4
SÉRRIT - 2. tbl. 19. árg. 12. janúar 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is SÉRRIT - 45. tbl. 18. árg. 22. desember 2011 Eitthvað er um það þessar vikurnar að nýjir og oft stærri bátar eru að koma í Stykkishólmshöfn. Guðmundur Gunnlaugsson var að koma með bátinn Kristbjörgu SH-84 sem er 5,22 brúttótonn til hafnar, Ásmundur Skeggjason í Hansínuhúsi mun einnig vera að stækka við sig. Bátur Ásmundar Hansína SH-147 er 5.38 brúttótonn. Símon og Alex í Íslenskri bláskel, sem nú heitir Íslensk bláskel og sjávargróður, hafa keypt bátinn Ronju SH-53 sem síðast var í Grundarfirði og er hún 22 brúttótonn. Að sögn Símonar ætla þeir félagar að sinna ýmsum verkefnum á næstu mánuðum á þessum bát auk þess að sinna bláskelinni munu þeir plægja upp þang, öðuskel og fleira góðgæti úr matarkistu Breiðafjarðar og jafnvel fara á strandveiðar. am Ekkert hefur frést af innbrotinu sem átti sér stað í verslun Sæferða fyrir jólin á síðasta ári. Gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana í húsnæðinu þar sem sett hefur verið upp öflugt viðvörunar- og þjófavarnarkerfi þannig að upptökutæki tekur upp allar hreyfingar sem eru innan ramma myndavéla sem eru 8 talsins. Að sögn Péturs í Sæferðum er búnaður sem þessi auðsettur upp og ódýrari en halda mætti í fyrstu. Hann bætti því við að þeir sem vildu kynna sér þetta væri velkomið að fá nánari upplýsingar og koma og skoða. am Af innbroti Bátum fjölgar í Stykkishólmshöfn Jólin voru kvödd daginn fyrir þrettándann af nemendum og starfsfólki Grunnskólans í Nýræktinni. Gengu allir upp í skóg sumir með ljós, flestir með nesti og komu sér fyrir í skóginum þar sem búið var að hita kakó, kveikja upp og tendra lugtir víða um skóginn. Sungnir voru söngvar þrátt fyrir kuldann og stundin vel heppnuð engu að síður. Ljósmynd: Eyþór Benediktsson Báðir meistaraflokkar Snæfells léku í 16 liða úrslitum Poweradebikarsins s.l. helgi og unnu góða sigra. Stelpurnar mættu Val öðru sinni hér heima á nýju ári, töpuðu fyrri leiknum í deildarkeppninni en bættu fyrir það í bikarnum á laugardaginn og unnu góðan sigur 81-75. Strákarnir eru taplausir á árinu eftir tvo leiki, byrjuðu með sigri á Tindastóli í deildinni og unnu svo Stjörnuna, sannfærandi 73-68 s.l. laugardag. Á þriðjudaginn var dregið í 8.liða úrslit bikarsins og og því miður þá fékk hvorugt Snæfellsliðanna heimaleik. Stelpurnar voru öllu heppnari með sinn mótherja sem er Fjölnir en strákarnir fá það erfiða hlutskipti að mæta KR fyrir sunnan og munu leikirnir fara fram á tímabilinu 21.-23.janúar ....... srb Körfubolti Á síðasta ári var fyrirtækinu Green in Blue úthlutað 6000 fermetra iðnaðarlóð undir atvinnurekstur sem tengist matvælaiðnaði og er þarna um nýsköpunarrekstur að ræða. Fyrirtækið hyggst reisa um 3000 fermetra húsnæði yfir starfsemi sína. Svæðið sem um ræðir er við Hamraenda. Green in Blue er þróunarfélag sem undanfarin tvö ár hefur undirbúið uppsetningu iðnfyrirtækis á Íslandi þar sem tvinnuð er saman þekking á líftækni, græn orka og hrein hráefni úr sjó til framleiðslu þurrkaðra lífvirkra efna. Afurðir Green in Blue verða meðal annars nýttar til framleiðslu matvæla, heilsuvara og snyrtivara. Fyrirtækið leggur áherslu á ábyrga og sjálfbæra nýtingu innlendra auðlinda, rekjanleika hráefna og nýtingu þekkingar til virðisaukningar. Matís ohf er hluthafi í Green in Blue en milli fyrirtækjanna er ríkt samstarf á sviði vöruþróunar, rekjanleika hráefna og framleiðslutækni. Í stuttu samtali Stykkishólms-Póstisins við Auðun Frey Ingvarsson framkvæmdastjóra Green in Blue staðfestir hann að staðarval fyrir framleiðsluna í Stykkishólmi komi til m.a. vegna þess hvernig á málum er haldið varðandi umhverfismál, sjálfbæra þróun ofl. hjá Stykkishólmsbæ. Undirbúningur fyrirtækisins taki tíma en skrefin sem tekin hafi verið síðan lóðinni var úthlutað til fyrirtækisins séu öll í rétta átt. Erlendir fjárfestar hafa sýnt verkefninu áhuga og vonast eigendur til þess að starfsemin skapi um 20 störf í Stykkishólmi. ..... am Green in Blue í Stykkishólmi styttist í orgelvígslu í Stykkishólmskirkju. Sunnu- daginn 22. janúar n.k. verður Klais orgelið vígt og mun Klais sjálfur verða viðstaddur víglsuna auk biskups Íslands. Flutt verður verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson í hámessu kl. 14 undir stjórn hans sjálfs og að lokinni messu verður boðið upp á kaffi en orgeltónleikar hefjast svo kl. 16 Á orgeltónleikunum munu organistarnir László Petö, Tómas Guðni Eggertsson og Hörður Áskelsson leika innlend og erlend orgelverk úr ýmsum áttum. Tómas var sem kunnugt er organisti hér við kirkjuna á undan László og tók þátt í vali á orgelinu ásamt Herði organista Hallgrímskirkju og orgelvalnefnd. Ljósmynd: László Petö/am Orgelvígsla

Stykkishólms-Pósturinn 2. tbl. 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Stykkishólms-Pósturinn 12.01.2012

Citation preview

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 2. tbl. 2012

SÉRRIT - 2. tbl. 19. árg. 12. janúar 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected]

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

SÉRRIT - 45. tbl. 18. árg. 22. desember 2011

Eitthvað er um það þessar vikurnar að nýjir og oft stærri bátar eru að koma í Stykkishólmshöfn. Guðmundur Gunnlaugsson var að koma með bátinn Kristbjörgu SH-84 sem er 5,22 brúttótonn til hafnar, Ásmundur Skeggjason í Hansínuhúsi mun einnig vera að stækka við sig. Bátur Ásmundar Hansína SH-147 er 5.38 brúttótonn. Símon og Alex í Íslenskri bláskel, sem nú heitir Íslensk bláskel og sjávargróður, hafa keypt bátinn Ronju SH-53 sem síðast var í Grundarfirði og er hún 22 brúttótonn. Að sögn Símonar ætla þeir félagar að sinna ýmsum verkefnum á næstu mánuðum á þessum bát auk þess að sinna bláskelinni munu þeir plægja upp þang, öðuskel og fleira góðgæti úr matarkistu Breiðafjarðar og jafnvel fara á strandveiðar. am

Ekkert hefur frést af innbrotinu sem átti sér stað í verslun Sæferða fyrir jólin á síðasta ári. Gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana í húsnæðinu þar sem sett hefur verið upp öflugt viðvörunar- og þjófavarnarkerfi þannig að upptökutæki tekur upp allar hreyfingar sem eru innan ramma myndavéla sem eru 8 talsins. Að sögn Péturs í Sæferðum er búnaður sem þessi auðsettur upp og ódýrari en halda mætti í fyrstu. Hann bætti því við að þeir sem vildu kynna sér þetta væri velkomið að fá nánari upplýsingar og koma og skoða. am

Af innbroti

Bátum fjölgar í Stykkishólmshöfn

Jólin voru kvödd daginn fyrir þrettándann af nemendum og starfsfólki Grunnskólans í Nýræktinni. Gengu allir upp í skóg sumir með ljós, flestir með nesti og komu sér fyrir í skóginum þar sem búið var að hita kakó, kveikja upp og tendra lugtir víða um skóginn. Sungnir voru söngvar þrátt fyrir kuldann og stundin vel heppnuð engu að síður. Ljósmynd: Eyþór Benediktsson

Báðir meistaraflokkar Snæfells léku í 16 liða úrslitum Poweradebikarsins s.l. helgi og unnu góða sigra. Stelpurnar mættu Val öðru sinni hér heima á nýju ári, töpuðu fyrri leiknum í deildarkeppninni en bættu fyrir það í bikarnum á laugardaginn og unnu góðan sigur 81-75. Strákarnir eru taplausir á árinu eftir tvo leiki, byrjuðu með sigri á Tindastóli í deildinni og unnu svo Stjörnuna, sannfærandi 73-68 s.l. laugardag. Á þriðjudaginn var dregið í 8.liða úrslit bikarsins og og því miður þá fékk hvorugt Snæfellsliðanna heimaleik. Stelpurnar voru öllu heppnari með sinn mótherja sem er Fjölnir en strákarnir fá það erfiða hlutskipti að mæta KR fyrir sunnan og munu leikirnir fara fram á tímabilinu 21.-23.janúar....... srb

Körfubolti

Á síðasta ári var fyrirtækinu Green in Blue úthlutað 6000 fermetra iðnaðarlóð undir atvinnurekstur sem tengist matvælaiðnaði og er þarna um nýsköpunarrekstur að ræða. Fyrirtækið hyggst reisa um 3000 fermetra húsnæði yfir starfsemi sína. Svæðið sem um ræðir er við Hamraenda. Green in Blue er þróunarfélag sem undanfarin tvö ár hefur undirbúið uppsetningu iðnfyrirtækis á Íslandi þar sem tvinnuð er saman þekking á líftækni, græn orka og hrein hráefni úr sjó til framleiðslu þurrkaðra lífvirkra efna. Afurðir Green in Blue verða meðal annars nýttar til framleiðslu matvæla, heilsuvara og snyrtivara. Fyrirtækið leggur áherslu á ábyrga og sjálfbæra nýtingu innlendra auðlinda, rekjanleika hráefna og nýtingu þekkingar til virðisaukningar. Matís ohf er hluthafi í Green in Blue en milli fyrirtækjanna er ríkt samstarf á sviði vöruþróunar, rekjanleika hráefna og framleiðslutækni.Í stuttu samtali Stykkishólms-Póstisins við Auðun Frey Ingvarsson framkvæmdastjóra Green in Blue staðfestir hann að staðarval fyrir framleiðsluna í Stykkishólmi komi til m.a. vegna þess hvernig á málum er haldið varðandi umhverfismál, sjálfbæra þróun ofl. hjá Stykkishólmsbæ. Undirbúningur fyrirtækisins taki tíma en skrefin sem tekin hafi verið síðan lóðinni var úthlutað til fyrirtækisins séu öll í rétta átt. Erlendir fjárfestar hafa sýnt verkefninu áhuga og vonast eigendur til þess að starfsemin skapi um 20 störf í Stykkishólmi. ..... am

Green in Blue í Stykkishólmi

Nú styttist í orgelvígslu í Stykkishólmskirkju. Sunnu-daginn 22. janúar n.k. verður Klais orgelið vígt og mun Klais sjálfur verða viðstaddur víglsuna auk biskups Íslands. Flutt verður verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson í hámessu kl. 14 undir stjórn hans sjálfs og að lokinni messu verður boðið upp á kaffi en orgeltónleikar hefjast svo kl. 16 Á orgeltónleikunum munu organistarnir László Petö, Tómas Guðni Eggertsson og Hörður Áskelsson leika innlend og erlend orgelverk úr ýmsum áttum. Tómas var sem kunnugt er organisti hér við kirkjuna á undan László og tók þátt í vali á orgelinu ásamt Herði organista Hallgrímskirkju og orgelvalnefnd. Ljósmynd: László Petö/am

Orgelvígsla

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 2. tbl. 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 2. tbl. 19. árgangur 12. janúar 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Við áramót er gagnlegt að líta yfir farinn veg, horfa um öxl og vega og meta það ár sem er að baki. Hebbarnir áttu svo sannanlega gott ár. Við byrjuðum árið með nýársfagnaði í Setrinu þar hófum við leynivinaleik, það er skemmtilegur leikur sem ýtir undir frumleika, frjóa hugsun, föndur og ýmis tilþrif.Kristín Víðisdóttir starfsmaður VÍS kom færandi hendi í ársbyrjun og gaf hópnum vesti. Svo nú erun við enn flottari á ferð. Það er komin hefð á grímugöngu og öskudagsgleði, þar eru ýmsar viðurkenningar veittar, t.d. fyrir góð tilþrif eða snilldar takta, flott gervi og fl. Við höfðum nytjamarkað. Þar var hægt að fá allt sem fólk bráðvantaði og margt fleira líka. Lagðar voru hendur á fólk gegn vægu verði. Spákona sló eftirminnilega í gegn. Hebbarnir fögnuðu 5 ára afmæli í apríl margir mættu þar í nýjum dressum frá markaðnum. Við spiluðum bingó og skemmtum okkur hið besta. Í maí slóst í för með okkur blaðamaður frá Skessuhorninu og gekk með okkur niður með Þórsá. Þar fórum við yfir kafla úr Laxdælu enda öll vel lesin í þeirri bók, sem var þá verkefni leshringsins.Hebbarnir fóru síðan í menningarferð á Laxdæluslóðir. Snilldarferð að hætti Hebbanna í alla staði. Berglind takk fyrir þinn þátt. Við fórum líka í skemmtilega ferð í landi Hofstaða. Tókum þátt í Heilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins. Jónsmessuferðin var á sínum stað. Grill og gleði í Sauraskógi.Hefðbundið sumarfrí var í júlí og ágúst. Nema hvað okkur barst tilboð sem var nú ekki af verri endanum. Afmælisboð til Ollu og Dóa í Móholti. Hebbarnir mættu í skrúðgöngu með hatta og gleði í farteskinu. Það var bara gaman. Nú að sumarfríinu loknu var startað með stæl. Tekin var á leigu langferðabifreið og farið í Straumfjörð á Mýrum. Flott ferð.Við höfum farið í lautarferðir, skógarferðir, hesthúsakaffi, haldið jólasveinahúfudag, jólakaffihúsaferð og margt fleira. Í haust hófum við lestur á Heimsljósi. Þar er nú gott að hafa Stellu kennara og Hebba innan búðar.Við höfum tekið á móti gestum frá Unaðsdögum í Stykkishólmi okkur til ánægju og vonandi þeim líka. Við fengum styrk frá lista og menningarsjóð Stykkishólms og frá Lions klúbbnum sem við nýttum í Laxdæluferðina. Hafið bestu þakkir fyrir. Einnig vil ég koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa lagt okkur lið á einn eða annan hátt. Hebbar kærir, bestu þakkir fyrir skemmtilega samveru á árinu. Vonandi eigum við öll gott ár í vændum.

Hanna Jónsdóttir

Ársskýrsla Hebbanna 2011

Nú er í undirbúningi gerð heimildarmyndar um slysið þegar Vickers Wellington flugvél frá 221. flugsveitinni fórst í Kolgrafarfirði. Flugvélin T2988/DF-H var á heimleið úr eftirlitsflugi á hafsvæðinu milli Íslands og Grænlands, svokölluðu „Bear Patrol“ þann 28. nóvember 1941. Hvasst var af suðaustri og lágskýað. Flugstjóri í þeirri ferð var F/O j. E. Speal. Talið er að flugstjórinn hafi jafnvel ruglast á Reykjanesinu og Snæfellsnesi . Til vélarinnar sást frá Stykkishólmi þetta kvöld og síðast heyrðist frá henni kl. 22.30. Leyniþjónusta breska landhersins í Vestur- Yorkshire fékk tilkynningu frá höfuðstöðvum hersins (Force H.Q.) að Wellington- sprengjuflugvél hefði líklega brotlent í námunda við Stykkishólm. Daginn eftir fóru hermenn frá Reykjaskóla í

Hólmarar, vinir og vandamenn athugið!Okkar árlegi þorrafagnaður verður haldinn laugardaginn 4. febrúar nk.Nefndin hefur setið sveitt að undanförnu við að tína til broslegar up-

pákomur á liðnu ári, æfa söngröddina og liðka danstaktana. Dustið því endilega af sparigallanum, pússið skóna og takið daginn frá.

Allir sem einn, ungir sem eldri.

Þorranefndin, þroskuð og hamingjusöm.

Mig langar að deila með ykkur reynslu minni af þeirri hreyfnigu sem ég fór að stunda haustið 2010.Ég hef alltaf verið mikið fyrir hreyfingu, leikfimi, ýmist í vatni eða í sal, undir leiðsögn frábæra íþróttakennara, verið í líkamsræktinni, að ógleymdum sundferðum, göngutúrum og skíðum sem ég hef stundað þegar tækifæri hefur gefist. Allt þetta hefur gert mikið fyrir mig í gegn um árin og eru ógleymanlegir „frúarleikfimitímar“ sem ég fór í hjá Hrefnu Markan þegar ég var nýflutt til Stykkishólms, við hreinlega skriðum út úr tímum svo mikið var puðið.Nú var svo komið að mér fannst að mig vantaði eitthvað meira og kannski eitthvað nýtt, en var í talsverðan tíma búin að telja mér trú um að ég væri of gömul til að fara til einkaþjálfara, það væri bara fyrir unga fólkið sem gæti þjálfað sig upp og fengið flottan skrokk! Þegar mér bauðst að taka þátt í litlum hóp hjá einkaþjáfaranum Steinunni, í október 2010 lét ég mig hafa það. Markmið mitt var að bæta mína heilsu, fá aukið úthald og aukna vellíðan. Það er skemmst frá að segja að markmið mín hafa sannarlega gengið eftir, í sumar gat ég spilað golf miklu oftar en ég hafði áður gert, líkamlegt ástand langt um betra í alla staði. Ég hef meiri orku til að geta tekist á við dagleg störf. Mikið af þeim stoðkerfis vandamálum sem voru að hrella mig hafa minnkað til muna. Svo er óborganlegt að svitna og svitna mikið. Hvað viljum við meira?Ástæðan fyrir því að ég segi þessa sögu er ekki að auglýsa hvað ég er að gera heldur að hvetja ykkur öll á hvaða aldri sem þið eruð til að stunda reglulega hreyfingu, við verðum aldrei svo fullorðin að það sé of seint. Einnig finnst mér ástæða til að vekja athygli á þessum frábæru einkaþjálfurum sem við höfum hér, hef sjálf aðeins prófað einn, en sé að hin eru líka að gera frábæra hluti. Þau hafa þekkingu til hjálpa okkur að gera æfingar við okkar hæfi, koma okkur af stað og halda okkur við efnið. Það koma vissulega dagar sem ég er með einhvern krankleika einhversstaðar og hugsa, á ég ekki bara að vera heima í dag, en ég læt mig hafa það að fara í ræktina og kem mun hressari til baka. Með ósk um gleðilegt nýtt ár og góða hreyfingu á því nýja

Magndís Alexandersdóttir

Lifðu lífinu lifandi!

Flugslysið við Svartahnúk

Hrútafirði og Borgarnesi vestur á Snæfellsnes til leitar. Skemmst er að segja frá því að þegar staðfest hafði verið hvar flugvélin hafði farist var bærinn Kolgrafir hernuminn og þar sett um stjórnstöð aðgerðanna. Þessi atburður varð því fljótt stór í litlu sveitasamfélagi og er mörgum en í fersku minni. Þátttaka heimamanna við þessar sérstöku aðstæður í byrjun jólaföstu 1941 er mörkuð merkilegri lífsreynslu sem fáir gleyma. Gerð heimildarmyndar nú er því síðustu forvöð til að tryggja frásagnir þeirra sem lifðu. Með flugvélinni fórust 6 ungi menn flestir rétt rúmlega tvítugir. Vegna undirbúnings heimildarmyndarinnar er hér með óskað eftir því að allir þeir sem kunna að hafa undir höndum hluti er tengjast þessum atburði hafi samband við Inga Hans í síma 893 7714.

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 2. tbl. 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 2. tbl. 19. árgangur 12. janúar 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Í síðastu tveim tölublöðum Stykkishólms-Póstsins var sagt frá smákökumeistara DV henni Eddu Baldursdóttur. Fullyrt var hvar hún byggi, fyrst á Silfurgötu og síðan Höfðagötu! Bæði tóm vitleysa... látum liggja á milli hluta hvar hún Edda býr, nema að hún býr vissulega í Stykkishólmi.Edda erfir þessa vitleysu blaðsins ekki því hún hefur leyft birtingu á uppskriftinni góðu:

Gulrótarsmákökur Eddu ;)250 gr. hveiti250 gr. púðursykur125 gr. smör1 stk egg1 og 1/2 tsk lyftiduft1/2 tsk matarsódi1 tsk kanill1/4 tsk negull1 pakki hakkaðar möndlur2 meðalstórar gulrætur (rifnar smátt)

Allt sett saman í skál og hrært. síðan er best að kæla degið í c.a. hálftíma áður en gerðar eru litlar kúlur. Kúlurnar eru settar á smjörpappír og þrýst létt ofan á með einum putta. Bakið við undir og yfir hita við 180° í 8 -10 mín.Krem á milli:

Hálf askja rjómaostur frá MS25 gr. smjörhálfur pakki flósykur1 tsk vanilludroparsmá sletta af kaffi.

Kökurnar þurfa að kólna áður en kremið er sett á milli.Kökurnar þurfa að kólna áður en kremið er sett á milli.Njótið ;);)

am

Hvar býr Edda í dag?

HOLLT OG HAGKVÆMTAuður Ingibjörg Konráðsdóttir heilsukokkur sýnir fram á hversu einfalt, fljótlegt og budduvænt það er að matreiða gómsæta rétti úr heilsu-samlegu hráefni.

Auður gaf nýverið út bókina HEILSUDRYKKIR sem skaust beint inn á metsölulista hjá Hagkaup og seldist upp hjá útgáfunni. Heilsunámskeið Auðar hafa vakið mikla lukku og nú verður eitt slíkt haldið í Lionshúsinu

fimmtudaginn 19. janúar 2012 kl. 20. Komið með gleði í hjarta og hungur í maga. Námskeiðið verður í formi fyrirlesturs og sýnikennslu.

Verð kr 4900. Innifalið er uppskriftamappa og sitthvað gott að smakka. Nánari upplýsingar og skráning í síma 6624254 eða senda e-mail á [email protected]

Einnig verður boðið upp á næringu fyrir sálina þar sem verður kynnt bók sem heitir Þakklætisbókin eftir Sighvat Víði Ívarsson. En sú bók kom einnig út núna fyrir jólin, þar fjallar Sighvatur um þakklæti og hvað þakklæti í daglegu lífi getur verið nærandi fyrir sál og likama og hvetur fólk til að skrifa niður daglega eða eins oft og fólk vill það sem það er þakklátt fyrir, skemmtileg og gefandi lesning. Bókin verður til sölu á námskeiðinu.

www.heilsukokkur.is

Átak starfsmanna St.Franciskusspítalans 2011Í október sl. var að frumkvæði starfsmanna St.Franciskusspítala sett í gang vinnustaðaátak með það að markmiði að hlúa að líkama og sál, koma sér í „form“, og efla um leið starfsandann. Í átakinu tóku þátt 20 starfsmenn sem lögðu allan sinn metnað í að standa sig sem best og skila góðum árangri. Átakið stóð í níu vikur og lauk því snemma í desember. Árangurinn lét ekki á sér standa og kíló og sentimetrar fengu að fjúka svo um munaði en það sem mest er um vert er að tillitsemi, jákvæðni og ekki síst samvinna jókst til mikilla muna auk lífsgleði og ánægju.Lagt var upp í „ferðalag“ og vissulega rennt blint í sjóinn hvað árangur varðar en í lok átaksins stóðu 20 starfsmenn saman og áttuðu sig á að samanlagður árangur nam ca. einum starfsmanni, þ.e.a.s. 59 kíló og 2 metrar höfðu látið sig hverfa. Eftir níu vikna átak eru starfsmennirnir nú reynslunni ríkari, ánægðari, hressari, glaðari, grennri, heilbrigðari og skilja að ekkert fæst með því að hætta að borða. Holl næring og hreyfing er málið. Með þetta allt í huga siglum við inn í nýtt ár með nýju átaki „BEACH 2012“ um leið og við hvetjum önnur fyrirtæki og stofnanir að gera slíkt hið sama.Eftirtalin fyrirtæki í Stykkishólmi hafa veitt okkur styrk og stuðning og viljum við færa þeim bestu þakkir fyrir:Arion banki, Lyfja, Skipavík, Hárstofan, Anka, Narfeyrastofa, Átak, Sundlaugin og Steinunn Helgadóttir.

Samstarfsfólk starfsmannaátaks St.Franciskus 2011

Starfsmaður horfinn af St. Franciskusspítala?

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 2. tbl. 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 2. tbl. 19. árgangur 12. janúar 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Ferjan Baldur Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

Nú er komið að seinni áfanganum í breytingum á veitingahúsinu. Af þeim sökum verður lokað fram í janúar. Opnunartími verður auglýstur

síðar. Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar í síma 867-7411 eða í netfanginu [email protected]

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Narfeyrarstofa

OPIÐOPIÐ Í HÁDEGINU

virka daga og laugardaga (LOKAÐ SUNNUDAGA)

OPIÐ Í MAT Á FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD.

BARINN OPINN LAUGARDAGSKVÖLD.Bjóðum upp á

Súpu dagsins, rétt dagsins, heilsurétt dagsins og

heilsuböku dagsins!

Grásleppukarlar

Erum tilbúin að kaupa alla grásleppu sem til fellur á komandi vertíð.

Áhugasamir vinsamlegast hafið sambandi við

Ásgeir í síma: 892-9360

Sægarpur ehf Grundarfirði

FORM & HEILSASteinunn Helgadóttir

IAK Einkaþjálfari ULTRATONE meðferðaraðili

EINKAÞJÁLFUNTímapantanir í síma: 841 2000Íþróttamiðstöðin Stykkishólmi

ULTRATONE Tímapantanir í síma: 438 1212

Aðalgata 24 - 340 Stykkishólmur

ÁTAK - líkamsrækt - sími 438-1111

Vegna eftirspurnar var bætt við auka hópum í Zumba og Fit-pilates.

Zumba: Þriðju- og fimmtudaga kl.18-19 (3 sæti laus)

Fit-pilates: Þriðju- og fimmtudaga kl.14.30-15.30 (3 sæti laus)

Einnig er hægt að fá einkaþjálfun í Átak sem er frábær leið til þess að komast í gott form

Einkaþjálfarar Átaks eru:

Fríða: 866-7702, Steina: 841-2000 og Róbert: 865-5720

www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu