemmtilegt verkefni því aðstæð­ur við höfnina í Saint­Malo eru sér­stakar og þarf hönnun skipsins að taka mið af þeim. Þar er 14 metra munur á flóði og fjöru og er siglt inn í höfnina um hlið sem er opið á flóði en lokað á fjöru og takmarkast breidd skipsins og djúprista af þess­um aðstæðum. Togarinn mun leysa af hólmi tvö eldri skip sem útgerðin gerir út í dag og verður það gert út til veiða á uppsjávarfiski við Bret­land hluta úr ári en annars til bol­fiskveiða í norðurhöfum.

navis.is

Ferjan Baldur, sem væntanlega hefur siglingar um Breiðafjörðinn á næstu dögum, verður máluð í litum Sæferða sem gerir ferjuna út.

Við hönnun frystitogarans sem Navis er að hanna fyrir útgerð í Saint-Malo í Frakklandi þarf að taka tillit til mjög sérstakra aðstæðna í heimahöfn skipsins.

Fjölbreytt verkefni hjá Navis

Page 41: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 41

„Auðvitað er nú svolítið kúnstugt að kanadísk útgerð skuli leita til Íslands til að kaupa japanskar Mitsubishi ljósavélar í eitt skipa sinna, en það á sér sínar skýringar. Að útgerðinni standa íslenskir aðilar og starfsmenn fyrirtækisins þekkja til okkar og völdu að skipta við okkur þegar þeir stóðu frammi fyrir því verkefni að endurnýja ljósavélarnar í sínum togara. Ég kem til með að hafa eft­irlit með niðursetningu vélanna en enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort verkið verður unnið hér á landi eða í Danmörku. Óneitanlega væri gaman ef verkið kæmi hingað til lands,“ segir Hjalti Sigfússon, framkvæmdastjóri og eigandi MD Véla um samning sem undirritaður var á Íslensku sjávarútvegssýn­ingunni.

Kanadíska útgerðin sem um ræð­ir heitir Quikitaaluik Fisheries Inc. og gerir út togarann Saputi. Ljósa­vélarnar eru samskonar, af gerðinni MAS 650­S, afl hvorrar er 635 kWm og ákvað útgerðin að velja tvær vélar í stað einnar.

„Það er skynsamlegur valkostur þar sem rýmið í skipinu er nægjan­legt fyrir tvær vélar. Þá er alltaf nægt varaafl ef eitthvað kemur uppá og rekstrarlega er þetta bæði öruggari leið og hagkvæmara þrátt fyrir að stofnkostnaðurinn sé meiri,“ segir Hjalti en um er að ræða ljósavélar frá framleiðandanum Mitsubishi sem MD Vélar eru með umboð fyrir og sérhæfa sig í þjónustu við. Vél­

arnar tvær verða settar niður í skipið í fyrstu viku marsmánaðar á næsta ári.

„Þetta er í fyrsta skipti sem við undirritum samning á sjávarútvegs­sýningunni en við höfum oft áður selt vélar í skip erlendis, oftast þá til skipasmíðastöðva vegna nýsmíða­verkefna,“ segir Hjalti.

mdvelar.isKeith Coady, útgerðarstjóri Fleet Manager Quikitaaluik Fisheries Inc. og Hjalti Sigfússon, eigandi MD Véla handsala samning um ljósavélarnar tvær.

Sérhæfðir í aðal- og ljósavélum. Hjalti Sigfússon og Kári Jónsson, vélvirki á verkstæðinu hjá MD Vélum.

Kanadísk útgerð keypti japanskar

ljósavélar á Íslandi!

Jens Garðar Helgason.

Býðst til formennsku í nýjum samtökum í

sjávarútvegiAðalfundir Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fisk­vinnslustöðva hefjast í dag og fyrir þeim fundum liggur tillaga um sam­einingu í ný heildarsamtök í sjávar­útvegi sem jafnframt munu fá nýtt nafn, Samtök fyrirtækja í sjávarút­vegi. Stofnfundur þeirra samtaka á að fara fram á morgun.

Framboðsfrestur til formennsku í samtökunum stendur til morguns en þegar hefur Jens Garðar Helgason á Eskifirði tilkynnt sitt framboð. Jens er fæddur og uppalinn á Eskifirði 1976, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og stundaði nám í við­skiptafræði í Háskóla Íslands 1997­2000. Hann hóf árið 1999 störf hjá Fiskimiðum ehf. á Eskifirði en það fyrirtæki sem sérhæfir sig í útflutn­ingi á fiskimjöli og lýsi. Jens Garðar tók við starfi framkvæmdastjóra Fiskimiða árið 2001 og hefur því verið þar við störf í nær 14 ár. Jens Garðar er einnig formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð.

Page 42: Sóknarfæri Október 2014

42 | SÓKNARFÆRI

2014Grand Hótel Reykjavík 20. – 21. nóvember

Skráning á www.sjavarutvegsradstefnan.is

Aðal styrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2014

S T Æ R S T I V E T T V A N G U R A L L R A S E M S T A R F A Í S J Á V A R Ú T V E G I N U M

Fimmtudagurinn 20. nóvemberAfhending gagna 09:00

Málstofa - Gullteigur

Íslenskur sjávarútvegur

Málstofa A1 - Gullteigur Málstofa B1 - HvammurEitt, tvö eða fleiri Uppsjávarfiskurfiskveiðistjórnakerfi ? – Þögla byltingin

Málstofa A2 - Gullteigur Málstofa B2 - HvammurEru fjárfestingartækifæri Tækifæri til nýsköpunarí sjávarútvegi? í sjávarútvegi

Föstudagurinn 21. nóvember

Málstofa A3 - Gullteigur Málstofa B3 - HvammurSjávarútvegur og menntun Nýsköpun í kæli- og frystitækni

Málstofa A4 - Gullteigur Málstofa B4 - HvammurHvað er sanngjarnt Vinnsla á sjó eðaauðlindagjald? vinnsla í landi?

Málstofa - Gullteigur

Markaðir til framtíðar

Hluthafafundur Sjávarútvegsráðstefnunnar klukkan 15:30

„Við höfum reynslukeyrt sjókæli­kerfið okkar í línubátnum Örvari SH á Rifi í eitt ár með góðum ár­angri. Ég er þess fullviss að kerfið er góður valkostur til að kæla aflann niður á vinnsludekkinu. Það er mik­ill áhugi á þessu atriði hjá útgerðum ferskfiskskipanna enda sýna allar niðurstöður hversu miklu máli ferill­inn á vinnsludekkinu skiptir þegar kemur að þeim tíma sem fiskurinn helst ferskur. Kælingin í afla á milli­dekki hefur áhrif á hillulíf ferskra af­urða þegar komið er á markað er­lendis,“ segir Guðlaugur Þór Páls­son, framkvæmdastjóri Frostmarks. Fyrirtækið sérhæfir sig í lausnum í kælingu og frystingu fyrir matvæla­iðnað og stendur sjávarútvegur að baki drjúgum hluta þjónustunnar. Nýjasta kerfið sem Frostmark hefur þróað er sjókælibúnaður fyrir mót­töku og vinnsluþilfar fiskiskipa.

Góð reynsla í Örvari SH„Okkar kerfi byggir á að nota sjó og kæla hann í mínus tvær gráður en mælingar sýna að kælingarhraði er meiri í sjó en ískrapa. Bæði er hægt að taka alltaf ferskan sjó inn í rásina eða hringdæla sjónum eftir atvikum og þörfum hvers og eins. Útgangs­punkturinn er að ­2°C sjór sé til staðar til kælingar aflans á millidekk­inu þannig að aflinn sé 0°C þegar hann fer niður í lest þar sem hann er ísaður. Þegar fiskurinn er komin niður í 0°C þarf mun minni ís en áður eða aðeins um 1/5 af því sem áður þurfti,“ segir Guðlaugur.

Í grunninn er þessi lausn byggð á kerfi sem Frostmark hefur þróað um árabil og fyrst var notað í rækjuskip­um á Flæmska hattinum fyrir um 16 árum síðan. „Eftir að hafa haldið áfram að þróa kerfið settum við það í Örvar SH á Rifi fyrir einu ári og þar hefur kerfið komið vel út. Bún­

aðurinn hefur bæði reynst stöðugur í rekstri og hagkvæmur hvað orku­þáttinn varðar,“ segir Guðlaugur Þór en sjálfri kælivélinni væri í flest­um tilfellum komið fyrir á vinnslu­þilfari þaðan sem lagnir fara að þeim körum sem kældur sjór er notaður í ferlinu.

„Kælivélinni má raunar koma fyrir hvar sem er en í tilfelli Örvars völdum við að hafa hana á þilfarinu

og leggja síðan að henni og frá þannig að sjónum er dælt og honum haldið í ­2 gráðum. Með þessu kerfi teljum við okkur hafa góða lausn að bjóða útgerðunum fyrir þennan mikilvæga hluta aflameðhöndlunar í ferskfiskskipunum,“ segir Guðlaug­ur Þór.

Ýmislegt annað tengt sjávarútvegi er ofarlega á baugi hjá Frostmarki og ber þar hæst samning sem fyrirtækið

gerði á Íslensku sjávarútvegssýn­ingunni við Snæfrost í Grundarfirði. Þar mun Frostmark stækka ísverk­smiðju um 35% og reiknar Guð­laugur Þór með að verkið verði unnið í febrúar næstkomandi.

frostmark.is

Kælibúnaðurinn í Örvari SH byggir á sírennsli á sjó sem kældur er í mínus tvær gráður. Sjórinn er notaður til að kæla afl-ann í móttöku og vinnsluferlinu niður í núll gráður.

Frostmark býður lausn fyrir ísfiskskipin:

Aflinn með-höndlaður á

vinnsluþilfari með kældum sjó

Page 43: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 43

Artex ehf, fyrirtæki Hauks Snorra­sonar keypti um síðustu áramót fyr­irtækið Samleið ehf. í Reykjavík og flutti til Dalvíkur. Fyrirtækið hefur verið starfrækt um árabil og sérhæfir sig í þjónustu við fiskþurrkunarfyrir­tæki bæði hérlendis og í nágranna­löndunum. Haukur er eini starfs­maður Samleiðar ehf. enn sem kom­ið er og er hann tiltölulega bjartsýnn á komandi ár enda hnígur flest til þess að verkun þurrkaðra fiskafurða fari vaxandi.

„Aðalverkefni fyrirtækisins er framleiðsla og sala á þurrkgrindum úr plasti fyrir vinnslurnar og hins vegar innflutningur og sala á striga­pokum fyrir þurrkaðar fiskafurðir. Strigapokana flyt ég inn frá Bangla­desh en þaðan er hentugast að taka pokana eins og er. Einnig hef ég sambönd við framleiðendur í Kína og á Indlandi en ég legg mikið upp úr að selja einungis gæðapoka sem standast þær kröfur sem íslenskir framleiðendur þurrkaðra fiskafurða þekkja af áralangri reynslu frá Sam­leið,“ segir Haukur.

Viðskiptavinir víðaStrigapokar hafa verið ráðandi um­búðir fyrir þurrkaðar fiskafurðir í áratugi enda hafa engar aðrar um­búðir getað skákað þeim náttúrulegu eiginleikum sem strigapokarnir búa yfir til að varðveita gæði þurrkuðu afurðanna á langri flutningsleið frá framleiðendum til kaupenda.

Þurrkgrindurnar eru sérstaklega framleiddar fyrir Samleið ehf. í Kína þar sem fyrirtækið á mót til plast­steypu á grindunum. Grindurnar sjálfar eru til í tveimur stærðum og í boði eru þrjár gerðir af fótum. „Hvort tveggja eru þetta vörur sem fluttar eru í gámavís frá framleiðend­

um til kaupenda en til viðbótar ís­lenska markaðnum á ég viðskipta­vini í Rússlandi, Noregi, Færeyjum og á Bretlandseyjum,“ segir Haukur.

Vöxtur og bjartsýni í fiskþurrkun

Sú þróun að vinnsla á fiski færist í auknum mæli af sjó í land, líkt og

verið hefur hér á landi að undan­förnu segir Haukur jákvæða fyrir framleiðendur þurrkaðra fiskafurða. Með því verði aðgengi að hráefni auðveldara. „Aukinn kvóti í þorski hefur einnig góð áhrif en ekki er annað að sjá en markaðir fyrir afurð­irnar verði áfram traustir. Framleið­endur hafa líka verið duglegir að þróa nýjar afurðir, jafnframt hausa­þurrkuninni sem er aðal framleiðslu­afurðin. Í Noregi hefur þurrkverk­smiðjum fjölgað og það er líka verið að stækka þurrkanir hérlendis þannig óhætt er að segja að menn hafi trú á framtíðinni í þessari grein sjávarútvegsins,“ segir Haukur en sem kunnugt er fara þurrkaðar af­urðir frá Íslandi fyrst og fremst á markað í Afríkulöndum.

samleid.is

Haukur Snorrason, framkvæmdastjóri Samleiðar ehf. á Dalvík, kynnti vörur og þjónustu fyrirtækisins á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi fyrr í haust.

Keypti fyrirtæki og flutti til Dalvíkur:

Samleið ehf. þjónustar fiskþurrkunarfyrirtækin

260 þúsund tonna upphafs-

kvóti loðnuÍ ljósi niðurstöðu haustmælinga Hafrannsóknastofnunar á loðnu mælir stofnunin að hámarki með veiðum á 260 þúsund tonnum úr stofninum. Veiðistofninn verður þó mældur á nýjan leik eftir áramót og ráðgjöf um veiðar endurskoðuð, gefi niðurstöður tilefni til.

Í haustmælingunum sem gerðar voru á rannsóknaskipinu Árna Frið­rikssyni var bæði veiðistofn mældur sem og magn ungloðnu. Svæðið náði frá landgrunninu við Austur­Grænland, suður með landgrunns­kantinum og allt til Grænlandssunds og Norðurmiða austur að Sléttu.

„Loðna fannst mjög víða í könt­um og á landgrunni við Austur Grænland, á Grænlandssundi og að landgrunnsbrún norðan Íslands. Enda þótt loðna fyndist víða voru lóðningar yfirleitt fremur gisnar.

Eins árs loðna fannst á svæði við Grænland (sunnan 69°N) og í Grænlandssundi austur undir Kög­ur. Alls mældust um 57 milljarðar af ársgamalli ókynþroska loðnu sem er litlu lægra en mældist haustið 2013 þegar vísitalan var 60 milljarðar. Al­þjóðahafrannsóknaráðið (ICES) mun gera tillögu um upphafsafla­mark í maí n.k. fyrir vertíðina 2015/2016, byggt á þessari mælingu á ungloðnu ásamt upplýsingum sem fást úr aflasýnum á vertíðinni 2014/2015. Eldri loðna hélt sig einkum á norðurhluta rannsókna­svæðisins,“ segir í niðurstöðum stofnunarinnar. Kælitækni Rauðagerði 25 • 108 Reykjavík • Sími 440 1800 • Fax 440 1801 • [email protected]

www.kælitækni.is og/eða www.kaelitaekni.is

Okkar þekking nýtist þér ...

Orkusparnaður með Nergeco hraðopnandi iðnaðarhurðum

Nergeco •Opnast hratt & örugglega•Eru orkusparandi •Þola mikið vindálag•Eru öruggar & áreiðanlegar•Henta við allar aðstæður•17 ára reynsla við

íslen skar aðstæður & yfir 150 hurðir á Íslandi

Með hraðri opnun & lokun sem & mikilli einangrun í hurðunum má minnka varmaskipti þar sem loftskipti verða minni

Intelligent curtain sem veitir aukið öryggi

Page 44: Sóknarfæri Október 2014

44 | SÓKNARFÆRI

­Markus Lifenet ehf. heldur þessa dagana upp á að 35 ár eru síðan Markús B. Þorgeirsson skipstjóri hóf að þróa hugmynd sína, Mark­úsarnetið (Björgunarnetið Markús), búnað til að bjarga mönnum úr sjó. Einnig er þess minnst að 30 ár eru síðan Markús heitinn féll frá og Markúsarnetið var fyrst kynnt al­þjóðlega á Íslensku sjávarútvegssýn­ingunni 1984.

Markúsarnetið hefur lengi verið boðberi aukinnar þekkingar á björg­un manna úr sjó um allan heim. Þannig varð heimsókn Markúsar 1982 í nær öll sjávarpláss á Íslandi til þess að sjómenn og björgunar­sveitarmenn kynntust kostum Markúsarnetanna, neyðargallanna og flotvinnugallanna í fyrsta sinn og hvað þessi búnaður til samans gat boðið upp á til æfinga og björgunar manna úr sjó við verstu aðstæður. Þessi ferð Markúsar varð hugmynda­gjafinn að stofnun fyrsta slysavarnar­skóla fyrir fiskimenn og farmenn í heiminum 1986, Slysavarnarskóla sjómanna. Allir vita hvaða Grettistaki Slysavarnarskólinn hefur skilað í öryggismálum sjómanna og

nægir þar að nefna árin 2008 og 2011 sem voru án dauðaslysa á sjó.

Áhrif á öryggi sjómanna á alþjóðavísu

„Markúsarnetin hafa haft mikil áhrif á þróun í öryggismálum, ekki aðeins íslenskra sjómanna heldur einnig á alþjóðavettvangi, nú síðast á alþjóða­lög um öryggi á hafinu (SOLAS og Torremolinos) og við gerð fyrsta al­þjóðlega staðalsins (ISO) um kröfur til búnaðar sem ætlaður er til að bjarga fólki úr sjó. Að öllum líkind­um verður hann hluti af samþykkt­um Evrópusambandsins, Bandaríkj­anna, Japan og Kína á þessu eða næsta ári,” segir Pétur Th. Péturs­son, framkvæmdastjóri Markus Lifenet ehf.

Pétur segir að á Íslensku sjávarút­vegssýningunn hafi fyrirtækið einnig kynnt björgunarneta sem byggi á klifurtækni. Til dæmis Markus Neyðarstigann fyrir flotbryggjur, fiskibáta, frístundabáta og lokuð rými, s.s. tanka fyrir fljótandi efni og fiskeldi, veltinet fyrir léttabáta og björgunbáta ýmiskonar og stærri klifurnet sem hægt er að lyfta hjálp­

arvana manni úr sjó í láréttri stöðu með handafli og með krana.

„Flest okkar björgunarnet má nota bæði handvirkt og með krana og þau bjóða því upp á að einn dekkmaður komi búnaðinum í sjó á nokkrum sekúndum og tveir til fjór­ir dekkmenn lyfti manni með handafli um borð,“ segir Pétur.

markuslifenet.is

Pétur Th. Pétursson, framkvæmdastjóri Markus Lifenet ehf.

Markúsar-netið í 35 ár

Skýr skilaboð vekja athygli

Suðurlandsbraut 30 / 108 Reykjavík / Sími 515 5200Glerárgötu 24 / 600 Akureyri / Sími 515 5220 /// athygli.is

1989 | 2014

Félög og stofnanir, sem bregðast skipulega við vaxandi kröfum um upplýsingamiðlun og greið samskipti við samfélag sitt,

njóta þess á einn eða annan hátt – líka fyrirtæki í sjávarútvegi og þjónustu við atvinnugreinina.

Athygli hefur á sínum snærum sérfræðinga með áratuga reynslu í almannatengslum og þekkingu á íslenskum sjávarútvegi.

Okkar sérsvið er að móta skilaboð, meitla þau og og miðla þeim.

Page 45: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 45

Vélsmiðjan Foss á Höfn í Horna­firði hefur haslað sér völl innan ís­lensks sjávarútvegs með smíði and­veltitanka fyrir Rolling ehf., sem Vélsmiðjan Foss stofnaði í samstarfi við Stefán Guðsteinsson skipatækni­fræðing og verkfræðistofuna Verkís um þróun, framleiðslu og sölu á þessum búnaði. Fyrirtækið smíðaði á þessu ári veltitank í frystitogarann Örfirisey RE 4, sem eitt stærsta sjáv­arútvegsfyrirtæki Íslands, HB Grandi hf., gerir út. Ari Jónsson, framkvæmdastjóri Foss, segir góða reynslu komna á tankinn í Örfirsey, sem og aðra tanka sem fyrirtækið hefur smíðað á skipin fyrir HB Granda, þ.e. uppsjávarskipin Lundey NS 14 og Faxa RE 9 og frystitogarann Venus HF 510.

Ættu að vera hluti af nýsmíðinni

„Reynslan af þessum búnaði er besta auglýsingin fyrir okkur,“ segir Ari Jónsson, framkvæmdastjóri Vél­smiðjunnar Foss. Hann segir segir andveltibúnað skipta miklu máli í fiskiskipum, bæði fyrir mannskap­inn og ekki síður fyrir alla vinnslu og aflameðferð. „Þetta á ekki hvað síst við um uppsjávarskipin sem veiða stöðugt hærra hlutfall aflans fyrir landfrystingu. Þá skiptir mjög miklu máli að tryggja gæði með sem minnstri hreyfingu á farminum í lestum.“

Í uppsjávarskipunum er tönkun­um komið fyrir aftast á bakka skip­anna en í togurunum framan við brúna. Í tönkunum er lokabúnaður og stjórnbúnaður, svokölluð Stöð­ugleikavakt, sem Verkís hannar og stýrir sá búnaður virkninni í tönk­unum. „Tankarnir eru fullsmíðaðir hér inni á gólfi hjá okkur en síðan er nokkur vinna við að koma þeim fyr­ir á skipunum,“ segir Ari og segir nokkuð um fyrirspurnir frá útgerð­um um andveltitanka á eldri skip. Hann hvetur útgerðir sem nú eru að huga að nýsmíði skipa til að taka andveltitanka inn í sínar áætlanir.

„Besta leiðin er að útfæra skipin með þessum búnaði og fella þá þannig að grunnhönnuninni, t.d. sem hluta af olíugeymum skipanna. Í ljósi reynslunnar fá útgerðirnar enn betri sjóskip með þessum bún­aði,“ segir Ari.

fossehf.is

Veltitankurinn í Örfirisey er engin smásmíði. Góð reynsla er komin á veltitankinn í frystitogaranum Örfirisey RE 4. Vélsmiðj-an Foss hefur smíðað veltitanka í fjögur skip HB Granda.

Andveltitankarnir tryggja stöðugleikann

Vefur um firði og grunnsævi

Hafrannsóknastofnunin hefur opn­að nýjan vef sem fjallar um firði landsins og grunnsævi. Vefnum er ætlað að kynna og koma á framfæri upplýsingum og niðurstöðum rann­sókna um náttúrufar fjarða og grunnsævis Íslands, þ.e. sjávarhluta fjarðanna, upplýsingum sem Haf­rannsóknastofnun hefur aflað í gegnum tíðina. Fram kemur á vef stofnunarinnar að einnig verði leitað fanga varðandi efni sem aðrar stofn­anir og vísindamenn hafa aflað og það birt á nýja vefsvæðinu.

Traust geymsla – og öruggur flutningur alla leið!

Frystigámartil sölu eða leigu

Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100

ATHYG

LI

Eigum á lager 20 og 40 ft. frystigáma.

Bjóðum einnig gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum.

Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins.

www.stolpigamar.is Hafðu samband!

Page 46: Sóknarfæri Október 2014

46 | SÓKNARFÆRI

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru veitt samhliða Íslensku sjávarútvegs­sýningunni í lok septembermánaðar. Þetta var í 2 sinn sem verðlaunin eru veitt en til þeirra var stofnað í tengslum við sýninguna á sínum tíma en að þeim standa Fiskifréttir og World Fishing, auk sýn­ingarhaldaranna. Verðlaunin voru veitt í Gerðarsafni í hófi sem sjávar­útvegsráðherra og bæjarstjórinn í Kópavogi efndu til af þessu tilefni.

Veitt eru verðlaun í nokkrum flokkum þeim sem dómnefnd telur að hafi náð framúrskarandi árangri á ýmsum sviðum greinarinnar, til að mynda fiskveiðum, útgerð, fisk­vinnslu og framleiðslu tækjabúnaðar fyrir sjávarútveg.

Viðurkenninguna Framúrskar­andi fiskimaður hlaut Víðir Jónsson, skipstjóri á frystitogaranum Kleifa­bergi ÓF frá Ólafsfirði sem dóm­nefnd taldi hafa náð ótrúlegum af­köstum með þrautþrjálfaðri áhöfn sinni.

Ísfélag Vestmannaeyja þótti dómnefnd skara fram úr í hópi út­gerðarfyrirtækja og hafa tekið frum­kvæði í endurnýjun skipaflotans með smíði tveggja uppsjávarskipa af bestu gerð á stuttum tíma.

HB Grandi var útnefnt sem Framúrskarandi fiskvinnsla með þeim rökstuðningi að fyrirtækið hafi lagt ríka áherslu á háþróaða tækni í vinnslu og stöðuga þróun sinnar framleiðslu.

Fyrirtækið Skinney Þinganes á Höfn fékk einnig viðurkenningu fyrir ötula uppbyggingu glæsilegs sjávarútvegsfyrirtækis á liðnum árum sem orðið er burðarás í sinni heima­byggð.

Framsæknir fram-leiðendur búnaðar

Viðurkenningu sem framúrskarandi íslenskur framleiðandi veiðibúnaðar í flokki stærri fyrirtækja fékk Hamp­iðjan sem dómnefnd segir leiðandi á alþjóðavísu í framleiðslu og þjón­ustu hágæða veiðarfæra fyrir tog­ og nótaveiðiskip.

3X Technology / Skaginn fengu hliðstæð verðlaun í flokki minni framleiðenda búnaðar vegna nýj­unga í tækjabúnaði í skip sem stuðli að bættum hráefnisgæðum.

Framleiðendur fiskvinnslubúnað­ar voru með hliðstæðum hætti verð­launaðar í tveimur flokkum, þ.e.

stærri og minni fyrirtæki. Í fyrrnefnda flokknum hlaut Marel viðurkenninguna fyrir að vera í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski með starfs­stöðvar víða um heim.

Í flokki minni fyrirtækja í fram­leiðslu fiskvinnslubúnaðar varð Valka ehf. hlutskarpast fyrir að hafa frá stofnun árið 2003 náð frábærum árangri í framleiðslu hágæðabúnaðar og hönnun sjálfvirknilausna fyrir fiskiðnaðinn.

Erlendir birgjar einnig verðlaunaðir

Eins og fjallað er um á öðrum stað í blaðinu fékk fyrirtækið Polar tog­hlerar viðurkenningu fyrir bestu nýj­ung á íslensku sjávarútvegssýn­

ingunni og í flokki erlendra birgja fengu Raymarine og JT Electric viðurkenningar fyrir veiðibúnað. Verðlaun í flokki erlendra birgja á sviði fiskvinnslubúnaðar fengu fyrir­

tækin Craemer Group og Unisy­stem.

Verðlaun fyrir bestu heildarfram­leiðslu fékk Marel og loks fengu þrír aðilar viðurkenningar fyrir bása sína

á sýningunni; þ.e. Icelandic Group fyrir besta básinn af þeim stærri, Sjóvá fyrir besta básinn í flokki þeirra minni og Grindavík fyrir besta lands­, svæðis­ eða hópbásinn.

Fyrirtækið MultiTask í Neskaupstað hefur á undanförnum árum þróað tækið S2jókall sem komið er fyrir í

fatnaði eða björgunarvestum í skip­um og hefur á sjálfvirkan hátt neyðarsendingu ef skipverji með búnaðinn fer í sjó. Á Íslensku sjávar­útvegssýningunni var kynnt glæný og byltingarkennd útgáfa af þessu undratæki sem framleiðendur kalla Sjókall í öðru veldi og vísa með því til þess hve mikil tæknileg framför er orðin.

Nýjasta og besta tækni gerði starfsmönnum MultiTask mögulegt að minnka verulega umfang nýja Sjókall sem er nú á stærð við eldspýtustokk. Auðveldlega má því koma tækinu fyrir í öryggis­ eða vinnufatnaði. Tækið hefur rafhlöðu­endingu í fimm ár og eftir að það

virkjar neyðarsendingu getur það sent út í allt að 24 klukkustundir. Neyðarkall berst frá tækinu í talstöð skips fáum sekúndum eftir að tækið hefur neyðarsendingu en tækið tengist einnig AIS tækjum skipanna og hægt er þannig að sjá strax stað­setningu manns í sjónum á korti. Drægni tækisins er allt að 10 sjómíl­ur á sjó en mun lengra ef t.d. flugvél er að miða út mann í sjó með virk­um Sjókall. Tækið byggir einnig á öllum þeim GPS kerfum sem notuð eru í heiminum í dag og þannig er tryggt að tækið nýtist á hvaða hafs­svæði sem er.

multitask.is

Sjókall er agnarsmátt tæki með risavaxna getu! Hér er hann í samanburði við 100 kr. pening og iPhone síma.

Sjókall bjargar mannslífum!

Verðlaunahafar Íslensku sjávarútvegsverðlaunanna 2014. Fremri röð frá vinstri: Fulltrúi Raymarine, Helgi Hjálmarsson framkvæmdastjóri Völku, Guðbjörg M. Matth-íasdóttir f.h. Ísfélags Vestmannaeyja, fulltrúi Craemer Group, fulltrúi Unisystem, Rúni Petersen f.h. JT Electric, Albert Marsellíus Högnason f.h. 3X Technology. Efri röð frá vinstri: Sigurður Ólason f.h. Marel, Víðir Jónsson, skipstjóri á frystitogaranum Kleifabergi ÓF, Atli Már Jósafatsson, framkvæmdastjóri Polar toghlera, Pétur Már Benediktsson f.h. Grindavíkurbæjar, Hjörtur Erlendsson, forstjóri. Hampiðjunnar, Sigurjón Andrésson frá Sjóvá, Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skinn-eyjar-Þinganess, Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda og Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans.

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin veitt

Page 47: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 47

Fornubúðir 5, 220 Hafnarfirði, sími 567 7860, www.frjo.is

•Fomacosprautuvélar ogpækiltankar•Saltfiskkassar•Saltfiskhólkar•TQIíblöndunarefni

FYRIR SALTFISKINN

Á síðasta ári sameinaðist Frjó Qu­atro og Umbúðasalan undir nafninu Frjó Umbúðasalan ehf. Fyrirtækið hefur í mörg ár sérhæft sig í inn­flutningi á umbúðum, vélum og íblöndunarefnum fyrir sjávarútveg­inn en það á að baki sér yfir 20 ára sögu sem heildsala fyrir matvæla­iðnaðinn.

Vandaðar vörur frá traustum birgjum

Að sögn Ólafs Erlings Ólafssonar, framkvæmdastjóra Frjó Um­búðasölunnar, er lykilatriði í rekstrinum að finna þá birgja sem skilja hvaða kröfur eru gerðar til þeirra varðandi samkeppnishæfni og afhendingaröryggi. Birgjar Frjó Um­búðasölunnar koma flestir frá Evrópu en þar má kannski helst nefna Fomaco sem framleiðir mest seldu sprautusöltunarvélar á Íslandi, Kroma flökunarvélar og slægingar­vélar, m.a. annars fyrir makríl og silung, Tequisa (TQI) hjálparefni og Maritime, Peterson, Smurfit kappa og Schur pack sem framleiða salt­fiskkassa, öskjur og pappakassa en allir þessir birgjar eiga það sameigin­legt að hafa verið að sinna íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum í mörg ár og þekkja þarfir og kröfur markaðarins. Allir þessir birgjar segir Ólafur Er­lingur að bjóði upp á framúrskar­andi vöru, hver á sínu sviði.

Þekking starfsfólks mikilvægEftir sameiningu Frjó Quatro og Umbúðasölunnar á síðasta ári fjölg­aði starfsfólki með mikla reynslu í þjónustu við sjávarútveginn enn frekar. Frjó Umbúðaslan hefur alltaf lagt mikið upp úr því að hafa starfs­fólk með þekkingu á framleiðslu í matvælaiðnaði og þar sem fyrirtækið

sinnir öllum geirum matvælaiðnað­arins eru starfandi sjávarútvegs­fræðingur, kjötiðnaðarmenn og garðyrkjufræðingur hjá fyrirtækinu.

frjo.is

„Áhugaverðir tímar framundan. Nú, þegar Frjó Umbúðasalan hefur flutt alla starfsemi sína að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði, er fyrirtækið komið í framtíðarhúsnæði sem hentar mjög vel í öllu tilliti. Nú gefst enn meiri tími til að heimsækja viðskiptavinina og sinna þeim,“ segir Ólafur Erlingur Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtæk-isins.

Ólafur Erlingur Ólafsson, fram-kvæmdastjóri.

Heildarlausnir fyrir matvælaiðnaðinn

Vel heppn-uð sjávar-

útvegs-sýning

Frjó Umbúðasalan tók þátt í Ís­lensku sjávarútvegssýningunni sem haldin var í Kópavogi í lok september. „Sýningin var af­skaplega vel heppnuð og ánægjulegt hversu margir við­skiptavinir kíktu á bás Frjó Umbúðasölunnar sem að þessu sinni lagði mikla áherslu á allt sem tengist framleiðslu á salt­fiski,“ segir Ólafur Erlingur. Til að kynna vörur sínar voru birgj­ar Frjó Umbúðasölunnar í salt­fiskkössum, íblöndunarefnum frá TQI og Fomaco sprautu­söltunarvélum á svæðinu og ræddu við viðskiptavini. Einnig voru kynntar flökunarvélar og slægingarvélar frá Kroma og segir Ólafur Erlingur það hafa komið skemmtilega á óvart hversu margir sýndu þessum vélum áhuga. Hann segir að þegar séu komnar vélar til landsins sem verði afgreiddar til viðskiptavina á næstu dögum.

Page 48: Sóknarfæri Október 2014

48 | SÓKNARFÆRI

Líf og fjör á sjávarútvegssýninguÞað var margt um manninn á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi dagana 25.­27. sept­ember. Hundruð fyrirtækja sýndu þar framleiðsluvörur og kynntu þjónustu sína, bæði innlend fyrirtæki og erlend. Sýningarsvæðið var um 13.000 fermetrar, bæði innhúss og utandyra. Sjá mátti allt frá stórum bátum niður í smæstu skrúfur – allt þar á milli. Yfir 14 þúsund gestir sóttu sýninguna og þótti hún takast vel í alla staði.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum mátti bæði kynna sér tæki og tól, ræða viðskipti og hitta kollegana í sjávarútveginum, fræðast og spjalla. En líka skemmta sér því margir sýnendur lögðu upp úr afþreyingunni og er óhætt að segja að hugmyndaflugið hafi varla átt sér takmörk í framsetningunni.

Myndirnar tala sínu máli. Næsta sýning verður að þremur árum liðnum í Kópavogi.

Fullvaxnar vélar í bás Marás.

Klettur á miðju gólfi! Fyrirtækið Klettur fór þá skemmtilegu leið að setja upp í bás sínum lítið kaffihús sem að sjálfsögðu fékk nafnið Kaffi Klettur. Hvað annað!

Skipstjórnarmenn bera saman bækur sínar. Lyftararnir hjá Íslyft drógu marga að sér.

Stóð í ströngu! Þessi starfsmaður Jötunn Véla dró að sér athygli gesta enda stóð hann löngum stundum í vatni upp fyrir ökkla til kynningar á Seal Skinz vatns-heldum sokkum.

Page 49: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 49

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra heilsuðu upp á sýnendur að lokinni setningarathöfn. Hér eru þeir ásamt Marianne Rasmussen-Couling sýningarstjóra og Ármanni Kr. Ólafssyni í bás Ísfells að ræða við Pétur Björnsson, stjórnarformann og Gunnar Skúlason, framkvæmdastjóra.

Og svo þurfti auðvitað að ræða viðskipti, kynnast því sem í boði er, spá og spekúlera. Sýning sem þessi getur bæði verið vettvangur beinna viðskipta á staðnum en oftar en ekki er málum hreyft fyrst á sýningunni og síðan unnið úr þeim næstu vikur á eftir.

Hólmar Svansson, sölustjóri Promens Dalvík ehf. og Ari Theodór Jósefsson, rekstrarstjóri útgerðarfyrirtækisins Havfisk ASA í Noregi, handsöluðu samning um kaup á Kristjánsbúrinu sem að baki þeim er á myndinni. Það er sérstakur búnaður sem ætlaður er til löndunar á fiskikerjum.

Í einum fjölmargra erlendra bása á sýningunni var kynntur búnaður á skips-skrúfur sem sker sjálfvirkt allar línur og net sem koma í skrúfuna. Með þessum búnaði mætti koma í veg fyrir margar frátafir og tilheyrandi vandamál sem skapast þegar bátar fá veiðarfæri í skrúfuna.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var með sinn bás á sýningunni þar sem kynnt var starfsemi ráðuneytisins, Hafrannsóknastofnunar og fleira.

Sjómannalögin á sínum stað. Friðrik Vilhelmsson, sölumaður hjá Promens Dalvík hafði nikkuna meðferðis á sýninguna og keyrði upp sjómannastemninguna eins og honum einum er lagið.

Page 50: Sóknarfæri Október 2014

50 | SÓKNARFÆRI

Skömmu eftir Íslensku sjávarútvegs­sýninguna haustið 2011 tóku Kraft­vélar í Kópavogi að nýju við umboði fyrir Toyota lyftara hér á landi eftir nokkurra ára hlé. Á sama tíma tók fyrirtækið við umboði fyrir Iveco vörubíla og bæði þessi merki voru þungamiðjan í um 100 fermetra bás Kraftvéla á Íslensku sjávarútvegssýn­ingunni í ár. Viktor Karl Ævarsson, sölustjóri Kraftvéla, segist hæstá­nægður með sýninguna og raunar

hafi hún farið fram úr björtustu vonum.

„Við mættum til leiks með nýjasta nýtt í Toyota lyfturum fyrir sjávarútveginn en þetta vörumerki þekkir greinin af góðri reynslu til fjölda ára. Sú vara sem fékk þó hvað bestar viðtökur var lítill 3,5 tonna vörubíll frá Iveco sem við kynntum á sýningunni og eiginlega sló í gegn. Bæði seldum við svona bíla á sýn­ingunni sjálfri og höfum á þeim vik­

um sem liðnar eru frá sýningunni selt nokkra bíla, bæði af þessari gerð og líka 5 tonna bíla. Ég get því ekki annað en verið mjög glaður með ár­angurinn,“ segir Viktor Karl og undirstrikar að áhrif sýningarinnar felist ekki síst í eftirfylgni vegna þeirra fyrirspurna sem komið hafi í

básnum. Þannig hafi sölumanna Kraftvéla beðið langur listi að sýn­ingunni lokinni, bæði vegna áhuga­samra kaupenda á Iveco bílunum, Toyota lyfturunum og handlyftur­um sem fyrirtækið kynnti einnig á sýningunni.

„Straumurinn í básinn á sýn­ingunni var jafn og góður. Við vild­um með básnum undirstrika okkar þjónustu og vörumerki í sjávarút­veginum en sú góða sala sem var á staðnum var enn meira en við áttum von á,“ segir Viktor Karl.

„Ég er mjög sáttur við sýninguna og hvað okkar bás varðar þá fannst mér talsvert meiri aðsókn. Ég hefði gjarnan viljað sjá fleiri erlenda gesti á sýningunni en hvað íslensku gestina varðar þá sóttu hana greinilega margir í greininni og víða er verið að gera áætlanir um fjárfestingar. Við fengum fjölda fyrirspurna um okkar vörur og þjónustu og búið að vera mikið um að vera hjá okkur eftir sýninguna að vinna úr þeim,“ segir Guðmundur Hannesson, sölu­ og markaðsstjóri hjá Kælismiðjunni Frosti.

Guðmundur segir upplifunina af sýningunni staðfesta talsverða hreyf­ingu í sjávarútveginum þessi miss­erin. „Eins og við vitum er verið að fjárfesta í nýjum skipum, mikill hugur er í kringum vinnslu á makríl og þróun í vinnslu á hvíta fiskinum í landi er á fullri ferð. Allt snertir þetta okkar þjónustuþætti hjá Kæl­ismiðjunni Frosti þannig að það er ekki ástæða til annars en bjartsýni,“ segir Guðmundur.

Guðmundur Hannesson, sölu- og markaðsstjóri Frosts, ræðir við einn sýn-ingargesta.

„Sýningin var á margan hátt keimlík fyrri sýningum en hvað okkur varðar þá tókum við þá stefnu að þessu sinni að vera með minna af vélbún­aði en meira úrval af umbúðum sem við höfum að bjóða. Síðan vorum við með matarveitingar og aðstöðu fyrir fólk að setjast niður og þetta heppnaðist mjög vel. Aðsóknin var mjög mikil í básnum allan tímann,“ segir Bjarni Hrafnsson, rekstrarstjóri umbúðafyrirtækisins Samhentra í Garðabæ en fyrirtækið var líkt og áður með veglegan bás á Íslensku sjávarútvegssýningunni.

Til viðbótar þátttökunni á sýn­ingunni sjálfri var efnt til veglegs hófs í húsnæði Samhentra í Garða­bæ að kvöldi fyrsta sýningardagsins

þar sem á annað þúsund manns mætti og naut veitinga og skemmti­atriða. „Þetta höfum við gert áður og tilgangurinn með þessu heimboði samhliða sýningunni er að gefa fólki í greininni innsýn í hversu umfangs­mikið fyrirtæki Samhentir er og fjöl­þætt þjónusta veitt á um­búðasviðinu, bæði í framleiðslu um­búða og sölu vélbúnaðar. Við erum kannski ekki fyrirtæki sem selur vör­ur í stórum stíl á sýningunni sjálfri heldur ganga þessir dagar út á að hitta viðskiptavini, miðla upplýsing­um og treysta viðskiptasamböndin. Sýningin er því mikilvægur liður í okkar markaðsstarfi,“ segir Bjarni.

Bás Samhentra var fjölsóttur og þar mátti sjá úrval umbúða sem fyrirtækið býður í sjávarútvegi.

Góð aðsókn og fjöldi

fyrirspurna

Bás Kraftvéla á Íslensku sjávarútvegssýningunni. Í forgrunni er Iveco vörubíll-inn sem hefur selst vel í kjölfar sýningarinnar.

Viktor Karl Ævarsson, sölustjóri Kraftvéla.

Viðskiptasam-böndin treyst

Fram úr björtustu vonum

Page 51: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 51

Page 52: Sóknarfæri Október 2014

52 | SÓKNARFÆRI

„Við erum mjög ánægðir með sýn­inguna. Mér fannst kveða við nýjan tón miðað við síðustu sýningar, greinilega meiri fjárfestingarhugur í greininni og verið að horfa fram í tí­mann,“ segir Þórir Matthíasson, framkvæmdastjóri Scanmar á Ís­landi.

„Mér fannst sýningin greinilega vel sótt af aðilum í greininni og við fengum til okkar í básinn fjölda sjó­manna og skipstjóra. Þessi vettvang­ur er mikils virði fyrir okkur; að hitta sem flesta notendur Scanmar búnaðarins og miðla til þeirra upp­lýsingum um hann. Menn gefa sér

góðan tíma til að skoða, spá og spek­úlera,“ segir Þórir en Scanmar not­aði sýninguna m.a. til að frumsýna nýjan nema fyrir uppsjávarveiðar og fékk hann góðar viðtökur skip­stjórnarmanna.

Þórir Matthíasson, framkvæmdastjóri Scanmar á Íslandi.

Kvað við nýjan tón mið-að við síðustu sýningar

O p t i m a r - I c e l a n d | S t a n g a r hy l 6 | 1 1 0 R e y k j a v í k | S í m i 5 8 7 1 3 0 0 | Fa x 5 8 7 1 3 0 1 | o p t i m a r @ o p t i m a r. i s | w w w. o p t i m a r. i s

Mjög mikilvægt er að kæla a�ann hratt fyrstu klukkustundirnar eftir veiði, það lengir geymsluþol verulega.

Notkun ísþykknis frá Optimar Ísland er góð aðferð til að ná fram hámarks kælihraða því �otmikið og fínkristallað ísþykknið umlykur allt hráefnið og orkuy�rfærslan er því gríðarlega hröð. Þessi hraða orkuy�rfærsla hamlar bakteríu- og örveruvexti og hámarks gæði a�ans eru tryggð.

Hröð niðurkæling er það sem Optim-Ice® ísþykknið snýst um.

Tryggir gæðin alla leið!

16

14

12

10

8

6

4

2

0

-20 1 2 3 4 5 6

Tími (klst)

Hita

stig

(°C

)

Hefðbundinn ís

Ísþykkni

NIÐURKÆLING Á ÝSU

Heimild: Sea�sh Scotland

Í bás fyrirtækisins GG Sport voru til sýnis og sölu breskir öryggishjálmar, með eða án samskiptabúnaðar og einnig kynnti fyrirtækið björgunar­flotgalla, fallvarnarbúnað og fleira sem tengjast sjávarútvegi. Tómas Jón Sigmundsson, annar tveggja eigenda fyrirtækisins, segist afar ánægður með viðtökurnar í kjölfar sýningarinnar.

„Hjálmarnir og fjarskiptabúnað­urinn fengu mikla athygli sýn­ingargesta og hún er enn að skila sér í beinni sölu í kjölfar sýningarinnar. Meira að segja höfum við í fram­

haldi af sýningunni selt hjálma til viðskiptavina erlendis þannig að kynningin skilaði sér víða. Það lítur út fyrir að árangurinn af þátttöku í sýningunni verði góður en það tekur einhverjar vikur að vinna úr þeim fyrirspurnum sem við fengum,“ seg­ir Tómas sem stofnaði fyrirtækið ásamt Leifi Dam Leifssyni árið 2004. Hvað þekktast hefur það verið fyrir sölu á ýmsum vörum fyrir sjó­ og fjallasport en Tómas segir stefn­una að auka þjónustu við sjávarút­veginn og var þátttaka í Íslensku sjávarútvegssýningunni liður í því.

Tómas Jón Sigmundsson, annar tveggja eigenda GG Sport í bás fyrirtækisins á Íslensku sjávarútvegssýningunni.

Hjálmar og sam-skiptabúnaður

vöktu áhuga gesta

Page 53: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 53

Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað.Danfoss hefur háþróaðan gæða vökvabúnað og kerfissérþekkingu til að mæta kröfuhörðum viðskiptavinum um allan heim. Vörulína Danfoss inniheldur m.a.:• Háþróaða PVG álagsstýrða proportional stjórnloka og HIC/patronuloka.• Öflugar H1 stimpildælur og mótorar fyrir aukinn áreiðanleika og nýtni• Þýðgengar Series 45 stimpildælur fyrir opin kerfi • Hágæða vökvamótorar á færibönd og spil • State-of-the-art PLUS+1™ stjórnbúnaður, örtölvur og hugbúnaður.Með Danfoss búnaði nærð þú stjórninni um borð.

Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100, www.danfoss.is

Vökvakerfislausnir farartækja einnig búnaður fyrir skip

Page 54: Sóknarfæri Október 2014

54 | SÓKNARFÆRI

Fyrr á þessu ári hóf fyrirtækið Fuglavarnir.is að selja hér á landi hljóðbúnað sem hannaður er til að fæla fugla frá svæðum þar sem ágangur þeirra skapar vandamál. „Það má segja að með búnaðinum sé hægt að mynda eins konar hljóð­girðingu og reynslan hingað til hefur

sýnt og sannað að hægt er að fæla fugla frá t.d. hafnarsvæðum, athafnasvæðum fyrirtækja og skip­um,“ segir Jónas Björgvinsson, fram­kvæmdastjóri Fuglavarna.is.

Búnaðurinn kemur frá breska fyrirtækinu Scarecrow bio­acoustic systems Ltd. en það fyrirtæki hefur

um 25 ára reynslu á þessu sviði. Bú­ið er að hljóðrita þekkt varnarhljóð fjölda fuglategunda og þegar þeim er varpað út í umhverfið skynjar fuglinn hættu og forðast umrætt svæði. Stærð hljóðkerfanna ræðst af stærð þess svæðis sem ætlunin er fæla fuglana frá. Sett er upp stjórn­box og út frá því lagt að hátölurum en fjöldi þeirra ræðst af stærð svæðis­ins sem ná þarf til. Jónas segir að í kerfinu sé hægt að hafa aðvör­unarhljóð nokkurra tegunda fugla sem varpað er út en þó er aðeins hljóðum einnar tegundar varpað út í senn. Tíðni sendinganna er yfirleitt tvisvar til þrisvar sinnum á klukku­stund og sendir búnaðurinn sjálf­virkt út en einnig er hægt að senda hljóðin út handvirkt eða stjórna með birtuskynjara eða klukkustýr­ingu.

Fuglarnir geta skaðað„Við höfum sett búnaðinn upp framan á brú á skipi og fælt þannig fugla frá þilfarinu, við settum líka upp búnað á hafnarsvæðinu á Siglu­firði, svo dæmi sé tekið og erum þessa dagana að setja upp búnað hjá fiskeldisstöðinni Dýrfiski í Dýra­firði. Búnaðinn má knýja með 12 eða 220 volta rafmagni eða sólar­sellu,“ segir Jónas. Hann segir einnig góða reynslu af þessum búnaði í

landbúnaði þar sem ágangur fugla getur valdið gífurlegum skaða á upp­skeru en margir þekki mætavel að fuglarnir geti líka gert usla hjá sjáv­arútvegsfyrirtækjunum.

„Fuglinn getur verið mjög ágeng­ur ef hann sér tækifæri á að komast í hráefni á hafnarsvæðum og við fisk­vinnslur þannig að þetta er ekki að­eins hvimleitt vandamál heldur líka mikið öryggis­ og gæðamál fyrir fyr­irtækin. Fuglinn getur borið ýmis­legt með sér og valdið skemmdum á

hráefninu þannig að það er til mikils að vinna að sporna gegn þessu vandamáli. Margir hafa reynt að fæla fuglinn með gasbyssum en við höfum séð að árangurinn er allt ann­ar með því að nota fælingarhljóð fuglanna sjálfra. Við sjáum mikinn árangur þar sem við höfum sett bún­aðinn upp,“ segir Jónas.

fuglavarnir.isJónas Björgvinsson, framkvæmda stjóri Fuglavarna.is og Mike Gray, sölustjóri Scarecrow Ltd. í Bretlandi kynntu fuglafælingarbúnaðinn á Íslensku sjávarút-vegssýningunni.

Jónas Björgvin við uppsetningu á búnaðinum við eldiskví fyrirtæksins Dýrfisks í Dýrafirði.

Varnarhljóð fæla fuglana frá

Aðal- og hjálparvélar í miklu úrvali ásamt öllu tilheyrandi Sérhæfð ráðgjöf, viðhalds- og varahlutaþjónustaÁratuga reynsla og þekking

... í þjónustu við útgerðina

TIL DÆMIS:SOLE SM-105 Skrúfuvél 95 Hö við 2500 sn/mín.Rúmtak: 4,996 ltr.

Eigum úrval af viðurkenndum þenslutengjum fyrir röralagnir á lager

TIL DÆMIS:Gerð: S8U-MPTK

1343 kW við 1060 sn/mín.Borvídd x slaglengd: 240 x 260

Rúmtak: 94,10 ltr.Mengunarvottun : IMO2

TIL DÆMIS:MAS 1350-S Skipsrafstöð Vél: S12R-MPTAW.1351 kW við 1500 sn/min 50HzMengunarvottun : IMO2

MD VÉLAR | Vagnhöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 567 2800 | Fax 567 2806 | [email protected] | www.mdvelar.is

Page 55: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 55

Uppsjávar-vinnslan á

Austurlandi og suðvestur-hornið stærst

í bolfisk-vinnslunni

Ráðstöfunarskýrslur fiskverkenda sýna að árið 2013 var unnið úr 36% heildaraflans á Austurlandi. Það svarar til rúmlega 490 þúsund tonna. Skýringin á þessu háa hlut­falli er fyrst og fremst sú að í þessum landshuta var unnið úr um 53,5% uppsjávaraflans. Þannig var á Aust­urlandi unnið úr 55,2% loðnuaflans eða 245 þúsund tonnum. Einnig fóru 78,8% kolmunnaaflans til vinnslu á Austurlandi, sem og 34,7% af makrílaflanum. Suðurland kemur þar næst með 228 þúsund tonn eða 16,8% heildaraflans.

Hagstofan birtir í skýrslu sinni um afla, verðmæti og ráðstöfun fisk­afla árið 2013 yfirlit um verkunar­staði. Þar kemur m.a. fram að á ár­inu 2013 ráku Vestfirðir lestina í listanum yfir verkunarstaði en þar var unnið úr um 40 þúsund tonnum á árinu.

Mikil botnfiskvinnsla á höfuðborgarsvæðinu

Yfirlitið sýnir glögglega hversu sterka stöðu höfuðborgarsvæðið hef­ur þegar kemur að botnfiskaflanum. Unnið var úr 134 þúsund tonnum af botnfiski á því svæði, sem svarar til nálega þriðjungs heildarafla af botnfiski. Þar á eftir í röðinni koma Suðurnes með 88 þúsund tonn af botnfiski til vinnslu.

„Stærstur hluti þorskaflans fór til vinnslu á Suðurnesjum, tæp 48 þús­und tonn eða 20,4% þorskaflans, en tæp 40 þúsund tonn fóru til Norð­urlands eystra. Um 36,4% ýsuaflans voru unnin á höfuðborgarsvæðinu, eða tæp 16,6 þúsund tonn. Stærsti hluti ufsaaflans fór einnig til vinnslu á höfuðborgarsvæðinu, rúm 23 þús­und tonn eða 40,4% þess afla, og tæplega 50% karfaaflans var einnig unnin þar eða tæp 30 þúsund tonn,“ segir í samantektinni.

66% flatfisks unnin á Suðvesturhorninu

Suðurnes og höfuðborgarsvæðið bera einnig höfuð og herðar yfir önnur landssvæði hvað varðar vinnslu á flatfiski en unnið er sam­anlagt úr um 66% flatfiskaflans á þessum svæðum landsins.

„Þar af voru rúm 6 þúsund tonn af grálúðu á höfuðborgarsvæðinu og 2,6 þúsund tonn á Suðurnesjum. Norðurland eystra tók á móti 2,2 þúsund tonnum af grálúðu til vinnslu. Afli skarkola var tæp 6 þús­und tonn og var að mestu unninn á Suðurnesjum (50,9%) og á höfuð­borgarsvæðinu (34%).

Á Norðurlandi vestra var unnið úr tæpum 3,6 þúsund tonnum af skelfiski og krabbadýrum sem er um 28% þess afla. Var þar eingöngu um vinnslu á rækju að ræða. Mestur humar var tekin til vinnslu á Suður­landi eða rúm 1.200 tonn, eða tæp­lega 70% humaraflans.“

Síldarvinnslan í Neskaupstað rekur öfluga uppsjávar- og bolfiskvinnslu.

Page 56: Sóknarfæri Október 2014

56 | SÓKNARFÆRI

Losaðu tengilínu og hylki. Taktu um handfang á bakhlið og færðu hylkið að björgunarstað. Taktu um háls kastlínupokans og opnaðu lásinn á honum. Taktu um útkant netsins og hvolfdu síðan lyftilínum í sjóinn. Um leið og

kastpokanum er kastað vindmeginn við manninn, er netstykkið látið falla fyrir borð. Dragðu hratt inn slaka á tengilínu og lyftilínum og gefðu það síðan út til mannsins eftir því sem hann dregur netið að sér.

Hafðu átak á línunum allan tímann. Leyfðu manninum í sjónum að fara í netið, helst sitjandi og í nokkurri fjarlægð frá skipinu. Nýtið ykkur ölduna þegar þið dragið manninn að og byrjið að lyfta honum upp.

Lloyd’s Register / SOLAS gerðar viðurkenning nr.: SAS S100116 Viðurkenning Siglingastofnunar nr: 06.11.09.01

Nánari upplýsingar má fá í gegnum vef okkar:

www.markusnet.com

Maður fyrir borð öruggi og björgun er okkar viðfangsefni.

Framleiðandi: Markus Lifenet Ehf. Breiðvangur 30, IS-220 Hafnarfirði. Sími: 565 1375 Fax: 565 1376 Netfang: [email protected]

Álögð veiðigjöld í upphafi fiskveiði­ársins sem hófst 1. september nema 4,1 milljarði króna en Fiskistofa, sem birtir upplýsingar um álagningu veiðigjalda yfirstandandi fiskveiðiárs og síðustu tveggja, segir hér aðeins um fyrsta hluta álagningar fiskveiði­ársins að ræða. Síðar verða lögð á veiðigjöld vegna úthlutaðs aflamarks í deilistofnum og vegna afla í ókvótabundnum tegundum. Lokaá­lagning fari síðan fram eftir lok fisk­veiðiársins haustið 2015.

Af upphafsálagningunni á fisk­veiðiárinu, þ.e. 4,1 milljarði króna, koma um 850 milljónir króna frá Reykjavík. Því næst koma Vest­mannaeyjar, þá Akureyri og Grinda­vík, sjá töflu.

Samkvæmt upplýsingum Fiski­

stofu voru álögð veiðigjöld á fisk­veiðárinu 2012/2013 alls 12,8 millj­arðar króna og 9,2 milljarðar á ný­liðnu fiskveiðiári. Munur á þessum árum liggur fyrst og fremst í lækkun á sérstöku veiðigjaldi milli fiskveiði­ára.

Upphafsálagning veiðigjalda rúmir 4 milljarðar

Reykjavík 850 millj. kr.

Vestmannaeyjar 560 millj. kr.

Akureyri 446 millj. kr.

Grindavík 376 millj. kr.

Höfn 292 millj. kr.

Sauðárkrókur 211 millj. kr.

Neskaupstaður 205 millj. kr.

Hellissandur 130 millj. kr.

Siglufjörður 122 millj. kr.

Hnífsdalur 90 millj. kr.

Mælistöðvar í úthafsrækjuleiðangri Hafrannsóknastofnunar nú í haust.

Rækjan í lægð

Hafrannsóknastofnun hefur í haust gert mælingar á stærð og útbreiðslu rækjustofna við landið, bæði á grunnslóð og í úthafinu. Stofnunin segir veiðistofnsvísitölu úthafsrækju vera svipaða og hún mældist síðustu tvö ár og stofninn er því áfram í lægð. Gerðar voru mælingar á 91 stöð norður og norðaustur af landinu. Mestur var þéttleiki rækju á norðaustanverðu svæðinu. Þó þéttleikinn hafi ekki verið mikill þá var aukning austast á rannsókna­svæðinu, í Bakkaflóadjúpi og Hér­aðsdjúpi. Aldrei hefur fengist jafn lítið af rækju vestast á svæðinu.

Á grunnslóð voru könnuð sex svæði þ.e. Arnarfjörður, Axarfjörður, Húnaflói, Ísafjarðardjúp, Skaga­fjörður og Skjálfandi. Stofnvísitala rækju í Arnarfirði var undir meðal­lagi og var helsta útbreiðslusvæði rækju innst í firðinum. Hafrann­sóknastofnun hefur lagt til að leyfð­ar verði veiðar á 250 tonnum af rækju fiskveiðiárið 2014/2015.

Stofnvísitala rækju í Ísafjarðar­djúpi mældist í meðallagi og leggur stofnunin til 750 tonna veiðar á þessu fiskveiðiári. Rækjustofnar á öðrum svæðum eru enn í lægð og ekki mælt með veiðum úr þeim og mælir Hafrannsóknastofnun ekki með veiðum á þeim svæðum.

Page 57: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 57

Þorlákshöfn hefur allar forsendur til þess að verða næsta stórskipahöfn Ís­lands. Fyrirhugaðar framkvæmdir og endurbætur við höfnina ásamt miklu landrými, sem jafnframt er mjög heppilegt byggingarland, gera 2 að ákjósanlegum stað fyrir fram­tíðaruppbyggingu vöruflutninga til og frá landinu. Þetta er mat Hjartar Bergmanns Jónssonar, hafnarstjóra í Þorlákshöfn, sem bendir á að aðeins séu um 40 kílómetrar landleiðina til höfuðborgarsvæðisins.

Hjörtur segir þreifingar hafi átt sér stað um reglubundnar siglingar frá Þorlákshöfn til Bretlands og Evrópu. Viðbrögð íslenskra skipafé­laga við hugmyndum um upp­byggingu í Þorlákshöfn hafi verið frekar dræm en vonandi sjái þeir sóknarfæri í því. Hann bendir á að allt sé breytingum háð. Ekki séu ýkja mörg ár frá því að aðeins eitt flugfélag bauð upp á ferðir til Ís­lands. Nú sé öldin önnur. Engin ástæða sé til þess að ætla að önnur lögmál þurfi að gilda í samkeppni um vöruflutninga á sjó.

Mun styttri siglingaleiðHafnarstjórinn segir það alveg vanta inn í umræðuna hversu mikið það spari í siglingatíma og olíukostnaði skipanna að færa miðstöð vöruflutn­inga til Þorlákshafnar. „Við erum að

tala um 16­18 klukkustundir í sigl­ingu frá Evrópu. Ekki aðeins sparar það olíu heldur þýðir með öðrum orðum að ferskvara eins og græn­meti og ávextir, sem flutt er inn til landsins, kemst jafnvel sólarhring fyrr til neytenda en nú er. Hversu mikið dregur það úr rýrnun við­kvæmrar vöru og hver er peningaleg­ur sparnaður í þessum þætti einum?“

Hjörtur segir heimamenn ákveðna í að blása til sóknar. „Breytt siglingaleið Herjólfs á sínum tíma dró vissulega úr tekjum hafnarinnar en mannvirkin eru hér fyrir hendi og Þorlákshöfn er áfram mikilvæg fiskiskipahöfn. Við teljum að með þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru muni aðstaðan hér henta full­komlega fyrir komur stærri flutn­ingaskipa. Allt í kringum okkur eru svo tugir ferkílómetra af sléttlendi sem hentar frábærlega fyrir hvers kyns uppbyggingu mannvirkja á landi,“ segir Hjörtur sem tók við stöðu hafnarstjóra um síðustu ára­mót.

Að mestu lokið á þremur árum

Hjörtur segir áætlanir gera ráð fyrir að kostnaður við uppbygginguna verði um tveir milljarðar króna. Frumteikningar liggi fyrir og vonast hann til að hægt verði að hefja loka­

hönnun verksins núna í haust eða vetur með það að markmiði að framkvæmdum verði að mestu lokið innan þriggja ára.

Vikur er fluttur út í talsverðum mæli um Þorlákshöfn en hugmyndir

um stærri skip til flutninganna hafa strandað á aðstöðunni. Gangi breytingarnar eftir verður hægt að afgreiða allt að 180 metra langt og 30 metra breitt skip í höfninni. „Við erum ekki komin með skriflega stað­

festingu um þátttöku ríkisins í þessari uppbyggingu en höfum feng­ið jákvæð viðbrögð við þessu,“ segir hafnarstjórinn fullur bjartsýni.

Í höfninni í Þorlákshöfn er gott athafnarými fyrir flutningaskip og á eftir að verða enn betra, gangi áætlanir heimamanna um uppbyggingu eftir. Hafnarstjórinn, Hjörtur Bergmann Jónsson, telur mikla framtíðarmöguleika í Þorlákshöfn.

Þorlákshöfn fullkomin sem stórskipahöfn

Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526

www.kraftvelar.is • [email protected]

Kraftvélar bjóða uppá víðtæka lausní vörumeðhöndlun fyrir sjávarútveg

Toyota dísel- og rafmagnslyftarar Iveco sendi- og vörubifreiðar

Page 58: Sóknarfæri Október 2014

Vi›arhöf›a 6 - Reykjavík

Sjómannafélag Eyjafjarðar

Hvalur hf.Reykjavíkurvegi 48

220 HafnarfjörðurFiskmarkaður Þórshafnar ehf.

Kraftmikill sjávarútvegur er þjóðarhagur

58 | SÓKNARFÆRI

Page 59: Sóknarfæri Október 2014

Sigurbjörn ehf.Grímsey

Farmanna og fiskimannasamband

Íslands

Félagskipstjórnar-manna

SÓKNARFÆRI | 59

Page 60: Sóknarfæri Október 2014

60 | SÓKNARFÆRI

Björn Snæbjörnsson, formaður stéttarfélagsins Einingar­Iðju og Starfsgreinasambandsins, segir að starfsöryggið sé það sem brenni einna mest á fiskvinnslufólki um þessar mundir. „Fiskveiðistjórnunar­kerfið hefur ekki verið nógu öruggt. Fólk vill geta lesið betur á hverju er von í nánustu framtíð. Óvissan hef­ur verið gífurlega mikil undanfarin ár,“ segir Björn og bætir við að störf­um hafi fækkað í fiskvinnslu, bæði vegna þess að fyrirtækin hafi samein­ast og þau stækkað. Nú hafi fjöldinn þó staðið í stað um nokkurt skeið.

Aukin vélvæðing bæði góð og vond

„Tækniþróun hefur verið gífurlega ör en jafnvel þótt tæknin hafi fækk­að störfum í sumum tilfellum þá hefur hún valdið því að mun meiri

vinnsla sjávarafurðanna á sér stað í frystihúsunum. Þau eru í dag iðu­lega orðin að verksmiðjum miðað við það sem áður var. Vinnan í þess­um húsum er því í raun orðin mun víðfeðmari vegna vélvæðingarinnar,“ segir Björn.

Bónusgreiðslurnar gera gæfumuninn

Launakjör fiskvinnslufólks byggjast, að sögn Björns, mjög mikið upp á bónusum þótt dagvinnukaupið sé ekki mjög hátt. „Bónusinn er mjög mishár og þess vegna getur munur á launum þeirra sem fá mest og þeirra sem fá minnst verið mjög mikill. Oft er samið um fasta bónusgreiðslu í upphafi sem er þá ekki til þess að vera afkastahvetjandi heldur bara föst greiðsla.“

Íslendingum fjölgarí fiskvinnslunni

Björn segir sem dæmi að á Eyja­fjarðarsvæðinu sé ekki mikið af far­andverkafólki þótt það sé mismun­andi eftir stöðum. „Nú er meira um að bæði útlendingar og Íslendingar flytji á svæðið og hafi fasta búsetu þar en ferðist ekki á milli staða. Ís­lendingum hefur fjölgað í þessum störfum undanfarin ár en það eru launakjörin sem skiptir þá mestu máli. Þeir sem höfðu leitað í önnur störf fyrir hrun hafa nú snúið aftur til starfa í sjávarútvegsfyrirtækjunum og sums staðar eru biðlistar eftir störfum. Á þeim lista er bæði erlent og íslenskt vinnuafl.“

Ástæða til bjartsýni „Það er augljóslega meiri stöðugleiki í starfsgreininni eftir hrun,“ segir

Björn og bætir við að ef stjórnvöld klári sín mál farsællega sé full ástæða til bjartsýni. „Nú gengur vel í fisk­vinnslunni því auðvitað hjálpar hagstætt gengi til en starfsfólk bind­ur eðlilega vonir við að það fái auk­inn skerf af ágóðanum,“ segir Björn bjartsýnn fyrir hönd fiskvinnslu­fólks.

Fiskvinnsla Gjögurs á Grenivík er dæmi um fyrirtæki í greininni sem hefur tekið nýjustu tækni í þjónustu sína; bitar eru skornir með vatni og pökkun á ferskum afurðum í kassa er sjálfvirk. Formaður Starfs-greinasambandsins segir aukna tæknivæðingu í mörgum tilfellum hafa leitt til þess að meiri vinnsla er á fiski í húsunum en áður var.

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfs-greinasambandsins.

Starfsöryggið er mikilvægast

- snjallar lausnir

545 3200 wise.is [email protected] Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV)

TM

Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyrisími: 545 3200 » [email protected] » www.wise.is

Wise er leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveginnmeð kerfið WiseFish í fararbroddi.

Helstu lausnir eru Útflutningskerfi Wise og WiseFish sem innihalda: útgerð og kvóta, vinnslu, sölu og dreifingu, gæðastjórnun og tengingar við jaðartæki.

Nú er einnig hægt að fá sjávarútvegslausnir í mánaðarlegri áskrift.

Lausnir Wise spanna alla virðiskeðju sjávarútvegsins frá �skeldi og veiðum til sölu og drei�ngar.

Page 61: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 61

Verðmæti sjávarafla hér á landi nam tæpum 153 milljörðum króna á síð­asta ári og dróst saman um 4,1% frá fyrra ári, eða um 2,2% ef mælt er á föstu verði. Mikill munur er á vægi botnfisk­ og uppsjávarfisktegunda í aflaverðmæti samanborið við hlutfall í magni. Uppsjávartegundir eru þannig um 64% af aflamagninu, en tæp 30% af verðmæti landaðs afla. Verðmæti botnfisktegundanna er hins vegar rúm 61% af heildarverð­mæti þó að magni til séu þær um 33%. Skel­ og krabbadýr og flatfisk­ur vega einnig þyngra sem hlutfall af heildarverðmæti en hlutfall af magni.

Samkvæmt tölum Hagstofu Ís­lands nam verðmæti aukaafurða, sem féllu til við vinnslu fiskaflans, tæpum 5 milljörðum króna á árinu 2013 og jókst um 9,6% frá árinu áður. Verðmæti aukaafurða telst ekki með í tölum um heildarafla­verðmæti.

4,4% minna verðmætiSem fyrr vegur þorskaflinn þyngst í verðmætasköpun fiskaflans. Þorsk­aflinn árið 2013 var um 17,3% heildaraflans, eða rúm 236 þúsund tonn og jókst um 15,3% frá árinu á undan. Verðmæti tegundarinnar nam 47 milljörðum, sem er 31% af heildaraflaverðmætinu á árinu en dróst þó saman um 2,1 milljarð króna eða sem svarar 4,4% milli ára. Meðalverð þorsks lækkaði um 17,1%. Tæplega 66% þorskaflans voru seld í beinum viðskiptum, þ.e. þegar útgerð selur milliliðalaust til vinnslustöðvar. Verð í slíkum við­skiptum lækkaði um 17,3% frá ár­inu 2012, en raunverðslækkun nam 11,8%. Um 15,6% þorskaflans fóru í sjófrystingu og lækkaði verð þess afla um 21,9% milli ára, sem er 9,2% raunverðslækkun. Verðlækkun varð einnig á milli ára á þorski seld­um á innlendum markaði um 13,2%, þ.e. 7,2% raunverðslækkun, en 16,4% þorskaflans seldust á inn­lendum mörkuðum.

Mestur útflutningur var til Bret­lands eða um 16,3% af útflutnings­verðmæti. Útflutningur til Norður­Ameríku jókst um 15,6% á milli ára. Útflutningsframleiðsla sjávar­afurða jókst um 2,2% frá árinu 2012.

Uppsjávaraflinn er 64% af heildarveiðinni en skilar 30% af heildarverðmætum. Hér má sjá hvernig þróun varð í verðmæti heildarafla á árabilinu 2006-2013, metið á föstu verðlagi ársins 2013. Heimild: Hagstofa Íslands.

Verðminni þorskafurðir í fyrra

Enn fjölgar skemmtiferða-skipum vestra

Gert er ráð fyrir að 57 skemmti­ferðaskip komi til Ísafjarðarbæjar á næsta ári, að því er segir á fréttavef Bæjarins besta. Af þeim komi 54 til Ísafjarðar og þrjú hafi viðkomu á Flateyri. Stærst þessara skipa er MSC Sprendida og það hefur tvisvar viðkomu. Að hámarki geta verið 56 þúsund manns með skipunum en til samanburðar komu árið 2006 22 farþegaskip til Ísafjarðar með 14 þúsund farþega. Því má segj að mik­il umbylting hafi orðið á fáum ár­um.

www.eldi.isS: 895-3556 824-3410 612-5552

Allt fyrir fiskeldið

Framleiðsla Eldislausna:Loftarar - Endurnýtingarloftarar - Súrefniskútar - Súrefnisstýringar Dælustýringar - Ljósastýringar - Fóðurstýringar - Iðnstýringar

Við erum með:Alla almenna pípulagningaþjónustu og raflagnaþjónustu, dæluviðgerðir, köfunarþjónustu og ráðgjöf fyrir fiskeldið.

Við flytjum inn:Hreinsitromlur - Ljós í kvíar og í eldiskör - FóðurmyndavélarLjósnema fyrir kvíar.

Annað:Önnumst flestar uppsetningar og viðhald fyrir fiskeldið.

Page 62: Sóknarfæri Október 2014

62 | SÓKNARFÆRI

Víkurhvarfi 8203 Kópavogur

S: 534 9300F: 534 9301

[email protected]

FRAMÚRSKARANDI lausnir fyrir fiskvinnslur

Samvals- og pökkunarflokkari » Fyrir flök eða bita

» Allt að 80 stk á mínútu

» Lágmarks yfirvigt

» Frábær hráefnismeðhöndlun

» Sjálfvirk kassamötun

» Möguleiki á millileggi

» Sjálfvirk miðaprentun

Nú þegar í hönd dimmasta skamm­degið fer í hönd ríður á að góð vinnulýsing sé um borð í bátum og skipum. LED lýsingartæknin hefur heldur betur hafið innreið sína í ís­lenska skipaflotann. Þeir sem hafa reynt samanburðinn við hefðbundna ljósakastara segja mikinn mun, bæði á ljósmagni og orkuþörf. Fyrirtækið Ledlýsing í Hlíðasmára 11 í Kópa­

vogi sérhæfir sig í LED ljósabúnaði og hefur selt hundruð LED kastara í skipaflotann. Hermann Auðunsson, eigandi fyrirtækisins, segir áður­nefnda þætti skipta höfuðmáli við val á ljósabúnaði á skipin.

„Það spilar verulega inn í að geta sparað allt að 80% orkunnar sem að jafnaði fer í að drífa hefðbundna kastara um borð. Ég held þó að

menn meti mest hve birtan er þétt í þessum kösturum þrátt fyrir mikla dreifinu. Síðan skemmir það nátt­úrulega ekki fyrir að ljósin þola bæði titring og högg og allt viðhald sem fylgir hefðbundnum kösturum, svo sem að klifra reglulega upp í möstur, jafnvel í svarta myrkri og brjáluðu veðri til þess að skipta um perur, heyrir nú sögunni til,“ segir Her­mann.

Þeir sem prófa vilja fleiri kastara

Frá því fyrirtæki Hermanns hóf að

selja LED kastara í skip hér á landi fyrir um tveimur árum hefur hann unnið með framleiðanda búnaðarins að því að mæta þörfum á norðlæg­um slóðum fyrir aukinn þéttleika auk þess sem með kösturunum má fá sérstakar festingar úr 316 stáli til að mæta erfiðustu aðstæðum sem þekkjast á sjó.

„Eðlilega voru menn varkárir í fyrstu enda ekki þekkt sú hugsun að hægt væri að fjárfesta í varanlegri lýsingu til nota utandyra við þessar erfiðu aðstæður. Hjólin fóru þó fyrst almennilega að snúast eftir að einn af stærri þjónustuaðilum úgerða hér á höfuðborgarsvæðinu fór að kaupa þá í stórum stíl fyrir skipin. Nokkrum mánuðum áður hafði þessi aðili ákveðið að sannreyna hvernig þeir stæðu sig við erfiðustu aðstæður. Hann setti því nokkra kastara á stóra togara sem veiða á Grænlandsmiðum, því við þær að­stæður koma veikleikar og styrkleik­ar fljótt í ljós. Í dag hefur þessi aðili keypt hátt í hundrað svona kastara og sett á skip, bæði íslensk og er­lend.“

Meira ljósmagn en samt ódýrari!

Fyrir þá sem þekkja til mælinga á

ljósmagni gefa 180W LED kastarar frá Ledlýsingu 21.600 lúmen. Her­mann segir algengast að aðrir Led kastarar gefi ekki nema 15.000 lúmen þó þeir noti sömu orku (180W). „Birtumagnið skiptir öllu máli fyrir skipin og svo merkilegt sem það nú er, þá erum við að bjóða okkar kastara á 30% lægra verði en þessi umræddi framleiðandi gerir, þrátt fyrir að okkar búnaður skili 44% meira ljósmagni,“ segir Her­mann en kastararnir sem Ledlýsing býður eru víða notaðir erlendis, m.a. í stórum höfnum, íþróttaleikvöllum og kvikmyndaverum, svo eitthvað sé nefnt.

„Á athafnasvæði Samskipa við Sundahöfn er komin mjög góð reynsla á kastarana og ég vonast til þess að hafnarsvæði út um landið skoði þennan valkost af fullri alvöru. Góð lýsing á vinnusvæði eins og höfnum skiptir öllu máli,“ segir Hermann og bendir jafnframt á að auk kastaranna bjóði Ledlýsing ljós og perur fyrir hvers kyns lýsingu inni og úti.

ledlysing.is

Hermann Auðunsson í Ledlýsingu ehf. í Kópavogi með LED kastara sem þykir mikil bylting í lýsingum um borð í skipum.

LED lýsing er bylting í íslensk-

um skipum

Á Grænlandsmiðum. Hér er lýst með tveimur hefðbundnum ískösturum fram yfir stefni togarans Reval Viking í náttmyrkri og til samanburðar er mynd þar sem búið er að bæta við 180W LED flóðljósi. Lýsingin eykst verulega.

Horft aftur trolldekkið á togaranum Reval Viking. Þessi birta er frá einum 400W LED kastara frá Ledlýsingu.

HleðsluljósVinnuljósHandljós

KastararLeitarljós

HöfuðljósVasaljós

Útivistarljós

Hvaða geisli hentar þér ?

Síðumúla 28 - 5105100 - ismar.is

Page 63: Sóknarfæri Október 2014

SÓKNARFÆRI | 63

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi. www.matis.is

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

2-1

91

6

Að sjá verðmæti ...… þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki

sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Page 64: Sóknarfæri Október 2014

www.samskip.com

Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.

> Persónuleg og traust þjónusta um allan heim

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

59

84

0

Saman náum við árangri